Eystrahorn 38. tbl. 2010

6
Fimmtudagur 21. október 2010 www.eystrahorn.is Eystrahorn 38. tbl. 28. árgangur Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús www.eystrahorn.is Nýverið voru á ferð um sveitarfélagið Hornafjörð leiðsögunemar frá Mennta- skólanum á Egilsstöðum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér þjónustu og afþreyingu sem er í boði hér á svæðinu og að sjálfsögðu til að læra og æfa sig fyrir komandi starfsvettvang. Nemendur hér eru fjórir og stunda námið í fjarnámi. Þeir tóku að sér að skipuleggja ferðina frá Djúpavogi að Jökulsárlóni. „Við fórum til móts við nema að austan á Djúpavog. Þar var okkur tekið sem höfðingjum, okkur sagt frá og sýnt það sem er að gerast hjá nágrönnum okkar á Djúpavogi og satt að segja þá vorum við hálf hissa hversu mikil orka, kjarkur og vilji er í þessu litla sveitarfélagi. Það hefur sannarlega ekki alltaf verið lens og oftar en ekki blásið hraustlega á móti á Djúpavogi eins og við hér á Hornafirði vitum svo ljómandi vel. Í þessu litla samfélagi sannast það enn og aftur að ef samstaða er góð meðal íbúa þá er bókstaflega allt hægt. Það hlýtur að hafa þurft grettis- tak eða tvö til að koma á fót öllu því sem þarna er í boði fyrir ferðafólk jafnt sem heimamenn. Við hvetjum alla sem þarna eiga leið um að gefa sér tíma til að sækja þessa frábæru nágranna okkar heim ,það verður enginn svikinn af því. Eftir heimsókn okkar fyrir austan var brunað um Hornafjörð og víða komið við. Auðvitað var reynt að kynna fyrir leiðsögumönnum framtíðarinnar allt sem í boði er hér um slóðir. En auðvitað er það nú svo að eitthvað verður útundan þrátt fyrir góðan ásetning þegar tíminn er naumur, einn og hálfur dagur dugir hreint ekki til að komast yfir að skoða allt það sem við höfum uppá að bjóða hér. En það er skemmst frá því að segja að allsstaðar sem við komum var tekið á móti okkur með þvílíkum myndarbrag að við héðan úr Hornafirði urðum svo upppumpaðar af stolti að það jaðraði við mont. Það var sama við hvern við töluðum, allir voru tilbúnir, þrátt fyrir miklar annir, að opna söfn, gefa okkur að smakka framleiðsluna sína, kynna starfssemina sem fram fer á hverjum stað, gera vel við okkur í mat og gistingu, sigla með okkur og þar fram eftir götunum. Það má ekki gleymast í þessari upptalningu hversu vel er að fjarnámi í FAS staðið, þar innan dyra leggjast allir á eitt að auðvelda okkur sem erum þarna á kvöldin að rembast við að ná okkur í menntun að gera okkur aðkomuna að náminu eins létt og mögulegt er og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Með þessum stutta pistli viljum við koma á framfæri bestu þökkum til allra sem gáfu sér tíma til að taka á móti okkur og það með þessum mikla myndarbrag. “ Með bestu kveðjum Laufey Guðmundsdóttir, Rut Guðmundsdóttir, Ragna Pétursdóttir og Harpa Særós Magnúsdóttir Þátttakendur á ferð á Djúpavogi. Góðar móttökur og þakkir Vatnstankurinn í Hrossabithaganum hefur þótt fallegt mannvirki. Nú hefur Þorsteinn Sigurbergsson ljósameistari bætt um betur og sett upp ljósasýningu á mannvirkið. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist og listaverkið Þorsteini til sóma. Listaverk Ljósmynd: Maríus Sævarsson

