17. febrúar 2012

64
Ferming Umfjöllun um fermingartískuna Helgin 17. - 19. febrúar 2012 BLS. 4 U ndir- bún- ingur- inn hefur verið voðalega ró- legur,“ segir Hugrún Britta Kjartansdóttir um fermingardag- inn sinn sem verður haldin hátíðlegur 19. apríl næstkomandi. „Veislan mun verða haldin í Álftamýrar- skóla þar sem rúm- lega hundrað manns eru boðnir. Litaþema veislunnar eru allir litirnir þar sem blóm og skreytingar verða í allri litaflór- unni. Sjálf mun ég þó ekki klæða mig eins skrautlega á fermingardaginn, ég valdi kjól sem mamma mín átti. Þetta er rauð-köflótt- ur Laura Ashley-kjóll sem nær alveg niður í gólf, er þröngur að ofan en púffaður að neðan. Mamma mun svo halda í hefðina og greiða mér fyrir fermingardaginn eins og hún hefur gert við allar systur mínar. Svo mun ég fara í fermingar- myndartöku eins og tíðkast og mun stjúp- pabbi minn, sem er ljósmyndari, taka myn Klæðist kjól frá mömmu á ferm- ingar- daginn HUGRÚN BRITTA KJARTANSDÓTTIR Vinsælt hálstau fermingarstráka Sykur & lyf 17.-19. febrúar 2012 7. tölublað 3. árgangur 24 Ríkidæmi að hafa gaman af vinnunni VIÐTAL Ragga Gísla 2 Í slensk kona, sem fékk sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýta- lækni árið 1996, fékk tilraunaframleiðslu frá árunum 1992 til 1993 græddan í barm sinn. Franska fyrirtækið PIP framleiddi púðana sem eru engu heilsusamlegri en þeir sem fylltir voru iðnaðarsílikoni frá árinu 2001. Þetta fullyrðir kanadískur sérfræðingur, Dr. Pierre Blais, í samtali við Fréttatímann, en Blais hefur rannsakað púðana og sent frá sér fyrstu niðurstöðurnar. Konan hefur glímt við heilsubrest í fjölda ára. Dr. Blais er fyrrum ráðgjafi kanadískra stjórnvalda og hefur rann- sakað yfir sextán þúsund sílikonfyllingar í gegnum tíðina. Hann telur að púðar konunnar hafi rofnað meir og meir eftir 36 til 48 mánaða notkun. Þeir hafi í raun verið eyddir sem upptætt bíldekk væru og að lokum farið á samskeytum; svipað og iðnaðarsílikonpúðarnir. Þessi tilraunaframleiðsla hefur ekki sést í stærstu löndum Evrópu og að öllum líkindum aðeins verið seldir í litlu upplagi. Sérfræðingurinn hvetur íslensk yfirvöld til að fara að ráðum Frakka sem hafa ákveðið að fjarlægja alla púða sem tengjast PIP, sama frá hvaða ári. Einnig púða sem þeir framleiddu undir merkjunum MHP á árunum 1989 og 1991. „Vonlaust,“ segir hann spurður hvort konurnar með iðnaðarsílikonið ættu að sækjast eftir nýjum púðum. Finni þær einkenni eftir PIP-púða muni heilsan versna með nýjum púðum. Vef- urinn í brjóstunum sé sem brenndur eftir púðana: „Ef iðnaðarsílikonið hefur borist í vefi og eitla er ekkert gangvirki í bringunni til þess að ná heilsu á ný,“ segir dr. Blais. - gag Meira um PIP á síðum 12-15 HEILSA 38 FRÉTTIR 20 ÚTTEKT Óhófleg neysla þjóðar- innar Íslensk kona bar tilrauna- PIP-sílikonpúða í sextán ár Kanadískur sérfræðingur, Pierre Blais, fullyrðir að púðar sem hann rannsakaði úr íslenskri konu séu úr tilraunaframleiðslu franska fyrirtækisins PIP. Konan hefur glímt við heilsubrest og lét fjarlægja púðana fyrir stuttu. Hann ráðleggur íslenskum yfirvöldum að fjarlægja alla púða frá fyrirtækinu óháð aldri þeirra og segir vonlaust að setja nýja púða í stað þeirra. Sækir innblástur frá 17. og 18. öld Stíllinn hennar Rakelar SÍÐA 16 VIÐTAL HUGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR FRÉTTAKONA Á STÖÐ 2 Læknar ráðalausir en sjúkraþjálfari kom henni aftur á fætur. TÍSKA 46 Var rúmföst í tæplega ár Luiz Suarez Svífst einskis til að vinna Stórtækir kvóta- eigendur Kaupa lúxusvill- ur í miðbænum Hugrún Halldórsdóttir „Sjúkraþjálfarinn tók mig í gegn. Ég fór heim og vaknaði eftir hálfan sólarhring endurnærð. Hann náði að rétta hálsliðina af og leysa um þá.“ Ljósmynd/Hari LYF Á LÆGRA VERÐI PIPAR\TBWA SÍA 120350 www.apotekarinn.is Höfða Mjóddinni Melhaga Fjarðarkaupum Er Apótekarinn nálægt þér? Salavegi Smiðjuvegi Mosfellsbæ Fermingar- tískan í miðju Fréttatímans

