ENJO líf október 2010

5
Október 2010 Í breytingum felast tækifærin..... Vörukaup og söluprósentur 200.000 5% 25% 400.000 6% 26% 700.000 7% 27% 1.000.000 9% 29% Fyrir þá ráðgjafa sem hafa klárað 9 atriði af framkorti eru föst auka 4% sem er viðbót við söluprósentur að ofan Breytingar á söluprósentu Nú hefur verið ákveðið að gera ykkur ráðgjöfum auðveldar fyrir að vinna ykkur inn hærri laun. Þeir sem klára 9 atriði af framakortinu sínu fá núna auka 4% í stað 3% áður. Einnig höfum við lækkað vörukaupin til að ná í aukaprósentur sem gilda fyrir vörukaup næsta mánaðar. Nú þarf því einungis að 200 þús í vörukaup til að ná sér í auka 5% og getur því ráðgjafi sem er búin að ná sér í fasta 4% launahækkun því fengið 29% sölulaun fyrir sína vinnu. Innihald: Söluprósentur 1 Pöntunardagar 2 Nýr hanski 2 Næturkrem 2 Vinnudagur 2 Synergy 2 Bílapakki 3 Viðskiptamannafundur 3 Fundur með gömlum ráðgjöfum 3 Topp 66 4 20 ára hanskinn 4 Þvottaefni 4 Íslandslistinn 4 Heimslistinn 4 Eftirfylgni 4 1. Þrep 2 kynningar á einum degi 2. Þrep 10 kynningar á 1 mánuði 3. Þrep 300.000 vörukaup í 1 mánuð 4. Þrep 200.000 vörukaup 2 mánuði í röð + 10 mín tal 5. Þrep ðarstaða / Sýning 6. Þrep 60.000 sala á einni kynningu 7. Þrep Nýr ENJO ráðgjafi 8. Þrep Nýr ENJO ráðgjafi 9. Þrep Nýr ENJO ráðgjafi Auka 4 % vegna eigin sölu 10. Þrep 500.000 vörukaup í 1 mánuð

description

Fréttablað ENJO ráðgjafa á Íslandi

Transcript of ENJO líf október 2010

Page 1: ENJO líf október 2010

O k t ó b e r 2 0 1 0Í breytingum felast tækifærin.....

Vörukaup og söluprósentur

200.000 5% 25%

400.000 6% 26%

700.000 7% 27%

1.000.000 9% 29%

Fyrir þá ráðgjafa sem hafa klárað 9 atriði af

framkorti eru föst auka 4% sem er viðbót

við söluprósentur að ofan

Breytingar á söluprósentu

Nú hefur verið ákveðið að gera ykkur ráðgjöfum auðveldar fyrir að vinna ykkur inn

hærri laun. Þeir sem klára 9 atriði af

framakortinu sínu fá núna auka 4% í stað 3%

áður. Einnig höfum við lækkað vörukaupin til

að ná í aukaprósentur sem gilda fyrir vörukaup

næsta mánaðar. Nú þarf því einungis að ná

200 þús í vörukaup til að ná sér í auka 5% og

getur því ráðgjafi sem er búin að ná sér í fasta

4% launahækkun því fengið 29% sölulaun

fyrir sína vinnu.

Innihald:Söluprósentur 1Pöntunardagar 2Nýr hanski 2Næturkrem 2Vinnudagur 2Synergy 2Bílapakki 3Viðskiptamannafundur 3Fundur með gömlum ráðgjöfum 3Topp 66 420 ára hanskinn 4Þvottaefni 4Íslandslistinn 4Heimslistinn 4Eftirfylgni 4

1. Þrep 2 kynningar á einum degi

2. Þrep 10 kynningar á 1 mánuði

3. Þrep 300.000 vörukaup í 1 mánuð

4. Þrep 200.000 vörukaup 2 mánuði í röð + 10 mín tal

5. Þrep Búðarstaða / Sýning

6. Þrep 60.000 sala á einni kynningu

7. Þrep Nýr ENJO ráðgjafi

8. Þrep Nýr ENJO ráðgjafi

9. Þrep Nýr ENJO ráðgjafi

Auka 4 % vegna eigin sölu

10. Þrep 500.000 vörukaup í 1 mánuð

Page 2: ENJO líf október 2010

Komin í sölu hjá okkurEftir að hafa séð tvöfalda alnotahanskan í notkun hjá

Canada stúlkunum á myndbandi á vinnudeginum okkar, var ákveðið að panta inn nokkur stykki til að prufa. Þetta er einn af aðal sýningarhanskanum þeirra.

Nú er bara að byrja að prófa sig áfram og kynna hann svo fyrir okkar viðskiptavinum, þeim finnst alltaf gaman að fá nýja hluti.

H a n s k i n n f ó r m e ð t i l A k u r e y r a r á viðskiptamannafundinn þar og var Óli sá eini sem var búin að prófa hanskann, þannig að hann var látinn kynna hann, talaði hann um að gott væri að hlaupa um með hann á veggi og slökkvara og fékk hann þá nafnið Gestasprettur af einum gestinum og seldust upp allir hanskarnir sem teknir voru með á Akureyri.

