Akureyrarblað jól 2013

64
Geymið blaðið Eflum norðlenska jólaverslun Desember 2013 Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

description

 

Transcript of Akureyrarblað jól 2013

Geymiðblaðið

Eflum norðlenska jólaverslun

Desember 2013

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

2 | AKUREYRI // jól 2013

Útgefandi:Athygli ehf. í samvinnu við Kaupmannafélag Akureyrar og Akureyrarstofu.

Textavinnsla:Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét Þóra Þórsdóttir, Rögnvaldur Már Helgason

Forsíðumynd:Þórhallur Jónsson / Pedromyndir

Ljósmyndir: Auðunn Níelsson, Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét Þóra Þórsdóttir og fleiri.

Auglýsingar:Augljós miðlun ehf.

Prentun og dreifing:Prentað í Landsprenti. Dreift með Morgunblaðinu til áskrifenda um allt land. Einnig til allra heimila á Akureyri og í nágrenni, fimmtudaginn 5. desember 2013.

1. Inniskór Glerup kr.12.900 2. Kertastjakar frá Kähler kr.3.900 3. Regnbogasilungur, frá Hring eftir Hring kr.8.900 4. Púúki jólakjóll kr.8.600 5. Notknot púði kr.18.900 6. Engill frá Hekla Íslandi kr.5.900 7. Fuzzy kollur kr.54.900 8. Jón í lit kr.6.900 Kista í Hofi, Strandgata 12, 600 Akureyri. Sími: 897 0555. Meiri upplýsingar á fésbók, Kista - í horninu á Hofi og www.kista.is

1.

5. 6. 8.7.

3. 4.2.

Gefðu g jö fsem g leður

Saga Græna hattsins, tónleikastaðar­ins vinsæla í miðbæ Akureyrar, birt­ist í nýrri og veglegri ljósmyndabók sem komin er út. Hugmyndin að út­gáfunni kviknaði hjá ljósmyndur­unum Þórhalli Jónssyni í Pedro­myndum, Daníel Starrasyni og Skapta Hallgrímssyni sem tekið hafa fjölda ljósmynda á tónleikum á staðnum frá því hann var opnaður fyrir 10 árum. Þórhallur segir að þegar þeir fóru að bera saman bækur sínar hafi komið í ljós mikið og skemmtilegt safn sem bæði skrái kafla í sögu Akureyrar og um leið tónlistarsögu landsins, enda er Græni hatturinn rómaður tónleika­staður á landsvísu.

„Ég er mjög glaður og stoltur að sjá þetta verk komið saman í þessa fallegu og miklu bók. Það var af hreinni áhugamennsku fyrir ljós­myndun og tónlist sem ég byrjaði að taka myndir á Græna hattinum á sínum tíma og var mjög glaður þegar Daníel Starrason fylgdi í kjöl­farið því hann á mikið úrval af mjög flottum myndum í bókinni. Eitt er að skoða þessar myndir en einhvern veginn ennþá meiri upplifun að sjá þetta efni komið saman í eina sögu­lega heild á bók,“ segir Þórhallur. Auk þess að eiga myndir í bókinni skrifaði Skapti Hallgrímsson einnig texta hennar og tekur þar saman til­urð og sögu Græna hattsins sem fagnar 10 ára afmæli í ár. Stóran hlut í því að bókin varð til á einnig eigandi Græna hattsins, Haukur Tryggvason. Hann á einnig hluta myndanna í henni.

Saga Græna hattsins er saga tónlistarinnarBókin er 224 síður að stærð í stóru

broti og myndirnar sýna fyrst og fremst hljómsveitir og listamenn sem komið hafa fram á tónleikum á staðnum á þessum 10 árum. Þór­hallur segir suma koma fyrir oftar en einu sinni og þannig sjáist t.d. ákveðin þróun hljómsveitanna. „Mér dettur til dæmis í hug hljóm­sveitin Hvanndalsbræður sem efndi til fyrstu tónleikanna á Græna hatt­inum. Bæði sést í bókinni hvaða mannabreytingar hafa orðið í hljóm­sveitinni og ekki síður þróun í bún­ingum.“

Í bókinni sjást fleiri sögufrægar hljómsveitir á Akureyri á sviðinu á Græna hattinum, svo sem Bara­flokkurinn og Skriðjöklar. „Bókin varðveitir svo sannarlega kafla í tón­listarsögu Akureyrar og um leið alls landsins því þarna koma við sögu flestar þær hljómsveitir og tónlistar­menn sem hafa verið mest áberandi hér á landi undanfarin áratug. Bókin

sýnir líka vel hversu mikil fjölbreytni hefur verið í tónleikahaldinu á Græna hattinum,“ segir Þórhallur og bætir við að fjórmenningarnir, sem að bókinni stóðu, séu ánægð­astir með hversu vel stemmningin og gleðin á tónleikum á Græna hatt­inum komist til skila í gegnum myndirnar.

„Þessi einstaka stemning skín í gegn þannig að lesendur fá mikið út úr því að skoða bókina og upplifa með þessum hætti tónleika á Græna hattinum,“ segir hann.

Bókin ber einfaldlega nafnið Græni hatturinn. Hún er seld á Græna hattinum, í bókaverslunum Eymundsson og hjá Pedromyndum.

pedromyndir.is

facebook.com/graenihatturinn

Mugison er á kápumynd bókarinnar um Græna hattinn. Mynd: Daníel Starrason.

Mezzoforte, Magni og Siggi í Hjálmum á sviðinu á Græna hattinum. Myndir: Þórhallur Jónsson.

Saga Græna hattsins í 370 myndum

Geymiðblaðið

Eflum norðlenska jólaverslun

Desember 2013

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

AKUREYRI // jól 2013 | 3

opið til miðnættisalla daga á akureyri

Þú færð einfaldlega allt til jólanna í hagkaup

Í Hagkaup á Akureyri færðu frábært úrval af fatnaði, snyrtivöru, skóm, búsáhöldum, leikföngum, skemmtiefni og raftækjum. Alvöru salatbar og girnilegt kjötborð.

Hagkaup býður upp á yfir 50.000 vörutegundir og því er auðvelt að finna gjöf við allra hæfi. Munið að biðja um skilamiða.

einfalt að skila eða skipta

VAXTALAUST JÓLALÁN

4 | AKUREYRI // jól 2013

„Akureyri er notalegur og rólegur staður en fyrst og fremst heimabær­inn minn,“ segir Þórsarinn Aron Einar Gunnarsson þegar hann er beðinn um að lýsa Akureyri í þremur orðum. „Ég reyni alltaf að fara á Greifann, í Brynjuís og sund þegar ég kem heim. Það er lítið um útisundlaugar í Englandi og alltaf gott að koma í laugina heima. Yfir henni er ákveðinn sjarmi.“

Upplifði drauminnKnattspyrnumaðurinn fór snemma út í atvinnumennsku, þegar hann fluttist til Hollands árið 2006 þar sem hann spilaði með Íslendingalið­inu AZ Alkmaar. Tveimur árum síðar fór hann til Coventry í Eng­landi en í dag er hann leikmaður velska liðsins Cardiff sem spilar í ensku úrvalsdeildinni. Þá er Aron Einar einnig fyrirliði íslenska karla­landsliðsins sem var nálægt því að komast í fyrsta sinn á lokamót heimsmeistarakeppninnar í Brasilíu næsta sumar. Hvernig var það að flytjast aðeins sautján ára gamall til útlanda?

„Það var erfitt að kveðja fjöl­skylduna og vini. Ég var að upplifa drauminn sem flestir jafnaldrar mínir þráðu og nýtti það. Fósturfjöl­skyldan sem tók við mér var búin að kynna sér minn bakgrunn og þau spurðu ekki mikið út í minn heimabæ, heldur einbeittu sér frekar að mér sjálfum. Það kom þó mörgum á óvart hversu margir fót­boltamenn koma frá Íslandi.“

Mætti á Þórsæfingar í sumarfríinuAron Einar er gallharður Þórsari og þegar hann kom norður í sumarfrí síðastliðið sumar var gengi karlaliðs­ins ekki gott. Hann mætti á æfingar með sínum gömlu félögum og fljót­lega fór gengi liðsins að batna. „Það er ekki mér að þakka,“ segir Aron sposkur á svip. „Gengi liðsins skiptir mig miklu máli og ég reyndi kannski að auka gæðin á æfingunum ef ég gat. Ég var svekktur þegar liðið féll úr Pepsi deildinni en jafn glaður

að þeir skuli hafa haldið sér uppi í ár.“ Aron er ekki eini Akureyringur­inn í landsliðinu því Birkir Bjarna­son á rætur sínar að rekja þangað. „Hann hefur kannski ekki jafn miklar taugar til bæjarins eins og ég, en hann á fjölskyldu þar. Hann þyk­ist vera KA maður og bjó upp á brekku. Faðir hans var Þórsari og ég er duglegur að minna hann á það,“ segir Aron og hlær.

Rekinn út úr Boganum!Mikið hefur verið rætt um að ár­angur landsliðsins megi rekja til knattspyrnuhúsanna sem risið hafa á síðasta áratug um allt land. „Ég var mikið í Boganum og jafnvel stundum rekinn út þegar verið var að loka húsinu. Miklu máli skiptir að hafa slíka aðstöðu, það er mikill munur á tæknilegri getu ungra leik­manna í dag miðað við áður. Fram­tíðin er bjartari fyrir vikið.“

Aron Einar Gunnarsson flutti ungur til Hollands þar sem hann gerðist atvinnumaður í knattspyrnu. Í dag spilar hann í ensku úrvalsdeildinni og er fyrirliði íslenska landsliðsins.

Afgreiðslutími GlerártorgsAfgreiðslutími í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi verður þannig til jóla og um hátíðar:

Fimmtudagur 5. desember . . . . 10-18:30

Föstudagur 6. desember . . . . . . 10-18:30

Laugardagur 7. desember . . . . . 10-18

Sunnudagur 8. desember . . . . . . 13-18

Mánudagur 9. desember . . . . . . 10-18:30

Þriðjudagur 10. desember . . . . . 10-18:30

Miðvikudagur 11. desember . . . . 10-18:30

Fimmtudagur 12. desember . . . . 10-22

Föstudagur 13. desember . . . . . . 10-22

Laugardagur 14. desember . . . . 10-22

Sunnudagur 15. desember . . . . . 12-18

Mánudagur 16. desember . . . . . . 10-22

Þriðjudagur 17. desember . . . . . . 10-22

Miðvikudagur 18. desember . . . . 10-22

Fimmtudagur 19. desember . . . . 10-22

Föstudagur 20. desember . . . . . 10-22

Laugardagur 21. desember . . . . 10-22

Sunnudagur 22. desember . . . . . 10-22

Þorláksmessa 23. desember . . . 10-23

Aðfangadagur 24. desember . . . 10-12

Jóladagur 25. desember . . . . . . . LOKAÐ

Annar jóladagur 26. desember . LOKAÐ

Föstudagur 27. desember . . . . . 10-18:30

Laugardagur 28. desember . . . . 10-17

Sunnudagur 29. desember . . . . 13-17

Mánudagur 30. desember . . . . . 10-18:30

Gamlársdagur 31. desember . . . 10-12

Nýársdagur 1. janúar 2014 LOKAÐ

Fimmtudagur 2. janúar 2014 10-18:30

Velgengni Þórs skiptir mig miklu máli

SYNIR AKUREYRAR

AKUREYRI // jól 2013 | 5

Icelandair hótel Akureyri er glæsilegt hótel í notalegu umhverfi í menningarbænum Akureyri. Þar liggja saman leiðir áhugasamra gesta og bæjarbúa, fjölskyldna og ferða langa, sem skapar einstakt andrúmsloft.High Tea er framreitt að breskri fyrirmynd í setustofunni frá kl 14 - 18 alla daga.Okkar vinsæli brunch er borinn fram alla sunnudaga kl. 11.30 - 14 í vetur.Happy Hour er alla daga frá kl. 17 - 19.

Upplifið allt það bestaVerið velkomin á Icelandair hótel Akureyri árið um kring!

Icelandair hótel AkureyriÞingvallastræti 23, sími 518 1000

REYKJAVÍK NATURA REYKJAVÍK MARINA Í KEFLAVÍK FLÚÐIR KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

54

64

5

6 | AKUREYRI // jól 2013

hvert er þitt hlutverk?

- snjallar lausnir

Wise býður �ölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk

með mismunandi hlutverk.Gold Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyrisími: 545 3200 » [email protected] » www.wise.is

Einn af nýjustu atvinnumönnum Ís­lands í handbolta er Akureyringur­inn Oddur Grétarsson. Hann flutti til Þýskalands í sumar þar sem hann leikur með liðinu TV Emsdetten og þá hefur hann einnig verið viðloð­andi íslenska landsliðið síðustu ár. Oddur stefnir að því að koma heim í stutt frí um jólin og hvað verður það fyrsta sem hann gerir? „Ég fer á Greifann og fæ mér pizzu og eftir­rétturinn verður stór bragðarefur frá Brynjuís! Svo hitti ég auðvitað vini mína og fjölskyldu. Bærinn er vina­legur, frábær og gimsteinn í norðri,“ svarar Oddur þegar hann fær það verkefni að lýsa Akureyri á þrjá vegu.

Saknar sundlaugarinnar heimaÍ Emsdetten búa um fjörutíu þús­und manns en Oddur segir að mikill munur sé að vera þar og á Akureyri. „Heima er meira um að vera og fleira hægt að gera sér til dægrastytt­ingar. Hér er til dæmis engin versl­unarmiðstöð og miðbærinn er ekki sérlega áhugaverður. Sundlaugin er heldur ekki spennandi og maður kann sífellt betur að meta laugina heima. Bæirnir tveir, Emsdetten og Akureyri, ná yfir álíka stórt svæði en hér er byggðin mun þéttari en heima. Á Akureyri er hins vegar mun meira líf á götunum.”

Oddur flutti út ásamt kærustu sinni, Katrínu Emmu Jónsdóttur, en þau urðu samt ekki samferða. Fyrst um sinn var hann einn og segir það hafa verið meira eins og frí. „Það tekur tíma að koma sér inn í menn­ingu, tungumál og venjur. Nú erum við bæði hér og þetta hefur gengið mjög vel. Þá hjálpar það mikið að hafa aðra Íslendinga í sama liði.“ Þar vísar hann til þess að Ernir Hrafn Arnarson og Ólafur Bjarki Ragnars­son spila einnig með TVE.

Nýstiginn upp úr meiðslumOddur hefur glímt við meiðsli frá því á síðasta ári þegar hann varð fyrir því óláni að slíta krossband. Þetta hefur haft áhrif á byrjun hans með liðinu sem þó hefur verið ágæt. Hann hefur spilað reglulega og skorað 42 mörk, þegar þetta er

skrifað. „Mér hefur gengið betur að koma til baka en ég bjóst við. Auð­vitað finn ég alltaf fyrir afleiðingum meiðslanna en það hefur engin áhrif. Í sjúkraþjálfuninni lærði ég margt um eigin líkama og hugsa mun betur um hann en áður, legg meira á mig til þess að halda mér góðum og meiðslalausum.“

Oddur Grétarsson lék með Akureyri áður en hann flutti til Emsdetten og gerðist atvinnumaður í handbolta. Mynd: Þórir Tryggvason

Meira um að vera á Akureyri

SYNIR AKUREYRAR

AKUREYRI // jól 2013 | 7

Jólin allsstaðar, tónleikar í Glerárkirkju með Heiðu, Friðriki Ómari, Grétu Salóme og Jógvan

Kertakvöld í miðbænum

Gleði og friðarjól í Hofi með Pálma Gunn,Ragnheiði Gröndal og Hymnodiu

Jólastund hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir börn á öllum aldri

Opið hús og jólamarkaður í Grasrót Iðngörðum

Jól í Hofi með jólastemningu hjá 1862 og jóla- og gjafamarkaður í Hamragilinu

Árlegir styrktartónleikar Líknarsjóðsins Ljósberans í Akureyrarkirkju

Jólatónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis og Stúlknakórs Akureyrarkirkju

Jólatónleikar Baggalúts í Hofi

Sýningin Dansaðu fyrir mig hjá Leikfélagi Akureyrar

Jólasveinarnir taka lagið á gömlu KEA svölunum

Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju

Jólatónleikar Sigríðar Thorlacius á Græna hattinum

Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens í Hofi

6. desember:

7. desember:

7. desember:

7. desember:

7. desember:

7. og 8. desember:

8. desember:

11. desember:

12. desember:

13. og 14. desember:

13. og 14. desember:

14. desember:

15. desember:

20. desember:

21. desember:

21. desember: Leikföng í jólagjöf – Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi

Fylgstu með Aðventuævintýri á Akureyri á sjónvarpsstöðinni umfjöllun daglega alla aðventuna sem færa þér norðlenska jólaandann.

Skoðaðu dagskrá Aðventuævintýris á www.visitakureyri.is

Þessu til viðbótar má nefna jólasýningu Minjasafnsins á Akureyri, Jól 82 jólasveinar og gömul jólatré, sem stendur til 6. janúar, Augnablik í Hofi, notaleg aðventustund fimmtudaga til sunnuda-

ga í desember og jólamarkaði

Kvennakór Akureyrar með fjáröflunartónleika í Akureyrarkirkju til styrktar Mæðrastyrksnefnd

8 | AKUREYRI // jól 2013

„Ég hef enn ekki tekið ákvörðun um hvert framhaldið verður,“ segir Halla Björk Reynisdóttir formaður bæjarráðs um hvort hún hyggist taka þátt í málefnum sveitarstjórnar á Akureyri á næsta kjörtímabili. Hún var í öðru sæti á framboðslista L­listans fyrir síðustu sveitarstjórnar­kosningar. L­listinn hefur að hennar

sögn enn ekki blásið til fundar til að ræða sveitarstjórnarkosningar á komandi vori en til stendur að gera það fyrir áramót.

Halla Björk var í stjórn Akur­eyrarstofu á kjörtímabilinu á undan því sem nú stendur yfir. „Þetta var gamla góða leiðin. Mér var boðið að taka sæti hjá L­listanum og eftir smá

umhugsun sló ég til,“ segir Halla. „Ég hef alltaf haft áhuga á bæjar­málum og þetta var að mínu mati góð leið til að kynnast þeim betur, víkka sjóndeildarhringinn og kynn­ast nýju fólki.“ Halla var sem fyrr segir í öðru sæti listans, á milli þeirra Geirs Kristins Aðalsteinssonar og Odds Helga Halldórssonar, guð­föður L­listans.

L­listinn fékk fljúgandi fylgi í kosningunum 2010 og þau undur gerðust og stórmerki að hann fékk 6 menn kjörna, hreinan meirihluta í bæjarstjórn en slíkt hafði aldrei gerst áður í sögu Akureyrar. „Það myndaðist óvenjuleg stemmning þetta kosningavor. Fólkið vildi greinilega eitthvað nýtt, menn voru orðnir þreyttir á gamla fjórflokknum og sýndu það með afgerandi hætti í þessum kosningum hér á Akureyri og víðar.“

Hefði viljað sjá hlutina gerast hraðar„Það var virkilega gaman að vinna þennan óvænta sigur,“ segir Halla Björk en alvaran tók fljótt við og fjölmörg verkefni sem þurfti að tak­ast á við. „Við vorum mörg hver ný og það þurfti nokkurn tíma til að koma sér inn í öll þau mál sem voru í gangi og hefjast handa.“

Halla Björk segir að hún hafi al­veg gert sér grein fyrir að það yrði mikil vinna að starfa í bæjarmál­unum. „Ég átti nú alveg von á því og vissi það fyrirfram. Verkefnin hafa verið mörg og af misjöfnu tagi, sum auðveld og önnur erfið, eins og gengur. Það sem kom mér mest á óvart var þó hversu óskaplega langan tíma allt tekur. Ég er frekar óþolin­móð og vil sjá hlutina gerast hratt og örugglega. Stundum er því erfitt að horfa upp á ýmsar hugmyndir sem verið var að koma í framkvæmd

mjakast áfram á hraða snigilsins. Ég hefði kosið að sjá mál vinnast hraðar í gegnum þetta kerfi.“

Skemmtilegt og lærdómsríkt tímabilL­listinn hefur verið við völd á Akureyri frá því vorið 2009. Kjör­tímabilið er senn á enda og kosn­ingar verða í lok maí 2014. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tíma­bili og lærdómsríkt. Ég sé ekki eftir að hafa slegið til og tekið sæti á list­anum á sínum tíma,“ segir Halla Björk. „Ég hef kynnst fjöldanum öllum af góðu fólki og almennt hefur þessi tími verið mjög ánægju­legur og gefandi. Því er samt ekki að neita að þetta er mjög tímafrekt og oft og tíðum erfitt.“

Halla Björk stundar fulla vinnu sem flugumferðarstjóri hjá Isavia á Akureyrarflugvelli, vinnur þar vakta­vinnu og segir það skipta sköpum til að geta sinnt svo umfangsmiklu hliðarstarfi sem bæjarmálin eru. „Ég vinn mikið á kvöldin og um helgar og það gefur mér svigrúm til að sinna bæjarmálunum á virku dög­unum. Svo hef ég líka tök á að hliðra til vöktum, ella hefði þetta alls ekki gengið upp,“ segir hún og bætir við að það sem skipti þó öllu máli varðandi það að hún skellti sér af krafti í bæjarmálin hafi snúist um fjölskyldumálin. „Ég hefði aldrei farið í svona mikla vinnu án þess að eiga góða að og að börnin voru orðin stór og sjálfbjarga.“ Tvö barnanna eru flogin úr hreiðrinu og eitt eftir heima.

Hagræðingn án þess að skerða þjónustuNú þegar líður að lokum kjörtíma­bilsins segist Halla Björk vera ánægð með störf L­listans í bæjarstjórn og stolt af árangrinum sem náðst hefur.

„Ég get nefnt að við höfum staðið faglega að öllum ráðningum, sem skiptir að mínu mati máli. Við höfum lagt áherslu á norðurslóða­mál með margvíslegum hætti, unnið vel að öllu sem snýr að grænum verkefnum og teljum að í þeim efnum standi Akureyrarbær með þeim fremstu á landinu. Þá nefni ég líka að við höfum ásamt starfsfólk­inu náð fram töluverðri hagræðingu í rekstri án þess að skerða þjón­ustuna, sem við höfum í lengstu lög forðast að gera og það hefur sem betur fer tekist. Við teljum nefnilega að við verðum alltaf að vera á tánum því samkeppni um fólkið er mikil, menn leita þangað sem þjónustan er best og í raun erum við að keppa í þeim efnum við Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Á sama tíma höfum við greitt niður skuldir, sem er afar mikilvægt.“

Mikill kostnaður við að reka mannvirkinHalla Björk segir að mikið hafi verið byggt af mannvirkjum af ýmsu tagi á árunum fyrir hrun og menn finni vissulega vel fyrir þeim kostnaði sem fylgi því að reka þau. „Það kostar gríðarlega fjármuni að reka öll þessi hús,“ segir hún og telur að nú þurfi að skapast sátt meðal bæjarbúa um að ekki verði á næstu árum ráðist í stórar byggingarframkvæmdir. „Ég held að það sé mjög brýnt að ekki séu uppi í samfélaginu miklar vænt­ingar um að hér rísi fleiri stórar opinberar byggingar á næsta áratug eða svo. Nóg er komið og nú þarf nauðsynlega að ná jafnvægi í rekstri bæjarsjóðs. Til að svo verði þarf tíma og við verðum bara að gefa okkur hann.“

L-listinn hefur farið með völd á Akureyri á því kjörtímabili sem lýkur vorið 2014. Halla Björk Reynisdóttir formaður bæjarráðs segist vera stolt af góðum árangri listans, m.a. hafi tekist að hagræða í rekstri án þess að skerða þjónustu. Myndir: Margrét Þóra Þórsdóttir.

blek

honn

un.is

Nóg komið af byggingum í bili

AKUREYRI // jól 2013 | 9

SPORTVER AKUREYRI I 461 1445

NÝJAR VÖRUR FRÁ CINTAMANI

FREYJA 39.990margir litir

ARNDÍS 49.990svört & kamelbrún

EYÞÓR 44.990margir litir

EYDÍS 42.990margir litir

FURA 49.990kamelbrún & dökk blá

FÁLKI 52.990dökk blár & kamelbrúnn

ALBERT 43.990margir litir

ARNÞÓR 49.990svartur & kamelbrúnn

10 | AKUREYRI // jól 2013

Vertu flottur á aðventunniVeldu vandaðan fatnað, Veldu flott útlit Vertu í stórum hópi þeirra sem velja hátíðarfötin hjá JMJ og Joes - AKUREYRI Komdu og skoðaðu mikið úrval frábærra lausna

Heildarlausn

TískuverslunAkureyri

Sími 462 6200

Herradeild Akureyri

Sími 462 3599

NA

TU

RA

LIS

AKUREYRI

jmj_joes_jólaopna_20131201_10x39.indd 1 3. 12. 2013. 08:19:06

AKUREYRI // jól 2013 | 11

Vertu flottur á aðventunniVeldu vandaðan fatnað, Veldu flott útlit Vertu í stórum hópi þeirra sem velja hátíðarfötin hjá JMJ og Joes - AKUREYRI Komdu og skoðaðu mikið úrval frábærra lausna

Heildarlausn

TískuverslunAkureyri

Sími 462 6200

Herradeild Akureyri

Sími 462 3599

NA

TU

RA

LIS

AKUREYRI

jmj_joes_jólaopna_20131201_10x39.indd 1 3. 12. 2013. 08:19:06

„Hér í Blómavali höfum við eitt mesta úrval bæjarins í jólaskrauti, jólaseríum, tilbúnum skreytingum, krönsum, efni til skreytingagerðar og margt fleira. Það er búinn að vera jafn stígandi í jólaversluninni en mér finnst fólk áberandi afslappað og glatt í jólaundirbúningnum,“ segir Ásthildur Sölvadóttir deildarstjóri í Blómavali á Lónsbakka. Verslunin er rekin undir sama þaki og í nánu samstarfi við Húsasmiðjuna og við­skiptavinir geta því með heimsókn í Húsasmiðjuna og Blómaval afgreitt mörg atriðin á verkefnalistanum fyrir jólin.

Eitt mesta úrval bæjarins af jólaskrautiÁsthildur tók við deildarstjórastöð­unni í Blómavali á Lónsbakka í byrjun október en hún hefur langa reynslu í verslun með blóm. Ást­hildur starfrækti blómabúð á Akra­nesi á sínum tíma, starfaði um árabil sem deildarstjóri afskorinna blóma í Blómavali í Reykjavík og hélt þaðan

til Hollands þar sem hún vann í blómasölufyrirtækjum í fimm ár, rak m.a. blómaverslun í Rotterdam. Síðan lá leiðin heim á nýjan leik og loks til Akureyrar þar sem henni bauðst starfið í Blómavali á Lóns­

bakka. „Það er auðvitað mikill munur á blómaáhuga og almennri þekkingu á blómum á Íslandi og í Hollandi. Þar er t.d. blómahnífur eitthvað sem er til á öllum heimilum og allir kunna að skera neðan af

blómum áður en þau eru sett í vatn,“ segir Ásthildur.

Jólamánuðurinn er jafnan ann­ríkistími í Blómavali. Reyndar er salan mikil síðustu dagana áður en aðventan hefst, bæði í tilbúnum að­ventuskreytingum og skreytingaefni en Ásthildur segir eftirtektarvert hversu duglegt fólk sé norðan heiða að búa til sínar eigin skreytingar.

„Skreytingar á leiði, leiðisluktir og ­kerti eru meðal þess sem mikið er um í desember hjá okkur og al­gengara en áður að fólk útbúi þær fyrr á aðventunni og setji á leiði. Síðan önnumst við alla almenna skreytingagerð, útbúum blómvendi fyrir alls kyns tilefni og fleira. Salan í bæði pottablómum og afskornum blómum er alla jafna minni á þessum tíma en að sama skapi eykst salan í blómum sem tengd eru árs­tíðinni, líkt og t.d. hýasintum,“ segir Ásthildur.

KEA kortið eykur einstaklingsversluninaSigurður Harðarson, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar á Lónsbakka, gerir ráð fyrir að jólaverslun verði áþekk og síðustu ár. „Jólaverslunin fór vel af stað strax í nóvember enda er fólk farið að huga að skreytingum og slíku tímanlega. Við vorum tilbúin snemma með okkar jólavörur.“

Sigurður segir að útlit sé fyrir að verslun hjá Húsasmiðjunni verði áþekk á árinu í heild og í fyrra en ýmislegt bendi þó til að eftir sam­dráttarskeið séu hjólin farin að snú­ast eilítið hraðar. Þannig var

merkjanleg aukning í sumar og haust og mestu skiptir að fram­kvæmdir eru heldur að aukast á nýjan leik.

„Við merkjum það strax á söl­unni þegar framkvæmdir aukast í þjóðfélaginu en sveiflan í sölu til al­mennings er aldrei eins mikil. Sá þáttur er mun líkari frá ári til árs. Þó sjáum við líka að einstaklingsverslun hér hjá okkur er vaxandi og það þökkum við t.d. samningum sem við gerðum við KEA um notkun á afsláttarkorti fyrir félagsmenn. KEA­kortið er mikið notað hjá okkar enda afslættir með kortinu allt að 10% og munar um minna.“

husa.is

blomaval.is

Sigurður Harðarson rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar. Myndir: Auðunn Níelsson

Ásthildur Sölvadóttir, deildarstjóri Blómavals. Birgir Björnsson afgreiðslumaður fangar jólastemninguna í Húsamiðjunni.

