Askur - Útskriftartímarit

108
Askur AXEL F. FRIÐRIKSSON ÁGÚSTA K. BJARNADÓTTIR DAÐI K. VIGFÚSSON GUNNAR ÓLI MARKÚSSON HANNAH HJÖRDÍS HERRERA HALLDÓR ÞORMAR HERMANNSSON HLYNUR KRISTJÁNSSON MARÍANNA ÓSK GUÐJÓNSDÓTTIR THELMA DILJÁ ÓLAFSDÓTTIR ÞÓRARINN INGI TÓMASSON GRAFÍSK MIÐLUN HAUST 2014

description

Askur er sameiginlegt tímarit, mótað af 10 nemendum grafískrar miðlunnar haustið 2014. Vonandi skemmtið þið ykkur jafn mikið við lestur og okkur við framleiðslu.

Transcript of Askur - Útskriftartímarit

Page 1: Askur - Útskriftartímarit

AskurAXEL F. FRIÐRIKSSON ♦ ÁGÚSTA K. BJARNADÓTTIR ♦ DAÐI K. VIGFÚSSON ♦ GUNNAR ÓLI MARKÚSSON HANNAH HJÖRDÍS HERRERA ♦ HALLDÓR ÞORMAR HERMANNSSON ♦ HLYNUR KRISTJÁNSSONMARÍANNA ÓSK GUÐJÓNSDÓTTIR ♦ THELMA DILJÁ ÓLAFSDÓTTIR ♦ ÞÓRARINN INGI TÓMASSON

GRA

FÍSK

MIÐ

LUN

HA

UST

201

4

Page 2: Askur - Útskriftartímarit

IFC FILMS A IFC PRODUCTIONS : A DETOUR FILMPRODUCTION % RICHARD LINKLATER Œ PATRICIA ARQUETTE ELLAR COLTRANE LORELEI LINKLATER / ETHAN HAWKE ’BOYHOOD‘ b BETH SEPKO. C.S.A

d KARL PERKINS c RANDALL POSTER MEGHAN CURRIER e SANDRA ADAIR A.C.E. f RODNEY BECKER g LEE DANIEL SHANE KELLY i JONATHAN SEHRINS JOHN SLOSS~ ANDRI MARINÓ KARLSSON j RICHARD LINKLATER CATHLEEN SUTHERLAND (RICHARD LINKLATER

PATRICIA

ARQUETTEELLAR

COLTRANELORELEI

LINKLATERETHAN

ANDHAWKE

Written and Directed byRichard Linklater

Page 3: Askur - Útskriftartímarit

Mikinn fjölbreytileika er að finna í námi í grafískri miðlun við Tækniskólann. Þar öðlast nemendur haldbæra þekkingu, bæði fræðilega og tæknilega, sem nýtist í atvinnulífinu.

Nemendur fá færi á að vinna verkefni bæði sem einstaklingar og í hóp. Námið er fjölbreytt og undir-býr nemendur fyrir störf í myndvinnslu, umbroti, almennri hönnun og lausnum fyrir skjá- og prent-miðla.

Um miðja önn héldu nemendur í grafískri miðlun ásamt nemum í ljósmyndun, prentun og bókbandi, út skriftar sýningu sem haldin var í Tækniskólan-um, eða rétt ara sagt Vörðuskólabyggingu. Sýning in þótti hepp nast vel og voru bæði nemendur og kenn arar sáttir við útkomuna, sem sýndi afrakstur vetrar ins og anna á undan. Þar komu saman nemend ur með hin ýmsu verkefni sem stillt var upp í miðrýminu og svo á veggjum efstu hæðar.

Lokaverkefnið er svo útgáfa á tímaritinu Askur, þar sem einstaklingar koma verkum sínum á framfæri ásamt því að hver nemandi fær kynningu á sjálfum sér og sínum verkum.

Með útgáfu tímaritsins Asks fáum við góðan undir-búning fyrir brot af þeim krefjandi verkefnum sem grafískir miðlarar takast á við út í atvinnulífinu. Námið er vissulega krefjandi og er þetta þolinmæðis-vinna en undir frábærri leiðsögn kennara okkar hófst þetta.

Við viljum bjóða þér kæri lesandi, að njóta lestursins.

RITSTJÓRN: Axel F. Friðriksson Ágústa Kristín Bjarnadóttir Daði K. Vigfússon Halldór Þormar Hermannsson

SAMSETNING TÍMARITS: Axel F. Friðriksson

FORSÍÐA & NEMAMYNDIR: Ágústa Kristín Bjarnadóttir

ÚTGEFANDI: TÆKNISKÓLINN

PRENTUN: PIXEL

ASKUR

LEIÐARI

Page 4: Askur - Útskriftartímarit

16 Kynning 18 Blaðasnápurinn sem

felldi forsetann 20 Um Washington D.C.

6 Kynning 8 Að eilífu ungur 12 Minimalismi í

veggspjöldum

26 Kynning 28 Náttúruleiksvæði,

hvað er það? 34 Snúðalengja

ömmu Dídíar

36 Kynning 38 Sjálfstæðir tölvuleikir 42 Ekki eru allar tölvur eins 44 Stiklað á stóru

46 Kynning 48 Besta gjöfin 53 Úr bílskúr í

Norður mýrinni

56 Kynning 58 Silja Hinriksdóttir 62 Listahátíðin

Burning Man 65 Hvað er Súrrealismi?

66 Kynning 68 Róró dúkkan

– The Lulla doll 70 Tilnefningar 71 Rice Krispies kaka 73 ADHD – börn

76 Kynning 78 Gísli B. 82 Paul Rand 84 Josef Müller-Brockman 85 Ray Gun/David Carson

96 Kynning 98 Conor McGregor á

leiðinni á toppinn? 100 Hver er þessi

Oscar Pistorius? 102 Jay Cutler’s

Living Large 104 Vaxtarrækt og

kraftlyftingar

86 Kynning 88 Arne Jacobsen 94 Átta áhrifavaldar

í arkítektúr

AXEL

F.

FRIÐ

RIKS

SON DA

ÐI K

RIST

JÁN

VIGF

ÚSSO

N

ÁGÚS

TA K

RIST

ÍN

BJAR

NADÓ

TTIR

GUNN

AR Ó

LIM

ARKÚ

SSO

N

MAR

ÍANN

A Ó

SK

GUÐJ

ÓNS

DÓTT

IR

HANN

AH H

JÖRD

ÍS

HERR

ERA

THEL

MA

DILJ

Á Ó

LAFS

DÓTT

IR

ÞÓRA

RINN

INGI

MAS

SON

HLYN

UR

KRIS

TJÁN

SSO

N

HALL

DÓR

ÞORM

ARHE

RMAN

NSSO

N

Page 5: Askur - Útskriftartímarit

16 Kynning 18 Blaðasnápurinn sem

felldi forsetann 20 Um Washington D.C.

6 Kynning 8 Að eilífu ungur 12 Minimalismi í

veggspjöldum

26 Kynning 28 Náttúruleiksvæði,

hvað er það? 34 Snúðalengja

ömmu Dídíar

36 Kynning 38 Sjálfstæðir tölvuleikir 42 Ekki eru allar tölvur eins 44 Stiklað á stóru

46 Kynning 48 Besta gjöfin 53 Úr bílskúr í

Norður mýrinni

56 Kynning 58 Silja Hinriksdóttir 62 Listahátíðin

Burning Man 65 Hvað er Súrrealismi?

66 Kynning 68 Róró dúkkan

– The Lulla doll 70 Tilnefningar 71 Rice Krispies kaka 73 ADHD – börn

76 Kynning 78 Gísli B. 82 Paul Rand 84 Josef Müller-Brockman 85 Ray Gun/David Carson

96 Kynning 98 Conor McGregor á

leiðinni á toppinn? 100 Hver er þessi

Oscar Pistorius? 102 Jay Cutler’s

Living Large 104 Vaxtarrækt og

kraftlyftingar

86 Kynning 88 Arne Jacobsen 94 Átta áhrifavaldar

í arkítektúr

AXEL

F.

FRIÐ

RIKS

SON DA

ÐI K

RIST

JÁN

VIGF

ÚSSO

N

ÁGÚS

TA K

RIST

ÍN

BJAR

NADÓ

TTIR

GUNN

AR Ó

LIM

ARKÚ

SSO

N

MAR

ÍANN

A Ó

SK

GUÐJ

ÓNS

DÓTT

IR

HANN

AH H

JÖRD

ÍS

HERR

ERA

THEL

MA

DILJ

Á Ó

LAFS

DÓTT

IR

ÞÓRA

RINN

INGI

MAS

SON

HLYN

UR

KRIS

TJÁN

SSO

N

HALL

DÓR

ÞORM

ARHE

RMAN

NSSO

N

Page 6: Askur - Útskriftartímarit
Page 7: Askur - Útskriftartímarit

Axel Fannar Friðriksson heiti ég, en kýs frekar að vera kall­aður Axel F. Friðriks.

Þó ungur sé, enda aðeins 18 ára, þá hef ég mikla reynslu í veitinga iðnaðin­um og í þjónustustörfum, en nú vil ég snúa mér að prent­ og upplýsinga iðn aðinum. Fyrri reynsla hefur kennt mér að vera jákvæður, tileinka mér góð vinnubrögð og heilbrigð samskipti en ég hyggst nýta mér alla hana reynslu á þessu sviði, en þó helst í auglýsingum og hönnun.

Ef það er eitthvað sem þetta nám hefur kennt mér, þá er það

samstarf og að kom ast að niður­stöðu með ólíkum einstaklingum. Yfir

þessi 2 og hálft ár sem ég hef stundað nám við Tækniskólann, hef ég fengið böggul

af kunnáttu og visku. Þar á meðal er almenn þekking á hvað góður prentgripur er, hvernig gott umbrot lítur út, og síðast en ekki síst, hvað þessi kunnátta getur gert manni lífið glatt (og leitt) í daglegum erindum.

Lokaniðurstaðan er sú að þetta nám er yndislegt og ég hika ekki við að mæla með því.

Axel Fannar Friðriksson

ASKUR | 7

Page 8: Askur - Útskriftartímarit

Í Stone Mountain, í Georgíu bjó drengur. Hann þráði athygli, eins og flestir krakkar, en þessi átti við einstök vandamál að stríða. Á þessu

heimili voru vottar Jehóva, munaðarlaus börn og þar gilti fjölmiðlabann, til dæmis varðandi sjónvarp. Í þessu stóra húsi, sem rekið var af póstmanni og fóstru, dvöldu ótal ungmenni um lengri og skemmri tíma en þrjú voru þar lengst. Þessi þrjú börn heita Steve, Bree og Donald Glover, en systirin er sú eina sem notar sitt upprunalega nafn. Börnin þrjú eru fædd af Beverly Glover, fóstrunni.

Þekktasta systkinið er hinsvegar Donald Mc­Kinley Glover, fæddur 25. september 1983 í flug­stöð í Kaliforníu. Útskrifaður úr listaskóla Tisch í New York með gráðu í skáldskrifum 2006, eftir göngu í DeKalb listaskólann. Hann er listamaður að upplagi og kemur víða við í listageiranum enn í dag. Syngur, rappar og leikur eigin tónlist, á gítar, bassa, trommur og hljóðgervil, svo nokkuð sé nefnt. Leikur í bíómyndum og sjónvarpsefni, þekktastur fyrir sjónvarpsþáttinn Community þar sem hann leikur Troy Barnes, barnalegan íþróttavitleysing. Einnig er hann grínisti og fór þaðan í leiklist, en varð frægur fyrir smáþætti á YouTube með teymi sem kallaði sig Derrick Comedy og einblíndi mikið á grín, og aðallega svartan húmor.

Hann er skapandi í tónlist og leiknu efni, skrifar og framleiðir, og ekki lítið. Ferill hans varð að miklu

leyti að veruleika vegna þess hvað hann skrifaði gott efni fyrir 30 Rock, en það er sjónvarpsþáttur sem var í sýningu á NBC frá 2006–2013.

Til þess að sameina alla þessa krafta, og leyfa öllum helstu aðdáendum sínum að verða vitni að öllum persónuleikum hans á sama sviðinu, þá byrjaði hann á I am Donald­túrnum. Hann ferðaðist víða um Bandaríkin með þessa þriggja tíma sýningu sem samanstóð af leiklist, uppistandi og tónlist.

Leikarinn og grínistinn Donald GloverEinhvers staðar verður maður að byrja, en það voru grófir gamanþættir á YouTube á stöð sem kallast Derrick Comedy sem voru upphafið hjá Glover. Þéttur hópur leikara að búa til svartan húmor og birta þætti um allt mögulegt, allt frá rómantík karla og yfir í ráðgátur unglingsnjósnara. Þessir þættir fjölluðu mest um Mystery Team, en það voru þrír fullorðnir menn sem leystu mál fyrir ungt fólk í nágrenni við heimili mannanna. Það gengi gerði einnig bíómynd sem heitir Mystery Team, sem Dan Eckman leikstýrði, en þar leikur Donald Glover Jason, barnalegan mann sem heldur fast í æsku sína. Þessi bíómynd fékk aðeins 6.8 á IMDb, og er ekki mikið snilldarverk, en í þessari mynd sér maður allan tilfinningaskalann hjá þessum unga leikara, þótt hún hafi verið gerð snemma á ferli hans.

Eftir það hóf hann störf sem hugmyndasmiður fyrir gamanþættina 30 Rock og átti stóran hlut í frægustu línum Tracy Jordan og Kenneth Parcell. Þeir voru með fyndnustu persónuleikunum í þáttunum en Tracy var hrokafullur uppreisnar­seggur og hafði sterkar og furðulegar skoðanir á öllu og öllum. Kenneth var hinsvegar hlédrægur sveitadrengur (frá sama bæ og Donald Glover) og bar endalausa virðingu fyrir öllum í valdastöðu sem yfir hann voru settir í fæðukeðjunni, en sá heiminn í allt öðru ljósi en aðrar persónur í þáttunum.

Þegar lengra var komið á framaferlinum, eða snemma árið 2010, þegar endurfæðing Spider­man­myndanna var að hefjast, stakk aðdáandi Glover upp á að hann yrði Peter Parker. Glover var spenntur fyrir tilhugsuninni og birti þessa pælingu á síðunni sinni, og þá varð myllumerkið #donald­4spiderman gríðarlega vinsælt. Eftir mikið áreiti á samfélagsmiðlum Stan Lee, höfundur Spider­man, orðinn sammála því að þetta væri góð hugmynd, en Andrew Garfield varð endanlega fyrir valinu,

Hverfisgata 19, 101 RvkSími: 551-1200

www.leikhusid.is

8 | ASKUR

Page 9: Askur - Útskriftartímarit

UMFJÖLLUN UM DONALD MCKINLEY GLOVER. RAPPARI, LEIKARI, GRÍNISTI, HÖFUNDUR OG FLEIRA.

31 ÁRA GAMALL OG TEKUR SÉR EKKI PÁSU FYR EN HONUM ER SKIPAÐ AÐ GERA SVO.

EFTIRFARANDI GREIN SEGIR FRÁ HANS MIS MUN ANDI PERSÓNU­LEIKUM, STARFS SVIÐUM OG ÖLLU NÝJASTA FRÁ HONUM.

UMFJÖLLUN UM DONALD MCKINLEY GLOVER. RAPPARI, LEIKARI, GRÍNISTI, HÖFUNDUR OG FLEIRA.

31 ÁRA GAMALL OG TEKUR SÉR EKKI PÁSU FYR EN HONUM ER SKIPAÐ AÐ GERA SVO.

EFTIRFARANDI GREIN SEGIR FRÁ HANS MIS MUN ANDI PERSÓNU­LEIKUM, STARFS SVIÐUM OG ÖLLU NÝJASTA FRÁ HONUM.

Page 10: Askur - Útskriftartímarit

enda hræddi tilhugsunin um þessa breytingu marga aðdáendur teiknimyndasaganna. Eftir allt þetta endaði hann samt á því að vera Spider­man en ekki sá sem var rifist um. Hann leiklas í teiknimynda­þáttunum The Ultimate Spider­man árið 2014 og var þar Miles Morales, en það er Spider­man árið 2044, afstæð saga úr myndasögunum sem ruglar marga í ríminu.

Eins og sést á fyrri sögu þá er hann mikið fyrir barnaefni, en fátt elskar hann heitar en teikni­myndir, Sesame Street og myndasögur. Því til staðfestingar lék hann einnig í teiknimyndaþáttum eins og The Regular Show og Adventure Time, en var einnig LMNOP í Sesame Street.

Þau verðlaun sem Glover hefur hlotið eru meðal annars fyrir skrif sín og hópsins í 30 Rock og fyrir leik sinn og hópsins í Community, hvoru tveggja sýnt á NBC á sínum tíma. Hann hefur aldrei unnið verðlaun fyrir tónlist sína, en var tilnefndur fyrir besta tónlistarmyndbandið og sem besti upprennandi tónlistarmaðurinn af NewNowNext árið 2012.

Tónlistarmaðurinn Childish GambinoDonald Glover, eða Childish Gambino eins og hann kallar sig hefur frá unga aldri haft ástríðu fyrir tónlist en það sést á ýlegustu verkum hans. Slagorð hans er hinsvegar skemmtun, þannig að ef eitthvað er öðruvísi, heimskulegt eða fáránlegt, þá birtir hann það hvar sem hann lystir ef honum þykir það skemmtilegt. Vefsíðan hans, www.iamdonald.com, er gott dæmi um það. Þar er sjaldan að finna mikilvægar fréttir eða athyglisverða hluti. Mest eru þar stutt myndbönd af einhverjum vitleysingum úti í heimi að gera furðulega hluti, eða rapptónlistar­myndbönd. Það er stærsti kostur hans, að geta skemmt sér og vilja ekkert annað út úr þessum bransa.

Þeir sem hafa áhuga fyrir tónlist hans hljóta að velta fyrir sér uppruna nafnsins og menn búast gjarnan við ótrúlegri sögu. Svo er ekki. Líf Glovers var heldur rólegra áður en hann varð frægur rappari en hann átti mikið af góðum vinum. Þeir eyddu kvöldum í að vafra á vefnum og leika sér. Svo kom að því að þeir fóru á Wu­Tang Clan Name Generator, en þar fæst gert nafn fyrir mann út frá nafninu sem maður ber nú þegar í stíl við rappgengi sem var vinsælt á sínum tíma. Þeir prófuðu það allir en þegar kom að Donald þá kom nafnið „Childish Gambino“ upp. Nafn sem merkir í raun æsku, og morð, sem skilgreinir hann algjörlega að hans sögn. En fyrir þá sem vita það ekki, var Gambino­glæpa­fjölskyldan (ekki tengd Donald Glover) alræmd 1957–1976 fyrir sín morð og rán.

Eins og áður kom fram semur hann mest af sinni tónlist sjálfur, en fær hann aðstoð frá Ludwig Göransson sem á þekktustu þemalögin í gaman þáttum Ameríku, til dæmis Happy Endings, New Girl og Community. Gambino gerir hinsvegar mikið sjálfur og skapaði sér smáferil með því, en hann hefur einnig gefið út nokkur lög sem plötusnúður inn mcDJ.

„Make me bounce around, like I don’t know, like I won’t be here long Now the thrill is gone, got no patience, ‘cause I’m not a doctor Girl why is you lying, girl why you Mufasa Yeah, mi casa su casa, got it stripping like Gaza“

-V. 3005

Komdu í Nexus og upplifðu stærstu sendingu sem við höfum fengið af myndasögum. Ofurhetjur, gaman, spenna og allt sem þér dettur í hug!

Nóatúni 17, 105 ReykjavíkSími: 552 9011 & 552 9020

[email protected]

10 | ASKUR

Page 11: Askur - Útskriftartímarit

Komdu í Nexus og upplifðu stærstu sendingu sem við höfum fengið af myndasögum. Ofurhetjur, gaman, spenna og allt sem þér dettur í hug!

Nóatúni 17, 105 ReykjavíkSími: 552 9011 & 552 9020

[email protected]

Öll útgáfa Childish GambinoPlötur Ár

(miðað við amerískan markað)

Gerð Athugasemd

The Younger I get 2005 (Mixtape) Hann afneitar þessari plötu og segist ekki stoltur af henni

Sick Boi 2008 (Mixtape)

Poindexter (I am Just a Rapper pt.1 & 2)

2010 (jan) (Mixtape)

Culdesac 2010 (júl) (Mixtape) Platan sem kom honum á kortið

EP 2011 (EP)

Camp 2011 (Studio Album) Fyrsta útgefna platan, Glassnote Records

Royalty 2012 (Mixtape)

Because The Internet 2013 (Studio Album) Frægasta albúmið, en það segir sérstaka sögu

STN MTN 2014 (Mixtape)

Kauai 2014 (EP) Nýjasta til þessa, en Jaden Smith leikur stórt hlutverk í henni

Page 12: Askur - Útskriftartímarit

minimalísk

Minimalísk hönnun kemur upprunalega frá hefð­bundinni japanskri hönnun og arkitektúr, og varð vinsælust á árunum 1960 til 1970 í Bandaríkjunum. Minimalismi eins og hann er oft kallaður snýst fyrst og fremst um að minna sé meira. Þessi hönnun er um að fækka litum, formum og nota aðeins einföld form og strik.

The

Kar

ate

Kid

12 | ASKUR

Page 13: Askur - Útskriftartímarit

veggspjöld

w

Í stil við þessa hönnun og við fyrnefnt umfjöllunar­efni, þá eru fimm skemmtileg bíómyndaplaköt á næstu blaðsíðum. Eftirfarandi veggspjöld eru frá bíómyndum fyrri ára, allt frá gamanmyndum til klassískra spennumynda.

Öll plaköt tekin af www.slowbuddy.com

The Go

dfather

ASKUR | 13

Page 14: Askur - Útskriftartímarit

Nýja platan fráChildish Gambino

er komin út

Bat

man

(‘89

)Sk

yfal

l

Þetta veggspjald er endurhönnun á því sem gert var fyrir útgáfu Tim Burton af Batman frá 1989. Þetta veggspjald var unnið úr aukamynd frá fram­leiðslunni.

Michael Keaton og Jack Nicholson fóru með hlut­verk Batman og Jókersins og frammistaða þeirra mun ávallt vera öllum aðdáendum ógleymanleg.

Minimalísk list snýst um táknfræði, nota færri orð og einfaldar teikningar. Smáatriði eru sögð skipta litlu máli en heildarsvipurinn mótar myndina. Lita­val og teikning skipta öllu máli.

Hér má sjá plakat fyrir 23. James Bond bíómyndina, Skyfall. Í upphafi myndarinnar deyr Bond, að þeim sökum er hann blóðugur á veggspjaldinu.

14 | ASKUR

Page 15: Askur - Útskriftartímarit

Nýja platan fráChildish Gambino

er komin út

Page 16: Askur - Útskriftartímarit
Page 17: Askur - Útskriftartímarit

Mér hefur alltaf þótt erfitt að lýsa sjálfum mér, sem er undar­legt í ljósi þess hversu skemmtilegt mér þykir að tala.

Ég er fæddur 1990 í Reykjavík, það var ár hestsins í Kína.

Ég kaus að fara í nám í graf ískri miðlun sökum þess að mér var farið að leiðast hefð bundið bóknám og langaði í kref jandi nám sem byði upp á verk lega

vinn slu í bland við þjálfun í þolin mæði, útsjónasemi og auga

fyrir smáatriðum.Þrátt fyrir að hafa aldrei verið hrædd ur

við að taka ákvarðanir, þá hyggst ég halda öllu opnu hvað varðar frekara nám og störf í

framtíðinni, en stefnan er sett á að klára stúdent eftir áramót og hefja háskólanám næsta haust.

Daði Kristján Vigfússon

ASKUR | 17

Page 18: Askur - Útskriftartímarit

Forseti Bandaríkjanna er án vafa valdamikill maður, og ekki að ástæðulausu sem fólk fær þá tilfinningu að það þurfi heljaröfl til að koma honum frá emb-ætti.Þrisvar í sögu Bandaríkjanna hefur þingið farið í það ferli að þvinga forseta frá völdum, í tvö skipti hefur forsetinn verið sýknaður.

Þriðja skiptið er tilfelli Richards Nixon, en hann sagði af sér er mál hans var komið í þann farveg að hann hefði ekki einungis verið þvingaður frá völd-um, hann hefði líklegast verið sakfelldur í þokkabót.

Aðdragandi málsins er langur, flókinn og stærst allra stjórnmálahneyksla samtímans, arfleifð hneyksilins er vitaskuld Watergate, en svo djúp-stæð voru áhrif hneykslisins að viðskeytið -gate hefur fylgt hinum ýmsu hneykslum gegnum tíðina.

Hinsvegar varð ekkert úr þessu dómsmáli, þar sem Gerald Ford, varaforseti og arftaki Nixons veitti honum sakaruppgjöf í málinu áður en hægt var að ákæra í því.

Rétt eins og Superman hafði Lex Luthor, þá hafði Nixon mótherja sinn í Ben Bradlee, sem greinin mun fjalla um.

Þegar Watergatehneykslið komst í hámæli og af-sögn Nixons varð að veruleika 1974 var Bradlee þegar orðinn rótgróinn meðlimur í fjölmiðlaelítu Washington DC.

Hann starfaði sem ritstjóri Washington Post, hafði verið náinn vinur Johns F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna og fjallað um kosningabar-áttu hans og fyrsta framboð Nixons 1960 (Nixon náði svo kjöri 1968).

Bradlee sagði gjarnan í hálfkæringi að þeir tveir aðilar sem hann gæti helst þakkað fyrir árang-ur sinn sem fjölmiðlamaður, væri annars vegar Katharine Graham, útgefandi Washington Post sem gaf honum tækifæri til að starfa sem ritstjóri, og svo hins vegar Richard Nixon, en Bradlee ritar í ævisögu sinni:

„Það er yndislega kaldhæðnislegt að maður sem skildi aldrei fjölmiðla fyllilega, né kunni jafnvel vel við þá hafi gert jafn mikið til að bæta orðspor þeirra, sérstaklega Washington Post“

Nixon var af fátæku fólki kominn og hafði ávallt þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir tilveru sinni en Bradlee hefði verið flokkaður undir menn-ingarelítu austurstrandarinnar, og var gæddur fyr-irhafnarlausum þokka og glamúr.

Með öðrum orðum, eiginleikar sem Nixon taldi gera Bradlee að andstæðing sínum, en hins vegar samt eiginleikar Nixon hefði eflaust viljað vera gæddur.

Herra Bradlee fer til WashingtonÞegar Bradlee kom til Washington sem blaðamaður eftir seinni heimsstyrjöldina flakkaði hann örlítið um þar til hann endaði hjá Newsweek, sem síðar sameinaðist The Post í The Washington Post. Þar kleif hann metorðastigann þar til hann var orðinn útibússtjóri tímaritsins og síðar ritstjóri.

Um þetta leyti á sjötta áratugnum bjó Bradlee í hinu virðulega Georgetownhverfi í Washington DC, og eignaðist Bradleefjölskyldan nýjan nágranna sem var nýliði á þingi Bandaríkjamanna, John F. Kennedy.

Blaðasnápurinn semfelldi forsetann

Út frá þessu þróaðist góð vinátta, og fjallaði Bradlee um kosningabaráttu Kennedys og Nixons árið 1960.

