Muninn haust 2005

48

description

Skolablad MA

Transcript of Muninn haust 2005

Page 1: Muninn haust 2005
Page 2: Muninn haust 2005

NámsmannaþjónustaSparisjóðs NorðlendingaKæri námsmaður!Vegleg inngöngugjöf: 4x frítt í

Námsmannakreditkort, frítt debetkort - alltaf!

Tölvukaupalán, bankaábyrgð vegna LÍN,námsmannstyrkir

og margt, margt fleira stendur þér til boða...

komdu við hjá okkur og kynntu þér málið!

Sérkjör fyrir námsmenn SPNOR:Veglegir námsmannastyrkir sérstaklegafrá SPNOR: 4 x 50.000 kr. styrkir veittir virkumnámsmönnum í háskólanámi (2 styrkir á hvorri önn).

Sparisjóður Norðlendinga er í samstarfivið eftirtalda aðila sem veita námsmönnumSPNOR ýmis tilboð:Skoðið nánar á www.spnor.isEinnig verða 10 virkir námsmenndregnir út í hverjum mánuði í vetur ogfá þeir allir pítsu frá Domino´s ogvídeóspólu frá Myndbandahöllinni(fylgist með í Dagskránni)

Page 3: Muninn haust 2005

NámsmannaþjónustaSparisjóðs NorðlendingaKæri námsmaður!Vegleg inngöngugjöf: 4x frítt í

Námsmannakreditkort, frítt debetkort - alltaf!

Tölvukaupalán, bankaábyrgð vegna LÍN,námsmannstyrkir

og margt, margt fleira stendur þér til boða...

komdu við hjá okkur og kynntu þér málið!

Sérkjör fyrir námsmenn SPNOR:Veglegir námsmannastyrkir sérstaklegafrá SPNOR: 4 x 50.000 kr. styrkir veittir virkumnámsmönnum í háskólanámi (2 styrkir á hvorri önn).

Sparisjóður Norðlendinga er í samstarfivið eftirtalda aðila sem veita námsmönnumSPNOR ýmis tilboð:Skoðið nánar á www.spnor.isEinnig verða 10 virkir námsmenndregnir út í hverjum mánuði í vetur ogfá þeir allir pítsu frá Domino´s ogvídeóspólu frá Myndbandahöllinni(fylgist með í Dagskránni)

Page 4: Muninn haust 2005

Muninn, skólablað Menntaskólans á Akureyri, haustið 2005, 79. árgangur, 1. tölublað.

Ritstjórn:Steinunn Rögnvaldsdóttir, ritstýraAri Marteinsson, aðstoðarritstjóriHildigunnur Þórsdóttir, aðstoðarritstjóriJan Eric Jessen, gjaldkeriAxel Aage Schiöth, vefstjóri

Kerfisstjóri fyrir muninn.is:Tryggvi Aðalbjörnsson

Pennar:Arnhildur HálfdánardóttirArnrún Lea EinarsdóttirDagný Jóhanna FriðriksdóttirEdda HermannsdóttirEgill L. JónassonErla KarlsdóttirHeiða Björg GuðjónsdóttirHildigunnur ÞórsdóttirJóhannes Gunnar ÞorsteinssonJúlíus KristjánssonOlga SigþórsdóttirRúnar Már ÞráinssonSesselía ÓlafsdóttirVilhjálmur Bergmann BragasonUnnur Birna Björnsdóttir

Ljósmyndir:Ari MarteinssonJóhann GunnarssonJóhannes Gunnar ÞorsteinssonSara BenediktsdóttirTryggvi Páll Tryggvason

Listræn stjórnun:Ari Marteinsson

Hönnun og umbrot:Ari MarteinssonJóhannes Gunnar ÞorsteinssonSindri Jóelsson

Prófarkarlestur:Hildigunnur ÞórsdóttirFrímann Haukur ÓmarssonTryggvi AðalbjörnssonSteinunn Rögnvaldsdóttir

Prentun:Ísafoldarprentsmiðja

Upplag:800 eintök

Útgefandi:Skólablaðið Muninn, MA

Page 5: Muninn haust 2005

Sérstakar þakkir fá:Adobe Caslon Pro leturgerðinAdobe InDesign, Illustator og PhotoshopAmtsbókasafniðAllir auglýsendurAnna Guðrún Halldórsdóttir (fyrir áfallahjálp)AppleArnar ÓmarssonAuglýsingasafnararÁrni Björn GestssonÁsgeir Berg MatthíassonBarði í Bang GangBenedikt HalldórssonBirgitta StefánsdóttirBjarni GuðmundssonBjartmar Jón IngjaldssonCanonCinema 4DComic Sans MSComputer ArtsDagný Jóhanna FriðriksdóttirDom & RolandEdda HermannsdóttirEgill AntonssonEyjólfur UnnarssonFólkið sem lék í auglýsingumFrakklandFrímann Haukur ÓmarssonGreifi nnGuðjón Hreinn HaukssonGuðlaug Linda HarðardóttirHarpa Sveinsdóttir (fyrir lánið á Simma)Hátalararnir frá LencoHenrik Cornelisson van de VenInga Vala GísladóttirITC Franklin Gothic leturgerðinJóhann GunnarssonJón Ágúst Aðalsteinsson húsvörður (sérstakar þakkir frá hönnuðum)Jón Gísli EgilssonJón Már HéðinssonJónas Orri JónassonJúlíus KristjánssonKatrín María VíðisdóttirKókKristinn GuðnasonKristín Helga SchiöthKristján GunnarssonLagið Why með Gus GusMagni Þór ÓskarssonMagnús Bragi IngólfssonMarta S. RóbertsdóttirMidi.is

MóriNáttúra ÍslandsNescafé GullNewsweekNikon D70Olga SigþórsdóttirOrville örbylgjupoppOttó ElíassonÓlöf Elsa GuðmundsdóttirPrófarkarlesararPrentararnir hjá tölvustofunumRagna GestsdóttirRagnar Ragnars hjá ÍsafoldRagnheiður SigurðardóttirRannveig GísladóttirSandra GuðjónsdóttirSara BenediktsdóttirSigríður Ásta BjörnsdóttirSigurður Helgi OddssonSigur rósSigurlaug Anna GunnarsdóttirSigþór G. ÓskarssonSimmi húsbóndiSindri RögnvaldssonSnorri S. Kristinsson húsvörður (sérstakar þakkir frá ritstýru)Sólveig SigurðardóttirStefanía Bjarney ÓlafsdóttirSteingrímur J. SigfússonStefán JökulssonSveinn Elías JónssonSveinn Þorri ofurhönnuðurSverrir Páll ErlendssonTryggvi Páll TryggvasonTölvuleikurinn FacadeUnnur Birna BjörnsdóttirVatíkaniðVivitar linsurÞorgerður Katrín menntamálaráðherra (fyrir ekki neitt!)Þorvaldur SnæbjörnssonÞórný Linda Haraldsdóttir

Alveg sérstakt og innilegt þakklæti fá:Tryggvi AðalbjörnssonSindri JóelssonJóhannes Gunnar Þorsteinsson

Page 6: Muninn haust 2005
Page 7: Muninn haust 2005

EEfnisyfirlit

8 Pistill ritstýru 9 Stytting náms til stúdentsprófs12 Sudoku13 Belgíuferð 3. A16 Steingrímur J.18 Kostir þrælahalds í nútímasamfélagi20 Ljóð22 Árshátíðin27 Stiðarvaukur28 Do’s & Dont’s31 Völvuspá33 Dagbók Randers fara35 Joy Division

ljósmynd: Ari

Page 8: Muninn haust 2005

KKæru samnemendur

Það styttist í hátíð ljóssins. Árstímann þegar allir fá skyndilega þörf fyrir að verða miklu betri manneskjur en alla aðra daga ársins og dyggðir eins og kærleikur, samkennd og góðmennska öðlast loks þann sess sem þær ættu að hafa í hjörtum okkar allan ársins hring. Ef allir væru alltaf jafn góðir og við höfum tilhneigingu til að vera á jólunum, myndi hátíðin reyndar að vissu leyti tapa sérstöðu sinni. En það myndi litlu máli skipta ef við hugsum út í allan ávinninginn sem af því hlytist.Kærleikur og gæska eru eiginleikar sem við ættum alltaf að hafa í hávegum, ekki bara á jólum. En það eru fleiri dyggðir sem eru mikilvægar. Ein þeirra hefur, að mínu mati, verið van-rækt, því er nú ver og miður. Það er hugrekkið. Hugrekki til að horfast í augu við það sem þú óttast. Hugrekki til að rísa upp gegn því sem rangt er jafnvel þó að það sé erfitt og áhættusamt. Hugrekki til að láta ekki í minni pokann og standa aðgerða-laus hjá, heldur gera það sem rétt er. Hugrekki er vanrækt dyggð því í alltof mörgum til-fellum látum við bara valta yfir okkur hljóðalaust og látum ráðamenn sem við treystum ekki endilega taka ákvarðanir sem hafa mikil áhrif á líf okkar og það umhverfi sem við lifum og hrærumst í. Við höfum ekki kjarkinn til að andmæla því að það gæti hugsanlega komið okkur í klandur og auk þess hugs-um við „Ég er bara ein manneskja af svo ótal mörgum. Hverju ætli afstaða mín breyti?”. Svarið er: Öllu. Það skiptir öllu máli að þeir sem hugsa svona safni í sig kjarki og láti í sér heyra. Annars breytist aldrei neitt til batnaðar. Fyrir stuttu fundu fjölmargir MA-ingar kjarkinn innra með sér til að rísa upp og mótmæla hinum fáránlegu samræmdu stúdentsprófum sem framhaldsskólanemar þessa lands eru skyldaðir til að þreyta. Fjöl-margir framhaldsskólanemar hafa mótmælt prófunum með því að skila auðu eða kolröngum úrlausnum. MA-ingar sýndu hugrekki og gengu skrefinu lengra með því hreinlega að mæta ekki í prófin. Í samræmt enskupróf voru 57 nemendur skráðir. Af þeim mættu 11 í prófið og eru það um

19% þeirra sem skráðir voru. Í samræmt íslenskupróf mættu 9 nemendur af 54 skráðum, þ.e.a.s. tæp 17%. Og í samræmt stærðfræðipróf voru 14 MA-ingar skráðir en ekki einn einasti mætti. Ekki liggja fyrir tölur um hve margir þeirra MA-inga sem mættu í prófið skiluðu auðu, en ritstjórn hefur öruggar heimildir fyrir því að það voru svo sannarlega fleiri en einn og fleiri en tveir. Hugrekki og samstaða MA-inga er aðdáunarverð og við megum svo sannarlega vera stolt af okkur sjálfum. Hins vegar er það alveg ljóst að þetta er ekki búið heldur rétt að byrja. Við vitum öll að lög þessa lands mæla svo á um að til þess að útskrifast sem stúdentar verðum við að taka að minnsta kosti tvö samræmd stúdentspróf, og í vor gefst okkur aftur færi á að þreyta þau. Þá megum við ekki gleyma því hugrekki sem við sýndum fyrr í vetur. Mætum ekki í vor! Menntamálaráðuneytið getur ekki neitað að útskrifa heilan árgang stúdentsefna með fínar einkunnir fyrir það eitt að hafa ekki tekið einskisnýt próf sem enginn tekur mark á. Þau komast ekki upp með það. Við ákveðum einfaldlega hér og nú að láta þau ekki komast upp með það og láta þau ekki komast upp með samræmd stúdents-próf. Við megum ekki láta þetta tækifæri, til þess gera rétt, okkur úr greipum ganga. Við getum stöðvað samræmd stú-dentspróf ef við sameinumst gegn þeim og við getum í leiðinni skráð okkur á spjöld sögunnar sem fólkið er lét ekki þessa vit-leysu yfir sig ganga. Ég veit að nemendur Menntaskólans á Akureyri hafa þann dug og kjark sem til þarf. Afnám sam-ræmdra stúdentsprófa er fagur draumur sem enn er mögulegt

að láta rætast. En ef við stöndum ekki saman á hann bara eftir að tætast.

Nú er tíminn til að við finnum öll innra með okkur sigurþrek hins vitra manns

og sýnum það í verki. Sýnum nú það að afl og andi eigi skóla Norðan-

lands.

