Arbaejarbladid 5.tbl 2007

27
Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3 Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: [email protected] 5. tbl. 5. árg. 2007 maí Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 Eitt númer 410 4000 Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686 Árbæjarblaðið rakst á Snæbjörn Árnason, íbúa í Reykás 22 í hreinsunarvikunni. Við sjáum ekki betur en hann beiti ryksugunni á garðinn, Hann sagði aðspurður að það væri mikið smádót í grasinu eftir sprengjunar um áramótinn og þetta væri langbesta leiðin til að ná því upp. Það undrar okkur því ekki að lóðin í kringum Reykás 22-26 fékk viðurkenningu fyrir fallega og vel gróna lóð frá Borgarstjóranum í Reykjavík. Egilshöllinni Sími: 594-9630 orkuverid.is Alhliða líkamsrækt og sjúkra- þjálfun Nýir tímar - á traustum grunni Bjóðum alla Árbæinga velkomna í á kjördag að Hraunbæ 102 kosningakaffi Ryksugað í Reykásnum

description

Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Transcript of Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Page 1: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðið

Pantið tíma

í síma511–1551Hársnyrting Villa Þórs

Lynghálsi 3

Opið virka dagafrá kl. 9-18.30Laugardaga frá kl. 10–14

Hraunbæ 102B – 110 Rvk.Sími 567–4200 Fax 567–3126

Netfang:[email protected]

5. tbl. 5. árg. 2007 maí Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

Eitt númer

410 4000

Komdu beint til okkar!- og við tjónaskoðum í hvelli þér

að kostnaðarlausu

Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Bilastjarnan_02_001.ai 18.11.2004 15:18:40

Árbæjarblaðið rakst á Snæbjörn Árnason, íbúa í Reykás 22 í hreinsunarvikunni. Við sjáum ekki betur en hann beiti ryksugunni á garðinn, Hannsagði aðspurður að það væri mikið smádót í grasinu eftir sprengjunar um áramótinn og þetta væri langbesta leiðin til að ná því upp. Það undrarokkur því ekki að lóðin í kringum Reykás 22-26 fékk viðurkenningu fyrir fallega og vel gróna lóð frá Borgarstjóranum í Reykjavík.

EgilshöllinniSími: 594-9630

orkuverid.is

Alhliða líkamsrækt og sjúkra-

þjálfun

Nýir tímar - á traustum grunni

Bjóðum alla Árbæinga

velkomna í

á kjördag að Hraunbæ 102kosningakaffi

Ryksugað íReykásnum

Page 2: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Kjósum réttÞað er mikið fjör framundan á tvennum vígstöðvum. Alþing-

iskosningar á laugardag og sama dag stígur Eiríkur Haukssonvonandi á sviðið í Finnlandi og keppir fyrir okkar hönd íSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Eins og gefur að skilja er pólitíkin fyrirferðamikil í blaðinuað þessu sinni. Við birtum að þessu sinni greinar eða viðtöl fráefstu mönnum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á alþingi í dag ogskorum við á þá kjósendur sem enn eru óákveðnir að lesa þaðsem frambjóðendurnir hafa til málanna að leggja á lokasprettikosningabaráttunnar. Að auki birtum við þær greinar fráframbjóðendum sem okkur bárust en ljóst er að stjórnmála-menn sem aðrir eru vel meðvitaðir um útbreiðslu og mikinnlestur á Árbæjarblaðinu.

Nú þegar samræmdu prófunum er lokið er rétt að minna for-eldra barna í 10. bekk á nauðsyn þess að gera eitthvaðskemmtilegt með börnum sínum um næstu helgi. Helgin eftirsamræmdu prófin hefur oft verið æði skrautleg og beinlínisvarasöm mörgum unglingum.

Allar líkur eru á því að samræmdu prófin hafi runnið sittskeið. Og gráta þau eflaust fáir. Þessi próf eru algjör tíma-skekkja og i raun alveg ótrúlega vitlaus mælikvarði á getunemenda sem nú standa frammi fyrir því að velja sér fram-haldsskóla fyrir komandi ár. Þetta vita foreldrar sem séð hafaþessi próf. Hér er um að ræða slíka endemis vitleysu að öllumblöskrar. Verður það vonandi eitt af fyrstu verkefnum næstamenntamálaráðherra að beita sér fyrir því að þessi ófögnuðurverði aflagður sem allra fyrst.

Munið svo að kjósa rétt á laugardag. Stefán Kristjáns-

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844.Netfang Árbæjarblaðsins: [email protected]Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins.Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti,Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu

dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

[email protected]

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðFréttir

2

Á sóknarnefndarfundi Grafar-holtssóknar 17. apríl sl. var lögðfram og kynnt niðurstaða dómnefnd-ar um kirkjubyggingu safnaðarinsað Kirkjustétt 8. Sóknarnefndinákvað að fara þá leið við byggingukirkjunnar að auglýsa alútboð, og erþað í fyrsta sinni sem slík leið er far-in við kirkjubyggingu. Náið og gottsamstarf er við Biskupsstofu ogKirkjuráð um framkvæmdina og lit-ið á verkefnið sem prófstein hvaðþessa aðferð varðar.

Alls voru valdir fjórir verktakarog arkitektafyrirtæki til að taka þáttí útboðinu, sem miðaðist við að skilafullbyggðri kirkju, um 700 fermetr-um að stærð í árslok 2008 fyrir 200millj. kr. og skiluðu allir tilboðsgögn-um. Sóknarnefndin skipaði sérstakadómnefnd, sem í áttu sæti fagaðilar,til að meta tillögurnar og leggja úr-skurð sinn fyrir sóknarnefnd. Í dóm-nefndinni áttu sæti: Sr. SigríðurGuðmarsdóttir, sóknarprestur, for-

maður, Ingimundur Sveinsson, arki-tekt, Lilja Grétarsdóttir, arkitekt,Þorvaldur Karl Helgason, biskups-ritari og Ómar Einarsson, sviðs-stjóri ÍTR.

Niðurstaða dómnefndar er sú, aðtaka beri tilboði S.S. verktaka h/fum kirkjubyggingu í Grafarholti ogvar niðurstaðan staðfest af sóknar-nefnd. Í umsögn dómnefndar kemurfram að ,,hús, lóð og innra fyrir-komulag myndi mjög sterka og sann-færandi heild og yfirbragð kirkjunn-ar í senn látlaust.’’

Í tillögu S.S. verktaka h/f segirm.a.: ,,Í meðfylgjandi tillögu er leit-ast við að skapa kirkju er myndarlátlausan en einstakan ramma utanum öflugt safnaðarstarf - rammasem getur aðlagað sig hinum mörguhlutverkum kirkjunnar, á sorgar- oggleðistundum, í tengslum við félags-og æskulýðsstarf, menningaratburðiog sálgæslu.

Í tillögunni er leitast við að móta

byggingu sem opnar sig að göngu-leiðum og aðkomuáttum og verðurþannig eðlilegur hluti af grenndar-samfélaginu. Er inn er komið opnastannar heimur þar sem hin ýmsurými kirkjunnar raðast í kringumtvo ljósgarða - altarisgarð og inn-garð. Garðarnir skapa líkt og klaust-urgarðar fyrri alda ró og frið frá um-hverfinu og erli hvunndagsins ásamtþví að undirstrika það athvarf oghelgidóm sem kirkjan er.

Innigarðarnir eru hugsaðir semþrívíð listaverk sem sækja efniviðsinn í íslenska náttúru - náttúrunasem nútímamaðurinn sækir æmeira í til að kyrra hugann og tengj-ast almættinu. Efnisval og útfærslabyggingarinnar miðar að því aðmóta kirkju sem stenst tímans tönn,bæði með vönduðum lausnum, eneinnig með innra skipulagi sem býð-ur upp á mikinn sveigjanleika í sam-nýtingu rýma.’’

Grafarholtskirkja eins og hún mun líta út full-byggð í lok næsta árs.

Grafarholtskirkja verðurfullbyggð í árslok 2008

ÍTR flytur í ÁrbæjarhverfiðÍþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, ÍTR, hefur flutt höfuðstöðvar sínar frá Fríkirkjuvegi 11 að Bæjarhálsi 1. Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-

arstjóri, Guðlaugur Þór Þórðarson formaður stjórnar OR, Guðmundur Þóroddsson forstjóri OR og Björn Ingi Hrafnsson formaður ÍTR undirrituðu samning á dögunum um leiguá húsnæði fyrir ÍTR í húsnæði Orkuveitunnar.

Page 3: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Þegar öllu er á botninn hvolft er

traust efnahagsstjórnstærsta velferðarmálið Nýir tímar - á traustum grunni

Page 4: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Hjónin Kristín Pétursdóttir ogBrynjólfur Smárason, Viðarási 77,bjóða lesendum Árbæjarblaðsinsupp á girnileg rétti að þessu sinni.Við hvetjum alla til að setja uppsvuntuna og prófa.

Hátíðarsúpa fyrir fimm fullorðna

1 kg súpuhumar.250 gr. hörpudiskur.

75 gr. smjör.75 gr. hveiti.1 dós niðursoðnir tómatar.1-2 msk. tómatkraftur.½ - 1 flaska óáfengt hvítvín.1 tsk. oregano.½-1 tsk. rauður pipar, ef þið viljiðsúpuna sterka þá 1 tsk.2 teningar fiskikraftur.2-3 dropar Tabasco.Smá sojasósa, ef eitthvað vantar þásetja meira af sojasósu.2 stilkar selleri.3-4 rif hvitlaukur.1 lítinn lauk.4 gulrætur.1 peli rjómi.

Humar og hörpudiskur sett út í ca1 líter af sjóðandi vatni og látið sjóðaí 2 mínútur. Fiskurinn sigtaður fráog soðið notað til að baka súpunaupp, 75 gr. smjör og 75 gr. hveiti.Hvítvín, niðursoðnir tómatar, tómat-kraftur, krydd ásamt grænmeti settút í. Látið malla í ca hálfa klukku-stund, því lengra því betra. Því næster rjómanum hellt út í. Í lokin erhumarinn og hörpudiskurinn settur

út í og látinn vera þar síðustu 2 mín-úturnar.

Borið fram með góðu snittubrauðiog hvítvíni.

Súkkulaðikaka

200 gr. 50% súkkulaði.125 gr. smjör.½ bolli sykur.4 egg.1 bolli hakkaðar pecanhnetur.¼ bolli hveiti.

Súkkulaðihjúpurinn:

100 gr. súkkulaði.60 gr. smjör.2 msk. rjómi.1 tsk. mulið Nescafé.

Bræðið súkkulaðið og látið kólnaögn. Þeytið smjörið vel uns það erorðið mjúkt og sáldrið sykrinum út íog þeytið mjög vel með handþeytara.Bætið næst við eggjarauðunum,einni í einu, setjið síðan súkkulaðiðþar útí. Blandið hnetunum oghveitinu uns sú blanda loðir vel sam-an og setjið síðan út í deigið. Síðastsetur maður vel þeyttar eggjahvít-urnar varlega saman við blönduna.Setjið í vel smurt form og bakið í 20til 25 mínútur, alls ekki of lengi, við170 til 180°C hita. Látið kökuna kólnaí forminu.

Fyrir súkkulaðihjúpinn er smjörog súkkulaði brætt saman og síðaner rjómanum og Nescafé hrært út í.

Verði ykkur að góðu,Kristín og Brynjólfur

ÁrbæjarblaðiðMatur4

MatgæðingarnirKristín Pétursdóttir ásamt börnum sínum þremur. Húsbóndinn, Brynjólfur Smárason, var á svartfuglsveið-um og því löglega afsakaður. ÁB-mynd PS

Hátíðar-súpa ogsúkkul-aðikaka

Skora á Sigurð og Birnu Kristín Pétursdóttir og Brynjólfur Smárason, Viðarási 77, skora á Sigurð Grímsson og

Birnu Pálsdóttur, Þingási 26, að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað. Við birtumuppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út 7. júní.

- að hætti Kristínr og Brynjólfs

Árbæjarblaðið Sími: 587-9500

Óskum öllum gleðilegs sumars! Kveðja, Guðrún, Hanna Lára, Helena Hólm, Karitas.og Helena E.

Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðastöðum 1-5Sími 586 1717 - stubbalubbar.is

Opnunartími: mán-mið 10-18, fim 10-19 föst 10-18 laugard 10-16

Page 5: Arbaejarbladid 5.tbl 2007
Page 6: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðFréttir6

Geir H. Haarde tók við embættiforsætisráðherra síðasta sumar ogleiðir nú Sjálfstæðisflokkinn inn íkosningarnar á laugardaginn. Íviðtali við Árbæjarblaðið rifjarGeir upp hvernig var að búa í Ár-bænum ásamt því að ræða vítt ogbreitt um stjórnmálin og barátt-umálin í kosningunum.

Góð ár í Árbænum

- Þú ert ekki alls ókunnugur hérí Árbænum enda bjóstu hér á sín-um tíma. Hvernig var reynsla þínaf því að vera Árbæingur?

,,Hún var mjög góð. Við bjuggumí Árbænum frá 1985-1991 og áttumþar mjög góð ár meðan börnin okk-ar voru lítil. Reyndar bættistyngsta barnið í hópinn þegar viðbjuggum í Hraunbænum. Við urð-um fljót vör við hina skemmtileguhverfisstemningu sem einkennirÁrbæjarhverfið og áttum afar góðanágranna. "Stífluhringurinn" varvinsæll en íþróttamannvirkin hjáFylki voru ekki eins glæsileg ogþau eru nú. Ég held að Árbærinn séþannig hverfi að öllum eigi að getaliðið vel þar.’’

Traust verðmæta-sköpun mikilvæg

- Snúum okkur að stjórnmálun-um. Hvað telur þú vera mikilvæg-asta málið í kosningunum?

,,Við sjálfstæðismenn höfumbent á að það sé hægt að gera ennbetur í velferðarmálunum og ósk-um eftir umboði kjósenda til þessað takast á við það verkefni. Viðhöfum hins vegar bent á að í slíkverkefni verður ekki ráðist nemaefnahagslífið sé sterkt og verð-mætasköpunin traust. Enn fremurer mjög mikilvægt að forystan ínæstu ríkisstjórn verði í höndumokkar sjálfstæðismanna.’’

