Mjölnir - Skólablað VMA

52
MJÖLNIR 1. tlb. 2015 - 2016

description

1.tlb 2015-2016

Transcript of Mjölnir - Skólablað VMA

Page 1: Mjölnir - Skólablað VMA

MJÖLNIR1. tlb. 2015 - 2016

Page 2: Mjölnir - Skólablað VMA

2

RitstjórapistillSjomli ertu að tjékka þennan slopp?saklausir busar alltaf jafn hot. Mig langar bara í smá Nóa kroppEn allt heilsueflandi og svooo ekki gott.

Líflátshótanir og listamaður Æsir eða ISIS ég er svo lostFallinn á mætingu, nota smá smjaðurOstaslaufur með engum ost

Allir sofna í tíma hjá Þresti Orðið á göngunum ávalt klúrthefði átt að henda í nesti holy shit hvað verðið er súrt.

Hjalti þú hefur snert okkar hjörtuÞú ferð allan daginn í Heitt Dagbjörtu, Sólbjörtu og geirvörtuVeiddessar Kvennópíur sveitt, feitt og gleitt.

Með þessum pistli ég fer yfir strikiðÉg veit það vel and I couldn’t care lessInnihaldið er ósvikið Lestu bara blaðið, okei bless

Þórdís Alda

Mjölnir

Page 3: Mjölnir - Skólablað VMA

EfnisyfirlitRitstjórn ForsíðumyndÆsir Leikfélagið Hagsmunaráð Þórduna Illa lagðir bílar Sofandi í tíma Hjalti Jón Frímínútnaskandallinn MetakvöldHver púllar þau betur?Teiknað í tímaHeitt og kaltPrófatips Ný námsskrá Stóra Lillendahl málið Nýnemahátíðin Klósettið á vélstjórn Nýnemakönnun Stjörnuspá Þynnkutips Úlfur Logason

2-35791112-15161718-1921232425262728-2930-3132-37394142-434546-47

3

Þórdís Alda ÓlafsdóttirRitstjóri

Snædís Birna JósepsdóttirGrafísk hönnun og uppsetning

Margrét Steinunn BenediktsdóttirAðstoðarritstjóri

Mjölnir

Page 4: Mjölnir - Skólablað VMA

4

FARÐ’ Í SLEIK Á AKUREYRI

EÐ’ Á ÍSAFIRÐIKANNSKI

KÍKT’ Í BÖRGER FYRIR AUSTAN

EÐ’ Í ONDÚLERINGU FYRIR SUNNAN

VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islands

GÓÐA VERÐIÐ ER Á NETINUÞAÐ MÁTTU BÓKA FLUGFELAG.IS

ÍSLE

NSK

A/S

IA.IS

/FLU

763

66 1

0/15

Page 5: Mjölnir - Skólablað VMA

5

FARÐ’ Í SLEIK Á AKUREYRI

EÐ’ Á ÍSAFIRÐIKANNSKI

KÍKT’ Í BÖRGER FYRIR AUSTAN

EÐ’ Í ONDÚLERINGU FYRIR SUNNAN

VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islands

GÓÐA VERÐIÐ ER Á NETINUÞAÐ MÁTTU BÓKA FLUGFELAG.IS

ÍSLE

NSK

A/S

IA.IS

/FLU

763

66 1

0/15

1. Sæti í forsíðumyndakeppninniSindri Páll Stefánsson

Page 6: Mjölnir - Skólablað VMA

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Náman léttirþér lífiðNáman er vildarþjónusta fyrir ungt fólk. Náman veitir stuðning

með hagstæðari kjörum, persónulegri ráðgjöf, fjölbreyttum fríðindum

og góðri yfirsýn yfir fjármálin. Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is,

í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

L.is og snjallgreiðslur Aukakrónur 2 fyrir 1 í bíó

Page 7: Mjölnir - Skólablað VMA

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Náman léttirþér lífiðNáman er vildarþjónusta fyrir ungt fólk. Náman veitir stuðning

með hagstæðari kjörum, persónulegri ráðgjöf, fjölbreyttum fríðindum

og góðri yfirsýn yfir fjármálin. Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is,

í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

L.is og snjallgreiðslur Aukakrónur 2 fyrir 1 í bíó

ÆsirHvað er Æsir?

Jú, Æsir er nýstofnað undirfélag Þórdunu sem sérhæfir sig í upptö-kum á myndefni, við höfum aðal-lega verið að taka upp viðtöl við hina og þessa og gera grín sket-cha sem voru vonandi vinsælir. Erum líka í því að taka upp allskonar viðburði sem nemendaráðið er með. En í svona hópum er mjög gott að hafa gott lið sem getur unnið verkin vel undir miklum þrýstingi og skilað af sér góðu verki og tel ég að þessi hópur sé gott dæmi um þegar það virkar.

Byrjun haustannar var góð, okkur hrakaði pínu á milli október og nóvember en náðum því fljótt upp aftur og höfum náð góðum vinsældum. Margt skemmtilegt er framundan t.d. tónlistarmynd-bandið sem á að gera fyrir sigurlag VMA í söngkeppninni í vor. Svo líka allir nýju meðlimirnir sem voru teknir inn og erum við bjartsýn á að það gangi vel.

En þetta væri ekki hægt nema með okkar frábæra liði!

Auðunn Arnarsson

Alexander SimmGuðný Vala Tryggvadóttir

Ólafur Göran Ólafsson Gros

Guðlaugur Hrafn Sveinsson

Berglind Eva Rúnarsdóttir

7

Page 8: Mjölnir - Skólablað VMA

NÁMSMENNVið komum ykkur í gegnum skóladaginn.

Ferskur mexíkóskur skyndibiti með 13% afslætti fyrir námsfólk gegn framvísun skólaskírteinis.

Ferskur og hollur matur

afslátturmeð skólaskírteininu13%

Page 9: Mjölnir - Skólablað VMA

Leikfélag VMA Setur upp Bjart með köflum eftir Olaf Hauk Símonarson

Það er svo sannarlega allt að ger-ast hjá Leikfélaginu í VMA en að undanförnu hefur aukinn kraftur færst í leikfélagið. Í fyrra haust var sett upp leikritið 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar og hlaut uppsetningin góða dóma.

Á þessu skólaári verður uppset-ning á vorönn, á söngleiknum Bjart með köflum eftir Ólaf Hauk Símonarson. Söngleikurinn fjallar um Jakob, 17 ára strák sem fær enga sumarvinnu í bænum og ræður sig í sveit um sumarið. Sa-gan gerist á þeim tíma sem ekki var komið rafmagn á öllum sveit-abæjum.

Fjölskyldan sem Jakob býr og vin-nur hjá um sumarið er til dæmis ekki með rafmagn. Fjölskyldan er svolítið öðruvísi en það sem Jakob hefur kynnst. Sonur hjónanna á bænum er til dæmis upptekinn við uppfinningar öllum stundum og reynir meðal annars að fljúga eins og fugl. Amman á bænum sefur í líkkistu og er tilbúin að fara yfir móðuna miklu. Dótti-rin á bænum, Gunnvör, á bát og fer ein á sjó til að veiða og bölvar í öðru hverju orði þegar hún er í landi. Hún er á svipuðum aldri og Jakob enda þarf hann að velja á milli hennar og Ausu á næsta bæ sem báðar eltast við hann. Tónlistin í leikritinu er meira og minna lög sem voru vinsæl í kring-um hippatímabilið en það er tónlist sem yngra fólk er að hlusta á í dag sem og þeir eldri.

Nú á haustdögum hefur um 40 manna hópur sótt námskeið sem er undirbúningur fyrir uppsetnin-guna eftir áramót. Byrjað verður að æfa fyrir áramót og fá leikarar heimavinnu með sér í jólafríið því æfingar verða án handrita eftir áramót. Um 30-40 manns munu koma að sýningunni með ei-num eða öðrum hætti. Þeir sem ekki verða í hlutverkum hafa ön-nur verkefni eins og sviðsmenn, tæknimenn, búningar og mar-gt fleira sem þarf að gera til að söngleikur fari á fjalirnar. Leikstjóri er Pétur Guðjónsson sem jafn-framt hefur stjórnað námskeiði á haustdögum.

Frumsýning á Bjart með kö-flum verður 27.febrúar 2016.

9

Page 10: Mjölnir - Skólablað VMA
Page 11: Mjölnir - Skólablað VMA

HagsmunaráðVið í Hagsmunaráði Þórdunu sjáum um hagsmunamál nemenda. Ef þú heldur eða tekur eftir því að það sé verið að brjóta á þínum hagsmunum eða samne-menda þinna erum við alltaf til staðar.