Kennedy veitti blaðamönnum áður óþekktan aðgang aað sjálfum sér og kosningabaráttu sinni, og hófst þá ákveðið kaup-kaups samkomulag milli Kennedys og Bradlee.

Framkoma Nixons og hans bandamanna í að-draganda kosninganna og á meðan þeim stóð olli því að fjölmiðlar hófu að skiptast í fylkingar, og rataði blaðið því á óvinalista hans fyrir að vera of frjálslynt, eða eins og Nixon túlkaði það, fyrir kommúnískan áróður, en slíkur var ttíðarandinn.

Þessar gífurlegu fullyrðingar urðu til þess sam-kvæmt Bradlee að hlutleysið glataðist, viðhorfið hafi þróast út í „við á móti þeim”. Nixon var lýst sem hvítflibbaútgáfu af hinum alræmda komm-únistaveiðara Joseph McCarthy, sem ól á hræðslu Bandaríkjamanna og eyðilagði líf manna með órök-studdum fullyrðingu m um stjórnmálalega hollustu þeirra. Óbeit Nixon og Bradlee á hvor öðrum fylgdi þeim í gegnum árin, þrátt fyrir að eftir að Nixon hafi tapað kosningum1960 hafi hann að mörgu leyti dregið sig til hlés og tiltölulega lítið farið fyrir honum fram að kjöri 1968.

Þegar Nixon var nýsestur í embætti gerði hann heiðarlega tilraun til að tengjast Bradlee og hringdi í hann á sunnudagsmorgnum í þeim tilgangi einum að spjalla, rétt eins og forverar hans höfðu gert í ljósi áhrifa fjölmiðla, en mönnunum samdi ekki. Bradlee lýsti þessu síðar sem afar óþægilegum og vandræðalegum samtölum, svo þessi hefð varð ekki langlíf.

Blaðamenn the Washington Post, Woodward og Bernstein undir leiðsögn Bradlees héldu Waterga-temálinu til streitu í meira en 9 mánuði árið 1972 og fylgdu eftir þessu máli, sem í upphafi virtist vera lítilfjörlegt innbrot á hótel, sem fyrir tilviljun hýsti einnig höfuðstöðvar demókrata. Þetta vatt upp á sig og því nær sem þeir færðust kjarnanum spruttu upp ótrúlegustu heimildarmenn og upplýsingar.

Áræðni og einbeittur vilji fyrir því að sannleik-urinn kæmi í ljós varð til þess að bandaríska þingið hóf rannsókn á Nixon og tengslum hans við þetta innbrot, sem hann þvertók fyrir og neitaði allri sök.

Upphafið að endinumÁ tímabili leit út fyrir að Nixon myndi halda rann-sóknina út og það var ekki fyrr en rannsóknarnefnd þingsins fékk í hendur segulbandsupptökur úr Hvíta húsinu sem málið byrjaði að þróast út í raun-verulega ógn við embætti Nixon, en þessar hljóð-upptökur voru til sökum þess að forverar Nixons höfðu sett upp upptökukerfi í Hvíta húsinu til að hljóðrita fundi.

Meðal upptakanna, sem voru afhentar í hollum og komu ekki fyrr en eftir dúk og disk, var upptakan sem var kölluð „the smoking gun”.

Þessi upptaka sannaði ótvírætt að ekki var nóg með að Nixon væri meðvitaður um innbrotið, heldur hefði hann í þokkabót fyrirskipað og tekið virkan þátt í að sporna gegn frekari rannsókn.

Álit almennings á Nixon beið mikinn hnekki en hans er enn minnst sem glæpamanns og þrjóts. Afrek hans hvað varðar utanríkisstefnu, innan-ríkismál og efnahagsmál hafa hins vegar gleymst í tímans rás.

Þessi hrakfallasaga tveggja gjörólíkra manna sem báðir mótuðu söguna og tóku þátt í móta hlutverk fjórða valdsins og landslag bandarískra stjórnmála næstu áratugi er að mörgu leyti ævintýri líkust.

Í upphafi var nefnt að það þyrfti heljaröfl til að koma valdamesta manni heimsins frá völdum, en í raun voru það þrír menn, með að því virðist óþrjótandi þrautseigju, og ef til vill það mikilvæg-asta, verkfærin til að láta í sér heyra.

Nýlega lést Bradlee, hann varð 93 ára gamall og lifðu viðburðaríku og merkilegu lífi, því er vert að minnast þess að þegar upp er staðið var Bradlee heiðarlegur blaðamaður, sem vissulega var mann-legur, en hann hafði bein í nefinu og nægt hugrekki til að berjast við Golíat, án þess að blikna, því sann-leikurinn var það sem Bradlee vildi berjast fyrir.

Þeir sem eru áhugasamir um að kynna sér meira um Ben Bradlee geta lesið eftirfarandi bækur sem hann skrifaði:

Conversations With KennedyA Good Life: Newspapering and Other Adventures

18 | ASKUR

Page 19: Askur - Útskriftartímarit

Forseti Bandaríkjanna er án vafa valdamikill maður, og ekki að ástæðulausu sem fólk fær þá tilfinningu að það þurfi heljaröfl til að koma honum frá emb-ætti.Þrisvar í sögu Bandaríkjanna hefur þingið farið í það ferli að þvinga forseta frá völdum, í tvö skipti hefur forsetinn verið sýknaður.

Þriðja skiptið er tilfelli Richards Nixon, en hann sagði af sér er mál hans var komið í þann farveg að hann hefði ekki einungis verið þvingaður frá völd-um, hann hefði líklegast verið sakfelldur í þokkabót.

Aðdragandi málsins er langur, flókinn og stærst allra stjórnmálahneyksla samtímans, arfleifð hneyksilins er vitaskuld Watergate, en svo djúp-stæð voru áhrif hneykslisins að viðskeytið -gate hefur fylgt hinum ýmsu hneykslum gegnum tíðina.

Hinsvegar varð ekkert úr þessu dómsmáli, þar sem Gerald Ford, varaforseti og arftaki Nixons veitti honum sakaruppgjöf í málinu áður en hægt var að ákæra í því.

Rétt eins og Superman hafði Lex Luthor, þá hafði Nixon mótherja sinn í Ben Bradlee, sem greinin mun fjalla um.

Þegar Watergatehneykslið komst í hámæli og af-sögn Nixons varð að veruleika 1974 var Bradlee þegar orðinn rótgróinn meðlimur í fjölmiðlaelítu Washington DC.

Hann starfaði sem ritstjóri Washington Post, hafði verið náinn vinur Johns F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna og fjallað um kosningabar-áttu hans og fyrsta framboð Nixons 1960 (Nixon náði svo kjöri 1968).

Bradlee sagði gjarnan í hálfkæringi að þeir tveir aðilar sem hann gæti helst þakkað fyrir árang-ur sinn sem fjölmiðlamaður, væri annars vegar Katharine Graham, útgefandi Washington Post sem gaf honum tækifæri til að starfa sem ritstjóri, og svo hins vegar Richard Nixon, en Bradlee ritar í ævisögu sinni:

„Það er yndislega kaldhæðnislegt að maður sem skildi aldrei fjölmiðla fyllilega, né kunni jafnvel vel við þá hafi gert jafn mikið til að bæta orðspor þeirra, sérstaklega Washington Post“

Nixon var af fátæku fólki kominn og hafði ávallt þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir tilveru sinni en Bradlee hefði verið flokkaður undir menn-ingarelítu austurstrandarinnar, og var gæddur fyr-irhafnarlausum þokka og glamúr.

Með öðrum orðum, eiginleikar sem Nixon taldi gera Bradlee að andstæðing sínum, en hins vegar samt eiginleikar Nixon hefði eflaust viljað vera gæddur.

Herra Bradlee fer til WashingtonÞegar Bradlee kom til Washington sem blaðamaður eftir seinni heimsstyrjöldina flakkaði hann örlítið um þar til hann endaði hjá Newsweek, sem síðar sameinaðist The Post í The Washington Post. Þar kleif hann metorðastigann þar til hann var orðinn útibússtjóri tímaritsins og síðar ritstjóri.

Um þetta leyti á sjötta áratugnum bjó Bradlee í hinu virðulega Georgetownhverfi í Washington DC, og eignaðist Bradleefjölskyldan nýjan nágranna sem var nýliði á þingi Bandaríkjamanna, John F. Kennedy.

Blaðasnápurinn semfelldi forsetann

Út frá þessu þróaðist góð vinátta, og fjallaði Bradlee um kosningabaráttu Kennedys og Nixons árið 1960.

Kennedy veitti blaðamönnum áður óþekktan aðgang aað sjálfum sér og kosningabaráttu sinni, og hófst þá ákveðið kaup-kaups samkomulag milli Kennedys og Bradlee.

Framkoma Nixons og hans bandamanna í að-draganda kosninganna og á meðan þeim stóð olli því að fjölmiðlar hófu að skiptast í fylkingar, og rataði blaðið því á óvinalista hans fyrir að vera of frjálslynt, eða eins og Nixon túlkaði það, fyrir kommúnískan áróður, en slíkur var ttíðarandinn.

Þessar gífurlegu fullyrðingar urðu til þess sam-kvæmt Bradlee að hlutleysið glataðist, viðhorfið hafi þróast út í „við á móti þeim”. Nixon var lýst sem hvítflibbaútgáfu af hinum alræmda komm-únistaveiðara Joseph McCarthy, sem ól á hræðslu Bandaríkjamanna og eyðilagði líf manna með órök-studdum fullyrðingu m um stjórnmálalega hollustu þeirra. Óbeit Nixon og Bradlee á hvor öðrum fylgdi þeim í gegnum árin, þrátt fyrir að eftir að Nixon hafi tapað kosningum1960 hafi hann að mörgu leyti dregið sig til hlés og tiltölulega lítið farið fyrir honum fram að kjöri 1968.

Þegar Nixon var nýsestur í embætti gerði hann heiðarlega tilraun til að tengjast Bradlee og hringdi í hann á sunnudagsmorgnum í þeim tilgangi einum að spjalla, rétt eins og forverar hans höfðu gert í ljósi áhrifa fjölmiðla, en mönnunum samdi ekki. Bradlee lýsti þessu síðar sem afar óþægilegum og vandræðalegum samtölum, svo þessi hefð varð ekki langlíf.

Blaðamenn the Washington Post, Woodward og Bernstein undir leiðsögn Bradlees héldu Waterga-temálinu til streitu í meira en 9 mánuði árið 1972 og fylgdu eftir þessu máli, sem í upphafi virtist vera lítilfjörlegt innbrot á hótel, sem fyrir tilviljun hýsti einnig höfuðstöðvar demókrata. Þetta vatt upp á sig og því nær sem þeir færðust kjarnanum spruttu upp ótrúlegustu heimildarmenn og upplýsingar.

Áræðni og einbeittur vilji fyrir því að sannleik-urinn kæmi í ljós varð til þess að bandaríska þingið hóf rannsókn á Nixon og tengslum hans við þetta innbrot, sem hann þvertók fyrir og neitaði allri sök.

Upphafið að endinumÁ tímabili leit út fyrir að Nixon myndi halda rann-sóknina út og það var ekki fyrr en rannsóknarnefnd þingsins fékk í hendur segulbandsupptökur úr Hvíta húsinu sem málið byrjaði að þróast út í raun-verulega ógn við embætti Nixon, en þessar hljóð-upptökur voru til sökum þess að forverar Nixons höfðu sett upp upptökukerfi í Hvíta húsinu til að hljóðrita fundi.

Meðal upptakanna, sem voru afhentar í hollum og komu ekki fyrr en eftir dúk og disk, var upptakan sem var kölluð „the smoking gun”.

Þessi upptaka sannaði ótvírætt að ekki var nóg með að Nixon væri meðvitaður um innbrotið, heldur hefði hann í þokkabót fyrirskipað og tekið virkan þátt í að sporna gegn frekari rannsókn.

Álit almennings á Nixon beið mikinn hnekki en hans er enn minnst sem glæpamanns og þrjóts. Afrek hans hvað varðar utanríkisstefnu, innan-ríkismál og efnahagsmál hafa hins vegar gleymst í tímans rás.

Þessi hrakfallasaga tveggja gjörólíkra manna sem báðir mótuðu söguna og tóku þátt í móta hlutverk fjórða valdsins og landslag bandarískra stjórnmála næstu áratugi er að mörgu leyti ævintýri líkust.

Í upphafi var nefnt að það þyrfti heljaröfl til að koma valdamesta manni heimsins frá völdum, en í raun voru það þrír menn, með að því virðist óþrjótandi þrautseigju, og ef til vill það mikilvæg-asta, verkfærin til að láta í sér heyra.

Nýlega lést Bradlee, hann varð 93 ára gamall og lifðu viðburðaríku og merkilegu lífi, því er vert að minnast þess að þegar upp er staðið var Bradlee heiðarlegur blaðamaður, sem vissulega var mann-legur, en hann hafði bein í nefinu og nægt hugrekki til að berjast við Golíat, án þess að blikna, því sann-leikurinn var það sem Bradlee vildi berjast fyrir.

Þeir sem eru áhugasamir um að kynna sér meira um Ben Bradlee geta lesið eftirfarandi bækur sem hann skrifaði:

Conversations With KennedyA Good Life: Newspapering and Other Adventures

ASKUR | 19

Page 20: Askur - Útskriftartímarit

Washington D.C. Þrátt fyrir að langt frá því að vera fjölmennasta borg Bandaríkjanna þá er Washington D.C. höfuðborgin, þar býr forsetinn í Hvíta húsinu, þingið hefur að-setur, ásamt helstu skrifstofum allra ráðuneyta, löggæslu og hersins.

Þessi lýsing kann að hljóma í eyrum sumra að Was-hington sé einungis skrifstofuborg fyrir jakkalakka og jakkalakkahækjur, raunin var sú eitt sinn, en ekki lengur.

Washington hefur tekið miklum stakkaskipt-um á undanförnum áratugum og er borgin orðin gífurlega fjölmenningarleg og bíður ferðamönnum upp á ósköp af verslunum, veitingastöðum, söfnum og minnisvörðum til að njóta.

Rétt eins og eðli stjórnmála virðist oft vera þá er Washington sköpuð út frá málamiðlun, það höfðu verið gerðar nokkrar tilraunir og nokkrar borgir reynt að hýsa ríkisstjórnina, um tíma leit það út að Philadelphia myndi takast það, en þegar valda-miklir fulltrúar suðurríkjanna höfnuðu alfarið að höfuðborgin skyldi verða norðurríkja borg.

Árið 1790 féllust James Madison, Thomas Jeffer-son og Alexander Hamilton á þá málamiðlun að borgin skyldi vera byggð við Virginia fylki.

George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna fékk þó að velja endanlega staðsetningu borgar-innar, og hann valdi landsvæði í formi tíguls með landskikum frá Virginia fylki og Maryland, Washington hinsvegar lést áður en borgin var reist.

Franski arkitektinn Pierre L‘Enfant var upp-haflega fenginn til að skipuleggja borgarinnar, en þras milli L‘Enfant og yfirmanna urðu til þess að hann var rekinn úr starfinu, fjármögnun varð síðar vandamál og þurfti að reiða sig á vinnu þræla til að klára borgina.

Ekki skánaði horfur fyrir borgina þegar bretar réðust inn í borgina 1812 og borinn var eldur að Hvíta húsinu, Capitol þingbygginguna. Ekki skán-aðu horfur er borgarastyrjöldin hófst 1861, en þá börðust suðurríki Bandaríkjanna gegn norðrinu, og skiptust landamærin milli Washington og Virginia við Potomac ánna.

Stríðið stóð yfir í fjögur hatrömm ár, og mannfall-ið var gífurlegt, og miklar áhyggjur norðurmanna um mögulega innrás suðursins voru daglegar, enda óvinurinn í bakgarðinum.

Vissir þú að?Vissir þú að þrátt fyrir að George Was-hington hafi verið fyrsti forseti Bandaríkj-anna og hafi umsjón með bygg ingu borg-arinnar þá bjó hann aldrei í Hvíta húsinu. Einnig kaus frekar að borgin yrði skýrð Feder-al City, heldur en Washington D.C.

Sagan er næg þegar þú heimsækir Washington, enda kjarni bandarískrar ákvarðanartöku. Því þegar þú gerir þér ferð til Washington er eiginlega skylda að skoða alla þá minnisvarða sem National Mall bíður upp á.

Stiklað verður á stóru hér fyrir neðan hvaða minnisvarða og byggingar er sérstaklega vert að heimsækja:

• Hvíta húsið• Capitol þinghúsið• Washington minnisvarðinn• Lincoln minnisvarðinn• FDR minnisvarðinn• Vietnam minnisvarðinn• Kóreu minnisvarðinn• Jefferson minnisvarðinn

Einnig eru söfn á vegum Smithsonian stofnunarinn-ar, þar á meðal Nátturuvísindasafnið, listasafnið, helfararsafnið og svo geim- og flug safnið sem á hverju ári fær svipað marga gesti Louvre safnið í París.

Af þeim söfnum sem Smithonian stofnunin held-ur úti eru ellefu þeirra í Washington DC, ásamt dýragarði sem stofnunin heldur einnig úti í Was-hington. Stofnunin hefur hinsvegar sterk sambönd við 171 safn í 41 einu fylki.

Áhugaverð hverfi:

GeorgetownGeorgetown í norðvestur hluta Washington og er eitt elsta og sögufrægasta hverfi Washington, byggingar byggðar í mjög einkennandi múrsteina stíl, hverfið hefur margar verslanir, veitingastaði og krár.

Þar má finna bæði heimili ríka og fræga fólksins í borginni, bland við heimili auðugra stjórnmála-manna.

Dupont CircleNefnt eftir Samuel Francis Du Pont, herforinga í borgarastyrjöld Bandaríkjanna liggur í norðri frá kjarna borgarinnar, líkt og Georgetown þá hýsir hverfið efnað fólk í bland við heil ósköp af sendiráð-um, veitingastöðum, verslunum og skemmtistöð-um.

Dupont Circle er eitt af hverfunum sem var skipulagt af L‘Enfant, áður en honum var vikið frá störfum.

ÚthverfinÞrátt fyrir að þegar maður gerir sér ferð erlend-is er afskaplega freistandi að gista í miðbænum og hjarta borgarinnar, en fyrir þá ferðamenn sem hyggjast spara sér nokkra aura þá er hægt að gista í Arlington, sem liggur bara rétta hinu megin við Potomac ánna.

Bæði eru hótel verð lægri og ekki er nauðsynlegt að borga hótelskatt, sem getur sparað þér 14.5% af heildarverði hótelsins.

Margt spennandi er að finna í Arlington í þokka-bót, en borgin hýsir Pentagon bygginguna, Iwo Jima minnisvarðann, bæði Ronald Reagan flug-völlinn og Dulles alþjóðaflugvöllinn og Arlington kirkjugarðinn þar sem bræðurnir John F. Kennedy og Robert F. Kennedy voru báðir færðir til hinstu hvílu.

Árið 1819 stofnar Thomas Jefferson háskóla

Virginia fylkis.

opið allan sólarhringinn

NÚNA KOSTAR MINNA AÐ VITA MEIRA

Sími:-1819 • www.1819.is

20 | ASKUR

Page 21: Askur - Útskriftartímarit

Washington D.C. Þrátt fyrir að langt frá því að vera fjölmennasta borg Bandaríkjanna þá er Washington D.C. höfuðborgin, þar býr forsetinn í Hvíta húsinu, þingið hefur að-setur, ásamt helstu skrifstofum allra ráðuneyta, löggæslu og hersins.

Þessi lýsing kann að hljóma í eyrum sumra að Was-hington sé einungis skrifstofuborg fyrir jakkalakka og jakkalakkahækjur, raunin var sú eitt sinn, en ekki lengur.

Washington hefur tekið miklum stakkaskipt-um á undanförnum áratugum og er borgin orðin gífurlega fjölmenningarleg og bíður ferðamönnum upp á ósköp af verslunum, veitingastöðum, söfnum og minnisvörðum til að njóta.

Rétt eins og eðli stjórnmála virðist oft vera þá er Washington sköpuð út frá málamiðlun, það höfðu verið gerðar nokkrar tilraunir og nokkrar borgir reynt að hýsa ríkisstjórnina, um tíma leit það út að Philadelphia myndi takast það, en þegar valda-miklir fulltrúar suðurríkjanna höfnuðu alfarið að höfuðborgin skyldi verða norðurríkja borg.

Árið 1790 féllust James Madison, Thomas Jeffer-son og Alexander Hamilton á þá málamiðlun að borgin skyldi vera byggð við Virginia fylki.

George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna fékk þó að velja endanlega staðsetningu borgar-innar, og hann valdi landsvæði í formi tíguls með landskikum frá Virginia fylki og Maryland, Washington hinsvegar lést áður en borgin var reist.

Franski arkitektinn Pierre L‘Enfant var upp-haflega fenginn til að skipuleggja borgarinnar, en þras milli L‘Enfant og yfirmanna urðu til þess að hann var rekinn úr starfinu, fjármögnun varð síðar vandamál og þurfti að reiða sig á vinnu þræla til að klára borgina.

Ekki skánaði horfur fyrir borgina þegar bretar réðust inn í borgina 1812 og borinn var eldur að Hvíta húsinu, Capitol þingbygginguna. Ekki skán-aðu horfur er borgarastyrjöldin hófst 1861, en þá börðust suðurríki Bandaríkjanna gegn norðrinu, og skiptust landamærin milli Washington og Virginia við Potomac ánna.

Stríðið stóð yfir í fjögur hatrömm ár, og mannfall-ið var gífurlegt, og miklar áhyggjur norðurmanna um mögulega innrás suðursins voru daglegar, enda óvinurinn í bakgarðinum.

Vissir þú að?Vissir þú að þrátt fyrir að George Was-hington hafi verið fyrsti forseti Bandaríkj-anna og hafi umsjón með bygg ingu borg-arinnar þá bjó hann aldrei í Hvíta húsinu. Einnig kaus frekar að borgin yrði skýrð Feder-al City, heldur en Washington D.C.

Sagan er næg þegar þú heimsækir Washington, enda kjarni bandarískrar ákvarðanartöku. Því þegar þú gerir þér ferð til Washington er eiginlega skylda að skoða alla þá minnisvarða sem National Mall bíður upp á.

Stiklað verður á stóru hér fyrir neðan hvaða minnisvarða og byggingar er sérstaklega vert að heimsækja:

• Hvíta húsið• Capitol þinghúsið• Washington minnisvarðinn• Lincoln minnisvarðinn• FDR minnisvarðinn• Vietnam minnisvarðinn• Kóreu minnisvarðinn• Jefferson minnisvarðinn

Einnig eru söfn á vegum Smithsonian stofnunarinn-ar, þar á meðal Nátturuvísindasafnið, listasafnið, helfararsafnið og svo geim- og flug safnið sem á hverju ári fær svipað marga gesti Louvre safnið í París.

Af þeim söfnum sem Smithonian stofnunin held-ur úti eru ellefu þeirra í Washington DC, ásamt dýragarði sem stofnunin heldur einnig úti í Was-hington. Stofnunin hefur hinsvegar sterk sambönd við 171 safn í 41 einu fylki.

Áhugaverð hverfi:

GeorgetownGeorgetown í norðvestur hluta Washington og er eitt elsta og sögufrægasta hverfi Washington, byggingar byggðar í mjög einkennandi múrsteina stíl, hverfið hefur margar verslanir, veitingastaði og krár.

Þar má finna bæði heimili ríka og fræga fólksins í borginni, bland við heimili auðugra stjórnmála-manna.

Dupont CircleNefnt eftir Samuel Francis Du Pont, herforinga í borgarastyrjöld Bandaríkjanna liggur í norðri frá kjarna borgarinnar, líkt og Georgetown þá hýsir hverfið efnað fólk í bland við heil ósköp af sendiráð-um, veitingastöðum, verslunum og skemmtistöð-um.

Dupont Circle er eitt af hverfunum sem var skipulagt af L‘Enfant, áður en honum var vikið frá störfum.

ÚthverfinÞrátt fyrir að þegar maður gerir sér ferð erlend-is er afskaplega freistandi að gista í miðbænum og hjarta borgarinnar, en fyrir þá ferðamenn sem hyggjast spara sér nokkra aura þá er hægt að gista í Arlington, sem liggur bara rétta hinu megin við Potomac ánna.

Bæði eru hótel verð lægri og ekki er nauðsynlegt að borga hótelskatt, sem getur sparað þér 14.5% af heildarverði hótelsins.

Margt spennandi er að finna í Arlington í þokka-bót, en borgin hýsir Pentagon bygginguna, Iwo Jima minnisvarðann, bæði Ronald Reagan flug-völlinn og Dulles alþjóðaflugvöllinn og Arlington kirkjugarðinn þar sem bræðurnir John F. Kennedy og Robert F. Kennedy voru báðir færðir til hinstu hvílu.

Árið 1819 stofnar Thomas Jefferson háskóla

Virginia fylkis.

opið allan sólarhringinn

NÚNA KOSTAR MINNA AÐ VITA MEIRA

Sími:-1819 • www.1819.is

ASKUR | 21

Page 22: Askur - Útskriftartímarit

MiðbærinnThe National Mall þar má finna alla helstu minn-isvarðanna, söfn og þingbyggingar, einnig er þetta vinsæl hlaupaslóð í ljósi þægilegrar vegalengdar og skemmtilegs útsýnis.

Í miðbænum má líka finna the Kennedy Center, þar er hægt að finna menningarlega viðburði sem að-gangur er ókeypis á, Verizon Center þar sem nokkur þrjú íþróttalið borgarinnar hafa sem heimavöll sinn (Wizards, Capitals og Mystics), Verizon Center er í asíska hluta borgarinnar (e. Chinatown)

Í suðurhluta borgarinnar má hinsvegar finna heimavöll Nationals park, sem er heimavöllur Nationals, hafnaboltaliðs Washington.

Washington og menning

„Sing on there in the swamp,O singer bashful and tender, I hear your notes, I hear your call,I hear, I come presently, I understand you,But a moment I linger, for the lustrous star hadetain‘d me,

The star my departing comrade holds and detains me.“

Walt Whitman

Washington hefur líka getið af sér mikil menn-ingarvirki í formi bóka og ljóða, bæði hefur borgin verið notuð sem bakgrunnur fyrir atburðarásir bóka, sem og getið af sér bókmenntir, nokkrir áhugaverðir sem hafa unnið verk sín í og um Was-hington eru:

Höfundur Nafn Ár Dómur

Bob Woodward All the Presidents Men 1974 4.5/5

Henry Adams Democracy 1880 4/5

Dan Brown The Lost Symbol 2012 3.5/5

Josh Grisham The Pelican Brief 1992 4/5

George Pelecanos Sweet Forever 1998 4/5

Gore Vidal Lincoln 1984 4.5/5

Ron Suskin Hope in the Unseen 1998 4.5/5

Bob Woodward Bush at War 2002 3.5/5

Ron Suskin the One Percent Doctrine 2006 4/5

Bob Woodward Plan of Attack 2004 4/5

Washington DC í kvikmyndumEinnig hefur borgin komið fyrir í fjölda kvikmynda, sem er ef til vill skiljanlegt í ljósi hver frægasti íbúi Washington DC er að hverju sinni, en meðal þeirra kvikmynda sem gerast í Washington eru:

All the President‘s MenSannsöguleg mynd um atburði Watergate hneyksl-ins og rannsóknarinnar sem fylgdi í kjölfarið, í að-alhlutverki eru Robert Redford og Dustin Hoffman.

