DEILISKIPULAG FJALLASELSINS HVÍTÁRNES VIÐ...

24
DEILISKIPULAG FJALLASELSINS HVÍTÁRNES VIÐ HVÍTÁRVATN Í BLÁSKÓGABYGGÐ GREINARGERÐ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR UMHVERFISSKÝRSLA Dags. 8. maí 2012 Meðfylgjandi greinargerð þessari fylgir skipulagsuppdráttur ,,Deiliskipulag fjallaselsins Hvítárness við Hvítárvatn“, dags. 8. maí 2012, m.s.br. Breyt. dags. 20. júní 2012 – Skv. athugasemdum heilbrigðiseftirlits Breyt. dags. 5. sept. 2012 - tekið út tillöguheiti og bætt við umfjöllun um málsmeðferð

Transcript of DEILISKIPULAG FJALLASELSINS HVÍTÁRNES VIÐ...

  • DEILISKIPULAG FJALLASELSINS HVÍTÁRNES VIÐ HVÍTÁRVATN Í BLÁSKÓGABYGGÐ GREINARGERÐ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR UMHVERFISSKÝRSLA Dags. 8. maí 2012 Meðfylgjandi greinargerð þessari fylgir skipulagsuppdráttur ,,Deiliskipulag fjallaselsins Hvítárness við Hvítárvatn“, dags. 8. maí 2012, m.s.br. Breyt. dags. 20. júní 2012 – Skv. athugasemdum heilbrigðiseftirlits Breyt. dags. 5. sept. 2012 - tekið út tillöguheiti og bætt við umfjöllun um málsmeðferð

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    2

    Efnisyfirlit: 1. INNGANGUR: ....................................................................................................................3 2. MARKMIÐ ..........................................................................................................................5 3. SKIPULAGSSVÆÐIÐ:........................................................................................................5

    3.1. Staðhættir ..................................................................................................................5 3.2. Fjöldi gistinátta og daggesta ......................................................................................6

    4. AÐRAR SKIPULAGSÁÆTLANIR.......................................................................................7 4.1. Aðalskipulag Biskupstungnahrepps 2000-2012 .........................................................7 4.2. Miðhálendi Íslands, Svæðisskipulag 2015 og mat á umhverfisáhrifum áætlana ........7 4.3. Aðrar skipulagsáætlanir, samráð og umsagnaraðilar.................................................8

    5. SKIPULAGSÁKVÆÐI.........................................................................................................9 5.1. Lóðir og lóðarmörk.....................................................................................................9 5.2. Byggingarreitir............................................................................................................9 5.3. Byggingar.................................................................................................................10 5.4. Vegir og bílastæði....................................................................................................11 5.5. Hreinlætisaðstaða....................................................................................................11 5.6. Rotþrær og frárennsli ...............................................................................................12 5.7. Neysluvatn og vatnsvernd........................................................................................12 5.8. Rafmagn og öryggisbúnaður....................................................................................13 5.9. Girðingar ..................................................................................................................13 5.10. Gróður og jarðrask ..............................................................................................13 5.11. Göngustígar, merkingar og skilti með upplýsingum.............................................14 5.12. Sorp.....................................................................................................................14 5.13. Fornminjar ...........................................................................................................14 5.14. Önnur ákvæði......................................................................................................15

    6. UMHVERFISSKÝRSLA....................................................................................................16 6.1. Inngangur ................................................................................................................16 6.2. Grunnástand umhverfis og aðferðafræðí .................................................................16 6.3. Kynning og samráð..................................................................................................16 6.4. Umfang umhverfismats............................................................................................16 6.5. Mat á umhverfisáhrifum áætlunarinnar, þ.m.t. núllkosts...........................................17

    6.5.1. Vatnafar ..........................................................................................................17 6.5.2. Land (Jarðmyndanir, jarðvegur og gróður)......................................................18 6.5.3. Heilsa og öryggi ..............................................................................................19 6.5.4. Hagrænir og félagslegir þættir.........................................................................20 6.5.5. Landslag og sjónrænir þættir ..........................................................................20 6.5.6. Náttúru- og menningarminjar ..........................................................................21

    6.6. Núllkostur.................................................................................................................22 6.7. Samantekt, breytingar á stefnu og mótvægisaðgerðir..............................................22 6.8. Niðurstaða ...............................................................................................................22

    7. SAMÞYKKT OG GILDISTAKA .........................................................................................24 7.1. Auglýsing og afgreiðsla athugasemda. ....................................................................24 7.2. SAMÞYKKT .............................................................................................................24

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    3

    1. INNGANGUR: Skipulaginu er ætlað að stuðla að bættri þjónustu við ferðamenn í skálanum í Hvítárnesi við Hvítárvatn. Núverandi skáli er í eigu FÍ og er hann frá árinu 1930. Hann hefur nú verið friðaður og nær friðunin til ytra byrði skálans. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir bættri salernisaðstöðu í um 150m fjarlægð frá núv. skála. Framkvæmdir við fjallaselið í Hvítárnesi er tilkynningarskylt til Skipulagsstofnunar skv. lið 12d í 12.gr. 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 10672000 og falla því undir lög um mat á umhverfisáhrifum áætlana, nr. 105/2006. Svæðið fellur undir þjóðlendur sbr. úrskurð óbyggðanefndar og 2. gr.laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og er eignarhald landsins því á forræði forsætisráðuneytisins. Ferðafélag Íslands hefur um langt árabil haft aðstöðu í Hvítárnesi og er skálinn þar elsti gistiskáli Ferðafélagsins, reistur árið 1930 og endurbyggður 1977. Deiliskipulagsferill: Deiliskipulags- og matslýsing var lögð fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps þann 22. sept. 2011. Sveitarstjórn tók í kjölfarið lýsinguna fyrir á fundi sínum 6. okt. 2011 og bókaði eftirfarandi: Tillaga að deiliskipulagi Hvítárnesskála við Hvítárvatn. Lögð fram deiliskipulags- og matslýsing fyrir Hvítárnesskála við Hvítárvatn. Deiliskipulagið er unnið á vegum Ferðafélags Íslands í samvinnu við sveitarstjórn Bláskógabyggðar og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins. Landform ehf. hefur verið falin skipulagsráðgjöf málsins og var heimild um gerð deiliskipulagsins samþykkt í skipulagsnefnd Uppsveita Árnessýslu þann 28. júlí 2011. Sveitarstjórn fagnar því að deiliskipulag sé unnið af skálasvæðinu, enda svæðið og umhverfi þess viðkvæmt sem fara verður varlega um. Sveitarstjórn ákvað fyrir 20 árum að setja á skipulag hálendismiðstöð í Árbúðum með það að markmiði að stemma stigu við ágangi í Hvítárnesi og til náttúruverndar. Sveitarstjórn leggur áherslu á að ekki verði ráðist í frekari skálabyggingar í Hvítárnesi til verndunar ásýndar og umhverfis. Litið verði til uppbyggingar hálendismiðstöðvarinnar Árbúða í því tilliti. Endurskoðuð deiliskipulags- og matslýsing var síðan lögð fyrir skipulags- og byggingarnefnd 15. des. 2011 þar sem samþykkt var að skipulagsfulltrúi kynnti lýsinguna skv. 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með auglýsingu í blaði auk þess að leita umsagnar Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar. Deiliskipulagslýsingin var síðan staðfest af sveitarstjórn 29. des. 2011. Borist hafa umsagnir frá Umhverfisstofnun dags. 2. febrúar 2012 og frá Skipulagsstofnun, dags. 23. febrúar 2012 og minnisblað frá fornminjaverði suðurlands dags. 29. sept. 2011. Á fundi skipulagsnefndar þann 22. mars 2012 var deiliskipulagstillagan tekin til meðhöndlunar og eftirfarandi samþykkt gerð; ,,Ekki er gert ráð fyrir að byggt verði meira en nú er á lóð núverandi skála.Fyrir liggja umsagnir Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar um lýsingu tillögunnar. Að mati nefndarinnar er fyrirhugað umfang mannvirkja of mikið miðað hversu viðkvæmt svæðið er. Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við skipulagsráðgjafa um framhald málsins.” Á grundvelli þessa var dregið úr umfangi skálavarðarhúss og málið lagt aftur fyrir skipulagsnefnd sem á fundi sínum 23. apríl sl. bókaði eftirfarandi; ,,Lögð fram endurskoðuð tillaga Landforms dags. 14. mars 2012, greinargerð br. 20. apríl 2012, f.h. Ferðafélags Íslands að deiliskipulagi fyrir Hvítárnes í Bláskógabyggð. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir sér lóð utan um núverandi skála auk lóðar fyrir skálavarðarhús og