Jólalegt er um að litast í Blómavali.

Húsasmiðjan og Blómaval á Lónsbakka:

Úrval af jólaskrauti, blómaskreytingum og gjafavöru

12 | AKUREYRI // jól 2013

Jólagjöfin í árLeikföng sem endast

15%Gildir til 15.12.2013

Sími 480 0400 [email protected]

Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.isJötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610

AKUREYRI // jól 2013 | 13

VILDARAFSLÁTTUR

5. - 8. DESEMBER

AF ÖLLUM20 %

MYNDLISTARVÖRUM

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Penninn - Hallarmúla 4

Austurstræti 18

Skólavörðustíg 11

Kringlunni

Álfabakka 14b, Mjódd

Smáralind

Strandgötu 31, Hafnarfirði

Keflavík - Sólvallagötu 2

Akranesi - Dalbraut 1 540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

GjafakortÞitt er valið!

EKKI GLEYMA GJAFAKORTI EYMUNDSSON!

14 | AKUREYRI // jól 2013

Haugnesingurinn Kristinn Ingi Vals­son, sem varð á sínum tíma kunnur í skíðaheiminum á Íslandi, státar af metum í barna­ og unglingaflokkum á skíðum og einum Íslandsmeistara­titli í fullorðinsflokki. Hann keppti á heimsmeistaramótum unglinga á skíðum og fyrir Íslands hönd á vetr­arólympíuleikunum í Tórínó á Ítalíu árið 2006. Vorið 2007 tók hann þá ákvörðun að hætta skíðamennskunni en velti fyrir sér að fara í háskóla en þá fékk hann boð um starf hjá hinu unga fyrirtæki, Bruggsmiðjunni á Árskógssandi. Þannig atvikaðist það að skíðamaðurinn fór inn á algjör­lega nýja braut sem heillaði hann svo mikið að nú er Kristinn Ingi orðinn menntaður bruggmeistari og bruggar bjórinn Kalda.

Ótal útfærslur af bjór„Ég fékk bara meiri og meiri áhuga á að læra um hvað bjórgerð snýst. Bjór er ekki bara bjór, það er hægt að búa til svo margar útgáfur af honum og útfærslur. Einmitt það getir hann svo heillandi,“ segir Kristinn Ingi. Eftir nokkurra ára starf hjá Bruggsmiðj­unni, þar sem hann hafði fengið nasaþef af bruggunarfræðunum, hélt hann til Bretlands og settist þar á skólabekk í bjórbruggun við brugg­

meistaraskóla í Sunderland. Hvers vegna það land varð fyrir valinu svarar Kristinn Ingi að hann hafi viljað víkka sjóndeildarhringinn en í stórum hluta framleiðslunnar hjá Kalda eru notuð hráefni frá Tékk­landi og stundum talað um um Kaldi minni um margt á þýska og tékkneska bjóra.

„Bjórbruggun snýst um bragð, lit og áferð. Grunnhráefnin þurfa alltaf að vera til staðar, þ.e. malt, humlar, ger og auðvitað vatn en síðan eru til mjög margar tegundir af maltbyggi og humlum. Það er síðan samsetn­ingur þessara hráefna sem ræður því hvernig bjórinn verður. Möguleik­arnir eru nánast endalausir,“ segir bruggmeistarinn en í hans daglega starfi þarf að brugga og fylgjast grannt með gæðum og nota síðan hugmyndaflugið til að upphugsa nýjar tegundir. Líkt og í matreiðslu er síðan talað um krydd í bjór­bruggun, þ.e. einhver þau hráefni sem gefa bragðtón í bjórinn og gefa honum þannig sérkenni. Einmitt þetta er gert í Stinnings­Kalda frá Bruggsmiðjunni en þá er hvönn úr Hrísey notuð sem krydd. „Þarna getum við verið að tala um ber eða jurtir, ávexti, jafnvel appelsínuhýði eða eitthvað slíkt. Möguleikunum eru í raun engin takmörk sett.“

Löng hefð og sagaÍ grunninn skiptist bjórframleiðsla í tvö svið, þ.e. lagerbjóra og alebjóra eða öl. Lagerbjóra sína segir Kristinn Ingi að Bruggsmiðjan framleiði með tékkneska hefð að fyrirmynd og þar koma tékknesku hráefnin til sög­unnar. „Síðan erum við með t.d. Norðan­Kalda, Október­Kalda og Stinnings­Kalda sem eru meira í ætt við ensku bjórana þannig að það má segja að okkar framleiðsla endur­spegli nokkuð vítt svið,“ en það sem skilur á milli lagerbjóra og alebjóra eru mismunandi ger til að gerja bjór­inn. „Ölið á sér mun lengri sögu og raunar var það ekki fyrr en 1842 sem þetta ger fannst sem notað er til að framleiða lagerbjór. Þetta markaði upphafið að þeirri magnframleiðlu á lagerbjór sem við þekkjum í dag,“ segir Kristinn Ingi.

Erum handverksbrugghúsFyrir leikmanninum er Brugg­

smiðjan nokkuð hefðbundin verk­smiðja en Kristinn Ingi segir að í heimi bjórframleiðslunnar teljist fyrirtækið lítið handverksbrugghús. Slíkum fyrirtækjum fjölgar mjög ört víða um heim við hlið stóru bjór­framleiðslufyrirtækjanna og sú er einnig þróunin hér á landi. Með hugtakinu handverksbrugghús er vísað til „vöruvöndunar, nýsköpunar og þess að framleiðslan er í smáum stíl. Framleiðslan hefur skýr einkenni hvers brugghúss og eftir því eru kaupendurnir að sækjast,“ segir Kristinn Ingi.

Yfir 200 þúsund flöskur af Jóla­Kalda fara úr húsi í Bruggsmiðjunni nú fyrir jólin og miðað við reynslu síðustu ára mun sú framleiðsla seljast upp áður en jólahátíðin gengur í garð. Bruggmeistarinn Kristinn Ingi segir bjórmenningu hafa þróast mikið á Íslandi frá því þessi drykkur varð lögmætur hér „og við við sjáum það til dæmis á þessum árstíða­bundnu bjórum. Vinsældir þeirra eru stöðugt að aukast en í okkar vörulínu erum við með þorrabjór, páskabjór, októberbjór og sumar­bjór, auk jólabjórsins. Þessir árstíða­bjórar eru stór hluti af ársframleiðsl­unni hjá okkur sem er núna um 1,1 milljón flaskna af Kalda á ári.“

Bjór er stemningÞað er kannski að bera í bakkafullan lækinn að spyrja bruggmeistarann um hvers konar bjór hann aðhyllist sjálfur. En svarið lætur ekki á sér standa:

„Bjór er mjög tengdur stemningu og því fer það eftir aðstæðum hvað mér þykir gott hverju sinni. Ef þú t.d. bragðar bjór á leið út úr húsi í vinnuna að morgni þá þykir þér hann örugglega allt öðruvísi en sami bjór sem þú hellir í glas á góðri stundu í rólegheitunum inni í stofu eftir langa vinnuviku. Þetta endur­speglast einmitt í árstíðabjórunum – þeir eru nátengdir vissri stemningu neytandans,“ segir bruggmeistarinn Kristinn Ingi.

Með öðrum orðum; bjór er ekki bara bjór!

bruggsmidjan.is

Bruggsmiðjan er nú þegar með mikla fjölbreytni í framleiðslu sinni og árstíðabjórar fyrirtækisins hafa notið mikilla vinsælda.

Kristinn Ingi við bruggtækin í Bruggsmiðjunni. „Ég fékk æ meiri áhuga á að læra um hvað bjórgerð snýst. Bjór er ekki bara bjór.“

Af skíðum í bjórbruggun

Nú í desember býðst sérstakt tilboð á styttri dvöl fyrir þá sem þurfa tímabundna umhverfis-breytingu, hvíld og andlega uppbyggingu.

Heilsudagar í desember

Innifalið í dvölinni er gisting, hollur matur, aðgangur að baðhúsi og sundlaugum, skipulagðar gönguferðir og ýmsir opnir tímar. Verð frá 12.000 kr.

Nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða [email protected]

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands

AKUREYRI // jól 2013 | 15

Hótel Kea | Hafnarstræti 87 - 89 | Sími 460 2000 | fax 460 2060 | [email protected]

www.keahotels.is

Hótel Kea og Múlaberg, bistro & barí hjarta Akureyrar taka vel á móti þér

Verið velkomin!

RENNDU ÞÉRNORÐUR

16 | AKUREYRI // jól 2013

Skemmtilegu jólagjafirnar fást í Intersport!

SAMAN UM JÓLINRENNUM OKKUR

INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / [email protected] / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

20%AFSLÁTTUR AF

SKÍÐAPÖKKUM

CEBÉ VERDICT Skíðagleraugu.

CEBÉ PLUMA JR BASIC skíðahjálmur barna.

ETIREL MORGANA STELPUÚLPAVatteruð úlpa, hægt að þrengja í mitti, loðfóðruð hetta sem hægt er að taka af. Litir: Svört, blá. Stærðir: 140-160.

ETIREL MERLIN STRÁKAÚLPAVatteruð úlpa, hægt að þrengja í mitti, loðfóðruð hetta sem hægt er að taka af. Litir: Svört, blá. Stærðir: 140-160.

9.990FULLT VERÐ: 13.990

Jólatilboð

DIDRIKSONS TILDA Vattstungin og polyesterfyllt úlpa, vatnsvarin og vindheld. Litir: Græn, blá. Stærðir: 36-42.

DIDRIKSONS MELTEVattstungin og polyesterfyllt úlpa,vatnsvarin og vindheld. Litur: Svört. Stærðir: S-XXL.

21.990FULLT VERÐ: 27.990

Jólatilboð22.990FULLT VERÐ: 28.990

Jólatilboð

8.990FULLT VERÐ: 9.990

Jólatilboð

6.490FULLT VERÐ: 7.490

Jólatilboð

SKÍÐI,

BINDINGAR,

SKÓR OG

STAFIR.

AKUREYRI // jól 2013 | 17

Öll v

erð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/ e

ða m

ynda

bren

gl. A

llar v

örur

fást

í BY

KO B

reid

d en

min

na fr

ambo

ð ge

tur v

erið

í öð

rum

ver

slun

um.

Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is.

ww

w.e

xpo.

is /

EXP

O au

glýs

inga

stof

a

Vnr. 88167392Snjókorn, akrýl, 40x40 cm, 24 LED ljós.

Vnr. 88167117Stjarna með 16 ljósum, 30 cm.

Almennt verð 3.990 kr.2.990kr.

KLÚBB verð

2.790kr.

Vnr. 88166284MONA stjarna, 15 ljós.

3.790kr.

Vnr. 88166282MONA aðventuljós,33 ljós.

1.890kr.

Vnr. 88166757Jólakúla, gler, 10 ljós, 24V.

gervijólatréVnr. 88968024-40

90 cm

120 cm

150 cm

180 cm

Hvítt,150 cm

210 cm

1.290kr.

3.290kr.

4.990kr.

8.490kr.

3.390kr.

9.190kr.

10.990kr.

Mjótt, 210 cm

Vnr. 88470714 Jólaskraut, gler, 6 cm. 329kr.

2.490kr.

Vnr. 88470267Jóladúkur undir jólatré, 120 cm.

Vnr. 88470259-60 Jólatrésfótur, 5”, grænn eða rauður.

5.590kr.

Vnr. 88167118 Stjarna á topp á jólatré, 10 ljós, 20 cm.

2.790kr.

Vnr. 88167391Stjarna með perlum og 10 ljósum, 30 cm. 2.990kr.

Almennt verð 3.790 kr.2.990kr.

KLÚBB verð

Jólaleikur BYkODregið um vinning daglega til jóla.Alls 23 glæsilegir vinningar.Heildarverðmæti 800.000 krónur.

WWW.facebook.com/byko.is

vertu vinur okkar á facebookEinfalt að vera með. Freistaðu gæfunnar og skráðu þig til leiks á Facebook síðu BYKO.

facebook.com/BYKO.is

336386

Jólavörur álægra verði

18 | AKUREYRI // jól 2013

Skemmtileg stemning verður öll fimmtudagskvöld fram að jólum hjá versluninni Kistu sem staðsett er í Menningarhúsinu Hofi. Opið verður til kl. 22 og gestum boðið að smakka á konunglegri jólaglögg sem Hallgrímur Sigurðarson, yfirmat­reiðslumaður á 1862 Nordic Bistro í Hofi, á heiðurinn af. Uppskriftin kemur frá sjálfri Margréti Þórhildi drottningu Danmerkur. „Við ætlum að skapa góða stemningu hjá okkur og bjóða fólki að koma og skoða sig um í rólegheitum og komast í nota­legt jólaskap,“ segir Katrín Kára­dóttir eigandi Kistu.

Nú á laugardag, 7. desember, verður jóla­ og gjafamarkaður Kistu í göngugötunni í Hofi en mikið verður um að vera í húsinu allan daginn, jólatónleikar með Pálma Gunnarssyni og jólatrjáasala svo eitt­hvað sé nefnt. „Svo verður hér í há­deginu, seinnipart viku alla daga fram að jólum, „augnablik á aðvent­unni“, einstök stund þar sem tæki­færi gefst til að komast í gott jóla­skap,“ segir Katrín.

Í Kistu er fjölbreytt og vandað úrval af fallegri gjafavöru eftir hátt í

eitt hundrað hönnuði. Þar má nefna húsgögn, textíl, skartgripi, kerti, ljós, keramik, tónlist og fylgihluti af öllu tagi. „Við leggjum ríka áherslu á íslenska hönnun og okkur þykir líka mjög gaman að upplýsa viðskipta­vini um íslensku framleiðsluna. Það er sífellt að bætast í hóp þeirra sem áhuga hafa fyrir íslenskri hönnun og æ meira spurt hvort tilteknar vörur

séu framleiddar á Íslandi. Það á við bæði um landsmenn sjálfa og líka er­lenda ferðamenn,“ segir Katrín og bætir við að framtíð íslenskrar hönn­unar sé björt.

Mikil gróska í hönnun á íslensku skartiAlltaf er eitthvað nýtt að bætast við og sem dæmi má nefna að nýverið

voru Tindar eftir Ólöfu Jakobínu teknir inn, fjallatindar undir skart­gripi. „Það er mikil gróska í hönnun á skarti af öllu tagi, þannig að þörf var orðin á sérstakri hirslu undir það allt,“ segir Katrín. „Í raun má segja að nýtt skart komi oft í stað nýrra klæða, það er mjög algengt að konur kaupi sér nýja festi eða klút og þá er hægur vandi að taka fram gamla svarta kjólinn á ný og nota hann aftur.“

Þegar kemur að jólagjöfum segir hún oft erfiðara að finna eitthvað fyrir karlpeninginn, en hjá Kistu eru til sölu slaufur sem Katrín segir að slegið hafi í gegn. „Við erum með mikið úrval af slaufum fyrir stóra sem smáa og í öllum verðflokkum. Feðgaslaufur er líka nýjung, en þá geta feðgarnir verið í stíl. Þá hafa ermahnappar líka komið sterkir inn

og þeir eiga örugglega eftir að rata í marga jólapakka.“

Katrín segir að Kista hafi fengið frábærar viðtökur og staðsetningin í Hofi virki sérlega vel. „Þetta er ein­stakur staður með fjölbreyttri starf­semi og hér starfar mikið af góðu fólki, alltaf eitthvað um að vera og margir á ferðinni í ýmsum erinda­gjörðum, heimamenn og ferða­menn, jafnt innlendir sem erlendir.“

kista.is

Katrín Káradóttir segir að Kista hafi fengið frábærar viðtökur og staðsetningin í Hofi virki sérlega vel. Myndir: Auðunn Níelsson

Jóla og gjafamarkaður Kistu verður í Hofi næstkomandi laugardag.

„Við leggjum ríka áherslu á íslenska hönnun,“ segir Katrín.

Skemmtileg og notaleg stemning í Kistu í Hofi:

Fjölbreytt úrval af gjafavöru eftir nær 100 hönnuði

Kertakvöld í miðbænum Annað kvöld, föstudaginn 6. desember, verður kertakvöld í miðbænum skipulagt af Mið­bæjarsamtökunum á Akureyri.

Verslanir og þjónustufyrirtæki í miðbænum verða þá með opið til kl. 22 í huggulegri vetrar­stemningu. Ljósin verða slökkt og kertaljósin vísa gestum veginn um miðbæinn. Þannig skapast vinalegt og hátíðlegt andrúmsloft snemma á aðventunni. Dagskráin er meðal þeirra viðburða sem Miðbæjarsamtökin skipuleggja fyrir jólin. Hægt er að fylgjast með dagskránni á fésbókarsíð­unni Akureyri ­ miðbæjarsamtök.

upplifðu

á Akureyri

AKUREYRI // jól 2013 | 19

Það er ýmislegt sem breytist með tímanum en KEA hangikjötið hefur verið ómissandi á jólaborðum Íslendinga í fjöldamörg ár. Það er taðreykt og verkað samkvæmt aldagömlum hefðum sem tryggja framúrskarandi bragð og gæði.

Bragðið sem býr til jólin … ár eftir ár.KEA HANGIKJÖT

20 | AKUREYRI // jól 2013

Framtíðarskipulag miðbæjar Akureyrar að taka á sig mynd

„Hættu þessu tuði og gerðu sjálfur eitthvað í málinu,“ sagði Ingólfur stóri bróðir fyrir röskum tíu árum þegar ég hafði rætt við hann í síbylju um nauðsyn þess að koma betra skipulagi á miðbæinn á Akureyri. Hann bætti við: „Það þýðir ekki alltaf að vera að fjasa endalaust um aðgerðarleysi annarra en gera svo sjálfur ekkert í málinu.“ Þá gat ég engu svarað og varð alveg kjaftstopp. Já, skyldi vera að maður geti ekki einlægt skellt skuld á aðra en hreyfa sjálfur hvorki legg né lið? Þar með kviknaði á perunni og ég hafði samband við fólk sem stóð fyrir ýmis konar rekstri í miðbænum um að vinna saman að því að efla hann og gera að enn öflugra athafnasvæði og aðlaðandi fyrir gesti og gangandi; sannkallaðri miðstöð höfuðstaðar Norðurlands.

Ekki leið á löngu áður en í ljós kom að margir voru áhugasamir um að leysa miðbæinn úr þeirri stöðnun sem hann hafði ratað í. Það ástand gat hreinlega leitt til þess að hann þróaðist skipulagslaust og upp risu stór og lítil mannvirki hér og þar sem lytu engri heildarsýn og væru auk heldur ekki í samræmi við óskir bæjarbúa. Þá vaknaði spurningin hverjar væru hinar raunverulegu væntingar bæjarbúa; hvað vildu þeir leggja til grundvallar við endurskipulagningu miðbæjarins? Þetta var flókin spurning sem kallaði á víðtækt samráð við bæjarbúa þar sem einföld undirskriftasöfnun um einstaka álitamál gagnast lítið, heildarsýn skipti mestu. Það varð því að ráði að tólf stór og öflug fyrirtæki stofnuðu sjálfseignarstofnunina „Akureyri í öndvegi“ og lögðu henni til umtalsverða fjármuni. Með því var unnt að vinna faglega að allri framvindu málsins, draga fram aðalatriðin og vinna þeim brautargengi við frekari útfærslu. Allt var þetta gert í góðri samvinnu við bæjaryfirvöld.

Hafist handaGengið var frá samningi við ráðgjafarfyrirtækið Alta um skipulagningu verkefnisins, verkstjórn og framkvæmd verkþátta. Þar var fyrsta mál á dagskrá að boða til íbúaþings sem var svo haldið í september árið 2004. Hátt í 10% íbúa bæjarins tóku þátt í þessu þingi sem stóð í heilan dag og voru allir virkir og áhugasamir í umræðunni – sannkallað íbúalýðræði. Að því loknu fór fram vönduð vinna við að taka saman og greina niðurstöðurnar og flokka í samræmi við áherslur þátttakenda. Fullyrða má að sjaldan hafi eitt sveitarfélag kallað íbúa sína jafn fljótt að slíku verkefni eins og þarna var gert; þeir lögðu línurnar sem síðan var unnið eftir.

Meginlínur mótaðarÍbúaþingið var sammála um að þrátt fyrir marga góða kosti væri miðbærinn vindasamur og sólar nyti ekki sem skyldi með þeim afleiðingum að þar þrifist ekki nægjanlega blómlegt miðbæjarlíf. Úr þessu þyrfti að bæta með því að þróa göturnar fyrir austan Skipagötu meira til austurs-vesturs og mynda þannig skjól fyrir ríkjandi vindáttum. Jafnframt að opna svæðið þannig að skuggar vikju og sólartímum fjölgaði. Þingið taldi einnig æskilegt að tengja hafnarlífið miðbænum meira eins og góð reynsla er af í öðrum löndum. Lögð var rík áhersla á að raska ekki þeirri einstöku bæjarmynd sem fyrir er og forðast háhýsi á þeim svæðum sem byggt verður á í framtíðinni. Margt fleira athyglisvert kom fram á íbúaþinginu en meginatriðin voru: meira skjól, meiri birta, tengsl við sjóinn og lágreist byggð. Skýr skilaboð frá bæjarbúum. Næst var að útfæra niðurstöðurnar með hjálp sérfræðinga og meta valkosti sem upp komu

Alþjóðleg samkeppniÁkveðið var í samráði við bæjaryfirvöld að efna til alþjóðlegrar samkeppni arkitekta um skipulag miðbæjarins á grundvelli niðurstaðna íbúaþingsins. Viðbrögð voru langt umfram vonir því yfir 150 tillögur bárust víða að úr heiminum; margar mjög athyglisverðar og hrærðu þær vel upp í mönnum um alla þá möguleika sem fyrir hendi voru. Að lokum valdi dómnefnd eina þeirra til frekari útfærslu. Verðlaun voru afhent við hátíðlega athöfn og dreif þar að mikinn fjölda bæjarbúa. Við það tækifæri afhenti Akureyri í öndvegi bæjarstjórn allar tillögur sem fram komu í samkeppninni til eignar og notkunar við frekari útfærslu miðbæjarins. Ekki er mér kunnugt um að annað sveitarfélag hafi áður tekið á móti slíkri gjöf. Á sama tíma var efnt til sýningar á öllum tillögunum og vöktu þær mikla athygli og góðar umræður.

Stýrihópur Undir forystu þáverandi bæjarstjóra, Kristjáns Júlíussonar, vann sérstakur stýrihópur mikla vinnu við að útfæra skipulag miðbæjarins með hliðsjón af verðlaunatillögu Graeme Massie. Þar var gert ráð fyrir sundi (Eyrarsundi) frá bryggjunni og upp að Skipagötu. Tilgangurinn var að knýja byggðina í austur-vestur og færa um leið miðbæjar- og hafnarlífið saman eins og óskað var. Stýrihópurinn gekk út frá þessari hugmynd í endanlegum tillögum sínum og útfærði nánar ýmis önnur atriði í samráði við sérfræðinga. Niðurstöður hópsins voru því næst kynntar bæjarbúum.

Neikvæð viðbrögðUpphófst þá heldur neikvæð umræða sem snérist nánast eingöngu um tilvist sundsins sem oftast var kallað síki. Eins og vænta mátti komu fram ýmsar skoðanir á þessari útfærslu – margir töldu hana snjalla en aðrir voru henni mjög mótfallnir. Við það þróaðist einhliða umfjöllun um hvort bæjarbúar væru með eða á móti síki. Allt annað gleymdist í þessu viðamikla málefni, fólk skiptist í fylkingar, undirskriftasöfnun tók við af vandaðri umræðu og málið fékk sorglegan endi í hávaða sem engu skilaði. Spurðum við, sem stóðum fyrir þessu öllu: Hvað er nú orðið um allt þetta starf sem margir komu að – varð það til einskis?

Hreyfing á málinuLeið svo tíminn og lítið gerðist í nokkur ár þangað til í ársbyrjun 2012 að tekið var til hendi á svæðinu sunnan Torfunefs að Samkomuhúsinu. Niðurstaða skipulagsins þar var í anda þess sem íbúaþingið sæla mótaði og gaf tilefni til að ætla að umræðan um svæðið frá Torfunefi að Strandgötu gæti á sama hátt komist í jafnvægi og leitt til niðurstöðu. Þar yrði líka að leita lausna sem flestir gætu sætt sig við enda þótt allir fengju ekki sitt fram. Þannig gerast hlutirnir í lýðræðisþjóðfélagi. Aðalatriðið væri að nýta þá miklu vinnu og þær úrlausnir sem fyrir lágu til góðra verka og fylgja eftir niðurstöðum íbúaþingsins.

Starfshópur skilar af sérÞað var því stórt skref í rétta átt þegar núverandi bæjarstjórn samþykkti samhljóða fyrir ári að skipa starfshóp til að vinna að endanlegri útfærslu miðbæjarskipulagsins. Allir flokkar, sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn, eru þátttakendur í þessu starfi. Með því hafa öll sjónarmið komið fram og hinar ýmsu leiðir vegnar og metnar á málefnalegan hátt. Sjálfur get ég vottað að hópurinn hefur unnið gott starf og uppbyggilegt og allir lagt sig fram. Mjög hæft fagfólk

hefur unnið með hópnum og sameiginlega hafa verið mótaðar tillögur um skipulag miðbæjarins sem kynntar verða opinberlega í byrjun desember. Ýmsar þeirra tillagna, sem arkitektarnir í samkeppninni um árið lögðu fram, hafa skilað sér í niðurstöðunum enda má líta á hinar fjölþættu lausnir þeirra sem auðlind sem sjálfsagt er að nýta eftir föngum. Samt sem áður hefur starfshópurinn verið trúr megin niðurstöðum sem íbúaþingið mótaði um meira skjól, meiri birtu, tengslin við Pollinn og lága byggð.

Forsenda uppbyggingarÁ meðfylgjandi myndum má sjá útfærslur sem starfshópurinn leggur til að verði gengið frá í endanlegu skipulagi. Gert er ráð fyrir að opna eins konar rennu frá endurnýjuðu Skátagili yfir Hafnarstrætið þar sem Braunsverslun stendur nú og áfram austur. Þar tekur við vatnasvæði og lágreistar húsaraðir sem marka línurnar niður að Hofi og að höfninni sem verður gerð að öruggu skipalægi. Með því eru tengsl miðbæjar og sjávar tryggð, skjólgott svæði myndað þar sem birtan nýtur sín en engin háhýsi sem gnæfa yfir allt. Bílar eru ýmist geymdir neðanjarðar eða í sérstökum bílahúsum, skjólsælir gróðurreitir eru milli húsa og mannlífið sjálft leitt til öndvegis.

Skýr framtíðarsýnÞegar þannig hefur verið gengið frá skipulaginu má ætla að þjónustufyrirtæki og stofnanir sækist eftir að byggja frekar upp og efla starfsemi sína á svæðinu. Því er full ástæða til að ætla að lóðir í hinum nýja miðbæ verði eftirsóttar og úr læðingi leysist kraftur sem alltof lengi hefur legið í dvala, öllum til tjóns. Forsenda þess er að gott skipulag sé fyrir hendi sem víðtæk samstaða er um og vonandi verður staðfest á næstunni. Takist það hefur til einhvers verið barist og að hinir fjölmörgu, sem að málinu hafa komið þessi tíu ár, geti horft með stolti á afraksturinn. Aðalatriðið er þó að miðbær Akureyrar verði til langrar framtíðar sá segull sem dregur að sér mannlíf, menningarstarf, verslun og viðskipti sem hæfir höfuðstað Norðurlands.

- Ragnar Sverrisson

Greinarhöfundur - Ragnar Sverrisson formaður Kaupmannafélags Akureyrar, skoðar sig um á bökkunum við smábátadokkina hjá Hofi, eftir göngutúr niður Skátagil um miðbæinn.

Mikill mannfjöldi sótti fund þar sem greint var frá niðurstöðum í verðlaunasamkeppni arkitekta. Þar gaf „Akureyri í öndvegi“ bænum allar tillögur arkitektanna.

Horft frá bryggjusvæði framhjá Hofi að miðbænum.1600 bæjarbúar tóku virkan þátt í íbúaþinginu.

