28 desember 2012

56
28.-30. desember 2012 52. tölublað 3. árgangur ÁRAMÓTAUPPGJÖR Í FRÉTTATÍMANUM Í DAG: STJÖRNUR ÁRSINS – STJÖRNUHRÖP ÁRSINS – GLEÐI, SORGIR OG ALMENNT FJÖR 2012 HELGARBLAÐ Trukkur Hjaltalín valt Platan Enter 4 með Hjaltalín seldist upp fyrir jól. Trukkur sem átti að flytja nýtt upplag á flugvöll í Austurríki valt. Sigríður Thorlacius og Högni láta það ekkert á sig fá og slá upp tónleikum á Rosenberg. Gunnar Stefánsson upplifði í æsku að sex ára leikfélagi hans drukknaði í höfninni í Njarðvík og hann fylgdist með örvæntingarfullri leit og heillaðist af mönnunum í appelsínu- gulu göllunum. Síðustu þrjá áratugi hefur hann verið einn af þeim. Hugsjónir björgunar- sveitarmannsins VIÐTAL 14 MENNING 46 Teikning/Hari – Lifið heil www.lyfja.is Við höfum opið um áramótin Opið gamlársdag: kl. 8–18 í Lágmúla kl. 8–18 á Smáratorgi Opið nýársdag: kl. 10–1 í Lágmúla kl. 9–24 á Smáratorgi Gleðilegt nýtt ár

description

news, newspaper, iceland

Transcript of 28 desember 2012

Page 1: 28 desember 2012

28.-30. desember 201252. tölublað 3. árgangur

ár

am

ót

au

pp

gjö

r í

Fr

ét

tat

íma

nu

m í

da

g: s

tjö

rn

ur

ár

sin

s –

stj

ör

nu

hr

öp

ár

sin

s –

gl

i, s

or

gir

og

al

me

nn

t F

jör

20

12

H e l g a r b l a ð

trukkur Hjaltalín valtplatan enter 4 með hjaltalín seldist upp fyrir jól. trukkur sem átti að flytja nýtt upplag á flugvöll í austurríki valt. sigríður thorlacius og högni láta það ekkert á sig fá og slá upp tónleikum á rosenberg.

gunnar stefánsson upplifði í æsku að sex ára leikfélagi hans drukknaði í

höfninni í njarðvík og hann fylgdist með örvæntingarfullri leit og

heillaðist af mönnunum í appelsínu-gulu göllunum. síðustu þrjá áratugi

hefur hann verið einn af þeim.

Hugsjónir björgunar­sveitarmannsins

viðtal 14 menning 46

Teik

ning

/Har

i

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

2. tölublað 1. árgangur

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

30. desember 2011-1. janúar 201252. tölublað 2. árgangur

26úttekt

Teik

ning

/Har

i

GleðileGt ár

Stjörnur árSinS 2011

GleðileGt ár

– Lifið heil

www.lyfja.is

ÍSLENSKA/S

IA.IS

/LY

F 5

7448

11/

11Við höfum opið um áramótin

Opið gamlársdag:

kl. 8–18 í Lágmúlakl. 8–18 á Smáratorgi

Opið nýársdag:

kl. 10–1 í Lágmúlakl. 9–24 á Smáratorgi

Gleðilegt nýtt ár

Page 2: 28 desember 2012

Mikael Torfason

[email protected]

ís sem bræðir hjörtuJólaís af gottimatinn.is sem hefur alla burði til að verða hefð hjá þér

Laun hækka mest á Íslandi

21,5%hækkun á

launum á

íslandi

Síðustu 3 ár

Skýrsla OECD

Veðurspá fyrir gamlársdag á Vedur.is.

Einar Magnús Einarsson spáir hægri norðanátt eftir læti helgarinnar.

Veður Stefnir í SæmilegaSta SkotVeður í reykjaVík

Hæg norðanátt eftir læti helgarinnar„Það verður nú varla mikill snjór hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Einar Magnús Einarsson veðurfræðingur um áramóta-veðrið, „en kannski smá föl.“

Miklum stormi er spáð um helgina og segir Einar að eftir þau læti öll saman fáum við hæga norðanátt. „Það gengur á með éljum fyrir norðan og það er smá óvissa með höfuðborgarsvæðið. Ef áttin verður aðeins vestlægari gætu komið stöku él,“ segir Magnús en býst ekki við að þau trufli mikið. Hins vegar verður skýjað með köflum en það ætti ekki að trufla skotglaða því flugeldar fari ekki svo hátt.

adda smáradóttir safnar áheitum til styrktar krabbameins-félaginu því hún missti mömmu sína úr sjúkdómnum fyrir einu og hálfu ári.

Söfnun Safnar áheitum til Styrktar krabbameinSfélaginu

Snoðar sig og safnar fé í minningu móður sinnaradda smáradóttir ætlar að raka af sér hárið á þrettándanum og hvetur fólk til að heita á sig til styrktar krabbameinsfélaginu því hún missti móður sína úr krabbameini í fyrra. krabbameins-félagið reyndist fjölskyldunni vel og vill hún gefa til baka.

Mamma mín dó í mars 2011 og mig hefur síðan þá langað til að gefa til baka til Krabbameinsfélagsins.

a dda Smáradóttir er fjórtán ára stúlka úr Hlíðunum sem býður fólki að heita á sig til styrktar Krabbameins-

félaginu og hún muni snoða af sér allt hárið á þrettándanum. Adda missti móður sína úr krabbameini á síðasta ári og langar að gefa til baka til Krabbameinsfélagsins sem reynd-ist fjölskyldunni vel í veikindunum.

Móðir Öddu, Þórey Einarsdóttir, lést 55 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við sortuæxliskrabbamein, frá þremur börnum. Adda er yngst þeirra. Söfnunin er í minningu Þóreyjar.

„Mamma mín dó í mars 2011 og mig hefur síðan þá langað til að gefa til baka til Krabbameinsfélagsins,“ segir Adda. „Ég fékk þessa hug-mynd þegar ég heyrði af stelpum sem gerðu það sama til styrktar UNICEF og fannst þetta tilvalið tækifæri fyrir mig,“ segir hún.

Adda verður í Vestmanna-eyjum á þrettándanum og mun snoða sig þar. Hún mun að auki gefa hárið til hárkollugerðar því margir krabbameins-sjúklingar, sem missa hárið í krabbameinsmeðferð, velja að nota hárkollu.

Adda hefur opnað sér-stakan bankareikning sem fólk getur lagt áheit sín inn á og mun öll upp-hæðin sem safnast renna beint til Krabbameins-félagsins. Þegar hafa safnast um 90 þúsund krónur og að sögn Öddu hefur fjölskylda og vinir lagt söfnuninni lið sem og vinir mömmu hennar.

„Mig langaði að eiga hlut í því að hjálpa fólki í baráttunni við þennan sjúkdóm. Ég vildi að þetta kæmi ekki fyrir fleiri - ég vildi að það væri hægt að hjálpa fleiri,“ segir Adda.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

[email protected]

252 kvartanir til landlæknisEmbætti landlæknis bárust 252 kvartanir á árinu 2010, samkvæmt nýútkominni ársskýrslu ársins 2010. um er að ræða mál sem eru misjafn-lega umfangsmikil og alvarleg, allt frá hnökrum í samskiptum til alvarlega mistaka, að því er fram kemur í skýrsl-unni. Flestar kvartanirnar vörðuðu ófullnægjandi meðferð og því næst ranga greiningu. Flestar kvartanirnar voru á sviði heimilislækninga en því næst slysa- og bráðalækninga. Einn heilbrigðisstarfsmaður var sviptur starfsleyfi á árinu 2010 og öðrum veitt formleg áminning. Aðfinnslur frá embættinu voru þrjár og ábending var úrskurðuð í 21 tilviki. Ekki þótti ástæða til aðgerða í 134 málum og öðrum var ólokið. -sda

laun á íslandi hafa hækkað þrefalt meira en á norður-löndum síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECd. á árabilinu 2010 til 2012 hækkuðu laun á íslandi um 21,5% en til samanburðar hækkuðu laun á norðurlöndum að meðaltali um 8,7% á þessum þremur árum. í Evrópu-sambandinu hækkuðu laun að meðaltali um 5,1% og í OECd-ríkjunum um 6,5%.

ísland sker sig úr öðrum ríkjum hvað varðar miklar launahækkanir og háa verðbólgu. Olíuríkið noregur kemur næst íslandi í launahækkunum en þar ríkir mikil þensla á vinnumarkaði og eftirspurn eftir starfsfólki. -sda

Útsölur hefjast á nýju áriÚtsölur í verslunum í kringlunni og Smáralind hefjast fimmtudaginn 3. janúar en í kringlunni hefst svokölluð forútsala klukkan 17 daginn áður. hið sama á við versl-anir á laugaveginum þar sem áætlað er að útsölur hefjist strax upp úr áramótum. milli jóla og nýárs nota margir tækifærið til að skipta jólagjöfum og ná sér í inneignarnótu sem síðan er hægt að nota á útsölunum. Útsala í IKEA hófst í gær, fimmtudaginn 27. desember. -sda

Varnargarðar við gömlu höfnina friðaðirmennta- og menningarmálaráðherra ákvað að tillögu húsafriðunarnefndar að friða, ásamt Tryggvaskála á selfossi og seyðisfjarðarkirkju, gömlu varnagarðana við Reykjavíkurhöfn.

Elstu varnargarðarnir í Reykjavíkurhöfn eru frá 1913 og 15 og eru það ingólfsgarður og norðurgarður. Þessir garðar voru um tíma stærstu framkvæmdir sem unnar höfðu verið á íslandi. álíka steinhleðslur sem gerðar voru á fyrri hluta síðustu aldar, voru unnar með svipuðum hætti og teljast af þeim sökum hafa mikið varðveislugildi þó þær séu nokkrum áratugum yngri. steinhleðslugarðarnir sem voru friðaðir eru ásamt þeim elstu, stein-hleðslurnar við suðurbugt, ægisgarður, eystri hleðsla, steinhleðslurnar við Víkina og Verbúðarbryggjurnar sem ná frá Rastargötu til Bótabryggju. síðastnefndu tvær eru jafnframt þær yngstu eða frá árinu 1945.

2 fréttir helgin 28.-30. desember 2012

Page 3: 28 desember 2012

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

2-2

80

1

Tökum fagnandi á móti nýju ári en meðhöndlum flugeldana með gát

Pabbar og mömmur nota líka hlífðargleraugu- eigum örugg og ánægjuleg áramót

Sjóvá er aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Page 4: 28 desember 2012

kg

27SEK

35

7,5

Það er magnaður stígandi í þessari. Rauðar kúlur með hala sem springa út í þéttar silfraðar stjörnur, stígandi ljósagangur sem endar síðan með miklum hávaða og látum. Ein af þeim betri.

2

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Hvasst og snjókoma á vestfjörðum, en annars Hægur vindur og væg þíða.

Höfuðborgarsvæðið: Smá rigning með köflum og hiti ofan froStmarkS.

mjög Hvöss n-átt og Hríðarveður um landið nv- og v-vert. mun skárra a-til.

Höfuðborgarsvæðið: norðan Stormur og dálítil Snjókoma um tíma.

enn Hvasst og með Hríð eða slyddu, sérstaklegar um nv-vert landið.

Höfuðborgarsvæðið: allhvaSSt og Slydda, en Snjór hærra uppi.

líkur á aftakaveðri á laugardagÞað lítur út fyrir eina allra dýpstu lægð ársins hér við land í nótt og á morgun. talsverð óvissa er enn með veður eftir landshlutum, en margt bendir til aftakaveðurs, n-átt með stórhríð og

mikilli ofankomu á vestfjörðum og vestantil á norðurlandi. eins snjókoma vestan- og suðvestanlands

og vindur a.m.k. af stormstyrk um landið vestanvert. mun skaplegra verður og hiti ofan frostmarks austan og suðaustantil. Þetta ill-viðri mun vara fram á sunnudag, þegar tekur aftur að lagast.

3

0 14

4

-1

-3 25

02

-1 14

3

einar sveinbjörnsson

[email protected]

má heita kjói en ekki ChristaSamkvæmt Þjóðskrá heita þrjár konur Christa og sú elsta þeirra er fædd 1981. Það er ekki nóg til að nafnið fáist samþykkt samkvæmt íslenskum lögum og því hefur manna-nafnanefnd hafnað beiðni þess efnis. nefndin samþykkti hinsvegar á dögunum jean og Carlo ásamt nöfnunum adelía og íseldur. Þá má nú nefna drengi nafninu kjói því það tekur íslenska beygingu í eignarfalli; kjóa.

Jól tíu í neyðarathvarFi Fyrir þolendur heimilisoFbeldis

Fimm börn héldu jól í KvennaathvarfiFimm konur og fimm börn undir tíu ára aldri héldu jólin í Kvennaathvarfinu því þau áttu í engin önnur hús að venda. Sum börnin hafa dvalið mánuðum saman í athvarfinu ásamt mæðrum sínum.

F imm konur og fimm börn á aldrinum 0-10 ára héldu jól í Kvennaathvarfinu því þau áttu í engin önnur hús að venda eftir að hafa flúið

heimili sitt vegna ofbeldis af hendi maka. Sumar kon-urnar hafa dvalist í nokkra mánuði Kvennaathvarfinu því þær telja öryggi sínu og barna sinna best borgið þar. Aðrar leituðu skjóls í athvarfinu fáeinum dögum fyrir jól, að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur, fram-kvæmdastýru Kvennaathvarfsins.

„Að sjálfsögðu hefðu allir gestirnir viljað vera ein-hvers staðar annars staðar en í neyðarathvarfi á að-fangadag en okkur tókst að gera kvöldið hátíðlegt,“ segir Sigþrúður. Gestirnir settust við jólaborðið rúmlega sex og gæddu sér á kalkúni í boði velgjörðar-manns. „Þetta var allt mjög hefðbundið fyrir utan það að hér var ekki hefðbundin fjölskylda að fagna saman jólunum,“ segir hún.

Óvenjumikill erill hefur verið í Kvennaathvarfinu í desember en jafnframt mikil jólastemning. „Margir hugsuðu til okkar á aðventunni og voru ýmsir jóla-

englar á ferðinni með glaðning til okkar,“ segir Sig-þrúður.

Hún segir að það hafi einkennt árið að konur hafa dvalið mjög lengi í Kvennaathvarfinu en það komi lík-lega fyrst og fremst til af því hve húsnæðismarkaðurinn sé erfiður. Konur, sem hafi ákveðið að hefja sjálfstætt líf, séu lengi að finna húsnæði vegna lítils framboðs.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgar-svæðisins var lögreglan kölluð út fjórum sinnum á aðfangadagskvöld og aðfararnótt jóladags vegna heimilisofbeldis. Ofbeldismennirnir voru fjarlægðir af heimilum sínum og látnir gista í fangageymslum lög-reglunnar. Tvö mál fara til rannsóknar þar sem ofbeld-ið eða skemmdarverkin voru það alvarleg að þoland-inn varð fyrir skaða eða eignarspjöllin voru veruleg, að sögn Björgvins Björgvinssonar, aðstoðaryfirlög-regluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

sigríður dögg auðunsdóttir

[email protected]

lögreglan var kölluð út fjórum sinnum vegna ófriðar á heimili á aðfaranótt jóladags og fjarlægði heimilisfeður vegna ofbeldis eða hótana um skemmdarverk. tvö mál voru svo alvarlegs eðlis að þau fara í rannsókn. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages

OYSTER PERPETUAL DATEJUST

Michelsen_255x50_D_0612.indd 1 01.06.12 07:21

vilhjálmur Birgisson, verka-lýðsforingi á akranesi, er vestlendingur ársins 2012. Hann hlaut flestar tilnefningar í kjöri lesenda tímaritsins Skessuhorns.

„vilhjálmur hefur á árinu vakið athygli landsmanna fyrir skörulega framgöngu

í málefnum launafólks. hann hefur ekki síst látið til sín taka í umræðunni um afnám núverandi forms verðtryggingar og um skuldamál heimilanna,“ segir í umfjöllun Skessu-horns um vilhjálm sem gegnt hefur formennsku í

verkalýðsfélagi akraness frá árinu 2003.

Þetta er fimmtánda árið í röð sem Skessuhorn stendur fyrir vali á vest-lendingi ársins. lesendur blaðsins tilnefndu alls 24 einstaklinga að þessu sinni.

vilhjálmur valinn vestlendingur ársins

vilhjálmur Birgisson var kampakátur þegar Skessuhorn útnefndi hann vestlend-ing ársins.

4 fréttir helgin 28.-30. desember 2012

Page 5: 28 desember 2012
Page 6: 28 desember 2012

Gleðilegt nýtt ár þökkum viðskiptinMeð ósk um farsæld á nýju ári

Verslun Miklar annir fraM undan í VínbúðunuM

Kaupum áfengi fyrir 700 milljónir króna um áramótLandsmenn hópast í Vínbúðirnar fyrir áramótin og birgja sig upp af áfengi. Búist er við hátt í hundrað þúsund viðskiptavinum og að þeir eyði um 700 milljónum króna. Þar sem 30. desember ber upp á sunnudag má gera ráð fyrir löngum biðröðum á gamlársdag.

V ið ráðum inn starfsfólk til að mæta þessum álagstímum og verðum með fullmannað um ára-

mótin,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.

Miklar annir eru fram undan í Vínbúðunum enda birgja landsmenn sig upp af freyðivíni og öðrum áfengum drykkjum fyrir áramótin. Í fyrra seldust 503 þús-und lítrar af áfengi fyrir áramótin, eða dagana 27. til 31. desember. Alls eyddu landsmenn um 670 milljónum króna í áfengi þessa daga. Sigrún kveðst búast við svipaðra sölu og í fyrra en krónutalan gæti orðið hærri í ljósi verðhækk-ana á áfengi. Á þessu

fimm daga tímabili komu 94 þúsund við-skiptavinir í Vínbúðirnar og þar af kom 61 prósent síðustu tvo dagana.

30. desember er jafnan einn söluhæsti dagur ársins í Vínbúðunum. Í ár ber hann

upp á sunnudag og því er lokað. „Það er því hætt við að það verði mjög mikið álag á gamlársdag. Við hvetjum fólk til að vera snemma á ferðinni til að forðast langar biðraðir,“ segir Sigrún Ósk.

Hvað drekkur fólk um áramótin, kaupa allir freyðivín og kampavín?

„Já, það er alla vega miklu meiri sala í því á þessum tíma en venjulega. En væntanlega er það bjórinn sem hefur vinninginn. Eins og alla jafna.“

Minni sala var í Vínbúðunum frá 1. til 24. desember en á sama tíma og í fyrra. Hins vegar seldust 679 þúsund lítrar af áfengi dagana 17. til 24. desember sem er 10,3 prósent meira en á sama tímabili í fyrra. Alls komu 132 þúsund viðskipta-vinir í Vínbúðirnar þessa daga. Þar sem Þorláksmessu bar upp á sunnudag var lokað og því var óvenju mikið álag á að-fangadag. Þá komu 14 þúsund viðskipta-vinir þær fjórar klukkustundir sem Vín-búðirnar voru opnar. Það eru 137 prósent fleiri viðskiptavinir en á aðfangadag í fyrra.

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Lognið á undan storminum. Þó Íslendingar kaupi mikið af freyðivíni og kampavíni fyrir áramótin er bjór vinsælasta vöruteg-undin. Ljósmynd/Vigfús Birgisson

Sigrún Ósk Sigurðardóttir.

Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur-

borgar.

Verslun söluMarkaðir

Listamenn vildu ekki sölubása í miðborgMenningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur hefur haft til athug-unar tillögu um að borgin standi að því að setja upp sölumarkað í miðbænum þar sem listamenn og aðrir geti fengið aðstöðu til þess að selja verk sín. Að sögn Einars Arnar Benediktssonar, formanns ráðsins, var tillagan send Bandalagi íslenskra lista-manna til umsagnar sem taldi listamenn ekki hafa áhuga á sölu-básunum. Verður tillagan því afgreidd úr ráðinu á fyrsta fundi þess á nýju ári.

Meðal annars kom til umræðu að sölumarkaðurinn yrði hýst-ur í Iðnó og var hugmyndin viðruð við framkvæmdastjóra þess.

„Þar sem ljóst er að hagsmunaaðilar, listamennirnir sjálfir, hafa ekki áhuga á sölumarkaðnum verður tillagan afgreidd með vísan til þess,“ segir Einar Örn.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

[email protected]

Laugavegi 8 S. 552 2412

Litla Jólabúðin óskar landsmönnum öllum

farsældar og friðar á komandi ári.

Þökkum viðskiptin á árinu.

69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012

6 fréttir Helgin 28.-30. desember 2012

Page 7: 28 desember 2012
Page 8: 28 desember 2012

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjórar: Jónas Haraldsson [email protected] og Mikael Torfason [email protected]. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson [email protected] . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Á Ástæða er til þess að staldra við um áramót, líta um öxl og síðan fram á við. Árið sem nú er að líða hefur um margt verið Íslending-um gjöfult. Við erum smátt og smátt að ná okkur upp úr öldudal kreppunnar. Sjávar-útvegur hefur um alllangt skeið gengið vel, skapað mikil verðmæti og verið veigamikill þáttur í viðsnúningi til betri vegar. Þar er hins vegar blika á lofti, annars vegar vegna

þess að markaðir eru ótrygg-ari en verið hefur með líkum á lækkandi afurðaverði og hins vegar vegna óvissu um stjórnkerfi sjávarútvegsins. Sú óvissa hefur sett mark sitt á atvinnuveginn og orðið til þess að draga úr nauðsyn-legri fjárfestingu. Þar þarf að

ná lendingu. Sátt þarf að ríkja um undirstöðuatvinnuveginn. Að honum þarf að búa svo hann dafni og skili með þeim

hætti afrakstri til þjóðarinnar.Ferðaþjónustunni verður vart lýst með

öðrum hætti en að þróunin hafi verið ævin-týraleg. Hvert metið á fætur öðru var slegið í fjölda erlendra gesta sem sóttu okkur heim, hvort heldur var milli mánaða eða árið í heild. Ferðaþjónustufyrirtækin hafa blómstrað, flest að minnsta kosti. Æ fleiri flugfélög fljúga hingað en Icelandair ber, sem fyrr, ægishjálm yfir önnur. Starfsemi Iceland Express sameinaðist hinu nýstofn-aða félagi Wow-air en félögin, sitt í hvoru lagi og sameinuð, hafa auðveldað fólki milli-landaflug með hagstæðum fargjöldum. Aukið gistirými býðst, bílaleigum fjölgar og hópferðafyrirtækin sinna sínu. Fjölbreytt af-þreying er í boði en sem fyrr er það íslensk náttúra sem höfðar til flestra. Mesti vandinn sem við stöndum frammi fyrir er að gæta að náttúruperlum landsins. Álagið er að nálgast þolmörk á vinsælustu stöðunum.

Veðurblíða sumarsins 2012, nánast um allt land, létti mönnum lífið. Landið skartaði sínu fegursta enda ferðast landsmenn meira um eigið land en áður. Síhækkandi eldsneyt-

isverð setur þó strik í reikninginn. Það var í hæstu hæðum á árinu og hefur vissulega áhrif á rekstur heimilanna.

Þótt sumarið væri blítt vorum við minnt á það, snemma í september, á hvaða breidd-argráðu við búum. Mikið hret áður en rekið hafði verið af fjalli norðanlands olli búsifjum. Margir sauðfjárbændur urðu fyrir tilfinnan-legu tjóni í áhlaupinu vegna fjárfellis.

Óvissa fylgir nýju ári, eins og ævinlega. Þar ráðum við örlögum okkar hins vegar að miklu leyti sjálf, þótt vissulega séum við háð ytri aðstæðum, ástandi á erlendum mörk-uðum og efnahagsástandi í viðskiptalöndum okkar. Engin ástæða er þó til að ætla annað en hagur landsmanna haldi áfram að batna ef skynsamlega verður á spilum haldið. Mikil ábyrgð hvílir á aðilum vinnumarkaðar-ins þegar kemur að endurskoðunarákvæð-um kjarasamninga nú í byrjun árs. Það er í þágu atvinnulífs og launþega að efna ekki til átaka sem leitt gætu til háskalegra verð-bólgusamninga. Ekkert kæmi heimilunum verr.

Alþingiskosningar verða í vor. Síðustu þingkosningar, vorið 2009, voru haldnar við sérstakar aðstæður. Þá ríkti órói í samfé-laginu, að vonum, eftir bankahrun með alvarlegum efnahagslegum afleiðingum. Núverandi ríkisstjórn tók við erfiðu búi og pólitísk átök hafa verið hörð á kjör-tímabilinu. Margt hefur bærilega tekist en annað miður. Krafa kjósenda hlýtur að vera að við taki samstíga ríkisstjórn að loknum kosningum, hvaða flokkar sem að henni kunna að standa – og að kjörnir fulltrúar snúi bökum saman um framfaramál.

Svo við á Fréttatímanum lítum okkur nær þá hefur blaðinu vaxið fiskur um hrygg á því ári sem er að líða. Lestur Fréttatímans hefur aldrei verið meiri en nú. Blaðinu hefur verið afar vel tekið af lesendum og auglýsendum. Það hefur fest sig vel í sessi þegar það hefur sinn fjórða árgang. Fyrir þær móttökur ber að þakka. Starfsfólk Fréttatímans mun kapp-kosta að gera gott blað enn betra á nýju ári.

Gleðilegt ár.

Áramót

Upp úr öldudalnum

Jónas [email protected]

Gnarr slær á gikkfingurByssurnar ykkar og vopnaeign er vandamálið. Þið þurfið meira eftirlit með skotvopnum. Þetta er skammarlegt.Jón Gnarr, borgarstjóri, sendi byssuóðum Banda-ríkjamönnum tóninn á Facebook.

Bullað úti í bæÞá bara ræða menn úti í bæ það. Þeim er það frjálst. Ég get ekki tekið þátt í að ræða einhverja svona vitleysu.Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, var ekkert sér-staklega ánægður í spjalli á X-inu með kjaftagang og samsæriskenningar um hvers vegna Alexander Peterson ætlaði að taka sér frí frá íslenska handknatt-leikslandsliðinu.

Skelfilegir gíróseðlarÉg hef fundið fyrir ótta hjá fólki um hvaða reglur muni gilda vegna formannskjörs.Árni Páll Árnason, þingmaður Sam-

fylkingarinnar, hefur fengið óttablandin viðbrögð við áformum Samfylking-

arfélags Reykjavíkur að heimila eingöngu þeim sem greitt hafa félagsgjöld sín að taka þótt í formannskjöri flokksins.

Inn og út um gluggannSvo fórum við að tala við

drenginn út um eldhús-gluggann, buðum honum súpu

og hangikjöt.Bóndinn á Ásólfsstöðum, Sigurður Páll Ásólfsson, tók höfðinglega á móti strokufanganum Matthíasi Mána sem bankaði upp á hjá honum árla morguns og tilkynnti um uppgjöf sína.

Lömbin þagnaHér er fólk í klæðum framleiddum af barnaþrælum og alls kyns ljótum bolum og skyrtum. Árni Johnsen, sá þjóðlegi þingmaður, brást hinn versti við því að honum og Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráð-herra var gert að afklæðast lopapeysum sínum í þingsal.

AmbögumóriKonnekkktikött (Connecticut ,frb konn-ettikött) draugurinn gekk aftur í fréttum Ríkissjónvarps á Þorláksmessukvöld. Og Molaskrifari sem hélt að búið væri að kveða drauginn niður. Þetta er ótrúlega erfitt!Málvöndurinn Eiður Guðnason þreytist ekki á að reyna að kenna fréttafólki Ríkisútvarpsins að bera Connecticut rétt fram en á ekki erindi sem erfiði.

Í einangrunÞetta er yndislegt. Ég er að fá að vita að drengurinn minn er heill á húfi, hann er kominn aftur á Litla-Hraun, það er bara alveg nóg fyrir mig, hjartað mitt er aftur komið á sinn stað.Amma strokufangans Matthíasar Mána gladdist mjög þegar barna-barnið skilaði sér undir mannahendur eftir viku útilegu.

Vikan sem Var

Ólafur Stefánsson handboltamaður er maður vikunnar að þessu sinni vegna þess að hann hefur ákveðið að verða við beiðni Arons Kristjánssonar landsliðsþjálfara og leika með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer á Spáni í janúar, handboltaáhugafólki til mikillar gleði.

Ólafur lék síðast með landsliðinu á Ólympíuleik-unum í London síðasta sumar og tilkynnti að þeim

loknum að hann væri hættur að leika með landsliðinu. Hann lék síðast með AG København sem varð gjaldþrota í sumar. Í byrjun desember skrifaði Ólafur síðan undir samning við lið í Katar, Lakhwiya Sports Club, og heldur til höfuðborgar landsins, Doha, í kjölfar heimsmeistaramótsins, þar sem hann hyggst spila í tæpt hálft ár.

Ólafur er einn ástsælasti íþróttamaður landsins og hefur fjórum sinnum hlotið titilinn íþróttamaður ársins.

MaðuR vikunnaR

Leiðir landsliðið á ný

wowtravel.is

Verð á mann frá: 12.990 kr.

á nýju ári

Innifalið er flug með sköttum.

Bókaðu á wow.is eða í síma 590 3000.

KöbenKíktu í kaupstaðinn

Verð á manní tvíbýli, frá: 46.900 kr.Innifalið er flug með sköttum, gisting í 2 nætur með morgunverði á Wakeup Copenhagen.

Bókaðu á wowtravel.is eða í síma 590 3000.

BorgarferðAlhliða ánægjuförtil KöbenFlug, gisting, hafmeyja og öl

Verð á mannm.v. 2 fullorðnaog 1 barn, frá: 89.633 kr.Innifalið er flug og gisting á Hotel Salzburgerhof með hálfu fæði.Afslátturinn gildir á skíðapökkum í janúar 2013.

Bókanlegt á [email protected] eða í síma 590 3000.

SkíðaferðBrunaðu til Austurríkismeð alla �ölskylduna50% afsláttur á flugi fyrir börnin

Tímabil: 7. jan. – 15. mars

8. – 10. febrúar

Gott færi

LOFORÐWOW

LÆGSTA VERÐIÐNÝJAR VÉLAROG BREIÐASTABROSIÐ

8 viðhorf Helgin 28.-30. desember 2012

Page 9: 28 desember 2012

með nýjungum á nýju ári

OG

Þann 28. desember drögum við í síðustu Milljónaveltu

ársins þar sem heppinn miðaeigandi fær 3O milljónir.

Að venju drögum við að auki út fimm stakar milljónir

en einnig tíu 5OO.OOO kr. vinninga, hvort tveggja

aðeins úr seldum miðum.

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

123

761

DRÖGUM

Í DAG28. DESEMBER

Miðasala opin til

kl. 16.OO

OG

AÐEINS DREGIÐ ÚR SELDUM MIÐUM

NÚ GENGUR HANN ÚT!

SPENNANDITÍMAR FRAMUNDAN

Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 563 83OO

eða hjá næsta umboðsmanni.

Fyrsti útdráttur 2O13 er

1O. janúar

Útgreiddir vinningar á

árinu 2O12 munu enda í

um 915 milljónum.

OGOG1O x

5OO.OOOKR.

Page 10: 28 desember 2012

70kílómetra gekk strokufanginn Matthías Máni Erlingsson frá sumarbústað í

Árnesi yfir í Þjórsárdal þar sem hann gaf sig fram.

Jólahald á barnmörgu heimili

Ólesnar jólabækur í hilluA nnað hvort á ég svona ofboðslega ódæl

börn að eðlisfari eða við hjónin erum bara svona lélegir uppalendur. Eða sitt

lítið af hvoru.Um leið og rútínan á heimilinu fer úr skorð-

um taka börnin völdin. Hin yngstu ástunda svokallaða vælustjórnun og eru meistarar í þeirri list.

Í jólafríinu hafa þau fengið að vaka lengur, horfa meira á sjónvarpið, spila meiri tölvuleiki

og borða meiri sætindi en venju-lega. Samanlagt er þetta uppskrift að vandræðum – og við ráðum ekki neitt við neitt.

Ég gleymi þessu samt alltaf. Að sjónvarpsgláp, sykurneysla og óreglulegur svefntími sé eitt það versta sem ég get gert börnunum mínum. Að með því að láta þetta eftir þeim sé ég að skapa þeim vanlíðan og óöryggi.

Maður þarf nefnilega að vera vondur til þess að vera góður – eða þannig. Ég þarf oft að minna mig á það. Að með því að neita börnunum um meira sælgæti og slökkva á sjón-varpinu sé ég í raun að standa mig

sem foreldri. Það er bara svo krefjandi að taka þennan slag.

Ég passaði mig sérstaklega á því að fær-ast ekki of mikið í fang þessi jólin. Hætti við

skötuveisluna – því ég treysti mér ekki til að halda hana – en lagði þess í stað í að hafa gæs-ir í jólamatinn á aðfangadag en gætti þess að vera með einfalt meðlæti. Allir hjálpuðust að. Ekkert stress, bara jólagleði og tilhlökkun eftir pökkum. Og aðfangadagur var einn sá besti í sögu fjölskyldunnar fyrir vikið.

Á jóladag fórum við út með góðum vinum í þriggja tíma leik- og gönguferð um skóginn í Öskjuhlíðinni (það er hægt að ganga þar um í þrjá tíma ef maður er fjögurra ára og þarf að klifra upp á hvern stein). Ég man ekki betur en að börnin hafi hagað sér vel allan þann daginn.

Það er nefnilega enginn leikur að vera for-eldri. Maður gerir ekkert annað á meðan. Ég er löngu hætt að láta mig dreyma um jólabóka-lestur og konfektát í rúmi á jóladag. Maður fær það nefnilega í margfalt í hausinn aftur ef maður leyfir sér að stelast til að planta börn-unum fyrir framan sjónvarpið og kaupa sér þannig stundarfrið.

Glöð börn eru hlýðin börn. Það er mín reynsla. Og á þessum aldri eru börnin glöðust þegar þau leika við mömmu og pabba, þegar þeim er sinnt af athygli – en þá gerir maður ekkert annað á meðan.

Ég safna bara jólabókum síðustu ára í bóka-hilluna og veit að það kemur að því einn góðan veðurdag að ég mun fá tækifæri til þess að lesa þær.

Ég er löngu hætt að láta mig dreyma um jólabókalestur og konfektát í rúmi á jóladag.

Sigríður Dögg Auðunsdóttirsigridur@

frettatiminn.is

sjónArhóll

VikAn í tölum

700kílómetra hefur Vilborg Gissurardóttir gengið á Suðurskautslandinu . Hún á eftir að ganga 430 kílómetra til að ná takmarki sínu.

8sætið fellur Gunnari Nelson í skaut í umfjöllun

bandaríska blaðdins New York Post um bardagakappa sem gætu náð miklum frama í

blandaðri bardagalist eða MMA árið 2013.

Strokufangi gaf sig framMatthías Máni Erlingsson, strokufangi af Litla Hrauni, gaf sig fram á aðfangadag á bænum Ásólfsstöðum í Þjórsárdal. Hann var vopnaður en lagði frá sér vopn sín. Hann hefur verið yfir-heyrður af lögreglu en er annars í einangrun í fangelsinu.

Ekki ný öryggisgirðingNý öryggisgirðing verður ekki reist við fangelsið á Litla Hrauni í nánustu framtíð segir innanríkisráðherra. Hún er of kostnaðarsöm. Peningum verður þó veitt til að bæta öryggis-mál í fangelsinu á næsta ári.

Gunnari spáð framaBandaríska blaðið New York Post setur Gunnar Nelson í átt-unda sæti yfir þá bardagakappa sem gætu náð miklum frama í blandaðri bardagalist eða MMA árið 2013. Blaðið telur ekki útilokað að Gunnar geti gert atlögu að heimsmeistaratitlinum í veltivigt á árinu.

Í ESB eða út úr EESÍslendingar eiga ekki að framselja vald sitt öðrum án þess að geta sjálfir haft áhrif á gang mála, segir Mörður Árnason alþingismaður. Þjóðin eigi að segja upp samningnum að Evrópska efnahagssvæðinu eða ganga í Evrópusambandið.

Skepnur á Snæfellsnesi fengu jólasíldMikið tjón varð vegna síldardauða í Kolgrafarfirði en bændur á Snæfellsnesi hafi nýtt sér þá síld sem safnaðist þar á fjörum. Skepnur fengu því jólasíld á fengitímanum.

Slitastjórn krefur PWC um 100 milljarðaSlitastjórn Landsbanka Íslands krefur PriceWaterhouse Coo-pers um tæplega 100 milljarða króna í skaðabætur vegna tjóns sem hún telur að endurskoðendur bankans hafi valdið tjóni með athöfnum sínum, athafnaleysi og rangri ráðgjöf fyrir hrun.

Tveggja vikna frestur til að skila andmælumJón Pálmi Pálmason, sem var starfandi bæjarstjóri á Akranesi, hefur fengið tveggja vikna frest til að skila andmælum. Honum var vikið úr starfi eftir sex vikna starf en í tilkynningu bæjarstjórnar kom fram að grunur léki á að hann hefði gerst brotlegur við starfsskyldur sínar.

Undirbúningur fyrir handaágræðsluGuðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi fyrir 14 árum, fer að öllum líkindum til Frakklands í mars til að búa sig undir langþráða handaágræðslu.

Sigmar B. Hauksson látinnSigmar B. Hauksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi formaður Skotveiðifélagsins, lést á Landspítalanum á aðfangadag eftir stutt veikindi og baráttu við krabbamein. Hann var 62 ára. Sigmar lætur eftir sig tvo uppkomna syni og sex barnabörn.

Tæring í burðarköplum ÖlfusárbrúarTæring er komin í burðarkapla Ölfusárbrúar og mikilvægt er að fylgjast betur með ástandi hennar að mati verkfræðinga. Hún er þó sögð örugg. Brúin á að þola tvöfalt meiri umferð en nú fer um hana.

r eykvíkingar þurfa að losa sig við núver-

andi borgarstjórnar-meirihluta. Því þetta fólk var að enda við að fremja trúðslegasta skemmdarverk gegn miðborg Reykjavíkur síðan Fjalakötturinn var rifinn – með því að samþykkja ósmekk-leg og galin áform um að reisa stærsta risa-sjúkrahús Íslandssög-unnar á eftirsóttustu og dýrustu lóð miðborgarinnar – þar sem fólk þráir að eiga sér heimili. Fangelsislegt og verksmiðjulegt ferlíkið á að verða ca. 290.000 fer-metrar með öllu og ígildi u.þ.b. 75% af öllu íbúðarrými í 101 Reykjavík! Ígildi 81 Perlu – 12 Harpa – 25 Orku-veituhúsa – 67 ráðhúsa – 73 Þjóð-minjasafna – 149 Þjóðarbókhlaða – 248 Innanríkisráðuneyta – 5 Flug-stöðva Leifs Eiríkssonar – 5 Smára-linda eða 12 herstöðva eins og þeirri sem var á Keflavíkurflugvelli!

Og í stað þess að finna stóra og flotta lóð með nóg af plássi þar sem risasjúkrahúsið getur notið sín full-komlega – sem er nóg af í Reykjavík – og nýta byggingarlandið á þessum eftirsótta, dýra og gullfallega stað fyrir fullfrískt og lífsglatt fólk – er

ætlun borgarstjórnar-meirihlutans að fórna þessum möguleika miðborgar Reykjavíkur til að vaxa og þroskast eðlilega fyrir fangels-isleg verksmiðjumann-virki fyrir fársjúka sjúklinga og endalausa spítalalyktandi sjúkra-húsganga. Beint ofan í miðborginni! Reykjavík er útbíuð í ljótum afglöpum. Borg-in er í aðra röndina eitt

stórt minnismerki um hryllileg og forljót mistök í byggingarmálum og skipulagsmálum. Það má sjá rúst-irnar af slíku hvert sem augað eygir í Reykjavík. Á undanförnum áratug-um hefur byggðin auk þess þanist út um holt og hæðir í útjaðri borgarinn-ar – með allri þeirri sóun á tíma og peningum sem af þessu hlýst.

Og á meðan er miðborg Reykja-víkur ennþá nánast eins og hún var í upphafi 20. aldar – eins og einhvers konar grotnandi smáþorp í niður-níðslu. Vegna þess að hún er svo að-þrengd að hún getur alls ekki vaxið og þroskast eðlilega sem miðborg höfuðborgar Íslands. Verslanir loka, hús grotna niður og fólk fer upp í Kringlu og Smáralind. Og á meðan liggja tveir ómetan-legir fjársjóðir í miðborginni undir

skemmdum. Annar er þakinn stein-dauðu flugvallarmalbiki. Og núna á að sóa hinum fyrir lóð undir risa-sjúkrahús á stærð við 25 Orkuveitu-hús með fárveikum sjúklingum! Þ.e. á meðan miðborg Reykjavíkur þráir að vaxa og dafna á eigin for-sendum sem höfuðborg Íslands – sem staður fyrir frjóa og skemmti-lega starfsemi þar sem lífsglatt fólk af öllu landinu þráir að búa – þá er í vinnslu sú klikkaða hugmynd hjá harmrænu trúðunum í Ráðhúsinu að troða þangað á dýrustu fermetra landsins – stærsta risasjúkrahúsi Ís-landssögunnar sem mun njóta sín allra síst einmitt þarna – og getur verið hvar sem er!

Hvernig dettur trúðunum í hug að eyðileggja svo dýrmæta lóð í miðborg Reykjavíkur undir fang-elsislegar verksmiðjubyggingar sem anga af sjúkdómum og spítalalykt? Hve mörgum fjölskyldum mætti koma fyrir á 290.000 fermetrum? Hve mörgum verslunum, kaffi-húsum, galleríum og smáhótelum? Hve margir Íslendingar skyldu þrá að búa þarna? Og hvað skyldi rík-ið fá fyrir lóðina ef hún yrði seld? Milljarðatugi? Væri e.t.v. hægt að reisa fjórðung risasjúkrahússins á réttum stað fyrir andvirðið ef ríkið seldi þessa rándýru og eftirsóttu lóð í stað þess að sóa henni undir enda-lausa illa lyktandi spítalaganga?

Ragnar Halldórsson ráðgjafi

100milljarða króna krefur slita­stjórn Landsbanka Íslands PriceWaterhouse Coopers um í skaðabætur vegna tjóns sem hún telur fyrirtækið hafa valdið Landsbankanum fyrir hrun.

32mörk skoraði Al-

freð Finnboga-son í 42 leikjum

fyrir félagslið sín á árinu. Að

landsleikjum meðtöldum

skoraði Alfreð 34 mörk í 48

leikjum.

45milljónir króna hljóðuðu kröfur í bú Vídeóhallarinnar í Lágmúla upp á. Engar eignir fengust upp í kröfuna.

Risasjúkrahús á dýrustu lóð miðborgarinnar

Skemmdarverk gegn miðborginni

K A K A Á R S I N S 2 0 1 2

Kveðjum árið með stæl!

Svakaleg 190 skota terta!

10 fréttir Helgin 28.­30. desember 201210 fréttir vikunnar

Page 11: 28 desember 2012

össur óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar

og farsældar á nýju ári

framúrskarandi árangur íþróttamanna okkar á árinu er okkur hvatning til að vinna ótrauð áfram að markmiðum okkar, að bæta

hreyfanleika fólks með tækni, rannsóknum og nýsköpun.

Page 12: 28 desember 2012

Með ósk um ferska vinda á nýju ári

Vindmyllur hafa náð verulegri útbreiðslu víða um heim og verða sífellt hagkvæmari kostur til raforkuvinnslu. Þær valda ekki varanlegum náttúru-spjöllum og nýta orkugjafa sem mun endurnýjast á meðan líft er á jörðinni. Sumum finnst að vindmyllur spilli ásýnd, en rétt staðsettar eru þær spennandi og framsækin leið til að vinna umhverfisvæna raforku.

Vindmyllurnar tvær eru mikil mannvirki. Þær eru 77 metra háar með spaða í hæstu stöðu

og vanur starfsmaður er að minnsta kosti fimm mínútur að klifra upp í stjórnhúsið. Samanlagt uppsett afl þeirra er tæp 2 MW og þær geta séð um 1200 heimilum fyrir rafmagni. Gangi rekstur þeirra að óskum og verði þeim vel tekið er hugs-anlegt að í framtíðinni rísi fleiri og öflugri vindmyllur á Íslandi.

Raforkuvinnslan verður mest yfir hinn vindasama vetrar-tíma, en þá eru ár landsins einnig vatnsminnstar og hratt gengur á miðlunarlón.

Samrekstur vindmyllugarðs og vatnsaflsstöðva er því einkar áhugaverður kostur.

Umfangsmikil orkuvinnsla úr íslenskum vindi er einungis hugmynd enn sem komið er. Við eigum eftir að sjá hvort raf-orkuvinnsla með vindorku sé hagkvæmur kostur við íslenskar aðstæður. Sumir munu líta á vindmyllur á víðerni Hafsins sem sjónmengun og öðrum þykja þær fallegar — en án rannsókna og þróunarstarfs munum við ekkert læra.

Hraunsléttan norðan við Búrfell er kölluð Hafið, þó hún sé um sjötíu kíló- metra frá sjó. Þar hefur Landsvirkjun reist tvær vindmyllur, þær fyrstu sinnar

gerðar á Íslandi. Vindmyllurnar eru rannsóknarverkefni en markmið okkar er að breyta íslenska rokinu í verðmæta auðlind.

Landsvirkjun er framsækið fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Markmið fyrirtækis-ins er að vera leiðandi í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi. Við óskum okkar frábæru vísindamönnum, starfsfólki og landsmönnum öllum gifturíks komandi árs.

www.landsvirkjun.is

Page 13: 28 desember 2012

Með ósk um ferska vinda á nýju ári

Vindmyllur hafa náð verulegri útbreiðslu víða um heim og verða sífellt hagkvæmari kostur til raforkuvinnslu. Þær valda ekki varanlegum náttúru-spjöllum og nýta orkugjafa sem mun endurnýjast á meðan líft er á jörðinni. Sumum finnst að vindmyllur spilli ásýnd, en rétt staðsettar eru þær spennandi og framsækin leið til að vinna umhverfisvæna raforku.

Vindmyllurnar tvær eru mikil mannvirki. Þær eru 77 metra háar með spaða í hæstu stöðu

og vanur starfsmaður er að minnsta kosti fimm mínútur að klifra upp í stjórnhúsið. Samanlagt uppsett afl þeirra er tæp 2 MW og þær geta séð um 1200 heimilum fyrir rafmagni. Gangi rekstur þeirra að óskum og verði þeim vel tekið er hugs-anlegt að í framtíðinni rísi fleiri og öflugri vindmyllur á Íslandi.

Raforkuvinnslan verður mest yfir hinn vindasama vetrar-tíma, en þá eru ár landsins einnig vatnsminnstar og hratt gengur á miðlunarlón.

Samrekstur vindmyllugarðs og vatnsaflsstöðva er því einkar áhugaverður kostur.

Umfangsmikil orkuvinnsla úr íslenskum vindi er einungis hugmynd enn sem komið er. Við eigum eftir að sjá hvort raf-orkuvinnsla með vindorku sé hagkvæmur kostur við íslenskar aðstæður. Sumir munu líta á vindmyllur á víðerni Hafsins sem sjónmengun og öðrum þykja þær fallegar — en án rannsókna og þróunarstarfs munum við ekkert læra.

Hraunsléttan norðan við Búrfell er kölluð Hafið, þó hún sé um sjötíu kíló- metra frá sjó. Þar hefur Landsvirkjun reist tvær vindmyllur, þær fyrstu sinnar

gerðar á Íslandi. Vindmyllurnar eru rannsóknarverkefni en markmið okkar er að breyta íslenska rokinu í verðmæta auðlind.

Landsvirkjun er framsækið fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Markmið fyrirtækis-ins er að vera leiðandi í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi. Við óskum okkar frábæru vísindamönnum, starfsfólki og landsmönnum öllum gifturíks komandi árs.

www.landsvirkjun.is

Page 14: 28 desember 2012

Gunnar Stefánsson er Suðurnesjamaður í húð og hár og gekk til liðs við björgunarsveitir á heimaslóðum sínum um

leið og aldur leyfði og hefur starfað með björgunarsveitunum allar götur síðan. Meðfram sjálfboðastörfum sínum vann hann meðal annars sem sjúkraflutningamaður í tíu ár og hjá slökkviliðinu á svæðinu.

„Ég held það megi bara segja að ég hafi alist upp í kringum þetta starf frá fimm til sex ára aldri,“ segir Gunnar en hörmulegt atvik í æsku hans varð kveikjan að því sem síðar varð ævi-starf hans. „Vinur minn og nágranni drukknaði í Njarðvíkurhöfn þegar hann var sex ára gamall. Það fór fram mikil leit að honum. Hjólið hans fannst við höfnina og hann fannst síðan ein-hverjum dögum seinna í höfninni. Maður var bara gutti og þetta var leik-félagi manns sem verið var að leita að. Ég man að ég sat í svefnherbergis-glugganum og horfði á alla þessa menn í appelsínugulu göllunum sem voru að leita í kringum húsið heima, niður við höfn og víðar. Síðan bárust þær fregnir að hann hefði fundist

látinn og drukknað í höfninni. Þetta hefur sett sitt mark á mann og mótaði mig inn í framtíðina og upp frá þessu var ég alveg ákveðinn í því þarna að ég ætlaði mér að verða einn af þessum í appelsínugulu göllunum. Og leita og taka þátt.“

Gunnar segist telja víst að leitin að vini hans hafi verið með fyrstu stóru útköllunum og stóru aðgerðunum sem Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík og Njarðvík og Hjálparsveit skáta í Njarðvík tóku þátt í en þær einingar voru stofnaðar 1969.

Ekkert annað kemst aðEldri bræður Gunnars voru í Hjálpar-sveit skáta og Gunnar byrjaði ungur í skátunum og þaðan lá leiðin í björg-unarsveitirnar.

Sextán ára gamall fór Gunnar í nýliðaþjálfun hjá Hjálparsveit skáta í Njarðvík og var tekinn inn í sveitina þegar hann var sautján ára og hann hellti sér þá af fullum krafti í félags-starfið auk þess sem hann sinnti útköllum af kappi. „Það komst bara ekkert annað að ég gekk fljótt í stjórn Hjálparsveitarinnar og var þar í stjórn í 23 ár, þar af formaður í fimmtán ár.

Það er ákveðinn kúltúr fólginn í því að vera í björgunarsveit og það er ein-hver ríkjandi frumþáttur í fari þeirra sem leggja þetta fyrir sig. Þetta verður lífsstíll og þeir sem fara út í þetta af alvöru eru þarna af lífi og sál,“ segir Gunnar og bætir við að þótt alltaf komi einhverjir sem staldri stutt við þá sé nýliðunin stöðug og úthald fólks almennt slíkt að hann er enn meira og minna með sömu andlitin fyrir framan sig og þegar hann var að byrja á sínum tíma.

Út í óveðrið og óvissuna„Þetta snertir náttúrlega allt og alla í kringum mann, fjölskylduna og daglegt líf. Maður er björgunar- og hjálparsveitarmaður og það er bara í raun og veru það sem maður er og það hefur alltaf verið þannig. Um leið og aðrir fara inn, læsa að sér og horfa á sjónvarpið þegar óveður skellur á þá erum við alltaf roknir út í vonda veðrið.“

Gunnar bætir við að það sé ekki einungis hugsunin um að hjálpa náunganum sem keyri björgunarsveit-arfólk áfram heldur gefi félagsstarfið heilmikið af sér. „Félagsstarfið er

Átakanlegur vinamissir í æsku hafði mótandi áhrif á Gunnar Stefánsson sem ákvað ungur að verða björgunarsveitarmaður. Hann hefur verið í fremstu víglínu árum saman og gefið sig allan í störf björgunarsveitanna í rúma þrjá áratugi. Ljósmyndir/Hari

Í genunum að hjálpa náunganumGunnar Stefánsson, sviðsstjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, hefur lifað og hrærst í björgunar-störfum og flugeldasölu í rúma þrjá áratugi. Sorgaratburður í æsku beindi honum inn á braut björgunar-sveitanna. Sex ára nágranni hans og leikfélagi drukknaði í höfninni í Njarðvík og Gunnar fylgdist með örvæntingarfullri leit að drengnum út um svefnherbergisgluggann sinn. Hann heillaðist af mönnunum í appelsínugulu göllunum og hét því að ganga í raðir þeirra og eftir það var ekki aftur snúið. Hér ræðir hann um hugsjón björgunarsveitarmannsins, álagið á fjölskyldulífið og fjöruga flugeldasölu um áramót.

gríðarlega mikið og við fáum hell-ing út úr því. Þessu fylgja ferðalög, útivera og mikil aksjón. Við erum adrenalín-fíklar sem festumst í þessu. Flestir sækjast eftir hasarn-um og eins og ég segi. Þegar aðrir fara heim þá viljum við komast út og mörgum líður best þegar þeir eru komnir í hasarinn.“

Gunnar segir þá sem gefa sig alla í björgunarstörfin óneitanlega þurfa að færa ýmsar fórnir. „Auð-vitað þarftu að velja og hafna og það eru tilfelli sem maður fer ekki í útkall vegna aðstæðna heima fyrir. Það mæta hins vegar alltaf einhverjir enda gengur þetta starf áfram á fjöldanum. Við erum ekki á skylduvakt, þannig lagað, 24 klukkustundir á viku og ef þú kemur ekki þá kemur sá næsti. Ef ein björgunarsveit er bundin annars staðar þá kemur bara sú næsta. Við höfum getað rekið þetta hjálparstarf á stærðinni og mannfjöldanum.“

F1 Rauður – Mannslíf í húfi„Við erum 3500 manns sem erum á útkallsskrá um allt landið. Og ef einhver hluti kemur ekki þá kemur annar. Hugsunin hjá okkur flestum er þó vitaskuld sú að ef kallið kemur þá stöndum við upp og förum af stað. En að sjálfsögðu verður maður stundum að meta alvarleika útkallsins.“

Þegar útkallið er það sem við köllum F1 Rauður eða Útkall: Rauður þá er mannslíf í hættu og slysstaður þekktur og þá ferðu bara. Sama á hverju gengur.

Framhald á næstu opnu

14 viðtal Helgin 28.-30. desember 2012

Page 15: 28 desember 2012

OPNUNARTÍMI UM HÁTÍÐIRNAR

Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi

Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is

vinbudin.is

Föstudagur 28. desember kl. 11.00 – 19.00Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 10.00 – 20.00

Laugardagur 29. desember kl. 11.00 – 19.00

Sunnudagur 30. desember LOKAÐ

Mánudagur 31. desember kl. 09.00 – 14.00

Þriðjudagur 1. janúar (nýársdagur) LOKAÐ

Page 16: 28 desember 2012

Gunnar segir mikilvægi útkallanna ráða úrslitum ef illa stendur hjá hjá börgunar-sveitarmanni. Það sé eitt ef kallað er út vegna óveðurs og að fólk sitji fast í snjó eða mannslíf séu beinlínis í húfi. „Í óveðursút-köllum þarftu kannski svolítið að meta hvort þú getir kastað öllu frá þér á staðnum en þegar útkallið er það sem við köllum F1 Rauður eða Útkall: Rauður þá er mannslíf í hættu og slysstaður þekktur og þá ferðu bara. Sama á hverju gengur.

Eins og gefur að skilja upplifa björgunar-sveitarmenn margt í störfum sínum og þegar hörmungar dynja yfir þurfa þeir að horfast í augu við óttann og sársauka og sorgir samborgaranna þannig að andlega álagið getur verið mikið.

„Ég var mjög í framlínunni fyrstu árin mín í björgunarsveitunum og á þessum tíma var mjög algengt að menn væru að týnast og þau komu ófá útköllin vegna rjúpnaskyttna og annars slíks. Þá var mun minna um að fólk gæti látið vita af sér enda ekki með staðsetn-ingartæki og þess háttar.

Sem betur fer enduðu flest svona útköll þokkalega vel og menn fundust en það voru tilfelli þarna sem voru erfið. Við höfum nálg-ast þennan þátt faglega og erum í dag með félagahjálp, sem við getum vel kallað áfalla-hjálp, þar sem við vinnum úr okkar málum eftir erfið útköll. Þá komum við saman og ræðum um útkallið og gerum það svolítið í lokuðum hópi vegna þess að við verðum að fá að létta á okkur.

Þetta er okkur mjög mikilvægt auk þess sem við áttum okkur í þessum samtölum á ef einhverjir eiga erfitt með að vinna úr hlut-unum og þá fá þeir hinir sömu meiri aðstoð. Ég man eftir einum félaga sem lenti í að taka upp sjórekið lík þegar ég var að byrja fyrir þrjátíu árum. Hann kom aldrei aftur. Fékk bara nóg. Þetta er eitt af því sem er mjög erf-itt og menn hafa hætt vegna svona aðstæðna sem hafa komið upp á. En sem betur fer er það ekkert algengt þannig séð en þetta kemur fyrir.

Fjör í flugeldunumFlugeldasala björgunarsveitanna um áramót hefur í gegnum tíðina lagt fjárhagslegan grundvöll að starfsemi björgunarsveitanna.

„Ég er búinn að selja flugelda frá því ég var tólf ára gamall, í einhver rúm þrjátíu ár. Ég hef aðeins misst úr ein áramót þegar ég var erlendis annars hef ég verið í flugeld-unum alla mína tíð.“

Gunnar segir stemninguna í kringum flugeldasöluna frábæra auk þess sem hún þjappi mannskapnum saman. „Þessu fylgir mikil sjálfboðavinna og við leggjum mikið á okkur en auðvitað er þetta gaman. Þetta þjappar sveitinni saman og það er mikið um að vera þannig að þetta er gríðarlega spennandi starf. Sumir geta ekki hugsað sér að fara í gegnum áramótin án þess að hafa verið í flugeldasölunni og mér leið mjög illa þessi áramót sem ég var ekki með. Það var mjög sérkennileg tilfinning. Það er bara þannig.“

Gunnar segir björgunarsveitirnar eiga ríkan þátt í flugeldamenningu Íslendinga með því að halda þeim að fólki í áratugi.

„Við höfum svolítið kallað fram þessa stemningu hjá landanum og það má eigin-lega segja að björgunarsveitirnar í landinu séu byggðar upp á fjáröflun flugeldasölunn-ar. Fólk kaupir þetta til þess að styrkja gott málefni og ég segi nú alltaf að þetta séu með ódýrustu tryggingum sem þú kaupir.

Með því að kaupa flugeldana færðu annars vegar ánægjuna og skemmtunina af því að skjóta þeim upp og hins vegar ertu að tryggja það að þegar eitthvað gerist eða kemur hjá þér eða þínum nánustu átt þú að þrautþjálfað björgunarsveitafólk í þínu byggðarlagi. Fólk sem bregst alltaf við ef eitthvað kemur upp á. Við spyrjum ekki að neinu þegar þú kallar og við rukkum þig ekki um neitt. Við komum bara og hjálpum þér og reynum að koma þér heilum heim. Það er okkar starf.“

Finna fyrir þakklætinuGunnar segir björgunarsveitafólk finna sterkt fyrir þakklæti fólks, bæði þegar allt endar vel og ekki síður þegar útköll fá sorg-legan endi.

„Við finnum fyrir miklu þakklæti frá aðstandendum, þeim sem við björgum og þjóðinni allri sem stendur alltaf við bakið á okkur. Ég held hreinlega að við gætum ekki búið á þessu harðneskjulega landi, þessar 320 000 manneskjur, ef við hjálpuðum ekki hvort öðru. Þetta er bara greipt í þjóðarsál-

ina og það er í genunum að hjálpa náunganum. Ég held að við höfum bara komist ágætlega af

vegna þess að við hugsum um þessa hluti og erum alltaf tilbúinn til að hjálpa hvort öðru þegar áföllin dynja yfir. Við finnum mikið þakklæti þegar vel gengur og líka í þeim tilfellum sem enda ekkert vel. Fólk finnur líka fyrir mikilvægi starfseminnar án þess að við finnum fólk og komum því heim á lífi. Fólki er mikilvægt að ástvinir þess finnist svo hægt sé að kveðja þá og koma þeim til grafar. Það skiptir fólk gríðarlega miklu máli og það er okkur líka þakklátt þá.“

Fjölskyldulífið sett á hvolfGunnar leggur ríka áherslu á að björgunarsveitar-fólk sé alltaf til taks og er tilbúið til þess að stökkva til fyrirvaralaust. Þetta kemur óhjákvæmilega niður á heimilislífinu, mökum og börnum. „Mig hefur oft vantað á fjölskyldumót, á jólunum og á ýmsum hátíðarstundum fjölskyldunnar. Þá er maður bara einhvers staðar úti að hjálpa náunganum sem er fastur í snjó, týndur eða eitthvað álíka. Þau eru ófá tilfellin sem maður hefur staðið upp frá matarborð-inu, farið út og skilið fjölskylduna eftir með jólamat-inn. Ég held nú að flestir björgunarsveitarmenn hafi lent í því oftar en einu sinni. Jólahaldið og allt stúss í kringum áramótin hefur oft bitnað á konunni og börnunum og maður hefur oft sett þetta á hvolf í gegnum tíðina.“

Og það eru ekki bara björgunarstörf sem taka tíma í kringum hátíðarnar. „Þetta lendir oft á öðrum

í fjölskyldunni vegna þess að maður hefur bara verið með raketturnar í höndunum en ekki jólapakkana.“

Eiginkonan ein í rómantískum kvöldverðiGunnar segist sérstaklega minnast þess eftir ein-hver áramótin þegar hann ætlaði sér að bæta frúnni upp raskið yfir hátíðarnar. „Maður ætlaði nú aldeilis að koma til móts við hana með því að bjóða henni flott úr að borða. Við búum í Reykjanesbæ þannig að við keyrðum til Reykjavíkur og komum okkur nota-lega fyrir á fínum veitingastað. Þegar maturinn var alveg að koma á borðið kom útkall Rauður. Ég var þá formaður minnar einingar og varð að bregðast við.

Þarna var flugvél að koma inn eftir tíu mínútur og við á Suðurnesjum höfum mikið sinnt fluginu. Ég hafði sérhæft mig í fyrstu hjálp þannig að það var ekki annað hægt en að standa upp og skilja konuna eftir við kertaljósið. Ég hljóp út, tók bílinn og var bara rokinn.

Maður þarf að njóta skilnings til þess að geta gert þetta og auðvitað gengur maður oft ansi langt á þann skilning. Í þessu tilfelli var ég sem betur fer nú bara kominn hálfa leið á Reykjanesbrautinni þegar útkallið var afturkallað. Ég gat því snúið við og reynt að koma ofan í mig köldum matnum. Þetta er bara það sem við erum að gefa okkur í. Þetta er ekkert einfalt en verður bara hluti af lífinu.“

Þórarinn Þórarinsson

[email protected]

Björgunarsveitirnar eru alltaf til taks.

Ég hafði sérhæft mig í fyrstu hjálp þannig að það var ekki annað hægt en að standa upp og skilja konuna eftir við kerta-ljósið.

Meira á næstu opnu

16 viðtal Helgin 28.-30. desember 2012

Page 17: 28 desember 2012

– berst fyrir lífi þínueru aðalstyrktaraðilar Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru til taks

hvenær sem aðstoðar er þörf.

Á hverju ári sinnum við þúsundum hjálparbeiðna frá

einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum.

Meðal þessara fjölmörgu útkalla má nefna aðstoð vegna

óveðurs, eldgosa, ófærðar, sjóslysa, flóða, skipsstranda,

björgunar búpenings auk fjölda annarra viðvika.

Björgunarsveitir okkar fjármagna starfið með margvís-

legum hætti en flugeldasalan er langmikilvægust og

skiptir sköpum í rekstri okkar.

Við hvetjum fólk til þess að hugsa um eigið öryggi og

kaupa flugeldana hjá okkur.

Það hagnast allir á því.

Á hverju ári sinnum við þúsundum hjálparbeiðna frá

einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum.

Meðal þessara fjölmörgu útkalla má nefna aðstoð vegna

óveðurs, eldgosa, ófærðar, sjóslysa, flóða, skipsstranda,

björgunar búpenings auk fjölda annarra viðvika.

Björgunarsveitir okkar fjármagna starfið með margvís-

legum hætti en flugeldasalan er langmikilvægust og

skiptir sköpum í rekstri okkar.

Við hvetjum fólk til þess að hugsa um eigið öryggi og

kaupa flugeldana hjá okkur.

Það hagnast allir á því.

Þú þekkir flugeldamarkaði okkar á þessu merki.

Page 18: 28 desember 2012

september á Norðurlandi voru eiginlega með stærri björgunaraðgerðum sem við höfum komið að á síðustu árum. Sú aðgerð var í rauninni umfangsmeiri en aðgerðirnar í kringum gosin ef við teljum saman vinnu-stundir björgunarsveita. Ég held að fólk hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þetta var umfangsmikið.“

Umferð ferðamanna hefur aukist töluvert líka, segir Hörður. „Ævintýraferðir þar sem menn eru að fara inn á hálendið á erfiðasta tíma ársins eða ganga yfir jökla í janúar. Það er svolítið erfitt að henda reiður á því hvort veðrið fari versnandi en sennilega er fólk meira á ferðinni í verri veðrum og þar sem erfiðara er að ná til þess. Það er verið að markaðssetja landið sem ákjósan-legan kost allt árið. Það hefur aukið álagið á björgunar-sveitum og þar með kostnað en við erum svo sem ekk-ert að kvarta.“

Sjálfboðastarfið ótrúlega mikilvægtSjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í starfi björgunar-sveita og slysavarnadeilda. Ef þeirra nyti ekki við er óhætt að segja að landslagið væri gjörbreytt. Það þekk-ist víða erlendis að björgunarsveitarfólk fær greitt fyrir vinnu sínu. Þegar hamfarir ganga yfir bætist sá kostn-aður við tjón sem þær valda. Það er ljóst að róstusamt hátterni fósturjarðarinnar ásamt veðrakerfunum valda miklu tjóni á Íslandi ár hvert. Kostnaður við björgunar-störf myndi því án efa reynast þungur baggi. „Við búum á þessu landi og ef við hefðum ekki þessar sveitir þá værum við ekki hérna. Við Íslendingar höfum auðvitað fært alltof miklar fórnir í gegnum árin. Ég held að þessi samtök hafi svo sannarlega sýnt að það er margt gott í þjóðarsálinni. Það er hins vegar mjög erfitt að slá tölur á kostnaðinn. Við höfum þá venju að verðleggja ekki ein-staka björgunaraðgerðir. Óábyrgt hafa menn verið að slá á að þetta séu 800.000 vinnustundir á ári sem sjálfboðaliðar innan félags leggja til. Svo er hægt að fara í einhverjar kjaraviðræður um það hvað við ættum að fáum á tímann. Einn tími í útkalli er síðan þrír til fjórir tímar sem björgunarsveitarfólk missir út starfi og ekki má gleyma öllum þeim stundum sem varið er í menntun og æfingar, við-hald tækja, fjáraflanir og annað sem fylgir. Einhvern tímann var reynt að slá á hlutfallið þarna á milli og þá kom í ljós að á bak við hverja stund í útkalli eru 12 vinnustundir í öðru,“ segir Gunnar.

Hörður segist ekki finna fyrir miklum breytingum og sjálfboðaliðar séu alltaf tilbúnir að ganga til liðs við sveitirnar. „Nýliðun hefur gengið afar vel á höfuð-borgarsvæðinu og stærri þéttbýlis-kjörnum. Þegar komið er á minni staði helst þróunin í hendur við fólksfjölda á stöðunum. Þar er alltaf erfiðara að fá fólk því almennt er fólki að fækka. Í þessum bransa er hver einstaklingur sem kominn er yfir fertugt afar dýr-mætur. Reynsla þeirra nýtist mjög vel, ekki síst í því að koma kunnáttunni áfram til þeirra sem yngri eru“

100 björgunarsveitir í landinuSlysavarnafélagið Landsbjörg starfar sem regnhlífarsamtök fyrir björgunar-sveitir og slysavarnadeildir í landinu.

„Við erum með 97 björgunarsveitir í félaginu. Svo eru tvær hundabjörgunarsveitir og svo er auðvitað alþjóða-björgunarsveitin okkar. Það má því eiginlega segja að hún fylli hundraðið hjá okkur. Þá eru um það bil 40 virkar slysavarnadeildir og unglingadeildir björgunar-sveitanna eru hátt í 60. Okkar kerfi virkar þannig að hver eining er sjálfstæð og ber ábyrgð á sínum eigin fjármunum og slíku. En við erum með sameiginlegt menntakerfi og lög og siðareglur svo allir séu að róa í sömu átt,“ segir Gunnar.