description

Eystrahorn 38. tbl. 2010

Transcript of Eystrahorn 38. tbl. 2010

Page 1: Eystrahorn 38. tbl. 2010

Fimmtudagur 21. október 2010 www.eystrahorn.is

Eystrahorn38. tbl. 28. árgangur

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús

www.eystrahorn.is

Nýverið voru á ferð um sveitarfélagið Hornafjörð leiðsögunemar frá Mennta-skólanum á Egilsstöðum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér þjónustu og afþreyingu sem er í boði hér á svæðinu og að sjálfsögðu til að læra og æfa sig fyrir komandi starfsvettvang.Nemendur hér eru fjórir og stunda námið í fjarnámi. Þeir tóku að sér að skipuleggja ferðina frá Djúpavogi að Jökulsárlóni. „Við fórum til móts við nema að austan á Djúpavog. Þar var okkur tekið sem höfðingjum, okkur sagt frá og sýnt það sem er að gerast hjá nágrönnum okkar á Djúpavogi og satt að segja þá vorum við hálf hissa hversu mikil orka, kjarkur og vilji er í þessu litla sveitarfélagi.Það hefur sannarlega ekki alltaf verið lens og oftar en ekki blásið hraustlega á móti á Djúpavogi eins og við hér á Hornafirði vitum svo ljómandi vel. Í þessu litla samfélagi sannast það enn og aftur að ef samstaða er góð meðal íbúa þá er bókstaflega allt hægt.

Það hlýtur að hafa þurft grettis-tak eða tvö til að koma á fót öllu því sem þarna er í boði fyrir ferðafólk jafnt sem heimamenn.Við hvetjum alla sem þarna eiga leið um að gefa sér tíma til að sækja þessa frábæru nágranna okkar heim ,það verður enginn svikinn af því.Eftir heimsókn okkar fyrir austan var brunað um Hornafjörð og víða komið við. Auðvitað var reynt að kynna fyrir leiðsögumönnum framtíðarinnar allt sem í boði er

hér um slóðir. En auðvitað er það nú svo að eitthvað verður útundan þrátt fyrir góðan ásetning þegar tíminn er naumur, einn og hálfur dagur dugir hreint ekki til að komast yfir að skoða allt það sem við höfum uppá að bjóða hér. En það er skemmst frá því að segja að allsstaðar sem við komum var tekið á móti okkur með þvílíkum myndarbrag að við héðan úr Hornafirði urðum svo upppumpaðar af stolti að það jaðraði við mont. Það var

sama við hvern við töluðum, allir voru tilbúnir, þrátt fyrir miklar annir, að opna söfn, gefa okkur að smakka framleiðsluna sína, kynna starfssemina sem fram fer á hverjum stað, gera vel við okkur í mat og gistingu, sigla með okkur og þar fram eftir götunum.Það má ekki gleymast í þessari upptalningu hversu vel er að fjarnámi í FAS staðið, þar innan dyra leggjast allir á eitt að auðvelda okkur sem erum þarna á kvöldin að rembast við að ná okkur í menntun að gera okkur aðkomuna að náminu eins létt og mögulegt er og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.Með þessum stutta pistli viljum við koma á framfæri bestu þökkum til allra sem gáfu sér tíma til að taka á móti okkur og það með þessum mikla myndarbrag. “

Með bestu kveðjum Laufey Guðmundsdóttir,

Rut Guðmundsdóttir, Ragna Pétursdóttir og

Harpa Særós Magnúsdóttir

Þátttakendur á ferð á Djúpavogi.

Góðar móttökur og þakkir

Vatnstankurinn í Hrossabithaganum hefur þótt fallegt mannvirki. Nú hefur Þorsteinn Sigurbergsson ljósameistari bætt um betur og sett upp ljósasýningu á mannvirkið. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist og listaverkið Þorsteini til sóma.

Listaverk

Ljósmynd: Maríus Sævarsson

Page 2: Eystrahorn 38. tbl. 2010

2 EystrahornFimmtudagur 21. október 2010

ÁskrifendurVildaráskriftina má greiða í LandsbankanumHornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949Útgefandi þakkar þeim fjölmörgu sem nú þegar hafa greitt vildaráskrift.

EystrahornSími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949Útgefandi: ................................HornafjarðarMANNIRitstjóri og ábyrgðarmaður: ......................Albert EymundssonNetfang: [email protected]ófarkalestur: ........................Guðlaug HestnesLjósmyndir: .............................Maríus SævarssonUmbrot: ..................................Heiðar SigurðssonAðstoð: .....................................Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ..................................LeturprentISSN 1670-4126