Þeir mótuðu meginlínur sem síðan hefur verið tekið mið af í öllu starfinu.Endurnýjuð Glerárgata og göngugata sem liggur frá höfninni og inní núverandi miðbæ

Þátttakendur á íbúaþinginu fóru vandlega yfir margvísleg álitamál

DraumsýnÞegar allt er komið í kring og nýtt miðbæjarskipulag orðið að veruleika er gott að hefja göngu efst í Skátagilinu sem hefur verið endurnýjað með lækjarsytru, göngustígum og gróðri. Staldra síðan við og fá sér kaffi á veröndinni á Kaffi Ilmi. Þaðan sjást minni hópar sitja og rabba hér og þar í gilinu og einhverjir taka lagið neðst í brekkunni þar sem stærri og minni tónlistarviðburðir fara oft fram. Síðan er rölt niður á Hafnarstræti og sem leið liggur niður sundið norðan við apótekið þar sem við taka vatnasvæðin og gangstígar niður að höfn. Á leiðinni er hægt að sinna erindum í bönkum, verslunum og öðrum þjónustufyrirtækjum. Gestir og gangandi fjölmenna á veitinga- og kaffihúsin þarna og mannlífið blómstrar. Við höfnina er hægt að renna fyrir fisk og fylgjast með skipum og skútum sigla þöndum seglum á Pollinum. Fagrir tónar úr Hofi laða fólk til þessa merka menningarhúss og þar er auðvelt að gleyma sér við ýmsa iðju.

rs_miðbær_20131201_10x39.indd 1 3. 12. 2013. 08:07:29

AKUREYRI // jól 2013 | 21

Framtíðarskipulag miðbæjar Akureyrar að taka á sig mynd

„Hættu þessu tuði og gerðu sjálfur eitthvað í málinu,“ sagði Ingólfur stóri bróðir fyrir röskum tíu árum þegar ég hafði rætt við hann í síbylju um nauðsyn þess að koma betra skipulagi á miðbæinn á Akureyri. Hann bætti við: „Það þýðir ekki alltaf að vera að fjasa endalaust um aðgerðarleysi annarra en gera svo sjálfur ekkert í málinu.“ Þá gat ég engu svarað og varð alveg kjaftstopp. Já, skyldi vera að maður geti ekki einlægt skellt skuld á aðra en hreyfa sjálfur hvorki legg né lið? Þar með kviknaði á perunni og ég hafði samband við fólk sem stóð fyrir ýmis konar rekstri í miðbænum um að vinna saman að því að efla hann og gera að enn öflugra athafnasvæði og aðlaðandi fyrir gesti og gangandi; sannkallaðri miðstöð höfuðstaðar Norðurlands.

Ekki leið á löngu áður en í ljós kom að margir voru áhugasamir um að leysa miðbæinn úr þeirri stöðnun sem hann hafði ratað í. Það ástand gat hreinlega leitt til þess að hann þróaðist skipulagslaust og upp risu stór og lítil mannvirki hér og þar sem lytu engri heildarsýn og væru auk heldur ekki í samræmi við óskir bæjarbúa. Þá vaknaði spurningin hverjar væru hinar raunverulegu væntingar bæjarbúa; hvað vildu þeir leggja til grundvallar við endurskipulagningu miðbæjarins? Þetta var flókin spurning sem kallaði á víðtækt samráð við bæjarbúa þar sem einföld undirskriftasöfnun um einstaka álitamál gagnast lítið, heildarsýn skipti mestu. Það varð því að ráði að tólf stór og öflug fyrirtæki stofnuðu sjálfseignarstofnunina „Akureyri í öndvegi“ og lögðu henni til umtalsverða fjármuni. Með því var unnt að vinna faglega að allri framvindu málsins, draga fram aðalatriðin og vinna þeim brautargengi við frekari útfærslu. Allt var þetta gert í góðri samvinnu við bæjaryfirvöld.

Hafist handaGengið var frá samningi við ráðgjafarfyrirtækið Alta um skipulagningu verkefnisins, verkstjórn og framkvæmd verkþátta. Þar var fyrsta mál á dagskrá að boða til íbúaþings sem var svo haldið í september árið 2004. Hátt í 10% íbúa bæjarins tóku þátt í þessu þingi sem stóð í heilan dag og voru allir virkir og áhugasamir í umræðunni – sannkallað íbúalýðræði. Að því loknu fór fram vönduð vinna við að taka saman og greina niðurstöðurnar og flokka í samræmi við áherslur þátttakenda. Fullyrða má að sjaldan hafi eitt sveitarfélag kallað íbúa sína jafn fljótt að slíku verkefni eins og þarna var gert; þeir lögðu línurnar sem síðan var unnið eftir.

Meginlínur mótaðarÍbúaþingið var sammála um að þrátt fyrir marga góða kosti væri miðbærinn vindasamur og sólar nyti ekki sem skyldi með þeim afleiðingum að þar þrifist ekki nægjanlega blómlegt miðbæjarlíf. Úr þessu þyrfti að bæta með því að þróa göturnar fyrir austan Skipagötu meira til austurs-vesturs og mynda þannig skjól fyrir ríkjandi vindáttum. Jafnframt að opna svæðið þannig að skuggar vikju og sólartímum fjölgaði. Þingið taldi einnig æskilegt að tengja hafnarlífið miðbænum meira eins og góð reynsla er af í öðrum löndum. Lögð var rík áhersla á að raska ekki þeirri einstöku bæjarmynd sem fyrir er og forðast háhýsi á þeim svæðum sem byggt verður á í framtíðinni. Margt fleira athyglisvert kom fram á íbúaþinginu en meginatriðin voru: meira skjól, meiri birta, tengsl við sjóinn og lágreist byggð. Skýr skilaboð frá bæjarbúum. Næst var að útfæra niðurstöðurnar með hjálp sérfræðinga og meta valkosti sem upp komu

Alþjóðleg samkeppniÁkveðið var í samráði við bæjaryfirvöld að efna til alþjóðlegrar samkeppni arkitekta um skipulag miðbæjarins á grundvelli niðurstaðna íbúaþingsins. Viðbrögð voru langt umfram vonir því yfir 150 tillögur bárust víða að úr heiminum; margar mjög athyglisverðar og hrærðu þær vel upp í mönnum um alla þá möguleika sem fyrir hendi voru. Að lokum valdi dómnefnd eina þeirra til frekari útfærslu. Verðlaun voru afhent við hátíðlega athöfn og dreif þar að mikinn fjölda bæjarbúa. Við það tækifæri afhenti Akureyri í öndvegi bæjarstjórn allar tillögur sem fram komu í samkeppninni til eignar og notkunar við frekari útfærslu miðbæjarins. Ekki er mér kunnugt um að annað sveitarfélag hafi áður tekið á móti slíkri gjöf. Á sama tíma var efnt til sýningar á öllum tillögunum og vöktu þær mikla athygli og góðar umræður.

Stýrihópur Undir forystu þáverandi bæjarstjóra, Kristjáns Júlíussonar, vann sérstakur stýrihópur mikla vinnu við að útfæra skipulag miðbæjarins með hliðsjón af verðlaunatillögu Graeme Massie. Þar var gert ráð fyrir sundi (Eyrarsundi) frá bryggjunni og upp að Skipagötu. Tilgangurinn var að knýja byggðina í austur-vestur og færa um leið miðbæjar- og hafnarlífið saman eins og óskað var. Stýrihópurinn gekk út frá þessari hugmynd í endanlegum tillögum sínum og útfærði nánar ýmis önnur atriði í samráði við sérfræðinga. Niðurstöður hópsins voru því næst kynntar bæjarbúum.

Neikvæð viðbrögðUpphófst þá heldur neikvæð umræða sem snérist nánast eingöngu um tilvist sundsins sem oftast var kallað síki. Eins og vænta mátti komu fram ýmsar skoðanir á þessari útfærslu – margir töldu hana snjalla en aðrir voru henni mjög mótfallnir. Við það þróaðist einhliða umfjöllun um hvort bæjarbúar væru með eða á móti síki. Allt annað gleymdist í þessu viðamikla málefni, fólk skiptist í fylkingar, undirskriftasöfnun tók við af vandaðri umræðu og málið fékk sorglegan endi í hávaða sem engu skilaði. Spurðum við, sem stóðum fyrir þessu öllu: Hvað er nú orðið um allt þetta starf sem margir komu að – varð það til einskis?

Hreyfing á málinuLeið svo tíminn og lítið gerðist í nokkur ár þangað til í ársbyrjun 2012 að tekið var til hendi á svæðinu sunnan Torfunefs að Samkomuhúsinu. Niðurstaða skipulagsins þar var í anda þess sem íbúaþingið sæla mótaði og gaf tilefni til að ætla að umræðan um svæðið frá Torfunefi að Strandgötu gæti á sama hátt komist í jafnvægi og leitt til niðurstöðu. Þar yrði líka að leita lausna sem flestir gætu sætt sig við enda þótt allir fengju ekki sitt fram. Þannig gerast hlutirnir í lýðræðisþjóðfélagi. Aðalatriðið væri að nýta þá miklu vinnu og þær úrlausnir sem fyrir lágu til góðra verka og fylgja eftir niðurstöðum íbúaþingsins.

Starfshópur skilar af sérÞað var því stórt skref í rétta átt þegar núverandi bæjarstjórn samþykkti samhljóða fyrir ári að skipa starfshóp til að vinna að endanlegri útfærslu miðbæjarskipulagsins. Allir flokkar, sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn, eru þátttakendur í þessu starfi. Með því hafa öll sjónarmið komið fram og hinar ýmsu leiðir vegnar og metnar á málefnalegan hátt. Sjálfur get ég vottað að hópurinn hefur unnið gott starf og uppbyggilegt og allir lagt sig fram. Mjög hæft fagfólk

hefur unnið með hópnum og sameiginlega hafa verið mótaðar tillögur um skipulag miðbæjarins sem kynntar verða opinberlega í byrjun desember. Ýmsar þeirra tillagna, sem arkitektarnir í samkeppninni um árið lögðu fram, hafa skilað sér í niðurstöðunum enda má líta á hinar fjölþættu lausnir þeirra sem auðlind sem sjálfsagt er að nýta eftir föngum. Samt sem áður hefur starfshópurinn verið trúr megin niðurstöðum sem íbúaþingið mótaði um meira skjól, meiri birtu, tengslin við Pollinn og lága byggð.

Forsenda uppbyggingarÁ meðfylgjandi myndum má sjá útfærslur sem starfshópurinn leggur til að verði gengið frá í endanlegu skipulagi. Gert er ráð fyrir að opna eins konar rennu frá endurnýjuðu Skátagili yfir Hafnarstrætið þar sem Braunsverslun stendur nú og áfram austur. Þar tekur við vatnasvæði og lágreistar húsaraðir sem marka línurnar niður að Hofi og að höfninni sem verður gerð að öruggu skipalægi. Með því eru tengsl miðbæjar og sjávar tryggð, skjólgott svæði myndað þar sem birtan nýtur sín en engin háhýsi sem gnæfa yfir allt. Bílar eru ýmist geymdir neðanjarðar eða í sérstökum bílahúsum, skjólsælir gróðurreitir eru milli húsa og mannlífið sjálft leitt til öndvegis.

Skýr framtíðarsýnÞegar þannig hefur verið gengið frá skipulaginu má ætla að þjónustufyrirtæki og stofnanir sækist eftir að byggja frekar upp og efla starfsemi sína á svæðinu. Því er full ástæða til að ætla að lóðir í hinum nýja miðbæ verði eftirsóttar og úr læðingi leysist kraftur sem alltof lengi hefur legið í dvala, öllum til tjóns. Forsenda þess er að gott skipulag sé fyrir hendi sem víðtæk samstaða er um og vonandi verður staðfest á næstunni. Takist það hefur til einhvers verið barist og að hinir fjölmörgu, sem að málinu hafa komið þessi tíu ár, geti horft með stolti á afraksturinn. Aðalatriðið er þó að miðbær Akureyrar verði til langrar framtíðar sá segull sem dregur að sér mannlíf, menningarstarf, verslun og viðskipti sem hæfir höfuðstað Norðurlands.

- Ragnar Sverrisson

Greinarhöfundur - Ragnar Sverrisson formaður Kaupmannafélags Akureyrar, skoðar sig um á bökkunum við smábátadokkina hjá Hofi, eftir göngutúr niður Skátagil um miðbæinn.

Mikill mannfjöldi sótti fund þar sem greint var frá niðurstöðum í verðlaunasamkeppni arkitekta. Þar gaf „Akureyri í öndvegi“ bænum allar tillögur arkitektanna.

Horft frá bryggjusvæði framhjá Hofi að miðbænum.1600 bæjarbúar tóku virkan þátt í íbúaþinginu.

Þeir mótuðu meginlínur sem síðan hefur verið tekið mið af í öllu starfinu.Endurnýjuð Glerárgata og göngugata sem liggur frá höfninni og inní núverandi miðbæ

Þátttakendur á íbúaþinginu fóru vandlega yfir margvísleg álitamál

DraumsýnÞegar allt er komið í kring og nýtt miðbæjarskipulag orðið að veruleika er gott að hefja göngu efst í Skátagilinu sem hefur verið endurnýjað með lækjarsytru, göngustígum og gróðri. Staldra síðan við og fá sér kaffi á veröndinni á Kaffi Ilmi. Þaðan sjást minni hópar sitja og rabba hér og þar í gilinu og einhverjir taka lagið neðst í brekkunni þar sem stærri og minni tónlistarviðburðir fara oft fram. Síðan er rölt niður á Hafnarstræti og sem leið liggur niður sundið norðan við apótekið þar sem við taka vatnasvæðin og gangstígar niður að höfn. Á leiðinni er hægt að sinna erindum í bönkum, verslunum og öðrum þjónustufyrirtækjum. Gestir og gangandi fjölmenna á veitinga- og kaffihúsin þarna og mannlífið blómstrar. Við höfnina er hægt að renna fyrir fisk og fylgjast með skipum og skútum sigla þöndum seglum á Pollinum. Fagrir tónar úr Hofi laða fólk til þessa merka menningarhúss og þar er auðvelt að gleyma sér við ýmsa iðju.

rs_miðbær_20131201_10x39.indd 1 3. 12. 2013. 08:07:29

22 | AKUREYRI // jól 2013

Í hönd fer 20 ára afmælisár fyrir­tækisins Purity Herbs Organics á Akureyri sem frá stofnun hefur sér­hæft sig í framleiðslu á snyrti­ og heilsuvörum úr 100% náttúrulegum hráefnum. Fyrirtækið stofnaði Ásta Sýrusdóttir ásamt þáverandi belg­

ískum eiginmanni sínum, en hann hafði óbilandi áhuga á því að búa til olíur og krem úr íslenskum náttúru­efnum. Tilviljanir réðu því að þessi áhugi leiddi til stofnunar Purity Herbs árið 1994. Í dag stýrir Ásta því, ásamt núverandi eiginmanni

sínum Jóni Þorsteinssyni, inn í af­mælisárið 2014.

Nýtt útlit vörulínunnar á afmælisári„Fljótlega á nýju ári munum við

koma fram með nýtt útlit á vör­unum sem mun undirstrika betur og aðgreina vörulínurnar hér á innan­landsmarkaði. Við höfum verið með þessa breytingu í vinnslu í langan tíma, enda í mörg horn að líta. Ekki síst til að framfylgja hertum reglum Evrópusambandsins varðandi merk­ingar og rekjanleika snyrtivara á Evr­ópumarkaði.“ segir Ásta. Fyrirtækið framleiðir andlitslínu, herralínu, baðlínu, barnalínu, sérvörur fyrir húðvandamál, línu með vörum fyrir hendur og fætur og ástarvörulínu. Vörunúmerin á innanlandsmarkaði verða 46 eftir þessar breytingar en Ásta segir nokkrar nýjar vörur bæt­ast við línurnar á afmælisárinu, nokkrar breytingar verða gerðar á vöruheitum og fáeinar vörutegundir hverfa úr framleiðslu.

„Þetta verða viðamestu breyt­ingar sem við höfum farið í en við vonum að viðskiptavinir taki þessu vel, enda vörunar þær sömu og áður,“ segir Ásta.

Athygli apótekarans vakin„Þetta byrjaði allt heima við eldhús­borð,“ segir Ásta um upphafið að Purity Herbs. „Ég vann á þessum tíma sem leikskólakennari og fékk leyfi móður til að prófa eitt af krem­unum okkar, Undrakrem, á exem og útbrot á dreng hennar í leikskól­anum. Árangurinn lét ekki á sér standa og það vakti óskipta athygli afa drengsins sem var Böðvar Jóns­son apótekari hér á Akureyri. Í kjöl­farið hafði hann samband við okkur og bauð okkur aðstöðu til að halda áfram að þróa þessar áhrifaríku nátt­úruvörur í apótekinu hjá honum. Þetta gekk það vel að við þurftum fljótt að komast í eigið húsnæði og framleiðsluaðstöðu en svona varð fyrirtækið í raun til.“

Rússland nýjasti markaðurinnÞað þótti á sínum tíma eftirtektar­vert hversu fljótt þetta unga nýsköp­unarfyrirtæki á Akureyri hóf sölu á vörum sínum á erlendum markaði. Það helgaðist af tengslum sem André hafði í sínu heimalandi, Belgíu, en vörurnar vöktu fljótt áhuga víðar. Í dag er meirihluti framleiðslu Purity Herbs seldur er­lendis.

„Í dag seljum við vörur í neyt­endaumbúðum á Evrópumarkaði en einnig verulegt magn til Asíulanda en í því tilfelli er vörunni pakkað í endanlegar umbúðir þar, “ segir Ásta og nefnir líka ört vaxandi sölu til Rússlands.

„Það er skemmtileg saga á bak við Rússlandsmarkaðinn. Þannig var að fyrir fáum árum voru vel stæð og menntuð rússnesk hjón á ferðalagi í Mývatnssveit og frúin varð uppi­skroppa með rándýrt „merkja“ and­litskrem. Þá sá hún vörurnar frá okkur í Jarðböðunum við Mývatn og ákvað að kaupa Undrakrem og nota þar til hún kæmist í verslun á Akureyri. Hins vegar fór það þannig að þegar til Akureyrar var komið var hún orðin svo sannfærð um gæðin á kreminu frá Purity Herbs að ekki aðeins hætti hún við að kaupa annað krem heldur komu þau hjón beint hingað til okkar og vildu nota starfs­krafta sýna til markaðssetja vörurnar okkar í Rússlandi. Og nú er sala á vörum Purity Herbs í Rússlandi komin á fulla ferð í samstarfi við þessi ágætu hjón,“ segir Ásta. Ein­stök tilviljun hvað Undrakremið hefur verið mikill áhrifavaldur í vexti fyrirtækisins!

Dýrmætt að geta hjálpað fólkiAð ungt nýsköpunarfyrirtæki nái fótfestu og komist af táningsaldri er hreint ekki sjálfgefið. „Að sjálfsögðu erum við ákaflega þakklát fyrir hversu vel þetta hefur gengið og ég þakka það fjölda tryggra viðskipta­vina. Hitt er ekki síður ánægjulegt að upplifa að hafa getað hjálpað fjöldamörgu fólki með sín húð­vandamál. Margir hafa leitað til okkar beint og spurt hvort við höfum lausnir á þeirra vandamálum og alltaf er jafn ánægjulegt þegar vörurnar okkar hjálpa. Það fyllir mig gleði.“

purityherbs.is

Hjónin Ásta Sýrusdóttir og Jón Þorsteinsson í Purity Herbs Organics. „Margir hafa leitað til okkar beint og spurt hvort við höfum lausnir á þeirra vandamálum og alltaf er jafn ánægjulegt þegar vörurnar okkar hjálpa. Það fyllir mig gleði,“ segir Ásta. Mynd: Þórhallur Jónsson

Stofnað 1994

Purity Herbs fyrir andlit, þú þekkir vörulínuna á litnum!

Nýtt útlit 2013

Purity Herbs Organics í 20 ár

Nýtt útlit er að koma á framleiðsluvörum Purity Herbs. Þannig verður húðlínan útlítandi en litir munu nú aðgreina vörurnar.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is

Kyrrðardagar verða haldnir 19. - 22. desember á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Á dagskrá er meðal annars: Samverustund - Hugleiðing - Bæn og íhugun í þögn - Yoga - Hlustunarhópar - Helgistund - Leikfimi- Slökunartímar - Útivist og fræðslufundir. Innifalið er ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt.

1 dagur 14.900 kr. á mann.3 dagar 38.700 kr. á mann.

Dagana fyrir sólstöður er dagskrá alla þá sem vilja sinna andlegri og líkamlegri heilsu sinni og fá skjól til að rækta sinn innri mann.

Berum ábyrgð á eigin heilsu

Kyrrðardagar í desember

AKUREYRI // jól 2013 | 23

JÓLAGJAFIRá lægra verði

1840084

True NorThGæsadúnúlpur

19.990kr24.990Tilboð

5872402/03/11/12/13

5245599

black&deckerhöggborvél

7.995kr10.995Tilboð

5245999

black&deckerrafhlöðuborvél

9.995kr13.995Tilboð

1840074

3900896

russell hobbsMaTviNNsluvél

12.370kr16.495Tilboð

sNow racersNjósleði

9.990kr12.990Tilboð

3.999 kr.

Birt með fyrirvara um myndavíxl og innsláttarvillur, úrval getur verið misjafnt milli verslanna.Gildir til 9. desember eða meðan birgðir endast.

9.999VERÐ ÁÐUR 12.990

russell hobbsblaNdari desire

10.840kr15.495Tilboð

kea korThaFar FÁ

10% AFSLÁTThjÁ okkur!

ALLT FRÁ GRunnI Að GÓðu heImILI SíðAn 1956

hluti af Bygma

Matar- og kaffistell Bistro30 stk. hvítt ferkantað2201126

Hnífasett 6 stkTréstandur2009856

24 | AKUREYRI // jól 2013

Hin ástsæla söngkona Helena Eyj­ólfsdóttir segir frá viðburðarríkri ævi sinni í bókinni Gullin ský sem Óskar Þór Halldórsson skrifaði og Bókaútgáfan Hólar gefur út. Helena er fædd og uppalin í Reykjavík en lengstaf hefur hún búið á Akureyri. Eiginmaður hennar var hinn lands­þekkti tónlistarmaður Finnur Eydal. Þau hjónin störfuðu saman í hljóm­sveitum í áratugi, þekktust þeirra var eflaust Hljómsveit Ingimars Eydal sem gerði garðinn heldur betur frægan í Sjálfstæðishúsinu á Akur­eyri.

Í bókinni segir Helena frá ævi sinni frá barnæsku í Reykjavík og til dagsins í dag en hún verður 72 ára í janúar 2014 og ennþá er hún að syngja og hefur engu gleymt. Til marks um það gerði hún bókstaflega allt vitlaust á tónleikum á Græna hattinum og í Súlnasal Hótels Sögu fyrir nokkrum vikum, þar sem hún rifjaði upp ferilinn með stórhljóm­sveit.

Það hafa óneitanlega skipst á skin og skúrir í lífi Helenu. Hún segir í bókinni frá því þegar Finnur varð háður róandi lyfjum. Árið er 1966.

„Úr Gnoðarvogi 50 fluttum við í leiguíbúð í Goðheimum 5, þar sem við vorum til skamms tíma, og síðan keyptum við og fluttum í litla ófull­gerða kjallaraíbúð á Hávegi 3a í Kópavogi. Fjárhagslega klufum við ágætlega að kaupa íbúðina en þegar tekjurnar drógust saman með minnkandi spilamennsku Finns, sem bættist við að ég þurfti að taka mér frí frá söngnum vegna barn­eignanna, bjuggum við fjárhagslega við mjög þröngan kost.

Til þess að afla tekna fékk Finnur vinnu um tíma hjá bakaríi við að keyra út flatkökur. Við fjárhagserfið­leikana bættist síðan að Finnur varð háður róandi lyfjum. Byrjunin á því var sú að Finnur fékk að læknisráði hóstamixtúru og í henni reyndist vera ópíum. Í framhaldinu misnot­aði hann þessa mixtúru sem endaði með því að hann leitaði til læknis til þess að hjálpa sér að brjótast út úr þessu. Þetta var mjög erfiður tími og ég hafði af þessu miklar áhyggjur. Ingimar bróður hans og öðrum í Ey­dalsfjölskyldunni á Akureyri stóð heldur ekki á sama og vildu rétta Finni hjálparhönd. Þegar síðan Grétar Ingvarsson hætti í hljómsveit Ingimars Eydal í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri snemma árs 1966 lagði Ingimar að Finni að koma norður og taka sæti hans í hljómsveitinni. Það varð úr, við fluttum með skömmum fyrirvara til Akureyrar og gáfum okkur meira að segja ekki tíma til þess að taka búslóðina með okkur. Gunnar Eydal, mágur minn, sá síðar um að tæma íbúðina og koma dótinu norður.“

Sperðlar eða bjúguHelena var ákveðin í því að tileinka sér strax siði Akureyringa. Eitt af því var hin blæbrigðaríka norðlenska. Fyrsta sumar fjölskyldunnar á Akur­eyri bjó hún í húsvarðaríbúðinni í Gagnfræðaskólanum og hverfis­búðin var KEA við Byggðaveg, þar sem enn þann dag í dag er matvöru­búð, nú undir merkjum Samkaupa.

„Ég vissi að Akureyringar töluðu um sperðla og jafning sem ég ólst upp við að kalla bjúgu og uppstúf. Ég ákvað einn góðan veðurdag að hafa bjúgu í matinn og skundaði því í Byggðavegsbúðina. Ég hugsaði með mér að nú væri tækifæri til að vera eins norðlensk í tali og mér væri frekast unnt og spurði því af­greiðslustúlkuna í búðinni hvort þau

ættu ekki sperðla? Stúlkan fór á bak­við og ég heyrði hana kalla: „Óli, eru bjúgun búin?“ Eftir þetta hætti ég að reyna að vera norðlensk í tali og kallaði bjúgun bjúgu.“

Margar skemmtilegar sögur – ekki síst frá þeim tíma er Helena var í Hljómsveit Ingimars Eydal ­ fljóta með í bókinni. Ein þeirra gerðist 1970. Fakír kom með aðstoðarkonu sinni í Sjallann til þess að sýna listir sínar. Eitt at­riði hans var fólgið í því að leggja dúk með haug af gler­brotum á sviðið. Síðan skyldi fakírinn stökkva í glerbrotahrúguna og ganga á henni eins og ekkert væri sjálfsagðara. En fakírinn hafði ekki vitneskju um að skúringakonan í Sjallanum bónaði ótt og títt og sviðið var því gljáandi og glerhált. Það vildi því ekki betur til en svo að þegar fakírinn ætlaði að stökkva í glerbrotahrúguna hrökk dúkurinn undan fótum hans og hann steinlá og skar sig illa á glerbrotunum. Þetta var auðvi­tað hið versta mál en í það minnsta nokkrir úr Hljómsveit Ingimars Eydal hlógu dátt.

Helena og Finnur ásamt Helenu Eydal dóttur þeirra. Hljómsveit Ingimars Eydal og Ævintýri stilltu saman strengi á Húsafellshátíð. Frá vinstri. Björgvin Halldórsson, Finnur Eydal, Helena, Þorvaldur Halldórsson og Arnar Sigurbjörnsson.

Áritun í EymundssonÍ dag, 5. desember,

milli kl. 17 og 19 munu Helena og Óskar Þór kynna

bókina og árita í versluninni Eymundsson

við Hafnarstræti á Akureyri.

Söngkona í sextíu ár

Hljómsveit Ingimars Eydal spilaði fyrst og fremst í Sjallanum á Akureyri en einnig fór hún síðla sumars árlega í sveitaballaferð. Böllin í Hvoli voru gríðar-lega fjölsótt.

Helena árið 1954 – sama ár og fyrsta platan hennar kom út – 78 snúninga plata með tveimur jólasálmum.

AKUREYRI // jól 2013 | 25

RÚM

Íslenskhönnun

Allt fyrir svefnherbergiðRúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar og rúmteppi | Kistur og náttborð

Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar og lök | Fylgihlutir

dv

eh

f. 2

013

Opið alla virka daga frá kl. 9-18 | Laugardaga 10-14 | Sunnudaga 13-16 fram að jólum

RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími 555 0397 | www.rbrum.is | [email protected] | Erum á

26 | AKUREYRI // jól 2013

„Það er alltaf gaman hjá okkur, sem betur fer erum við svo heppnir að þetta er ekki bara vinnan okkur heldur líka áhugamál. Það er mikið um að vera þessa dagana og nýjar vörur streyma inn á hverjum degi,“ segir Egill Einarsson sem rekur versl­unina Sportver á Glerártorgi ásamt bróður sínum Sigurði. „Það er af nógu að taka hjá okkur, hér er allt til alls, við sinnum nánast öllum íþróttagreinum þannig að úrvalið er býsna mikið. Hér eiga flestir íþrótta­menn eða þeir sem æfa einhverja íþrótt að finna það sem þeir leita að.“

Fylgjumst með straumum og stefnumSportver hefur verið starfandi frá 1991 og verið á Glerártorgi frá upp­hafi, en Egill segir að verslunin sjálf taki breytingum í tímans rás og í takt við tíðarandann hverju sinni. „Við reynum af fremsta megni að koma til móts við þarfir okkar við­skiptavina og þannig breytast áherslur frá einum tíma til annars. Við erum mjög duglegir að sækja vörusýningar, bæði hér heima og eins í útlöndum og fylgjumst vel með því sem er að gerast á okkar vettvangi. Það verður að liggja yfir þessu og fylgja straumum og

stefnum í þessum geira, t.d. varð­andi tækniatriði, snið, liti og verð svo eitthvað sé nefnt. Við viljum umfram allt vera með á nótunum og bjóða það besta og nýjasta.“

Reynsla og áhugi skipta máliHann segir að sem betur fer séu þeir bræður lánsamir og hafi í sínum röðum áhugasamt starfsfólk með mikla reynslu, m.a. í því að panta inn vörur. Það sé eins gott, því flest allar vörur séu pantaðar með löngum fyrirvara, allt að 6­8 mán­uðum. „Þetta gerir það að verkum að við fáum nýjustu vörurnar inn sem fyrst. Við finnum að viðskipta­vinir okkar eru ánægðir með að fá breitt vöruúurval af því nýjasta sem er í boði.“

Flytja beint inn og ná hagstæðu verði„Við höfum verið að auka við okkur í beinum innflutningi, bæði til að auka vöruúrval og ná hagstæðari verðum. T.d. vorum við að taka inn vandaðan skíða­ og útivistarfatnað frá Five Seasons og það gerum við milliliðalaust sem gerir að verkum að verðið er hagstætt hér í búðinni á þessum vörum,“ segir Egill og nefnir að þeir Sportversmenn taki fleiri vörumerki beint inn að utan og geti

því boðið gott verð. Þar er m.a. um að ræða Helly Hansen, Hummel, Billabong, Element og GT/Schwinn hjól. Úrvalið hefur verið aukið í Hummel barnafatnaði og þá er Cin­tamanibúðin, sem þeir bræður reka til hliðar við Sportver, stútfull af nýjum og glæsilegum vörum. „Þannig að við bjóðum alla vel­komna að skoða úrvalið og teljum að það gerist óvíða mikið betra.“

Bræðurnir Egill og Sigurður Einarssynir, sem reka Sportver á Glerártorgi á Akureyri, ásamt starfsstúlkunum Sillu og Arn-dísi. Myndir:Auðunn Níelsson.

