Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins,...

20
Rætt við Árna Brynjólfsson, bónda á Vöðlum í Önundarfirði og formann Búnaðarsambands Vestfjarða, um aldar- afmæli sambandsins, breytingarnar í landbúnaðinum, hljómsveitina Hjóna- bandið og fleira. Sjá miðopnu. Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 23. ágúst 2007 · 34. tbl. · 24. árg. Rætt við Árna Brynjólfsson, bónda á Vöðlum í Önundarfirði og formann Búnaðarsambands Vestfjarða, um aldar- afmæli sambandsins, breytingarnar í landbúnaðinum, hljómsveitina Hjóna- bandið og fleira. Sjá miðopnu. Breytir grasi í mjólk Breytir grasi í mjólk Tekjur Ísafjarðarbæjar fyrstu sex mánuði ársins voru 1.450 milljónir króna samkvæmt skýrslu um rekstur og fjárfestingar bæjarins. Samkvæmt fjár- hagsáætlun bæjarins er gert ráð fyrir að tekjur bæjarins á árinu öllu verði 2.356 m.kr. Gjöld án reiknaðra liða voru 1.187 m.kr., en eiga að verða 2.072 á árinu. Gjöld skiptast þannig að laun og launatengd gjöld voru tæplega helmingur gjalda, eða 552 milljónir og eiga að verða 1.189 sam- kvæmt áætlun fyrir árið. Önnur rekstrargjöld voru 623 m.kr. en eiga að verða 814 milljónir samkvæmt áætlun fyrir árið, og fjármagnskostn- aður var 8 m.kr. en á að verða 69 m.kr. Tekjur umfram gjöld voru því 267 m.kr. fyrstu fjóra mánuði ársins, en gert er ráð fyrir að þær verði 184 m.kr. allt árið í ár. Fjárfestingar í janúar- júní voru 121 milljón, en gert er ráð fyrir 322 millj- ónum í fjárfestingar allt árið. Framlegð frá rekstri á tímabilinu var því já- kvæð um 267 m.kr. og um 146 m.kr. þegar fjár- festingar hafa verið tekn- ar með í reikninginn. Jákvæð- ur rekstur Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt- arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt var við vígsluna. Höfundur verksins er lista- maðurinn Ólöf Nordal. Um 750 leirfuglar prýða altaris- vegginn, sem er um 90m², en þeir voru búnir til af bæjarbú- um um páskana undir leiðsögn listamannsins. Séra Magnús Erlingsson, sóknarprestur í Ísafjarðarkirkju, segir daginn hafa verið afskaplega ánægju- legan. „Það var full kirkja þó ekki væri setið í hliðarsalnum. Við dreifðum blöðum þar sem fuglarnir voru númeraðir og þeir sem gerðu fugl gátu fund- ið sinn“, segir Magnús. Það er óhætt að segja að Fuglar himinsins sé óvenjulegt altar- isverk. Magnús segir það vera rétt en almennt sé fólk mjög hrifið. „Ég heyrði til dæmis í gamalli konu um helgina sem leist ekkert á hugmyndina þegar hún kom fyrst fram. Svo er hún búin að sjá verkið og finnst það vera stórkostlegt.“ Ólöf hafði að leiðarljósi að verkið ætti að hafa víða skír- skotun, vera sprottið úr ís- lenskri menningarhefð, tengj- ast umhverfinu og hafa per- sónuleg tengsl við sóknar- börnin í söfnuðinum. Fuglar himinsins er einstakt verk því aldrei fyrr hefur á Íslandi verið farin sú leið að láta sóknar- börnin búa til altarislistaverk og líta má svo á að hver fugl sé eins og bæn eða vitnis- burður viðkomandi einstakl- ings í kirkjunni. 12 ár eru liðin frá því að Ísafjarðarkirkja var vígð, en þrátt fyrir að þetta langur tími sé liðinn hefur ekki enn verið komið fyrir altaris- töflu en frá byggingu kirkj- unnar hafa arkitekt hennar og heimamenn á Ísafirði látið sig dreyma um að fá altaristöflu á hinn stóra kórvegg kirkjunnar. Frá vígslu altaristöflunnar á sunnudag.

Transcript of Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins,...

Page 1: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

Rætt við Árna Brynjólfsson,bónda á Vöðlum í Önundarfirði og formannBúnaðarsambands Vestfjarða, um aldar-afmæli sambandsins, breytingarnar ílandbúnaðinum, hljómsveitina Hjóna-bandið og fleira. Sjá miðopnu.

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk

Fimmtudagur 23. ágúst 2007 · 34. tbl. · 24. árg.

Rætt við Árna Brynjólfsson,bónda á Vöðlum í Önundarfirði og formannBúnaðarsambands Vestfjarða, um aldar-afmæli sambandsins, breytingarnar ílandbúnaðinum, hljómsveitina Hjóna-bandið og fleira. Sjá miðopnu.

Breytir grasi í mjólkBreytir grasi í mjólk Tekjur Ísafjarðarbæjarfyrstu sex mánuði ársinsvoru 1.450 milljónir krónasamkvæmt skýrslu umrekstur og fjárfestingarbæjarins. Samkvæmt fjár-hagsáætlun bæjarins ergert ráð fyrir að tekjurbæjarins á árinu ölluverði 2.356 m.kr. Gjöldán reiknaðra liða voru1.187 m.kr., en eiga aðverða 2.072 á árinu.Gjöld skiptast þannig aðlaun og launatengd gjöldvoru tæplega helmingurgjalda, eða 552 milljónirog eiga að verða 1.189 sam-kvæmt áætlun fyrir árið.

Önnur rekstrargjöldvoru 623 m.kr. en eigaað verða 814 milljónirsamkvæmt áætlun fyrirárið, og fjármagnskostn-aður var 8 m.kr. en á aðverða 69 m.kr. Tekjurumfram gjöld voru því267 m.kr. fyrstu fjóramánuði ársins, en gert erráð fyrir að þær verði 184m.kr. allt árið í ár.

Fjárfestingar í janúar-júní voru 121 milljón, engert er ráð fyrir 322 millj-ónum í fjárfestingar alltárið. Framlegð frá rekstriá tímabilinu var því já-kvæð um 267 m.kr. ogum 146 m.kr. þegar fjár-festingar hafa verið tekn-ar með í reikninginn.

Jákvæð-ur rekstur

Fuglar himinsins afhjúpaðirFuglar himinsins, nýtt alt-

arisverk í Ísafjarðarkirkju, varvígt við messu á sunnudag.Fjölmennt var við vígsluna.Höfundur verksins er lista-maðurinn Ólöf Nordal. Um750 leirfuglar prýða altaris-vegginn, sem er um 90m², enþeir voru búnir til af bæjarbú-um um páskana undir leiðsögnlistamannsins. Séra MagnúsErlingsson, sóknarprestur íÍsafjarðarkirkju, segir daginnhafa verið afskaplega ánægju-legan. „Það var full kirkja þóekki væri setið í hliðarsalnum.Við dreifðum blöðum þar semfuglarnir voru númeraðir ogþeir sem gerðu fugl gátu fund-ið sinn“, segir Magnús. Þaðer óhætt að segja að Fuglar

himinsins sé óvenjulegt altar-isverk. Magnús segir það verarétt en almennt sé fólk mjöghrifið. „Ég heyrði til dæmis ígamalli konu um helgina semleist ekkert á hugmyndinaþegar hún kom fyrst fram. Svoer hún búin að sjá verkið ogfinnst það vera stórkostlegt.“

Ólöf hafði að leiðarljósi aðverkið ætti að hafa víða skír-skotun, vera sprottið úr ís-lenskri menningarhefð, tengj-ast umhverfinu og hafa per-sónuleg tengsl við sóknar-börnin í söfnuðinum. Fuglarhiminsins er einstakt verk þvíaldrei fyrr hefur á Íslandi veriðfarin sú leið að láta sóknar-börnin búa til altarislistaverkog líta má svo á að hver fugl

sé eins og bæn eða vitnis-burður viðkomandi einstakl-ings í kirkjunni. 12 ár eru liðinfrá því að Ísafjarðarkirkja var

vígð, en þrátt fyrir að þettalangur tími sé liðinn hefur ekkienn verið komið fyrir altaris-töflu en frá byggingu kirkj-

unnar hafa arkitekt hennar ogheimamenn á Ísafirði látið sigdreyma um að fá altaristöflu áhinn stóra kórvegg kirkjunnar.

Frá vígslu altaristöflunnar á sunnudag.

Page 2: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 200722222

Þennan dagÞennan dagÞennan dagÞennan dagÞennan dag árið1967 töpuðu Íslendingar fyrir Dönum ílandsleik á Idrætsparken í Kaupmannahöfn með fjórtánmörkum gegn tveimur. Mörk Íslendinga gerðu HelgiNúmason og Hermann Gunnarsson.

Dagurinn í dagDagurinn í dagDagurinn í dagDagurinn í dagDagurinn í dag23. ágúst 2007 –235. dagur ársins23. ágúst 2007 –235. dagur ársins23. ágúst 2007 –235. dagur ársins23. ágúst 2007 –235. dagur ársins23. ágúst 2007 –235. dagur ársins

Svisslendingar heimsækja VestfirðiSvisslendingar heimsækja VestfirðiSvisslendingar heimsækja VestfirðiSvisslendingar heimsækja VestfirðiSvisslendingar heimsækja VestfirðiÞjóðverjar eru útlendinga duglegastir að sækja Vestfirði heim samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Gistinætur þýskra ferðamanna voru í fyrra liðlega 9.400 talsins í fjórðungnum, en Þjóðverjar hafa allt fráárinu 1998 og líklega lengur verið efstir á þessum lista. Frakkar koma næstir með tæplega 3.600 gisti-

nætur, en Svisslendingar eru þeir þriðju með 2.000 gistinætur og virðist stór hluti þeirra Svisslendinga semá annað borð heimsækja Ísland koma vestur. Bretar, Hollendingar, Ítalir og Bandaríkjamenn eru einnigduglegir við að heimsækja Vestfirði. Athygli vekur að Svíar standa einungis að baki 236 gistinóttum áVestfjörðum, en kannanir í Svíþjóð sýna iðulega að Ísland er einn vinsælasti áfangastaður þjóðarinnar.

Tryggja á að uppbyggingu GSM-sam-bands á Vestfjörðum verði lokið 2008Gert er ráð fyrir að vinna

við síðari áfanga uppbygg-ingar GSM-farsímaþjónust-unnar á þjóðvegum landsinsgeti hafist í kringum áramót.Eins og greint hefur verið frávoru nýlega afhent útboðs-gögn vegna áfangans og hafaþeir bjóðendur sem uppfylltuskilyrði forvals frest til aðskila tilboðum til 16. október.Síðari áfanginn snýst um aðkoma á GSM-sambandi á þástofnvegi sem verða án þjón-

ustu að loknum fyrri áfangan-um sem nú er unnið að. Máþar nefna ýmsa fjallvegi svosem Bröttubrekku, heiðar áVestfjörðum svo sem Gemlu-fallsheiði, Dynjandisheiði ogKleifaheiði, einnig Öxarfjarð-arheiði og Hellisheiði eystri.

Í þessum áfanga verðureinnig komið upp GSM-þjón-ustu á þeim ferðamannasvæð-um sem eru í nágrenni þessarastofnvega, til dæmis Krýsuvíkog við Eiríksstaði í Haukadal.

Þá á að bæta GSM-samband ánokkrum ferðamannasvæðumí þjóðgörðunum við Snæfells-jökul og Jökulsárgljúfur. Upp-byggingu skal lokið á 22 mán-uðum en þó skal ljúka 75%verksins á árinu 2008. Lögðverður sérstök áhersla á aðflýta uppbyggingu svæða áVestfjörðum og Norðaustur-landi og tryggt að þeim svæð-um verði lokið árið 2008. Ísíðari áfanga verða settir upp42 sendar, byggð 27 hús og

reist 27 möstur.Fjarskiptasjóður vinnur að

því markmiði fjarskiptaáætl-unar að GSM-farsímaþjónustaverði aðgengileg á Hringveg-inum og öðrum helstu stofn-vegum og á helstu ferða-mannastöðum. „Vinna viðfyrri áfanga er í fullum gangiog unnið er að því að upp-byggingu vegna GSM far-símaþjónustu á öllum Hring-veginum ljúki um næstu ára-mót í samræmi við markmið

fjarskiptaáætlunar. Þá verðurfarsímanotkun einnig mögu-leg á Fróðárheiði, Steingríms-fjarðarheiði, Þverárfjallsvegi,Fagradal og Fjarðarheiði í lokársins svo og á nokkrum ferða-mannsvæðum“, segir í tilkynn-ingu frá samgönguráðuneyt-inu.

Fjarskiptasjóður vinnureinnig að undirbúningi útboðssem snýst um það að allirlandsmenn sem þess óska hafiaðgang að háhraðatengingum.

„Í sumar hefur verið unniðmeð markaðsaðilum að þvíað greina þau svæði á landinusem marksaðilar telja sig ekkigeta sinnt vegna fámennis ánþess að fá til þess styrk úrfjarskiptasjóði.

Stefnt er að því að sú vinnaklárist um miðjan september.Vinna við gerð útboðsgagnaer einnig langt komin en húnsýnst að miklu leyti um aðskilgreina þær kröfur semgerðar verða til þjónustunnar.

Kunnáttu-menn ráðn-

ir til MÍUnnið er að því að

tryggja rekstrarfjármagntil framtíðar fyrir afreks-mannabraut Menntaskól-ans á Ísafirði og segistHermann Níelsson, íþrótta-kennari skólans, verabjartsýnn um að það tak-ist. Brautin gengur út á aðveita þeim nemendumsem leggja stund á íþróttirtækifæri til að ná há-marksárangri í sinni grein.Eins og á síðasta ári verðurboðið upp á kennslu íknattspyrnu, körfubolta,göngu- og svigskíðum,sundi, glímu og golfi.

Þær breytingar verða áí vetur að boðið verðurupp á kennslu í kajakróðri,en stærsta breytingin ereflaust sú að ráðnir verðaþjálfarar í hlutastarfi tilkennslu í hverri einustugrein, og eru þetta allt mikl-ir kunnáttumenn á sínusviði. „Það er ennþá opiðfyrir skráningar fyrir þásem vilja koma inn. Þaðverða allir að skrá sig afturá brautina, þó þeir hafiverið á henni í fyrra“, segirHermann Níelsson, enskráningar fara fram bæðihjá honum og hjá ritaraskólans.

Sótt hefur verið umfjármagn til mannaráðn-inga hjá Vestfjarðanefnd-inni svokölluðu sem hefurtekið vel í erindið. Þaðkemur þó ekki endanlegaí ljós fyrr en á miðjumvetri, þegar gengið verðurfrá fjárlögum, hvort fram-tíðarfjármagn fáist í rekst-ur brautarinnar.

[email protected]

Ásvaldur Guðmundsson á Núpi mátaði sig við stýrið á gömlu Sandsýtunni, fornfrægri jarðýtu sem lagði marga vegi hér vestra. Myndir: Páll Önundarson.

Fjölmenni fagnaði aldarafmæliBúnaðarsamband Vestfjarða fagnaði aldarafmæli með

veglegri hátíðardagskrá á Núpi í Dýrafirði á laugardag.„Þetta gekk ljómandi vel og þó að útilokað sé að slá fastritölu á fjöldann þá teljum við að það hafi verið á bilinu 350-400 manns sem komu við og fögnuðu með okkur. Þetta varvirkilega gaman og veðrið lék við okkur“, segir Árni Bryn-jólfsson, formaður Búnaðarsambands Vestfjarða.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar í búnaði sl. öld eins ogglögglega mátti sjá á sýningu þar sem gömul vinnubrögðtil sveita voru rifjuð upp. Einnig var boðið upp á afþreyinguaf ýmsum toga fyrir nútíma fjölskylduna og HaraldurBenediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flutti há-tíðarræðu. Stemmningin var fullkomnuð með ljúfumHarmónikkutónum og að sögn Árna hefur hann ekkiheyrt annað en allir hafi farið sáttir og sælir af fögnuðinum.„Ég vil koma þökkum til allra sem lögðu hönd á plóg til aðafmælið yrði sem best úr garði gert, en það var allt unniðí sjálfboðavinnu.“

[email protected] Menn tóku til hendinni til þess að sýna gestum vinnubrögð til sveita.

Page 3: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 33333

Atvinnuleysi eykst á VestfjörðumAtvinnulausum á Vest-fjörðum fjölgaði mikið

milli mánaða eða um 24.Meðalfjöldi atvinnulausraá Vestfjörðum var 46 í júlí

eða 1,1% af áætluðummannafla á Vestfjörðum

en var 0,5% í júní. Ástæðaaukningar atvinnuleysiseru aðallega uppsagnir í

sjávarútvegi. Atvinnu-leysi kvenna var 1,1% í

júlí en var 0,8% í júní sl.og atvinnuleysi karla var

1,1% í júlí en 0,4% í júní.Atvinnulausir karlar

voru 27 í júlí en 9 í júníog atvinnulausar konur

voru 19 í júlí en 13 í júní.Langflestir eru án

atvinnu í Ísafjarðarbæ eða42 og þar af eru 32 konur,

því næst kemur Vestur-byggð þar sem fimm eru á

atvinnuleysisskrá. Þávekur athygli að á samatíma í fyrra voru engar

konur á skrá yfir atvinnu-lausa og einungis 21 karl-maður. Lausum störfum

fjölgaði þó mikið á Vest-fjörðum eða úr 27 í júní í

41 í síðasta mánuði. Meðalþeirra starfa sem eru í

boði er staða landslags-arkitekts, beitning-

armanns, afgreiðslumannsí bakaríi og kokks. Skráð

atvinnuleysi á landsvísuvar 0,9% í júlímánuði eða

að meðaltali 1.578 mannssem eru 53 færri en í júníog minnkaði um 3% milli

mánaða. Atvinnuleysihefur ekki verið svo lítið íeinstökum mánuði síðan í

október 2000. Tölurnareru fengnar úr skýrsluVinnumálastofnunar.