Aukinn kaupmáttur

- Þið talið um að efnahagslífiðhafi blómstrað undanfarin ár. Enguað síður hafa ýmsir sett fram efa-semdir um að svo sé og t.d. hefurþví verið haldið fram að hátt verð-lag hafi gert fólki erfitt fyrir.Hvernig svararðu því?

,,Ég myndi svara því þannig aðþegar hagvöxtur hefur verið mikill,atvinnuleysi lágt og kaupmátturráðstöfunartekna fjölskyldna auk-ist um 75% frá árinu 1994, þá sé af-ar erfitt að halda öðru fram en viðhöfum náð frábærum árangri íefnahagsmálum. Því hefur að vísuverið haldið fram af stjórnarand-stöðunni að ríkisstjórnin hafi veriðað senda fjölskyldunum í landinureikning út af háu verðlagi. Það er

afar mikilvægt að átta sig á því aðþegar talað er um að kaupmátturhafi aukist, þá er búið að taka tillittil verðlags. Kaupmáttur segir okk-ur hvað launþegarnir hafa í vasan-um, þegar laun og skattar hafa ver-ið bornir saman við verðlagsþróun-ina. Þess vegna er svo mikilvægt aðátta sig á því að 75% kaupmáttar-aukning á 13 árum skiptir gríðar-legu máli.

Hitt er annað mál að við höfumgripið til sérstakra ráðstafana tilað lækka verðlag, meðal annarsmeð helmingslækkun virðisauka-skatts á matvælum en við búum ílandi þar sem verðlag er frjálst ogþess vegna er ábyrgð fyrirtækj-anna í þeim efnum mjög mikil.’’

Jöfnuður með þvímesta í Evrópu

- Það hefur verið talað um aðójöfnuður hafi aukist í íslenskusamfélagi undanfarin ár. Hver erþín skoðun á því?

,,Þessu hefur verið haldið fram afhálfu stjórnarandstöðunnar en þaðstenst ekki skoðun. Hagstofa Ís-lands kynnti niðurstöður úr stórrialþjóðlegri rannsókn nú í febrúarsl. þar sem fram kom að jöfnuðurhér á landi, mældur út frá þremurmælikvörðum, er einhver sá mestií Evrópu og aðeins tvö lönd semkoma betur út.

Það er svo á þessum traustagrunni sem við horfum til framtíð-ar. Við Íslendingar erum í þeirrieinstöku stöðu að ríkissjóður máheita skuldlaus og við höfum svig-rúm til þess að gera enn betur í vel-ferðar-, heilbrigðis- og menntamál-um og hlúa þannig að grunnstoð-um samfélagsins og búa í haginnfyrir framtíðina.’’

Aðgerðir í þágu aldraðra

- Eitt af því sem rætt er um í vel-ferðar- og heilbrigðismálunum erstaða eldri borgara. Hvað vill Sjálf-stæðisflokkurinn gera til að komatil móts við þennan hóp?

,,Það er mikilvægt að halda þvítil haga að við höfum nú þegargripið til ýmis konar aðgerða íþágu eldri borgara. Fyrir þaðfyrsta hafa tekjuskerðingar í kerf-inu verið lækkaðar mjög verulegaen þær voru 67% árið 2003 en erunú um 40%. Við tókum upp frítekj-umark fyrir aldraða, upp á 300 þús-und krónur á ári og höfum hækkaðlífeyri þeirra verulega. Ennfremureru tekjutengingar við maka aðhverfa.

Við höfum þó lagt áherslu á aðgera enn betur í þessum mála-flokki. Til þess er svigrúm og íræðu minni á landsfundi Sjálfstæð-isflokksins nefndi ég þrjú atriðisem ég tel að eigi að fara í á næsta

kjörtímabili. Við viljum lækkaskerðingar úr 40% í 35%, tryggja aðþeir sem komnir eru yfir sjötugt ogvilji vinna geti gert það án þess aðtekjurnar skerði bætur þeirra ogennfremur viljum við að ríkiðtryggi öllum ákveðinn lágmarkslíf-eyri, 25 þúsund krónur á mánuði,úr lífeyrissjóðum. Með þessu mótitel ég að við komum enn frekar tilmóts við eldri borgara, annars veg-ar með því að auka svigrúm þeirratil tekjuöflunar og hins vegar meðþví að tryggja þeim hópi aldraðrasem verst eru settir, ákveðna lág-marksframfærslu úr lífeyrissjóð-um.’’

Frekari lækkunskatta

- Hvað hyggst Sjálfstæðisflokkur-inn gera á næsta kjörtímabili ískattamálum?

,,Við viljum halda áfram aðlækka skatta og álögur á fyrirtækien hve mikil sú hækkun verðurliggur ekki fyrir. Afnám stimpil-gjalda er meðal þess sem er á dag-skrá á næsta kjörtímabili en þaðmál hefur lengi verið á stefnuskráflokksins, þó við höfum ekki kom-ist í það fyrr en nú þar sem aðrarskattalækkanir hafa gengið fyrir ákjörtímabilinu. Við höfum lækkaðskatt á einstaklinga verulega, af-numið hið sérstaka skattþrep semranglega var nefnt hátekjuskattur,afnumið eignarskatt og stórlækkaðog samræmt erfðafjárskatt. Þar aðauki komu til framkvæmda nú íbyrjun mars miklar lækkanir ávirðisaukaskatti á matvæli og fleirivörur sem leiddi m.a. til þess aðverðbólga lækkaði og allt útlit erfyrir að hún lækki enn frekar áþessu ári.

Við viljum halda áfram á þessaribraut, enda sýnir það sig til lengritíma að skattalækkanir og minniafskipti ríkisvaldsins af fyrirtækj-um og markaðnum leiða til þess aðhjól atvinnulífsins snúast hraðarog tekjur ríkissjóðs aukast þarmeð. Íslendingar hafa alltaf boriðgæfu til að skilja samhengið milliverðmætasköpunar og velferðar.’’

Sundarbraut verðursamgöngubót

- Hvað viljið þið leggja áherslu áí samgöngumálum í borginni ánæstu árum?

,,Þar eru stór verkefni framund-an. Lagning Sundarbrautar verðurmikil samgöngubót fyrir höfuð-borgarsvæðið og sömu sögu másegja um tvöföldun stofnæðana útúr borginni, þ.e. Suður- og Vestur-landsvegar. Ennfremur vil ég nefnamislæg gatnamót hjá Miklubrautog Kringlumýrarbraut."

Gefur kost á sér tiláframhaldandi forystustarfa

- Að lokum, hvernig leggjastþessar kosningar í þig?

,,Þær leggjast vel í okkur sjálf-stæðismenn enda er staðan góð.

Við göngum til kosninga stolt afverkum okkar og þeim sterkagrunni sem við höfum lagt á und-anförnum árum. Það er ánægjuefniað takast á við viðfangsefni fram-tíðarinnar þegar staðan er jafngóðog nú. Ég gef kost á mér til áfram-haldandi forystustarfa með bros ávör."

Geir H. Haarde forsætisráðherra í viðtali við Árbæjarblaðið:

,,Kosningarnar leggjast vel í okkur sjálfstæðismenn enda er staðangóð. Við göngum til kosninga stolt af verkum okkar og þeim sterkagrunni sem við höfum lagt á undanförnum árum,’’ segir Geir H. Haar-de, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Svigrúm til að gera enn beturí velferðarmálum

Page 7: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Við flytjum í nýtt útibúí Grafarholti

Landsbankinn í Grafarvogi flytur í verslunarmiðstöðina við Vínlandsleið í Grafarholti, 15. maí. Verið velkomin.

• Ný og glæsileg húsakynni• Öflug einstaklingsþjónusta• Stóraukin fyrirtækjaþjónusta

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/I

CE

374

52 0

5/06

Page 8: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðFréttir8

AfmælishófFylkis

Veislusalurinn var fagurlega skreyttur.

Hér má meðal annars sjá Jón Ellert, Össur Skarphéðinsson og varaformann Fylkis, Björn Gíslson, fyrirmiðri mynd. ÁB-myndir EÁ

,,Þetta var glæsilegt afmælishóf.Hópur frumkvöðla og stofnenda fé-lagsins mætti til veislunnar og þaðvar kátt á hjalla. Fylkir er lánsamtfélag að því leyti að stór hópur af frá-bæru fólki er alltaf til í að styðja ogvinna fyrir félagið af ráðum og dáð,’’sagði Björn Gíslason, varaformaðurFylkis, í stuttu spjalli við Árbæjar-

blaðið, í fjrveru formanns félagsins,Birgis Finnbogasonar.

Afmælishátíðin fór fram í Fylkis-höllinni og þar var margt um mann-inn. Salurinn var fagurleg skreytturog allir skemmtu sér vel. Við munumí næsta blaði, 7. júní, birta margrarmyndir til viðbótar frá afmælishóf-inu.

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra var á meðal gesta. Margir af rumkvöðlum og stofnendum Fylkis mættu til veislunnar.

Margir af frumkvöðlum og stofnendum Fylkis mættu til veislunnar ásamt gestum af ýmsum toga.

Theódór Óskarsson og Magdalena Elíasdóttir.

Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Fjölnis í Grafarvogi, var mætturtil að samgleðjast Fylkismönnum.

Page 9: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

framsokn.is

Þitt atkvæði tryggir:

Árangur áfram - ekkert stopp

Áframhaldandi uppbyggingu kröftugs og samkeppnisfærs atvinnulífs.

Ókeypis tannvernd til 18 ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.

Eingöngu einstaklingsrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Fjölbýlum verði breytt í einbýli.

Skattleysismörk í 100 þúsund krónur.

12 mánaða fæðingarorlof og gjaldfrjáls leikskóli í samvinnu við sveitarfélögin.

Stimpilgjöld verði felld brott.

Þjóðvegir út frá höfuðborginni tvöfaldaðir, Sundabraut og mislæg gatnamót í þéttbýli.

Hækkun frítekjumarks á atvinnutekjur lífeyrisþega og frítekjumark sett á greiðslur

úr lífeyrissjóðum.

Að námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf. Þriðjungur námslána breytist í styrk.

Sátt með þjóðinni um nýtingu náttúruauðlinda.

Page 10: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Margir muna eftir því þegar borgarstjóriReykjavíkur gekk um hverfi borgarinnarásamt manni sínum Hjörleifi Sveinbjörnssyni,leit til með hlutum, heilsaði fólki, tók upp sím-ann og lét sitt fólk vita ef búið var að krota áenn einn vegginn. Þetta gerði Ingibjörg Sólrúnoft og iðulega, svo lítið bar á, og þekkir því veltil allra borgarhluta. Hún leiðir lista Samfylk-ingarinnar í Reykjavík suður og finnst fáttskemmtilegra en að vera í kosningabaráttu. Íviðtali við Árbæjarblaðið talar hún um tilveruþeirra sem eiga aðstandanda í brýnni þörf fyr-ir hjúkrunarheimili, vellíðan barna sem erhjarta hvers velferðarsamfélags og hún segirlíka frá Árbæingnum sem hringdi eitt sinn íhana seint að kveldi með sérkennilega fyrir-spurn.

- En hvernig ætli borgarstjórareynslan nýt-ist Ingibjörgu Sólrúnu í landsmálapólitíkinni?

Borgarstjórastarfið er eins og fólk veit gríð-arlega fjölbreytt stjórnunarstarf og kenndimér svo ótal margt á níu árum. Þessvegna ereinfalda svarið að segja að allt nýtist mér. Tildæmis að leita alltaf lausna fyrir fólk, hlustavel á þá sem nota þjónustuna og axla ábyrgð áöllum ákvörðunum en skjóta sér aldrei undan.Eftir 25 ár sem kjörinn fulltrúi er mér runnið ímerg og bein að aga mig til að hugsa í lausnumog leita aðstoðar þeirra sem best þekkja til íhverju máli hvort sem það eru veitendur eðaneytendur tiltekinnar þjónustu. Ég legg meðöðrum orðum metnað minn í að stunda sam-ræðustjórnmál. Og sem borgarstjóri tók égákvarðanir um framkvæmdir kvölds ogmorgna og um miðjan dag. Fyrir þessar kosn-ingar leggur Samfylkingin fram vandaðar að-

gerðaáætlanir sem ég þekki af borgarstjóra-reynslu hvernig á að hrinda í framkvæmd. Ogég finn hvað sú reynsla er verðmæt í farangrin-um sem formaður jafnaðarflokks í landi þarsem jafnaðarstefnan hefur í tólf ár engin áhrifhaft á landstjórnina.

- Nú hefur Samfylkingin talað mikið um bið-

lista eftir hjúkrunarrýmum. Gætirðu lýstdæmigerðum aðstæðum í lífi fjölskyldu sember ábyrgð á rosknum einstaklingi í brýnniþörf fyrir hjúkrunarrými?

Það sem ég þekki af eigin reynslu eru sárar

áhyggjur og álag á það hjónanna sem betriheilsu hefur. Vaktaskipti barna sem sjálf eru ámiðjum aldri og skipta með sér að hlaupa frávinnu eða börnum til hjúkrunar- og umönnun-arstarfa án þess að kunna beinlínis rétt hand-tök. Fjölskyldan þjappar sér saman en það eróhjákvæmilegt að umönnun veikrar mann-eskju allan sólarhringinn taki toll af lífi fólks,

oft ósanngjarnan toll t.d. fyr-ir dætur sem neyðast til aðsyndga upp á náðina í vinn-unni eða minnka við sigvinnu.

Við vitum líka að fjölmarg-ir aldraðir eiga ekki margaað og þá er ekki að sökum aðspyrja. Okkur ber sem samfé-lag að hlúa að elstu kynslóð-inni, sýna henni virðingu ogsæmd. Auðsöfnunin á Íslandier lítils virði ef við getumþetta ekki. Þessvegna gerumvið í Samfylkingunni það aðkláru kosningaloforði aðtryggja 400 ný hjúkrunar-rými fyrir aldraða og eyðaþannig biðlistum á 18 mánuð-um.

- Kannanir sýna að fólk set-ur velferðarmálin og mennta-málin á oddinn og telja þaumikilvægust. Hver eru mikil-vægustu úrlausnarefnin ímálefnum menntunar?