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    4

    snyrtiaðstöðu. Samþykkt að kynna tillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að ekki verði gert ráð fyrir sérstöku skálavarðarhúsi.” Á grundvelli þessa hefur skálavarðarhús nú verið fellt út úr tillögunni að ákvörðun skipulagsnefndar en tillagan helst óbreytt að mest öllu leyti. 24. maí var skipulagstillagan lögð fyrir skipulagsnefnd á ný og samþykkt til auglýsingar. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 7. júní 2012.Tillagan var í auglýsingu frá 21. júní til 3. ágúst 2012. Engar athugasemdir bárust á tímabilinu og sveitarstjórn tók því tillöguna ekki til samþykktar að nýju. Greinargerð breytt: 20. júní 2012. Breyting á orðalagi um fráveitu skv. athugasemdum Heilbrigðiseftirlit Suðurlands dags. 23. maí 2012 5. sept. 2012, þar sem bætt er við umfjöllun um málsmeðferð og tillöguheiti tekið út. Heiti tillögu í greinargerð og á uppdrætti samræmt.

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    5

    2. MARKMIÐ Markmið deiliskipulagsáætlunarinnar er að stuðla að bættri þjónustu við ferðamenn á hálendinu og stuðla að því að hún verði í sátt og samlyndi við náttúruna, án varanlegra spjalla. Deiliskipulaginu er ætlað að tryggja að eðlileg viðbót og endurnýjun (viðhald) geti átt sér stað á núverandi húsakosti og aðstöðu. Er það í takt við sífellt aukinn fjölda ferðamanna á hálendinu og aukinn áhuga ferðafólks á því að ferðast um víðerni hálendisins. Hvítárnes er ferðamannastaður á hálendinu og öll uppbygging og aðstaða skal endurspegla þá staðreynd. Þar er það náttúran og víðernið sem ríkir, með jöklum, auðn og kyrrð. Núv. mannvirki eru felld að landslagi, lítt áberandi og landslag endurspeglar óspilltu náttúru. Mikilvægt er að aðstaða sé til þess fallin að taka á móti ferðamönnum án þess að gróður og landslag spillist. Innan deiliskipulagsreits má því bera malarefni í stíga, eða leggja létta timburstíga til að taka við staðbundnu álagi. Skipulagið gerir ráð fyrir að öll mannvirki skuli tengjast almennri ferðaþjónustu og er þeim ætlað að veita göngufólki og öðru ferðafólki öryggi og þjónustu sem eðlileg getur talist á svæði sem þessu. Ekki er heimilt að reisa byggingar innan svæðisins til einkanota heldur skulu þær þjóna breiðum hópi ferðamanna1.

    3. SKIPULAGSSVÆÐIÐ: 3.1. Staðhættir

    Deiliskipulagið nær til tæplega 3ha svæðisis (ISN 463741,457622 eða N64 37.01 W19 45.39) á bökkum Tjarnár suðaustan við Hvítárvatn, vestan Kjalvegar, á Biskupstungnaafrétti.

    mynd 3.1 horft að skála FÍ frá Tjarnará

    1 Sbr. kafla 15.5 í svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015

    Svæðið er flatt og grasi gróið, nokkuð votlent, í um 430m h.y.s. Um það liggja fornar göngu- og reiðleiður, ,,Gamli Kjalvegur”. Hvítárnes er innarlega á Biskupstungnaafrétti á svokallaðri Tjarnheiði, sem er allgrösug, á bökkum Tjarnarár. Frá Hvítárnesi er oft lagt af stað í göngu um hinn forna Kjalveg. Aðrir áfangastaðir á þeirri leið eru Þverbrekknamúli, Þjófadalir og Hveravellir. Akfært er að Hvítárnesi og aðstaða er í dag fyrir rútur og trússbíla á allstóru bílastæði sem þar hefur verið gert.

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    6

    Rétt austan við skálann eru friðlýstar tóftir af fornum bæjarhúsum. Laust fyrir 1870 fann Sigurður Pálsson bóndi á Laug í Haukadal tvær tóftir við Hvítárvatn2. Talið er að það séu mannvistarleifar frá fyrstu öldum byggðar á landinu og að býlið hafi farið í eyði eftir Heklugosið 1104.3

    mynd 3.2 – horft yfir minjar hins friðlýsta svæðis. Gistiskálinn er úr timbri með hlöðnum grjótveggjum sem tyrft er yfir. Sökum þessa byggingarefnis fær skálinn afar náttúrulegan og vinalegan blæ. Ytra byrði skálans hefur nú verið friðað4. Skálinn liggur í dag undir nokkrum skemmdum og er orðið aðkallandi að hefja viðgerð á t.d. hlöðnum veggjum og öðru í húsinu. Auk gistiskálans eru leifar af hestaskýli skammt frá í eigu sveitarfélagsins. Vatns- og þurrsalerni (vetrarkamar) standa jafnframt við bílastæðið og er það í eigu FÍ. Rennandi vatn er fengið úr kaldavatnsborholu um 70m austan við bílastæðið, en fyrirhgugað er að færa vatnstank ofar í landið og suður fyrir veg og gera hann þannig betur í stakk búin til að þjóna svæðinu. Frá vatnstanki liggja lagnir ofanjarðar inná salerni og í gistiskála. Rotþró og siturlagnir eru tengd salernishúsi. Afmarkað bílastæði er við salernishús og þaðan liggur göngustígur að gistiskála. Tryggja þarf að ekki sé ekið frá bílastæði að gistiskála vegna hættu á jarðrofi og skemmdum á fornleifum.

    mynd 3.3 – gamalt hestaskýli á hálendi sem trúlega hefur brunnið f. mörgum árum.

    3.2. Fjöldi gistinátta og daggesta Í skálanum er gistipláss fyrir um 20-30 manns, í herbergi á jarðhæð og í tveimur herbergjum á svefnlofti. Skálavörður hefur verið í skálanum í stuttan tíma hvert sumar og því eru ekki til áreiðanlegar tölur um fjölda gesta. Gistipantanir fyrir árið 2009 voru

    2 Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, netpóstur 29. sept. 2011 3 Sunnlenskar byggðir, Tungur, Hreppar, Skeið. Búnaðarsamband Suðurlands. Arnór Karlsson 4 Sjá auglýsingu um friðun skála Ferðafélags Íslands í Hvítárnesi, í B-deild. Útgáfud. 9.nóvember 2010

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    7

    255 talsins5 en það má áætla að fjöldi gistinátta sé þó töluvert meiri þar sem margir fara þessa leið á eigin vegum og mæta á staðinn án þess að gera boð á undan sér. Á grasigrónum velli milli gistiskála og salernishúss hafa einstaka göngumenn tjaldað en engar tölur eru til um fjölda gistinátta í tjöldum. Skipulagðar ferðir á vegum FÍ um hina fornu þjóðleið um Kjalveg njóta sívaxandi vinsælda ólíkra hópa og er þá ýmist lagt upp frá Hvítárnesi eða endað þar, en aðrir hvíldar- og náttstaðir eru t.d. Þverbrekknamúli, Þjófadalir og Hveravellir.