[email protected]

Andri Árnason, lögmaðurSúðavíkurhrepps, telur þániðurstöðu úrskurðarnefndarum skipulags- og byggingar-mál að Birnustaðir teljist ekkivera „þegar byggt hverfi“ ognýbyggingar þar því ekki und-anþegnar skipulagsskildu, íþað minnsta umdeilanlega.Segir hann að sá skilningurkomi hvorki fram í skipulags-og byggingarlögum, né í grein-argerð laganna og að í fljótubragði virðist ekki vera fyrirhendi dómafordæmi hvaðþetta varðar.

„Telja verður að orðin „þeg-ar byggðum hverfum“ geti

bæði átt við hverfi í þéttbýlisem dreifbýli, sbr. skilgrein-ingu orðabókar Menningar-sjóðs: „þar sem bæir standa íhvirfingu“. Þá verður einnigað hafa í huga, að umrættbyggingarleyfi var veitt á svæðisem þegar var „helgað“ fyrirmannvirki, þ.e. eldri véla-geymslu og hjall. Þarna varþví ekki verið að taka undirsvæði sem ekki hafði fyrirskipulagslega stöðu“, segirAndri í minnisblaði til Súða-víkurhrepps.

Málsatvik eru deilur land-eigenda Birnustaða og eig-enda sumarbústaðar á jörðinni

um staðsetningu vélageymslufyrir þá fyrrnefndu og á máliðsér nokkra forsögu. Eigendursumarhússins telja að véla-geymslan standi of nálægt lóðþeirra og muni valda veruleg-um grenndaráhrifum og er þarhelst minnst á útsýnisskerð-ingu, skugga, snjósöfnun oghávaðamengun frá vélum.

Úrskurðarnefnd skipulags-og byggingarmála taldi aðekki hafi legið fyrir fullnægj-andi meðmæli/samþykki Skipu-lagsstofnunar vegna umsókn-arinnar þar sem álit stofnun-arinnar hafi snúið að umsóknum byggingu vélaskemmu á

öðrum stað. M.a. þess vegnavar byggingarleyfi ógilt. Andritelur þessa niðurstöðu nefnd-arinnar hæpna. „Skipulags-stofnun hafði veitt meðmælisín fyrir byggingu skemm-unnar á þeim stað þar semupphaflega var sótt um bygg-ingarleyfi, að því gefnu aðgætt yrði sjónarmiða sbl. umfjarlægð milli bygginga. [...]Umrædd vélaskemma varhins vegar að lokum reist fjæren upphaflega stóð til og meðþví var enn frekar gætt þeirrafyrirvara sem getið var íummælum Skipulagsstofn-unar um fjarlægð milli húsa,

auk grenndarsjónarmiða. Slíksmávægileg breyting á stað-setningu húss, sérstaklega einsog hér stendur á, getur hinsvegar vart talist fela í sér kröfuum nýja umsókn stofnunar-innar. A.m.k. ekki svo aðvaldið geti ógildingu bygging-arleyfisins“, segir Andri íminnisblaði sínu.

„Í úrskurði sínum vísarnefndin auk þessa að nokkruleyti til grenndarsjónarmiða,einkum með vísan til ákvæðaskipulagsreglugerðar um frí-stundabyggðir. Erfitt er hinsvegar að meta hversu mikilgrenndaráhrif hin nýja bygg-

ing hefur á nærliggjandi hús,en hins vegar er ítrekað, aðmeð færslu byggingarinnarnokkuð til norð-vesturs frá þvísem upphaflega var gert ráðfyrir, hefur verið horft tilþeirra athugasemda sem gerð-ar voru vegna grenndaráhrifa.Í úrskurði nefndarinnar virðistþó ekki mikil vigt vera lögð ígrenndarsjónarmið, þó e.t.v.hafi slík sjónarmið ráðiðmiklu um niðurstöðu hennar“,segir Andri í niðurlagi minnis-blaðsins.

Hreppsnefnd hefur tekiðmálið fyrir og verður lagt fyrirbyggingarnefnd.

Telur niðurstöðu úrskurðanefndar-innar í það minnsta umdeilanlega

Gistinóttu-m fjölgarGífurleg fjölgun gisti-

nátta hefur verið á tjald-svæðum á Vestfjörðumsíðasta áratuginn sam-kvæmt tölum frá Hag-stofu Íslands. Árið 1998voru þær liðlega 5.500talsins en ári síðar um6.700. Sprenging varðaldamótaárið 2000 þegargistinæturnar urðu fleirien 11 þúsund og hafa þærekki farið undir 10 þús-und nátta markið síðanþá. Flestar voru þær sum-arið 2003 eða rúmlega22.600, ári síðar voru þærliðlega 21 þúsund, tæp-lega 17 þúsund árið 2005og í fyrra um 18.500.

Af skiljanlegum ástæð-um eru ekki til tölur yfirárið sem nú líður, endanóg eftir af vertíðinni þómesti annartíminn sékannski liðinn. Ástæða ertil bjartsýni þar sem veð-ur var með eindæmumgott mestan hluta sumarsog mál manna að umferðferðamanna hafi veriðmjög mikil á tjaldsvæð-um fjórðungsins í ár, envarla þarf að taka þaðfram að veður skiptirtjaldbúa máli þegar kem-ur að því að velja náttstað.

Á landsvísu hefur fjölg-un gistinátta á tjaldsvæð-um verið jöfn og stöðugsíðasta áratuginn.

Fornleifauppgröftur er haf-inn að nýju á Eyrartúni á Ísa-firði en fyrir þremur árumfundust þar ýmsir munir semtaldir eru vera frá 19. öld. Máþar nefna sem dæmi flösku-brot og öngla, hnappa og brot

úr leirpípum og keramiki. Eyr-arbærinn stóð á bæjarhólnumnokkru norðan við þann staðþar sem minnismerki RagnarsKjartanssonar, myndhöggv-ara, um drukknaða sjómennstendur nú. Bærinn hefur trú-

lega verið margbyggður ásama stað í aldanna rás einsog venja var. Hann var rifinnekki allmörgum árum eftir aðÍsafjarðarkirkja, sem brannárið 1987, var fullgerð árið1863.

Tóftir bæjarins munu hafaverið jafnaðar út á dögum við-reisnarstjórnarinnar á sjöundaáratug nýliðinnar aldar. Forn-leifastofnun og ByggðasafniVestfjarða standa að greftrin-um og Guðrún Alda Gísla-

dóttir, fornleifafræðingur, hef-ur umsjón með verkinu. Afarlítið er vitað um upphaf byggð-ar í Skutulsfirði. Ýmsir teljaað Eyri hafi verið landnáms-jörð en fyrir því er engin vissaþótt almennar líkur séu nokkrar.

Fornleifauppgröftur hafinn að nýjuEnn er leitað að munum sem talið er að geti varpað ljósi á upphaf byggðar í Skutulsfirði og Eyrarbæinn

sem stóð þar sem minnismerki Ragnars Kjartanssonar, myndhöggvara, um drukknaða sjómenn stendur nú.

Page 4: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 200744444

Page 5: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 55555

Komin á æskuslóðirnarSóley Guðmundsdóttir tók

í sumar við stöðu framkvæm-dastjóra Svæðisskrifstofumálefna fatlaðra á Vestfjörð-um. Hún er menntaður þroska-þjálfi og fæddur og uppalinnÍsfirðingur. Hún kemur í staðLaufeyjar Jónsdóttur, semsinnt hafði starfi framkvæm-dastjóra síðustu 16 ár og segistSóley taka við góðu búi.

– Þú ert fædd og uppalinnÍsfirðingur, hvenær fluttir þúfrá Ísafirði?

„Ég flutti til Reykjavíkur25 ára gömul en hef alltafkomið reglulega til Ísafjarðarí gegn um tíðina. Ég fór í námfyrir sunnan og vann síðanum tíma úti í Svíþjóð og síðaná höfuðborgarsvæðinu Nú hefég nýlokið framhaldsnám ísérkennslufræðum og mann-auðsstjórnun. Ég notaði tæki-færið þegar ég eignaðistyngsta barnið mitt 2003 aðdrífa mig aftur í nám. Ég hafðiþví nýlokið framhaldsnáminuþegar staðan við svæðisskrif-stofuna var auglýst. Ég hefalltaf litið á mig sem mikinnÍsfirðing og alltaf haft sterkartaugar hingað. Ég vissi því aðhverju ég var að ganga varð-andi fólkið og umhverfið.Viðtökurnar sem ég hef fengiðí bænum hafa verið yndisleg-ar. Maður er kysstur og kjass-aður úti á götu og allir voðaglaðir.

– Ákvaðstu að sækja umþað strax og þú sást auglýs-inguna?

„Nei, ég þurfti að hugsa migvel um þar sem umsókn umþetta starf hafði áhrif á fjöl-skyldu mína en ég á þrjú börnog eiginmann sem ákvörðuninhafði líka áhrif á. Maðurinnminn er borinn og barnfæddurHafnfirðingur og hann sagðivið mig á fyrsta stefnumótinuað hann myndi aldrei flytjafrá Hafnarfirði. Margir hvöttumig til að sækja um en hannhvatti mig manna mest og vógþað þungt. En erfiðast er aðvið skiljum elstu dóttur mínaeftir í Hafnarfirði. Hún er orð-in 18 ára og gengur í Flens-borgarskólann, hún er einnigí landsliðinu í golfi svo þaðhentaði henni betur að verðaeftir. Hún hefur ekki sömuaðstöðu til að æfa golf allanársins hring á Ísafirði eins ogí Hafnarfirði. En hún er í góð-um höndum hjá móður minniRögnu Sólberg.“

– Hvernig líst þér á starfið?„Mér líst mjög vel á þetta.

Hugmyndafræðilega séð erstaðið mjög vel að hlutunumog margt er til fyrirmyndar áVestfjörðum. Unnið er að þvíað koma til móts við fólk meðeinstaklingsmiðaðri nærþjón-ustu. Hún felst í því að þjón-ustan er færð inn á heimilieinstaklingsins og eða í nær-umhverfi hans í staðinn fyrirað bjóða upp á þjónustuna ein-göngu á stofnunum eins ogáður fyrr. Margt hefur breyst

á Ísafirði á undanförnum ár-um, búið er að leggja Bræðra-tungu niður og fólk er fluttinn í litlar íbúðir sem eru ein-staklingsmiðaðar.

Stofnunin hér er í nútíðinniog speglar stefnu félagsmála-ráðuneytisins um að veita nær-þjónustu og stöndum við þvível að vígi hér á Vestfjörðum.Það er mun erfiðara að útfæraþessa stefnu í Reykjavíkvegna fjöldans. Á svæðisskrif-stofunni vinnur hæft starfsfólkog finnst mér mjög spennandiað takast á við starfið. Ég þarfbara að halda vel við það semþegar hefur verið unnið að ogbæta svo við. Helsta fyrirsjá-anlega breytingin er að mál-efni fatlaðra færist yfir tilsveitarfélaga, en það hefurlegið lengi fyrir að sveitarfé-lögin yfirtaki þjónustu viðfatlaða eins og aðra þjónustusem þegnar sveitarfélagannafá. En það þarf að vanda veltil verka og mun taka einhverntíma því að um flókið ferli erað ræða. En ég tel að flutning-urinn verði til góðs því aðnærþjónusta verður mun skil-virkari og markvissari þegarallir þættir þjónustunnar eru ínágrenninu og miklu eðlilegrifyrir þá sem nýta sér þjónust-una.

– Sérðu mikinn mun á þjón-ustunni hér vestra og í Reykja-vík?

„Stefnan er alltaf sú samahvar sem maður er á landinuallir vinna eftir sömu stefnuog gera sitt besta. Spurninginer bara sú hvað hægt er aðgera á hverjum stað og í Reyk-javík er það erfiðara vegnalangra biðlista og það er helstimunurinn sem ég sé. Að veraí fámennari sveitarfélögumhefur sína kosti en líka galla,kosturinn við það í þessu til-felli er að hér eru ekki biðlistarog allt gengur hraðar en afturá móti vantar okkur fleirafagfólk hingað vestur sem ergallinn.“

Málefni fatlaðraMálefni fatlaðraMálefni fatlaðraMálefni fatlaðraMálefni fatlaðraí sífelldri þróuní sífelldri þróuní sífelldri þróuní sífelldri þróuní sífelldri þróun

– Nú hafa orðið miklarframfarir í málefnum fatlaðraá undanförnum áratugum,ekki satt?

„Jú, en það hefur ekki gerstí neinum stökkum heldur erþað sífelld þróun þegar unniðer með fólk. En margt hefurbreyst til batnaðar. Eins ogþað að fyrir nokkrum áratug-um voru þeir sem þurfa á þess-ari þjónustu að halda á stórumstofnunum, en nú er búið aðleggja flestar stóru stofnan-irnar niður hér á landi. Ein-staklingarnir fluttu á sambýlisem eru minni einingar. Nú erstefnan og þróunin að horfamun meira á einstaklinginnog koma til móts við þarfirhans og óskir. Eins og gerthefur verið hér og búa allir

þeir sem nýta okkar þjónustuí litlum einingum. Það hentarekki öllum það sama og erreynt að taka tillit til þess.

Það eru heilmikil fræði íkringum þetta og ýmsar hug-myndir. Dr. Tom Shakespearesem er virtur fræðimaður ífötlunarfræðum frá Bretlandibendir t.d. á að samfélagiðgeri fólk stundum fatlaðaðraen það er. Tökum sem dæmiað líkamlega fatlaður maðurætli á kaffihús en þarf að faraupp tröppur til að komast inná kaffihúsið. Hann verður fráað hverfa þar sem hann kemstekki inn því að aðgengi fyrirfatlaða er ekki til staðar. Þargerir umhverfið það að verk-um að hann er fatlaðri en hanner í raun og missir því hinsjálfsögðu lífsgæði að geta far-ið á kaffihús eins og aðrir.Samfélög er búin til af ófötl-uðum og hönnuð á þann háttað þau gera fatlað fólk fatlaðraen þeir eru í raun og veru.

Sumum finnst of langtgengið í þessum fræðum ogöðrum of stutt, en ég tel milli-veginn alltaf vera bestan. Viðhöfum náð langt og erum ennað þróast.

Fyrir nokkrum áratugumvar mikið talað um blönduninnan skólanna, sem sagt aðfatlaðir myndu ganga í sömuskóla og fá sömu menntun ogönnur börn. Nú hefur það þró-ast í skóla án aðgreiningar semfelst í því að allir fatlaðir semog ófatlaðir hafa sama rétt áað fá að stunda sitt nám íheimaskóla það þarf bara aðbúa til réttar aðstæður fyrirhvern og einn nemanda. Hverskóli á að vera fær um aðsinna öllum nemendum sín-um. Allt snýst þetta um við-horf, þróun og viðhorf haldastí hendur. Ef viðhorfið er aðfatlaðir eigi að vera sér í einumhóp, þá er það eins og að segjaað allir sem eru örvhentir eigiað halda sig saman. Ef við-horfið er að það eigi að dragafólk í dilka þá breytist vita-skuld ekki neitt.

Mér hefur alltaf fundist við-horf Ísfirðinga til fatlaðra veraalmennt mjög gott. Þó að égviti að mörgum hafi fundistsárt og óskiljanlegt þegarBræðratungu var lokað. Égget skilið að fólki hafi fundistþað og ekki síst þar sem þettavar ekki svo gömul stofnun,en nú er unnið eftir annarrihugmyndafræði Við myndumekki vilja að við værum skikk-uð til þess að búa með 20öðrum manneskjum sem viðvöldum ekki sjálf að búa meðí stað þess að geta búiðsjálfstætt eða með einstakling-um sem við viljum búa með.

En að mínu mati er viðhorf-ið á Ísafirði, og á Vestfjörðumyfir höfuð, mjög jákvætt ogþað hefur verið unnið mjögvel með fólkinu, og það eruviðhorfin sem eru lykilatrið-in.“

sem næst sínum heimabyggð-um. Það er það sem felst ínærþjónustunni, að úrræði erubúin til á staðnum eftir þvísem þörf er á. Auðvitað erekki allt fullkomið, sumt hent-ar ekki og getur manneklastundum komið í veg fyrir aðvið getum sinnt þjónustunnisem skyldi.

Ég er full tilhlökkunar aðtakast á við starfið, auðvitaðer þetta krefjandi og ábyrgðarmikið starf en ég er full til-hlökkunar við ögrandi verk-efni. Ég er að vinna með góðufólki sem styður við bakið ámér.“

Býr í ættaróðalinuBýr í ættaróðalinuBýr í ættaróðalinuBýr í ættaróðalinuBýr í ættaróðalinuAmsterdamAmsterdamAmsterdamAmsterdamAmsterdam

– Hvernig hefur fjölskyldaþín tekið flutningnum?

„Þetta er nú búinn að verasvolítill tætingur þar sem égfékk að vita að ég fengi stöð-una 7. júní og var byrjuð aðvinna 15. Ég fékk því sumarfríí einn klukkutíma, lauk fyrrastarfi mínu í Öskjuhlíðarskólaá hádegi og var byrjuð í þessarikl. 13“, segir Sóley kímin.

„Það vildi svo til að égkeypti ásamt bróður mínumgamalt hús á Ísafirði í vetur,kallast Amsterdam og ammaokkur bjó í og var það búið aðvera í ættinni frá því 1902. Núhafði húsið ekki verið í eigufjölskyldunnar í sjö ár og ámeðan var það gert haganlega

upp af Kristni Jónssyni. Síð-asti eigandi þess, tónlistar-maðurinn Mugison, hafði sam-band við Gísla bróðir minnþegar hann ákvað að selja þvíhann vissi að við höfðumáhuga á að eignast æskustöðv-ar föður okkar Guðmundar H.Gíslasonar. Við urðum himin-lifandi með það tækifæri ogkeyptum húsið. Ætlunin varað við gætum nýtt það semfrístundahús, áður en ég vissivar ég flutt inn og farinn aðsækja vinnu þaðan. Reyndarer það bara til skamms tíma ámeðan ég finn annað húsnæðiþar sem húsið er lítið fyrirnútímafjölskylduna en dugðiþó átta manna fjölskyldusnemma á síðustu öld.

Maðurinn minn er enn viðvinnu í Hafnarfirði en börnineru sátt við að vera hér. Stelp-an mín sem er 12 ára er núþegar búin að eignast vini ásiglinganámskeiði og strákur-inn sem er þriggja og hálfsbyrjar á leikskóla í haust. Éghafði oft hugsað til þess hvaðþað væri mikil synd að getaekki leyft börnunum mínumað vaxa úr grasi hér á Ísafirðiþví mér þótti yndislegt að alasthér upp. Og nú er ég einmittað gera það. Maðurinn minn ábara eftir að finna sér vinnu.Lífið snýst um að hafa réttuviðhorfin og þegar þau eru tilstaðar þá reddast allt einhvernveginn“, segir Sóley með brosá vör.

[email protected]

Hlakkar til aðHlakkar til aðHlakkar til aðHlakkar til aðHlakkar til aðtakast á við starfiðtakast á við starfiðtakast á við starfiðtakast á við starfiðtakast á við starfið

„Starfið hér vestra er öflugt.Hér á Ísafirði er til að myndaí Sindragötunni tvær þriggjaherbergja íbúðir þar sem tveireinstaklingar búa saman íhvorri íbúð. Í sama húsi ereinnig rekin skammtímavist-un. Svo búa einstaklingar íeigin íbúðum í bænum semhafa sólarhringsþjónustu semer algjörlega sniðin að þeim.Þeir geta því verið á sínu heim-ili en fengið þá aðstoð semþeir þurfa. Í gamla húsnæðiPósts og síma er hæfingarstöðsem er mjög öflug. Fólkið semstarfar þar býr til alls kynsmuni sem eru til sölu, tildæmis öskubakka, kerti ogfleira. Þar er einnig dósamót-taka.

Vesturafl, miðstöð fyrir fólksem býr við skert lífsgæði,vegna geðsjúkdóma, hóf starf-semi í vetur sem er samstarfs-verkefni Svæðisskrifstofunn-ar, Ísafjarðarbæjar og heil-brigðistofnunarinnar. Það ermjög spennandi verkefni semer til fyrirmyndar enda heil-mikil þörf fyrir slíkt starf.

Það er því margt spennandií gangi hérna, og vitaskuldeinskorðast það ekki við Ísa-fjörð heldur einnig alla Vest-firði. Við reynum að sníðaþjónustuna að þörfum allrasvo þeir sem vilja geti búið

Page 6: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 200766666

Á að ganga á rétthinna öldruðu?

Ritstjórnargrein

Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, [email protected] · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693og 849 8699, [email protected] – Tinna Ólafsdóttir, sími 868 5963, [email protected] – Smári Karlsson, sími 866 7604,

[email protected] · Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, [email protected]. Ritstjóri netútgáfu bb.is:Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, [email protected]

Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk.Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. ·

Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X

Ernir eru ekki margir hér á landi sem kunnugt er, en lifnað-arháttum þeirra og útbreiðslu hefur ekki verið mikill gaumurgefinn til skamms tíma. Vonandi tekst nú að friða örninn svoþessum fallega fugli verði ekki útrýmt eins og geirfuglinum ásínum tíma. Fyrir um það bil tuttugu árum ferðuðust tveirenskir vísindamenn þó um vesturhluta landsins til að kynnasér íslenzka örninn og einnig hafa ljósmyndararnir BjörnBjörnsson og Magnús Jóhansson kynnt sér lifnaðarhætti hansnokkuð og tekið af honum myndir. Nú munu vera rúmlega tíuvarppör arna á öllu landinu og halda þeir sig í kringumBreiðafjörð og á Vestfjörðum. Þeim virðist hvorki hafa fjölgaðné fækkað á undanförnum árum.

Færðu Hólskirkju peningagjöfFærðu Hólskirkju peningagjöfFærðu Hólskirkju peningagjöfFærðu Hólskirkju peningagjöfFærðu Hólskirkju peningagjöfHólskirkju í Bolungarvík voru færðar 100 þúsund krónur að gjöffyrir stuttu, en gjöfin er gefin í minningu hjónanna HalldóruHjálmarsdóttur og Hallgríms Jónssonar. Það voru börn þeirra hjónasem gáfu þessa höfðinglegu peningagjöf og vildu með því minnastafmælis foreldra sinna sem hefðu orðið hundrað ára á þessu ári.Það voru systkinin Ester, Friðgerður, Garðar, Svanhvít og RutHallgrímsbörn sem komu saman í Bolungarvík af þessu tilefni.

Fleiri nemendur skráðirFleiri nemendur skráðirFleiri nemendur skráðirFleiri nemendur skráðirFleiri nemendur skráðirMenntaskólinn á Ísafirði var settur í 38. sinn í gær. 307 nemendur höfðu skráð sig til

náms á haustönn við MÍ í júní og eru það töluvert fleiri en voru skráðir á sama tíma í fyrra.Að því er fram kemur á vef skólans er þó enn hægt að bæta nokkrum nemendum við í

grunndeild málmiðna og á vélstjórnarbraut 1. og 2. árs og í tréiðn 2. ár. Hár- og snyrti-braut er ný námsbraut til tveggja ára og þar er laust fyrir örfáa nemendur. Umsóknar-

frestur um dreifnám í einstökum áföngum er til 27. ágúst. Kennsla hófst í dag samkvæmtstundaskrá. Nýr skólameistari hefur tekið til starfa, en það er Jón Reynir Sigurvinsson.

Strandamaðurinn Jón Jóns-son hefur verið ráðinn menn-ingarfulltrúi Vestfjarða. Jóner með masterspróf í þjóð-fræði frá Háskóla Íslands og áað baki mjög fjölbreytta reyn-slu úr rekstri og af stjórnunverkefna. Hann hefur að und-anförnu starfað sem fram-kvæmdastjóri Sögusmiðjunn-ar, auk þess að vera ritstjórihéraðsfréttavefjarins strand-ir.is. Jón er búsettur á Kirkju-

bóli við Steingrímsfjörð ogmun hann hafa starfsaðstöðuá Hólmavík. Jón mun hefjastörf hjá Menningarráði Vest-fjarða þann 1. september n.k.

Starf menningarfulltrúaVestfjarða er nýtt, en því varkomið á fót í kjölfar nýgerðsmenningarsamnings á millimenntamálaráðuneytisins,samgönguráðuneytisins ogsveitarfélaga á Vestfjörðum.Starfssvið menningarfulltrúa

er dagleg umsýsla fyrir Menn-ingarráð Vestfjarða, þróunar-starf í menningarmálum, efl-ing samstarfs á sviði menn-ingarmála og fagleg ráðgjöfog verkefnastjórnun.

Alls sóttu tíu manns umstarfið utan Jóns. Þeir eru:Auður Ágústsdóttir, nemi ílista og fjölmiðlafræði, Reykja-vík, Brynja Bjarnfjörð Magn-úsdóttir, blaðamaður, Reykja-vík, Finnbogi Kristjánsson, fv.

fasteignasali, Reykjavík, Frið-rika Benónýsdóttir, blaða-maður, Reykjavík, GuðbjörgHalla Magnadóttir, kennari,Ísafirði, Guðrún Svava Guð-mundsdóttir, BA í mannfræði,Reykjavík, Hjördís Garðars-dóttir, ferðamálafræðingur,Akranesi, Margrét Ákadóttir,leikari, Reykjavík, María Ragn-arsdóttir, kennari, Patreksfirðiog Pjetur Stefánsson, mynd-listarmaður, Reykjavík.

Jón ráðinn menningarfulltrúi

Ekki er ástæða til að ætlaannað en að Menntaskólinn áÍsafirði verði rekinn innanramma fjárlaga, að því er framkemur í skýrslu Ríkisendur-skoðunar um framkvæmdfjárlaga ársins 2006. Þar segirað skólinn hafi í áranna rásverið rekinn nálægt núlli, ensíðustu tvö rekstrarár hafi hinsvegar verið gerð upp með um-talsverðum halla sem megirekja til óreglulegra liða ogbreytinga á áfangakerfi skól-ans sem nú hefur verið horfiðfrá. Samkvæmt ríkisreikningivar skólinn rekinn með 8 m.kr.halla árið 2002, 4 m.kr. af-gangi 2003 og 5 m.kr. afgangiárið 2004, 12 m.kr. halla árið2005 og 27 m.kr. halla árekstrarárinu 2006.

„Afkoma ársins 2006 er íreynd tæpum 10 m.kr. betrien bókhaldið sýnir. Um 6,4m.kr. kostnaður vegna starfs-loka fyrrverandi skólameist-

ara og sérfræðivinnu á árinu2006 var endurgreiddur afmenntamálaráðuneyti á árinu2007. Þá voru 3,5 m.kr. of-bókuð innritunargjöld fráskólaárinu 2003/2004 bak-færð á árinu 2006. Þannig erafkoma áranna 2003 og 2004ofmetin sem því nemur envanmetin að sama skapi áárinu 2006“, segir í skýrsl-unni.

Í niðurstöðum Ríkisendur-skoðunar segir að hallareksturskólans stafi annars vegar afóreglulegum útgjöldum vegnastarfsmannamála og hinsvegar af breytingum á fram-boði bóknáms sem nemenda-fjöldi skólans stóð ekki undir.

„Í áranna rás hefur skólinnverið rekinn nálægt núlli ognáð að jafna út sveiflur á milliára. Árin 2005 og 2006 voruhins vegar gerð upp með um-talsverðum halla. Ástæðanvoru óreglulegir liðir og breyt-

ingar á áfangakerfi skólans úrbundnu áfangakerfi í óbundiðen við það jókst kennsla um3-4 stöðugildi“, segir í skýrsl-unni.

Þar segir einnig að horfiðhafi verið frá óbundnu áfanga-kerfi og gripið til hagræðing-araðgerða sem ætlað er að skilisér að fullu í rekstrinum áseinni hluta ársins.

„Með samnýtingu áfangamilli brauta og því að frestafámennum áföngum þar tilásættanleg þátttaka fæst held-ur skólinn úti námi með munminni kennslu en annars væri.Þá nýtur skólinn mikils stuðn-ings frá atvinnulífinu á svæð-inu sem hefur m.a. styrkt hannmeð kaupum á búnaði. Ein-staka fyrirtæki hafa jafnvelopnað starfsaðstöðu sína fyrirkennslu í vissum áföngum.Þannig hefur nemendum veriðveittur aðgangur að tækjabún-aði að andvirði tuga milljóna

króna sem vandséð er aðnokkur skóli hefði ráð á aðeiga sjálfur.“

Í skýrslunni segir að verðiekki breytingar á ytra um-hverfi skólans ætti reksturinnað geta verið í jafnvægi héreftir sem hingað til. Helstivandi hans sé að árgangar inn-an héraðs fari smám samanminnkandi og því sé hætta áað þegar fram í sækir geti rofn-að það jafnvægi sem er millinámsframboðs og aðsóknar.

„Skólameistari leggur miklaáherslu á þjónustuhlutverkskólans á sínu svæði og telurljóst að dragi skólinn úr náms-framboði muni nemendursækja í auknum mæli tilReykjavíkur eða Akureyrar.Slíkt kunni að leiða til ein-hvers sparnaðar hjá stofnun-inni en viðbótarkostnaði ááfangastað og miklum kostn-aði fyrir nemendur og fjöl-skyldur þeirra“.

„Reksturinn ætti að geta verið íjafnvægi hér eftir sem hingað til“

Menntaskólinn á Ísafirði.

Þegar vel liggur á okkur, einkum á hátíðarstundum, eig-um við ekki til nægilega innihaldsrík orð til að vegsamahlutdeild forfeðra okkar í íslenska velferðarríkinu, sem öll-um má ljóst vera að varð ekki til af sjálfu sér heldur fyriráratuga fórnfúsa baráttu fólks, sem aldrei missti augun afþví markmiði að búa niðjum sínum betri lífskjör en þaðsjálft hafði búið við.

Í beinu framhaldi er rökrétt að spurt sé: Hvernig hefurokkur tekist að búa hinum öldruðu áhyggjulaust ævikvöld?Þótt vissulega hafi margt verið vel gert er margt sem á vant-ar. Hjúkrunarrými fyrir aldraða trjóna trúlega á toppi verk-efna sem bíða úrlausnar. Umræðan um biðlista í þessu sam-bandi er kunn. Þörfin til staðar um land allt.

Hinn 14. nóv. 2006 greindi BB frá því að fulltrúar Ísa-fjarðarbæjar hefðu verið boðaðir á fund í heilbrigðis- ogtryggingamálaráðuneytinu. Tilefnið var boðskapur heil-brigðis- og tryggingamálaráðherra um byggingu tiltekinsfjölda hjúkrunarrýma víðs vegar um land. Ráðherrannbyggði fyrirætlan sína á ákvörðun um viðbótarframlag tilupp-byggingar hjúkrunarrýma, sem tekin var í samræmivið tillögur nefndar stjórnvalda og fulltrúa aldraðra semkynntar voru l9. júlí 2006. Samkvæmt tillögunum á að veita1300 hundruð milljónum króna til byggingar nýrra hjúkr-unarrýma og einnig að tryggja framkvæmdasjóði aldraðraaukið fé til frambúðar með því að hætta að nýta fé úr sjóðn-um til reksturs öldrunarstofnana. Við þetta er því að bæta aðí bréfi frá Siv Friðleifsdóttur, þ.á.v. heilbrigðis- og trygginga-málaráðherra, sem lagt var fram í bæjarráði Ísafjarðarbæjar13. nóv. 2006, kemur fram að af 174 nýjum hjúkrunarrýmum,sem áætlað er að byggja á næstu fjórum árum, verði 10 áÍsafirði.

Margrét Geirsdóttir, nýráðin forstöðumaður Skóla- ogfjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, segir í opnuviðtali BBí síðustu viku, að hér væri þannig að öldrunarþjónustustaðið, umfram það sem kerfið gerir ráð fyrir, að við gætumekki sýnt neina biðlista. ,,Við líðum fyrir að hafa enga bið-lista,“ segir Margrét og bætir við að svo virðist sem ,,Heil-brigðisráðuneytið (hafi) dregið aðeins í land með fyrri yfir-lýsingar, en ég var viðstödd þegar ráðherra tilkynnti að héryrði reist hjúkrunarheimili innan nokkurra ára. Og ef ráðu-neytið ætlar að draga í land finnst mér það mjög alvarlegt ogfinnst að við þurfum að beita okkur fyrir því að fá hjúkr-unarheimili sem við höfum svo mikla þörf fyrir.“

Undir þessi orð skal tekið. Við getum ekki með neinumóti sætt okkur við að ráðherraskipti komi í veg fyrir, eðadragi á langinn, að þau 10 hjúkrunarrými sem búið var aðákveða að yrðu byggð, verði ekki reist á áður tilteknumtíma. Það dugir ekki að áhyggjulaust ævikvöld hinna öldruðusé aðeins að finna í orði kveðnu. s.h.

Tíu arnarhjónverpa á Íslandi

Á þessum degi fyrir 48 árum

Page 7: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 77777

SKÓLASETNINGGrunnskólinn á Ísafirði verður setturföstudaginn 24. ágúst nk. Nemendurmæti á sal skólans sem hér segir:8.-10. bekkur kl. 08:006.-7. bekkur kl. 09:004.-5. bekkur kl. 10:002.-3. bekkur kl. 11:001. bekkur verður boðaður sérstaklega.

LAUS STÖRF SKÓLAÁRIÐ 2007-2008100% starf kennara í tæknimennt(smíðum). Hlutastarf við forfalla-kennslu. Hlutastarf stuðningsfulltrúaí afleysingar fyrri hluta skólaárs. Um50% starf þroskaþjálfa í sérdeild skól-ans.Umsóknum skal skilað til skólansfyrir 31. ágúst.

Skólastjóri.

Starfsmaðurí gagnavinnslu

Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands óskareftir að ráða starfsmann í gagnavinnslu.Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi reynsluaf tölvuvinnslu, t.d. bókhaldi eða annarrigagnavinnslu. Sjálfstæð vinnubrögð erumikilvægur eiginleiki við vinnu af þessutagi og áhugi á náttúru- og veðurfari lands-ins æskilegur. Góð íslenskukunnátta erskilyrði.

Snjóflóðasetrið er staðsett í ÞróunarsetriVestfjarða á Ísafirði. Í húsinu eru ýmsarrannsóknar-, mennta- og þjónustustofnan-ir og er vinnustaðurinn því fjölmennur oglíflegur.

Um er að ræða starf til u.þ.b. þriggja ára.Næstu yfirmaður er forstöðumaður Snjó-flóðaseturs. Laun eru slv. kjarasamningifjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttar-félags. Starfshlutfall og ráðningartímabilverður samkvæmt samkomulagi.

Veðurstofan áskilur sér rétt til að hafnaöllum umsækjendum.

Nánari upplýsingar veitir Harpa Gríms-dóttir, forstöðumaður Snjóflóðaseturs ísíma 843 0413, netfang [email protected]ða á skrifstofunni.

Umsóknum með upplýsingum um mennt-un og fyrri störf ásamt starfsferilsskrá skalskilað til Snjóflóðaseturs Veðurstofunnar,Árnagötu 2-4, 400 Ísafirði fyrir 15. septem-ber nk.

