Stykkishólms-Pósturinn 12.apríl 2012

8
SÉRRIT - 14. tbl. 19. árg. 12. apríl 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Landsvirkjun gerist hluthafi í Sjávarorku ehf Á nýliðinni ráðstefnu sem Samtök atvinnulífsins, Þróunarfélag Snæfellinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóðu fyrir föstudaginn 30. mars s.l. í Stykkishólmi var fjallað um möguleika í atvinnumálum á Snæfellsnesi. Meðal frummælenda var Ingólfur Örn Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og fjallaði hann um orkunýtingu til atvinnuuppbyggingar. Ingólfi var tíðrætt um sjávarokuna og sagði í því samhengi að enginn staður væri betur til þess fallinn að hýsa rannsóknar- eða öndvegissetur um íslenska sjávorku en hér. Tengingin væri röstin hér í Breiðafirðinum sem væri einstök á heimsvísu því magnið af sjó sem fer í gegnum röstina þekkist hvergi annarsstaðar í heiminum. Ýmis lönd hafa farið út í virkjun sjávar og nefndi hann Noreg í því tilviki. Að hans mati er sjávarorkan framtíðarauðlind í orkuöflun og er umhverfisvæn og endurnýtanleg. Í mars var flutt þingsályktunartillaga um um rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi. Í umsögn segir Landsvirkjun m.a. að ólíklegt þyki að sjávarorka gegni stóru hlutverki í orkubúskap Íslendinga á næstu áratugum. Landsvirkjun hefur engu að síður eignast 30,32% hlut í Sjávarorku ehf í gegnum hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins í mars s.l. Sjávarorka ehf á sitt heimili í Stykkishólmi Skipavík ehf á 20% hlut en Rarik orkuþróun ehf er með rúmlega þriðjungshlut í fyrirtækinu sem var stofnað árið 2001 hér í Stykkishólmi. Skv. heimasíðu Landsvirkjunar er það „eitt af markmiðum Landsvirkjunar er að vera í fararbroddi í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi. Landsvirkjun hefur styrkt verkefni til rannsókna á nýtingu sjávarorku í gegnum Orkurannsóknasjóð Landsvirkjunar. Með því að gerast hluthafi í Sjávarorku ehf. fær Landsvirkjun tækifæri til að gerast beinn þátttakandi að verkefni þar sem búið er að vinna töluverða undirbúningsvinnu.“ Rannsóknarleyfi var gefið út af Orkustofnun 15. janúar 2010 og gildir til 31. desember 2016. am Eins og flestum er kunnugt þá fór bandaríski stórleikarinn Ben Stiller hér um Stykkishólm í fyrra í leit að tökustöðum fyrir væntanlega stórmynd sína The Secret Life of Walter Mitty. Nú liggur fyrir að einn af tökustöðum myndarinnar verður í Stykkishólmi í september. Þetta staðfestir Helga Margrét Reyndal framkvæmdastjóri True North kvikmyndafyritækisins, sem vinnur að myndinni hér á Íslandi, við Stykkishólms-Póstinn. Tvö erlend tökulið eru væntanleg til Íslands á þessu ári. Stórstjörnurnar Tom Cruise og Ben Stiller verða meðal þeirra sem sækja landið heim en gjaldeyristekjurnar af myndunum tveim gætu numið yfir einum og hálfum milljarði íslenskra króna. Hátt í tvö hundruð manna tökulið mun dvelja á Íslandi vegna myndar Bens Stiller í haust og þegar tökur standa yfir í Stykkishólmi verður öll hersingin á staðnum. Ísland hefur notið sífellt meiri vinsælda hjá tökuliðum frá erlendis frá og hafa Hólmarar ekki farið varhluta af því. Má heita næsta öruggt að 20% endurgreiðslan og gengi krónunnar kemur íslensku kvikmyndafyrirtækjunum til góða í þessu samhengi og skapar öðrum fyrirtækjum atvinnu á meðan á framleiðslu stendur á Íslandi. am Ben Stiller kvikmyndar í Stykkishólmi í haust Opnunartími Í fundargerðum opinberra nefnda og ráða undanfarið má sjá umræðu um opnunartíma og aðgangseyri safna hér í bæ. Þannig má sjá að Héraðsráð samþykkti að hækka aðgangseyri í Norska húsið fyrir árið 2012 í 800 kr. fyrir fullorðna en fyrir börn og ellilífeyrisþega kr. 300 en gjald fyrir fjölskyldu (tveir fullorðnir og tvö börn) verður samtals 1.600 kr. Einnig var samþykkt að Norska húsið yrði opið frá 19.maí til 31. ágúst frá kl. 12-17 alla daga. Bæjarráð og bæjarstjórn samþykktu svo á sínum fundum í síðasta mánuði að hækka gjaldskrá Eldfjallasafnsins og verður gjald fyrir fullorðna kr. 800 en fyrir hópa kr. 600. Eldfjallasafnið opnar 1. maí og verður opið út september frá kl. 11-17. Ekki hefur endanlega verið gengið frá opnun á Vatnasafninu í sumar en að sögn bæjarstjóra verður hann að öllum líkindum óbreyttur, frá kl. 13-18. Verið er að undirbúa og leggja drög að fastri opnun í Stykkishólmskirkju í sumar á vegum Listvinafélags Stykkishólmskirkju í samráði við starfsfólk kirkjunnar. am Vetur senn á enda Í næstu viku kemur út síðasta blað vetrar. Blaðinu verður dreift í öll hús á miðvikudeginum og skilafrestur efnis í það er því á mánudaginn 16. apríl kl. 14