description

frettatiminn, iceland, newspaper

Transcript of 17. febrúar 2012

Page 1: 17. febrúar 2012

FermingUmfjöllun um fermingartískuna

Helgin 17. - 19. febrúar 2012

bls. 4

U ndir-bún-ingur-inn hefur verið voðalega ró-legur,“ segir Hugrún Britta Kjartansdóttir um fermingardag-inn sinn sem verður haldin hátíðlegur 19. apríl næstkomandi. „Veislan mun verða haldin í Álftamýrar-skóla þar sem rúm-lega hundrað manns eru boðnir. Litaþema veislunnar eru allir litirnir þar sem blóm og skreytingar verða í allri litaflór-unni. Sjálf mun ég þó ekki klæða mig eins skrautlega á fermingardaginn, ég valdi kjól sem mamma mín átti. Þetta er rauð-köflótt-ur Laura Ashley-kjóll sem nær alveg niður í gólf, er þröngur að ofan en púffaður að neðan. Mamma mun svo halda í hefðina og greiða mér fyrir fermingardaginn eins og hún hefur gert við allar systur mínar. Svo mun ég fara í fermingar-myndartöku eins og tíðkast og mun stjúp-pabbi minn, sem er ljósmyndari, taka myndirnar.“ -kp

Klæðist kjól frá mömmu á ferm-ingar-daginn

HUgrún Britta Kjartansdóttir

Vinsælt hálstau fermingarstráka

Sykur & lyf

17.-19. febrúar 20127. tölublað 3. árgangur

24

Ríkidæmi að hafa gaman af vinnunni

Viðtal

Ragga Gísla

2

Íslensk kona, sem fékk sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýta-lækni árið 1996, fékk tilraunaframleiðslu frá árunum 1992 til 1993 græddan í barm sinn. Franska fyrirtækið PIP framleiddi púðana

sem eru engu heilsusamlegri en þeir sem fylltir voru iðnaðarsílikoni frá árinu 2001. Þetta fullyrðir kanadískur sérfræðingur, Dr. Pierre Blais, í samtali við Fréttatímann, en Blais hefur rannsakað púðana og sent frá sér fyrstu niðurstöðurnar. Konan hefur glímt við heilsubrest í fjölda ára.

Dr. Blais er fyrrum ráðgjafi kanadískra stjórnvalda og hefur rann-sakað yfir sextán þúsund sílikonfyllingar í gegnum tíðina. Hann telur að púðar konunnar hafi rofnað meir og meir eftir 36 til 48 mánaða notkun. Þeir hafi í raun verið eyddir sem upptætt bíldekk væru og að

lokum farið á samskeytum; svipað og iðnaðarsílikonpúðarnir. Þessi tilraunaframleiðsla hefur ekki sést í stærstu löndum Evrópu og að öllum líkindum aðeins verið seldir í litlu upplagi.

Sérfræðingurinn hvetur íslensk yfirvöld til að fara að ráðum Frakka sem hafa ákveðið að fjarlægja alla púða sem tengjast PIP, sama frá hvaða ári. Einnig púða sem þeir framleiddu undir merkjunum MHP á árunum 1989 og 1991. „Vonlaust,“ segir hann spurður hvort konurnar með iðnaðarsílikonið ættu að sækjast eftir nýjum púðum. Finni þær einkenni eftir PIP-púða muni heilsan versna með nýjum púðum. Vef-urinn í brjóstunum sé sem brenndur eftir púðana: „Ef iðnaðarsílikonið hefur borist í vefi og eitla er ekkert gangvirki í bringunni til þess að ná heilsu á ný,“ segir dr. Blais. - gag Meira um PiP á síðum 12-15

HeilSa 38

FRéttiR20Úttekt

Óhófleg neysla

þjóðar-innarÍslensk kona bar tilrauna-

PIP-sílikonpúða í sextán árKanadískur sérfræðingur, Pierre Blais, fullyrðir að púðar sem hann rannsakaði úr íslenskri konu séu úr tilraunaframleiðslu franska fyrirtækisins PIP. Konan hefur glímt við heilsubrest og lét fjarlægja púðana fyrir stuttu. Hann ráðleggur íslenskum yfirvöldum að fjarlægja alla púða frá fyrirtækinu óháð aldri þeirra og segir vonlaust að setja nýja púða í stað þeirra.

Sækir innblástur frá 17. og

18. öld

Stíllinn hennar

Rakelar

síða 16

VIðTaL Hugrún Halldórsdóttir fréttakona á stöð 2

læknar ráðalausir en sjúkraþjálfari kom henni aftur á fætur.

tíSka 46

Var rúmföst í tæplega ár

luiz SuarezSvífst einskis

til að vinna

Stórtækir kvóta-

eigendurKaupa lúxusvill-ur í miðbænum

Hugrún Halldórsdóttir „Sjúkraþjálfarinn tók mig í gegn. Ég fór heim og vaknaði eftir hálfan sólarhring endurnærð. Hann náði að rétta hálsliðina af og leysa um þá.“ Ljósmynd/Hari

LYF ÁLÆGRA VERÐI

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

120

350

www.apotekarinn.is

HöfðaMjóddinniMelhagaFjarðarkaupum

Er Apótekarinn nálægt þér?

SalavegiSmiðjuvegiMosfellsbæ

Fermingar-tískan í miðju Fréttatímans

Page 2: 17. febrúar 2012

Óskar Hrafn Þorvaldsson

oskar@ frettatiminn.is

FELLSMÚLI • SKÚLAGATA • GARÐABÆR • MJÓDD FEFEFEFEFEFEFELLLLLLLLLLLLLLSMMSMSMSMSMSMÚÚLÚÚLÚLÚLÚLÚLIIIIII ••• SKSKSKSKSKS ÚLÚLÚÚÚ AGAGAGAGGGGGAAATATATA • GARÐAFFFFFFFEEEEEFEFELLLLLLLLLLLLSMSMSSSSMMMMMÚÚÚÚÚÚLÚLÚLÚLÚLÚ IIIIIII ••• SSSKSKSKSKSKS LLLAAAAGGGGGGGAAAAAATATATAAAA • GAARRÐÐA

Skipulagning og breyttar áherslur hafa orðið til þess að fyrirtæki geta haldið árshátíðir í Hörpunni. Um næstu helgi verður þar til að mynda árshátíð stjórnarráðsins og treður poppgoðið Páll Óskar Hjálmtýsson

upp. Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður rekstrarfélags Hörp-unnar, segir að árshátíðir hafi ekki endanlega verið afskrifaðar

í húsinu eftir að ljóst varð að þær trufluðu aðra starfsemi í því. Greint var frá því í nóvember að hætt hafi verið að bóka

árshátíðir þar. Þórunn segir að nú þegar starfsmenn séu að kynnast húsinu betur gangi vel að halda þar árshátíðir. „Við erum alltaf að prófa okkur áfram og höfum náð góðum tökum á því að keyra veislur með tónlistarvið-burðunum.“ - gag

