Farskolinn - Haust 2011

12

Click here to load reader

description

Namsvisir Farskola Norðurlands Vestra 2011

Transcript of Farskolinn - Haust 2011

Page 1: Farskolinn - Haust 2011

FARSKÓLINN MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA www. farskolinn.isHAU

ST

2011

eitthvað fyrir alla...líka þig!

Page 2: Farskolinn - Haust 2011

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

2

Við erum klár í bátana ...hvað með þig!

Námsvísir Farskólansfyrir haustið 2011

Útgefandi: Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Samantekt efnis og myndir: Starfsfólk FarskólansHönnun & prentun: Nýprent ehf.

Námsvísir Farskólans – miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra kemur nú inn á öll heimili og fyrirtæki á Norðurlandi vestra. Á vorönn 2011 voru haldin 26 námskeið í Farskólanum. Námsmenn voru 243; 152 konur og 91 karl. Kenndar nemendastundir á vorönn voru rúmlega 17 þúsund, sem er nýtt met hjá Farskólanum.

Í þessum Námsvísi finnur þú upplýsingar um hefðbundin námskeið í bóklegum greinum eins og Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum en það námskeið er tilvalið fyrir þá sem hafa byrjað í framhaldsskóla en hætt og vilja nú taka þráðinn upp aftur. Síðastliðið skólaár hélt Farskólinn þrjú slík námskeið og ekki er annað að heyra en fólk sé ánægt með námskeiðin. Þú finnur upplýsingar um starfstengd námskeið sem ætluð eru ákveðnum hópum eins og til dæmis starfsfólki heilbrigðisstofnana á svæðinu. Þú finnur einnig tómstunda- og matreiðslunámskeið. Sem dæmi um slík námskeið má nefna: textílblómagerð, prjónanámskeið, japanskt bókband, húsgagnaviðgerðir, súpugerð og ostagerðarnámskeið.

Fræðsluverkefnið Eflum Byggð heldur áfram í Húnaþingi vestra. Þar voru 37 námsmenn skráðir til leiks síðastliðið vor.

Eflum Byggð byggir á reynslu fyrri verkefna á Blönduósi, Skagaströnd og Hofsósi. Eflum Byggð hefur vakið athygli annarra fræðsluaðila og verður meðal annars til umfjöllunar á ráðstefnu í Lundi í Svíþjóð nú í september ásamt fleirum íslenskum fræðsluverkefnum.

Farskólinn býður áfram upp á náms- og starfsráðgjöf. Markviss

ráðgjöf innan fyrirtækja og stofnana og lesblindugreiningar. Náms- og starfsráðgjöfin og lesblindugreiningarnar kosta ekkert fyrir þá sem nýta sér þjónstuna og er í boði um allt Norðurland vestra fyrir fullorðið fólk.

Langflest námskeið Farskólans eru í boði um allt Norðurland vestra. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig, annað hvort í gegnum heimasíðu Farskólans www.farskolinn.is eða með því að hringja í síma 455 – 6010.

„Þeir fiska sem róa“, segir gamall íslenskur málsháttur. Í Farskólanum eru bátarnir klárir og áhöfnin líka. Með útgáfu þessa Námsvísis er starfið formlega hafið skólaárið 2011 – 2012. Komdu með okkur í skemmtilega ferð í vetur.

Fyrir hönd starfsfólks Farskólans.Bryndís Þráinsdóttir

2

Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri

[email protected] & 455 6011 / 893 6011

Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri

[email protected] & 455 6014 / 894 6012

Daglegur rekstur Farskólans, þróunarverkefni, samskipti og Markviss ráðgjöf. Greining á fræðsluþörfum innan fyrirtækja, umsjón námskeiða, kennsla o.fl.

Umsjón með námsveri á Faxatorgi, fjarfunda-búnaði og prófum háskólanema. Skipulagning og umsjón námskeiða, kennsla og fleira.

Starfsfólk

Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttirþjónustustjóri

[email protected] & 455 6010

Skráningar á námskeið, símsvörun, almenn skrifstofustörf og umsjón með námskeiðum.

Halldór B. Gunnlaugssonverkefnastjóri

[email protected]& 455 6013

Umsjón með námskeiðum, háskólanámi heim-sóknum í fyrirtæki og stofnanir, kennsla og fl.

HelgaHinriksdóttirverkefnastjóri [email protected] & 864-6014

Verkefnastjórn með Eflum Byggð í Húnaþingi vestra. Umsjón og kennsla á námskeiðum.

Stjórn Farskólans skipa:Ásgerður Pálsdóttir, formaður, Þorkell Þorsteinsson, Herdís Klausen, Skúli Skúlason og Hörður Ríkharðsson.

Eftirtalin sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félög eru stofnaðilar að Farskólanum og eiga sína fulltrúa í fulltrúaráði Farskólans.Húnaþing vestra - Blönduós - Skagaströnd - Húnavatnshreppur -Skagahreppur

Akrahreppur - Sveitarfélagið Skagafjörður - Fjallabyggð - Siglufjörður

Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði - Aldan, stéttarfélag, Skagafirði

Verslunarmannafélag Skagfirðinga - Starfsmannafélag Skagafjarðar

Stéttarfélagið Samstaða, Húnavatnssýslum - Hólaskóli – Háskólinn á Hólum

Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki - Fisk Seafood, Sauðárkróki og Skagaströnd

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Page 3: Farskolinn - Haust 2011

NámsvísirHAUSTIÐ 2011

3

Tómstundir Nánari lýsingar á www.farskolinn.isSápugerð

Leiðbeinandi: Ólafur Árni Halldórsson

LÝSING: Á námskeiðinu er farið yfir það hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum til sápugerðar í föstu formi. Algeng aðferð verður kennd en fleiri nefndar. Farið er yfir nokkrar glærur og að því loknu er sýnikennsla þar sem við búum til sápu saman. Allir eiga að geta búið til sápu eftir eigin uppskriftum að loknu námskeiðinu. Nemendur fá sápuna sem þeir gera með heim.HVAR: 15. sept. Sauðárkrókur. 16. sept. Blönduós/Skagaströnd. 17. sept. Hvammstangi.TIL ATHuGuNAR: Allt hráefni og kennslugögn innifalin

Kr. 9.900.- 4.5 kest.

