Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

13
Hótel- og matvælaskólinn Ferðamálaskólinn Leiðsöguskólinn Að virkja nemendur þvert á námsgreinar Þróunarverkefni í MK Helene H. Pedersen

description

Að virkja nemendur þvert á námsgreinar. Þróunarverkefni í MK. Bakgrunnur og ástæða. Í lögunum (2008) segir að framhaldsskólar skuli efla færni nemenda í töluðu og rituðu máli, efla frumkvæði þeirra og sjálfstraust og þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum - PowerPoint PPT Presentation

Transcript of Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Page 1: Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Hótel- og matvælaskólinnFerðamálaskólinnLeiðsöguskólinn

Helene H. Pedersen

Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Þróunarverkefni í MK

Page 2: Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Hótel- og matvælaskólinnFerðamálaskólinnLeiðsöguskólinn

Helene H. Pedersen

Bakgrunnur og ástæða Í lögunum (2008) segir að framhaldsskólar skuli efla færni nemenda

í töluðu og rituðu máli, efla frumkvæði þeirra og sjálfstraust og þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum

Í aðalnámskrá (2011) er bent á mikilvægi þess að nemendur verði virkir þátttakendur og sjái tilgang með náminu. Að þeir verði undirbúnir undir áskoranir og verkefni daglegs lífs þar sem þeir þurfa að samþætta þekkingu sína og leikni, á sama tíma og þeir þjálfast í að tjá skoðanir sínar og útskýra verklag sitt á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt

Grunnþættirnir sex eiga að vera hafðir að leiðarljósi: læsi, heilbrigði og velferð, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi, sjálfbærni og sköpun

Með grunnþáttunum er lögð áhersla á að koma til móts við þarfir nemenda til að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga og virkja ímyndunarafl þeirra.

Page 3: Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Hótel- og matvælaskólinnFerðamálaskólinnLeiðsöguskólinn

Helene H. Pedersen

læsi

lýðræði og mannréttindi

sjálfbærni

heilbrigði og velferð

jafnrétti

sköpunþróun

gagnaöflun

hvatning

jákvæðni

efla

skilvirkni

ábyrgð

skipulagning

framtíðarsýn

yfirfærsla

uppgötva

áhugi

bættur námsárangur

þekkingaröflun

ígrundun

frumkvæðiagi

samvinna

virknimat

víðsýni

samskipti

sjálfstæði

val

ímyndunarafl

Page 4: Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Hótel- og matvælaskólinnFerðamálaskólinnLeiðsöguskólinn

Helene H. Pedersen

Markmið þróunarverkefnis

Að þróa áfanga þar sem leitast er við að efla nemendur í sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum og tryggja að þeir öðlist færni í að yfirfæra þekkingu á milli námsgreina

Að efla skilning nemenda og samábyrgð á framtíð þeirra og komandi kynslóðar og þar með gera þá hæfari til að takast á við frekara nám eða atvinnulíf

Að hvetja kennara til að skapa nýtt verklag og auka fjölbreytni í kennsluháttum og tryggja að grunnþættir menntunar verði sýnilegir í öllu skólastarfi

Page 5: Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Hótel- og matvælaskólinnFerðamálaskólinnLeiðsöguskólinn

Helene H. Pedersen

Markmið lokaverkefnisAð útskrifa nemendur sem geta: aflað fjölbreyttra heimilda og nýrrar þekkingar unnið markvisst með upplýsingar á gagnrýninn hátt nýtt tæknina á fjölbreytilegan hátt - framsetning tekið gagnrýna afstöðu og rökstutt hana skapað og sýnt frumkvæði tjáð sig skilmerkilega um ákveðið efni munnlega og skriflega tekið þátt í umræðum um ýmis málefni unnið sjálfstætt og tekið ábyrgð á eigin námi (mat)

Undirbúa nemendur undir 21. öldina með að nota verkfæri samskiptabyltingarinnar til að afla, útvega og nýta gögn – vinna síðan úr efninu eða hugmyndinni (sköpun) og miðla áfram / koma á framfæri.

Page 6: Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Hótel- og matvælaskólinnFerðamálaskólinnLeiðsöguskólinn

Helene H. Pedersen

Framkvæmd Leiðbeinendur: íslenskukennari, mismunandi faggreinakennarar, bókasafn

og tölvuþjónusta Áhersla á öflun og meðferð heimilda, meta fræðileg gögn, koma þekkingu

á efni fram á skýran hátt. Auka ábyrgð nemenda og sjálfstæði í námi. Efla með þeim frumkvæði, gagnrýna hugsun, ályktunarhæfni og framtíðarsýn.

Nemendur velja sjálfir viðfangsefni tengt þeirra braut og við aðrar námsgreinar (t.d. Líffræði og eðlisfræði, viðskipta- og ferðagreinar o.s.frv)

Einstaklings-, para- eða hópverkefni Skil: rannsóknarritgerð, skýrsla, myndband, heimasíða, bæklingur,

tölvuleikur, stofna fyrirtæki o.s.frv. Tilraunakeyrsla – tveggja eininga valáfangi

Page 7: Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Hótel- og matvælaskólinnFerðamálaskólinnLeiðsöguskólinn

Helene H. Pedersen

Námsmat Í aðalnámskrá (2011) segir að námsmat þurfi að vera fjölbreytt og

höfða til sem flestra námsþátta. Áhersla skuli lögð á að nýta leiðsagnarmat í kennslu og námsmat þarf að vera upplýsandi fyrir nemendur þannig að þeir geti bætt stöðu sína. Talið er sjálfsagt að nemendur taki þátt í námsmati því það geti stuðlað að dýpri skilningi á þeim markmiðum sem leitast er eftir að ná.