Óttast að sitja eftir í launumÞað er ósæmandi fyrir Hafnarfjörð að laun starfs-manna bæjarins séu lægri en laun starfsmanna nágrannasveitarfélaga, segir meðal annars í bréfi sem Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmanna-félags Hafnarfjarðar, sendi bæjarstjórninni.„Við erum að reyna að tryggja að við sitjum ekki eftir. Þessu bréfið var vísað til bæjarstjóra og við eigum von á að heyra frá honum fljótlega,“ segir Karl sem bendir á í bréfinu að nú þegar laun bæjarfulltrúa og ríkisstjórnarinnar hafi verið hækkuð sé rétt að hefjast þegar handa við að leiðrétta einnig laun bæjarstarfs-manna. Það hafi verið gert í Kópavogi. - gag

Bauð rúmar átján milljónir í byggingarlóðRétt rúmlega þrí-tugur karlmaður átti hæsta tilboð í staka lóð af fimm sem buðust í grónum hverfum Hafnarfjarðar. Tilboðið hljóðaði upp á 18,3 milljónir króna. Lóðin stendur að Arnar-hrauni 50 og seldist á 17,5 milljónir króna í góðærinu en var skilað aftur til bæjarins. „Lóðin er mjög stór eða 721 fermetrar á besta stað í bænum. Þar var áður

gamall róluvöllur,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar: „Við fengum verðmat á lóðina í desember upp á 11,5 milljonir króna. Þetta var eina tilboðið.“ Bæjarstjóra hefur verið falið að semja við þá sem áttu hæstu tilboðin í hverja lóð fyrir sig. - gag

Á sama tíma og umræðan um fiskveiðistjórnunarkerfið og auðlegðarskatt á sjávarútvegs-

fyrirtæki stendur sem hæst í þjóð-félaginu hafa tveir stórir hluthafar í sjávarútvegsrisum keypt glæsihallir í miðbænum. Samanlagt verð húsanna tveggja er hátt í þrjú hundruð milljónir króna.

Guðmundur Kristjánsson, stærsti eigandi Brims, keypti villuna Fjölnis-veg 11 af þrotabúi félagsins Fjölnisvegs 9 ehf, sem var áður í eigu Hannesar Smárasonar. Eftir því sem heimildir Fréttatímans herma staðgreiddi Guð-mundur húsið en ásett verð var 190 milljónir króna. Þetta er í annað sinn sem Guðmundur eignast húsið en hann átti það um nokkurra mánaða skeið árið 2005 áður en hann seldi Fjölnis-vegi 9 ehf það. Villan á Fjölnisvegi er 433 fermetrar að stærð á þremur hæðum og er hin glæsilegasta. Hannes átti sjálfur húsið við hliðina og hugðist tengja húsin saman. Ekki fékkst þó leyfi fyrir því hjá borgaryfirvöldum.

Tíska andliTshÁr

„Bartana burt“ voru skilaboðin frá ValhöllFlestir tóku eftir því að Ármann Kr. Ólafs-son, nýskipaður bæjarstjóri í Kópavogi, skartaði forláta börtum á blaðamannafundi í síðustu viku þegar nýr meirihluti Sjálfstæðis-manna, Framsóknar og Y-lista Kópavogsbúa var kynntur til sögunnar. Nú eru bartarnir farnir og segir Ármann í samtali við Frétta-tímann að þetta hafi verið svokallaðir meiri-hlutabartar. „Ég byrjaði að safna þeim þegar meirihlutinn féll og lofaði sjálfum sér með að þeir myndu vera þar til nýr meirihluti yrði myndaður,“ segir Ármann.

Þetta uppátæki hans vakti mismikla lukku. „Konan tók þessu með stóískri ró en börnin mín tvö báðu mig á hverjum degi að raka

bartana af. Verst lét þó Guðlaugur Þór Þórð-arson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann sagðist hafa fengið það verkefni frá Valhöll að losa mig við bartana. Það væri hreinlega skipun frá æðstu stöðum,“ segir Ármann og bætir við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Guðlaugur Þór gerist tískulögga: „Hann skammaði mig mjög þegar ég var í lopapeys-unni fyrir alþingiskosningarnar árið 2009. Hann hefur sennilega haft rétt fyrir sér því ég fauk út af þingi í þeim kosningum,“ segir Ármann hlæjandi.