Björgunarsveitarmenn borga með sér Einstaklingsbúnaður hvers og eins getur kostað sitt. Dæmi eru um að persónlegur búnaður sé keyptur fyrir 300.000 krónur og jafnvel alveg upp í milljón. Menn eru því ekki bara að leggja tíma sinn í starfið heldur einnig fjármuni. Gunnar segir starf björgunarsveitamanna vera lífsstíl. „Þeir sem hafa sérhæft sig hjá okkur, eins og til dæmis undanfarar, hafa væntanlega fjárfest í búnaði fyrir enn meiri pening en þetta. Þó sjálfboða-liðastarfið sé á stundum erfitt þá er það líka skemmti-legt og mjög gefandi. Það er mikil vítamínsprauta fyrir okkur þegar fólk sem hefur verið bjargað sendir okkur kveðju með opinberum hætti eða vill jafnvel hitta björgunarmenn.“

Hörður segir mikinn fjölda fólks vera að baki hverjum björgunarsveitarmanni. Baklandið þurfi að vera sterkt til að þátttaka í svona starfi geti gengið

til lengdar. „Þegar maður tekur þátt í svona starfi þá er maður auðvitað að bjóða allri fjölskyldunni að vera með. Ég kynntist konunni minni í þessu starfi og það lendir allt á henni þegar ég er ekki heima og í raun fjölskyldunni allri. Það skiptir einnig máli að njóta skilnings vinnuveitenda og samstarfsfélaga sem þurfa gjarnan að taka á sig aukið vinnu-álag þegar það vantar einn í liðið. Það reynir því oft á þolrifin hjá fjölskyldum og atvinnurekendum.“

Flugeldasala – 85% tekna sveit-anna Almenningur hefur alltaf staðið með sveitunum og keypt flugelda af björg-unarsveit í sinni heimabyggð. Flugelda-salan er sveitunum afar mikilvæg því með henni fjármagna þær stóran hluta starfsemi sinnar, í sumum tilfellum er þetta 85% af tekjum þeirra. Þeir Gunnar og Hörður hlakka til áramótanna og eru þegar farnir að fylgjast með veðurspám í von um bjart og fallegt gamlárskvöld. „Það má eiginlega segja að það sem heldur þessum rekstri gangandi sé flug-eldasalan. Við erum orðnir mjög spennt-ir, það er mikið af nýjum vörum í boði og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við erum nú þegar farnir að velta fyrir okkur veðurspánni og hún lofar bara góðu. Að lokum er auðvitað ástæða til að benda öllum á að flugeldar eru stór-kostlegir en þeir eru líka varasamir. Við hvetjum því alla til að fara eftir leiðbein-ingum, nota öruggisbúnað, ekki bara börnin heldur allir í fjölskyldunni.“

Bjarni Pétur Jónsson

[email protected]

Við búum á þessu landi og sambúðin við náttúruöflin væri mjög erfið ef við hefðum ekki sveitirnar. Við Íslendingar höfum auðvitað fært alltof miklar fórnir í gegnum árin. Ég held að þessi samtök hafi svo sannarlega sýnt það að það er margt gott í þjóðarsálinni.

Slysavarna-félagið Lands-björg stendur vaktinaÁætlaðar vinnustundir sjálfboðaliða sveitanna eru 800.000 á ári.

Hörður Már Harðarson og Gunnar Stefánsson segja álagið mikið á björgunarsveitirnar en þeir kvarta ekki.

H örður Már Harðarson, formaður Slysavarna-félagsins Landsbjargar, og Gunnar Stefánsson, starfandi framkvæmdastjóri, ræddu við okkur

um starf björgunarsveita og slysavarnadeilda í landinu. Hörður segir að aðgerðir sveitanna hafi breyst töluvert síðustu ár. „Það hefur reynt mikið á okkar fólk síðustu misserin. Auðvitað vorum við með stór verkefni fyrir alda-mótin, eins og til dæmis snjóflóðin fyrir vestan, en síðan hefur þetta þróast svolítið í þá átt að verkefnin hafa verið umfangsmeiri og stærri. Þar má til dæmis nefna jarð-skjálftana á Suðurlandi og stórar, krefjandi leitir eins og til dæmis að manni á Sólheimajökli. Ekki má svo gleyma þremur eldgosum á tveimur árum. Þeim fylgdi gríðarlega mikil vinna sem við lærðum mikið af.“ Gunnar bætir við að aðstoðarbeiðnum vegna ófærðar og veðurs hafi einnig fjölgað mikið. „Aðgerðirnar í kjölfar óveðursins 9. til 11.

18 úttekt Helgin 28.-30. desember 2012

Page 19: 28 desember 2012
Page 20: 28 desember 2012

Baltasar Kormákur Baltasar frumsýndi loks sjóslysamyndina Djúpið á árinu og sló í gegn enda virkilega vandað verk á ferðinni. Gagnrýnendur létu stjörnum rigna yfir myndina og fólk hópaðist í bíó. Djúpið er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna og hefur vakið athygli ytra. Rétt eins og Baltasar sjálfur sem hefur stimplað sig hressilega inn í Hollywood. Á árinu leikstýrði hann stórstjörnunum Denzel Washington og Mark Wahlberg í spennumyndinni 2 Guns. Staða Baltasars er orðin það sterk í Bandaríkjunum að hann getur nú valið úr spennandi verkefnum.

Steindi Jr.Steindi hélt áfram að vera fyndinn og sniðugur á árinu og ber höfuð og herðar yfir aðra sem grínast í sjónvarpi þessi misserin. Þriðja þáttaröð hans er nýkomin út á DVD og talað er um að gera næst bíómynd um vit-leysuna sem vellur upp úr drengnum.

Stefán Karl StefánssonRegnbogabarnið Stefán Karl sneri heim frá Los Angeles og minnti á að hann er fjölhæfur leikari sem getur túlkað meira en Trölla sem stal jólunum og Glanna glæp. Hann og Hilmir Snær Guðnason endurtóku rullur sem þeir léku á sviði fyrir margt löngu í Með fulla vasa af grjóti þar sem Stefán Karl glansaði.

Þrándur ÞórarinssonMyndlistar-maðurinn Þrándur Þórarinsson heillaði fólk með verkum sínum á árinu og sló í gegn á netinu og þar með um víða veröld með kynngimagnaðir mynd sinni af ógeðslegri Grýlu sem gæðir sér á ungbarni. Myndina málaði hann að vísu 2009 en hún varð til þess að auka hróður hans enn frekar á árinu. Þrándur hætti á sínum tíma í Listaháskóla Íslands þar sem honum var sagt að hann gæti alveg eins málað myndir sínar heima hjá sér, þær ættu ekkert erindi í LHÍ. Almenningur er þó greinilega ekki sammála akademíunni í þessum efnum.

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit MoussaieffForsetahjónin Ólafur og Dorrit sýndu og sönnuðu á árinu að enginn stenst þeim snúning þegar kemur að refsku í pólitík og ómótstæðilegum sjarma. Þau vörðu vígi sitt á Bessastöðum gegn áhlaupi fjölmiðlaparsins Þóru Arnórsdóttur og Svavars Halldórs-sonar og tryggðu Ólafi Ragnari fimmta kjörtímabilið. Ólafur mun því sitja á forsetastóli í tuttugu ár og slá þar með met

Vigdísar Finnbogadóttur og Ásgeirs Ás-geirssonar sem sátu í sextán ár. Ólafur

sér um klækina og Dorrit heillar með frjálslegri framkomu sinni þannig að

saman eru þau ósigrandi. You ain t seen nothing yet!

Hildur LilliendahlHildur hefur lagt sjálfa sig og persónu sína undir í harðri baráttu gegn feðra-veldinu, staðalímyndum og körlum sem hata konur. Hildur er hörð og djörf bar-áttukona og aðsópsmesti femínisti landsins. Barátta hennar hefur

þó verið vanþakklát og yfir hana rignir fúkyrðum, svívirðingum og hótunum á netinu og í persónulegum skilaboðum. Hún lætur ekkert slíkt buga sig enda fær hún sjálfsagt ekki betri staðfestingu á því að hún hræðir þá sem telja sig hafa eitthvað að óttast. Á þessu ári fékk hún tvær viðurkenningar fyrir baráttuna, Hugrekkisviðurkenningu Stígamóta og viðurkenningu UN Women.

Hanna Birna KristjánsdóttirHanna Birna sprakk út sem pólitísk stjarna á árinu. Hún er eini borgarfulltrúi Sjálf-stæðisflokksins sem komst ósködduð frá REI-klúðrinu en upp úr því reis hún eins og fuglinn Fönix og náði hreðjataki á mistækum flokksformanninum. Hún hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún bauð sig fram gegn Bjarna Benediktssyni en í nýafstöðnum prófkjörum fékk hún óumdeilanlega vinsældamælingu. Hún rústaði prófkjör flokksins í Reykjavík á meðan flokksmenn í Kraganum rass-

skelltu Bjarna. Hönnu Birnu standa eru nú allir vegir færir og þegar hún verður komin á þing getur allt gerst.

Árni Páll Árnason

Prestssonurinn úr Kópavoginum virðist

vera að ná undirtök-unum í ósamstæðri Samfylkingunni. Jóhanna Sigurðardóttir sparkaði þessum súkkulaðibrúna sjarma úr ríkisstjórninni og hefur lagt sig fram um að leggja grjót í götu hans og getur ekki hugsað sér hann sem eftirmann sinn frekar en Lenín kærði sig um Stalín á sínum tíma. Árni Páll er hins vegar háll sem áll. Hann tvíefldist þegar hann missti ráðherra-stólinn. Fór í yfirgír í greinaskrifum og safnaði virðulegu skeggi. Hann þykir líklegur til þess að sigra í formannskjöri í Samfylkingunni þar sem mótframboð hins geðþekka velferðarmálaráðherra, Guðbjarts Hannessonar, virkar bitlaust.

Ásgeir TraustiÁsgeir Trausti var spútnikið í tónlist-

inni á árinu. Ásgeir Trausti sló í gegn í sjón-

varpsþættinum Hljómskálanum

með laginu Sumargestur og í kjölfarið fylgdi fyrsta platan hans, Dýrð í dauðaþögn. Platan var rifin út, seldist í um þúsund eintökum fyrstu vikuna og rauk beint í toppsæti Tónlistans. Lögum Ásgeirs Trausta var dreift grimmt á Facebook þar sem fólk á öllum aldri og ýmsum áttum kepptist við að lofa rödd þessa unga söngvara.

Ólafur DarriÓlafur Darri Ólafsson festi sig enn frekar í sessi sem einn allra

besti leikari samtím-

ans með frábærri frammistöðu í hlutverki

sínu í Djúpi Baltasars Kormáks. Þá heillar hógværð og

látleysi þessa mikla ljúflings hvarvetna og heimsfrægðin vofir yfir honum hvort sem honum líkar betur eða verr. Ólafur Darri lék í bíómyndinni XL sem verður frumsýnd á fyrsta degi nýs árs og þann 29. desember stígur hann á svið í Borgarleikhúsinu í hlutverki hins hrekklausa en of handsterka Lennys í leikritinu Mýs og menn sem gert er eftir sígildri bók Johns Steinbeck.

Annie MistAnnie Mist er einhver öflugasti íþróttamaður Íslands um þessar mundir þótt hún eigi ekki möguleika á titlinum Íþróttamaður ársins þar sem sportið hennar, Crossfit, er ekki undir regnhlíf ÍSÍ. Annie Mist varði titil sinn á Heimsleikunum í Crossfit á þessu ári og sagðist hafa fundið fyrir meiri pressu á að sigra í ár en í fyrra. Hún þorði ekki að búast við sigri en skilaði að sjálfsögðu sínu með sóma. Vefur CNN setti Annie Mist í annað sæti á topp tíu lista sinn yfir hraustustu konur heims á árinu.

Jón GnarrBorgarstjórinn rétti úr kútnum á árinu en Besta flokks brandarinn þótti heldur hafa súrnað á síðasta ári. Jón átti mörg glæsileg útspil á árinu. Hann heillaði sem fyrr í Gleðigöngunni og hristi upp í hommahöturum í Færeyjum. Í Jedi-riddaramúnderingu heillaði hann fólk við ýmis tækifæri og vakti athygli langt út fyrir landsteinanna fyrir brennandi ákafa í mannréttindabaráttumálum. Jón frumsýndi leikritið Hótel Volkswagen á árinu og gerir upp einelti sem hann varð fyrir í skáldævisögunni Sjóræninginn. Toppurinn á árinu hjá Jóni hlýtur svo að teljast sú mikla ást og virðing sem sjálf Lady Ga Ga sýndi honum þegar hún sótti landið heim ásamt Yoko Ono. Nú er í alvöru rætt um að Jón Gnarr gæti orðið borgarstjóri annað kjörtímabil auk þess sem hann hefur tekið sæti á framboðs-lista Bjartrar framtíðar.

Of Monsters and MenÞessi dáða hljómsveit sló í gegn á Ís-landi í fyrra með sinni fyrstu plötu, My Head Is an Animal og lagið Little Talks gerði það gott í Bandaríkjunum. Velgengnin ytra hélt áfram á fullu í ár. My Head Is an Animal er plata ársins á Amazon.com og sveitin tróð í tvígang upp í þætti Jay Leno.

Óskar Þór AxelssonEftir átta ára dvöl og nám í kvikmynda-gerð í Bandaríkjunum sneri Óskar Þór Axelsson heim í raun fyrst og fremst til þess að leikstýra glæpamyndinni Svartur á leik. Myndin er fyrsta bíómynd Óskars í fullri lengd og óhætt er að segja að frumraunin sé sérlega glæsileg. Yfir 60.000 manns sáu Svartur á leik í bíó og gagnrýnendur spöruðu ekki lofið.

Skærar sólir, stjörnuhröp og nýstirniNokkrar hreyfingar urðu á stjörnukortinu yfir Íslandi á árinu sem er að líða. Eins og gengur hröpuðu einhverjir af stjörnuhimninum á meðan aðrir treystu tak sitt á himnafestingunni og nýstirni skutust á loft

Stjörnur ársins 2012Baltasar Kormákur Baltasar frumsýndi loks sjóslysamyndina Djúpið á árinu og sló í gegn enda virkilega vandað verk á ferðinni. Gagnrýnendur létu stjörnum rigna yfir myndina og fólk

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit MoussaieffForsetahjónin Ólafur og Dorrit sýndu og sönnuðu á árinu

skelltu Bjarna. Hönnu Birnu standa eru nú allir vegir færir og þegar hún verður komin á þing getur allt gerst.

Árni Páll Árnason

Prestssonurinn úr Kópavoginum virðist

vera að ná undirtök-unum í ósamstæðri Samfylkingunni. Jóhanna Sigurðardóttir sparkaði þessum súkkulaðibrúna sjarma úr ríkisstjórninni og hefur lagt sig fram um að leggja grjót í götu hans og getur ekki hugsað

Annie MistAnnie Mist er einhver öflugasti íþróttamaður Íslands um þessar mundir þótt hún eigi ekki möguleika á titlinum Íþróttamaður ársins þar sem sportið hennar, Crossfit, er ekki undir regnhlíf ÍSÍ. Annie Mist varði titil sinn á Heimsleikunum í Crossfit á þessu ári og sagðist hafa fundið fyrir meiri pressu á að sigra í ár en í fyrra. Hún þorði ekki að búast við sigri en skilaði að sjálfsögðu sínu með sóma. Vefur CNN setti Annie Mist í annað sæti á topp tíu lista sinn yfir hraustustu konur heims á árinu.

löngu í Með fulla vasa af grjóti þar sem Stefán Karl glansaði.

Þrándur ÞórarinssonMyndlistar-Myndlistar-Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson heillaði fólk með verkum sínum á árinu og sló í gegn á netinu og þar með um víða veröld með kynngimagnaðir mynd sinni af ógeðslegri Grýlu sem gæðir sér á ungbarni. Myndina málaði hann að vísu 2009 en hún varð

því að hún hræðir þá sem telja sig hafa eitthvað að óttast. Á þessu ári fékk hún tvær viðurkenningar fyrir baráttuna, Hugrekkisviðurkenningu Stígamóta og viðurkenningu UN Women.

Hanna Birna KristjánsdóttirHanna Birna sprakk út sem pólitísk stjarna á árinu. Hún er eini borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem komst ósködduð frá REI-klúðrinu en upp úr því reis hún eins og fuglinn Fönix og náði hreðjataki á mistækum

um að gera næst bíómynd um vitleysuna sem vellur upp úr drengnum.

Stefán Karl StefánssonRegnbogabarnið Stefán Karl sneri heim frá Los Angeles og minnti á að hann er fjölhæfur leikari sem getur túlkað meira en Trölla sem stal jólunum og Glanna glæp. Hann og Hilmir Snær Guðnason endurtóku rullur sem þeir léku á sviði fyrir margt löngu í Með fulla vasa af grjóti þar sem

Hildur hefur lagt sjálfa sig og persónu sína undir í harðri baráttu gegn feðraveldinu, staðalímyndum og körlum sem hata konur. Hildur er hörð og djörf baráttukona og aðsópsmesti femínisti landsins. Barátta hennar hefur

þó verið vanþakklát og yfir hana rignir fúkyrðum, svívirðingum og hótunum á netinu og í persónulegum skilaboðum. Hún lætur ekkert slíkt buga sig enda fær hún sjálfsagt ekki betri staðfestingu á því að hún hræðir þá sem telja sig hafa

hins geðþekka velferðarmálaráðherra, Guðbjarts Hannessonar, virkar bitlaust.

Ásgeir TraustiÁsgeir Trausti var spútnikið í tónlist-

inni á árinu. Ásgeir Trausti sló í gegn í sjón-

varpsþættinum Hljómskálanum

með laginu Sumargestur og í kjölfarið fylgdi fyrsta platan hans, Dýrð í dauðaþögn. Platan var rifin út, seldist í um þúsund eintökum fyrstu vikuna og rauk beint í toppsæti

fyrr í Gleðigöngunni og hristi upp í hommahöturum í Færeyjum. Í Jedi-riddaramúnderingu heillaði hann fólk við ýmis tækifæri og vakti athygli langt út fyrir landsteinanna fyrir brennandi ákafa í mannréttindabaráttumálum. Jón frumsýndi leikritið Hótel Volkswagen á árinu og gerir upp einelti sem hann varð fyrir í skáldævisögunni Sjóræninginn. Toppurinn á árinu hjá Jóni hlýtur svo að teljast sú mikla ást og virðing sem sjálf Lady Ga Ga sýndi honum þegar hún sótti landið heim ásamt Yoko Ono. Nú er í alvöru rætt um að Jón Gnarr gæti orðið borgarstjóri annað kjörtímabil auk þess

að enginn stenst þeim snúning þegar kemur að refsku í pólitík og ómótstæðilegum sjarma. Þau vörðu vígi sitt á Bessastöðum gegn áhlaupi fjölmiðlaparsins Þóru Arnórsdóttur og Svavars Halldórs-sonar og tryggðu Ólafi Ragnari fimmta kjörtímabilið. Ólafur mun því sitja á forsetastóli í tuttugu ár og slá þar með met

Vigdísar Finnbogadóttur og Ásgeirs Ás-geirssonar sem sátu í sextán ár. Ólafur

og hefur lagt sig fram um að leggja grjót í götu hans og getur ekki hugsað sér hann sem eftirmann sinn frekar en Lenín kærði sig um Stalín á sínum tíma. Árni Páll er hins vegar háll sem áll. Hann tvíefldist þegar hann missti ráðherrastólinn. Fór í yfirgír í greinaskrifum og safnaði virðulegu skeggi. Hann þykir líklegur til þess að sigra í formannskjöri í Samfylkingunni þar sem mótframboð

Óskar Þór AxelssonEftir átta ára dvöl og nám í kvikmynda-gerð í Bandaríkjunum sneri Óskar Þór Axelsson heim í raun fyrst og fremst til þess að leikstýra glæpamyndinni Svartur á leik. Myndin er fyrsta bíómynd Óskars í fullri lengd og óhætt er að segja að frumraunin sé sérlega glæsileg. Yfir 60.000 manns sáu Svartur á leik í bíó og gagnrýnendur spöruðu

frjálslegri framkomu sinni þannig að saman eru þau ósigrandi. You ain t seen

Hildur LilliendahlHildur hefur lagt sjálfa sig og persónu sína undir í harðri baráttu gegn feðra-veldinu, staðalímyndum og körlum sem hata konur. Hildur er hörð og djörf bar-konur. Hildur er hörð og djörf bar-konur. Hildur er hörð og djörf baráttukona og aðsópsmesti femínisti landsins. Barátta hennar hefur

þó verið vanþakklát og yfir hana rignir fúkyrðum, svívirðingum og hótunum á

hins geðþekka velferðarmálaráðherra, Guðbjarts Hannessonar, virkar bitlaust.

Ásgeir TraustiÁsgeir Trausti var spútnikið í tónlist

inni á árinu. Ásgeir Trausti sló í gegn í sjón

varpsþættinum Hljómskálanum

með laginu Sumargestur og í kjölfarið fylgdi fyrsta platan hans, Dýrð í dauðaþögn. Platan rifin út, seldist í um þúsund eintökum fyrstu vikuna og rauk beint í toppsæti Tónlistans. Lögum Ásgeirs Trausta var

Annie MistAnnie Mist er einhver öflugasti íþróttamaður Íslands um þessar mundir þótt hún eigi ekki möguleika á titlinum Íþróttamaður ársins þar sem sportið hennar, Crossfit, er ekki undir

Guns. Staða Baltasars er orðin það sterk í Bandaríkjunum að hann getur nú valið úr spennandi verkefnum.

Steindi Jr.Steindi hélt áfram að vera fyndinn og sniðugur á árinu og ber höfuð og herðar yfir aðra sem grínast í sjónvarpi þessi misserin. Þriðja þáttaröð hans er nýkomin út á DVD og talað er um að gera næst bíómynd um vit

og Svavars Halldórssonar og tryggðu Ólafi Ragnari fimmta kjörtímabilið. Ólafur mun því sitja á forsetastóli í tuttugu ár og slá þar með met

Vigdísar Finnbogadóttur og Ásgeirs Ásgeirssonar sem sátu í sextán ár. Ólafur

sér um klækina og Dorrit heillar með frjálslegri framkomu sinni þannig að

saman eru þau ósigrandi. You ain t seen nothing yet!

Hildur LilliendahlHildur hefur lagt sjálfa

um að gera næst bíómynd um vit-leysuna sem vellur upp úr drengnum. Hildur Lilliendahl

Hildur hefur lagt sjálfa

Hugrekkisviðurkenningu Stígamóta og viðurkenningu UN Women.

Hanna Birna KristjánsdóttirHanna Birna sprakk út sem pólitísk stjarna á árinu. Hún er eini borgarfulltrúi Sjálf-stæðisflokksins sem komst ósködduð frá REI-klúðrinu en upp úr því reis hún eins og fuglinn Fönix og náði hreðjataki á mistækum flokksformanninum. Hún hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún bauð sig fram gegn Bjarna Benediktssyni en

Ólafur Darri Ólafsson festi sig enn frekar í sessi sem einn allra

besti leikari samtím

ans með frábærri frammistöðu í hlutverki

sínu í Djúpi Baltasars Kormáks. Þá heillar hógværð og

látleysi þessa mikla ljúflings hvarvetna og heimsfrægðin vofir yfir honum hvort sem honum líkar betur eða verr. Ólafur Darri lék í bíómyndinni XL sem verður frumsýnd á fyrsta degi nýs árs og þann 29. desember stígur hann á

á öllum aldri og ýmsum áttum kepptist við að lofa rödd þessa unga söngvara.

Ólafur DarriÓlafur Darri Ólafsson festi sig enn frekar í sessi sem einn allra

besti leikari samtím-

ans með frábærri frammistöðu í hlutverki

sínu í Djúpi Baltasars Kormáks. Þá heillar hógværð og

látleysi þessa mikla ljúflings hvarvetna

Ólafur Darri Ólafsson festi sig enn frekar í sessi sem einn allra

besti leikari samtím

ans með frábærri frammistöðu í hlutverki

sínu í Djúpi Baltasars Kormáks. Þá heillar hógværð og

látleysi þessa mikla ljúflings hvarvetna

sínu með sóma. Vefur CNN setti Annie Mist í annað sæti á topp tíu lista sinn yfir hraustustu konur heims á árinu.

Jón GnarrBorgarstjórinn rétti úr kútnum á árinu en Besta flokks brandarinn þótti heldur hafa súrnað á síðasta ári. Jón átti mörg glæsileg útspil á árinu. Hann heillaði sem fyrr í Gleðigöngunni og hristi upp í hommahöturum í Færeyjum. Í Jedi-riddaramúnderingu heillaði hann fólk við ýmis tækifæri og vakti athygli langt

Ólafur Ragnar Grímsson og

MoussaieffForsetahjónin Ólafur og Dorrit sýndu og sönnuðu á árinu að enginn stenst þeim

skelltu Bjarna. Hönnu Birnu standa eru nú allir vegir færir og þegar hún verður komin á þing getur allt gerst.

Árni Páll Árnason

Prestssonurinn úr Kópavoginum virðist

vera að ná undirtökunum í ósamstæðri Samfylkingunni. Jóhanna Sigurðardóttir sparkaði þessum súkkulaðibrúna sjarma úr ríkisstjórninni og hefur lagt sig fram um að leggja

Stjörnur ársins 2012

að enginn stenst þeim snúning þegar kemur að refsku í pólitík og ómótstæðilegum sjarma. Þau vörðu vígi sitt á Bessastöðum gegn áhlaupi

vera að ná undirtökunum í ósamstæðri Samfylkingunni. Jóhanna Sigurðardóttir sparkaði þessum súkkulaðibrúna sjarma úr ríkisstjórninni og hefur lagt sig fram um að leggja

lista Bjartrar framtíðar.

Of Monsters and MenÞessi dáða hljómsveit sló í gegn á Ís-landi í fyrra með sinni fyrstu plötu, My Head Is an Animal og lagið Little Talks gerði það gott í Bandaríkjunum. Velgengnin ytra hélt áfram á fullu í ár. My Head Is an Animal er plata ársins á Amazon.com og sveitin tróð í tvígang

Óskar Þór Axelsson

Framhald á næstu opnu

20 úttekt Helgin 28.-30. desember 2012

Page 21: 28 desember 2012

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Um leið minnum við á að ál er ekki bara létt, sterkt og fallegt, heldur má endurnýta það nánast endalaust.

Munum að endurvinna um hátíðarnar!

Takk fyrir frábært samstarfStarfsfólk Norðuráls

Page 22: 28 desember 2012

BREYTT OG BÆTT VÍNBÚÐ EFTIR ÁRAMÓT

vinbudin.is

VÍNBÚÐINNI OKKAR Í AUSTURSTRÆTI VERÐUR LOKAÐ Í JANÚAR OG FRAM Í FEBRÚAR VEGNA ENDURBÓTA. HLÖKKUM TIL AÐ BJÓÐA YKKUR VELKOMIN Í NÝJA OG BETRI VÍNBÚÐ.

Valur Freyr Einarsson og Ilmur StefánsdóttirHjónin Valur Freyr Einarsson og Ilmur Stefánsdóttir, mynd-listarkona og leikmyndahönnuður, áttu leiksýningu ársins, Tengdó, á Grímunni í sumar. Valur Freyr fékk að auki leikskáldaverðlaunin en hann samdi verkið um mömmu Ilmar. Þá var hann valinn besti leikari ársins.

Damon YoungerDamon átti firnasterka innkomu í hlutverki brjálæðingsins Brúnó í Svartur á leik. Myndin var gegnum-sneitt ákaflega vel leikinn en Damon skyggði á alla aðra. Í dómi Frétta-tímans um Svartur á leik var þetta sagt um Damon: „Damon Younger er, að öðrum ólöstuðum, aðalgæi myndarinn-ar. Hann er hreint út sagt frábær Brúnó og skilar svo ógeðslegum sikkópata með slíkum ísköldum glæsibrag að annað eins illmenni hefur ekki sést í íslensku bíói. Frammistaða á heimsmælikvarða!“

Katrín JónsdóttirKatrín átti stórleik með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Fyrirliðinn leiddi lið sitt aftur á stórmót í knatt-spyrnu auk þess sem hún sinnti læknastörfum af sömu elju og metnaði og á knattspyrnuvellinum.

Sóley StefánsdóttirTónlistarkonan Sóley kom öllum á óvart þegar nýtt myndband hennar við lagið I'll drown af plötunni We Sink, sem kom út í fyrra, sló hressilega í gegn á Youtube. Það lag og reyndar fleiri lög eftir hana hafa náð fleiri milljónum spilana á vefsíðunni.

Ingibjörg Reynisdóttir Leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir á

óvæntustu metsölubók síðustu ára en bók hennar um einbúann Gísla á

Uppsölum hitti þjóðarsálina í hjartastað og hefur selst í bílförmum. Hún ýtti við bæði Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur á metsölulistum jólabókaflóðsins.

Vilborg Arna Gissurardóttir Útivistarkonan Vilborg Arna eyðir jólunum alein á Suðurheimskautinu en hún gerir ráð fyrir að komast á Suðurpólinn um miðjan

janúar en þá hefur hún lagt að baki um 1100 kílómetra. Þetta gerir hún til

stuðnings styrktarfélagsins Líf.

Gréta SalómeFiðluleikarinn fingrafimi Gréta Salóme heillaði landann með lagi sínu Never Forget eða Mundu eftir mér í Söngvakeppni Sjónvarpsins og fór síðan með lagið til Bakú í Aserbaídsjan þar sem hún keppti fyrir hönd landsins í Eurovision. Hún hafnaði í 20. sæti og sendi nýverið frá sér sína fyrstu hljómplötu.

Elva DöggElva Dögg Gunnarsdóttir er með versta

tilfelli Tourette-heilkennis sem læknir hennar hefur nokkru sinni séð.

Brynja Þorgeirsdóttir kynnti Elvu fyrir þjóðinni með heimildar-

mynd sinni Snúið líf Elvu. Elva er með fyndnari uppistandsgrínurum lands-ins og fer á kostum á sviði þar sem hún gerir ekki síst grín að sjálfri sér og sjúkdómi sínum.

Jón Margeir Sverrisson Sundkappinn kom, sá og sigraði á Ól-ympíumóti fatlaðra í London. Þessi 19 ára Kópavogsbúi eyðir 25 klukkustundum í

sundlaug á viku. Hann er elstur þriggja systkina og býr hjá einstæðum föður sínum.

Íslendingar samglöddust honum ákaflega þegar hann vann til gullverðlauna á mótinu.

Bjarni BenediktssonFormaður Sjálfstæðisflokksins á ekki sjö dagana sæla með Hönnu Birnu á ljóshraða upp metorðastigann innan flokksins. Bjarni varð að vísu efstur í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi en fékk aðeins 54% stuðning í efsta sætið sem er engum formanni gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV duglegt við að herða vafningssnöruna um háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður og á hálum ís.

Þóra Arnórsdóttir og Svavar HalldórssonHjónin Þóra og Svavar fengu sterkan meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til embættis forseta Íslands gegn hinum þaulsætna Ólafi Ragnari Grímssyni. Á tímabili leit úr fyrir að Ólafi Ragnari stæði mikil og raunveruleg ógn af framboði Þóru en eftir því sem leið á baráttuna fjaraði undan framboði hennar á meðan forsetinn sótti hressilega í sig veðrið. Þóra var valin vinsælasti sjónvarps-maður ársins áður og naut mikilla vinsælda sem aðstoðarritstjóri Kastljóss og spyrill í Útsvari. Eftir hrakfarirnar í kosninga-baráttunni hefur lítið sem ekkert sést til sjónvarpsstjörnunnar og skjárinn er fátæklegri fyrir vikið. Eiginmaður hennar átti ekki heldur sjö dagana sæla á árinu. Fortíð hans þvældist fyrir framboðinu en á móti kom sú virðing sem hann naut fyrir að hafa gengið hart fram í fréttaflutningi af bralli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar. Þar var þó kappið meira en forsjáin og Hæstiréttur dæmdi honum í óhag í meiðyrðamáli sem Jón Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn aftur í fréttirnar en hefur ekki sýnt sömu tilþrif og fyrir kosningatapið.

Björn Valur GíslasonFormaður fjárlaganefndar og innsti koppur í her-búðum Steingríms J. Sigfús-sonar neyddist til þess að tefla djarfan leik í vetur þegar hann flutti sig um set og gaf kost á sér í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Sjóarinn að norðan höfðaði ekki til lattélepjandi lopapeysuliðsins í höfuðborginni sem hafnaði honum. Björn Valur hverfur því af þingi á næsta ári.

Lilja MósesdóttirLilja var einn grimmasti villikötturinn í flokki Vinstri grænna og endaði með að yfirgefa flokkinn. Hún fór með himinskautum í vinsæld-um eftir brotthlaupið og mældist með um 25% fylgi í fyrstu skoðanakönnun eftir að hún boðaði að hún myndi stofna nýtt stjórnmálaafl. Síðan varð Samstaða til en vinsældir Lilju gufuðu upp, hún hætti við að taka að sér for-mennsku í hinum nýja flokki og yfirgaf hann síðan. Lilja náði hátt á listum yfir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir Lilju kveðið hafa.

Sigrún StefánsdóttirLöngum drottnunartíma Sigrúnar Stefáns-dóttur sem dagskrárstjóra Ríkisútvarps-ins lauk skyndilega á árinu eftir að hún lenti upp á kant við blóðheitan útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Staða dagskrárstjóra felur óneitanlega í sér völd og áhrif í menningarlífinu en deila um má um hversu vel Sigrún spilaði úr þeim þar sem á meðal rósanna í hnappagati hennar voru mislukkaðir þættir eins og Tríó og Kexvexmiðjan.

Valur Freyr Einarsson og Ilmur StefánsdóttirHjónin Valur Freyr Einarsson og Ilmur Stefánsdóttir, mynd-listarkona og leikmyndahönnuður, áttu leiksýningu ársins, Tengdó, á Grímunni í sumar. Valur Freyr fékk að auki leikskáldaverðlaunin en hann

Ingibjörg Reynisdóttir Leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir á

óvæntustu metsölubók síðustu ára en bók hennar um einbúann Gísla á

Uppsölum hitti þjóðarsálina í hjartastað og hefur selst í bílförmum. Hún ýtti við bæði Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur á metsölulistum jólabókaflóðsins.

Vilborg Arna Gissurardóttir Útivistarkonan Vilborg Arna eyðir jólunum alein á Suðurheimskautinu en hún gerir ráð fyrir að komast á Suðurpólinn um miðjan

Ingibjörg Reynisdóttir Leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir á

óvæntustu metsölubók síðustu ára en bók hennar um einbúann Gísla á

Uppsölum hitti þjóðarsálina í hjartastað og hefur selst í bílförmum. Hún ýtti við bæði Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur á metsölulistum jólabókaflóðsins.

Vilborg Arna Gissurardóttir Útivistarkonan Vilborg Arna eyðir jólunum alein

samdi verkið um mömmu Ilmar. Þá var hann valinn besti leikari ársins.

