Útvegsblaðið 10. tbl 2012

24
Útflutningur þekkingar á fullvinnslu fiskafurða er nú í burðarliðnum. Íslendingar hafa náð mun lengra en aðrar þjóðir á þessu sviði og nýta nú nánast allt úr þeim þorski, sem berst á land. Ís- lendingar fá til dæmis mun hærra verð fyrir hvert kíló af þorski upp úr sjó en Norðmenn. Munurinn liggur að miklu leyti í betri nýtingu. Þannig get- ur 5 kílóa þorskur upp úr sjó skilað allt að 10.000 króna afurðaverði, ef allt úr honum er nýtt. Kom- inn á diskinn hjá endanlegum neytanda hefur þorskurinn svo skilað enn meiru. Þetta kom meðal annars fram hjá Pétri Páls- syni, framkvæmdastjóra Vísis í liðinni viku og í viðtali við Sigurjón Arason, yfirverkfræðing hjá MATÍS í viðtali við Útvegsblaðið. En þarna liggja ekki bara tækifæri fyrir íslenskan fiskiðn- að, heldur felst í þessu nýr möguleiki til þekk- ingarútflutnings. Á sama tíma og Pétur kynnti hugmyndina sem nefnd er Codland, var hald- inn vinnufundur hagsmunaaðila í sjávarútvegi á Nýfundnalandi, þar sem Páll Gíslason véla- verkfræðingur hélt svipaða ræðu. Útvegsblað- ið hafði samband við Pál og innti hann eftir að- draganda að sinni ferð til Kanada. „Þetta er hugmynd að átaki í útflutningi á heildarlausnum varðandi fullnýtingu bol- fiskafla, sem er tilkomin vegna frumkvæðis Sjávarklasans, en við Þór Sigfússon vorum á vinnufundinum til að fræða heimamenn um tækninýjungar í sjávarútveginum hér heima, meðal annars varðandi nýtingu á aukaafurðum sem til falla við bolfiskvinnslu. Auk Sjávarklas- ans þá er þetta unnið i samstarfi við verkfræði- stofuna Mannvit og Samey sem er hátæknifyr- irtæki á þessu sviði.“ Páll bætti síðan við: „Við vorum í svipuðum erindagjörðum á Grænlandi í byrjun október, þar var með mér Arnar nokkur Jónsson frá Sjáv- arklasanaum og erindið var að fræða Græn- lendinga um sömu atriði.“ Að sögn Páls var í báðum tilfellum um að ræða kynningu á starfi Sjávarklasans og síðan var fjallað um möguleika á fullvinnslu á þorski, þurrkun beingarða og hausa, vinnslu á lifur til niðursuðu og vinnslu á mjöli úr innyflum. „Mark- miðið er jú alltaf að nýta sem mest af því sem veitt er og með háu verði á kvóta og aukinni um- hverfisvitund hefur þróunin verið nokkuð hröð hér á Íslandi. Má þar benda á þá aukningu sem hefur orðið í fiskþurrkun hérlendis og hvern- ig nú er sótt fram á mörkuðum fyrir þurrkaðan fisk bæði í Afríku og eins í nærliggjandi löndum eins og Svíþjóð,“ segir Páll. „Ég benti áheyrendum í báðum löndum á hve óásættanlegt það er að hent sé meira en helmingi af fallþunga eða lifandi vigt fiskteg- unda eins og þorsks og ýsu. En það er alþekkt að hefðbundin vinnsla á bolfiski nýtir í mörgum löndum ekki nema um 44% af þyngd fisksins upp úr sjó.“ Spurður um viðbrögð við þessum hugmynd- um sagði Páll að menn hefðu almennt tekið vel við sér, alþekkt væri að nýtingin væri ekki nægi- lega góð og víða væri meðferð úrgangs óviðun- andi, hvort sem honum væri hent í sjóinn aft- ur eða hann urðaður. En vandamálin eru bæði lítill heildarafli og miklar árstíðasveiflur sem gera það að verkum að erfitt er að finna hvern- ig hægt er að koma með hagkvæmar lausnir í hvoru landi fyrir sig. „Við hittum marga áhugaverða aðila og væntum þess að áframhald verði á þeim við- ræðum. En eins virðist orðsporið hafa farið víð- ar og við erum nú þegar farnir að fá fyrirspurnir víðar að. Það er verkefni næstu vikna og mán- aða að vinna úr þeim,“ segir Páll Gíslason. úTVEGSBLAðIð Þ J ó N U S T U M I ð I L L S J Á V A R Ú T V E G S I N S nóvember 2012 » 10.tölublað » 13.árgangur Tekur við góðu búi í skugga veiðigjalda Gjögur byggir upp fyrir framtíðina Verðum að koma fiski á fleiri diska Er aukið framboð af þorski ógn eða tækifæri? » FAXAFLóAHAFNIR Það var allt á fullu hjá okkur frá því í apríl og fram í júlí voru mjög þéttsetnir mánuðir ... » 2 Fiskihöfn til framtíðar Reykjavíkurhöfn hefur frá árinu 1917 haft mikil áhrif á þróun byggðar og atvinnulífs í höfuðborginni og Reykjavík er í dag eina höfuðborgin í Evrópu þar sem fiskur og fiskvinnsla eru í öndvegi í höfninni. » Nýting fiskhausa er snar þáttur í því að auka verðmæti fisks upp úr sjó. Hér er verið að þurrka hausa hjá Laugafiski. Hugvit og tækni flutt utan Nýjar hugmyndir um útflutning þekkingar á fullnýtingu fiskafurða í sjávarútvegi: Hjörtur Gíslason skrifar: [email protected] » 8 » 16 » 20 » 6 Faxaflóahafnir Á árinu 2013 verða liðin 100 ár frá því að framkvæmdir hófust við Gömlu höfnina í Reykjavík, en þeim fram- kvæmdum lauk árið 1917. Höfnin hefur frá þeim tíma haft mikil áhrif á þróun byggðar og atvinnu- lífs í höfuðborginni og áhrif hennar eru enn í dag mikil. Útgerð og fiskvinnsla hafa þar ávallt skipað veigamikinn sess og svo er enn og svo verður vonandi um ókomna tíð. Reykjavík er eina höfuðborgin í Evrópu þar sem fiskur og fiskvinnsla eru í öndvegi í höfninni. Það er að mínu viti eitt og sér ástæða til að varðveita og styrkja. Þó svo að vöruflutningar hafi færst úr Gömlu höfninni þá hafa aðrir þættir vaxið svo sem haftengd ferðaþjónusta og menningarstarfsemi. Enn sem fyrr er höfnin mikilvæg fyrir heimsókn smærri skemmtiferðaskipa, rannsóknar- skipa og ýmis konar gestaskipa auk þess sem slippurinn gegnir enn hlutverki í þjónustu við fiskiskipaflota landsmanna,“ segir hafn- arstjórinn. Hann rekur síðan starfsemina og þróun til næstu framtíðar. Mikil breyting með Hörpu Á landi eru stærstu breytingarnar við Gömlu höfnina tilkoma Hörpunnar og án vafa mun landslagið breytast þar enn frekar með til- komu hótels næst Hörpunni. Nú liggur fyr- ir rammaskipulag að svæðinu frá Sjóminja- safninu Víkinni að Hörpu og eflaust mun endurskoðað aðalskipulag að einhverju leyti taka tillit til þess. Flestum er ljóst að breyting- in sem hefur orðið í Suðurbugtinni og í hluta verbúðanna úti á Granda þar sem verslun, þjónusta, gallerí, veitingastaðir og fleira hef- ur haslað sér völl, lífgar upp á umhverfið á svæðinu. Sama má segja um breytta starfsemi í gamla Slippfélagshúsinu, þar sem nú er rek- ið hótel á næstu lóð við slippinn. Reykjavík- urborg hefur keypt hluta lands hafnarinnar við Mýrargötu og þar mun á næstu misserum rísa íbúðabyggð í bland við þjónustu. Fjölbreytt starfsemi í Örfirisey irisey er ýmis konar þjónusta og starf- semi sem þjónar bæði fyrirtækjum á hafnar- svæðinu og íbúum Reykjavíkur. Í Örfirisey er mikilvæg atvinnustarfsemi sem tengist höfn- inni og sjávarútvegi svo sem fiskvinnslur HB Granda hf., Fiskkaupa, Toppfisks og Aðal- bjargar hf. svo dæmi séu nefnd. Þar er Lýsi hf, sem er í örum vexti, en öflug útgerðarfyr- iræki eru einnig á starfssvæði Gömlu hafn- arinnar svo sem Ögurvík hf. og Brim hf. Þá skal nefna Bakkaskemmuna og Grandaskála, sem eru í eigu Faxaflóahafna sf., en í Bakka- skemmu er verið að búa enn frekar í haginn fyrir starfsemi tengda útgerð og fiskvinnslu. Íslenski sjávarklasinn leiðir þá þróun að laða að höfninni smærri fyrirtæki í þessari starf- semi. Starfsemi Íslenska sjávarklasans er til þess fallin að skapa íslensku hugvitsfólki á þessu sviði gott umhverfi og væntingar um betri árangur á grundvelli aukins samstarfs. Í Bakkaskemmu er að auki Fiskmarkaður Ís- lands sem er lykilstarfsemi í hverri fiskihöfn. Í Grandaskála er Hafrannsóknarstofnun auk fleiri aðila með starfsemi og vonandi verða Bakkaskemma og Grandaskáli í framtíðinni lifandi og frjór vettvangur útgerðar og aðila sem vinna að þróun og Lausar lóðir olíubirgðastöðina í Örfirisey eru Faxflóahafnir sf. með nokkrar lóðir laus- ar sem vonandi munu innan tíðar byggjast upp með starfsemi sem verður til stuðnings starfseminni í og við Gömlu höfnina. Gamla höfnin hefur eins og fyrr sagði þróast frá árinu 1913 til dagsins í dag og þróunin mun halda áfram. Það er ekkert keppikefli í sjálfu sér að þróunin gangi hratt fram – heldur einmitt mikilvægara að hægt en örugglega verði tekin jákvæð skref sem styrki anda Gömlu hafnarinnar og um leið atvinnu- og menningarsögu höfuðborgar- innar þannig að komandi kynslóðir njóti og þrói áfram það sem liðnar kynslóðir hafa byggt upp. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna fer yfir málefni gömlu hafnarinnar: Fiskihöfn til framtíðar Reykjavík er eina höfuðborgin í Evrópu þar sem fiskur og fiskvinnsla eru í öndvegi í höfninni. FÍTON / SÍA | www.flytjandi.is | sími 525 7700 | Klettakælir fyrir ferskan fisk Nýr og mikilvægur hlekkur í órofinni kælikeðju Eimskip Flytjandi hefur opnað nýja og öfluga kæliaðstöðu fyrir ferskan fisk að Klettagörðum 15. Klettakælir er 450 m 2 og býður upp á fullkomna og sérhannaða aðstöðu til að meðhöndla ferskan fisk.

description

Þjónustumiðill sjávarútvegsins

Transcript of Útvegsblaðið 10. tbl 2012

Page 1: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

Útflutningur þekkingar á fullvinnslu fiskafurða er nú í burðarliðnum. Íslendingar hafa náð mun lengra en aðrar þjóðir á þessu sviði og nýta nú nánast allt úr þeim þorski, sem berst á land. Ís-lendingar fá til dæmis mun hærra verð fyrir hvert kíló af þorski upp úr sjó en Norðmenn. Munurinn liggur að miklu leyti í betri nýtingu. Þannig get-ur 5 kílóa þorskur upp úr sjó skilað allt að 10.000 króna afurðaverði, ef allt úr honum er nýtt. Kom-inn á diskinn hjá endanlegum neytanda hefur þorskurinn svo skilað enn meiru.

Þetta kom meðal annars fram hjá Pétri Páls-syni, framkvæmdastjóra Vísis í liðinni viku og í viðtali við Sigurjón Arason, yfirverkfræðing hjá MATÍS í viðtali við Útvegsblaðið. En þarna liggja ekki bara tækifæri fyrir íslenskan fiskiðn-að, heldur felst í þessu nýr möguleiki til þekk-ingarútflutnings. Á sama tíma og Pétur kynnti hugmyndina sem nefnd er Codland, var hald-inn vinnufundur hagsmunaaðila í sjávarútvegi á Nýfundnalandi, þar sem Páll Gíslason véla-verkfræðingur hélt svipaða ræðu. Útvegsblað-ið hafði samband við Pál og innti hann eftir að-draganda að sinni ferð til Kanada.

„Þetta er hugmynd að átaki í útflutningi á heildarlausnum varðandi fullnýtingu bol-fiskafla, sem er tilkomin vegna frumkvæðis Sjávarklasans, en við Þór Sigfússon vorum á vinnufundinum til að fræða heimamenn um tækninýjungar í sjávarútveginum hér heima, meðal annars varðandi nýtingu á aukaafurðum sem til falla við bolfiskvinnslu. Auk Sjávarklas-ans þá er þetta unnið i samstarfi við verkfræði-stofuna Mannvit og Samey sem er hátæknifyr-irtæki á þessu sviði.“

Páll bætti síðan við: „Við vorum í svipuðum erindagjörðum á Grænlandi í byrjun október, þar var með mér Arnar nokkur Jónsson frá Sjáv-arklasanaum og erindið var að fræða Græn-lendinga um sömu atriði.“

Að sögn Páls var í báðum tilfellum um að ræða kynningu á starfi Sjávarklasans og síðan var fjallað um möguleika á fullvinnslu á þorski,

þurrkun beingarða og hausa, vinnslu á lifur til niðursuðu og vinnslu á mjöli úr innyflum. „Mark-miðið er jú alltaf að nýta sem mest af því sem veitt er og með háu verði á kvóta og aukinni um-hverfisvitund hefur þróunin verið nokkuð hröð hér á Íslandi. Má þar benda á þá aukningu sem hefur orðið í fiskþurrkun hérlendis og hvern-ig nú er sótt fram á mörkuðum fyrir þurrkaðan fisk bæði í Afríku og eins í nærliggjandi löndum eins og Svíþjóð,“ segir Páll.

„Ég benti áheyrendum í báðum löndum á

hve óásættanlegt það er að hent sé meira en helmingi af fallþunga eða lifandi vigt fiskteg-unda eins og þorsks og ýsu. En það er alþekkt að hefðbundin vinnsla á bolfiski nýtir í mörgum löndum ekki nema um 44% af þyngd fisksins upp úr sjó.“

Spurður um viðbrögð við þessum hugmynd-um sagði Páll að menn hefðu almennt tekið vel við sér, alþekkt væri að nýtingin væri ekki nægi-lega góð og víða væri meðferð úrgangs óviðun-andi, hvort sem honum væri hent í sjóinn aft-

ur eða hann urðaður. En vandamálin eru bæði lítill heildarafli og miklar árstíðasveiflur sem gera það að verkum að erfitt er að finna hvern-ig hægt er að koma með hagkvæmar lausnir í hvoru landi fyrir sig.

„Við hittum marga áhugaverða aðila og væntum þess að áframhald verði á þeim við-ræðum. En eins virðist orðsporið hafa farið víð-ar og við erum nú þegar farnir að fá fyrirspurnir víðar að. Það er verkefni næstu vikna og mán-aða að vinna úr þeim,“ segir Páll Gíslason.

útvegsblaðiðÞ J ó N u S T u M i ð i l l S J Á V A r Ú T V E G S i N S

n ó v e m b e r 2 0 1 2 » 1 0 . t ö l u b l a ð » 1 3 . á r g a n g u r

Tekur við góðu búi í skugga veiðigjalda

Gjögur byggir upp fyrir framtíðina

Verðum að koma fiski á fleiri diska

Er aukið framboð af þorski ógn eða tækifæri?

» FaxaFlóahaFnir

Þ a ð v a r a l l t á f u l l u h j á o k k u r f r á þ v í í a p r í l o g f r a m í j ú l í v o r u m j ö g þ é t t s e t n i r m á n u ð i r . . . » 2

Fiskihöfn til framtíðarReykjavíkurhöfn hefur frá árinu 1917 haft mikil áhrif á þróun byggðar og atvinnulífs í höfuðborginni og Reykjavík er í dag eina höfuðborgin í Evrópu þar sem fiskur og fiskvinnsla eru í öndvegi í höfninni.

» Nýting fiskhausa er snar þáttur í því að auka verðmæti fisks upp úr sjó. Hér er verið að þurrka hausa hjá laugafiski.

Hugvit og tækni flutt utanNýjar hugmyndir um útflutning þekkingar á fullnýtingu fiskafurða í sjávarútvegi:

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

» 8 » 16 » 20» 6

Faxaflóahafnir

Á árinu 2013 verða liðin 100 ár frá því að framkvæmdir hófust við Gömlu höfnina í Reykjavík, en þeim fram-kvæmdum lauk árið 1917. Höfnin hefur frá þeim tíma

haft mikil áhrif á þróun byggðar og atvinnu-lífs í höfuðborginni og áhrif hennar eru enn í dag mikil. Útgerð og fiskvinnsla hafa þar ávallt skipað veigamikinn sess og svo er enn og svo verður vonandi um ókomna tíð. Reykjavík er eina höfuðborgin í Evrópu þar sem fiskur og fiskvinnsla eru í öndvegi í höfninni. Það er að mínu viti eitt og sér ástæða til að varðveita og styrkja. Þó svo að vöruflutningar hafi færst úr Gömlu höfninni þá hafa aðrir þættir vaxið svo sem haftengd ferðaþjónusta og menningarstarfsemi. Enn sem fyrr er höfnin mikilvæg fyrir heimsókn smærri skemmtiferðaskipa, rannsóknar-skipa og ýmis konar gestaskipa auk þess sem slippurinn gegnir enn hlutverki í þjónustu við fiskiskipaflota landsmanna,“ segir hafn-arstjórinn. Hann rekur síðan starfsemina og þróun til næstu framtíðar.

Mikil breyting með HörpuÁ landi eru stærstu breytingarnar við Gömlu höfnina tilkoma Hörpunnar og án vafa mun landslagið breytast þar enn frekar með til-komu hótels næst Hörpunni. Nú liggur fyr-ir rammaskipulag að svæðinu frá Sjóminja-safninu Víkinni að Hörpu og eflaust mun endurskoðað aðalskipulag að einhverju leyti taka tillit til þess. Flestum er ljóst að breyting-in sem hefur orðið í Suðurbugtinni og í hluta

verbúðanna úti á Granda þar sem verslun, þjónusta, gallerí, veitingastaðir og fleira hef-ur haslað sér völl, lífgar upp á umhverfið á svæðinu. Sama má segja um breytta starfsemi í gamla Slippfélagshúsinu, þar sem nú er rek-ið hótel á næstu lóð við slippinn. Reykjavík-urborg hefur keypt hluta lands hafnarinnar við Mýrargötu og þar mun á næstu misserum rísa íbúðabyggð í bland við þjónustu.

