Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2016

32
E N G A R A U G L Ý S I N G A R Á L Y F S E Ð I L S S K Y L D U M L Y F J U M MÁ VERA Á BIÐSTOFUM 1. tbl - 51. árg. - 2016 viðtal lyfjafræðingur www.jurtalyf.is NÝR FRÆÐSLUVEFUR UM LYFJAFRÆÐINGUR Í SVÍÞJÓÐ Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir NÁTTÚRU- OG JURTALYF JÓNÍNA FREYDÍS JÓHANNESDÓTTIR

description

Tímarit Lyfjafræðingafélags Íslands

Transcript of Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2016

Page 1: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

EN

GA

R AUGLÝSINGAR Á

LY

FSEÐILSSKYLDUM L

YFJU

M

MÁ VERA Á

BIÐSTOFUM

1. tbl - 51. árg. - 2016

viðtal

lyfjafræðingur

www.jurtalyf.is

NÝR FRÆÐSLUVEFUR UM

LYFJAFRÆÐINGUR Í SVÍÞJÓÐSigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir

NÁTTÚRU- OG JURTALYF

JÓNÍNA FREYDÍS JÓHANNESDÓTTIR

Page 2: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN

Page 3: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

EFNISYFIRLIT

1. tölublað - apríl 2016 - 51. árg.

Útgefandi:Lyfjafræðingafélag ÍslandsLyfjafræðisafninu við SafnatröðPósthólf 252172 SeltjarnarnesiSími 561 [email protected]

Ritstjórn:Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóriBessi H. JóhannessonBrynhildur BriemHákon Hrafn SigurðssonHákon SteinssonUppsetning: Hákon SteinssonPrentun: LitrófPökkun og merking: Bjarkarás

Forsíðumynd: Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af Nicotiana tabacum – tobacco plant – tóbaksplöntu. Ítarlegar upplýsingar má finna á blaðsíðu 9.

Ritnefnd skipaði á síðasta kjörtímabili Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri, Bessi Húnfjörð Jóhannesson, Brynhildur Briem, Hákon Hrafn Sigurðsson og Hákon Steinsson. Hefur þessi ritnefnd starfað samfleytt í tvö kjörtímabil, þ.e. 4 ár, að því undanskyldu að á fyrra kjörtímabili var Ingunn Björnsdóttir í ritnefnd í stað Hákonar Hrafns Sigurðssonar. Þegar þessi ritnefnd tók við blaðinu var það eingöngu gefið út rafrænt og var vistað á innra neti félagsins. Eftir smá vangaveltur og umræður við nokkra lyfjafræðinga um hvernig þeir vildu sjá blaðið varð niðurstaðan sú að gefa tímaritið aftur út á pappír. Var farið í töluverða vinnu við að ákveða hvernig blaðið ætti að líta út og skipuleggja hvernig efni þess yrði valið. Einnig var tekin sú ákvörðun að heimila eingöngu auglýsingar á lausasölulyfjum í blaðinu svo það mætti koma fyrir sjónir fleiri en heilbrigðisstarfsmanna, og var m.a. hugsunin sú að gera lyfjafræðinga og störf þeirra meira sýnileg fyrir almenningi. Ákveðið var að gefa út þrjú tölublöð á ári og sjá hvernig það gengi. Eftir alla undirbúningsvinnuna sá fyrsta tímarit þessarar ritstjórnar dagsins ljós í desember 2012. Síðan þá hafa komið út þrjú tölublöð á ári og er þetta tölublað svo hið síðasta sem gefið er út á vegum þessarar ritstjórnar. Blöðin hafa verið send til allra félagsmanna LFÍ, allra apóteka landsins, á allar heilsugæslustöðvar og nokkrar læknastofur ásamt því að blaðið er sent öllum þingmönnum og ráðherrum landsins. Þá hafa blöðin verið send á allar stofnanir sem koma að lyfjamálum. Mest af vinnu við blaðið hefur verið unnin af ritstjórn, þ.e. söfnun greina, prófarkarlestur, söfnun auglýsinga og uppsetning á blaðinu, en Hákon Steinsson hefur séð um uppsetningu þess. Viljum við nýta þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem sent hafa efni í blaðið og öllum þeim sem styrkt hafa útgáfu þess og þar með gert því kleift að vera til. Við þökkum fyrir okkur og óskum nýjum ritstjóra, Heimi Jóni Heimissyni, og hans ritnefnd velfarnaðar á komandi kjörtímabili.

Með kveðju,Ritstjórn TUL

Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri, Bessi Húnfjörð Jóhannesson, Brynhildur Briem, Hákon Steinsson, Hákon Hrafn Sigurðsson

FRÁ RITSTJÓRN

Kæru félagar

FÉLAGIÐFormannsþankar 5Aðalfundur LFÍ 2016 6Uppgjör ársins 2015 frá nefndum, sjóðum og hópum innan LFÍ 28

FÓLKIÐLYFJAFRÆÐINGUR Í SVÍÞJÓÐ 10Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir

Til að koma jafnvægi á lífsorkuna 16Viðtal við Jónínu Freydísi Jóhannesdóttur

FRÆÐINNicotiana tabacum – tobacco plant – tóbaksplanta 9Forsíðumyndin

Lyfjafræðisafnið í Nesi 12Nýr fræðsluvefur um náttúru- og jurtalyf 14Kostnaður sjúkratrygginga vegna blóðþynningarlyfja (ATC-flokkur B01A) 1844. ESCP Symposium um klíníska lyfjafræði í Lissabon 2015 20Elín Ingibjörg Jacobsen og Ingibjörg Gunnþórsdóttir

Lyfjastofnun 22Sala lyfja án lyfseðils, lausasölulyfja

Lyfjagreiðslunefnd 24Ráðstefna American Society for Mass Spectrometry and Allied Topics (ASMS) 26Margrét Þorsteinsdóttir og Finnur Freyr Eiríksson

Áhugaverð lesning 27

Page 4: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

Aukin samkeppni og lækkað lyfjaverð á Íslandi

Aukinn fjölbreytileiki á lyfjamarkaði – Ný lyf, styrkleikar og pakkningastærðir

Minni hætta á birgðaskorti lyfja á Íslandi100 LYF5 ÁR

innan við meira en

Nýtt frá LYFIS... www.lyfis.is

Vandamál í leggöngum - nýjar lausnir

LYFIS kynnir: Tvær nýjar vörur eru komnar í sölu í apótekum sem vinna gegn algengum vandamálum hjá konum. Vörurnar eru Vagibalance ratiopharm leggangatöflur og Vagimoist ratiopharm leggangastílar.

Vagibalance ratiopharm10 skeiðartöflur

Vagimoist ratiopharm10 skeiðarstílar

Vagimoist ratiopharm skeiðarstílar hafa rakagefandi og smyrjandi áhrif ásamt því að leiðrétta sýrustig og bæta gerlaflóru.

Hýalúronsýra 9 Rakagefandi og smyrjandi áhrif

Mjólkursýra 9 Leiðréttir sýrustig og bætir gerlaflóru

Polycarbophil 9 Leiðréttir sýrustig

Mjólkursýrugerlar 9 Endurheimta gerlajafnvægi

Mjólkursýra 9 Leiðréttir sýrustig og bætir gerlaflóru

Vagibalance ratiopharm skeiðartöflur eru ætlaðar til að endurheimta og viðhalda náttúrulegu gerlajafnvægi og sýrustigi í leggöngum.

Page 5: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

5Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2016

FÉLAGIÐ

Ný lyfjastefna til ársins 2020 hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið staðfest af heilbrigðisráðherra. Ég vil eindregið hvetja alla lyfjafræðinga til að kynna sér nýju lyfjastefnuna en hún er á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Fyrirhugað er að nýja lyfjastefnan muni nýtast vel við heildarendurskoðun lyfjalaga en hún er þegar hafin. Lyfjalögin eru orðin margbætt og stöguð eftir því sem breytingar hafa kallað á, enda tóku þau gildi árið 1994. Endurskoðun þeirra er því löngu orðin tímabær. Við lyfjafræðingar hljótum að fagna því að vinnan við hana sé komin af stað. Gömlu lögin eru barn síns tíma og engan veginn í takt við það tækniumhverfi sem við búum við í dag.

Því miður hef ég heyrt frá nokkrum félagsmönnum LFÍ undanfarnar vikur eitthvað á þessa leið. „Þetta félag er svona eða hinsegin, það hefur aldrei gert neitt fyrir mig.“ Bíðum nú aðeins. - Við, félagsmenn LFÍ, ráðum sjálfir hvað við viljum að félagið geri. Mér þykir afar slæmt að okkar fólk skuli hafa þessa skoðun á félaginu sínu. Hver á LFÍ? Jú, félagsmenn þess og engir aðrir. Félag eins og Lyfjafræðingafélag Íslands er fyrir félagsmenn, ekki fyrir einhverja örfáa sem starfa í stjórn þess eða nefndum. Vilji félagsmenn LFÍ breytingar á starfi félagsins geta þeir, í staðinn fyrir að kvarta við vinnufélagana, haft samband við stjórn félagsins og komið með hugmyndir eða lagt fram tillögu á aðalfundi. Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins og meirihluta á aðalfundi þarf til að samþykkja allar stærri breytingar.

Ef þú hefur brennandi áhuga á að hafa áhrif á hvaða áherslur eru í starfi LFÍ er upplagt að bjóða sig fram í stjórn eða nefndir félagsins og þú skalt endilega mæta á aðalfundi félagsins.

Aðalfundi er nú nýlega lokið þegar þetta er skrifað og mig langar alveg sérstaklega til að þakka þeim félagsmönnum sem eru að ljúka sínum kjörtímabilum í stjórn og nefndum félagsins kærlega fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og okkar allra. Ég vil líka bjóða nýtt fólk í stjórn og nefndir félagsins velkomið til starfa. Ég hlakka til að vinna með ykkur.

Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ

Formannsþankar

Page 6: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

6 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2016

FÉLAGIÐ

Aðalfundur Lyfjafræðingafélagsins var haldinn 16. mars sl. Hófst fundurinn með hefðbundnu sniði, formaður LFÍ setti fundinn og gerði tillögu að fundarstjóra, Finnboga Rúti Hálfdanarsyni, sem tók við stjórn fundarins. Dagskrárliðir voru hefðbundnir að vanda, valdir voru tveir fundarmenn til að telja atkvæði úr kosningu félagsins og gáfu Unnur Björgvinsdóttir og Inga Jakobína Arnardóttir kost á sér í það verkefni, og svo var farið yfir skýrslur og fundi frá síðastliðnu starfsári.

Störf félagsins á liðnu starfsári og ársreikningarLóa María, formaður, kynnti stjórn LFÍ og starfsmenn og þakkaði stjórnarmönnum sem voru að ljúka sínu kjörtímabili góð störf. Sigríður Siemsen, framkvæmdastjóri félagsins, sagði frá því helsta frá fyrra ári og sagði frá því að konum er að fjölga í félaginu en körlum að fækka. Ritstjóri TUL, Regína Hallgrímsdóttir, sagði frá útgáfu tímaritsins og að flest hefði verið svipað og fyrra ár. Þakkaði hún fyrir sig og sína ritnefnd en þeirra kjörtímabili er að ljúka núna. Lóa María sagði frá því að siðanefnd barst ekkert erindi til úrlausnar á síðasta ári og því enginn fundur haldinn á tímabilinu. Hákon Steinsson formaður sjóðastjórnar fór yfir árið hjá sjóðastjórn og Lóa María sagði frá helstu störfum fræðslu- og skemmtinefndar og Ólafur Ólafsson fór yfir störf laganefndar.Kristín Einarsdóttir sagði frá störfum Lyfjafræðisafnsins og kallaði hún eftir yngra fólki til starfa í stjórn safnsins ef einhver hefði áhuga á að bjóða fram krafta sína í þágu safnsins. Lóa María sagði frá NFU og FIP og benti á samantekt um fundina í TUL fyrir þá sem vildu kynna sér þá betur. Þá fór hún yfir skýrslu kjaranefndar og orlofsheimilasjóðs. Guðrún Indriðadóttir fór yfir starf faghóps LFÍ um sjúkrahúslyfjafræði. Svanhildur Kristinsdóttir, gjaldkeri LFÍ, sagði frá stöðu sjóða félagins. Félagssjóður var áfram rekinn með hagnaði og því gert ráð fyrir óbreyttum félagsgjöldum aftur á þessu ári. Ekki var greitt úr kjaradeilusjóði árið 2015 en hann hefur undanfarin ár verið notaður til að greiða lögfræðikostnað vegna aðstoðar við félagsmenn. Ekkert var greitt úr sjúkrasjóði árið 2015. Ársreikningar félagsins voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.

Starfsáætlun Eva Ágústsdóttir, varaformaður, las upp starfsáætlun og helstu verkefni LFÍ fyrir næsta starfsár og aftur spunnust umræður um endurmenntun lyfjafræðinga, hvort ekki væri

ástæða til að skoða það mál sérstaklega og var því bætt á verkefnalistann fyrir starfsárið.

