Eystrahorn 35. tbl. 2010

6
Fimmtudagur 30. september 2010 www.eystrahorn.is Eystrahorn 35. tbl. 28. árgangur www.eystrahorn.is Staða og framtíð Nýheima var til umræðu á ársþingi Fræðasetra Háskóla Íslands sem haldið var á Hornafirði síðastliðinn mánudag. Þingið hófst á ræðu Kristínar Ingólfsdóttir, rektors Háskóla Íslands, sem lagði áherslu á að þrátt fyrir að móti blási væri það stefna Háskólans að halda áfram á þeirri braut að koma honum í fremstu röð í heiminum. Í ræðu sinni sagði hún jafnframt frá mikilvægi þess fyrir Háskólann að eiga í samvinnu við sem flesta, við sveitarfélög, atvinnulíf og stofnanir um allt land. Það skapaði nemendum og starfsfólki skólans mikla möguleika á að breikka út fræðasvið skólans og þjóna því hlutverki að vera aflvaki byggðaþróunar alls staðar á landinu. Sagði hún Nýheima gott dæmi um vettvang fyrir slíka sókn. Fræðasetur Háskóla Íslands í Nýheimum er elst í sinni röð á landinu, stofnað árið 2001. Rögnvaldur Ólafsson formaður stjórnar Fræðasetursins, sem var einn af þeim sem tók þátt í stofnun þess á sínum tíma, fór yfir árangur af störfum þess, mikilvægi rannsókna, nýsköpunnar og þekkingarstarfs á landsbyggðinni. Í kjölfarið fylgdi Þorvarður Árnason, núverandi forstöðumaður Fræðasetursins, sem sagði frá reynslu sinni við rekstur setursins. Í ljósi harðnandi árferðis og minnkandi fjárframlaga frá ríkinu hefur þurft að draga saman seglin, en setrið hefur á undanförnum árum unnið að stórum verkefnum í tengslum við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, ferðaþjónustu og umhverfismála. Vikið var að árangri af starfi Nýheima og framtíð þess í erindi Hjalta Þórs Vignissonar, bæjarstjóra. Sagði hann að til þess að árangur ætti að nást í nýsköpunar- og þekkingarstarfi þyrfti að blanda saman aðstöðu, fjármagni og þekkingu. Þessi blanda væri til staðar í Nýheimum, þar sem margvíslegar stofnanir sem vinna á sviði menntunar, rannsóknar, nýsköpunar og menningar væru búin að ná fótfestu. Hann benti á að ýmsir sjóðir styrktu frumkvöðla og fyrirtæki s.s. atvinnu- og rannsóknasjóður sveitarfélagsins og matarsmiðjan væri gott dæmi um hvernig uppbygging aðstöðu gæti nýst til atvinnusköpunar. Fjölmargir sóttu ársþingið og vekja má athygli á að Ævar Kjartansson, útvarpsmaður, tók upp alla fyrirlestra og hyggst gera hluta þeirra skil í þætti sínum á Rás 1 á næstunni. Nemendum Grunnskóla Hornafjarðar gekk vel í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda eins og undanfarin ár. Frá því að Eiríkur Hansson kennari byrjaði að kenna nemendum að vinna nýsköpunarverkefni hefur skólinn tvisvar verið tilnefndur nýsköpunarskóli ársins og nemendur hafa alltaf náð góðum árangri sem eftir er tekið. Í ár sigraði Arndís Ósk Magnúsdóttir í hönnunarflokknum og Jóel Ingason lenti í þriðja sæti í flokknum orka og umhverfi. Guðrún Kristín Helgadóttir og Una Guðjónsdóttir komust einnig áfram með glæru brauðristina sína. Krakkarnir voru kát þegar blaðamaður hitti þau í skólanum og höfðu þetta að segja um þátttöku sína; Guðrún Kristín Helgadóttir og Una Guðjónsdóttir „Við gerðum gegnsæja brauðrist. Hugmyndin kom vegna þess að við sáum brauð ristast of mikið og með gegnsæi er hægt að fylgjast með og þannig kom hugmyndin upp og þróaðist í þessari vinnu. Það var gaman í lokakeppninni að smíða hlutinn og smíðastofan var mjög stór. Báðar hafa þær keppt í legokeppninni en það var svolítið öðruvísi, meiri stemning því að var liðakeppni.“ Arndís Ósk Magnúsdóttir „Ég gerði borð sem festist inn í þrepi á stiga til að hafa verkfæri á. Hægt er að færa borðið milli þrepa til hægðarauka fyrir þann sem er að vinna í stiganum. Hugmyndina fékk ég vegna þess að pabbi og mamma voru mikið að vinna í stiga og ég þurfti að rétta þeim áhöld. Það var mjög skemmtilegt að vinna í vinnusmiðjunni, búa líkanið til og plakatið.“ Jóel Ingason Ég gerði krana sem lokast sjálfkrafa þegar vatnið er of heitt. Þetta er eins og vatnslás í bílum. Það þrýstist gormur með plasti framan á og lokar fyrir vatnið. Ég var heima og Eiríkur kennari lét mig hafa verkefni heim. Það var vont veður og mér var kalt og ætlaði að fá mér kakó. Ég lét heita vatnið renna úr krananum og brenndi mig á því. Þá hugsaði ég hvort ekki væri hægt að hafa krana sem lokaðist við ákveðið mikið hitastig. Keppnin var mjög skemmtileg í vinnusmiðjunni og við fórum öll í ævintýra minigolf að skemmta okkur. Ég fékk að halda ræðu og klippa á borðann með forseta Íslands. Upplýsingar um keppnina má finna inn á heimasíðu hennar www.nkg.is. Ársfundur fræðasetra Háskóla Íslands á Hornafirði Í viðtali við blaðið hafði rektor Háskóla Íslands þetta um háskólasetrið í Nýheimum að segja; „Þetta er elsta rannskóknarsetur skólans og var einmenningssetur til að byrja með en nú starfa fimm einstaklingar á setrinu og hafa mest verið sex. Þessi starfsemi hér er stórkostleg, hún tekur mið af þessu svæði og er í samstarfi við samfélagið. Starfsemin lýtur ströngustu kröfum um hæfni starfsfólks og árangur. Starfsemin skilar margþættum afrakstri s.s. þekkingu, bæði til samfélagsins hér og Háskólans. Setrið nýtur alþjóðlegra tengsla og hjálpar HÍ að ná markmiðum sínum. Svo hefur setrið gefið nemendum hér tækifæri að vinna í heimabyggð og skapa þekkingu og störf. Ég finn fyrir því hér í Nýheimum að starfsemin er örvandi og nýjar hugmyndir kvikna. Það eru margir kostir og við setrið og það skilar miklu.“ Góður árangur - ekki tilviljun Rögnvaldur Ólafsson, Hjalti Þór Vignisson, Kristín Ingólfsdóttir og Þorvarður Árnason F.v. Una, Arndís, Eiríkur, Jóel og Guðrún.