Gleðileg jól,

Steinunn Rögnvaldsdóttir, ritstýra Munins veturinn 2005-2006

Page 9: Muninn haust 2005

SStytting á námi til stúdentsprófs er, eins og margoft áður hefur komið fram, skerðing á námi. Menntamálaráðherra neitar því og ætlar að hagræða grunnskólanum svo að meira námsefni verði tekið fyrir þar.Hvernig ætla sveitafélögin sem reka grunnskólana að standa undir þeim kostn-aði? Það ætti að skipuleggja grunnskólann alveg frá byrjun, en ekki að troða völdu námsefni úr framhaldsskólanum niður í grunnskólann. Krakkar í fyrstu bekkjum grunnskólans geta mun meira en fyrir þá er lagt. Með því að endurskipuleggja námið ættum við að geta stytt námstímann til stúdentsprófs í heild sinni án þess að skerða námið og skera heilt ár af framhalds-skólunum. Undanfarið hefur verið talað um að fyrstu áfangarnir í framhaldsskólum séu einungis upprifjun og endurtekningar. Síðast þegar ég vissi var nám byggt upp á upprifjunum og stanslausum endur-tekningum. Ef þessir áfangar eru svona auðveldir og algjör óþarfi í framhaldsskóla þá hlýtur það að vekja furðu hversu margir falla á fyrsta ári í framhaldsskóla eða þurfa að eyða mun meiri tíma í námið en áður. Það getur enginn neitað því að andrúmsloftið í framhaldsskóla er mjög frábrugðið grunnskólaandrúmsloftinu. Þarna hafa nemendur valið skóla við sitt hæfi og eru að læra fyrir sjálfa sig. Í grunnskóla geta nemendur haft einkunnir lægri en 5 á mörgum prófum án þess að nokkuð róttækt sé gert. Þeir eru kannski settir í hægferð, en fá þó alls ekki allir þá hjálp sem þeir þurfa. Ef námsefni framhaldsskóla verður fært til grunnskóla þarf kennara til að kenna það. Nú er rætt um að bjóða grunnskólakennurum námskeið til að geta tekið þessa kennslu að sér. Þá má spyrja hvort þeir séu reiðubúnir að fara á slík námskeið, hvort þeir hafi tíma til

þess og hvort þeir eigi allir kost á því, hvar sem þeir eru. Hafa þeir sjálfir verið spurðir um það? Áætlað er að bekkjaskólarnir geti boðið upp á nokkurs konar brautir, til dæmis náttúrufræðibraut sem nemandi velur strax á fyrsta ári og lærir þá eingöngu raun-greinar, ensku og íslensku. Hann sleppir félagsfræði og minnkar jarðfræði, lífsleikni og öll önnur slík fög því hann mun ekki hafa tíma til að taka það allt. Segjum sem svo að nemendur á félagsfræðibraut læri litla sem enga stærðfræði og náttúrufræði, þá hljóta valmöguleikar þeirra að minnka í framtíðinni. Með þessu er verið að skerða undirbúning til háskólanáms. Það hlýtur að koma okkur vel að hafa fjölbreytni. Skerðingin býður því heim að stúdentar þurfi að fara á undirbúningsnámskeið til að komast inn í háskóla. Rétta leiðin hlýtur að vera að bjóða upp á val, eins og gert hefur verið hingað til, auka og bæta jafnvel þá möguleika. Við megum ekki gleyma því að fyrir flesta eru framhaldsskólaárin mest þroskandi ár lífs þeirra. Hins vegar eru þeir til sem hafa áhuga á að klára námið á styttri tíma og það er víða hægt. Væri ekki betra að eiga þá valmöguleika í öllum skólum til að byrja með og sjá hversu margir myndu nýta sér þá? Hingað til hefur ekki verið mikil ásókn í að taka námið á þremur árum og þessi leið hefur verið felld niður sumstaðar vegna ónógrar þátttöku. Hver segir að nemendur í öðrum löndum, sem klára nám til stúdentsprófs á 12-13 árum, séu betur staddir en við? Svo má ekki gleyma félagslífinu góða. Félagslífið er sérstaklega mikilvægt í lífi margra framhaldsskólanema, þó að það sé ekki mælanlegt eins og flest annað nám. Stjórn

og þátttaka í vel skipulögðu félagsstarfi er ekki síður gagnleg en að sitja

í tímum. Flestir nemendur vilja fá að njóta þess að

vera í framhaldsskóla og taka virkan þátt

í félagslífinu, og af hverju þarf þá að

stytta þann tíma? Þegar allt þetta er haft í huga spyr ég: Hver mun græða á skerðingunni ef hvorki nemendur né kennarar sækjast eftir þessu? Er þetta bara sparnaður fyrir ríkið eða er þetta af því að menntamálaráðherra vill ekki láta minnast sín fyrir að hafa ekki gert róttækar breytingar á skólakerfinu, breytingar sem voru ónauðsynlegar og að öllum líkindum til hins verra? Menntamálaráðherra talar um lýðræði í skólakerfinu en á þá ekki líka að hlusta á raddir nemenda? Menntamálaráðherra fór í alla framhaldsskóla á landinu, en það fylgdi ekki sögunni að aðeins útvaldir nemendur, meðal annars Menntaskólans á Akureyri, fengu að vera viðstaddir. Mjög margir nemendur höfðu beðið eftir komu ráðherra og vildu fá svör við spurningum sínum en þeim var ekki svarað. Vissulega er þreytandi að standa stanslaust fyrir svörum en það felst í þessu starfi að geta svarað fyrir sig þegar svona stór ákvörðun er tekin. Við nemendur eigum það jafn mikið skilið eins og aðrir í samfélaginu. Ég get ekki neitað að það er alltaf hægt að betrumbæta en þessi leið til að stytta námstímann getur ekki verið sú rétta. Það hlýtur að vera önnur leið en að höggva af efsta námsstiginu. Leikskólinn, grunnskólinn og framhaldsskólinn hljóta að geta unnið meira saman sem heild að því að stytta námstímann. Það má ekki gleyma því að nemendur eru stórt afl og þeir láta ekki hvað sem er yfir sig ganga. Því ef við nemendur stöndum saman hljótum við að geta komið í veg fyrir áform sem þessi.

Edda Hermannsdóttir

Page 10: Muninn haust 2005

HHamingjan er skemmtilegt fyrirbæri.Við finnum hana oft þegar við eigum þess síst von, á ólíklegustu stöðum. Ég fann hamingjuna í bitabúrinu hjá ömmu minni. Hún leyndist í litlum sívalningslaga bauk uppi á hillu. Baukurinn vakti strax hrifningu mína. Hann var með sólgulu loki, grænum miða og virtist auk þess henta prýðilega sem berjatínsluílát eftir notkun.Baukurinn innihélt Cebe sítrónute. Um leið og fyrsta kornið kom inn fyrir varir mínar urðu tilfinninga-þrungin kaflaskil í lífi mínu og ég vissi að ég gæti aldrei án þess verið. Síðan þá hef ég valhoppað um bæinn, bryðjandi sítrónute, óendanlega ástfangin af lífinu.Sítrónuteið frá Cebe hefur allt framyfir venjulegt te. Í raun er hálf skammarlegt að kalla þessa dásemd te og ætla ég því hér eftir að tala um „je“ til aðgreiningar frá sótsvörtum temúganum.Í fyrsta lagi er jeið ekki í svokölluðum tepokum, enda eru þeir nú vart á japlandi. Í öðru lagi glatar jeið guðdómleika sínum ef einhver

dirfist að blanda það með vatni eða öðrum vökva, og í þriðja lagi er það svo undursamlega bragðgott að jafnvel þeir allra hörðustu fella gleðitár einungis við að sjá það. Þegar innbyrða á Cebe sítrónuje er best að setja jeið í snotran bolla, helst með gyllingu, og moka síðan gull-brúnum kornunum uppí sig með skeið. Snyrtimennska og virðing er lykilatriði. Jeið er afar ríkt af lífsnauðsynlegum næringarefnum svo sem þrúgusykri og koffíni. Það er þess vegna kjörið fyrir þá sem vilja halda sér vel vakandi yfir lærdómnum í prófatíð eða bara í skólanum yfirleitt. Lærdómurinn verður leikur einn og þú getur auðveldlega vakað samf-leytt í 3 sólarhringa, þegar þú sofnar heldur jeið svo að sjálfsögðu áfram að læra fyrir þig. Cebe sítrónuje er uppspretta hamingjunnar, leiðin að hinum fullkomna heimi þar sem allir lifa í sátt og sam-lyndi og síbrosandi manneskjur veifa baukunum fögru í algleymingi. Keyptu þér Cebe sítrónuje, strax í dag. JEEE!!!

Hið guðdómlega Cebe sítrónuje eftir Arnhildi Hálfdánardóttur

Page 11: Muninn haust 2005
Page 12: Muninn haust 2005

Sudoku

1 6 5 7 95 8 6

9 32 6

8 46 94 9

5 7 27 6 4 3 1

LLaauussnn

iirrmmáá fifinnnnaa aaffttftf aarr íí bbllaaððiinnuu

Fyllið inn í grindina þannig að hver röð, hver dálkur og hver 3x3 kassi innihaldi tölurnar 1 til 9

Page 13: Muninn haust 2005

Ljósmyndir: Sesselia Ólafsdóttir

Upphafl ega var ákveðið að fara suður með rútu klukkan ellefu um kvöldið. Sú ákvörðun var þó felld þegar við sáum að allt stefndi

í gríðarlega ófærð og var þá ný ákvörðun tekin, sú að fl ýta brottför með rútu um 5 klukkustundir. En sú ákvörðun var skammlíf og lést fyrir aldur fram þegar enn önnur ákvörðun var tekin, sú að fl júga. Eftir stórskemmtilega fl ugferð (þar sem aðrir farþegar vélarinnar voru farnir að gráta af skelfi ngu) fór hver til ættmenna sinna, vina eða alger-lega ókunns fólks og nýtti síðasta kvöldið á Íslandi til hins ýtrasta.

Árla morguns hittumst við svo á BSÍ og skriðum inn í rútu sem fl utti okkur til Kefl avíkur. Var fólk misvel sofi ð og tók því ákveðinn hópur einstaklinga að sér það hlutverk að halda restinni vakandi og hlutu að launum þakklátar augna-gotur. Þegar á fl ugvöllinn var komið mynduðum við röð eins og Íslendingum einum er lagið og þurftum svo að láta af hendi allar sveðjur, naglaþjalir, keðju-sagir og önnur drápstól áður en okkur var sleppt inn í fríhöfnina. Þegar við vorum búin að ráfa þar um góða stund fórum við í loftið í annað sinn. Eftir sæmilegan fl ugvélamat (svona tvær stjörnur), hellur og allt of langan tíma komum við til Amsterdam og tókum við

„[...] og þurftum svo að láta af hendi allar sveðjur [...]“

BELGÍU

FERÐ

3.A

Page 14: Muninn haust 2005

óðara gleði okkar á ný er við kynntumst fólksfæriböndunum.Um lestarferðina til Brugge er fátt markvert að segja, enginn dó, engir giftu sig, í rauninni gerðist ekkert ann-að en það að við komumst á áfanga-stað. Þegar til Brugge var komið geng-um við í skólann og við tók afskaplega vandræðaleg pörun Belga og Íslend-inga. Þetta leystist svo upp í spjall og allir fóru heim með nýju fjölskyldunum sínum.Fyrsta morguninn ráku flestir upp stór augu. Á borðum var ásamt venjulegu áleggi súkkulaðismjör, súkkulaðispænir og súkkulaðiplötur, ljóst, dökkt, hvítt og með hnetum. Margir ákváðu að reyna að verða háðir þessu öllu innan viku (sem tókst oft skelfi-lega vel).Við mættum svo í skólann, að sjálfsögðu öll á okkar eigin hjólum, þar sem okkur var skipt í hópa og svo leystum við tungumálaverkefni af ýmsum toga. Eftir það fórum við í skoðunarferð um skólann þar sem við rákumst meðal annars á tvö afskaplega áhugaverð mannsfóstur í formalíni og mann sem hafði það áhugamál að vefja eldspýtum inn í álpappír og kveikja svo í þeim með þeim afleiðingum að þær skutust yfir í hinn enda stofunnar. Það er misjafnt hvað fólk finnur sér til dundurs.Að skoðunarferð lokinni vorum við send í innkaup fyrir matarveisluna sem var síðar um kvöldið. Eftir verslunarferðina og eitt tungumálaverkefni fórum við í bæinn og að sjálfsögðu rakleitt í H&M þar sem við versluðum frá okkur allt vit. Við vorum því óneitanlega orðin vitlausari um kvöldið og skýrir það að mestu það athæfi okkar að syngja Hesta-Jóa fyrir Belgana þegar þeir í sakleysi sínu vildu heyra skólasönginn. En þeim fannst það að sjálfsögðu ekki verra og vorum við beðin um að syngja það aftur og aftur næstu daga. Þess má til gamans geta að stef nokkurt kennt við Völu og Sesselíu náði einnig gríðarlegum vinsældum þetta kvöld, vinsældir þess áttu svo eftir að aukast jafnt og þétt þangað til stúlkurnar í um-ræddu stefi fengu bráðaofnæmi fyrir því.Upp rann matarveislan mikla, hvorki

fleiri né færri en 12 réttir á þremur klukkutímum. Svo rosalega var snætt að fólk var vart þekkjanlegt þar sem því var rúllað heim af gestgjöfum sínum seint um kvöldið.Næsta dag var svo hjólað til Damme, en við harðgeru Íslendingarnir vorum eitthvað farin að þreytast í öðrum end-anum af öllu þessu hjóli og voru sumir farnir að muldra gælunöfn bílanna sinna með söknuði. Þeir heppnu voru hættir að finna fyrir rassinum en hinir fengu smjörþefinn af því hvernig það er að sitja á naglabretti. Blessuð sé minning Birtu, hún fékk hjól frá byrjun 18. aldar, en það var áður en fólk uppgötvaði þá

staðreynd að mjúkir hnakkar eru góðir hlutir.Svo fórum við í leið-sögutúr um Damme, skoðuðum myllu, hús, kirkju, fleiri hús, skóla og reyndum að halda í við konu sem var greinilega ekki með enskukennara-réttindi. Eftir

leiðsögutúrinn fórum við á bar og pönt-uðum samlokur, það var um það bil ein samloka afgreidd á tíu mínútna fresti, en eins og ber að skilja vakti það ekki mikla lukku viðstaddra og fóru að heyrast ýmis misfögur en rammíslensk orð, muldruð út um skælbrosandi varir. Að þessu loknu hjóluðum við meira og fórum svo í stórkostlegan ratleik þar sem boðið var upp á ógeðisdrykk, spurningar og þrautir. Það endaði þann-ig að allir hóparnir töpuðu nema einn, hann vann. Þannig að við hjóluðum heim, 90% ónytjungar. Á leiðinni stopp-uðum við og tókum myndir af öllu sem

hreyfðist, þökk sé Ástu Flosa. Um kvöldið var eitthvað minna farið út á lífið, en þá aðallega sökum rasssæra.Föstudagurinn rann upp, það boðaði gott að maður gat sest upp sársauka-laust og eftir þá uppgötvun gat dagurinn

ekki orðið slæmur. Deginum í dag skyldi varið í ratleik niðri í bæ. Uppgötvuðum við þá að Belgar fá merkilega mikið út úr því að sjá saklausa Íslendinga hjóla í hringi með jólasveinahúfur og trúða-nef. Eftir ratleikinn gerðum við nokkr-ar stórkostlegar tilraunir með þvinguð

sjónarhorn á myndum, Lord of the Rings hvað! Svo fórum við í Belfry turn-inn, en til að komast upp í topp þarf að fara ein 366 þrep. Sumir voru minna fyrir lofthæð en aðrir, eða bara latir, og voru ekkert sérstaklega hrifnir af þessu uppátæki. Þeir vildu helst vera sem næst kjarna jarðar og fengu það að sjálfsögðu á meðan aðrir hlýddu heill-aðir á frásögnina af manninum sem kastaði sér úr turninum af efstu hæð. Svo voru það fleiri verkefni og verslunar-ferð.Skyndilega greip um sig sjúkdómur á meðal nemenda, allir ætluðu að gata sig, hvort sem það var nefið, augnabrúnirnar, eyrun eða tungan. En maðurinn á stofunni hræddi víst líftóruna úr flestum þannig að aðeins varð af þremur götunum. Síðar um kvöldið átti valinn hópur nemenda eftir að djamma með umræddum manni, en það er önnur saga. Á leiðinni heim rákumst við á Jónas og Ragnheiði og sáum okkur til mikillar gleði að H&M-djöfullinn hafði náð Jónasi. Svo kenn-arar hafa veikleika... Merkilegt (á la Ásta Flosa).Laugardagurinn fór í að skoða kirkju-garða og stríðsminjar. Atlantsveggurinn var skoðaður og fengum við ,,síma” sem dældi í okkur margs konar fróðleik á meðan við skoðuðum hluti. Hápunktur skoðunarferðarinnar var klárlega þegar Guðjón sýndi snilldartakta við að lesa barnasögu á hollensku.Um kvöldið var meira djamm og kom-umst við að þeirri niðurstöðu að Belgar

„[...] 12 réttir á þremur klukkutímum [...]“

Page 15: Muninn haust 2005

dansa ekki. Þeir bara gera ekki svo-leiðis hluti, nema örlítil höfuðhneiging, en þá eru þeir líka virkilega að upplifa hamingjusömustu stund lífsins.Sunnudagurinn tilheyrði svo fjölskyld-unum, fólk var úti um allt, sumir fóru til Frakklands, aðrir til Brussel og enn aðrir að sjávarsíðunni.Á mánudeginum fórum við með lest til Gent. Þar var eins konar þrautaleikur sem fól í sér að fara út um allt og gera ólíklegustu hluti við og með ókunnugu fólki. Við borðuðum hjá Belgum sem höfðu farið til Íslands tveimur árum áður. Íslenskur orðaforði þessara Belga var ákaflega dæmigerður. Þá var öll útivera búin, á þriðjudeginum var innivinna hafin. Einhverjir voru í orðum og aðrir í tölvum, en meirihlutinn var að rembast við að gera sketcha fyrir kvöldvöku morgundagsins. Lítill hópur fólks fann sig þó meira í því að búa til styrktarhóp og æpa annað slagið slagorð sitt: „Söknum og viljum“.Kvöldið fór svo í keilu þar sem sum-ir uppgötvuðu dulda keiluspilara-hæfileika og brilleruðu með fellu eftir fellu á meðan aðrir áttu í stökustu vandræðum með að hitta á rétta braut, ónefndur aðili rúllaði kúlunni meira að segja í þveröfuga átt.En þá var miðvikudagurinn runninn upp, síðasti heili dagurinn okkar í Brugge. Um morguninn æfðum við sketchana og komumst við í kynni við þá svæsnustu fullkomnunaráráttu sem sögur fara af. En við lifðum af og var svo sleppt lausum í verslanir eftir há-degi. Það var afskaplega ánægjulegt og voru keyptar byrgðir af súkkulaði. Voru farnar að renna tvær grímur á Belgana sökum verslunar- og súkkulaði-ástar okkar. Kvöldvakan mikla rann svo upp og sáum við glærusýningu með myndum úr ferðinni. Stórskemmtilegar myndir en aðeins of tregafull tónlist, okkur leið eins og við værum á eigin jarðarför. Örleikritin voru sýnd, svo var okkur skellt upp á svið, við látin syngja Hesta-Jóa og svo fengum við að lau-num forláta vasahníf.Um kvöldið nýtti fólk sér að sjálfsögðu síðasta tækifæri til djamms og hópu-rinn fór allur saman og gleðin ríkti fram eftir nóttu.Fimmtudagurinn rann upp og með honum kveðjustundin. Fólk mætti misferskt á lestarstöðina, kreistandi farangur sinn og ráfandi um, ekki ósvipað draugum í útliti. En óumfl-ýjanleg kveðjustundin kom að lokum, depurðin sveif yfir vötnunum sem

virtust eiga sér uppsprettu í augum vissra nemenda. Allir föðmuðust og svo hlupu Belgarnir á eftir lestinni, svo ótrúlega amerískt, en á einhvern hátt krúttlegt og alveg viðeigandi. Næsti áfangastaður: Amsterdam. Fljótlega eftir komuna þangað kom-umst við í raun um það að við bjuggum hvorki nálægt, við eða rétt hjá Rauða hverfinu, heldur í því. Okkur var, eins og gefur að skilja, ákaflega skemmt og strax fyrsta daginn hlotnaðist Jónasi hinum unga sá heiður að vera flengdur með svipu. Þessir dagar renna þó að mestu saman í algerlega óútskýranl-ega móðu sem hefur líklega eitthvað að gera með súkkulaðikökurnar sem við fengum þarna. En að öllu gamni slepptu var mest-megnis verslað, nokkrir fóru á vax-myndasafn, aðrir á „The Sex Museum“ (sem var víst misgeðslegt) og enn aðrir á Van Gogh safnið. Það eftirminni-legasta frá Amsterdam var án efa gangadjammið með Þjóðverjunum. Þjóðverjar á þrítugsaldri gistu á hótelinu og þeir rákust á okkur þar sem við sátum frammi á gangi og teiknuðum broskalla hvert á annað. Þetta athæfi okkar vakti áhuga þeirra og þeir fóru að spjalla við okkur. Komumst við að því að aðeins einn þeirra gat talað ensku og fór því samtalið að mestu fram á þýsku. Gerðist djamm þetta svo ofsafengið að Leyniþjónusta Bandaríkjanna neyddist til þess að að stöðva það. Hún kom í líki miður fersks Guðjóns er hugðist handrota alla Þjóðverjana, þeir sáu þó að þennan mann var ekki vert að reita til reiði og hrökkluðust umsvifalaust burt með skottið á milli lappanna.Daginn eftir var það lest, færiband, flugvél og rúta heim. Þá var að sjálf-sögðu síðasta djamm ferðarinnar hald-ið og nefndist það rútudjammið mikla, því lauk síðan á svo afdrifaríkan hátt að hluti bekkjarins klauf sig frá restinni og myndaði nýjan bekk sem nefnist 3.S.Á heildina litið góð ferð, langflestir urðu stígvélum, fötum, kjólum og miklu súkkulaði ríkari, að ekki sé talað um vinum, nokkrir urðu ástfangnir og frösum fjölgaði, á báða vegu.Hengst, hevonen, foli, stallion, hestur, stud, dekhengst, steed, hest, cheval, pferd...Ertú aþ rejna vích mích.Tad var gaman í búdinni.

Sesselía Ólafsdóttir

„[...] The Sex Museum [...]“

Page 16: Muninn haust 2005

Menntaskólinn á Akureyri hefur í gegnum tíðina útskrifað margan merkismanninn. Alþingis-maðurinn Steingrímur J. Sigfússon er flestum landsmönnum vel kunnur vegna afskipta sinna af pólitík. En það sem meira er, hann er líka gam-all MA-ingur, útskrifaður af náttúrufræðibraut vorið 1976. Muninn hitti Steingrím að máli og spurði hann út í árin í MA, stjórnmálaferilinn og pólitísk hitamál.

Varstu strax farinn að hafa afskipti af pólitík þegar þú komst í MA? Já, fljótlega var það nú, bæði í Mennta-skólanum sjálfum og svona eitthvað fyrir utan skólann líka, Samtökum herstöðvarandstæðinga á Akureyri og fleira. Það var gott félagslíf í Menntaskólanum og ekki síst á heimavistinni. Þar voru stundum haldnir málfundir á kvöldin og menn voru að æfa sig í ræðumennsku og svona. Svo var kannski fundað á sal og þar voru einhverjir að tala fyrir hönd nemenda. Ég lenti í því að vera fulltrúi nemenda í skólaráði þegar ég var í 6. bekk sem þá hét, eða fjórða bekk eins og það er kallað núna.

Varstu þá kominn með fastmótaðar pólitískar skoðanir á þessum árum? Þær voru að mótast á þessum árum. Ég fór strax að hugsa eitthvað vinstra megin, en ég er alinn upp í róttæku framsóknarumhverfi. Menn voru yfirleitt framsóknarmenn, en frekar róttækir, voru herstöðvarandstæðingar og svona. Það voru til svoleiðis framsóknarmenn í gamla daga og ég er úr þannig umhverfi. En það var samt fljótlega ljóst að Framsóknarflokkurinn var ekki nógu róttækur fyrir mig og ég gafst svo endanlega upp á flokknum þegar hann fór í stjórn

með Sjálfstæðisflokknum ’74, akkúrat á mínum menntaskólaárum. Eftir það var eiginlega ekki nein glæta í að ég gæti átt heima þar, og ég hef reyndar aldrei verið í Framsóknarflokknum og aldrei kosið hann. Ég hef alltaf verið í þeim flokki sem skipað hefur sér lengst til vinstri í stjórnmálum á Íslandi, og um tvítugt þá leit ég á mig sem róttækan vinstrimann, sósíalista, herstöðvar-andstæðing og umhverfisverndarsinna og þá var ekki aftur snúið. Það var bara einn flokkur sem kom til greina eins og stóð á þeim tíma í íslenskri pólitík en það var Alþýðubandalagið. Þar lenti ég á fullri ferð rétt upp úr tvítugu.

Hélstu svo áfram á þínum háskólaárum? Já, svo lenti ég í stúdentaráði í Háskóla Íslands, var gripinn þar glóðvolgur þegar ég var á fyrsta árinu mínu þar í jarðfræði. Svo nokkrum mánuðum seinna var ég beðinn um að vera á lista hjá Alþýðubandalaginu í alþingiskosningum 1978. Þá var ég í fyrsta skipti í framboði, 22ja ára gamall og hef eiginlega verið á kafi í þessu síðan. Á þessum árum var Framsóknar-flokkurinn ennþá stór og almennilegur flokkur, og innan hans var ennþá róttækur armur, sem var að vísu að byrja að klofna og hverfa frá flokknum á þessum árum, t.d. hin fræga Möðruvallarhreyfing. Það voru uppreisnagjarnir framsóknarmenn sem vildu hafa flokkinn róttækan en það stangaðist á við vilja forystumanna flokksins. Þeir sögðu því margir hverjir skilið við flokkinn og stofnuðu eigin hreyfingu, Möðruvallahreyfinguna, á fundi sem þeir héldu í húsnæði Menntaskólans á Akureyri, í Möðruvallakjallara. Einn af forsprökkum þessarar hreyfingar var nú enginn annar en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins. Hreyfingin teygði sig svo yfir í samtök vinstrimanna og frjálslyndra

og þar gekk á ýmsu. Þetta voru umbrotatímar og það var ennþá mikil róttækni í skólum og mikill kraftur í umræðunni. Stúdentar voru mjög uppreisnargjarnir og róttækir og þegar ég byrjaði í MA þá nötraði allt af umræðum og rifrildum um pólitík. Það var gríðarlegur kraftur og áhugi á pólitík hjá ungu fólki. Svo dofnaði yfir þessu aftur svona 10 árum síðar. Þá kom langt tímabil þar sem mér fannst framhaldsskólarnir vera tiltölulega daufir í pólitík. En svo hefur það blessunarlega breyst og nú finnst mér aftur vera meiri róttækni og aukinn kraftur.

Af hvaða braut útskrifaðistu? Ég útskrifaðist af náttúrufræðibraut og hafði strax mjög gaman af náttúruvísindunum, jarðfræðinni sérstaklega. Reyndar hljóp ég yfir einn bekk, ég var skiptinemi á Nýja-Sjálandi í eitt ár ‘74-’75, en það kom ekki að sök. Ég las bara utan skóla vorið áður en ég fór út og haustið eftir að ég kom heim og náði því að útskrifast með mínum jafnöldrum.

Var það ekki tiltölulega nýtt að menn færu út sem skiptinemar á þessum tíma? Það var náttúrulega mun sjaldgæfara en síðar meir og færri komust að en vildu. Það voru bara tvö félög sem voru aðallega að senda fólk á milli. Annað þeirra var kallað „Kristileg ungmennasamskipti“ og þó svo ég hafi aldrei verið neitt sérstaklega hákristinn þá fór ég nú á vegum þeirra samtaka.

„[...] þegar ég byrjaði í MA þá nötraði allt af umræðum og rifrildum um pólitík.“

„Ég var náttúrulega í Munin [...]“

Page 17: Muninn haust 2005

Starfaðir þú með einhverjum sérstökum félögum innan skólafélagsins í MA? Ég var náttúrulega í Munin og síðan var ég eitthvað í íþróttum líka. Við vorum líka með Briddsfélag og vorum nokkuð harðsnúið lið og kepptum við aðra skóla, milli okkar og Laugarvatns fóru t.d. fram miklar keppnir.

Einhver eftirminnileg atvik? Við félagarnir leigðum íbúð í Skarðshlíð seinasta árið mitt í MA og þar var heilmikil félagsmiðstöð. Þar var oft spilað og þá jafnvel heilu sólarhringana. Svo var eitt sem við gerðurm við í 6.U og ég held að sé ennþá við lýði, við fundum upp á því vorið ‘76 að skora á kennarana í íþróttakeppni sem við kölluðum Litlu-Ólympíuleikana.

Bíddu bíddu, var það þinn bekkur sem fann uppá því? Já já, við vorum þó nokkuð uppátækja-samir og hvað sem segja má um okkur þá var alltaf líf og fjör í kringum okkur. Við sömdum heilmikla hólmgönguáskorun á kennarana sem við lásum upp á kennarastofunni. Og þessi mikla keppni varð þarna til og það eru alveg óborgan-legar minningar sem ég á þaðan! Þar lenti ég í því að keppa í mælskukeppni við tvo kennara og annar þeirra var ekki ómerkari maður en Böðvar Guðmundsson skáld. Okkur var svo dæmdur sigur í þeirri keppni, en ekki er ég viss um það að þar hafi verið alveg sanngjarnt dæmt. En kannski hefur þarna byrjað að falla í þessa átt, ég meina eins og hefur verið með mig, því ég hef haft það að atvinnu meira og minna síðan að vinna með kjaftinum.

Nú ert þú einn af stofnendum Vinstri-grænna. Þegar Alþýðubandalagið leið undir lok, fannst þér þú aldrei eiga neina samleið með þeim úr flokknum sem kenna sig nú við Samfylkinguna? Ég var náttúrulega í Alþýðubanda-laginu sem var mjög góður vinstrisinnaður flokkur sem var farinn að leggja áherslu á umhverfismál og þar vorum t.d. ég, Hjörleifur Guttormsson og margt fleira gott fólk. En svo breyttist nú margt í þeim flokki, þar voru mikil átök og menn voru ekki alveg sammála um stefnuna. Fólk vildi jafnvel þróa flokkinn meira inná miðjuna, en aðrir halda meira í róttæknina og vera með skýr-ari áherslur til vinstri. Fyrir kosningarnar 1999 var gerð tilraun til að sameina Alþýðuflokkinn, Þjóðvaka, Kvennalistann og Alþýðubandalagið. Meirihlutinn í þessum flokkum samþykkti að fara í sameiginlegt framboð. En hluti félaganna bæði í Alþýðubandalaginu og Kvennalistanum höfðu ekki trú á þessu og treystu því ekki að þarna yrði um nógu róttækan og skýran valkost að ræða. Á þessum tíma velti ég því mjög mikið fyrir mér að hætta í pólitík. Í sjálfu sér hefði ég verið alveg sáttur við að fara að spreyta mig á einhverju öðru, t.d. jarðfræði, fara á sjó, keyra aftur vörubíl eða eitthvað annað. En svo kom það í ljós að það voru bara mjög margir fleiri sem voru ekki endilega sáttir við það að eiga ekki einhvern annan valkost að kjósa um. Sá hópur samanstóð svona aðallega af róttækari armi Alþýðubandalagsins, róttækum feministum úr Kvennalistanum, um-hverfisverndarsinnum og óflokksbundnu félags-hyggjufólki sem hafði kannski aldrei áður verið í stjórnmálaflokki og fannst kannski spennandi að það gæti kannski komið og verið með í að skapa eitthvað nýtt. Niðurstaðan var sú að við létum á það reyna hvort hljómgrunnur væri fyrir

flokk með skýra stefnu til vinstri og áherslur í umhverfis- og kvenfrelsismálum og lögðum það í hendur kjósenda. Við vorum allan tímann meðvituð um það að þetta gæti brugðið til beggja vona. Það var ekkert víst að Vinstrihreyfingunni – grænu framboði myndi vegna jafn vel og raunin varð. Það gátum við ekki vitað fyrirfram. En við vorum alveg tilbúin til að taka þá áhættu og láta kjósendur ráða þessu. Það er lýðræði, ekki satt? Ég hef aldrei skilið það fólk sem var að ráðast á okkur sem stóðum fyrir þessu þarna í byrjun, sakandi okkur um einhver svik eða að við hefðum brugðist. Höfðum við þá ekki einu sinni réttin til þess að bjóða fram til þess að kjósendur mættu ráða? Það er ekki hægt í lýðræðislegu samfélagi, að agnúast útí það að kjósendurnir hafi valkosti. Svo kom í ljós að það var miklu meiri hljómgrunnur fyrir því að til væri skýr valkostur til vinstri, heldur en fólk hafði almennt reiknað með. Okkur var ýmist spáð að við mjög lélegu gengi, við myndum ekki fá neitt, eða þá að þetta yrði einhver svona lítill ræfilslegur vísir að einhverju sem aldrei yrði neitt. En ég held að allar slíkar hrakspár séu löngu hljóðnaðar í dag og það efist enginn um að þessi góði flokkur sé kominn til að vera.

Og þú hefur ekki séð eftir því að hafa ákveðið að hætta ekki í pólitík, aldrei hugsað um það aftur kannski? Nei, ekki eina einustu stund. Þetta hefur verið alveg stórkostlegt ævintýri frá upphafi sem maður getur ekki reiknað með að vera svo heppinn að fá að taka þátt í nema einu sinni á ævinni, að fá að vera með í því frá grunni að búa til stjórnmálahreyfingu. Þetta er búið að vera mikil vinna, oft mjög krefjandi en ég sé aldeilis ekki eftir einni einustu mínútu sem í þetta hefur farið.

Hverjar eru áherslur þínar í pólitík og hvað er það sem þú villt breyta? Það sem mér finnst skipta mestu máli í pólitíkinni og það sem ég tek mest inná mig er tvennt: Það er samfélagið okkar og samfélagsgerðin. Hvernig samfélagi búum við í og hvernig samfélag viljum við hafa hér á Íslandi til frambúðar? Það snýst auðvitað um hið réttláta jafnréttissinnaða samfélag sem við viljum. Hitt eru umhverfismálin. Þau standa hjarta mínu æ nær eftir því sem tíminn líður. Þau eru svo stór og mikilvæg og þau varða svo miklu fyrir fram-tíðina og í þeim er fólgin svo mikil siðferðisleg ábyrgð. Þetta er auðvitað bara sú ábyrgð sem hvílir á fólki að skila jörðinni af sér jafn góðri og helst aðeins betri en við tókum við henni og skerða ekki möguleika komandi kynslóða til jafn mikilla lífsgæða, þar með gjafa náttúrunnar. Það er svo himinhrópandi ef menn halda að ein kynslóð í landinu, jafnvel fámennur hópur fólks, hafi einhvern rétt til að gera það sem þeim sýnist við náttúru landsins sem veldur óafturkræfum skemmdum sem aldrei verður bætt fyrir og rænir þannig komandi kynslóðir og mannkynið allt um aldur og ævi því að fá að njóta þeirrar náttúru sem þar með er að eilífu spillt, þar með eyðilögð, þar með hverfur... Þetta hvílir alltaf þungt á mér og auð-vitað eru nátengd þessu alþjóðamálin og utanríkis-málin. Ég er mjög upptekin af þeim og hef alltaf sinnt þeim mikið, hef setið í utanríkismálanefnd meira og minna allan tímann sem ég hef verið á Alþingi. Og þá er maður náttúrulega kominn út í þróun heimsmálanna, samskipti ríkra þjóða og snauðra.

Í framhaldi af þessu, hvað finnst þér um George Bush? Mér finnst hann alveg hörmulegt eintak

og held það sé nú rétt hjá Michael Moore að hann hafi rænt forsetaembættinu. Síðan honum tókst að komast inní Hvíta húsið hefur hann reynst heimsbyggðinni alveg hreint skelfilegur óláns-leiðtogi og því miður er ástandið þannig í dag að Bandaríkjamenn haga sér eins og sjálfskipaðir drottnarar heimsins og alltof margir lúffa fyrir því og láta það bara viðgangast. Ég lít bara á það sem algert skelfingartímabil sem við erum að ganga í gegnum meðan við sitjum uppi með þennan mann. En það er náttúrulega ekki bara við hann að sakast, heldur líka við þá sem elta hann út í ófæruna. Þar stendur náttúrulega sérstaklega uppúr eitt mál og það er Íraksstríðið. Ekki bara það sem slíkt og allar hörmungarnar sem því fylgja, heldur líka hvernig að því var staðið. Þar blandast nú Ísland heldur betur inní málið og það er örugglega langljótasti bletturinn á stjórnmálaferli þeirra beggja, Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar, hvernig þeir stóðu að þeim málum. Ég kem ekki auga á neitt sem kemst í hálfkvisti við það hvað þá snertir og kann ég þó býsna vel syndaregistur þeirra beggja. En í mínum huga er það ekki vafi að misnotkun þeirra á nafni landsins þegar þeir settu okkur á listann yfir stuðningsþjóðir þessarar ólöglegu árásar sem brýtur stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, það er langljótasti bletturinn á þeirra stjórnmálaferli.

Hvað reitir þig mest til reiði í pólitík og samfélaginu sjálfu? Ég verð nú kannski ekki eins oft reiður og í gamla daga. Ég reiddist oft í pólitíkinni þegar ég var að byrja og átti jafnvel í erfiðleikum með að hemja skap mitt. En það gerist sjaldnar núna. Ég verð jafnvel oftar dapur, og þá sérstak-lega þegar fólk virðist ekki stjórnast eftir almennilegri réttlætiskennd. En mér finnst til

dæmis þegar menn taka ekki siðferðislega ábyrga afstöðu, þegar maður hefur það á tilfinningunni að fólk viti betur en sé að þykjast, það fer mjög í taugarnar á mér, getur næstum gert mig reiðan. Mér finnst stundum að fólk velji að skýla sér á bakvið klisjurnar og hafi jafnvel ekki neina sérstaka sannfæringu fyrir því sem þau eru að segja, það bara fellur í kramið á réttum stöðum eða er sú lína sem þeir vita að er til vinsælda fallin eða skilar þeim áfram í flokknum. Þá er erfitt að bera virðingu fyrir mönnum.

