2010, 16.árg

52
Fagrit um skotvei›ar og útivist. 1. tbl. 16. árg. 2010 Ver› 1.190 kr. ER ÞAÐ ÞETTA SEM VIÐ VILJUM?

description

Tímaritið SKOTVÍS 2010, 16.árg

Transcript of 2010, 16.árg

Page 1: 2010, 16.árg

Fagrit um skotvei›ar og útivist. 1. tbl. 16. árg. 2010Ver› 1.190 kr.

ER ÞAÐ ÞETTA

SEM VIÐ VILJUM?

Page 2: 2010, 16.árg

Snertu á nýjum ævintýrum

TM

PIPA

R •

A •

81

287

Fylgdu þeim fremsta!

Garmin Oregon GPS með snertiskjá.Oregon GPS handtæki með snertiskjá gerir alla útivist einfaldari. Þetta sterkbyggða og vatnshelda

leiðsögutæki er afar einfalt í notkun og færir þér björt þrívíddarkort, hæðarmæli með loftvog auk

áttavita á silfurfati. Hvort sem þú ert í fjallgöngu, á hjóli, í bílnum eða bátnum, það eina sem þarf að

gera er að snerta skjáinn og halda af stað. Útivistin verður bara skemmtilegri. Þú getur deilt leiðum og

upplýsingum með vinum þínum eða sett aukakort fyrir það svæði sem þú ætlar að fara, hvort sem þú

fylgir vegi, vatni eða ert í óbyggðum. Garmin Oregon kemur þér í snertingu við ævintýrin.

www.garmin.is | Garmin Iceland | Ögurhvarf 2, 203 Kópavogur | Sími: 577 6000

Page 3: 2010, 16.árg

3

Meðal efnis

Ritst jórn og ábyrgð:

Sigmar B. Hauksson

Ritst jórn fagefn is :

Dr. Arnór Þórir Sigfússon

Fors íðumynd:

Nikulás Sigfússon

Útgáfa , út l i t og prentv inns la :

Sökkólfur ehf.

Hrafnshöfða 13, 270 Mosfellsbær

Sími 824 8070

[email protected]

G e f i ð ú t f y r i r :

Skotveiðifélag Íslands

Pósthólf 1157, 121 Reykjavík

Sími 893 4574,

E-mail [email protected]

Heimasíður:

SKOTVÍS:http://www.skotvis.is

SKOTREYN:http://www.skotreyn.is

Leiðari • 4

S i G m a r B . H a u k S S o n

Greining á gæsavængjum úr veiði • 7

D r . a r n ó r Þ ó r i r S i G f ú S S o n

Sjálfbær þróun og sjálfbærar skotveiðar • 14

e l v a r Á r n i l u n D , S j Á v a r ú t v e G S f r æ ð i n G u r

Veiðin á skjáinn • 18

u p p t ö k u v é l p r u f u ð

Ástand rjúpnastofnsins árið 2009 • 20

ó l a f u r k . n i e l S e n

Dýrmætar minningar og uppsett dýr • 24

v i ð t a l v i ð m a u e l u p p S t o p p a r a

Skotreyn • 29S t a r f S l e y f i S m Á l , u p p B y G G i n G o G f é l a G S S t a r f i ð

Félagsskapur og fuglaveiðar • 31v e i ð a r m e ð H u n D u m

Veiðar á Íslandi • 36

n i ð u r S t ö ð u r k ö n n u n a r

Þjóð í þjóðgarði • 42

v a r ð a n D i v a t n a j ö k u l S Þ j ó ð G a r ð

Sósurnar með villibráðinni • 46

ú l f a r f i n n B j ö r n S S o n k o k k u r

Veiðar og viskí • 47

v í S k í Þ j ó ð a r D r y k k u r S k o t a

Tapas og Tio Pepe • 50

S é r r í m e ð v i l l i B r Á ð i n n i

RjúpnaveiðimennÍ fyrra veiddust í það minnsta 10.000 fleiri rjúpur en Náttúru-fræðistofnun hafði ráðlagt. Í ár er ráðlögð veiði 75.000 rjúpur, það eru á að giska 15 rjúpur á hvern veiðimann. Gætum hófs svo að við getum stundað rjúpnaveiðar í íslenskri náttúru um ókomin ár.

Stjórn Skotveiðifélags Íslands

Page 4: 2010, 16.árg

4

Nú eru 40 ár síðan að framsýnt fólk norður í Mývatnssveit sprengdi í loft upp stíflu í Laxá sem stjórnvöld þrjóskuðust við að byggja gegn vilja fólksins í sveitinni og fjölmargra ann-ara Íslendinga. Það er áhugavert að rifja þennan atburð upp í ljósi þess að nú um þessar mundir er okkur að ber-ast fréttir um hvernig haga eigi veið-um í Vatnajökulsþjóðgarði - stærsta þjóðgarði í Evrópu. Áður en lengra er haldið er rétt að hafa það í huga að umhverfisvernd er tiltölulega nýtt hugtak í Íslensku máli, það orð sást fyrst á prenti 1971.

Fullyrða má að verulegar breyting-ar hafi orðið á viðhorfum Íslendinga til náttúruverndar þegar framkvæmdir hófust við Kárahnjúka - mestu verk-legu framkvæmdir Íslandssögunnar. Eftir þær framkvæmdir er engu líkara en að stjórnvöld hafi vaknað upp af vondum draumi því ekki verður annað séð en að áætlanir um friðanir og stofnun þjóðgarða séu unnar af meira kappi en forsjá. Það á við um nýtingu Vatnajökulsþjóðgarðs, eins og fyrir-hugaða stíflugerð í Laxá á sínum tíma, að svona róttækar aðgerðir heppnast aldrei nema um þær sé almenn sátt. Hvað varðar Vatnajökulsþjóðgarð þá sýnist mér vanta, allavega eins og stað-an er í dag, nokkuð upp á það.

G æ S i r

Það er athyglisvert að friðanir á hálendi Íslands virðast fyrst og fremst vera til að varðveita óspillta nátt-úru eða jarðmyndanir af ýmsum toga. Friðunin gengur út á það að ekki sé virkjað á svæðinu, lagðir vegir eða önnur mannvirki. Þá er bannað að stunda fuglaveiðar á þessu svæðum þó engin ástæða sé til þess. Gæsaveiðar

eru bannaðar í friðlandinu sem kall-ast Guðlaugstungur, sömuleiðis eru líkur á að gæsaveiðar verði bannaðar í stækkuðu friðlandi við Þjórsárver og hugmyndir eru uppi um að takmarka gæsaveiðar í Vatnajökulsþjóðgarði. Á þessum svæðum eru nær eingöngu stundaðar heiðagæsaveiðar. Heiða-gæsa stofninn er um þessar mundir fyrna sterkur, sennilega hátt í 400.000 fuglar. Íslendingar og Bretar eru sennilega að veiða tæplega 50.000 fugla úr stofninum. Þess vegna eru þessar takmarkanir á fuglaveiðum á hálendinu algerlega óskiljanlegar og ónauðsynlegar.

G r Á G æ S i r

Aðra sögu er hinsvegar að segja um grágæsina. Grágæsastofninn er í dag sennilega um 180.000 fuglar. Íslendingar og Bretar eru sameig-inlega að veiða líklegast um 70.000 grágæsir, þar af veiða Íslendingar um 50.000 fugla. Þetta er ansi mikil veiði. Af þeim grágæsum sem drepast hér á landi eru 90% fullorðinna fugla skot-inn og um 50% unga.

Það sem ekki er ásættanlegt í þessu sambandi að um 11% veiðimanna eru að veiða 50% allra grágæsa, það gera um 70 gæsir á mann. Hvað gerir veiðimaður við 70 grágæsir? Jú hann hlýtur að selja þær, allavega eru gæsir verslunarvara og veitingahús og versl-anir kaupa nokkur þúsund gæsir á ári. Varla þéna menn neitt að ráði í þess-um viðskiptum, það kostar talsvert að leigja tún og rækta kornakra. Er kominn tími til að banna sölu á gæs? Skotveiðifélag Íslands telur að enn sé ekki ástæða til þess en við verðum þó að hafa það í huga að hvað varðar grágæsina að þá erum við á gula ljós-inu. Við veiðimenn þurfum að laga til í okkar ranni í þessum efnum. Það er til dæmis forkastanlegt að talsverður hluti þeirra gæsa sem við veiðum er fleygt. Því miður er það svo að allt of margir veiðimenn hirða aðeins bringur þeirra fugla sem þeir veiða, kasta afgangn-um, lifur, lærum og öðru góðgæti sem vel má nýta. Hér er á vissan hátt við stjórnvöld að sakast, þrátt fyrir að við séum að greiða milljónir í Veiði-korta sjóð þá er engu af því fé varið til fræðslumála, til dæmis um betri nýt-ingu bráðar. Hinsvegar er talsverðu fé varið til svokallaðra vöktunarverkefna og rannsókna sem gagnast okkur skot-veiðimönnum ekkert á nokkurn hátt, í því sambandi mætti nefna vöktun refa-stofnsins en til þess verkefnis var varið kr. 2,8 miljónum árið 2010.

r j ú p u r

Það er vist áhyggjuefni að tals-vert var veitt meira af rjúpu í fyrra en Náttúru fræðistofnun hafði lagt til. Sennilega voru veiddar um 85.000 til 90.000 rjúpur. Ráðgjöf Náttúru-fræði stofnunar hljóðaði upp á 71.000

Leiðari

Þjóðgarðar - fyrir hverja?

S IGMAR B . HAUKSSONFORMAÐUR

SKOTVE IÐ I FÉLAGS Í S LANDS

Page 5: 2010, 16.árg

5

rjúpur. Aðstæður í fyrra haust voru mjög sérstakar. Fyrstu veiðihelgina var veður mjög hagstætt til rjúpnaveiða og aðstæður í náttúrunni frábærar og mikið af rjúpu. Þessa fyrstu helgi var því veiði talsvert betri en mörg undan-farin ár. Rúmlega 400 fleiri veiðimenn voru á veiðislóð en árið 2008. Helgina eftir var veður einnig frekar gott og mjög góð veiði. Mest af þeirri rjúpu sem veidd var í fyrra var því skot-in fyrstu tvær helgarnar. Aðstæður í samfélaginu voru einnig sérstakar, fáir Íslendingar voru erlendis og marg-ir veiðimenn áttu auðveldara með að taka sér frí en oft áður. Líklegast eiga margir veiðimenn talsvert af rjúpu frá því í fyrra og eiga þeir því að geta gengið hægt um gleðinnar dyr nú í haust, því ef við eigum að eiga kost á því að stunda rjúpnaveiðar um ókom-in ár þá verða veiðimenn að láta af græðgisveiðum og veiða hóflega, aðeins fyrir sig og sína.

Náttúrufræðistofnun leggur til að nú í haust verði veiðin 75.000 rjúpur, það eru 15 rjúpur á mann, það dugar ágæt-lega. 2012 verður tekin ný ákvörðun um skipulag rjúpnaveiða næstu árin.

Það er í höndum okkar veiðimanna hver sú ákvörðun verður. Veiðar úr Íslenska rjúpnastofninum verða að vera sjálfbærar, þess vegna verðum við að gæta þess að veiða hóflega.

Leiðari

DY

NA

MO

RE

YK

JAV

ÍK

„Einfaldaðu þér fjármálastjórnunina með netgreiðsluþjónustu Byrs – betri yfirsýn, enginn kostnaður.“

Netgreiðsluþjónusta– fyrir einstaklinga og fyrirtæki!

BYR | Sími 575 4000 | www.byr.is

Page 6: 2010, 16.árg

6

Leiðari v a t n a j ö k u l S Þ j ó ð G a r ð u r

Lagt er til að hreindýraveiðar hefj-ist ekki í nágrenni Snæfells fyrr en eftir 15. ágúst. Þetta er gert til að trufla ekki göngufólk og gefa skólabörnum kost á að skoða þetta svæði. Hér hlýt-ur að vera um einhvern misskilning að ræða. Hreindýraveiðimenn verða að hafa með sér leiðsögumann, ef mikið af göngufólki er á svæðinu þá ætti

landverði að vera í lófa lagið að hafa samband við stjórnstöð hreindýraveiða og koma þeim tilmælum til leiðsögu-manna að fara ekki með veiðimenn inn á svæðið. Á þessum tíma, fyrir 15. ágúst, eru skólar ekki starfandi og flest börn og unglingar í sumar fríum með foreldrum sínum eða í vinnu. Þá ætti það að vera áhugavert fyrir bless-

uð börnin að kynnast veiðunum og nýtingu hreindýranna, en það er nú önnur saga. Nú í sumar hefur nokkuð verið af hreindýrum inn á því svæði sem stendur til að friða. Ef dýrin halda áfram að venja komur sínar inn á fyr-irhugað friðunarsvæði gæti það orðið heiglum hent að veiða upp í kvótann. Stjórn Vatna jökuls þjóð garðs á því að falla frá þessum tillögum, þá er rétt að geta þess að tekjur af hreindýraveiði á Héraði og í nágranna sveitarfélögum eru líklegast um 150 milljónir á ári, það munar um minna.

Önnur óskiljanleg tillaga er að gæsa-veiðar hefjist ekki fyrr en 1. september í staðinn fyrir 20. ágúst.Ástæðan er sögð vera sú að mikið sé skotið af ófleygum gæsaungum. Hvaðan koma þessar upp-lýsingar? Að athuguðu máli fær þetta ekki staðist. Ófleygir fuglar eru nánast alltaf skotnir með riffli. Fæstir hrein-dýraveiðimenn hafa með sér rétt skot til að skjóta fugla, þá er flestum leið-sögumönnum illa við að skotið sé á sitj-

andi fugla með öflugum rifflum vegna hættunnar sem af því skapast. Afar lítið er því skotið af heiðagæs með riffli á Fljótsdalsheiði og umhverfis Snæfell, aðeins örfáir fuglar og af þeim eru mögulega sárafáir ungar. Heiða gæsa-stofn inn er fyrna sterkur, þessar veiðar hafa því enginn áhrif á stofninn.

Þá er það nánast óframkvæmanlegt að hafa sérstakan veiðitíma á þessu svæði, hvar á að draga mörkin, hverj-ir eiga að fylgjast með því að þessu banni sé fylgt eftir? Skotveiðifélag Íslands er tilbúið að vinna með stjórn Þjóðgarðsins að öllum góðum málum, að samskipti skotveiðimanna og annara þeirra sem heimsækja Vatna jökuls þjóð-garð sér til ánægju og yndisauka séu sem best og að sem flestir geti notið þess sem Vatna jökuls þjóð garður hefur upp á að bjóða, til þessa var leikurinn gerður, var það ekki?

S i G m a r B H a u k S S o n

f o r m a ð u r SkotvíS .

Veiðar úr Íslenska rjúpnastofninum verða að vera sjálfbærar, þess vegna verðum við

að gæta þess að veiða hóflega.

Page 7: 2010, 16.árg

7

Gæsastofninn

Árið 1993 hóf ég að safna vængjum af öndum og gæsum frá veiðimönnum til aldursgreininga á veiðinni. Vængjunum hefur verið safnað víðsvegar að af land-inu og verið flokkaðir eftir tegundum og aldurshópum, þ.e. annars vegar ung-fuglar á fyrsta ári og hins vegar eldri fuglar. Markmið þessara rannsókna er að vakta varpárangur veiðistofnanna en hlutfall unga í veiði gefur vísbendingu um það hvernig varp tegundanna hefur gengið. Söfnun og greining anda- og gæsavængja hefur farið fram nær sam-fellt síðan 1993, þó féll greining niður 2001 og 2002.

Söfnun og greiningar á vængj-um hófust 1993 er ég starfaði hjá Veiðistjóraembættinu (nú Veiði stjórn-unar svið Umhverfis stofn unar) og flutt-ust þær á Náttúru fræði stofn un Íslands 1995 er ég hóf störf þar við anda- og gæsarannsóknir eftir flutning Veiði-stjóra embættisins til Akur eyrar. Þar starfaði ég til loka árs árið 2000 og eftir það féllu greiningar niður í tvö ár. Árið 2003 hóf ég greiningar á anda- og gæsa-

vængjum að nýju í samvinnu við Halldór Walter Stefánsson og hafa þær haldið áfram samfellt síðan þá. Samantekt á niðurstöðum greininganna fram til árs-ins 2000 má sjá í Arnór Þ. Sigfússon (2000), Morten Frederiksen og Arnór Þ. Sigfússon (2004) og svo eftir það í Arnór Þ. Sigfússon (2009). Helstu niðurstöður eru þær að góð samsvörun er milli unga-hlutfalls í veiði og þess sem mælt er af breskum vísindamönnum í gæsahóp-um á vetrarstöðvunum sem bendir til

að báðar aðferðir gefi okkur góða vísi-tölu yfir ungaframleiðslu í stofnunum. Ungahlutfall er nokkuð mismunandi eftir tegundum. Það er hæst hjá grágæs, um 42%, nokkuð lægra hjá heiðagæs eða um 30% og hjá blesgæs var það um 33% að meðaltali þó síðustu árin sem blesgæs var veidd hafi hlutfallið lækkað mjög. Hjá helsingjanum er hlutfallið um 28%.

Rannsóknir sem þessar væru ekki mögulegar nema með góðri sam-vinnu við veiðimenn sem hafa aðstoð-að okkur. Ég vil því þakka öllum þeim fjölmörgu veiðimönnum sem hafa sent okkur vængi til greininga eða boðið okkur að koma í heimsókn og ald-ursgreina aflann. Halldóri Walter Stefánssyni er þakkað fyrir ómetanlega aðstoð við greiningar. Veiðikortasjóður hefur styrkt þessar rannsóknir í þrígang 2006, 2008 og svo nú síðast í vor og er sá stuðningur þakkaður kærlega. Ég mun hér gera grein fyrir helstu nið-urstöðum þessara rannsókna á gæsa-vængjum til ársins 2009.

Greining á gæsavængjum úr veiði

DR . ARNÓR ÞÓR IR S IGFÚSSON VERK ÍS HF

H e i ð a G æ S . l j ó S m y n D : j ó H a n n ó l i H i l m a r S S o n

Page 8: 2010, 16.árg

8

Gæsastofninn

a ð f e r ð i r n a r

Hafist er handa 20. ágúst ár hvert, þegar gæsaveiðitíminn byrjar. Gæsavængjum er safnað frá veiðimönn-um og þeir aldursgreindir eða veiði-menn eru heimsóttir og gæsirnar aldurs-greindar. Veiðitími gæsa er til 15. mars

en gæsir eru að mestu farnar af landinu um miðjan nóvember þannig að um það leyti líkur að mestu söfnun og grein-ingu gæsavængja. Vængir eru þó að ber-ast fram yfir áramót, bæði vegna þess að gæsir eru farnar að dvelja lengur á land-inu en áður og eitthvað er um að væng-

ir séu settir í frost og berist seint og um síðir. Auglýst er eftir vængjum í veiði-dagbók Umhverfisstofnunar auk þess sem Hjálmar Ævarsson hjá Hlað hefur góðfúslega leyft okkur að auglýsa eftir vængjum á spjallinu á hlad.is og Gísli Hjörleifsson hefur birt auglýsingu frá okkur á veidimadur.is.

Safnað hefur verið vængjum af öllum tegundum gæsa. Aðeins má nú veiða þrjár tegundir gæsa hér á landi í dag, en þær eru grágæs Anser anser, heiða-gæs A. brachyrhyncus og helsingi Branta leucopsis. Veiða mátti blesgæs A. albifrons flavirostris til ársins 2006 en þá var hún friðuð og því ekki lengur með í væng-jaúrtakinu. Hlutfall unga hjá blesgæs-um hefur þó verið mælt af höfundi frá 2006 með því að skoða blesgæsahópa í túnum og ökrum og er það ekki hluti af rannsókn þessari en þó eru helstu nið-urstöður þeirra greininga sýndar hér.

Gæsavængir er aldursgreindir á lögun og litarmun á vængþökum (sjá mynd 1) en á unganum eru vængþök-urnar ávalar í endann og litaskil ekki

m y n D 1 . t v e i r H e i ð a G æ S a v æ n G i r , e f r i a f e l D r i G æ S e n n e ð r i a f u n G a . r a u ð a r ö r v a r B e n D a Á D v e r G v æ n G S f j a ð r i r n a r e n B l Á r ö r v a r Á v æ n G Þ ö k u r (l j ó S m . S k a r p H é ð i n n G . Þ ó r i S S o n ) .

Page 9: 2010, 16.árg

9

Gæsastofninnskörp öfugt við fullorðna fugla þar

sem vængþökurnar eru þverstýfðari og skarpari skil milli ljósa enda fjarðanna og dekkri hlutans. Þó flestir vængir séu auðgreindir þá koma alltaf vængir sem erfitt er fyrir óvana að greina og einnig geta vængirnir verið blautir eða snjáðir sem gerir greiningu erfiðari. Halldór W. Stefánsson (2009) upp-götvaði við skoðun á vængjum að hægt væri að greina aldur á lögun stærstu dvergvængfjaðrar, en dvergvæng-urinn einskonar þumall fuglanna sem samanstendur af þrem til fimm fjörð-um framan á hnúa vængsins. Á ung-anum er litur og lögun fjaðrarendans á lengstu og ystu dvergvængsfjöðr-inni frábrugðin því sem er á full-orðnum fuglum, endinn er oddmjórri og dekkri (sjá mynd 1.). Líkt og með vængþökur þá geta verið vafatilfelli sem vefjast fyrir óvönum en mjög gott er að nota báðar aðferðirnar saman og styrkir það áreiðanleika aldursgrein-inganna. Greiningum á dvergvængs-fjöður er lýst í ágætri grein Halldór W. Stefánssonar í Veiðidagbók Umhverfisstofnunar 2009.

