AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

32
1

description

Skólablað Brekkubæjarskóla.

Transcript of AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

Page 1: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

1

Page 2: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

2

Hér hefur þú,

lesandi góður, Augað - skóla-

blað Brekkubæjarskóla. Við

endurtökum leikinn frá því í

fyrra og gefum blaðið út á

netinu. Það var breytt skipu-

lag á vinnslu blaðsins þetta

árið þar sem við krakkarnir í

10. bekk fengum nokkra heila

skóladaga í mars til að vinna

í blaðinu. Við skiptum á milli

okkar verkefnum og hjálp-

uðumst að. Þetta gekk allt

saman frekar vel fyrir sig.

Efni blaðsins er fjölbreytt líkt í

fyrri blöðum. Meðal annars er

viðtal við Óla ofur, brandarar,

ýmis viðtöl við yngri nem-

endur og kennara, hellingur

af myndum, kveðja frá út-

skriftarárgangi ’94 og fleira

vonandi áhugavert efni fyrir

ykkur lesendur. Vonandi

skemmtið þið ykkur við lestur-

inn og takk fyrir okkur.

Ritstjórn Augans 2010

Karen Rós Bjarkadóttir

Kim Klara Ahlbrecht

Sigrún Björgvinsdóttir

Ritstjórn

arp

istill

Page 3: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

3

Nemendur í 6. bekk hafa verið að læra um Snorra Sturluson

í vetur. Þegar Snorri var þriggja ára bauðst Jón Loftson

höfðingi í Odda til að taka hann í fóstur. Sturla faðir hans

fór með hann austur í Odda og skildi hann þar eftir.

Tveimur árum seinna dó Sturla en Snorri hitti stundum

Guðnýju móður sína og bræðurna Þórð og Sighvat á

Alþingi. Hér á eftir fara bréf til Guðnýjar sem skrifuð eru í

nafni Snorra þegar hann er 7 ára.

Í Odda 1187

Elsku mamma, hvernig líður þér? Ég sakna þín mjög mikið en

ég læri mikið hjá fóstrunni, ég er búinn að læra að lesa

og skrifa en hlakka til að sjá þig kannski á Alþingi.

Elsku kveðjur Snorri. (Dalrós Sara 6. HJ.)

1187

Elsku mamma. Mér líður vel í Odda. Ég er búinn að læra að

yrkja. Etilríðurer fóstra mín (kölluð Edda). Ég sakna þín mjög

mikið, en harka það af mér.... það gera Snorrungar.

Skrifa aftur seinna, Snorri. (Patrekur og Þorsteinn 6. SM.)

27. júlí 1187

Kæra mamma. Ég hef það fínt hér í Odda, Edda og Jón Loftsson

eru afskaplega góð við mig og ég er búinn að læra svo margt

nýtt hér. En ég sakna þín og bræðra minna.

Kær kveðja Snorri ( Jófríður 6. HJ.)

1187

Kæra mamma, mér líður vel í Odda, ég sakna þín og bræðra

minna. Ég vildi að pabbi væri á lífi og sjái hvað ég er duglegur.

Kv. Snorri. (Björn Ingi 6. SM.)

Sendibréf frá Snorra

Page 4: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

4

Ávarp fulltrúa 10. bekkinga við skólaslit 3. júní

Kæru nemendur, skólastjóri,

kennarar, starfsfólk og aðrir gestir.

Nú er skólagöngu okkar árgangs að ljúka hér í

Brekkubæjarskóla. Þetta hafa verið skemmtileg og

eftirminnileg ár fyrir okkur. Við eigum margar góðar

minningar eins og til dæmis þegar leið yfir Gauja í

helgileiknum í 4. bekk, þegar Andrea prumpaði í

upplestarkeppninni, þegar Ásta Björns kennari hlammaði

sér ofan á Fjalar, þegar Allan kallaði „búinn“ þegar hann

var á klósettinu í 2. bekk og fleiri atvik þessum lík.

Við viljum þakka kennurum okkar í gegnum tíðina , Ingu

Rún sem kenndi okkur í 1. - 4. bekk, Elsu Láru sem

kenndi okkur í 2. bekk, Ástu Björns sem kenndi okkur í 3.

- 4. bekk og Guðbjörgu Árnadóttur sem kenndi okkur í 4.

- 6. bekk og fleiri sem komu og gáfust upp á okkur og

fóru - ekki bara úr Brekkubæjarskóla heldur úr landi.

En svo urðum við eldri og vitrari og jafnframt fallegri og

fengum gamlan og fríðan kennara, hann Sigtrygg okkar.

Þann eina og sanna ásamt Imbu svakakrútti og hasar -

gellu. Og lífið hélt áfram sinn vanagang, vandræðagang

og unglingagang; með hangsi, námi, slóri og klóri héldum

við áfram að fylla út hverja námsbókina á fætur annarri

eins og á færibandi og vorum óstöðvandi.

Þegar við vorum í 9. bekk var rætt um það meðal kennara

að best væri að við byrjuðum í fjölbraut þá um vorið. Við

neituðum því, við vildum ekki fara svona ung og óreynd

út í lífið og fá enga lokaferð í Skagafjörðinn. En þangað

fórum við núna í vor, eftir að hafa beðið síðan í 1. bekk.

Ferðin þangað var gegt kool og veðrið var líka kool, en

atorkan og jákvæðnin héldu á okkur hita til skiptis.

Allir þeir kennarar sem ekki kenndu okkur hafa þakkað

okkur fyrir, því að án okkar lifðu þeir af, þrátt fyrir að

hafa þurft að mæta okkur á göngum skólans af og til í

gegnum tíðina. Við viljum þakka öllum kennurum og

öðru starfsfólki skólans fyrir þessi frábæru 10 ár ... en

megum við vera eitt ár enn, bara eitt ár ...??!!!

„ ... lífið hélt

áfram sinn vanagang, vandræða-

gang og unglingagang, með hangsi,

námi, slóri og klóri.“

Guðmundur flutti ávarp 10. bekkinga við skólaslitin.