description

Eystrahorn 35. tbl. 2010

Transcript of Eystrahorn 35. tbl. 2010

Page 1: Eystrahorn 35. tbl. 2010

Fimmtudagur 30. september 2010 www.eystrahorn.is

Eystrahorn35. tbl. 28. árgangur www.eystrahorn.is

Staða og framtíð Nýheima var til umræðu á ársþingi Fræðasetra Háskóla Íslands sem haldið var á Hornafirði síðastliðinn mánudag. Þingið hófst á ræðu Kristínar Ingólfsdóttir, rektors Háskóla Íslands, sem lagði áherslu á að þrátt fyrir að móti blási væri það stefna Háskólans að halda áfram á þeirri braut að koma honum í fremstu röð í heiminum. Í ræðu sinni sagði hún jafnframt frá mikilvægi þess fyrir Háskólann að eiga í samvinnu við sem flesta, við sveitarfélög, atvinnulíf og stofnanir um allt land. Það skapaði nemendum og starfsfólki skólans mikla möguleika á að breikka út fræðasvið skólans og þjóna því hlutverki að vera aflvaki byggðaþróunar alls staðar á landinu. Sagði hún Nýheima gott dæmi um vettvang fyrir slíka sókn. Fræðasetur Háskóla Íslands í Nýheimum er elst í sinni röð á landinu, stofnað árið 2001.

Rögnvaldur Ólafsson formaður stjórnar Fræðasetursins, sem var einn af þeim sem tók þátt í stofnun þess á sínum tíma, fór yfir árangur af störfum þess, mikilvægi rannsókna, nýsköpunnar og þekkingarstarfs á landsbyggðinni. Í kjölfarið fylgdi Þorvarður Árnason, núverandi forstöðumaður Fræðasetursins, sem sagði frá reynslu sinni við rekstur setursins. Í ljósi harðnandi árferðis og minnkandi fjárframlaga frá ríkinu hefur þurft að draga saman seglin, en setrið hefur á undanförnum árum unnið

að stórum verkefnum í tengslum við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, ferðaþjónustu og umhverfismála. Vikið var að árangri af starfi Nýheima og framtíð þess í erindi Hjalta Þórs Vignissonar, bæjarstjóra. Sagði hann að til þess að árangur ætti að nást í nýsköpunar- og þekkingarstarfi þyrfti að blanda saman aðstöðu, fjármagni og þekkingu. Þessi blanda væri til staðar í Nýheimum, þar sem margvíslegar stofnanir sem vinna á sviði menntunar, rannsóknar, nýsköpunar og menningar væru búin að ná fótfestu. Hann benti á að ýmsir sjóðir styrktu frumkvöðla og fyrirtæki s.s. atvinnu- og rannsóknasjóður sveitarfélagsins og matarsmiðjan væri gott dæmi um hvernig uppbygging aðstöðu gæti nýst til atvinnusköpunar.Fjölmargir sóttu ársþingið og vekja má athygli á að Ævar Kjartansson, útvarpsmaður, tók upp alla fyrirlestra og hyggst gera hluta þeirra skil í þætti sínum á Rás 1 á næstunni.

