Stykkishólms-Pósturinn 14.mars 2013

6
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 10. tbl. 20. árg. 14. mars 2013 Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum í Stykkishólmi Það var líf og fjör í íþróttahúsinu í Stykkishólmi laugardaginn 9. mars sl., þegar árlegt héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss var haldið þar. Mótið hófst kl. 13 eftir að þátttakendur höfðu hitað upp og teygt á. Keppendur voru tæplega 58 talsins, 38 frá Snæfelli og 20 frá UMFG. Allir flokkar kepptu í 35 m spretthlaupi, langstökki með atrennu og langstökki án atrennu. Níu ára og eldri kepptu auk þess í hástökki og hjá 11 ára og eldri bættist kúluvarp við. Í frjálsunum er það þannig að strákar og stelpur keppa í sitt hvorum flokknum. Keppni innanhúss er skráð sérstaklega og árangur þar ekki borinn saman við árangur í keppni utanhúss, sem er sér flokkur í afrekaskrá Frjálsíþróttsambands Íslands. Mótið gekk vel fyrir sig og það það var gaman að fylgjast með krökkunum. Leikgleðin var ríkjandi, þau yngstu pössuðu vel uppá að fylgja röðinni sinni, telja hve oft þau væru búin að stökkva og leggja árangurinn á minnið. Þau sem voru að mæta í annað sinn á héraðsmót höfðu greinilega lært mikið og þroskast síðan í fyrra og áttu í engum vandræðum með greinarnar. Allir 10 ára og yngri fengu þátttökuverðlaun en veitt voru verðlaun fyrir efstu sæti í flokkum 11 ára og eldri. Í þeim flokkum eru því miður fáir í hverjum flokki, jafnvel svo að dugar ekki til að fylla verðlaunasætin, gull, silfur og brons. Það er til umhugsunar fyrir okkur Snæfellinga af hverju svo er og hvort hægt sé að auka þátttöku unglinga í frjálsum íþróttum, bæði æfingum og keppnum. Eitt héraðsmet var sett á mótinu. Björg Hermannsdóttir, UMFG stökk 4,59 m í langstökki með atrennu og bætti þar með héraðsmet HSH í langstökki innanhúss í flokki stúlkna 11-12 ára. Eldra met átti Heiðdís Lind Gunnarsdóttir, 4,51m en það var sett fyrir nákvæmlega 16 árum, þann 9. mars 1997. Þess má einnig geta að í október sl. bætti Björg aldursflokkamet HSH í langstökki innanhúss 11 ára stúlkna þegar hún stökk 4,26 m, en eldra met var 3ja ára gamalt og var 4,00 m. HSH vill þakka keppendum fyrir þátttökuna, aðstandendum þeirra og öðrum gestum fyrir komuna, mótsstjóra Maríu Valdimarsdóttur og foreldrum sem tóku þátt í að mæla og skrá úrslit á mótinu er sömuleiðis þakkað fyrir þeirra góða framlag. Frjálsíþróttaráð HSH 100 ár frá stofnun lúðrafélags Ægir Jóhannson sendi Stykkishólms-Póstinum áhugaverða samantekt í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að fyrst var stofnuð lúðrasveit í Stykkishólmi. „Eitt af því sem löngum hefur sett sterkan svip á menningarlífið í Stykkishólmi er Lúðrasveitin í bænum. Lúðrasveit Stykkishólms var stofnuð árið 1944 , og hefur starfað samfellt síðan. ... Þeir eru kannski færri sem vita þetta er ekki fyrsta lúðrasveitin sem stofnað var til í Hólminum, og að núna í vetur, nánar tiltekið í mars 2013 eru liðin 100 ár frá því að fyrsti „hornaflokkurinn“ leit hér dagsins ljós.“ Það er athyglisvert að sjá hversu tónlistin kemur sterkt við sögu í Stykkishólmi þá sem nú. Fyrir aldamótin eru nokkrir hornaflokkar settir á fót og hér í Hólminum er formlega stofnað Lúðrafélag Stykkishólms í mars 1913. Hallgrímur Þorsteinsson organisti kom sjóleiðina vestur til að æfa hópinn sem stofnað hafði félagið og hornin voru leigð að sunnan en Hallgrímur var brautryðjandi á vettvangi lúðrasveitastarfs á Íslandi. 1914 eru keypt hljóðfæri. „Framfarasjóður Stykkishólms sem lagði út fé fyrir hinum nýju hljóðfærum fyrir Lúðrafélag Stykkishólms, var fjármagnað með dánargjöf Bjarna Jóhannsonar skipstjóra sem lést árið 1902. Bjarni bjó síðustu ár sín í Norskahúsinu, en þar hanga einmitt uppi á veggjum nokkrir þeirra lúðra sem Framfarasjóðurinn kostaði.“ „Það virðist hafa verið regla frekar en undantekning að gera þyrfti nokkrar tilraunir áður en lúðrasveitir festust í sessi á landinu.“ Lúðrasveit Stykkishólms sem stofnuð var 1944 má kalla „að hluta til afkvæmi Lúðrafélagsins, og er arfleifð þess þá ærið mikil.“ „Þó er önnur arfleifð og ekki minni sem Lúðrafélags Stykkishólms, skilaði til vorra daga. Lúðrafélagið tók upp á sína arma í ársbyrjun 1918 að fara safna fé til byggingar á sjúkraskýli í Stykkishólmi, með ýmis konar skemmtanahaldi.“ Mjór er mikils vísir, því eins og kunnugt er hófu St. Franciskussystur byggingu spítala 1932. Samantekt Ægis er í fullri lengd með myndum á vef Stykkishólms- Póstsins: www.stykkisholmsposturinn.is am