Skagafjörðurer spennandi valkostur!

Nálægð við náttúru, góðir skólar á öllum skólastigum, ein ódýrasta hitaveita á landinu,

fjölbreytt þjónusta, öflugt íþróttalíf, mikil veðursæld og kröftugt menningarlíf er meðal

þess sem gerir Skagafjörð að fýsilegumbúsetukosti, ekki síst fyrir fjölskyldufólk.

Íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði eru um 4200, þar af um 2600 á Sauðárkróki.

Sauðárkrókur er einn öflugasti byggðakjarni landsbyggðarinnar þar sem saman fer öflug

útgerð, úrvinnsla afurða af stóru land-búnaðarsvæði og þjónusta sem jafnast á við

það besta sem býðst á landsbyggðinni.

Það er alltaf pláss fyrir fleira gott fólk

í Skagafirði!

NÝP

REN

T eh

f

Kíktu á www.skagafjordur.is

Textílblómagerð

Leiðbeinandi: : Valbjörg Fjólmundsdóttir

LÝSING: Textilskart er námskeið i gerð rósa úr taui. Efnið er klippt til og jaðrar bræddir við kertaloga. Boðið verður upp á að gera nælur, hálsmen, armbönd og eyrnalokka. Nemendur hafi með sér skæri og kerti. Fjölbreytt úrval af efni verður til sölu á staðnum gegn vægu gjaldi og sömuleiðis leðurreimar og eyrnalokkafestingar.HVeNæR: 8. október Sauðárkrókur kl.10.00-13.008. október Blöndós/Skagaströnd kl.14.30-17.308. október Hvammstanga kl.19.00-22.00

Kr. 4.900- 4,5 kest.

Skrautskrift og skreyting

Leiðbeinandi: Rúna Kristín Sigurðardóttir

LÝSING: Á námskeiðinu verða kennd grunnatriði í skrautskrift, uppsetningu á skrautskrift og skreytingu texta. HVAR: Á Norðurlandi vestraHVeNæR: Á haustönn þegar þátttaka næst.TIL ATHuGuNAR: Kennt um helgi 4 tíma hvorn dag og verða öll gögn innifalin í verði.

Kr. 12.900- 12 kest. 2 skipti

Page 4: Farskolinn - Haust 2011

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

4

Styrkur þinn til náms

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.sveitamennt.is • [email protected]

Sveitamennt styrkir starfsmenntun innan sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinniSjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélagannaSjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggurSjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar

Eflum Byggð í Húnaþingi vestra

Eflum Byggð í Húnaþingi vestra

Fræðsluverkefnið Eflum Byggð í Húnaþingi vestra heldur áfram í haust. Eflum Byggð hefst í byrjun október og stendur yfir í 10 vikur. Námskeið á haustönn verða framhald í tölvufræði (excel, internet o.fl.) og framhald í ensku fyrir byrjendur. Einnig verða tímar hjá náms- og starfsráðgjafa í boði fyrir nemendur Eflum Byggðar svo og aðra íbúa í Húnaþingi vestra. Athugið að námskeið í Eflum Byggð eru nemendum að kostnaðarlausu. Nýir nemendur eru boðnir velkomnir.Á vorönn 2012 er í Eflum Byggð gert ráð fyrir námskeiði í bókhaldi og er æskilegt að nemendur sem ætla á það námskeið kunni nokkuð á excel. Einnig verða námskeið í frumkvöðlafræði og stofnun og rekstri smáfyrirtækja.

Upplýsingar og skráningar hjá Helgu í síma 864 - 6014 eða hjá Farskólanum í síma 455 - 6010.

Page 5: Farskolinn - Haust 2011

NámsvísirHAUSTIÐ 2011

5

Allt nám kallar á skipulagningu...Sigurlaug Sævarsdóttir, sem allra jafna er kölluð Didda, er fædd og uppalin á Húsavík en flutti til Sauðárkróks haustið 2007. Hún er gift Hilmari Þór Ívarssyni, framleiðslustjóra hjá rækjuverksmiðjunni Dögun. Þau eiga fjögur börn á aldrinum 6 til 23 ára. Didda lauk námi í Skrifstofuskólanum hjá Farskólanum á vorönn 2011.

Segðu okkur frá skólagöngu þinni? „Ég lauk grunnskólanámi á Húsavík og fór síðar í nám í Borgarholtsskóla og útskrifaðist þaðan sem stuðningsfulltrúi um jólin 2009.Didda hefur unnið hin ýmsu störf, meðal annars í verslun og í fiski og rækju. Hún vann einnig á skrifstofu Norðurþings og sem skólaliði í grunnskólanum á Húsavík. Hvað kom til að þú fórst í Skrifstofuskólan síðastliðinn vetur? „„Ég fór í Skrifstofuskólann vegna þess að ég vinn hjá Nýprent á Sauðárkróki við skrifstofustörf og fannst alveg tilvalið að fara í hann til að bæta kunnáttu mína í starfi“, segir Didda og bætir

við að hún geti klárlega mælt með Skrifstofuskólanum „þar sem ég lærði heilmikið á þessum tíma og rifjaði upp það sem var í geymslu“. Didda hefur oft hugsað um að fara í háskólanám og lét verða af því nú í haust. „Ég var oft búin að hugsa um að afla mér frekari menntunar en hafði mig aldrei í það að sækja um.

