Tengsl 2010-6 tbl

16
6 tbl. 2010 BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI FALLEGI LEIKURINN Óður til heimsmeistarakeppninnar 2010 Það sem gerir föður stórkostlegan 10 hugrenningar til eftirbreytni Að breyta lífsviðhorfum Fyrsta skrefið að betra sjálfi

description

Tengsl June 2010

Transcript of Tengsl 2010-6 tbl

Page 1: Tengsl 2010-6 tbl

6 tbl. 2010

BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI

„FALLEGI LEIKURINN“Óður til heimsmeistarakeppninnar 2010

Það sem gerir föður stórkostlegan10 hugrenningar til eftirbreytni

Að breyta lífsviðhorfumFyrsta skrefið að betra sjálfi

Page 2: Tengsl 2010-6 tbl

Á PERSÓNULEGU NÓTUNUM

Fáir viðburðir vekja jafn mikla athygli um allan heim og heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem haldin er á fjögurra ára fresti. Úrslitakeppni heimsmeistaramótsins 2006 fékk áhorf upp á 715 milljónir og hinir leikirnir, riðlakeppni og keppnin í heild hlaut 26 milljarða áhorf

– sem samsvarar því að hver jarðarbúi hafi horft á keppnina næstum því 4 sinnum. Meira að segja þeir sem allajafna sýna íþróttum lítinn eða engan áhuga laðast að sjónvarpinu þegar árangur í heimsmeistarakeppninni er á forsíðum allra blaða.

Fyrir okkur áhorfendurna getur aðdragandi að heimsmeistarakeppni tekið eitt ár, úrslitakeppni tvo tíma og fagnaðarlæti geta tekið nokkra daga en það fer eftir því hversu mikið við fylgjumst með fótbolta og hversu vel landsliði okkar gengur. Síðan snúum við okkur aftur að hversdagsleikanum. Fyrir þá sem spila, þjálfa og taka ákvarðanir á hæstu stöðum er heimsmeistarakeppnin ögurstund, hámark nokkurra ára streðs, fórna, drauma og skipulagninga.

Þetta er úrslitastund en ekki afgerandi fyrir líf leikmannanna eins og það virtist vera þegar þeir einbeittu sér algerlega að því að komast í heimsmeistarakeppnina og ná þar árangri. Í raun eru þetta þáttaskil, nýtt upphaf. Hinar raunverulegu prófraunir byrja núna. Hvernig munu hinir sigruðu taka ósigri? Gefast þeir upp eða halda áfram að reyna til þess að vinna kannski í næsta skipti? Hvaða tækifæri bjóðast sigurvegurunum og hvernig bregðast þeir við velgengni? Munu þeir nýta hana til þess að ná enn betri árangri í fótbolta eða mun hún tryggja þeim framabraut á öðrum vettvangi þegar fótboltanum sleppir eða munu þeir nýta árangurinn til þess að styðja við málefni sem þeim eru hugleikin? Á komandi mánuðum og árum munum við komast að því hverjir sigurvegararnir eru og hvernig þeir vinna úr velgengninni.

Þetta á líka við um okkur. Verið getur að við séum ekki íþróttamenn sem heimurinn fylgist með en á hverjum degi öðlumst við nýtt tækifæri til þess að kanna hver við erum í raun og veru og ákveða fyrir hvað okkar verður minnst. Hver dagur getur markað tímamót ef við viljum það. Hvað ætlar þú að gera?

Guðbjörg Sigurðardóttir

Fyrir Tengsl

6 tbl. 2010

Keith PhillipsGuðbjörg SigurðardóttirYoko MatsuokaJessie RichardsAndrew FortuneÖll réttindi áskilin.

© 2010 Áróraútgáfan

Enskur ritstjóriÍslenskur ritstjóri

Umbrot og útlitFramleiðsla

Íslensk Framleiðslawww.arorautgafan.com

[email protected]

2

Page 3: Tengsl 2010-6 tbl

11. júní 2010: Fyrsta spark í 19. heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Suður-Afríku. Hún er yfirleitt talin einn af fremstu íþróttaviðburðum heims ásamt Ólympíuleikunum en þetta er í fyrsta skipti sem hún er haldin á afrískri grund. Hundruð þúsunda heppnir aðdáendur munu geta fylgst með leikunum á íþróttaleikvöngunum sem voru byggðir eða lagfærðir í tilefni af viðburðinum og talið er að miljarðar í viðbót muni fylgjast með frama síns liðs í keppninni. Keppnin stendur í heilan mánuð og fylgjast má með henni í sjónvarpi, útvarpi og á Netinu. Þetta er veisla alls heimsins þar sem haldið er upp á „fallega leikinn“ eins og Pelé kallaði hann en Pelé hneppti heimsmeistaratitilinn ásamt liði sínu frá Brasilíu þrisvar á ævi sinni.

Mörgum okkar þykir gaman að leika okkur að því að sparka bolta með vinum. En það gegnir allt öðru máli þegar

leikin er atvinnuknattspyrna. Hverju þurftu leikmennirnir að búa yfir til þess að komast í heimsmeistarakeppnina í Suður-Afríku? Vissulega íþróttamannslegri færni en það eitt tryggði þeim ekki sæti á keppendalistanum. Enginn leikmaður er valinn til þess að vera fulltrúi lands síns í lokakeppni heimsmeistaramóts nema að hann leggi áður á sig mikla vinnu. Hver leikmaður hefur þolað strangar æfingar sem virtust aldrei ætla að taka enda, þolað meiðsli og sársauka og þurft að yfirstíga aðrar hindranir til þess að reyna að næla sér í æðstu verðlaun fótboltaspilarans. Þeir sem komast á lokastig eru komnir á toppinn í afskaplega vinsælli íþróttagrein sem mikið kapp er lagt á að komast í. Hvort sem menn vinna eða tapa gefur það til kynna stórkostlegt afrek.