    4. AÐRAR SKIPULAGSÁÆTLANIR 4.1. Aðalskipulag Biskupstungnahrepps 2000-2012

    Í Aðalskipulagi fyrir Biskupstungnahrepp 2000-2012 (Bláskógabyggð), sem staðfest var af umhverfisráðherra þann 22.11.2001, er fjallaselið Hvítárnes skilgreint sem frístundabyggð þar sem heimilt er að reisa fjallaskála. Í aðalskipulaginu fellur Hvítárnes ennfremur undir hverfisvernd, en sú vernd hefur verið sett á til að undirstrika verndargildi svæðisins, en það er á náttúruminjaskrá. Um 3km austur af Hvítárnesi eru Árbúðir, sem skv. aðalskipulagi eru skilgreindar sem hálendismiðstöð á Kili. Það þýðir að í Hvítárnesi skal miða við lágmarks uppbyggingu gistisvæðis, sbr. niðurstöðu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 6. okt. 2011 og skipulagsnefndar frá 23. apríl 2012.

    4.2. Miðhálendi Íslands, Svæðisskipulag 2015 og mat á umhverfisáhrifum áætlana

    Í Svæðisskipulagi miðhálendisins 2015 er þjónustusvæðum ferðamanna skipt upp í flokka og fellur Hvítárnes undir fjallasel. Þar segir: Fjallasel eru oft í takmörkuðu eða engu vegasambandi, þ.m.t. gönguskálar, einkaskálar, áningarstaðir hestamanna, gangnamannahús o.fl. Um fjallasel gildir, eins og um miðstöðva- og skálasvæði, að þau eru opin fyrir almenning. Þar segir ennfremur að þjónustusvæði skuli deiliskipuleggja áður en byggingarframkvæmdir hefjast. 5 Tala fengin frá skrifstofu FÍ.

    Mynd 4.1 – Hluti úr Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012.

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    8

    Fyrirhugaðar framkvæmdir falla undir 2. lið 12d í 2.viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum6 nr.106/2000 og eru tilkynningaskyldar til Skipulagsstofnunar og falla því einnig undir 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Gerð hefur verið umhverfisskýrsla og fylgir hún með tillögu þessari.

    4.3. Aðrar skipulagsáætlanir, samráð og umsagnaraðilar Svæðið fellur jafnfram undir þjóðlendur sbr. úrskurð óbyggðanefndar og 2.gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og er eignarhald landsvæðisins því á forræði Forsætisráðuneytisins. Í framhaldi og á grundvelli deiliskipulagsins þarf að gera lóðarleigusamning um svæðið. Hvítárvatn og Hvítárnes er er ekki friðlýst, en er nr. 734 á náttúruminjaskrá vegna sérstöðu sinnar. Í aðalskipulagi er hverfisvernd sett á til þess að undirstrika sérstöðu staðarins. Framkvæmdir á svæðinu eru háðar samráði og leyfum Umhverfisstofnunar en í Náttúruminjaskrá segir: Hvítárvatn og Hvítárnes, Biskupstungnaafrétti, Árnessýslu. (1) Vatnið ásamt Fróðárdölum og Hvítárnesi, vestan Kjalvegar hins forna. Norðurmörk liggja um Sólkötlu, Innri-Fróðárdal, um Baldheiði og með austurhlíðum Hrefnubúða að Fúlukvísl. (2) Víðáttumikið gróið votlendi á upptakasvæði Hvítár Skipulagsfulltrúi Bláskógabyggðar mun lögum samkvæmt, senda eftirtöldum aðilum málið til umsagnar áður en skipululagið hlýtur endanlega staðfestingu: Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Fornleifavernd ríkisins og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

    6 Öll skálasvæði (fjallasel, skálar og hálendismiðstöðvar) innan miðhálendisins sem fjallað er um í svæðisskipulagi miðhálendisins 2015, eru tilkynningaskyld, þó ekki sé um þjónustumiðstöð að ræða, sbr. ráðleggingar Skipulagsstofnunar frá fundi 18. ágúst 2009.

    Mynd 4.2 – Útdráttur úr Svæðisskipulagi miðhálendisins 2015.

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    9

    5. SKIPULAGSÁKVÆÐI 5.1. Lóðir og lóðarmörk

    Tvær lóðir eru skilgreindar innan deiliskipulagsmarka; lóð A fyrir núverandi gistiskála og lóð B fyrir aðkomu, salernishús og vetrarkamar. Í fasteignaskrá Íslands er skálinn skráður með landnúmerið 167346 en stærð lands tilgreint 0m2. Landspildublað (lóðarblað) og skráning lóða skal ákveðin í samráði við forsætisráðuneyti, sveitarstjórn og skipulagsfulltrúa. Lóðarmörk eru ákveðin í hnitakerfinu ISN-93 og eru þau sýnd á deiliskipulagi ásamt samræmdri hnitaskrá fyrir hverja lóð. Lóð má ekki skipta eða breyta nema með leyfi skipulagsyfirvalda. Í samræmi við aðalskipulag skulu lóðir á hálendi vera skv. deiliskipulagi og eingöngu úthlutað til aðila sem stunda ferðaþjónustu, gangnamanna eða til eftirlits- og öryggis en ekki til einkanota.7

    Mynd 5.1 – horft til suðvesturs yfir Hvítárnes, salernishús í miðju og skáli FÍ t.h.

    5.2. Byggingarreitir Á lóð A er núverandi gistiskáli og er ekki heimilt að reisa önnur hús innan þeirrar lóðar. Ytra byrði gistiskálans er friðað og það kemur m.a. í veg fyrir að hægt verði að byggja við skálann. Nálægð skálans við friðlýstar fornminjar takmarkar einnig að hægt sé að byggja nálægt gistiskálanum. Á lóðinni er því ekki markaður neinn byggingarreitur en heimilt að endurbyggja og eða viðhalda núverandi gistiskála. Öllum breytingum og viðhaldi við skálann þarf að framkvæma í nánu samráði við Húsafriðunarnefnd sbr. friðunarákvæði. Á lóð B er heimilt að stækka núverandi salernishús. Núverandi vetrarkamar er innan lóðarinnar og skilgreindur byggingarreitur um hann vegna stækkunar eða færslu. Öll hús skulu standa innan byggingarreits sem sýndur er í deiliskipulagi. Heimilt er að reisa timburverönd við hús sem og skjólveggi. Þess skal gætt að fjarlægð milli húsa uppfylli byggingarreglugerð. Í deiliskipulaginu er getið um leyfilega hámarks stærð fyrirhugaðra bygginga en ekki stuðst við nýtingarhlutfall eins og á láglendi.

    7 Sjá Aðalskipulag Biskupstungnahrepss 2000-2012

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    10

    5.3. Byggingar Reitur A: Núverandi skáli er 40,7m² að stærð, með svefnlofti og eru svefnpláss alls fyrir 20-30 manns. Skálinn er hitaður með gasi og einnig er eldað á gasi. Eins og segir í inngangi er skálinn friðaður og tekur friðunin til ytra byrði skálans. Það þýðir að ekki má breyta útliti skálans né byggja við hann og litur skal haldast óbreyttur. Reitur B: Á byggingarreit lóðar B er heimilt að stækka salernishús. Allar byggingar skulu vera vandaðar að gerð og byggðar úr viðurkenndum byggingarefnum með steyptum sökkuldregurum eða burðarsúlum sem hægt er að fjarlægja án teljandi ummerkja. Salernishús: Hámarksstærð 8-10m2 að grunnflatarmáli. Ein hæð Hámarkshæð 4,2m frá gólfplötu í mæni. Þakform skal vera risþak, þakhalli skal vera 15-35° og mænistefna skv. uppdrætti. Vetrarkamar: Hámarksstærð 2-3m2 að grunnflatarmáli. Ein hæð Hámarkshæð 3,5m frá gólfplötu í mæni. Þakform skal vera risþak. Almennt um útlit og frágang á reit B: Leitast skal við að samræma útlit salernishúsa og skjólgirðinga þannig að þau myndi eina heild. Litur á húsum skal vera af sama toga og núv. skála FÍ sem falla vel í landslagið. Ef salernishús verða endurnýjuð eða stækkuð skal með langhliðum þeirra hlaða grjóti í 1-1,2m hæð og má það ýmist standa bert eða grasivaxið. Grjótveggir þessir mega líka standa stakir í 1-1,5m fjarlægð frá húsi og eru til þess gerðir að draga mannvirkin sem mest að landinu, svipað og núv. hús gerir. Gerð skal grein fyrir hleðslum þessum og girðingum á byggingarnefndarteikningum.

