KH-blaðið 2015

8
Viðtal við Atla Sigurðsson: „Framtíðin er björt. Við hljótum að vilja gera betur á næsta ári heldur en undanfarin tvö ár.“ Tímabilið 2015 gert upp í máli og myndum. Jóhann Skúli með kveðju frá meginlandinu: „Mér hefur aldrei liðið betur á líkama og sál.“ KH-BLAÐIÐ 2015

description

 

Transcript of KH-blaðið 2015

Viðtal við Atla Sigurðsson: „Framtíðin er björt. Við hljótum að vilja gera betur á næsta ári heldur en undanfarin tvö ár.“

Tímabilið 2015 gert upp í máli og myndum.

Jóhann Skúli með kveðju frá meginlandinu:„Mér hefur aldrei liðið betur á líkama og sál.“

KH-BLAÐIÐ 2015

Hvað er KH?Knattspyrnufélagið Hlíðarendi, skammstafað KH, leikur í 4. deild karla. KH hefur tekið þátt í Íslandsmóti KSÍ frá árinu 2011 og hefur því tekið þátt í fimm Íslandsmótum. Flestir af leikmönnum liðsins léku með Val upp yngri flokkana og þónokkrir þeirra eiga mislangan feril með meistaraflokki Vals.

Merki verður til

Á vormánuðum var ráðist í það mentaðarfulla verkefni að búa til félagsmerki KH. Það þótti löngu orðið tímabært. Eftir miklar bollaleggingar var komist að þeirri niðurstöðu að félagsmerkið skuli vísa í Hermann Gunnarsson heitinn sem er einn af dáðustu sonum Vals fyrr og síðar. Í félagsmerkinu má sjá eftirlíkingu af ljósmynd af Hemma Gunn þar sem hann leikur listir sínar á gamla æfingavellinum á Hlíðarenda. Ingólfur Sigurðsson handteiknaði merkið áður en grafíski hönnuðurinn Ásgeir Vísir tölvuteiknaði það.

Samið við Macron

KH kemur til með að leika í treyjum frá ítalska íþrótta-vörumerkinu Macron til næstu tveggja ára. Samningur þess efnis var undirritaður í byrjun vetrar. Í framhaldi af undirritun samningsins hófu hönnunarteymi KH og Macron samstarf sitt og hönnuðu aðaltreyju KH í samvinnu. Verður treyjan frumsýnd í byrjun nýs árs. Macron er vaxandi merki og hefur verið fyrirferðamikið í stærstu deildum Evrópu á nýliðnum árum. Til þess má gamans geta að KH er fyrsta íslenska liðið til þess að semja við Macron.

RitstjórnarpistillMeð því að handleika þetta rit hefur þú óhjákvæmilega tekið þátt í að skrifa sögu ungs knattspyrnufélags frá Hlíðarenda sem hefur eflst til muna á undanförnum árum. Þú ert nefnilega meðal lesanda fyrsta KH-blaðsins sem gefið er út frá stofnun félagsins. Markmið þessa rits er að gera upp knattspyrnuárið hjá félaginu sem senn er á enda og þar með varðveita sögu félagsins. Árið 2015 var að mörgu leyti gæfuríkt fyrir KH. Liðið lék til úrslita í Lengjubikarnum í fyrsta skipti og komst annað árið í röð í úrslitakeppnina. Það voru þó mikil vonbrigði að detta úr keppni í 8-liða úrslitum, rétt eins og í fyrra. Það er þó gott að vita til þess að leikmenn KH hafa nú þegar brýnt vígtennurnar og bíða í ofvæni eftir Íslandsmóti næsta sumars til þess að gera enn betur. Eftir að Íslandsmótinu lauk varð allsherjar breyting á þjálfarateymi félagsins. Steinar Ingi Þorsteinsson steig til hliðar sem þjálfari liðsins, ásamt undirrituðum, og rauðhærða ljónið, Arnar Sveinn Geirsson, tók við stjórnartaumunum. Hann hefur hingað til ekki ráðið sér aðstoðarmenn, sem kemur vinum og vandamönnum hans svo sem lítið á óvart. Þá urðu þónokkrar breytingar á stjórn félagsins. Baldur Þórólfsson fluttist til Svíþjóðar til þess að leita að Alberti Þóri Sigurðarsyni, reiðhjólaviðgerðarmanni, sem hvarf sporlaust fyrir tæpum tveimur árum, og er hvorugur þeirra því lengur við stjórnunarstörf. Þá hefur Brynjar Hafþórsson selt eignir sínar til þess að ferðast hjólandi um heiminn í keppni á vegum WOW Air. Atli Sigurðsson, sem er í ítarlegu einkaviðtali í blaðinu, hefur komið inn í stjórn félagsins ásamt undirrituðum. Við bræður erum þó ekki einu nýliðarnir í stjórninni því Sindri Rafn Sindrason fluttist aftur til landsins eftir útlegð í Danmörku og hefur hann hafið stjórnunarstörf samhliða uppeldi litla bróður síns. Það þarf svo vart að nefna að Hallgrímur Dan Daníelsson er formaður stjórnar. KH hlakkar til að skemmta stuðningsmönnum liðsins með árangursríkum augnakonfektsbolta á nýju ári. Njóttu lestursins! Ingólfur Sigurðssonritstjóri

LengjubikarinnKH æfði af krafti í fyrravetur og kom vel undirbúið til leiks í Lengjubikarinn sem hófst í mars. Liðið var í riðli 2 í C-deild.

Það var ekki síst fyrir hlut Matthíasar Guðmundssonar, sem lék með KH á vormánuðum, að liðið endaði í efsta sæti riðilsins. Þrír leikir unnust og tveir töpuðust. Matthías hafði jákvæð áhrif á liðsfélaga sína, skoraði fjögur mörk í þremur leikjum og lagði einnig upp fjölda marka. Liðið skoraði 28 mörk og fékk á sig 10 mörk.

Í undanúrslitum mætti liðið KFG á gervigrasinu við Hlíðarenda og vannst sá leikur 5-4 eftir dramatískan leik. Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka leiddu Garðbæingar þrjú eitt en þá hrukku okkar menn í gang og skoruðu fjögur mörk á tæpu korteri. KH tryggði sér því sæti í úrslitum Lengjubikarsins í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Úrslitaleikurinn fór fram í blíð-skaparveðri á Hlíðarenda 28. apríl og var mótherjinn Kári frá Akranesi. Gestirnir komust 2-0 yfir eftir tíu mínútna leik en Ellert Finnbogi minnkaði muninn á 70. mínútu. Fimm mínútum síðar bættu Skagamenn við marki og enduðu leikar 3-1 fyrir Kára sem hömpuðu titlinum verðskuldað. Árangur KH var engu að síður glæsilegur og gaf hann góð fyrirheit fyrir sumarið.

BorgunarbikarinnÍ byrjun maí hélt KH í ægifagran Stykkishólm til þess að leika gegn heimamönnum í Snæfelli í 1. umferð bikarkeppninnar. Gulur grasvöllurinn var ekki upp á marga fiska en það var hins vegar spilamennska KH-liðsins sem kjöldró heimamenn með sjö mörkum gegn einu. Arnar Steinn skoraði þrennu í fyrri hálfleik og Atli og Alexander skoruðu tvö mörk hvor í seinni hálfleik.

Í 2. umferð tók KH á móti 1. deildarliði HK á gervigrasinu á Hlíðarenda. KH stóð sig hetjulega í þeim leik og fyrir hlutlausan mann var

ekki að sjá að HK-ingar væru þremur deildum ofar. En þeir sáu þó um að skora mörkin og enduðu leikar 3-0 fyrir gestina. Þar með lauk þátttöku KH í bikarkeppninni sem lauk með sigri Valsmanna eins og frægt er orðið.

Íslandsmót - riðlakeppni Fyrsti deildarleikur tímabilsins var gegn stjörnuprýddu liði Augnabliks í Fagralundi. Í liði Augnabliks mátti finna reynda leikmenn með fjölda leikja úr efstu deild á bakinu. Lið KH mætti tilbúið í leikinn og uppskar góðan 3-2 sigur. Alexander, Atli og Hreinn sáu um marka-skorun liðsins þann daginn.

Í 2. umferð kom Mídas í heimsókn á gervigrasvöllinn á Hlíðar-enda. Í hálfleik var staðan 2-2 eftir að okkar menn höfðu komist tveimur mörkum yfir þökk sé Alexanderi og Hreini. Arnar Steinn kom KH aftur yfir í síðari hálfleik og það var síðan Hreinn sem tryggði liðinu 4-2 sigur með öðru marki sínu í leiknum.

Afríka tefldi fram liði í 4. deild sem fyrr þetta árið. KH heimsótti þá í Breiðholtið í 3. umferð og vann 11-0 sigur. Arnar Steinn (3), Ellert Finnbogi (2), Alexander, Atli, Arnþór, Hreinn,

Kristinn Steinar og Kristófer Páll skoruðu mörk liðsins.

Skallagrímur mætti á Hlíðar-enda í 4. umferð. Þar tapaði KH fyrstu stigum sínum um sumarið. Liðin skildu jöfn með einu marki gegn einu og var það Hreinn sem hafði komið KH yfir áður en gestirnir jöfnuðu leikinn.

Í 5. umferð kjöldrógu KH-menn Vatnaliljurnar, 5-1, á útvelli. Atli skoraði þrjú, Hreinn eitt og þá var eitt markið sjálfsmark.

Síðasti leikur fyrri umferðar fór fram á Hlíðarenda þegar Snæfellingar komu í heimsókn. Skemmst er frá því að segja að KH skoraði ellefu og gestirnir ekkert. Atli (4), Ellert (2), Hreinn (2), Vilhjálmur Herrera og Kristinn Steinar þöndu netmöskvana þann daginn.

Eftir fyrri umferðina var KH á toppi riðilsins með 16 stig og augljóslega líklegt til þess að vera annað tveggja liða sem komast áfram í úrslita-keppnina.

Á fallegu sumarkvöldi kom Augnablik á Hlíðarenda og hefndi fyrir tapið í fyrri umferðinni með 4-2 sigri. KH var langt frá sínu besta í þeim leik. Mörk KH skoruðu Hreinn og Jón

Úrslitakeppni annað árið í röð

Hreinn í úrslitum Lengjubikarsins.

Hi lmar. Fy rs ta tap sumars ins staðreynd.

Í 9. umferð var leikið gegn Mídasi á útivelli. Lítið gekk upp hjá KH sem tapaði öðrum leiknum sínum í röð. Mídas fagnaði 1-0 sigri og skyndilega var KH komið úr bílstjóra-sætinu í riðlinum.

Viku síðar sneru KH-menn bökum saman og niðurlægðu Afríku 13-0 í 10. umferð. Atli (5), Atli Már, Ellert Finnbogi, Halldór Rafn, Jóhann Skúli, Kristján Einar, Kristófer Páll, Ólafur Andri og Vilhjálmur Herrera skoruðu mörkin í stærsta sigri KH frá upphafi. KH hélt áfram á sömu braut eftir sögufrægan sigur á Afríku. 4-1 sigur vannst á Vatnalil junum á Hlíðarenda í 11. umferð þar sem Atli (2), Alexander og Kristófer Páll skoruðu mörkin.

Þá v a r k o m ið að s t ó r u stundinni. KH hélt í Borgarnes í 12. umferð til að leika gegn Skallagrími í hálfgerðum úrslitaleik um hvort liðið kæmi til með að fylgja Augnabliki í úrslitakeppnina. Mikil og góð stemning var í liði okkar manna þennan daginn. Hreinn skoraði stórkostlegt mark beint úr hornspyrnu sem skildi liðin að í m i k l u m b a r á t t u l e i k . Þ a ð m á sérstaklega hrósa Atla Má Bárusyni fyrir framlag sitt en hann brá sér í rammann í leiknum og átti oft á tíðum heimsklassa markvörslur.

KH sat hjá í 13. umferð en í lokaumferðinni léku okkar menn gegn Snæfelli á Víkingsvelli. Atli (3), Axel, Jóhann Helgi og Sveinn Ingi skoruðu mörk KH í 6-0 sigri. Þar með var riðlakeppninni lokið og ljóst að KH myndi fylgja Augnabliki í úrslita-keppnina. KH endaði riðilinn með 28 stig.

ÚrslitakeppniÞað verður að segjast eins og er að KH mætti með vængbrotið lið í úrslitakeppnina. Nokkrir af lykil-mönnum liðsins voru frá keppni, annaðhvort vegna meiðsla eða utanlandsferða. Þó gat KH stillt upp þokkalegasta byrjunarliði í fyrri leik 8-liða úrslitanna gegn ÍH sem fór fram á Hlíðarenda.

Gestirnir fóru vel af stað og voru komnir tveimur mörkum yfir eftir 23. mínútna leik. Fimm mínútum síðar minnkaði Axel Ingi muninn fyrir KH. Eftir 37. mínútna leik fékk Steinar Logi markmaður rautt spjald og var Atla, helsta markaskorara liðsins, skipt út af, handleggsbrotnum frá því í upphafi leiks.

Fátt gerðist í síðari hálfleik og enduðu því leikar 2-1 fyrir ÍH.

Seinni leikur liðanna fór fram á Kaplakrikavelli. Leikurinn var frekar bragðdaufur og endaði með 1-0 sigri ÍH-manna. KH var ekki líklegt til afreka og átti í vandræðum með að laða það

besta fram í leik sínum. ÍH komst því áfram í undanúrslitin, samanlagt með 3-1 sigri, og þar með lauk þátttöku KH á Íslandsmóti 4. deildar karla þetta árið.

LokahófAtli Sigurðsson var kosinn besti leikmaður ársins á lokahófi KH en hann var jafnframt markahæsti leikmaður liðsins. Atli skoraði 32 mörk í 24 leikjum í öllum keppnum á árinu.

Kristján Einar Auðunsson, sem kom til KH frá Þrótti Reykjavík fyrir tímabilið, var kosinn efnilegasti leikmaðurinn. Diddi, eins og hann er ka l laður, er miðvörður og lék óaðfinnanlega um sumarið.

El lert Finnbogi Eiríksson fyrirliði var valinn KH-ingur ársins og þá var sigurmark Hreins Þorvalds-sonar í deildarleiknum gegn Skalla-grími í Borgarnesi valið fallegasta mark ársins en það var upp í samskeytin, beint úr hornspyrnu.

Arnar Steinn í bikarleiknum gegn Snæfelli.

Sveinn Ingi stýrir miðjuspilinu í úrslitum Lengjubikarsins.

Leikmenn 2015Leikir mörk

Alexander Lúðvígsson 13 4Arnar Steinn Einarsson 9 5Arnþór Jóhannsson 4 1Atli Már Báruson 2(1m) 1Atli Páll Gylfason 8 –Atli Sigurðsson 14 19Axel Ingi Magnússon 5 2Baldur Þórólfsson 8 –(A.deild: Valur 3/0)Dagur Sindrason 3 –Egill Björnsson 1 –Ellert Finnbogi Eiríksson 14 5Halldór Rafn Halldórsson 13 1Hákon Andri Víkingsson 7 –(A.deild: Þróttur R. 2/0)Hreinn Þorvaldsson 12 10Jóhann Helgi Gunnarsson 11 1Jóhann Skúli Jónsson 11 1Jón Hilmar Karlsson 1 1Kristinn Steinar Kristinsson 8 2(A.deild: Þróttur R. 4/0)Kristján Einar Auðunsson 7 1Kristófer Páll Lentz 10 3Ólafur Frímann Kristjánss 1 –Ólafur Andri Þórarinsson 11 1Róbert Óli Skúlason 9 –Sigurbjörn Hreiðarsson 1 –(A.deild: Valur 240/34.4 U21, 20 U19, 14 U17)Steinar Logi Sigurþórs. (m) 8 –Steinar Ingi Þorsteinsson 1 –Sveinn Ingi Einarsson 9 1Sverrir Arnór Diego (m) 6 –Vilhjálmur Þórisson 9 2(Sjálfsmark andstæðinga 1)

Fyrirliðar: Ellert Finnbogi Eiríksson (13), Jóhann Skúli Jónsson (1).

Þjálfarar: Ingólfur Sigurðsson og Steinar Ingi Þorsteinsson.

Bikarmörk: Arnar Steinn Einarsson 3, Atli Sigurðsson 2, Alexander Lúðvígsson 2.

Ýmsir tölfræðimolar

Stofnár: 2010.

Besti árangur: 5.-8. sæti í E. deild 2014 og 2015.

Bikarkeppni KSÍ: 52-liða úrslit 2011, 2014 og 2015.

Besti árangur í Lengjubikar: 2. sæti 2015.

Flestir deildaleikir: Atli Sigurðsson 49,Ellert Finnbogi Eiríksson 49,Steinar Logi Sigurþórsson 48.

Flest deildamörk: Arnar Steinn Einarsson 32,Atli Sigurðsson 25,Ellert Finnbogi Eiríksson 18.

Stærsti deildasigur: 13-0 gegn Afríku, E. deild 2015.

Ferill á Íslandsmóti: D. deild 2011-2012. E.deild frá 2013. (Utandeild 2010)

Flest mörk skoruð í deildakeppni: 61 mark, 2015.

Flest stig í deildakeppni: 31 stig, 2014.

Fæst mörk fengin á sig í deildakeppni: 12 mörk, 2015.

Árangur:D. deild 28 8 4 16 48-90 28E. deild 42 24 4 14 141-72 76

Þjálfarar:2011 Jón Gunnar Bergs2012 Jón Karlsson og Þór Hinriksson,2013 Einar Njálsson,2014-15 Ingólfur Sigurðsson og Steinar Ingi Þorsteinsson,2016- Arnar Sveinn Geirsson.

