Augað - skólablað Brekkó 2011

36
AUGAÐ Skólablað Brekkubæjarskóla Vor 2011

description

Skólablað Brekkubæjarskóla.

Transcript of Augað - skólablað Brekkó 2011

Page 1: Augað - skólablað Brekkó 2011

Augað 2011

AUGAÐ Skólablað Brekkubæjarskóla Vor 2011

Page 2: Augað - skólablað Brekkó 2011

2

Augað 2011

Við í ritstjórn viljum þakka ykkur kærlega fyrir að opna þetta

blað. Það hefur mikil vinna verið lögð í það og nemendur hafa

unnið hörðum höndum að útgáfu þess. Þetta árið vorum við

þrjú í ritstjórn; Sigríður Lína Daníelsdóttir, Magnús

Gunnarsson og Starri Reynisson. Við eigum þó ekki allan

heiðurinn. Nemendur árgangs okkar, ásamt starfsfólki skólans

og nemendum yngri bekkja eiga þakkir skilið fyrir innihald

blaðsins. Meðal þess sem þú munt sjá í þessu blaði eru viðtöl,

greinar, uppskriftir, stjörnuspá, myndir og ótalmargt fleira.

Breytt útlit og skoðanakönnunin eru að sjálfsögðu líka á sínum

stað.

Með fyrirfram þökk fyrir lesturinn,

Æðislega fólkið í ritstjórn.

Ágæti lesandi

Kæri

10. bekkur Þá er grunnskólagöngu ykkar lokið. Þið eruð búin að bralla

ýmislegt þessi tíu ár, flest skemmtilegt þó sumt hefði kannski

betur verið látið ógert. Öll þessi atvik eru minningar til að ylja

sér við á komandi árum. Fátt er skemmtilegra en að rifja upp

spaugileg atvik úr æsku og skólagangan spannar stóran hluta

hennar. Þegar þið hittist á árgangsmótum verður skólinn eitt af

því sem þið talið um og getið þá vonandi skemmt ykkur vel.

Á meðan þið hafið verið hér hefur lífið verið nokkuð

áhyggjulaust en nú tekur alvaran við og þið þurfið að ákveða

hvert þið ætlið að stefna í lífinu. Sumir eru búnir að að gera upp hug sinn og vita nákvæmlega hvert þeir stefna á

meðan aðrir eiga erfitt með að velja.

Ég hef átt samleið með ykkur hér í Brekkubæjarskóla í sex ár og hefur það verið skemmtilegur og lærdómsríkur

tími. Ég hef lært jafn mikið eða meira en þið á þessum tíma. Það hefur verið gaman að sjá ykkur þroskast með

hverjum mánuðinum sem líður og þið skiljið eftir spor ykkar í skólanum. Það sem þið hafið tekið ykkur fyrir

hendur hefur oftast verið til fyrirmyndar og þið hafið átt ykkar þátt í að gera Brekkubæjarskóla að þeim góða

skóla sem hann er. Þið hafið lagt ykkar af mörkum við að efla skólastefnuna okkar, góður og fróður. Stóru

morgunstundirnar og árshátíðin okkar hafa tekist vel og þið hafið svo sannarlega átt ykkar þátt í því. Þar hafið

þið verið með atriði, verið kynnar, tæknimenn, forsöngvarar og svo mætti lengi telja.

Ég þakka ykkur kærlega fyrir skemmtilegan tíma og óska ykkur velfarnaðar í hverju því sem þið takið ykkur fyrir

hendur.

Arnbjörg skólastjóri.

Arnbjörg

Ritstjórn

Page 3: Augað - skólablað Brekkó 2011

3

Augað 2011

Fullt nafn?

Þorgrímur Þráinsson.

Hvað kalla vinirnir þig?

Í Reykjavík er ég kallaður Toggi, en Þoggi fyrir vestan.

Hvað ertu gamall?

52 ára. En okkur finnst hann samt ekki líta út fyrir að vera mikið eldri en þrítugur.

Nú ert þú rithöfundur, er eitthvað annað sem þú vinnur við?

Já, núna er ég til dæmis að vinna að 100 ára sögu Vals. Ég hef aldrei verið eingöngu að skrifa bækur.

Þú ert nú algjört heilsufrík, hvað borðarðu á morgnana ?

Yfirleitt haframjöl með lífrænu súkkulaði og agave-sýrópi, einn banana og appelsínu.

Ertu á lausu eða ertu með píu í takinu?

Ég er búinn að vera giftur í 21 ár og á 3 börn, segir hann hlæjandi.

Frægasti vinur þinn á Facebook ?

Nú þarf ég aðeins að hugsa... ætli það sé ekki bara Eiður Smári.

Ef þú tekur þér frí frá lestri, hvað myndirðu þá horfa á í sjónvarpinu?

Ég myndi finna mér einhverja æðislega spennandi dýralífsmynd.

Vandræðalegasta mómentið sem þú hefur lent í?

Örugglega einhvern tímann þegar ég var að reyna við stelpu.

Ef þú værir fastur á eyðieyju í viku, hvaða 3 bækur myndirðu hafa með þér?

Biblíuna, Sjálfsætt fólk og Ertu guð afi.

Hvað finnst þér um reykingar?

Ertu að grínast? Fólk væri með stromp ef því væri ætlað að reykja.

Djammarðu oft?

Ég fer kannski að skemmta mér tvisvar á ári með gömlu fótboltafélögunum, en er náttúrlega alltaf að skemmta mér, alla daga.

Komdu með eina staðreynd um þig sem ekki margir vita?

Ég er frábær söngvari, segir Þorgrímur og tekur eitt létt tóndæmi.

Viðtal við

Þorgrím Þráinsson

Þorgrímur Þráinsson

Page 4: Augað - skólablað Brekkó 2011

4

Augað 2011

Uppáhaldsstaður til að fara í frí?

Ég elska Snæfellsnes, þar fyrir utan gæti ég setið á kaffihúsi í París dögum saman, jafnvel árum saman.

Er oft reynt við þig?

Nei, það er aldrei reynt við mig, enda held ég að flestir viti að ég sé giftur.

Myndiru telja þig vera handsome?

Ekki klukkan átta á morgnana, nei.

Ertu frægur?

Nei, en ég er kannski þekktur. Orðið „frægur“ er svolítið ofmetið. Mér finnst það frekar tengjast því að hafa gert eitthvað frábært.

Með hvaða liði helduru í enska boltanum?

Leeds United, Þorgrímur verður svolítið vandræðalegur og hlær.

Dibsaru alltaf shotgun?

Dibsa ég alltaf shotgun? Ég er alltaf að keyra sjálfur en börnin mín dibsa oft shotgun. Svo spyr hann okkur hvort við séum hissa að hann skuli vita hvað þetta þýðir.

Hvað finnst þér um fólk sem er alltaf í svörtum sokkum?

Bjartsýnt, mér finnst frábært að sjá karlmenn í svörtum jakkafötum og skrautlegum sokkum, mér finnst það mjög cool.

Af hverju rithöfundur? Hefurðu svona gott ímyndunarafl?

Ég valdi það ekki, lífið valdi mig. En já, ég hef frábært ímyndunarafl.

Lokaorð?

Það er rosalega gaman að heimsækja skólann ykkar, en því miður komst ég ekki núna fyrir jól. Takk fyrir mig.

Svana og Sigrún

Óskum eftir slátrara fyrir skólaeldhúsið.

Glímureynsla er talin æskileg. Brekkubæjarskóli.

Hefur einhver séð Benjamin, hefur einhver séð

Benjamin? Hans er sárt saknað. Kveðja, allir.

Einstæður kennari 10. bekkjar leitar sér að

elskhuga. Áhugasamir komi við á skrifstofunni.

XOXO.

Hrekkjusvínasamband Íslands leitar að meðlimum.

Kveðja, Björn. Ps. Ég er á lausu!

2/3 þríburar fást gefins. Afhendist strax. Svana.

Þú skuldar mér 10 þúsund! Sími: 867 4585.

Okkur vantar pössun það sem eftir er skólaárs.

Kennarar 10. bekkja.

Þröngar buxur óskast. Verða að sýna rassinn vel.

Kveðja, Tvær heitar.

Ertu í vandræðum með ástalífið? Googlaðu þá

maggmaster. Biðst afsökunar ef ég er að móðga

einhvern.

,,Þeim verður launað með helvítisvist og

hreinsunareldi.” Fyrir meira farðu þá á:

skafbylur.blog.is

Við erum með allt fyrir samfélagsfræðitímana.

Svefn&Heilsa.

Smáauglýsingar

Page 5: Augað - skólablað Brekkó 2011

5

Augað 2011

Rætt við 1. bekk

1. Hvað ætlaru að verða þegar þú verður stór?

2. Hvað er skemmtilegast í skólanum?

3. Hver ræður heima hjá þér?

4. Hvenær verður þú fullorðin(n)?

1. Flugmaður

2. Að læra

3. Mamma

4. 6 ára

Hrafnkell Váli Thelma Rán

1. Flugfreyja

2. Sund

3. Mamma og Pabbi

4. Veit ekki

Heiðrún Sól

1. Klippingakona

2. Að leika

3. Mamma og Pabbi

4. Eftir nokkra daga

Snædís Lilja Alex Benjamín

1. Veit ekki

2. Frímínútur

3. Pabbi

4. Veit ekki

1. Veit ekki

2. Að vera úti að leika

3. Pabbi

4. 23 ára

Page 6: Augað - skólablað Brekkó 2011

6

Augað 2011

KVEÐJA FRÁ ÁRGANGI‘95

Á rið 2001 mætti 1995 árgangurinn í skólann, þá vorum við öll óskaplega lítil og

saklaus. Okkur var svo kennt að lesa, skrifa og reikna ásamt því að fara í íþróttir

og ýmislegt fleira. Næstu bekkir liðu fljótt og örugglega alveg þangað til í fjórða

bekk, þá lentum við í kennaraverkfallinu. Við vorum auðvitað ofsalega sátt með

það þá, en gerðum okkur ekki grein fyrir þeim áhrifum sem það hefði á samræmdu

prófin okkar. Svo í fimmta bekk byrjuðum við á miðstigi,

þá voru mjög einfaldar reglur með fótboltavöllinn.

Sjöundi bekkur réði því þau voru stærst og sterkust, en

við máttum

kannski vera með

ef við vorum

heppin. Þegar við

vorum hinsvegar

komin í sjöunda

bekk var búið að

setja regluverk

þannig að hver

árgangur réði

yfir vellinum

einn dag í einu

og svo var skipst

á. Þessar reglur

eru enn við lýði og við erum viss um að skólinn

þakkar okkur fyrir að hafa verið nógu frek og

treg til að svona reglukerfi var fundið upp.

Haustið 2008 var stór tími í lífi okkar en þá

byrjuðum við í unglingadeild. Við vorum

auðvitað svolítið feimin fyrst og jafnvel örlítið

hrædd við „stóru krakkana“ en nú þegar við erum orðin „stóru

krakkarnir“ erum það við sem skelfum yngri nemendur. Við eigum óneitanlega helling af

skemmtilegum minningum héðan úr Brekkubæjarskóla; eins og þegar Valgeir reyndi að

Árgangur ‘95 vorið 2011

Strákarnir í Reykjaskóla

Skorradalur 2008

Page 7: Augað - skólablað Brekkó 2011

7

Augað 2011

KVEÐJA FRÁ ÁRGANGI‘95

kanna djúpu laugina áður en hann lærði að

synda og þegar við földum okkur í tíma hjá

Lalla. Við höfum líka verið með fullt af

skemmtilegum karakterum til að kenna okkur.

Helgi sundkennari, Lárus, Sigtryggur, Sigga

Skúla, Dagný, Hildur,

Ingibjörg, Benjamin,

Ævar og margir fleiri.

Við höfum farið í margar

skemmtilegar ferðir þessi ár

sem við höfum verið hér,

Mjólkursamsalan, Reykir,

Skorradalur, Skálholt og svo ber að

nefna okkar ógleymanlegu

útskriftarferð. Síðast en ekki síst ber

að nefna allt það skemmtilega sem

við höfum brallað þessi 10

ár; þegar við vorum alltaf

í SPK, þegar við

plöstuðum bílinn hans

Lalla, þegar við vorum að

slást með greinum í fyrsta bekk og margt fleira.

Við vorum alltaf leiðinleg við Lárus Kjartansson

kennarann okkar og við viljum biðja hann

afsökunar á því. Lalli við elskum þig <3

Allir þessir atburðir sem við höfum ollið og orðið

vitni að, skapa minningar okkar héðan úr Brekkubæjarskóla. Þetta er góður skóli og

reynslan sem við höfum öðlast hér mun fylgja okkur gegnum allt lífið.

Með kveðju frá bestu krökkum í heimi.

Árgangur ‘95 vorið 2011

Raunveruleikabarn

Hippadagur í 8. bekk

Okkar heittelskaði Lalli

Page 8: Augað - skólablað Brekkó 2011

8

Augað 2011

Hvað vita þau?

Hvað vita kennararnir, Hafdís og

Sigtryggur um hvort annað?

1. Hver er uppáhaldslitur Hafdísar?

Enginn

2. Hver eru helstu áhugamál

Hafdísar? Föt

3. Hver er uppáhalds ofurhetja

Hafdísar? Spiderman

4. Hvað á Hafdís mörg börn? 3

5. Hvaða ár er Hafdís fædd? 1979

6. Hvað á Hafdís mörg systkini? 3

7. Hver er uppáhalds flík Hafdísar?

Leður-leggings

8. Hvaða tattú er Hafdís með?

Ekkert

1. Hver er uppáhaldslitur Sigtryggs?

Rauður

2. Hver eru helstu áhugamál

Sigtryggs? Allt um listir

3. Hver er uppáhalds ofurhetja

Sigtryggs? Gandalfur

4. Hvað á Sigtryggur mörg börn? 2

5. Hvaða ár er Sigtryggur fæddur?

1949

6. Hvað á Sigtryggur mörg systkini?

2

7. Hver er uppáhalds flík Sigtryggs?

Gallabuxur

8. Hvaða tattú er Sigtryggur með?

Liverpool merki

Sigtryggur Hafdís

Svör

1. Svartur

2. Tíska

3. Powerpuff girls

4. 2

5. 1983

6. 5

7. Skór – Johnson

8. Tignarlegur fugl

Svör

1. Blár

2. Bókmenntir

3. Engin

4. 3

5. 1949 - RÉTT

6. 12

7. Gallabuxur - RÉTT

8. Liverpool merki - RÉTT

3

stig

O

stig

Page 9: Augað - skólablað Brekkó 2011

9

Augað 2011

Bréfakassinn

Sálinn svarar vandamálabréfum

Kæri Sáli

Ég veit bara ekki hvað ég á að gera. Ég nefnilega á engar vinkonur. Ég er allavega búin að vera það lengi í þessum skóla sem ég er í að ég ætti að vera búin að eignast alla vega einhverjar. Þannig er að hinar stelpurnar (ég er sko stelpa) tala eiginlega ekkert við mig. Mér finnst alltaf eins og þær hafi engan áhuga á því að tala við mig. Þegar ég tala við þær fæ ég alltaf á tilfinninguna að þeim líki ekki við mig og finnist ég asnaleg eða eitthvað. Þannig að ég ákvað bara að vera ekkert að því. Ég er alltaf ein. Ég fer eiginlega aldrei neitt og geri aldrei neitt því þá þarf ég að fara ein. Mig langar til dæmis ekki að mæta ein á ball, frekar sleppi ég því.

Kveðja, xxxxxxxx

Kæri Sáli

Ég er 16 ára strákur og er í smá vandræðum. Þannig er að ég byrjaði með stelpu í nóvember en hún á ekki heima á sama stað og ég, þannig að við hittumst aðallega bara um helgar. Þegar hún kemur til mín, langar mig að fara með hana í heimsókn til vina minna þannig að hún geti kynnst þeim og svoleiðis. En málið er að ég held að þeir þoli hana ekki. Alla vega þykjast þeir oft ekki vera heima eða eitthvað voða uppteknir þegar við ætlum að hitta þá. Þetta á sérstaklega við um tvær vinkonur mínar í bekknum, en við erum búin að vera góðir vinir frá því í 1. bekk. Ég veit líka að þær eru að tala illa um hana út um allan bæ og vilja til dæmis ekki adda henni á Facebook.

Þannig að við erum oftast bara tvö saman eða með mömmu og pabba að glápa á sjónvarpið (sem er ekki gaman...).

Ég vil alls ekki hætta með kærustunni minni en ég vil líka geta hitt vini mína og að hún kynnist þeim. Það er eins og hún fái engan séns og allir séu bara búnir að ákveða að hún sé leiðinleg eða eitthvað. Ég vil ekki þurfa að velja á milli hennar og vina minna.

Hvað á ég að gera?

Kveðja, Lóner

Kæra ‘xxxxxxxx‘.

Prufaðu að tala við kennarann þinn, það gæti hjálpað mikið. Annars gætirðu líka farið út á skólalóðina. Þar er sólarstaurinn. Ef þú stendur þar í næstu frímínútum þá kemur einhver og leikur við þig. Gangi þér vel og mundu að það er best að vera maður sjálfur.

Kveðja, Sáli

Kæri ‘Lóner’

Prufaðu að ræða við vini þína og athuga hvað þeim finnst. Kannski er þetta eitthvað nýtt fyrir þeim og þeir þekkja þetta ekki. Svo sjá þeir strax að þetta er bara hin fínasta stelpa loksins þegar þeir gefa henni séns, þeir þurfa bara vera vel undirbúnir. Annars eru þeir ekki sannir vinir.

Gangi þér vel og mundu að gefa tíma fyrir bæði vini og kærustu, annars gætirðu misst bæði.

Kveðja, Sáli

Page 10: Augað - skólablað Brekkó 2011

10

Augað 2011

Dagurinn byrjaði með því að allir voru út um allt, með ferðatöskur og plastpoka, og reyna að koma sér fyrir í rútunni. Allir biðu óþolinmóðir eftir krökkunum sem komu svolítið seint. Loksins lagði rútan af stað. Allir voru spenntir og spenntir í belti, sumir sofnuðu ,aðrir hlustuðu á i-podinn sinn og hinir tóku myndir. LOKSINS vorum við komin í Reykjaskóla.

Þegar allir voru komnir úr rútunni voru töskurnar útum allt, aftur. Síðan drifu allir sig inn í vistirnar sínar og fleygðu skónum sínum upp í hillurnar síðan áttu allir að fara upp í matsal og biðu eftir hinum skólanum, Valhúsaskóla, sem voru ennþá á leiðinni. Þegar þau loks komu var hádegismatur. Í hádegismat var aspassúpa með mini brauði, það var líka boðið upp á djús og mjólk. Þá fór maðurinn yfir reglurnar eins og við ættum alltaf að ganga frá diskunum okkar o.s.frv.

Síðan fórum við upp í Bjarnaborg og kennararnir útskýrðu fyrir okkur hvar við myndum fara í íþróttir og sund , síðan var nátturufræði fyrir hóp 1, íþróttir fyrir hóp 2 og stöðvaleikur fyrir hóp 3. Eftir smá stund voru frí-mínútur, þá fengum við epli og appelsínur og spiluðum leiki. Síðan héldum við áfram í tíma. Eftir það var komið að frjálsum tíma í klukkustund, sumir lágu í leti á meðan aðrir spiluðu ping pong, pool, fótboltaspil, og aðra leiki.

Næst var komið að kvöldverð það voru fiskibollur með karrýsósu og hrísgrjónum, og aftur var boðið upp á djús og mjólk. Þá var komið að kvöldvöku og við sungum strákar vs. stelpur, SKÓLABÚÐASÖNGINN, það var mjög skemmtilegt og fyndið. Í kvöldhressingu fengum við kex, mjólk og djús, síðan eftir einn og hálfan klukkutíma var háttatími og þetta kvöld sváfu allir eins og sjóbarðir steinar eftir langan og erfiðan dag.

Næsta dag vorum við vakin og allir drifu sig í fötin, greiddu sér og burstuðu tennurnar sínar .Eftir allt þetta var morgunmatur! Í morgunmat var ýmislegt í boði eins og hafragrautur, morgunkorn, súrmjólk, mjólk, djús og brauð með alskyns áleggi. Síðan átti hópur 1 að fara í íþróttir og stöðvaleik eftir hádegismat, hópur 2 fóru upp í byggðasafn að læra um gamla hluti og hákarla og eftir hádegismat fóru þau í náttúrufræði , og hópur 3 fór í Undraheim Auranna og eftir hádegismat fóru þau í íþróttir. Á fimmtudeginum fengum við BESTU snúða EVER!

Þegar snúðarnir voru búinr klæddum við okkur í sparifötin fyrir diskóið sem var á undan kvöldhressingunni okkar. Á föstudeginum var tími til að fara heim allir pökkuðu niður í töskurnar sínar og sögðu bless við vini sína og fengu armbönd frá starfsfólki.

Núna tala allir um hversu skemmtileg þessi ferð var, við viljum öll fara aftur og dvelja þar að eilífu. Sumir ætla að vinna þarna þegar þeir eru orðnir stórir.

Þegar við komum heim voru allir foreldrar vissir að við myndum koma heim ástfangin eða jafnvel kærasti/kærasta einhvers.

Valdís og Catherine í 7. E. S.

Reykjaskóli

Nýtt barn kom í heiminn.

Það var lítið barn að koma heim af sjúkrahúsinu og allir eru að skoða það. Dag einn skírði prestur barnið Dísa

Sara Nóadóttir svo héldu þau upp á smáveislu. Þegar veislan var búin voru margir afgangar af kökunum svo

fórum við heim. Hún fékk fullt af fötum, einn bauk og Amenbæn. Dag einn prófaði hún öll fötin allt var of stórt

svo fór hún fyrsta skiptið í bíl. Þau borðuðu pizzu og þeim fannst rosagaman.

Endir.

Aldís Inga Sigmundsdóttir, 3. bekk

Page 11: Augað - skólablað Brekkó 2011

11

Augað 2011

Ritgerð um fótbolta

Grenjandi rigning völlurinn rennandi blautur leiknum frestað. Næsta dag keppti Ísland tapaði 500-0

þjálfarinn brjálaður rak alla úr liðinu nema varamennina. Varamennirnir svo léleigir á mótinu detta út

eftir fyrsta leik. Þjálfarinn orðinn klikkaður rekur alla varamennina líka. Fer að þjálfa konu landsliðið

þær en lélegari tapa 1.000.000. En lélegri á mótinu tapa öllum leikjunum 9.999.999. Svo keypti hann

ketti 22 ketti lét þá keppa. Þeir unnu alla leikina 9.999.999-0. Nema úrslitaleikinn þeir unnu hann

1-0. Svo tapa þeir einum vináttuleik. Þjálfarinn brjálaður rekur alla kettina úr liðinu.

Arnar Snær, Benedikt Júlíus og Nikulás Nói, 3. S. K.

Brandarar frá

4. bekk

Af hverju opna Hafnfirðingarnir mjólkina í búðinni? Af því að það stendur opnið hér!

Einn dag spurði kennarinn krakkana í bekknum:

Hvað mynduð þið gera ef þið væruð ég?

Þá svaraði einn strákur sem heitir Kobbi:

Fara í megrun!

Einu sinni var tannbursti og sagði við klósettrúlluna. Mér finnst ég sinna svo leiðinlegu starfi. Þá sagði klósettrúllan. Mitt starf er verra.

Einu sinni var ljóska sem var að fara í Perluna. Ljóskan sagði við afgreiðslumanninn. Ég er að leita að perlu til að perla.

Einu sinni voru tveir draugar.

Annar sagði trúir þú á mannfólk?

Þá sagði hinn draugurinn: NEI!

Einu sinni voru þrír menn. Einn kunni bara að segja já, annar kunni bara að segja hníf og gaffall. Sá þriðji kunni bara að segja húrra, húrra. Þeir voru stoppaðir af lögreglunni sem spurði þá. Drápuð þið þennan mann. Já, sagði einn. Með hverju spurði löggan. Hníf og gaffli sagði annar. Herrar mínir. Þið eruð á hraðleið í fangelsi sagði löggan. Húrra, húrra sagði þriðji.

Gaur gekk inn á bar og barþjóninn spurði. Hvar fékkstu þessa skyrtu? David Jones, svaraði gaurinn. Næsta dag kom annar gaur og þjónninn spurði. Hvar fékkstu þessar buxur? Gaurinn svaraði, David Jones. Næsta dag kom allsber maður inn á barinn og þjónninn spurði. Hvað heitirðu? Maðurinn svaraði, David Jones.

Himingeimurinn Hér sjáum við nokkrar myndir úr 2. GÞ sem teknar voru

þegar nemendur voru að vinna með námsefni tengt

himingeimnum.

Page 12: Augað - skólablað Brekkó 2011

12

Augað 2011

Elinbergur tekinn

á teppið Við fengum Elinberg Sveinsson

kennara í skólanum lánaðan í

augnablik og ræddum aðeins við

hann.

Hvað langaði þér alltaf að verða þegar þú varst lítill? Flugmaður, en sérð nú alveg hvernig það endaði, segir hann hlæjandi. Hefuru litað á þér hárið? Nei en ég fékk mér strípur á hnakkatímabilinu, það er eitthvað sem ég geri aldrei aftur! Sérðu ekki eftir því að hafa aldrei boðið þig fram til að kenna okkur 10. bekk fyrst við erum nú að kveðja? Ef það hefði staðið mér til boða þá hefði ég auðvitað viljað það. Hvað finnst þér um að Elísabet og Kristín úr 10. bekk sé alltaf „slefandi“ á eftir þér í skólanum? Mér finnst það bara svolítið skrýtið. Þú heitir nú Elinbergur, er oft ruglast á þér og Elínu kennara? Ekki svo ég viti til, enda heiti ég Elinbergur. Varstu þægur eða óþægur krakki á yngri árunum? Ég var mjög þægur krakki og rosalega þægilegur. Þú stundar nú miklar íþróttir, ekki vill svo til að þú sért með sixpack? Nei ekki lengur, hehe. Hvað finnst þér um Brekkubæjarskóla? Mér finnst hann frábær í alla staði, frábærir krakkar, frábært samstarfsfólk. Lýstu Arnbjörgu skólastjóra í 3 orðum: Svar: Hún er ákveðin, sanngjörn og hnyttin! Hvernig kynntust þið Hafdís? Og var það ást við fyrstu sýn eða þurfti hún að labba framhjá þér aftur? Við kynntumst í Grundafirði og vorum svona 15-16 ára gömul. Ég myndi segja að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn.

Hvað vilt þú á

pizzuna þína?

Hildur

Björnsdóttir, kennari:

Ananas, pepp og extra

ost, svo plokka ég alltaf

peppið af. Hehe.

Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri: Ætiþistlar, mmm.

Silja Rós Jóhannsdóttir, 6.BOB: Skinku, ost og sveppi.

Elvar Sigurjónsson,

9.HB:

Bara skinku og pepp.

William Flores, skólaliði: Finnst allt gott!

Elinbergur ásamt sinni

heittelskuðu Hafdísi

Page 13: Augað - skólablað Brekkó 2011

13

Augað 2011

T ónleikurinn ...Og öll komu þau aftur. Lífið á Skaga fyrr og nú í dansi, tali og

tónum var samstarfsverkefni Brekkubæjarskóla og Tónlistarskólans á Akranesi. Tónleikurinn

samanstóð af söng-, dans- og leikatriðum með lifandi tónlistarflutningi. Tónlist og textar

voru allir eftir Skagamenn en flutningur tónlistar, söngur, leikur, dans, búningar og leikmynd ásamt

allri auglýsingavinnu var í höndum nemenda unglingastigs Brekkubæjarskóla. Yfirumsjón með

verkefninu var í höndum kennara Brekkubæjarskóla og

Tónlistarskólans á Akranesi.

Markmið verkefnisins var að gera tónlistararfi Skagamanna

skil á nýjan hátt með framlagi ungs fólks og að virkja

nemendur skólans og hæfileika þeirra. Var þetta í fyrsta sinn

sem ráðist er í verkefni af þessu tagi innan þessarra skóla. Er

það von okkar að nemendur og kennarar verði reynslunni

ríkari og að sú reynsla muni nýtast til frekari verkefna í

framtíðinni.

Tónleikurinn

Nokkrar góðar hljómsveitir

Orange Range

Japönsk rokk og rapp

hljómsveit sem er frekar

góð.

Besta lagið þeirra:

Asterisk

AC DC

Allir þekkja þessa, en þeir eru

ein besta rokk hljómsveit í

heimi.

Eitt af þeirra bestu lögum:

Shoot to Thrill

Kiss

Þessir gaurar eru mest þekktir

fyrir búninga sína og tungu

Gene Simmons.

Gott lag með þeim:

Rock n‘ Roll All Night

Picture caption Picture caption

Picture caption

Page 14: Augað - skólablað Brekkó 2011

14

Augað 2011

Lokaferð

10. bekkjar

Mánudaginn 30. Maí lögðu 10.bekkingar af stað í lokaferð sína. Mikil spenna var í mannskapnum en flestir voru þó rólegir á leiðinni norður. Það var byrjað á því að fara í hestaferð, hestarnir litu nokkuð skelfilega út í augum sumra en þrátt fyrir að nokkrir hafi byrjað í því að fara út í móa komust allir heilir heim að lokum. Næst var farið í Víðimýrarkirkju og hlustað á sálmasöng. Um kvöldið var síðan farið í litbolta. Þar fengu margir marbletti og kúlur á hausinn, en allir skemmtu sér engu að síður vel. Næsta dag var byrjað á heimsókn í skotfélagið Ósmann á Sauðárkróki. Nemendur fengu þar að prófa að skjóta af, haglabyssu, riffli og boga ásamt því að fá fræðslu um skotvopn á Íslandi. Síðar um daginn var klettasig á dagskrá, nemendum til mikillar skelfingar. Flestir þorðu þó að síga þegar á hólminn var komið en sumir ákváðu að sleppa þessari hættuför. Síðan var haldið í sund á Hofsósi og stoppað í sjoppu á Sauðárkróki. Helgi P varð fyrir því óláni að gleymast þar, en það var snúið við og náð í hann fyrir rest. Á miðvikudeginum var svo pakkað niður og haldið í flúðasiglingar. Þar skemmtu sér allir konunglega. Á leiðinni heim voru flestir sofandi

en sumir horfðu á kvikmynd.

Page 15: Augað - skólablað Brekkó 2011

15

Augað 2011

Breytt útlit Við völdum tvo nemendurí breytt útlit, sem sagt “fyrir“ og “eftir”. Í þetta skiptið urðu Eugene Daniel í

10. bekk og Áslaug Jóna í 8. bekk fyrir valinu. Þau fóru í klippingu á Mozart og fötin sem þau eru í eru

frá Nínu. Hér sjáið þið breytingarnar. Við viljum þakka Versluninni Nínu og Hárgreiðslustofunni Mozart

kærlega fyrir.

Áslaug Jóna

Fyrir

Eugene Daniel

Fyrir

Eftir Eftir

Picture caption Picture caption

Page 16: Augað - skólablað Brekkó 2011

16

Augað 2011

Þværðu á þér andlitið og seturðu á þig rakakrem áður en þú málar þig? Elín: Bæði. Hrönn: Alltaf.

Hvernig málarðu þig daglega , eða hvað notarðu á hverjum degi sem daglega

förðun? Elín: Púður og maskara. Hrönn: Alltaf bara maskara, stundum varalit.

Hvaða vörur notar þú?

Elín: Lancome og Max Factor. Hrönn: Maskarinn er Maybelline.

Hver er uppáhalds varan þín? Elín: Lancome. Hrönn: Ef ég ætti næga peninga þá myndi ég kaupa mér Clinique eða Dior.

Er snyrtibuddan þín full af óþarfa dóti eða hefurðu bara það sem þú notar? Elín: Það sem ég nota daglega. Hrönn: Jiii, hún er full af óþarfa dóti! Allskonar dóti og gömlum augnskuggum.

Hver er dýrasta snyrtivaran þín? Elín: Lancome Paris maskarinn. Hrönn: Ilmvatnið mitt, Eternity Calvin Klein.

Þværðu af þér málninguna áður en þú ferð að sofa eða þegar þú vaknar ? Elín: Áður en ég fer að sofa. Hrönn: Áður en ég fer að sofa.

Finnst þér stelpur á aldrinum 13-15 ára eigi það til að mála sig of mikið? Elín: Nei bara svona ein og ein. Hrönn: Stundum, mér finnst samt ekki mjög mikið um það núna. Það hefur minnkað.

Hvað er í snyrtibuddunni þinni?

Elín: Maskari, púður og sólarpúður. Hrönn: Augnskuggar, maskari, greiða, naglalakk, plokkari, spegill og naglaþjöl.

Hvað er í snyrtibuddunni þinni?

Hrönn Eggerts Elín Ólöf Eiríksdóttir

Page 17: Augað - skólablað Brekkó 2011

17

Augað 2011

Krakkarnir í 9.bekk í Brekkubæjarskóla á Akranesi fóru á Laugar í Sælingsdal 16.-18. febrúar

síðastliðinn. Þessi grein mun segja frá þeirri ferð frá sjónarhorni Herdísar og Elínborgar.

Við hittumst í setustofunni í Brekkó og fórum svo út í rútu og lögðum síðan af stað sirka hálf tíu.

Þegar við komum að Laugum þurftum við að bíða í rútunni á meðan kennararnir fóru á lítinn fund.

Eftir það fengum við að fara upp á herbergi og koma okkur vel og vandlega fyrir. Síðan fengum við

mat og eftir það að vita í hvaða hópum við vorum.

Það voru þrír hópar, fyrst fórum við í „Alþingi“, þar bjuggum við til liðin okkar og gerðum fána. Liðið

okkar hét ‘Sjúkrahús’ . Síðan fórum við í stórhættulega, svakalega og mikilfenglega blindandi

gönguferð uppi í fjallshlíð. Það var þannig að tveir og tveir pöruðu sig saman og fengu svokallaða

náttgrímu. Eftir þessa göngu fórum við í sniðuga leiki í íþróttarhúsinu. Eftir það fengum við mat og

síðan var frjálst alveg fram að kvöldmat.

Eftir matinn var óvissuferð. Í henni voru sagðar allskyns hræðilegar draugasögur, en sú hræðilegasta

var saga um strák sem dó og snéri aftur inn á heimavistina, í leit að hlýju í herbergum, syngjandi

´´sofðu unga ástin mín´´. Hann átti að hafa leitað í herbergi með sturtuklefum sem er herbergi nr. 211

og eitthvað annað. Við vorum einmitt í herbergi 211 með Drífu, Natalíu, Laufey, Ingibjörgu og Júlíönu.

Herdís svaf lítið um nóttina en Elínborg vaknaði nokkrum sinnum. Um morguninn vöknuðum við og

fengum okkur morgunmat. Síðan fórum við í fjallgöngu og okkur var sögð saga um álfa og menn.

Fórum svo í hópana okkar.

Við byrjuðum í „Töfrum“ þar lærðum við t.d. um völvuspá o.fl. næst fórum við í „Ræðukeppni“ og

þar á eftir fórum við í „Gögl“ þar lærðum við allskonar sirkusatriði. Laugarleikarnir var keppni á milli

hópa. Hóparnir voru Sjúkrahús, Ofurmelónur og SS (Sérstakur saksóknari). Á þeim kepptum við í

mörgum skrítnum þrautum. Síðan var matur og þá var sagt hverjir unnu. SS vann. Þau fengu ávexti í

verðlaun. Svo kom nótt og við sváfum vel þá nótt.

Þegar við vöknuðum byrjuðum við strax að ganga frá svo fórum við af stað heim. Á leiðinni heim

stoppuðum við á Erpsstöðum og skoðuðum beljur, kálfa og naut líka mjaltavél. Við settumst svo fyrir

utan og fengum ís. Það var hægt að fá bæði karamellu og súkkulaði en við fengum súkkulaði.

Okkur fannst rosalega gaman á Laugum. Þessi ferð mun ávallt vera góð minning á mörg ókomin ár.

9. bekkur á Laugum

Laugar

Page 18: Augað - skólablað Brekkó 2011

18

Augað 2011

Page 19: Augað - skólablað Brekkó 2011

19

Augað 2011

Page 20: Augað - skólablað Brekkó 2011

20

Augað 2011

Góður forréttur með

skötusel

Það sem þú þarft:

300 grömm skötuselur

250 grömm kræklingur

3 matskeiðar smjör og olía

3 teskeiðar karrý

2 teskeiðar paprikukrydd

3 teskeiðar hvítlaukur

Hnífsoddur saffran

1 rauðlaukur smátt skorinn

1/2 teskeið grófmalaður

svartur pipar

Rjómi og rauð vínber

Aðferð:

Kryddið er látið krauma á

pönnunni í 1-2 mínútur.

Fiskurinn skorinn í teninga og

látinn út í. Veltið honum á

pönnunni í 1-2 mínútur. Salti

stráð yfir. 2-3 desilítrar rjómi og

smá hvítvín sett út á.

Skelfiskurinn fer síðastur út í

ásamt 15-20 rauðum

vínberjum, skorin í tvennt og

steinhreinsuð. Suðan látin

koma upp, pannan tekin af

hellunni og látin standa í

nokkrar mínútur.

Aðalréttur: Kjúklingabringur

með nachos

Það sem þú þarft:

4 stk kjúklingabringur

1 stk safi úr sítrónu

1/2 bolli hvítvín (ekki ráðlegt

fyrir grunnskólabörn hehe)

2stk hvítlauksgeirar

1tsk basilika salt og pipar

1/2 bolli smjör

1 1/2 bolli nachos flögur

Aðferð: Blandið saman sítrónusafa, hvítvíni, hvítlauk, basiliku, salti og pipar. Setjið kjúklinginn út í og látið marinerast í tvær til þrjár klukkustundir. Dýfið bringunum í smjör og veltið uppúr mulnu nachos. Eldið svo í ofni við 180° ca. 45 mínútur eða þar til eldað.

Eftirréttur: Kökupinnar Það sem þú þarft í botninn: 1 1/2 bolli mulið haustkex 1/2 msk sykur 1/2 bolli brætt smjör Aðferð: Þessu er öllu blandað saman og sett í skál eða mót. Oreokex er mulið og sett á milli og á toppinn. Það sem þú þarft í fyllingu: 250 g rjómaostur 1 bolli sykur 1 tsk vanilludropar 1 lítil dós kurlaður ananas 2 1/2 dl þeyttur rjómi Matarlitsduft Aðferð: Rjómaostur og sykur þeytt vel saman. Ananas og vanilludropar eru settir saman við. Þeytti rjóminn er settur varlega saman við blönduna.

Blandan er síðan sett ofan á

kexblönduna. Kakan er kæld eða

fryst, eftir því hvað þér finnst best.

Matarhornið

Gott & hollt

Page 21: Augað - skólablað Brekkó 2011

21

Augað 2011

Steingeit: 22. desember - 19. janúar Truflun á vinnu vegna tölvu- eða tæknivandræða er líkleg í dag. Gríptu gæsina meðan hún gefst. Ráð: Sofðu meira og borðaðu geimgúrkur.

Vatnsberi: 20. janúar - 18. febrúar Takist þér að bæta andann innan fjölskyldunnar eða heimilisins í dag þá er það dágott dagsverk. Betur sjá augu en auga. Ráð: Farðu með skikkju í skólann og kallaðu þig Jónas.

Fiskar: 19. febrúar - 20. mars Margur verður af aurum api. Ekki hafa áhyggjur af því hvort það er viðeigandi eða ekki að leggja orð í belg. Hugsaðu fyrst og fremst um sjálfa/n þig. Ráð: Þó að þér finnist gaman í baði passaðu þig samt á því að verða ekki étinn af sæhesti.

Hrúturinn: 21. mars - 19. apríl Framkvæmd getur sagt meira en mörg orð. Hugsaðu þig um áður en þú gerir eitthvað heimskulegt og ekki snúa baki í vin þinn. Ráð: Vertu með vaselín í vasanum, þú gætir þurft að nota það.

Nautið: 20. apríl - 20. maí Þú lætur líklega freistast til þess að fara yfir strikið í eyðslu í dag. Eitthvað slær þig út af laginu. Ráð: Ekki borða svona mikið af baunum.

Tvíburi: 21. maí - 20. júní Vertu óhrædd/ur við að prófa eitthvað nýtt. Stappaðu stálinu í þann sem þarf á því að halda. Ráð: Safnaðu naflakuski, það gæti komið þér að góðum notum.

Krabbi: 21. júní - 22. júlí Vinur eða maki heillar þig upp úr skónum í dag. Reyndu að sýna þolinmæði og hafa hægt um þig seinni part mánaðarins. Finndu leið til þess að eiga stund í næði. Ráð: Fáðu þér gullfisk, þér bæði til gagns og gamans .

Ljón: 23. júlí - 22. ágúst Margir búast við svari frá þér í dag. Sjálfstraust þitt eykst með hverjum deginum. Allt er þegar þrennt er. Ráð: Taktu einn góðann hjólreiðatúr, helst í sundbol.

Meyja: 23. ágúst - 22. september Þú ert bæði skrýtnari og skemmtilegri en flestir álíta þig vera við fyrstu kynni. Farðu að öllu með gát því að ekkert liggur á í umferðinni. Ráð: Passaðu þig á morðóðum pulsum, þær eru hættulegar.

Vog: 23. september - 22. október Sýndu varfærni á öllum sviðum, ekki síst í peningamálunum því það tekur oft skamma stund að gera afdrifarík mistök. Flýttu þér hægt. Þú tekur málstað minnimáttar. Ráð: Passaðu þig á elliheimilum, fólkið þar gæti verið með gráa fiðringinn.

Sporðdreki: 23. október - 21. nóvember Það kemur í þinn hlut að sjá um að allt gangi upp svo stattu þig vel. Einhver á greiða inni hjá þér. Gefðu þér tíma til að lifa lífinu, það gerir það enginn fyrir þig. Ráð: Farðu í lúdó, lúdó er bæði hollt og gott fyrir bifhárin.

Bogmaður: 22. nóvember - 21. desember Passaðu þig á heitum hlutum. Þú þarft að sanna þig fyrir einhverjum í fjölskyldunni þinni, gerðu það með stæl. Ráð: Frískaðu uppá útlitið og settu hárið í tíkó, það er alltaf svo sætt.

Stjörnuspá

Page 22: Augað - skólablað Brekkó 2011

22

Augað 2011

Rebekka, 6. H. H.

1. Róla og hjóla. 2. Lita og horfa á sjónvarpið. 3. Ætla að hjóla í sumar og fara í útilegur. 4. Pizza. 5. Áslaug Margrét. 6. Gaman að búa á Akranesi. 7. Bara einhverju lagi. 8. Já, mjög. 9. Allir. 10. 7. bekk.

Laufey María, 9. Bekk. 1. Læra. 2. Leika við hundinn minn og taka til í herberginu mínu. 3. Hitta litla frænda minn sem býr í Noregi 4. Hakk og spagettí 5. Aldís Helga og Rebekka. 6. Gaman. 7. Lagið með tvíburunum frá Írlandi og lagið frá Svíþjóð. 8. Já. 9. Bryndís. 10. 10. bekk og svo fer ég í fjölbraut.

Yousif, 7. H. J. 1. Reykjaskóli. 2. Tölvunni. 3. Ætla að heimsækja ömmu mína. 4. Hakk og spagettí. 5. Róbert og Óli. 6. Fínt. 7. Með Íslandi. 8. Já. 9. Helgi 10. 8. bekk.

1. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum?

2. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera heima hjá þér?

3. Hvað ætlar þú að gera í sumar?

4. Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn?

5. Hver er besti vinur þinn?

6. Hvernig finnst þér að búa á Akranesi?

7. Með hvaða lagi hélstu í Eurovision?

8. Finnst þér krakkarnir í 10.bekk skemmtileg?

9. Hver er uppáhalds kennarinn þinn?

10. Hvaða bekk ferðu í næsta haust?

Yousif

Laufey María

Rebakka

Viðtal

við

krakkana

á

sérdeildinni

Page 23: Augað - skólablað Brekkó 2011

23

Augað 2011

Skólaganga Zac´s

Zac segir að hann hafi ekki verið einn af vinsælu strákunum þegar hann var í skóla. Hann var í skóla til að ná góðum einkunnum, honum var hvorki strítt né hann lagður í einelti en hann var þó ekki einn af ,, hinum´´ strákunum. Hann var heldur ekki mikill prakkari þótt það hafi eitt sinn komið fyrir að hann væri sendur heim úr skólanum.

,,Ég var á leið upp að töflu í spænsku tíma til að skrifa setningu en þá duttu buxurnar niður um mig! Allur bekkurinn fór að hlæja. Mér fannst þetta ekkert stórmál en kennarinn varð reiður, fór hjá sér og sendi mig heim úr skólanum.“

Langar að prufa eitthvað nýtt.

Eftir að hafa leikið í bæði HSM- myndunum og Hairspray er Zac orðinn mjög góður dansari. Honum hefur jafn vel verið líkt við Fred Astaire, sem var leikari, dansari, söngvari og danshöfundur. En Zac finnst ekki að slíkur samanburður eigi við. Fred Astaire sagði oft að dansinn væri honum ástríða. ,,Ég dansaði alls ekkert áður en ég lék í High School Musical. Ég lærði að dansa fyrir myndina og þó að mér þyki mjög gaman að dansa þá langar mig til að reyna ýmislegt annað líka.´´

Myndir sem Zac hefur leikið í

High School Musical- 1,2 og 3. Hairspray 17 Again Me and Orson Welles Charlie St. Cloud New Year´s Eve The Lucky One.

Zac um

...bestu vini sína:

,,Ég á fjóra til fimm bestu vini. Ég held að við séum allir mjög líkir. Við erum kjánalegir, glaðlyndir og góðir strákar.´´

...hvers vegna hann valdi 17 Again:

,,Öll önnur hlutverk sem mér stóðu til boða voru annað hvort í söngleikjum eða í myndum um menntaskólarómantík, en með þessu hlutverki tók ég mestu áhættuna og það var mesta áskorunin fyrir mig. Ég get auðveldlega sett mig í spor unglings - ég hef kysst í fyrsta sinn, hef farið á undarleg stefnumót og rifist við foreldra mína... En ég hef aldrei rifist við unglingsdóttur mína!´´

Vissir þú að...

...Zac þurfti að fara í botnlangaskurð þegar hann var við tökur á 17 again? ...Zac mun fara með hlutverk í kvikmyndinni The Death and Life of Charlie St. Cloud? ...Zac byrjaði að leika í auglýsingum þegar hann var 11 ára?

Nafn: Zachary David Alexander Efron.

Fæðingardagur: 18. október 1987.

Kemur frá: San Luis Obispo, Kaliforníu, USA.

Hæð: 173 cm.

Gælunafn: Zacquisha, Zefron.

Fjölskylda: Pabbinn heitir David, Mamman Starla og yngri bróðir hans

heitir Dylan.

Heimilisdýr: Hundarnir Dreamer og Puppy og síamskötturinn Simon.

Uppáhald: Johnny Depp.

Hjúskaparstaða: Á lausu.

Zac Efron

Zac Efron

Nokkrar myndir af

Zac Efron í gegnum árin

2004 2006

2008 201o 2011

Page 24: Augað - skólablað Brekkó 2011

24

Augað 2011

Jæja hvernig lýst þér nú á það að fá á hreint hvernig persónuleiki þú ert? Hér að neðan sérðu hversu mörg stig þú færð fyrir hvern möguleika í hverri spurningu. Mundu að blekkja ekki sjálfan þig með því að skoða stigafjöldann áður en þú tekur prófið. Gangi þér bara vel.

Burstarðu alltaf í þér tennurnar?

a) já, alltaf. b) ég geri það stundum þegar ég er ekki þreytt/ur. c) nei, ég neni því aldrei.

Hvað ferðu oft í bað?

a) 1-2 sinnum í viku. b) 4-7 sinnum í viku. c) sjaldnar en vikulega.

Borarðu í nefið á þér?

a) nei, ég geri ekki svoleiðis. b) já, þegar ég er ein/n. c) já, alltaf við allar aðstæður.

Gerirðu alltaf kúlu úr horklessunni

þinni? a) nei, ég bora aldrei í nefið. b) nei, stundum þegar hún er klístruð. c) já, alltaf.

Ertu morkin/n á morgnana?

a) nei. b) stundum. c) já, eiginlega alltaf.

Nagarðu táneglurnar á þér? a) nei ojj... b) ég geri það þegar naglaklippurnar finnast ekki. c) ég geri það ávallt.

Borðarðu stírurnar úr augunum á

þér? a) nei, mér finnst þær vondar á bragðið. b) stundum, svona þegar það er mikið. c) já, ávallt.

Ferðu alltaf í ósamstæða sokka?

a) nei, ég er alltaf í samstæðum sokkum. b) ef ég er þreytt/ur þegar ég vakna á morgnana. c) já mér er alveg nákvæmlega sama.

Kanntu allar óreglulegu sagnirnar í ensku? a) já, ég kann þær utan að. b) ég kann þær ekki alveg. c) nei, ég kann ekki eina.

Hrjáir þig vítamínsskortur? a) nei ég veit ekki hvað það er. b) ég fæ það svona reglulega. c) já, alltaf.

Ertu með hár sem vex út úr vörtu? a) nei, ég er ekki með neitt svoleiðis. b) það gæti verið, ég hef samt ekki tekið eftir því. c) já, ég er með nokkrar vörtur með hárum.

Ertu alltaf sveitt/ur yfir tölvunni? a) nei, ég svitna sjaldan. b) stundum svona þegar ég verð æst/ur. c) já, ég er það alltaf.

Er annar fóturinn á þér styttri en hinn? a) nei þeir eru alveg jafnir. b) allavega hef ég ekki tekið eftir því. c) já ég er með þá mislanga.

Gengurðu alltaf í boxer-

nærbuxum? a) já, alltaf. b) stundum. c) nei, aldrei.

Er hálsinn á þér langur?

a) nei, það held ég ekki. b) hann er bara venjulegur. c) já, hann er óeðlilega langur.

A - 15 stig

B - 10 stig

C - 5 stig 151-225 stig. Þú hlýtur að vera

algjör viðbjóður, alltaf skítug/ur og illa lyktandi. Ef ég væri þú þá myndi ég nú fara að hugsa minn gang vegna þess að þetta gengur engan veginn, er fólk ekki farið að forðast það að umgangast þig? En allaveganna, eitt gott ráð, farðu nú aðeins að hugsa útí þetta og drífðu þig í bað sem snöggvast!

76-150 stig.

Þú ert svona sæmilega hrein manneskja, þú mættir nú samt þrífa þig oftar og hugsa útí þetta, en þú ert ekki eina manneskjan sem er svona vegna þess að margir eru mun verri og sumir eru þó skárri.

75 stig eða færri.

Jæja þú hlýtur að vera með eitthvað hreingerningaræði, ég held að það séu nú ekki margir jafn fullkomnir og hreinir og þú ert. En farðu nú að passa þig aðeins í þessu, því á misjöfnu þrífast börnin best.

Persónuleikapróf

Page 25: Augað - skólablað Brekkó 2011

25

Augað 2011

Hvað finnst þér merkilegast af

skólagöngu okkar,

‘95 árgangs?

Þegar Magnús

strunsaði út úr

stofunni og öskraði á

eftir sér

„þið eruð öll fávitar“

mjög reiður

í skapi.

Þegar við plöstuðum

bílinn hans

Lalla og þegar við

földum okkur fyrir

honum meðan hann

skrapp frá og

hann leitaði að

okkur í korter.

Þegar X gerði þarfir

sínar á klósettinu

með opna hurð í

Reykjaskóla í

Hrútafirði.

8.bekkur í heild

sinni, Reykjaskóli.

Þegar Ísabella beit

Valgeir og þegar

Halli kyssti Ísabellu á

rassinn.

Þegar við fórum í

Reykjaskóla

og þegar við

plöstuðum bílinn

hans Lalla.

Hvað þessum

árgangi finnst

gaman

að vinna í 8-tíu

bókunum.

Það er af mjög

mörgu að

taka.

Hvað þið komuð

skemmtilega á

óvart.

Starri

Reynisson

Glódís Una

Ríkharðsdóttir

Jósef

Halldór

Þorgeirsson

Þóra Björk

Þorgeirsdóttir

Svana

Þorgeirsdóttir

Sigtryggur

Karlsson

Arnbjörg

Stefánsdóttir

Ingibjörg

Haraldsdóttir

Ís, sís og kís Hérna er búð sem selur ís, og í mynda töku segi ég sís.

Um jólin fer ég í kjól, en um sumrin sel ég hjól.

Kattarvinur

Þetta er köttur, en engin höttur.

Hann var á mynd, en það var synd.

Peningagræðgi Peningar í poka,

sem ég er að loka. Fáum okkur sopa,

og síðan skulum við ropa.

Hefurðu? Hefurðu séð dell, eða farið í Shell.

Hefurðu lesið í bók, eða sópað með sóp.

Antonía Líf Sveinsdóttir, 3. S. K.

Brekkubæjarskóli Öll komum við í skólann öll í hnapp.

Leikum okkur saman og lærum hratt. Förum í próf og fáum hóf.

Margir fara í mat, aðrir í nesti. Mikill matur er á diskum og mikið

vatn í glösum um öll borð. Sund, íþróttir er okkar fag. Erum öll vinir það er satt.

Ást Ég beið eftir þér of lengi,

Ástin mín eina. Hvar ert þú ? Skólaárið leið hvar ert þú ? Núna ert þú kominn til mín,

En þú ert of seinn. Ég farin er til himna

til himnaríkis því ég beið of lengi eftir þér

Anna Mínerva, 6. B. O. B.

Page 26: Augað - skólablað Brekkó 2011

26

Augað 2011

Árshátíð unglinga

2011

Á rshátíð unglinga er merkisviðburður sem öllum unglingum þykir vænt um og lifir í hjörtum okkar allra. Árið 2011 fór Árshátíð unglinga fram þann 8. apríl í Grundaskóla. Kvöldið byrjaði á því að allir

mættu á svæðið í sínu fínasta pússi og komu sér fyrir. Þegar allir voru mættir var borinn fram matur af kennurum og öðru starfsfólki skólanna. Í matinn var bayonneskinka, kartöflur, sósa og salat að vana og auðvitað var frönsk súkkulaðikaka í eftirrétt. Á Árshátíð okkar, Brekkubæjarskóla og Grundaskóla er hefð fyrir því að hafa gaman og eru því skemmtiatriði alltaf á staðnum. Að þessu sinni fékk Bjarni töframaður heiðurinn. Hann sá um að vera veislustjóri, skemmtikraftur og sýndi okkur nokkur töfrabrögð. Maðurinn kom, sá og sigraði, hann var stórkostlegur. Það er líka venja hjá báðum skólum að sýna svokallað „Árshátíðarmyndband“ sem nemendur 10. bekkja í hvorum skóla sjá um. Í þessum myndböndum er gert grín og glens að atburðum sem hafa komið fyrir á skólaárinu. Þetta er stærsti hluti Árshátíðarinnar. Hægt er að skoða myndband Brekkubæjarskóla á Youtube.com. En aftur að hefðum Árshátíðar. Kennarar hafa verið með atriði síðastliðin ár sem þeir sjá alfarið um. Í ár voru kennarar Grundaskóla með frábært atriði, þeir klæddu sig í diskóföt og dönsuðu ýkt kúl hipp-hopp dans. Kennarar Brekkubæjarskóla voru hins vegar með allt öðruvísi atriði, þau gáfu Elinbergi kennara góðgæti að borða en það var hún Hafdís, kærasta hans, sem mataði hann, en hún er einnig kennari í Brekkubæjarskóla líkt og Elinbergur. Að mat loknum og þegar öll skemmtiatriðin höfðu tekið enda, var tekið til og borðunum hent inn í geymslu. Eftir það tók dansgólfið völdin og var brjálað stuð á ballinu þar sem Marinó Árnason, útvarpsmaður á fm957 þeytti skífum. Þetta var frábært kvöld og erum við viss um að allir skemmtu sér konunglega.

Ferðin í Skálholt

E inn góðan veðurdag á mánudegi fórum við í Skálholt sem var mjög skemmtileg upplifun. Við

byrjuðum á því að fara í Skálholtskirkjuna og þar vorum við frædd um kirkjuna, til dæmis

hversu gömul hún er.

Svo var okkur skipt í nokkra hópa. Sumir fóru í leiklist, aðrir að syngja. Enn aðrir fóru að fræðast

meira um kirkjuna og orgelið sem í kirkjunni er. Allir fóru á alla staði en ekki á sama tíma.

Borinn var fram ofboðslega góður matur, pizza og allskonar gotterí. Eftir matinn voru leikritin sem

búin voru til í leiklist sýnd. Öll leikritin voru fyndin og skemmtileg eins og við erum öll. Svo á leiðinni

heim var stoppað í sjoppunni og flest allir keyptu sér eitthvað gott. Þessi ferð var mjög skemmtileg

og við værum alveg til í að fara aftur.

Sunneva og Birta, 8. bekk.

Page 27: Augað - skólablað Brekkó 2011

27

Augað 2011

Ákváðum að dressa hana Elku upp í eina aðalflík og urðu stuttbuxur fyrir

valinu. Hér sjáið því þessar flottu buxur á þrjá mismunandi vegu. Fyrsta

myndin er frekar “sportí”, á annarri myndinni er hún í fínni kantinum og á

þriðju er hún í frekar grófum og fínum hversdagsfötum.

Frábær fatnaður úr verslun Nínu

Stuttbuxur: 7990kr.

Blússa með slaufu: 6990kr.

Kork-hælaskór: 8995kr.

Taska: 2990kr.

Armband: Stuttbuxur: 7990kr. Skyrta 6990kr. Six Mix skór: 19995kr.

Belti: 3990kr.

Stuttbuxur: 7990kr.

Bolur: 5990kr.

Adidas skór: 12995kr.

Adidas taska: 9995 kr.

Page 28: Augað - skólablað Brekkó 2011

28

Augað 2011

Skoðanakönnun 2011

1. Björn Ólafur 10. bekk

- fallegur að innan sem utan

2. Kristján Már 10. bekk

3. Ásmundur 9. bekk

1. Alexander Aron 9. bekk

- flottur í tauinu

2. Nikulás Marel 8. bekk

3. Jósef Halldór 10. bekk

1. Hrafn 8. bekk

- dúlludiskur!

2. Þóra Björk 10. bekk

3. Aðalsteinn 8. bekk

1. Kristín Releena 10. bekk

- þessi er alltaf hlæjandi!

2. Alexander Aron 9. bekk

3. Símon Þengill 10. bekk

1. Ásrún Telma 10. bekk

- krúttlegasta brosið

2. Aron Fannar 9. bekk

3. Kristín Releena 10. bekk

1. Elka Sól 10. bekk

2. Þorbjörg Eva 9. bekk

3. Hjördís Tinna 8. bekk

1. Aníta Eir 10. bekk

- þessi sést aldrei í sömu fötunum

2. Svana 10. bekk

3. Elka Sól 10. bekk

Flottustu föt - Stelpur Flottustu föt - Strákar

Bros skólans Hlátur skólans Krútt skólans

Flottasta stelpan Flottasti strákurinn

Page 29: Augað - skólablað Brekkó 2011

29

Augað 2011

Skoðanakönnun 2011

1. Kristín Releena 10. bekk

- hún er ekki formaður fyrir ekki neitt

2. Bergþóra 9. bekk

3. Hulda Karen 10. bekk

1. Guðmundur Bjarni 9. bekk

- who’s your daddy?

2. Alexander Aron 9. bekk

3. Maggi Gunn 10. bekk

1. Aðalsteinn Bjarni 8. bekk

- næsti Friðrik Dór

2. Svanhildur Alexzandra 10. bekk

3. Magnús 10. bekk

1. Ingibjörg og Júlíana 9. bekk

- vinir í raun

2. Nikulás, Elvar og Aðalsteinn 8. bekk

3. Elvar og Þröstur 9. bekk

1. Elka Sól 10. bekk

- it’s real bitches !

2. Bergþóra 9. bekk

3. Glódís Una 10. bekk

1. Magnús 10. bekk

- þú messar ekki við þessar krullur

2. Jón Davíð 8. bekk

3. Helgi Patryk 9. bekk

Pabbi skólans Mamma skólans

Hár skólans - Strákar Hár skólans - Stelpur

Vinir skólans Bjartasta vonin

Page 30: Augað - skólablað Brekkó 2011

30

Augað 2011

1. Svanhildur Alexzandra 10. bekk

- hasarkroppur

2. Hjördís Tinna 8. bekk

3. Sigurbjörg 10. bekk

1. Sigga Skúla

- frábær þessi!

2. Dagný

3. Sigtryggur

1. Magnús 10. bekk

- það leynast gáfur í þessum krullum!

2. Sigríður Lína 10. bekk

3. Daði 8. bekk

1. Ásrún Telma 10. bekk

- ‘það birtir alltaf til um leið og ég sé þig’

2. Kristín Releena 10. bekk

3. Alexander Aron 9. bekk

1. Bakir 8. bekk

- algjör dugnaðarforkur

2. Jósef Halldór 10. bekk

3. Sólrún 8. bekk

1. Bergþóra 9. bekk

- góða þegiðu!

2. Alexander Aron 9. bekk

3. Kristján Már 10. bekk

1. Hafdís Rán 10. bekk

- ÓMÆÆGVUUUÐ!

2. Margrét Sigríður 10. bekk

3. Sandra Liv 9. bekk

1. Margrét Sigríður 10. bekk

- áttu endalausa inneign?

2. Sigurbjörg 10. bekk

3. Sigrún Ágústa 10. bekk

Vinsælasti kennarinn

Kroppur skólans

Heili skólans

Hressasta týpan

Íþróttatýpan

Háværasta týpan

Símalínan

Gelgja skólans

Page 31: Augað - skólablað Brekkó 2011

31

Augað 2011

3. S. K.

1. S. S.

2. G. Þ.

Page 32: Augað - skólablað Brekkó 2011

32

Augað 2011

4. I. R. G.

4. L. S.

5. B. B. 5. E. L. A.

Bekkjarmyndir

Page 33: Augað - skólablað Brekkó 2011

33

Augað 2011

6. H. H.

6. B. B.

7. E. S.

7. H. J.

Page 34: Augað - skólablað Brekkó 2011

34

Augað 2011

8. I. H.

8. H. K. B.

8. R. H.

Page 35: Augað - skólablað Brekkó 2011

35

Augað 2011

9. H. A. B.

10. H. B.

9. E. Ó. E.

10. D. Þ.

Page 36: Augað - skólablað Brekkó 2011

36

Augað 2011

Hárgreiðslustofan Mozart