Damon YoungerDamon átti firnasterka innkomu í hlutverki brjálæðingsins Brúnó í Svartur á leik. Myndin var gegnum-sneitt ákaflega vel leikinn en Damon skyggði á alla aðra. Í dómi Frétta-tímans um Svartur á leik var þetta sagt um Damon: „Damon Younger er, að öðrum ólöstuðum, aðalgæi myndarinn-ar. Hann er hreint út sagt frábær Brúnó og skilar svo ógeðslegum sikkópata með

fyrir að komast á Suðurpólinn um miðjan janúar en þá hefur hún lagt að baki

um 1100 kílómetra. Þetta gerir hún til stuðnings styrktarfélagsins Líf.

Gréta SalómeFiðluleikarinn fingrafimi Gréta Salóme heillaði landann með lagi sínu Never Forget eða Mundu eftir mér í Söngvakeppni Sjónvarpsins og fór síðan með lagið til Bakú í Aserbaídsjan þar sem hún keppti fyrir hönd landsins í Eurovision. Hún hafnaði í 20. sæti og sendi nýverið frá sér sína fyrstu hljómplötu.

samdi verkið um mömmu Ilmar. Þá var hann valinn besti leikari ársins.

Damon Younger

Vilborg Arna Gissurardóttir Útivistarkonan Vilborg Arna eyðir jólunum alein á Suðurheimskautinu en hún gerir ráð fyrir að komast á Suðurpólinn um miðjan

og skilar svo ógeðslegum sikkópata með slíkum ísköldum glæsibrag að annað eins illmenni hefur ekki sést í íslensku bíói. Frammistaða á heimsmælikvarða!“

Katrín JónsdóttirKatrín átti stórleik með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Fyrirliðinn leiddi lið sitt aftur á stórmót í knatt-spyrnu auk þess sem hún sinnti

og sendi nýverið frá sér sína fyrstu hljómplötu.

Elva DöggElva Dögg Gunnarsdóttir er með versta

tilfelli Tourette-heilkennis sem læknir hennar hefur nokkru sinni séð.

Brynja Þorgeirsdóttir kynnti Elvu fyrir þjóðinni með heimildar

mynd sinni Snúið líf Elvu. Elva er með fyndnari uppistandsgrínurum landsins og fer á kostum á sviði þar sem hún gerir ekki síst grín að sjálfri sér og sjúkdómi sínum.

Jón Margeir Sverrisson

og skilar svo ógeðslegum sikkópata með slíkum ísköldum glæsibrag að annað

fyrir hönd landsins í Eurovision. Hún hafnaði í 20. sæti og sendi nýverið frá sér sína fyrstu hljómplötu.

læknastörfum af sömu elju og metnaði og á knattspyrnuvellinum.

Sóley StefánsdóttirTónlistarkonan Sóley kom öllum á óvart þegar nýtt myndband hennar við lagið I'll drown af plötunni We Sink, sem kom út í fyrra, sló hressilega í gegn á Youtube. Það lag og reyndar fleiri lög eftir hana hafa náð fleiri milljónum spilana á vefsíðunni.

Jón Margeir Sverrisson Sundkappinn kom, sá og sigraði á Ólympíumóti fatlaðra í London. Þessi 19 ára Kópavogsbúi eyðir 25 klukkustundum í

sundlaug á viku. Hann er elstur þriggja systkina og býr hjá einstæðum föður sínum.

Íslendingar samglöddust honum ákaflega þegar hann vann til gullverðlauna á mótinu.

læknastörfum af sömu elju og metnaði og á knattspyrnuvellinum.

Sóley StefánsdóttirTónlistarkonan Sóley kom öllum á

fyndnari uppistandsgrínurum landsins og fer á kostum á sviði þar sem hún gerir ekki síst grín að sjálfri sér og sjúkdómi sínum.

Jón Margeir Sverrisson

Útivistarkonan Vilborg Arna eyðir jólunum alein á Suðurheimskautinu en hún gerir ráð fyrir að komast á Suðurpólinn um miðjan

janúar en þá hefur hún lagt að baki um 1100 kílómetra. Þetta gerir hún til

Fiðluleikarinn fingrafimi Gréta Salóme heillaði landann með lagi sínu Never Forget eða Mundu eftir mér í Söngvakeppni Sjónvarpsins og fór síðan

bæði Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur á metsölulistum jólabókaflóðsins.

Vilborg Arna Gissurardóttir Útivistarkonan Vilborg Arna eyðir jólunum alein

gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV duglegt við að herða vafningssnöruna um duglegt við að herða vafningssnöruna um duglegt við að herða vafningssnöruna um duglegt við að herða vafningssnöruna um háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður og á hálum ís.og á hálum ís.og á hálum ís.og á hálum ís.

Þóra Arnórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir og Svavar HalldórssonSvavar HalldórssonSvavar HalldórssonSvavar HalldórssonSvavar HalldórssonHjónin Þóra og Svavar fengu sterkan Hjónin Þóra og Svavar fengu sterkan Hjónin Þóra og Svavar fengu sterkan meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til embættis forseta Íslands gegn hinum embættis forseta Íslands gegn hinum embættis forseta Íslands gegn hinum embættis forseta Íslands gegn hinum þaulsætna Ólafi Ragnari þaulsætna Ólafi Ragnari þaulsætna Ólafi Ragnari þaulsætna Ólafi Ragnari Grímssyni. Á tímabili leit Grímssyni. Á tímabili leit Grímssyni. Á tímabili leit Grímssyni. Á tímabili leit úr fyrir að Ólafi Ragnari úr fyrir að Ólafi Ragnari úr fyrir að Ólafi Ragnari úr fyrir að Ólafi Ragnari stæði mikil og raunveruleg ógn stæði mikil og raunveruleg ógn stæði mikil og raunveruleg ógn stæði mikil og raunveruleg ógn af framboði Þóru en eftir því af framboði Þóru en eftir því af framboði Þóru en eftir því af framboði Þóru en eftir því

eftir mér í Söngvakeppni Sjónvarpsins og fór síðan með lagið til Bakú í Aserbaídsjan þar sem hún keppti fyrir hönd landsins í Eurovision. Hún hafnaði í 20. sæti og sendi nýverið frá sér sína fyrstu hljómplötu.

Fiðluleikarinn fingrafimi Gréta Salóme heillaði landann með lagi sínu Never Forget eða Mundu eftir mér í Söngvakeppni Sjónvarpsins og fór síðan

Sundkappinn kom, sá og sigraði á Ólympíumóti fatlaðra í London. Þessi 19 ára Kópavogsbúi eyðir 25 klukkustundum í

sundlaug á viku. Hann er elstur þriggja systkina og býr hjá einstæðum föður sínum.

Íslendingar samglöddust honum ákaflega þegar hann vann til gullverðlauna á mótinu.

og sendi nýverið frá sér sína fyrstu hljómplötu.

Elva Dögg Gunnarsdóttir er með versta tilfelli Tourette-heilkennis sem læknir

hennar hefur nokkru sinni séð. Brynja Þorgeirsdóttir kynnti

Elvu fyrir þjóðinni með heimildar-Elvu fyrir þjóðinni með heimildar-Elvu fyrir þjóðinni með heimildarmynd sinni Snúið líf Elvu. Elva er með fyndnari uppistandsgrínurum landsins og fer á kostum á sviði þar sem hún gerir ekki síst grín að sjálfri sér og sjúkdómi sínum.

Jón Margeir Sverrisson Sundkappinn kom, sá og sigraði á Ól

og sendi nýverið frá sér sína fyrstu hljómplötu.

Elva Dögg Gunnarsdóttir er með versta

fyndnari uppistandsgrínurum lands-ins og fer á kostum á sviði þar sem hún gerir ekki síst grín að sjálfri sér og sjúkdómi sínum.

Jón Margeir Sverrisson Sundkappinn kom, sá og sigraði á Ól-

Stjörnuhröp 2012Bjarni BenediktssonBjarni BenediktssonBjarni BenediktssonBjarni BenediktssonBjarni BenediktssonBjarni BenediktssonBjarni BenediktssonFormaður Sjálfstæðisflokksins Formaður Sjálfstæðisflokksins Formaður Sjálfstæðisflokksins Formaður Sjálfstæðisflokksins á ekki sjö dagana sæla með á ekki sjö dagana sæla með á ekki sjö dagana sæla með Hönnu Birnu á ljóshraða upp Hönnu Birnu á ljóshraða upp Hönnu Birnu á ljóshraða upp metorðastigann innan flokksins. metorðastigann innan flokksins. metorðastigann innan flokksins. metorðastigann innan flokksins. Bjarni varð að vísu efstur í prófkjöri Bjarni varð að vísu efstur í prófkjöri Bjarni varð að vísu efstur í prófkjöri Bjarni varð að vísu efstur í prófkjöri Bjarni varð að vísu efstur í prófkjöri Bjarni varð að vísu efstur í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi en flokksins í Suðvesturkjördæmi en flokksins í Suðvesturkjördæmi en flokksins í Suðvesturkjördæmi en flokksins í Suðvesturkjördæmi en flokksins í Suðvesturkjördæmi en fékk aðeins 54% stuðning í efsta fékk aðeins 54% stuðning í efsta fékk aðeins 54% stuðning í efsta fékk aðeins 54% stuðning í efsta sætið sem er engum formanni sætið sem er engum formanni sætið sem er engum formanni sætið sem er engum formanni gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV

Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012

Vinstri grænna í Reykjavík. Sjóarinn Vinstri grænna í Reykjavík. Sjóarinn að norðan höfðaði ekki til lattélepjandi að norðan höfðaði ekki til lattélepjandi að norðan höfðaði ekki til lattélepjandi lopapeysuliðsins í höfuðborginni sem lopapeysuliðsins í höfuðborginni sem lopapeysuliðsins í höfuðborginni sem hafnaði honum. Björn Valur hverfur því hafnaði honum. Björn Valur hverfur því hafnaði honum. Björn Valur hverfur því af þingi á næsta ári.af þingi á næsta ári.af þingi á næsta ári.

Lilja MósesdóttirLilja MósesdóttirLilja MósesdóttirLilja MósesdóttirLilja MósesdóttirLilja MósesdóttirLilja MósesdóttirLilja MósesdóttirLilja var einn grimmasti villikötturinn Lilja var einn grimmasti villikötturinn Lilja var einn grimmasti villikötturinn Lilja var einn grimmasti villikötturinn Lilja var einn grimmasti villikötturinn Lilja var einn grimmasti villikötturinn Lilja var einn grimmasti villikötturinn Lilja var einn grimmasti villikötturinn Lilja var einn grimmasti villikötturinn í flokki Vinstri grænna og endaði með í flokki Vinstri grænna og endaði með í flokki Vinstri grænna og endaði með í flokki Vinstri grænna og endaði með í flokki Vinstri grænna og endaði með í flokki Vinstri grænna og endaði með í flokki Vinstri grænna og endaði með í flokki Vinstri grænna og endaði með í flokki Vinstri grænna og endaði með í flokki Vinstri grænna og endaði með að yfirgefa flokkinn. Hún fór með að yfirgefa flokkinn. Hún fór með að yfirgefa flokkinn. Hún fór með að yfirgefa flokkinn. Hún fór með að yfirgefa flokkinn. Hún fór með að yfirgefa flokkinn. Hún fór með að yfirgefa flokkinn. Hún fór með að yfirgefa flokkinn. Hún fór með himinskautum í vinsældhiminskautum í vinsældhiminskautum í vinsældhiminskautum í vinsæld--um eftir brotthlaupið og um eftir brotthlaupið og um eftir brotthlaupið og um eftir brotthlaupið og mældist með um 25% fylgi mældist með um 25% fylgi mældist með um 25% fylgi mældist með um 25% fylgi mældist með um 25% fylgi mældist með um 25% fylgi í fyrstu skoðanakönnun eftir í fyrstu skoðanakönnun eftir í fyrstu skoðanakönnun eftir í fyrstu skoðanakönnun eftir í fyrstu skoðanakönnun eftir í fyrstu skoðanakönnun eftir að hún boðaði að hún myndi að hún boðaði að hún myndi að hún boðaði að hún myndi að hún boðaði að hún myndi að hún boðaði að hún myndi að hún boðaði að hún myndi stofna nýtt stjórnmálaafl. stofna nýtt stjórnmálaafl. stofna nýtt stjórnmálaafl. stofna nýtt stjórnmálaafl. stofna nýtt stjórnmálaafl. Síðan varð Samstaða til Síðan varð Samstaða til Síðan varð Samstaða til Síðan varð Samstaða til en vinsældir Lilju gufuðu en vinsældir Lilju gufuðu en vinsældir Lilju gufuðu en vinsældir Lilju gufuðu en vinsældir Lilju gufuðu upp, hún hætti við að taka að sér forupp, hún hætti við að taka að sér forupp, hún hætti við að taka að sér forupp, hún hætti við að taka að sér forupp, hún hætti við að taka að sér formennsku í hinum nýja flokki og yfirgaf mennsku í hinum nýja flokki og yfirgaf mennsku í hinum nýja flokki og yfirgaf mennsku í hinum nýja flokki og yfirgaf mennsku í hinum nýja flokki og yfirgaf hann síðan. Lilja náði hátt á listum yfir hann síðan. Lilja náði hátt á listum yfir hann síðan. Lilja náði hátt á listum yfir hann síðan. Lilja náði hátt á listum yfir hann síðan. Lilja náði hátt á listum yfir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir

fyrir framboðinu en á móti kom sú virðing fyrir framboðinu en á móti kom sú virðing fyrir framboðinu en á móti kom sú virðing fyrir framboðinu en á móti kom sú virðing fyrir framboðinu en á móti kom sú virðing fyrir framboðinu en á móti kom sú virðing fyrir framboðinu en á móti kom sú virðing fyrir framboðinu en á móti kom sú virðing fyrir framboðinu en á móti kom sú virðing fyrir framboðinu en á móti kom sú virðing sem hann naut fyrir að hafa gengið hart sem hann naut fyrir að hafa gengið hart sem hann naut fyrir að hafa gengið hart sem hann naut fyrir að hafa gengið hart sem hann naut fyrir að hafa gengið hart sem hann naut fyrir að hafa gengið hart sem hann naut fyrir að hafa gengið hart sem hann naut fyrir að hafa gengið hart sem hann naut fyrir að hafa gengið hart sem hann naut fyrir að hafa gengið hart fram í fréttaflutningi af bralli Jóns Ásgeirs fram í fréttaflutningi af bralli Jóns Ásgeirs fram í fréttaflutningi af bralli Jóns Ásgeirs fram í fréttaflutningi af bralli Jóns Ásgeirs fram í fréttaflutningi af bralli Jóns Ásgeirs fram í fréttaflutningi af bralli Jóns Ásgeirs fram í fréttaflutningi af bralli Jóns Ásgeirs fram í fréttaflutningi af bralli Jóns Ásgeirs fram í fréttaflutningi af bralli Jóns Ásgeirs fram í fréttaflutningi af bralli Jóns Ásgeirs fram í fréttaflutningi af bralli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar. Þar Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar. Þar Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar. Þar Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar. Þar Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar. Þar Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar. Þar Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar. Þar Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar. Þar Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar. Þar Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar. Þar Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar. Þar Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar. Þar var þó kappið meira en forsjáin og Hæstiréttur var þó kappið meira en forsjáin og Hæstiréttur var þó kappið meira en forsjáin og Hæstiréttur var þó kappið meira en forsjáin og Hæstiréttur var þó kappið meira en forsjáin og Hæstiréttur var þó kappið meira en forsjáin og Hæstiréttur var þó kappið meira en forsjáin og Hæstiréttur var þó kappið meira en forsjáin og Hæstiréttur var þó kappið meira en forsjáin og Hæstiréttur var þó kappið meira en forsjáin og Hæstiréttur var þó kappið meira en forsjáin og Hæstiréttur var þó kappið meira en forsjáin og Hæstiréttur dæmdi honum í óhag í meiðyrðamáli sem Jón dæmdi honum í óhag í meiðyrðamáli sem Jón dæmdi honum í óhag í meiðyrðamáli sem Jón dæmdi honum í óhag í meiðyrðamáli sem Jón dæmdi honum í óhag í meiðyrðamáli sem Jón dæmdi honum í óhag í meiðyrðamáli sem Jón dæmdi honum í óhag í meiðyrðamáli sem Jón dæmdi honum í óhag í meiðyrðamáli sem Jón dæmdi honum í óhag í meiðyrðamáli sem Jón dæmdi honum í óhag í meiðyrðamáli sem Jón dæmdi honum í óhag í meiðyrðamáli sem Jón dæmdi honum í óhag í meiðyrðamáli sem Jón Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn aftur í fréttirnar en hefur ekki sýnt sömu aftur í fréttirnar en hefur ekki sýnt sömu aftur í fréttirnar en hefur ekki sýnt sömu aftur í fréttirnar en hefur ekki sýnt sömu aftur í fréttirnar en hefur ekki sýnt sömu aftur í fréttirnar en hefur ekki sýnt sömu aftur í fréttirnar en hefur ekki sýnt sömu aftur í fréttirnar en hefur ekki sýnt sömu aftur í fréttirnar en hefur ekki sýnt sömu aftur í fréttirnar en hefur ekki sýnt sömu tilþrif og fyrir kosningatapið.tilþrif og fyrir kosningatapið.tilþrif og fyrir kosningatapið.tilþrif og fyrir kosningatapið.tilþrif og fyrir kosningatapið.tilþrif og fyrir kosningatapið.

Björn Valur GíslasonBjörn Valur GíslasonBjörn Valur GíslasonBjörn Valur GíslasonBjörn Valur GíslasonBjörn Valur GíslasonBjörn Valur GíslasonBjörn Valur GíslasonBjörn Valur GíslasonBjörn Valur GíslasonFormaður fjárlaganefndar Formaður fjárlaganefndar Formaður fjárlaganefndar Formaður fjárlaganefndar og innsti koppur í herog innsti koppur í herog innsti koppur í her-og innsti koppur í her-og innsti koppur í herbúðum Steingríms J. Sigfúsbúðum Steingríms J. Sigfúsbúðum Steingríms J. Sigfúsbúðum Steingríms J. Sigfúsbúðum Steingríms J. Sigfús-sonar neyddist til þess að tefla sonar neyddist til þess að tefla sonar neyddist til þess að tefla sonar neyddist til þess að tefla sonar neyddist til þess að tefla sonar neyddist til þess að tefla djarfan leik í vetur þegar djarfan leik í vetur þegar djarfan leik í vetur þegar djarfan leik í vetur þegar hann flutti sig um set og hann flutti sig um set og hann flutti sig um set og gaf kost á sér í forvali gaf kost á sér í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Sjóarinn Vinstri grænna í Reykjavík. Sjóarinn Vinstri grænna í Reykjavík. Sjóarinn Vinstri grænna í Reykjavík. Sjóarinn Vinstri grænna í Reykjavík. Sjóarinn Vinstri grænna í Reykjavík. Sjóarinn Vinstri grænna í Reykjavík. Sjóarinn Vinstri grænna í Reykjavík. Sjóarinn Vinstri grænna í Reykjavík. Sjóarinn að norðan höfðaði ekki til lattélepjandi að norðan höfðaði ekki til lattélepjandi að norðan höfðaði ekki til lattélepjandi að norðan höfðaði ekki til lattélepjandi að norðan höfðaði ekki til lattélepjandi að norðan höfðaði ekki til lattélepjandi að norðan höfðaði ekki til lattélepjandi að norðan höfðaði ekki til lattélepjandi að norðan höfðaði ekki til lattélepjandi lopapeysuliðsins í höfuðborginni sem lopapeysuliðsins í höfuðborginni sem lopapeysuliðsins í höfuðborginni sem lopapeysuliðsins í höfuðborginni sem lopapeysuliðsins í höfuðborginni sem lopapeysuliðsins í höfuðborginni sem lopapeysuliðsins í höfuðborginni sem lopapeysuliðsins í höfuðborginni sem lopapeysuliðsins í höfuðborginni sem hafnaði honum. Björn Valur hverfur því hafnaði honum. Björn Valur hverfur því hafnaði honum. Björn Valur hverfur því hafnaði honum. Björn Valur hverfur því hafnaði honum. Björn Valur hverfur því hafnaði honum. Björn Valur hverfur því hafnaði honum. Björn Valur hverfur því hafnaði honum. Björn Valur hverfur því hafnaði honum. Björn Valur hverfur því hafnaði honum. Björn Valur hverfur því

Sigrún StefánsdóttirSigrún StefánsdóttirSigrún StefánsdóttirSigrún StefánsdóttirSigrún StefánsdóttirSigrún StefánsdóttirSigrún StefánsdóttirLöngum drottnunartíma Sigrúnar StefánsLöngum drottnunartíma Sigrúnar StefánsLöngum drottnunartíma Sigrúnar StefánsLöngum drottnunartíma Sigrúnar StefánsLöngum drottnunartíma Sigrúnar StefánsLöngum drottnunartíma Sigrúnar StefánsLöngum drottnunartíma Sigrúnar StefánsLöngum drottnunartíma Sigrúnar Stefáns--dóttur sem dagskrárstjóra Ríkisútvarpsdóttur sem dagskrárstjóra Ríkisútvarpsdóttur sem dagskrárstjóra Ríkisútvarpsdóttur sem dagskrárstjóra Ríkisútvarpsdóttur sem dagskrárstjóra Ríkisútvarpsdóttur sem dagskrárstjóra Ríkisútvarpsdóttur sem dagskrárstjóra Ríkisútvarps-ins lauk skyndilega á árinu ins lauk skyndilega á árinu ins lauk skyndilega á árinu eftir að hún lenti upp á kant við eftir að hún lenti upp á kant við eftir að hún lenti upp á kant við eftir að hún lenti upp á kant við blóðheitan útvarpsstjórann, Pál blóðheitan útvarpsstjórann, Pál blóðheitan útvarpsstjórann, Pál blóðheitan útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Staða dagskrárstjóra Magnússon. Staða dagskrárstjóra Magnússon. Staða dagskrárstjóra Magnússon. Staða dagskrárstjóra Magnússon. Staða dagskrárstjóra Magnússon. Staða dagskrárstjóra felur óneitanlega í sér völd og áhrif í felur óneitanlega í sér völd og áhrif í felur óneitanlega í sér völd og áhrif í felur óneitanlega í sér völd og áhrif í felur óneitanlega í sér völd og áhrif í felur óneitanlega í sér völd og áhrif í menningarlífinu en deila um má menningarlífinu en deila um má menningarlífinu en deila um má menningarlífinu en deila um má menningarlífinu en deila um má um hversu vel Sigrún spilaði úr um hversu vel Sigrún spilaði úr um hversu vel Sigrún spilaði úr um hversu vel Sigrún spilaði úr um hversu vel Sigrún spilaði úr þeim þar sem á meðal rósanna í þeim þar sem á meðal rósanna í þeim þar sem á meðal rósanna í þeim þar sem á meðal rósanna í hnappagati hennar voru mislukkaðir þættir hnappagati hennar voru mislukkaðir þættir hnappagati hennar voru mislukkaðir þættir hnappagati hennar voru mislukkaðir þættir hnappagati hennar voru mislukkaðir þættir hnappagati hennar voru mislukkaðir þættir hnappagati hennar voru mislukkaðir þættir hnappagati hennar voru mislukkaðir þættir hnappagati hennar voru mislukkaðir þættir eins og Tríó og Kexvexmiðjan.eins og Tríó og Kexvexmiðjan.eins og Tríó og Kexvexmiðjan.

upp, hún hætti við að taka að sér forupp, hún hætti við að taka að sér forupp, hún hætti við að taka að sér forupp, hún hætti við að taka að sér forupp, hún hætti við að taka að sér forupp, hún hætti við að taka að sér for--upp, hún hætti við að taka að sér for-upp, hún hætti við að taka að sér formennsku í hinum nýja flokki og yfirgaf mennsku í hinum nýja flokki og yfirgaf mennsku í hinum nýja flokki og yfirgaf mennsku í hinum nýja flokki og yfirgaf mennsku í hinum nýja flokki og yfirgaf mennsku í hinum nýja flokki og yfirgaf mennsku í hinum nýja flokki og yfirgaf hann síðan. Lilja náði hátt á listum yfir hann síðan. Lilja náði hátt á listum yfir hann síðan. Lilja náði hátt á listum yfir hann síðan. Lilja náði hátt á listum yfir hann síðan. Lilja náði hátt á listum yfir hann síðan. Lilja náði hátt á listum yfir hann síðan. Lilja náði hátt á listum yfir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir

gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV duglegt við að herða vafningssnöruna um duglegt við að herða vafningssnöruna um duglegt við að herða vafningssnöruna um duglegt við að herða vafningssnöruna um duglegt við að herða vafningssnöruna um háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður

Þóra Arnórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir og Svavar HalldórssonSvavar HalldórssonSvavar HalldórssonSvavar HalldórssonSvavar HalldórssonSvavar HalldórssonSvavar HalldórssonSvavar HalldórssonSvavar HalldórssonHjónin Þóra og Svavar fengu sterkan Hjónin Þóra og Svavar fengu sterkan Hjónin Þóra og Svavar fengu sterkan Hjónin Þóra og Svavar fengu sterkan Hjónin Þóra og Svavar fengu sterkan Hjónin Þóra og Svavar fengu sterkan Hjónin Þóra og Svavar fengu sterkan Hjónin Þóra og Svavar fengu sterkan meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til embættis forseta Íslands gegn hinum embættis forseta Íslands gegn hinum embættis forseta Íslands gegn hinum embættis forseta Íslands gegn hinum embættis forseta Íslands gegn hinum embættis forseta Íslands gegn hinum embættis forseta Íslands gegn hinum embættis forseta Íslands gegn hinum embættis forseta Íslands gegn hinum þaulsætna Ólafi Ragnari þaulsætna Ólafi Ragnari þaulsætna Ólafi Ragnari þaulsætna Ólafi Ragnari Grímssyni. Á tímabili leit Grímssyni. Á tímabili leit Grímssyni. Á tímabili leit Grímssyni. Á tímabili leit úr fyrir að Ólafi Ragnari úr fyrir að Ólafi Ragnari úr fyrir að Ólafi Ragnari úr fyrir að Ólafi Ragnari stæði mikil og raunveruleg ógn stæði mikil og raunveruleg ógn stæði mikil og raunveruleg ógn stæði mikil og raunveruleg ógn stæði mikil og raunveruleg ógn stæði mikil og raunveruleg ógn af framboði Þóru en eftir því af framboði Þóru en eftir því af framboði Þóru en eftir því af framboði Þóru en eftir því af framboði Þóru en eftir því af framboði Þóru en eftir því sem leið á baráttuna fjaraði sem leið á baráttuna fjaraði sem leið á baráttuna fjaraði sem leið á baráttuna fjaraði sem leið á baráttuna fjaraði undan framboði hennar undan framboði hennar undan framboði hennar undan framboði hennar á meðan forsetinn sótti á meðan forsetinn sótti á meðan forsetinn sótti á meðan forsetinn sótti hressilega í sig veðrið. hressilega í sig veðrið. hressilega í sig veðrið. Þóra var valin vinsælasti sjónvarpsÞóra var valin vinsælasti sjónvarpsÞóra var valin vinsælasti sjónvarpsÞóra var valin vinsælasti sjónvarpsÞóra var valin vinsælasti sjónvarpsÞóra var valin vinsælasti sjónvarpsÞóra var valin vinsælasti sjónvarpsÞóra var valin vinsælasti sjónvarps-maður ársins áður og naut mikilla maður ársins áður og naut mikilla maður ársins áður og naut mikilla maður ársins áður og naut mikilla maður ársins áður og naut mikilla maður ársins áður og naut mikilla maður ársins áður og naut mikilla vinsælda sem aðstoðarritstjóri Kastljóss og vinsælda sem aðstoðarritstjóri Kastljóss og vinsælda sem aðstoðarritstjóri Kastljóss og vinsælda sem aðstoðarritstjóri Kastljóss og vinsælda sem aðstoðarritstjóri Kastljóss og vinsælda sem aðstoðarritstjóri Kastljóss og vinsælda sem aðstoðarritstjóri Kastljóss og vinsælda sem aðstoðarritstjóri Kastljóss og vinsælda sem aðstoðarritstjóri Kastljóss og vinsælda sem aðstoðarritstjóri Kastljóss og vinsælda sem aðstoðarritstjóri Kastljóss og spyrill í Útsvari. Eftir hrakfarirnar í kosningaspyrill í Útsvari. Eftir hrakfarirnar í kosningaspyrill í Útsvari. Eftir hrakfarirnar í kosningaspyrill í Útsvari. Eftir hrakfarirnar í kosningaspyrill í Útsvari. Eftir hrakfarirnar í kosningaspyrill í Útsvari. Eftir hrakfarirnar í kosningaspyrill í Útsvari. Eftir hrakfarirnar í kosningaspyrill í Útsvari. Eftir hrakfarirnar í kosningaspyrill í Útsvari. Eftir hrakfarirnar í kosningaspyrill í Útsvari. Eftir hrakfarirnar í kosningaspyrill í Útsvari. Eftir hrakfarirnar í kosningaspyrill í Útsvari. Eftir hrakfarirnar í kosninga--

gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV duglegt við að herða vafningssnöruna um duglegt við að herða vafningssnöruna um duglegt við að herða vafningssnöruna um duglegt við að herða vafningssnöruna um duglegt við að herða vafningssnöruna um duglegt við að herða vafningssnöruna um duglegt við að herða vafningssnöruna um duglegt við að herða vafningssnöruna um háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður

Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012Stjörnuhröp 2012STJÖRNUR ÁRSINS 2012 FRAMHALD

22 úttekt Helgin 28.-30. desember 2012

Page 23: 28 desember 2012

H E LGA R BL A Ð

Óskum landsmönnum gleðilegs árs

5 stjörnu FIT Innifalið: • Lokaðirtímar3xíviku • Leiðbeiningarummataræðisemer sérstaklegasamsetttilaðtryggja þátttakendum5stjörnuárangur • Hvatning,fróðleikuroghollaroggóðar uppskriftirfráÁgústuJohnsonog GuðbjörguFinns • Mælingarogvigtunfyrirogeftir fyrirþærsemvilja • DekurkvöldíBlueLagoonspa • Ótakmarkaðuraðganguraðtækjasal ogopnumtímum • Aðganguraðglæsilegriútiaðstöðu -jarðsjávarpottioggufuböðum • 10%afslátturaföllummeðferðumí BlueLagoonspa

Nýttuþérreynsluokkarogþekkingutilaðná5stjörnuformi.Hentarjafntbyrjendumsemvönum.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu og skráningu finnur þú áwww.hreyfing.is

Breyttu línunum og tónaðu líkamann í sitt fegursta form.ViðhöfumsettsamannýttæfingakerfibyggtákerfisemhefurslegiðrækilegaígegníNewYork.Þaðsameinarmargarólíkarstyrktaræfingarsemmótaogtónavöðvalíkamansááhrifaríkanhátt.

Æfingarnarerurólegar,krefjandioggerðartilaðbreytalínumlíkamansákerfisbundinnhátt.Áherslaerlögðáþægilegatónlist.

Náðu 5stjörnu formi

Stjörnur ársins 2011Mugison

Páll Óskar

Rúnar Rúnarsson

Gísli Örn Garðarsson

Sveppi

Ari Eldjárn

Tobba Marínós

Of Monsters and Men

Gus Gus

Annie Mist Þórisdóttir

Hilmar Guðjónsson

Friðrika Hjördís Geirsdóttir

Mið-ÍslandGrínhópurinn Mið-Ísland hefur átt góðu gengi að fagna enda fyndið og skemmtilegt fólk þar á ferð með hinn óborganlega Ara Eldjárn í fremstu víglínu. Hópurinn fékk sinn eigin sjónvarpsþátt á Stöð 2 sem miklar vonir voru bundnar við en floppaði. Sprellið þótti ekkert sérstaklega fyndið og hitti ekki á rétta taug hjá áhorfendum. Hópurinn gerði þó strandhögg í Danmörku með ágætum árangri og mannskapurinn er enn fyndinn á sviði.

Sigurður Þ. Ragnarsson

Veðurfrétta-maðurinn síkáti

Siggi stormur hefur mátt súpa ýmsar fjörur

undanfarin misseri. Hann var rekinn af Stöð 2 og fór

þaðan á Útvarp Sögu þaðan sem Arnþrúður Karlsdóttir sparkaði honum í fyrra með þeim kveðjuorðum að Ingvi

Hrafn tæki út ruslið með vísan til þess að stormurinn réði sig á sjónvarpsstöðina ÍNN. Siggi reyndi fyrir sér í pólitík á árinu og á einn stysta stjórnmálaferil sögunnar. Hann kleif hratt og byrjaði sem varaformaður Samstöðu Lilju Mósesdóttur en ekki leið á löngu þangað til upp úr sauð á milli þeirra og Siggi fór með hvelli og svikabrigslum á báða bóga.

við en floppaði. Sprellið þótti við en floppaði. Sprellið þótti við en floppaði. Sprellið þótti við en floppaði. Sprellið þótti við en floppaði. Sprellið þótti við en floppaði. Sprellið þótti við en floppaði. Sprellið þótti við en floppaði. Sprellið þótti við en floppaði. Sprellið þótti við en floppaði. Sprellið þótti ekkert sérstaklega fyndið og hitti ekkert sérstaklega fyndið og hitti ekkert sérstaklega fyndið og hitti ekkert sérstaklega fyndið og hitti ekkert sérstaklega fyndið og hitti ekkert sérstaklega fyndið og hitti ekkert sérstaklega fyndið og hitti ekkert sérstaklega fyndið og hitti ekkert sérstaklega fyndið og hitti ekkert sérstaklega fyndið og hitti ekki á rétta taug hjá áhorfendum. ekki á rétta taug hjá áhorfendum. ekki á rétta taug hjá áhorfendum. ekki á rétta taug hjá áhorfendum. ekki á rétta taug hjá áhorfendum. ekki á rétta taug hjá áhorfendum. ekki á rétta taug hjá áhorfendum. ekki á rétta taug hjá áhorfendum. ekki á rétta taug hjá áhorfendum. Hópurinn gerði þó strandhögg í Hópurinn gerði þó strandhögg í Hópurinn gerði þó strandhögg í Hópurinn gerði þó strandhögg í Hópurinn gerði þó strandhögg í Hópurinn gerði þó strandhögg í Hópurinn gerði þó strandhögg í Hópurinn gerði þó strandhögg í Hópurinn gerði þó strandhögg í Hópurinn gerði þó strandhögg í Danmörku með ágætum árangri Danmörku með ágætum árangri Danmörku með ágætum árangri Danmörku með ágætum árangri Danmörku með ágætum árangri Danmörku með ágætum árangri Danmörku með ágætum árangri Danmörku með ágætum árangri Danmörku með ágætum árangri Danmörku með ágætum árangri og mannskapurinn er enn fyndinn og mannskapurinn er enn fyndinn og mannskapurinn er enn fyndinn og mannskapurinn er enn fyndinn og mannskapurinn er enn fyndinn og mannskapurinn er enn fyndinn og mannskapurinn er enn fyndinn og mannskapurinn er enn fyndinn og mannskapurinn er enn fyndinn og mannskapurinn er enn fyndinn á sviði.á sviði.á sviði.á sviði.á sviði.

