Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

26
Rannsókn á lestrarvenjum og viðhorfum barna til lesturs og notkun barnabókmennta í skólastarfi Guðmundur Engilbertsson LNÁ0155

description

 

Transcript of Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

Page 1: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

Rannsókn á lestrarvenjum og viðhorfum barna til lesturs og notkun barnabókmennta í skólastarfi

Guðmundur EngilbertssonLNÁ0155

Page 2: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

Markmið og fyrirætlanir

• Markmiðin:– greina stöðu og hlutverk barnabókmennta í kennslu, námi og

daglegu lífi barna á aldrinum 8–11 ára og miðla þeirri þekkingu. – greina og bera saman lestrarvenjur evrópskra barna.– bera saman náms- og kennsluaðferðir og stöðu bókmenntalesturs

meðal barna.– safna gögnum fyrir frekari rannsóknir og þróunarstarf á þessu sviði. – búa til vefsíðu til að kynna niðurstöður og skapa umræðuvettvang

um efnið. – halda ráðstefnu um efnið og verkefnið fyrir evrópskt fræðifólk og

kennara. – gefa út leiðbeiningar um kennslu, viðmið um val á lesefni til kennslu

og leiðir til að vekja evrópskt samfélag til aukinnar vitundar um gildi lesturs og barnabókmennta.

Page 3: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

Rannsóknaraðilar

• Háskólinn á Akureyri Guðmundur Engilbertsson og Kristín Aðalsteinsdóttir

• University of the West of England Bristol Catherine Butler, Penelope Harnett, Elizabeth Newman og

Jane Carter

• Universidad de Murcia Purificatión Sánches og Pascualf Perez

• Gazi Universitesi Ancara Ayten Kiris og Hamza Keles

Page 4: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

Samstarfið í upphafi

• Fyrsti fundur á Spáni í nóvember 2009– Rannsakendur kynntu væntingar sínar til

verkefnisins– Mótuð var rannsóknarhugmynd með markmið

rannsóknar og væntingar rannsakenda í huga– Skilningur á hugtökum ræddur (mjög mikilvægt)• T.d. hugtök eins og fjölmenning og lesskilningur

– Umræða um lykilþætti í rannsókn • Megindleg og eigindleg gagnaöflun

Page 5: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

Samstarf og aðgerðir

• Annar fundur á Íslandi í febrúar 2010– Undirbúningur að framkvæmd– Mótun spurningalista og viðtalsramma– Ákvarðanir vegna framkvæmdar

• 25–50 kennarar og 600–1000 nemendur í hverju landi• 6 rýnihópar nemenda (4 í hverjum hópi) og 2 rýnihópar kennara (6

í hvorum hópi) í hverju landi• Áætlun um forprófun og lokagerð spurningalista og viðtalsramma

– Framkvæmd í apríl og maí• Forprófun og rannsókn• Viðtöl og veflæg könnun (Survey Monkey)

Page 6: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

Samstarf og úrvinnsla

• Þriðji fundur í Tyrklandi í október 2010– Helstu niðurstöður í

hverju landi og í heild ræddar

– Gagnaúrvinnsla og álitamál

– Efnisgrind skýrslu og skipulag skrifa

– Umræða um kennsluefnið• Continious Professional

Development Packages (cpd-packs)

Page 7: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta
Page 8: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

Samstarf og niðurstöður

• Fundað í Bristol– Farið yfir áfangaskýrslu– Niðurstöður skoðaðar og

tengdar saman – lokahönd lögð á greiningu gagna

– Lokaskýrslan rædd, form og inntak, samræmi o.s.frv.

– Kennsluleiðbeiningar– Tímaáætlun á vinnu fram

að skilum skýrslu

Page 9: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

Vefsíða og afurðir

• Vefsíða rannsóknarverkefnis– http://www.um.es/childrensliterature/site/

• Kennsluleiðbeiningar– http://www.um.es/childrensliterature/site/mod/resource/

view.php?id=311 • Skýrsla– http://www.um.es/childrensliterature/site/file.php/1/

Deliverables/LTCL_final_Report.pdf • Einnig á vefsíðu miðstöðvar skólaþróunar– http://www.unak.is/static/files/Skolathrounarsvid/

lokaskyrsla%20LTCL.PDF

Page 10: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

Meginniðurstöður

• Börn – nemendur – Marktæk fylgni milli bókakosts á heimili og áhuga

barna á lestri. Bakgrunnsbreytan sem hefur mest áhrif á svörun barna.