description

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994

Transcript of Stykkishólms-Pósturinn 14.mars 2013

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 14.mars 2013

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 10. tbl. 20. árg. 14. mars 2013

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum í Stykkishólmi

Það var líf og fjör í íþróttahúsinu í Stykkishólmi laugardaginn 9. mars sl., þegar árlegt héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss var haldið þar. Mótið hófst kl. 13 eftir að þátttakendur höfðu hitað upp og teygt á.Keppendur voru tæplega 58 talsins, 38 frá Snæfelli og 20 frá UMFG. Allir flokkar kepptu í 35 m spretthlaupi, langstökki með atrennu og langstökki án atrennu. Níu ára og eldri kepptu auk þess í hástökki og hjá 11 ára og eldri bættist kúluvarp við. Í frjálsunum er það þannig að strákar og stelpur keppa í sitt hvorum flokknum. Keppni innanhúss er skráð sérstaklega og árangur þar ekki borinn saman við árangur í keppni utanhúss, sem er sér flokkur í afrekaskrá Frjálsíþróttsambands Íslands.Mótið gekk vel fyrir sig og það það var gaman að fylgjast með krökkunum. Leikgleðin var ríkjandi, þau yngstu pössuðu vel uppá að fylgja röðinni sinni, telja hve oft þau væru búin að stökkva og leggja árangurinn á minnið. Þau sem voru að mæta í annað sinn á héraðsmót höfðu greinilega lært mikið og þroskast síðan í fyrra og áttu í engum vandræðum með greinarnar.

Allir 10 ára og yngri fengu þátttökuverðlaun en veitt voru verðlaun fyrir efstu sæti í flokkum 11 ára og eldri. Í þeim flokkum eru því miður fáir í hverjum flokki, jafnvel svo að dugar ekki til að fylla verðlaunasætin, gull, silfur og brons. Það er til umhugsunar fyrir okkur Snæfellinga af hverju svo er og hvort hægt sé að auka þátttöku unglinga í frjálsum íþróttum, bæði æfingum og keppnum.Eitt héraðsmet var sett á mótinu. Björg Hermannsdóttir, UMFG stökk 4,59 m í langstökki með atrennu og bætti þar með héraðsmet HSH í langstökki innanhúss í flokki stúlkna 11-12 ára. Eldra met átti Heiðdís Lind Gunnarsdóttir, 4,51m en það var sett fyrir nákvæmlega 16 árum, þann 9. mars 1997.Þess má einnig geta að í október sl. bætti Björg aldursflokkamet HSH í langstökki innanhúss 11 ára stúlkna þegar hún stökk 4,26 m, en eldra met var 3ja ára gamalt og var 4,00 m.HSH vill þakka keppendum fyrir þátttökuna, aðstandendum þeirra og öðrum gestum fyrir komuna, mótsstjóra Maríu Valdimarsdóttur og foreldrum sem tóku þátt í að mæla og skrá úrslit á mótinu er sömuleiðis þakkað fyrir þeirra góða framlag. Frjálsíþróttaráð HSH