PöntunardagarNú þurfum við að koma reglu á okkar vinnuskipulag, sumarið hefur dregist of langt inn á haustið hjá okkur. Við höfum átt það svolítið til að vera að panta á öllum dögum vikunnar og Óli greyið er að finna miða um allt þar sem ein fékk þetta og önnur fékk hitt, ekki einu sinni á pöntunarblöðum. Við þetta er hætta á að lagerstaðan ruglist og nú tökum við okkur á og höldum okkur við fimmtudagana til að panta eins og það hefur ávallt verið. Þær sem koma á fundi utan af landi geta þó fengið s ínar vörur á mánudögum svo þær þurfi ekki að koma aukaferð í bæinn á fimmtudögum.

Tvöfaldur alnotahanski - Plus line duo

Næturkrem

Því miður er næturkremið okkar góða ekki lengur í sölu

hjá okkur. Illa hefur gengið að halda út endingatíma á

því þar sem reynt hefur verið að hafa kremin okkar án

allra rotvarnarefna. Síðustu pantanir hafa átt það til að skilja sig í sundur og hefur ekki fundist lausn á því að

láta það endast. Það hefur því ekki verið til hjá okkur á

lager síðan í sumar og mun ekki koma aftur inn hjá

okkur. Sumir hafa fengið það til að endast með því að

halda því í kælum en það hefur sýnt sig að viðskiptavinir eru ekki að nenna því og verðum við því bara að koma

þessu fallega frá okkur til þeirra að þetta hafi ekki gengið

upp. Ég veit að margir eiga eftir að sakna þess mikið.

VinnudagurLaugardaginn 25. september héldum við

START- dag, til að ýta aðeins á eftir haustinu þar sem sumarið okkar hefur verið óvenju langt. Var farið yfir kynningu eitt og nýju flettimöppuna, ásamt fleiru. Einnig fengum við að sjá myndband frá Canada þar sem sterkustu ráðgjafarnir þar sýndu okkur hvernig þær fara yfir kynningu og lýstu fyrir okkur hvernig þeim leið þegar þær byrjuðu og einnig hvernig þær undirbúa gestagjafana sína og nýja ráðgjafa.

Eftir alla kennslu fengum við okkur Pizzu og með því og áttum góða stund og endað var á SPOT þar sem dansað var fram á nótt.

Saman erum við sterkari!

Synergy

Synergy keppnin er ennþá á fullu og mun ekki ljúka fyrr en 15. desember. Kíkið á síðsta blaðið okkar og kynnið ykkur hvernig þið vinnið ykkur inn sæti á Synergy - eitthvað sem allir ættu að keppast að.

Gala kvöldið er svo viðbót fyrir hina sem ekki ná að vera ein(n) af þessum fjórum.

Til að ná sæti á Gala kvöldið þarft þú ráðgjafi góður að halda 20 kynningar til jóla og byrjaði það að telja í september, svo nú er eins gott að halda vel á spöðunum, skiptir ekki máli hvort þetta eru einkakynningar eða fjöldakynningar.

2

Page 3: ENJO líf október 2010

BílapakkinnBílapakkinn heldur áfram í sölu hjá okkur

nema ekki fylgir lengur sundpokinn góði þar

sem hann er hættur í framleiðslu.

Rétt verð: 13.950,-

Bílapakkatilboð 12.650,-

Rykklútur frír í pakkanum að

verðmæti 1.300 kr

3

Viðskiptamannafundur á AkureyriÞann 10 október var haldinn viðskiptamannafundur

á Akureyri, þær Steinunn Hjartar, Anna Guðrún, Steinunn Ingibjörg, Alma Hanna og Matthildur buðu sínum gestum auk þess sem Steinunn hélt um viðksiptavini Rakelar frá því að þær voru í söluferðum þar síðasta haust. Mæting varð svo góð að það þurfti að bæta við stólum og borðum og panta meiri veitingar.

Stemmningin var skemmtileg og bókuðust fullt af kynningum og seldust einnig upp öll tilboð sem í boði voru.

Eins og áður sagði þá fékk nýji hanskinn okkar nafnið Gestasprettur á þessum fundi og fékk sú kona hanskann að launum fyrir það.

Alma fór svo á kynningu á Dalvík sem bókaðist út frá þessum fundi og spjölluðu gestirnir þar mikið um fundinn og hversu gaman þetta hefði verið og voru mjög ánægðar með nýja hanskann sinn (gestasprettinn). Út frá fundinum komu inn þrír nýjir ráðgjafar og fóru á námskeið daginn eftir - óskum við þeim velfarnaðar og vonum að þær eigi eftir að hafa gaman af.

Farið var einnig í búðarstöðu á Glerártorgi og bókuðust þar þó nokkuð margar kynningar.