Sportver flytur æ meira af vörum sínum beint inn til landsins, bæði í þeim til-gangi að auka úrval en ekki síður til að geta boðið hagstæðari verð.

Gæðavörur beint frá útlöndum

Ekta norðlenskt laufabrauð frá Brauðgerð Kristjáns- með rétta jólabragðið!

Laufabrauðið góða frá Kristjáni er komið í verslanir ásamt steikingarfeitinni!

Frábær steikingar-feiti frá Brauðgerð Kristjáns.100% plöntufeiti sem freyðir ekki.Góð til steikingar á laufabrauði.

Afgreiðslutími miðbæjarverslana Verslanir í miðbænum verða opnar sem hér segir:

Fimmtudagur 5. desember . . . . . . . . . . . . . . . . 10-18Föstudagur 6. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-22 - kertakvöld í miðbæ

Laugardagur 7. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-18Sunnudagur 8. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13-17Mánudagur 9. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-18Þriðjudagur 10. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-18Miðvikudagur 11. desember . . . . . . . . . . . . . . . . 10-18Fimmtudagur 12. desember . . . . . . . . . . . . . . . 10-18Föstudagur 13. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-22 Laugardagur 14. desember . . . . . . . . . . . . . . . . 10-22 - jólasveinar á svölum Pennans (KEA svalirnar).

Sunnudagur 15. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . 13-17Mánudagur 16. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-18Þriðjudagur 17. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-18Miðvikudagur 18. desember . . . . . . . . . . . . . . . 10-18Fimmtudagur 19. desember . . . . . . . . . . . . . . . 10-22 Föstudagur 20. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-22Laugardagur 21. desember . . . . . . . . . . . . . . . . 10-22Sunnudagur 22. desember . . . . . . . . . . . . . . . . . 13-22Þorláksmessa 23. desember . . . . . . . . . . . . . . 10-23Aðfangadagur 24. desember . . . . . . . . . . . . . . . 10-12

Opið er í Pennanum-Eymundsson til kl. 22 öll kvöld og til kl. 23 á Þorláksmessu

AKUREYRI // jól 2013 | 27

– fyrir lifandi heimili –

H ú s g ag n a H ö l l i n • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • o p i ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7

o g D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i o p i ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E i t t s í m a n ú m E r 5 5 8 1 1 0 0

Ný og falleg DraumaHöllfull af speNNaNdi æviNtýrum

aKurEYri | rEYKJaVíK | aKurEYri | rEYKJaVíK | aKurEYri | rEYKJaVíK | aKurEYri | rEYKJaVíK | aKurEYri i | rEYKJaVíK

Bodum Hot Pot sett

fullt verð kr. 6.990 Verð kr. 4.990

MARs&MoRe púðARmikið úrval . Verð frá kr. 4.990

söDAhl DúkuR mikið úrval. Breidd 140 cm.

metraverð kr. 5.990

söDAhl ViskAstykki mikið úrval. Verð kr. 1.490

inteRioR lukt Verð kr. 2.290 BRoste spRittkeRti 6 saman. Verð kr. 1.890 MARs&MoRe

regnhlíf. Verð kr. 3.490

BRoste keRti mikið úrval. Verð kr. 1.790

BlooMingVille Kertastjakar. stk. Verð kr. 1.690

BlooMingVille Kertastjaki. Verð kr. 6.990

ConFetti glös. 6 stk 25cl. Verð: 6.490 kr. og

6 stk 40cl. Verð: 7.290 kr. ConFetti skálar.

6 stk Verð: 7.990 kr.

28 | AKUREYRI // jól 2013

„Það er ekki óalgengt að fólk geri samkomulag á heimilinu og gefi sjálfu sér góðan sófa eða rúm í jóla­gjöf. Húsgögn eru góð jólagjöf,“ segir Kristinn Þórir Ingibjörnsson en hann og Sigurður Magnússon stýra verslununum Húsgagnahöllinni, Betra Baki og Dorma sem deila hús­næði við Dalsbraut 1 á Akureyri. Allar eru þær í eigu sömu aðila og því lá beinast við, þegar ákveðið var að opna verslun Húsgagna­hallarinnar á Akureyri síðastliðið vor, að spara viðskiptavinum sporin og bjóða þeim allt á einum stað.

Smávörur til gjafa og fyrir heimiliðHúsgagnahöllin er löngu landskunn fyrir fjölbreytt úrval húsgagna, allt frá sófasettum, borðum og stólum yfir í smávöru, gjafavöru, glös og ýmsan annan borðbúnað til heim­ilisins. Jólabragur færðist snemma nóvembermánaðar yfir verslunina og áberandi eru ýmsar jólalegar vörur til heimilisins, skreytingar og gjafa­vara, glervörur, kerti, servíettur og fleira. Vandalaust er því að finna lausn á jólagjafavandanum í Hús­gagnahöllinni, hvort sem pakkinn á að vera lítill og mjúkur eða stór og harður!

Verslunarstjórarnir tveir eru ánægðir með samspil verslananna þriggja frá því að opnað var í júní og segja áherslusvið hverrar þeirra endurspeglast í vöruúrvalinu og

uppsetningu á verslunarhúsnæðinu. „Okkur hefur verið vel tekið af við­skiptavinum og byrjunin lofar góðu á fyrstu mánuðunum. Nú fyrir jólin

aukum við áherslu á hönnunarvörur og ekki hvað síst jólatengdar smá­vörur,“ segir Kristinn Þórir.

Endingargóð rúm og sófarMest seldu rúmin í versluninni við Dalsbraut eru Tempur og hefð­bundnar springdýnur. Stillanleg rúm eru einnig í boði en Kristinn segir þau færast í aukana með hverju ári. „Tempur og springdýnur eru langtímafjárfesting og geta enst hátt á annan áratuginn ef hugsað er rétt um þær.“

Húsgagnahöllin býður mikið úr­val af vönduðum sófum og geta við­skiptavinir valið um lit og stærð.

„Þetta á við um hvort heldur er hefðbundna stofusófa eða tungusófa við sjónvarpið. Við finnum að í þessu eins og mörgu öðru vill fólk vandaða og góða vöru sem ætlað er að endist lengi. Verðið er ekki alltaf aðalatriðið.“

husgagnahollin.is

betrabak.is

dorma.is

Verslunarstjórarnir Kristinn Þórir Ingibjörnsson og Sigurður Magnússon. Myndir: Auðunn Níelsson. Mikið úrval er af hönnunar- og gjafa-vörum sem tilvaldar eru í jólapakk-ana.

Samspil verslananna þriggja við Dals-braut 1 hefur tekist vel frá því opnað var í byrjun sumars.

Húsgagnahöllin, Dorma og Betra Bak undir sama þaki við Dalsbraut 1:

Fólk sækist eftir gæðum og góðri endingu

upplifðu

á Akureyri

Næstkomandi laugardag, 7. desember, verður sannkölluð jóla­stemning í menningarhúsinu Hofi. Dagskráin hefst með Augnabliki á aðventunni kl. 12:30, dagskrá sem verður á þessum sama tíma fimmtu­daga til sunnudaga til jóla. Núna á laugardaginn mætir sjálf Grýla í Hof með jólasveinum og furðuverum.

Klukkan 15 verður söngdagskrá Stúlknakórs Akureyrarkirkju og kl. 17 og 21 verða tónleikarnir Gleði og friðarjól með Pálma Gunnarssyni.

Jólastemning verður hjá 1862

Nordic Bistro; jólaglögg, heitt súkkulaði, smákökur, jólasmáréttir og jólatilboð á jólasmáréttaplatta og jólaöli og margt fleira.

Jóla­ og gjafamarkaður verður í „göngugötunni“ á vegum verslunar­innar Kistu í Hofi sem býður upp á úrval af íslenskri hönnun og hand­verki.

Jólatré og jólagreinar frá Sól­skógum verða til sölu og sýnis í úti­portinu við Hof kl. 13­16.

menningarhus.is

Jól í Hofi á laugardaginn

AKUREYRI // jól 2013 | 29

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

516

24

Sjónvarp Símans

nú loksins fáanlegt

í strætóskýlinu

Sjónvarp Símans hvar og hvenær sem er með nýja appinuNú getur þú horft á RÚV, Stöð 2, Skjáinn og fleiri stöðvar undir sæng, farið á Frelsið í Kolaportinu og spólað útsendinguna tvo klukkutíma til baka á hárgreiðslustofunni. Þú gætir jafnvel horft á leikinn í beinni og spólað til baka þótt þú sért á leiknum og valið úr þúsundum mynda í SkjáBíói í strætó.

Það kostar ekkert að nota appið fyrstu þrjá mánuðina en þjónustan kostar 490 kr. á mánuði eftir það.

Vertu í sterkara sambandi við Sjónvarp Símans með snjalltækjunum þínum

Ath. að skilmálar Apple heimila ekki leigu á myndefni með smáforriti í Apple tækjum. Unnt er að leigja myndefni gegnum önnur tæki (Android eða myndlykil) og nálgast síðan efnið í Apple tæki.Sjá nánar um skilmála þjónustunnar á siminn.is

Ná í

appið!

30 | AKUREYRI // jól 2013

„Jólakörfurnar frá MS eru klassískar í desember og verða alltaf vinsælli. Við framleiðum staðlaðar körfur sem fara út í verslanir en meirihlut­inn af körfunum er framleiddur fyrir viðskiptavini, fyrst og fremst fyrir­tæki sem gefa starfsmönnum sínum og viðskiptavinum. En það getur raunar hver sem er pantað hjá okkur gjafakörfu og við setjum saman að hans óskum. Hjá okkur er hægt að panta allt frá einni körfu upp í nokkur hundruð ef því er að skipta,“ segir Helgi Jónasson svæðissölustjóri MS Akureyri.

Klæðskerasaumaðar jólakörfurFramleiðsla á jólakörfunum hjá MS á Akureyri hófst nú í byrjun desember og stendur til jóla. Uppi­staðan í körfunum er að sjálfsögðu framleiðsluvörur MS og gæðaostar eru þar í fyrirrúmi. Mjög algengt er að einnig fari í körfurna fleiri vörur frá öðrum framleiðendum, t.d. hangikjöt eða annað kjötmeti, vín­flöskur og svo framvegis. „Við klæð­skerasaumum þessar körfur að óskum hvers og eins þannig að það er ekkert eitt staðlað form á þeim. Salan á körfunum hefst strax á miðju hausti og síðan kemur starfs­fólk í samsetningu og pökkun á körfunum fyrstu vikuna í desember. Þetta er jafnan skemmtilegur tími og mikið um að vera,“ segir Helgi.

Bylting með nýrri ostalínuFyrir skömmu var tekin í notkun ný ostalína í starfstöð MS á Akureyri en vegna hennar var húsnæðið stækkað og í heild nam fjárfesting vegna þessa verkefnis röskum milljarði króna. Þar með er þorri ostafram­leiðslu MS kominn til Akureyrar en eftir sem áður eru þó mygluostarnir svokölluðu framleiddir í Búðardal. Með nýju vinnslulínunni jukust af­köst umtalsvert og framleiðsluflæði er skilvirkara en áður. Um 65% af þeim 37 milljónum lítra sem lagðir eru inn hjá MS Akureyri fara til ostaframleiðslunnar.

„Auk nýju ostalínunnar var fyrr á árinu flutt hingað norður framleiðsla á ýmsum smávörum, t.d. hrísmjólk, rjómaosti, ostakökum og fleiru og allt er þetta að að verða komið í fastar skorður og gengur vel. Á móti var skyrframleiðslan flutt suður á Selfoss en þetta er liður í sérhæfingu

og eflingu starfsstöðva MS,“ segir Helgi.

„Nýja ostalínan skapar okkur tækifæri til aukinnar fjölbreytni í framleiðslu en fyrst og fremst fáum við með henni meiri stöðlun og stöðugleika í ostaframleiðslunni. Búnaðurinn skilar neytendum enn meiri gæðum og það er alltaf okkar keppikefli,“ segir Helgi.

Vörudreifingarsvæði MS Akur­eyri nær frá Hrútafirði austur að Hornafirði en aukin osta­ og smá­vöruframleiðsla á Akureyri útheimtir einnig aukna vöruflutninga landleið­ina á höfuðborgarsvæðið.

ms.is

Jólavörur MS eru komnar á markaðinn. Nú eru ostakökur fyrirtækisins fram-leiddar á Akureyri.

Mikil bylting varð í haust með tilkomu nýrrar ostaframleiðslulínu hjá MS Akur-eyri. Myndir: Auðunn Níelsson.

Helgi Jónasson svæðissölustjóri MS Akureyri.

Ný ostaframleiðslulína MS Akureyri eykur gæði og afköst

Norðurtanga 5 - 600 Akureyri - Sími 460 7800 [email protected] - www.rafeyri.is

upplifðu

á Akureyri

Sunnudaginn 8. desember kl. 20 verða árlegir tónleikar til styrktar Líknarsjóðnum Ljósberanum í Akureyrarkirkju. Einsöngvarar verða

að þessu sinni fjórir: Björg Þórhalls­dóttir, Ragnheiður Gröndal, Krist­jana Arngrímsdóttir og Ívar Helga­son. Auk þeirra koma fram félagar úr Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Undirleik­arar verða Lára Sóley Jóhannsdóttir konsertmeistari, Zsuzsanna Bitay fiðla, Lisa McMaster víóla, Ásdís Arnardóttir selló, Þórir Jóhannsson kontrabassi, Petra Óskarsdóttir þver­flauta, Elísabet Waage harpa og Ey­þór Ingi Jónsson orgel. Stjórnandi verður Hilmar Örn Agnarsson.

Á efnisskránni eru íslensk jólalög í bland við tónlist frá ýmsum löndum. Frumflutt verður einnig jólalag Ljósberans 2013 eftir Michael Jón Clarke.

Miðaverð er 2.900 kr. og að­gangseyririnn rennur óskiptur til styrktar bágstöddum einstaklingum og fjölskyldum á Akureyri fyrir jólin. Forsala aðgöngumiða er í Ey­mundsson.

Árlegir Ljósberatónleikar í Akureyrarkirkju

AKUREYRI // jól 2013 | 31

NÝ LÍNA AF BAÐINNRÉTTINGUM FRÁ IFÖBaðinnréttingarnar eru fáanlegar: hvítar háglans – hvítar mattar – ljósbrúnar – dökkgráar – svört eik

Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • [email protected] Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is

Allt í baðherbergið frá A til IFÖ.Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15

32 | AKUREYRI // jól 2013

1598krónur kg

1159krónur kg.

1198krónur kg.

1298krónur kg.

BÓNUS grísabógur hringskorinn

598krónur kg.

Matfugl frosnar kjúklingabringur

1795krónur kg

1259krónur kg.

198krónur 2 ltr

2998krónur kg.

1998krónur kg.998krónur 1 kg.

2598krónur kg

Nú er hægt að fá gjafakortið í öllum verslunum Bónus. Hafðu samband við skrifstofuna og fáðu nánari upplýsingar. Þú leggur inn hjá okkur eða þú greiðir

með símgreiðslu og sækir kortið í þá verslun sem þér hentar Skrifstofa Bónus: Opin alla virka daga kl. 9-17 Skútuvogi 13 Sími: 527 9000

1798 kr. 630g

Nóa konfektallir bestu molarnir

Himneskt súkkulaði úr lífrænt ræktuðu hráefni og Fairtrade-vottað. Hágæða

súkkulaði sem kætir bragðlaukana.

298krónur 100g

798krónur 630g heiMa suðusúkkulaði 300g

heiMa smjörlíki 500g

195krónur 500g.

259krónur 300g.

498krónur 300g

heiMa ferkskar döðlur 600g

ora jólasíld 630g

íslandsnautungnautapiparsteik

2998krónur 940g.

698krónur 500ml

898krónur 100ml

789krónur 2.3 kg.

2298krónur kg

AKUREYRI // jól 2013 | 33

1598krónur kg

1159krónur kg.

1198krónur kg.

1298krónur kg.

BÓNUS grísabógur hringskorinn

598krónur kg.

Matfugl frosnar kjúklingabringur

1795krónur kg

1259krónur kg.

198krónur 2 ltr

2998krónur kg.

1998krónur kg.998krónur 1 kg.

2598krónur kg

Nú er hægt að fá gjafakortið í öllum verslunum Bónus. Hafðu samband við skrifstofuna og fáðu nánari upplýsingar. Þú leggur inn hjá okkur eða þú greiðir

með símgreiðslu og sækir kortið í þá verslun sem þér hentar Skrifstofa Bónus: Opin alla virka daga kl. 9-17 Skútuvogi 13 Sími: 527 9000

1798 kr. 630g

Nóa konfektallir bestu molarnir

Himneskt súkkulaði úr lífrænt ræktuðu hráefni og Fairtrade-vottað. Hágæða

súkkulaði sem kætir bragðlaukana.

298krónur 100g

798krónur 630g heiMa suðusúkkulaði 300g

heiMa smjörlíki 500g

195krónur 500g.

259krónur 300g.

498krónur 300g

heiMa ferkskar döðlur 600g

ora jólasíld 630g

íslandsnautungnautapiparsteik

2998krónur 940g.

698krónur 500ml

898krónur 100ml

789krónur 2.3 kg.

2298krónur kg

34 | AKUREYRI // jól 2013

„Nýjustu vörur okkar eru ný lína af baðinnréttingum frá IFÖ sem við bjóðum í stöðluðum stærðum og fimm litum. Fólk velur sér einingar og raðar eins og hentar rýminu og með skápunum fylgir allt til upp­setningar,“ segir Jóhann Björn Jónasson, verslunarstjóri í Tengi við Baldursnes á Akureyri. Fyrirtækið veitir bæði fag­ og einstaklingsþjón­ustu á lagnasviði, býður fjölbreytt úrval af lagnaefni fyrir fagmenn en í versluninni í Baldursnesi má sjá eða fá upplýsingar um úrval blöndunar­tækja, vaska, sturtubúnaðar og aðrar þær vörur sem Tengi selur. Flest þessara tækja eru uppsett í verslun­inni.

Jóhann Björn segir IFÖ hafa ára­langa reynslu í framleiðslu á baðinn­réttingum og gæðunum megi treysta. Þær eru stílhreinar og koma í níu mismunandi útfærslum, eru framleiddar úr rakaheldu MDF efni og sprautaðar með UV lakki. Allar IFÖ handlaugarnar með sérstökum gljáa, sem brenndur er inn í postu­línið við 1200­1400 gráður, það gerir það að verkum að mjög auðvelt er að þrífa yfirborðið á handlaug­unum og halda því hreinu. Þetta kallast IFÖ Clean.

„Skáparnir eru í breiddunum 30, 60, 75, 90, 120 og 150 cm. Það er því auðvelt fyrir fólk að útfæra sínar lausnir í þessu kerfi. Og uppsetn­ingin ætti að vera öllum auðveld því innréttingarnar koma samsettar. Þetta er því lausn sem getur sparað

fólki talsvert í tíma og peningum,“ segir Jóhann Björn.

Tækin í baðherbergið og eldhúsiðEins og áður segir er Tengi með úr­val af blöndunartækjum, m.a. nýja línu frá Mora Cera en Jóhann Björn hefur á boðstólum blöndunartæki fyrir sturtur, bað, eldhús og hand­laugar. Af öðrum baðherbergis­vörum má nefna handklæðaofna og handlaugar, niðurföll, sturtuhausa og sturtubarka, sturtuklefa og sturtuþil. Í eldhúsvörulínunni er Tengi með eldhúsvaska, ræstivaska og öll blöndunartæki sem því tengj­ast en auk þess skurðarbretti sem falla að eldhúsvöskunum.

Af öðrum vöruflokkum má nefna

salerni og salernisvaska, sem og raf­hitaða potta í nokkrum gerðum og stærðum.

Verslun að aukast„Sjón er sögu ríkari í sýningarsal okkar og um að gera fyrir fólk að líta við. Við finnum fyrir góðri aukn­ingu í almenningsverslun hjá okkur og hlökkum til komandi vikna. Í jólaversluninni verðum við líka æ meira varir við fólk úr nágrenninu í verslunarferðum í bænum, ekki síst af vestanverðu Norðurlandi. Til­koma Héðinsfjarðarganga hefur merkjanleg áhrif,“ segir Jóhann Björn.

tengi.isJóhann Björn Jónsson, verslunarstjóri í Tengi við Baldursnes á Akureyri. Myndir: Auðunn Níelsson

Tengi sérhæfir sig í lausnum fyrir baðherbergið og eldhúsið.

Tengi:

Baðinnréttingar tilbúnar til uppsetningar

ÁSINN

2x10 l. á sleða + karfaMál: 25 x 38/35 cm.

Flokkunaríláttil notkunar innan húss

Skápalausnir

TVISTURINN

2x18 l. á sleðaMál: 31 x 46/36 cm.

ÞRISTURINN

2 x 14 l. + 1 x 8 l. á sleðaMál: 31 x 46/36 cm.

KARFAN

1 x 8 l. fyrir lífræna söfnun.Mál: 18 x 22/22.

2 x 60 l.

Tvær 60 l. tunnur á hjólavagni.

3JA HÓLFA

3 x 11 l. Hentugt t.d. fyrir hótel, skrifstofur.

2JA HÓLFA

2 x 11 l. Hentugt t.d. fyrir hótel, skrifstofur.

2 x 40 l.

2 x tvær 40 l. tunnurá hjólavögnum.

2 x 90 l.

Tvær 90 l. tunnurá hjólavagni.

FLOKKUNARBARIR

Litrík, létt og lífleg lausn. Fáanlegir í mörgum litum.

EITT HÓLF

1x20 l. Með snerti- eða pedalopnun.

Hringhella 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 535 2510 • [email protected] • www.hafnarbakki.is

Allar upplýsingar í síma 535 2510

AKUREYRI // jól 2013 | 35

36 | AKUREYRI // jól 2013

„Breytingarnar á veitingarýminu hjá okkur tókust mjög vel og við höfum fengið mjög góðar viðtökur hjá við­skiptavinum. Múlaberg bistro & bar er nýr veitingastaður á Akureyri og markmiðið er að höfða bæði til gesta á Hótel Kea en ekki síður til bæjar­búa og gesta bæjarins. Það hefur gengið nokkuð vel hingað til en tekur tíma fyrir bæjarbúa að átta sig á að hér er einn nýjasti veitinga­staður bæjarins,“ segir Haraldur Már Pétursson yfirmatreiðslumeistari á Hótel Kea og Múlaberg bistro & bar á Akureyri.

Ekkert lát á vinsældum jólahlaðborðannaVeitingahluta hótelsins var í byrjun

sumars gjörbreytt og aflagður veit­ingastaðurinn Rósagarðurinn, sem þar var áður. Móttöku­ og veitinga­hæðin var endurskipulögð og inn­réttuð með nýjum veitingastað; Múlaberg bistro & bar. Staðurinn tekur um 50 manns í sæti en þess utan eru funda­ og veitingasalir hót­elsins nýttir til stærri viðburða og veisluhalda. Einmitt þessar vikurnar eru þar jólahlaðborðin vinsælu um helgar en þau hafa verið rómuð á Hótel Kea um árabil.

„Við fórum að fá fyrirspurnir um jólahlaðborðin snemma í haust enda hafa mörg fyrirtæki og félagasamtök haft það fyrir fastan punkt í jóla­undirbúningnum að koma á hlað­borðin á Hótel Kea. Þessi hefð er

mjög rík ef marka má aðsóknina því fljótlega bókaðist nánast upp á öll hlaðborðin hjá okkur til jóla en til hliðar við veitingasalina með þessari hefðbundnu hlaðborðastemningu keyrum við veitingastaðinn Múla­berg með sínum áherslum,“ segir Haraldur Már.

Íslenskt hráefni og norræn matreiðslaMúlaberg teigir sig raunar út fyrir veggi hótelsins því veitingapallur var byggður úti fyrir staðnum og and­dyri hótelsins í sumar og þar voru húsgögn, sóltjöld og tilheyrandi stemning á góðviðrisdögum. Har­aldur Már segir að fljótlega komi vetrarhúsgögn á pallinn og hitarar

og þar sé ætlunin að bjóða upp á útiveitingar í vetrarblíðunni og snjónum, rjúkandi kaffi og kakó ef því er að skipta.

„Strax og jólavertíðinni lýkur tekur skíðatímabilið við hjá okkur. Hér á hótelinu er mikið um skíða­fólk yfir vetarmánuðina sem við ætlum að gera vel við í veitingum,“ segir hann en Múlaberg bistro & bar er opinn alla daga og býður upp á matseðil þar sem íslenskt hráefni er í forgrunni.

„Það má segja að áður fyrr hafi áherslan verið mikil á franska línu í matseðlinum hér á hótelinu en Múlaberg er meira í norrænum anda í matreiðslunni,“ segir hann.

Opið alla daga um jólin Um jólahátíðina verður Hótel Kea opið alla daga, sem og veitinga­staðurinn Múlaberg. Líkast til er Múlaberg eini veitingastaðurinn í bænum sem verður opinn alla daga hátíðanna. Haraldur Már segir að sérstakur jólamatseðill verði í boði á aðfangadag og jóladag og síðan verði nýársmatseðill á gamlárs­ og nýárs­dag. Þess utan verður hefðbundinn matseðill í Múlaberg bistro & bar.

mulaberg.is

Haraldur Már Pétursson yfirmatreiðslumeistari á Hótel Kea og Múlaberg bistro & bar. „Viðskiptavinir okkar bera lof á breytingarnar.“ Myndir: Auðunn Níelsson.

Múlaberg bistro & bar tekur um 50 manns í sæti og þar er íslenskt hráefni í for-grunni í matreiðslunni.

Múlaberg bistro & bar á Hótel Kea:

Íslenskt hráefni og norrænn stíll í matreiðslu

lÍs en ku

ALPARNIRs

SWALLOW 250Kuldaþol: -8þyngd: 1,7 kg.

11.995 kr. 9.596 kr.

MONTANA, 3000mm vatnsheld

2. manna 16.995 kr. 12.796 kr.

3. manna 19.995 kr. 15.996 kr.

4. manna 26.995 kr. 21.596 kr.

30%SNJÓBRETTAPAKKAR

Góðarfermingargjafir

www.alparnir.isGLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727

PP

Góð gæði

Betra verð

Vertu viðbúinn...Skíða- og snjóbrettapakkar

20% afsláttur• Svigskíði• Fjallaskíði• Gönguskíði• Snjóbretti

Tökum notaðan skíða- og brettabúnað

upp í nýjan

AKUREYRI // jól 2013 | 37

Náttúrulækningafélag Akureyrar hefur í nýsamþykktri ályktun félags­fundar mótmælt harðlega áformum í fjárlagafrumvarpi um niðurskurð fjárveitinga til Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Mikið sé í húfi fyrir Norðlendinga sem fjölmargir nýti sér þjónustu heilsustofnunar­innar árlega. Náttúrulækningafélag Akureyrar er annað stærsta aðildar­félag Náttúrulækningafélags Íslands og mun á næsta ári fagna 70 ára af­mæli sínu. Formaður NLFA segir að gangi þessi niðurskurður fjárveitinga til Heilsustofnunar NLFÍ séu séu það kaldar kveðjur á afmælisárinu.

Fjölþætt heilsuþjónustaKjarninn í hugmyndafræði Heilsu­stofnunar NLFÍ er að efla heilbrigði, auka vellíðan og styrkja einstakling­inn í að bera ábyrgð á eigin heilsu. Heilsustofnun, sem er í eigu Nátt­úrulækningafélags Íslands, var stofnuð 1955. Upphaflega byggðist lækninga­ og meðferðaform stofnunarinnar að verulegu leyti á hefðum náttúrulækningastefnunnar en síðustu áratugi hefur starfsemin á ýmsan hátt sveigt sig inn á braut hefðbundinna lækninga, enda meiri­hluti starfsliðsins með hefðbundna menntun íslenskra heilbrigðisstétta. Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði veitir fjölþætta þjónustu á heilsu­sviði, m.a. hjarta­, æða­ og lungna­endurhæfingu, geðendurhæfingu, offitumeðferð, gigtarendurhæfingu, krabbameinsendurhæfingu, streitu­meðferð, verkjameðferð, liðskipta­endurhæfingu og öldrunarendurhæf­ingu.

