Skátamál 6. tbl 2011

11
Ritstjóri: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir | [email protected] Ábm: Hermann Sigurðsson 6.tbl. | 2011 1 Fyrir 99 árum, upp á dag, flaut hugmyndin um Skátahreyfinguna norður yfir Atlantshafið og lenti í höndum ævintýraþyrstra ungmenna. Hinni fyrstu íslensku skátaöld er nú að ljúka, en hún hefur verið lituð fjörlegum litum skemmtilegs skátastarfs. Þúsundum ungmenna hefur verið gefinn kostur á að takast á við krefjandi verkefni, kynnast skátum frá ólíkum menningarsvæðum og ganga á vit ævintýranna sem skátastarfinu fylgja. Nú rennur í hlað ný skátaöld! Eflaust verða næstu hundrað ár lituð sömu björtu litunum og skátastarfið unnið af enn meiri krafti og metnaði en áður. Á þessum merku tímamótum lítum við fram á veginn og sjáum í hillingum allt það fjölbreytta skátastarf sem íslensk ungmenni munu stunda; -öll frábæru friðarverkefnin, allir ósömdu hreyfisöngvarnir og glaðvær andlit þeirra hundruða skáta sem vígðir verða inn í hreyfinguna á næstu árum. Til að fagna afmælinu og afrakstri síðustu aldar verður skátaárið 2012 með sérstökum hátíðarbrag. Formlegt upphaf afmælisársins er þann 22. febrúar. Þúsundir skáta, bæði innlendra og erlendra, munu svo slá upp tjöldum við Úlfljótsvatn og una við leik og störf á Landsmóti skáta í júlí. Á menningarnótt fá Íslendingar að upplifa skátastarf í sinni allra skemmti- legustu mynd, en Hljómskálagarðurinn allur verður undirlagður undir þrautabrautir, verkefni, póstaleiki og skátamenningu. Í október verður svo haldið fyrsta Friðarþing íslenskra skáta, en þar munu saman koma almenningur, friðarsinnar, ungir skátar og gamlir, íslenskir og erlendir og einblína á hvernig við getum lagt hönd á plóg við að gera þessa litlu plánetu okkar friðsamari. Hátíðardagskránni líkur svo að ári, þann 2. nóvember, þegar hin fyrsta íslenska skátaöld renn- ur sitt skeið og sú næsta tekur við. Til hamingju með afmælið! 22. febrúar Setningarhátíð afmælisársins | Afmælisárið hefst formlega! 16. mars Skátaþing með hátíðarblæ | Skátar landsins safnast saman og skeggræða um skátamál. 19. apríl Sumardagurinn fyrsti -Settu klútinn á! | Allar styttur landsins munu skarta skátaklút til hátíðarbrigða. 20.-29. júlí Landsmót skáta Úlfljótsvatni | Úlfljótsvatn sneisafullt af íslenskum og erlendum skátum! 18. ágúst Afmælishátíð á Menningarnótt | Borgarbúar fá að kyn- nast skátamenningu eins og hún gerist best! 5.-9. október Friðarþing | Íslenskir skátar bjóða almenningi og er- lendum skátum á Friðarþing. 2. nóvember Afmælishátíð -100 ára afmæli! 100 ár síðan skátastarf á Íslandi hófst! Gerðu 100! Hver skáti, flokkur, sveit eða fé- lag getur fagnað tímamótunum með því að gera 100. Að gera 100 byggist á því að gera eitt- hvað til heiðurs tölunni 100. Til dæmis gæti skátaflokkur grillað 100 sykurpúða á einum fundi, skátasveit gæti prjónað 100m puttaprjón í fánalitunum eða skáti einsett sér að gera 100 góðverk á einu ári. Hver sem er getur svo deilt hugmyndinni og afrakstrinum með öðrum íslenskum skátum í gegnum vefsíðu sem sett verður upp bráðlega. Hátíðarviðburðir

description

Skátamál eru fréttabréf Bandalags íslenskra skáta.

Transcript of Skátamál 6. tbl 2011

Page 1: Skátamál 6. tbl 2011

Ritst

jóri: I

nga A

uðbjö

rg K

ristjá

nsdó

ttir | i

nga@

skata

r.is

Ábm

: Her

mann

Sigu

rðss

on

6.tb

l. | 20

11

1

Fyrir 99 árum, upp á dag, flaut hugmyndin um Skátahreyfinguna norður yfir Atlantshafið og lenti í höndum ævintýraþyrstra ungmenna.