The ExcorcistEin af fáu myndunum sem eiga sér stað í Was-hington en tengjast ekki stjórnmálum að nokkru leyti. Fyrir þær örfáu hræður sem ekki hafa séð myndina, þá segir myndin frá ungri stúlki sem andsetin.

Ferskir og hollir réttir daglega

Skólavörðustígur 10, 101 Reykjavík

22 | ASKUR

Page 23: Askur - Útskriftartímarit

MiðbærinnThe National Mall þar má finna alla helstu minn-isvarðanna, söfn og þingbyggingar, einnig er þetta vinsæl hlaupaslóð í ljósi þægilegrar vegalengdar og skemmtilegs útsýnis.

Í miðbænum má líka finna the Kennedy Center, þar er hægt að finna menningarlega viðburði sem að-gangur er ókeypis á, Verizon Center þar sem nokkur þrjú íþróttalið borgarinnar hafa sem heimavöll sinn (Wizards, Capitals og Mystics), Verizon Center er í asíska hluta borgarinnar (e. Chinatown)

Í suðurhluta borgarinnar má hinsvegar finna heimavöll Nationals park, sem er heimavöllur Nationals, hafnaboltaliðs Washington.

Washington og menning

„Sing on there in the swamp,O singer bashful and tender, I hear your notes, I hear your call,I hear, I come presently, I understand you,But a moment I linger, for the lustrous star hadetain‘d me,

The star my departing comrade holds and detains me.“

Walt Whitman

Washington hefur líka getið af sér mikil menn-ingarvirki í formi bóka og ljóða, bæði hefur borgin verið notuð sem bakgrunnur fyrir atburðarásir bóka, sem og getið af sér bókmenntir, nokkrir áhugaverðir sem hafa unnið verk sín í og um Was-hington eru:

Höfundur Nafn Ár Dómur

Bob Woodward All the Presidents Men 1974 4.5/5

Henry Adams Democracy 1880 4/5

Dan Brown The Lost Symbol 2012 3.5/5

Josh Grisham The Pelican Brief 1992 4/5

George Pelecanos Sweet Forever 1998 4/5

Gore Vidal Lincoln 1984 4.5/5

Ron Suskin Hope in the Unseen 1998 4.5/5

Bob Woodward Bush at War 2002 3.5/5

Ron Suskin the One Percent Doctrine 2006 4/5

Bob Woodward Plan of Attack 2004 4/5

Washington DC í kvikmyndumEinnig hefur borgin komið fyrir í fjölda kvikmynda, sem er ef til vill skiljanlegt í ljósi hver frægasti íbúi Washington DC er að hverju sinni, en meðal þeirra kvikmynda sem gerast í Washington eru:

All the President‘s MenSannsöguleg mynd um atburði Watergate hneyksl-ins og rannsóknarinnar sem fylgdi í kjölfarið, í að-alhlutverki eru Robert Redford og Dustin Hoffman.

The ExcorcistEin af fáu myndunum sem eiga sér stað í Was-hington en tengjast ekki stjórnmálum að nokkru leyti. Fyrir þær örfáu hræður sem ekki hafa séð myndina, þá segir myndin frá ungri stúlki sem andsetin.

Ferskir og hollir réttir daglega

Skólavörðustígur 10, 101 Reykjavík

ASKUR | 23

Page 24: Askur - Útskriftartímarit

Þú segir WOW yfir verðunum!

Nýir áfangastaðir!

Viltu fara til New York? eða kannski London? Af hverju ekki hvoru tveggja! Frábært úrval borga og frábærari verð!

www.wowair.is • 590 3000

A few Good MenTom Cruise er í hlutverki Daniel Kaffee liðþjálfa í þessarri mynd frá 1992, sem stafar sem saksóknari fyrir herrétti Washington, myndin hefur hlotið mikið lof fyrir raunsæa birtingu af Washington þar sem fólk flytur fullt af rómantískum hugmyndum um breytingar, en á eftir að kynnast hvernig vélin virkar.

Mr. Smith goes to WashingtonFrægasta mynd Bandaríkjanna um hvernig einn maður getur tekist á við kerfið og sigrast á spillingu og kaup-kaups eðli stjórnmála, myndin er sýnd undir berum himni nánast hvert einasta sumar í Washington á Screen on the Green samkomunni.

Captain America: The Winter SoldierCaptain America snýr aftur í þessarri mynd þar sem óvæginni samfélagsgagnrýni er beitt á njósnir ríkisins í Bandarísku samfélagi.

5 áhugaverðir staðir í Washington

Capitol þinghúsið

Capitol þinghúsið er ein frægasta bygging Bandaríkjanna og hýsir báðar deildir þingsins, bygging hófst árið 1793, og var lokið 1800, en þó var bætt við norður og suður vængjum 1811, og svo kúpta þakinu bætt við 1863. Hægt er að fá skoðunarferðir um bygginguna, hinsvegar þarf að bóka á netinu með fyrirvara.

Washington minnisvarðinn

Minnisvarðinn var eitt sinn hæst bygging í heiminum, nefnt eftir George Was-hington fyrsta forseta Bandaríkjanna. Framkvæmdir á minnisvarðanum hófst 1848 en var ekki kláraður fyrr en 1884 að sökum fjárhagsvandamála, en búið er núna að opna gestum minnisvarðann og er hægt að fara upp hann og njóta útsýnisins.

Smithsonian flugsafnið

Á hverju ári fær safnið um níu milljónir gesta, og er það að góðri ástæðu, safnið hefur að geyma um 60 flugvélar, 50 stærri sýningargripi frá sögu geim og flugs. Á safninu má finna gripi á borð við flugvél Wright bræðra frá 1903, Spirit of Saint Lewis flugvél Lindbergh og SpaceShipOne. Aðgangur er ókeypis að safninu.

Smithsonian dýragarðurinn

Einn elsti dýragarður Bandaríkjann og eini dýragarðurinn í Washington DC. Dýragarðurinn hýsir 2000 dýr og 400 mismunandi tegundir, þar á meðal sjald-gæfar og tegundir í útrýmingarhættu, á borð við, pandabirni, fíla, skallaerni og krókódíla. Aðgangur að dýragarðinum er ókeypis.

Lincoln minnisvarðinn

Byggt til heiðurs Abraham Lincoln, framkvæmdir hófust 1914 og var minnisvarðinn kláraður 1922. sterkt myndmál er í minnisvarðanum, þær 36 súlur sem halda uppi þaki minnisvarðans tákna 36 fylki sem voru í bandalagi fylkja á tíma Lincoln, og 48 fálkar sem halda uppi stillum sem tákna þau 48 fylki sem voru í Bandaríkjunum við byggingu. Á hverju ári heimsækja um 6 milljónir manns minnisvarðann.

24 | ASKUR

Page 25: Askur - Útskriftartímarit

Þú segir WOW yfir verðunum!

Nýir áfangastaðir!

Viltu fara til New York? eða kannski London? Af hverju ekki hvoru tveggja! Frábært úrval borga og frábærari verð!

www.wowair.is • 590 3000

A few Good MenTom Cruise er í hlutverki Daniel Kaffee liðþjálfa í þessarri mynd frá 1992, sem stafar sem saksóknari fyrir herrétti Washington, myndin hefur hlotið mikið lof fyrir raunsæa birtingu af Washington þar sem fólk flytur fullt af rómantískum hugmyndum um breytingar, en á eftir að kynnast hvernig vélin virkar.

Mr. Smith goes to WashingtonFrægasta mynd Bandaríkjanna um hvernig einn maður getur tekist á við kerfið og sigrast á spillingu og kaup-kaups eðli stjórnmála, myndin er sýnd undir berum himni nánast hvert einasta sumar í Washington á Screen on the Green samkomunni.

Captain America: The Winter SoldierCaptain America snýr aftur í þessarri mynd þar sem óvæginni samfélagsgagnrýni er beitt á njósnir ríkisins í Bandarísku samfélagi.

5 áhugaverðir staðir í Washington

Capitol þinghúsið

Capitol þinghúsið er ein frægasta bygging Bandaríkjanna og hýsir báðar deildir þingsins, bygging hófst árið 1793, og var lokið 1800, en þó var bætt við norður og suður vængjum 1811, og svo kúpta þakinu bætt við 1863. Hægt er að fá skoðunarferðir um bygginguna, hinsvegar þarf að bóka á netinu með fyrirvara.

Washington minnisvarðinn

Minnisvarðinn var eitt sinn hæst bygging í heiminum, nefnt eftir George Was-hington fyrsta forseta Bandaríkjanna. Framkvæmdir á minnisvarðanum hófst 1848 en var ekki kláraður fyrr en 1884 að sökum fjárhagsvandamála, en búið er núna að opna gestum minnisvarðann og er hægt að fara upp hann og njóta útsýnisins.

Smithsonian flugsafnið

Á hverju ári fær safnið um níu milljónir gesta, og er það að góðri ástæðu, safnið hefur að geyma um 60 flugvélar, 50 stærri sýningargripi frá sögu geim og flugs. Á safninu má finna gripi á borð við flugvél Wright bræðra frá 1903, Spirit of Saint Lewis flugvél Lindbergh og SpaceShipOne. Aðgangur er ókeypis að safninu.

Smithsonian dýragarðurinn

Einn elsti dýragarður Bandaríkjann og eini dýragarðurinn í Washington DC. Dýragarðurinn hýsir 2000 dýr og 400 mismunandi tegundir, þar á meðal sjald-gæfar og tegundir í útrýmingarhættu, á borð við, pandabirni, fíla, skallaerni og krókódíla. Aðgangur að dýragarðinum er ókeypis.

Lincoln minnisvarðinn

Byggt til heiðurs Abraham Lincoln, framkvæmdir hófust 1914 og var minnisvarðinn kláraður 1922. sterkt myndmál er í minnisvarðanum, þær 36 súlur sem halda uppi þaki minnisvarðans tákna 36 fylki sem voru í bandalagi fylkja á tíma Lincoln, og 48 fálkar sem halda uppi stillum sem tákna þau 48 fylki sem voru í Bandaríkjunum við byggingu. Á hverju ári heimsækja um 6 milljónir manns minnisvarðann.

ASKUR | 25

Page 26: Askur - Útskriftartímarit
Page 27: Askur - Útskriftartímarit

Ég er borin og barnfædd í Borgarnesi, fædd vel fyrir síðustu aldamót (1975). Ég er gift Hafþóri Hallssyni, rafvirkjameistara og er móðir 3ja drengja, 12, 17 og 18 ára og á að auki 3 stjúpbörn, 8, 13 og 17 ára.

Eftir stúdentspróf lærði ég ljósmyndun og lauk sveinsprófi í þeirri iðngrein 2006 og hef starf­að við ljósmyndun síðan.

Ég hef alltaf haft mik inn áhuga á hönnun og

umbroti og ákvað að bæta við mig námi í grafísk ri miðl­

un þar sem það býður uppá fjöl­breyttari atvinnu möguleika og teng­

ist ljósmyndun einnig á margan hátt, þann ig að sú þekking og reynsla sem ég hef

aflað mér á því sviði mun án efa nýtast mér vel í starfi mínu sem grafískur miðlari.

Innan grafískrar miðlunar liggur áhugasvið mitt í hvers kyns hönnun og textavinnslu.

Ágústa Kristín Bjarnadóttir

ASKUR | 27

Page 28: Askur - Útskriftartímarit
Page 29: Askur - Útskriftartímarit

?Náttúru

leiksvæðihvað er það

Flest börn eyða mörgum tímum á dag á einhvers konar stofnunum, í leikskóla, skóla og á frístundaheimilinum. Flestar hafa þessar stofnanir leikvelli af einhverju

tagi, sem börnin nýta sér, vel flest, einhvern hluta dagsins.

Auðvitað viljum við að börnin okkar séu örugg á meðan þau leika sér, en ef til vill höfum við heft þau svolítið í frjálsum leik með þessum miklu kröfum um öryggi og einsleitni í leikvalla­gerð undan farinna áratuga. Börn þurfa að geta gleymt sér og horfið inn í leiki og ævintýri og hvar er betra að gera það en úti í náttúrunni?

Auk þess að nýtast sem gott leiksvæði sem ýtir undir ímyndunarafl barnanna býður náttúru leik­svæði einnig uppá góða tengingu við náttúruna og möguleika á upplifunum henni tengdri, svo fremi sem hann sé byggður með það í huga.

NáttúruleiksvæðiVíða í Danmörku er að finna náttúruleiksvæði fyr­ir börn (ganga hérlendis undir heitinu „skátaleik­vellir“, þar sem skátar eru þekktir fyrir að útbúa náttúruleg leiksvæði). Hugtakið náttúruleiksvæði má túlka á ýmsa vegu. Það getur til dæmis átt við um leikvelli sem eru byggðir upp með hráefnum

úr náttúrunni eða leikvelli sem bjóða uppá nána tengingu við náttúruna, einhvers konar náttúru­upplifanir eða leikvelli sem hafa „náttúrulegar“ þrautir til að leysa. Náttúruleiksvæði geta verið

ASKUR | 29

Page 30: Askur - Útskriftartímarit

byggð upp með öll þessi atriði í huga, en það þarf þó alls ekki að vera.

Náttúruleiksvæði eru misjöfn að stærð og um­fangi. Þau þurfa ekki endilega að vera rándýr, nýtísku leg, ofurskipulögð leiksvæði. Þau geta allt eins verið óskipulögð svæði með ójöfnu undir­lagi, sem gefa börnum möguleika á að spreyta sig í náttúrunni. Seytlandi lækjarspræna til þess að sulla í, stórir grjóthnullungar til að stökkva á milli, tré til að klifra í, gamlir trjádrumbar til að velta, stafla eða príla uppá, allt býður þetta ungum

ofurhugum tækifæri til þess að bæta hreyfifærni sína og efla um leið þroskann.

Með því að leyfa börnum að upplifa nálægð við náttúruna daglega eru meiri líkur á að þau öðlist þekkingu á henni og læri að umgangast umhverfi sitt af meiri virðingu en ella.

skiptir náttúran máli?Svíar hafa gert rannsóknir á áhrifum útivistar og hreyfingar á þroska barna og niðurstöðurnar sýna að börn sem leika sér á náttúru leiksvæðum eru

30 | ASKUR

Page 31: Askur - Útskriftartímarit

ÚtinámHérlendis er ekki mikið um skipulögð náttúruleik-

svæði fyrir börn, en það hefur þó verið að breytast

síðustu árin. Stjórnendur skóla og leik skóla eru til

dæmis orðnir meðvitaðari um mögu leikana sem

bjóðast á nærsvæðum þeirra og hafa margir hverj-

ir fært hluta af kennslunni út í nátt úr una og sumir

jafnvel útbúið nokkurs konar útikennslustofur.

Úti í náttúrunni bjóðast fjölbreyttari kennslu hættir

og þar er betra að ná til þeirra sem ef til vill finna

sig illa í kennslustofunni. Sumum gengur betur

að læra standandi upp réttir og nota skynfærin

fremur en að sitja kyrrir og lesa í bók.

almennt hraustari, eiga auðveld ara með einbeitingu og hafa meiri hreyfifærni en börn sem leika sér á hefðbundnum leikvöllum. Nálægðin við náttúruna hefur jákvæð áhrif á líðan okkar og heilsu. Þess vegna er svo mikilvægt að reyna að tengja náttúr­una inn á leiksvæði barnanna okkar og kenna þeim að nýta hana til útivistar og lærdóms.

Höf.: ágústa K. BjarnadóttirMyndir: ágústa K. Bjarnadóttir

ASKUR | 31

Page 32: Askur - Útskriftartímarit

L.O.G.G. Label Of Graded Goods

Fjallakofinn ehf | Kringlan 7 | Laugavegur 11 | Reykjavíkurvegur 64 | sími 510 9505

FuLL búð aF nýjum vöRum FRá L.O.G.G.– flottur fatnaður á frábæru verði

Staður Íbúafjöldi ÓmiSSandi að Skoða beSti veitingaStaðurinn

Kaupamannahöfn 1.246.611 hirschsprungske Samling – lítið safn með listaverkum eftir fræga málara frá 18. og 19. öld

Restaurant Krebsegaarden

hoRSenS 55.884 fængslet – fyrrum fangelsi sem hýst hefur frægustu glæpamenn Danmerkur

Lyng Dal Restaurant

SKagen 8.198 grenen Skagen – sandtunga þar sem Kattegat mætir Skagerak

Restaurant Kokkenes

ÁRóS 259.754 Den gamle by– gömul hús, „lifandi saga“, stemning frá gömlum tíma

miro

VejLe 53.230 The jelling mounds– sögulegar mynjar frá víkingaöld

Kaffebaren

KoLDing 58.021 Koldinghus– gamall kastali

Bramdrupdam Kro & Restaurant

SiLKeBoRg 43.158 Indelukket– útivistargarður

Traktorstedet Ludvigslyst

óðinSVé 175.512 egeskov Slot– gamall kastali, ýmis söfn, listigarðar

Sortebro Kro

fReDeRiKSBeRg 102.717 Landbohojskolens have– listigarður

La Vita e Bella

ÁLaBoRg 109.092 aalborg Zoologiske have– dýragarður

Restaurant Cupo

Vinsælustu áfangastaðir DaNmerkur–að mati notenda tripadVisor.com

Dásamlega Danmörk– komdu út með okkur www.icelandair.is

Page 33: Askur - Útskriftartímarit

L.O.G.G. Label Of Graded Goods

Fjallakofinn ehf | Kringlan 7 | Laugavegur 11 | Reykjavíkurvegur 64 | sími 510 9505

FuLL búð aF nýjum vöRum FRá L.O.G.G.– flottur fatnaður á frábæru verði

Dásamlega Danmörk– komdu út með okkur www.icelandair.is

Page 34: Askur - Útskriftartímarit

snúðaleNgjaömmu dídíarUm miðja síðustu öld sat amma mín á biðstofu hjá lækni og blaðaði í dönsku vikublaði á meðan hún beið þess að röðin kæmi að sér. Í blaðinu rakst hún á upp­skrift að kanelsnúðalengju. Uppskriftina lagði amma á minnið og síðan þá hafa ófáar snúðalengjurnar verið bakaðar og alltaf vakið jafn mikla lukku. Uppskrift­in hefur gengið á milli kynslóða og eru langömmubörnin núna farin að spreyta sig á bakstrinum.

Innihald:500 g hveiti50 g sykur2,5 tsk þurrger250 ml mjólk70 ml smörlíki/ olía1 egg 1 tsk salt

Fylling:50 g sykur100 g smjör2–3 msk kanill

Glassúr: Flórsykurkakóvanilludropar

34 | ASKUR

Page 35: Askur - Útskriftartímarit

aðferð: Öllum þurrefnum í deigið er blandað vel saman, bætið vökvanum saman og hnoðið vel. Breiðið rakt viskustykki eða plastpoka yfir skálina og látið deigið hefast í 30–40 mínútur.

Á meðan deigið hefast er hægt að útbúa fylling­una. Bræðið smjörið í potti og hrærið sykri og kanil saman í skál.

Þegar deigið hefur hefast er það flatt út í fer­hyrning, smurt með smjörinu og kanilsykrinum stráð yfir. Deiginu er svo rúllað upp í lengju og skor­ið í hæfilegar sneiðar, sem svo eru lagðar út á víxl (gætið þess að skera ekki alveg í gegnum rúlluna).

Bakað í miðjum ofni við 200°C hita í ca. 25 mín eða þar til fallegur litur er kominn á lengjuna.

Þegar snúðalengjan hefur verið tekin út úr ofn­inum er gott að breiða hreint viskastykki yfir hana á meðan hún kólnar.

Að endingu er glassúrnum smurt yfir og borðað með bestu lyst.

Verði ykkur að góðu!

ASKUR | 35

Page 36: Askur - Útskriftartímarit
Page 37: Askur - Útskriftartímarit

Ég heiti Gunnar Óli og er 24 ára. Stefnan var ekki sett á grafíska miðlun í byrjun námsins, ég byrjaði meira að segja í húsasmíði, en ég mun seint segja að ég sjái eftir því.

Námið hefur verið krefjandi, skemmti­legt en umfram allt gefandi. Stefnan er þó ekki sett á samning að loknu námi en ég passa mig þó að halda öllum möguleikum opnum.

Tölvuleikir hafa verið eitt af áhugamálum mín­um eftir að ég fékk að spila leiki eins og Turtles

og Mega Man í NES leikja­tölvu bróður míns en ég hef

verið í kringum sjö ára aldurinn þegar það var. Ófáum klukkutímum

hafa verið eitt í spilun á hinum ýmsu tölvuleikjum síðan þá, en þó alltaf innan

skikkanlegra marka. Það lá því í augum uppi að skrifa um þetta

göf uga áhugamál mitt þegar kom að því að velja umfjöllunar efni í þetta blessaða blað.

Gunnar Óli Markússon

ASKUR | 37

Page 38: Askur - Útskriftartímarit

Uppúr aldamótunum fóru vinsældir svo nefndra indí leikja (e. independent games) að aukast veru­lega en indí leikur eru gefnir út, eins og nafnið gefur til kynna, af sjálfstættstarfandi tölvuleikja­hönnuðum sem treysta að stórum hluta á stafræna dreifingu leikjanna. Aukinn net aðgangur á því stóran þátt í auknum vinsældum þessa leikja en einnig er hægt að benda á að indí leikir séu hannaðir af spilurum með það markmið að gefa út leiki sem þeir myndu vilja spila. Frumlegheit einkenna oft þessa gerð leikja, bæði í spilun og útliti, en þó er ekki notast við einhverja eina skorðaða skilgreining.

Súrealíst og hálfóraunverulegt umhverfi er oft að finna í indí leikjum og spilunin er oft á tíðum nýstárleg en í senn einföld.

Sænski sandkassa leikurinn Minecraft er ábyggi­lega best þekti indí leikurinn í heiminum í dag og þrátt fyrir að hann sé núna seldur í áþreifanlegri útgáfu byrjaði hann sem gífurlega metnaðarfullur, stafrænn tölvuleikur sem bauð uppá einfalt útlit en endalausa möguleika.

Eins og áður kom fram hefur fjöldi indí leikja margfaldast seinustu ár í takt við aukinni eftir­spurn og því tilvalið að fara yfir þá leiki sem hafa vakið hvað mesta athygli seinustu ár fyrir frumlega spilun, metnaðarfullt útlit eða áður óséð sjónarspil.

Hér verður skiljanlega stiklað á stóru og mæli ég því eindregið með því að fólk kynni sér málið frekar ef áhuginn er til staðar, því ekki vantar uppá úrvalið.

„The obvious objective of video games is to entertain people by surprising them with new experiences.“

– Shigeru Miyamoto

tölvuleikirSjálfstæðir

Allir sem kaupa bíó miða inná www.sambioin.is eiga möguleika á að vinna glænýja Windows Lumia síma.

ER ÞINN MIÐI SÍMI?

Sambíóin: Álfabakki, Kringlan, Egilshöll, Akureyri og Keflavík Sími: 575 8900 • www.sambioin.is • [email protected].

38 | ASKUR

Page 39: Askur - Útskriftartímarit

„ “We walk until this path is done,

in wind and sand and setting sun.

Journey (2012)Leikmenn fara með hlutverk rauðklæddar veru og stýra henni á ferðlag í átt að fjarlægu fjalli. Á leiðinni hittir maður aðra leikmenn sem eru með sömu stefnu en ólíkt öðrum netleikjum geta engin samskipti átt sér stað.

Fyrirtækið „Thatgamecompany“ gaf út leikinn á Playstation árið 2012 og sagði að mark miðiðmeð leiknum væri að vekja und­run og smæðar tilfinningu hjá leikmönnum í hinum opna heimi leiksins.

Gagnrýnendur og spilarar hafa lofað leikinn og hefur leiknum verið lýst sem upp­lifun, frekar en tölvuleik.

Page 40: Askur - Útskriftartímarit

Secret Ponchos (2013)Leikur sem hefur vakið mikla athygli hjá spil­urum en hér er um að ræða netspilunar skotleik sem gerist í vilta vestrinu og fara spilara með hlutverk byssubranda og heyja einvígi sín á milli með það markmið að auka orðspor sitt og klífa ofar á stigatölfu leiksins. Það er þó ekki dans á rósum að vera ofarlega á þeirri töflu því þeim betur sem leikmenn standa sig, því meira fé er lagt á höfuð þeirra.

Útlit leiksins er í stíl við teiknimyndasögur og óhætt er að segja að vilta vestrið hafi sjaldan verið hafn heillandi og hefur leikurinn fengið fína dóma og stefnt er að gefa hann út á Play­station 4 innan skams.

Page 41: Askur - Útskriftartímarit

The Swapper (2013)Leikurinn var gefin út af finnska fyrirtækinu Facepalm Games og setur spilara í fótspor námuverkamanns sem staðsettur er á fjarlægri vetrarbraut til að grafa eftir hráefnum með það að markmiði að senda aftur til Jarðar eftir að allar náttúruauðlindir hafa verið fullnýttar á Jörðinni.

Spilun leiksins hefur vakið mikla lukku en leikurinn er svokallaður „side­scroller“ og verða leikmenn að senda út klón af sjálfum sér til að leysa þær þrautir sem lagðar eru fyrir þá og geta þá notað allt að fjögur klón í einu.

Andrúmslvoft leiksins líkir til hryllings leikja en gangrýnendur hafa sérstaklega lofað útliti leiksins.

Page 42: Askur - Útskriftartímarit

Leikjatölvur hafa tekið miklum framförum seinustu ár og er samkepnin á markaðnum mikil. Þrír risar innan tæknigeirans, Nintendo, Microsoft og Sony, hafa verið að keppast um plássið við hliðin á sjónvörpum neytenda seinusti og mikilvægt fyrir neitendur að kynna sér úrvalið áður en endanlega ákvörðun er tekin þar sem leikjatölvur kosta dágóðan skilding. Til að einfalda valið er mikilvægt að muna að leikjatalva er ekki bara leikjatalva. Fyrirtækin hafa öll mismunandi stefnur og hanna tölvurnar sínar eftir þeim.

MicrosoftMicrosoft gaf nýverið út Xbox One og er mikið lagt í að sjónvarpsáhorf í gegnum t.d. Netflix virki sem best á þeirri tölvu. Hefur það lagst misvel í neyt­endur enda aðal hlutverk leikjatölvu að spila leiki.

Á Íslandi hefur sala á Xbox One ekki verið uppá marga fiska sökum verðlagningu en einnig þar sem fyrirtæki líkt og Netflix hafa ekki enn hafið starfsemi sína hér á landi. Hægt er þó að nálgast þjónustu Netflix hérlendis en þær krókaleiðir sem nauðsinlegt er að fara hefur haldið mörgum frá tölvunni.

Japanski risinnTölvuleikja risinn Nintendo hafa gefið út marg­verðlaunaða tölvuleiki líkt og Mario, Pokemon og Zelda í áratugi en hafa legið undir gagn rýni fyrir lélegt úrval annara leikja sem hafa notið mikilla vinsælda á öðrum leikjatölvum. Margir telja nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, ekki vera sam kepnishæfa sökum því hversu langt, tæknilega séð, hún stendur í sambanburði við leikjatölvur Microsoft og Sony.