Grein um Fossavatnsgöng-una á Ísafirði birtist í norskaíþróttablaðinu Stayer nýlega.Skíðagangan fær góða dóma íblaðinu og segir í inngangigreinarinnar að Fossavatns-gangan sé jafnvel sú mestframandi og stórkostlegasta

skíðaganga sem til er. Vest-firsku fjöllin og hafið eru sögðvera einstaklega fallegur rammium keppnina og keppnisbraut-in fær góða dóma. Þá er skipu-lagi keppninnar hrósað í há-stert og á engan hallað þegarsagt er frá því að Kristbjörn

Sigurjónsson sé potturinn ogpannan í skipulagningunni.

Sagt er frá fjörugu næturlífiÍsafjarðar og eru bæjarbúarsagðir góðir gestgjafar, vina-legir og þjónustulundaðir. Fras-inn „þetta reddast“ er sagðurlýsa stemmningunni í kring-

um keppnina, sem sé létt ogskemmtileg.

Að lokum mælir höfundurgreinarinnar með því að næstþegar Hringadróttinssagaverður kvikmynduð verði þaðgert á Vestfjörðum.

[email protected]

Fjallað um Fossavatnsgönguna í Stayer

Hallgrímur Magnús Sigurjónsson útibússtjóri Glitnis á Ísafirði tók þátt í hlaupinuásamt Jóhönnu Einarsdóttur eiginkonu sinni og syni sínum Vilmari Ben.

Fjöldi Ísfirðinga tók þáttí Reykjavíkurmaraþoninu

Fjöldi Ísfirðinga tók þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnissem fram fór á laugardag. Þar af voru nokkrir starfsmenn úti-bús Glitnis á Ísafirði. Aðspurður segir Hallgrímur MagnúsSigurjónsson, útibússtjóri Glitnis, að enginn hafi meiðst ogallir hafi skilað sér til vinnu í morgun.

„Við erum með smá harðsperrur, en ekkert meira“, segirHallgrímur Magnús. „Þetta var gríðarlega gaman og stemmn-ingin ofsalega góð, enda var veðrið alveg frábært.“ Flestir Ís-firðinganna, þar á meðal útibússtjórinn, hlupu 10 kílómetra.Nokkrir hlupu 3 eða 21 km en einn Ísfirðinganna, KristbjörnSigurjónsson, hljóp heilt maraþon.

Hægt var að hlaupa til styrktar líknarfélögum, þar af þremurvestfirskum; Sólstöfum, Styrktarfélagi fatlaðra á Vestfjörðum,og Krabbameinsfélaginu Sigurvon. – [email protected]

Kristbjörn Sigurjónsson hljóp heilt maraþon.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hljóp10km til styrktar Sólstöfum. Hann er hér ásamt Maríu

dóttur sinni sem einnig tók þátt í hlaupinu.

Page 8: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 200788888

Rögnvaldur Ólafsson sigraði í karlaflokki án forgjafar og Anna Ragnheiður Grétarsdóttir í kvennaflokki áopna HG-móti Golfklúbbs Ísafjarðar sem haldið var á Tungudalsvelli í gær. Rögnvaldur sló 69 högg í keppninni,en næstir honum urðu þeir Magnús Gautur Gíslason og Þorsteinn Örn Gestsson, báðir á 75 höggum. Anna Ragn-heiður Grétarsdóttir sigraði í kvennaflokki án forgjafar og fór hún hringinn á 87 höggum. Næst kom JakobínaReynisdóttir með 91 högg og þriðja var Ása Grímsdóttir með 94 högg. Ólafur Njáll Jakobsson sigraði í unglingaflokkimeð 83 högg, en næstir voru þeir Anton Helgi Guðjónsson og Óli Rafn Kristinsson. Nándarverðlaun hlutu þauFriðrik Arngrímsson, Magnús Gíslason, Bjarni Pétursson og Anna Ragnheiður Grétarsdóttir. Alls tóku 90 þátt íþessu árlega móti sem eins og nafnið gefur til kynna er kostað af Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru í Hnífsdal.

Rögnvaldur og Anna Ragnheið-ur sigruðu á opna HG-mótinu

Verðlaunahafar á mótinu.

Blaðaúrklippa úr Tönsberg Blad frá árinu 1957 þar sem fjallað er um liðið.

Það er ávallt lifandi tónlist á Lubbanum. Myndir: Þorsteinn J. Tómasson.

Lubbagestir stígu dans og skemmtu sér konunglega.

Mikil gleði áLubbanum

Samkoma var haldin í 80ára gömlu uppgerðu fjósi oghlöðu að Alviðru í Dýrafirði álaugardag undir yfirskriftinniLubbinn, sem er stytting úrSveitalubbinn. „Það var mikilgleði á Lubbanum eins ogávallt en upphafið af þessuvar árið 2003 þegar við syst-kinin tókum til í hlöðunni tilþess að hafa samastað fyrirættarmót. Á hverju ári síðanhöfum við tekið meira í gegn,fyrsta árið notuðum við ein-ungis hlöðuna en nú höfumvið nú gert fjósið upp og búinað helluleggja allt húsið“, seg-ir Matthildur Helgadóttir semásamt Árna Þór bróðir sínumstendur að Lubbanum. „Efniðsem við notum til að geraLubbann upp er eingöngu þaðsem sumir kalla drasl og á aðhenda og það gefur þessu

ákveðinn sjarma. Við notumbara það sem til fellur en einsog allir sem hafa verið í sveitvita eru geymslurnar þar fullaraf verðmætum sem með smávinnu má breyta í gull. Þarnamá finna hluti sem tengjastgömlum vinnubrögðum bæðitil sjós og lands.“

Að lokinni árlegri tiltekt erboðið til heljarinnar veislusem endar með dansleik íhlöðunni. „Við bjóðum vinumog vinnufélögum í gamaldagspartý sem byrjar um klukkanfjögur og endist fram á næstadag eða eins lengi og mennnenna. Það er alltaf hljóm-sveit, samansafn af hinum ogþessum spilurum. GummiHjalta hefur borið þungann aftónlistarflutningi og hét hljóm-sveit hans að þessu sinni Smáí glasi. Það hefur sýnt sig að

mikið framboð er af söngvur-um og hljóðfæraleikurum semskiptast á að halda uppi fjör-

inu.“Partýið fer fram jafn mikið

utan dyra og innan og að sögn

Matthildar er það alltaf mjögóbeislað og skemmtilegt.

„Veðrið hefur alltaf leikiðvið okkur á Lubbanum, enAlviðra þýðir blíðviðri ogstendur þarna alveg undirnafni. Enda segjum við Al-

viðrusystkinin að veðrið séalltaf gott í Dýrafirði.“

Aðstaðan er svo einnig nýttfyrir ýmsa hópa sem tengjastferðaþjónustunni í Alviðrusem er orðin yfir 20 ára gömul.

[email protected]

Partýið fer fram að miklu leiti utandyra enda er alltaf blíðviðri á Lubbanum.

Page 9: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 99999

Leikmenn ÍþróttabandalagsÍsafjarðar sem fóru fyrir hálfriöld í keppnisferðalag til vina-bæjanna Túnsbergs í Noregiog Hróarskeldu í Danmörku,komu saman á Hótel Ísafirði álaugardagskvöld til að minn-ast fararinnar. Í ferðina fóru ásínum tíma fimmtán leik-menn, fimm eiginkonur ogtveir fararstjórar. „Fyrir 50 ár-um var ekki nærri því einseinfalt og í dag að fara til Norð-urlanda. Við fengum enganstyrk frá bænum eða neinumog þurftum að safna ferðafénualgerlega sjálf með skemmt-unum og öðru. Þetta varákveðið með árs fyrirvara ogveitti ekki af, því það var heil-mikið átak að skipuleggjaferðina og safna fyrir henni“,segir Björn Helgason, einn

leikmanna ÍBÍ.Leikmenn ÍBÍ árið 1957

voru þeir Pétur Sigurðsson,Sigurður Th. Ingvarsson,Hreiðar Ársælsson, AlbertIngibjartsson, Jens Sumarliða-son, Albert K. Sanders, BjörnHelgason, Erling Sigurlaugs-son, Guðbjörn Charlesson,Viðar Hjartarson, GunnarSumarliðason, Einar Þor-steinsson, Gunnar Sigurjóns-son, Bragi Magnússon ogKristján Jónasson. Eiginkonursem voru með í ferðinni voruHjördís Hjartardóttir, HansínaEinarsdóttir, María Gísladótt-ir, Sigríður Sanders og Ingi-björg Bjarnadóttir.

Fararstjórar voru þeir Har-aldur Steinþórsson og AlfreðAlfreðsson.

[email protected]

Komu saman hálfri öld eftir keppnisferðina

Leikmenn meistaraflokks ÍBÍ frá árinu 1957.

Vel heppnaðRjómaball

Helga Braga Jónsdóttir var veislustjóri á Rjómaballinu. Myndir: Páll Önundarson.

Rjómaballið, árviss fögnuður bændaí Ísafjarðarsýslu og starfsfólks Mjólk-ursamsölunnar á Ísafirði, var haldiðað Núpi í Dýrafirði á laugardag ogheppnaðist afar vel. „Ballið var full-bókað og heppnaðist ljómandi vel“,segir Árni Brynjólfsson, einn skipu-leggjendanna. Veislustjórn var íhöndum leikkonunnar góðkunnuHelgu Brögu Jónsdóttur en Strákarnirveitingar ehf. höfðu veg og vanda afdýrindis hlaðborði. Boðið var upp áskemmtiatriði yfir borðhaldi og með-al annars steig hagyrðingurinn JónJens Kristjánsson á stokk. Að dagskrátæmdri dunaði dansinn fram á nóttvið undirleik Baldurs og Margrétar.

Í nær 20 ár hefur það verið hefðhjá bændum á norðanverðum Vest-fjörðum að halda samkomu síðsum-ars, sem fékk fljótlega nafnið „Rjóma-ballið“. Ekki spillti það fyrir gleðinnií ár að fyrr um daginn fór fram aldar-afmæli Búnaðarsambands Vestfjarðaog því ærið tilefni til hátíðarhalda.

[email protected]

Fullbókað var á Rjómaballið sem þótti ljómandi vel heppnað. Að sjálfsögðu var lagið tekið.

Page 10: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 20071010101010

„Grunnurinn er sá að í þessu starfi er fólk sem hefur ánægju af því. Það er ekki endilegagróðinn sem rekur fólk út í búskap, heldur er það kannski að einhverju leiti hugsjón. Viðerum stolt af því að framleiða góða vöru fyrir neytendur og ég held að það verði metiðæ meir eftir því sem tíminn líður hve hreinleiki vörunnar er mikill og matvælaöryggiðgott. Ég held að það skipti alla þjóðina miklu máli að þessir hlutir séu í lagi.“

Baráttuglaðir bænÁrni Brynjólfsson er bóndi á Vöðlum í Önundarfirði og formaður Bún-

aðarsambands Vestfjarða. Hann hefur nánast alla ævi verið viðriðinnbúskap og þekkir því út í gegn þessa grein sem hefur verið lifibrauð

landans allt frá landnámi. Landbúnaður á sér stóran sess í menninguÍslendinga en hefur oft átt á brattann að sækja. Árni segir þó flesta bænd-

ur hafa jákvætt hugarfar enda sé starfið fjölbreytt og skemmtilegt.Árni er annar meðlimur hljómsveitarinnar Hjónabandsins ásamt konu

sinni Ernu Thorlacíus en þau hafa troðið upp á ýmsum uppákomum íárafjöld og ættu að vera Vestfirðingum af góðu kunn. Búnaðarsamband

Vestfjarða fagnar aldarafmæli í ár og af því tilefni var haldin afmælis-hátíð að Núpi í Dýrafirði þar sem farið var lauslega yfir sögu og framfarir

í búskap á svæði sambandsins. Bæjarins besta spjallaði við Árna umBúnaðarsambandið í hundrað ár, búskapinn og tónlistina.

„Í ár eru hundrað ár liðinsíðan bændur stofnuðu Bún-aðarsamband Vestfjarða. Sagasambandsins hefur verið skráðí bókunum Firðir og fólk ogeinnig var ársritið okkar óvenjuveglegt í ár, í tilefni af afmæl-inu, og þar kemur fram úr-dráttur sögunnar. Það er býsnamerkilegt hvað menn voruframsýnir á þessum tíma aðsameinast á þessu stóra starfs-svæði sem nú er frá Gilsfjarð-arbotni til Ísafjarðarbotns íDjúpi. Fyrst var Strandasýslalíka með en stofnaði sjálfstættBúnaðarsamband 1945. Sam-göngulega séð voru mennmjög áræðnir að gera þetta ennú hundrað árum síðan erumvið enn að basla við það aðþetta eru aðskilin svæði. Égdáist að þessum mönnum,hvað þeir voru duglegir.

Félagslegi þátturinn á þeimtíma var allt annar en í dag.Félagsstarfið var þeirra Sýnog Stöð 2 að hluta til. Þegarsambandið hélt fundi þurftumargir hverjir að leggja í viku-ferðalag á hestbaki til þess aðmæta. Það var því heilmikilathöfn að sækja fund sem viðafgreiðum nú á einum degi. Ídag er margt breytt en okkurber skylda til þess að standaokkur í því að sambandið eigisinn sess, þó það muni örugg-lega þróast og breytast. Miklarbreytingar hafa átt sér stað íbúskap frá þessum tíma. Viðerum orðin miklu færri, ensamt sem áður þurfum við aðeiga þennan félagslega bak-grunn sem er okkar grund-völlur að Bændasamtökum Ís-lands, þar sem við kjósumokkar fulltrúa. Staða Búnaðar-sambandsins er líka orðinbreytt að því leiti að það erekki lengur með þá starfsemisem það var með áður, þ.e.a.s.leiðbeiningarþjónustu við bænd-ur. Fyrir nokkrum árum leit-

uðum við samstarfs við Bún-aðarsamtök Vesturlands umþað verkefni. Er það tók gildifluttist starfsmaður sambands-ins okkar, Sigurður Jarlssonhéraðsráðunautur, yfir til Bún-aðarsamtaka Vesturlands,sem er með höfuðstöðvar áHvanneyri en hann starfar íútstöð þeirra á Ísafirði. Jafn-framt hafa félagsmenn sam-bandsins okkar aðgang að öðr-um starfsmönnum innan batt-erýsins á Vesturlandi. Það seg-ir sig sjálft að einn aðili geturekki þjónustað vel öllumgreinum sem eru margar;hlunnindi, ferðaþjónusta, jarð-rækt, nautgripa- og sauðfjár-rækt o.s.frv. Í dag eru mennorðnir sérhæfðari og einnmaður sinnir hverri grein ístaðinn fyrir, eins og áður fyrr,að einn maður hefði þetta ásinni könnu sem er mjög erfittog tilheyrir ekki nútímanum.Þjónustan er mun öflugri eftirbreytinguna og menn munánægðari á báða vegu. Svoþað er ekki annað hægt aðsegja en að samstarfið við Bún-aðarsamtök Vesturlands hafigengið mjög vel.“

Baráttuglaðir bænd-Baráttuglaðir bænd-Baráttuglaðir bænd-Baráttuglaðir bænd-Baráttuglaðir bænd-ur brosa framan íur brosa framan íur brosa framan íur brosa framan íur brosa framan í

morgundaginnmorgundaginnmorgundaginnmorgundaginnmorgundaginn„Hvað framtíðina varðar er

erfitt að segja. Af þeim aðilumsem stunda búskap á svæðinuveit ég ekki um marga semhafa í hyggju að hætta og séég því fram á að allt verði ísvipuðum skorðum, allavegaeitthvað áfram. En enginn get-ur svo sem verið spámaðurum það.

Ég tel að það skipti samfé-lagið miklu máli að búið sé ísveitunum. Mynstrið í sveit-unum hefur samt breyst,bændum í hefðbundnum grein-

um hefur fækkað en í staðinnkoma aðrir sem vilja vera meðí sveitasamfélaginu og fara útí eitthvað annað eins og t.d.ferðaþjónustu eða skógrækt.Greinin er að verða fjölbreytt-ari og í mínum huga eiga mennað nýta þau tækifæri sem bjóð-ast.

Það skiptir okkur öll máliað hlutirnir gangi vel í þétt-býlinu, það styður við okkur ísveitunum og öfugt því viðleitum í þjónustuna í þorpun-um. Í ljósi atvinnumálaum-ræðunnar undanfarin misserimá minna á að við erum hérog erum baráttuglöð. Það mátaka sem dæmi að mjólkur-framleiðsla á Ísafjarðarsvæð-inu skapar um 30 störf. Bænd-urnir á svæðinu voru, eins ogmenn muna, með sitt eigiðmjólkursamlag en mjólkur-iðnaðurinn hefur gerjast óskap-lega og nú hefur samlagiðsameinast MS, sem reyndarheitir núna Auðhumla, og ersvo til allt landið í því félagi.Fyrir nokkrum árum var fariðí átak í að byggja öflug fjós,sem ég fullyrði að hefur skiptmiklu máli í því að gera sam-lagið öflugt og tryggja neyt-endum ákveðið öryggi hér umslóðir.

Svona helst þetta allt í hend-ur en grunnurinn er sá að íþessu starfi er fólk sem hefuránægju af því. Það er ekkiendilega gróðinn sem rekurfólk út í búskap, heldur er þaðkannski að einhverju leiti hug-sjón. Við erum stolt af því aðframleiða góða vöru fyrirneytendur og ég held að þaðverði metið æ meir eftir þvísem tíminn líður hve hrein-leiki vörunnar er mikill ogmatvælaöryggið gott. Ég heldað það skipti alla þjóðinamiklu máli að þessir hlutir séuí lagi.

Auðvitað getur það gerst hjá

okkur eins og í öllum öðrumgreinum að einhver bóndinnákveði að hætta á morgun ogþá verðum við sem eftir erurýrari. En maður þarf að verajákvæður og brosa framan ímorgundaginn, það skiptirmáli að hafa jákvætt hugar-far.“

Búin verðaBúin verðaBúin verðaBúin verðaBúin verðafærri og stærrifærri og stærrifærri og stærrifærri og stærrifærri og stærri

„Nú hefur landbúnaðurbreyst gífurlega á síðastliðn-um áratugum og allt orðiðmun tæknivæddara ekki satt?

„Jú, það hafa verið gríðar-legar breytingar á þeim svið-um. T.d. eru komin þessi þrjúróbóta fjós þar sem mjalta-vélar eru sjálfvirkar, sem gerirþað að verkum að einingingetur verið stærri. Í flestumgreinum er sjálfvirkni í fram-leiðslu að aukast. Ég vil líkabenda á að núna er töluverðurkraftur í bændum í Barða-strandarsýslum við að stækkaog breyta búum sínum.

Og varðandi heyskapinngerir vælvæðingin og þróuninþað að verkum að menn eruekki eins háðir veðurfari. Þaðhafa orðið gríðarlegar fram-farir. En grunnatriðið er þaðað skepnurnar hafa ekkertbreyst og þurfa alveg sömuumönnun. Menn þurfa aðþekkja líffræði dýranna oggróðursins og nota tækni ogþróun sem hjálpartæki í þvíað fullnusta það sem þeirvita.“

– Nú er fræðin í kringumlandbúnað sífellt að aukastekki satt?

„Jú í boði er símenntun eðaendurmenntun í miklum mælií námskeiðsformi. Fyrst ogfremst kemur úrvalið frá land-búnaðarskólunum á Hvann-eyri og Hólum og er því dreiftyfir árið. Einnig er boðið uppá fjarnám. Það er áramunur áþví hvað er í boði en það eralltaf ýmislegt í gangi, allt frábókhaldi til málmsuðu og svovar smalahundanámskeið íDýrafirði á dögunum. Þannigað það er ýmislegt sem menngeta eflt sig í ef þeir eru vak-andi fyrir því. Þeir sem dug-legastir eru að sækja sér fróð-leik og tileinka sér nýjungarheld ég að gangi best. Svo máekki gleyma að ekki er alltafverið að vasast við ær og kýrheldur fylgir búskapnum fróð-

leikur, þekking og menningsem gefur þessi gildi.

Með auknum samgöngu-bótum leitar dreifbýlisfólkiðlíka í þéttbýlið eftir vinnu, ífélagsstörf og nám. T.d. áðuren Vestfjarðagöngin komuskellti maður sér ekkert í slíkahluti til Ísafjarðar en í daggetur maður leikið sér að þvíað skreppa frá Önundarfirði.Svo það er margir þættir semfléttast inn í þetta.“

Breytir grasi í mjólkBreytir grasi í mjólkBreytir grasi í mjólkBreytir grasi í mjólkBreytir grasi í mjólk

– Hvað varð til þess að þúákvaðst að verða bóndi?

„Ég fæddur og uppalinn ábænum sem ég bý á. Foreldrarmínir búa þar líka enn. Égneita því ekkert að það vorueinhverjir átthagafjötrar semréðu því. Ég fór aðeins ogskoðaði mig um áður en égákvað að fara út í búskapinn.Eftir skólagöngu mína á Núpifór ég í gamla samvinnuskól-ann á Bifröst eins og hann hétáður en öllu var breytt þar.Það var tveggja ára nám og éghafði ofsalega gaman af þvíað vera þarna. Ég var meðkröftugum hópi krakka og fé-lagslífið var í broddi alls. Þaðvar ekkert kveikt á sjónvarp-inu á kvöldin heldur var hald-inn vídeódagur einu sinni íviku þar sem ákveðnir aðilarhöfðu tekið upp það sem vareitthvað spennandi í sjónvarp-inu yfir vikuna til þess að þaðþyrfti ekki að trufla félagslífið.

Í framhaldi af því fór ég oggerðist verslunarstjóri í Kaup-félagi Berufjarðar á Djúpa-vogi í tvö ár, það var svona„alt muligt“ búð í þorpinu þar.Það var mjög gaman að kynn-ast landsháttum þar en þaðvar eitthvað sem kallaði. Bæðivoru foreldrar mínir að eldastog ég var sífellt með vanga-veltur hvort ég vildi leggjabúskapinn fyrir mig eða ekki.Ég tók slaginn því mér finnstgott að vinna með höndunum.Ég hef líka gaman af þessu enað vera bóndi er mjög skemmti-legt starf og ofsalega fjöl-breytt. En það gerir auðvitaðkröfur um að maður bjargi sérí mjög mörgu. Í mínum hugaer besta dæmið um það hversufjölbreytt þetta starf er að þaðer nú alveg magnað að vinnavið að breyta grasi í mjólk“,segir Árni og brosir breitt.

„Ég hafði kynnst konunni

minni á Djúpavogi þar semhún var að vinna og við sner-um heim í Önundarfjörð.Reyndar vann ég fyrstu tvöárin við kennslu við barna-skólann í Holti ásamt ýmsuöðru. Ég var leiðbeinandi þarsem ég hef engin réttindi enþetta var mikill lærdómur fyrirmig. Ég lít á kennara allt öðr-um augum í dag, það erábyggilega ekki fyrir alla aðsinna því starfi. Svo erum viðhjónin alltaf í músíkinni ogannað slagið að spila á böl-lum.“

– Hefurðu alla tíð haft áhugaá tónlist?

„Já, en þetta gerjaðist mestþegar ég vann á Djúpavogi.Ég keypti mér þá rafmagns-harmónikku. Fregnir af þvíbárust og ég var fenginn til aðspila nokkur lög á samkomu.Úr því varð heilt ball og áðuren ég vissi var ég búinn aðspila á fullt af böllum og þaðhefur ekkert stoppað síðan.Ég hef ofsalega gaman aðþessu en ég er ekki tónlistar-lærður, því miður. Ég hefðihaft gaman af því að læra oghvet strákana mína til þess aðleggja tónlistarnám fyrir sigef þeir hafa áhuga á því.“

– Á það vel við að bónda-starfið að vera einnig að duflavið tónlist?

„Það er nú svona beggjablands. Það geta komið tíma-bil þar sem þetta tvenntstemmir ekki vel saman eneinnig fæ ég mikla útrás oghvíld út úr því að breyta al-gjörlega um umhverfi og hittafólk. Ég hef kynnst fullt affólki í gegnum tónlistina. Enþetta er ákveðið sviðsljós ogþað er sjálfsagt ekki fyrir alla.En ef maður hefði ekki gamanaf þessu ætti maður að veralöngu hættur. Ég segi að þaðsé lykillinn að því að vera íþessu og um leið og maður erorðinn leiður á maður aðhætta.

Svo er alveg heilmikið gam-an að geta verið í þessu meðkonunni en við ferðumst tölu-vert í þessu. Það er ekkert ádöfinni að fara að taka uppeða fara í ferðalög heldur kom-um við bara fram þar sem viðerum beðin um það. Mest erum að ræða fastar samkomureins og árshátíðir og þorrablót,en sveitaböllin frá því í gamladaga eru því miður dottin aðmestu upp úr. Flóran hefur

Page 11: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 1111111111

„ Ég tel að við sem erum í landbúnaði á þessu svæði, höfum lagt okkar að mörkummeð því að halda þeim störfum sem voru og eru hér. Það er ekki mörg ár síðan að

það gat farið á báða vegi, svo ég er bara montinn og finnst við hafa staðið okkur vel.Það hefur byggst á því að vera jákvæður og hafa fólkið með sér; bæði á ráðandi end-

anum og móralinn í samfélaginu. Og ég er bara bjartsýnn á framhaldið.“

ændur í hundrað ár

En ég held að það sé alvegljóst að búskapur á Íslandibyggist fyrst og fremst á fjöl-skyldueiningum. Það er und-antekning að um sé ræða ein-hverjar „fabrikur“ sem gangaút á vinnufólk og stórbúskap.Hornsteinninn er fjölskyldubúog ég sé ekki fyrir mér að þaðmuni breytast í bráð. Þóvissulega nýti þessi fjöl-skyldubú tæknina til þess aðvera stærri og öflugri en ella.Það sér maður glögglega þeg-ar maður ber saman fjöl-skyldubú nú í dag og fyrir 20árum.

Aðalatriðið er nú samt aðaf þessu hljótist þolanleg af-koma og menn geti lifaðmannsæmandi lífi. Mér hefurfundist oft á tíðum eins og aðneikvæðni og tortryggni sésvolítið ríkjandi þegar kemurað velgengni bænda, og þegareinhver er farinn að geta leyftsér eitthvað er því strax slegiðupp að hann hljóti að vera ásvo miklum styrkjum, en

mikið breyst bara frá þeimtíma sem ég fór að dútla viðþetta.“

Fjölskyldan horn-Fjölskyldan horn-Fjölskyldan horn-Fjölskyldan horn-Fjölskyldan horn-steinn íslenskssteinn íslenskssteinn íslenskssteinn íslenskssteinn íslensks

búskaparbúskaparbúskaparbúskaparbúskapar– Er búskapurinn ekki frek-

ar mikið fjölskyldustarf?„Það getur auðvitað hver

og einn stýrt því hvort þettahenti hans fjölskyldu eðahvort hann ráði til sín starfs-fólk. En eins og hjá okkurgerum við út á það að það séfjölskyldustarf en svo geturalltaf verið að einhver hefuránægju á að vera í einhverjuöðru. Við höfum lagt áhersluá það með okkar stráka aðvera ekki að skylda þá til þessað vinna við búið heldur veitaþeim þann möguleika á aðskoða aðeins í kringum sig,því það er öllum hollt að sjásem flest og kynnast mörgumhlutum.

ástæðan er kannski einfald-lega sú að hann sé duglegurog bjargar sér vel. Ég gleðstyfir því að einhverjum gangivel og myndi gjarnan vilja aðþað væri meira um það aðfólk geti leyft sér meira. Ég erekki að segja að fólk sé aðlepja dauðann úr skel, en þaðer mín skoðun að bændur fáiekki það sem þeim ber þegarkemur að afurðaverði fyrir t.d.mjólk og kjöt. Það verð semneytandinn borgar er ekki aðskila sér á réttan stað. Ég veitvel að ákveðnir aðilar þurfaað fá sinn skerf en ég leyfimér að setja spurningamerkihvort það sé allt í réttum hlut-föllum.

Matvælaverðsumræðan hef-ur verið góð að mörgu leiti aðmínu mati en oft á tíðumskökk og ég leyfi mér að efastum að hún hafi náð tilætluðumárangri. Þó að auðvitað hafiþað verið vel meint hjá ríkis-stjórninni að lækka matvæla-verð er ég ansi hræddur um að

rangir aðilar hafi notið góðsaf því. En ég ætla svo semekki að vera með neinar full-yrðingar um það.

Nú er í vinnslu verkefniðBeint frá býli sem snýst umsölu afurða beint frá framleið-anda eða bónda. Það má sjá ímörgum öðrum löndum aðhægt er að fara beint á bæi ogfengið að bragða á ostum eðaöðrum búsafurðum sem fram-leiddar eru þar. Það er veriðað vinna í að opna þennanmöguleika á Íslandi en þaðhefur verið í fjötrum reglu-gerða og talið að afurðin séhættuleg ef hún er keypt beintaf bænum, sem er náttúrulegaalrangt því þar vinna kannskieinna helst fólkið sem kannað meðhöndla vöruna. Þaðhefur heilmikið áunnist í þvíað opna þetta og ég vona aðþað verði meira um það aðfólk eigi þess kost að veljahvar það kaupir sín matvæli,jafnframt sem þetta myndiskapa tekjumöguleika í dreif-

býlinu ef fólk héldi rétt á spöð-unum. Ég vona að sem flestumverði gæfa úr því. En svonalagað gerist ekki í einum græn-um heldur þarf að þróast.

Ég tel það vera til hins góðaað við eflum tengingu neyt-anda og framleiðanda, þétt-býlisins og dreifbýlisins oghöfum gaman af því. Það ermiklu skemmtilegra að vinnaöll saman heldur en að það sérígur og tortryggni hjá fólki.Það skiptir máli að þetta sé ílagi og mér finnst ég skynjaað hlutirnir séu frekar á þannveginn. Ég ætla ekki að dragaúr því að menn eins og fyrr-verandi landbúnaðarráðherra,Guðni Ágústsson, hafi átt sinnþátt í að laga umræðuna. Hannvar svolítið að velta sér uppúr þessu á ákveðnum stöðumog ég held að hann hafi fengiðjákvæðan grunn undir umræð-una með því. Þá skiptir nátt-úrulega máli að við tökumþátt í því og höldum því álofti. Eins og ég sagði áðan þá

skiptir það miklu máli að verameð jákvætt hugarfar og ein-blína á það góða sem þessibransi hefur nóg af. Það semverður okkur til mestrar hag-sældar er að vera ekki ein-göngu með kröfur á það aðeinhver annar komi með hlut-ina til okkar heldur þurfumvið að vera dugleg að búa þásjálf til. Ég tel að við semerum í landbúnaði á þessusvæði höfum lagt okkar aðmörkum með því að haldaþeim störfum sem voru ogeru hér. Það er ekki mörg ársíðan að það gat farið á báðavegi, svo ég er bara montinnog finnst við hafa staðið okkurvel. Það hefur byggst á því aðvera jákvæður og hafa fólkiðmeð sér; bæði á ráðandi end-anum og móralinn í samfé-laginu. Og ég er bara bjartsýnná framhaldið“, segir Árni Bryn-jólfsson, formaður Búnaðar-sambands Vestfjarða meðbros á vör.

[email protected]

Page 12: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 20071212121212

Strandlengju fyrir 15 sekúndur aðra leið?

Strandlengjan í Hnífsdal þar sem fyrirhugaður vegur mun liggja.Stefan og Birgit Abrecht.

það stóð við sjóinn á þessumfriðsælum og rólega stað meðmagnað útsýni yfir Djúpið,Snæfjallaströnd og fjöllin áHornströndum.

Árið 2000 keyptum viðhúsið af Ísafjarðarbæ og árið2001 tókum við það í gegn:Nýtt hitakerfi, nýtt bað og eld-hús, ný gólfefni þar sem gaml-ar gólffjalir voru fúnar. Undirveggklæðningu kom gamallveggpanill í ljós, sem var gerð-ur upp og málaður og gefurhúsinu í dag sinn sérstakanblæ. Við höfum ávallt leikiðokkur að þeirri hugmynd aðflytja hingað alveg einn falleg-an veðurdag, enda er vinnaarkitekta ekki endilega bundinvið einn ákveðinn stað, viðkomum hingað í vetur, tökum

þátt í íslenskunámskeiði nú ísumar, og hver veit hvað verð-ur. Því var húsið ekki gert uppbara til sumarnotkunar, heldurtil heilsársnotkunar og státar ídag af sérlega úthugsaðri hita-einangrun: Veggir og þak vareinangrað að utan og gluggareru með sérstöku einangrun-argleri. Samt tókst að haldaog endurskapa gamla karakt-erinn og láta eitt af eldri húsumHnífsdals, frá 1912, halda sér,Hnífsdælingum og vegfarend-um vonandi til ánægju. Viðvorum mjög ánægð með þaðhvernig allt tókst vel meðhjálp iðnaðarmanna frá Ísa-

firði og vina og ekki leið lang-ur tími þar til sjónvarpið tókupp mynd í húsinu, sem sýndvar í Innlit Útlit í sjónvarpinu.

Hvert skipti sem við kom-um hingað, finnst okkur viðvera að koma heim, fólkið ermjög vinalegt og við njótumávallt tímans í Hnífsdal. Þaðeru svo sannarlega lífsgæði íHnífsdal!

Skipulag gangannaSkipulag gangannaSkipulag gangannaSkipulag gangannaSkipulag gangannaog tengivegarog tengivegarog tengivegarog tengivegarog tengivegar

Það er frábært að við öllfáum loksins göng um Óshlíðtil að komast áhættulaust ánæsta bæ. Lega tengivegarinssést í plagg frá Vegagerðinnifrá því í desember 2006: Í þvískipulagi er núverandi vegur

um Hnífsdal bættur: Tveggjametra göngustígur, tveggjametra grasreim og svo góður,6,5 m breiður vegur. Mestabreytingin er við brúna, þarsem vegurinn á að vera beinni.Með þessu er öryggi fótgang-enda og þeirra, sem beygjainn á aðalgötu tryggt. Hnífs-dælingar og börn þeirra getaáfram dundað sér niðri viðströndina, lífsgæðin, sem að-fluttir kunna að meta eins ogþeir sem ólust upp hér, óskert.Þessi lausn er góð og ásættan-leg fyrir þarfir íbúa, bílstjóra,og náttúru.

Þrátt fyrir að þessi ágætalausn liggi fyrir, var önnurveglína kynnt í Framkvæmda-fréttum 17.tbl./2007 nú 18.júní s.l. Þessi veglína liggur

meðfram núverandi vegi,nema að hún er á ströndinni,með nokkuð háum brimgarðiog tilheyrandi raski. Beintengsl við sjóinn heyra þásögunni til, allt strandsvæði íHnífsdal hverfur undir nýjanveg. Þessi veglína er dreginfyrir Bolvíkinga og Ísfirðinga,sem vilja komast fram hjáHnífsdal á sem mestum hraða,en það virðist ekki verabeinlínis með þarfir Hnífsdæl-inga í huga.

RökstuðningurRökstuðningurRökstuðningurRökstuðningurRökstuðningur

Hver skyldu nú vera rökinfyrir því að fórna aðgangiHnífsdælinga að sjónum? Súrök, sem eru nefnd hvað oftast,virðast vera hraðinn, enda

mætti á þessum 700 metravegarkafla alveg keyra á 70 ístað 50 km/h, sem er tíma-sparnaður um 15 sekúnduraðra leiðina. Fyrirsjáanlegt erað vegurinn niðri á ströndinniyrði hart barinn af sjónum oghlýtur að líta út eftir einn eðatvo vetur eins og nýi vegurinní Djúpinu, þar sem hann erlægstur og sjórinn gengur yfirí stormi: Malbik flettist af oghámarkshraði lækkaður. Þá erónefndur vindurinn og sjávar-gustur, sem mun tefja vegfar-endur um ómæld sekúndu-brot.

Fyrst talað er um veður, þáþarf sjálfsagt að moka einnveg í viðbót, gamli vegurinnverður áfram þó að sá nýiverði kominn.

Önnur rök, sem eru nefndfyrir veglínu með ströndinni,er öryggi skólabarna, semþurfa að komast í og úr skóla-bílnum og heim til sín á ör-uggri leið. Það er reyndar réttað allt byggt svæði í Hnífsdalnema Stekkjargata er vestanvegarins eins og hann er núnaog það er því auðvelt að leysaþetta, annaðhvort með því aðláta skólabílinn keyra innBakkaveg og Heiðarbraut ell-egar með því að leggja að-greint snúningssvæði, þar sembörnin þyrftu ekki að faraaðalveginn. Þetta ætti ekki aðvera allt of flókið í fram-kvæmd og bærinn hefði getaðgert það fyrir löngu, ef það

skyldi vera meginrök.Það að geta stuðst við efnið

úr göngunum til að leggjatengiveg er allt í lagi, en erekki raunveruleg rök fyrirveglínu. Bæði er það bara hlutiefnisins, sem hægt er að nota,restin á að færa á staðinn hvortsem er, og svo er tengivegur-inn svo stuttur miðað viðgöngin, að þetta getur varlaskipt máli og gildir sama umþað að skapa atvinnu: Það ernóg af vegavinnu framundan.

SamantektSamantektSamantektSamantektSamantekt

Í fljótu bragði virðist nýjaveglínan vera rökrétt þegarfókusinn er á bílaumferð Bol-víkinga og Ísfirðinga. Þegarnánar er að gáð koma í ljósókostir fyrir fólkið í Hnífsdal.Það sem stendur upp úr, eru15 sekúndur aðra leiðina,hvorki meira né minna. Þaðsem ekki er búið að reikna,enda ómetanlegt, er leiksvæðibarna og unglinga niðri áströndinni og óhindrað útsýniyfir Djúpið.

Veglínur í gegnum Hnífsdalverða gerðar opinberar ánæstu fjórum vikum, og síðanfær fólk sex vikna frest til aðkoma með athugasemdir. Viðvonum að Hnífsdælingar veljiaf upplýstu samþykki þáveglínu sem þeim hentar best.

Birgit og Stefan Abrecht erueigendur hússins við Stekkj-argötu 29 í Hnífsdal.

PistlahöfundarPistlahöfundarPistlahöfundarPistlahöfundarPistlahöfundarog bakgrunnurog bakgrunnurog bakgrunnurog bakgrunnurog bakgrunnur

Birgit og Stefan Abrecht erueigendur hússins við Stekkj-argötu 29 í Hnífsdal. Þegarvið vorum á Ísafirði sumarið2000 í sumarfríi, leist okkursvo vel á að við ákváðum aðleita að sumarhúsi til lang-tímaleigu. Halldór Halldórs-son bæjarstjóri benti okkur áhús í Hnífsdal, sem ætti aðrífa, enda hafði það staðið auttí mörg ár og var í ömurleguásigkomulagi. Við tókumþetta litla hús í fóstur, þar sem

Hér mun vegurinn liggja meðfram Hnífsdalnum.

Það er ódýraraað vera áskrifandi!Síminn er 456 4560

Page 13: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 1313131313

Ragnar Jörundsson, bæjar-stjóri Vesturbyggðar, telur aðolíuhreinsistöð muni hafa já-kvæð áhrif á atvinnuuppbygg-inguna um alla Vestfirði óháðþví hvar hún rís í fjórðung-inum. „Olíuhreinsistöð í ein-um dal Vestfjarða mun síðuren svo standa í vegi fyrir öðr-um góðum hugmyndum umatvinnusköpun vestra. Ferða-starfsemin mun t.d. njóta beinsstuðnings af ýmis konar þjón-ustustarfsemi sem vex upp ítengslum við stöðina. Orku-öryggi á Vestfjörðum munaukast, dreifikerfið styrkjastog ríkulegri forsendur verðatil samgöngubóta“, segir ípistli sem Ragnar hefur birt áheimasíðu Vesturbyggðar.

„Langflestir gera sér greinfyrir þessu eins og niðurstaðaskoðanakönnunar í apríllok sl.sýndi vel. Alls staðar á landinu

var öflugur stuðningur viðmálið – og mestur á Vestfjörð-um.“

„Í stað þess að agnúast út íhugmyndina er því nær aðallir, sem vilja leggja hönd áplóginn við sköpun nýrra at-vinnutækifæra, beini nú kröft-um sínum í sömu átt. Fólkvinni af alefli saman að því aðhrinda í framkvæmd öllumgóðum raunhæfum hugmynd-um, sem viðraðar hafa verið,og velji hverri og einni staðþar á Vestfjörðum sem besthentar í hverju tilviki. Þannigverði sem fyrst bundinn endiá það samdráttarskeið semhefur ríkt of lengi – og í stað-inn tryggt að sú fjölbreyttauppbygging sem hugur Vest-firðinga stendur til komist áskrið.“

Í pistlinum kemur fram aðhugmyndin um olíuhreinsi-

stöð á Vestfjörðum tengist tíð-um ferðum stórra olíuflutn-ingaskipa sem flytja olíu fránorðanverðu Rússlandi ámarkað í Ameríku. „Skv.heimildum Siglingastofnunarfóru um 250 olíuskip meðjarðolíu framhjá Íslandi á síð-asta ári og stefnir í að þauverði tvöfalt fleiri. Hagkvæmter að hreinsa hluta af vaxandiolíumagni hér, fremur en flytjajarðolíuna til vinnslu á megin-landi V-Evrópu t.d. í Rotter-dam sem er úrleiðis.

Erlendir samstarfsaðilar Ís-lensks hátækniiðnaðar ehf.hafa mikla reynslu og traustsambönd innan alþjóðlegaolíuiðnaðarins, bæði í Rúss-landi – þaðan sem tryggja þarfaðföng – og á Vesturlöndum– þaðan sem tæknibúnaðurstöðvarinnar mun fyrst ogfremst koma og þar sem af-

urðir hennar munu fara ámarkað. Þessir samstarfsaðil-ar hafa áður sýnt það, að þeirhafa fulla burði, þegar um erað ræða framkvæmd eins ogþessa. M.a. áttu lykilmenn íþeirra hópi ágætt samstarf viðiðnaðarráðuneytið og Fjárfest-ingarstofu fyrir u.þ.b. áratug,þegar uppi voru áform umbyggingu olíuhreinsistöðvareinkum á Reyðarfirði. Stöðinhefði risið í það sinn, ef ekkihefði á lokastigi verið ákveðiðað láta álver ganga fyrir, eink-um vegna þeirrar áherslu semíslensk stjórnvöld lögðu umþær mundir á að selja semmesta orku.“

Undirbúnings- og bygging-artími olíuhreinsistöðvar eráætlaður 4 ½ ár frá því aðákvörðun um hana er tekin ogsegir Ragnar það vera rúmantíma fyrir þá Vestfirðinga sem

vilja afla sér menntunar ogþjálfunar til starfa í stöðinni.

„Margskonar vinna viðundirbúning og byggingustöðvarinnar mun einnig hefj-ast fljótlega eftir ákvörðunina.Engin ástæða er til að ætlaannað en mörgum Vestfirð-ingum muni þykja sér hentaað starfa í olíuhreinsistöð. Um500 manns þarf til að rekastöðina, þar af 15-20% há-skólamenntað fólk, verkfræð-inga, efnafræðinga, tölvusér-fræðinga, o.s.frv. Stöðvar ámeginlandi Evrópu hafa tekiðsig saman um skóla til aðmennta og þjálfa fólk á þessusviði. Einnig má vel hugsa sérað kennsla og þjálfun verði íframtíðinni hér heima. Það eráhugaverð hugmynd að í hópireyndustu starfsmanna stöðv-arinnar hér verði fólk semorðið geti liðtækt sem kenn-

arar við uppbyggingu há-skólakennslu í tæknigreinumá Ísafirði.“

Ragnar Jörundsson, bæjar-stjóri Vesturbyggðar lýkurpistlinum á því að segja aðgagnlegt sé að staðkunnugirbendi á atriði sem snerta lífríkiog samfélag sem varðar getaframkvæmd eins og þessa.„Það er í allra þágu. Taka beritillit til slíkra ábendinga ogsjónarmiða, enda er til málsinsstofnað í þeim tilgangi aðstuðla að og styrkja farsælaþróun. En það er því hvorkiréttmætt né sanngjarnt, aðöfgafull andstaða – með ræturí þröngum sérhagsmunum eðatengd afmörkuðum stöðum áVestfjörðum – taki á sig myndáróðurs fyrir því, að hvergimegi reisa atvinnufyrirtækieins og hér um ræðir.“

[email protected]

„Olíuhreinsistöð mun hafa jákvæðáhrif á alla atvinnuuppbyggingu“

Ekki eru allir á eitt sáttirum útboð skólaaksturs íDýrafirði, en á dögunum varskólaaksturinn boðinn út íannað sinn í sumar. Ástæð-an fyrir því að aksturinn varboðinn út tvisvar er sú aðlögmaður Ísafjarðarbæjarráðlagði nýtt útboð í kjölfarvandræðagangs vegna fyrraútboðsins. Þá týndist eitt til-boðanna, það lægsta, en þaðvar opnað síðar og tekið gilt.Jón Reynir Sigurðsson, sembauð lægst í aksturinn í fyrraútboðinu hefur gert athuga-semd við þá ákvörðun bæj-arráðs að hafna fyrri tilboð-unum.

Í bréfi sem lögmaður Jónssendi bæjarráði var beðiðum að ráðið rökstyddi ákvörð-unina, sem Jón taldi ekkistandast lög. Í svari bæjar-ráðs kemur fram að sú til-högun að opna ekki tilboðJóns á auglýstum opnunar-tíma tilboða samtímis öðr-um tilboðum, hefði veriðtil þess fallin að valda tor-tryggni meðal annarra bjóð-

enda. Þá hafi tilboð Jónsverið sent með almennumpósti, ekki með ábyrgðar-bréfi og því hafi ekki legiðfyrir lögfull sönnun þess aðþað hefði borist tæknideild-inni fyrir auglýstan opnun-artíma.

Í ljósi framangreinds varþað því mat Ísafjarðarbæjarað rétt væri og eðlilegt, oglögum samkvæmt, að hafnaöllum tilboðum og bjóðaverkið út að nýju. Tilboðinsem bárust í seinna skiptiðsem boðið var út eru eftir-farandi:

Jón Reynir Sigurðsson -8.550 krónur fyrir hverjaferð.

F&S hópferðabílar ehf. -7.950 krónur fyrir hverjaferð.

Sigríður Helgadóttir -7.350 krónur fyrir hverjaferð.

Lagði bæjarráð til aðgengið yrði til samninga viðSigríði Helgadóttur, lægst-bjóðanda.

[email protected]

Tekist á umskólaakstur

Þingeyri.

3X Technology ehf. ogMenntaskólinn á Ísafirði

hafa gert með sér sam-starfssamning um kennsluí stálsmíði. Yfirlýst mark-

mið samningsins er aðauka námsframboð ogbæta gæði iðnnáms við

menntaskólann. Þettaverður gert með framúr-

skarandi verknámþjálfunþar sem stuðst er við nýj-

ustu tækni þar semstarfsþjálfunin fer fram

utan skólans. Með því mótiöðlist nemendur hæfni ogdýpri skilning á viðkom-

andi iðngrein. Samningur-inn gildir til næstu fimm

ára og samkvæmt honumlætur 3X skólanum í té að-gang að húsnæði og tækj-um til kennslu í sérgrein-um stálsmíða fyrir allt að10 nemendur í einu, end-

urgjaldslaust. Þá er stefna3X að hafa að minnstakosti fimm nemendur í

einu á námssamningi ístálsmíði út samnings-

tímann. Að sögn skóla-meistara MÍ, Jóns Reynis

Sigurvinssonar, hefursamningurinn mikla þýð-

ingu fyrir skólann en hanngerir nemendum í málm-

iðngreinum kleyft að ljúkasveinsprófi í stálsmíði í

heimabyggð eftir þriggjaára nám í skóla. Á móti erakkur 3X sá að fyrirtækið

fær vel menntaða starfs-

menn sem eru líklegir tilað festa rætur í heima-

byggð og tryggja þannigáframhaldandi vöxt

fyrirtækisins. Samning-urinn er liður í að auka

veg iðnnáms við Mennta-skólann á Ísafirði. Við-

brögð hafa ekki látið á sérstanda og eru níu nem-

endur skráðir í nám í stál-smíði. Þá verður í fyrsta

sinn boðið upp á hár-greiðslu- og snyrtibraut.

Skólinn fær aðgang aðhúsnæði og tækjum 3X

Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri 3X Technology ogJón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ handsala samninginn.

Page 14: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 20071414141414

Fastur liður í uppeldiísfirskra knattspyrnu-drengja

Í tvo áratugi eða þar um bilhafa ísfirskir knattspyrnu-drengir, og nokkrar stúlkur,farið til Sauðárkróks til að takaþátt í Króksmótinu sem haldiðvar um þarsíðustu helgi. Ermótið einn af hápunktumsumarsins hjá þessum krökk-um sem fá að fara í útilegumeð fjölskyldu sinni og sinnaí leiðinni áhugamálinu.

Að mörgu leyti má segja aðfótbolti yngri flokka sé knatt-spyrna í sinni tærustu mynd.Þar eru menn að spila fótboltaaf því að það er gaman aðspila fótbolta, ekki af því aðþeir fá borgað fyrir það. Þettaer áður en íþróttin er eyðilögðaf keppnishörku, umboðs-mönnum og ímyndaréttar-samingum.

Foreldrum ísfirsku barn-anna leiðist heldur ekki á þess-um mótum og mæta þeir tug-um saman til að hvetja dreng-

ina til dáða og til að eiga meðþeim notarlega helgi. Margirþeirra lifa sig vel inn í kapp-leikina og stundum virðist þaðskipta meira máli fyrir foreldr-ana en leikmennina hvernigleikirnir fara. Æstir pabbar lifaforna knattspyrnudrauma ígegnum syni sína og yfirleitteru miklu fleiri en bara þjálf-arinn sem segja drengjunumhvernig þeir eigi að spila, hvaðaleikmann þeir eigi að dekkaog hvert þeir eigi að sendaboltann.

Margir foreldra BÍ-piltavoru í tjöldum, tjaldvögnumeða hjólhýsum við sundlaug-ina á Sauðárkróki og myndað-ist þar lítið samfélag Ísfirðingayfir helgina. Einn fótbolta-pabbanna var Halldór Svein-björnsson, ljósmyndari Bæj-arins besta, og tók hann með-fylgjandi myndir á mótinu.

[email protected]

Kvöldvakan vakti mikla lukku meðal barnanna.

7. flokkur BÍ er skipaður strákum og stelpum. A-lið 6. flokks.

B-lið 6. flokks. Guðmundur þjálfari 6. flokks, segir piltunum til.

Mótið var sett með skrúðgöngu allra liða niður Skagfirðingabraut.

Akranes – atvinnaÓskum eftir að ráða karlmann. Reynsla af

fiskvinnslu og/eða meðferð lyftara er kost-ur. Óskum einnig eftir að ráða kvenmenn.Reynsla af fiskvinnslu er kostur. Mikil vinnaog góður starfsandi.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 4315000 eða á netfanginu [email protected],Eiríkur eða Bjarki.

Vignir G. Jónsson hf.,Smiðjuvellir 3 – 300 Akranes

www.vignir.is

7. flokkur átti góðu gengi að fagna á mótinu.Hér er einn leikmanna liðsins að geysast fram

völlinn eftir að hafa leikið á varnarmann.

Page 15: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 1515151515

Aflaverðmæti dróst saman um 25%Aflaverðmæti dróst saman um 25%Aflaverðmæti dróst saman um 25%Aflaverðmæti dróst saman um 25%Aflaverðmæti dróst saman um 25%Verðmæti sjávarfangs sem verkað er á Vestfjörðum minnkaði um 25% í maí efmiðað er við sama mánuð á síðasta ári. Verðmæti afurða í maí í ár var 344,5milljónir, en 458,2 milljónir á sama tíma í fyrra. Verðmæti afla hefur þó aukistef litið er til fyrstu fimm mánaða ársins. Aukningin er 9,3%, verðmæti aflans íár var 2.023,1 m.kr. en 1.850,2 m.kr. á sama tímabili á síðasta ári. Þetta ersvipað og annars staðar á landinu, heildarverðmæti eykst þó samdráttur hafiorðið í maí. Sem fyrr skilar þorskurinn mestu eða 1.148,2 m.kr.

2.263 tonn að landi í júlí2.263 tonn að landi í júlí2.263 tonn að landi í júlí2.263 tonn að landi í júlí2.263 tonn að landi í júlíHeildarafli á Vestfjörðum í júlí var 2.263 tonn. Þetta er töluverður samdráttur ef

miðað er við sama mánuð á síðasta ári þegar heildaraflinn var 3.257 tonn, eðatæpum þúsund tonnum meira. Þarna munar mestu um þorskinn, en í júlí í ár voru

veidd 928 tonn af þorski á móti 1.535 tonnum í júlí á síðasta ári. Ekki munar miklu áveiðum á ýsu milli ára, 611 tonn voru veidd í ár en 603 tonn í fyrra. Steinbítsafliminnkar örlítið, var 196 tonn í júlí í ár en 202 á síðasta ári. Aflinn á Vestfjörðum

fyrstu sjö mánuði ársins var 26.761 tonn. Þar af er þorskur 12.490 tonn.

Dreifnám við MÍDreifnám verður í boði við Menntaskól-

ann á Ísafirði nú á haustönn 2007. Námiðer blanda af staðbundnu námi og fjarnámi.Nemandinn er í sambandi við kennarannog samnemendur í áfanganum í gegnumnámsumsjónarkerfið Námskjáinn, www.skoli.is.