Eftir námið í stuðningsfulltrúanum og Skrifstofuskólanum þá langaði mig til að læra eitthvað meira. Ég fékk svo mikla hvatningu frá Heiðu Reynis, náms- og starfsráðgjafa Farskólans, að ég ákvað að slá til og sækja um í Háskólanum“, segir Didda og bætir við: „Ég valdi að fara í kennaranám þar sem ég var að vinna í skóla á Húsavík og fannst mér þetta starf bæði gefandi og skemmtilegt“.Skólaárið leggst ágætlega í Diddu. „Vissulega er ég stressuð“, segir hún „en hef fulla trú á að þetta verði gaman en veit jafnframt að svona nám tekur á. Allt nám kallar á skipulagningu sem ég verð að tileinka mér þar sem ég ætla að auki að vinna 50% starf með náminu til að byrja með“.Didda þakkar Heiðu Reynis fyrir alla hvatninguna og hjálpina. „Hún hvatti mig óspart, án hennar hefði ég sennilega ekki sótt um“, segir hún. Hún nefnir að aðstaðan í Farskólanum sé góð. „Ég á sennilega eftir að nýta mér þessa aðstöðu mikið næstu árin“, segir Didda að lokum.

Spjall

Þæfing Veðurfar við Skagafjörð og Húnaflóa

Hraðlestur - námskeið

Leiðbeinandi: :Madara Sudare

Leiðbeinandi: :Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur

Leiðbeinandi: :Jón Vigfús Bjarnason

LÝSING: Íslenska ullin hefur haldið hita á okkur Íslendingum frá landnámi og sinnir því hlutverki sínu enn með stökustu prýði. En í höndunum á henni Madöru frá Lettlandi þá verða til undra hlutir sem opna okkur nýjar víddir í notkun á þessu frábæra hráefni. Hálsmen, bangsar, armbönd og smáir og stórir skrautmunir sem eiga lítið skylt við hefðbundna notkun okkar flestra. Sjón er sögu ríkari.HVAR: Á Norðurlandi vestraHVeNæR: Í september eða um leið og þátttaka næstTIL ATHuGuNAR: Sjá nánari námskeiðslýsingu og myndir af verkum hennar á vefsíðu Farskólans.

LÝSING: Farið er í einkenni veðurlags við Skagafjörð og Húnaflóa. Rakið hver eru áhrif fjalla og fjarða á hita, vind, úrkomu og snjóalög. Skoðað hversu ríkur þáttur sjórinn og sjávarhitinn hefur á veðurfar og hvaða afleiðingar hlýnandi veður hefur fyrir Norðurland. Einnig fjallað um hvaða gagn má hafa af veðurspám og hvernig þekking fólks á staðbundnu veðri getur aukið gagnsemi þeirra.HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVeNæR: Í október eða um leið og næg þátttaka næst.TIL ATHuGuNAR: Á námskeiðinu á Sauðárkróki er veðurfar við Skagafjörð viðfangsefnið o.s.frv.

LÝSING: Á helgarnámskeiði fer kennari yfir grunntækni í lestrarhraða. Af hverju lesum við almennt svona hægt og hvernig hægt er að rúmlega tvöfalda lestrarhraða án þess að skilningur detti niður. Kenndar verða leiðir til að finna aðalatriði með skjótum hætti og glósutækni.HVAR: Á Norðurlandi vestraHVeNæR: Á haustönn þegar þátttaka næst

Kr. 9.900- 15 kest. 4 sk.

Kr. 5.900- 4.5 kest.

Kr. 34.500- 8 kest - 2 skipti

Page 6: Farskolinn - Haust 2011

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

6 9

Japanskt bókband

Prentun og vinna með blek

Fatasaumur

Leiðbeinandi: Vicki O’Shea

Leiðbeinandi: Vicki O’Shea

Leiðbeinandi: Kristín Þöll Þórsdóttir

Kr. 10.500.- 7.5 kest.

Kr. 8.500.- 4.5 kest.

Kr. 18.900.- 14 kest.

LÝSING: Helgarnámskeið í Japönsku bókbandi þar sem þú lærir þessa fornu list að stungu bókbinda eða „stab binding“. Farið verður í gegnum öll þrep framleiðslunnar með þátttakendum og þeir vinna jafnframt sína eigin bók sem þeir taka með sér heim að námskeiði loknu. HVAR: Á vinnustofu listamannsins í gamla pósthúsinu á Sauðárkróki.HVeNæR: Laugardaginn 12. nóvember milli kl. 13 og 15 og sunnudaginn 13. nóvember á milli kl. 14 og 17.TIL ATHuGuNAR: Hráefni og námsgögn eru innifalinFjöldi nemenda hámark 6 manns.

LÝSING: Prentun er að færa mynd af einum fleti yfir á annan. Einþrykk (monoprint) er einföld og byrjendavæn aðferð til að búa til þín eigin listaverk. Það er einfalt og skemmtilegt listform sem allir geta tileinkað sér og búið til sín eigin listaverk.HVAR: Á vinnustofu listamannsins í gamla pósthúsinu á Sauðárkróki.HVeNæR: laugardaginn 5. nóvember milli kl. 14 og 17ATH: Hráefni og námsgögn eru innifalin.Fjöldi nemenda hámark 6 manns.

LÝSING: Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum, þátttakendur taka eigin saumavélar með og læra á þær. Þetta er einstaklingsmiðað námskeið, þar sem farið er yfir helstu atriðin varðandi saumaskap, hvernig á að taka upp snið og breyta þeim. Farið yfir nálar, tvinna og annað sem gott er að vita . Hægt er að koma með föt að heiman sem þörf er á að breyta eða laga. Þátttakendur velja sér eina einfalda flík, búa til snið og sauma.HVAR: Á Norðurlandi vestra.HVeNæR: 10.-11. sept. á Sauðárkróki1.- 2. okt. Blöndós/Skagaströnd15.- 16. okt. HvammstangaTIL ATHuGuNAR: Þátttakendur þurfa að koma með saumavél, skriffæri, reglustiku, fatakrít, málband, skæri, títuprjóna og efni sem þeir/þær ætla að nota .

Prjónanámskeið fyrir byrjendur

Leiðbeinandi: Þorfinna Lydía Jósafatsdóttir

LÝSING: Garntegundir og helstu áhöld til prjónaskapar kynnt. Farið verður í grunnatriði í prjóni eins og uppfitjun, slétt og brugðið prjón, útaukningar og úrtökur. Affellingar og prjónafesta skoðuð. Prjónaðir verða sokkar, vettlingar eða stúkur. Nemendur geta komið með tillögur að öðrum verkefnum. Nemendur mæta með garn og prjóna í þau verkefni sem þeir prjóna. HVAR: Sauðárkróki. HVeNæR: Á haustönn þegar næg þátttaka fæst.Gert er ráð fyrir 10 manns á þetta námskeið.