Valshetjur léku með Hlíðarenda

Matthías Guðmundsson og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson léku báðir með KH árið 2015. Matthías, sem á fjóra A-landsleiki á bakinu, gekk í raðir KH frá Haukum í lok mars. Hann lék þrjá leiki með KH í Lengjubikarnum og skoraði í þeim fjögur mörk. Um miðjan maí fékk Matthías leikheimild með Val en kom ekki við sögu hjá liðinu á tímabilinu. Sigurbjörn fékk félagaskipti yfir í KH fyrir sumarið og lék einn leik með liðinu á Íslandsmótinu. Sá leikur var á móti Vatnaliljunum á útivelli og vannst með fimm mörkum gegn einu. Sigurbjörn stýrði miðjuspili KH-manna af sinni

alkunnu snilld og ekki var að sjá að þar færi um leikmaður á fertugasta aldursári. KH þakkar Matthíasi og Sigurbirni kærlega fyrir innlitið á tímabilinu og býður þá velkomna á æfingar og í leiki, hvenær sem er.

„Við munum fara alla leið“ Atli Sigurðsson, markahæsti og besti leikmaður ársins 2015 hjá KH, settist niður með blaðamanni og gerði upp tímabilið hjá liðinu.

Þú varst markahæsti leikmaður liðsins og skoraðir fleiri mörk í riðlakeppninni heldur en kempur eins og Hjörtur Hjartarson. Á lokahófinu varstu síðan valinn besti leikmaður liðsins. Þetta hlýtur að hafa verið draumaár fyrir þig. Hverju má því þakka?„Þetta var í fyrsta skipti sem ég næ nokkurn veginn meiðslalausu tímabili. Ég byrjaði reyndar mótið meiddur og það var leiðinlegt að missa af bikarleiknum á móti HK. Ég var síðan alveg meiðslalaus yfir tímabilið sem var sennilega lykillinn að velgengninni fyrir mig persónulega. Ég hugsaði betur um mig á undirbúningstímabilinu og æfði vel sjálfur sem skilaði sér yfir sumarið. Sóknarleikur liðsins var mjög öflugur svo það var auðvelt að skora mörk í þessu liði, við fengum það mörg færi.“

Hvernig augum líturðu á sumarið 2015? Hvernig meturðu spilamennsku liðsins?„Sumarið var ágætt. Fyrir tímabilið vonaðist ég til þess að við myndum ná lengra en í fyrra, sem var 8-liða úrslit, en niðurstaðan var sú sama þetta tímabil sem voru ákveðin vonbrigði. Við mættum ekki með sama lið í úrslitin og það lið sem við spiluðum með yfir tímabilið sem var ákveðið högg fyrir okkur.

Spilamennskan var þokkaleg á árinu. Við fórum ekki eins létt í gegnum riðilinn eins og sumarið 2014 en heilt yfir

var riðlakeppnin þokkaleg hjá okkur. Riðillinn var sterkari en áður og við kláruðum hann ágætlega. Úrslitakeppnin voru vonbrigði sumarsins. Við hefðum mátt vera með stærri hóp. Það vantaði fleiri menn í hópinn sem mættu á allar æfingar og voru tilbúnir í verkefnið. Sóknar- og varnarleikurinn var þó til fyrirmyndar en við höfum aldrei skorað jafn mörg mörk og höfum aldrei fengið eins fá mörk á okkur í sögu félagsins.“

Hvernig líst þér á næsta tímabil? Hvernig leggst það í þig að leika á nýjum heimavelli liðsins, aðalvelli Vals?„Mér líst mjög vel á næsta tímabil. Breytingar hafa orðið á þjálfarateyminu en Arnar Sveinn kemur inn í það. Við æfum minna yfir vetratímann en við höfum gert. Á móti kemur að við ætlum að æfa meira en við höfum gert eftir áramót og yfir sumarið. Það er stærsta áherslubreytingin og það verður gaman að sjá hvernig það kemur út. Það verður mjög gaman að spila á aðalvelli Vals næsta sumar. Það voru frábærar fréttir að fá aðgang að þeim glæsilega velli og kemur það til með að auka stemninguna í liðinu.“

Hvernig sérðu framtíð KH fyrir þér?„Framtíðin er björt. Við hljótum að vilja gera betur á næsta ári heldur en undanfarin tvö ár. Það þýðir að við viljum að minnsta kosti ná í undanúrslitin. Ég hef fulla trú á því að við munum fara alla leið upp í 3. deildina að ári.“

