Eystrahorn 26. tbl. 2011

6
Fimmtudagur 30. júní 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 26. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is Okkar kona á Höfn Þjónustuskrifstofa VÍS á Höfn Hafnarbraut 36 Opið frá 9:00 - 16:00 Sími 4708703 Svava tekur vel á móti þér og býður framúrskarandi tryggingar, persónulega ráðgjöf og er til þjónustu reiðubúin í þinni heimabyggð. Verið hjartanlega velkomin – það er alltaf heitt á könnunni! Svava Kr. Guðmundsdóttir Fjölmenni var við opnun og vígslu Listasafns Hornafjarðar, Svavarssafni, í gömlu slökkvistöðinni sl. föstudag. Eystrahorn hefur áður gert málinu góð skil en ávörp fluttu við athöfnina Ásgerður Gylfadóttir forseti bæjarstjórnar, Svandís Svavarsdóttir menntamálaráðherra, Halldór Björn Runólfsson safnastjóri Listasafns Íslands og Karl Ómar Jónsson sem hefur verið fulltrúi aðstandenda Svavars í öllum undirbúningi málsins og að öðrum ólöstuðum á mestar þakkir fyrir hvernig til hefur tekist. Fram kom í máli þessara aðila mikil ánægja með safnið og aðstöðuna. Áður en dagskráin hófst var skrifað undir tvo samninga, annars vegar um stofnframlag ríkisins til Listasafnsins, alls 17 m.kr. og viljayfirlýsingu um framlag ráðuneytis til reksturs menningarmiðstöðvar fyrir árin 2012 og 2013, 4 m.kr. hvort ár. Svavarssafn og Ástustofa Við opnunarhátíðina. Björg Erlingsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Karl Ómar Jónsson og Svandís Svavarsdóttir. Við undirskrift samningsins. Hjalti Þór Vignisson, Svandís Svavarsdóttir og Björg Erlingsdóttir.

description

Eystrahorn 26. tbl. 2011

Transcript of Eystrahorn 26. tbl. 2011

Page 1: Eystrahorn 26. tbl. 2011

Fimmtudagur 30. júní 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn26. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is

Okkar kona á HöfnÞjónustuskrifstofa VÍS á HöfnHafnarbraut 36Opið frá 9:00 - 16:00Sími 4708703

Svava tekur vel á móti þér og býður framúrskarandi tryggingar, persónulega ráðgjöf og er til þjónustu reiðubúin í þinni heimabyggð. Verið hjartanlega velkomin – það er alltaf heitt á könnunni!

Svava Kr. Guðmundsdóttir

Fjölmenni var við opnun og vígslu Listasafns Hornafjarðar, Svavarssafni, í gömlu slökkvistöðinni sl. föstudag. Eystrahorn hefur áður gert málinu góð skil en ávörp fluttu við athöfnina Ásgerður Gylfadóttir forseti bæjarstjórnar, Svandís Svavarsdóttir menntamálaráðherra, Halldór Björn Runólfsson safnastjóri Listasafns Íslands og Karl Ómar Jónsson sem hefur verið fulltrúi aðstandenda Svavars í öllum

undirbúningi málsins og að öðrum ólöstuðum á mestar þakkir fyrir hvernig til hefur tekist. Fram kom í máli þessara aðila mikil ánægja með safnið og aðstöðuna. Áður en dagskráin hófst var skrifað undir tvo samninga, annars vegar um stofnframlag ríkisins til Listasafnsins, alls 17 m.kr. og viljayfirlýsingu um framlag ráðuneytis til reksturs menningarmiðstöðvar fyrir árin 2012 og 2013, 4 m.kr. hvort ár.

Svavarssafn og Ástustofa

Við opnunarhátíðina. Björg Erlingsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Karl Ómar Jónsson og Svandís Svavarsdóttir.

Við undirskrift samningsins. Hjalti Þór Vignisson, Svandís Svavarsdóttir og Björg Erlingsdóttir.