Markaðsstofa Suðurlands stóð fyrir uppskeruhátið 8. október s.l á Hótel Heklu. Hátíðargestir komu af öllu Suðurlandinu austan úr Ríki Vatnajökuls, frá Vestmanneyjum, Mýrdalnum, Skaftárhreppi, Rangárþingi, Uppsveitunum, Suðurströndinni og af höfuðborgarsvæðinu þar sem fremst í fylkingu var Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sem heiðraði samkomuna með nærveru sinni. Dagskráin byrjaði með skoðunarferð og heimsóknum til ferðaþjónustuaðila á svæðinu, en það var G.Tyrfingsson sem bauð uppá aksturinn. Fyrst voru þau heimsótt Eyrún og Steingrímur í Kálfholti hesta- og ferðaþjónustubændur á Kálfholti í Ásahreppi. Þar tóku heimilismenn á móti gestum með miklum myndarbrag með glæsilegri hestasýningu og fallegum söng heimasætunnar og veitingum. Áfram var haldið upp Landið til ferðaþjónustubænda að Leirubakka þar var ekki síður vel tekið á móti hópnum með alls kyns trakteringum. Fékk hópurinn leiðsögn um fyrirtækið ásamt því að skoða Heklusýninguna og fallega húsið

sem hýsir starfsemina. Eftir skemmtilegar heimsóknir um daginn kom hópurinn aftur á Hótel Heklu. Þar var boðið uppá fordrykk áður en sest var að borðum og skemmt sér fram eftir kvöldi með gamanmáli og söng undir stjórn Inga Þórs Jónssonar markaðs- og kynningarfulltrúa Heilsustofunarinnar í Hveragerði. Að lokum sá hljómsveitin ,,Allra veðra von“ um að halda upp dansstemmningu inní nóttina. Þessi hátíð var einstaklega vel heppnuð að mönnum fannst. Voru allir sem komu glaðir að geta hist og elft tengslin og samtaka-máttinn sem við Sunnlendingar erum farnir að sýna svo sterkt útávið. Sérstakar þakkir fá þau Sigrún og Jón vertar á Hótel Heklu fyrir frábærar móttökur og gestrisni á þessari fyrstu uppskeruhátíð Markaðsstofu Suðurlands. Án þeirra hefði hátíðin ekki orðið eins góð og raun bar vitni. Allir fá þakkir sem mættu, án ykkar hefði hátíðin ekki orðið að þessari frábæru skemmtun.

Davíð Samúelsson Markaðsstofa Suðurlands

Uppskeruhátíð

Guðjón Þorsteinsson Svína-felli Öræfum andaðist á Landspítalanum í Reykjavík að kvöldi 13. október s.l. Guðjón var fæddur í Austurbænum Svínafelli 13. mars 1949. Foreldrar hans voru Sigrún Pálsdóttir Svínafelli, f. 7. apríl 1926, d. 27. júní 2004 og Þorsteinn Jóhannsson frá Hnappavöllum, f. 7. september 1918, d. 26. september 1998. Móðurbróðir Guðjóns er Jón Páll Pálsson, f. 10. mars 1929. Systkini Guðjóns eru: 1) Jóhann, f. 9. apríl 1952, kvæntur Hafdísi Sigrúnu Roysdóttur, f. 14. janúar 1959. Þeirra börn eru: a) Þorsteinn, f. 11. október 1991, sambýlisk. Heba Björg Þórhallsdóttir, f. 18. júní 1991, b) Svanhvít Helga, f. 3. apríl 1994, og c) Sigurður Pétur, f. 2. júlí 1999. 2) Pálína, f. 29. janúar 1955 gift Ólafi Sigurðssyni, f. 3. febrúar 1954. Þeirra börn eru: a) Sigrún Svafa, f. 8. febrúar 1980, gift Skúla Frey Brynjólfssyni, f. 20. júní 1976. Þeirra börn eru Guðjón Steinn, f. 26. ágúst 2004 og Silja Kolbrún f. 14. september 2006. b) Dóra Guðrún, f. 9. febrúar 1984 og c) Steinunn Björg,