Nemendum Grunnskóla Hornafjarðar gekk vel í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda eins og undanfarin ár. Frá því að Eiríkur Hansson kennari byrjaði að kenna nemendum að vinna nýsköpunarverkefni hefur skólinn tvisvar verið tilnefndur nýsköpunarskóli ársins og nemendur hafa alltaf náð góðum árangri sem eftir er tekið. Í ár sigraði Arndís Ósk Magnúsdóttir í hönnunarflokknum og Jóel Ingason lenti í þriðja sæti í flokknum orka og umhverfi. Guðrún Kristín Helgadóttir og Una Guðjónsdóttir komust einnig áfram með glæru brauðristina sína. Krakkarnir voru kát þegar blaðamaður hitti þau í skólanum og höfðu þetta að segja um þátttöku sína;

Guðrún Kristín Helgadóttir og Una Guðjónsdóttir

„Við gerðum gegnsæja brauðrist. Hugmyndin kom vegna þess að við sáum brauð ristast of mikið og með gegnsæi er hægt að fylgjast með og þannig kom hugmyndin upp og þróaðist í þessari vinnu.Það var gaman í lokakeppninni að smíða hlutinn og smíðastofan var mjög stór. Báðar hafa þær keppt í legokeppninni en það var

svolítið öðruvísi, meiri stemning því að var liðakeppni.“

Arndís Ósk Magnúsdóttir „Ég gerði borð sem festist inn í þrepi á stiga til að hafa verkfæri á. Hægt er að færa borðið milli þrepa til hægðarauka fyrir þann sem er að vinna í stiganum. Hugmyndina fékk ég vegna þess að pabbi og mamma voru mikið að vinna í stiga og ég þurfti að rétta þeim áhöld.Það var mjög skemmtilegt að vinna í vinnusmiðjunni, að búa líkanið til og plakatið.“

Jóel IngasonÉg gerði krana sem lokast sjálfkrafa þegar vatnið er of heitt. Þetta er eins og vatnslás í bílum. Það þrýstist gormur með plasti framan á og lokar fyrir vatnið. Ég var heima og Eiríkur kennari lét mig hafa verkefni heim. Það var vont veður og mér var kalt og ætlaði að fá mér kakó. Ég lét heita vatnið renna úr krananum og brenndi mig á því. Þá hugsaði ég hvort ekki væri hægt að hafa krana sem lokaðist við ákveðið mikið hitastig. Keppnin

var mjög skemmtileg í vinnusmiðjunni og við fórum öll í ævintýra minigolf að skemmta okkur. Ég fékk að halda ræðu og klippa á borðann með forseta Íslands. Upplýsingar um keppnina má finna inn á heimasíðu hennar www.nkg.is.

Ársfundur fræðasetra Háskóla Íslands á HornafirðiÍ viðtali við blaðið hafði rektor Háskóla Íslands þetta um háskólasetrið í Nýheimum að segja;„Þetta er elsta rannskóknarsetur skólans og var einmenningssetur til að byrja með en nú starfa fimm einstaklingar á setrinu og hafa mest verið sex. Þessi starfsemi hér er stórkostleg, hún tekur mið af þessu svæði og er í samstarfi við samfélagið. Starfsemin lýtur ströngustu kröfum um hæfni starfsfólks og árangur. Starfsemin skilar margþættum afrakstri s.s. þekkingu, bæði til samfélagsins hér og Háskólans. Setrið nýtur alþjóðlegra tengsla og hjálpar HÍ að ná markmiðum sínum. Svo hefur setrið gefið nemendum hér tækifæri að vinna í heimabyggð og skapa þekkingu og störf. Ég finn fyrir því hér í Nýheimum að starfsemin er örvandi og nýjar hugmyndir kvikna. Það eru margir kostir og við setrið og það skilar miklu.“

Góður árangur - ekki tilviljun

Rögnvaldur Ólafsson, Hjalti Þór Vignisson, Kristín Ingólfsdóttir og Þorvarður Árnason

F.v. Una, Arndís, Eiríkur, Jóel og Guðrún.

Page 2: Eystrahorn 35. tbl. 2010

2 EystrahornFimmtudagur 30. september 2010

EystrahornSími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949Útgefandi: ................................HornafjarðarMANNIRitstjóri og ábyrgðarmaður: ......................Albert EymundssonNetfang: [email protected]ófarkalestur: ........................Guðlaug HestnesLjósmyndir: .............................Maríus SævarssonUmbrot: ..................................Heiðar SigurðssonAðstoð: .....................................Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ..................................LeturprentISSN 1670-4126

Sunnlendingar vöktu verð-skuldaða athygli fyrir góða liðsheild og samstöðu á VestNorden kaupsýningunni sem haldin var á Akureyri dagana 15. til 17. september sl.Sérstaklega var tekið eftir hvað básarnir okkar voru skemmtilega skreyttir, en ferðaþjónustuaðilar innan Markaðsstofu Suðurlands komu með hugmyndir um að samræma útlit sunnlensku básanna í lime-grænum lit. Blómaskreytingar, matur og drykkur úr hérði, dúkar og sérmerkt súkkulaði var á meðal þess sem notað var til að laða að erlenda ferðakaupendur á Suðurlands-svæðið. Nýr DVD-diskur um Suðurland og landshlutabæklingur voru sérstaklega kynntir öllum ferðakaupendum í Hofi

nýju menningarhúsi þeirra Akureyringa.Það var áberandi mikill hugur í sunnlenskum seljendum að koma sér á framfæri og greinilega mikil stemning fyrir landshlutanum. Í kjölfarið á þessari góðu kynningu hafa margir ferðaþjónustuaðilar sem ekki hafa verið aðilar að Markaðsstofu Suðurlands sett sig í samband og lýst áhuga á að eiga að henni aðild. Framundan hjá Markaðsstofunni er að kynna landshlutann með heimsóknum ferðakaupenda að utan og kynna fleiri þætti með ferðaþjónstunni, s.s. mat og menninguMyndir frá VestNorden sýningunni og ferð kaupenda um Suðurland fyrir sýninguna er að finna á vef Markaðsstofunar www.markadsstofa.is.

VestNorden kynning

Rósa Björk Halldórsdóttir fráfarandi framkvæmdastjóri Ríki Vatnajökuls og Guðmundur Ögmundsson aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs sáu um „okkar“ bás sem vakti athygli. M.a. var nýja kynningarmyndbandið sem Ríki Vatnajökuls lét gera síðastliðinn vetur sýnt fyrir fullum sal af fólki. Myndbandið er á heimasíðu klasans www.visitvatnajokuls.is

Humargyðjan Langa-Stína stendur við veitingahúsið Humarhöfnina. Hún hefur verið í smíðum og þróun í allt sumar eða frá því í maí 2010 þegar rétta öspin fannst eftir langa leit og var felld í garði þeirra Önnu og Óla, en mikilvægt var að tréð hefði lögun humars. Ferlið var hægt og skapandi en byrja varð á að þurrka trjábolinn í tæpa tvo mánuði í óupphituðu húsnæði, eftir að börkurinn var fleginn af. Bolurinn var síðan fúavarinn og settur á undirstöður um mitt sumar og hefur síðan smám saman verið að fá á sig rétt útlit með hinum og þessum fylghlutum. Höfundur verksins er Arnfríður Gísladóttir, skurðstofuhjúkrunarkona og áhugamaður um útskurð. Verkið var unnið í samvinnu við eigendur Humarhafnarinnar og var lokið núna um miðjan september með nafngift Löngu-Stínu. Gestir

Humarhafnarinnar geta svo dýrkað humargyðjuna með því að gæða sér á humri og öðrum veitingum og njóta lífsins.

Í tilefni dagsins samdi listakonan eftirfarandi limrur til heiðurs Löngu-Stínu.

Úr trjábol með trjónu fína varð til ungfrú Langústína.Hún er ekki til söluer í dýrðlingatöluég votta henni virðingu mína.

Hún Höfninni vernd sína veitirog víst er að bæinn skreytirþegar hátíð með humrier haldin að sumrihún sælkera soðningu heitir.

Nú styttist í lokun hjá okkur eftir mjög gott sumar en Humarhöfnin lokar núna um helgina. Þökkum öllum sem okkur heimsóttu í sumar.

Langa-Stína fullsköpuð

Úthlutun orlofsíbúða AFLsEins og undanfarin ár þá verður orlofsíbúðum AFLs Starfsgreinafélags úthlutað um hátíðarnar, 22. - 29. desember og 29.desember - 5. janúar.

Íbúðirnar eru í Reykjavík og á Akureyri.

Frestur til að sækja um þessi tímabil er til 15. október.

Stefnt er að því að úthlutun geti farið fram 22. október.

Allir umsækjendur munu fá svarbréf við umsóknum sínum.

Bíó á sunnudaginn í SindrabæBarnasýning og önnur mynd um kvöldið.

Nánar auglýst síðar.

Listamaðurinn og humargyðjan.

Page 3: Eystrahorn 35. tbl. 2010

3Eystrahorn Fimmtudagur 30. september 2010

Ástæða er til að minna á söguráðstefnuna sem verður í Þórbergssetri 2 – 3 október næstkomandi.. Ráðstefnan er spennandi stefnumót íslenskra og erlendra fræðimanna sem hafa verið að fjalla um landnám fyrir landnám norrænna manna á Íslandi þ.e. ferðir papa eða keltneskra þjóða í Norðurhöfum áður en víkingar numu lönd. Ráðstefnan fer fram bæði á íslensku og ensku, en þýðingar verða tiltækar eftir því sem kostur er.Ráðstefnan ber yfirskriftina: LANDNÁM NORRÆNNA OG KELTNESKRA MANNA Á ÍSLANDIMálþingið er hugsað sem upphaf á rannsóknarsamvinnu íslenskra og erlendra fræðimanna sem mun standa fyrir nokkrum málþingum og ráðstefnum; meðal annars er áætlað að halda stóra alþjóðlega ráðstefnu á Suðausturlandi árið 2013 eða 2014. Vinnuheiti rannsóknarinnar er VIKINGS AND CELTS IN SOUTH-EAST ICELAND: SAGAS, SOURCES AND SOCIETIES og markmiðið er að kanna möguleg tengsl Suðausturlands við nágrannalöndin – Færeyjar, Orkneyjar, Írland, Skotland og Noreg – á þeim tíma sem Ísland var numið. Nálgunin verður þverfagleg og leitað verður eftir samvinnu forleifafræðinga, sagnfræðinga, bókmenntafræðinga, málvísinda-

manna, mannfræðinga og þjóðfræðinga. Hér er um einstakan viðburð að ræða og heimamenn eru hvattir til að láta þessa ráðstefnu ekki fram hjá sér fara. Rásðtefnan er styrkt af Menningarráði Austurlands og Atvinnu - og rannsóknarsjóði Hornafjarðar

Um fyrirlesara:John Sheehan er fornleifafræðingur við Háskólann í Cork á Írlandi og hefur rannsakað minjar um papa og frumkristni í Færeyjum. Kristján Ahronson er Vestur Íslendingur og fornleifafræðingur við háskólann í Bangor í Wales. Marteinn Sigurðsson er norrænufræðingur við Kaupmannahafnarháskóla. Gísli Sigurðsson er rannsóknar-prófessor við Árnastofnun, Háskóla Íslands. Andrew Jennings er rannsóknar-prófessor við Center for Nordic Studies á Orkneyjum.

Skráning á ráðstefnu fer fram hjá Þórbergssetri netfang [email protected], sími 478-1078 og Háskólasetri Hornafjarðar, s. 8482003. Ráðstefnugjald er krónur 12.000 á mann; Innifalið er morgunverður, kaffi og kvöldverður á laugardegi og morgunverður, hádegisverður og kaffi á sunnudeginum. Vonast er eftir góðri aðsókn fræðimanna og áhugamanna um sögu og uppruna íslensku þjóðarinnar.

DAGSKRÁLaugardagur 2. október10:00 Setning: Dr. Þorvarður Árnason forstöðumaður Háskólaseturs Hornafjarðar10:10 Dr. John Sheehan : Dicuil, the Navigatio and the Faroes: an archaeological perspective.11:00 Kaffihlé11:10 Dr. Kristján Ahronson, Pap-names, papar and the archaeology of early medieval monasticism: Implications and questions for early Iceland and its north Atlantic context12:00 Matarhlé13:00 Marteinn Sigurðsson, Hvað merkir orðið Papbýli ? The Meaning of Papýli: Some Problems and Possibilities14:00 Heimsókn í Papbýli, skemmtileg gönguferð að kanna fornar minjar17:00 Kaffi17:30 Sögusýning í Þórbergssetri,umræður19:30 Hátíðarkvöldverður

Sunnudagur 3. október10:00 Dr. Gísli Sigurðsson: Írsk áhrif á Íslandi. Hvaða máli skipta þau?11:00 Kaffihlé11:10 Dr. Andrew Jennings: 'Echoes of Dalriata in Iceland'12:10 Hádegisverður13:10 Samstarf, samantekt : Þorvarður Árnason og Soffía Auður Birgisdóttir fjalla um hugmyndir að áframhaldandi samstarfi14:30 Ráðstefnuslit

Söguráðstefna í Þórbergssetri

Að sögn forsvarsmanna Heimamarkaðsbúðarinnar gekk hún framar vonum í sumar og versluðu þar að miklum hluta heimamenn og íslenskir ferðamenn. Nú er hins vegar búið að breyta aftur yfir í markaðssnið, þar sem verður markaður á hverjum laugardegi frá 13-16 í allan vetur. Reynt verður að bjóða upp á sem mest úrval af ferskum

matvörum sem og handverki úr héraði. Félagasamtök og hópar munu skiptast á um að vera með kaffisölu á markaðnum, þannig að fólk getur sest niður og fengið sér kaffi og meðlæti. Það er von allra sem að markaðnum standa að sjá sem flesta á laugardögum í vetur og að heimamenn nýti sér þetta tækifæri til að versla ferska vöru úr héraði.