Í framhaldi af síðasta aðalfundi, þar sem ákveðið var að kanna kosti og galla aðildar að BHM, var stjórnin búin að taka saman niðurstöðu úr könnun sem gerð var meðal félagsmanna um hvað þeir teldu vera kosti og galla þess að LFÍ gengi inn í BHM. Fram kom í máli formanns að aðildarfélög BHM gera sína samninga sjálf en ekki BHM sem slíkt og að BHM er einnig með markaðslaunasamning líkt og LFÍ. Ef til þess kæmi að LFÍ gengi inn í BHM yrði LFÍ undirfélag BHM en væri samt áfram til sem LFÍ og það væri eingöngu stéttarfélagið sem gæti farið undir BHM. Kostnaðurinn við inngönguna væri fast árgjald og svo félagsgjald til BHM sem þýddi aukinn kostnað fyrir LFÍ en ekki sparnað. Hvað orlofshúsin varðaði þá yrðu valmöguleikarnir fleiri en minni möguleikar á úthlutun. Stjórnin mun halda áfram að skoða kosti og galla við inngöngu í BHM. Starfsáætlunin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fjárhagsáætlun var yfirfarin og gerð var athugasemd við að framlag til Faghóps um sjúkrahúslyfjafræði væri hækkað úr 500 þús. í 750 þús. milli ára, sérstaklega þar sem á síðasta ári var samþykkt á aðalfundinum að skila þyrfti inn greinargerð til TUL um efni þess fundar/ráðstefnu þegar styrkurinn væri nýttur en ekkert slíkt hafði verið gert. Einnig var gerð athugasemd við að gert var ráð fyrir hærra framlagi til Faghóps um sjúkrahúslyfjafræði en til fræðslu- og skemmtinefndar sem þó er ætlað að sjá um allt fræðslu- og skemmtistarf fyrir alla lyfjafræðinga en faghópurinn er einungis tiltölulega fáir félagsmenn. Var gerð tillaga að lækkun þessa gjalds í 500 þús. til samræmis við áætlaðan kostnað fyrir fræðslu- og skemmtinefnd og var það samþykkt á fundinum. Stjórn félagsins ætlaði að setja sig í samband við faghópinn vegna vanefnda á skilum greinargerða til TUL.

Kjör fastanefndaFundarstjóri kynnti niðurstöðu úr talningu vegna kjörs til stjórna og nefnda félagsins og var um „rússneska“ kosningu að ræða, sjá upplýsingar um þá sem kjörnir voru hér til hliðar á blaðsíðu 7. Kosnir voru skoðunarmenn ársreikninga og voru það Sigurður Traustason og Örn Guðmundsson.

Aðalfundur LFÍ 2016Fundargestir

Page 7: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

7Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2016

FÉLAGIÐ

LagabreytingarFram kom tillaga að breytingu á reglugerð Vísindasjóðs. Breytingin fól í sér útvíkkun þess efnis að sjóðnum væri heimilt að styrkja sí- og endurmenntun lyfjafræðinga, til viðbótar við að styrkja vísinda- og rannsóknarstörf. Fram kom að þessi breyting væri til samræmis við Vísindasjóð ríkislyfjafræðinga. Var bent á að einungis lítill hluti félagsmanna starfar við vísinda- og rannsóknarstörf og taldi sjóðastjórn það mikilvægt að útvíkka styrkmöguleika sjóðsins til að sem flestir lyfjafræðingar innan félagsins geti sótt um styrk sem nýttist til að styrkja viðkomandi lyfja-fræðing í starfi. Breytingartillagan var rædd og fram kom breytingartillaga við tillöguna þess efnis að þeir sem gætu sótt um í sjóðinn yrðu að vera félagar í LFÍ. Var breytingin á reglugerðinni samþykkt með breytingartillögunni um félagsaðild að LFÍ.

Sigríður Siemsen, framkvæmdarstjóri, óskaði eftir endurnýjuðu umboði til að nýta Kjaradeilusjóð til að greiða lögfræðikostnað fyrir félagsmenn, eins og gert hefur verið undanfarin ár, og var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Sagði hún einnig frá því að félagið skipti um viðskiptabanka á árinu, fór frá MP-banka yfir til Íslandsbanka.

Sjúkrasjóður LFÍ Ekkert var greitt úr sjúkrasjóði árið 2015. Stjórn LFÍ lagði til að 75% væri ætlað fyrir tryggingar en 25% færi í sjóðinn til úthlutunar, þ.e. sjúkradagpeninga og bóta. Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Lóa María formaður þakkaði öllum þeim sem unnið höfðu fyrir félagið á árinu. Mjög hefðbundin mæting var á fundinn eins og oft áður eða um 25 manns og rétt að benda lyfjafræðingum á að aðalfundur félagsins er sá vettvangur sem þeir hafa til að hafa áhrif á starf félagsins, hvernig félagið er rekið og hvaða ákvarðanir eru teknar. Finna má fundargerð aðalfundar 2016 á innri vef LFÍ. Regína HallgrímsdóttirRitstjóri

Eftirfarandi félagsmenn voru kosnir til starfa fyrir LFÍ á aðalfundi 2016.

StjórnMeðstjórnendur: Elvar Örn Kristinsson og Svanhildur Kristinsdóttir. Varamaður Sonja B. Guðfinnsdóttir. Fyrir í stjórn eru Lóa María Magnúsdóttir formaður, Eva Ágústsdóttir og Þórhildur Sch. Thorsteinsson

LaganefndÓlafur Ólafsson og Finnbogi Rútur HálfdanarsonFyrir í nefndinni eru Ólafur Adolfsson og Aðalsteinn Jens Loftsson

SiðanefndBaldur Guðni Helgason og Gunnar Steinn Aðalsteinsson og varamennirnir Eva Ágústsdóttir og Klara Sveinsdóttir.Fyrir í nefndinni eru Þorgils Baldursson og Jóhann Gunnar Jónsson

Kjörnefnd - FormaðurAðalheiður Pálmadóttir

Fræðslu- og skemmtinefnd - FormaðurÁsta Friðriksdóttir

KjaranefndIngibjörg ArnardóttirFyrir í nefndinni eru Þórir Benediktsson, formaður, Guðrún Björg Elíasdóttir, Roberto Estevez Estevez, Snæbjörn Davíðsson (varamaður) og Torfi Pétursson (varamaður)

Tímarit um lyfjafræði - ritstjóriHeimir Jón Heimisson

Stjórn LyfjafræðisafnsinsHildigunnur Hlíðar og Vigfús Guðmundsson, Sigurður Traustason (varamaður).Fyrir í stjórn safnsins eru Kristín Einarsdóttir, formaður, Þorbjörg Kjartansdóttir og Jóhannes Skaftason

Kjör stjórnar og nefndarmanna 2016

Finnbogi Rútur, fundarstjóri Hákon Steinsson, formaður sjóðastjórnar

Myndir: Regína Hallgrímsdóttir

Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ

Page 8: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

8 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

Rosazol – Lyf við rósroðaRósroði er húðsjúkdómur sem hrjáir allt að tíunda hvern einstakling, bæði konur og karla. Sjúkdómurinn er krónískur en því fyrr sem meðferð hefst, því líklegra er að hægt sé að hægja á framvindu einkenna. Rosazol er fyrsta og eina lyfið sem fæst án lyfseðils við einkennum rósroða eins og roða og bólum. Virka innihaldsefnið í Rosazol, metrónídazól, tilheyrir flokki sýklalyfja og er ætlað til staðbundinnar notkunar við rósroða. Rosazol, sem er án rotvarnar, er borið á einkennin tvisvar á dag en ávallt ætti að ráðfæra sig við lækni áður en byrjað er að nota lyfið. Ef greiningin er rósroði – spurðu þá eftir Rosazol í apótekinu.

Notkunarsvið: Rosazol 10 mg/g krem inniheldur virka efnið metrónídazól. Lyfið tilheyrir flokki sýklalyfja, virkt gegn nauðbundnum (obligate), loftfælnum bakteríum og frumdýrum og ætlað til staðbundinnar notkunar við rósroða. Verkunar- háttur metrónídazóls gegn rósroða er ekki þekktur. Áður en meðferð með Rosazol kremi hefst skal læknir staðfesta sjúkdómsgreininguna. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnarorð: Forðast ber að kremið berist í augu eða á slímhúð. Forðast ber sterkt sólarljós og útfjólublátt ljós (sólböð, sólarlampa og útfjólubláa lampa) meðan á meðferð með metrónídazóli stendur. Við ertingu ætti að bera Rosazol sjaldnar á eða gera hlé á notkun þess. Forðast ætti ónauðsynlega og/eða langvarandi meðferð með Rosazol. Metrónídazól er nítróimidazól og þarf að nota með varúð ef fram koma einkenni um blóðmein eða saga er um slíkt. Lyfið inniheldur cetýl- og cetostearýlalkóhól sem getur valdið staðbundnum húðviðbrögðum (t.d. snertihúðbólgu). Sjúklingnum er ráðlagt að leita læknis ef þörf krefur. Meðganga og brjóstagjöf: Metrónídazól má aðeins nota á meðgöngu sé það metið lífsnauðsynlegt. Meta þarf m.t.t. mikilvægis meðferðarinnar fyrir móðurina hvort hætta eigi eða gera hlé á meðferð með Rosazol við brjóstagjöf. Skömmtun: Þunnt lag af Rosazol er borið á svæðið sem á að meðhöndla, tvisvar á dag, að morgni og að kvöldi. Meðalmeðferðartími er breytilegur eftir löndum en er venjulega 3 til 4 mánuðir. Meðferð ætti ekki að standa lengur en ráðlagt er en þó má læknirinn sem ávísar lyfinu framlengja meðferðina um aðra 3 til 4 mánuði þegar rík ástæða er til og í samræmi við alvarleika sjúkdómsins. Beri meðhöndlunin ekki markverðan árangur ætti að hætta henni. Svæðið sem á að meðhöndla er þvegið með mildri sápu áður en kremið er borið á. Eftir að Rosazol krem hefur verið borið á húðina mega sjúklingarnir nota snyrtivörur sem ekki loka húðinni og verka ekki herpandi á hana. Börn ættu ekki að nota lyfið þar sem ekki liggja fyrir gögn um öryggi/virkni/skammta fyrir börn. Algengar aukaverkanir: Um 10% sjúklinga finna fyrir aukaverkunum. Algengustu aukaverkanirnar eru húðerting, þurrkur, kláði, roðaþot, sviði í húð, versnun rósroða, sársauki. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Mars 2016.

FÆST ÁNLYFSEÐILS

Act

avis

614

080

Page 9: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

9Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

Nicotiana tabacum – tobacco plant – tóbaksplantaForsíðumyndin

Tóbaksplantan eða Nicotiana tabacum sem nú prýðir forsíðu blaðsins er án efa ein af frægustu plöntum veraldar. Hún er af náttskuggaætt (Solanaceae) og er því skyld kartöfluplöntum. N. tabacum finnst eingöngu í rækt og er sennilega einhverskonar blendingur af villtum Nicotiana tegundum. Fyrra nafnið „nicotiana“ er í höfuðið á frönskum erindreka, Jean Nicot, sem fyrstur kynnti tóbaksplöntuna fyrir frönsku hirðinni árið 1560. Seinna nafnið „tabacum“ þýðir tóbak og er sennilega komið úr máli frumbyggja Ameríku sem kenndu Evrópumönnum að nota tóbaksplöntuna. Plantan á uppruna sinn í S-Ameríku, en er nú ræktuð víða um heim vegna tóbaksins, en hún er líka vinsæl skrautjurt. Hún verður 1-2 m á hæð og hefur mörg og stór laufblöð. Blómin eru bleik að lit, löng og trompetlaga.

Það má geta þess að tóbaksplantan er ein af þeim plöntum sem í dag eru notaðar til framleiðslu verðmætra próteina með hjálp erfðatækni. Dæmi um lyfjaprótein sem framleitt er í tóbaksplöntu er tilraunabóluefni gegn ebóla veirunni sem mikið var í fréttum á liðnu ári.

Tóbak er þurrkuð og gerjuð laufblöð N. tabacum. Það inniheldur örvandi efni og hefur verið reykt frá alda öðli af frumbyggjum Ameríku. Eftir að Evrópumenn færðu það yfir hafið fyrir nær 500 árum breiddist neysla þess hratt út um heiminn. Verslun með tóbak er blómleg og ábatasöm í dag sem aldrei fyrr, þrátt fyrir að nú sé óhollusta tóbaksreykinga vel staðfest og vitað að tóbaksreykur inniheldur meira en 3000 efnasambönd sem sum hver eru þekktir krabbameinsvaldar. Hvað er það sem gerir tóbakið svona aðlaðandi?

Svarið er nikótín. Laufblöð tóbaksplöntunnar eru klístruð og þakin kirtilhárum sem framleiða brúnleitan vökva sem inniheldur m.a. nikótín (mynd 1).

Mynd 1. Efnabygging nikótíns

Nikótín er basískt efni af flokki pýridínalkalóíða og var það fyrst einangrað úr plöntunni á 19. öld. Hreint nikótín er tær vökvi og aðeins 2-3 dropar geta verið banvænir. Það er öflugt taugaeitur og var áður notað sem skordýraeitur.

Nikótín kemst auðveldlega til heilans og verkar með því að örva nikótín acetýlkólín viðtaka. Það kemur af stað ýmsum breytingum á boðefnaseytingu taugafruma sem birtast í áhrifum efnisins á neytandann. Í litlum endurteknum skömmtum hefur það örvandi áhrif á menn og önnur spendýr. Það er ávanabindandi og veldur fráhvarfi ef neyslu þess er hætt. Eituráhrif nikótíns eru afar óþægileg og lýsa sér í ógleði, uppköstum, taugaveiklun, skjálfta og öndunarerfiðleikum. Í stærri skömmtum er nikótín lífshættulegt.

Reykingar og önnur tóbaksneysla eru mikil heilsufarsógn um allan heim. Tóbaksneysla stuðlar að algengum lífshættulegum sjúkdómum, s.s. krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum, styttri lífaldri og skertum lífsgæðum. Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, frá 2008 kemur fram að tóbak er „the single most preventable cause of death in the world today“. Fíknin í nikótín og fráhvarfseinkenni gerir það að verkum að fólk á erfitt með að hætta að nota tóbak. Niðurtröppun á nikótínmagni með hjálp lyfjaforma á borð við plástra, tyggjó eða rafrettur hafa þó auðveldað sumum nikótínfíklum að losa sig úr klóm tóbaksins.

Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við HÍ

Heimildir:• Giftige Planter, i naturen, i haven, i køkkenet og på marken, 1st edition

(2014) eds. Per Mølgaard, Koustrup og Co. Farum, Denmark.• Fischer R, Stoger E, Schillberg, S, et al. Plant-based production of

biopharmaceuticals. Cur. Op. Plant Biol. 2004, 7(2): 152-158.• Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann? http://www.visindavefur.is/svar.

php?id=2309. Sótt 11. mars 2016.• Drugs of Natural Origin, A Treatise of Pharmacognosy, 6th revised

edition (2009), eds. G. Samuelsson & L. Bohlin. Swedish Pharmaceutical Press, Stockholm, Sweden.

