Skátamál 2. tölublað

5
Ritstjóri: Inga Auðbjörg | [email protected] Ábm: Hermann Sigurðsson 2.tbl. | 2011 Skátaþing 2011 1 Ef ekkert breyttist nokkurn tímann væru engin fiðrildi. Breytingar eru óumflýjanlegar. Í breytingum felast tækifæri til þess að taka það sem er vel heppnað úr fortíðinni og koma því fyrir í nýjum ramma framtíðar- innar. Heimurinn tekur sífelldum breytingum og nú virðumst við vera stödd í flóðbylgju hraðfara breyt- inga samtímans. Um allar jarðir eru skátabandalög að stokka upp í dagskrá og uppbyggingu og þó að breytingarnar taki tíma og þrek þá hafa þær gefið mjög góða raun. Yfirskrift Skátaþings 2011 er Fögnum breytingum. Undanfarin ár hefur verið lögð gífurleg vinna í stefnumótun og endurskoðun á dagskrár- römmum skátastarfs. Fjöldamargir skátar hafa lagt hönd á plóg og á síðasta skátaþingi var framtíðarsýn fram til 2014 samþykkt. Fögnum breytingum! Góðverkadagar! 21.-25. febrúar Skátar hafa í hartnær hundrað ár tamið sér að gera góðverk á hverum degi. Í ár eru Góðverkadagar hal- dnir í þriðja sinn. Þar sem vonast er til að landsmenn allir sameinist í góðum verkum. Góðverk þurfa ekki að vera stór til að kalla fram bros, vellíðan eða gera dag einhvers örlítið betri. Eitthvað sem tekur okkur litla stund getur þýtt mikið fyrir aðra ef við bara gefum okkur tíma til þess. Sérðu einhvern koma hlaupandi þegar þú ert að stíga upp í strætó? Biddu bílstjórann að bíða eftir honum. Er bíll stopp úti í kanti? Hvernig væri að staldra við og athuga hvort þú getir aðstoðað? Er gömul kona í vandræðum við að fara yfir götu? Hvernig væri að hjálpa henni? Í stuttu máli: Hvar: Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Reykjanesbæ. Hvænær: 18.-20. mars 2011. Hverjir: Allir virkir skátar, 16 ára og eldri hafa rétt til að sitja skátaþing sem áhey- rnarfulltrúar. Hvað kostar: 1500 kr. Innifalin eru þing- gögn, léttur hádegisverður og kaffi á meðan á þingi stendur. Skráning: Á skátavefnum, fyrir 14. mars Góðverkadagarnir eru 21.-25. febrúar sem eru dagarnir kringum afmæli Baden-Powell hjónanna. Á vefnum www.godverkin.is er hægt að skrá góðver- kin sem maður vinnur, sjá hvaða góðverk aðrir eru að gera og fá ýmsar hugmyndir um hvað hægt er að gera í tilefni Góðverkadaganna. Á dagskrárvefnum er einnig að finna dagskrárhugmyndir fyrir skátasveitir og flokka. Sýnum samstöðu, tökum þátt í þessu skemmtilega verkefni, vinnum góðverk og komum þar með af stað hrinu góðverka í samfélaginu!

description

Veffréttabréf skáta

Transcript of Skátamál 2. tölublað

Page 1: Skátamál 2. tölublað

Ritst

jóri: I

nga A

uðbjö

rg |

inga@

skata

r.is

Ábm

: Her

mann

Sigu

rðss

on

2.tb

l. | 20

11

Skátaþing 2011

1

Ef ekkert breyttist nokkurn tímann væru engin fiðrildi.Breytingar eru óumflýjanlegar. Í breytingum felast tækifæri til þess að taka það sem er vel heppnað úr fortíðinni og koma því fyrir í nýjum ramma framtíðar-innar. Heimurinn tekur sífelldum breytingum og nú virðumst við vera stödd í flóðbylgju hraðfara breyt-inga samtímans. Um allar jarðir eru skátabandalög að stokka upp í dagskrá og uppbyggingu og þó að breytingarnar taki tíma og þrek þá hafa þær gefið mjög góða raun. Yfirskrift Skátaþings 2011 er Fögnum breytingum. Undanfarin ár hefur verið lögð gífurleg vinna í stefnumótun og endurskoðun á dagskrár- römmum skátastarfs. Fjöldamargir skátar hafa lagt hönd á plóg og á síðasta skátaþingi var framtíðarsýn fram til 2014 samþykkt.

Fögnum breytingum!

Góðverkadagar!21.-25. febrúar

Skátar hafa í hartnær hundrað ár tamið sér að gera góðverk á hverum degi. Í ár eru Góðverkadagar hal-dnir í þriðja sinn. Þar sem vonast er til að landsmenn allir sameinist í góðum verkum. Góðverk þurfa ekki að vera stór til að kalla fram bros, vellíðan eða gera dag einhvers örlítið betri. Eitthvað sem tekur okkur litla stund getur þýtt mikið fyrir aðra ef við bara gefum okkur tíma til þess.

Sérðu einhvern koma hlaupandi þegar þú ert að stíga upp í strætó? Biddu bílstjórann að bíða eftir honum. Er bíll stopp úti í kanti? Hvernig væri að staldra við og athuga hvort þú getir aðstoðað?Er gömul kona í vandræðum við að fara yfir götu? Hvernig væri að hjálpa henni?

Í stuttu máli:Hvar: Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Reykjanesbæ.Hvænær: 18.-20. mars 2011.Hverjir: Allir virkir skátar, 16 ára og eldri hafa rétt til að sitja skátaþing sem áhey-rnarfulltrúar.Hvað kostar: 1500 kr. Innifalin eru þing-gögn, léttur hádegisverður og kaffi á meðan á þingi stendur.Skráning: Á skátavefnum, fyrir 14. mars

Góðverkadagarnir eru 21.-25. febrúar sem eru dagarnir kringum afmæli Baden-Powell hjónanna. Á vefnum www.godverkin.is er hægt að skrá góðver-kin sem maður vinnur, sjá hvaða góðverk aðrir eru að gera og fá ýmsar hugmyndir um hvað hægt er að gera í tilefni Góðverkadaganna. Á dagskrárvefnum er einnig að finna dagskrárhugmyndir fyrir skátasveitir og flokka. Sýnum samstöðu, tökum þátt í þessu skemmtilega verkefni, vinnum góðverk og komum þar með af stað hrinu góðverka í samfélaginu!

Page 2: Skátamál 2. tölublað

Margir leggja hönd á plóg til að skátastarf á Íslandi takist sem best. Fastaráðin fimm sjá um að fram-fylgja stefnu Skátahreyfingarinnar, sem staðfest er á skátaþingum, og hefur hvert ráð sinn málefna- flokkinn. Á síðunum hér á eftir eru stutt viðtöl við for-menn ráðanna. Kannski átt þú heima í einu þeirra? Hafirðu áhuga á því að bjóða fram krafta þína skaltu velta fyrir þér hvaða ráði þú vildir ljá krafta þína og tilkynna svo um framboð þitt.

Tekið er við tillögum um fólk í þessi embætti. Óskað er eftir því að þær verði sendar uppstillingarnefnd hið fyrsta og eigi síðar en 4. mars. Framboð skal vera skriflegt og undirritað af frambjóðanda.Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu. Frambjóðandi skal vera orðinn 18 ára á kjördag.

Á þinginu verða skv. lögum BÍS kjörnir: • Aðstoðarskátahöfðingi til þriggja ára.• Formaður Upplýsingaráðs BÍS til þriggja ára.• 4 fulltrúar í hvert fastaráða BÍS til eins árs (alþjóðaráð, dagskrárráð, fræðsluráð, upplýsingaráð, fjármálaráð).• 2 fulltrúar í uppstillingarnefnd til tveggja ára.• 2 endurskoðendur.• 2 fulltrúar í Skátarétt til þriggja ára.• Formaður Fræðsluráðs til eins árs vegna forfalla.

Uppstillingarnefnd skipa:Ásta Ágústsdóttir [email protected]ður Júlíus Grétarsson [email protected] Hjördís María Ólafsdóttir [email protected]Ásgeir Ólafsson [email protected]

Mótaðu framtíðina!

2

Þó að enn séu 513 dagar í Landsmót skáta er stuðið samt farið af stað!

Landsmótsleyndó!

43 skátar sendu inn réttar lausnir við myndagátunni sem var birt á Skátavefnum og Facebook 4. febrúar, þegar fyrsta Landsmótsleyndóið fór af stað. Þessir heppnu skátar voru dregnir út af mótsstjóra landsmóts, Hrólfi Jónssyni, og fá að launum brakandii nýjan Landsmótsbol!

Hinir heppnu eru :Aðalsteinn ÞorvaldssonAuður Sesselja GylfadóttirRebekka JennýSólveig Anna GunnarsdóttirVala Hauksdóttir

Næsta Landsmótsleyndó fer í loftið 18. mars svo fyl-gist spennt með!

Gakktu í fararbroddi eða fylgdu á eftir með bros á vör

Félagsforingjar fræðast um fyrirhugaða útgáfu

Félagsforingjar, stjórnarmenn og sveitarforingjar landsins fjölmenntu á félagsforingjafundina sem haldnir voru í janúar. Efni fundanna var þrítþætt; að kynna Dagskrárvefinn, fara yfir það sem er á

Félagsforingjafundir voru haldnir á fjórum stöðum á landinu dagana 16.-27. janúar.

döfinni hjá BÍS og að kynna til sögunnar 3 nýjar foringjahandbækur sem gefnar verða út á árinu. Fundirnir voru haldnir á fjórum stöðum á landinu; Á Akureyri, í Borgarnesi, í Garðabæ og í Reykjavík. Fjöldi fundargesta var mismikill eftir aðstæðum og því hver fundur með sínu lagi, en almennt voru skátarnir spenntir fyrir nýjum bókum og fyrirhuguðum viðburðum. Ætlunin er að halda þessu sniði á félagsfor-ingjafundum áfram meðfram hinu hefðbundna, það er að bjóða einnig sveitarforingjum og halda fundina vítt og breytt um landið.

Page 3: Skátamál 2. tölublað

3

Dagskrárráð heldur utan um alla viðburði sem BíS heldur og skátadagskrána sem skátarnir stunda í sínu skátastarfi dags daglega.

Næstu verkefni:Verið að gefa út foringjahandbækur og foringjamöppu. Svo er fjöldi viðburða framundan, svo sem Rs. Gang-an, Ds. Vitleysa, Ds. Þjófstart og Drekaskátamót.

Hvernig kemur ráðið að þessum verkefnum?Ráðið kemur að grunnhugmyndavinnunni, leggur niður starfsáætlun sem gerir ráð fyrir ákveðinni útgáfu eða ákveðnum viðburðum og kemur vinnunni í ákveðinn farveg.Svo má ekki gleyma Dagskrárvefnum! Hann er í stöðugri þróun.

Hvaða eiginleika þarf sá að hafa sem situr í Dagskrárráði? Getuna til að hugsa út fyrir kassann og horfa á hlutina í víðara samhengi. Frumkvæði og frjósemi í hugsun.

Hvers konar fólki ert þú að leita að til að sitja með þér í Dagskrárráði?Fólki með fjölbreyttan bakgrunn og fjölbreytta reynslu sem er til í að takast á við ögrandi verkefni.

Hvaða ráð hentar þér?DagskrárráðJón Ingvar Bragason

Opið er fyrir umsóknir í Styrktarsjóð skáta. Um-sóknarfrestur er til 5. mars

Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á Skáta-vefnum.

Umsóknir skulu berast á Skátamiðstöðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík.

Styrkhæf verkefni skulu flokkast undir einn eða fleiri eftirtalinna flokka:

1. Fræðslumál innan skátahreyfingarinnar.2. Útgáfa innan skátahreyfingarinnar.3. Nýjungar í starfi skátafélaganna.4. Stofnstyrkir vegna nýrra skátaheimila eða skátaskála.

Styrktarsjóður skátaUmsóknarfrestur 7. mars

Hlutverk fræðsluráðs er fyrst og fremst að sjá um fræðslu fyrir starfandi skátaforingja, en er þó að opna inn á önnur svið, svo sem að sinna fræðslu fyrir aðra fullorðna einstaklinga sem koma að rekstri skátafélaga.

Hvaða verkefni eru framundan?Að fylgja eftir útgáfu nýrra foringjahandbóka með fræðslu fyrir skátaforingja ásamt því að móta stefn-una um það hvernig fullorðnir geta á margvíslegan hátt stutt við skátastarf í skátafélögum.

Hvernig fólk ætti að gefa kost á sér í Fræðsluráð?Einstaklingar sem hafa frumkvæði og áhuga á efninu og eru tilbúnir til að leggja tíma og vinnu í þessa málaflokka, hvort sem þeir hafa einhverja formlega þekkingu á þessu sviði eða hafa einfaldlega reynslu af skátastarfi og áhuga á fræðslumálum.

FræðsluráðMargrét Vala Gylfadóttir

6 ástæður þess að þú ættir að mæta á Skátaþing!1. Allir saman nú! Skátar safnast saman frá öllum landshornum til að dvelja saman heila helgi!2. Hafðu áhrif! Skátaþing er þitt tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanatökur sem snerta skátastarf í landinu!3. Skáti er glaðvær! Viltu hlæja þar til þú færð harðsperrur í magavöðvana? Skátaskaup ársins er frumsýnt á Skátaþingi!4. Skemmtilegt Skátaskrall! Á Skátaskrallinu gefst skátafélögunum kostur á að kynna sína hei-mabyggð. Mætir Strókur með rósabúnt? Svanir með Ólaf Ragnar? Ægisbúar með vesturbæjarís? Hver veit?5. Stefnumótun og starfsáætlun. Á þinginu verða vinnuhópar sem ræða starfsáætlun hreyfingarinnar og taka næstu skref í stefnumótuninni.6. ...og svo má ekki gleyma hinum sígildu lagabreytingum!

Page 4: Skátamál 2. tölublað

Hlutverk upplýsingaráðs er að hafa umsjón með útbreiðslu skátastarfs og almannatengslum og samskiptum stjórnar BÍS við skáta, foreldra, almenning, önnur félagasamtök og opinbera aðila.

Hvaða verkefni eru framundan?Auk átaksverkefna eins og Góðverkadaga, Kynn-ingarviku, Friðarloga og Íslenska fánann í öndvegi er framundan innleiðing áhugaverðrar dagskrár og þjálf-unar sem felst í að mynda og styðja við tengslanet fjölmiðlafulltrúa skátafélaga landsins.

Upplýsingaráð mun jafnframt gegna mikilvægu hlutverki við innleiðingu skátadagskrárinnar sem útgáfa nýrra foringjahandbóka og dagskrárefnis byggir á og innleiðingu og vinnu að þeirri metnaðarfullu stefnu-mótun og framtíðarsýn sem skátahreyfingin setti sér á síðasta ári.

Hvernig fólk ætti að gefa kost á sér í Upplýsingaráð?Gott fólk með áhuga á krefjandi starfi fyrir metnaðarfulla uppeldishreyfingu sem hefur það að markmiði að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. – Fólk sem ekki er fast í viðjum vanans eða hjólförum meðalmennskunnar heldur sér tækifærin blasa við og er tilbúið til góðra verka.

4

Hlutverk alþjóðaráðs er að halda utan um samskipti við alþjóðahreyfingar skáta og erlend skátabandalög, auk þess að annast kynningu á íslensku skátastarfi erlendis og kynna erlenda viðburði og skátastarf hér heima. Eins sér Alþjóðaráð um utanumhald á utanlandsferðum á vegum íslenskra skáta auk ýmissa annarra verkefna.

Hvaða verkefni eru framundan?Þau eru margvísleg. Þar má nefna ferð íslenskra skáta á heimsmót í Svíþjóð í sumar, heimsráðstefnu WAGGGS í Edinborg, norðurlandaráðstefnu á næsta ári og ferð íslenskra skáta á Roverway í Finnlandi 2012. Auk þess er áframhaldandi kynning á öðrum viðburðum og þátttaka í undirbúningi vegna heimsmóts róverskáta sem haldið verður á Íslandi 2017.

Það er líka farin af stað vinna við að koma verkefnum um alþjóðastarf í heimabyggð inn í skátadagskrána. Við erum einnig að koma á fót nýjung í alþjóðastarfi íslenskra skáta; tækifæri til að taka þátt í hjálparstarfi á erlendri grundu og þroska þar með sjálfan sig í leiðinni! Svo erum við með fleiri spennandi verkefni í undirbúningi.

Hvaða eiginleika þarf einstaklingur í ráðinu að hafa?Einlægan áhuga á alþjóðastarfi, skipulagshæfileika, auk þeirra almennu hæfileika sem við leitum eftirí skátastarfi; að vera samstarfsliprir, opnir og fordómalausir, hugmyndaríkir og virkir í starfi. Gert er ráð fyrir að fulltrúar í ráðinu stýri starfi þeirra vinnuhópa sem eru starfandi á vegum þess.

AlþjóðaráðHulda Sólrún

UpplýsingaráðBenjamín A. Árnason

FjármálaráðFinnbogi Finnbogason

Hlutverk fjármálaráðs er að vera ráðgefandi um fjármál BÍS auk þess að koma með hugmyndir um fjáraflanir, hvaða leiðir sé best að fara og hvað sé best að gera.

Hvaða verkefni eru framundan?Fjármálaráð hittist á tveggja mánaða fresti og fer yfir stöðuna og ræðir næstu skref. Okkar aðallausn í sambandi við fjármál BÍS er að fjölga skátum.Hvernig fólki ertu að leita að til að vinna þetta með þér? Fólki sem hefur reynslu af fjármálum og fjáröflunum og er frjótt í hugsun.

Myndir frá Ds. Aukalífi

Page 5: Skátamál 2. tölublað

5

Jambómanía!

Gulir miðar og bernaise-sósa

Stefnumótun SSR

Þrjátíuogáttaþúsund skátar, samankomnir á setningarhátíð. Tilfinningin er vísast ólýsanleg. Bræðralagið, samstaðan, einingin. Þar sem eng-in orð fá þessu lýst er best að þú upplifir þetta á eigin skinni!

Sjö sveitir frá ÍslandiTæplega þrjúhundruð íslenskir skátar hafa skráð sig til þátttöku á 22. alheimsmót skáta sem haldið er í Svíþjóð í sumar. Þátttakendum er skipt upp í sjö sveitir, sem heita eftir íslenskum eldfjöllum; Askja, Baula, Hatta, Hekla, Katla, Krafla og Skriða, auk þess sem sérstök sveit, Eyjafjallajökull, er skipuð þeim sem fara út sem starfsmenn. Skátarnir koma frá nær öllum félögum landsins og eru sveitirnar blandaðar þannig að skátarnir kynnast skátum úr öðrum félögum.

Fleiri þjóðir en á ÓlympíuleikunumÁ alheimsmótinu verða að þessu sinni um 150 þjóðir,

Undirbúningur fyrir frægðarför tæplega þrjúhundruð íslenskra skáta til Svíþjóðar í sumar stendur nú sem hæst

sem eru fleiri þjóðir en taka þátt á Ólympíuleikunum. Á mótinu í sumar verða 38.000 skátar samankomnir, sem eru jafnmargir og íbúar Kópavogs og Mosfellsbæjar samtals!

Ekki of seint að slást í för með hópnumEnn eru nokkur pláss laus, hvort sem er í hóp þátttakenda eða starfsmanna. Þátttakendur verða að vera 14-18 ára og starfsmenn yfir 18 ára. Ekki láta tækifærið þér úr greipum renna, skráðu þig núna á [email protected].

Skátasamband Reykjavíkur hélt nýverið stefnumótunarfund þar sem stefna sú sem lögð var fyrir félagsforingjafund í nóvember s.l. var rædd og flokkuð.

Stjór SSR fékk góðar leiðbeiningar um vilja skátafélaganna um hvert SSR á að stefna í framtíðinni. Fundurinn var haldinn í sal Skógræktarfélags Reykjavíkur í Elliðavatnsbænum. Jenný Dögg Björgvinsdóttir var fengin til að stýra fundinum og fórst henni það vel úr hendi enda alvön. Elmar Orri, Baldur Árnason og Helgi Jónsson sáu um undirbúning og skipulag með Jennýju Dögg. Öllum félagstjórnum og starfsmönnum skátafélaganna var boðin þátttaka á fundinum. Inga Auðbjörg og Helgi stýrðu sitthvorum hópnum. Fundurinn byrjaði á skipulagðri þanka-hríð þar sem þátttakendur áttu að finna möguleika

á svörum við spurningum eins og: Hvernig getur SSR stutt betur við sjálfboðaliðana? Hvernig getum við bætt aðstöðu okkar í skátaheimilum og útivistar-svæðum? Hvernig getum við aukið samstarf milli skátafélaga? o.s.frv. Eftir að búið var að kryfja spurningarnar voru kenndir tveir hópeflisleikir. Eftir leikina og dýr-indis Heiðmerkurdesert var tekist á við að forgangs-raða, tímasetja og setja vörður. Að lokum komu hóparnir saman og kynntu niðurstöðurnar hvor fyrir öðrum. Gögnum var síðan safnað saman og mun stjórn SSR vinna úr tillögunum og koma með tillögu á næsta aðalfund SSR. Mikil ánægja var með fundinn og almennt fannst fundarmönnum hann bæði gagnlegur og skemmtilegur. Allir fóru saddir og sælir heim.