Page 2: Eystrahorn 26. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 30. júní 2011

HM í HMHeimsmeistaramótið í HornafjarðarMANNA verður kl. 13:30 á laugardaginn í íþróttahúsinu

Útbreiðslustjóri

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonAðstoð: ................ Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ............. Leturprent

ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

MiðtúnGott einbýlishús ásamt bílskúr og stórri verönd miðsvæðis á Höfn. Fasteignin skiptist í 135m² íbúð og 33.5 m² bílskúr og geymslu, auk ca 70 m² verönd með skjólveggjum

hafnarbrautReisulegt 122,8 m² 2ja hæða parhús ásamt 34,5m² bílskúr, samtals 157,3 m² gott viðhald og mikið endurnýjað.

sMÁrabrautGott 115,6 m² einbýlishús ásamt 55,8 m² bílskúr, alls 171,4 m², mikið endurnýjað að innan hluti af bílskúr innréttaður sem íbúðarými og þvottahús.

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821www.inni.is

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson,hrl. og lögg.fasteignasalis. 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir,lögg.

leigumiðlaris. 580 7908

Sigurður Magnússon,lögg.

fasteignasalis. 580 7907

SigríðurKristinsdóttir,

lögmaður

Snorri Snorrason,lögg.

fasteignasalis. 580 7916

FÉLAG FASTEIGNASALA

NÝTT Á SKRÁ LÆKKAÐ VERÐ NÝTT Á SKRÁ

HafnarkirkjaSunnudaginn

3. júlí

Messa kl. 11:00

Sóknarprestur

Sveitarfélagið Hornafjörður Auglýsing um skipulag

Tillaga að deiliskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Kirkjugarður á Höfn í Hornafirði Opin svæði til sérstakra notkunar

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar skv. 1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010

Tillagan felst í meginatriðum í eftirfarandi:

Stækkun kirkjugarðs á Höfn í Hornafirði

Deiliskipulag ásamt greinargerð verður til sýnis á bæjarskrifstofu Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 og hjá Skipulagsstofnun á venjulegum opnunartíma frá og með fimmtudeginum 23. júní, 2011, til og með mánudeginum 15. ágúst, 2011. Tillagan, ásamt greinargerð, er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins, www. hornafjordur.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 15. ágúst 2011 og skal skila skriflega eða á netfangið [email protected]. Athugasemdum skal skilað á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn.

Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests telst henni samþykkur.

F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 23. júní 2011

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, Yfirmaður Umhverfis og Skipulags

Eystrahorn í sumarfríSíðasta tölublað Eystrahorns fyrir sumarfrí kemur út á næsta fimmtudag 7. júlí. Fyrsta tölublað eftir frí kemur út 18. ágúst.

Útgefandi

Áhöfn Ragnars SF 550 frá Hornafirði bætti á laugardag eigið aflamet í einum línuróðri þegar landað var rúmlega 22 tonnum (22.341 kg.) úr bátnum á Breiðdalsvík. Aflinn var aðallega þorskur eða rúm 21 tonn. Fyrra met Ragnars var rúmlega 21 tonn og einnig landað á Breiðdalsvík fyrir um ári síðan. Skipstjóri á Ragnari er Arnar Ragnarsson og það eru aðeins fjórir í áhöfn.

Enn falla metin

Skipstjórinn þarf að taka til hendinni í mokfiskiríi.

Page 3: Eystrahorn 26. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 30. júní 2011

Bifreiðaskoðun á Höfn 11., 12. og 13. júlí

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 8. júlí.

Næsta skoðun 22., 23. og 24. ágúst.

Þegar vel er skoðað

Dalshraun 13 • 220 Hafnarfjörður • Sími 565 0000Fax 555 3332 • [email protected] • www.glerborg.is

SÍMI: 565 0000

PVC-uGLUGGARHURÐAROG GLERÁ Íslandi er síbreytileg veðrátta alþekkt.Þess vegna ættu Íslendingar að veljavandaðar byggingavörur sem standast erfið veðurskilyrði og krefjast lágmarks viðhalds.

Komdu við á söluskrifstofu okkar að Dalshrauni 13í Hafnarfirði og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu.Við bjóðum upp á greiðsluskilmála við allra hæfi.

Öll framleiðsla fyrir Glerborg er CE vottuð

HEIMAMARKAÐSBÚÐIN OPNAR Í PAKKHÚSINU FÖSTUDAGINN 1. JÚLÍÞað verður sannkölluð humarstemning í Pakkhúsinu á Humarhátíð.

Gestum og gangandi verður boðið að gæða sér á dýrindis humarsúpu á laugardaginn.

Opnunartími Heimamarkaðsbúðarinnar í sumar mánudaga – föstudaga kl. 10:00 - 18:00 • laugardaga kl. 11:00 - 17:00

Mikið úrval afurða úr Ríki Vatnajökuls• Humarsoð Kokksins og allt sem til þarf við gerð humarsúpu

• Humar tilbúinn beint á grillið

• Humarpylsur – nýjung frá Matís

• Mikið úrval annarra afurða

• Rjúkandi vöfflur, nýbakaðar kleinur og ilmandi kaffi

Opið verður í Pakkhúsinu á Humarhátíðföstudag og laugardag kl. 10:00 - 18:00sunnudag kl. 12:00 - 16:00

nýtt • nýttSumarlitirnir í plötulopa komnir

Verslun Dóru

flokksstjóriISS – Ísland auglýsir eftir flokksstjóra

til að stjórna þrifum í fiskiðjuveri Skinneyjar – Þinganess á Höfn, Hornafirði. Vinnutími hefst að lokinni vinnslu í húsinu.

Íslenskukunnátta skilyrði.

Góðir tekjumöguleikarStarfið getur hentað jafnt konum sem körlum

Umsóknir helst með ferilskrá sendist á [email protected] fyrir 12. júlí n.k.

ISS er eitt stærsta eignaumsýslufyrirtæki heims með um 530 þúsund starfsmenn í 52 löndum. ISS hefur starfað yfir 30 ár á Íslandi og er með 750 starfsmenn hér á landi.

Page 4: Eystrahorn 26. tbl. 2011

4 EystrahornFimmtudagur 30. júní 2011

Felix Bergsson verður kynnir

Felix Bergsson hefur skemmt landsmönnum allt frá unga aldri. Hann sló í gegn sem söngvari Greifanna á níunda áratugnum og hefur síðan komið víða við í listalífi landsmanna sem leikari, söngvari, dagskrárgerðarmaður, rithöfundur og sjónvarpsmaður. Samstarf hans og Gunnars Helgasonar í Stundinni okkar varð landsfrægt og hafa þeir félagar gefið út fjölmarga geisladiska og myndbandsspólur. Þessa dagana er Felix útvarpsmaður á Rás 2 (Bergsson og Blöndal og Gestir út um allt) og stjórnar hinum vinsæla Popppunkti í Sjónvarpinu. Á sumrin fer hann um landið og skemmtir fjölskyldum, stundum einn og stundum með Gunna Helga. Felix er einn vinsælasti veislustjóri landsins og er að undirbúa fyrstu sólóplötu sína sem vonandi kemur út með haustinu. Þá er hann bæði með leikrit og kvikmynd í burðarliðnum. Á Humarhátíð ætlar Felix að syngja barnalög eftir Ómar Ragnarsson, auk klassískra Gunna og Felix laga. Hann mun að auki stjórna dagskrá á sviðinu og reyna að tryggja það að allir skemmti sér vel.

Svavar/ náttúran og sagan

Skapandi sögusýning sem ber heitið „Svavar / náttúran – sagan“ um Svavar Guðnason listmálara opnar í Miklagarði á föstudagskvöldinu kl. 20.00. Sýningin er unnin af Huldu Rós Sigurðardóttur list- og menningarfræðingi en hún hefur rannsakað líf og list Svavars síðastliðin 5 ár. Á sýningunni gefur að líta æviágrip, heimildakvikmynd, kvikmyndaverk og fræðslu um líf og list

Svavars úr ýmsum áttum. Hluti af sýningunni fjallar um uppruna Svavars sem tengist sögu Hafnar. Með verkefninu er markmiðið meðal annars að kynna Svavar fyrir gestum á litríkan, lifandi og skemmtilegan hátt. Sýningin er unnin út frá meistaraverkefni Huldu Rósar í hagnýtri menningarmiðlun. Fjallað er um uppruna Svavars og ár hans á Hornafirði en einnig hvernig hann tengdist svæðinu eftir að hann flutti burt. Hann var listamaður „úr ríki Vatnajökuls“ ekki síst vegna þess að einstök náttúrutilfinning hans birtist endurtekið í málverkinu, í viðtölum og umræðu um listamanninn. Það er rétt eins og að í huganum hafi Svavar tekið með sér náttúrufegurðina á æskuslóðunum hvert sem hann fór. Sýningin verður í Vinnustofu Guðrúnar Ingólfsdóttur í Miklagarði og verður opin alla helgina.