    Mynd 5.2 – Núverandi gistiskáli, byggður 1930.

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    11

    5.4. Vegir og bílastæði Skálinn í Hvítárnesi er aðallega gönguskáli. Frá Kjalvegi er jeppafær slóði að Hvítárnesi og er gert ráð fyrir að sú aðkoma haldist óbreytt frá því sem er í dag. Bílastæði er á malarplani framan við salernishús og skal það afmarkað með steinum eða léttum böndum án sýnilegs rasks. Frá bílastæði er í dag stígur að gistiskála. Vegna umferðar má sjá örlitlar skemmdir í landinu en skv. deilisk. er ekki ætlast til að þar verði ekið og þarf því að merkja það sérstaklega og hindra með tálmun, t.d. 2-3 grjóthnullungum. Ekki er talin þörf á að stækka bílastæðið (sjá mynd hér að neðan).

    5.5. Hreinlætisaðstaða Í reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 segir í 28. gr. ,,Fjallaskálar skulu hafa viðunandi salernis- og snyrtiaðstöðu. Þar sem því verður við komið skal vera vatnssalerni og handlaug. Að öðru leyti gilda um fjallaskála ákvæði um gististaði eftir því sem við getur átt, þar með talinn frágangur umhverfis, neysluvatns, sorps, snyrtinga og frárennslis”. Jafnframt segir í fylgiskjali 2 með reglugerðinni að þegar fleiri deila með sér snyrtingu á gististað að þá skulu aldrei fleiri en 10 gestir vera um hverja fullbúna snyrtingu. Af þessu má sjá að 2-3 salerni þurfa að vera miðað við núverandi aðstæður. Þar sem ekki er rennandi vatn yfir vetrartímann skal áfram gera ráð fyrir vetrarkamar. Með gildistöku þessa deiliskipulags verður hægt að uppfylla öll ákvæði reglugerðarinnar með þeirri undantekningu þó að salernum er komið fyrir í sérstöku salernishúsnæði en ekki inni í fjallaskálanum sjálfum.

    Mynd 5.3 – Bílastæði, malarborið og afmarkað með stórum grjóthnullungum.

    Mynd 5.4 og 5.5 – Salernishús með vaski utaná og vetrarkamar á myndinni til hægri.

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    12

    5.6. Rotþrær og frárennsli Gæta skal að rotþró sé ávallt í réttu hlutfalli við fjölda salerna og notkun og skal hún vera þriggja hólfa, sbr. athugasemd Heilbrigðiseftirlits Suðurlands8. Almennt gildir um svæðið að frárennsli skal leitt í rotþró sbr. gr.13.3 í reglugerð um fráveitur og skólp nr. 798/1999. Frá þrónni skal setja siturlagnir og skal staðið að verkinu eins og lýst er í leiðbeiningariti Umhverfisstofnunar; Leiðbeiningar um rotþrær og siturlagnir. Meðferð skólps frá stökum húsum og litlum fráveitum utan þéttbýlis.9 Í viðauka 1 í leiðbeiningariti UST er getið um fráveitu sem ekki á að fara í rotþró. Þar er m.a. getið um hitaveituvatn (grávatn) og þar segir að ,,Frárennsli frá ofnakerfum, heitum pottum, baðkörum og sturtuklefum þarf ekki að leiða í rotþró, þar sem slíkt vatn er lítið mengað, en getur skert virkni þróarinnar til muna. Affallsvatn af þessum toga má hinsvegar leiða í skiptibrunn eða jöfnunarþró til jafnrar dreifingar í sér dreifilögn sem lögð er yfir jarðveg eða malarbeð. Fráveituvatn sturtu og vaska er því leitt í dreifilögn utan við skálann.

    5.7. Neysluvatn og vatnsvernd Kalt vatn er fengið úr um 10m djúpri borholu sem er um 50m austan við hesthústóftina (180m frá gamla skálanum). Lagt er til að tankurinn verði fluttur um 40-50m til suðaustursurs, að nýrri borholu sem þar yrði gerð. Með þessu fæst meiri hæðamunur milli vatnstanks og skála en vatnsþrýstingur hefur verið vandamál. Allar lagnir eru ofanáliggjandi og faldar í landinu þannig að lítið ber á þeim. Með þessu er ekkert rask á landi vegna vatnslagna. Lagnir eru tæmdar og settar inn að hausti. Annar möguleiki sem komið hefur til greina er að leiða yfirborðslögn að Svartá og taka þar vatn með dælingu. Vegalengdin er um 2,2km og framkvæmdin skoðast sem auka kostur. Um vatnslindina er sett vatnsvernd og fer hún eftir ákvæðum reglugerðar nr. 796/1999 ,,Um varnir gegn mengun vatns” m.s.br., sbr. reglugerð nr. 533/2001. Í deiliskipulagi þessu er gerð grein fyrir brunnsvæði vatnsbólsins. Ekki þykir ástæða til þess að skilgreina grannsvæði eða fjarsvæði vatnsverndar frekar, þar sem litið er á að á öllu svæðinu í kring, hvort sem er innan eða utan skipulagsmarka, skuli fylgja ákvæðum um grann- og fjarsvæði vatnsbóla. Brunnsvæðið skal vera algjörlega friðað fyrir óviðkomandi umferð og framkvæmdum öðrum en þeim, sem nauðsynlegar eru vegna vatnsveitunnar. Heilbrigðisnefnd getur, þar sem þörf krefur, krafist þess að svæðið skuli girt mannheldri girðingu, sem sé minnst 5 metra frá vatnsbóli. Um eftirlit með gæðum vatns og verndarsvæðum þeirra fer skv. ,,Reglugerð um neysluvatn” nr. 536/2001. Í lögum nr. 7/1998 ,,Um hollustuhætti og mengunarvarnir”, m.s.br. er gert ráð fyrir að stofnanir, fyrirtæki og önnur starfsemi sem talin er upp í fylgiskjali III með lögum skuli hafa gilt starfsleyfi gefið út af heilbrigðisnefnd. Fjallaskálar eru þar á meðal (starfsleyfi skv. 4. gr. a). Að öðru leyti skal staðið að öflun neysluvatns og frágangi við vatnsveitu í samræmi við reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn og leiðbeiningarit Umhverfisstofnunar ,,Litlar vatnsveitur, útg. júlí 2003".

    8 Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 23. maí 2012 9 Leiðbeiningar, 4. útg., Umhverfisstofnun, Reykjavík, janúar 2004, UST - 2004:03

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    13

    Með flutningi vatnstanks munu lagnir liggja sunnan við veg, bæði að salernum og áfram að núv. gistiskála.

    5.8. Rafmagn og öryggisbúnaður. Heimilt er að setja þokulúður og skæran ljósabúnað, sem lýsir frá sér þegar dimm þoka umlykur svæðið eða á neyðarstundum þegar leitað er að fólki, á skálahús eða í nágrenni hans. Með bættu Gsm-sambandi á fjöllum, en sú tækni er meira og minna að ná til flestra svæða, hefur verið hætt við að byggja upp eigið fjarskiptakerfi FÍ og fjarskiptamöstur því óþörf. Heimilt er að koma fyrir og endurnýja sólarrafhlöðubúnað í tengslum við hús og fjarskipti. Frá öllum slíkum búnaði skal gengið samkvæmt gildandi reglum Heilbrigðiseftirlits og Brunamálastofnunar.