100 ár frá stofnun lúðrafélagsÆgir Jóhannson sendi Stykkishólms-Póstinum áhugaverða samantekt í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að fyrst var stofnuð lúðrasveit í Stykkishólmi. „Eitt af því sem löngum hefur sett sterkan svip á menningarlífið í Stykkishólmi er Lúðrasveitin í bænum. Lúðrasveit Stykkishólms var stofnuð árið 1944 , og hefur starfað samfellt síðan. ... Þeir eru kannski færri sem vita að þetta er ekki fyrsta lúðrasveitin sem stofnað var til í Hólminum, og að núna í vetur, nánar tiltekið í mars 2013 eru liðin 100 ár frá því að fyrsti „hornaflokkurinn“ leit hér dagsins ljós.“ Það er athyglisvert að sjá hversu tónlistin kemur sterkt við sögu í Stykkishólmi þá sem nú. Fyrir aldamótin eru nokkrir hornaflokkar settir á fót og hér í Hólminum er formlega stofnað Lúðrafélag Stykkishólms í mars 1913. Hallgrímur Þorsteinsson organisti kom sjóleiðina vestur til að æfa hópinn sem stofnað hafði félagið og hornin voru leigð að sunnan en Hallgrímur var brautryðjandi á vettvangi lúðrasveitastarfs á Íslandi. 1914 eru keypt hljóðfæri.

„Framfarasjóður Stykkishólms sem lagði út fé fyrir hinum nýju hljóðfærum fyrir Lúðrafélag Stykkishólms, var fjármagnað með dánargjöf Bjarna Jóhannsonar skipstjóra sem lést árið 1902. Bjarni bjó síðustu ár sín í Norskahúsinu, en þar hanga einmitt uppi á veggjum nokkrir þeirra lúðra sem Framfarasjóðurinn kostaði.“„Það virðist hafa verið regla frekar en undantekning að gera þyrfti nokkrar tilraunir áður en lúðrasveitir festust í sessi á landinu.“ Lúðrasveit Stykkishólms sem stofnuð var 1944 má kalla „að hluta til afkvæmi Lúðrafélagsins, og er arfleifð þess þá ærið mikil.“ „Þó er önnur arfleifð og ekki minni sem Lúðrafélags Stykkishólms, skilaði til vorra daga. Lúðrafélagið tók upp á sína arma í ársbyrjun 1918 að fara safna fé til byggingar á sjúkraskýli í Stykkishólmi, með ýmis konar skemmtanahaldi.“ Mjór er mikils vísir, því eins og kunnugt er hófu St. Franciskussystur byggingu spítala 1932. Samantekt Ægis er í fullri lengd með myndum á vef Stykkishólms-Póstsins: www.stykkisholmsposturinn.is am

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 14.mars 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 10. tbl. 20. árgangur 14. mars 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Starf vikunnarHelga Guðmundsdóttir. Starfsmaður á dvalarheimilinu1. Hvernig er að vinna á dvalarheimilinu? Gaman.2. Hvað gerirðu í vinnunni? Þvæ þvott og geng frá.3. Hver er elstur á dvalarheimilinu? Georg Ólafsson og hann er 104 ára.4. Ertu í fullu starfi? Nei, bara 70% starfi.5. Hvað hefurðu unnið hér lengi? Í 10 ár.6. Hvað vinna margir hérna? Um það bil 23.7. Gerið þið starfsfólkið eitthvað saman? Já, við komum saman í jólagleði og prjónum saman og hittumst svona annað slagið.