Sumarmót Ásatrúarmanna

Laugardaginn 2. júlí n.k. efna Ásatrúarmenn til blóts í Óslandi og hefst það kl. 17:00. Baldur Pálsson Freysgoði framkvæmir blótið og eru allir velkomnir hvar í trúfélagi sem þeir standa. Blót eru helgiathafnir ásatrúarmanna og þó að blót séu einnig gleðskapur og ávallt helgur drykkur í horni er hófs gætt því í Hávamálum eru heilræði þess efnis að gæta hófs við blóthald og drykkju. Reyndar hefur Freysgoði það fyrir sið að hafa einungis vatn eða malt í horni sínu svo að börn og ungmenni geti drukkið heill sinna goða, vætta eða forfeðra án þess að haldið sé að þeim áfengi.Þetta verður í annað sinn sem blótað er á Höfn. Þar sem heiðnir menn í dag búa flestir í borgarasamfélagi mótar það hugsanir og athafnir fólks. Því iðka ásatrúarmenn trú sína á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar. Reyndar er villandi að kalla siðinn ásatrú þar sem átrúnaður er ekki einungis bundinn við æsi, heldur hvaða goð eða vættir sem er innan norrænnar goðafræði og þjóðtrúar, svo sem landvættir, álfa, dísir, vani, jötna, dverga og aðrar máttugar verur eða forfeður. Margir ásatrúarmenn líta frekar

á ásatrú sem sið eða lífsstíl heldur en bein trúarbrögð.

Flugukast kennsla Júlli í Sólbæ hefur nokkuð lengi verið fluguveiðimaður og segist vera gagntekinn af bakteríunni. Flugu-veiði er að flestra mati hápunktur stang-veiðinnar og sú íþrótt sem hægt er að taka mestum framförum í alla ævi, ólíkt öðrum íþróttum. Júlli segir fluguveiði vera einfalda

í sjálfu sér en að æfingin skapi að sjálfsögðu meistarann. Hann hnýtir flestar sínar flugur sjálfur og segir tilfinninguna þegar fiskur tekur flugu sem þú hefur hnýtt vera ólýsanlega og að þetta sé sælutilfinning sem allir ættu að komast í kynni við. Júlli hefur kennt mörgum grunnatriðin í fluguköstum og verður með kennslu á laugardags- og sunnudagsmorgnunum klukkan 10:00 til 12:00. Kennslan fer fram á túninu á móti Sindravöllum og verður Júlli með flugustangir, hjól, línur og margt fleira.

Hljómsveitin Buff

Hljómsveitin Buff kom til vegna þess að sjónvarpsþættinum „Björn og félagar“ á Skjá Einum vantaði húsband fyrir þáttinn sinn. Svo gaman fannst þessum tónlistarmönnum að vinna saman að þeir ákváðu upp úr þessu samstarfi að stofna hljómsveitina Buff. Hljómsveitin hefur verið á dansleikjamarkaðnum síðan hún var stofnuð en starfrækti einnig tríó lengi vel, eða til

Kynning á Humarhátíð 2011Árleg Humarhátíð okkar Hornfirðinga hófst formlega í gær með glæsilegri dagskrá frá Ferðafélagi Austur – Skaftafellssýslu, en félagið bauð upp á tvær mismunandi gönguferðir þar sem gengið var yfir Lónsheiði annarsvegar og hins vegar voru undraheimar Hvalness og Þvottárskriða skoðaðir. Hátíðin mun standa fram á sunnudag og er dagskráin fjölbreytt að vanda og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að finna hefðbundna dagskrárliði á borð við Hornafjarðarmanna, Kúadellulottó, Burn out keppnina og Kassabílarallý en einnig verður boðið upp á nýja dagskrárliði