description

14. tbl. 19. árgangur Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær

Transcript of Stykkishólms-Pósturinn 12.apríl 2012

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 12.apríl 2012

SÉRRIT - 14. tbl. 19. árg. 12. apríl 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Landsvirkjun gerist hluthafi í Sjávarorku ehfÁ nýliðinni ráðstefnu sem Samtök atvinnulífsins, Þróunarfélag Snæfellinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóðu fyrir föstudaginn 30. mars s.l. í Stykkishólmi var fjallað um möguleika í atvinnumálum á Snæfellsnesi. Meðal frummælenda var Ingólfur Örn Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og fjallaði hann um orkunýtingu til atvinnuuppbyggingar. Ingólfi var tíðrætt um sjávarokuna og sagði í því samhengi að enginn staður væri betur til þess fallinn að hýsa rannsóknar- eða öndvegissetur um íslenska sjávorku en hér. Tengingin væri röstin hér í Breiðafirðinum sem væri einstök á heimsvísu því magnið af sjó sem fer í gegnum röstina þekkist hvergi annarsstaðar í heiminum. Ýmis lönd hafa farið út í virkjun sjávar og nefndi hann Noreg í því tilviki. Að hans mati er sjávarorkan framtíðarauðlind í orkuöflun og er umhverfisvæn og endurnýtanleg.Í mars var flutt þingsályktunartillaga um um rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi. Í umsögn segir Landsvirkjun m.a. að ólíklegt þyki að sjávarorka gegni stóru hlutverki í orkubúskap Íslendinga á næstu áratugum. Landsvirkjun hefur engu að síður eignast 30,32% hlut í Sjávarorku ehf í gegnum hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins í mars s.l. Sjávarorka ehf á sitt heimili í Stykkishólmi Skipavík ehf á 20% hlut en Rarik orkuþróun ehf er með rúmlega þriðjungshlut í fyrirtækinu sem var stofnað árið 2001 hér í Stykkishólmi.Skv. heimasíðu Landsvirkjunar er það „eitt af markmiðum Landsvirkjunar er að vera í fararbroddi í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi. Landsvirkjun hefur styrkt verkefni til rannsókna á nýtingu sjávarorku í gegnum Orkurannsóknasjóð Landsvirkjunar. Með því að gerast hluthafi í Sjávarorku ehf. fær Landsvirkjun tækifæri til að gerast beinn þátttakandi að verkefni þar sem búið er að vinna töluverða undirbúningsvinnu.“ Rannsóknarleyfi var gefið út af Orkustofnun 15. janúar 2010 og gildir til 31. desember 2016. am