Andaveiðitíminn hefst 1. septem-ber og stendur til 15. mars og þar sem endur eru hér allan tímann eru andavængir að berast allt það tímabil þó að megnið af andavængjum berist á sama tíma og gæsavængirnir og oft frá sömu aðilum. Mjög fáir andavæng-ir berast og samanburður á sýnum því vart marktækur milli ára þó hann gefi vísbendingar um breytingar í aldurs-hlutföllum.

Leyfilegt er að veiða sjö tegundir anda á Íslandi, þrjár tegundir gráanda; stokkönd Anas platyrhynchos, urtönd A. crecca og rauðhöfða A. penelope og fjór-

ar tegundir kafanda; skúfönd Aythya fulingula, duggönd A. marila, toppönd Mergus serrator og hávellu Clangula hyemalis.

Andavængir eru greindir á lit og lögun fjaðra og er sú greining flókn-ari en greining gæsavængja. Einnig er hægt að nota stélfjaðrir til aldursgrein-ingar snemma vetrar ef endurnar eru

skoðaðar heilar. Líkt og með gæsir þá er hvort tveggja um að ræða að vængj-um sé safnað frá veiðimönnum eða að veiðimenn séu heimsóttir og endurn-ar skoðaðar heilar. Ekki verður fjallað frekar um andavængi hér.

n i ð u r S t ö ð u r n a r

Frá upphafi verkefnisins hafa alls verið aldursgreindar rúmlega 25 þús-und gæsir og þar af tæplega 13 þús-und frá 2003. Í töflu 1. má sjá hvernig skiptingin er milli tegunda frá 2003, þegar hafist var handa við aldurs-greiningar á ný eftir hlé. Langmest er greint af grágæsum, enda mest veitt af þeim eins og sést á meðalveiðinni og ef hlutfall milli tegunda í veiði á móti hlutfalli í vængjasýni er skoðað kemur

2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009

Grágæs (33000) 425 1367 473 1052 1168 2545 2262

Heiðagæs (13000) 268 377 326 410 415 324 521

Helsingi (1600) 19 37 38 11 112 135 48

Blesgæs 288 189 93 Friðuð Friðuð Friðuð Friðuð

Samtals 1000 1970 930 1473 1695 3004 2831

t a f l a 1 . f j ö l D i v æ n G j a S e m G r e i n D u r v a r 2003-2009 e f t i r t e G u n D u m . m e ð a l v e i ð i n í u Á r a S a m k v æ m t v e i ð i S k ý r S l u m e r S ý n D í S v i G a o G B y G G i r (e i n a r G u ð m a n n 2007) .

m y n D 2 . H l u t f a l l G r Á G æ S a u n G a í v æ n G j a S ý n u m . S ý n a S t æ r ð Á r S e r t i l G r e i n D í H v e r r i S ú l u o G S ý n D e r u 95% v i k m ö r k H l u t f a l l S i n S .

m y n D 3 . H l u t f a l l H e i ð a G æ S a u n G a í v æ n G j a S ý n u m . S ý n a S t æ r ð Á r S e r t i l G r e i n D í H v e r r i S ú l u o G S ý n D e r u 95% v i k m ö r k H l u t f a l l S i n S .

Mynd 2. Hlutfall grágæsaunga í vængjasýnum. Sýnastærð árs er tilgreind í hverri

súlu og sýnd eru 95% vikmörk hlutfallsins.

Af 521 heiðagæs voru 160 ungar, eða 30,7% og eins og sjá má á 3. mynd þá er þetta ungahlutfall rétt um meðallag en meðalhlutfall unga í heiðagæsaveiðinni frá 1995 til 2009 er um 30% (95% öryggismörk; 24-35%).

Mynd 3. Hlutfall heiðagæsaunga í vængjasýnum. Sýnastærð árs er tilgreind í

hverri súlu og sýnd eru 95% vikmörk hlutfallsins.

81

336

1241

916

2439

1178

1456

997

1367

1367

473

1052

1168

2545

2262

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

Ár

153

99

436

320

243

302

268

377

326 41

0

415

324 52

1

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

Ár

Mynd 2. Hlutfall grágæsaunga í vængjasýnum. Sýnastærð árs er tilgreind í hverri

súlu og sýnd eru 95% vikmörk hlutfallsins.

Af 521 heiðagæs voru 160 ungar, eða 30,7% og eins og sjá má á 3. mynd þá er þetta ungahlutfall rétt um meðallag en meðalhlutfall unga í heiðagæsaveiðinni frá 1995 til 2009 er um 30% (95% öryggismörk; 24-35%).

Mynd 3. Hlutfall heiðagæsaunga í vængjasýnum. Sýnastærð árs er tilgreind í

hverri súlu og sýnd eru 95% vikmörk hlutfallsins.

81

336

1241

916

2439

1178

1456

997

1367

1367

473

1052

1168

2545

2262

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

Ár

153

99

436

320

243

302

268

377

326 41

0

415

324 52

1

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

Ár

Page 10: 2010, 16.árg

10

Gæsastofninn í ljós að hlutfall heiðagæsa í vængja-

sýninu er heldur lægra en hjá grágæs og helsingja.

Vængjasýnið er gott hlutfall af heildarveiði ár hvert og gefur því góða mynd af breytingum á hlutföllum milli ára. Þannig var t.d. sýnið 2008 tæp 5% af heildar gæsaveiðinni það ár.

Af 2262 grágæsum sem skoðaðar voru 2009 var fjöldi unga frá sumr-inu 1049 eða um 46,4% og eins og sjá má á 2. mynd þá er þetta ungahlutfall nokkuð yfir meðallagi. Meðalhlutfall unga í grágæsaveiðinni frá 1993 til 2009 er um 42% (95% öryggismörk; 40-44%). Hlutfall unga í grágæsaveið-inni 2008 er það hæsta sem sést hefur og svipað því sem var 2004 og 2007 en árið 2009 er það fjórða hæsta sem sést hefur. Þetta bendir til að varpárang-ur gæsanna hafi verið með besta móti sumarið 2009 og er það þriðja árið í röð sem góður varpárangur er eftir tvö mögur ár þar á undan. Því má búast við að stofninn gæti vaxið, en nið-urstaðna talninga frá haustinu 2009 og mælinga á ungahlutfalli á vetrarstöðv-um er ekki að vænta frá Wildfowl & Wetlands Trust (WWT) fyrr en haustið 2010. Þess ber þó að gæta að veiðar á grágæs hafa verið að aukast mjög síðastliðin 2 ár og samkvæmt veiðitölum frá Umhverfisstofnun var veiðin rúm 45 þúsund fuglar árið 2008 og yfir 50 þúsund 2009. Þessi mikla aukning á veiðinni gæti því valdið því að stofninn standi í stað þó ungafram-leiðslan sé mikil.

Af 521 heiðagæs voru 160 ungar, eða 30,7% og eins og sjá má á 3. mynd þá er þetta ungahlutfall rétt um meðallag en meðalhlutfall unga í

heiðagæsaveiðinni frá 1995 til 2009 er um 30% (95% öryggismörk; 24-35%).

Hlutfall unga í heiðagæsaveiðinni árið áður var það þriðja hæsta sem mælst hefur frá upphafi og virðist sem varpárangur heiðagæsa sumarið 2008 hafi verið mjög góður eftir þrjú nokkuð mögur ár en heldur minni árið 2009. Þó má búast við að heiða-gæsastofninn vaxi enn á árinu 2009

en stofninn hefur verið í uppsveiflu frá aldamótum samkvæmt talningum WWT (Mitchell 2008).

Aðeins bárust 48 vængir af hels-ingjum árið 2009, sem er með minna móti. Af þeim voru 10 af ungum eða um 20%, sem er nokkuð undir með-allagi en meðaltalið er 28% (95% öryggismörk; 22-34%) (4. mynd). Á árunum 1995 til 2000 var meðalunga-

 

Mynd 5. Hlutfall blesgæsaunga í vængjasýnum og í túnum. Sýnastærð árs er tilgreind í hverri súlu og sýnd eru 95% vikmörk hlutfallsins. Frá 2006 tekur hlutfall í túnum og ökrum við af hlutfalli í veiði (gular súlur).

 

Eins og áður segir þá er góð samsvörun milli ungahlutfalls í veiði og þess sem mælt er af breskum vísindamönnum í gæsahópum á vetrarstöðvunum sem bendir til að báðar aðferðir gefi okkur góða vísitölu yfir ungaframleiðslu í stofnunum. Þessi vísitala nýtist okkur til að spá fyrir um og túlka þróun stofnstærðar gæsanna. Á mynd 6. má sjá samanburð milli hlutfalls grágæsaunga í veiðinni og þess sem mælt er í gæsahópum á vetrarstöðvunum á Bretlandseyjum. Þar má sjá að hlutfall unga í veiðinni er mun hærra en mælist á vetrarstöðvunum og sama kemur fram í mynd 5. þegar borin eru saman hlutfall í veiði og þess sem mælt er í túnum frá 2006. Ástæða þessa er talin vera sú að hlutfall unga í veiði er yfirleitt mun hærra en er raunverulega í stofninum því veiðin er ekki alveg tilviljanakennd með tilliti til aldurs. Fjölskyldur halda sig í smærri hópum en geldfuglar, en með geldfuglum er átt við ársgamla fugla og eldri sem eru ókynþroska eða einhverra hluta vegna ekki með unga. Geldfuglahópar geta verið mjög stórir, jafnvel hundruð fugla meðan fjölskyldur eru oftar í minni hópum, stakar fjölskyldur eða nokkrar saman. Á mynd 7. má sjá tengsl milli hópastærðar og hlutfalls unga hjá blesgæsum sem sýnir þetta glöggt, hæsta ungahlutfallið hjá minni hópum. Þar sem auðveldara er að tæla smærri hópa í skotfæri með gervigæsum í fyrirsát þá lenda fjölskyldur frekar í veiðinni og ungahlutfallið í veiði því hærra en það er raunverulega í stofninum. Á mynd 8. má sjá samanburð á hlutfalli unga í veiði grágæsa á Íslandi og þess sem talið er að hausti á Bretlandseyjum af The Wildfowl and Wetlands Trust (http://wwt.org.uk/our-work/research). Eins og sést þá er yfirleitt nokkuð góð samsvörun þarna á milli, þannig að þegar ungahlutfall í veiði mælist hátt þá koma yfirleitt fram toppar í talningum og öfugt. Hlaupandi meðaltalið dregur úr skekkju sem vænta má milli ára í talningum og er samsvörun milli þess og ungahlutfallsins enn betri.

246

91

378

355

216

207

288

189

93

912 11

90 23

57

2982

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

Ár

m y n D 4 . H l u t f a l l H e l S i n G j a u n G a í v æ n G j a S ý n u m . S ý n a S t æ r ð Á r S e r t i l G r e i n D í H v e r r i S ú l u o G S ý n D e r u 95% v i k m ö r k H l u t f a l l S i n S .

m y n D 5 . H l u t f a l l B l e S G æ S a u n G a í v æ n G j a S ý n u m o G í t ú n u m . S ý n a S t æ r ð Á r S e r t i l G r e i n D í H v e r r i S ú l u o G S ý n D e r u 95% v i k m ö r k H l u t f a l l S i n S . f r Á 2006 t e k u r H l u t f a l l í t ú n u m o G ö k r u m v i ð a f

H l u t f a l l i í v e i ð i ( G u l a r S ú l u r ) .

4.490,-Skúlagötu 19 - 101 Rvk.

Hlutfall unga í heiðagæsaveiðinni árið áður var það þriðja hæsta sem mælst hefur frá upphafi og virðist sem varpárangur heiðagæsa sumarið 2008 hafi verið mjög góður eftir þrjú nokkuð mögur ár en heldur minni árið 2009. Þó má búast við að heiðagæsastofninn vaxi enn á árinu 2009 en stofninn hefur verið í uppsveiflu frá aldamótum samkvæmt talningum WWT (Mitchell 2008). Aðeins bárust 48 vængir af helsingjum árið 2009, sem er með minna móti. Af þeim voru 10 af ungum eða um 20%, sem er nokkuð undir meðallagi en meðaltalið er 28% (95% öryggismörk; 22-34%) (4. mynd). Á árunum 1995 til 2000 var meðalungahlutfall helsingja í veiðinni 25,9% sem er lægsta ungahlutfallið af þeim þremur tegundum gæsa sem heimilt er að veiða hér á landi (Morten Frederiksen og Arnór Þ. Sigfússon 2004). Meðalungahlutfall frá 1995-2009 er heldur hærra eða um 28% (95% öryggismörk; 22-34%), sem er svipað og hjá heiðagæsinni.

Mynd 4. Hlutfall helsingjaunga í vængjasýnum. Sýnastærð árs er tilgreind í hverri

súlu og sýnd eru 95% vikmörk hlutfallsins.

Ungahlutfall hjá blesgæs er sýnt á 5.mynd. Þar sem veiðar á blesgæsum voru bannaðar 2006 eru hlutföll unga sem sýnd eru fyrir 2006 til 2009 mæld með fjarsjá á ökrum og túnum þannig að þau eru ekki sambærileg við fyrri athuganir. Ungahlutfall í veiðinni 2005 var nokkuð gott samanborið við árin þar á undan, en hafa verður í huga að sýnastærð var með minna móti, einungis 93 fuglar. Árið 2006 var svo aldurshlutfallið í ökrum og túnum einungis um 7% sem er mjög lélegt en heldur betra 2007 eða um 10%. Næstu tvö árin, 2008 og 2009 nær svo ungahlutfallið í um 15% en talið er að hlutfall unga í stofni blesgæsa þurfi að vera yfir 15% til að stofninn nái að vega upp á móti afföllum og stækka. Eftir friðun hér 2006 hætti blesgæs að fækka og hefur staðið í stað en ungahlutfall síðustu 2 ár gefur vonir um að hann gæti jafnvel rétt eitthvað við.

50

50

338

75

24

23

19

37

38

11

112

135

48

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

Page 11: 2010, 16.árg

Gæsastofninn

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Hlad logo.pdf 1.9.2005 11:45:33

www.hlad.isHlað ehf. • Bíldshöfða 12 • Sími 567 5333

og Haukamýri 4 • 640 Húsavík

HlaðskotinÍslensk framleiðsla fyrir íslenska bráð

Það eru rúmlega 25 ár síðan Hlað hóf fram-leiðslu haglaskota sem hafa margsannað sig við okkar sérstöku aðstæður. Árleg söluaukn-

ing segir okkur að íslenskir skotveiðimenn kunna að meta skotin frá Húsavík. Skotin eru

framleidd í þremur útfærslum þ.e.a.s. Hlað Original, Hlað Patriot og Diamond Gold.

Page 12: 2010, 16.árg

12

Gæsastofninn hlutfall helsingja í veiðinni 25,9%

sem er lægsta ungahlutfallið af þeim þremur tegundum gæsa sem heim-ilt er að veiða hér á landi (Morten Frederiksen og Arnór Þ. Sigfússon 2004). Meðalungahlutfall frá 1995-2009 er heldur hærra eða um 28% (95% öryggismörk; 22-34%), sem er svipað og hjá heiðagæsinni.

Ungahlutfall hjá blesgæs er sýnt á 5.mynd. Þar sem veiðar á blesgæs-um voru bannaðar 2006 eru hlutföll unga sem sýnd eru fyrir 2006 til 2009 mæld með fjarsjá á ökrum og túnum þannig að þau eru ekki sambærileg við fyrri athuganir. Ungahlutfall í veiðinni 2005 var nokkuð gott sam-anborið við árin þar á undan, en hafa verður í huga að sýnastærð var með minna móti, einungis 93 fuglar. Árið 2006 var svo aldurshlutfallið í ökrum og túnum einungis um 7% sem er mjög lélegt en heldur betra 2007 eða um 10%. Næstu tvö árin, 2008 og 2009 nær svo ungahlutfallið í um 15% en talið er að hlutfall unga í stofni blesgæsa þurfi að vera yfir 15% til að stofninn nái að vega upp á móti afföll-um og stækka. Eftir friðun hér 2006 hætti blesgæs að fækka og hefur stað-ið í stað en ungahlutfall síðustu 2 ár gefur vonir um að hann gæti jafnvel rétt eitthvað við.

Eins og áður segir þá er góð sam-svörun milli ungahlutfalls í veiði og þess sem mælt er af breskum vísinda-mönnum í gæsahópum á vetrarstöðv-unum sem bendir til að báðar aðferðir gefi okkur góða vísitölu yfir ungafram-leiðslu í stofnunum. Þessi vísitala nýt-ist okkur til að spá fyrir um og túlka þróun stofnstærðar gæsanna. Á mynd 6. má sjá samanburð milli hlutfalls grágæsaunga í veiðinni og þess sem mælt er í gæsahópum á vetrarstöðv-unum á Bretlandseyjum. Þar má sjá að hlutfall unga í veiðinni er mun hærra en mælist á vetrarstöðvunum og sama kemur fram í mynd 5. þegar borin eru saman hlutfall í veiði og þess sem mælt er í túnum frá 2006. Ástæða þessa er talin vera sú að hlutfall unga í veiði er yfirleitt mun hærra en er raunverulega

í stofninum því veiðin er ekki alveg tilviljanakennd með tilliti til aldurs. Fjölskyldur halda sig í smærri hópum en geldfuglar, en með geldfuglum er átt við ársgamla fugla og eldri sem eru ókynþroska eða einhverra hluta vegna ekki með unga. Geldfuglahópar geta

verið mjög stórir, jafnvel hundruð fugla meðan fjölskyldur eru oftar í minni hópum, stakar fjölskyldur eða nokkrar saman. Á mynd 7. má sjá tengsl milli hópastærðar og hlutfalls unga hjá bles-gæsum sem sýnir þetta glöggt, hæsta ungahlutfallið hjá minni hópum. Þar

Mynd 6. Samanburður á hlutfalli grágæsaunga í veiði á íslandi og í túnum og ökrum á vetrarstöðvunum á Bretlandseyjum.

Mynd 7. Hlutfall blesgæsaunga í túnum og ökrum á móti stærð gæsahóps

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000

% u

ngfu

glar

Ísland

Bretland

0  

0,1  

0,2  

0,3  

0,4  

0,5  

0,6  

0,7  

0,8  

0   100   200   300   400   500   600  

Ungah

lufall  

Stærð  hóps  

 

 

 

 

-10%

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000

% u

ngfu

glar

Ísland

Bretland

0  

0,1  

0,2  

0,3  

0,4  

0,5  

0,6  

0,7  

0,8  

0   100   200   300   400   500   600  

Ungahlufall  

Stærð  hóps  

0  

0,1  

0,2  

0,3  

0,4  

0,5  

0,6  

0  

20000  

40000  

60000  

80000  

100000  

120000  

140000  

1990   1995   2000   2005   2010  

Fjo ldi  gæsa  

Hlutfall  unga  

5  ara  hlaupandi  meðaltal  

 

 

 

 

-10%

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000

% u

ngfu

glar

Ísland

Bretland

0  

0,1  

0,2  

0,3  

0,4  

0,5  

0,6  

0,7  

0,8  

0   100   200   300   400   500   600  

Ungahlufall  

Stærð  hóps  

0  

0,1  

0,2  

0,3  

0,4  

0,5  

0,6  

0  

20000  

40000  

60000  

80000  

100000  

120000  

140000  

1990   1995   2000   2005   2010  

Fjo ldi  gæsa  

Hlutfall  unga  

5  ara  hlaupandi  meðaltal  

m y n D 6 . S a m a n B u r ð u r Á H l u t f a l l i G r Á G æ S a u n G a í v e i ð i Á í S l a n D i o G í t ú n u m o G ö k r u m Á v e t r a r S t ö ð v u n u m Á B r e t l a n D S e y j u m .

m y n D 7 . H l u t f a l l B l e S G æ S a u n G a í t ú n u m o G ö k r u m Á m ó t i S t æ r ð G æ S a H ó p S

m y n D 8 . S a m a n B u r ð u r Á u n G a H l u t f a l l i í v e i ð i o G t a l n i n G a Á G r Á G æ S Á v e t r a r S t ö ð v u m Á v e G u m t H e W i l D f o W l a n D W e t l a n D t r u S t . S v ö r t l í n a S ý n i r 5 Á r a H l a u p a n D i m e ð a l t a l t a l n i n G a .

y Á S v i n S t r a m e G i n Á v i ð f j ö l D a G æ S a e n y Á S H æ G r a m e G i n v i ð H l u t f a l l u n G a í v e i ð i .

Page 13: 2010, 16.árg

13

Gæsastofninnsem auðveldara er að tæla smærri hópa

í skotfæri með gervigæsum í fyrirsát þá lenda fjölskyldur frekar í veiðinni og ungahlutfallið í veiði því hærra en það er raunverulega í stofninum.

Á mynd 8. má sjá samanburð á hlut-falli unga í veiði grágæsa á Íslandi og þess sem talið er að hausti á Bretlandseyjum af The Wildfowl and Wetlands Trust (http://wwt.org.uk/our-work/research). Eins og sést þá er yfirleitt nokkuð góð samsvörun þarna á milli, þannig að þegar unga-hlutfall í veiði mælist hátt þá koma yfirleitt fram toppar í talningum og öfugt. Hlaupandi meðaltalið dregur úr skekkju sem vænta má milli ára í taln-ingum og er samsvörun milli þess og ungahlutfallsins enn betri.

l o k a o r ð

Eins og sagði að framan þá væru þessar athuganir ekki mögulegar nema með dyggri aðstoð veiði-manna. Í gegnum árin höfum við

Halldór Walter Stefánsson eignast marga góða kunningja meðal veiði-manna sem árlega leggja okkur til vængi eða bjóða okkur í heimsókn til að skoða og greina aflann. Í leiðinni gefst tækifæri til að spjalla um veið-arnar og hefur það einnig veitt okkur góða innsýn í heim gæsaveiðimanns-ins, viðhorf þeirra og siði og ýmislegt er varðar veiðarnar. Slík kynni auka þekkingu okkar á gæsaveiðum og koma sér vel við túlkun niðurstaðna. Það er von okkar að þessi sambönd haldist áfram og að fleiri bætist í hóp-inn sem senda okkur vængi. Ef væng-ir eru sendir til okkar þá óskum við eftir að alltaf sé sendir vængir sömu megin af fuglunum, t.d. hægri væng-ir og gætið þess að geyma þá ekki í plastpokum þar sem þeir úldna þar fljótt. Eins mætum við á staðinn ef því verður við komið, en ég er stað-settur í Reykjavík og Halldór Walter Stefánsson á Egilsstöðum. Hægt er að hafa samband við okkur símleiðis

í síma 843 4924 (AÞS) eða 846 5856 (HWS) og einnig með tölvupósti á [email protected] (AÞS) eða [email protected] (HWS). Séu vængir sendir með flugi eða flutningaþjónustu þá greiðum við sendingakostnað og er heimilisfangið:

a r n ó r Þ . S i G f ú S S o n

v e r k í S , Á r m ú l a 4

108 r e y k j a v í k

H e i m i l D i rArnór Þ. Sigfússon 2000. Gæsarannsóknir og skot-

veiðimenn. SKOTVÍS 6(1): 29-34.Arnór Þ. Sigfússon 2005. Ungahlutfall í veiði.