á borð við listasýningu á verkum Svavars Guðasonar í ný opnuðu Listasafni Hornfirðinga, tónleika með hljómsveitinni Valdimar og Of monsters and men, kennslu í göldrum, Latibær skemmtir börnunum, barnadagskrá frá Björgvini Frans og uppistand frá Innrásavíkingunum og Sólmundi Hólm uppistandara. Hér að neðan er svo hægt að kynna sér nánar viðburði Humarhátíðar í ár. Njótið Humarhátíðar og athugið að ýtarlegar upplýsingar um alla viðburði Humarhátíðar er að finna á www.rikivatnajokuls.is/vidburdir

Page 5: Eystrahorn 26. tbl. 2011

5Eystrahorn Fimmtudagur 30. júní 2011

ársins 2004 en þá bættust tveir nýir meðlimir við sveitina og eftirspurn eftir bandinu orðin mikil á þeim tímapunkti. Hjómsveitin eins og hún lítur út í dag er nú búin að spila saman á sjöunda ár og mun halda stórdansleik í Íþróttahúsi Hafnar á laugardagskvöldinu á Humarhátíð. Miðaverð er 2500 krónur.

Töframaðurinn Einar MikaelTöframaðurinn Einar Mikael kynntist töfra-brögðum 13 ára þegar hann bjó í Flórída og er búin að töfra í 11 ár. Hann er útskrifaður úr Hogwarts School of Witchcraft and Wizardy og er að taka masterinn núna. Töfrabrögð Einars eru samblanda af áhrifamiklum töfrum og miklum húmor. Hann verður með töfrabragðanámskeið fyrir krakka á aldrinum 8 – 15 ára í Sindrabæ á föstudeginum. Þar munu krakkarnir læra skemmtilega spilagaldra, teygjugaldra og hugsanalestur. Síðan heldur Einar Mikael smá töfrasýningu fyrir krakkanna í lokin. Hann vill fá alla krakkana á Höfn til að mæta á námskeiðið og þau geta annað hvort komið klukkan 10:30 eða klukkan 13:00 á föstudag. Einar Mikael verður svo með ógleymanlega sýningu á hátíðarsviðinu á föstudagskvöldinu þar sem hann mun töfra alla upp úr skónum og aldrei að vita nema hann verði með óvænta uppákomu einhverstaðar í bænum.

Arfleifð og Gammur

Hornfirsku hönnuðirnir Ágústa Arnardóttir og Gunnhildur Stefánsdóttir sem vinna undir nöfnunum Arfleifð og Gammur munu leiða saman hesta sína á Humarhátíð. Þær stöllur ætla að bjóða upp á heljarinnar tískusýningu

á aðalsviðinu á föstudagskvöldinu þar sem föngulegar hornfirskar fyrirsætur munu ganga um og sýna hönnun þeirra. Þá verða þær með verslun í Pakkhúsinu sem opnar á föstudagskvöldinu klukkan 20:00 og verður opin til klukkan 22:00 á föstudag. Á laugardag er opið frá klukkan 14:00 til 18:00 og svo 21:00 til 23:00. Hægt er að skoða hönnun þeirra á Facebook.