• Ágúst H. Bjarnason. Fróðleikur um flóru og gróður: Plöntuættir. http://ahb.is/plontuaettir/. Sótt 11. mars 2016.

• World Health Organization. „WHO Report on the global tobacco epidemic“ 2008:8.

Page 10: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

10 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2016

FÓLKIÐ

LYFJAFRÆÐINGUR Í SVÍÞJÓÐSigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir

Það eru rúm 4 ár síðan við fluttum frá Íslandi. Mamma mín hefur alltaf lýst mér sem algjörum prófessor með mikla ævintýraþrá. Ég hef einfaldlega mjög gaman af lífinu, finnst það spennandi og lít á það sem svo að ef ég nýti tímann ekki nógu vel þá eigi ég eftir að missa af svo miklu. Heimurinn hefur uppá svo margt að bjóða og þar af leiðandi hef ég alltaf verið allt í öllu og út um allt.Ég útskrifaðist úr lyfjafræðideild vorið 2011. Áður en ég kláraði námið hafði ég unnið hálft sumar í króatísku lyfjafyrirtæki (JGL) og nokkrum dögum fyrir útskrift var ég send til Finnlands til að gera smá rannsókn á eldfjallaösku. Að útskrift lokinni vann ég hjá Össuri, eignaðist barn, flutti til Englands og vann hjá Hospira sem nú er í eigu Pfizer. Öll þessi reynsla hefur gefið mér ótrúlega margt og í dag hef ég eignast mitt annað barn og vinn hjá sænsku lyfjafyrirtæki, Bluefish Pharmaceuticals í Stokkhólmi. Nú er ágætis tímapunkur til að taka því rólega enda erum við lent í barnvænustu höfuðborg heims með tvö lítil börn svo það er kannski tímabært. Ég er ótrúlega ánægð með vinnuna og hlakka til að halda ferli mínum áfram hér í Svíþjóð.Við fjölskyldan fluttum til Svíþjóðar síðasta haust vegna þess hversu

agalegt það er að vera á framabraut og eiga börn í Englandi. Þar fannst mér ég knúin til þess að velja á milli fjölskyldunnar eða framans. Komandi frá Íslandi gat ég engan veginn sætt mig við þá hugsun. Í Bretlandi eru börn hreinlega fyrir og leikskólagjöld eru jafn há og dýrustu háskólar heims svo niðurstaðan er sú að annað foreldrið neyðist til að ,,velja“ heimilið og mér sýnist það í 99% tilfella falla í hendur kvenna. Í stuttu máli sagt festast konur heima eftir að þær hefja barneignir og það er umhverfi sem mér fannst ekki heillandi eftir annars þrjú æðisleg ár.Að koma svo til Svíþjóðar er eins og að komast á hinn endann á skalanum. Hér skipta börn jafn miklu (ef ekki meiru) máli en fullorðnir og á þau er alltaf hlustað. Svíar bera mikla virðingu fyrir öðru fólki og umhverfinu sínu, samanber að þeir tóku á móti 80.000 flóttamönnum frá Sýrlandi og svo eru þeir mikið úti í náttúrunni og eru endurvinnslusjúkir. Þeir virðast vera óhræddir við að koma með tillögur að úrbótum og það sé ég mjög ljóslifandi í vinnunni minni við lyfjakvartanir. Ef það kemur kvörtun frá Svíþjóð þá fylgir oftast á eftir tillaga um hvernig hægt sé að gera öðruvísi þannig að þetta komi ekki fyrir aftur. Það er eitthvað sem ég kann mjög vel að meta.

Sigurbjörg Sæunn og dóttirin Kría

Fjölskyldan í Brighton, bestu borg Englands

Page 11: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

11Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2016

FÓLKIÐ

Bluefish Pharmaceuticals, þar sem ég vinn núna, er lítið samheitalyfja-fyrirtæki sem var stofnað árið 2005 og selur fyrst og fremst töflur og hylki. Bluefish er með markaðsleyfi fyrir hátt í 80 mismunandi lyf sem skiptast í nokkra flokka á borð við sýkla-, verkja-, hjarta- og taugalyf. Bluefish er með höfuðstöðvar sínar í Stokkhólmi þar sem um 25 manns vinna en á Indlandi er enn stærri skrifstofa, með um 60 manns. Um helmingur lyfjanna er framleiddur á Indlandi og því er gott að vera með skrifstofu í Bangalore sem heldur utan um samskiptin við framleiðslufyrirtækin. Hinn helmingurinn er framleiddur í Evrópu og er söluskrifstofur að finna víðsvegar þar. Á Íslandi er hægt að kaupa lyf frá Bluefish og sér LYFIS um utanumhald og sölu sem umboðsaðli.Ég vinn í gæðaeftirlitinu og vegna þess hversu lítið fyrirtækið er fæ ég að taka þátt í flestu sem við kemur þeirri deild. Mestmegnis sé ég þó um að fara í gegnum pappírana áður en QP samþykkir að lyfi sé dreift á markað í Evrópu og svo sé ég um kvartanir. Á einhvern undranverðan hátt finnst mér ótrúlega gaman að

sjá um kvartanirnar, kannski af því að þar sé ég tækifæri til þess að hafa áhrif á framtíðina. Starfsandinn er mjög góður hjá Bluefish og ég vinn með svakalega metnaðarfullu og kraftmiklu fólki. Mig dreymdi alltaf um að vinna hjá litlu lyfjafyrirtæki til þess að kynnast sem flestu og fá að taka þátt í uppbyggingunni og þess vegna gæti ég ekki verið ánægðari með vinnuna.Ég var með góða tilfinningu þegar við fjölskyldan fluttum hingað og hér finnst mér jafnvægið milli fjölskyldu og frama eins gott og það gerist. Þau gildi sem lögð er áhersla á í skólum og leikskólum hér finnast mér vera eftirsóknaverð og verandi svona ánægð í vinnunni get ég ekki sagt annað en að ég sé mjög spennt fyrir framtíðinni.Fyrir þá sem vilja hafa samband við mig tengt vinnu minni hjá Bluefish þá hefði ég gaman að því að svara í gegnum netfangið [email protected].

Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur

Stokkhólmur

Bluefish Pharmaceuticals flutti nýverið á Gävlegatan 22 sem er nánar tiltekið í Vasastan í Stokkhólmi

Page 12: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

12 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

Stofnun Lyfjafræðisafnsins má rekja aftur til skipunar minjanefndar innan Lyfjafræðingafélagsins og Apótekara-félagsins árið 1978.

Nokkrir lyfjafræðingar höfðu um langt árabil safnað munum og skjölum um sögu lyfjafræðinnar á Íslandi en þegar ljóst var að framundan væru miklar breytingar í apótekum vegna aukinna krafna við framleiðslu lyfja þótti sýnt að ekki væri unnt að hefja skipulega söfnun án þess að hafa geymslu-húsnæði.

Lyfjafræðisafnið var því stofnað formlega sem sjálfseignarstofnun og samin skipulagsskrá og hvorutveggja samþykkt á aðalfundi LFÍ 1985.

Þá var hafin leit að hentugu húsnæði, en á þessum árum var hafin endur-bygging á Nesstofu og hugmyndir uppi um að byggja þar Lækningaminjasafn.

Eftir nokkra leit var stjórninni bent á útihús sem tilheyrðu Nesstofu og voru föl til kaups. Þessi staður var talinn ákjósanlegur vegna sögulegra tengsla við staðinn og ákvað stjórn safnsins að kaupa þessa eign í september 1986.

Safnið átti hvorki peninga né hafði tekjur, en aðal frumkvöðullinn, Ingibjörg (Stella) Böðvarsdóttir, skrifaði ávísun fyrir útborgunarupphæðinni sem var 1/5 af kaupverðinu.

Næsta skref var að afla fjár til þess að greiða kaupverðið. Leitað var til lyfjafræðinga og fyrirtækja tengdum lyfjafræðingum um stuðning. Skemmst er frá því að segja að staðið var við allar greiðslur á réttum tíma og eignin að fullu greidd níu mánuðum eftir

undirritun samnings og eignin afhent.

Þá var leitað til Þorsteins Gunnarssonar arkitekts, sem hafði umsjón með endurbyggingu Nesstofu, og honum falið að kanna eignina og endurhanna með tilliti til umhverfisins. Um þessar mundir voru Apótekarafélagið og Lyfjafræðingafélagið að selja hlut sinn í húseign að Öldugötu 4 og kom þá upp sú hugmynd að félögin flyttu í Nes. Hönnun safnhússins var breytt þannig að félögin fengu eina hæð í nýjum hluta hússins fyrir skrifstofur sínar.

Við rannsókn kom í ljós að einungis var raunhæft að endurnýta fjósið sem var steypt og var byggt 1929, en aðrir hlutar byggingarinnar rifnir. Uppbygging hófst 1987 og félögin fluttu inn á neðri hæðina 1991.

Mikil vinna fór í að safna fé til byggingarinnar meðal lyfjafræðinga og fyrirtækja tengdum þeim. Þar fóru fremst í flokki áðurnefnd Ingibjörg (Stella) Böðvarsdóttir og Sverrir Magnússon, apótekari sem bæði lögðu einnig til umtalsvert fé til byggingarinnar. Áslaug Hafliðadóttir hélt utan um peningana sem gjaldkeri safnsins og auk þess voru Axel Sigurðsson og Kristín Einarsdóttir í fyrstu stjórn safnsins.

Lyfjafræðingafélagið og Stéttarfélag lyfjafræðinga, sem þá var starfandi, lögðu fram eignarhlut sinn í Öldugötu 4 sem fyrirframgreidda leigu.

Á byggingartímanum lögðu fjölmargir lyfjafræðingar fram ómælda vinnu í þágu safnsins. Við breytingar í apótek-

Lyfjafræðisafnið í Nesi

Page 13: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

13Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

unum var safnstjórn oft boðið að þiggja muni og innréttingahluta. Þessu var komið fyrir á ýmsum stöðum og oft þurfti að flytja.

Talið er að meira en 100 lyfjafræðingar hafi á einhvern hátt tekið þátt í uppbyggingu safnsins með því að flytja muni milli staða eða innanhúss, mála úti sem inni og hreinsa og lagfæra safngripi.

Árið 1992 gáfu félagar í apótekara-félaginu efni til þess að þilja og ganga frá fundarsalnum og einnig var lokið við efri skrifstofuhæðina. Húsið var síðan formlega tekið í notkun á 60 ára afmæli LFÍ, 5. desember 1992.

Í júní 1994 var fyrirhuguð norræn ráðstefna lyfjafræðinga hér á landi og var þá lögð áhersla á að ljúka við aðalsýningarsal safnsins og setja upp sýningu fyrir ráðstefnuna.

Ágóði varð af þessari ráðstefnu og naut safnið góðs af og gat í framhaldi af því gengið frá lýsingu og öryggiskerfi fyrir safnið.

Safnið var formlega opnað fyrsta vetrardag það ár, þ.e. 1994.

Umræða um breytt fyrirkomulag apóteka var í fullum gangi og inn í hana blönduðust umræður um framtíð Lyfsölusjóðs. Lyfsölusjóður, sem var skattur á apótek, var stofnaður sem lánasjóður til þess að auðvelda eignaskipti á apótekum og styrkja lyfjabúðir á litlum stöðum. Stjórn Lyfjafræðisafnsins blandaði sér inn í þessar umræður og þegar sjóðurinn var lagður niður, í kjölfar lagabreytinganna, fékk Lyfjafræðisafnið 1/3 hluta sjóðsins

en 2/3 fóru til Lyfjafræðingafélagsins í þeim tilgangi að styrkja forvarna- og upplýsingastarf um lyf í lyfjabúðum.

Þessi sjóður gerbreytti stöðu safnsins, unnt var að opna safnið almenningi yfir sumarmánuðina árið 1996 og ráða safnvörð, einnig var unnt að sinna endurbótum og viðhaldi á safnhúsinu.

Apótekarafélagið flutti skrifstofur sínar úr safninu 1997 og síðan þá hafa einu tekjur safnsins verið leigutekjur frá LFÍ og arður af verðbréfum. Eftir hrun var farið að ganga á sjóði safnsins, en þá barst safninu höfðingleg dánargjöf frá Áslaugu Hafliðadóttur sem féll frá árið 2011.

Ný aðkoma var lögð að safninu 2012 og var þá gengið frá stétt umhverfis húsið.

Í dag eru í safnstjórn Hildigunnur Hlíðar, Jóhannes Skaftason, Kristín Einarsdóttir, Vigfús Guðmundsson, Þorbjörg Kjartansdóttir og Sigurður Traustason sem varamaður. Hollvinir safnsins eru Guðfinna Guðmundsdóttir og Halldóra Ásgeirsdóttir. Stjórnin hittist að jafnaði einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina og vinnur þá einkum við að flokka og skrá safngripi. Einnig sjá stjórnarmenn um að taka á móti hópum sem koma utan auglýsts opnunartíma.

Síðan árið 2010 hefur stjórn safnsins tekið þátt í uppbyggingu og rekstri Urtagarðsins í Nesi sem er samstarfsverkefni Seltjarnarnes-bæjar, Þjóðminjasafnsins, Landlæknis-embættisins, Læknafélagsins, Lyfja-fræðingafélagsins og Lyfjafræðisafnsins.

Þegar fyrstu hugmyndir um stofnun Lyfjafræðisafnsins komu fram voru uppi umræður um uppbyggingu Lækningaminjasafns í Nesi. Stjórnin sá fyrir sér að í framtíðinni gætu þessi tvö söfn ásamt Nesstofu átt skemmtilegt samstarf á þessum frábæra sögustað í miðju útivistarsvæði.