Gæsakvak, Fréttabréf gæsaáhugamanna, 1: 4-5.Arnór Þ. Sigfússon 2009. Greining á anda- og

gæsavængjum úr veiði 2008. Skýrsla Verkís. Reykjavík, ágúst 2009, 5 bls.

Einar Guðmann 2007. Veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Umhverfisstofnun, 290 bls.

Halldór Walter Stefánsson 2009. Aldursgreining gæsa með fjöður ú dvergvæng. Veiðidagbók 2009, Umhverfisstofnun. Akureyri 2009.

Mitchell, C. 2008. Status and distribution of Icelandic-breeding geese: results of the 2007 international census. Wildfowl &Wetlands Trust Report, Slimbridge.

Morten Frederiksen og Arnór Þ. Sigfússon 2004. Greining á anda- og gæsavængjum úr veiði 1993- 2000. Skýrslur Náttúrufræðistofnunar Íslands NÍ-03009. Reykjavík 2004.

Page 14: 2010, 16.árg

14

Sjálfbærar skotveiðar

Umhverfisvernd og nýting um-hverfis ins er mikið rædd nú um stund-ir og kanski ekki vanþörf á. Umræðan um hvernig skuli staðið að nýtingu náttaúruauðlinda er fyrirferðamik-il og mun að öllum líkindum verða það næstu árin og áratugina. Sjálfbær þróun er hugtak sem oft er nefnt og jafnan í tengslum við sjálfbæra nýt-ingu. En hvað þýða þessi hugtök, sjálfbærni, sjálfbær nýting og sjálfbær þróun?

Enska orðið sustainable hefur verið þýtt á íslensku sem sjálfbær/sjálf-bærni en orðið sjálfbær er nýyrði og á Vísindavef HÍ segir að elsta dæmið um notkun þess er að finna í Alfræðibók AB 1965-1968.

Sjálfbær þróun er aftur á móti þýð-ing á enska orðasambandinu sustai-

nable developement sem kom fram árið 1987 í skýrslunni Our Common Future sem Gro Harlem Brundtland fyrr-verandi forsætisráðherra Noregs var í forsæti fyrir en nefndin var á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Eftir að skýrslan leit dagsins ljós hefur hugmyndafræðin sem þar er boðuð verið mikið rædd og notuð á alþjóðavísu enda voru miklar vonir bundnar við útkomu skýrslunnar á sínum tíma. Með henni var reynt að sameina sjónarmið þeirra sem vilja nýta náttúruauðlindir og þeirra sem vilja vernda umhverfið. Í sjálfu sér er hugmyndafræðin á bakvið sjálfbæra þróun ekki ný af nálinni og í raun kanski ævaforn. Í stuttu máli er hún

Sjálfbær þróun og sjálfbærar skotveiðar

ELVAR ÁRN I LUNDSJ ÁVARÚTVEGSFRÆÐINGUR

FRÁ HAMPM FRÁ H Í

BÁSAR V ÍK GLYMURBÁSAR V ÍK GLYMURullarnærföt Power Stretch® peysa húfa & vettlingar

Hlý og létt ullarnærföt úr 100% Merino ull sem draga raka hratt frá líkamanum.

Léttur rennilás sem gefur kost á auka öndun.

Létt peysa úr Polartec® Power Stretch® efni sem teygist á fjóra vegu, þornar fl jótt og andar vel. Hægt að nota hvort tveggja

sem nærfatnað eða miðlag.

Húfa og vettlingar úr Polartec® Power Stretch® efni sem teygist á fjóra vegu

og þornar fl jótt.

Kláðafrí ull

SKOTHE LDUR FATNAÐUR Á HE IÐINNISKOTHE LDUR FATNAÐUR Á HE IÐINNI

húfa & vettlingar

Kláðafrí ull

Kláðafrí ull

Power Stretch® peysa

Page 15: 2010, 16.árg

15

Sjálfbærar skotveiðarsú að maður eigi ekki að taka meira

en maður þarf á að halda og skilja nóg eftir handa þeim sem eftir koma. Haft var eftir indíánahöfðingjanum Sitting Bull að við höfum ekki fengið jörðina í arf, heldur höfum við feng-ið hana að láni frá börnunum okkar. Það eigi ekki að ganga á höfuðstól-inn heldur lifa á vextinum/vöxtunum. Eins og heyra má eru þetta vel kunn sjónarmið sem flestir hafa heyrt. Aftur á móti er það nýjung hvernig þessi hugmyndafræði hefur verið sett fram á okkar dögum og hvernig þar er reynt að sýna fram á að nýting og vernd geti vel farið saman. Sjálfbærri þróun er líka lýst þannig að hún byggir á þrem-ur stoðum. Þær eru efnahags-legir, umhverfis og félagslegir þættir. Þegar jafnvægi ríkir á milli þessara þriggja stoða má sjá fyrir sér ástand sem kallast sjálfbærni. Leiðin til að kom-ast í þetta ástand er sjálfbær þróun, þ.e. að á hverju sviði þurfa hugsanlega að eiga sér stað breytingar eða þróun svo jafn-vægi komist á. Síðan má spyrja sig hvenær þetta ástand sé komið á og hvort að það sé yfirhöfuð nokkurn tímann hægt? Það skipti hinsvegar ekki öllu máli þar sem kjarninn er sá að stöðugar umbætur í átt að jafnvæg-inu skuli eiga sér stað. Breytingar sem gerðar eru í dag þarf að endurskoða á morgun og ekki er hægt að gera ráð fyrir að það sem gert er í dag dugi að eilífu. Breytt er í samræmi við bestu mögulegu þekkingu, en hún getur auðvitað eftir atvikum þurft að taka mið af nýrri þekkingu.

Sem dæmi þá má sjá fyrir sér að fyr-irtæki lagi sig að breyttu rekstrarum-hverfi með því að færa nýtt bókhald, það kynni sér nýjar hugmyndir í umhverfismálum og hafi áhrif sam-félagið í gegnum reksturinn. Slíkar breytingar gætu skilað betri fjárhags-legri afkomu, skynsamlegri nýtingu auðlindar og starfsemi sem væri í sátt við kröfur samfélagsins. Eftir nokkur

ár er hugsanlegt að þessar breytingar verði orðnar svo sjálfsagðar að til að skara fram úr muni viðkomandi fyr-irtæki þurfa aftur að breyta til, til að geta sýnt fram á stöðugar umbætur.

Eins og áður segir snýst sjálfbær þróun að miklu leyti um jafnvægi og eins hefur verið bent á að hugtakið jafnrétti skipi líkan stóran sess í hug-myndafræðinni, t.d. jafnrétti á milli

þjóða, samfélagshópa og ekki síst kynjanna. Velferð er líka hugtak sem kemur upp í hug-ann. Það hvernig við nýtum náttúruna í dag til að auka vel-ferð okkar má ekki ógna velferð komandi kynslóða.

En hvernig snertir þetta umræðuna um veiðar og nýt-ingu náttúruauðlinda?

Í fyrsta lagi þá má hugsa þetta þannig að veiðimenn dagsins í dag verða að ganga þannig um veiðistofnana að afkomendur okkar geti líka veitt úr þeim, með sama sóknarþunga.

Annað mikilvægt atriði er að sjálfbær þróun snýst ekki um algera friðun og er ekki einhver ótvíræð frið-unarstefna af hálfu yfirvalda. Sjálfbær þróun er mikið fremur hugmynda-fræði sem felur í sér skynsamlega nýt-ingu náttúruauðlinda, hvort sem um er að ræða í atvinnurekstri eða nátt-úruupplifun af einhverju tagi, innan einhvers ramma sem samfélagið legg-ur blessun sína yfir og allir eru jafnir til að njóta þess sem í boði er. Með því að innleiða sjálfbæra þróun í nýt-ingarstefnu má sjá fyrir sér að gerð sé ákveðin sátt á milli ólíkra hópa með mismunandi skoðanir. Fyrst er jarð-vegurinn undirbúinn fyrir málefnalega umræðu með því að kynntar eru til sögunnar staðreyndir og í framhald-inu skipst á skoðunum. Markmiðið hlýtur að vera að búinn verði til rammi um nýtingu, en hann á að taka mið af efnahagslegum, umhverf-islegum og samfélagslegum þáttum og jafnvægi þeirra á milli.

Að gefnu tilefni skal hér tekið dæmi

Page 16: 2010, 16.árg

16

Sjálfbærar skotveiðar um hvernig má sjá fyrir sér nýting-

arstefnu fyrir heiðagæsastofninn. Það sem vert er að hafa í huga varð-

andi stoðirnar þrjár:

e f n a H a G S l e G i r Þ æ t t i r :• Ferðakostnaður• Kostnaður við veiðiútbúnað• Veiðileyfi• Kostnaður við veiðieftirlit• Kostnaður við vöktun stofns• Sala á afurðum • Aflinn sem búdrýgindi

u m H v e r f i S l e G i r Þ æ t t i r :• Stofnstærð veiðibráðar• Fjöldi veiddra heiðagæsa• Afrán og náttúruleg afföll• Aðgengi að veiðislóð• Akstur og umgengni á veiðislóð• Áhrif veiða á önnur dýr

S a m f é l a G S l e G i r Þ æ t t i r :• Hefð fyrir nýtingu• Landréttarmál• Veiðar sem félagsleg athöfn

• Hefð fyrir útbýtingu bráðar til vina og ættingja

• Áhrif á annað útivistarfólk• Ánægja veiðimanna af veiðum

Þegar þessi listi er skoðaður sést að það er að mörgu að huga og eflaust má finna eitthvað sem má bæta við listann. Næsta skref gæti verið að framkvæma svokallaða áhættugreiningu á hverju og einu atriði á listanum. Þá fær hvert atriði einkunn á skalanum 1-5 fyrir mikilvægi og svo er listað upp hvað gæti hugsanlega gerst sem ógnað gæti því jafnvægi sem talið er æskilegt að sé til staðar. Möguleikinn á því að hugs-anleg ógn teljist geta komið upp er fundinn með því að gefa einkunn á skalanum 1-5 og þá eru komnar for-sendur til þess að reikna, vega og meta hvar og hvenær þurfi að gera breyting-ar og hvernig stýringu skuli háttað.

Þessi aðferð er vel þekkt við rekstur fyrirtækja og þótt deila megi um lík-urnar á að eitthvað geti gerst er mik-ilvægast að búið er lista upp það sem skiptir máli og hugsa hverjar afleiðing-

arnar gætu orðið og vera þannig með aðgerðaráætlun á takteinum.

Eins og sjá má er ekki vandasamt að gera svona greiningu til átta sig á því sem skiptir máli varðandi sjálfbærni veiða. Veiðimenn eiga með réttu að taka virkan þátt í þeirri umræðu og hafa forgöngu um slíkt. Sterkir veiði-stofnar eru forsenda þess að hægt verði að stunda veiðar um ókomna tíð. Undanfarin ár hafa skotveiðimenn þurft að horfa á eftir svæðum sem hafa verið friðuð og veiðar bannaðar innan þeirra á nokkurra haldbærra raka. Vinnubrögðin sem hafa verið notuð í aðdraganda þeirrar vinnu eru á margan hátt gagnrýnisverð og ljóst er að ekki var haft samband við og tekið sjálfsagt tillit til hagsmuna veiði-manna. Nýrrar hugsunar er þörf þegar kemur að stjórnun veiða og nýtingu lands á Íslandi og hægt er að sjá fyrir sér að ný og skilvirk vinnubrögð í anda sjálfbærrar þróunar geti verið lausnin sem leitað hefur verið eftir.

H ö f u n D u r e r v a r a f o r m a ð u r SkotvíS

 

 

 

 

 

 

SKJÓTTU  þér  á  toppinn  með  ánægðustu  viðskiptavinum  í  

bankakerfinu  á  Íslandi.  

Page 17: 2010, 16.árg

Jeppadekk í miklu úrvaliBílabúð Benna er umboðsaðili BFGoodrich og TOYO TIRES á Íslandi.

Komdu við á nýju fullkomnu hjólbarðaverkstæði að Tangarhöfða 8.

Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna - Tangarhöfða 8 - S: 590 2000 / Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333

Fáanlegar í flestum sérverslunum skotveiðimanna.

Innflutningur og heildsöludreifing:

VERSLUNARFÉLAGIÐ TÝR ehf. [email protected]

Aðrar vörur frá okkur eru meðal annars:

Hreinsiefnin frá Shooters Choice eru einstaklega fjölhæf og til margs brúkleg þegar að viðhaldi og þrifum skotvopna kemur. Efnin henta fyrir allar gerðir skotvopna.

Kynntu þér vörurnar í þinni sérverslun og á vefslóðinni: www.shooters-choice.com

Vörurnar frá Caldwell eru flestum skotmönnum kunnuglegar. Meðal þeirra vara sem boðið er upp á eru vönduð skotrest, tvífætur, skotmörk og ýmislegt fleira. Kynntu þér vörurnar í þinni sérverslun og á vefslóðinni:

www.caldwellshooting.com

Page 18: 2010, 16.árg

18

Tæknimál

Komnar eru á markaðinn kvik-myndavélar sem hægt er að festa á byssur eða á höfuðfat sem henta vel til upptöku við veiðar. Garmin búðin er komin með í sölu vélar af gerð-inni 2010 Tachyon XC og Tachyon XC Micro sem eru vandaðar og létt-ar myndavélar sem eru vatnsheldar og þola íslenskt veðurfar. Þær nota CMOS myndflögu og skila VGA myndgæðum og hafa góðar linsur. Aðal munurinn á milli XC og XC Micro er að XC hefur fleiri mögu-leika sem þú munt lesa um hér síðar í greininni. Eins og litla systir er XC byggð fyrir erfiðustu aðstæður og hentar því fyrir margar gerðir áhuga-iðkana þar sem regn, snjór vatn og drulla koma við sögu. Þessi myndavél er mjög vinsæl við Paintball skotfimi. Hægt er að fá linsuhlífar á vélarnar til að hlífa linsunum við meiriháttar

áföllum eins og vill gerast í Paintball og víðar, en slíkar linsuhlífar eru yfirleitt ekki fáanlegar á aðrar höfuð-myndavélar. Engin handbók fylgir vélunum en hún er hins vegar fáanleg á netinu til niðurhals eða til lesturs á netinu. XC vélin tekur upp í AVI skrár og getur tekið allt að 32GB SD kort. Hún er aðeins lítillega stærri en XC Micro og notast við tvær AA rafhlöður. Hún kemur með úrvali af festimögu-leikum sem gera þér kleift að festa hana á hjálm eða aðrar festingar sem nota þrífótsfestingar. CMOS mynd-flagan kemur vel út við léleg birtu-skilyrði þrátt fyrir að vera hönnuð til að virka best á sólskinsdegi. Eftir því sem þú lest neðar má gera ráð fyrir því að þú komist að þeirri niðurstöðu að þessar vélar séu með þeim betri í sínum flokki. Verð á XC vélinni er kr. 39.900,- og XC Micro er á 33.900,-

H v a ð f y l G i r

• Myndavél• Fjarstýring• Ýmsar festingar• USB snúra• Sjónvarpssnúra• 3M franskir rennilásar• Linsuhlíf

m ö G u l e i k a r t a c H y o n Xc m y n D a v é l a r i n n a r

Stærð XC myndavélarinnar er 10,1 x 5,0 x 6,3 cm og þyngd án rafhlaðna er 125 gr. Sjónsvið myndavélarinnar er 90° sem er mun meira en hjá flestum samkeppnisaðilum. Vélin er einföld í notkun, hefur þrjá hnappa að ofan, einn til að kveikja og slökkva, annan fyrir start/stop á upptöku og þann þriðja fyrir valmyndamöguleika. Vélin notar mismunandi hljóð til að gefa til kynna mismunandi tökuham, en hefur

Veiðin á skjáinn

Page 19: 2010, 16.árg

19

Tæknimáleinnig LED ljós að framan til að gefa

til kynna mismunandi tökuham (Rautt - Upptaka / Grænt - Biðstaða). Eins og áður segir tekur vélin allt að 32GB minniskort þegar flestar samkeppn-isvélar taka mest 4GB. Þetta gefur möguleika á allt að 8 klst upptöku ef stærsta kort er notað (1 klst á 4GB kort). Vélin tekur upp í fjórum mis-munandi upplausnum í 30 römmum á sekúndu, og hefur innbyggðan hljóð-nema. Hún er sterkbyggð með högg-þétt rafhlöðurými sem kemur í veg fyrir að myndbönd eyðist út við högg, en það er vandamál við margar aðrar vélagerðir. Myndavélin virkar einn-ig á töluverðu dýpi eða niður í þrjátíu fet. Hægt er að tengja vélina við tölvu með USB snúru til að flytja myndband-ið yfir, eða taka minniskortið úr vélinni og setja í kortalesara. Vélin kemur með sjónvarpssnúru svo hægt er að horfa á myndböndin á stórum skjá. Ef þú vilt vera frumleg(ur) er hægt að taka upp í rað-ljósmyndaham, en þá tekur vélin ljósmynd á tveggja sekúndna fresti. Hægt er að stilla hvort vélin tekur upp í PAL eða NTSC ham (PAL fyrir Evrópsk sjónvörp). Ef þú kaupir svona vél skaltu mun að kaupa SD kort og rafhlöður því þær fylgja ekki.

t ö k u S t i l l i n G a r :Superior - 640x480 VGA, 30 fps.High - 640x480 VGA, þjappað 30 fps.Medium - 320x240 QVGA, 30 fps.Low - 320x240 QVGA, þjappað 30 fps.Hægt er að taka upp lengra myndskeið með lægri stillingum en á kostnað myndgæða.

v é l i n p r u f u ð

Hægt er að nota vélina í nokkr-um stillingum eins og kemur fram hér að ofan. Myndin kom mjög vel út í “Superior” stillingu og í raun kom hún betur út en í mörgum dýr-ari myndavélum eins og Drift X170. Myndskerpa er einnig góð sem þýðir að vélin er með vandaða linsu. Það má vera að margir munu ekki velja þessa vél þar sem hún býður ekki upp á HD vídeó, en HD vél kostar almennt tvö-

falt á við þessa vél auk þess sem mun öflugri tölvu þarf til að klippa HD myndskeið en VGA. Myndskeið úr þessari vél kemur mjög vel út í tölv-unni þinni sem og á YouTube.

Sjónsvið er mjög passlegt, 90°, sem er svipað og mannsaugað. Það er mun betra en í flestum samkeppnisvélum sem er oft ansi þröngt. Með XC næst umhverfið og það sem þar gerist þegar mest á dynur.

Liturinn úr vélinni er mjög góður, blár er vel blár og allir aðrir litir vel skarpir. Litir eru skýrari í góðum birtuskilyrðum en það er dæmigert fyrir CMOS myndavélar. Myndataka í minna ljósi er alltaf erfið og CMOS myndavélar er oft í töluverðum vand-ræðum með slíkt, en XC og Micro útgáfan standa sig nokkuð vel í okkar prófunum. Í raun komu þær betur út en margar dýrari vélar sem hafa verið prófaðar nýverið.

H l j ó ð

XC myndavélin tekur upp Mono hljóð á einni rás, það gerir Micro útgáfan einnig. Ef þú vilt fá víðóma hljóð verður þú að tvöfalda hljóðrás-ina. Hljóðneminn er inni í vélinni og eins og í öllum vatnsþéttum vélum er upptakan nokkuð lág. Eina leiðin til að bæta hljómgæðin er að opna bakdyrn-ar á vélinni, en það mun gera innviðina sýnilega fyrir umhverfinu. Hljómgæðin voru prufuð bæði með bakdyrnar opnar og lokaðar og talað í upptöku með um meters fjarlægð frá vélinni. Með bak-dyrnar lokaðar er hljóðið frekar slappt, einhver umhverfishljóð heyrðust en erfitt var að greina orðaskil. Með því að opna dyrnar lagaðist hljóðið veru-lega, ásamt umhverfishljóði heyrðust orðaskil skýrt og greinilega. Þá virðast

lágtíðnihljóð ná hvað best í gegn, vél-arhljóð og neðarsjávarhljóð sem dæmi, þegar dyrnar eru lokaðar.

r a f H l ö ð u r

XC vélin er með sjálfvirka vistun á upptöku. Í aðstæðum þar sem vélin verður vör við að rafhlöðuspenna er að lækka mun hún stöðva upptöku og vista það sem komið er og svo slökkva á sér. Hægt er að nota Alkaline eða Lithium AA rafhlöður í vélina, en framleiðandi mælir með Lithium vegna þess að þau eru léttari og endast lengur. Alkaline rafhlöður endast illa í kulda svo ein-ungis ætti að nota Lithium í slíkum aðstæðum. Framleiðandi mælir ekki með hleðslurafhlöðum vegna þess að þau passa illa í rafhlöðugeymi vélarinn-ar, spenna þeirra er óregluleg og geta þau því “steikt” vélina auk þess sem þau virka illa fyrir sjálvirku vistunina og auka hættuna þar með á því að efni skemmist. Viðurkenndar Alkaline raf-hlöður endast um 2:45 (Energizer), 3:10 (Duracell) í upptöku. Energizer Lithium/Ultimate Lithium endast hins vegar hátt í 10 klst. í upptöku.

n i ð u r S t a ð a

XC myndavélin er heldur stærri en helstu samkeppnisvélar, en er sterk-byggðari og heilsteyptari hönnun. Vélin er smíðuð til notkunar við verstu aðstæður og er höggþolin. Getur tekið allt að 32GB minniskort sem samkeppn-isaðilar geta ekki. Myndgæðin eru nokk-uð góð hvað varðar upplausn, skerpu og lit. Sjónsvið er með því betra sem gerist ásamt því að vera vatnsheld. Auðveld í notkun og gefur hljóðmerki sem hjálpar þegar verið er að nota hana á t.d. hjálmi með fjarstýringu. Þrífótsfesting fylgir sem gerir notandanum kleift að festa vélina á margar gerðir festinga sem eru með þeim staðli. Nú kemur vélin með linsuhlíf sem hlífir linsunni þegar vélin er geymd, í flutningum eða í notkun. Byggt á myndgæðum er hægt að álykta að XC og litla systir, XC Micro séu með þeim bestu í sinni röð og ef þú vilt ná góðum myndum af veiðiferðinni þá er þetta klárlega rétti gripurinn.