Kr. 9.900.- 15 kest. 5 sk.

Húsgagnaviðgerðir.Lærðu að hressa upp á heimiliðLeiðbeinandi: Karítas Sigurbjörg Björns-dóttir, húsgagnasmíðameistari

LÝSING: Farið verður yfir muninn á lökkuðum fleti og olíubornum. Hvað þurfi að hafa í huga þegar farið er í að hressa uppá innanhússmuni, s.s. bæs/litun, pússningu og svo yfirborðsmeðhöndlun. Boðið verður uppá sýnikennslu og svo fá nemendur að spreyta sig. HVAR: Á Norðurlandi vestraHVeNæR: Á haustönn þegar næg þáttaka fæst.TIL ATHuGuNAR: Efnisgjald innifalið, haldið 2 kvöld eða helgi í samráði við þátttakendur

Kr. 8.900.- 9 kest.

Skvísugreiðslur

Leiðbeinandi: Auður Björk Birgisdóttir

LÝSING: Hárgreiðslunámskeið fyrir mömmur og pabba. Foreldrar lenda oft í því að fá óskir um alls kyns greiðslur áður en farið er af stað í leikskóla, skóla eða annað. Á námskeiðinu verða kenndar nokkrar einfaldar greiðslur og fólki gefinn kostur á að æfa sig. Börnin mæta með sem módel.Innfalið í námskeiðsverði er hárkit; vatnsbrúsi, skaftgreiða og gúmmíteygjur.HVAR: Á Norðurlandi vestra.

Kr. 5.500.- 4 kest. 2 skipti

Page 7: Farskolinn - Haust 2011

NámsvísirHAUSTIÐ 2011

7

Sushi

Leiðbeinandi: Þóra Björk Jónsdóttir

LÝSING: Þátttakendur læra að búa til sushi. Hvaða hráefni eru notuð og helstu gerðir kynntar. Að lokum gæða þátttakendur sér á afrakstri eigin vinnu og fá stuttan fyrirlestur um japanska siði og venjur. HVeNæR: 1. okt Blöndós/Skagaströnd2. okt. Hvammstangi. 8. okt. SauðárkrókurTIL ATHuGuNAR: Allt hráefni og kennslugögn innifalið.

Kr. 9.900.- 7.5 kest

Matur & matargerð Nánari lýsingar á www.farskolinn.is

Heitreyking

Leiðbeinandi: Þórhildur M. JónsdóttirMatreiðslumeistari

Kr. 4.900.- 5 kest.

LÝSING: Á námskeiðinu verður farið í gegnum helstu grunnþætti heitreykingar á matvælum. Við heitreykingu eru matvæli reykt við hita, andstætt hefðbundinni kaldreykingu sem flestir þekkja. Farið verður yfir undirbúning hráefnisins fyrir heitreykingu og þátttakendum kenndar aðferðir við heitreykingu. Heitreykt verður: Fiskur, villibráð og kjöt og afrakstursins neytt í lok námskeiðs.HVAR: Á Norðurlandi vestra.HVeNæR: Á haustönn þegar næg þátttaka fæst.TIL ATHuGuNAR: Hráefni innifalið

Heimavinnsla mjólkurafurða – OstagerðLeiðbeinandi: Þórarinn Egill Sveinsson. Mjólkurverkfræðingur

LÝSING: Á námskeiðinu verður farið í einstaka þætti ostaframleiðslu. Framleiðsla einstakra ostategunda skoðuð til að fá tilfinningu fyrir því hver er munur á vinnsluaðferðum á t.d. skyri, brauðosti, gráðaosti og smurostum. Sýnikennsla og verklegar tilraunir gerðar með einfalda framleiðslu. Heimaframleiðsla borin saman við hefðbundna mjólkurvinnslu. Rætt ýtarlega um tæki, tól og aðstöðu, sem þarf fyrir hverja ostategund. Tími gefinn í umræður um framleiðsluaðstæður og möguleika þátttakenda á heimavinnslu mjólkurafurða. HVAR: 22. okt. kl. 10:00-17:00 Skagafjörður 23. okt. kl. 10:00-17:00 Blönduós/Skagaströnd

Kr. 13.500.- 8 kest.

Sveppatínsla

Leiðbeinandi: Þóra Björk Jónsdóttir

LÝSING: Kynntir verða helstu matsveppir sem finnast á Íslandi. Þátttakendur fara út í nærliggjandi skóglendi ásamt kennara og fá aðstoð og kennslu við þær aðferðir sem notaðar eru til að tína matarsveppi. Þá læra nemendur að greina og hreinsa sveppi. Sagt frá og sýndar aðferðir við geymslu og matreiðslu sveppa. Nemendur mæta í fatnaði sem hæfir veðri, taka með sér fötur/körfur til að tína sveppina í og heppilegan hníf fyrir hreinsun. HVeNæR: 3. sept. Sauðárkrókur. 4. sept. Blöndós/Skagaströnd. 10. sept. Hvammstanga

Kr. 7.900.- 7.5 kest.

Chile: Vín og matur

Leiðbeinandi: Dominique Plédel Jónsson með vín - Jón Dan með matinn

LÝSING: Chile er um margt sérstakt í vínframleiðslu, gamlar hefðir og framsæknir víngerðamenn, innblástur frá Evrópu og skilyrði til ræktunnar eins góð og verður kosið, lífræn vín og samfélagsleg ábyrgð í fyrirrúmi. Enda hafa vín frá Chile verið vinsælust í vínbúðum undanfarið. Við förum um landið með vín og mat, sem er líka blanda af hefðum og nútímahugmyndum – besta leiðin til að skynja vínsmökkun fyrir þá sem hafa ekki prófað það áður, og kynnast betur hvað býr á bakvið þessi vín sem hafa verið svo vinsæl. Þar er nefnilega margt forvitnilegt. Jón Dan töfrar síðan fram rétti frá Chile sem passa við vínin. HVAR: Sauðárkrókur, mötuneyti á heimavist FNV. HVeNæR: Föstudaginn 7. októberTIL ATHuGuNAR: 4-5 vín og 3-4 réttir innifaldir í verðinu.