Þú getur haft samband við okkur ef til dæmis:

-Þér finnst lokaprófið ekki vera sanngjarnt

-Ef þér finnst kennari vera að brjóta á réttindum þínum.

-Ef þú verður fyrir einelti af völdum samnemanda eða kennara.

-Ef þú telur stjórn Þórdunu vera að vanrækja skyldur sínar.

-Þú telur stjórn Þórdunu vera að eyða peningum nemenda á rangan máta

-Ef kennari rekur þig út úr tíma en gefur þér samt fjarvistarstig.

-Ef þú ert ekki viss um hver þín réttindi eru.

-Ef þú telur starfsmenn eða stjórnarmeðlimi vera að brjóta lög skólans/Þórdunu.

-Ef þú ert rekin úr áfanga en telur þig hafa rétt á því að sitja hann til enda.

-Þú ert óánægð/ur eða óviss með hvað sem er innan veggja skólans!

Vissir þú að:

-Ef þú ert rekin úr tíma má ekki gefa þér fjarvistarstig.

-Þú mátt neita að blása í áfengismæli á skemmtunum skólans án þess að þér sé mein-aður aðgangur. (Ef þú blæst og það mælist í þér áfengi má aftur á móti meina þér aðgengi.)

-Kennarar hafa ekki réttindi til þess að taka af þér símann eða aðra persónulega muni í tímum. Þeir mega aftur á móti vísa þér úr tíma, þótt þeir megi ekki gefa þér fjarvist fyrir það.

Hafðu samband við okkur á [email protected] er hægt að nálgast okkur í gegnum Nemendafélagið Þórdunu eða

persónulega ef þess þarfnast.

Margrét Steinunn Benediktsdóttir

Victoria Rachel Moreno

Andri Már Ólafsson - Formaður

Lóa Aðalheiður Kristínardóttir

11

Page 12: Mjölnir - Skólablað VMA

Þórduna 1. Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?2. Uppáhalds kennari?3. Hvað finnst þér um Þórdísi ritstjóra?4. Hversu gamall/gömul varstu þegar fyrsti kossin kom?

Valgerður Þorsteinsdóttir - Kynningarfulltrúi

1. Fara með Justin Bieber upp á hótelherbergi þegar hann var hérna á klakanum.2. Ég er algjör kennarasleikja og get ekki gert upp á milli þe-irra sem eru að kenna mér þessa önnina. Björg Eiríks, Veró, Þröstur og Hallgrímur. (Hallgrímur er samt smá uppáhalds.)3. Hún er æðibiti.4. 6 ára, á leikvelli, mjög svo rómantísk stund.

Sindri Snær konráðssson - Skemmtanastjóri

1. Hjólað á kyrrstæðan bíl.2. Allir mínir kennarar hafa verið frábærir en Hilmar Friðjóns-son stendur svo sannarlega uppúr.3. Þórdís er mega sexy skvísa.4. Úfff, man það ekki. Sweet sixteen minnir mig.

Haukur Smári Gíslason - Varaformaður

1. Kyssa stelpuna sem ég kyssti fyrst.2. Hilmar Friðjóns, aldrei kennt mér en ég elska gæjann!3. Hún getur verið mesti sóði en svo, svona viku seinna, duglegasta þrifnaðarmanneskja!4. 17 ára og fjögurra daga.

12

Page 13: Mjölnir - Skólablað VMA

Stefán Jón Pétursson - Formaður

1. Að hafa kynnst Pétri Guðjónssyni. Eftir það er maður upptekinn allan sólarhringinn alltaf. Varið ykkur krakkar!2. Hilmar Friðjónsson. Hann þarf samt að fara svara mér oftar þegar ég hringi, annars missir hann titilinn.3. Hvar á ég að byrja...4. 6 ára.

Kristján Blær Sigurðsson – Ritari 1. Maður getur verið dulítið latur stundum og ætli að þegar ég sagði ,,nei” við Jennifer Aniston því ég nennti ekki að fara heim með henni, hafi ekki verið afskaplega heimskulegt.2. Það eru svo sjúklega margir en þeir sem fylla líklegast 3 efstu sætin eru þeir Hilmar Friðjónsson og nafnarnir Guðjón Ólafsson og Guðjón Eyjólfsson.3. Þegar maður situr á klósettinu heima hjá mér sér maður margt en það er þessi fíni ofn sem blasir við, mér finnst hann ómerkilegur og ekki vera skemmtilegur. Sama á við með Þórdísi. Hún er svona ofn. 4. Margt hefur gerst í þeim málum á öllum mínum 18 árum. Ég var mjög vinsæll á meðal spruntnana í leikskóla og sá fyrsti kom einungis 4 ára gamall. Gera aðrir betur.

Árni Þórður Magnússon - Gjaldkeri1. Ég sé sjaldan eftir hlutunum sem ég hef gert og ef svo gerist að ég sé eftir einhverju þá er það ekki þess virði að segja frá. Í raun það sem venjulegt fólk mundi kalla heimsku-legt sem ég hef gert, kalla ég skemmtilega minningu.2. Gaui enskukennari (Guðjón Ólafsson) 3. Fyrsta skiptið sem ég hitti Þórdísi kom hún upp að mér og sagði að henni findist hálsmenið mitt flott ( ég er alltaf með mjölnishamar um hálsin), næsta sem hún sagði var “má ég eiga það?” og þeirri spurningu svaraði ég neitandi. Eftir þetta hefur mér alltaf fundist Þórdís vera furðuleg en þá er furðulegt fólk skemmtilegasta fólkið að mínu mati.4. 16 ára

Ingiríður Halldórsdóttir - Eignastjóri

1. Ég var að labba niður laugaveginn, en ég er með jafnvægi á við gamla kartöflu og datt út á götu. 2. Sunna skvísa.3. Hún er kúkalabbi, en hún er kúkalabbinn minn.4. 16 ára.

13

Page 14: Mjölnir - Skólablað VMA

Skólasetning

Konukvöld

Nýnemahátíð

Karlakvöld

Jafnréttisvikan

Metakvöld VMA-MA

Ágúst

September

Október

Nóvember

Desember

Bíókvöld og klúbbakynning

14

Page 15: Mjölnir - Skólablað VMA

Skólinn byrjar

Söngkeppni VMA

Árshátíð

Frumsýning leiksýningar

Janúar

Febrúar

Mars

Apríl

Maí

Kosningar

Krýning nýrrar stjórnar Vorhlaup

Metakvöld MA-VMA

15

Page 16: Mjölnir - Skólablað VMA

Illa lagt

16

Page 17: Mjölnir - Skólablað VMA

Sofandi í tíma

17

Page 18: Mjölnir - Skólablað VMA

Hjalti JónEins og flestir vita, mun Hjalti Jón skólameistari hætta störfum hjá VMA nú um áramótin og taka við sem skólameistari í Kvennaskólanum í Reykjavík. Við hjá Mjölni viljum óska honum góðs gengis í því starfi sem hann er að taka sér fyrir hendur og þakka honum fyrir samstarfið.

Af hverju sóttir þú um stöðuna í Kvennaskólanum?

Það er nú vegna þess að um nokkurt skeið hef ég verið að vel-ta fyrir mér, og konan mín, hvort það sé ekki komin tími á að fly-tja aftur suður. Ég er semsagt Reykvíkingur og þar eru börnin mín og ættingjar. Við erum búin að hugsa þetta lengi og haft au-gun opin gagnvart tækifærum og svo var starfið í Kvennaskólanum auglýst og ég sá mér leik á borði og prófaði að sækja um vegna þess að ég var kennari þarna i 5 ár og var þetta fyrsti skólinn minn. Var ég þarna háskólastúdent að læra íslensku og var fengin til að leysa af og svo var ég þarna í 5 ár. Þetta voru mjög skemmtilegir tímar og þá var kvennaskólinn en-nþá grunnskóli. Þar voru stúlkur í 8-10 bekk, aðeins stelpur. Svo var ég að kenna þegar fyrsti strákurinn kom, svo var ég líka að

kenna þegar skólinn breyttist úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla. Þannig að þetta var mjög skem-mtilegur tími og ég hef alltaf fylgst með skólanum og þótt vænt um hann. Nokkrir nemendur mínir eru núna vinkonur mínar á facebook eða ég hef hitt þær í gegnum lífið. En gaman að geta lokið starfsfer-li mínum þar sem hann hófst. En mér líkar rosalega vel við mig hér og hérna er mikið af frábæru sam-starfsfólki og frábærum nemen-dum og hef ég alltaf haft gaman af því að vera hér. Það er ekki það að mér sé farið að leiðast þetta hér, en þetta er bara orðið fínt og nú tekur nýtt skeið við í lífinu.