Page 20: 2010, 16.árg

20

Rjúpnastofninn

Flestir skotveiðimenn ættu að geta tekið undir með Sigurfinni Jónssyni veiðimanni á Sauðárkróki, en í sjálfs-ævisögu hans, sem Árni Gunnarsson skráði, er þessi gullvæga setning höfð eftir Finna: “Rjúpan er minn fugl ...”. Allir sem lesa bókina skynja þá virð-ingu sem Finni ber fyrir rjúpunni og líka fögnuð hans og þakklæti fyrir að fá að taka þátt í rjúpnaveiðum. Rjúpnaveiðar hafa verið stundaðar á Íslandi allt frá landnámi og síðustu 150 árin með byssu. Fyrst var þetta til sjálfsþurftar, seinna atvinnumennska og frá 2005 sportveiði eingöngu. Þrátt fyrir þessa löngu sögu þá mega menn ekki líta á rjúpnaveiðar sem sjálf-gefin hlut. Nú á tímum er gerð sú grundvallarkrafa til allra sportveiða að þær séu sjálfbærar í þeim skiln-ingi að veiðiafföllin séu ekki ráðandi þáttur í stofnbreytingu bráðarinnar. Það var einmitt af þessum sökum sem umhverfisráðherra bannaði rjúpna-veiðar 2003 og 2004, nefnilega að rjúpnaveiðar væru orðnar óhófleg-ar og ekki lengur sjálfbærar. Haustið 2005 hófust rjúpnaveiðar aftur en undir nýjum formerkjum, veiðitíminn var styttur verulega og sölubann sett á rjúpur og rjúpnaafurðir, jafnframt voru veiðimenn hvattir til að sýna hófsemi og drengskap gagnvart rjúpunni.

Sú leið sem stjórnvöld hafa til að fylgjast með gengi rjúpna stofns ins er vöktun stofnsins. Náttúru fræði stofnun Íslands ber ábyrgð á þeim hluta vökt-unarinnar sem snýr að stofnvistfræði tegundarinnar. Verk efn ið er unnið í samstarfi við sérfræð inga við nokkrar aðrar opinberar stofn anir og síðast en ekki síst við hóp sjálfboðaliða og þar á meðal eru margir skotveiðimenn. Verkefnið skiptist í fjóra þætti sem endurteknir eru ár hvert, þetta eru talningar á óðals körrum og mat á ald-urshlutföllum á vorin, síðsumars og í byrjun vetrar. Það er árviss hefð að gera grein fyrir niðurstöðum á síðum tím arits SKOTVÍS. Í þessari grein verður fjallað um stofnbreytingar rjúp-

unnar 2009 til 2010. Jafnframt verða vöktunargögnin notuð til að meta afföll fuglanna og hvernig þau hafa breyst og reynt að leggja mat á árang-ur veiðistjórnunar 2005 til 2009 og í lokin að meta veiðiþol stofnsins 2010.

S t o f n B r e y t i n G a r

Karratalningar eru notaðar til að fá stofnvísitölu og bera saman stofn-breytingar á milli ára. Rjúpnatalningar vorið 2010 gengu vel enda var tíðin hagstæð talningamönnum, snjó tók snemma upp og vorhret með snjó-komu voru engin. Talið var á 44 svæðum og niðurstöðurnar voru í stórum dráttum þær að landið skiptist í tvo hluta með tilliti til stofnbreytinga rjúpunnar. Uppsveifla var í stofninum á Norður- og Austurlandi þriðja árið í röð og annað árið í röð á Vestfjörðum, samandregið var aukningin á þess-um svæðum að meðaltali um 29% (1. mynd). Rjúpnastofninn á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi hefur síð-ustu ár hagað sér á annan máta og þar hefur verið fækkun allt frá 2005 ef undan er skilið árið 2009 (2. mynd). Samandregið fyrir öll talningasvæði í þessum landshlutum var meðalfækkun 39% á milli áranna 2009 og 2010.

Af rjúpum

Ástand stofnsins árið 2010

ÓLAFUR K . N IELSENNÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN

Í S LANDS

l j ó S m y n D : ó l a f u r k . n i e l S e n .

Page 21: 2010, 16.árg

21

Rjúpnastofninn

a f f ö l l r j ú p n a Á n o r ð a u S t u r l a n D i o G

S u ð v e S t u r l a n D i

Hægt er að nota talningar og aldurs-hlutföll til að reikna afföll rjúpna. Gögn af þessum toga eru til fyrir rjúpnastofn-inn á Norðausturlandi 1981 til 2010 og Suðvesturlandi 2005 til 2010. Þessir útreikningar gefa annars vegar heildar-afföll fullorðinna rjúpna (Z2 affallaþátt-urinn) frá vori til vors, en afföllum rjúpna á fyrsta ári má hins vegar skipta í tvo þætti, í fyrsta lagi í affallaþátt sem er sameiginlegur með fullorðnu fuglun-um og er svipaður eða eins og heildar-afföll þeirra (Z2), og hins vegar þátt sem er sérstakur fyrir ungfugla og er kall-aður umframafföll ungfugla )( ,

tWXZ .

Afföll vegna skotveiða koma fram í Z2-stuðlinum.

Rjúpnatalningar sýna að hnign-un íslenska rjúpnastofnsins spannar hálfa öld hið minnsta. Þessi hnignun stofnsins helgast af auknum afföll-um fullorðinna fugla og ungfugla, Z2-dánarstuðullinn hefur hækkað (3. mynd). Þrátt fyrir hnignun stofnsins hefur tíu ára stofnsveiflan viðhaldist og það sem ræður henni í lýðfræði-legum skilningi er kerfisbundin breyt-ing á umframafföllum ungfuglanna

)( ,t

WXZ . Umframafföllin breytast í takt við stofnsveiflu rjúpunnar en hnik-að þannig að þau eru í hámarki tveim-ur til þremur árum á eftir hámarki í stærð rjúpnastofnsins. Stofnlíkan sýnir að með auknum afföllum, þ.e. hækk-un Z2-stuðulsins, dregur úr sveiflunni

og topparnir verða æ lægri. Ef afföll-in aukast enn meir þá hverfur stofn-sveiflan og stofninn helst í viðvarandi lágmarki. Það er meginmarkmið veiði-stjórnunar að koma í veg fyrir slíkt.

Samanburður á heildarafföllum (Z2-dánar stuðullinn) fullorðinna rjúpna á Norðausturlandi og Suðvesturlandi frá 2005 sýnir breytingar sem eru nær full-komlega í takt. Þessi afföll eru há fyrstu tvö árin eftir friðun, síðan lækka þau verulega 2007/2008 og aftur 2008/2009. Þau snarhækka síðan 2009/2010 og eru þó sínu hærri á Suðvesturlandi, en þar drápust 77% fullorðnu fuglanna á milli ára samanborið við 66% á Norðausturlandi. Þetta eru hvoru-tveggja há gildi og lýsa svipuðu ástandi og var árin fyrir friðun og fyrstu tvö árin eftir friðun. Öðru máli virðist gegna um umframafföll ungfugla þar sjáum við ekki sömu samsvörun á Norðausturlandi og Suðvesturlandi og lýst er hér á undan fyrir Z2-stuðullinn (4. mynd). Á Norðausturlandi virðast þau öfl sem ráða þessum afföllum að vera að slaka á klónni líkt og gerist í aðdraganda náttúr-legrar uppsveiflu stofnsins, þannig voru lág gildi stuðulsins árin 2007/2008 og svo aftur 2009/2010. Á Suðvesturlandi hafa þessi afföll haldist há og jöfn og ef eitthvað er aukist 2009/2010.

Það hefur oftsinnis verið á það bent að bein áhrif veiða geta ekki hafa hækk-að Z2-stuðulinn jafnmikið og raun ber vitni fyrstu tvö árin eftir friðun og svo núna síðasta ár (2009/2010), þ.e. ef allar forsendur eru réttar. Hugsanlegt

er að rjúpnastofninn sé ofmetinn og/eða veiðin vanmetin. Einnig er hugs-anlegt að um sé að ræða mögnun á milli skotveiða og annarra affallþátta. Líklegur áhrifavaldur í þeirri atburða-rás væri þá aukin streita og afleiðing-ar hennar vegna truflunar sem veiðar valda þeim sem eftir lifa.

Á r a n G u r v e i ð i S t j ó r n u n a r 2005 t i l 2009

Veiðistjórnun rjúpunnar frá 2005 hefur byggt á þremur þáttum: (1) sölubanni á rjúpur; (2) takmörkun á fjölda veiðidaga; og (3) hvatningu til veiðimanna um að sýna hófsemi. Náttúrufræðistofnun lagði til að aflinn yrði ekki meiri en 70.000 fuglar 2005, 45.000 fuglar 2006, 38.000 fuglar 2007, 57.000 fuglar 2008 og 71.000 fuglar 2009 (1. tafla). Samkvæmt skýrslum veiðimanna var veitt verulega umfram þessi viðmið 2005, 2006 og 2009. Umframaflinn nam um 28% 2005, 26% 2006 og 32% 2009. Hins vegar var rjúpnaaflinn svipaður og ráðlagður heildarafli bæði 2007 og 2008.

Tilgangurinn með því að takmarka rjúpnaafla frá því sem áður var (2002 og fyrr) er að lækka afföll (Z2-stuðulinn). Þetta markmið náðist 2007 og 2008, en ekki 2005, 2006 og 2009. Frá og með 2007 hefur verið veitt í 18 daga. Niðurstöður 2007 og 2008 bentu til þess að þessi skerðing á sóknargetu væri nóg til að koma í veg fyrir að veitt væri umfram ráðgjöf. Niðurstöður 2009 sýna ótvírætt að svo er ekki. Í

1 . m y n D . n i ð u r S t ö ð u r r j ú p n a t a l n i n G a Á n o r ð a u S t u r l a n D i o G í H r í S e y 1981 t i l 2010 . S ý n D u r e r H e i l D a r f j ö l D i k a r r a í H r í S e y o G

S a m t a l a k a r r a Á 6 t a l n i n G a S v æ ð u m í Þ i n G e y j a r S ý S l u m .

2 . m y n D . n i ð u r S t ö ð u r r j ú p n a t a l n i n G a Á S n i ð u m Á S u ð u r l a n D i o G r e y k j a n e S i 1999 t i l 2010 .

Page 22: 2010, 16.árg

22

Rjúpnastofninn

þessu ljósi er athyglisvert að bera saman Z2-dánarstuðulinn og veiði umfram ráð-gjöf (5. mynd). Þau tvö ár sem veitt var í samræmi við ráðgjöf var dánarstuðullinn sá sem stefnt var að, hin árin ekki.

veiðiÞol rjúpnaStofnSinS 2010Yfirlýst markmið stjórnvalda

með veiðistýringu á rjúpnastofn-inum er að viðhalda náttúrulegum sveiflum stofnsins og að þær verði líkar þeim sem tíðkuðust áður fyrr. Samkvæmt því líkani sem gert var fyrir rjúpnastofninn þarf Z2-dánarstuðlinum að vera um 0,47 að jafnaði til þess að þetta markmið náist. Z2-stuðullinn er samsettur úr tveimur stuðl-um, náttúrlegri dánartölu (M) og veiðidánartölu (F). Miðað er við að M sé sama gildi og með-

altalið fyrir friðunarárin 2003/2004 og 2004/2005 og að F bætist að fullu við M. Veiðidánartala reiknuð samkvæmt þessum forsendum er 0,0917.

Reiknuð heildarstærð varpstofns rjúpu vorið 2010 var 240.000 fuglar. Fram -reiknuð stærð veiðistofns 2010, miðað

við að hlutfall unga á veiðtíma verði það sama og var í talningum á Norð austur -landi í byrjun ágúst (77%) er 850.000 fuglar. Samkvæmt framangreindu er ráðlögð veiði því um 75.000 fuglar (1. tafla). Að meðaltali gerir það um 14 fugla á veiðimann miðað við um 5500 rjúpna-veiðimenn líkt og var 2009. Veiðidagar frá 2007 voru 18 og haustið 2009 ákvað umhverfisráðherra að þessi dagafjöldi skyldi gilda næstu þrjú árin (2009 til 2011). Það var talið að þessi mikla sókn-arskerðing dyggði til að halda heildar-aflanum við þau mörk sem ráðlögð höfðu verið. Reynslan 2009 sýnir því miður að svo er ekki, sóknargetan er enn umfram það sem æskilegt má teljast. Jafnframt er ljóst að augljósir annmarkar eru á útreiknaðri stærð veiðistofns og hún er mjög líklega ofmetin. Þetta ræðst af því að útreikningar stofnlíkans byggja á gögnum frá Norðausturlandi og miðað við að ástand á því svæði endurspegli landið allt. Líkt og kemur fram hér á

undan sýna talningar að svo er ekki, landið er tvískipt, á Suður- og Vesturlandi er fækkun, en á Vestfjörðum, Norður landi og Austurlandi aukning. Þessi tvískipting landsins hefur verið áberandi allar götur frá 2005. Þetta atriði undirstrikar mik-ilvægi þess að halda áfram þróun stofnlíkans þannig að það sé hægt að beita því svæðisbundið.

ó l a f u r k . n i e l S e n ,

n Á t t ú r u f r æ ð i S t o f n u n í S l a n D S ,

p ó S t H ó l f 5320 , iS -125 r e y k j a v í k

3 . m y n D . H e i l D a r a f f ö l l f u l l o r ð i n n a r j ú p n a f r Á v o r i t i l v o r S Á n o r ð a u S t u r l a n D i o G S u ð v e S t u r l a n D i 1981/1982 t i l 2009/2010 .

G i l D u m Z 2- S t u ð u l S i n S H e f u r v e r i ð v a r p a ð y f i r í %- k v a r ð a .

4 . m y n D . u m f r a m a f f ö l l u n G f u G l a r j ú p u n n a r Á n o r ð a u S t u r l a n D i o G S u ð v e S t u r l a n D i 1981/1982 t i l 2009/2010 . G i l D i n f y r i r

u m f r a m a f f ö l l e r u l o G r a r ( l n ) .

5 . m y n D . a f f ö l l r j ú p n a Á n o r ð a u S t u r l a n D i 2005/2006 t i l 2009/2010 o G H v a ð v a r v e i t t u m f r a m r Á ð G j ö f v i ð k o m a n D i Á r .

1 . t a f l a . Á æ t l u ð S t æ r ð v a r p S t o f n S o G v e i ð i S t o f n S r j ú p u 2005 t i l 2010 Á S a m t m a t i n Á t t ú r u f r æ ð i S t o f n u n a r Á v e i ð i Þ o l i r j ú p n a S t o f n S i n S 2005 t i l 2010 o G m a t Á v e i ð i 2005 t i l 2009 .

Ár Áætlaður varpstofn

Áætlaður veiðistofn

Tillögur NÍ um veiði

Áætluð veiði skv. veiðiskýrslum

Veiði umfram ráðgjöf

2005 220.0001 760.0001 70.0001 89.3002 28%

2006 180.0001 500.0001 45.0001 56.7002 26%

2007 110.0003 440.0003 38.0003 38.4002 1%

2008 170.0004 650.0004 57.0004 55.2002 -3%

2009 225.0005 810.0005 71.0005 94.0002 32%

2010 240.000 850.000 75.000

1Ólafur K. Nielsen 2006. Ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar vegna rjúpnaveiða 2006. NÍ-06012.2Umhverfisstofnun, skriflegar upplýsingar frá Steinari R. Beck um útgefin veiðikort, rjúpnaveiði, rjúpnaveiðimenn og skilahlutfall veiðiskýrslna 2005 til 2009. Veiðitölur eru leiðréttar m.t.t. þeirra sem ekki skiluðu skýrslum þannig að gert er ráð fyrir sömu innbyrðis hlutföllum varðandi rjúpnaafla hjá þeim hópi og hjá þeim sem skiluðu skýrslum. Skilahlutfall var 85% til 92%.3Náttúrufræðistofnun Íslands, 6. sept. 2007, Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins 2007. Bréf til Umhverfisráðuneytis.4Náttúrufræðistofnun Íslands, 2. sept. 2008, Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins 2008. Bréf til Umhverfisráðuneytis.5Náttúrufræðistofnun íslands, 27. ágúst 2009, Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins 2009. Bréf til Umhverfisráðuneytis.

Page 23: 2010, 16.árg

VeiðikorthafarGöngum vel um náttúruna

Vinsamlegast látið Umhverfisstofnun vita ef breytt er um netfang. Sendið póst á [email protected]

Ef veiðiskýrslu er skilað eftir 1. apríl hækkar veiðikortið með sendingarkostnaði úr 3.590,- krónum í 5.090,- krónur.

Hafið ávallt meðferðis veiðikort, skotvopnaleyfi og persónuskilríki í veiðiferðum.

Skiljum ekki eftir tóm skothylki á veiðislóð.

Óheimilt er að elta uppi bráð á vélsleðum.

Áríðandi er að skila inn merkjum af merktum fuglum til Náttúrufræði-stofnunar.

Akstur er aðeins heimill á vegum og merktum vegaslóðum.

www.umhverfisstofnun.iswww.veidikort.iswww.hreindyr.is

Page 24: 2010, 16.árg

Veiðikort

Manuel uppstoppari hefur reynst mörgum íslenskum veiðimönnum vel þegar þeir hafa ákveðið að gefa villi-bráð inni framhaldslíf með því að láta stoppa hana upp. Þannig hafa þeir eignast varanlegan minjagrip um ógleyman lega lífsreynslu á veiðislóð. Það eru næstum fjórir áratugir frá því að ungur uppstoppari frá Andalúsíu á Spáni, Manuel Arjona Cejudo, lagði land undir fót til að vinna tímabundið við uppstoppun hjá Íslenska dýrasafn-inu í Breið firðingabúð. Ísland vann hug hans og hjarta og eftir þriggja mánaða sumarstarf í Reykjavík sneri hann aftur heim til að segja upp fastri stöðu við safn í Barcelona og ganga frá sínum málum því hann ætlaði að flytja til Íslands.

Manuel ólst upp við veiðar í Anda -lúsíu og fékk ungur áhuga á uppstopp-un. Hann kveðst hafa byrjað að fikra sig áfram eftir bókum og handbókum áður en hann fór til Barcelona að læra fagið. Þar fékk hann starf hjá náttúru-gripa safni og lærði uppstoppun hjá fær ustu fagmönnum í Katalóníu. „Ég vann í Barcelona við uppstoppun i fjögur og hálft ár. Svo gegndi ég her-skyldu í eitt og hálft ár og fór þá aftur að vinna á safninu,“ sagði Manuel í viðtali við Skotvís-blaðið.

Tengslin við Ísland voru nokkuð lang sótt í upphafi. Manuel segir að ís-lensk kona hafi verið gift Spánverja sem þekkti eiganda safnsins sem Manuel vann hjá og son eigandans. Á þess um árum var Íslenska dýrasafnið

starf rækt í Breiðfirðingabúð og vant-aði upp stopp ara. Eigandi Íslenska dýra safnsins þekkti til íslensku kon-unnar á Spáni og þau tengsl leiddu til þess að Manuel var boðin sumar vinna hér í þrjá mánuði.

a l l t S v o r ó l e G t í r e y k j a v í k

„Það var ekki veðrið sem dró mig hingað, en mér fannst allt vera svo rólegt í Reykjavík,“ sagði Manuel þegar hann hugsar aftur til sumarsins 1972. „Barcelona var fjögurra milljóna manna borg og þar var svo mikið stress en hér var allt svo rólegt. Svo var veðrið svo sem ágætt - ekki svo heitt. Hér var líka fallegt landslag og virkilega indælt að vera hér - að maður tali nú ekki um konurnar!“

24

Dýrmætar minningar og uppsett dýr

m a n u e l H e f u r S t o p p a ð u p p m ö r G H r e i n D ý r í H e i l u l a G i o G e i n S H Á l f . H é r S ý n i r H a n n H v e a f t a r l e G a Á a ð S k e r a H ú ð i n a

v i ð f l Á n i n G u e f S e t j a Á f r a m H l u t a H r e i n D ý r S i n S u p p . m y n D i n e r t e k i n í v i n n u S t o f u m a n u e l S .

l j ó S m y n D /S i G u r ð u r a ð a l S t e i n S S o n

Page 25: 2010, 16.árg

Veiðikort

Icefin ehf. • Nóatúni 17 • S: 534 3177

muckboot og ortilebfyrir veiÐimenn sem vilja hafa sitt Á Þurru

Skoðið úrvalið á www.icefin.is

Þurrpokar frá 13-109 lítrar.Þurrtöskur fjórar stærðir24-89 lítrar

Lífið er ekki alltaf

þægilegt. En stígvélin

þín ættu að vera það!