5.900.- 4.5 kest.

Fjölskyldan eldar

Leiðbeinandi: Ásta Búadóttirmatreiðslukennari

LÝSING: Matreiðslunámskeið sem er ætlað fyrir feðga, mæðgur, mæðgin, já eða afa og ömmur með barnabörnin og jafnvel lengri gerðin af þeim. Hjarta flestra húsa er í eldhúsinu en oftar en ekki þá er það einungis einn fjölskyldumeðlimur sem er þar að „störfum“. Þessu viljum við breyta og bjóðum upp á matreiðslunámskeið fyrir tvær eða fleiri kynslóðir. Kenndir og eldaðir verða fljótlegir, bragðgóðir og umfram allt skemmtilegir réttir og áhersla lögð á einfaldleika og að allar kynslóðir hafi gagn og gaman af. HVAR: Á SauðárkrókiHVeNæR: Á haustönn þegar þátttaka næstTIL ATHuGuNAR: Frítt fyrir einn fullorðinn í fylgd með barni :O)

6.900.- 4.5 kest.

Indversk matargerðLeiðbeinandi: Ásta Búadóttir.Matreiðslukennari

LÝSING: Matreiðslunámskeið fyrir alla áhugasama um góðan og hollan mat. Stutt fræðsla um helstu krydd og hráefni sem notuð eru í indverskri matargerð. Að því loknu eldum við saman dýrindis indverska máltíð og borðum saman. Meðal rétta sem boðið verður upp á að elda á námskeiðinu: Nanbrauð, Tandoori masala með svínalundum, indverskur kjúklingur, hrísgrjónaréttur, indversk kjúklingasúpa og indverskt salat.HVAR: Á SauðárkrókiHVeNæR: Á haustönn þegar þátttaka næstTIL ATHuGuNAR: Allt hráefni og kennslugögn innifalið

4.900.- 4.5 kEst.

Page 8: Farskolinn - Haust 2011

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

8

Oft mikið hlegið í tímumÞuríður Þorleifsdóttir er fædd og uppalin í Þykkvabæ í Landbroti í vestur Skaftafellssýslu en hún flutti í Húnaþing vestra árið 1975, þá 18 ára gömul. Hún er gift Ágústi F. Sigurðssyni og eiga þau saman tvo uppkomna syni og þrjú barnabörn. Þuríður fór í enskunám og tölvunám fyrir byrjendur, sem var í boði í gegnum verkefnið eflum byggð í Húnaþingi vestra en það nám er nemendum að kostnaðarlausu.

Hver er menntabakgrunnur þinn? „Ég gekk í grunnskóla á Kirkjubæjarklaustri en fór ekki í framhaldsskóla því það þótti ekki þurfa á þeim tíma. Ég flutti hingað á Hvammstanga til þess að vinna á sjúkrahúsinu og hef unnið þar meira og minna með hléum síðan ég flutti“.

Árið 2000 var boðið upp á fjarnám í sjúkraliðanum frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og hafa nokkrir íbúar Húnaþings nýtt sér það. „Við vorum átta sem skelltum okkur saman í fjarnám“ segir Þuríður. „Þessi tími krafðist mikillar skipulagningar því ég var í 90% vinnu samhliða náminu“ bætir hún við. Það eru allir sammála um að fæstir af þeim sem fóru í fjarnám hefðu leitað eftir að mennta sig ef

ekki hefði verið fyrir þennan möguleika. Þuríði fannst fjarnámið skemmtilegt og

það kom henni á óvart hversu lítið mál þetta var í raun eftir að námið hófst. „Við vorum auðvitað svo mörg í þessu saman og mikil samvinna á milli sem gerði þetta bæði skemmtilegra og auðveldara“ segir hún. Hópurinn útskrifaðist svo árið 2004

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara í Eflum byggð? „Mig langaði bara virkilega til þess að halda áfram að læra. Ég

var ekki góð í ensku og tölvum og fannst þetta alveg smellpassa fyrir mig.“ Námskeið í verkefninu Eflum byggð var vel sótt en tæplega 40 námsmenn skráðu sig í nám. Þuríður segir að hún hafi lært heilmikið og nú gildi að æfa sig fyrir haustið því hún sé harðákveðin í að halda námi áfram og hlakkar mikið til að byrja í haust. „Kennslustundirnar voru mjög skemmtilegar, ekki bara námið heldur var félagsskapurinn svo rosalega skemmtilegur og oft mikið hlegið í tímum“. Hún minnist þess hversu taugaóstyrkir nemendurnir voru í fyrsta tímanum í ensku en það hafi verið fljótt að fara af fólki. Það hafi verið gaman að sjá hvernig fólk fór að blómstra í náminu með tímanum.

Telur þú að verkefni á borð við Eflum byggð geti skipt máli? „Já, þetta skiptir miklu máli! Það er alveg á tæru að margir nemendur sem voru þarna hefðu annars aldrei skráð sig. Mér finnst þetta alveg einstakt framtak“. Þuríður bætir því svo við að hún vilji koma því á framfæri hversu góðir henni hafi fundist kennararnir vera. „Það gleymist oft að tala um það“ segir hún að lokum.

Spjall

Gott að búa á BlönduósiÁ Blönduósi býr Pawel Mickiewicz. Pawel kemur frá Bialystok í Póllandi. Pawel var aðstoðarkennari á íslenskunámskeiði Farskólans síðastliðið vor á Blönduósi þar sem 17 þátttakendur stunduðu nám. Mikil ánægja var með þetta fyrirkomulag, bæði hjá þátttakendum og kennara námskeiðsins.

Hvað hefur þú búið lengi á Íslandi? „Ég hef búið á Íslandi síðastliðin níu ár“, segir Pawel. „Ég bý hér með ástinni minni Kasíu og syni okkar Kacper sem er 18 mánaða gamall“.Hver eru helstu áhugamál þín? „Ég hef áhuga á íþróttum og þá sérstaklega karate og sundi“, segir Pawel. „Ég spila á gítar og

hef gaman að því að taka myndir“, bætir hann við.Pawel lauk stúdentsprófi í heimalandi sínu og hann ætlar að halda áfram námi. Við hvað hefur þú helst starfað? „Bíla“, svarar Pawel. Honum finnst gott að búa á Blönduósi en segir að það sé gott að geta skroppið í burtu.Hvernig líkaði þér að kenna útlendingum íslensku? „Mér fannst það mjög fínt“, svarar Pawel. „Alltaf eitthvað nýtt að gerast“.Finnst þér skipta máli að kennari tali sama tungumál og nemendurnir? „Ég held að það sé nauðsynlegt“, segir Pawel Eitthvað sem þú vilt segja að lokum: „Heima er best“, segir Pawel.

Spjall

Page 9: Farskolinn - Haust 2011

NámsvísirHAUSTIÐ 2011

TölvurÞegar góða súpu gjöra skal

Almennt tölvunám – gott tölvulæsi skiptir máli

Leiðbeinandi: Halldór Örn Halldórsson matreiðslumaður

Leiðbeinandi: Ýmsir

LÝSING: Námskeið í súpugerð. Farið verður yfir helstu súpuflokka og yfir grunnþætti í gerð mauksúpu, uppbakaðrar súpu, kjöt- og fiskisúpu. Farið verður í gegnum ferlið við að grugghreinsa súpu með eggjahvítum sem gaman og gott er að kunna. Gerðar verða tvær súpur, annarsvegar karry kókos rjómasúpa og tær sveppasúpa sem verða snæddar í lok námskeiðsins.HVAR: Á Norðurlandi vestra.HVeNæR: Í október eða um leið og næg þátttaka fæst.TIL ATHuGuNAR: Hráefni og námsgögn innifalin.

LÝSING: Hér er um 60 stunda tölvunámskeið að ræða. Farið er í Windows (10 kest), Word eða ritvinnslu (20 kest), Excel eða töflureikni (20 kest) og Internet og tölvupóst (10 kest).FyRIR HVeRJA: Námskeiðið er fyrir byrjendur. Þetta er gagnlegt námskeið fyrir alla. HVAR: Í tölvuverum skólanna og í Farskólanum.HVeNæR: Á haustönn 2011.TIL ATHuGuNAR: Öll gögn innifalin ásamt minnislykli. Hægt er að skrá sig á einstaka hluta námskeiðsins, til dæmis eingöngu í töflureikninn eða eingöngu í tölvupóstinn. Gert er ráð fyrir 10 námsmönnum.

Kr. 4.900.- 6 kest.

Kr. 55.000.- 60 kest.

Sultun, súrsun og niðurlagning matvæla

Reyking matvæla

Wordpress - vefsíðugerð

Leiðbeinandi: Kennari frá Matís

Leiðbeinandi: Kennari frá Matís

Leiðbeinandi: Kristján B. Halldórsson

LÝSING: Farið verður yfir öll meginatriði varðandi vinnslu og meðhöndlun vörunnar, allt þar til hún er komin á borð neytenda. Hvernig og hvað þarf til að framleiða hana (þ.á.m. hráefni, tækjabúnaður, aðstaða), kostir og gallar mismunandi aðferða, hættur sem ber að varast, mat á gæðum ofl. Kennslan verður bæði bókleg og verkleg.HVAR: Á Norðurlandi vestraHVeNæR: Á haustönn þegar þátttaka næst.TIL ATHuGuNAR: Kennt virkan dag, matur og kaffi innifalið. Tilvalið fyrir bændur og þá sem hafa áhuga á þátttöku í verkefninu Beint frá býli.

LÝSING: Farið verður yfir öll meginatriði varðandi vinnslu og meðhöndlun vörunnar, allt þar til hún er komin á borð neytenda. Hvernig og hvað þarf til að framleiða hana (þ.á.m. hráefni, tækjabúnaður, aðstaða), kostir og gallar mismunandi aðferða, hættur sem ber að varast, mat á gæðum ofl. Kennslan verður bæði bókleg og verkleg.HVAR: Á Norðurlandi vestraHVeNæR: Á haustönn þegar þátttaka næst.TIL ATHuGuNAR: Kennt virkan dag, matur og kaffi innifalið. Tilvalið fyrir bændur og þá sem hafa áhuga á þátttöku í verkefninu Beint frá býli.

LÝSING: Yfir 200 milljón fyrirtæki og einstaklingar reiða sig á opna hugbúnaðinn WordPress CMS til að koma sér, vörum sínum og þjónustu sinni á framfæri á netinu. WordPress vefumsjónarkerfið býður upp á mikinn sveigjanleika og er jafnframt auðvelt í notkun. Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að kynna sér möguleika WordPress í vefsíðugerð. Á námskeiðinu verður kennt hvernig setja má upp WordPress, farið yfir algengar stillingar. Farið er yfir ýmis gagnleg atriði sem gera síðuna þína sýnilegri í leitarvélum á borð við Google og hvernig auðveldlega má skipta um útlit á vefnum með stílsniðum.HVAR: Á Norðurlandi vestraHVeNæR: Á haustönn þegar þátttaka næstTIL ATHuGuNAR: Sjá nánari námskeiðslýsingu á vefsíðu Farskólans

20.900.- 12 kest.

20.900.- 12 kest.

9.900.- 13.5 kest. 3x3 sk.

TungumálLandnemaskólinn á Blönduósi

Leiðbeinandi: Ýmsir kennarar

LÝSING: Nám fyrir fólk af erlendum uppruna sem hefur náð nokkru valdi á íslensku. Lögð er áhersla á íslenskt talmál og þekkingu á íslensku samfélagi og atvinnulífi. Námið er 120 kest, þar sem farið verður í íslensku, samfélagsfærni, tölvur, færnimöppu, sjálfsstyrkingu og samskipti. Námið er ætlað þeim sem hafa nokkra íslenskukunnáttu.