Veist þú hver mun taka við?

Nei, vonandi verður starfið auglýst sem fyrst og verður kannski búið að ráða nýja/nn 1.desember. Ég vonast til þess að geta verið hér til 1.janúar, semsagt klárað önnina.

Hvað muntu taka með þér frá VMA?

Ég hefði nú viljað taka Hafberg með mér. En það er svo margt sem ég hefði viljað taka með mér. Ég tek nú örugglega einhverjar myndir sem voru teknar í skóla-num og örugglega hugsanlega vonandi einhverja smíðaða gripi af málmsmíðadeild. Ég á nú eftir að tala við kennarana á deildinni um það, einn taflmann eða eitthvað sem minnir á þennan flotta skóla, svo tek ég fullt af góðum mining-um.

Er einhver sérstakur atburður í VMA sem þú munt alltaf muna eftir?

Þeir eru svo rosalega margir, það er eitthvað skemmtilegt sem gerist á hverjum degi. Það er ekkert sérstakt sem ég man eftir. Maður man kannski helst eftir því sem

18

Page 19: Mjölnir - Skólablað VMA

var erfiðast. Erfiðasti dagur sem ég hef upplifað er kannski þegar ég þurfti að blása dimmisionið af. Það situr nú ekkert eftir í mér, en maður man eftir svona hlutum. En mér finnst alltaf spennandi að taka á móti nýjum nemendum á hverju hausti og svo finnst mér sérstak-lega gaman á brautskráningar dag. Svo hef ég átt mjög góðar stundir, ekki síst með nemendum, mér finnst ég hafa kynnst mjög mörgum nemendum og yfirleitt i góðum samskiptum við þá og ekki síst við starfsfólkið.

Áttu einhvern uppáhalds ne-manda?

Neeeei. En í gegnum tíðina hafa bestu vinir mínir verið nemendur af starfsbraut. Það eru sumir þar sem koma oft að spjalla við mig og ég fer stundum að spjalla við þá. En nei, það eru mjög margir. En það hefur líka verið mjög gaman að fylgjast með nemendum sem hafa kannski komið hingað með lága sjálfsmynd og litla trú á sjál-fum sér sem hafa þroskast hér og útskrifast svo með mjög góðum árangri.

Í hvaða framhaldsskóla fórstu?

Ég var í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Það var rosalega skemmtilegt og töff á sínum tíma. Þá voru aðeins 3 menntaskólar í Reykjavík. Það var mjög gaman.

Varstu í einhverri stöðu í skóla-num?

Jájá, einn veturinn var ég for-maður skemmtiráðs, sem var þá aðalráðið. Maður var að skipuleg-gja dansleiki, panta hljómsveitir og halda tónlistarkvöld. Þetta voru mjög skemmtilegir tímar.

Hvenær byrjaðir þú að vinna i VMA?

1999. Þeir nemendur sem útskri-fuðust í fyrra eru nemendur sem ég kynntist á 1. ári í Lundaskóla og er ég núna búin að útskrifa þá héðan.

Hvert er mottó þitt í lífinu?

Það er það sem ég hef verið að brýna fyrir nemendum. Það er: 1. Að gera allt vel og leysa öll verkefni vel sem manni eru falin. 2. Að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. 3. Að alltaf gera sitt besta. 4. Að á morgun segir sá lati.

Fannst þér óþægilegt þegar nýnemarnir kysstu á þér skallann?

Nei veistu, mér fannst það ekkert óþægilegt. Maður má ekki taka sig of hátíðlega. Þegar maður er í skóla þá verður maður bara stundum að umgangast nemen-dur sína sem jafningja. Mér fannst þetta svolítið spaugileg uppáko-ma en mér fannst þetta bara allt í lagi.

Vildir þú alltaf verða skólam-eistari?

Já, en það gerðist ekki fyrr en seinna. Ég var kennari í 7 ár og fór svo að gera ýmislegt annað. Kláraði háskólanám, fór til þýska-lands í nokkur ár, fór í blaðamenn-sku, var ritstjóri og var að hvíla mig á skólanum, athuga hvort það væri ekki einhver önnur framtíð sem biði mín.

Ég átti bara mjög skemmtileg ár en svo kom ég aftur og var þá búinn að taka ákvörðun um það að fara aftur inn í skóla. Ég ætlaði mér þá að verða íslenskukennari aftur en eftir 2-3 ár fór ég að hug-sa að það væri gaman að verða stjórnandi. Þá fór ég líka í nám í kennsluréttindaráðinu og fannst mér skemmtilegt það sem ég var að læra um skólastjórnun og varð heillaður af því. Þegar ég var búinn með réttindanámið losnaði staða skólameistara á Laugum og ég sótti um. Þannig ég hef alltaf haft mikinn áhuga á skólastjórnun og vaknaði hann á þessum tíma.

Hvernig sérðu VMA fyrir þér eftir að þú hættir?

Vonandi heldur skólinn bara áfram að þróast. Við erum búin að vera með miklar breytingar í gangi, taka upp nýja námsskrá, skipuleggja 3 ára stúdentspróf. Það er mikil þróun í gangi, vonandi verðum við reynslunni ríkari eftir þennan vetur og að nýr skólameistari komi inn í þetta þróunarstarf. Skólinn mun örugglega halda áfram að þróast, sérstaklega varðandi námsfram-boð. Nýjar námsbrautir, nýtt nám, aukið nám í miðlun og fleira. Ég mun örugglega fylgjast vel með VMA næstu árin.

19

Page 20: Mjölnir - Skólablað VMA

VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!

ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM, OSTAGOTT EÐA KANILGOTT OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI.

Page 21: Mjölnir - Skólablað VMA

FrímínútnaskandallinnFrímínútur hafa yfirhöfuð gengið eftir almennum skólareglum, þegar bjallan hringir fá nemen-dur að venju 5 mínútur til þess að teygja úr sér, spjalla við félaga eða einfaldlega að ná í eitthvað til að snæða eða svala þorsta-num. Haukur Jónsson er hins vegar mótfallinn þeim reglum og vill breyta þeim. Hann segir hér í viðtali við fulltrúa skólablaðsins,

,,Mér finnst þetta fráleitt, mér finnst að frímínútur ættu að vera þegar ég segi. Stærðfræðitímar eru afar mikilvægir og oft get ég ekki hætt að útskýra þegar bjallan hringir, þar af leiðandi mæli ég eindregið með að stærðfræðikennarar eins og ég ættu að fá að ráða hvenær frímínútur eru. Þetta þarf ekki að vera svona flókið.“ segir Haukur Jónsson golfari frá Akureyri sem tekur það sem hobby að ken-na stærðfræði við Verkmenn-taskólann á Akureyri.

Aðrir kennarar eru ekki alveg á sama máli og Haukur, þó að sumir taki það stundum í mál að semja við bekkinn um að sleppa frímínú-

tum og hætta fyrr, en flestir vilja einfaldlega bara fara eftir almen-num skólareglum. Haukur leggur til að hann fái fjarstýringu eða ein-faldlega app í 130 þúsund króna snjallsímann sinn, þar sem hann getur stýrt því hvenær bjallann hringir.

Haukur tekur einnig fram að það mætti náttúrulega laga margt tengt frímínútum í skólanum“Ég vil að öll sala á matvælum og kaffi verði teknar úr skólanum, þar sem krakkarnir þurfa ekki að borða það mikið, þetta er orðin alltof feit þjóð, þeir ættu ekki að þurfa meira en 15 mínútur á dag til þess að græja sér mat og borða hann einhverstaðar annars staðar en í skólanum, svo mætti bæta við golfvelli hérna sunnan við skólann, svo það sé nú hægt að gera eit-thvað af viti í þessum frímínútum“.

Börkur Hersteinsson líffræðiken-nari og kvennagull í Verkmenn-taskólanum vill meina að þetta sé bara vitleysa í Hauki og hann sé líklegast bara að verða of gamall til að kenna.

„Þetta er út í hött ef þú spyrð mig, þessar reglur hafa alltaf verið svo-na, og þó að hann sé búinn að þykjast kenna og fella nemendur í 25 ár þýðir ekki að hann eigi að ráða því hvenær frímínútur eru og hvenær ekki, og þetta með golfvöllinn? Ég held að hann þurfi að fara í læknisskoðun. Það spilar enginn golf sem er fæddur eft-ir 1975, ekki nema þeir séu mill-jónamæringar eða dópsalar, og ég held að Haukur sé nú ekki mill-jónamæringur“.