Það er merkileg staðreyndað fjörutíu prósent Íslend-inga á vinnumarkaði hefurekki lokið frekara námi engrunnskólaprófi og þarnaþurfum við að gera stórátaktil að gefa fólki annað tæki-færi með endurmenntun.Brottfall úr framhaldsskól-um er miklu meira hér enannars staðar og það ervegna þess að unga fólkiðokkar finnur sér ekki námvið hæfi. Svarið við því er að

efla verk- list- og iðnnám. Samfylkingin hefurþað að kjörorði að allir geti lært. Það eiga aðvera til menntaleiðir fyrir alla frá leikskóla aðháskóla- eða starfsréttindaprófi án tillits tilefnahags. Við í Samfylkingunni höfum gagn-

rýnt áhersluna á samræmd próf og aukna mið-stýringu í skólakerfinu, en viljum auka fjöl-breytni í skólastarfi og efla skólana og kenn-arastarfið. Framlög til menntamála hafa veriðlág hér á landi miðað við önnur lönd og fyrirþví hafa skólarnir fundið. Hér þarf nýja for-gangsröðun.

- ,,Unga Ísland’’ heitir barnastefnan ykkar,hver er helsta sérstaða hennar?

Unga Ísland er fyrsta heildstæða barna-stefna sem sett hefur verið fram í pólitík á Ís-landi og markar þannig tímamót. Hún felur ísér aðgerðaáætlun um sextíu framfaraskreffyrir börnin í landinu allt frá tannheilsu aðgeðheilbrigðismálum, gjaldfrjálsum leikskóla,lengingu fæðingarorlofs, þátttöku í íþróttumog öllu þar á milli. Barna- og unlingageðdeild-in og hin langa bið foreldra eftir þjónustu er núloksins komin á dagskrá stjórnmálanna en eittaf vandamálum deildarinnar hefur verið aðhún heyrir undir fimm ráðuneyti. Í Unga Ís-landi hugsum við ekki í ráðuneytum eða mála-flokkum heldur einfaldlega um þarfir, heilsuog velferð íslenskra barna við ólíkar aðstæðurog við segjum óhikað: Samfélagið þarf aðstyðja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Viðþurfum að stytta vinnutíma fólks og endur-reisa alvöru barnabætur. Fjölskyldur sæjumiklar breytingar þegar Unga Íslandi yrðihrundið í framkvæmd. Minn draumur er aðokkur takist það því sönn farsæld og vellíðanbarna er hjarta hvers velferðarsamfélags.

- Nú er kosningabaráttan að ná hápunkti sín-um og þú hefur tekið þátt í þeim nokkrum. Erskemmtilegt í kosningabaráttu og hversvegna?

Ó já, það er fátt skemmtilegra en að berjastfyrir göfugum sameiginlegum málstað meðgóðu fólki. Ég fyllist alltaf aukaorku í kosn-ingabaráttu og finnst hún óskaplega skemmti-leg. Þá komumst við út úr fundarherbergjumog gerum það að markvissu verkefni að hittasem allra flest fólk og heyra viðhorf þess. Égfer mjög víða um landið og út um alla borgina.Þetta nærir mann og styrkir, fyrir utan hvaðgöngur í hús og hlaup um borg og bý eru hollhreyfing. Mér finnst líka rökræðan sjálf

hressandi og finnst gott þegar menn demba ámig erfiðum spurningum. Það skerpir hugann.Kjósendur eru gott og skemmtilegt fólk ogkosningar eru þjóðhátíð.

- Skiptir máli að kona setjist í stól forsætis-ráðherra?

Það finnst óskaplega mörgum og víst er aðekki þarf sagnfræðing til að benda á að það hef-ur aldrei gerst í 103 ára sögu ríkisstjórna á Ís-landi. Þegar formenn sænska og danska jafnað-arflokksins, Mona Sahlin og Helle Thorning-Schmidt, komu á landsfund Samfylkingarinn-ar um daginn sagði ég í pallborðsumræðumokkar sem satt var að mig hefði sem ungristelpu í Vogunum aldrei órað fyrir að ég ættieftir að verða borgarstjóri eða flokksformaður.Það var einfaldlega ekki inni í myndinni hjáungum stúlkum á þeim tíma að ætla sér framaí stjórnmálum eða atvinnulífi. Ég er því mjögmeðvituð um mikilvægi þess að ungar stúlkureigi sér fyrirmyndir og um leið skynja ég sterktábyrgð mína gagnvart þeim. Þessvegna gefst égaldrei upp og sem forsætisráðherra myndi églíta á það sem eitt býnasta verkefnið að jafnalaunamun kynja og stuðla að jafnrétti á öllumsviðum. Það hefur frá því ég bauð mig framfyrst á Kvennalista í Reykjavík verið rauðiþráðurinn í öllu mínu daglega starfi og við náð-um beinhörðum árangri í Reykjavíkurlistan-um í jafnréttis- og jafnlaunamálum. Það varvinna og ég veit hvað þarf til.

- Hver er fallegasti staðurinn í Árbænum aðþínu mati?

Í Árbænum er hin eina sanna perla Reykja-víkur sem eru Elliðaárnar og ég á ótal minn-ingar sem tengjast þeim allt frá barnæsku þeg-ar við, krakkarnir úr Vogunum, fórum í hjólat-úra að ánum með mjólk í flösku og nesti í poka.Þegar ég var sjálf komin með börn gerðum viðHjölli það að föstum lið á sumrin að fara út íhólmann í ánni á fallegum sumardegi meðstrákana, grilla og njóta náttúrunnar inn ímiðri borg.

- Geturðu rifjað upp skemmtileg atvik úrborgarstjóratíð þinni sem gerðist í Árbænum?

Tja, það er þá helst þegar maður hringdi ímig heim á laugardagskvöldi, sagðist búa ííbúð á vegum borgarinnar í Árbænum og hannþyrfti að leita ásjár hjá mér. Þannig væri málmeð vexti að í leigusamningnum væri skýrtkveðið á um að hann byggi einn í þessari íbúðen nú háttaði þannig til að hann hefði hitt konuí bænum og boðið henni heim. Hann vildi hinsvegar vera alveg viss um að hann væri ekki aðbrjóta leigusamninginn með þessu tiltæki ogspurði hvort borgarstjóri hefði nokkuð á mótiþví að hann skyti skjólshúsi yfir konuna næstunótt!

- Hvað viltu að einkenni næstu ríkisstjórn?Ég vil að umhyggja fyrir elstu og yngstu kyn-

slóðinni einkenni næstu ríkisstjórn. Við erumfámenn þjóð og eigum að deila kjörum hvertmeð öðru. Enginn má verða útundan; við þurf-um á öllum að halda; við höfum skyldur gagn-vart öllum. Og við eigum að geta það, við eig-um að vera fyrirmyndarsamfélag. Það er inn-tak jafnaðarstefnunnar sem Samfylkingin erfulltrúi fyrir í íslenskum stjórnmálum.

Við eigum að vera fyrirmyndarsamfélag

ÁrbæjarblaðiðFréttir10

Ingibjörg Sólrún og Hjörleifur kát og glöð á Esjutindi.

,,Ég vil að umhyggja fyrir elstu og yngstu kynslóðinni einkenni næstu ríkisstjórn,’’ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam-fylkingarinnar. Mynd: Lárus Ýmir Óskarsson

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar:

Page 11: Arbaejarbladid 5.tbl 2007
Page 12: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Þarf að setjamarkaðs-öflunum skorður

ÁrbæjarblaðiðFréttir12

Það hefur verið hart sótt að JónínuBjartmarz í kosningabaráttunni und-anfarna daga. Fjölskyldumál Jónínuhafa verið í umræðum fjölmiðla und-anfarna daga eftir fregnir af því aðverðandi tengdadóttir hennar hafiverið í hópi 18 útlendinga sem hluturíkisborgararétt með lögum frá Al-þingi sl. vor.

Jónína, sem er lögfræðingur aðmennt og rak lögmannsstofu í Reykja-vík ásamt Pétri Þór Sigurðssyni, eig-inmanni sínum, tók sæti á Alþingi áárinu 2000. Þau hjón eiga tvo syni, 18og 22 ára. Skyndilega voru mál þessar-ar fjölskyldu í Breiðholtinu á hversmanns vörum vegna ríkisfangs kær-ustu eldri sonarins. Ekkert hefur þókomið fram sem hnekkir þeim orðumJónínu og þingmanna úr öllum flokk-um um að hún hafi engin afskipti haftað málinu. Jónína telur að allt þettamál hafi verið rangflutt í fjölmiðlum,einkum í Kastljósi og hún talar umpólitíska árás í því sambandi. Lykilat-riði hafi ekki komist á framfæri í um-fjöllun fjölmiðla. ,,Þessi umfjöllun varmeiðandi og særandi fyrir mig ogmína fjölskyldu og til þess fallin aðskaða Framsóknarflokkinn í aðdrag-anda kosninga.’’ Hún hefur kært um-fjöllun Kastljóssins til siðanefndarBlaðamannafélagsins.

,,Ég veit að margir hafa spurt sighvað Kastljósinu hafi gengið til meðþeirri umfjöllun sem þar hefur veriðum þetta mál sem tengist mér oghvort þar hafi menn látið misnota sigtil að koma höggi á mig og Framsókn-arflokkinn í aðdraganda kosninga,’’segir Jónína. ,,Stórfrétt Kastljóssins íupphafi var að Lucia hefði einungisdvalist í fimmtán mánuði á Íslandi áð-ur en Alþingi veitti réttinn og máttiskilja sem svo að væri nánast eins-dæmi og hin mesta spilling. En stað-reyndir málsins eru þær að á þessukjörtímabili hafa 144 einstaklingarfengið ríkisborgararétt með lögum fráAlþingi. Af þeim höfðu 30 dvalist héreitt ár eða skemur.

Næst birti Kastljós umsókn Luciu,sem geymir upplýsingar um hennareinkalíf og er eðli málsins samkvæmtsvipað trúnaðargagn og læknakýrsl-an mín og þín. Einhvern veginn fenguþeir þá umsókn og umsóknir annarraí hendur. Ég hef ekki getað útskýrtfyrir Luciu af hverju Kastljós í réttar-ríkinu Íslandi braut á henni mann-réttindi með broti á friðhelgi einkalífshennar með því að leka þessum trún-aðargögnum og fjalla um þau í fjöl-miðlum með þeim hætti sem gert var

án þess að almennilega væri vandaðtil verka þegar upplýsinga var aflaðog ályktanir dregnar.

Í Kastljósinu var gert lítið úr þeirriástæðu að umsóknin byggði á skertuferðafrelsi. Hún er búin að læra ís-lensku og hefur lagt hart að sér í námimeð vinnu sem hún hefur stundað fráfyrsta degi. Þau eru nú að fara í námtil Bretlands og þá þarf hún að sækjaum dvalar- og atvinnuleyfi eftirhverja önn til að koma til Íslands ogvinna. Það er engin trygging fyrir þvíað hún eigi afturkvæmt hingað án rík-isfangs. Guatemala er utan EES. Í ljóshefur komið að á síðustu fjórum árumhafa 21 aðrir einstaklingar fengið rík-isborgararétt m.a. á grundvelli skertsferðafrelsis. Í Kastljósinu var m.a. lát-ið að því liggja að aðallega væri umbörn að ræða sem fengju ríkisborg-ararétt með lögum. Staðreyndin er súað af þessum 144 voru einungis 14börn. Bjarni Benediktsson, formaðurAllsherjarnefndar, hefur hrakið allarfullyrðingar sem ætlað var að sýna aðafgreiðsla umsóknar þessarar stúlkuhafi á nokkrun hátt verið óeðlileg eðaumsóknin fengið ,,sérmeðferð’’. Hiðsama hafa Guðrún Ögmundsdóttir,Samfylkingu, og Guðjón Ólafur Jóns-son, flokksbróður minn gert. Ríkis-borgararéttur er veittur með lögumtvisvar á ári, í síðara skiptið rétt fyrirþinglok og sumar umsóknir eru þánýkomnar inn í Dómsmálaráðuneytiðen aðrar hafa beðið lengur. Þessi leið,að veita ríkisborgararétt með lögumer sérstök aðferð til þess að veita fleirieinstaklingum ríkisborgararétt eneingöngu þeim sem standast skilyrðilaganna, og unnið hefur verið sam-kvæmt henni áratugum saman.

Ég ætla ekki að nota lengri tíma íað tína hér til dæmi um ónákvæmniumfjöllunar Kastljóssins og skrums-kælingu en það er af nógu að taka.Hvar liggur trúverðugleiki fjölmiðilssem vinnur með þessum hætti,’’ segirJónína og þá er tími til kominn aðræða önnur mál, eins og til dæmisþau hvað hafi orðið til þess að hún fórað hafa afskipti af stórnmálum oghvers vegna Framsóknarflokkurinnvarð fyrir valinu?

Hún segist hafa verið alvön félags-störfum, einkum á sviði fjölskyldu-,mennta-, og jafnréttismála, en húnvar lengi formaður grasrótasamtak-anna Heimilis og skóla. Eitt hafi leittaf öðru í þeim störfum og hún hafiþegið boð um að taka sæti á listaFramsóknarflokksins í þingkosning-unum 1999.

Spurningunni, hvers vegna Fram-sóknarflokkurinn, svarar hún þannigað grunngildi framsóknarmanna hafihöfðað sterkt til sín, flokkurinn sé hóf-samur miðjuflokkur sem hafni öfgumtil hægri og vinstri en leggi áherslu ámálefnalega afstöðu til meginmálahverju sinni. ,,Markaðshagkerfið ergóðra gjalda vert þar sem það á við, enþað á ekki að stýra afstöðu okkar tilnáungans eða samskiptum okkar ámilli né ábyrgðar okkar hvort á öðru.Við þurfum að standa vörð um gildis-mat sem byggir á samábyrgð í afstöðuokkar til þeirra sem minna mega síneða hafa orðið undir í lífsbaráttunni.Við eigum ekki að sætta okkur viðaðra þjóðfélagsskipan en þá semtryggir að allir hafi hlutverki aðgegna og fái notið ólíkra hæfileikasinna. Markaðsvæðing síðustu árahefur reynt mjög á grunngerð samfé-lagsins. Hún reynir mjög á foreldra,okkur sjálf, sem og samskipti okkar ámilli. Það er hlutverk okkar allra aðstanda vörð um gildismat samhjálparog samfélagslegrar ábyrgðar ogtryggja öflugt eftirlit og aðhald meðmarkaðsöflunum. GrunnafstaðaFramsóknarflokksins samræmistbest mínum lífsskoðunum.’’