Hinni fyrstu íslensku skátaöld er nú að ljúka, en hún hefur verið lituð fjörlegum litum skemmtilegs skátastarfs. Þúsundum ungmenna hefur verið gefinn kostur á að takast á við krefjandi verkefni, kynnast skátum frá ólíkum menningarsvæðum og ganga á vit ævintýranna sem skátastarfinu fylgja. Nú rennur í hlað ný skátaöld! Eflaust verða næstu hundrað ár lituð sömu björtu litunum og skátastarfið unnið af enn meiri krafti og metnaði en áður.

Á þessum merku tímamótum lítum við fram á veginn og sjáum í hillingum allt það fjölbreytta skátastarf sem íslensk ungmenni munu stunda; -öll frábæru friðarverkefnin, allir ósömdu hreyfisöngvarnir og glaðvær andlit þeirra hundruða skáta sem vígðir verða inn í hreyfinguna á næstu árum.

Til að fagna afmælinu og afrakstri síðustu aldar verður skátaárið 2012 með sérstökum hátíðarbrag. Formlegt upphaf afmælisársins er þann 22. febrúar. Þúsundir skáta, bæði innlendra og erlendra, munu svo slá upp tjöldum við Úlfljótsvatn og una við leik og störf á Landsmóti skáta í júlí. Á menningarnótt fá Íslendingar að upplifa skátastarf í sinni allra skemmti-legustu mynd, en Hljómskálagarðurinn allur verður undirlagður undir þrautabrautir, verkefni, póstaleiki og skátamenningu. Í október verður svo haldið fyrsta Friðarþing íslenskra skáta, en þar munu saman koma almenningur, friðarsinnar, ungir skátar og gamlir, íslenskir og erlendir og einblína á hvernig við getum lagt hönd á plóg við að gera þessa litlu plánetu okkar friðsamari. Hátíðardagskránni líkur svo að ári, þann 2. nóvember, þegar hin fyrsta íslenska skátaöld renn-ur sitt skeið og sú næsta tekur við.

Til hamingju með afmælið!

22. febrúar Setningarhátíð afmælisársins | Afmælisárið hefst formlega!

16. marsSkátaþing með hátíðarblæ | Skátar landsins safnast saman og skeggræða um skátamál.

19. aprílSumardagurinn fyrsti -Settu klútinn á! | Allar styttur landsins munu skarta skátaklút til hátíðarbrigða.

20.-29. júlíLandsmót skáta Úlfljótsvatni | Úlfljótsvatn sneisafullt af íslenskum og erlendum skátum!

18. ágústAfmælishátíð á Menningarnótt | Borgarbúar fá að kyn-nast skátamenningu eins og hún gerist best!

5.-9. október Friðarþing | Íslenskir skátar bjóða almenningi og er-lendum skátum á Friðarþing.

2. nóvemberAfmælishátíð -100 ára afmæli!100 ár síðan skátastarf á Íslandi hófst!

Gerðu 100!Hver skáti, flokkur, sveit eða fé-lag getur fagnað tímamótunum með því að gera 100. Að gera 100 byggist á því að gera eitt-hvað til heiðurs tölunni 100. Til dæmis gæti skátaflokkur grillað 100 sykurpúða á einum fundi, skátasveit gæti prjónað 100m puttaprjón í fánalitunum eða skáti einsett sér að gera 100 góðverk á einu ári.Hver sem er getur svo deilt hugmyndinni og afrakstrinum með öðrum íslenskum skátum í gegnum vefsíðu sem sett verður upp bráðlega.

Hátíðarviðburðir

Page 2: Skátamál 6. tbl 2011

2

Skátafélag: KóparFæðingarár: 1976Netfang: [email protected] Starf: Verkefnastjóri Landsmóts 2012

Elsí Rós hefur verið skáti svo lengi sem hún man enda hefur öll fjölskyldan eins og hún leggur sig verið í skátunum á einhverjum tímapunkti. Hún hefur ýmis konar reynslu af skátastarfi og var núna síðastliðið sumar í fararstjórn íslenskra skáta á Heimsmótið í Svíþjóð. Elsí Rós var í dagskrárteyminu bæði fyrir Landsmót skáta 2008 og Roverway 2009. Hún hefur starfað í dagskrárráði BÍS og sinnt námskeiðishaldi með fræðsluráði BÍS. Þegar hún er ekki að sinna skátastörfum styttir hún sér stundir við kórsöng og Esjugöngur þar sem hún kann ekki að prjóna.