Eru samræmd stúdentspróf góð hugmynd? Nei, ég held að þau séu afleit hug-mynd. Það þarf að fara mjög varlega ef farið er út í þessar samræmdu mælingar. Ég held að þetta sé meira og minna arfavitlaus hugmynd og það eigi að byggja á allt öðru þegar verið er að reyna að hvetja fólk til að gera sitt besta og mæla hvernig framvindan er o.s.frv. Ég er þaðan af síður fylgj-andi styttingu náms til stúdentsprófs. Ég held að þetta eigi að vera sveigjanlegt og fjölbreytilegir kostir í boði en það á ekki að þröngva mönnum inn í eitthvað slíkt.

Trúirðu á guð? Ég er efahyggjumaður í trúmálum.

En á að aðskilja ríki og kirkju? Ég held að það eigi að stefna að því að það verði að lokum niðurstaðan, en það á að gera það mjög yfirvegað og af mikilli tillitssemi við sögu, menningu, tilfinningar og trúarrætur þjóðar-innar og þess vegna er þetta ekki eitthvað sem á að „keyra í gegn“.

Steinunn Rögnvaldsdóttir 4.G

„[...] ég hef haft það að atvinnu meira og minna síðan að vinna með kjaftinum.“

„Einn af forsprökkum þessarar hreyfingar var nú enginn annar en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins.“

Page 18: Muninn haust 2005

annkynið er í stöðugri leit að fullkomnun. Margir einstaklingar búa yfi r þeim ókosti að gefa sig draumum sínum á vald en þora aldrei að láta þá rætast. Nú er rétti

tíminn til að rísa upp úr forinni og taka málin í okkar hendur. Það er tilgangslaust að veltast um í draumórum ef það vantar dug til að láta draumana rætast.

Eina leiðin sem ég tel færa til þess að fl eyta mannkyninu áfram á þróunarbrautinni er að innleiða þrælahald. Þrælahald hefur lengi verið litið hornauga í heiminum en mér fi nnst fásinna að banna eins sjálfsagðan hlut og það. Að hneppa aumar mannskepnur í ánauð er lykillinn að betri heimi og í raun lausn fyrir þetta fólk. Hvers kyns aumkunarvert væl um mannréttindi tel ég vera veikleika sem helst einkennir hjartveikar gamlar kerlingar sem vita innst inni að þær eru ekkert annað en þrælsefni. Fólk sem hefur ekkert raunverulegt til brunns að bera fyrir samfélagið, það er fólk sem á að þjóna.

Mannkyninu má í raun skipta í tvær megin fylkingar. Það eru þeir einstaklingar sem eru fæddir til að drottna og svo hinir sem eiga að þjóna skilyrðislaust. Af hverju að reyna að útmá þessi greinilegu mörk náttúrunnar milli hinna æðri og þeirra lægri. Við getum ekki farið að hræra í skikkan skaparans. Réttast væri að opna augun fyrir þessum mun og nýta okkur hann sem farmiða inn í framtíðina.Nú er svo komið í heiminum að aumar manneskjur, sem hafa engan hemil á náttúrunni í sér, eru komnar vel á veg með að sprengja utan af sér plánetuna sem okkur var úthlutað. Það er bersýnilega mjög skynsamlegt að nýta sér allan þennan yfi rdrifna, ef ekki dýrslega fjölda volaðra sála til að vinna verkin fyrir þá sem eiga heimtingu á að lifa í vellystingum.Helstu kostirnir við þrælafyrikomulagið er ódýrt vinnuafl sem leiðir

af sér að fegurðin fengi að njóta sín óspillt og gáfur væri hægt að nýta markvisst til tækniframfara. Fegurð er dýrmæt og fallegt fólk ætti ekki að vera tilneytt til að slíta sér út við vinnu daglangt. Þessir einstaklingar ættu að hafa svigrúm til að viðhalda þeirri guðsgjöf sem fegurðin er. Hver þræll ætti að hafa í sér dug og metnað til að þjóna

af fullkominni undirgefni og hljóta við það fróun hugans. Við viljum öll fegra heiminn, ekki satt?Eins er málum háttað með gáfumennin. Þau hefðu allan

heimsins tíma til að einbeita sér að framförum í tækni og vísindum. Jafnvel væri inn í myndinni að nota þræla að einhverju leyti í tilraunum. Það hefur jú lengi heft framfarir á mörgum vísindasviðum hversu pempíulegt fólk er fyrir notkun manna í hvers kyns rannsóknum (til dæmis ræktun til erfðafræðirannsókna).Það eru e.t.v. einhverjir farnir að velta fyrir sér hvernig ég hyggst skilja sundur þrælaefnin og drottnarana. Þetta er vissulega verðugt umhugsunarefni sem hefur lengi hvílt á mér. Enn hef ég ekki fundið skothelda leið en sniðugast væri að nota til þess arna einhvers konar fegurðar- og gáfnaskala. Þannig mundi með tíð og tíma þróast nokkurs konar yfi rstétt manna sem væri í senn fögur og gáfuð. Mannkynið mundi svo endanlega klofna í tvær tegundir sem ég ímynda mér að gætu til dæmis fengið fræðiheitin homo sapiens þræll og homo sapiens fullkominn. Vitaskuld væri ástandið mjög brotthætt í upphafi nýrra tíma. Uppreisnir meðal fáfróðra þræla væru daglegt brauð en besta svarið við því er að beita hörku. Þegar fram líða stundir mun ástandið róast þar til frelsi verður fyrir homo sapiens þræll aðeins frumstæð hugmynd.

KOSTIR ÞRÆLAHALDS

eftir Olgu Sigþórsdóttur

Í NÚTÍMASAMFÉLAGI

M

„Uppreisnir meðal fáfróðra þræla „Uppreisnir meðal fáfróðra þræla væru daglegt brauð en besta væru daglegt brauð en besta svarið við því er að beita hörku.“svarið við því er að beita hörku.“

„Fegurð er dýrmæt og fallegt fólk ætti ekki að vera tilneytt til að slíta sér út við vinnu daglangt.“

„Að hneppa aumar mannskepnur í ánauð er lykillinn að betri heimi og í raun lausn fyrir þetta fólk.“

Page 19: Muninn haust 2005

Sudoku-lausn

Sveinn Elías Jónsson, 4.F

-Ef þú ættir 1 milljón, í hvað myndir þú eyða henni?Ég myndi kaupa mér sleða.

-Hvert er þitt mesta prakkarastrik?Örugglega bara gamla góða dyraatið, annars var ég alltaf svo góður strákur.

-Ertu hjátrúarfullur?Já pínu, ég spila allavega alltaf í rauðri brók.

-Við hvað ertu hræddastur?Að drukkna.

-Myndir þú strippa á útskriftinni ef þú fengir milljón fyrir vikið?Neeee ég efa það stórlega..... eða kannski fyrir milljón, þá get ég keypt mér sleðann.

1 6 3 5 7 2 8 9 4

7 4 5 9 3 8 1 6 2

9 8 2 1 4 6 7 5 3

5 3 7 4 2 1 9 8 6

2 9 8 6 5 3 4 1 7

6 1 4 8 9 7 3 2 5

4 2 1 3 8 5 6 7 9

3 5 6 7 1 9 2 4 8

8 7 9 2 6 4 5 3 1

Í NÚTÍMASAMFÉLAGI

Page 20: Muninn haust 2005

Ég geng inn í dýrðina og mæti augnaráði frelsarans sem brosir góðlátlega af veggnum.Allt í kringum mig eru listaverk og gersemar. Í brjósti mínu kviknar þessi neisti. Ég er staðráðin í að gera heiminn að betri stað.Þegar ég stíg út lít ég í önnur augu, brennandi, sorgmædd, hrædd. Hún situr þarna í skjóli undir kirkjuveggnum með litla barnið sitt í fanginu.Það hringlar í hálftómu plastglasi.Hvað geri ég ?Ég geng heim á leið í rigningunniog horfi á sprungurnar í malbikinu. Skyndilega er eins og öll ský himinsinshafi hrannast upp í höfðinu á mér,og ég skynja að raunveruleikinner það óraunverulegasta sem til er.

Ef allar góðu minningarnar væru múrsteinar, sem tíminn byggði þér turn úr.Hugsaðu þér hversu dásamlegt útsýnið yrði að lokum.

Minningar um þig,vængbrotnir fuglarí huga mínum.Söknuðurinn brennur inni í mér,brennir mig inni.Ég horfi yfir dalinn þinn,fegurðina sem þú elskaðir.

Sögurnar, hláturinn, brosið, öll hlýjan sem þú gafst. Nálægð þín svo fjarlæg.

Vorið var tíminn þinn, og þegar andvarinn ber ilm þess að vitum mér finn ég að þú verður hjá mér.

SÖKNUÐUR

HLAKKAÐU TIL HRUKKANNA

DER KÖLNER DOM

Page 21: Muninn haust 2005

Kvöldsöngur mófuglanna þagnarog þokan hylur fjallstoppana.Lífið sefur,í vöggu tímans,uns morguninn vekur það.

Föst í ramma.Þessum ramma sem ég sjálf smíðaði utan um líf mittfyrir óralöngu. Viðurinn fúinn, naglarnir ryðgaðir. Hann passar ekki lengur.

INNRÖMMUN

NÓTT

Ljóð eftir Abíbí

ljósmynd: Ari

Page 22: Muninn haust 2005

<<S

ÁM

inn

i kar

la

Þeir

haf

a ha

la, e

n ha

nn e

r ek

ki A

FTA

N á

, nei

han

n er

FRA

MA

N

á, o

g ha

ngir

yfi r

tor

kenn

ilegu

m s

epa

sem

gey

mir

tvæ

r kú

lur.

„“

Árshátíð Menntaskólans á Akureyri var haldin með pompi og prakt þann fyrsta desember. Fjölmenntu þá nem endur, kennarar og annað starfs fólk MA í höllina þar sem skreyt ingar voru í anda Viktoríu tímabilsins. Þar snæddu gestir ljúff engan málsverð á meðan þeir hlýddu á nokkra af frambærilegustu tónlistar-mönnum MA sem sáu um dinner tónlist og skemmtu sér yfi r frábærum atr iðum í

umsjá nem enda. Kór MA söng nokkur lög, LMA sýndi atriði úr Ósýn ilega kett inum, PRÍMA- félagar stigu dans og hljómsv eitirnar Skand ilán, En igma og Hatt lausir Herra menn voru með tónlistaratriði. Hópur nem enda hafði undir búið skaup með skondnum atriðum tengdum og ó tengdum skóla lífi nu sem sýnt var og vakti mikla lukku. Unnur Birna Björnsdóttir og

Júlíus Kristj áns son fl uttu Minni karla og kvenna fyrir hönd fj órðu bekkinga, sem voru í sviðs ljósinu þetta kvöld, fl est íkl ædd hinum ísl enska þjóð búningi líkt og hefð er fyrir að stúdents efni geri á árs hátíð inni. Að sjálfsögðu sungu stúlk-urnar svo Minni karla fyrir karl menn ina, sem launuðu þeim með því að syngja fyrir þær Minni kvenna. For söngvarar voru Steinunn Rögnvalds dóttir og Jón

eftir Unni Birnu Björnsdóttur

Sigurlaug Anna, kennslu konur, náms-meyjar, ræstinga konur, bókasafns-konur, afgreiðslu konur, annarsk onar konur og aðrar gest komandi konur....Og ætli ég verði ekki að ávarpa skóla-meistara og kannske heiðurs gest.

„Í upphafi skapaði Guð manninn, en sá svo að hann hafði gert mikil mistök! Þannig að hann prófaði ohhh.....“ Ertu að grínast?Þessa byrjun á minni karla höfum við öll heyrt svona um fi mm þúsund sinnum sem er reyndar skrítið, því skólinn er auðvitað ekki svo gamall.

En í ár ætla ég ekki að byggja minni karla upp á þessum orðum því þetta gæti ekki verið vit-lausara.

Í upphafi skapaði Guð ekki manninn, heldur ljósið. Síðan skapaði hann himinn og jörð, eftir það kom....Nei nei, allt í lagi... Ef við ferðumst hratt í gegn-um sköpunarsöguna og komum að því er hann skapaði manninn, þ.e. manneskjuna, homo sap-iens sapiens, þá teljast öll fóstur kvenkyns fyrstu 6 fósturvikurnar.Mörg fóstur njóta Guðs blessunar og haldast óbreytt um ókomna tíð en því miður nær vondi kallinn tökum á sumum fóstrunum og setur á þau hala og hár.

Að sjálfsögðu geta þessi litlu vondu kalla fyrir-bæri ekkert gert að því þótt þau hafi lítinn krútt-legan Y-litning í stað X-litningsins.En þetta er náttúrulega bara erfðagalli, eins og svo mörg önnur heilkenni. Það vantar einn fj órða af hinu X-inu sem þau ættu að hafa, þess vegna fá þau Y.