Jónína segir að velferð og staða fjöl-skyldunnar og barnafólks sé það málsem hún beri almennt mest fyrirbrjósti í stjórnmálum: ,,Í störfum ígrasrót foreldrastarfsins sá ég þaðglöggt hvað margir foreldrar eru óör-yggir í hlutverki sínu sem uppalendurog hve mikið reynir á þá gagnvart öðr-um áhrifavöldum sem hefur vaxiðfiskur um hrygg. Við þurfum með ráð-um og dáð að styrkja foreldra í hlut-verki þeirra og sýna þeim það traustsem þeim ber. Tíminn og samvistirforeldra og barna hefur sýnt sig aðvera besta forvörnin.’’

- Hver eru að þínu mati stóru málin

í kosningabaráttunni og á næstu ár-um?

,,Í málefnum fjölskyldunnar er þaðbaráttumál okkar að lengja fæðingar-orlof í 12 mánuði og stíga næstsuskref í þeirri jafnréttisbyltingu semFramsóknarflokkurinn leiddi þegarníu mánaða fæðingarorlof var leitt ílög. Einnig hækkun skattleysis-marka, afnám stimpilgjalds og fleirimál sem auðvelda ungu fólki aðstanda á eigin fótum.

Í menntamálum vil ég m.a. fjölgatækifærum til menntunar fyrir þásem hafa litla formlega menntun, eflanáms- og starfsráðgjöf til að vinnagegn brottfalli nemenda, og breytahluta námslána í styrk til þeirra semljúka námi á tilskildum tíma.

Af þeim málun sem tengjast mínusviði sem umhverfisráðherra legg éghöfuðáherslu á að leita víðtækrarsáttar um að setja inn ákvæði í stjórn-arskrá sem færi sameiginlegar auð-lindir okkar í þjóðareigu. Ég vileinnig að við tryggjum að gerð verðiverndar- og nýtingaráætlanir fyrirauðlindir í jörðu og vatnsafl sem takigildi eigi síðar en árið 2010. Ég vileinnig að uppbyggingu þjóðgarða ogfjölgun friðlýstra svæða verði haldiðáfram, sérstaklega á miðhálendinu.

Í umhverfismálum okkar hér íborginni tel ég afar mikilvægt að eflaalmenningssamgöngur og að ríki ogsveitarfélög taki höndum saman viðað efla og byggja upp þá þjónustu semraunhæfan valkost við einkabílinn.Það er afar mikilvægt og dregur úrþörf á dýrum framkvæmdum viðsamgöngumannvirki. En jafnmikil-vægt og það er að efla almennings-samgöngur er samt ljóst að eittstærsta verkefni okkar næstu árinverður að vera gerð Sundabrautar íbotngöngum í einum áfanga og gerð

mislægra gatnamóta á Miklubraut ogKringlumýrarbraut. Ríkisstjórninhefur þegar lagt fyrir fé til þeirraframkvæmda og þær munu verða aðveruleika á næstu árum.

Málefni eldra fólks og lífeyrisþegaeru mér hugleikin eins og mörgumöðrum enda hef ég mikið starfað semþingmaður að þeim málum og varlengi formaður heilbrigðis- og trygg-inganefndar þingsins. Þar vil ég aðvið setjum í forgang að tryggja öllumþeim sem þurfa að dveljast á dvalar oghjúkrunarheimilum einbýli. Höfuð-áherslu eigum við samt að leggja á aðauka heimahjúkrun og félagslegaheimaþjónustu sveitarfélaga svo aldr-aðir geti búið lengur heima hjá sér.Nú er verið að byggja upp 300 hjúkr-unarrými á höfuðborgarsvæðinu ogmeð þeim framkvæmdum og bættriþjónustu við þá sem búa heima trúi égað við getum eytt biðlistum. Einnigþurftum við að vinna áfram að því aðhækka enn fremar frítekjumarkþeirra sem lifa á greiðslum úr lífeyris-sjóðum.’’

- Hver eru þín skilaboð til íbúa Ár-bæjarhverfis að lokum?

,,Skoðanakannanir sýna að þing-sæti mitt stendur tæpt. Við framsókn-arfólk erum ekki óvön því, en eigumþví sem betur fer að venjast að í kosn-ingabaráttunni komi til liðs við okkurfólk sem hafnar öfgum til hægri ogvinstri og kýs hófsaman miðjuflokksem vinnur að stöðugum umbótum íþágu þjóðarinnar allrar. Samvinna,hófsemi og samfélagsleg ábyrgð erugrunngildi Framsóknarflokksins. Égtel afskaplega mikilvægt að þau gildieigi sterka málsvara á Alþingi Íslend-inga og ég treysti á stuðning kjósendavið mig og Framsóknarflokkinn álaugardaginn kemur,’’ segir JónínaBjartmarz.

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra í viðtalium stjórnmálin, Kastljósmálið og fleira:

,,Málefni eldra fólks og lífeyrisþega eru mér hugleikin eins og mörgum öðrum enda hef ég mikið starfaðsem þingmaður að þeim málum og var lengi formaður heilbrigðis- og trygginganefndar þingsins. Þar vil égað við setjum í forgang að tryggja öllum þeim sem þurfa að dveljast á dvalar og hjúkrunarheimilum ein-býli. Höfuðáherslu eigum við samt að leggja á að auka heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu sveitar-félaga svo aldraðir geti búið lengur heima hjá sér,’’ segir Jónína Bjartmarz.

Page 13: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Verslun fluguveiðimanna er á www.Krafla.is

Kröflurnar í öllum litum sem keilutúpur í fyrsta sinn á Íslandi

Fjölbreytt úrval af íslenskum laxaflugum - tvíkrækjur/þríkrækjur - Flugur með reynslu

,,Landsliðið’’ þegar íslenskar silungflugur eru annars vegar

Krafla orange Krafla rauð Krafla svört Krafla gul

Iða Skröggur Gríma rauð Elsa

Beykir Mýsla Krókurinn Beygla

SilungaKrafla rauð SilungaKrafla svört SilungaKrafla Orange

Framleiðandi Skrautás ehf - Bíldshöfða 14 - Sími: 587-9500 / 698-2844

Besta vörnin í netverslun í dag

Vorum að bæta við mörgum nýjum flugum

Landsins mesta úrval afíslenskum gæðaflugum

Page 14: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðSumardagurinn fyrsti12

Árbæjarblaðið Sumardagurinn fyrsti13

BYR Sparisjóður stóð fyrir veglegri hverfishátíð í Árbænum á sumardag-inn fyrsta í samvinnu við ÍTR, Fylki, SS, Árbæjarbakarí, Vífilfell, Borgar-bókasafn, Póstinn og fleiri. Hátíðin heppnaðist í alla staði mjög vel og létu íbú-ar sig að sjálfsögðu ekki vanta.

Á hátíðinni komu fram ýmsir frambærilegir listamenn sem fóru á kostum.Meðal þeirra sem komu fram voru töframaðurinn Jón Víðis, Styrmir rappariúr Árbænum, danshópurinn ICESTEPP og Ingó úr IDOL. Þá var ungum Ár-bæingum veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur á sviði íþrótta. Íár var Rebekku Heiðarsdóttur og Þórdísi Kjartansdóttur veitt viðurkenningfrá BYR Sparisjóði fyrir framúrskarandi og lofsverðan árangur í fimleikum.Árbæjarbakarí bauð upp á kleinur og Vífilfell upp á Coke. Fylkismenn grill-uðu pylsur fyrir gestina og yngri kynslóðin skemmti sér vel í hoppuköstulum.

Frábær fjölskylduhátíð í ÁrbænumFrábær fjölskylduhátíð í Árbænum

Þessar skvísur skemmtu sér vel. ÁB-mynd EÁ Danshópurinn ICESTEP tók nokkur vel æfð spor. Unga kynslóðin lét sig ekki vanta og fagnaði sumri í Ásnum. Töframaðurinn Jón Víðir sýndi töfrabrögð og vakti mikla lukku.

Hressir krakkar á fjölskylduhátíð BYRS á sumardaginn fyrsta.

Ingó Idol-stjarn tróð upp og vakti vitanlega mikla hrifningu.Fjöldi Árbæinga lagði leið sína á fjölskylduhátíð BYRS.

Page 15: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðFréttir16

Sóknarnefnd Grafarholtssóknar hefur undanfarin ár skipulagt dagskráSumardagsins fyrsta í Grafarholti. Fyrir hátíðahöldin á sumardaginn fyrsta íár tók kirkjan höndum saman við Knattspyrnufélagið Fram, Frístundamið-stöðina Ársel, ÍTR og Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts um að undir-búa hátíðina. Þetta gerði það að verkum að hátíðin var enn meiri og fjölbreytt-ari en hún hefur verið undanfarin ár.

Boðið var upp á skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna og skrúðganga fór fráÞórðarsveig að Maríubaug. Helgistund var á sal Ingunnarskóla og þar var fjöl-breytt skemmtidagskrá. Gestum var boðið að kaupa kaffi og vöfflur ásamtgrilluðum pylsum, hoppukastali var á staðnum í boði Landsbankans, leiktækifrá ÍTR voru á sínum stað, stafgöngukynning og starfsemi ÍTR og Fram vorukynnt íbúunum. Sumarbingó Fram vakti mikla athygli en utanlandsferð fyr-ir tvo var í verðlaun. Á meðal stjórnenda bingósins var rithöfundurinn EinarKárason sem er með mestu stuðningsmönnum Fram.

Myndir hér á síðunnu eru frá hátíðahöldunum.

Hoppukastalinn í boði Lands-bankans naut mikilla vinsældaeins og alltaf á hátíðum.

Sumri fagnað í Grafarholti

Ungir sem aldnir tóku þátt í hátíðahöldunum.

Spáð í tölurnar í sumarbingói Fram í Ingunnarskóla.

Það fór ekkert framhjá þessum áhugasömu þátttakendum í sumarbingóinu. Þessir mættu í Ingunnarskóla og skemmtu sér vel.

Þorstanum svalað á sumardaginn fyrsta.

Page 16: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR1. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður

GRÆN FRAMTÍÐALLT ANNAÐ LÍF! – með vinstri grænum

Page 17: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðFréttir18

Aldrei kalt þegarmaður berst fyrir

sínum hjartansmálum

Kolbrún Halldórsdóttir er þing-maður Vinstri grænna og oddvitiflokksins í Reykjavík-suður. Hún hef-ur setið í átta ár á þingi, allt frá stofn-un Vinstri grænna árið 1999.

- Hvers vegna fórst þú í pólitík ásínum tíma?

,,Þegar ég var 29 ára gömul oghafði verið mikið í félagsstörfum fyr-ir Leikarafélagið og fleira, var égspurð í blaðaviðtali að því hvort mérhefði aldrei dottið í hug að fara út ístjórnmál. Nei, mér hafði þá aldreidottið það í hug, og ástæðan var súað ef maður setur ferskan kjötbita ípækju, þá verður hann líka saltkjöt.Mér fannst einhvernveginn allirþarna inni á Alþingi bara vera salt-kjöt. Svo var leitað til mín fyrir kosn-ingarnar 1999 þegar Vinstrihreyfing-in - grænt framboð var stofnuð vegnaþess að ég hafði verið mjög virk íNáttúruverndarsamtökum Íslandsog verið í fararbroddi þeirra semmótmæltu stóriðjustefnu stjórn-valda sem þá var verið setja í gang affullum þunga.

Þá var auðvitað rétti tíminn til aðmótmæla; áður en stefnan var sett íframkvæmd. Við héldum mjög fjöl-menna fundi og hittumst á Austur-velli á hverjum einasta fimmtudegium heilan vetur.’’

- Og var ekkert kalt þarna ummiðjan vetur?

,,Nei, manni er aldrei kalt þegarmaður berst fyrir sínum hjartansmálum. En svo þegar Vinstrihreyf-ingin - grænt framboð varð til varleitað til mín um að taka líklegt þing-sæti.

Mér fannst það fyrst fjarstæðu-kennt að þurfa að taka ákvörðun umað fara í þingframboð, en svo rifjað-ist nú líka upp fyrir mér að ég hafðiúttalað mig um það að fólk úr há-skólasamfélaginu, sem er kannskimeð sérþekkingu á ákveðnu sviði,hefði samfélagslega skyldu - nánastþegnskyldu - til að leggja sitt afmörkum í stjórnmálum og innleiðaþar nýjar og ferskar hugsanir. Svovar mér líka bent á það að lýðræðis-leg barátta fyrir náttúruvernd ætti áendanum að skila sér inn á Alþingi,og þar væri alvöru vettvangur til aðhefja til vegs umræðu um náttúru-vernd og sjálfbæra þróun. HjáVinstri grænum sá ég fyrst tækifæritil að vinna að mínum hjartans mál-um.’’

- Þannig að þú ert ein af þeim semfundu sig ekki í gamla flokkakerf-inu?

,,Einmitt, ég gekk aldrei í stjórn-

málaflokk áður en Vinstri grænurðu til. Ég mætti reyndar á stofn-fund Kvennalistans en þorði ekki aðganga í stjórnmálaflokk vegna þessað ég hélt að ég sem sjálfstætt starf-andi listamaður myndi þurfa aðgjalda fyrir það að vera ekki í réttumflokki. Þetta segir okkur kannskieitthvað um spillinguna í samfélag-inu og hvernig fólk upplifir hana.

Ég tel að Vinstri græn hafi settumhverfismálin og umræðuna umsjálfbæra þróun á dagskrá íslenskrastjórnmála. Mér finnst við hafa ruttbrautina í mörgum málum, ekkibara í umhverfismálunum, heldurlíka í kvenfrelsismálum, skólamál-um og velferðarmálum.

Mér hefur fundist að eitt af hlut-verkum Vinstri grænna vera aðvíkka umræðugrundvöllinn, ýta útöllum mörkum og gera stjórnmálinfjölbreyttari, litríkari og láta þau náyfir miklu víðara svið. Við börðumsttil dæmis fyrir því að fá að beita til-finningalegum rökum í okkar grænupólitík. Nú er enginn maður sem þor-ir að vera á móti því.’’

- Nú hafa Vinstri græn með þigfremstan á meðal jafningja einmitthaft forgöngu í mörgum málum semvoru mjög óvinsæl í upphafi, tildæmis andstöðuna við Kárahnjúka-virkjun og breytingu á vændislög-gjöfinni. Hefur það ekki verið erfittfyrir þig, bæði pólitískt og persónu-lega?

,,Ég er nú gamall sjómaður, og mérfannst ekkert skemmtilegra en aðstanda fram í stafni bátsins og finnakraftinn frá mótvindinum. Ég hefekki veigrað mér við að fara inn á nýsvið þar sem þarf að brjóta ísinn -mér finnst það gaman, mér finnstþað skapandi og ég sem listamaðurverð finna tækifæri til sköpunar efþað er ekki augljóst að hún er tilstaðar.’’

- Hvað með kvenfrelsismálin -hvers vegna hefur þú lagt svo miklaáherslu á þau?

,,Strax og Vinstrihreyfingin -grænt framboð var stofnuð vorujafnréttismálin eitt af meginmálun-um. Og á fyrsta árinu ákváðum viðað það væri ástæða til að tala frekarum kvenfrelsi en jafnrétti og þar meðleggjum við áherslu á að staða kynj-anna er alls ekki jöfn. Ég lagði sér-staka áherslu á mál sem tengjastkynbundnu ofbeldi því að ég tel aðhluti af því sem heldur konum niðrií samfélaginu sé að þær hafa veriðbeittar ofbeldi árhundruðum saman.Það er ekkert auðvelt að vinda ofanaf því - það eru munstur í samfélag-

inu sem er mjög erfitt að brjóta sig útúr.

Ég sótti í smiðju Svía sem hafa náðþjóða lengst í því að jafna rétt kynj-anna. Á síðasta áratug síðustu aldarfóru þeir í mjög róttæka uppstokkunog skoðun á stöðu kvenna í samfélag-inu. Svíar skilgreindu kynbundið of-beldi sem eitt af því sem heldur afturaf konum í samfélaginu, og þá rákuSvíar sig á klámiðnaðinn og vændi ísamfélaginu. Það getur ekki veriðásættanlegt að við lifum í samfélagiþar sem konur eru beittar ofbeldi ár-um saman og þær kúgaðar.

Svíar hafa farið þá leið að gerakaup á vændi refsivert. Mér hugnastsú leið mjög vel, því hún sendir þauskilaboð út í samfélagið að það sérangt að kaupa líkama kvenna tilkynlífsathafna. Þannig hefur Svíumtekist að minnka mansal verulegaþví glæpasamtök sem stunda svonakoma síður til landa þar sem kaup ávændi er ólöglegt. Norðmenn hafanú ákveðið að fara að dæmi Svía ogtaka upp svipaða löggjöf. Í nýlegriskoðanakönnun kom í ljós að 70% Ís-lendinga eru fylgjandi sænsku leið-inni. Í samstarfi við þingmenn úröðrum flokkum hef ég oft lagt framfrumvarp í þinginu um að fara þessaleið. Vonandi höfum við á endanumsigur í þessu máli.’’

- En hver er framtíðarsýn þín ogVinstri grænna?

,,Ég held að pólitík framtíðarinnarsé pólitík barnanna. Við þurfum aðhorfa á allar ákvarðanir sem stjórn-málamenn taka í gegnum ólík gler-augu. Við þurfum að horfa á þær ígegnum grænu gleraugun - út frásjónarhorni umhverfisverndar - ígegnum bleiku gleraugun - út frásjónarhorni kvenfrelsis - og við þurf-um líka að horfa á þær með gleraug-um barnanna okkar og þeirra semkoma til með að lifa í þessu samfé-lagi í framtíðinni.

Það skiptir máli að við spyrjumokkur að því hvernig í samfélag viðviljum að börnin okkar lifi. Ég vilekki að þau lifi í samfélagi þar sembúið er að virkja allar jökulárnar ogflestar bergvatnsárnar, búið að tappaaf jarðhitasvæðunum ótæpilega,fyrir eina atvinnugrein sem væri ál-iðnaðurinn. Ég vil að börnin okkarbúi í samfélagi með fjölbreyttumenntakerfi sem leiðir af sér fjöl-breytt atvinnulíf. Við eigum frekarað hafa atvinnu af náttúrunnióspjallaðri. Það borgar sig á endan-um fyrir samfélagið að fara að öllumeð gát og gefa gaum að hinum eig-inlegu verðmætum náttúrunnar ognáttúruauðlindanna.’’

Kolbrún Halldórsdóttir er þingmaður Vinstrigrænna og oddviti flokksins í Reykjavík-suður:

Page 18: Arbaejarbladid 5.tbl 2007
Page 19: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Stundum er haft á orði að við séum fjarsýn ásamtímann. Að okkur reynist erfitt að skynja ogskilja mikilvægi róttækra breytinga á meðan þærstanda yfir. Að við þurfum í rauninni alltaf svo-lítinn tíma til að bera hið nýja ástand saman viðhið gamla, átta okkur á mikilvægi breytingannaog gera okkur grein fyrir því að þær eru af þeimtoga sem við köllum framfarir.

Frelsi leiðir til framfaraÉg held að þetta eigi ekki síst við þegar róttæk-

ar breytingar felast í því að dregið er úr miðstýr-ingu og valdboði, en frelsi og fjölbreytni, vald-dreyfing og ábyrgð einstaklinga, aukast að samaskapi. Afleiðingarnar af slíkri frelsisvæðingukoma mönnum oft í opna skjöldu vegna þess aðvið vitum aldrei nákvæmlega fyrirfram hvernigeinstaklingar muni nýta sér þetta auknafrelsi.Við getum að vísu sagt með vissu, - og viðsjálfstæðismenn höfum verið órög að halda framþeirri sannfæringu okkar, - að aukið frelsi ein-staklinga, stórauki yfirleitt möguleika á framför-um á flestum sviðum. En við getum ekki spáð ná-kvæmlega fyrir um það, hvenær, eða hvernig,slíkt gerist. Ástæðan er auðvitað sú, að hinarmargvíslegu ákvarðanir sem ráða úrslitum umþað hvort framfarir eigi sér stað eða ekki, hafaverið færðar frá örfáum valdhöfum til mikilsfjölda einstaklinga. Við slíkar aðstæður hefurenginn einn einstaklingur lengur yfirsýn yfir þaðhvaða ákvarðanir allir hinir koma til með aðtaka, né hvenær þær verði teknar, né heldur hvernákvæmlega heildaráhrifin koma til með aðverða.

Framfarir sl. sextán árÁ sl. sextán árum hafa orðið ótrúlegar breyt-

ingar á íslensku samfélagi. Við getum nánasthaldið því fram að við lifum í allt öðru samfélagi,við gjörbreyttar aðstæður og margfalda mögu-leika á flestum sviðum. Og það sem meira er.

Þessar breytingar eru í flestum tilfellum augljós-ar framfarir sem ekki sér fyrir endan á. Ástæðanfyrir þessum framförum er sú að stefna Sjálfstæð-isflokksins hefur verið höfð að leiðarljósi viðæðstu stjórn landsins: Sú stefna sem kveður á umfrelsi, val, valddreifingu og ábyrgð einstaklings-ins.

Bankar og menntakerfiEf við lítum aðeins nánar á tvo mikilvæga

þætti íslensks samfélags í dag, einkavæðingubankanna, annars vegar, og menntakerfið, hinsvegar, þá ætti enginn að þurfa að velkjast í vafaum það að breytingarnar hafa verið ótrúlegar áörfáum árum. En ég held einnig að það sem égsagði hér í upphafi um skilning okkar á róttæk-um breytingum, eigi vel við um breytingarnar áþessum sviðum.

Viðvitumöll aðvöxturog við-gangurís-lenskubank-annaer meðólíkindum og að allt þeirra starfsumhverfi hefurgjörbreysts.

Einnig er ljóst að gróskan í íslensku mennta-kerfi hefur aldrei verið meiri. Bylting hefur orðiðí háskólamenntun og háskólarannsóknum hér álandi, háskólum hefur fjölgað mjög á örfáum ár-um, sem og prófgráðum og fjöldi íslenskra há-skólanema hefur tvöfaldast á u.þ.b. áratug. Fram-haldsskólar bera sig nú saman hver við annan ogprófa á einu misseri nýjungar sem ekki sáu dags-ins ljós á heilum áratug hér á árum áður.

Þá hefur verið samþykkt nýtt lagaumhverfifyrir grunnskólann sem gerir ráð fyrir sjálfstæð-um, fjölbreyttum og ólíkum skólum, mismunandirekstrarformum, sjálfstæðum og ábyrgum skóla-stjórum, auknu sjálfstæði kennara og frjálsrinámsgagnaútgáfu.

Að finna til í stormum sinnar tíðarAllt þetta vitum við um bankakerfið og skóla-

kerfið, enda fáum við nýjar og spennandi fréttiraf hvoru tveggja í hverri viku a.m.k. En samt semáður held ég að mikið vanti uppá að við gerumokkur fulla grein fyrir mikilvægi þessarra breyt-inga, enda sér ekki fyrir endan á þeim, hvað þá af-leiðinga þeirra. Við eigum m.ö.o.erfitt með aðátta okkur á svo róttækum breytingum á meðan

þær ganga yfir.Þeim stjórnmálamönn-

um er þó sérstak-lega vorkun í þess-um efnum sem van-meta einstaklings-frelsið eða eru jafn-vel andvígir því.Eðli málsins sam-kvæmt, skilja þeirekki í hverju fram-farir eru fólgnar.Þeir skilja ekki

hvers vegna framfarir erumörgum sinnum líklegri í

kerfum þar sem frelsi og ábyrgð einstaklinga eruí hávegum höfð, heldur en í kerfum þar sem mið-stýring og valdboð ráða ríkjum. Það er því ekkivon að þeir kunni að meta það sem vel hefur ver-ið gert í þessum efnum á sl. sextán árum, né held-ur líklegt að þeir haldi áfram á framfarabraut,nái þeir völdum.

Ragnhildur Guðjónsdóttir kennari, skipar 8sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.

Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks ogFramsóknarflokks í Reykjavík hefurkynnt metnaðarfulla uppbyggingar-áætlun ,,Veldu þinn stað’’ um úthlutun1000 nýrra lóða á hverju ári á nýbygg-ingarsvæðum, þ.a. um 50% í sérbýli.Jafnframt verður úthlutað lóðum und-ir 500 nýjar íbúðir í miðborginni og ná-grenni. Úthlutað verður þrisvar á áriþ.e. í maí, september og desember.

Lykilorðin við uppbyggingu íReykjavík til næstu ára eru framboð,fjölbreytni og gæði. Markmiðið er aðallir sem vilja geti byggt og búið íReykjavík og að borgin verði fyrsti bú-setukostur sem flestra. Lykilsvæðin ánæstu árum verða Úlfarsárdalur, Reyn-isvatnsás, Sléttuvegur, Geldinganes,Slippasvæðið, Vatnsmýrin og Örfirisey.

Nýjar úthlutunarreglur verða við-

hafðar í Reykjavík þar sem byggt er ágegnsæi og sanngirni og tryggt að allirhafi sama tækifæri til að eignast lóð íReykjavík. Hver einstaklingur getursótt um eina lóð. Eftir að farið hefurverið yfir allar umsóknir verður dregiðúr þeim umsóknum sem uppfylla öllskilyrði. Þannig ræðst í fyrsta lagihverjir fá lóðir og í öðru lagi í hvaðaröð umsækjendur fá að velja sér lóð.

Föst verð verða á lóðum í nýjumíbúðahverfum Reykjavíkur; 11 milljón-ir fyrir einbýlishús, 7,5 milljónir fyrirparhús og raðhús og 4,5 milljónir fyrirfjölbýlishús. Verð lóðanna ræðst afkostnaði Reykjavíkurborgar við að búatil ný hverfi þannig að hægt verði aðskila þeim fullbúnum með skólum,leikskólum, götum, gangstígum ogannarri þjónustu.

Lóðir á hálfvirði

Odd-vitiSam-fylking-arinnarí Reykja-vík,DagurB. Egg-ertsson,og fyrr-verandi formaður skipulagsráðs,kvartaði yfir þessum áformum borgar-yfirvalda í Morgunblaðinu fyrir stuttuog lætur að því liggja að 11 milljónirfyrir lóð undir einbýli sé of hátt. Hannhefur greinilega gleymt því að síðustu

lóðir sem sem hann úthlutaði undireinbýli í Úlfarsárdal fóru á allt að 20milljónum og meðaltal lóðar í fjölbýli

var um 8millj-ónir.

Þaðmá þvítilsanns-vegarfæraað nú-ver-

andiborgaryf-

irvöld séu að úthluta lóðum á hálfvirðiSamfylkingarinnar.

Björn Gíslason formaður Hverfisráðs Árbæjar

Loksins, loksinsBjörn Gíslason,formaður Hverf-isráðs Árbæjar,skrifar:

Ragnhildur Guðjóns-dóttir, frambjóðandiSjálfstæðisflokksins tilalþingis, skrifar:

Dömuskór – extra breiðir

MELBA Einnig svart 6.495 kr.

MINUTEEinnig beige 5.510 kr.

MAESTROEinnig beige 4.550 kr.

AIGLONEinnig svart og rautt 5.295 kr.

MARGOTEinnig svart og beige 6.695 kr.

Það vantar um 200 hjúkrunar-rými í Reykjavík. Ábyrgðin liggurhjá R-listanum sáluga í Reykjavík.Hin meinta vanrækslusynd er ekkiríkisstjórnarinnar eins og Sam-fylkingin heldur fram. Það mun égrökstyðja í þessari grein.

Ef áróður Samfylkingarinnarum stöðu íslenska velferðarkerfis-ins væri tekinn alvarlegur mættihalda að aðgjör stöðnum hafi veriðí byggingu hjúkrunarrýma fyriraldraða hér landi.

Staðreyndirnar segja hins vegarannað.

Frá árinu 2000 hafa verið byggð

580 hjúkrunarrými hér á landi.Um helmingur þeirra var byggður íReykjavík m.a. hjúkrunarheimiliðSóltún og viðbyggingar við hjúkr-unarheimilin á Hrafnistu, Eir,Grund, Skógarbæ og Droplaugar-staði.