Flest okkar hinna eru ekki íþróttamenn á heimsmælikvarða en við getum haft að fyrirmynd leyndardóma þeirra að velgengni eins

og haldið er fram í sjálfshjálparbókum og leiðsagnarbókum. Þessar sjálfshjálparbækur voru ekki þær fyrstu sem urðu til. Meira að segja Páll postuli vísaði til þessara leikja. Samanburður á kristindómi og afrekum í íþróttum var í huga Páls postula þegar hann ritaði: „Vitið þér ekki að þeir sem keppa á íþróttavelli hlaupa að sönnu allir en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig að þér hljótið þau. Sérhver sem tekur þátt í kappleikjum neitar sér um allt. Þeir sem keppa gera það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður sem engin vindhögg slær. Ég leik líkama minn hart og gjöri hann að þræli mínum.“1 Páll gerði það sem hann prédikaði, þannig að þegar endalok hans nálguðust gat hann sagt: „Ég hef barist góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins.“2

Eftir Ronan Keane

„Fallegi leikurinn“

1. 1 Kórintubréf 9:24–27

2. 2 Tímóteusarbréf 4:7–8

3

Page 4: Tengsl 2010-6 tbl

ORÐ PELÉ UM MIKILFENGLEIK KNATTSPYRNUNNAR

„Ég tel að ekki séu til ‚fæddir‘ fótboltamenn.“

„Velgengni er ekki tilviljun, hún er erfiði, þrautseigja, lærdómur, nám, fórn og síðast en ekki síst það að þykja vænt um það sem maður er að gera eða læra.“

„Ég er farinn að sætta mig við að líf forystumanns sé erfitt, að hann muni verða fyrir meiri meiðslum en flestir aðrir og að flest þessara meiðsla gerist ekki fyrir tilviljun.“

„Góður árangur næst með æfingu.“

„Eldmóður hefur allt að segja. Hann verður að vera þaninn og titrandi eins og gítarstrengur.“

Í lífsins leik höfum við öll tækifæri til þess að bregðast eins við. Jesús segir ekki við hina trúföstu sem hljóta laun á himnum: „Þetta er fínt – þú sigraðir í leiknum!“ Heldur segir Hann: „Gott, þú góði og trúi þjónn!“1 Hann hrósar okkur fyrir að gera okkar hluta, fyrir að leika með skapfestu og ábyrgðartilfinningu. Hann hrósar okkur fyrir að gera okkar besta sama hvaða hæfileika og verkefni Hann hefur úthlutað okkur og fyrir að elska þá sem Hann hefur sett samhliða okkur á lífsleiðinni. Það finnst mér vera fallegasti leikurinn af öllum leikjum.

Ronan Keane er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni og ritstýrir Tengslum og er jafnframt greinahöfundur.1

1. Matteus 25:21

Kannski finnst ekki betra dæmi um sambland hæfileika og þrautseigju sem einkenna íþróttamenn á heimsmælikvarða en Pelé sjálfan. Hann ólst upp í fátækt í Tres Coracoes Minas Gerais, Brasilíu. Hann vann sér inn aukapening handa fjölskyldu sinni með því að bursta skó og þróaði fótboltahæfileika sína með því að leika sér með bolta úr sokki fylltum dagblöðum. Hann var álitinn besti knattspyrnumaður allra tíma en hann ríkti yfir fótboltaleiknum í tvo áratugi og Alþjóðlega ólympíunefndin útnefndi hann besta íþróttamann 20. aldarinnar, þótt hann tæki aldrei þátt í Ólympíuleikum.

Ein hugrenning í lokin áður en ég gái að síðustu tölum í fótboltanum. Það er eðlilegt að styðja heimalið sitt en við ættum að virða framgöngu allra leikmanna án tillits til hvaðan þeir koma. Með svona fyrirkomulagi á keppni eru miklu fleiri sigraðir en sigursælir. Eftir fyrstu umferð heimsmeistarakeppninnar þarf helmingur þessara 32 liða að halda heim. Helmingur þeirra sem eftir eru eru sendir heim að lokinni næstu umferð og síðan koll af kolli þar til sigurvegararnir eru að endingu krýndir. Auðvitað eru leikmenn, sem ekki verða sigurvegarar, vonsviknir en þeir geta verið stoltir yfir því hversu langt þeir komust og hvað þeir afrekuðu.

4

Page 5: Tengsl 2010-6 tbl

Ég slakaði á í litlu kaffihúsi með útsýni yfir hafið og virti fyrir mér bátana langt úti á hafi. Allt í einu fór ég að fylgjast með samtali við næsta borð sem var nógu hávært til þess að næstum allir á veitingahúsinu gátu heyrt það.

„Hvers vegna sagðirðu honum Hinriki upp á skrifstofunni?“ spurði annar mannanna.

„Hann hafði enga tilfinningu fyrir gildismati,“ svaraði hinn maðurinn. „Alltaf þegar ég vildi ná tali af honum var hann í kaffihléi. Mér virtist hann leggja meira upp úr kaffibolla en vinnunni. Ég varaði hann við nokkrum sinnum en að lokum varð ég að láta hann fara.“

Samtalið fór að snúast um aðra hluti en ég gat ekki gleymt því sem maðurinn hafði sagt. Maðurinn, sem sagt var upp, mat kaffibolla meira en vinnuna sína.

Léttur vindur olli því að það var eins og seglbátarnir svifu yfir hafinu – líkt og þegar sumt fólk svífur yfir yfirborð lífsins án þess að þróa með sér raunverulegt gildismat. Það einblínir á þýðingarlitlu hlutina í lífinu og ýtir til hliðar hlutum sem eru sannarlega mikils virði.