Page 26: 2010, 16.árg

26

Manuel uppstoppari Fyrsta sumarið sem Manuel dvaldi

hér hitti hann íslenska álfamær sem töfraði hjarta hans. Hún heitir Anna Sóley Sveinsdóttir og þau Manuel hafa nú verið gift í 37 ár og næstum 39 ár liðin síðan þau fóru að vera saman. Þegar Manuel sneri aftur til Íslands fór hann að vinna í Kassagerð Reykjavíkur og vann þar í um eitt ár. Hann byrj-aði árið 1975 að vinna við uppstoppun hjá dr. Finni Guðmundssyni í Nátt-úru fræðistofnun Íslands og var þar við uppstoppun í á fjórtánda ár. Hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Upp-stopp un Manuels, 1988 og er enn að. Manuel segir að það hafi verið talsvert ólíkt að koma hingað til starfa saman-borið við Spán.

„Hér eru allt öðru vísi dýr stoppuð upp. Á Spáni er meira um uppstopp-un spendýra en hér er meira um að fuglar séu stoppaðir upp. Það er búið að friða svo mikið og banna veiðar á mörgum tegundum á Spáni. Þegar ég var unglingur þá voru veiddir skógar-þrestir og meira að segja smáfugl-ar eins og finkur og allt borðað. Við borðuðum skógarþresti í tapas og þeir eru meiriháttar góðir. Sama var með hrossagaukinn og skógarsnípuna - þetta var allt étið. Rjúpa var bara í Pýreneafjöllum og nokkuð sjaldgæf, en við höfðum líka sandhænuna sem er hænsfugl skyldur rjúpu og flýgur eins og rjúpa. Sandhænur eru mikið veiddar á Spáni. Þar er líka mikið veitt af dúfum, gæsum og öndum á veturna. Ég fór mikið á andaveiðar þegar ég var unglingur,“ sagði Manuel.

Löng hefð er fyrir veiðum með haglabyssum á Spáni. Þegar Manuel var að alast upp áttu mjög fáir riffla eða höfðu leyfi fyrir þeim á Spáni.

„Nú er komið rosalega mikið af hjörtum og villifé (mufflon) sem var flutt til Spánar. Villisvínum hefur líka fjölgað mjög mikið. Þegar ég var að alast upp voru villisvínaveiðar ríkra manna sport. Nú er orðið ódýrara að veiða villisvín og almenningur getur leyft sér það í dag. Rifflar eru líka orðnir algengir og allir eiga riffla en þegar ég var unglingur voru mjög fáir

með riffilleyfi. Ég man ekki eftir nein-um sem ég þekkti og átti riffil þegar ég var að veiða á Spáni.“

S k e m m t i l e G v i ð f a n G S e f n i

Manuel hefur fengið ótrúlega marg-ar tegundir dýra til uppstoppunar frá því hann hóf störf hér á landi. Þar á meðal eru flestar tegundir íslenskra fugla, margar tegundir fiska jafnt úr sjó og vötnum og flestar tegundir villtra íslenskra spendýra að undan-teknum hvölum. Þá er ótalinn fjöldi gæludýra fólks, hundar, kettir og páfagaukar svo nokkuð sé nefnt. Hann segir að sér þyki skemmtilegast að stoppa upp fugla en fiskarnir geti líka verið spennandi viðfangsefni. Það eru ekki bara risalaxar og Maríufiskar sem koma í uppstoppun. Nú bíður nærri 30 kg þorskur uppstoppunar og sá var veiddur á handfæri.

„Ég stoppa mikið upp lunda á sumr-in,“ sagði Manuel. „Þeir eru alltaf vinsælir hjá ferðamönnum sem koma til landsins. Rjúpurnar eru líka vinsæl-ar. Ég fæ alltaf nokkrar rjúpur á hverju ári hjá veiðimönnum. Ég hamfletti þá

rjúpurnar og þeir fá kjötið en ég fæ haminn.“

Það kemur fyrir að Manuel fær afbrigðilega lita lunda. Hann á að eiga einn „kolapilt“ í frystikistunni. Kolapiltur er lundi með of mikið af svörtu litarefni svo hann er kol-krímóttur á lit. Á verkstæðinu hjá honum var uppstoppað lamb með tvo hausa og það er ekki fyrsta tvíhöfða lambið sem hann fær til uppstoppunar. Þau eru orðin nokkur í áranna rás.

r o S t u n G u r S t æ r S t a D ý r i ð t i l Þ e S S a

„Stærsta dýr sem ég hef stoppað upp er rostungur sem er í Fræðasetrinu í Sandgerði. Það þurfti að nota lyft-ara til að velta honum þegar ég var að flá hann. Hann var um 850 kg þung-ur,“ sagði Manuel. Rostungurinn var gjöf Grænlendinga til íslensku þjóð-arinnar. Veiðimaður frá Sisimiut, sem er með rostung í bæjarmerki sínu líkt og Sandgerði, veiddi rostunginn. Sandgerði stendur einmitt á Roms-hvalanesi en romshvalur er gamalt orð yfir rostung.

m a n u e l o G t e n G D a S o n u r H a n S , i n G ó l f u r j ó H a n n e S S o n , m e ð H r e i n t a r f Á v e i ð i S l ó ð .l j ó S m y n D / ú r e i n k a S a f n i

Page 27: 2010, 16.árg

27

Manuel uppstoppari„Það var svolítið mikil vinna að

setja rostunginn upp,“ sagði Manuel. „Skinnið var svo þykkt - ég hef aldrei lent í öðru eins. Það var ábyggilega einir þrír sentimetrar og svo var mjög hart fitulag undir því. Það var ótrúlega erfitt að eiga við þetta. Tengdasonur minn hjálpaði mér og við vorum í um mánuð að að verka skinnið og búa til skrokkinn. Við byrjuðum í verkstæði sem ég leigði á Kleppsmýrarvegi en það var ekki nógu stórt svo við þurft-um að klára rostunginn í stóra salnum í Fræðasetrinu í Sandgerði. Hann var allt of stór fyrir verkstæðið. Þetta var meiriháttar verkefni en skemmtilegt.“

Manuel hefur sett upp fleiri dýr sem veidd hafa verið á norðurslóðum utan Íslands. Þar á meðal eru einir átta ísbirnir. Sá langstærsti var í versl-uninni Nanok og er nú á Hótel Rangá. Hjelmer Heimeken veiðimaður í Austur-Grænlandi veiddi björninn og

sagði undirrituðum að hann hafi verið sá langstærsti sem hann hafði veitt og voru ísbirnirnir sem hann hafði fellt þá orðnir á þriðja hundrað talsins. „Það kemst enginn nálægt honum í stærð,“ sagði Manuel um risabjörninn.

Þá hefur Manuel stoppað upp sauð-naut í fullri stærð og marga sauðnauts-hausa frá Grænlandi. Af innlendum dýrum hefur hann stoppað upp marga hreintarfa og hreinkýr í fullri stærð, seli af öllum íslenskum tegundum bæði fyrir Íslendinga og Spánverja. Spánverji einn kom reglulega hingað til lands til veiða og átti mjög vandað safn uppsettra dýra á Spáni. Manuel setti upp fyrir hann ein sex hreindýr í heilu lagi og allar tegundir af íslensk-um selum, þar á meðal landsel, útsel og blöðrusel auk rjúpna, refa og fleira.

Nokkur umræða spannst um dráp friðaðra fugla eftir að Náttúru fræði-stofn un upplýsti um hátt hlutfall

dauðra fálka og hafarna sem fundust með högl í skrokknum. Manuel segir að stundum komi til hans fólk með friðaða fugla sem það hefur fundið dauða, þar á meðal flækinga sem eru friðaðir. „Það er orðið miklu minna um það nú en var,“ sagði Manuel. „Þetta var meira þegar ég vann í Nátt-úru fræðistofnun. Fólk hringdi þangað og tilkynnti um svona fugla. Það er mikið eftirlit með friðuðum fuglum. Fólk verður að fá samþykki Náttúru-fræðistofnunar ef það finnur dauðan fálka og vill fá hann stoppaðan upp.“

Manuel segist ekki eiga sér draum um að stoppa upp dýr af einhverri til-tekinni tegund. Eftir margra áratuga vinnu í faginu segir hann að mesta nýjungagirnin sé að baki. „Hvert ein-tak er nýtt verkefni og maður reyn-ir alltaf að vanda sig. Ég stoppa upp mjög marga lunda en reyni að finna hverjum lunda fallega stellingu sem

12%afsláttur

Þeir sem framvísa gildum félags-

skírteinum SKOTVÍS fá 12% afslátt af vinnu

og efni við smurningu og vinnu við viðgerðir.

WWW.SMUR K L O PP . I S

Page 28: 2010, 16.árg

28

Manuel uppstoppari

honum hentar. Maður reynir alltaf að gera 100% - ekki bara kasta til hönd-unum.“

v e i ð i m a ð u r i n n r é t t S l a p p f r Á B r Á ð i n n i

Manuel var með veiðileyfi og byssu-leyfi á Spáni þegar hann flutti hingað en sótti ekki um íslenskt byssuleyfi fyrr en fyrir 14-15 árum. Hann þurfti að byrja aftur frá byrjun hér og fór fyrst í haglabyssuna áður en hann fékk sér riffil. Hann segist hafa dreg-ið mikið úr veiðum, fer stundum í gæs en hefur ekki gengið til rjúpna í nokk-ur ár. Það er þó fastur liður að fara á hverju ári á hreindýr, hvort sem hann fær sjálfur úthlutað dýri eða ekki.

„Ég fékk ekki hreindýraleyfi síð-ustu þrjú árin en var dreginn út núna og fer í haust. Ég er í veiðiklúbbi og einhver félaga minna hefur allt-af fengið dýr. Ég hef alltaf farið með veiðifélögunum í hreindýraveiðiferð-irnar til að vera með og hafa gaman af. Eins og allir veiðimenn vita þá er

það ekki aðalatriðið að skjóta dýrið. Félagsskapurinn og að vera með í þessu öllu er líka dýrmætt,“ sagði Manuel. Hann var spurður um eft-irminnilega veiðisögu og ekki stóð á svarinu.

„Við vorum á hreindýraveiðum fyrir austan og vorum að bíða eftir tækifæri til að komast í hjörð. Það voru menn á undan okkur með öðrum leiðsögu-manni sem ætluðu að veiða tarf úr henni. Veiðimaðurinn, sem ég held að hafi verið Bandaríkjamaður, skaut tarfinn og hann steinlá. Eins og til-heyrir var farið að taka myndir af veiðimanninum með bráðina. Allt í einu stóð stóð tarfurinn upp bálreið-ur, rauk í veiðimanninn og mun-aði engu að honum tækist að stinga veiðimanninn á hol með hornunum. Leiðsögumaðurinn skaut hreintarf-inn öðru skoti og féll tarfurinn en veiði manninum tókst að forða sér. Leiðsögumaðurinn gekk að tarfinum til að blóðga hann en um leið og hann brá hnífnum á hálsinn stóð tarfurinn

aftur upp og nú í enn verra skapi en áður og bjóst til að ráðast á leiðsögu-manninn. Leiðsögumaðurinn lét þá þriðja skotið vaða í hausinn á tarfinum af örstuttu færi og þar með var það búið. Ég get aldrei gleymt því hvað þetta dýr var lífseigt.“

Manuel segist alltaf vanda sig við að skjóta hreindýr og ekki særa dýrið heldur fella það örugglega í fyrsta skoti. Hann segist stundum fá illa skotin dýr til uppstoppunar, sérstak-lega refi. Menn skjóti þá með riffilkúl-um sem sprengja dýrin. Gatið verði of stórt þar sem kúlan fer út og engin leið að laga það. Þá segir hann það mjög mikilvægt að þegar er ákveð-ið að láta stoppa upp tiltekið dýr að koma því þá strax í frysti og mæta svo með það frosið til uppstopparans sem allra fyrst. Það tryggir besta útkomu og rétt meðhöndlað dýr getur orðið fallegur gripur sem góðar minningar eru bundnar við.

v i ð t a l : G u ð n i e i n a r S S o n

m a n u e l Á S a m t v e i ð i f é l ö G u m m e ð H o r n a p r ú ð a n t a r f . f . v . : i n G ó l f u r j ó H a n n e S S o n , m a n u e l , H a l l G r í m u r H a l l S S o n o G j ó n a S B e r G S t e i n S S o n .l j ó S m y n D /S i G u r ð u r a ð a l S t e i n S S o n

Page 29: 2010, 16.árg

29

SkotreynSkotreyn

STARF SLEYF I SMÁL , UPPBYGGING OG FÉLAGSSTARF IÐ

Nokkur mál hafa borið hærra en önnur á líðandi starfsári Skotreynar. Þar ber helst að nefna starfsleyf-ismál vegna æfingasvæðisins í Álfsnesi ásamt því sem aukinn kraftur hefur verið settur í hið almenna félagsstarf.

S t a r f S l e y f i S m Á l o G u p p B y G G i n G í Á l f S n e S i

Snemma árs 2010 úrskurð-aði umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, að nýtt og breytt starfs-leyfi Skotreynar frá 2009 skyldi fellt úr gildi. Olli þetta félaginu mikl-um vandræðum og var æfingasvæð-ið lokað í rúmar þrjár vikur í mars. Stjórn félagsins fundaði með ráð-herra, lögmönnum og ráðamönnum hjá Reykjavíkurborg vegna málsins. Með liðsinni öflugra félagsmanna úr lagastétt fannst sá flötur á málinu að úrskurður ráðherra næði einungis til nýja starfsleyfisins en það eldra stæði óbreytt eftir. Á þeim forsendum var æfingasvæðið opnað aftur. Málinu er þó hvergi nærri lokið því miðað við núverandi starfsleyfi sem er í gildi til ársins 2012 þarf að finna við-unandi lausn á staðsetningu félagsins til frambúðar hvort sem það verður í Álfsnesinu eða annarsstaðar í grennd við höfuðborgarsvæðið.

Ekki hefur verið mikið um nýfram-kvæmdir á svæðinu síðastliðið ár held-ur hefur verið lögð áhersla á að ljúka frágangi ýmissa verka ásamt því að sinna reglubundnu viðhaldi. Þar má helst nefna að lokið var við frágang á skeet velli félagsins í vor þegar hann var tyrfður og klárað var að fínstilla kastarana.

f é l a G S S t a r f

Eitt af markmiðum stjórn-ar Skotreynar er að efla meira hið almenna félagsstarf og sinna þann-ig víðtækari þjónustu- og þekking-

armiðlun til sinna félagsmanna en áður hefur verið gert. Liðir í þess-ari viðleitni hafa verið Vopnaþing félagsins en tveir slíkir fundir hafa verið haldnir í ár. Á þeim fyrri hittust félagsmenn og þrifu saman byssurnar sínar en á þeim síðari hélt Veiðihúsið Sakka kynningu á Benelli Vinci byss-unni þar sem áhugasamir fengu að prófa byssuna. Stefnt er að því að gera Vopnaþing að föstum lið í starfsemi félagsins.

Tveir félagafundir voru hafa verið haldnir. Fyrri fundurinn var hald-inn á vormánuðum þar sem annars vegar Gunnar Páll Jónsson kynnti fyrir mönnum nýtingu og meðhöndl-un villibráðar og Ívar Erlendsson frá Skotvís kynnti fyrir mönnum hugs-anlegar nýjungar í nýju skotvopnalög-gjöfinni sem á að leggja fyrir Alþingi í haust. Seinni fundurinn var haldinn núna í vor í samstarfi við Skotvís þar sem fjallað var um tillögu stjórnar

Vatnajökulsþjóðgarðs að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir garðinn. Sá fundur var vel sóttur af félagsmönn-um en fundurinn sendi frá sé álykt-un sem birt var í helstu fjölmiðlum landsins.

Af öðrum félagsstörfum má nefna að Skotreyn stóð fyrir hleðslunám-skeiðum í samstarfi við Hlað. Sérstök nýliðanámskeið hafa verið haldin í allan vetur með reglulegu millibili og einnig sérstakir kvennadagar þar sem konur hittast og skjóta undir leiðsögn vanra skyttna.

Á döfinni eru fleiri nýliðanámskeið í haglabyssuskotfimi sem og námskeið fyrir vanari, Vopnaþing og ýmis konar önnur fræðsla og aðrir skemmtilegir viðburðir.

Fjölgun félagsmanna hefur haldið áfram og er nú svo komið að virkir félagsmenn eru orðnir rúmlega 500 og hefur félagafjöldinn ríflega tvö-faldast á síðustu þremur árum.

Að lokum vill stjórn Skotreynar minna á heimsíðu félagsins (www.skotreyn.is) og póstlistann þar sem helstu fundir, opnunartímar æfinga-svæðisins eru m.a. tilkynntir.

Page 30: 2010, 16.árg

30

Leiðsögutækni

Vorsteh hundar eru þýskir að uppruna. Í hinum ensku-mælandi heimi eru snögghærðir Vorsteh hundar kall-aðir German Shorthaired Pointer (GSP). Til eru nokkrar tegundir Vorsteh, snögghærðir, strýhærðir og síðhærðir. Snögghærðir Vorsteh eru algengastir, a.m.k. hér á landi. Ræktun veiðihundanna hófst á 19. öldinni í Þýskalandi.

Vorsteh bendarnir henta vel til fuglaveiða en eru einnig notaðir við annars konar veiðar og eru vinsælir fjölskylduhundar. Þá hafa þeir verið notaðir sem drátt-arhundar og til að bera byrðar í klakki.

Vorsteh eru fuglahundar. Með fuglahundi er átt við

hundategund sem tilheyrir svonefndri grúppu 7. Í henni eru hundategundir sem leita á veiðisvæði og finni þær veiðifugl frjósa hundarnir í sporunum eða “taka stand” spölkorn frá fuglinum og stara á fuglinn. Við gefna skip-un fæla þeir fuglinn upp, eða “reisa”. Fuglinn er svo skotinn á flugi og hundurinn kemur með fallna bráðina til veiðimannsins.

Á netinu:Vorsteh deildin (www.vorsteh.is)Fuglahundadeild HRFÍ (www.fuglahundadeild.is)Á Facebook: Vorsteh klúbbur.

VORSTEH – ÞÝSK IR V INNUÞJARKAR

Z e t u - j ö k l a , e i G a n D i p é t u r a l a n G u ð m u n D S S o n .l j ó S m y n D /p é t u r a l a n G u ð m u n D S S o n

Page 31: 2010, 16.árg

31

Vorsteh

Engar veiðar án hunds! Þetta slag-orð heyrist oft í hópi skotveiðimanna og ekki að ástæðulausu. Þeir sem njóta þeirra forréttinda að fara til fuglaveiða með góðan og vel þjálfaðan veiðihund sér við hlið skilja sannleiksgildi slag-orðsins.

Fuglaveiðihundar skiptast í nokkra flokka. Þekktastir hér á landi eru bendar og sækjar. Bendar eru hunda-kyn sem hafa þann eiginleika að taka stand og benda á fugl eins og t.d. rjúpu. Sækjum er eðlislægt að sækja og bera fellda bráð. Þeir eru gjarnan not-aðir við anda- og gæsaveiðar í fyrirsát og sækja líka felldar rjúpur. Svo eru til hundakyn sem hafa báða þessa eig-inleika í eðli sínu, benda og sækja, og má því kalla alhliða fuglaveiðihunda. Skotvís-blaðið settist niður með þrem-ur reyndum veiði- og hundamönnum sem eiga alhliða snögghærða Vorsteh fuglahunda.

Þeir Jón Garðar Þórarinsson, Pétur Alan Guðmundsson og Svafar Ragnars-son eru þrautreyndir fuglahundamenn

og áhugasamir um Vorsteh-hunda. Pétur er fuglahundadómari og Svafar dómara nemi. Þremenningarnir segja að Vorsteh hafi verið langvinsælasti fugla hundurinn hér á landi. Saga teg-undar innar hér á landi er að ná tveimur ára tugum. Ívar Erlendsson, skotíþrótta-maður og skotveiðimaður, flutti inn fyrsta parið af snögghærðum Vorsteh hund um frá Svíþjóð árið 1991. Nú eru um 150 Vorsteh-hundar skráðir í bækur Vorsteh-deildarinnar. Stofninn hefur stækkað jafnt og þétt og verið haldið við með reglulegum innflutningi nýrra hunda, aðallega frá Noregi. Um tíma dvaldi bandarískur Vorsteh-rakki á Kefla víkur flug velli og komu undan honum tvö got. En hvað er svona sér-stakt við Vorsteh?

a l H l i ð a v e i ð i H u n D u r

„Vorsteh er fyrir mér alhliða veiði-hundur,“ sagði Jón Garðar. „Ég nota hann í heiðagæs og hann er mjög fínn. Þarf ekkert vesti vegna kulda og er duglegur sækir. Ég nota hann lítið í

morgunflugi á gæs en fer með hann í eftirleit eftir flugið. Í kvöldveiði á gæs finnur hundurinn sér stað og er frek-ar frjáls, sækir það sem dettur. Þegar heiðagæsatímabilinu lýkur fer maður fljótlega að veiða rjúpur. Aðalatriðið í þessu eru rjúpnaveiðar og ég tel að þar standi fáir Vorsteh-hundinum snún-ing. Hann er sterkur og þolir vosbúð mjög vel. Á veturna hef ég notað hann í andaveiði í fyrirsát. Svo er maður að þjálfa hann frá frá því seinnipart vetrar og fram á haustið. Það er því nóg að gera allt árið.“

Pétur Alan sagði að Vorsteh séu góðir heimilishundar. „Þeim fylgir lítil feldhirða og þeir eru almennt heilsu-góðir. Vorstehhundar hér á landi hafa reynst vera fríir við mjaðmalos og er lítið um aðra sjúkdóma í þess-um hundum.“ Svafar nefndi þessu til stuðn ings upplýsingar sænskrar konu sem heimsótti þá fuglahundamenn. „Hún heldur utan um allan tjóna-grunn Agria tryggingafélagsins sem VÍS starfar með. Í skýrslum trygginga-

Félagsskapur og fuglaveiðar

iSftcH D í m o n , e i G a n D i j ó n G a r ð a r Þ ó r a r i n S S o n . l j ó S m y n D /S v a f a r r a G n a r S S o n

Page 32: 2010, 16.árg

32

Vorsteh

félagsins sést að það eru helst slys sem hafa komið upp með þessa hunda.“ Svafar kvaðst hafa átt labradorhunda áður en hann fékk sér Vorsteh.

„Það sem kom mér mest á óvart var að Vorsteh var ekki síður róleg-ur en labradorinn og hann skildi eftir minna hár en labradorinn á gólfunum. Vorsteh er mun hraðari en labrador-inn, hraðari í sóknum og hvað snertir rjúpuna þá hefur hann það umfram að taka stand. Þjálfunin og veiðipróf-adæmið í kringum þennan Vorsteh heldur mér virkum allt árið.“

æ f i n G a r Á r i ð u m k r i n G

Pétur sagði fuglahundamenn stunda æfingar með hundum sínum lungann úr árinu. Æfingarnar á suðvesturhorn-inu fara mikið fram á heiðunum t.d. í kringum Reykjavík og á Reykjanesi. Þar ganga menn með hundunum sem fara vítt yfir og leita fugla. Þessar æfingar liggja niðri frá því um miðjan maí og fram í miðjan ágúst til að gefa fuglunum grið á varptíma og meðan ungar eru að verða fleygir. Á meðan eru stundaðar vatnaæfingar og annað

sem krefst ekki opinna víðátta heið-anna.

Reglulega eru haldin veiðipróf og lagði Pétur mikla áherslu á mik-ilvægi þeirra. „Maður heyrir oft frægðarsögur af hundum úr veiðiferð-unum en svo sannast þær ekki í próf-um.“ Erlendir dómarar sem hingað hafa komið segja að staðallinn hér sé hár hvað varðar Vorsteh. Þeir félagar þakka það góðri aðstöðu til æfinga, sem þeir segja að sé eins og best verð-ur á kosið. Víðáttumiklar heiðarnar gera að verkum að íslenskir Vorsteh hundar eru stórgengir og hafa mikla yfirferð. Veiðiprófin eru haldin bæði sunnanlands og fyrir norðan, t.d. á Grímstunguheiði og Auðkúluheiði.

„Menn þjálfa hundana mikið fyrir prófin.“ sagði Svafar. „Þetta er rosa-lega mikil útivera og ákveðinn lífsstíll. Þetta er gríðarlega öflugur félags-skapur hunda og manna.“ Þeir félag-arnir eru sammála um að í kringum fuglahundasportið sé mikill félags-skapur, bæði í göngum og þjálfun á heiðum og víðar og eins við veiðar með félögum úr fuglahundastarfinu.

H r i k a l e G a G a m a n Þ e G a r a l l t v i r k a r

Æfingarnar skila sér þegar komið er á veiðislóð. „Það er hrikalega gaman að vera búinn að æfa allt sumarið og fram á haust. Svo fer maður á veið-ar og þetta fer allt að virka. Maður þekkir orðið vinnuna hjá hundinum. Svo fylgist maður með honum hverfa niður í gil og koma ekki upp aftur. Þegar maður kemur í gilið þá er hann á standi! Tilfinningin er rosaleg - það gengur allt upp! Þá fer maður að slappa af,“ sagði Jón Garðar.

Þeir félagar voru sammála um að það breyti rjúpnaveiðum mjög mikið að vera með fuglahund. „Maður fer að veiða á öðru vísi stöðum en áður, veiðir öðru vísi en áður en hefur meira gaman af því,“ sagði Pétur. Þótt minna sé skotið þá er aflinn ekki endilega minni, eins og Pétur greindi frá. „Þessir hundar finna særða fugla og dauða eftir aðra veiðimenn. Ég fór einu sinni í Öxarfjörðinn í þétt kjarr-lendi á rjúpnaveiðar og skaut minnst af veiðifélögunum en kom með mest af fjalli. Hundarnir finna oft fugla sem

a ð l o k n u v e i ð i p r ó f i í k e p p n i S f l o k k i í Á f a n G a f e l l i . f . v . : j ó n G a r ð a r Þ ó r a r i n S S o n m e ð iSftcH D í m o n , S v a f a r r a G n a r S S o n m e ð t ö f r a -H e t t u o G p é t u r a l a n G u ð m u n D S S o n m e ð iSftcH m o l a . m e ð Þ e i m Á m y n D i n n i e r u t v e i r n o r S k i r f u G l a H u n D a D ó m a r a r .

Page 33: 2010, 16.árg

www.worldclass.iswww.laugar.com

Félagsmenn Skotveiðifélags Íslands fá 30% afslátt af 3jamánaða æfingakorti í World Class, gegn framvísun gildsfélagsskírteinis.

Þinn er ávinningurinn.

0000 355 .s0000 355 .s

Tilboð til félagsmanna Skotvís

Komdu þér í form fyrir rjúpnaveiðina!

- 30% afsláttur af 3ja mánaða korti!

Laugar - Spöng - Í húsi Orkuveitunnar - Hafnarfjörður - Mosfellsbær - Seltjarnarnes - Kópavogur - Kringlan - Ögurhvarf

Page 34: 2010, 16.árg

34

Vorsteh

aðrir veiðimenn hafa tapað.“Svafar sagði að hann fari ekki með

Vorsteh að veiða rjúpur í klettabelt-um, hundarnir nýtist betur á heið-unum. Þá vilja menn með fuglahund frekar að fuglinn sé dreifður en í stórum hópum. Hundarnir koma mjög vel að notum þegar heiðarflæm-in eru yrjótt af snjó og erfitt að koma auga á hvítar rjúpur.

Hundarnir missa oft fugla upp undan vindi eða þeir fara of nálægt og fuglinn fer of fljótt í loftið. En hvað með þá gagnrýni að fuglahundar séu eins og ryksugur á rjúpnastofninn og að banna eigi notkun þeirra?

v e i ð a o G S l e p p a

„Við sem stundum æfingar og veiði-próf erum að „veiða og sleppa“ 9-10 mánuði á ári. Þegar við svo förum í rjúpnaveiðina þá erum við ekki mjög gráðugir,“ sagði Jón Garðar. Pétur sagði fuglahundinn og vinnuna með honum gefa veiðinni nýja vídd. Mikill afli sé ekki eftirsóknarverður heldur að allt gangi upp. „Það er þegar við uppskerum fullkominn stand með reisningu og skotið á flugi. Frábært!“

Svafar sagði að standandi fugla-hundur flækist fyrir magnveiðimanni. „Við viljum að hundurinn taki stand, að hann reisi fuglinn og að fuglinn sé skotinn á flugi. Svo sækir hundurinn felldan fugl. Tíminn sem fer í þetta leyfir ekki að að maður verði magn-veiðimaður.“

Pétur sagði að komi hann á veiði-slóð þar sem margir eru að veiðum þá færi hann sig annað. „Við viljum ekki pirra menn sem skilja ekki veiðar okkar með hundum. Förum frekar á heiðarnar þar sem eru stakir fuglar en í kletta og fjöll þar sem eru hópar.“

Veiðimenn sem þekkja ekki til fugla-hunda verða gjarnan hissa þegar þeir kynnast veiðum með hundi. Svafar rifjar upp sögu þar að lútandi. „Mér var boðið upp á Þorskafjarðarheiði í rjúpu síðasta haust. Ég hafði aldrei farið þar til veiða og sá sem bauð mér var heimamaður sem hafði aldrei geng-ið með svona fuglahundi. Heiðin var yrjótt yfir að líta, snjóflekkir og auð jörð skiptust á. Ég sagði honum að nú yrðum við bara slakir og við ákváðum göngustefnu. Við gengum í fjóra tíma og tíkin átti níu standa þennan dag.

Þetta var frá einum og upp í þrjá fugla. Veiðifélagi minn var mjög ánægður eftir daginn. Það var ekkert verið að sprengja sig á milli gilja. Við komum rosalega sáttir í bílinn með þessa fugla sem við fengum.“

e n H v a ð Á S k o t v e i ð i m a ð u r S e m v i l l f Á G ó ð a n a l H l i ð a

v e i ð i H u n D a ð G e r a ?„Hann á að koma í veiðipróf og

labba með. Þá sér hann svart á hvítu hvað er að gerast og hvernig hund-arnir virka. Hann getur fylgst með atburðadagskránni hjá fuglahunda-deild HRFÍ gegnum póstlista bæði hjá www.fuglahundadeild.is eða www.vorsteh.is og Vorsteh Klúbbur á Facebook. Dagskráin er á heimasíðum þessara deilda,“ sagði Pétur.

Svafar sagði að þeir fuglahundamenn séu alltaf reiðubúnir að fræða áhuga-sama um það sem skiptir máli í sport-inu. Þá geti þeir einnig bent á hvaða ræktanir hafi skilað góðum fuglahund-um og eins er árangur á veiðiprófum vísbending um eiginleika hundanna.

t e X t i : G u ð n i e i n a r S S o n

Z e t u - j ö k l a , e i G a n D i p é t u r a l a n G u ð m u n D S S o n , m e ð r j ú p u n Á l æ G t Á f a n G a f e l l i . l j ó S m y n D /p é t u r a l a n G u ð m u n D S S o n .

Page 35: 2010, 16.árg

Hlað ehf. · Bíldshöfða 12 · Sími 567 5333www.hlad.is

Mikið úrval afCamo-fatnaði

Page 36: 2010, 16.árg

36

Veiðar á Íslandi

i n n G a n G u r

Könnun þessi er hluta af stærra verkefni sem nefnist North Hunt. Verkefnið er hluti af sam-norrænu verkefni og fékk það styrk frá Norðurslóðaáætlun ESB (European Commission´s Northern Periphery Programme). Markmið Norðurslóðaáætlunar ESB eru m.a. að hvetja til nýsköpunar og aukinnar samkeppnishæfni í dreifbýli um leið og lögð er áhersla á sjálfbærni náttúru og samfélags. Þátttökuþjóðir í North Hunt eru Finnland, Svíþjóð, Ísland, Skotland og Kanada.1

a ð f e r ð a r f r æ ð i n

Í þessari grein verða kynntar helstu niðurstöður könnunar sem var fram-kvæmd meðal íslenskra skotveiði-manna. Könnunin samanstóð af 39 spurningum ásamt nokkrum undir-spurningum. Spurt var m.a. um hvaða bráð væri mest veidd, á hvaða veiði-svæði væri helst veitt, hversu oft væri farið til veiða, hve langar veiðiferðir væru, hverskonar gistimáti væri not-aður í lengri veiðiferðum, hverjir

væru helstu veiðifélagar o.fl. Talsverð áhersla í þessari könnun var afla upp-lýsinga um efnahagsleg áhrif skot-veiða. Því var umtalsverður fjöldi spurninga tengdur fjárútlátum, þ.e. hve miklu eytt, hvar því var eytt, hvers konar þjónusta var keypt og fleira í þeim dúr. Ástæða þess er að ekki er til mikið af gögnum um efnahagsleg áhrif skotveiða á Íslandi.

Þegar skotveiðimenn skiluðu inn veiðiskýrslu fyrir árið 2009 og sóttu jafnframt um nýtt veiðikort á slóðinni: https://www.veidistjori.is/fmi/iwp/cgi?-db=veidikort&-loadframes til veiði-stjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar þá var í lok þess ferlis vakin athygli á skotveiðikönnuninni. Þaðan var hægt að komast beint inn á síðu fyrir þessa könnun. Árið 2009 voru gefin út 12.2272 veiðikort til skotveiðimanna með íslenskt heimilisfang. Fyrir árið 2009 skiluðu um 80% skotveiðimanna veiðiskýrslum inn rafrænt á þessari slóð og sóttu jafnframt um nýtt veiði-kort. Því var það metið svo að vekja mætti athygli um 9.8003 skotveiði-manna á þessari könnun. Þessi hópur

var því þýðið í könnuninni. Könnunin varð aðgengileg á sama tíma og skila-vefur veiðistjórnunarsviðs UST opn-aði, sem var þann 19. janúar síðastlið-inn og var opin til 1. apríl. Þegar upp var staðið þá höfðu 491 svarað þessari könnun eða um 5% af þýðinu. Ekki er vissa fyrir því að þeir sem tóku þátt í þessari netkönnun séu dæmigerðir fyrir íslenska veiðimenn. Einnig hefði verið æskilegt hefði verið að fá svör frá fleiri veiðimönnum.

H e l S t u n i ð u r S t ö ð u r

Á töflu 1 eru bakgrunnsupplýsing-ar um svarendur. Þar sést að um 96% svarenda eru karlar og um 4% eru konur. Þetta hlutfall er svipað hlut-falli kynjanna sem voru með full-gild veiðikort árið 2009. Fjöldi svar-enda á aldrinum 30 – 39 og 40 – 49 er svipaður. Meðalaldurinn er 41,9 ár. 87% svarenda er giftur eða í sambúð. Algengasta menntunin er háskóla-menntun eða um 41%. Í þessari könnun var búsetu skipt niður eins og fram kemur í töflunni. Um 62% svarenda eru búsett á suðvestur horn-

Veiðar á ÍslandiNIÐU RSTÖÐ U R KÖNN UN AR SEM G ERÐ V AR MEÐAL VE IÐ IMANNA Á Í S LANDI . S TEFÁ N S I GU RÐ SSO N , AÐJ ÚN KT V IÐ HÁSKÓ LANN Á AKUREYR I SKR I FAR .

Page 37: 2010, 16.árg

37

inu. En samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni búa um 70%4 landsmanna á þessu svæði. Þetta hlutfall svarenda í

könnuninni er í samræmi við búsetu-dreifingu skotveiðimanna skv. upplýs-ingum frá veiðistjórnunarsviði UST5.

Ástæða þess að svar-endum er skipt niður samkvæmt þ e s s a r i skiptingu er sú að þegar unnið var meira með niðurstöður könnunar-innar þá var stuðst við þessa skipt-ingu.

v e i ð a r Á H r e i n D ý r u m Á r i ð 2009

Í þessum hluta eru helstu niðurstöð-ur spurninga sem snúa að veiðum á hreindýrum árið 2009. Ástæða þess að spurt var sérstaklega út í þessar veiðar er sú að niðurstöðurnar verða notaðar til þess að meta efnahagslegan ávinn-ing fyrir svæðið þar sem þessar veiðar fara fram. Árið 2009 var fjöldi útgef-inna hreindýraveiðileyfa 1.3335. Fjöldi svarenda sem fór á veiðar þetta ár var 163 eða um 12%. Í töflunni hér að neðan eru niðurstöður við spurning-unni: Vinsamlega áætlaðu hversu mikl-um fjármunum þú eyddir í tengslum við hreindýraveiðiferðina.

Tafla 2 sýnir meðalupphæð útgjalda í hvern þessara þátta. Mestu var eytt í veiðileyfið eða 67.444. Meðalverð veiðileyfa samkvæmt upplýsingum frá UST var 69.921. Í veiðibúnað var eyðslan 34.906, í leiðsögn 23.772, í eldsneyti 23.229, í fatnað 17.101 og í mat og drykk 15.443. Í öðrum liðum voru útgjöld lægri. Í töflunni sést að staðalfrávikið er hátt. Ástæða þess er m.a. að svarmöguleikarnir voru gefnir upp í verðbilum. Lægsti svarmögu-leikinn var 0 kr., síðan 1-5.000, 5.001-10.000, 10.001-15.000, 15.001-20.000, 20.001-30.000, 30.001-40.000, 40.001-50.000, 50.001-75.000, 75.001-100.000, >100.000. Fjöldi svarenda er einnig mismikill eða 119 til 175. En aðeins þeir sem fóru á veiðar árið 2009 áttu að svara þessari spurningu en fjöldi þeirra var 163. Ef þessar tölur eru lagðar saman þá kemur í ljós að meðalútgjöld svarenda vegna hreindýraveiða árið 2009 voru 217.497 kr.

Einnig var spurt: Hvað kostaði heildarpakkinn sem þú greiddir leiðsögu-manninum?

Á mynd 1 sést að meðalgreiðslan til leiðsögumannsins er 35.981 kr. og staðalfrávikið er 33.532 kr. Ástæðan fyrir þessu háa staðalfráviki er að svar-möguleikarnir eru gefnir upp í verð-bilum: 0, 1-25.000, 25.001 -50.000, 50.001-75.000, 75.001-100.000, 100.001-125.000, 125.001-150.000, >150.001.

Veiðar á ÍslandiFjöldi Hlutfall

Kynkk. 461 96,2%kvk. 18 3,8%

Aldur20-29 64 13,1%30-39 150 30,7%40-49 160 32,8%50-59 85 17,4%? 60 29 5,9%

HjúskaparstaðaEInstaklingur/fráskil inn | ekkja/ekkil l 62 13,0%Gifur / í sambúð 414 87,0%

MenntunGrunnskóla- eða gagnfræðapróf 83 17,3%Próf í iðngrein 121 25,2%Stúdentspróf 31 6,5%Háskólapróf 199 41,5%Annað en ofantalið 46 9,6%

BúsetaPóstnúmer 100-299 302 61,9%Póstnúmer 300-399 25 5,7%Póstnúmer 400-499 12 2,5%Póstnúmer 500-599 16 3,3%Póstnúmer 600-699 63 12,9%Póstnúmer 700-799 46 9,4%Póstnúmer 800-900 24 4,9%

Meðaltal í kr. Staðalfrávik í kr. N

Matur og drykkur 15.443 15.282 175Gisting 8.908 12.006 158Eldsneyti 23.229 17.790 168Flugfar / áætlunarbíl l 5.336 15.524 119Leiga á bíl / sexhjóli 8.564 17.056 141Veiðileyfi 67.444 32.006 177Veiðibúnaður 34.906 47.925 160Fatnaður 17.101 28.350 144Leiðsögn 23.772 16.559 169Minjagripir 1.752 8.086 137Skyndihjálparbúnaður 907 3.168 135Afþreying 2.247 5.049 148Annað 7.887 11.670 142Samtals 217.497

t a f l a 1 . B a k G r u n n S u p p l ý S i n G a r S v a r e n D a .

t a f l a 2 . Á æ t l u ð e y ð S l a .

Page 38: 2010, 16.árg

38

Veiðar á Íslandi Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur)

varst þú með þekkingu og kunnáttu leið-sögumannsins?

Mikill meirihluti eða 91% eru mjög ánægð(ir) eða ánægð(ir) með þekkingu og kunnáttu leiðsögumannsins.

S k o t v e i ð a r Á r i ð 2009Í þessum hluta eru helstu niðurstöð-

ur spurninga sem snúa að skotveið-um almennt fyrir árið 2009, hrein-dýraveiðarnar eru undanskildar. Mynd 3 er skotveiðimönnum kunnugleg. Á myndina er búið að setja í grófum dráttum inn skiptingu póstnúmera á veiðisvæðin.

Þegar spurt var á hvaða veiðisvæði væri algengast að halda til veiða kom í ljós að svarendur veiddu oftast á því veiðisvæði þar sem þeir eru búsett-ir. Nánari sundurgreining á þessari spurningu sést á töflu 3.

Þeir svarendur sem búsettir með póstnúmer 100 – 299 veiða mest á veiðisvæði VE og þar á eftir á veiði-

svæði SU en þessi hópur er sá eini sem heldur til veiða á öll svæðin.

Mikill meirihluti annarra svarenda halda til veiða á svæði þar sem þeir

á vefsíðunni www.vinlandhotel.is bókar þú herbergið, þar er einnig

að finna allar nánari upplýsingar um gistiaðstöðuna.

[email protected]ími: 615-1900Sími: 471-2259

Fyrir veiðimanninn!Notaleg gisting í Fellabæ.

m y n D 1 . H v e r S u m i k i ð G r e i t t t i l l e i ð S ö G u m a n n S ?

t a f l a 3 . B ú S e t a o G Á H v a ð a S v æ ð i e r o f t a S t v e i t t .

35.981

33.532

32.000

32.500

33.000

33.500

34.000

34.500

35.000

35.500

36.000

36.500

Meðaltal kr. Staðalfrávik kr.

Kr.

BúsetaSvæði - VE Svæði - VF Svæði - NV Svæði - NE Svæði - AU Svæði - SU

Póstnúmer 100-299 34,8% 8,9% 15,6% 4,6% 7,6% 28,5%Póstnúmer 300-399 83,3% 4,2% 4,2% 4,2% 0,0% 4,2%Póstnúmer 400-499 8,3% 91,7% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0%Póstnúmer 500-599 6,3% 6,3% 87,5% 0,0% 0,0% 0,0%Póstnúmer 600-699 6,3% 0,0% 28,6% 57,1% 6,3% 1,6%Póstnúmer 700-799 4,3% 0,0% 4,3% 0,0% 91,3% 0,0%Póstnúmer 800-900 12,5% 0,0% 8,3% 4,2% 4,2% 70,8%

Veiðisvæði

Page 39: 2010, 16.árg

39

Veiðar á Íslandi

www.ust.is/VeidistjornunUpplýsingavefur Veiðistjórnunarsviðs, skil á veiðiskýrslum ofl.

www.veidkort.isAllt um skotvopna- og veiðikortanámskeið.

www.hreindyr.isUpplýsingavefur fyrir hreindýraveiðimenn.

Vefir fyrir veiðimenn

eru búsettir. Undantekning eru þeir sem eru með búsetu í póstnúmerum 600 – 699 en á myndinni sést að þessi póstnúmer skiptast á milli veiðisvæða NV og NE.

Á mynd 4 sjást niðurstöður spurn-ingarinnar: Hvaða tegund er algengast að þú veiðir?