Hljómsveitin Valdimar

Hljómsveitin Valdimar gaf út sína fyrstu plötu Undraland síðastliðið haust. Platan hefur hlotið mikið lof tónlistar unnenda. Hljómsveitina skipa Ásgeir Aðalsteinsson gítar, Högni Þorsteinsson gítar, Guðlaugur Már Guðmundsson Bassi, Valdimar Guðmundsson söngur og básúna, Þorvaldur Halldórsson trommur og Kristinn Evertsson hljómborð. Á stuttum tíma hefur hljómsveitin skotist hratt upp á sjónarsviðið og lög eins og Undraland, Hverjum degi nægir sín þjáning, Brotlentur og Yfirgefinn hljómað á öldum ljósvakans. Hljómsveitin hefur átt góðu gengi að fagna og notið mikillar athygli við flutning á lögum sínum á tónleikum. Valdimar liðar hafa verið duglegir að kynna efnið fyrir landanum með mikilli spilamennsku í höfuðborginni og svo hafa verið teknir smá túrar m.a. norður á Akureyri en þar spiluðu þeir fyrir fullu húsi á Græna hattinum, daginn eftir lá svo leið þeirra vestur til Ísafjarðar til að taka þátt í Aldrei fór ég suður. Í byrjun maímánaðar fór Valdimar til Þýskalands og léku á menningarhátíðinni Nordischer Klang í Greifswald. Valdimar menn hafa í nógu að snúast í sumar en þeir spiluðu á Galtalækjarhátíðinni og á Sólseturshátíðinni í Garði um síðastliðna helgi svo er það núna Humarhátíðin á Hornafirði. Í júlí verða þeir á Bestu útihátíðinni í á Gaddastaðaflötum á Hellu. Vikuna 14-24 júlí verður síðan farin hringferð um landið svo það er nóg um að vera hjá Valdimar mönnum.

Big band tónleikar í Nýheimum

Big-Band Hornafjarðar spilar í Nýheimum laugardaginn 2. júlí Kl. 14:00 á Humarhátíð. Á efnisskránni eru lög „úr ýmsum áttum“ Söngleikjalög - Jazz – Rock – Funk – Pop og Latin. Hljómsveitin samanstendur af kennurum, nemendum og fyrrverandi nemendum Tónskólans. Stjórnandi er Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson. Big-band hljómsveitir voru mjög vinsælar danshljómsveitir á 5. og 6. áratugnum. Í hljómsveitinni eru 18 hljóðfæraleikarar en það er vaninn með Big – Band hljómsveitir. Tónleikarnir munu standa yfir í rúman klukkutíma.

Ævintýraeyjan Mikley

Fjölskylduferð í Mikley er orðinn fastur liður í hverri Humarhátíð, hvernig sem viðrar.Sigling til eyjarinnar tekur aðeins nokkrar mínútur en er þó ævintýri fyrir börnin. Rústir verbúðanna Himnaríkis, Helvítis og Austurríkis eru skoðaðar og sagðar sögur um þær og einnig um fyrsta flugið til Íslands árið 1924. Síðan er genginn hringur um eyjuna fyrir þá sem vilja og geta. Á eyjunni eru fallegar víkur og nes, hólar og klettar og mikið fuglalíf. Þar má einnig sjá minjar um búskaparnytjar en Hornsbændur nytjuðu Mikley til beitar, heyskapar og garðræktar fyrr á árum. Farið verður frá Vigtarskúrnum á bryggjunni klukkan 10:00 á laugardagsmorgun og tekur ferðin um 3 klukkutíma. Leiðsögumaður er Sigurður Hannesson.

Skreytum bæinn okkar fyrir Humarhátíð

Nú er Humarhátíð hafin og tími til kominn að skreyta. Gaman væri ef allir tæku höndum saman og hefðu gaman. Þema hátíðarinnar er er að sjálfsögðu APPELSÍNUGULUR. Verðlaun verða veitt á aðalsviðinu á laugardagskvöld fyrir bestu götuna og svo fyrir best skreytta húsið. Endilega byrjum að skreyta sem fyrst því að dómnefnd tekur rúntinn á föstudagskvöld og laugardagsmorgun. Sjálfboðaliðar eru alltaf velkomnir og þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram geta haft samband við Söndru Lind í síma 8683933. Munum að taka góða skapið með okkur á Humarhátíð og njótum skemmtunarinnar.

Page 6: Eystrahorn 26. tbl. 2011

DagskrÁ huMarhÁtíðar 20119:00 Ferðafélag Hornafjarðar – Lúrugangan. Gengið er yfir Lónsheiði

9:00 Ferðafélag Hornafjarðar – Lúrugangan. Undraheimar Hvalness og Þvottárskriða

Miðvikudagur • 29. júní

Nánari upplýsingar á www.gonguferdir.is

9:00 Ferðafélag Hornafjarðar – Humargangan. Gengið yfir Fláfjall á Mýrum

13:00 Ferðafélag Hornafjarðar - Humargangan. Fugla og náttúruskoðun um Lækjarnes og Árnanes