Fjölbreytt starfsemi í Ör�risey Út á Örfirisey er ýmis konar þjónusta og starf-semi sem þjónar bæði fyrirtækjum á hafnar-svæðinu og íbúum Reykjavíkur. Í Örfirisey er mikilvæg atvinnustarfsemi sem tengist höfn-

inni og sjávarútvegi svo sem fiskvinnslur HB Granda hf., Fiskkaupa, Toppfisks og Aðal-bjargar hf. svo dæmi séu nefnd. Þar er Lýsi hf, sem er í örum vexti, en öflug útgerðarfyr-iræki eru einnig á starfssvæði Gömlu hafn-arinnar svo sem Ögurvík hf. og Brim hf. Þá skal nefna Bakkaskemmuna og Grandaskála, sem eru í eigu Faxaflóahafna sf., en í Bakka-skemmu er verið að búa enn frekar í haginn fyrir starfsemi tengda útgerð og fiskvinnslu. Íslenski sjávarklasinn leiðir þá þróun að laða að höfninni smærri fyrirtæki í þessari starf-semi. Starfsemi Íslenska sjávarklasans er til þess fallin að skapa íslensku hugvitsfólki á þessu sviði gott umhverfi og væntingar um

betri árangur á grundvelli aukins samstarfs. Í Bakkaskemmu er að auki Fiskmarkaður Ís-lands sem er lykilstarfsemi í hverri fiskihöfn. Í Grandaskála er Hafrannsóknarstofnun auk fleiri aðila með starfsemi og vonandi verða Bakkaskemma og Grandaskáli í framtíðinni lifandi og frjór vettvangur útgerðar og aðila sem vinna að þróun og rannsóknum á veiðum, útgerð og fiskvinnslu.

Lausar lóðirÍ grennd við olíubirgðastöðina í Örfirisey eru Faxflóahafnir sf. með nokkrar lóðir laus-ar sem vonandi munu innan tíðar byggjast upp með starfsemi sem verður til stuðnings starfseminni í og við Gömlu höfnina.Gamla höfnin hefur eins og fyrr sagði

þróast frá árinu 1913 til dagsins í dag og þróunin mun halda áfram. Það er ekkert keppikefli í sjálfu sér að þróunin gangi hratt fram – heldur einmitt mikilvægara að hægt en örugglega verði tekin jákvæð skref sem styrki anda Gömlu hafnarinnar og um leið atvinnu- og menningarsögu höfuðborgar-innar þannig að komandi kynslóðir njóti og þrói áfram það sem liðnar kynslóðir hafa byggt upp.

Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxa�óahafna fer y�r málefni gömlu hafnarinnar:Fiskihöfn til framtíðar Reykjavík er eina höfuðborgin í Evrópu þar sem fiskur og fiskvinnsla eru í öndvegi í höfninni.

FÍT

ON

/ S

ÍA

| www.flytjandi. is | sími 525 7700 |

Klettakælir fyrir ferskan fiskNýr og mikilvægur hlekkur

í órofinni kælikeðjuEimskip Flytjandi hefur opnað nýja og öfluga kæliaðstöðu fyrir

ferskan fisk að Klettagörðum 15. Klettakælir er 450 m2 og býður upp á fullkomna og sérhannaða aðstöðu til að meðhöndla ferskan fisk.

Page 2: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

Nú til dags þykir sjálfsagt að bjóða gestum í fjósið. Það er hluti af nýsköpun í ferðaþjónustu sem hefur gefið góða raun, að tengja saman veitingahús og daglegt líf í sveitinni. En að bjóða fólki í fiskverkunina er minna um. Það er þó gert í ein-

staka tilfellum og líklega er Stakkavík í Grindavík þar fremst í flokki og á Suðureyri er boðið upp á sjávarútvegstengdar gönguferðir.

Sjávarútvegstengd ferðamennska hlýtur að vera kostur sem vert er að huga að. Þeir eru líklega sárafáir erlendu ferðamennirnir sem hingað koma sem hafa séð fisk dreginn úr sjó, hvernig hann er unninn og með-höndlaður áður en hann er kominn á disk neytandans sem dýrindis krás. Það á reyndar við ótrúlega margan mörlandann líka.

Vel mætti hugsa sér dagsferð sem hæfist með morgunverði þar sem boðið væri upp á sjávarafurðir eins og síld, reyktan makríl og fjölmargt fleira. Síðan mætti halda til veiða, annað hvort á sjóstöng eða jafnvel með troll, eða línu til að kynna veiðarnar. Auðvitað væri boðið upp á fisk úti á sjó. Þegar í land væri komið mætti kíkja í fiskvinnslu og ljúka deginum á góðum málsverði úr sjónum.

Í tengslum við þessa dagskrá mætti svo kynna fiskveiðistjórnun á Ís-landi og koma á framfæri fjölmörgum staðreyndum um íslenskan sjáv-arútveg, þýðingu hans fyrir land og þjóð og svo framvegis. Það mætti gera kvikmyndir um íslenskan sjávarútveg til að sýna erlendum ferða-mönnum rétt eins og aðrar kynningarmyndir um Ísland sem ferða-mannaland.

Í raun og veru er þetta nánast allt til staðar í reykjavík og víða úti á landi, aðeins þarf að tengja þetta saman. Við höfnina eru veitingastað-irnir sem til þarf, þaðan er hægt að fara í hvalaskoðun og á sjöstöng. Dröfn rE er gerð út frá reykjavík, en hlutverk hennar hefur meðal ann-ars verið að fara með skólabörn á sjó til kynningar á veiðum. Slíkt mætti eins gera fyrir ferðamenn. Við höfnina er líka dráttarbrautin, sú eina í miðborg í heiminum, og þar eru fiskvinnslufyrirtæki eins og HB Grandi, Toppfiskur og Fiskkaup og fiskbúðir svo eitthvað sé nefnt. Við höfnina er Sjóminjasafnið Víkin og þar mætti sýna kvikmyndir sem kynna sjáv-arútveginn, veiðar, vinnslu og markaðssetningu á markvissan hátt.

Hér er sannarlega um vannýtta auðlind í tvennum skiln-ingi að ræða, aukin fjölbreytni í ferðamennsku og gífurlega mikilvægt tækifæri til að kynna íslenskar sjávarafurðir fyrir umheiminum. Ekki er vafi á því að þetta mun skila sér aukn-um skilningi á íslenskum sjávarútvegi. Ánægður og vel upplýstur ferðamaður er besti sendiherrann þegar heim er komið.

Hjörtur Gíslason

2 NóvEmbER 2012 ÚTVEGSBlAðið

útvegsblaðiðÞ J ó N u S T u M i ð i l l S J Á V A r Ú T V E G S i N S

leiðari

Fiskitengd ferðamennska

Árið í ár hefur verið mjög annasamt hjá dráttar-braut Stálsmiðjunn-ar við reykjavíkurhöfn

og stefnir nálægt meti í skipatökum enda verkefnastaðan verið sérstak-lega góð. Flest hafa verið tekin upp 43 skip á einu ári, en undanfarin 10 ár hefur þetta legið á bilinu 32 til 40. Hægt er að taka upp skip allt að 2.400 brúttótonn. Bjarni Thoroddsen, fram-kvæmdastjóri Stálsmiðjunnar segir mjög mikið hafa verið að gera á fyrri hluta ársins rétt eins og allir hafi viljað láta skvera skipin fyrir makrílvertíð.

Miklu fyrr á árinu„Það sem er breytt hjá okkur er að slipptökur eru miklu fyrr á árinu en verið hefur. Ég veit ekki hvort það er makríllinn eða eitthvað annað sem veldur þessu. Það var allt á fullu hjá okkur frá því í apríl og fram í júlí voru

mjög þéttsetnir mánuðir, en síðan hefur ástandið ver-ið nær því að vera eðlilegt, ef svo má segja. Verkefna-staðan hefur góð alveg síðan þessi toppur lækkaði, en ég óttast að næsta ár verði alls ekki eins líflegt og þetta. Það er þegar farið að bera á því að útvegsmenn haldi að sér höndunum bæði hvað varðar smærri og stærri verkefni. Það á sér-staklega við hjá minni útgerðunum. Við reiknum ekki með því að þetta góða ár, sem er að ljúka núna endur-taki sig á því næsta. Við reiknum ekki með því, komi til verkbanns, að flot-inn muni streyma í slipp á meðan á því stendur. Skipin koma venjulega á tveggja ára fresti til okkar og við erum eiginlega búnir að taka þau skip upp, sem koma á þessu ári. Því má segja að mikil óvissa ríki um verkefni á næsta ári og því hefur Stálsmiðj-an verið að leita sér verkefna ann-ars staðar, annað hvort í stóriðju eða virkjunum. “ segir Bjarni.

Mikið aðdráttarafllíklega er það einstakt í ver-öldinni að dráttarbraut fyrir stór skip og hótel standi sam-an. Það er engu að síður stað-reyndin við reykjavíkurhöfn. Þar standa saman dráttar-braut Stálsmiðjunnar og Hótel icelandair, Marina. Bjarni seg-ir sambýlið ganga vel og slipp-urinn hafi mikið aðdráttarafl

fyrir ferðamenn. Hann nefnir reynd-ar að margir hafi haft af því áhyggj-ur að gestum á hótel Marina kunni að finnast sambúðin við dráttarbraut-ina óþægileg. Honum hafi hins vegar verið sagt að aðeins einn gestur hafi kvartað, það var vegna þess að hann hafi misst af sjósetningu. Fólki finn-ist það í raun einstakt að vera á hót-eli við dráttarbraut og í svona nánu sambýli við höfnina. Slippfélagið var stofnað 1905 og síðan þá hefur verið dráttarbraut á staðnum. Bjarni seg-ir að sjálfsagt muni þrengja svo að starfseminni á næstu árum að hana verði að flytja.

miklar annir hjá Stálsmiðjunni á þessu ári og stefnir í met:

allt fullt frá apríl fram í júlí

Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 heimilisfang: Stórhöfða 25 110 reykjavík Sími: 445 9000 hei-masíða: goggur.is netpóstur: [email protected] ritstjórar: Hjörtur Gíslason, Sigurjón M. Egilsson ábm. aðstoðarrit-sjóri: Haraldur Guðmundsson höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Hjörtur Gíslason, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. auglýsingar: [email protected] Sími: 899 9964 Prentun: landsprent. Dreifing: Útvegsblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgun-blaðsins, útgerða, þjónustuaðila í sjávarútvegi og fiskvinnslustöðva.

Staðan í afla einStakra tegunda innan kvótanS:

» ufsin aflamark: 42.153n afli t/ aflamarks: 10.133

» karfin aflamark: 45.015n afli t/ aflamarks: 9.703

» Þorskurn aflamark: 160.380n afli t/ aflamarks: 38.252

» Ýsan aflamark: 30.938n afli t/ aflamarks: 6.838

23.9%

24%

22.1%

21.6%

Húsi SjávarklasansGrandagarði 16Sími 568 50 80

Farsími 898 66 77 [email protected]

www.polardoors.com

Herkúles t4

fjölnota toghlerar

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

» bjarni thoroddsen.

» Uppsjávarskipið ingunn aK hefur verið í dráttarbrautinni síðustu daga.

Page 3: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

Hreinakstursgleði

BMW

www.bmw.is

BMW X5 MODERN LINE = ALLT INNIFALIÐ

Nú bjóðum við BMW X5, í nýrri MODERN LINE útgáfu, hlaðinn aukabúnaði. Nýja útgáfan er t.a.m. með 8 gíra sjálfskiptingu, BMW Professional hljómtæki, 18” álfelgum, leðurinnréttingu með rafdrifnum, upphituðum framsætum og minnisstillingum, fjarlægðarskynjurum að framan og aftan, Bluetooth tengibúnaði fyrir síma, Cruise Control, glæsilegum viðarlistum í mælaborði, sjálfdekkjandi baksýnisspegli, toppgrindarbogum, málmlit og þægilegu Servotronic léttstýri.

BMW xDrive 30d6,7 l/100 km* – CO2 195 g – 7,6 sek. í hundrað

Verð: 12.580 þús.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

54

78

3

*Miðað við langkeyrslu / Aukabúnaður á mynd, gangbretti

Tryggið ykkur nýjan BMW X5 á hagstæðu verði. Breytingar verða á vörugjöldum 1. jan. nk.

ATHUGIÐ!

BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000

Page 4: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

4 NóvEmbER 2012 ÚTVEGSBlAðið

Allar tegundir beitu

www.isfell.is

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

Utvegsbladid.is » Þ j ó n u S t u m i ð i l l S j á v a r Ú t v e g S i n S

Samstarf um að efla áhuga og skilning á umhverfisvænni tækni er nú í fullum undir-búningi hjá hópi tæknifyrir-

tækja í Íslenska sjávarklasanum. Þar verður áhersla lögð á að kynna tækni sem sparar orku, eykur nýtni og skil-ar auknum verðmætum. Fyrirtækin sem um ræðir eru meðal annars 3x Technology, Thor-ice, Naust-Marine, Marport, Navis og Pólar togbúnaður.

„Þetta er klasasamstarf þar sem fyrirtækin þurfa að sýna fram á hvað þau eru að gera í vistvænum þáttum þegar kemur að veiðum og vinnslu. Fyrirtækin skuldbinda sig til að upp-fylla ákveðin viðmið sem við í klas-anum settum okkur og þau skiptast gróflega í fjóra flokka. Fyrsta viðmiðið snýr að því hvernig tæknilausnir okk-ar skuli miða að sem bestri nýtingu á þeim orkugjöfum sem notaðir eru. Í öðru lagi ætlum við að kappkosta við að nýta endurnýjanlega orku í okkar tæknibúnaði. Í þriðja lagi munu þau fyrirtæki sem vinna með matvæli leggja áherslu á að þróa tækni sem hafi það að leiðarljósi að auka nýtingu sjávarafurða. Að lokum ætlum við að endurvinna málma, plast, vatn, pappír og umbúðir sem falla frá fyrirtækjum klasans,“ segir Atli Már Jósafatsson, framkvæmdastjóri Pólar togbúnað-ar, og einn af stofnaðilum klasasam-starfsins.

Sem dæmi um verkefni sem á heima innan klasasamstarfsins nefnir Atli þróun á stýranlegum toghlerum

sem hann fékk nýverið viðurkenn-ingu fyrir á Sjávarútvegsráðstefnunni 2012. „Við þróun á okkar toghlerum leggjum við aðal áherslu á að draga úr viðnámi þeirra en jafnframt að halda sem mesta „skverkrafti“. Við vinnum

að stýranlegum toghlerum þar sem við getum stjórnað sjóflæðinu í gegnum hlerana þannig að skipstjórinn fjar-stýrir þeim úr brúnni og ákveður hvar hann staðsetur trollið í sjónum og fjar-lægðinni á milli toghleranna.

Hópur tæknifyrirtækja vinnur að bættu umhverfi:

vinna að umhverfis-vænni tækniHaraldur guðmundsson skrifar:[email protected]

Sætfiskur er ný sjávarafurð, sem nú er að líta dagsins ljós. Það er maríneraður, þurrkaður og reyktur ufsi. Hollustu- og gæðasnakk segir framleiðandinn, Guðrún Gísladóttir, fisk-

verkandi á rifi. Þar rekur hún fyrirtæki sitt reykhöll Gunnu. um er að ræða 100 gramma pakkningar af ufsanum sem fæst með missterku bragði. Framleiðslan hefur verið unnin í samvinnu við MATÍS og er gert ráð fyrir að hún fari á markað fyrir lok ársins. Gæðasnakkið verður þá fyrst til sölu hjá Frú laugu, sem er versl-un með afurðir beint frá býli við lauga-læk í reykjavík. Guðrún segist vongóð um að snakkið fái góðar viðtökur enda einstaklega hollt og gott. Hún og eigin-maður hennar unnar leifsson voru áður með grásleppuútgerð og húsnæði til að sinna henni á rifi, en þar er nú reykhöll Gunnu. unnar er kokkur til sjós en réttir konu sinni hjálparhönd, þegar hann er í landi.

Útflutningur á sjávarafurðum frá Færeyjum á fyrstu níu mánuðum ársins jókst um 5% í verðmætum talið eða um 4 milljarða íslenskra króna. Að magni til er aukningin 3%.

Að magni til var mest flutt utan af upp-sjávarfiski, reyndar minnkaði magn-ið en verðmæti jukust um 6%. Mælt í verðmætum skilar eldisfiskur mestu eða 34% af heildinni. Verð á honum hefur hins vegar lækkað töluvert, sem sést á því að magnið jókst um 29% en

verðmætin aðeins um 4%. Alls voru flutt utan 274.462 tonn af sjávarafurðum umrætt tímabil. 153.328 tonn af því voru uppsjáv-arfiskur, eldisfiskur 41.377 og botnfiskur 38.134 tonn.

» atli Már Jósafatsson, framkvæmdastjóri Pólar togbúnaðar, og einn af stof-naðilum klasasamstarfsins.

Page 5: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratugareynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Hallgrímur Magnús Sigurjónsson hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnun sjávarútvegs.

Magnús er útibússtjóri hjá Íslandsbanka.

Page 6: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

vilhjálmur Vilhjálmsson tók við stöðu forstjóra HB Granda í haust. Áður hafði hann í átta ár stjórnað

uppsjávardeild félagsins, veiðum og vinnslu, þar sem mikið hefur verið hag-rætt undanfarin ár. Skipum og fiski-mjölsverksmiðjum fækkað og byggt upp fiskiðjuver á heimsmælikvarða fyrir uppsjávarfisk á Vopnafirði. upp-sjávardeildin hefur á undanförnum árum skilað félaginu miklum hagnaði. Nú bíða hans ný verkefni í skugga hárra veiðigjalda og hugsanlegra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða, breytinga til hins verra að mati Vilhjálms, sem hefur unnið í sjávarútvegi frá 11 ára aldri. „Þetta er alveg þokkaleg reynsla sem ég hef og margt sem mun nýtast mér í þessu starfi,“ segir hann.

Mikil hagræðing í uppsjávarfiskinumEn er þetta gott djobb?

„Mér finnst alla vega mjög gaman í vinnunni. Eftir að ég tók við uppsjáv-ardeildinni voru fyrstu verkefnin að hagræða í rekstri. Félagið var þá með fjórar fiskimjölsverksmiðjur, í reykja-vík, Akranesi, Þorlákshöfn og Vopna-firði. Við lögðum niður verksmiðjurnar í reykjavík og Þorlákshöfn og fluttum bestu tækin úr þeim og verksmiðjunni á Vopnafirði í nýja verksmiðju þar. Þar höfum við jafnframt byggt upp öfl-uga uppsjávarvinnslu, sem er ein sú tæknivæddasta í veröldinni.

uppsjávarflotinn taldi þá 6 skip, þar af Engey sem var stærsta fiskiskip ís-lenska flotans. Skipunum var fækk-að niður í þrjú, ingunni, Faxa og lund-ey, og eitt „varaskip“ Víking, sem sjá fiskiðjuverinu og fiskimjölsverksmiðj-unum fyrir afla til vinnslu. Við höfum selt þrjú uppsjávarskip og keypt eitt á þessu tímabili. Þetta hefur verið mjög viðburðaríkt og skilað bæði félaginu og Vopnafirði miklum og góðum ávinningi. Helsta viðfangsefnið þessa dagana er að sjá hvar hægt er að gera betur í rekstrinum og þá fyrst og fremst í veið-um og vinnslu á bolfiski og jafnframt að

huga að stjórnskipulagi félagsins, en framundan er endurskoðun á því. Við höfum til dæmis ekki ráðið mann í minn stað í uppsjávardeildinni og munum ekki gera svo fyrr en stjórnskipulagið hefur verið endurskoðað. Við gefum okkur bara góðan tíma í það. Í þessu fé-lagi er mikil reynsla innanborðs og hver og einn veit hvað hann á að gera, svo okkur liggur ekkert á.

Minni útgerðir fara í þrotYtri skilyrði þarf líka að fara yfir. Fé-lagið stendur mjög styrkum stoðum. Ég tek við mjög góðu búi en afkoman hefur verið sérlega góð, bæði í fyrra og á þessu ári. Það er hvimleitt að geta ekki glaðst yfir því eins og vera ber, vegna framkominna og ófram-kominna frumvarpa um veiðigjöld og stjórn fiskveiða. Enginn veit enn

hvernig boðað frumvarp um stjórn fiskveiða mun líta út. Spurningin er aðeins hversu slæmt það verður. Það er búið að draga mikla orku úr grein-inni og stjórnendum sjávarútvegsfyr-irtækja að fara að minnsta kosti einu sinni á ári í gegnum frumvörp til laga sem eru mjög torskilin. Greinin stend-ur vel í dag en framhaldið lítur ekki vel út. Þar vegur sérstaka veiðigjald-ið þungt. Allir sérfræðingar og hlut-lausir aðilar sem hafa kynnt sér þau mál eru á þeirri skoðun að þau muni valda því að minni útgerðir og fyrir-tæki munu fara í þrot. Það muni taka mislangan tíma eftir stöðu þeirra, en að óbreyttu mun veiðigjaldið leiða það af sér að hér verða örfá stórfyrirtæki innan fárra ára og þá er það spurn-ingin hvað þau tóra lengi. Verði næsta frumvarp um stjórnun fiskveiða eitt-hvað í líkingu við það, sem menn sáu síðast, stefnir í það að allar aflaheim-ildir renni til ríkisins.“

Menn hljóta að ná áttumTelur þú að þessu verði snúið til baka á næstu árum?

6 NóvEmbER 2012 ÚTVEGSBlAðið

Smiðjuvegi 66 • 200 KópavogiSími 580 5800 • www.landvelar.is

Slönguhjól og kefliFjaður inndraganleg - plast, stál eða ryðfrí umgjörðÝmsar slönguútfærslur fyrir vatn, loft og olíur

Nýr forstjóri Hb Granda hf., vilhjálmur vilhjálmsson, tekur við góðu búi í skugga hækkaðra veiðigjalda:

Finnst gaman í vinnunniHjörtur gíslason skrifar:[email protected]

Vilhjálmur er fæddur og uppalinn Reykvíkingur og byrjaði barnungur að vinna í fiski. Ellefu ára var hann kominn í skreiðarvinnslu og fékk greidda ellefu aura á tímann. „Reglan var þá sú að menn fengu einn eyri fyrir hvert ár fram að 16 ára aldri. Þá komust menn á unglinga-kaup. Ég var svo að vinna í saltfiski næstu árin með skóla en 15 ára fór ég á síðutogara. Ég var síðan til sjós í 18 ár, öll árin á hvalbátum á vertíð á sumrin, en stundaði ýmsa sjó-mennsku og nám á veturna. Meðal annars var ég á dönskum flutningaskipum í tvo vetur eftir að ég kláraði Stýrimannaskólann og sigldi um heimsins höf. Eftir að ég kom í land byrjaði ég hjá LÍÚ og var þar í 8 ár og hafði fyrstu 4 árin umsjón með siglingum skipa með ísaðan fisk til Bretlands og Þýskalands. Þá var mikil umræða í þjóðfélaginu um að útgerðar-menn væru að flytja of mikið út og verðfella markaðinn með offramboði. Það endaði með því að stjórnvöld komu á svokallaðri Aflamiðlun með aðild stéttarfélaga fiskverkafólks og sjómanna og útgerðarmanna. Um var að ræða skömmtun á leyfum til útflutnings á ísuðum fiski í fiskiskipum og með gámum. Ég var fenginn til að stýra þessu. Ég var framkvæmda-stjóri Aflamiðlunar í 4 ár og var það ansi viðburðaríkt tímabil. Ég fór svo að vinna hjá Fiskaf-urðum við kaup og sölu á fiski og kom að útgerð tveggja rússneskra rækjutogara á Flæmska hattinum. Á annað ár þar á eftir það reyndi ég útgerð sem ekki fór vel. Þá lá leiðin austur á Vopnafjörð sem skrifstofustjóri hjá Tanga hf. Í þeirri stöðu var ég í tvö ár og svo næstu tvö sem framkvæmdastjóri, þar til Tangi sameinaðist HB Granda. Þá var ég ráðinn til HB Granda sem deildarstjóri yfir uppsjávarveiðum og vinnslu. Því sinnti ég í 8 ár þar til ég tók við for-stjórastarfinu í haust,“ segir Vilhjálmur.

barNUNgUr í fisKi

„Ég held að menn hljóti að ná átt-um hvað veiðigjaldið varðar. Það er byggt á hálfgerðum sandi því það er byggt á þorskígildum sem geta ekki staðið undir útreikningi eins og þess-um, að minnsta kosti ekki í núverandi mynd. Útkoman er ósanngjörn og í útreikningnum eru ákveðnar villur sem þarf að leiðrétta. Ég held að all-ir viti að ákveðinnar leiðréttingar er þörf. Því hlýtur maður að leyfa sér að vera bjartsýnn á að helstu agnúar verði sniðnir af gjaldinu og útreikn-ingi þess. Við vitum að við verðum að borga veiðigjald og að þau verða há, en fyrr má nú rota en dauðrota.

Miklu máli skiptir að sjávarútveg-urinn fái að dafna, jafnt stórir sem smáir. Það er með ólíkindum að bera saman starfsumhverfi sjávarútvegs-ins hér og í öðrum löndum þar sem hann má sín einhvers. Hér eru lagð-ar þungar álögur á fyrirtækin, sem bitna hvað mest á landsbyggðinni en annars staðar nýtur sjávarútvegur mikillar velvildar stjórnvalda og jafn-vel styrkja. Það má alveg benda á að staða Vopnafjarðar sem sjávar-

» vilhjálmur vilhjálmsson forstjóri Hb granda segir að menn hljóti að ná áttum hvað veiðigjaldið varðar.

pláss er mjög góð og styrk og sam-eining Tanga og HB Granda hefur skilað staðnum miklu. Þegar fyrir-tæki hvar sem er á landinu eru kom-inn með verulegan slagkraft geta þau unnið að uppbyggingu í öðrum byggðarlögum og þá má taka dæmi um starfsemi Ísfélags Vestmanna-eyja á Þórshöfn. Þannig njóta þessir staðir nálægðarinnar við fiskimiðin og þar er fólk sem vill vinna í fiski. Kvótakerfið gagnast ekki síður lands-byggðinni en höfuðborgarsvæðinu enda er meirihluti aflaheimilda vist-aður á landsbyggðinni.

Manni finnst það svolítið öfug-snúið að á sama tíma og aðrar fisk-veiðiþjóðir öfunda okkur af kvóta-kerfinu eru stjórnvöld hér á landi að leggja sig fram við að rústa því. Þetta er mjög undarleg staða og á sama tíma er núverandi ríkisstjórn að sækj-ast eftir aðild að Evrópubandalaginu, sem talar um að hér sé fyrirmyndar fiskveiðistjórnunarkerfi. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að aðgerðir þeirra eigi að vera til að skjóta frekari stoð-um undir landsbyggðina, en útkoman stefnir í allt annað. Í þessu snúa þvert á hvort annað, orð og gerðir.“

Hafa ekki náð í gegnEn hvernig stendur á því stjórn- völd sækja svona fast að sjávarútveg-inum?

„Að einhverju leyti hlýtur sök að liggja hjá okkur í sjávarútveginum, fyrst að einn stjórnmálaflokkur get-ur rifið upp fylgi sitt hvað eftir annað með því að ráðast á útgerðina. Eitt-hvað hafa menn misstigið sig á leiðinni og eru þess vegna veikir fyrir. Mál-staður og málflutningur manna í sjáv-arútvegi hefur einhvern veginn ekki náð í gegn, hver sem ástæðan fyrir því er. Það er eitthvað sem vantar upp á í þekkingu fólks á sjávarútvegi eða kannski bara áhuga á því að setja sig betur inn í málefni hans. Ein skýring á því kann að vera sundurlyndi innan sjávarútvegsins og hve sjómönnum og útgerðarmönnum hefur gengið illa að ná saman um sameiginleg hags-munamál,“ segir Vilhjálmur.

Page 7: Útvegsblaðið 10. tbl 2012
Page 8: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

8 NóvEmbER 2012 ÚTVEGSBlAðið

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

gjögur er meðalstórt útgerð-arfélag, sem á dögunum keypti útgerð Helgu rE, og horfir til framtíðar í rekstri

sínum. ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins segir að gott sé að fara inn í nánustu framtíð með þrjú nýleg og öflug skip, Hákon, Áskel og Vörð. Vissulega sé nokkur áhætta tekin með kostnaðarsömum kaupum á skipi og kvóta, en það verði að byggja upp fyrir framtíðina. Alltaf sé óvissa í útgerð þar sem náttúran og aflabrögðin ráði ferðinni og nú bætist við óvissa af mannavöldum.

einkarekin bæjarútgerðGjögur var stofnað 1946 á Grenivík, með átaki fjölmargra heimamanna, svona eins konar einkarekin bæjarút-gerð. Fyrstu skip félagsins, Vörður og Von, voru landssmiðjubátar keyptir 1947. Meðal stofnenda voru Þorbjörn Áskelsson og Jóhann Adolf Oddgeirs-son. Þorbjörn var framkvæmdastjóri í landi en Jóhann Adolf var skipstjóri á Verði. Hann var afhentur í byrjun árs og fór beint á vertíð frá Hafnarfirði. Von var afhent um sumarið og fór á síldveiðar fyrir norðan. Vonin strand-aði 1958 við reykjanes og fórst, en áhöfnin bjargaðist öll.

Karlmannslaust þorpFyrstu árin var eingöngu um út-gerð að ræða, með hefðbundnu sniði vertíð á vetrum og síld á sumrum. Á vetrarvertíðum var farið suður, fyrst var róið frá Hafnarfirði, en fljótlega færðu þeir sig suður til Grindavíkur og hófu þar byggingu verbúðar og salt-húss 1955. róið var með línu fyrri-

hluta vertíðar og síðan farið á net. Þá fóru beitningarmenn um borð á net-in. Fyrst í stað voru bátarnir mann-aðir Grenvíkingum og fóru landmenn þaðan líka á vertíðir suður, svo lá við að þorpið væri karlmannslaust fram á vor.

1959 var þriðja skip félagsins, Ás-kell, keyptur frá Danmörku. Oddgeir var svo smíðaður í Hollandi 1963. Á heimleið frá móttöku bátsins fórst Þorbjörn Áskelsson í flugslysi á Forn-ebu flugvellinum í Noregi. Oddgeir var nótabátur og fór til síldveiða. Fimmta skip Gjögurs var nýr Vörður smíðaður 1967, en hann var gerður út á þorsk- og síldveiðar. 1974 keypti félagið Heimi Su til nótaveiða. Hann hlaut nafnið Hákon og stundaði veiðar á rækju, síld og loðnu. Hákon var endur-nýjaður með nýsmíði frá Noregi 1987 og enn á ný 2001 með vinnsluskipi til uppsjávarveiða, smíðað í Chile. 2006 var Vörður endurnýjaður í Póllandi og loks var Helga rE keypt í haust og hefur fengið nafnið Áskell. Alls hefur útgerðin átt og gert út 11 skip og látið smíða 8 þeirra sjálf.

fiskvinnsla í grindavík og á grenivíkÚtgerð Gjögurs nú byggist á vinnslu-skipinu Hákoni og togskipunum Verði og Áskeli. Fyrirtækið rekur enn salt-fiskvinnslu í Grindavík og í ársbyrjun 2010 hóf félagið fiskvinnslu á Greni-vík. Á Grenivík er unninn ferskur fiskur til útflutnings og dálítið fryst. Aflinn af bátunum skiptist milli þess-ara verkana eftir því sem hentar í salt eða ferskt. Með þessu fæst ákveðinn sveigjanleiki í vinnslunni. Stærstur hluti afla togbátanna er þó seldur á mörkuðum innanlands. „Áður var tölu-vert af afla togbátanna flutt ferskt utan í gámum en því er nú hætt. Búið er að eyðileggja þann sveigjanleika. rótgrónum og sterkum markaði hef-ur nánast verið kippt út með útflutn-ingsálagi á óunnin fisk í gámum, sem ríkisstjórnin hefur sett á,“ segir ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmda-stjóri Gjögurs í samtali við Útvegs-blaðið. Hann er sonarsonur Þorbjarn-ar Áskelssonar en enn þann dag í dag eru það afkomendur þeirra Jóhanns Adolfs og Þorbjarnar sem eiga fyrir-tækið að stærstum hluta.

„Staða Gjögurs í bolfiskinum eftir kaupin á Helgu er nokkuð sterk. Bol-fiskheimildir félagsins verða þá um 6.000 þorskígildistonn. Nú erum við komnir með nokkuð góða kvótastöðu til að gera út togbátana Vörð og Ás-kel og útgerðin á Hákoni gengur vel. Hann er gott skip og sama er að segja um áhöfnina á honum, rétt eins og á hinum bátunum. Hákon er á uppsjáv-arveiðum; síld, loðnu, makríl og kol-munna og hefur þokkalegar heimildir, sem reyndar mega ekki vera minni til að tryggja góða afkomu. Við vinnum allt sem við getum til manneldis og markaðir hafa verið sterkir. Hákon fiskaði fyrir um þrjá milljarða á síðasta ári og það er bara nokkuð gott. Togbát-arnir skiluðu sínu líka, um 900 milljón-um samtals.

Við höfum alltaf leigt eitthvað til okkar af heimildum, mis mikið í gegn-um tíðina. Einnig skiptum við á heim-ildum við aðra sem oftast eykur hag-kvæmni beggja aðila. Með kaupunum á Helgu og aflaheimildunum, sem henni fylgja, ætti kvótastaðan að vera orðin nokkuð góð og þörfin á leigu því minni. Verðum við ekki fyrir neinum meiri háttar áföllum horfir þetta bara nokkuð vel til nánustu framtíðar.“

Nýleg og öflug skipEr ekki mikil áhætta að fara út í svona mikla fjárfestingu, þegar veiðigjaldið hefur verið margfaldað og mikil óvissa er um framvindu fiskveiðistjórnunar-innar?

„Auðvitað er þetta áhætta. Ef horft er til baka hefur félagið auðvitað orðið fyrir áföllum í tiltölulega langri sögu þess. Það skiptast á skin og skúrir og núna gefur aðeins á bátinn. Við lít-um svo á að það sé gott að vera bún-ir að endurnýja til að geta farið inn í næstu 20 ár með tiltölulega nýleg og öflug skip. Fyrirtækið hefur alltaf ver-ið rekið þannig að horft er fram á veg-inn. Við höfum ekki verið að festa okk-ur í núinu. óvissan hingað til hefur fal ist í náttúrunni sjálfri, hvernig viðrar

og hvernig fiskast og hvernig afurða-verðið sveiflast. Það er hins vegar alveg nýtt að óvissan sé af manna-völdum og stjórnvöld séu að hræra í kerfinu án þess að vita í raun til hvers það leiðir.“

einyrkjar í erfiðleikumÞað er alveg ljóst að margföldun veiði-gjaldsins leiðir til samþjöppunar í út-gerð og einyrkjar lenda í erfiðleikum. Það er jafnvel hætt við því að strand-veiðimennirnir verði einu einyrkjarnir. Þannig virðist þetta blasa við, strand-veiðimenn og stórfyrirtæki. Framtíðin er ekki góð fyrir millistóru fyrirtækin. Ég efast um að það hafi verið markmið-ið hjá stjórnvöldum. Þetta er afleiðing-in af því að stjórnvöld hafa ekki viljað hlusta á þá sem eru í sjávarútvegin-um og ef einhver utan hans álpast til að hafa aðra skoðun, er hann stimpl-aður sem handbendi lÍÚ og slæmur einstaklingur. Það er nokkuð ljóst að við útgerðarmenn höfum legið und-ir árásum núverandi stjórnvalda, en við eigum erfitt með að átta okkur á því hvers vegna það er. Forystumenn beggja stjórnarflokkanna voru í ríkis-stjórn 1990, sem lögfesti frjálst fram-sal aflaheimilda og lagði grunninn að þessu kerfi eins og það er. Maður þekk-ir hvergi í heiminum til þar sem er ráð-ist svona harkalega á eina af grunnat-vinnugreinum þjóðarinnar og skapa með því þessa margumtöluðu gjá milli landsbyggðar og höfuðborgar. Það sést vel á þessum skatti en reikning-urinn til okkar hljóðaði upp á 360 millj-ónir króna.

landsbyggðarskatturGjaldið er í alla staði illa grundað og mismunar útgerðum. Það er verið að gefa afslátt af því upp að hundrað tonna heimildum og strandveiðin er gjaldfrjáls. Einnig er gefin afsláttur út frá skuldum, eins og það skipti máli hvernig menn hafa fjármagnað sig. Ef verið er að tala um auðlindagjald, á það einfaldlega að vera gjald á auðlindina og allir sem hana nýta greiða í hlutfalli við það sem þeir taka úr henni. Svo er það þannig að fyrirtækin hafa mis-munandi tækifæri til að skapa verð-mætustu vöruna og því er geta þeirra til greiðslu mismunandi. loks er eng-inn skilningur á fjármagnsþörf út-gerðarinnar til nauðsynlegrar endur-nýjunar og markaðsmála og því verið að stórlega vanmeta útgerðarkostn-að. Þar sem þarna er verið að skatt-leggja miklu meira en auðlindaaðgang og 80% veiðiheimilda eru úti á landi má því sannarlega kalla þetta lands-byggðarskatt. Skatt, sem að mestu leyti er búið að ráðstafa í gæluverkefni. Maður bindur þó vonir við að veiði-gjaldanefndin sjái betur en stjórn- völd hvernig þetta kemur út og leið-rétti gjaldtökuna. Það verður að vera framtíð í þessu,“ segir ingi Jóhann.

Yamaha utanborðsmótorar eru þekktir fyrir áreiðanleika, endingu og þægindi og því koma vinsældir þeirra engum á óvart. Arctic Trucks er umboðsaðili Yamaha á Íslandi og getur útvegað ýmsar stærðir og gerðir Yamaha utanborðsmótora, auk þess að bjóða viðgerða- og varahlutaþjónustu.

Kletthálsi 3110 ReykjavíkSími 540 4900www.yamaha.is

Farðu lengra!

2012-07 Útvegsblaðið - Utanborðsmótor.indd 1 10.7.2012 10:40:04

Útgerðarfélagið Gjögur byggir sig upp með kaupum á skipi og kvóta:

„verður að vera framtíð í þessu“ Gjaldið er í alla

staði illa grundað og mismunar útgerðum. Það er verið að gefa afslátt af því upp að hundrað tonna heimild-um og strandveiðin er gjaldfrjáls.

ingi Jóhann guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs.

» sigurjón arason segir gæði fisk og geymsluþol skipti mestu máli við markaðssetningu.

» ingi Jóhann guðmundsson, framkvæmdastjóri gjögurs, segir að gott sé að vera með nýleg og góð skip.

Page 9: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

ÚTVEGSBlAðið NóvEmbER 2012

36 JANÚAR 2012 ÚTVEGSBLAÐIÐ

Tæp 10% af þorski tekin framhjá aflahlutdeildarkerfinu:

Aldrei hefur hærra hlutfall leyfilegs heild-arafla í þorski farið í pottana svokölluðu en á þessu fiskveiðiári. Leyfilegur heild-arafli þorsks á þessu ári er 177.000 tonn. Fyrir úthlutun innan aflahlutdeildarkerf-isins eru dregin frá því magni 16.852 tonn. Samtals er úthlutuð aflahlutdeild 160.148 tonn. Hlutfallið sem fer í pottana er því um 9,5%. Á síðasta fiskveiðiári var þetta hlut-fall 7,9% en fiskveiðiárin þar áður var hlut-fallið mun lægra eða í kringum 5%, lægst 2006/2007, 4,6%. Hlutfall pottanna hefur því meira en tvöfaldast síðan þá.

Strandveiðar og VS-afli stærsti hlutinnHelsta skýringin á því að mun hærra hlutfall fer nú í pottana er annars vegar strandveið-arnar, sem teknar voru upp á fiskveiðiárinu 2008/2009. Þær eru fyrst dregnar frá fyrir úthlutun á síðasta fiskveiðiári. Hins vegar að svo kallaður VS-afli, sem áður gekk undir nafninu Hafró-afli er nú áætlaður og dreg-inn frá fyrir úthlutun innan aflamarks árs-ins samkvæmt upplýsingum frá sjávarút-vegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í þessa tvo potta renna nú samtals 7.945 tonn af þorski, 5.600 til strandveiðanna og 2.354 í VS-aflann, eða langleiðina í helmingur þess, sem tekinn er útfyrir aflamarkskerfið. Auk þess eru nú tekin frá 300 tonn fyrir áætl-aða frístundaveiði. Loks er byggðakvótinn aukinn um 2.500 tonn frá árinu áður. Aukn-ingin er samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga númer 116 frá árinu 2006. Án þessa ákvæð-is hefði byggðapotturinn aðeins orðið 2.341 tonn, en verður nú 4.841 tonn. Sama er að segja um aukninguna á strandveiðikvótan-um, sem nemur 2.000 tonnum. Án hennar hefðu aðeins 3.600 tonn komið í hlut strand-veiðiflotans í stað 5.600 tonna.

Aðrir pottar eru uppbætur vegna skel-

og rækjuveiða, 1.226 tonn, og línuívilnun, 2.531 tonn. Framlag í þann pott hefur verið minnkað um 844 tonn, en fiskveiðiárin þar á undan hefur þetta framlag verið óbreytt í 3.375 tonnum, eða allt frá því á línuívilnun-in var tekin upp árið 2003. VS-aflinn hefur ekki til þessa verið dreginn frá fyrir úthlut-un til aflamarks og frístundaveiðin held-ur ekki. Byggðakvótinn hefur undanfarin ár verið nálægt 3.000 tonnum af þorski, en fór niður í tæplega 2.700 tonn, þegar leyfilegur heildarafli af þorski var aðeins 130.000 tonn.

Á síðasta fiskveiðiári var leyfilegur heildarafli af þorski 160.000 tonn. 12.672 tonn voru þá tekin frá fyrir úthlutun og komu 147.328 tonn til úthlutunar. Þá voru 4.800 tonn tekin frá vegna strandveið-anna eða 3%, en á þessu fiskveiðiári er hlutfall strandveiðanna 3,2% og magnið 5.600 tonn. Á fiskveiðiárunum næst á und-an, eða frá 2004/2005 eru frádráttarliðirn-ir aðeins þrír, skel- og rækjubætur, byggða-kvóti og línuívilnun og samanlagt hlutfall frá 4,6% upp í 6%.

Undirmálið ekki dregið fráÁrið 2001 var sett heimild til að landa svo-kölluðum „Hafró-afla“ þar sem verðmæti aflans rann að stærstum hluta til starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar en seinna meir var ákveðið að þessir fjármunir rynnu til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins og heim-ildin því kölluð VS-heimild. Samkvæmt þessari heimild er skipstjóra leyfilegt að ákveða að allt að 5% botnfiskafla reiknist ekki til aflamarks. Þeim afla skal landa á fiskmarkaði og 20% af aflaverðmæti fara til skipta milli útgerðar og áhafnar. 80% renna til Verkefnasjóðsins. Þessar heimild-ir hafa verið nýttar í vaxandi mæli og mest þegar líður á fiskveiðiárið og þrengist um kvóta. Jafnframt hafa heimildir til löndun-ar á undirmálsfiski utan kvóta verið nýtt-ar töluvert. Þær heimildir hafa ekki verið

metnar og dregnar frá leyfilegum heildar-afla fyrir úthlutun. Síðustu fiskveiðiár hef-ur um 1.300 tonnum af þorski verið landað sem undirmáli.

Eins og áður sagði er VS-aflinn í fyrsta sinn dreginn frá úthlutun til kvóta á þessu fiskveiðiári. Á síðasta ári var 2.100 tonnum af þorski landað samkvæmt þeim heimild-um og á fiskveiðiárinu þar á undan 3.400 tonnum. Fiskveiðiárið 2008/2009 var 3.900 tonnum landað með þeim hætti.

Eins og fram kemur hér fer hlutfall þorsks, sem tekið er frá fyrir úthlutun afla-marks, vaxandi, enda teknir nýir þætti þar inn og skipta strandveiðarnar þar mestu

máli. Hver framvindan verður í þessum málum er erfitt að spá. Í skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fisk-veiða frá því í september 2010 er farið yfir þessi mál og fjallað um mögulegar úrbætur á úthlutun í þessa potta.

Skipt á milli tveggja potta„Það er mat meirihluta starfshópsins; Að endurskoða eigi lagaákvæði um bætur og festa þær í lögum sem hlutfall af heild-arafla í stað magntalna líkt og gert er nú. Með þessu móti verði betur tryggt að þegar um samdrátt í heildarafla er að ræða komi hann jafnt niður á þeim sem bæturnar fá

Hefur meira en tvöfaldast

Loks er byggðakvótinn aukinn um 2.500 tonn frá árinu áður. Aukningin er samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga númer 116 frá árinu 2006. Án þessa ákvæðis hefði byggðapotturinn aðeins orðið 2.341 tonn, en verður nú 4.841 tonn. Sama er að segja um aukninguna á strandveiðikvótanum, sem nemur 2.000 tonnum. Án hennar hefðu aðeins 3.600 tonn komið í hlut strandveiðiflot-ans í stað 5.600 tonna.

Ásafl hefur gott úrval af vélum, rafstöðvum og öðrum búnaði fyrir báta og stærri skip. Persónuleg þjónusta, snögg og góð afgreiðsla ásmat hagstæðum verðum gerir öll viðskipti við Ásafl ánægjuleg. Okkar helstu vörumerki eru Isuzu, Doosan, FPT, Westerbeke, Helac, Hidrostal, Hung Pump, Tides Marine, Halyard, ZF, BT-Marine, Ambassador Marine, Marsili Aldo, San Giorgi, Guidi, Wesmar, Isoflex ofl ofl.

Ráðg

jöf –

sal

a –

þjón

usta

Hjörtur Gíslason skrifar:[email protected] HLUTFALL AF

HEIMILUÐUM ÞORSKAFLA

Fiskveiðiár Magn Hlutfall %

2003/2004 10.924 5,20%

2004/2005 12.503 6,10%

2005/2006 11.959 6,00%

2006/2007 8.879 4,60%

2007/2008 7.378 5,70%

2008/2009 7.444 5,70%

2009/2010 7.888 5,30%

2010/2011 12.762 7,90%

2011/2012 16.852 9,50%

Hlutfall af heimiluðum þorskafla

» Árið 2001 var sett heimild til að landa svokölluðum „Hafró-afla“ þar sem verðmæti aflans rann að stærstum hluta til starfsemi Hafrannsóknastofn-unarinnar en seinna meir var ákveðið að þessir fjármunir rynnu til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins og heimildin því kölluð VS-heimild.

SHARP DEMANT SKERPINGXKonvex Snið

Hnífsegg alltaf í miðjuog bitið endist og endist.

Tekur lágmarks pláss.

Auðveld brýning með

Step 1Skerping með 35° demants hjóli.

Step 2 Slípun með titrandidemantsblokk.

Hnífsegg ekki sterktHnífur verður �jótt bitlaus.

Brýni með tveimur hjólum skila blaði ávölu inn á við (Konkav).Við skerpingu með bandi eru hliðar oft ójafnar.

Nýr og betri SharpX, enVar þó sá gamli góður.

Hnífsegg ekki alltaf í miðju.

Yfir 35 ára reynsla af sölu og þjónustu Ishida voga.Hvergi meira úrval tölvuvoga en hjá Pmt.

» svavar Þór guðmundsson framkvæmdastjóri sæmarks segir að kaupendur ytra séu enn að biðja um íslenskan fisk.

við erum mjög vel sett með þau sjávarútvegsfyrir-tæki sem við erum að vinna með, fyrirtæki sem

hafa sérhæft sig í ferskum fiski og stór hluti þess afla sem þau vinna er veidd-ur á línu. Okkar styrkur hefur verið sá að vera með stóra kaupendur og náð að sameina smáa til meðalstóra fram-leiðendur til að mæta kröfum stórra kaupenda á ferskum fiski. Þannig getum við boðið upp á þann sveigj-anleika og afhendingaröryggi, sem menn byggja á í ferska fiskinum. Við getum raunverulega skaffað ferskan fisk á hverjum degi allt árið um kring,“ segir Svavar Þór Guðmundsson, fram-kvæmdastjóri Sæmarks í samtali við Útvegsblaðið.

sjá sainsbury‘s fyrir fiski„Við erum að selja á helstu ferskfisk-markaði hér á norðurhveli, Boston-svæðið í Norður-Ameríku, Bretland, Frakkland, Belgíu og Holland. Eftir að við fengum MSC vottun á afurðir okkar, komumst við inn á markaðinn í Sviss á ný eftir nokkurt hlé. Við erum með fáa en góða kúnna ytra og telj-um okkur vera að vinna með úrvali af bestu framleiðendum í ferskum fiski á landinu í dag, 12 til 15 fyrirtæki. Við höfum verið að svara kröfum markað-arins síðustu árin um ferskan línufisk. Það á einkum við í Bretlandi, þar sem menn hafa verið að sérhæfa sig í sölu á ferskum línufiski, en línan er vistvænt veiðarfæri. Við erum að vinna með Yo-ung‘s Seafood í Bretlandi, sem síðan selur okkar vörur inn á Sainsbury‘s verslunarkeðjuna. Við erum því í raun að sjá Sainsbury‘s fyrir ferskum hvít-fiski í fiskborðið hjá þeim og það sem þeir selja líka af pökkuðum hvítfiski.

Sérstaða Íslands í ferskum fiski felst í gæðunum, ferskleika og af-hendingaröryggi. Við höfum net fram-leiðanda um allt land sem nýtist vel ef brælur eða aflabrestur setja strik í reikninginn á einu svæði, þá höfum við önnur til að leita á. Við erum líka með samtengda fiskmarkaði um allt land þannig að útsjónarsamir fram-leiðendur geta byggt sína vinnslu á eigin veiðum og jafnframt nýtt sér

fiskmarkaðina til að tryggja sér stöð-ugt hráefni. Það er gríðarlega mikil-vægt í augum kaupenda. Okkar kaup-endur eru í raun heildsalar á fiski sem eru svo með þrjá til fjóra súpermark-aði í viðskiptum. Þegar súpermarkað-urinn býður upp á ferskar afurðir dag-lega ráða gæði og afhendingaröryggi oft meiru en verðið, þó það sé auð-vitað alltaf mikilvægt. Við tökum líka áhættuna á afhendingarörygginu á okkur. Við samræmum óskir kaup-enda á hverjum degi í ferskum fiski og dreifum þeim á þá framleiðendur sem geta uppfyllt þær óskir.

getur opnað nýja markaðiÉg held að við verðum því að vera

bjartsýnir. Við erum ennþá að selja fisk. Við erum ennþá að selja til sömu kaupenda og þeir eru enn að biðja um íslenskan fisk. Við erum að selja meira með lækkandi afurðaverði. Eins lengi og við höfum sveigjanleika til að mæta kröfum neytenda um lækk-andi verð á mörkuðum og hráefnis-verð til vinnslunnar lækkar í sam-ræmi við það, getum við mætt þeim kröfum sem fylgja auknu framboði. Við verðum þó að gæta þess að láta ekki leiða okkur út í meiri verðlækk-anir en raunhæft er. Okkar stærsta ógn í ferskum fiski gæti þess vegna verið við sjálfir fremur en keppinaut-ar í öðrum löndum,“ segir Svavar Þór Guðmundsson.

Sæmark selur allt að 6.000 tonn af fiski úr landi árlega:

verðum að vera bjartsýnir

Page 10: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

Því er haldið fram að afla-meðferð hér fari batnandi. Það getur vel verið að svo sé hjá hluta smábátaflot-

ans, en alls ekki öllum. um borð í stærri skipum er þetta yfirleitt ekki vandamál. Við leggjum mikla áherslu á kælingu og blóðgun. Kælingin hjá smærri bátum hefur í mjög mörg-um tilfellum ekki verið nógu góð. Við erum að sjá hita í lönduðum fiski upp í 16 gráður, en hann má ekki vera hærri en fjórar og helst sem næst núlli. Þetta kom fram víða í mælingunum sem MAST lét gera í sumar og þá var hitastigið yfir tíu stig í stórum hluta aflans,“ segir Sigurjón Arason, yfir-verkfræðingur hjá Matís í samtali við Útvegsblaðið.

„Góð aðstaða verður að vera um borð til að kæla aflann, en þegar bátar eru frekar litlir er erfitt að koma afl-anum þannig fyrir að fiskinum nái að blæða áður en hann fer í kælingu og kælda geymslu síðan. Fiskur verður að vera mjög vel kældur þegar hann kemur að landi. Ef hann er það ekki fer hann mjög hratt í gegnum dauða-stirðnun sem þýðir mikið los í hold-inu. Þetta los í afurðinni þýðir ekkert annað en verðfellingu á mörkuðum. Ef við ætlum okkur að standast keppi-nautum okkar sem eru að koma með mjög mikið af þorski inn á markaðina á næsta ári snúning, verðum við að vanda meðferðina á fiskinum úti á sjó. Ef við ætlum að halda í einhverja brotna ímynd, sem ég kalla, um að vera alltaf bestir, verðum við að skila úrvals hráefni í land. Það er ekki hægt að breyta lélegu hráefni í lúxusvöru. Helstu brotalamirnar á þessu eru þar sem aðstæður um borð eru ekki nógu góðar til að meðhöndla fiskinn rétt og þar sem of fáir menn eru að taka of mikinn afla og hafa ekki undan að blóðga og kæla.“

verðið þarf að endurspegla gæðinEndurspeglast gæði landaðs afla nægilega vel í verði á fiskmörkuðum?

„Nei, svo er ekki. Verðið þyrfti að endurspegla gæðin mun meira. Menn þurfa að fá gott verð fyrir góðan fisk í meiri mæli en nú er. Aflameð-ferð virðist ekki skila sér nægilega vel í hráefnisverðinu. Verðmunur á góðum fiski og slökum er ekki næg-

ur. Skýringin felst að miklu leyti í því að eftirspurn eftir fiski á mörkuðum hefur verið meiri en framboðið. Verð-ið á mörkuðunum á líka að endur-spegla það verð, sem hægt er að fá fyrir afurðirnar, en fylgni þar á milli er heldur ekki næg. Það er líka til í dæminu að fyrirtæki slá af hráefnis-kröfum og kaupa lakari fisk til að geta haldið uppi fullri vinnu. Kannski eru menn líka að teygja sig of langt í inn-kaupum til að fylla upp í gerða sölu-samninga.

Það verður að fara mjög varlega í gæðaímyndinni, því allir eru að selja undir sama vörumerkinu, sem er ís-

lenskur fiskur. Því hlýtur það að vera keppikefli okkar að íslenski fiskur-inn sé ávalt betri en fiskur frá öðr-um. Þá verður að gera svipaðar kröf-ur til gæða. Núna, í vaxandi framboði á þorski, er þetta mikilvægara en nokkru sinni áður. Boðuð aukning úr Barentshafi er jafnmikil og allur okkar kvóti. Því er það mikilvægt að menn haldi gæðunum í hámarki til að standast þrýstinginn og það næst ekki nema með bættri meðferð aflans þar sem henni er ábótavant.“

lakara hráefni yfir hásumariðEn skiptir ekki líka máli hvenær fisk-

urinn er veiddur, er hann ekki misgóð-ur eftir árstímum?

„Jú, í umræðunni um aukin gæði verður líka að huga að því, hvenær fiskurinn hentar best til vinnslu. Það er gefið mál að besta hráefnið kemur í vinnsluna frá hausti og fram á vor. Þess vegna ætti að beina sókninni á þann tíma ársins, sem holdafar fisks-ins er best. Fiskurinn er lélegur eftir hrygningu og hann er lélegur þegar hann liggur í æti að fita sig. Þá er hann lausholda og mjög viðkvæmur og þá eru verstu mánuðirnir júní og júlí þeg-ar hitastig sjávar er hvað hæst. Fiskur sem veiddur er frá því í ágúst og fram

í apríl er bestur og það er einmitt sá tími sem markaðurinn ytra er bestur. Hina mánuðina er fiskurinn slakur og markaðurinn í lægð. Það er ekki mik-ið verið að borða ferskan fisk yfir há sumarið ytra. Þess vegna er ekki nóg að huga bara að hráefnismeðferðinni, heldur þarf líka að huga að því hve-nær fiskurinn er í bestum holdum og er hæfastur til vinnslu. Á sumrin þolir fiskurinn líka allt hnjask mjög illa, til dæmis að vera sturtað milli kera, því þá er hann sérstaklega viðkvæmur. Til samanburðar má benda á það að fisk-ur er áttahundruð sinnum viðkvæm-ari fyrir hnjaski en til dæmis lamba-

10 NóvEmbER 2012 ÚTVEGSBlAðið

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Stjórn og gæslubúnaðurtil notkunar á sjó og landi

Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórn-

og gæslubúnaði og byggir því á mikilli reynslu í þróun og

framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum,

hita-og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum,

spólulokum og fl.

» sigurjón arason segir gæði fisks og geymsluþol skipta mestu máli við markaðssetningu.

blæðing, kæling og veiðitímabil ráða úrslitum um gæði fiskafurðanna:

Lélegt hráefni verður ekki að góðri afurðHjörtur gíslason skrifar:[email protected]

Page 11: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

Faxaflóahafnir

Á árinu 2013 verða liðin 100 ár frá því að framkvæmdir hófust við Gömlu höfnina í Reykjavík, en þeim fram-kvæmdum lauk árið 1917. Höfnin hefur frá þeim tíma

haft mikil áhrif á þróun byggðar og atvinnu-lífs í höfuðborginni og áhrif hennar eru enn í dag mikil. Útgerð og fiskvinnsla hafa þar ávallt skipað veigamikinn sess og svo er enn og svo verður vonandi um ókomna tíð. Reykjavík er eina höfuðborgin í Evrópu þar sem fiskur og fiskvinnsla eru í öndvegi í höfninni. Það er að mínu viti eitt og sér ástæða til að varðveita og styrkja. Þó svo að vöruflutningar hafi færst úr Gömlu höfninni þá hafa aðrir þættir vaxið svo sem haftengd ferðaþjónusta og menningarstarfsemi. Enn sem fyrr er höfnin mikilvæg fyrir heimsókn smærri skemmtiferðaskipa, rannsóknar-skipa og ýmis konar gestaskipa auk þess sem slippurinn gegnir enn hlutverki í þjónustu við fiskiskipaflota landsmanna,“ segir hafn-arstjórinn. Hann rekur síðan starfsemina og þróun til næstu framtíðar.

Mikil breyting með HörpuÁ landi eru stærstu breytingarnar við Gömlu höfnina tilkoma Hörpunnar og án vafa mun landslagið breytast þar enn frekar með til-komu hótels næst Hörpunni. Nú liggur fyr-ir rammaskipulag að svæðinu frá Sjóminja-safninu Víkinni að Hörpu og eflaust mun endurskoðað aðalskipulag að einhverju leyti taka tillit til þess. Flestum er ljóst að breyting-in sem hefur orðið í Suðurbugtinni og í hluta

verbúðanna úti á Granda þar sem verslun, þjónusta, gallerí, veitingastaðir og fleira hef-ur haslað sér völl, lífgar upp á umhverfið á svæðinu. Sama má segja um breytta starfsemi í gamla Slippfélagshúsinu, þar sem nú er rek-ið hótel á næstu lóð við slippinn. Reykjavík-urborg hefur keypt hluta lands hafnarinnar við Mýrargötu og þar mun á næstu misserum rísa íbúðabyggð í bland við þjónustu.

Fjölbreytt starfsemi í Örfirisey Út á Örfirisey er ýmis konar þjónusta og starf-semi sem þjónar bæði fyrirtækjum á hafnar-svæðinu og íbúum Reykjavíkur. Í Örfirisey er mikilvæg atvinnustarfsemi sem tengist höfn-

inni og sjávarútvegi svo sem fiskvinnslur HB Granda hf., Fiskkaupa, Toppfisks og Aðal-bjargar hf. svo dæmi séu nefnd. Þar er Lýsi hf, sem er í örum vexti, en öflug útgerðarfyr-iræki eru einnig á starfssvæði Gömlu hafn-arinnar svo sem Ögurvík hf. og Brim hf. Þá skal nefna Bakkaskemmuna og Grandaskála, sem eru í eigu Faxaflóahafna sf., en í Bakka-skemmu er verið að búa enn frekar í haginn fyrir starfsemi tengda útgerð og fiskvinnslu. Íslenski sjávarklasinn leiðir þá þróun að laða að höfninni smærri fyrirtæki í þessari starf-semi. Starfsemi Íslenska sjávarklasans er til þess fallin að skapa íslensku hugvitsfólki á þessu sviði gott umhverfi og væntingar um

betri árangur á grundvelli aukins samstarfs. Í Bakkaskemmu er að auki Fiskmarkaður Ís-lands sem er lykilstarfsemi í hverri fiskihöfn. Í Grandaskála er Hafrannsóknarstofnun auk fleiri aðila með starfsemi og vonandi verða Bakkaskemma og Grandaskáli í framtíðinni lifandi og frjór vettvangur útgerðar og aðila sem vinna að þróun og rannsóknum á veiðum, útgerð og fiskvinnslu.

Lausar lóðirÍ grennd við olíubirgðastöðina í Örfirisey eru Faxflóahafnir sf. með nokkrar lóðir laus-ar sem vonandi munu innan tíðar byggjast upp með starfsemi sem verður til stuðnings starfseminni í og við Gömlu höfnina.

Gamla höfnin hefur eins og fyrr sagði þróast frá árinu 1913 til dagsins í dag og þróunin mun halda áfram. Það er ekkert keppikefli í sjálfu sér að þróunin gangi hratt fram – heldur einmitt mikilvægara að hægt en örugglega verði tekin jákvæð skref sem styrki anda Gömlu hafnarinnar og um leið atvinnu- og menningarsögu höfuðborgar-innar þannig að komandi kynslóðir njóti og þrói áfram það sem liðnar kynslóðir hafa byggt upp.

Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna fer yfir málefni gömlu hafnarinnar:

Fiskihöfn til framtíðar Reykjavík er eina höfuðborgin í Evrópu þar sem fiskur og fiskvinnsla eru í öndvegi í höfninni.

Page 12: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

GrandabryggjaGrandabakki

Síldarbryggja

Norðurgarður

Norðurslóð

Bótarbryggja

Verbúðarbryggjur

Ægisgarður

Eyjargarður

Olíustöð

Ingól

Ánanaust

Hólm

asló

ðHó

lmas

lóð

Járnbraut

Eyja

slóð

Fiskislóð

Fiskislóð

Grunnslóð

Grandagarður

Grandagarður

Mýrargata

Hlésga

ta

Rastargata

Laga

rgat

a

1

1

1

1

2

2

2

2

3

3

3

4

5

5

5-9

6

6

20

20

20

20

2020

2020

20

24

24

26

28

28

29

31

32

40

45

47

49-51

59

5553

53

57

71-73

101

11-13

11A

1A 1B

23A

7

7

7

1-7

8

8

8

8

99

9

2

10

10

10

11

12

12

12

12

12

13

14

14

3533

3129

2725

232119

1715

15-21

16

16

18

6361

5957

5553

514947

4543

8179

7775

7371

6967

65

9997

9593

9189

8785

83

23-25

27

3

1

1

2

3

4

5

34-38

75-7779-83

18

6-8

2-4

6

Djúpslóð

7

83

1

6

4

2

5

Norðurbugt

Vesturbugt

3.954 m²4.045 m²4.010 m²

3.687 m²5.127 m²

4.725 m²

7.481 m²

5.865 m²

2.600 m²

HB-GrandiLýsi

Ísl.sjávar

klasinn

Sjóminja-

safnið

Fjölskyldufyrirtækið Topp-fiskur hefur unnið fisk við Reykjavíkurhöfn síðan 1980

er það reisti stórt fiskvinnsluhús við Fiskislóð, en starfsemin hófst með fiskbúð við Sundlaugarveg 1979. Nú vinnur fyrirtækið ferskan og frystan fisk í Reykjavík og saltar og þurrkar fisk á Bakkafirði.Laufey Eyjólfsdóttir er einn eigenda Toppfisks. Hún segir að fyrirtækið vinni úr um 6.000 til 7.000 tonnum af hráefni á ári. Mest af því er keypt á innlendum fiskmörkuðum en smávegis í beinum viðskiptum. Í Reykjavík vinna 80 manns að jafnaði við vinnsluna, en þar er unnin ferskur fiskur og frystur og fer hann utan bæði með flugi og skipum. Megnið af afurðunum fara til Bret-lands. Á Bakkafirði vinna 15 manns og saltfiskur þaðan fer til Portúgal og þurrkaðir hausar og bein fara á Nígeríumarkað. Laufey segir að markaðarnir ytra sé erfiðir. Verð hafi lækkað verulega og greinilega sé mikið framboð nú af ódýrum fiski. Verð á fiski upp úr sjó hér heima hafi hins vegar ekki lækkað í takt við lækkandi afurðaverð, enn sem komið er að minnsta kosti.Kappkostað er að hafa vinnu allt árið hjá Toppfiski, en það veltur nokkuð á framboði á mörkuðum hér heima. Þá er venjulega tekið hlé um verslunarmannahelgi til nauðsyn-legrar endurnýjunar og viðhalds.

Mikill uppgangur hefur verið hjá Lýsi hf. undanfarin ár. Árið 2005 var tekin í notkun ný og líklega fullkomnasta lýsisvinnsla í heiminum og afköst fyrirtækisins þá tvöfölduð. Á þessu ári var svo tekin í notkun viðbót við

verksmiðjuna, sem tvöfaldaði vinnslugetuna. Um 90% framleiðslunnar fara til út-flutnings en selt er til tæplega 70 landa. Afurðir sínar vinnur Lýsi úr íslenskri þorsklifur og innfluttu hrálýsi af ýmsu tagi. Veltan hefur aukist mikið og var sex milljarðar króna á síðasta ári. Á þessu ári stefnir veltan í 7 milljarða.„92% af framleiðslunni fer til útflutnings, en engu að síður er heimamarkaðurinn mjög mikilvægur. Mikið af okkar góðu erlendu viðskiptavinum hafa skipt við okkur í 40 til 50 ár þannig við hljótum að vera að gera eitthvað vel. Ýmist erum við að fram-leiða fyrir hina erlendu kaupendur hreinsað lýsi sem þeir síðan tappa á flöskur eða setja í perlur eða við framleiðum neytendavörur undir ýmsum merkjum kaupenda. Við erum ekki bara að framleiða þorskalýsi. Við framleiðum einnig omega3 lýsi, bæði í náttúrulegu formi og einnig þykkni, við framleiðum túnfisklýsi, hákarlalýsi, laxalýsi, eitthvað af loðnulýsi. Framleiðslan er því fjölbreytt og vinnslustigin mörg. Þetta er allt saman heilmikið ævintýri,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis.

Lýsi hf:

Heilmikið ævintýri

Mest seldum við 8.650 tonn árið 2004. Við erum að selja fyrir tæpa tvo milljarða á ári. Fiskinum er landað hérna og við vigtum hann og gerum kláran fyrir uppboð, en hann selst í raun og veru um allt land. Stærsti kaupandinn hérna í Reykjavík er Toppfiskur en mikið fer svo til fyrirtækja í Hafnarfirði og suður með sjó. Kaupendur eru margir og misstórir.

Útibú Fiskmarkaðs Íslands:

Salan í ár tæp 6.000 tonn

Toppfiskur:

Unnið úr 6.000 til 7.000 tonnum

Útibú Fiskmarkaðs Íslands við Reykjavíkurhöfn seldi í fyrra um 6.600 tonn, en nokkur sam-

dráttur verður í sölunni á þessu ári. „Mest seldum við 8.650 tonn árið 2004. Við erum að selja fyrir tæpa tvo milljarða á ári. Fiskinum er landað hérna og við vigtum hann og gerum kláran fyrir uppboð, en hann selst í raun og veru um allt land. Stærsti kaupandinn hérna í Reykjavík er Toppfiskur en mikið fer svo til fyrirtækja í Hafnarfirði og suður með sjó. Kaupendur eru margir og mis-stórir,“ segir Örn Smárason, útbússtjóri.

„Okkar stærstu viðskiptavinir eru skip eins og Stefnir ÍS og Steinunn SF. Við seljum líka aukategundir af HB Grandaskipunum Ásbirni RE, Ottó N. Þorlákssyni RE og Stur-laugi H. Böðvarssyni AK. Þá kemur Frosti ÞH til með að landa hjá okkur að hluta til. Stefnir ÍS er aðallega að veiða steinbít á haustin og út janúar og það er svolítið karfabland með hjá honum. Steinunn er líka mikið í steinbít á haustin og síðan þorski og ýsu. Verðið er yfirleitt hæst á

haustin því þá er líka framboðið fremur lítið. Við fáum líka afla af Klakk frá Sauðárkróki, sem er keyrður hingað til okkar.

Page 13: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

GrandabryggjaGrandabakki

Síldarbryggja

Norðurgarður

Norðurslóð

Bótarbryggja

Verbúðarbryggjur

Ægisgarður

Eyjargarður

OlíustöðIngól

Ánanaust

Hólm

asló

ðHó

lmas

lóð

Járnbraut

Eyja

slóð

Fiskislóð

Fiskislóð

Grunnslóð

Grandagarður

Grandagarður

Mýrargata

Hlésga

ta

Rastargata

Laga

rgat

a

1

1

1

1

2

2

2

2

3

3

3

4

5

5

5-9

6

6

20

20

20

20

2020

2020

20

24

24

26

28

28

29

31

32

40

45

47

49-51

59

5553

53

57

71-73

101

11-13

11A

1A 1B

23A

7

7

7

1-7

8

8

8

8

99

9

2

10

10

10

11

12

12

12

12

12

13

14

14

3533

3129

2725

232119

1715

15-21

16

16

18

6361

5957

5553

514947

4543

8179

7775

7371

6967

65

9997

9593

9189

8785

83

23-25

27

3

1

1

2

3

4

5

34-38

75-7779-83

18

6-8

2-4

6

Djúpslóð

7

83

1

6

4

2

5

Norðurbugt

Vesturbugt

3.954 m²4.045 m²4.010 m²

3.687 m²5.127 m²

4.725 m²

7.481 m²

5.865 m²

2.600 m²

HB-GrandiLýsi

Ísl.sjávar

klasinn

Sjóminja-

safnið

HB Grandi er ekki aðeins stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Reykjavíkur heldur landsins alls. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu um úthlutað aflamark innan íslensku lögsögunnar er fyrirtækið með heimildir sem svara til ríflega

29.250 tonna af þorski eða 10,4% heildarinnar. Þessu til viðbótar er HB Grandi með verulegar heimildir í uppsjávarfiski eins og makríl, norsk-íslenskri síld, loðnu og kolmunna. Heildarafli á síðasta ári var hvorki meira né minna en 161.000 tonn. Þar af var botnfiskur 47.669 tonn. Til vinnu í fiskiðjuverinu á Norðurgarði komu 16,575 tonn til vinnslu í fyrra, nær eingöngu karfi og ufsi, en þorskur er að mestu leyti unninn á Akranesi. Uppsjávarfiskinum var landað á Vopnafirði og Akranesi, samtals 107.205 tonnum, en á þessum stöðum er hann unninn til manneldis og í fiskimjöl og lýsi. Alls námu launagreiðslur HB Granda í fyrra ríflega 9,3 milljörðum króna og var fjöldi þeirra sem fengu greidd laun 1.162. HB Grandi gerði 2011 út átta skip til botnfiskveiða og þrjú til veiða á uppsjávarfiski. Fyrirhuguð er nú bygging stórrar frystigeymslu á athafnasvæði félagsins á Norðurgarði. Síðasta ár var hið besta í sögu HB Granda og Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður félagsins, var ánægður á aðalfundi félagsins: „Í þau 24 skipti, sem ég hef staðið hér á þessum stað í sama hlutverkinu, hefur sjaldan verið eins ánægjulegt að hefja lesturinn en einmitt nú,“ sagði Árni.

HB Grandi:

Stærsta fyrirtækiðFiskkaup hf:

Saltfiskur er uppistaðanFiskkaup er fjölskyldufyrirtæki í útgerð

og fiskvinnslu. Það var stofnað 1983 og hefur alla tíð verið með starfsemi sína

í gömlu höfninni. Nú er starfsemin í nýlegu húsi við Fiskislóð. Stofnandi Fiskkaupa var Jón Ásbjörnsson, en sonur hans Ásbjörn er framkvæmdastjóri félagsins. Fiskkaup eru með tvö skip í fullri útgerð, það er línubáturinn Bjössi í litla kerfinu og á grásleppu, en hann að veiða 400 til 500 tonn á ári, og línu- og netabáturinn Kristrún RE. Hún var keypt 2008 frá Kanada en hún var smíðuð í Noregi. Kristrún er með öfluga frystingu um borð og er þrjá mánuði á grálúðunetum og þá er aflinn frystur

um borð. Meginhluta ársins er hún svo á línu-veiðum og fiskar fyrir vinnsluna hjá fyrirtækinu. Aflaheimildir fyrirtækisins duga ekki fyrir vinnsluna. Fjórðung til þriðjung af hráefninu kaupa Fiskkaup á fiskmörkuðum en eru líka með báta í föstum viðskiptum. Alls er unnið úr um 4.000 tonnum af fiski á ári. Hjá Fiskkaupum vinna 80 til 90 manns að jafnaði. Söltun á þorski og öðrum botnfisktegundum er uppistaðan í

vinnslu Fiskkaupa en auk þess hefur makríll verið frystur þar yfir sumartímann. „Ekki hefur verið vandamál að fá fólk í fiskvinnslu og var mikil aðsókn í sumar, mikið af ungu fólki og við gátum veitt töluverðu af því vinnu,“ segir Ásbjörn Jónsson.

Umtalsverð uppbygging hefur átt sér stað á svæði Vesturhafnarinnar undanfarna áratugi á land-fyllingunni norðan við gömlu verðbúðirnar. Þar hafa risið byggingar sem hýsa alls konar starfsemi, allt frá skómarkaði og byssusmíði upp í fullkomnustu verksmiðju til framleiðslu á lýsi í heiminum.

Svæðið hefur allt verið skipulagt og er gott dæmi um hvað sambýli sjávarútvegs og óskyldrar starfsemi getur verið gott. Á kortinu má sjá hvernig svæðið lítur út. Nokkuð hægði á uppbyggingunni á Grandanum eftir hrunið 2008 og eru þar nú níu byggingarlóðir lausar. Sjö þeirra eru við Djúpslóð og hinar við Fiskislóð og Hólmaslóð. Lóðirnar eru: Fiskislóð 27, Hólmaslóð 1, Djúpslóð 4, 7, og 8 í eigu Faxaflóahafna sf. Djúpslóð 2, 3, og 5 í eigu Landsbanka Íslands og Djúpslóð 1 í eigu Íslandsbanka. Lóðirnar eru allar tilbúnar undir fram- kvæmdir. Þær eru nyrst á svæðinu um það bil fyrir miðju.

Níu lausar lóðir

Page 14: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

THOR ICE POLAR FISHING GEAR ARCTIC FISH SJÁVARKLASINN

KAFFISTOFA/SÝNINGARÝMI

81,3m²

RÆST./G4,2m²

FUNDIR21,2m²

PRENTUN7,2m²

RAFM.6,5m²

TÖLVU-HRB.6,4m²

DIS

LÖGMAR SJÁVARÚTVEGS-ÞJÓNUSTAN

ÚTVEGSBLAÐIÐ HUGMYNDA-SMIÐJAN

FUNDIR10,9m²

4,9m²

9,1m²

FÖT

VS.1,9m²

GNLR

LR

LR

GN

GNGNLR

HWC4.6m2

VS.1,9m²

LR LR LR LR

LR

SKRIFSTOFA38,4m²

SKRIFSTOFA38,4m²

SKRIFSTOFA38,3m²

RÆST./G4,2m²

GEYMSLA/STÓLAR?21,2m²

SKRIFSTOFA35,5m²

SKRIFSTOFA71,8m²

SKRIFSTOFA35,2m²

FÖT

VS.1,9m²

GNLR

LR

LR

GN

GNGNLR

HWC4.6m²

VS.1,9m²

LR

SKRIFSTOFA35,5m²

SKRIFSTOFA35,5m²

SKRIFSTOFA71,8m²

CAFÉ HÁDEKKIÐ

FUNDIR21,2m²

LR

RÆST./G4,2m²

FUNDIR21,2m² FÖT

VS.1,9m²

GN LR

LR GNGN LR

HWC4.6m2

VS.1,9m²

LR

LR

FUNDIR/VINNA35,2m²

LR GN

FUNDIR/FYRIRLESTRAR

PRENTUN7,2m²

RAFM.6,5m²

TÖLVU-HRB.6,4m²

LRLRLR

PRENTUN7,2m²

RAFM.6,5m²

TÖLVU-HRB.6,4m²

LRLRLR

KAFFIFUNDIR10,9m²

SKRIFSTOFA35,5m²

SKRIFSTOFA35,5m²

SKRIFSTOFA38,3m²

SKRIFSTOFA38,3m²

SKRIFSTOFA38,4m²

SETUSTOFA21,8m²

ELDHÚS.21m²

SKRIFSTOFA38,4m²

SKRIFSTOFA38,4m²

SKRIFSTOFA35,2m²

SKRIFSTOFA38,4m²

LR LR

INNGANGUR

SJÁVARKLASINN Í DAG MÖGULEG STÆKKUN

SKRIFSTOFA129,6m²

SKRIFSTOFUR77,4m²

3X TECHNOLOGY

MÖGULEG STÆKKUN2.ÁFANGI

MÖGULEG STÆKKUN3.ÁFANGI

MAREL

INNGANGUR

SJÁVARKLASINN GRANDAGARÐUR 16 - HUGMYND AÐ STÆKKUN

THOR ICE POLAR FISHING GEAR ARCTIC FISH SJÁVARKLASINN

KAFFISTOFA/SÝNINGARÝMI

81,3m²

RÆST./G4,2m²

FUNDIR21,2m²

PRENTUN7,2m²

RAFM.6,5m²

TÖLVU-HRB.6,4m²

DIS

LÖGMAR SJÁVARÚTVEGS-ÞJÓNUSTAN

ÚTVEGSBLAÐIÐ HUGMYNDA-SMIÐJAN

FUNDIR10,9m²

4,9m²

9,1m²

FÖT

VS.1,9m²

GNLR

LR

LR

GN

GNGNLR

HWC4.6m2

VS.1,9m²

LR LR LR LR

LR

SKRIFSTOFA38,4m²

SKRIFSTOFA38,4m²

SKRIFSTOFA38,3m²

RÆST./G4,2m²

GEYMSLA/STÓLAR?21,2m²

SKRIFSTOFA35,5m²

SKRIFSTOFA71,8m²

SKRIFSTOFA35,2m²

FÖT

VS.1,9m²

GNLR

LR

LR

GN

GNGNLR

HWC4.6m²

VS.1,9m²

LR

SKRIFSTOFA35,5m²

SKRIFSTOFA35,5m²

SKRIFSTOFA71,8m²

CAFÉ HÁDEKKIÐ

FUNDIR21,2m²

LR

RÆST./G4,2m²

FUNDIR21,2m² FÖT

VS.1,9m²

GN LR

LR GNGN LR

HWC4.6m2

VS.1,9m²

LR

LR

FUNDIR/VINNA35,2m²

LR GN

FUNDIR/FYRIRLESTRAR

PRENTUN7,2m²

RAFM.6,5m²

TÖLVU-HRB.6,4m²

LRLRLR

PRENTUN7,2m²

RAFM.6,5m²

TÖLVU-HRB.6,4m²

LRLRLR

KAFFIFUNDIR10,9m²

SKRIFSTOFA35,5m²

SKRIFSTOFA35,5m²

SKRIFSTOFA38,3m²

SKRIFSTOFA38,3m²

SKRIFSTOFA38,4m²

SETUSTOFA21,8m²

ELDHÚS.21m²

SKRIFSTOFA38,4m²

SKRIFSTOFA38,4m²

SKRIFSTOFA35,2m²

SKRIFSTOFA38,4m²

LR LR

INNGANGUR

SJÁVARKLASINN Í DAG MÖGULEG STÆKKUN

SKRIFSTOFA129,6m²

SKRIFSTOFUR77,4m²

3X TECHNOLOGY

MÖGULEG STÆKKUN2.ÁFANGI

MÖGULEG STÆKKUN3.ÁFANGI

MAREL

INNGANGUR

SJÁVARKLASINN GRANDAGARÐUR 16 - HUGMYND AÐ STÆKKUN

Hús Sjávarklasans var formlega opnað þann 26. september síðastlið-inn. Markmið hússins er að sögn Þórs Sigfússon-ar, stofnanda og fram-

kvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans, að efla samvinnu tækni- og þjónustufyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi með því að skapa umhverfi sem leiðir þau saman. Húsnæðið er nú allt komið í útleigu en áformað er að bæta við fleiri skrifstofuplássum og veitinga-þjónustu svo húsið geti á endanum hýst yfir 40 fyrirtæki.

„Hús Sjávarklasans hefur að markmiði að leiða saman ólík fyrirtæki sem tengjast Ís-lenska sjávarklasanum og stuðla að aukn-um samskiptum, sem síðan ættu að leiða af sér nýjungar og framþróun. Nú þegar eru dæmi um að tæknifyrirtækin hafi náð aug-um og eyrum nýrra viðskiptavina sem hing-að komu til að heimsækja fyrirtæki en end-uðu á að skoða fleiri. Húsinu er einnig ætlað að gera útgerðum og öðrum auðveldar um vik að fá þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Hér hafa einnig verið ýmsar uppákomur og stofnaðilar sjávarklasans hafa sóst eftir að halda hér fundi og mannamót. Því má segja að húsið sé eins og sjávarútvegssýning sem er opin allt árið og sannkallaður dótakassi sjávarútvegsins,“ segir Þór Sigfússon.

Húsið er staðsett að Grandagarði 16 í byggingu sem áður hýsti netaverkstæði Hampiðjunnar. Húsið er í eigu Faxaflóa-hafna og Þór segir samstarfið við fyrirtæk-ið hafa gengið mjög vel. Til marks um það nefnir hann að ekki sé nema um eitt og hálft ár frá því starfsmenn Íslenska sjávarklas-

ans fóru ásamt nokkrum tæknifyrirtækjum á fund með stjórnendum Faxaflóahafna og lögðu fram hugmynd að húsinu.

„Því má með sanni segja að þeir hafi gengið rösklega til verks. Nú þegar er búið að klára fyrsta áfangann af þremur, sem hljóðaði upp á 800 fermetra rými. Næsti áfangi er svipaður, eða um 800 fermetrar, og við erum þegar farin að taka niður pant-anir í þau skrifstofupláss. Þegar þeim áfanga verður lokið verður hafist handa við þriðja og síðasta hlutann, en að honum loknum er gert ráð fyrir að hér verði um 40-50 fyrirtæki ásamt kaffihúsi. Þá verður Hús Sjávarklas-ans stærsta miðstöð tækni- og þjónustufyr-irtækja í sjávarútvegi á Norður-Atlantshafi.“

Hús Sjávarklasans skapar umhverfi sem leiðir saman fyrirtæki í sjávarútvegi:

Stærsti dótakassi sjávarútvegsins

Hús Sjávarklasans hýsir nú 11 fyrirtæki.

Þau eru: 3X Technology, Marel, Pólar

Toghlerar, Thorice, Dis, Útvegsblaðið/

Goggur útgáfufélag, Lögmar – Þórður

Heimir Sveinsson hdl., Novo Food /

Arctic fish, Sjávarútvegsþjónustan og

Íslenski sjávarklasinn.

Möguleg stækkun2. áfangi

Íslenska sjávarklasinn í dag

Möguleg stækkun3. áfangi

V ið vorum að leita að húsnæði á Granda þegar við heyrðum af þes-sari hugmynd um að koma mörgum

ólíkum fyrirtækjum úr sjávarútvegi undir eitt þak. Að vera innan um önnur fyrirtæki heillaði okkur og það eru augljóslega ýmis tækifæri fólgin í því að vera í húsinu. Við sáum það strax í fyrstu vikunni þegar hingað komu hollenskir útgerðarmenn í heimsókn til okkar. Þeir stop-puðu hér í tvo klukkutíma en enduðu á að vera í húsinu í fimm tíma. Þeir einfaldlega löbbuðu á milli og kynntu sér það sem önnur fyrirtæki í húsinu eru að bjóða upp á. Nokkrum vikum síðar voru innlendir aðilar í heimsókn hjá 3x Technology og þeir enduðu á að koma yfir til okkar og kynna sér vörurnar okkar. Við bindum því miklar vonir við þetta húsnæði og ég myndi segja það mjög hentugt fyrir lítil fyrirtæki eða einstaklinga sem eru með skrifstofu út í bæ eða heima hjá sér. Það sem skiptir miklu máli hér er að vera á meðal þessara fyrirtækja sem eru í klasanum og fá hingað inn fólk sem er að skoða vöruúrval fyrirtækjanna eða bara kíkja í kaffi,“ segir Atli Már Jósafatsson, framkvæmdastjóri Pólar togbúnaðar, spurður um ástæðu þess af hverju Pólar togbúnaður er með skrifstofu í Húsi Sjávarklasans.

Page 15: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

ÚTVEGSBlAðið NóvEmbER 2012 15

kjöt. Hverjum dettur í hug að sturta lambalærum milli kera? leiðin til að halda uppi gæðum er því að beina veiðunum sem mest á þann tíma sem fiskurinn er bestur. Þetta má sjá hjá mörgum stærri útgerðarfyrirtækjum sem stöðva veiðarnar yfir há sumarið.

Neytandinn ræður úrslitumVeiðitíminn og meðferð aflans ræður alltaf úrslitum. Tökum dæmi af tveim-ur bátum, A og B. Bátur A kemur með fiskinn að landi vel blóðgaðan og vel

kældan. Fiskurinn er unninn tveggja daga gamall, nýkominn úr dauða-stirðnun og ef rétt er að öllu staðið verður geymsluþol hans eftir vinnslu 12 til 14 dagar. Bátur B kemur að landi með fisk sem er 10 til 12 gráðu heitur eftir að hafa verið úti 12 til 20 tíma. Fiskurinn fer í sömu vinnslu og fær sömu meðhöndlun í landi og fiskurinn af bát A, en geymsluþolið er aðeins 6 til 7 dagar. Það liggur í hlutarins eðli að fiskurinn með skemmra geymslu-þolið selst á miklu lægra verði en hinn.

Sá geymsluþolnari getur verið að fara á 2.000 krónur kílóið í heildsölu, en hinn ætti ekki að ná helmingi þess. Geymsluþolið er ekki síður mikilvægt en gæðin. Erlendis er það svo neyt-andinn sem skiptir okkur mestu máli. Þó heildsalinn og smásalinn séu mikil-vægir, er það neytandinn sem ræður úrslitum. Fái hann vondan fisk í búð-inni eða á veitingastaðnum, kaupir hann ekki fisk aftur frá okkur. Sé hann hins vegar góður er fiskur keyptur aft-ur og aftur,“ segir Sigurjón Arason.

Í ferlinu frá veiðum á disk neytand-ans verður gífurleg verðmætasköpun og Sigurjón fer yfir hana með blaða-manni. Í raun og veru fer ekkert til spillis úr fiskinum. Flökin skila mestu og þar af er hnakkastykkið verðmæt-ast. Hausinn er full nýttur, ýmist þurrk-aður, saltaður eða frystur, í kinnar og gellur, afskurður, sundmagi og hryggir nýtast, hrogn, lifur og svil og jafnvel roðið. Slógið má svo nýta til vinnslu á ensímum. Þetta hangir allt saman, en gott hráefni er grunnur að góðri nýtingu. Sé litið á þorskinn má til dæmis byrja á lifrinni, sem er hirt meira og meira og fer í vaxandi mæli í niðursuðu. Á síðasta ári voru fram-leiddar yfir 25 milljónir dósa af niður-soðinni þorsklifur að verðmæti um 1,5 milljarðar. En stærsti hluti hennar, um 7.000 tonn, er þó nýttur í lýsi, sem er ekki síður mikil verðmætasköpun. Annað, sem hefur aukið verðmætin mikið, er að skera hnakkann frá flak-inu og selja sér á háu verði, en einnig eru góðir markaðir fyrir stirtluna og miðstykkið, ýmist saman eða hvort í sínu lagi. Við höfum náð mjög langt í því að nýta fiskinn allan, mun lengra en til dæmis Norðmenn. Árið 2010 vorum við að fá 2,5 evrur í útflutnings-tekjur að meðaltali fyrir kíló af þorski upp úr sjó, meðan Norðmenn voru að fá 1,8 evrur. Sé tekið dæmi um 5 kílóa þorsk upp úr sjó, slægðan með haus, fylgja 800 grömm af innyflum með, lif-ur, hrognum og slógi. Sé gert ráð fyrir að allt af fiskinum nýtist gæti það skil-að afurðaverði upp á tæplega 3.900 krónur, en upp úr sjó gæti þorskurinn hafa kostað um 1.500 krónur, eða ná-lægt 300 krónum á kílóið. Afurðaverð-ið úr honum er þá um 750 krónur á kílóið. Þetta verð fjölfaldast svo þegar Afurðirnar eru komnar til neytand-ans, en sem dæmi um það má nefna að algengt verð á kílói af hnakka-stykkjum út úr búð í Evrópu gæti verið um 3.200 krónur en allt upp í 6.400 krónur. Á veitingastað kostar fiskurinn að sjálfsögðu enn þá meira. Svipaða sögu er að segja af hrognum og lifur, sem margfalda verð-mæti sitt þegar þær afurðir er komnar á mat-ardiskinn, eins og reyndar allt úr þorskinum. Þessi eini þorskur gæti því í allri sinni fjölbreytni á smásölumarkaði eða veitingahúsum verið skila vel yfir 10.000 krónum. Að baki þessu liggur gífurleg vinna og í raun er sjávarútvegurinn orðinn þekk-ingariðnaðar. Þetta er ekkert slor. Þetta eru margir smáir molar sem saman mynda eina mjög verðmæta heild. Í raun er ekki rétt að tala um aukaafurð-ir í þessu sambandi, allt úr fiskinum er verðmætt og þar eru engir „leikarar í aukahlutverkum“. Allt er þetta hráefni og afurðir ekki aukaafurðir. Það er enginn að taka aukaafurð þegar hann fær sér lýsi á morgnana.

Þetta er eKKert slor

Boðuð aukning úr Barentshafi er jafnmikil og allur okkar kvóti. Því er það mikilvægt að menn haldi gæðunum í hámarki til að standast þrýstinginn og það næst ekki nema með bættri meðferð aflans þar sem henni er ábótavant.

sigurjón arason, yfirverkfræðingur hjá Matís.

Page 16: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

16 NóvEmbER 2012 ÚTVEGSBlAðið

Helgi anton eiríksson forstjóri Iceland Seafood ræðir stöðuna á fiskmörkuðunum:

Fisk á fleiri diska

Árið hefur verið mjög at-hyglisvert og nú hefur markaðurinn breyst mjög hratt í kaup-endamarkað. Það á við flestar eða allar botn-

fisktegundir, en ekki í eins miklum mæli í öðrum tegundum. Enn er góð eftirspurn eftir síld og makríllinn var allt í lagi mest alla vertíðina. En hvað þorskinn varðar ráða kaupendurnir ferðinni. Þar ræður ekki miklu aukið framboð á þessu ári heldur væntanleg aukning á því næsta, 250.000 tonn úr Barentshafi. Þó nokkur aukning hafi orðið á þorskkvóta Norðmanna á þessu ári, held ég að hún hafi ekki komið inn á markaðina. Birgðir hafa aukist verulega í Noregi. Þar er mjög mikið til af þurrsöltuðum þorski og töluvert af hausuðum og slægðum frystum þorski. Magnið frá þeim inn á mark-aðina hefur ekki aukist, en menn vita af birgðunum og sú vitneskja bygg-ir upp væntingar um það sem gerist á næsta ári, þegar vertíðin í Barents-hafi hefst. Næsta ár verður því mjög athyglisvert, en ljóst er að við verðum að koma fiski á fleiri diska.“

Þetta segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri iceland Seafood international, í samtali við Útvegsblaðið, þegar rætt er við hann um stöðuna og framtíðarhorf-

urnar á fiskmörkuðum okkar Íslend-inga í Evrópu. Og hann er svo spurður hvort þessi staða geti leitt til verðlækk-ana á íslenskum sjávarafurðum.

verðið undir þrýstingi„Verðið er nú þegar undir töluverðum þrýstingi, sérstaklega í þorskinum. Ég held að það komi til af því að markaður-inn og kaupendurnir þora ekki að fylla sínar pípur nema að algjöru lágmarki, því þeir eru hræddir um að verðið muni lækka. Menn hafa verið að tæma þess-ar pípur. En þegar verið er að tala um þorskinn, er í raun ekki hægt að tala um hann sem eina afurð. Hann fer í um tíu mismunandi afurðaflokka og markaðir fyrir þá eru að hegða sér mjög ólíkt. Þeir markaðir sem eru og verða undir mest-um þrýstingi eru kínverski markaðurinn fyrir heilfrystan hausaðan og slægðan þorsk. Þar hefur verðið lækkað töluvert og er allt að þúsund dollurum lægra á tonnið en fyrir ári. Þá er mikil pressa á verð á þurrsöltuðum þorski, sem Norð-menn framleiða mjög mikið af. Portúgal er stærsti markaðurinn fyrir þennan fisk og þeir ráða dálítið ferðinni þar.

Á hinum endanum eru svo fersk flök í flugi eða með skipum frá Íslandi. Þó nokkur þrýstingur hafi verið á þeim markaði hefur hann haldist ágætlega. Þessi fiskur fer mjög hratt í gegnum keðjuna og birgðir af ferskum fiski verða eðli málsins samkvæmt aldrei miklar. Framboð hefur aukist töluvert, en þar hefur ekkert verðhrun orðið.

Rætt hefur verið um að koma á hálfopinberri kynningarherferð á íslenskum sjávarafurð-um eins og til dæmis Norðmenn gera. Hvað finnst Helga Antoni um það?

„Mér finnst það vissulega komið til greina. Við höfum í raun verið að fara í þver-öfuga átt við keppinauta okkar í öðrum lönd-um. Okkur er tamt að tala um Noreg í þeim efnum, en þetta er gert miklu víðar. Lönd eins og Alaska, Nýja-Sjáland, Rússland og fleiri eru að gera þetta mjög vel. Þessi grýla er ekki bara norsk. Þessi lönd hafa verið að nálgast markaðina með mjög skipulögðum hætti og leggja mikla áherslu á uppruna í sameigin-legu átaki útflytjenda og stjórnvalda.

Við höfum á hinn bóginn verið að tvístr-ast í fleiri lið eftir að Sölumiðstöðin, Íslenskar sjávarafurðir og SÍF liðu undir lok sem slík. Það er kannski allt í lagi þegar auðvelt er að selja, en þegar á reynir og mörg lið eru kannski öll að reyna að selja sama fiskinn, verður þrýstingurinn meiri á markaðinn.

Ég held að sameiginlegt markaðsátak muni skila sér mjög vel, en þá verður fyrst að skilgreina hvað felst í markaðsstarfi. Í mínum huga er skýr lína á milli þess, sem kalla má sölustarf og markaðs-starf. Ég held að við ættum að leggja áherslu á íslenskan uppruna, velja okkur markaði og verja stöðu okkar í dag og sækja fram á ein-hverjum ákveðnum mörkuðum þar sem íslenskur uppruni er hafður í hávegum.

Í slíkri samvinnu þarf að skilgreina markmiðin vandlega og hvern-ig á að sækja inn á markaðina. Á að leggja áherslu á stórmarkaðina eða að reyna að ná beint til neytenda og þá hvernig. Ég held að

áhrifaríkasta leiðin til neytandans sé í gegn-um stórmarkaðina. Þar sér hann best hvað við höfum að bjóða.

Markaðssetninguna mætti líka taka lengra. Hún snýst ekkert um hvaða vegabréf þorskurinn er með, hvort hann er íslenskur, norskur eða rússneskur. Hún snýst einfald-lega um þorsk. Því er grunnverkefni okkar við Norður-Atlantshafið að skapa þorskin-um vegsemd og virðingu á mörkuðum á ný. Svo geta þess lönd keppt innbyrðis á ein-stökum mörkuðum fyrir einstakar afurðir. Megin markmiðið er sameiginlegt þessum þorskveiðiþjóðum, að vinna saman að því að kynna þorskinn sem hágæðavöru úr hinu hreina og tæra norðri. Í samkeppninni sem svo verður innan þessa hóps munum við verða fremst í röðinni vegna getu okkar til að vera með stöðugt framboð á hágæðavöru.“

Þegar Eyjafjallajökull gaus og ferða-mennska á Íslandi virtist í hættu tóku menn höndum saman og fóru í afskaplega velheppnað markaðsátak undir kjörorðinu Inspired by Iceland. Getur sjávarútvegurinn farið einhverja svipaða leið?

„Já, ég held það. Staðan er reyndar ekki alveg sambærileg. Það er ekki spurning að sú aðferðafræði og nálgun, sem þá var beitt, að nýta nýju samfélagsmiðlana, virkaði mjög vel. Í raun þarf bara að koma þeim skilaboðum á framfæri að íslenskur fiskur sé bestur, þannig að hugsi einhver um fisk eða þorsk, komi Ísland strax upp í hugann. Þar hef ég nokkrar áhyggjur af samkeppninni við Noreg vegna þess styrks sem þeir hafa í markaðsstarfinu. Þeim hefur tekist að skapa jákvæða ímynd af norskum sjávarafurðum. Það getum við svo sannarlega líka, því við erum með betri afurðir en þeir.“

sNýst eKKi UM vegabréf ÞorsKsiNsHjörtur gíslason skrifar:[email protected]

Page 17: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

ÚTVEGSBlAðið NóvEmbER 2012 17

Aðrir vöruflokkar raðast svo þarna á milli, fryst flök og saltfiskur á Spán, sem reyndar hefur lækkað í verði. Það er engu að síður ágætis flæði á salt-fiskmarkaðinum þar og á Ítalíu.“

Nánast allt til evrópuHvaða möguleika hafa Norðmenn og Rússar á því að koma afurðum úr 250.000 tonnum af þorski inn á mark-aðina?

„Stærsta áskorunin fyrir þá sem eru að vinna á mörkuðum fyrir þorsk úr Norður-Atlantshafi er sú að þetta eru fáir markaðir sem eru að taka megnið af afurðunum. Þegar 250.000 tonn eru að koma til viðbótar við það sem nú er, eru engir augljósir mark-aðir fyrir viðbótina sem er hægt að opna með góðu móti. Þessir markaðir eru hefðbundnir Evrópumarkaðir fyrir þorsk eins og Portúgal, Spánn, Frakk-land, England og Ítalía. Þetta eru fimm stærstu markaðir fyrir þorsk og til Evrópu fara um 80% af öllum þessum þorski, sem fer til neyslu. Svo fer lítils-háttar til Suður-Ameríku og Afríku og um 5% til Bandaríkjanna. Það sem þá stendur eftir fer til neyslu innanlands í rússlandi, um 10 til 13%. Breiddin í markaðnum er því ekki mikil.

Mitt mat er það að þessir mark-aðir sem ég var að telja upp þurfi að taka við þessu aukna magni. Þeir eru líklegri til þess að geta tekið við aukningu fremur en svæði þar sem þorskneysla er mjög lítil í dag. Á slík-

um svæðum þarf að leggja töluvert í kynningu á þorskinum sem afurð. Einhverjir kunna að segja að markað-ir í Asíu hljóti að vilja þorsk, sé hann í boði. Svo einfalt er það alls ekki því þorskur er lítið sem ekkert þekkt af-urð á þeim mörkuðum. reyndar er þar borðað svolítið af Kyrrahafsþorski, því hann er veiddur á þeim slóðum. Því er mikil vinna eftir við að skapa Atlants-hafsþorskinum nafn á þeim markaði og slík vinna tekur langan tíma.

Þrýstijafnari í rússlandirússland gæti hins vegar virkað sem eins konar þrýstijafnari í þessum efnum.

Fari verð á þorskinum niður að ákveðnu marki, beina þeir þorskinum einfaldlega inn á sinn markað. Við teljum að rúss-land sé stærsti markaðurinn fyrir þorsk til neyslu í heiminum. Smærri þorskur sem rússar eru sjálfir að veiða fer til neyslu heima fyrir þegar verðið hefur farið aðeins niður og þá keppir hann ein-faldlega við annan fisk þar. Þetta get-ur orðið geysilega mikið magn sem þeir eru fljótir að neyta. Þannig geta þeir létt töluvert á þeim þrýstingi sem auk-ið framboð frá þeim setur á hina hefð-bundnu markaði í Evrópu.

Áskorunin sem Norðmenn glíma við er annars eðlis. Þeir eru enn háðir

vetrarvertíðinni og á þeim tíma veiða þeir margfalt meira en seinna á árinu. Þá kemur kúfur sem þeir ráða illa við í vinnslunni. Fyrir vikið fer mikið af þorskinum í einfaldari vinnslu eins og heilfrystan, hausaðan og slægð-an fisk, eða í skreið og salt. Því verður mjög erfitt fyrir þá að þjónusta aðra markaði, en þeir eru þó að reyna það. Við finnum vel fyrir því að þeir eru að reyna að skapa jafnari dreifingu á heilum ferskum fiski, sem er fluttur út til Danmerkur og Póllands til dæmis og unninn þar. Það er í raun sú sam-keppni sem við erum að glíma við í ferska fiskinum núna. Við munum því

finna fyrir henni og það verður mikið af fiski á mörkuðunum.

Stóru mörkuðunum í Evrópu má eiginlega skipta í tvennt. Fyrst má taka Norður-Evrópu, England, Frakk-land og Beneluxlöndin. Þessir mark-aðir bregðast mjög vel við verðbreyt-ingum. Séu menn í stöðu til þess að lækka verð til að greiða fyrir sölunni, kynningarherferðir eða afsláttarkjör fyrir viðskiptavinina, er hægt að auka magnið verulega. Sé hins vegar reynt að gera hið sama á Spáni, gengur það ekki upp. Spánverjar kaupa alltaf sitt magn hvort sem fiskurinn sé 10% dýrari eða ódýrari. Neyslan breyt-

» Helgi anton eiríksson: „okkar áskorun er að auka

neysluna á þorskinum á hefðbundnum mörkuðum

og sækja á nýja.“

Frábær nýting rúmmáls

Kerið hentar vel fyrir viðkvæmt hráefni sem þolir illa farg

5 kera stæða tekur minna pláss en 4 kera stæða afhefðbundnum 460 l kerum

Öryggisfætur eru á kerinu sem gera kerastæðurnar stöðugri

Geymsla fyrir drentappann

340 lítra ker

PROMENS DALVÍK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK • SÍMI: 460 5000 • FAX: 460 5001 • www.promens.com/dalvik

PE Nýtt

PE 460 lítra

PE 660 lítra

PE 340 lítra

Gott aðgengi er frá öllum hliðum

fyrir lægri tegundir handlyftara

Ker og bretti

gæðaafurðirfyrirLægra ker

411.

115

/ tho

rris

ig.1

2og3

.is

Page 18: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

18 NóvEmbER 2012 ÚTVEGSBlAðið

ist ekki í takt við verðbreytingarnar. Komi til verðlækkunar til heildsala eru litlar sem engar líkur á því að hún komi neytandanum til góða. Millilið-irnir og smásalarnir taka hana bara beint til sín rétt eins og þeir tóku á sig hækkunina sem kom fyrir tveimur árum síðan. Í ljósi þessa er mun erf-iðara að koma auknu magni í gegnum markaðina í sunnanverðri Evrópu.“

lítil aukning á framboði hvítfisksEru einhverjir möguleikar á því að þorskurinn geti rutt frá öðrum teg-undum sem hafa í tímans rás kom-ið inn á markaðina þegar framboð á honum var minna, tegundum eins og Alaskaufsa og eldisfiskunum tilapiu og pangasius?

„Ég held að þorskverðið þurfi að verða ansi lágt til þess að geta keppt við þessar eldistegundir og Alaska-ufsann. Þorskurinn er einfaldlega í öðrum verð- og gæðaflokki en þessar tegundir. Þegar markaðurinn lítur svo á að þorskurinn sé orðin samkeppnis-hæf vara, verður hægt að auka neysl-una á honum verulega. Ég er til dæm-is sannfærður um að Frakkland geti haldið áfram að auka þorskneyslu en það hafa Frakkar gert allt frá árinu

2009, þegar verðið var sem hæst. Þeg-ar verðið hefur lækkað hafa þeir keyrt mikið magn í gegnum sína stórmark-aði og við höfum notið góðs af því.

Í þessu tilviki má ekki heldur gleyma því að líta á að heildarfram-boð af hvítfiski er aðeins að aukast um 100.000 tonn á næsta ári og inni í þeirri aukningu eru 250.000 tonn-in úr Barentshafinu. Því er samdrátt-ur í öðrum tegundum og heildarfram-boð á hvítfiski er í raun tiltölulega lítið að aukast. Okkar áskorun er að auka neysluna á þorskinum á hefðbundnum

mörkuðum og sækja á nýja á því verði sem hann á skilið og íslenskir framleið-endur þurfa. Þorskurinn er fiskur sem er miklu meiri gæðavara en eldisteg-undirnar og Alaskaufsinn til dæmis.“

Höfum verið værukærNú hefur það verið þannig í ansi lang-an tíma að framboð af þorski hefur verið að dragast saman og vanda-málið við markaðssetningu á honum hefur verið að eiga ekki nóg. Núna snýst dæmið allt í einu við. Er það ekki svolítið skrítin staða?

„1968 voru veiddar fjórar milljónir tonna af þorski í Norður-Atlantshafi. Á þessu ári er veiðin um milljón tonn og fer í rúmlega 1,2 milljónir á því næsta og við erum að fara á taugum út af því. Þetta er löng saga, en af því að magnið hefur alltað verið að minnka höfum við ekkert þurft að vera að keyra öflugt og skiplagt markaðsstarf í þorskinum. Við höfum alltaf verið að fá mjög gott verð samfara minnkandi magni. Sé verið að horfa á þorskinn í samanburði við til-apiu eða Atlantshafslaxinn, sem er ekki búinn að vera á markaðnum nema

í 30 ár, er dreifingin á þessum aðilum tvöföld til þreföld miðað við það sem hún er í þorski. Við höfum verið væru-kær undanfarna áratugi vegna þess að við höfum ekkert þurft að vera að berj-ast fyrir því að koma þorskinum inn á nýja markaði. Þarna er ekki neinu um að kenna, þetta er frekar eðli svona markaðsstarfsemi. Ef framboð er tak-markað á einhverri afurð er enginn hvati til þess að fara að reyna að vinna henni nýja markaði, þegar fyrir liggur að framboðið er ekki nægilegt til þess,“ segir Helgi Anton Eiríksson.

» birgðir hafa aukist verulega í Noregi. Þar er mjög mikið til af þurrsöltuðum þorski og töluvert af hausuðum og slægðum frystum þorski. myNd: JoHaNNES JaNSSoN/NoRdEN.oRG

Þegar 250.000 tonn eru að koma til viðbótar við það sem nú er, eru engir augljósir markaðir fyrir viðbótina sem er hægt að opna með góðu móti.

Helgi anton eiríksson, forstjóri iceland Seafood.

NÝJUSTU HÁGÆÐA HEYRNARTÓLIN FRÁ SENNHEISER setja ný viðmið í hljómburði og hönnun heyrnartóla.

FRÁ. 14.900 KR.

BRAUN RAKVÉLAR mikið úrval og toppgæði

PFAFF EXPRESSION 150Góð saumavél í bútasaum og fatasaum.

HUSQVARNA S-15 Fjögurra þráða overlockvél sem sker efnið.

NUDDTÆKI OG HEILSUVÖRUR í miklu úrvali

BRAUN dömurakvélar

FRÁ. 14.900 KR.

VERÐ ÁÐUR 159.900,-

VERÐ 144.900 KR. VERÐ 79.900 KR.

VERÐ. 18.900 KR.

JÓLAGJAFIRHjá Pfaff finnur þú úrval

góðra jólagjafa

Page 19: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

ÚTVEGSBlAðið NóvEmbER 2012 19

Gísli Gíslason veitir forstöðu skrifstofu marine Stewardship Council hér á Íslandi:

30 fyrirtæki með rekjanleikavottun mSC

vottunarsamtökin Marine Stewardship Council (MSC) hafa opnað skrifstofu á Íslandi, nánar tiltekið í

Hafnarfirði. Gísli Gíslason sjávarlíf-efnafræðingur stýrir starfseminni hér á landi, en undir skrifstofuna heyra einnig málefni Grænlands og Færeyja. „Á seinni hluta síðustu aldar jókst umræða um umhverfismál og sjálf-bærni og möguleika til að mæla hana.

Brundtland stað-festingin frá 1987 skilgreinir sjálfbæra þróun sem þróun sem uppfyllir þarfir núlifandi kynslóða án þess að stofna í hættu möguleik-um seinni kynslóða að uppfylla þarfir

sínar. MSC eru staðlar sem skilgreina sjálfbærar fiskveiðar sem hægt er að nota til að meta sjálfbærni veiða“ segir Gísli í samtali við Útvegsblaðið.

veiðar á þorski og ýsu vottaðar Nú hafa veiðar á ýsu og þorski við Ís-land fengið MSC vottun um sjálfbærni og ábyrga veiðistjórn en bæði Sæmark og icelandic group hafa slíka vottun. Jafnframt er Samherji í vottunarferli

með síldveiðar og einnig var stofnað félagið iceland Sustainable Fisheries sem þegar hefur á þriðja tug hluthafa. Áætlað er að félagið verði vettvang-ur sem haldi utan um MSC fiskveiði-skírteini og stefnt að umsóknum um vottanir á öðrum tegundum. Í dag eru 30 fyrirtæki á Íslandi sem hafa feng-ið rekjanleikavottun samkvæmt MSC stöðlunum. Þannig eru í dag mörg fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi að vinna með staðla MSC.

„Samkvæmt upplýsingum frá Mat-væla og landbúnaðarstofnun Sam-einuðu þjóðanna, (FAO) eru um 30% af fiskstofnum heims ofnýttir og 57% fullnýttir. Stofnun Marine Steward-ship Council var í raun til þess að hamla gegn óábyrgum og ósjálfbærum veið-um með því að skilgreina sjálfbærar fiskveiðar með stöðlum og hvetja til eftirspurnar á afurðum úr sjálfbærum veiðum. Með því myndi skapast hvati fyrir aðra að stunda fiskveiðar með sjálfbærum hætti, enda gæti vottun-in gefið aðgang að ákveðnum mörk-uðum og jafnvel hærra verð á afurð-um. MSC er sjálfseignarstofnun sem er ekki rekin með hagnað að leiðar-ljósi og starfsemin kostuð af styrkjum ýmiskonar og hóflegum gjöldum fyr-ir notkunina á umhverfismerkinu, en það er valkvætt hvort aðilar noti um-hverfismerkið við kynningu á vörum úr vottuðum veiðum,“ segir Gísli.

17.000 vörur merktar MsC Gísli segir að íslensku félögin 30, sem komin séu með rekjanleikavottun séu bæði framleiðslu- útflutnings- og al-þjóðaverslunarfyrirtæki. Þau fyrir-tæki sem slíka vottun hafa geta notað umhverfismerki MSC og selt afurð-ir sínar sem MSC vottaðar þegar þær eru unnar eða keyptar úr fiskveiðum með MSC vottun. Í dag er um 10% af heimsveiðunum MSC vottaðar eða í vottunarferli. Það eru yfir 17.000 vörur merktar með MSC umhverfis-merkinu og seldar í yfir 80 löndum en fyrir aðeins 4 árum voru MSC merktar

vörur 1.500. „Fiskveiðivottunin bygg-ir á þremur grunnatriðum, í fyrsta lagi að nýting viðkomandi fiskistofns sé sjálfbær, að umhverfisáhrif veið-anna séu ásættanleg og loks að heild-arstjórn sé á veiðum úr viðkomandi stofni. MSC staðlar eru í samræmi við alþjóðakröfur meðal annars FAO og iSEAl alþjóðasamtaka umhverfis- og félagsstaðla. Það eru síðan faggilt-ar vottunarstofur víða um heim sem meta umsóknir um vottun og rekjan-leika og staðfesta eða hafna eftir því hvort viðkomandi skilyrði og staðlar eru uppfyllt eða ekki.“ segir Gísli.

ekki óeðlileg afskipti af fiskveiðistjórnunÞegar Gísli er spurður að því hvort með vottun af þessu tagi sé ekki ver-ið að hafa óeðlileg afskipti af veiði-stjórn-un sjálfstæðra ríkja, hafn-ar hann því. „Stjórn fiskveiðanna er alltaf á höndum stjórnvalda. Það er frjálst val að fara í vottun og það er faggilt vottunarstofa sem tekur út fiskveiðarnar og ef það kemur í ljós að viðkomandi fiskveiðar þurfi úr-bætur til að standast staðlana þá er það ákvörðun umsækjanda hvort viðkomandi vilji vinna að því með stjórnvöldum og hagsmunahópum að bæta kerfið þannig fiskveiðarn-ar standist staðlana. MSC heldur að-eins utan um og kynnir staðlana sem byggja meðal annars á kröfum FAO sem eru í raun markmið allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Það hlýtur að vera markmið hverrar fiskveiðiþjóðar að stunda sjálfbærar veiðar og geta kynnt það á alþjóða-markaði. Sjálfbærar veiðar eru hags-munir bæði núverandi og komandi kynslóða.

MSC starfar með mörgum stórmörk-uðum að kynningu og markaðsátaki á MSC vottuðum fiski og hvetur til auk-innar fiskneyslu með jákvæðri kynn-ingu á sjávarafurðum. Þetta eru sam-eiginlegir hagsmunir með framsæknum sjávarútvegi,“ segir Gísli Gíslason.

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

» „Það hlýtur að vera markmið hverrar fiskveiðiþjóðar að stunda sjálfbærar veiðar og geta kynnt það á alþjóðamarkaði,“ segir gísli gíslason.

» gísli gíslason.

Page 20: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

20 NóvEmbER 2012 ÚTVEGSBlAðið

Þorskkvótinn í Barents-hafinu verður því um ein milljón tonna og heild-arframboð af þeim gula úr Norður-Atlantshafi um 1,3 milljónir tonna á

næsta ári. Við því þurfa allar þorsk-veiðiþjóðirnar að bregðast, en raun-ar eru það aðeins Ísland, Noregur og rússland, sem veiða þorsk í miklum mæli.

Þessi aukning segir þó ekki nema hluta sögunnar. Heildarframboð á hvítfiski úr Norður-Atlantshafi er áætlað um 2.137.000 tonn, sem er aðeins aukning um 72.000 tonn. Þar skiptir mestu máli að framboð á ýsu mun dragast saman um 120.000 tonn á næsta ári miðað við útgefnar afla-

heimildir. Enn má bæta við söguna, því þegar heildarframboð á hvítfiski í heiminum er skoðað kemur í ljós að það er áætlað um 7 milljónir tonna á næsta ári, sem er nokkurn veginn hið sama og á þessu ári. loks virðist ljóst að framleiðsla á eldisfiskunum til-apiu og pangasius er hætt að aukast og reyndar bendir ýmislegt til þess að samdráttur verði í eldi á pangasiusi. Þegar á heildina er litið er framboð á hvítfiski í heiminum ekki að aukast svo nokkru nemi, það er aðeins að færast milli tegunda. Svo viðfangs-efnið er í raun og veru að koma þorski í holurnar sem myndast þegar aðrar tegundir falla út.

4 milljónir tonna 1968Þegar þorskurinn var og hét voru veiddar af honum fjórar milljónir tonna árið 1968. Síðan þá hefur afl-

inn minnkað jafnt og þétt og náði lág-

marki í 865.000 tonnum árið 2009. Helsta viðfangsefni þeirra sem hafa verið að selja þorsk undanfarna fjóra áratugi hefur í raun verið að segja því miður, við eigum ekki meira. Þorskur-inn hefur selst án mikillar fyrirhafn-ar en að sjálfsögðu hafa orðið nokkrar sveiflur á verði.

Markaðurinn fyrir þorsk frá Ís-landi hefur breyst gífurlega á þessum áratugum. Á árum áður fór langmest af þorskinum í frystu formi til Banda-ríkjanna, næst mest fór svo saltað til Suður-Evrópu. Nú er þorskurinn ekki lengur kóngur vestanhafs. Aðeins um 5% af þorskframboði úr Norður-Atl-antshafi fer vestur um haf. Yfir 80% af þorskafurðunum fara á markaði í Evrópu, sem saltfiskur, ferskur fisk-ur, frystur fiskur og loks tvífrystur

fiskur. Hitt fer á markað í rússlandi, Brasilíu og Afríku.

Nánast allur þorskur til evrópuEf litið er á þorsksölu okkar Íslend-inga er myndin að sjálfsögðu svip-uð. Evrópa tekur nánast allan þorsk frá Íslandi í hvaða afurðamynd sem er. lítilsháttar fer til Afríku, einkum Nígeríu, og smávegis vestur um haf. England, Frakkland, Spánn og Portú-gal kaupa mest af þorskinum okkar. Saltfiskmarkaðarnir í Suður-Evrópu hafa verið nokkuð stöðugir undanfar-in ár og þar er ekki að vænta teljandi aukningar. Mesta aukning á undan-förnum árum hefur verið í útflutningi á ferskum flakastykkjum, einkum hnakkastykkjum og þar hefur Frakk-land risið hæst. Áskorun Íslendinga í því umhverfi sem er að skapast með auknum þorskkvóta úr Barentshafi felst að miklu leyti í því að verja stöðu sína á mörkuðunum. ljóst er að Norð-menn munu sérstaklega sækja inn á þá markaði, sem staða Íslands er góð, markaðina fyrir saltfisk og ferskan fisk. En ekki er nóg að verjast, einn-

ig verður að blása til sóknar því þorskkvóti okkar mun að öllum líkind-um aukast jafnt og þétt næstu árin.

Þorskur í stað ýsu?En hver eru þá sóknarfærin? Jú, þau hljóta að liggja í því að auka söluna á núverandi mörkuðum. Aukið fram-boð mun væntanlega leiða til verð-lækkunur sem getur í raun falið í sér tækifæri til aukinnar sölu og þá helst á mörkuðunum í Frakklandi, Bret-landi, Belgíu og Hollandi. Sé gert ráð fyrir verðlækkunum myndast einn-ig meiri tækifæri en áður til að sækja á nýja markaði eins og þá sem tilapia og pangasius hafa verið hvað sterkust á. Þá er líklegt að fylla megi upp í fyr-irsjáanlegan skort á ýsu með þorski, en það á einkum við Bretland. Banda-ríkin eru svo vonarpeningur líka, en þeim markaði hefur lítið sem ekkert verið sinnt fyrir utan markaðinn á norðanverðri austurströndinni fyrir ferskan fisk. Það er vissulega skarð fyrir skildi nú, að starfsemi icelandic í Bandaríkjunum og vörumerkið okk-ar góða skuli hafa verið selt. Þar var

Ógn eða tækifæri?framboð af þorski úr Norður-atlantshafi mun aukast um ríflega 250.000 tonn á næsta ári:

fréttasKýriNg

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

Mikið framboð af þorski sem væntanlegt er úr barentshafinu á næsta ári hefur verið ofarlega á baugi nú í haust. Ákveðið hefur verið að auka þorskkvótann þar um 250.000 tonn, sem er töluvert meira en heildarkvótinn hér, sem er rétt um 200.000 tonn.

Page 21: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

greið leið fyrir frystan fisk inn á þenn-an mikilvæga markað. Nú ráða Kan-adamenn yfir þeirri leið, en vafalítið hefði verið hægt að beina verulegu magni af frystum þorskafurðum héð-an í þann farveg. Hann er líklega ansi þröngur núna ef ekki lokaður.

Mikið á rússneska heimamarkaðinnEn hvert megum við eiga von á að fisk-urinn frá rússum og Norðmönnum fari? Sé byrjað á að skoða rússland og þróunina þar, kemur í ljós að togar-ar eru langafkastamestir. um 67% af afla þeirra hafa verið heilfryst hausuð og slægð, 28% hafa verið flökuð og fryst um borð og 5% tekin af ísfisk-togurum. Þá er töluverð veiði smærri báta og fer sá fiskur að mestu leyti á heimamarkaðinn, sem er mjög stór, jafnvel 100.000 til 200.000 tonn. Það ræðst af verði og í þeirri stöðu, sem framundan er, verður að teljast líklegt að stór hluti aukningarinnar hjá rúss-um endi á heimamarkaði og sá guli verði í auknum mæli heilfrystur fyrir markaðinn í Kína. Sá fiskur leitar svo til baka inn á evrópska markaðinn eins og áður var nefnt. Því má líta svo á að sú hætta sem stafi af auknu framboði frá rússum sé ekki mjög mikil.

Snúum okkur þá að Norðmönnum. Þeirra helsti vandi heima fyrir er fisk-veiðistjórnun sem er magndrifin.

Aðskilnaður veiða og vinnslu og lágmarksverð á þorski, sem ákveðið er af sjómönnum og útgerðarmönn-um hvetur til svokallaðra magnveiða. Yfir helmingur þorskafla Norðmanna er tekinn á vetrarvertíð, sem leiðir til þess að framboð hjá þeim verður mjög ójafnt og erfiðara að uppfylla kröfur um stöðugleika í afhendingu. Flestir frystitogarar Norðmanna eru búnir

til heilfrystingar á þorski og sá fiskur fer að miklu leyti til Kína eða annarra landa í áframvinnslu. Vinnslan í landi er tæpast í stakk búin til að taka við mikilli aukningu og vinna hana í verð-mætustu afurðirnar eins og ferska fiskinn. Því er líklegt að framleiðslan beinist í skreið fyrir markaðinn á Ítalíu og víðar og saltfisk fyrir Suður-Evr-ópu og frystar afurðir á hefðbundna markaði. Þó ólíklegt megi virðast gæti meira að segja komið upp sú staða að bæði Norðmenn og rússar sæju hag sínum betur borgið með því að skilja eitthvað eftir af kvótanum mikla í sjónum.

sameiginlegt markaðsátakMarkmið þorskveiðiþjóðanna í fram-tíðinni hlýtur að vera sameiginlegt. Að efla markaðssetningu fyrir þorsk á ný. Vinna honum nýja markaði. Það ætti að vera markmiðið. Norðmenn eru með mjög öfluga markaðskynn-ingu á eigin sjávarafurðum, sem er fjármögnuð með skatti á útfluttar afurðir. rússar eru einnig að leggja verulegt fé í markaðssetningu á sín-um fiski. Hvað Ísland varðar er svo ekkert sameiginlegt átak í gangi í þeim efnum ef undan er skilið átak til að kynna upprunamerkið iceland responsible Fisheries. Öflugt mark-aðsstarf lagðist af þegar stóru sölu-fyrirtækjunum SH, ÍS og SÍF var skipt upp fyrir nokkrum árum og starf-

semin vestan hafs var seld nýlega. Nú eru einingar í útflutningi á sjávar-afurðum mjög margar og smáar á hin-um stóra markaði fyrir sjávarafurðir í veröldinni. Því hafa komið upp hug-myndir um sameiginlega markaðs-stofu fyrir fisk að hætti Norðmanna og fleiri þjóða, en þær hafa hvergi verið útfærðar frekar. Sjálfsagt er að efla markaðsstarfið hvernig sem litið er á „ógnina“ úr Barentshafi. Kannski er hún ekki svo mikil eftir allt. Hvaða leið er best að fara í þeim efnum er erfitt að meta, en kannski mætti fara sömu leið og gert var í markaðsátak-inu inspired by iceland, sem skilaði ævintýralegum árangri. Því má ekki gleyma að auðlindir hafsins eru lítils virði ef ekki er hægt að selja þær.

ÚTVEGSBlAðið NóvEmbER 2012 21

Aukið framboð mun væntanlega leiða til verðlækkunur sem getur í raun falið í sér tækifæri til aukin-nar sölu og þá helst á mörkuðunum í Frakklandi, Bretlandi, Belgíu og Hollandi.

» Yfir helmingur þorskafla Norðmanna er tekinn á vetrarvertíð, sem leiðir til þess að framboð hjá þeim verður mjög ójafnt og er-fiðara að uppfylla kröfur um stöðugleika í afhendingu.

Page 22: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

eftir margföldun veiðigjaldsins síðasta sumar er ljóst að ríkið mun taka stóran hluta af tekjum útgerða. Við þær að-stæður er nauðsynlegt að endurskoða

kjarasamninga útvegsmanna og sjómanna þannig að tekið verði tillit til þessara breyttu aðstæðna. Ekki er hægt að ætlast til þess að út-gerðin greiði laun af þeim hluta tekna sem ríkið tekur til sín í formi veiðigjalda.

Hlutaskiptakerfiðlaunakerfi sjómanna og útvegsmanna, hluta-skiptakerfið, byggist í meginatriðum á skipt-um aflaverðmætis á milli sjómanna og útgerða. Einnig koma til ýmsar aðrar greiðslur auk þess sem sjómönnum eru tryggð lágmarkslaun.

Hlutur sjómanna af aflaverðmæti og önnur laun á fiskiskipum er um 31,5% af brúttótekjum útgerðar að meðaltali. Með launatengdum gjöld-um og öðrum kostnaði nemur heildarlaunakostn-aður útgerða vegna sjómanna um 37% af brúttó-tekjum. Þetta er meðaltal fyrir fiskiskipaflotann samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands, í rit-inu Hagur veiða og vinnslu 2010. Aflaverðmæt-ið ræðst af söluverði aflans til þriðja aðila eða af samningum á milli útgerða og áhafna þeg-ar sjávarútvegsfyrirtæki vinnur eigin afla eða kaupir afla af skyldum aðila. Samningar útgerð-ar og áhafna þurfa að uppfylla ákveðin viðmið samkvæmt lögum og kjarasamningum.

launahlutfallið er mjög mismunandi eftir útgerðarflokkum, stærð skipa, veiðarfærum, mannafjölda, aukahlutum o.fl.

Þegar aflahlutur sjómanna er reiknaður er fyrst fundið svokallað skiptaverð sem getur ver-ið á bilinu 70% til 80% af heildaraflaverðmæti. Af því reiknast skiptaprósentan sem er mis-munandi eftir stærð skipa, veiðarfærum, fjölda manna í áhöfn og greiddum aukahlutum.

Skiptaverð tekur breytingum í samræmi við olíuverð á alþjóðlegum markaði á bilinu 143 uSD/tonn t.o.m. 305/tonn uSD. Verðhækkanir á olíu umfram 305/tonn uSD falla á útgerðina.

Kostnaðarhækkanir nema um 30 milljörðumÞað eru einkum fjórir þættir sem útvegsmenn vilja að tekið sé tillit til í kjaraviðræðum þeirra við sjómenn:

n veiðigjöld - Voru margfölduð með lögum númer 74/2012 um veiðigjöld. Hækkunin verð-ur innleidd í áföngum og er áætlað að gjöldin nemi um 14-15 milljörðum króna á þessu fisk-veiðiári, en hefðu lögin verið að fullu komin til framkvæmda næmu þau yfir 20 milljörðum. Við álagningu veiðigjalda er miðað við afkomu tveimur árum fyrir viðkomandi fiskveiðiár. Afla-verðmæti ársins 2010 var 136,6 milljarðar og samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands nam hagnaður útgerðarinnar 18,6 milljörðum.

n olíuverð - Verðhækkanir á olíu umfram 305 uSD falla á útgerðina. Í október 2012 var við-miðunarverð olíu 978 uSD/tonn, ríflega þreföld efri mörk olíuverðsviðmiðunar skiptaverðs sam-kvæmt kjarasamningum. Sá kostnaður sem út-gerðin ber utan skipta nemur um 15 milljörðum króna miðað við heilt ár.

n tryggingagjald - Frá síðustu kjarasamning-um í janúar 2009 hefur tryggingagjaldið hækk-að mikið. Nemur kostnaður vegna þess um 1,4 milljörðum króna á ári.

n Kolefnisgjald - Var fyrst lagt á tímabund-ið árið 2010 og hefur síðan tvöfaldast og er nú ótímabundið. Áætlað er að gjaldið nemi um 1.6 milljörðum króna á ári.

Samtals nema framangreindar kostnaðarhækk-anir yfir 30 milljörðum króna á núverandi fisk-veiðiári og leggjast þær alfarið á hlut útgerðar-innar. Að auki hefur annar kostnaður hækkað.

stenst ekki skoðunÍ núverandi kjarasamningum er ekki gert ráð fyrir greiðslum veiðigjalda, enda voru þau ekki komin til þegar grunnur var lagður að gildandi kjarasamningum.

Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda og for-ystumanna sjómanna um að margföldun veiði-gjalda eigi ekki að bitna á kjörum sjómanna er ljóst að slíkar yfirlýsingar standast ekki skoð-un. Ef samið er um hlutfallsskiptingu af 100 krónum og ríkið tekur 15 er ljóst að þeir sem eftir sitja þurfa að skipta 85 krónum en ekki 100. Hvaða fyrirtæki sem er eða heimili þyrfti að grípa til ráðstafana ef tekjur þeirra lækka skyndilega um 15% og það sama á við um út-gerðarfyrirtæki.

Krafa útvegsmanna er að við gerð nýrra kjara-samninga verði tekið tillit til stóraukins kostnað-ar útgerðar áður en aflaverðmæti er skipt á milli sjómanna og útgerða.

22 NóvEmbER 2012 ÚTVEGSBlAðið

Ekki hægt að borga laun af hlut sem ríkið tekur

lANDSSAMBAND ÍSlENSKrA ÚTVEGSMANNA

myNd: maRIa oLSEN - NoRdEN.oRG

Page 23: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

Erlendur Arnaldssonframleiðslustjóri

UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA

Prentun frá A til ÖOddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

765.000

Page 24: Útvegsblaðið 10. tbl 2012

Persónuleg og traust þjónusta um allan heim.Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

www.samskip.isSaman náum við árangri