Margt hefur gerst síðan þá og í dag er framtíð Lækningaminjasafnsins í algjörri óvissu og lítil sérsöfn í miklum vanda.

Framtíð Lyfjafræðisafnsins byggir á því að áfram finnist lyfjafræðingar sem eru tilbúnir til þess að sjá um safnið í sjálfboðavinnu.

Kristín Einarsdóttir lyfjafræðingur, formaður Lyfjafræðisafnsins

Myndir úr safni Lyfjafræðisafnsins

Page 14: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

14 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

styrkþegi

Nýr fræðsluvefur um náttúru- og jurtalyfVíða á netinu má nálgast greinargóðar upplýsingar um lyf, verkan þeirra, aukaverkanir og milliverkanir við önnur lyf. Góð dæmi eru Sérlyfjaskráin og Lyfjabókin sem eru með allar helstu upplýsingar um öll skráð lyf sem til eru í apótekum hér á landi. Þegar kemur að náttúru- og jurtalyfjum er minna til af aðgengilegum upplýsingum á íslensku en þó hafa nokkrir íslenskir lyfjafræðingar (t.d. Sesselja Ómarsdóttir, Elín Soffía Ólafsdóttir, Reynir Eyjólfsson og Kristín Ingólfsdóttir) skrifað margar ágætar greinar um þennan flokk lyfja.

Nú á útmánuðum fór í loftið nýr íslenskur fræðsluvefur um náttúru- og jurtalyf á léninu www.jurtalyf.is og var vefurinn unninn með stuðningi Lyfjafræðingafélags Íslands. Það eru starfsmenn lyfjafyrirtækisins Florealis sem hafa veg og vanda að vefnum og öllu efni en Elsa Steinunn Halldórsdóttir lyfjafræðingur og doktor í lyfja- og efnafræði náttúruefna er ritstjóri. Vefurinn er ætlaður almenningi jafnt sem fagfólki í heilbrigðisgeiranum en til þess þurfa allar helstu upplýsingar að vera aðgengilegar án þess að nokkur afsláttur sé gefinn af faglegri umfjöllun og tilvísunum í heimildir. Í umfjöllun um hvert náttúru- og jurtalyf er samantekt á sögu notkunar, viðurkenndri notkun, fjallað um auka- og milliverkanir auk þess sem fjallað er um notkun fyrir konur sem eru þungaðar eða með barn á brjósti. Að lokum eru tekin saman helstu varúðarorð um hættur sem geta fylgt notkun lyfsins og ofskömmtun ef einhver hefur verið tilkynnt. Í allri umfjöllun er áhersla lögð á að lesandinn fái greinargóðar upplýsingar á skilmerkilegan og knappan hátt.

Þegar vefnum var hleypt af stokkunum voru komnar greinar um ellefu jurtalyf en stefnt er að því að taka saman upplýsingar um a.m.k. allar þær jurtir sem hafa lyfjaforskrift frá evrópsku lyfjastofnuninni (http://www.ema.europa.eu/). Þegar þetta er ritað hafa 147 lyfjaforskriftir verið samþykktar og útgefnar en allt að 30-40 forskriftir gætu bæst við á næstu misserum. Á jurtalyf.is er einnig að finna fræðslugreinar sem fjalla almennt um náttúru- og jurtalyf, sögu þeirra og öryggi ásamt því að gerð er skýr aðgreining á milli þessa lyfjaflokks og annarra náttúruefna. Það er því af nógu að taka ef setja á saman heildstætt yfirlit um náttúru- og jurtalyf. Til að gefa innsýn inn í þennan vef þá er sortulyng dæmi um jurtalyf sem er að finna á markaði í Evrópu.

Karl Guðmundsson, Kolbrún Hrafnkelsdóttir og Elsa Steinunn Halldórsdóttir

Starfsfólk Florealis. F.h. Karl Guðmundsson, Kolbrún Hrafnkelsdóttir og Elsa Steinunn Halldórsdóttir.

Skjáskot af forsíðu jurtalyf.is

Page 15: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

15Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

Viðurkennd notkun

Til að meðhöndla einkenni af vægri, endurtekinni þvagfærasýkingu, eins og brunatilfinningu við þvaglát og/eða tíð þvaglát hjá konum, eftir að alvarlegri sýkingar hafa verið útilokaðar.

Aukaverkanir Þekktar aukaverkanir eru magaverkur, ógleði og uppköst. Tíðni aukaverkanna er ekki þekkt.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki er mælt með því að taka lyfið á meðgöngu eða við brjóstagjöf.

Milliverkanir Engar þekktar.

Varúðarorð Lyfið er ekki ætlað karlmönnum né börnum yngri en 18 ára.Ef vart verður við einkenni eins og hita, sársauka við þvaglát, krampa eða blóð í þvagi við notkun á lyfinu er ráðlagt að hafa samband við lækni. Sortulyng getur valdið því að þvag verði græn-brúnt að lit.

Ofskömmtun Engin tilfelli skráð.

Sortulyng (jurtalyf)Saga notkunar

Vísindalegur grunnur

Sortulyng (Arctostaphylos uva-ursi) hefur verið notað til lyfjagerðar allt frá annarri öld eftir Krist. Það hefur verið notað við ýmsum kvillum, til að mynda sem þvagræsandi, sótthreinsandi, við nýrnabólgu og nýrnasteinum. Frumbyggjar Ameríku hafa notað jurtina við höfuðverk, til að koma í veg fyrir skyrbjúg og til að meðhöndla þvagfærasýkingar. Áður en súlfalyf voru uppgötvuð var aðallega notað sortulyng við blöðrubólgu og skyldum sýkingum. Enskt heiti jurtarinnar er „bearberry” og eru laufblöð hennar nýtt til lyfjagerðar.

Virkni og öryggi sortulyngs byggist á áralangri notkun plöntunnar til lækninga. Ekki hafa verið gerðar klínískar rannsóknir á áhrifum sortulyngs eins og sér á þvagfærasjúkdóma, en gerðar hafa verið rannsóknir á virkni jurtarinnar í blöndum með öðrum jurtum. Rannsóknir sortulyngs á dýrum sýna fram á bakteríuhemjandi virkni, en ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum til að staðfesta virkni sortlyngs á þvagfærasýkingar í mönnum.

Heimildir:Pharmaceutical Press Editorial Team. 2013. Herbal Medicines, 4th Edition. Pharmaceutical Press, London, UKLyfjaforskrift Evrópsku lyfjastofnunarinnarMatsskýrsla Evrópsku lyfjastofnunarinnar

Page 16: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

16 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2016

FÓLKIÐ

Jónína Freydís Jóhannesdóttir starfar sem lyfjafræðingur hjá Akureyrarapóteki en hún er auk þess smáskammtalæknir og vinnur sem slíkur í aukavinnu. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var það aðallega forvitni um hvað smáskammtalækningar snúast. Mér fannst ekki nóg að vita hvaða lyf ætti að nota við sjúkdómum heldur vildi ég vita hvort til væru aðrar lausnir eða leiðir til að halda heilsu,“ segir hún um tilurð þess að hún fór í nám í smáskammtalækningum.

Viðtal við Jónínu Freydísi Jóhannesdóttur

„Ég veit að það eru ekki allir sammála mér en mér fannst vera ákveðinn sannleikur í smáskammtalækningum. Mér finnst við alltaf einblína svo mikið á líkamleg einkenni í staðinn fyrir að taka allt með í reikninginn - líka andleg og tilfinningaleg einkenni.“

Til að koma jafnvægi á lífsorkuna

Jónína Freydís Jóhannesdóttir fæddist og ólst upp á Akureyri. Hún var á náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri og langaði til að verða íþróttakennari. Þegar hún komst ekki inn í Íþróttakennaraskólann þá var það annað val að fara í lyfjafræði. Það varð úr að hún flutti suður haustið 1982 og hóf nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands.„Það var efnafræðin sem heillaði mig langmest í sambandi við lyfjafræði og svo eru lyf tæki til að lækna fólk. Mig langaði til að vinna við rannsóknir í framtíðinni en þegar að ég fór að vinna í apóteki eftir útskrift þá fannst mér það vera mjög skemmtilegt. Mér fannst skemmtilegast að vera í sambandi við viðskiptavinina - ráðleggja þeim og tala við þá og hef ég unnið að mestu

leyti í apóteki frá útskrift. Ég vann þó á rannsóknarstofu um tíma þegar ég var í meistaranámi í efnafræði við Háskóla Íslands á árunum 1990-1993. Efnafræðin svaraði ekki öllum þeim spurningum varðandi heilbrigt líf eða öllu heldur heilsu sem ég vildi fá svör við þannig að ég fór aftur að gera það sem mér þótti skemmtilegt en það var að vinna í apóteki.“Hún segir að áhugi sinn á smá-skammtalækningum hafi þróast smám saman. „Mér fannst lyfin ekki alltaf vera akkúrat að lækna sjúkdóma þannig að ég fór að grúska í öðru. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var það aðallega forvitni um hvað smáskammtalækningar snúast. Mér fannst ekki nóg að vita hvaða lyf ætti að nota við sjúkdómum heldur vildi ég

vita hvort til væru aðrar lausnir eða leiðir til að halda heilsu. Ég hafði lengi vitað af smáskammtalækningum og fór að lesa mér til um þær og ég eiginlega heillaðist af hugmyndafræðinni í kringum þær lækningar.“Þetta var í kringum 2000. „Þá byrjaði ég svolítið að velta þessu fyrir mér.“

1:10Jónína hóf nám í smáskammta-lækningum gegnum Íslandsdeild The College of Practical Homeopathy frá Birmingham í Englandi. Námið fór fram í Reykjavík og flestir kennarar komu frá Englandi.„Námið byggist á því að kennt er 10 helgar á ári í fjögur ár og er eiginlega skyldumæting; ég held það megi sleppa einni helgi á ári. Ég varð snemma í

Page 17: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

17Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2016

FÓLKIÐ

Til að koma jafnvægi á lífsorkuna

náminu heilluð af hugmyndafræðinni á bak við smáskammtalækningar. Mér fannst vera áhugaverð sú kenning að sjúkdómar verði vegna áfalla eða áreitis þannig að lífsorkan eða lífskrafturinn fer úr jafnvægi. Ég fór að horfa á lífið með öðrum augum, fór að hugsa betur um hegðun mína og tók betur eftir hegðun annarra. Mér fannst ég þroskast örlítið eftir hverja kennsluhelgi þannig að hugur minn varð opnari og heimurinn stærri.“Smáskammtalækningar byggja á hugmyndum sem voru settar fram við upphaf 18. aldar og ganga út á að gefa mjög útþynntar lausnir sem lyf við kvillum og sjúkdómum. Það var þýskur læknir og efnafræðingur Samuel Hahnemann (1755-1843) sem setti fram þessa aðferð. Hann hafði starfað árum saman sem virtur læknir en fengið sig fullsaddan af þeim lækningaaðferðum sem notaðar voru í þá daga, s.s. blóðtökum.„Notaðar eru svokallaðar remedíur, örefni, sem í stórum skömmtum myndu kalla fram hjá heilbrigðu fólki svipuð einkenni og þeim er ætlað að bæta. Þær eru unnar úr jurta-, dýra- og steinaríkinu og eru notaðar það mikið þynntar að ekki er talað um þær sem eiginlegt efni heldur mikið frekar talað um hvata. Framleiðsluferlið byrjar á tinktúru sem hefur verið unnin á sérstakan hátt. Hún er síðan þynnt í vatni eða öðru leysiefni í hlutfallinu 1:10 og hrist á ákveðinn hátt. Ferlið er svo endurtekið þar til hæfilegum styrk er náð. Því meiri sem þynningin er því áhrifaríkari er lausnin talin vera. Remedíur eru síðan notaðar þegar ítarlegt viðtal hjá smáskammtalækni hefur farið fram þar sem farið er yfir líkamleg, andleg og tilfinningaleg einkenni einstaklingsins. Síðan er unnið með þær upplýsingar eftir sérstöku kerfi til að finna út hvaða remedía hentar best við þeim einkennum sem einstaklingurinn hefur.Meðferðin miðast alltaf að því að koma á jafnvægi lífsorkunnar. Meðferðinni er ekki ætlað að lækna heldur að hjálpa líkamanum að lækna sig sjálfan. Þegar lífsorkan fer úr jafnvægi líður okkur illa. Best er að leitast við að koma á jafnvægi áður en meira ójafnvægi myndast.“

Það gerist eitthvaðEkki er búið að sanna það með sannarlegum vísindalegum rannsóknum að smáskammtalækningar virki. Það eru samt alltaf í gangi rannsóknir sem sýna jákvæðar niðurstöður.„Ég veit að það eru ekki allir sammála mér en mér fannst vera ákveðinn sannleikur í smáskammtalækningum. Mér finnst við alltaf einblína svo mikið á líkamleg einkenni í staðinn fyrir að taka allt með í reikninginn - líka andleg

og tilfinningaleg einkenni. Það þarf að huga að öllum þessum þáttum - líkamanum, sálinni og tilfinningunum. Ég hef tekið viðtöl við fólk sem leitar til mín sem smáskammtalæknis og ég veit ekki hvort það er ímyndun hjá fólki en þetta virkar yfirleitt. Ég veit ekki hvað það er en stundum held ég að viðtalið sjálft sé ekki síður mikilvægt fyrir fólk; maður spyr fullt af viðkvæmum spurningum en það geri ég til að fá réttari mynd af einstaklingnum. Það er engu líkara en að eitthvað opnist þegar fólk fer að segja frá leyndarmálum sínum. Það gerist eitthvað, hvort sem það er út af því að fólk er að losa um ákveðna orku, segja frá leyndarmálum eða að remedíurnar séu að vinna sitt verk.“Fólk leitar til smáskammtalækna út af ýmiss konar kvillum og segir Jónína að margir komi út af exemi eða útbrotum. „Það er líka algengt að fólk komi m.a. út af leiða, kvíða og þunglyndi. Þar sem ég er líka lyfjafræðingur kemur fólk stundum til mín vegna þess að það notar allt of mikið af lyfjum eða er með einkenni sem geta verið aukaverkun eða milliverkun. Þá förum við vandlega yfir það en ég bið viðkomandi alltaf að vera í sambandi við sinn lækni áður en lyfjatöku er breytt. Það má segja að þetta sé lyfjafræðileg ráðgjöf sem mér finnst stórlega vanta í okkar íslenska kerfi.”