Dvölin hjá HNLFÍ getur verið mislöng og til að mynda eru nú í boði styttri meðferðir. Annars vegar kyrrðardagar 19.­23. desember með vandaðri dagskrá en hins vegar styttri dvöl þar sem lögð er áhersla á hvíld og andlega uppbyggingu.

Draumur um heilsulindÍ ályktun Náttúrulækningafélags Akureyrar segir að Heilsustofnun­inni sé gert að taka á sig allan niður­skurð endurhæfingarstofnana þrátt fyrir að njóta aðeins fimmtungs framlaga á fjárlögum. Sigrún Daða­dóttir, formaður félagsins, minnir á að söluandvirði hins glæsilega húss félagsins í Kjarnaskógi, Kjarna­lundar, hafi verið varið til byggingar á samnefndu baðhúsi við Heilsu­stofnunina í Hveragerði.

„Draumurinn um heilsulind í Kjarnaskógi varð ekki að veruleika vegna vanefnda ríkisvaldsins. Nú er enn og aftur reitt til höggs með því að leggja til í frumvarpi til fjárlaga

2014 að fjármagn til HNLFÍ vegna þjónustusamninga verði skorið veru­lega niður. Það eru kaldar kveðjur á afmælisári,“ segir Sigrún í grein á heimasíðu Náttúrulækningafélags Ís­lands.

hnlfi.is

Heilsustofnunin er Norðlendingum mikilvæg

Stór hópur fólks á Norðurlandi nýtur árlega þjónustu Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Áform um niðurskurð fjárveit-inga til starfseminnar þykja kaldar kveðjur stjórnvalda á afmælisári.

„Berum ábyrgð á eigin heilsu“ er kjör-orði Heilsustofnunarinnar í Hvera-gerði.

Strandgötu 9 // 600 Akureyri // Sími 440 6800 // facebook.com/eagleakureyri

Í Þ R Ó T TA - O G Ú T I V I S TA R V E R S L U N

Gæðafatnaður á góðu verði

ICEWEAR flíspeysur – 3.900 kr. ICEWEAR barnapeysur – 6.900 kr.

ICEWEAR dúnúlpur – 17.990 kr.

Ecco kerrupoki – 22.990 kr.Ecco burðarpoki – 21.990 kr.

ZOON peysa með V-hálsmáli – 16.990 kr.

ZOON Windbreaker – 24.990 kr.

ICEWEAR barnabuxur – 6.450 kr.

Jólagjöf golfaransErum með mikið úrval af öllu því sem snertir golfiðkun.

ICEWEAR dúnúlpur - karlmanns og kvenmanns – 39.990 kr.

38 | AKUREYRI // jól 2013

Komið er að háannatíma í fram­leiðslu á jólamat í vinnslu Kjarna­fæðis á Svalbarðseyri. Þar á bæ er í mörg horn að líta – framleiða þarf fyrir verslanir um allt land og þess utan sér Kjarnafæði um að framleiða gjafakörfur svo þúsundum skiptir í jólamánuðinum, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hangikjötið og hamborgarhryggurinn eru flagg­skipin í jólavöruframleiðslu Kjarna­fæðis, hvort tveggja órjúfanlegur hluti af íslenskri jólahefð.

„Reyktar vörur eru stór hluti af jólavöruframleiðslunni en auk hangikjötsins og hamborgarhryggs nýtur reyktur lambahryggur vin­sælda, bayonneskinka, grísahnakki, magáll, tvíreykt hangilæri og fleira. Stærstan hluta þessara vara erum við að hefja framleiðslu á í byrjun desember þannig að varan sé fersk og góð þegar hátíð gengur í garð,“ segir Eðvald Valgarðsson, gæðastjóri Kjarnafæðis.

Hangkjötið vinsælt sem aldrei fyrrEkkert lát er á vinsældum hangi­kjötsins og raunar þvert á móti, segir Eðvald. Salan hefur líka heldur verið að aukast á öðrum tíma ársins enda segir hann hangikjöt til að mynda mjög þægilegan mat á ferðalögum, holl fæða með mikið geymsluþol.

„Hangikjötsframleiðslan skiptist í nokkra flokka, þ.e. úrbeinuð læri eða frampartar og síðan niðursagað á beini. Það er einstaklingsbundið hvað fólki þykir best en almennt er greinilegt að Íslendingar vilja sitt hangikjöt og alveg sérstaklega á jól­unum,“ segir Eðvald og rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi erlendir eftirlitsmenn komið í vinnslu Kjarnafæðis þegar reykofnarnir voru

fullir af girnilegu taðreyktu hangi­kjöti. „Þeir voru stórhrifnir af kjöt­inu og þessari hefð sem við Íslend­ingar ættum að halda í sem allra lengst.“

Gjafakörfur um allan heimVinsælla verður með hverju árinu hjá fyrirtækjum að færa starfs­mönnum og viðskiptavinum gjafa­

körfur fyrir jólin með einhverju góð­gæti. Kjarnafæði selur öðrum fram­leiðslufyrirtækjum vörur í slíkar körfur en setur einnig saman þús­undir af gjafakörfum þar sem Kjarnafæðisvörur eru í forgrunni. „Auk þessara hefðbundnu vara fram­leiðum við t.d. villibráðarpaté, sa­lame og fleira sérstaklega fyrir jólin og setjum í gjafakörfurnar. Það eru

gjarnan 10­15 vöruliðir í gjafakörf­unum frá okkur og þær eru orðnar snar þáttur í starfseminni í desember. Þetta er sannarlega gjöf

sem gleður og kemur sér alltaf vel,“ segir Eðvald.

kjarnafaedi.is

Kornflexkökur eru nýjasta viðbótin í jólasmákökulínu Kexmiðjunnar á Akureyri nú í aðdraganda jóla. Kök­urnar eru með þessum heimilislega brag sem einkennir smákökulínuna sem nýtur svo mikilla vinsælda en

Kexsmiðjan framleiðir nú sjö gerðir af jólasmákökum.

„Okkar markmið er að gera jólasmákökur eins og fólk er vant á heimilinu. Kökur sem líkastar þeim sem við fáum hjá mömmu – en þær

eru auðvitað alltaf bestar,“ segir Ing­ólfur Gíslason, bakarameistari hjá Kexsmiðjunni. Til að ná öllum blæ­brigðum og bragði í réttum stíl segir Ingólfur að framleiðslan sé sem lík­ust því sem gerist í heimilisbakstri. Það þýðir að ofnar verksmiðjunnar eru stilltir á lægra hitastig en venju­lega og fleira gert til að lokka fram rétta jólablæinn á baksturinn. Og ekki er annað að sjá og heyra á neyt­endum en þeir taki framleiðslunni vel.

Hagkvæmara en að baka heima„Við höfum jafnt og þétt bætt við þessa framleiðslu hjá okkur á jólasmákökum og kornflexkökurnar eru nýjungin í ár. Við settum vöru­línuna í smákökunum inn á markaðinn í byrjun nóvember og þær byrjuðu strax að seljast vel,“ segir Ingólfur en að hans mati er það kærkomið á mörgum heimilum að

geta með þessu móti sparað sér smá­kökubakstur fyrir jólin. Þegar upp er staðið sé þetta í flestum tilfellum hagkvæm leið, fyrirhafnarlítil og tímasparandi. En er smáköku­baksturinn fyrir jólin að flytjast af mörgum heimilum til bakaranna hjá Kexsmiðjunni?

„Ég veit að mjög margir kaupa smákökur úr línunni okkar og baka síðan sína uppáhaldssort eða tvær til viðbótar fyrir jólin. Það er kannski minna um það en áður að fólk baki fjöldann allan af sortum fyrir hátíð­arnar. En miðað við viðtökurnar sem jólasmákörurnar fá í verslunum þá finnst fólki kærkomið að geta keypt kökurnar tímanlega fyrir jól, smakkað nokkrar sortir og valið sér síðan þær bestu til jólanna. Smá­kökur eru fastur hluti af jólastemn­ingunni,“ segir Ingólfur.

kexsmidjan.is

Kexsmiðjan:

Smákökurnar ómissandi á jólunum

Eðvald Valgarðsson, gæðastjóri Kjarnafæðis, með hangilæri sem vafalítið á eftir að slá í gegn á einhverju heimilinu um jólin. Myndir: Auðunn Níelsson.

Hamborgarhryggjum pakkað í glænýrri pökkunarlínu Kjarnafæðis.

Hápunktur er nú í framleiðslu á jólamatnum hjá Kjarnafæði:

Íslendingar vilja sitt hangikjöt um jólin

Bakarinn Ingólfur Gíslason hjá Kexsmiðjunni bragðar á jólasmákökunum. Mynd: Auðunn Níelsson.

Við erum með Simo, Maxi-cosi, Quinny, Stokke, Easywalker, Baby björn og fl.

Einnig fatamerkin, Metoo, Pippi, Reima, T2H, og fl.

Kaupvangsstræti 1 | Sími 462 6500 | Erum á Facebook

Allt fyrir börnin í Fífu

Gjafabréf eru góð lausní jólapakkann!

AKUREYRI // jól 2013 | 39

Tónabúðin flutti sig um set í vor eftir að hafa verið í áratugi í versl­unarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Versl­unin var þá opnuð á jarðhæð Sjalla­hússins sem flestir kannast við, nánar tiltekið við Glerárgötu 7. Tónabúðin er því aftur komin í miðbæinn þar sem hún var raunar stofnuð á sínum tíma.

Stærra húsnæði – meira vöruúrval„Við erum hæstánægðir með þessar breytingar og viðskiptavinum fjölg­aði verulega eftir að við fluttum. Við erum hér á góðum stað í bænum og verslunin vel sýnileg þeim sem leið eiga um miðbæinn,“ segir Trausti Ingólfsson verslunarstjóri. Hann segir húsnæðið talsvert stærra en það sem Tónabúðin hafði í Sunnuhlíð.

„Áherslurnar eru þær sömu og áður. Hér er mikið úrval af hljóð­færum, hljóðkerfum, ljósabúnaði og reykvélum, upptökubúnaði, nótna­bókum og ýmsum vörum sem tón­listarmanninum tengist. Með nýja húsnæðinu gafst okkur til dæmis færi á að auka við úrvalið af nótna­bókum, bæði hefðbundnum nótna­bókum og bókum með tónlist ein­stakra listamanna. En heilt yfir má segja að Tónabúðin sé með sama sniði og áður en meira úrval á öllum sviðum,“ segir Trausti.

Hljóðupptökubúnaður fyrir heimilstölvunaHljóðupptökur verða æ einfaldari

með tilkomu nýrrar tækni og hug­búnaðar sem hægt er að nýta með flestum hefðbundum heimilis­tölvum. Tónabúðin hefur lagt áherslu á þetta svið og segir Trausti að í raun sé mikill fjöldi af hljóð­verum í heimahúsum út um allan bæ. „Áhuginn á hljóðupptökum er mikill og hefur bæði birst í góðri sölu á búnaði af þessu tagi og að­sókn að námskeiðum í hljóðupp­tökum sem hafa verið haldin hér í bænum af okkur og fleirum. Gæðin í þessum upptökubúnaði eru orðin mikil og nánast getur hver sem er náð mjög góðum upptökum heima í herbergi hjá sér,“ segir Trausti.

Verslunin er svipuð og verið hefur síðustu ár, engar stökkbreyt­ingar upp á við en þó eru merki um heldur rýmri fjárráð fólks en var á tímabili. „Við erum aðallega í sam­keppni við erlendar vefverslanir og þannig hefur það verið um margra ára skeið. Þess vegna eru hljóðfæri hjá okkur á samkeppnishæfu verði við erlendan markað. Hljóðfæri eru einfaldlega á mjög góðu verði á Ís­landi,“ segir hann.

Gítarinn er sívinsællÁðurnefndur upptökubúnaður segir Trausti að verði vafalítið vinsæll hjá viðskiptavinum Tónabúðarinnar nú fyrir jólin, enda á hagstæðu verði. Sömuleiðis á hann von á að kassagít­arar verði sem fyrr vinsælir til jóla­gjafa. „Ég reikna líka með að bæk­urnar muni seljast vel; við erum með

nótnabækur með partýlögum og jólalögum, bækur með lögum ým­issa tónlistarmanna og hljómsveita, allt frá Queen til Gunnars Þórðar­sonar og þannig get ég áfram talið. Þetta er efni sem er mjög aðgengi­legt fyrir þá sem eru að prófa sig áfram á gítarinn, píanóið eða annað. Vinsældir gítarsins virðast aldrei dvína og hingað kemur fullt af fólki á öllum aldri sem er að nota sínar frístundir í að ná tökum á því hljóð­færi. „Það er mjög blandaður hópur sem leggur leið sína hingað og fólk

gerir sér alveg grein fyrir því að það er ekkert aldurstakmark á hljóðfæri,“ segir Trausti og brosir. „Við heyrum það líka úr tónlistarskólunum hér í kring að það er aukning í því að full­orðið fólk sé loksins að prófa að læra, til dæmis á kassagítar, svona til að fagna 60 ára afmælinu!“

tonabudin.is

Trausti Ingólfsson, verslunarstjóri í Tónabúðinni, býður viðskiptavini velkomna í nýja og stærri búð. Myndir: Auðunn Níelsson.

Tónabúðin er komin á ný í miðbæinn eftir áratugi í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð.

RUB23 | Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 462 2223 | RUB23 | Kaupvangsstræti 6 | 600 Akureyri | Sími: 462 2223

F I S H - M E AT - S U S H IR E S T A U R A N T

Ég hafði gengið með þá hugmynd í kollinum í talsverðan tíma að gera matreiðslubók um réttina á matseðli RUB23. Eins og oft er með góðar hugmyndir var þessi lengi í kollinum á mér og minna varð úr verki. En svo fór allt af stað og þá gerðust hlutirnir mjög hratt. Ég talaði við þá sem ég þurfti í verkefnið og takmarkið var að gera bókina á 24 klst., að elda alla réttina og taka allar myndir og vinna allar uppskriftir á íslensku og ensku. Það náðist og var einfaldara en ég hélt. Í bókinni er að finna forrétti, smárétti, fiskrétti, kjötrétti, sushi og eftirrétti. Flestallir þessara rétta hafa verið á matseðli RUB23. Allar uppskriftirnar eru nokkuð einfaldar og því ættu allir að geta notið þess að elda úr bókinni.

Sushi Pizzan margumtalaða, sem er klárlega frægasti réttur RUB23, er í bókinni ef þú ert að velta því fyrir þér.

Og svona að endingu er gaman að segja frá því að veitingastaðurinn RUB23 varð fimm ára 12. júní 2013, ég varð matreiðslumaður ársins 5. apríl fyrir 10 árum.

Verði ykkur að góðu, Einar Geirsson

Rub23Fjölbreytt, fersktog fullt af bragði

www.rub23.is

Ný og stærri Tónabúð á nýjum stað

40 | AKUREYRI // jól 2013

„Við höfum fengið mjög góðar við­tökur. Akureyringar og nærsveit­ungar eru ánægðir með að hér er starfandi sérhæfð fiskbúð,“ segir Aðalsteinn Pálsson sem ásamt konu sinni Kristínu Steindórsdóttur og hjónunum Ólöfu Salmannsdóttur og Ragnari Haukssyni rekur versl­unina Fisk kompaní sælkeraverzlun á Akureyri. Verslunin er í sama hús­næði og Bónus við Kjarnagötu í Naustahverfi og hefur yfir að ráða um 180 fermetra húsnæði. Þau opn­uðu verslunina eftir endurbætur á húsnæðinu í byrjun september.

Leggjum áherslu á gæðiRýmið er þrískipt, fremst er versl­unin og er mikið lagt upp úr fal­legum innréttingum og hlýlegu um­hverfi. Þar inn af er fullbúið eldhús sem notað er til að útbúa hina ýmsu fiskrétti sem í boði eru í versluninni daglega. Þá tekur við salur þar sem blautfiskvinnsla fer fram, en eig­endur verslunarinnar kaupa allt hrá­efni ferskt af fiskmörkuðum og fá spriklandi nýjan fisk inn á gólf til sín á hverjum degi. „Við leggjum

mikla áherslu á að bjóða upp á gæðavöru þannig að við erum á tánum alla morgna að útvega okkur fisk af mörkuðum og kaupum hann víða að, m.a. kaupum við töluvert af okkar fiski á Fiskmarkaði Siglu­fjarðar,“ segir Aðalsteinn.

Framandi fiskréttirAuk þess sem ferskur fiskur er í úr­vali leggja eigendur metnað sinn í að bjóða upp á fiskrétti af ýmsu tagi og fisk tilbúinn til matreiðslu, t.d. í raspi. Hann er einnig til glúteinlaus og það sama gildir um fiskibollur. Framandi réttir eru einnig í boði og mælast vel fyrir hjá viðskiptavinum. „Mörgum þykir afar hentugt að koma hér við og taka með sér góm­sæta fiskrétti heim. Það er þægilegt, einfalt og til þess að gera fyrirhafnar­lítið. Bara að stinga í ofninn og veislumatur er tilbúinn eftir 20 mín­útur.“

Auk þess að bjóða upp á fisk af öllu tagi má finna ýmsan varning annan í versluninni, flest þó tengt hafinu og má þar nefna vítamín og bætiefni. Úrval krydda, sem ekki

sjást í öðrum verslunum, er þar líka að finna sem og meðlæti eins og kartöflur og rúgbrauð. Það er því hægt að kaupa allt í fiskmáltíðina á sama stað. Ferskt salat er í boði og segir Aðalsteinn það njóta vinsælda og einkum í hádeginu. „Við leggjum

mikla áherslu á ferskt og gott hráefni og hjá okkur er hollustan í fyrir­rúmi. Það er mikil bylgja í þá átt al­mennt í samfélaginu og við verðum við óskum okkar viðskiptavina.“

Höfum þegar eignast fastakúnna„Það hefur komið okkur á óvart hversu jöfn salan er yfir vikuna, en við sjáum að mynstrið breytist að­eins þegar líður á. Fyrri hluta vik­unnar er fólk meira með eitthvað einfalt, er að næla sér í fisk í soðið en svo rjúka fiskréttirnir út þegar líður á og eru mjög vinsælir, t.d. á föstudögum en þá hefur fólk greini­lega meira við og fær sér eitthvað gott.“

Notaleg stemningAðalsteinn segir að eigendur, sem allir vinna sjálfir við reksturinn ásamt fleirum úr fjölskyldum þeirra, leggi mikið upp úr því að hafa um­hverfið fallegt, veita persónulega þjónustu og ná tengslum við við­skiptavini. „Það hefur skilað sér. Fólk er farið að þekkja okkur og hér er oft notalegt stemning, líkt og var hjá kaupmanninum á horninu í eina tíð,“ segir Aðalsteinn.

fiskkompani.is

Ánægð með viðtökurnar. Frá vinstri: Alexander Örn, Ragnar Hauksson, Ólöf Salmannsdóttir, Kristín Steindórsdóttir og Aðalsteinn Pálsson. Myndir: Margrét Þóra.

Fisk kompaní sælkeraverzlun opnaði á Akureyri á haustdögum:

Góðar móttökur gefa okkur byr undir báða vængi

Hlýjar jólagjafirá alla fjölskylduna

100%Merinoull

Laugavegi 25REYKJAVÍK

Hafnarstræti 99-101AKUREYRI

www.ullarkistan.is

AKUREYRI // jól 2013 | 41

„Við höfum reynt að byggja starf­semi apóteksins upp á eins faglegan hátt og unnt er og í því skyni höfum við ráðið hæft starfsfók með faglega þekkingu,“ segir Jónína Freydís Jóhannesdóttir sem ásamt Gauta Einarssyni á og rekur Akur­eyrarapótek í verslunarmiðstöðinni Kaupangi við Mýrarveg. Apótekið hefur verið rekið í rúm 3 ár og hefur reksturinn gengið vel.

Jónína og Gauti eru lyfjafræð­ingar en að auki starfar einn lyfja­fræðingur til viðbótar hjá apótek­inu, einn aðstoðarlyfjafræðingur og svo lyfjafræðingur sem er að ljúka starfsnámi. „Við erum í raun með fimm menntaða lyfjafræðinga sem ég held að sé einsdæmi í apóteki utan höfuðborgarsvæðisins. Að mínu mati veitir ekki af, það eru t.d. alltaf að koma ný lyf á markað­inn og önnur að detta út. Við þurfum því alltaf að vera á tánum og að mörgu er að hyggja. Stjórn­sýslan getur breytt reglum og við þurfum að laga okkur að því. Nú síðast var tekið upp nýtt greiðslu­þátttökukerfi lyfja fyrr á þessu ári og útbúa þurfti nýtt tölvuforrit til að apótekin gætu aðlagast því,“ segir Jónína.

Veita ráðgjöf um nýja greiðsluþátttökukerfiðNýja greiðsluþátttökukerfið hafði í för með sér miklar breytingar á niðurgreiðslukerfi lyfja að sögn Jón­ínu. Áður hafi greiðsluþátttaka reiknast við hverja lyfjaávísun og sjúkratryggðir einstaklingar greiddu ákveðið hlutfall af verði lyfsins fyrir hverja ávísun. „Í nýja kerfinu eykst greiðsluþátttaka sjúkratrygginga í ákveðnum þrepum eftir því sem uppsafnaður lyfjakostnaður eykst á 12 mánaða tímabili sem er ekki endilega bundið við áramót. Eitt af meginmarkmiðunum með þessum breytingum er að gera greiðsluþátt­töku lyfja óháða sjúkdómum. Þannig eru, svo dæmi séu tekin, sykursýkis­ og krabbameinslyf ekki lengur að fullu greidd af sjúkra­tryggingum heldur falla þau inn í almenna greiðsluþátttöku eins og önnur lyf. Við erum með bæklinga í apótekinu og veitum ráðgjöf varð­andi þessar breytingar m.a. um hvað hentar fólki best því lyfjakostnaður getur hjá sumum orðið býsna hár.“

Apótek hluti af heilbrigðiskerfinuJónína segir að apótekin séu hluti af heilbrigðiskerfinu. „Við viljum hafa gott samstarf við aðrar heilbrigðis­stéttir eins og lækna, hjúkrunarfræð­inga og sjúkraþjálfara. Þannig getum við líka boðið viðskipta­vinum vörur sem þessar fagstéttir mæla með.“ Jónína segir að í Akur­eyrarapóteki sé áhersla lögð á að vanda vöruval, mikið sé til af fæðu­bótarefnum og vítamínum. Það er samt þannig að auglýsingar frá birgjum eiga það til að stjórna markaðnum töluvert og þekking í samfélaginu er ekki nægjanlega mikil. „Oft er raunin sú að í þessar vörur er bætt hjálpar­ og rotvarnar­efnum sem geta valdið óþægindum eða jafnvel ofnæmi.“

Hjá Akureyrarapóteki er í boði umsýsla með lyfjaskömmtun í poka, en til staðar er ráðgjafarherbergi þar sem fólk getur fengið upplýsingar og þar er einnig í boði önnur þjón­

usta eins og að mæla blóðþrýsting og blóðsykur. Apótekið sendir einnig lyf heim sé þess óskað. „Við leggjum mikla áherslu á að veita góða þjónustu,“ segir Jónína en alla rauðu jóladagana verður opið frá kl. 16 til 18 í Akureyrarapóteki.

akureyrarapótek.is Jónína Freydís Jóhannesdóttir, Ásrún Karlsdóttir, Gauti Einarsson, Aðalsteina Tryggvadóttir , Sigrún Jónsdóttir, Ragn-heiður Hannesdóttir, Guðrún Heiðarsdóttir, starfsmenn Akureyrarapóteks í Kaupangi við Mýrarveg.

Akureyrarapótek:

Hæft starfsfólk með mikla fagþekkingu

Jólamaturinn byrjar á gottimatinn.is

Í �estu sem viðkemur jólahaldinu er best að halda í hefðirnar og þar er MS rjóminn hvergi undanskilinn. MS rjóminn er þessi gamli góði sem er samt alltaf ferskur. Nú er hann fáanlegur í nýjum umbúðum með skrúfuðum tappa. Hann myndi endast á milli jóla og nýárs – ef hann væri ekki svona góður.

42 | AKUREYRI // jól 2013

Föstudagur 6. desember

Bergmál, tónlistarhátíð í menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Tónleikar Ragnheiðar Grön­dal Klukkur klingja kl. 21.

Kertakvöld í miðbæ Akureyrar, verslanir og þjónustufyrirtæki opin fram eftir kvöldi. Kertaljósastemning og huggulegheit í byrjun aðventu.

Ojba Rasta – Friður, útgáfutónleikar á Græna hattinum kl. 22.

Laugardagur 7. desember

Bergmál, tónlistarhátíð í menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Tónleikar Hallveigar Rúnars­dóttur sópran kl. 20.

Jólastund í Leikfélagi Akureyrar kl. 11. Upp­lestur fyrir yngstu kynslóðina.

Tónleikar Kvennakórs Akureyrar í Akur­eyrarkirkju til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. Tónleikarnir hefjast kl. 16. Auk Kvennakórs Akureyrar syngja Kvennakór­inn Sóldís í Skagafirði og Kvennakórinn Embla.

Opið hús og jólamarkaður í Grasrót, Hjalt­eyrargötu 20. Opið kl. 11­17.

Stuttmyndahátíðin Stulli í Borgarbíói.

Gleði og friðarjól. Tónleikar Pálma Gunn­arssonar í menningarhúsinu Hofi kl. 17 og 20.

Mammút ­ Komdu til mín svarta systir, út­gáfutónleikar á Græna hattinum kl. 22.

Sunnudagur 8. desember

Opið hús og jólamarkaður í Grasrót, Hjal­teyrargötu 20, kl. 11­17.

Einstök töfrabrögð. Töframaðurinn Einar einstaki með magnaða töfrasýningu í Hofi kl. 13.

Árlegir styrktartónleikar Líknarsjóðsins Ljósberans í Akureyrarkirkju kl. 20.

Miðvikudagur 11. desember

Kristján Pétur heldur tónleika á Akureyri Backpackers kl. 20:30. Aðgangur ókeypis.

Jólin alls staðar í Glerárkirkju kl. 21. Greta Salóme, Heiða Ólafs, Jógvan og Friðrik Ómar leggja af stað í hringferð sína um landið. Koma þau fram í alls 20 kirkjum um land allt ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara og barnakórum.

Fimmtudagur 12. desember

Jólatónleikar í Akureyrarkirkju kl. 20. Karlakór Akureyrar­Geysir og Stúlknakór Akureyrarkirkju taka höndum saman á há­tíðlegum og fallegum jólatónleikum á miðri aðventunni. Flutt verða jólalög eftir Birgi Helgason og fjölda annarra innlendra og erlendra meistara.

Föstudagur 13. desember

Baggalútur færir Norðlendingum jólin með tónleikum í Hofi kl. 23.

Dansaðu fyrir mig. Danssýning Ármanns Einarssonar og Brogan Davisson í Sam­komuhúsinu kl. 20.

Tónleikar hljómsveitarinnar Dranga á Græna hattinum kl. 22.

Laugardagur 14. desember

Jólasveinar á svölunum gamla KEA­húss­ins.

Baggalútur færir Norðlendingum jólin með tónleikum í Hofi kl. 17 og 20.

Dansaðu fyrir mig. Danssýning Ármanns Einarssonar og Brogan Davisson í Sam­komuhúsinu kl. 20.

Sunnudagur 15. desember

Aðventuhátíð barnanna kl. 11 í Akureyrar­kirkju.

Jólatónleikar kl. 16. Kór Glerárkirkju ásamt Kór eldri borgara. Aðgangur ókeypis.

Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju kl. 17 og 20.

Miðvikudagur 18. desember

Tónleikar með Karli Henry á Akureyri Backpackers kl. 20:30. Aðgangur ókeypis.

Fimmtudagur 19. desember

Djókaín, uppistand Hugleiks Dagssonar. Menningarhúsið Hof kl. 20.

Föstudagur 20. desember

Jólakveðja, útgáfutónleikar Sigríðar Thorlacíus á Græna hattinum kl. 20.

Laugardagur 21. desember

Leikföng í jólagjöf. Jólastund á leikfanga­sýningunni í Friðbjarnarhúsi. Opið kl. 13­16.

Tónleikar Hjaltalín á Græna hattinum kl. 20.

Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens. Menningarhúsið Hof kl. 20:30.

Jólatónleikar kammerkórsins Hymnodiu í Akureyrarkirkju kl. 21.

Sunnudagur 22. desember

Útgáfutónleikar með akureyrsku hljóm­sveitinni Sjálfsprottin spévísi.

Menningarhúið Hof kl. 21.

Eftirfarandi eru sýningar og reglu- bundir viðburðir í jólamánuðinum:

Aðventa í Freyjulundi. Opin vinnustofa Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, Arnars Óm­arssonar og Jóns Laxdal í Freyjulundi í Hörgársveit kl. 13­18 laugardaga og sunnu­daga á aðventunni. Myndlist og meðlæti, heitt á könnunni.

Augnablik á aðventu. Í hádeginu alla fimmtudaga til sunnudaga í desember verður í menningarhúsinu Hofi boðið upp á notalega samverustund. Ýmsir listamenn, kórar, jólasveinar og furðuverur! Aðgangur ókeypis.

Markaður Langholti 1 (Bónushús). Fullt af flottum vörum, t.d. glervara, fatnaður, skart­gripir, vítamín, harðfiskur og margt fleira. Opið kl.13­18 alla föstudaga, laugardaga, sunnudaga til jóla.