Þrátt fyrir það hefur sala á Wii U gengið sæmilega og vilja margir meina að Nintendo eigi traustum aðdáendahópi það að þakka enda er Nintendo elsta merki á markaðinum í dag.

Leikjastöðin frá sonyEftir gífurlega velgengni Playstation 2, sem kom út árið 2000 og er enn í dag mest selda leikjatalva í heimi, var komið að þeirri þriðju. Vinsældir hennar voru blendnar til að byrja með en þegar á leið vann hún sér traustan stað á markaðnum og var rétt á eftir Xbox 360 rá Microsoft í sölu.

Í árslok 2014 kom síðan út Playstaion 4 og hefur vinsældum hennar hér á Íslandi verið líkt við það æði sem fylgdi Playstaion 2 og hefur verið hampað fyrir áður óséða tæknilega getu í leikjatölvu og fyrir að vera fyrst og fremst leikjatalva, ólíkt Xbox One.

Krafturinn kemur að innanAldrei áður hafa leikjatölvur verið jafn öflugar og tæknilega þróaðar og þær eru í dag. Playstation 4 og Xbox One hafa verið lýst sem ofurtölvum á meðan fólk hefur bent á að Wii U sé ekki nægilega stórt stökk fram á við frá seinustu tölvu Nintendo, sem hét einfaldlega Wii. Helsti munurinn á Wii U og Wii liggur í stýripinnanum.

Stýripinnar Wii tölvunar þóttu framúrskarandi á sínum tíma. Í staðin fyrir að halda á hefðbundni fjarstýringu stjórnuðu leikmenn tölvunni með svo kölluðum „nun­chucks“ sem skynjuðu hreyfingar leikmanna. Stýripinni Wii U þykir einnig framúr­skarandi því hann minnir einna helst á spjaldtölvu

EKKI ERU ALLAR

TÖLVUR EINS

Velkomin

til leiks42 | ASKUR

Page 43: Askur - Útskriftartímarit

Leikjatölvur hafa tekið miklum framförum seinustu ár og er samkepnin á markaðnum mikil. Þrír risar innan tæknigeirans, Nintendo, Microsoft og Sony, hafa verið að keppast um plássið við hliðin á sjónvörpum neytenda seinusti og mikilvægt fyrir neitendur að kynna sér úrvalið áður en endanlega ákvörðun er tekin þar sem leikjatölvur kosta dágóðan skilding. Til að einfalda valið er mikilvægt að muna að leikjatalva er ekki bara leikjatalva. Fyrirtækin hafa öll mismunandi stefnur og hanna tölvurnar sínar eftir þeim.

MicrosoftMicrosoft gaf nýverið út Xbox One og er mikið lagt í að sjónvarpsáhorf í gegnum t.d. Netflix virki sem best á þeirri tölvu. Hefur það lagst misvel í neyt­endur enda aðal hlutverk leikjatölvu að spila leiki.

Á Íslandi hefur sala á Xbox One ekki verið uppá marga fiska sökum verðlagningu en einnig þar sem fyrirtæki líkt og Netflix hafa ekki enn hafið starfsemi sína hér á landi. Hægt er þó að nálgast þjónustu Netflix hérlendis en þær krókaleiðir sem nauðsinlegt er að fara hefur haldið mörgum frá tölvunni.

Japanski risinnTölvuleikja risinn Nintendo hafa gefið út marg­verðlaunaða tölvuleiki líkt og Mario, Pokemon og Zelda í áratugi en hafa legið undir gagn rýni fyrir lélegt úrval annara leikja sem hafa notið mikilla vinsælda á öðrum leikjatölvum. Margir telja nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, ekki vera sam kepnishæfa sökum því hversu langt, tæknilega séð, hún stendur í sambanburði við leikjatölvur Microsoft og Sony.

Þrátt fyrir það hefur sala á Wii U gengið sæmilega og vilja margir meina að Nintendo eigi traustum aðdáendahópi það að þakka enda er Nintendo elsta merki á markaðinum í dag.

Leikjastöðin frá sonyEftir gífurlega velgengni Playstation 2, sem kom út árið 2000 og er enn í dag mest selda leikjatalva í heimi, var komið að þeirri þriðju. Vinsældir hennar voru blendnar til að byrja með en þegar á leið vann hún sér traustan stað á markaðnum og var rétt á eftir Xbox 360 rá Microsoft í sölu.

Í árslok 2014 kom síðan út Playstaion 4 og hefur vinsældum hennar hér á Íslandi verið líkt við það æði sem fylgdi Playstaion 2 og hefur verið hampað fyrir áður óséða tæknilega getu í leikjatölvu og fyrir að vera fyrst og fremst leikjatalva, ólíkt Xbox One.

Krafturinn kemur að innanAldrei áður hafa leikjatölvur verið jafn öflugar og tæknilega þróaðar og þær eru í dag. Playstation 4 og Xbox One hafa verið lýst sem ofurtölvum á meðan fólk hefur bent á að Wii U sé ekki nægilega stórt stökk fram á við frá seinustu tölvu Nintendo, sem hét einfaldlega Wii. Helsti munurinn á Wii U og Wii liggur í stýripinnanum.

Stýripinnar Wii tölvunar þóttu framúrskarandi á sínum tíma. Í staðin fyrir að halda á hefðbundni fjarstýringu stjórnuðu leikmenn tölvunni með svo kölluðum „nun­chucks“ sem skynjuðu hreyfingar leikmanna. Stýripinni Wii U þykir einnig framúr­skarandi því hann minnir einna helst á spjaldtölvu

EKKI ERU ALLAR

TÖLVUR EINS

Velkomin

til leiks

sökum þess að á miðri fjarstýringunni er að finna snertiskjá sem nýtist vel í spilun.

Þetta er þó ekki nóg til að hrífa alla því vinsælustu tölvuleikirnir í dag fá ekki að njóta sín til fulls í Wii U vélinni sökum kraftleysis á meðan Playstation 4 og Xbox One bjóða uppá gífurlegan kraft og óhætt er að segja að tölvuleikir hafi aldrei litið jafn vel út.

StýripinnarEins og áður kom fram þá eru skiptar skoðanir um fjarstýringu Wii U tölvunar enda er mikilvægt að fjarstýringin sé vel hönnuð þar sem notendur munu að öllum líkindum halda á þeim í dágóðan tíma í senn.

Microsoft gerði ekki miklar breytingar í sinni fjar­stýringu en Sony gerði nokkrar. Stærsta breytingin hjá Sony er ljós sem komið var fyrir á bakhlið fjar­stýringunnar og snertiflötur á framhlið hennar. Snertiflöturinn býður uppá ýmsa möguleika í spilun tölvuleikja en mun þó seint gjörbylta því hvernig leikir séu spilaðir. Einnig var komið fyrir hátölurum sem spila ýmis aukahljóð við spilun.

Sæti Talva Framleiðandi Útgáfu

árSeld eintök

(í milljónum)

1. Playstation 2 Sony 2000 155

2. Nintendo DS Nintendo 2004 154.01

3. Game Boy Nintendo 1989 118.69

4. Playstation Sony 1994 102.49

5. Wii Nintendo 2006 101.23

6. Xbox 306 Microsoft 2005 84

7. Playstaion 3 Sony 2006 82.3

8. Playstation Portable Sony 2004 82

9. Game Boy Advance Nintendo 2001 81.51

10. NES Nintendo 1990 49.10

Söluhæstu leikjatölvur allra tíma

Eitthvað fyrir allaÞað gefur auga leið að þróun leikjatölva stefni í rétta átt og verður spennandi að fylgjast með þeim nýjungum sem munu koma fram á sjónarsviðið á næstu árum. Flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en ef sú er ekki raunin er alltaf hægt að taka fram gömlu borðspilin.

Velkomin

til leiks

Page 44: Askur - Útskriftartímarit

Stiklað á stóru í heimi tölvuleika

44 | ASKUR

Page 45: Askur - Útskriftartímarit

1958

1982

1983

2000

1968

1982

1998 19941996

1985

2001

1972

1977

1986

2004

1975

1976

2005

1989

2012 20132006

William Higinbotham þróar „Tennis for Two“

Atari gefur út tölvuna 2600

ColecoVision, ásamt Donkey Kong kemur út

Atari gefur út heimilis-útgáfu af Pong

Brown Box kemur á markaðinn undir nafninu Odyssey. Atari er stofnað og Pong er gefin út

Fairchild Channel F

leikjatalvan kemur á

markaðinn

Ralph Baer og sam-starfsmenn hans fullklára frumút-gáfu af fyrstu heim-ilisleikjatölvunni; Brown Box.

Atari gefur út E.T. sem er talin vera einn versti tölvuleikur allra tíma

Game Boy kemur á markaðinn

Hrina lélegra tölvuleikja

setur markað-inn nærri því á

hausinn

Nintendo gefur úr NES tölvuna ásamt leikjum líkt og Super Mario Bros sem slær öll met. Sega gefur einnig út tölvuna Master System

32–bita tölvur líkt og Sega Saturn, NEC PC–FX og Playstaion koma á markaðinn

64–bita talvan Nintendo 64 kemur út en þrátt fyrir það fellur staða Nintendo á mark-aðinum

Sony gefur út Playstation 2.

Talvan naut gífurlegrar

vinsældar og er söluhæsta

leikjatalva allra tíma.

Nintendo Wii og

Playstation 3 koma út og

veita Xbox 360 harða samkepni

Xbox One og Playstation 4 koma ár markað í árslok 2013

Nintendo kynnir Wii U Fyrsta leikjatalva Microsoft, Xbox, kemur út ásamt einum vinsælasta fystupersónu skotleik seinustu ára, Halo

Xbox 360 kemur út, fyrsta allra af svo kölluðu

„next-generation“ leikjatölvunum

Tvær handhægjar leikja-tölvur koma á markaðinn; Nintendo DS og Sony PSP.

Sega gefur út seinustu leijatölvuna sína, Dreamcast, sem var fyrsta talvan til að hafa innbygt módem fyrir netspilun

Leikurinn Legend of Zelda kemur út og spannar serían nú ótal leiki

Page 46: Askur - Útskriftartímarit
Page 47: Askur - Útskriftartímarit

Ég stefndi aldrei ákveðið að grafískri miðlun, heldur var ákveðin að fara í ljósmynd un. Ég kláraði grunnáfangana en þegar komið var að því að velja á milli prentun­ar, bókbands, ljósmyndunar og grafískrar miðlunar fannst mér ég standa á krossgötum og ákvað í blindni að sækja um í bókbandi, ekki af neinni sérstakri ástæðu en aðsóknin var ekki nógu mikil svo mér var boðið að fara í grafíska miðlun.

Ég hafði ekki hugmynd um hvað það snérist en

ákvað að kýla á það og sé ekki eftir því. Ég stefni ekki á að

fara á samning eftir áramót þar sem ég á von á barni í mars en geri það

síðar. Svo vil ég klára stúdent og halda áfram námi.

Ég sækist eftir starfi þar sem ég hef tækifæri til þess að vera skapandi, hjálpa öðrum eða hanna hluti. Ég er heilluð af grafískri miðlun og hef því hug á að kynna mér tengdar greinar.

Maríanna Ósk Guðjónsdóttir

ASKUR | 47

Page 48: Askur - Útskriftartímarit

Kostir brjóstamjólkurBrjóstamjólkin hefur jákvæð áhrif á næringu, ónæmiskerfi, heilbrigði og þroska barnsins. Hún hefur hárrétta samsetningu næringarefna sem barnið nýtir til fulls. Hún inniheldur alla nær-ingu og vökva sem barnið þarfnast a.m.k. fyrstu 6 mánuðina. Brjóstamjólkin er alltaf fersk, hún er auðmelt fyrir barnið og álag á nýru þess er minni-þegar það fær brjóstamjólk en þurrmjólk. Barn sem nærist eingöngu á brjóstamjólk fær síður hægða-tregðu, niðurgang, eyrnabólgu, þarma-, lungna- og þvagfærasýkingar. Rannsóknir víða í heiminum

hafa sýnt fram á jákvæð áhrif brjóstamjólkur þegar til lengri tíma er litið, m.a. hefur verið sýnt fram á minni líkur á sykursýki, exemi, offitu og ofnæmi. Einnig hafa rannsóknir leitt í ljós góð áhrif brjósta-mjólkur á greind og vitsmunaþroska barna.

Móðirin hefur þann stórkostlega hæfileika að framleiða nægilega mjólk sem inniheldur öll þau næringarefni sem barnið hennar þarfnast

Kostir brjóstagjafarBrjóstagjöfin hefur jákvæð áhrif á heilbrigði, sál-ræna líðan, félagslega velferð, umhverfi og fjárhag.

BrjóstagjöfBrjóstagjöfin er ein sú besta gjöf, sem okkur hefur verið gefin. Hún hefur jákvæð áhrif á andlegt sem líkamlegt heilbrigði móður og barns og er einstök aðferð til samskipta milli þeirra. Þessi nánd skapar tækifæri til tengslamyndunar og barnið öðlast traustan grunn fyrir lífið. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að þetta er tími sem ekki kemur aftur. Það er nauðsynlegt að sýna þolinmæði og gefa sér þann tíma sem þarf, til að brjóstagjöfin nái að fara vel af stað.

48 | ASKUR

Page 49: Askur - Útskriftartímarit

Brjóstagjöf strax eftir fæðingu eykur samdrátt í legi móðurinnar, minnkar líkur á blæðingu og styrkir legvöðvann. Brjóstagjöf stuðlar að því að móðirin er fljótari að ná fyrri þyngd eftir fæðingu. Brjóstagjöf getur verndað gegn brjósta- og eggjastokkakrabba-meini og styrkt bein móðurinnar.

Hormón sem koma að framleiðslu mjólkur (oxytocin, prólaktín, endorfín) hafa róandi áhrif á móður og barn. Nærveran og hlýjan sem skapast við brjóstagjöf er barninu mikilvæg. Brjóstagjöfin styrkir tengsl milli móður og barns.

Næturgjafir eru auðveldari; það þarf ekki að fara fram úr um miðjar nætur til að hita mjólk. Brjósta-gjöf fylgir enginn þvottur eða sótthreinsun pela og brjóstamjólkin kostar ekki peninga.

Mundu að þín brjóstamjólk er fullkomin fæða fyrir barnið þitt og aðlagast breyttum þörfum þess jafnóðum og barnið vex.

Undirbúningur fyrir brjóstagjöfEkki er þörf á að undirbúa brjóstin eða geirvörtur fyrir fæðingu barnsins, né kaupa brjóstapumpur eða önnur hjálpartæki brjóstagjafar.

ASKUR | 49

Page 50: Askur - Útskriftartímarit

Margir foreldrar hafa áhuga á að fræðast um brjósta-gjöf áður en barnið fæðist (kosti brjóstagjafar, hvað

hefur áhrif til góðs, og hvaða þættir geta verið hindrandi). Víða er hægt að fá upplýs-ingar; á netinu, úr bókum, hjá ljósmæðrum og brjósta-gjafaráðgjöfum. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður upp á fræðslu um brjóstagjöf.

Breyting á brjóstum Brjóstin eru byggð upp af kirtilvef og fituvef. Á fyrstu vikum meðgöngu byrja þroskabreytingar í brjóstum sem konur finna mismikið fyrir. Mjólk-urkirtlarnirþroskast, broddurinn myndast og það getur lekið úr brjóstunum. Þau stækka og þrútna og brjóstin eru viðkvæm. Stærð þeirra hefur ekkert með hæfileikann til mjólkurframleiðslu að gera.

Geirvörtur eru mismunandi að stærð, lögun og lit og ekkert til sem heitir of litlar eða of stórar geir-vörtur. Liturinn á geirvörtunum er frá því að vera ljósbleikur húðlitur yfir í að vera næstum svartur. Á meðgöngu dökkna geirvörturnar og geirvörtu-baugurinn.

Ekkert bendir til þess að ljósar geir-vörtur séu viðkvæmari en dökkar og þær eru ekki gjarnari á að særast. Geirvörtu-baugar eru líka mjög misstórir. Barnið lærir að sjúga það sem því er boðið og því skiptir gerð og útlit brjóstanna og geirvartanna ekki máli. Bera má feitt krem á þurrar geirvörtur en forðast ætti sápuþvott.

Flatar geirvörtur eða inndregnar geirvörtur valda sjaldan vandkvæðum við brjóstagjöf. Ef barnið nær vel utan um geirvörtuna og geirvörtu-bauginn ætti brjóstagjöf að geta gengið vel. Í byrjun getur þurft mikla aðstoð, natni og þolinmæði við að hjálpa barninu að taka brjóstið.

Móðirin ætti að reyna mismunandi stellingar við brjóstagjöf til að finna hvað hentar best.

Svokölluð„fótbolta-stelling“ hefur oft reynst vel. Dugi það ekki til má reyna sér-stakar hlífar, pumpu

eða önnur hjálpartæki til að toga geirvörtuna út.

Fyrstu dagarnir Í fyrstu fær barnið broddinn sem er þykkur og rjómagulur að lit. Þó magnið sé lítið eru gæðin mikil; broddurinn er fullur af mótefnum, næring-arefnum og kaloríum og nægir barninu fyrstu dag-ana. Smám saman eykst magnið og brjóstamjólkin þroskast. Sog barnsins örvar mjólkurmyndunina og mjólkurlosun.

Á fyrsta sólarhring fer barnið að meðaltali 4-5 sinnum á brjóst og gjöfin getur tekið 20-40 mín-útur. Það tekur til sín 7-14 ml (1-2 tsk) í hverri gjöf. Á öðrum sólarhring fer gjöfum fjölgandi og stundum geta gjafir verið með mjög stuttu milli-bili (keðjugjafir). Síðan fer barnið að jafnaði 8-12 sinnum á brjóst á sólarhring. Mjólkurmagnið sem barnið drekkur eykst smám saman og í lok fyrstu vikunnar er barnið að drekka 70-90 ml í einni gjöf.

Barnið sýgur ekki endilega stöðugt. Það er al-gengt að barnið taki sér hlé meðan á gjöf stendur. Það er merki um að mjólkin flæði vel úr brjóstinu.

Eðlilegt er að geirvörturnar verði aumar fyrstu vikuna en móðirin á ekki að finna sviða eða stingi á meðan barnið sýgur. Það er merki um að barnið er ekki að taka brjóstið rétt. Taka þarf barnið af brjóstinu og reyna aftur. Setja má fingur upp í

munnvik barnsins til þess að losa sogið. Ef það koma sár eða blöðrur þarf að leita aðtoðar sem fyrst.

Fyrsta gjöfin Ef fæðing gengur vel er eðlilegt að barnið fari á brjóst í fyrsta sinn

fljótlega eftir fæðingu. Þá er það vel vakandi og oft áfjáð í að sjúga.

Hormónaflæði eykst þegar barnið er bert við húð móðurinnar sem hjálpar til við mjólkurlosun. Ef verkjalyf voru notuð í fæðingunni getur fyrstu gjöfinni seinkað en aðalatriðið er að grípa tækifærið þegar barnið sýnir áhuga. Eftir keisarafæðingu eða ef barnið þarf að dveljast á vökudeild er mikilvægt að leggja barnið eins fljótt á brjóst og unnt er, að öðrum kosti er notuð mjaltavél.

Rétt staða og grip skiptir máliBesta stellingin við brjóstagjöf er sú sem móðurinni líður vel í og barnið á auðvelt með að ná góðu taki á geiravörtunni. Barnið ætti ekki að þurfa að snúa

„Það er hægt að gefa brjóst of sjaldan en ekki of oft“

50 | ASKUR

Page 51: Askur - Útskriftartímarit

höfðinu til að ná taki á geirvörtunni. Megin reglan er sú að magi barnsins snúi að líkama móðurinn-ar og að geirvartan hvíli á efri vör barnsins, því barnið setur hökuna upp og gapir og teygir sig eftir geirvörtunni. Til þess að fá gott grip þarf munnur barnsins að vera vel opinn svo að geirvartan og geirvörtubaugurinn komist langt uppi í munn þess. Það getur verið gott að klemma brjóstið saman svo barnið eigi auðveldara með að grípa um brjóstið.

Koddar og brjóstagjafapúðar geta veitt góð-an stuðning og auðveldað þægilega stellingu við

brjóstagjöf.

Meiri eftirspurn - Meira magn.Ef móðirin leggur barnið sitt á brjóst í hvert sinn sem það virðist svangt mun mjólkur-framleiðslan verða nægileg og mæta næringarþörfum þess. Það er ekkert óeðlilegt

að sum börn vilji fara á brjóst mjög ört. Öll ábót, hvort sem er vatn, sykurvatn eða þurr-

mjólk, getur truflað viðkvæmt ferli brjóstagjafar. Snuð og annað sem notað er til að lengja tímann á milli gjafa er heldur ekki til góðs. Það getur tekið allt að fjórar vikur þar til brjóstagjöf er komin vel á veg og þá er sjálfsagt að bjóða barninu snuð.Rétt lagt á brjóst og rétt grip er mikilvægt. Bæði tryggir það næga mjólkurframleiðslu og kemur í veg fyrir vandamál

Næg mjólkurframleiðslaMjólkin myndast að mestu leyti á meðan barnið sýgur. Það er best að leyfa barninu að stjórna hversu oft það vill drekka. Því oftar sem barnið sýgur brjóstið því meiri mjólk myndast.

Hraust kona með barn á brjósti framleiðir u.þ.b. 750–800 ml af mjólk á dag, þegar brjóstagjöfin er komin vel af stað (2–4 vikur eftir fæðingu).

Ef móðirin er þreytt, veik, undir miklu álagi, nærist ekki vel eða reykir, getur það haft áhrif á brjóstagjöf-ina. Í þeim tilvikum getur verið erfiðara að koma mjólkurframleiðslunni í gang og viðhalda henni.

Flest börn gefa til kynna þegar þau eru orðin södd með því að sleppa geirvörtunni, slaka á and-litsvöðvum og slaka á höndum.

Blautar bleyjur geta verið notaðar sem viðmið um hvort barnið sé búið að fá nóg að drekka. Fyrstu vikuna er þumalputtareglan sú að barnið pissi jafnoft og aldur þess er í dögum. Barnið vætir eina bleyju fyrsta sólarhringinn, tvær á öðrum, þrjár á þriðja o.sv.frv. Eftir fyrstu vikuna ætti barnið að skila 6–8 þvagbleyjum á sólarhring og þá er það að drekka vel.

Það er eðlilegt að barnið léttist fyrstu dagana eftir fæðingu en við tveggja vikna aldur ætti það að vera búið að ná fæðingarþyngd sinni.

StálmiÁ 3.–10. degi eftir fæðingu þegar broddmjólkin er að breytast í fullþroska mjólk getur komið stálmi. Brjóstin hitna og þéttast og eru aum viðkomu. Orsökin er aukið blóðflæði til brjósta vegna mjólk-urmyndunar. Besta meðferðin við stálma er að barnið sjúgi vel.

Ef barnið sýgur brjóstið lítið eða sjaldan, tekur geirvörtuna skakkt eða fær þurrmjólkurábót, getur stálminn orðið óeðlilegur.

Brjóstagjöf og faðirinnFaðirinn hefur líka áhuga á brjóstagjöf og því aðannast barnið sitt. Hann er að aðlagast nýju hlutverki og mynda tengsl við barnið og taka á sig ábyrgð á fjölskyldunni. Faðirinn styður móðurina sem er að ganga í gegnum miklar breytingar og safna kröftum eftir meðgöngu og fæðingu. Þó að

faðirinn geti ekki gefið brjóst getur hann lagt verulega mikið af mörkum með almennum stuðningi og hlýju, til þess að allt gangi vel. Hann sér til þess að móðirin hvílist og að móðir og barn hafi næði við brjóstagjöf. Barnið þarfnast samveru við báða foreldra. Hlý og náin tengsl föður veita barninu öryggi. Faðirnn heldur á barninu sínu, horfir á það, talar við það, róar og vaggar. Hann hjálpar barninu að ropa og skiptir um bl-eyju. Sameiginleg reynsla móður og

föður af brjóstagjöf og samskipti þeirra við barnið skapa skilyrði fyrir góðu fjölskyldulífi.

„Það er enginn fæddur með þá kunnáttu hvernig best er að leggja á brjóst, það krefst þjálfunar sem kemur fljótt á fyrstu vikunum“

ASKUR | 51

Page 52: Askur - Útskriftartímarit

Samvinna og um-hyggjaBrjóstagjöf er mikil vinna og helgun fyr-ir móðurina og er ekki einkamál hennar. Stuðn-ingur þeirra sem standa móðurinni næstir skiptir máli til að brjóstagjöfin verði árangursrík og ánægjuleg. Þar er pabb-inn að sjálfsögðu í lykil-hlutverki. Flestar mæð-ur nefna maka sinn sem þýðingarmesta stuðn-ingsaðilann við brjósta-gjöf.

Þegar brjóstagjöfin er komin vel á veg er hún auðveld og ánægjuleg fyrir flestar mæður, börn þeirra og fjölskylduna alla.

Eingöngu á brjósti í 6 mánuðiSamkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er mælt með að barnið sé eingöngu á brjósti fyrstu 6 mánuðina og að hluta til fyrstu tvö árin. Eftir það getur brjóstagjöf haldið áfram eins lengi og móðir og barn eru ánægð með brjóstagjöfina.

Brjóstagjöf og daglegt lífMóðirin getur lagt barnið á brjóst hvar sem er og brjóstagjöf þarf ekki að setja henni skorður við að fara út og njóta lífsins.

Safna má mjólk í ílát/pela eða plastpoka sem eru sérhannaðir fyrir geymslu brjóstamjólkur. Mjólk má geyma í ísskáp í 3 daga og í frystihólfi ísskáps í 2 vikur. Mjólk í frystiskáp (sérhurð á ísskápnum) geymist í 3–4 mánuði. Mjólk í frystikistu geymist í 6 mánuði við -18°c.

Gæta þarf að hreinlæti við meðhöndlun brjósta-mjólkur, bæði hvað varðar handþvott og þrif áhalda.

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður í ungbarna-vernd veita ráðgjöf

„Þú og barnið þitt eruð einstök heild og þú verður fljót/fljótur að læra að þekkja þarfir barnsins þíns“

Heimildir fengnar frá 6H.is.

Ljósmyndarar, Anna Douglas og Kris Hex.

Doomoo brjóstagjafapúðarnir fást hjá okkur, ýmsir litir og gerðir.

Fifa | Bíldshöfða 20 | 110 Rvk

52 | ASKUR

Page 53: Askur - Útskriftartímarit

Samvinna og um-hyggjaBrjóstagjöf er mikil vinna og helgun fyr-ir móðurina og er ekki einkamál hennar. Stuðn-ingur þeirra sem standa móðurinni næstir skiptir máli til að brjóstagjöfin verði árangursrík og ánægjuleg. Þar er pabb-inn að sjálfsögðu í lykil-hlutverki. Flestar mæð-ur nefna maka sinn sem þýðingarmesta stuðn-ingsaðilann við brjósta-gjöf.

Þegar brjóstagjöfin er komin vel á veg er hún auðveld og ánægjuleg fyrir flestar mæður, börn þeirra og fjölskylduna alla.