FordómarJónína segir að það sem hún hafi lært af því að vinna bæði sem lyfjafræðingur og smáskammtalæknir sé að vera opin fyrir öllu, taka engu sem sjálfstögðum hlut og dæma ekki - dæma hvorki þá sem eru að nota lyf eða þá sem vilja nota remedíur. „Mér finnst heimurinn minn hafa stækkað við þetta. Mér finnst ég hafa fleiri tæki og tól til þess að takast á við lífið og tilveruna. Ég er ekki að troða mínum skoðunum upp á einn eða neinn en

ég get ráðlagt á fordómalausan hátt ef fólk vill.“ Hún segist finna fyrir fordómum út í smáskammtalækningar frá mjög mörgum í samfélaginu. „Smáskammtalækningar hafa verið notaðar í um 200 ár og eru mikið notaðar í heiminum. Fólk skiptist alveg í tvo hópa. Við getum notað smáskammtalækningar með öðrum aðferðum eins og læknisfræði og sálfræði. Smáskammtalæknar þurfa að vinna samkvæmt siðareglum sem ákveðnar eru hjá fagfélaginu sem heitir Organon. Æskilegt er að þeir séu aðilar að Bandalagi íslenskra græðara eða BIG. Draumur minn er að smáskammtalækningar verði viðurkenndar og að fólk geti haft val. Ég myndi vilja að fleiri væru að praktísera smáskammtalækningar á Íslandi en á meðan fordómarnir eru jafnmiklir eins og þeir eru þá get ég ekki ímyndað mér að svo verði. Um 100 íslenskir smáskammtalæknar (hómópatar) hafa útskrifast frá þessum breska skóla en það vinna afskaplega fáir við þetta hér á landi. Ég myndi vilja hafa aðgang að smáskammtalækni fyrir mig og fjölskylduna alveg jafnt og ég hef aðgang að heimilislækni.“

Texti: Svava Jónsdóttir, blaðamaður

Page 18: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

18 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

ATC Innihaldsefni (sérlyfjaheiti) Kostnaður sjúkratrygginga , milljónir kr.

2012 2013 2014 2015

B01AA03 Warfarín (Kóvar®) 45 51 60 58

B01AB05 Enoxaparín (Klexane®) 56 56 50 56

B01AC04 Clópídrógel (Plavix® ofl.) 25 20 26 27

B01AE07 Dabigatranum etexílat (Pradaxa®)

40 76 90 90

B01AF01 Rivaoxaban (Xarelto®) 3 27 83 155

B01AF02 Apixaban (Eliquis®) 0 0 1 18

Önnur lyf í flokki B01A 27 35 24 26

Samtals 195 264 334 429

0

20

40

60

80

100

120

140

160

180

2012 2013 2014 2015

mill

jón

ir k

r.

B01AA03 B01AB05 B01AC04 B01AE07 B01AF01 B01AF02 Önnur lyf í flokki B01A

Kostnaður sjúkratrygginga vegna blóðþynningarlyfja (ATC-flokkur B01A)Frá árinu 2012 hefur kostnaður sjúkratrygginga vegna blóðþynningarlyfja, þ.e. lyfja í ATC-flokknum B01A, meir en tvöfaldast með tilkomu nýrra blóðþynningarlyfja. Á árinu 2012 var kostnaður sjúkratrygginga í þessum flokki tæpar

195 milljónir kr. m. vsk. en árið 2015 var kostnaðurinn orðinn tæpar 429 milljónir kr. m. vsk. (sjá töflu og mynd) eða 120 % aukning frá árinu 2012.

Kostnaður sjúkratrygginga í blóðþynningarlyfjum (B01A) frá 2012-2015

Kostnaður er með álagningu og VSK.

Ef heildarkostnaður er skoðaður árið 2015 þá er hlutdeild Xarelto (rivaoxaban) og Pradaxa (dabigat-ranum etaxílat) orðin um 57% af ATC-flokknum B01A en var árið 2013 um 39%.

Page 19: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

19Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

ATC Innihaldsefni 2012 2013 2014 2015

B01AA03 Warfarín 4417 4393 4234 3932

B01AB05 Enoxaparín 1793 1719 1717 1692

B01AC04 Clópídrógel 1771 1974 2219 2312

B01AE07 Dabigatranum etexílat 379 678 748 719

B01AF01 Rivaoxaban 50 299 820 1532

B01AF02 Apixaban 32 255

Önnur lyf í flokki B01A* 670 699 546 519

Samtals** 9080 9762 10316 10961

Fjöldi einstaklinga

*Acetýlsalicýlsýra var ekki tekin með hér þar sem margir einstaklingar kaupa acetýlsalicýlsýru án lyfseðils.Fjöldi einstaklinga kann að vera tvítalinn ef einstaklingur er á tveimur tegundum af blóðþynningarlyfjum á árinu.

Eins og sjá má á töflunni þá er mesta aukningin í fjölda einstaklinga á nýju lyfjunum á meðan dregið hefur úr notkun á warfaríni.

Hafa verður í huga að einstaklingar sem eru á warfaríni þurfa reglulega að fara í blóðmælingar og eftirlit sem getur verið kostnaðarsamt, bæði fyrir ríkið sem og einstaklinginn sjálfan. Taka þarf því tillit til þess þegar verið er að skoða heildarkostnað ríkisins í þessum lyfjaflokki.

Page 20: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

20 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

styrkþegi

44. ESCP Symposium um klíníska lyfjafræði í Lissabon 2015Elín Ingibjörg Jacobsen og Ingibjörg Gunnþórsdóttir

Lyfjafræðingar á Landspítala hafa um árabil sótt ráðstefnur evrópusamtaka klínískra lyfjafræðinga (European Society of Clinical Pharmacy). Undir-ritaðar sóttu ráðstefnuna í Lissabon í október sl. með styrk frá LFÍ.

Að þessu sinni var yfirskrift ráð-stefnunnar „Medicines Information – Making Better Decisions“ en það var efni sem við töldum að mundi koma mjög að gagni í starfsemi miðstöðvar lyfjaupplýsinga við ráðgjöf á Landspítala.

Í ráðstefnudagskránni er Medicines information nefnt „the traditional clinical pharmacy theme“ og þar segir einnig: „Regardless of which definition of clinical pharmacy is used, clinical decision making is vital to improve the current drug therapy of patients.“ Ekki spillti fyrir að þingið var haldið í hinni fögru Lissabon á besta tíma árs.

Aðalfyrirlestrunum (plenary sessions) var skipt í þrjú megin viðfangsefni.

Er fyrst að nefna umfjöllun um lyfjaupplýsingar frá opinberum aðilum og lyfjastofnunum Evrópu og Bandaríkjanna – „Official medicines information sources“. Var mjög gagnleg leiðsögn um heimasíðu FDA þar sem mikið magn upplýsinga er að finna en heimasíðan er nokkuð flókin og erfitt að vita hvar á að leita.

Lyfjaupplýsingar frá lyfjaiðnaðinum voru til umfjöllunar á öðrum degi ráðstefnunnar – „Drug industry as medicines information provide“. Vakti þar athygli fulltrúi lyfjaiðnaðarins og voru heitar umræður sem voru nokkuð pólitískar og fullmikið að okkar mati. Sérlega skemmtilegt erindi var síðan frá forsvarsmanni Health Action International sem nefndist „Fifty Shades of Grey: Where does information stop and advertising

start?“ en hann talaði tæpitungulaust um áhrif auglýsinga og smágjafa á heilbrigðisstarfsmenn. Health Action International er alþjóðlegt og tengist ekki yfirvöldum (non-governmental) en er m.a. í samstarfi til WHO. Skoða má heimasíðu þess haiweb.org.

Þriðja daginn var yfirskrift aðal-fyrirlestra „Evidence based decision making“. Fyrsti fyrirlesari var Amanda Adler frá NICE sem fjallaði m.a. um „Good statistical practice“, þ.e. þegar verið er að meta heimildir og nota gagnreyndar heimildir til ákvarðanatöku. „NICE tells England whether it should use a drug“ sagði hún. Barbara Claus frá Ghent University í Belgíu flutti erindi sem nefndist „Where health economics meet evidence-based decision making“ og „What is the benefit-cost ratio of clinical pharmacy?“ Hún fjallaði einnig um meðferðarheldni (adherence) og að skortur á meðferðarheldni hljóti að hafa áhrif á rannsóknir á árangri lyfja (efficacy) og að taka þurfi tillit til þeirra áhrifa við mat á meðferðarárangri lyfja. Hún fjallaði einnig um að „habits in practice will influence the cost effectiveness calculations“ og að í Belgíu er metið svo að kostnaður við að meðhöndla aukaverkanir sé um 200 milljónir evra. Síðast var mjög áhugaverður og líflegur fyrirlestur frá Karen B. Farris frá College of Pharmacy, University of Michigan sem fjallaði um þjónustu lyfjafræðinga í heilsugæslu og lagði áherslu á að „evidence-based practice is more than the outcomes“, sem okkur fannst mjög athyglivert þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að meta störf lyfjafræðinga út frá „patient outcomes“. Hennar skilaboð voru einnig að rannsaka ekki það sem þegar er búið að sanna. Þetta sjónarmið er í samræmi við það sem við lærðum

Ingibjörg (t.h.) og Elín með Praça do Comércio e arco da Rua Augusta í miðbæ Lissabon í bakgrunninum.

Page 21: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

21Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

af samskiptum okkar við Dorthe Vilstrup-Thomsen í Kaupmannahöfn og innleiðingu þjónustu lyfjafræðinga á bráðamóttöku LSH. Það sama má segja um skilaboð hennar um hvað þarf að hafa í huga þegar hefja á nýja þjónustu og þar fjallaði hún um RE-AIM (Reach, Effectiveness, Adoption, Implementation, Maintenance) sem er í samræmi við action research hugsunina um Planning – Acting – Observing – Reflecting, sem var hugsun okkar þegar þjónustan við bráðamóttökuna var að þróast. Annað sem var gagnlegt að heyra frá Karen var mikilvægi þess að viðhalda íhlutuninni eftir að rannsókn er lokið. Hún sagði einnig að í dag ættu leiðtogar lyfjafræðinga að vera að berjast (banging on the door) fyrir endurgreiðslum frá hinu opinbera vegna lyfjafræðilegrar þjónustu.

Þá sóttum við svonefnt Hot Topic Session þar sem fjallað var um lyfjayfirferð (medication review) og lyfjafræðilega umsjá og PCNE (Pharmaceutical Care Network Europe) skilgreiningar á þessu. Sagt var frá því að í Sviss er greitt fyrir fjöllyfjayfirferð (polymedication check) þar sem notuð er „brown bag aðferðin“ og bréf síðan sent heimilislækni. Kostar slík yfirferð um 49 svissneska franka sem samsvarar rúmlega 6.000 íslenskum krónum. Fram komu ný hugtök fyrir okkur sem eru „Polypharmacy adherence measure“ og „Costs of avoidable non-adherence“. Einnig var talað um að lyfjayfirferð og ráðgjöf um meðferðarheldni (adherence councelling) væru óaðskiljanlegt. Og fjallað var um „Daily polypharmacy possession ratio“ sem má lesa um á slóðinni: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/24293284.

Þá sóttum við nokkrar vinnubúðir

(workshop) og var mjög gagnlegt að fræðast um PICO aðferðina (Population-Intervention-Comparator-Outcome) við leit í PubMed og var yfirskrift vinnubúðanna „Providing an answer in 10 minutes“.

Við vorum svo heppnar að endurnýja kynni okkar við skoska lyfjafræðinginn Melindu Cuthbert sem við höfðum verið í sambandi við þegar miðstöð lyfjaupplýsinga á LSH var í undirbúningi. Melinda var yfirmaður Medicines information við the Royal Infirmary í Edinborg en er nú tekin við sem yfirmaður á öllu Lothian svæðinu í Skotlandi. Slík tengsl eru afar mikilvæg og ekki síst vegna þess hve örlátir þessir kollegar okkar í Skotlandi hafa verið á ráðgjöf og aðstoð af öllu tagi varðandi þróun klínískrar lyfjafræði á Íslandi.

Síðast en ekki síst ber að geta þess að á hverju ári síðan Steve Hudson, professor við Strathclyde háskóla, lést er flutt erindi honum til heiðurs á þingi ESCP þar sem fyrrverandi nemendur hans, sem skarað hafa framúr, heiðra hann á skemmtilegan hátt. Að þessu sinni var það Surarong Chinwong, PhD, frá Taílandi sem hélt sérstaklega skemmtilegt erindi um þróun klínískrar lyfjafræði í Taílandi og aðkomu Steve Hudson að því.

ESCP þingið er ráðstefna sem við teljum að höfði til allra lyfjafræðinga og hvetjum við félagsmenn til að fylgast með á www.escpweb.org.

Elín Ingibjörg Jacobsen og Ingibjörg Gunnþórsdóttir,

lyfjafræðingar á Landspítala.

Í nokkrum löndum er farið að greiða fyrir ráðgjöf lyfjafræðinga - “Initiated by the pharmacist or prescribed by the doctor or demanded by the patient”.

Séð yfir götuna Calçada do Combro þar sem greinarhöfundar bjuggu, mjög líflegt hverfi.