Eins og flestum er kunnugt þá fór bandaríski stórleikarinn Ben Stiller hér um Stykkishólm í fyrra í leit að tökustöðum fyrir væntanlega stórmynd sína The Secret Life of Walter Mitty. Nú liggur fyrir að einn af tökustöðum myndarinnar verður í Stykkishólmi í september. Þetta staðfestir Helga Margrét Reyndal framkvæmdastjóri True North kvikmyndafyritækisins, sem vinnur að myndinni hér á Íslandi, við Stykkishólms-Póstinn. Tvö erlend tökulið eru væntanleg til Íslands á þessu ári. Stórstjörnurnar Tom Cruise og Ben Stiller verða meðal þeirra sem sækja landið heim en gjaldeyristekjurnar af myndunum tveim gætu numið yfir einum og hálfum milljarði íslenskra króna. Hátt í tvö hundruð manna tökulið mun dvelja á Íslandi vegna myndar Bens Stiller í haust og þegar tökur standa yfir í Stykkishólmi verður öll hersingin á staðnum.Ísland hefur notið sífellt meiri vinsælda hjá tökuliðum frá erlendis frá og hafa Hólmarar ekki farið varhluta af því. Má heita næsta öruggt að 20% endurgreiðslan og gengi krónunnar kemur íslensku kvikmyndafyrirtækjunum til góða í þessu samhengi og skapar öðrum fyrirtækjum atvinnu á meðan á framleiðslu stendur á Íslandi.

am

Ben Stiller kvikmyndar í Stykkishólmi í haust

OpnunartímiÍ fundargerðum opinberra nefnda og ráða undanfarið má sjá umræðu um opnunartíma og aðgangseyri safna hér í bæ. Þannig má sjá að Héraðsráð samþykkti að hækka aðgangseyri í Norska húsið fyrir árið 2012 í 800 kr. fyrir fullorðna en fyrir börn og ellilífeyrisþega kr. 300 en gjald fyrir fjölskyldu (tveir fullorðnir og tvö börn) verður samtals 1.600 kr. Einnig var samþykkt að Norska húsið yrði opið frá 19.maí til 31. ágúst frá kl. 12-17 alla daga.Bæjarráð og bæjarstjórn samþykktu svo á sínum fundum í síðasta mánuði að hækka gjaldskrá Eldfjallasafnsins og verður gjald fyrir fullorðna kr. 800 en fyrir hópa kr. 600. Eldfjallasafnið opnar 1. maí og verður opið út september frá kl. 11-17. Ekki hefur endanlega verið gengið frá opnun á Vatnasafninu í sumar en að sögn bæjarstjóra verður hann að öllum líkindum óbreyttur, frá kl. 13-18. Verið er að undirbúa og leggja drög að fastri opnun í Stykkishólmskirkju í sumar á vegum Listvinafélags Stykkishólmskirkju í samráði við starfsfólk kirkjunnar.

am

Vetur senn á endaÍ næstu viku kemur út síðasta blað

vetrar. Blaðinu verður dreift í öll hús á miðvikudeginum og skilafrestur efnis í

það er því á mánudaginn 16. apríl kl. 14

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 12.apríl 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 19. árgangur 12. apríl 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Það var vöffluilmur í lofti við Aðalgötu 20 s.l. laugardag þegar opið hús var í nýjum höfuðstöðvum leirverkstæðisins Leir 7. Hjónin Sigríður Erla og Gunnar buðu gestum og gangandi inn í tilefni af flutningum frá Hamraendum á Aðalgötu 20. Búið er að innrétta gamla verkstæðið og stúka af svo vel henti leirverkstæði og lítilli verslun samhliða, með vörur Leir 7. Sigríður bauð upp á Þara-vöfflur, bláskel, þara og fleira í amboðum sínum sem hún hefur framleitt síðustu ár. Fjöldi manns leit við og fór vel um allt saman í nýja húsnæðinu. Sigríður hyggur á fasta opnun í Leir 7 í framhaldinu og mun áfram taka á móti hópum í heimsókn á verkstæðið. am