Eingöngu á brjósti í 6 mánuðiSamkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er mælt með að barnið sé eingöngu á brjósti fyrstu 6 mánuðina og að hluta til fyrstu tvö árin. Eftir það getur brjóstagjöf haldið áfram eins lengi og móðir og barn eru ánægð með brjóstagjöfina.

Brjóstagjöf og daglegt lífMóðirin getur lagt barnið á brjóst hvar sem er og brjóstagjöf þarf ekki að setja henni skorður við að fara út og njóta lífsins.

Safna má mjólk í ílát/pela eða plastpoka sem eru sérhannaðir fyrir geymslu brjóstamjólkur. Mjólk má geyma í ísskáp í 3 daga og í frystihólfi ísskáps í 2 vikur. Mjólk í frystiskáp (sérhurð á ísskápnum) geymist í 3–4 mánuði. Mjólk í frystikistu geymist í 6 mánuði við -18°c.

Gæta þarf að hreinlæti við meðhöndlun brjósta-mjólkur, bæði hvað varðar handþvott og þrif áhalda.

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður í ungbarna-vernd veita ráðgjöf

„Þú og barnið þitt eruð einstök heild og þú verður fljót/fljótur að læra að þekkja þarfir barnsins þíns“

Heimildir fengnar frá 6H.is.

Ljósmyndarar, Anna Douglas og Kris Hex.

Doomoo brjóstagjafapúðarnir fást hjá okkur, ýmsir litir og gerðir.

Fifa | Bíldshöfða 20 | 110 Rvk

Hverjir standa að sveitinni?„Þetta byrjaði hjá mér sem sólóverkefni. Ég var búinn að vera að semja tónlist og útsetja í nokkur ár, bara einn heima að læra á græjurnar og sjálfan mig. Ég var kominn með nafnið Mosi og langt kom-inn með öll lögin þegar ég fór að hóa í aðra til að hjálpa mér að flytja tónlistina live. Ég fékk Friðrik Flosason til að spila á bassa og Guðjón Jónatansson á gítar. Um leið og við byrjuðum að spila saman fóru lögin að þróast og ég fór að útsetja þau meira og meira fyrir hljómsveit. Ég fékk Tinnu Katrínu til að syngja með mér og það hefur gefur góða dýnamík í tónlistina. Það var eiginlega farið að meika meira sens að við værum hljómsveit þannig að við ákváð-um að kalla okkur Mosi Musik. Þetta verkefni hefur svo haldið áfram að stækka því nýlega bætti ég við slagverksleikara sem heitir Arnar Birgisson og sér hann um stemninguna á bongo o.fl.“

Hvenær var sveitin stofnuð?„Það má eiginlega segja að hljómsveitin hafi form-lega byrjað þegar við fórum að æfa fyrir Airwaves Off-venuetónleika sem við spiluðum á. Það var í september 2013. En fyrir það var ég reyndar búinn að vera mjög lengi að undirbúa.“

Hvernig myndirðu lýsa tónlistinni?„Þetta er svona bland af tilfinningatónlist og el-ektró. Við köllum þetta „Organic Electro“. Það er erfitt að finna eitt heiti sem útskýrir Mosi Musik því þetta er allt frá því að vera bara piano&söngur í rólegheitum yfir í hipp hipp beat og svo endar þetta í danstónlist. Þetta er svona pínu eins og að búa til kokteil með David Bowie, Depeche Mode og GusGus í bland við hitt og þetta og búmm... það erum við.“

Er mikil samvinna í hljómsveitinni? Eruð þið mikið að semja saman eða sérð þú einungis um að semja textana og lögin?„Ég sem lög og texta sem ég útset svo fyrir hljóm-sveitina en svo koma allir með sitt touch á það. Reyndar er eitt lag „I am you are me“ eftir mig og Tinnu og við fengum svo Krúz sem er rappari til liðs við okkur til að flytja það lag. Textinn í því lagi er frá okkur þrem, hver á sinn part.“

Úr hvaða áttum koma áhrifin?„Áhrifin koma úr öllum áttum. Það er best að vera opinn fyrir öllu. Ég er mikið að hlusta á gamla tón-list og útsetningar. Gamalt disco, rokk, R&B og reggae... svo blanda ég þessu saman við það sem er að gerast fresh í dag sem er meiri elektró-músík og

„Mosi er fæddur 1976 og uppalinn á akureyri en flutti suður 24 ára gamall. Hann stofnaði ný-lega hljómsveitina Mosi Musik og ætlar hann að segja okkur betur frá henni, sjálfum sér, hverjir standa að sveitinni og hvaðan hann verður fyrir áhrifum sem þróast út í tónlist.“

ASKUR | 53

Page 54: Askur - Útskriftartímarit

beat. En ef við ætlum að tala um uppruna, hvaðan tónlistin kemur þá er það frá hjartanu. Áttin sem liggur inn á við. Allt hitt eru bara útsetningaratriði og það má tosa útsetningar í allar áttir. En tónlistin þarf að koma frá hjartanu. Allavega er það mín reynsla.“

Er eitthvert lag/texti sem þú hefur samið í sérstöku uppáhaldi hjá þér og hversvegna ? „Ætli lagið „Don‘t“ sé ekki í uppáhaldi hjá mér. Aðal-lega vegna þess hvað það er skemmtilegt chemistry eða neistaflug á milli okkar Tinnu í laginu og líka hvað allir eru með skemmtilegt grúv í gangi. Svo endar lagið i smá rokkfíling og það er mjög gaman. Textinn er ekki mjög djúpur en hann er sexí og

daðrandi sem er skemmtilegt ... „you turn me on in every way, and I know you wanted me the other day“

Hvernig hófst ferill þinn sem tónlistar-maður?„Ég byrjaði að leika mér á gítar þegar ég var 12 ára og það leið ekki á löngu áður en ég var kominn í hljómsveit. Mig minnir að hún hafi heitið „Stubbur Orginal“ sem var gælunafn sem Tryggvi elsti bróðir minn gaf mér þegar ég var stubbur. En annars vor-um við Frikki bassaleikari saman í bandi á Akureyri sem hét Flow og það var svona fyrsti alvöru skólinn. Vorum alltaf að spila á pöbbum og hita upp fyrir Sálina og Sólina þegar þessi bönd komu norður að spila í Sjallanum. Góðir tímar. Þetta hefur verið í

Ljósmyndari: Agnar Hinriksson

54 | ASKUR

Page 55: Askur - Útskriftartímarit

beat. En ef við ætlum að tala um uppruna, hvaðan tónlistin kemur þá er það frá hjartanu. Áttin sem liggur inn á við. Allt hitt eru bara útsetningaratriði og það má tosa útsetningar í allar áttir. En tónlistin þarf að koma frá hjartanu. Allavega er það mín reynsla.“

Er eitthvert lag/texti sem þú hefur samið í sérstöku uppáhaldi hjá þér og hversvegna ? „Ætli lagið „Don‘t“ sé ekki í uppáhaldi hjá mér. Aðal-lega vegna þess hvað það er skemmtilegt chemistry eða neistaflug á milli okkar Tinnu í laginu og líka hvað allir eru með skemmtilegt grúv í gangi. Svo endar lagið i smá rokkfíling og það er mjög gaman. Textinn er ekki mjög djúpur en hann er sexí og

daðrandi sem er skemmtilegt ... „you turn me on in every way, and I know you wanted me the other day“

Hvernig hófst ferill þinn sem tónlistar-maður?„Ég byrjaði að leika mér á gítar þegar ég var 12 ára og það leið ekki á löngu áður en ég var kominn í hljómsveit. Mig minnir að hún hafi heitið „Stubbur Orginal“ sem var gælunafn sem Tryggvi elsti bróðir minn gaf mér þegar ég var stubbur. En annars vor-um við Frikki bassaleikari saman í bandi á Akureyri sem hét Flow og það var svona fyrsti alvöru skólinn. Vorum alltaf að spila á pöbbum og hita upp fyrir Sálina og Sólina þegar þessi bönd komu norður að spila í Sjallanum. Góðir tímar. Þetta hefur verið í

Ljósmyndari: Agnar Hinriksson

kringum ‚95. Síðan fór ég skóla og setti „tónlistafer-ilinn“ á hold og gerðist grafískur hönnuður þangað til fyrir 4 árum þegar ég ákvað að gera eitthvað við öll þessi lög sem ég var búinn að semja því ég hef aldrei hætt að semja tónlist þótt ég hafi ekki verið virkur að spila live í mörg ár.“

Hvaðan verðurðu fyrir áhrifum sem þróast síðan út í tónlist? Eru aðrir þættir en tónlist sem gefa þér innblástur? „Tilfinningar… fólk… lífið… tilveran… þetta eru stærstu áhrifavaldarnir. Getur verið smá crush í einhverri stelpu sem endar sem lag. Samdi mikið af svoleiðis lögum áður. Núna sem ég meira um hluti sem skipta mig máli í lífinu eins og hvað er að gerast í okkar umhverfi. Ég vil reyna að hafa góð áhrif og vera andlega vakandi þannig að ég reyni að lauma góðri orku og skilaboðum í tónlistina. Fyrsta lagið sem við gáfum út, Set it free, er einmitt lag sem fjallar um frelsi. Að vera vakandi fyrir öllu bullinu.“

„Myndbandið við lagið Set it free hefur yfir sér skondna og skemmtilega stemmningu.“

Hver gerði myndbandið og er einhver saga á bakvið persónurnar sem tengjast Mosi Musik?„Myndbandið var framleitt af Nágranni í samstarfi við App Noot Film sem er frá Hollandi. Þeir voru hérna á Íslandi til að taka upp myndband fyrir Sand-er Van Doorn síðasta sumar þegar leiðir okkar lágu saman og við enduðum á því að gera músikvideó á meðan þeir voru á landinu. “

„Það er í raun engin sérstök saga á bak við persón-urnar sjálfar í myndbandinu. Mig langaði að gera videó sem væri fyndið en á sama tíma pínu að ögra fólki á fallegan hátt. Smá saga um tvo félaga sem eru kannski ekki þetta hefðbundna „team“ sem þú sérð í tónlistarmyndböndum en það er einmitt það sem gerir þetta svo áhugavert. „Gamli“ eins og ég kalla hann oftast, sá sem leikur aðalkarakterinn í myndbandinu, heitir Bjarni og er nágranni minn. Hann verður einnig aðalpersónan í næsta videói sem kemur út fyrir sumarið 2015. Þetta gæti endað í nokkrum sjáfstæðum framhaldsögum. Er ekki best að segja sem minnst og leyfa þessu að koma í ljós?“

Maríanna Ósk Guðjónsdóttir.

ASKUR | 55

Page 56: Askur - Útskriftartímarit
Page 57: Askur - Útskriftartímarit

Hannah Hjördís heiti ég og er 25 ára gamall heimsborgari. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa ferð­ast vítt og breitt um heiminn frá unga aldri og hef mikla reynslu af ólíkum menn­ingarheimum. Ég ólst upp í Bógóta, Cartagena, Portland (Oregon), Miami og Reykjavík og hver þeirra á sér stað í hjarta mínu. Ég elska tungumál og tala íslensku, ensku og spænsku reiprennandi. Ég er jákvæð og mjög góð í mannlegum samskiptum og vinn vel með öðrum til að skapa gott og skemmti­legt andrúmsloft. Auk þess er ég samviskusöm og gef mig alla í þá vinnu sem ég tek mér fyrir hendur.

Ég hef mjög gaman af að læra og er ávallt fljót

að tileinka mér nýja hluti. Mér finnst nám ið í grafískri miðlun

mjög skap andi, kref jandi, fjölbreytt og skemmtilegt. Það sem mér finnst

skemmtileg ast við námið er að skapa eitt­hvað nýtt og að hugsa út fyrir ramm ann. Eins

og til dæmis við lógógerð, graf ík, myndvinnslu, og einnig að skapa heildarhugmynd og samræmi. Ég hef áður verið á myndlistarbraut og einnig lært tækniteiknun í almennri hönnun og hef mjög gam­an af að teikna og mála. Ég vann sem blómaskreytir í nokkur ár, sem förðunarfræðingur í Make Up Store og starfa nú sem ljósmyndari fyrir Nordic Style Magazine.

Hannah Hjördís Herrera

ASKUR | 57

Page 58: Askur - Útskriftartímarit

Silja Hinriksdóttir er 25 ára gömul myndlistarkona sem kemur frá Garða-bæ. Silja er nýflutt aftur til Íslands og segir okkur frá nýjustu verkum hennar „Skinnfæri“, sem hún hefur unnið á undanförnu ári. Við fáum að kynn-ast betur hennar innri ævintýraheim og innblæstri á bak við myndlistina.

58 | ASKUR

Page 59: Askur - Útskriftartímarit

Árið 2009 útskrifaðist Silja af textil – og fata-hönnunarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hún vann hjá Volcano design eftir útskrift, þar sem hún hlaut mjög góða og haldbæra reynslu við fatahönnun. Í framhaldinu flutti Silja til London og er nýútskrifuð með B.A. gráðu í myndlist frá Cam-berwell College of Arts núna í vor, 2014. Silja hefur verið með einkasýningar í Grósku og hún hefur einnig haldið einkasýningu í Van Kahn Galleríinu í London, í ágúst 2013. Hún hefur einnig tekið þátt í hópsýningum í London og tók meðal annars þátt í sýningu sem var til styrktar Womens Aid Foundation í London. Þar að auki hefur hún sýnt með samnemendum sýnum í sögulega ráðhúsinu í Shoreditch, London.

„Íslensk náttúra er mér mikill innblástur, bæði þegar kemur að litasamsetningum og áferð.“

Ég hef verið að mála alla tíð síðan ég man eftir mér. Ég hef alltaf haf óbeislaða ástríðu fyrir myndlist og gæti ekki ímyndað mér lífið án hennar. Mynd-listin er minn helsti drifkraftur og ég er einstaklega lánsöm að geta gert það sem ég elska mest af öllu að gera. Íslensk náttúra er mér mikill innblástur, bæði þegar kemur að litasamsetningum og áferð. Litbrigði og leikur ljóss og skugga í gegnum árstíðir sjást í málverkunum. Íslenska vatnið og hraunið koma oft fram í málverkunum og þó að málverkin séu unnin með líkamsprentun þá minna þau oft á svipmyndir úr náttúru Íslands.

„Líkaminn er lifandi pensill.“

Ég nota pensla að litlu leiti í verkunum mínum. Öll verkin sem ég hef til sýningar á þessari stundu eru gerð með því að „prenta“ líkama minn á strig-ann eða nota hann til að fjarlægja málningu af striganum. Það sem heillar mig við þessa aðferð er að ég er að nota vel þekkt, hversdagslegt form líkamans, en þrátt fyrir það er útkoman oft á tíðum mjög abstrakt. Líkamsprentuninn spilar veigamikið hlutverk í að kanna hver er raunveruleg birtinga-mynd kvennlíkamans í myndlist, en sýnir einnig margar mismunandi myndir líkamans. Líkaminn er lifandi pensill.

ASKUR | 59

Page 60: Askur - Útskriftartímarit

Skinnfæri

Gerð málverkana eru oft líkamlega erfið og finnst mér mikilvægt að það komi fram í kláruðu verkinu, þar sem áhorfandanum er gert kleift að sjá fegurðina í gegn um allt erfiðið. Við upplifum flest öll líkamlegt og andlegt erfiði og út frá eigin reynslu hef ég verið að kanna hvað hefur hjálpað mér helst. Mikilvægi snertingar hefur þá verið mér ofarlega í huga. Hún er gríðarlega mikilvæg bæði fyrir þroska og geðheilsu.

Í nýjustu verkunum hafa áferðir og snerting veitt mér sérstakan innblástur og þá helst hversu mik-ilvæg snerting er í okkar daglega lífi. Snertiskynið er elsta, frumstæðasta og þaulsetnasta skyn okkar. Það er fyrsta skynið sem við upplifum í móðurkviði og það síðasta sem við missum áður en við deyjum. 

Náttúruleg útkoma

Bakgrunnur minn er við textíl og hafa litir og áferð-ir alltaf heillað mig. Það hefur veitt mér mikinn innblástur í nýlegum verkum. Nýlega hef ég verið að gera tilraunir með að krumpa og brjóta saman strigann og út frá því hef ég búið til nýjar áferðir fyrir málninguna – niðurstaðan gefur frá sér ,,nátt-úrulega“ útkomu.

60 | ASKUR

Page 61: Askur - Útskriftartímarit

Heimasíðu

Silja starfrækir heimasíðu þar sem hægt er að sjá öll verk hennar og versla sum af þeim. Þar er hún meðal annars með til sölu og sýnis málverk, föt og lampaskerma sem hún vinnur útfrá því litaþema sem málverkin eru í.

www.siljahinriksdottir.com

KRINGLAN | SMÁRALIND | SÍMI 512 1700

WWW.NTC.IS | [email protected]

FACEBOOK/GSSKOR | INSTAGRAM/#GS_SKOR

Page 62: Askur - Útskriftartímarit

Burning Man er staður ævintýra og uppákoma. Eyðimörkin litar sál hvers og eins sem stígur inn fyrir borgarmörk þessarar vikulöngu hátíðar og borgar sem einstaklingar hvaðanæva úr heiminum byggja saman og brjóta niður ár hvert. Burning Man er menningarleg listahátíð sem skilur þig eftir með ógleymanlegar minningar og innblástur þegar þú ferð aftur inn í daglegt amstur hversdagslífsins. Þú tekur með þér vistarverur og nauðsynjar en engan gjaldmiðil annan en kænsku og gjafir sem þú ert tilbúinn til að gefa ókunnugum í skiptum fyrir aðrar gjafir sem gætu komið þér að notum í dvöl þinni í eyðimörkinni. Allir vinna saman að því að stuðla að kærleik í því verki að búa saman og byggja upp listrænt vistsvæði sem er tímabundið afdrep, laust við óþarfa stress og áhyggjur. Vertu tilbúinn til að opna hjartað þitt fyrir nýjum upplifunum og óvæntum kærleik náungans. Burning Man er þar sem að ævintýri og ást taka yfir.

Page 63: Askur - Útskriftartímarit

THE MANBurning Man er árleg hátíð sem hófst á Baker Beach í San Francisco, árið 1986. Upphafið má marka þegar Larry Harvey, Jerry James og nokkrir fleiri vinir hittust á Baker Beach og í San Francisco á sumarsólstöðum og brenndu tæplega þriggja metra háa viðarfígúru af manni ásamt smærri fígúru af hundi. Stærð fígúrunnar hefur tekið miklum stakkaskiptum frá upphafi, þegar hún var aðeins 240 cm að hæð. Ári síðar, 1987, var fígúran orðin 460cm og 1988 var hún orðin 12 metrar. Þeir sem tóku þátt í athöfninni frá upphafi kölluðu fígúruna alltaf „The Man“ og hefur sú nafngift haldist upp frá því. Hátíðin var svo færð seinna meir til Black Rock Desert í Nevada, Bandaríkjunum. Hátíðin varir í viku í senn og hefst ávallt á síðasta mánu-degi í ágúst og lýkur fyrsta mánudag í september.

Meginþema hátíðarinnar er tilraunasemi í list-rænni sköpun, byggingu samfélags, sjálfstjáningu og ábyrgð. Hátíðin er risastór þar sem 65.922 komu á þessu ári. Árið 2010 komu 51.515 manns á Burning Man hátíðina. Ári seinna voru þolmörk hátíðarinnar sett í 50.000 selda miða og seldust upp á hátíðina mánuði áður en hún hófst. Seinna var þolmörkunum aflétt og fleiri miðar seldir, þar sem 65.922 komu á þessu ári. Síðan 1995 hafa verið valin mismunandi þemu fyrir ár hvert. Fyrir 2006 var þemað til dæmis von og ótti, og fyrir 2007 var þemað græni maðurinn. Fyrir 2011 var þemað „Rites of passage“, eða þegar samfélagsleg staða einstaklings breytist, og árið 2012 var þemað frjósemi. Fleiri þemu sem hafa verið eru þróun, von og ótti, sálarlíf og stórborg.

BORGINAHönnunin á viðarmanninum tekur mið af þemanu hverju sinni að einhverju leiti, þó svo að í seinni tíð sé hönnunin á honum fremur stöðluð. Þá er mest litið til þess að aðlaga botninn sem hann stendur á að þemanu. Þemun hafa einnig mikil áhrif á list þeirra sem taka þátt í hátíðinni, hvort sem það eru listaverk, búningar, tjaldsvæði eða faratæki. Á Burn-ing Man koma saman fjölmargir listamenn sem taka þátt í listrænni sköpun á svæðinu og það er mælt með því að allir taki þátt í einhverskonar listrænni tjáningu. Það eru fjölmörg skipulögð þemasvæði af stjórn hátíðarinnar, þetta eru miðkjarnar svokall-aðir þar sem uppákomur eiga sér stað og nokkurs konar miðlægar stöðvar fyrir hvert tjaldsvæði fyr-ir sig. Tónlistaratriði, alls kyns listræn atriði og götuleikhús eru meðal þess sem búast má við í þessum miðkjörnum. Rétt fyrir utan svæðið, eða borgina, eins og hún er oftast kölluð af hátíðargest-um, liggur botn uppþornaðrar ár sem heitir Lake Lahontan. Þar safnast oft mikið af sérstæðum lista-verkum, allt frá litlum skúlptúrum upp í metnað-arfull verk sem innihalda gjarnan rafmagn eða eld.

GÓÐMENNSKAListaverk á hátíðinni eru gjarnan talin vera gjöf til samfélagsins frá listamönnunum, þó svo að hægt sé að sækja um styrki í gegnum ákveðið kerfi mjög snemma hvers árs. Með því tilstilli er reynt að hjálpa listamönnum við erfið verk sem krefjast mikils fjármagns, en þó er einungis hjálpað til við að fjármagna brot af hverju verki. Þar af leiðandi þurfa listamenn sem vinna stór verk að leita sér að styrkjum hér og þar.

Page 64: Askur - Útskriftartímarit

Gjafir spila stóran þátt í hátíðinni, þar sem gildi gjafa er nær ómælanleg. Gestir gefa gjafir til hvors annars án þess að það sé skilyrði að stunda viðskipti með gjöfum með svipað verðgildi. Í staðinn fyrir að nota peninga er fólk hvatt til að stunda það að gefa hvort öðru gjafir reglulega. Það er mælt með því að fólk gefi hvoru öðru gjafir án þess að búast við einhverju til baka og þar með stuðla að góðmennsku.

FRELSIÁ Burning Man er einblínt á einstaklinginn og hversu misjöfn við getum verið. Fataval og mismun-andi samfélagslegir hópar hafa myndast og þróast með tímanum. Staðurinn hefur sinn eigin karakter og tungumál sem þú kynnist mjög fljótlega þegar þú ferð að lesa dagblöð á hátíðinni og tala við annað fólk. Þú munt hitta furðulegt fólk á hátíðinni sem titlar sig eftir ákveðnum gildum sem þau standa fyrir, eins og fólk sem kennir sig við glitrandi póný-hesta og eru með regnbogalitað hár eins og þeir póný-hestar sem margir léku sér með í barnæsku. Burning Man dregur að sér heilan helling af skap-andi fólki sem er tilbúið til að leggja mikið á sig og jafnvel margra mánaða vinnu til að setja upp tímabundna list sem er einungis til sýnis á hátíðinni.

Sum verk eru stórfengleg að því leiti hvað mikill metnaður er lagður í byggingu þeirra og þeirri til-hugsun að þau séu bara gerð fyrir eina viku ársins. Bílar eru skreyttir og eru eitt af því skemmtilegra við hátíðina. Mörg hundruð mismunandi bílum og farartækjum er búið að skreyta með blikkandi ljós-um og öðrum búnaði, takandi fólk upp í á einhverja skemmtikeyrslu. Oft á tíðum er boðið upp á drykki í bílunum og tónlist í stóru hljómkerfi.

Hátindur hátíðarinnar er svo þegar kveikt er í við-armanninum á laugardeginum. Á meðan á hátíð-inni stendur hangir hann yfir hátíðargestum í allri sinni reisn. Gestir flykkjast að þegar kveikt er í og upphefst mikil gleði. Flugeldum er skotið upp og mikið af eldlistarmönnum taka þátt í kringum brennuna sjálfa. Brennan er táknræn á þann hátt að hún tengist gildum hátíðarinnar um að skilja ekki eftir sig nein merki. Ekki að spilla náttúrunni á neinn hátt og að við eigum að koma fram við jörðina með virðingu. Á þann hátt eru miklar tilfinningar bundnar í þessari athöfn fyrir marga og hún er góð-ur lokapunktur á annars furðulegri, skapandi og ógleymanlegri hátíð.

Page 65: Askur - Útskriftartímarit

HVAÐ ER SÚRREALISMI?Sagan hefur skilað okkur hinum og þessum listastefnum. Áður fyrr var eðlilegast að túlka hlutina í sínu upprunalega formi, eða eins og þeir koma fyrir sjónir. Oft á tíðum var raunveruleikinn fegraður. Málarar máluðu oft á tíðum það sem bar fyrir sjónir, eins og fólk eða landslag og varð útkoman sú að verkin urðu nánast alveg eins og fyrirmyndirnar. Ljósmyndarar tóku svo við af málurum og fengu meira frelsi í sinni túlkun. Þar af leiðandi fór að bera meira á ímyndunarafli í listsköpun og úr urðu nýjar og nýstárlegri listastefnur sem urðu umdeildar meðal almenn-ings. Súrrealisminn er einn af þessum umdeildum listastefnum.

Súrrelismi er ákveðin togstreita milli drauma og raunveruleika. Við missum skynsemina og glæðumst auknum skilningi á merkingarleysinu. Raunveruleikinn er grunnurinn á meðan hugsjónin sleppir sér í kröftum náttúrunnar þar sem form eru óskilgreind og sterkar litasamsetningar mála veggi vit-undarinnar. Raunveruleikinn hörfar fyrir frjálsum manns-andanum. Súrrealismi felst í því að létta af bælingu vitsmuna-lífsins, afmá mörkin milli draums og vöku, ímyndunar og veruleika, hlutlægs og huglægs og koma þannig á svoköll-uðum „ofurveruleika”. Hugsanir flæða án þess að vitsmunir skipti sér af. Súrrealisminn er heimur drauma og orðaflæðis.

ASKUR | 65

Page 66: Askur - Útskriftartímarit
Page 67: Askur - Útskriftartímarit

Ég heiti Thelma Diljá og er 26 ára Kópavogsmær. Eftir 5 ára fjarveru úr/eftir grunnskóla ákvað ég að skella mér í förðunarnám árið 2009 sem ég útskrifaðist svo úr með diploma sem förðunarfræðingur.

Tveimur árum síðar ákvað ég að mig langaði að læra meira, eitthvað sem ég hafði unun af að sinna í frítímanum og gæti gleymt mér í. Ég velti þessu mikið fyrir mér en ég hugsaði bara þannig ein­hversstaðar verður maður að byrja. Og meira eftir því sem ég kynntist þessu fagi þá langaði mig til

þess að læra meira og langar enn þann dag í dag.