Fyrsti titill í sögu KH úr óvæntri átt

Sameinað lið Vals og KH varð Íslandsmeistari í eldri flokki karla (40 ára og eldri) þann 1. desember 2015 eftir sigur á Breiðabliki á Hlíðarenda. Einn leikmaður í liði nýkrýndra Íslands-meistaranna lék með liði KH í sumar en það er enginn annar er Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrrum fyrirliði Vals til margra ára, en hann spilaði einn leik með liðinu. Þá má til gamans geta að Jón Gunnar Bergs, fyrrum þjálfari KH, var í liði Vals og KH. Við óskum þessum meisturum til hamingju með glæsilegan árangur og að hafa ritað nöfn sín í sögubækur félagsins.

„Egill er klárlega skemmtikrafturinn í liðinu“

Nafn: Ólafur Andri Þórarinsson.Aldur: 21. ársGælunafn: Þau hafa víst verið ófá síðustu ár og þar á meðal að sjálfsögðu Evrópu-Óli og svo Asíu-Óli en ætli Óli Fashion nafnið standi ekki upp úr.Atvinna: Atvinnulaus með öllu eftir að hafa sagt skilið við Ölgerðina.Námsferill: Útskrifaður úr Verzló og er núna á fyrsta ári í Hagfræði í HÍ.Af hverju KH? Eftir að hafa skipt yfir í Val í 2. flokki þá einhvern veginn kom það bara að sjálfu sér að maður yrði að fylgja því eftir með því að kíkja á þessa meistara í KH. Hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun.Hver er síðastur út úr klefanum? Síðastur úr klefanum hlýtur að bara að skrifast á manninn sem er iðulega líka síðasti maður inn í klefann en það mun vera Joe Gunn.Hver er fyndnasti maður liðsins? Núna mun Joe Gunn örugglega halda því fram að hann eigi þetta líka en ég ætla að tilnefna Egil, klárlega skemmtikrafturinn í liðinu.Hver er sá besti sem þú hefur leikið með? Sá besti, úff… Erfið spurning en ætli Bjössi Hreiðars fái ekki heiðurinn af því. Tók einn leik með okkur síðasta sumar og stjórnaði alveg miðjunni.Athyglisverðasti leikmaður liðsins? Tilnefni Hrein í þetta. Aldrei að vita hvenær maðurinn tekur upp á einhverju nýju, hvort sem það er að skora bara með vippum eða gera þetta jafnvel enn meira krefjandi og skora bara úr hornspyrnum.Ef þú þyrftir að taka einn samherja með á eyðieyju, hver yrði fyrir valinu? Ætli það yrði ekki Joe Gunn, eigum ágætlega saman svo ef allt fer til fjandans þá er öryggi í að velja eina manninn í liðinu sem ég gæti líklega tekið í slag.Lýstu framtíð KH: Framtíð KH er að sjálfsögðu björt. Við erum með sterkt lið og öflugan þjálfara. Bara kominn tími til að menn sanni að þeir eigi heima ofar en í 4. deildinni.

Kveðja frá meginlandinu

„Frá því ég yfirgaf KH korter í úrslitakeppnina síðasta haust og fluttist til Brussel til að finna lausn á húsnæðisvandamálum ISIS í Molenbekk hef ég verið staðráðinn í því að bæta um betur. Nýráðinn þjálfari setti sig snemma í samband við mig og sagði “Joe, ekki drukkna í belgíska bjórnum og sprengja þig af vöfflunum”. Ég ákvað því að takmarka neysluna við þrjá bjóra á dag og fimm vöfflur á viku og allt gengur eins og í sögu. Þá má einnig ekki gleyma mikilvægum þætti sambýliskonu minnar sem hefur verið dugleg að sinna starfi þjálfarans í formi athugasemda um holdarfar mitt. Ég get stoltur sagt ykkur að mér hefur aldrei liðið betur á líkama og sál og mun halda áfram á þessu prógrammi þangað til ég sný heim úr útlegðinni.

We ride together, we die together, KH for life.

Jói Skúli“

Myndir úr kappleikjum KH tók Sigurður Konráðsson, ljósmyndari félagsins, en hann sá einnig um próförk blaðsins. Takk, pabbi.

Þá þökkum við Víði Sigurðssyni kærlega fyrir að leyfa okkur að birta tölfræði sína um KH í blaðinu.