Emilía Ósk, Friðmey Rut, Hraundís Lilja í 7. bekk.

Ferjan BaldurFrá Stykkishólmi sun-fös 15:00

Frá Brjánslæk sun-fös 18:00

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Aftanskin , félag aldraðra í Stykkishólmi héllt aðalfund 2. mars í Setrinu kl. 14.Formaður sagði fra því helsta ,sem drifið hafði á daginn yfir árið og var það margt.Við héldum Nesballið hér, þá koma eldri borgarar af öllu Nesinu á skemmtun. Félagið varð 30 ára, og við vorum með afmælisveislu. Höfðum jólaskemmtun. Við erum í myndmennt og handmennt og stefnum á sýningu í maí. Við erum í Bootcía á fimmtudögum kl.10 í Íþróttamiðstöðinni. Við förum í 2 ferðalög, sem hafa tekist vel. Við hittumst mánudagsmorgnum í Setrinu kl. 10, Spjallrásin. Þar er talað um það sem er að gerast og ýmsir hafa komið og frætt okkur um vinnu sína, eða fyrirtæki og hvetjum við fólk 60 ára + að kíkja til okkar á mánudagsmorgnum og fræðast um Aftanskin. Eins spilum við Félagsvist í Setrinu á sunnudögum kl.16, allir velkomnir, endilega koma og hafa gaman af. Að lokum var kosin stjórn, Hermann Bragason, Róbert Jörgensen, Guðrún Ákadóttir, Guðný Jensdóttir og Unnur Lára Jónasdóttir. Skoðunarmaður reikninga Þórhildur Pálsdóttir. Að síðustu vil ég hvetja eldriborgara sem ekki eru í félaginu að kíkja í kaffi einhvern mánudagsmorgunn, verið velkomin.

Ritari, Gunna Áka

Aftanskin

Þriggja manna fjölskylda óskar eftir húsnæði til leigu í Stykkishólmi frá og með 1. júní. Arnór og María s. 895-8448

Smáauglýsingar

Pólsk rabarbarakaka100 g smjör250 g sykur (2-2 1/2 dl)1 dl mjólk1 dl rjómasostur3 dl hveiti1 egg1 tsk lyftiduft4-5 rabarbarastilkir (látnir meirna svolítið í sykri)Þeytið smjör og sykur saman. Bætið öðru hráefni nema rabarbaranum við og þeytið saman. Setjið deigið í form. Skerið rabarbarann niður í 2-3 sm langa bita og stingið þeim ofan í deigið.Hitið ofninn í 175 gráður. Bakið neðst í ofninum í ca. 50 mínútur.

Uppskrift vikunnar frá 7.bekk GSS

1. Hvað ertu gömul? Ég er 37 ára.2. Skemmtilegasta lífsreynsla ? Þegar ég átti heima í Liverpool og fór á Anfield og sá alla heimaleikina með Liverpool (nema einn) og nokkra útileiki líka.3. Hefurðu farið til útlanda ? Já, skemmtilegasta ferðin var bakpokaferð um Asíu, það tók 4 og hálfan mánuð.4. Hvaða bekk er leiðinlegast að kenna? Allir bekkirnir eru skemmtilegir.5. Er framtíð þín í skólanum? Já, ef ég bý en þá í Stykkishólmi. 6. Af hverju fluttirðu í Stykkishólm? Ég kom hingað til að kenna í hálft ár og ætlaði svo aftur heim til Akureyrar en svo hitti ég Hólmgeir 9. Talarðu við sjálfa þig í spegli ? Já, stundum byrja ég á því að segja „Þetta verður góður dagur.“10. Hvað ætlarðu að gera um páskana? Ég fer til Akureyrar og hitti fjölskyldu og tengdafjölskyldu.

