Nj lsg tureitur 3 l sing) - Reykjavíkurborg · 2015. 10. 28. · Njálsgötureitur 3 – lýsing...

4
Reykjavíkurborg Umhverfis og skipulagsvið UMHVERFIS- OG SKIPULAGSSVIÐ BORGARTÚN 12-14 105 REYKJAVÍK SÍMI 411 1111 BRÉFASÍMI 411 3071 NETFANG: [email protected] Reykjavík 8. apríl 2013 Njálsgötureitur 3 – lýsing Lýsing fyrir deiliskipulag Njálsgötureits stgr. 1.190.3 í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin, er hluti forsendna við gerð deiliskipulags reitsins. Hún fjallar m.a. um landnotkun og uppbyggingu á svæðinu. Tilgangur lýsingarinnar að vera leiðbeinandi við gerð nýs deiliskipulags. Ekki er gert ráð fyrir að unnið verði umhverfismat skv. 5.4. gr. skipulagsreglugerðar vegna deiliskipulagsins. Lýsing skiptist í 1. Afmörkun svæðisins 2. Lýsing staðhátta og byggðar 3. Forsendur 4. Stefnumörkun 5. Ferli verkefnisins 1. Afmörkun svæðisins Reiturinn markast af Njálsgötu, Barónsstíg, Bergþórugötu og Vitastíg. 2. Lýsing staðhátta og byggðar Reiturinn skiptist í tvennt með öskustíg. Á sunnanverðum reitnum, Bergþórugötumegin, er röð sambyggðra og samstæðra húsa, randbyggð. Húsalengjan skiptist í tvennt við gangstíg þvert á öskustíginn. Lóðir við Bergþórugötu liggja allar að öskustígnum. Engin bakhús eru á

Transcript of Nj lsg tureitur 3 l sing) - Reykjavíkurborg · 2015. 10. 28. · Njálsgötureitur 3 – lýsing...

  • Reykjavíkurborg Umhverfis og skipulagsvið

    UMHVERFIS- OG SKIPULAGSSVIÐ BORGARTÚN 12-14 105 REYKJAVÍK SÍMI 411 1111 BRÉFASÍMI 411 3071

    NETFANG: [email protected]

    Reykjavík 8. apríl 2013 Njálsgötureitur 3 – lýsing Lýsing fyrir deiliskipulag Njálsgötureits stgr. 1.190.3 í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin, er hluti forsendna við gerð deiliskipulags reitsins. Hún fjallar m.a. um landnotkun og uppbyggingu á svæðinu. Tilgangur lýsingarinnar að vera leiðbeinandi við gerð nýs deiliskipulags. Ekki er gert ráð fyrir að unnið verði umhverfismat skv. 5.4. gr. skipulagsreglugerðar vegna deiliskipulagsins. Lýsing skiptist í

    1. Afmörkun svæðisins 2. Lýsing staðhátta og byggðar 3. Forsendur 4. Stefnumörkun 5. Ferli verkefnisins

    1. Afmörkun svæðisins Reiturinn markast af Njálsgötu, Barónsstíg, Bergþórugötu og Vitastíg.

    2. Lýsing staðhátta og byggðar Reiturinn skiptist í tvennt með öskustíg. Á sunnanverðum reitnum, Bergþórugötumegin, er röð sambyggðra og samstæðra húsa, randbyggð. Húsalengjan skiptist í tvennt við gangstíg þvert á öskustíginn. Lóðir við Bergþórugötu liggja allar að öskustígnum. Engin bakhús eru á

  • bls. 2

    þessum hluta reitsins. Húsin eru öll steinsteypt, byggð á ellefu ára tímabili frá 1920 til ársins 1931. Húsin nr. 33-45 við Bergþórugötu og húsið nr. 30 við Barónsstíg eru í grænum verndunarflokki V20 (verndun 20. aldar bygginga skv. Húsaskrá Reykjavíkur). Nýtingarhlutfall einstakra lóða er nokkuð jafnt eða frá 1,2 til 2,1. Hús Njálsgötumegin eru mjög mismunandi að gerð, stór steinhús og smærri timbur- og steinhús og eru þau byggð upp á mismunandi tímum, frá 1903 til 1955. Húsin Njálsgata 48A, 50, 52B, 54, 56, 58 og 60 og Barónsstígur 28 eru byggð fyrir 1913 og eru því sjálfkrafa friðuð með nýjum lögum um menningarminjar, nr. 80/2012 sem tóku gildi 1. janúar 2013. Húsið Njálsgata 48 er verndað sem hornhús/verndun götumynda, (VG). Tvö hús eru á baklóðum, Njálsgata 52B og Njálsgata 58B og lítill skúr á Njálsgötu 60B. Á reitnum er nú íbúðabyggð að mestu. Áður hafa verið verslanir, smáverkstæði og skrifstofur í einstaka húsum. Húsin sem voru friðuð 1. janúar 2013 eru: Barónstígur 28 byggt árið 1905, Njálsgata 48A byggt árið 1905, Njálsgata 50 byggt árið 1904, Njálsgata 52B byggt árið 1907, Njálsgata 54 byggt árið 1905, Njálsgata 56 byggt árið 1905, Njálsgata 58 byggt árið 1905 og Njálsgata 60 byggt árið 1903. Barónsstígur 28 Njálsgata 48A Njálsgata 50

    Njálsgata 52B Njálsgata 54 Njálsgata 56

    Njálsgata 58 Njálsgata 60

    3. Forsendur Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir þennan reit. Árið 2007 var unnið deiliskipulag fyrir reitinn og var það samþykkt í borgarráði 21. júní 2007. Deiliskipulagið gekk út á að heimila niðurrif nokkurra timburhúsa við Njálsgötu, en í staðinn var gert ráð fyrir samfelldri húsaröð, svipað

  • bls. 3

    og er á reitum austan Barónsstígs. Deiliskipulagið var kært og fellt úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála 21. janúar 2010. Í framhaldi af því var unnin tillaga, þar sem gerð var tilraun til að lagfæra þau atriði sem kærð höfðu verið. Nýja tillagan var dagsett 16. júní 2010 og auglýst frá 28. júlí til og með 1. október 2012. Við tillögunni bárust athugasemdir þar sem sem m.a. var bent á misvísanir, t.d. væru andstæð markmið í greinargerð deiliskipulagsins. Þar átti að „hlúa að því sem fyrir er og búa þannig um hnútana að uppbygging geti gerst á forsendum þeirrar byggðar sem þar stendur“, en einnig að „skipuleggja reit með hliðsjón af reitum austan Barónsstígs“. Auk þess átti að „stuðla að eðlilegri endurnýjun húsakosts á reitnum“. Þetta eru andstæð sjónarmið og er nú verið að skoða nýja nálgun á deiliskipulagi reitsins. Með nýjum lögum um menningarminjar eru timburhúsin við Njálsgötu og Barónsstíg sjálfkrafa friðuð. Gert er ráð fyrir að farið verði varlega í uppbyggingu, en þó með hliðsjón af því að í gildi var á árunum 2007 til 2010 deiliskipulag, sem gerði ráð fyrir talsverðri uppbyggingu. Því verður gert ráð fyrir að heimilt verði að stækka gömlu timburhúsin á forsendum byggingarstíls og aldurs þeirra. Leitast verður við að halda í fremur smágerðan mælikvarða þeirrar byggðar sem fyrir er. 4. Stefnumörkun Deiliskipulag “Njálsgötureits 3” skal vera í samræmi við stefnumörkun borgaryfirvalda eins og hún birtist í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 – 2024, en í vinnslu er nýtt aðalskipulag, þar sem áhersla er m.a. lögð á sjálfbærni. Í gildandi aðalskipulagi er ekki gefið upp nýtingarhlutfall til viðmiðunar. Stefna skipulags-yfirvalda á þessu svæði er að fara varlega í uppbyggingu, að hlúa að því sem fyrir er og halda í mælikvarðann sem fyrir er í byggðinni. Tryggja skal að nýbyggingar falli vel að því umhverfi sem fyrir er, að uppbygging geti gerst á eðlilegan hátt og á forsendum þeirrar byggðar sem þar stendur. Það þarf því að vinna sig inn í mælikvarðann og taka fullt tillit til þeirrar byggðar sem fyrir er. Mikilvægt er að mynda fallegar götumyndir sem í senn geta verið heillegar og fjölbreyttar. Húsakönnun frá 2004 liggur fyrir en auk þess liggja fyrir umsagnir frá Minjastofnun og borgarminjaverði. Við gerð tillögu verður tekið tillit til þessarra umsagna. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun íbúða í þeim húsum sem litlar breytingar eru fyrirhugaðar á, en í einstaka tilfellum þar sem mikil aukning getur orðið á byggingarmagni verður gert ráð fyrir að heimilt verði að fjölga íbúðum. Ekki verður gert ráð fyrir nýjum bílastæðum innan lóða. 5. Ferli verkefnisins skiptist í eftirfarandi meginverkþætti: Hugmyndir og tillögur verða kynntar yfirvöldum og hagsmunaaðilum með auglýsingu og kynningu í samræmi við ákvæði skipulags- og byggingarlaga. Eftir samþykkt borgaryfirvalda á fullunninni tillögu verður hún auglýst í B-deild Stjórnartíðinda til staðfestingar í samræmi við lög. a. Lýsing deiliskipulagsreitsins kynnt umhverfis- og skipulagsráði, Skipulagsstofnun og hagsmunaaðilum / húseigendum á reitnum.

    Áætlaður tími: apríl – maí 2013

    b. Frumhugmyndir kynntar í umhverfis- og skipulagsráði. Áætlað í maí 2013

  • bls. 4

    c. Kynning frumhugmynda (hagsmunaaðilakynning). Áætlaður tími: maí - júní 2013

    d. Gerð tillögu. Áætlaður tími: júní 2013

    e. Tillaga kynnt og samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði og í borgarráði Áætlaður tími: júní - júlí 2013.

    f. Lögformlegt auglýsingaferli og umfjöllun. Áætlaður tími: júlí - ágúst 2013

    g. Stefnt er að auglýsingu í B- deild Stjórnartíðinda í september 2013

    Margrét Þormar arkitekt, verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa.