Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

56
1961 - 2011 Öldutúnsskóli ára afmælisrit Meðal efnis í blaðinu: Pistill frá skólastjóra Skólasöngurinn og einkunnarorð skólans Skólastjórar Öldutúnsskóla Minningar fyrrverandi kennara Hátíðarhöld og sýning í tilefni afmælisins Innra starf List- og verkgreinar Af starfsemi Foreldrafélags Öldutúnsskóla Viðtal við nemendur af erlendum uppruna Byggingarsagan - stiklað á stóru Verðlaunasögur eftir nemendur Myndir úr skólalífinu Virðing - Vellíðan - Virkni ÖLDUTÚNSSKÓLI

description

Skólablað Öldutúnsskóla, gefið út af tilefni 50 ára afmælis skólans 2011

Transcript of Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

Page 1: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

1961 - 2011Öldutúnsskóli

ára afmælisrit

Meðal efnis í blaðinu: Pistill frá skólastjóra

Skólasöngurinn og einkunnarorð skólans

Skólastjórar Öldutúnsskóla

Minningar fyrrverandi kennara

Hátíðarhöld og sýning í tilefni afmælisins

Innra starf

List- og verkgreinar

Af starfsemi Foreldrafélags Öldutúnsskóla

Viðtal við nemendur af erlendum uppruna

Byggingarsagan - stiklað á stóru

Verðlaunasögur eftir nemendur

Myndir úr skólalífinu

Virðing - Vellíðan - Virkni

ÖLDUTÚNSSKÓLI

Page 2: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

2

Efnisyfirlit

Myndir úr skólalífinu

Jákvæður og metnaðarfullur skólabragur ........................................ 3

Starfsfólk skólans skólaárið 2011 til 2012 .......................................... 4

Skólasöngurinn og einkunnarorð skólans ......................................... 5

Skólastjórar Öldutúnsskóla ............................................................... 7

Öldutúnsskóli 50 ára - minningar Sigríðar Þorgeirsdóttur kennara..... 8

Hátíðarhöld og sýning í tilefni afmælisins ...................................... 10

Fyrstu árin okkar í Öldutúnsskóla - minningar Önnu Maríu

Pálsdóttur og Dóru Pétursdóttur kennara ........................................ 13

Skólastjórar Öldutúnsskóla ............................................................. 15

Nemendafélagið ............................................................................ 17.

Innra starf ...................................................................................... 18

List- og verkgreinar ........................................................................ 28

Af starfsemi Foreldrafélags Öldutúnsskóla ...................................... 34

Árin mín í Öldutúni - Sesselja G. Sigurðardóttir kennari .................. 36

Öldutúnsskóli 50 ára - kveðja frá Stínu Gísla kennara ..................... 38

Viðtal við nemendur af erlendum uppruna .................................... 40

Skólastjórar Öldutúnsskóla ............................................................. 41

Heimilisfræði ................................................................................. 42

Byggingarsagan - stiklað á stóru .................................................... 44

Skólastjórar Öldutúnsskóla ............................................................. 47

Verðlauna sögur eftir nemendur ...................................................... 49

Grasið hinum megin - smásaga ...................................................... 50

Öðruvísi ástarsaga - smásaga ........................................................ 51

Ábyrgðarmaður: Erla Guðjónsdóttir, skólastjóri.

Efnisöflun: Erla Guðjónsdóttir, Hulda Björnsdóttir, Kristín H. Thorarensen, Þorgerður Jónsdóttir og Þóra Jónsdóttir.

Myndir: Starfsfólk Öldutúnsskóla, Vigfús Hallgrímsson, Jóhann Guðni Reynisson, Haukur Helgason.

Umbrot: Ágústa S. Guðjónsdóttir.

Prentun: Prentmet

Útgefið í apríl 2012

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla

Page 3: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

3

Frá skólastjóra

Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Hér starfar fram­sækið og jákvætt starfsfólk og nemendur, áhugasamir og styðjandi foreldrar og starfsandinn mjög góður. Á þessum rúmlega sjö árum sem liðin eru af minni starfstíð hefur skólastarfið haldið áfram að þróast og margt drifið áfram af óbilandi eljusemi starfsfólks, nemenda og foreldra.

Af ýmsu er að taka sem gert hefur verið á þessum tíma, en hæst ber að mínu mati innleiðing á kerfi sem er áætlun gegn einelti, Olweusarverkefnið, sem við höfum unnið eftir og þróað áfram m.a. með þeim áþreifanlega árangri að nú er mun opnari umræða um eineltismál, framkomu og rétt allra til virðingar í samskiptum. Við höfum viðamikið öryggisnet sem á að fanga þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna áreitis og óvirðingar sem þeim er sýnd. Það sýndi sig þegar við fórum að innleiða SMT skólafærniverkefnið að eineltiskerfið og vinnubrögð tengd því er afar góður stuðningur við markmið SMT.

Endurskoðuð skólastefna leit dagsins ljós sn emma árs 2006 og einkunnarorð skólans VIRÐING – VELLÍÐAN – VIRKNI unnin úr gögnum foreldra og starfsmanna af skólaþingi haustið 2005. Við höfum haldið áfram að endur skoða og þróa kennsluhætti í

Jákvæður og metnaðarfullur skólabragur

takt við tímann, ásamt námsmati og nú síðast heima­námsstefnu í samvinnu við foreldra. Samstarf við foreldra og þátttaka þeirra í skólastarfinu hefur verið mikil og er ég þakklát fyrir stuðning og ræktar semi sem foreldr ar hafa sýnt skólanum.

Þetta blað er gefið út í tilefni af 50 ára starfsafmæli skólans og endurspeglar mjög margt úr starfinu. Hér eru raddir fyrrverandi kennara og sýnishorn af ýms­um aðstæðum í daglegu starfi og verkum nemenda. Af mjög mörgu er að taka í hálfrar aldar sögu skólans og verður henni ekki gerð nákvæm skil í einu blaði. Við tæpum á ýmsu og við upprifjun er ljóst að saga skólans er glæsileg og þeir sem eiga hlut í henni geta verið stoltir af því starfi sem hér hefur verið unnið á þessari hálfu öld. Við lítum með virðingu og þakk­læti til þeirra allra.

Stærsta og mikilvægasta markmið okkar er að nem­endum líði vel í skólanum, þeir fái notið bernsku sinnar í öruggu og traustu umhverfi þar sem hlustað er á þá, þeir fái að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt og sjálfsmynd þeirra styrkt eins og best verður á kosið. Að því keppum við öll í náinni samvinnu við for­eldra og skólayfirvöld í bænum.

Það var með stolti og eftirvæntingu sem ég tók við stjórn Öldutúnsskóla haustið 2004. Að fá tækifæri til að vinna við stofnun eins og þennan öfluga og rótgróna skóla var áskorun sem mér þótti afar áhugaverð.

Erla Guðjónsdóttir, skólastjóri

Page 4: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

4

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Aftasta röð frá vinstri:Andrea Eðvaldsdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir, Jóhanna Þórunn Egilsdóttir, Eva Egilsdóttir, Edda Rún Jónsdóttir, Sigþór Örn Rúnarsson, Flóki Árnason, Hrönn Guðríður Hálfdánardóttir, Gunnar Bjartmarsson, Halldóra Pálmarsdóttir, Sverrir Marinósson, Þóra Flygenring.

Næst aftasta röð frá vinstri:Þóra Gísladóttir, Guðrún Helga Kristjánsdóttir, Drífa Heiðarsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Edda Rut Eðvalds­dóttir, Sigurborg Geirdal, Hulda Björnsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Helga Guðlaug Einarsdóttir, Brynhildur Auðbjargardóttir, Sigurveig Sjöfn Einarsdóttir, Jónína Marteinsdóttir.

Miðjuröð frá vinstri:Nanna Kristjana Traustadóttir, Kristín Hildur Thorarensen, Júlíus Már Þorkelsson, Sigurveig Þormar, Sigríður Björg Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Margrét Lilja Pálsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Jóhanna Elín Stefánsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Þóra Kristinsdóttir, Margrét Árnadóttir.

Næst fremsta röð frá vinstri:Edda Lilja Guðmundsdóttir, Elín Árnadóttir, Sigríður Ingadóttir, Anna Lára Pálsdóttir, Þorgerður Jóns dóttir, Rósa Sigurbergsdóttir, Ragnheiður Ingadóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Stefanía Rósa Guðjónsdóttir, Hildi­gunnur Bjarnadóttir, Hrefna Guðmundsdóttir.

Fremsta röð:Fjóla Rögnvaldsdóttir, Kolbrún Kjartansdóttir, Hjálmfríður R. Sveinsdóttir, Erna Friðriksdóttir, Erla Guðjónsdóttir, Valdimar Víðisson, Margrét Sverrisdóttir, Leifur Reynisson, Oddný Anna Kjartansdóttir, Hanna Björg Sigurðardóttir.

Eftirtaldir starfsmenn eru ekki á myndinni:Adam Örn Stefánsson, Baldvin Eyjólfsson, Dagbjört Hrönn Leifsdóttir, Edda Jóhannsdóttir, Edda Snorra­dóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Halldóra Stefánsdóttir, Helga Hrönn Reynaldsdóttir, Helga Kristín Halldórs­dóttir, Ólafur Jens Sigurðsson, Rannveig Þorvaldsdóttir.

Starfsfólk skólans skólaárið 2011 til 2012

Page 5: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

5

Skólasöngurinn og einkunnarorð skólans

Skólasöngur Öldutúnsskóla

Í Öldutúni hér í Hafnarfirði

er hugmyndin að öllum líði vel,

að allir séu afar mikils virði,

og efli frið og rækti vinarþel.

ViðlagSannarlega hvergi á byggðu bóli

er betri skóli.

Það er hann frá A til Ö,

Öldutúnsskóli.

Já, það er hann frá A til Ö­Ö­Ö­Ö­Ö­Ö ........

Öldutúnsskóli.

Um fugla himins, fiskana í sjónum

og flest allt þar á milli lærum við,

og finnum þannig bæði í tali og tónum

öll tilbrigðin sem fegra mannlífið.

Skólasöngurinn og einkunnarorð skólansEinkunnarorð skólans eru VIRÐING – VELLÍÐAN – VIRKNI og endurspeglar skólasöngurinn þessi góðu gildi.Textann gerði Þórarinn Eldjárn og Jón G. Ásgeirsson samdi lagið.

Efnt var til verðlaunasamkeppni meðal bæjarbúa um merki fyrir Öldutúns­skóla árið 1986. Þrjú merki hlutu viðurkenningu og í fyrsta sæti varð merki Guðnýjar Haraldsdóttur sem lengi var kennari við skólann og einnig nemandi á sínum tíma. Merkið sýnir tvo einstaklinga með bók á milli sín og mynda þeir saman bókstafinn Ö. Ramminn er tákn fyrir skólann við Öldutún. Merkið lýsir samvinnu og námi í Öldutúnsskóla.

Merki skólans

Page 6: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

6

9. bekkur Öldutúnsskóla sigraði á íþróttamóti grunnskóla í september 2011

Myndir úr skólalífinu

Gunnar Bjartmarsson með nemendum sínum

Page 7: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

7

Skólastjórar

Haukur Helgason var skólastjóri frá árinu 1961 til júní 1998

Rúnar Brynjólfsson var aðstoðarskólastjóri frá árinu 1965 til 1987.

Fyrstu skólastjórarÖldutúnsskóla

Myndir úr skólalífinu

Page 8: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

8

Skólinn minn2. K

Haustið 1961 ríkti eftirvænting þegar nýr skóli í suðurbæ Hafnarfjarðar, Öldutúns skóli steig sín fyrstu spor. Hann var algjör lega óskrifað blað á all­an hátt, húsið ekki einu sinni tilbúið til notkunar fyrr en seinni hluta október, líklega um þann 23. Krakkarnir þurftu að mæta fyrstu vikurnar í Lækjarskóla, auðvitað nýráðnu kennararnir líka. Þetta var sem sagt allt mjög spennandi en kannski var líka svolítill hnútur í mag­anum. Hann reyndar læknaðist fljótt því litli hópurinn sem hóf störf saman þessa haustdaga var samtaka í því að láta allt ganga sem best og styðja hvert annað. Það voru frá upphafi óskráð lög í Öldu­túnsskóla að fólk ynni sem mest saman, hjálpaðist að.

Við vorum fjórir kennarar sem tókum fyrstu skrefin í skólanum og svo auðvit­að hinn ungi og ferski skólastjóri, Haukur Helgason, sem hélt traustum höndum utan um okkur og stjórnaði með ljúfmennsku og hlýju, bæði nem­endum og kennurum. Hann tamdi sér

Öldutúnsskóli 50 ára

það strax að kynnast hverjum einasta krakka, þekkti þá nánast alla með nafni. Þannig var það í gegnum alla hans skólastjóratíð. Það var afskaplega þægi­legt að vinna undir hans stjórn.

Og svo voru það þessir fjórir kenn arar. Kristín Tryggvadóttir, kona Hauks, var afburða kennari og sýndi það strax á fyrstu vikunum. Þegar við kennararnir og skólastjóri hittumst í Lækjarskóla á skólasetningunni þekkti ég ekki nokk­urn mann og velti fyrir mér hver væri skólastjórafrúin (vissi bara hver Haukur var). Mér létti mikið þegar ég sá að þessi hressa og glaðlega kona, sem stóð nálægt Hauki, væri Kristín.

Sigurlaug Björnsdóttir sem lengi hafði kennt í „Kató“ var ein okkar. Við tvær náðum fljótt saman og sú vinátta hélst alla tíð. Sigurlaug var einstaklega lagin við að kenna ung um börnum lestur, enda oftast sett í það hlutverk. Hún kenndi við skólann meðan heilsan leyfði. Enn þann dag í dag hitti ég nem­

Tíminn líður sem örskotsstund. Atburðirnir gerast og allt í einu eru 50 ár flogin ef litið er til baka.

Minningar Sigríðar Þorgeirsdóttur kennara

endur hennar sem dýrka hana og dá.

Fríða Hörðdal var líka í hópnum. Hún var einstaklega þægileg og ljúf í um­gengni og afar traust og reynd sem kennari. Fríða var óþreytandi í því að leiðbeina og hjálpa mér í vankunnáttu minni. Mér fannst ég vera eins og álfur út úr hól innan um þetta merkilega fólk. Fríða staldraði stutt við í skólanum og saknaði ég hennar mjög.

Mig minnir að Jón Ásgeirsson tónskáld hafi kennt tónmennt fyrsta veturinn eða a.m.k. alveg á árdögum skólans. Hann var mikill gleðigjafi og alltaf með hress­andi andblæ með sér.

Húsnæðið var nú ekki mikið í fyrstu. Skólastofurnar voru fjórar ásamt gamla salnum sem nú er horfinn. Stofurnar standa ennþá fyrir sínu og eru notaðar fyrir yngri börnin. Mér hlýnar um hjarta­rætur þegar ég geng framhjá þeim. En allt var þetta hálfkarað í fyrstu, en tók þó fljótt á sig lifandi mynd. Árgangarnir

• Stærðfræði

• Íslensku

• Ensku – föt, tölur, ávexti, dýr, mánuði

• Um líkamann

• Að lesa

• Að draga rétt til stafs

• Stafina og tölustafina

• Að trén gefa okkur súrefni

• Að flokka

• Um eineltishringinn

• Um mánuðina

• Tónmennt og kór

• Myndmennt

• Handmennt

• Fingrasetningu í tölvutímum

• Um umhverfið – að halda skól-anum og landinu hreinu

• Skólareglur

• Athyglismerkið

Það sem við höfum lært í skólanum:

Page 9: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

9

Minningar kennara

Stella með einum af mörgum nemenda-hópum sínum

voru bara tveir fyrsta árið, 7 og 8 ára, en svo bættist alltaf einn aldurshópur við á ári. Skólinn var tví­, þrí­ og fjórsetinn á þessum árum, mikil þrengsli og kennt fram til klukkan 5 á daginn og alltaf kennt á laugardögum. En allt bjarg aðist þetta.

Öldutúnsskóli var á miklu uppbyggingasvæði í þá daga og nemendum fjölgaði ört. Flestir urðu nemend­ur um 900. Því má segja að skólinn hafi þroskast að visku og vexti.

Sannarlega var gaman að fylgjast með þessari þróun öll þessi ár. Raunar er það einstök lífsreynsla að sjá þessi 50 ár renna sitt skeið, sjá nánast hvert skref, hvernig allt breytist, vex út í allar áttir. Nemend­

ur heilsa og kveðja, kennarar koma og fara, bygg­ingar rísa og falla. Þetta er líkt og að horfa á langa kvikmynd í mörgum þáttum, ein sviðsmynd tekur við af annarri, nýir leikarar, nýir leikstjórar og aldrei er leiðinlegt að horfa. Góðu hlutirnir sigra ætíð að lokum.

Það hefur verið stórkostlegur tími að vera hér og mikil forréttindi að vera á stað þar sem alltaf er jafn gaman. Samstarfsfólkið er og hefur alltaf verið frábært og nem endur veita mikla gleði.

Þökk fyrir árin 50. Megi heill og farsæld fylgja Öldu­túnsskóla um ókomna tíð.Stella.

2. bekkur K við bekkjartré sitt

• Að allir eigi að vera góðir hver við annan

• Að allir eigi að leika saman

• Um sköpunina

• Bekkjarsamfélagið – skólasamfélagið

• Um sögu af Suðurnesjum

• Að fara á söfn – höfum farið 3 sinnum í Hafnarborg

Okkur þykir gaman í skólanum og þykir vænt um skólann okkar. Okkur þykir líka vænt um kennarana okkar.

Kveðja, Nemendur í 2. bekk K

Page 10: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

10

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Skipulögð var dagskrá á sal og efnt til sýningar í kennslustofum á verkefnum nemenda í tilefni af 50 árunum þann 14. apríl 2011. Foreldrum og öðrum bæjarbúum var boðið. Dagskrá var á sal allan morgun­inn þar sem nemendur spiluðu á hljóðfæri, sungu,

Farið var í geymslur skólans og dregin fram gömul kennslugögn og húsgögn og sett upp dæmigerð skólastofa eins og þær voru á upphafsárum skólans. Gamlar ljósmyndir voru hengdar upp á veggi en mikið myndasafn er til af skólastarfinu frá upphafi.

Á vorönn 2011 unnu nemendur verkefni og skiptu með sér að taka fyrir efni í sögunni sem einkenndu hvern áratug frá því að skólinn var stofnaður. Það var um skólastarf á hverjum tíma, tísku, íþróttir, farartæki og leiki barna svo fátt eitt sé talið.

Hátíðarhöld og sýning í tilefni afmælisins

Page 11: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

11

Hátíðarhöld og sýning í tilefni afmælisins

léku og lásu upp. Sýningar voru í kennslustofum á verkum nemenda og gamlar myndir úr skólastarfinu settar upp á veggi á göngum, en Haukur Helgason fyrrverandi skólastjóri var ötull ljósmyndari og skól­inn á ógrynni af myndum frá skólastarfinu sem gam­an er að skoða og rifja upp gamlar minningar.

Sett var upp sýning á verkefnum nemenda, einnig þeirra sem eru löngu útskrif aðir, göml um mun­um, gömlum kennslubókum og kennslutækjum. Nemend ur voru við störf í listgreinastofunum frá klukkan 8:30 til 10:00 og gátu gestir og gangandi séð hvernig kennslustundir fara fram þar. Skólasafnið var einnig opið og nemendur voru að störfum þar. Nemendur í 10. bekk voru með opið kaffihús og seldu drykki og meðlæti í fjáröflunarskyni fyrir vorferðina sína. Margir lögðu leið sína í skólann og skemmtilegt var að sjá gamla félaga og starfsmenn kætast saman á þessum tímamótum. Var húsið fullt af gestum, glatt á Hjalla og dagurinn allur hinn ánægjulegasti.

Page 12: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

12

Öldutúnsskóli var settur í fyrsta sinn þann 20. október 1961 og hittist svo á að 50 ára afmælisdaginn bar upp á vetrar­leyfi og voru hátíðarhöld því þann 28. október. Dagskrá var á sal sem hófst með ávarpi skólastjóra, síðan tók við dagskrá sem nemendur höfðu áður flutt að hluta á opnu húsi í vor. Kór Öldutúnsskóla frumflutti nýjan skólasöng og síðan sungu hann allir saman. Að lokinni dagskrá var öllum nemendum og starfs­fólki boðin afmæliskaka og menn héldu síðan til sinna hefðbundnu starfa.

Page 13: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

13

Minningar kennara

Skólinn hafði þá starfað í fimm ár og nemendahópurinn fór ört vaxandi. Það var gott að koma í Öldutúnsskóla, þar ríkti virðing og gleði meðal nemenda og kennara. Mikið og gott starf hafði verið byggt upp á þessum fimm fyrstu árum og nutum við góðs af því. Þar var verið að þróa nýjar kennsluaðferðir þar sem áhersla var lögð á virkni nemenda, auk­na samvinnu og sjálfstæð vinnubrögð.

Fyrstu árin okkar í ÖldutúnsskólaHaustið 1966 hóf hópur nýútskrifaðra kennara störf við Öldutúnsskóla. Við vorum í þessum hópi og átti skólinn eftir að verða aðalvinnustaður okkar upp frá því.

Anna María Pálsdóttir og Dóra Pétursdóttir fyrrverandi kennarar

Nú stendur skólinn á tímamótum, orðinn 50 ára gamall og margs að minn­ast þegar horft er til baka. Hópvinna, Stóra vika, blandaðir hópar og tilrauna­kennsla var nokkuð sem einkenndi þenn an tíma.

Mikil áhersla var lögð á samvinnu nem­enda og að gera þá sjálfstæða og ábyrga fyrir verkefnum sínum. Strax níu ára

gömlum var nemendum kennt að greina aðalatriði frá aukaatriðum með því að finna svokölluð hjálparorð úr texta og urðu þeir fljótlega mjög leiknir í því að finna orðin sem höfðu mesta þýðingu. Því næst sömdu nemendur sinn eigin texta út frá hjálparorðunum sem oftar en ekki var skrifaður á vinnubókarblað eftir að stafsetning hafði verið leiðrétt. Mikil áhersla var lögð á vandaða skrift og myndskreytingu. Margir nemendur lögðu á sig mikla vinnu við gerð þess­ara blaða svo útkoman varð oft hreint listaverk.

Þessi vinna var góður undirbúning ur undir hina svokölluðu hópvinnu sem varð markvissari í miðdeild. Inn an hvers bekkj ar voru myndaðir fjórir til fimm hópar eftir stærð bekkja. Við val í hóp­ana voru ýmsar leiðir farnar. Í fyrstu var algengt að kennarinn veldi í hópana, stundum var dregið um það hverjir ynnu saman og þegar nemend ur voru orðnir þjálfaðir í þessum vinnu brögðum fóru þeir sjálf ir að mynda hópa. Alltaf var þess gætt að í byrjun færi fram umræða innan bekkjar ins um hvaða aðferð yrði valin í hvert skipti. Verkefnin sem unn­in voru í hópvinnu tengdust oftast sam­félagsgreinum með áherslu á samþætt­ingu við aðrar greinar eins og íslensku, stærðfræði, mynd­ og handmennt.

Anna María með nemendum sínum, 5. L, 197.0 - 197.1

Page 14: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

14

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Nemendur skiptu með sér verkefnum innan hópsins og voru þeir ótrúlega fundvísir á sterkar hliðar hver annars. Þeir völdu svo gjarnan einn foringja sem hélt utan um skipulagninguna. Hvert verkefni stóð yfir í nokkra daga og var stundatöflunni oft hnikað til enda um mikla samþættingu að ræða. Áhersla var lögð á að nemendur öfluðu sér heimilda um viðfangs efnið og var bókasafnið mikið notað.

Í lokin gerðu hóparnir grein fyrir verkefnunum. Studdust nemendur við hjálparorð við kynninguna en áhersla var lögð á að þeir væru ekki með fyrir­fram skrifaðan texta. Þeir sömdu einnig leikrit sem þeir fluttu og sýndu verkefnin sem unnin höfðu verið. Allir nemendurnir komu þannig fram fyrir skólafélaga sína. Stundum var öllum árganginum boðið á kynningarnar og jafnvel foreldrum. Þessi vinnubrögð virtust höfða vel til margra, mikið reyndi á samvinnu og skipulagningu og taka þurfti tillit til ólíkra sjónarmiða og sættast á málamiðlun.

Á fyrstu árum okkar í Öldutúnsskóla var bryddað upp á ýmsum fleiri nýjungum en hópvinnu. Haustið 1969 var tekin upp sú nýbreytni að skipta árgang­inum sem hóf skólagöngu þetta ár í fjóra jafnstóra blandaða bekki. Mikil áhersla var lögð á lestrar­kennslu sem fyrr og var nemendum með álíka lestrar­kunnáttu skipað saman í hóp innan hvers bekkjar.

Dóra með nemendum sínum, 4.J, 197.3-197.4

Page 15: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

15

Minningar kennara

Hver hópur var með sitt lestrarefni og mikið kapp var lagt á að allir nemendur læsu á hverjum degi. Mynd­ og tónmenntakennsla var efld og voru hópar teknir úr öllum bekkjum fjórum sinnum í viku. Þar með höfðu umsjónarkennarar meira svigrúm til að sinna þeim nemendum sem eftir voru. Lestrarhópum fækkaði þegar leið á veturinn og nemendur færðust milli hópa eftir því sem þeim fór fram í lestri. Þessi tilhögun þótti takast vel sem má að miklu leyti þakka fjölgun kennaratíma.

Áfram var haldið og fleiri nýjungar teknar upp. Veturinn 1973 var svokallaðri Stóru viku hrint í framkvæmd. Hugmyndin kom frá einum kennara skólans, Stínu Gísladóttur, sem hafði starfað eitt ár í Danmörku og kynnst þessum vinnubrögðum þar. Nú var öllum árgöngum í fyrsta sinn blandað saman í hópa. Fyrsta verkefnið var Bærinn okkar og fékk hver hópur viðfangsefni sem tengdist bænum. Fyrir­lesarar voru fengnir í skólann og nemendur fóru í vettvangsferðir, heimsóttu fyrirtæki og tóku viðtöl. Seinni hluta vikunnar var unnið úr upplýsingum sem safnað hafði verið og margvísleg vinna fór fram. Líkön voru gerð og myndverk unnin. Þá voru ýmis efni notuð, svo sem pappamassi, einangrunarplast, filt og strigi, að ógleymdu öllu hrauninu sem borið var inn í skólann til að mynda bæjarstæðið. Í lokin

SkólastjórarÖldutúnsskóla

Viktor A. Guðlaugssonvar skólastjóri frá júní 1998 til janúar 2001

Hulda G. Sigurðardóttirvar aðstoðarskólastjóri frá árinu 1987. til 2004

var svo opið hús þar sem nemendur sýndu afrakst­urinn. Við viljum benda á að Guðmundur Sveinsson kennari skrifaði áhugaverða grein um Stóru viku í blað sem gefið var út í tilefni 30 ára afmælis skólans.

Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að taka þátt í því fjölbreytta starfi sem mótað var á þessum fyrstu árum okkar í kennslu. Þar­na kynntumst við frábærum og samstilltum kennara­hópi og oft var glatt á Hjalla á kennarastofunni. Flestir kennaranna gáfu sér góðan tíma eftir kennslu til að setjast niður, rabba saman og gefa hver öðrum góð ráð og ábendingar. Þetta voru dýrmætar stundir sem styrktu vináttuböndin.

Við óskum skólanum alls hins besta í framtíðinni. Til hamingju Öldutúnsskóli. Anna María Pálsdóttir og Dóra Pétursdóttir.

Frá Stóru viku

Page 16: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

16

Myndir úr skólalífinu

Parísar málaðar á leikvöllinn

Útinám í náttúrufræði

Page 17: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

17.

Nemendafélag Öldutúnsskóla

Skólinn okkar er fallegur og fínn.

Við göngum vel um skólann.

Við göngum inni en hlaupum úti.

Við flokkum ruslið.

Í skólanum okkar leggjum við ekki í einelti.

Það er gaman í tölvum og bókasafnið er skemmtilegt.

Það er gott að skólinn okkar er til því þá getum við lært um landið og umhverfið.

Skólinn minn1. J

1. J við bekkjartré sitt

Leikið með formin

NemendafélagiðVið skólann starfar nemendafélag og er stjórn þess kosin ár-lega. Þeir sem starfa í stjórninni og aðrir sem vilja leggja sitt af mörkum í félags- og hagsmunamálum nemenda eiga þess kost að vera í valfaginu tómstunda- og félagsmálafræði. Aðstoðarskólastjóri, einn kennari og forstöðumaður Öldunn-ar vinna með nemendum í þessum kennslustundum og þar kemur bein tenging við stjórnun skólans og Öldunnar.

Stjórn Nemendafélagsins skólaárið 2011-2012Fremri röð:• Elísabet Sif Elíasdóttir• Kristjana Sif Jónasdóttir• Erla Mist Magnúsdóttir• Agnar Freyr Stefánsson

Aftari röð:• Þóra Lóa Pálsdóttir• Dagný Kára Magnúsdóttir• Dagmar Ólafsdóttir• Elfa Rún Björnsdóttir• Yrsa Líf Ragnarsdóttir

Page 18: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

18

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Sennilega hafa aldrei orðið jafn miklar breyt ingar á kennsluháttum og námsefni grunnskólanna á Íslandi á jafn skömmum tíma og á árunum um og upp úr 197.0, en ný og róttæk lög um grunnskóla voru samþykkt 197.4. Nýjar hugmyndir um nám og kennslu fengu mikinn hljómgrunn meðal kennara skólans.Margir þeirra tóku þátt í að móta og semja nýtt náms efni til kennslu í grunnskólum og í mörgum tilfell um var það tilraunakennt í Öldutúnsskóla. Eitt af því sem fljótlega var lögð mikil áhersla á var að temja nem endum samvinnu og sjálfstæð vinnu­brögð. Nem endur söfnuðu þá heimildum um við­fangsefnið hverju sinni og unnu svo úr því í fjögurra til sex manna hópum sem fluttu svo niðurstöðurnar fyrir aðra nemendur. Oft var um að ræða leikræna

uppfærslu og unnin stór myndverk sem skreyttu síðan kennslustofurnar. Það voru framsæknir kenn­arar sem þarna voru að verki og Öldutúnsskóli í fremstu röð um fjölbreytta kennsluhætti. Bókasafni var komið upp í skólanum á þessum fyrstu starfs­árum og var það mikil lyftistöng fyrir þau vinnu­brögð sem viðhöfð voru. Nánar er sagt frá þessum vinnubrögðum í minningum kennara sem voru þá að störfum.

Innra starf

Page 19: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

Innra star f

Skólinn fékk styrk úr þróunarsjóði grunnskóla í janúar 2006 til að vinna að aukinni fjölbreytni í kennslu hátt­um. Prófessor Ingvar Sigurgeirsson var ráðinn til að vera ráðgjafi skólans í því verkefni en það hlaut nafnið

Nemandinn í forgrunni. Kennarar þróuðu ákveðnar kennsluaðferðir með nemendum sínum undir handleiðslu hans og í lok skólaársins 2007 var haldið innanhússþing þar sem fram fór kynn ing á öllum verkefnum sem unnin

Safnið hefur ávallt verið vel búið og litið á það sem hjarta skólastarfsins og þangað sóttur fróðleikur og heimildir í náminu. Safnið var fyrstu árin niðri í kjallara. Síðan í tveimur kennslustofum sem nú tilheyra A ­ álmu í um það bil 15 ár. Þess var gætt að safnkostur væri jafnan góður, bæði hvað varðaði bækur og annað fræðsluefni í margvíslegum myndum. Nýting á safninu hefur ávallt verið góð. Það voru að jafnaði tveir út­lánstímar á dag þannig að nemendur sem stunduðu nám í tvísetnum skóla kæmust á safnið. Einnig áttu allir nem­endur á aldrinum 6 til 12 ára sinn fasta bókasafnstíma á stundatöflu og nutu safnkennslu. Ráðinn var bókasafns­

Fjölbreyttir kennsluhættir og fjölbreytt námsmat

VinirVinablóm

Vinabekkir hittast

Haustið 2004 var byrjað að vinna eftir eineltisáætlun Olweusar – gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Einkunnarorð verkefnisins eru HLÝJA – UMHYGGJA – FESTA. Kerfið byggir á vitundarvakn­ingu allra sem að skólasamfélaginu standa með opinskáinni og mark vissri umræðu um mörk sem við setjum í samskiptum, miklu upplýsingastreymi og kerfisbund inni úrvinnslu mála í samstarfi við alla sem að viðkomandi málum koma.

Gegn einelti

Skólasafnið

höfðu verið. Þessi vinna hef ur skilað sér í aukinni fjölbreytni, ekki bara í kennsluháttum, heldur einn ig náms­mati sem hefur verið í endurskoðun í nokkur ár.

fræðingur við safnið haustið 2005 og lokið við að skrá bókakostinn í Gegni sama ár. Það auðveldaði mjög allt skipu­lag og efldi starfsemi safnsins til muna. Tölvur komu einnig inn á safnið til afnota fyrir nemendur í heimildavinnu haustið 2005.

Sögustund 19

Page 20: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

20

Kerfisbundið mat á skólastarfinu hófst árið 2002 og hefur verið í sífelldri þróun síðan. Árið 2007 var hafin vinna við árangursstjórnun með stuðningi ráð­gjafa á vegum bæjarins. Stefna skólans var brotin upp í stefnukort, markmið og leiðir. Gerðir voru mæli kvarðar og

matsáætlun. Árlega er gefin út skýrsla um starfsemi skólans, lýsing á mati á ótal þáttum skólastarfsins og hvernig það mat kemur út. Matsáætlun er þar einnig ásamt símenntunaráætlun. Út­tekt á vegum menntamálaráðuneytis á aðferðum skólans við sjálfsmat var

Mat á skólastarfinugerð í nóvember 2007. Í febrúar 2008 komu niðurstöður og voru matsaðferð­ir skólans taldar fullnægjandi að öllu leyti. Bæði aðferðir og framkvæmd upp­fylltu öll viðmið sem ráðuneytið hefur um mat.

Skólaþing var haldið í Öldutúnsskóla 11. október 2005. Það var undirbúið í samstarfi við foreldraráð. Unnið var úr efni sem fram kom á þinginu, stefnan endurskoðuð og einkunnarorð skólans

VIRÐING – VELLÍÐAN – VIRKNI voru mótuð við úrvinnslu efnisins. Fram­haldsþing var haldið 9. febrúar 2006 til að móta og samþykkja endanlegan texta skólastefnunnar. Stefna um námsmat,

Skólastefnaheimanám, forvarnir, foreldrasamstarf og jafnrétti hafa litið dagsins ljós í kjöl­far þessarar vinnu.

Ein þeirra kennsluaðferða sem fest hefur rætur í skólanum á yngra stigi er Sögu­aðferðin. Hún hefur einnig verið nefnd skoska aðferðin þar sem hún á upphaf sitt meðal skoskra skólamanna. Þegar nemendur vinna eftir þessari aðferð er fléttað saman leitarnámi, umræðum,

samþættingu námsgreina og skapandi starfi. Umgjörð hvers verkefnis myndar söguramma sem unnið er eftir og við lok verkefna hefur foreldrum verið boðið á kynningar. Kennarar skólans gerðu m.a. söguramma um kennslubókina Líf í heitu landi. Eftir kynningu nemenda fer

Söguaðferðinhver og einn þeirra með sínu foreldri og öðrum gestum og kynnir sitt viðfangs­efni sérstaklega fyrir þeim. Í lokin leggja foreldrar mat á framgöngu barnanna og þekkingu á efninu.

Undanfarin ár hafa kennarar unnið að því að þróa kennsluaðferð sem nefnd er Samvinnunám. Hún byggir á því að nem endum er skipt í hópa og þeir leysa tiltekin verkefni í samvinnu og hafa mis­

munandi hlutverk. Þeir leysa ekki aðeins verkefnin saman heldur eru þeir sam­ábyrgir fyrir því að allir í hópnum til­einki sér námsefnið. Aðferðin eykur sam­vinnu og fjölbreytni, gefur fleiri tækifæri

Samvinnunámtil að koma enn frekar til móts við ólíkar þarfir nem enda. Einstaklingar eru ólíkir og læra á mismunandi hátt og rannsóknir hafa sýnt að námsárangur og félagshæfni nem enda eykst með samvinnunámi.

Samvinna í Laxdæluverkefni

Page 21: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

Reglukennsla

Innra star f

Öldutúnsskóli gerði samning við mennta vísindasvið Háskóla Íslands árið 2008 um að taka kennaranema í vettvangsnám og fjölmargir kennara­

nemar hafa notið handleiðslu stjórn­enda og kennara í skólanum á þessum tíma. Einnig tekur skólinn við nemum frá kennaradeild Háskólans á Akureyri.

Samstarf við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri

Verkefnið er unnið í samræmi við skólastefnu bæjarins, undirbúnings­vinna var hafin haustið 2007 og inn­leiðing ári seinna. Byrjað var á að búa til einfaldar umgengnisreglur með jákvæðu orða lagi og þess gætt að þær skírskotuðu til einkunnarorða skólans VIRÐING – VELLÍÐAN – VIRKNI. Öllum nemendum eru kenndar reglur­nar með markvissum hætti og þær hafðar á áberandi stöðum um allan skólann. Starfsfólkið á að veita góðri hegðun og jákvæðni sérstaka athygli, hrósa og gefa stjörnumiða til staðfest ingar á hrósinu. Verkfæri SMT hjálpa okkur að koma í veg fyrir óæskilega hegðun og þjálfar félagsfærni. Það er einnig mikilvægt í vinnu okkar við að tryggja öryggi og velferð nemenda og starfs­fólks og hefur ótvírætt stuðlað að enn jákvæðara vinnuumhverfi í skólanum. Starfandi er sérstakt SMT teymi sem sér um framkvæmd stefnunnar. Í því sitja verkefnisstjóri, aðstoðarskólastjóri, námsráð gjafi og fulltrúar kennara og skólaliða. Teym ið fundar á tveggja vikna fresti. Nemenda rýnihópar tóku til starfa skólaárið 2009 – 2010, nemendur leggja reglulega mat á hvernig okkur gengur að

vinna eftir kerfinu með því að fylla út matslista og ræða hvernig gengur; hvað gengur vel og hvað má betur fara. Einn stjórnandi fundar með hverjum rýnihóp og þeir eru formleg tenging við SMT teym ið. Rýnihóparnir hittast tvisvar á hvorri önn. SMT skólafærni byggir á margra ára rannsóknum sérfræðinga í Oregon í Bandaríkjunum.

SMT – skólafærni

Í heimildum frá hausti 1990 kemur fram að það hafi verið ein PC tölva í notkun og því fagnað að keyptar hafi verið fjórar Macintosh tölvur til af­nota fyrir kennara. Haustið 1991 er sagt frá því í Öldubroti að það hafi fengist fjárveiting til að kaupa tölvur og stofna tölvu ver í skólanum en vísað er til þess að tveir skólar í bænum hafi þá fengið tölvuver „fyrir allöngu“ eins og stend­ur þar. Keyptar voru MC Classic tölvur með 2 mgb minni og 40 mgb hörðum diski. Fjárveiting dugði fyrir sjö tölv­

um og ein um prentara. Auk þessa voru tvær af vinnutölvum kennara teknar í tölvu ver nemenda. Voru þá samtals 9 tölv ur og einn prentari þegar starfsemi tölvuvers fyrir nemendur fór af stað. Núverandi tölvuver kom til skjalanna þegar skólinn varð einsetinn 1998. Keypt ar voru tölvur til afnota þar, en þar sem tækniþróun er ör voru þær fljótt úreltar. Nýjar tölvur voru settar upp í tölvuverið í október 2005 og keyptar 12 fartölvur í vagni til að kennarar þurfi ekki eingöngu að binda sig við aðgang

Tölvukostur

að tölvuveri en geti flutt þær á milli kennslustofa. Samtals eru 129 tölvur í skólanum haustið 2011, ætlaðar bæði fyrir nemendur og starfsfólk.

Nýjustu græjur árið 1991

21

Page 22: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

22

Undanfarin ár hefur verið lögð aukin áhersla á söng­ og tónlistaruppeldi í skólanum og á árunum 2008 til 2010 fékk skólinn viðbótarfjárveitingar sem forystuskóli í söng og tónlist. Á því tímabili var lögð áhersla á að bæta við hljóðfærakost og hljómflutn­ingstæki í tónmenntastofuna. Einnig hefur verið byggð upp hljóðfæraeign fyrir hljómsveitarleik, þannig að þeir sem vilja spila í hljómsveit eigi þess kost að æfa innan veggja skólans og er starfandi hljómsveit unglinga við skólann í umsjón tón­menntakennara.

Áhersla á söng- og tónlistaruppeldi

Annar af tveimur vikulegum tónmenntatímum í 2. og 3. bekk er kynjaskiptur kór­tími. Foreldrum er boðið árlega á tónleika þessara hópa síðan þessi skipan hófst. Tón­mennt er kennd í lotum í 5. til 7. bekk þar sem áhersla er lögð á tónlistarsköpun. Söng­stundir eru reglulega á sal og 3. bekkur setur árlega upp söng leikinn Fjársjóðurinn og býður foreldrum og skólasystkinum til sýningarinnar. Nemendur í 4. bekk sýna árlega afrakst ur Afríkuverkefnis þar sem tónlist kemur meðal annars við sögu. Nemendur í 5. bekk vinna árlega Rómverjaverkefni sem er samþættingarverkefni milli umsjón­arkennara og list­ og verkgreinakennara. Þar skipar tónlistin einnig sess. Góð samvinna er við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og nemendur sækja hljóðfæratíma í skólanum og börnum í forskóla tónlistarskólans er kennt und ir þaki skólans.

Mikil gróska hefur ætíð einkennt kórastarf í Öldutúnsskóla. Starfandi eru tveir kórar, Kór Öldutúnsskóla og Litli kór, auk yngri kynjaskiptu kórhópanna í 2. og 3. bekk. Kór Öldutúnsskóla hef­ur skipað sér í fremstu röð barnakóra á Íslandi, en hann var stofnaður þann 22. nóvember 1965. Stofnandi og fyrsti stjórnandi kórsins var Egill Friðleifsson en hann hefur verið ötull frumkvöðull í barnakórastarfi á Íslandi. Kórinn kom fyrst fram opinberlega árið 1966 og fór í sína fyrstu utanlandsferð árið 1968 á norrænt kóramót í Helsinki. Kór Öldu­túnsskóla hefur komið fram á tónleik­um og kóramótum, sungið í útvarpi og sjónvarpi og tekið þátt í kórakeppni víða um heim ásamt því að syngja við viðburði í skólanum. Hann hefur sungið í öllum heimsálf um nema einni. Síðast fór hann á Íslendingaslóðir í Kanada í júní 2010 og stefnir á söngferð til Ítalíu vorið 2012. Kórinn hefur gefið út einn geisladisk og eina hljómplötu auk þess að hafa sungið inn á fjölda geisladiska með öðrum tónlistarmönnum. Má þar t.d. nefna Vísnaplöturnar og hljómdisk með Sinfóníu­hljómsveit Íslands. Árið 2007 kom út geisla diskurinn „Fyrr var oft í koti kátt“ þar sem Kór Öldutúnsskóla syngur lög eftir Friðrik Bjarna son tónskáld úr Hafnarfirði, heimabæ kórsins. Kórstjóri er Brynhildur Auðbjargar dóttir en hún tók við af Agli Friðleifs syni árið 2005. Þann 19. febrúar 2012 efndi Karla kórinn Þrestir til afmælistónleika í Eldborg í Hörpu og fór Brynhildur kórstjóri með 100 börn til að taka þátt í tónleik unum.

Samvera á sal

Í tónmennt

Söngleikurinn Fjársjóðurinn

Afmælistónleikar kórsins

Page 23: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

EndurvinnslaHverfishreinsun

Innra star f

Lífsleikni – yngri nemendur Vinir ZippýsHaustið 2010 hófum við að kenna náms­efni sem kallast Vinir Zippýs í yngri deild. Þetta er alþjóðlegt lífsleiknináms­efni fyrir yngstu bekki grunnskóla sem kennt hefur verið með góðum árangri hér á landi og víða um heim. Zippý er engispretta sem gengur í gegnum margs

konar lífsreynslu sem börnin taka þátt í og setja sig í spor hennar. Börnunum er kennt að ráða fram úr erfiðleikum sem þau mæta í daglegu lífi, að bera kennsl á og tala um tilfinningar sem þau bera í brjósti og kanna færar leiðir til að kljást við tilfinningar sínar.

ÍslandÞað er svo fallegt Ísland.

Fiskar synda í vötnum.

Selirnir stökkva í hafinu.

Blómin rísa, trén stækka.

Fossarnir falla.

Við skulum ekki menga loftið.

Við tínum ruslið.

Pössum gróðurinn – ræktum meira.

Hugsum vel um landið.

Við eigum bara eitt Ísland.

Samið af 3. J 16. september 2011 á degi íslenskrar náttúru.

Grænfáninn – umhverfisstefnaÍ september 2005 fékk skólinn Græn­fánann afhentan í fyrsta sinn. Þá hafði verið unnið ötullega eftir umhverfis­stefnu skólans í mörg ár. Enn blaktir fáninn við hún, en úttekt Landverndar á framkvæmd umhverfisstefnunnar er gerð á tveggja ára fresti. Standist skól inn hana og geri verkefninu skil í skýrslu fær skólinn rétt til að flagga Grænfánanum áfram. Þann 14. nóvem­ber 2011 var sérstök athöfn á sal skólans þar sem fulltrúar frá Landvernd komu með nýjan fána í þriðja sinn í Öldutúns­skóla og er það til marks um að unnið er vel samkvæmt umhverfisstefnu skól­ans og verkefnið haldi áfram. Formaður umhverfisnefndar, Margrét Sverris­dóttir ávarpaði nemendur auk fulltrúa­Landverndar, kórinn söng og nemend­ur léku á hljóðfæri. Þetta var hátíðleg stund og stoltir nemendur sem gengu út að fánastöng og drógu fánann að húni að viðstöddum öllum nemendum og starfs­fólki skólans.

Fulltrúar nemenda í umhverfisnefnd voru teknir tali í lok athafnar og þeim óskað innilega til hamingju með daginn og þökkuð frábær störf.

Hvað er það sem ykkur finnst mikilvæg­ast í umhverfisstefnu skólans?

Að allir fari eftir þeim vinnureglum sem við höfum sett um flokkun og við reyn­um öll að minnka sorp eins mikið og við getum. Ef hver og einn kemur með nestisbox í staðinn fyrir plastpoka utan um nestið sitt myndi það minnka sorpið sem þarf að urða mjög mikið.

Hvað er áhugaverðast í starfi um­hverfisnefndar?

Að fara í kennslustofurnar og hitta krakk ana, sjá hvernig þeim gengur að flokka og leiðbeina ef það þarf.

Hvað þarf helst að bæta núna?

Flokkun í matsalnum þarf að vera miklu betri, við þurfum að taka okkur mikið á þar.

Umhverfismerki Öldutúnsskóla, höfundur er Ólöf Karla Þórisdóttir, fyrrverandi nemandi skólans

Grænfáninn dreginn að húni

Afhending Grænfánans

23

Page 24: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Ár hvert er unnið samþætt verkefni í sögu, myndmennt, heimilisfræði, textíl­mennt, upplýsingamennt og smíðum. Verkefnið Rómverjar til forna varð fyrir valinu vegna þess að saga þeirra er hluti af námsefni í samfélagsfræði og menning þeirra ævintýri líkust séð frá sjónarhóli okkar tíma. Grundvallar þætt ir í róm­verskri menningu eru ennþá sýnilegir í okk ar menningu, sem gerir alla tengingu við samtímann auðveldan. Kennslan tekur til margra þátta s.s. rit unar, fram­sagnar, brúðugerðar, smíði á sverðum og skjöldum, leiklistar, næringarfræði og mataræðis, hönnunar, búninga saums, skartgripagerðar, mótunar og málunar. Í lok verkefnisins er foreldrum boðið til sýningar. Þar tjá nemendur sög una með brúðuleikhúsi, söng, upp lestri og matarkrásum í anda Rómverja til forna. Skólinn fékk viður kenningu fræðslu ráðs Hafnafjarðar vorið 2008 fyrir verkefnið.

Frá athöfn þar sem skólanum var veitt viðurkenning fyrir

verkefnið vorið 2008

Rómverjar til forna - árlegt samvinnuverkefni 5. bekkja

24

Page 25: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

25

Skólinn minn

Skólinn minn4. K

Við heitum Sóley Þóra, Elvar Orri, Rakel María og Yngvi Jakob og erum hér sem fulltrúar bekkjarins okkar, 4.K. Um daginn settumst við niður með kennaranum okkar og rifjuðum upp skólagönguna. Þó stutt sé hefur hún verið viðburðarrík og skemmtileg. Við erum 22 í bekknum og flest hafa verið saman í bekk frá því í 1. bekk.

Það er margt sem gerir skólann okkar sérstak an. Það sem við viljum nefna eru öll skemmtilegu þemaverkefnin sem við vinn­um. Í 1. bekk lærðum við um líkamann, í 2. bekk um bílana og húsdýrin og í 3. bekk lærðum við um landið okkar og þjóðina. Núna erum við að vinna þemaverkefni um fjöllin. Í þeirri vinnu notum við mikið sam­vinnunám. Þegar við erum í svona þema­verkefnum er allt svo fjölbreytt og skemmti­legt. Við notum Söguaðferðina, erum úti, málum, vinnum í stórum og litlum hópum og líka eitt og eitt.

Okkur finnst öllum mjög skemmtilegt í lot­um. Þá er árgangnum skipt í hópa og við förum í verklega vinnu. Núna er einn hópur í smíði, annar í heimilisfræði, þriðji í textíl og sá fjórði í myndmennt. Eftir ákveðinn tíma skiptum við um lotu og þegar skólaárið klárast erum við búin að fara á alla staðina.

Í kringum jólin er líka gaman að vera í skólanum. Þá er oft Tarzanleikur í íþróttum. Í fyrra fórum við í skemmtilegan leik allan desembermánuð hjá umsjónarkennaranum okkar. Þá komum við með eldspýtustokk að heiman. Í hann settum við lítinn miða með stuttum leik, brandara eða gátu. Á hverjum degi voru svo einn til tveir sem komu upp og framkvæmdu það sem var í þeirra eldspýtustokki.

Það er mikilvægt að öllum líði vel í skólanum. Skólinn okkar, Öldutúnsskóli, á tvö verkfæri sem allir sem vinna í skólanum nota svo okkur geti liðið vel. Olweus er áætlun sem hægt er að nota ef einhver er lagður í einelti. Við erum líka með SMT kerfið. Þegar við förum eftir reglum getum við fengið stjörnur og þegar við erum búin að safna nógu mörgum stjörnum fáum við stjörnustund. Það er ótrúlega skemmtilegt. Þá förum við út, komum með dót eða búninga í skólann eða horfum á mynd. Í fyrra fórum við í óvissuferð í stjörnustund.

Ekki má gleyma að segja frá því að skólinn okkar er Grænfána skóli. Það þýðir að við flokkum matarafganga, ávexti, fernur og pappír. Fáninn sem blaktir fyrir utan skólann er verðlaun fyrir hvað við erum dugleg að flokka.

4. K lítur yfir skólagöngu sína og rýnir í hvað gerir skólann þeirra sérstakan.Ræða flutt á afmælishátíð í skólanum í október 2011.

Page 26: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

26

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Í þemavinnu veturinn 2010 til 2011 um tískustrauma á fyrstu

árunum í sögu skólans.

Page 27: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

27.

Skólinn minn

Skólinn minn6. J

Í bekknum okkar notum við mikið samvinnunám þegar við lærum. Þá vinnum við saman í litlum hópum og berum öll jafna ábyrgð á verkefnunum sem við vinnum að. Við höfum unn­ið margs konar verkefni í samfélagsfræði, náttúrufræði, lífsleikni, stærðfræði og bókmennt­um á þennan hátt. Okkur finnst gott að vinna saman vegna þess að þá hjálpumst við að við námið, við skiptum með okkur verkum og notum hugmyndir frá öllum í hópnum. Enginn er einn því við höfum félagsskap hvert af öðru. Það er skemmtilegt í hópunum og vinátta getur orðið til við það að vinna saman.

Samvinnunám

Hér eru nemendur í 6.J að vinna saman í samfélagsfræði

Húsin í bænumVerkefnið Húsin í bænum var unnið af 8. bekk í tilefni 100 ára afmælis Hafnafjarðar. Ljósmyndir voru teknar af ýmsum húsum bæjarins og textílmyndir unnar eftir þeim.

Page 28: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

28

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Kennarar leggja mikið upp úr því að nemendur geti fengist við fjölbreytilegt efni og verkefni þeirra sem víða eru á veggjum skólans eru lýsandi dæmi um sköpun og túlkun nemenda í listgreinatímum. Einnig prýða myndverk nemenda veggi skólans í tengslum við margar námsgreinar sem þau nema hjá um sjón­ar­ og/eða faggreinakennurum sínum. Kennslustofur sem ætlaðar eru til list­ og verkgreinakennslu eru frá

List- og verkgreinarSkólinn hefur átt því láni að fagna að hafa afbragðs list- og verkgreinakennara sem hafa laðað fram hugmyndaauðgi og sköpun hjá nemendum.