Ég valdi grafíska miðlun af því ég er heilluð af hönnun og mér finnst

gaman að spá í hvernig hitt virkar. Ég hef alltaf verið heilluð af bókum, það er einhvað

annað við það að hafa bók í hönd en spjaldtölvu. Framtíðaráform tengd náminu eru margskonar,

sveinsprófið er næst og stefnan er svo tekin á marg­miðlunina, meðal annars vegna þess að verða rit­höfundur, margmiðlari, hönnuður og eða arkitekt.

Thelma Diljá Ólafsdóttir

ASKUR | 67

Page 68: Askur - Útskriftartímarit

Lulla brúðan er sofandi dúkka sem hermir eftir nálægð umönnunarhlutverksins með því að spila á alvöru upp-töku af öndun og hjartslátt af móðurinni í hvíld. Lulla markmiðið er að hjálpa börnum að koma á stöðugleika eigin öndunar og hjartsláttar, sem leiðir til betri gæði og lengri svefns auk þess aukið öryggi.

Lulla er með einstakt einkaleyfi á hönnun sem var innblásin af rannsóknum á Kangaroo umönnunar, áhrif hjartsláttar og öndun hljómar, og áhrif sem lykt, sjón og snerting hafa á börn og ungabörn.

HeyrnÞegar ýtt er á brjóstið, þá spilar Lulla alvöru upp-töku af öndun og hjartsláttar móður í hvíld. Nafn hennar er Guðrún, hún er kær vinur, móðir fjögurra og jóga kennari.

HegðunBörn kjósa að líta á eitthvað sem líkist mannaand-liti. Litirnir í dúkkuna voru valdir í þeim tilgangi að gera dúkkuna Unisexand Unirace.

SnertingYtra lagið er gert úr mjúku náttúrulegum bómull. Fyllingin er úr öfgafullum fínum örtrefjum sem er hypoallergenic.

LyktEfnið á dúkkunni getur tekið á sig lykt frá foreldr-um ef þeir halda fyrst það nærri húð þeirra áður en þau gefa það til barnsins fyrir aukna tilfinningu af öryggi.

Þvotta leiðbeiningar Mundu að taka hátalarann út áður en þú þværð dúkkuna! Dúkkan er vélþveginn í volgu vatni sem gerir það öruggara fyrir lítil börn með vanþróuð ónæmis- og öndunarfæri.

Við mælum með að nota þvottavélarpoka og þarf að vera á hægu prógrammi. Eftir þvott gætir þú þurft að færa fyllinguna smá svo dúkkan geti endurheimt þá fyrri lögun.

Róró dúkkan – The lulla doll

RÓRÓDúkkan

68 | ASKUR

Page 69: Askur - Útskriftartímarit

RannsóknirLullu dúkku hugtakið er byggt á fjölmörgum rann-sóknum á áhrifum nálægðar, öndunar og hjartslátt-arhljóðum sem hafa áhrif á svefn og líðan. Þetta eru helstu niðurstöður:

• Börn sofna fyrr og sofa lengur í einu. • Stöðugleiki í hjartslætti og öndun. • Dregur líkurnar á SIDS (Sudden infant death

syndrome).• Þróun taugastarfsemi eykst.• Aukin vellíðan, lækkuð streita og minni grátur.

Í þróun á yndislegu Lulla dúkkunni tóku þátt, nokkrir ráðgjafar í hjúkrun og læknisfræði þátt í að skapa dúkkuna eins og hún er í dag.

Á þessum stigum var Lulla dúkkan prófuð á vöku-deild hjá Íslenska Landspítalanum með foreldra ungabörnum og nýburum. Foreldrar fengu dúkkur fyrir börn sín til að hafa á sjúkrahúsinu og heima. Eftir nokkrar vikur voru þeir spurðir hvernig þeir töldu það gæti gert breytingar bæði fyrir barnið og sig. Inntak þeirra var mikilvægt fyrir þróunar-rannsóknina.

Læknisrannsókn á áhrifum Lulla dúkkunnar í stöðugleika hjartsláttar og öndunar barna á vöku-deildinni er áætlað eftir að dúkkan kemur úr fram-leiðslu. Íslenski Landsspítalinn hefur verið sannur félagi fyrir okkur og við erum mjög þakklátar á

vöxtunum sem hafa verið í þessu verkefni. Liðið á vökudeild eru bjartsýnir að rannsóknir geta sýnt fram á að dúkkan getur haft jákvæð áhrif á stöð-ugleika hjá nýburum. Sérstaklega þar sem það er að byggja á fyrri rannsóknum sem benda til að það getur haft mikil áhrif.

HljóðiðUpptökuliðið samanstendur af tónlistarmanni, hljóðritun sérfræðinga og rafvirkja. Guðrún, sem er kær vinur, jógakennari og móðir fjögurra barna var faglegur andi okkar.

Liðið gerði andrúmsloftið í upptöku stúdíóinu eins vel og mögulegt er með kerti, púða og teppi. Guðrún fór í djúpa hugleiðslu í tvær klukkustundir á meðan liðið beið, hlustaði og skráði niðurstöður. Eftir fjórða upptöku fundinn var hljóðið okkar loksins tilbúið.

Til að gera hljóðið eins nálægt alvöru lífi og mögulegt er, þá var hjartsláttur og öndun skráð samtímis. þá var hjartsláttur og öndun skráð sam-tímis. Lengd upptökunar voru tvær klukkustundir sem var svo skorið í hreinan hálftíma sem var svipað nóg á báða enda fyrir það var sett einskonar lykkja.

Dúkkan og hljóðið Ef þú ýtir á hjarta dúkkunar gefur hún þér stutta hljóð kynningu sem varir í nokkrar sekúndur. Til að að virkja dúkkuna þarft þú að ýta niður á hjarta

ASKUR | 69

Page 70: Askur - Útskriftartímarit

dúkkunar uns hljóðið kemur á eða í um 3 sekúndur, þegar dúkkan er búinn að kveikja á sér spilar hún hljóðið í 8 klukkustundir áður en það slokknar á sér. Þegar þú villt svo slökkva á hljóðinu þá er bara að ýta á hjartað aftur.

RÓRÓHæ! Mitt nafn er Eyrún, ég er móðir tveggja stráka, stofnandi og forstjóri Íslenska fyrirtækisins RóRó. Nafnið kemur frá íslenska orðinu ro sem þýðir rósemi og þægindi.

RÓRÓ er notuð til að hjálpa börnum og um-önnunaraðilum þeirra til að líða betur. Það var stofnað árið 2011 í kringum eina hugmynd: að gera vöru fyrir börn sem líkti nálægð þegar foreldrarnir þurftu að vera í burtu. Ég lærði af námi mínu í sálfræði þar sem nálægð við umönnunaraðila, og sérstaklega hljóð öndun og hjartslátt, hefur fjöl-mörg jákvæð áhrif á börn.

Rannsóknir segja okkur að vináttan hjálpar börn-um að stjórna eigin hjartsláttar þeirra og öndun og það aftur veldur betri svefni, meiri heildar vellíðan auk auknu öryggi.

Vitandi þetta, gerði ég tilraun til að halda strák-unum mínum nálægt mér eins mikið og mögulegt var. Þegar ég hélt þeim í fanginu eða svaf með þá hjá mér, þá myndu þeir sofa lengur í einu og ég fann að þeir voru stöðugri. Hins vegar var ég frammi fyrir þeirri áskorun að einnig þurfti ég að fá pásu og hvíla mig.

Það geta verið margar ástæður og aðstæður þegar foreldrar einfaldlega geta ekki haldið smáfólki sínu nálægt. Börn taka oft lúr, fara að sofa snemma á kvöldin og það er ekki öruggt fyrir sumt fólk að sofa með og mörgum finnst það óþægilegt. Það eru einnig alvarlegri ástæður eins og veikindi og sjúkrahúsvist foreldra og barna

Reyndar hugmyndin um Lulla dúkkuna fæddist, þegar vinkona mín átti barnið sitt snemma og þurfti hún þá að láta hana vera á landsspítalanum á hverju kvöldi í 2 vikur. Það var þá sem ég fékk þá hugmynd að vekja Lulla dúkkuna till ífsins.

Lulla brúðan hermir eftir nálægð með mjúkum snertingum hennar og róandi hljóði, þannig að þegar foreldrar þurfa að vera í burtu af einhverjum ástæðum, þá geta born þeirra enn upplifað jákvæða kosti nálægðar.

Dúkkan hefur verið í þróun og prófun í 3 ár.

Lulla dúkkan hefur fengið verðlaun fyrir bæði ný-sköpun og hönnun. Við höfum líka verið blessuð með fjölmörgum styrkjum. Við höfum fengið fullt af skemmtilegum viðbrögðum frá starfsfólki okkar foreldrófunum;

Þau segja að þau töldu raunverulega dúkkan gerði gæfumuninn fyrir alla fjölskyldu velferðina. Við vonumst til að koma Lulla dúkkuna til fjölskyldna alls staðar að, hjálpa fleiri foreldrar og börnum til að sofa lengur, líða betur og vera öruggari.

Eyrún

Tilnefningar AutomobileBíll ársins 2015

Alfa Romeo 4CBMW i8

BMW 2-línanChevrolet Camaro Z/28

Ford MustangHonda Jazz

Lamborghini HuracánMercedes Benz C-class

Subaru WrxVolkswagen GTI

70 | ASKUR

Page 71: Askur - Útskriftartímarit

Rice Krispies

Rice krispies kaka með bananarjóma og karamelluBotn:

100 g smjör 100 g suðusúkkulaði 100 g karamellufyllt súkkulaði, t.d. Rolo,

Galaxy, karamellufyllt Pipp eða mars. 4 msk síróp 4-5 bollar Rice Krispies

Bræðið smjör, súkkulaði og síróp saman í rúmgóð-um potti við vægan hita. Takið pottinn af hitanum og hrærið Rice Krispies saman við. Setjið blönduna í form og látið kólna í ískáp.

Bananarjómi: 1 peli rjómi (2,5 dl) 1 stór banani

Stappið bananann og þeytið rjómann. Blandið stöppuðum banananum varlega saman við rjómann og breiðið yfir botninn.

Karamellusósa: 20-30 ljósar Nóa töggur (eða aðrar karamellur) 1 dl rjómi

Bræðið töggurnar í rjómanum við vægan hita og hrærið þar til blandan er slétt. Kælið karamellusós-una áður en hún er sett yfir rjómann.

ASKUR | 71

Page 72: Askur - Útskriftartímarit
Page 73: Askur - Útskriftartímarit

Mismunandi gerðir ADHDÞað finnast þrjár mismunandi gerðir af ADHD:ADHD – með ráðandi athyglisbrestiADHD - með ráðandi ofvirkni og hvatvísiADHD - blönduð gerð, með bæði athyglisbresti, of-

virkni og hvatvísi.

Hvaðan kemur ADHDÁður fyrr töldu menn að aðstæður og umhverfi

í barnæsku hefðu áhrif á þróun ADHD. Í dag hafa rannsóknir sýnt að arfgengi er langstærsti þáttur-inn. Það sést meðal annars á því að ADHD getur komið fram á fleiri einstaklingum í fjölskyldunni (þó að það sé ekki algilt).

Skv. Rannsóknum er talið að stærsti áhrifa-þátturinn í þroun ADHD sé:

• Arfgengi (60-80% er talið erfðatengt)• Áhrif á meðgöngu (sýkingar, neysla áfengis og/eða vímuefna)• Fyrirburar• Heilaskaðar á fyrsta æviári• Sjúkdómar eða slys• Aðrar þroskaraskanir

Ef við tökum dæmi um drenginn Gutta er mjög líklegt að hann hafi erft gen sem valda honum erfiðleikum. Foreldrar gutta þurfa ekki endilega að vera sjálf með ADHD en kannast kannski við einkennin frá öðrum fjölskyldumeðlimum.

Ekki er sannað að börn sem alast upp við slæm-ar aðstæður eða óöryggi í æsku séu líklegri til að

greinast með ADHD ef ekki eru undirliggjandi arf-gengar skýringar.

Þær truflanir sem verða í heilanum hafa enn ekki verið skýrðar að fullu en rannsóknir benda til þess að ADHD hafi sérstaklega áhrif á heila-stöðvar sem stýra hvatvísi, eftirtekt/einbeitingu og skipulagningu.

Hversu mörg börn eru með ADHDFleiri alþjóðlegar rannsóknir benda til að Gutti sé ekki sá eini með ADHD. Milli 7-10% allra skólabarna eru með ADHD bæði ofvirkni og athyglisbrests-vanda þ.e.a.s það leynist að minnsta kosti einn Gutti í hverri kennslustofu.

Hvað einkennir ADHDFleiri en eitt einkenni þarf að vera til staðar til að barn greinist með ADHD þ.e. athyglisbrestur og/eða ofvirkni og hvatvísi. Minnst sex einkenni um bæði ofvirkni og athyglisbrest þurfa að koma fram og hafa varað í minnst 6 mánuði. Þessi einkenni skulu ekki vera í samræmi við aldur og þroska barnsins.

Dæmi um einkenniAthyglisbrestur varðandi smáatriði, fljótfærnisvill-ur í skóla, vinnu eða öðrum athöfnum. Erfiðleikar með að halda athygli við leik eða störf. Virðast ekki hlusta þegar talað er til þeirra.

Fylgja sjaldan leiðbeiningum og eiga erfitt með að ljúka heimavinnu, skyldum heima fyrir og ver-kefnum í starfi. Það er ekki vegna þvermóðsku eða því að fyrirmælin hafa ekki skilist. Eiga erfitt með

ADHD – BÖRNADHD er stytting á greiningunni Attention Deficit Hyperactivity Disorder, það er að segja truflun á athygli, hvat-vísi og ofvirkni. Orsakir ADHD eru líffræðilegar og stafa af truflunum í boðefnakerfi heilans á svæðum sem gegna mikilvægu hlutverki í stjórn hegðunar og athygli. Hér áður fyrr var talað um misþroska börn en er í dag skilgreint á alþjóðavísu sem ADHD röskun.

ADHD – BÖRN

ASKUR | 73

Page 74: Askur - Útskriftartímarit

að skipuleggja verkefni og athafnir. Truflast auð-veldleg af utanaðkomandi áreiti. Koma sér hjá eða kæra sig ekki um að vinna krefjandi verkefni eða heimavinnu. Týna eða gleyma hlutum sem eru nauðsynlegir. Það geta verið leikföng bækur eða skriffæri. Eru oft gleymin í daglegum athöfnum.

Ofvirki Gutti iðar mikið með höndum og fótum, snýr sér og vindur uppá sig í stólnum. Yfirgefur oft staði þar sem ætlast er til að hann sé t.d. í kennslu-stofu eða öðrum athöfnum. Á oft erfitt með að leika sér og halda sig við tómstundir. Er alltaf að gera eitthvað og á erfitt með að sitja kyrr. Talar oft mikið.

Hvatvísi Gutti grípur oft frammí. Á erfitt með að bíða eftir að röðin komi að honum. Truflar aðra eða fer yfir mörkin m.a. með því að ryðjast inn í samtal annarra, leik eða spil.

Annað sem einkennir ADHDMerki um einkenni s.s. ofvirkni, athyglisbrest og hvatvísi þurfa að hafa komið fram á unga aldri. Einkennin þurfa að koma fram á minnst tveimur sviðum, s.s. í skólumhverfinu og á heimili.

Beinar vísbendingar þurfa að liggja fyrir um að einkennin valdi einstaklingnum sannanlegum vandkvæðum annaðhvort félagslega, námslega eða í athöfnum.

Einkennin koma ekki fram sem frávik í þroska, geðklofi eða annar geðrænn vandi. Með öðrum orðum þarf að vera ljóst að ekki sé um geðræna kvilla sem skýrt geta einkennin.

Hvernig fer greiningin framHvernig er hægt að koma auga á að drengur eins og Gutti sé venjulegur eða hvort hann skeri sig úr. Til að ADHD greining fari fram þurfa einkennin að valda honum erfiðleikum í daglegu lífi og hafa áhrif á umhverfi hans.

Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir að ein-kennin geta verið mismunandi frá einum einstak-lingi til annars, einnig hjá börnum með ADHD.

Þverfaglegt matÞað eru ekki blóðprufur, sérstök rannsókn eða sál-fræðipróf ein og sér sem gefa greininguna ADHD. Greining hjá dreng eins og Gutta fer í gegnum þver-faglega rannsókn ásamt viðtölum við foreldra hans og hann sjálfan auk læknisrannsóknar þar sem heilbrigði hans er rannsakað s.s. hreyfifærni, félags-færni og athygli hefur þverfagleg athugun einnig

leitt í ljós hvort hann reynist haldinn einhverjum sjúkdómi sem getur skýrt ástandið.

Sálfræðileg greining er gerð á getu hans til að einbeita sér, getu til að leysa vandamál og getu til náms ásamt félagslegum tengslum,minni og skiln-ingi. Rannsóknirnar kanna einnig hvort einhver vandamál hafi komið upp á meðgöngu eða í fæðingu sem geta skýrt einkennin. Einnig er einkenni um Gutta lýst frá fæðingu fram til þess dags er grein-ingin fer fram ásamt sjúkra- og fjölskyldusögu og upplýsingum frá skólanum.

Hvernig er meðferð háttað við ADHDADHD hefur ekki aðeins áhrif á barnið heldur

einnig á aðra fjölskyldumeðlimi. Erfiðleikar Gutta hafa ekki einungis áhrif á hann heldur einnig um-hverfið sem hann lifir og hrærist í dags daglega.Til að meðferð við ADHD gagnist þarf að skapast skilningur fyrir aðstæðum Gutta, hvaða hlutir það eru sem hann á erfitt með og hvernig umhverfið getur komið honum til hjálpar. Þegar hann upplifir sigur í sínu daglega umhverfi minnkar það streitu og hjálpar honum að komast í gegnum þá erfiðleika sem hann mætir í daglegu lífi.

Þörf fyrir hrósAllir hafa þörf fyrir hrós en börn með ADHD bók-staflega þrífast á hrósi! Barn með ADHD er fætt með röskun sem veldur því að það þarf daglega að takast á við margar áskoranir. Börn með ADHD lenda ítrekað í aðstæðum sem hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra. Því er mikilvægt að allir þeir sem umgangast barnið skilji aðstæður þess og séu tilbúnir til stuðnings.

Daglegt skipulagVel skipulagður dagur hentar fyrir dreng eins og Gutta, þ.e.a.s. skýrar, einfaldar reglur, fastir ramm-ar og venjur t.d alltaf sömu matar- og svefntím-ar. Með þessu móti verður auðveldara að fást við erfiðleikana og veita börnunum þá tilfinningu að vera elskuð.

Börn með ADHD eru í aukinni hættu á náms-erfiðleikum, einelti og félagslegum erfiðleikum. Jákvætt viðhorf og skilningur af hálfu kennarans er grundvallaratriði og viðurkenning á að hegðunin snýst ekki aðeins um óþekkt eða slæmt uppeldi.

Drengur eins og Gutti á t.d. erfitt með að hlusta og halda athyglinni, hann truflast auðveldlega af

74 | ASKUR

Page 75: Askur - Útskriftartímarit

áreitum í umhverfinu og þar af leiðandi er gott að láta hann sitja nálægt kennaranum þar sem hann getur verið í ró og án truflunar en jafnframt þar sem kennarinn getur auðveldlega aðstoðað hann.

Skóladagurinn þarf að vera skipulagður til að Gutti viti alltaf hvað er framundan. Þegar kennar-inn gefur bekknum leiðbeiningar getur Gutti haft þörf fyrir að kennarinn endurtaki þær fyrir hann. Minni hópar með auknum stuðningi geta hentað vel fyrir börn með ADHD þar sem það reynist oft erfitt fyrir þau að einbeita sér lengi í einu.

Samvinna og stuðningurGóð samvinna milli foreldra, skólans og annarra sem koma að málefnum barnsins er það sem skap-ar bestu aðstæðurnar. Með réttum stuðningi eru mestu líkurnar á að barninu takist að vinna úr erfiðleikum sínum og læri að nýta styrkleika sína.

LyfjameðferðEf ofangreindur stuðningur hefur ekki borið árang-ur er möguleiki á að grípa verði til lyfjameðferðar. Foreldrar, barnið og skólinn verða að vera vel upp-lýstir um lyfin, áhrif þeirra, mögulegar aukaverk-anir og hættuna á að lyfin hafi áhrif á önnur lyf sem tekin eru.

Rannsóknir hafa sýnt að um 70-80% barna með ADHD sem fara á lyf ná góðum árangri. Það er í höndum sérfræðinga að ávísa lyfjum til barna með ADHD. Mjög fáar rannsóknir hafa verið gerðar á hvernig börnin sjálf upplifa að fá lyfin og hvernig börn almennt upplifa að fá lyf (það á við um öll lyf).

Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið og börnin sjálf eru spurð hafa leitt í ljós að þau upplifa að lyfin hafi virkað og þau vilji gjarnan halda áfram að taka þau. Algengustu skráðu aukaverkanirnar af lyfjum við ADHD eru lystarleysi, svefnleysi og höfuðverkur. Eru fleiri börn sem fá ADHD í dag en áður.

Margir þættir hafa áhrif á hvort börn fái grein-inguna ADHD. Eitt af viðmiðunum er hvort ein-kenni barnsins hafi hamlandi áhrif bæði félagslega, námslega og hvað varðar athygli. Skólasamfélag sem gerir kröfur um að nemendur beri að hluta til ábyrgð á námi sínu sjálfir og samfélag þar sem sífellt fleiri einstaklingar eru í hverri kennslustofu auka kröfur sem gerðar eru til barna með ADHD og eykur líkur á vandamálum.

Auknar kröfur um færni og getu til að vinna úr

sífellt meira magni upplýsinga geta verið erfiðar fyrir börn með ADHD. Aukið val og skipting milli verkefna krefst þess að börn þurfa að vera fær um að flytja athyglina frá einu atriði til annars og vera virk í mismunandi samhengi. Um leið upplifa barnafjölskyldur meiri streitu og tímapressu en áður og hafa þar af leiðandi ekki eins mikinn tíma til að styðja við bakið á börnum sínum. Hjá læknum, sálfræðingum og kennurum er aukin þekking og skilningur um ADHD.

Því fylgir einnig minni skömm í dag en áður að leita sér aðstoðar auk þess sem meðferðarleið-ir eru fjölbreyttari en áður var. Þetta geta m.a. verið orsakirnar fyrir því að í dag greinast fleiri börn með ADHD. Umræður eru af hinu góða en þær einar hjálpa ekki börnum sem glíma núna við ADHD og þurfa á aðstoð að halda. Því það sem þau þarfnast mest er skilningur og stuðningur en ekki bara orðin tóm.

ASKUR | 75

Page 76: Askur - Útskriftartímarit
Page 77: Askur - Útskriftartímarit

Ég heiti Þórarinn Ingi Tómas­son og er 27 ára sveitastrákur. Þegar ég var 18 ára þá flutti ég til Austfjarða í leit að vinnu, tók þar leigubíla­, rútu­ og meirapróf. Vann fyrir austan sem vörubílstjóri og kranamaður. Svo flutti ég í höfuðborgina og byrjaði í námi við Tækniskólann.

Mörg og fjölbreytt áhugamál t.d. kvikmynda­

gerð/tækni brellur, myndlist, hönn un og forritun urðu til

þess að námið í grafískri miðlun varð fyrir valinu. Nám í grafískri mið­

lun er fjölbreytt og veitir góðan grunn í áframhaldandi þekkingarleit.

Námið í Tækniskólanum hefur nýst mér vel og mun halda því áfram um ókomna tíð. Eftir útskrift er stefnan á að klára sveinsprófið núna í vor.

Þórarinn Ingi Tómasson

ASKUR | 77

Page 78: Askur - Útskriftartímarit

Gísli B.Ef Íslendingar eru beðnir um að nefna einn íslenskan hönnuð á nafn, einungis þann fyrsta sem kemur upp í hugann, þá eru góðar líkur á að nafnið sem kæmi upp væri Gísli B. Maðurinn sem átti hvað stærstan þátt í að móta grafíska hönnun hér á landi í núverandi form og á þann virðingar­sess sem greinin hefur í dag. Gísli B. Björnsson hélt út til náms árið 1959 í virtum skólar í Stuttgart. Hann kom heim aftur 1961 með módernisman sem átti einfaldlega eftir að upphefja íslenska hönnun á annan og betri stað.

Ég hitti Gísla á útskriftarsýningunni nýverið, þar sem við nemendur Tækniskólans vorum að sýna afrakstur námsins og árangur erfiðis okkar við grafíska miðlun, prentun, ljósmyndun og bókband. Bókina Gísli B – Fimm áratugir í grafískri hönnun

hafði ég haft við höndina undanfarnar vikur við undirbúning umfjöllunar um Gísla. Nafnið hafði ég heyrt margsinnis, verk hans hafði ég séð, haldið uppá og notað sem innblástur. Gísla sjálfan og hans persónu vissi ég hins vegar minna um, eftir að hafa sigrast á feimninni þá bið ég hann um viðtal fyrir tímaritið. Gísli er hinn hressasti og allur að vilja gerður að finna dagsetningu fyrir viðtal. Nokkrum dögum seinna mælum við okkur mót á heimili hans.

Mörg kná þótt þau séu smáGísli er líklega þekktastur fyrir merkjahönnun, auðkenni fyrirtækja sem endurspegla markmið þeirra, hverju þau stefna að og standa fyrir. Hann segir merkjagerð ekki hafa breyst mikið í gegnum árin. Hönnunar ferlið snúist ennþá um að finna

ÍSLENSKI HÖNNUÐURINN

78 | ASKUR

Page 79: Askur - Útskriftartímarit

það sem skipti máli, skafa burt óþarfann, leita að kjarnanum. Þessi aðferða fræði við merkjahönnun sem menn eins og Gísli B., Paul Rand og fleiri hafa verið í forsvari fyrir, naum hyggja laus við glingur, bjöllur og skraut. „Á vissum tímum þá koma tísku útfærslur. Þegar tölvan kemur þá verður mikil ofhleðsla í röstun og litum. Núna virðist það vera að ganga til baka. Í dag er verið að einfalda hlutina aftur“. Í hönnun myndast þessi tog streita og átök milli hins veraldlega og andlega, neyslu­hyggjan og naum hyggjan skiptast á að vera ríkjandi í sviðsljósinu. „Þetta gengur í bylgjum og hefur alltaf verið þannig,“ segir Gísli og vill meina að hug mynda fræðin á bakvið merkin og hvað þau eiga að segja sé stundum sett í aftursætið til að víkja fyrir fagurfræðinni. „Það má ekki gleymast að gefa sér tíma í að kafa djúpt í merkinguna á bak við, hvað þýðir merkið? Hvað segir það? Hvað segir sagan, hefðin, menningin?“ Hann bætir svo við: „Ég er kannski farinn að hugsa meira um þá hluti núna þegar maður gefur sér tíma til að lesa, skoða og pæla“.

Verkin sem endast eru mest gefandi„Gegnum tíðina hefur mér þótt mest gaman af að vinna að bókum, þeim sem ég hef fengið að móta frá upphafi til enda. En því miður er nú ekkert mikið af svoleiðis verkefnum, því þau taka oft mikinn tíma og mönnum finnst þá hönnunarkostnaðurinn vera of hár“. Gísla finnst hönnun auglýsinga ekki jafn gefandi. „Þú þarft að klára þessa auglýsingu í dag, skila henni í prentsmiðjuna á morgun, svo birtist hún hinn daginn og næsta dag eftir það er hún gleymd.“ Að sögn Gísla þá eru merkin og bækurnar eitthvað sem lifir áfram, hönnun á auglýsingum er dagurinn í dag og úreldast hraðar en önnur verk.