Framundan er bygging 374hjúkrunarrýma sem verða tekin ínotkun á árunum 2007-2010, þar af65 á þessu ári.

Þetta er veruleg fjölgun hjúkrun-arrýma á ekki lengri tíma eða um50% á um tíu árum.

Á árinu 2000 voru hjúkrunar-rými í landinu 2048, en verða um3000 á árinu 2010.

Af þessum 374 rýmum verða um

200 byggð í Reykjavík, þ.e. Mark-holt við Suðurlandsbraut og hjúkr-unarheimili á Lýsislóð. Þessihjúkrunarheimili áttu að verakomin langt á leið í byggingu, envegna skipulagsmálaí Reykjavík tafðistbygging þeirra.

R-listinn hélt þvífram í borgarstjórn-arkosningum síðastavor að hann hafi tekiðfrá einn og hálfanmilljarð króna til aðstanda að bygginguþessara hjúkrunarheimila íReykjavík. Upphæðin dugar til aðbyggja 100 hjúkrunarrými.

Spurningin er hins vegar hversvegna R-listinn hóf ekki verkiðmeð þess fjármuni milli handanna.Svarið er að skipulags-mál borgarinnar töfðu

málið. Þess vegna erþessi skortur á hjúkr-unarrýmum í Reykja-

vík. Þess vegna er þessi vandi ídag. Hinar meintu vanrækslus-yndir eru því ekki ríkisstjórnar-

innar heldur ber nú-verandi formanni

Samfylkingarinn-ar þá kápu á sín-um herðum, semfyrrverandi borg-arstjóri R listans.

Höfundur er í 4.sæti á lista Sjálf-stæðisflokksins íReykjavík suður

til alþingiskosninga.

Staðreyndir um biðlista eftirhjúkrunarrými í Reykjavík

Ásta Möller, frambjóð-andi Sjálfstæðisflokks-ins til alþingis, skrifar:

ÁrbæjarblaðiðFréttir20

- nægt framboð fjölbreyttra lóða í Reykjavík

Stefna Sjálfstæðisflokksins skilar árangri

Page 20: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

www.xf.is Skeifan 7 | Reykjavík | sími 553 6061

Jón Magnússon - Reykjavíkurkjördæmi Suður

Við viljum búa í sanngjarnara samfélagi• Skattleysismörk hækki strax í 150.000 kr. hjá þeim tekjulægstu.

• Lækkum skuldir heimilanna, burt með verðtrygginguna.

• Aldraðir og öryrkjar geti haft 1.000.000 kr. tekjur án bótaskerðingar og að tekjutenging við maka verði afnumin.

• Lífeyrisgreiðslur beri 10% skatt líkt og fjármagnstekjur.

VELFERÐ, SANNGIRNI OG ATVINNUÖRYGGI

Page 21: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Í sumum kjördæmum skiptirmáli hvaðan frambjóðandinn er.Kjósendur á því svæði leggjast allirá árar með þeim frambjóðandaóháð flokkslínum. Þekktastir eruVestmannaeyingar fyrir að faraþannig að og hafa í geng um tíðinahjálpast að við að koma sem flest-um úr Eyjum á þing. Væri samastaða hér þá væri ég ekki í vafa umað hljóta góða kosningu þ.e. væruÁrbæingar jafn ræktarsamir við aðkoma sínum mönnum að.

Þannig á það ekki að vera ogþannig vil ég ekki að það sé. Kjós-endur eiga að velja eftir málefnumog þá menn sem þeir treysta best.Það skiptir minna máli hvar við-komandi býr. Mikilvægt er hinsvegar að þeir sem veljast til trúnað-arstarfa hafi skilning á málefnumkjósenda sinna. Á það hefur skortað þingmenn Reykvíkinga gættuhagsmuna þeirra gagnvart margs-konar kröfugerðarhópum. Enþannig á það ekki að vera. Á samatíma og þingmenn eru þingmennþjóðarinnar þá bera þeir líka skyld-ur við kjósendur sína.

Sem Reykvíkingur og Árbæing-ur finnst mér mikilvægt að tryggjaöryggi íbúanna með aukinni lög-gæslu og gæta þess að fögru um-hvefi og útivistarsvæðum sem um-lykja hverfið okkra verði ekki spilltmeð rusli en á það skortir aðhreinsun sé viðunandi eða mögu-leikar til að koma af sér rusli fyrirþá sem fara um. Á þessu verður aðverða breyting.

Ég gaf kost á mér í fyrsta sætifyrir Frjálslynda flokkinn í Reykja-víkurkjördæmi suður til að vinnaað þeim baráttumálum sem flokk-urinn leggur höfuðáherslu á.Frjálslyndi flokkurinn var stofnað-ur til að vinna gegn misrétti í þjóð-félaginu og tryggja að fólkið í land-inu skyldi njóta til jafns þjóðarauð-lindanna. Við þessar kosningarleggjum við Frjálslynd áherslu áþað að afnema núverandi kvóta-kerfi sem er óréttlátt og fjandsam-legt eðlilegri atvinnuuppbygginguí landinu. Núverandi kvótakerfigerir ungu fólki ókleyft að komaundir sig fótunum í íslenskum sjáv-arútvegi. Fólkið í landinu á að eiga

jafna möguleika á að róa til fiskjar.Sósíalísk stjórnun á þessari helstuauðlind í þágu fárra útvaldra ermesta rán Íslandssögunnar og óvið-unandi ranglæti.

Frjálslyndi flokkurinn gerirkröfu til þess að fólkið í landinu búivið sömu kjör og eigi þess kost aðkaupa vörur og þjónustu á samaverði og fólk í nágrannalöndumokkar. Í dag erum við með dýrastamatarverð í heimi. Við borgum áári hverju samkvæmt nýjum samn-ingi ríkisstjórnarinnar við bændur8 milljarða á ári í beingreiðslur ogborgum þar á ofan hæsta matar-verð í heimi. Þannig er ekki hægtað fara að. Fólkið í landinu á rétt áþví að gera hagkvæm innkaup rík-isstjórn sem stendur í vegi fyrirhagkvæmni og sparnaði fólksinssem bannar fólki að kaupa ódýrtvegna viðskiptahindrana en neyðirþað til að kaupa dýrt er ekki aðvinna fyrir almannahagsmuniheldur hagsmuni hinna fáu. Þessuvill Frjálslyndi flokkurinn breytaog koma á sambærilegu verði á vör-um og þjónustu hér á landi og í ná-grannalöndum okkar. Frjálslyndiflokkurinn er neytendavinsamleg-ur flokkur.

Lán til almennings eru dýrari ení nágrannalöndum okkar og ofan áþau bætist verðtrygging. Frjáls-lyndi flokkurinn vill afnema verð-trygginguna og tryggja borgurun-um lánakjör sem eru sambærilegvið það sem gerist í nágrannalönd-um okkar. Við megum ekki sættaokkur við það vegna takmarkaðrarsamkeppni að okkur sé boðið upp álakari kjör en annarsstaðar tíðk-ast. Verðtryggingin átti rétt á sér ásínum tíma en hún hefur reynstóréttlát gagnvart lántakendum ogenginn gjaldmiðill í heimi hækkarjafn mikið og verðtryggingin. Takaverður upp aðra viðmiðun og nauð-synlegt er að þjóðin geti treystgjaldmiðlinum í öllum viðskiptumhvort heldur það er í innkaupumeða lánaviðskiptum. Vegna um-ræðu og áherslna Frjálslyndaflokksins býðst neytendum nú fjöl-breytari valkostir við lántökur. Þaðskiptir hins vegar máli ef við erummeð sjálfstæða mynt á annað borðað hún sé nothæf en ekki þurfi að

binda lán við erlenda gjaldmiðlaeða vísitölur.

Frjálslyndi flokkurinn hefurbent á að hlutfall erlendra ríkis-borgara á íslenskum vinnumark-aði er margfalt hærri en annars-staðar í Evrópu. Í dag er um 11%vinnuaflsins erlent og ríkisstjórninhefur vanrækt að gera ráðstafanirtil að geta tekið á móti þessummikla fjölda og aðlaga það fólk semsest að hér á landi að íslenskum að-stæðum. Frjálslyndi flokkurinnbendir á að geta íslenska þjóðfé-lagsins til að taka á móti miklumfjölda innflytjenda á hverju ári ertakmörkuð. Árið 2006 flutti tillandsins 13 þúsund manns ogfyrstu þrjá mánuði ársins 2007 hafafleiri útlendingar flutt til landsinsen sömu mánuði í fyrra. Geta 300þúsund manna þjóðar til að takavið mannfjölda eins og allir íbúarAkureyrar á hverju ári er ekki fyr-ir hendi. Velferðarkerfið, skólakerf-ið og heilbrigðiskerfið getur ekkibrugðist við með nauðsynlegumhætti þegar fólk streymir inn ílandið í jafn ríkum mæli og veriðhefur. Við í Frjálslynda flokknumhöfum lagt áherslu á að innflytj-endur eru ekki vandamálið heldurfjöldi þeirra. Við viljum að íslend-ingar taki stjórn á því hverjum þeirhleypa inn í landið líka frá Evrópuvegna þess að við erum svo fá aðvið höfum ekki möguleika á aðtaka við nema takmörkuðum hópiárlega nema þjóðleg gildi, menningog tunga geti verið í hættu. Við vilj-um ekki að hér verði tvær eða jafn-vel margar þjóðir í einu landi. Viðviljum að vel sé tekið á móti þeim

sem hingað koma og þeir aðlagi sigíslenskri menningu og þjóðháttum.Þess vegna leggjum við Frjálslyndáherslu á að takmarka fjölda inn-flytjenda hverju sinni við getu þjóð-arinnnar til að taka vel á móti fólki,við getu velferðarkerfisins, heil-brigðiskerfisins og annarra þjóðfé-lagsstofnana. Stjórnmálamaðurber fyrst og fremst skyldur við fólk-ið í landinu en ekki við það fólksem hugsanlega getur eða ætlar aðkoma hingað. Þess vegna verður aðbregðast við. Hagsmunir atvinnu-lífsins eru ekki einu hagsmunirnirsem taka verður tillit til í þessusambandi. Það verður að taka tillittil eðlilegrar aðlögunar, öryggis,mannréttinda og margra annarraþátta. Við ætlum okkur að búaáfram í þessu landi sjálfstæð þjóð íeigin landi. Við getum ekki og meg-um ekki fórna þeim gildum semokkur eru kærust og sem gera okk-ur að þjóð vegna vanhugsaðra að-gerða og aðgæsluleysis. Við Frjáls-lynd gerum því kröfu til þess aðþeir sem hingað koma fái 500 tíma ííslensku og 300 tíma fræðslu um ís-lenskt þjóðfélag. Við erum ekki aðfinna upp hjólið í þessum efnum.Frændur okkar Norðmenn hafavaknað upp við vondan draum þarsem að það eru komin smá ríki íríkinu og það eru bæjarhverfi íOsló þar sem engin talar norsku ogáletranir á verslunum eru á arab-ísku. Þannig framtíð vil ég ekki sjá.Þeir sem hingað koma verða að að-laga sig og hafa tækifæri til að geraþað. Við skulum læra af mistökumnágrannaþjóðanna sem þau vildusvo gjarnan hafa komist hjá í staðþess að endurtaka þau.

Í tíð núvernadi ríkisstjórnarhafa opinber útgjöld aukist úr 32%af þjóðarframleiðslu í 42%. Aðeins4% af þessari aukningu hefur fariðtil velferðarmála og þar sem aðstjórnarflokkarnir hafa ekki hækk-að skattleysismörkin þá hefurkaupmáttaraukningin farið fram-hjá tekjulægstu hópunum í þóðfé-laginu. Frjálslyndi flokkurinn ætl-ar að hækka skattleysismörkin í150.000 á mánuði og jafna þar meðaðstöðu fólksins í landinu og réttaöryrkjum og öldruðum virka ograunverulega velferð. Við gerumkröfu til að velferðarhallinn verðileiðréttur og allir borgarar þessalands geti lifað með reisn. Minnikröfu er ekki hægt að gera í ríkastasamfélagi í heimi.

Frjálslynd umbótastjórn verðurað taka við sem dregur úr opinber-um útgjöldum og umsvifum, dreg-ur úr skattheimtu þannig að viðhvert og eitt höfum meira af pen-ingunum okkar til ráðstöfunar. Viðteljum að fólkið í landinu viti besthvernig það á að eyða peningunumsínum eða spara þá og því viljumvið að þú hafir sem stærsta hlut afþínum peningum fyrir þig til ráð-stöfunar í friði fyrir ríkinu. Það erekki hægt að gera allt fyrir allahvenær sem er en Frjálslyndiflokkurinn vill forgangsraða fyrirfólkið í landinu.

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður ,

Árbæingur og Fylkismaður.Skipar 1. sæti fyrir Frjálslynda

flokkinn í Reykjavík suður

ÁrbæjarblaðiðFréttir22

Frjálslyndumbóta-

stjórn eðakyrrstaða

Jón Magnússon skipar 1. sætið á lista Frjálslynda flokksins

í Reykjavík-suður:

,,Frjálslynd umbótastjórn verður að taka við sem dregur úr opinberum útgjöldum og umsvifum, dregur úrskattheimtu þannig að við hvert og eitt höfum meira af peningunum okkar til ráðstöfunar. Við teljum aðfólkið í landinu viti best hvernig það á að eyða peningunum sínum eða spara þá og því viljum við að þú haf-ir sem stærsta hlut af þínum peningum fyrir þig til ráðstöfunar í friði fyrir ríkinu,’’ segir Jón Magnússon.

Page 22: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Þegar Fylkir vann sína fyrstu Ís-landsmeistaratitla í yngri flokkumknattspyrnunnar fyrir tuttugu árumvar fyrst farið að hvísla um það áhliðarlínunum að við ætluðum aðverða einn helsta stórveldið í ís-lenskum íþróttum. Á 40 ára afmælifélagsins, á þessu ári, er þessidraumur orðinn að veruleika. Fylkirátti engin aðsóknarmet fyrir tuttuguárum. Áhorfendur voru ekki fleirien svo að stór hluti þeirra sat semfastast í bílunum fyrir ofan malar-völlinn við bakka Elliðaár og horfðiá kappleikina þaðan. Afgangurinnkom sér fyrir í brekkunni fyrir neð-an.