Ég átti kunningjakonu sem varði mörgum árum í og lagði hart að sér við að byggja og gera upp lítið hús þar sem hún gæti átt þægilegt ævikvöld. Fáum mánuðum eftir að hún lauk verkinu varð hún mjög veik og það var sagt að hún ætti skammt eftir ólifað. Ég var í heimsókn hjá henni einn daginn og er ég sat við sjúkrabeðinn sagði hún: „Tími minn er að fjara út. Ég eyddi því litla sem ég átti í hluti sem hafa enga þýðingu á þeim stað sem ég er að fara til.“ Hún hafði öðlast tilfinningu fyrir sönnum gildum, bara of seint.

Stundum óska ég mér þess að við gætum séð alla atburði lífsins í ramma og þannig gert okkur grein fyrir endanlegum afleiðingum þeirra. Hversu miklar breytingar hefði það ekki í för með sér í lífinu! Við myndum ekki leitast við að finna afsakanir fyrir þann tíma sem við verjum í einskisnýta, þýðingarlitla hluti og við myndum ekki gefa okkur á vald smámálum þegar eilífðarmálin kalla.

Virginia Brandt Berg (1886–1968) var móðir David Brandt Berg, stofnanda Alþjóðlegu fjölskyldunnar, og víðkunnur prédikari og prestur.1

Tilfinning fyrir GildismatiEftir Virginia Brandt Berg

5

Page 6: Tengsl 2010-6 tbl

Einu sinni heimsótti ég klaustur sem var byggt á rústum rómversks virkis hátt uppi á klettahamri í sýrlenskri eyðimörk. Síðustu 300 þrepin nálægt hátindinum voru svo brött að það varð að hífa vistir með kaðalkerfi það sem eftir var leiðarinnar. Þrjú steinbogagöng efst gáfu okkur pílagrímunum til kynna að við vorum að nálgast helgistaðinn. Loks þurftum við að troðast í gegnum lítið op sem var ekki stærra en tveggja ferfeta ferhyrningur, höggvinn í klettinn. Þetta minnti mig á orð Jesú: „Auðveldara er fyrir úlfalda að fara í gegnum nálarauga en auðmann að komast í Guðs ríki.“1 Ein hefðbundin túlkun á þessum orðaskiptum er sú að Jesús hefði skírskotað til lítils hliðs í múr Jerúsalems sem gekk undir heitinu Nálaraugað. Til þess að úlfaldi gæti farið um það hlið varð að taka af honum allar klyfjar og ýta, toga og kjassa svo hann kæmist í gegnum hliðið. Til þess að geta troðið mér gegnum þetta op varð ég að taka farangurinn af mér en samt var ekki auðvelt að komast í gegn. Einmitt þá fór þota hjá svo hátt yfir höfðum okkar að hún sást aðeins af slóðanum sem hún skildi eftir sig á himinblámanum

vita hvers vegna hann dveldist á þessum útkjálka svo langt frá siðmenningunni.„Ég hef nú dvalið hér í tvö ár,“ sagði hann með skemmtilegum hreim. „Mér vegnaði vel og var aðalbókari fyrir virt fyrirtæki í Frakklandi, með þeim aukaþóknunum sem fylgja vellaunuðu starfi.“„Hvað olli því að þú slepptir öllu þessu,“ spurði ég.„Mig skorti lífsfyllingu. Dag einn þegar ég sat í kapellu sá ég sýn sem olli því að ég gerði mér ljóst að ég hafði ranga hluti í forgangi. Ég þurfti að þjóna öðrum. Þess vegna er ég hér.“Þýskur ferðamaður blandaðist í samræðurnar og brátt fórum við að tala um ólán heimsins eins og við höfðum upplifað það og um hugmyndir okkar til að bæta það. Klukkustundir liðu hjá.Þetta kvöld var okkur boðið að vera viðstödd messu saman undir sprungnu lofti með málverki af himnaríki og helvíti, dýrðlingum og syndurum. Að því búnu fengum við einfalda máltíð og vorum síðan látin hugleiða í eina klukkustund í einrúmi.Næsta dag þegar ég fór leiðar minnar tilbaka niður í dalinn horfði ég á hæðirnar í kring þar sem þær teygðu sig út í

AthvArf fyrir hugleiðsluEftir Curtis Peter van Gorder

– hljóðlát áminning um hversu fjarri við vorum frá hraða og hávaða heimsins sem við höfðum yfirgefið.Þetta var ekki klaustur fyrir einbúa, heldur athvarf fyrir þá sem vildu komast burt frá heiminum um tíma til þess að hressa við andann og endurnýja sýn sína á umheiminum til þess að geta lagt meira af mörkum þegar þeir kæmu tilbaka. Einn dvalargestanna, förumunkur, var nýkominn af Heimssýningunni um hagfræði sem honum hafði verið boðið til sem andlegur leiðtogi.Klaustrið býður alla velkomna sem leita að andlegri hugsvölun. Í þrjátíu manna hópnum, sem ég var í, var fólk af ýmsum trúarbrögðum og af u.þ.b. tíu þjóðernum. Það kostar ekkert að gista þar og borða, aðeins er beðið um að dvalargestir hjálpi til við húsverkin og virði tíma annarra til hugleiðslu.Þegar inn var komið vorum við boðin velkomin með teglasi og var okkur frjálst að spjalla og horfa á útsýnið. Þegar við fórum að kynnast hvert öðru þróaðist brátt vinskapur á milli okkar þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. Þar sem ég sat við borð fór ég að tala við einn af sjálfboðaliðunum sem var franskur. Hann var um tvítugt og mér lék forvitni á að

66

Page 7: Tengsl 2010-6 tbl

Það sem við verðum hér í jarðlífinu hefur enga merkingu nema það sé gert í þágu annarra. Okkur eru gefnar gjafir og hæfileikar til þess að hjálpa okkur að þjóna. Þegar við þjónum verður andlegur vöxtur.