Page 5: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

5

Stuðningsteymi

Brekkubæjarskóla

Í Brekkubæjarskóla eru starfandi mörg teymi. Þar á meðal er stuðningsteymið sem sér

um að aðgerðaáætlun í eineltis- og agamálum sé framfylgt. Það leggur fyrir

líðankannanir á haust- og vorönn og vinnur með bekkjarfulltrúum úr 7.-10. bekk að

forvörnum í formi jafningjafræðslu. Einnig sér teymið um fræðsluefni um t.d. ofvirkni og

athyglisbrest. Stuðningsteymið heldur vakandi umræðu um þennan mikilvæga málaflokk.

Í stuðningsteymi skólans eru eftirfarandi nemendur í 7. – 10. bekk:

Úr 10.IH eru Olga Dröfn og Þorri og úr 10 .SK eru Andrea og Særún.

Úr 9 .HB eru Magnús og Margrét og úr 9 .LK eru Aníta og Svana.

Úr 8. EÓE eru Bergþóra, Drífa og Sandra og úr 8.HB eru Anna, Elvar og

Sigurður.

Úr 7 .RH eru Ólafur og Sunneva , úr 7 .ELA eru Elvar, Alli og Sólrún og úr 7 .BB

eru Nikulás og Ólöf.

Í vetur hafa þau verið að vinna í því að gera stuttmynd um einelti sem gæti gerst í skóla.

Seinni part vetrar fóru þau í bekki og sýndu krökkunum stuttmyndina sem þau voru að

vinna að í allan vetur.

„ ... lífið hélt

áfram sinn vanagang, vandræða-

gang og unglingagang, með hangsi,

námi, slóri og klóri.“

Ekki amarlegur stuðningurinn sem

nemendur hafa af skólaliðum. Hér eru

þær stöllur Elsa og Tinna.

Page 6: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

6

Gísli 8. HB (miðvikudagur)

Á miðvikudögum vakna ég kl. 7 og fæ mér Cheer-

Cheerios, geri svo íþróttafötin mín tilbúin og þar á

eftir nestið. Svo fer ég og bursta í mér tennurnar

og fer í skólann. Eftir skóla er ég í pásu til 18 og

þarf svo að fara á hlaupaæfingu og hleyp í klukku-

tíma. Þar á eftir fer ég heim og fæ mér kvöldmat

og fell svo í svefn.

Silja 5. BB

Ég vakna á morgnana, fer í föt og greiði á mér

hárið, fæ mér að borða, bursta í mér tennurnar og

fer svo í skólann. Eftir skóla fer ég að leika við

vini mína, fer svo heim að borða kvöldmat og svo

fer ég heim að sofa.

Miriam Arna 2. SK Ég vakna klukkan 6 á morgnana, fæ mér muslí í

morgunmat og fer svo í skólann og skóladag-

vistina. Eftir dagvistina fer ég heim og geri mig

tilbúna fyrir fimleikaæfingu. Eftir æfingu fer ég

svo heim og borða kvöldmat og fer svo að sofa.

Dagur í lífi nemanda

ERU ALLIR DAGAR EINS EÐA HVER MEÐ SÍNU LAGI?

RAGNA SÓLVEIG ÞÓRÐARDÓTTIR OG KRISTÓFER DARRI GUÐMUNDSSON

BÁÐU ÞRJÁ NEMENDUR UM AÐ LÝSA DÆMIGERÐUM DEGI

Hér eru tveir nemendur, þau Olga og Sveinn,

úr útskriftarárganginum 2010 í góðri sveiflu

snemma á sinni skólagöngu.

Page 7: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

7

ÚTSKRIFTARNEMAR 2010

Page 8: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

8

Flottustu föt - stelpur

Heiðrún Lára 10. b

og Aníta Eir 9. b

Karen Rós 10. b

Hlín Guðný 10. b

Flottustu föt - strákar

Jóhann Hersir 10.b

Alexander Aron 8.b

Kristján Már 9.b

og Fjalar 10.b

Par skólans

Ragna Sólveig og

Kristófer Darri 10.b

ÓSLÍTANLEG!!

Jónbjörg og Daníel 8. b

Pétur og Ásdís 8. b

Hressasta týpan

Alexander Aron 8. b

Þessi er ALLTAF hress =D

Sóley 10. b

Kristín Releena 9. b

Heili skólans

Þórður Páll 10. b

Vitur þessi titturJ

Maggi Prins 9. b

Arnar Harðarson 8. b

Vinir skólans

Hlín Guðný, Karen Rós 10. b og Kristín Releena 9. b

Atvinnumennirnir (Sóley, Hlín, Kristín, Sigrún og

Andrea, 10. b)

Jóhannes og Steinn 10. b

Bros skólans

Hrafnhildur 8. b

SíbrosandiJ

Hlín Guðný 10. b

Sóley 10. b og

Kristín Releena 9. b

Kennari skólans

Hafdís Bergs

Ætli hún sé í sjokki?

Helga Kristín

Ingibjörg Haralds

... og klaufi skólans er ...

SKOÐANAKÖNNUN Í UNGLINGADEILD

ER FASTUR LIÐUR Í SKÓLABLAÐINU. ÞÆR HLÍN GUÐNÝ

VALGARÐSDÓTTIR OG SÓLEY HAFSTEINSDÓTTIR LÖGÐU HÁVÍSINDALEGA

KÖNNUN FYRIR SAMNEMENDUR SÍNA. HÉR ERU NIÐURSTÖÐURNAR ...