Börkur og Haukur lentu í tölu-verðum rifrildum yfir þessu og skaut þá Haukur ljótum skotum eins og „þegiðu drengur, já það er það sem þú ert. Ungur og vitlaus, hefur enga reynslu á að kenna við hliðina á reynsluboltum eins og mér“. Haukur hefur skemmt sér lengi með því að ákveða hvenær frímínútur eru hjá sínum bekk og leikur sér að því að raða inn seint og fjarvistarstigum þar sem hann tekur ekki fram hvenær þeim líkur.

Grein þessi er aðsend frá nemanda innan skólans sem vill halda nafni sínu leyndu. Skólablaðið ábyrgist ekki að innihald þessarar greinar byggist á sannsögulegum atburðum. Mjölnir hefur tekið viðtal við hvoru-gan aðilann sem að málinu kemur.

V.S.

21

Page 22: Mjölnir - Skólablað VMA

Lingó er umboðsaðili á Íslandi fyrir fjölmarga alþjóðlega fagháskóla sem allir eru í fremstu röð á sínu sviði.* Í boði er hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni og er í góðum tengslum við alþjóðleg fyrirtæki. Nemum í þessum skólum gefst einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, með stefnum og straumum víða að úr heiminum og kenn- arar eru reyndir sérfræðingar á sínu sviði.Háskólanám erlendis í hönnun, sjónlistum, sviðslistum, miðlun, stjórnun, eða tísku opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.

Háskólanám erlendisá sviði skapandi greina

* Í hópi 100 bestu á heimsvísu

22

Page 23: Mjölnir - Skólablað VMA

Lingó er umboðsaðili á Íslandi fyrir fjölmarga alþjóðlega fagháskóla sem allir eru í fremstu röð á sínu sviði.* Í boði er hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni og er í góðum tengslum við alþjóðleg fyrirtæki. Nemum í þessum skólum gefst einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, með stefnum og straumum víða að úr heiminum og kenn- arar eru reyndir sérfræðingar á sínu sviði.Háskólanám erlendis í hönnun, sjónlistum, sviðslistum, miðlun, stjórnun, eða tísku opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.

Háskólanám erlendisá sviði skapandi greina

* Í hópi 100 bestu á heimsvísu

Metakvöld VMA v.s. MAÞað er fátt jafn ógnvekjandi og þegar meira en hundrað manns ganga saman inn um aðalinn-gang Verkmenntaskólans syn-gjandi áróðurssöngva um allt og ekki neitt, en aðalega einhverja kisu sem hvergi sást á þessum viðburði en MA-ingarnir komu sáu og töpuðu.

12.11.’15 er merkur dagur í sögu VMA, eða ekki. Eins og síðast, unnum við MA í stórkostlegu me-takvöldi sem fram fór á heimavelli en vonandi taka menntskælingar-

nir við sér og halda ágætis keppni sjálfir bráðum. #bikarinnheim er eitthvað sem MA-ingarnir lofuðu vinum og vandamönnum en tókst enganveginn enda keppnin búin þegar þrjár þrautir voru eftir! VMA-ingar mega og eiga að vera stoltir, því það er ekki á hverjum degi sem við fáum að sýna þeim hverjir eru raunverulega bestir! Spunakeppnin var æðis-leg og það var eiginlega bara van-dræðalegt hvað ég hló mikið.

Að mæta og sjá menntskæling í MORFÍs-liðinu tala illa um MA og að þau væru nasistar sem hefðu orsakað kreppuna var magnað en það sem stóð uppúr er að þegar ræðunni lauk fögnuðu MA-ingar svo ákaft að ég hélt að rúðurnar myndu springa í snjókorn!

Fyrir hönd stjórnar nemendafélag-sins Þórdunu vil ég þakka ne-mendum beggja skóla fyrir flot-ta keppni sem var sanngjörn og spennandi.

Page 24: Mjölnir - Skólablað VMA

24

Hver púllar þau betur?

Það sér það hver maður að Haukur Smári Gíslason, varafor-maður Þórdunu, ég, er margfalt sætari, skemmtilegri og meira douche en Þórdís, Tobba ritstjóri (ritstýra). Á myndinni sést hvernig gleraugun falla vel að andlitinu og þótt þau minni suma á Harry Potter þegar hann var 10 ára þá geta þau einnig verið ofur-sexy og ef þið sjáið þennan fola einn daginn á djamminu þá mæli ég hiklaust með honum, hann býr b.t.w. í göngufæri frá öllum helstu skemmtistöðum Akureyrar. Það eina sem þessi gleraugu hafa ekki reddað mér er frí heilsíðu auglýs-ing um það að ég sé á lausu. Rit-stýrunni þótti það ekki góð hug-mynd en það er pottþétt bara því hún hefur ekki veitt neitt út á gler-augun sín í 112 daga! Ég vona að þið sjáið ykkur leik á borði og nýtið tækifærið drengir og stúlkur, Þórdís er á lausu og hefði mjög gott af því að njóta lífsins af og til þó hún sé nokkuð upptekin við vinnu, skóla og félagsstörf.

Nú eru að verða komnir 3 mánuðir síðan hann Haukur minn flutti inn og einnig 3 mánuðir síðan hann fjárfesti heilum 800 krónum í gler-augun sem hann hélt að myndu draga að gjellur. En veggirnir á heimilinu eru afar þunnir og hann hefur ekki í eitt einasta skipti haldið fyrir mér vöku. Hann hélt líka ein-nig að þetta myndi sýna betur Verzló sjarmann hans því enginn getur staðist þann mikilfengna sjarma, en með sínum kjálkalínum leit hann út eins og týndur MA-in-gur röltandi um gangana. Ég vona samt innilega að þið, mínar kæru kynsystur sjáið hversu yndisle-gur og krúttlegur strákur býr undir þessum gleraugum og einnig það að hann á linsur.

Það sér það hver maður að ég, Þórdís Alda Ólafsdóttir, ritST-JÓRI Mjölnis er mun myndarlegri, vöðvastæltari og skara langt fram úr Hauki þegar kemur að kven-naveiðum. Eins og þið kannski takið eftir, þá birtir hann aðeins eina mynd af sér með glerau-gun okkar, en samt eru þau var-la á andlitinu hans, heldur styður hann við þau rétt við nefbrod-dinn. Skýringin á þessu er afar einföld. Sjáðu til, þessi gleraugu eru hönnuð sem kvennmanns gleraugu, og að því leyti fara þau Hauki mínum reyndar afar vel þar sem hann hefur afar kvennlegan kjálkavöxt. En því miður hafa þes-si gleraugu ekki veitt honum það karlmannlega útlit sem hann þráir og hefur það stórlega komið niður á hans ástarlífi.

Haukur

Þórdís

Page 25: Mjölnir - Skólablað VMA

25

Teiknað í tíma

Katrín María

Óli.G Haukur

Page 26: Mjölnir - Skólablað VMA

KaltHeitt

Ostalausar ostaslaufur Kaffi amourHætta í miðstjórn

Mánudagsþynnka Kvennó

Tinder

Kardashian

Skautadiskó

Kyssa skallann á Hjalta Jóni Torfi Franklín

Busar Froðudiskó Búa til turn í gryfjunni

Kynlíf í skólanum Koma með nesti Rafsígarettur

Háir hælar í skólanum Axlabönd og axlapúðar

26

Page 27: Mjölnir - Skólablað VMA

Prófatips1.Nammi Þetta er ekki tíminn til að vera að hugsa um línurnar, það sem skip-tir máli núna er að ná prófunum. Það er allt í lagi að vera að kaupa sér nammi og vera spurður hvað maður vilji marga poka.

2.RæktinÞó svo við þurfum stundum nammi, þá er líka mjög þægilegt að vakna snemma, fara í ræktina og hressa sig aðeins við. Þú vilt ekki verða of gróin/nn við skrif-borðsstólinn á þessum dögum.

3.Það er allt í lagi að grátaÉg er ekki að segja að þú þurfir þess. En ef þú ert nýbúin/nn að skila inn prófinu sem þú algjörle-ga rannst út á tíma í og varst bara búin/nn að fylla út 60%, ert ekki viss hvort þú hafir náð 4,5 og veist að mamma þín verður svo reið ef þú fellur og þú ekki búin að sofa í 2 sólarhringa því þú varst að læra fyrir þetta bévítans próf. Lát-tu þá vaða! Hlauptu út úr prófinu og taktu mjög langan göngutúr hágrenjandi, sestu svo bara niður í einhverri götu sem þú hefur aldrei komið í áður og grenjaðu ennþá meira. Þetta er allt í lagi, ég skil þig. Við höfum öll verið þarna einhvern tíman, kannski tvisvar.

4.Kertaljós og kósýÞessir tímar eru stressandi, hafðu það smá kósý.