Handverks- og jólamarkaður Baldursnesi 2. Fjöldi góðra muna og fallegt handverk til sölu. Opið kl. 12­17 laugardaga og sunnu­daga til jóla.

Minjasafnið á Akureyri. Jólasýningin Jól ­ 82 jólasveinar og gömul jólatré.

Flóra. Sýning myndlistarmannsins Jóns Laxdal á nýjum verkum hans. Sýningin stendur til 18. janúar 2014.

Gallerí Lak. Málverkasýning Frímanns Sveinssonar matreiðslumeistara. Nýjar vatnslitamyndir og myndefnið fyrst og fremst íslensk náttúra.

Háskólinn á Akureyri. Sýning á nýlegum verkum eftir Halldóru Helgadóttur. Sýning stendur til 17. janúar 2014.

Listasafnið á Akureyri. Einu sinni er, sýning listamannanna JBK Ransu og Guðrúnar Veru Hjartardóttur. Sýningunni lýkur 8. desember.

Samantektin er byggð á viðburðadagatali Aðventuævintýrisins á Akureyri á visitakur-eyri.is. Ítarlegri dagskrá og upplýsingar má sjá þar.

upplifðu

á Akureyri

Akureyrarkirkja. Glerárkirkja.

Menningarhúsið Hof.

Jól í göngugötunni.

AKUREYRI // jól 2013 | 43

„Íslenskur alparnir er verslun fyrir alla. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hér hjá okkur, eitthvað sem fellur að þeirra áhuga­máli eða hreyfingu,“ segir Arnar Gauti Finnsson, verslunarstjóri hjá Íslensku ölpunum við Glerárgötu. Í versluninni er mikið úrval af alls kyns ferðabúnaði, hvort heldur menn eru á ferðinni yfir sumar eða vetur. Verslunin byggist á traustum vörumerkjum, fagþekkingu og góðri ráðgjöf til viðskiptavinarins og skiptir þá engu í hvers konar ferða­lag hann er að fara; fjöruferð, göngustígarölt, fjallgöngu eða í úti­legu með fjölskylduna.

Skíðin þungamiðjan yfir veturinnGauti segir að Íslensku alparnir bjóði upp á allt sem tengist útivist; sokka og skó, fatnað, hlífðarföt svo eitthvað sé nefnt – allt frá toppi til táar. „Nú í vetur leggjum við að sjálfsögðu áherslu á vetraríþróttirnar og mikinn metnað í skíðin. Þannig bjóðum við t.d. frían undirburð á fimmtudögum hér í versluninni,“ segir hann. Til viðbótar er skíða­verkstæði rekið í tengslum við versl­unina þar sem gömul skíði ganga í endurnýjun lífdaganna og eins tekur verslunin gömul skíði upp í ný, t.d. af gerðinni Atomic eða Salomon. „Skíðin eru okkar þungamiðja yfir vetrartímann. Um leið og opnað er í Hlíðarfjalli fer allt á fullt hjá okkur og mikill hugur í skíðamönnum,“ segir Gauti.

Þá nefnir hann að íshokkíspilarar geti líka fundið allt sem þeir þurfa, enda samstarf á milli Alpanna og Hokkíbúðarinnar í Reykjavík. „Þannig náum við að þjónusta bæði áhuga­ og atvinnumennskuna í ís­hokkíinu. Vetrarsportið nýtur sín svo sannarlega í Ölpunum þessa dagana,“ segir hann.

Skrúfur undir hlaupaskóna og endurskin mikilvægtMargt fleira er þó í boði en vörur tengdar skíðum og skautum. „Margir stunda vetrarhlaup og gríðarlega mikilvægt er að vera vel búinn fyrir útihlaup að vetri. Hálku­vörn er mikilvægust, en við bjóðum t.d. upp á IceSpike skrúfur sem hlauparar setja neðan á skó sína og eru þannig fullkomnlega öruggir í hálkunni á götum bæjarins.“ Auð­vitað er líka mikilvægt að sjást í svartasta skammdeginu og segir Gauti að þar komi Brooks hlaupa­jakkar sterkir inn. „Þeir eru með mjög góðu endurskini og áberandi auk þess að vera til í mörgum og flottum litum.“ Að auki er í verslun­inni mikið og gott úrval af íþrótta­fatnaði frá Brooks, Jaco og Under Armour, en Gauti segir þau merki njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir.

alparnir.is

„Skíðin eru okkar þungamiðja yfir vetrartímann. Um leið og opnað er í Hlíðar-fjalli fer allt á fullt hjá okkur og mikill hugur er í skíðamönnum,“ segir Arnar Gauti Finnsson, verslunarstjóri í Íslensku ölpunum. Myndir: Auðunn Níelsson.

„Vetrarsportið nýtur sín svo sannarlega í Ölpunum þessa dagana,“ segir Arnar Gauti.

Íslensku alparnir við Glerárgötu:

Mikið úrval af varningi tengdum vetrar-sporti

TÍSKUVÖRUVERSLUN GLERÁRTORGI Opnunartími: Mán til föstud. 10-18.30, laugard. 10-18, sunnud. 12-17

Vertu töff um jólin...Vertu töff um jólin...

Akureyri

44 | AKUREYRI // jól 2013

„Í þessum bransa hafa verið skin og skúrir í gegnum árin og margt breyst en yfirleitt verið nóg að gera hjá mér,“ segir bólstrarinn Björn Sveinsson, sem á langa samfellda sögu að baki í atvinnurekstri á Akureyri. Björn hefur rekið fyrir­tæki sitt í ein 40 ár og margir Akur­eyringar kannast við að hafa kíkt til hans í kjallarann í Hafnarstræti 88 þar sem Bólstrun Björns Sveins­sonar er til húsa.

Elsta húsgagnið 100 ára„Ég byrjaði að læra árið 1957 svo þetta er orðinn mjög langur tími. Nú er ég hins vegar farinn að draga saman seglin,“ segir Björn en á löngum tíma hefur hann séð breyt­ingar í húsgagnaframleiðslunni sem hafa haft áhrif á vinnu bólstrarans. „Nú er minna um að fólk komi með ný húsgögn til mín enda ný­smíðin orðin allt önnur í dag en hún var áður fyrr. Núna snúast mín verkefni fyrst og fremst um að gera upp gömul húsgögn,“ segir Björn

og bætir við að það sé ekkert eitt húsgagn öðru fremur sem fólk komi með til bólstrunar.

„Það er nánast bara hvað sem er sem kemur hingað, svo lengi sem það er húsgagn. Ég hef fengið hingað 100 ára gamlan sófa, ætli hann sé ekki elsta húsgagnið sem ég hef lagað.“

Tískan fer í hringi„Tískan virðist ganga í hringi. Ég sé þetta á því að það sem var vinsælt, þegar ég var að læra á sínum tíma, hefur komið eða kemst aftur í tísku. Sveiflurnar hafa verið frekar stöð­ugar en nú eru húsgögnin sem amma og afi áttu að verða aftur vin­sæl.“ Verkefni bólstrarans geta verið allt frá því að gera húsgögnin upp frá grunni yfir í að laga saumsp­rettur eða annað slíkt.

Eftir svo langan rekstur á fyrir­tækinu hefur Björn eignast marga fastakúnna. „Ég vona að þeir muni sakna mín þegar ég hætti. Það er nú ekki alveg komið að því ennþá en

ég stefni að því á næsta ári. Því miður tekur enginn við af mér og mér finnst miður að ekki sé hægt að halda þessari þjónustu áfram. Hér á

Akureyri voru 7­10 bólstrar þegar ég kom hingað árið 1970 þannig að mikið hefur breyst. Fólki, sem vinnur við svona handverk, hefur

fækkað töluvert og sérstaklega þeim sem eru lærðir.“

Björn Sveinsson á 40 ár að baki í bólstrun á Akureyri. Myndir: Auðunn Níelsson.

Húsgögnin sem amma og afi áttu verða aftur vinsæl

Tískan gengur í hringi í bólstrun eins og öðru. Litir koma og fara en nú þykja gömlu húsgögnin eftirsóknarverðust.

„Þetta eru vissulega skemmtileg tímamót!“ segir Linda Gunnars­dóttir sölufulltrúi hjá framleiðslu­fyrirtækinu Glófa á Akureyri. Aldarfjórðungur er liðinn frá því fyrirtækið fór að framleiða ullarsjöl sem síðan hafa verið fastur liður í starfseminni. Framleiðsluvörur Glófa bera Varmamerkið og í prjónaverksmiðju fyrirtækisins á Akureyri eru framleiddir sokkar, húfur, vettlingar, treflar, mokka­vörur og sjöl.

„Sjölin hafa alla tíð haft þá sér­stöðu vera að hluta til handunnin en kanturinn er prjónaður á sjölin. Þessi vara er því ekki vélprjónuð að öllu leyti.“ Fyrirtækið framleiðir um 5.000 sjöl á ári og selur á innan­landsmarkaði. Kaupendur eru kon­ur á öllum aldri. Óhætt er að segja að sjölin séu mjög klassísk því þau hafa verið óbreytt að formi til frá upphafi en þá var byrjað að prjóna þau í bílskúr á Blönduósi. Prjóna­vélina keypti Glófi á fyrstu starfs­árum fyrirtækisins og hún hefur verið í stöðugri notkun allar götu síðan þá.

„Það sem breyst hefur á aldar­fjórðungi er litirnir. Íslensku sauða­litirnir eru sívinsælir og einkenna talsverðan hluta framleiðslunnar en síðan skiptum við um liti frá ári til árs, allt eftir því hvað er vinsælt í litum hverju sinni. Við vorum til dæmis með bleik sjöl síðasta sumar en vísast skiptum við um liti fyrir næsta sumar.“ Sjölin seljast aðallega að sumarlagi, á háönn ferðamanna­tímans. Þau eru líka mjög vinsæl jólagjöf og á þeim árstíma kemur rauði liturinn jafnan sterkur inn í framleiðsluna.

„Í tilefni tímamótanna fram­leiðum við sérstakt afmælissjal í tveimur gerðum, annars vegar hvítt með silfurþræði og hins vegar svart með silfurþræði. Þau munu verða seld í hátíðarumbúðum í Penn­

anum, Eymundsson og Kistu í Hofi hér á Akureyri. Sjölin eru að sjálf­sögðu afskaplega vönduð og góð jólagjöf og hafa alltaf verið vinsæl

sem slík. Íslenska ullin er í tísku,“ segir Linda hjá Glófa.

varma.is

Varma-sjalið er 25 ára

Linda Gunnarsdóttir, sölufulltrúi hjá Glófa á Akureyri, með hátíðarútgáfurnar tvær af Varma ullarsjalinu sem fyrirtækið hefur framleitt í 25 ár. Mynd: Auðunn Níelsson.

AKUREYRI // jól 2013 | 45

„Jólaverslun er svipuð hjá okkur frá ári til árs. Byrjar í nóvember og eykst svo jafnt og þétt til jóla og þrátt fyrir að afgreiðslutími sé rúmur verður alltaf sprenging síðustu vik­una fyrir jól. Margir hafa fyrir venju að líta til okkar á Þorláksmessu og grípa síðustu gjöfina enda alltaf hægt að bjarga sér í valkvíðanum með því að kaupa úr eða skartgripi,“ segir Bjarni Jónsson úrsmiður hjá JB úr&skart í Kaupvangsstræti.

Bjarni segir að verslunin bjóði mikið úrval af úrum frá fjölda fram­leiðenda, þannig að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Tissot eru vinsælustu svissnesku úrin á markaðnum, enda fær kaup­andinn svissnesk gæði á góðu verði með kaupum á því vörumerki. Við erum bæði með sígild úr í því merki og eins flóknari gerðir eins og Tissot T­Touch úrið sem er með snertiskjá og ýmsar aðgerðir eins og áttavita, hitamæli, loftvog og vekjara. Það er jóladraumur margra að eignast slíkt úr,“ segir Bjarni.

Dönsk hönnun eins og hún gerist bestHann nefnir einnig að gömlu og góðu sjálftrekktu úrin séu vaxandi á markaðnum, enda hentug fyrir þá umhverfisvænu sem vilja ekki raf­hlöðu í sín úr. Svissnesku Certina úrin séu mjög vinsæl í hópi þeirra sem þurfa harðgerð úr sem þola vel íslenska veðráttu, „og síðan eru tískuúr frá Diesel, Fossil og Casio alltaf vinsæl,“ segir hann.

Í sumar fékk verslunin nýja teg­und í sölu, nýtt merki í úrum, Bering, sem er dönsk hönnun eins og hún gerist best. Bering var valið úramerki ársins í Bretlandi nú í ár, 2013. „Það er virkilega gaman að geta boðið þessi úr hér. Þau kosta á bilinu 20 til 50 þúsund krónur og hafa fengið ljómandi góðar viðtökur hjá okkur viðskiptavinum,“ segir Bjarni.

Fyrir börnin eru í boði marg­konar úr, Flik Flak úrin er mjög vin­sæl og fast á hæla þeim koma svo Spiderman, Batman og Hello Kitty úr, sem Bjarni segir að séu vönduð svissnesk úr, sérhönnuð fyrir krakka.

Hver hlutur handsmíðaður og einstakur„Hjá okkur skiptist salan nokkuð jafnt á milli úra og skartgripa. Við seljum bæði íslenska hönnun og einnig íslenska handsmíði eftir Valdemar Viðarsson gullsmið. Hann smíðar allt sjálfur, hver hlutur er einstakur og ekki fjöldaframleiddur, hvorki hér á landi né í Kína eins og svo algengt er um þessar mundir. Hann sérsmíðar einnig eftir óskum hvers og eins og það er alltaf skemmtilegt að sinna slíkum verk­efnum.“. Verslunin er einnig með innflutt skart og silfurvörur frá Zinzi sem Bjarni segir sérlega vinsælar vörur um jólin, enda séu þær afar flottar með mikið af steinum og glamúr eins og hann orðar það.

„Giftingarhringir eru líka vinsælir fyrir jól og áramót, en við bjóðum mikið úrval af þeim í ýmsum verð­flokkum, bæði í gulli og silfri. Stundum er fyrirvarinn stuttur á þessum árstíma, en við reynum ævinlega að bjarga málunum eins vel og okkur er unnt,“ segir Bjarni.

jb.is Bjarni Jónsson hjá JB úr&skart segir marga hafa fyrir venju að líta inn í verslunina á Þorláksmessu og grípa síðustu gjöf-ina. Myndir: Auðunn Níelsson.

Sjálftrekktu úrin eru að komast aftur í tísku. Tissot er vinsælasta merkið á markaðnum.

Gömlu góðu sjálf-trekktu úrin í sókn á markaðinum

HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNIDálæti sumra á Kofareykta hangikjötinu frá Kjarnafæði virðist engum takmörkunum háð.Það er vissulega skemmtilegt að ljúffengt hangikjötið öðlist þann virðingarsess sem hér má sjá, en auðvitað nýtur það sín betur á matarborðum landsmanna, þar sem það hefur í áranna rás glatt og satt Íslendinga og skapað sannkallaða hátíðar- og jólastemmningu, enda um sérlega bragðgott hangikjöt að ræða.Kofareykta hangikjötið frá Kjarnafæði er sérvalið fyrsta flokks lambakjöt með ljúffengu, ríku og hefðbundnu íslensku reykbragði, verkað og reykt af kjötiðnaðarmeisturum fyrirtækisins.

46 | AKUREYRI // jól 2013

„Við erum mjög ánægð með viðtök­urnar. Þetta er í fyrsta skipti sem hreinræktuð golfverslun er starfrækt á Akureyri og það hefur komið á daginn að full þörf er á að þjónusta golfara árið um kring. Til viðbótar við golfvörurnar höfum við verið að auka vöruúrvalið og bjóðum nú upp á útivistarfatnað og hlaupavörur, allt góð merki og vönduð. Eftir sem áður er áherslan líka á golfbúnaðinn og auðvitað erum við með jólagjöf­ina fyrir golfarann, það er engin spurning,“ segir Haukur Dór Kjart­ansson sem ásamt Sunnu Dís Klem­ensdóttur hóf í vor rekstur Eagle íþrótta­ og útivistarverslunar við Strandgötu á Akureyri.

Golfvörur til gjafaHaukur segir verslun í golfvörum ná langt út fyrir sumartímann. Margir fari erlendis í golfferðir yfir vetrar­tímann og þurfi á golfvörum að halda vegna þeirra. Sömuleiðis fari golfarar snemma vetrar að undirbúa sig fyrir næsta sumar, bæta við í golfpokann eða kaupa föt. „Hingað kemur fólk að kaupa golf­vörur til gjafa og er byrjað að kíkja á jólagjafirnar fyrir golfáhugamenn­ina. Af nógu er þar að taka,“ segir Haukur Dór.

Hlaupafatnaður og hlýjar úlpurVöruúrvalið í Eagle hefur aukist verulega í haust með línum fyrir úti­vistar­ og íþróttafólk. Haukur Dór segir þar um að ræða þrjá vöru­flokka, í fyrsta lagi Asics hlaupa­fatnað, Icewear útivistarfatnað og vandaðar Canada Goose úlpur.

„Asics er eitt af heimsþekktum merkjum í íþróttavörum og fram­leiðir vandaða línu af hlaupafatnaði sem við bjóðum nú. Síðan aukum við breiddina enn frekar í vöruúrvali hjá okkur með útivistarfatnaðinum frá Icewear og Canada Goose, bjóðum bæði úlpur, húfur og hanska í þessum vörum.

Við erum einnig með útivistar­fatnað fyrir börn frá Ketch. Það eru traustar flíkur úr vönduðum efnum, smekkleg og nútímaleg hönnun, vatnsheldar og hlýjar flíkur sem passa vel. Við höfum því að bjóða útivistarvörur á mjög breiðu sviði hvað varðar verð og gæði. Þessu til viðbótar er síðan úrval af golfskóm og góðum fatnaði fyrir golfið og daglega notkun ef því er að skipta,“ segir Haukur Dór.

facebook.com/eagleakureyri

Haukur Dór Kjartansson og Sunna Dís Klemensdóttir, eigendur Eagle íþrótta- og útivistarverslunar. Myndir: Auðunn Níelsson.

Jólagjöfin fyrir golfarann fæst í Eagle. Flottar úlpur frá Canada Goose og Varma prjónavettlingar og húfur.

Eagle íþrótta- og útivistarverslun færir út kvíarnar:

Útivistarfatnaður, hlaupaföt og gjöfin fyrir golfarann

Gjafabréf í leikhús fyrir fólk á öllum aldri

Nánari upplýsingar í síma 4 600 200 á netfanginu [email protected] og á www.leikfelag.is

Gullna hliðið • Lísa og LísaSöngur hrafnanna • Hættuför í Huliðsdal

Skemmtilegt er myrkrið

Sýningar hjá LA eftir áramót:

AKUREYRI // jól 2013 | 47

„Þetta er afskaplega skemmtilegur tími, það er ekki hægt að segja annað. Það er alltaf mikið um að vera í kringum bækurnar og nú steyma jólabækurnar inn hver af annarri, þær fyrstu komu í nóvember og svo erum við daglega að taka nýja titla upp úr kössum,“ segir Guðrún Karitas Garðarsdóttir verslunarstjóri hjá Eymundsson við Hafnarstræti á Akureyri.

Lífleg útgáfa í árGuðrún segir að verslunin leggi áherslu á bækur alla mánuði ársins, en aðalbókamánuður ársins, desember er líflegur tími og þá er bókum gert hátt undir höfði eins og vera ber í bókabúð. „Útgáfan er lífleg í ár og ég er ekki frá því að ljóða­bækur komi sterkar inn núna fyrir þessi jól. Ein af mínum uppáhalds þessa stundina er „Árleysi alda“ eftir Bjarka Karlsson. Það er ekki oft sem maður veltist um af hlátri við ljóða­lestur,“ segir Guðrún. Hún segir að einnig sé mikið um sönnu lífs­reynslusögurnar fyrir þessi jól, en þær hreyfa yfirleitt við fólki og eiga að því greiðan aðgang, „og svo eru hinar ósönnu nauðsynlegar með, þær krydda tilveruna líka.“ Guðrún segir að talsvert sé um að höfundar heim­sæki Eymundsson, áriti bækur sínar og lesi upp úr þeim og slíkar stundir þyki mörgum ómissandi á aðvent­unni.

Gott úrval af jólavörumGuðrún segir að í Eymundsson sé gott úrval af jólavörum, „og við erum líka með ýmsar vörur sem jóla­sveinninn hefur verið að versla hjá okkur í miklum mæli undanfarið!“ Mikil áhersla hefur líka að hennar sögn verið lögð á vandaðar íslenskar vörur og þá þyki starfsfólki Ey­mundsson afskaplega gaman að geta boðið upp á góða og vandaða vöru úr heimabyggð. Þar nefnir hún m.a. að vörulína frá Glófa/Varma er í boði í versluninni sem og einnig vörur listakonunnar Sveinbjargar, m.a. bollar, teppi, bakkar og fleira.

Þá má nefna að í boði eru sér­vörur ýmiskonar, bæði smávörur og eins húsgögn frá Vitra, sem Penninn flytur inn. „Stólarnir hafa selst vel hjá okkur,“ segir Guðrún og bætir við að unnið sé að því hörðum höndum að bæta við Vitra smávör­urnar í versluninni á Akureyri fyrir jólin. „Það er góð viðbót inn í eina af fallegustu búð landsins!“ segir hún

Opið verður í Eymundsson öll kvöld til kl. 22 og til 23 á Þorláks­messu. „Við erum í góðu samstarfi við Miðbæjarsamtökin á Akureyri sem vinna ötullega að því að fá bæjarbúa og gesti til að rölta um

miðbæinn á aðventunni, líta í versl­anir og enda svo gjarnan bæjarröltið á heitum kakóbolla. Það er fátt nota­legra á aðventunni en einmitt svo­leiðis kvöldstundir,“ segir Guðrún.

eymundsson.is

Það er alltaf líf og fjör hjá Eymundsson í Hafnarstræti á Akureyri, ekki síst í desember þegar fólk leggur þangað leið sína til að líta á jólabækurnar. Guðrún Karitas Garðarsdóttir verslunarstjóri hjá Eymundsson segir aðventuna skemmtilegan tíma. Myndir: Auðunn Níelsson.

Jólabækurnar streyma inn í Eymundsson

Lífland verslanir | Lynghálsi Reykjavík | Lónsbakka Akureyriwww.lifland.is | sími 540-1100

Jólagjöfin fæst í Líf landi

Heritage úlpaAlhliða úlpa í útivistina

Verð 45.990

Verð 29.990

Verð 34.990

Verð 54.990 Verð 9.990 Verð 28.990

Modesty úlpaLétt og hlý úlpa

Windsor úlpaFlott úlpa fyrir veturinn

Energy Tech Top bolurFrábær sem innsta lag í útivistina

Majesty vestiFallegt dúnvesti á dömuna

Majesty kápaFalleg og hlý dúnkápa

48 | AKUREYRI // jól 2013

„Ég get ekki annað en verið ánægð með ferðamannastrauminn það sem af er ári. Hér á Icelandair hótel Akureyri var mikið að gera í sumar og vetrarmánuðirnir eru vaxandi. Akureyri og Norðurland sem heild fá góða einkunn hjá gestunum og það er fyrir öllu,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir hótelstjóri Icelandair hótel við Þingvallastræti á Akureyri.

Bæjarbúar duglegir að heimsækja okkurAuk hins hefðbundna reksturs á gistingu er veitingahluti Icelandair hótel Akureyri vaxandi. Lobbýið ber það skemmtilega nafn Stofa 14 og þar má fá úrval smárétta, „hightea“ er einnig vinsælt eða einfaldlega að bæjarbúar komi við á leið sinni heim úr vinnu, hittist og beri saman bækur sínar. „Hér er „happy hour“ sívinsælt hjá bæði gestum og bæj­arbúum og okkur þykir skemmtilegt að sjá hvernig fólk hér í kring lítur á hótelið sem sinn hverfisstað til að hittast og spjalla yfir léttum veit­ingum,“ segir Sigrún Björk.

Á neðri hæð hótelsins er veitinga­staður þess, Aurora, og hann hafa bæjarbúar einnig verið duglegir að sækja. „Til viðbótar við veitinga­þjónustuna á kvöldin og jólahlað­borðið núna í desember hefur sunnudagsbrunchinn okkar notið vaxandi vinsælda. Nú í aðdraganda jóla er fátt notalegra en eiga góða hádegisstund með fjölskyldu eða vinum en við munum verða með „brunch“ eða dögurð alla sunnudaga til vors,“ segir Sigrún Björk.

Páskarnir eru góð fyrirmyndFramundan er skíðavertíðin á Akur­eyri með tilheyrandi gestakomum til bæjarins og þar gegnir Icelandair hótel veigamiklu hlutverki í vel­gjörðum við skíðaunnendur. Sigrún sér fleiri tækifæri í eflingu vetrar­ferðamennskunnar og nefnir að­ventu, jól og áramót sérstaklega.

„Að mínu mati er mikið tækifæri í að selja ferðamönnum aðventuna,

jólin og áramótin á Akureyri. Við höfum svo margt að byggja á sem ferðamenn hafa áhuga á. Þetta hefur tekist vel á höfuðborgarsvæðinu og hér á Akureyri þurfum við ekki að horfa mörg ár aftur í tímann til að rifja upp hvaða breyting er orðin á páskadögunum hjá okkur. Áður var

allt lokað um páskahátíðina en þegar það breyttist og menn tóku höndum saman hefur páskaaðsóknin stórauk­ist. Það sama er að mínu mati hægt að gera hvað varðar aðventuna og jólin. Við þurfum, bæði bæjaryfir­völd, aðilar í ferðaþjónustu og fleiri að setjast niður og vanda okkur í því

verkefni að tryggja að meira sé við að vera fyrir ferðamenn á þessum tíma; viðburðir, opin söfn, sund­laugar, verslanir, veitingastaðir og svo framvegis. Skíðasvæðið laðar að en ég er sannfærð um að við getum stóraukið ferðamannastrauminn yfir hátíðarnar með samstilltu átaki. Það

er eitt af mínum langtímamark­miðum í þessu starfi að verða með þéttbókað hótel yfir jól og áramót. Og það mun vonandi rætast,“ segir Sigrún Björk.

icelandairhotels.is

Sigrún Björk Jakobsdóttir hótelstjóri. Myndir: Auðunn Níelsson.Skemmtilega innréttað lobbý á Icelandair hótel Akureyri. Hér má líta við, njóta smárétta, „hightea“ eða annarra veitinga. Eða bara spjalla saman eftir vinnudag-inn.

„Við lokum á aðfangadag og jóladag en að öðru leyti verður opið alla daga hjá okkur. Um að gera fyrir fólk að drífa sig á skíði um hátíð­arnar,“ segir Guðmundur Karl Jóns­son forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli. Hann er sannfærður um að nægur snjór verði í brekkunum um hátíðarnar.

„Við opnuðum hér upp úr miðjum nóvember með fínum snjó og við eigum eftir að fá meiri jóla­snjó í brekkurnar. Engin spurning um það,“ segir Guðmundur Karl en opið verður alla daga nema mánu­dag og þriðjudaga fram að jólum og

síðan alla daga fram yfir áramót að aðgangadegi og jóladegi undan­skildum.

„Við finnum að áramótin eru alltaf að verða meiri skíðadagar, bæði hjá bæjarbúum og fólki sem kemur annars staðar að. Sumir koma í skíðaferð til Akureyrar og eru milli jóla og nýárs – aðrir koma rétt fyrir áramót og skíða á gamlárs­ og nýársdag. Gamlársdagur er t.d. mikill stemningsdagur hjá okkur, kyndlar í brekkunum og skotið upp eins og einni eða tveimur tertum til að gera þetta enn skemmtilegra. Að­sóknin á nýársdag hefur stöðugt verið að aukast og í fyrra komu t.d.

um 1000 manns í fjallið. Betur er ekki hægt að byrja árið en með góðum skíðadegi,“ segir Guð­mundur Karl.

Norðurlandskort nýjung í árSala árskorta í Hlíðarfjall hefur farið vel af stað í haust og nokkru fleiri kort selst en í fyrra. Nýjung er í ár­skortasölunni í ár, þ.e. að nú er hægt að kaupa kort sem heitir Séra Jón sem skráð er á nafn en fleiri geta nýtt kortið en eigandinn. Stakt ár­skort kostar 39.000 kr. en ef keypt eru fjögur árskort í einu kostar hvert þeirra 30.000. Önnur nýjung í ár er að með árskortum fylgir svokallað

Norðurlandskort og þannig getur árskortshafi í Hlíðarfjalli farið tvo daga á skíði á hverju skíðasvæðana á Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík.

„Loks má nefna að ferðaskrif­stofan GB ferðir skipuleggur nú vikulegar skíðaferðir til Winter Park í Bandaríkjunum og árskortahafar í Hlíðarfjalli fá þar þrjá daga frítt og fjóra daga á tilboðsverði gegn fram­vísun á sínu korti. Það eru því mikil fríðindi sem fylgja kortunum í ár,“ segir Guðmundur Karl.

hlidarfjall.is

Fátt er betra en kveðja gamla árið og fagna því nýju í brekkunum í Hlíðarfjalli. Myndir: Auðunn Níelsson.