Page 9: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

9

Gangavörður skólans

Jóna

Íris

Sjonni

Flottasta stelpan

Svanhildur Alexzandra 9. b

Sóley 10. b

Karen Rós 10. b

Flottasti strákurinn

Fjalar Örn 10. b

2-3. Jóhann Hersir og Guðjón

Reynir 10.b

Hlátur skólans

Alexander Aron 8. b

Kristín Releena 9. b

Þröstur 8. b

Klaufi skólans

Olga Dröfn 10. b

Sóley 10. b

Þóra Björk 9. b

Bjartasta vonin

Maggi Prins 9. b

Sigurjón 8. b

Allan Gunnberg 10. b

Íþróttafrík skólans

Sigurjón 8. b

Jósef Halldór 9. b

Arnór Már 10. b

Flippari skólans

Sigrún Björgvins 10. b

Alexander Aron 8. b

Kristján Már 9. b

Kúlaðasta hár skólans

Herdís 8. b

Starri 9. b

Símon Þengill 9. b

Símalína skólans

Guðlaug Sif 9. b

Sigrún Ágústa 9. b

Valdimar Ingi 10. b

Tölvunörd skólans

Kristján Karl 10. b

Allan Gunnberg 10. b

Kristján Már 9. b og Þorri 10. b

Tennur skólans

Guðlaug Sif 9. b

Kristján Már 9. b

Ólafur Haukur 9. b

Mamma skólans

Hlín Guðný 10. b

Halla 8. b

Pabbi skólans

Valdimar Ingi 10. b

Alexander Aron 8. b

Húmor skólans

Sigrún Björgvins 10. b

Guðmundur Brynjar 10. b

Alexander Aron 8. b

Besta sálin

Hlín Guðný 10. b

Glódis Una 9. b

Sesselja 8. b

Sokkar skólans

Sóley 10. b

Alexander Aron 8. b

Jóhann Hersir 10. b

Söngfugl skólans

Halla 8. b

Halla 8. b

Halla 8. b

Page 10: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

10

Næturhiminn

Á kvöldin er stjörnu bjartur himinn

og nætur hljóðin hvíslast í eyrun

á bæði mér og þér.

Fólkið í bænum og sveitum

hér og þar ganga í hljóð nætur himnana.

En brátt kemur dagur enn á ný og krakkarnir arka í

skólann, nemma morgun dags og eftir daginn kemur

aftur nótt.

- Úlfheiður Embla 5. LS

Guð og englar

Kallar

Konur

Englar

Krakkar koma saman

í kirkju og heiðra guð

og Guð heiðrar þau

þau seigja bæn

og heiðra Guð og englana

með gleði og kæti.

- Hugi Sigurðarson 5. LS

Á sjó

Einu sinni var fiskur.

Fiskurinn átti heima í

sjónum. Einn góðan veðurdag

þá fann hann perlu í skel.

- Silvía Lyn 2. SK (mynd)

Áttu brauð

Áttu brauð - nei

Áttu brauð - nei !

Áttu brauð - nei !

Við eigum ekkert brauð hér.

Áttu brauð - nei !

Áttu brauð - nei !

Áttu brauð - nei !

Ef þú seigir þetta aftur þá negli ég gogginn þinn

fastan á borðið.

Áttu nagla - nei.

Áttu brauð.

- Sindri Már 2. SK (mynd)

sögur, brandarar, ljóð

Page 11: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

11

Brjóstsykursmolinn

Það var einu sinni stúlka sem kom hlaupandi inn og gaf

mömmu sinni brjóstsykursmola. Eftir að mamma hafði

borðað brjóstsykursmolann spurði hún hvernig fannst

þér molinn mamma? Nú bara góður. En ég hélt að hann

væri eitraður sagði stúlkan. Nú af hverju seigir þú það?

Því að kötturinn hún Branda hrækti honum alltaf út úr

sér.

- Anna Sigurborg 2. SK (mynd)

Vinátta

Er að vera góður vinur.

Er að skilja engan útundan.

Er að hjálpa.

Er að stríða ekki.

Er að hræða ekki.

Er að hrósa.

Er að líða ekki einelti.

- Antonía Líf 2. SK (mynd)

Vetur

Á veturna er kalt

þá finnst mörgum gott að fá malt.

Dimmar, kaldar, hljóðar nætur

heyrist hvernig barnið grætur.

En eitt hverja stjörnubjarta nótt,

þegar allir sofa rótt,

koma jól,

og fólk fer á ról.

- Selma Dís 6. HJ

Kameljón

Kameljón eru í krukku.

Þau lifa ekki í lukku.

Svo fá þau eina stóra hrukku.

Og breytast síðan í klukku.

- Brynjar Mar 6. HJ

Sá þig ekki

Ég sá þig í skóla

þú brostir í sóma.

Ég sá þig aftur,

en þá varstu með plástur.

Veit ekki hvenær,

fyrir hálfu ári þegar.

En þú komst ekki aftur,

en þá ekki með plástur

- Jóhanna Ósk 6.HJ

Kanínan okkar

Einn góðan veðurdag fæddist lítil kanína. Hann á að

heita kalli kanína, sagði mamma. Árið var 4094 á

páskasunnudag og klukkan var orðin 07:00 og kalli

sagðist ætla í göngutúr upp í fjall. Og hann labbaði og

labbaði og labbaði og loks komst hann upp á fjallstopp,

og allt í einu sá kalli risa, já sko risastórt páskaegg.

Kalli byrjaði að borða og áður en Kalli vissi af sá hann

lítið bréf. Kalli skoðaði það á því stóð: óskaðu þér. Og

Kalli óskaði sér skóla og kalli blikaði einu sinni

þá var kominn skóli. Kalli hljóp inní hann og það

voru rosa margir krakkar þar inni og kalli spurði einn

strák sem hét Mattó hvað heitir þessi skóli? Þessi skóli

heitir Brekkubæjarskóli og er besti skólinn í öllum heila

heiminum. Þá var skólinn byrjaður og allir krakkarnir

fóru inn en ekki kalli, hann hoppaði og skoppaði og allt

í einu öskrar hann: ég elska þennan skóla. JEBBÝ.

- Telma Rut Sigurðardóttir, 6. HJ

Page 12: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

12

Óli Valur Þrastarson heitir

hann á fullu nafni, borinn og

barnfæddur Skagamaður.

Foreldrar hans eru Þröstur

Reynisson og Sigríður Ólafs-

dóttir. Hann á tvær systur sem heita

Helena og Helga Björg og hálfbróður sem heitir

Þórður. Það orðspor sem hann hefur innan ís-

lenska danstónlistargeirans er verðskuldað.

Hæfileika hans við plötusnúninga þekkja

flestir, en ekki vita allir að hann er einnig sér-

lega fær hljóð- og ljósamaður. Til hans leita

flestir skipuleggjendur dansviðburða hérlendis

þegar þá vantar afburða ljós og hljóð fyrir

kvöldið. Hann kann flest þau brögð sem eru í

bókinni til að laga hljómburð og ljósasýningu

að danssporum gesta sinna.

Hvað heitirðu fullu nafni?

- Óli Valur Þrastarson.

Hver er hjúskaparstaða þín?