því að síðast var byggt við skólann rétt fyrir aldamót og eru vel búnar. Sérstakan sess hefur Rómverja­verkefnið skipað í samstarfi list­, verkgreina­ og um­sjónarkennara þar sem samþætt ing námsgreinanna er lykilatriði. Kórastarf hefur jafnan verið með blóma og undanfarin ár hefur verið lögð aukin áhersla á tónmenntakennslu og aukið við hljóðfærabúnað í tónmenntastofuna.

textílmennt

myndmennt

hönnun og smíði

Page 29: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

29

List- og verkgreinar

Textílmennt...

Page 30: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

30

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Myndmennt...

Page 31: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

31

List- og verkgreinar

Page 32: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

32

Hönnun og smíði

Page 33: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

33

List- og verkgreinar

Page 34: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

34

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Starfsemin var strax öflug og áhugi mikill. Í fyrstu stóð foreldrahópurinn aðallega fyrir samkomum og ferðalögum sem voru e.t.v. ekki eins algeng og nú. Það var jólaföndur, leikhús­ og skíðaferðir og lengri ferðir út um landið. Þá þegar í upphafi starfseminn ar hefur stjórn félagsins staðið fyrir ýmiss konar fræðslu s.s. um einelti, vímuefnaneyslu og um þroska barna og unglinga. Vorið 1985 var upp haf vorhátíða sem félagið hefur alltaf staðið að með myndarbrag.

Fljótlega var farið að ræða víðara starfssvið foreldra­félaga og segir í ágripi af sögu félagsins í 30 ára afmælisblaði skólans að auðveldast hafi verið að virkja foreldra í starfi með bekkjunum en nauðsyn­legt sé að foreldrar taki afstöðu til innra starfs skólans og komi með tillögur til úrbóta. „Skólar eiga að vera sjálfstæðari og foreldrar eiga að vera meira við stjórn skólans“ segir í lok pistilsins. Það er óhætt að segja að starfsemi foreldrafélagsins, foreldraráðs og nú skólaráðs hafi verið náin skól anum.

Af starfsemi Foreldrafélags ÖldutúnsskólaForeldrafélag Öldutúnsskóla var formlega stofnað árið 1984. Áður hafði verið félag foreldra og kennara. Kosnir voru tveir fulltrúar úr hverri bekkjardeild til eins árs. Stjórnin var þriggja manna. Allir foreldrafulltrúarnir hittust tvisvar til fjórum sinnum á ári.

Formenn Foreldrafélags Öldutúnsskóla frá árinu 2005:

• Árni Mathiesen 2005 til 2006

• Halla Björg Baldursdóttir 2006 til 2007.

• Sigrún Edda Sigurðardóttir 2007. til 2008

• Sigríður Ólafsdóttir 2008 til 2009

• Snædís Ögn Flosadóttir 2009 til 2010

• Sveinn Óli Pálmarsson 2010 til 2011

• Snædís Ögn Flosadóttir 2011 til 2012

Árið 2005 var Árni Mathiesen formaður félagsins og sat einnig í foreldraráði. Var ákveðið að foreldraráð fundaði með skólastjórum tvisvar í mánuði til að halda góðum tengslum og tryggja áhrif foreldra á inn ra starf. Hélst þessi háttur á þar til ný grunnskóla­lög voru samþykkt 2008 og foreldraráð lagt niður. Í stað þess skyldi stofnað skólaráð með fulltrúum foreldra, nemenda og starfsmanna. Til að tryggja áfram gott samband stjórnenda við stjórn foreldra­félagsins var ákveðið að skólastjórar skiptust á að mæta á stjórn arfundi.

Stjórn foreldrafélagsins hefur unnið að afar mörg um framfaraverkefnum í þágu barnanna í skólanum. Þar má nefna styrki til fræðsluerinda bæði fyrir starfsfólk og foreldra, leikrit sem keypt hafa verið í skólann hafa verið styrkt af félaginu, aðkeypta vinnu vegna for­varn ar mála hefur félagið greitt auk þess sem það hefur hugsað vel um að skemmta okkur með því að standa árlega fyrir jólaföndri og vorhátíðum sem eru alltaf tilhlökkunarefni. Á síðustu árum hef ur stjórnin alltaf staðið fyrir því að bekkjatenglar hittist a.m.k. tvisv ar á skólaárinu til að skipuleggja og samræma starfið með nemendum og kennurum. Foreldraröltið sem er skipulagt í samvinnu við félagsmiðstöð ina Öld­una er einnig mikilvægur starfs vettvangur félagsins.

Félagið hefur einnig gefið skólanum gjafir. Það sem við höfum skráð hjá okkur eru 50 þúsund til tölvu­ og forritakaupa haustið 1993. Árið 2005 voru 50 þúsund gefnar og ætlaðar til að byggja pall fyrir sam­komur í miðgarði. Þar sem ákveðið var að ráðast í endurskipulag á unglingaálmu sem liggur að garð­in um, varð það að samkomulagi að keypt voru veg­leg taflborð ásamt taflmönnum sem eru mikið notuð á bókasafninu. Vorið 2009 voru skólanum færðar 100 þúsund krónur til kaupa á ræðupúltum fyrir nemend ur. Allt þetta er margfaldlega þakkað hér. Samstaða, velvild, ræktarsemi og áhugi foreldra á skólastarfinu og námi nemenda við skólann er einn af hornsteinum góðs skólastarfs.

Page 35: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

35

Foreldrafélag Öldutúnsskóla

Starf foreldrafélags er afar mikilvægt í okkar samfélagi en jafnframt er óhætt að fullyrða að án stuðnings foreldra og sjálfboðaliða úr þeirra röðum, nemenda, skólastjórnenda, kennara og starfsfólks skólans færi það fyrir lítið. Við höfum verið svo lánssöm hér í Öldutúnsskóla að allir þeir sem koma að starfi með börnunum okkar, hafa lagst á eitt um það að hlúa að þessu góða samstarfi.

Foreldrafélagið er í stöðugri þróun, á síðasta ári fékk félagið loks sitt eigið netfang [email protected] og jafnframt snerist það á sveif með upplýsingatækninni og opnaði sína eigin „face book“ síðu. Vonir standa til að þessi síða geti orðið öflugur upplýsingamiðill foreldra en þó ber að taka það fram að hún er ekki hugsuð til að koma í stað samskipta um Mentor heldur sem viðbótarmiðill.

Á hverju starfsári stendur foreldrafélagið fyrir föst um viðburðum. Bekkjartenglafundir eru haldn ir tvisvar á ári og eru þeir vettvangur fyrir stjórn foreldrafélagsins til að hitta alla bekkjar­tengla og skipuleggja starf vetrarins. Starf bekkjar tengla er mikilvægur liður í foreldrasam­starfi og er það okkur mikið kappsmál að það sé sem farsælast. Þá kemur foreldrafélagið einnig að forvarnarmálum og stendur meðal annars fyrir foreldrarölti í samstarfi við Ölduna og úthringi­átaki um áramót. En úthringiátakið hefur gengið sérstaklega vel og foreldrar hafa tekið hringingum vel. Átakið er unnið af sjálfboða liðum úr röðum foreldra og í samstarfi foreldrafé laga grunnskóla í Hafnarfirði, grunnskólanna, félagsmiðstöðva, lögreglu og Hafn ar fjarðar bæjar.

Þá stendur foreldrafélagið einnig fyrir föstum viðburðum þar sem fjölskyldan kemur saman í skólanum ásamt kennurum, stjórnendum og starfs fólki skólans. Má þar nefna jólafönd r ið á

aðventu sem ávallt er vel sótt af foreldrum og börn um, öfum og ömmum. Að ógleymd ri vorhátíðinni sem hald in er í lok hvers skólaárs.

Fræðslumál hafa verið okk ur ofarlega í huga und an farin ár. Fjölmargar góðar hugmyndir hafa verið á lofti og úr ýmsu að velja fyrir foreldra, nemendur og skólasamfélagið í heild. Stjórn foreldrafélagsins hafði forgöngu um tvö aðskil in verkefni á sviði fræðslu­ og forvarnarmála og var ákveðið að í stað þess að gefa skólanum einhvern hlut að gjöf að þessu sinni væri fjár­magni veitt til þess að láta þessa fræðslu og forvarnarviðburði verða að veruleika. Fyrra verkefnið var forvarn arfræðsla á vegum Maríta á Íslandi fyrir nemendur og for eldra í 5. og 7. bekk, en það síðara fræðsla í formi brúðuleikhúss fyrir 2., 3. og 4. bekk á vegum Blátt áfram. Þá hef ur foreldrafélagið einn ig boðið upp á fræðslu til kennara og starfsfólks skólans á vegum sömu samtaka. Útfærsla þessarar fræðslu var unnin í nánu samstarfi við skólann og unnu námsráð­gjafi, forvarnarteymi og aðrir starfsmenn skólans að þessu af miklum myndarskap og var útkoman eftir því.

Að lokum viljum við í stjórn Foreldrafélags Öldu­túnsskóla þakka stjórnendum og öðru starfsfólki skólans, nemendum sem og bekkjatenglum og öðrum foreldrum í skólanum fyrir gott samstarf á liðnum árum. Megi þetta samstarf vera áfram gott og farsælt.

Snædís Ögn Flosadóttir, formaður Foreldrafélags Öldutúnsskóla

Frá formanniSnædís Ögn Flosadóttir

Skólahlaup á vorhátíð 2011

Jólaföndur í desember 2010

Sveinn Óli tekur við formennsku haustið 2010

Page 36: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

36

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Skólinn hafði orð á sér fyrir framsýni og frumlegheit og frábæran kór. Mikið var lagt upp úr samstarfi og samvinnu meðal starfsmanna. Allt þetta upplifði ég í starfi mínu við skólann og naut góðs af. Samstarfs­fólkið var einstaklega skemmtilegt og nemendurnir ekki síðri.

Stóra vikan er eftirminnileg, þá var hefðbundin kennsla brotin upp og unnið að ákveðnu þema í eina viku og endað á mikilli sýningu. Allir lögðu sitt af mörkum af miklum metnaði. Þetta var skemmtilegur tími.

Fyrstu fimmtán árin starfaði ég svo til eingöngu sem íþróttakennari skólans. Byrjaði í íþróttahúsinu við Strandgötu sem tekið var í notkun þá um haustið. Þetta var árið 1971. Skólinn deildi íþróttahúsinu með Flensborgarskóla og því var oft margt um mann­inn í þröngri forstofunni þegar nemendur frá sjö ára aldri til tvítugs voru að koma og fara. Í íþróttahúsinu var alltaf líf og fjör eins og vera ber. Salnum var skipt í þrennt með tjöldum, Flensborg fékk helminginn og Öldutúnsskóli hinn helminginn sem aftur var skipt með tjaldi. Að kenna sérgrein eins og íþróttir gaf manni tækifæri á að kynnast öllum aldurshópum en þó betur stelpunum því þá var kynjaskipting í íþrótt­um. Þrátt fyrir það var mikil samvinna á milli okk­

Árin mín í ÖldutúniÁrin mín í Öldutúnsskóla urðu rúmlega þrjátíu. Þetta voru dýrmæt ár, lærdómsrík og gefandi.

Sesselja G. Sigurðardóttir

ar íþróttakennaranna og hefðbundnir tímar brotnir upp þegar tækifæri gafst þar sem allir voru saman í opnum salnum. Á þessum árum þótti ekkert tiltöku­mál að nemendur kæmu gangandi ofan úr skóla og gengju aftur til baka að loknum tíma. Skólinn var fjölmennur, milli sjö og áttahundruð nemendur sem komu í íþróttahúsið tvisvar í viku hver og einn. Þá var eins gott að vera góður í að muna nöfn! Það er góð tilfinning þegar maður hittir gamla nemendur á förnum vegi að geta heilsað þeim með nafni.

En þrátt fyrir að íþróttakennslan væri skemmtileg og nemendurnir áhugasamir þá kom að því að áreit­ið og hávaðinn fór að taka sinn toll og ég ákvað að óska eftir almennri kennslu. Að vera með sinn eigin umsjónarbekk fjóra til sex tíma í röð, þó það væru allt upp í þrjátíu nemendur var talsvert öðruvísi en erill inn í íþróttahúsinu en þangað kom nýr hópur á fjörutíu mínútna fresti. Inni í kennslustof unni hélt ég áfram að tala jafn hátt og í íþrótta húsinu og það var ekki fyrr en gangavörður hafði orð á því við mig hvort ég væri alltaf að skamm ast í krökkunum að ég átt aði mig á því.

Bekkjar kennslan átti líka vel við mig og gaf mér mikið. Það er yndislegt að vinna með krökk um, þeir eru ótrúlega frjóir og skemmtilegir. Enginn

Page 37: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

37

Kveðja frá kennara

dagur er eins, aldrei lognmolla, alltaf einhver kraftur í gangi og þess sakna ég enn tæpum tíu árum eftir að ég hætti.

Þegar ég hætti í íþróttahúsinu og fór í almenna bekkjar­kennslu var nýbúið að byggja við skólann stofur fyrir ung­lingana og fjölnotasal sem nýttur var m.a. til að kenna yngstu börnunum íþróttir. Þar með var komin aðstaða til að kenna t.d. dans sem ég fékk tækifæri til að prófa. Þar voru líka settar upp leiksýningar og skemmt an ir haldnar. Síðan var því húsnæði breytt, annað rifið niður og nýtt byggt með öðrum áherslum og skipulagi.

Draumur minn var alltaf að við skólann yrði byggt íþrótta­hús og samkomusalur þar sem íþróttir, dans, leiklist og tónlist hefðu meira vægi í náminu.

Þó draumur minn hafi ekki ræst að fullu þá voru árin mín í Öldutúnsskóla skemmtilegur tími og það er dásamlegt að hafa fengið tækifæri til að vinna með öllu þessu frábæra fólki.

Ég óska skólanum til hamingju með 50 ára afmælið og nem endum og starfsfólki velfarnaðar um ókomin ár.

Sesselja G. Sigurðardóttir.

Skólinn minn6. K

Skólinn minn er gulur og grænn

og líka umhverfisvænn.

Hann er líka hlýr og góður

alveg eins og skógarrjóður.

Skólinn minn er stór

og í honum er kór.

Hér er SMT

og líka spaug og spé.

Skólinn er fullur af stjörnum,

handa góðum börnum.

Skólinn minn er prúð mitt og stolt

og í matsalnum borðum við bara hollt.

Aldan hún er skemmtileg,

en sjaldan er hún leiðinleg.

Margt er hér af lestrarhestum,

skólinn minn er bara bestur.

Hér erum við öll svo góð,

svo við sömdum þetta ljóð

fyrir skólann okkar.

Öldutúnsskóli rokkar!

Nemendur 6. K

Veturinn 2011-2012

Myndir unnar af nemendum 1. K. Fleiri myndir úr sama verkefni er að finna við byggingarsögu skólans.

Saga skólans

Page 38: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

38

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Stína með einum af mörgum

nemendahópum sínum

Mér hlýnar alltaf um hjartarætur þegar minnst er á Öldutúnsskóla, því hann fóstraði mig í ellefu mikil­væg ár. Þar steig ég fyrstu skrefin á starfsferli mínum eftir að hafa lokið kennaraprófi árið 1964. Skólinn hafði þá aðeins starfað í þrjú ár. Nemendur voru 7­11 ára og árlega bættist nýr árgangur við, því börnin héldu áfram í skólanum upp að 15 ára aldri, svo árlega þurfti að bæta við kennurum. Haukur Helga­son stjórnaði skólanum og lagði sig fram við að fá áhugasama og dugmikla kennara, skapa góðan starfs­anda og fjölbreytni í kennslunni. Gömlu samkennar­arnir urðu margir ævivinir og ótrúlega margir þeirra urðu seinna skólastjórar í öðrum skólum.

Það er ekki aðeins á 50 ára afmælinu sem hugur minn leitar til Öldutúnsskóla. Ótal sinnum hef ég hugsað með þakklæti til þessara gömlu, góðu ára þar sem

Öldutúnsskóli 50 áraTil hamingju með afmælið, Öldutúnsskóli og heimamenn þar, fyrr og síðar.

Kveðja frá Stínu Gísla kennara

kennararnir unnu ótaldar stundir og áttu náið sam­félag og samstarf og mikinn metnað fyrir hönd nem­enda sinna. Haukur skólastjóri var einstakur í því að leiða hópinn og gæta þess að nýir, ungir kenn arar yrðu ánægðir og næðu góðum árangri. Hann fylgd ist með og leiðbeindi af natni og umhyggju, sem gerði mig að betri kennara og hefur orðið mér gott vega­nesti í öllu lífi mínu síðan og í störfum mínum sem æskulýðsfulltrúi og prestur.

Eftirminnilegt er frá fyrstu árunum hvernig nýjar aðferðir voru notaðar í kennslunni, þar sem nemend­ur unnu mikið í hópvinnu, töluðu saman um það sem þeir lærðu og kynntu það síðan fyrir öllum bekkn um eða jafnvel fleirum og studdust við hjálp­arorð í framsögn sinni. Þannig þjálfaðist í senn sam­vinna, sjálfstæð vinnubrögð og framsetning.

Page 39: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

39

Kveðja frá kennara

Eftirminnilegt er einnig þegar við í fyrsta sinn héld­um Stóru viku í Öldutúnsskóla. Verkefnið hét Bærinn okkar og fólst í því að öllum nemendum skólans var skipt í hópa með breiðum aldri. Nem endur og kenn­arar völdu sér ákveðið verkefni um Hafnarfjörð eftir lista, sem kennarar höfðu útbúið og unnu síðan í heila viku og fóru í vettvangsferð ir og heimsóknir á vinnustaði og heimili, lásu sér til, unnu eitthvað verklegt og í vikulok kynnti hver hópur verkefni sitt og vinnu fyrir öðrum og stórsýning var haldin. Þess­ari námsaðferð hafði ég kynnst í Danmörku, þegar ég kenndi þar veturinn 1970­71. Eftir heimkomuna reyndist auðvelt að kveikja áhuga skólastjóra og sam­kennara í Öldutúni, sem alltaf voru áhugasamir um nýjar og bættar aðferðir í kennslunni.

Öldutúnsskóla­neistanum í mér er sífellt viðhaldið með samskiptum við síðustu nemendur sem ég kenndi þar sem umsjónarkennari. Við hættum öll í skólanum vorið 1976. Sá nemendahópur heldur upp á fimmtugsafmælið á þessu ári eins og skólinn, og þegar við hittumst til að fagna afmælunum 17. sept. sl., litum við inn í Öldutúnsskóla til að rifja upp göm­lu, góðu minningarnar. Ég er ævinlega þakklát Hauki Helgasyni, skólastjóra, fyrir að veita mér leyfi til að fara með þessa nemendur mína í Danmerkurferð árið 1974, þegar börnin voru aðeins 12­13 ára. Þau höfðu þá í 3 ár skrifast á við jafnaldra í Danmörku og safnað í ferðasjóð og við fórum í mjög vel heppnaða og eftir­minnilega námsferð og heimsókn til þeirra. Árið eftir komu svo dönsku krakkarnir í heimsókn til okk ar.

Skólinn minn1. K

Við erum öll vinir í skólanum og góð hvert við ann að. Við lærum margt, t.d. að lesa, skrifa, reikna, teikna, leika og synda. Við lærum líka ensku, tölvur og íþróttir, syngjum og dönsum og lærum um náttúruna og erum í handmennt. Við setjum niður lauka og fræ og eigum okkar bekkjartré. Svo hugsum við vel um náttúruna og flokkum rusl og endurnýtum. Við höfum snyrti­legt í kringum okkur og lærum að fara eftir reglum. Við erum góð við þá sem eru einir eða eiga bágt og leggjum ekki í einelti.

Það er gaman í skólanum okkar.

Samstarf af þessu tagi var óþekkt á þessum tíma og naut ekki skilnings allra, en foreldr ar barnanna í Hafnarfirði og á Fjóni tóku þátt í þessu samstarfi af áhuga og með gleði.

Til hamingju með fimmtugsafmælið, Öldutúnsskóli, og takk fyrir öll gömlu árin, sem hafa veitt okkur svo mörgum mikla ánægju, lærdóm og leiðsögn fyrir lífið.

Stína Gísladóttir.

Page 40: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

40

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Kinga og Aleksandra

Aleksandra kom til Íslands þegar hún var að verða 5 ára, Lukasz kom hingað til lands þegar hann var 10 ára og Kinga kom hingað þegar hún var 8 ára. Þau koma öll frá Póllandi. Lukas kom frá Litháen til Íslands í fjórða bekk. Þau byrjuðu öll í Lækjarskóla og komu svo í Öldutúnsskóla.

Hvað er best við skólann í því landi sem þið komið frá?Það mátti hafa allt sem okkur langaði að borða, snakk, kleinu hringi og snúða. Við máttum koma með sætt alla daga og það var ekki talað við okkur út af því. Öll sammála um þetta svar.

Hvernig fannst ykkur tekið á móti ykkur þegar þið byrjuðuð í Öldutúnsskóla?Mjög vel. Við eignuðumst vini strax. Krakkarnir komu bara til okkar og töluðu við okkur og spurðu

Viðtal við nemendur af erlendum upprunaÍ Öldutúnsskóla eru rétt yfir 40 nemendur sem eru fæddir í öðru landi og hafa flust hingað til Íslands með foreldrum sínum. Við eru stolt af því að hafa þá hjá okkur og tókum Aleksandru Kulesza í 9.J, Lukasz Bertlewski í 9.K, Kingu Wasala í 7..K og Lukas Fet í 8.L tali. Okkur langar að forvitnast um hvenær þau komu og hvernig þeim líkar vistin á Íslandi og í Öldutúnsskóla.

hvort við vildum leika, bæði strákar og stelpur. Kenn ararnir voru líka mjög góðir.

Hvað finnst ykkur skemmtilegast í skólanum?Aleksandra: Saga. Af því að það er svo mikið lesið fyrir mann.Lukas: Lotur, smíði, heimilisfræði og textíl. Þá fær maður að vinna svo mikið með höndunum.Kinga: Stærðfræði, lotur og frímínútur.Lukasz: Íslenska, smíði, heimilisfræði og textíl.

Hvað finnst ykkur skemmtilegast að gera eftir skóla?Þau stunda mismunandi áhugamál; fara á hlaupahjól og bretti, í verslanir og skemmtigarðinn í Smáralind.

Ef þið byggjuð í því landi sem þið fæddust í, hvað væruð þið þá að gera eftir skóla?

Lukasz og Lukas

Page 41: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

41

Viðtal við nemendur af erlendum uppruna

Flest segja að þau væru að hjálpa til í fjölskyldunni, t.d. hjá ömmu í sveitinni, sumir væru í verslunar miðstöðvum. Það sem þeim finnst gott við Ísland er að hér er vinnu að fá og góðir og skemmti­legir kennarar og hversu frábærar sundlaug ar eru á Íslandi.

En hvað er betra í Póllandi eða Litháen sem er ekki hér?Hlýrri sumur og ávextir vaxa á trjánum.

Hvað haldið þið að þið verðið að gera eftir tíu ár, þegar Öldutúns­skóli verður 60 ára?Öll hafa þau metnað til að halda áfram að læra, verða lögfræðingar, rafvirkjar, bifvélavirkjar og eiga vonandi sömu vinina áfram sem þau hafa eignast í Öldutúnsskóla.

Eitthvað að lokum?Aleksandra: Öldutúnsskóli er besti skóli sem ég hef verið í.

Helgi Þór Helgason var skólastjóri frá janúar 2001 til maí 2004

Guðrún Erna Þórhallsdóttir var aðstoðarskólastjóri frá 2002 til 2004

Leifur Sigfinnur Garðarsson var aðstoðarskólastjóri frá 2001 til nóvember 2002

SkólastjórarÖldutúnsskóla

TextílmenntVitinn er einkennismerki Hafnarfjarðar og voru vitamyndirnar unnar í þæfingu af 5. bekk á 100 ára afmæli bæjarins.

Vinateppið var unnið í textílmennt í vinaviku fyrir nokkrum árum.

Vitar

Page 42: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

42

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

HeimilisfræðiVinsælasta verkefnið í heimilisfræði er pizzabakstur. Hérna er uppskrift að grunndeigi sem má nota í pizzu, brauðstangir, horn o.fl.Gerdeig þarf að hefast og í heimilisfræðitímum höfum við frekar stuttan tíma til verksins þannig að við notum aðferðir sem flýta fyrir okkur eins og að setja deigskálina í heitt vatn og láta baksturinn

Grunndeig• 2 dl volgt vatn

• 2 tsk. þurrger

• 1-2 tsk. hunang/sykur

Leysið gerið upp í volga vatninu.

• 2 dl hveiti

• 2 dl heilhveiti

• ½ tsk. salt

• 1-2 msk. olía

Blandið öllu saman og hnoðið.

Setjið deigið aftur út í skálina,

breiðið yfir og látið hefast á hlýjum

stað í ½ - 1 klst. Hnoðið, mótið og

látið hefast í u.þ.b. 10 mín. í 50°C

heitum ofni. Stillið ofninn á 200°C

og bakið þar til ljósbrúnt.

hefast í 50°C heitum ofni í nokkrar mínútur. Það er fátt skemmtilegra en að baka saman. Gangi ykkur vel og góða skemmtun.

Page 43: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

43

Heimilsfræði

BrauðstangirFletjið deigið út þannig að það fylli út í plötuna. Munið að smyrja plötuna eða nota bökunarpappír. Skerið deigið í ræmur og eina miðjulínu og bakið þar til ljósbrúnt. Takið úr ofninum og smyrjið með krydd blöndu.

Ólífuolía og smjör hitað þar til smjörið er bráðnað. Kryddið með hvítlaukssalti, laukdufti, oreganó, papriku kryddi eða því kryddi sem ykkur þykir best.

Það er alltaf gott að auka hollustuna og bæta við fræum og grófu mjöli í deigið. Gott salat með pizz­unni gerir hana hollari. Í heimilisfræðinni drekkum við vatn.

PizzaSkiptið deiginu í tvo hluta og fletjið út. Gott er að setja polentu (gult mjöl) eða pastahveiti undir. Setjið sósu á botninn og það álegg sem þið viljið.

HornSkiptið deiginu í tvo hluta og fletjið út í hring.Deigið þarf að vera laust frá borðinu. Smyrjið yfir með smurosti eða setjið annað álegg. Skerið í átta hluta með pizzahníf. Rúllið frá breiðari endanum og mótið horn. Penslið yfir með eggi eða hunangsvatni og setið sesamfræ yfir.

Page 44: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

44

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir að reisa barnaskóla á Öldunum. Framkvæmdir hóf ust um haustið. Fjórar kennslustofur, smíða stofa, kennara stofa og skáli.

