489. tbl - 11. árg. 24. febrúar 2011 Mikið líf í...

8
Undanfarnar vikur hafa áhugamenn um lífríki sjávar fengið sannkallaða veislu í Breiðafirði, stórir hópar af höfrungum og háhyrningum hafa verið að gæða sér á síld í Grundarfirði og Kolgrafafirði en að auki hefur gríðarlegt magn af fuglum verið á höttunum eftir sömu fæðu, óvenju mar- gir ernir hafa sést í einu á svo litlu svæði. Undanfarnar tvær vikur hefur fólk komið all- staðar að af landinu til að fyl- gjast með háhyrningum elta síldina alveg upp í fjöruborðið í Grundarfirði, hvalirnir hafa látið sér fátt um finnast þó að fólk sé aðeins í nokkurra metra fjar- lægð að taka myndir og fylg- jast með þeim. Meðfylgjandi myndir tók Tómas Freyr Kristjánsson úr Grundarfirði en hann heldur úti Flickr-síðu þar sem hægt er að sjá fullt af flottum myn- dum af háhyrningunum. Búast má við að enn meira líf færist í Breiðafjörðinn þessa dagana því að í byrjun vikunnar kom loðnan inn í fjörðinn, vonandi verður þó eitthvað eftir af henni þegar loðnuskipin hafa lokið sér af, þannig kemur hún lífríki Breiðafjarðar til góða. Mikið líf í Breiðafirði 489. tbl - 11. árg. 24. febrúar 2011

Transcript of 489. tbl - 11. árg. 24. febrúar 2011 Mikið líf í...

Undanfarnar vikur hafa áhugamenn um lífríki sjávar fengið sannkallaða veislu í Breiðafirði, stórir hópar af höfrungum og háhyrningum hafa verið að gæða sér á síld í Grundarfirði og Kolgrafafirði en að auki hefur gríðarlegt magn af fuglum verið á höttunum eftir sömu fæðu, óvenju mar-gir ernir hafa sést í einu á svo litlu svæði. Undanfarnar tvær vikur hefur fólk komið all-staðar að af landinu til að fyl-gjast með háhyrningum elta síldina alveg upp í fjöruborðið í Grundarfirði, hvalirnir hafa látið sér fátt um finnast þó að fólk sé

aðeins í nokkurra metra fjar-lægð að taka myndir og fylg-jast með þeim.

Meðfylgjandi myndir tók Tómas Freyr Kristjánsson úr Grundarfirði en hann heldur úti Flickr-síðu þar sem hægt er að sjá fullt af flottum myn-dum af háhyrningunum.

Búast má við að enn meira líf færist í Breiðafjörðinn þessa dagana því að í byrjun vikunnar kom loðnan inn í fjörðinn, vonandi verður þó eitthvað eftir af henni þegar loðnuskipin hafa lokið sér af, þannig kemur hún lífríki Breiðafjarðar til góða.

Mikið líf í Breiðafirði489. tbl - 11. árg. 24. febrúar 2011

Kvenfélagið Gleym mér ei í Grundarfirði hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum í vetur og má þar nefna konukvöld einu sinni í mánuði þar sem konur hit-tast og spjalla sama og grípa í handavinnu eða spil. Allar konur eru hjartanlega velkomnar á þessi kvöld. Á síðustu tveimur vikum hefur orðið mikil fjölgun í félaginu er 9 konur gengu í það og eru félagskonur nú orðnar 48 á aldrinum 20 til 95 ára. Þessi aukning félagskvenna er virkilega ánægjuleg og bjóðum við allar áhugasa-mar konur hjartanlega velkomnar í félagið.

Á næsta ári verðu félagið 80 ára og munum við gera okkur og bæjarbúum glaðan dag í tilefni þess. Félagskonur hafa ákveðið að bregða sér út fyrir landsteinana í fyrsta skipti í sögu félagsins, en

enn á eftir að ákveða hvert verður farið. Hvað gert verður í Grundarfirði í tilefni afmælisins kemur í ljós þegar nær dregur.