-Ég á kærustu.

Hvenær ertu fæddur?

- Á spítalanum á Akranesi, fæddist í löngu frímínútunum í

Brekkó.

Hvar býrðu núna?

- Ég flutti til Reykjavíkur í febrúar í fyrra.

Var gott að búa á Akranesi?

- Mjög gott, ég vildi oft að ég hefði ekki þurft að flytja.

GUÐMUNDUR BRYNJAR

JÚLÍUSSON OG ÞÓRÐUR

PÁLL FJALARSSON SPJALLA

VIÐ ÓLA VAL ÞRASTARSON,

ÖÐRU NAFNI ....

Page 13: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

13

Heldurðu að þú eigir aftur eftir að búa á Akranesi?

- Já ég held það.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?

- Mér finnst skemmtilegast að spila techno fyrir fólk sem

heldur að það fíli ekki techno, en uppgötvar svo um hvað

þetta snýst :) Mér finnst líka hrikalega gaman í rafting.

Æfðirðu einhverja íþrótt þegar þú varst yngri?

- Jebbs, sund.

Er það rétt að þú eigir Akranesmet í sundi?

- Rétt, ég var nú ekki endilega það sem myndi kallast afreks-

maður í íþróttum, en ég var helvíti duglegur að æfa og náði

þarna tveimur Akranesmetum í baksundi sem standa víst

enn!

Hvað langaði þig að verða þegar þú varst yngri?

- Ég man ekki eftir að hafa átt einhverja slökkviliðsmanns-

drauma, en þegar ég var svona 12 ára þá fór ég að verða svo-

lítið forvitinn um rafmagn og ákvað að ég ætlaði að verða

rafeindavirki. Það varð ég svo nokkrum árum seinna.

Við hvað vinnurðu?

- Ég vinn hjá RÚV, bæði sem hljóðmaður og rafeindavirki á

verkstæðinu. Svo á ég líka litla hljóðkerfa- og ljósaleigu sem

heitir Ofur hljóðkerfi ehf. Þar er ég mikið í að setja upp

græjur, vinna sem hljóð- og ljósamaður og náttúrulega að

reka fyrirtækið. Ofan á þetta spila ég stundum músík fyrir

fólk.

Hvernig tónlist hlustar þú á?

- Ég hlusta náttúrlega mest á danstónlist, maður er alltaf að

reyna að finna nýtt og ferskt, undirbúa næsta gigg og æfa

sig. En ég fíla og hlusta líka á aðrar stefnur, ég hef til

dæmis ofboðslega gaman af góðum djass og blús, soul,

funk, Sigur Rós, Emelíönu Torrini, Mugison, svo eitthvað

sé nefnt. Svo er ég nett veikur fyrir diskói líka.

Finnst þér gaman á böllum?

- Ég hef ofboðslega lítið gaman af hefðbundnum íslenskum

sveitaböllum.

Hver er helsti kostur þinn?

- Áreiðanlegur og velviljaður.

En hver er þinn helsti galli?

- Ég á of erfitt með að segja nei.

Lýstu sjálfum þér í einu orði?

- Sköllóttur :D

Hvað finnst þér um núverandi ríkisstjórn?

- Mér finnst hún þreytandi, en það á kannski við um ríkis-

stjórnir almennt.

Hvernig bíll áttu?

- Ég seldi bílinn minn í kreppunni.

Eitthvað að lokum?

- Áfram ÍA!

Page 14: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

14

1. GÞ 2009-10

2. SK 2009-10

3. SÞ 2009-10 3. SM 2009-10

Page 15: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

15

4. KF 2009-10 4. IRG 2009-10

5. BB 2009-10

5. LS 2009-10

6. SM 2009-10 6. HJ 2009-10

Page 16: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

16

7. ELA 2009-10

7. BB 2009-10

7. RH 2009-10

8. EÓE 2009-10

8. HB 2009-10

Page 17: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

17

9. LK 2009-10

9. HB 2009-10

10. SK 2009-10

10. IH 2009-10

Page 18: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

18

Ísland og Frakkland kepptu í handbolta laugar-

daginn 17. apríl kl. fjögur. Ég var uppi í

stúkunni og sá þá yfir allan völlinn sem var

flott! Ísland náði fjögurra marka mun fyrstu 20

mínúturnar enn svo náðu Frakkarnir að jafna

rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik

var jafnt alveg fram að síðustu mínútunum, þá

náðu Frakkarnir að jafna og komast nokkrum

mörkum yfir! Leikurinn endaði þannig að

Frakkland vann með 3 marka mun. En það er

engin skömm að tapa fyrir besta liði sögunnar

í handbolta og ég held að þegar litið yfir allt

stóðu Íslendingarnir sig betur heldur en Frakk-

arnir, þó að þeir náðu að vinna.

Nikola Karabatic, einn besti handboltamaður

heims, spilaði ekki seinni leikinn en hann

spilaði fyrri leikinn. Þó að hann hafi vantað

voru frakkarnir alveg í toppstandi. Vörnin var

alveg framúrskarandi í seinni hálfleik hjá

Frökkum og þá held ég að Íslendingarnir hafi

dregist aftur úr! En ég held að ef að Guðjón

Valur hefði verið þá hefði þetta kannski verið

aðeins öðruvísi á stigatöflunni. Það var bara

skorað eitt mark úr horni hjá íslendingum og

það hefði örugglega orðið öðruvísi ef að Guð-

jón Valur hefði verið með. En Íslendingar

stóðu sig með prýði og það er engin skömm að

tapa fyrir frökkum!:D

Á landsleik í handbolta

SUMIR LEIKIR TAPAST OG AÐRIR VINNAST.