Leir 7 flytur um set

Karla- og kvennalið Snæfells eru komin í sumarfrí í körfuboltanum en bæði duttu úr leik í fyrstu umferð úrslitanna. Strákarnir voru slegnir út af Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum 1-2 og stelpurnar í undanúrslitum af Njarðvík 1-3. Þrátt fyrir að það séu vissulega vonbrigði að bæði liðin skyldu detta út strax á fyrsta mótherja þá má hrósa Snæfellspiltum og stúlkum fyrir að hafa ekki gert það baráttulaust. Allir leikirnir voru mjög jafnir þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndum þannig að bæði lið voru mjög nálægt því að komast lengra. Snæfellsstelpurnar hafa aldrei komist lengra, komust í fyrsta sinn í úrslitakeppnina þrátt fyrir ýmis meiðsli og skakkaföll og léku til úrslita í bikarnum, þær geta því verið nokkuð sáttar. Hinsvegar er því ekki að neita að Snæfellsstelpurnar voru að leika mjög vel í úrslitakeppninni og sýndu það í leikjunum gegn Njarðvík að þær áttu fullt erindi í úrslitin og voru grátlega nálægt því að slá Njarðvík út og hefði það tekist þá ...! Snæfellsliðið fór vaxandi með hverjum leik og síðasti heimaleikurinn var frábær þó hann hafi tapast, mikill hraði og áræðni í leik Snæfells, þar sem Hildur

Sumarfrí

StarfsmannafélagDala og Snæfellsnessýslu

Aðalfundur SDS 2012

Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hótel Hellissandi laugardaginn 21.apríl kl.17:00

Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörfÖnnur málGestur fundarins: Guðbjörn Arngrímsson formaður Samflots

Veglegur kvöldverður verður borinn fram að fundi loknum.Regína Ósk syngur og skemmtir fundargestum

Við viljum skora á alla félagsmenn okkar að mæta og njóta góðra samveru í gleði og starfi.Rútuferðir verða til og frá:Búðardal, Stykkishólmi, Grundarfirði og ÓlafsvíkBrottfaratími frá hverjum stað auglýstur síðar.

Mikilvægt er að þið tilkynnið þátttöku hjá trúnaðarmanni eða hafið samband við skrifstofu með a.m.k. viku fyrirvara.Sími:436-1077 Netfang: [email protected]

Með von um að sjá sem flesta!Stjórn SDS

Okkar ástkæri

Jónas Þorsteinssonfrá Ytri Kóngsbakka

sem lést í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 27. mars verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju

laugardaginn 14. apríl kl. 13.

Þeir sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi.

Aðalheiður BjarnadóttirÞorsteinn Jónasson, Kristín Rut Helgadóttir

Bjarni Jónasson, Ólafía HjálmarsdóttirAgnar Jónasson, Svala Jónsdóttir

Guðbjörg Guðbjartsdóttir, Kristinn Einarssonbarnabörn og barnabarnabörn.

Björg Kjartansdóttir fór fremst og sýndi þar enn og aftur að hún er ein efnilegasta körfuboltakona landsins. Snæfellsliðið er nú orðið vel samspilað, hefur safnað vel í reynslubankann og er með góða blöndu eldri og yngri leikmanna. Það er því hægt að fara að setja markmiðið hátt, haldist hópurinn óbreyttur næsta tímabil. Markmiðið í ár var að ná í úrslitakeppnina, með óbreyttum hóp næsta tímabil þá hlýtur markmiðið að verða sett á að ná í bikar eða tvo. Strákarnir voru sveiflukenndari í sínum leikjum í úrslitakeppninni og það varð þeim að falli. Hópurinn sem keyrt var á í vetur var ekki stór og Snæfell eina liðið með aðeins tvo erlenda leikmenn. Til að komast áfram í úrslitakeppninni þurftu allir lykilleikmenn liðsins því að eiga góða leiki en því miður þá varð sú ekki raunin og því fór sem fór en naumt var það, heimaleikurinn vannst en það má segja að Snæfellsliðið hafi kastað frá sér sigrinum í báðum útileikjunum.Það er því lítið annað að gera fyrir leikmenn og stuðningsfólk Snæfells en að bíða eftir næsta tímabili og væntanlega er undirbúningur þegar hafinn hjá Inga Þór þjálfara og hans fólki. srb

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 12.apríl 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 19. árgangur 12. apríl 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

HÚS TIL SÖLU

Garðaflöt 1a93,2 fm. íbúð í steinsteyptu raðhúsi byggðu árið 1980. Íbúðin skiptist í forstofu, samliggjandi stofu og eld-hús, gang, baðherbergi, tvö rúmgóð svefnherbergi og

geymslu. Íbúðin var öll endurnýjuð að innan árið 2008 og var þá m.a. skipt um öll gólfefni og innréttingar. Sólpallur er framan við íbúðina og bílastæði er steypt. Verð kr. 19.000.000,-.