Gengið var á milli aðkomumannatil að krefja þá aðgangseyris. Ég getekki ímyndað mér að það hafi gefiðmikinn aur. Fylkismenn voru enguað síður sammála um að Árbæjar-

völlur væri besti malarvöllur lands-ins. Stórhugur var í starfi félagsins.Nýtt félagsheimili var risið við hliðþess gamla. Þangað streymdi fólk álaugardögum til að skila inn get-raunaseðlum og horfa á endursýndaleiki úr ensku knattspyrnunni íflutningi Bjarna Fel. Félagið var fyr-ir löngu orðið hjartað í hverfinu.Þótt erfitt sé að ímynda sér Árbæinnán Árbæjarlaugar, Ársels eðaíþróttahússins er íþróttafélagiðFylkir jafntengd hverfisvitundinniog raun ber vitni vegna þess að félag-ið kom til áður en flest önnur þjón-usta hverfisins.

Fylkisbíó og ,,Ranka Bót’’Fylkisheimilið gamla hafði verið

eitt allsherjar félagsheimili á fyrstuárum hverfisins. Það hefur yfir séranda upphafsins, svipar í raun tilsumarbústaðar og hefði auðveldlega

verði tekið í misgripum fyrir sumar-hús ef nafn félagsins hefði ekki ver-ið málað á það stoltum stöfum. Ekk-ert var heldur betur við hæfi. Sagansegir að Fylkisnafnið hafi verið valiðþannig að stjórnarmenn hafi skiptsér í tvö lið í sínum enda félagsheim-ilisins og kallað ,,Áfram Elliði!’’ og,,Áfram Fylkir!’’ hvor á móti öðrumþar til formaðurinn úrskurðaði aðFylkir skyldi liðið heita. Á sunnu-dögum var Fylkisbíó. Einhverjirpabbarnir höfðu fórnað sér svo aðrirforeldrar gætu sofið. Þeir höfðu kom-ið upp kvikmyndasýningavel, popp-að og raðað upp stólumsvo krakkaskríllinngæti horft á bíó. Oftvoru þetta ekki nemabútar úr kvikmyndumí fullri lengd. Ogkannski eins gott því

inn á millislæddust brotúr Innrásmauranna ogóhugnanlegbýflugnaatriði sem mörg ártók að dreyma úr sér. Ímiðri viku voru dansnám-skeið. Og blokkflautu-kennsla. Fylkisheimiliðvar einsog félagsheimili ísveit enda var búskapurenn stundaður aðeins 20metrum frá. SkeppnurRönku Bótar, einsog súágæta kona var kölluð,kroppuðu túnið þar sem núer heimavöllur Fylkis.

Foreldrar í framlín-unni

Fyrstu sigursælu ár-gangar félagsins státuðuheldur ekki aðeins af hæfi-leikaríkum íþróttamönn-

um ekki síður af stórumhópi foreldra sem stóð á bakvið liðið. Íþróttafélag ermiklu meira en leikmenn-

irnir sem spila fyrir þess hönd.Tryggð leikmanna við Fylki er ef tilvill ekki síst að leita í samstöðuþeirra með því fólki sem staðið hefurá bak við uppbyggingarstarfið í Ár-bæjarhverfi undanfarin ár og ára-tugi. Þar sem foreldrar leggja ræktog heilbrigðan metnað við ástundunbarna sinna getur félagsstarf orðiðað dýrmætu fararnesti út í lífið. Umforeldrafélög í skólum gildir samamáli. Áhugi foreldra er jafnmikil-vægur góðum skóla og vönduð náms-skrá og metnaðarfullirkennarar.

Fordæmi Fylkis ístjórnmálunum

Eitt megin-verkefni næstu ára ásviði stjórnmála er að nýta kraftafrjálsra félagasamtaka, foreldra ogíþróttafélaga í uppeldis- og uppbygg-ingarstarfi fyrir börn og unglinga. Áþví sviði hafa verið stigin ákveðinskref í Reykjavík. Á næstu árum erstefnt að því að íþróttafélög, tónlista-skólar og frjáls félagasamtök fáitækifæri til að taka þátt í að geraskóladag grunnskólabarna inni-haldsríkan, hollan og heilsteyptan. Íþessu felast fjölmörg ný tækifæri fyr-ir íþróttfélögin þótt um leið fylgi nýj-ar kröfur í takt við aukna ábyrgð.Veigamesta breytingin felst án efa íþví að líta á íþróttir barna sem upp-eldisstarf sem hefur einnig skyldurvið þá sem ekki stefna að afrekum áíþróttavellinum. Segja má að félöginséu þegar farin að axla slíka ábyrgð í

meira mæli en áður. Sérstakirfræðslufulltrúar hafa starfað að upp-eldis- og íþróttamálum innan nokk-urra Reykjavíkurfélaga undanfarinmisseri með tilstyrk Íþrótta- og tóm-stundaráðs. Gefnar hafa verið útleiðbeiningar til foreldra, reglur umkeppnisferðir og æ fleiri félög hafasamþykkt viðamikla íþróttanáms-skrá sem ber vott um stórhuga metn-að. Þar var Fylkir í forystu. Á samahátt geta íþróttafélögin jafnframttekið forystu á sviði forvarna og al-

menningsíþrótta allraaldurshópa í hverfum

borgarinnar.Glæst saga -

björt framtíðÍþróttafélög og

frjáls félagasamtökgeta gegnt lykil-hlutverki við aðskapa gott og inni-haldsríkt mannlíf íhverfum borgar-innar. Í því efniþarf einmitt að

horfa til frjálsra félaga-samtaka og frumkvæði einstaklingafremur en einblína á framlag opin-berra aðila. Ævintýrið úr Árbænumhefur sannfært mig um það. Stemm-ningin í hverfinu undanfarin ár ogáratugi í kringum sigra og sókn fé-lagsins hefur verið óviðjafnanleg.Vissulega báru stórveldisdraumarÁrbæinga fyrir tuttugu árum vottum bjartsýni. Mestu skiptir hinsvegar að eldhugar fengu notið sín ogóeigingjarnar hendur voru tilbúnarað leggjast á plóginn. Til að ævintýriverði að veruleika verður einhver aðtrúa á þau. Ég trúi að Fylkir og öflugtstarf þess sé einn af mikilvægustuhornsteinum þess að Árbæjarhverfisé fyrirmyndarhverfi. Fylkir áglæsta sögu og bjarta framtíð.

Höfundur er oddviti Samfylking-arinnar í Reykjavík og

situr í hverfisráði Árbæjar

Árbæjarblaðið Fréttir23

Ævintýrið í Árbænum - Fylkir 40 ára

Dagur B. Eggertsson,oddviti Samfylkingar-innar í borgarstjórn,skrifar:

,,Fyrstu sigursælu árgangar félagsins státuðu heldur ekki aðeins af hæfileik-aríkum íþróttamönnum ekki síður af stórum hópi foreldra sem stóð á bak viðliðið.’’ Myndin er tekin í Noregi, í einni fyrstu utanlandsferð foreldra með yngriflokka Fylkis.

Page 23: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Stanslaust dynur sá áróður áþjóðinni að ríkisstjórnin, undir for-ystu okkar Sjálfstæðismanna teljiað einungis ál, stóriðja og virkjanirsé það sem byggja skuli á til framtíð-ar. Sú mynd er gjarnan dregin uppað ríkisstjórnin þverskallist viðallri vísindastarfsemi, hátækni ogmenntun en vilji ólm setja öll egginí álkörfu. Þessi mynd er auðvitað al-röng og hún gefur mjög villandi sýná það sem hefur verið að gerast ísamfélaginu okkar undanfarin árog áratug.

RannsóknirESB setti ríkjum sínum það

markmið að verja 3% af þjóðar-framleiðslu sinni til vísindarann-sókna fyrir árið 2010. Þetta er mjögmetnaðarfullt markmið og ennnokkuð í það að ESB ríkin nái því.Það er því gleðilegt að við Íslending-

ar náðum þessu markmið fyrirnokkrum árum og erum því mjögframarlega á þessu sviði. Þessvegna kom það heldur ekki á óvartað þegar OECD kannaði hversu stórhluti vinnuafls ríkja OECD starfaðivið vísindarannsóknir kom í ljós aðÍsland var í efsta sæti. Rannsóknirdagsins í dag eru atvinna morgun-dagsins og ástæða fyrir okkur til aðvera mjög bjartsýn á þessa þróunmála í samfélaginu okkar.

MenntunÞegar ég útskrifðaist úr Háskóla

Íslands árið 1995 stunduðu 7.500manns háskólanám hér á landi. 12árum síðar eru 16.500 manns við há-skólanám á Íslandi og um 3.000stunda nám við erlenda háskóla. Égtel að þessi þróun endurspegli beturen flest annað þá miklu breytingusem orðið hefur á atvinnulífi þjóðar-

innar. Mannauðurinn hefur aukistmjög mikið, menntun er máttur ogþjóðfélagið er aflmeira en áður sök-um hærra menntunarstigs.

AtvinnulífUnga fólkinu sem nú er að ljúka

háskólanámi stendur til boða miklu

fjölbreyttari atvinnutækifæri held-ur en þekktust fyrir einungisnokkrum árum. Fjármálastarfsemi

er þekkingariðnaður af hæstugráðu og á undanförnum árum hafaíslensku bankarnir vaxið meira ennokkurn mann gat órað fyrir. Á síð-asta ári voru 1.000 manns ráðin tilstarfa á þessum vettvangi og á þessuári virðist ekki ætla að draga úr eft-ir-

spurn bankanna eftir vel menntuðuog hæfu vinnuafli. Ekki er minna

athyglisvert að sjá árangur ýmissaíslenskra úrtrásarfyrirtækja semhafa mörg hver náð undraverðumárangri í starfsemi sinni. Nú eru ís-lensk fyrirtæki á listum yfir fram-sæknustu og bestu fyrirtæki Evr-ópu - hver hefði fyrir 20 árum eðasvo, trúað því að slíkt gæti gerst.

Árangur í verkiÞessi þróun mála er ekki sjálfgef-

in. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haftforystu um að breyta íslensku efna-hagslífi með því að einkavæða ríkis-fyrirtæki, lækka skatta og fólk ogfyrirtæki og um leið auka fjárfest-ingu samfélagsins í menntun ogheilbrigði. Þann 12 maí verður kos-ið um það hvort þessi árangur verð-ur festur í sessi og hvort við munumhalda áfram á þessari braut á næstuárum.

Illugi Gunnarsson

ÁrbæjarblaðiðFréttir24

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Erum að skrá í síðustu fléttunámskeiðin í bili. Vinsamlegast hafið samband og fáið upplýsingar

í síma 567-6330

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Menntun, vísindi og framfarir

Illugi Gunnarsson,frambjóðandi Sjálf-stæðisflokksins til alþingis, skrifar:

Page 24: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Eitt af stóru verkefnum nýrrarríkisstjórnar þarf að vera að aukapersónuafslátt og hækka skattleysis-mörk.

Það er stefna Frjálslynda flokks-ins að allir geti átt innihaldsríkt lífog notið þeirra gæða sem ríkt samfé-lag hefur upp á að bjóða. Markmiðiðer að allir getir framfleytt sér og sín-um fyrir afrakstur venjulegs vinnu-dags, þ.e.a.s. 40 stunda vinnuviku. Íraun gæti meirihluti launamannalátið það eftir sér, ef ríkistjórnin semnú situr hefði það sama markmið ogskilning.

Til að þetta háleita markmið náistþurfa stjórnvöld að leggja af skatt-lagningu á þær tekjur sem fólk þarfað hafa til að geta framfleytt sér. Ídag eyðir meðal-kjarnafjölskyldan,hjón með 1.8 barn 445.000 kr. á mán-uði . Þetta er hin raunverulegaeyðsla eftir skatta. Á sama tíma eyð-ir heilbrigt einhleypt fólk 198.000 kr.á mánuði eftir að hafa greitt skatt-ana sína. Hvort þetta er sú upphæð

sem fólk þarf til nauðþurfta skalósagt látið, en hún er allavega langtfrá þeim skattleysismörkum sem viðbúum við í dag, sem er um 90.000 kr.Það að hækka skattleysismörk-

in strax eftir kosningar upp í112.000 kr. og í 150.000 á næstakjörtímabili ætti að nálgast þátölu, eða þau laun sem fólk þarf aðhafa til að geta skrimt.

Íslendingar vinna of langanvinnudag. Þeir gera það flestirvegna þess að öðruvísi yrðu þeirfljótlega gjaldþrota. Þar hjálpastmargt að; okurvextir og verðtrygg-

ing höfuðstóls íbúðalána, dýr rekst-ur ökutækja vegna lélegra almenn-ingssamgangna, skattpíning ríkis-stjórnarinnar samanber 90.000 kr.

skattleysismörkog fátækra-gildra stjórn-valda sem aldr-aðir og öryrkj-ar eru hnepptirí hjá lífeyris-sjóðunum og al-mannatrygg-ingakerfinusem skammtaþeim lífeyrir

langt undir vel-sæmismörkum.

Þessu munumvið í Frjálslynda flokknum breytagefi kjósendur okkur atkvæði sitt íkomandi kosningum og komumstvið til valda.

Kjartan Eggertsson er í 2. sæti álista Frjálslynda flokksins

í Reykjavík-suður

Kjartan Eggerts-son, Árbæingurog frambjóðandi,skrifar:

Atvinnuhúsnæðióskast til leiguCa 50-80 fermetra

verslunar- eða skrifstofuhúsnæði

óskast til leigu.Uppl. í síma 699-1322 / 698-2844

Þetta er gjöfin fyrir vandlátuveiðimennina!

Glæsileg flugubox úr MangóviðiGröfum nöfn veiðimanna á boxin

Langmesta úrval landsins af íslenskum laxa- og silungaflugum

Kíktu á www.Krafla.is

Árbæjarblaðið Fréttir25

Með Heilsutengdri þjónustu græðaraer átt við þá þjónustu sem einkum tíðk-ast utan hins almenna heilbrigðiskerfisog byggist fremur á hefð og reynslu engagnreyndum vísindalegum niðurstöð-um. Slík þjónusta felur meðal annars ísér meðferð á líkama einstaklingsinsmeð það að markmiði að efla heilsuhans,lina þjáningar,draga úr óþægind-um og stuðla að heilun.