JÓFRÍÐUR ÍSDÍS SKAFTADÓTTIR SEGIR HÉR FRÁ

EFTIRMINNILEGUM LANDSLEIK Í HÖLLINNI SÍÐASTLIÐIÐ VOR

Page 19: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

19

Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskólana á Íslandi. Í hverju

liði eru tveir strákar og tvær stelpur sem öll þurfa að vera nem-

endur í 9. eða 10. bekk síns skóla. Keppt er í upphífingum, arm-

beygjum, dýfum, hreystigreip og hraðaþraut. Keppninni er skipt

í landshluta og liðið sem vinnur í sínum landshluta kemst áfram

í úrslitin. Að sjálfsögðu sendi Brekkubæjarskóli lið í keppnina í

ár. Í liði Brekkubæjarskóla voru Karen Rós Bjarkadóttir 10. SK,

Fjalar Örn Sigurðsson 10. IH, Þóra Björk Þorgeirsdóttir 9. HB,

Arnór Már Grímsson 10. SK. en varamenn voru þau Kim Klara

Ahlbrecht 10. IH og Helgi Þór Kristinsson 9. LK. Brekkubæjar-

skóli lenti í 2. sæti með 47,5 stig og Varmalandsskóli í fyrsta

sæti með 49,5 stig. Sk

óla

hre

ysti

SKÓLAHREYSTI ER FYRIRBÆRI SEM VEKUR SÍ-

FELLT MEIRI ATHYGLI OG Æ FLEIRI GRUNN-

SKÓLANEMENDUR TAKA ÞÁTT Í. HEIÐRÚN LÁRA

TÓMASDÓTTIR SEGIR FRÁ ÞÁTTTÖKU BREKKU-

BÆJARSKÓLA.

Page 20: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

20

Hvenær ætlar þú að halda áfram trommunámi?

Ég er ekki alveg viss. Ég er í pásu, mig langar líka að prófa

gítar.

Svanberg samdi ljóðið „Í fyrsta sinn er ég sá þig“ fyrir leik-

listartíma hjá Guðbjörgu Árnadóttur. Af hverju samdir þú

ljóðið?

Ég átti að velja ljóð og var að leita þegar kennarinn minn

stakk upp á því að ég myndi semja það sjálfur. Þannig varð

það til.

Hvernig var þér tekið með ljóðið?

Mér var vel tekið. Ég þurfti að fara mörgum sinnum yfir það

til að læra það þótt ég hafi sami það sjálfur. Ég á erfitt með

að muna og er fljótur að gleyma. Ég fór með ljóðið upphátt

um leið og ég samdi það. Kennarinn minn skrifaði það niður

jafn óðum.

Var þér ekkert strítt með ljóðinu?

Jú! Ég er í strákahóp í leiklistinni og

þeir voru eiginlega fljótari að læra

ljóðið heldur en ég. Þeir fóru með

það í tíma og ótíma og nudduðu mér

svolítið upp úr því. En ég bíð bara

eftir því að þeir fari að semja!

Þú hefur mjög sterkar skoðanir á

þeim verkefnum sem lögð eru fyrir

í myndmennt. Hvað finnst þér

skemmtilegast að fást við þar?

Mér finnst næstum allt skemmtilegt

en áhugaverðast er að kynnast

nýjum aðferðum eins og mótun í gifs.

Þá get ég yfirfært hugmyndir mínar úr tölvuleikjum í gifs-

mótun.

Þú átt verk í Listasafni Reykjavíkur á Barnamenningar-

hátíðinni. Hvernig kom það til?

Mér var boðið í heimsókn með hópi af nemendum og

kennurum í Listasafnið vegna fyrirhugaðrar sýningar á

barnamenningarhátíð. Þar fengum við að skoða myndir,

m.a. eftir Erró. Þemað sem við áttum að vinna eftir var

„Forvitni - Hver er ég?“ Í framhaldi af því vann ég mynd í

speglamálun sem er í fjórum hlutum.

Hvað ætlar þú að gera í framtíðinni?

Ég hef mikinn áhuga á tónlist. Texti og tónlist fara mjög vel

saman. Kannski á ég eftir að semja texta við lag. Hver veit?

Viðtal við Svanberg Aron Einarsson

Page 21: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

21

Svanberg Aron er nemandi í

Brekkubæjarskóla, var í 6. SM á

síðasta skólaári og varð 12 ára

nú í sumar. Svanberg glímir við

lestrarörðugleika sem líkjast að

sumu leyti lesblindu og oft eru

nefndir „náðargáfa.“ Svanberg

býr yfir mörgum hæfileikum sem

lúta að heyrn og sjón. Til að

mynda er Svanberg góður í

ensku og leiðréttir stundum

kennarann í framburði því þar er

hann mjög sterkur. Svanberg

hefur dálæti á tónlist og var í tón-

listarskólanum í vetur að læra á

trommur. Hann er þó í fríi núna.

Fyrsta sinn er ég sá þig

Fyrsta sinn er ég sá þig

var ég svo ungur

hjartað mitt slær eins og steinn

en núna er ég stór og sterkur

hérna ert þú komin aftur

mikið er gaman að sjá þig

Page 22: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

22

Góða kvöldið kæru samnemendur, skólastjóri, kennarar og

aðrir gestir.

Þá er stóra stundin runnin upp sem við erum búin að bíða

eftir í mörg ár. Ég man eftir því í 6. bekk þegar maður

hugsaði: Vá, það eru 4 ár eftir af skólanum! En núna er

komið að því. Grunnskólagöngu okkar er lokið. Tilfinningin

síðustu vikurnar hafa verið mjög mismunandi hjá okkur

krökkunum; sumir eru spenntir og geta ekki beðið eftir að

þessi dagur komi á meðan að aðrir vona að þessi dagur komi

aldrei. Kennararnir eru hinsvegar örugglega mjög leiðir að

við skulum vera að fara. Hverjir eiga annars að vera til vand-

ræða og vera með vesen?

Við höfum verið með mjög fríðan hóp af kennurum í

gegnum þessi ár. Þar má nefna Ingu Rún sem var með báða

bekkina í 1. bekk og svo annan bekkinn alveg upp í 5. bekk,

en í 4. og 5. bekk var Guðbjörg Árnadóttir með henni. Á

meðan að Inga Rún var með annan bekkinn fékk hinn

bekkurinn Elsu Láru í 2. bekk, Ástu Björnsdóttur í 3. og 4.

bekk og Þóreyju Þórarinsdóttur í 5. bekk. Í 6. bekk fengu svo

báðir bekkirnir nýja kennara; þau Báru Traustadóttur og

Rögnvald Einarsson og voru þau bæði með okkur næstu tvö

árin. Á unglingastiginu fengu báðir bekkirnir nýja kennara

sem hafa verið með okkur síðustu þrjú árin; þau Sigtrygg og

Ingibjörgu.