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar:

www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

SjúkraliðarSjúkraliðar óskast til starfa á

Dvalarheimilinu í sumarafleysingar.

Einnig óskast starfsfólk í aðhlynningu og ræstingu .

Umsóknarfrestur er til 25.apríl nk. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Stykkishólmsbæjar – www. stykkisholmur.is og á skrifstofu Stykkishólmsbæjar. Umsóknir berist undirritaðri á Dvalheimili aldraðra, Skólastíg 14 A, 340 Stykkishólmur eða á netfangið [email protected]ýsingar gefur Erla Gísladóttir forstöðukona í síma 4338165 alla virka daga.

Stykkishólmsbær

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Vorvaka Emblu verður í Vatnasafninu síðasta vetrardag, 18. apríl kl. 20:00.

Kristjana Stefánsdóttir, ásamt hljóðfæraleikurunum Tómasi Einarssyni á bassa og Ómari Guðjónssyni á gítar flytja jazz- og blústónlist.

Aðgangseyrir kr. 1.500 kr. Boðið verður upp á hressingu í hléi. Komið og njótið yndislegrar tónlistar í fögru og sérstöku umhverfi. Allir hjartanlega velkomnir.

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 12.apríl 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 19. árgangur 12. apríl 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Hesteigendafélag Stykkishólms stóð fyrir páskamóti á föstudaginn langa á skeiðvellinum við hesthúsin. Góð þátttaka var í mótinu og gestir fjölmargir. Mótið var styrkt af Góu og heppnaðist mjög vel. Keppt var í unglingaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Sérstakur barnaflokkur var einnig og fengu allir verðlaun þar fyrir þátttöku.Dómarar á mótinu voru Andrés Kristjánsson og Óðinn Benediktsson, báðir reyndir hestamenn. Úrslit voru þessi:

Unglingar: 3.sæti Gerður Silja Kristjánsdóttir 2. sæti Anna Soffía Lárusdóttir 1. sæti Hrefna Rós Lárusdóttir

Kvennaflokkur:3. sæti Vaka Ólafsdóttir 2. sæti Nadine E. Walter1. sæti Sigríður Sóldal

Karlaflokkur: 3. sæti Valentínus Guðnason 2. sæti Eiríkur Helgason 1. sæti Lárus Hannesson

Litlu alþjóðaleikarnir í badminton um páskana Páskamót HEFST

Litlu alþjóðaleikarnir í badminton voru haldnir í þriðja sinn á Skírdag. Dagurinn hófst á undirritun tímamótasamnings við Daða Sigurþórs en við höfum lengi reynt að ná honum að samningaborðinu. Ómetanlegt fyrir félagið að landa þessum samningi. Daði samdi um að spila í fatnaði sem móðir hans geymir, en um er að ræða ýmsar gersemar eins og Don Cano galla frá 1985! En að keppninni í ár. Búningakeppnin hefur aldrei verið flottari en af öðrum ólöstuðum tók Beggi Smára þann vinning með sér heim í brúðarkjólnum af konunni sinni. Árni Ásgeirs fékk þann heiður að vera þreyttasti leikmaðurinn en sá sem var fallegastur á velli og sýndi mest hold var Daði Sigurþórs.Í fyrsta sæti í piltaflokki var svo Kári Þórðarson Söru Sædal, en hann rétt marði Egil Egils í úrslitaleiknum og í því þriðja tók Daði vin sinn Adda Páls og kenndi honum einn tvo hluti og hirti af honum vinningssætið! Hildur Sig kom í Hólminn til að vinna titla og tók hún fyrsta sætið í stúlknaflokki. Helga Sveins atvinnublakari endaði því í öðru sæti sér til mikillar gremju en tók þó við verðlaununum með sæmd! Fulltrúi Dana í keppninni, Linda María Nielsen var svo í þriðja sæti en hún gerði sér ferð úr Grundarfirði til að taka þátt í þessu móti og gerði það með glæsibrag! Myndir frá mótinu eru á facebook síðu Íþróttafélagsins LínBergs Takk fyrir gott mót allir! Sjáumst að ári. Berglind og Elín

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 12.apríl 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 19. árgangur 12. apríl 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

ATVINNAEftirfarandi starfsmenn vantar í sumar.:

Stýrimaður ferjan Baldur.:Starfsreynsla og nám:Réttindi sem Y-stýrimaður á farþegaskip yfir 1500 brl.Öll námskeið sem nauðsynleg eru fyrir þessa stöðu sem og STCW A-V/2 og A-V/3. Hafa vald á talaðri ensku auk íslensku.