Eitt af verkefnum félagsins undanfarin ár hefur verið að styðja við bakið á ungu fólki í samfélaginu okkar og ákvað félagið að styrkja Comeniusar verkefni nemenda í Fjölbrautaskóla Snæfellinga um 60 þúsund krónur, sem munu verða notaðar til að taka á móti erlendum nemendum nú í mars byr-jun. Félagið ákvað einnig á aðalfundi sínum að styrkja smíðastofu Grunnskóla Grundarfjarðar með gjöf á 4 hleðsluborvélum og er með-fylgjandi mynd frá afhendin-gu vélanna. Á myndinni eru Dagbjörg Lína Kristjánsdóttir smíðakennari og Sólrún Guðjónsdóttir gjaldkeri kvenfélagsins.

Sólrún Guðjónsdóttir

Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega.

Upplag: 1.100

Áb.maður: Jóhannes Ólafsson

Prentun: Steinprent ehf.

Sandholt 22a, Ólafsvík

355 Snæfellsbæ

Netfang: [email protected]

Sími: 436 1617

Fjölgun í kvenfélaginu

Í áskorendaleiknum skoraði Tjaldur SH á fiskverkun KG. KG sigraði H.H 12-11. H.H skorar á Fiskmarkað Íslands. Hvetjum liðinn sem taka þátt í firmakeppninni á lau-gardaginn til að Tippa því að fyrsti vinningur á lau-gardagsseðlinum er rúmar

100 milj. Einnig vil ég hvet-ja menn til að mæta á Herrakvöld Víkings. Opið á laugardaginn frá 10.30 til 13.oo í Íþróttahúsinu. Heitt kaffi á könnunni. Munið félagsnúmerið 355. Allir velkomnir. Áfram Víkingur.

Stjáni Tótu.

Getraunir

Hundaeigendur í Snæfellsbæ

Þeir sem ekki hafa enn mætt í hundahreinsun, þá

verður önnur umferð föstudaginn 25. febrúar 2010 frá kl. 13:00-16:00 í

Áhaldahúsinu í Ólafsvík. Þeir sem áttu eftir að fá aðra umferð af

sprautum fyrir sína hunda er bent á að hægt er að fá þá sprautu á sama tíma.

Við bendum eigendum óskráðra hunda að skrá þá þegar í stað!

Laugardaginn 19. febrúar var ákveðið að gera ferð í Stykkishólm með krökkun-um sem hafa verið að æfa körfubolta í vetur með Víkingi/Reyni undir stjórn Jens Guðmundssonar og spila nokkra æfingalei-ki. Æfingar hjá okkur fóru af stað nú í haust.

Keppt var í fjórum flok-kum: Minnibolti 10 ára KK og KVK (5. bekkur), 6 og 7. flokkur KK (6 og 7. bekkur), 8, 9 og 10. flokkur KK (8, 9 og 10. bekkur) og 8 og 9. flokkur KVK (8 og 9. bek-kur).

Allir hóparnir stóðu sig

mjög vel og gáfu Hólm-urunum ekkert eftir þótt að þau hafi verið að æfa körfu-bolta mun lengur held ur en Víkingur/Reynir.

Viljum við sem komum að þessu móti og krakkarnir sjálfir þakka svo fyrir góðan stuðning, en margir foreldar sáu sér fært að mæta í Hólminn og hvetja krakkana áfram. Ásamt því viljum við þakka Hólmurum fyrir okkur og hafa skipulagt svona flott mót.

Myndirnar tók Sigurður R. Bjarnason.

jg

Grundarfjörður

1933

Yngri flokkar í körfu

Nú 7. umferðin fór fram um s.l. helgi og náðu nokk-rir hópar góðu skori eins og hópur Guðna rafvirkja sem er búinn að vera með gott skor frá áramótum og virðist tippið vera að koma til hjá honum enda kominn í 2. sætið í 1. deild. Svo eru gömlu kerlingarnar á Kaffi 59 eins og hafnarvörðurinn kallar þær komnar í 3. sætið í 2. deild. Sverðdís fékk sér í glas með 2 í glasi og drakk þá undir borðið enda borg-aði Sverrir. Sæbjúgin voru einhversstaðar að veiðum og gleymdu að skila. Brosið stækkaði á formanni HSH

(og er orðið alveg óþolan-di) þar sem hans hópur vann sinn annan sigur á árinu. Bryggjupollar lutu í gras fyrir olíuveldinu N1 og Sillu 9-10. Það er spurning með Asíska undrið hvar undrið er, því hópurinn hefur aðeins fengið 1 stig frá áramótum. Trukkarnir töluðu Grafarþögn í þögn og er spurning hvor í hóp-num gerði það.

Jæja þetta er gott að sinni enda framundan spennandi helgi í Hópleiknum.