Þetta veldur því að varla er hægt að fl okka þau sem homo sapiens sapiens - manninn sem veit að hann veit, heldur ætti að fl okka þau upp á nýtt og láta þau vera undir tegundinni “homo sapiens belivos” – Eða maðurinn sem heldur að hann viti.Enn sem komið er, er þetta aðeins skilgreint sem heilkenni sem orsakast af erfðagalla og heitir á latínu masculinus hornyusextremus almost-animalus empty-brainus en er ýmist kallað karl-syndrome eða tómkenni í daglegu tali.

Útlit karlsyndrome einstaklinga er einkar undar-legt, í raun alveg skelfi legt. Þeir virðast vera af-myndað sambland af manneskjum og skepnum. Þeir hafa hala, en hann er ekki aftan á, nei hann er framan á, og hangir yfi r torkennilegum sepa sem geymir tvær kúlur. Ef einstaklingurinn hefði fæðst heilbrigður, hefði halinn verið aftan á og kúlurnar tvær orðið að því sem karlar þrá mest, brjóstum. En eins og við getum ímyndað okkur hefði aldrei neitt gáfulegt getað komið út úr þessu; upprétt persóna með hala og brjóst, já nei nei nei!

Þegar þessi fyrirbæri eru ung eru þau kölluð

“strákar” og er þá halinn stuttur, hárin snögg og minna raddir þeirra mjög á kvenraddir. En er þau stækka verða þau loðnari og loðnari, risa stórt kýli myndast í hálsinum á þeim, fram-halinn verður lengri og lengri og gefa þau frá sér djúp, óhugnanleg óhljóð. Sum þessara fyrirbæra fá hræðilega stóra vöðva og geta jafnvel drepið ykkur á förnum vegi! Og ég ætla bara að biðja ykkur um að vera varkár, því það er slatti af þess-um fyrirbærum hérna inni.. Þó ekki margir með áberandi vöðva, en fyrirbæri samt.

Auðvitað eru öll fyrirbæri ekki ill eins og vondi karlinn, þó vondi karlinn heiti vondi karlinn af því að hann er vondur karl, og er kall stytt-ing á karlsyndrome. Þannig að það má kannske bara segja að sum fóstrin hafi verið „kölluð“ á 6. fósturviku! En þótt karlsyndrome einstak-lingar hafi takmarkaðar gáfur eru þeir þó ekki alvitlausir. Mörg dýr eru gædd þeim hæfi leika að auðvelt er að þjálfa þau til að gera ýmsa hluti. Eins er farið með karla.

Karl er sendur í skóla eða annarskonar þjálfunar-búðir og þjálfaður í að gera eitthvað eitt ákveðið. Síðan getur fólk fengið sér karl til að vinna fyrir sig gegn borgun. Kallar hafa þróast í gegnum árin, ótrúlegt en satt, og er nú auðveldara að hafa þá í kringum fólk. Konur gátu fengið sér kall til að hafa á heimilinu, látið hann vinna fyrir peningum við það sem hann var þjálfaður til að gera, og látið hann taka til í húsinu. Það sem þær þurftu síðan að gera var að gefa þeim að borða og klappa þeim aðeins á loðinn feldinn og jafn-vel toga smá í halann á þeim. Bara svona svipað og maður gerir við gæludýrin sín.

Karlsyndrome einstaklingar eru afar ýktir. Í gamla daga voru þeir með svakalegar hárkollur, í litríkum búningum, með risastórt og glansandi yfi rivaraskegg – Með öðrum orðum: Alveg eins og trúðar. Þetta hefur lítið breyst, reyndar eru hárkollurnar dottnar úr tísku, búningarnir farnir að breytast og yfi rvaraskeggið farið að styttast, en samt eru þeir alltaf einhvern veginn eins og trúðar.

,,Gelgjur“ eru til dæmis algeng sjón á götum úti. Oftar sér maður þó kvenkyns gelgjur en karlkyns, en þegar maður rekur augun í karlkyns gelgjur þá eru það einhverjir über-mega-ofur-metro-gaurar, sem eiga það til að deyja því þeir eru svo töff með meiri massa en Júpíter, afl itað hár með strípum, kúkabrúnir eftir fi mmfalda brúnku-meðferð, ekki með stingandi strá á líkamanum, í mjaðma-hnébuxum og þröngum ermalausum bol ef þeir eru þá ekki berir að ofan. Síðast en ekki síst eru þeir með þrennskonar rakspíra og fj órar geldollur í hárinu og lykta eins og efna-verksmiðja. Þetta segir okkur það að í karlsyndrome gelgju er mun meira magn af gelgju en nokkru sinni í „venjulegri gelgju“. Magnið jafnast þ.e.a.s. út í konunum en karlarnir fá allt. Eða ekkert.

Og þeir sem fá ekkert af gelgjuskap eru samt líka eins og trúðar, slugsast í drullugum buxum sem ná ekki upp fyrir rass, með luralegt, skítugt hár og hýjung, í víðum illa lyktandi Metallica bolum, götóttum sokkum og skóm sem líta út og lykta eins og úldin skreið. Svona týpur hafa óbeit á öllu sem viðkemur útliti og framkomu eða bara hafa ekki sans fyrir því.

Karlsyndrome einstakl ingar hugsa ekki mi k-ið, enda greindar vísitalan langt fyrir ne ðan meðal tal. En það er þó einn hlutur sem þeir hugsa stöðugt um. Já, og nú vita kannske allir strákarnir hvaða hlutur þetta er. Jú jú, þetta er auðvitað körfugerð. Já... Og með körfugerð meina ég kynlíf, en það er vísindaleg staðreynd að karlar hugsa um kynlíf um 30 sinnum á dag, ef ekki oftar. Sögur segja þó að þeir hugsi um kynlíf á 6 sekúndna fresti, en svo er fólk sem segir það fj arri lagi, það sé á 11 sekúndna fresti. Nú má bara hver og einn fl okka sig í einhvern af þessum hópum, komið svo hérna

30 sinnum á dag hér

6 sekúndurnar hér

og 11 sekúndurnar hérna.Svo getum við farið í leiki.

Réttið upp hönd þið sem hugs uðuð um kyn-ferðis lega leiki. Ó, allir strákarnir! Nema Sig-urður Helgi, að sjálfsögðu! Enda er hann af sjaldg æfri teg und karl manna, sem er því miður að deyja út, en heitir þessi tegund herra maður á ísl ensku.Ég vona innilega að það séu fl eiri karlmenn þess-arar tegundar hér inni - strákar, þið bjóðið mér upp í dans á eftir.

Hef ég þá lokið við að fl ytja minni karla. Minni karla.... mun fl utningur stærri karla hefj ast hérna eftir nokkra stund.

Page 23: Muninn haust 2005

K

Árshátíð Menntaskólans á Akureyri 2005

<

Ingimundar son, og konsert meistari MA, Sigurður Helgi Oddss on sp ilaði undir með slíkum tilþr ifum að nóta fauk af fl ygl inum. Sigríður Ásta Björns dóttir, ritari stj órnar Hugins, var veislu stjóri og ávörpuðu hún og Edda Hermanns-dóttir, Inspectrix Scholae, veislu gesti og þökk uðu nem endum fyrir alla aðstoð, sérst aklega yfi r þjónunum Ragnhildi Ýr Jóhanns dóttur og Antoni Sig urði

Magnús syni sem stóðu vakt ina með-an borð hald fór fram. Heiðurs gestur kvöldsins, Þorv aldur Þorste insson, hélt einn ig ræðu og ráð lagði nem endum að leggja meiri áherslu á að læra að þekkja sjálfa sig þar sem fátt gæti verið mikil-vægara, þótt sjálfs þekking verði líkl ega seint kennd í skóla bókum. Að síð ustu sagði Jón Már Héðinsson skóla meist ari nokkur orð og þakkaði nem endum fyrir vel heppnaða hátíð.

Þar með var formlegri dagskrá stórglæsilegrar árshátíðar lokið og við tók dansleikur þar sem Milljónamæringarnir, Bogomil Font og Páll Óskar trylltu lýðinn og gömlu dansarnir dundu á efri hæðinni við undirleik Þuríðar formanns og Hásetanna.

Móri

Min

ni kven

na

Það er ekki til neitt verra en kona, nema kanski ólétt

kona... En ætli þæ

r séu ekki ágætar þarna inni á m

illi?„

eftir Júlíus Kristjánsson

Komið þið sælir ágætu herrar hér saman komnir í kvöld. Áður en ég byrja þessa ræðu vil ég benda á þann ógurlega fj ölda kvendýra sem ein -hverjir óprúttnir hrekkja lómar hafa dregið með sér inn á þessa ann ars ágætu árshátíð. Þetta er bara ekkert fyndið. Hver veit hverju svona kvenkvikindi geta tekið uppá! Með svona brjfhóst ... Og hver veit hvað fl eira?

En byrjum þá hina eiginlegu ræðu. Hún á að snúast um konur, tjah, eða benda á þá augljósu staðreynd að KONUR ERU EKKI MENN! Ég ætla að byrja á því að tala um tilurð orðs ins konur. Orðið „ko-“ er greinir úr fi nnsku en „-nur“er þýska og þýðir bara. Þannig að kona, þýðir í raun er bara og bera þær það nafn með rentu. Þær eru bara. Eða réttara sagt voru bara. Þær höfðu nákvæm-lega ekkert að gera fyrr en við, æðri verurnar mennirnir, fundum eitthvað handa þeim til dundurs og skemmtunar - Eins og að þvo og elda. Ekki það að þær séu eitthvað góðar í því, en þær eru nú einu sinni bara konur.

Það er konum klárlega til mikils óhapps að þær geti tjáð sig. Til dæmis taka þær sér frí frá vinnu vegna þeirrar fötlunar sinnar að vera konur, og kalla það kvenna-frídag. Svo fara þær niður í bæ á þessum frídegi sínum og mumla þar eitthvað óskiljanlegt í míkrófón, öllum til óþurftar og leiðinda. Þær ætluðust víst til þess að fá hærra kaup. En ég spyr: Hvernig er hægt að veita einhv erjum kauphækkun þegar hann getur ekki einu sinni pissað stand andi?

Konur hafa sennilega orsakað allt það versta í sögu mannskyns... Eða nei. Þær hafa hre inlega aldrei komið við sögu! Þær hafa bara ekkert þróast frá því í fornöld.Já, talandi um forn öld. Það er ein föld ást-æða fyrir því að frummenn slógu konur í rot með kylfum og drógu þær inn í hellana sína á hárinu. Þær eiga það nefnilega til að tuða, suða, væla, skæla, nuða, nudda, kvarta, kv eina og nöldra, eða vera bara með ein hverjar að-fi nnslur af öllu tagi. Og auðvitað hafa þær alltaf rétt fyrir sér! Það er bara vegna ein-hv erjar linku í karlmönnum nútímans sem þetta hefur lognast út af. Nú á dögum er

önnur aðferð... Það er að fara í Sjallann. Það þarf ekki annað en að bjóða þessum heila-lausu greyjum upp á hálf-áfengan gosbjór og þær steinliggja!

Það virðist einnig færast í aukana að fullfrískir karlmenn reyni eftir fremsta megni að verða að konu. Þeir nota dagkrem og næturkrem, eru með strípur og eyða meira en 30 sekúndum í að gera sig klára í skól ann á morg nana. ÞETTA ER TIL SK AMMAR! Þessir menn eru lið hlaupar og ættu að vera skotnir í bakið á meðan þeir hlaupa eins og vængbrotnir kjúklingar í burtu!

Hér er eitt heil ræði að lokum:Það er ekki til neitt verra en kona, nema kanski ólétt kona... En ætli þær séu ekki ágætar þarna inni á milli?

Við skulum allavegana gera það þeim til geðs að syngja þennan fallega óð til þeirra, svo að kærustur og konur ykkar verði ekki fúlar við ykkur strákana fyrir að hlæja að sér!

Page 24: Muninn haust 2005

ljósmynd: Ari

Page 25: Muninn haust 2005

2 fyrir 1 í Nýja bíó á miðvikudögum fyrir Huginsfélaga

Page 26: Muninn haust 2005

Stiðarva

ukur................

Page 27: Muninn haust 2005

Stiðarvaukur var haldinn með glæsibrag

þann 16. nóvember síðastliðinn. Fyrir þá sem ekki vita er það árleg

órafmögnuð hljómsveitakeppni í MA. Þátt-taka var mjög góð og hljómsveitirnar jafn ólíkar og þær voru margar. Reglurnar eru fáar og einfaldar. Að minnsta kosti helming-ur hljómsveitarmeðlima verður að vera í MA og hver hljómsveit má taka þrjú lög í mesta lagi. Mæting var sem fyrr mjög góð enda um að ræða stórskemmtilegan viðburð í félagslífi skólans. Hér á eftir er stutt um fj öllun um allar þær hljóm sveitir sem hlutu verðlaun. Dómarar keppn innar voru þau Styrmir Reynis son, Unn-ur Birna Björns dóttir og Jón Gísli Egils son, öll nemendur á fj órða ári í MA.Hljómsveitin Monster Shit, skipuð þeim Andra Ívarssyni og Alberti Sigurðarsyni í 2.V með kassabassa og gí-tar, var valin bjartasta von kvöldsins. Fr ammi s t aða

þeirra var mjög góð og hljómurinn þéttur. Þeir tóku þrjú lög, þar af eitt frumsamið. Lagið Road Trippin’ með Red Hot Chilli Peppers hljómaði mjög vel í fl utningi þeirra og líka lagið New York State of Mind eftir Billy Joel. Frumsamda lagið þeirra heppnaðist mjög vel.