Á mynd 4 sést að grágæs er algeng-asta bráðin, í öðru sæti er síðan rjúpa og í þriðja sæti er heiðagæs. Þar á eftir eru svo endur og svartfugl. Aðrar teg-undir eru minna veiddar.

Í töflu 4 eru niðurstöður spurning-arinnar: Vinsamlega áætlaðu eftir bestu getu hversu miklu þú eyðir að meðaltali á hverju heildarveiðitímabili (hreindýra-veiðiferðin er ekki talin með hér inní).

Þegar tafla 4 er skoðuð kemur í ljós að mestu er eytt í eldsneyti, þá í veiði-búnað, mat og drykk og í fatnað. Aðrir kostnaðarliðir eru lægri. Í töflunni sést að staðalfrávikið er hátt. Ástæða þess er m.a. að svarmöguleikarnir voru gefnir upp í verðbilum. Lægsti svarmögu-leikinn var 0 kr., síðan 1-5.000, 5.001-10.000, 10.001-15.000, 15.001-20.000, 20.001-30.000, 30.001-40.000, 40.001 -50.000, 50.001-75.000, 75.001-100.000, >100.000. Fjöldi svarenda er einnig mismikill eða 372 til 449. Ef þessi meðaltöl eru lögð saman kemur í ljós að meðaleyðsla svarenda er 158.579 kr.

Hverjir af eftirtöldum fjölskyldumeð-limum stunda skotveiðar auk þín?

Á mynd 5 sést að langalgengast er að svarandinn er sá eini í fjölskyldunni sem stundar skotveiðar. Síðan er það faðir og svo sonur.

Hver er algengasta lengd veiðiferðar?Á mynd 6 sést að langalgengasta

m y n D 2 . Á n æ G j a m e ð l e i ð S ö G u m a n n .

m y n D 3 . S k i p t i n G í v e i ð i S v æ ð i o G p ó S t n ú m e r .H e i m i l D : W W W . u S t . i S . B r e y t i n G a r e r u G e r ð a r H ö f u n D G r e i n a r i n n a r .

m y n D 4 . a l G e n G a S t a B r Á ð i n .

76,7

13,9

4,4 2,2 2,80

10

20

30

40

50

60

70

80

90

Mjög ánægður Ánægður Hvorki / né Óánægður Mjög óánægður

%

41

207

53

5 9 9

123

431

5 30

50

100

150

200

250

Fjöl

di

Page 40: 2010, 16.árg

40

Veiðar á Íslandi

lengd veiðiferðar er einn dagur eða minna. Þá koma 2 dagar of síðan 3.

Á mynd 7 sést að 18% svar-enda höfðu farið á veiðar erlendis. Algengast var að farið var á veiðar í Póllandi, þá næst til Grænlands og í þriðja sæti voru Svíþjóð og Skotland.

H e l S t u n i ð u r S t ö ð u r k ö n n u n a r i n n a r

Hinn dæmigerði íslenski skotveiði-

maður er:• Hann er 42 ára, giftur tveggja barna

faðir • Hann er búsettur á höfuðborg-

arsvæðinu• Hann er með háskólamenntun og

starfar við sérfræðilega, vísindalega og tæknilega starfsemi

• Mánaðarlaun hans fyrir skatta eru 505.000 kr.

• Hann veiðir oftast á veiðisvæði SV

• Hann veiðir mest af grágæs• Hann veiðir helst með vinum sínum• Hann leigir ekki land til rjúpna né

gæsaveiða• Algengasta lengd veiðiferðar er 1

dagur eða minna• Ef hann er yfir nótt á veiðum gistir

hann hjá ættingjum• Hann fór síðast til veiða í nóvember

2009• Ef hann fer á hreindýraveiðar þá fer

hann á svæði 2 og fellir kú• Lengd veiðiferðarinnar er 3 dagar• Hann er mjög ánægður með kunn-

áttu og þekkingu leiðsögumannsins• Ef hann fer á veiðar erlendis er það

Póllands• Meðaleyðsla í skotveiðar árið 2009

(hreindýraveiðar undanskildar) var 158.579 kr. Ef þessu upphæð er margfölduð með fjölda útgefinna veiðikorta sama ár eru þetta 1.938 milljónir.

• Meðaleyðsla í hreindýraveiðar árið 2009 voru 217.496 kr. Þessi tala margfölduð með fjölda útgefinna leyfa (1.333) er 289 milljónir kr. Þessar tölur ber að taka með fyr-

irvara eins og fram kemur í greininni. Jafnframt er frekari rannsókna þörf til þess að afla meiri og nákvæmari upp-lýsinga frá veiðimönnum.

k a n n a n i r S k o t v í S S o G S a m a n B u r ð u r

Árið 2001 birti SKOTVÍS niður-stöður könnunar í tímariti sínu (1. tbl. 7. árg.), sem framkvæmd var meðal félagsmanna Skotvís. Niðurstaða þeirrar könnunar leiddi í ljós að með-aleyðsla í skotveiðar var 69.000 kr. á þeim tíma Þessi upphæð framreiknuð til dagsins í dag er 125.000 kr. Ekki er gott að bera þessa tölu saman við þá tölu sem kom fram í greininni hér að ofan um meðaleyðslu í skotveiðar árið 2009 (158.000 kr.) þar sem skýrslu-höfundur hefur ekki undir höndunum spurningalistann frá Skotvís.

Þegar spurt var í könnuninni hvort leigt hefði verið land til veiða á gæs og rjúpu sést að 13,7% svarenda segj-ast alltaf, mjög oft eða oft leigja land

m y n D 5 . H v e r j i r f j ö l S k y l D u m e ð l i m a a u k Þ í n S t u n D a S k o t v e i ð a r ?

m y n D 6 . a l G e n G a S t a l e n G D v e i ð i f e r ð a r .

m y n D 7 . H e f u r Þ ú f a r i ð Á S k o t v e i ð a r e r l e n D i S ?

218

9576

5339

18 162

0

50

100

150

200

250Fjöldu

327

92

50

13 12

0

50

100

150

200

250

300

350

Einn dagur eða minna

Tveir dagar Þrír dagar Fjórir dagar Fimm dagar eða meira

Fjöldi

17,9

82,1

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

Já Nei

%

Page 41: 2010, 16.árg

41

til gæsaveiða og 2,8% svarenda segj-ast alltaf, mjög oft eða oft leigja land til rjúpnaveiða. Talsverður munur er á hlutfalli svarenda eftir því um hvort um er að ræða gæsa- eða rjúpnaveiði.

Í könnun Skotvís 2001 var spurt: Leigir þú land til rjúpna eða gæsaveiða? 10,4% svarenda sögðust leigja land til veiða. Hér er samanburður erfiður milli þessara tveggja kannana þar sem ekki er spurt eins í þeim.

Þegar spurt var hversu mikið greitt hefði verið fyrir veiðileyfi þá sögðust 42% svarenda ekki hafa greitt fyrir veiðileyfi árið 2009. Í könnun Skotvíss kemur fram að tæplega 34% svarenda höfðu greitt fyrir veiðileyfi. Þarna er marktækur samanburður. Hér sést að mun fleiri höfðu greitt fyrir veiði-leyfi árið 2009 en félagsmenn Skotvís gerðu í könnuninni 2001.

Skotvís gaf út bækling 2010 sem

nefnist Fjölgun hreindýra. Þar kemur fram að óbeinar tekjur af hreindýra-veiðimönnum fyrir árið 2009 séu áætlaðar um 100 milljónir. Þessi tala byggir m.a. á meðaleyðslu ferðamanna í kostnaðarliði eins og gistingu, elds-neyti, veitingar, innkaup í matvöru-verslunum og ÁTVR og afþreyingu. Jafnframt var rætt óformlega við veiðimenn um bifreiðakostnað þegar veiðimenn voru á eigin bifreiðum við hreindýraveiðarnar (Sigmar B. Hauksson, munnleg heimild 2010). Þegar teknar eru saman upplýsingar úr könnuninni, sem hér er til umfjöll-unar, um eftirfarandi kostnaðarliði: matur, drykkir og veitingar, gisti-kostnaður, flugfar/rútufar, eldsneyti, minjagripir og afþreying þá er þessi upphæð um 60 milljónir. Erfitt er að fullyrða hvort þessar tölur séu að öllu leyti sambærilegar þar sem skýrslu-höfundur er ekki með nákvæma sund-urliðun á þeim kostnaðarliðum sem liggja til grundvallar tölunni úr bækl-ingi Skotvíss.

H e i m i l D i r1 http://www.north-hunt.org/is/2 Heimild UST3 Heimild UST4 www.hagstofa.is5 Heimild UST6 Heimild UST

Veiðar á Íslandi

Alltaf Mjög oft Oft Stundum Sjaldan AldreiLeiga á landi ti l gæsaveiða 3,3% 6,3% 4,2% 8,6% 12,8% 64,9%Leiga á landi ti l rjúpnaveiða 1,6% 0,5% 0,7% 4,7% 9,6% 82,9%

Meðaltal í kr. Staðalfrávik í kr. N

Matur og drykkur 25.579 28.356 449Gisting 8.990 19.278 411Flugfar / áætlunarbíl l 4.396 16.648 364Eldsneyti 42.149 36.226 435Leiga á bíl / sexhlóli 2.238 12.866 372Leiga á landi ti l gæsaveiða 10.579 28.333 393Veiðileyfi 9.008 23.519 398Leiðsögn 4.269 15.477 383Veiðibúnaður 27.936 32.799 419Fatnaður 15.592 20.987 401Minjagripir 1.472 8.147 372Skyndihjálparbúnaður 1.485 6.956 377Afþreying 3.191 8.554 391Leiga á landi ti l rjúpnaveiða 1.695 7.355 382

158.579

t a f l a 5 . e f Þ ú H u G S a r u m S k o t v e i ð i f e r ð i r Þ í n a r , H v e r S u o f t n ý t i r Þ ú Þ é r e f t i r f a r a n D i Þ æ t t i ?

t a f l a 4 . Á æ t l u ð e y ð S l a Á v e i ð i t í m a B i l i n u .

Icetrack ehf. Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík

www.mtdekk.is • [email protected]

Jeppadekkmtdekk.is

Page 42: 2010, 16.árg

Eins og menn hafa kannski tekið eftir í umræðunni að undanförnu þá er verið að gera alvarlega atlögu að sjálfsögðum rétti almennings til að stunda útiveru og veiðar í sínu eigin landi. Fyrir ligg-ur tillaga stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn þar sem takmarka á og banna hefðbundnar veiðar á gæs, rjúpu og hreindýrum ásamt því að loka þekktum aksturs- og reiðleiðum innan þjóðgarðsins. Rökin fyrir þessum tak-mörkunum og bönnum eru haldlítil og í kynningarriti stjórnar er hvergi vísað í rannsóknir þessum tillögum til stuðnings. Þau rök sem fram hafa komið virðast við fyrstu sýn vera skoð-anir fámenns hóps sem með einum eða öðrum hætti tengist stjórn þjóðgarðs-ins.

Þann 24. júní síðastliðinn rann út frestur til að skila inn athugasemd-um við áður nefnda tillögu stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Fjöldi skot-veiðimanna og annarra hagsmunaaðila skilaði inn athugasemdum til stjórnar þjóðgarðsins til efnislegrar meðhöndl-unar. Boðskapur skotveiðimanna til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs er gagnrýni á það hvernig var staðið að öflun gagna, skorti á nauðsynlegum rannsóknum, takmarkaðri aðkomu hagsmunaðila að vinnslu tillagna og takmarkaðri kynningu stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs á framkomn-um tillögum og vinnslu þeirra. Að öllu samlögðu virðist þetta hafa leitt stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til niðurstöðu sem ekki er hægt að fallast á athuga-semdalaust.

Skotveiðimönnum svíður sérstaklega að sá sáttmáli sem gerður var á milli umhverfisráðherra og veiðimanna þar sem rannsóknir á veiðistofnum í líf-ríki Íslands eru kostaðar af veiðimönn-um sjálfum í gegnum veiðikortasjóð, skuli ekki hafa verið nýttur í jafn miklu hagsmunamáli og í þessu tilfelli. Ef

slíkt hefði verið lagt til grundvallar, þá er engin spurning um að umræð-an hefði orðið allt önnur en hún er í dag. Það yrði því glapræði ef yfir-völd tækju upp á því að hunsa álit skotveiðimanna og gera lítið úr þeim athugasemdum sem sendar voru stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir 24 júní, eins og túlka má af því orðalagi sem for-maður stjórnar þjóðgarðsins lét eftir sér hafa í fjölmiðlum, þ.e. “…skotveiði-menn senda bara fjöldapóst…”, rétt eins og boðskapurinn væri enginn!

v e i ð a r , u m G e G n i o G v e i ð i S i ð f e r ð i

Árið 2009 voru gefin út 12.421 veiðikort af Umhverfisstofnun, þ.e. heimildir til skotveiða í íslenskri nátt-úru. Skotveiði snýst um margt annað en það augnablik sem bráðin er felld, en þeir sem stunda skotveiðar þurfa að búa við aðhald og uppfylla margvísleg skilyrði til að njóta þeirra réttinda að fá að veiða í íslenskri náttúru þar sem undirbúningurinn er til þess fallinn að mönnum verði treyst og að þeir sýni ábyrgð þegar haldið er til veiða.

Skotveiðimenn öðlast ekki réttindi til að eiga og bera skotvopn án þess að hafa hreint sakarvottorð, gangast undir læknisskoðun og standast próf í eftirfarandi námsþáttum: • Skotvopn og skotfæri • Öryggi og meðhöndlun • Skotfimi og eiginleikar skotfæra • Vopnalöggjöfin • Landréttur

Skotveiðimenn öðlast ekki réttindi til veiða án þess að standast próf í eft-irfarandi námsþáttum: • Bráðin • Lög reglur og öryggi • Náttúru- og dýravernd • Stofnvistfræði • Veiðar og veiðisiðfræði

Einnig má geta þess að verið er að undirbúa nýja skotvopnalöggjöf sem

gefur lögreglu skýrari heimildir til aðgerða verði menn uppvísir að lög-broti við meðferð skotvopna á veiðum.

Þegar út í náttúruna er komið að námi loknu, tekur við ævilangt sjálfs-nám, þar sem skotveiðimenn kynnast náttúrunni, dýralífi og samferðamönn-um milliliðalaust. Þeir sem stunda skotveiðar reglulega öðlast mikla þekkingu á þeim þáttum sem hér að ofan greinir og eru því vel málsmet-andi og marktækir í allri umræðu sem snýr að stjórnun veiðilenda.

Landssamtök skotveiðimanna (SKOTVÍS) hafa frá stofnun (1978) stuðlað að bættri veiðimenningu sem endurspeglast í siðareglum félags-ins. Félagar í SKOTVÍS eru sam-þykkir eftirfarandi skilgreiningu á skotveiðum sem útilífsíþrótt. Skotveiðimaður stundar veiði á villibráð sér til ánægju og heilsubótar. Hann virð-ir landslög og vegna byssunnar ber hann sérstaka ábyrgð gagnvart samborgurum sínum og lífríki landsins í heild. Þess vegna temur hann sér eftirfarandi siða-reglur.

Skotveiðimaður: • Eykur stöðugt þekkingu sína á skot-

veiðum. • Æfir skotfimi. • Gætir fyllsta öryggis í meðferð skot-

vopna. • Beitir ekki veiðiaðferðum sem veitir

bráðinni óþarfa kvölum. • Telur fjölda veiddra dýra ekki mæli-

kvarða á góðan veiðimann, eða vel heppnaðan veiðidag.

• Fer vel með veiðibráð. • Færir veiðibækur af kostgæfni og

tekur virkan þátt í verndun veiði-dýra.

• Er góður veiðifélagi. • Sýnir öðrum veiðimönnum háttvísi. • Virðir rétt landeiganda og stendur

vörð um eigin rétt. • Sýnir almenningi tillitssemi. • Gengur vel um landið.

Vatnajökulsþjóðgarður

42

Þjóð í þjóðgarði

Page 43: 2010, 16.árg

vets’ no.1 choice™

Nákvæmlega samsett næring semuppfyllir sérstakar þarfir hunda og katta

Þú getur verið viss um að halda hundinumeða kettinum þínum hraustum með fóðruná Hill's Science Plan. Sama hverjar þarfirnareru.

Nákvæmlega samsett næring

Einstök blanda andoxunarefna

Hágæða hráefni

TM TM

Page 44: 2010, 16.árg

44

Vatnajökulsþjóðgarður Grunngildi skotveiðimannsins eru

því að stunda hefðbundnar skotveiðar í fullri sátt við umhverfi sitt, landeig-endur og almenning. Til að fylgja eftir þessum grunngildum reka skipulögð skotveiðifélög metnaðarfullt félagsstarf sem hefur þann tilgang að efla áhuga, þekkingu og færni félagsmanna á skot-veiðum í anda siðareglna SKOTVÍS.

v e i ð a r S t y ð j a v i ð m a r k m i ð v a t n a j ö k u l S Þ j ó ð G a r ð S

Skotveiðimenn eru einn stærsti hópur útivistafólks á Íslandi. Árlega fara um það bil tíu þúsund skotveiðimenn til veiða í náttúru landsins. Við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs var því heitið að veiðar yrðu ekki bannaðar né heldur takmarkaðar innan þjóðgarðsins. Mikil og löng hefð er fyrir þeim á svæðinu sér í lagi á austursvæðinu þar sem heiðagæs, hreindýr og rjúpa hafa verið nýtt um aldir í sátt við umhverfið og náttúru.

Það eru mikil vonbrigði fyrir skot-veiðimenn, sem eru upp til hópa nátt-úruunnendur og umhverfisvernd-arsinnar, að sú tillaga sem liggur fyrir um stjórnun- og verndaráætlun Vatna jökulsþjóðgarðs skuli fela í sér bönn og takmarkanir á veiðum og í raun útilokun á stórum veiðisvæðum frá veiðum innan þjóðgarðsins.

Við viljum því koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri við stjórn Vatna jökulsþjóðgarðs og umhverf-isráðherra:1. Mikið er talað um aðkomu hags-

munaðila að gerð þessarar áætlunar en það er okkar mat að hagsmuna-aðilar á borð við Skotvís, Skaust, Félag leiðsögumanna með hrein-dýraveiðum og Skotreyn hafi ekki fengið að koma að undirbúningi og vinnslu tillögunnar með eðlilegum hætti. Í Vatnajökulsþjóðgarði eru stór veiðisvæði hreindýra, rjúpna og heiðagæsa og skal því haldið hér til haga að Umhverfisstofnun er einn stærsti veiðileyfasali landsins þegar kemur að sölu leyfa til hreindýra-veiða.

2. Eitt af meginmarkmiðum með

stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs var að styrkja byggð og atvinnustarfsemi (sjá kafla 2.1). Skotveiðimenn kaupa kost, gistingu og aðra þjónustu af heimamönnum. Hreindýraveiðar hefjast 15. júlí og lýkur 20. septem-ber. Gæsaveiðar hefjast 20. ágúst og rjúpnaveiði í lok október. Umferð veiðimanna er því utan hefðbundins ferðamannatíma og öll takmörkun á veiðum innan þjóðgarðsins mun að öllum líkindum draga úr komu veiðimanna, tekjum heimamanna og þar með mun eitt af markmiðum þjóðgarðsins um að styrkja byggð og atvinnustarfsemi ekki nást.

3. Enginn rök hníga að því að ekki skuli leyfa gæsaveiðar á austursvæði þjóðgarðsins fyrr en 1. septem-ber, hvorki vistfræðileg né önnur. Heiðagæsastofninn er sterkasti gæsastofninn á Íslandi og hefur varpstofninn þrefaldast að stærð á síðustu þrjátíu árum. Heiðagæs er bæði dyntóttur og erfiður veiðifugl. Hún fer snemma af landi brott og hefur iðulega sést til heiðagæsa á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum við upphaf veiðitíma, þ.e. upp úr miðjum ágúst. Tilmæli helstu gæsa-sérfræðinga okkar Íslendinga hafa verið að hvetja til aukinna veiða á heiðagæs. Takmörkun á veiðitíma til 1. september takmarkar veiðar á heiðagæs á svæðinu þar sem stór hluti stofnsins mun hafa yfirgefið

svæðið fyrir 1. september. Þau rök sem notuð eru í verndaráætluninni að um sé að ræða fellistaði gæsa á því heldur ekki við rök að styðj-ast þar sem heiðagæsir eru komnar úr sárum og orðnar fleygar fyrir 20. ágúst. Sé Austursvæðinu lokað fyrir heiðagæsaveiði fram að 1. septem-ber mun ágangur á öðrum svæðum umhverfis það aukast. Það getur leitt til aukinnar umferðar veiðimanna á þeim svæðum, aukins álags á land og veiðistofna viðkomandi svæða. Einnig er stór hluti heiðagæsa far-inn af landi brott um mánaðarmótin ágúst/september og því í raun verið að takmarka að verulegu leyti alla heiðagæsaveiði á svæðinu.

4. Bann á hreindýraveiðum á Austur-svæð inu í kringum Snæfell til 15. ágúst mun auka álagið enn frek-ar í lok veiðitíma á hreindýrum á svæð inu með aukinni slysahættu og átroðn ing lands vegna fjölda veiði-manna á svæðinu.

5. Hvers vegna á að meina sumum hópum útivistarmanna aðgang að þjóð garð inum í þeim tilgangi að auka umferð annarra útivistarhópa? Fram að þessu hefur ekki komið til árekstra á milli ólíkra útivistarhópa þar sem veiðitími er að stærstum hluta utan hefðbundins ferða manna-tíma t.d. gönguhópa. Rétt er að benda á að skotveiðimenn skilja eftir sig um 2 milljarða á ári í kaup á leyf-um og þjónustu á Íslandi.