7.bekkur GSS

Viðtal við Steinunni Maríu Þórsdóttur

:)

Fylgstu með! Við erum hér!

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 14.mars 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 10. tbl. 20. árgangur 14. mars 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

PÁSKARNIR Í MARS!

SÍÐASTA MARS-TÖLUBLAÐ Stykkishólms-Póstsins

kemur út fimmtdaginn 21. marsSkilafrestur efnis er á hádegi þriðjudags 19.mars

Efni í lit þarf að koma á hádegi mánudags 18. mars

Frúarstíg 1 - Stykkishólmi - Sími 436-1600

Fimmtudag, föstudag og laugardag PIZZA TILBOÐ

12” með 3 áleggjum, 2ltr. Gos og 12” hvítlauksbrauð aðeins kr. 2.990Opið virka daga 12:00 - 13:30 & 18:00 - 20:00 Helgar: 18:00 - 20:00

Opið fimmtudag - sunnudag frá kl. 18

Spennandi matseðill alla helgina!www.narfeyrarstofa.is

Narfeyrarstofa

HÚS TIL SÖLU

Búðanes 1141,6 fm. einbýslishús ásamt 47,2 fm. bílskúr byggt árið 1989. Húsið skiptist í fordyri, forstofu, hol, sjónvarpshol, stofu, eldhús, fjögur svefn-

herbergi og baðherbergi. Ágætar innréttingar eru í eldhúsi og baðherbergi og skápar í öllum herbergjum. Bílskúr hefur verið skipt í tvennt og skiptist nú annarsvegar í geymslu og hinsvegar í rými sem nýst gæti sem einstak-lingsíbúð eða vinnuaðstaða. Gróin lóð er við húsið og hellulögð stétt er framan við það og steypt bílastæði. Verð 29.500.000,-.

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

FÉLAGS OG SKÓLAÞJÓNUSTA SNÆFELLINGAKlettsbúð 4, 360 Hellissandi, Sími:430-7800, Opið virka daga kl.10-15:30

Stuðningsfjölskyldur

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir stuðningsfjölskyldum á Snæfellsnesi til samstarfs við stofnunina og félagsmálanefnd Snæfellinga.

Viðfangsefni: Tímabundin viðtaka og umönnun skjólstæðinga FSS, sbr. lög og reglugerðir um málefni barnarverndar, þ.m.t. úrræði á vegum aðildarsveitarfélaga FSS.

Umsóknir berist undirrituðum sem jafnframt veitir allar frekari upplýsingar.

Sveinn Þór Elinbergsson, forstm.Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæs. 430 7800.; [email protected]

Er veturinn búinn eða ekki?

25-40% afsláttur af úlpum

og vetragöllum út þessa viku.

Mikill afsláttur af völdum skóm.

Ýmis góð tilboð í gangi!,

Nýkomin falleg barnaföt frá Fixoni

Velkomin í Heimahornið

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 14.mars 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 10. tbl. 20. árgangur 14. mars 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Vesturland og Vestfirðir hittast á ÍsafirðiN.k. föstudag leggur hópur frá tónlistarskólanum í Stykkishólmi af stað á Ísafjörð til að taka þátt í Nótunni 2013. Þrjú tónlistaratriði verða á hátíðinni héðan:1. Ísól Lilja Róbertsdóttir sem spilar á píanó (grunnstig)2. Hrefna Rós Lárusdóttir sem spilar á básúnu með Berglindi

Gunnarsdóttur sem meðleikara á píanó (miðstig)3. Gítartríó, en í því eru: Aron Alexander Þorvarðarson, Gauti