1959

Smíðastofa, kennarastofa og skáli voru tilbúin um vorið. Í lok ársins var samþykkt í bæjarstjórn að hefja bygginu annars áfanga. Það voru átta almenn-ar kennslustofur og þrjár sérstofur. Arkitekt skólans Guðmundi Guðjónssyni var falið að teikna bygg-ingu sem í voru að minnsta kosti átta kennslustof ur, söngstofa, teiknistofa, stofa fyrir handa vinnu stúlkna, eins og það hét þá, auk aðstöðu fyrir hjúkrunarkonu og lækni. Nemendur voru 203.

1962

Kennsla hófst klukkan 08:00 og stóð til klukkan 18:00. Skólinn var fjórsettur sem þýðir að það voru fjórir bekkir sem komu til kennslu hver á fætur öðrum og sá seinasti lauk skóladegi sínum klukk an 18:00. Nemendur orðnir 301 og kennt var sex daga vikunnar allt til ársins 197.3.

1963Í lok október var húsið tekið í notkun. Fyrst tvær kennslustofur og nemendur komu annan hvern dag í skólann. Fjórir kennarar ásamt skólastjóra, Hauki Helgasyni hófu störf. Börnin voru 202, sjö og átta ára, í átta bekkjum. Litlu seinna voru hinar tvær kennslustofurnar teknar í notkun ásamt litlu herbergi sem fyrst var notað fyrir kennarana.

1961

- stiklað á stóruByggingarsagan

Page 45: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

45

Byggingarsagan – stiklað á stóru

Helmingur annars áfanga tekinn í notkun. Nemendur 405.

1964

Kennsla hefst í fyrsta bekk unglingastigs og voru nemendur þá orðnir 602.

1966

Malbikaður sá hluti skólalóðar sem ákveðið hafði verið að hafa sem slíkan. Nemendur 7.18.

1969

Allur annar áfangi tekinn í notkun. Nemendur voru um 580 í 1. til 6. bekk. Nemendur voru 7. ára í fyrsta bekk allt til ársins 1990. Landslags arkitekt var falið að gera lóðarteikningu. Lauk hann við upp drátt af lóðinni fyrir framan skólann og tillögur um skipulag á öðru svæði kringum skólann. Teikn-ingar samþykktar í fræðsluráði.

1965

Forskóladeild tók til starfa en fram að því hafði kennsla sex ára verið á vegum einstakra kenn ara. Kennt í átta árgöngum; forskóla og 1. til 7.. bekk, nemendur um 7.26.

1971

Lýsing á aðstæðum um haustið:

Tvísetinn skóli, 800 nemendur í 19 kennslustofum. Það voru 11 bekkir í unglingadeildinni og dæmi er tekið um óhagræðið sem menn þurftu að búa við: …„í nokkrum tilvikum fjögurra ára aldursmunur á þeim nemendum sem verða að nýta sömu skóla­stofuna og sömu húsgögnin.“ …„stundatöflurnar því nokkuð sundurslitnar hjá sumum bekkjanna. Mestu óþægindin felast þó í því að hafa ekki íþrótta sal sem hægt er að kenna öllum aldurshópum í!“

1990Í byrjun október var tekið í notkun skólaeldhús, fjölnýtisalur, böð og aðstaða fyrir stjórn nemenda-félagsins í því húsi þar sem nú er stjórnunarálma. Sagt er frá því að unglingadeildin muni njóta mest góðs af þessu nýja húsnæði en hún hafi búið við þröngan kost í mörg ár. Einnig kemur fram að á þess um tímapunkti hafi bæjarráð samþykkt að heimila fræðsluráði að láta fullhanna breytingar á eldri hluta skólans – þjónustuhlutans.

1987Allur þriðji áfangi tekinn í notkun. Nemendur 750 í 31 bekkjardeild.

1986Fyrri hluti þriðja áfanga tekinn í notkun en það voru sex almennar kennslustofur, smíðastofa, eðlis- og líffræðistofa, sérkennslustofa og setustofa fyrir unglingadeild.

1985Byggingarframkvæmdir hefjast við þriðja áfanga. Það voru níu kennslustofur þar af þrjár sérstofur og fjölnýtisalur.

1982

Bæjarráð samþykkir tillögu fræðsluráðs og hefst nú undirbúningur að hönnun. Þessi samþykkt leiddi til þess að ákveðið var að skólinn tæki við þriðja bekk unglingastigs sem var þá elsti árgang ur grunnskólans.

1980 Fræðsluráð samþykkir að hönnuð verði viðbygg-ing við skólann. Miðað yrði við að tveir bekkir væru í hverjum árgangi og nemendur um 500.

1978

Bráðabirgðahúsnæði tekið í notkun, fjórar kennslu-stofur sem kallaðar voru fjósið, þær voru í notkun þar til endurbygging hófst fyrir einsetningu 1998. Skólinn tekur við öðrum bekk unglingastigs og var unglingadeildin í þessum stofum. Þetta ár tók fræðsluráð ákvörðun um að hefja undirbúning að byggingu nýs áfanga, en Öldutúnsskóli var talinn meðal þrengst setnu skóla landsins á þessum tíma.

1973

Enda þótt samþykkt lægi fyrir frá árinu 197.3 um að undirbúa viðbyggingu við skólann felldi fræðsluráð samþykkt um að hefjast handa við byggingu.

1975

Page 46: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

46

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Félagsmiðstöð Öldutúnsskóla var opnuð 27.. nóvem-ber. Félagsmiðstöðin var sú fimmta sem Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar opnaði í grunnskólum bæjarins. Efnt var til samkeppni um nafn á nýju félagsmiðstöðinni og hlaut hún heitið Aldan.

1999

Settar voru upp snyrtingar fyrir kennslustofur í A – álmu. Einnig var málað og endurnýjaðir gólfdúkar í kennslustofum og á göngum álmunnar.

2005

Skipti á gólfefnum, gluggum og innréttingum í B – álmu á fyrstu og annarri hæð. Til stóð að endur-nýja húsnæðið í kjallara samhliða fyrirhuguðum byggingum.

Vinnuhópur um húsnæðismál skólans var skipaður af bæjarstjóra í byrjun árs 2006. Vinnuhópurinn var settur á laggirnar í kjölfar bréfs foreldraráðs þar sem þrýst var á að hafist yrði handa um viðbyggingu sem rýmkaði fyrir starfsemi unglinga-deildar, samkomusal og íþróttahús.

Hópurinn vann hratt og vel og skilaði áfangaáliti til bæjar ráðs í maí sama ár. Lagt var mat á stærð og ástand húsnæðis skólans og fyrir lá hversu marga fermetra þurfti til viðbótar til að húsnæðið teldist nægilega stórt fyrir skóla með þremur bekkj-um í árgangi. Hópur inn lagði eftirfarandi til:

Fenginn yrði arkitekt til að vinna úr niðurstöðum um húsnæðisþörf skólans og vinna tillögu um hvar og hvernig megi byggja við og hvernig megi breyta nýtingu á ýmsum rýmum í núverandi hús-næði til að koma betur til móts við húsnæðisþörfina.

2006 - 2008

Öldutúnsskóli einsetinn fyrstur hafnfirskra grunnskóla.Skipan húsnæðis á þessum tímamótum: Fimm álmur einkenndar með A B C D E.

• A – álma er elsti hluti skólans - einnar hæðar og snýr að Öldugötu. Þar eru nemendur 1. bekkjar og hafa verið síðan skólinn varð einsetinn.

• B – álma; tveggja hæða húsið sem liggur að Öldutúni, myndmenntastofa og náttúrufræðistofa í kjallara og kennslustofur fyrir 5. til 7.. bekk á 1. og 2. hæð.

• C – álma; stjórnun og tölvuver, skrifstofa, kaffistofa og vinnuherbergi, skólahjúkrun og námsráðgjafi.

• D – álma; átta kennslustofur fyrir unglinga deild.

• E – álma sem lokið var við haustið 1998 hýsir ýmis smærri hópherbergi og 10 kennslustofur fyrir yngri deild, smíði, textíl, heimilisfræði og sérdeild.

• F – álma; matsalur/samkomusalur og bókasafn, tón-menntastofa, aðstaða unglinga og félagsmiðstöðvar.

Um áramótin 1998 til 1999 var lokaáfangi núverandi húsnæðis tekinn í notkun. Það var samkomusalurinn, eldhús fyrir mötuneyti nemenda, bókasafnið og tónmenntastofan.

E – álma

1998Selið – bygging á skólalóð fyrir heilsdagsskólann tekin í notkun.

1993

Rúnar Brynjólfsson aðstoðarskólastjóri og Haukur Helgason skólastjóri í september1991. Nemendur eru 770 í 35 bekkjardeildum.

Árið 1992 voru 7.50 nemendur í 34 bekkjardeildum.

1991 – 1992

Page 47: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

47

Byggingarsagan – stiklað á stóru

2011

Haustið 2011 eru 520 nemendur í 24 bekkjardeildum. Skólaráð Öldutúnsskóla sendi erindi til fræðsluráðs um að gerðar verði verulegar endurbætur á lóð skólans, einkum hvað varðar leiktæki og aðstöðu barnanna til leikja.

2006 - 2008 framhaldSkólalóð verði endurskipulögð og leitað leiða til að stækka hana með hliðsjón af viðbyggingu og hvar megi koma fyrir íþróttahúsi.

Strax um sumarið yrði hafin vinna við endurbætur á kennslustofum í B – álmu.

Hafin var vinna við teikningar á stækkun skólans og þar var einkum hugað að stærri sal og auknu húsnæði fyrir unglingadeild og staðsetningu íþrótta-húss við skólann. Starfsmenn rýndu í teikningar í skipulagðri hópavinnu og skiluðu áliti sínu. Bundu menn vonir við að byggingarframkvæmdir gætu hafist árið 2009. Í apríl 2008 var arkitekt falið að vinna nýtt deiliskipulag lóðarinnar og staðsetja íþrótt ahús. Deiliskipulagsdrög lágu fyrir í júní það ár og voru kynnt nágrönnum. Áfram var unnið að hús-næðisteikningum samhliða deiliskipulagsvinnu en sú vinna lagðist af haustið 2008 og ekki hefur verið tekið til við hana aftur þegar þetta er ritað.

Erla Guðjónsdóttirhefur verið skólastjóri frá ágúst 2004

Valdimar Víðissonhefur verið aðstoðarskóla- stjóri frá ágúst 2008

María Pálmadóttirvar aðstoðarskólastjóri frá 2004 til 2008

SkólastjórarÖldutúnsskóla

Guðmundur Ingi Jónsson var aðstoðarskólastjóri frá árinu 2004 til 2007.

Page 48: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

48

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni 2011

Skólinn okkar.

Hefur góð áhrif á okkur.

Er jákvæður.

Er skemmtilegur.

Við lærum af honum.

Allir eru góðir í honum.

Góð fög.

Hann er stór og gamall.

Hann er snyrtilegur.

Hann hugsar um náttúruna.

Heitur matur.

Allir eru vinir í honum.

Það eru skemmtileg litlu jól í honum.

Litríkur.

Hann er besti skóli í heimi.

Skólinn minn5. K

Myndir úr skólalífinu

Útikennsla á Hamrinum

Page 49: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

49

Verðlaunasögur eftir nemendur

Bryndís (fyrir miðju) og Ólöf (til hægri) við móttöku verðlaunanna.Með þeim er íslensku-kennarinn þeirra, Sigrún Valdimarsdóttir.

Verðlauna sögur eftir nemendurSmásögur eftir nemendur í 10. bekk Öldutúnsskóla hlutu fyrstu og önnur verðlaun í smásagnasamkeppni Samtaka móðurmálskennara, Fræðslu-ráðs, Skólaskrifstofu og Menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar við hátíðarhöld Stóru upplestrar keppninnar í mars 2011 í Hafnarborg.Þetta eru sögurnar Öðruvísi ástarsaga eftir Ólöfu Örnu Gunnarsdóttur er hlaut fyrsta sætið og Grasið hinum megin eftir Bryndísi Tatjönu Dimitrisdóttur er hlaut annað sætið. Sögurnar má lesa á síðunum hér á eftir.

Myndir úr skólalífinu

Page 50: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

50

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Bryndís Tatjana Dimitrisdóttir 10. bekk Öldutúnsskóla 2010 til 2011

Grasið hinum meginSmásaga

Mér leið eins og ég væri staddur í rússíbana. Ég réð ekki við tilfinninguna, eins og það væri verið að toga mig

í allar áttir, upp og niður, til hægri og vinstri. Tónlistin æpti á mig og bassinn hljómaði eins og jarðskjálfti

sem fór eins og hrollur um líkama minn. Ég tók eftir ómerkilegustu hlutum sem höfðu alltaf farið fram hjá

mér áður. Það var allt svo skringilegt, svo skringilega fyndið. Ég hafði ekki hugmynd um hvar ég væri lengur

en það skipti mig engu máli því mér leið svo vel, í fyrsta skipti í langan tíma. Ég var í mínum eigin heimi.