Myndlist er lífsankeriðÞessa dagana er Gísli meira að sinna myndlistinni. Hann var fæddur og uppalinn í kringum listina. Hann segir mynd listina alltaf hafa verið sitt áhuga­mál og stundar því mikið að fletta í gegnum mynd­listarbækur, fara á söfn og á sýningar. Þegar Gísli er spurður að því hvort hægt sé að færa mynd listina inn í hönnunina svarar hann: „Já, alla daga, alltaf, hún er lífsankerið.“ Gísli segir að hönnuður þurfi að fylgjast með, lesa út úr því hvað er að gerast, hvort

ASKUR | 79

Page 80: Askur - Útskriftartímarit

1918 – 1981

LUBALIN

sem það er listir, pólítík eða tíska. Hönnuðurinn þarf að vera hluti af deginum í dag og helst einu skrefi á undan. Stór hluti af námi í grafískri hönnun er að vinna með myndbyggingu, liti og form. Þetta séu tengdar greinar og listin er órjúfanlegur partur af hönnun. „Er búinn að vera utan í myndlistinni alla ævi, það fylgir þessu,“ segir Gísli og bætir við að þegar hann hafi stundað sitt grunnnám hafi enginn greinamunur verið gerður á námi í hönnun eða myndlist. „Menntunin sem okkur var veitt í gamla Myndlista– og handíðaskólanum var alhliða myndlistarmenntun“.

Hreinar línurÁrið 1959 fór Gísli til Stuttgart til náms. Þá hélt myndlistarhluti námsins áfram. Fyrsta sumarið var athugað hvað hann kunni fyrir sér í teikningu, myndbyggingu og hvort hann kynni að fara með liti. Síðan tók við sérnám í grafískri hönnun. Aðal­kennari Gísla verður þá letur– og bókahönnuðurinn Walter Brudi(1907­1987). Undir leiðsögn Brudis voru teiknuð letur, merki og fleiri verk.

Í náminu varð Gísli fyrir miklum áhrifum af módern isma, þessari nýju hugmynda– og fagur­fræði, mótuð af eftirstríðsárunum, upp byggingunni og viðspyrnu gegn þjóðernis hyggju. Gísli segir það helst hafa verið aðstoðar menn prófessorsins sem opnuðu dyrnar að módernismanum. „Prófessorinn, Walter Brudi, sem kenndi mér, var meiri klassíker, en aðstoðar menn hans voru meira að sýna manni það nýjasta sem var að gerast.“ Hjá þeim stúderaði Gísli einfalda og hreina týpógrafíu, letrið fær að njóta sín, lestrarlínur hreinar, verkin laus við ofhleðslu forma og lita, formin fá en samt höfð sterk. „Þetta er ennþá á bak við það sem ég er að gera.“ segir Gísli að endingu.

Fyrirmyndir og Bauhaus„Ég er afsprengi af þessari svissnesku/þýsku hönnun sem er að eiga sér stað uppúr 1950. Eigin­lega fram hald af Bauhaus“. Bauhaus var mennta­stofnun í Þýskalandi í kringum 1920. Árið 1933 þegar Nasisminn komst til valda þá flæma nasistar þessa hreyfingu frá Þýskalandi og hún dreifist víða um heim; til Sviss, Bretlands og Bandaríkjanna. Margir af þessum Bauhaus mönnum verða síðan kennarar í ýmsum lista akademíum. Nem endur þeirra eru af þeirri kyn slóð sem kalla mætti bylting­ar kynslóð sem umskapar margt í grafískri hönnun.

Fyrirmyndir Gísla voru frumkvöðlar og lista­menn Bauhaus stefnunnar, þar má nefna t.d. Piet Mondrian, Wassily Kandinsky og Feininger. „Ég hafði strax gaman af Paul Klee þegar ég var unglingur“. segir Gísli. Hér heima sótti Gísli sér innblástur til mynd lista manna á borð við Scheving, Þorvaldar Skúlasonar og sérstaklega Kjarval. Ljóst er að Gísli hefur mikið dálæti af þessum merka lista manni þjóðarinnar, Gísli ljómar allur upp og bætir við: „Kjarval, auðvitað Kjarval, teikningin og lita meðferðin hjá honum er alveg stór kostleg“. Einlægni og virðing skín í gegn þegar Gísli talar um Kjarval. Hægt er að koma auga á samhljóm í verkum Gísla og Kjarval, bláleitu tónarnir fyrir himinn og haf, grænleitur mosinn í náttúrunni. Þessir köldu litir sem Norðurlandaþjóðir þekkja vel, samsama sig við og velja oftast fram yfir heitu litina sem eru meiri partur af heitu löndunum nálægt miðbaug.

Ég spyr Gísla hvaða hönnuð hann líti mest til þegar kemur að merkja gerð, hann svarar: „Ef ég ætti bara að nefna einn þá væri það Lubalin“. Herb Lubalin (1918–1981) var grafískur hönnuður sem hannaði m.a. letur gerðina Avant Garde. Í verkum Lubalin má sjá fágaða skraut skrift og snjalla hönnun en einnig húmorinn sem Gísla fannst mjög öfundsverður. „Ég öfundaði hann svolítið… fannst eins og ég næði ekki fram þessum snjalla húmor og hnyttni“ segir Gísli kátur.

Forsendur góðrar hönnunar„Hún þarf að hafa eitthvert notagildi, ekki bara vera falleg heldur þarf hún að hafa tilgang. Skil­virk í að koma því fram sem hún á að skila. Ekkert yfirhönnuð, stundum er eins og menn séu að reyna of mikið, hún þarf að vera eðlileg og gagnleg“.

2

Sýnd í Bíó

stuttmynd

80 | ASKUR

Page 81: Askur - Útskriftartímarit

Ráð til hönnuðaGísli leggur áherslu á að unga fólkið nýti tímann sem það hefur, sé lifandi vera, hugsi, lesi, skoði. Mennti sig ef það hefur tækifæri til þess, ferðist út fyrir þennan ramma og umhverfið sem er eflaust orðið rót gróinn partur af þeim sjálfum. „Fari í fram­haldsnám úti, læri nýja hluti“. Gísli bætir við að mikil vægt sé að fá aðra sýn á hlutina, kynnast fólki, skoða sýningar, hlusta á fyrir lestra og þroska þannig

2

Sýnd í Bíó

stuttmynd

sjálfan sig. „Ég tala bæði af minni eigin reynslu, einnig þeim fjölmörgu nemendum og samstarfs­fólki sem hefur unnið með mér í gegnum tíðina. Um leið og þau voru búinn að vera einhverstaðar utan í námi eða vinnu þá voru þau kominn með sinn eigin karakter og orðin þau sjálf, þess vegna legg ég áherslu á þetta.“ Gísli segir líka vera mikilvægt fyrir hönnuði að reyna koma upp umræðu í kringum sig, eiga sér viðmælendur því mikill lærdómur sé í sam­ræðunum um hönnun og listir. Vera í hóp sem hefur gaman af því að skoða, ræða og miðla þekkingu sinni til hvors annars. „Það myndast einhver andi í hópnum, svo ef maður finnur fyrir einhverjum veikleika að geta beðið um aðstoð frá einhverjum í hópnum, fá álit um hvaða atriði séu góð og þau sem mættu betur fara, að það ríki trúnaður á milli manna“. –þit

ASKUR | 81

Page 82: Askur - Útskriftartímarit

andaríski hönnuðurinn Paul Rand var einn sá fyrsti í sínu heimalandi sem til einkaði

sér Svissneska stílinn í grafískri hönnun. Rand er best þekktur fyrir hönnun á auð kennum fyrir hin ýmsu fyrir tæki. Rand sótti innblástur m.a. í Kúbisma og Bauhaus, þar var málarinn Paul Klee í miklu uppáhaldi, fyrstu auglýsingar Rand voru undir miklum áhrifum frá Klee bæði varðandi liti og notkun tákna. Aðrar fyrirmyndir voru arki tekt­arnir Ludwig Mies, Walter Gropius og Le Corbusier, listamennirnir Roger Fry, Wassily Kandinsky og heimspekingurinn John Dewey.

Bauhaus prófessorinn László Moholy­Nagy lýsti Paul Rand svo: „Raun sær hug sjóna maður sem tvinnar saman list ræna þætti og markaðsmál, hann skil greinir þörfina til að finna lausnina“. Rand trúði því að góð hönnun væri lífstíll, hönnunar ferlið vett vangur hæfi leika, hug mynda, verk vits og tækni­

legrar þekkingar. Fagurfræðin, markaðsmál, tækni og sálfræði eru einnig órjúfanlega tengt þessu ferli.

Ferill Á árunum 1937 til 1941 vann hann aðalega við hönnun á bókum og markaðsetningu, eftir það var hann meira í auglýsingarhönnun. Mörg fræg kenni­merki urðu til þegar hann fór að einbeita sér meira að auðkenni og ímyndarvinnu fyrir fyrirtæki uppúr 1954, sem dæmi má nefna hannaði hann fyrir IBM, UPS og ABC. Hann átti stóran þátt í því fá fyrirtæki til að trúa á vörumerki og hönnun sem mikilvæg tól til að ná til viðskiptavina. Á þessum tíma varð ímyndar­ og auðkennis hönnun fyrir fyrirtæki fljót­lega arðbærasta sérgrein hönnunar

PRNA U

LD1914–1996

82 | ASKUR

Page 83: Askur - Útskriftartímarit

Kynningin lykilatriðiSamkvæmt Rand er kynningin fylgi fiskur hönnunar og hug mynda vinnu, kynning á lausn sem skortir inni hald getur ekki staðið einungis á fagur fræðinni, eða falist bak við fallegar myndir eða skraut. „Að kynna nýja hugmynd er eitt erfiðasta verk efni sem hönnuður þarf að kljást við, kynningin sjálf er sitt eigið verkefni og kallar á að sérsniðna lausn“.Hönnuð lausn á vandamáli stendur eða fellur á því hversu vel hugmyndavinnan er kynnt, hvort það er þegar merkið er afhent kúnna eða hvernig merkið kynnir sig sjálft þegar það er komið í notkun fyrir allra augu. Hönnuðir eru ýmist að kynna verkin sín eða verkin að kynna sig sjálf.

Hönnun á að vera lausnamiðuð og innihaldsrík en ekki bara til að framleiða flott útlit og fallega prent gripi, lausn sem býr yfir dýpt er líklegri til að vekja eftir tekt og verða eftirminnileg í hugum fólks. Hönnun er einfaldlega samspil, milli umbúða og inni halds. Það sem oft stýrir lógógerð eru skoð­anir, fordómar og staðalímynd um hvernig kenni­merki eigi að líta út. Betri leið er að styðjast við nota gildið en ekki skoðanir, hugmyndina en ekki leturgerðir eða tísku. Til að finna lausnina þarf rannsóknarvinnu, þá þarf að hlusta eftir stað­reyndum ekki skoðunum.

Klassísku grænu baunirnar frá ORA

þjóðlegt

íslenskt

alltaf gottþjóðarsálinveislumatnum

sósusultu

markmið

frumleg

sköpunargáfaverðmætasköpun

verðmætt

styrkurmenning

mikilvægtframtíðíslensk

ávallt

hæfileika

þekkingu

þjóðfélag

eflumímyndunarafl

hugmyndaflug

hugvit

atvinnulíf

draumar

framleiðsla

samfélag

skoðanir

skoðun

hefð

hefð

ómissandi

dagamun áfram

sýnagæði

gæði

stuðninghagur okkarinnlent

nýsköpun

heilbrigt

framtíð

okkarhagur

gott

góðu

veisla

listhagsælt

listrænfjörug

straumar

ogstefnur

umræða

skapasamanhóp

aukaeða

framkvæma

hérlendis

hérlent

fólk

efnilegt

sjálfstæð

frumkvæði

undirstaða

vettvangur

stoðir

samstarf

heilsa

meðlæti

alltaf

alltaf

gaman

nýsköpunmeð

vel

við

lífsgæði

hátíðarsteikinnier

ómissandi

á diskinn

íslenskt

OOOOO

O OO OOOO

O

OOOO

O OO

OO

OO O O

O

OoOOOOO

OOOOOOOOOO

OOo oO

OOOOOO O

OO OOOO OOOO

O O OOOO

OO OOO

OO

OOOOO

OoOOO

o

frámeðum

eðaog1952

síðanPRNA U

LD „Hönnuðurinn þarf að trúa á verkin sín og skilja

hlutverk sitt, hlutverkið veitir honum umboð til að hætta fjárhæðum og jafnvel störfum annarra, þótt að hann geti gert mistök. Réttlætingin er sú að í gegnum ævistarf sitt hefur hann keppst við að leysa vandamál annarra, fundið nýjar nálganir að lausnum með nýjum hugmyndum og auðgað þannig heiminn nýjum upplifunum“.

(Paul Rand um hlutverk , úrdráttur úr „Advertisement:

Ad Vivum or Ad Hominem?“, þýðing höfundar).

ASKUR | 83

Page 84: Askur - Útskriftartímarit

þ

ö

++++++

++

+

++++++++++++++++++++++++

++

+

+++

++++++++++++++++

++++++++++++++++++++++++++++++

++++++++

++++++++++++++++++

++++++++++

+++++++++++

mun

bja

rga

heim

inum

, á

eftir

rokk

inu

hönnun

+

JosefMüller-BrockmanEftirstríðsárin voru tími uppbyggingar og endur­reisnar, gerð möguleg með samvinnu milli landa, samvinna jók traust milli ríkja, traust lagði grund­völl fyrir verslun. Allt þetta kallaði eftir hlut lausum sam skipta máta lausan við táknmyndir fortíðar.

Einn af frumkvöðlum þessarar stefnu var Josef Müller­Brockmann fæddur og uppalinn í Sviss, hann var grafískur hönnuður og kennari. Uppúr 1950 var hann orðinn einn helsti kenningarmaður Svissneska stílsins. Þekktur fyrir einfaldleika og skilvirkni í hönnun, höfuðmarkmið JMB var að útbúa samskipta form sem er gjaldgengt allsstaðar, auðvelt að útfæra á milli tungumála og menningar­heima. Samkvæmt honum er grindarkerfið verk færi til að hanna, forgangsraða og skipuleggja á skil­virkari máta. Reglusöm uppröðun á prentaðan flöt þarfnast auk grindar kerfisins þekkingar á tækni­atriðum varðandi læsileika.

1914–1996

84 | ASKUR

Page 85: Askur - Útskriftartímarit

þ

ö

++++++

+++

++++++++++++++++++++++++

++

+

+++

++++++++++++++++

++++++++++++++++++++++++++++++

++++++++

++++++++++++++++++

++++++++++

+++++++++++

mun

bja

rga

heim

inum

, á

eftir

rokk

inu

hönnun

+

/ Dav i

d

Ray GunCarson

David Carson mætti auðveldlega telja einn áhrifa­mesta og umdeildasta grafíska hönnuð síðari ára. Þekktastur fyrir að hönnunar stjórinn á bak við Ray Gun, framsækið tímarit um jaðartónlist frá árunum 1992­2000. Carson lauk námi í félagsfræði, hann starfaði sem framhaldsskólakennari í fimm ár áður en hann sneri sér að hönnun, þá orðinn 26 ára gamall. Hann hafði enga formleg menntun á sviði grafískrar hönnunar annað en nokkur hagnýt námskeið.

Þó að brautryðjendur eins og t.d. Paul Rand hefðu að miklu leyti verið sjálflærðir var hin akademíska grafíska hönnun orðin allsráðandi enda fagið loks orðið viður kennt og rótgróið, kennslu aðferðir vel skil greindar, komnar venjur, hefðir og reglur. Sjaldgæfara var orðið að hönnuðir sem skorti þennan bakgrunn næðu langt í faginu. Sérstakir aðstæður urðu til þegar tölvan byrjaði að ryðja sér rúms í hönnun. Tölvan jafnaði að mörgu leyti leikinn milli faglærðra og ófaglærðra, skólar áttu erfitt með að aðlaga sig að tækninni. Með tölvunni og umbrots­forritunum kom aukinn hraði og sveigjan leiki í upp­setningu, sem Carson nýtti í að prófa nýja hluti.

Ekki rugla saman læsileika og samskiptum/tjáningu – David Carson

David Carson

Page 86: Askur - Útskriftartímarit
Page 87: Askur - Útskriftartímarit

Siglfirðingur, fæddur ‘84 sem hefur komið víða við. Fyrri störf spanna allt frá löndun og skrifstofu­störfum til ráðgjafar á barna og ung­linga geð deild auk þess að hafa unnið með útigangsfólki hjá Reykjavíkurborg.

Ég heillaðist af grafískri miðlun vegna fjöl­breytileika fagsins og hversu marga mögu leika námið opnar.

Allt sem ég hef lært og kynnst í náminu hefur

aukið skilning minn á því hver­n ig mismunandi hlutar fag sins

mætast og vinna saman. Minn áhugi liggur helst á sviði hönn­

unar, útlits, hugmyndavinnu, umbrots og upp setn ingar.

Með því að læra um efnið sem unnið er með, aðferðir í framleiðslu, prenti og eftirvinnslu er eitthvað sem hjálpar mér vita innan hvaða marka ég þarf að vinna hvert verk fyrir sig.

Halldór Þormar Hermannsson

ASKUR | 87

Page 88: Askur - Útskriftartímarit

88 | ASKUR

Page 89: Askur - Útskriftartímarit

ARNEJACOBSEN

Arne Jacobsen var einn áhrifamesti arkítekt og hönnuður 20. aldar. Ferill hans spannaði nærri hálfa öld og skildi hann eftir sig djúp spor

í hönnunarsögu norðurlanda.

FYRSTU ÁRINArne Jacobsen fæddist í Kaupmannahöfn 11. febrúar árið 1902. Faðir hans var heildsali og móðir hans bankagjaldkeri, en málaði blómamyndir í frístund-um. Foreldrarnir voru efnuð og mjög listhneigð og hann var því alinn upp innan um listaverk og fallega muni. Arne fékk af þessum sökum snemma hug á að gerast myndlistarmaður og þótti hafa mikla teikni-hæfileika. Það varð þó úr að hann nýtti þá til annarra hluta en listmálunar. Faðir hans hvatti hann mjög til að læra eitthvað annað en bara list, því það gæti orðið erfitt fyrir hann að framfleyta sér sem listamaður.

Eftir að Arne kynntist bræðrunum Mogens og Fleming Lassen, sem síðar urðu þekktir í danskri byggingarlist, vaknaði áhugi hans á arkítektúr og fór hann í nám í verkfræði og arkítektúr við the Royal Danish Academy of Fine Arts og School of Architecture í Kaupmannahöfn.

Arne varð þekktur frumkvöðull á sviði arkítektúrs og hönnunar þar sem hann lét fagurfræði og einfald-leika módernismans ráða för en virti þó ávalt hefð-ir fyrri tíma. Stíll hans einkenntist af hófsstiltum hreinleika, enda var hugtakið „Less is more” eitt af

slagorðum módernismans sem Arne festi varanlega í sessi með hönnun sinni.

UPPHAF STARFSFERILSINSÁ námsárunum vann hann að hönnun og árið 1925, tók hann þátt í hönnunarkeppni á heimssýningunni International Exposition of Modern Industrial and Decorative Arts (Exposition Internationale des Arts Décoratifs et Industriels Modernes) í París og hlaut þar silfurverðlaun fyrir stól sem hann vann í samstarfi við kennara sinn Kay Fisker. Þá var Arne aðeins 23 ára.

Sú sýning er sögð hafa verið ein af meginkveikjum „Art Deco“-stefnunnar sem seinna varð gríðarlega vinsæl, enda er nafnið „Art Deco“ fengið úr orðunum „Arts Décoratifs“. Það var þá sem Arne byrjaði að vekja eftirtekt í hönnunarheiminum og þótti strax efnilegur hönnuður með róttækar hugmyndir og frumlegan stíl.

Arne lauk námi árið 1927 en árin í kringum út-skrift hafði hann ferðast töluvert um Evrópu og orðið fyrir miklum áhrifum af því sem hann sá á ferðum sínum.

ASKUR | 89

Page 90: Askur - Útskriftartímarit

Á meðal helstu áhrifavalda hans voru arkítektarnir og hönnuðirnir Le Corbusier (1887–1965), Mies van der Rohe (1886–1969) og Walter Gropius (1883–1969) sem kalla mætti feður módernisma í arkítektúr og hönnun. Verk þeirra spanna allt frá byltingakenndum arkítektúr í heimsfrægum byggingum yfir í ódauð-lega hönnun á húsgögnum sem mörg hver eru enn framleidd og eftirsótt í dag.

Strax frá fyrstu starfsárum sínum í arkítektúr vann Arne Jacobsen með hugmyndir sem spruttu frá þess-

um módernisma, hugmyndir sem höfðu ekki tíðkast áður, voru langt á undan sinni samtíð en lifa enn þann dag í dag. Þessar hugmyndir einkennast af náttúrlegum formum, flötum þökum, hreinum og einföldum línum, stórum gluggum og meiri notkun glers en áður hafði tíðkast.

Það var þó ekki vandræðalaust fyrir Arne að inn-leiða módernismann í Danmörku þar sem hann ein-kennist aðalega af notkun steinsteypu og stáls, efna sem ekki voru notuð í Danmörku á þeim tíma. Dönsk byggingarhefð hafði til þessa tíma nær eingöngu notast við múrsteina og náði Arne að láta þessa tvo heima mætast og vann úr því efni sem honum stóð til boða.

Aðeins ári eftir að námi lauk vann Arne Jacobsen ásamt Flemming Lassen samkeppni þar sem verk-efnið var að hanna íbúðarhús framtíðarinnar. Húsið var síðan byggt fyrir heimssýninguna í Kaupmanna-höfn sem fór fram árið 1929.

Húsið var vægast sagt á undan sínum tíma og einkenndist af framtíðarlegum og draumkenndum hugmyndum módernisma þriðja áratugarins, það var hringlaga og skartaði flötu þaki, byggt úr stein-steypu, stáli og gleri. Hönnunin gerði ráð fyrir bílskúr og bátahúsi sem voru hluti af húsinu sjálfu og gerðu íbúum kleift að keyra eða sigla beint inn í húsið auk þess sem það státaði af þyrlupalli.

Ráðhúsið í Rødovre. Skarpar línur, stál og gler einkenndu byggingar Arne Jacobsen.

Teikning af „Fremtidens Hus“

90 | ASKUR

Page 91: Askur - Útskriftartímarit

VERKEFNIN STÆKKUÐU„Framtíðarhúsið“ varð til þess að ári síðar fékk Arne verkefni fyrir mann að nafni Max Rothenborg. Þar var hann beðinn að hanna einbýlishús fyrir fjöl-skylduna rétt utan Kaupmannahafnar og sá hann um nær allar hliðar hönnunarinnar, allt frá því að teikna húsið yfir í að hanna öll húsgögn og útfæra allan frágang.

Hugtakið yfir þessa nálgun er „Gesamtkunstwerk“, „total work of art“ eða heildarverk. Með því er átt við litið sé á alla hluti verkefnisins sem eina heild sem vinna þurfi saman og hver út frá öðrum, með því náist ákveðið flæði og jafnvægi sem ekki fengist annars. Þetta átti eftir að verða einkennandi fyrir framtíðarverk hans. Húsið vakti mikla athygli og festi Arne Jacobsen í sessi sem leiðandi nafn í heimi nútímaarkítektúrs.

Eftir að hafa sigrað í hugmyndakeppni fyrir hönnun á strandhóteli í Klampenborg var Arne fenginn til að teikna Bellevuehótelið. Þetta var árið 1931 og árið áður hafði orlofsréttur Dana verið festur í lög. Þetta leiddi til þess að sprenging varð í ferðamennsku og Bellevue-ströndin varð einn allra vinsælasti áfangastaður Dana.

Bellevue-verkefnið óx og þegar uppi var staðið hafði Arne hannað módernískan kjarna við ströndina í Klampenburg sem samanstóð af Bellavista-fjölbýl-

ishúsunum, Bellevue-leikhúsinu sem skartaði opn-anlegu þaki, reiðhöll og framtíðarlegri bensínstöð. Allt var þetta byggt í sama einkennandi stíl og er af-raksturinn því mikilvægt dæmi í hönnunarsögunni.

Fingraför Arne má reyndar sjá víða, því eins og áður fyrr voru engin smáatriði of lítil eða ómerkileg fyrir hann. Á meðal þess sem kom af teikniborði Arne voru hlutir eins og búningsklefar fyrir strandgesti, sölubásar, eftirlitsturnar, búningar strandvarða og aðgöngumiðar.

STRÍÐIÐ 1939–1945Stríðið braust út árið 1939 og setti það stórt strik í feril Arne Jacobsen. Bæði kom þar til að hús-byggingar urðu erfiðari vegna skorts á byggingar-efnum auk þess sem hann var af gyðingaættum. Þetta varð til þess að hann yfirgaf Danmörku og flýði til Svíþjóðar með árabát yfir Eyrarsund. Starf hans sem arkítekt lá að mestu niðri á stríðsárunum, þess í stað lagði hann meiri áherslu á að vinna með textíl, veggfóður og aðra hönnun. Eftir stríðið myndaðist mikil eftirspurn eftir húsnæði, bæði íbúðarhúsum og opinberum byggingum og þá sérstaklega húsum sem hægt var að reisa á skömmum tíma. Hann snéri aftur til Danmerkur árið 1945.

Bellavistsa-íbúðarkjarninn í Klampenborg.

ASKUR | 91

Page 92: Askur - Útskriftartímarit

FERILLINN EFTIR STRÍÐIÐÞað tók Arne Jacobsen nokkur ár að koma ferli sín-um á skrið aftur eftir hildarleik stríðsins. Árið 1955 teiknaði hann Söholm-húsin í Kaupmannahöfn en þau voru mjög nýstárleg raðhús sem voru á pöllum sem sköruðust, líkt og algengt er í dag sem braut upp formið þar sem venjan var að raðhús væru lengjur. Svo vel leist honum sjálfum á húsin að hann flutti í eitt þeirra og bjó þar til æviloka.

Á sjötta áratugnum vaknaði áhugi hans á hönnun innanstokksmuna fyrir alvöru, en á árunum 1956–1960 hannaði hann SAS Royal-hótelið í Kaupmanna-höfn sem í dag er ein af hans þekktustu byggingum. Þar var það nýjung að hann teiknaði ekki bara húsið og burðarverk þess, heldur hannaði hann alla inn-anstokksmuni allt frá veggklæðningum og húsgögn-um og niður í litla gripi eins og öskubakka. Hótelið stendur í miðborg Kaupmannahafnar og var lengi hæsta bygging borgarinnar, en það er 70 metra hátt. Bygging þess vakti nokkrar deilur þar sem borgin var á þessum tíma lágreist og margir óttuðust að turn úr stáli og gleri myndi eyðileggja ásýnd hennar. Það var við hönnun á hótelinu sem hann datt niður á sitt þekktasta verk, hægindastólinn Eggið.