Skipstjóri á Særúnu.Starfsreynsla og nám:Réttindi sem skipstjóri á farþegaskip yfir 200 brl.Öll námskeið sem nauðsynleg eru fyrir þessa stöðu sem og STCW A-V/2 og A-V/3. Hafa vald á talaðri ensku auk íslensku.Hafa góða staðgóða siglingarkunnáttu á innanverðum Breiðafirði.

Bryggjumann við ferjuna Baldur.Hlutastarf í sumar. Vinnuvélaréttindi æskileg en ekki nauðsynleg.

Munum líka ráða einn eða tvo unglinga til aðstoðar á bryggjunni.

Upplýsingar á skrifstofu Sæferða 433 2254 eða hjá Pétri Gsm 864 8865 netfang: [email protected]

SUMARDAGURINN FYRSTI! Fimmtudaginn 19. apríl ætlum við

að fagna komu sumars. • Dagskráin hefst kl. 13:00 með víðavangshlaupi

frá Grunnskólanum fyrir 1. til 10. bekk.Hver bekkur mun hlaupa vegalengd við hæfi.Verðlaun fyrir frumlegasta búninginn!Að loknu hlaupi verður boðið upp á pylsu og svala fyrir þáttakendur.

• Hestamenn mæta á svæðið með fáka sína og leyfa börnum að fara á hestbak.

• Slökkviliðið mun liðka tækjabúnaðinn í tilefni dagsins og verður á staðnum, tilvalið að nota tækifærið og leyta ráða varðandi eldvarnir hjá þessum eldhetjum okkar.

Ferðafélag Snæfellsness

Aðalfundur

Aðalfundur Ferðafélags Snæfellsness verður

haldinn mánudaginn 16. apríl kl: 20:00 í

Sögumiðstöðinni í Grundarfirði.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

Námskeið í Vélgæslu í Snæfellsbæ

Námskeiðið gefur réttindi á 750 kW (1000 hö) vélar á bátum allt að 12 metrar á lengd.

Tekin eru 3 próf á námskeiðinu og 4 verkefni skrifleg og verkleg leysa nemendur undir stjórn kennara. Kennt verður frá 13.apríl til 19.apríl frá kl. 9:00-17:00. Námsefni er Kennslubók í vélgæslu eftir Guðmund Einarsson. Þegar nafnalisti liggur fyrir er nemendum send kennslubók. Verð á námskeiðinu er 85.000 kr.

Skráning fer fram í Átthagastofu Snæfellsbæjar í síma 433 6929 eða á [email protected] - einnig er hægt að skrá sig á vef Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi www.simenntun.is eða í síma 437 2390.

Athugið að lámarksþátttaka til að námskeiðið verði haldið er 10 aðilar.

ÁTAK - líkamsrækt -

Fit-pilates – Þjálfar djúpvöðva líkamans. Kennt: mánudaga og miðvikudaga kl.16:15

Bland í poka – Fjölbreytt og skemmtilegt námskeið sem fer fram bæði innan og utandyra. Hentar öllum. Kennt: Mánudaga og miðvikudaga kl.17:15

Zumba – Hörku brennsla, mikið stuð. Kennt: mánudag og miðvikudag kl. 18:15

Spinning – Hressandi tímar í morgunsárið. Kennt: mánudaga og fimmtudaga kl. 6:05

Námskeiðin eru öll í 4.vikur og kosta 10.500 kr. Skráning og frekari upplýsingar hjá Fríðu í síma 866-7702 eða í e-mail [email protected]