Landsmót skáta 2012 er með örlítið nýju sniði. Við erum að fagna 100 ára afmæli okkar og því ætlum við aðeins að ganga í gegnum söguna okkar og með hana að vopni fögnum við næstu 100 árum.

Dagskráin verður aldursmiðuð þannig að hvert aldurs bil á sinn eigin dag í dagskrárþorpi og verk-efni þorpsins þann dag þá miðuð við hvert aldursbil fyrir sig. Fálkaskátar (10-12 ára) fá auk þess með sér hóp af eldri skátum sem fylgja þeim í dagskrá og auðvelda fyrir þeim í dagskránni svo allt gangi sem auðveldast fyrir sig. Dróttskátar og rekkaskátar heim-sækja sömu þorp en á sínum eigin dögum og sinni eigin aldursmiðuðu dagskrá.

Lögð verður áhersla á fjölskyldubúðir og verða þær með glæsilegu sniði frá fimmtudegi til sunnudags 19.-22. júlí. Við hvetjum alla drekaskáta til að mæta með fjölskyldunum sínum á mótið og taka þátt í þeirri dagskrá sem verið er að sérútbúa fyrir fjölskyldubúðir auk þeirrar hátíðardagskrá sem verður í boði á öllu mótssvæðinu laugardaginn 21. júlí 2012 þegar að við fögnum 100 árum í skátastarfi.

Hlökkum til að sjá sem flesta á Landsmóti skáta 2012 Úlfljótsvatni.

Landsmót skáta 2012

verk

efna

stjó

ri lan

dsm

óts

Elsí

Rós H

elga

dótt

ir er

Landsmótspunktar

Nú þegar eru um 100 erlendir skátar skráðir á Landsmót skáta 2012 – þekkir þú erlenda skáta sem hafa áhuga á að koma til Íslands á skátamót?

Ert þú einn af þeim sem þegar ert skráður á Landsmót skáta?

Verður þinn flokkur skátaflokkur Íslands á landsmóti 2012?

Er þitt skátafélag ekki örugglega á leið á Landsmót 2012? www.skatamot.is

Skráning er hafin á landsmót! Nú er um að gera að skrá sig svo þú missir ekki af þess-um einstaka viðburði . Mundu að staðfest-ingargjald landsmóts þarf að greiða fyrir 1. janúar 2012.

http://www.skatar.is/jamboree2012/

Page 3: Skátamál 6. tbl 2011

3

Fyrir mörgum er skátastarf áhugamál, fyrir öðrum lífsstíll eða skemmtilegur félagsskapur. Sumir heillast af adrenalínskapandi útivist, aðrir af sam-félagslegu uppeldisstarfi. Sumir elska skátamót, aðrir elska föndur við kertalogann í skátaheimil-inu. Jakob Guðnason sameinar þetta flest, enda er skátaíþróttin honum ekki aðeins áhugamál og tómstund, heldur lífsviðurværi.

Jakob starfar í Útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn, þar sem hann er verkstjóri verklegra framkvæmda, sér um tjaldsvæðið á sumrin, skólabúðir á veturna, auk þess að sinni viðhaldi og starfa við uppbyggingu svæðisins.

Úlfljótsvatn er ekkert einmanalegtAf hverju vinnurðu fyrir skátana, Jakob?„Þetta er einfaldlega skemmtileg vinna og ég hef mikinn metnað fyrir því að gera staðinn enn betri en hann er nú þegar!“.

Nú starfa tveir starfsmenn á Úlfljótsvatni, en síðasta hálfa árið hafa starfsmennirnir verið 5, enda margt sem þarf að gera á svona fjölsóttum stað. En ætli Úlfljótsvatn sé ekkert einmanalegt á veturna, þegar færri eru á svæðinu?„Nei alls ekki, -enda var ég að fá mér hund! Svo búa á staðnum 12 hænur, einn hani og einn köttur, auk okkar tveggja.“ Hundurinn hans Jakobs heitir Óðinn og ég spyr hvort að síendurtekin víkingaþemu á skátamótum hafi þar ráðið för.