Gekk framar vonum

Umboðsaði l i

Mikið að gera í Heimamarkaðsbúðinni.

Page 4: Eystrahorn 35. tbl. 2010

4 EystrahornFimmtudagur 30. september 2010

Í Menntavikunni byrja tvö námskeið í húsi AFLs við Víkurbraut. Fyrir félaga í AFLi er ókeypis á öll AFLs námskeið.

Að koma fram af sjálfsöryggi undir öruggri leiðsögn Kristínar Gestsdóttir

En í tilefni af menntaviku Þekkingarnetsins er fólki utan AFLs einnig boðið að taka þátt í þessu námskeiði ókeypis. Námskeiðið stendur yfir í þrjú skipti og byrjar mánudaginn 4.október. kl. 20-22. Næstu tvö skiptin verða 6. og 11. okt. Á námskeiðinu auka þátttakendur færni sína í að koma fram af öryggi fyrir framan hóp af fólki og treysta á eigið ágæti. Þeir öðlast betri skilning á eigin kvíðaviðbrögðum og læra að stjórna sviðskrekk og ótta. Farið er í framkomu og tjáningu, samspil ræðumanns og umhverfis, að ná og halda athygli og kvíðavekjandi og sjálfstyrkjandi hugsanir. Að koma fram af sjálfsöryggi undir öruggri leiðsögn Kristínar Gestsdóttur kl. 20-22 í húsi AFLs v/Víkurbraut.

LeshringurÁ námskeiðinu verður fjallað um uppbyggingu og persónusköpun í skáldverkum. Lesnar verða bækurnar Skugga Baldur og Salka Valka. Þátttakendur ræða saman um söguþráð, persónusköpun og fl. sem tengist skáldverkunum. Hefst 30. september, einu sinni í viku í 5 vikur kl. 20 - 22. Leiðbeinandi: Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur.Ókeypis fyrir félagsmenn AFLs en kostar 3000.- fyrir aðra.Skráning hjá Þekkingarneti Austurlands: www.tna.is [email protected] 470-3840.

Menntavika Þekkingarnets AusturlandsÍ næstu viku eða dagana 4. – 8. október heldur Þekkingarnet Austurlands menntaviku á þjónustusvæði sínu

frá Vopnafirði suður um til Hornafjarðar. Tilgangurinn er að skapa umhugsun og umræður um gildi menntunar og hvaða menntatækifærum heimamenn á hverjum stað vilja hafa aðgang að. Nína og Ragnhildur hjá ÞNA á Hornafirði hafa sett saman dagskrá þessa viku

sem þær vonast til að sem flestir taki þátt í.

Spilakvöld í NýheimumMánudag 4. október kl. 19:30

Fólk á öllum aldri er hvatt til mæta með borðspilin sín.Síðan velur hver og einn hvaða spil hann langar til að spila eða læra að spila og við spilum svo og skemmtum okkur saman til kl. 22:00. Boðið verður upp á drykki og hollustunasl.

Blindrabókasafn Íslands á Hornafirði í þágu lesblindra

Miðvikudagur 6. október

Þóra S. Ingólfsdóttir og Lena Dögg Dagbjartsdóttir kynna þjónustu safnsins og kenna á vef þess og niðurhal hljóðbóka.

Kl. 10:00-11:00 Nemendur FAS og 7.-10. bekk grunnskóla í salnum • í Nýheimum. Kl. 12:15-13:00 Opin kynning. Foreldrar lesblindra barna og • fullorðið fólk með lestrarerfiðleika er sérstaklega hvatt til að mæta. Kl. 15:00-15:30 Kennarar grunnskóla og framhaldsskóla. • Kl. 15:45-16:15 Fullorðinsfræðsla FAS; Aftur í nám. •

Súpufundur um menntun í sjávarútvegiFimmtudagur 7. október á Hótel Höfn kl. 11:30-13:00

Þar kynnir starfsmaður ÞNA, Ragnhildur Jónsdóttir: DVD disk um náms-og starfsráðgjöf fyrir sjómenn. • Raunfærnimat í löggiltum iðngreinum m.a. vélstjórn. • Menntatækifæri í sjávarútvegi.• Eyjólfur Guðmundsson skólameistari FAS kynnir hugmyndir um • Fisktækniskóla Íslands.