Kær kveðjaGummi Gísla

Er rafvirkinn að batna í tippinu?

SmáauglýsingarPlötuspilari

Er einhver sem vill losna við plötuspilara (gamlan en í lagi)? Upplýsingar í síma 8934718

Á laugardaginn 19. febrúar var haldið þorrablót í félagsheimilinu á Lýsuhóli með pompi og prakt. Matur var fram reiddur klukkan hálf níu, en það telst vera eftir kvöldmjaltir á flestum bæjum. Í ár voru það Staðsveitungar sem sáu um skemmtiatriðin, en sú hefð að gera, oftast góðlátlegt, grín að nágrönnunum hand-an Axlarhyrnunnar hefur orðið æ sterkari undanfarin ár. Að þessu sinni var þemað byggt kringum tónlist tríósins Þrjú á palli og lýsti einn áhorfandi yfir ánægu sinni með sýninguna sem að hans áliti var í skemmti-legum miðaldastíl, þar sem

ímyndunarafl áhorfenda var tekið fram yfir flókin leik-

tjöld en ólík atriði voru ofin saman með tón-list og lag-stúfum.

Eftir leik og söng heima-manna sviftu Gæðakokkar frá Borgarnesi af sér

svuntunum, urðu hljómsvei-tin Úlrik og spiluðu fyrir dansi fram eftir nóttu. Þeir sem fréttaritari ræddi við lýstu yfir ánægu sinni með blótið í heild sinni. Bæði var matur og tónlist Borgnesinganna eins og best verður á kosið sem og skem-mtiaðtriði og almenn stemn-ing.

Þ.S.

Þorrablót í Staðarsveit

Rúnars Marvins kokkar

á Kaffi Sif um helgar

Allskonar gómsætt í gogginn í boði eins og listakokkinum er einum lagið.

Um helgina: 4ra rétta óvissuferð.

Saumaklúbbakellur, afmælisbörn,

óvissuferðaskipuleggjendur og önnur partýljón og matgæðingar athugið!

Hafið samband og við reddum

gómsætinu á góðu verði ;)

Kaffi Sif, Klettsbúð 3, Hellissandi www.kaffisif.is - [email protected] - s. 820 3430

Pizza pizzaTILBOÐ2 stórar

stór franskarog 2l gos

á 3750 - sótt

sími4361300

Matís, Hafrannsókna-stofnunin og Náttúrustofa Vesturlands boða til fundar á Hótel Stykkishólmi, lau-gardaginn 26. febrúar kl. 13 - 16. Á fundinum verður fjal-lað um matþörunga og rædd þau tækifæri og möguleikar sem eru til nýtingar á þeim á Íslandi. Markmið mál-þingsins er að vekja áhuga og fá fram hugmyndir að aðgerðum/verkefnum sem stuðla að framþróun í nýtin-gu á matþörungum hér við land. Málþingið er opið öllum, hvort sem um er að ræða fyrirtæki sem eru í

vinnslu á matþörungum eða hafa hug á því, kaupendur á matþörungum eða áhugasa-man almenning.

Kynningar verða frá ýmsum fyrirtækjum sem nú þegar eru að nýta matþörun-ga, auk þess sem Rúnar Marvinsson, matreiðs-lumeistari á Langaholti, sýnir hvernig nota megi matþörunga í matreiðslu.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið [email protected]. Aðgangur er ókeypis. Myndina tók Þóra Valsdóttir af Irek Klonowski að safna sölvum.

Forðabúr fjörunnar

ÓLAFSVÍKURKIRKJA27. FEBRÚAR

GUÐSÞJÓNUSTA KL 11:00

Komum í hús Drottins til bænar og þakkargjörðar

SÓKNARPRESTUR

Fyrsti leikur Víkings Ó í Lengjubikarnum í ár, fór fram síðastliðinn sunnudag og var leikið í Akranes-höllinni. Mótherjinn var úrvalsdeildarlið Vals. Strákarnir okkar mættu ákveðnir til leiks og voru síst lakari en Valsmenn í fyrri hálfleik. Staðan eftir 45 mín. var 0-0 og má með sanngirni segja að strákarnir hafi verið betra liðið á vellinum á köflum, allavega var erfitt að sjá hvort liðið var úrvalsdeildarlið. Ræðan sem Valsmenn hafa fengið í hálfleiknum hlýtur að hafa verið svonefndur „hár-blásari“ því þeir mættu

grimmir út á völlinn í síðari hálfleik og skoruðu fyrsta markið strax á 51. mínútu. Ísinn virtist þá brotinn hjá þeim eða okkar menn gefið eftir, allavega töpuðum við 4-0, sem að margra mati var full stórt tap. Fall er fararheill og má því reikna með að þessi leikur fari bara í reynslubankann og eitthvað til að byggja á í komandi leikjum. Næsti leikur VíkingsÓ er í Fífunni í Kópavogi við HK sunnudaginn 27. febrúar og vonandi gengur betur þá. Áfram Víkingur.