    5.9. Girðingar Óheimilt er að reisa girðingar á svæðinu og annað sem hindrað getur aðgengi gangandi fólks um svæðið. Skjólveggi má reisa í tengslum við nýbyggingar og skulu þeir sýndir með byggingarnefndarteikningum og samþykkjast af byggingarnefnd.

    5.10. Gróður og jarðrask Deiliskipulagssvæðið er nokkuð gróið og ber aðallega á grösum, lyngi og öðrum hálendis lággróðri. Gróðursetning trjáa, runna og framandi plantna er óheimil, en nota má staðbundnar tegundir til uppgræðslu ef þess gerist þörf. Ekki þarf að grafa í grónu landi vegna fyrirhugaðra framkvæmda, en þó skal ávallt fara með ítrustu gát og velja framkvæmdatíma með það fyrir augum að sem minnst rask verði. Hagkvæmur framkvæmdatími fyrir þær framkvæmdi sem hér eru lagðar til er frá miðjum júní-sept.

    Mynd 5.6 – Núverandi söfnunartankur, beint ofan við borholu. Verið er að dæla vatni í tankinn

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    14

    5.11. Göngustígar, merkingar og skilti með upplýsingum Heimilt er að merkja gönguleiðir með stikum og setja upp upplýsingaskilti í grennd við skála.

    5.12. Sorp Engin sorpmóttaka er innan reitsins og skulu gestkomandi taka allt sorp sem til fellur, aftur til byggða eða til nærliggjandi hálendismiðstöðva, þar sem er almenn sorpmóttaka.

    5.13. Fornminjar Friðlýst tóft er rétt austan við núv. skála, Tjarnar-rústin [Tjarnárrústin], forn eyðisbýlis-rúst á hólbala, austanmegin Tjarnár.10 Minjavörður Suðurlands hefur í tengslum við deiliskipulagsgerðina farið á vettvang og kannað aðstæður og skráð eftirfarandi: Laust fyrir 1870 fann Sigurður Pálsson bóndi í Haukadal (Laug) tvær tóftir við Hvítárvatn. Skömmu fyrir aldamótin 1900, sennilega sumarið 1895, leitaði fornfræðingurinn Brynjúlfur Jónsson frá Minna – Núpi tóftanna en fann aðeins aðra þeirra. Taldi hann fullvíst að hin tóftin væri horfin vegna rofs. Tóftin sem hann fann er enn vel greinileg og er um 8 m austan við elsta skála Ferðafélags Íslands, reistur 1930. Brynjúlfur krakaði í rústirnar með broddstaf sínum og kom upp aska og steinar sem hann taldi vera flór. Ekki varð af frekari uppgreftri því klaki var í jörðu. Svo var það árið 1897 að Daniel Bruun gróf í tóftina við Hvítárvatn. Hann gróf fram ein sjö hús eða herbgeri sem voru sambyggð. Í fjórum húsanna fann hann eldstæði en hin húsin þrjú taldi hann hafa verið útihús og heygarð. Ekki fundust mikið af gripum en þó brýni, steinkola, tinnumolar til að slá eld, hurðarsnerill úr járni auk viðarkola og beina af kindum, hesti og uxa. Af uppgreftri Bruuns að dæma verður að teljast líklegt að fólk hafi haft fasta búsetu við Hvítárvatn og telur Bruun það einsýnt að bærinn hafi farið í eyði vegna eldgoss og á hann þar við Heklugos, annaðhvort 1104 eða 1300. Rústin við Hvítárvatn, Hvítárnes, er friðlýst og skyldi hafa það hugfast við framkvæmdir við skála Ferðafélags Íslands í framtíðinni.

    10 Skrá um friðlýstar fornleifar, útg. 1990, Fornleifavernd.

    Mynd 5.7 – Myndin sýnir uppgróna og forna slóða frá þjóðleiðinni yfir Kjöl. Slóðar þessir eru sýndir á uppdrætti.

    Leitast skal við að halda fjölda og stærð skilta í lágmarki en þau skilti sem sett eru upp skulu vera samræmd hvað varðar útlit og efnisval. Þess skal gætt að þeim sé vel við haldið og að gefnar séu sem nákvæmastar upplýsingar um svæðið og nágrenni þess. Eins þarf að huga að öryggisatriðum og að upplýsingum sé komið til fólks og það varað við ef einhver hætta er á ferðum eða óveður í aðsigi.

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    15

    Mun yngri tóft er skammt frá skálanum, fast við akveginn (E463837 N457527). Um er að ræða hesthús sem upphaflega hefur verið hlaðið út torfi og grjóti en bárujárni hefur seinna verið klastrað inn í tóftina. Ekki skyldi þó raska tóftinni nema að höfðu samráði við minjavörð Suðurlands því tóftin er heimild um samgöngusöguna yfir Kjöl.11 Í deiliskipulaginu er þess gætt að nýir byggingarreitir séu í lágmarks fjarlægð frá fornminjum. Jafnframt skal minnt á 13.gr. Þjóðminjalaga frá 2001: ,,Nú finnast fornleifar sem áður voru ókunnar og skal finnandi þá skýra Fornleifavernd ríkisins frá fundinum svo fljótt sem unnt er. Sama skylda hvílir á landeiganda og ábúanda er þeir fá vitneskju um fundinn. Ef fornleifar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd uns fengin er ákvörðun Fornleifaverndar ríkisins um hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum.”

    5.14. Önnur ákvæði Allar framkvæmdir skulu vera í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa í Uppsveitum Árnessýslu. Byggingar og staðarval þeirra skulu vera í samræmi við gildandi deiliskipulag sem og gildandi skipulags- og byggingarreglugerð. Ekki eru sett tímatakmörk á framkvæmdir, þar sem árferði er mismunandi og ekki hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær fært er að fjallaselinu, en vísað í kafla 5.10 varðandi tillit til viðkvæmni lands og gróðurs.

    11 Uggi Ævarsson, Minjavörður Suðurlands, aðsend gögn með netpósti 29. sept. 2011

    Mynd 5.8 – Friðlýstar tóftir, Tjarnarrústin og gistiskáli FÍ á hægri hönd

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    16

    6. UMHVERFISSKÝRSLA 6.1. Inngangur

    Megin tilgangur þessarar umhverfisskýrslu er að greina frá þeim umhverfisáhrifum sem framkvæmd deiliskipulagsins er líkleg til að hafa á umhverfið og leggja mat á það hvort um veruleg áhrif sé að ræða eða ekki, skv. 6.gr. laga nr. 105/2006 um mat á umhverfisáhrifum áætlana.

    6.2. Grunnástand umhverfis og aðferðafræðí Skipulagsráðgjafar Landform ehf. sáu um gerð umhverfismatsins í samráði við skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og ýmsa skálaverði og fulltrúa Ferðafélags Íslands sem rekstraraðila svæðisins. Matið er unnið í samræmi við lög um umhverfismat áætlana 105/2006 sem og leiðbeiningar Skipulagsstofnunar sama efnis. Upplýsingar um grunnástand svæðisins eru fengnar með skoðun loftmyndakorts, vettvangsskoðun á staðnum og greiningu á landi, mælingum á skálum og veitumannvirkjum, ljósmyndun auk viðtala við skálaverði og rekstraraðila svæðisins um aðbúnað og umferð um svæðið. Ekki var talin þörf á að rannsaka þyrfi svæðið nánar vegna þeirrar litlu uppbyggingar sem skipulagsáætlunin gerir ráð fyrir. Minjavörður Suðurlands og skipulagsfulltrúi Uppsveita hafa farið á vettvang og gert sínar athuganir á svæðinu. Sjá nánar kafla 3. Áætlunin er nokkuð einföld, en hún felur í sér óbreytt ástand núv. skála auk heimildar til stækkunar salernishúsa. Þau stefnumið sem meta þarf eru því auðvalin þ.e. aukið byggingarmagn og aðgerðir þeim tengd. Þeir umhverfisþættir sem valdir voru tóku mið af viðkvæmri stöðu hálendisins m.t.t. gróðurfars, ásýndar og hugsanlegrar mengunarhættu frá salernum eða rotþróm. Ekki var ráðist í nákvæmar gróðurgreiningar heldur var metið á staðnum hvernig ástand svæðisins væri. Útfrá því var síðan reynt að áætla hvernig svæðið þróaðist ef skipulagsáætlunin nær fram að ganga. Ekki voru bornir saman aðrir kostir, annar en núllkostur sem m.ö.o. þýddi að ekkert yrði aðhafst. Staðsetning sjálfs svæðisins var ekki tekin með í matið sem slík þar sem áætlunin er á deiliskipulagsstigi og staðurinn ákvarðaður á svæðisskipulags- og aðalskipulagsstigi.