THe SeTTLeRS SCHOOL - BLöNDuóS

The Settlers´School is for foreigners who speak some Icelandic. The emphasis is on spoken language as well as knowledge about the Icelandic community and economy. The subjects we teach are: Icelandic, sociology, computer science, the making of a personal portfolio, building up self-esteem and communication. The course is 120 lessons and is based on conversations and projects, where students

Kr. 20.000.- 120 kest.

Námskeið í bígerð

• Myndlistarnámskeið fyrir börn og fullorðna• Leiklistarnámskeið fyrir börn og fullorðna• Paranámskeið• Dansnámskeið• Jólasmiðjur• Ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna• Námskeið í eldsmíði • Fjármálalæsi

Þínar hugmyndirvelkomnar!

Page 10: Farskolinn - Haust 2011

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

10

- kynntu þér möguleikana

Landsmennt er fræðslusjóðurSamtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni

Verkalýðsfélögin sjá um afgreiðslu einstakllingsstyrkja í umboði sjóðsins

Sjóðurinn styrkir starfsmenntun í fyrirtækjum

Menntun skapar tækifæri

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.landsmennt.is • [email protected]

Þín leið til fræðslu

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.rikismennt.is • [email protected]

Ríkismennt styrkir starfsmenntun innan stofnana ríkisins á landsbyggðinni

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna

Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar

Page 11: Farskolinn - Haust 2011

NámsvísirHAUSTIÐ 2011

11

Náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum á Norðurlandi vestra – til stjórnenda fyrirtækja og stofnana á Norðurlandi vestra

Viltu styðja við bakið á þínu fólki og hvetja til símenntunar?

LÝSING: Tilgangur ráðgjafar á vinnustöðum er að hvetja starfsmenn til virkrar símenntunar og starfsþróunar. Ráðgjöfin felst m.a. í því að hvetja starfsmenn til að bæta við sig þekkingu og færni, veita upplýsingar um möguleika í umhverfinu og aðstoða við greiningu á áhugasviði og hæfni. Góð hvatning getur haft úrslitaáhrif þegar tekist er á við ný verkefni. Framkvæmd: Viðtölin eru framkvæmd af náms- og starfsráðgjafa sem veitir ráðgjöfina bæði á vinnustöðum í samstarfi við stjórnendur og í Farskólanum. Ráðgjöfin á vinnustöðum fer þannig fram að náms- og starfsráðgjafinn kemur og heldur sameiginlegan fund með starfsmönnum þar sem hann kynnir hvaða þjónustu hann býður upp á. Í kjölfarið getur hver og einn starfsmaður fengið viðtal við ráðgjafann um sín mál ef hann hefur áhuga á því.FyRIR HVeRJA: Viðtöl við náms-og starfsráðgjafa eru fyrir alla sem vilja auka þekkingu sína og möguleika til frekara náms eða þróa frekari færni í starfi. HVAR: Um allt Norðurland vestra. HVeNæR: Allt árið. Tímar eftir samkomulagi. TIL ATHuGuNAR: Skráningar fara fram í Farskólanum í s: 455-6010.

Ekkert gjald

Náms- og starfsráðgjöf fyrir almenning - einstaklingaLangar þig í frekara nám eða viltu styrkja þig í starfi?

LÝSING: Viðtal við náms- og starfsráðgjafa sem veitir einstaklingum ráðgjöf og upplýsingar til að auðvelda ákvarðanatöku vegna náms- og starfs. Leiðsögn og aðstoð til einstaklinga til að takast á við ýmis verkefni sem tengjast námi og starfsþróun.FRAMKVæMD: Viðtölin fara fram í Námsverunum á Norðurlandi vestra.FyRIR HVeRJA: Viðtöl við náms-og starfsráðgjafa eru fyrir alla sem vilja auka þekkingu sína og möguleika til frekara náms eða þróa frekari færni í starfi. Hvar: Um allt Norðurland vestra.HVeNæR: Allt árið. Tímar eftir samkomulagi.TIL ATHuGuNAR: Skráningar fara fram í Farskólanum í s: 455-6010.

Ekkert gjald

Ráðgjöf og þjónustaNánari lýsingar á www.farskolinn.is

enska- byrjendur

Leiðbeinandi: Kennarar á Norðurlandi vestra

LÝSING: Megináhersla er lögð á talmálið; að byggja upp orðaforða og grunnatriði í málfræði. Lögð er áhersla á talæfingar og framburð. HVeNæR: Á haustönn 2011. FJöLDI: Gert er ráð fyrir 10 námsmönnum.

Kr. 38.500.- 40 kest.

enska- talmál fyrir lengra komna

Leiðbeinandi: Kennarar á Norðurlandi vestra

LÝSING: Áhersla er lögð á að æfa talmálið enn frekar. Námsmenn lesa texta og vinna verkefni. Farið í nokkra málfræði. Námsefni, möppur og kaffi er innifalið í verði.HVeNæR: Á haustönn 2011.FJöLDI: Gert er ráð fyrir 10 námsmönnum.

Kr. 38.500.- 40 kest.

Íslenska fyrir útlendinga 1, 2 og 3 Icelandic for foreigners. Level 1, 2 and 3Leiðbeinendur: Kennarar á Norðurlandi vestra

LÝSING: Í íslensku fyrir útlendinga er boðið upp á þrjú þyngdarstig. Á öllum stigum er lögð mikil áhersla á talað mál. Verkefni tekin úr daglegu lífi, úr nánasta umhverfi jafnt og íslensku samfélagi.eMPHASIS ON SPOKeN ICeLANDIC. Texts for beginners and the topics deal with the daily life in the community and Iceland. Three levels: Level 1 (60 lessons) is for complete beginners. Level 2 (60 lessons) and level 3 (60 lessons) are for more advanced students. Level 3 includes Icelandic grammar.HVeNæR: Á haustönn 2011. WHeN: Whenever eight participants or more have registered the course begins.FJöLDI: Gert er ráð fyrir 8 námsmönnum.TIL ATHuGuNAR: Námsbækur innifaldar. Námskeiðið er styrkt að hluta til af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Hér erum þrjú misþung námskeið að ræða. Taka verður fram við skráningu á hvaða námskeið þátttakendur ætla. Sjá heimasíðu Farskólans: www.farskolinn.is undir hlekknum námskeið. The textbooks, which come from Námsflokkar Reykjavíkur, are included in the total price for the course.

