Haust & Vetur 2010-11

16
1 Haust & vetur 2010 11 Glæsilegar ferðir til fjölda spennandi áfangastaða í haust og vetur! Bókaðu núna! Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 • heimsferdir.is Kanarí Tenerife Antalya – Tyrkland Golfveisla á Spáni Istanbul Borgarveisla í haust Skíðaveisla NÝTT

description

Glæsilegar ferðir til fjölda spennandi áfangastaða í haust og vetur!

Transcript of Haust & Vetur 2010-11

Page 1: Haust & Vetur 2010-11

1

Haust&vetur 20

1011

Glæsilegar ferðir til fjölda spennandi áfangastaða í haust og vetur!

Bókaðu núna!

Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 • heimsferdir.is

Kanarí

Tenerife

Antalya – Tyrkland

Golfveisla á Spáni

Istanbul

Borgarveisla í haust

Skíðaveisla

NÝTT

Page 2: Haust & Vetur 2010-11

Composite

C M Y CM MY CY CMY K

Page 3: Haust & Vetur 2010-11

3

Antalya Tyrklandi

HHeimsferðir bjóða tvær frábærar haustferðir til Antalya í Tyrklandi í

október. Antalya er einn allra vinsælasti ferðamannastaður Tyrklands

og býður glæsileg hótel, fjölbreytt mannlíf og fyrsta flokks aðstæður

í hvívetna fyrir ferðamenn.

Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vellystingum á þessum einstaka

áfangastað í haust.

Frá 179.980 kr.

Beint leiguflugmeð Icelandair

– einstök perla í haust

Glæsileg gisting í boði!

Ótrúlegt verðFame Residence Lara & Spa *****179.980 kr. – allt innifaliðNetverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. 10 nátta ferð 16. okt. 199.980 kr.

Sherwood Breezes Resort *****199.980 kr. – allt innifaliðNetverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. 10 nátta ferð 16. okt. 213.080 kr.

SÉRTILBOÐ

Composite

C M Y CM MY CY CMY K

Fleiri gististaðir í boði – sjá www.heimsferdir.is

Page 4: Haust & Vetur 2010-11

Tenerife í allan vetur

Heimsferðir bjóða nú til glæsilegra ævintýra á Kanaríeyjunni vinsælu Tenerife í

allt haust og í allan vetur. Tenerife býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn;

fallegar strendur, glæsilega gististaði, fjölbreytta afþreyingu og stórbrotna

náttúru. Í boði er fjölbreytt úrval vinsælla gististaða á vinsælustu svæðunum á Tenerife

á einstökum kjörum.

Hingað sækja einstaklingar, pör og barnafjölskyldur til að njóta loftslagsins, frábærs

strandlífs og fjölbreyttrar afþreyingar að ógleymdum góða matnum sem í boði er.

Frá 109.940 kr.Beint leiguflugmeð Icelandair

10 daga ferð með hálfu fæði*

* Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi á Hotel Jacaranda með hálfu fæði í 10 nætur, 11. des. Aukalega fyrir allt innifalið kr. 19.800 fyrir fullorðna og kr. 9.900 fyrir börn.

Page 5: Haust & Vetur 2010-11

5

Hotel Iberostar Bouganville Playa Gott hótel sem er staðsett skammt frá ströndinni. Hér er mjög fjölbreytt þjónusta í boði og góður aðbúnaður fyrir gesti. Fjölbreytt úrval afþreyingar og verslana í grenndinni. Á hótelinu eru alls 481 herbergi, veitingastaður, barir, sundlaugarbar, barnaleiksvæði, lítil verslun, hárgreiðslustofa o.fl. Stór og fallegur garður með tveimur sundlaugum og barnalaug. Góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Herbergin eru með loftkælingu, síma, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi (leiga), baðherbergi og svölum eða verönd. Fjölskylduherbergi, fyrir 2 fullorðna og 2 börn eru einnig í boði. Þau eru eins útbúin en stærri. Skemmtidagskrá í boði á daginn og á kvöldin. Barnaklúbbur fyrir 4-12 ára börn. Fjölbreytt afþreyingarmöguleikar s.s. borðtennis, tennis, billiard, líkamsræktaraðstaða o.fl. Hálft fæði er innifalið, morgun- og kvöldverðarhlaðborð. Möguleiki er að kaupa gistingu með „öllu inniföldu“ gegn aukagjaldi. Áskilið er að karlmenn mæti í síðbuxum í kvöldverð.

Frábært verð Frá kr. 138.720– með hálfu fæði í 12 dagaNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi í 12 nætur með hálfu fæði, 16. október. Aukalega fyrir „allt innifalið“ kr. 37.600 fyrir fullorðna og 18.800 fyrir börn. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði kr. 153.480.

Hálft fæði eða „allt innifalið“

Hotel Iberostar Las Dalias Notalegt og gott hótel sem er staðsett skammt frá ströndinni (um 500 m.) og í nágrenni við fjölda verslana og fjölbreytta afþreyingu. Hótelið er með 404 herbergi og hefur nýlega verið endurnýjað. Hér er góður aðbúnaður og mjög fjölbreytt afþreying í boði fyrir gesti.Á hótelinu er veitingastaður, bar, setustofa, sundlaugarbar, barnaleiksvæði, lítil verslun o.fl. Góður sundlaugagarður með tveimur sundlaugum auk barnalaugar. Góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Notaleg herbergi með loftkælingu, síma, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi (leiga), baðherbergi og svölum eða verönd. Skemmtidagskrá í boði á daginn og á kvöldin. Barnaklúbbur fyrir 4-12 ára börn. Mjög fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar s.s. borðtennis, strandblak, bogfimi, tennis, billiard auk líkamsræktaraðstöðu, o.fl. Hér er allt innifalið, þ.e. morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð, innlendir drykkir, áfengir og óáfengir, snarl milli mála (s.s. samlokur, ís o.fl.). Athugið að fyrir ýmsa aukaþjónustu á hótelinu þarf að greiða sérstaklega.

Frábært verð Frá kr. 127.840 – með „öllu inniföldu” í 12 dagaNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi í 12 nætur með „öllu inniföldu”, 16. október. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu” kr. 149.480.

„Allt innifalið“

Tene

rife

Page 6: Haust & Vetur 2010-11

Frábært verðFrá kr. 165.220 – með “öllu inniföldu”Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi í 10 nætur með “öllu inniföldu”, 11. desember. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu” kr. 185.780.

Frábært verðFrá kr. 113.240 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 10 nætur, 11. des. Verð á mann, m.v. 2 í stúdíóíbúð kr. 135.780.

Hotel Bahia Principe Bahía Principe er sannkallað lúxushótel - byggt í glæsilegum stíl. Hér er „allt innifalið“, þ.e. morgun-, hádegis- og kvöldverður auk innlendra drykkja. Staðsett aðeins fyrir utan Playa de las Americas, en hér er allt til staðar sem maður óskar sér í fríinu; stór og glæsileg sundlaugasvæði, fallegir garðar og verslanir. Í göngufjarlægð er hinn fallegi smábær Playa Paraiso. Ótrúlega fjölbreytt úrval þjónustu og afþreyingar í boði, m.a. líkamsrækt með sauna og nuddpotti, tennis, mini-golf, barnaklúbbur, diskótek o.fl. Skemmtidagskrá á daginn og kvöldin. Frábær kostur ef þú vilt dekra við þig.

Parque Santiago – íbúðir Parque Santiago er ákaflega skemmtilegt og líflegt íbúðahótel með stórum garði, mjög fjölbreyttri afþreyingu og mikilli þjónustu. Hótelið er á besta stað á Playa de Las Americas, við strönd, verslunarmiðstöðvar, veitingastaði og bari. Ekki er nema 10 mínútna gangur eftir strandgötunni til litla bæjarins Los Cristianos.Á hótelinu er mjög fjölbreytt þjónusta, sniðið að þörfum fjölskyldufólks. Undir hótelbyggingunni er verslunarmiðstöð og á hótelinu eru veitingastaðir, barir, tveir stórir sundlaugagarðar (við hvora byggingu) og nýlega var sett upp ákaflega skemmtilegt vatnaleiksvæði í garðinum. Hótelið er við strönd og því er hægt að ganga úr garðinum og beint á ströndina.Íbúðir eru misjafnlega innréttaðar og sumar á tveimur hæðum. Hér eru studíóíbúðir, íbúðir með einu svefnherbergi og íbúðir með tveimur svefnherbergjum, allar eru þær vel búnar, með eldunaraðstöðu, baðherbergi og svölum eða verönd.

„Allt innifalið“

Page 7: Haust & Vetur 2010-11

7

Hotel JacarandaHotel Jacaranda er á mjög góðum stað á Costa Adeje aðeins um 500 metra frá Fanabé ströndinni. Hér eru tveir glæsilegir sundlaugargarðar með góðri sólbaðsaðstöðu og fjölda sundlauga. Fallegur foss tvinnar saman efra og neðra sundlaugarvæðið. Á fossbrúninni er fallegur sundlaugarbar. Skemmtidagskrá og dans á hverju kvöldi. Nóg er einnig við að vera fyrir börnin; barnaklúbbur og diskótek, úti- og innileiksvæði auk þriggja barnasundlauga. Herbergi eru með gervihnattasjónvarpi, síma minibar (leiga), baðherbergi og svölum eða verönd og þau rúma allt að þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn.

Isabel Family Hotel Gott og fallegt íbúðahótel sem hentar einstaklega vel fyrir fjölskyldur og býður mjög fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti. Stór og fallegur sundlaugar-garður með sólbaðsaðstöðu, sundlaug og barnalaug. Veitingastaður, barir, tennis, billiard, borðtennis, lítil verslun, líkamsræktaraðstaða, internetkaffi, barnaklúbbur, leiksvæði o.fl. Skemmtidagskrá í boði á daginn og kvöldin. Íbúðir eru með svefnherbergi, stofu með eldunaraðstöðu, baðherbergi og svölum eða verönd.Í íbúðum er loftkæling, gervihnattasjónvarp, öryggsihólf (leiga) og sími.Hér er allt innifalið, þ.e. morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð, innlendir drykkir, áfengir og óáfengir, snarl milli mála (s.s. samlokur, ís o.fl.). Athugið að fyrir ýmsa aukaþjónustu á hótelinu þarf að greiða sérstaklega.