Leiðsagnarmat 80% – lokaverkefnið (3 skil) Sjálfsmat 10% - leiðarbók, dagbók Jafningjamat 10% – málstofa

Page 8: Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Hótel- og matvælaskólinnFerðamálaskólinnLeiðsöguskólinn

Helene H. Pedersen

Matsatriði Gæðakvarði+ (lægst) +++++ (hæst)

Athugasemdir

Frágangur – hámark 15 +

Uppsetning í samræmi við kröfur (sbr. glærum frá Soffíu)

Heimildaskrá. Tilvísanir réttar og nákvæmar. Myndir, töflur, gröf o.fl sett vel fram.

Málfar og stafsetning

Efnistök og fræðileg umfjöllun – hámark 25+

Rannsóknarspurning og meginmarkmið eru skilmerkileg.

Bygging og samhengi milli inngangs, meginmáls og niðurlags.

Efnistök og aðferðafræði

Vel ofinn þráður, dýpt, góð rök (er notkun heimilda vönduð, nákvæm og gagnrýnin)

Niðurstöður vel settar fram. Rannsóknarspurningu er vel svarað.

Heildarmynd – hámark 10 +

Skapandi hugsun, frumleiki, áhugavert, sjálfstæði

Tekur leiðbeiningum og sýnir árangur (ferlið á önninni)

Einkunn:

Einkunn er fundinn út með því að telja “plúsa” sem neminn fær, deila með mögulegum hámarskfjölda og margfalda útkomuna með 10. Hámark er 50 „+“. Dæmi: Fái nemi 40 plúsa verður einkunn hans 40/50 * 10 = 8

Matslisti fyrir lokaverkefni - 80%

Page 9: Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Hótel- og matvælaskólinnFerðamálaskólinnLeiðsöguskólinn

Helene H. Pedersen

Matslisti fyrir málstofu – 10%

Mjög gott Gott Í lagi/sæmilegt Slakt/ábótavant

1. Er vel undirbúinn og útskýrir verkefni sitt vel

2. Heldur sig við efnið, aðalatriði dregin fram, skilningur, sjálfstæðar ályktanir

3. Vekur áhuga hjá öðrum nemendum

4. Hlustar á aðra 5. Tekur virkan þátt 6. Spyr góðra spurninga 7. Leggur sig fram í að taka þátt

NEMI:Athugasemdir:Einkunn:

Page 10: Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Hótel- og matvælaskólinnFerðamálaskólinnLeiðsöguskólinn

Helene H. Pedersen

Matslisti fyrir dagbók – 10%

Matsatriði Gæðakvarði+ (lægst) +++++ (hæst)

Athugasemdir

Umfjöllun – skráning á vinnuferli

Útskýringar og eigin hugleiðingar

Skilningur, sjálfstæði og frumleiki

Heildarbygging Frágangur og málfar Einkunn:

Einkunn er fundinn út með því að telja “plúsa” sem neminn fær, deila með mögulegum hámarskfjölda og margfalda útkomuna með 10. Hámark er 25 „+“. Dæmi: Fái nemi 20 plúsa verður einkunn hans 20/25 * 10 = 8

NEMI:

Page 11: Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Hótel- og matvælaskólinnFerðamálaskólinnLeiðsöguskólinn

Helene H. Pedersen

Spurningakönnun

Jákvætt: nemendum fannst okkur takast að efla skilning þeirra og gera þá hæfari til að takast á við frekara nám eða atvinnulíf. Þeir voru á einu máli um að áfanginn væri gagnlegur og góður undirbúningur undir frekara nám. Þeir töldu sig vera öruggari og skipulagðari en áður og voru sammála um að áfanginn ætti að vera skyldufag

Neikvætt: nemendum fannst vinnuálag mikið, áttu erfitt með að skilja hvers væri ætlast af þeim og fannst kennarar strangir í fyrirgjöf

Page 12: Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Hótel- og matvælaskólinnFerðamálaskólinnLeiðsöguskólinn

Helene H. Pedersen

Samvinna og samþættingKostir: Samvinna þvert á deildir Ígrundun kennara (dagbókarskrif) – ýtir undir fagmennsku og

þróun Eykur á fjölbreytni viðfangsefna Áhersla á raunveruleg viðfangsefni Sköpunargleði og áhugi hjá bæði nemendum og kennurum Hefur áhrif á skólabraginnGallar: óöryggi kennara, tími, ólíkir kennarar, ólík markmið, viðhorf og

hugmyndafræði til kennslu og náms, tekur á, ekki allir jafn virkir

Page 13: Að virkja nemendur þvert á námsgreinar

Hótel- og matvælaskólinnFerðamálaskólinnLeiðsöguskólinn

Helene H. Pedersen

Heimildir

• Lög um framhaldsskóla nr. 92/2008• Mennta- og menningarmálaráðuneytið (2010). Grunnþættir í menntun.• Mennta- og menningarmálaráðuneytið (2011). Aðalnámskrá

framhaldsskóla: Almennur hluti. Sótt 21. September 2011 af http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/nr/3954

• Sigrún Aðalbjarnardóttir (2002). Í eilífri leit. Virðing og fagmennska kennara. Netla-veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt 9. Janúar 2012 á http://netla.khi.is/greinar/2009/007/07/index.htm