VIÐ ÚTSKRIFT 10. BEKKINGA Á SAL BREKKUBÆJARSKÓLA

3. JÚNÍ 2010 FLUTTI HLÍN GUÐNÝ VALGARÐSDÓTTIR

KVEÐJUÁVARP FYRIR HÖND ÁRGANGSINS.

Page 23: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

23

Allir þeir kennarar sem kenndu okkur áður en við fórum á

unglingastigið hafa hætt eða tekið sér eins árs leyfi eða

eitthvað álíka eftir að hafa kennt okkur. Það segir okkur

aðeins eitt, nefnilega að við höfum verið svo stillt að þeir

hafa ekki þorað að fá aðra nemendur af ótta við að þeir

yrðu svo óþekkir að kennararnir myndu ekki ráða við þá.

Þessi 10 ár í Brekkubæjarskóla hafa verið mjög viðburða-

rík. Til dæmis leið yfir Gauja þegar að við vorum að æfa

helgileikinn í 4. bekk vegna þess að við vorum búin að

standa svo lengi og Ásta Björns hlammaði sér ofan á Fjalar

þegar að hann tók tryllingskast. Allan hefur líka átt stórleik

þau ár sem hann hefur verið hér í skóla. Til dæmis kallaði

hann „Búinn!“ af klósettinu í 2. bekk, missti alltaf jógúrtið

sitt og frægt er göngulagið hans á tánum, sérstaklega þegar

hann er stressaður.

Það er líka margt sem mun geymast í minni okkar sem er

meira tengt náminu. Eins og spurningakeppnirnar sem hafa

verið ófáar í gegnum árin, íþróttamótin og ekki síst

kennslustundirnar sem að hafa oft leysts upp í kjaftagangi

og bulli. Samt ekki allar.

Skólaferðalögin í gegnum árin hafa heldur betur fest sig í

minni okkar, til dæmis Eiríksstaðir í 5. bekk, Reykjaskóli í

7. bekk, Skorradalsferðirnar í 8. og 9. bekk og svo hin ó-

gleymanlega lokaferð sem við fórum í núna í vor.

Ég vil þakka fyrir þau ár sem ég hef verið hérna og óska

ykkur öllum til hamingju með þennan áfanga. Gangi ykkur

vel í lífinu og eigið þið ánægjulega framtíð.

Takk fyrir mig.

Page 24: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

24

tali Starfsmenn teknir

SIGURJÓN GUNNLAUGSSON

1. Hver er stærsta stund sem þú hefur

upplifað?

- Þegar ég veiddi fyrsta silunginn.

2. Hvað er það vandræðalegasta sem þú

hefur lent í?

- Var farþegi í mínum eigin bíl sem keyrði

næstum ofan í gil sem hefði getað kostað sjö

manns lífið.

3. Í hverju sefur þú?

- Í bol.

4. Áttu þér einhver viðurnefni?

- Sjonni.

5. Varstu ljótur sem barn?

- Nei, mamma sagði að ég væri fallegt barn.

6. Hvað finnst þér best við sjálfan þig?

- Að ég er hreinskilinn.

7. Hvað finnst þér verst við sjálfan þig?

- Tek margt nærri mér.

8. Ræður þú á þínu heimili

- Nei, það er jafnræði.

VILBORG GUÐBJARTSDÓTTIR

1. Hver er stærsta stund sem þú hefur upplifað? - Þegar ég fékk bílprófið. 2. Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í? - Þegar ég klessti á 5 mín. eftir að ég fékk bílprófið. 3. Í hverju sefur þú? - Náttfötum. 4. Átt þú þér einhver viðurnefni? - Villa Tóta. 5. Varstu ljót sem barn? - Nei, gullfalleg. 6. Hvað finnst þér best við sjálfa þig? - Hvað ég er skemmtileg. 7. Hvað finnst þér verst við sjálfa þig? - Hvað ég er löt að fara á fætur. 8. Af hverju ertu ekki í eldhúsinu? - Því að ég kann ekki mikið að elda.

Page 25: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

25

MAGNÚS VAGN BENEDIKTSSON

1. Hver er stærsta stund sem þú hefur upplifað? - Þegar ég fæddist. 2. Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í? - Ekki viss. 3. Í hverju sefur þú? - Náttbuxum. 4. Átt þú þér einhver viðurnefni? - Maggi kerra, Maggi mús, Maggi barnavagn, Músi. 5. Varstu ljótur sem barn? - Ég var mjög fallegt barn. 6. Hvað finnst þér best við sjálfan þig? - Ég er svo skemmtilegur. 7. Hvað finnst þér verst við sjálfan þig? - Ég er svo leiðinlegur. 8. Ræður þú á þínu heimili? - Já!

HAFDÍS BERGSDÓTTIR

1. Hver er stærsta stund sem þú hefur

upplifað?

- Þegar strákarnir mínir fæddust.

2. Hvað er það vandræðalegasta sem

þú hefur lent í?

- Þegar ég varð bensínlaus á einbreiðri

hraðahindrun og strætó kom á móti mér.

3. Í hverju sefur þú?

- Nærbuxum.

4. Átt þú þér einhver viðurnefni?

- Nei (Habba Skvísa, segir Elinbergur

kærasti minn.)

5. Varstu ljót sem barn?

- Veit ekki, annars var ég með rosalegt

frekjuskarð!

6. Hvað finnst þér best við sjálfa þig?

- Ég er afbragðs kokkur og sérlega þolinmóð!

7. Hvað finnst þér verst við sjálfa þig?

- Gleymin.

8. Af hverju ertu ekki í eldhúsinu?

- Því ég fæ ekki borgað fyrir það.

Page 26: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

26

LÁRUS KJARTANSSON

1. Hver er stærsta stund sem þú hefur upplifað? - Fæðing dætra minna. 2. Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í? - No comment. 3. Í hverju sefur þú? - Nærbrókum. 4. Átt þú þér einhver viðurnefni? - Larusso.

5. Varstu ljótur sem barn? - Nei, ég var barnsætur. 6. Hvað finnst þér best við sjálfan þig? - Mottan. 7. Hvað finnst þér verst við sjálfan þig? - Gráa hárið sem er að koma. 8. Ræður þú á þínu heimili? Já!

INGIBJÖRG

HARALDSDÓTTIR

1. Hver er stærsta

stund sem þú hefur

upplifað?

- Þegar ég eignaðist

börnin mín.

2. Hvað er það

vandræðalegasta sem þú hefur upplifað?

- Þegar ég var tekin fyrir of hraðan akstur

fyrir utan Brekkubæjarskóla á 45 km hraða.

3. Í hverju sefur þú?

- Náttfötum.

4. Átt þú þér einhver viðurnefni?

- Nei.

5. Varstu ljót sem barn?

- Já frekar, eldrauðhærð með miklar freknur.

6. Hvað finnst þér best við sjálfa þig?

- Hvað ég er stundvís.

7. Hvað finnst þér verst við sjálfa þig?

- Stundum of stjórnsöm.

8. Af hverju ertu ekki í eldhúsinu?

- Mér finnst skemmtilegra í skólanum.

ta

li

Sta

rfsm

en

n teknir

Page 27: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

27

SÉRDEILD

Við fengum að ræða við Andreu þroskaþjálfa og hún svaraði

nokkrum spurningum varðandi sérdeildina.

Af hverju þarf sérdeild?

Það er misjafnt hvað hverjum og einum hentar. Það er

nauðsynlegt að hafa sérdeild og geta farið inn í sína bekki

eftir því hvað hentar.

Hver er munurinn á venjulegri kennslu og

sérdeildarkennslu?

Það er rosalega misjafnt. Sérdeildarkennsla er misjöfn eftir

hverjum og einum nemanda. Sumir læra aðallega uppi í

sínum bekk, en aðrir eru lítið í bekknum sínum og það þarf

að einfalda marga hluti í kennslunni.

Af hverju ákvaðst þú að vinna á sérdeild?

Ég ákvað að mennta mig til að vinna með fötluðum og finnst

mjög gaman að vinna með krökkum.

Við tókum líka viðtal við tvo krakka, þau Yousif og Laufey.

Hvað heitir þú?

Yousif.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum?

Fara í aparóluna í frímínútum og í körfuvinnunni á

sérdeildinni.

Hvað gerirðu í frítíma þínum?

Fer í þorpið í Wii og fer í strætó og mér finnst gaman að

hjóla.

Hver er fyrirmyndin þín og af hverju?

Roberto, því við höldum báðir með Liverpool og Binni því

hann á lítið barn.

Hvað heitir þú?

Laufey

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum?

Teikna og læra stærðfræði.

Hvað gerirðu í frítíma þínum?

Fer í sund og fer heim.

Hver er fyrirmyndin þín og af hverju?

Katrín Jónsdóttir frænka mín, hún er flott og er að æfa

fótbolta.

Við þökkum sérdeildinni fyrir að taka á móti okkur og svala

forvitni okkar.

heimsókn á

OLGA OG SIGRÚN

HEIMSÓTTU SÉR-

DEILDINA OG TÓKU

VIÐTAL VIÐ TVO

NEMENDUR ÞAR OG

EINN KENNARA.

Yousif

Page 28: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

28

Mánudaginn 17. maí lögðum við af stað frá Brekku-

bæjarskóla í ævintýraferð í Skagafjörðinn. Planið var að

fara í klettasig og leirdúfuskotfimi fyrsta daginn, litbolta,

hestbak og róbótafjós annan daginn og svo ætluðum við

að enda ferðina á fjörlegri flúðasiglingu.

Eftir skemmtilega rútuferð í Skagafjörðinn var planinu

skyndilega breytt og við áttum að fara á hestbak. Áður en

við fórum í hestaferðina komum við okkur fyrir á gisti-

staðnum. Svo fórum við í hestaferðina þar sem okkur var

skipt í 3 hópa. Ýmislegt gerðist í hestaferðinni; Fjalar datt af

baki, Ingibjörg fór að grenja og hesturinn hans Allans var

bandbrjálaður.

Þegar allir voru komnir á gististaðinn undirbjuggum við

okkur fyrir flúðasiglinguna miklu en Kristó braut rúðu með

hnénu því strákarnir voru eitthvað að fíflast úti. Þegar við

vorum tilbúin keyrðum við að Vestari Jökulsá og fórum í

skemmtilega flúðasiglingu sem var mjög blaut. Helga

kennari datt tvisvar út í ána, Sóley flaug úr bátnum og Ragna

flaut í burtu frá bátunum með straumnum. Þetta var kalt en

mjög gaman og skemmtileg ferð. Klukkan var orðin 21:00

þegar flúðasiglingin var búin og við fórum í Varmahlíð að

gæða okkur á dýrindis kjúkling og frönskum.

Svo fórum við heim á gististaðinn og þeir sem vildu fóru í

sund en hinir gátu gert það sem þeir vildu. Svo var chillað og

svefninn tók við hjá mörgum. Ýmislegt var þó brallað þessa

nótt eins og t.d. í einu herberginu var opnuð nuddstofa þar

sem var nuddað fram á rauða nótt. Í öðru herberginu var

horft á myndir og í hinum herbergjunum var sofið.

Næsta dag vorum við vakin um 8 leytið og þá skottuðumst

við í morgunmat. Eftir morgunmat fórum við í Víðimýrar-

kirkju þar sem við fræddumst um kirkjuna og hlustuðum á

fallegan söng sem sumum fannst mjög hlægilegur. Þegar við

komum úr kirkjunni fórum við á Sauðárkrók þar sem við

fengum frían tíma til að gera það sem við vildum. Nokkrir

fóru í Árskóla, skólann á Sauðárkrók, og fengu að skoða

skólann sem var mjög gaman. Aðrir voru í sjoppunni, fóru

göngutúr um bæinn og margir fóru líka í Verslunina sem er

búð á Króknum. Svo var náð í okkur og við borðuðum

pylsur í hádegismat.