Compostela Beach – íbúðahótelCompostela Beach er ákaflega vel staðsett íbúðahótel fremst á Las Américas ströndinni. Hótelið er í 8 byggingum á 4 hæðum. Öll húsgögn voru endurnýjuð í íbúðunum veturinn 2010 og sundlaugargarðurinn var endurnýjaður að fullu og opnaði aftur eftir endurnýjun í júní 2010. Íbúðirnar eru snyrtilegar, vel búnar og þægilegar og allar með örbylgjuofni, te-/kaffivél. Flestar íbúðir eru á 2 hæðum með 1 svefnherbergi, stofu, eldhúskrók og baðherbergi. Í fallegum garðinum eru sundlaug, barnalaug, snakkbar, sólbekkir og sólhlífar. Á hótelinu er veitingastaður, internetaðstaða, lítil verslun, líkamsræktaraðstaða, billardborð o.fl.

Dream Hotel Villa TagoroVilla Tagoro er notalegt, einfalt íbúðahótel sem býður fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti. Sameiginleg aðstaða er góð; stór og fallegur sundlaugargarður með sólbaðsaðstöðu og annar minni og mun rólegri Veitingastaður, bar, sauna, billiard, borðtennis, lítil verslun, sjónvarpsstofa, leiktækjaherbergi, barnaleiksvæði o.fl. Íbúðir eru með svefnherbergi, stofu með eldunaraðstöðu, baðherbergi og svölum eða verönd. Í íbúðum er loftkæling, gervihnattasjónvarp, öryggsihólf (leiga) og sími. Hér er allt innifalið, þ.e. morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð, innlendir drykkir, áfengir og óáfengir, snarl milli mála (s.s. samlokur, pylsur, ís o.fl.). Athugið að fyrir ýmsa aukaþjónustu á hótelinu þarf að greiða sérstaklega.

Hálft fæði eða „allt innifalið“

Frábært úrval gistingar – meðal annarra gististaða í boði

H10 ConquistadorH10 Las PalmerasTenerife Sur – íbúðirCristian Sur – íbúðir

Tene

rife

„Allt innifalið“

Endurnýjaðar íbúðir

Page 8: Haust & Vetur 2010-11

Kanarí í allan vetur

Ásuðurhluta Gran Canaria eru vinsælustu staðir eyjarinnar,

Enska ströndin og Maspalomas, en þar eru Heimsferðir

með sína gististaði. Þar eru aðstæður fyrir ferðamenn

frábærar og undanfarin ár hefur átt sér stað bylting í byggingu

nýrra og glæsilegra hótela. Enska ströndin er stærsti strandstaður

Kanaríeyja. Þar er upplifun að fylgjast með iðandi mannlífinu.

Götulistamenn, tónlistarmenn, sölufólk, sólbrúnir ferðamenn og

þéttsetin útikaffihúsin. Á daginn er strandlífið í algleymingi en

þegar sólin sest niður fyrir hina gylltu sandhóla Maspalomas, þá

sýnir það sig að veitinga- og skemmtistaðir Ensku strandarinnar

eru nánast jafnmargir stjörnunum á hinum Kanaríska nátthimni.

Skammt frá Ensku ströndinni, við hinar þekktu Maspalomas

sandöldur, er Maspalomas. Þar er einstök upplifun að ganga

í gylltum sandbylgjunum á frábærri ströndinni. Maspalomas er

rólegri en Enska ströndin og allar aðstæður fyrir fjölskyldur eru

frábærar. Á Ensku ströndinni og á Maspalomas er nóg að gera í

fríinu, fjöldi góðra veitingastaða er á hverju horni, skemmtistaðir,

áhugaverðar kynnisferðir, góðir golfvellir, frábær íþróttaaðstaða

og síðast en ekki síst þá er ótrúlega ódýrt að lifa í mat og drykk. Það

er engin furða að þangað fari þúsundir ferðamanna í hverri viku til

að njóta þessa og flýja veturinn heima.

Frá 89.980 kr.*

*Flugsæti báðar leiðir. Netverð á mann. Ath. Verð getur hækkað án fyrirvara.

Beint leiguflugmeð Icelandair

Page 9: Haust & Vetur 2010-11

9

Hotel Rondo Enska ströndinGott hótel á Tirajana götunni (Laugaveginum), stutt frá Yumbo verslunarmiðstöðinni og fjölda veitingastaða og bara. Herbergin eru smekkleg og rúmgóð með ísskáp, baðherbergi, síma og sjónvarpi (gjald). Góður sundlaugargarður með sólbaðsaðstöðu, sundlaug og barnalaug. Á hótelinu er veitingastaður, barir, internetaðstaða, góð sameiginleg aðstaða og skemmtidagskrá er í boði á kvöldin. Hálft fæði er innifalið (morgun- og kvöldverðarhlaðborð).

Frábært verð Frá 115.940Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í fjölskylduherbergi með hálfu fæði í viku í febrúar eða mars.

Frábært verð Frá 115.940Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð með „öllu inniföldu“ í viku í febrúar eða mars.

Frábært verð Frá 149.980Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði í viku í febrúar eða mars. Aukalega fyrir „allt innifalið“ kr. 15.000.

Eugenia Victoria Enska ströndin

Fallegt hótel í hjarta Ensku strandarinnar. Valkostur fyrir þá sem vilja búa vel, en á hreint ótrúlega hagstæðu verði. Öll herbergi með loftkælingu, sjónvarpi, síma, minibar, baðherbergi og svölum. Hálft fæði innifalið og á hótelinu eru veitingastaðir, barir, fallegt sundlaugasvæði og glæsileg heilsulind fyrir hótelgesti. Frábær kostur á góðu verði.

Hálft fæði eða allt innifalið – frábært verð

Hálft fæði innifalið – frábært verð

Kan

arí

Turbo Club Apartments MaspalomasGóð íbúðagisting sem er vel staðsett á Maspalomas svæðinu. Á hótelinu eru 120 íbúðir í 11 tveggja hæða byggingum. Stór og fallegur hótelgarður með tveimur sundlaugasvæðum og góðri sólbaðsaðstöðu. Fjölbreytt aðstaða í boði, m.a. nuddpottur, mini-golf, tennisvöllur auk barnaklúbbs fyrir börnin. Fjölbreytt þjónusta er í boði fyrir gesti, m.a. gestamóttaka opin allan sólarhringinn, internetaðstaða, sjónvarpsherbergi, lítil verslun, veitingastaður, sundlaugarbar og margt fleira. Skemmtidagskrá í boði á hótelinu.Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi, baðherbergi og stofu með svefnsófa og eldhúsaðstöðu auk sjónvarps (leiga) og öryggishólfs (leiga). Stutt frá hótelinu er Holiday World verslunarmiðstöðin, um 1 km. frá er Faro II verslunarmiðstöðin. Frí hótelskutla er frá hótelinu á strendurnar, bæði Maspalomas ströndina og Ensku ströndina.

Hér er “allt innfalið” á meðan á dvölinni stendur, þ.e. allar máltíðir (morgun-, hádegis og kvöldverður) og innlendir drykkir frá kl. 10-23 (áfengir og óáfengir) og fleira.

Allt innifalið – frábært verð

Page 10: Haust & Vetur 2010-11

Frábært verð Frá 174.780Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu“ í viku í febrúar eða mars.

Hotel Gran Canaria Princess Enska ströndinMjög gott og fallegt 4 stjörnu hótel í Princess hótelkeðjunni. Hentar vel barnafólki jafnt sem einstaklingum. Herbergin eru öll jafnstór og smekklega innréttuð með loftkælingu, vel búnu baðherbergi með hárþurrku, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi, litlum kæliskáp, síma og svölum eða verönd. Alla almenna þjónustu, s.s. verslun, veitingastaði og bar er að finna á hótelinu. Garðurinn er mjög stór og með tennisvöllum, upphitaðri sundlaug, sólbekkjum ásamt góðu leiksvæði og mini-golfi fyrir börnin. Einnig er hægt að komast í borðtennis og billjard og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Góður valkostur sem hentar vel fyrir barnafjölskyldur sem og aðra.

Parque Sol Enska ströndinSnyrtileg smáhýsi, staðsett við aðalgötuna á ensku ströndinni, rétt við Yumbo Center.Smáhýsin voru endurnýjuð árið 2006 og eru ýmist með 1 eða 2 svefnherbergjum. Lítill og vinalegur gististaður með alls 23 smáhýsi. Sundlaug og barnalaug í garðinum. Einfaldar íbúðir með fullbúnu eldhúsi, baði, miðstýrðri loftkælingu og verönd með húsgögnum og sólbaðsaðstöðu. Stutt í matvörubúð. Sónvarp og öryggishólf í íbúðirnar í boði (leiga).

Frábært verð Frá 99.575Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 3 börn, 2-11 ára, í smáhýsi með 2 svefnherbergjum í viku í febrúar eða mars.