Allt áhugafólk um menntun í sjávarútvegi er hvatt til að koma og fá sér súpu, spyrja og spjalla og ekki síst viðra sínar hugmyndir um málið.

Föstudagshádegi í NýheimumFöstudagur 8. október

Þar kynnir starfsmaður ÞNA, Ragnhildur Jónsdóttir: Þjónustu ÞNA – m.a. námskeið í boði, stuðning við háskólanema, • áhugasviðskannanir, og náms- og starfsráðgjöf. Svo spilum við bingó og í verðlaun er námskeið hjá • Þekkingarnetinu.

Íslenska sem annað tungumálVið viljum einnig koma því á framfæri að íslenskunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna eru að hefjast. Við getum tekið fleiri nemendur inn á þau námskeið.

Við vonum svo sannarlega að allir finni eitthvað við sitt hæfi og mæti vel á þessa viðburði í samræmi við tíma og áhugasvið.

Menntun eflir alla mennNína Síbyl og Ragnhildur

Dagskrá Menntaviku Þekkingarnetsins á Hornafirði og Djúpavogi

Page 5: Eystrahorn 35. tbl. 2010

5Eystrahorn Fimmtudagur 30. september 2010

Tek að mér viðgerð á fatnaði.Skipti um rennilása og allar almennar viðgerðir.Upplýsingar í síma 6615943 eftir kl. 19 á kvöldin.

Aflabrögð 20. - 26. september

Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Sigurður Ólafsson SF 44 .... humarv ....2 .....7,5 ......humar 0,8 slitinnSkinney SF 20 ..................... humarv ....2 ...54,5 ......humar 17,6Þórir SF 77 .......................... humarv ....2 ...43,0 ......humar 12,1Þinganes SF 25 .................. humarv ....1 .....9,4 ......humar 2,2

Hvanney SF 51 ................... dragnót ....3 ...31,5 ......blandaður afliSteinunn SF 10 ................... botnv ........1 ...65,0 ......steinbítur 42,1

Benni SF 66 ......................... lína ............3 ...13,8 ......þorskur/ýsaDögg SF 18 ......................... lína ............5 ...23,2 ......þorskur 10,6 Guðmundur Sig SF 650 .... lína ...........7 ...37,7 ......þorskur 29,4 Ragnar SF 550 .................... lína ...........7 ...40,0 ......þorskur 30,4

Auðunn SF 48 ..................... handf ........3 .....1,1 ......ufsi 0,8Herborg SF 69 .................... handf ........2 .....2,2 ......ufsi 1,9Húni SF 17 .......................... handf ........3 .....1,4 ......þorsur/ufsiStígandi SF 72 ..................... handf ........4 .....4,1 ......ufsi 3,0Sævar SF 274 ...................... handf ........4 .....5,3 ......ufsi 5,0

Línubátarnir lönduðu fyrir austan og Steinunn í Reykjavík.

Það gengur illa að hjá tippurnum að ná í vinninga þessa dagana og aðeins ein 10 leit dagsins ljós eftir helgina frekar

rýr uppskera það. En það hlýtur að styttast í betri tíð og það er ekkert annað en að drífa sig upp á laugardögum og droppa

við á tippstofunni og x við nokkra seðla því maður verður að vera með til að eiga séns á þeim stóra! Það var nú enginn sérstök bakaríistaka þegar Nettó skellti Jóni bakara og félögum 7 -5 en úrslitin segja nú svolítið hvað þetta getur verið snúinn leikur. Við þökkum Bakaríinu fyrir þátttökuna að sinni en vonandi heldur hópurinn áfram að reyna við þann stóra því aðra helgina í röð var fyrsti vinningur 165 milljónir!! Nettó staffið skorar á Flutningadeild KASK og sjáum nú hvernig það fer. En það gæti nú alveg orðið Bakaríistaka. Nettó KASK1. Tottenham-Aston Villa 1x2 1x22. Birmingham -Everton 2 1 3. Stoke -Blackburn 1 1 4. Sunderland –Man. Utd. X2 2 5. WBA-Bolton 1x 16. West Ham -Fulham x2 1x7. Helsingb.-GAIS 1 1 8. Ipswich -Leeds 1x2 1x2 9. Barnsley -Cardiff 2 1 210. Crystal Palace -QPR 2 211. Doncaster-Nott. For. 1x2 1x212. Millwall -Burnley 2 113. Sheff.Utd. -Watford 2 1 2