Stemning í Hlíðarfjalli um hátíðarnar

Sigrún Björk Jakobsdóttir hótelstjóri Icelandair hótel Akureyri:

Aðventan og jólin eru markaðstækifæri fyrir Akureyringa

Helena Eyjólfsdóttir rekur lífshlaup sitt í gleði og sorg í ævisögu sinni, Gullin ský. Í dag, 5. desember, kl. 17-19 verða Helena og höfundur bókarinnar, Óskar Þór Halldórsson, í Eymundsson á Akureyri og lesa upp úr bókinni, auk þess að árita hana fyrir þá sem það vilja.

Láttu sjá þig!

GULLIN SKÝ

[email protected]

AKUREYRI // jól 2013 | 49

Lífland á Lónsbakka:

Fatnaður fyrir hestamenn og nammi fyrir gæludýrin„Við verðum með alls konar jólatil­boð í gangi núna í desember þannig að það er bara um að gera að líta inn á Lónsbakka og skoða hvað við bjóðum,“ segir Ellert Gunnsteins­son, verslunarstjóri hjá Líflandi á Akureyri. Jólaverslun þar á bæ fer ágætlega af stað og vex þunginn eftir því sem nær dregur jólum.

Ellert segir að Lífland bjóði fjöl­breytt úrval af vörum fyrir hesta­menn. „Við erum með mikið af nýjum og flottum fatnaði, til dæmis úlpum og jökkum af ýmsu tagi. Einnig er hér gott úrval af reið­buxum, enda nokkuð algengt að fatnaður af því tagi rati í jólapakka hestamannsins.“ Auk fatnaðar er mikið og gott úrval af vörum sem tengjast hestamennsku, hvort heldur það er til tamninga eða útreiða. „Það er algengt að keypt séu gjafabréf og þau notuð til jólagjafa og tækifæris­gjafa. Fólk getur þá ráðið sjálft hvað það velur sér eða hvort það leggur verðmæti kortanna upp í dýrari hluti.“

Átak til að auka öryggi í hestamennskuLandssamband hestamanna er nú að hefja átak í því skyni að auka öryggi í hestamennsku og tekur Lífland fullan þátt í því með margvíslegum vörum sem standast öryggiskröfur. Ellert nefnir að nú í svartasta skammdeginu horfi menn til þess að bæði knapar og hestar beri endur­skinsmerki og segir ýmsar útfærslur til: endurskinsvesti, borða af ýmsu tagi yfir axlir, á hendur og fætur og einnig á hrossin sjálf, til dæmis í tagl eða fax og á fætur þeirra. „Það er bráðnauðsynlegt að bera endurskins­merki á þessum árstíma, þau tryggja að akandi vegfarendur sjái umferð manna og hesta í myrkri,“ segir hann og bætir við að auk endur­skinsmerkja sé í verslun Líflands mikið úrval hvers konar öryggisvara fyrir menn og hesta.

Gæludýrin mega ekki gleymastLífland er með gott úrval af gælu­dýravörum: fóður, búr, leikföng og fleira. „Það er mikið keypt af jóla­gjöfum handa gæludýrunum, þau mega alls ekki gleymast. Vinsælast er að kaupa handa þeim eitthvað gott nammi til að éta yfir jólin og svo eru leikföngin alltaf vinsæl í jólapakka gæludýranna.“

Þá er Lífland líka með mikið úr­val vara tengdum landbúnaði: fóður og aðrar rekstrarvörur fyrir kúa,­ svína,­ hænsna,­ og sauðfjárrækt.

„Við erum mjög umsvifamiklir á þessu sviði og bjóðum nánast allt sem bændur þurfa til búreksturs, fóður og efni af öllu tagi. Hér er fjölbreytt úrval af ýmsum vörum, stórum og smáum.“

lifland.is Ellert Gunnsteinsson verslunarstjóri Líflands við Lónsbakka á Akureyri segir að alls kyns jólatilboð verði í versluninni í desember. Því er um að gera að líta inn og kanna hvað er í boði. Myndir: Auðunn Níelsson.

Gæludýrin þurfa líka að fá sína jóla-gjöf; leikföng, búr eða nammi.

50 | AKUREYRI // jól 2013

„Í þessari bók eru öll leyndarmálin afhjúpuð,“ segir Einar Geirsson, matreiðslumeistari og eigandi veit­ingastaðarins Rub23, léttur í bragði um nýja matreiðslubók sem hann hefur gefið út og komin er í sölu. Í bókinni eru uppskriftir réttanna sem viðskiptavinir Rub23 þekkja af veit­ingastaðnum en auk þess sérstakur kafli um kokteila, sushigerð og fleira. Bókin er gefin út í tilefni af 5 ára afmælisári Rub23. Staðurinn var opnaður í júní 2008 og flutti tveimur árum síðar í húsnæði við Kaupvangsstræti 6. Vorið 2012 opn­aði Rub23 síðan annan samnefndan veitingastað í Geysishúsinu í Kvos­inni í Reykjavík.

Nýju matreiðslubókinni er ætlað að höfða til almennings. „Réttirnir í bókinni eru útfærðir þannig að áhugafólk um matreiðslu getur auð­veldlega eldað þá heima hjá sér. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni í vinnslu því við tókum í þetta einn sunnudag núna í haust, fengum kokka af Rub23 í Reykjavík í lið með okkur, vorum með þjónaliðið á staðnum og síðan voru allir réttirnir eldaðir á einum degi. Á meðan á stóð voru ritarar með okkur sem skráðu og útfærðu uppskriftirnar jafnóðum og ljósmyndari sem myndaði matreiðsluna og réttina,“ segir Einar en bókin er 180 blað­síður og í stóru broti. Texti í bók­

inni er bæði á íslensku og ensku en Einar segir í undirbúningi sé að prenta bók með enskum og þýskum textum.

„Jafnframt því að vera fróðleg og skemmtileg bók fyrir allt matar­áhugafólk þá er hún fyrst og fremst kynning á veitingastaðnum Rub23

og fjallar um þá matreiðslu sem við stöndum fyrir. Hún mun vekja áhuga bæði innlendra gesta og ekki síður erlendra og þess vegna prentum við á fleiri tungumálum,“ segir Einar.

Umsjón með verkefninu ásamt Einari hafði auglýsingastofan Geim­

stofan á Akureyri og ljósmyndari var Finnbogi Marinósson. Bókin fæst á veitingastöðum Rub23, í verslunum Eymundsson, Hagkaup og Nettó.

rub23.is

Tískuverslunin Imperial starfar í björtu og rúmgóðu húsnæði á góðum stað á Glerártorgi. Anna Freyja Guðmundsdóttir verslunar­stjóri er bjartsýn á komandi jóla­verslun og segir hana fara vel af stað. „Fólk er misjafnt, sumir vilja vera snemma á ferðinni en aðrir eru á síðustu stundu þannig að ég á von á því að hér verði bara líf og fjör allan desember. Þetta er alltaf mikið ann­ríki hjá okkur í aðdraganda jóla og áramóta, en þetta er líka mjög skemmtilegur tími,“ segir hún.

Hjá Imperial er bæði dömu­ og herradeild og úr mörgu að velja í hvorri deild fyrir sig. Viðskiptavinir verslunarinnar eru að sögn Önnu

Freyju á öllum aldri og koma víða að af landinu. „Við erum með fjöldann allan af fólki um allt land sem verslar við okkur og það er af­skaplega gaman að því,“ segir hún.

Anna Freyja tekur dæmi og nefnir að í herradeildinni sé um þessar mundir mikið úrval af flottum peysum, góðum gallabux­um, úlpum og jökkum á sérlega góðu verði.

Jólaverslun fer vel af stað„Við verðum svo í desember með mikið umleikis í dömudeildinni, það verður mikið um alls kyns kjóla, pallíettur og glimmer, loðvesti og loðakraga auk þess sem við munum bjóða mikið úrval af fallegum yfir­höfnum,“ segir Anna Freyja. „Þá verðum við líka með fjölbreytt úrval af fallegum og góðum peysum, gallabuxum, leggings og mynstr­uðum buxum sem eru mjög í tísku um þessar mundir. Eins geta okkar viðskiptavinir valið úr miklum fjölda af fínum skóm. Þetta hefur allt saman rokið út undanfarna daga, salan er jöfn og góð og mér finnst jólaverslun fara mjög vel af stað,“ segir hún.

Góð þjónusta, gott verð„Loðvesti og loðkragar verða mjög vinsælir í vetur og klárlega jólagjöfin handa dömunum í ár,“ segir Anna Freyja. Hún bætir við að eins sé um þessar mundir mikið um mynstur. „Það er mikið köflótt núna, leðrið er líka vinsælt, stígvélin sömuleiðis, stórar úlpur og húfur í öllum litum. Það eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi hjá okkur, en við leggjum mikla áherslu á að veita okkar við­skiptavinum góða þjónustu og bjóða gott verð,“ segir hún.

Anna Freyja Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Imperial. Myndir Auðunn Níelsson

„Það eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi hjá okkur,“ segir verslunar-stjóri Imperial.

Fólk á öllum aldri og af öllu landinu meðal viðskiptavina

Rub23:

Matreiðslubók í tilefni af afmælisári

Einar Geirsson, matreiðslumeistari og eigandi Rub 2, með nýju bókina.

Einar Geirsson, matreiðslumeistari á Rub23, er ánægður með nýju bókina og segir feng að henni fyrir matreiðsluáhugamenn.

Lesendur eru leiddir í gegnum hvernig best er að gera sushi.

Opnunartímimán - fös 9 - 18

lau 10 - 16sun 12 - 16

Sjálfstæð í hjarta bæjarins-AkureyrarapótekBjört og rúmgóð verslun. Gott aðgengi

AKUREYRI // jól 2013 | 51

Leikfélag Akureyrar býður upp á margt spennandi í vetur, þar á meðal eitt af þekktari leikhúsverkum Íslands, Gullna hliðið. „Í ár heldur leikfélagið upp á 40 ára afmæli og af því tilefni leggjum við áherslu á ís­lensk verk. Það er vel við hæfi að við sýnum verk eftir „son Akureyrar“, Davíð Stefánsson, sem verður frum­sýnt í janúar,“ segir leikhússtjórinn Ragnheiður Skúladóttir. Með aðal­hlutverk fara Aðalbjörg Þóra Árna­dóttir, Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson og María Pálsdóttir. Hljómsveitin Eva semur og flytur nýja tónlist við verkið. Leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson.

Út úr skápnum á sjötugsaldriÞá er einnig vert að nefna verkið Lísa og Lísa, sem fjallar um tvær konur á sjötugsaldri sem hafa búið saman í þrjá áratugi. Þær ákveða að koma fram, fyrir atbeina ungs leik­skálds, og segja sögu sína á leiksviði auk þess sem þær koma út úr skápnum í leiðinni. Verkið er eftir hina írsku Amy Conroy og í aðal­hlutverkum er tvær af reyndustu leikkonum Akureyrar, þær Sunna Borg og Saga Geirdal Jónsdóttir. Sýningar hefjast þann 14. febrúar en leikstjóri verður Jón Gunnar Þórðar­son. Sýnt verður í Rýminu.

Af öðrum verkum má nefna barnaleikritið Hættuför í huliðsdal, sem verður sýnt dagana 22.­23. mars en það er leikhópurinn Soðið svið sem er framleiðandi verksins og frumsýndi það í Reykjavík fyrr í haust. Sýningin verður í Rýminu.

77 nemendur í leiklistarskólanum„Við erum mjög stolt af leiklistar­skólanum okkar og á þeirri önn sem

nú stendur yfir eru 77 nemendur hjá okkur og það hefur orðið algjör sprenging í aðsókn. Ef fram heldur sem horfir verður til hjá okkur eitt öflugasta undirbúningsnám í sviðs­listum á grunnskólastigi,“ segir Ragnheiður.

Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009 og er ætlað börnum í 3.­10. bekk. Í lok hverrar annar er sýning haldin á því sem nemendur hafa unnið að á önninni.

leikfelag.is

Ragnheiður Skúladóttir leikhússtjóri.

Hið klassíska verk, Gullna hliðið, verður fyrsta frumsýning LA á árinu 2014.

Börnin fá sitt ævintýri á sviði LA í mars þegar lagt verður upp í hættuför um huliðsdalinn.

Sunna Borg og Saga Jónsdóttir túlka hlutverk Lísu og Lísu í samnefndu verki sem fer á svið í febrúar.

Gullna hliðiðá svið 2014

EIGUM ALLT Í

JÓLAPAKKANN ...

... OG UTAN UM

HANN LÍKA

Dalsbraut 1, Akureyri / Sími: 580-0060 / [email protected] / www.a4.is / mán - föst 8-18 / lau 10-16

52 | AKUREYRI // jól 2013

„Okkar sérstaða er sú að bjóða mjög fjölskylduvænt umhverfi og hingað sækir líka fjölskyldufólk í miklum mæli,“ segir Örn Amin, rekstrar­stjóri Sæluhúsa ehf., sem standa í þyrpingu við Sunnutröð sunnan við Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar er gisti­

rými fyrir um 160 manns í 7 stórum og rúmgóðum orlofshúsum og 33 stúdíóíbúðir að auki. Allar vistar­verur eru mjög vel búnar nýjum og góðum tækjum og háhraðanetteng­ingu. Heitur pottur er við sumar íbúðanna.

Gestir mjög ánægðirÖrn segir að liðið sumar hafi verið einstaklega gott og aldrei áður hafi jafn margir gestir dvalið í Sæluhús­unum. Mjög vel líti út með vetur­inn. „Mér sýnist allt stefna í að um­svifin í vetur verði meiri en nokkru sinni fyrr frá frá upphafi.“

Sæluhús hafa fengið mjög góða dóma og eru um þessar mundir í efsta sæti á Trip Advisor og Book­ing.com þar sem gestir fara lofsam­legum orðum um dvöld sína. „Við erum auðvitað mjög ánægð með við­

tökurnar og stolt af því að geta veitt svo góða þjónustu sem raun ber vitni á hagstæðu verði.“

Gott orðsporÁ svæðinu er þjónustubygging með gestamótttöku, þvottahúsi fyrir gesti

og góðri skíðageymslu. „Fjölskyldur í skíðaferðalagi eru áberandi hjá okkur yfir háveturinn og margir koma aftur og aftur. Við höfum gott orðspor. Þetta góða og glæsilega um­hverfi og það sem í boði er spyrst út og aðrir vilja prófa líka.“ Örn segir

að gestir hafi þó margir hverjir haft á orði að þeim þyki skíðasvæðið ekki vera opið nægilega lengi um helgar og úr því mætti gjarnan bæta.

saeluhus.is

„Við hvetjum fólk til að versla í heimabyggð, þannig getum við haldið upp öflugri verslun og þjón­ustu á Norðurlandi“ segir Petra Sif Gunnarsdóttir, verslunarstjóri hjá Fífu á Akureyri. Verslunin er við Kaupvangsstræti 1 og hefur verið starfrækt í tvö ár, en gerður var þriggja ára samningur um rekstur­inn. „Vonandi heldur verslunin áfram, því það var svo sannarlega vöntun á sérhæfðri barnavöruverslun fyrir Akureyringa og nágranna þeirra.“

Petra Sif segir vöruúrval gott í versluninni en sá möguleiki sé einnig fyrir hendi að panta úr verslun Fífu í Reykjavík án þess að tekinn sé sendingarkostnaður. „Við gerum okkar besta, kappkostum að veita sem besta þjónustu og viljum að viðskiptavinurinn fari sáttur út og með þær upplýsingar sem hann þarfnast. Það er okkar leiðarljós,“ segir Petra Sif.

Allt til allsFífa býður upp á fjölbreytt úrval af alls konar varningi sem tengist börnum, m.a. fatnaði og er gott úr­val í merkjum eins og Metoo, Pippi og Snoozy. Þá hafa vörur frá dr. Browns komið sterkar inn að undanförnu, en þar má nefna pela, snuð og fylgihluti ýmis konar sem hannaðir eru af hjúkrunarfræð­ingum og tannlæknum. Vörur frá Dórukoti eru seldar hjá Fífu og njóta ávallt vinsælda, sama má segja um silkihúfurnar. Tripp trapp stól­inn er alltaf vinsæll og það sama má segja um Simo barnavagnana sem eru norsk gæðavara.

Öryggið í fyrirrúmiStærri hlutir eins og bílstólar, barna­rúm, kerrur og vagnar, matarstólar, skiptiborð og dýnur, sem og ömm­ustólar eru einnig í boði í verslun­inni. „Bílstólarnir sem við erum með hafa vakið athygli og fengið góðar viðtökur. Foreldrar velta örygginu

eðlilega fyrir sér, þeir hafa það í fyrirrúmi við val á bílstól. Allir þeir bílstólar sem við erum með eru vott­aðir og við mælum með því að hafa þá bakvísandi þar til barnið nær 15 mánaða aldri,“ segir Petra Sif. Bíl­stólarnir eru frá Maxi­Cosi, Brio og Cibex.

Petra Sif segir marga farna að

huga að jólainnkaupum og sem fyrr séu gjafabréf mjög vinsæl í jólapakk­ana. „Það þykir mörgum gott að gefa gjafabréf. Þiggjandi getur þá sjálfur valið það sem hentar honum best.“

fifa.is

Petra Sif Gunnarsdóttir, verslunarstjóri í Fífu á Akureyri segir að viðtökur viðskiptavina hafi verið góðar en verslunin hefur starfað í bænum í tvö ár. Myndir: Auðunn Níelsson.

Gjafabréf fyrir vörum í Fífu eru jólagjöf sem kemur barnafólki vel.

Fífa á Akureyri:

Hvetjum fólk til innkaupa í heimabyggð

upplifðu

á Akureyri

Allt stefnir í að komandi vetur verði sá allra stærsti í sögu Sæluhúsa og kemur hann þá á eftir sérlega góðu sumri „sem var algjör sprengja“, eins og Örn Amin rekstrarstjóri orðar það.

Sífellt fleiri uppgötva kosti Sæluhúsanna

Hjarta miðbæjarinsMiðbæjarsamtökin og sjónvarps­stöðin N4 taka höndum saman og ætla sér að finna kærleiksríkan ein­stakling sem öðrum fremur á hrós skilið í jólamánuðinum. Hver sem er getur fengið þessa nafnbót, hvort heldur sá er Akureyringur eða ekki. Eina skilyrðið er að viðkomandi hafi látið gott af sér leiða umfram aðra.Leikurinn fer fram á fésbókarsíðu N4 og í Föstudagsþætti N4 í desember. Fyrsta umfjöllunin verður annað kvöld, 6. desember því næst 13. desember og loks verða úrslit kynnt 20. desember með því að sigurvegarinn verður krýndur sem „Hjarta miðbæjarins á Akureyri.“ Hugmyndin er að fólk verði tilnefnt á fésbókinni og sú tilnefning vinnur sem oftast er „lækuð“. Dómnefnd hefur samt síðasta orðið.

AKUREYRI // jól 2013 | 53

upplifðu

á Akureyri

NÝR

JÓLA-BURRITO FRÁ SERRANO

BURRITO-KRÆKIR ER KOMINN TIL BYGGÐA!

JÓLA-BURRITOHrísgrjón, sætar kartöflur, reyktur kjúklingur, piparrótarsósa, iceberg-salat, rifsberjasulta. 1.149

Papco heldur á þessu ári upp á 30 ára afmæli sitt. Fyrirtækið er með verksmiðju á Stórhöfða í Reykjavík og framleiðir hreinlætisvörur úr pappír af margvíslegu tagi. Fyrir­tækið rekur einnig smá­ og heild­söluverslun með pappír, þrifaefni, einnotamál og margt fleira. Þórður Kárason framkvæmdastjóri segir að heilt yfir litið hafi starfsemi Papco gengið vel. Fyrirtækið framleiðir m.a. servíettur, eldhúsrúllur, sal­ernispappír, pappírsþurrkur og fleira. Hráefnið er flutt inn erlendis frá, um það bil 2.000 tonn á ári, og framleitt er úr því í verksmiðjunni á Stórhöfða i Reykjavík. Unnið er á vöktum frá kl. átta á morgnana til miðnættis. 40 manns starfa hjá Papco, bæði í höfuðstöðvunum í Reykjavík og starfstöðinni á Akur­eyri sem þjóna viðskiptavinum á Norður­ og Austurlandi.

Sterk vörumerki„Það er mikil samkeppni á þessum markaði og við keppum við inn­flutning. En við njótum virðingar sem framleiðslufyrirtæki og eigum sterk vörumerki og trygga viðskipta­vini,“ segir Þórður.

Papco framleiðir nokkrar vöru­tegundir og segir Þórður mesta áherslu lagða á framleiðslu gæða­vöru. Papco framleiðir einnig sér­framleidd vörumerki fyrir fyrirtæki eins og Nettó, Bónus, Krónuna og Fjarðarkaup. Um það bil helmingur allrar framleiðslunnar er á þessu sviði. Þarna horfa menn til gæða, magns og verðs.

„Við eigum einnig sterk vöru­merki: Fífa, Fis og Fjóla, allt nöfn úr íslenskri náttúru.“

Papco er skipt upp í neytenda­svið og fyrirtækjasvið. Fyrirtækjasvið þjónar fyrirtækjum. Papco er með rammasamninga við Ríkiskaup og

Reykjavíkurborg. „Gerð var stefnu­breyting hjá fyrirtækinu 2009 því fram að þeim tíma höfðum við ein­göngu verið á neytendamarkaði. Vaxtarbroddurinn hefur síðan þá verið frekar á fyrirtækjasviðinu.“

papco.is Í verslun Papco við Austursíðu á Akureyri má fá pappír, þrifaefni, einnota mál og margt fleira.

Papco fagnar 30 ára afmæli

Þórður Kárason framkvæmdastjóri Papco.

Jólasögur LA fyrir börnin Næstkomandi laugardag kl. 11­12 býður Leikfélag Akureyrar börnum á öllum aldri til jólastundar. Leikarar félagsins lesa jólasögur og boðið verður upp á hressingu. Mælst er til þess að jólasveinahúfur prýði unga kolla á þessari samverustund.

leikfelag.is

54 | AKUREYRI // jól 2013

„Jólaverslunin hófst ívið fyrr en í fyrra. Hér í Byko sjáum við mikla söluaukningu í raftækjum, bús­áhöldum og gjafavöru á þessum tíma, fyrir utan jólaskraut, jólaljós og aðra jólatengda vöru,“ segir Haukur Már Hergeirsson verslunar­stjóri Byko og Intersport á Akureyri, sem eru undir sama þaki og hafa verið um nokkurra ára skeið. Hann segir þessa sambúð til mikils hægðarauka fyrir viðskiptavini og styðji verslanirnar tvær hvora aðra.

„Árið kemur nokkuð vel út hjá okkur. Það fór frekar rólega af stað en síðan rættist vel úr þegar nálgað­ist sumar. Langur vetur hafði tals­vert áhrif, bæði var snjór lengi fram á vorið, sem gerði það að verkum að fólk fór seinna í framkvæmdir heima hjá sér, og að sama skapi hægist á fólki í svona vetrartíð. En á hinn bóginn hafa veður og færð verið verið góð í haust og þar af leiðandi meiri umferð sem skilar sér í við­skiptum. Við erum því ánægð með verslunina og hlökkum til komandi vikna.“ Haukur Már bætir við að auðvelt sé að finna gjöfina í jóla­pakkann í hillum Byko þessar vik­urnar. „Fyrir utan gjafavörur, bús­áhöld og heimilistæki erum við með úrval af handverkfærum á góðu verði. Þau eru alltaf vel þegin jóla­gjöf.“

Allt í útivistina, skíðin og íþróttirnar í IntersportMaría Stefánsdóttir, verslunarstjóri Intersport, segir að sem fyrr sé höfuðáhersla verslunarinnar á gott vöruúrval og hagstæð verð. „Við erum með úrval af íþróttafatnaði, meðal annars þekkt merki á borð við Nike, Adidas, Runners og FireFly. Sömuleiðis íþrótta­ og hlaupaskó fyrir ræktina, inniíþróttir og úti­hlaup sem æ fleiri stunda árið um kring. Í skóm erum við einnig með þekkt og góð merki á borð við Asics og Nike. Intersport er einnig með útivistarfatnað, úlpur og skó og vörur fyrir alla aldurshópa.

„Við erum með gott úrval fyrir skíða­ og brettafólkið, bæði fatnað, gleraugu, hjálma og að sjálfsögðu bretti, skíði og tilheyrandi skó­búnað. Þetta er búnaður fyrir byrj­

endur jafnt sem lengra komna. Og auðvitað allt á mjög góðu verði en við leggjum í allri okkar verslun upp úr því að bjóða viðskiptavinum hag­stætt verð í samanburði við aðrar verslanir,“ segir María en jólaversl­unin er komin í fullan gang hjá Intersport og reiknar María með góðum desembermánuði.

„Eitt af því sem við bjóðum árið um kring eru „taxfree tilboð“ á til­teknum vöruflokkum og þau hafa notið mikilla vinsælda. Ég reikna með að slíkt verði í boði nú fyrir jólin og því verður auðvelt að finna góðar gjafir á góðu verði hjá okkur.“

byko.is

intersport.is

Haukur Már Hergeirsson verslunarstjóri Byko og Intersport. Myndir: Auðunn Níelsson María Stefánsdóttir deildarstjóri Intersport.

Allt fyrir skíða- og brettaiðkunina má finna hjá Intersport.

Jólalegt er um að litast í verslun Byko.

Byko og Intersport:

Jólaverslunin komin í fullan gang

AKUREYRI // jól 2013 | 55

Nýverið voru tvær verslanir, Kaup­túnið og Pjakkar & Píur, opnaðar undir sama þaki við Glerárgötu 34 á Akureyri. Sú fyrrnefnda var opnuð í október en sú síðarnefnda, barna­fataverslun, tók til starfa fyrir rúmu ári og þá í Hrísalundi. Hún hefur nú flutt sig um set og eru verslan­irnar tvær nú reknar í sama húsnæði.

Systurnar Kristín Ösp og Linda Björk eiga Pjakka & Píur. Þær höfðu um skeið leitað að hentugra húsnæði undir starfsemina. Þegar bróðir þeirra og mágkona, Árni Páll Jóhannsson og Svala Fanney Njáls­dóttir, veltu fyrir sér að hefja rekstur var ákveðið að samnýta húsnæðið við Glerárgötu, enda stórt og rúm­gott.

Fjölbreyttur og vandaður norrænn fatnaðurViðskiptavinum Pjakka & Pía fer fjölgandi að sögn systranna og hópur fastakúnna er orðinn nokkuð stór. „Við leggjum mikið upp úr því að bjóða fjölbreyttan og vandaðan fatnað og erum með föt á allt frá ný­fæddum börnum upp í 12 til 13 ára krakka,“ segir þær systur. Einungis er í boði gæðavara frá Norður­löndum. „Við erum sjálfar mæður og vitum hve mikilvægt er að fatnaðurinn þoli ýmislegt og haldist vel þvott eftir þvott,“ segja þær. Í boði eru dönsku merkin Phister & Philiana og útifötin frá Ej Sikke Lej sem hafa reynst ótrúlega vel við ís­lenskar aðstæður. Þá eru sænsku merkin The Brand og gallabuxur frá I dig denim. Pjakkar & Píur tóku nýlega í sölu fatnað frá íslenska merkinu Ígló & Indí og hafa við­tökur viðskiptavinar verið mjög góðar.

Svala Fanney í Kauptúninu segir að markmið þeirra hjóna með rekstri verslunarinnar sé að bjóða upp á fal­lega hönnunarvöru og vönduð heimilistæki. Sjálf hefur hún lengi fylgst með því sem efst er á baugi í innanhúshönnun í Skandinavíu. Megnið af þeim gjafavörum sem í boði eru koma þaðan, danskar, sænskar og íslenskar vörur eru áber­andi og finna má merki eins og ferm LIVING, Kähler, House Doctor, by nord, auk gourmet matvöru frá franska matreiðslumeistaranum Nicolas Vahé.

Notalegt í betri stofunni„Við erum mjög veik fyrir gömlum munum og húsgögnum og megum ekki heyra á það minnst að nýti­legum hlutum sé hent. Það kom sér vel þegar við ákváðum að opna þessa verslun og prýða gömlum hús­gögnum sem okkur hafa áskotnast um tíðina, svokallaða „betri stofu“ sem hér er. Þar erum við með mikið af tekkhúsgögnum og hansahillum sem við eigum að hluta til sjálf eða erum með í umboðssölu. Í betri stofunni er hægt að setjast niður og skoða hönnunarblöð eða glugga í bæklinga. Það þykir mörgum nota­legt.“

Báðar búðir hafa fengið frábærar viðtökur að sögn, margir hafa glaðst yfir fallegri verslun með góðar vörur og þá hafa menn líka lýst yfir ánægju með að vörur frá Siemens og Bosch fáist enn á Akureyri en þær má nálgast í verslunarhúsnæðinu við Glerárgötu. „Það er mikil hagræðing fólgin í þessu samstarfi og margir hafa lýst yfir ánægju með að geta verslað fyrir alla fjölskylduna á einum stað,“ segir Svala.

„Það er alltaf gaman hjá okkur í vinnunni, þetta er sannkallaður fjölskyldu-vinnustaður,“ segir Svala Fanney Njálsdóttir. Hún vinnur með mágkonum sínum, tengdamóður, elstu dóttur sinni og tengdasyni auk þess sem móður-bróðir hennar, Helgi Snæbjörnsson, er deildarstjóri Heimilistækja sem eru undir sama þaki og Kauptúnið og Pjakkar & Píur. Myndir: Auðunn Níelsson

Kristín Ösp Jóhannsdóttir rekur versl-unina Pjakka og Píur ásamt systur sinni, Lindu Björk.