Þegar allir voru búnir að borða biðum við eftir rútunni og

okkur var skipt í tvo hópa. Svo kom rútan og einn hópurinn

fór í klettasig meðan hinn hópurinn fór í sútunarverksmiðju

og róbótafjós. Það var mjög gaman í klettasiginu, en ekki

allir fóru niður. Sumir nenntu ekki, aðrir þorðu ekki. Andrea

datt á klettinn og meiddi sig í hendinni en var nú alveg sama

um það og fór bara aðra ferð. Í sútunarverksmiðjunni var

mjög spennandi að skoða skinnin af dýrunum. Það var mikið

af skinnum af dýrum eins og af kindum, hestum, hrein-

dýrum, minkum, refum og jafnvel köttum, sem fólk var mis-

hrifið af. Í róbótafjósinu fengum við að sjá kýr og naut og

kálfa, sumum fannst það skemmtilegt en sumum fannst það

ekki skemmtilegt og vond fýla þar. Við skrifuðum í gestabók

og fórum síðan í skotfimi hjá félaginu Ósman og fengum að

skjóta úr riffli, boga og haglabyssu áður en við fórum í

rútuna og keyrðum á Sauðarkrók og fengum okkur pizzu á

pizzustað. Það var nú kvartað yfir látum, því við erum nú

mjög hávær árgangur eins og flestir vita.

Þegar allir voru búnir að borða á sig gat fórum við í rútuna

og keyrðum á gististaðinn og þar máttu þeir sem vildu fara í

sund og sumir fóru í fótbolta,göngutúr og bara gera það sem

þeir vildu. Hveragerði var meðal annars í sundi og þar var

blandað geði. Um kvöldið sýndu Olga og Maren frábæran

dans sem þær höfðu samið í rútunni á leiðinni og Sigrún og

Sóley voru með skemmtiatriði. Jói drakk nú aðeins of mikið

kaffi og lét eins og hálfviti þetta kvöld. Hjördís kom og kíkti

á okkur eða eiginlega bara Allan kæró. Svo var farið að sofa

misseint.

Svo vorum við vakin daginn eftir með látum af okkar pirr-

andi kennurum og allir voða þreyttir. Við pökkuðum dótinu

okkar svo niður og fórum í morgunmat og það var bara það

sama súrmjólk, morgunkorn, ristað brauð og djús. Svo áttum

við að taka til í herbergjunum okkar og þrífa þau áður en við

héldum af stað í lokaskemmtunina, litabolta. Þegar við

komum á litaboltasvæðið var tekið á móti okkur og okkur

kynntar reglurnar. Svo skelltu sér allir í gallann og settu á sig

hjálm og fóru niður á svæði og byrjuðu að njóta þess að

skjóta Sigtrygg og Ingibjörgu. Heiðrún horfði á því hún var

svo mikill aumingi og meiddi sig kvöldið áður í tásunni því

Andrea opnaði hurð á hana. Hún tók þá bara myndir af

bekkjarfélögum sínum lita bæinn rauðan. Eftir litabolta

fengu sér allir nesti og svo var förinni heitið í rútuna og

beina leið heim uppá Skaga. Á leiðinni heim í rútunni sváfu

margir en aðrir skemmtu sér konunglega.

maí 2010

Lokaferð 10. bekkinga,

Page 29: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

29

Page 30: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

30

Hátónsbarkakeppni grunnskólanna á Akranesi á sér orðið þó

nokkuð langa sögu sem nær allt aftur til ársins 1988. Þá voru

nemendaráð skólanna að velta fyrir sér hvað þau gætu gert nýtt

og ferskt til skemmtunar á árlegum jóladansleik.

Upp kom sú hugmynd að hafa söngvarakeppni í anda

Látúnsbarkakeppninnar sem Stuðmenn höfðu staðið fyrir

skömmu áður. Flosi Einarsson, sem þá var nýbyrjaður að

kenna og á fullu í poppbransanum, fékk hljómsveit sem hann

var þá að spila í sem hét Villingarnir til að annast undirleik í

fyrstu keppninni. Það voru margir sem vildu taka þátt en fáir

útvaldir fengu síðan að fara á svið eftir að Einar Skúla,

Bjarni Þór og Flosi höfðu hlustað á undankeppnina.

Það er skemmst frá því að segja að keppni þessi þótti

hin besta skemmtun ekki síst fyrir að margir

einstaklingar stigu sín fyrstu spor í átt til frægðar og

gerðu það með stæl. Fyrstu keppnina vann hins vegar

Ragnheiður Hafsteinsdóttir.

Það kom ekki annað til greina en að halda áfram með þessa

keppni sem varð fastur liður á jólaböllunum næstu árin. En

seinna var sú breyting gerð að Hátónsbarkakeppnin var

innlimuð í svokallaða Hæfileikakeppni sem fer fram á haustin.

Hæfileikakeppnin var haldin í nokkur ár þangað til að Ungir -

Gamlir verkefnið kom í staðinn. Það er óhætt að segja að

Hátónsbarkakeppnin hafi aukið söngáhuga meðal unglinga á

Akranesi og margir góðir söngvarar hafa þarna spreytt sig og

haldið áfram á þeirri braut þó svo allir hafi ekki náð að vinna.

ARNÞÓR OG SVEINN FARA

YFIR SÖGU SÖNGVARA-

KEPPNI GRUNNSKÓLANNA

Á AKRANESI.

Page 31: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

31

Sigurvegarar í Hátónsbarkanum

1988 - 2010

1988 - Ragnheiður Hafsteinsdóttir

1989 - Valgerður Jónsdóttir

1990 - Hallgrímur „Halli Melló“

Ólafsson

1991 - Sara Kristófersdóttir

1992 - Harpa Einarsdóttir

1993 - Guðrún Sigursteinsdóttir

1994 - Hulda Þórisdóttir

1995 - Ása Valgerður Eiríksdóttir

1996 - Hrund Snorradóttir

1997 - Hróðmar Halldórsson

1998 - Elsa Jóhannsdóttir

1999 - Vera Knútsdóttir

2000 - Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir

2001 - Sigurbjörg Halldórsdóttir

2002 - Ylfa Flosadóttir

2003 - Rakel Pálsdóttir

2005 - Regína Björk Vignisdóttir

2006 - Elísabet Traustadóttir

2007 - Sonja Bjarnadóttir

2008 - Steinunn Guðmundsdóttir

og Hugrún Eva Haraldsdóttir

2009 - Inga María Hjartardóttir.

2010 - Margrét Saga Gunnarsdóttir

Page 32: AUGAÐ - skólablað Brekkó 2010

32