f. 31. mars 1989, sambýlism. Rögnvaldur Már Guðbjörnsson f. 3. júní 1987. 3) Halldór, f. 2. október 1957. Guðjón var alla tíð bóndi í Austurbænum en fjölskyldan hefur í gegnum árin búið félagsbúi í Svínafelli. Ungur fór hann í Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur árið 1968. Sauðfjárrækt var líf og yndi Guðjóns og á þeim vettvangi var hann vel þekktur í sínu byggðarlagi og jafnvel víðar. Hann var í eðli sínu félagslyndur, var virkur í nánast öllum félögum heima fyrir og valdist til ýmissa trúnaðarstarfa innan sveitar og utan. Hann var formaður Ungmennafélags Öræfa 1981-1990 og 1992-1996. Guðjón gegndi formennsku í Félagi sauðfjárbænda í Austur-Skaftafellssýslu fleiri en eitt tímabil. Einnig var hann í stjórn Búnaðarsambands A u s t u r - S k a f t a f e l l s s ý s l u árin 1999-2008. Var í stjórn Sauðfjárræktarfélags Öræfa og formaður Búnaðarfélags Hofshrepps árum saman og fram á síðasta dag. Guðjón var kjötmatsmaður við sauðfjárslátrun í áratugi. Hann tók það fyrst að sér á Fagurhólsmýri eftir að faðir hans lét af því starfi árið 1974 og gegndi því meðan slátrað var á Fagurhólsmýri eða til ársins 1988. Haustið 1991 varð hann kjötmatsmaður í sláturhúsinu á Höfn og gegndi því starfi til enda sláturtíðar á síðasta hausti 2009.Útför Guðjóns fer fram frá Hofskirkju laugardaginn 23. október kl. 14:00.

Andlát

Í síðasta tölublaði var sagt frá lokahófi knattspyrnudeildar Sindra. Í upptalningu um þá sem voru heiðraðir eða hlutu viðurkenningu féllu niður tvö nöfn sem bætt skal úr hér. Ingvi Ingólfsson leikmaður 2. flokks og meistaraflokks fékk viðurkenningu sem sá leikmaður meistaraflokks sem mestar framfarir sýndi á keppnistímabilinu. Ingvi er vel að þessari viðurkenningu

kominn. Hann er reglusamur og stundar íþróttina af mikilli samviskusemi og sannar að æfingin skapar meistarann. Haraldur Jónsson (Halli hinn) dómari fékk silfurmerki félagsins fyrir góð og mikil störf að dómaramálum.Í leiðinni má geta þess að Guðrún Fema Ólafsdóttir var valin besti kvendómari landsins á lokahófi KSÍ.

Efnilegur leikmaður

Page 3: Eystrahorn 38. tbl. 2010

3Eystrahorn Fimmtudagur 21. október 2010

Ekki var nú nein reisn hjá tippurum þessa helgina en aðeins ein 10 leit dagsins ljós og kom hún á áskriftarseðill. En það

eru líka góðir vinnigar og til mikils að vinna og ekkert annað en að láta sjá sig og t.d að skrá miða í áskrift. Kokkarnir á

Víkinni höfðu nú lítið að gera í Hopp.is og steinlágu 7-6 í æsispennandi leik. Hopp.is skorara á Inni Fasteignasölu og skoðum hvering það lítur út,

Hopp.is INNI1. Sunderland -Aston Villa 1 2 1x 2. Birmingham-Blackpool 1 13. Chelsea -Wolves 1 14. WBA-Fulham 1x 1x25. Wigan -Bolton 1x2 1x 6. Burnley -Reading 1 1 7. Norwich -Middlesbro 1 18. Swansea -Leicester 1x2 1 9. Hull -Portsmoth 1x 1x2 10. Millwall -Derby x 1x11. Nott. Forest-Ipswich 1x2 1x212. Preston -Crystal Palace 1 113. Watford -Scunthorp 1 1

Tipphornið

Það mjatlast eitt og eitt fyrirtæki inn og nú eiga bara eftir að koma fleiri í þennan skemmtilega leik. Þarf ekki að kosta svo mikið að vera með eða frá 16 krónum og uppúr!

Vika 1 2 3 4 SamtalsHvanney SF 8 10 9 8 35H. Christensen 7 7 9 8 31Hopp.is 8 10 8 26Nettó 7 10 5 22Víkin 10 7 17Ásgrímur Halldórsson 9 8 17Flutningadeild KASK 7 7Lyftaraverkstæði S-Þ 7 7Bakaríið 5 5

Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Skinney SF 20 ..................... humarv ....2 ...29,2 ......humar 14,0Þórir SF 77 .......................... humarv ....2 ...29,1 ......humar 11,0