Daðason og Jón Glúmur Hólmgeirsson (miðstig) Með í för verða tveir öflugir fararstjórar úr hópi kennara og eitt foreldri. Keyrt verður til Borgarness þar sem slegist verður í hóp með Borgfirðingum og Akurnesingum í rútu. Svæðistónleikar NÓTUNNAR eru haldnir á sama tíma á 4 stöðum á landinu og þar eru valin 9 framúrskarandi tónlistaratriði sem fá sérstaka viðurkenningu en einnig 3 atriði til þátttöku í Lokahátíð NÓTUNNAR í Eldborgarsal Hörpu 14.apríl. Tónleikarnir eru þannig í raun eins konar keppni, en dómnefnd skipa Halldór Haraldsson píanóleikari, Margrét Geirsdóttir tónmenntakennari og sviðsstjóri hjá Ísafjarðarbæ og Ólafur Kristjánsson fv. tónlistarskólastjóri og bæjarstjóri í Bolungarvík.Sex tónlistarskólar af Vestfjörðum og Vesturlandi taka þátt í tónleikunum á laugardaginn og koma tónlistaratriðin frá Akranesi, Bolungarvík, Borgarbyggð, Ísafirði, Stykkishólmi og Súðavík. Tónlistarnemarnir sem fram koma á tónleikunum eru 58 talsins og sumir taka þátt í fleiru en einu atriði. Dagskráin er afar fjölbreytt og skemmtileg, einleikur og einsöngur, samleikur ólíkra hópa, og tónlistin er allt frá 18.öld til nútímans, sum lögin frumsamin eða unnin af nemendunum sjálfum.NÓTAN - uppskeruhátíð tónlistarskóla er samstarfsverkefni Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Samtaka tónlistarskólastjóra. Hátíðin verður haldin í fjórða sinn á vorönn ársins 2013. Aldrei fyrr hefur verið hrint í framkvæmd svo víðtæku samstarfsverkefni í kerfi tónlistarskóla, „í grasrót tónlistarsköpunar“ á landinu.Markmið nótunnar ná allt frá því að styrkja ungt tónlistarfólk til listsköpunar til þess að efla listir, menntun og menningu í samfélaginu. am

Þegar gluggað er í fundargerð Hafnarstjórnar frá 27. febrúar s.l. má sjá að umræður snúast að mestu leiti um mannvirki á hafnarsvæðinu. Þannig er tekið til umræðu umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á Stykkisbryggju og í framhaldi kviknar sú hugmynd hvort ekki sé hægt að byggja smáhýsi á bryggjunni fyrir þjónustuaðila og þá sem starfsemi hafa á hafnarsvæðinu. Deiliskipulag svæðisins er til umræðu en vinnu við það er ekki lokið. Hafnarstjórn leggur til að staðsetning fyrir skyndibitabíl verði fyrir neðan Tanga að vestanverðu en í umsögn Skipulags- og byggingarnefndar fyrr í febrúar var staðsetning talin vænleg norður af Hafnarvog. Umræður eru um umsókn Ocean Safari vegna skiltis sem óskað er eftir að staðsetja við brúna út í Stykki. Afgreiðsla málsins fór þannig að tillaga formanns Alex Páls Ólafssonar um að veitt verði leyfi til uppsetningar á skilti tímabundið við brúna út í Stykki þar til deiliskipulagsvinnu á hafnarsvæði hefur verið lokið var samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Undir liðnum önnur mál lagði Hrannar hafnarvörður „til að smíðaður yrði pallur uppá hleðslu með góðu aðgengi á leið útá Súgandisey. Ferðamenn gætu þá farið uppá pallinn til að taka myndir og njóta útsýnis yfir fjörðinn en Gunnlaugur Lárusson bar þessa tillögu upp við Hrannar. Hafnarstjórn leggur til að tillagan verði samþykkt.“Það er umhugsunarefni hvert stefnt er með hafnarsvæðið m.t.t. umsókna um smáhýsi og skilti sem teknar hafa verið fyrir í nefndum bæjarins. Eða á það e.t.v. við um bæinn allann? am