5. KaffihúsÞú vilt ekki stara á sama vegginn inni hjá þér í 14 daga i röð og gleyma því hvað það er að vera mennsk/ur. Farðu út og lærðu í mismunandi umhverfi.

6.Ekki djammaÉg veit hvað þú ert að hugsa “þetta eru bara fjórir tímar topps, má maður smá”. En krakkar mínir þetta er bara ekkert svo einfalt. Þú ferð í sturtu og svo að græja þig kannski í kringum 21-22, svo chillaru með vinunum, færð þér nokkra fyrir bæinn. Svo er klukkan orðin 04:30 og þú ert ennþá að bíða eftir að fá Hlöllabátinn þinn. Klukkan er svo orðin 5:30 þegar þú loksins kemur heim til þín og dröslast í rúmið. Þegar þú vaknar daginn eftir, þá fattarðu að kluk-kan er orðin 17 og 20 tímar síðan djammið hófst. Þá ertu svo þun-nur að þú liggur uppí sófa með Greifa pizzu í fanginu það sem eftir er af kvöldinu. Próf og djamm er aldrei gott combo!!!

7.Borða hollt og drekka vatnÞó svo við þurfum nammi, þá er mikilvægt að taka sér frí frá lærdómnum og fá sér hollan og góðan mat og hafa alltaf vatn við hendina! Ekki bara borða nammi í 14 daga, þú ert að fara fitna nóg í jólafríinu.

8.SofðuEkki vera að læra í fleiri sólarhrin-ga án svefns. Það mun ekki skila góðum árangri. En aftur á móti ef þú veist kvöldið fyrir próf að þú ert að fara skíta á þig í þessu prófi ef þú lærir ekki næstu 12 tímana straight og mætir svo í prófið. Þá verður þú að gera það sem þú þarft að gera.

9.Farið í sturtuKrakkar please.. bara farið í sturtu.

10.Finna númerið hjá kennaraÞú kannski áttar þig á því núna fyrst þegar þú ert byrjaður að læra að þú ert ekki búin að vera hlusta á kennarann alla önnina. Hringdu þá bara í hann, þessir kennarar eru allt of lengi að svara tölvupós-tum.

11.KynlífEf þú átt kost á því, þá mæli ég með því að þú stundir það, kynlíf losar um streitu. Þú þarft á því að halda einmitt núna.

27

Page 28: Mjölnir - Skólablað VMA

Ný námsskráEins og flestir vita hefur námsskráin breyst ansi mikið. Nú er búið að stytta framhaldsskólagöngu úr fjórum árum í þrjú. Sumir eru ánægðir en aðrir ekki. Við í Ritstjórninni settumst niður með áfangastjórunum Benedikt Barðasyni og Sigurði Hlyni Sigurðssyni, ásamt verkefnastjóra skólanámsskrár, Önnu Maríu Jónsdóttur. Þau útskýrðu fyrir okkur kerfið á sem einfaldasta hátt.

Nýnemar á haustönn 2015 innrituðust inn á nýjar brautir

Náttúruvísindabraut (NÁB)

Listnáms- og hönnunarbraut - Textíllína (LTB)

Grunnnám matvæla- og ferðgre-ina (GNV)

Félags- og hugvísindabraut (FÉB)

Viðskipta- og hagfræðibraut (VHB)

Íþrótta- og lýðheilsubraut (ÍLB)

Grunndeild málm- og véltækni-greina (GNM)

Brautabrú (BB)

Grunnnám bygginga- og mann-virkjagreina (GNB)

Listnáms- og hönnunarbraut - Myndlistarlína (LMB)

Grunndeild rafiðna (GDR)

Útskýring á áfangaheiti:STÆF2LT05

STÆF - STÆRÐFRÆÐI 2 - ANNAÐ ÞREPLT - LÍKINDAREIKNINGUR OG LÝSANDI TÖLFRÆÐI 05 - FRAMHALDSSKÓLAEININGAR

28

Page 29: Mjölnir - Skólablað VMA

Grunnskólaeinkunnir hafa áhrif á inn í hvaða áfanga/þrep nemen-dur innritast.

Öllum áföngum er raðað á þrjú til fjögur þrep.

Fyrsta þrep er á mörkum grunn- og framhaldsskóla og fjórða þrep á mörkum framhaldsskóla og háskóla. Í dæmigerðu stú-dentsprófi þarf þrepadreifing að vera þessi:

Grunnur1, Grunnur2 eru upprifjunaráfangar sem eru ætlaðir nemendum sem ekki hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi árangri að mati skólans. Grunnur3 er á mörkum grunn- og framhaldsskóla (ENS102/ÍSL102/STÆ102/DAN102).

17% - 33% á 1.þrepi33% - 50% á 2.þrepi17% - 33% á 3.þrepi 0% - 10% á 4.þrepi

Iðnnám er líka að breytast.Nýtt einingarkerfi sem byggir á vinnuframlagi nemenda. Ein ein-ing/framhaldsskólaeining er um það bil 21 klukkustund í vinnu ne-menda.

Námstími til stúdentsprófs er 3 - 4 ár. Nemandi sem ætlar að ljú-ka náminu á þremur árum þarf að jafnaði að ljúka um 67 einingum á hverju skólaári. Ef nemandi kýs að vera 3,5 eða 4 ár geta einingar hvers skólaárs verið færri.

Áfanga- og námsbrautarlýsingar eru að finna á heimasíðu skólans undir tenglinum Námið: Nýjar námsleiðir haustið 2015.Inn á námsbrautar- lýsingum geta nemendur séð hversu mikið á 1.,2. og 3. þrepi þeir eiga að taka til að geta útskrifast.

Á heimasíðu skólans er einnig hægt að finna lista yfir jafngildi áfanga í eldri námskrá.

Allar áfangalýsingar í nýrri námskrá er að finna á namskra.is.

Page 30: Mjölnir - Skólablað VMA

Stóra Lillendahl máliðEins og margir vita er hin lands-frægi feministi Hildur Lilliendahl að íhuga það að kæra Torfa Franklín, en hann er einn af nemendu-num hér í VMA. Upphaf þessarar kæruhótunar má rekja til ummæla sem Torfi skrifaði undir síma til sölu inná “brask og brall” á Facebook. Torfi bauð þar í skipti fyrir símann; magahníf (hálfskæri), mynd af Hildi Lilliendahl, notaða hlaupaskó og fuglaber. Sá Hildur þessi ummæli hans og deildi þeim með orðu-num “ Það er stuð að vera stelpa” sem varð til þess að margir hvöttu hana til þess að kæra Torfa fyrir morðhótun. Við hjá Mjölni setumst niður með Torfa og fengum að vita hans hlið á málinu.

1. Hvað var það sem fékk þig til að birta myndina og um-mælin í upphafi?Ég birti þetta í rauninni í algjöru hugsunarleysi, aðal markmiðið með þessu kommenti var að fíflast í félaga mínum sem var með síma á sölu.

2. Var einhver sérstök ástæða fyrri því að þú tókst mynd af Hildi en ekki einhverjum öðrum?Í rauninni ekki, þessi mynd kom úr einhverri gamalli dagskrá eða frét-tamiðli, var klippt út fyrir löngu og hefur bara eitthvað verið að svei-ma hérna um húsið síðan, ég hafði aðeins verið að fíflast með þessa mynd á snapchat áður, þegar ég fékk að vera með Bodrum snap-pið í einn dag, og þess vegna var þessi mynd bara við hendina.

3. Hvað finnst þér persónule-ga um Hildi? Mitt persónulega álit á Hildi er ekki gott, í mínum huga er hún ekki femínisti ef skilgreiningin á femi-nisma er jafnrétti, hún er að mínu mati kvenremba og kona sem hatar karla. Hins vegar getum við ekki horft fram hjá því að það er ennþá kynja ójafnvægi til staðar í samfélaginu og hún hefur verið ein sú virkasta í að jafna það út. En hennar hugsunarháttur og það sem hún gefur opinberlega frá sér heillar mig ekki.

4. Hvers vegna fuglaber og magahnífur? Og hvers vegna áttu þessa hluti?Ég hélt nú að flestir vissu það að fuglaber væri gjaldgeng skiptimint í dag, þannig ég á alltaf góðann lager af fuglaberjum í frystinum.

30

Page 31: Mjölnir - Skólablað VMA

Verðgildið á þeim rokkar ekki jafn illa og krónan til dæmis, berin hal-da alltaf sínu gildi. En magahní-furinn sem er í raun og veru an-nar helmingurinn af skærum sem móðir mín á og hefur mikið virði í sér, hann er einstaklega fallegur með appelsínugulu haldi og er hentugur í mjög margt.