Hvanney SF 51 ................... net ............5 ...51,2 ......ufsi/þorskur

Steinunn SF 10 ................... botnv ........2 .120,5 ......steinbítur 59,4

Benni SF 66 ......................... lína ...........11 ..63,4 ......þorskur 44,4Dögg SF 18 ......................... lína ...........13 120,0 ......þorskur 80,4Guðmundur Sig SU 650 .... lína ..........11 ..65,9 ......þorskur 51,2 Ragnar SF 550 .................... lína ..........11 ..90,7 ......þorskur 65,4Siggi Bessa SF 97 ............... lína ............3 .....7,9 ......þorskur 3,9

Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds lönduðu tvisvar samtals 2366 tonnum af síld og 45 tonnum af makríl. Nú eru aðeins eftir um 200 tonn af norsk-íslenska síldarkvótanum og uppsjávarskipin farin til leitar á að íslensku sumargotssíldinni á vegum Hafró.

Aflabrögð 4. – 17. október (2 vikur)

SVIÐAVEISLAGóðir Austur-Skaftfellingar.

Miðvikudaginn 27. október er komið að árlegri sviðaveislu Lionsklúbbs Hornafjarðar sem haldin verður í Pakkhúsinu sem áður.

Á boðstólnum verða fersk, reykt og söltuð svið, ásamt rófustöppu, kartöflumús

og jafningi.

Viljum við Lionsmenn hvetja sem flesta til að mæta, börn sem fullorðna

og gæða sér á sviðum.

Húsið opnar kl 18:30 og er opið til kl 21:00 og er sala á meðan birgðir endast.

Verð er kr. 1.600,- fyrir fullorðna og kr. 800,- fyrir 12 ára og yngri.

Athugið að allur aðgangseyrir rennur til líknar- og góðgerðarmála

hér heima í héraði.

Með bestu kveðju, félagar í Lionsklúbb Hornafjarðar

Húsgagnaval

Úrval af rúmum og dýnum

Útsala • Útsala • ÚtsalaRýmum fyrir nýrri gjafavöru

fimmtudag, föstudag og laugardag.Tilvalið að nýta sér til jólagjafa.

Opið 13 - 18 virka daga

13 - 15 laugardaga

Page 4: Eystrahorn 38. tbl. 2010

4 EystrahornFimmtudagur 21. október 2010

Forsenda blómlegs samfélags er öflugt atvinnulíf. Sjávarútvegur er burðarásinn í öflugu atvinnulífi Hornfirðinga. Hagur hans og gengi skiptir okkur öll miklu máli. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð fiskveiðistjórnunarker fisins. Þar er tekist á um kvótakerfið og fyrningarleið en meirhluti sáttanefndar sjávarútvegráðherra mælti með svokallaðri samningaleið, sem í megindráttum gengur út á það að gera samninga um nýtingu auðlindarinnar við núverandi kvótahafa í ákveðinn tíma. Í kjölfar útkomu skýrslu sáttanefndarinnar hefur ríkisstjórnin bent á þann kost að leiða deilurnar um fiskveiðistjórnunarkerfið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nokkrir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar.

Samstíga bæjarstjórn

Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur hingað til verið samstíga í nálgun sinni á hugsanlegum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Einhugur hefur verið um að hvetja stjórnvöld til að fara varlega í allar breytingar á kerfinu og að byggðahagsmunir liggi til grundvallar allri ákvarðanatöku. Einnig hefur bæjarstjórn lagt áherslu á að engin skref væru stigin sem geta kollvarpað rekstrargrundvelli vel rekinna sjávarútvegsfyrirtækja.Skömmu eftir síðustu alþingis-kosningar fundaði bæjarstjórn með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi í sveitarfélaginu um fyrirhugaða fyrningarleið stjórnvalda í sjávarútvegi. Það var líflegur og athyglisverður

fundur. Samdóma álit allra var að þetta væri málefni sem kæmi bæjarstjórn við – bæjarbúum öllum þar með – og hún ætti þess vegna að beita sér í málinu. Ég túlkaði umræðurnar þannig að útgerðarmenn teldu í raun einsýnt að hagsmunir þeirra, íbúa og sveitarfélagsins færu saman – að við deildum öll kjörum.

Afskriftir og arður duga til reksturs

HSSA í 8 árEnginn velkist í vafa um að hryggjarstykkið í sjávarúvegi á Hornafirði er Skinney – Þinganes. Atvinnulífið allt, íbúar sveitarfélagsins og sveitarsjóður eiga mikið undir því að fyrirtækinu vegni vel. Fram til þessa hefur fólk almennt trúað – og margir haldið fram – að fyrirtækið væri vel rekið. Mörgum brá því í brún þegar fréttir bárust af 2,5 milljarða króna afskriftum hjá dótturfyrirtæki Skinneyjar – Þinganess, Nónu ehf. Skuldaþjáðum almenningi í landinu þótti líka eftirtektarvert að afskriftirnar áttu sér stað skömmu eftir að greiddur var út arður til eigenda Skinneyjar – Þinganess upp á rúmar 600 milljónir króna. Í eðlilegu árferði er ekki rætt um afskriftir fyrr en fyrirtæki er komið í þrot og lánveitandi hefur leitað allra leiða til þess að innheimta skuldir sínar.Fréttir sem þessar draga úr trú fólks á að rekstur og efnahagur fyrirtækisins – burðarássins í atvinnulífi sveitarfélagsins – hvíli á nægjanlega traustum grunni. Til þess að setja þessar upphæðir í samhengi þá duga 3 milljarðar króna til þess að reka Heilbrigðisstofnun Suðausturlands í 8 ár. Þetta er handhægt dæmi vegna þess að

öll vinna á vegum bæjarstjórnar hefur verið undirlögð umræðum um þann niðurskurð sl. misseri. Undirritaðan skortir hins vegar hugmyndaflug til þess að áætla fjölda knattspyrnuhúsa sem hægt væri að reisa fyrir þessa upphæð.

Ekki einkamál – og skyldur

bæjarstjórnarAfkoma og gengi Skinneyjar – Þinganess – vegna mikilvægis þess fyrir samfélagið – er ekkert einkamál eigenda og stjórnenda þess. Enda hafa menn ekki verið sparir á að deila jákvæðum fréttum af því með öðrum. Hið sama þarf einnig að gilda um annars konar fréttir. Bæjarstjórn starfar í umboði kjósenda á Hornafirði og vegna þess hve málefni sjávarútvegsins eru mikilvæg fyrir samfélagið ber henni skylda til að fylgjast vel með framvindu mála innan greinarinnar og reyna að meta hugsanlegar hættur sem að henni steðja. Það hefur valdið mér vonbrigðum að þeir sem fara með völdin innan bæjarstjórnar Hornafjarðar hafa ekki sýnt viðleitni til þess að upplýsa bæjarstjórn og

bæjarbúa um málið. Af þessum sökum hefur undirritaður lagt fram fyrirspurn um málið sem tekin verður fyrir á næsta fundi bæjarráðs. Fyrirspurnin lýtur að samskiptum bæjaryfirvalda við Skinney – Þinganes og hvort forystufólk á vegum sveitarfélagsins hafi kynnt sér stöðu fyrirtækisins, þ.e. hvort hún sé sterk eða hvort fyrirtækið þurfi á frekari meðgjöf að halda frá lánveitendum til að standa af sér storminn. Einnig er spurt um hversu mikið af 600 milljóna króna arði til eigenda skilar sér í sjóði sveitarfélagsins við útgreiðslu í formi skatttekna. Þetta eru atriði sem ég tel mikilvægt að hafa uppi á borðum og bæjarbúar eiga rétt á að vita. Þögnin er lífæð og fóður kjafta – og gróusagna. Á meðan forsvarsmenn fyrirtækisins eða viðskiptabankans upplýsa ekki um ástæður afskriftanna – ekki síst með hliðsjón af ríflegum arðgreiðslum skömmu áður – þá gera þeir ekkert annað en að fóðra enn frekar uppsprettu hvers kyns sagnagerðar.

Þjóðaratkvæði – eðlileg krafa?

Í upphafi þessarar greinar var getið um að ríkisstjórnin hefur haldið til haga möguleikanum á þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið. Ef landsmönnum er ætlað að greiða skuldir greinarinnar þá vaknar óneitnalega sú spurning hvort þjóðaratvæðagreiðsla um kerfið, sem þeim er gert að standa straum af, sé ekki eðlileg krafa?

Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Undir afskriftum komið?