Höfnin

Málefni sjúkrahússinsÁ fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 28. febrúar s.l. leggur Guðlaug Ágústssdóttir fram fyrirspurn þess efnis: „hvort eitthvað sé að frétta af málefnum sjúkrahússins vegna hugsanlegs flutnings dvalar og hjúkrunarrýma á Austurgötu7.“ Í svari bæjarstjóra kemur fram: „Fram hafa verið lagðar fyrstu tillögur að framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Skv. þeim tillögum munu framkvæmdir vegna breytinga á húsnæði HVE í Stykkishólmi hefjast sumarið 2013. Skv. upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er búið að senda erindi til samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir. Vinna hefur verið í gangi þess efnis að reyna að koma í veg fyrir sumarlokanir sjúkrahússins í Stykkishólmi sumarið 2013. Fyrirhugaður er sameiginlegur fundur með starfsfólki HVE í Stykkishólmi með framkvæmdastjórn HVE, fulltrúum Velferðarráðuneytisins og Stykkishólmsbæjar.“ Við þessar umræður er lögð fram bókun frá fundi bæjarráðs undir lið 45 í fundargerð þess fundar þar sem Gretar D. Pálsson, Guðlaug Ágústsdóttir og Íris Huld Sigurbjörnsdóttir „ítreka enn og aftur fyrri kröfur um að Stykkishólmsbær setji ígang undirbúningsvinnu sem bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 19. janúar 2012 með samþykkt neðangreindrar tillögu:„Undirrituð leggja til að skipuð verði 3ja manna nefnd

Stykkishólmsbæjar til viðræðna og samninga við HVE og ríkisvaldið vegna mögulegs samstarfs og flutnings á starfsemi Dvalarheimilis aldraðra til HVE (St. Fransickussjúkrahússins) í Stykkishólmi.“Enn hefur aðeins einn fundur verið haldinn í nefndinni. Stykkishólmsbær verður að setja sér markmið m.a. um samninga og fyrirkomulag rekstrar Dvalarheimilis eftir breytingar. Einnig þarf að huga að þeim skuldbindingum sem felast í núverandi rekstri og húsnæði.Bæjarstjórn þarf einnig að huga að því hvernig staðið skuli að fjármögnun á þeim liðlega 230 milljónum sem áætlanir gera ráð fyrir að bærinn þurfi að greiða á árunum 2014-2016 og hvernig það fellur að fjármálareglum sveitarfélaga.“ am

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 14.mars 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 10. tbl. 20. árgangur 14. mars 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Kaupmáttur - atvinna - velferð

Alþýðusamband Íslands boðar til fundar á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgar-nesi, miðvikudaginn 20.mars kl. 19.30. Fundurinn er haldinn í samráði við stéttarfélögin á Vesturlandi. Um er að ræða einn af átta fundum, sem haldnir eru um land allt þessa dagana.Fjallað verður um stöðu kjaramála og kaupmáttar (baráttu við verðbólguna), sókn í atvinnumálum á Vesturlandi og hugmyndir ASÍ að nýju húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd.Félögin hvetja launafólk til að mæta á fundinn.

Þeim sem vantar far á fundinn, vinsamlegast hafi samband við skrifstofur Verkalýðsfélags Snæfellinga í Ólafsvík, Grundarfirði eða Stykkishólmi.

Hefur þú kynnt þér hvað fæst í heimabyggð?

• Hönnun vefsíðna, auglýsinga,

bæklinga, margmiðlunarefnis og

vörumerkja í 13 ár!

• Hjá okkur færðu prentað

ýmislegt á okkar prentvélar eða

við leitum hagstæðustu tilboða í

stærri verk.

• Við plöstum upp í stærð A3

• Bindum inn í gorma, harðspjöld

eða heftum í ýmsar stærðir.

• Ljósritun & skönnun

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann á sunnudag kl. 11

Athugið að þetta verður lokasamvera þessa vetrar!

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 17. mars kl. 17

Sungnir verða nýir sálmar, m.a. eftir Hreiðar I. Þorsteinsson, Bubba Morthens, Sigurð

Flosason og Anrew Lloyd Webber.

BiblíuleshópurViltu fræðast um biblíuna?

Biblíuleshópur kemur saman í Stykkishólmskirkju

fimmtudaginn 14. mars kl. 20.00

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 14.mars 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 10. tbl. 20. árgangur 14. mars 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]