Tipphornið

Fyrirtækjaleikurinn fór í gang um síðustu helgi og á að standa yfir í 10 vikur en 8 bestu telja. Aðeins sigurvegararnir frá því á síðasta vetri byrjuðu og vonar Tippstofan eftir fleiri hópum svo eitthvað verði nú gaman að þessu, en staðan eftir fyrstu vikuna er þessi:

Hópur Vika 1Hvanney SF 8Nettó 7Bakaríið 5

Hornafjörður í fimmta sætiÞegar skoðaðar eru úthlutanir á kvóta fyrir þetta fiskveiðiár kemur í ljós að Hornafjörður er í fimmta sæti yfir kvótahæstu hafnirnar. Hæstu hafnirnar og nokkrar aðrar til samanburðar:

Röð/höfn Þorskígildi Hlutfall1. Reykjavík 38.676 14,30%2. Vestmannaeyjar 28.653 10,60%3. Grindavík 26.203 9,69%4. Akranes 11.130 4,12%5. Hornafjörður 10.011 3,70%10. Akureyri 8.152 3,01%15. Ísafjörður 6.056 2,24%18. Neskaupstaður 4.631 1,71%23. Eskifjörður 3.576 1,32%28. Djúpivogur 2.519 0,93%

Skinney-Þinganes og dótturfyrirtæki eru í tíunda sæti yfir kvótahæstu útgerðirnar og er með 8.257.100 þorskígildi eða 3,29% heildarkvótans. Aðrir Hornafjarðarbátar sem eru með úthlutað yfir 100 þorskígildi eru;

Heiti báts ÞorskígildiSigurður Ólafsson SF 44 624.101Dögg SF 18 313.858Benni SF 66 245.063Siggi Bessa SF 97 109.815

Verð með námskeið í endurhleðslu riffilskota á Höfn, helgina 2.-3. október ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið veitir E-réttindi í skotvopnaleifi. Allar upplýsingar og pantanir í síma 663-2938 eða á [email protected]. Tengiliðir á Höfn eru Björn G. Arnarson, sími 892-1869 og Sveinn Hólm Sveinsson, sími 861-1374. Sigurður M.Grétarsson

Mynd: Hlynur Pálmason

GönGum til GóðsTaktu þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs laugardaginn 2. október til styrktar verkefnum Rauða kross Íslands í Afríku.

Söfnunarstöð Hornafjarðardeildar RKÍ við Víkurbraut opnar kl. 10:00 og er gengið í hús til kl. 13:00.

Við hvetjum fólk til að taka vel á móti sjálfboðaliðunum sem banka uppá og hafa lausa fjármuni tiltæka til að stinga í baukinn.

Opið hús verður hjá deildinni til kl. 14:00 þar sem tekið verður á móti fatagjöfum og einnig höfum við prjónavettlinga, sokka og húfur frá Dagvist aldraðra til sölu til styrktar málefninu.

Page 6: Eystrahorn 35. tbl. 2010

798KR/KG ÁÐUR 998 KR/KG

1/2 LAMBASKROKKURFROSINNÓDÝRT FYRIR HEILIMIÐ

NAUTAMÍNÚTUSTEIK

1.989 KR/KG ÁÐUR 3.649 KR/KG

46%afsláttur

1.590KR/KG ÁÐUR 1.798 KR/KG

189KR/PK. ÁÐUR 379 KR/PK.

NAUTAGÚLLASFERSKT

PLÓMUR 750 G ASKJA

1.999KR/KG ÁÐUR 2.698 KR/KG

199KR/PK. ÁÐUR 259 KR/PK.

NAUTAINNRALÆRIFERSKT ÓKRYDDAÐ

VANILLUÍS/SÚKKULAÐIÍSÓDÝRT FYRIR HEIMILIÐ

1.154 KR/PK. ÁÐUR 1.649 KR/PK.

BACON

594 KR/KG ÁÐUR 849 KR/KG

KJÖTBÚÐINGUR

1.049 KR/KG ÁÐUR 1.498 KR/KG

LAMBASALTKJÖTBLANDAÐ 1.FL

1.259 KR/KG ÁÐUR 1.798 KR/KG

GRÍSASNITSELÍ RASPI FROSIÐ

998 KR/PK.

1.098 KR/PK.

X-TRA SPARPERUR2 STK. Í PAKKA

X-TRA SPARPERUR2 STK. Í PAKKA

SPARPERUR Í MIKLU ÚRVALI

ERT ÞÚ BÚINN AÐ SKIPTA YFIR Í SPARPERUR?

WWW.NETTO.IS MJÓDD SALAVEGUR HVERAFOLD AKUREYRI HÖFN GRINDAVÍK REYKJANESBÆR

BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLURVILLURTILBOÐIN GILDA 30.09 - 3. OKTÓBER

mark

honnun.is

50%afsláttur