Smáhýsi

Allt innifalið – frábært verð

Almennir skilmálarInnifalið í verði pakkaferða: Flug fram og til baka, gisting og íslensk fararstjórn. Staðgreiðsla miðast við að ferð sé greidd a.m.k. mánuði fyrir brottför. Annars gildir almennt verð sem er 5% hærra. Greiðsla með kreditkorti þarf að hafa borist 6 vikum fyrir brottför svo staðgreiðsluverð gildi. Í boði eru staðgreiðslulán MasterCard og VISA skv. sérstökum skilmálum þar um.Verðbreytingar: Verð er háð almennum gengisbreytingum fram að brottför og miðast við gengi evru, dollars og verð eldsneytis 3. ágúst 2010. Athygli er vakin á því að ef ferð er að fullu greidd tekur hún ekki verðbreytingum vegna gengisbreytinga sem kunna að verða fram að brottför.Uppgefið áætlað verð við staðfestingu pöntunar kann að taka breytingum ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi verðmyndunarþátta: • Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði. • Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu, s.s. lendingargjöldum eða gjöldum fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum. • Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð, þ.e. 3. ágúst 2010 sbr. hér að ofan.Athygli er vakin á að þessi gengisviðmiðunarákvæði eru liður í samningi milli aðila. Ekki er gripið til verðbreytinga nema heildarverð ferðar breytist um 10% eða meira. Ferð sem er að fullu greidd tekur ekki verðbreytingum og sé ferðin greidd að meiru en hálfu en þó ekki að fullu tekur ferðin verðbreytingum að 50% hluta.Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 20 dagana áður en ferð hefst.Ath. að allt verð er viðmiðunarverð og getur tekið breytingum án fyrirvara.Bókunargjald: Öll verð í bæklingi miðast við netbókun á www.heimsferdir.is. Ef bókað er á skrifstofu eða í síma bætist við bókunargjald kr. 2.400 á mann.Forfallagjald: Fullorðnir kr. 2.200 og börn kr. 1.100. Valkvætt.Afsláttur: Smábarn greiðir kr. 7.000.Breytingargjald: Eftir að pöntun er staðfest skal greiða kr. 5.000 breytingargjald fyrir hverja breytingu, s.s breytingu á farþegafjölda, gististað, framlengingu ferðar o.s.frv. Með 14 daga fyrirvara er unnt að breyta

flugfarseðli eftir að ferð er hafin, gegn greiðslu breytingargjalds kr. 5.000. Breytingar á flugfarseðli með minna en 7 daga fyrirvara eru ekki mögulegar.Pöntun á sérþjónustu: Bókunargjald fyrir miða á söngleiki, leikhús, fótboltaleiki, o.s.frv er kr. 2.000 fyrir hverja bókun. Bókun og afpöntun ferða: Til að staðfesta farpöntun skal greiða kr. 25.000 fyrir fullorðna og kr. 25.000 fyrir börn, nema þar sem annað er tekið fram (sbr. sérferðir og siglingar). Almennt skal staðfesta pöntun innan 5 daga, annars fellur hún sjálfkrafa niður. Staðfestingargjald er óafturkræft.Heimilt er að afturkalla farpöntun, sem borist hefur fimm vikum fyrir brottför eða fyrr, án kostnaðar, sé það gert innan viku frá því að pöntun var gerð. Berist afpöntun síðar, en þó fjórum vikum fyrir brottför, áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að halda staðfestingargjaldinu eftir. Sé pöntun afturkölluð með minna en 28 daga en meira en 14 daga fyrirvara heldur ferðaskrifstofan eftir 50% af verði ferðarinnar en þó aldrei lægri upphæð en sem nemur staðfestingargjaldi. Berist afpöntun með skemmri en 14 daga fyrirvara á ferðaskrif-stofan kröfu á 75% fargjaldsins, en sé fyrirvarinn aðeins fjórir virkir dagar eða skemmri er allt fargjaldið óafturkræft. Sjá frekari skilmála um afpantanir í ferðaskilmálum Heimsferða.Forfallagjald: Forfallagjald tryggir endurgreiðslu (6.000 kr. sjálfsábyrgð á mann) ferðakostnaðar ef forföll eru vegna veikinda, slyss, þungunar, barnsburðar og veikinda eða andláts ættingja. Slíkt verður að staðfesta með læknisvottorði og áskilja Heimsferðir sér rétt til að kalla til tryggingalækni sinn. Greiðsla forfallagjalds er ekki í boði í allar ferðir, s.s. sérferðir og siglingar.Gerður er fyrirvari um villur, s.s. prentvillur sem kunna að vera í bæklingi þessum og áskilja Heimsferðir sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að allt verð í bæklingi er viðmiðunarverð og getur tekið breytingum án fyrirvara.Skilmálar: Ferðaskilmálar Heimsferða.

Heimsferðir 10. ágúst 2010

Umbrot og hönnun: ENNEMMPrentun: Oddi

141 776

UMHVERFISMERKI

PRENTGRIPUR

Page 11: Haust & Vetur 2010-11

11

Aparthotel LibertyEnska ströndin

Fallegt og mjög vel staðsett hótel rétt hjá Yumbo Center, ská á móti Barbacan Sol. Hótelið var allt endurnýjað árið 2005 á mjög smekklega hátt og er mjög fallegt. Á hótelinu er verslun, sundlaug, barnalaug, sólbaðsaðstaða, barnaleiksvæði, tennisvöllur, útibar þar sem einnig er dansgólf, borðtennis og billiard. Íbúðir eru allar með 1 svefnherbergi, eldhúsaðstöðu, svefnsófa í stofu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi og baðherbergi. Mjög fallegar íbúðir með frábæra staðsetningu.