    6.3. Kynning og samráð Helstu samráðs- og umsagnaraðilar eru Forsætisráðuneyti, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Fornleifavernd ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

    6.4. Umfang umhverfismats Upplýsingar um umhverfisvandamál sem tengjast deiliskipulagsáætlun. Umhverfismat þetta fjallar um þau áhrif sem áætlunin hefur í för með sér vegna viðhalds og eða endurnýjunar skála FÍ auk stækkunar á salernisaðstöðu og vatns- og frárennslismála sem því tengjast. Þessar framkvæmdir eru ekki umfangsmiklar en eru á viðkvæmu svæði. Ekki verða bornir saman mismunandi kostir, einungis ofangreind stefnumið metin í samhengi við svokallaðan núllkost (þ.e. engar aðgerðir). Stefnumið verða metin í heild, fyrir hvern umhverfisþátt fyrir sig.

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    17

    Þeir umhverfisþættir sem umhverfismatið nær til eru þeir sömu og lagðir voru fram í matslýsingu, þ.e.

    o Vatn, áhrif áætlunar á grunnvatn. o Land (jarðmyndanir og jarðvegur) o Heilsa og öryggi, þar sem um óbyggðir er að ræða. o Hagrænir og félagslegir þættr, m.t.t. ferðamennsku o Náttúru- og menningarminjar. o Landslag og sjónræn áhrif, en skálinn er á hverfisverndarsvæði

    Lagt er mat á það hvort áhrifin af stefnumiðum á hvern umhverfisþátt eru neikvæð, óveruleg eða jákvæð. Í þeim tilfellum þar sem niðurstaða er að umhverfisáhrif séu neikvæð er einnig lagt mat á það hvort framkvæmd sé afturkræf eða varanleg. Vægi áhrifa: Tákn: Skýring: Jákvæð + jákvæð áhrif á umhverfisþátt Óveruleg 0 óveruleg áhrif á umhverfisþátt Neikvæð - neikvæð áhrif á umhverfisþátt Áhrif óljós ? óljós áhrif á umhverfisþátt

    6.5. Mat á umhverfisáhrifum áætlunarinnar, þ.m.t. núllkosts Lýsing á umhverfisáhrifum Í þessum kafla er gerð grein fyrir niðurstöðu umhverfismats skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat skipulagsáætlana. Umfjöllun um náttúrufar og aðra umhverfisþætti er í samræmi við matslýsingu. Á auglýsingatíma tillögunnar mun Skipulagsstofnun verða sent erindi þar sem óskað verður eftir áliti stofnunarinnar hvort fyrirhugaðar framkvæmdir feli í sér framkvæmd sem falli undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 m.s.br. Mat á vægi áhrifa tiltekinna umhverfisþátta eru eftirfarandi:

    6.5.1. Vatnafar Viðmið sem lögð eru til grundvallar við mat á því hvort áætlunin hafi áhrif á ár og vötn eru eftirfarandi:

    Lög um Náttúruvernd nr. 44/1999 Lög um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998

    Tafla 1 – huglægt mat á áhrifum skipulags á einstaka þætti (vatn, öryggismál og mengunarhættu, ferðamennsku, gróðurfar og náttúruminjar, fornminjar, sjónræn áhrif og landslag). Í þeim tilfellum þar sem niðurstaða er sú að umhverfisáhrif eru neikvæð, er einnig lagt mat á það hvort framkvæmdin sé afturkræf eða varanleg.

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    18

    Reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns Reglugerð nr. 797/1999 um varnir gegn mengun grunnvatns Skipulagsreglugerð 400/1998 Reglugerð nr.798/1999 um fráveitur og skólp Náttúruminjaskrá (Víðáttumikið gróið votlendi á upptakasvæði Hvítár)

    Metið er hvort fyrirhugaðar framkvæmdir skipulagsáætlunarinnar muni hafa mengandi áhrif á grunnvatnið eða hafi áhrif á votlendissvæðið sem heild og er þá aðallega hugað að frárennslismálum. Ekkert salerni er við gamla skálann og þar af leiðandi ekkert frárennsli annað en það að frárennsli frá vaski er leitt í svelg, gegnum fituskilju. Núverandi skáli stendur á grónum bökkum Tjarnár. Fyrirhugað salernishús eru staðsett nokkru sunnar á grónu svæði. Frárennsli frá núv. salernishúsi fer í rotþró. Rotþró er tæmd á hverju sumri og stundum oftar ef þörf krefur. Frá rotþró liggja siturlagnir. Siturlagnir eru í 125m fjarlægð frá fyrirhuguðu vatnsbóli og liggja nokkru lægra í landinu og því ekki talin hætta á mengun drykkjarvatns. Mengunarhætta er ekki talin stafa af salernisaðstöðunni og sífellt er staðið að bættri aðstöðu í salernismálum. Stærð rotþróa skal ávallt í samræmi við fjölda salerna og sturta og með reglulegu eftirliti og tæmingu má segja að mál þessi séu í góðu ástandi. Frágangur á rotþróm og siturlögnum er skv. reglugerð nr. 798/1999 m. s. br. um fráveitur og skólp og skv. leiðbeiningariti nr. 03/2004 frá Umhverfisstofnun. Engin móttaka er fyrir sorp á svæðinu og sjá gangandi gestir um að koma tilfallandi sorpi af svæðinu á sorpmóttöku á Hveravöllum eða til byggða. Engin mengun stafar af söfnun úrgangs innan skipulagssvæðisins.

    Áhrif uppbyggingar í Hvítárnesi við Hvítárvatn eru talin hafa lítil sem engin áhrif á mengun grunnvatns.

    Mýrar og lækir umlykja deiliskipulagssvæðið og stendur núverandi skáli á bökkum Tjárnár. Ekki er grafinn grunnur fyrir nýjum byggingum og ekkert jarðrask er fyrirhugað skv. deiliskipulagi og því mun ekki verða breyting á farvegi áa og lækja né áhrif á mýrar.

    Áhrif skipulagsáætlunarinnar eru talin hafa lítil sem engin áhrif á grunnvatn, læki, ár og mýrar.

    6.5.2. Land (Jarðmyndanir, jarðvegur og gróður) Viðmið sem lögð eru til grundvallar við mat á því hvort áætlunin hafi áhrif á land:

    Lög nr. 17/1965 um landgræðslu m.s.br. Lög um Náttúruvernd nr. 44/1999 Velferð til framtíðar (8. kafli í II hluta, fjallar um jarðmyndanir)

    Metið var hvort áætlunin hefði áhrif á jarðmyndanir og jarðveg, hugsanlega jarðvegsrof og gróður. Ekki hefur verið vart uppfoks við deiliskipulagssvæðið og er land alla jafna vel gróið í nágrenni skálans. Vart hefur verið smávægilegs slits meðfram stíg frá bílastæði að gistiskála, en með ákvæðum deiliskipulagsins um afmörkun bílastæðis er tekið á því og áætlað að færa til betri vegar. Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar sem fela í sér jarðrask, þar sem ekki er grafinn grunnur fyrir nýju salernishúsi og ekki farið í nýjar stígaframkvæmdir eða veglagningu.