Sigurður Þ. Sigurður Þ. Sigurður Þ. Sigurður Þ. Sigurður Þ. Sigurður Þ. Sigurður Þ. Sigurður Þ. Sigurður Þ. RagnarssonRagnarssonRagnarssonRagnarssonRagnarssonRagnarssonRagnarssonRagnarsson

VeðurfréttaVeðurfréttamaðurinn síkáti maðurinn síkáti maðurinn síkáti

Siggi stormur hefur Siggi stormur hefur Siggi stormur hefur Siggi stormur hefur mátt súpa ýmsar fjörur mátt súpa ýmsar fjörur mátt súpa ýmsar fjörur mátt súpa ýmsar fjörur mátt súpa ýmsar fjörur mátt súpa ýmsar fjörur

undanfarin misseri. undanfarin misseri. undanfarin misseri. undanfarin misseri. Hann var rekinn Hann var rekinn Hann var rekinn af Stöð 2 og fór af Stöð 2 og fór af Stöð 2 og fór

þaðan á Útvarp Sögu þaðan þaðan á Útvarp Sögu þaðan þaðan á Útvarp Sögu þaðan þaðan á Útvarp Sögu þaðan þaðan á Útvarp Sögu þaðan þaðan á Útvarp Sögu þaðan þaðan á Útvarp Sögu þaðan þaðan á Útvarp Sögu þaðan sem Arnþrúður Karlsdóttir sem Arnþrúður Karlsdóttir sem Arnþrúður Karlsdóttir sem Arnþrúður Karlsdóttir sem Arnþrúður Karlsdóttir sem Arnþrúður Karlsdóttir sem Arnþrúður Karlsdóttir sem Arnþrúður Karlsdóttir sparkaði honum í fyrra með sparkaði honum í fyrra með sparkaði honum í fyrra með sparkaði honum í fyrra með sparkaði honum í fyrra með sparkaði honum í fyrra með sparkaði honum í fyrra með sparkaði honum í fyrra með þeim kveðjuorðum að Ingvi þeim kveðjuorðum að Ingvi þeim kveðjuorðum að Ingvi þeim kveðjuorðum að Ingvi þeim kveðjuorðum að Ingvi þeim kveðjuorðum að Ingvi þeim kveðjuorðum að Ingvi þeim kveðjuorðum að Ingvi

Hrafn tæki út ruslið með vísan Hrafn tæki út ruslið með vísan Hrafn tæki út ruslið með vísan Hrafn tæki út ruslið með vísan Hrafn tæki út ruslið með vísan Hrafn tæki út ruslið með vísan Hrafn tæki út ruslið með vísan Hrafn tæki út ruslið með vísan Hrafn tæki út ruslið með vísan til þess að stormurinn réði sig á til þess að stormurinn réði sig á til þess að stormurinn réði sig á til þess að stormurinn réði sig á til þess að stormurinn réði sig á til þess að stormurinn réði sig á til þess að stormurinn réði sig á til þess að stormurinn réði sig á til þess að stormurinn réði sig á

Mið-ÍslandMið-ÍslandMið-ÍslandMið-ÍslandMið-ÍslandMið-ÍslandMið-ÍslandMið-ÍslandMið-ÍslandMið-ÍslandGrínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt Grínhópurinn Mið-Ísland hefur átt góðu gengi að fagna enda fyndið góðu gengi að fagna enda fyndið góðu gengi að fagna enda fyndið góðu gengi að fagna enda fyndið góðu gengi að fagna enda fyndið góðu gengi að fagna enda fyndið góðu gengi að fagna enda fyndið góðu gengi að fagna enda fyndið góðu gengi að fagna enda fyndið góðu gengi að fagna enda fyndið góðu gengi að fagna enda fyndið góðu gengi að fagna enda fyndið góðu gengi að fagna enda fyndið góðu gengi að fagna enda fyndið

Page 24: 28 desember 2012

Prima DonnaCamembertOld AmsterdamBrie maximGorgonzolaSt. AlbrayEmmentalerGruyereBlue StiltonLandana oldPresident la briqueEkta hollenskur goudaParmigiano

Ostar í áramótaveisluna

KR./KG1498

lambalæRi

KR./KG1498

lambalæRi

KR./STK.

2249

KR./KG3998

ExquiSiTblandaðíSKEx, 400 G

KR./PK.

329PaRadiSoólífuR,4 TEGundiR

KR./STK.

249

maillE dijon SinnEP

KR./STK.

229

dEn GamlE TyTTEbERja -SulTa

KR./STK.

698

jamiE olivERhvíTvínS- oG RauðvínSEdiK

hPflaTKöKuR, 2 TEGundiR

KR./PK.128

ÞyKKvabæjaRKaRTöfluR,foRSoðnaR

KR./PK.

579

KR./STK.338

dádýRalundiR

KR./KG5998

mElba ToaSToRGinal, 100 G

KR./PK.

198

Við gerum meira fyrir þig

Tilvaldir fyrir

osTapinna

KR./KG1898fERSKuRKalKúnn

KR./KG3498íSlandSfuGl KalKúnabRinGa, fERSK

fRanSKaRandaRbRinGuR, bERbERy

KR./PK.11.198KRónhjaRTaR-fillE

dönSK hERRa-GaRðSönd, 2,6 KG

KR./KG

GRæn vínbER

899

10%afsláttur

óðalS oSTaR

CamEmbERT

KR./STK.398

dala bRiE

394 KR./STK.

höfðinGi

374 KR./STK.

áramótaveisluna

fyllt með villisveppum, ferskum trönuberjum og camembert

ÍSLENSKTKJÖT

BbESTiRí KjöTi

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

KR./KG2698háTíðaRlambalæRinóaTúnS 2012

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

Úrval, gæði og þjónustaí Nóatúni

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Page 25: 28 desember 2012

Prima DonnaCamembertOld AmsterdamBrie maximGorgonzolaSt. AlbrayEmmentalerGruyereBlue StiltonLandana oldPresident la briqueEkta hollenskur goudaParmigiano

Ostar í áramótaveisluna

KR./KG1498

lambalæRi

KR./KG1498

lambalæRi

KR./STK.

2249

KR./KG3998

ExquiSiTblandaðíSKEx, 400 G

KR./PK.

329PaRadiSoólífuR,4 TEGundiR

KR./STK.

249

maillE dijon SinnEP

KR./STK.

229

dEn GamlE TyTTEbERja -SulTa

KR./STK.

698

jamiE olivERhvíTvínS- oG RauðvínSEdiK

hPflaTKöKuR, 2 TEGundiR

KR./PK.128

ÞyKKvabæjaRKaRTöfluR,foRSoðnaR

KR./PK.

579

KR./STK.338

dádýRalundiR

KR./KG5998

mElba ToaSToRGinal, 100 G

KR./PK.

198

Við gerum meira fyrir þig

Tilvaldir fyrir

osTapinna

KR./KG1898fERSKuRKalKúnn

KR./KG3498íSlandSfuGl KalKúnabRinGa, fERSK

fRanSKaRandaRbRinGuR, bERbERy

KR./PK.11.198KRónhjaRTaR-fillE

dönSK hERRa-GaRðSönd, 2,6 KG

KR./KG

GRæn vínbER

899

10%afsláttur

óðalS oSTaR

CamEmbERT

KR./STK.398

dala bRiE

394 KR./STK.

höfðinGi

374 KR./STK.

fyllt með villisveppum, ferskum trönuberjum og camembert

ÍSLENSKTKJÖT

BbESTiRí KjöTi

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

KR./KG2698háTíðaRlambalæRinóaTúnS 2012

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

Úrval, gæði og þjónustaí Nóatúni

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Page 26: 28 desember 2012

Gleði, sorgir og almennt fjör á hjónadjöflaeyjunniFallega og fræga fólkið í Hollywood kom til landsins í stríðum straumum á árinu. Eitthvað virtist dvöl sumra fara illa með hjónabönd þeirra en þeir Tom Cruise og Russell Crowe skildu báðir í kjölfar Íslandsdvalarinnar. Þótt frægðarfólkið frá Bandaríkjunum hafi verið frekt til fjörsins í fréttum af fólki á árinu voru íslenskar konur áberandi á öftustu opnu Fréttatímans þar sem meðal annars Þórdís Nadia Semichat loftaði út typpafýlunni á hiphop-senunni og hjúkrunarkonan sagði frá nánu og heitu sambandi sínu við Guð.

Augu allra á Íslandi

Komst ekki á Reða-safniðLeikkonan unga, Emma Watson, sem þekktust er fyrir að leika Hermione Granger í Harry Potter-myndunum heiðraði eins og kunnugt er Íslend-inga með nærveru sinni í sumar þegar hún lék í stórmynd Darrens Aronofsky, Noah. Þegar heim var komið úttalaði leikkonan sig um miður geðslega íslenska elda-mennsku og stór-furðulega drykkjusiði þjóðarinnar í fjölmiðlum ytra. Þá upplýsti hún að henni hafi ekki gefist tími til að skoða hið einstaka íslenska reðasafn. „Ég heyrði af þessu en ég fór ekki,“ sagði Watson í sjón-varpsviðtali.

Engin afmælisveislaTom Cruise varð fimmtugur á meðan hann dvaldi á Íslandi við tökur á fram-tíðarspennumyndinni Oblivion. Mikið var fjallað um hugsanlega stórveislu sem gert var ráð fyrir að leikarinn myndi slá upp á landinu og einhverjir gerðu sér vonir um að stórstjörnur myndu hrúgast til landsins af tilefninu. Því var spáð að David og Victoria Beckham myndu láta sjá sig en ekkert varð úr húllumhæinu og ekki er útilokað að óvæntur skilnaður Cruise og Katie Holmes hafi sett þar strik í reikninginn. Cruise afréð í það minnsta að fagna með sínum nánustu í íslensku sveitinni.

Cruise keypti úlpurTom Cruise hélt sig mest norður í landi þar sem atriði fyrir Oblivion voru tekin upp. Hann sýndi þó landi og þjóð mikinn áhuga og hreifst mjög af klæðaburði Íslendinga á tökustaðnum og þá ekki síst úlpum frá 66°norður og lét sig ekki muna um að kaupa tvær slíkar til að klæðast við tökurnar.

Hrár fiskur, súrt epliVeitingastaðurinn Sushisamba var í brennidepli í skilnaðarfréttum af Tom Cruise og Katie Holmes en þar snæddi leikarinn síðustu máltíðina með Katie áður en hún fór fram á skilnað. Erlent fjölmiðlafólk flaug til landsins í kjölfar fréttanna og kom vitaskuld við á Sus-hisamba og reyndu að fiska fréttir af látbragði hjónanna. „Við gefum engin svör,“ sagði Eiður Mar Halldórsson yfir-matreiðslumaður en lét þess getið að fjöldi gesta sem kæmu á staðinn bæði um að fá að sitja í sætunum sem Cruise og Holmes vermdu þetta örlagaríka kvöld í júnílok.

Datt í lögfræði á milli verkefna í leiklistinniÞorbjörg Helga Þorgilsdóttir sýndi öflugan en lágstemmdan leik í Djúpinu, kvikmynd Baltasars Kormáks. „Öll hlutverk eru erfið og þetta er ótrúleg saga,“ sagði Þorbjörg Helga við Fréttatímann eftir frumsýningu en hún fer með hlutverk konu sem missir mann-inn sinn á sjó í Djúpinu, og fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína. Þorbjörg hefur sjálf ekki farið á sjó en þekkir heiminn ágætlega. Afi hennar heitinn, Sveinn Þórðarson, var á sjó og mamma hennar var kokkur á sjó á sínum tíma: „Þannig að þetta er alveg í blóðinu,“ útskýrir Þorbjörg sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 2009 og fór beint í Borgarleikhúsið en söðlaði svo um og klár-aði fyrsta árið í lögfræði við Háskóla Íslands.

Crowe ógnað með íslensku sverði„Ég veit ekki hvað kom til. Kannski gleymdi leik-munadeildin sverðunum sínum í Bandaríkjunum,“ sagði Gunnar Víkingur, jarl í víkingafélaginu Ein-herjum, þegar Fréttatíminn innti hann eftir því hvað varð til þess að hann og félagar hans voru beðnir um að lána sverð sín í tökur á biblíusögumyndinni Noah. „Ég veit heldur ekki hvað varð til þess að kvikmyndaliðið leitaði til okkar. Ætli við séum ekki bara svona flottir.“

Gunnar sagði útsendara leikstjórans Darrens Aronofsky hafa hrifist mjög af sverðinu sínu. „Mér var sagt að ein aðalpersónan myndi nota það. Það er víst eitthvert illmennið,“ sagði Reykjavíkurjarlinn stoltur og vongóður um að sverð hans myndi komast í návígi við Russell Crowe sem leikur Nóa.

Gunnar og félagar lánuðu sverðin sín fúslega og afþökkuðu alla leigu fyrir afnotin. Þeir gerðu bara kröfu um að fá þau aftur. „Ég bað líka um mynd af leikaranum sem mun nota það með sverðið á lofti og að hún væri árituð. Ég sagðist líka ekkert hafa á móti því að fá eiginhandaráritun frá þessum aðal köllum, Russell Crowe og Anthony Hopkins.“

Passaðu þig á kvenfyrirlitningunniÞórdís Nadia Semichat fékk sig fullsadda af þrúgandi karlrembu typpaveldisins sem liggur eins og mara yfir íslenskri hip hop-menningu sem hún sagði í sumar löðrandi í kvenfyrirlitningu. Í andófi sínu samdi hún hip hop-lagið Passaðu þig þar sem remburnar fengu það óþvegið.

„Það er svo mikil typpafýla af þessu öllu,“ sagði Nadia við Fréttatímann. „Karl-arnir eru eiginlega allsráðandi á þessari senu og konurnar eru mjög fáar og ég fíla bara alls ekki þessa endalausu kvenfyrir-litningu sem þeir eru með. Þetta er líka oft bara einhverjir aular sem reykja bara gras allan daginn og tala um hvað typpið á sér sé stórt. Og ef þeir tala um konur þá er það oftast í einhverju kynferðislegu samhengi þar sem þeir hlutgera þær. Ég er að dissa það í laginu Passaðu þig.“

Nadia hafði ekkert unnið að tónlist áður en hún sendi Passaðu þig frá sér. „Ég er bara búin að fá nóg. Poppið allt yfir höfuð er svo klámvætt og það er frekar erfitt að eiga við eitthvað eins og hip hop-senuna þar sem þeir sem gera tónlistina eru 90% karlmenn. Maður getur ekki bara setið og hlustað á þetta og hvað á maður þá að gera? Hringja í þá og tala við þá? Maður verður bara að ganga sjálfur í málið og ég hvet fleiri stelpur til að stíga fram og gera eitthvað sjálfar.“

Skilnaður eftir fjörugt sumarRussell Crowe var áberandi á meðan á Íslandsdvöl hans stóð en hann fer með aðalhlutverkið í mynd Darrens Aronovsky um örkina hans Nóa. Crowe heillaðist mjög af landi og þjóð og tjáði sig með ljóðrænum smáskilaboðum á Twitter. Hann lyfti lóðum af kappi hjá Mjölni, hámaði í sig skyr og hjólaði á milli bæjarhluta. Þá tók hann lagið á Menningarnótt við mikinn fögnuð. Hann var svo varla kominn aftur til Bandaríkjanna þegar fréttist að hann væri að skilja við Danielle Spencer eftir níu ára hjónaband.

Spencer og Crowe eiga tvo syni, Charles og Tenny-son, átta og sex ára. Fréttir af skilnaðinum komu eins og þruma úr heiðskíru lofti því hjónin þóttu mikið fyrirmynd-arpar, sérstaklega á Hollywood-mælikvarða.

Málaði bæinn svartanBandaríski leikarinn og leikstjórinn Ben Stiller gerði góða heimsókn til Íslands og virðist hafa sloppið við öll meiriháttar skakkaföll. Honum var vel tekið í Stykk-ishólmi þar sem hann tók upp atriði fyrir mynd sína The Secret life of Walter Mitty.

Hann tók sig til og lét mála Ráðhúsið í Hólminum svart. Þá breytti hann Geira-bakaríi við Digranesgötu í Borgarnesi í pitsustað sem vantaði í leikmyndina.

Stiller hreifst af landi og þjóð og skemmti sér ágætlega þegar hann lenti í hávaðaroki og birti af sér mynd á netinu þar sem hann var við það að fjúka út í buskann. Í spjallþætti Jimmy Kimmel sagði hann landið fallegt, að sólin settist aldei og fólkið liti mjög vel út.

Og svo birtist ShaniaGestir og gangandi á Nordica hótelinu við Suður-landsbraut ráku upp stór augu einn fagran sumarmorguninn þegar þeir sáu hinni feiki-vinsælu kanadísku kántrís-öngkonu Shania Twain bregða fyrir. Söngkonan sást á spjalli við tónleikahaldarann Ísleif B. Þórhallsson sem hafði, að-spurður um hvort Twain væri á Íslandi á hans vegum þetta eitt að segja: „No comment.“

Shania dvaldi á landinu í viku ásamt eiginmanni sínum, Svisslendingnum Frédéric Thiébaud, en þau komu hingað gagngert til þess að slappa af og borða heilsufæði.

Einhverjir íslenskra aðdá-enda söngkonunnar gera sér vonir um að hún hafi hrifist svo af Íslandi að hún muni leggja leið sína hingað síðar og slá þá upp tónleikum.

Fann Guð og blómstr-ar sem kynveraHjúkrunarfræðingurinn Ingibjörg Torfadóttir sendi frá sér bókina Ást-arsamband við Guð fyrr á þessu ári en þar segir hún frá því hvernig hún komst í náið og milliliðalaust sam-band við Jesús. Líf hennar breyttist til hins betra í framhaldinu. Hún sprakk út sem kynvera, losnaði við þunglyndi og öðlaðist innri ró.

Lýsing Ingibjargar í bókinni á því þegar hún fann Jesús er nokkuð erótísk og hún segist ekki sjá neitt óeðlilegt við það. Síður en svo enda sé kynlífið Guðs gjöf. „Eftir að ég kynntist Jesú finnst mér kynlífið í fyrsta lagi hafa batnað og mér finnst ég einhvern veginn vera meiri kynvera. Þegar ég hef verið mikið í andanum og mikið að tala við Jesús þá er ég opnari fyrir kynlífi og í meira stuði til þess að stunda kynlíf,“ sagði Ingibjörg við Frétta-tímann og bætti við að kærleikurinn sé frá Guði kominn og að kynlíf sé hámark elskunnar.

Ingibjörg Torfadóttir komst í náið, pers-ónulegt samband við Guð og heimsækir hann ekki í kirkju: „Ef þú vilt fara í kirkju til að næra sálina þá er það fínt en þú ert ekki að gera það fyrir Guð. “

Þórdís Nadía fékk sig full-sadda af karlrembunni í íslenskri hip hop-tónlist og svaraði karlpeningnum fullum hálsi með laginu Passaðu þig.

Russell Crowe í hlutverki arkarsmiðsins Nóa sem væntanlega mun þurfa að vinda sér undan íslensku víkingasverði í öflugri sveiflu í biblíusögumynd Darrens Aronofskys, Noah.Ben Stiller setti sterkan

svip á bæjarbraginn í Stykkishólmi og víðar.

Hjónakornin Shania Twain og Frédéric Thiébaud slöppuðu af fjarri frægðar-innar glaumi á Íslandi.

Gunnar Víkingur í fullum skrúða með sverðið góða sem end-aði í höndum illmennis sem gerir Russell Crowe lífið leitt í Noah.

Þorbjörg Helga Þor-gilsdóttir þótti standa sig vel í Djúpinu sem eiginkona manns sem ferst á sjó.

26 uppgjör Helgin 28.-30. desember 2012

Page 27: 28 desember 2012

KRÓKHÁLSI 4 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050

MÁN. TIL FÖS.- 10 TIL 18 /// LAU. - 10 TIL 16

· BYSSUSKÁPAR Á MIKLUM AFSLÆTTI

· FLUGUSTANGIR Á ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI

· RIFFLAR Á GRÍÐARLEGUM AFSLÆTTI

· VÖÐLUR Á STÓRFENGLEGUM AFSLÆTTI

· SPÚNAR Á SVÍVIRÐILEGUM AFSLÆTTI

· GÆSAGALLAR Á LYGILEGUM AFSLÆTTI

· HAGLABYSSUR Á ÓHEYRILEGUM AFSLÆTTI

· GERVIGÆSIR Á MÖGNUÐUM AFSLÆTTI

· HAGLASKOT Á SMÁAFSLÆTTI

· VEIÐIJAKKAR Á OFSAFENGNUM AFSLÆTTI

· FLUGULÍNUR Á SVAKALEGUM AFSLÆTTI

· VEIÐIHJÓL Á HRIKALEGUM AFSLÆTTI

· TAUMAR OG SÖKKENDAR Á AFSLÆTTI

· KASTSTANGIR Á KLIKKUÐUM AFSLÆTTI

· STRANDVEIÐIHJÓL Á MIKLUM AFSLÆTTI

· KAYAKAR Á FLOTTUM AFSLÆTTI

VIÐ LOKUM SPORTBÚÐINNIALLT Á AÐ SELJAST

FULLT AF ALLSKONAR Á HÁLFVIRÐI

OPIÐ TIL 18 FÖSTUDAG 10 TIL 16 Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG

Við lokum Sportbúðinni í janúar. Allar vörur á miklum afslætti.

RÝMINGARSALA OPIÐ ALLA HELIGNA

Page 28: 28 desember 2012

– fyrst og fremstódýr!

– fyrir þig og þína!

3499kr.kg

Verð áður 4998 kr. kgUngnautalund, frosin erlend

30%afsláttur

GjafakortGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafakortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortGjafakortGjafaGjafakortGjafaGjafakortGjafaGjafakortGjafakortkortkortGjafaGjafakortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortGjafakortGjafakortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafaGjafakortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkortkort Gjafakort krónunnar fæst

á www.kronan.isSjá opnunartíma krónuverslana um áramótin

á www.kronan.is

3698kr.kg

franskar, barbary andabringur

3498 kr.stk.

Pekingönd, frosin, 2,6 kg

2139kr.kg

fersk laxaflök1998kr.kg

krónu kjúklingabringur, magn pakk.

3598kr.kg

Lambafille með fiturönd

1598kr.pk.

Sælkera hörpuskel

2498kr.kg

Verð áður 3849 kr. kgEðalfiskur reyktur og grafinn lax, heill eða í bitum

35%afsláttur

849kr.pk.

fS lúxus rækja, 400 g

kr.kr.kr.kgkg hátíðarmatUrhátíðarmathátíðarmathátíðarmathátíðarmathátíðarmathátíðarmathátíðarmathátíðarmathátíðarmathátíðarmathátíðarmathátíðarmathátíðarmathátíðarmathátíðarmat

á GóðU VErði!

998kr.kg

Grísahryggur með pöru1598kr.kg

Lambalæri, trönuberja- og eplamarinerað

áramótaLÆri– fyrir þig og þína!

hátíðarmathátíðarmat2989kr.

kg

Verð áður 4598 kr. kgUngnauta entrecote, erlent

35%afsláttur

898 kr.pk.

Gott VErð

1898kr.kg

ferskur kalkúnn, íslenskur

fErSkUr kaLkÚNN

Page 29: 28 desember 2012

– fyrst og fremstódýr!

– fyrir þig og þína!

3499kr.kg

Verð áður 4998 kr. kgUngnautalund, frosin erlend

30%afsláttur

Gjafakort Gjafakort krónunnar fæst

á www.kronan.isSjá opnunartíma krónuverslana um áramótin

á www.kronan.is

3698kr.kg

franskar, barbary andabringur

3498349834983498 kr.stk.

Pekingönd, frosin, 2,6 kg

2139kr.kg

fersk laxaflök1998kr.kg

krónu kjúklingabringur, magn pakk.

3598kr.kg

Lambafille með fiturönd

1598kr.pk.

Sælkera hörpuskel

2498kr.kg

Verð áður 3849 kr. kgEðalfiskur reyktur og grafinn lax, heill eða í bitum

35%afsláttur

849kr.pk.

fS lúxus rækja, 400 g

hátíðarmatUrá GóðU VErði!

998kr.kg

Grísahryggur með pöru1598kr.kg

Lambalæri, trönuberja- og eplamarinerað

áramótaLÆriáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆáramótaLÆriri

– fyrir þig og þína!

2989kr.kg

Verð áður 4598 kr. kgUngnauta entrecote, erlent

35%afsláttur

898 kr.pk.

Gott VErð

kr.kr.kr.stk.stk.stk.

Lambalæri, trönuberja- og eplamarineraðLambalæri, trönuberja- og eplamarineraðLambalæri, trönuberja- og eplamarineraðLambalæri, trönuberja- og eplamarineraðLambalæri, trönuberja- og eplamarineraðLambalæri, trönuberja- og eplamarineraðLambalæri, trönuberja- og eplamarineraðLambalæri, trönuberja- og eplamarinerað

1898kr.kg

ferskur kalkúnn, íslenskur

fErSkUr kaLkÚNN

Page 30: 28 desember 2012

Sprengt í þágu málstaðarins

EEnn eitt árið er að hverfa í aldanna skaut, eins og menn segja þegar þeir setja sig í hátíðlegar stellingar um áramót – og nýtt tekur við með nýjum áskorunum og tækifærum. Við kveðjum það gamla og fögnum því nýja með því að kaupa flug-elda og kökur og kveikja í öllu drasl-inu með tilheyrandi eldglæringum og litaflúri. Jafnvel útlendingar eru farnir að koma hingað í hópum til þess að fylgjast með þessum ósköpum þegar himininn logar norður hér. Slíkt fíriverk leyfist víst ekki annars staðar. Þar eru flugeldasýn-ingar í boði opinberra aðila. Hér skjóta allir sem vettlingi geta valdið, ungir sem gamlir. Ungviðið er spennt, hvellir og blossar eru freistandi. Margir hinna eldri ganga í barndóm þetta sérstaka kvöld. Eini munurinn er sá að sprengjurnar eru stærri, litskrúðugri og háværari en hjá börnunum.

Flugeldasýningin er í boði þjóðarinnar í þeirri von að menn skaði sig ekki meðan á hasarnum stendur. Húsdýr og annar búfénaður er hafður á húsi. Ella er hætta á að hundar og kettir tryllist og hestar fælist og hlaupi til fjalla, eins og andskot-inn sé á hælum þeirra.

Allt er þetta gert í þágu góðs málefnis, að styrkja björgunarsveitirnar. Þær eiga allt gott skilið enda eru björgunarsveitar-félagar um land og mið tilbúnir til að að-stoða fólk í nauðum við verstu aðstæður.

Ég var ekki mikill sprengjumaður í æsku, sótti frekar rakettuprik eins og aðrir strákar. Ég neita því þó ekki að nokkurt yndi hafði ég af kínverjum, Bandíttar hétu þeir og báru nafn með rentu, smyglvarningur ef rétt er munað. Forboðnir hlutir eru alltaf spennandi. Hvellurinn af þeim gerði fólki dásamlega bylt við.

Á fullorðinsárum hef ég heldur ekki verið öflugur sprengjumaður. Keypti í mesta lagi lítinn fjölskyldupakka svo krakkarnir hefðu úr einhverju að moða á sínum tíma. Það þykist ég þó vita að strákarnir, að minnsta kosti, hafi laumað sér í eitthvað kraftmeira en stjörnuljós án þess að ráðfæra sig við pabba gamla. Á því hef ég fullan skilning og í þeirri stöðu eiga foreldrar ekki aðra von en að prakkararnir skaði sig ekki. Miklir púðurflutningar eru varasamir, svo ekki sé meira sagt.

Nú nýt ég þess að nýjar kynslóðir foreldra hafa tekið við keflinu. Hlut-verk afans felst einkum í því að horfa á aðra sprengja og í mesta lagi að skaffa stjörnuljós fyrir allra yngstu kynslóðina. Stjörnuljósin henta vel hinum yngstu og líka þeim sem komnir eru á virðulegan aldur. Þau bjóða bara upp á fallegt ljós, enga hvelli.

Árið 2012 er að kveðja, farsælt ár og á því bættist okkur hjónum barnabarn, hið áttunda. Það er mikill fjársjóður. Það er því glatt á hjalla þegar allir hittast. Amman stjórnar þeim skara öllum með

blíðu og elskusemi. Börnin sækjast því í vist hjá okkur, hvort heldur er heima eða í sveitinni. Við látum svolítið eftir þeim, eins og vera ber, svolítið nammi eða snakk á kvósíkvöldi eða andlitslit svo þau geta verið ýmist gul, brún eða rauð í framan þegar foreldrarnir koma og sækja þau eftir styttri heimsókn eða nætur-gistingu.

Hvert ár líður æ hraðar, að okkur finnst. Nánast er eins og síðasta gamlárs-kvöld hafi verið í gær eða í mesta lagi í fyrrakvöld. Í vor minntumst við skóla-félagarnir þess að fjörutíu ár eru liðin frá því að við útskrifuðumst með hvíta kolla frá Menntaskólanum við Hamra-hlíð, þriðji útskriftarárgangur þess ágæta skóla. Leiðirnar okkar lágu síðan í allar áttir. Frægir tónlistarmenn eru í hópn-um, Stuðmenn sem héldu í haust upp á stórafmæli hinnar eilífu unglingahljóm-sveitar með því að margfylla Eldborgar-sal Hörpu. Hljómsveitarmeðlimirnir eru dæmi um það að aldur er afstæður. Aðrir skólafélagar urðu læknar, hjúkrunarfræð-ingar, verkfræðingar auk nokkurra sem gerðu blaðamennsku að ævistarfi sínu, auk margs annars.

Eina grein lét þessi hópur þó afskipta-lausa að mestu, stjórnmál. Einhverjir hafa að vísu komið að sveitarstjórnarmálum og aðrir sest sem varamenn á þing en, ef rétt er munað, hafa þeir ekki verið í hópi kjörinna alþingismanna. Á því verður sennilega breyting í kosningunum í vor því tveir úr hópnum, karl og kona, hafa náð þeim árangri í prófkjörum að undan-förnu að heita má nokkuð öruggt að þau setjast á næsta þing. Sennilega er þessi góði hópur svo seinþroska að hann hefur ekki látið til sín taka á þessum vettvangi fyrr en nú. Þá kann að vera að loksins hafi þessum góðu skólasystkinum mínum verið nóg boðið og ákveðið að bæta and-rúmsloftið á Alþingi. Ekki veitir af. Þau fara fram fyrir sitt hvort stjórnmálaflokk-inn. Annar flokkurinn er í stjórn, hinn í stjórnarandstöðu. Vonandi tekst þessu góða fólki að sýna öðrum starfsfélögum á komandi þingi hvernig vinna á saman. Samheldni hefur nefnilega einkennt þann góða hóp sem útskrifaðist úr MH fyrir fjörutíu árum, síðhærður og til í allt. Það hefur ekki breyst þó hárið hafi styst, gránað hjá sumum eða jafnvel horfið af höfðum annarra.

Við sláum því í klárinn á gamlárskvöld, fírum upp í þágu björgunarsveitanna eða kveikjum í stjörnuljósi með barnabörn-unum í þeirri von að árið 2013 reynist okkur farsælt.

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

Birtingahúsið er leiðandi fyrirtæki á sviði birtinga-ráðgjafar og frumkvöðull á sínu sviði hér á landi. Það sinnir markaðsráðgjöf fyrir mörg af þekktustu vörumerkjum landsins, bæði innlend og erlend. Birtingahúsið er skipað snjöllu starfsfólki og hefur ítrekað verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR.

Við óskum eftir bókara í hlutastarf (50%)Ef þú hefur brennandi áhuga á bók- og reikningshaldsstörfum og okkar umhverfi þá fögnum við umsókn frá þér.

Verkefni bókara eru meðal annars:Færsla bókhalds, afstemmingar, reikningagerð, kostnaðar-eftirlit, samskipti við viðskiptavini ásamt öðru tilfallandi.

Bókari þarf að búa yfir:- Frumkvæði og góðri samskiptahæfni.- Afburða talnagleggni, öguðum vinnubrögðum og aðlögunarhæfni.- Getu til að takast á við fjölbreytt og skemmtilegt umhverfi, vinna sjálfstætt sem og í hópi.

Menntunar- og hæfniskröfur: - Víðtæk reynsla af bókhaldsstörfum og þekking á helstu bókhaldsforritum, m.a. DK hugbúnaðinum. - Menntun sem nýtist í starfi (viðurkenndur bókari eða önnur haldgóð menntun á sviði bókhalds). - Almenn og góð tölvukunnátta er skilyrði og gert ráð fyrir að viðkomandi hafi mjög góð tök á Excel.

Umsóknir og ferilskrár sendist með tölvupósti á framkvæmda-stjóra Birtingahússins, Huga Sævarsson ([email protected]),

merktar „bókari”.

Tekið er á móti umsóknum til og með 11. janúar 2013. Öllum umsóknum verður svarað.

L a u g a v e g i 1 7 4 S í m i : 5 6 9 3 8 0 0 w w w . b i r t i n g a h u s i d . i s

30 viðhorf Helgin 28.-30. desember 2012

Page 31: 28 desember 2012

Ísland í allt sumar!

Fullur salur af fimm stjörnu hjólhýsum.Af hverju eru Hobby hjólhýsin þau mest keyptu í heimi?Nútímaleg hönnun, mjúkar ávalar línur ásamt snilldarhönnun með vel hugsaðar geymslulausnir.Hobby sameinar nútímalegt útlit ásamt miklu notagildi.Niðurstaðan er falleg hjólhýsi að innan sem utan þarsem þér og fjölskyldu þinni líður vel.

VÍKURVERK - ALLT Í FERÐALAGIÐ.VÍKURHVARF 6 - 203 KÓPAVOGUR - SÍMI 557 7720 - WWW.VIKURVERK.IS

Opið milli jóla og nýárs:

Fimmtudag kl. 10 til 18Föstudag kl. 10 til 18 Laugardag kl. 12 til 16

Page 32: 28 desember 2012

einfaldlega meira úrvalGleðilegt

nýtt ár!

Salt minni

Þarf ekki að sjóða!

aðeins 90 mín. í ofni!