5. Náðirðu að selja þá? ef ekki hvaða verð seturðu á þá?Þessir hlutir voru aldrei til sölu, ég var að bjóða þessar vörur í skipti upp í LG G3 síma sem Benedikt “Diamond“ Orri Pétursson var að selja. Verðið á fuglaberi er í kring-um 230Kr ISK eða 190g af salti. Notuðu Nike skórnir fara hins vegar bara á eitthvað slikk.

6. Telur þú líklegt að Hildur muni fara alla leið og leggja fram kæru?Ég tel það afar ólíklegt, fyrir það fyrsta eru þetta færslur á Face-book, þar af leiðandi er engin raun-veruleg sönnun að ég hafi verið að bakvið tölvuna þegar þessar færslur voru settar inn, það gæti í rauninni verið hver sem er. Í öðru lagi er engin raunveruleg hótun til staðar, þetta er bara mynd og menn geta túlkað myndir á marga mismunandi vegu, enginn túlkar abstrakt málverk á nákvæmlega sama hátt er það? Ég held ein-nig að enginn alvöru lögfræðingur væri til í að taka þetta mál að sér

7. Hvernig líður þér með það að verða mögulega kærður fyrir morðhótanir?Ég trúi því ekki að ég verði kærður, svo það er ekkert álag á mér gagnvart kæru, ef svo verður fæ ég mér einfaldlega góðann lögfræðing og kæri á móti fyrir meiðyrði, ef þetta færi í gegn væru afar litlar líkur á að Hildur myndi vinna þetta mál.

8. Hver voru viðbrögð þín þegar mikil umræða hófst um að morðhótun væri að ræða?Mér brá virkilega og fannst alveg ótrúlegt hvað það voru margir sem túlkuðu þessa mynd sem morðhótun þar sem það voru fug-laber, hálf ónýtir strigaskór, salt og tóbaks dollur með á skiptilista-num, en það var myndin sem hní-furinn var yfir myndinni sem fékk fólk til að túlka þetta svona. Eftir á sé ég alveg að þetta getur litið skuggalega út. En ég hafði í raun-inni aldrei neina ógnun í huga.

9. Nú deildi Hildur ummælum þínum á FB síðu sinni og skri-faði undir “það er stuð að vera stelpa” og tengir þar með meintar morðhótanir við kyn sitt. Hvað hefur þú við þes-sum kvennhaturs ásökunum að segja?Mér finnst það fáránlegt, ef hún er alvöru femínsti og trúir á jafnrétti, væri eitthvað betra ef þetta væri mynd af þjóðarþekktum strák?

Og heldur hún að ég sé með mynd af henni bara því hún er einhver stelpa? Nei hún er virkur einstaklingur sem kemur opinber-lega fram í samfélaginu, ef þetta væri bara „EINHVER“ væri ég líkle-gast ekki með útprentaða mynd af henni, en hún er fremsti femínis-ti landsins, eins og hún titlar sig. Að tengja þetta við kyn er alveg fráleitt og að mínu mati væri ekkert skárra ef þetta væri strákur á blaði þarna. Hún setti þetta á Facebook líklegast bara til þess að fiska eftir athygli, hefði hún ekki viljað hafa þetta þarna og viljað vita virkilegu meininguna bakvið þessa mynd, hefði verið æskilegra ef hún hefði bara talað við mig og beðið mig um að eyða þessu eða eitthvað slíkt. Áður en ég hafði séns á að gera það var hún búinn að kross-festa mig með því að ramma þetta illa inn og setja þetta á sína síðu fyrir mannskapinn til að sjá og túl-ka þetta allt öðruvísi en meining mín var á bakvið þessa mynd.Þetta var einkahúmor sem ég birti á vitlausum stað, sem voru ekkert nema mistök og hugsunarleysi hjá mér.

31

Page 32: Mjölnir - Skólablað VMA

Nýnemahátíðin

Nýnemahátíð VMA fór fram 3. september, byrjað var á því að grilla hamborgara handa öllum nemendum skólans. Kennsla féll niður hjá öllum eftir kl. 12 og eftir það var nýnemum skipt niður í lið fyrir ratleikinn, hver nemandi var með sínum lífsleiknihóp í liði. Það voru margar skemmtilegar þrautir en þær eftirminnilegustu voru; að kyssa skallan á Hjalta skólameistara og tóku þó nokkrir við áskorun-inni, borða ánamaðk og gera Cinnamon Challenge.Nýnemahátíðin heppnaðist vel og líkaði flestum við hana.Úrslitin voru svo kynnt á nýnemaballinu á Pósthúsbarnum um kvöldið. Bleika liðið, sem eru nemendur á félagsfræðibraut, vann, Íris er lífslei-knikennarinn þeirra en liðstjórinn var Haukur Smári Gíslason.Hér á eftir koma myndir frá hátíðinni.

Allar myndirnar er hægt að sjá á Instgram með #Leikarnir2015.

Page 33: Mjölnir - Skólablað VMA

33

Page 34: Mjölnir - Skólablað VMA

34

Page 35: Mjölnir - Skólablað VMA

35

Page 36: Mjölnir - Skólablað VMA

36

Page 37: Mjölnir - Skólablað VMA

37

Page 38: Mjölnir - Skólablað VMA

Hafðu samband! Sími: 517-7010

www.kilroy.is

Page 39: Mjölnir - Skólablað VMA

Klósettið ávélstjórnKæru samnemendur. Það sem þið eruð að fara að lesa mun breyta hinum venjulega skóladegi til muna. Ég mun í næstu orðum uppljóstra einu best geymda leyn-darmáli fárra útvaldra nemenda og gera þá bilaða. Þeir munu flá mig og flengja en þið einfaldlega verðið að vita sannleikann. Kló-settið á vélstjórnarbrautinni er full-komið!

Ég veit um nokkra sem fara ekki á almenningssalerni heldur eingön-gu á klósettið heima hjá sér og sínum nánustu. Ég veit um nokkra sem hata almenningssalerni veg-na þess hve ógeðsleg þau eru eða hversu vondur klósettpap-pírinn er á þeim. Klósettið á Vélst-jórn er hins vegar betra en nokkuð heimilisklósett og pappírinn þar er mýkri en mýksti baðsloppur.

Fyrir þá sem ekki vita hvar vélstjór-narbrautin (i) er staðsett þá skal ég útskýra það á sem allra einfaldas-tan hátt. Þú staðsetur þig í miðri gryfjunni og snýrð þér til hægri þar til þú snýrð að mötuneytinu. Þá gengurðu næstum því beint, helst ekki á fínu húsgögnin samt, og þegar þú kemur að mötuneytinu snýrðu þér í 270° til hægri og lab-bar beint. Eftir það snýrðu þér af-tur 270° til hægri áður en þú ferð of langt inn á vélstjórn og gengur u.þ.b. 3 skref og þá ætti klósettið að vera þér á vinstri hönd.

Það sem mér finnst hins vegar betra en fullkomnun salernisins, frábærleiki staðsetningarinnar og fáránlega mjúki skeinipappírinn er það að það er aldrei í notkun þegar þú kemur að því og þar er alltaf ný búið að þrífa.

Margir hugsa núna með sér, bíd-du what, vélstjórn er 95% karlar og af þeim eru svona 70% sem pissa útaf en ég sver, af þeim fjölmörgu skiptum sem ég hef komið að þessari gersemi skólans þá hefur það einungis einu sinni verið pínu óhreint og þá meina ég að það sást að á síðustu 20 mín hafði einhver verðandi vélstjóran-na komið og pissað örlítið útfyrir. Blessaðir ræstitæknarnir (skúring-arkonurnar) áttu bara eftir að þrífa eftir þennan óhitna ræfil sem mun pottþétt aldrei pissa útfyrir aftur eftir birtingu þessa blaðs!

Í tilefni af því að ég mun bráðlega útskrifast ætla ég að hvetja ykkur öll til þess að kíkja við á klósettinu og blikka nokkra vélstjóra í leiðin-ni því þeir eru að fara að synda í peningum þegar þeir skella sér í vinnu tengda náminu!

39

Page 40: Mjölnir - Skólablað VMA

Landbúnaðarháskóli Íslands er Háskóli lífs og lands!

Áhugavert nám í boði sem snýr að náttúru Íslands, nýtingu, viðhaldi og verndun.

Háskólanám:

Umhverfisskipulag

Skógfræði og landgræðsla

Náttúru- og umhverfisfræði

Hestafræði

Búvísindi

Starfsmenntanám:

Skrúðgarðyrkja

Skógur og náttúra

Garðyrkjuframleiðsla

Blómaskreytingar

Búfræði

40

www.lbhi.is

Page 41: Mjölnir - Skólablað VMA

NýnemakönnunEn hvað það er yndislegt að sjá hvað nýnemarnir okkar eru siðprúðir og saklausir upp til hópa. En verða þeir jafn saklausir í lok skólaársins eða verðum við búin að spilla þeim?