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    19

    Mynd 6.1 – slit á grasi sem skal laga. Flutningur á vatnstanki mun ekki fela í sér jarðarask og ekki þarf að grafa fyrir lögnum þar sem þær eru ofanáliggjandi.

    Áhrif skipulagsáætlunarinnar eru talin óveruleg m.t.t. landeyðingar og

    jarðrasks. Gróðurfar Litlar rannsóknir liggja fyrir um þolmörk ferðamannastaða á hálendinu sem miða að því að fyrirbyggja slit eða skemmdir vegna of mikils álags. Á komandi árum má þó gera ráð fyrir því að unnið verði að verk- og viðhaldsáætlunum fyrir ferðamannastaði á hálendinu sem miði að því að greina hvar þörf sé á viðbrögðum til að koma í veg fyrir slíkt. Hafa verður í huga að hin stigvaxandi ferðamennska er orðinn ein af aðal atvinnugreinum landsins og því eðlilegt að hugað sé í auknum mæli að sjálfri undirstöðu hennar, þ.e. íslenskri náttúru.

    Vegna fjölgandi ferðamanna er mikilvægt að fylgst sé með gróðurfari við fjallaselið og ráðast í úrbætur ef þörf er á. Sökum lítils umfangs uppbyggingar og röskunar er niðurstaða matsins að bygging skála og takmörkuð aukning ferðamannastraumar í Hvítárnesi muni lítil sem engin áhrif hafa á gróðurfar á heildarsvæðinu

    6.5.3. Heilsa og öryggi Viðmið sem lögð eru til grundvallar við mat á því hvort áætlunin hafi áhrif á öryggismál ferðamanna:

    Skipulags- og byggingarlög m.s.br Upplýsingar um veður Öryggi á ferðamannastöðum, stefna til 2015, útg.2011 Útg.Ferðamálastofa

    Fjallasel við Hvítárvatn er einn af nokkrum viðkomustöðum, þegar gengin er þjóðleið um Kjöl. Löng hefð er fyrir skála á þessu svæði, en skálinn var byggður árið 1930. Ekki hefur verið skálavörður í Hvítárnesi nema part úr sumri ár hvert. Bætt skálavarsla með tilkomu skálavarðarhúss í Hvítárnesi hefði elft eftirlit innan svæðisins m.v. aukna ferðamennsku en á móti kemur að uppygging í Árbúðum kemur þar kannski á móti. Á öðrum fjölfarnari gönguleiðum framkvæma skálaverðir reglubundnar og daglegar talningar á þeim ferðamönnum sem vitað er um að séu á gangi milli staðanna. Skálaverðir eru í sambandi sín á milli í gegnum VHF örbylgjusamband (rás 42) og segja má að þetta sé eitt veigamesta öryggisatriðið sem skálaverðir inna af hendi í

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    20

    dag, fyrir utan hefðbundna þjónustu sem þeir sinna innan síns svæðis. Bregði eitthvað út af í talningum þessum fer af stað ákveðin viðbragðsáætlun sem leitt getur til þess að víðtæk leit hefjist í samráði við lögreglu og björgunarsveitir. Sú aðstaða sem fyrir hendi er í Hvítárnesi og fyrirhuguð er, er því mjög mikilvæg vegna ferðamennsku á hálendinu. Gistiskáli og salernishús eru liður í þjónustu við ferðamenn og eru því fyrirhugaðar framkvæmdir jákvæðar m.t.t. öryggisþátta á hálendinu. Uppbygging sú sem fyrirhuguð er í Hvítárnesi viðheldur getu staðarins til að taka á móti ferðamönnum og tryggja öryggi þeirra.

    Stækkun salernishúsa eru talin hafa jákvæð áhrif á öryggi og heilsu ferðamanna.

    6.5.4. Hagrænir og félagslegir þættir. Viðmið sem lögð eru til grundvallar við mat á því hvort áætlunin hafi áhrif á ferðamennsku eru eftirfarandi:

    Velferð til framtíða (5.kafli, Útivist í sátt við náttúruina, liðir 5.1-5.3, útg. Umhverfisráðuneytið mars 2007.

    Stefnumörkun sett er fram í ,, Miðhálendi Íslands, Svæðisskipulag 2015”

    Eins og komið hefur fram gegna skálar hálendinu mikilvægu hlutverki í ferðaþjónustu landsins. Þó ekki liggi fyrir nákvæmar tölur fyrir gistiskálann í Hvítárnesi, þá benda tölur af nærliggjandi skálasvæðum til fjölgunar ferðamanna á hálendinu.12 Það er stefna stjórnvalda, sbr. ofangreind viðmið, að stuðla að bættri þjónustu við ferðamenn á hálendinu. Bætt aðstaða á skálasvæðum í heild sinni og þar með fjallaselinu í Hvítárnesi er því jákvæð þróun, svo framarlega sem hún gengur ekki þvert á náttúruverndarsjónarmið.

    Áhrif uppbyggingar og aðstöðu í Hvítárnesi er talin hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku og aðgengi almennings að hálendinu.

    6.5.5. Landslag og sjónrænir þættir Viðmið sem lögð eru til grundvallar við mat á því hvort áætlunin hafi áhrif á landslag eru eftirfarandi:

    35.gr. laga um Náttúruvernd nr.44/1999 Velferð til framtíðar (5.kafli, Útivist í sátt við náttúruna, liðir 5.1-5.3, útg.

    Umhverfisráðuneytið, mars 2007) Náttúruminjaskrá 1991

    Frá árinu 1996 hefur FÍ unnið að því að samræma litaval á flestum skálum sínum og var það gert í samráði við Náttúruverndarráð (Umhverfisstofnun) á sínum tíma. Það er hin græna og rauða samsetning sem má sjá á flestum skálum FÍ í dag og stuðst verður við áfram í Hvítárnesi. Gamli gistiskálinn er þó í öðrum lit, en vegna aldurs og friðunar er lagt til að sá litur haldist óbreyttur og ný mannvirki aðlagi sig þeim litum. Skálinn fellur hann einstaklega vel inní landslagið með sínum grænu og hvítu litum og hlöðnu grasveggjum. Skv. 35. gr. laga nr. 44/1999 segir að við hönnun mannvirkja skuli þess gætt að þau falli sem best að svipmóti lands. Þarna er land flatt og víðfemt. Það er því mikilvægt að fyrirhuguð mannvirki láti lítið fyrir sér fara. Sjónræn áhrif er erfitt að meta og sitt 12 Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    21

    sýnist hverjum hvað er fallegt og hvað ljótt og skal ekki tekin afstaða til þess hér. Með ákvæðum í deiliskipulagsskilmálum þess efnis að þakhalli, efnisval og litur á húsum við bílastæðið skuli vera eins, er dregið úr neikvæðum sjónrænum áhrifum. Miðað er að því að þjappa húsum sem mest saman í stað þess að dreifa þeim og er því nokkuð stutt á milli byggingarreita. Hlaðnir veggir skulu vera uppað eða við veggi til að tengja hús og land saman og draga úr framandleika mannvirkjanna. Hugsanlegar skjólgirðingar og kamrar skulu vera í sama lit og salernishús. Öll ný hús verða sett niður á steyptar og lausar undirstöður eða burðarbita sem settir eru í jörðu. Öll mannvirki eru því færanleg síðar. Með það í huga eru áhrifin metin sem afturkræf ef nauðsyn bæri til að færa þau eða afmá ummerki.

    mynd 6.2 – núv. bílastæði er lítt sýnilegt

    Landslag við Hvítárvatn er stórgert og víðáttur miklar. Eins og fram kemur í kafla 5.5 er hægt að fjarlægja hús og uppbyggingin er afturkræf. Sjónræn áhrif framkæmdanna teljast neikvæð ef litið er til þess að fyrirhuguð hús eru framandi í umhverfinu. Með ákvæðum um hönnun og frágang húsa sem sett eru fram í deiliskipulagsskilmálum er dregið úr neikvæðum áhrifum þessa.