Frábært verð Frá 115.080Netverð á mann m.v. 3 í íbúð í viku í febrúar eða mars.

Los Tilos Enska ströndin

Einn vin sæl asti gisti sta› ur Heims fer›a, beint á móti Yum bo Cent er, me› gó› um gar›i og gó›ri fljón ustu. All ar í bú› ir eru me› einu svefn her bergi, stofu, eld-húsi, ba›i og svöl um út í gar›. Veit inga sta› ur, bar og mót taka opin all an sól ar hring inn. Sími í í bú› um og pen inga sjón varp. Gó› ur kost ur og frá bær sta› setning.

Frábært verð Frá 110.880Netverð á mann m.v. 3 í íbúð í viku í febrúar eða mars.

Jardin Atlantico Enska ströndin

Jar din Atl ant ico b‡› ur afar vel bún ar í bú› ir á Ensku strönd-inni. Fjöldi far flega Heims fer›a gisti á fless um glæsi lega gisti sta› sí› asta ár. All ar í bú› ir eru me› einu svefn her bergi, stofu, ba›i, eld hús krók, sjón varpi, síma og svöl um. Mót-takan er opin all an sól ar hring inn og versl an ir og fljón usta í bo›i á hót el inu. Sta› setn ing in er frá bær, rétt vi› Kasbah-torg i› og vi› hli› Broncem ar sem marg ir flekkja. Ó næ›i get ur ver i› á kvöld in frá skemmti stö› um í ná grenn inu.

Frábært verð Frá 105.880Netverð á mann m.v. 3 í íbúð í viku í febrúar. Aukagjald fyrir „allt innifalið“ kr. 18.500.

Dorotea Enska ströndin

Vinsæll valkostur hjá farþegum Heimsferða, í hjarta Ensku strandarinnar. Hótelið er rétt við gilið og skammt frá verslunarmiðstöðinni Yumbo. Stuttur gangur er niður að strönd. Vel búnar, snyrtilegar íbúðir með tveimur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, baði og svölum. Peningasjónvarp er í íbúðum. Í garðinum er sundlaug, barnalaug og barnaleiksvæði. Lítil móttaka er á jarðhæð. Örstutt í verslanir og þjónustu. Góður kostur og frábær staðsetning.

Frábært verð Frá 98.875Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 3 börn, 2-11 ára, í íbúð með 2 svefnherbergjum í viku í febrúar eða mars.

Kan

arí

Roque Nublo Enska ströndin

Einn aðalgististaður Heimsferða til margra ára. Margir af okkar viðskiptavinum vilja hvergi annars staðar vera en á þessu vel rekna hóteli. Staðsetningin er frábær, í hjarta Ensku strandarinnar, rétt fyrir ofan Yumbo Center. Snyrtilega innréttaðar íbúðir, með einu svefnherbergi, stofu, baði, eldhúsi og svölum. Móttakan er opin allan sólarhringinn og garðurinn er skjólgóður með góðri sundlaug. Veitingastaður er á hótelinu og örstutt í alla þjónustu.

Frábært verð Frá 111.280Netverð á mann m.v. 3 í íbúð í viku í febrúar eða mars.

Frábært verð Frá 166.680Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði í viku í febrúar eða mars.

Maspolomas Tabaiba / PrincessMalpalomas ströndin

Glæsilegt hótel í Princess hótelkeðjunni í rólegu umhverfi í Maspalomas en aðeins 2 km frá miðbæ ensku strandarinnar. Snyrtileg og björt herbergi. Staðurinn er með “Tropical” ívafi, veitingastaður, diskótek, barir og góð sundlaug umkringd gerviströnd. Skemmtidagskrá á staðnum, leikfimi- og líkamsræktaraðstaða, tyrknesk böð, sauna og nuddstofur. Tennisvöllur og minigolf og stutt á Campo de Golf völlinn.

Page 12: Haust & Vetur 2010-11

IstanbulHeimsferðir bjóða nú einstaka nýjung í fyrsta sinn á

Íslandi, 5 nátta helgarferð til hinnar einstöku borgar

Istanbul. Óhætt er að fullyrða að Istanbul á vart sína

líka meðal stórborga heimsins. Hér drýpur sagan af hverju strái,

byggingarlistin er einstök, mannlífið stórbrotið og möguleikarnir

og tækifærin í afþreyingu fyrir ferðamenn eru hreint ótæmandi.

Heimsborgin óviðjafnanlega!

Tryggðu þér sæti strax – aðeins þetta eina flug í boði!

Nánar á www.heimsferdir.is

Golden Crown Hotel

Orka Royal Hotel

Legacy Ottoman Hotel

Richmond Istanbul Hotel

Einstakt tækifæri! Í beinu leiguflugi frá Íslandi!4. nóvember – 5 nætur

Frábært verð Frá 159.880Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli á Golden Crown Hotel með morgunverði í 5 nætur.