„Hann heitir Óðinn, því hann heitir ekki Ólöf, enda er hann karlkyns.“

Hópefli fyrir 7. bekkingaSíðustu vikur hefur heldur ekki verið einmanalegt við Úlfljótsvatn, enda hafa þar verið starfræktar skólabúðir fyrir 7. bekkinga frá ýmsum grunnskólum landsins.„Skólabúðirnar eru eins konar skátaupplifun fyrir grunnskólabörnin. Við bjóðum upp á dagskrá sem þétt ir hópinn, stuðlar að samvinnu og kennir krökk-unum að með skátaandanum getur maður unnið á öllum vandamálum.“

Jakob telur að skólabúðirnar séu líka frábær kynning fyrir skátahreyfinguna og að stór hluti grunnskóla-nemanna hafi frekari afskipti af skátastarf, annað hvort í gegn um sumarbúðir, nýti sér tjaldsvæðið eða gangi jafnvel í skátana.

Auk fjöldans alls af íslenskum tjaldgestum hefur Úl-fljótsvatnið unaðsbláa laðað að sér erlenda skáta-hópa. Skátahóparnir kaupa alls kyns dagskrá af staðn um; hæk, báts- og hellaferðir, og sækja í staðinn þar sem mun ódýrara en áður er að koma til Íslands.„Svo fer bara einstaklega gott orð af okkur“, segir Jakob og bætir við að sumir skátar komi aftur og aftur.

Stórir hlutir framundanHvað tekur við núna þegar skólabúðunum er lokið?„Nú bíðum við bara spenntir eftir því að skátafélögin fari að bóka félagsútilegur og nýti sér okkar frábæru aðstöðu. Úlfljótsvatn er einfalega þægilegasti staðurinn fyrir skátafélögin, enda geta þau gengið að góðri þjónustu vísri og nýtt sér allt sem staðurinn hef-ur upp á að bjóða.“

Auk félagsútilegutarnarinnar sem er að hefjast bíða ýmis önnur verkefni starfsmannanna í Útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn. Verið er að tyrfa stórt túnsvæði til þess að búa í haginn fyrir komandi stórmót og öllum velkomið að koma og leggja hönd á plóg.

„Ef að veðrið er gott er alltaf þörf fyrir gott fólk sem er til í að hjálpa til við að byggja upp staðinn. Hægt er að hafa samband í síma 4822674 og gera boð á undan sér, -svo við getum hellt upp á könnuna!“

Næsta sumar fer fram Landsmót skáta, en skáta-hreyfingin á 100 ára afmæli á næsta ári. Það er því næsta víst að um stórt mót verður að ræða. Svo er ekki seinna vænna en að fara að undirbúa tjaldflat-irnar fyrir World Moot, sem haldið verður við Úlfljóts-vatn árið 2017. Það er því ýmissa frétta að vænta af Úlfljótsvatni og um að gera að fylgjast með á www.ulfljotsvatn.is

Heimilisfang: Úlfljótsvatn,

801 Selfoss dreifbýli

Starfsmenn ÚSÚ ræða um gildi flokkakerfisins

í skátaaðferðinni.

Page 4: Skátamál 6. tbl 2011

4

Jakob Guðnason myndaði.

Laugardaginn 1. október afhenti forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, 18 skátum úr 10 mismunandi skátafélögum Forsetamerkið við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju.

Númer Nafn Skátafélag Sveitarfélag

1265 Jónatan Björnsson Eilífsbúar Skagafjörður

1266 Aldís Helga Rúnarsdóttir Heiðabúar Reykjanesbær

1267 Elísabet Mjöll Jensdóttir Heiðabúar Reykjanesbær

1268 Kolbrún Hulda Helgadóttir Biering Heiðabúar Reykjanesbær

1269 Kolfinna Snæbjarnardóttir Klakkur/Hraunbúar Hafnarfjörður

1270 Marta Grétarsdóttir Hraunbúar Hafnarfjörður

1271 Mekkín Barkardóttir Hraunbúar Hafnarfjörður

1272 Heiða Hrönn Másdóttir Kópar Kópavogur

1273 Tryggvi Bragason Kópar Kópavogur

1274 Ísabella Katarína Márusdóttir Landnemar Reykjavík

1275 Guðjón Hafsteinn Kristinsson Segull Reykjavík

1276 Grímur Kristinsson Svanir Reykjavík

1277 Egill Erlingsson Ægisbúar Reykjavík

1278 Sif Pétursdóttir Ægisbúar Reykjavík

1279 Alexandra Geraimova Örninn Grundarfjörður

1280 Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir Örninn Grundarfjörður

1281 Marta Magnúsdóttir Örninn Grundarfjörður

1282 Sigrún Ella Magnúsdóttir Örninn Grundarfjörður

18 nýir Forsetamerkishafar

Forsetarakkinn Sámur flaðrar hér upp um forsetafrúnna, en Dorrit hefur verið skáti frá ungaaldri.