Síðustu námskeiðin fyrir sumariðhefjast mánudaginn 16. apríl

Fögnum sumri og eigum ánægjulega stund saman. Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 12.apríl 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 19. árgangur 12. apríl 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Strákarnir á Starfsbraut Fjölbrautarskóla Snæfellinga tóku þátt í söngvakeppni starfsbrauta sem haldin var fimmtudaginn 29.mars sl. í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Óhætt er að segja að strákarnir hafi staðið sig frábærlega en 12 skólar tóku þátt í keppninni en 18 skólar voru mættir í heildina. Fjölbrautarskóli Snæfellinga lenti í þriðja sæti sem verður að teljast frábær árangur þar sem skólinn hefur aðeins einu sinni áður sent þátttakendur. Strákarnir sungu slagarann “It’s my life” sem Bon Jovi gerði frægt fyrir nokkrum árum. Mjög stífar æfingar voru fyrir keppnina og smíðuðu strákarnir sameiginlega bassa og gítar til þess að hafa í atriðinu. Sviðsframkoma þeirra féll vel í dómara og áhorfendur því strákarnir fengu frábærar viðtökur, dómnefndin hafði einnig orð á því hversu margir þátttakendur voru frá skólanum en 7 af 8 nemendum tóku þátt. Nemendur hlutu bikar og inneign á tónlist.is að launum. Eftir keppnina dönsuðu svo allir fram undir miðnætti áður en haldið var heim á leið. Nemendur brautarinnar voru skólanum til sóma og eiga hrós skilið fyrir frábært atriði. Strákar þið eruð bara frábærir !!!

Sigríður G ArnardóttirDeildarstjóri starfsbrautar

Í þriðja sæti HugmyndabankinnNú 1. apríl var komið að því að losa hugmyndabankann í þriðja sinn. Upp komu 8 miðar sem innihéldu eftirfarandi óskir/hugmyndir.

- Virkja heimsóknarvini og dýravini hjá Rauða krosssinum.- Koma upp Rauða kross búð.- Súgandisey. Gaman væri að kanna möguleika á að lýsa

upp Súgandisey. Það mætti gera með því að staðsetja ljóskastara fyrir neðan hamrabeltið og láta þá lýsa upp klettana. Hægt væri að hafa mismunandi liti á lýsingunni t.d. rautt á Dönskum dögum og bleikt í október.

- Þurrkari fyrir sundbuxur. Víða í sundlaugum má finna þar til gerða þurrkara fyrir sundbuxur. Þetta er einföld og sniðug hugmynd sem ætti ekki að vera dýr í framkvæmd. Það er auðsynlegt að halda sundlauginni í toppástandi því þar slær lífæð Stykkishólms.

- Hátíð 19 júní. (Allavegana eitt athriði í tilefni dagsins) t.d. stelpukaffi.

- Taka þátt í Heilsuhlaupi krabbameinsfélagsins.- Hugmynd. Þessi venjulegu „útihátíðarhöld“ hjá bænum

t.d. 17. júní verði færð inn, höfum nóg húsnæði, þetta hefur alla tíð verið til skammar og fólki til skaða að norpa úti í skíta kulda, fyrir hefur komið að aðal ræðumaður dagsins hefur staðið einn eftir og hríðskolfið. Inni er hægt að halda glæsilegar skemmtanir öllum til gleði og sóma. Bæjarbúi.

- Hreinsunardagur. Gaman væri að halda hreinsunardag þar sem Hólmarar kæmu saman og myndu ganga strandlengjuna í nánasta umhverfi Stykkishólms og tína rusl. Hreinsunin mætti vera frá Vogsbotni í átt að bænum og eins frá gömlu ruslahaugunum. Hægt væri að skipta hópnum í tvennt og byrja á hvorum staðnum fyrir sig. Þetta átak þarf ekki að kosta mikla peninga en gaman væri að bjóða öllum í sund á eftir eða í grillveislu. Það er full þörf á átaki sem þessu og vel hægt að framkvæma það fyrir sumarið.

Þessum miðum var komið til starfsmanna ráðhússins. Hanna Jónsdóttir

Óskað er eftir leiguhúsnæði fyrir einstakling í Stykkishólmi frá lok maí 2012 til september 2012. Upplýsingar í síma 867-8673 eða á netfangið [email protected]

Á einhver gamlan bókaskáp eða gamlar bóka-/tréhillur? Má vera orðið gamalt og lúið! Sé svo bið ég viðkomandi að hafa samband við mig í síma 438-1613/866 6980 Inga Gísla.