Textinn fj allaði um vin félaganna, Pálma, og er greinilegt að þeir hafa húmorinn á réttum stað.Frumlegasta hljómsveit kvöldsins bar titil sinn

sannlega vel, Haw-

aii sveitin WaiiWaii. Þeir tóku Ukulele-syrpu þar sem mátti m.a. heyra lög

á borð við New Born með Muse, Smoke on the Water, Ryksugan á fullu og lag með Mar-ilyn Manson. Sérlega áhugaverð sveit þarna á ferðinni.Trommuleikari kvöldsins var Hallgrímur Ingi Vignisson (VMA) í hljómsveitinni Crystal Mountain. Þeir tóku lögin And the World Returned eftir hljómveitina At the Gates og

In My Time of Need og Ending Credits eftir Opeth. Mjög þéttur og góður undirleikur og heyrst hefur að hristuleikari hljómsveitarinnar hafi farið á kostum.

Ein hljómsveit hreppti öll verðlaunin sem eftir voru; besti söngvarinn, besti gítarleikarinn og besta hljómsveitin. Sveitina skipuðu þeir Ottó Elíasson, Eyþór Ingi Gunnarsson (VMA) og Baldur Hjörleifsson sem var valinn besti gítar-leikarinn. Árni Jónsson trommaði með þeim

félögum í fyrsta laginu. Sveitin hét því sérstaka nafni „Tjah, hvað skal segja?” Allir spiluðu þeir á gítar og Eyþór söng. Þeir byrjuðu á laginu Paranoid Andr oid með Radiohead og má segja að eftir fyrstu sekúndur-nar af því lagi hafi þeir eignað sér verðlaunin. Spilamennskan var óaðfi nnanleg og söngurinn

guðdómlegur. Næst tóku þeir Lover, You Should’ve Come Over með meistara Jeff Buckley og ekki var laust við smá gæsahúð í salnum. Þriðja og síðasta lagið var Child in Time með Deep Purple.Stiðarvaukur var hin besta skemmtun og Akureyri á bersýnilega marga upprennandi snillinga sem verður gaman að heyra í þegar fram líða stundir.

Móri

Stiðarva

ukur................

þeirra var mjög góð og hljómurinn þéttur. Þeir Ein hljómsveit hreppti öll verðlaunin sem eftir

von kvöldsins. Fr ammi s t aða

aii sveitin WaiiWaii. Þeir tóku Ukulele-syrpu þar sem mátti m.a. heyra lög

á borð við New Born með Muse, Smoke on the Water, Ryksugan á fullu og lag með Mar-ilyn Manson. Sérlega áhugaverð sveit þarna á ferðinni.Trommuleikari kvöldsins var Hallgrímur Ingi Vignisson (VMA) í hljómsveitinni Crystal Mountain. Þeir tóku lögin And the World Returned eftir hljómveitina At the Gates og

In My Time of Need og Ending Credits eftir Opeth. Mjög þéttur og góður undirleikur og heyrst hefur að hristuleikari hljómsveitarinnar hafi farið á kostum.

von kvöldsins.

SStiðarvaukur var SStiðarvaukur var haldinn með glæsibrag Shaldinn með glæsibrag

þann 16. nóvember síðastliðinn. Sþann 16. nóvember síðastliðinn. Fyrir þá sem ekki vita er það árleg SFyrir þá sem ekki vita er það árleg S

Page 28: Muninn haust 2005

DO’S & DONT’S

Skíðadama: 80´s hefur lengi verið smánarblettur á tískuiðnaðinum en nú er öldin önnur. Skærrauður skíðagalli, frísklegar varir og þrýstinn líkami. Ef þú átt þér draum skaltu láta hann rætast.

Fiðlugaur: Það er ekkert samasem-merki á milli klassíkur og hallæris. Nú er tími klassíkunnar, flottur líkami og fagurlega smíðuð fiðla er málið. Rokkið er búið, klassíkin tekin við.

Sprey: Gullni lykilinn að hamingjusömu lífi er hársprey. Athugið: Aldrei, þá meinum við aldrei, er of mikið af spreyi.

Reykingar: Ójá! Það er ógeðslega töff að reykja. Sígó, sutlardropi og norðan nepja, vettvangur fyrir hressar samræður. Mælum með ræktun líkama og sálar í Lystigarðinum.

Sudoku: Vissir aðilar vilja meina að þetta sé flott... (Dagný). Höfundar vilja benda á vefinn www.websudoku.com. Hresst!

Rúnturinn: Eílíft.

Amma Dísa: Þessi kona er með svo stórt hjarta að það er að sprengja utan af sér brjóstkassann. Ef einhver fer til himna þá eru það hún og Dalai Lama. Þannig viljum við öll vera. (Svo er hún með svakalega flott hár).

Page 29: Muninn haust 2005

DO’S & DONT’S

G-strengur: Fyrir fjórum árum fékk hver strákur standpínu af berum rössum í kvosinni. Fyrir tveimur árum var einstaka karlmaður sem hreifst. Í dag er þetta to-tally over. Íslensk veðrátta og bert hold eiga ekki samleið. Upp með buxurnar!

Lopapeysa: Þjólegt er fínt, en alla malla! Allt er gott í hófi! Þegar landinn er farinn að líta út eins og hópur af japönskum ferða-mönnum í Lystigarðinum þá segjum við STOPP!

Dagný Jóhanna 4.FOlga Sigþórsdóttir 4.T

Amour: Helgi á Amour: Brotið nef, samsviti 150 einstaklinga, þrefalt framhjáhald og 90% líkur á að brenna inni. Off!

Íþróttir: Jakk! Ef þú ætlar að vera in og reykja í Lystigarðinum þá eru íþróttir ekki málið. Lífið snýst um einn hlut umfram aðra, að ná sér í maka... Þú gerir það ekki svona.

Húsmóðir: Ertu hlekkjuð við eldavélina? Slíttu þig þá lausa elskan og fáðu þér sígó í Lystigarðinum.

Spúútniktýpan: Er þetta ekki svolítið þreytt?

Page 30: Muninn haust 2005

...prófaðu allar!

::NÝPR

ENT ehf::

ks fjorar 137x108 26/4/05 13:09 Page 1

Page 31: Muninn haust 2005

Völva, véfrétt, framtíðarsjáeinda eða bara bölvað rugl; kallaðu þetta það sem þú vilt! Við getum að minnsta kosti verið sammála um að þetta eru nokkrar mislíklegar spár fyrir næsta ár.

-Gefið verður út enn eitt bindi í Sögu Menntaskólans á Akureyri. Þar verður talað um að skólinn sé forn og framsækinn í senn, en einhverra hluta vegna gleymist að nefna líflát busunarinnar, sem enn fer fram, gegn vilja meirihlutans.

-Örvænting verður í vor þegar finna þarf nýjan konsertmeistara.

-Skólafélagið fer að kalla sig Huginn Group.

- X-arar stofna Leoncie Offical Fanclub!

-Sigurður Helgi gefur út tekknó, metal, rokk, blús, jass, country, klassíska, þjóðlega og remix útgáfur af Litlu flugunni.

-Stærðfræðiáfanga verður bætt við á félagsfræði- og málabraut. Í honum verður kennd bókin Fleiri æsispennandi formúlur sem þú munt aldrei nota.

-Nokkrir kennarar úr MA verða í annari seríu af Ástarfleyinu.

-Dregið verður úr fjármagni til MA þegar bærinn kemst að því að föndrið á göngunum er ekki gert af neinni fatlaðradeild.

-Jón Már skýrir frá því af hverju honum er illa við busunina í viðtali við Hér og Nú. Fyrirsögnin verður Ég fæ enn martraðir.

-Það verður áfram óþægilegt að sitja í Kvosinni.

- Einu forljótu listaverki til viðbótar verður skellt á lóð MA.

- Í ljós kemur að ástæða hins skrítna í Lost eru geimpöddur.

-Harry Potter verður rekinn úr Hogwarts fyrir að byrla fólki Rohypnol á árshátíðinni.

-Framhliðin dettur af Gamla skóla á afmælinu í vor þegar Jón Már bankar á vegginn til að sýna fram á gæði byggingarinnar.

-Hið stórskemmtilega verk Rígurinn kemur út í „1 Year and 1 Week Anniversary Edition“ og vikulega eftir það! -Arnaldur Indriðason sýnir á sér nýja hlið með bókinni Brýrnar í Árnessýslu, ekta íslensk ástarsaga um þunglyndan offitusjúkling sem fellur fyrir geðhvarfasjúkum alkahólista.

-LMA sýnir leikgerð af O.C. þáttunum í samstarfi við svonefnt félag.

Ólíklegir hlutir sem gætu gerst (aldrei segja aldrei):

....DV verður gert að aðalkennsluefni í íslensku í öllum bekkjum....Sjallinn verður einn aðalbakhjarla Hugins....Pearl Harbor verður kosin besta mynd allra tíma....Ísland verður heimsveldi....Vikudagur verður gefinn út í milljónum eintaka....Hannes Hólmsteinn verður kosinn Hr. Ísland....Silvía Nótt verður ráðin í stöðu íslenskukennara við MA....Eftir snúning Anne Rice til hins góða mun Ómega snúa sér að framleiðslu vampíru kvikm yn da og allra handa illsku.…Alþjóðadagur Íþróttaálfsins verður haldinn hátíðlegur í MA.....Aksjón gerist áskriftarstöð. Allir kaupa áskr ift......HOMMA sér um hámenningarlega viðburði á borð við tónleika með Írafári og sýningu á kvikmyndinni Spice World.....Dönskukennararnir syngja De Smukke Unge Mennesker með Love Gúrú. Sumar smellur inn á FM.....The Shining verður endurgerð í Gamla skóla.....Gunnar í Krossinum verður umburðarlyndur.....Allt í Biblíunni reynist satt.....Jörðin verður flöt.....Allir ná STÆ 103.....Kofinn í skóginum verður rifinn. Jólasveinninn flytur í penthouse íbúð og hérinn kærir sig ekki lengur um inngöngu.....Orðið „fokkíng“ verður mikið notað á RÚV.....Allir verða vinir

Page 32: Muninn haust 2005

Steinunn Rögvalds kaupir jólakjötið frá

„Hvað annað?“

Page 33: Muninn haust 2005

D agbók Randers fara

Þ

M

FF

LÞriðjudagurinn 8. nóvemberAðfaranótt þriðjudags hófst sex daga svaðilför annars bekkjar máladeildar til Randers í Danmörku. Tilfi nningar hópsins einkenndust af spennu, kvíða og taumlausri gleði. Þó svo að rútuferðinni hafi seinkað um hálftíma þá gekk hún snurðulaust fyrir sig svo og fl ugferðin. Eftir stutta dvöl í höfuðborginni, þar sem svo óskiljanleg danska var töluð að svör Dana voru á ensku, settust fremur þreyttir krakkar í lest áleiðis til Randers. Þar tóku nemendur Randers Statsskole við hópnum opnum örmum og við tók kvöld óþægilegra augnablika og skrautlegrar dönsku með gestgjafafj ölskyldunum.

Miðvikudagurinn 9. nóvemberUm morguninn mættu Íslendingar misþreyttir í skólann. Öllum ungmennunum var skipt í fj óra hópa: Dans, tónlist, tungumál og samvinnu. Þar af stóð tungumálahornið uppúr sökum þess að við lærðum ýmsa nýja, skemmtilega, danska frasa, t.d. „bund eller bøsse” og „træls”. Eftir hópavinnu tók við söguganga um miðbæ Randers og að göngu lokinni tók varaborgarstjórinn á móti okkur í eigin persónu með gosi og núgatgotteríi. Þá lá leið okkar í Randers Regnskov þar við sáum ýmis afbrigði af dýrum. Þar á meðal óhuggulegar leðurblökur sem hrelldu stelpugreyin, heimsins minnsta apa og sækýr á stærð við átján heybagga. Eftir vel heppnaða skoðunarferð fóru Íslendingarnir heim með sínum Dönum þar sem þeir fundu sér eitthvað til dundurs.

Fimmtudagurinn 10. nóvemberSnemma um morguninn mættum við í skólann og byrjuðum á verkefnavinnunni því þetta var ekki einungis skemmtun heldur erfi ði sem kostaði blóð, svita og tár. Eftir skóla fóru bæði stelpur og strákar með lest til Århus, versluðu eins og þau ættu lífi ð að leysa og þegar rökkva tók borðaði fólk ýmist á veitingastöðum eða heima.Um kvöldið fóru mörg ungmenni á Von Hatten sem var einhverskonar neðanjarðarkaffi hús með lifandi tónlist. Þar þreyttust augu við að hlusta á hugljúfa tóna Angu, hinnar grænlensk/dönsku útgáfu af Damien Rice.