óhs

Lengjubikarinn

Enn er hægt að fá miða á herrakvöld Víkings

sem verður haldið á laugardaginn

miðapantanir í síma 862-6022 Viffi

894-1922 Hilmar sem fyrst,

ekki margir miðar eftir.

Minnum á firmakeppni Víkings

í íþróttahúsi Snæfellsbæjar á laugardaginn,

nánari upplýsingar á vikingurol.is

á föstudaginn.

Knattspyrnudeild Víkings

Á fimmtudag og föstudag 17. og 18. febrúar í síðustu viku, fengu nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskóla Snæfellinga tækifæri til að líta upp úr námsbókunum og blanda geði á árlegum Sólardögum FSN. Allskonar námskeið og uppákomur voru í boði. Bæði nemendur og kennarar fengu að læra grunnatriði í nuddi og jóga, hvernig á að búa til girni-lega eftirrétti og heilsuhristing, spreyta sig í karate og afródan-si, fara í söngkennslu, læra meira um skyndihjálp og sig, fínpússa prjónahæfileikana, spila félagsvist, að fara á förðu-narnámskeið og síðast en ekki síst að fara á hestbak. Gaman er að nefna að fyrir utan þá sem kenndu afródansinn eru allir þeir sem komu að kennslu þes-sara námskeiða búsettir hér á Nesinu. Við búum ekki aðeins yfir stórkostlegri náttúru hér á

Snæfellsnesi, heldur líka stórko-stlegum mannauði.

Gólið, undankeppni FSN í Söngkeppni framhaldsskólan-na, var haldin í hádeginu á fim-mtudeginum og skapaði mikla stemningu og stuð. Að þessu sinni vann Særós Ósk Sævaldsdóttir úr Grundarfirði og verður hún fulltrúi FSN í Söngkeppninni í apríl. Hamingjuóskir og gangi þér vel í aðalkeppninni!

Glænýtt atriði að þessu sinni voru svokallaðir Sólarleikar þar sem þátttakendum var skipt niður í hópa og þurfti hver hópur að leysa fjölbreyttar þrautabrautir víðs vegar um skólann. Sigurvegari í ár var liðið Bobbarnir og fengu liðs-menn afhentan Sólarverðlaun á árshátíðinni sem haldin var á föstudagskvöldinu. Til hamingju!

Föstudagurinn 18. febrúar

hófst með Krákuvisku (áfengis-laus útgáfa af kráarvisku) og svo hélt Logi Geirsson fyrrum land-sliðsmaður í handbolta fyrirles-tur um sjálfstraust og hollan líf-sstíl sem vakti mikla lukku. Að fyrirlestri loknum tók Logi hóp nemenda í æfingakennslu í íþróttahúsinu og olli það ekki vonbrigðum fyrir þá sem tóku þátt. Sérstaklega gaman var að fá 10. bekk frá grunnskólum á svæðinu í heimsókn til að hlus-ta á fyrirlesturinn hans Loga.

Þátttaka nemenda og starfs-manna á Sólardögum var framúrskarandi og stemningin

alveg frábær. Hjálpaði það mikið til að veðrið lék við okkur og ekki vafi að vor er í lofti.

Föstudagurinn endaði með ógleymanlegri árshátíð og balli, en þær uppákomur eiga skilið að fá umfjöllun í sérstakri grein.

Við í Sólardaganefnd viljum þakka nemendum og starfsfólki fyrir frábæra þátttöku og stuðn-ing. Þið eruð æði! Við viljum líka skila þakklæti okkar til allra á svæðinu sem komu að Sólardögum að þessi sinni: Takk kærlega fyrir okkur!

F.h. Sólardaganefndar, Johanna E. Van Schalkwyk

og Unnur Sigmarsdóttir

Sólardagar í FSN