Smáauglýsingar

Aðalfundur Eflingar StykkishólmsVerður haldinn á Hótel Stykkishólmi mánudaginn 16. apríl kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf.ÖR-fyrirlestrar (2- 4 mín) um ýmis brýn málefni. (Danskir dagar, Eden verðlaunin, gönguleiðir, opnunartími safna, ráðning framkvæmdastjóra, verkefni í boði fyrir einstaklinga, samstarf við Atvinnumálanefnd Stykkishólms, heimasíða Eflingar, samhristingur, upplýsingamöppur, Unaðsdagar o.fl.)Fyrirspurnir í framhaldi af ör- fyrirlestrunum.Allir félagar - og einnig aðrir áhugasamir um málefni til eflingar Stykkishólms á alla vegu - eru velkomnir.

Stjórnin

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 12.apríl 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 19. árgangur 12. apríl 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Listvinafélag Stykkishólmskirkju

Orgeltónleikar

Zolt Kantór leikur á Klaisorgel Stykkishólmskirkju

sunnudaginn 15. apríl kl. 17

J. S. Bach: Fantasia og fúga í g-mollJ. S. Bach: O Mensch, bewein’ dein’ Sünde GrossL.Vierne: Scherzo

P. Cochereau: March de roi toccata

Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir.

Útkeyrsludeild Póstsins óskar eftir að ráða bílstjóra. Um er að ræða akstur

frá Stykkishólmi og afleysingar í akstri á Snæfellsnesi.

Vinnutími er frá 10.00 til 15.00 á virkum dögum*(*nema um afleysingadaga sé að ræða þá er vinnutími frá 7.30 og fram eftir degi).

HæfniskröfurReynsla og/eða jákvætt viðhorf til þjónustustarfa æskileg.

Lágmarksaldur er 20 ára á árinu.Ökuskírteini í gildi, fullnaðarskírteini.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf samkvæmt samkomulagi.

Senda skal umsóknir á Ragnheiði Valdimarsdóttur

í netfangið [email protected]

Bílstjóra vantar

HelgafellskirkjaMessa verður sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl, kl. 11Fermt verður í messunni.Fermdur verður:Almar Njáll Hinriksson, Silfurgötu 32

Verklýðsfélag Snæfellinga auglýsir:

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl kl 17.00 í húsi félagsins að

Þvervegi 2 Stykkishólmi.

Venjuleg aðalfundarstörf

Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Veitingar verða á fundinum.

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 12.apríl 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 19. árgangur 12. apríl 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

www.narfeyarstofa.is & FacebookSími 438-1119 [email protected]

Stykkishólmsbær - Sumarstörf 2012

Sumarstarfsmenn óskast til starfa hjá Stykkishólmsbæ í eftirtalin störf:

• Starfsmenníáhaldahúsi• VerkstjóriVinnuskóla• FlokkstjórarviðVinnuskólann• StarfsmaðuríVatnasafni

Umsóknarfrestur er til 24. apríl nk.

Vinnuskólinnbyrjar5.júníogermætingkl.8:00viðÁhaldahúsStykkishólmsbæjar,Nesvegi7.UmsóknareyðublöðumVinnuskólaverðurdreiftígrunnskólanumíapríl.

NánariupplýsingargefaGyðaSteinsdóttir,bæjarstjóriogHögniHögnason,bæjar¬verkstjóri.

VegnasumarstarfsíVatnasafninuveitirGyðaSteinsdóttir,bæjarstjóriogRagnheiðurÓladóttir,forstöðumaðurAmtsbókasafnsins nánari upplýsingar.

Umsóknareyðublöðfyrirsumarstörfmánálgastábæjar¬skrifstofuaðHafnargötu3ogáwww.stykkisholmur.isundirStjórnsýsla/Skjalasafn-Fundargerðir/Eyðublöð-Umsóknir.

Bæjarstjóri

Undanfarna mánuði hafa kraftar okkar farið í að

bæta og breyta en nú sjáum við fyrir endann á því

og hellum okkur af fullum krafti í að auka enn

frekar þjónustuna. Við þökkum góðar viðtökur

við auglýsingum eftir starfsfólki og höfum þegar

ráðið í allar stöður. Því höfum við tök á að auka

við opnunartímana fyrr þetta vorið en áður. Frá

og með þessari viku verður, tvískipt opnun alla

virka daga, hádegi frá kl 11:30 og kvöld frá kl. 18.

Um helgar er opið allan daginn frá kl. 12. Vonum

við að þessa aukna þjónusta komi sér vel fyrir

viðskiptavini okkar og verði vel nýtt.

Hlökkum til að sjá ykkurKveðja, Gunni, Selma og starfsfólk.