Kr. 30.000.- 60 kest.

seek information on the web, from the media and from institutions. The Ministry of Education has agreed that credit points, from the Settlers´School, up to ten points, can be evaluated in Comprehensive Colleges.

SzKOLA DLA OSIeDLeNCOW - BLöNDuóS

Kurs obejmuje 120 godzin prowadzonych w jezyku islandzkim nauki o spoleczentwie islandzkim, asertywnosci i kontaktow z ludzmi z otoczenia, przygotowania Cv oraz nauki na komputerze. Jest to kurs przeznaczony dlaznajacych jezyk isandzki lub tych, ktorzy ukonczyli 150 godzin kursu jezyka islandzkiego.

Page 12: Farskolinn - Haust 2011

Námskrár Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins (FA)Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum - Skagafjörður

LÝSING: Helstu námsgreinar eru: Íslenska, danska, stærðfræði og enska. Nánari lýsingar á áföngunum má sjá á heimasíðu Farskólans, www.farskolinn.is. FyRIR HVeRJA: Námið er ætlað þeim sem orðnir eru 23 ára og starfandi á vinnumarkaði. Námið er líka ætlað þeim sem hafa byrjað í framhaldsskóla en ekki lokið almennum bóklegum greinum.HVAR: Á Sauðárkróki HVeNæR: Hefst í september 2011.TIL ATHuGuNAR: Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi þessa námsleið til styttingar á námi í framhaldsskóla um allt að 24 einingar. Námskeiðið er unnið í samvinnu við FNV. Gert er ráð fyrir 10 - 12 námsmönnum á þetta námskeið. Engin formleg próf eru tekin en gert er ráð fyrir heimanámi og verkefnavinnu.FJöLDI: Gert er ráð fyrir 12 námsmönnum.

Leiðbeinendur:Ásdís Hermannsdóttir, Birgir Rafnsson o.fl.

Fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu 3. hluti - Blönduós Staðkennt - 5 einingar

LÝSING: Fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu 3 er valnámskeið. Það er framhald af Fagnámskeiði 1 og 2. Á þessu námskeiði verður farið í efni sem tengist starfinu og þátttakendur velja sjálfir.FyRIR HVeRJA: Námið er ætlað starfsmönnum í heilbrigðis- og félagsþjónustu, sem orðnir eru 20 ára og starfa á Heil-brigðisstofnuninni á Blönduósi.HVeNæR: Haust 2011.TIL ATHuGuNAR: Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt eð meta megi námskeiðið til allt að 5 eininga.

Kr. 10.000,-66 kest.

Leiðbeinendur:Ýmsir

Fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu 2. hluti - Hvammstangi Staðkennt - 5 einingar

LÝSING: Á Fagnámskeiði 2 fyrir starfsfólk heilbrigðis- og félagsþjónustu á Hvammstanga er lögð áhersla á eftirlit, umönnun og aðstoð við skjólstæðinga auk valgreina.FyRIR HVeRJA: Námið er ætlað starfsmönnum íheilbrigðis- og félagsþjónustunni á Hvammstanga, sem orðnir eru 20 ára og starfa meðal annars á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga.HVeNæR: Hefst í lok september 2011.TIL ATHuGuNAR: Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námskeiðið til allt að 5 eininga.HVAR: Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga

Kr.10.000 ,-66 kest.

Leiðbeinendur:Ýmsir

Grunnmenntaskólinn – Þar sem áhugi er fyrir hendiLeiðbeinendur: Ýmsir

LÝSING: : Í Grunnmenntaskólanum eru eftirfarandi námþættir kenndir: Sjálfsstyrking og samskipti, námstækni, framsögn, íslenska, tölvur, enska, stærðfræði, verkefnavinna, þjónusta, náms- og starfsráðgjöf, færnimappa og matá námi og skólastarfi. Ekki eru tekin formleg próf íGrunnmenntaskólanum en námsmenn vinna verkefni.FyRIR HVeRJA: Námið er ætlað fullorðnu fólki sem er eldra en 20 ára og hefur stutta formlega skólagöngu að baki.HVeNæR: Skólaárið 2011 – 2012TIL ATHuGuNAR: Skráningum lýkur 1. október 2011.

Kr. 51.000.- 300 kest.

Kr. 51.000.- 300 kest.

Hagnýtar upplýsingar um FarskólannSkrifstofa á SauðárkrókiFarskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestraVið Faxatorg, 550 Sauðárkrókur & 455 6010

Heimasíða Farskólans: www.farskolinn.is

Markviss þarfagreining: http://markviss.hugverk.is/Kíkið á okkur á Facebook: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Námsver og námsstofur:Hvammstangi Höfðabraut 6 Umsjónarmaður: Sigríður Tryggvadóttir Sími 451 2607 / 692 8440

Blönduós Grunnskólinn / Þverbraut 1 Þórhalla Guðbjartsdóttir & 452 4147 Ásgerður Pálsdóttir & 452 4932

Skagaströnd Einbúastígur 2 Umsjónarmaður: Björn Ingi Óskarsson Sími 452 2747 / 868 8774

Sauðárkrókur Við Faxatorg Farskólinn Sími 455 6010

Þjónusta Farskólans:· Náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum og í Farskólanum

· Námskeið af ýmsum toga

· Háskólanám heima í héraði

· Markviss ráðgjöf og sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir

· Greining og ráðgjöf vegna lestrar- og skriftarvanda fullorðinna

· Raunfærnimat