Hagkaups Hamborgarhryggursérvalinn af fagmönnum úr nýju hráefni

Hreindýralundir og filefrábær hátíðarmatur

Hægmeyrnað ribeyefrá íslandsnaut

ferskar nautalundirfrá íslandsnaut

Smjörsprautað kalkúnaskiptilbúið beint í ofninn!

Þýsk pekingöndfrosin 2,6 kg.

Heill kalkúnnferskur

úrbeinað og fyllt lambalæriað hætti Jóa Fel

Hátíðarlambalæriléttreykt með bláberjum og einiberjum

Forréttir í úrvali Eftirréttir í úrvali

frosnir sniglarí hvítlaukssmjöri

Hráskinkaí úrvali

valetteReykt andarbringa

Spennandi forréttir fyrir 4-5

reyktur & grafinn laxí úrvali

Cheesecake factoryekta amerískar ostakökur

fabrikku Skyrtertaog gulrótarkaka

debic Créme Bruléeauðvelt og gott

Soja & kókosísfrábær mjólkurlaus ís

Silkimjúk súkkulaðimús með

hindberjum

Vanilluís með brownies-kökum, karamellusósu

og Bourbon vanillu

Súkkulaðimús með kókos og

rommi

Heit súkkulaðikakameð mjúkri miðju

flintstones drykkirskemmtilegt fyrir krakkana

Óáfengir drykkiróáfengt rauðvín og hvítvín

glow in the darkáramótavörur

þetta eina sanna!

Snakk í úrvalitilvalið í áramótapartíið

Page 33: 28 desember 2012

einfaldlega meira úrvalGleðilegt

nýtt ár!

Salt minni

Þarf ekki að sjóða!

aðeins 90 mín. í ofni!

Hagkaups Hamborgarhryggursérvalinn af fagmönnum úr nýju hráefni

Hreindýralundir og filefrábær hátíðarmatur

Hægmeyrnað ribeyefrá íslandsnaut

ferskar nautalundirfrá íslandsnaut

Smjörsprautað kalkúnaskiptilbúið beint í ofninn!

Þýsk pekingöndfrosin 2,6 kg.

Heill kalkúnnferskur

úrbeinað og fyllt lambalæriað hætti Jóa Fel

Hátíðarlambalæriléttreykt með bláberjum og einiberjumHátíðarlambalæri

Forréttir í úrvali Eftirréttir í úrvali

frosnir sniglarí hvítlaukssmjöri

Hráskinkaí úrvali

valetteReykt andarbringa

Spennandi forréttir fyrir 4-5

reyktur & grafinn laxí úrvali

Cheesecake factoryekta amerískar ostakökurCheesecake factory

fabrikku Skyrtertaog gulrótarkaka

debic Créme Bruléeauðvelt og gott

Soja & kókosísfrábær mjólkurlaus ís

Silkimjúk súkkulaðimús með

hindberjum

Vanilluís með brownies-kökum, karamellusósu

og Bourbon vanillu

Súkkulaðimús með kókos og

rommi

Heit súkkulaðikakameð mjúkri miðju

flintstones drykkirskemmtilegt fyrir krakkana

Óáfengir drykkiróáfengt rauðvín og hvítvín

glow in the darkáramótavörur

þetta eina sanna!

Snakk í úrvalitilvalið í áramótapartíið

Page 34: 28 desember 2012

Á rni Björnsson, doktor í menningar-sögu, heldur áfram yfirreið sinni um sögu og hefðir sem skapast hafa

í kringum hátíðirnar. Árni segir tímasetn-ingu áramótanna á Íslandi, eins og reyndar jólanna, hafi verið nokkuð á reiki fyrir tíma rómverska tímatalsins. „Áður en Íslendingar fengu rómverska tímatalið með kirkjunni virðist hafa verið litið svo á að sumardagur-inn fyrsti væri hinn eiginlegi nýársdagur þótt það orð væri ekki notað. Við erum svo sem ekkert ein um það því áramót hafa ekki alltaf eða allstaðar verið fyrsta janúar þótt svo væri í Rómaborg að fornu. Lengi vel var þetta fyrsti mars, og því heita fjórir seinustu mánuðir ársins september-desember sem merkir 7. – 10. Jafndægur á vori, sem þá var reiknað 25. mars, var talið vera nýársdagur mjög víða í Evrópu.“

Eftir að kristnin kemur til sögunnar er jóladagur einnig mjög víða talinn vera upp-haf ársins, eðlilega úr því tímatalið var miðað við fæðingu Jesú. Líklega hefur svo verið um tíma hér á landi. „Íhaldssöm ríki, eins og til dæmis Bretland, tóku ekki upp 1. janúar sem nýársdag fyrr en árið 1752. Það tók því margar aldir að samræma þetta. Ís-lendingar voru tiltölulega fljótir að taka upp 1. janúar sem nýársdag. Þeir virðast hafa gert það snemma á 16. öld. Á miðöldum var 1. janúar hins vegar ekki kallaður annað en 8. dagur jóla, en áttundi hverrar stórhátíðar naut jafnan nokkurrar helgi fram yfir aðra daga. Auk þess var hann talinn umskurðar-dagur Krists, en að sjálfsögðu hefur Jesús á sínum tíma verið umskorinn í heilsubótar-skyni eins og önnur gyðingleg börn.“

Áramótabrennur þóttu eyðslusemiÁramótafagnaðir eru ekki áberandi í rituðu máli fyrr en búið er að flytja latínuskólana frá biskupsstólunum til Reykjavíkur seint á 18. öld. Fyrsta dæmið um áramótabrennu er 1791 eða þá er fyrst sagt frá því. Þá halda piltar í Hólavallaskóla brennu upp á hæð sem þeir kölluðu Vulkan og sennilega er Landakotshæðin. Skólinn stóð frá 1786 til 1804 þar sem nú er Suðurgata 20. „Þögn heimilda sannar að vísu aldrei neitt, en við höfum engar heimildir um brennur, hvorki í Skálholti, Hólum eða skólanum á Bessa-stöðum. Það er eitt sem er nokkurn veginn vitað að það hefði þótt eyðslusemi að brenna eldiviði. Íslendingar fóru sparlega með eldi-við. Það var helst í Reykjavík, eftir að hún var orðin þorp, sem eitthvað féll sennilega til af rusli sem var óhætt að brenna. Kannski byrjaði þetta bara sem praktísk lausn, það þurfti jú að losna við ruslið. Það þarf líka fjölda manns til þess að það sé eitthvað varið í að halda brennu. Það hefur sennilega ekki verið mikið var í að halda brennu á einstaka sveitabæ.“

Aðdráttarafl áramótaskaupsinsÞað er ekki fyrr en seint á nítjándu öld að talað er upp púðurkerlingar og þess háttar. Þá eru það piltarnir í Lærða skólanum sem standa fyrir þessu. Unga fólkið hópaðist saman og hélt blysfarir á Tjörninni sem þá var yfirleitt ísilögð. „Svo var eitthvað nefnt sem kallað var Bengal-ljós og hafa sennilega verið flugeldar. Fyrst eftir seinna stríð eru mikil læti í miðbænum á gamlárs-kvöld. Heimatilbúnar sprengjur og slys sem þeim fylgdu. Borgarstjórnin tekur þá mjög sniðuga ákvörðun og skipuleggur brennur í öllum hverfum borgarinnar. Þessi athafna-semi ungs fólks sem áður tengdist spreng-ingum í miðbænum í jólafríinu fékk þá útrás í samkeppni milli hverfa. Þetta var mjög sniðugt og minnkaði lætin til muna og fækk-aði slysum. Eftir að Sjónvarpið kom til sög-unnar, árið 1966, með aðdráttarafli áramóta-skaupsins breyttist hegðunarmynstrið nokkuð; fólk snæddi hátíðarkvöldverð, fór á brennu, síðan heim í skaup og svo aftur út að fylgjast með flugeldum. Þannig hefur þetta verið í bráðum hálfa öld.“

Ferðaþjónustan hagnýtir hjátrúnaHjátrúin hefur alltaf fylgt áramótum og þrettándanum. Vegna þessa gamla ruglings um tímasetningu jóla og áramóta eru ýmsar útgáfur til af því, hvað gerist á nýársnótt, jólanótt og þrettándanótt; kýrnar fái manna-mál, selir fari úr hömum sínum, álfar flytjist búferlum, gott sé að sitja á krossgötum, leita spásagna og svo framvegis. „Reynsla mín á þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins af samskiptum við fólk um allt land, sem fætt var á bilinu 1880-1910, var sú að í hæsta lagi 10% fullorðins fólks tryðu því í alvöru að til væru yfirnáttúrulegar verur eins og álfar og draugar. Þetta kemur heim og saman við niðurstöðu Erlends Haraldssonar dulsál-fræðings sem hann gerði árin 1974-1975. Þetta er nokkurn veginn sama sagan um allan heim, en íslensku tíu prósentin hafa af einhverjum ástæðum þá sérstöðu, að vera miklu ófeimnari við að viðurkenna hjátrú sína opinberlega. Aðrar þjóðir virðast bæld-ari af kirkjulegum yfirvöldum.

Þetta hefur ekki farið fram hjá erlendum ferðamönnum og íslensk ferðaþjónusta hefur að sjálfsögðu reynt að hagnýta sér þessa sérstöðu. Bændagisting auglýsir til dæmis möguleika á að skoða húsdýr, veiða silung, koma á hestbak, fara í heita laug, ganga um fagurt landslag, og svo er kannski bætt við að í landareigninni sé hóll eða klettur sem sumir telji að sé bústaður álfa. Þetta er ósköp meinlaust, en verra er þegar því er haldið fullum fetum fram í bæklingum að Íslendingar trúi almennt á huldufólk og drauga. Af því það er blátt áfram ekki satt. En það er mín reynsla að markaðurinn kæri sig kollóttan um sannleikann. Ef vitleysan selst betur, þá gildir hún.“

Bjarni Pétur Jónsson

[email protected]

Árni Björnsson: Hjátrúin hefur allt-af fylgt áramótum og þrettándanum. Ljósmynd/Hari

Skaupið stjórnar áramótahegðuninniFerðaþjónustan hagnýtir hjátrúna en verra er þegar því er haldið fullum fetum fram í bæklingum að Íslendingar trúi almennt á huldufólk og drauga. Árni Björnsson segir frá hefðum sem skapast hafa um áramót.

GARÐAR THî R

CORTESGRAFARVOGSKIRKJA SUNNUDAGSKV… LDIÐ

30. DES. KL. 20:0031.32. HOF AKUREYRI 33. LAUGARDAGSKV… LDIÐ

5. JANò AR KL. 20:00

SŽ rstakir gestir: Garðar Cortes Eldri, Valgerður Guðnad— ttir

& Mr. Norrington -

H E R R A G A RÐU R I N N K Y N N I R :

… RFç S® TI

LAUS !

MIÐASALA ç MIÐI.IS

Eftir að Sjónvarpið kom til sögunnar, árið 1966, með aðdráttarafli áramótaskaupsins breyttist hegðunarmynstrið nokkuð ... Þannig hefur þetta verið í bráðum hálfa öld.

34 úttekt Helgin 28.-30. desember 2012

Page 35: 28 desember 2012
Page 36: 28 desember 2012

MÁLÞÓF ÞREITTI FÓLK Á LIÐNU ÁRI OG AÞINGI SETTI MIKIÐ NIÐUR VIÐ ÞAÐ.

MÁL ÞÓF(I) ÞREITT I FÓLK Á LIÐ NU(S) ÁRI O GAL ÞING(D) I SETT IM I KIÐ N IÐUR VIÐ Þ AÐ.

VERÐLAUNAMYNDAGÁTAGerður er greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum en ekki strangur munur á i og y.

Lausn verðlaunamyndagátunnar má senda með tölvupósti á [email protected] til hádegis, miðvikudaginn 2. janúar.

Dregið verður úr réttum lausnum. Vinningshafi fær máltíð á veitingastaðnum SuShiSamba fyrir 10.000 krónur.

Lausn myndagátunnar verður birt í fyrsta tölublaði Fréttatímans á nýju ári, föstudaginn 4. janúar.

36 myndagáta Helgin 28.-30. desember 2012

Page 37: 28 desember 2012
Page 38: 28 desember 2012

Elliðavatn

Hafravatn

Hvaleyrar-vatn

Geldinganes

Viðey

Langavatn

Valhúsahæð kl. 20.30

Ægisíða kl. 20.30

Skerjafjörður gegnt Skildinganesi 48-52

kl. 20.30

Vestan Laugarás-vegar móts við Val-bjarnarvöll kl. 20.30

Suðurhlíðar neðan við Fossvogskirkju-

garð kl. 20.30Kópavogsdalur við Smárahvammsvöll

kl. 20.30

Við Arnarnes-vog kl. 21.00

Ásvellir kl. 20.30

Rauðavatn kl. 20.30

Suðurfell kl. 20.30

Gufunes við gömlu öskuhaugana

kl. 20.30

Ullarnesbrekka kl. 20.30

Kléberg á Kjalarnesi kl. 20.30

Geirsnef kl. 20.30

Úlfarsárdalur ofan við Lambhagaveg

kl. 14.30

Fimmtán brennur á höfuðborgarsvæðinuÁramótabrennur verða víðs vegar um höfuðborgarsvæðið á gamlárskvöld. Flestar eru þær í Reykjavík eða 10 talsins.

Í búar höfuðborgarsvæðisins geta valið úr fjölda áramótabrenna að kvöldi gamlársdags. Brennurnar

í Reykjavík verða tíu talsins og verður eldur borinn að bálköstunum klukkan 20.30 að kvöldi gamlársdags. Þetta á þó ekki við um brennuna við Úlfarsfell, hún hefst klukkan 14.30. Borgarbúar eru hvattir til að fjölmenna á brennur með góða skapið og hafa gjarnan með sér stjörnuljós en skilja skotelda eftir heima. Brennurnar verða á sömu slóðum og undanfarin ár. Í Laugardal verður brennu stæðið fært vegna byggingar þjónustuhúss í nágrenni við brennustæð-ið. Byrjað er að safna efni í brennurnar en því verður hætt þegar þær eru orðnar hæfilega stórar samkvæmt viðmiðunum Eldvarnareftirlitsins, þó í síðasta lagi kl. 12 á gamlársdag. Brennurnar eru flokk-aðar í tvennt, stórar og litlar brennur. Stóru brennurnar í Reykjavík verða við Ægisíðu í Vesturbænum, Fylkis-brennan við Rauðavatn, borgarbrennan við Geirsnef og á Gufunesi við gömlu öskuhaugana.

NÁMSSTYRKIR TIL FRAMHALDSNÁMS ERLENDISViðskiptaráð auglýsir eftir umsóknum um fjóra styrki:

Styrkirnir eru veittir vegna framhaldsnáms við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnu-

lífinu og stuðla að framþróun þess. Tveir styrkjanna gera kröfu um nám á sviði upplýsingatækni.

• Hver styrkur er að fjárhæð krónur 400.000 og verða þeir afhentir á Viðskiptaþingi, þann 13. febrúar næstkomandi.

• Umsóknarfrestur rennur út klukkan 16.00 föstudaginn 25. janúar 2013.

• Umsóknum skal skilað til Viðskiptaráðs Íslands, Kringlunni 7, 103 Reykjavík.

• Nánar á: www.vi.is/namsstyrkir

Viðskiptaráð tekur virkan þátt í uppbyggingu menntunar og er

bakhjarl bæði Verzlunarskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.

VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDSICELAND CHAMBER OF COMMERCE

KjúKlingamáltíð fyrir 4

Grillaður kjúklingur – heill

Franskar kartöflur – 500 g

Kjúklingasósa – heit, 150 g

Coke – 2 lítrar*

*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

1990,-Verð aðeins

+ 1 flaska af2 L

Grillaður kjúklingur – heillGrillaður kjúklingurGrillaður kjúklingur

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

OPIÐ:MÁN - FÖST10 - 18LAUGARD. 10 - 14Gamlársdag10 - 12

BURT MEÐ JÓLAKÍLÓIN !!teg ACTIVE - frábær íþróttahaldari sem fæst í D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á kr. 9.750,- buxur í stíl á kr. 3.550,-

Stefán Bogi Gull og silfursmiður Skólavörðustígur 2 S. 552 5445

Ilmur af jólumIlmur af jólum

Kalkúnakryddið frá Pottagöldrum er ómissandi á Jólakalkúnann. Uppskrift á pottagaldrar.is

38 úttekt Helgin 28.-30. desember 2012

Page 39: 28 desember 2012

0% VEXTIR • ALLAR VÖRUR VAXTALAUST Í 12 MÁNUÐI

ÚTSALAÁRSINS

Borgartúni 31 • 105 Reykjavík • 563 6900 • www.tolvutek.is

ÚTSALA ÁRSINS

Tilboð gilda dagana 27-31 desember eða m

eðan birgðir endast • Ö

ll verð eru afsláttarverð birt með fyrirvara um

villur

75%AFSLÁTTUR

ALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR

AF YFIR 1000

TÖLVUVÖRUM

ÚTSALA ÁRSINSFÖSTUDAG 10:00 - 19:00 LAUGARDAG 10:00 - 18:00SUNNUDAG 12:00 - 18:00GAMLÁRSDAG 9:00 - 12:00

LOKAÐ 1-2 JAN 2013 OPNUM AFTUR 3. JAN KL 10:00

RISAFLUGELDAPAKKIFYLGIR ÖLLUM WINDOWS 8 FARTÖLVUMMEÐAN BIRGÐIR ENDAST

YFIR

600FARTÖLVUR Á ALLT

AÐ KR. 50.000

AFSLÆTTI

Page 40: 28 desember 2012

40 áramótavín Helgin 28.-30. desember 2012

áramót kampavín

Freyðandi gleði um áramótFátt jafnast á við gott kampavín og ekkert annað léttvín á sér jafn skemmtilega sögu. Sú saga er auð-

vitað órjúfanlega tengd þeim fjölbreytta hópi sem telst til aðdáenda vínsins, m.a. Napóleon Bónaparte, sem jafnan drakk það fyrir orrustur, Winston Churchill sem sagði: „Ég á það skilið eftir sigur en þarfnast

þess eftir tap“, Marilyn Monroe sem baðaði sig upp úr því og að sjálfsögðu herra Bond sem jafnan pantar sér flösku af Bollinger áður en hann sængar hjá næsta glæsikvendi.

GuðaveigarUmdeilt er hvort það hafi í raun verið franski bene-diktusar-munkurinn Dom Perignon sem fann upp kampavínið en sagan segir að hann hafi af slysni uppgötvað drykkinn og við fyrsta sopa látið þessu fleygu orð falla: „Guð, ég hef bragðað á stjörn-unum.“ Munkurinn var hins vegar afburða snjall vínmeistari og átti stóran þátt í þróun kampa-vínsframleiðslunnar, þar á meðal flöskunnar sem er þykkari og sterkari en aðrar vínflöskur til að þola þrýsting hins freyðandi víns. Áður fyrr báru menn oft þungar járn-grímur á höfði til að verja sig gegn flöskum sem sprungu af mikl-um krafti, oft með skelfileg-um afleiðingum þar sem jafn-vel hver flaskan sprakk á þá næstu þar til engin var eftir. Perignon fann því fljótlega út að best væri að hafa flösku-botninn veikastan. Flaskan springur þá blessunarlega í átt að veggnum en ekki á þá næstu eða í andlit eða pung vínmeistarans.

Kampavín er frá KampavíniEinungis vín frá héraðinu Champagne í Frakklandi mega bera nafnið kampavín, eða öllu heldur „Champ-agne“. Vín þessarar gerð-ar eru þó framleidd víðar í heiminum en mega þá aðeins bera merkinguna Méthode Champenoise, eða kampa-vínsaðferðin, og við köllum þau einfaldlega freyðivín. Þótt vínið sé ljósgyllt eru rauðar þrúgur notaðar í framleiðsl-una. Safanum er haldið tærum með því að pressa berin varlega og án þess að merja hýðið. Þær þrjár þrúgur sem notaðar eru við gerð kampavíns eru hvítvín-sþrúgan Chardonnay og rauð-vínsþrúgurnar Pinot Noir og Pi-not Meunier.

TvígerjaðÓlíkt öðrum vínum er kampavín og vín gert með kampavínsaðferðinni látið gerjast tvisvar; fyrst í tunnum og svo aftur í flöskunni með því að bæta örlitlu geri út í. Við seinni gerjunina myndast loftbólurnar (það eru u.þ.b. 50 milljón loftból-ur í flöskunni) sem gera vínið svo einstakt. Að því loknu er sykri bætt út í flöskuna sem ræð-ur sætleika vínsins. Næst þegar þú drekkur kampavín, eða freyðivín framleitt með kampa-vínsaðferðinni (méthode champenoise eða mét-hode traditionnelle), skaltu taka eftir hvort flaskan er merkt Brut, Sec eða Demi Sec. Þar

er átt við mismunandi sætu vínsins þar sem Brut er þurrt, Sec er meðal-

þurrt og Demi Sec er meðalsætt og loks Doux sem er sætasta tegundin. Doux-vín getur þó verið erfitt að nálgast.

SætleikiÞað er tilvalið að prófa sig áfram á ódýrari freyðivín-um sem framleidd eru með kampavínsaðferðinni til að átta sig á hvaða sætleiki þykir henta. Það þykir karl-mannlegt að drekka Brut en kvenlegra að dreypa á Demi Sec eða Sec. Sætleiki vínsins ræður því hversu vel það hentar með mis-munandi mat. Sætmeti og kampavín fara ekki endi-lega vel saman því sæt-metið kallar fram sýru-bragð í víninu. Því hentar kampavín t.d. hvorki vel með súkkulaði né kökum. Ef þess er hins vegar neytt með sætmeti er betra að velja sætari tegundir víns-ins. Kampavín er hins vegar afar ljúffengt með léttreykt-um fiski, hörpuskel og auð-vitað kavíar, en afleitt með rabarbara og ferskum aspas.

Veuve Clicquot Ponsardin BrutVerð: 7.299 kr.Þurrt með mildum sítruskeimi sem sker í gegn en þó gott jafnvægi á tungunni milli beiskju og sætu. Þegar á líður kemur pera og meiri ávöxtur í gegn. Mjög gott kampavín.

Moët & Chandon Brut ImperialVerð: 7.399 kr.Tiltölulega flókið og bragðmikið kampa-vín, þurrt og með ágætri fyllingu. Jarðtónað með smá möndlu í bland við ávöxt og léttan sítrus. Gott kampavín með mat.

Mumm Gordon Rouge BrutVerð: 5.999 kr.Bragðmikið og ferskt í mjög góðu jafn-vægi milli sætu og beiskju. Grænn ávöxtur og sítrus-keimur. Virkilega gott kampavín á ágætu verði mið-að við önnur kampavín.

Bollinger Brut Special CuveeVerð: 7.799 kr.Allt öðruvísi en hinar þrjár tegundirnar. Dauf sérrílykt og örlítið sætara en hin vínin. Greini-leg epli, mandla og hneta sem er í ágætu jafnvægi við sítrusávöxt-inn.

Page 41: 28 desember 2012
Page 42: 28 desember 2012

42 heilsa Helgin 28.-30. desember 2012

Heilsa Hildur Þórðardóttir Heilari

KvennaleikfimiMán., mið. og fös. kl. 16:30.Verð 3x í viku kr. 14.900,-Þri. og fim. kl. 10:00.Verð 2x í viku kr. 12.900,-

KarlapúlMán., mið. og fös. kl. 12:00-12:45.Verð kr. 14.900,-

PilatesÞri. og fim. kl. 17:30 eða 18:30.Verð, 8 vikur, kr. 21.900,-

Í form fyrir golfiðÞri. og fim. kl. 12:10-12:55.Verð kr. 12.900,-

MorgunþrekFyrir lengra komna.Mán., mið. og fös. kl. 7:45 eða 09:00.Verð kr. 14.900,-

Zumba toning/fitness Þri. og fim. kl. 16:30/17:30.Verð kr. 12.900,-

Zumba Gold 60+Fyrir 60 ára og eldri sem hafa gaman af að dansa.Þri. og fim. kl. 11:00.Verð kr. 9.900,-

Leikfimi fyrir 60 ára og eldriMán, mið. og fös. kl. 11:00 eða 15:00.Verð kr. 9.900,-

Skelltu þér í ræktina!Ný námskeið hefjast 7. og 8. janúar. 4 vikur.

„Ég var búin að taka eftir auglýsingum frá Heilsu-borg í þó nokkurn tíma og var búin að vera að hugsa lengi um að fara að gera eitthvað í mínum málum. Ég er búin með grunnnámskeið í Heilsu-

lausnum og er núna á framhaldsnám-skeiðinu. Ég hef náð góðum árangri, náð að losna við mörg kíló og er bara svo miklu hressari og með miklu meiri orku. Maður verður að vilja gera þetta fyrir sig sjálfan. Þetta snýst ekki um það að megra sig þetta snýst um að lifa heilbrigðara lífi og koma sér í gott líkamlegt og andlegt form.“

Helga EinarsdóttirHeilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík

Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is

Hildur Þórðardóttir er heilari og aðstoðar fólk við að vinna úr tilfinningum sínum með heilun sinni. Á döfinni er námskeið þar sem hún kennir fólki að heila sig sjálft.

Áherslan í samfélaginu hefur verið svo mikil á vísindin og lyf.

Læknavísindin ekki eina leiðin til bataHildur Þórðar-dóttir segir mikilvægt að fólk sem lent hefur í áföllum, eða þjáist af þunglyndi, kvíða eða öðrum sál-rænum kvillum, vinni úr tilfinn-ingum sínum. Hún hjálpar fólki með vinnuna og segir ofur-áherslur á lyf og læknavísindin ekki endilega af hinu góða.

É g er heilari og dáleið-ari og hef unnið mest með fólki sem þjáist af

þunglyndi, depurð, kvíða eða geðsjúkdómum. Mín reynsla er sú að ástæðan fyrir þung-lyndi er sú að fólk er næmt og viðkvæmt en hefur ekki lært að lifa með næmninni,“ segir Hildur Þórðardóttir heilari. Hún hefur um árabil aðstoðað fólk við að vinna sig út úr til-finningalegum og sálrænum vanda. Hún telur áhersluna á lyfja lækningar vera ofmetna. „Áherslan í samfélaginu hefur verið svo mikil á vísindin og lyf. Fólki eru gefin geðdeyfðarlyf sem það er á í kannski 10 ár án þess að fá nokkurn bata. Geðdeyfðarlyfin deyfa líka góðu tilfinningar svo fólkið upplifir ekki lífið eins og það gæti. Þetta er eins og að vera á lyfjum sem deyfa bragðlauk-ana svo við finnum ekki vont bragð en hefur að sjálfsögðu í för með sér að við finnum ekki góða bragðið heldur. Mér finnst mikilvægt að fólk haldi ekki að læknavísindin séu eina leiðin til bata. Lyf eru í raun bara plástur á sárið, mínar aðferðir kenna fólki að höndla tilfinningarnar.“

Hildur segist kenna fólki að verja sig neikvæðni annarra og hjálpa því að forðast það að taka líðan annarra inn á sig. Hún segir það einnig mikil-vægt að vinna úr áföllum, líkt og kynferðisofbeldi og annarri

erfiðri lífsreynslu. „Þetta hefur allt áhrif á líf og líðan. Rann-sóknir sína meðal annars að konur sem lent hafa í kyn-ferðisofbeldi í æsku glíma við vefjagigt og alls kyns stoðkerf-issjúkdóma. Sumir byrgja inni reiði, vonbrigði, sorg, vonleysi, sektarkennd eða samviskubit og allt hefur það áhrif á líkama okkar.“

Hildur segir djúpa sjálfsskoð-un mikilvæga og hægt sé að leita margra mismunandi leiða við að koma tilfinningunum upp á yfirborðið. Heilun geti svo hjálpað til við framhaldið en viðkomandi verði sjálfur að vinna úr tilfinningunum, sleppa og losa, fyrirgefa öðrum og sjálfum sér ekki síður. „Ég er að fara af stað með nám-

skeið þar sem ég kenni þetta og einnig hvernig fólk getur heilað sjálft sig með því að nota ljósið, hreinsað híbýli sín þannig að neikvæðni annarra sem koma í heimsókn eða bara neikvæðar hugsanir sitji ekki í loftinu,“ segir Hildur.

María Lilja Þrastardóttir

[email protected]

Page 43: 28 desember 2012

Ekki gleyma að hugsa um heilsuna og borða

hollan mat á milli hátíðahalda!

Opnunartími um jól og áramót:

Lokað er 31/12 á öllum stöðum

opið alla aðra daga!

ísLEndingar!kæru

allur matur er úr gæðahráefni, allar marineringar eru

heimatilbúnar, beint frá ♥ og án allra aukefna.

Við notum ekki hvítan sykur og ekkert hvítt hveiti.

gl edilegt nytt ar

- líka nýársdag!gott að byrja strax á nýárs-heitinu!

Page 44: 28 desember 2012

Föstudagur 28. desember Laugardagur 29. desember Sunnudagur

44 sjónvarp Helgin 28.-30. desember 2012

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

21:00 Lord of the Rings: Fellowship of the Ring Fyrsta myndin í stærstu trílogíu kvikmyndasögunnar, Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien.

21.15 Kúrekar og geimverur (Cowboys and Aliens) Geim-verur koma til smábæjar í Arizona árið 1873 og herja á heimamenn en kúrekar reyna að verjast árásinni.

RÚV08.00 Morgunstundin okkar / Gurra grís / Sæfarar / Herramenn / Tóti og Patti / Sögustund með mömmu Marsibil / Spurt og sprellað / Fæturnir á Fanneyju / Millý, Mollý / Með afa í vasanum / Kafteinn Karl / Hin mikla Bé! / Grettir / Hérastöð10.30 Jonasbræður á tónleikum e.11.45 Hin útvöldu (2:2) (De udvalgte)12.45 Kingdom lögmaður (2:6) e.13.35 Sesselja - Að fylgja ljósinu e.14.25 Póstmeistarinn (1:2) e.16.05 Níundi áratugurinn e.17.00 Jólastundin okkar e.17.35 Bombubyrgið (14:26) (Blast Lab)18.15 Táknmálsfréttir18.25 Framandi og freistandi 3 (1:9) e.19.00 Fréttir19.30 Veðurfréttir19.35 Landsleikur í handbolta (Ísland - Túnis, karlar)21.15 Kúrekar og geimverur (Cowboys and Aliens)23.15 Ástarsorg (Forgetting Sarah Marshall) Peter fer til Havaí til að jafna sig eftir sambandsslit en veit ekki að kærastan fyrrverandi verður á sama hóteli og hann og hefur með sér nýjan kærasta. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. Bandarísk gamanmynd frá 2008. e.01.05 Arnarauga (Eagle Eye) e.03.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Rachael Ray (e)08:45 Dr. Phil (e)09:35 Pepsi MAX tónlist15:35 My Big Fat Gypsy Christmas (e)16:35 Rachael Ray17:20 Dr. Phil18:10 Survivor (8:15) (e)19:00 Running Wilde (6:13) (e)19:25 Solsidan (6:10) (e)19:50 America's Funniest Home Videos20:15 Minute To Win It21:00 Lord of the Rings: Fellowship of the Ring00:00 Philadelphia (e)02:05 House (15:23) (e)02:55 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

06:20 Fair Game11:10 Flirting With Forty 12:35 Mr. Woodcock14:05 The Nutcracker 15:50 Flirting With Forty 17:15 Mr. Woodcock 18:45 The Nutcracker20:30 Enid 22:00 Serious Moonlight 23:30 Season Of The Witch 01:05 Enid 02:35 Serious Moonlight

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm in the Middle (19/22)08:30 Ellen (68/170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (51/175)10:15 Til Death (6/18) 10:40 Two and a Half Men (3/16) 11:05 Masterchef USA (9/20)11:50 The Kennedys (3/8) 12:35 Nágrannar13:00 The Good Witch's Garden 14:25 Kit Kittredge: An American Girl16:00 Ævintýri Tinna 16:25 Waybuloo 16:50 Bold and the Beautiful 17:10 Nágrannar 17:35 Ellen (69/170) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:26 Veður 19:35 Simpson-fjölskyldan (17/22) 20:05 Mið-Ísland í Þjóðleikhúsin Upptaka af uppistandi Mið Íslands hópsins sem klippt er saman við atiði sem tekin eru baksviðs 21:40 Flash of Genius Áhrifamikil sönn saga um prófessor og upp-finningamann sem leggur til atlögu við allan bílaiðnaðinn eftir að einn bílarisinn stelur af honum byltingakenndri uppfinningu. 23:40 Rise of the Footsoldier01:40 Schindler's List04:50 Two and a Half Men (3/16) 05:15 Simpson-fjölskyldan (17/22) 05:40 Fréttir og Ísland í dag

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

16:40 Spænski boltinn18:20 Into the Wind19:15 Unglingamótið í Mosfellsbæ20:00 The Royal Trophy 2012 23:00 UFC 121

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

15:00 Sunnudagsmessan16:15 Man. Utd. - Newcastle 17:55 Everton - Wigan19:35 Premier League Review Show 20:30 Premier League World 2012/1321:00 Premier League Preview Show 21:30 Football League Show 2012/13 22:00 Stoke - Liverpool 23:40 Premier League Preview Show00:10 Norwich - Chelsea

SkjárGolf 06:00 ESPN America07:50 Ryder Cup Official Film 200609:05 The Memorial Tournament 2012 12:00 BMW Championship 2012 (3:4)19:05 US Open 2012 (3:4)01:00 ESPN America

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Strumparnir / Brunabílarnir / Elías / Algjör Sveppi / Lukku láki / Scooby-Doo! Leynifélagið 11:35 Big Time Rush12:00 Bold and the Beautiful 12:45 Frostrósir14:50 MasterChef Ísland (1/9) 15:40 How I Met Your Mother (3/24)16:10 Jamie's Family Christmas 16:40 ET Weekend 17:30 Íslenski listinn17:55 Sjáðu 18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:56 Heimsókn 19:13 Lottó 19:20 Veður 19:30 The Muppets 21:15 Tower Heist Spennandi gamanmynd með Eddie Murphy, Alan Alda og Ben Stiller um mann sem tapar öllu sínu til þekkts svikara. Þegar hann kemst að því að svikarinn lúrir á stórfé í íbúð sinni safnar hann saman liði til að ræna svikarann.23:00 Ray Einstaklega vönduð og vel leikin verðlaunamynd um líf og starf tónlistargoðsagnarinnar Ray Charles. Jamie Fox hlaut öll þau verðlaun sem leikari getur hlotið hreint magnaða túlkun sína á Ray.01:30 The Road 03:20 Bourne Ultimatum 05:10 ET Weekend 05:50 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:55 Being Liverpool 12:40 Ísland á HM 201313:25 Liverpool - AC Milan16:20 Spænski boltinn18:00 24/7 Pacquiao - Marquez 20:00 The Royal Trophy 2012 23:00 Box: Pacquiao - Marquez

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:25 Chelsea - Aston Villa11:05 Premier League Review Show 12:00 Premier League Preview Show12:30 Sunderland - Tottenham 14:45 Man. Utd. - WBA17:15 Arsenal - Newcastle 19:30 Norwich - Man. City 21:10 Reading - West Ham 22:50 Aston Villa - Wigan 00:30 Stoke - Southampton

SkjárGolf 06:00 ESPN America07:50 Ryder Cup Official Film 200609:05 Ryder Cup Official Film 200810:20 The Memorial Tournament 201213:10 BMW Championship 2012 (4:4)19:00 US Open 2012 (4:4)01:00 ESPN America

RÚV08.00 Morgunstundin okkar / Froskur og vinir hans / Kóalabræður / Franklín og vinir hans / Stella og Steinn / Smælki / Kúlugúbbar / Kung fu panda - Goðsagnir frábærleikans / Litli prinsinn / Teitur í jólaskapi10.35 Barnasöngvakeppnin e.11.10 Undur sólkerfisins – Reiða í óreiðunni (2:5) (Wonders of the Solar System) e.12.10 Kingdom lögmaður (4:6) e.13.00 Nýárstónleikar í Færeyjum 201215.15 Hnotubrjóturinn (The Nutcracker) e.16.50 Enginn má við mörgum (1:7) (Outnumbered) e.17.30 Táknmálsfréttir17.40 Poppý kisuló (1:52)17.50 Teitur (6:52)18.00 Stundin okkar18.25 Önnumatur - Nýársréttir (AnneMad - Nyårstapas) e.19.00 Fréttir19.30 Veðurfréttir19.40 Landinn20.15 Downton Abbey (7:9) (Downton Abbey) 21.10 Um dulinn farveg22.20 Sunnudagsbíó - Svínastían (Svinalängorna) 00.00 Framleiðendurnir (The Produ-cers) Eftir enn eina mislukkuðu uppfærsluna á Broadway ætla framleiðandinn Max Bialystock og endurskoðandinn Leo Bloom að græða á tá og fingri á því að setja upp verstu sýningu sögunnar. e.02.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist11:35 Rachael Ray (e)12:20 America's Funniest Home Videos 13:10 The Bachelor (7:12) (e)14:40 Who's Harry Crumb (e)16:15 The World is Not Enough (e)18:25 30 Rock (19:22) (e)B18:50 House (15:23) (e)19:40 Survivor (9:15)20:30 Lord of the Rings: Return of the King 00:10 History of Violence (e)01:50 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:20 Death Becomes Her11:05 Love Happens12:55 Nanny Mcphee returns 14:45 Death Becomes Her 16:30 Love Happens18:20 Nanny Mcphee returns 20:10 Dear John22:00 Bourne Supremacy 23:45 Righteous Kill 01:25 Dear John 03:15 Bourne Supremacy

21:00 Lord of the Rings: Two Towers Önnur myndin í þríleiknum Hringadróttins-sögu eftir J.R.R. Tolkien.