Beint leiguflugmeð Icelandair

10.000 kr. afsláttur á mann

fyrir korthafa VISA– Gildir til 27. ágústef greitt er með VísakortiAth. takmarkaður sætafjöldi.

50 sæti á sértilboði

Page 13: Haust & Vetur 2010-11

GLÆSILEGAR GOLFFERÐIR!Heimsferðir bjóða eins og undanfarin ár glæsilegar golfferðir næsta haust til Costa Ballena, Novo Sancti Petri, Montecastillo og Arcos Gardens á Spáni. Í golfferðum Heimsferða er höfuðáhersla lögð á að farþegar fái fyrsta flokks þjónustu hvað varðar flug, gistingu, golfiðkun og fararstjórn.

Á Novo Sancti Petri býðst nú sú nýjung að þú getur valið hvort þú vilt hálft fæði eða dvöl með „öllu inniföldu“.

Langvinsælasti golfskóli Íslendinga á Spáni • 13 ára reynsla • Yfir 2.300 útskrifaðir nemendur • Aðstæður til að læra golfíþróttina verða ekki betri en á Costa Ballena

Kennarar og fararstjórar á Costa Ballena eru Hörður H. Arnarson, Magnús Birgisson og Ragnhildur Sigurðardóttir.

Fararstjórar á Novo Sancti Petri eru Hlynur Geir Hjartarson og Karl Ómar Karlsson

Golfveisla í haust

frá 159.900 kr.*Beint flug með Icelandair

í öllum golfferðum Heimsferða

HJÁ HEIMSFERÐUM ER ÖLL UMGJÖRÐ

GOLFFERÐA FYRSTA FLOKKS

Kynntu þér golfsvæðin, gististaðina og fleira nánar á www.heimsferdir.is/golfferdir

Vinsælustu golfsvæðin: Costa Ballena · Novo Sancti Petri · Montecastillo · Arcos Gardens

Sértilboð á Novo Sancti Petri

VINSÆLUSTU GOLFSVÆÐIN!

• Costa Ballena – Spánn• Novo Sancti Petri – Spánn („allt innifalið“ í boði)

• Montecastillo – Spánn• Arcos Gardens – Spánn

MEIRA INNIFALIÐ

• Flug• Skattar• Gisting• Hálft fæði (eða „allt innifalið“)• Ótakmarkað golf • Golfkerrur• Ferðir (til og frá flugvelli)• Flutningur á golfsetti

28. sept. – 7 nætur

5. okt. – 10 nætur

15. okt. – 7 nætur

22. okt. – 9 nætur

Nokkur sæti laus

UPPSELT

Nokkur sæti laus

Laus sæti

13

Go

lf

* Netverð á mann m.v. gistingu í trvíbýli í viku. Sértilboð á Novo Sancti Petri, 28. september. Innifalið: flug, skattar, gisting á Iberostar Royal Andaluz m. hálfu fæði, ferðir til og frá hóteli, ótakmarkað golf alla daga, golfkerrur og farastjórn.

Tryggðu þér sæti strax!

Page 14: Haust & Vetur 2010-11

Skíðaveisla í Austurríki

Flachau og Lungau

Flachau - Dalirnir þrírEitt glæsilegasta skíðasvæði AlpannaHeimsferðum er það ánægja að bjóða eitt glæsilegasta

skíðasvæði Austurríkis, Flachau, hjarta Ski-amadé svæðisins í

Salsburg-hérðaði. Þaðan liggja leiðir inn á eitt stærsta skíðasvæði

Austurríkis, með góðum brekkum af öllu tagi og net af afbragðs

lyftum sem tryggja skíðafólki bestu aðstæður. Með einum

skíðapassa er hægt að ferðast á milli 5 svæða með 25 þorpum,

865 km. af brekkum og 276 lyftum af öllu tagi. Brettafólk er líka

velkomið á öllu svæðinu í Ski amadé og þar er 1,5 km löng flóðlýst

brekka, brettaskemmtigarður og þjónusta við brettafólk. Ókeypis

skíðavagn fer reglulega á milli skíðasvæðanna. Einn kosturinn við

Flachau er að þú getur ferðast á skíðum milli Flachau, Wagrain

og St. Johan.

Frá 114.040 kr.

Beint leiguflugmeð Icelandair

Vikuferð með hálfu fæði

Page 15: Haust & Vetur 2010-11

15

Skíð

avei

sla

Fjölskylduhótel – rekið af Íslendingum

Skihotel Speiereck – Lungau

Gott hótel í Lungau, vel staðsett stutt frá skíðalyftu. Vinaleg og góð þjónusta á hótelinu sem er fjölskyldu-rekið af Íslendingum. Herbergi eru smekklega innréttuð, öll með baðherbergi og sjónvarpi. Setustofa, sauna og ljósabekkur í húsinu. Morgunverðarhlaðborð og kvöldverður innifalinn í gistingu. Stoppistöð skíðarútu er aðeins 100 m. frá.

Ótrúlegt verð Frá kr. 114.040 – með hálfu fæði

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi með hálfu fæði. Vikuferð 22. janúar. Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 129.880. Brottfarir 29. janúar og í febrúar kr. 3.000. aukalega.

Heimsferðir bjóða nú aftur skíðaferðir til Lungau í Austurríki,

sem notið hefur gífurlegra vinsælda meðal farþega Heimsferða.

Svæðið býður frábærar aðstæður fyrir skíðafólk, mjög fjölbreytt

úrval af skíðabrekkum, sem henta getu hvers og eins, sem og þá

sem kjósa snjóbrettin fram yfir skíðin. Í Lungau er fólksfjöldinn

minni en á mörgum öðrum skíðasvæðum og því fer minni tími í bið

eftir lyftum. Greiðar leiðir eru á skíðum á milli einstakra skíðasvæða

innan Lungau. Gististaðir okkar í Lungau eru í bænum St. Michael

sem stendur við rætur Speiereck fjallsins og er fallegur gamall

bær sem hefur náð að varðveita uppruna sinn á skemmtilegan

hátt og býður ferðamönnum ekta austurríska stemningu.

Hotel Pongauerhof – Flachau

Afar fallegt hótel í um 5-10 mín. göngufjarlægð frá 8er-Jet skíðakláfnum og nokkurra mín. gang frá miðbænum. Herbergi eru fallega innréttuð með baðherbergi, síma, sjónvarpi og svölum. Á hótelinu er sauna, hvíldaraðstaða, hitabekkir, ljósabekkir, líkamsræktaraðstaða, bar, veitingastaður, leikherbergi barna og internetaðstaða. Innifalið er morgunverðarhlaðborð og 4 réttaður kvöldverður. Skíðarúta fer á 7 mín. fresti að 8-Jet kláfnum og Flachauwinkel lyftunni.

Frábært verð Frá kr. 141.740 – með hálfu fæði

Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi með hálfu fæði, vikuferð 22. janúar. Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 166.780. Brottfarir 29. janúar og í febrúar kr. 8.200 - 9.900. aukalega.

Lungau – Skíðaparadís fjölskyldunnar

Gasthof Stranachwirt – Lungau

Gott hótel í Lungau, vel staðsett stutt frá skíðalyftu. og rétt hjá Skihotel Speiereck sem margir íslendingar þekkja vel en aðeins er um 10 mín. gangur þar á milli. Öll herbergin eru fallega búin með sjónvarpi, síma, baðherbergi og öryggishólfi. Þarna er einnig setustofa og veitingastaður.Stoppistöð í skíðarútu er rétt hjá. Hálft fæði er innifalið.

Frábært verð Frá kr. 134.480 – með hálfu fæði

Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði, vikuferð 22. janúar. Brottfarir 29. janúar og í febrúar kr. 9.900. aukalega.

Lifestyle Hotel Der Wastlwirt – Lungau

Glæsilegt fjölskyldurekið hótel í austurrískum sveitastíl í fallegri 600 ára gamalli byggingu í St. Michael í Lungau. Frábær aðstaða til líkamsræktar og/eða slökunar eftir fjörugan dag á skíðum. Einstaklega góður aðbúnaður fyrir gesti, bæði börn og fullorðna. Góð upphituð sundlaug, veitingastaður, bar og margt fleira í boði. Mjög rúmgóð, vel útbúin og falleg herbergi. Frábær gistivalkostur fyrir bæði hjón og barnafjölskyldur sem leggja upp úr aðbúnaði á gististað.

Frábært verð Frá kr. 156.890 – með hálfu fæði

Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi með hálfu fæði, vikuferð 22. janúar. Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 174.880. Brottfarir 29. janúar og í febrúar kr. 18.000. aukalega.

Page 16: Haust & Vetur 2010-11

frá 69.900 kr. – flug og gisting*

Barcelona 14. okt. í 4 nætur – Uppselt

Madrid 28. okt. – 4 næturfrá 104.900 kr. – flug og gisting

Búdapest 23. sept. í 4 nætur7. okt. í 4 nætur – Uppselt21. okt. í 4 næturfrá 69.900 kr. – flug og gisting* Netverð á mann m.v. gistingu á í tvíbýli með morgunverði, 23. sept. í 4 nætur. Sértilboð Visa.

Róm 28. okt. – 4 nætur – Örfá sæti laus

frá 109.900 kr. – flug og gisting

Prag 30. sept. í 3 nætur – Nokkur sæti laus

frá 79.900 kr. – flug og gisting

Ljubljana 21. okt. – 4 nætur – Nokkur sæti laus

frá 99.900 kr. – flug og gisting

Borgarveisla í haust

50 sæti á sér-tilboði 23. sept.

10.000 kr. afsláttur á mann

fyrir korthafa VISA– Gildir til Madrid 28. okt. eða Búdapest 23. sept. ef greitt er með Vísakorti og bókað er fyrir 27. ágúst.Ath. takmarkaður sætafjöldi.

50 sæti á sér-tilboði 28. okt.

Kynntu þér tilboð og úrval gististaða á www.heimsferdir.is