Föstudagurinn 11. nóvemberDagurinn hófst á frekar langdreginni verkefnavinnu sem lauk um kaffi leyti. Ýmislegt var brasað eftir það, t.d. fengu sumir sér kaffi dreitil á Von Hatten og nokkrir rápuðu um furðulegar verslanir Randers. Eftir kvöldverð með gestgjafafj ölskyldum var haldið í svokölluð (tryllt) fyrirteiti. Á leiðinni var gert stutt stopp á bóndabæ rétt fyrir utan Randers. Tveir ónefndir aðilar af íslenskum ættum tóku sig til, veltu 18 kúm og stálu í þokkabót 5 eggjum af illskeyttum hænum. 5 eggjum ríkari var skundað í bæinn. Leiðin lá í klúbbinn Crazy Daisy þar sem fólk hentist hvert utan í annað í taumlausum dansi sökum margmennis. Íslendingum

varð litið upp á sviðið og brá heldur betur í brún því þar

blöstu við fáklæddir kvenmenn sem

dönsuðu villtan, vafasaman dans. Þegar líða tók á kvöldið fór fólk að tínast heim, sumir seinna en aðrir.

Laugardagurinn 12. nóvemberFólk mætti illa sofi ð í skólann klukkan 9:00. Þar beið okkar tveggja hæða glæsibifreið (rúta) sem fl utti okkar á áfangastað, Århus. Vettvangsferðin í “Den Gamle By” leið eins og kapphlaup við skjaldböku. Næst var förinni heitið til hjarta Århus þar sem stelpurnar léku lausum hala í búðum meðan dönsku drengirnir biðu fyrir utan og kepptust um hver væri mest og best gelaður. Þar á eftir gengum við á einn af hæstu tindum Danmerkur, Mols Bjerge. Eftir góða líkamsrækt var boðið upp á súkkulaðikökur og gos, eina ferðina enn. Um kvöldið héldu Danirnir veislu í samkunduhúsi og buðu upp á heldur afbrigðilegar fl atbökur. Áleggin voru af furðulegum toga, t.d. ormaskinka, ferskt salat og kebab. Nokkuð slæm FM tónlist, berir danskir drengir og nánir dansar fram á rauða nótt.

Sunnudagurinn 13. nóvemberGestgjafafj ölskyldur og nemendur komu saman í matsalnum í skólanum og borðuðu saman af þjóðlegu hlaðborði. Eftir vel heppnaða samkomu kvöddust allir með viktum á lestarstöðinni í Randers, tár á hvarmi hvers Íslendings. Leiðin lá til Köben þar sem við gistum á stórbrotnu farfuglaheimili. Um kvöldið hlupum við um stíga Tívolísins og nýttum þennan knappa tíma eins og sannir skátar. Fólk tvístraðist síðan á matsölustaði í Köben og þar lentu menn í misskemmtilegum ævintýrum svo sem kampavínssplæsingum og hremmingum útigangsfólks. Fólk var komið undir sæng á kristilegum tíma.

Mánudagurinn 14. nóvember

Löng heimferð.

Arnrún Lea, Erla og Heiða Björg

Page 34: Muninn haust 2005

Guðlaug Linda Harðardóttir, 3. F

-Hver fi nnst þér fl ottastur, Spiderman, Batman eða Superman?Pottþétt Batman af því hann er svo dularfullur í fl ottum búning.

-Trúir þú á drauga?Já, ég held að það hljóti að vera eitt hvað annað til en við.

-Hvar situr þú oftast í Kvosinni?Þar sem svölu krakkar nir sitja!

-Áttu i-Pod?Já, and I can´t live without it!

-Ef þú fengir 1 klst. með einhverjum frægum, hvern myndir þú velja og af hverju?Kurt Cobain, það væri gaman að fá að tala við hann (þar að segja ef hann væri enn á lífi ) og að mínu mati er hann einn af fallegustu mönnum sem uppi hafa verið.

Page 35: Muninn haust 2005

HHljómsveitin Joy Division var stofnuð árið 1977. Meðlimir hennar voru söngvarinn Ian Curtis, gítarleikarinn Bernard Sumner, bassaleikarinn Peter Hook og trymbillinn Tony Tabac. Í fyrstu voru trommuleikaraskipti tíð, en eftir að Stephen Morris settist í trymbilsstólinn fór stíll sveitarinnar að fullmótast, en hann einkennist ekki síst af vélrænum trommum. Drunga-legir textar og melódískar bassalínur eru einnig sérkennandi fyrir tónlist Joy Division. Ef flokka ætti stíl sveitarinnar undir einhverja tónlistarstefnu þá væri helst hægt að kalla hana síðræfl, betur þekkt sem post punk. Árið 1978 gekk nær tíðindalaust fyrir sig, helst ber að nefna að Rob Gretton gerðist umboðsmaður sveitarinnar. Það var ekki fyrr en 1979 að Joy Division fór að vekja almenna athygli. Ian Curtis birtist á forsíðu New Musical Express og sveitin kom fram í útvarpsþætti hins virta John Peel. Fyrsta plata sveitarinnar kom út þá um vorið.

Hún hét Unknown Pleasures. Platan var pródúseruð af Martin Hannet og gefin út af Factory Records. Martin Hannet mætti næstum því líta á sem fimmta meðlim sveitarinnar þar sem hann gaf plötum hennar hið dimma yfirbragð sem þær eru þekktar fyrir. Factory Records réðu lögum of lofum á Manchestersenu þess tíma, sem var mjög öflug. Árið 1980 gaf sveitin frá sér seinni plötu sína sem bar nafnið Closer. Hún var sömuleiðis pródúseruð af Martin Hannet og gefin út af Factory Records. Á sama tíma gáfu þeir út smáskífu með hinum þekkta slagara Love Will Tear Us Apart. Morguninn 18. maí, rétt fyrir áætlaða hljómsveitar-ferð þeirra til Bandaríkjanna, fannst Ian Curtis látinn á heimili sínu. Hann hafði hengt sig kvöldið áður. Eftirlifandi hljómsveitarmeðlimir ákváðu að leggja Joy Division niður. Síðar stofnuðu þeir hljómsveitina New Order sem lifir skítsæmilegu lífi enn í dag.

Joy Division, 2. ágúst 1979,(frá vinstri) Stephen Morris, Ian Curtis, Bernard Sumner og Peter Hook.

JOY DIVISION

Sviðsframkoma Ian Curtis þótti mjög sérstök

eftir Egil Loga Jónasson

Áhugasömum vil ég benda á:… plötuna Permanent (einhverskonar Greatest Hits of Joy Division)… kvikmyndina 24 Hour Party People (sem fjallar um Manchestersenuna) … bókina Touching From a Distance (ævisaga Ian Curits sem er skrifuð af ekkju hans, Deborah Curtis)

Page 36: Muninn haust 2005

Fyrir önnum kafi ð skólafólk

Alhliða vítamín með steinefnum og spirulínu

Sandra Guðjónsdóttir, 1.H

-Hvernig er pennaveskið þitt á litinn?Það er bara brúnt, svo er búið að krota mikið á það.

-Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú?Köttur, þeir eru svo mikil kelidýr.

-Í hvernig skóm ertu núna?Stígvélum sem ná upp á kálfa með loðkraga efst.

-Hvenær fi nnst þér að það ætti að byrja að skreyta fyrir jólin?Eftir fyrsta í aðventu, annað er alltof snemmt.

-Hver er uppáhalds auglýsingin þín?Lottó auglýsingarnar með Jóni Gnarr eru fyndnar og náms-manna auglýsingarnar með Þorsteini Guðmundssyni eru líka í uppáhaldi.

Ert þú með gleraugu frá geisla?Öðruvísi gleraugu?

Skólaafsláttur fyrir alla skólakrakka í Geisla.Persónuleg og góð þjónusta.Verið velkomin.Anna, Árni, Ásta, Auður, Ester og Þórunn.

Page 37: Muninn haust 2005

ÁRSTÍÐ

Teikningar: Kata

Þurrkar stírurnar úr augunum,teygir úr sér og vekur trén með háum geispa.Handleikur loppnar greinarnar og lagfærir hreiður annars hugar.Býður sólinni góðan dag,gróðursetur köngul,leggst fyrir í skógarlundi,raddar með læknum óð til fjallanna, sem móka með tærnar í hafinu.Fer í kapp við nýkastað folaldog í feluleik við átta fiska.Gengur svo þögul eftir þröngum skógarstíg,stansar við hvert blóm og kyssir það góða nótt.Andvarinn strýkur henni um vangannog svart hárið bærist í ljúfri golunni.Lítur glettin upp er trén kasta af sér kápunni.Dansar við visin laufblöðin,lyftir höndunum og snýr sér í hringi.Kallast hlæjandi á við storminn,sem leiðir hana að frosinni tjörnog faðmar hana að sér í síðasta sinnáður en hann sleppir lokkum hennar.Hún fer í störukeppni við sjálfa sigþar til andlitið er horfið sjónum hennar.Veltir sér á bakiðog segir stjörnunum skrýtlur,þar til máninn kveður sér hljóðs.Þau hlusta hugfangin á sögurnar hans.Að lokum lognast hún þó út af,máninn brosir föðurlega,breiðir fannhvíta sængina yfir hanaog skilur eftir kaldan fingurkoss á enni hennar.

Sezzý

Er myrkrið mig umkringir, ógnandi og kalt,leitar mitt hjarta að birtunar bjarma.Ljósi, sem vasklega heimtir heim alltsem áður var fallið í myrkursins arma.Kerti ég kaupi þá, ljósperu og lampaöllu til tjalda og sigrað þá fæ.Með lífsseigum neista, já örlitlum glampaburtu ég hrakið get svartnætti úr bæ.

En ljósperan springur og lamparnir bilaog logi hvers kertis á endanum deyr.Eilífri birtu þeim tekst ekki að skilasvo varnirnar falla, ég sé ekki meir.En samtímis þá fæ ég séð hvernig skuggumég sloppið get frá er þeir ásækja mig.Ég þarf ekki annað en draga frá gluggumog tendra mitt lífsljós við minningu um þig.

Steinunn Rögnvalds

LJÓSGJAFINN

Page 38: Muninn haust 2005
Page 39: Muninn haust 2005

Gleráreyrum 2, 600 Akureyri S. 461 [email protected] http://plastidjan.hlutverk.is

Kristinn Jónsson, ökukennari, sími 892 9166

Page 40: Muninn haust 2005

Bakkahlíð 2Símar: 893 5918 og 462 [email protected]

Styrkir sigurför Gettu betur liðsins

Page 41: Muninn haust 2005

Dalsbraut 1

Opnunartími07:00 - 18:00 alla virka daga07:00 - 16:00 um helgar

Page 42: Muninn haust 2005

ÍSLE

NSK

A A

UG

LÝSI

NG

AST

OFA

N/S

IA.I

S LB

I 25

922

10/

2004

Njótið aðventunnarNjótið aðventunnar

410 4000 | landsbanki.is

Page 43: Muninn haust 2005

ÍSLE

NSK

A A

UG

LÝSI

NG

AST

OFA

N/S

IA.I

S LB

I 25

922

10/

2004

Njótið aðventunnarNjótið aðventunnar

410 4000 | landsbanki.is

Page 44: Muninn haust 2005
Page 45: Muninn haust 2005
Page 46: Muninn haust 2005

Men

nts

kælin

gar

ver

zla

í Sú

per

!

Íþró

ttak

app

inn

vei

t hva

r b

arn

aolíu

na

er a

ð fin

na

Rokk

arin

n ra

tar a

lltaf

b

ein

t í v

ínsý

run

a

Sokk

abu

xur e

ru ó

mis

san

di

fyri

r alv

öru

prí

mad

on

nu

„Frí

skam

ín, l

ol !

Rau

ðso

kkan

fer í

linn

til

að b

erja

kar

lmen

n

Dalsbraut 1. - 600 Akureyri - Ísland

Sími (tel): (354)462-1909Fax: (354)462-1287

e-mail: [email protected]

Page 47: Muninn haust 2005

Men

nts

kælin

gar

ver

zla

í Sú

per

!

Íþró

ttak

app

inn

vei

t hva

r b

arn

aolíu

na

er a

ð fin

na

Rokk

arin

n ra

tar a

lltaf

b

ein

t í v

ínsý

run

a

Sokk

abu

xur e

ru ó

mis

san

di

fyri

r alv

öru

prí

mad

on

nu

„Frí

skam

ín, l

ol !

Rau

ðso

kkan

fer í

linn

til

að b

erja

kar

lmen

n

Page 48: Muninn haust 2005