– Mikill meirihluti barna í Tyrklandi (80%) segist elska að lesa en aðeins þriðjungur íslenskra barna• Það kann að skýrast af orðalagi spurningar, við getum okkur

til að orðalagið að elska eitthvað hafi aðra merkingu hér á landi en annarstaðar – nær lagi hefði verið að orða svarmöguleikann á annan veg, t.d. líkar mjög vel.

– Mynd 12

Page 11: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh

– Áhugi barna á lestri er nokkuð breytilegur eftir landi, kyni og aldri. Stúlkur virðast áhugasamari um lestur en drengir og þá virðist lestraráhugi dvína eftir aldri. • Mynd 13 og 14

– Um 7–10% nemenda, óháð landi, kyni eða aldri hefur ekki áhuga á að lesa og við getum okkur þess til að það séu börn sem eigi við lestrarerfiðleika að stríða þótt fleiri skýringar kunni að vera á því.

Page 12: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh

– Börnin lesa að meðaltali rúman hálftíma á dag, þau eldri aðeins lengur en þau yngri. Athygli vekur að íslensku börnin eru barna óvissust um þann tíma sem þau verja í lestur á dag – um helmingur segist ekki átta sig á því. • Mynd 16 og 17

– Líklega er lestur í fastari skorðum annars staðar – lestur sem hefur tíma og stað

– Íslensku börnin lesa frekar að eigin frumkvæði eða ekki eins venjubundið og börn annars staðar.

Page 13: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh

– Íslensk börn virðast oftast barnanna venja komur sínar á bókasöfn, einkum til að velja sér bækur. Mjög fá börn á Íslandi fara ekki á bókasafn – aðeins um 10% miðað við um 25–30% barna annars staðar. • Mynd 19

– Aðgengi að almenningsbókasöfnum og skólabókasöfnum hér á landi virðist mjög gott, sérstaklega þegar miðað er við Tyrkland

Page 14: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh– Niðurstöður sýna að börn eru mjög sjálfstæð hvað val lesefnis

varðar. • Mynd 20

– Mestur áhugi á lesefni á áhugasviði, skemmtilegt efni, efni sem þau þekkja, t.d. bókaflokka eða höfunda. • Mynd 18, 23, 24

– Meirihluti sækir í að lesa aftur bækur sem þau hafa lesið, til að endurnýja upplifun sína og þá segjast þau læra eitthvað nýtt. • Mynd 21 og 22 og opin svör• Rannsóknir benda til þess að endurlestur geti eflt lestraröryggi yngri

nemenda auk þess sem upplifunin getur styrkt skemu sem nemandi byggir upp í huga sér af efninu

Page 15: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh

– Börn vilja bækur sem leika á tilfinningastrengina• Kitla hláturtaugar, eru ánægjulegar og spennandi• Þar sem þau upplifa sögupersónur sem vini• Ævintýri, fantasíur, skemmtilegar sögur• Mynd 25 og 29

– Sögupersónur geta verið alls konar• Töfraverur, ævintýraverur• Dýr• Önnur börn

– Stúlkur vilja frekar að það séu stúlkur og drengir vilja að það séu drengir

• Mynd 26 og 27

Page 16: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh

– Mikill meirihluti barna (minnst 70% og mest 96%) hefur yndi af að vinna með barnabókmenntir sem efnivið í skólastarfi. • Þeim finnst þau auka veraldlega þekkingu sína, fá nýjar hugmyndir

til að hugsa um og læra ný orð• Mynd 33

– Íslensk börn skrifa sjaldnar (ríflega 50%) um það sem þau lesa í skólanum en börn í hinum löndunum þremur (80–90%). • Þarf ekki að þýða að minni áhersla sé lögð á ritun hér en

annarstaðar en bókmenntir virðast alla vega ekki vera efniviður eða grunnur að ritun í jafn ríkum mái hérlendis

– Hvað segið þið um það?

Page 17: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh

– Athygli vekur að íslensk börn virðast síður en önnur börn telja sig læra að mynda sér skoðanir á lesefni, að lesa fjölbreytt efni, að tengja saman mismunandi lesefni og finnast lesturinn gagnlegur • Mynd 34, sjá öll löndin

– Ástæðan hlýtur að tengjast vinnubrögðum í skólanum, þ.e. hvernig unnið er með bókmenntir og texta.