Við erum á jörðinni til þess að hjálpa hvert öðru og annast hvert annað, til þess að skilja, fyrirgefa og þjóna hvert öðru. Við erum á jörðinni til þess að bera elsku til allra.

—Betty J. Eadie, höfundur bókarinnar Embraced by the Light

fjarskann. Náttúran talaði meira til mín en daginn áður þegar ég fór upp hæðina og hugurinn var fullur af eftirsókn eftir vindi. Ég ímyndaði mér að vatn flæddi um þurra árfarvegina og fossaðist niður þverhnípið í þrumandi mikilfengleik. Ef það rigndi væri það sannarlega kraftaverk. Það hafði ekki rignt í fjögur ár.Landslagið virtist lífvana en þegar maður gáði betur var hægt að sjá alls kyns líf í hinum bratta halla – skóf, frábær lítil villiblóm og einstaka eyðimerkurdýr, allt verur sem börðust fyrir lífi sínu. Jafnvel þegar líf okkar virðist jafn þurrt og hrjóstrugt og þessar hæðir þar sem á yfirborðinu virðist lítið líf, þá starfar Guð þar.Þegar ég kom að botni dalsins ákvað ég að verja nokkrum mínútum á dag í að búa til helgidóm í hjarta mínu. Ég hafði lært að list hugleiðslunnar fer ekki eftir staðnum. Hún er rósemd hjartans og hugans sem finnst með því að tengjast Skapara sínum án tillits til þess hvernig umhverfið er.

Curtis Peter van Gorder er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni á Indlandi.1

Við erum á jörðinni til þess að elska

1. Markús 10:25

7

Page 8: Tengsl 2010-6 tbl

Stundum leyfum við ekki krafti Guðs að starfa í lífi okkar vegna þess að okkur skortir trú. Við lítum of mikið á hlutina út frá eigin sjónarhóli í stað þess að horfa á þá frá sjónarhóli Guðs. Afstaða okkar litast um of af jarðneska sviðinu. Þegar við erum í þeirri stöðu er kominn tími til að breyta afstöðu okkar til ýmissa hluta.

Skilgreiningin á lífsviðhorfi er sú að hún er röð skoðana eða hugsanamynsturs sem ákvarða hegðun okkar og viðhorf. Þetta merkir að afstaða okkar til hlutanna, viðhorf, hugsun og ályktun ákvarða hegðun okkar. Stór þáttur í því að taka framförum er að losa okkur við lífsviðhorf sem heldur aftur af okkur og taka á móti nýrri afstöðu sem mun hafa jákvæð áhrif á hegðun okkar og viðhorf. Við höfum öll nokkur neikvæð viðhorf og við þurfum að finna út hver þau eru og keppast við að breyta þeim í jákvæð viðhorf.

Íhugið söguna um tvo sölumenn sem fyrirtæki sendi til Afríku. Annar sölumannanna skrifaði til aðalstöðvanna heima: „Hér klæðist enginn skóm“ og hann sendi inn uppsagnarbréf. Hinn sölumaðurinn var spenntur yfir möguleikunum og skrifaði: „Hérna þurfa allir á skóm að halda.“

Lífsviðhorf annars náungans og neikvæð viðhorf leiddu til

Að breyta lífsviðhorfumþess að hann sagði upp vinnunni. Afstaða hans til aðstæðna var röng og þessi afstaða hafði áhrif á hegðun hans sem í þessu tilviki var að gefast upp í örvilnan. Berið þetta saman við hinn náungann sem hafði jákvæða afstöðu. „Allir þurfa á skóm að halda!“ Hvílíkur munur! Jákvæða afstaðan leiddi til trúar. Þar sem annar maðurinn sá ómögulegar aðstæður sá hinn endalausa möguleika. Það er greinilegt að afstaða okkar hefur áhrif á viðhorf okkar og það sem meira er hegðun okkar.

Mikilvægt er að losa okkur við neikvæð lífsviðhorf, sem halda aftur af okkur, og í staðinn þiggja nýja, jákvæða afstöðu til lífsins sem mun breyta hegðun og hæfni til hins betra. Til þess að fá sem mest út úr lífinu og endurgjalda sem mest ættum við að einblína á ótakmarkaðan kraft Guðs sem Hann hefur fært okkur okkur til ráðstöfunar. Þegar við gerum það sjáum við möguleikana í stað vandamálanna. Sú jákvæða afstaða mun hjálpa okkur að ganga fram á jákvæðan, trúarlegan hátt – eins og stendur í Matteusarguðspjalli: Með trúnni „verður yður ekkert um megn.“1

Peter Amsterdam og kona hans, Maria Fontaine, fara fyrir Alþjóðlegu fjölskyldunni.1

„Já, Mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir og yðar vegir ekki Mínir vegir,“ segir Drottinn. „Heldur svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru Mínir vegir yðar vegum og Mínar hugsanir yðar hugsunum.“—Jesaja 55:8–9

Eftir Peter Amsterdam

1. Matteus 17:20

8

Page 9: Tengsl 2010-6 tbl

Það er eitthvað athugavert við samband mitt við hluti. Ég tel að sumt fólk eigi allt of mikið af hlutum – til dæmis fólk sem getur ekki troðið einum hlut í viðbót í bílskúrinn eða skápana, þannig að það leigir geymslu fyrir umframhlutina. Þegar ég flutti nýlega þurfti ég að ákveða hvað gera skyldi við margt af því sem ég hef sankað að mér frá síðustu flutningum. Æ, æ, þá gerði ég mér ljóst að ég var vissulega orðinn einn af „þessu fólki“ – hlutasafnari!Ég tel að stór hluti vandans sé vegna efnishyggju sem er svo áberandi nú á dögum. Í hvert skipti sem við horfum á sjónvarp, hlustum á útvarpið eða lesum tímarit dynja á okkur auglýsingar varðandi nýjustu og bestu vörurnar sem þú verður að kaupa og þessar auglýsingar eru áhrifaríkar. Tökum rafeindatæki sem dæmi. Um leið