Í dag þekkja margir Arne Jacobsen fyrst og fremst fyrir húsgögn sem hafa verið fjöldaframleidd í hans nafni. Ávalar línur, náttúruleg form og einfaldleiki einkenna húsgögn hans líkt og byggingar og sótti

Arne m.a. innblástur til hjónanna Charles og Ray Eames. Mörg þekktustu húsgögnin sem Arne hann-aði voru hluti af heildarverki hans fyrir ákveðinn viðskiptavin. Þar er vert að nefna The Ant eða Maur-inn sem var sérstaklega hannaður fyrir matsal Novo- lyfjaframleiðandans árið 1952.

Sem fyrr segir var Eggið hluti af SAS-verkefninu, en aðir frægir gripir úr því verkefni voru Svanurinn og Dropinn ásamt AJ-lömpunum. Oxford-stóllinn var hannaður fyrir kennara í St. Catherine’s háskól-anum í Oxford, en Arne fékk það verkefni að teikna byggingu skólans árið 1962.

Søholm pallahúsin sem Arne teiknaði eftir stríð og bjó í til æviloka.

Eggið teiknaði Arne fyrir SAS hótelið árið 1958

92 | ASKUR

Page 93: Askur - Útskriftartímarit

ARFLEIFÐ ARNE JACOBSENVerk hans eru heimsþekkt í dag og leynast víða. Hann starfaði meðal annars fyrir Steltonfyrirtækið og margir þekkja kaffikönnur þeirra og ýmsan annan eldhúsbúnað sem er tímalaus í sínu hringlaga formi ber vott um sterkt formskyn hönnuðarins.

Þegar Arne Jacobsen varð bráðkvaddur 69 ára að aldri, árið 1971, var hann með mörg verkefni í vinnslu, meðal annars banka og opinberar byggingar. Fyrirtæki hans hélt áfram vinnslu verkanna og lauk þeim. Hinn móderníski byggingarstíll eftirstríðsár-anna hefur ekki fengið að öllu leyti jákvæðan dóm sögunnar, þótt það ríki meiri sátt við hann í dag en á árunum frá 1980 og fram undir síðustu aldamót.

Hinsvegar eru það hin fínlegu atriði hönnunar Arne Jacobsen sem gera hann óumdeilanlega að einum mesta áhrifamanni í hönnun áranna eftir stríð.

Handbragð hans er auðþekkt á byggingum, hús-gögnum og smáhlutum og gefur hinni köldu hönnun þessa tíma eitthvað mannlegt. Sjálfur sagði Arne Jacobsen að það sem skipti mestu máli í allri hönnun væri að hlutföllin í henni væru rétt. Hann benti á að ef allar merkustu byggingar sögunnar væru skoðað-ar, hvort sem það væru pýramídarnir, byggingar frá endurreisnartímanum eða byggingar reistar í nútím-anum, þá væri það eina sem væri þeim sameiginlegt að hlutföllin væru óaðfinnanleg.

Royal SAS Hotel í Kaupmannahöfn. Teiknað af Arne og byggt á árunum 1956–1960

ASKUR | 93

Page 94: Askur - Útskriftartímarit

Á T T A Á H R I F A V A L D A R2 0 . A L D A R

WALTER KNOLLFabricius

Skeifan 7 Sími: 588-0642Kringlan Sími: 588-0660

Listi yfir átta af áhrifamestu arkítektum síðustu aldar og nokkur af þeirra helstu verkum.

MetLife byggingin (New York)Walter Gropius

Solomon R. Guggenheim safnið (New York)Frank Lloyd Wright

Barcelona Pavilion (Barcelona)Ludwig Mies van der Rohe

TWA Flight Center (New York)Eero Saarinen

Villa Savoye (Poissy)Le Corbusier

SAS Royal Hotel (Kaupmannahöfn)Arne Jacobsen

Guggenheim safnið (Bilbao)Frank Gehry

Chrysler byggingin (New York)William Van Allen

94 | ASKUR

Page 95: Askur - Útskriftartímarit

Ludwig Mies van der Rohe 1886–1969 Þýskaland Barcelona Pavilion, Barcelona stóllinn, Seagram byggingin.

Walter Gropius 1883–1969 Þýskaland Stofnandi Bauhaus skólans, MetLife byggingin.

Le Corbusier 1887–1965 Sviss/Frakkland Villa Savoye, Philips Pavilion, Grand Confort stóllinn,.

William Van Alen 1883–1954 USA Chrysler byggingin.

Frank Lloyd Wright 1867–1959 USA Guggenheim safnið í New York, Fallingwater.

Arne Jacobsen 1902–1971 Danmörk SAS Hótelið í Kaupmannahöfn, Eggið.

Eero Saarinen 1910–1961 Finnland TWA Flight Center NY, Gateway Arch St. Louis

Frank Gehry 1929 Kanada/USA Walt Disney Concert Hall, Dancing House,Guggenheim safnið í Bilbao

WALTER KNOLLFabricius

Skeifan 7 Sími: 588-0642Kringlan Sími: 588-0660

Page 96: Askur - Útskriftartímarit
Page 97: Askur - Útskriftartímarit

Ég heiti Hlynur Kristjánsson og er 19 ára. Ég er búinn að stunda nám við tækniskólann í u.þ.b. þrjú og hálft ár. Ég byrjaði í Tækniskólan­um haustið 2011 á grunnnám upplýsinga og fjölmiðla og skipti síðan í grafíska miðlun veturinn 2014. Ég stefni á það í framtíðinni að læra grafíska hönnun í Lista háskólanum.

Þótt ég hafi farið í grafíska mið­lun hef ég samt sem áður sérhæft

mig í photoshop, vinn myndir og blanda þeim saman. Áður en ég byrjaði

í tækniskólanum var ég í myndlistarskól­anum frá 8–13 ára aldurs, og hef því góðan

grunn í teikningu sem hefur hjálpað mér við við Adobe forritin, þó mest í Photo shop og Illustrator.

Hlynur Kristjánsson

ASKUR | 97

Page 98: Askur - Útskriftartímarit

CONOR MCGREGOR Á LEIÐINNI Á TOPPINN?Conor McGregor er eitt umtalaðasta nafnið í MMA í dag þrátt fyrir að hafa aðeins þrisvar barist í UFC. Stóri kjaftur hans og hæfileikar í búrinu hafa skotið honum hratt upp á sjónarsviðið í UFC.

Í aðeins hans þriðja UFC bardaga var hann í aðalbardaga kvöldsins, nokkuð sem er fáheyrt innan raða UFC. Á bardagakvöldinu var hann aðal stjarnan enda fór bardagakvöldið fram í heimabæ hans, Dublin Írlandi. Okkar maður, Gunnar Nelson,

barðist á sama kvöldi er hann sigraði Zak Cummings eftir hengingu.

Þrátt fyrir að bardagin í dublin hafi verið þriðji síðasti bardagi kvöldsins er eins og bardaga aðdáendur séu lang spenntastir fyrir þessum bardaga. Til marks um það hafa um 231.000 manns horft á upphitunarþátt UFC fyrir bardaga McGregor og Poirier á meðan upphitunarþátturinn fyrir titilbardaga kvöldsins (aðalbardaginn) er með

Næsti bardagi Conor McGregor verður ekki titilbardagi. McGregor mun mæta Þjóðverjanum Dennis Siver þann 18. janúar í Boston.Þetta kemur vissulega á óvart en hinn írski McGregor er í 5. sæti á styrkleikalista UFC en Siver stendur eins og er í 10. sæti. McGregor er með fjóra bardaga að baki hjá UFC og hafa allir bardagar hans verið afgerandi sigrar. Hann hefur verið á hraðleið upp deildina með augun föst á fjaðurvigtarbeltinu. Margir töldu það líklegt að McGregor myndi næst fá sigurvegarann úr titilbardaga Jose Aldo og Chad Mendes.

Því miður fyrir McGregor eru flestir á topplista

deildarinnar þegar komnir með andstæðing. Cub Swanson mun keppa gegn Frankie Edgar, Ricardo Lamas gegn Dennis Bermudez og Chan Sung Jung hefur verið sendur í hernaðarskyldu í sínu heimalandi. Þetta skilur aðeins Dennis Siver og Nik Lentz eftir á topp tíu listanum.

Siver sigraði Charles Rosa á UFC Fight Night 59 en fyrir það hafði hann tapað tveimur bardögum í röð. Siver sem er 35 ára gamall og á loka spretti feril síns mun því eiga í erfiðleikum með hinn 26

um 100.000 áhorf.

98 | ASKUR

Page 99: Askur - Útskriftartímarit

Tap Gunnars við Rick StoryBardagi hans og Rick Story fór nánast eingöngu fram standandi. Gunnar náði honum ekki í gólfið en þangað vildi Story alls ekki fara. Bardaginn fór alla leið og tveir dómarar af þremur dæmdu Story sigur í bardaganum. „Það kom á óvart hversu sleipur hann var og hvernig hann gat haldið keyrslunni áfram. Hvernig hann gat sveiflað svona ægilega af krafti út allar loturnar,“ segir Gunnar í viðtali við vísi og myndi það ekki koma mér á óvart ef Rick story hafi borið vaseline á sig fyrir bardagann. Gunnar er með svarta beltið í BJJ (Brazilian Jiu Jitsu) og er einn sá sterkasti í jörðinni í UFC, miðað við 5 töp með stuttu millibili hjá Rick Story myndi það ekki koma mér á óvart ef hann hafi viljað vinna bardagan við gunnar en gunnar var taplaus fyrir bardagann í Stokkhólm.

Okkar maður segir það ekki hafa haft áhrif á undirbúning sinn að vera án þjálfarans, John Kavanagh, í um tvær vikur rétt fyrir bardagann. Gunnar vildi fá mann á topp fimm fyrir þennan bardaga en fékk Story sem var ekki á topp fimmtán. Var hann að biðja um of mikið of snemma?

„Nei, ég held ekki. Svona bardagar eiga sér stað. Story hefur sigrað núverandi meistara og hann er einn af þessum gaurum sem geta komið upp aftur. Ég veit að ég fell aðeins aftur í goggunarröðinni núna en ég veit að ég mun koma til baka. Fá fínan andstæðing og halda áfram að klifra upp. Það er engin spurning að þessi reynsla mun styrkja mig. Þetta var hrikaleg orrusta,“ sagði Gunnar Nelson.

ára McGregor. Þess má geta að Árni Ísaksson sigraði Dennis Siver í veltivigtarbardaga árið 2006.

Margir hafa sett spurningamerki við þennan bardaga þar sem McGregor hefur ekki enn fengið sterkan glímumann líkt og Nik Lentz, Dennis Bermudez eða Chad Mendes. Í stað þess hefur hann fengið bardagamenn sem vilja standa og skiptast á höggum sem er nokkuð sem hentar McGregor vel.

Jose Aldo berst iðulega aðeins tvisvar á ári með löngu millibili og er meiðslagjarn. McGregor gæti

því sigraði Siver í janúar og fengið bardaga gegn Aldo í apríl/maí ef UFC kýs að fara þá leið.Bardaginn verður aðalbardaginn á Fight Night bardagakvöldi í Boston en Conor McGregor er gríðarlega vinsæll þar enda hefur Boston sterka tengingu við Írland. Bardagakvöldið fer fram á sunnudegi og er sama dag og undanúrslitin í NFL fara fram. Hugsanlega er Fox Sports sjónvarspsstöðin að reyna að fá NFL aðdáendur til að sjá Conor McGregor.

Gunnar og Conor æfa oft saman

ASKUR | 99

Page 100: Askur - Útskriftartímarit

Hver er þessi Oscar Pistorius?Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius hefur verið dæmdur fyrir að hafa myrt kærustu sína af gáleisi að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður?

Hann fæddist í Jóhannesarborg þann 22. nóvember árið 1986 og var gefið nafnið Oscar Leonard Carl Pistorius. Þegar hann var ellefu mánaða voru báðir fætur hans fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi (fibular) vantaði í báða fætur hans.

Á unglingsaldri stundaði hann ýmsar íþróttir, þar á meðal rugby, glímu, vatnapóló og tennis. Hann meiddist á hné við rugby-iðkun sumarið 2003 og fór að leggja stund á spretthlaup í endurhæfingunni.

Pistorius komst í samband við íslenska stoðtækja-framleiðandann Össur, og keppti á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu árið 2004 þar sem hann hljóp á gervifótum frá Össuri, eins konar blöðkum, og vann til gullverðlauna í 200 metra spretthlaupi. Hann kom í mark á 21.97 sekúndum og setti þar með heimsmet.

Árið 2006 hóf hann nám við háskólann í Pretoria þar sem hann lærði viðskiptastjórnun, en samhliða náminu hélt Pistorius áfram að hlaupa.

Ári síðar hóf hann að keppa gegn ófötluðum á alþjóðlegum mótum víða um heim, og fljótlega fóru að heyrast gagnrýnisraddir. Héldu menn því fram að blöðkufæturnir veittu honum forskot á aðra keppendur. Var honum í kjölfarið bannað að hlaupa á gervifótunum gegn ófötluðum íþróttamönnum og

draumar hans um að keppa á Ólympíuleikunum í Peking 2008 urðu að engu.

Keppnisbanninu var aflétt rétt fyrir leikana, eftir áfrýjun Pistoriusar, en það var of seint til þess að hann gæti tekið þátt. Þess í stað keppti hann á Ólympíumóti fatlaðra og vann til þrennra gullverðlauna.

Pistorius varð tíður gestur á síðum íþrótta- og lífstílsblaða um allan heim. Fólk dáðist að þrautseigju þessa unga og metnaðarfulla íþróttamanns. Hann skrifaði undir samninga við fjölda fyrirtækja, s.s. fatarisann Nike, símafyrirtækið BT, og ilmvatns-framleiðandann Thierry Mugler.Í fyrra varð Pistorius svo fyrsti fótalausi íþrótta-maður sögunnar til að keppa á Ólympíuleikum. Hann komst í undanúrslit í 400 metra hlaupi og hljóp alla leið í úrslit með boðhlaupssveit Suður-Afríku.

Hann komst ekki á verðlaunapall á Ólympíu-leikunum, en var sigursæll á Ólympíumóti fatlaðra sama ár. Vann hann til tveggja gullverðlauna auk silfurs.

Í nóvember á síðasta ári stofnaði Pistorius til ástarsambands með Reevu Steenkamp, lögfræði-menntaðri fyrirsætu sem var þremur árum eldri en hlauparinn. Það var síðan á fimmtudagsmorgunn í síðustu viku sem hinn hræðilegi atburður átti sér stað á heimili Pistoriusar.

100 | ASKUR

Page 101: Askur - Útskriftartímarit

Slys eða kaldhjartað morð?Fyrstu fréttir af málinu voru þær að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann hélt að hún væri innbrotsþjófur. Fljótlega lék þó grunur á að Pistorius hefði skotið Steenkamp viljandi, og var hann handtekinn í kjölfarið og að lokum ákærður fyrir morð.

21. Október þessa árs var hann dæmdur í fimm ára fangelsi. Hann hafði áður verið fundinn sekur um manndráp af gáleysi.

Pistorius fékk einnig þriggja ára fangelsisdóm fyrir brot á vopnalögum en sá dómur var skilorðs-bundinn. Þetta er hins vega ekki í fyrsta sinn sem hann hefur verið handtekinn fyrir brot á vopna-lögum, því í fyrra var hann handtekinn fyrir að hleypa af handbyssu á veitingarstað. Saksóknarar kröfðust þess að Pistorius fengi að minnsta kosti tíu ára fangelsisdóm, en verjendur töluðu fyrir því að hann fengi að sitja í stofufangelsi eða gegna samfélagsþjónustu.

Fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Suður-Afríku

segir mögulegt að Pistorius verði sleppt úr fangelsi eftir að hafa setið einn sjötta dómsins af sér, eða eftir tíu mánuði.

Barry og June Steenkamp, foreldrar Reevu Steenkamp, sögðust vera ánægð með dóminn og létt að málinu sé lokið. Dup De Bruyn, lögmaður Steenkamp-fjölskyldunnar segir að „réttlætinu hafi verið fullnægt“.

Áður en dómarinn Thokozile Masipa greindi frá refsingu í málinu sagði hún ákvörðunina vera hennar, þó að hún hafi notið aðstoðar í málinu.

Verjandinn Barry Roux þjarmaði að lögreglu-manninum Hilton Botha, en hann fer fyrir rannsókn málsins. Var Botha sakaður um óvönduð vinnu-brögð við rannsóknina og viðurkenndi hann að hafa gerst sekur um klaufaskap varðandi nokkur atriði rannsóknarinnar.

Það er ljóst að mál Oscars Pistoriusar er flókið og dularfullt, en líklega eru dagar hans sem íþrótta-hetju liðnir.

Page 102: Askur - Útskriftartímarit

Þriðjudagur: Bak

Mánudagur: Bringa

Æfing: Sett: Rep: Hvíld:

Brjóstpressa í vél 3 10 1 min

Flöt bekkpressa 3 10 1 min

Handlóðaflugur 3 10 1 min

Dýfur 3 10 1 min

Handlóða yfirtog 3 10 1 min

Standandi kálfaréttur 3 10 1 min

Sytjandi kálfaréttur 3 10 1 min

Æfing: Sett: Rep: Hvíld:

Öfugt niðurtog 4 10 1 min

Handlóðaróður 4 10 1 min

Róður í vél 4 10 1 min

Róður með stöng 3 10 1 min

Sytjandi kappla róður 3 10 1 min

Réttstöður 4 10 1 min

Mjóbaks réttur 3 10 1 min

JAY CUTLERS LIVING LARGE:Living Large er ólíkt öllu sem þú hefur nokkurn tíma upplifað. Það er vika í lífi 4x Mr. Olympia Jay Cutlers, en það er meira en heimildarmynd. Það er líka vöðva - byggingarprogram í heild sinni sem sameinar bestu líkamsþjálfun Jay Cutlers með persónulega næringar áætlun hans og viðbótar fæðubótar áætlun. Þetta er hrátt álit á líf Jay Cutlers og átta vikna massa þjálfun. Það er tækifæri til að borða, æfa, og lifa eins og þekkta líkamsræktar goðsögnin Jay Cutler. Hægt er að sjá heimildarmyndinna ásamt líkamsræktarprógrömunum í heild sinni frítt á bodybuilding .com.

Page 103: Askur - Útskriftartímarit

Fimmtudagur: Hendur

Föstudagur: Fætur

Miðvikudagur: Axlir

Æfing: Sett: Rep: Hvíld:

Þríhöfðapressa með kaðli 3 10 1 min

Dýfur 3 10 1 min

Ennisbrjótur með handlóð 3 10 1 min

Bekkpressa með þröngu gripi 3 10 1 min

Þríhöfðapressa með stöng 3 10 1 min

Tvíhöfðalyftur með stöng 3 10 1 min

Predikaralyftur 3 10 1 min

Tvíhöfðalyftur með handlóðum 3 10 1 min

Tvíhöfða hammralyftur 3 10 1 min

Æfing: Sett: Rep: Hvíld:

Hnébegjur 3 10 1 min

Fótaréttur 3 10 1 min

Fótakreppur 3 10 1 min

Fótapressa 3 10 1 min

Kálfaréttur í vél 3 10 1 min

Æfing: Sett: Rep: Hvíld:

Sitjandi hliðar axlalyftur 6 10 1 min

Sitjandi axlapressa 4 10 1 min

Axlalyftur með handlóðum 3 10 1 min

Axlauppréttur í togvél 3 10 1 min

Framhallandi axlafluga 3 10 1 min

Page 104: Askur - Útskriftartímarit

MUNUR MILLI VAXTARRÆKTAR...

VAXTARRÆKTVaxtarrækt er íþrótt þar sem meginatriði er að ná eins stórum vöðvum og eins litla fitu og hægt er, í stuttumáli skiptir útlit öllu máli en stirkleiki skiptir engu máli í vaxtarrækt. Keppendur eins og maður sér á vaxtarræktarmótum eins og Mr. Olympia ná þeim árangri með því að vera á ströngu mataræði og ströngu æfingarplani. Matarplan flestra líkams-ræktarmanna inniheldur hvítt kjöt eins og kjúkling eða fisk, þetta er vegna þess að hvítt kjöt inniheldur

lítið magn af fitu en hefur mikið magn af próteini. Vaxtarrætarmenn á mótum líta út eins og þeir séu í sínu besta líkamslega formi en raunveruleikinn er sá að þeir eru mest veikburða á mótunum vegna þess að undirbúningur fyrir mót er mjög líkamlega krefjandi og til þess að ná 3 –7% líkamsfitu þurfa þeir að svelta sig og sleppa við að drekka vatn í allt að 2 daga fyrir mót sem er mjög óholt fyrir líkaman.

VÖÐVARLyftingar aðferð vaxarræktarmanna er sú að þeir gera löng sett t.d. 4x15 eða 4x20, hafa litla pásu milli setta og gera æfingarnar hægar og rólegar, þetta er gert til þess að pumpa vöðvana með blóði og brenna fitu á sama tíma, nauðsinlegt er að tegja eftir æfingar til þess að strekkja á vöðvunum til að blóðið heldur áfram að renna vel og vandlega í gegnum vöðvana eftir æfingar. Þessi aðferð gerið vöðvanna pumpaða af blóði og vatni og verða vöðvarnir risa stóra á sama tíma, vaxtar ræktar menn eru alveg sama hvað þeir eru að lyfta þungt vegna þess að þeir vilja bara pumpa vöðvana með blóði og hafa þá eins stóra og þeir geta og þess vegna eru vöðvarnir þeirra meira fyrir show heldur en notkun. Eitt sem er vinsælt hjá vaxtarræktarmönnum er creatine sem er efni

sem nýrun framleiða en er einnig líkamsræktarvara sem kemur í duftformi og er 100% löglegt og er talið skaðminnsta og vinsælasta líkamsræktarvara í heimi. Creatine virkar þannig að það dregur vatn í vöðva og eikur styrk, snerpu og kemur í veg fyrir að líkaminn byrjar að brenna vöðva ef gerðar eru brensluæfingar. creatine er tekið á morgnanna og yfir daginn verður mikill þorsti. Mikilvægt er að drekka mikið vatn yfir daginn á meðan maður er á creatine annars er mikill vatnsskortur í líkamanum sem getur valdið hausverkjum og krampa. Hægt er að taka creatine allann ársins hring og ekki er nauðsinnlegt að taka hring pásur eftir neislu á creatine.

104 | ASKUR

Page 105: Askur - Útskriftartímarit

...OG KRAFTLYFTINGA

VÖÐVAR kraftlyftara eru allt öðruvísi en hjá þeim í vaxtarrækt á þann hátt að í stað þess að vera fylltir af blóði og vatni eru þeir þéttir af massa og ekkert annað. Kraftlyftarar taka lítil sett með mikilli pásu á milli setta til þess að geta lyft eins þungt og þeir geta og eru settin þeirra oftast 4x3 eða 5x5. Þegar svona mikilli þyngd er lyft rifna vöðvavefirnir pinkulítið á þeim skala að það meiðir ekki vöðvann en þegar vöðvinn lagar sjálfann sig verður staðurinn þar sem vefurinn rifnaði þykkari og sterkari, út af þessu halda sumir að harðsperrur sé gott fyrir vöðvan en

það er ekki rétt, Harðsperrur eiga sér stað þegar það kemur snökkt stopp eftir erfiða áreinslu á vöðvann og veldur það bólgu og veikleika. Einnig finnast í blóðsýnum prótein og önnur efni sem venjulega eiga aðeins að finnast inni í vöðvafrumunum. Sýnir það að frumuhimna vöðvafruma hefur rofnað eða orðið lek. Létt er að koma í veg fyrir hasperrum með því að tegja og gera létta æfingu eftir mikil átök. Út af samþjöppuðum vöðvum á kraftlyfturum eru þeir oftast léttari í samanburð við vaxtarræktarmenn en þó eru þeir miklu sterkari.

KRAFTLYFTINGARKraftlyftingar eru kraftaíþrótt þar sem keppt er í kraftlyftingahnébeygju (hnébeygju), bekkpressu og réttstöðulyftu og ræður samanlagður þyngda-árangur keppnisröð keppenda. Einnig eru strong-man keppnir með sömu reglur en með miklu fleiri og fjölbreyttari keppnisgreinar og hafa Íslendingar verið mjög framanlega í þessum keppnum með íþróttarmenn eins og Jón Páll Sigmarsson, Magnús Ver Magnússon og Hafþór Júlíus Björnsson. Í kraft lyftingum verða meiðsli eins og í flest öðrum

íþróttum en í kraftlyftingum eru meiðslin aðeins alvarlegri vegna ótrúlegri þyngd sem þeir lyfta, þá rifna oftast stórir vöðvar og eru þau sannarlega óþægi legustu meiðsl sem maður getur lent í í íþróttum og getur það tekið marga mánuði fyrir vöðvan að jafna sig. Kraftlyftarar spá ekki í því að fá litla fitu á líkamann og stóra vöðva þvert á móti, í raun er það mjög erfitt að safna miklum vöðva massa á stuttum tíma án þess að bæta á sig fitu og bendir það oftast á steranotkun.

ASKUR | 105

Page 106: Askur - Útskriftartímarit

KÆRAR ÞAKKIREnginn maður er eyland, eins og skáldið sagði. Við höfum hlotið ómetanlega aðstoð frá hina ýmsu aðilum við vinnslu tímaritsins og einnig við fram-kvæmd útskriftarsýningarinnar fyrr á þessarri önn. Við viljum því þakka þeim sem hafa stutt við bakið á okkur á hina ýmsu vegu:

Við þökkum kennurum okkar Jóni, Helgu, Sófusi, Brynhildi, Svanhvíti og Hildi fyrir hjálpina og leið-sögn í gegnum námið. Einnig viljum við þakka skólastjóra okkar, Bjargeyju, fyrir alla hennar vinnu og stuðning.

Prentmet, Morgunblaðið, Brandenburg, Oddi, Ísa-foldarprentsmiðja, Svansprent og Festi fyrir að hafa tekið á móti okkur og sýnt okkur innviði starfsins.

Síðast en ekki síst viljum við þakka Berki Bjarna, 10-11, Ásbirni Ólafssyni, Icelandair, Natan & Olsen og Nóa Síríus fyrir veitta styrki á útskriftarsýningu okkar.

Page 107: Askur - Útskriftartímarit

Nesjavellir við Þingvallavatn801 Selfoss

Sími: 482 – [email protected]

www.ioniceland.isfacebook.com/ioniceland

ION LUXURY ADVENTURE HOTELGestir munu upplifa sterka tengingu við náttúruna, orkuna á svæðinu og tær‑ leikann í umhverfinu okkar.

ION LUXURY ADVENTURE SPAHeilun Íslenskrar náttúru. Íslensk náttúra í allri sinnidýrð græðir og glæðir lífi í okkar líkama og sál.

ION LUXURY ADVENTURE VEITINGARNorænni matargerðarlist sem einkennist af hreinleika, fersk‑leika og einfaldleika.

Nesjavellir við Þingvallavatn 801 Selfoss | Sími: 482 3415 | www.ioniceland.is | [email protected]

Page 108: Askur - Útskriftartímarit

Við höfum flutt alla okkar starfsemi í nýtt húsnæði að Ármúla 1

Hlökkum til að sjá þig

Við erum flutt