Arnar Hauksson dr. med kvensjúkdómalæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni 29. og 30. október n.k. Tímapantanir í síma 478-1400 virka daga. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

OutletmarkaðurSíðustu dagar outletmarkaðarins eru þriðjudaginn 26. október og miðvikudaginn 27.októberVerið velkomin

Page 5: Eystrahorn 38. tbl. 2010

5Eystrahorn Fimmtudagur 21. október 2010

Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að Landsbankinn fór í einu og öllu að verklagsreglum þegar skuldir Nónu ehf. voru afskrifaðar í janúar 2010. Skuldir fyrirtækisins voru færðar niður í 100% af eignavirði til samræmis við þágildandi reglur bankans og eigendur lögðu félaginu til nýtt fé samhliða þeirri niðurfærslu. Í dag heimila reglur bankans niðurfærslu skulda í 90% af eignavirði samhliða 10% framlagi eigenda. Öllum fyrirtækjum með greiðslugetu stendur sú leið til boða. Upplýsingar um leiðir Landsbankans við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja má finna á heimasíðu bankans. Fram kemur í skýrslu Eftirlitsnefndar Alþingis að viðskiptavinir Landsbankans njóta fulls jafnræðis. Það þýðir að fyrirtækjum er hvorki ívilnað né refsað þó einhver eigandi þeirra kunni að hafa starfað í stjórnmálum um lengri eða skemmri tíma. Þess ber að geta að margnefndur eignarhlutur fyrrverandi forsætisráðherra í móðurfélagi Nónu ehf., Skinney – Þinganess hf., er 2,37%. Engar skuldir þess félags hafa verið afskrifaðar og slíkt stendur ekki til.Einnig er rétt að nefna að afskriftir á skuldum Nónu ehf. hafa engin áhrif á niðurskrift skulda annarra

viðskiptavina og sérstaklega ekki einstaklinga. Með þessari leið og endurskipulagningu á skuldastöðu Nónu ehf. telur bankinn sig hámarka endurheimtur sínar af lánum til fyrirtækisins. Landsbankinn hefur lagt áherslu á að endurskipuleggja skuldir lífvænlegra fyrirtækja í samræmi við vilja yfirvalda og hefur í því sambandi talið mikilvægt að vernda störf og lífsafkomu fólks. Með það fyrir augum var samningur um niðurskrift skulda Nónu ehf. gerður.Rétt er að benda á í tengslum við mál Nónu ehf. og önnur af svipuðum toga, að í skýrslu Eftirlitsnefndar Alþingis er á blaðsíðu 93 ábending til fjölmiðla um að þeir kynni sér mál sem þeir fjalla um af kostgæfni með upplýsingu að leiðarljósi. Þar segir; ,,Nefndin mælist til þess að viðmælendur fjölmiðla verði beðnir um rökstuðning og gögn staðhæfingum sínum til stuðnings.“ Ennfremur: ,,Mikil ábyrgð hvílir á fréttamiðlum sem flytja fréttir þar sem miklir fjárhagslegir hagsmunir einstaklinga, fyrirtækja og almennings eru í húfi.“ Landsbankinn telur að þessi ábending sé ekki sett fram að ósekju.

Yfirlýsing vegna afskrifta hluta skulda

Nónu ehf

Málefni Nónu ehf. og Skinneyjar-Þinganess hf. hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Margt sem þar hefur komið fram lýsir vanþekkingu á staðreyndum málsins. Af þeim sökum sendi Landsbankinn frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að bankinn hafi farið í einu og öllu eftir verklagsreglum við meðferð mála Nónu ehf.Rétt er að undirstrika að fyrirtækið Skinney-Þinganes og félagið Nóna ehf. eru tveir sjálfstæðir lögaðilar. Málið snýst því um afskriftir félagsins Nónu ehf. en ekki Skinneyjar- Þinganess hf. Fyrirtækið Skinney-Þinganes hf. hefur ekki fengið neinar skuldir afskrifaðar, hvorki hjá lánastofnunum né öðrum. Engar viðræður hafa átt sér stað um afskriftir hjá félaginu enda félagið í skilum með öll sín lán og fjárhagur félagsins góður. Félagið Nóna ehf. gerir út tvo nýlega línubáta sem fjárfest var í ásamt aflaheimildum fyrir hrun

bankanna og gengisfall íslensku krónunnar. Í því gjörningaveðri lenti fyrirtækið í erfiðleikum með að standa við skuldbindingar sínar eins og mörg önnur á landinu. Eigendur Nónu ehf. hafa allt frá upphafi reynt að tryggja bæði aflaheimildir félagsins sem og þau störf sem fyrirtækið skapar. Af því leiðir að allt kapp var lagt á að fara í viðræður við lánardrottna þegar erfiðleikar í efnahagslífinu settu mark sitt á rekstur félagsins. Endurfjármögnun Nónu ehf. er nú að fullu lokið í samráði við Landsbankann þar sem í einu og öllu var farið eftir gildandi lögum og reglum. Eins og fram kemur í yfirlýsingu bankans er mikilvægt að bankinn gæti jafnræðis í slíku ferli enda stóðu Nónu ehf. til boða sömu úrræði og sambærilegum fyrirtækjum í sambærilegri stöðu er boðið upp á. Að öllu óbreyttu ætti að vera búið að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins til frambúðar.

Yfirlýsing frá Skinney-Þinganesi hf

Stórdansleikur á Hótel Höfn

laugardagskvöldið 23. október.

Hljómsveitin Almannaskarð

gerir allt “kreisí” og það kostar bara

2000 kall inn.

Hornfirskt - já takk!

w w w . i n n i . i s

SilfurbrautFallegt og vel við haldið 137,3 m² einbýlishús ásamt 44,9 m² bílskúr, samtals 182,2 m²3 -4 svefnherbergi, garðhús, verönd með skjólveggjum og heitum potti.

Austurbraut

Hilmar Gunnlaugsson,hrl. og lögg.fasteignasalis. 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir,lögg.

leigumiðlaris. 580 7908

Sigurður Magnússon,lögg.

fasteignasalis. 580 7907

SigríðurKristinsdóttir,

lögmaður

Snorri Snorrason,lögg.

fasteignasalis. 580 7916

FÉLAG FASTEIGNASALA

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum, Sími 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum, Sími 580 7908

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum, Sími 580 7907

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík, Sími 580 7925

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, Höfn

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, Höfn, Sími 580 7915

Gott og velskipulagt 111,4 m² einbýlishús á tveimur hæðum.4-5 svefnherbergi, 2 baðherbergi og bílskúrsréttur.

Mikið endurnýjað, 2ja hæða 207,3 m² einbýlishús staðsett í gróinni íbúðargötu. Húsið nú með 5 svefnherb. og leyfi er fyrir 2ja herb. íbúð með sér inngangi á neðri hæð.

HlíðartúnNýtt á skrá Nýtt á skrá

Page 6: Eystrahorn 38. tbl. 2010

40%AFSLÁ

TTUR

NAUTA- PIPARSTEIKFERSK

1.775krKR/KG

GRÍSA- MÍNÚTUSTEIKFERSK

1.139krKR/KG

MJÓDD SALAVEGUR HVERAFOLD REYKJANESBÆR

GRINDAVÍK AKUREYRI HÖFN

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN Á WWW.NETTO.IS!

GILDIR 21. - 24. OKTÓBER

Gildi

r með

an bi

rgðir

enda

st. Bi

rt m

eð fy

rirva

ra um

pren

tvillu

r.

10%AFSLÁ

TTUR

44%AFSLÁ

TTUR

23%AFSLÁ

TTUR

30%AFSLÁ

TTUR

34%AFSLÁ

TTUR

30%AFSLÁ

TTUR

50%AFSLÁ

TTUR

UNGNAUTAHAKKNETTÓ

999krKR/KG

KJÚKLINGA- VÆNGIRTEX-MEX

299krKR/KG

LAMBALÆRIS-SNEIÐARFERSKAR, 1. FL.

1.599krKR/KG

KINDABJÚGUKJÖTSEL

468krKR/KG

LIFURFERSK

199krKR/KG

LAMBASÚPUKJÖTBLANDAÐ

598krKR/KG

MELÓNACANTALOUP

mar

khon

nun.

is

50%AFSLÁ

TTUR

ANDLITSKLÚTARATHENA, 3 FYRIR 2

289krKR/PK.

FANTA ORANGEFANTA FRUIT TWIST6 x 33CL

398krKR/PK.

JARÐARBER454 G

398krKR/PK.

HINDBER340 G

598krKR/PK.

BLÁBER340 G

398krKR/PK.

BERJABL.453 G

498krKR/PK.

BERFROSIN