19:30 The Muppets Bráð-skemmtileg fjölskyldumynd um þrjá vini sem reyna að safna saman öllum Prúðu-leikurunum til að freista þess að ná upprunalega leikhúsinu sínu úr klóm gráðugs olíukaupmanns.

RÚV08.00 Morgunstundin okkar / Tillý og vinir / Háværa ljónið Urri / Kioka / Úmísúmí / Babar / Spurt og sprellað / Grettir / Nína Pataló / Skrekkur íkorni / Unnar og vinur / Millý, Mollý / Hrúturinn Hreinn10.40 Justin Bieber á tónleikum e.11.40 Undur sólkerfisins – Ríki sólarinnar (1:5) e.12.40 Kingdom lögmaður (3:6) e.13.30 Landsleikur í handbolta (Ísland - Túnis, karlar)15.00 Póstmeistarinn (2:2) e.16.30 Guðrún e.17.25 Táknmálsfréttir17.35 Ástin grípur unglinginn (61:61)18.20 Týndur-Fundinn (Lost & Found)18.44 Tíu mínútna sögur – Djúpur, stökkur og jafn (Ten Minute Tales) e.18.54 Lottó19.00 Fréttir19.30 Veðurfréttir19.40 Íþróttamaður ársins 201220.45 Áramótamót Hljómskálans21.35 Hraðfréttir21.45 Laxveiðar í Jemen (Salmon Fishing in the Yemen) Sérfræð-ingur í fiskifræðum er fenginn til þess að láta draum fursta um stangveiði í eyðimörkinni rætast og reynir hvað hann getur að gera hið ómögulega mögulegt. Bresk bíómynd frá 2011. 23.35 Fyrirtækið (The Firm) e.02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist09:55 Rachael Ray (e)11:25 Dr. Phil (e)13:05 My Big Fat Gypsy Wedding (e)14:05 My Bigger Fatter Gypsy Wedding (e)15:05 Happy Endings (9:22) (e)15:30 Top Gear Xmas Special (e)17:00 Top Gear 2012 Special (e)18:00 Minute To Win It (e)19:30 The Bachelor (7:12)21:00 Lord of the Rings: Two Towers00:00 Mississippi Burning (e) 02:10 Excused (e)02:35 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:50 The Invention Of Lying13:30 Monte Carlo 15:20 I Could Never Be Your Woman16:55 The Invention Of Lying 18:35 Monte Carlo20:25 I Could Never Be Your Woman22:00 How to Lose Friends & Alienate People 23:50 The Adjustment Bureau01:35 The Game 03:40 How to Lose Friends & Alienate People 05:30 The Adjustment Bureau

19:25 Wikileaks - Secrets & Lies Athyglisverð heimildarmynd þar sem sjaldséð viðtal við Julian Assange, stofnanda Wikileaks, er sýnt ásamt því sem saga Wikileaks og áhrif þess eru rakin.

22.20 Sunnudagsbíó - Svínastían (Svinalängorna) Verðlaunamynd um konu sem er mörkuð af því að hafa alist upp við áfengis-sýki og ofbeldi.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Sýningar hefjast 7. janúar

Fyrsti þáttur í opinni dagskráSKJÁREINN

595 6000595 6000595 6000595 6000595 6000595 6000595 6000595 6000595 6000

Ekki Missa Ekki Missa Ekki Missa Ekki Missa Ekki Missa Ekki Missa Ekki Missa Ekki Missa Ekki Missa AF NEINUAF NEINUAF NEINUAF NEINUAF NEINUAF NEINU

www.skjareinn.is

SÖLVI SNÝR AFTUR MEÐ MÁLIÐSÖLVI SNÝR AFTUR MEÐ MÁLIÐSÖLVI SNÝR AFTUR MEÐ MÁLIÐSÖLVI SNÝR AFTUR MEÐ MÁLIÐSÖLVI SNÝR AFTUR MEÐ MÁLIÐSÖLVI SNÝR AFTUR MEÐ MÁLIÐSÖLVI SNÝR AFTUR MEÐ MÁLIÐSÖLVI SNÝR AFTUR MEÐ MÁLIÐSÖLVI SNÝR AFTUR MEÐ MÁLIÐSýningar hefjast 7. janúar

Fyrsti þáttur í opinni dagskráSKJÁREINN

PiPa

r\TB

Wa

• S

Ía •

123

791

Page 45: 28 desember 2012

Ríkissjónvarpið býður upp á hina frábæru, frönsku bíómynd The Artist klukkan 20.50 að kvöldi nýársdags. Myndin gerði stormandi lukku á Íslandi í upphafi þessa árs. Hún hlaut fimm Óskarsverðlaun fyrir árið 2011 þar á meðal sem besta myndin, fyrir leikstjórn og besta leikarann í aðalhlutverki en þar fer Jean Dujardin á kostum sem George Valentin, ein skærasta stjarna þöglu myndanna. Hann kynnist ungri dansmey, Peppy, en með tilkomu talmyndanna hallar undan fæti hjá honum en frægð hennar eykst.

Barátta Valentins við sjálfan sig og mótlætið er mögnuð og tilfinningatjáning Dujardin, með látbragði og svipbrigðum, er ótrúleg. Þá er Béré-nice Bejo engu síðri í hlutverki Peppy.

Öllu er þessu komið til skila þegjandi en ekki

alveg hljóðalaust þar sem frábær tónlist gefur tjáningu leikaranna mikilfenglega vængi og inn-siglar þennan yndislega töfrahring sem hverfist um áhorfendur.

The Artist fékk fjórar stjörnur í dómi í Frétta-tímanum í janúar en þar sagði meðal annars að það væri „ekkert nema stórafrek nú til dags að segja dásamlega fallega ástarsögu sem fer með áhorfandann upp og niður allan tilfinningaskal-ann í svart/hvítri og þögulli bíómynd. Hér er sögð svo heillandi og ógleymanleg saga, gerð af svo mikilli fagmennsku og alúð að mann bók-staflega sundlar af töfrunum sem bera fyrir augu manns á hvíta tjaldinu. Í ofanálag er The Artist svo undurfagur óður til einfaldari og horfinna tíma.“

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Strumparnir / Villingarnir / Svampur Sveins / Algjör Sveppi / Tasmanía / Tommi og Jenni / Hundagengið / Ofurhetjusér-sveitin 11:35 Victorious12:00 Nágrannar12:45 Legally Blonde14:30 Far and Away16:50 MasterChef Ísland (2/9)17:40 60 mínútur18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Um land allt19:25 Wikileaks - Secrets & Lies 20:30 The Mentalist (5/22) Fimmta þáttaröð af þessum sívinsælu þáttum um Patrick Jane, sjálfstætt starfandi ráðgjafa rannsóknarlögreglunnar í Kaliforníu. Hann á að baki glæsilegan feril við að leysa flókin glæpamál með því að nota hárbeitta athyglisgáfu sína. 21:15 Milk Mögnuð og áhrifamikil mynd með Sean Penn í ógleyman-legu hlutverki sem Harvey Milk, fyrsti opinberlega samkynhneigði embættismaðurinn í Kaliforníu. 23:20 Bridesmaids Fersk, frumleg og hárbeitt gamanmynd. Annie fær það hlutverk frá vinkonu sinni, Lillian, að skipuleggja brúðkaupið hennar og alla þá viðburði sem því fylgir. 01:20 Fargo 02:55 In the Name of the Father 05:05 The Mentalist (5/22)05:50 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

12:15 Ísland - Noregur13:40 Spænski boltinn15:20 Sterkasti maður Íslands 16:30 Ísland á HM 201317:15 Meistaradeild Evrópu20:00 The Royal Trophy 2012

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:15 Arsenal - Newcastle09:55 Sunderland - Tottenham 11:35 Norwich - Man. City13:15 Everton - Chelsea 15:45 QPR - Liverpool 18:00 Sunnudagsmessan 19:15 Man. Utd. - WBA 20:55 Sunnudagsmessan 22:10 Everton - Chelsea23:50 Sunnudagsmessan 01:05 QPR - Liverpool 02:45 Sunnudagsmessan

SkjárGolf 06:00 ESPN America07:20 The Open Championship Official Film 200908:15 The Open Championship Official Film 201009:10 Opna breska meistaramótið 201201:00 ESPN America

30. desember

sjónvarp 45Helgin 28.-30. desember 2012

Dagskráin The arTisT

Þögul snilld í byrjun árs

Valentin og Peppy eiga misgóðu gengi að fagna í Hollywood.

Takk fyrir frábærar móttökur á árinu sem er að líða.

Nýtt og spennandi ár er fram undan.

Gleðilegt ár.HELGARBLAÐ

Dreifing inni í Fréttatímanum er leið til að koma bæklingnum þínum í hendur viðskiptavina. Hikaðu ekki við að leita tilboða. Verðið kemur á óvart.

Þarftu að dreifa bæklingi?

[email protected]ími 531 3310

Page 46: 28 desember 2012

TónlisT HljómsveiTin HjalTalin Heldur Tónleika

Hjaltalínplötur í bílveltu

Stórsveitin Hjaltalín heldur óvænta tónleika á Rósenberg í kvöld. Platan þeirra, Enter 4, seldist upp fyrir jól.

Það er skammt stórra högga á milli hjá hljóm-

sveitinni Hjaltalín. Söngvari sveitarinnar Högni Egilsson

greindist með geðhvörf í sumar. Í kjölfar þess gaf sveitin út óvænta plötu,

Enter 4, meðal annars sem uppgjör við veikindi Högna.

Platan hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og seldist

svo upp fyrir jólin. Annað upplag var væntanlegt hingað til lands á mið-

vikudaginn fyrir jól en það fór ekki líkt og ætlað var

vegna bílveltu í Austurríki.

P lata stórsveitarinnar Hjaltalín, Enter 4 seldist upp í vikunni fyrir jól eða alls í um þrjú þúsund eintökum. Von var á nýju upplagi

hingað til lands á miðvikudeginum en það fór ekki eins og ætlað var þar sem flutningabíll sem flytja átti eintökin valt í Austurríki. Að sögn Steinþórs Helga Arnsteinssonar, umboðsmanns sveitarinnar, slasaðist bílstjórinn blessunarlega ekki alvarlega en slysið varð til þess að sendingin tafðist um nokkra daga og allar verslanir voru Enter 4 lausar rétt fyrir jólin. Þrátt fyrir óhappið seldist plata sveitarinnar þó í um þrjú þúsund eintökum og er ofarlega á lista yfir bestu plötur ársins.

Útgáfa plötunnar kom flatt upp á marga og kom jafnvel einhverjum aðdáendum sveitarinnar í opna skjöldu þar sem hana bar óvænt að. Platan var, líkt og síðar kom í ljós, á meðal annars gefin út sem uppgjör við sálræn veikindi söngvarans Högna Egilssonar. Hann greindist með geðhvörf í sumar. Sveitin er, að sögn Steinþórs Helga, hvergi nærri hætt að koma aðdáendum sínum á óvart og mun slá upp óvæntum tónleikum í kvöld, föstudagskvöld á Rósenberg. „Við ákváðum að halda bara upp áður uppteknum hætti og koma aðdáendum að óvörum,“ segir Steinþór Helgi kíminn. Hjaltalín treður upp á svokölluðum JólaGÓ tónleikunum sem haldnir hafa verið um nokkurra ára skeið að frumkvæði Guð-mundar Óskars tónlistarmanns. En hann er einnig meðlimur Hjaltalín.

Fullt var út úr dyrum á útgáfutónleikum Hjalta-lín um síðustu helgi og komust færri að en vildu. „Þetta er ákveðin svörun við því,“ útskýrir Stein-þór. Sveitin mun síðan koma til með að flytja tónlist sína á landsbyggðinni, en þau verða meðal annars á Akureyri þann þrítugasta desember. Miðasala fer fram við innganginn og mælir Steinþór með því að fólk mæti tímanlega, vilji það tryggja sér sæti. Húsið opnar klukkan 20 og tónleikar Hjaltalín hefj-ast klukkan 22.

María Lilja Þrastardóttir

[email protected]

myndlisT sTór sýning á verkum kjarval

Óvænt samhengi nær 200 verkaNú stendur yfir svokölluð salon-sýning á hátt í 200 af verkum Jóhannesar Kjarval á Kjarvalsstöðum. Veggir safnsins eru þá þaktir með verkum listamannsins, ekki eftir neinni sérstakri reglu eða röð. Með sýningunni er leitast við að fanga óvænt samhengi verkanna þrátt fyrir að vera unnin á ýmsum tímabilum. Þannig getur áhorfandinn nálgast verk meistarans á sínum eigin for-sendum.

Jóhannes Kjarval er einn ástsælasti listamaður Ís-lendinga en hann skipar veigamikinn sess í menn-ingarsögu þjóðarinnar. Hann var til að mynda sæmdur

stórkrossi hinnar íslensku Fálkaorðu, en afþakkaði. Að sögn aðstandenda Listasafns Reykjavíkur hefur safnið löngum leitað leiða við að gera verk Kjarvals aðgengi-leg almenningi og því sett upp sýningar á mismunandi máta.

Kjarval ánafnaði borginni stóran hluta listaverka sinna árið 1973. Nokkrar deilur hafi orðið um þá gjöf hans, að hálfu ættingja. Safnið er hið veigamesta og spannar hátt í 5400 listaverk af ýmsum toga, landslags-myndir, teikningar og táknræn málverk.

Sýningin verður opin fram í apríl á næsta ári.

Yfir 200 verk Jóhannesar Kjarval eru

nú til sýnis á Kjarvalsstöðum.

Sýningin er svokölluð Salon sýning, þar sem

engin regla er á meðal upp-

hengdra verka.

Hátíðarhljómar við áramótHátíðartónlist fyrir 3 trompeta, orgel og pákur eftir Gabrieli, Zelenka, Charpentier, Händel, Widor og Albinoni.

Trompetar: Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. JónssonOrgel: Björn Steinar SólbergssonPákur: Frank Aarnink

JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU 2012

Miðasala í Hallgrímskirkju, s. 510 1000opið alla daga kl. 9 - 17

listvinafelag.is - hallgrimskirkja.is

LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 31. STARFSÁR

Hátíðarhljómar við áramótHátíðarhljómar við áramót

HALLGRÍMSKIRKJU 2012HALLGRÍMSKIRKJU 2012

31. desember, gamlársdagur kl. 17

Takk fyrir frábærar móttökur á árinu sem er að líða.

Nýtt og spennandi ár er fram undan.

Gleðilegt ár.HELGARBLAÐ

Dreifing inni í Fréttatímanum er leið til að koma bæklingnum þínum í hendur viðskiptavina. Hikaðu ekki við að leita tilboða. Verðið kemur á óvart.

Þarftu að dreifa bæklingi?

[email protected]ími 531 3310

46 menning Helgin 28.-30. desember 2012

Page 47: 28 desember 2012

LÆGSTALÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956

hluti af Bygma

30-70% afsláttur

allar jólavörur

*Afsláttur gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“ eða tilboðsvörum.

JólA rÝmingArsAlA

af jólavörum

Jólatré • Jólaseríur • Jólaskreytingar

Jólastyttur • Jólapappír • Jóladúkar

JólalJós • Jólakúlur • kerti • Jólaskraut

servíettur og mArgt fleirA

Page 48: 28 desember 2012

Já elskan er dansverk unnið úr reynslu Steinunnar af eigin fjölskyldu. Hér eru flytj-endurnir.

Frumsýning Þjóðleikhúsið Frumsýnir dansverk eFtir steinunni ketilsdóttur

Kafað í samskipti fjölskyldnaÍ kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið

Já elskan, dansverk eftir Stein-unni Ketilsdóttir. Verkið er

unnið upp úr persónulegri reynslu Steinunnar á sinni eigin fjölskyldu. Hugmyndin kviknaði þegar Stein-unn uppgötvaði hversu miklu máli fjölskyldan skiptir hana en á sama tíma áttaði hún sig á því að hún mun ekki eiga það sama á gamals aldri og foreldrar hennar; það er að segja börn, barnabörn og stórfjöl-skyldu, því sjálf er hún barnlaus. Hún leit í eigin barm og áttaði sig á bæði gildum, reglum og allskyns

hefðum og athöfnum í kringum sína eigin fjölskyldu og kafaði djúpt ofan í samskipti fjölskyldna, hegðun og vandamál ýmis konar. Í rannsókn-um sínum áttaði hún sig á því að í raun eru allar fjölskyldur „dysfunc-tional“ að einhverju leyti og það er ekkert til sem heitir „venjuleg“ eða „eðlileg“ fjölskylda.

Steinunn hefur átt glæstan feril sem danshöfundur hérlendis og er-lendis. Eftir menntaskóla fór hún reyndar fyrst í BA nám í viðskipta-fræði en þegar hún lauk við þá gráðu hélt hún til New York í dans-

nám. Hún hefur samið fjölda verka og hlaut Grímuverðlaunin sem danshöfundur og dansari árið 2010 fyrir sólóverkið Superhero.

Flytjendur Já elskan eru þau Árni Pétur Guðjónsson, Aðalheiður Hall-dórsdóttir, Berglind Pétursdóttir, Hannes Þór Egilsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Magnús Guðmunds-son og Snædís Lilja Ingadóttir. Tak-markaður sýningafjöldi.

Mikael Torfason

[email protected]

Hilmar Guðjónsson leikur George á móti Ólafi Darra Ólafssyni sem leikur Lennie.

Frumsýning Borgarleikhúsið Frumsýnir mýs og menn á laugardag

É g heyrði að það ætti að setja upp Mýs og menn hérna leikhúsinu og varð strax spenntur fyrir þessu hlutverki,“ segir Hilmar Guðjónsson leikari sem leikur George í uppsetningu Borgarleikhússins á Mýs

og menn eftir John Steinbeck sem frumsýnt er á morgun, laugardag. „Það kom samt ánægjulega á óvart þegar mér var boðið hlutverkið því ég gerði mér ekkert endilega vonir um það þótt ég hafi látið mig dreyma.“

Hilmar er hóg-værðin uppmáluð og myndi seint segja sig stórgóðan leikara eða vera með yfirlæti. Hann segist nálgast hvert hlutverk frá núllpúnkti og er þakk-látur fyrir að hafa fengið nóg að gera frá því hann útskrifað-ist. Hann lék í Enron strax eftir útskrift, svo var hann í Ofviðri Shakespeares, fór með stórt hlutverk í Nei, ráðherra, lék í Fanný og Alexander, Galdrakallinum í Oz og Rautt (auk þess sem hann fór með eitt aðalhlutverkanna í Á annan veg sem á dög-unum var endurgerð vestur í Hollywood).

Til gamans má nefna að kona hans, Lára Jóhanna Jóns-dóttir, er einnig leik-kona og hún lék í mörgum fyrrnefndra verka með Hilmi en þau vinna bæði í Borgarleikhúsinu og hafa fylgst að í leiklist-inni síðan á fyrsta ári í leiklistardeild Listahá-skólans.

Hilmir er alinn upp á Seltjarnarnesi, fór í Kvennó og kláraði Hússtjórnarskólann áður en hann fór að læra leiklist (komst inn í skólann í annarri atrennu). Hann er ekki úr leikarafjölskyldu heldur er mamma hans kennari og pabbi hans kaupmaður („lengi vel ætlaði ég verða kaup-maður eins og pabbi og afi,“ segir Hilmir).

Mýs og menn er klassískt verk sem Hilmir þekkir vel eins og flestir Íslendingar. Bókin er lesin í menntaskólum og efalaust hafa flestir fyrir-fram ákveðnar hugmyndir um hvernig þessi saga ætti að líta út á sviði. Hilmir segir að það sé mikilvægt að passa sig að elta það ekki. „Við verðum auðvitað að gera okkar útgáfu af þessu verki og vona að fólki líki hún,“ segir hann og botnar: „Mýs og menn höfðar ennþá til okkar allra. Þetta er sterkt verk sem fjallar um eitthvað sem við getum öll tengt við.“

Hilmar Guðjónsson leikari útskrifaðist 2010 og hefur síðan sýnt og sannað að hann er fanta-góður leikari. Hann átti stórleik í Rautt fyrr í haust og lék eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni á Annan veg sem nú er komin til Hollywood. Um helgina leikur hann George á móti Lennie Ólafs Darra í Músum og mönnum.

Mýs og menn höfðar ennþá til okkar allra

Varð strax spenntur fyrir þessu hlutverki.

Mikael Torfason

[email protected]

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Mýs og Menn (Stóra svið)Fös 28/12 kl. 20:00 fors Mið 16/1 kl. 20:00 7.k Fim 31/1 kl. 20:00 13.k.

Lau 29/12 kl. 20:00 frums Fim 17/1 kl. 20:00 8.k Fös 1/2 kl. 20:00 14.k

Fös 4/1 kl. 20:00 2.k Fös 18/1 kl. 20:00 aukas Fös 8/2 kl. 20:00Sun 6/1 kl. 20:00 3.k Lau 19/1 kl. 20:00 9.k Lau 9/2 kl. 20:00Mið 9/1 kl. 20:00 4.k Sun 20/1 kl. 20:00 10.k Lau 16/2 kl. 20:00Fim 10/1 kl. 20:00 aukas Fim 24/1 kl. 20:00 11.k Sun 17/2 kl. 20:00Fös 11/1 kl. 20:00 5.k Fös 25/1 kl. 20:00 aukas Mið 27/2 kl. 20:00Lau 12/1 kl. 20:00 aukas Lau 26/1 kl. 20:00 aukas

Sun 13/1 kl. 20:00 6.k Sun 27/1 kl. 20:00 12.k

Jólasýningin 2012. Saga um gildi manneskjunnar, drauma hennar og þrár

Á sama tíma að ári (Stóra sviðið)Sun 30/12 kl. 20:00 Lau 5/1 kl. 20:00 lokas

Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur. Síðustu sýningar

Gulleyjan (Stóra sviðið)Sun 30/12 kl. 14:00 Sun 13/1 kl. 14:00Sun 6/1 kl. 14:00 Sun 20/1 kl. 14:00Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Aukasýningar í janúar!

Gullregn (Nýja sviðið í desember og janúar. Stóra sviðið í febrúar)Fös 28/12 kl. 20:00 Sun 13/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00Lau 29/12 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00Sun 30/12 kl. 20:00 Fim 17/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00Fim 3/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 20:00Fös 4/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00Lau 12/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré

Saga Þjóðar (Litla sviðið)Fös 4/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00Fös 11/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum.

Jesús litli (Litla svið)Lau 5/1 kl. 20:00 Sun 6/1 kl. 20:00Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010

Stundarbrot (Nýja sviðið)Fim 10/1 kl. 20:00 frums Þri 15/1 kl. 20:00 3.k Þri 22/1 kl. 20:00Fös 11/1 kl. 20:00 2.k Sun 20/1 kl. 20:00 4.k

Framsækið sjónarspil á mörkum vísinda, leikhúss og dans

Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)Lau 12/1 kl. 13:00 1.k Sun 13/1 kl. 13:00 3.k Lau 19/1 kl. 13:00 5.k

Sun 13/1 kl. 11:00 2.k Lau 19/1 kl. 11:00 4.k

Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri

Mýs og menn frumsýnt á morgun

Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is [email protected]

VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR

Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)Lau 29/12 kl. 14:00 29.sýn Lau 5/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 20/1 kl. 13:00 37.sýn

Lau 29/12 kl. 17:00 30.sýn Sun 6/1 kl. 13:00 33.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 38.sýn

Sun 30/12 kl. 14:00 31.sýn Sun 6/1 kl. 16:00 34.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 39.sýn

Sun 30/12 kl. 17:00 32.sýn Sun 13/1 kl. 13:00 35.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 40.sýn

Lau 5/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 13/1 kl. 16:00 36.sýn

Sýningar í janúar komnar í sölu!

Macbeth (Stóra sviðið)Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 10/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn

Fim 3/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 11/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 10.sýn

Fös 4/1 kl. 19:30 5.sýn Mið 16/1 kl. 19:30 Aukas. Fös 25/1 kl. 19:30 11.sýn

Mið 9/1 kl. 19:30 Aukas. Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn

Aðeins sýnt út janúar!

Jónsmessunótt (Kassinn)Lau 12/1 kl. 19:30 25.sýn Lau 19/1 kl. 19:30 27.sýn

Sun 13/1 kl. 19:30 26.sýn Sun 20/1 kl. 19:30Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma.

Karíus og Baktus (Kúlan)Lau 5/1 kl. 13:30 5.sýn Sun 6/1 kl. 15:00 8.sýn Lau 12/1 kl. 16:30 Aukas.

Lau 5/1 kl. 15:00 6.sýn Sun 6/1 kl. 16:30 Aukas. Sun 13/1 kl. 13:30 11.sýn

Lau 5/1 kl. 16:30 Frums. Lau 12/1 kl. 13:30 9.sýn Sun 13/1 kl. 15:00 12.sýn

Sun 6/1 kl. 13:30 7.sýn Lau 12/1 kl. 15:00 10.sýn Sun 13/1 kl. 16:30 Aukas.

Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!

Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn

Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Sun 10/2 kl. 20:30Nýtt sýningatímabil hefst eftir áramót - miðasala í fullum gangi!

Já elskan (Kassinn)Fös 28/12 kl. 20:00 Frums. Lau 5/1 kl. 20:00 3.sýn Mið 9/1 kl. 20:00 5.sýn

Sun 30/12 kl. 20:00 2.sýn Sun 6/1 kl. 20:00 4.sýn Fim 10/1 kl. 20:00 6.sýn

Nýtt íslenskt dansverk um margbreytileg mynstur fjölskyldna.

48 leikhús Helgin 28.-30. desember 2012

Page 49: 28 desember 2012

magazine.66north.is

66°NORÐUR er stoltur samstarfsaðili björgunarsveitanna sem hafa klæðstfatnaði okkar frá árinu 1928. Yfir 18 þúsund sjálfboðaliðar starfa undirmerkjum Slysavarnafélags Landsbjargar um allt land. Dag hvern er 3.500manna útkallshópur tilbúinn að bregðast við þegar neyðarkall berst. Því vill 66°NORÐUR minna á að nú þurfum við öll að svara kalli þeirra um stuðning.

Styðjum flugeldasölur björgunarsveitanna um áramótin.

Við getum treyst á þaunú treysta þau á okkur

Page 50: 28 desember 2012

Ásgeir Trausti stal senunni á frábæru áriNýliðinn Ásgeir Trausti kom, sá og sigraði á árinu sem er að líða. Hann seldi mest allra af plötu sinni, Dýrð í dauðaþögn, og sló reyndara fólki við sam-kvæmt könnun Fréttatímans. Kynslóðaskipti virðast hafa orðið því plata Sigur Rósar kemst ekki inn á topp tíu.

F yrsta plata Ásgeirs Trausta Einarsson-ar, Dýrð í dauða-

þögn, er plata ársins á Íslandi árið 2012. Þetta er niðurstaða könnunar Fréttatímans meðal tón-listarsérfræðinga.

Óhætt er að segja að þetta hafi verið ár Ásgeirs Trausta. Hann lét fyrst á sér kræla snemma árs í sjónvarpsþættinum Hljóm-skálanum og um mitt ár voru bæði útvarpsmenn og -hlustendur farnir að kveikja á snilldinni. Ás-geir naut liðsinnis Kidda Hjálms við upptökur á plötu sinni og tónlistar-áhugafólk tók fljótt við sér þegar hún kom í verslanir. Áætlað er að Ásgeir selji yfir tuttugu þúsund eintök af plötunni nú fyrir jólin. Sem er hreint ótrúlegt hjá nýliða.

Ásgeir Trausti fékk alls 39 stig í kosningunni og sigraði þar með naumlega ungpopparana í Retro Stefson, sem hlutu 38 stig. Skammt undan var hljóm-sveitin Hjaltalín með 35 stig. Nýliðarnir í Tilbury eiga fjórðu bestu plötu árs-ins en skammt undan eru Pétur Ben, Móses Highto-wer og Jónas Sigurðsson.

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Um kosninguna: 23 einstaklingar sendu inn topp 5 lista. Efsta sæti gaf fimm stig, annað sæti fjögur stig og svo koll af kolli. Þessir tóku þátt: Anna Hildur Hildibrandsdóttir (Nomex), Arnar Eggert Thoroddsen (Morgunblaðið), Ásgeir Eyþórsson (Rás 2), Benedikt Reynisson (Gogoyoko), Bob Cluness (Reykjavík Grapevine), Dana Hákonardóttir (Iceland Airwaves), Dr. Gunni (Fréttatíminn), Egill Harðarson (Rjóminn), Freyr Bjarnason (Fréttablaðið), Frosti Logason (X-ið 977), Grímur Atlason (Iceland Airwaves), Halldór Ingi Andrésson (Plötudómar.com), Haukur S. Magnússon (Reykjavík Grapevine), Höskuldur Daði Magnússon (Fréttatíminn), Ingveldur Geirsdóttir (Morgunblaðið), Kamilla Ingibergsdóttir (Iceland Airwaves), Kjartan Guðmunds-son (Fréttablaðið), Matthías Már Magnússon (Rás 2), Jóhann Ágúst Jóhannsson (Kraumur), Ólafur Páll Gunnarsson (Rás 2), Tómas Young (Útón), Trausti Júlíusson (Fréttablaðið), Þór Tjörvi Þórsson (Kvikmyndamiðstöð Íslands).

17-21.Nóra – Himinbrim Biggi Hilmars – All We Can BeVintage Caravan – Voyage Kristjana Stefánsdóttir – Bezt Dream Central Station – Dream Central Station 4 stig

Ásgeir Trausti

Dýrð í dauðaþögn

39 stig

2 Retro Stefson – Retro Stefson 38 stig 3 Hjaltalín – Enter 4 35 stig 4 Tilbury – Tilbury 28 stig

5 Pétur Ben – God’s Lonely Man 27 stig 6 Móses Hightower – Önnur Mósebók 25 stig 7 Jónas Sigurðsson – Þar sem himin ber við haf 22 stig

8 Valdimar – Um stund 19 stig 9 Ghostigital – Division of Culture and Tourism 18 stig

10 Ojba Rasta – Ojba Rasta 10 stig

11-14. Borko – Born To Be FreeLegend – FearlessPascal Pinon – Twosomeness Skálmöld – Börn Loka 7 stig

15-16.Muck – SlavesSigur Rós – Valtari 6 stig

1

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS MIÐASALA: 412 7711

KOMDU Í KLÚBBINN!bioparadis.is/klubburinn

SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!

NÝTT Í BÍÓ PARADÍS

Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS

SVARTIR SUNNUDAGAR:Kl. 20 sunnudag.

Aðeins þessi eina sýning.

CHAPLIN:THE KIDÞRJÚBÍÓ

SUNNUDAG | 950 KR. INN

50 úttekt Helgin 28.-30. desember 2012

Page 51: 28 desember 2012
Page 52: 28 desember 2012

Á SÍGA

REYNA

GRUFLA

ÍÞRÓTTA-FÉLAG H HUGUR

EKKIG FÆÐA SSJÚK-

DÓMUR

SEIÐISHREYSI

ÞREYTA

LEIÐSLAM G DUNDAN-HALD

FRENJA

KRYDD-BLANDA OS PK N EA A IS FERÐALAG SS R ALJÚKA UPP

AÐFALL

K PA RR Í IR L NÍ STAKUR

LITLAUS NMÁNUÐUR E SAK ÓFLÆÐI

ÞREIFA G NUGGA

MUNNVATNF A NL G ÚÓ N AÐÁA AA FF A SA

TRÖLL

FRUM-KVÆÐI AI R RVÖKVA

ÍÞRÓTT I MATURS

M A TVEIR EINS Ú Ú

REKJA BOLTA

FRUMEIND D

DRYKKUR

R

R

V

EFLA

I

A

Í

Á

P

HLJÓTA

FROST-SKEMMD L

S

FORA

TVEIR EINS

L

F FRÁ

BRÍARÍ

L

S

A

Á AP

GAFFALL

VÉLAR

GOÐMÖGN FO

K

ÁKÆRA H

A

TJÓN

KVK. NAFN

Ó J A F N A

M

I

N

I

A

BAKTAL

DRASL

FJÓRÐ-UNGUR

GLÁP

Ð

L

L

K E

K

T

A

O R

A

SKELFING

PIRRA

S

R ÁVALAÓ

T

T ÆG

STUNDA

KAÐALLMISFELLA

S A STROFF

ÁVÖXTUR F I T FYRSTUR

Í VIÐBÓT

AFSPURN

MÓTMÆLI

F

A

T

U

R

G

TVEIR EINS

HINDRUN

M

U

A F

R

T

M

R Æ

R

A

FRÆND-BÁLKUR

HUGREKKI

ÞÆFINGUR

TÓNLISTAR-MAÐUR RL

Æ

Ó ÐSEYTLAR

HYGGJA

TÁTT

ÁKÆRA

A

V

K

VOLA

FYLGSNI

A

F

EYÐA

TÍMABILS

FLÍK

MJÖG

S

A

Ó

SKEL

A

A

UMFANG

BLUNDA

FNYKUR

ANNÁLL

STÓR

KÖLSKI

Ð

U

Ó

H

A

M

L ÞREYTA

Á

VEIÐAR-FÆRI

GLUNDUR

M

Y L

PÁFA-GAUKUR

N

Á

K ÚÓ

L

T IT

OS

H

Í

Æ

KOMAST

VANDRÆÐI

F

N

A

Á

FAÐMUR

EINS UM F

FLÍK

SJÁÐU

F

M

A

U

N

S

Á

S

G

S

N

A

TVEIR EINS

HLJÓÐFÆRI

A

GERAST

MUNDA

ÓNEFNDUR

TRÉ

PFN.

G

STRUNSA

AND-SPÆNIS

S N

G

G

R

K NGYÐJA

I

E VARKÁRNIR

G

HITTA

Á

K

L

V

E

A

T

R

R

S

A

ELDSNEYTI

UPPSKRIFT

HNUGGINN

TÓNLIST

K

D

O

R

A

A

L

POT

SKOÐUN

F

P

SÍÐASTI DAGUR

O E

M

U

G

T I

Á

R

Æ

HINDRA

STORMUR NKLUKKA

PEST

R

M AÚ

ÞURRKA ÚT

VIÐUREIGN

T

TÚNGUMÁL

BELTA-ÞYRILL

A

E

L

N

FRÆ

FLAN

S

F

K

R

A

J

FYRIR-MYND

Ó

F

B

T

ÁHRIFA-VALD

ÞESSI

REITUR

DRYKKUR

Á

T

Í

B

T I

I

T

E

UTIL

UPP-HRÓPUN

R

A

Ð

R AK

STEFNUR

HLÁTUR

SPJALL ÐKÆNA

LAND

Á

Ó

HÆKKA

Í

Í

DÝRA-HLJÓÐ

EINNA

S

U

A

R

OF MIKILS VIRT

STAGL

R

O

AF-HENDING

DÆSA

F

A

M

F

A

Ó

A

S

T

L

HVOFTUR

LÆKNAST

A

HAMINGJA

RADAR

A K

G F

L

G

AFL

SÍLL A

I GJALDA

JÖTUN

LÁGFIÐLA

ÁNÆGJU

I

O STÆKKUÐU

N B

V

F

R G

ASI

950

Í

T

UNDIR-EINS

R

Ð

S

A

E

R

S

A

S

FYRIRTÆKI

LJÁ

KYRRÐ

PIRRA

M

R

S

Ó

UTAN

TIL DÆMIS

SPRÆKUR

K

N

Á

E

I

G

N

R

KEYRA

ÚT-DRÁTTUR

VIÐ

DEIGJA

VERKFÆRI L

KYRTLA

LÍKAMS-HLUTI

N

A H

MIKILS TIL OF

FJALL T

S

SKÓLI

K J

A O

E

L

A Á

L F

R

Ö

Ó

SÆTI

ÓNN

F

L

N

SLENGJAST

BLANDAR

SAMKVÆMI

TÓNLIST

S

T

L

E

Á

I

S

T

KEYRI

T

I

A

BLEKKING

KRAFTUR

RANGL

DÝRA-HLJÓÐ

BLÓM

SIÐLEYSI

ÓMERKI

VIÐ-BURÐUR

MITTISÓL

HALLANDI

PENINGAR

T

R

D

Ó

A

S

Á R

Á A

SKÓLI

TRAPPA M

H

T

K

L A

F R

M O

Æ

V

Á

MÖLVAÐI

HJALA U

BRAK

Í RÖÐ R

A L

F

I

REYNDAR

B T

M L

JARÐ-VEGUR

FLAN D

A

K

T

ÖKUTÆKI

O

Í

U

L

VEISLA

FARVEGUR

L

P

SPIL

SUSS

A

Á

R

S

T

LÉST

RAUN

Í

DRULLA

D

VERSLUN

KUSK

S

A

K

S

Ó

B

A

ÆLA

Ó

Ú

MÁLMUR

DVELJA

T

U

G A

R S

S Ó

Á

SVELL

MYNT-EINING

R

U TIGNA

E Ö

KRÆKJA

BRODDUR K

L

Í

DROTTINN

KVÖL

B K

A G

K A

ÁTT

GUNGA

S

J

B SNYRTI-LEG

FRÁSÖGN

MÁLMUR U

R LOFT-TEGUND

N

LAND

UTANHÚSS

E

B

G

R

R

A

O

U

G

N

G

A

KJÖT

TÍMA-EINING

R

F

NIÐUR

SKAMM-STÖFUN

LITUR

SKÓLI

L

S

F

R

Ó

G

E

U

I

A

PIPARFUGL

MÁLMUR

U

S

Ð

R K

LÆSING

ÞUNNURVÖKVI

HÁTTUR

BARDAGI

T N

L

K

LUMMÓ

R A

L L

Ú I

U

NJÓLI

P

A U

Á A

K FLÝTIR

R

S

Ú

VIÐSKIPTI P

S G

A E

VITLEYSA

LÝÐ

Ú

K

AÐ VÍSU

VÍN-BLANDA

GÓN

B

L

A

Á

G

P

S

SAMÞYKKI

A

J

Í VAFA

Í RÖÐ

Á

E

ÓSKÝR

SAMTÖK

E

F

Ó

I

L

U

L

I

L

R

TIL-BÚNINGUR

TVEIR EINS

FUGL

E

N

J

GOLF ÁHALD

Í RÖÐ

I I

L A

I A

S

Ó

T

HYGGST Ð

L L

F BARDAGI

49

SKAMM-STÖFUN

ÞUS

S

Í

B TÍMAEINING

MÁL

FLANDURSÁLGA

ÁTT A

O

Í RÖÐ

TVEIR EINS

GEIL

HREYFING

TVÍHLJÓÐI E

T S

S T

F

T

K

BAUKA

G

Æ

KLÆÐA

ÓÐAGOT

BÁTUR

S

A

P

S

J

ÍVILNA

LAND

A

H

R

Y

A

T

G

FJÖR

BOX

STÓ

SVEKKJA

N

E

L

T

A

S

D

I

A

Á

R

P BLESSUN

A T

G K

SKORDÝR

SKELLUR

P

I

Æ L

FUM

UM-HVERFIS

KVAÐ

VENTILL

U I

F

SPIL

NESODDI

N

L Á

F K

R S

L

V

N

A N

Á U

KÖTTUR A

Ó

I

EIGNIR

ÍÞRÓTTA-FÉLAG

STEINFELLA K RMÁLMUR

UPP-HRÓPUN T I N

A

V

BEIN

K

E

GREIND

K

Y

D

I

R

M

Ú

R

SKRAF

STANDASIG

SKAMM-STÖFUN

KVABB

S

ÞRÆÐIR

LISTI G

P HAMINGJA

RÍKI

I Ó

H

E

L

T A

U L

R L

J

T

A

A R

L Á

I

A

V

U

L N

J N

L

HVOLFÞAK

VIÐAR-TEGUND

F

ANGRA

SKRIFA Á

MERGÐ

STEIN-TEGUND

KOPA

R

ÁTT

Lausn á jóLakrossgátu Fréttatímans

69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012

BERGSSON MATHÚS ÓSKAR LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐI OG GÆFU Á NÝJU ÁRI. MEGI HEILSA, ÁST OG VIRÐING

VERA OKKUR HUGLEIKIN.

HLÖKKUM TIL AÐ TAKA Á MÓTI YKKUR Á KOMANDI ÁRI.

571 1822

Vala Kristín EiríKsdóttir lEiKKona

Hættir í Týndu kynslóðinni

V ala Kristín Eiríksdóttir er ung og orkumikil Garða-bæjarmær sem að undanförnu hefur verið að gera það gott í sjónvarpsþáttaröðinni Týndu kynslóðinni

á Stöð 2. Hún er yngst þriggja systkina, en hún á tvo eldri bræður sem hún segir að hafi klárað kvótann á ódælni. Hún hafi því verið tiltölulega þægileg í samskiptum á yngri árum. Í þáttunum hefur Vala verið í hlutverki spyrils og hef-ur vakið athygli fyrir vaska frammistöðu og óskammfeilni í spurningavali. Hún mun þó ekki koma til með að verma hlutverk í þættinum mikið lengur þar sem skólinn á hug hennar allan en hún nemur leiklist í Listaháskóla Íslands.

Ætlar að breyta heiminum með leik„Ég hef alltaf haft áhuga á að koma fram svo stefnan var fljótlega tekin í þessa átt. Ég á minningar af þessu týpíska að koma fram í stofunni hjá mömmu og pabba sem krakki og í grunnskólanum sóttist ég líka mikið í að leika. Svo fór ég í Versló og tók þar þátt í hinum ýmsu uppfærslum. Ég hef reyndar fengið mikið grín út á það að hafa verið í Versló, þar sem stereótýpan sem þaðan kemur á að vera mjög leiðinleg,“ segir Vala Kristín sem segist einnig gefa lítið fyrir svoleiðis tal.

Hlutverkið í Týndu Kynslóðinni kom mjög óvænt upp en það var tökumaður þáttanna sem benti á hana þegar átti að rétta við kynjahalla sem hafði skapast með brotthvarfi Þórunnar Antoníu. „Ég mætti í prufu og spjall, en var alltaf með það á bak við eyrað að skólinn gengi fyrir. Ég ákvað samt að láta á þetta reyna og úr varð mjög fræðandi sam-

Völu Kristínu þekkja eflaust einhverjir úr sjón-varpsþáttunum Týndu Kynslóðinni, á Stöð 2. Hún hefur hlotið mikla athygli fyrir framhleypni sína og frægt er atvik þar sem hún kallaði hljómsveitina Skálmöld, Sólstafi í viðtali. Hún hefur þrátt fyrir velgengnina ákveðið að segja skilið við þættina á nýju ári og einbeita sér að leiklistarnámi, sem á hug hennar allan. Fréttatíminn spjallaði við þessa mjög svo hressu konu, sem stefnir ótrauð áfram.

starf og þetta er mikil skólun. Ég fór þó fljótlega að finna það í lok annarinnar að ég hefði kannski hlaupið svolítið fram úr mér, ég á það til. Ég fór að hugleiða svona fyrir hvern ég væri að þessu. Ég er í draumanáminu mínu og verð að forgangsraða rétt og leyfa mér að dvelja bara þar um sinn. Ég sé samt ekki eftir neinu en verð bara að vera þolinmóð og passa að færast ekki of mikið í fang.“

Hún segir það erfitt að þurfa að hafna góðum verkefnum, en segir þó að aldrei skuli segja aldrei og það sé ómögulegt að vita hvað framtíðin beri í skauti sér. Hún stefnir til að mynda í starfs-nám erlendis næsta sumar. Vala Kristín tekst, að eigin sögn, mikið á við sjálfa sig í náminu. „Þetta er virkilega áhugaverð

rannsókn, en ég er í stöðugri sjálfsskoðun. Það má orða það sem svo að ég sé að æfa mig í að verða listakona og ég hef það að leiðarljósi að ég verði aldrei betri listakona en manneskja. Ég er því mjög meðvituð um að breyta rétt og huga að fólkinu mínu, vera heiðarleg, hvað svo sem það þýðir. Svo endurvinn ég,“ segir hún kímin og bætir við, „Ég er á hverjum degi að kynnast sjálfri mér betur og sprengja í mér heilann með nýrri vitneskju. Leik-húsið er spegill á fólk og samfélagið í heild og þess vegna trúi ég því að hægt sé að breyta heiminum í gegnum leikinn.“

maría Lilja Þrastardóttir

[email protected]

Vala kristín er leikkona á uppleið. Hún segir skilið við sjónvarpsþáttaröðina Týndu kynslóðina og hyggst sinna draumanáminu af meiri kostgæfni. Mynd/Hari

„Ég hef reyndar fengið mikið grín út á það að

hafa verið í Versló.“

52 dægurmál Helgin 28.-30. desember 2012

Page 53: 28 desember 2012

Skákakademían

Blóði drifin fæðingarsagaU ppruni skákarinnar er mistri

hulinn, en við vitum þó nokkurn veginn fyrir víst, að þetta vinsæl-

asta borðspil allra tíma var fundið upp á Indlandi. Í öndverðu var liðskipan tafl-mannanna byggð á indverska hernum – hrókurinn var stríðsvagn, biskupinn fíll og „drottingin“ var sérlegur ráðgjafi kon-ungsins. Riddarinn var vitaskuld tákn riddaraliðsins og peðin gegndu hlutverki fótgönguliða.

Ekkert er vitað um „höfund“ skákar-innar enda líklegt að hún hafi orðið til og þróast á löngum tíma. Til eru nokkr-ar goðsagnir um uppruna skákarinnar, og samkvæmt þeirri vinsælustu fæddist skákin í blóði skapara síns. Það gerðist svona:

Maðurinn sem fann upp manntaflið gekk á fund fursta nokkurs á Indlandi og færði honum fyrsta taflsettið að gjöf. Furstinn varð himinlifandi yfir gjöfinni og tilkynnti í gleðivímu að uppfinningamað-urinn fengi að launum hvaðeina sem hann óskaði sér. Sú ósk virtist mjög smá í sniðum, enda glottu menn við hirðina yfir hógværð uppfinningamannsins, sem aðeins fór fram á eitt hrísgrjón á fyrsta reit skákborðs-ins, 2 á þann næsta, þá 4, 8, 16, 32 og svo framvegis, þannig að tala hrísgrjónanna tvöfaldaðist uns komið væri að 64. og síðasta reitnum.

Furstinn lét birgðavörðum sínum eftir að reikna dæmið, en settist sjálfur hugfanginn að tafli. Úr vöru-skemmum furstans bárust hinsvegar ískyggilegar fréttir: Allar hrísgrjónabirgðir ríkisins dugðu ekki til að uppfylla óskina – hrukku reyndar afar skammt. Margir hafa síðan dundað við að leysa indversku stærðfræðiþrautina, og einn reiknimeistari komst að þeirri niðurstöðu að hrísgrjónin hefðu dugað til að þekja jörðina alla með þykku lagi. Í öllu falli var morgunljóst að furstinn hafði lofað upp í ermina á sér: Samanlögð uppskera heimsins í mörg ár hefði ekki dugað til að uppfylla ósk hins slóttuga uppfinninga-manns.

Viðbrögð furstans? Jú, samkvæmt þjóðsögunni lét hann hálshöggva uppfinningamanninn og hélt svo áfram taflinu.

Bragi skákaði stórmeisturunum í Landsbankanum

Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeist-ari Íslendinga, fór á kostum í keppni roskinna meistara við ungar og efni-legar skákkonur. Í liði með Friðriki voru kempurnar Hort, Romanishin og Uhlmann, allt kunnugleg nöfn úr skáksögunni, og þeir sigruðu með eins vinnings mun. Það var einmitt okkar maður sem tryggði gömlu kempunum sigur með vinningi í síðustu umferð. Friðrik tefldi afar vel

og skemmtilega á mótinu, sem fram fór í Tékklandi.Meðan Friðrik og félagar glímdu við skákkonurn-

ar fór fram Friðriksmótið í Landsbankanum, sem jafnframt var hraðskákmót Íslands. Landsbankinn hefur í næstum áratug staðið að mótinu ásamt Skáksambandi Íslands, og er Friðriksmótið einn af hápunktum íslenska skákársins.

Keppendur voru um 80 og í þeim hópi voru átta stórmeistarar. Enginn þeirra komst þó á verðlauna-pall, sem er saga til næsta bæjar. Þrír urðu efstir og jafnir, alþjóðlegu meistararnir Bragi Þorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnars-son. Bragi varð efstur á stigum, enda rúllaði hann m.a. upp fjórum stórmeisturum á mótinu og er verð-skuldaður Íslandsmeistari í hraðskák 2012.

Marlon, Marlene og Madonna...Hvað eiga Bono og Bill Gates sameiginlegt? Jú,

báðir eru áhugamenn um skák, einsog svo margir snillingar og frægðarmenni. Liðsmenn skákgyðj-unnar koma svo sannarlega úr öllum áttum – af öðrum kunnum skákáhugamönnum gegnum tíðina má nefna Beethoven, Churchill, Einstein, Verdi, Marlon Brando, Marlene Dietrich og Madonnu. Sú síðastnefnda hefur meira að segja sérstakan skák-þjálfara!

skákþrautin

Hvítur hefur byggt upp sóknarstöðu og nú kemur lokahnykkurinn. Di Paolo hafði hvítt gegn Olivier. 1. Hexf6! Hxf6 2.Hxf6 1-0 (2.... gxf6 3.Dxh6+ Kg8 4.Bc4+)

Góða (skák)helgi!

Stórmeisturum skákað. Hjörvar steinn, Bragi og Jón Viktor efstir á Friðriks-mótinu í Landsbankanum.

Madonna hefur sérstakan skákþjálfara.

skák 53 Helgin 28.-30. desember 2012

Gleðilegt árþökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Dalvegur 22 · sími 515 2700www.teitur.is · [email protected]

Page 54: 28 desember 2012

Tónleikar í Vodafonehöllinni hlíðarenda

Retro Stefson og Hermigervill í eina sæng„Þetta verður algjör snilld,“ segir Logi Pedro Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson. Hljómsveitin spilar ásamt Hermigervli á tónleikunum Síðasti sjens í Vodafonehöllinni við Hlíðarenda, sunnudag-inn 30. desember. Yfirlýst markmið kvölds-ins hjá tónlistarfólkinu er að ekki verði þurr þráður á kroppi gesta sökum stuðs og fjörs. Nýverið gekk Hermigervill til liðs við Retro Stefson og mun hann því bæði koma til með að hita upp fyrir bandið og spila með þeim tónleikana. Hann er að sögn Loga kærkomin viðbót við sveitina sem er nú ein sú vinsælasta á landinu og var til að mynda tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna í

ár. Lögin Glow og Qween eru jafnframt þau vinsælustu á árinu 2012. Auk velgengninnar hér heima hafa þau verið að gera það gott er-lendis og eru meðlimir að undirbúa tónleika-ferðalag á nýju ári. Þar mun Hermigervill vera með í för. Hermigervill hefur notið vinsælda með frumlegum endurgerðum sínum á gömlum íslenskum dægurperlum sem hann glæðir nútímalegu lífi og er hann, að sögn Loga Pedro, kærkomin viðbót við bandið. Logi lofar mikli fjöri og bendir fólki á að tónleikarnir séu fyrir alla aldurshópa. „Séu börnin vakandi á þessum tíma þá er ekkert því til fyrirstöðu að taka þau bara með að dansa.“

Logi Pedro, meðlimur Retro Stefson lofar miklu fjöri og ítrekar að skemmt-unin sem hefst klukkan 21, sé fjölskylduvæn.

Ársuppgjör uppisTandshópurinn Mið-ísland

Við erum kreppubörnÞað eru öll ár jafn fyndin að mati meðlima Mið-Íslands. Við fengum þau til liðs við okkur til að taka saman lista yfir fyndnustu atburði ársins. Einn úr hópnum, Dóri DNA, segir að það sé alltaf stutt í grínið. Það sé yfirleitt nóg að lesa raunverulegar fréttir af netmiðlunum til að komast í gott grín.

u ppistandshópurinn Mið-Ísland kveður gamla árið með uppistandi á Stóra sviði Þjóðleik-hússins. Fram koma þau Ari Eldjárn, Bergur

Ebbi, Björn Bragi, Jóhann Alfreð, Dóri DNA og Anna Svava Knútsdóttir. Halldór Halldórsson, Dóri DNA segir spennu vera í hópnum fyrir kvöldinu. „Það er nánast uppselt klukkan átta á laugardaginn en það eru einhver sæti laus á seinni sýninguna klukkan 23. Við vorum bæði í Þjóðleikhúskjallaranum og á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í vor og haust. Í kvöld verður einmitt sýnd á Stöð 2 upptaka frá uppistandinu okkar á Stóra sviðinu frá því í vor. Það er mjög glæsilegt, tekið upp með 10 myndavélum og ég leyfi mér að fullyrða að uppistandi, allavega tæknilega séð, hefur ekki verið gerð betri skil í sjónvarpi á Íslandi.“

Þegar Dóri er spurður út í listann og árið sem er að líða segir hann að öll ár séu fyndin. Það sé í rauninni alveg nóg að kíkja á netmiðlana til að komast í skemmtiefni. Það hafi því verið auðvelt að setja saman svona lista. „Þetta snýst eiginlega um að taka sig ekki of alvar-lega. Það eru held ég öll ár jafn fyndin. Maður verður eiginlega að geta brosað að öllu, alltaf. Við í Mið-Íslandi erum í rauninni kreppubörn. Við erum því þakk-lát bankahruninu fyrir að gefa okkur þetta brautargengi. Fólk var orðið svo leitt og pirrað og vildi bara sjá eitthvað grín. Við dettum því mögulega úr tísku í næstu uppsveiflu.“

Leit in translation Björgunarsveitarmenn eru kvaddir út í tugatali til að hefja leit af konu sem skilaði sér ekki úr leiðsöguferð á hálendinu. Leit-in er blásin af eftir hálfan sólar-hring. Konan var allan tímann á sínum stað. Hún hafði einungis skipt um föt og meðal annars tekið þátt í leitinni af sjálfri sér.

Ógeðslega mikið af ógeðs-lega frægu fólki Á einum tímapunkti voru fleiri frægir Bandaríkjamenn á lands-byggðinni, heldur en íbúar á landsbyggðinni.

Tong MonitorÓgeðslega fyndið stöff – hí á þá sem eru öðruvísi.

Sumarbústaðaeigandinn með hljóðdeyfinnÞað er brotist inn í sumar-bústaðinn hans, maturinn hans étinn, vopnunum hans stolið og svo gefur strokufanginn sig fram með eina ólöglega vopnið í safninu og okkar maður lendir í vanda hjá löggunni. Hversu

óheppinn getur einn maður verið?

Kim Jong UnHinn nýi einræðisherra Norður-Kóreu lét á árinu skjóta á loft gervihnetti sem er jafnstór og þvottavél og snýst nú stjórnlaus á sporbaug um jörðu. Fyrr á árinu lét hann sprengja ráðherra úr ríkisstjórn sinni með sprengju-vörpu. Allt sem þessi maður gerir er ótrúlega mögnuð blanda af því að vera skrýtið og hræði-legt. Frumlegasti rithöfundur gæti ekki samið svona efni.

Salan á PerlunniEitt opinbert apparat kaupir Perl-una af öðru opinberu apparati. Skattgreiðendur halda áfram að niðurgreiða þúsundir fermetra fyrir geisladiskamarkað og ísbúð.

KamelsvínljónSjálfstæðismenn flykkjast á kjörstað til að tryggja forseta-endurkjör fyrrverandi formanns Alþýðubandalagsins. SUS-arar krossa fingur á kosningavöku í Valhöll. Ætlunarverkið tekst.

Snyrtileg afgreiðslaGarðabær kaupir Álftanes með öllum sínum skuldum og öldu-laugum. Snyrtilegri yfirtaka hefur ekki sést síðan Helmut Kohl keypti Austur-Þýskaland af Sovétmönnum árið 1989.

Ég er farinnStjórnmálaaflið Samstaða stofnað til að binda enda á sundrungu, pirring og fúl-mennsku í íslenskri pólitík. Varaformaðurinn byrjar feril sinn með því að fara í fýlu og ganga úr flokknum.

Hemmi er með þetta Metnaður RÚV er dregin í efa þegar Dans, dans, dans er blásinn af en ákveðið að endur-sýna brot úr gömlum þáttum Hemma Gunn á kjörtíma með viðtölum við Hermann. Spekúl-antarnir brosa út í annað en sá hlær best sem síðast hlær. Hemmi slær í takt við þjóðar-sálina og uppsker 40% áhorf viku eftir viku. Öll þjóðin hlær með Hemma rétt eins og fyrir 20 árum.

Topp 10 listi Mið-Íslands árið 2012

Þingmaður í meðferðÞað stefnir í líflegt bíóár 2013

þegar íslenskar kvikmyndir eru annars vegar og mannskapurinn í bransanum

virðist heldur betur vera að ná vopnum sínum eftir ágjöfina sem fylgdi í kjölfar

bankahrunsins. Fyrsta íslenska mynd ársins, XL í leikstjórn Marteins Thors-

sonar, verður frumsýnd í janúar og síðan má reikna með íslenskum myndum með

reglulegu millibili fram eftir ári. Í XL leikur sá magnaði leikari Ólafur Darri Ólafsson þingmanninn og fyllibyttuna

Leif Sigurðarson sem forsætisráðherra, leikinn af Þorsteini Bachmann, skikkar til þess að fara í vímuefnameðferð. Áður en

Leifur tekur skellinn heldur hann nokkrum vinum sínum matarboð. Í boðinu kynnast

áhorfendur Leifi og gestum hans betur og þá ekki síst sambandi hans við hina

tvítugu Æsu, vinkonu dóttur hans. María Birta Bjarnadóttir leikur Æsu en hún hefur á síðustu árum gert það gott í myndunum

Óróa og Svartur á leik.

Sprengisandur og FossSá vaski útvarps- og blaðamaður Sigurjón M. Egilsson hefur víða komið við á löngum ferli en auk þess að sinna eigin útgáfu stjórnar hann þjóðmála-þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Sigurjón var ritstjóri Mannlífs árið 2008 á meðan það var enn frétta-tímarit og á Facebook-síðu sinni viðrar Sigurjón draum sinn um öflugt frétta-tímarit með lengri greinum. „Losna ekki við áhugann á fréttatímariti. Vil samt ekki vera ritstjóri.“ Náttúran er greinilega Sigurjóni hugleikin þegar kemur að nafnavali fjölmiðla þar sem hann sér fyrir sér að fréttatímaritið gæti heitað Foss. Rekstrargrundvöllur slíks blaðs þykir þó ekki traustur og Ragnar Tómasson lögmaður, sem aðstoðaði Gunnar Smára, bróður Sigurjóns, á sínum tíma við að kaupa Fréttablaðið, sendir Sigurjóni einföld en skörp skilaboð á Facebook: „SME: Gleymdu því!“

Sprell og spádómar á AusturStuðboltinn Ásgeir Kolbeinsson, vert á Austur, hefur undanfarin tvö ár slegið upp heilmikilli gleði á nýársdag og heldur því striki með fjórrétta kvöldverði og miklu stuði í kjölfarið. Logi Bergmann sér um veislustjórn á Austur þetta fyrsta kvöld ársins 2013 en DJ Margeir tekur á móti gestum með tónlist. Þá taka þeir Unnsteinn Manuel úr Retro Stefson og Daníel Ágúst lagið auk þess sem töframaðurinn Einar Mikael mun skemmta gestum. Spákonan litskrúðuga, Sigríður Klingenberg, verður einnig á staðnum og spáir fyrir þeim sem vilja síður ana út í óvissuna á nýju ári.

María Lilja Þrastardóttir

[email protected]

54 dægurmál Helgin 28.-30. desember 2012

Page 55: 28 desember 2012

JÓLATILBOÐIN GILDAFRAM AÐ ÁRAMÓTUM!

ENN MEIRI VERÐLÆKKUN

VerslunÁrmúla 26

522 3000

hataekni.is

Opið föstudag:

9.30–18lau. og sun.:

12–17gamlársdag:

9.30–12

Stílhreint HD-Ready plasma sjónvarp frá Samsung

með 600Hz tækni sem skilar djúpri og skýrri mynd.

USB-tengi og 2 HDMI-tengi ásamt Clear Image panel

og Real Black.

Stílhreint HD-Ready plasma sjónvarp frá Samsung

með 600Hz tækni sem skilar djúpri og skýrri mynd.

USB-tengi og 2 HDMI-tengi ásamt Clear Image panel

51” Samsung Plasma 600Hz

149.995

Plasma tæki með 600 riða endurnýjunartíðni. Dýpri litir

en þú átt að venjast ásamt „Super Black“ skjátækni veita

einstaka upplifun. Örþunnur rammi veitir sannkallaða

bíóupplifun. Spilar tónlist, vídeó og ljósmyndir beint af USB.

Plasma tæki með 600 riða endurnýjunartíðni. Dýpri litir

en þú átt að venjast ásamt „Super Black“ skjátækni veita

50” LG Plasma Full HD 600Hz

189.995

Verð:

209.995 2

600HzSub Field Driving

TrueSlim

FRAME

CI-rauf

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

2381

5

einstaka upplifun. Örþunnur rammi veitir sannkallaða

bíóupplifun. Spilar tónlist, vídeó og ljósmyndir beint af USB.

Sjáðu öll frábæru jólatilboðin á vefnumokkar!hataekni.is

51” Samsung Plasma 600Hz

Verð:

179.995

Opið um helgina og á gamlársdag!

Page 56: 28 desember 2012

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Hrósið...... fá Stefán Eiríksson og hans fólk hjá Lög-

reglunni á höfuðborgarsvæðinu sem hafði snör handtök og fann barnavagn sem stolið var frá þingmanninum Illuga Gunnarssyni og konu hans, Brynhildi Einarsdóttur.

Stranheiðar-legt nörd

Aldur: 39Búseta: Álftanes.Maki: Katrín Árnadóttir bankastarfs-maðurMenntun: LögfræðingurStarf: Forstjóri Fangelsismálastofn-unarFyrri störf: Aðstoðarríkislögreglu-stjóri og forstjóri Landsambands lögreglumannaÁhugamál: Skrautfiskarækt og danska landsliðið í fótboltaForeldrar: Guðný Jónsdóttir ritari og Per Winkel yfirlæknirStjörnumerki: KrabbiStjörnuspá: Þú ættir að nýta þá kosti sem þú ert gæddur, öðrum til góða. Það skapast aðstæður á komandi misserum sem gætu komið þér talsvert á óvart. Gríptu tækifærið, það sem gerist í kjölfarið verður áhugavert.

H ann Páll er mjög óhefð-bundinn en strangheiðar-legur embættismaður,“

segir Reginn Mogensen, vinur Páls. Hann segir hann einnig vera mjög traustan vin. „Hann er eins traustur og hægt er að vera. Hann er líka þeim eigin-leikum gæddur að hann talar bara Íslensku hreint og beint eða segir hlutina eins og þeir eru, slíkt er alltaf mikill kostur.“ Að-spurður um óvenjulegt áhugamál fangelsismálastjóra segir hann það tilkomið vegna nördaskapar. „Þetta er svona nördastöff, það er mjög lýsandi fyrir hann. Hann er nörd,“ segir Reginn og hlær.

Páll Winkel er forstjóri Fangelsismálastofnunar. Stofnunin hefur staðið í ströngu undanfarið vegna stokufangans Matthíasar Mána, sem hann hvatti opinberlega til þess að gefa sig fram. Matthías stakk af úr afplánun á Litla Hrauni en gaf sig fram viku síðar. Á blaðamannafundi í vikunni kom fram að Páll og fangelsismálayfirvöld hafa um árabil bent á van-kanta í rekstri ríkisfangelsisins en þau mál eru nú til skoðunar.

PÁLL WinkeL

BakHliðin

www.rumfatalagerinn.is

allt fyrir ÁraMÓtiNGilDir 28.12 - 31.12

THINSULATE HANSKAR Hanskar með rúskinni í lófa.

Stærðir: M-XL.

FULLT VERÐ: 1.495

895MEÐ RÚSKINNI

ÚTIKERTIMikið úrval af

útikertum. Frábær verð!

Úrval af flottri partývöru fyrir gamlárs-kvöld og veislurnar! Komið og gerið góð kaup!

NÝÁRSPARTÝPOKI

79513 STK.

ÁRAmóTA-SKRAUT

Skemmtilegtáramóta

CONFETTI.

SKRAUTSkemmtilegt

áramótaCONFETTI.

ÁRAMÓTASKRAUT

299VALENCIA mATAR- og KAffIdÚKAR

Frábærir matar- og kaffidúkar úr míkróefni sem hrindir frá sér vætu. Litir: Svartur, hvítur, kremaður og rauður. Margar stærðir. Ø160 sm. 2.495 140 x 180 sm. (ekki til í hvítu) 2.495 150 x 220 sm.

(ekki til í hvítu) 2.695 150 x 250 sm. 2.995 150 x 300 sm. 3.495 150 x 320 sm. 3.695 150 x 350 sm. 3.995

mINA STóLLFallegur borðstofustóll með PU áklæði og ljósum fótum. Fæst í brúnu, svörtu, rauðu og hvítu.

THomAS KLAPPSTóLLKlappstóll, fæst í svörtu,

grænu, bláu og hvítu.

AFSLÁTTUR40%

KAUP!GÓÐ

WIN HANSKAR, LAmBHÚSHETTURLÚffUR og HÚfUR

Stærðir: 3-10 ára.

1 STK. HÚFA EÐA VETTLINGAR

995

ÚTIKERTI VERÐ FRÁ:

159

KLAPPSTÓLL

1.495 FULLT VERÐ: 8.995

4.995

AFSLÁTTUR44%

EINSTAKLEGA GÓÐIR DÚKAR

VERÐ FRÁ:

2.495

KAUP!GÓÐ

SERVÍETTURAllar servíettur á frábæru tilboði.

Kauptu 1 og fáðu aðra fría.

FYRIR2 1ALLAR

SERVÍETTURNÚ 2 PAKKAR VERÐ FRÁ:

299RUSTIC KERTI

Margir litir.

RUSTIK KERTI 1 STK.

89HEFST 2. JAN

ÚTSALAN