HlutirEftir Martin McTeg

og flatskjáir eða nýjar gerðir af flötum fartölvum eða farsímum koma fram á sjónarsviðið, vilja allir eignast þetta nýja dót og stórgerðari tækjum er komið fyrir í bílskúrnum eða skápum með öllum hinum hlutunum.Það eru fleiri annmarkar á þessu hugarfari efnishyggju. Einn er sá að þú gætir hætt að meta gildi hlutanna sem þú hefur ef þú átt of mikið af þeim.Jesús setti „hluti“ í samhengi þegar hann sagði: „Gætið yðar og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum, þótt auðugur sé.“1

Annað við hluti er að þegar sumt fólk hefur of mikið af þeim er til annað fólk sem skortir grundvallarhluti í lífinu. Sorglegt!Ef svo vill til að þú finnir hjá sjálfri/um þér einkenni „hluta“-sjúkdómsins eins og ég, skaltu

ekki hafa áhyggjur. Það er til lækning, a.m.k. á persónulegu plani. Þú gætir gaumgæft alla hluti, sem þú átt, og ákveðið hvaða hluti þú notar og þarfnast í raun og veru og gefið afganginn til líknarsamtaka, þurfandi nágranna eða vinar. Eins og Jesús sagði við ungan, ríkan mann: „Sel allt sem þú átt og skipt meðal fátækra og munt þú fjársjóð eiga á himnum.“2

Þú verður ánægð/ur með árangurinn. Allt í einu virðist heimili þitt stærra og skipulagðara og líf þitt virðist síður einkennast af drasli.Mundu það sem Jesús sagði: „Sælla er að gefa en þiggja.“3 Þegar við gefum umframhluti af örlæti, söfnum við blessunum Guðs, bæði í þessu lífi og í eilífðinni.

Martin Mc Teg er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Bandaríkjunum.1

1. Lúkas 12:15

2. Lúkas 18:22

3. Postulasagan 20:35

9

Page 10: Tengsl 2010-6 tbl

Sakkeus horfði út um gluggann til vesturs.

Sjávaröldurnar stigu léttan dans þar sem þær spegluðu gulbrúna birtu glóandi sólarinnar sem hneig í bláan sæinn. Það var sólsetur, lífi hans var að ljúka og það var kominn tími til að gera úttekt. Lífið hafði verið fullnægjandi og ríkulegt og hann brosti þegar hann minntist liðinna daga. Að sjá ánægju á andliti barns, sjá von koma í stað örvæntingar, trú koma í stað efa; lofsyngja kærleika Guðs til barna sinna – þetta voru minningar sem voru Sakkeus dýrmætar. En lífið hafði ekki alltaf verið með þeim hætti…

„Landráðamaður!“„Ótýndur þjófur!“„Þorpari!“Sakkeus var vanur því að

fólk uppnefndi hann í laumi og stundum opinskátt. Meira að segja voru betlarar tregir til að þiggja ölmusu frá honum. Það var óviðeigandi miðað við að hann var ríkur maður en trúarhöfðingjarnir bönnuðu hinum fátæku að þiggja ölmusu frá honum. Minnkunin, sem hann varð fyrir af hendi þjóðar sinnar, hafði ekki stöðvað hann er hann tók að starfa fyrir rómversku sigurvegarana og vinna sig upp í stöðu yfirskattheimtumanns – hann var valdamaður sem bjó við allsnægtir en ekki vinsældir.

Hvað sem það nú var sem fékk hann til þess að safna auði,

þá hafði það tekist. Hann hafði átt tómlega, kærleikslitla ævi. „Hégómi, hégómi, til hvers að streða?“ hafði hann oft spurt sjálfan sig með orðum Salómons sem virtist vera að lýsa lífi Sakkeusar þegar hann ritaði: „Því allir dagar hans eru kvöl og starf hans er armæða. Jafnvel á næturnar fær hjarta hans eigi hvíld.“1

Þennan dag hafði forvitnin náð tökin á honum. Eins og aðrir íbúar Jeríkó hafði hann heyrt sögur um þennan rabbína-gest – meira að segja frásagnir af kraftaverkalækningum hans. Flest fólkið, sem þrammaði sömu leiðina, var ef til vill að vonast eftir kraftaverki; þessu velti hann fyrir sér. Þegar sífellt bættist við fólk í mannþröngina urðu möguleikar hans á að sjá gestinn sífellt minni. Þar eð hann var smávaxinn var engin leið til þess að sjá yfir þyrpinguna nema ef honum tækist að finna stað sem veitti góða yfirsýn.

Þá tók hann eftir risavöxnum garðahlyn sem óx við götuna. Það var ekki erfitt að klifra upp í hann og brátt var Sakkeus á stað þar sem hann gat séð hóp af fólki fara hægt eftir götunni. Miðdepill athyglinnar var maður með góðlegan en ákveðinn svip.

Þegar hópurinn kom að trénu kallaði maðurinn upp til hans: „Sakkeus, komdu ofan. Mig langar að hitta þig. Tak mig heim til þín.“

Fjársjóðir á himnum Eftir Abi F. May

10

Page 11: Tengsl 2010-6 tbl

Mörg ár voru liðin frá þeim degi er óvænti gesturinn kom í kvöldmat. Á þeim tíma vissi Sakkeus ekki hversu þýðingarmiklar stundir þetta voru en þegar hann horfði núna til baka gerði hann sér ljóst að þær breyttu ekki aðeins honum heldur sambandi hans við alla sem hann hitti upp frá því.