13:00 Mótorkross sýning við Drápskletta

16:00 Listasafn Hornafjarðar Sýning á verkum Svavars Guðnasonar myndlistamanns

16:00 Kartöfluhúsið Sýning á verkum listamannsins Tolla opnar

17:00 „Graðaloftið – stúdíósýning“ sýning Hlyns Pálmasonar í Graðaloftinu og verður hún opin alla helgina

17:00 Verbúðin opnar í Miklagarði og verður opin alla helgina

19:00 Þjóðakvöld Kvennakórs Hornafjarðar verður í Mánagarði

22:00 Stórtónleikar með hljómsveitinni Valdimar í Íþróttahúsinu, húsið opnar kl 21:00

22:00 Stjáni og Frikki spila á Víkinni

Fimmtudagur • 30. júní

10:30 Kennsla í göldrum - Einar Mikael kennir krökkum á öllum aldri að galdra í Sindrabæ

13:00 Kennsla í göldrum – Einar Mikael kennir krökkum á öllum aldri að galdra í Sindrabæ

17:00 Latibær í Sindrabæ í boði Nettó

18:00 Götuhátíðir hefjast

18:00 Go cart hefst á planinu við Íþróttahúsið og verður opið alla helgina

20:00 Skrúðganga frá N1

20:00 „Skapandi sögusýning - Svavar Guðnason” unnin af Huldu Rós Sigurðardóttir í Miklagarði og verður opin

alla helgina

20:00 Sala á myndum og vörum Gingó í Miklagarði

20:00 Gammur og Arfleifð selja vörur sínar í Pakkhúsinu alla helgina

20:00 Leiktæki á hátíðarsvæði opna

20:30 Markaðir á hátíðarsvæði opna

20:30 Hleinin opnar og verður opin alla helgina á neðri hæð Pakkhússins

21:00 Setning Humarhátíðar 2011

• Felix Bergsson • Latibær • Frumflutningur á Humarhátíðarlagi • Einar Mikael sýnir galdra • Kvennakórinn flytur nokkur lög • Gammur og Arfleifð með tískusýningu • Hljómsveitin Parket heldur uppi stuðinu

22:00 Hljómsveit Hauks Þorvalds spilar í Pakkhúsinu

24:00 Dansleikur á Víkinni með hljómsveitinni Parket

Föstudagur • 1. júlí

9:00 Humarhátíðarmót í Golfi

10:00 Flugukast kennsla á túninu á móti Sindravöllum

10:00 Fjölskylduferð út í Mikley

13:00 körfuboltamót 3 á 3 á körfuboltavellinum

13:00 Kassabílarallý Landsbankans við bankann

13:30 Grillaðar pylsur í boði Landsbankans við bankann

13:30 Heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna í Íþróttahúsinu

14:00 Leiktæki opna á hátíðarsvæði

14:00 Markaðir opna á hátíðarsvæði

14:00 Big - band tónleikar í Nýheimum

14:00 Barnadagskrá Björgvins Frans og félaga í Sindrabæ

15:30 Sauðfjárbændur í Austur - Skaftafellssýslu grilla lambakjöt á hátíðarsvæði

16:00 Innrásavíkingarnir verða með uppistand í Sindrabæ

16:00 Söngvarakeppni barnanna á Hátíðarsviði

17:00 Kúadellulottó á túninu á móti Sindravöllum

17:00 Sumarblót Ásatrúarmanna í Óslandi

17:30 Burn out keppni á plani Málningarþjónustunnar

21:00 Skemmtidagskrá hefst á hátíðarsviði

• Verðlaunaafhendingar • Felix Bergsson • Buff • Sólmundur Hólm eftirherma

22:30 Varðeldur og söngur

23:00 Brjáluð stemning í Pakkhúsinu með hljómsveitinni KUSK

24:00 Stórdansleikur með hljómsveitinni Buff í Íþróttahúsinu

10:00 Flugukastkennsla á túninu á móti Sindravöllum

13:00 Frjálsíþróttamót Sindra

13:00 Leiktæki við Gömlubúð

Laugardagur • 2. júlí

Sunnudagur • 3. júlí