Fundur fyrir gamla ráðgjafaÞar sem Synergy er framundan á Íslandi var ákveðið

að bjóða nokkrum gömlum ENJO ráðgjöfum í kaffi til okkar á Reykjavíkurveginn þann 7. október og kynna fyrir þeim möguleikan á að slást í för með okkur aftur. Við gáfum okkur helst til of lítinn tíma í undirbúning fyrir þennan fund en fengum samt 14 til okkar sem höfðu mikið gaman af því að hittast og spjalla. Fjórar þeirra ákváðu að koma til okkar aftur og fóru einhverjar á námskeið daginn eftir hjá Ósk.

Topp 66Nú fer hver að verða síðastur að koma sér á listann

yfir topp 66 yfir heiminn - sú keppni byrjaði í september og lýkur núna á síðasta pöntunardegi októbermánaðar.

20 ára hanskinnAllir þeir ráðgjafar sem komu inn með nýjan

ráðgjafa í september og október fá að launum hanska með sínu nafni á til minningar um upphaf ENJO.

ÞÚ hefur enn tækifæri að á ná þér í einn slíkan, síðasti dagur er 31. október 2010 til að koma inn með nýjan ENJO ráðgjafa og vinna þér inn hanska.

Page 4: ENJO líf október 2010

Íslandslistinn

Topp 10 - sept 2010Alma Hanna 1.055.297Jóna Maja 426.599Steinunn Ingibjörg 318.437Anna Guðrún 289.798Aníta Stefánsdóttir 174.707Ólöf Inga 135.326Anna María 127.562Sólveig Rós 108.132Heiðrún Sandra 102.136Steinunn Hjartar 101.571

Hæsta kynning - septAlma Hanna 181.000

Heimslistinn

Hæsta kynningGertrud Strömme frá Noregi 2.500 EUR

Flestir punktarDolores Egger 1.699 pointsAustria Vorarlberg 11.956 EUR

4

Nú styttist heldur betur í jólin og því höfum við sett fram tvö frábær

tilboð sem nýtast vel í jólahreingerningarnar.

Gestaspretturinn okkar ætti að auðvelda ykkur að bóka kynningar í

nóvember og fram í desember og svo okkar frábæru grænu stjörnuklútar

sem fullt af fólki á eftir að kynnast.

Page 5: ENJO líf október 2010

Íslandslistinn

Topp 10 - okt 2010Alma Hanna 458.929Steinunn Ingibjörg 401.558Jóna Maja 298.705Anna Guðrún 295.051Steinunn Hjartar 284.040Lilja B. Guðjóns 251.090Vilborg Hjaltesed 235.755Guðrún Fanney 189.518Guðrún Anna Óskarsd 142.870Sigríður Pálsdóttir 116.513

Hæsta kynning - oktAlma Hanna 230.000

18 ára

Nýtt fólk - sept - oktSteinunn Hjartardóttir 2

Alma Hanna 1

Ósk 1

Vilborg Hjaltested 1

Velkomin í hópinnAníta Stefánsdóttir

Guðrún Anna Óskarsdóttir

Lilja B. Guðjónsdóttir

Margrét Snæsdóttir

Vilborg Hjaltested

Söluhæsti hópurinn

Alma Hanna og stelpurnar hennar

Jóna Maja okkar bókaði svo margar kynningar á Blómadögum í Hveragerði að hún leigði sér bústað í viku og hélt kynningar þar til að þurfa ekki að keyra langar leiðir fyrir hverja kynningu. Alma átti líka kynningar á svæðinu og fór því til hennar í tvo daga og hélt sínar kynningar. Svo áttu þær bara góðar stundir í pottinum eftir kynningarnar og höfðu gaman af. Svona á að gera þetta stelpur :-)Nú er góður tími til að bóka kynningar úti á landi og skreppa helgi og helgi út á landsbyggðina.

Söluferðir

Alþjóða eftirfylgni keppninVerður þú ein(n) af fimm sem vinna sér inn iPhone? Í síðasta blaði

var sagt frá eftirfylgnikeppni, þar sem möguleiki er á fimm iPhone símum. Ekki nóg með það heldur fá allir sem taka þátt í þessu bílahanska og rykhanska að gjöf svo nú fer að líða að því að taka upp síman og heyra í viðskiptavinum og jafnvel bóka inn á nýtt ár og selja fyrir jólahreingerningarnar. Kíkið á blaðið og sjáið hvað þarf að gera til að taka þátt. Gangi ykkur vel.

Revolution - Bylting - þvottaefnið okkar

Vil minna ykkur á þvottaefnið okkar góða. Við getum keypt okkur litla brúsa og límmiða á brúsann til að hafa með okkur á kynningar til að kynna þvottaefnið. Við seljum það í eins líters brúsum og þriggja lítra brúsum. Eins líters brúsi kostar 5.500 krónur og þriggja lítra 12.500. Litlu tómu brúsarnir 250 ml kosta 130 krónur.

Viðskiptavinir geta keypt þá líka ef þeim finnst þægilegra að hafa litla brúsa til að hella í vélarnar í stað stóru brúsanna.

5