Með tilliti til breyttra lifnaðarháttaog auknum kröfum um betri lífsgæði ergleðilegt að finna það að fólk er í aukn-um mæli að taka ábyrgð á heilsufarisinu sjálft þ.e með aðstoð fagfólks í heil-drænum meðferðum.

Við hjá Heilunarsetrinu búum yfiryfirgripsmikilli þekkingu á hinumýmsu sviðum. Svæða og viðbragðsmeð-ferð byggir á þeirri kenningu að í fótumog höndum séu viðbragðasvæði semtengjast og samsvari hverjum líkams-hluta og hverju líffæri líkamans.Efþessi líkamshlutar eða líffæri eruveikluð að einhverju leiti vegna álagsþreytu eða sjúkdóma verða viðbragð-asvæði þessi aum viðkomu.

Svæða- og viðbragðsmeðferð eflirorkuflæðið og blóðsteymið og súrefnis-upptakan í líkamanum verður eðlilegriog andlegt og líkamlegt atgerfi eykst.

Höfuðbeina-og sjaldhryggsmeðferð

byggist á þeirri hugsun um að umhverf-is miðtaugakerfið séu himnur meðbeinfestu á höfuðbeinum og spjald-hrygg .Ef spjaldbein sitji t.d ekki rétt ímjaðmagrindinni geti það skapað álagá himnurnar og haft áhrif á miðtauga-kerfið.Sama máli gegni um höfuðbein.Meðferðin minnkar einnig neikvæðarafleiðingar streitu, eflir almennt heilsu-far og eykur viðnám gegn sjúkdóm-um.Einnig felst meðhöndlunin í því aðlosa um spennu,samgróninga,bólgur ogaðrar hindranir í líkamanum.Meðferðfelst í léttri snertingu og hreyfingu tilþess að liðka fyrir hreyfingum höfuð-beina og spjaldhryggjar.

Hvað er Homópatía?Grundvallaratriði í hómópatíu hafa

verið þekkt síðan á tímum forn-Grikkjaog felst í því að lækna líkt meðlíku.Grunnefni notuð í hómópatíu erunokkur þúsund talsins úr jurta, steinaog dýraríkinu.Þau eru útþynnt meðákveðnum aðferðum til að ná framdýpri og mildari virkni.Vegna hinnarmiklu þynningar eru hómópatískirsmáskammtar fullkomlega hættulaus-ir,jafnvel fyrir ungabörn.Hún hentarfólki á öllum aldri og getur aðstoðaðfólk við fjöldann allan af vandamálumsamhliða að hvetja fólk til að takaábyrgð á eigin heilsu.

Fæðuóþolsmælingar eru að færast ívöxt og hægt er að mæla fæðuóþol meðt.d Vegatest Expert tæki ásamt ýmsuvarðandi líkamlegu ástandi og heil-brigði. Ilmkjarnaolíur eru unnar úrplöntum eða blómum þeirra,ávöxtumrótum og berki.Olíurnar eru stundumnotaðar samhliða nuddi . Olíurnar hafaólíka eiginleika og eru notaðar meðhliðsjón af því hvaða áhrifa er leitað.

Sogæðanudd.Sogæðakerfið hefurenga dælu eins og blóðrásarkerfið,flæði þess er háð hreyfingu nærlig-gjandi vöðva. Það eru lokur í vessaæð-unum sem koma í veg fyrir að bakflæðimyndist.Mikið álag ,kyrrstöður ograngt mataræði geta valdið því að þessalokur slappist og þá myndast vökva-söfnun eða bjúgur á útlimum.

Heilun .Margar ólíkar aðferðir fallaundir hugtakið heilun.Sameiginleghugmynd að baki þessum aðferðum ersú að hver einstaklingur eigi sér orku-líkama eða árur og ójafnvægi í orku-flæðinu geti valdið ýmsum kvill-um.Hlutverk heilarans er að veita orkuá rétta staði og losa um orkustífl-ur.Reiki er grein af þessum meiði.

Heimildarkrá meðal annars sótt ífrumvarp til laga 131.löggjafarþingi2004-2005.

Ragnheiður Júlíusdóttir

Íslendingar vinna of langan vinnudag

Aðstandendur Heilunarsetursins búa yfir mikilli þekkingu á ýmsum sviðum. ÁB-mynd PS

Heilsutengd þjón-usta Græðara

Page 25: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðFréttir26

Tölvubúnaður – EftirlitsmyndavélarÞjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

BST Gylfaflöt 24-30 Sími: 5679760 www.bst.is

Spönginni

Sími: 5 700 900

Tek að mér þrif í heimahúsum

Uppl. í síma 698-1316

Leikjanámskeið fyrir 5 áraVið viljum benda foreldrum og for-

ráðamönnum á nýjung í sumarstarfiÁrsels.

Til að koma til móts við óskir ernú í fyrsta skipti boðið upp á sér-stakt námskeið fyrir börn sem eruað byrja í 1.bekk. Markmiðið er aðminnka bilið frá leikskóla til grunn-skóla og frístundaheimilis í haust.

Heilsdagsnámskeið frá kl: 9-16 ogboðið er upp á morgungæslu frá kl:7.45-9.00 og síðdegisgæslu frá kl:16.00-17.15. Námskeiðin verða starf-rækt eina viku í Árseli og eina viku íSæmundarskóla.

Í Sæmundarskóla, vikuna 16.-20.júlí.

Í Árseli, vikuna 30. júlí - 3. ágúst.Skráning fer fram í gegnum Raf-

ræna Reykjavík á slóðinniwww.rvk.is. Nánari upplýsingar umsumarnámskeið er hægt að nálgast ísumarstarfsbæklingi ÍTR, á heima-síðu 'ITR og í Árseli í s. 567-1740.

Nú er í fyrsta sinn í sögunni tæki-færi fyrir Íslendinga að fá konu semforsætisráðherra. Hingað til hafakarlar einokað þessa æðstu valda-stöðu í lýðræðissamfélagi okkar.

Þessi kona er Ingibjörg SólrúnGísladóttir, formaður Samfylkingar-innar. Ingibjörg Sólrún er afburðastjórnmálamaður bæði í framgönguog málflutningi. Hún er jafnaðar-maður að hugsjón og lætur sig varðavelferð og réttlæti í samfélaginu.

Mikið gætum við íslenskar konurverið stoltar af henni sem forsætis-ráðherra. Það er í valdi kjósenda aðgera kosningarnar í vor sögulegar oggera konu, - reynda konu, fyrrver-andi borgarstjóra í Reykjavík - aðfyrsta forsætisráðherra Íslands.

Konu sem hefur látið verkin talaþegar hún var í aðstöðu til að breytaeinhverju, - við munum hvernigástandið var í dagvistarmálunum áð-ur en Ingibjörg Sólrún kom í ráðhús-ið. Það var eins og ástandið er íhjúkrunarmálunum nú. Hún breyttistöðunni gagnvart barnafólkinu oghún mun leysa hjúkrunar- og biðlist-

avandann komist Samfylkingin tilvalda. Ekki má gleyma jafnréttismál-unum og launamun kynjanna, semhún náði miklum árangri í með þvíað setja þau í forgang í borginni.

Til þess að stuðla að þeim sögulegutíðindum að kona verði forsætisráð-herra verður Samfylkingin að komasterk út í kosningunum á laugardag-inn, 12. maí. Atkvæði íbúa Árbæjar-

hverfis vega þungt því Ingibjörg Sól-rún leiðir Samfylkinguna í kjördæmiþeirra, Reykjavík suður. Hugsið ykk-ur hversu mikilvægt það er í jafnrétt-is- og kvennabaráttunni að ungt fólkfái slíka fyrirmynd, konu sem forsæt-isráðherra – frekar en að í forsætis-ráðuneytið setjist einn karlinn enn

að loknum kosningum.Kona í forsætisráðuneytinu hefði

sambærileg áhrif og þegar VigdísFinnbogadóttir var forseti. Það hafðiótrúlega mikil áhrif á stöðu kvennaog viðhorf landsmanna til þess aðkonur standi jafnfætis körlum í for-ystuhlutverkum.

Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismað-ur og frambjóðandi Samfylkingar-

innar í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Þú getur breytt sögunni

Ásta R. Jóhannesdóttir,frambjóðandi Samfylkingar-innar til alþingis, skrifar:

Krakkarnir skemmta sér vel á leikjanámskeiðunum.

Í sumar verða í boðið vikunám-skeið ætlað krökkum með áhuga áíþróttum og útivist. Í fjölbreyttridagskrá fá þátttakendur m.a. aðkynnast ýmsum íþróttagreinum ognáttúrunni í kringum Reykjavíkmeð stuttum ferðum bæði á göngu ogá hjóli. Markmiðið er að krakkarnirfái að njóta mismunandi afþreyingarsem er í boðið í Reykjavík og ná-grenni, fái holla hreyfingu og til-einki sér heilbrigðan lífsstíl. Um-sjón er í höndum íþróttafræðings ogíþróttaþjálfara. Námskeiðin eru allavirka daga frá kl: 9.30-15.30

Umsjón með námskeiðinu hefurHaraldur Þorvarðarson íþróttafræð-ingur.

Skráning fer fam í gegnum Raf-ræna Reykjavík á slóðinniwww.rvk.is. Nánari upplýsingar umsumarnámskeið er hægt að nálgast ísumarstarfsbæklingi ÍTR, á heima-síðu 'ITR og í Árseli í s. 567-1740.

Norðlingaskóli, Árvaði 3:

Námskeið 1 11. júní – 15. júní.Námskeið 2 22. júní – 22. júní.

Ársel, Rofabæ 30:

Námskeið 1 9. júlí – 13. júlí.Námskeið 2 16. júlí – 20. júlí

Ingunnarskóla,Maríubaugur 1:

Námskeið 1 23. júli – 27. júlí.Námskeið 2 30. júlí – 3. ágúst

Sumarnámskeið fyrir 10-12 ára

Snilldartilþrif í langstökki.

Page 26: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

27

Árbæjarblaðið

Eldri borgarar í Árbæ ogGrafarholti athugið!

Sumarið 2007 verða farnar níu dagsferðir á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Hraunbæ 105.Þær eru sem hér segir:

- Fimmtudaginn 31. maí 2007: Laugarvatn - Skálholt- Miðvikudaginn 6. júní 2007: Kirkjuferð í Áskirkju.- Miðvikudaginn 13. júní 2007: Siglufjörður, Síldarminjasafnið skoðað.- Miðvikudaginn 20. júní 2007: Jónsmessukaffi að Básum í Ölfusi.- Miðvikudaginn 4. júlí 2007: Skógar, Vík og Kirkjubæjarklaustur.- Miðvikudaginn 25. júlí 2007: Vestmannaeyjar. (ath gist eina nótt)- Miðvikudaginn 15.ágúst 2007: Snæfellsnes, farið fyrir Jökul.- Miðvikudaginn 29.ágúst 2007: Reykjanes, með viðkomu í Höfnum og Grindavík.- Miðvikudaginn 19.sept 2007: Haustlitaferð. Ekið um Þingvöll, Uxahryggi, Lundareykja-

dal, Hestháls að Indriðastöðum í Skorradal.A.T.H. Allar nánari upplýsingar um brottfarartíma og verð er að fá í Félagsmiðstöðinni

Hraunbæ 105 eða í síma: 587-2888. Skráning í ferðir á sama stað. Allar ferðir þarf aðgreiða í síðasta lagi á föstudegi fyrir brottför.

Frá Árbæjar-

kirkjuAtburðir sem framundan eru í

Árbæjarkirkju:17. maí kl.14.00 Uppstign-

ingadagur -Dagur aldraðraHátíðarguðsþjónusta kl.14.00.

Karlakórinn Stefnir heiðrar gestimeð nærveru sinni og söng.

S. Þór Hauksson þjónar fyriraltari og prédikar.

Kaffihlaðborð í boði Soropt-imistakvenna.

Safnaðarferð í Þórsmörk 20. maí

Hefur þig langað í Þórsmörk enaldrei látið verða að því?

20. maí- efnum við til safnaðar-ferðar í Þórsmörk. Lagt af staðfrá kirkjunni kl. 09.00 árdegis.Áætluð koma til Þórsmerkur umkl.12.00. Slegið verður upp har-monikkuballi og svæðið skoðað.Dvalist í Þórsmörk fram eftirdegi. Áætluð heimkoma til Ár-bæjarkirkju um kl.19.00. Ferðiner hugsuð fyrir alla aldurshópa,unga sem eldri. Hver og einnkemur með sitt eigið nesti. Kostn-aður ferðar er greiddur af söfn-uðinum. Mikilvægt er að skrá sigí ferðina fyrir 16. maí nk. í síma587 2405 - þannig að hægt sé aðáætla fjölda ferðalanga. Klæða-burður samkvæmt veðri!

TónleikarGospelskórsins

23. maíKl. 20:30 verða haldnir sameig-

inlegir vortónleikar gospelkórsÁrbæjarkirkju og söngkvartetts-ins Opus.

Kórinn skipa rúmlega 20 kon-ur. Meðlimir söngkvartettsinseru: Valgerður Guðnadóttir sópr-an, Rósalind Gísladóttir mezzo-sópran, Einar Örn Einarsson ten-ór og Gunnar Kristmannssonbarítón.

Hljómsveitina skipa: JónRafnsson bassi, Páll Sveinssontrommur, Sigurjón Alexanders-son gítar og Vignir Þór Stefáns-son píanó.

Kórinn mun flytja þekkt ogminna þekkt gospel (lofgjörða)lög en Opus mest þekktar dægur-lagaperlur úr söngleikjum ogkvikmyndum, meðal annarsSummertime, Blue moon og Ain´tmisbehavin.

Viljum við hvetja alla velunn-ara góðrar tónlistar að koma ogeiga ljúfa kvöldstund í Árbæjar-kirkju. Frábærir tónleikar semenginn verður svikinn af.

Page 27: Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Nú hefur myndast nýr meðbyr í persónulegri fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki

BYR - sparisjóður | Sími 575 4000 | www.byr.is