Hægt að kaupa fyrir alla fjölskylduna á einum stað

56 | AKUREYRI // jól 2013

Fatahönnuðurinn og klæðskerinn Guðrún Guðjónsdóttir var á dög­unum stödd í tískuversluninni Joe’s á Akureyri þar sem hún kynnti nýj­ustu herralínuna í skyrtum frá fyrir­tækinu Martex en skyrtulínan ber þau rammíslensku nöfn Huginn Muninn. Skyrturnar eru seldar í Joe’s og var Guðrún ánægð með við­tökur viðskiptavina. Hún segir þær í senn klassískar og vandaðar, auk þess sem í línunni sé að finna nýj­ungar á borð við að nota fiskroð frá Sjávarleðri á Sauðárkróki í kragann.

Íslenskir kaupendur opnir fyrir nýjungumGuðrún hefur starfað hjá Martex síðustu fimm árin við hönnun á skyrtulínunni Huginn Muninn og segir nánast óendanlega margt hægt að gera í útfærslum. Skyrtur eru með öðrum orðum ekki bara skyrtur!

„Hreint ekki,“ segir Guðrún og hlær. „Þegar ég fór að vinna við þetta sá ég að skyrtur eru ekki bara skyrtur heldur flíkur sem hægt er að gera svo fjöldamargt við í hönnun. Útfæra snið, nota mismunandi liti, velja góð efni og brydda upp á skemmtilegum nýjungum eins kragi með fiskroði er dæmi um. Svona get ég lengi talið. Fyrir fatahönnuð er það mjög skemmtilegt verkefni að fá að koma að hönnun á heilli fatalínu með þessum hætti.“

Martex rekur stóra verksmiðju í Litháen þar sem Huginn Muninn skyrturnar eru framleiddar. Huginn Muninn skyrturnar fyrir karla eru til í mörgum gerðum og eru nú einnig komnar í kvenlínu.

„Fatahönnun er mjög skemmti­leg vinna og verður gaman að vinna að því í framtíðinni að koma Hug­inn Muninn skyrtunum á erlendan markað. Á það stefnum við en góðir hlutir eiga að gerast hægt,“ segir Guðrún.

Jón M. Ragnarsson verslunarstjóri Joe’s og Guðrún Guðjónsdóttir fatahönnuður hjá Martex með úrval af skyrtum í merk-inu Huginn Muninn sem Guðrún hefur unnið að hönnun á. Myndir: Auðunn Níelsson

Rammíslenskar Huginn Muninn skyrtur

Janusbúðin við göngugötuna á Akureyri hefur fengið nafnið Ullar­kistan líkt og aðrar verslanir með sama nafni hérlendis. Engin breyt­ing er hins vegar á versluninni að öðru leyti, eigendur eru þeir sömu og áður og í versluninni er áfram að finna þessar þekktu og fjölbreyttu ullarvörur frá norska framleiðand­anum Janus.

Í framleiðslu Janus eru notuð merinoull frá Nýja­Sjálandi, einstak­lega hlý og því kjörin til framleiðslu á góðum fatnaði. Í Ullarkistunni má fá Janusföt fyrir alla aldurshópa, allt frá fötum á nýfædd börn upp í stórar karlmannastærðir og auðvitað allt þar á milli. Notkunarsviðið er mjög fjölbreytt. Fólk notar Janus­flíkurnar sem hlý nærföt, fatnað til daglegra nota eða jafnvel sem spari­föt! Ullarkistan býður í Janusvörur í ýmsum litum fyrir herra, dömur og börn.

ullarkistan.is

Janusfatnað finnum við nú í Ullarkistunni

Ullarkistan er í Amarohúsinu við göngugötuna.

Kjarnagata 2 • við hliðina á BÓNUS • sími: 571 8080www.facebook.com/fiskkompani

Humarveisla!Úrval af stórum og fallegum humri

fyrir veisluborðiðkr./kg. 5.900,-/7.900,-/9.900,-

Verið velkomin!

Opnum kl. 11

upplifðu

á Akureyri

Flotsokka, listaverk eftir Ingibjörgu H. Ágústsdóttur.

Jólasýning Minjasafnsins á Akureyri hefur verið opnuð. Þar eru í aðal­hlutverki hvorki fleiri né færri en 82 hrekkjóttir jólasveinar, skógur gamalla jólatrjáa, jólaskraut, spenn­andi jólasveinaveröld og rannsóknar­stofa jólasveina. Allir þekkja jóla­sveinana 13 en hverjir eru hinir 69? Í ár og næstu ár verða þeir mynd­gerðir. Flotsokka og Faldafeykir birtast nú í gerð Ingibjargar H. Ágústsdóttur listakonu.

Kíktu inní smáveröld jólasvein­anna sem Þórarinn Blöndal lista­maður og leikmyndahönnuður hefur skapað. Settu þig í spor þeirra og prófaðu hluti sem tengist þeim! Hver þeirra var mesta vöðvabúntið og hrekkjóttastur? Voru það Þveng­leysir og Stigaflækir eða einfaldlega Gluggagægir?

Bæjarbúar hafa plantað skógi jólatrjáa í sýninguna sem eru frá ár­unum 1920 til okkar tíma. Ekkert jólatré í dag er án jólaskrauts og

leikur það stórt hlutverk í jólahald­inu. Forvitnilegt er að sjá hvaða skraut rataði á trén og gerði heimilið jólalegt.

Jólasýning Minjasafnsins á Akur­eyri verður sett upp árlega um ókomna tíð með það fyrir augum að heimsókn í safnið verði fastur liður í undirbúningi jólanna. Jólasýningin er ein af afmælisgjöfum ríkisins til Akureyrarbæjar. Gjöfin var snjókorn sem nú er orðið að snjóbolta og verður án efa í framtíðinni aðlaðandi snjókarl fyrir börn á öllum aldri. Sýningin verður aldrei eins frá ári til árs en alltaf kunnugleg!

Minjasafnið er opið daglega til 6. janúar kl. 13­17. Lokað er á hátíðis­dögunum.

Aðrar sýningar í safninu eru Norðurljós – næturbirta norðursins og Akureyri, bærinn við Pollinn.

minjasafnid.is

82 jólasveinar á Minjasafninu!

AKUREYRI // jól 2013 | 57

Út er komin bókin Brot úr byggðar­sögu – mannlíf í Grýtubakkahreppi í 150 ár. Björn Ingólfsson, fyrrum skólastjóri á Grenivík, er höfundur bókarinnar sem er mikil að vöxtum, enda tæpt á öllu því helsta sem gerst hefur í hreppnum á þessum árum. Um 500 ljósmyndir prýða verkið og verður hér á eftir gripið niður í bók­ina, sem Bókaútgáfan Hólar gefur út:

DrullaÞegar snjór var allur farinn á vorin tók annar farartálmi við. Það var drullan. Gömlu vegirnir, sem voru að mestu undirbyggðir úr mold með þunnu malarlagi ofan á, voru ótrúlega lengi við lýði. Þegar frost fór úr jörðu á vorin gátu þessir vegir orðið eitt drullusvað. Sums staðar mynduðust djúpir pyttir sem illfært var yfir. Menn gátu gengið að þeim vísum á hverju vori. Þeir voru alltaf á sömu stöðum. Hrísmórinn var slæmur og líka Hléskógabrautin. Þegar kom niður í slakkann ofan við Grund var pyttur sem náði frá Nes­veginum suður fyrir Syðri­Grund. Næsti pyttur var í Gerðunum frá Miðgerði og alveg suður í Gjafa­brekkuna. Rétt norðan við Laufásinn var alltaf pyttur á hverju vori. Þetta var eins ár eftir ár því aldrei var mokað upp úr þessu, bara sturtað möl yfir drulluna þegar hún fór að þorna. Síðast var farið að moka drullunni upp úr áður en fyllt var með möl. Þá fór þetta að lagast.

Mjólkurbílstjórarnir fengu oft að finna fyrir þessu.

„Á H­daginn, 26. maí 1968, vorum við Halli í Réttarholti lengi að svamla á tveimur mjólkurt­rukkum á kafi í veginum neðan við Sveinbjarnargerði. Þar var ekki hugsað um hægri eða vinstri kant heldur reynt að sullast einhvern veg­inn gegnum foraðið. Venjulega var eitt drullusvað á hverju einasta vori þegar komið var suður fyrir Garðs­víkurbæinn og alveg suður að Þóris­stöðum. Þarna var þetta með versta móti vegna þess að hafði frosið í þessu rétt áður og Vegagerðin hleypt tveimur olíubílum yfir að nóttu til á frostskelinni. Hún var þó ekki traustari en svo að annar bíll­inn fór niður úr öllu saman. Mátti draga hann með jarðýtu norður úr og var miklu nær að kalla þetta skurð en veg eftir þá meðferð.“

Oftast var dammurinn verstur í miðjum veginum og þá var lengi hægt að þræða kantana. Jeppar með

drifi á öllum hjólum gátu göslast yfir pyttina en fólksbílar, sem lágt var undir, lentu oft í vandræðum.

Þegar farið var að leggja varan­legt slitlag á vegi hurfu þessi árlegu merki vorsins og saknar þeirra eng­inn.

holar.isMyndin af mjólkurtrukkunum var tekin á H-daginn þar sem þeir voru á kafi í drullupyttinum neðan við Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd.

Byggðarsaga Grýtubakka-hrepps komin út

58 | AKUREYRI // jól 2013

50.900,- 43.900,- 26.900,-

43.900,- 43.900,-

Frá 9.900,-

„Sorpflokkunarkerfið fór glæsilega af stað á Akureyri á sínum tíma og bæjarbúar eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna í flokkuninni. Ég veit að víða á landinu er horft öf­undaraugum til þess árangurs sem hér hefur náðst á þessu sviði,“ segir Helgi Pálsson hjá Gámaþjónustu Norðurlands. Fyrirtækið útfærði á sínum tíma sorpflokkunina á Akur­eyri. Grenndargámar eru í hverf­unum þar sem íbúar skila af sér endurvinnsluefni en við hverja íbúð í bænum er ein sorptunna með lausu innra hólfi. Í hólfið fer lífrænn úr­gangur til jarðgerðar en úrgangur til urðunar í tunnuna sjálfa.

„Eftir efnahagshrunið minnkaði sorpið verulega en nú fellur sífellt meira til af sorpi, sem tengist ein­faldlega því að umsvif aukast smám saman í þjóðfélaginu. Samhliða þessu eykst einnig magn af endur­vinnsluefni og það er mjög jákvætt.“

Lífrænn úrgangur fer í jarð­gerðarstöðina á Þveráreyrum í Eyja­fjarðarsveit og úrgangi til urðunar er

ekið á urðunarstað í nágrenni Blönduóss. Endurvinnsluefnin, svo sem plast, pappi, dagblöð, gler, járn, timbur og fleiri flokkar, fara síðan til endurvinnslu annað hvort innan­lands eða til kaupenda erlendis.

Íbúarnir hafa hag af að flokka meira„Flokkun hjá almenningi er að jafn­aði mjög góð en við sjáum af töl­unum að við gætum gert enn betur við að ná lífrænum úrgangi í sinn

rétta farveg því enn fer talsvert af líf­rænum úrgangi í urðunar. Í heild erum við mjög ánægð með hversu vel er flokkað. Grenndarstöðvarnar þjóna tilgangi sínum eins og þeim var ætlað.“.

Heildarúrgangur frá heimilum á Akureyri er um 3.300 tonn á ári, þar af 850 tonn af lífrænum úrgangi. Helgi segir að markmiðið sé minnka urðun en hækka hlutfall af lífrænum

úrgangi og endurvinnsluefnum, enda hafi íbúarnir af því um­hverfislegan og fjárhagslegan ávinn­inning. „Það er dýrast og á allan hátt óhagstætt fyrir sveitarfélagið, íbúana og umhverfið að urða það sem hægt er að endurvinna.“ Á heimasíðu fyrirtækisins má finna ítarlegar upp­lýsingar um úrgangsflokkun.

gþn.is

„Það er dýrast og á allan hátt óhagstætt fyrir sveitarfélagið, íbúana og umhverfið að urða það sem hægt er að endurvinna.“ segir Helgi Pálsson hjá Gámaþjónustu Norðurlands. Mynd: Auðunn Níelsson

Mjólkurfernurnar komnar í farveg og bíða endurvinnsluferils.

Akureyringar standa sig vel í sorpflokkun

upplifðu

á Akureyri

Hymnodia með jólaplötu og jólatónleikaKammerkórinn Hymnodia hefur gefið út nýjan hljómdisk með jóla­efni. Tónlistin spannar langt tíma­bil, allt frá miðöldum til nútímans. Meðal efnis eru þrjú óútgefin lög eftir Daníel Þorsteinsson við ljóð eftir Jón úr Vör, Þorstein Valdi­marsson og Sverri Pálsson. Einnig tvö lög eftir Michael Jón Clarke, annað útsetning á lagi úr handritinu Hymnodia sacra en hitt við ljóð eftir Guðmund Óla Ólafsson.

Nýja platan ber nafnið Þar ljós inn skein og er byggð á þeirri hug­mynd sem notuð hefur verið á jóla­tónleikum Hymnodiu undanfarin ár. Tónleikarnir hafa verið reglu­bundið í Akureyrarkirkju rétt fyrir jól og verið fjölsóttir. Jólatónleikar Hymnodiu í ár verða laugardags­kvöldið 21. desember og hefjast kl. 21.

AKUREYRI // jól 2013 | 59

GLERÁRGATA 34 600 AKUREYRIs. 464-1990 WWW.KAUPTUNID.IS

OPIð mÁN-föS: KL. 10-18 LAU: KL. 11-16

Verið hjartanlega velkomin í glænýja verslun okkar á Akureyri með það allra vandaðasta í heimilistækjum,

gjafa- og hönnunarvöru

Frábært úrval af fallegrijólavöru

GlerárGötu 34 600 Akureyri S. 611 5020 } gengið inn hjá KauptúninuOPIÐ mán-föS frá kl. 10-18 & lAu frá kl. 11-16

Finndu okkur á Facebook

Dásamlega litríkt í mjúka pakkann!

Plakötin úrvísindabók villa

fást hjá okkur

Valbjörn Þorsteinsson, afgreiðslumaður í Jötunn Vélum með SealSkinz sokka. Myndir: Auðunn Níelsson.

„Hingað koma bæði gangnamenn og rjúpnaskyttur og vitna um að þeir komi heim þurrir á fótum og höndum úr ferðum sínum þannig að SealSkinz stendur alveg undir nafni sem vatnsheldur útivistarfatn­aður,“ segir Valbjörn Þorsteinsson hjá Jötunn Vélum á Lónsbakka en meðal þeirra vara sem seldar eru í versluninni eru vatnsheldir sokkar, hanskar, lúffur og húfur.

Framleiðandi SealSkinz er breskt fyrirtæki sem nýverið samdi við breska herinn um sölu á sokkum fyrir hermenn Breta í Afganistan. Jötunn Vélar hófu innflutning og sölu á SealSkinz vörum fyrir tveimur árum og hefur þeim verið vel tekið og vakið áhuga t.d. hestamanna, björgunarsveita, sjómanna og í raun allra þeirra sem eru í mikilli útivist. Og hver vill ekki þurra fætur og hlýjar hendur?

Vatnsheldni og öndun í sennFramleiðslutækni SealSkinz gerir það verkum að ekki einasta eru vör­urnar vatnsheldar heldur anda þær vel og því er ekki hætta á raka vegna svita innanundir flíkunum. Milli laga í flíkinni er gúmmíkennd himna sem í eru örfín göt sem gufa þrýstist í gegnum þegar hiti er meiri innan við gúmmílagið en utan þess. Innan í flíkinni er einnig Merinoull eða Coolmax en ysta lagið er mis­munandi eftir því um hvers konar flík ræðir.

Mismunandi þykktir og margar gerðirValbjörn segir sokkana fáanlega í mismunandi gerðum og þykktum, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. „Bændur hafa verið stór­hrifnir af þessari vöru hjá okkur og ég seldi á dögunum þunna sokka sem nota á í útiæfingar í knatt­spyrnu þannig að notkunarsviðið er breitt. Þetta er vara sem hentar í vinnuna, útivistina eða bara í dag­lega notkun í vetrarkuldanum. SealSkinz á fullt erindi í jólapakk­ann enda allir glaðir að fá hlýjar

hendur og þurra fætur í jólagjöf,“ segir Valbjörn.

jotunn.is

Að koma til síns heima, þurr í fætur úr göngum eða rjúpnaveiðinni, er hinn mesti munur.

Þurrir fætur og hlýjar hendur í jólagjöf!

I C E L A N D I C B U S C O M P A N Y

HJALTEYRARGÖTU 10 • 600 AKUREYRI Sími: 5 500 700 • Fax: 5 500 701

HJALLAHRAUNI 2 • 220 HAFNARFIRÐI Sími: 5 500 770 • Fax: 5 500 771

[email protected] • www.sba.is

Óskum Akureyringum og landsmönnum öllum gleðlegra jóla og farsældar á nýju ári

60 | AKUREYRI // jól 2013

AKUREYRI // jól 2013 | 61

„Við höldum áfram að auka við vöruvalið okkar og það hefur aldrei verið meira en einmitt nú,“ segir Laufey Kristjánsdóttir, verslunar­stjóri í A4 við Dalsbraut á Akureyri. Starfsfólk verslunarinnar er komið í jólaskap, verslunin skartar óvenju ríkulegu úrvali af jólavarningi margs konar; föndurvörum, bókum spilum og púslum svo eitthvað sér nefnt. „Fólk er almennt að komast í jóla­gírinn og umferðin eykst dag frá degi. Þetta er mjög skemmtilegur tími og mikið að gera,“ segir Laufey.

Fyrirhyggjusama fólkið byrjaði á jólaföndrinu strax í haust, en mikið og fjölbreytt úrval stendur viðskipta­vinum til boða í versluninni þegar að slíkum varningi kemur og hefur raunar að sögn Laufeyjar aldrei verið meira.

Jólaföndur, seríur, spil og púsl„Við erum með mikið úrval af jóla­föndurvörum og mörgum þykir mikill kostur að í þeim pakkn­ingum, sem við seljum, er allt inni­falið. Það er bara að opna pakkann og hefjast handa. Föndurvörurnar njóta alltaf vinsælda og stór hópur fólks sem hefur gaman af því að setja saman eigið jólaskraut eða annað og þá er tilvalið að kaupa föndurpakk­ana sem hér eru í boði.“

Jólaseríur eru til í A4 og er úr­valið fjölbreytt, inni­ og útiseríur af öllu tagi eru í boði sem og einnig gluggaskraut. Viðskiptavinir geta einnig litið yfir úrvalið þegar kemur að jólabókunum. „Við erum með allar jólabækurnar, bæði barna­ og fullorðinsbækur sem og kiljur í miklu úrvali og hljóðbækur,“ segir Laufey. Gjafavörur af öllu tagi eru fáanlegar í A4 og fyrir þá sem eru í ferðahug er hægt að kaupa þar Samsonite ferðatöskur og snyrtiveski sömu gerðar. „Það er líka alltaf svo­lítið um að fólk gefi ferðatöskur í jólagjöf.“

Fjölskylduboð er tíð um jól og áramót og í mörgum fjölskyldum er hefð fyrir því að spila á slíkum sam­verustundum og eins þykir mörgum ómissandi á þessum árstíma að setja saman eins og eitt púsl. „Ég held að við höfum bara aldrei verið eins öflug og nú í ár þegar kemur að þessum vörum, við erum með fjöldann allan af skemmtilegum spilum og eins er úrvalið ótrúlega flott hjá okkur þegar kemur að púsluspilum. Það á við bæði um spil fyrir fullorðna og eins líka börn.

Fjölbreytt hannyrðahornFjölbreytt úrval er í versluninni þegar kemur að efni til skartgripa­gerðar, þar fæst allt til hannyrða;

garn, lopi, prjónar og prjónablöð svo fátt eitt sé nefnt. „Við höfum undanfarið bætt við okkur í garni, lopa, prjónum og pjónablöðum auk þess sem alls kyns aukahluti, sem tengjast hannyrðum, má finna í versluninni. Þá erum við líka með allt til skartgripa­ og kortagerðar þannig að það má segja að fólk finni hér á einum stað varning af mjög fjölbreyttu tagi.

Tíminn flýgurLaufey minnir á að tíminn flýgur áfram, nýtt ár er handan við hornið

og dagbækurnar fyrir árið 2014 eru þegar komnar í hús. „Við förum bráðlega að undirbúa okkur fyrir nýtt ár. Stór hluti af okkar starfsemi er sala á rekstrarvörum til fyrirtækja, við sérhæfum okkur í því að sjá þeim fyrir skrifstofuvörum og nú þegar nýtt ár gengur í garð bjóðum við upp á möppur og fylgihluti.“

a4.is

„Fólk er almennt að komast í jólagírinn og umferðin eykst dag frá degi,“ segir Laufey Kristjánsdóttir, verslunarstjóri í A4.

Íslensku jólasveinarnir eru alltaf vin-sælir.

A4 við Dalsbraut:

Verslun jólaföndraranna!

62 | AKUREYRI // jól 2013

Keilusalur Keilunnar við Hafnar­stræti á Akureyri hefur verið endur­bættur; málað, teppalagt og fleira gert til að bæta aðstöðuna. Keilu­brautirnar í húsinu eru 8 talsins en auk keilusalarins er í húsinu rekinn veitingastaðurinn Kaffi Jónsson með fjölbreyttan matseðil í hádeginu og á kvöldin.

Einstakt fjölskyldusport„Hingað koma einstaklingar og hópar til að spila keilu: fjölskyldur, vinnufélagar, félagasamtök og fleira mætti telja. Keilan hefur sérstöðu sem sport. Hana geta allir stundað á jafnræðisgrundvelli, börn og full­orðnir spila saman og allir skemmta sér hið besta. Jólin eru einmitt sam­verustund fjölskyldnanna og hér geta þær skemmt sér konunglega í jólafríinu,“ segir Þorgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Keilunnar. Keila er þannig skemmtileg dægradvöl og afþreying en hún er líka ein af bæjaríþróttum Akureyrar. Hópur fólks æfir á vegum keiludeildar íþróttafélagsins Þórs og sumir keppa á Íslandsmóti í keilu.

Nýir skjávarpar og fótboltinn í beinniVeitingastaðurinn Kaffi Jónsson í sama húsi býður fjölbreyttan mat­seðil og tilboð á réttum. Húsið er opnað kl. 11 og opið er virka daga og laugardaga til kl. 23:30 en á sunnudögum er opið kl. 11­22. Í

veitingasölunum tveimur eru breið­tjöld og nýir skjávarpar og þar eru sýndir helstu hápunktar í ensku knattspyrnunni og meistaradeild Evrópu. „Eins og ævinlega um há­tíðarnar er spilað þétt í Englandi og margir stórir leikir í ensku knatt­spyrnunni. Það er kjörið fyrir knatt­spyrnuáhugamenn að koma hingað og fylgjast með sínum mönnum á breiðtjaldi í góðra vina hópi og njóta veitinga í leiðinni,“ segir Þorgeir.

keilan.is

Hafnarstræti 98 hefur sannarlega gengið í gegnum endurnýjun lífdaga frá því hætt var við niðurrif hússins árið 2007. Það er nú með þeim fal­legri í miðbæ Akureyrar. Vorið 2012 hóf gistiheimilið Akureyri Backpac­kers starfsemi í húsinu og fljótlega bættist við bar og veitingastaður á jarðhæðinni. Síðan þá hefur húsið iðað af lífi og ferðamenn sjást fara inn og út allan ársins hring. Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Akur­eyri Backpackers, segist vera nokkuð ánægður með þessa fyrstu 18 mán­uði.

„Nýtingin á húsinu hefur farið batnandi og sífellt fleiri Akureyr­ingar koma hingað inn til þess að fá sér kaffi eða mat, þeir eru sérstaklega velkomnir! Sem slíkur er staðurinn vaxandi hjá öllum aldurshópum. Það er góður andi í húsinu og fólki sem hingað kemur virðist líða vel. Á miðvikudagskvöldum höfum við boðið upp á lifandi tónlist sem mælist vel fyrir. Við leggjum áherslu á að vera með flytjendur sem eru lítið þekktir og vilja koma frum­sömdu efni á framfæri.

Alltaf eru erlendir ferðamenn hjá okkur, margir koma til að fá sér hressingu og afla sér upplýsinga án þess endilega að gista. Nýtingin er eins og væntingar stóðu til. Hér eru ferðamenn alla daga ársins en vissu­lega eru sveiflurnar mjög miklar. Þrátt fyrir að ferðamannatíminn hér hafi hafi lengst í báða enda er það ekkert í líkingu við þróunina í Reykjavík. Þetta er því ekki sú gull­náma sem sumir vilja meira að sé. Okkar metnaður liggur í því að gera hlutina eins vel og við getum og bjóða upp á góða þjónustu.“

Hef trú á skíðabænum AkureyriÁ veturna er gistiheimilið ekki markaðsett sérstaklega erlendis í tengslum við norðurljósaferðir. „Við auglýsum frekar innanlands og tengjum við skíðin. Ég hef ekki minni trú á skíðaferðum útlendinga hingað en norðurljósaferðum. Akur­eyri hefur upp á miklu meira að bjóða en hinn dæmigerði skíðabær í Ölpunum þó sjálf skíðasvæðin séu þar stærri. Miklir möguleikar eru í Hlíðarfjalli en til þess að nýta þá þarf að fjárfesta í nýjum lyftum og annarri aðstöðu. Mér finnst til að mynda sjálfsagt að nota gistinátt­agjaldið, eins ósanngjarnt og það nú annars er, í einhverja slíka uppbygg­ingu á svæðinu. Á sumrin þurfum við ekki fleiri ferðamenn en vantar klárlega mun fleiri alla aðra mánuði ársins. Hingað koma oft stórir hópar, íþróttafélög og skólahópar. Fjölskyldufólki er einnig að fjölga, fimm manna fjölskylda getur fundið mjög hagkvæma gistingu hjá okkur miðað við marga aðra kosti sem eru í boði. Helsti munurinn er kannski sá að það eru ekki salerni inni á her­

bergjunum, og íburður er minni. Skíðarútan stoppar á næsta horni og því auðvelt að komast upp í fjall. Að mínu mati ættu ferðirnar að vera miklu reglulegri, jafnvel að það gengi strætó alla leið upp á skíða­svæðið. Ég er viss um að það myndi svara kostnaði því Hlíðarfjall laðar svo marga að. Sama á við um flug­völlinn.“

Sjálfur er Geir mikill skíðamaður og stundar það sem kallað er fjalla­skíðamennska, þ.e. að fara ótroðnar leiðir. „Ég hef ekki bakgrunn til þess að fara með gesti í slíkar ferðir og hef því ekki boðið upp á það. Mikla þekkingu og reynslu þarf til þess að gefa sig út fyrir að vera slíkur leið­sögumaður og það er ábyrgðarhluti. Hingað til hefur dugað mér að bera ábyrgð á sjálfum mér! Margir er­lendir skíðamenn komu í fyrravor eða seinni part vetrar á eigin vegum og þeim gat ég bent á staði þar sem skemmtilegt er að renna sér.“

facebook.com/akureyribackpackers

Í þessu mikla riti rekur Björn Ingólfsson sögu Grýtubakkahrepps undanfarin 150 ár og fjallar um allt það helsta sem þar hefur gerst.

Bókina prýða hátt í fimm hundruð myndir.

Byggðarsaga Grýtubakkahrepps

[email protected]

Akureyri hefur upp á miklu meira að bjóða en hinn dæmigerði skíðabær í Ölpunum þó sjálf skíðasvæðin séu þar stærri segir Geir Gíslason framkvæmdastjóri Akureyri Backpackers.

Verið velkomnir Akureyringar!

Tilvalið að fara í keilu um hátíðarnar.

Fjölskyldan í keilu um jólin

AKUREYRI // jól 2013 | 63

VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islands

JÓLAGJAFABRÉF

FLUGFELAG.IS

HÓ HÓ HÓ HÉR KEMUR JÓLI

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ að faðma ætting ja og vini sem oftast — sérstaklega um hátíðarnar. Jólag jafabréfið er einmitt rétta g jöfin fyrir þá sem þú vilt sjá oftar og líka fyrir þá sem hafa gaman af því að ferðast. Gefðu þeim sem þú elskar vængi og dekraðu síðan við þá með kakói, piparkökum, mandarínum og safaríkum sögum. Hægt er að bóka jólag jafaflug frá 27. des. 2013 til 28. feb. 2014 fyrir ferðatímabilið: 5. jan. til 31. maí 2014. Takmarkað sætaframboð. Frá 1. júní til 1. des. 2014 gildir jólapakkinn sem inneign upp í önnur farg jöld. Nánar um skilmála á flugfelag.is*Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar. * * Fyrir börn á aldrinum 2-11 ára.

JÓLAGJÖFINA Í ÁR ER EINUNGIS HÆGT

AÐ KAUPA OG BÓKA Á FLUGFELAG.IS

Fullorðinsbréf:

18.900 kr.

Barnabréf:

9.500 kr.

ÍSLE

NSK

A S

ÍA.IS

FLU

663

07 1

1/13