Orð Kennarans höfðu smogið inn í hjarta Sakkeusar. Hann vissi þá þegar hversu hégómlegt líf hans var en nú gerði hann sér í fyrsta skipti ljóst að eitthvað var við því að gera. Áður en kvöldið var liðið hafði hann heitið að gefa hálfan hluta eigna sinna. Það var ekki lítil upphæð né heldur innantómt loforð. Hann stóð við orð sín og endurgreiddi fólki sem hann hafði haft of mikla skatta af. Reyndar bætti hann fyrir fyrri óráðvendni með því að fjórfalda þá upphæð sem hann hafði svikið fólkið um.

„Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu,“ sagði Kennarinn við hann. „Safnið yður heldur fjársjóðum á himni. Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“2 „Aflið yður eigi þeirrar fæðu sem eyðist, heldur þeirrar fæðu sem varir til eilífs lífs og Mannssonurinn mun gefa yður.“3 Með slíkum ráðleggingum varð skattheimta til auðgunar hjómið eitt. Það tók svolítinn tíma en

þegar tímar liðu fram gat Sakkeus fetað í fótspor Kennara síns. Hann lærði að æðsta boðorðið var að elska Guð og náungann. Hann fylgdi þessari slóð ósérplægni það sem eftir var ævinnar.

Sólin var að ganga til viðar. Sakkeus lokaði augunum í síðasta sinn. Hann fór mjög hljóðlega úr þessum heimi yfir í þann næsta. Gyllt sólarupprás heilsaði honum og Frelsarinn, sem hann hafði elskað frá því að fundum þeirra bar saman á rykugum vegi fyrir margt löngu, var nærstaddur.

2

Samkvæmt hefðum og ritum Clements af Alexandríu (150-215) var Sakkeus samstarfsmaður Péturs postula og þegar tímar liðu fram var hann skipaður biskup yfir Caesareu.

„Fjársjóðir á himnum“ byggist á Lúkasarguðspjalli 19:1-10. Abi F. May er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni og er einn af greinahöfundum Tengsla.1

Eftir Abi F. May

„Í dag hefur hjálpræði hlotnast húsi þessu… Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það.“—Jesús, Lúkas 19:9–10

SPURNINGAR OG SVÖR

1. Prédikarinn 2:23

2. Matteus 6:19–21

3. Jóhannes 6:27

4. Matteus 22:37–40

11

Page 12: Tengsl 2010-6 tbl

Sp. Ég veiT að vandamál eru hluTi af lífinu en Ég virðisT ekki geTa hafT sTjórn á vandamálum mínum svo að Ég geTi mÉr um frjálsT höfuð sTrokið. hvernig geT Ég sigrasT á vandamálunum áður en þau sigra mig?

Sv. Harmur þinn líkist harminum sem Davíð konungur tjáði sig um: „Ó, að ég hefði vængi eins og dúfan, þá skyldi ég fljúga burt og finna hvíldarstað.“1 Þessi ósk um að losa sig við vandamál og áhyggjur um stund og finnast maður verða frjáls er þrá sem allir finna einhvern tímann fyrir. Því miður er engin auðveld töfralausn sem lætur vandann einfaldlega hverfa. Það sem við getum gert er að læra að hafa stjórn á áhrifunum sem vandamálin, bæði þau raunverulegu og þau ímynduðu, hafa á okkur. Trygg leið til þess að styrkja andann er að einblína á lofgjörð og þakklæti til Guðs, jafnvel

Guð sér hlutina öðruvísi en við.1 Samúelsbók 16:7Jesaja 55:8–9Sálmarnir 92:5Rómverjabréfið 11:34

Við ættum að reyna að sjá hlutina frá sjónarhóli Hans.

Jóhannes 7:24

Að öðlast betri

Sálmarnir 19:9–10Filippíbréfið 2:5Kólossubréfið 3:2

Guð getur opinberað hugsanir sínar fyrir okkur.Matteus 11:25Sálmarnir 139:171 Matteus 2:16 Jeremía 33:3

Ef þú hefur enn ekki tekið á móti gjöfinni frá Jésú sem inniheldur eilíft líf og hafið við Hann persónulegt samaband þá getur þú það nú þegar með því að fara með þessa bæn:

Jésús, þakka þér fyrir að fórna lífinu fyrir mig. Ég bið þig núna að koma inn í hjarta mitt, fylla mig með einstakri gleði þinni og gefa mér eilíft líf. Amen.1

á erfiðleikatímum. Sama hversu illa gengur eða hversu vonlaus staðan virðist vera er alltaf hægt að finna eitthvað sem hægt er að vera þakklát/ur fyrir, ef maður gáir vel að – ekki síst vegna þess að Guð er viðbúinn að sanna sig og „er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.“2

Þessi jákvæða lofgjörð mun gera byrði þína léttari og hjálpa þér að bera hana. Þessi afstaða veitir innblástur og endurnýjaðan kraft. Hún veitir þér vængi til þess að hefja þig yfir vandamálin og efann, óttann og áhyggjurnar sem fylgja vandamálunum. Hún lyftir anda þínum ofar jarðsviðinu og upp á himneska sviðið. Jafnvel þótt hún láti ekki endilega vandamálin, sem þú stendur frammi fyrir, hverfa þá veitir hún þér miklu betri yfirsýn og þú munt sjá þau í samhengi – himnesku samhengi sem er innblásið af trú og heitir þér jákvæðum árangri sem Guð lofar þeim sem elska Hann.31

F R Ó Ð L E I K S M O L A R LITI Ð Á HLUTINA FR Á SJÓNARHÓLI GUÐS

yfirsýn

1. Sálmarnir 55:6

2. Sálmarnir 46:1

3. Sjá Rómverjabréfið 8:28

12

Page 13: Tengsl 2010-6 tbl

Í grein sinni “Tími fyrir helgistað” lýsir David Brandt Berg sýn sem hann sá þar sem hópur fólks var staddur í stóru herbergi með glerhvelfingu sem líktist miðlægum, hringlaga sal í stórri byggingu.