Fjölmargir áfangar eru í boði í dreifnámi.Upplýsingar um reglur, kennslugjöld ogáfanga í boði eru á heimasíðu skólans áwww.misa.is.

Umsóknarfrestur um dreifnám rennurút 3. september.

Skólameistari.Húsnæði Miðfells.

Þó nokkrar fyrirspurnir hafaborist Fasteignasölu Vest-fjarða um eignir rækjuverk-smiðjunnar Miðfells ehf. á Ísa-firði, sem lýst var gjaldþrota ísumar. Í verksmiðjunni er einfullkomnasta vinnslulína hérá landi.

Að sögn Tryggva Guð-mundssonar hjá FasteignasöluVestfjarða hafa aðilar veriðað falast eftir tækjum og tólumúr verksmiðjunni. Einnig hafaborist fyrirspurnir um aðkaupa húsið með öllum tækj-

um. Hann segir fyrsta kostinnvera að selja eignir þrotabús-ins í heilu lagi. Sölumál skýr-ast jafnvel í þessari viku eðaþeirri næstu.

Miðfell var úrskurðað gjald-þrota í byrjun júlí. Langvar-andi rekstrarerfiðleikar hafahrjáð rækjuiðnaðinn á Íslandiog kom gjaldþrot Miðfells fá-um á óvart. Viku fyrir gjald-þrotabeiðnina tilkynntu stjórn-endur Miðfells um ótíma-bundna vinnslustöðvun og varþá nokkuð ljóst í hvað stefndi.

Áhugi fyrireignum Miðfells

Skólastjórnendur vilja að upp-sögn Jónu Ben verði afturkölluð

Skólastjóri Grunnskólans áÍsafirði, Skarphéðinn Jónsson,og aðstoðarskólastjóri, Jó-hanna Ásgeirsdóttir, hafa ósk-að eftir að uppsögn JónuBenediktsdóttur verði aftur-kölluð. Þá vilja þau að nefndverði skipuð sem endurskoðistjórnskipulag skólans. Jónagegndi aðstoðarskólastjóra-stöðu við skólann en var sagtupp í vor í hagræðingarskyniog vegna skipulagsbreytinga.Í bréfi sem stjórnendur GÍsendu bæjarráði Ísafjarðar-bæjar kemur fram að ljóst séað breytingar á stjórnskipulagiGÍ leiði ekki til þeirrar fjár-hagslegu hagræðingar semstefnt var að. Þvert a mótikalli breytingarnar á aukin út-gjöld.

„Æskilegt er að skoða stjórn-

unarfyrirkomulag skólans ísamanburði við fyrirkomulagí öðrum skólum sem telja másambærilega. Á síðustu árumhafa skólar tekið upp fjöl-breytilegt fyrirkomulag ástjórnun og valddreifingu.Æskilegt er að gera faglegaúttekt á þessum þáttum í þeimtilgangi að tileinka okkur þaðbesta sem þekkist“, segir íbréfinu.

Ekki hefur enn tekist að ráðadeildarstjóra við skólann ogtelja stjórnendur hans þaðmuni auka álag á stjórnendurog annað starfsfólk. Sú staðaverði erfið þegar líður á skóla-árið. Ljóst þykir að umsjónmeð þróunarverkefni skólansþurfi að færa yfir á aðra starfs-menn að óbreyttu, sem hefðivæntanlega kostnaðarauka í

för með sér. Faglega þykirslík breyting óheppileg þarsem verkefnið er komið veláleiðis.

Að lokum segir í bréfinu aðmeð því að skipa nefnd til aðgera tillögu um stjórnskipulagskólans til framtíðar megi ætlaað samstaða náist um tillögurmeðal þeirra sem málið varð-ar.

Myndi íhuga máliðMyndi íhuga máliðMyndi íhuga máliðMyndi íhuga máliðMyndi íhuga máliðaf fullri alvöruaf fullri alvöruaf fullri alvöruaf fullri alvöruaf fullri alvöru

Jóna Benediktsdóttir segiraðspurð að hún myndi íhugamálið af fullri alvöru ef henniyrði aftur boðin staða aðstoð-arskólastjóra við Grunnskól-ann á Ísafirði. „Þetta er einsog við sáum fyrir. Með því aðtaka ákvörðunina með þessum

hætti voru sköpuð fullt afvandamálum sem eru að komaí ljós núna og auðvitað reynirskólastjóri að leysa þau meðeinhverjum hætti. Ég er auð-vitað ánægð með þann stuðn-ing sem þaðan kemur. Ef méryrði boðin vinna við skólannmyndi ég íhuga það af fullrialvöru. Þarna eru fullt af hálf-kláruðum verkefnum sem égvar með og einhver þarf aðvinna“, segir Jóna.

„Ég er ekki vön því að sitjaaðgerðarlaus og var búin aðgera ýmsar ráðstafanir í mínulífi og byrjuð að finna mér nýverkefni. Þannig var ég búinað kaupa utanlandsferð ogskrá mig í nám í vetur. Þaðkom aldrei til greina að égmyndi sitja heima og bíða“,segir Jóna Benediktsdóttir.

„Viljum gefa fólki færi á aðkoma og sækja dótið sitt“

Mikið rusl er á svæðinu þarsem Evrópumeistaramótið ímýrarbolta var haldið umverslunarmannahelgina. Bor-ið hefur á kvörtunum frá ferða-mönnum sem gista á tjald-svæðinu í Tungudal og öðrumvegfarendum vegna þessa.Fiskikör full af drasli og aug-lýsingaskilti liggja á svæðinu

og tugir stakra skóa og annarraflíka bíða þess að vera sótt afeigendum sínum. Þá er stærð-arinnar tjald og gúmmíbátur ásvæðinu sem eigendur hafaekki vitjað.

Að sögn Hálfdáns BjarkaHálfdánssonar, drullusokksmýrarboltans, er verið aðvinna í málinu. „Það má í raun deila um það hvort megnið af

ruslinu sé á annað borð rusl,þetta er að stórum hluta föt ogskór og við viljum gefa fólkifæri á því að koma og sækjadótið sitt.“

Hálfdán bætir því við aðbetur verði gengið frá völlun-

um og í þá sáð grasfræjum.„Við ætlum að láta grafa lítinnfráveituskurð við vellina ogleyfa þeim að þorna í smátíma áður en við sáum. Enþað stendur ekki til að skiljasvona við svæðið, það er alvegá hreinu.“ – [email protected]

Page 16: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 20071616161616

STAKKUR SKRIFAR

Olíuhreinsunarstöð í ArnarfirðiStakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur

ritað vikulega pistla íBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins besta í mörg

ár. Skoðanir hans ámönnum og málefn-

um hafa oft veriðumdeildar og vakið

umræður. Þær þurfaalls ekki að fara

saman við skoðanirútgefenda blaðsins.Þrátt fyrir það bera

ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á

skrifum Stakks Stakks Stakks Stakks Stakks ámeðan hann notar

dulnefni sitt.

Einkar athyglivert hefur verið að fylgjast með rökræðum um olíuhreins-unarstöð á Vestfjörðum. Ekki síst hefur verið fróðlegt að sjá viðbrögðmannkynsfrelsaranna sem telja að náttúran skuli sveigja undir sig mann-skepnuna á 21. öld í nafni verndar henni til handa. Sjaldan les eða heyriralmenningur um það að helstu forsprakkar Íslands hreyfi sig með öðrumhætti en fólk almennt. Þeir neita sér ekki um flugferðir og hafa sumir ein-staklega gaman af því að ferðast með flugvélum og lenda þeim á móum ogmelum í óspilltri náttúru Íslands.

Samt telja þeir sig geta sagt Vestfirðingum fyrir um það hvers konaratvinnu skuli stunda á Vestfjörðum. Eitt af því sem ekki má gera er aðhreinsa olíu. Gott og vel. Öldum saman hafa sjálfskipaðir vitringar sagtokkur hinum fyrir verkum. Olíuhreinsunarstöð má alls ekki rísa. Við eigumað lifa af náttúrufegurðinni. Af henni er enn nóg á Vestfjörðum enda hafaferðamenn ekki náð að spilla henni, hvorki með hestum og bílum né flug-vélum svo neinu nemi, enn sem komið er. Svo er ekki víða annars staðar áÍslandi. Umferð um hálendið hefur aukist verulega, svo víða sér á. Endafara tugþúsundir bíldekkja undir þungum bílum og jafnmargir eða fleirihesthófar undir hestum og fólki illa með náttúru landsins.

Ef þetta bíður Vestfjarða verður náttúran ekki lengur jafn eftirsóknarverð

og nú er þótt engin verði olíuhreinsunarstöðin. Hvort sem hún kemur eða eiverður ljóst að ekki mun fólki ganga vel að lifa af náttúrufegurðinni nema tilkomi einhverjar leiðir til þess að gera sér mat úr henni. Enn bíða Vestfirðingarspenntir eftir því að heyra og sjá hvað þeir miklu mannkynsfrelsarar, sem sjásvart þegar olíuhreinsun ber á góma, ætla sér að gera til þess að við verðumsaddir af því að njóta náttúrufegurðarinnar.

Sá kostur að reisa olíuhreinsunarstöð er skoðunar verður hver svo semniðurstaða hennar reynist. Sá sem heldur því fram af fullri alvöru að ekkimega skoða kosti til að efla undirstöður mannlífs hlýtur að hafa gleymt þvíað enginn lifir af loftinu einu saman og vart af fegurðinni. Nægir að lesaHeimsljós til þess að sannfærast um svo einföld sannindi. SveitarstjórnVesturbyggðar tekur því fagnandi að stöðinni verði valin staður í Arnarfirði,sem óneitanlega er fallegur og rismikill fjörður og vissulega kann mörgumað bregða við stóra verkstöð.

Eru þeir sem telja sig eina hafa vit til þess að vernda náttúruna, þrátt fyrirflug-, bíl- og hestaferðir, að ógleymdum alls kyns nýmóðins tryllitækjumsem skilja eftir sig spor í náttúrunni kannski að stefna að því að náttúra Vest-fjarða verði eingöngu gestum utan úr heimi til skemmtunar og þeir sem þarbúa núna flytji sig annað?

Mikil stemmning á PæjumótiMikil stemmning á PæjumótiMikil stemmning á PæjumótiMikil stemmning á PæjumótiMikil stemmning á PæjumótiVel á fjórða tug fótboltastelpna frá Boltafélagi Ísafjarðar, Vestra og Ungmenna-félagi Bolungarvíkur tóku þátt í Pæjumóti á Siglufirði um þarsíðustu helgi.„Þetta gekk ljómandi vel og stelpurnar stóðu sig með prýði. Það var vel staðiðað mótinu og mikil stemmning enda er alltaf gaman að fara á þessi mót“, segirGuðrún Karlsdóttir, einn fararstjóranna. Stelpurnar eru í 4., 5. og 6. flokki ogmá segja að Pæjumótið sé jafnan hápunktur leiksumarsins, en þetta var í 17.sinn sem mótið var haldið. Aðalstyrktaraðili þess er Tryggingarmiðstöðin.

Traðarpúkar sigruðuTraðarpúkar sigruðuTraðarpúkar sigruðuTraðarpúkar sigruðuTraðarpúkar sigruðuLiðið Traðarpúkarnir, skipað þeim Páli Guðmundssyni og Valdísi Hrólfsdóttur, sigruðu í

hjóna- og parakeppni Golfklúbbs Bolungarvíkur sem fram fór á Syðridalsvelli fyrirstuttu. Alls mættu átta pör til leiks og léku níu holur í svokölluðu Texas-Scramble

leikkerfi. Á vikari.is kemur fram að til æsispennandi bráðabana hafi komið milli Traðar-púkanna og Englanna, þeirra Guðmundar Einarssonar og Daníels Ara Jóhannssonar.Svo fór svo að Traðarpúkarnir stóðu uppi sem sigurvegarar og Englarnir urðu í öðru

sæti. Þess ber að geta að Daníel Ari afrekaði það að fá örn, tvö högg undir pari.

Skráning í árlegt þríþraut-armót Vasa2000 og heilsubæj-arins Bolungarvíkur er hafinen mótið fer fram laugardag-inn 1. september og er opiðöllum sem náð hafa 13 áraaldri. Þrautin hefst með 700metra sundi í sundlauginni íBolungarvík. Að því loknuverða hjólaðir 17 km um Ós-

hlíð til Ísafjarðar, þar semkeppni lýkur með 7 kílómetrahlaupi. Keppt verður í fjórumaldursflokkum, 13-15 ára, 16-39 ára, 40-49 ára og 50 ára ogeldri. Auk einstaklingskeppn-innar verður boðið upp á liða-keppni þar sem þrír þátttak-endur mynda hvert lið, óháðaldri eða kyni. Sá fyrsti syndir,

næsti hjólar og sá þriðji hleyp-ur.

Þríþrautarmótið hefur veriðhaldið árlega frá árinu 2002.Þegar það fór fyrst fram voruþátttakendur níu talsins en ífyrra voru þeir um 40 og varþað fjölmennasta þríþrautar-mót landsins það árið. Vega-lengdirnar í mótinu eru ekki

ýkja langar miðað við það semgengur og gerist í þríþrautumog ættu allir sem eru í sæmi-legu formi að ráða við þær.Hvetja skipuleggjendur þvísem flesta til að vera með ískemmtilegri keppni. Nánariupplýsingar og skráning eru ísímum 897-6753 og 862-3291. – [email protected]

Styttist í þríþraut Vasa2000 ogHeilsubæjarins Bolungarvíkur

Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum

Hafís getursett strik í

reikninginnVeðurfræðingurinn Páll

Bergþórsson segir það ó-skynsamlegt að staðsetjaolíuhreinsistöð á Vestfjörð-um vegna þeirrar hættu semolíuskipum getur stafað afhafís á siglingaleiðum útifyrir kjálkanum. Þetta komfram í Morgunblaðinu í síð-ustu viku. Þar segist Pállekki minnast þess að hafaupp á síðkastið heyrt minnstá hafísinn í umræðunni umhugsanlega olíuhreinsunar-stöð fyrir vestan, né heldurhvaða áhrif ísinn kann aðhafa á siglingar olíuflutn-ingaskipa frá Rússlandi fyr-ir norðan Vestfirði. Hannsegir hafíshættuna yfirvof-andi mestan hluta ársins áþessu hafsvæði og telur aðbetur þurfi að huga að þess-um þætti. „Núna, 12. ágúst,er t.d. hafíshroði þarna norð-ur undan, um það bil þegarkomið er hálfa leið til Græn-lands. Þó er þetta á hlýinda-skeiði og á þeim tíma ársþegar ísinn er kominn hérum bil í lágmark,“ sagði Pállí samtali við Morgunblaðið.

Komi einhver vestanáttað ráði á þessu svæði, hve-nær ársins sem er, segir Pállalltaf hættu á jöklum eðameiri háttar ís á siglinga-

leiðum þarna. Sérstaklegaþegar hafísinn er í hámarki,í apríl og maí.

„Þarna getur verið um aðræða borgarís úr Græn-landsjökli, sem er oft mjögsýnilegur, t.d. í ratsjá. Mestaf þessum ís er þó upphaf-lega lagnaðarís. Stundumrekur hann í mikla garða ogþá myndast íshraukar ogstórir jakar, beljakar ef svomá segja. Þeir geta veriðmjög hættulegir skipum líktog flatir jakar,“ sagði Páll.Þá rifjaði Páll upp að sigl-ingaleiðir hefðu lokast þarnavegna hafíss, jafnvel lang-tímum saman eins og gerð-ist oft á árunum 1965 ogfram yfir 1970.

„Nú er að vísu hlýnandiveðurfar – að líkindum – enþað hefur alltaf gengið ámeð heilmiklum sveiflumundanfarnar aldir,“ sagðiPáll. „Það hafa alltaf komiðáratugir með tiltölulega litl-um hafís og svo aðrir meðmiklum ís. Þetta kemur ofaná hlýnun jarðar, sem er núað fara fram að öllum lík-indum. Þó að núna sé ástand-ið tiltölulega gott þá geturmaður alltaf átt von á aðþað versni.“

[email protected]

Bolvíkingur tók þátt íHM íslenska hestsins

Bolvíkingurinn Anna Valdi-marsdóttir var í landsliði Ís-lands á heimsmeistaramóti ís-lenska hestsins í Hollandi umþarsíðustu helgi og stóð sigmeð mikilli prýði. Meðal ann-ars hlaut hún hæstu einkunnfyrir skeið í úrslitum fimm-gangskeppninnar þar sem húnhafnaði í fjórða sæti. Einnigsýndi hún kynbótahross ámótinu, svo sem Hetju vonErichshof sem var í öðru sætihryssna sjö vetra og eldri með8,35 í aðaleinkunn og 8,59fyrir kosti sem var hæsta eink-unnin fyrir þann þáttinn í þeimaldursflokki.

Anna hefur ásamt mannisínum Friðþjófi Hilmarssyniúr Kópavogi haft hestamenn-sku að atvinnu um margra áraskeið. Þau búa í Þýskalandi

þar sem þau hafa m.a. komiðá fót fyrirtæki sem annastframleiðslu á reiðverum;hnakka, beisli o.fl. undir vöru-merkinu Hilbar, en einnigselja þau margskonar hesta-

vöru frá öðrum framleiðend-um.

Þess má geta að EinarKristinn Guðfinnsson, land-búnaðar- og sjávarútvegsráð-herra, var staddur á mótinu

þar sem hann hitti Önnu. Varðúr fagnaðarfundur hjá Bolvík-ingunum tveimur en svoskemmtilega vill til að þaueru frændsystkini.

[email protected]

Anna Valdimarsdóttir og Einar Kristinn Guðfinnsson.

Page 17: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 1717171717

Page 18: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 20071818181818

Mannlífið

Netspurningin er birt vikulegaá bb.is og þar geta lesendur látiðskoðun sína í ljós. Niðurstöðurnareru síðan birtar hér.

SmáauglýsingarSmáauglýsingarSmáauglýsingarSmáauglýsingarSmáauglýsingarHúsið að Silfurgötu 8a á Ísafirðier til leigu frá 1. september. Al-veg í miðbænum, 4-5 herbergi.Möguleiki er að leigja stök her-bergi með aðgangi að eldhúsieða baði. Vinsamlegast hafiðsamband í síma 897 8355 ákvöldin eða á [email protected].

Til sölu er Baby Born dúkkufataskapur á kr. 5.000. Óupp-tekinn. Kostaði áður kr. 8.900.Uppl. í síma 862 4295.

Til sölu er Toyota RAV 4. Uppl.í síma 844 6133.

Til sölu er Isuzu Trooper árg.99, ekinn 155 þús. km. Uppl. ísíma 898 6554.

Til leigu er 3ja herb. íbúð á eyr-inni á Ísafirði í 10 mánuði. Laus.Uppl. í síma 00 47 48070568.

Til sölu er Toyota Y-Tercel árg.88. Bíll í toppstandi. Skoðaður2008. Uppl. í síma 892 7575.

Til sölu er Opel Astra árg. 96.Tilboð óskast. Upplýsingar ísíma 456 5043.

Til leigu er lítið einbýlishús áÍsafirði. Laust strax. Aðeinsreyklausir og reglusamir komatil greina. Uppl. í síma 861 4913og á [email protected].

Hjónin Kolbrún Eva Viktorsdóttir og Haraldur Gunnar Ásmundsson.

Vestfirsk fjölskyldu-hljómsveit gefur út disk

Hljómsveitin Myst hefurgefið út geisladisk sem berheitið „Take me with you“ ogkom út á vordögum. Útgáfu-tónleikar hljómsveitarinnarfóru fram í Víkurbæ í Bol-ungarvík við góðar undirtekt-ir. Myst er skipuð KolbrúnuEvu Viktorsdóttur söngkonuog Haraldi Gunnari Ásmunds-syni gítarleikara, SigurviniSindra Viktorssyni gítarleik-ara, Gunnar Leó Pálssontrymbli og Hermanni AlbertGunnarssyni bassaleikara. Ádisknum er að finna 12 lög oghafa nokkur þeirra fengið spil-un í útvarpi. Að auki hefurhljómsveitin komið fram ísjónvarpi og útvarpi m.a. íþætti tónlistarmannsins góð-kunna Jóns Ólafs sem einmittspilar eitt lag með hljómsveit-inni á disknum. Það var ein-mitt Jón sem kom hljómsveit-inni á framfæri eftir að hannfékk að heyra lagið Here foryou. Þá ætti Myst að veraVestfirðingum af góðu kunnþar sem hljómsveitin hefurkomið fram við mörg tækifæri

hér vestra. „Take me withyou“ er fyrsti geisladiskurhljómsveitarinnar. Bæjarinsbesta ræddi við hjónakorninKolbrúnu Evu og Harald Gunn-ar um hinn nýútkomna disk.

Mestu skiptir að hafaMestu skiptir að hafaMestu skiptir að hafaMestu skiptir að hafaMestu skiptir að hafagaman að þessugaman að þessugaman að þessugaman að þessugaman að þessu

„Myst er vestfirsk fjölskyldu-hljómsveit má segja. Ég er fráBolungarvík og eins bróðirminn og frændi sem spilar átrommur og svo er bassaleik-arinn ættaður frá Ísafirði“,segir Kolbrún Eva.

„Já ég er eini sem er ekki aðvestan í hljómsveitinni“, skýt-ur Haraldur að.

– Hve lengi hefur Myst ver-ið starfandi?

„Við höfum verið að í fjögurár, en í fyrstu voru það baravið hjónin. Hljómsveitin varsett saman til þess að fylgjadisknum eftir. Við hjóninsemjum allt sjálf fyrir utaneitt lag sem bróðir minn samdi“,segir Kolbrún Eva.

– Hvernig tónlist er að finna

á disknum.„Það er popp, rólegt popp

myndi ég segja. Mest eru þettaballöður. Það er eitt íslensktlag en restin er á ensku“, segirHaraldur en það er einmitt ís-lenska lagið Eilíft líf sem feng-ið hefur einna mesta spilun íútvarpi ásamt þekktasta lagihljómsveitarinnar Here foryou. Þess má geta að Eilíft lífvar samið til minningar umbróður Kolbrúnar Evu, ÁgústSverri Viktorsson, sem lést ábarnsaldri.

„Smekkleysa gaf diskinn úten tónlistarmennirnir Jón Ól-afsson, Friðrik Sturla Sturlu-son, Guðmundur Pétursson ogJóhann Hjörleifsson komuokkur til aðstoðar og spiluðuundir lagið Here for you, Takeme with you og íslenska lagiðEilíft líf. Svo sá Arnar Guð-jónsson, gítarleikari og söng-vari, um upptökustjórn“, segirHaraldur.

– Hver er svo stefnan hjáMyst?

„Við ætlum að vera duglegað auglýsa diskinn núna og

næst á dagskrá er að haldaútgáfutónleika í Reykjavíklíka“, segir Kolbrún Eva.

„Það skiptir bara mestu aðhafa gaman að þessu, einsgaman og maður getur. Það eraðalatriðið“, segir Haraldur ogKolbrún Eva tekur undir þaðmeð honum.

– Hafið þið alltaf haft gam-an að tónlist?

„Já við kynntumst í gegnumtónlistina og spiluðum meiraað segja í eigin brúðkaupi.Svo að tónlistin hefur veriðgegnum gangandi í gegnumallt okkar samband“, segirHaraldur. Blaðamaður óskaðiþeim gæfu og gengis í fram-tíðinni og hjónakornin hélduáfram með undirbúning fyrirútgáfutónleikana.

Plötuumslag „Take me with you“.

Alls svöruðu 550.Alls svöruðu 550.Alls svöruðu 550.Alls svöruðu 550.Alls svöruðu 550.Já sögðu 391 eða 71%Já sögðu 391 eða 71%Já sögðu 391 eða 71%Já sögðu 391 eða 71%Já sögðu 391 eða 71%

Nei sögðu 119 eða 22%Nei sögðu 119 eða 22%Nei sögðu 119 eða 22%Nei sögðu 119 eða 22%Nei sögðu 119 eða 22%Alveg sama sögðuAlveg sama sögðuAlveg sama sögðuAlveg sama sögðuAlveg sama sögðu

40 eða 7%40 eða 7%40 eða 7%40 eða 7%40 eða 7%

Spurning vikunnarSpurning vikunnarSpurning vikunnarSpurning vikunnarSpurning vikunnar

Vilt þú að VestfirðingarVilt þú að VestfirðingarVilt þú að VestfirðingarVilt þú að VestfirðingarVilt þú að Vestfirðingarfái að kjósa um það hvortfái að kjósa um það hvortfái að kjósa um það hvortfái að kjósa um það hvortfái að kjósa um það hvort

olíuhreinsistöð rísi áolíuhreinsistöð rísi áolíuhreinsistöð rísi áolíuhreinsistöð rísi áolíuhreinsistöð rísi áVestfjörðum?Vestfjörðum?Vestfjörðum?Vestfjörðum?Vestfjörðum?

Óska eftir fundi með þingmönnumÓska eftir fundi með þingmönnumÓska eftir fundi með þingmönnumÓska eftir fundi með þingmönnumÓska eftir fundi með þingmönnumBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir að komið verði á fundi

milli bæjarstjórnar sveitarfélagsins og þingmanna Norðvestur-kjördæmis. Tilgangur fundarins mun vera að ræða aðgerðir vegna

fyrirhugaðrar kvótaskerðingar og fjárhagsstöðu hafnar- og bæjarsjóðs. Bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, Halldóri Halldórssyni,

hefur verið falið að ræða við fyrsta þingmann kjördæmisins, SturluBöðvarsson, vegna fundartíma og tilhögunar fundarins.

KirkjustarfKirkjustarfKirkjustarfKirkjustarfKirkjustarfSöngvastund verður í

ÞingeyrarkirkjuÞingeyrarkirkjuÞingeyrarkirkjuÞingeyrarkirkjuÞingeyrarkirkju föstudags-kvöldið 24. ágúst kl.

20:00. Að lifa í blessunGuðs er kjarni söngva-

stundarinnar. Sr. ValdimarHreiðarsson og Þorsteinn

Haukur Þorsteinsson ásamtKristínu Lilju Kjartansdótt-

ur annast tónlist og mæltmál. Þessi stund er fyrir

alla fjölskylduna. Allirvelkomnir!

Miklir olíu-flutningarfrá VíkinniMiklir olíuflutningar voru

á Óshlíð á föstudag þegar olíuvar ekið frá Ísafjarðarhöfn aðbirgðastöð Skeljungs í Bol-ungarvík. Um er að ræða dísel-olíu á bíla sem Skeljungur ernú farinn að geyma í Bolung-arvík, en hún var áður geymdá Ísafirði. Öll önnur olía úrskipinu Elsu Mariu Theresusem lá við bryggju á Ísafirði áföstudag er geymd þar í bæ.

Page 19: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 1919191919

Sælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnar er Helga GuðnýKristjánsdóttir í Súgandafirði

Horfur á föstudag: Horfur á föstudag: Horfur á föstudag: Horfur á föstudag: Horfur á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og skúrir, ogáfram bjart Austanlands, en snýst í suðaustanátt suðaust-anlands með rigningu. Horfur á laugardag: Horfur á laugardag: Horfur á laugardag: Horfur á laugardag: Horfur á laugardag: Lítur út fyrir

vestanátt með skúrum, en áfram þurru og hlýju veðriaustanlands. Horfur á sunnudag: Horfur á sunnudag: Horfur á sunnudag: Horfur á sunnudag: Horfur á sunnudag: Lítur út fyrir vestanátt

með skúrum, en áfram þurru og hlýju veðri austanlands.

HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

Námið mitt!Námið mitt!Námið mitt!Námið mitt!Námið mitt!Jóhann Frímann Rúnarsson

útskrifaðist frá Menntaskól-anum á Ísafirði í vor og ætlarað fara í Háskóla Íslands íhaust.

–Hvað ertu að fara að læra?„Ég er að fara á fyrsta ár í

líffræði.“–Hvers vegna valdirðu líf-

fræðina?„Mig hefur alltaf langað til

þess að prófa að fara í líffræðiog held að ég vilji starfa áþessu sviði þegar ég verð eldri.Ég hef reyndar mikinn áhugaá að fara í eitthvað heilbrigðis-eða læknistengt og þá er líf-fræðin góður grunnur í það.“

–Hefurðu þá hugsað þér aðfara í læknisfræði seinnameir?

„Já, jafnvel, ég mun vænt-anlega skoða það á næsta ári.“

–Hvernig er líffræðináminuháttað?

„Fyrstu önnina fer ég í dýra-fræði, lífmælingar, efnafræðiog grasafræði.“

–Hvað finnst þér mest spenn-andi við námið?

„Ég hlakka til að spreytamig á þessu verklega. Ég hefmestan áhuga á dýrafræðinniaf fögunum sem ég fer í, í

haust, og er sérstaklega spennt-ur fyrir því að fá að kryfja.Maður fékk ekki mikið aðprufa þannig lagað í mennta-skóla. Það verður gaman aðsérhæfa sig meira í því semmaður hefur áhuga á.“

–Telurðu grunninn sem þúhefur úr Menntaskólanum áÍsafirði duga þér í háskóla?

„Ég er sannfærður um það.“–Hvernig tilfinningu ertu

með fyrir Háskóla Íslands?„Ég er dálítið kvíðinn, sér-

staklega að fara í öðruvísiskólakerfi en ég er vanur, enþetta verður örugglega gaman.Ég er búinn að útvega mérhúsnæði í bænum, komst ekkiinn á stúdentagarðana og erþví að leigja úti í bæ.“

Námið mitt!Námið mitt!Námið mitt!Námið mitt!Námið mitt!Tinna Hermannsdóttir er 21

árs Ísafjarðarmær sem útskrif-aðist frá Menntaskólanum áÍsafirði vorið 2006. Hún ernú í Háskólanum á Akureyri.

„Ég er að læra til kennara íHA. Þetta er þriggja ára námog ég er að hefja annað árið íhaust. Að náminu loknu hefég réttindi til að kenna í grunn-skólum landsins.“

–Ertu að læra á einhverjuákveðnu sviði?

„Ég er á yngri barna sviðimeð íslensku ívafi. Við feng-um reyndar ekki að velja svið-ið sjálf þar sem við erum svofá í bekknum.“

–Hvernig líkar þér námið?„Mér finnst þetta rosalega

skemmtilegt. Námið er fjöl-breytt og það er mjög góðurandi í bekknum. Við erum fáog orðin góðir vinir.“

–Eru margir á þínum aldri ínáminu?

„Þetta er fólk á öllum aldri.Flestir eru mjög virkir í fé-lagslífinu í skólanum.“

–Hvernig er að vera í Há-skólanum á Akureyri?

„Þetta er skemmtilegurskóli. Félagslífið er mikið ogég er að sjálfsögðu búin að

troða mér í það, komin ískemmtinefnd.“

–Kanntu vel við þig á Ak-ureyri?

„Já, það er æðislegt að búahér. Ég bjó hér eina önn ímenntaskóla og varð þá eigin-

lega ástfangin af bænum. Þaðkom því ekki annað til greinaen að koma hingað eftir útskrift,hugurinn stefndi ekki suður.“

–Stefnir þú á að kenna straxeftir útskrift?

„Mig langar að mennta mig

aðeins meira eftir þetta nám.Fara jafnvel eitthvert út ískóla. Ég hef til dæmis mikinnáhuga á sagnfræði. En eftirþað stefni ég á að kenna, jafn-vel á Ísafirði, það kemur alvegtil greina.

Styrkti Úlfssjóð um kvart milljónStyrkti Úlfssjóð um kvart milljónStyrkti Úlfssjóð um kvart milljónStyrkti Úlfssjóð um kvart milljónStyrkti Úlfssjóð um kvart milljónMinningarsjóði Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði um Úlf Gunnarsson vará dögunum færð stór peningagjöf til minningar um Hildi Svövu Jordan.Hildur Svava var flugfreyja, fædd árið 1947 og alin upp á Ísafirði. Ávefsíðu Fjórðungssjúkrahússins segir að hún hafi alltaf haft sterkartaugar til bæjarins og oft heimsótt hann eftir að hún hleypti heim-draganum. Hún lést af slysförum aðeins fimmtug að aldri. Gjöfin íÚlfssjóð var gefin af Hönnu Sigurðardóttur móðursystur Hildar.

Pickles sneiðarog skyr desert

Sælkeri vikunnar býður uppá Picklessneiðar sem erubragðgóðar lambakótelettursem smurðar eru með picklesog fleira góðgæti og bakaðar íofni. Í eftirrétt býður Helgaupp á skyrdesert og segir húnað nú sé tilvalið að nota blábereða aðalbláber, þar sem allt ersvart af þeim, og nota skyr ánbragðefna.

PicklessneiðarLambakótelettur eða lamba-lærissneiðar.PiparSaltSmjör1 matskeið pickles á hverjasneið1 matskeið sætt sinnep áhverja sneiðRifinn ostur.

Hitið ofninn í 225°c. Kjötiðpiprað ,smjörið brætt á pönnu

og kjötið brúnað á báðumhliðum. Lagt í eldfast mót,saltað,sinnepi og pickles smurtyfir. Að lokum er rifnum ostistráð yfir. Bakað í 10-15 mín.Meðlæti: soðnar kartöflur ogferskt grænmeti, t.d.gúrkur,tómatar, kínakál og paprika.

Skyrdesert1 dós jarðarberjaskyr1 marensbotn½ l þeyttur rjómi.Fersk jarðarber

Skyrið er hrært stutta stundí hrærivél (verður léttara),marensinn brotinn í bita,rjóminn þeyttur. Öllu blandaðvarlega saman með sleif.Skreytt með ferskum jarðar-berjum. Gott að láta bíða í 10mín.

Ég skora á tengdamömmuGuðrúnu Fannýju Björns-dóttur á Suðureyri.

Giftingarhring-urinn fór í sjóinn

Það varð uppi fótur um fit íSúðavíkurhöfn þegar gifting-arhringur varð sjónum aðbráð. Forsaga málsins er súað Birgitta Birgisdóttir leik-kona og Örvar Smárason íhljómsveitinni Múm giftu sigí Súðavíkurkirkju um þar síð-ustu helgi. Að athöfn lokinnifór brúðguminn niður að höfntil að veiða í soðið en ekkivildi betur til en svo að hring-urinn sem Birgitta hafði réttlokið við að koma upp á fingurhans rann af og út í sjó. Mennreyndu að finna til köfunar-græjur handa brúðgumanumsem stökk í félagi við aðra útí sjó búinn sundgleraugum ogreyndi að kafa á eftir hringn-um. Hann hafði þó ekki erindisem erfiði og hringurinn ligg-ur því á hafsbotni.

Birgitta sem er stödd í brúð-kaupsferð ásamt Örvari í Búl-garíu sagði í samtali við Vísiað þeim þyki atvikið mjöghlægilegt eftir á og að þettaverði góð saga til að segjabörnum og barnabörnum. Þauhjónin eiga bæði ættir að rekjatil Vestfjarða og þeim þykir íraun mjög vænt um að vita afhringnum þar. Hjónin búa þósvo vel að vinkona þeirrasmíðaði hringana og Örvarmun því von bráðar fá nýjanhring til að bera. – [email protected]

Page 20: Fuglar himinsins afhjúpaðir - Bæjarins Besta · Fuglar himinsins afhjúpaðir Fuglar himinsins, nýtt alt-arisverk í Ísafjarðarkirkju, var vígt við messu á sunnudag. Fjölmennt