#stayinschool #dontdodrugs #keepupthegoodwork

Hefur þú smakkað áfengi?Já: 51%Nei: 49%

Hefur þú orðið blekuð/blekaður?Já: 20,8%Nei: 79,2%

Hefur þú reykt sígarettur?já: 24,7%Nei: 75,3%

Hefur þú prófað eiturlyf?Já: 9,6%Nei: 90,4%

Hefur þú farið í sleik?Já: 76,8%Nei: 23,2

Hefur þú stundað kynlíf?Já: 48,4%Nei: 51,6%

Page 42: Mjölnir - Skólablað VMA

Stjörnuspá

Fiskurinn (19.Febrúar - 20.Mars)

Í þessari viku munt þú kynnast manneskju sem bar nafnið Gunnar.

Hrúturinn (21.Mars - 19.Apríl)

Þú munt fá mikið af sítrónum á næstunni, notaðu þær gáfulega.

Nautið (20. Apríl - 20. Maí.)

Blessaður þú litli flippkisi, segðu mömmu þinni oftar að þú elskir hana og skelltu þér í keilu. Trúðu mér, þú munt ekki sjá eftir því.

Tvíburinn (21.Maí - 21.Júní)

Ef ég þekki þig rétt ertu andskoti mikill djammari, hættu þessu bulli og farðu að muna eftir helgunum þínum. Þú munt ekki ná lokaprófunum ef þú ferð ekki að taka þig á.

42

Page 43: Mjölnir - Skólablað VMA

Krabbinn (22.Júní - 22.Júlí)

Ástarlíf þitt er í molum félagi, þú getur gleymt því að það sé eitthvað að fara að birta til í því á næstunni. Sumarið er þinn fengitími við verðum bara að sætta okkur við það. Nema þú sért nú þegar í sambandi, þá ertu góður. Síðan ættirðu að fara að minnka kókdrykkju þína. Og nei þú ert ekki að púlla þessi gleraugu.

Steingeitin (22.Desember - 19.Janúar)

Fáðu þér 1 krónu og vertu alltaf með hana á þér. Láttu hana taka ákvarðanir fyrir þig. Þá fyrst mun lífið snúast þér í hag.

Vatnsberinn (20.Janúar - 18.Febrúar)

Ég veit að línurnar skipta máli og allt það, en einn börger annað slagið sakar nú ekki. Lifðu lífinu, matur er ást. Hefurðu pælt í því að fara í klippingu? Ég myndi gera það ef ég væri þú. Þér mun líða fabjúlös eftir það, trúðu mér.

Vogin (23.September - 23.Október)

Það er allt á uppleið hjá þér mín kæra Vog, hættu að leita að ástinni og ástin mun finna þig. Síðan mæli ég með því að þú fáir þér aftur áskrift af Galdrastelpunum.

Meyjan (23.Ágúst - 22.September)

Mín kæra meyja, ástarlíf þitt er á fullu um þessar mundir, eins og alltaf. Farðu í kynsjúkdómatékk reglulega og þá verður allt í lagi. Reyndar mega bara allir gera það.

Bogamaðurinn(22.Nóvember - 21.Desember)

Á næstu mánuðum munt þú að öllum líkindum fitna. Enda eru að koma jól. Engar áhyggjur, ég mun alltaf elska þig mest Bogamaður.

Ljónið (23.Júlí - 22.Ágúst)

Þú munt að öllum líkindum drekka kók í þessari viku og skrópa í a.m.k. einum tíma. Þér finnst bláber góð og fáðu þér hjól, þú missir alltof oft af strætó.

Sporðdrekinn (24.Október - 21. Nóvember)

Hey þú! Til hamingju með afmælið! Að sjálfsögðu er allt á uppleið hjá þér, þú ert frábær, lífið er frábært, ég elska þig, þú munt ná öllum prófunum og finna enda regnbogans. <3

43

Page 44: Mjölnir - Skólablað VMA

Opið: Mánud.-föstud. kl. 09:00-18:00 / Laugard. kl. 11:00-16:00

Jólafötin og skólafötin færðu í Joe´s

Page 45: Mjölnir - Skólablað VMA

Þynnkutips

Fáðu þér afréttara

Fáðu þér einn svellkaldan daginn eftir og þér mun líða betur. Eða þrjá, hvað sem þér hentar.

Njóttu þess

Beilaðu á öllu sem þú ætlaðir að gera þennan dag og njótið þess að vera ógeðsleg. Netflix og Dominospizza klikkar sjaldan.

Tekíla

Eitt skot er í lagi, tvö kannski líka. En 5 skot eru bara ekki fyrir alla!

Hugsaðu jákvætt

Þó svo sunnudagar séu erfiðir þá kemur alltaf nýr laugardagur.

Kjarnaskógur

Farðu í Kjarnaskóg seint um kvöld með góðum vinum, farðu úr fötu-num og hlauptu um nakin. Ég veit ekki hvernig þetta tengist þynnku, en þetta er afskaplega skemmti-legt.

45

Page 46: Mjölnir - Skólablað VMA

Úlfur Logason„Ich heiße Úlfur, ich bin siebzehn Jahre alt und ich wohne in Akureyri.“

Úlfur Logason er efnilegur listamaður í Verkmenntaskólanum. Hann hefur sýnt verk sín á sýningum og er afar virkur á lista vettvanginum á Akureyri. Margrét Steinunn tók viðtal við hann.

Hvenær manstu fyrst eftir því að þér fannst gaman aðteikna?Ég man ekki eftir því, alltaf þegar ég man eftir mér.

Hverjir eru helstu áhrifaval-darnir á verk þín?Fólk í kringum mig, kennarar sem hafa kennt mér í gegnum tíðina á listnámsbraut og í Brekkuskó-la. Fólk sem ég umgengst, up-páhaldslistamenn, alls konar fólk, afi minn.

Hver er uppáhalds listakonan/maðurinn þinn?Picasso er guð. Rembrandt, Nolde, Munch og Käthe Kollwitz.

Hvert er uppáhaldslistaverkið þitt?„Efi Tómasar“ eftir Caravaggio.

Hvert er uppáhalds listasafnið þitt?Ég hef ekki fengið mjög mörg tækifæri til að sækja söfn fyrir utan Ísland, það er mjög erfitt að meta safn eftir að hafa verið þar í þrjá klukkutíma.

Hvaða stíl, ef að einhvern, telur þú list þína falla undir?Ég myndi kalla verk mín expres-sionísk.

Þú hefur nú ferðast mikið, hver er uppáhalds staðurinn þinn?Vá uppáhalds staðurinn minn í heiminum. Ég held að þú haldir að ég sé mikið skemmtilegri en ég er og að ég eigi eftir að koma með einhver sniðug svör. Ég á ekki svona spennandi líf.

46

Page 47: Mjölnir - Skólablað VMA

Hvað myndir þú segja við Picasso?Ahh sko, ég held að ég myndi ekki einu sinni vera starstruck, ég væri í sjokki yfir því að vera að tala við dáinn mann, meira að segja lön-gu dáinn mann. Hann er ekki einu sinni eins og Tupac sem er dáinn en er fæddur sextíu og eitthvað þannig að hann gæti alveg verið lifandi. En Picasso væri hundrað og eitthvað.

En ef þú gætir ferðast aftur í tímann? Og gætir bara sagt einn hlut við hann?Bara einn hlut? Ég hef samt ekkert að segja við hann. Ég myndi helst vilja geta komið með spurningu sem getur leitt af sér lengri sam-ræður eins og „Má bjóða þér kaf-fibolla? Ég veit það ekki, hvað er ég að segja?

Picasso safnið í Barcelona, lis-tasafnið í Philadelphiu. En ég hef líka séð mjög margt gott sem fel-lur undir listasafn Reykjavíkur, ein besta sýning sem ég hef séð var á Kjarvalsstöðum.

Gerir þú eitthvað sérstakt til að koma þér í gírinn til að mála? Hvað gerir þú?Kaffi, svo fórna ég geit fyrir altari Satans, hreinni mey ef ég kemst í það.(Nei, ekkert sérstakt)

Uppáhaldsverk sem þú hefur gert sjálfur?Mynd af afa mínum á banabeðinu með ömmu, persónulegt efni stendur mér næst.

47

Page 48: Mjölnir - Skólablað VMA

Benedikt BarðasonLærður sjókokkur.Stundar áfangastjórnun í VMA í frítíma sínum!

Ekkert blað er svo aumt að ekki sé í því heimilisfræðihorn. Við höfðum fregnir af því einn af stjórnendum VMA væri sjókokkur og hefði hamskipti þegar hann kæmist í tæri við eldhús. Við hittum Benedikt áfangastjóra, eða Bensa eins og hann er jafnan kallaður af nánasta samstarfsfólki, þar sem hann var að brasa lam-balæri. Við spurðum hvort hann gæti komið með nokkrar góðar uppskriftir fyrir nemendur VMA á meðan hann væri að elda. Bensi sagði það vera sjálfsagt mál og ekkert væri mikilvægara í lífinu en slarfhæfur matur. “Ég þoli ekki enn uppskriftir sem eru fullar af einhverju sem þú he-fur aldrei heyrt um, sem fæst í einhverjum örfáum búðum og heitir eitthvað afspyrnuútlenskt. Fátækur námsmaður þarf að lifa á 500+ kr. á dag. Uppskriftirnar þur-fa því að vera einfaldar, ódýrar og að sem flestir borði lokapródúktið. ….og eitt í viðbót, þegar þú ert búinn að prófa uppskriftina tvis-var, farðu þá að breyta örlítið og fá smá tilbreytingu í matinn. Maður lærir af mistökum.

Forréttur segir þú? Maður var nú ekkert mikið með forrétti í gamla daga. Einn léttur og sumarlegur sem er hressandi í skammdeginu. Skolið salatblöð og setjið á litla diska, jafnmarga og mæta í mat (og einum auka fyrir þig með up-pvaskinu um kvöldið). Notið ávex-ti t.d. steinlaus vínber, melónu, epli, appelsínu eða það sem er

til, skerið niður og dreifið snyrti-lega. Frábært er að taka brie ost eða annan góðan ost, skera niður í litla teninga og dreifa yfir. Blandið saman í bolla, sítrónusafa, olíu og ef þið eigið eh með anísbragði þá er það frábært út í. Hrærið vel sa-man og dreifið yfir hvern disk með matskeið. Frábær forréttur sem má búa til nokkru fyrir mat.

Einfaldasti aðalréttur sem ég þekki er ættaður úr DK en ég var þar við nám ásamt fjölskyldu min-ni í þrjú ár. Kjúklingabringur í rauðu pesto … Gott að snyrta kjúklingabringur-nar aðeins til og skera frá ef það er blóð eða slíkt. Passa bara að vökvinn komist ekki í tæri við neitt annað og þrífa allt vel sem kemst í tæri við hráan kjúkling eða vök-vann. Skerið bringurnar í bita eftir óskum og setjið í eldfast mót. Set-jið rautt pesto út í og blandið vel saman með skeið. Ef feta ostur er til er gott að setja slatta af ho-num út í en ekki er síðra að setja rifinn ost yfir. Þetta er yfirleitt alltaf borðað með rifnum osti. Setjið í ofn á 180-190°C í 30 mínútur eða þar til kjúklingur í miðju mótsins er fulleldaður. Lengri tími og lægri hiti ef það er frost í bringunum ennþá. Hér má líka nota kalkúnabringur.

Meðlæti? Hrísgrjón, soðnar kartöflur, franskar eða brauð sem búið er að rista aðeins, vætt í hvítlauksolíu með rifnum osti og sett í ofninn 7-10 mín, áður en kjúklingurinn er til. En ef tími er til má blanda saman olíu og pínu sítrónusafa í bolla, setja út í það krydd að óskum, pipar, ögn salt, basiliku, timian, koriander eða hvítlauk. Skera kartöflur niður í báta og velta þeim upp úr olíunni. Setja þær í ofninn áður en byrjað eða vinna við kjúklinginn eða un-nið samtímis ef það er fjölmennt í eldhúsinu. Þykktin á karftöflunum ræður tímanum í ofninum. “Eftirlætismeðlætið mitt er blanda af sveppum, paprikum og þur-rkuðum ávöxtum. Skerið sveppi-na og steikið í olíu eða smjöri á góðum hita, bætið niðurskorinni papriku á pönnuna í nokkrar mínú-tur þar til hún mýkist aðeins, setjið á minnsta hita og setijið niðurskor-nar döðlur, aprikosur og/eða fíkjur út í. Látið hitna, klárt.”

48

Page 49: Mjölnir - Skólablað VMA

Eftirréttur? Gott að byrja á þeim. Þeir þurfa helst að vera þannig að það verði afgangur og hann sé nothæfur í nokkra daga á eftir þan-nig að maður geti fengið sér með heimaverkefninu. Þá mæli ég með pönnukökum, súkkulaðiköku, skúffuköku eða hjónabandssælu.Hjónabandssæla getur ekki klik-kað, svona 1-2-3 uppskrift. Hita má smjörið aðeins í örbylgjuof-ni en ekki bræða. Blanda síðan þurrefnunum út í stóra skál með smjörinu og hnoða saman með höndunum eða öflugri sleif. Best er að hnoða deigið upp eins og kleinudeig en maður nennir því ekki alltaf. Sáldrið á þokkalegt eldfast mót og sléttið með höndum þar til búið er að þekja botninn. Setjið þá sul-tu yfir með sleikju. Rabbabara er best eða aðrar sultutegundir duga ágætlega, rifsberjagel þó síst. Að strá niðurskornu súkku-laði yfir sultuna er góð hugmynd og góð tilbreyting. Stráið svo af-gangnum af deiginu (tæplega helmingur) yfir sultuna og bakið við 180°C ±10°C í 30-40 mínú-tur. Þetta er ævaforn uppskrift frá því um 1950. Góð köld, geymist í marga daga í kæli en frábær volg með góðum ís eða þeyttum rjó-ma. (ath. rjóma má þeyta með því að hrista hann í vatnsflösku, bara hafa hann kaldann).

Morgunmaturinn nemans ….. Fyrir utan lýsi og soðið egg… góður hálfur bolli hafragrjón, bolli vatn í góðri morgunverðarskál sett í örbylgjuofn og hitað í 1 mín og 30 sek eða þar til til-búinn. Látið aðeins kólna og setjið lúku af súkkulaðirúsinum út í. Borðið röskle-ga með dassi af rjóma.

Hjónabandssæla

200-250 gr smjör1 bolli sykur/púðursykur2 bollar hveiti3 bollar hafragrjón1-2 tsk lyftiduftSulta Súkkulaði

Kjúklingabringur í rauðu pesto

4 þýðar kjúklingabringurLítil dós af rauðu pestoFetaostur, má sleppaRifinn ostur

49

Page 50: Mjölnir - Skólablað VMA

Kærar þakkir!Stjórn ÞórdunuÆsirLjósmyndaklúbburinnHagsmunaráðÓlafur Göran ÓlafssonHaukur Smári GíslasonIngiríður HalldórsdóttirStefán Jón PéturssonTorfi Franklín Pétur GuðjónssonTekla Sól IngibjartsdóttirGuðrún Vaka ÞorvaldsdóttirBýurnarHilmar FriðjónssonSigurður Sigurjónsson

Anton Örn RúnarssonEgill Bjarni FriðjónssonAndre SandöHjalti Jón SveinssonSindri Páll StefánssonÓlöf Inga BirgisdóttirÚlfur LogasonBenedikt BarðasonPrentsmiðjan OddiNýnemarnir Brynja KeilanLandbúnaðarháskóli ÍslandsLingo Dominos

Atlantsolía LandsbankinnKilroySerranoFlugfélag ÍslandsChristaNýherjiKaffi IlmurFuglasafn SigurgeirsGreifinnÖlgerðinFreyvangsleikhúsið

50

Page 51: Mjölnir - Skólablað VMA

Ef þú vilt verða partur af ritstjórn þessa blaðs og vera með okkur í að gefa út vorblaðið, skaltu endilega hafa samband!

Sendu okkur myndir af illa lögðum bílum.

Sendu okkur myndir af fólki sofandi í tíma (Með nafni viðkomandi svo við getum fengið leyfi).

Sendu okkur hugmyndir af því sem þú vilt sjá í næsta blaði.

Sendu okkur ef þér finnst eitthvað hafa getað veriðbetra í þessu blaði.

Sendu okkur orðið á göngu-num!

Sendu okkur ef þú vilt koma út úr skápnum og finnst kjörið að gera það í 1000 eintökum!

Sendu okkur ef þú ert laumu-kokkur með ljúffengar uppskriftir

Sendu okkur mynd af Mjölni og myndin verður mögulega forsíða næsta blaðs!

Sendu okkur ef þú ert með góð tips handa samnemun-dum.

Sendu okkur hvað sem er!!!!

[email protected]

51

Page 52: Mjölnir - Skólablað VMA