Daginn eftir vaknaði ég við að ég þurfti að æla svo ég hljóp inn á klósett. Kófsveittur í framan hallaði ég mér

fram yfir klósettsetuna. Mig svimaði svo gífurlega að ég lagðist aftur upp í rúm en ég var sem betur fer einn

heima svo mamma og pabbi þurftu ekki að vakna við óhljóðin. Ég starði á plaggatið sem hékk á veggnum á

móti rúminu. „Bara ef ég væri eins og hann...hann hefur það allt, peninga, frægð og stelpur,“ hugsaði ég með

sjálfum mér. „En ég hef ekki hæfileikana til þess. Ég er bara venjulegur skólastrákur. Auk þess get ég ekki

talað án þess að stama. Ekki séns að ég geti nokkurn tíma orðið rappari.“

Það höfðu liðið þrír mánuðir frá því ég flutti hingað þar til ég loksins byrjaði að eignast einhverja vini. Ég

hafði þurft að hafa fyrir því, gera hluti sem mig langaði ekki til, eins og að ræna úr búðum og opna bíla til að

stela úr þeim. Ég talaði ekki eins og þeir, gekk ekki eins og þeir, hagaði mér ekki eins og þeir. Þeir voru svo

ólíkir vinum mínum á Íslandi, þessum tveimur sem ég átti þar. Ég saknaði þeirra. Ég saknaði að spila fótbolta

með þeim á kvöldin og borða pítsu með þeim á föstudögum. Mér hafði líka gengið vel í námi og aldrei fengið

undir níu á prófum en nú, þegar við vorum flutt, var ekkert eins og áður. Ég hafði ekki viljað flytja, en mamma

vildi læra í útlöndum og þar með var það ákveðið.

Ég hafði aldrei ætlað mér að byrja reykja gras. En strákarnir gerðu það allir og mér fannst ég ekki viðurkennd­

ur ef ég gerði það ekki. Svo gera líka allir rapparar þetta og syngja um það í næstum hverja einasta lagi. Mér

fannst þeir svo svalir. „Svo af hverju ætti ég þá ekki að gera þetta líka? Skítt með það“ hugsaði ég.

Áður en ég vissi af var ég farinn að gera þetta daglega. Við hittumst alltaf allir eftir skóla og eyddum heilu

klukkutímunum í að reykja. Mér fannst ég vera orðinn viðurkenndur og ekkert svo öðruvísi lengur þó ég væri

ekki með sama hörundslit og þeir. Einkunnirnar mínar fóru hríðlækkandi en hverju skipti það, sama var mér,

það þótti ekki flott að vera gáfaður og þá væri ég heldur ekki svalur í þeirra augum. Foreldrar mínir fengu

kvartanir frá skólanum og voru farnir að hafa miklar áhyggjur þar sem ég var farinn að skrópa í sífellu og gista

grunsamlega oft hjá vinum mínum.

Dagarnir liðu og fyrr en varði var ég orðinn einn af þeim vinsælu og hættur að stama eins og ég gerði áður

fyrr. Ég leit nú á þessa stráka, er ég hafði verið smeykur við, sem mína bestu vini. Sérstaklega einn þeirra. Við

héngum saman alla daga og gerðum ótrúlegustu hluti af okkur. Við gátum talað endalaust um ekki neitt. Og

við gátum hlustað á tónlist tímunum saman í herberginu hans, reykjandi. Hann leyfði mér að hlusta á rappara

sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Hann gat líka sjálfur rappað heilu rímurnar án þess að hika. Ég leit upp til

hans. Ég vissi þó að grasið væri ekki það eina sem hann stundaði. Þegar við fórum í partí átti hann það til að

nota mun sterkari efni. Ég hafði áhyggjur af honum og vildi ekki að hann gerði það en sagði samt aldrei neitt,

því ég óttaðist hvernig hann myndi bregðast við og vildi ekki missa hann sem vin. Ég vildi þó að ég hefði gert

það núna. En það er aðeins of seint...

Það var í einu partíinu eftir skólalok í maí. Það var haldið hjá eldri strák, sem hann þekkti. Húsið var troðfullt

af fólki sem ég hafði ekki áður séð. Tónlistin var í botni. Og áður en ég vissi af vorum við búnir að týna hvor

öðrum. Þá hringdi síminn. Það var mamma. Hún var öskureið og vildi að ég kæmi heim. Ég skellti á og fór svo

að leita að honum. Ég leitaði í hverju einasta herbergi en fann hann hvergi þar til ég kom í hjónaherbergið. Ég

skimaði í kringum mig og rak þá augun í hann á bak við rúmið. Þar lá hann grafkyrr. Með kökkinn í hálsinum

hljóp ég upp að honum og kallaði nafn hans. Hann svaraði ekki. Ég þreifaði á púlsinum en fann engan slátt.

Ég gat og vildi ekki trúa að hann væri farinn. Á því augnabliki fattaði ég hvað ég hafði verið heimskur, að vara

hann ekki við, að stoppa hann ekki, að láta blekkjast sjálfur, bara til að verða einn af þeim vinsælu. Ég var

hættur að hafa samskipti við foreldra mína sem voru um það bil að gefast upp á mér, búinn að missa öll tök

á náminu, slíta sambandi við vini mína á Íslandi og nú var eini sanni vinur minn og sá allra besti... farinn.

Page 51: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

51

Verðlaunasögur eftir nemendur

Öðruvísi ástarsagaSmásaga

Eldar horfði ofan í skálina og hrærði í súpunni með skeiðinni. Hann var ekkert svangur. Hann afsakaði sig og

fór upp í herbergið sitt. Hann lagðist á rúmið og horfði upp í loftið. Honum hafði liðið svo undarlega síðustu

daga. Það var eins og einhver hefði tekið tilfinningar hans og bundið hnút á þær. Hann vissi ekkert hvað var í

gangi eða hvers vegna honum leið svona. Eldar var vinsælasti strákurinn í skólanum. Aðal fótboltamaðurinn

og allar stelpurnar voru hrifnar af honum. Hann hafði alltaf elskað að vera vinsæll en síðustu vikur hafði

honum eiginlega verið sama. Honum fannst stelpurnar ekki einu sinni neitt merkilegar lengur, þótt hann gæti

fengið hvaða stelpu sem hann vildi. Hvað var í gangi með hann? Mamma hans kallaði frá eldhúsinu en hann

lét sem hann heyrði ekki í henni. Hann vildi ekki tala við hana, hann vildi ekki tala við neinn. Hann eyddi

föstudagskvöldinu einn í herberginu með hugsunum sínum en það hafði aldrei gerst áður.

Klukkan var sjö. Eldar vildi ekki vakna en mamma hans kom inn til hans og rak hann á fætur. Það var laugar­

dagur og hann nennti ekki á fótboltaæfingu. Honum var farinn að leiðast fótbolti og hann vildi ekki fara á

æfingar en hann gat samt ekki sagt strákunum frá því. Þeir myndu segja að hann væri heigull og aumingi.

Það var erfitt að vera vinsælasti strákurinn í skólanum. Hann þurfti allaf að líta geðveikt vel út og vera sval­

ast ur, annars hættu allir að taka mark á honum. Sumarið var búið og skólinn nýbyrjaður. Það var nýr strákur

í bekkn um. Hann hét Samúel. Eldari leist vel á Samúel en hann þorði ekki að tala við hann. Það var skrítið,

hann var ekki vanur að vera feiminn en það var eitthvað sem hélt aftur af honum. Honum leið eins og hann

væri ekki viss um hvort Samúel myndi líka við hann eða að honum þætti Eldar ekki nógu svalur. Eldari

hélt áfram að líða asnalega og sú tilfinning versnaði. Hann þorði ekki að tala við neinn um tilfinningar sínar

heldur hélt hann þeim fyrir sjálfan sig. Smám saman kynntist Eldar samt Samúel og þeir urðu ágætir félagar.

Eldari hafði aldrei liðið eins og þegar hann var með Samúel. Honum fannst Samúel skemmtilegur og fyndinn

og hann var ekki eins og hinir strákarnir. Samúel var sérstakur. Eldar gat ekki hætt að hugsa um hann. Samúel

var frá Serbíu og hann var mjög sjálfsöruggur. Honum var alveg sama hvað öðrum fannst um hann og hann

var bara hann sjálfur. Eldar öfundaði Samúel að vissu leyti. Hann vildi að hann gæti verið svona öruggur með

sjálfan sig. Hann vildi að hann gæti sagt það sem hann meinti innst inni. Eldar var alltaf að hugsa um hvað

öðrum fannst um hann. Hann var ekki eins og Samúel. Samúel hékk stundum með hinum strákunum og það

gerði Eldar afbrýðisaman, hann vildi ekki að Samúel væri með þeim. Þessi tilfinning kom honum á óvart og

Page 52: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

52

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

Ólöf Arna Gunnarsdóttir 10. bekk Öldutúnsskóla 2010 til 2011

hræddi hann. Hvað var í gangi með hann? Af hverju hugsaði hann svona mikið um Samúel? Af hverju vildi

hann ekki að Samúel væri með hinum strákunum? Gat það verið? Nei, hann var ekki hrifinn af Samúel. Hann

var hrifinn af stelpum. Eldar hristi hausinn yfir þessum hugsunum og ákvað að hugsa ekki meira um þetta.

En þegar hann kom í skólann og sá Samúel gat hann ekki annað en hugsað um hann. Hann var með svo falleg

augu. Stór, græn augu. Eldar horfði á Samúel í hinum enda stofunnar. Hann hafði aldrei hugsað um augun í

neinum öðrum strák. Kannski var hann hrifinn af honum. En hann vildi það ekki. Hann gat það ekki. Hvað

myndu allir hugsa ef þeir kæmust að því að vinsælasti strákurinn í skólanum væri hrifinn af nýja stráknum?

Eldari leið verr en venjulega og tilfinningar hans voru komnar í svo mikinn hnút að hann vissi ekki hvað

hann átti að gera. Hann var svo ringlaður.

Einn af strákunum úr bekknum ætlaði að halda útileguafmæli í skóginum og Eldar hugsaði að það væri full­

komið tækifæri til að tala við Samúel. Eldar var svakalega stressaður þegar helgin kom og hann var á leiðinni í

útileguna. Hann svitnaði í lófunum og var að hugsa um að sleppa þessu bara og láta sem ekkert hefði gerst. En

hann gat það ekki. Samúel hefði ekki gert það. Þegar Eldar kom á staðinn sá hann strákana standa yfir Samúel

og sparka í hann. Samúel lá á jörðinni og gat ekki gert neitt. Strákarnir kölluðu hann homma og „faggot“ og

héldu áfram að sparka í hann og lemja hann. Eldar hljóp til þeirra og öskraði á þá að hætta. Strákarnir horfðu

á Eldar en hættu svo og löbbuðu í burtu. Eldar stóð yfir Samúel þar sem hann lá á jörðinni. Það blæddi úr

honum og Eldar hjálpaði honum að standa upp. Hann studdi Samúel lengra inn í skóginn og lét hann setjast

á trjádrumb. Eldar tók handklæði úr töskunni sinni og fór að þurrka blóðið af Samúel. Hvorugur sagði neitt

heldur sátu þeir bara þarna og Eldar bjó um sár Samúels. Eftir dágóða stund spurði Eldar: „Af hverju voru

þeir að kalla þig homma?“ Samúel svaraði: „Af því að ég er hommi. Ég vildi bara segja þeim það svo að þeir

vissu það en þeir tóku því aðeins verr en ég hélt.“ Eldar gat ekki sagt neitt heldur horfði bara á Samúel. Hann

langaði að segja honum hvernig honum sjálfum leið en þorði það ekki. Þeir sátu á trjádrumbinum og horfðu

hvor á annan. Eldar opnaði munninn og ætlaði að segja Samúel hvernig honum leið en áður en hann gat

komið einu orði út úr sér sagði Samúel: „Ég veit“, og kyssti Eldar. Eldar stökk frá Samúel og horfði á hann.

Samúel stóð upp og tók utan um Eldar og kyssti hann aftur. Eldar hrökk ekki frá í þetta skipti heldur kyssti

Samúel á móti. Núna var hann viss um tilfinningar sínar og hann var ekki lengur hræddur.

Sigríður Tinna 3. L

Ég geng ein um göturnar.Það er engin úti nema ég.Það er haust og það hvín í vindinum.Ég heyri mjálm.

Er köttur vindanna kominn á kreik?Nei, þetta er kötturinn minnsem strýkur sér um fætur mér.

Ég tek hann upp og segi við hann:„Þú er köttur vindanna“og hann mjálmar glaðlega til mín.

Köttur vindanna

Page 53: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

53

Myndir

Sjöundu bekkingar að læra um manns-líkam ann. Innyflum svína svipar til innyfla mannslíkamans og lærðu þau um líf færin með áþreifanlegum hætti.

Svínshjarta skoðað

Jón G. Ásgeirsson tónskáld var fyrsti tónmenntakennari skólans

Myndir úr skólalífinu

Samverustund á sal Skólinn faðmaður í vinaviku

Page 54: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

50 ára afmælisrit Öldutúnsskóla • 1961 - 2011

54

Myndir úr skólalífinu

Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarkona t.h.

Sigurbjörg (Alla) Valdimars-dóttir, ráðskona t.v.

Anna Ólafsdóttir,3. J, 1989 - 1990

Þorgerður Jónsdóttir, 3. L, 197.2

Vinabekkir hittast

Heimsókn í Hafnarborg

Tilraunir í náttúrufræði

Page 55: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit

55

Styrktaraðilar

Reykjavíkurvegi 60 S:5552887www.musikogsport.is 11STRANDGATA

VENUSARHÚSIÐ

Unnar LogiNuddari

Sími: 774-8507

Sími: 5123777 Netfang: [email protected]

www.kailash.is

Matti ÓsvaldNuddstofa og Heilsuráðgjöf í 20 ár

Sími: 694-3828 Netfang: [email protected]

Linda HafsteinsdóttirHeilsunuddariSími: 778 8809

Netfang: [email protected]

Sími: 564 6999www.kaki.is

Hrafnhildur GeirsdóttirStjö[email protected]

Utan & Innan

Page 56: Öldutúnsskóli - 50 ára afmælisrit