Fólkið stóð hljótt og horfði gegnum hvelfinguna á stjörnum prýddan himininn og andaði að sér himnesku lofti sem barst niður um gat efst í hvelfingunni og það heyrði himneska tónlist. Á meðan þeyttist annað fólk um í hliðarálmunum, slítandi sér út og virtist óvitandi um hvað væri að gerast í hringlaga salnum. Berg útskýrði þetta fyrir okkur. Fólkið fékk hlutdeild í anda Guðs í bæn um leið og það hlaut hressingu og endurnærðist. Hann ritaði efirfarandi:

„Við myndum ekki hafa áhyggjur og kvarta eins og raun ber vitni ef við værum í meiri samvistum við Drottin og litum upp á stjörnum prýdda hvelfinguna og önduðum að okkur þessu himneska lofti og heyrðum þessa fögru tónlist. Við myndum finna sálum okkar frið og hvíld. Það myndi endurnýja okkur og veita okkur ferskan innblástur, nýjan styrk, frið og gleði.“

„Jesús getur strokið burt allan ótta og öll tár. Hann veitir svolitla hvíldarstund þegar þið einbeitið ykkur að Honum.1 Hann getur leyst öll vandamál ykkar í einu litlu vetfangi. Hann getur endurnært anda ykkar með einum djúpum andardrætti. Hann getur skýrt allar hugsanir ykkar með aðeins einum tóni af himneskri tónlist.“

„Eruð þið of önnum kafin? Er vinna ykkar of mikilvæg til þess að staldra við í fáeinar mínútur og öðlast innblástur og upplífgun frá himnum? Verið getur að þessir hlutir, sem þið eruð upptekin af, séu mikilvægir en þið öðlist aldrei styrkinn og innblásturinn, sem þið þarfnist til þess að vinna þessa vinnu, nema þið farið í hringlaga salinn í anda og fáið hleðslu frá Drottni.“

„Allt sem þið þurfið að gera er að eiga stund með Drottni á hvaða tíma sem er, hvar sem þið eruð stödd og hvað sem þið eruð að gera. Verjið aðeins fáeinum hljóðum andartökum með Drottni. Lítið upp. Búið til helgistað í hjartanu.“

2Finnið hljóðlátan stað, leggið vinnu ykkar og áhyggjur til hliðar

í nokkrar mínútur; lokið augunum og ímyndið ykkur að þið séuð í helgidóminum undir hvelfingunni. Dragið andann djúpt. Finnið hvernig álag og streita hverfa.

Þessi æfing byggist á „Tími fyrir helgistað“ eftir David Brandt Berg sem birtist í bókinni “God Online” sem hægt er að nálgast gegnum þær upplýsingar sem gefnar eru upp á blaðsíðu 2.1

Tími fyrir helgistað

Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn, beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs sem er æðri öllum skilningi mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi.—Filippíbréfið 4:6–7

Andleg æfing

1. Jesaja 26:3

13

Page 14: Tengsl 2010-6 tbl

Einum degi mun ég aldrei gleyma. Hann var fyrir sjö árum, viku áður en ég varð 12 ára. Hann rann upp og virtist ætla að verða ósköp venjulegur dagur.

Það að sjá fram á að verða 12 ára virtist krefjandi og jafnvel ógnvænlegt. Í nokkrar vikur höfðu leynst í huga mér spurningar og órói sem ég hafði ekki fundið fyrir áður. Myndi þessi afmælisdagur þýða að ég gæti ekki lengur gert vissa hluti sem mér fannst gaman að gera í æsku? Átti ég að koma öðruvísi fram – þar sem ég var skyndilega orðin “fullorðin” og “þroskuð?” Ég var ekki einu sinni viss um hvað þessi orð merktu. Ég var áttavillt og án vísbendinga.

Þetta síðdegi fórum við pabbi í göngutúr og þá herti ég loks upp hugann og spurði þessara stóru spurninga. Svör pabba, sem voru einföld og viturleg, gerðu meira en að þurrka burt kvíðann í sambandi við afmælisdaginn, þau urðu mér hjálp við að móta líf mitt upp frá því.

Pabbi fullvissaði mig um að 12 ára afmælið merkti ekki að ég myndi fullorðnast á einni nóttu eða að ég gæti ekki framar notið einfaldra skemmtana bernskunnar. Heldur útskýrði hann að við ættum aldrei að vaxa upp úr því að kunna að meta og njóta smárra hluta í lífinu sem væri hluti af æskunni, hversu gömul sem við verðum. Mér til undrunar fræddi hann mig um að þroski hefði ekkert að gera með að látast vera eldri en maður er eða ganga í augun á fólki. Sannur þroski væri að hugsa meira um hag annarra en hag sjálfs sín; hann væri að horfa á heiminn óeigingjörnum augum og reyna að koma auga á hvernig byggja mætti aðra upp og hafa góð áhrif á þá. Setja sig í fótspor annarra og sýna þeim skilning og samúð. Í stuttu máli að vera kærleiksrík og segja: “Þú í fyrsta sæti”, í stað “ég í fyrsta sæti.”

Evelyn Sichrovsky er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Taívan..1

Góða ráðið hans pabba Eftir Evelyn Sichrovsky

Þetta myndar sanna gleði í lífinu: Að vera notaður í tilgangi sem maður viðurkennir sjálfur að sé máttugur. Að vera afl náttúrunnar í stað þess að vera æstur, eigingjarn auli, fullur af krankleika og gremju, kvartandi yfir því að veröldin vilji ekki fórna sér fyrir hamingju manns. Ég tel að líf mitt tilheyri öllu samfélaginu og allt til enda eru það forréttindi að gera það sem ég megna fyrir það. Ég held á ágætis kyndli um stund og mig langar til þess að hann brenni sem skærast þar til ég gef hann komandi kynslóðum.—George Bernard Shaw

sönn gleði

Evelyn ásamt föður sínum á 17 ára afmælinu.

14

Page 15: Tengsl 2010-6 tbl

Manstu hvernig faðirinn (í dæmisögunni um týnda soninn) brást við þegar sonurinn kom aftur heim?1 Flýtti hann sér á móti honum og þefaði af andardrætti hans til þess að vita hvort hann hefði neytt áfengis? Nefndi hann hversu illa sonurinn hefði verið til fara? Gagnrýndi hann hversu rytjulegt hárið á honum væri og neglurnar óhreinar? Spurði hann um stöðuna í peningamálunum? Auðvitað ekki. Hann faðmaði strákinn – faðmlag sem tjáði ást og viðurkenningu.Þessi saga um kærleika föður er gerð ódauðleg í Biblíunni fyrst og fremst, að því er ég tel, til þess að segja okkur hvernig Guð tekur á móti okkur. Ættum við ekki meðvitað að nýta okkur þetta fordæmi í samskiptum við börnin okkar? Höfum við efni á að láta undir höfuð leggjast að gefa börnum okkar knús á hverjum degi sem merki um kærleiksríka viðurkenningu?Þessi kærleikur getur orðið þráður í hlýju teppi sem sérhvert foreldri getur ofið fyrir börn sín - teppi kærleika sem tekur hvert barn gilt eins og það er. Slíkur kærleikur nemur ekki staðar heldur aðstoðar unglinginn við að klifra hærra og hærra í átt að áætluninni sem Guð hefur fyrir hvert líf.

—Dr. Bob Pedrick

Einn faðir hefur meira gildi en 100 kennarar.—George Herbert

Þegar ég var barn sagði faðir minn dag hvern: „Þú ert dásamlegasti drengur í heimi og þú getur gert

PUNKTAR TIL ÍHUGUNAR

Faðir minn sagði mér ekki hvernig lifa skyldi lífinu; hann var til og lét mig horfa á hvernig hann fór að.

—Clarence Budington Kelland

Börn manns og garður hans gefa til kynna hversu miklum tíma er varið í að reyta illgresi á vaxtartímanum.

—Höfundur óþekktur

Litlir strákar verða stórir menn fyrir áhrif frá stórum mönnum sem láta sér annt um litla stráka.

—Höfundur óþekktur 

Það er til eitthvað sem líkist gullþræði sem hnykklast eftir orðum manns er hann talar til dóttur sinnar og smám saman verður þráðurinn nógu langur til þess að þú getir fangað hann og ofið í vefnað sem vermir eins og sjálfur kærleikurinn.

—John Gregory Brown

Faðir er virtur vegna þess að hann veitir börnum sínum aðhald.

Faðir er metinn að verðleikum vegna þess að honum er annt um börnin sín.

Faðir er mikils metinn vegna þess að hann gefur börnum sínum tíma.

Faðir er elskaður vegna þess að hann gefur börnum sínum hlut sem þeim finnst dýrmætastur – sjálfan sig.

—Höfundur óþekktur1

Það Sem Gerir Föður StórkoStleGan

hvað sem hugur þinn stendur til.“ — Jan Hutchins

Faðir getur orðið enn betri faðir ef hann gefur sér tíma til þess að íhuga föðurhlutverkið í önn dagsins. —Jack Baker

Faðir minn gaf mér bestu gjöf sem ein manneskja getur gefið annarri manneskju: Hann trúði á mig.—Jim Valvano 1. Lúkas 15:11–24

15

Page 16: Tengsl 2010-6 tbl

Í fyrstu þegar þú tekur á móti Mér inn í líf þitt og ferð að kynnast Mér, fyllistu djúpri, ákafri hamingju. Pétur postuli lýsti þessu með orðunum: „(Þér) fagnið með óumræðilegri og dýrlegri gleði.“1

Þegar Ég dó á krossinum greiddi ég verðið fyrir syndir heimsins – þar með talið fyrir hvern óréttlátan verknað sem þú hefur framið.Vegna þessa gjörnings mun sérhver, sem trúir á Mig og tekur á móti Mér, lifa að eilífu – þú ert meðal þeirra. Þegar þú skilur hvað það merkir, þegar þú gerir þér ljóst að allt er fyrirgefið, að Ég elska þig skilyrðislaust, að Ég mun vera til staðar fyrir þig hvað sem á gengur, að Ég mun aldrei gefast upp á þér og hvernig sem líf þitt fer muntu geta hlakkað til eilífrar hamingju í fullkomnum heimi – vegna þessa skaltu vera glöð/glaður og spennt/ur!Hamingjan felst í því að vita að nagandi vandamál og ófullkomleiki þessa heims mun brátt hverfa og síðan mun allt verða fullkomið í kærleika. Þú kemst að því með því að einbeita þér að Mér og mætti Mínum og fyrirheitum. Ef þú hefur upplifað þá gleði í fortíðinni en síðan misst hana einhverra hluta vegna geturðu fundið hana aftur með sama hætti. Hugsaðu aðeins um Mig, um allt sem Ég hef gert fyrir þig og allt sem Ég hef lofað þér. Ég sagði við fyrstu lærisveina Mína: „Þetta hef ég talað til yðar, til þess að fögnuður Minn sé í yður og fögnuður yðar sé fullkominn,“2 og þessi sama gleði getur veist þér.

KÆRLEIKSBOÐSKAPUR JESÚ

1. 1 Pétursbréf 1:8

2. Jóhannes 15:11

Uppspretta gleðinnar