Hér er frækilegur hópur forsetamerkishafa samankominn á Bessastöðum.

Page 5: Skátamál 6. tbl 2011

5

Helgina 30. september til 2. október var skátamótið Saman haldið í fyrsta skipti fyrir dróttskáta.

Rúmlega 70 dróttskátar mættu á þetta brautryðjenda-mót og skemmtu sér stórkostlega. Við brottför leit út fyrir að veðrið myndi gera skátunum erfitt fyrir að kom-ast á leiðarenda en betur fór en á horfðist og skátarnir komust öruggir á leiðarenda.

Á laugardegi hafði stytt upp á Gufuskálum og því var skátunum ekkert að vandbúnaði að takast á við þau krefjandi verkefni sem björgunarsveitarmenn úr Hjálpar sveitum skáta í Garðabæ, Kópavogi og Reykja vík, auk Súlna á Akureyri lögðu fyrir þá í svokölluðum björgunarleikunum. Þar glímdu krakk-arnir við fjölbreytt verkefni á borð við reykköfun, rústabjörgun, skyndihjálp og klifur. Óhætt er að segja að skátarnir sem koma víðsvegar að af landinu hafi skemmt sér vel.

GamanSamaná Gufuskálum

Page 6: Skátamál 6. tbl 2011

6

Friðarboðar á faraldsfæti

„Þessi ferð var geðveik!“. Svona var svar Arnórs Bjarka þegar Skátamál spurðu hann hvernig för hans, Liljars Más Þorbjörnssonar og Þorbjarg-ar Pálsdóttur til Sádí Arabíu hafi verið. Hann segir að hvatinn að því að hann hafi ákveðið að fara í þessa framandi ferð hafi verið sambland af ævintýraþrá, þörf til að skoða heiminn og áhugi á því metnaðarfulla verkefni sem Messengers of Peace er.

Friðarmótið var haldið 21.-29. september í Jeddah, Sádí Arabíu. Mótið sóttu um 7000 skátar sem áhuga höfðu á að fá tækifæri til þess að móta Messengers of Peace-verkefnið og deila saman tjaldbúð í þágu friðar. Skátar frá 97 löndum tóku þátt í mótinu og munu nú fara um heimin sem eins konar friðarboðar og erindrekar Messengers of Peac- verkefnisins.

Að taka þátt í skátamóti í eyðimörk er reynsla ólík okkar íslensku landsmótum, enda ramma sand-flákarnir stemmninguna inn og arabískur menningar-heimur tekur á móti íslenskum skátum sem framandi og spennandi. „Áhugaverðust þóttu mér hátíðarhöldin á þjóðhátíðardegi Sádí Araba. Þá varð algjör kaos, fólk þusti út á göturnar í þúsundatali, söng, hrópaði og dansaði upp á bílþökum!“, segir Arnór Bjarki Svarfdal, einn af friðarförunum. „En þrátt fyrir mannfjöldann voru engin skemmdarverk eða leiðindi.“ Lífsreynsla Þorbjargar Pálsdóttur frá skátafélaginu Samherjum var að einhverju leiti ólík Arnórs, en konur tóku oftast-nær ekki þátt í sömu dagskrárliðum og drengirnir: „Það var frábærlega vel tekið á móti okkur og alltaf verið að passa upp á hvernig við hefðum það.“

Það er því augljóst að ferðin hefur verið mikið ævintýri fyrir þremenningana og þau koma vafalaust til með að skipa stóran sess í að sá friðarfræjum í íslensku skátastarfi.

Þrír íslenskir skátar tóku þátt í friðar-

móti í Sádí Arabíu

Page 7: Skátamál 6. tbl 2011

7

Vel hefur verið vandað til verka við útgáfu nýs stoðefnis fyrir foringja, en bækurnar hafa verið samvinnuverkefni stjórnar , starfsmanna og fastaráða BÍS, auk margra reynslumikilla skáta. Þar sem einblínt hefur verið á vandvirkni og nákvæmni hefur útgáfa bókanna tafist örlítið, en er þó vel á veg komin; 3 af 6 bókum eru komnar úr prentun og restin væntanleg fyrir jól.

Til þess að fylgja bókunum vel eftir hefur verið boðið upp á svokölluð innleiðingarnámskeið. Þrjú innleið-ingarnámskeið hafa þegar verið haldin, auk stjórn-endanámskeiðs í Skátamiðstöðinni. Tvö námskeið í

viðbót hafa verið bókuð og félög hvött til þess að hafa samband við skrifstofu BÍS til þess að afla sér upplýs-inga um námskeiðishald.

Eins og sjá má á myndum eru námskeiðin ekki aðeins fræðandi og áhugaverð, heldur einnig skemmti-leg, en þátttakendur fá tækifæri að skella á sig drekaskátaklút og upplifa nýja starfsgrunninn á eig-in skinni! Á meðal viðfangsefna námskeiðanna er skátaaðferðin, nýtt hvatakerfi, dagskrárhringurinn og táknræn umgjörð. Skráðu þig á næsta námskeið á: www.skatar.is/vidburdaskraning

Innleiðinginí tölum: » 76 skátar hafa sótt

Innleiðingarnámskeið. » 26 skátar hafa sótt

stjórnendanámskeið. » 4 námskeið hafa

verið haldin. » 3,2 kíló af beikoni hefur

verið innbyrgt á námskeiðunum. » 722 blaðsíður af

áhugaverðu efni hafa verið gefnar út. » Um 582 blaðsíður af

skátaefni koma svo út til viðbótar fyrir jól! » 8 svæðisforingjar hafa verið

skipaðir til þess að styðja við skátafélög um allt land. » 11 félög hafa skrifað undir

samningum um að hefja innleiðingarferlið. » 456 eru áfangamarkmiðin

sem þátttakendur á inn- leiðingarnámskeiðum hafa sett sér.

Bókaútgáfa vel á veg komin oginnleiðingin gengur frábærlega!

Nýjar handbækur fyrir dróttskátaforingja voru gefnar út þann 14. október, en handbók fyrir dróttskátana sjálfa, auk fálkaskátabókanna, koma bráðlega út!

Námskeiðin hafa verið afar vel sótt

Page 8: Skátamál 6. tbl 2011

8

-eðaltré ár eftir ár!Sígræna jólatréð

Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja.

Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is

10 ára ábyrgð•12 stærðir (90-500 cm)•Stálfótur fylgir•Ekkert barr að ryksuga•Ekki ofnæmisvaldandi•Eldtraust•Þarf ekki að vökva•Íslenskar leiðbeiningar•

Frábærir eiginleikar: Hæð90 cm

120 cm140 cm155 cm185 cm215 cm230 cm260 cm300 cm370 cm430 cm500 cm

Verð6.400 kr.9.400 kr.

10.900 kr.13.900 kr.16.900 kr.22.900 kr.24.900 kr.34.900 kr.44.500 kr.61.900 kr.

119.500 kr.169.000 kr.

Grenilengjur í metratali:500 kr. pr. meter

Verð

skrá

:Nú eru helstu húsgangaverslanir landsins búnar að skreyta fyrir jólin og þá draga skátarnir fram sín sívinsælu, sígrænu jólatré. Líkt og undanfarin ár gefst skátafélögunum kostur á að selja jólatré til að afla fjár fyrir ferðir og mót og er ekki úr vegi að fara að safna fyrir landsmóti sem styttist óðfluga í.

Félögin fengu nýverið sendar upplýsingar um tilhögun sölunnar og er áhugasömum skátum því bent á að setja sig í samband við sitt skátafélag. Vakin er athygli á því að pantanir frá félagi skulu berast á netfangið [email protected] og verður reikningur fyrir greiðslunni sendur á viðkomandi félag.

Kemur sígrænt jólatré þér á landsmót?

Að venju var farið í sund á föstudagskvöldinu og fastir liðir eins og venjulega endurteknir, en þar má nefna magaskellskeppni og pottatroðslu. Það voru 84 skátar sem skelltu sér í einu í heita pottinn á staðnum en það verður að teljast nokkuð gott og starfsfólk sund-laugarinnar man ekki eftir öðrum eins fjölda í pott-inum.

Mikill metnaður var lagður í dagskrá á laugardegi-num en meðal dagskrárliða var slysaförðun þar sem krakk arnir fengu að búa til gervisár, Maízena-ganga þar sem hægt var að ganga á vatni, föndursmiðja þar sem krakkar gátu saumað eitthvað nytsamlegt og að

sjálfsögðu hin sívinsæla brjóstsykursgerð. JOTI var á sínum stað að venju og var vel sótt í þá smiðju. Um kvöldið var svo haldið í félagsheimilið þar sem haldin var stutt kvöldvaka og að henni lokinni tóku DJ Egill og Binni við völdunum og stjórnuðu trylltu diskóteki frameftir kvöldi.

Á sunnudeginum var svo farið í S-leikinn eða Sam-félagsleikinn. Leikurinn gengur út á að leysa ýmsar þrautir sem reyna á samfélagslega hæfni flokkanna. Að honum loknum var skólinn þrifinn hátt og lágt og haldið af stað í bæinn eftir vel heppnaða Smiðjudaga.

Besti samfélagsvefur í heimi!Smiðjudagar 2011:

Smiðjudagar fóru fram í 17. sinn helgina 14.-16. október. Í ár var farið í

Borgarnes þar sem um 180 skátar voru saman

komnir til þess að skemmta sér konunglega

yfir helgina.

Minjanefnd skátaStjórn BÍS leitar að áhugasömum einstakling til að taka sæti í minja nefnd skáta til næsta vors amk. Helstu verkefni minja-nefndar næstu mánuði er yfirferð og flokkun þeirra minja sem safnast hafa á liðnum árum og vegna væntanlegrar sýningar á næsta ári. Áhugasamir hafi sam-band við Júlíus, [email protected].

Borð og bekkir fyrir landsmótPöntuð verða inn viðarborð og bekkir sem henta vel á skátamót-um og í tjaldbúð. Skátafélögum sem óska eftir að kaupa slík borð og bekki er bent á að hafa samband við Hermann, [email protected].

Viltu vinna í sumarbúðum í Bandaríkjunum næsta sumar?Hafir þú áhuga á því að vinna í skátabúðum Boy Scouts of America skaltu hafa samband við Júlíus, [email protected], fyrir 15. desember n.k. Starfsmenn fá greidd laun, en þurfa að greiða fyrir farið sjálfir.

WAGGGS World Forum 2012 í Chicago Vilt þú taka þátt? Áhugasamir kvenskátar hafi samband við Júlíus, [email protected], fyrir 15. nóvember. Athugið að þátt-takandinn þarf sjálfur að greiða allan kostnað við ferðina.

Vinaflokkur í útlöndumBandalaginu berast stöðugt fyrirspurnir frá erlendum skátum sem vilja komast í samband við íslenska skáta. Skátaflokkarnir geta skipst á bréfum, hugmynd-um, myndum, tölvupóstum og jafnvel skipulagt ferð til útlanda. Áhugasamir hafi samband við Júlíus, [email protected].

Page 9: Skátamál 6. tbl 2011

Messengers of Peace-verkefninu var hleypt af stokknum á friðarmóti í Sádí Arabíu í september. Verkefnið gengur út á að hvetja skáta og skáta-flokka til að finna upp og framkvæma verkefni sem stuðla að friði. Hér eru fjögur skref í átt að friði:

Fyrsta skrefHugsaðu um samfélagið sem þú býrð í. Hvað fer í taugarnar á þér við það? Er náttúrunni stefnt í voða? Eiga einhverjir samfélagshópar í deilum? Er heilsu manna eða dýra stefnt í hættu? Er einhver lagður í einelti í skólanum þínum? Eða eiga einhverjir hópar samfélagsins á hættu að einangrast og verða ein-mana?

Annað skrefNú skaltu ákveða hvað þú og skátafélagar þínir geta gert til þess að hjálpa til. Þetta gæti jafnvel verið hluti af þjónustuverkefnum sveitarinnar eða forse-tamerkinu þínu!

Þriðja skrefFarðu á vef verkefnisins, www.scoutmessengers.com, og skráðu þig á friðarkortið svo allir hinir geti séð hugmyndina þína!

Fjórða skrefMessengers of Peace-vefurinn mun svo minna þig á loforðið sem þú gafst um að bæta heiminn og þú ge-tur hafist handa við að vinna friðarverkefnið þitt ásamt skátafélögum þínum! Takk fyrir að gera heiminn að betri stað til að búa á!

9

Messengers of Peace

Við trúum því að hver og einn skáti hafi sérstakan hæfileika sem mannkynið þarf á að halda til að skapa frið og farsæld í heiminum. Að hver og einn skáti sé eins og eitt púsl í friðarmynd heimsins.

Við trúum því að með því að draga saman þessa hæfileika þá myndist samkennd og viska sem getur skapað og viðhaldið friði og farsæld öllu mannkyninu og jörðinni til heilla.

Við trúum því að skátar séu boðberar friðar.

Í tilefni að afmæli skátahreyfingarinnar á Íslandi og til þess að leggja sín lóð á vogarskálarnar til þess

að koma á friði í heiminum efnir Bandalag íslenskra skáta til Friðarþings í október 2012. Friðarþingið verður vettvangur fyrir skáta og almenning til að koma saman og nýta hæfileika hvers og eins til að skapa hugmyndir að friðarverkefnum sem hægt er að koma í framkvæmd strax eða verða að dagskrárefni fyrir skátahreyfinguna eða menntakerfið. Friðarþinginu er einnig ætlað að skapa samræður milli skátanna og þeirra sem styðja við börn og ungmenni í heiminum. Með samræðunni getum við sáð fræjum að friði sem hver og einn þátttakandi hlúir síðan að.

Nefnd um þingið hefur hafið störf og væntanlega fáum við að heyra meira eftir því sem nær dregur.

Friðarþing skáta 2012

Page 10: Skátamál 6. tbl 2011

10

SKÁTABÚÐIN:

Hollendingurinn

Fleiri nýjar vörur

Heitir Hollendingar! - Lodge Dutch Oven úr steypujárniHollendingar hafa tröllriðið útieldunargeiranum síðustu árin. Svokallaðir Hollendingar nýtast sem pottar, ofnar og pönnur og ekkert matseldarverkefni er Hollendingnum ofviða. Þú getur bakað köku, með jöfnum hita með því að setja kol ofan á kúpt lokin, eldað kássu í pottinum og notað lokið sem pönnu.

Hvert einasta skátafélag ætti að skaffa sér Hollending, bragðlaukanna vegna!

Hollendingurinn er til í nokkrum stærðum. Hér er gefið upp verð á 12“ potti.Almennt verð: 26.390 kr | Verð til skáta: 21.112 kr kr. 21.112.-

Come on baby, light my fire! - TurboFlame Turbo 2 kveikjariÞú lætur ekki veðurguðina stoppa þig með TurboFlame Turbo 2 kveikjaranum! Kveikjarinn lítur kannski út eins og hann hafi stokkið út úr framtíðartrylli á Stöð 2 Bíó, en hann snar-virkar! Logarnir tveir líkjast eldflaugarhreyflum, enda 1300°C heitir! Hvorki stormur né stórhríð bítur á þessum klikkaða kveikjara og tindrið tekur við sér á örskotstundu!

TurboFlame Turbo 2 ræður við alls kyns verkefni, hvort sem það er að karamellísera crème brûlée sykurtopp eða afþýða lyklaskránna.

Almennt verð: 3.350 kr | Verð til skáta: 2.680 kr

Ekki vera kolómögulegur! - Lodge Gear kolastrompurHver þekkir ekki hið ömurlega vandamál að geta ekki hugsað sér neitt annað í kvöldmat en að snæða snögggrillaða hrefnusteik en þurfa að bíða og bíða á meðan garnirnar gaula og kolin hitna á hraða snigilsins.

Lodge Gear kolastrompurinn setur tromp-ið í strompinn og leysir þetta vandamál á örskotss-tundu! Með því að hita kolin upp í kolastrompinum sleppur þú við að nota óumhverfisvænan kveikilög og kolin verða til á 12-15 mínútum!

Almennt verð: 7.190 kr | Verð til skáta: 5.752 kr

kr. 2.680.-

kr. 5.752,-

Skátabúðin hefur í samstarfi við Herramenn ehf tekið upp sölu á hinum svokölluðu Hollendingum, en það eru frábærir ofnpottar til útieldunar.

kemur fljúgandi!Einnig hefur Skátabúðin hafið sölu á alls kyns vörum til útieldunar og um að gera að kíkja í búðina og skoða jóla-gjafirnar í ár!

10” pönnur, grilliput grill, leðurhanskar, leðursvuntur, grillpönnur, tangir, útieldunarborð og fleira og fleira!

Page 11: Skátamál 6. tbl 2011

NÓVEMBERFESTSKÁTAKÓRSINS

Country style

Fimmtudaginn 3. nóvember

í sveitahlöðunni við

Gufunesbæ í Grafarvogi

Skátakórinn býður til kórskemmtunar fimmtudaginn

3. nóvember kl. 18:30. Skemmtunin fer fram í

hlöðunni við Gufunesbæ í Grafarvogi.

Verð kr. 1.500 - söngur, matur, söngur, gleði, söngur,

dans og þú í hópi skemmtilegs fólks! Verðlaun fyrir

flottasta kúrekabúninginn! Allir velkomnir!

20. ára aldurstakmark