    6.5.6. Náttúru- og menningarminjar Viðmið sem lögð eru til grundvallar við mat á því hvort áætlunin hafi áhrif á náttúru- og fornminjar eru eftirfarandi:

    Þjóðminjalög nr. 107/2001 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun 37. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd Velferð til framtíðar (5.kafli, Útivist í sátt við náttúruna, Umhverfisráðuneytið) Náttúruminjaskrá, svæði nr. 734 Stefnumörkun sem sett eru fram í ,,Miðhálendi Íslands, Svæðisskipulag 2015” Bókun sveitarstjórnar frá 6. október 2011

    Svæðið við Hvítárnes er á náttúruminjaskrá þar sem vernda skal gróið votlendi á upptakasvæði Hvítár. Ennfremur fellur svæðið undir ákvæði 37. gr. lagna nr. 44/1999 þar sem fjallað er um jarðmyndanir og vistkerfi sem njóta sérstakrar verndar og skal forðast röskun þeirra eins og kostur er.

    Fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun salernishúsa verða á melnum við bílastæðið og munu því ekki hafa áhrif á gróið votlendi né viðkvæmt land.

    Friðlýstar fornleifar eru á svæðinu. Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í nágrenni þeirra, nema viðhald á gistiskála, sem einnig er friðaður. Gæta skal sérstakrar varúðar við fornminjar nálægt skálanum meðan á framkvæmdum stendur og skal minjaverði gert viðvart um framkvæmdir. Heimilt er skv. deiliskipulagsskilmálum að

    Bílastæði verður óbreytt og er það óuppbyggt svo það er lítt sjáanlegt í landslaginu. Í skilmálum kemur fram að það skuli afmarkað svo komið verði í veg fyrir hugsanlegan utanvegaakstur. Það er nú þegar afmarkað með stórum steinum á eina 3 vegu.

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    22

    setja upp upplýsingaskilti við Tjarnarrústirnar og kynna ferðamönnum þær fornminjar sem þar um ræðir og er það einnig gert til verndunar fornminjanna. ,,Nú finnast fornleifar sem áður voru ókunnar og skal finnandi þá skýra Fornleifavernd ríkisins frá fundinum svo fljótt sem unnt er. Sama skylda hvílir á landeiganda og ábúanda er þeir fá vitneskju um fundinn. Ef fornleifar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd uns fengin er ákvörðun Fornleifaverndar ríkisins um hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum.

    Fyrirhugaðar framkvæmdir á salernishúsum eru í um 120-130m fjarlægð frá fornminjum og því ekki hætta á að þær spillist vegna fyrirhugaðra framkvæmda sem getið er um í skipulagsáætlun. Framkvæmdir við lagfæringar á skálanum ná til innviða hans og hlaðinna veggja og eiga ekki að hafa áhrif á friðlýstar fornleifar í nágrenni hans. Framkvæmdir við núv. skála skal bera undir Húsafriðunarnefnd og gerðar undir eftirliti bygg.fltr.

    6.6. Núllkostur Ekki er verið að ráðast í stórfellda uppbyggingu við Hvítárnes frá því sem nú er. Deiliskipulagið miðar að því að koma til móts við gildandi skipulagslög um leið og gætt er samræmingar sem stuðlar að bættum aðbúnaði ferðamanna til framtíðar litið. Lítill munur er á óbreyttu ástandi og þeim áformum sem heimiluð eru í deiliskipulagi, en við óbreytt ástand er þó hætta á að salernisaðstaða verði ekki nægjanleg. Bætt aðstaða fyrir starfsmenn og búnað stuðlar hvorutveggja að bættri þjónustu og öryggi við ferðamenn.

    Að aðhafast ekkert og gera engar ráðstafanir varðandi bættan aðbúnað ferðamanna er talin hafa neikvæð áhrif á umhverfið, öryggi og ferðamennsku.

    6.7. Samantekt, breytingar á stefnu og mótvægisaðgerðir Frá því skipulagshugmyndir voru fyrst kynntar fyrir sveitarstjórn hefur verið fallið frá uppbyggingu annars gistiskála og skálavarðarhúss til þess að minnka sem mest byggingarmagn á svæðinu og þannig hlífa staðnum sem mest. Heimiluð er stækkun á salernisaðstöðu og endurnýjunar og viðhalds á núv. skála FÍ. Mikilvægt er að salernismál séu í lagi á áningarstöðum hálendisins og að þau geti annað gestum á göngu sinni sem og þeim sem eiga viðkomu á slíkum stöðum. Vegna neikvæðra sjónrænna áhrifa sem byggingar á hálendinu óhjákvæmilega hafa, skulu hús vera í ákveðnum litum sem fellur vel að landslaginu. Eins mega þau ekki vera stærri en svo að hægt sé að flytja þau á brott í heilu lagi eða hlutum, ef þurfa þykir.

    6.8. Niðurstaða Áhrifasvæði deiliskipulagsáætlunarinnar er mjög lítið. Sökum staðsetningar svæðisins á miðhálendinu er ástæða til varfærni og er skipulagsáætlunin því í eðli sínu mjög varfærin. Fyrirhuguðum framkvæmdum er ætlað að mæta þörfum fjölgandi ferðamanna sem leið eiga um Kjöl. Ljóst er að álagið mun aukast á fjallaskálann og nálægt umhverfi hans og líklega á önnur skálasvæði í næsta nágrenni. Í raun er hægt að segja að skipulagsáætlunin sé óbreytt ástand og mun aðallega bæta aðgengi að salerni þeirra vaxandi ferðamanna sem leið eiga yfir hálendið.

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    23

    Umhverfisþáttur Vægi áhrifa

    vatn 0

    land 0

    Heilsa og öryggi +

    Hagrænir og félagslegir þættir +

    Landslag og sjónrænir þættir ?

    Náttúru- og menningarminjar 0

    Núllkostur - Stækkun salernishúsa er ekki talin hafa umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfi Hvítárness, heldur í raun jákvæð heildaráhrif. Byggingar er hægt að flytja í burtu og þannig tryggt að sjónræn áhrif mannvirkja séu afturkræf. Deiliskipulagið er í samræmi við Svæðisskipulag miðhálendis Íslands 2015 og Aðalskipulag Biskupstungnahrepps 2000-2012 (Bláskógabyggð) um landnýtingu á hálendinu. Skipulagið gengur ekki gegn yfirlýstum markmiðum stjórnvalda sem fjalla um útivist í sátt við náttúruna. Fjallaselið er ætlað undir almenna ferðamannastarfsemi og er því jafnframt í samræmi við yfirlýst markmið stjórnvalda um frjálst aðgengi að náttúru landsins án þess að brotið sé á náttúruverndarsjónarmiðum.

    Tafla 2 – niðurstaða á vægi skipulags á einstakra umhverfisþætti (huglægt mat). Vægi áhrifanna (0, -, +) er skilgreint nánar í töflu 1. bls. 17

  • DEILISKIPULAG HVÍTÁRNESS VIÐ HVÍTÁRVATN _____________ _________________________________ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR OG UMHVERFISSKÝRSLA LANDFORM ehf

    24

    7. SAMÞYKKT OG GILDISTAKA 7.1. Auglýsing og afgreiðsla athugasemda.

    • Auglýsingartími. Deiliskipulagstillagan var auglýst 21. júní - 3. ágúst 2012. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.

    .

    7.2. SAMÞYKKT Deiliskipulag þetta sem auglýst hefur verið samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010 m.s.br var samþykkt í skipulagsnefnd Uppsveita Árnessýslu þann 24. maí 2012 og í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. júní 2012.

    Samþykkt deiliskipulagstillaga var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann