Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun...

116
MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. Sjöfn Guðlaugsdóttir Leiðbeinandi: Dr. Sigrún Harðardóttir Skilamánuður ár

Transcript of Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun...

Page 1: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

 

MA ritgerð

Félagsráðgjöf til starfsréttinda

Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur

með sérþarfir.

Sjöfn Guðlaugsdóttir

Leiðbeinandi: Dr. Sigrún Harðardóttir

Skilamánuður ár  

Page 2: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!
Page 3: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 4: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

 

Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.  

Sjöfn  Guðlaugsdóttir  

1410892859  

 

 

 

 

 

Lokaverkefni  til  MA-­‐gráðu  í  félagsráðgjöf  til  starfsréttinda  

Leiðbeinandi:  Dr.  Sigrún  Harðardóttir  

 

 

 

Félagsráðgjafardeild  

Félagsvísindasvið  Háskóla  Íslands  

Nóvember  2015  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 5: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   

 

Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.  

 

 Ritgerð  þessi  er  lokaverkefni  til  MA  gráðu  í  félagsráðgjöf  til  starfsréttinda  og  er  óheimilt  að  afrita  ritgerðina  á  nokkurn  hátt  nema  með  leyfi  rétthafa.  ©  Sjöfn  Guðlaugsdóttir,  2015    Prentun:  Háskólaprent  Reykjavík,  Ísland,  2015      

Page 6: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!
Page 7: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

3  

Útdráttur  

Nemendum   sem   þurfa   sérstakan   stuðning   í   skóla   hefur   fjölgað   á   síðastliðnum   árum.  

Kennarar   þurfa   að   koma   til   móts   við   fjölgun   nemenda  með   sérþarfir   og   kunna   skil   á  

öllum  helstu   kennsluaðferðum  og   úrræðum   sem   tryggja   jafnan   aðgang   allra   barna   að  

menntun.    

    Markmið  rannsóknarinnar  var  að  beina  sjónum  að  upplifun  kennara  á  þjónustu  

þeirra  við  nemendur  með  sérþarfir.  Þá  var  menntun  kennara  skoðuð  og  sá  stuðningur  

sem  þeim  stendur  til  boða  í  daglegu  starfi.  Ein  megin  rannsóknarspurning  var  sett  fram;  

Eru  kennarar  undir  auknu  álagi  vegna  kennslu  sinnar  við  nemendur  með  sérþarfir?  Við  

framkvæmd   rannsóknarinnar   var   notast   við   megindlega   rannsóknaraðferð   og  

gagnaöflun   fór   fram   í   formi   rafrænnar   könnunar.   36   kennarar   svöruðu   könnuninni   af  

150  kennurum  og  því  var  svarhlutfallið  24%.    

    Niðurstöður  rannsóknarinnar  gefa  til  kynna  að  kennarar  upplifi  álag  í  starfi  vegna  

þjónustu   þeirra   við   nemendur   með   sérþarfir.   Flestir   þátttakendur   töldu   sig   ekki   hafa  

fengið  nægilega  menntun  í  grunnnámi  sínu  til  þess  að  sinna  nemendum  með  sérþarfir  af  

kostgæfni.  Þá  kom  fram  í  niðurstöðum  rannsóknarinnar  að  meirihluti  þátttakenda  taldi  

sig  hafa  nægilega  þekkingu  til  þess  að  sinna  nemendum  með  sérþarfir  þrátt  fyrir  skort  á  

menntun.   Draga   má   þá   ályktun   að   kennarar   auki   við   þekkingu   sína   á   málefnum  

nemenda  með  sérþarfir  með  símenntun  og  þeim  verkefnum  sem  kennarastarfið  felur   í  

sér.  Niðurstöður  benda  einnig  til  þess  að  samskipti  kennara  við  foreldra  nemenda  með  

sérþarfir   sé  viðamikill  þáttur   í  álagi   í   starfi  kennara,  en  meirihluti  þátttakenda   taldi   sig  

vera   í   meiri   samskiptum   við   foreldra   nemenda   með   sérþarfir   heldur   en   foreldra  

nemenda  sem  ekki  hafa  neinar  sérþarfir.  Þá  greindi  meirihluti  þátttakenda  frá  því  að  fá  

ekki  nægilegan  stuðning  í  starfi  sínu.    

 

   

Lykilorð:   Nemendur,   sérþarfir,   grunnskólakennarar,   skólalöggjöf,   menntun,   þjónusta,  

stuðningur.    

Page 8: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

4  

Abstract  

In  the  past  years,  the  elementary  school  system  in  Iceland  has  seen  an  increase  

in   students   with   special   needs   or,   who   are   in   need   of   special   support.     This   rapid  

increase   requires   teachers   to   familiarize   themselves   with   different   strategies   and  

methods  of  teaching,  in  order  to  ensure  that  all  children  have  equal  access  to  education.  

The   purpose   of   this   study   is   to   focus   on   how   teachers   experience   the   service  

they  are  required  to  provide  children  with  special  needs.    This  was  done  with  regards  to  

the  teachers’  education  as  well  as  looking  at  various  resources  available  to  the  teachers  

intended   to   support   them   in   their   daily  work.      One  main   research   question  was   put  

forth   “  Are   teachers   under   more   pressure   or   stress   due   to   their   increased   work   with  

children  with   special   needs?”    The   study  was   conducted  using  a  quantitative   research  

method  with  data  collected  through  an  online  survey.    Out  of  the  150  that  the  survey  

was  available  to,  36  teachers  participated,  yielding  a  response  rate  of  24%.  

Conclusions  of  the  study  show  that  teachers  are  experiencing  more  pressure  due  

to   their   increased   work   with   children   with   special   needs.     Most   of   the   participants  

indicated  that  they  did  possess  adequate  knowledge  to  face  the  challenges  of  working  

with  children  with  special  needs.    However,  they  also  indicated  that  their  undergraduate  

degree  did  not  provide  them  with  the  necessary  preparedness  for  this  extra  workload.    

Therefore,  the  study  concludes,  that  teachers  are  continually  adding  to  their  knowledge  

of  these  situations  through  their  work  with  children  who  have  special  needs  as  well  as  

the  many  different  tasks  required  of  a  teacher.  

This  study  also  concludes   that   the  added  pressure   is  due  to   increased  communication  

with   parents.     The  majority   of   participants   said   that   parents   of   children   with   special  

needs  required  more  and  more  frequent  communication  with  the  school.    Majority  of  

participants  also  indicated  that  there  is  a  lack  of  support  for  teachers  in  their  work  with  

children  who  require  extra  support  and  would  like  to  see  additional  recourses  available.  

 

Keywords:    Students,  special  needs,  elementary  teachers,  school  regulations,  education,  

service,  support.  

Page 9: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

5  

Formáli  

Þetta   ritverk   er   30   ECTS   lokaverkefni   í   meistaranámi   til   starfsréttinda   við  

félagsráðgjafardeild  Háskóla  Íslands.  Ég  vil  byrja  á  því  að  þakka  leiðbeinanda  mínum,    Dr.  

Sigrúnu   Harðardóttur   lektor   við   félagsráðgjafardeild   fyrir   stuðning   og   gagnlegar  

leiðbeiningar   við   gerð   rannsóknarinnar.   Þá   vil   ég   þakka   foreldrum  mínum,   Kristínu   E.  

Ingólfsdóttur   og   Guðlaugi   V.   Þórarinssyni,   fyrir   yfirlestur   ritverksins   og   ómetanlegan  

stuðning  á  meðan  á  skrifum  stóð.  Án  þeirra  hefði  þetta  ritverk  ekki  orðið  að  veruleika.  

Einnig   vil   ég   þakka   tengdamóður   minni,   henni   Ragnheiði   Valgerði   Sigtryggsdóttur  

kennara   fyrir   faglegan   stuðning   við   gerð   spurningalistans.   Jafnframt   vil   ég   þakka  

bekkjasystrum  mínum  fyrir  hvatningu  og  stuðning,  þá  sérstaklega  Anítu  Kristjánsdóttur,  

Svanbjörgu   Berg   Sigmarsdóttur   og   Þórunni   Þórsdóttur   fyrir   stuðning   og   gagnlegar  

ábendingar   í   ferlinu   í   heild.   Að   lokum   vil   ég   færa   unnusta   mínum   Vilhjálmi   Sveini  

Guðmundssyni  bestu  þakkir  fyrir  stuðning,  hvatningu  og  þolinmæði.    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 10: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

6  

 

 

 

 

 

Page 11: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

7  

Efnisyfirlit  

1  Útdráttur  .....................................................................................................................  3  

Abstract  .......................................................................................................................  4  

Formáli  ........................................................................................................................  5  

Efnisyfirlit  ....................................................................................................................  7  

Töfluskrá  .....................................................................................................................  9  

Myndaskrá  ..................................................................................................................  9  

1   Inngangur  ............................................................................................................  11  

1.1   Markmið  rannsóknar  og  rannóknarspurningar  .........................................................  12  

1.2   Uppbygging  ritgerðar  ...............................................................................................  13  

2   Fræðilegur  bakgrunnur  ........................................................................................  15  

2.1   Þróun  skólalöggjafar  ................................................................................................  15  

2.1.1   Söguleg  þróun  skólalöggjafar  ...................................................................................  15  

2.1.2   Réttindi  barna  með  sérþarfir  til  náms  ......................................................................  17  

2.2   Skóli  án  aðgreiningar  -­‐  ríkjandi  menntastefna  ..........................................................  18  

2.3   Sérþarfir  nemenda  ...................................................................................................  20  

2.4   Kenningarfræðilegur  bakgrunnur  .............................................................................  21  

2.4.1   Vistfræðilíkan  Bronfenbrenners  ..............................................................................  21  

2.4.2   Starfsþróun  kennara  ................................................................................................  24  

2.5   Menntun  kennara  ....................................................................................................  27  

2.6   Þjónusta  kennara  við  nemendur  með  sérþarfir  ........................................................  30  

2.6.1   Heildstæðar  nálganir  í  vinnu  með  börnum  ..............................................................  30  

2.6.2   Einstaklingsmiðuð  stuðningsáætlun  byggð  á  virknimati  ..........................................  33  

2.6.3   Samskipti  við  foreldra  ..............................................................................................  34  

2.7   Stuðningur  við  kennara  ............................................................................................  36  

2.7.1   Stuðningur  kennara  .................................................................................................  36  

2.7.2   Stuðningur  í  formi  þverfaglegrar  teymisvinnu  .........................................................  38  

Page 12: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

8  

2.8   Rannsóknir  á  starfi  kennara  .....................................................................................  41  

3   Aðferðafræði  .......................................................................................................  47  

3.1   Val  á  rannsóknaraðferð  ............................................................................................  47  

3.2   Þátttakendur  ............................................................................................................  48  

3.3   Framkvæmd  rannsóknar  ..........................................................................................  49  

3.4   Gagnaöflun  ..............................................................................................................  50  

3.4.1   Gerð  spurningalista  ..................................................................................................  50  

3.5   Greining  gagna  og  úrvinnsla  .....................................................................................  51  

3.6   Siðferðileg  álitamál  ..................................................................................................  51  

4   Niðurstöður  .........................................................................................................  53  

4.1   Bakgrunnur  þátttakenda  ..........................................................................................  53  

4.2   Menntun  kennara  ....................................................................................................  57  

4.2.1   Stuðningur  kennara  til  frekari  menntunar  ...............................................................  61  

4.3   Þjónusta  kennara  við  nemendur  með  sérþarfir  ........................................................  62  

4.3.1   Upplifun  kennara  á  álagi  í  starfi  ...............................................................................  63  

4.3.2   Mat  kennara  á  eigin  getu  til  að  vinna  með  nemendum  með  sérþarfir  ....................  65  

4.3.3   Samstarf  kennara  við  aðrar  fagstéttir  vegna  málefna  nemenda  með  sérþarfir  ......  69  

4.3.4   Samskipti  kennara  við  foreldra  nemenda  með  sérþarfir  .........................................  71  

4.4   Stuðningur  kennara  í  starfi  .......................................................................................  73  

4.5   Tillögur  að  stuðningi  í  starfi  ......................................................................................  75  

4.5.1   Raddir  kennara  .........................................................................................................  77  

5   Umræða  ..............................................................................................................  79  

5.1   Menntun  kennara  ....................................................................................................  79  

5.2   Þjónusta  kennara  við  nemendur  með  sérþarfir  ........................................................  82  

5.3   Stuðningur  í  starfi  kennara  .......................................................................................  85  

5.4   Samantekt  ...............................................................................................................  87  

6   Lokaorð  ...............................................................................................................  89  

Heimildaskrá  .............................................................................................................  91  

Viðauki  1  –  Spurningalisti  ...........................................................................................  99  

Viðauki  2  .................................................................................................................  109  

Viðauki  3  .................................................................................................................  110  

Page 13: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

9  

Viðauki  4  .................................................................................................................  112  

 

Töfluskrá  

Tafla  1.  Hversu  oft  fær  kennari  stuðning  frá  eftirfarandi  aðilum.  ....................................  75  Tafla  2.  Tillögur  að  stuðningi  í  starfi  .................................................................................  76    

Myndaskrá  

Mynd  1.  Vistfræðilíkan  Bronfenbrenners.  ........................................................................  22  Mynd  2.  Kyn  þáttakenda.  .................................................................................................  53  Mynd  3.  Starfsaldur  þátttakenda.  ....................................................................................  54  Mynd  4.  Starfsvettvangur  þátttakenda.  ...........................................................................  54  Mynd  5.  Starfsheiti  þátttakenda.  .....................................................................................  55  Mynd  6.  Lengd  vinnudags.  ...............................................................................................  56  Mynd  7.  Starfsánægja  þátttakenda.  .................................................................................  57  Mynd  8.  Hæsta  námsgráða  þátttakenda  ..........................................................................  58  Mynd   9.   Ég   fékk   nægilega   fræðslu   í   kennaranáminu   til   þess   að   vinna   með  

nemendum  með  sérþarfir.  .................................................................................  59  Mynd   10.   Ég   kynni   mér   reglulega   nýjar   kennsluaðferðir   fyrir   nemendur   með  

sérþarfir.  .............................................................................................................  59  Mynd  11.   Ég  hef   sótt   endurmenntun   til   að   auka   við  þekkingu  mína   í   vinnu  með  

nemendum  með  sérþarfir.  .................................................................................  60  Mynd  12.  Síðan  ég  byrjaði  að  starfa  sem  kennari  hefur  færni  mín  til  að  vinna  með  

nemendum  með  sérþarfir  aukist.  .......................................................................  61  Mynd   13.   Ég   fæ   stuðning   frá   yfirmanni   mínum   til   að   kynna   mér   nýjar  

kennsluaðferðir  fyrir  nemendur  með  sérþarfir.  .................................................  62  Mynd  14.  Fjöldi  barna  með  sérþarfir  í  umsjón  kennara  að  meðaltali  á  dag.  ....................  63  Mynd  15.  Þjónusta  mín  við  nemendur  með  sérþarfir  veldur  álagi  í  mínu  starfi  ...............  64  Mynd   16.   Þjónusta   mín   við   nemendur   með   sérþarfir   veldur   meira   álagi   í   starfi  

mínu   heldur   en   þjónusta   mín   við   nemendur   sem   ekki   hafa   neinar  sérþarfir.  .............................................................................................................  65  

Mynd   17.   Ég   tel   mig   hafa   getu   til   að   sinna   nemendum   með   sérþarfir   i  kennslustundum.  ................................................................................................  66  

Page 14: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

10  

Mynd   18.   Ég   næ   að   halda   uppi   góðum   aga   hjá   nemendum   með   sérþarfir   í  kennslustundum.  ................................................................................................  66  

Mynd   19.   Mér   tekst   vel   að   koma   námsefninu   til   skila   hjá   nemendum   með  sérþarfir.  .............................................................................................................  67  

Mynd  20.  Ég  hef  tíma  til  að  sinna  nemendum  með  sérþarfir  í  kennslustundum.  ............  68  Mynd  21.  Þjónusta  mín  við  nemendur  með  sérþarfir  hefur  áhrif  á  þjónustu  mína  

við  nemendur  sem  ekki  hafa  neinar  sérþarfir.  ...................................................  68  Mynd  22.  Þjónusta  mín  við  nemendur  með  sérþarfir  tekur  of  stóran  hluta  af  tíma  

mínum  við  kennslu.  ............................................................................................  69  Mynd   23.   Ég   tek   þátt   í   teymisvinnu   með   öðrum   fagaðilum   varðanda   einstaka  

nemendur  með  sérþarfir.  ...................................................................................  70  Mynd  24.  Ég  fæ  upplýsingar  um  greiningar  og  sérþarfir  nemenda  með  sérþarfir  á  

tilsettum  tíma  .....................................................................................................  71  Mynd   25.   Aukin   samskipti   við   foreldra   nemenda  með   sérþarfir   léttir   undir   starfi  

mínu  ...................................................................................................................  72  Mynd  26.  Ég  er  í  meiri  samskiptum  við  foreldra  nemenda  með  sérþarfir  en  forledra  

annarra  nemenda.  ..............................................................................................  72  Mynd  27.  Samskipti  við  foreldra  nemenda  með  sérþarfir  veldur  álagi  í  mínu  starfi  ........  73  Mynd  28.  Ég  hef  svigrúm  í  starfi  mínu  til  að  sinna  nemendum  með  sérþarfir  .................  74  

Page 15: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

11  

1 Inngangur    Í   þessari   ritgerð   er   sjónum   beint   að   starfi   kennara  með   nemendum  með   sérþarfir   og  

þeim  stuðningi  sem  þeir  fá  til  að  takast  á  við  dagleg  verkefni  í  starfi.  Rannsóknin  snýr  að  

upplifun   kennara   í   starfi   sínu   og   hvernig   þeir   telja   að   grunnmenntun   þeirra   og  

utanaðkomandi  stuðningur  styðji  þá  í  starfi.    

    Til  þess  að  tryggja  fagmennsku  í  starfi  þurfa  kennarar  að  gæta  að  siðferði  sínu  og  

viðhorfi  til  starfsins  og  stuðla  að  jöfnum  námstækifærum  fyrir  alla  nemendur.  Kennarar  

sinna  ekki  einungis  miðlun  hefðbundinna  kennsluhátta  heldur  eru  þeir   í   lykilhlutverki   í  

öllu  skólastarfi.  Þeir   stuðla  að   jafnrétti,  auka  skilning  á   lýðræði,   sinna  ráðgjöf,  uppeldi,  

stjórnun   og   rannsóknarvinnu   svo   eitthvað   sé   nefnt.   Í   takt   við   hraðar   breytingar  

samfélagsins   og   auknar   kröfur   um   menntun   hefur   ábyrgð   skóla   á   velferð   nemenda  

stóraukist  á  síðustu  árum  sem  og  álagsþáttum  í  starfi  kennara.  Til  þess  að  koma  til  móts  

við  þessar  auknu  kröfur  samfélagsins  hefur  verið   lögð  áhersla  á  vel  menntaða  kennara  

sem  eru  vel  í  stakk  búnir  til  að  vinna  með  börnum  á  öllum  skólastigum,  með  hvers  kyns  

greiningar  og  sérþarfir  (Mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneyti,  2013;  Menntavísindasvið  

Háskóla  Íslands,  2014).      

    Samkvæmt  Aðalnámskrá  grunnskóla  myndar  skólakerfið  heildstæða  stofnun  sem  

tryggir   öllum   börnum   samhengi   og   samræmi   á   milli   leikskóla,   grunnskóla,  

framhaldsskóla  og  háskóla.  Stefna  skólanna  er  að  tryggja   jafnræði  barna   í   skólakerfinu  

og   huga   að   stöðu  og   þörfum  barna   og   unglinga.   Einnig   er   grunnskólum   skylt   að   veita  

öllum  börnum  viðeigandi  námstækifæri  sama  hvert  líkamlegt  eða  andlegt  atgervi  þeirra  

er.   Samkvæmt   skýrslu   sem   Skóla-­‐   og   frístundasvið   Reykjavíkurborgar   gaf   út   árið   2012  

kemur   fram   að   fjölgun   hefði   verið   á   nemendum   í   skólakerfinu   sem   þarfnast   sérstaks  

stuðnings   í   námi,   frá   því   að   vera   15%   nemenda   árið   1999   í   26%   nemenda   árið   2010.  

Þessi  fjölgun  nemenda  með  sérþarfir  sýnir  á  skýran  hátt  hversu  mikil  og  vaxandi  þörf  er  

á  vel  menntuðu  starfsfólki   innan  veggja  grunnskóla  til  að  tryggja  árangursríkt  nám  fyrir  

alla   nemendur   (Mennta-­‐   og   menningarmálaráðuneyti,   2013;   Skóla-­‐   og   frístundasvið  

Reykjavíkurborgar,  2012).    

    Fjöldi  lagasetninga  hefur  haft  áhrif  á  starf  kennara  í  gegnum  árin.  Þróun  laga  og  

Page 16: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

12  

reglugerða  er  um  margt  háð  síbreytilegu  samfélagi  sem  kallar  á  breytt  viðmið  og  gildi.  

Lögin  aðlaga  sig  að  samfélaginu  og  þannig  er  komið  í  veg  fyrir  stöðnun  í  þróun  á  hinum  

ýmsu  sviðum  samfélagsins   (Gerður  G.  Óskarsdóttir,  2012).   Lög  og   reglugerðir  er  varða  

skólagöngu  barna  og  starf  kennara  hafa  tekið  miklum  breytingum  frá  því  fyrstu  lögin  um  

fræðslu  barna  voru  sett  á  fót  árið  1907.  Þegar  litið  er  yfir  þróun  þessara  laga  má  sjá  að  

skipulag  á  skólastarfsemi  hefur  tekið  miklum  breytingum.  Kennsluhættir  sem  einblíndu  

einungis   á   frammistöðu   nemenda   í   bóklegum   greinum   fékk   að   víkja   fyrir  

einstaklingsmiðaðri   kennslu   sem   leggur   áherslu   á   sérþarfir   og   persónulegan   þroska  

nemenda   (Lög   um   fræðslu   barna   1907;   Lög   um   grunnskóla   91/2008).   Að   sama   skapi  

hefur  ábyrgð  í  starfi  kennara  aukist  til  muna.  Það  má  sjá  í  auknum  kröfum  um  hvetjandi  

námsumhverfi,  aukin  réttindi  barna  með  sérþarfir  og  áhersla  á  fjölbreytta  kennsluhætti  

(Lög  um  fræðslu  barna  1907;  Lög  um  grunnskóla  91/2008).  Markvisst  hefur  verið  unnið  

að  því  að  styrkja  starf  skóla  og  kennara   í  gegnum  árin  með  rannsóknum,  ritgerðum  og  

skýrslum.  Einnig  hefur   verið   stofnað   sérstakt   félag  um  starfsþróun  kennara   sem  hefur  

það   að   leiðarljósi   að   tryggja   fagmennsku   kennara   í   starfi   og   kynna   nýjar   áherslur   og  

leiðir   í   kennslufræðum   (Samband   íslenskra   sveitarfélaga,   2012;   Ragnar   F.   Ólafsson   og  

Júlíus  K.  Björnsson,  2009;   Ingvar  Sigurgeirsson  og   Ingibjörg  Kaldalóns,  2006;  Snæfríður  

Dröfn   Björgvinsdóttir,   2014;   Sesselja   Árnadóttir,   2011;   Starfsþróun   kennara,   e.d.).  

 Í  ritgerðinni  er  sjónum  beint  að  nemendum  með  sérþarfir  í  almennum  bekkjum  og  hvað  

það  þýðir  fyrir  kennara  að  vera  með  nemendur  með  sérþarfir  í  nemendahópum  sínum.    

Ekki   er   sérstaklega  kannað  hvernig   kennsla  nemenda   í   sérúrræðum  eða   sérstofum   fer  

fram.    

1.1 Markmið  rannsóknar  og  rannóknarspurningar    

Rannsóknir   hafa   sýnt   að   kennarar   eru   almennt   undir   álagi   í   starfi   (Snæfríður   Dröfn  

Björgvinsdóttir,   2014;   Þorkell   Daníel   Jónsson,   2012;   Samband   íslenskra   sveitarfélaga,  

2012).   Þessari   rannsókn   er   ætlað   að   kanna   þá   álagsþætti   sem   koma   fram   í   starfi  

kennara,   þá   sérstaklega   með   áherslu   á   vinnu   þeirra   með   nemendum   með   sérþarfir.  

Einnig  er  markmiðið  að  skoða  menntun  kennara  og  kanna  hvort  kennarar  telji  sig  hafa  

nægilega  þekkingu  á  málefnum  nemenda  með  sérþarfir.  Með  góðri  menntun  er  hægt  að  

tryggja   faglegt   starf   kennara   og   árangursríkara   nám   fyrir   alla   nemendur  

(Menntavísindasvið  Háskóla  Íslands,  2014).  Einnig  eykur  menntun  kennara  hæfni  þeirra  

Page 17: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

13  

til  að  takast  á  við  fjölbreytt  verkefni  starfsins.  Kennari  sem  lítur  á  verkefni  sem  áskoranir  

og  telur  brýnt  að  leysa  þau  stuðlar  að  fagmennsku  sinni  og  þróun  skólans  í  heild.  Það  á  

ekki  við  um  kennara  sem  lítur  á  verkefni  sem  óyfirstíganlega  hindrun  og  forðast  að  þurfa  

að  takast  á  við  krefjandi  verkefni  sem  fylgja  starfinu.  Mikilvægt  er  að  kennarar  stuðli  að  

samvinnu   við   annað   starfsfólk,   foreldra   og   börnin   sjálf   til   að   tryggja   jafnrétti   í  

skólakerfinu  og   tryggja  að  öllum  sé   sýnd  virðing  og   tillitsemi  burt   séð   frá  andlegu  eða  

líkamlegu  atgervi  (Fullan,  2003).      

    Til   þess   að   ná   settum  markmiðum   ritgerðarinnar   verður   leitað   svara   við   einni  

megin  rannsóknarspurningu  og  fjórum  undirspurningum:  

 

Eru  kennarar  undir  auknu  álagi  vegna  kennslu  sinnar  við  nemendur  með  sérþarfir?.  

• Telja  kennarar  sig  fá  nægilega  menntun  í  kennsluháttum  fyrir  nemendur  með  

sérþarfir  í  grunnnámi  sínu?  

• Telja   kennarar   sig   hafa   nægilega   þekkingu   til   að   sinna   nemendum   með  

sérþarfir  af  kostgæfni?  

• Telja  kennarar   sig   fá  nægan  stuðning   til   að  kynna  sér  nýjar  kennsluaðferðir  

fyrir  nemendur  með  sérþarfir?  

• Eru  kennarar  í  meiri  samskiptum  við  foreldra  nemenda  með  sérþarfir  heldur  

en  foreldra  nemenda  sem  ekki  eru  greindir  með  sérþarfir.  

 

Rannsóknarspurningum  er  svarað  út  frá  mati  kennara  í  öllum  grunnskólum  Vesturbæjar  

Reykjavíkur.  Kennararnir  voru  grunnskólakennarar,  umsjónakennarar,  sérkennarar,   list-­‐  

og   verkgreinakennarar   og   dans-­‐   og   íþróttakennarar.   Niðurstöður   rannsóknarinnar   eru  

viðbót   við   þá   þekkingu   sem  þegar   er   til   staðar.  Mikilvægt   er   að   kanna  hagi   kennara   í  

starfi,   greina   álagsþætti   og   koma   með   tillögur   að   úrræðum   og   aðstoð   sem   styrkir  

kennara  í  starfi.    

1.2 Uppbygging  ritgerðar    Ritgerðin  skiptist  í  sex  kafla.  Í  kafla  tvö  er  farið  yfir  fræðilegan  bakgrunn  sem  rannsóknin  

byggir  á.  Fræðilegi  kaflinn  skiptist  í  átta  undirkafla.  Byrjað  er  á  því  að  fara  yfir  þau  lög  og  

þær  reglugerðir  sem  hafa  áhrif  á  starf  kennara  og  réttindi  barna  með  sérþarfir.  Síðan  er  

Page 18: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

14  

greint  frá  þeirri  menntastefnu  sem  er  ríkjandi   í  dag  og  sérþörfum  nemenda  gerð  skil.   Í  

fjórða  hluta  er  greint  frá  kenningarfræðilegum  bakgrunni  sem  stuðst  er  við  til  að  móta  

og   framkvæma   rannsóknina.   Þar   á   eftir   er   ýtarleg   umfjöllun   um  menntun   kennara   og  

mikilvægi  hennar  til  að  stuðla  að  árangursríku  námi  allra  nemenda  og  koma   í  veg  fyrir  

mismunun  á  grundvelli  sérþarfa.  Í  sjötta  hluta  fræðilegrar  umfjöllunar  er  greint  frá  þeirri  

þjónustu   sem   kennarar   veita   börnum  með   sérþarfir   og   þar   á   eftir   er   fjallað   um   þann  

stuðning   sem   kennarar   fá   í   starfi   sínu.   Í   lok   fræðilegrar   umfjöllunar   er   greint   frá   fyrri  

rannsóknum   málefninu.   Í   þriðja   kafla   er   farið   yfir   aðferðafræði   og   framkvæmd  

rannsóknarinnar.   Í   fjórða  kafla  er   greint   frá  niðurstöðum   rannsóknarinnar  og   í   fimmta  

kafla  er  umræða  um  niðurstöður  rannsóknarinnar  og  rannsóknarspurningunum  svarað.  

Að  lokum  setur  höfundur  fram  hugmyndir  að  framtíðarrannsóknum  sem  mikilvægar  eru  

til  að  tryggja  árangursríkt  nám  fyrir  nemendur  með  sérþarfir.  

 

 

 

 

Page 19: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

15  

2 Fræðilegur  bakgrunnur  Í  þessum  kafla  er  byrjað  á  því  að   fara  yfir   sögulega  þróun  skólalöggjafar.   Í  kafla   tvö  er  

greint  frá  ríkjandi  menntastefnu  og  í  kafla  þrjú  er  farið  yfir  helstu  sérþarfir  nemenda  .  Í  

kafla  fjögur  er  farið  yfir  þann  kenningarfræðilega  bakgrunn  sem  við  kemur  starfi  kennara  

og  samspili  þeirra  samfélagslegu  kerfa  sem  hafa  áhrif  á  kennslu  og  stöðu  nemenda  með  

sérþarfir  í  skólum.  Þar  á  eftir  verður  farið  yfir  menntun  kennara  og  sýnt  fram  á  mikilvægi  

hennar  í  störfum  kennara  með  nemendum  með  sérþarfir.  Í  kafla  sex  er  athyglinni  beint  

að   þeirri   þjónustu   sem   kennarar   þurfa   að   hafa   tök   á   til   að   koma   til   móts   við   alla  

nemendur  sína  og  í  kafla  sjö  verður  fjallað  um  þann  stuðning  sem  kennarar  hljóta  til  að  

létta   á   álagi   í   starfi,   með   sérstaka   áherslu   á   þverfaglegan   stuðning.   Að   lokum   verður  

fjallað  um  stöðu  þekkingar  á  Íslandi  á  málefnum  kennara  og  nemenda  með  sérþarfir.  

2.1 Þróun  skólalöggjafar  Í  þessum  kafla  er  farið  yfir  helstu  breytingar  sem  orðið  hafa  á  fyrirkomulagi  og  háttum  á  

kennslu.  Byrjað  er  á  því  að  fara  yfir  sögulega  þróun  lagasetningar  á  skólagöngu  og  gerð  

grein   fyrir   áherslubreytingum   í   sögulegu   ljósi   og   að   lokum   verður   fjallað   um   þær  

reglugerðir  og  lög  sem  styðja  við  aukin  réttindi  nemenda  með  sérþarfir.    

2.1.1 Söguleg  þróun  skólalöggjafar  Í  lögum  um  fræðslu  barna  frá  árinu  1907  má  glöggt  sjá  viðhorf  samfélagsins  á  þeim  tíma  

til  barna  með  sérþarfir.  Samkvæmt   lögunum  voru  börn  skólaskyld  á  aldrinum  10  til  14  

ára  og  var  skólaganga  þeirra  alfarið  á  ábyrgð  forráðamanna.  Samkvæmt  11.  gr.  laganna  

voru  þau  börn  undanskilin  skólaskyldu  sem  áttu  við  ,,gáfnaskort  eða  vanheilsu”  að  etja  

og  ekki  var  gert  ráð  fyrir  öðrum  úrræðum  til  betrumbótar  (Lög  um  fræðslu  barna  1907).  

Áherslan  á  bóklegt  nám  í  lögunum  er  alger  en  svigrúm  fyrir  einstaklingsmiðaða  kennslu  

er  ekkert  (Lög  um  fræðslu  barna  1907).  Þegar  litið  er  á  áherslur  þessara  laga  má  sjá  að  

skortur  er  á  jafnrétti  til  náms  og  hluta  barna  undanskilin  þeim  kosti  að  mennta  sig.  Þetta  

tók  ekki  breytingum  fyrr  en  lög  um  fræðslu  barna  árið  1936  voru  sett  fram.  Þar  stendur  í  

3.  gr.  laganna  að  líkamlega  fötluð  börn  skuli  njóta  menntunar  til  jafns  við  heilbrigð  börn.  

Í   sömu   grein   er   þó   tekið   fram   að   börn   sem   eigi   við   ,,andlegan   eða   siðferðislegan  

Page 20: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

16  

vanþroska”  að  stríða  séu  undanþegin  skólaskyldu  (Lög  um  fræðslu  barna  nr.  94/1936).  

    Með   setningu   fyrstu   laga   um   grunnskóla   nr.   63/1974   má   sjá   viðamikla  

viðhorfsbreytingu  sem  átti  sér  stað  í  samfélaginu  á  þessum  tíma.  Lögin  marka  tímamót  í  

menntun   barna   og   eru   grunnurinn   að   þeim   lögum   sem   stuðst   er   við   í   dag.   Í   2.   gr.  

laganna  má   sjá   veigamiklar  breytingar  á   viðhorfi   til   hlutverks   skóla  og  kennara.  Þar  er  

tekið  fram  að  meginhlutverk  grunnskólans  sé  að  undirbúa  nemendur  undir  áskoranir  og  

störf   framtíðarinnar.   Leitast   er   við   að  hvetja   nemendur   til   sjálfstæðra   vinnubragða  og  

þeim  gefið  tækifæri  til  að  þroskast  í  leik  og  starfi.  Í  2.  mgr.  2.  gr.  laganna  er  einnig  lögð  

áhersla  á  að  grunnskólinn  gæti  að  þörfum  nemenda  og  hagi  starfi   sínu  eftir  þeim  (Lög  

um  grunnskóla  nr.  63/1974).      

    Með   áðurnefndum  áherslubreytingum  er   ljóst   að   hlutverk   grunnskóla   breyttist  

mikið   á   þessum   árum   en   þarna   var   farið   frá   því   að   einblína   einungis   á   bóklegt   nám  

nemenda   í   það   að   undirbúa   börn   fyrir   framtíðina,   stuðla   að   vænlegum   þroska   og  

sjálfstæði   nemenda.   Í   5.   mgr.   42.   gr.   laganna   er   kveðið   á   um   að   öll   börn   eigi   rétt   á  

jöfnum  tækifærum  til  náms  og  komi  það  í  hlut  grunnskólans  að  koma  til  móts  við  þarfir  

hvers  og  eins  (Lög  um  grunnskóla  nr.  63/1974).  Með  þessari  grein  laganna  var  áralangri  

hefð   fyrir   aðskilnaði   fatlaðra   og   heilbrigðra   barna   í   skólakerfinu   lokið   og   leiðin   að  

jafnrétti  til  náms  hafin.  Til  þess  að  styðja  áðurnefnda  grein  laganna  var  sett  ákvæði  í  50.  

gr.   laganna   þar   sem   kveðið   var   á   um   að   öll   börn   sem   ekki   hefðu   getu   til   að   njóta  

hefðbundinna   kennsluhátta   ættu   rétt   á   sérstakri   kennslu   sem   hæfði   getu   þeirra   og  

þroska.   Sú   kennsla   færi   fram   í   formi   einkakennslu,   hópkennslu   eða   í   sérstökum  

sérdeildum  innan  grunnskólanns  (Lög  um  grunnskóla  nr.  63/1974).  Við  setningu  þessara  

laga  breyttist  tilhögun  á  starfi  kennara  til  muna  og  ábyrgðin  sem  fylgdi  kennarastarfinu  

jókst.  Kennarar  voru  ekki  lengur  einungis  að  sinna  fræðslustarfi  heldur  voru  þeir  einnig  

komnir   í   uppeldishlutverk.   Áherslan   snérist   að   því   að   undirbúa   nemendur   undir   hinn  

stóra  heim  og  allar  þær  áskoranir  sem  hann  byði  upp  á.  Með  auknum  réttindum  barna  

með  sérþarfir  má  ætla  að  kröfur  um  þekkingu  nemenda  með  sérþarfir  og  rétta  menntun  

kennara  hafi  aukist  til  muna.    

    Lagalegar  áherslur  á  starfi  og  stefnu  grunnskóla  breyttist  lítið  á  milli  ára  þar  til  lög  

um  grunnskóla  nr.  91/2008  voru  sett  á  fót,  en  það  eru  jafnframt  þau  lög  sem  eru  í  gildi  

þegar   þetta   ritverk   er   skrifað.   Í   lögunum   er   auðséð   að   hlutverk   kennara   hefur   tekið  

stakkaskiptum  og  eru  ákvæði  um  ábyrgð  og  skyldur  kennara   í  þessum  lögum  sem  ekki  

Page 21: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

17  

voru   til   staðar   áður.   Í   þessum   lögum   er   í   fyrsta   sinn   kveðið   á   um   hvernig   starfsfólk  

grunnskóla   skuli   haga   störfum   sínum.   Í   1.   mgr.   12.   gr.   laganna   segir   að   starfsfólk  

grunnskóla  skuli  tileinka  sér  kurteisi  og  nærgætni  í  framkomu  og  vera  samviskusamt  og  

faglegt  í  starfi  (Lög  um  grunnskóla  nr.  91/2008).  Í  lögunum  er  einnig  fjölgun  í  ákvæðum  

sem   tryggja   rétt   barna  með   sérþarfir   á   almennri  menntun   til   jafns   við   aðra.   Í   17.   gr.  

laganna   segir   að  börn  með   sérþarfir   skuli   njóta  þeirrar   aðstoðar   sem   til   þurfi   svo  þau  

geti  lagt  stund  á  nám  í  almennum  grunnskóla  (Lög  um  grunnskóla  nr.  91/2008).  Í  lögum  

um  grunnskóla  nr.  91/2008  er  í  fyrsta  sinn  sérkafli  um  skyldur  foreldra.  Í  18.  gr.  laganna  

segir  að  foreldrar  beri  ábyrgð  á  skólagöngu  barna  sinna  og  sé  skylt  að  vera  í  samráði  við  

grunnskólann  um  upplýsingar  og  hagi  barnanna  (Lög  um  grunnskóla  nr.  91/2008).  Með  

þessari  grein  er  verið  að  stuðla  að  heildrænu  kerfi  með  hagsmuni  barnsins  að  leiðarljósi.  

Með  samvinnu  heimilis  og  skóla  er  hægt  að  tryggja  velgengni  allra  barna  í  leik  og  starfi  

og  stuðla  að  vænlegum  þroska  til  frambúðar.  

2.1.2 Réttindi  barna  með  sérþarfir  til  náms  

Fyrstu   skrefin   í   átt   að   jafnrétti   allra   til   náms   voru   tekin   þegar   lög   um   grunnskóla   nr.  

63/1974   voru   samþykkt.   Þar   segir   í   2.   gr.   laganna   að   grunnskólar   skuli  mæta   þörfum  

allra   barna   og   stuðla   að   jöfnum   námstækifærum.   Einnig   segir   í   50.   gr.   laganna   að  

kennslu  skuli  háttað  eftir  getu  hvers  og  eins  nemanda  og  að  mikilvægt  sé  að  sérmenntað  

fagfólk  annist  málefni  einstakra  nemenda  sem  sýni  fram  á  skerta  námsgetu.  Í  samningi  

Sameinuðu   þjóðanna   um   réttindi   barnsins   nr.   18/1992   er   einnig   kveðið   á   um   réttindi  

allra  barna  til  náms  óháð  líkamlegu  eða  andlegu  atgerfi.  Þar  segir  í  1.  mgr.  23.  gr.  I.  hluta  

laganna  að   líkamlega  eða  andlega   fötluð  börn  skuli  njóta  réttinda  og  virðingar   til   jafns  

við   aðra   og   tryggja   skuli   virka   þátttöku   þeirra   í   samfélaginu.   Einnig   segir   í   3.  mgr.   að  

fötluð  börn  skuli  hafa  aðgang  að  námi  og  njóti  menntunar  til  að  stuðla  að  félagslegum  

þroska  (samningur  Sameinuðu  þjóðanna  um  réttindi  barnsins  nr.  18/1992).  Bæði  Lög  um  

grunnskóla   nr.   63/1974  og   samningur   Sameinuðu  þjóðanna  um   réttindi   barnsins   voru  

bitastæður   hluti   af   þróun   réttinda   barna   með   sérþarfir.   Með   þessum   lagasetningum  

færðist  samfélagið  nær  jafnrétti  allra  barna  og  stuðlaði  að  því  að  börn  sem  áður  höfðu  

ekki  haft  færi  á  að  mennta  sig  gátu  sest  á  skólabekk  með  jafnöldrum  sínum  í  almennum  

grunnskóla.    

    Árið  2010  var  gefin  út   reglugerð  um  sérfræðiþjónustu  sveitarfélaga  við   leik-­‐  og  

Page 22: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

18  

grunnskóla  og  nemendaverndarráð  í  grunnskólum.  Þar  er  fjallað  um  sérfræðiþjónustu  í  

skólum   og   hvernig   hún   eigi   að   nýtast   í   daglegu   skólastarfi.   Samkvæmt   3.   mgr.   2.   gr.  

laganna  segir  að  sérfræðiþjónusta  í  skólum  skuli  hafa  það  að  markmiði  að  efla  skóla  sem  

faglegrar  stofnunar  og  stuðla  að  fræðslu  og  leiðbeiningum  til  kennara.  Í  3.  gr.  laganna  er  

greint   frá  þeim  atriðum  sem  sérfræðiþjónusta  eigi  að   leggja  áherslu  á  en  það  er   til  að  

mynda;  forvarnarstarf,  snemmtækt  mat  á  stöðu  nemenda,  ráðgjöf  fyrir  nemendur  með  

námsvanda,   heildræn   sýn   á   aðstæður   nemenda   og   veita   kennurum   og   foreldrum  

fræðslu   (Reglugerð   um   sérfræðiþjónustu   sveitarfélaga   við   leik-­‐   og   grunnskóla   og  

nemendaverndarráð   í   grunnskólum   nr.   584/2010).   Reglugerð   um   nemendur   með  

sérþarfir   nr.   585/2010   skerpir   enn   frekar   á   réttindum   barna   með   sérþarfir.   Í   3.   gr.  

laganna  segir  að  allir  nemendur  eigi  að  fá  jöfn  tækifæri  til  náms  og  að  námið  eigi  að  vera  

fjölbreytt  og  stuðla  að  þroska  og  hæfni.  Í  reglugerðinni  er  sérstaklega  tekið  fram  hvernig  

eigi  að  skipuleggja  stuðning  og  nám  fyrir  börn  með  sérþarfir  en  í  10.  gr.  reglugerðarinnar  

segir   að   grunnskólar   skuli   árlega   vinna   að   áætlun   um   stuðning   í   námi   fyrir   börn  með  

sérþarfir.   Einnig   segir   í   11.   gr.   reglugerðarinnar   að   áætlunin   skuli   vera   sett   fram   á  

einstaklingsgrundvelli  og  tekið  sé  mið  af  heildrænum  vanda  nemandans  (Reglugerð  um  

nemendur  með  sérþarfir  í  grunnskólum  nr.  585/2010).  

    Réttindi   barna  með   sérþarfir   hafa,   eins   og   sjá  má,   tekið  miklum   breytingum   á  

síðari   árum.   Frá   fyrstu   lagasetningu   um   fræðslu   barna   árið   1907   hafa   orðið   miklar  

breytingar   á   réttindum  og   högum  náms   allra   barna.   Þróunin   hefur   stuðlað   að   jöfnum  

tækifærum  og  útrýmt  mismunun   vegna   líkamlegs-­‐   og   andlegs   atgerfis   að  mestu.  Með  

áframhaldandi   þróun   og   betrumbótum   laga   og   reglugerða   er   hægt   að   stuðla   að   enn  

betri   kjörum   fyrir   börn  með   sérþarfir.   Í   næsta   kafla   verður   farið   yfir   þá  menntastefnu  

sem   er   ríkjandi   í   lögum   og   reglugerðum   í   dag   og   hefur   tryggt   jafnan   aðgang   allra  

nemenda  að  námi.    

2.2 Skóli  án  aðgreiningar  -­‐  ríkjandi  menntastefna    

Skóli  án  aðgreiningar   (e.   inclusive  school)  er  hluti  af  yfirlýstri  menntastefnu  á   Íslandi.   Í  

reglugerð   um   nemendur  með   sérþarfir   í   grunnskólum   nr.   585/2010   segir   að   skóli   án  

aðgreiningar  sé  skilgreindur  sem  ,,grunnskóli   í  heimabyggð  eða  nærumhverfi  nemenda  

þar  sem  komið  er  til  móts  við  náms-­‐  og  félagslegar  þarfir  nemenda  í  almennu  skólastarfi  

með   manngildi,   lýðræði   og   félagslegt   réttlæti   að   leiðarljósi”   (2.   mgr.   2.gr.).  

Page 23: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

19  

Menntastefnan   hefur   haft   áhrif   á   menntun   barna   víðs   vegar   um   heiminn   og   á   hún  

upptök   sín   í   baráttu   um   bætt   lífskjör   barna   með   sérþarfir.   Skóli   án   aðgreiningar  

einkennist   af   virðingu   og   telur   fjölbreytileika   nemenda   vera   kost   frekar   en   hömlun   í  

skólakerfinu.  Áhersla  er  lögð  á  alhliða  velferð  nemenda  og  unnið  er  markvisst  að  því  að  

koma   í  veg   fyrir  allar  hindranir   til  að     tryggja   fullgilda  þátttöku  allra  nemenda   í   leik  og  

starfi  (Dóra  S.  Bjarnason,  2010;  Slee,  2011).    

    Í  menntastefnunni   segir   að   allir   grunnskólar   séu   skyldugir   til   að   taka   við   öllum  

börnum,  burt  séð  frá  líkamlegu  eða  andlegu  atgerfi,  veita  þeim  bestu  menntun  sem  völ  

er   á   og   jafnframt   undirbúa   þau   undir   verkefni   framtíðarinnar   (Ferguson   o.fl,   2012).  

Þegar  unnið  er  með  menntastefnuna  að  leiðarljósi  er  mikilvægt  að  hafa  til  hliðsjónar  þá  

staðreynd  að  skóli  án  aðgreiningar  er  ferli  sem  tekur  ekki  enda.  Í  þróun  menntunar  þarf  

sífellt  að  hafa  í  huga  breyttar  þarfir  nemenda  og  því  má  segja  að  skóli  án  aðgreiningar  sé  

menntastefna  sem  aðlagi  sig  að  þörfum  samfélagsins  á  hverjum  tíma  fyrir  sig  (Skóla-­‐  og  

frístundasvið   Reykajvíkurborgar,   2012,   UNESCO,   2009).   Skóli   án   aðgreiningar   leggur  

áherslu  á  að  hindranir  nemenda  séu  einungis  til  í  hugarfari  og  skipulagi  grunnskólanna.  

Allir  eru  jafn  hæfir  til  náms  og  það  sé  undir  grunnskólanum  komið  að  tryggja  að  allir  eigi  

sömu  tækifæri,  án  hindrana  (Armstrong,  2011).    

    Fjöldi   rannsókna   hefur   verið   framkvæmdur   til   að   leggja   mat   á   ágæti  

menntastefnunnar   skóla   án   aðgreiningar.   Í   rannsókn   Jóhönnu   Karlsdóttur   og   Hafdísar  

Guðjónsdóttur   (2010)   Hvernig   látum   við   þúsund   blóm   blómstra?   Skipulag   og  

framkvæmd   stefnu   um   skóla   án   aðgreiningar   var   rannsakað   hvernig   grunnskólar  

skipuleggja  og  setja  fram  stefnu  um  skóla  án  aðgreiningar  í  skólastarfi  sínu.  Rannsóknin  

fól   í   sér   eigindleg   viðtöl   við   starfsmenn   í   fimm   grunnskólum   landsins.   Í   niðurstöðum  

rannsóknarinnar   kom   fram   að   starfsfólk   grunnskólanna   reyni   eftir   fremsta   megni   að  

framfylgja  menntastefnunni.  Það  sé  þó  ekki  alltaf  hægt  og  var  það  mat  þátttakenda  að  

þarfir   sumra   nemenda   væru   of   sértækar   til   að   hægt   væri   að   sinna   þeim   í   almennum  

kennslustofum.   Þar   af   leiðandi   voru   nemendur  með  mikil   agavandamál   eða   fjölfötlun  

sendir   í   sérkennslustofu   þar   sem   sérþekking   á   málefnum   barna   með   sérþarfir   var   til  

staðar.   Aðrar   rannsóknir   hafa   sýnt   fram   á   svipaðar   niðurstöður.   Í   rannsókn   frá   árinu  

2010  kemur  fram  að  stór  meirihluti  starfsfólks  grunnskóla  sé  hlynnt  því  að  öll  börn  fái  

tækifæri  til  að  sækja  þann  grunnskóla  sem  er  í  heimahverfi  þeirra.  Þá  töldu  þeir  kennslu  

við   almenna   grunnskóla   vera  mjög   góða  og   að  námsskipulag   þeirra   kæmi   til  móts   við  

Page 24: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

20  

nemendur   með   sérþarfir.   Þá   hefur   einnig   komið   fram   að   stuðningur   og   fjölbreytni   í  

skólakerfum  landsins  sé  að  aukast  sem  leiði  til  aukins  sveigjanleika  og  jafnrétti  til  náms  

(Amalía   Björnsdóttir   og   Kristín   Jónsdóttir,   2010;   Hildur   B.   Svavarsdóttir,   Sara   Björg  

Ólafsdóttir  og  Hrund  Logadóttir,  2011;  Sigurbjörg  J.  Helgadóttir  o.fl.,  2005).    

2.3 Sérþarfir  nemenda  

Reglugerðir,   menntastefnur   og   lög   um   réttindi   nemenda  með   sérþarfir   til   náms   hafa  

tryggt   öllum   börnum   jafnan   aðgang   að   námi.   Til   þess   að   skilja   betur   umfang   og   eðli  

sérþarfa   nemenda   er   brýnt   að   setja   fram   skilgreiningu   á   hugtakinu.   Í   reglugerð   um  

nemendur  með  sérþarfir  í  grunnskólum  nr.  585/2010  segir  að  nemendur  með  sérþarfir  

séu  þeir  sem  eigi  erfitt  með  nám  sökum  andlegra  eða  líkamlegra  erfiðleika.  Einn  þessara  

þátta  eru  sértækir  námserfiðleikar  en  samkvæmt  greiningarkerfinu  ICD-­‐10  (International  

classification  of  diseases)  eru  það  lesörðuleikar,  rittjáningarröskun,  röskun  á  reiknihæfni  

og   stöfunarröskun   (World   Health   Organization,   2016).   Til   sérþarfa   teljast   einnig  

tilfinninga-­‐   og/eða   félagslegir   erfiðleikar.   Rannsóknir   sýna   að   nemendur   með   félags-­‐  

og/eða  tilfinningalega  erfiðleika  sé  sá  hópur  nemenda  sem  stendur  sig  verst   í  námi  og  

eru   ólíklegri   til   að   útskrifast   úr   grunnskólum   samanborið   við   nemendur   með   aðrar  

sérþarfir.   Þrátt   fyrir   fjölda   úrræða   sem   sniðin   eru   að   þörfum   þessara   nemenda   hefur  

kennurum  ekki  tekist  að  ná  fram  ásættanlegum  námsárangri  til  jafns  við  nemendur  með  

aðrar   sérþarfir   (Reglugerð   um   nemendur   með   sérþarfir   í   grunnskólum   nr.   585/2010;  

VanAcker,   2004;  Wagner,   Kutash,   Duchnowski,   Epstein   og   Sumi,   2005;   Kern,   2015).   Í  

reglugerð   um   sérþarfir   barna   í   grunnskólum   nr.   585/2010   segir   einnig   að   hverskyns  

fötlun,   veikindi,   þroskaraskanir   og   geðraskanir   nemenda   falli   einnig   undir  

skilgreininguna  um  nemendur  með  sérþarfir.      

    Þegar  fjallað  er  um  nemendur  með  sérþarfir  er  mikilvægt  að  gera  um  leið  grein  

fyrir   þeim   faghópum   sem  hafa   sérfræðiþekkingu   á  málefnum  nemendanna   og   tryggja  

réttindi  þeirra.  Auk  almennra  kennara  vinna  sérkennarar  og  aðrir  fagaðilar  að  málefnum  

barna  með  sérþarfir.  Sérkennarar  og  aðrir   fagaðilar  teljast  þeir  sem  hafa  sérmenntun   í  

því  að  veita  nemendum  með  sérþarfir  sérstakan  stuðning  og  veita  kennurum  stuðning  

og  fræðslu  til  að  koma  til  móts  við  fjölþættar  þarfir  nemenda.  Auk  sérkennara  eru  það  

meðal  annars  þroskaþjálfar,  starfsráðgjafar,  félagsráðgjafar  og  námsráðgjafar  sem  starfa  

með   kennurum   í   því   að   vinna   að   bættum  hag   nemenda  með   sérþarfir   (reglugerð   um  

Page 25: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

21  

nemendur   með   sérþarfir   í   grunnskóla,   nr.   585/2010).   Þá   eru   sérstakar   sérdeildir  

starfræktar   í   skólum   sem   hafa   það   að   markmiði   að   veita   nemendum   með   sérþarfir  

faglega  aðstoð  og  tryggja  að  allir  nemendur  fái  fjölbreytt  nám  við  hæfi.  Í  sérdeildum  er  

stuðlað   að   viðeigandi   þroska   nemenda   og   stutt   við   andlega   og   líkamlega   getu   þeirra.  

Einnig   eru   nemendur   í   sérdeildum   hvattir   til   að   þroska   sköpunargáfur   sínar   og   nýta  

hæfileika   sína.   Sérdeildir   teljast   til   sérúrræða   í   skólum   en   undir   þau   falla   einnig  

sjúkrakennsla   og   sérskóli.   Stuðningur   við   nemendur   með   sérþarfir   í   almennum  

skólastofum   telst   þó   ekki   til   sérúrræða   (reglugerð   um   nemendur   með   sérþarfir   nr.  

585/2010).    

    Eins  og  sjá  má  þá  er  stuðningur  og  aðhald  við  nemendur  með  sérþarfir  tryggður  

með  lögum,  reglugerðum  og  menntastefnum.  Sérþarfirnar  eru  þó  fjölmargar  og  krefjast  

þess  að  almennir  kennarar  hafi  viðamikla  þekkingu  á  kennsluháttum  og  aðferðum  sem  

nauðsynlegar  eru  til  að  stuðla  að  vænlegum  þroska  allra  nemenda.  Því  er  mikilvægt  að  

kennarar  hafi  til  hliðsjónar  kenningar  og  hugmynda-­‐  og  aðferðafræði  sem  tryggir  góðan  

árangur   í   starfi.   Hér   á   eftir   verður   gerð   grein   fyrir   þeim   kenningarlega   bakgrunni   sem  

kennarar  geta  nýtt  sér  í  starfi  sínu  til  að  stuðla  að  árangursríkri  kennslu  fyrir  nemendur  

með  sérþarfir.  

2.4 Kenningarfræðilegur  bakgrunnur  

Starf  kennara  er  fjölbreytt  og  tekur  á  fjölbreyttum  þáttum  í  lífi  nemenda.  Kennarar  þurfa  

að  hafa  góða  þekkingu  á  kennslufræði  og  þroskakenningum  sem  tryggja  jafnan  aðgang  

allra   nemenda   að   námi   og   koma   í   veg   fyrir   mismunun   (Mennta-­‐   og  

menningarmálaráðuneyti,  2013).    Í  þessum  kafla  verður  fjallað  um  tvær  kenningar  sem  

gætu  gagnast  kennurum  í  starfi.  Fyrst  er  fjallað  um  vistfræðikenningu  Bronfenbrenners  

og  síðan  er  farið  yfir  kenningar  er  varða  starfsþróun  kennara.  

2.4.1 Vistfræðilíkan  Bronfenbrenners  

Sálfræðingurinn   Urie   Bronfenbrenner   (1979)   setti   fram   vistfræðikenninguna   (e.  

ecological   system   theory)   sem   tekur   á   samspili   einstaklings   og   umhverfis   hans.  

Samkvæmt   kenningunni   er  manneskjan  hluti   af   stærri   heild   og   hafa   þau   áhrif   á   hvort  

annað   með   keðjuverkandi   hætti.   Áhrifin   eru   gagnkvæm   og   hefur   umhverfið   áhrif   á  

einstaklinginn  og  einstaklingurinn  áhrif  á  umhverfið  sitt.  Eins  og  áður  hefur  komið  fram  

sinna  kennarar  ekki  einungis  kennslu  og  fræðslu.  Starf  þeirra  felur  einnig   í  sér  uppeldi,  

Page 26: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

22  

sálargæslu,   ráðgjöf   og   margt   fleira   (Mennta-­‐   og   menningarmálaráðuneytið,   2013).  

Sökum  þessa  er  mikilvægt  að  kennarar  hugi  að  öllum  áhrifaþáttum  í  lífi  nemenda  sinna.  

Með  vistfræðilíkani  Bronfenbrenners  geta  kennarar  tryggt  nemendum  velferð  í  námi  og  

þroska  með  því  að  hafa  góða  yfirsýn  yfir  helstu  kerfin  í  umhverfi  nemenda  og  stuðla  að  

góðum  og  árangursríkum  samskiptum  á  milli  þessara  kerfa.        

    Kenningin   er   þroskakenning   þar   sem   litið   er   á   þroska   manneskjunnar   og   það  

hvernig  umhverfið  hefur  áhrif  á  þroskaferli  hennar.  Bronfenbrenner  setti  kenningu  sína  

upp  í   líkan  þar  sem  hann  lýsir  samspili  einstaklingsins  og  umhverfis  hans.  Mynd  1  sýnir  

þetta   líkan  og  hvernig   samspilið   á   sér   stað   (Berk,   2009;   Sigrún  Harðardóttir,   2014,  bls  

36).  

Mynd  1.  Vistfræðilíkan  Bronfenbrenners.  

 

Bronfenbrenner  skipti  kenningu  sinni  upp  í  fjögur  kerfi  sem  öll  innihalda  þætti  sem  virka  

í  samspili  við  einstaklinginn.  Fyrsta  kerfið  er  svokallað  nærkerfi  (e.  microsystem)  sem  er  

nánasta  umhverfi  einstaklingsins.  Því  kerfi  tilheyra  foreldrar,  systkini,  vinir,  kennarar  og  

Page 27: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

23  

fleiri   sem   einstaklingurinn   treystir   og   reiðir   sig   á.   Í   nærkerfi   grunnskólabarns   má   því  

segja  að  fjölskylda  og  kennarar  séu  þættir  sem  hafi  mest  áhrif  á  þroska  þess.  Nærkerfum  

fer   fjölgandi  eftir  því   sem  einstaklingurinn  verður  eldri  og  kynnist   fleira   fólki   í  gegnum  

fjölbreytta  tómstundaiðkun.  Á  eftir  nærkerfi  kemur  miðkerfi   (e.  mesosystem)  en   innan  

þess   kerfis   fara   fram  öll   samskipti   á  milli   nærkerfanna.  Bronfenbrenner   segir   að  þetta  

kerfi   sé   ráðandi   í   félagsmótun  og  að  mikilvægt   sé  að  öll   samskipti   einkennist   af  hlýju,  

hvatningu   og   kærleika   til   að   stuðla   að   góðum   þroska   einstaklingsins.   Séu   samskipti  

heimilis   og   skóla   farsæl   er   verið   að   leggja   grunn   að   góðum   námsárangri   barnsins.  

Samskipti  milli   þessara   aðila   eru   gagnkvæm   sem   þýðir   að   kennarar   hafa   áhrif   á   líðan  

grunnskólabarna  og  þau  hafa  áhrif  á   líðan  kennarans.  Því  er  mikilvægt  að  öll  samskipti  

einkennist  af  virðingu  og  þolinmæði  til  að  skapa  gott  námsumhverfi   fyrir  öll  börn   jafnt  

sem  farsælt  vinnuumhverfi  fyrir  kennara.  Þriðja  kerfið  er  stofnanakerfið  (e.  exosystem)  

en  það  er  kerfi   sem   inniheldur  þætti   sem  einstaklingur  getur  ekki  haft  nein  áhrif   á  en  

þeir   hafa   óbein   áhrif   á   hann.  Undir   stofnanakerfi   falla   allar   helstu   stofnanir   sem  hafa  

áhrif  á  líf  einstaklingsins.  Í   lífi  grunnskólabarns  væri  það  til  dæmis  skóli  og  heilsugæsla,  

svo  eitthvað  sé  nefnt.  Þó  svo  að  þessar  stofnanir  hafi  ekki  bein  áhrif  á  grunnskólabarnið  

þá   getur   menntun   kennara   innan   grunnskólans   haft   áhrif   á   menntun   og   líðan  

nemandans.   Því   er   brýnt   að   huga   vel   að   innviðum   stofnana   sem   koma   að  málefnum  

nemenda  og  þá  sérstaklega  nemenda  með  sérþarfir  til  að  koma  í  veg  fyrir  misrétti  í  námi  

og  tryggja  vellíðan  í  skóla.  Fjórða  og  síðasta  kerfið  er  heildarkerfi  (e.  macrosystem)  sem  

sameinar  öll  áðurnefnd  kerfi.  Undir  það  kerfi   falla  öll   lög,  allar  reglugeðrir,   trúarbrögð,  

menningarleg   viðmið   og   gildi   sem   hafa   áhrif   á   líf   einstaklingsins.   Sé   litið   til  

grunnskólabarna  má  því  sjá  að  lög  um  grunnskóla  og  reglugerðir  um  réttinda  barna  með  

sérþarfir  skipi  stóran  sess   í   lífi  þeirra  og  hafi  áhrif  á  öll  nærkefin.   (Berk,  2009;  Levin  og  

Lindén,  2007).      

    Kennarar  upplifa  ýmislegt  og  þurfa  að  beita  ýmsum  aðferðum  í  kennslu  sinni  til  

að   ná   til   nemenda,   halda   uppi   aga   og   ná   fram   framförum   í   leik   og   starfi.  Með  því   að  

notast   við   vistfræðikenninguna   í   daglegu   starfi   geta   kennarar   stuðlað   að   bættu  

námsumhverfi   fyrir   nemendur.   Með   kenninguna   að   leiðarljósi   má   sjá   vandamál  

nemenda   í   stærra   samhengi   og   koma   í   veg   fyrir   að   litið   sé   svo   á   að   vandamálið   sé  

upprunið   hjá   nemandanum   sjálfum.  Mikilvægt   er   fyrir   kennara   að   sjá   að   vandamálin  

liggi   ekki   hjá   nemendunum   sjálfum,   heldur   í   því   umhverfi   sem   þeir   búa   í   og   þeim  

Page 28: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

24  

samskiptum,   eða   skorti   á   samskiptum   sem   eiga   sér   stað   á   milli   nærkerfanna.   Með  

kenninguna   að   leiðarljósi   geta   kennarar   unnið   að   uppbyggingu   og   styrkingu   allra  

nemenda   og   unnið   markvisst   að   lausn   vandamála   sem   koma   í   veg   fyrir   góðan  

námsárangur  (Dupper,  2003).    

2.4.2 Starfsþróun  kennara  Starfsþróun   er   mikilvægur   þáttur   í   þroska   starfsmanna   og   getur   aukið   starfsánægju  

þeirra  til  muna.  Starfsþróun  á  sér  stað  á  öllum  sviðum  samfélagsins  og  er  ferli  sem  leiðir  

til   jákvæðrar   þróunar   og   umbóta   (Sigrún   Vésteinsdóttir,   2014).   Fjölmargar   kenningar  

hafa  verið  settar  fram  um  starfsþróun,  bæði  í  námi  og  vinnu,  en  sú  kenning  sem  hefur  

haft  hvað  mest  áhrif  er  kenning  Supers  um  þróun  starfsferils  (e.  life  span  development  

theory).   Í  kenningunni   segir  að  starfsþróun  einstaklings  þróist   í  gegnum  allt   lífshlaupið  

og   veltur   það   á   þroska   og   atferli   einstaklinga   á   hverju   lífsskeiði   fyrir   sig   hvernig  

starfsferillinn  þróast.  Super  kom  fram  með  viðamiklar  áherslubreytingar  um  það  hvernig  

einstaklingar   velja   sér   starf   en   hann   lagði   áherslu   á   það   hvernig   einstaklingar   þróuðu  

atvinnuhlutverk   sín   (e.   work   role)   á   öllum   stigum   lífshlaupsins   í   stað   þess   að   horfa  

einungis  á  það  hvernig  þeir  uppfylltu  ákveðnar  kröfur  í  starfi  eins  og  áður  hafði  tíðkast.  Í  

kenningu   Super   segir   að   einstaklingar   gangi   í   gegnum   þroskaskeið   á   lífsleiðinni   sem  

samtvinnast   og   geta   einstaklingar   farið   aftur   á   fyrri   þroskaskeið   til   að   ná   upp   frekari  

þjálfun  og  þekkingu  sem  þá  skortir  á  núverandi  þroskaskeiði.  Super  lagði  þó  áherslu  á  að  

upplifun   einstaklinga   á   þroskaskeiðum   væri   ætíð   mismunandi,   þó   svo   að   þeir   færu  

ítrekað  til  baka  á  sama  þroskastig   (Savickas,  1997;  2001;  2005;  Sharf,  2010).  Sé   litið  til  

kennara   er   starf   þeirra  margbreytilegt   og   í   sífelldri   þróun.   Því   er   eðlilegt   að   þeir   fari  

ítrekað   aftur   á   fyrri   þroskastig   og   endurmeti   þekkingu   sína   og   hæfni.   Með   ólíkum  

áherslubreytingum  og  áskorunum   í   starfi  þurfa  kennarar  ávallt  að  enduskoða  starf   sitt  

og   meta   það   út   frá   nýjum   gildum   og   viðmiðum.   Nýti   kennarar   sér   ekki   þennan  

valmöguleika  er  hætta  á  að  þeir  staðni   í  starfi  og  veiti  þar  af   leiðandi  nemendum  með  

sérþarfir  ekki  þá  þjónustu  sem  best  væri  á  kosið.      

    Öll  stigin  sagði  Super  að  væru  grunnurinn  að  ákvarðanatöku  í  starfi  og  góðum  og  

farsælum  starfsferli.  Fyrsta  stigið  er  könnunarstig  (e.  exploration).  Í  starfi  kennara  felur  

þetta   stig   í   sér   könnun   á   þeim   valmöguleikum   í   starfi   sem   í   boði   eru.  Uppbygging   (e.  

establishment)  felur  í  sér  að  kennarar  vinna  markvisst  að  því  að  ná  tökum  á  starfi  sínu,  

Page 29: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

25  

skilgreina  verkefni  sín  og  vinna  að  lausn  hindrana  sem  í  vegi  þeirra  verða.  Það  getur  til  

dæmis   falið   í   sér   uppgötvun   á   eigin   veikleikum   í   starfi   eða   kynningu   á   nýjum  

kennsluaðferðum   fyrir   nemendur   með   sérþarfir.   Viðhald   (e.   maintenance)   er   stig   í  

starfsþróun  kennara   sem  kemur   í   veg   fyrir   stöðnun.   Til   þess   að   standast   samkeppni   á  

vinnustað  þurfa  eldri  kennarar  að  kynna  sér  nýjar  kennsluaðferðir  og  efla  hæfni  sína  til  

að   takast   á   við   hverskyns   verkefni   (Super,   1957).   Til   þess   að   veita   börnum   bestu  

mögulega   kennslu   og   þjónustu   þurfa   kennarar   að   flakka   á   milli   stiga   til   að   uppgötva  

nýjar   kennsluaðferðir,   afla   sér   nýrrar   þekkingar   og   vera   meðvitaðir   um   þær  

samfélagslegu  breytingar  sem  geta  haft  áhrif  á  nemendur  og  kennslu.      

    Í   kenningunni   er   þróun   sjálfsmyndar   mikilvæg,   hún   hefur   áhrif   á   starfsþróun  

einstaklinga,   starfsval  og  aðlögun   í   starfi.   Einnig   leitaðist   Super   við   að  greina  þá  þætti  

sem   hefðu   áhrif   á   einstaklinga   þegar   þeir   stæðu   frammi   fyrir   breytingum.   Hann   setti  

fram   hugtakið   starfsaðlögun   (e.   career   adaptability)   sem   lýsir   þeim   eiginleikum   sem  

þurfa  að  vera  til  staðar  til  að  takast  á  við  breytingar  á  vinnustað  og  vinna  úr  verkefnum  á  

starfsferlinum.  Starfsaðlögun  felur  í  sér  skipulagningu  á  starfsvali,  sjálfsskoðun  í  starfi  og  

greiningu   á   síbreytilegum   aðstæðum   í   starfi   (Savickas,   1997;   Super,   1990).    

    Fræðimaðurinn   Albert   Bandura   (1997)   lagði   sitt   að   mörkum   í   þróun  

starfsþróunar  með  kenningu  sinni  um  faglegt  sjálfstraust  (e.  self  efficacy).  Hugtakið  vísar  

til   þeirrar   trúar   sem   einstaklingar   hafa   á   eigin   getu   til   að   takast   á   við   verkefni   og  

framkvæma   þær   aðgerðir   sem   nauðsynlegar   eru   fyrir   tilætlaðan   árangur.   Samkvæmt  

Bandura  (1997)  verður  faglegt  sjálfstraust  til  í  fjórum  þrepum  sem  öll  hafa  áhrif  á  hvert  

annað.  Þrepin  eru;  

• Reynsla.  

• Góðar  fyrirmyndir.  

• Staðfesting  á  eigin  færni.  

• Líkamlegt  og  tilfinningalegt  ástand.  

Við   skipulagningu   á   námsumhverfi   sem   styður   og  hvetur   til   þroska  og   aukinnar   hæfni  

nemenda  þarf  kennari  að  búa  við   faglegt  sjálfstraust.  Þá  er  mikilvægt   fyrir  kennara  að  

byggja   upp   faglegt   sjálfstraust   strax   við   upphaf   starfsferils   til   þess   að   tryggja   fagleg  

vinnubrögð  og  sjálfstraust   til  að  takast  á  við  nýjar  áskoranir   í   starfi.  Þrói  kennarar  ekki  

með  sér  faglegt  sjálfstraust  leiðir  það  af  sér  lakari  frammistöðu  í  vinnu  og  minni  líkur  eru  

Page 30: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

26  

á  því  að  þeir  nái  að  leysa  verkefni  með  faglegum  og  árangursríkum  hætti.  Kennara  sem  

skortir  faglegt  sjálfstraust  sýna  því  oft  minni  vilja  til  starfsþróunar,  frekari  stöðnun  í  starfi  

og   sýna   frekar   mótþróa   við   nýstárlegum   kennsluaðferðum   (Bandura,   1997;   Hoy   og  

Miskel,  2005;  Ragnhildur  Bjarnadóttir,  2008).  Sökum  þessa  er  mikilvægt  að  stuðlað  sé  að  

faglegu  sjálfstrausti  strax  í  grunnnámi  kennara  og  tryggja  þannig  farsæla  og  árangursríka  

kennslu  fyrir  alla  nemendur.  Fleiri  fræðimenn  settu    mark  sitt  á  starfsþróun,  þar  á  meðal  

Bredeson   (2003).   Samkvæmt   honum   þarf   starfsþróun   að   vera   hluti   af   daglegu   starfi  

kennara   eigi   hún   að   skila   tilætluðum   árangri.   Hann   telur   að   starfsþróun   kennara   sé  

sundurleit   og   horft   sé   framhjá   þeirri   þörf   kennara   að   fá   stöðuga   þjálfun   og   fræðslu   á  

starfstíma  sínum  vegna  síbreytilegra  aðstæðna  í  samfélaginu.      

    Sérstakt   fagráð   um   starfsþróun   og   símenntun   kennara   var   stofnað   árið   2011.  

Helsta   verkefni   þess   er   að   stuðla   að   sameiginlegri   stefnumótun   um   starfsþróun   og  

símenntun   kennara   og   tryggja   gott   aðgengi   kennara   að   tækifærum   til   að   þroskast   í  

starfi.  Samkvæmt  fagráðinu  er  mikilvægt  að  kennarar  afli  sér  frekari  þekkingar  eftir  að  

grunnnámi   líkur  til  þess  að  viðhalda  faglegri  starfsþróun.  Til  þess  að  tryggja  skipulagða  

og  árangursríka  starfsþróun  kennara  hafa  ýmsir  námssjóðir  verið  stofnaðir  fyrir  kennara  

sem   vilja   styrkja   sig   í   starfi.   Grunnskólakennarar   geta   sótt   um   styrk   í   Vonarsjóð  

(verkefna-­‐  og  námsstyrkjasjóður  FG  og  SÍ)  ef  þeir  hafa  hug  á  að  auka  við  þekkingu  sína  

með  námskeiðum,  ráðstefnum,  framhaldsnámi  eða  rannsóknum  svo  eitthvað  sé  nefnt.  

Einnig   er   starfsþróun   kennara   tryggð   með   lagasetningum   og   ákvæðum   í  

kjarasamningum.   Í   12.   gr.   laga   um   grunnskóla   nr.   91/2008   segir   að   stjórnendur  

grunnskóla  skuli  vinna  að  áætlun  sem  tryggir  starfsþróun  og  símenntun  kennara.  Einnig  

segir   í  kjarasamningi  Sambands   íslenskra  sveitarfélaga  og  Kennarasambands   Íslands  að  

móta  eigi  starfsþróunaráætlun  í  öllum  grunnskólum  og  hún  skuli  vera  aðgengileg  öllum  

kennurum   (Samstarfsnefnd   um   símenntun   kennara   sem   kenna   neðan   háskólastigs,  

2012;   Sigrún   Vésteinsdóttir,   2014;   Lög   um   grunnskóla   nr   91/2008,   Samband   íslenskra  

sveitarfélaga,  2011).      

    Til  þess  að   tryggja  nemendum  árangursríka  menntun  er  mikilvægt  að  kennarar  

fái  stöðuga  þjálfun  og  kennslu  í  fjölbreyttum  kennsluháttum.  Með  skilvirkri  starfsþróun  

tryggja  kennarar  fagþróun  í  starfi  og  koma  í  veg  fyrir  stöðnun  í  starfi.  Ásamt  starfsþróun  

er   menntun   kennara   ein   af   grunnstoðum   fagstéttarinnar.   Hér   á   eftir   er   farið   yfir  

Page 31: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

27  

menntun   kennara   og   mikilvægi   hennar   í   árangursríkri   kennslu   fyrir   nemendur   með  

sérþarfir.    

2.5 Menntun  kennara    

Samfélagslegar  breytingar  hafa   stuðlað  að  breyttum  áherslum   í   starfi   kennara.  Aukinn  

hraði  og  auknar  breytingar  samfélagsins  skila  sér  inn  í  kennslustofuna  og  er  það  hlutverk  

kennara   að   fella   starfsemi   skólanna   að   þessum   breytingum   til   að   tryggja   árangursríkt  

námsumhverfi   fyrir   alla   nemendur.   Til   þess   að   tryggja   árangursríkt   skólastarf   þarf  

fagmennska   kennara   að   fylgja   þessum   samfélagslegu   breytingum   eftir.   Fagmennska  

kennara  byggir  á  góðri  og  sérfræðilegri  starfsmenntun  þeirra  og  yfirgripsmikilli  þekkingu  

þeirra  á  málefnum  kennslu.  Þrátt  fyrir  skýra  stefnu  í  menntamálum  er  staðreyndin  sú  að  

allir  starfandi  kennarar  uppfylla  ekki  skilyrði  og  kröfur  um  menntun.  Í  TALIS  rannsókninni  

frá   árinu   2008   kom   fram   að   rúmlega   92%   kennara   á   grunn-­‐   og   miðstigi   grunnskóla  

uppfylltu  skilyrði  um  menntun  til  kennslu  en  aðeins  88%  kennara  á  efstastigi  uppfylltu  

sömu  skilyrði.  Það  þýðir  að  rúmlega  12%  kennara  á  efstastigi  og  8%  kennara  á  grunn-­‐  og  

miðstigi  voru  ekki  með  tilskilda  menntun.  (Mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneyti,  2013;  

Ragnar  F.  Ólafsson  og  Júlíus  K.  Björnsson,  2009).  Þessar  niðurstöður  eru  áhugaverðar   í  

ljósi  þess  að  krafa  um  fagmenntun  kennara  er  lögfest  í  lögum  um  menntun  og  ráðningu  

kennara   og   skólastjórnenda   við   leikskóla,   grunnskóla   og   framhaldsskóla   nr.   87/2008.  

Upplýst   markmið   laganna   er   að   tryggja   að   allir   þeir   sem   leggja   stund   á   kennslu   hafi  

menntun   í   samræmi   við   störf   þeirra   og   ábyrgð.   Í   4.   gr.   laganna   segir   að   sá   einn  megi  

nota   starfsheitið   grunnskólakennari   sem   hefur   lokið   viðurkenndu   meistaranámi   eða  

öðru  sambærilegu  námi.  Samkvæmt   lögunum  er  því  gert  ráð  fyrir  því  að  allir  starfandi  

kennarar  hafi  tilskilda  menntun,  bæði  til  að  tryggja  fagmennsku   í  starfi  og  einnig  til  að  

koma  í  veg  fyrir  að  nemendur  fái  ekki  þá  aðstoð  og  fræðslu  sem  þeir  eiga  rétt  á.      

    Miklar   breytingar   hafa   orðið   á   kennaranáminu   á   undanförnum   árum.  

Kennaraháskóli  Íslands  (2005)  setti  fram  skýrslu  um  stefnumótun  fyrir  árin  2005  –  2010  

þar   sem   greint   var   frá   viðamiklum   breytingum   á   uppsetingu   grunn-­‐   og  

framhaldsmenntun  kennara.  Í  skýrslunni  var  kveðið  á  um  breytingar  á  skipulagi  kennslu  

til   að   mæta   fjölbreyttum   þörfum   síbreytilegs   samfélags.   Þá   var   lögð   áhersla   á   að  

kennarar  væru  að   sinna  menntun,  uppeldi,  þjálfun  og  umönnun  nemenda  og  því   væri  

brýnt   að   auka   gæði   námsins.   Í   skýrslunni   var   einnig   greint   frá   því   að   stefnt   væri   að  

Page 32: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

28  

stofnun   meistaranáms   (M.ed.)   fyrir   kennara   til   að   auka   þekkingu   á   þeim   fjölmörgu  

verkefnum  sem  þeir  takast  á  við  á  hverjum  degi  í  starfi  sínu.  Í  frumvarpi  til  laga  (þingskjal  

nr.  322/2007-­‐2008)  voru  færð  rök  fyrir  lengingu  kennaranámsins  en  þar  segir  ,,   ljóst  er  

að   beint   samhengi   er   á   milli   gæða   og   skilvirkni   menntakerfis   annars   vegar   og  

menntunarstigs,   lífsgæða   og   efnahagsþróunar   samfélagsins   hins   vegar”.   Lenging  

námsins  varð  svo  að  veruleika  með  setningu  laga  um  menntun  og  ráðningu  kennara  og  

skólastjórnenda   við   leikskóla,   grunnskóla   og   framhaldsskóla   nr.   87/2008.   Áherslur   í  

kennaranámi   tóku   svo   enn  meiri   breytingum   þegar   Kennaraháskóli   Íslands   og   Háskóli  

Íslands   sameinuðust   árið   2008  með   lögum  um   sameiningu   Kennaraháskóla   Íslands   og  

Háskóla  Íslands  nr.  37/2007.  Með  tilkomu  þessara  laga  var  námsskipan  kennaranámsins  

breytt   til   þess   að   koma   til   móts   við  margvíslegar   þarfir   nemenda   og   auka  möguleika  

kennara  á  sérþekkingu.    

     Grunnnám  kennara   skiptist   nú   í   fjórar   námsleiðir   en   þær   eru;  menntun  ungra  

barna   í   leik-­‐   og   grunnskólum,   grunnskólakennsla,   faggreinakennsla   og   kennslufræði  

iðnmeistara.   Allt   eru   þetta   ólíkar   námsleiðir   sem   tryggir   fjölbreytta   þekkingu   kennara  

(Menntavísindasvið   Háskóla   Íslands,   2014).   Þrátt   fyrir   þessar   viðamiklu   breytingar   á  

kennaranáminu   undanfarin   ár   virðist   þróunin   ekki   hafa   skilað   sér   í   aukna   áherslu   á  

þekkingu   kennara   á   málefnum   nemenda   með   sérþarfir.   Samkvæmt   kennsluskrá  

menntavísindasviðs   Háskóla   Íslands   er   aðeins   einn   skylduáfangi   sem   tekur   á  

mismunandi   þroska   nemenda   og   þeim   sérþörfum   sem   kennarar   þurfa   að   vinna  með.  

Þessi   áfangi   er   aðeins   10   einingar   af   300   eininga   námi   til  M.ed.   gráðu,   sem   þýðir   að  

aðeins   um   3%   af   skyldunámi   kennara   felur   í   sér   undirbúning   undir   vinnu   með  

nemendum   með   sérþarfir   (Háskóli   Íslands,   e.d.-­‐a;   Háskóli   Íslands,   e.d.-­‐b).   Þetta   er  

áhugavert   í   ljósi   þessi   að   niðurstöður   rannsókna   sýna   að   kennarar   telja   sérþarfir  

nemenda  vera  einn  helsta  álagsþátt   í   starfi   sínu  og  að  menntun  þeirra  veiti  þeim  ekki  

nægjanlegan   undirbúning   til   þess   að   takast   á   við   fjölmörg   og   krefjandi   verkefni   sem  

fylgja   starfinu   (Ragnar   F.   Ólafsson   og   Júlíus   K.   Björnsson,   2009;   Samband   íslenskra  

sveitarfélaga,  2012;  Ingvar  Sigurgeirsson  og  Ingibjörg  Kaldalóns,  2006).      

    Kennarar   sækja   sér   ekki   einungis   þekkingu   á   kennsluháttum   í   grunnnámi   sínu.  

Símenntun  er  einnig  mikilvægur  vettvangur   fyrir   kennara   til   að   takast  á  við   síbreytileg  

verkefni   kennarastarfsins.   Í   3.   mgr.   12.   gr.   laga   um   grunnskóla   nr.   91/2008   segir   að  

stjórnendur   skóla   skuli   móta   áætlun   um   símenntun   starfsfólks   hans   í   samræmi   við  

Page 33: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

29  

aðalnámsskrá   og   áherslur   sveitarfélagsins.   Einnig   segir   í   4.  mgr.   að   kennarar   og   aðrir  

starfsmenn  grunnskóla  skuli  eiga  kost  á  reglulegri  símenntun  til  þess  að  efla  starfshæfni  

sína  (Lög  um  grunnskóla  nr.  91/2008).      

    Í   rannsókn  Westling   (2010)  á  viðhorfi  kennara  á  eigin  kennsluháttum  fyrir  börn  

með  hegðunarvanda  og   aðrar   sérþarfir   kom   fram  að  minnihluti   kennara   taldi   sig   hafa  

fengið   nægilega   fræðslu   (e.   professional   preparation)   til   að   takast   á   við   sérþarfir  

nemenda.  Kennarar  voru  beðnir  um  að  leggja  mat  á  fræðslu  og  þjálfun  í  formlegu  nám  

annarsvegar  og  símenntun  hinsvegar.  Um  26%  kennara  og  38%  sérkennara  greindu  frá  

því   að   hafa   fengið   nægilega   fræðslu   og   þjálfun   í   formlegu   námi   til   að   takast   á   við  

sérþarfir  nemenda.  Þá  greindu  23%  kennara  og  51%  sérkennara   frá  því  að  hafa   fengið  

fræðslu   og   þjálfun   í   símenntun.   Bæði   kennarar   og   sérkennarar   voru   sammála   því   að  

hæfni  þeirra   til  að  vinna  með  börnum  með  sérþarfir  og  hegðunarvandamál  hafi  aukist  

eftir  að  þeir  byrjuðu  að  vinna  og  um  75%  kennara  og  sérkennara  héldu  því  fram  að  þeir  

hefðu  næga  þekkingu  til  að  takast  á  við  hegðunarvandamál  og  sérþarfir.  Raunin  er  því  sú  

að  kennarar  telja  sig  ekki   fá  nægilega  fræðslu  og  þjálfun   í  námi  sínu  til  að  takast  á  við  

ýmis   vandkvæði   nemenda.   Starfsreynsla   virðist   aftur   á  móti   auka   þekkingu   kennara   á  

færni  og  úrræðum  til  að  takast  á  við  hverskyns  hegðanir  og  vandamál  nemenda.  Það  er  

þó  brýnt  að  efla  nám  kennara  og  margt  sem  bendir  til  þess  að  bæta  þurfi  menntun  og  

símenntun  þeirra  á  sviði  sérþarfa  og  hegðunarvanda  nemenda.  Í  íslenskum  rannsóknum  

á   málefninu   hefur   komið   fram   að   kennarar   telja   sig   skorta   nægilega   þekkingu   á  

sérþörfum   og   hegðunarvanda   nemenda   og   viðeigandi   kennsluháttum   (Ingvar  

Sigurgeirsson   og   Ingibjörg   Kaldalóns,   2006;   Samband   íslenskra   sveitarfélaga,   2012).   Í  

rannsókn  Jóhönnu  Karlsdóttur  og  Hafdísar  Guðjónsdóttur  (2012)  var  greint  frá  þekkingu  

kennara  á  hugmyndafræðinni  um  skóla  án  aðgreiningar.  Í  niðurstöðum  rannsóknarinnar  

kom   fram   að   kennarar   töldu   sig   ekki   hafa   fengið   nægilega   fræðslu   og   þjálfun   til   að  

notast   við   hugmyndafræðina.   Þá   greindu   kennarar   frá   því   að   í   grunnnáminu   hafi   ekki  

verið   boðið   upp   á   námskeið   sem   tók   sérstaklega   á   hugmyndafræðinni   um   skóla   án  

aðgreiningar.   Þeir   fóru   því   út   á   vinnumarkaðinn   án   þess   að   hafa   heildstæða  mynd   af  

virkni  og  árangri  skóla  án  aðgreiningar.      

Page 34: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

30  

2.6 Þjónusta  kennara  við  nemendur  með  sérþarfir  

Hér  að  framan  hefur  verið  fjallað  um  menntun  kennara  og  mikilvægi  hennar  í  vinnu  með  

nemendum  með  sérþarfir.  Kennarar  takast  á  við  fjölmörg  verkefni  í  starfi  sínu  á  hverjum  

degi   sem   krefjast   viðamikillar   faglegrar   þekkingar   og   því   mikilvægt   að   kennarar   fái  

menntun  í  samræmi  við  verkefni  starfsins.  Kennarar  þurfa  einnig  að  hafa  góða  þekkingu  

á   þeim   úrræðum   sem   í   boði   eru   til   að   vinna  með   börnum  með   sérþarfir.   Í   rannsókn  

Ingvars  Sigurgeirssonar  og  Ingibjargar  Kaldalóns  (2006)  kom  fram  að  í  þeim  skólum  þar  

sem   kennarar   töldu   sig   hafa   næga   þekkingu   á   virkni   og   framsetningu   úrræða   fyrir  

nemendur  með  sérþarfir  voru  starfsmenn  mun  jákvæðari  í  garð  nemenda  með  sérþarfir  

sem  og  foreldra  þeirra.  Góð  þekking  á  fjölbreyttum  kennsluúrræðum  getur  því  stuðlað  

að  árangursríkara  starfi  með  öllum  nemendum,  og  þá  sérstaklega  með  nemendum  með  

sérþarfir.  Hluti  af  þeirri  þjónustu  sem  kennarar  veita  nemendum  er  bundin  í   lögum.  Þá  

er  helst   að  nefna   skóla   án  aðgreiningar   sem  er   skilgreindur   í   reglugerð  um  nemendur  

með  sérþarfir  í  grunnskólum  nr.  585/2010    og  einnig  samskipti  kennara  við  foreldra  sem  

er  lögfest  í  lögum  um  grunnskóla  nr.  91/2008  (reglugerð  um  nemendur  með  sérþarfir  í  

grunnskólum  nr.  585/2010;  lög  um  grunnskóla  nr.  91/2008).  Auk  þessarar  þjónustu  eru  

fjölmörg  úrræði  sem  kennarar  þurfa  að  hafa  haldbæra  þekkingu  á  til  að  koma  í  veg  fyrir  

mismunun   í  námi  nemenda.  Hér  á  eftir  verður  fjallað  um  nokkur  úrræði  sem  kennarar  

notast  við  í  sínu  daglega  starfi  með  það  að  markmiði  að  sýna  fram  á  margbreytilegt  starf  

þeirra  og  ábyrgð  

2.6.1 Heildstæðar  nálganir  í  vinnu  með  börnum  

Skipulag   náms,   kennslu   og   umhverfis   þarf   að   mæta   þörfum   margbreytilegs  

nemendahóps   þar   sem   hver   og   einn   hefur   sínar   sérþarfir,   áhugamál   og   styrkleika.   Til  

þess   að   koma   til   móts   við   þessar   margbreytilegu   þarfir   nemenda   þurfa   kennarar   og  

annað   starfsfólk   grunnskóla   að   styðjast   við   heildrænt   kerfi   sem   tryggir   samfellu   og  

samræmi  í  starfi  kennara.  Heildstæðar  nálganir  í  kennslu  hafa  það  að  markmiði  að  bæta  

hegðun  og  samskipti  nemenda  og  tryggja  bættan  námsárangur.  Heildstæður  stuðningur  

við  jákvæða  hegðun  (e.  schoolwide  positive  behavior  support)  og  SMT-­‐  skólafærni    eru  

dæmi  um  heildstæðar  nálganir  sem  notaðar  eru  við  kennslu  til  að  koma  í  veg  fyrir  erfiða  

hegðun  eða  mismunun  vegna  sérþarfa  (Sprague  og  Golly,  2008).  

Page 35: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

31  

    Heildstæður   stuðningur   við   jákvæða   hegðun   er   aðferð   sem   notuð   er   í  

grunnskólum  til  að  styrkja  viðeigandi  hegðun  nemenda  með  það  að  markmiði  að  styrkja  

jákvæðan   aga.   Aðferðin   var   upphaflega   notuð   til   þess   að   koma   í   veg   fyrir   óæskilega  

hegðun  og  styrkja  jákvæða  hegðun  hjá  nemendum  með  miklar  sérþarfir.  Á  seinni  árum  

hefur  aðferðin  verið  notuð  til  að  sporna  gegn  hinum  ýmsu  vandkvæðum  nemenda  með  

það  að  markmiði  að  tryggja  góðan  námsárangur  og  betri  líðan  (Sprague  og  Golly,  2008;  

Sugai   o.fl.,   2000).   Með   aðferðinni   geta   kennarar   greint   nemendum   frá   því   hvers   er  

ætlast  til  af  þeim  og  þar  með  stuðlað  að  námsvænlegu  umhverfi.  Einnig  stuðlar  aðferðin  

að  bættum  og   jákvæðum  samskiptum  á  milli   kennara  og  nemenda   (Sprague  og  Golly,  

2008).  Heildstæður  stuðningur  við  jákvæða  hegðun  byggir  á  greiningu  kennara  á  atferli  

nemenda   og   hugmyndafræðinni   um   jákvæða   og   neikvæða   styrkingu   (e.   positive   and  

negative  reinforcement).  Jákvæðar  og  neikvæðar  styrkingar  eru  notaðar  til  að  auka  eða  

koma  í  veg  fyrir  ákveðna  hegðun.  Jákvæð  styrking  felur  í  sér  aukningu  á  hegðun  sökum  

styrkingar  sem  kemur  í  kjölfar  hegðunar  (Sprague  og  Golly,  2008).  Þannig  geta  kennarar  

notað   jákvæða  styrkingu  á  hegðun  nemenda  með  því  að  veita  þeim  athygli  þegar  þau  

sýna   góða   hegðun   en   hundsað   þau   þegar   hegðunin   er   ekki   góð.   Þar   af   leiðandi   leita  

nemendurnir  frekar  í  að  sýna  af  sér  góða  hegðun  til  að  fá  athygli  og  hrós  frá  kennurum.  

    Neikvæð   styrking   á   sér   stað   þegar   viðeigandi   hegðun   seinkar   eða   forðar  

óæskilegu  áreiti  sem  leiðir  til  þess  að  hegðunin  á  sér  stað  aftur  (Sprague  og  Golly,  2008).  

Kennarar   geta   notað   neikvæða   styrkingu   til   að   koma   í   veg   fyrir   óæskilega   hegðun  

nemenda.  Sem  dæmi  má  nefna  þegar  nemandi  sleppur  við  að  ganga  frá  í  kennslustofu  

eftir  tíma  vegna  góðrar  hegðunar.  Það  leiðir  til  þess  að  nemandinn  er  líklegri  til  þess  að  

rækta  þessa  góðu  hegðun.  Í  aðferðinni  er  einnig  notast  við  stigskiptar  aðgerðir  sem  fela  í  

sér  mismikið   inngrip   í  hegðun  nemenda.  Fyrsta  stig  aðferðarinnar  er   forvarnarstig,  þar  

sem   almennar   aðferðir   eru   notaðar   með   öllum   nemendum.   Þá   notast   kennarinn   við  

virka  stjórnun,   jákvæða  styrkingu  og  eftirlit.  Á  öðru  stigi  eru  sértæk  inngrip  sem  notuð  

eru   á   afmarkaðan   áhættuhóp   nemenda   sem   ekki   sýna   viðeigandi   hegðun   þrátt   fyrir  

fyrsta   stigs   aðgerðir.   Á   þriðja   stigi   eru   svo   inngrip   fyrir   þá   nemendur   sem   ekki   bættu  

hegðun   sína  þrátt   fyrir   fyrsta  og  annars   stigs   aðgerðir.   Þegar  á  þriðja   stig  er   komið  er  

unnið   að   einstaklingsmiðaðri   kennsluáætlun   og   sértækum   inngripum   til   þess   að   bæta  

hegðun  og  námsárangur  (Sprague  og  Golly,  2008).    

     Rannsóknir  á  heildstæðum  stuðningi  við  jákvæða  hegðun  sýna  fram  á  mikilvægi  

Page 36: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

32  

úrræðisins  í  vinnu  kennara  með  börnum  með  sérþarfir.  Í  rannsókn  Kolbrúnar  Ingibjörgu  

Jónsdóttur   og   fleiri   (2012)   kom   fram   að   eftir   innleiðingu   á   úrræðinu   inn   í   grunnskóla  

sýndu  kennarar  mun  jákvæðara  viðhorf  gagnvart  öllum  nemendum.  Í  rannsókn  Gage  og  

félaga  (2015)  sýndu  niðurstöður  að  heildstæður  stuðningur  við  jákvæða  hegðun  skilaði  

ekki  nægilega  góðum  árangri.  Þá  var  greint   frá  því  að  aðferðin  væri  gott  verkfæri   fyrir  

kennara  til  þess  að  taka  á  hegðunarvankvæðum  nemenda,  en  fleiri  úrræði  þyrfti  til  þess  

að  ná  fram  ásættanlegum  árangri  í  atferli  og  námi  nemenda.      

    SMT-­‐skólafærni   er   úrræði   sem   byggir   á   hugmyndafræðinni   um   heildstæðan  

stuðningi   við   jákvæða   hegðun   og   hefur   úrræðið   verið   innleitt   í   alla   grunnskóla   í  

Hafnarfirði.   SMT-­‐skólafærni   vinnur   að   því   að   fyrirbyggja,   stöðva   og   draga   úr  

hegðunarvandamálum  nemenda.  Hlutverk   SMT-­‐skólafærni   er   ekki   síður   að   skapa   gott  

andrúmsloft   í   skólastofum   og   tryggja   öryggi   allra   nemenda   og   starfsfólks   skólans.  

Skilyrðið   fyrir   innleiðingu   SMT-­‐skólafærni   í   grunnskóla   er   að   80%   kennara   eða   fleiri  

samþykki   úrræðið   og   að   stuðningur   skólastjórnenda   liggi   fyrir   (Hafnarfjörður,   e.d.;  

Margrét   Sigmarsdóttir,   2005).   SMT-­‐skólafærni   notast   við   jákvæða   og   neikvæða  

styrkingu  og  lögð  er  áhersla  á  samræmd  vinnubrögð  kennara  og  sameiginlegt  markmið  

um   að   styrkja   jákvæða   hegðun   og   koma   í   veg   fyrir   óæskilega   hegðun.   Notast   er   við  

aðferðina   í   skólastofum  og  á   sameiginlegum  svæðum  skólans.  Hlutverk   kennara  er   að  

fylgjast  með  hegðun  og  atferli   nemenda  og  beita   viðeigandi   inngripum  ef  þurfa  þykir.  

Inngripin   eru  þau   sömu  og   í   heildrænum   stuðningi   við   jákvæða  hegðun.   Inngripin   eru  

stigskipt  og  fara  eftir  tíðni  og  eðli  hegðunarerfiðleika  nemenda  (Sprague  og  Golly,  2008).  

SMT-­‐skólafærni   er   aðferð   sem   lítur   á   hegðunarvandamál   nemenda   sem   afleiðingu   af  

mörgum  þáttum  í  umhverfi  nemenda.  Því  er  verkefni  kennara  ekki  einungis  að  vinna  að  

bættri   hegðun   nemenda   heldur   einnig   að   bæta   umhverfi   þeirra   og   aðstæður   til   hins  

betra  (Sprague  og  Golly,  2008).      

    Rannsókn   Önnu   Björnsdóttur   og  Margrétar   Sigmarsdóttur   (2009)   sýnir   fram   á  

ágæti  SMT-­‐skólafærni.  Í  niðurstöðum  rannsóknarinnar  kom  fram  að  í  þeim  skólum  sem  

innleitt  höfðu  SMT-­‐skólafærni  hafði  tilkynningum  um  agabrot  fækkað.  Einnig  hafði  fjöldi  

tilkynninga  til  sérfræðinga  staðið  í  stað  á  milli  ára,  samanborið  við  fjölgun  tilkynninga  frá  

samanburðarskólum.    

Page 37: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

33  

2.6.2 Einstaklingsmiðuð  stuðningsáætlun  byggð  á  virknimati  

Í   lögum   um   grunnskóla   nr.   91/2008   segir   ,,..að   grunnskóli   skuli   leitast   við   að   haga  

störfum  sínum  í  sem  fyllsta  samræmi  við  stöðu  og  þarfir  nemenda  og  stuðla  að  alhliða  

þroska,  velferð  og  menntun  hvers  og  eins”   (1.mgr.  2.gr.).  Raunin  er  þó  sú  að  erlendar  

rannsóknir   sýna   að   lítill   hluti   nemenda   sem   glímir   við   sérþarfir   fá   þann   stuðning   sem  

nauðsynlegur  er  til  að  ná  fram  góðum  námsárangri  (Kauffman  og  Landrum,  2013).  Þegar  

þarfir  nemenda  eru  ekki  uppfylltar  og  vandamál  þeirra  eru  ekki   leyst  er  hætta  á  því  að  

þeir   upplifi   félagslega   höfnun,   námserfiðleika   og   andlega   vanlíðan   (Kauffman   og  

Landrum,  2013).  Til  þess  að  koma  í  veg  fyrir  langvarandi  námserfiðleika  og  mismunun  í  

námi  er  því  mikilvægt  að  beita  árangursríkum   inngripum  um   leið  og  kennarinn  verður  

var  við  erfiðleika  nemenda.      

    Virknimat  (e.  functional  behavioral  assessment)  er  gagnreynd  aðferð  sem  notuð  

er  til  að  meta  þætti  í  umhverfi  nemenda  sem  hefur  áhrif  á  atferli  þeirra.  Virknimat  felur  í  

sér   greiningu   kennara   á   þremur   þáttum;   aðdraganda,   afleiðingum   og  

bakgrunnsáhrifavöldum   atferlis.   Við   greiningu   á   aðdraganda   atferlis   greinir   kennarinn  

kveikjuna   að   atferlinu,   það   sem   gerðist   rétt   áður   en   atferlið   átti   sér   stað.   Þegar  

afleiðingar   atferlis   eiga   sér   stað   þá   greinir   kennarinn   hvað   gerist   rétt   eftir   að   atferlið  

hefur   verið   framkvæmt   og   ræður   því   hvort   að   atferlið   muni   eiga   sér   stað   aftur.  

Bakgrunnsáhrifavaldar   eru   einstaklingsbundir   þættir   nemenda   sem   auka   líkur   á  

óæskilegu  atferli  (O´Neill,  Horner,  Albin,  Storey  og  Sprague,  1997).      

    Að  lokinni  greiningu  á  þáttunum  leggur  kennari  fram  tillögu  að  inngripi  sem  hann  

telur   að   skili   sem   bestum   árangri.   Fyrsta   inngripið   er   að   greina   og   fjarlægja  

bakgrunnsáhrifsvalda.  Til  dæmis  getur  kennari  komið  í  veg  fyrir  eyrðarleysi  og  lítil  afköst  

nemenda  í  skólastofu  með  því  að  stuðla  að  því  að  þeir  komi  með  hollt  og  gott  nesti  sem  

veiti  þeim  þá  næringu  sem  þeir  þurfa  til  að  halda  einbeitingu  í  tímum.  Ekki  er  hægt  að  

koma   í  veg   fyrir  alla  bakgrunnsáhrifavalda.  Til  dæmis  geta   fatlanir  og   langvinn  veikindi  

haft   áhrif   á   námsgetu   nemenda   og   því   er   brýnt   að   aðstandendur   nemenda   og  

stjórnendur  skóla  vinni  í  samvinnu  við  kennara  að  einstaklingsmiðaðri  stuðningsáætlun  

sem  styðji  við  góðan  þroska  og  námsárangur.  Annað  inngrip  sem  kennarar  nýta  sér  er  að  

breyta  eða  koma   í  veg   fyrir  aðdraganda  atferlis.  Það  getur   falið   í   sér  að  kennari  breyti  

sætaskipan   í   tíma   til   að  koma   í   veg   fyrir  erjur  eða  slagsmál.  Þriðja   inngripið   felur   í   sér  

þjálfun  nemenda   í  góðri   félagsfærni.  Með  þjálfuninni  er  hægt  að  þjálfa  nemendur   í  að  

Page 38: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

34  

hafa  stjórn  á  skapi  sínu  og  velja  þá  hegðun  sem  þeir  beita  í  þeim  aðstæðum  sem  þeir  eru  

í.   Fjórða   og   síðasta   inngripið   felur   í   sér   jákvæða   og   neikvæða   styrkingu.   Þá   kemur  

kennarinn   í   veg   fyrir   óæskilega   hegðun  með   því   að   styrkja   jákvæða   hegðun   (Guðrún  

Björg  Ragnarsdóttir  og  Anna-­‐Lind  Pétursdóttir,  2013).      

    Til  þess  að  meta  áreiðanleika  úrræðisins  er  mikilvægt  að  meta  hvort  sú   íhlutun  

sem  á   sér   stað   skili   tilætluðum  árangri   á   námsástundun  nemenda.  Germer   og   félagar  

(2011)   framkvæmdu   rannsókn  á  hegðun  og  atferli   sjö   ára  drengs  með  ADHD   sem  átti  

langa   sögu  um  hegðunar-­‐  og  námsvanda.  Með  virknimati   voru  aðdragandi,   afleiðingar  

og  bakgrunnsáhrifavaldar  greindir  og  áætlun  sett  af   stað  sem  tók  mið  af  þeim  þáttum  

sem  komu   fram   í   greiningunni.   Í   einstaklingsmiðuðu   stuðningsáætluninni   var  því   tekið  

mið   af   greiningunni   og   honum  veitt  meiri   aðstoð   við   úrlausn   verkefna.   Í   niðurstöðum  

rannsóknarinnar   er   greint   frá   því   að   námsárangur   drengsins   jókst   og   námsástundun  

jókst  úr  35%  í  81%.  Svipaðar  niðurstöður  er  að  finna  í  rannsókn  Majeika  og  félaga  (2011)  

þar   sem  námsástundun  17  ára  drengs  með  ADHD   jókst   frá  52%  upp   í  81%   fyrir   tilstilli  

einstaklingsmiðaðrar   stuðningsáætlunar.   Íslenskar   rannsóknir   hafa   sýnt   frábæran  

árangur  úrræðisins.  Anna-­‐Lind  Pétursdóttir  (2011)  gerði  rannsókn  á  árangri  úrræðisins.  Í  

niðurstöðum   rannsóknarinnar   kom   fram   að   49   nemendur   í   leik-­‐,   grunn-­‐   og  

framhaldsskólum   landsins   með   hegðunarvanda   juku   námsástundun   sína   að   meðaltali  

um   91,8%   eftir   inngrip   með   einstaklingsmiðaðri   stuðningsáætlun.   Einnig   sýndu  

niðurstöður  Önnu-­‐Lindar  Pétursdóttur  í  rannsókn  sinni  frá  árinu  2013  að  námsástundun  

nemenda   jókst   að   meðaltali   um   53,4%   með   tilstilli   einstaklingsmiðaðrar  

stuðningsáætlunar   (Anna-­‐Lind   Pétursdóttir,   2013).   Samkvæmt   niðurstöðum   þessara  

rannsókna  er  mikilvægt  að  beita  úrræðinu  til  að  stuðla  að  betri  námsárangri  og  bættri  

námsástundun  nemenda.  Með  því  að  beita  virknimati  á  nemendur  sem  sýna  óæskilega  

hegðun  og  vinna  að  greinargóðri  stuðningsáætlun  er  hægt  að  virkja  nemendur  í  námi  og  

stuðla  að  bættum  námsárangri.      

2.6.3 Samskipti  við  foreldra    

Í  Aðalnámskrá  grunnskóla  segir  að  foreldrar  beri  ábyrgð  á  námi  barna  sinna  og  eigi  að  

gæta   hagsmuna   þeirra   í   leik   og   starfi.   Einnig   segir   að   foreldrar   eigi   að   fylgjast   með  

námsframvindu   barna   sinna   og   tryggja   góða   námsástundun   og   hegðun.   Foreldrar   eru  

hvattir   til   að   eiga   samráð   við   skóla   um   skólagöngu   barna   sinna   og   taka   virkan   þátt   í  

Page 39: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

35  

skólastarfinu  (Mennta-­‐  og  menningamálaráðuneytið,  2013).  Það  var  þó  ekki  fyrr  en  lög  

um  grunnskóla  nr.  91/2008  voru  sett  á  fót  sem  hlutverk  foreldra  var  lögfest.  Í  fyrsta  sinn  

er  heill  kafli  í  lögum  tileinkaður  ábyrgð  og  hlutverki  foreldra  á  námi  barna  sinna  (lög  um  

grunnskóla  nr.  91/2008).  Í  eldri  lögum  er  greint  frá  ábyrgð  foreldra  á  námi  barna  sinna,  

en  ekki  eins  ítarlega  og  í   lögum  um  grunnskóla  nr.  91/2008.  Í   lögum  um  fræðslu  barna  

(1907)  voru  foreldrar  ábyrgir  fyrir  námi  barna  til  10  ára  aldurs.  Ef  upp  komst  að  foreldrar  

hefðu  vanrækt  nám  barnanna  eða  höfðu  ekki  getu  til  að  kenna  börnum  sínum  voru  þeir  

sektaðir  og  börnin  send  í  fóstur  til  að  tryggja  ágætan  námsárangur  þeirra.    

    Með   auknum   lagasetningum   um   ábyrgð   og   skyldur   foreldra   aukast   samskipti  

þeirra  við  kennara  óhjákvæmilega.  Í  3.  mgr.  14.  gr.  laga  um  grunnskóla  nr.  91/2008  segir  

að   ef   kennari   nær   ekki   tilætluðum   námsárangri   nemenda   skuli   hann   ráðfæra   sig   við  

foreldra  til  þess  að  ráða  á  því  bót.  Í  2.  mgr.  18.  gr.  laganna  segir  að  foreldrum  beri  skylda  

til   að   veita   kennurum   allar   upplýsingar   um   hagi   nemenda   sem   geta   haft   áhrif   á  

námsframvindu   þeirra.  Með   þessu   er   verið   að   stuðla   að   því   að   kennari   fái   allar   þær  

upplýsingar  sem  hann  þarf  til  að  tryggja  stöðugt  og  árangursríkt  nám  nemenda.  Vanræki  

foreldrar  þessar  skyldur  sínar  er  hætta  á  því  að  kennari  fái  ekki  nægar  upplýsingar  til  að  

vinna   að   lausn   vandmála   nemenda.   Skaalvik   og   Skaalvik   (2010)   segja   að   til   að   tryggja  

árangursríkt  starf  kennara  þurfi  samskipti  þeirra  við  foreldra  að  vera  jákvæð.  Það  sé  þó  

ekki  alltaf  sjálfsagt  því  foreldrar  hafi  mismikinn  áhuga  á  námi  barna  sinna  og  leggi  ekki  

sama   skilning   á   starfsemi   skólans   og   hlutverkum  hans.   Einnig   hefur  menntun   foreldra  

aukist  á  undanförnum  árum  og  auknar  kröfur  um  að  hafa  áhrif  á  skólastarf  orðið  til  þess  

að  kennarar  finna  fyrir  auknu  álagi  í  starfi.  Skaalvik  og  Skaalvik  telja  að  of  miklar  kröfur  

foreldra  um   íhlutun   í   námi  barna   sinn  geti   gengið   gegn   sjálfræði   kennarans   í   starfi   og  

leitt   til   aukins   álags   og  minni   starfsánægju.   Því   sé  mikilvægt   að   skólar   setji   reglur   um  

ábyrgð  foreldra  og  kennara  og  stuðli  þannig  að  góðu  og  farsælu  samstarfi.      

    Hér   að   framan   hefur   fjölbreyttum   kennsluaðferðum   verið   lýst   sem   kennarar  

þurfa   að   hafa   haldbæra   þekkingu   á.   Allar   eiga   þær   sameiginlegt   að   stuðla   að   bættu  

námsumhverfi   fyrir   alla   nemendur   og   tryggja   jafnan   grundvöll   til   náms.   Til   þess   að  

kennarar  nýti  kennsluaferðirnar  til  fulls  er  mikilvægt  að  þeir  fái  stuðning  í  starfi  og  hafi  

aðgang   að   sérfræðingum   og   stofnunum   sem   veita   leiðbeiningar   og   stuðning   í  

framkvæmd  mismunandi   kennsluaðferða.     Hér   á   eftir   verður   farið   yfir   þann   stuðning  

Page 40: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

36  

sem   stendur   kennurum   til   boða   og   einnig   gerð   grein   fyrir   mikilvægi   þverfaglegrar  

teymisvinnu  í  vinnu  kennara  með  nemendum  með  sérþarfir.    

2.7 Stuðningur  við  kennara    Faglegur  stuðningur  við  kennara  er  mikilvægur  þáttur  í  velferð  og  árangri  þeirra  í  starfi.  

Með   því   að   huga   að   öllum   þáttum   starfsins   er   ekki   einungis   verið   að   tryggja   velferð  

kennara  í  starfi  heldur  einnig  búa  börnum  gott  og  árangursríkt  umhverfi  til  náms.  Með  

því   að   standa   rétt   að   faglegum   stuðningi   kennara   er   hægt   að   koma   í   veg   fyrir   álag,  

streitu  og  kulnun  í  starfi.  Staðreyndin  er  þó  sú  að  kulnun  í  starfi  kennara  er  til  staðar  og  

er   vandamál   sem   brýnt   er   að   koma   í   veg   fyrir   með   réttum   úrræðum.   Kulnun   í   starfi  

samkvæmt  fræðimönnum  er  sálfræðilegt  ástand  sem  orsakast  af  langvarandi  streitu  og  

andlegu  eða   líkamlegu  álagi.  Álagið  og   streitan   geta   verið   afleiðing  ósamræmis   á  milli  

starfs  og  starfsmanns  eða  jafnvel  skorts  á  stuðningi.  Þegar  einstaklingar  upplifa  kulnun  

finna   þeir   oft   fyrir   vonleysi,   hjálparleysi,   þunglyndi   og   einangrun   og   algengast   er   að  

kulnun   eigi   sér   stað   í   starfsgreinum   sem   byggja   á   mannlegum   samskiptum   og  

tengslamyndun.  Þá  er  starfsmaður  oft  í  hlutverki  umönnunaraðila  og  þarf  að  takast  á  við  

atferli  af  ýmsum  toga.  Kulnun  í  starfi  hefur  verið  skipt  upp  í  þrjá  flokka  eftir  styrkleika.  

Fyrsti  flokkurinn  er  örmögnun  (e.  wearout)  en  það  á  sér  stað  þegar  starfsmaður  er  undir  

of  miklu  álagi  í  of  langan  tíma  og  upplifir  litla  sem  enga  umbun  fyrir  starfsframlag  sitt.  Í  

öðrum   flokknum   er   klassísk   umbun   (e.   classic)   en   þá   fær   einstaklingur   enga  

viðurkenningu   fyrir   starf   sitt.   Í   þriðja   og   síðasta   flokknum   er   takmörkuð   áskorun   (e.  

underchallenged)  en  hún  á  sér  stað  þegar  starfsmaður  fæst  við  verkefni  sem  eru   langt  

undir   getu   hans   (Altun,   2002;  Maslach   og   Jackson,   1981;   Zhang   og   Yu,   2007;   Farber,  

2000).      

    Þegar  fjallað  er  um  álag  í  starfi  kennara  er  mikilvægt  að  gera  um  leið  grein  fyrir  

þeim  þáttum  sem  styrkja  þá  í  starfi  sínu.  Hér  verður  farið  yfir  stuðning  í  starfi  kennara,  

lög   og   reglugerðir   sem   styðja   kennara   í   starfi   sínu   og   þverfaglega   teymisvinnu   sem  

lykilþætti  í  velgengni  þeirra  í  starfi.      

2.7.1 Stuðningur  kennara  Stuðningur  við  kennara  er  margskonar,  allt   frá  samtali  við  samstarfsmenn  til  stuðnings  

sem  bundinn  er  í  lögum.  Stuðningi  í  starfi  má  skipta  í  tvo  flokka,  formlegan  stuðning  (e.  

formal  help)  og  óformlegan  stuðning  (e.  informal  help).  Formlegur  stuðningur  er  aðstoð  

Page 41: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

37  

sem   er   veitt   af   sérfræðingum,   stofnunum   og   ýmsum   þjónustuaðilum   á   vegum   hins  

opinbera.   Stuðningurinn   er   bundinn   í   lög   og   reglugerðir   og   er   kostaður   af   ríki   og  

sveitarfélögum   (Sigurðardóttir,  Sundstrom,  Malmberg,  og  Ernsth  Bravell,  2011).   Í  starfi  

kennara   er   formlegi   stuðningurinn   ritaður   í   lögum   og   reglugerðum.   Í   40.gr.   laga   um  

grunnskóla   nr.   91/2008   segir   að   sveitarfélög   skuli   tryggja   öllum   skólum   faglega   og  

árangursríka  sérfræðiþjónustu.   Í  þjónustunni   felst  bæði  stuðningur  við  nemendur  með  

sérþarfir  sem  og  stuðningur  við  starfsfólk  grunnskóla.  Þá  er  einnig  kveðið  á   í  reglugerð  

um   nemendur   með   sérþarfir   í   grunnskólum   nr.   585/2010   að   sveitarfélög   skuli   setja  

grunnskólum   starfsreglur  um   sérúrræði,   ráðgjöf   og   stuðning   við   starfsfólk.   Samkvæmt  

reglugerðinni   geta   grunnskólar   sem   sérhæfa   sig   í   sérúrræðum   einnig   veitt   öðrum  

grunnskólum   ráðgjöf   vegna   kennslu   nemenda   með   sérþarfir.   Með   þessum   formlega  

stuðningi   er   verið   að   stuðla   að   góðu   og   árangursríku   vinnuumhverfi   fyrir   kennara   og  

nemendur  og  koma   í  veg  fyrir  hverskyns  misbresti   í  skólastarfi.  Óformlegur  stuðningur  

er  aftur  á  móti  aðstoð  sem  veitt  er  af  vinum,  fjölskyldu,  samstarfsaðilum  og  öðrum  sem  

tilheyra   félagslegu   tengslaneti   viðkomandi.   Óformleg   aðstoð   er   ekki   skipulögð,   ólíkt  

formlegri  aðstoð,  og  getur  tekið  á  sig  ýmsar  myndir  (Sigurðardóttir  o.fl.,  2011).  Óformleg  

aðstoð  í  starfi  kennara  getur  verið  samtal  við  samstarfsmann,  stuðningur  frá  yfirmanni,  

fagleg  aðstoð  frá  samstarfsmanni  og  stuðningur  frá  maka  svo  eitthvað  sé  nefnt.  Hafa  ber  

í   huga   þegar   litið   er   á   stuðning   í   starfi   að   einstaklingar   eru   misjafnir   og   krefjast  

mismunandi  stuðnings.      

    Stuðning   við   kennara   má   sjá   allt   frá   byrjun   starfsferils.   Í   kjarasamningi  

Kennarasambands   Íslands   er   sagt   að   nýliðar   í   starfi   geti   nýtt   sér   leiðsögn   reyndari  

kennara   til   að   mótast   og   þroskast   í   starfi   (Samband   íslenskra   sveitarfélaga,   2011).  

Móttaka   nýliða   í   kennarastarfi   getur   haft  mikil   áhrif   á   það   hversu   lengi   þeir   endast   í  

starfi.   Fjölbreytt   verkefni   kennarastarfsins   geta   reynst  óyfirstíganleg  og   valdið  álagi  og  

streitu  sem  hægt  er  að  koma  í  veg  fyrir  með  réttum  stuðningi  og  leiðsögn  (Bartell,  2005;  

Jonson,  2008).  Í  samantekt  Jensen  og  félaga  (2012)  á  niðurstöðum  um  upplifun  nýliða  í  

TALIS  rannsókn  sem  framkvæmd  var  árið  2008  kemur  fram  að  um  30%  nýliða  taldi  sig  

þurfa   stuðning   og   leiðsögn   til   að   takast   á   við   sérþarfir   og   hegðunarvanda   barna.   Þá  

greindu  22%  nýliða  frá  því  að  þeir  þyrftu  leiðsögn  til  að  bæta  stjórnunarhæfileika  sína  í  

kennslustundum.   Einnig   kom   fram   að   flestir   nýliðar   fengu   einhverskonar   stuðning   frá  

skólastjóra   eða   samstarfsfélögum   en   aðeins   um   helmingur   nýliða   fékk   stuðning   frá  

Page 42: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

38  

utanaðkomandi   aðilum,   eins   og   sérfræðingum   og   stofnunum.  Mikilvægi   stuðnings   og  

endurgjafar   nýliða   sést   vel   í   niðurstöðum   rannsóknarinnar   en   um   90%   nýliða   taldi  

stuðning  vera  nauðsynlegan  til  að  þroskast  í  starfi.      

    Í   rannsókn   Ingvars   Sigurgeirssonar   og   Ingibjargar   Kaldalóns   (2006)   á  

hegðunarvanda  nemenda   í  grunnskólum  voru  starfsmenn  spurðir  hvar  þeir   leituðu  sér  

helst  aðstoðar  vegna  agavandamála  nemenda.  Flestir   kennarar  greindu   frá  því  að  þeir  

kysu  að   leysa  vandann  sjálfir  og   töldu  stjórnendur  að  kennarar  væru  of  hikandi  við  að  

leita   sér   aðstoðar.   Þá   kom   fram  að   jafningjastuðningur   var   algengasta   form   stuðnings  

sem   kennarar   nýttu   sér   en   það   er   í   réttu   samhengi   við   breytingar   á   kennsluháttum.  

Aukin  áhersla  er  á  að  kennarar  vinni  saman  í  teymum  og  er  því  eðlilegt  að  þeir  leiti  eftir  

stuðningi   hjá   hvor   öðrum   í   erfiðum  málum.   Ef   jafningjastuðningur   var   ekki   til   staðar  

leituðu   kennarar   til   deildarstjóra   eða   sérkennara   um   ráðgjöf   eða   til   námsráðgjafa   ef  

hann  var  til  staðar.  Til  samanburðar  má  sjá  að  í  rannsókn  á  starfsháttum  grunnskóla  kom  

fram   að   rúmlega   80%   kennara   taldi   að   stuðningur   og   samstarf   við   aðra   kennara   væri  

lykilþáttur   í   því   að   stuðla   að   góðri   hegðun   nemenda.   Einnig   þótti   85%   kennara   að  

stuðningur   frá   stjórnendum   skólans   væri   mikilvægur.   Þá   voru   rúmlega   83%   kennara  

ánægðir  með  stuðning  frá  öðrum  kennurum  og  um  75%  töldu  stuðning  stjórnenda  vera  

góðan.  Aðspurðir  sögðust  65%  kennara  vera  ánægðir  með  starfandi  sérfræðinga   innan  

skólans  en  aðeins  um  40%  voru  ánægðir  með  sérfræðinga  sem  starfa  utan  skólans.  Þá  

þótti   75%   kennurum   mikilvægt   að   geta   leitað   til   sérfræðinga   innan   skólans   vegna  

hegðunarvanda   nemenda   en   aðeins   um   48%   töldu   utanaðkomandi   sérfræðinga   vera  

mikilvæga  (Anna-­‐Lind  Pétursdóttir,  2013).      

    Það  virðist  sem  kennarar  telji  jafningjastuðning  skila  mestum  árangri  í  vinnu  sinni  

með   börnum   sem   þurfa   sérstakan   stuðning   og   leita   frekar   til   samstarfsfélaga   og  

sérfræðinga  innan  skólans  frekar  en  utan.    

2.7.2 Stuðningur  í  formi  þverfaglegrar  teymisvinnu  

Hér  á  undan  hefur  verið  rætt  um  stuðning  og  menntun  kennara  en  bæði  eru  það  þættir  

sem  stuðla  að  árangursríkri  kennslu.  Til  þess  að  veita  heildarsýn  yfir  þann  stuðning  sem  

kennarar   hljóta   er   mikilvægt   að   fjalla   um   samvinnu   kennara   við   aðrar   fagstéttir,   eða  

svokallaða  þverfaglega  teymisvinnu.  Eins  og  áður  hefur  komið  fram  er  grunnskólinn  ekki  

aðeins  menntastofnun,  heldur  einnig  staður  þar  sem  börn  læra  um  samfélagsleg  gildi  og  

Page 43: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

39  

undirbúa  sig  fyrir  áskoranir  framtíðarinnar.  Til  þess  að  stuðla  að  velferð  nemenda  er  því  

mikilvægt   að   tryggja   þverfaglega   þjónustu   innan   skólans   (Sigrún   Júlíusdóttir,   2001).  

    Teymisvinna   er   stofnuð   þegar   bregðast   þarf   við   vandamálum   eða  

námserfiðleikum   nemanda.   Teymisvinnan   hefur   það   að   markmiði   að   breyta  

námsaðstæðum   og   kennslu   sérstakra   nemenda   og   stuðla   að   bættri   skólagöngu   og  

framförum   í   námi.   Þverfagleg   teymisvinna   byggir   á   samstarfi   fagaðila   úr   mismunandi  

fagstéttum  sem  ræðst  af  vanda  barnsins  hverju  sinni.  Með  þverfaglegri  teymisvinnu  er  

stuðlað  að  skilvirkri  þjónustu,  samhæfingu  úrræða,  góðri  upplýsingamiðlun  á  milli  aðila  

og   uppbyggingu   sameiginlegrar   þekkingar   með   það   að   leiðarljósi   að   ná   settum  

markmiðum  um  stuðning  og  betrumbótum  í  aðstæðum  barnsins.  Mikilvægt  er  að  máta  

fjölda   fagaðila   og   eðli   þeirra   við   hvern   og   einn   nemanda.   Nemendur   glíma   við  

fjölbreyttan  vanda  og  því  þarf  að  tryggja  fjölbreyttan  hóp  fagaðila  sem  vinna  saman  að  

lausn   vandans.   Til   þess   að  þverfagleg   teymisvinna   virki   sem  skildi   þarf   fagfólk   að   vera  

reiðubúið  að  deila  hugmyndafræði  og  skoðunum  á  eðli  þess  vanda  sem  unnið  er  með.  

Fagfólk  þarf  að  vera  reiðubúið  að  deila  sinni  sérþekkingu  og  flétta  henni  við  sérþekkingu  

annarra   fagaðila   í   teyminu   (Skóla-­‐   og   frístundasvið   Reykjavíkurborgar,   2012;   Sigrún  

Júlíusdóttir  1998;  2006).    

    Innan  skólans  starfa  margir  fagaðilar  sem  allir  eru  sérfræðingar  á  sínu  sviði.  Því  er  

mikilvægt  að  skilgreina  hlutverk  hvers  og  eins  þegar  unnið  er  í  þverfaglegu  teymi  til  að  

koma   í   veg   fyrir   valdabaráttu.   Helstu   sérfræðingar   innan   skólans   sem   vinna   í  

þverfaglegum   teymum   eru   sálfræðingar,   náms-­‐   og   starfsráðgjafar   og  

skólafélagsráðgjafar   (Reglugerð   um   sérfræðiþjónustu   við   leik-­‐   og   grunnskólum   og  

nemendaverndarráð   í   grunnskólum   nr.   584/2010,   Lög   um   grunnskóla   nr.   91/2008,  

Guðrún  Elva  Arinbjarnardóttir,  2012).      

    Náms-­‐  og  starfsráðgjafar  eru   lögbundin   fagstétt   í  grunnskólum.  Þjónusta  þeirra  

beinist   að   nemendum,   foreldrum,   kennurum   og   öðrum   starfsmönnum   skólans   sem  

vinna  að  hagsmunum  nemenda.  Helstu  verkefni  náms-­‐  og  starfsráðgjafa  er  að  huga  að  

velferð  og  námsframvindu  nemenda  og  aðstoða  þá  við  að  nýta  hæfileika  sína   í   leik  og  

starfi.  Hlutverk  þeirra  er  ekki  síst  að  aðstoða  nemendur  við  að  setja  upp  framtíðarsýn  og  

gera   þeim   grein   fyrir   valmöguleikum   þeirra   í   námi   og   starfi   eftir   að   grunnskóla   líkur  

(Mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneytið,  2013;  Lög  um  grunnskóla  nr.  91/2008).      

    Í   3.   mgr.   10.   gr   reglugerðar   um   sérfræðiþjónstu   við   leik-­‐   og   grunnskóla   og  

Page 44: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

40  

nemendaverndarráð   í  grunskólum  nr.  584/2010  segir:,,Starfsfólk   sérfræðiþjónustu  skal  

aðstoða  starfsfólk   leik-­‐  og  grunnskóla  við  greiningu  á  nemendum  sem  kunna  að  eiga   í  

líkamlegum,  sálrænum  eða  félagslegum  vanda  sem  geta  haft  áhrif  á  námsframvinduna”.  

Það  kemur  í  hlut  sálfræðinga  að  vinna  snemmtækt  mat  á  stöðu  nemenda  vegna  sálræns  

vanda   og   stuðla   að   því   að   nemendur   fái   kennslu   og   stuðning   við   hæfi   (reglugerð   um  

sérfræðiþjónustu   sveitarfélaga   við   leik-­‐   og   grunnskóla   og   nemendaverndarráð   í  

grunnskólum  nr.  584/2010).      

    Skólafélagsráðgjafar  hafa  þá  sérstöðu  fram  yfir  aðra  starfandi  sérfræðinga  innan  

grunnskóla  að  þeir  starfa  eftir  hugmyndafræðinni  um  heildarsýn.  Það  felur   í  sér  að  við  

vinnslu  mála  hefur  skólafélagsráðgjafinn  yfirsýn  yfir  alla  áhrifaþætti  í  lífi  barnsins.  Hann  

vinnur  að  samvinnu  við  allar  helstu  stofnanir  sem  við  koma  málinu  og  tryggir  góð  og  skýr  

samskipti  við  foreldra,  skóla  og  barnið  sjálft.  Þá  vinna  skólafélagsráðgjafar  að  hagnýtum  

lausnum   og   forvörnum   sem   stuðla   að   bættu   námsumhverfi   nemenda.  

Skólafélagsráðgjafar  vinna  markvisst  að  því  að  finna  lausn  á  félagslegum  vandamálum  og  

því   er   vinna   þeirra   ekki   einungis   bundin   við   skólann   heldur   snertir   hún   flesta   fleti  

samfélagsins.  Þeir  hafa   sérþekkingu  á  málefnum  barnaverndar  og  þeim  úrræðum  sem  

standa  barninu   til  boða  hverju   sinni.  Þá  eru  þeir  einnig  málsvarar  nemenda  og   standa  

vörð  um  réttindindamál  þeirra  (Guðrún  Elva  Arinbjarnardóttir,  2012:  Sigrún  Júlíusdóttir,  

1998).    

    Með   virðingu   fyrir   öllum   fagaðilum,   árangursríkri   samvinnu   og   góðu   skipulagi  

getur  þverfagleg   teymisvinna  stuðlað  að  bættu  vinnuumhverfi  kennara  og  komið   í  veg  

fyrir  álag  og  streitu.  Með  því  að  tryggja  það  að  áðurnefndir  faghópar  vinni  að  málefnum  

nemenda  er  einnig  verið  að  minnka  álags-­‐  og  streituvalda  í  starfi  kennara.  Kennarar  geta  

nýtt   sér   viðamikla   þekkingu   faghópanna   og   leitað   sér   ráðgjafar   og   stuðnings.   Í  

aðalnámskrá   grunnskóla   segir   að   kennurum   skuli   standa   til   boða   aðstoð   náms-­‐   og  

starfsráðgjafa   í   hverskyns   málum   sem   varðar   velferð   og   námsframvindu   nemenda.  

Einnig   stendur   kennurum   til   boða   persónuleg   ráðgjöf   vegna   málefna   nemenda.   Hafi  

kennari  grun  um  að  nemandi  búi  við  vanrækslu  eða  hverskyns  ofbeldi  getur  hann  leitað  

til  skólafélagsráðgjafa  sem  er  sérfræðingur  í  lögum  um  barnavernd  og  þeim  vinnuferlum  

sem   tryggja   árangursríkar   niðurstöður   í   erfiðum   málum.   Sú   aðstoð   sem   stendur  

kennurum  til  boða  en  er  oftar  en  ekki  vannýtt  er  persónuleg  ráðgjöf  en  kennarar  upplifa  

margt   í   vinnu   sinni   sem   getur   valdið   vanlíðan,   álagi   eða   streitu.   Með   handleiðslu  

Page 45: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

41  

skólafélagsráðgjafa  geta  kennarar  unnið  úr  hinum  ýmsu  vandamálum,  svo  sem  ofbeldi  

af  hálfu  nemenda,  erfiðum  samskiptum  við  foreldra  eða  einelti  á  vinnustað  svo  eitthvað  

sé  nefnt  (Mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneyti,  2013;  Dupper,  2003;  Sigrún  Júlíusdóttir,  

1998).    

2.8 Rannsóknir  á  starfi  kennara    Starfsþróun   kennara   er   mikilvægur   þáttur   í   hraðri   þróun   samfélagsins.   Til   þess   að  

viðeigandi   þróun   eigi   sér   stað   þarf   að   framkvæma   rannsóknir   og   fylgja   niðurstöðum  

þeirra   eftir.   Rannsóknir   á   sviði   kennarastarfsins   eru   fjölmargar   og   taka   á   fjölbreyttum  

sviðum  starfsins.  Í  nýlegri  skýrslu  um  símenntun  kennara  er  greint  frá  því  að  starfsþróun  

kennara  miði  að  því  að  auka  þekkingu  kennara  og  efla  færni  þeirra  í  starfi  sínu.  Með  því  

að  stuðla  að  virkri  starfsþróun  kennara  er  hægt  að  auka  starfsánægju  þeirra  og  koma  í  

veg  fyrir  kulnun  í  starfi.  Þá  hefur  verið  fjallað  um  það  hvernig  sérþarfir  og  agavandamál  

nemenda  komi   í  veg  fyrir  þessa  starfsþróun  kennara  og  hvernig  þeir  upplifi   ráðþrot  og  

bjargleysi   í   þjónustu   sinni   við   nemendur  með   sérþarfir.   Þetta   hafi   óneitanlega   áhrif   á  

kennslu  annarra  nemenda  og  því   sé  brýnt  að   stuðla  að  því  að  kennarar  hafi   fjölbreytt  

verkfæri   til  að  takast  á  við   fjölbreyttan  nemendahóp  (Samband   íslenskra  sveitarfélaga,  

2012;  Ragnar  F.  Ólafsson  og  Júlíus  K.  Björnsson,  2009;  Sesselja  Árnadóttir  og  Anna-­‐Lilja  

Pétursdóttir,  2013).    

    TALIS   (e.   teaching   and   learning   international   survey)   er   alþjólegt  

rannsóknarverkefni   sem   tekur   á  málefnum   á   sviði   kennslu.   Rannsóknin   beinir   sjónum  

sínum   að   störfum   grunnskólakennara   og   skólastjórnenda   og   hvernig   þeir   upplifa  

vinnuumhverfi   sitt,   aðstæður  og   vinnuálag.   Í   nýjustu   rannsókn  TALIS   sem   framkvæmd  

var  árið  2008  var  farið  ýtarlega  yfir  fagsvið  grunnskólakennara,  starfsþróun  og  upplifun  

þeirra  á  starfi  sínu.  Þegar  kennarar  voru  spurðir  út  í  starfsþróun  sína  kom  í  ljós  að  flestir  

þeirra  voru  virkir  í  því  að  sækja  námskeið  eða  vinnustofur  og  um  helmingur  þeirra  hafði  

sótt   ráðstefnur   eða   málstofur   um   menntamál.   Athygli   vekur   að   aðeins   fimmtungur  

grunnskólakennara  hafði  bætt  við   sig   réttindanámi  af  einhverju   tagi  og  um  fjórðungur  

hafði  tekið  þátt  í  rannsóknarverkefnum  sem  miða  að  þróun  kennarastarfsins.  Aðspurðir  

sögðu  grunnskólakennarar  að  réttindanám  og  rannsóknarverkefni  hefði  haft  hvað  mest  

áhrif  á  framþróun  í  starfi  þeirra.  Þá  kom  fram  að  yngri  kennarar  sýndu  mun  meiri  virkni  í  

verkefnum   sem   snéru   að   starfsþróun   en   rúmlega   fimmtungur   grunnskólakennara  

Page 46: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

42  

sagðist  ekki   stunda  starfsþróun  af  neinu   tagi.  Um  helmingur  þeirra  grunnskólakennara  

sem  tók  þátt   í   starfsþróunarverkefnum  höfðu   fengið  að  sinna  þeim   innan  vinnutíma.   Í  

rannsókninni  tilgreindu  grunnskólakennarar  á  hvaða  sviðum  þeir  töldu  sig  þurfa  frekari  

starfsþróun.   Um   80%   grunnskólakennara   taldi   sig   þurfa   á   frekari   starfsþróun   á   sviði  

kennslu   nemenda   með   sértækar   námsþarfir   og   um   60%   taldi   sig   þurfa   frekari  

starfsþróun  á  sviði  aga-­‐  og  hegðunarvandamála  nemenda.  TALIS  rannsóknin  er  viðamikill  

þáttur   í  þróun  kennarastarfsins.  Rannsóknin  náði  til  200  grunnskóla  á   landinu  og  gefur  

því  yfirgripsmikla  sýn  inn  í  upplifun  kennara  á  starfi  sínu  og  hvaða  þætti  starfsins  þarf  að  

betrumbæta  til  að  koma  í  veg  fyrir  álag  og  kulnun  í  starfi  (Ragnar  F.  Ólafsson  og  Júlíus  K.  

Björnsson,  2009).    Mikilvægt  er  að  nota  niðurstöður  úr  rannsókn  sem  þessari  til  að  sníða  

úrræði,  bæði  að  þörfum  kennara  og  nemenda.  

    Í   niðurstöðum   rannsóknar   sem   unnin   var   á   vegum   Sambands   Íslenskra  

sveitarfélaga  (2012)  var  greint  frá  líðan  grunnskólakennara  í  starfi  sínu.  86%  töldu  líðan  

sína   góða   en   einnig   kom   fram   í   rannsókninni   að   grunnskólakennarar   telja   álag   í   starfi  

sínu  hafa  aukist  á  seinustu  fimm  árum.  Samkvæmt  77%  grunnskólakennara  hafði  álag  í  

starfi  aukist   frekar  eða  mjög  mikið  en  aðeins  um  0,7%  grunnskólakennara  töldu  álagið  

hafa  minnkað.  Aðspurðir   sögðu  grunnskólakennara  að  helsti  orsakavaldur  álags   í   starfi  

væri  erfið  hegðun  nemenda  og  aukning  í  agavandamálum.      

    Svipaðar   rannsóknir   hafa   verið   framkvæmdar   á   líðan   framhalds-­‐   og  

leikskólakennara   og   eru   þær   samhljóða   rannsóknum   á   líðan   grunnskólakennara.   Þar  

kemur   fram  að  álag   í   starfi  hefur  aukist   jafnt  og  þétt  á  undanförnum  árum  sem  hefur  

áhrif   á   andlega   líðan   á   vinnustað.   Helstu   álagsþættir   í   starfi   koma   fram   í  

kennslustundum,   þar   sem   halda   þarf   uppi   aga   og   skipulagi.   Einnig   hafa   samskipti   við  

yfirmenn  og   foreldra  mikil   áhrif  á   líðan   í   starfi.  Neikvæð  samskipti  hafa  áhrif  á   líðan  á  

vinnustað   og   geta   þau   valdið   álagi   í   starfi.   Neikvæð   samskipti   eru   uppspretta   lélegs  

vinnufyrirkomulags  og  því  er  hægt  að  koma  í  veg  fyrir  þetta  álag  með  því  að  tryggja  gott  

skipulag  á  vinnustað.  Þó  er  brýnt  að  einblína  ekki  aðeins  á  þá  þætti  starfsins  sem  valda  

álagi   og   streitu.  Mikilvægt   er   að   huga   að  þeim  þáttum   starfsins   sem  auka   vellíðan  og  

starfsánægju  og  draga  jafnframt  úr  álagi.  Með  því  er  hægt  að  bæta  gæði  kennslunnar  og  

koma   í   veg   fyrir   að   börn   líði   skort   á   hverskyns   stuðningi   á   skólatíma   (Berglind  

Helgadóttir   o.fl.,   2000;   Guðrún   Ragnarsdóttir,   Ásrún   Matthíasdóttir   og   Jón   Friðrik  

Sigurðsson,  2010).      

Page 47: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

43  

    Ingvar   Sigurgeirsson   og   Ingibjörg   Kaldalóns   (2006)   framkvæmdu   veigamikla  

rannsókn   á   hegðunarvanda   barna   í   grunnskólum   Reykjavíkur   skólaárið   2005   –   2006.  

Rannsóknin   er   byggð   á   eigindlegum   viðtölum   við   40   rýnihópa   sem   og   megindlegri  

úrvinnslu  á  spurningalista  sem  lagður  var  fyrir  sömu  hópa.  Alls  voru  viðmælendurnir  250  

talsins.   Þar   kemur   fram   að   rúm   60%   kennara   töldu   að   hegðunarvandi   nemenda   væri  

nokkuð  eða  mun  meiri  en  áður  en  um  20%   taldi   að  engin  aukning  hefði  átt   sér   stað   í  

hegðunarvandamálum   nemenda.   Aðspurðir   hvað   þeir   teldu   vera   helsta   vandamál  

skólans   er   varðar   nám   og   kennslu   nemenda   með   hegðunarvandamál   töldu   flestir  

kennarar,  eða  um  80%,   skort  á   fjárveitingum  til  málaflokksins  vera  helsta  vandamálið.  

70%  kennara  töldu  að  vandann  mætti  finna  í  geðrænum  vandamálum  nemenda  og  um  

65%  taldi  skort  á  stuðningi  frá  utanaðkomandi  sérfræðingum  sem  og  skort  á  viðeigandi  

úrræðum  vera  helsta  vandann  í  þjónustu  þeirra  við  nemendur  með  hegðunarvandamál.  

Þá   töldu   50%  þátttakenda   að   skortur   á   sérhæfðu   starfsfólki   í   grunnskólum  ætti   þátt   í  

vandamálinu  en  aðeins  12%  kennara  taldi  að  vandinn   lægi   í  skort  á  samstöðu  kennara  

og   annars   starfsfólks   innan   grunnskólans.   Í   rannsókninni   kom   þó   fram   að   um   90%  

nemenda  hegðaði  sér  vel  og  yllu  ekki  truflunum  í  tímum  eða  álagi  á  kennara.  Þá  er  mat  

kennara   á   hegðunarvanda   nemenda   misjafnt   og   persónubundið,   það   sem   einum  

kennara  þykir  valda   truflun   í   tíma  getur  annar  kennari   túlkað  sem  eðlilegar   samræður  

nemenda   og   hluta   af   þróun   sjálfstæðis   og   þroska.   Í   rannsókninni   kemur   fram   að  

kennarar  óski  eftir  úrbótum  í  menntamálum,  góðri  og  aðgengilegri  símenntun  og  skýrari  

reglum  og  viðurlögum  í  stefnum  í  málefnum  barna  með  hegðunarvandamál.    

    Þá   segja   Grandjean   og   Landrigan   (2014)   frá   því   í   grein   sinni  Neurobehavioural  

effects  of  developmental   toxicity  að  börnum  með  einhverfu,  ADHD,   lesblindu  og  aðrar  

greiningar  sem  tengjast  röskun   í   taugaþroska  hafi   fjölgað   í  gegnum  tíðina.   Í  grein  sinni  

segja  þeir  frá  niðurstöðum  byltingakenndra  rannsókna  í  málefnum  barna  með  sérþarfir.  

Þar  kemur  fram  að  sérþarfir  barna  sökum  röskunar   í  taugaþroska  stafi  ekki  einungis  af  

erfðafræðilegum  hætti.  Áhrif  á  taugaþroska  barna  má  finna  í  öllum  þáttum  í   lífi  þeirra.  

Sérstaka   athygli   vekur   að   rannsóknir   sýna   fram   á   tengsl   á  milli   efna   í   umhverfinu   og  

röskunar  á  taugaþroska  barna.  Komist  börn  í  snertingu  við  þessi  efni  getur  það  hægt  á  

eða   komið   í   veg   fyrir   viðeigandi   taugaþroska   sem   leiðir   til   röskunar   og   minni   getu  

(Grandjean   og   Landrigan,   2014).     Samkvæmt   þessum   rannsóknum   má   sjá   að   starf  

kennara  er  margbreytilegt  og  þurfa  þeir  að  líta  til  allra  þátta  í  lífi  nemenda  sinna  til  þess  

Page 48: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

44  

að  tryggja  góða  og  árangursríka  kennslu.    

    Þá   hafa   rannsóknir   á   faglegu   sjálfstrausti   kennara   sýnt   fram   á   mikilvægi  

stuðnings   í   starfi.   Valgerður   Magnúsdóttir   og   Anna   Þóra   Baldursdóttir   (2008)  

framkvæmdu   rannsókn   á   faglegu   sjálfstrausti   og   starfsþróun   kennara.   Niðurstöður  

rannsóknarinnar   sýndu   fram   á   að   faglegur   stuðningur   kennara   byggi   á   hvatningu     og  

stuðningi  frá  skólastjórnendum,  samkennurum  og  foreldrum  nemenda.  Einnig  kom  fram  

að  mikil  fylgni  var  á  milli  faglegs  sjálfstrausts  og  kulnunar  í  starfi  kennara.  Kennarar  sem  

fundu   fyrir   miklu   faglegu   sjálfstrausti   og   töldu   sig   hafa   góða   bekkjarstjórnun   voru  

ólíklegri  til  að  finna  fyrir  kulnun  í  starfi.  Þá  sýndu  niðurstöður  rannsóknarinnar  fram  á  að  

þeir   kennarar   sem   upplifðu  mikið   faglegt   sjálfstraust   greindu   frá  meiri   árangri   í   starfi  

sínu  og  minna  starfstengdu  álagi  en  þeir  kennarar  sem  ekki  upplifðu  faglegt  sjálfstraust.  

Aðrar   rannsóknir   hafa   sýnt   svipaðar   niðurstöður.   Fræðimennirnir   Skaalvik   og   Skaalvik  

(2010)   rannsökuðu   samband   á   milli   faglegs   sjáfstrausts   og   kulnunar   í   starfi.   Í  

niðurstöðunum   kom   fram   að   allmargir   þættir   skólastarfsins   höfðu   áhrif   á   faglegt  

sjálfstraust  kennara,  svo  sem  tímapressa,  góð  samskipti  við  kennara,  sjálfræði  kennara  í  

starfi   og   góð   stjórn   á   agavandamálum.   Einnig   sýndu   niðurstöður   rannsóknarinnar   að  

tengsl   voru   á   milli   sameiginlegs   sjálfstrausts   (e.   collective-­‐efficacy)   kennarahópsins   í  

heild  og  faglegs  sjálfstrausts  einstaklinga  í  kennarahópnum.  Það  sýnir  að  stuðningur  og  

jákvæð   sambönd   við   samstarfsfélaga   eru   mikilvægur   hluti   af   góðu   og   árangursríku  

vinnuumhverfi  kennara.    

    Fjölmargar   lokaritgerðir  hafa  verið  skrifaðar  um  hagi  barna  með  sérþarfir  hér  á  

landi  en  það  sama  er  ekki  hægt  að  segja  um  upplifun  kennara  á  þjónustu  sinni  við  þann  

nemendahóp.  Þar  ber  fyrst  að  nefna  meistararitgerð  Snæfríðar  Drafnar  Björgvinsdóttur  

(2014)   þar   sem   hún   fjallar   um   viðhorf   og   vinnubrögð   kennara   gagnvart   börnum  með  

erfiða  hegðun.  Snæfríður  lagði  spurningalista  fyrir   í  skólum  sem  höfðu  innleitt  sérstaka  

kennsluhætti   fyrir   nemendur  með  hegðunarvandamál.   Í   niðurstöðum   rannsóknarinnar  

kom   í   ljós   að   flestir   kennararnir   greindu   frá   því   að   þeir   þyrftu   að   takast   á   við   erfiða  

hegðun   nánast   daglega.   Þá   kom   fram   að   flestir   kennarar   töldu   erfiða   hegðun   valda  

streitu   í  starfi  þeirra  og  um  helmingur  kennara  greindi  frá  því  að  erfið  hegðun  dragi  úr  

árangri   þeirra   í   starfi.   Þá   greindi   þriðjungur   kennara   frá   því   að  þeir   finndu   fyrir  mikilli  

þreytu  í  starfi  sínu  og  um  fjórðungur  fann  fyrir  miklum  pirringi  eða  tilfinningalegu  þroti.  

Einnig  kom  fram  í  rannsókninni  að  kennarar  töldu  sig  ekki  fá  næga  fræðslu  í  námi  sínu  til  

Page 49: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

45  

að   til   að   takast   á   við   erfiða   hegðun   nemenda.   Þá   leiddi   rannsóknin   í   ljós   að   yfir  

helmingur  kennara  taldi  sig  ekki  fá  nægan  stuðning  frá  utanaðkomandi  sérfæðingum  til  

að   takast   á   við   erfiða   hegðun.   Mestan   stuðning   töldu   kennarar   sig   fá   frá   öðrum  

kennurum,  stuðningsfulltrúum  og  skólastjórnendum.      

    Sesselja  Árnadóttir   (2011)  gerði  grein   fyrir  upplifun  kennara  á  notkun  sérstakra  

kennsluaðferða   til   að   sporna   við   erfiðri   hegðun   í   eigindlegri   meistararitgerð   sinni   við  

uppeldis-­‐   og  menntavísindasvið  Háskóla   Íslands.   Niðurstöður   rannsóknarinnar   leiddu   í  

ljós   að   kennarar   telja   að   notkun   hvatningakerfis   bæri   tilætlaðan   árangur.   Hegðun  

nemenda  breyttist   til  hins  betra  og  námsárangur   jókst.  Þó  nefndu  kennarar  að  notkun  

hvatningarkerfis   leiddi   til   aukins   álags   í   starfi   þeirra.   Erfitt   væri   að   samræma   notkun  

hvatningakerfisins   og   svo   almennrar   kennslu   fyrir   alla   nemendur   bekkjarins.    

    Þorkell   Daníel   Jónsson   (2012)   fjallaði   einnig   um   starf   kennara   í   grunnskólum  

landsins   í   meistararitgerð   sinni   við   Háskóla   Íslands.   Í   niðurstöðum   rannsóknarinnar  

greindi   Þorkell   frá   því   að   ósamræmi   væri   á   milli     þess   sem   stendur   um   kennslu   í  

opinberum  skjölum  og  svo  þess  sem  kennarastarfið  felur  í  sér  í  raun  og  veru.  Þetta  töldu  

kennarar   stafa   af   tímaskorti   í   starfi   og   að   þeir   fengju   ekki   tækifæri   til   að   þróa   og  

betrumbæta  starf  sitt  eins  og  best  væri  á  kosið.      

  Eins   og   sjá   má   hér   að   framan   hefur   fjöldinn   allur   af   rannsóknum   á  

kennarastarfinu   sýnt   fram   á   mikilvægi   þess   að   viðhalda   starfsþróun   og   símenntun  

kennara.  Þó  er  raunveruleikinn  sá  að  kennarar  eru  undir  miklu  álagi  í  starfi  sínu  og  hafa  

lítinn   tíma   aflögu   til   þess   að   sinna   þróun   á   kennsluháttum   sínum.   Það   leiðir  

óhjákvæmilega  til  þess  að  annmarkar  verða  á  þjónustu  kennara  við  nemendur  sem  leiðir  

til  stöðnunar  í  kennsluþróun  fyrir  nemendur  með  sérþarfir.  Því  er  mikilvægt  að  stuðla  að  

góðu   vinnuumhverfi   kennara   svo   þeir   viðhaldi   faglegri   þróun   sinni   og   tryggi   öllum  

nemendum  þjónustu  og  kennslu  við  hæfi.      

 

 

 

 

 

 

Page 50: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

46  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 51: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

47  

3 Aðferðafræði  Í  þessum  kafla  verður  fjallað  um  framkvæmd  rannsóknarinnar  og  þá  aðferðafræði  sem  

notast  var  við.  Byrjað  verður  á  því  að  fjalla  um  val  á  rannsóknaraðferð  og  gerð  grein  fyrir  

megindlegum  aðferðum.  Síðan  er   gerð  grein   fyrir   vali   á  þátttakendum  og   framkvæmd  

rannsóknarinnar.  Þar  á  eftir  er  fjallað  um  gagnasöfnun  rannsóknarinnar  og  uppbyggingu  

spurningalista.  Þá  verður  greining  gagna  og  úrvinnsla  útlistuð  og  að   lokum  er  farið  yfir  

þau  siðferðilegu  álitamál  sem  líta  að  framkvæmd  rannsóknarinnar.    

3.1 Val  á  rannsóknaraðferð  Tilgangur  með   gerð   rannsókna   er   að   afla   nýrrar   þekkingar   eða   bæta   við   fyrirliggjandi  

þekkingarbanka.   Til   þess  að   fá  áreiðanlegar  niðurstöður  er  mikilvægt  að  notast   við  þá  

rannsóknaraðferð   sem   hentar   best   til   að   afla   rannsóknargagna,   túlka   þau   og   greina  

(Sigríður  Halldórsdóttir,  2013).  Þær  rannsóknaraðferðir  sem  eru  viðurkenndar  og  mikið  

notaðar   í   heimi   rannsókna   í   dag   eru   megindlegar   (e.   quantitative)   og   eigindlegar   (e.  

qualitive)  rannsóknaraðferðir.  Í  megindlegum  rannsóknaraðferðum  telur  rannsakandinn  

að  til  sé  einn  raunveruleiki,  hann  sé  mælanlegur  og  niðurstöður  rannsókna  sé  hægt  að  

yfirfæra   yfir   á   stærri   hópa.   Þá   fer   rannsakandinn   af   stað   með   fyrirfram   ákveðna  

hugmynd   um   það   sem   skal   rannsaka   og   staðlaðar   rannsóknarspurningar   (Sigurlína  

Davíðsdóttir,  2013).  Megindlegar  rannsóknaraðferðir  byggja  á  raunhyggju  (e.  positivism)  

þar   sem   lögð  er   áhersla   á   að   komast   að  hinu   sanna  um   samfélagið  og   veröldina  með  

gagnreyndum  rannsóknaraðferðum.  Söfnun  gagna  í  megindlegum  aðferðum  fer  fram  á  

kerfisbundinn   og   hlutlausan   hátt   og   niðurstöður   settar   fram   á   tölfræðilegan   hátt  

(Ragnheiður  Harpa  Arnarsdóttir,  2013).    

    Ein   af   fjölmörgum   rannsóknarleiðum   í   megindlegum   rannsóknum   er   fyrirlögn  

spurningalista.  Margar   aðferðir   eru   notaðar   við   framsetningu   spurningalista,   svo   sem  

símakannanir,   póstkannanir   eða   vefrænar   kannanir   (Grétar   Þór   Eyþórsson,   2013).   Í  

þessari   rannsókn   var   ákveðið   að   notast   við   vefkönnun.   Rökin   fyrir   því   eru   þau   að  

vefkannanir   eru   skilvirkasta   og   ódýrasta   form   spurningakannana.   Einnig   getur  

rannsakandi   komið   könnuninni   til   þátttakenda   milliliðalaust   með   fljótlegum   og  

skilvirkum   hætti.   Það   sem   vegur   hvað  mest   í   ágæti   vefkannana   er   að   þær   geta   verið  

nafnlausar,  sem  dregur  verulega  úr  hlutdrægni  rannsakanda  og  kemur  þar  af   leiðandi   í  

veg   fyrir   skekkjur   í   niðurstöðum   rannsóknarinnar.   Einnig   er   aðferðin   heppileg   þegar  

Page 52: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

48  

markmiðið  er  að  ná  til  stórs  hóps  þátttakenda  á  sama  tíma.  Þá  getur  aðferðin  reynst  vel  

fyrir  þátttakendur  því  þeir  eru  ekki  bundnir  við  að  svara  könnuninni  um  leið  og  hún  er  

lögð   fyrir   og   geta   því   tekið   þátt   þegar   þeim  hentar   (Neuman,   2009).   Þó   svo   að   kostir  

rannsóknaraðferðarinnar  séu   fjölmargir  þá   inniheldur  hún  einnig  ókosti.  Helsti  ókostur  

aðferðarinnar   er   að   svarhlutfallið   getur   orðið   mjög   lágt   sem   stafar   af   því   að  

þátttakendur  fá  könnunina  senda  rafrænt  og  því  auðvelt  komast  hjá  því  að  taka  þátt.  Þá  

þurfa   fyrirmæli   og   útskýringar   á   könnuninni   að   vera   skýr   til   að   koma   í   veg   fyrir   lágt  

svarhlutfall  eða  að  spurningum  sé  svarað  á  vitlausum  forsendum.  Einnig  er  ekki  hægt  að  

stjórna   aðstæðum   þátttakenda   á   meðan   þeir   svara   könnuninni   og   því   hætta   á   að  

spurningum  sé  svarað  í  hraði  eða  ónákvæmlega  (Neuman,  2009).    

    Við  gerð  rannsóknarinnar  ákvað  höfundur  að  nota  megindlega  rannsóknaraðferð  

því   hún   er   talin   henta   gagnaöflun   betur.   Þetta   rökstyður   höfundur   með   nokkrum  

ástæðum.   Í   fyrsta   lagi   felur   rannsóknin   í   sér   úrvinnslu   gagna   úr   spurningalistakönnun  

sem   lögð   var   fyrir   með   megindlegum   hætti   og   hafði   það   að   markmiði   að   safna  

upplýsingum   um   stóran   hóp   einstaklinga.   Í   öðru   lagi   býður   megindleg   aðferð   upp   á  

tölfræðilega   úrvinnslu   gagna   sem   hentar   vel   þegar   unnið   er   með   stórt   úrtak.   Þessi  

tölfræðilega  úrvinnsla  gerir  höfundi  kleift  að  setja   fram  niðurstöður  rannsóknarinnar  á  

myndrænu  formi  eins  og  súluriti  eða  skífuriti.   Í  þriðja   lagi  er  eitt  af  megin  markmiðum  

rannsóknarinnar  að   rannsaka  hagi  ákveðins  hóps  samfélagsins,  kennara   í  grunnskólum  

Vesturbæjar.      

3.2 Þátttakendur  Mikilvægur   þáttur   í   gerð   rannsókna   er   að   velja   rétt   úrtak   fyrir   rannsóknina   svo   það  

endurspegli   það   þýði   sem   álykta   á   um.   Úrtak   (e.   sample)   er   hópur   einstaklinga   sem  

valinn   er   úr   stærri   hóp   einstaklinga   sem   kallast   þýði   (e.   population).   Rannsóknin   er  

framkvæmd  á  úrtakinu  og  niðurstöður   rannsóknarinnar  eru  yfirfæranlegar  yfir  á  þýðið  

(Þórólfur  Þórlindsson  og  Þorlákur  Karlsson,  2013).    

    Við   upphaf   rannsóknarinnar   var   lagt   upp   með   rannsóknarspurninguna;   Eru  

kennarar   undir   auknu   álagi   vegna   kennslu   sinnar   við   nemendur   með   sérþarfir?   og  

undirspurningarnar;  Telja  kennarar  sig  fá  nægilega  menntun  í  kennsluháttum  nemenda  

með  sérþarfir   í  grunnnámi  sínu?  Telja  kennarar  sig  fá  nægan  stuðning  til  að  kynna  sér  

nýjar  kennsluaðferðir  fyrir  nemendur  með  sérþarfir?  og  Eru  kennarar  í  meiri  samskiptum  

Page 53: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

49  

við   foreldra   nemenda  með   sérþarfir   heldur   en   foreldra   nemenda   sem   ekki   eru   greind  

með   sérþarfir?   Rannsóknarspurningarnar   voru   hafðar   að   leiðarljósi   þegar   úrtakið   var  

valið.  Þegar  úrtak  er   valið  þarf  að  ákveða  hverskonar  aðferð  á  að  notast   við.   Í  þessari  

rannsókn  var  notast   við  hentugleikaúrtak   (e.   accidental  eða  convenience   sample)   sem  

þýðir   að   úrtakið   er   valið   sökum  þess   hve   aðgengilegt   það   er   (Þórólfur   Þórlindsson   og  

Þorlákur  Karlsson,  2013).     Í   samráði  við  Vesturgarð,  þjónustumiðstöð  Vesturbæjar,  var  

ákveðið   að   leggja   spurningalistakönnunina   fyrir   alla   kennara   í   þeim   grunnskólum   sem  

heyra   undir   þjónustumiðstöðina.   Grunnskólarnir   eru   fjórir   talsins;   Grandaskóli,  

Vesturbæjarskóli,  Hagaskóli  og  Melaskóli.  Fjöldi  grunnskóla  í  Vesturbæ  Reykjavíkur  þótti  

henntugur   fyrir   gerð   rannsóknarinnar   en   þeir   eru   fjórir   talsins   og   hafa   þeir   um   150  

kennara   í   starfi.   Skilyrði   fyrir   þátttöku   í   rannsókninni   voru   eftirfarandi;   Kennarinn   er  

menntaður   grunnskólakennari,   umsjónarkennari,   sérkennari,   dans-­‐   eða   íþróttakennari  

og  list-­‐  eða  verkgreinakennari.      

    Til   þess   að   nálgast   þátttakendur   var   notast   við   vef   Reykjavíkurborgar  

(http://reykjavik.is/grunnskolar-­‐i-­‐vesturbae)   þar   sem   upplýsingar   um   alla   grunnskóla   í  

Vesturbæ  Reykjavíkur  liggja  fyrir.    

3.3 Framkvæmd  rannsóknar  

Haft   var   samband   við   skólastjóra   í   Hagaskóla,   Melaskóla,   Grandaskóla   og  

Vesturbæjarskóla   við   upphaf   rannsóknarinnar.   Skólastjórnendum   var   gerð   grein   fyrir  

eðli  rannsóknarinnar,  hvernig  hún  færi  fram  og  til  hvers  væri  ætlast  af  þátttakendum.  Að  

lokum   var   skólastjórnendum   sent   kynningarbréf   fyrir   skólastjóra,   kynningabréf   fyrir  

kennara  og  upplýst  samþykki  skólastjóra.  Eftir  að  samþykki  allra  skólastjórnenda  lá  fyrir  

var  þeim  send  krækja  (linkur)  á  spurningalistakönnunina  sem  þeir  svo  áframsendu  á  alla  

kennara  í  grunnskólum  sínum.  Skólastjórnendur  voru  hvattir  til  að  ræða  við  kennara  sína  

um  mikilvægi  rannsóknarinnar  og  stuðla  að  góðri  svörun  í  könnuninni.      

    Rannsóknin  var   tilkynnt   til   persónuverndar  2.   september  2015  og   samþykkt  án  

athugasemda  þann  4.   september  2015   (tilvísunarnúmer:  S7472).   Í   kynningarbréfum  til  

kennara  og   skólastjórnenda  var  þeim   tilkynnt  um   leyfið  og  þeim  greint   frá  því  að  ekki  

væri  skylda  að  taka  þátt  í  könnuninni,  ekki  þyrfti  að  svara  öllum  spurningum  og  úrsögn  

úr  þátttöku  væri  leyfileg  á  öllum  stigum  rannsóknarinnar.    

Page 54: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

50  

3.4 Gagnaöflun  Rafrænn  spurningalisti  var  lagður  fyrir  alla  kennara  í  grunnskólum  Vesturbæjar  þann  12.  

október  2015  og  hófst  svörun  sama  dag.  Skólastjórnendur  fengu  það  hlutverk  að  hvetja  

kennara  sína  til  þátttöku  og  vera  tengiliður  við  rannsakanda  ef  einhverjar  spurningar  um  

könnunina  skyldu  koma  upp.    

3.4.1 Gerð  spurningalista  Við  hönnun  spurninganna  var  lagt  upp  með  að  þátttakendur  ættu  auðvelt  með  að  svara  

spurningum  en  jafnframt  að  svörin  gæfu  rannsakanda  skýra  mynd  af  upplifun  kennara  á  

þjónustu   við   nemendur   með   sérþarfir.   Spurningalistinn   innihélt   15   spurningar   og   var  

settur   fram   í   þremur   þáttum.   Annars   vegar   8   bakgrunnsspurningar,   þar   sem  

þátttakendur  greindu  frá  kyni  og  eðli  starfs  þeirra  og  hins  vegar  6  efnislegar  spurningar,  

þar   sem  þátttakendur   svöruðu   spurningum  um  upplifun   í   stafi   og   ein   fjölvalsspurning  

sem  var  að  hluta  til  opin  (spurningalistann  má  sjá  í  viðhengi  1).  

    Hönnun   spurningalistans   hófst   haustmisserið   2015.   Fjölmargar   rannsóknir   hafa  

verið   gerðar   á  málefnum  og   líðan  kennara  og  því   var   stuðst   við   tvo   spurningalista   við  

hönnun  spurninganna.  Annarsvegar  var  stuðst  við  spurningalista  úr  rannsókn  Guðrúnar  

Ragnarsdóttur  (2008)  Líðan  og  starfsumhverfi  framhaldsskólakennara  og  hins  vegar  við  

spurningalista   Westling   (2010)   úr   rannsókn   hans   Questionnaire   about   teachers   and  

challenging.   Dr.   Sigrún  Harðardóttir   aðstoðaði   við   gerð   spurningalistans   en   einnig   var  

stuðst   við   faglegt   álit   Ingibjargar   Karlsdóttur   félagsráðgjafa   BUGL   og   Önnu-­‐Lindar  

Pétursdóttur  dósents   í   sálfræði,  sérkennslu  og  atferlisgreiningu  hjá  Menntavísindasviði  

Háskóla  Íslands.      

    Við   uppsetningu   á   spurningalistanum   var   notast   við   kannanir.is   sem   býður  

námsmönnum  Háskóla  Íslands  upp  á  frían  aðgang  að  forritinu  LimeSurvey  sem  sérhæfir  

sig   í   uppsetningu   á   spurningalistakönnunum.   Mikilvægt   er   að   forprófa   spurningalista  

áður  en  þeir  eru  lagðir  fyrir  úrtak  með  því  að  leggja  hann  fyrir  nokkra  einstaklinga  áður  

en   könnunin   er   formlega   hafin.   Það   er   gert   til   þess   að   koma   auga   á   villur,   torskildar  

spurningar  eða   slæmt  orðalag   sem  gæti   komið   í   veg   fyrir   góða   svörun   í  úrtaki   (Grétar  

Þór   Eyþórsson,   2013).   Áður   en   könnunin   var   lögð   fyrir   kennara   í   grunnskólum  

Vesturbæjar  var  hún  forprófuð  á  faglærðum  kennara.  Svörun  við  spurningalistanum  var  

ekki  góð   í  byrjun.  Eftir  viku  höfðu  20  kennarar  tekið  þátt   í  könnuninni,  eða  um  13%  af  

Page 55: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

51  

úrtakinu.   Ítrekanir   voru   sendar   19.,   og   23.   október   og   svo   var   könnuninni   lokað   28.  

október.  Þá  höfðu  36  kennarar  svarað  spurningalistakönnuninni  eða  um  24%.    

3.5 Greining  gagna  og  úrvinnsla  Að  lokinni  könnun  voru  niðurstöður  færðar  yfir  á  forritið  SPSS  (e.  statistical  package  for  

the  social  sciences)   (Einar  Guðmundsson  og  Árni  Kristjánsson,  2005).  Einnig  var  notast  

við   Microsoft   Excel   við   framsetningu   gagna.   Þessi   forrit   voru   valin   því   markmið  

rannsakanda   var   að   setja   spurningarnar   fram   á   einfaldan   og   skilvirkan   hátt.   Í  

rannsókninni   voru   svör   við   einstaka   spurningum   sett   fram   í   formi   súlurita   eða   taflna.  

    Síðasti   spurningaliður   könnunarinnar   var   í   formi   opinnar   spurningar   og   var   því  

notast  við  innihaldsgreiningu  (e.  content  analysis).  Innihaldsgreining  er  aðferð  til  þess  að  

greina   innihald  ákveðins  texta.  Þá  er   textinn  kóðaður  og   flokkaður  niður  eftir   innihaldi  

hans   og   að   lokum   er   merkt   við   hvaða   þætti   þátttakendur   nefndu   oftast   og   áttu  

sameiginlega.  Með   því   var   kennurum   gefinn   kostur   á   að   nefna  málefni   sem  brenna   á  

þeim   og   þeir   telja   mikilvægt   að   komi   fram   í   niðurstöðum   rannsóknarinnar   (Neuman,  

2009).  

3.6 Siðferðileg  álitamál  

Til   þess   að   rannsóknin   uppfylli   siðferðilegar   kröfur   þarf   rannsakandinn   að   gæta   að  

hagsmunum  þátttakenda.  Það  er  gert  með  því  að  virða  tilfinningar  þátttakenda  og  huga  

að   öllum   þáttum   rannsóknarinnar   sem   gæti   valdið   þeim   einhverskonar   óþægindum  

(Sigurður  Kristinsson,  2013).    Til  þess  að  tryggja  siðferði  í  framlögn  rannsóknarinnar  voru  

skólastjórnendur  beðnir  um  að  skrifa  undir  upplýst  samþykki  áður  en  könnunin  var  lögð  

fyrir  kennara.  Siðferðileg  álitamál  í  þessari  rannsókn  eru  nokkur.  Í  fyrsta  lagi  var  lagt  upp  

með  að  persónuleg  álitamál  rannsakanda  á  starfi  og  högum  kennara  komi  hvergi  fram  í  

rannsókninni.   Þá   var   sérstaklega   hugað   að   siðferði   við   gerð   spurningalistans.   Siðferði  

rannsóknarinnar  var  svo  tryggt  með  því  að  veita  þátttakendum  aðgang  að  símanúmeri  

og   tölvupósti   rannsakanda,  með  það  að  markmiði   að  þátttakendur   gætu  haft   samand  

við   hann   ef   þeir   hefðu   einhverjar   spurningar   varðandi   rannsóknina   sjálfa   eða  

rannsakanda.  Til  þess  að  koma  í  veg  fyrir  hvers  kyns  misbrest  í  siðferðilegum  álitamálum  

studdi  rannsakandi  sig  við  siðareglur  félagsráðgjafa  og  vísindasiðareglur  Háksóla  Íslands  

(Embætti  Landlæknis,  e.d.;  Háskóli  Íslands,  e.d.-­‐c).    

Page 56: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

52  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 57: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

53  

4 Niðurstöður  Í   þessum   kafla   verður   greint   frá   niðurstöðum   rannsóknarinnar.   Kaflinn   skiptist   í   fimm  

hluta.   Í   fyrsta   hluta   er   farið   yfir   bakgrunn   þátttakenda   og   mat   þeirra   á   eigin  

starfsánægju.   Í   öðrum   hluta   er   fjallað   um   menntun   kennara   og   viðhorf   þeirra   til  

endurmenntunar  og  mikilvægi  þess  að  kynna  sér  nýjar  kennsluaðferðir   fyrir  nemendur  

með   sérþarfir.   Í   þriðja   hluta   er   svo   fjallað   um   upplifun   kennara   á   eigin   þjónustu   við  

nemendur  með  sérþarfir.  Í  fjórða  hluta  er  fjallað  um  mat  þátttakenda  á  þeim  stuðningi  

sem  þeir   fá   í   starfi   sínu  og   í   fimmta  og   síðasta  hlutanum  eru  dregnar   fram   tillögur  að  

stuðningi   í   starfi   og   greint   er   frá   þeim   þemum   sem   komu   fram   í   svörum   kennara   við  

opinni  spurningu  um  stuðning  í  starfi.    

4.1 Bakgrunnur  þátttakenda  Alls  svöruðu  36  kennarar  spurningalistanum  eða  um  24%  þátttakenda.  Til  þess  að  greina  

bakgrunn   þátttakenda   voru   sjö   bakgrunnsspurningar   lagðar   fyrir.   Á   mynd   2   má   sjá  

kynjaskiptingu   þátttakenda.   Konur   voru   í   miklum   meirihluta   eða   81%   (29)   en   karlar  

aðeins  19%  (7).  

 

Mynd  2.  Kyn  þáttakenda.  

Þátttakendur   voru   spurðir   um   starfsaldur   og   var   greinilegt   að   stór   hluti   þátttakenda  

hafði  starfað  lengi  sem  kennari.  Á  mynd  3  má  sjá  að  41,7%(15)  þátttakenda  hafði  starfað  

í  21  ár  eða  lengur  en  aðeins  8,3%(3)  höfðu  fimm  ára  starfsreynslu  eða  minna.  Þá  höfðu  

13,9%(5)  starfað  í  6-­‐10  ár  og  27,8%(10)  starfað  í  11-­‐15.  Fjöldi  kennara  sem  hafði  starfað  í  

Page 58: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

54  

16-­‐20   ár   var   ekki   mikill   eða   8,3%(3).   Samkvæmt   þessum   niðurstöðum   má   sjá   að  

meginhluti   þátttakenda   hefur   mikla   reynslu   og   þekkingu   á   sviði   kennslu   og   þar   af  

leiðandi  málefnum  nemenda  með  sérþarfir.    

 

Mynd  3.  Starfsaldur  þátttakenda.  

Á   mynd   4   má   sjá   á   hvaða   skólastigi   þátttakendur   starfa.   Flestir   þátttakenda  

störfuðu  á  1.  eða  2.  skólastigi  eða  samtals  69,5%(25).  Á  3.  skólastigi  störfuðu  19,4%(7)  

þátttakenda   en   fæstir   unnu   á   öllum   skólastigum   eða   um   11,1%(4).   Þeir   sem   starfa   á  

öllum  skólastigum  eru  til  dæmis  dans-­‐  og  íþróttakennarar  og  list-­‐  og  verkgreinakennarar  

og  sjá  því  um  kennslugreinar  sem  kenndar  eru  á  öllum  skólastigum.    

 

Mynd  4.  Starfsvettvangur  þátttakenda.  

Page 59: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

55  

Þegar   þátttakendur   voru   spurðir   að   starfsheiti   kom   í   ljós   að   flestir   voru  

menntaðir   umsjónarkennarar   eða   38,9%(14)   en   grunnskólakennarar   voru   einnig  

fjölmennur   hópur   en   þeir   voru   25%(9)   af   þátttakendum.   Sérkennarar   og   list-­‐   og  

verkgreinakennarar   voru   jafn   fjölmennir   eða   13,9%(5)   þátttakenda   í   báðum   hópum.  

Dans-­‐   og   íþróttakennarar   voru   fámennasti   hópurinn   en   þeir   voru   einungis   8,3%(3)   af  

heildarfjölda   þátttakenda.  Mikilvægt   var   að   greina   kennara   niður   eftir   starfsheiti   sínu  

svo  möguleiki  væri  á  því  að  sjá  hvaða  hópur  kennara  upplifi  mesta  álagið  í  starfi.    

 

Mynd  5.  Starfsheiti  þátttakenda.  

Til   þess   að   fá   heildstæða  mynd   af   starfi   kennara   voru   þeir   spurðir   um  meðallengd   á  

hefðbundnum   vinnudegi.   Á   mynd   6   má   sjá   að   42%(15)   kennara   sögðust   vinna   að  

meðaltali  í  6-­‐8  klukkustundir  á  dag  og  58%(21)  sagðist  vinna  í  8  klukkustundir  eða  meira.    

Page 60: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

56  

 

Mynd  6.  Lengd  vinnudags.  

Einnig  voru  kennarar  beðnir  um  að  leggja  mat  á  starfsánægju  sína.  Niðurstöður  má  sjá  á  

mynd  7.  Kennarar  virtust  almennt  ánægðir  í  starfi  en  63,8%(23)  sögðu  starfsánægju  sína  

vera  sjö  eða  yfir  á  mælikvarðanum  1-­‐10.  8,3%(3)  kennara  sögðu  starfsánægju  sína  vera  

níu,   en   það   var   jafnframt   hæsta   mat   þátttakenda   því   enginn   merkti   við   10   á  

mælikvarðanum.   Langflestir,   eða   um   36,1%(13)   sögðu   starfsánægju   sína   vera   átta   en  

19,4%(7)   sögðu   hana   vera   sjö.   11,1%(6)   merkti   við   sex   á   mælikvarðanum   en   næst  

stærsti   hópurinn  mat   starfsánægju   sína   sem   fimm  eða  um  22,2%(5).   Einn  þátttakandi  

(2,8%)   mat   starfsánægju   sína   sem   þrjá   á   mælikvarðanum   1-­‐10   en   það   er   jafnframt  

lægsta  mat  þátttakenda.    

 

Page 61: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

57  

 

Mynd  7.  Starfsánægja  þátttakenda.  

4.2 Menntun  kennara    

Þegar  meta  á  álagsþætti  í  starfi  kennara  er  mikilvægt  að  kanna  grunnþekkingu  þeirra  á  

kennsluháttum   og   þekkingu   á   þörfum   nemenda   með   sérþarfir.   Einn   af   þessum  

grunnþáttum   er  menntun   kennara   en   hún   getur   skipt   sköpum   þegar   kemur   að   góðri  

kennslu  og  þekkingu  á  málefnum  nemenda  með  sérþarfir.  Lagt  var  mat  á  menntun  og  

þekkingu  kennara  með  sex  spurningum.  Fyrsta  spurningin  snéri  að  menntun  kennara  en  

svör  við  henni  má  sjá  á  mynd  8.  Algengast  var  að  kennarar  væru  með  B.Ed  gráðu  eða  um  

44,4%(16).  Áhugavert  var  að  sjá  að  einungis  5,6%(2)  voru  með  M.Ed  en  það  er  sú  gráða  

sem  kennarar  þurfa   í  dag   til   að   fá   leyfi   til   að   starfa   sem  slíkir.  Á  eftir  B.Ed  gráðu  voru  

næst  flestir  með  BA/BS  gráðu  eða  meistaragráðu,  eða  um  11,1%(4)   í  hvorum  hóp  fyrir  

sig.  Þessar  gráður  tengjast  ekki  kennaranáminu  beint  og  teljast  því  þessir  einstaklingar  

ekki   vera   með   tilskilin   kennararéttindi   samkvæmt   lögum.   Það   sama   má   segja   um   þá  

einstaklinga   sem   merktu   við   diplómagráðu   sem   sína   hæstu   menntun,   en   það   voru  

8,3%(3)  þátttakenda.  Kennarar  sem  höfðu  diplómagráðu  í  kennslufræðum  voru  5,6%(2)  

og   einnig   kennarar   sem   höfðu   diplómagráðu   í   sérkennslufræðum.   Aðeins   2,8%(1)  

kennara   höfðu   lokið   meistaranámi   í   sérkennslufræðum.   Lægsta   menntunarstigið   var  

nám  á   framhaldsskólastigi  en  það  var  einungis  einn  þátttakandi   (2,8%)  sem  merkti  við  

þann   valmöguleika.   Spurningin   innihélt   opinn   svarmöguleika   þar   sem   þátttakendum  

stóð   til   boða   að   tilgreina   hæsta   menntunarstig   sitt   ef   það   kom   ekki   fram   í  

Page 62: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

58  

valmöguleikum  spurningarinnar.  Sá  valkostur  var  nefndur  ,,Annað”  í  spurningunni.  Einn  

þátttakandi  (2,8%)  nýtti  sér  svarmöguleikann  og  sagðist  hafa  íþróttakennarapróf.  

 

Mynd  8.  Hæsta  námsgráða  þátttakenda.  

Kennarar  voru  beðnir  um  að  leggja  mat  á  eigin  menntun  og  greina  frá  því  hvort  

þeir   teldu   sig   hafa   fengið   nægilega   fræðslu   á   málefnum   nemenda   með   sérþarfir.  

Niðurstöðurnar  má  sjá  á  mynd  9.  Mikill  meirihluti  þátttakenda  var  mjög  ósammála  eða  

frekar  ósammála  því  að  þeir  hefðu  fengið  nægilega  fræðslu  í  kennaranáminu  til  að  vinna  

með  nemendum  með  sérþarfir,  eða  um  61%(22)  kennara.  16,7%(6)  var  hlutlaus   í  svari  

sínu   en   19,4%(7)   kennara   þótti   þeir   hafa   fengið   frekar   góða   fræðslu   um   málefni  

nemenda   með   sérþarfir.   Aðeins   einn   þátttakandi   (2,8%)   var   mjög   sammála  

spurningunni.    

 

Page 63: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

59  

 

Mynd   9.   Ég   fékk   nægilega   fræðslu   í   kennaranáminu   til   þess   að   vinna  með   nemendum  með  sérþarfir.  

Næst  voru  kennarar  spurðir  hvort  þeir  kynni  sér  reglulega  nýjar  kennsluaðferðir  

fyrir  nemendur  með  sérþarfir.  Á  mynd  10  má  sjá  niðurstöður  spurningarinnar.  Lítill  hluti  

kennara   var   mjög   eða   frekar   ósammála,   eða   um   11,1%(4).   36,1%(13)   var   hvorki  

sammála  né  ósammála  en  flestir  voru  frekar  sammála  því  að  þeir  kynntu  sér  reglulega  

nýjar   kennsluaðferðir   fyrir   nemendur   með   sérþarfir,   eða   um   41,7%(15).   Þá   voru  

11,1%(4)   þátttakenda   mjög   sammála   spurningunni.   Niðurstöður   sýna   að   meirihluti  

þátttakenda,   um   52,8%(19),   taldi   sig   kynna   sér   reglulega   nýjar   kennsluaðferðir   sem  

sérstaklega  voru  sniðnar  að  þörfum  nemenda  með  sérþarfir.    

 

Mynd  10.  Ég  kynni  mér  reglulega  nýjar  kennsluaðferðir  fyrir  nemendur  með  sérþarfir.  

Page 64: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

60  

Þá  voru  kennarar  spurðir  að  því  hvort  þeir  hefðu  sótt  endurmenntun  til  að  auka  

við   þekkingu   sína   í   vinnu   með   nemendum  með   sérþarfir.   Algengast   var   að   kennarar  

væru  frekar  eða  mjög  sammála,  en  það  voru  um    58,3%(21)  þátttakenda.  16,7%(6)  voru  

hvorki   sammála   né   ósammála   og   5,6%(2)   voru   frekar   ósammála.   Þá   voru   19,4%(7)  

þátttakenda  mjög  ósammála  spurningunni.    

 

Mynd  11.  Ég  hef   sótt  endurmenntun   til   að  auka  við  þekkingu  mína   í   vinnu  með  nemendum  með  sérþarfir.  

Í   næstu   spurningu   voru   kennarar   beðnir   um   að   leggja   mat   á   það   hvort   færni  

þeirra   til   að   vinna  með  nemendum  með   sérþarfir   hefði   aukist   í   starfi.  Niðurstöðurnar  

gefa  mjög  skýra  mynd  af  þróun  þekkingar  kennara  á  málefnum  nemenda  með  sérþarfir.  

Enginn   þátttakenda   var   ósammála   spurningunni   en   16,7%(6)   voru   hvorki   sammála   né  

ósammála.   Flestir   þátttakendur   voru   sammála   því   að   hæfni   þeirra   til   að   vinna   með  

nemendum  með  sérþarfir  hefði  aukist  í  starfi  en  um  83,4%(30)  þátttakenda  sögðust  vera  

frekar   eða   mjög   sammála   spurningunni.   Þessar   niðurstöður   eru   afgerandi   og   gefa   til  

kynna   að     starf   kennara   krefjist   þess   að   þeir   hafi   viðamikla   þekkingu   á   málefnum  

nemenda  með  sérþarfir.  

 

Page 65: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

61  

 

Mynd  12.  Síðan  ég  byrjaði  að  starfa  sem  kennari  hefur  færni  mín  til  að  vinna  með  nemendum  með  sérþarfir  aukist.    

4.2.1 Stuðningur  kennara  til  frekari  menntunar  

Þegar  menntun  kennara  er  skoðuð  er  mikilvægt  að  kanna  þann  stuðning  sem  þeir  fá  frá  

yfirmönnum  sínum  til  að  kynna  sér  nýjar  og  betri  kennsluaðferðir.  Ein  spurning  var  lögð  

fyrir  kennara  með  þetta  að  markmiði.  Niðurstöður  spurningarinnar  má  sjá  á  mynd  13.  

Áhugavert   er   að   sjá   að   helmingur   þátttakenda   var   frekar   eða   mjög   ósammála  

spurningunni,   eða   um   50%(18).   19,4%(7)   þátttakenda   voru   hlutlausir   en   16,7%(6)  

sögðust  frekar  sammála  því  að  fá  stuðning  frá  yfirmönnum  til  frekari  menntunar.  Aðeins  

8,3%(3)  voru  mjög  sammála   spurningunni  og  því   ljóst  að  mikill  minnihluti  þátttakenda  

taldi  sig  fá  nægilegan  stuðning  frá  yfirmanni  til  þess  að  kynna  sér  nýjar  kennsluaðferðir  

fyrir  nemendur  með  sérþarfir.    

Page 66: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

62  

 

Mynd   13.   Ég   fæ   stuðning   frá   yfirmanni  mínum   til   að   kynna  mér   nýjar   kennsluaðferðir   fyrir  nemendur  með  sérþarfir.  

4.3 Þjónusta  kennara  við  nemendur  með  sérþarfir    

Þjónusta   kennara   við   nemendur   með   sérþarfir   er   margskonar   og   krefst   fjölbreyttrar  

þekkingar.  12  spurningar  voru   lagðar  fyrir  þátttakendur  til  að  meta  upplifun  kennara  á  

þeirri   þjónustu   sem   þeir   veita   nemendum   með   sérþarfir.   Fyrsta   spurningin   snéri   að  

fjölda  nemenda  með  sérþarfir  í  umsjón  kennara  að  meðaltali  á  dag.  Til  þess  að  fá  skýra  

mynd  af  þeirri  þjónustu  sem  kennarar  veita  nemendum  með  sérþarfir  er  brýnt  að  skoða  

þennan  fjölda.  Niðurstöður  má  sjá  á  mynd  14.  Flestir  þátttakendur  sögðust  hafa  um  2-­‐3  

nemendur  með  sérþarfir  í  sinni  umsjón  að  meðaltali  á  dag  eða  um  30,6%(11).  Áhugavert  

er   að   sjá   að   næst   stærsti   hluti   þátttakenda,   um   27,8%(10)   taldi   sig   hafa   10   eða   fleiri  

nemendur  með  sérþarfir  í  sinni  umsjón  að  meðaltali  á  dag.  22,2%(8)  þátttakenda  greindi  

frá  því  að  hafa  4-­‐5  nemendur  með  sérþarfir  í  sinni  umsjá  en  helmingi  færri,  eða  11,1%(4)  

töldu  sig  sinna  6-­‐7  nemendum.  Aðeins  5,6%(2)  sögðust  aðeins  hafa  0-­‐1  nemenda  með  

sérþarfir   í   sinni  umsjón  að  meðaltali  á  dag  og  einungis  einn  þátttakandi   (2,8%)  greindi  

frá  því  að  í  sinnu  umsjón  væri  að  meðaltali  um  8-­‐9  nemendur.  

Page 67: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

63  

 

Mynd  14.  Fjöldi  barna  með  sérþarfir  í  umsjón  kennara  að  meðaltali  á  dag.  

4.3.1 Upplifun  kennara  á  álagi  í  starfi    Upplifun   kennara   á   álagi   í   starfi   var   mæld   með   tveimur   spurningum.   Í   fyrstu  

spurningunni   voru   þátttakendur   spurðir   hvort   að   þjónusta   þeirra   við   nemendur   með  

sérþarfir  valdi  álagi  í  starfi  þeirra.  Niðurstöðurnar  voru  afgerandi  og  má  sjá  þær  á  mynd  

15.  Aðeins  um  8,3%(3)  þátttakenda  voru   frekar  ósammála  spurningunni  en  enginn  var  

mjög   ósammála.   11,1%(4)   voru   hlutlausir   en   fjölmennasti   hópurinn   voru   þeir   sem  

sögðust   vera   frekar   eða  mjög   sammála   spurningunni.   Alls   sögðu   22,2%(8)   vera   frekar  

sammála  því  að  þjónusta  þeirra  við  nemendur  með  sérþarfir  valdi  álagi  í  starfi  þeirra  og  

55,6%   þátttakenda   voru   mjög   sammála,   eða   samtals   77,8%(28)   þátttakenda.   Einn  

þátttakandi  (2,8%)  svaraði  ekki  spurningunni.    

 

Page 68: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

64  

 

Mynd  15.  Þjónusta  mín  við  nemendur  með  sérþarfir  veldur  álagi  í  mínu  starfi.  

Álag  kennara  í  starfi  getur  stafað  af  hinum  ýmsu  þáttum  og  því  var  mikilvægt  að  

bera  saman  það  álag  sem  kennarar  finna  fyrir  í  starfi  sínu  með  nemendum  með  sérþarfir  

og   einnig  með  þeim  nemendum   sem  ekki   hafa   neinar   sérþarfir.  Niðurstöður  má   sjá   á  

mynd  16.  Mikill  meirihluti  þátttakenda  var  frekar  eða  mjög  sammála  því  að  þjónusta  við  

nemendur   með   sérþarfir   valdi   meira   álagi   í   starfi   heldur   en   þjónusta   þeirra   við  

nemendur  með  engar  sérþarfir.  22,2%(8)  voru  frekar  sammála  og  55,6%(20)  voru  mjög  

sammála.  Þá  sögðu  8,3%(3)  þátttakenda  vera  frekar  ósammála  því  að  þjónusta  þeirra  við  

nemendur   með   sérþarfir   valdi   meira   álagi   í   starfi   heldur   en   þjónusta   þeirra   við  

nemendur  með   engar   sérþarfir   og   11,1%(4)   voru   hvorki   sammála   né   ósammála.   Einn  

þátttakandi  (2,8%)  gaf  ekki  upp  svar  við  þessari  spurningu    

 

Page 69: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

65  

 

Mynd  16.  Þjónusta  mín  við  nemendur  með  sérþarfir  veldur  meira  álagi  í  starfi  mínu  heldur  en  þjónusta  mín  við  nemendur  sem  ekki  hafa  neinar  sérþarfir.    

4.3.2 Mat  kennara  á  eigin  getu  til  að  vinna  með  nemendum  með  sérþarfir  

Sex  spurningar  voru   lagðar   fyrir  þátttakendur   til  að   leggja  mat  á  viðhorf  þeirra  á  eigin  

getu  til  að  vinna  með  nemendum  með  sérþarfir.  Í  fyrstu  spurningunni  voru  þátttakendur  

beðnir  um  að  greina   frá  því  hversu  hæfir  þeir   væru   til   að  vinna  með  nemendum  með  

sérþarfir.  Niðurstöður  má  sjá  á  mynd  17.  Eins  og  sjá  má  greindu  13,9%(5)  þátttakenda  

frá  því  að  þeir  væru  mjög  ósammála  því  að  þeir  hefðu  getu  til  að  sinna  nemendum  með  

sérþarfir.   Þeir   sem   voru   frekar   ósammála   voru   16,7%(6)   og   19,4%(7)   þátttakenda  

sögðust  hvorki  vera  sammála  né  ósammála  spurningunni.  Stór  hluti  þátttakenda  taldi  sig  

hafa  getu  til  að  sinna  nemendum  með  sérþarfir.  38,9%(14)  sögðust  frekar  sammála  og  

8,3%(3)  voru  mjög  sammála.  Einn  þátttakandi  kaus  að  svara  spurningunni  ekki  (2,8%).  

Page 70: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

66  

 

Mynd  17.  Ég  tel  mig  hafa  getu  til  að  sinna  nemendum  með  sérþarfir  i  kennslustundum.  

  Skoðað   var   hvort   þátttakendur   töldu   sig   ná   að   halda   uppi   góðum   aga   hjá  

nemendum  með  sérþarfir   í  kennslustundum.  Niðurstöðurnar  má  sjá  á  mynd  18.  Flestir  

þátttakendur   töldu   sig   vera   frekar   sammála   spurningunni,   eða  alls   41,7%(15).   Þá   voru  

einungis  8,3%(3)  þátttakenda  mjög  sammála  því  að  þeir  næðu  að  halda  uppi  góðum  aga  

hjá   nemendum  með   sérþarfir.   Þeir   sem   voru   mjög   ósammála   voru   einnig   8,3%(3)   af  

þátttakendum  en  16,7%(6)  voru  frekar  ósammála.  Þá  voru  22,2%(8)  þátttakenda  hvorki  

sammála   né   ósammála   spurningunni   og   einn   þátttakandi   kaus   að   svara   henni   ekki  

(2,8%).  

 

Mynd  18.  Ég  næ  að  halda  uppi  góðum  aga  hjá  nemendum  með  sérþarfir  í  kennslustundum.    

Page 71: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

67  

  Þá  voru  þátttakendur  beðnir  um  að  meta  það  hversu  vel  þeim  tækist  að  koma  

námsefni  til  skila  hjá  nemendum  með  sérþarfir.  Dreifingu  svara  má  sjá  á  mynd  19.  Flestir  

þátttakendur   töldu   sig   ekki   koma   námsefni   nógu   vel   til   skila   hjá   nemendum   með  

sérþarfir.   11,1%(4)   þátttakenda   var  mjög  ósammála  og   25%(9)   voru   frekar   ósammála.  

Stór   hluti   þátttakanda   var   hlutlaus   í   svari   sínu   við   spurningunni   og   merkti   við  

svarmöguleikann   hvorki   sammála   né   ósammála,     eða   alls   27,8%(10).   Þeir   sem   voru  

frekar  sammála  því  að  þeir  kæmu  námsefni  til  skila  hjá  nemendum  með  sérþarfir  voru  

alls  30,6%(11)  en  aðeins  2,8%(1)  voru  mjög  sammála.  Einn  þátttakandi   (2,8%)  gaf  ekki  

svar  við  þessari  spurningu.  

 

Mynd  19.  Mér  tekst  vel  að  koma  námsefninu  til  skila  hjá  nemendum  með  sérþarfir.  

  Einn  af  álagsþáttum  í  starfi  kennara  er  skortur  á  tíma.  Því  var  brýnt  að  skoða  mat  

þátttakenda  á  því  hvort  að  þeir  töldu  sig  hafa  nægan  tíma  til  að  sinna  nemendum  með  

sérþarfir  í  kennslustundum  sínum.  Niðurstöðurnar  voru  afgerandi  og  þær  má  sjá  á  mynd  

20.  Mun   fleiri   töldu   sig   vera   sammála   spurningunni   heldur   en   þeir   sem   töldu   sig   ekki  

vera   sammála  henni.  Alls   sögðu  5,6%(2)  þátttakenda  að  þeir   væru   frekar   sammála  en  

aðeins   einn   þátttakandi   sagðist   vera   mjög   sammála   (2,8%).   Þá   sögðu   44,4%(16)  

þátttakenda  að  þeir   væru   frekar  ósammála  því   að  þeir  hefðu  nægan   tíma   til   að   sinna  

nemendum  með  sérþarfir  í  kennslustundum  sínum  og  25%(9)  voru  mjög  ósammála  því.  

Einn  þátttakandi  gaf  ekki  upp  svar  sitt  við  spurningunni  (2,8%).  

Page 72: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

68  

 

Mynd  20.  Ég  hef  tíma  til  að  sinna  nemendum  með  sérþarfir  í  kennslustundum.    

  Þá  voru  þátttakendur  beðnir  um  að   leggja  mat  á  það  hvort  þjónusta  þeirra  við  

nemendur   með   sérþarfir   hefði   áhrif   á   þjónustu   þeirra   við   nemendur   sem   ekki   hafa  

neinar  sérþarfir.  Dreifingu  svara  má  sjá  á  mynd  21.  Meirihluti  þátttakenda  mat  það  svo  

að   þjónusta   þeirra   við   nemendur   með   sérþarfir   hefði   áhrif   á   þjónustu   þeirra   við  

nemendur   sem   ekki   hafa   neinar   sérþarfir.   Alls   voru   44,4%(16)   þátttakenda   mjög  

sammála   og   eins   voru   25%(9)   frekar   sammála   spurningunni.   13,9%(5)   sögðust   frekar  

ósammála   og   jafn   stór   hluti   þátttakenda   kaus   að   vera   hlutlaus   í   svari   sínu.   Einn  

þátttakandi  gaf  ekki  upp  svar  við  spurningunni  (2,8%)  

 

Mynd  21.  Þjónusta  mín  við  nemendur  með  sérþarfir  hefur  áhrif  á  þjónustu  mína  við  nemendur  sem  ekki  hafa  neinar  sérþarfir.  

Page 73: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

69  

  Þátttakendur  voru  beðnir  um  að   leggja  mat  á  það  hvort  að  þjónusta  þeirra  við  

nemendur  með  sérþarfir  tæki  of  mikinn  tíma  frá  þeim  við  kennslu.  Niðurstöður  má  sjá  á  

mynd   22.  Meirihluti   þátttakenda  mat   það   svo   að   þjónusta   þeirra   við   nemendur  með  

sérþarfir  væri   tímafrek  og  tæki  of  stóran  hluta  af   tíma  þeirra.  Alls   sögðu  38,9%(14)  að  

þeir   væru   frekar   sammála   spurningunni   og   25%(9)   þátttakenda   voru   mjög   sammála.  

Aðeins  5,6%(2)  voru   frekar  ósammála  en  27,8%(10)  þátttakenda  voru  hlutlausir   í   svari  

sínu.  Einn  þátttakandi  gaf  ekki  upp  svar  sitt  við  spurningunni  (2,8%).    

 

Mynd  22.  Þjónusta  mín  við  nemendur  með  sérþarfir  tekur  of  stóran  hluta  af  tíma  mínum  við  kennslu.    

4.3.3 Samstarf  kennara  við  aðrar  fagstéttir  vegna  málefna  nemenda  með  sérþarfir  

Tvær  spurningar  voru  lagðar  fyrir  þátttakendur  til  að  leggja  mat  á  þá  samvinnu  við  aðrar  

fagstéttir   sem   kennarar   nýta   sér   í   starfi.   Niðurstöður   úr   fyrstu   spurningunni  má   sjá   á  

mynd  23.  Í  fyrstu  spurningunni  greindu  kennarar  frá  þátttöku  þeirra  í  teymisvinnu  með  

öðrum   fagstéttum   varðandi   einstaka   nemendur  með   sérþarfir.   Stór   hluti   þátttakenda  

var   sammála   spurningunni.   13,9%(5)   sögðust   vera   mjög   sammála   spurningunni   og  

36,1%(13)  voru  frekar  sammála.  Þá  voru  19,4%(7)  þátttakenda  mjög  ósammála  og  jafn  

stór  hópur  var  frekar  ósammála.  Þá  voru  11,1%(4)  þátttakenda  hlutlausir  í  svari  sínu  og  

einn  þátttakandi  gaf  ekki  upp  svar  við  spurningunni  (2,8%).  

Page 74: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

70  

 

Mynd  23.  Ég  tek  þátt  í  teymisvinnu  með  öðrum  fagaðilum  varðanda  einstaka  nemendur  með  sérþarfir.    

  Seinni   spurningin   snéri   að   samvinnu   kennara   við   sérfræðinga   í   greiningum  

nemenda   með   sérþarfir   og   aðgangi   kennara   að   nauðsynlegum   upplýsingum   um   þá  

nemendur.  Dreifingu  svara  má  sjá  á  mynd  24.  Alls   sögðu  47%(17)  þátttakenda  að  þeir  

væru  frekar  sammála  því  að  þeir  fengju  upplýsingar  um  greiningar  og  sérþarfir  nemenda  

á  tilsettum  tíma.  Þá  sögðu  13,9%(5)  þátttakenda  að  þeir  væru  mjög  sammála.  16,7%(6)  

þátttakenda   sögðust   hvorki   vera   sammála   né   ósammála   spurningunni.   Alls   sögðu  

11,1%(4)  þátttakenda  að  þeir  væru  mjög  ósammála  því  að  þeir   fengju  upplýsingar  um  

greiningar   og   sérþarfir   nemenda   sinna   á   tilsettum   tíma   og   jafn   margir   voru   frekar  

ósammála.  

 

Page 75: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

71  

 

Mynd   24.   Ég   fæ   upplýsingar   um   greiningar   og   sérþarfir   nemenda  með   sérþarfir   á   tilsettum  tíma  

4.3.4 Samskipti  kennara  við  foreldra  nemenda  með  sérþarfir  

Starf  kennara  er  fjölbreytilegt  og  snýr  ekki  einungis  að  kennslu  nemenda.  Samskipti  við  

foreldra  er  veigamikill  hluti  af  daglegu  starfi  kennara  og  því  mikilvægt  að  kanna  hvernig  

þeir  upplifa  þessi  samskipti.  Þrjár  spurningar  voru  lagðar  fyrir  þátttakendur  til  að  meta  

upplifun  kennara  á  samskiptum  við  foreldra  nemenda  með  sérþarfir.  Niðurstöður  fyrstu  

spurningarinnar  má   sjá   á  mynd  25.  Meirhluti   þátttakenda   taldi   að   aukin   samskipti   við  

forelda  nemenda  með  sérþarfir   létti  undir  starfi  þeirra.  25%(9)  voru  mjög  sammála  og  

alls   voru   36,1%(13)   þátttakenda   frekar   sammála.   Aðeins   einn   þátttakandi   (2,8%)   var  

mjög   ósammála   en   11,1%(4)   voru   frekar   ósammála.   Þá   voru   22,2%(8)   þátttakenda  

hlutlausir  í  svari  sínu  og  einn  þátttakandi  kaus  að  svara  spurningunni  ekki  (2,8%).  

Page 76: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

72  

 

Mynd  25.  Aukin  samskipti  við  foreldra  nemenda  með  sérþarfir  léttir  undir  starfi  mínu.  

  Þátttakendur  voru  spurðir  að  því  hvort  þeir  væru  í  meiri  samskiptum  við  foreldra  

nemenda  með  sérþarfir  heldur  en  foreldra  annarra  barna.  Dreifingu  svara  má  sjá  á  mynd  

26.   Niðurstöður   spurningarinnar   sýna   að   meirihluti   þátttakenda   telja   sig   vera   í   meiri  

samskiptum  við  foreldra  nemenda  með  sérþarfir  heldur  en  foreldra  annarra  nemenda.  

50,0%(18)   þátttakenda   voru   mjög   sammála   og   19,4%(7)   voru   frekar   sammála.   Þó  

sögðust  19,4%(7)  þátttakenda  hvorki  vera  sammála  né  ósammála  og  aðeins  8,3%(3)  var  

frekar  ósammála.  Einn  þátttakandi  kaus  að  svara  ekki  spurningunni  (2,8%).  

 

Mynd  26.  Ég  er   í  meiri   samskiptum  við   foreldra  nemenda  með  sérþarfir  en   foreldra  annarra  nemenda.  

Page 77: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

73  

  Að  lokum  voru  þátttakendur  beðnir  um  að  leggja  mat  á  álag  í  starfi  sem  myndast  

í  samskiptum  við  foreldra  nemenda  með  sérþarfir.  Niðurstöður  spurningarinnar  má  sjá  á  

mynd   27.   Meirihluti   þátttakenda   var   frekar   eða   mjög   sammála   því   að   samskipti   við  

foreldra  nemenda  með  sérþarfir  valdi  álagi   í  starfi  þeirra.  Alls  sögðu  44,4%(16)  að  þeir  

væru  mjög  sammála  og  19,4%(7)  að  þeir  væru  frekar  sammála.  Aðeins  einn  þátttakandi  

sagðist   vera   mjög   ósammála   (2,8%)   og   13,9%(5)   voru   frekar   ósammála.   Alls   svöruðu  

16,7%(6)   þátttakenda   að   þeir   væru   hvorki   sammála   né   ósammála   og   þá   var   einn  

þátttakandi  sem  ákvað  að  gefa  ekki  upp  svar  við  þessari  spurningu  (2,8%).    

 

Mynd  27.  Samskipti  við  foreldra  nemenda  með  sérþarfir  veldur  álagi  í  mínu  starfi  

4.4 Stuðningur  kennara  í  starfi    Tvær  spurningar  voru  lagðar  fyrir  þátttakendur  til  að  meta  þann  stuðning  sem  þeir  fá  í  

starfi   sínu.   Þátttakendur   voru   beðnir   um   að   meta   hversu   mikið   svigrúm   í   starfi   þeir  

fengju   til   þess   að   sinna   nemendum   með   sérþarfir.   Enginn   þátttakandi   var   mjög  

ósammála  því  að  hann  hefði  svigrúm  í  starfi  sínu  til  að  sinna  nemendum  með  sérþarfir.  

13,5%(5)  var  frekar  sammála  en  19,4%(7)  var  hlutlaus  í  svari  sínu.  Meirihluti  þátttakenda  

var   frekar   eða  mjög   ósammála   því   að   þeir   hefðu   nægilegt   svigrúm   í   starfi   sínu   til   að  

sinna  nemendum  með   sérþarfir.   Þeir   sem  voru  mjög   sammála   voru  30,6%(11)  og  þeir  

sem  voru  frekar  sammála  voru  33,3%(12).    

Page 78: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

74  

 

Mynd  28.  Ég  hef  svigrúm  í  starfi  mínu  til  að  sinna  nemendum  með  sérþarfir.    

    Seinni  spurningin  snéri  að  þeim  stuðningi  sem  kennarar  fá  frá  samstarfsfélögum,  

yfirmönnum   og   öðrum   sérfræðingum   í   málefnum   nemenda   með   sérþarfir.  

Niðurstöðurnar   má   sjá   í   töflu   1.   Algengast   var   að   þátttakendur   fengju   stuðning   frá  

öðrum   kennurum   eða   sérkennurum.   Alls   sögðu   13,%(5)   þátttakenda   fá   stuðning   frá  

kennurum   eða   sérkennurum   mjög   oft   og   19,4%(7)   frekar   oft.   Þá   sögðu   27%(10)  

þáttakenda  fá  stuðning  frá  kennurum  eða  sérkennurum  frekar  sjaldan  og  5,6%(2)  aldrei.  

Athygli   vekur   að   aðeins   einn   þátttakandi   (2,8%)   taldi   sig   hafa   fengið   stuðning   frá  

skólatjórnendum  frekar  oft  en  enginn  taldi  sig  hafa   fengið  stuðning  frá  þeim  mjög  oft.  

Þvert   á  móti   þá   töldu   47,2%(17)   þátttakenda   að   þeir   hefðu   aldrei   fengið   stuðning   frá  

skólastjórnendum  og  22,2%(8)  frekar  sjaldan.  19,4%(7)  þátttakenda  taldi  sig  hafa  fengið  

stuðning   frá   foreldrum/forráðamönnum   frekar   oft   en   alls   sögðu   47,2%(17)   aldrei   eða  

frekar   sjaldan   hafa   fengið   þann   stuðning.   Þá   sögðu   75%(28)   þátttakenda   aldrei   eða  

frekar   sjaldan   hafa   fengið   stuðning   frá   sérfræðingum   utan   skólans.   Aðeins   tveir  

þátttakendur  (5,6%)  sögðust  hafa  fengið  stuðning  frá  sérfræðingum  utan  skólans  frekar  

oft.   Þegar   þátttakendur   voru   spurðir   að   því   hversu   oft   þeir   fengju   stuðning   frá  

þverfaglegum   teymum   sögðu   8,3%(3)   þátttakenda   hafa   fengið   stuðning   mjög   oft   og  

5,6%(2)  frekar  oft.  Það  voru  þó  fleiri  sem  höfðu  aldrei  eða  frekar  sjaldan  fengið  stuðning  

frá   þverfaglegum   teymum   eða   alls   63,9%(23).   Áhugavert   er   að   sjá   að   fleiri   töldu   sig  

aldrei  eða  sjaldan  fá  stuðning  frá  ofangreindum  aðilum  (58%)  heldur  en  þeir  sem  töldu  

sig  frekar  oft  eða  mjög  oft  fá  stuðning  (15%).  

Page 79: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

75  

Tafla  1.  Hversu  oft  fær  kennari  stuðning  frá  eftirfarandi  aðilum.  

  Aldrei   Frekar  

sjaldan  

Hvorki   oft  

né  sjaldan  

Frekar  oft   Mjöf  oft   Samtals  

Frá  öðrum  kennurum  og  sérkennurum  

2(5,6%)   10(27,8%)   12(33,3%)   7(19,4%)   5(13,9%)   100%  

Frá  skólastjórnendum  

17(47,2%)   8(22,2%)   10(27,8%)   1(2,8%)   0(0%)   100%  

Frá  foreldrum/  forráðamönnum  

7(19,4%)   10(27,8%)   12(33,3%)   7(19,4%)   0(0%)   100%  

Frá  sérfræðingum  utan  skólans  

14(38,9%)   13(36,1%)   7(19,4%)   2(5,6%)   0(0%)   100%  

Frá  þverfaglegu  teymi  

9(25%)   14(38,9%)   8(22,2%)   2(5,6%)   3(8,3%)   100%  

         

4.5 Tillögur  að  stuðningi  í  starfi    Þátttakendur   voru   beðnir   um   að   koma   með   tillögur   að   stuðningi   í   starfi.   Listi   með  

fyrirframákveðnum   stuðningsþáttum   var   lagður   fyrir   þátttakendur   sem   og   opinn  

svarmöguleiki  þar  sem  þátttakendur  höfðu  kost  á  því  að  koma  sínum  eigin  hugmyndum  

og  áliti  á  framfæri.  Þátttakendur  gátu  merkt  við  fleiri  en  einn  svarmöguleika.  Dreifingu  

svara   í   spurningalistanum   má   sjá   í   töflu   2.   Flestir   þátttakendur   töldu   að     fækkun  

nemenda   í  bekkjum  myndi   létta  undir  álagi   í   starfi  og  auka  skilvirkni   i  kennslu  eða  alls  

75%(27)   þátttakenda.   Þá   töldu   66,7%(24)   þátttakenda   að   með   fleiri   sérhæfðum  

fagaðilum   í   stoðþjónustu   skólanna   væri   hægt   að   draga   úr   álagi   í   starfi.   Alls   sögðu  

63,9%(23)  þátttakenda  að  nauðsynlegt  væri  að  fá  fleiri  fagstéttir  inn  í  skólana  sem  væru  

til  staðar  alla  skóladaga  og  um  58,3%(21)  þátttakenda  töldu  mikilvægt  að  fá  meiri  tíma  í  

kennslustundum  til  að  sinna  nemendum  með  sérþarfir.  55,6%(20)  þátttakenda  töldu  að  

mikilvægt  væri  að  fá  meiri  stuðning  í  málefnum  nemenda  sem  eiga  við  félagslega  og/eða  

tilfinningalega  erfiðleika,  til  dæmis  frá  félagsráðgjafa.  Þá  greindu  47,2%(17)  þátttakenda  

frá  því  að  meiri  eftirfylgd  með  málum  nemenda  í  kjölfar  greininga  á  náms-­‐,  þroska-­‐  eða  

hegðunarvanda   frá   sálfræðingum,   kennsluráðgjöfum   eða   öðrum   fagaðilum   frá  

þjónustumiðstöðinni  í  Vesturgarði  myndi  létta  starf  þeirra.  44,4%(16)  þátttakenda  töldu  

Page 80: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

76  

að  tveggja  kennara  kerfi  myndi  veita  þeim  stuðning  í  starfi  og  41,7%(15)  töldu  mikilvægt  

að  fá  frekari  þjálfun  í  kennsluaðferðum  sem  henta  nemendum  með  sérþarfir.  Þá  sögðu  

38,9%(14)  þátttakenda  að  meiri  persónulegur  stuðningur  í  starfi  væri  mikilvægur.  Þá  er  

átt  við  handleiðslu  eða  einhvern  aðila  sem  þátttakendur  geta  talað  við,   leitað  ráða  hjá  

og  fengið  stuðning  frá.   Jafn  margir  töldu  að  frekari  þjálfun   í  hegðunarmótun  nemenda  

með   hegðunarerfiðleika   væri   mikilvæg.   36,1%(13)   þátttakenda   óskuðu   eftir   frekari  

stuðningi  í  samskiptum  við  foreldra  þegar  um  samskiptaerfiðleika  er  að  ræða.  Alls  sögðu  

33,3%(12)  þátttakenda  að  auka  þyrfti  fræðslu  um  geðraskanir  barna  og  jafn  margir  töldu  

stuðning   í   formi   teymisvinnu  með   öðru   starfsfólki   sem   tilheyrir   stoðþjónustu   skólans  

vera  mikilvægan.  Lítill  hluti  þátttakenda  taldi  að  frekari  ráðgjöf  í  kennslu  eða  innleiðing  á  

frekari  einstaklingsmiðaðri  kennsluháttum  gætu  skilað  árangri  í  að  bæta  vinnuumhverfi  

kennara,   eða   16,7%(6)   þátttakenda.   Alls   kusu   fjórir   (11,1%)   þátttakendur   að   svara  

opnum  lið  spurningarinnar.  

 

Tafla  2.  Tillögur  að  stuðningi  í  starfi  

Tillögur  að  stuðningi  í  starfi   Samtals  

Fækka  nemendum  í  bekkjum.   75%(27)  

Fleiri  sérhæfði  fagaðilar  í  stoðþjónustu  skólans.   66,7%(24)  

Fleiri  fagstéttir  innan  skólans  sem  eru  til  staðar  alla  skóladaga,  s.s.  þroskaþjálfa,  félagsráðgjafa,  sálfræðinga  o.fl.  

63,9%(23)  

Meiri  tími  til  að  sinna  nemendum  með  sérþarfir.   58,3%(21)  

Meiri  stuðning  í  málum  nemenda  sem  eiga  við  félagslega  og/eða  tilfinningalega  erfiðleika  að  stíða,  t.d.  frá  félagsráðgjafa  eða  öðrum  í  Vesturgarði.  

55,6%(20)  

Meiri  eftirfylgd  með  málum  nemenda  í  kjölfar  greininga  á  náms-­‐,  þroska-­‐  eða  hegðunarvanda,  t.d.  frá  sálfræðingum,  kennsluráðgjöfum  eða  öðrum  í  Vesturgarði.  

47,2%(17)  

Tveggja  kennara  kerfi.     44,4%(16)  

Frekari  þjálfun  í  kennsluaðferðum  sem  henta  nemendum  með  sérþarfir.  

41,7%(15)  

Meiri  persónulegur  stuðningur  í  starfi,  t.d.  handleiðslu,  einhver  aðili  sem  hægt  er  að  tala  við,  leita  ráða  hjá  og  fá  stuðning  frá.  

38,9%(14)  

Frekari  þjálfun  í  hegðunarmótun  nemenda  með  hegðunarvanda.   38,9%(14)  

Page 81: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

77  

Aukinn  stuðningur  í  samskiptum  við  foreldra  þegar  um  samskiptaörðuleika  er  að  ræða.    

36,1%(13)  

Aukin  fræðsla  um  geðraskanir  barna  s.s.  ADHD,  einhverfu,  kvíða  o.fl.    

33,3%(12)  

Meiri  teymisvinnu  með  öðru  starfsfólki  sem  tilheyrir  stoðþjónustu  skólans.  

33,3%(12)  

Ráðgjöf  í  kennslu.   16,7%(6)  

Innleiðing  á  frekari  einstaklingsmiðaðri  kennsluáætlun.   16,7%(6)  

Annað   11,1%(4)  

 

4.5.1 Raddir  kennara    Fjórir   þátttakendur   kusu   að   nýta   sér   opinn   svarmöguleika   í   spurningakönnuninni.   Þar  

gátu   þátttakendur   tilgreint   hugmyndir   að   stuðningi   í   starfi   kennara   eða   komið   á  

framfæri  málefnum  sem  þeir  töldu  að  brýnt  væri  að  kæmi  fram  í  rannsókninni.  Þar  sem  

svörun   við   þessum   lið   spurningakönnunarinnar   var   slæm   var   ekki   hægt   að  

innihaldsgreina   svörin.   Þar   af   leiðandi   voru   engin   þemu   greind   og   ekki   var   hægt   að  

greina   samræmi   á   milli   svara.   Þó   er   mikilvægt   að   svör   þátttakenda   fái   hljómgrunn.    

    Einn  þátttakenda  taldi  að  mikilvægt  væri  að  auka  við  ,,sérskóla  eða  sérkennslu”  

og   annar   tók   fram   að   hann   ,,gæti   hakað   við   allt”   á   spurningalistanum.   Þá   sagði   einn  

þátttakandi:  

Ég  er  ekki  menntuð  sem  sérkennari,  er  með  mitt  sérsvið  á  öðrum  sviðum.  Skóli  fyrir  alla  gengur  ekki  upp  eins  og  kerfið  er  í  dag,  engan  veginn.  Lítið  sem  ekkert  starfsfólk  fylgir  börnum  með  sérþarfir,  kennari  situr  einn  með  ábyrgðina  að  mestu.  

Að  lokum  tók  þátttakandi  fram  að  ,,...þar  sem  ég  er  sérkennari  er  upplifun  mín  kannski  

önnur   en   umsjónarkennara”   og   var   þá   að   vitna   í   þá   staðreynd   að   upplifun  

umsjónarkennara  og  sérkennara  á  stuðningi  sé  ekki  sambærileg  því  að  störf  þeirra  séu  í  

eðli  sínu  ólík.    

 

 

 

 

Page 82: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

78  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 83: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

79  

5 Umræða  Í   þessum   kafla   verður   farið   yfir   helstu   niðurstöður   rannsóknarinnar   og   þær   fléttaðar  

saman   við   fræðilega   umfjöllun   ritgerðarinnar.   Lagt   var   upp   með   eina   megin  

rannsóknarspurningu  og   fjórar  undirspurningar  og   verður  þeim   svarað   í   þessum  kafla.  

Spurningarnar  voru;  Eru  kennarar  undir  auknu  álagi  vegna  kennslu  sinnar  við  nemendur  

með  sérþarfir?  Telja  kennarar  sig  fá  nægilega  menntun  í  kennsluháttum  fyrir  nemendur  

með  sérþarfir  í  grunnnámi  sínu?  Telja  kennarar  sig  hafa  nægilega  þekkingu  til  að  sinna  

nemendum  með   sérþarfir   af   kostgæfni?   Eru   kennarar   í  meiri   samskiptum   við   foreldra  

nemenda  með  sérþarfir  heldur  en  foreldra  nemenda  sem  ekki  eru  greind  með  sérþarfir.    

og   Telja   kennarar   sig   fá   nægan   stuðning   til   að   kynna   sér   nýjar   kennsluaðferðir   fyrir  

nemendur  með  sérþarfir?.  Kaflinn  skiptist   í  þrjá  meginhluta.   Í   fyrsta  hluta  er  fjallað  um  

menntun  kennara.  Í  öðrum  hluta  er  gerð  grein  fyrir  þeirri  þjónustu  sem  kennarar  veita  

nemendum  með  sérþarfir  og  í  þriðja  hluta  er  farið  yfir  þann  stuðning  sem  kennarar  fá  í  

starfi  sínu.    

5.1 Menntun  kennara    

Menntun  kennara  var  metin  út  frá  sex  spurningum.  Fyrstu  tvær  spurningarnar  snéru  að  

menntun  kennara  og  mati  þeirra  á  eigin  menntun.  Spurningarnar  voru  lagðar  fyrir  með  

það   að  markmiði   að   komast   að   því   hvort   að   kennarar   hefðu   nægjanlega  menntun  og  

þekkingu   á   málefnum   nemenda   með   sérþarfir.   Í   þessum   undirkafla   verður   tveimur  

rannsóknarspuringum   svarað.   Þær   eru   eftirfarandi;   Telja   kennarar   sig   fá   nægilega  

menntun   í   kennsluháttum   fyrir   nemendur   með   sérþarfir   í   grunnnámi   sínu?   Telja  

kennarar   sig   hafa   nægilega   þekkingu   til   að   sinna   nemendum   með   sérþarfir   af  

kostgæfni?    

    Eins  og  áður  hefur  komið  fram  segir   í   lögum  um  menntun  og  ráðningu  kennara  

og   skólastjórnenda  við   leikskóla,   grunnskóla  og   framhaldsskóla  nr.  87/2008  að  ekki   sé  

leyfilegt   að   nota   starfsheitið   grunnskólakennari   nema   hafa   lokið   viðurkenndu  

meistaranámi  eða  öðru   sambærilegu  námi.  Upplýst  markmið   laganna  er  að   tryggja  að  

allir  þeir  sem  leggja  stund  á  kennslu  hafi  menntun  í  samræmi  við  störf  þeirra  og  ábyrgð.  

Með  þessu  er  fagmennska  kennara  tryggð  í  starfi  og  komið  í  veg  fyrir  að  nemendur  fái  

ekki   þá   aðstoð   og   fræðslu   sem   nauðsynleg   er.   Niðurstöður   þessarar   rannsóknar   eru  

áhugaverðar   í   ljósi   þess   hve   skýrt   lögin   kveða   á   um   menntun   og   kröfur   kennara.   Í  

Page 84: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

80  

niðurstöðunum   kemur   fram   að   aðeins   5,6%   þátttakenda   höfðu   meistaragráðu   í  

kennslufræðum  (M.Ed.)  sem  er  ekki   í  samræmi  við  áðurnefnd  lög.  Þá  var  áhugavert  að  

sjá   að   meirihluti   þátttakenda   var   með   bakkaláragráðu   í   kennslufræðum   (B.Ed.)   sem  

hæstu   námsgráðu.   Þennan   mun   á   menntun   þátttakenda   og   kröfum   sem   settar   eru   í  

áðurnefndum   lögum   má   útskýra   ef   litið   er   til   starfsaldurs   þátttakenda.   Í   þessari  

rannsókn  var  algengast  að  þátttakendur  hefðu  unnið  í  21  ár  eða  lengur  eða  alls  41,7%.  

Kröfur  um  meistarapróf   í  kennslufræðum  litu  ekki  dagsins   ljós  fyrr  en  frumvarp  til   laga  

(þingskjal  nr.  322/2007-­‐2008)  var  sett  fyrir  alþingi.  Þar  voru  færð  rök  fyrir  því  að  beint  

samhengi   væri   á   milli   góðs   menntakerfis   og   almennra   lífsgæða   samfélagsins.   Þannig  

voru   færð   rök   fyrir   því   að  með   góðri   og   skilvirkri   menntun   kennara   væri   nemendum  

tryggður   góður   grunnur   til   menntunar   og   komið   í   veg   fyrir   að   nemendur   líði   skort   á  

stuðningi   sökum   vanþekkingar   kennara.   Þá   breyttust   áherslur   í   kennaranáminu   enn  

frekar   þegar   Kennaraháskóli   Íslands   og   Háskóli   Íslands   sameinuðust   árið   2008   með  

lögum   um   sameiningu   Kennaraháskóla   Íslands   og   Háskóla   Íslands   nr.   37/2007.   Út   frá  

þessum  niðurstöðum  má  ætla  að  fjöldi  þeirra  þátttakenda  sem  aðeins  hafi  B.Ed.  gráðu  í  

kennslufræðum   skýrist   af   því   að   meirihluti   þátttakenda   hafði   þegar   lokið   námi   til  

kennsluréttinda  þegar  kröfur  um  meistarapróf  voru  settar  á  laggirnar.    

    Skilvirkt   nám   fyrir   kennara   er   ekki   einungis   mikilvægt   til   þess   að   tryggja  

nemendum   góða   og   árangursríka   menntun.   Menntun   kennara   hefur   einnig   áhrif   á  

starfsþróun  þeirra  og  líðan  í  starfi.  Með  því  að  tryggja  góða  menntun  kennara  er  hægt  

að  koma  í  veg  fyrir  lélegt  faglegt  sjálfstraust  þeirra.  Búi  kennarar  við  faglegt  sjálfstraust  

strax  að  námi  loknu  er  hægt  að  tryggja  tilætlaðan  árangur  í  starfi  sem  eflir  trú  kennara  á  

eigin  getu  til  muna  (Bandura,  1997).  Í  ljósi  þess  hversu  mikilvæg  menntun  og  starfsþróun  

kennara  er  er  vert  að  nefna  sérstakt  fagráð  sem  stofnað  hefur  verið  um  símenntun  og  

starfsþróun   kennara.   Með   fagráðinu   er   kennurum   tryggður   aðgangur   að   góðri  

símenntun  og  staðinn  vörður  um  ágæti  og  fagmennsku  kennarastarfsins.  Í   ljósi  þess  að  

mikill  meirihluti   þátttakenda  var  einungis  með  B.Ed.   gráðu  er  mikilvægt  að   fagráð  um  

starfsþróun  og   símenntun   kennara   tryggi   öllum   kennurum  aðgang   að   upplýsingum  og  

tækifærum  til  símenntunar,  og  hvetji  þá  jafnframt  áfram  til  að  leita  sér  frekari  þjálfunar  

á  sviði  kennslu  fyrir  nemendur  með  sérþarfir.      

    Athyglisvert   er   að   sjá   að   rétt   rúmur   helmingur   þátttakenda   í   þessari   rannsókn  

kvaðst   hafa   kynnt   sér   nýjar   kennsluaðferðir   fyrir   nemendur   með   sérþarfir   og   svipað  

Page 85: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

81  

hlutfall   þátttakenda   hafði   sótt   endurmenntun   til   að   auka   við   þekkingu   sína.   Þessar  

niðurstöður  eru  áhugaverðar  í  ljósi  þess  að  símenntun  kennara  er  bundin  í  lög  þar  sem  

sérstaklega   er   kveðið   á   um   ábyrgð   og   hlutverk   skólastjórnenda   í   mótun   áætlana   um  

símenntun  fyrir  starfsfólk  sitt  (Lög  um  grunnskóla  nr.  91/2008).  Þessar  niðurstöður  eru  

þó  samhljóma  öðrum  rannsóknum  (Westling,  2010).  Þennan  mun  á  milli  kröfu   laga  og  

yfirlýsingu   fagráðs  kennara  og  svo  raunverulegri   stöðu  kennara  þarf  að  uppræta.  Gera  

þarf   frekari   kröfur   til   yfirvalda   og   skólatjórnenda   um   að   stuðla   að   aðgengilegri  

símenntun  og  hvetja  kennara  til  að  sækja  sér  góða  og  skilvirka  endurmenntun.      

    Þá   kom   einnig   fram   í   rannsókninni   að   þátttakendur   töldu   sig   ekki   hafa   fengið  

nægilega   fræðslu   í   grunnnámi   sínu   til   þess   að   sinna   nemendum   með   sérþarfir.   Alls  

greindu  66,1%  þátttakenda  frá  því  að  vera  mjög  eða  frekar  ósammála  því  að  hafa  fengið  

nægilega   fræðslu   í   grunnnámi   sínu   til   þess   að   vinna   með   nemendum  með   sérþarfir.  

Þessar  niðurstöður  eru  í  samræmi  við  niðurstöður  í  rannsókn  Westling  (2010)  á  viðhorfi  

kennara  á  eigin  kennsluháttum  fyrir  nemendur  með  hegðunarvanda  og  aðrar  sérþarfir.    

    Séu  þessar  niðurstöður  dregnar   saman  má   sjá  að   ljóst  er  að  menntun  kennara  

mætir  ekki  auknum  kröfum  samfélagsins  um  þekkingu  kennara  á  sérþörfum  nemenda.  

Þrátt   fyrir  miklar   breytingar   á   kennaranáminu   á   undanförnum  árum  þá   telja   kennarar  

menntun  sína  ennþá  skorta  nægilega   fræðslu  um  málefni  nemenda  með  sérþarfir.    Sú  

staðreynd  að  aðeins  sé  einn  skylduáfangi   í   fimm  ára  námi  kennara  til  meistararéttinda  

sem  taki  á  málefnum  nemenda  með  sérþarfir  er  ekki  í  takt  við  störf  og  ábyrgð  kennara  

(Háskóli   Íslands,  e.d.-­‐a;  Háskóli   Íslands,  e.d.-­‐b).  Fjölmargar  rannsóknir  hafa  sýnt   fram  á  

álag   í   starfi   kennara   sem  megi   tengja   við   vinnu   þeirra  með  nemendum  með   sérþarfir  

(Snæfríður   Dröfn   Björgvinsdóttir,   2014;   Samband   íslenskra   sveitarfélaga,   2012).   Í  

niðurstöðum   þessarar   rannsóknar   er   niðurstaðan   sú   að   kennarar   telja   sig   ekki   fá  

nægilega   menntun   í   kennsluháttum   fyrir   nemendur   með   sérþarfir   í   grunnnámi   sínu.  

Niðurstöður  sýna  enn  frekar  að  rúmur  helmingur  kennarar  telja  sig  vera  frekar  eða  mjög  

duglega   í  að  sækja  sér  símenntun  um  málefni  nemenda  með  sérþarfir   til  þess  að  geta  

sinnt   þeim   nemendum   af   kostgæfni.   Þessar   niðurstöður   gefa   til   kynna   að   nemendur  

með  sérþarfir  fái  ekki  þá  þjónustu  sem  best  er  á  kosið.  Kennara  skorti  þekkingu  og  færni  

til  að  takast  á  við  málefni  nemenda  með  sérþarfir.  Til  þess  að  uppræta  þennan  mun  á  

kröfum  laga  um  menntun  og  þekkingu  kennara,  og  svo  raunverulegrar  stöðu  á  þekkingu  

þeirra   er  mikilvægt   að   skoða   grunnnám  kennara   enn   frekar   og  bæta   við   námskeiðum  

Page 86: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

82  

sem  auka  þekkingu  kennara  á  málefnum  nemenda  með  sérþarfir.  Einnig  er  mikilvægt  að  

tryggja  aðgengilega  símenntun  fyrir  kennara.  

5.2 Þjónusta  kennara  við  nemendur  með  sérþarfir  

Þjónusta   kennara   við   nemendur   með   sérþarfir   og   upplifun   þeirra   á   álagi   í   starfi   var  

metin  út  frá  níu  spurningum.  Spurningarnar  voru  lagðar  fyrir  með  það  að  markmiði  að  

kanna   upplifun   kennara   á   eigin   þjónustu   við   nemendur   með   sérþarfir.   Einnig   var  

markmiðið  að  meta  það  álag  sem  kennarar  upplifa   í   starfi   sínu  vegna  þeirrar  þjónustu  

sem   þeir   veita   nemendum   með   sérþarfir.   Í   þessum   undirkafla   verður   tveimur  

rannsóknarspurningum   svarað.   Þær   eru   eftirfarandi;   Eru   kennarar   undir   auknu   álagi  

vegna  kennslu  sinnar  við  nemendur  með  sérþarfir?  Eru  kennarar  í  meiri  samskiptum  við  

foreldra  nemenda  með  sérþarfir  heldur  en   foreldra  nemenda  sem  ekki  eru  greind  með  

sérþarfir?    

    Þegar  meta  á  upplifun  kennara  á  þeirri  þjónustu  sem  þeir  veita  nemendum  með  

sérþarfir  er  mikilvægt  að  komast  að  því  hversu  mörgum  nemendum  með  sérþarfir  þeir  

sinna  að  meðaltali  á  dag  í  starfi  sínu.  Nemendum  með  sérþarfir  hefur  fjölgað  í  gegnum  

árin  (skóla-­‐  og  frístundasvið  Reykjavíkurborgar,  2012)  og  því  mikilvægt  að  skrásetja  mat  

kennara   á   fjölda   nemenda   með   sérþarfir   í   nemendahópum   sínum.   Í   niðurstöðum  

rannsóknarinnar  kom  fram  að  flestir  þátttakendur  töldu  sig  sjá  um  2-­‐3  nemendur  með  

sérþarfir  að  meðaltali  á  dag,  eða  alls  30,6%  þátttakenda.  Áhugavert  var  að  sjá  að  næst  

stærsti  hluti  þátttakenda  taldi   sig  hafa  10  börn  eða   fleiri   í   sinni  umsjón  að  meðaltali  á  

dag,  eða  alls  27,8%  þátttakenda.  Þessi  mikli  munur  á  upplifun  kennara  á  fjölda  nemenda  

með   sérþarfir   í   umsjón   þeirra   er   áhugaverður   og   getur   valdið   skekkju   í   niðurstöðum  

rannsóknarinnar.  Þessi  munur  getur  stafað  af  ýmsum  ástæðum.  Í  fyrsta  lagi  getur  túlkun  

hvers   og   eins   þátttakenda   á   hugtakinu   sérþarfir   verið   misjöfn.   Það   sem   sumir  

þátttakendur  upplifa  sem  sérþarfir  nemenda  gætu  aðrir  þátttakendur  einfaldlega  túlkað  

sem   eðlilegan   hluta   af   þroskaferli   nemenda.   Þá   hafa   kennarar   einnig   misjafnan  

þekkingargrunn   á  málefnum   nemenda  með   sérþarfir   sem   getur   leitt   til  mistúlkunar   á  

hugtakinu.  Þessi  mikli  munur  á  upplifun  þátttakenda  á   fjölda  nemenda  með  sérþarfir   í  

umsjón  þeirra  er  einnig  áhugaverður  í  ljósi  þess  að  skilgreiningar  á  sérþörfum  nemenda  

og  réttindum  þeirra  eru  bundin  í  lög  og  reglugerðir  sem  kennarar  eiga  að  hafa  haldbæra  

þekkingu  á.  Í  reglugerð  um  nemendur  með  sérþarfir  í  grunnskólum  nr.  585/2010  er  sett  

Page 87: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

83  

fram  skilgreining  á  sérþörfum  nemenda  og  í  lögum  um  grunnskóla  nr.  91/2008  er  skýrt  

kveðið   á   um   hlutverk   og   ábyrgð   kennara   í   málefnum   nemenda  með   sérþarfir.   Út   frá  

þessum  niðurstöðum  má  ætla  að  þekking  kennara  á  málefnum  nemenda  með  sérþarfir  

sé  misjöfn  sem  leiði  til  þess  að  upplifun  þeirra  á  þjónustu  við  nemendur  með  sérþarfir  

verður  misjöfn.    

    Þegar  kennarar  voru  spurðir  að  því  hvort  að  þjónusta  þeirra  við  nemendur  með  

sérþarfir  valdi  álagi  í  starfi  þeirra  kom  í  ljós  að  mikill  meirihluti  þátttakenda,  eða  77,8%  

var  frekar  eða  mjög  sammála.  Þessar  niðurstöður  koma  heim  og  saman  við  niðurstöður  

annarra   rannsókna   á   álagi   í   starfi   kennara   (Samband   íslenskra   sveitarfélaga,   2012;  

Berglind  Helgadóttir  o.fl,  2000;   Ingvar  Sigurgeirsson  og   Ingibjörg  Kaldalóns,  2006).  Það  

vakti  athygli  að  þátttakendur  voru  einnig  sammála  um  að  þjónusta  þeirra  við  nemendur  

með   sérþarfir   valdi  meira   álagi   í   starfi   þeirra   heldur   en  þjónusta   þeirra   við   nemendur  

sem  ekki  hafa  neinar  sérþarfir.  Alls  kyns  úrræði  og  kennsluaðferðir   standa  nemendum  

með  sérþarfir  til  boða  í  dag  sem  ekki  voru  til  staðar  fyrir  fáeinum  árum.  Nám  og  kennsla  

hefur  tekið  stakkaskiptum  á  síðari  árum  sem  hefur  leitt  til  þess  að  tekið  er  tillit  til  allra  

nemenda,  óháð  andlegu  og   líkamlegu  atgervi.  Úrræði  á  borð  við  heildstæðan  stuðning  

við   jákvæða   hegðun   og   einstaklingsmiðaða   stuðningsáætlun   hafa   litið   dagsins   ljós   og  

stuðlað   að   jöfnu   aðgengi   allra   nemenda   að   námi   (Sprague   og   Golly,   2008;   O´Neill,  

Horner,  Albin,  Storey  og  Sprague,  1997).  Kröfur  á  þekkingu  og  starf  kennara  hafa  aukist  

samhliða   auknu   aðgengi   allra   barna   að   námi   sem   veldur   tvímælalaust   álagi   í   starfi  

kennara.  Þessar  niðurstöður  eru  í  takt  við  þær  kröfur  sem  kennarar  þurfa  að  gangast  við  

í  daglegu  starfi  sínu.  Aukning  lagasetninga  og  reglugerða  um  réttindi  og  skyldur  kennara  

setur  óhjákvæmilega  svip  sinn  á  störf  kennara.  Réttindi  allra  barna  til  náms  eru  skjalfest  í  

lögum  og  reglugerðum.   Í  17.  gr.   laga  um  grunnskóla  nr.  91/2008  segir   til  dæmis  að  öll  

börn  skuli  njóta  þeirrar  aðstoðar  sem  nauðsynleg  er  til  að  tryggja  aðgengi  þeirra  að  námi  

í   almennum   grunnskólum   (Lög   um   grunnskóla   nr.   91/2008).   Þá   er   einnig   skóli   án  

aðgreiningar   ríkjandi  menntastefna   íslenskra   stjórnvalda   sem   hefur  mikil   áhrif   á   störf  

kennara.   Með   menntastefnuna   að   leiðarljósi   þurfa   kennarar   að   hafa   í   huga   breyttar  

þarfir   nemenda   í   takt   við   síbreytilegt   samfélag   (Skóla-­‐   og   frístundasvið  

Reykjavíkurborgar,  2012).      

    Mikilvægur  liður  í  því  að  meta  álag  í  starfi  kennara  er  að  meta  þeirra  eigin  getu  til  

þess  að  sinna  nemendum  með  sérþarfir.  Aðeins  um  helmingur  þátttakenda  taldi  sig  hafa  

Page 88: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

84  

getu   til   að   sinna  nemendum  með  sérþarfir   í   kennslustundum  samkvæmt  niðurstöðum  

rannsóknarinnar.  Þá  vakti  enn  meiri  athygli  að  aðeins  36,1%  þátttakenda   taldi   sig  ekki  

koma   námsefninu   nægilega   vel   til   skila   hjá   nemendum  með   sérþarfir.   Niðurstöðurnar  

eru  sláandi  og  gefa  til  kynna  að  kennara  skorti  faglegt  sjálfstraust  í  starfi.  Mikilvægt  er  að  

þessar  niðurstöður  verið  skoðaðar  enn  frekar  í  ljósi  þess  að  rannsóknir  hafa  sýnt  fram  á  

að   skortur   á   faglegu   sjálftrausti   kennara   leiði   til   lakari   frammistöðu   í   vinnu   og  minnki  

líkur   á   því   að   þeir   nái   að   leysa   verkefni   með   faglegum   og   árangursríkum   hætti.  

Staðreyndin  er  sú  að  þeir  kennarar  sem  ekki  búa  við  faglegt  sjálfstraust  staðna  frekar  í  

starfi,   sýna   mótþróa   við   nýjum   kennsluaðferðum   og   sýna   minni   vilja   til   frekari  

starfsþróunar  (Bandura,  1997;  Hoy  og  Miskel,  2005;  Ragnhildur  Bjarnadóttir,  2008).  

    Þegar  rannsaka  á  upplifun  kennara  á  eigin  þjónustu  við  nemendur  með  sérþarfir  

er  mikilvægt  að  skoða  einnig  samstarf  þeirra  við  aðrar   fagstéttir.  Niðurstöður  þessarar  

rannsóknar   sýna   að   kennarar   eru   í   ágætis   samstarfi   við   aðrar   fagstéttir   um   málefni  

nemenda   með   sérþarfir.   50%   þátttakenda   taldi   sig   taka   þátt   í   teymisvinnu   vegna  

einstaka   nemenda   með   sérþarfir.   Með   teymisvinnu   stuðla   kennarar   ekki   einungis   að  

velferð   nemenda,   heldur   tryggja   þeir   einnig   eigin   velferð   í   starfi   (Sigrún   Júlíusdóttir,  

2001,  Skóla-­‐  og  frístundasvið  Reykjavíkurborgar,  2012).  Þá  greindi  61,1%  þátttakenda  frá  

því  að  þeir  fái  greiningar  um  nemendur  með  sérþarfir  á  tilsettum  tíma.  Þetta  er  hluti  af  

þverfaglegri   teymisvinnu  þar  sem  sérfræðingar   frá  öðrum  stofnunum  vinna   í   samstarfi  

við   kennara  og  aðra   fagaðila   að  því   að  mæta  nemendum  þar   sem  þeir   eru   staddir  og  

taka   tillit   til   hvers   kyns   sérþarfa.  Með   teymisvinnu  er   stuðlað  að   samhæfingu  úrræða,  

uppbyggingu   sameiginlegrar   þekkingar,   skilvirkri   þjónustu   og   góðri   upplýsingamiðlun.  

Allt  eru  þetta  þættir  sem  eru  nauðsynlegir  til  þess  að  kennarar  nái  settum  markmiðum  í  

kennslu  við  nemendur  með  sérþarfir.    

  Kennarar  eru  ekki  einungis  í  samstarfi  við  aðrar  fagstéttir.  Við  setningu  laga  um  

grunnskóla  nr.  91/2008  var  í  fyrsta  skipti  sér  kafli  um  hlutverk  og  skyldur  foreldra.  Með  

þessum  kafla  er  samstarf  foreldra  og  kennara  tryggt  og  stuðlað  að  bættu  námsumhverfi  

fyrir   alla  nemendur.  Niðurstöður   rannsóknarinnar   sýna  að  69,4%  þátttakenda   taldi   sig  

vera   í   meiri   samskiptum   við   foreldra   nemenda   með   sérþarfir   heldur   en   foreldra  

nemenda  sem  ekki  hafa  neinar  sérþarfir.  Þessar  niðurstöður  ríma  við  mat  þátttakenda  á  

álagi   í   starfi.   Niðurstöðurnar   gefa   til   kynna   að   kennarar   verji   meiri   tíma   í   hin   ýmsu  

verkefni,   annað   en   kennslu,   sem   tengjast   nemendum  með   sérþarfir.  Mikilvægt   er   að  

Page 89: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

85  

gott   samstarf   sé   á   milli   kennara   og   foreldra   allra   nemenda.   Það   er   þó   auðséð   að  

samstarf   kennara   við   foreldra   nemenda   með   sérþarfir   er   nauðsynlegt   til   þess   að  

nemendur  fái  allan  þann  stuðning  sem  völ  er  á.  Foreldrar  bera  fyrst  og  fremst  ábyrgð  á  

námi   barna   sinna   og   það   er   undir   þeim   komið   að   gæta   að   hagsmunum  þeirra.   Þó   er  

mikilvægt   að   foreldrar   eigi   í   góðu   samráði   við   skóla  og   kennara  um   skólagöngu  barns  

síns   og   þeir   hvattir   til   að   taka   virkan   þátt   í   skólastarfinu   (Mennta-­‐   og  

menningamálaráðuneytið,  2013).      

    Séu   þessar   niðurstöður   dregnar   saman  má   sjá   að   þátttakendur   álíta   þjónustu  

sína  við  nemendur  með  sérþarfir  valda  álagi  í  starfi  þeirra.  Þetta  álag  þarf  að  uppræta  til  

að   tryggja   námsvænlegt   umhverfi   fyrir   alla   nemendur.   Þá   töldu   þátttakendur   sig   ekki  

hafa  getu  til  að  sinna  nemendum  með  sérþarfir  í  kennslustundum  og  áttu  erfitt  með  að  

koma   námsefninu   til   skila   til   þeirra.   Svo   virðist   sem   þátttakendur   búi   yfir   skertri  

þekkingu   á   málefnum   nemenda   með   sérþarfir   sem   valdi   álagi   og   skorti   á   faglegu  

sjálfstrausti  í  starfi  þeirra.  Kennarar  eru  þó  ekki  einir  á  báti  þegar  kemur  að  þjónustu  við  

nemendur  með   sérþarfir.   Samstarf   þeirra   við   aðrar   fagstéttir   er   einn   af   lykilþáttum   í  

árangursríkri  vinnu  með  nemendur  með  sérþarfir.  Með  því  að  tryggja  góða  teymisvinnu  

og  gott  samstarf  við  utan  að  komandi  fagaðila  og  stofnanir  getur  kennarinn  stuðlað  að    

góðu  og  árangursríku  starfi.  Kennarar  eru  einnig  í  miklu  samstarfi  við  foreldra  nemenda  

með   sérþarfir.   Það  má   áætla   að   kennarar   verji   hluta   af   starfsdegi   sínum   í   ýmiskonar  

verkefni  önnur  en  kennslu.  Þar  má  nefna  samskipti  kennara  við  foreldra  nemenda  með  

sérþarfir.   Af   niðurstöðunum   að   dæma   má   sjá   að   vandamál   og   verkefni   er   varða  

nemendur  með  sérþarfir  eru  algengari  heldur  en  hjá  nemendum  sem  ekki  hafa  neinar  

sérþarfir.   Að   því   gefnu   er   mikilvægt   að   kennarar   fái   stuðning   og   ráðgjöf   í   formi  

handleiðslu,   námskeiða   eða   jafningjastuðnings   til   þess   að   takast   á   við   fjölbreytt  

samskipti  við  fagaðila  og  foreldra  sem  geta  leitt  til  aukins  álags  í  starfi.    

5.3 Stuðningur  í  starfi  kennara    Stuðningur   í   starfi   kennara   var  metinn   út   frá   tveimur   spurningum.   Spurningunum   var  

ætlað  að  varpa   ljósi  á  upplifun  og  mat  kennara  á  þeim  stuðningi  sem  þeir   fá   í  daglegu  

starfi.   Í   þessum   undirkafla   er   einni   rannsóknarspurningu   svarað.   Hún   er   eftirfarandi;  

Telja   kennarar   sig   fá   nægan   stuðning   til   að   kynna   sér   nýjar   kennsluaðferðir   fyrir  

nemendur  með  sérþarfir?  

Page 90: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

86  

    Eins  og  áður  hefur  komið  fram  þurfa  kennarar  að  stunda  símenntun  til  að  stuðla  

að  góðu  faglegu  sjálfstrausti  og  tryggja  öllum  nemendum  góða  og  árangursríka  kennslu.  

Stuðningur  og  hvatning  frá  yfirmönnum  og  samstarfsfélögum  þarf  þó  að  vera  til  staðar.    

Aðspurðir   sögðust   meirihluti   þátttakenda   ekki   fá   nægilegan   stuðning   frá   yfirmanni  

sínum  til  þess  að  kynna  sér  nýjar  kennsluaðferðir  fyrir  nemendur  með  sérþarfir.  Þessar  

niðurstöður  eru  áhugaverðar   í   ljósi  þess  að  stuðningur  við  kennara  er  bundinn  í   lögum  

og  reglugerðum  (Lög  um  grunnskóla  nr.  91/2008;  reglugerð  um  nemendur  með  sérþarfir  

í   grunnskólum  nr.   585/2010).   Af   þessu  má   álykta   að   kennarar   upplifi   sig   eina   á   báti   í  

vinnu  sinni  með  nemendum  með  sérþarfir.  Þegar  þátttakendur  voru  beðnir  um  að  meta  

hversu  oft  þeir  fengju  stuðning  frá  helstu  samstarfsaðilum  þeirra  innan  og  utan  skólans  

voru  niðurstöðurnar  sláandi.  Sú  staðreynd  að  enginn  þátttakandi  sagðist  fá  stuðning  frá  

skólastjórnendum  mjög  oft  sýnir  vel  þann  skort  á  stuðningi  sem  kennarar  upplifa  í  starfi  

sínu.   Þvert   á   móti   var   algengast   að   þátttakendur   töldu   sig   aldrei   fá   stuðning   frá  

skólastjórnendum.   Flestir   töldu   sig   fá   stuðning   frá   öðrum   kennurum   og   sérkennurum  

eða   foreldrum/forráðamönnum   nemenda   sinna.   Séu   niðurstöðurnar   skoðaðar   með  

hliðsjón   af   vistfræðikenningu   Bronfenbrenners   má   sjá   að   samspil   á   milli   helstu   kerfa  

nemenda  með  sérþarfir  er  ekki  að  virka  sem  skildi.  Afleiðingar  þess  geta  verið  neikvæðar  

og  haft  áhrif  til   lengri  tíma.  Finni  nemendur  ekki   fyrir  heildstæðum  stuðningi   frá  öllum  

kerfum   getur   það   komið   í   veg   fyrir   vænlegan   þroska   og   velferð   þeirra   í   námi   (Berk,  

2009).   Erfitt   er   að  meta   ástæður   þess   að   þátttakendur   upplifi   lítinn   stuðning   í   starfi.  

Mögulegt   er   að   kennarar   reyni   að   leysa   vandann   sjálfir   og   leiti   því   ekki   til  

skólastjórnenda.  Einnig  er  mögulegt  að  þeir  séu  hikandi  við  að  leita  sér  utanað  komandi  

stuðnings   vegna   þess   að   kröfur   eru   gerðar   til   þess   að   þeir   hafi   haldbæra   þekkingu   á  

öllum   sviðum   kennslu   eftir   grunnnám   sitt.     Það   væri   í   samræmi   við   niðurstöður  

rannsóknar  Ingvars  Sigurgeirssonar  og  Ingibjargar  Kaldalóns  (2006).      

    Þegar  kennarar  voru  beðnir  um  að  koma  með  tillögur  að  stuðningi   í   starfi   stóð  

ekki  á  svörunum.  Þátttakendur  höfðu  kost  á  því  að  svara  öllum  liðum  spurningarinnar  og  

voru   þó   nokkrir   þátttakendur   sem   merktu   við   alla   svarmöguleika.   Svarmöguleikarnir  

voru   16   og   því   ljóst   að   þátttakendur   höfðu   úr   nógu   að   velja.   Svo   virðist   sem  

þátttakendur  telji  að  mikilvægast  sé  að  fækka  nemendum  í  bekkjum  til  þess  að  minnka  

álag   í   starfi.   Þátttakendur   kalla   einnig   eftir   fleiri   sérhæfðum   fagaðilum   í   stoðþjónustu  

skólans  og  eins  fagaðilum  sem  eru  til  staðar  alla  skóladaga.  Það  er  ljóst  að  þátttakendur  

Page 91: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

87  

telja   skort   á   aðgengilegri   sérfræðiaðstoð   á   vinnutíma   valda  miklu   álagi   í   starfi.   Þessar  

niðurstöður   ríma   við   fyrri   niðurstöður   rannsóknarinnar   þar   sem  þátttakendur   greindu  

frá  því  að  finna  fyrir  álagi  í  starfi.      

    Séu   þessar   niðurstöður   dregnar   saman  má   sjá   að   þátttakendur   upplifa  mikinn  

skort  á  stuðningi  í  starfi  og  fá  ekki  þann  stuðning  sem  nauðsynlegur  er  til  þess  að  kynna  

sér   nýjar   kennsluaðferðir   fyrir   nemendur   með   sérþarfir.   Mikilvægt   er   að   nota  

niðurstöður   þessarar   rannsóknar   og   sýna   fram  á   raunverulegt   álag   í   starfi   kennara  og  

óskir  þeirra  um  frekari  stuðning  í  starfi.  Niðurstöðurnar  sýna  svart  á  hvítu  hvað  kennarar  

telja   sig   skorta   í   starfi.   Með   því   að   nota   niðurstöðurnar   má   stuðla   að   eflingu  

stoðþjónustu   í  skólum,  efla  samstarf  kennara  við  aðrar  fagstéttir  og  koma  á  góðum  og  

skilvirkum  samskiptum  á  milli  helstu  kerfa  í  umhverfi  nemenda  með  sérþarfir.    

5.4 Samantekt  

Hér  hafa  helstu  niðurstöður  rannsóknarinnar  verið  reifaðar  og  þær  settar  í  samhengi  við  

fræðilega  umfjöllun  ritgerðarinnar.  Samkvæmt  niðurstöðum  rannsóknarinnar  er  ljóst  að  

þátttakendur  upplifa  mikið  álag  í  starfi  og  lítinn  sem  engan  stuðning.  Þó  er  greinilegt  að  

þátttakendur   kalla   eftir   stuðningi   og   er   þörfin   brýn.   Benda   niðurstöður   til   þess   að  

þátttakendur   þurfa   að   láta   heyra   í   sér,   óska   eftir   úrbótum   í   námi   sínu   og   frekari  

stuðningi  í  vinnu  þeirra  með  nemendum  með  sérþarfir.  Til  að  tryggja  öllum  nemendum  

jafnan  aðgang  að  góðu  og  vænlegu  námsumhverfi  þurfa  kennarar  að  hafa  gott   faglegt  

sjálfstraust,  traust  bakland,  aðstoð  sérfræðinga  og  yfirmanna  og  síðast  en  ekki  síst  góða  

menntun  á  málefnum  nemenda  með  sérþarfir.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 92: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

88  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 93: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

89  

6 Lokaorð  Í  þessum  kafla  verður  farið  yfir  styrkleika  og  veikleika  rannsóknarinnar  sem  og  mikilvægi  

framtíðarrannsókna.    

    Styrkleiki  rannsóknarinnar  felst  í  aðferðafræðinni  sem  notast  var  við.  Með  því  að  

velja  megindlega  rannsóknaraðferð  hefði  verið  hægt  að  ná  til  stór  hóps  fólks  á  stuttum  

tíma.   Einnig   felst   styrkleiki   rannsóknarinnar   í   spurningalistanum   sem   lagður   var   fyrir  

þátttakendur.  Spurningalistinn  var  vandlega  unnin  með  hliðsjón  af  stórum  og  vönduðum  

spurningalistum  sem  notaðir  voru  í  eldri  rannsóknum.    

    Gallar   rannsóknarinnar   eru   nokkrir.   Í   fyrsta   lagi   var   leitað   samþykkis   hjá  

skólastjórum   grunnskólanna.   Skólastjórarnir   voru   einnig   tengiliður   rannsakanda   við  

þátttakendur,   sem   olli   því   að   rannsakandinn   var   ekki   í   beinum   samskiptum   við  

þátttakendur.  Þar  af   leiðandi  veit  rannsakandi  ekki  hvort  að  skólastjórnendur  hafi  sent  

þátttakendum   spurningalistann,   hvatt   þá   til   þátttöku   eða   sent   þeim   ítrekanir   um  

þátttöku.   Lausnin   við   þessum   óvissulið   rannsóknarinnar   hefði   verið   að   senda   út   fjóra  

mismunandi   spurningalista,   sem   sagt     einn   spurningalista   fyrir   hvern   skóla,   og   þannig  

hefði   verið   hægt   að   fylgjast   með   svarhlutfalli   hvers   og   eins   skóla.   Þá   hefði   verið  

mögulegt  að  greina  þá  skóla  sem  ekki  höfðu  hátt  svarhlutfall  frá  þeim  skólum  sem  tóku  

virkan  þátt  í  rannsókninni.  Einnig  er  galli  rannsóknarinnar  lítið  svarhlutfall  þátttakenda.  

24%  svarhlutfall  verður  að  teljast  mjög   lágt  og  kemur   í  veg  fyrir  að  rannsóknin  búi  yfir  

alhæfingargildi.    

  Í   ljósi  þess  að  svarhlutfalliið  í  þessari  rannsókn  var  eins  lágt  og  raun  ber  vitni  er  

mikilvægt   að  málefnið   verði   rannsakað   enn   frekar.   Þá   væri  mikilvægt   að   úrtakið   væri  

enn  stærra  og  að  rannsakandi  hefði  bein  samskipti  við  þátttakendur,  án  tilkomu  milliliðs.  

Samkvæmt   helstu   niðurstöðum   þessarar   rannsóknar   er   mikilvægt   að   rannsaka   enn  

frekar  menntun  kennara  og  koma  með  tillögur  að  úrbótum  í  menntamálum  kennara.  Þá  

er  einnig  áhugavert  að  skoða  enn  frekar  það  álag  sem  kennarar   finna  fyrir   í   starfi  sínu  

með  nemendum  með  sérþarfir,  þá  með  sérstaka  áherslu  á   tímaskort   í   starfi.  Skortur  á  

stuðningi  við  kennara   í   starfi  er  staðreynd  eins  og   fram  kemur   í  niðurstöðum  þessarar  

rannsóknar.   Því   er  mikilvægt   að   rannsaka   enn   frekar   það   stuðningsnet   sem   kennarar  

þurfa  í  starfi  til  þess  að  veita  öllum  börnum  bestu  menntun  sem  völ  er  á.  

 

Page 94: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

90  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                                                                                                                                                                         _________________________________  

                                                                   Sjöfn  Guðlaugsdóttir  

Page 95: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

91  

Heimildaskrá  Altun,  Í.  (2002).  Burnout  and  nurses  personal  and  proffesional  values.  Nursing  Ethics,  

    9(3),  bls  269–278.  

Amalía  Björnsdóttir  og  Kristín  Jónsdóttir.  (2010).  Starfshættir  í  grunnskólum:  Fyrstu       niðurstöður  úr  spurningakönnunum  meðal  starfsmanna  skóla.  Ráðstefnurit       Netlu  –  Menntakvika  2010.  Menntavísindasvið  Háskóla  Íslands.  Sótt  þann  23.       september  af  http://netla.hi.is/menntakvika2010/alm/001.pdf.  

Anna  Björnsdóttir  og  Margrét  Sigmarsdóttir.  (2009).  PMTO–aðferðin:  Áhrif  forvarna  og       meðferðar  við  hegðunarerfiðleikum  leik-­‐  og  grunnskólabarna  í  Hafnarfirði.       Uppeldi  og  menntun,  18(2),  9–26.  

Anna-­‐Lind  Pétursdóttir.  (2011).  Með  skilning  að  leiðarljósi:  Dregið  úr  langvarandi       hegðunarerfiðleikum  með  virknimati  og  stuðningsáætlunum.  Uppeldi  og       menntun,  20(2),  121–143.    

Anna–Lind  Pétursdóttir.  (2013).  Student  behavior  in  elementary  school:  Do       teachers  and  parents  see  eye  to  eye?  Erindi  flutt  á  Alþjóðlegri  ráðstefnu  Nordic       Education  Research  Association,  Reykjavík.  

Armstrong,  F.  (2011).  Inclusive  education:  School  cultures,  teaching  and  learning.  Í  F.       Armstrong  og  G.  Richards.  (ritstj.),  Teaching  and  learning  in  diverse  and       inclusive  classrooms  (bls.  7-­‐18).  London:  Routledge.  

Bandura,  A.  (1997).  Self-­‐Efficacy:  The  exercise  of  control.  New  York:  W.H.Freeman  and       Company.  

Berk,  L.  E.  (2009).  Child  development.  Boston:  Pearson  higher  education  

Bartell,  C.  (2005).  Cultivating  high-­‐quality  teaching  trough  induction  and  mentoring.       Thousand  Oaks:  Corwin  Press.    

Berglind  Helgadóttir,  Guðbjörg  Linda  Rafnsdóttir,  Hólmfríður  K.  Gunnarsdóttir,  Kolbrún       Ósk  Hrafnsdóttir,  Kristinn  Tómasson,  Svava  Jónsdóttir  og  Þórunn  Sveinsdóttir.         (2000).  Könnun  á  heilsufari,  líðan  og  vinnuumhverfi  starfsfólks  á  leikskólum  í       Reykjavík.  Reykjavík:  Vinnueftirlitið  

Bredeson,  P.  V.  (2003).  Designs  for  Learning.  A  new  architecture  for  professional       development  in  schools.  California:  Corwin  Press,  Inc.    

Bronfenbrenner,  U.  (1979).  The  Ecology  of  Human  Development:  Experiments  by  Nature       and  Designe.  Cambridge:  Harvard  University  Press.    

Dóra  S.  Bjarnason.  (2010).  Gjennom  labyrinten:  Hva  er  (special)  pedagogikk  i  et       inkluderende  milljø?  Í  S.  M.  Reindal  og  Hausstätter,  R.S.  (ritstj.),       Spesialpedagogikk  og  etikk:  Kollektivt  ansvar  og  individuelle  rettighetter  (bls.  72-­‐       86).  Kristiansand:  Høyskoleforlaget.  

Page 96: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

92  

Dupper,  R.  D.  (2003).  School  social  work:  Skills  and  intervention  for  effective  practice.       New  Jersey:  John  Wiley  and  sons,  inc.    

Einar  Guðmundsson  og  Árni  Kristjánsson.  (2005).  Gagnavinnsla  í  SPSS.       Reykjavík:  Háskólaútgáfan.  

Embætti  Landlæknis.  (e.d.).  Siðareglur  félagsráðgjafa.  Sótt  þann  1.  september  2015  af       http://www.landlaeknir.is/gaedi-­‐og-­‐eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/starfsleyfi/sidar       eglur/item13340/.  

Farber,  B.  A.  (2000).  Treatment  Strategies  for  Different  Types  of  Teacher  Burnout.       Journal  of  Clinical  Psychology,  56(5),  675–689.    

Ferguson,  D.L.,  Ralph,  G.,  Meyer,  G.,  Lester,  J.,  Droege,  C.,  Hafdís  Guðjónsdóttir  o.fl.       (2012).  Nám  fyrir  alla.  Undirbúningur,  kennsla  og  mat  í  skóla  margbreytileikans       (Ásta  Björk  Björnsdóttir  þýddi).  Reykjavík:  Háskólaútgáfan.  

Fullan,  M.  (2003).  Change  forces  with  a  vengeance.  London:  Routledge  Falmer.  

Gage,  N.  A.,  Sugai,  G.,  Lewis,  T.  J.,  og  Brzozowy,  S.  (2015).  Academic  achievement  and       school-­‐wide  positive  behavior  supports.  Journal  of  disability  policy  studies,  25(4),       199-­‐209.    

Germer,  K.  A.,  Kaplan,  L.  M.,  Giroux,  L.  N.,  Markham,  E.  H.,  Ferris,  G.,  Oakes,  W.  og  Lane,       K.  L.  (2011).  A  function-­‐based  intervention  to  increase  a  second-­‐grade  student’s       on-­‐task  behavior  in  a  general  education  classroom.  Beyond  Behavior,  20(3),  19       30.    

Gerður  G.  Eggertsdóttir.  (2012).  Skil  Skólastiga.  Frá  leikskóla  til  grunnskóla  og       grunnskóla  til  framhaldsskóla.  Reykjavík:  Háskóla  útgáfan.  

Grandjean,  P.  og  Landrigan,  P.  J.  (2014).  Neurobehavioral  effects  of  developmental       toxicity.  The  Lancet  Neurology,  13,  (3),  330-­‐338.      

Grétar  Þór  Eyþórsson.  (2013).  Spurningakannanir:  Um  orð  og  orðanotkun,  uppbyggingu       og  framkvæmd.  Í  Sigríður  Halldórsdóttir  (ritstj.),  Handbók  í       aðferðarfræði  rannsókna  (bls.  453-­‐472).  Akureyri  :  Háskólinn  á  Akureyri.  

Guðrún  Björg  Ragnarsdóttir  og  Anna-­‐Lind  Pétursdóttir.  (2013).  ,,Uss,  ég  er  að  vinna!”       Áhrif  einstaklingsmiðaðra  stuðningsáætlana  á  námsástund  grunnskólanemenda       með  hegðunarerfiðleika.  Netla-­‐Veftímarit  um  uppeldi  og  menntun.       Menntavísindasvið  Háskóla  Íslands.  Sótt  þann  1.  október  2015  af  http://netla.       hi.is/  greinar/2013/ryn/012.pdf.  

Guðrún  Elva  Arinbjarnardóttir.  (2012).  Hvað  er  skólafélagsráðgjöf?.  Í  Kristín  Elfa       Guðnadóttir  og  Guðlaug  Guðmundsdóttir  (ritstj.),  Skólavarðan  1(12),  21-­‐22.  

Guðrún  Ragnarsdóttir.  (2008).  Líðan  og  starfsumhverfi  framhaldsskólakennara.  Óbirt       meistararitgerð:  Háskólinn  í  Reykjavík,  Kennslufræði-­‐  og  lýðheilsudeild.  

Page 97: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

93  

Guðrún  Ragnarsdóttir,  Ásrún  Matthíasdóttir  og  Jón  Friðrik  Sigurðsson.  (2010).  Velferð       kennara  er  lykillinn  að  öflugum  framhaldsskóla.  Rannsókn  á  starfsánægju  og       starfsumhverfi  framhaldsskólakennara.  Netla-­‐  veftímarit  um  uppeldi  og       menntun.  Menntavísindasvið  Háksóla  Íslands.  Sótt  þann  29.  september  af       http://netla.hi.is/greinar/2010/008/index.htm.  

Hafnarfjörður.  (e.d.).  PMTO  –  foreldrafrærni.  Sótt  þann  2.  október  2015  af    http://www.       hafnarfjordur.is/thjonusta/skolar-­‐fraedslusvid/pmt-­‐-­‐-­‐foreldrafaerni/.  

Háskóli  Íslands.  (e.d.-­‐a).  Grunnskólakennarafræði,  B.Ed.  180e.  Sótt  þann  11.  október       2015  af  https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=skoli&chapter=conten         t&id=32812.  

Háskóli  Íslands.  (e.d.-­‐b).  Grunnskólakennarafræði,  M.Ed.  120e.  Sótt  þann  11.  október       2015  af  https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=skoli&chapter=conten         t&id=32847  

Háskóli  Íslands.  (e.d.-­‐c).  Siðareglur  Háskóla  Íslands.  Sótt  þann  1.  september  2015  af       http://www.hi.is/adalvefur/sidareglur.  

Hildur  B.  Svavarsdóttir,  Sara  Björg  Ólafsdóttir  og  Hrund  Logadóttir.  (2011).  Framkvæmd       sérkennslu  í  almennum  grunnskólum.  Reykjavík:  Menntasvið  Reykjavíkurborgar.  

Hoy,  W.K.  og  Miskel,  C.  G.  (2005).  Educational  Administration.  Theory,  Research  and       Practice  (7.  útgáfa).  Boston:  McCraw  Hill  International  Edition.  

Ingvar  Sigurgeirsson  og  Ingibjörg  Kaldalóns.  (2006).  Gullakista  við  enda  regnbogans:       Rannsókn  á  hegðunarvanda  í  grunnskólum  Reykjavíkur  skólaárið  2005–2006.       Reykjavík:  Rannsóknarstofnun  Kennaraháskóla  Íslands.  

Jensen,  B.,  Hernández,  A.,  S.  og  Gonzalez,  E.,  J.  (2012).  The  experience  of  new  teachers:       Results  from  TALIS  2008.  OECD  publishing.  Sótt  þann  1.  október  af  http://www       .oecd.org/edu/school/49846877.pdf.  

Jonson,  K.  (2008).  Being  an  effective  mentor.  How  to  help  beginning  teachers  succeed.       Thousand  Oaks:  Corwin  Press.    

Jóhanna  Karlsdóttir  og  Hafdís  Guðjónsdóttir.  (2010).  Hvernig  látum  við  þúsund  blóm       blómstra?  Skipulag  og  framkvæmd  stefnu  um  skóla  án  aðgreiningar.  Ráðstefnurit       Netlu  –  Menntavika  2010.  Menntavísindasvið  Háskóla  Íslands.  Sótt  þann  23.       september  2015  af  http://netla.hi.is/menntakvika2010/016.pdf.  

Kauffman,  J.  M.  og  Landrum,  T.  J.  (2013).  Characteristics  of  emotional  and  behavioral       disorders  of  children  and  youth  (10.  útgáfa).  Boston:  Pearson.    

Kennaraháskóli  Íslands.  (2005).  Stefna  Kennaraháskóla  Íslands  2005-­‐2010.  Sótt  þann  1.       október  2015  af  http://skemman.is/stream/get/1946/13618/32637/1/stefn       a0510.pdf.  

Page 98: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

94  

Kern,  L.  (2015).  Addressing  the  needs  of  students  with  social,  emotional  and  behavioral       problems:  Reflections  and  visions.  Remedial  and  special  education,  36(1),  24       27.    

Kolbrún  Ingibjörg  Jónsdóttir,  Zuilma  Gabriela  Sigurðardóttir,  Ragnheiður  Sif       Gunnarsdóttir  og  Gylfi  Jón  Gylfason.  (2012).  Innleiðing  fyrsta  áfanga  PBS  í  þrjá       grunnskóla:  Áhrif  metin  með  beinu  áhorfi.  Sálfræðiritið,  17,  59–80.    

Levin,  C.  og  Lindén,  G.  (2007).  Psykologi  og  socialt  arbejde.  Í  A.  Meeuwisse,  S.  Sunesson       og  H.  Swärd  (ritstj.),  Socialt  arbejde:  En  grundbog  (2.  útgáfa)  (Charlotte       Pietsch  þýddi)  (bls.  55–75).  København:  Hans  Reitzels  Forlag.    

Lög  um  fræðslu  barna  1907.  

Lög  um  fræðslu  barna  nr.  94/1936.  

Lög  um  grunnskóla  nr.  63/1974.  

Lög  um  grunnskóla  nr.  91/2008.  

Lög  um  menntun  og  ráðningu  kennara  og  stjórnenda  við  leikskóla,  grunnskóla  og       framhaldsskóla  nr.  87/2008.  

Lög  um  sameiningu  Kennaraháskóla  Íslands  og  Háskóla  Íslands  nr.  37/2007.    

Majeika,  C.  E,  Walder,  J.  P.,  Hubbard,  J.  P.  Stebb,  K.  M.,  Ferris,  G.  J.,  Oakes,  W.  P.  og       Lane,  K.  L.  (2011).  Improving  on-­‐task  behavior  using  a  functional  assessment       based  intervention  in  an  inclusive  high  school  setting,  Beyond  Behavior,  20(3),       55–66.    

Margrét  Sigmarsdóttir.  (2005).  Styðjandi foreldrafærni. Hafnarfjörður:   Skólaskrifstofa  Hafnarfjarðar.  

Maslach,  C.  og  Jackson,  S.  E.  (1981).  The  measurement  of  experienced  burnout.  Journal       of  Occupational  Behavior  (ritrýnt–1986),  2(2),  99.    

Mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneyti.  (2013).  Aðalnámskrá  grunnskóla  –  almennur  hluti       2011  –  greinasvið  2013.  Reykjavík:  Mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneyti.  

Menntavísindasvið  Háskóla  Íslands.  (2014).  Þróun  kennaramenntunar  við       Menntavísindasvið  Háskóla  Íslands.  Greinargerð  um  vinnuferli  og  áherslur  við       mótun  kennaranáms  frá  2008.  Sótt  þann  1.  október  2015  af       http://uni.hi.is/aks/files/2010/10/skyrsla-­‐kennaramenntun.pdf.  

Neuman,  W.  L.  (2009).  Social  research  methods:  Qualitative  and  quantitative       approaches  (7.  útgáfa).  Boston:  Pearson  Education,  Inc.  

O’Neill,  R.,  Horner,  R.,  Albin,  R.,  Storey,  K.  og  Sprague,  J.  (1997).  Functional  assessment       and  program  development  for  behavior  problems.  Pacific  Grove:  Brooks/Cole.    

Page 99: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

95  

Ragnar  F.  Ólafsson  og  Júlíus  K.  Björnsson.  (2009).  TALIS.  Staða  og  viðhorf  kennara  og       skólastjórnenda.  Alþjóðleg  samanburðarrannsókn  unnin  í  samvinnu  við  OECD       fyrir  menntamálaráðuneytið.  Reykjavik:  Námsmatsstofnun.    

Ragnheiður  Harpa  Arnarsdóttir.  (2013).  Megindlegar  rannsóknir.  Gerð       rannsóknaráætlana  og  yfirlit  yfir  helstu  rannsóknarsnið.  Í  Sigríður  Halldórsdóttir       (ritstj.),  Handbók  í  aðferðarfræði  rannsókna  (bls.  377-­‐392).  Akureyri  :  Háskólinn  á       Akureyri.  

Ragnhildur  Bjarnadóttir.  (2008).  Markmið  kennaranáms:  Starfshæfni  og  fagmennska.       Tímarit  um  menntarannsóknir,  5,  93-­‐106.  

Reglugerð  um  sérfræðiþjónustu  við  leik-­‐  og  grunnskóla  og  nemendaverndarráð  í       grunnskólum  nr.  584/2010.  

Reglugerð  um  nemendur  með  sérþarfir  í  grunnskólum  nr.  585/2010.  

Samband  íslenskra  sveitarfélaga.  (2011).  Kjarasamningur  Sambands  íslenskra       sveitarfélaga  og  Kennarasambands  Íslands  vegna  Félags  grunnskólakennara.       Sótt  þann  1.  október  af  http://www.samband.is/media/kjarasamningar       ki/FG_Kjarasamningur-­‐2011-­‐2014.pdf.  

Samband  íslenskra  sveitarfélaga.  (2012).  Sameiginleg  könnun  Sambands  íslenskra       sveitarfélaga  og  Félags  grunnskólakennara:  Kynning  á  niðurstöðum.  Reykjavík:       Sambandsnefnd  um  símenntun  kennara.  

Samningur  Sameinuðu  þjóðanna  um  réttindi  barnsins  nr.  18/1992.  

Samstarfsnefnd  um  símenntun  kennara  sem  kenna  neðan  háskólastigs.  (2012).  Tillaga       um  fagráð  um  símenntun/starfsþróun  kennara.  Sótt  þann  8.  október  2015  af       http://starfsthrounkennara.is/wp-­‐content/uploads/2014/02/fagradstillaga.pdf.  

Savickas,  M.  L.  (1997).  Constructivist  career  counseling:  Models  and  methods.  Í       Advances  in  Personal  construct  psychology.  (bls.  149-­‐182).Greenwich,  CT:  JAI       Press.    

Savickas,  M.  L.  (2001).  A  Developmental  Perspective  on  Vocational  Behaviour:  Career       Patterns,  Salience,  and  Themes.  International  Journal  for  Educational  and       Vocational  Guidance,  1,  49-­‐57.    

Savickas,  M.  L.  (2005).  The  theory  and  practice  of  career  construction.  Í  S.  D.  Brown  og       R.  W.  Lent  (ritstj.),  Career  development  and  counseling.  Putting  theory  and       research  to  work.  Hoboken,  NJ:  Wiley.    

Sesselja  Árnadóttir.  (2011).  ,,Moldin  sem  börnin  þrífast  í  þarf  að  vera  dálítið  hlý”.       Upplifun  nemenda,  foreldra,  kennara  og  skólastjórnenda  af  virknimati  og       einstaklingsmiðaðri  stuðningsáætlun.  Óbirt  MA-­‐ritgerð.  Háskóli  Íslands,       Uppeldis-­‐  og  menntavísindasvið.    

Page 100: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

96  

Sharf,  R.  S.  (2010).  Applying  Career  Development  Theory  to  Counseling  (5.  útgáfa).       Belmont,  CA:Brooks/Cole  Publishing  Company.    

Sigríður  Halldórsdóttir.  (2013).  Inngangur  að  aðferðafræði.  Í  Sigríður       Halldórsdóttir  (ritstj.),  Handbók  í  aðferðafræði  rannsókna  (bls  17-­‐30).       Akureyri:  Háskólinn  á  Akureyri.    

Sigrún  Harðardóttir.  (2014).  Líðan  framhaldsskólanemenda:  Um  námserfiðleika,       áhrifaþætti  og  ábyrgð  samfélagsins.  Óbirt  doktorsirtgerð.  Reykjavík  :Háskóli       Íslands,  Félagsráðgjafardeild.  

Sigrún  Júlíusdóttir.  (1998).  Menntastefna  og  mannvernd:  Um  manngildi  og  faglegt       samstarf  í  skólum.  Ný  menntamál  16(2),  34-­‐39.      

Sigrún  Júlíusdóttir.  (2001).  Fjölskyldur  við  aldarhvörf:  Náin  tengsl  og  uppeldisskilyrði       barna.  Reykjavík:  Háskólaútgáfan  

Sigrún  Júlíusdóttir.  (2006).  Félagsráðgjöf  í  heilbrigðisþjónustu  –  eitt  sérfræðisviða.  Í       Sigrún  Júlíusdóttir  og  Halldór  Sig.  Guðmundsson  (ritstj.),  Heilbrigði  og       heildarsýn:  Félagsráðgjöf  í  heilbrigðisþjónustu  (bls.  33-­‐48).  Reykjavík:       Háskólaútgáfan.  

Sigrún  Vésteinsdóttir.  (2014).  Starfsþróun  kennara.  Greining  á  sjóðaumhverfi.  Skýrsla       unnin  fyrir  mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneytið.  Akureyri:  Rannsókna-­‐  og       þróunarmiðstöð  Háskólans  á  Akureyri.  

Sigurbjörg  J.  Helgadóttir  og  fl.(2005).  Sérkennslukönnun  í  almennum  grunnskólum  vorið       2005.  Reykjavík:  Menntasvið  Reykjavíkurborgar.  

Sigurðardóttir,  S.  H.,  Sundstrom,  G.,  Malmberg,  B.  og  Ernsth  Bravell,  M.  (2011).  Needs       and  care  of  older  people  living  at  home  in  Iceland  [Rafræn  útgáfa].  Scandinavian       Journal  of  Public  Health,  0,  1-­‐9.    

Sigurður  Kristinsson.  (2013).  Siðferði  rannsókna  og  siðanefndir.  Í  Sigríður       Halldórsdóttir  (ritstj.),  Handbók  í  aðferðafræði  rannsókna  (bls  71-­‐88).       Akureyri:  Háskólinn  á  Akureyri.  

Sigurlína  Davíðsdóttir.  (2013).  Eigindlegar  eða  megindlegar  rannsóknaraðferðir?  Í       Sigríður  Halldórsdóttir  (ritstj.),  Handbók  í  aðferðafræði  rannsókna  (bls.  229-­‐237).       Akureyri:  Háskólinn  á  Akureyri.  

Skaalvik,  E.  M.  og  Skaalvik,  S.  (2010).  Teachers  self-­‐efficacy  and  teachers  burnout:  a       study  of  relations.  Teaching  and  Teachers  Education,  26,  1059–1069.    

Skóla-­‐  og  frístundasvið  Reykjavíkurborgar.  (2012).  Skóli  án  aðgreiningar  og  sérstakur       stuðningur  við  nemendur  í  grunnskólum.  Stefna  skóla-­‐  og  frístundaráðs       Reykjavíkurborgar.  Reykjavík:  Skóla-­‐  og  frístundasvið  reykjavíkurborgar.  

Slee,  R.  (2011).  The  irregular  school.  Exlusion,  schooling  and  inclusive  education.       Abingdon,  Oxon:  Routledge.  

Page 101: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

97  

Snæfríður  Dröfn  Björgvinsdóttir.  (2014).  Erfið  hegðun  nemenda.  Viðhorf  og  vinnubrögð       kennara.  Óbirt  MA-­‐ritgerð.  Háskóli  Íslands,  Uppeldis-­‐  og  menntunafræðideild.  

Sprague,  J.  og  Golly,  A.  (2008).  Til  fyrirmyndar.  Heildstæður  stuðningur  við       jákvæða  hegðun  (Reynir  Harðarson  þýddi).  Reykjavík:  Skrudda.  

Starfsþróun  kennara.  (e.d.).  Starfsþróun  kennara.  Vefur  fagráðs  um  símenntun  og       starfsþróun  kennara.  Sótt  þann  27.  október  2015  af  http://starfsthrounken       nara.is/hlutverk-­‐fagrads/.  

Sugai,  G.,  Horner,  R.  H.,  Dunlap,  G.,  Hieneman,  M.,  Lewis,  T.  J.,  Nelson,  C.  M.  o.fl.  (2000).       Applying  positive  behavior  support  and  functional  behavioral  assessment  in       schools.  Journal  of  Positive  Behavior  Interventions,  2(3),  131–143.    

Super,  D.E.  (1957).  The  psychology  of  careers.  New  York,  NY:  Harper  &  Row.  

Super,  D.E.  (1990).  A  life-­‐span,  life-­‐space  approach  to  career  dvelopment.  Í  D.  Brown,  L.       Brooks  og  Associates  (ritstj.).  Career  choice  and  development:  Applying       contemporary  theories  to  practice  (2.  útgáfa).  San  Francisco:  Jossey-­‐Bass.  

UNESCO.  (2009).  Inclusive  Education:  The  way  of  the  Future,  International  Conference  on       Education.  Geneve:  UNESCO.    

Valgerður  Magnúsdóttir  og  Anna  Þóra  Baldursdóttir.  (2008).  Faglegt  sjálfstraust       grunnskólakennara.  Áhrif  á  starf  og  starfsþróun.  Uppeldi  og  menntun,  17,(1),         69-­‐85.  

VanAcker,  R.  (2004).  Current  status  of  public  education  and  likely  future  directions  for       students  with  emotional  and  behavioral  disorders.  Í  L.  M.  Bullock  og  R.  A.  Gable       (ritstj.),  Quality  personnel  preparation  in  emotional/behavioral  disorders:  Current       perspectives  and  future  directions  (bls.  79–93).  Denton,  TX:  Institute  for       Behavioral  and  Learning  Differences.  

Wagner,  M.,  Kutash,  K.,  Duchnowski,  A.  J.,  Epstein,  M.  H.,  og  Sumi,  W.  C.  (2005).  The       children  and  youth  we  serve:  A  national  picture  of  the  characteristics  of  students       with  emotional  disturbances  receiving  special  education.  Journal  of  Emotional       and  Behavior  Disorders,  13,  79–96.  

Westling,  D.  L.  (2010).  Teachers  and  challenging  behavior:  Knowledge,  views,  and       practices.  Remedial  and  Special  Education,  31(1),  48–46.    

World  Health  Organization.  (2016).  International  Statistical    Classification  of  Diseases       and  Related  Health  Problems,  10th  revision.  Geneva:  World  Health  Organization.  

Zhang,  Y.  og  Yu,  Y.  (2007).  Causes  for  burnout  among  secondary  and  elementary  school       teachers  and  preventive  strategies.  Chinese  Education  og  Society,  40(5),  78–85.  

Þingskjal  nr.  322/2007-­‐2008.  Frumvarp  til  laga  um  menntun  og  ráðningu  kennara  og       skólastjórnenda  við  leikskóla,  grunnskóla  og  framhaldsskóla.  Greinargerð  með  

Page 102: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

98  

    frumvarpi.  Sótt  þann  1.  október  2015  af:  http://www.althingi.is/altext/135/s       /0322.html.  

Þorkell  Daníel  Jónsson.  (2012).  Svigrúm  til  athafna.  Hvaða  svigrúm  hafa  stjórnendur  og       kennarar  við  Brautarlækjarskóla  til  þróunar-­‐  og  umbótastarfa?  Óbirt  MA-­‐rigerð.       Reykjavík:  Menntavísindasvið.  

Þórólfur  Þórlindsson  og  Þorlákur  Karlsson.  (2013).  Úrtök  og  úrtaksaðferðir  í       megindlegum  aðferðum.  Í  Sigríður  Halldórsdóttir  (ritstj.),  Handbók  í       aðferðarfræði  rannsókna  (bls.  377-­‐392).  Akureyri  :  Háskólinn  á  Akureyri.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 103: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

99  

Viðauki  1  –  Spurningalisti    

 

Page 104: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!
Page 105: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

101  

Page 106: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!
Page 107: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

103  

Page 108: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!
Page 109: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

105  

Page 110: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!
Page 111: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

107  

Page 112: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!
Page 113: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

109  

Viðauki  2  

 

 

Kynningabréf  til  kennara  

 

Ágæti  viðtakandi  

Sjöfn  Guðlaugsdóttir  heiti  ég  og  er  nemandi  í  meistaranámi    til  starfsréttinda  í  félagsráðgjöf  

við  Háskóla  Íslands.  Nú  vinn  ég  að  lokaverkefninu  mínu  þar  sem  sjónum  er  beint  að    upplifun  

kennara  á  þjónustu  við  börn  með  sérþarfir  og  þeim   faglega  stuðningi   sem  þeim  stendur   til  

boða.  Leiðbeinandi  minn  er  Dr.  Sigrún  Harðardóttir  lektor  í  félagsráðgjöf  við  Háskóla  Íslands..  

   

 

Markmið  meistaraverkefnis  míns  er  að  rannsaka  álagsþætti  í  starfi  kennara  í  þeim  tilgangi  að  

greina  hvaða  áhrif  það  hefur  á  starf  kennara  að  sinna  börnum  með  sérþarfir.    

 

Með   þessu   bréfi   leita   ég   til   þín,   kæri   kennari,   og   bið   þig   að   svara   meðfylgjandi   könnun.  

Könnunin  er   lögð   fyrir   alla   kennara   í   grunnskólum  Vestubæjar  og   tekur  um  10  mínútur   að  

svara   könnuninni.   Rannsóknin   hefur   verið   tilkynnt   til   persónuverndar.   Þér   er   ekki   skylt   að  

taka  þátt   í   eftirfarandi   rannsókn  og  einnig  getur  þú  hætt  þátttöku  hvenær   sem  er.  Gögnin  

verða   ekki   persónugreinanleg   og   mun   nafn   þitt   aldrei   koma   fram,   hvorki   við   vinnslu  

gagnanna  né  í  lokaverkefninu  sjálfu.    

Hafir   þú   einhverjar   spurningar   varðandi   spurningarnar   eða   rannsóknina   sjálfa   er   þér  

velkomið   að  hafa   samband   við   rannsakanda,   Sjöfn  Guðlaugsdóttur,   í   síma  863-­‐1562  eða   á  

netfangið  [email protected],  eða  leiðbeinanda  minn,  Sigrúnu  Harðadóttur  á  netfangið  [email protected].  

 

Bestu  kveðjur  

Sjöfn  Guðlaugsdóttir  

 

Page 114: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

110  

Viðauki  3  

 

Kynningarbréf  til  skólastjóra  

 

Kæri  skólastjóri.  

Sjöfn  Guðlaugsdóttir  heiti  ég  og  er  nemandi  í  meistaranámi    til  starfsréttinda  í  félagsráðgjöf  

við  Háskóla   Íslands.  Nú  vinn  ég  að   lokaverkefni  mínu  þar   sem  sjónum  er  beint  að  upplifun  

kennara  á  þjónustu  við  börn  með  sérþarfir  og  þeim   faglega  stuðningi   sem  þeim  stendur   til  

boða.  Leiðbeinandi  minn  er  Dr.  Sigrún  Harðardóttir  lektor  í  félagsráðgjöf  við  Háskóla  Íslands.  

 

Verkefnið  mitt  er  hluti  af  stærri  rannsókn  sem  mun  fjalla  um  Upplifun  foreldra,  kennara  og  

barna  af  þjónustu  innan  skóla  við  börn  með  þroskaraskanir.  Algengt  er  að  þessi  börn  glími  við  

hegðunarvanda,  námsvanda  og  félags-­‐  og  tilfinningalegan  vanda.  Markmið  rannsóknarinnar  

er   að   varpa   ljósi   á   hvernig   þjónustan   sem   í   boði   er  mætir   þessum  margbreytilegu   þörfum  

þessara   barna.   Fyrirhuguð   rannsókn   er   samstarfsverkefni   undir   stjórn   Dr.   Sigrúnar  

Harðardóttur  lektors  við  félagsráðgjafardeild  HÍ  í  samstarfi  við  Landspítalann  (BUGL),  dósent  

við  sálfræðideild  HÍ  og  dósent  við  menntavísindasvið  HÍ.  Einnig  verður  sóst  eftir  samstarfi  við  

Kennarasamband  Íslands.  

Markmið  meistaraverkefnis  míns  er  að  rannsaka  álagsþætti  í  starfi  kennara  í  þeim  tilgangi  að  

greina  hvaða  áhrif  það  hefur  á  starf  kennara  að  sinna  börnum  með  sérþarfir.    

 

Rannsóknin   hefur   verið   tilkynnt   til   persónuverndar.   Kennurum   er   ekki   skylt   að   taka   þátt   í  

rannsókninni   og   einnig   geta   þeir   hætt   þátttöku   hvenær   sem   er.   Gögnin   verða   ekki  

persónugreinanleg  og  mun  nafn  þátttakenda  aldrei  koma  fram,  hvorki  við  vinnslu  gagnanna  

eða  í  lokaverkefninu  sjálfu.    

Rannsóknin  er  rafræn  og  fer  fram  í  gegnum  vefinn  kannanir.is.  

 

Með  þessu  bréfi  vonast  ég  til  þess  að  fá  skriflegt  samþykki  þitt  fyrir  að  leggja  þessa  könnun  

fyrir  alla  kennara  sem  starfa  í  skólanum  þínum.  

 

Page 115: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

111  

Til  þess  að  ná   til   sem   flestra  kennara  er  best  ef  þú,   kæri   skólastjóri,   hefðir   samband  við  

kennara  í  þínum  skóla  og  upplýstir  þá  um  rannsóknina  og  tilgang  hennar.    

 

Skjalið  Upplýst   samþykki   skólastjóra   er   í   viðhengi   og  bið   ég  þig   um  að   skrifa   undir   það  og  

senda  það  rafrænt  á  emailið  [email protected]  

 

Með  þökk  og  von  um  gott  samstarf  

Sjöfn  Guðlaugsdóttir  

Meistaranemi  við  Háskóla  Íslands,    

Félagsráðgjöf  til  starfsréttinda  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 116: Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir. · 2018-10-15 · Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir.!!! Ritgerð!þessi!er!lokaverkefni!til!MA!gráðu!í!félagsráðgjöf!til!starfsréttindaoger!

112  

Viðauki  4  Upplýst  samþykki  skólastjóra  

 

 

Upplifun  kennara  á  þjónustu  við  börn  með  sérþarfir  

 Kæri  skólastjóri  

 

Rannsakandi,  Sjöfn  Guðlaugsdóttir,  óskar  hér  með  eftir  upplýstu  samþykki  þínu  til  að  leggja  

könnun   um  upplifun   kennara   á   þjónustu   við   börn  með   sérþarfir   fyrir   kennara   í   XXXXskóla,  

haustmisserið  2015.    

 

Markmið  rannsóknarinnar  er  að  sýna  fram  á  álagsþætti   í  starfi  kennara  og  koma  fram  með  

hugmyndir  að  bættu  og  heilsusamlegra  starfsumhverfi  fyrir  kennara.  

Könnunin   tekur   um   10   mínútur.   Ekki   er   skylda   að   taka   þátt   í   könnuninni   og   einnig   er  

mögulegt  að  hætta  þátttöku  hvenær  sem  er.  

Svör  við   spurningum  könnunarinnar  verða  ekki  persónnugreinanleg  og  verður  öllum  skrám  

eytt  þegar  vinnslu  á  niðurstöðum  könnunarinnar  er   lokið.  Rannsakandi  mun  halda  utan  um    

niðurstöður  könnunarinnar  fyrir  áframhaldandi  rannsóknir  á  sviði  kennslu  og  heilsu  kennara.  

 

Ég   XXXX   skólastjóri   við   XXXXX   veiti   hér   með   Sjöfn   Guðlaugsdóttur,   meistaranema   við  

félagsráðgjafardeild  Háskóla  Íslands  leyfi  til  að  leggja  fyrir  könnun  meðal  kennara  í  XXXXskóla  

á  haustmisseri  2015.  

 

_______________________________       __________________________  

Skólastjóri                 Skóli  

 

________________________________  

Dagsetning  og  staður