Project - Laugarnes, Concept panel

1
Við Kirkjusand hefur verið stunduð fiskvinnsla frá byrjun 20 aldar. Undir klæðningu hússins, sem nú hýsir Glitni, leynist frystihús SÍS sem var á sínum tíma það stærsta sinnar tegundar. Til að virða þessa miklu sögu verður reist sædýrasafn á svæðinu og mun gamla frystihúsið þar gegna meginhlutverki, Djúpsjávarfiskar á neðstu hæð- inni og grunnvatnsfiskar og smádýrin efst. Á úti- svæðinu verða laugar fyrir stærri dýr og hver veit hvort að borgarstjórinn okkar fái þarna drauminn um ísbjörninn uppfylltan. Hér á gamla strætóplaninu verður fjölnota-svæði. Hér verður hægt að leggja bílnum sínum þegar að heimsækja á perlurnar við sjávarsíðuna. Svæðið mun einnig nýtast vel sem bílabíó eða þegar halda á stórtónleika. Einnig nýtist svæðið þegar að það kemur tívolí eða sirkus til land- sins. Svæðið afmarkast af grænum göngum og á þessum hluta verður Sæbrautin sett í stokk til að auvelda fólki aðgengið að strandsvæðinu og kajakleigunni sem er staðsett við nýjan lend- ingarstað við ströndina. Fornminjar verða grafnar upp og endurbyggðar að hluta eða hafðar til sýnis á einhvern nýstárlegan máta. Ósnortin strandlengja er það dýr- mætasta sem Laugarnesið hefur að bjóða, því er henni haldið í óbreyttri mynd. Á nesinu verður gerð ferskvatnstjörn sem mun með tíð og tíma auðga fuglalíf svæðisins. Á þessu svæði verður náttúruleik- skóli. Svæðið er tilvalið vegna nálægðar sinnar við óspillta náttúruna á Laugarnesinu. Í næsta námunda verður stórverslun og munu foreldrar í hverfinu því geta gengið í verslunina og sótt börn sín í sömu ferð. Hér mun verða nokkurnskonar bryggjustemming með rómantískri kvöldlýsingu og litlum veitingarhú- sum og smáverslunum. Hér geta þeir sem gengið hafa frá Kirkjusandi tyllt sér eða þeir sem koma frá Viðey ásamt erlendum gestum af skemmti- ferðaskipum gætt sér á veitingum eða verslað sér íslenska minjagripi. Við Listaháskólann mun komið á fót skapandi garði fyrir nútímalist með sýningarrýmum sem hentug eru til tímabundna sýninga eða til- raunastarfsemi hinna upprennandi listamanna. Þar er einnig að finna aðstöðu til útitónleika, dans- og leiksýninga. Garðurinn mun teygja anga sína upp á þak skólans og þar væri hægt að hafa útisvæði fyrir mötuneyti skólans. Vitinn Vitinn er endapunktur perlu- festarinnar. Hann mun verða sterkt kennileiti fyrir svæðið. Frá vitanum er hægt að halda förinni áfram til Viðeyjar. Þeir sem hafa leigt sér sjókajak við Kirkjusand geta skilað honum hér við ströndina. Veitingarstaðir Leikskólinn Ströndin Fornminjar Nýlistagarðurinn Sædýrasafnið Kirkjusandur Perlufestin við Sund -afþreying og skemmtun fyrir alla Klettahverfið -Bíllaust og grænt Í Klettahverfinu er lögð áhersla grænt íbúahverfi laust við vélknúna umferð. Hverfið hentar fólki af öllum stigum þjóðfélagsins þar sem íbúðir verða af öllum stærðum og gerðum. Hverfið mun tengjast hafnarsvæðinu með grænumgöngum yfir og á milli þakgarða fyrirtækjanna. Mitt á meðal hefðbundins iðnaðar- og hafnar- starfsemi mun vera gert ráð fyrir verslun og þjónustu fyrir íbúa hverfisins. Bílaumferð inn í hverfið verður beint í bílakjallara vestan og austan megin. Megin kosturinn við þennan byggðarkjarna auk bílleysisins mun vera staðsetningin sem tengist höfninni beint og um leið Viðey, auk þess sem hverfið teygir sig inn á óspillta náttúru og strandlengu Laugarnessins. N Raðhús með undirgöngum Hugsanlegt yfirbragð raðhúsa Þakgarðar á iðnaðarhúsnæði Yfirbragð þakgarða 3ja - 4ra hæða byggingar Yfirbragð byggðar séð frá norðri Rýmin milli húsanna Klifurplöntur á húsum Séð til vesturs Yfirbragð græna flæðissins Grænt flæði 5-6 hæða hús Edda, Davíð og Hulda Umsk IV - 2010 Kennarar: Auður Sveins og Birkir Einarsson

description

Concept for the Laugarnes area.

Transcript of Project - Laugarnes, Concept panel

Page 1: Project - Laugarnes, Concept panel

Við Kirkjusand hefur verið stunduð fiskvinnsla frá byrjun 20 aldar. Undir klæðningu hússins, sem nú hýsir Glitni, leynist frystihús SÍS sem var á sínum tíma það stærsta sinnar tegundar. Til að virða þessa miklu sögu verður reist sædýrasafn á svæðinu og mun gamla frystihúsið þar gegna meginhlutverki, Djúpsjávarfiskar á neðstu hæð-inni og grunnvatnsfiskar og smádýrin efst. Á úti-svæðinu verða laugar fyrir stærri dýr og hver veit hvort að borgarstjórinn okkar fái þarna drauminn um ísbjörninn uppfylltan.

Hér á gamla strætóplaninu verður fjölnota-svæði. Hér verður hægt að leggja bílnum sínum þegar að heimsækja á perlurnar við sjávarsíðuna. Svæðið mun einnig nýtast vel sem bílabíó eða þegar halda á stórtónleika. Einnig nýtist svæðið þegar að það kemur tívolí eða sirkus til land-sins. Svæðið afmarkast af grænum göngum og á þessum hluta verður Sæbrautin sett í stokk til að auvelda fólki aðgengið að strandsvæðinu og kajakleigunni sem er staðsett við nýjan lend-ingarstað við ströndina.

Fornminjar verða grafnar upp og endurbyggðar að hluta eða hafðar til sýnis á einhvern nýstárlegan máta.

Ósnortin strandlengja er það dýr-mætasta sem Laugarnesið hefur að bjóða, því er henni haldið í óbreyttri mynd. Á nesinu verður gerð ferskvatnstjörn sem mun með tíð og tíma auðga fuglalíf svæðisins.

Á þessu svæði verður náttúruleik-skóli. Svæðið er tilvalið vegna nálægðar sinnar við óspillta náttúruna á Laugarnesinu. Í næsta námunda verður stórverslun og munu foreldrar í hverfinu því geta gengið í verslunina og sótt börn sín í sömu ferð.

Hér mun verða nokkurnskonar bryggjustemming með rómantískri kvöldlýsingu og litlum veitingarhú-sum og smáverslunum. Hér geta þeir sem gengið hafa frá Kirkjusandi tyllt sér eða þeir sem koma frá Viðey ásamt erlendum gestum af skemmti-ferðaskipum gætt sér á veitingum eða verslað sér íslenska minjagripi.

Við Listaháskólann mun komið á fót skapandi garði fyrir nútímalist með sýningarrýmum sem hentug eru til tímabundna sýninga eða til-raunastarfsemi hinna upprennandi listamanna. Þar er einnig að finna aðstöðu til útitónleika, dans- og leiksýninga. Garðurinn mun teygja anga sína upp á þak skólans og þar væri hægt að hafa útisvæði fyrir mötuneyti skólans.

Vitinn Vitinn er endapunktur perlu-festarinnar. Hann mun verðasterkt kennileiti fyrir svæðið.Frá vitanum er hægt að halda förinni áfram til Viðeyjar. Þeir sem hafa leigt sér sjókajak við Kirkjusand geta skilað honum hér við ströndina.

Veitingarstaðir

Leikskólinn

Ströndin

FornminjarNýlistagarðurinn

Sædýrasafnið

Kirkjusandur

Perlufestin við Sund-afþreying og skemmtun fyrir alla

Klettahverfið-Bíllaust og grænt

Í Klettahverfinu er lögð áhersla grænt íbúahverfi laust við vélknúna umferð. Hverfið hentar fólki af öllum stigum þjóðfélagsins þar sem íbúðir verða af öllum stærðum og gerðum. Hverfið mun tengjast hafnarsvæðinu með grænumgöngum yfir ogá milli þakgarða fyrirtækjanna. Mitt á meðal hefðbundins iðnaðar- og hafnar-starfsemi mun vera gert ráð fyrir verslun og þjónustu fyrir íbúa hverfisins. Bílaumferð inn í hverfið verður beint í bílakjallara vestan og austan megin.Megin kosturinn við þennan byggðarkjarna auk bílleysisinsmun vera staðsetningin sem tengist höfninni beint og um leið Viðey, auk þess sem hverfið teygir siginn á óspillta náttúru og strandlengu Laugarnessins.

N

Raðhús með undirgöngum Hugsanlegt yfirbragð raðhúsa Þakgarðar á iðnaðarhúsnæði Yfirbragð þakgarða

3ja - 4ra hæða byggingar Yfirbragð byggðar séð frá norðri Rýmin milli húsanna Klifurplöntur á húsum

Séð til vestursYfirbragð græna flæðissinsGrænt flæði5-6 hæða hús

Edda, Davíð og Hulda

Umsk IV - 2010Kennarar: Auður Sveins og Birkir Einarsson