Við hvetjum því stjórn Vatna jökuls-þjóð garðs og umhverfisráðherra að taka tillit til þeirra athugasemda sem hafa borist vegna ofangreindra þátta í fyrirhugaðri stjórnunar og vernd-aráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Enn fremur er óskað eftir því að lands-samtök skotveiðimanna sem og ann-arra skipulagðra útivistafélaga séu höfð milliliðalaust með í ráðum þegar fjallað er um mál af þessum toga.

G r e i n Þ e S S i B i r t i S t í m o r G u n B l a ð i n u í j ú l í

m Á n u ð i 2010 í Þ r e m u r S t y t t r i G r e i n u m .

Page 45: 2010, 16.árg
Page 46: 2010, 16.árg

46

Meðferð villibráðar Sósurnar með

villibráðinni

MA TA RT Í M A R IT IÐ GESTGJ AF INN GEF UR ÁRLEGA ÚT SÉRSTAKT V I L L IBRÁÐARBLAÐ ÞAR SEM V I L L I -B RÁ Ð I N E R E LDUÐ Á ÝMSAN HÁTT OG GÓÐ RÁÐ GEF IN VARÐANDI MEÐHÖNDLUN HENNAR OG V I NNSLU . U P PSKR I F T IRN AR Á ÞESSAR I S ÍÐU /S ÍÐUM B IRTUST Í V I L L IBRÁÐARBLAÐ I GESTGJAFANS 2007 OG V I Ð F EN G UM GÓ ÐF ÚSLEG T LEYF I T I L AÐ B IRTA ÞÆR HÉR Í BLAÐ INU .

u m S j ó n : ú l f a r f i n n B j ö r n S S o n

m y n D i r : G u n n a r Þ ó r n i l S e n

S t í l i S t i : G e r ð u r H a r ð a r D ó t t i r

Page 47: 2010, 16.árg

47

Íslendingar eru mikil sósuþjóð og leggja meiri áherslu en aðrar þjóð-ir á að hafa sósu með steikinni. Þegar mikið stendur til eyðum við gjarnan meiri tíma í sósugerðina en aðra elda-mennsku og það er sannarlega þess virði þegar sósan er komin á borðið!

B ú r G ú n D a r S ó S a

3 sneiðar beikon 12 perlulaukar 12 litlir sveppir3 msk. olía1/2 tsk. tímían3 lárviðarlauf1/2 tsk. pipar1 tsk. tómatmauk (purée)4 dl rauðvín2 msk. rauðvínsedik4 dl gott villibráðarsoðsósujafnari30 g kalt smjör

Brúnið beikon, lauk og sveppi í olíu í potti í 1 mínútu. Bætið þá kryddi, tómatmauki, rauðvíni og ediki við og sjóðið niður um 3/4. Hellið villibráð-arsoðinu í pottinn og þykkið með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni og hrærið smjörið út í með písk.

p ú r t v í n S S ó S a

1 laukur, fínsaxaður3 msk. olía1 tsk. tómatmauk (purée)2 dl púrtvín 2 msk. balsamedik4 dl sterkt villibráðarsoðsósujafnari30 g kalt smjör salt og pipar

Látið lauk krauma í olíu í potti í 1 mínútu. Bætið þá tómatmauki, púrt-víni og ediki við og sjóðið niður um 3/4. Hellið villibráðarsoði í pottinn og þykkið með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni og hrærið smjör út í með písk. Bragðbætið með salti og pipar.

v i l l i B r Á ð a r S ó S a

4 dl gott villibráðarsoð1-2 dl rjómi

Meðferð villibráðarVeiðar og viskí

Allur aðbúnaður veiðimanna hefur batnað mikið á undanförnum árum. Hér áður fyrr tíðkaðist það að gæsa-veiðimenn sváfu í tjöldum og rjúpna-veiðimenn í bílum sínum. Menn höfðu með sér skrínukost aðallega samlokur og dósamat. Nú eru aðrir tímar og betri, mikið framboð er nú af þægilegu húsnæði á landsbyggðinni og margir veiðimenn eiga frístunda-hús eða hafa aðgang að öðru góðu húsnæði. Algengt er að eftir veiðar dagsins geti menn slakað á og látið þreytuna líða úr skrokknum í heit-um potti. Þá er það orðin regla frek-ar en undantekning að mikið er lagt upp úr góðum mat í veiðiferðinni og er gjarnan höfð villibráð á borðum. Veiðarnar snúast nefnilega um svo margt annað en sjálfa veiðina, góður félagsskapur og að njóta náttúrunnar er stór þáttur í allir veiði.

u i S G e B e a t H - v a t n l í f S i n S

Það er kunnara en frá þurfi að segja að viskí er þjóðardrykkur skota. Skotar hafa framleitt þennan göfuga drykk allavega frá árinu 1494. Viskí er eimað úr blöndu þar sem uppistað-an er gott vatn og maltað bygg sem stundum er einnig rétt aðeins reykt

og til þess er notaður mór. Flest viskí eru blönduð úr nokkrum tegundum viskía en svo kölluð single malt viskí koma frá einu ákveðnu viskíveri eða eimingarstöð. Single malt viskí eru vinsælli á meðal viskí aðdáenda enda eru þau þéttari, bragðmeiri og hafa sterk sér einkenni. Bragðið af góðu malt viskí er afar flókið og kemur þar margt til eins og gæði vatnsins, mölt-un byggsins, tunnunnar sem viskíið er látið þroskast í og jafn vel veðurfarið á þeim stað þar sem viskíið er framleitt.

t H e B a l v e n i e

Sæmilegt úrval er af malt viskí í Vín búðum ÁTVR. Nefna mætti gæða viskí ið Highland Park single malt 12 ára og Talisker 10 ára. Þægilegt Malt viskí í háum gæðaflokki er The Bal-venie DoubleWood 12 ára. Eins og mörg frábær viskí kemur Balvenie frá Skosku hálöndunum nánartiltekið frá Dufftown sem er í Speyside sýslu en þaðan koma raunar mörg bestu viskí Skota. Viskíið er nefnd eftir Balvenie kastala sem byggður var 1892.

Balvenie 12 ára DoubleWood er eins og nafnið bendir til látið þrosk-ast í tveimur gerðum tunna fyrst hefðbundnum eikartunnum og svo undir lokin í tunnum sem áður hafa verið notaðar undir sherry. Bragðið af Balvenie er frekar milt og þægi-legt og gætir þar vanillu, hunangs og þurrkaðra ávaxta. Í nefi má greina appelsínur og hunang. Balvenie er eins og áður sagði einkar þægilegt viský með flest öll einkenni góðs malt viskís, það er ljómandi drykk-ur eftir góða máltíð og kemur þá í staðin fyrir koníak. Malt viskí hafa sterk séreinkenni og eins og með góð rauðvín er það mjög einstaklings-bundið hvaða tegund fellur hverjum og einum í geð. Hvað sem því líður er tilvalið að hafa flösku af góðu malt viskí með í veiðiferðina.

Page 48: 2010, 16.árg

48

Meðferð villibráðar

1 tsk. gráðostur1-2 msk. rifsberjahlaupsalt og nýmalaður piparsósujafnari

Setjið allt saman í pott, hleypið suð-unni upp og þykkið með sósujafnara.

k ó r í a n D e r B æ t t r a u ð v í n S S ó S a

1 rauðlaukur, fínsaxaður100 g sveppir, fínsaxaðir3 msk. olía1 tsk. kóríanderfræ1 msk. rifinn appelsínubörkur

1 msk. hunang2 dl rauðvín1 msk. rauðvínsedik4 dl villibráðarsoðsósujafnari30 g kalt smjör salt og pipar

ú l f a r f i n n B j ö r n S S o n k o k k u r e r l a n D S Þ e k k t u r f y r i r e l D u n

v i l l i B r Á ð a r . ú l f a r e r a ð l e G G j a l o k a H ö n D Á B ó k u m

m e ð f e r ð o G e l D u n v i l l i B r Á ð a r S e m æ t t i a ð k o m a o k k u r

v e i ð i m ö n n u m o G m a t G æ ð i n G u m t i l G ó ð a . v o n a S t H a n n t i l a ð

B ó k i n k o m i ú t n ú f y r i r j ó l i n 2010 Þ a n n i G a ð e i n S o G S j Á

m Á Á m y n D i n n i S t a n D a n ú ö l l S p j ó t a ð ú l f a r i .

Page 49: 2010, 16.árg

49

Látið lauk og sveppi krauma í olíu í potti í 1 mínútu. Bætið þá kóríander-fræj um, appelsínuberki, hunangi, rauð-víni og ediki saman við og sjóðið niður um 3/4. Hellið villibráðarsoði í pottinn og þykkið með sósujafnara. Takið pott-inn af hellunni og hrærið smjör út í með písk. Bragðbætið með salti og pipar.

B l Á B e r j a S ó S a

1/2 laukur fínsaxaður3 msk. olía1/3 tsk. tímían1 dl púrtvín eða rauðvín1 msk. balsamedik1 dl bláber1 msk. bláberjasulta4 dl villibráðarsoð30 g kalt smjörsalt og pipar

Látið lauk krauma í olíu í potti í 1 mínútu. Bætið þá tímíani, púrtvíni, ediki, bláberjum og bláberjasultu við og sjóðið niður um 3/4. Hellið villi-bráðarsoði í pottinn. Setjið sósuna í

matvinnsluvél, bætið smjöri við og maukið vel, smakkið til með salti og pipar. Setjið sósuna því næst aftur í pottinn og hitið að suðumarki. Einnig er gott að nota sólber, brómber eða hindber, ásamt tilheyrandi sultu, í stað bláberja og bláberjasultu.

v i l l i S v e p p a S ó S a

250 g ferskir, blandaðir villisveppir eða 30 g þurrkaðir villisveppir

l70 g Flúðasveppir, skornir í báta3 msk. olía2 dl púrtvín1 dl brandí eða koníak1 msk. nautakraftursalt og nýmalaður pipar 3-4 dl rjómisósujafnari

Leggið þurrkaða sveppi, ef þið notið þá, í bleyti í volgt vatn í 20 mínútur og sigtið vatnið síðan frá. Látið sveppina krauma saman í olíu í potti í 1 mín-útu. Bætið þá púrtvíni, brandíi og nautakrafti við og kryddið með salti

og pipar. Sjóðið niður um 3/4. Hellið rjóma út í og þykkið með sósujafnara.

v i l l i B r Á ð a r S o ðUndirstaða góðrar villibráðarsósu er

gott soð. Allir sem hafa prófað að búa til soð vita að það gerir gæfumuninn. Því fylgir svolítil fyrirhöfn en umbun-in er ómæld þegar stunurnar heyrast frá veislugestum. Hér koma uppskrift-ir að nokkrum góðum grunnum.

a n D a - / G æ S a S o ð

1 kg bein af öndum eða gæsumolía til steikingar2 laukar, saxaðir1/2 blaðlaukur, sneiddur1 gulrót, skorin í bita3 stilkar sellerí, skornir í bitavatn, þannig að fljóti yfir beinin1 tsk. salt10 heil piparkorn5 einiber2 lárviðarlauf1 tsk. salvía1 tsk. tímían

Meðferð villibráðar

allt fyrir veiðinaí intersport bíldshöfða

veiðideildBíldshöfða 20 / sími: 585 7239 / OPIÐ: mán. - fös. 10 - 19. lau. 10 - 18. sun. 12-18

við höfum allt fyrir veiðimanninn.sérfræðingar okkar veita þér faglega

ráðgjöf og góða þjónustu.

Page 50: 2010, 16.árg

50

Meðferð villibráðar Höggvið beinin smátt, í u.þ.b. 5

cm stóra bita. Hitið olíu á pönnu og brúnið beinin þar til þau eru orðin vel dökk. Takið þau þá af pönnunni og setjið í pott. Setjið olíu á pönnuna og brúnið lauk og grænmeti lítillega. Bætið því síðan í pottinn og hellið vatni yfir. Látið suðuna koma upp og fleytið þá burt fitu og sora. Setjið salt og krydd út í. Sjóðið við vægan hita í 90 mínútur. Fjarlægið þá beinin og sjóðið soðið niður um fjórðung.

r j ú p u S o ð

Rjúpusoðið er búið til á sama hátt og andasoð en suðutíminn er 60 mínútur. Persónulega finnst mér best að sleppa öllu grænmeti og kryddi, nema pipar og salti, vegna þess að krafturinn úr rjúpubeinunum er svo mikill og ein-stakur.

Skref fyrir skref1. Steikið bein, hjörtu og fóörn í 3

msk. af olíu á vel heitri pönnu. Gætið þess að steikja ekki of mikið í einu.

2. Kryddið með salti og pipar þegar beinin eru orðin vel brún á öllum hliðum.

3. Setjið beinin í pott og hellið vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir þau.

4. Sjóðið við vægan hita í 1-2 klst. Veiðið allan sora og fitu af soðinu.

5. Sigtið soðið í annan pott og sjóðið niður um 1/4-1/2.

S j ó f u G l a S o ð

Sjófuglasoð er búið til á sama hátt og andasoð en suðutíminn er 30 mínútur.

H r e i n D ý r a S o ð

Hreindýrasoð er búið til á sama hátt og andasoð en suðutíminn er 4 klst.

D ú f u S o ð

Dúfusoð er búið til á sama hátt og andasoð en notað er helmingi minna af grænmeti og suðutíminn er 60 mínútur.

k a n í n u S o ð

Kanínusoð er búið til á sama hátt og andasoð en 5 sveppum og 1 hvít-

lauksgeira er bætt við og í stað sal-víu og einiberja er notað rósmarín. Suðutíminn er 60 mínútur.

l j ó S t v i l l i B r Á ð a r S o ð

f y r i r S ú p u r

Ljóst villibráðarsoð fyrir súpur er búið til á sama hátt og andasoð en 5-10 sveppum er bætt við. Notið hvaða villibráðarbein sem er. Í stað þess að brúna beinin og grænmetið á pönnu er allt hráefnið sett í pott með köldu vatni og soðið við vægan hita í 60-80 mínútur.

S o ð f y r i r H e i l S t e i k t a f u G l a

1 heil gæs/önd, rjúpur eða aðrir fuglarhjarta

fóarn4 msk. olíasalt og nýmalaður pipar

Skerið vængina og hálsinn af fugl-inum. Höggvið hálsinn og vængina í 3-5 cm bita. Skerið fóarn til helm-inga og hreinsið innan úr því. Hitið olíu í potti og brúnið hálsinn, væng-ina, hjarta og fóarn við mikinn hita þannig að allt brúnist vel á öllum hlið-um. Kryddið yfir með salti og pipar. Hellið köldu vatni í pottinn þannig að rétt fljóti yfir beinin. Sjóðið við suðumark í 1 1/2 klst. Veiðið fitu og sora ofan af öðru hvoru. Sigtið soðið í lokin.

Tapas og Tio PepeÞegar sérrí ber á góma þá

leiða flestir hugann til eldri virðulegra frúa sem fá sé kon-fektmola, staup af sérrí og spila brids. Það sérrí sem flest-ir þekkja er dísætt og oft gefið gömlum frænkum og iðulega er gömlu fólki ráðlegt að fá sé smá sérrí fyrir svefninn. Sérrí er sem sagt áfengisteg-

uðu þrúguvíni og er styrk-leiki þess um 15 %. Þá er rétt að geta þess að allt sérrí kemur frá Spáni sem kunnugt er. Flestir kannast við tapas réttina vinsælu sem ættaðir eru frá Spáni en tapas eru ýmsar gerðir

und sem menn taka ekki með sér í veiðiferð. Nú skulum viða athuga málið aðeins nánar, það er sem sagt ekki það sama, sérrí og sérrí.

Það er nefnilega til frá-bært sérrí sem tilvalið er að hafa með sér í veiði. Hér er átt við þurrt sérrí raunar skráþurrt sérrí sem kallast fino. Fino sérrí eru ljós og tær, bragðið er létt og eins og áður sagði skráþurrt. Fino sérrí eins og Tio pepe er því ein-hver ákjósanlegasti for-drykkur sem völ er á. Sérrí er gert úr hvítvíni sem styrkt er með eim-

smárétta til dæmis, þurrskinka, sardínur, litlar saltfiskbollur og hvítlauksrækjur. Með tapas drekka Spánverjar gjarnan þurrt sérrí eins og Tio pepe. Tio pepe passar frábærlega vel með reyktum laxi, gröfnu hreindýri, heitreyktri gæsa-bringu og reyktum svartfugli og ann-arri villibráð. Þess vegna er það frábær hugmynd að hafa með sér flösku af þurru sérrí í næstu veiðiferð, hugmynd sem örugglega slær í gegn.

Page 51: 2010, 16.árg

AUSTRALIA • BELGIUM • CANADA • CHINA • CYPRUS • DENMARK • FINLAND • GERMANY • GREECE • ICELAND • IRELAND • NORWAYSAUDI ARABIA • SOUTH KOREA • SPAIN • SWEDEN • SWITZERLAND • UNITED ARAB EMIRATES • UNITED KINGDOM • UNITED STATES

www.duxiana.com www.duxbed.com

Ármúla 10 • Sími: 5689950

Page 52: 2010, 16.árg

Byssur sem hitta í mark

Reykjavík

Fiskislóð 1 • Sími 580 8500

Opið mánudag–föstudag 10–18 og laugardag 10–16

Akureyri

Tryggvabraut 1–3 • Sími 460 3630

Opið mánudag–föstudag 10–18 og laugardag 10–16

TIKKA T3 liteRiffill með blámuðu hlaupi og léttu beinu skefti með góðu gripi og beint aftur, sem minnkar bakslag. Tveggja þrepa öryggi sem læsir bolta og gikk. Fáanlegur í mörgum hlaupvíddum.

Góður og nákvæmur riffill með mjög þéttum „feather trigger“ gikk sem er stillanlegur frá 3 ibs. til 5 ibs. Dura-Touch® húðað skefti með góðu gripi. Ath. sjónauki fylgir ekki.

BROWNING X-BOLT Composite 270W

Verð 175.900 kr. Verð 216.900 kr.

REMINGTON 700 SPS 270 Win

Áreiðanlegur riffill sem hefur sannað sig við íslenskar aðstæður. Ódýr og til í fjölmörgum útgáfum með mismunandi hlaupvíddum.

Léttur og nákvæmur boltalásriffill með 5 skota skotgeymi og fallegu harðviðarskefti. Framleiddur í TOZ verksmiðjunum í Rússlandi. Góður kostur fyrir byrjendur og lengra komna.

WINCHESTER WILDCAT cal. 22

Verð 169.900 kr. Verð 64.900 kr.

REMINGTON 770 riffill 243 WINÞetta er einn ódýrasti pakkinn sem fáanlegur er til hreindýraveiða. Riffillinn kemur með Busnell 3-9x40 sjónauka sem kemur grófstilltur frá verksmiðju. Cal. 243 Win er ein vinsælasta hlaupvíddin á Íslandi til veiða á stærri dýrum og uppfyllir lágmarkskröfur til hreindýraveiða.

Riffill sem hentar vel í markskotfimi og hreindýraveiðar. 700 Varmit riffillinn er með þungu 26” löngu hlaupi. Góður kostur fyrir veiðimenn sem vilja áreiðanlegan og jafnframt ódýran riffil.

REMINGTON 700 SPS Varmit 308 Win

Verð 112.900 kr. Verð 176.900 kr.

BAIKAL hálfsjálfvirk 12/76 26 3xMCHálfsjálfvirk haglabyssa sem tekur 3” skot. Byssan er með svörtu „synthetic“-skefti og góðum slakara. Lykill fyrir þrengingar, ólafestingar og 3 þrengingar fylgja.

Tvíhleypt haglabyssa yfir/undir, útkastarar, val á milli hlaupa, einn gikkur og lausar þrengingar. Lykill fyrir þrengingar, ólafesting og 3 þrengingar fylgja.

BAIKAL TVÍHLEYPA IZH 27 EM 1C

Verð 104.990 kr. Verð 124.990 kr.

REMINGTON 887 Nitro Mag SPS 3 1/2”Veðurþolin haglabyssa sem tekur upp í 3½” skotfæri. Hlaupið er húðað með ArmorLokt™ og sérstakur púði dregur úr bakslagi. Góð byssa fyrir byrjendur og þá sem veiða við erfiðar aðstæður.

Remington 870 Express pumpa með svörtu skefti. Sterk og örugg og gríðarlega mikið notuð um allan heim. Ein besta byrjendabyssan á markaðnum.

REMINGTON 870 Express Synthetic

Verð 99.990 kr. Verð 89.990 kr.

BETTINSOLI DIAMOND 12/70Ítölsk tvíhleypa með útdragi en einnig fáanleg með útkasti. Byssan er gerð fyrir 3” skot og er með skiptanlegum þrengingum. Bettinsoli Diamond hefur verið seld við góðan orðstír árum saman.

Hálfsjálfvirk haglabyssa með viðarskefti. Hröð og örugg skipting (0,48 sek. á 5 skot) með lága bilanatíðni. Lykill fyrir þrengingar, ólafesting og þrjár þrengingar fylgja, 1/4, 1/2 og 3/4.

WINCHESTER SX3 3tom Field 28

32.317 kr. léttgreiðslur í 6 mán. 39.983 kr. léttgreiðslur í 6 mán.

14.998 kr. léttgreiðslur í 6 mán.

20.832 kr. léttgreiðslur í 6 mán.

29.483 kr. léttgreiðslur í 6 mán.

10.817 kr. léttgreiðslur í 6 mán.

36.150 kr. léttgreiðslur í 6 mán.

16.665 kr. léttgreiðslur í 6 mán.

17.498 kr. léttgreiðslur í 6 mán.

18.817 kr. léttgreiðslur í 6 mán.

28.317 kr. léttgreiðslur í 6 mán.

29.317 kr. léttgreiðslur í 6 mán.

Verð 193.900 kr. Verð 239.900 kr.

ALLT FYRIR GÆSAVEIÐINA!Mikið úrval skotvopna og fylgihluta af ýmsu tagi. Gæðamerki frá heimsþekktum framleiðendum. Komdu við í Ellingsen áður en haldið er til veiða.