– Eða hvað segið þið?

Page 18: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

Umræða

• Hvernig viljið þið túlka í heild niðurstöður hér að framan með lestrarhvetjandi eða læsisstyðjandi umhverfi í huga?– Ræðið 2 til 4 saman og hafið þess vegna í huga

draumaskóla eða draumaaðstæður.– Setjið saman stutta greinargerð – yfirlýsingu eða

stefnumörkun (þið getið tínt fleira til en niðurstöður úr rannsókninni).• Hafið skoðanir! Takið afstöðu!

Page 19: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh

• Kennarar – Í öllum löndunum lesa kennarar oft og títt fyrir nemendur

sína, einkum í því skyni að efla áhuga þeirra á lestri. • Mynd 44, 63

– Þeir segja auk þess að nemendur lesi mikið í skólanum• Mynd 62

– Kennurum finnst mikilvægt að lesa og kynna bækur sem breikka sjóndeildarhring barnanna, sem efla hugsanlega skilning barna á sjálfum sér, fela í sér siðferðileg og tilfinningaleg leiðarstef og yfirhöfuð að börn kynnist góðum bókmenntum.• Mynd 50, 51, 52, 53

Page 20: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh

– Kennarar nota barnabókmenntir einnig til:• Að efla orðaforða barna (sérstaklega á Íslandi), efla

leikni í tungumálinu, kenna lestur, efla lesskilning og til skemmtunar• Mynd 44

– Oft marktækur munur milli landa, stundum eftir kyni og aldri

– Íslenskir kennarar og eldri kennarar líklegri en þeir yngri til að mæla með bókum eftir höfunda sem taka á málefnum er varða börn• Mynd 58

Page 21: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh

– Kennarar telja almennt að kennarar og foreldrar beri ábyrgð á að efla áhuga barna á bókmenntum og lestri en kennarar á Spáni, í Englandi og í Tyrklandi telja að fleiri bera slíka ábyrgð, s.s. systkini, fjölmiðlar, bekkjarfélagar og vinir – en undir það taka ekki íslenskir kennarar.• Myndir 65, 66, 67, 69, 70• Þennan mun er mjög áhugavert að skoða frekar – er talið að

ábyrgð helstu forsjáraðila barna firri aðra ábyrgð hérlendis? Er litið frekar á þetta sem samábyrgð annars staðar?

– Hvað haldið þið?

Page 22: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh

– Á Englandi og Spáni tengja kennarar notkun barnabókmennta við ákvæði námskrár (96–100%) en einungis ríflega helmingur kennara á Íslandi og í Tyrklandi.

– Er ástæða til að skýra stöðu barnabókmennta í námi og kennslu í aðalnámskrá?

Page 23: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh

– Enskir kennarar virðast nota barnabókmenntir með fjölbreyttari hætti en aðrir kennarar.

– Aðrir kennarar virðast leggja höfuðáherslu á lesskilning og þætti er varða lesturinn sjálfan en enskir kennarar nota efniviðinn til að víkka sjóndeildarhring barna, efla sjálfskilning þeirra og tengja börn og veruleika þeirra við bókmenntir.

Page 24: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh

– Tyrknesku kennararnir fá minni fræðslu um barnabókmenntir í sínu kennaranámi eða í gegnum sí- og endurmenntun að námi loknu. Þeir eru auk þess yngri og reynsluminni en aðrir kennarar. • Myndir 38, 39 og 41, 42• Kennarar fræðast um bókmenntir og kennslu í

kennaranámi og sí- og endurmenntun. Hvernig er því háttað hér á landi að ykkar mati? Hvaða fræðslu hafið þið t.d. fengið eða sjáið fram á að fá?

Page 25: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh

– Íslensku kennararnir virðast fylgjast mjög vel með útgáfu barnabóka og kynna sér þær – mun frekar en aðrir kennarar.• Frétta af þeim, lesa bæklinga ..• Lesa bækurnar

– Aðeins ríflega helmingur íslensku kennaranna segja að í skólastofunum séu leskrókar eða leshorn en slíkt virðist nánast alsiða í hinum löndunum þremur (yfir 90%).• Mynd 55

Page 26: Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta

frh

• Hugleiðingar um – lestur, áhugahvöt, lestrarhvetjandi

umhverfi/skilyrði– aðferðir til að efla samræðu til náms, ritun,

lesskilning og orðaforða

– Draumaskólinn? Hvernig býr hann að þessu?