Page 22: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

22 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

Lyfjastofnun

Sala lyfja án lyfseðils, lausasölulyfja

0

10

20

30

40

50

60

70

2012 2013 2014 2012 2013 2014 2012 2013 2014

DK IS NO

Parasetamól og íbúprófen DDD/1.000 íbúa á dag

Parasetamól N02BE01 Íbúprófen M01AE01

Sala lyfja hefur breyst talsvert á undanförnum árum og áratugum. Víða um lönd færist í vöxt að lyf séu seld án lyfseðils og einnig utan lyfjabúða. Þá hefur sala lyfja á vefsíðum einnig vaxið þótt hún sé oft ólögleg. Mörg lönd hafa tekið upp viðurkennda vefverslun með lyf sem nær bæði til lausasölulyfja og lyfseðilsskyldra lyfja.Þau lyf sem mest eru seld á Íslandi án lyfseðils, mælt í skilgreindum dagskömmtum (DDD)1, eru segavarnarlyf til fyrirbyggjandi notkunar við hjarta- og æðasjúkdómum, lyf til notkunar í öndunarfærum t.d. neflyf og ofnæmislyf, verkjalyf, meltingarfæralyf t.d. hægðalyf og lyf við bakflæði og bólgueyðandi lyf.Á fimm ára tímabili, frá 2011 til 2015, hefur lausasala í þessum flokkum aukist um 13,1%, mælt í skilgreindum dagskömmtum fyrir hverja 1.000 íbúa á dag (DTD), en aukning í sölu allra lyfja sem hafa skilgreinda dagskammta er 8,5%.Asetýlsalisýlsýra, sem segavarnarlyf, er það lausasölulyf sem mest er selt án lyfseðils mælt í DTD. Á síðustu fimm árum hefur dregið úr sölu þessa lyfs. Aukning í lausasölu lyfja á síðustu fimm árum er hins vegar mest í stoðkerfislyfjum og öndunarfæralyfjum, tæp 30%.

Stoðkerfislyf sem seld eru án lyfseðils eru fyrst og fremst bólgueyðandi gigtarlyf sem notuð eru við verkjum og markaðssett með þeirri ábendingu. Eiginleg verkjalyf eru í flokki lyfja sem verka á taugakerfið. Sum stoðkerfislyfjanna hafa einnig hitalækkandi verkun.

Verkjalyf og bólgueyðandi lyfAlgengustu lyf sem seld eru án lyfseðils hér á landi, til að stilla verki, eru íbúprófen (ATC flokkur M01AE01) og parasetamól (ATC flokkur N02BE01). Svo virðist sem almennt sé litið á íbúprófen lyf sem verkjalyf á Íslandi þó svo þau flokkist undir bólgueyðandi gigtarlyf samkvæmt ATC-flokkunarkerfi. Verkjastillandi áhrif íbúprófens ættu því aðeins að draga úr verkjum sem stafa af bólgu. Parasetamól er eiginlegt verkjalyf sem hefur verkun í taugakerfinu en hefur ekki bólgueyðandi verkun. Bæði lyfin eru hitastillandi og eru lyfin mikið notuð í því augnamiði, sérstaklega fyrir börn.

Notkun íbúprófens á Íslandi er mun meiri en í Danmörku og Noregi, enda er heimilt að selja meira magn þessa lyfs hér á landi í hverri afgreiðslu í lausasölu.Í sumum löndum hefur verið tilhneiging til að minnka magn þessara lyfja sem heimilt er að selja í hverri afgreiðslu í lausasölu enda getur óhófleg notkun þeirra verið skaðleg. Víða eru dæmi um lifrar- og nýrnaskaða af völdum þessara lyfja og jafnvel hafa dauðsföll hlotist af ofnotkun þeirra.

Notkun á íbúprófeni er áberandi meiri á Íslandi en í Danmörku og Noregi og fer vaxandi en dregur úr notkuninni í Danmörku og Noregi. Svo virðist sem notkunin hafi færst frá parasetamóli yfir á íbúprófen á Íslandi.Heildarnotkun parasetamóls og íbúprófens hefur aukist mikið síðasta aldafjórðunginn á Íslandi en lausasala íbúprofens hófst um aldamót.

Á TÍMABILINU 2011 TIL 2015 AUKNING ALLRA LYFJA Í FLOKKI

AUKNING Í LAUSASÖLU

ATC FLOKKUR2 M: STOÐKERFI 0,6% 28,8%

ATC FLOKKUR N: TAUGAKERFI 12,9% 19,8%

LAUSASALA SEM HLUTFALL AF HEILDAR LYFJASÖLU LYFJAFLOKKS

2011 2015

ATC FLOKKUR M: STOÐKERFI 32,4% 41,4%

ATC FLOKKUR N: TAUGAKERFI 11,5% 12,2%

LAUSASALA Í DTD 2011 2012 2013 2014 2015

ATC FLOKKUR M: STOÐKERFI 29,5 33,9 34,5 35,6 38,0

ATC FLOKKUR N: TAUGAKERFI 38,9 39,5 40,8 43,3 46,6

1. Skilgreindur dagskammtur táknar viðhaldsskammt lyfs við helstu ábendingu fyrir notkun þess. Sjá ítarlegri upplýsingar á vefnum http://www.whocc.no 2. Sjá upplýsingar um ATC flokkakerfið á vefnum http://www.whocc.no og http://www.serlyfjaskra.is

Heildarsala á íbúprófeni og parasetamóli á Íslandi, í Danmörku og Noregi 2012 til 2014

Page 23: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

23Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

0,010,020,030,040,050,0

Parasetamól og íbúprófen DDD/1.000 íbúa á dag

Parasetamól Íbúprófen

0,0

10,0

20,0

30,0

40,0

2010 2011 2012 2013 2014

Lausasala í Danmörku DDD/1.000 íbúa á dag

Parasetamól Íbúprófen

0,010,020,030,040,0

2010 2011 2012 2013 2014

Lausasala á Íslandi DDD/1.000 íbúa á dag

Parasetamól Íbúprófen

Er aukning á sölu lyfja án lyfseðils heillavænleg þróun?Síðla árs 2013 ákváðu heilbrigðisyfirvöld í Danmörku að minnka magn sem heimilt er að selja í hverri afgreiðslu af verkjalyfjum og bólgueyðandi lyfjum í lausasölu en fram að því var heimilt að selja allt að 300 stk. af 500 mg töflum af parasetamóli og 250 stk. af 200 mg töflum af íbúprófeni. Nú eru 20 stk. pakkningar seldar án lyfseðils af 500 mg parasetamóli og 200 mg íbúprófeni.

Á Íslandi má selja 30 stk. af 500 mg töflum af parasetamóli og 50 stk. af 400 mg töflum af íbúprófeni án lyfseðils. Við þessa breytingu í Danmörku dróst sala þessara lyfja mikið saman og er nú komin talsvert niður fyrir notkun Íslendinga.

Á árinu 2014 seldust 60% af öllum parasetamól lyfjum og 79% af öllum íbúprófen lyfjum í lausasölu hér á landi en það sama ár seldust 18% parasetamól lyfja og 29% íbúprófen lyfja í lausasölu í Danmörku.Alvarlegar afleiðingar af ofnotkun verkjalyfja og bólgueyðandi lyfja sem seld eru án lyfseðils hafa vissulega komið upp á Íslandi ekki síður en í Danmörku og fleiri löndum. Í Danmörku voru yfir 2000 sjúkrahúsinnlagnir vegna eitrana af völdum þessara lyfja á ári þegar ákvörðun var tekin um að minnka það magn sem selja má án lyfseðils, samkvæmt vef dönsku lyfjabúðanna www.apotekeren.dk.Gripið hefur verið til svipaðra aðgerða í Svíþjóð til að draga úr lausasölu parasetamóls og á norsku vefsíðunni www.helsenorge.no hafa verið settar ítarlegar leiðbeiningar

um notkun verkjalyfja og bólgueyðandi lyfja sem seld eru án lyfseðils þar sem m.a. er mælt með að parasetamól sé fyrsta val á lyfi við vægum tímabundnum verkjum en gæta skuli varúðar við notkun bólgueyðandi gigtarlyfja við verkjum.Í ljósi alls þessa og að sala lyfja án lyfseðils eykst hér á landi með hverju ári og notkun íbúprófens er hér mikil, væri ekki úr vegi að íslensk heilbrigðisyfirvöld könnuðu notkun lausasölulyfja og gripu til viðeigandi ráðstafana ef þurfa þykir.

Mímir Arnórsson,lyfjafræðingur

Heildarsala parasetamóls og íbúprófens á Íslandi síðustu 25 ár

Lausasala íbúprófen og parasetamól lyfja á 5 ára tímabili í Danmörku og á Íslandi

Page 24: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

24 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

Heilbrigðisráðherra skipar fimm manna nefnd, lyfjagreiðslunefnd, til fjögurra ára í senn. Fjórir nefndarmenn eru skipaðir eftir tilnefningu frá Sjúkratryggingum Íslands, Embætti landlæknis, Fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Lyfjastofnun. Formaður er skipaður af heilbrigðisráðherra án tilnefningar.

Helstu verkefni lyfjagreiðslunefndarLyfjagreiðslunefnd ákvarðar hámarksverð á lyfseðilsskyldum lyfjum fyrir menn og öllum dýralyfjum ásamt því að taka ákvörðun um hvort sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu lyfja. Þetta á bæði við um lyf sem eru á markaði hér á landi og undanþágulyf. Lyfjagreiðslunefnd tekur ákvörðun um hvaða lyf eru leyfisskyld en með leyfisskyldum lyfjum er átt við þau lyf sem eingöngu eru notuð í samræmi við klínískar leiðbeiningar og eru jafnan kostnaðarsöm og vandmeðfarin. Auk þessa tekur lyfjagreiðslunefnd ákvörðun um smásöluálagningu lyfja. Verðlagning lausasölulyfja er þó frjáls en lyfjagreiðslunefnd tekur ákvörðun um greiðsluþátttökuverð ef sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu þeirra.

Samanburður á verði lyfja hér á landi og á NorðurlöndunumVið ákvörðun á hámarksverði almennra lyfja tekur lyfjagreiðslunefnd mið af meðalverði lyfjanna í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi en við ákvörðun um hámarksverð S-merktra lyfja og leyfisskyldra lyfja tekur lyfjagreiðslunefnd mið af lægsta verði lyfjanna í sömu löndum. Á undanförnum árum hefur lyfjagreiðslunefnd reglulega endurskoðað verð á öllum lyfseðilsskyldum lyfjum í lyfjaverðskrá þar sem lyfjaverð hér á landi er borið saman við lyfjaverð á Norðurlöndunum. Þessar verðendurskoðanir lyfjagreiðslunefndar hafa skilað góðum árangri í að lækka lyfjaverð og þar með að lækka lyfjakostnað. Sem dæmi má nefna að áætlað er að lyfjakostnaður lækki um nærri 800 milljónir kr. vegna verðendurskoðunar sem gerð var á síðasta ári. Lækkunin leiðir til lægri útgjalda sjúkratrygginga og lækkar einnig kostnað sjúklinga.

Lyfjagreiðslunefnd hefur oft fengið mikla gagnrýni í fjölmiðlum vegna synjunar á greiðsluþátttöku í lyfjum. Eftir hverju fer lyfjagreiðslunefnd við ákvörðun um greiðsluþátttöku í lyfjum?Lyfjagreiðslunefnd tekur ákvörðun um leyfisskyldu í lyfjum, sem er ígildi greiðslu-þátttöku. Um er að ræða kostnaðarsöm lyf og við ákvörðun um leyfisskyldu er fyrst og fremst horft til þess hvort greiðsluþátttaka sé í lyfjunum á Norðurlöndunum og hvort kostnaður við að leyfa notkun lyfsins rúmist innan fjárlaga. Lyfjagreiðslunefnd skal við ákvarðanir sínar hafa í huga það markmið lyfjalaganna að halda lyfjakostnaði í lágmarki. Lyfjagreiðslunefnd tekur ákvörðun um leyfisskyldu í lyfjum í samráði við sérfræðinga frá Landspítalanum en nefndin fær reglulega upplýsingar frá spítalanum um þau lyf sem hann óskar eftir að séu í forgangi við að fá leyfi til notkunar. Áður en ákvörðun er tekin er kostnaður við notkun lyfsins metinn út frá áætlun um fjölda sjúklinga sem þarf á viðkomandi lyfi að halda ásamt verði lyfsins. Sjúkratryggingar Íslands upplýsa nefndina reglulega um hver lyfjakostnaðurinn er og hvert svigrúmið er innan fjárlaga til að taka ný lyf í notkun.

LyfjagreiðslunefndLY F J A G R E I Ð S L U N E F N D

Mynd 1. LyfjagreiðslunefndKatrín E. Hjörleifsdóttir fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands, Jóhann M. Lenharðsson fulltrúi Lyfjastofnunar, Guðrún I. Gylfadóttir formaður og Gerður Gröndal fulltrúi Embætti landlæknis. Á myndina vantar Björn Þ. Hermannsson fulltrúa Fjármála- og efnahags-ráðuneytisins.

Page 25: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

25Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

Staðan í dag við að leyfa notkun nýrra lyfjaMarkmiðið er að notkun nýrra lyfja og heildanotkun lyfja sé sambærileg og á Norðurlöndum. Það hefur tekist ágætlega að undanförnu. Staðan leit þó ekki vel út í byrjun þessa árs þar sem í ljós kom í nýrri áætlun Sjúkratrygginga Íslands að ekkert svigrúm væri innan fjárlaga á þessu ári til að leyfa notkun á nýjum lyfjum. Á fundi með heilbrigðisráðherra um miðjan janúar var þessi staða rædd og samþykkti ráðherra þá að veita 100 millj.kr. viðbótarframlag af safnlið velferðarráðuneytisins til að greiða fyrir notkun nýrra lyfja. Til viðbótar samþykkti ríkisstjórnin um miðjan febrúar að leggja fram aukið fé til S-merktra lyfja. Markmiðið er að gera kleift að leyfa notkun á öllum þeim lyfjum sem sett hafa verið á forgangslista af hálfu Landspítalans.

Mynd 2. Starfsmenn lyfjagreiðslunefndar. Sveinbjörn Högnason, Jóna Kristín Rögnvaldsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Guðrún I. Gylfadóttir.

Frjókornum úr trjám, grasi, illgresi og blómumMygluGróum frá plöntumRykiRykmaurumDýrumÖðrum loftbornum ofnæmisvökum

BioNette hentar vel gegn: HEILSAÐU VORINULyfjalaus meðferð Auðvelt í notkunKlínískt prófað Létt og meðfærilegtÁn þekktra aukaverkana Hentar 6 ára og eldri

Bólgueyðandi ljósameðferð gegn einkennum ofnæmiskvefsBioNette er hentugt tæki sem notar ljóstækni til að draga úr einkennum ofnæmiskvefs s.s. hnerra, kláða, höfuðverk, nefrennsli, nefstí�u og tárvotum augum.

Nasal Allergy Treatment

Ljósinu er stungið upp í nasirnar, kveikt á því og haft þangað til það slokknar (um 4 mín). Má nota tvisvar til þrisvar á dag við upphaf einkenna. Síðan eftir þörfum þegar einkenni hafa lagast.

Sölustaði má finna á facebook.com/bionetteisland

Vottanir: ISO 9001 (2008), MDD 2007/47 EEC (2007), ISO 13485 (2012) Cert. Nr. 499/499CE

Fæst í apótekum

Page 26: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

26 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

styrkþegi

Ráðstefna American Society for Mass Spectrometry and Allied Topics (ASMS)St.Louis, Missouri 31. maí til 4. júní 2015.Margrét Þorsteinsdóttir og Finnur Freyr Eiríksson

Sextugasta og þriðja ráðstefna American Society for Mass Spectrometry and Allied Topics (63rd ASMS) var haldin í America’s Convention Center í St.Louis, Missouri dagana 31. maí til 4. júní 2015. Ráðstefnan var opnuð með boðs-fyrirlestri frá prófessor Jeffrey F. Gordon, Washington University, St Louis, School of Medicine með titilinum „The Human Gut Microbiome and Health Growth“. Ráðstefnan innihélt mismunandi viðfangsefni og var hægt að velja milli átta mismunandi samhliða viðfangsefna á hverjum degi. Á ráðstefnunni mátti greinilega sjá aukna áherslu á notkun massagreina á klínískum rannsóknastofum, þá hefur notkun þeirra við skurðaðgerðir einnig aukist til muna. Í dag er á stærri klínískum rannsóknastofum massagreinir, tengdur háhraða vökvagreini (UPLC-MS/MS), orðin stöðluð greiningaraðferð við skimun og greiningu á lífvísum í lífsýnum. Mikil áhersla var lögð á að auðvelda notkun massagreina og þróa hraðvirkar greiningaraðferðir í því skyni að bæta sjúkdómsgreiningar og lyfjameðferð sjúklinga.Yfir 6000 þátttakendur sóttu ráð-stefnuna, þar af voru Bandaríkja-menn í meirihluta en að þessu sinni voru yfir 25% af þátttakendum frá 69 löndum fyrir utan Bandaríkin. Það voru kynnt 384 erindi og 2.762 veggspjöld, þar af var eitt erindi og eitt veggspjald frá Íslandi. Boðið var upp á 15 mismunandi námskeið sem voru tengd massagreiningum og einnig voru um 189 fyrirtæki sem kynntu starfsemi sína. Það voru þrír aðilar frá Íslandi sem sóttur ráðstefnuna, Margrét Þorsteinsdóttir dósent, Finnur Freyr Eiríksson, doktorsnemi og Eydís Einarsdóttir doktorsnemi við

Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Eydís kynnti veggspjald á ráðstefnunni með heitinu „Treasure Hunt for Novel Bioactive Compounds at Submarine Geothermal Chimneys in N-Iceland utilizing UPLC-QTOF” og vakti það mikinn áhuga meðal þátttakenda.Það var mikill heiður að doktorsnema mínum, Finni Frey Eiríkssyni, var boðið að halda erindi á ráðstefnunni í hlutanum sem fjallaði um notkun massagreina við klínískar greiningar („clinical diagnostics“). Erindi hans bar heitið „Clinical Diagnostics of Rare Kidney Disease with UPLC-MS/MS“. Þar fjallaði Finnur Freyr um þróun á greiningaraðferð með háhraða vökvagreini tengdum tvöföldum massagreini (UPLC-MS/MS) fyrir lífmarkið 2,8-dihýróxíðadenín (2,8-DHA) í þvagi og var þróun á greiningaraðferðinni framkvæmd með fjölþátta efnatölfræði. Þetta er samvinnuverkefni með prófessor Runólfi Pálssyni og dósent Viðari Eðvarðsyni á Landspítala og „Rare Kidney Stone Consortium“. Finnur Freyr sýndi fram á að hægt er að þróa sértæka og hraðvirka greiningaraðferð með UPLC-MS/MS, sem mun auðvelda og flýta fyrir greiningu á sjaldgæfum erfðasjúkdómi, adenín-fosfóríbósýltansferasaskorti (APRT-skorti), sem leiðir oft til langvinns nýrnasjúkdóms og jafnvel lokastigs nýrnabilunar. Þar sem hægt er að meðhöndla sjúklinga með APRT-skort er mjög mikilvægt að greina þennan sjúkdóm hratt og örugglega. Niðurstöður úr þessari rannsókn munu einnig auka skilning á áhrifum líffræðilegra breyta á myndun lífvísa og áhrif virka efnisins á mismunandi sjúklingahópa. Mjög áhugaverðar rannsóknir um mikilvægi massagreina við greiningar

Finnur Freyr Eiríksson og Margrét Þorsteinsdóttir.

Page 27: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

27Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2016

FRÆÐIN

á mismunandi lífvísum og nytsemi massagreina við sjúkdómsgreiningar og stjórnun á lyfjameðferð voru kynntar af vísindahópum frá mismunandi löndum.Það var mjög áhugavert og spennandi að hlusta á fyrirlestra um notkun massagreina við skurðaðgerðir. Einn partur af ráðstefnunni fjallaði einungis um þetta efni, með heitið „MS in Surgery“. Rannsóknir voru kynntar frá fleiri vísindahópum þar sem verið er að nota massagreini til að greina á milli heilbrigðs vefs annars vegar og sýkts vefs hins vegar. Það var sýnt fram á að hægt er að nota massagreini við skurðaðgerð til að greina hversu mikið af vef þarf að fjarlægja og ef um krabbamein er að ræða var hægt að greina hvort krabbamein var til staðar í vefnum. Þetta er mjög spennandi tækni sem mun bæta greiningu og meðferð sjúklinga í framtíðinni og rannsóknahópur sem prófessor Zoltan Takats við Imperial Collage í London leiðir er að þróa þessa tækni og hafa þegar notað hana við greiningu á krabbameinsvef hjá sjúklingum við skurðaðgerðir. Þeim sem hafa frekari áhuga á þessari tækni bendum við á

myndband á vefnum; (https://www.youtube.com/watch?v=MGNjtfizYTI).Þessi ráðstefna sýndi okkur að það er mjög hröð þróun varðandi notkun massagreina á klínískum rannsóknastofum og mun þetta umhverfi sjálfsagt breytast á næstu árum. Það er því afar mikilvægt að við fylgjumst vel með þróuninni og er þessi ráðstefna mjög mikilvæg fyrir okkur til að auka skilning okkar á fræðigreininni. Þetta er einnig mjög góður vettvangur til að kynnast fræðimönnum frá öðrum löndum á þessu sviði. Við komum heim með spennandi hugmyndir varðandi notkun á massagreinum við klíník og hvernig við getum betur stýrt lyfjameðferð og fengið sértækari aðferðir við sjúkdómsgreiningu með því að nota klíníska massagreiningu.Við viljum þakka Vísindasjóði LFÍ kærlega fyrir veittan styrk.

Margrét Þorsteinsdóttir, dósent í lyfjagreiningu við Lyfjafræðideild HÍ

Finnur Freyr Eiríksson, lyfjafræðingur og doktorsnemi við HÍ.

Sextugasta og þriðja ASMS ráðstefna í St. Louis, Missouri. Borgin vel skreytt með merki ráðstefnunnar.

„The iKnife“ þróaður af Dr Zoltan Takats prófessor við Imperial College í London.

Nutraceuticals: Efficacy, Safety and Toxicity. Gupta, R. C. (ritstj.). Academic Press. 2016.

Þessi bók er náma að nýjustu upplýsingum um nánast allt sem viðkemur næringarmeðulum (nutraceuticals). Það gengur sem rauður þráður í gegnum skrif höfunda að frekari rannsókna sé þörf til að staðfesta virkni einstakra efna/vara. Það er því ljóst, að þessi efni eiga enn langt í land með að standast samanburð við eiginleg lyf en eru engu að síður afar áhugaverð. Þessi bók ætti því að vera til í öllum apótekum.

Ábending: Reynir Eyjólfsson

Áhugaverð lesning

Page 28: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

28 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2016

FÉLAGIÐ

Tímarit um lyfjafræðiÁkvörðuninni um að gefa tímaritið út á pappír hefur verið haldið og komu 3 tölublöð út árið 2015. Ritnefnd hefur áfram séð um mestalla vinnu við blaðið, prófarkarlesið allt efni, safnað auglýsingum og sett blaðið upp fyrir prentun. Þannig hefur kostnaði við blaðið verið haldið í lágmarki og útgáfan staðið undir sér með auglýsingum.

Áfram var unnið eftir þeirri ákvörðun að heimila ekki auglýsingar á lyfseðilsskyldum lyfjum í tímaritinu heldur eingöngu á lausasölulyfjum, til að blaðið megi liggja frammi þar sem það kemur almenningi fyrir sjónir, s.s. á biðstofum apóteka, heilsugæslustöðva og læknastofa. Blaðinu var dreift til allra félagsmanna LFÍ, apóteka, fjölmiðla, þingmanna, á heilsugæslustöðvar og nokkrar læknastofur. Blaðið var ýmist sent heim til lyfjafræðinga eða á vinnustað þeirra.

Ritnefnd skipuðu: Regína Hallgrímsdóttir ritstjóri, Bessi H. Jóhannesson, Brynhildur Briem, Hákon Hrafn Sigurðsson og Hákon Steinsson.

SiðanefndSiðanefnd barst ekkert erindi til úrlausnar á liðnu ári og enginn fundur var því haldinn. Siðanefnd skipuðu: Þorgils Baldursson, formaður, Gunnar Steinn Aðalsteinsson og Sólveig H. Sigurðardóttir. Varamenn voru: Jóhann Gunnar Jónsson, Klara Sveinsdóttir og Nína Björk Ásbjörnsdóttir.

SjóðastjórnSjóðastjórn hittist tvisvar á árinu til að yfirfara umsóknir sem henni hafði borist. Auk þess fundaði Sjóðastjórn til þess að ræða breytingar á reglugerðum og verklagsreglum í þeim tilgangi að auka tækifæri félagsmanna LFÍ til þróunar í starfi og sí- og endurmenntunar. Niðurstaðan var sú að leggja fram breytingu á reglugerð Vísindasjóðs fyrir aðalfund 2016.

Sjóðastjórn samþykkti 16 umsóknir en hafnaði 4 umsóknum.

Samtals var úthlutað 4.430.000 kr. úr sjóðum Lyfjafræðingafélagsins.

Yfirlit yfir úthlutanir Sjóðastjórnar má sjá hér:

Sjóðastjórn skipuðu: Hákon Steinsson formaður, Sigurlína Þóra Héðinsdóttir ritari, Margrét Rósa Kristjánsdóttir og Örn Guðmundsson meðstjórnendur ásamt Svanhildi Kristinsdóttur gjaldkera LFÍ.

Fræðslu- og skemmtinefndNefndin stóð fyrir Degi lyfjafræðinnar og Jólaballi LFÍ á árinu með miklum sóma. Um báða viðburðina var fjallað í Tímariti um lyfjafræði, 3. tbl. 2015.

Fræðslu- og skemmtinefnd hafði áform um að senda könnun til félagsmanna um þörf og óskir um endurmenntun. Því miður varð ekki af því og telur nefndin það brýnt verkefni fyrir nýja nefnd að huga að slíkri könnun. Baldur Guðni Helgason, ritari stjórnar, hefur boðið fram aðstoð sína við að koma slíkri könnun í framkvæmd. Þá var byrjað að leggja drög að fræðslufundi um nýjar sykursýkismeðferðir sem mögulega gæti orðið á vormánuðum 2016.

Nefndin hefur átt sérlega farsælt og skemmtilegt samstarf og allir lagt sitt að mörkum til að vel til tækist. Þó ber að nefna sérstaka skipulagshæfileika þeirra Guðríðar Steingrímsdóttur og Elínborgar Kristjánsdóttur sem munu skila aðgerðalista (to-do lista) fyrir næstu nefndir til að auðvelda skipulagningu viðburða.

Fræðslu- og skemmtinefnd skipuðu: Elín Ingibjörg Jacobsen, formaður, Freyja Jónsdóttir, Ingibjörg Gunnþórsdóttir, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, Nína Björk Ásbjörnsdóttir, Guðríður Steingrímsdóttir og

Uppgjör ársins 2015 frá nefndum, sjóðum og hópum innan LFÍ

Sjóður Fjöldi verkefna Úthlutun

Vísindasjóður 12 1.250.000 kr.

Vísindasjóður lyfjafræðinga sem starfa hjá ríkinu

3 180.000 kr.

Fræðslusjóður 1 2015: 500.000 kr.2016: 1.600.000 kr.2017: 900.000 kr.

Page 29: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

29Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2016

FÉLAGIÐ

Elínborg Kristjánsdóttir. Erla Hlín Henrýsdóttir var tengiliður stjórnar LFÍ við nefndina.

LaganefndÁ starfsárinu bárust 11 erindi til LFÍ frá velferðarráðuneyti og nefndasviði Alþingis sem laganefnd fékk til umfjöllunar. Laganefnd skilar umsögnum sínum til stjórnar LFÍ sem síðan sendir þær áfram í nafni félagsins.

Um var að ræða eftirfarandi flokka erinda:• Frumvarp til laga eða breytingar á lögum -

6 erindi• Drög að reglugerð - 2 erindi• Drög að Lyfjastefnu til 2020 - 2 erindi• Fundarboð vegna breytingar á lögum - 1 erindi

Laganefnd skipuðu: Ólafur Ólafsson, Finnbogi Rútur Hálfdanarson og Ólafur Adolfsson. Aðalsteinn J. Loftsson var starfandi varamaður.

LyfjafræðisafniðStarfsemi safnsins árið 2015 var með líku sniði og undanfarin ár. Safnstjórn kom saman á vikulegum vinnufundum allan veturinn eins og áður.

Halldóra Ásgeirsdóttir forvörður, ekkja Birkis Árnasonar lyfjafræðings, hefur mætt marga þriðjudaga eins og áður og aðstoðað við uppröðun og frágang safngripa. Framlag hennar er mikils virði sem ber að þakka.

Viðhaldi á safnhúsinu var sinnt, stigagangur, anddyri og eldhúskrókur voru máluð.

Safnið var opið eins og undanfarin ár frá 1. júní til 1. september en auk þess var tekið á móti 8 hópum. Gestir safnsins voru um 600.

Safnadagur var haldinn 17. maí í tengslum við alþjóðlega safnadaginn, en ekki annan sunnudag í júlí eins og verið hefur undanfarin ár. Aðsókn var frekar dræm, sennilega vegna lítillar kynningar, eins var tíminn óvenjulegur. Menningarhátíð Seltjarnarness var haldin um miðjan október og var Lyfjafræðisafnið opið helgina 17. og 18. október.

Margir gestir lögðu leið sína í safnið. Í tengslum við 25. Norræna þing Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar hélt Per Arvid Åsen, frá Noregi, fyrirlestur í safninu um minjar sem hafa fundist um þekktar nytjaplöntur við forn-leifarannsóknir á íslenskum klaustrum. Húsfyllir var á fyrirlestrinum. Á sama tíma var opnuð sérstök sýning í Urtagarðinum á tegundum og ættum plantna sem fundist hafa merki um við fornleifarannsóknir á klausturjörðum hér á landi.

Rætt hefur verið um stækkun Urtagarðsins um nokkurn tíma og hefur stjórn Urtagarðsins fengið samþykki Seltjarnarnesbæjar fyrir stækkun garðsins og er reiknað með að framkvæmdir hefjist næsta sumar.

Stjórn safnsins skipuðu: Kristín Einarsdóttir, formaður, Hildigunnur Hlíðar, Jóhannes Skaftason, Vigfús Guðmundson og Þorbjörg Kjartansdóttir. Sigurður Traustason var varamaður. Hollvinir safnsins eru Guðfinna Guðmundsdóttir og Halldóra Ásgeirsdóttir.

KjaranefndKjaranefnd skipuðu: Guðrún Björg Elíasdóttir og Þórir Benediktsson. Varamenn voru Roberto Estevez Estevez, Snæbjörn Davíðsson og Torfi Pétursson.

Kjarasamningur LFÍ og ríkisinsSkrifað var undir kjarasamning á milli LFÍ og ríkisins þann 16. nóvember og var samningurinn samþykktur með 92% greiddra atkvæða. Gildir samningurinn afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019 með fyrirvörum. Samningurinn felur í sér sambærilegar hækkanir og í öðrum kjarasamningum ríkisins eða ca 30% launahækkun séu allir þættir teknir með. Ný launatafla tekur gildi 1. júní 2016. Samninganefnd skipuðu: Guðrún Björg Elíasdóttir, Kristín Loftsdóttir, Svava H. Þórðardóttir og Þórir Benediktsson ásamt Sigríði Siemsen starfsmanni nefndar.

StarfsmenntunarsjóðurGengið var frá reglugerð starfsmenntunarsjóðs sem samþykkt var með 87% greiddra atkvæða. Rétt til úthlutunar úr sjóðnum hafa lyfjafræðingar sem

Page 30: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

30 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2016

FÉLAGIÐ

starfa hjá ríkinu. Sjóðurinn er nú mun aðgengilegri hinum almenna lyfjafræðingi en var áður nokkuð miðaður að atvinnurekanda. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, í apríl og október. Stjórn sjóðsins skipuðu: Guðrún Björg Elíasdóttir, Þórir Benediktsson og Einar Mar Þórðarson f/h ríkisins.

SjúkrasjóðurSjúkrasjóður LFÍ var tekinn til endurskoðunar. Sjóðurinn var betrumbættur hvað varðar bætur vegna veikinda barna og maka sem og greiðslur dagpeninga. Stjórn sjóðsins skipuðu: Guðrún Indriðadóttir, Svanhildur Kristinsdóttir gjaldkeri LFÍ og Örn Guðmundsson.

OrlofsheimilasjóðurNefndarmenn hafa í samráði við starfsfólk á skrifstofu LFÍ séð um að úthluta félögum orlofshúsum innanlands, auk þess sem tjaldvagnar/fellihýsi hafa staðið félagsmönnum til boða.

Bústaðurinn í eigu félagsins, Lyfjakot í Grímsnesi, er vel nýttur allt árið um kring. Í vor eru hefðbundin viðhaldsverk fyrirhuguð.

Árið 2015 bárust að venju margar umsóknir og reynt var að hafa valkostina vel dreifða um landið og framboðið sem mest. Auk Lyfjakots var boðið upp á bústað á Dalvík, við Flúðir, í Úthlíð, í Fljótunum og á Héraði. Einnig var boðið aftur upp á einn valkost á Spáni eftir nokkurra ára hlé.

Í sumar verða nokkrar breytingar á valkostunum þar sem nokkrir hafa dottið út en aðrir komið inn í staðinn. Að þessu sinni verður boðið upp á 2 íbúðir á Spáni. Búið er að úthluta öllum vikunum á Spáni.

Orlofshúsanefnd hefur fundið fyrir því að það er að verða erfiðara að leigja bústaði. Bæði hefur leigan hækkað og sumir vilja frekar leigja til styttri tíma í einu.

Í vetur hefur Lyfjakot að sjálfsögðu staðið félagsmönnum til boða og bústaðurinn verið vel nýttur. Auk þess hefur fólki staðið til boða að nýta aðra valkosti með niðurgreiðslu frá sjóðnum að ákveðnu marki.Umsóknareyðublöð fyrir sumarleigu voru send út í mars og fer úthlutunin fram í apríl. Við hvetjum alla félagsmenn til að sækja um. Yfirleitt gengur vel að úthluta fólki á þeim tíma sem það óskar eftir eða getur hugsað sér. Það á bæði við um þá sem hafa langan starfsaldur og þá sem nýbyrjaðir eru í félaginu og telja sig minni möguleika hafa á úthlutun.

Orlofsheimilasjóðsnefnd (sumarbústaðanefnd) skipuðu: Lárus Freyr Þórhallsson, formaður, Magnús Júlíusson og Arna Katrín Hauksdóttir.

Faghópur um sjúkrahúslyfjafræði innan LFÍFjöldi félaga er 51 og fjölgaði um 4 á árinu 2015.

Faghópur krabbameinslyfjafræðinga á Íslandi er starfandi undirhópur og í samstarfi við Evrópusamtök um krabbameinslyfjafræði European Society of Oncology Pharmacy (ESOP). ESOP heldur m.a. árlega tvö 5 daga námskeið, annars vegar um aseptisk vinnubrögð og hins vegar í klínískri krabbameinslyfjafræði, sem lyfjafræðingar hafa sótt. Sjúkrahúsapótek LSH tekur þátt í MASHA, rannsókn ESOP á mengun af völdum blöndunar og gjafar krabbameinslyfja og vinnu við úrbætur á því sviði. Guðrún Indriðadóttir fór sem fulltrúi á aðalfund ESOP í Hamborg í janúar 2016.

Faghópur um sjúkrahúslyfjafræði LFÍ er aðili að Samtökum Evrópskra sjúkrahúslyfjafræðinga European Association of Hospital Pharmacists (EAHP). Innan EAHP starfa 34 aðildarlönd með yfir 18.000 sjúkrahúslyfjafræðingum. Árleg félagsgjöld til EAHP eru greidd af LFÍ, 5 evrur án VSK pr. félagsmann sem skráður er í Faghópinn. EAHP er sterkur bakhjarl fyrir sjúkrahúslyfjafræðinga á Íslandi og er samstarfið mjög gott í þeim fjölmörgu verkefnum og viðburðum sem þar eru og nýtast hér heima, bæði faglega og fjárhagslega. EAHP sendir reglulega frá sér fréttabréfið „EU Monitor“ um það sem er helst að gerast innan sjúkrahúslyfjafræði í Evrópu. Félagsmenn fá fréttabréfið sent með tölvupósti en það er einnig aðgengilegt á heimasíðu EAHP (www.eahp.eu). EAHP gefur út tímaritið European Journal of Hospital Pharmacy (EJHP) í samstarfi við British Medical Journal (BMJ) og fá félagar Faghópsins fría áskrift að vef- og pappírsriti. Félagar LFÍ eru hvattir til að birta rannsóknir sínar í EJHP og skrifa um jákvæða þróun og gagnsemi starfsemi sinnar á heilbrigðisstofnunum eða s.k. „Best Practices“. EJHP nær til um 16.000 sjúkrahúslyfjafræðinga í Evrópu.

Tveir fulltrúar sóttu aðalfund EAHP í Porto, Portúgal í júní 2015, þær Eva Ágústsdóttir og Þórunn K. Guðmundsdóttir. Þetta var þriðji aðalfundur Íslands sem aðildarlands innan EAHP, skilað var inn ársskýrslu og erindi um helstu málefni sjúkrahúslyfjafræðinga á Íslandi kynnt. Til viðbótar við hefðbundin aðalfundarstörf var farið yfir mörg mál sem eru á döfinni hjá EAHP, kosningar, kynningar og vinnubúðir. Lyfjaskortur, lyfjafalsanir, þátttaka lyfjafræðinga í klínískum rannsóknum, eftirfylgni á stefnumótun EAHP o.fl. Norðurlöndin héldu stuttan fund um sameiginleg hagsmunamál landanna. Mikill áhugi er á að efla tengsl og samstarf sjúkrahúslyfjafræðinga á Norðurlöndunum, sérstaklega hvað varðar menntun, þjálfun og starfsþróun. Næsti aðalfundur EAHP verður í Prag, Tékklandi 9.-12. júní 2016.

Page 31: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

31Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2016

FÉLAGIÐ

Evrópuyfirlýsingar um lyfjaþjónustu á sjúkrahúsum sem EAHP gaf út í lok árs 2014 og eru 44 talsins, hafa nú verið þýddar á íslensku. Til stendur að kynna efnið frekar fyrir lyfjafræðingum, heilbrigðisyfirvöldum og stjórnendum heilbrigðisstofnana á Íslandi. Hægt er að nálgast gögnin á heimasíðu EAHP (http://www.eahp.eu/practice-and-policy/european-statements-hospital-pharmacy).

Innan EAHP er unnið að því að útbúa staðlaðar og viðurkenndar hæfniskröfur (e. competencies), sérstaklega með það að markmiði að sjúkrahús-lyfjafræðingar geti auðveldlega flutt sig til í starfi á milli landa innan Evrópu s.k. „Common Training Framework“ (CTF). Faghópurinn tekur virkan þátt í verkefninu og Pétur S. Gunnarsson er fulltrúi Faghópsins í því. Þátttaka í verkefninu er styrkt af EAHP.

Námskeið EAHP „From medicines reconciliation to medicines optimisation“ var haldið í september 2015 í Zagreb, Króatíu, sjá umfjöllun í Tímariti um lyfjafræði, 2. tbl. 2015. Fræðslufundur fyrir félagsmenn LFÍ um efni námskeiðsins verður haldinn á næstunni. Námskeiðið var styrkt af EAHP.

21. ráðstefna EAHP „Hospital pharmacists taking the lead - partnerships and technologies“ verður í Vín 16.-18. mars. Þórunn K. Guðmundsdóttir fer sem fulltrúi stjórnar á stjórnarfundi EAHP. Hún kynnir einnig ágrip og veggspjald samevrópskrar rannsóknar „Identification of risk factors frequently associated with medication errors - Pan-European Project for Patient Safety“ um lyfjaatvik unnin á Landspítala og í samstarfi við sjúkrahúslyfjafræðinga í Þýskalandi, Eistlandi og Ungverjalandi.

Ný stjórn 2016-2018 var kosin á aðalfundi Faghópsins þann 16. febrúar og hana skipa Þórunn K. Guðmundsdóttir formaður, Anna I. Gunnarsdóttir ritari, Elín I. Jacobsen og Sandra Björg Steingrímsdóttir meðstjórnendur og Guðrún Indriðadóttir meðstjórnandi og tengiliður Faghóps krabbameinslyfjafræðinga.

Brynhildur Briem, ritnefnd unnið úr ársskýrslu LFÍ

76th FIP World Congress of Pharmacy and Pharmaceutical SciencesBuenos Aires, Argentina28 August - 1 September 2016

Reducing the global burden of disease – Rising to the challenge

The 2016 FIP congress in Buenos Aires invites pharmacy professionals and pharmaceutical scientists from around the world to rise to the challenge of reducing the global disease burden and improving quality of life through sickness prevention and health promotion.

The professional symposia at this

congress will explore the many ways

in which you can respond to global

health needs through practice,

science and education.

We look forward to welcoming you

from 28 August to 1 September 2016

in Buenos Aires!

For more information visit:

www.fi p.org/buenosaires2016

#FIPCongress

Advert_BA_125x215_v3.indd 1 19-08-15 14:50

Page 32: Tímarit um lyfjafræði -  1. tbl.  2016

Lægra lyfjaverð fyrir þig

Við erum MylanEitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi

MY

L160301