Ármann minnti óneitanlega á poppgoðið Elvis Presley þegar bartarnir voru hvað þéttastir.

Fjöldi árshátíða haldinn í Hörpu

Hér má sjá lóðina með aðstoð Google Earth.

FasTeignir lúxusvillur

Kvótaeigendur kaupa lúxusvillur í miðbænumTvö glæsileg einbýlishús hafa selst í miðbænum undanfarnar vikur. Kaupendurnir eru báðir stórir hluthafar í sjávarútvegsfyrirtækjum.

Guðmundur, sem er einatt kenndur við Brim, hefur verið stórtækur í fasteignakaupum á undanförnum árum í gegnum félag sitt B-16 fasteigna-félag. Hann býr á Nesvegi í ævintýralega stóri villu sem hann reisti á rústum hússins Marbakka sem hann lét rífa árið 2006. Mönnum ber ekki saman um hvort húsið sé átta hundruð eða tólf hundruð fer-metrar að stærð en hann rauf meðal annars skarð í sjógarð við fjöruna við litla hrifningu yfirvalda á Seltjarnarnesi. Þá á Guðmundur Bræðraborgarstíg 16, Iðunnarhúsið svokallað, sem er rúmlega þúsund fer-metrar að stærð. Brim skilaði 2,3 milljarða króna hagnaði á árinu 2010.

Á sama tíma keypti Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrver-andi eiginkona Þorsteins Más Baldvinssonar, 327 fermetra einbýlishús á Laufásvegi 66. Ásett verð á eignina var 89 milljónir. Helga á rétt tæplega helmingshlut í eignarhalds-félaginu Steini, sem er stærsti hluthafinn í Samherja, stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, með tæplega fjörutíu pró-sent hlut þegar með er talin helmingseign í Fjárfestinga-félaginu Firði sem á rúmlega tíu prósent hlut í Samherja. Helga á fyrir hús á Nesbala á Seltjarnarnesi. Samherji hagnaðist um átta milljarða á árinu 2010. Eignarhaldsfélagið Steinn fékk sem nemur 470 milljónir í arðgreiðslu frá Sam-herja árin 2009 og 2010.

Óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

Fjölnisvegur 11. Ein villan enn í eignasafn Guðmundar Kristjáns-sonar.

Helga S. Guðmundsdóttir á nú einbýlishús á Seltjarnarnesi og í Reykjavík.

Ögmundur af-salar sér hálfri milljón á mánuðiÖgmundur Jónasson innanríkis-ráðherra þiggur ekki ráðherra-laun heldur aðeins þing-fararkaup. Ögmundur fær því greiddar 589.559 krónur í laun á mánuði. Auk þess fær hann greiddan síma- og tölvukostnað og 22.737 krónur mánaðarlega vegna aksturs. Þetta upplýsir ráðherrann á heimasíðu vinstri grænna sem og á sinni eigin. Ögmundur ákvað að afsala sér ráðherralaunum þegar hann varð heilbrigðisráðherra á árinu 2009 til þess að geta farið fram á þann niðurskurð sem hann taldi þurfa í þeim geira. Hann hefur heldur ekki þegið ráðherralaun síðan hann settist aftur í ráðherrastól. Miðað við þetta fer hann á mis við rúma hálfa milljón króna á mánuði, sem greitt er fyrir störf ráðherra. Fréttatíminn reiknaði upp launin hans í síðustu viku miðað við þau lög sem gilda í landinu. - gag

2 fréttir Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 3: 17. febrúar 2012

da

gu

r &

st

ein

i

Stærstiskemmtistaður

í heimi!

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, Miðgarði Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter

HTC Wildfire S

3.690 kr. í 12 mán.

39.990 kr. stgr.

500 kr. notkuná mán. í 12 mán. fylgir

þessum síma!

Samsung Galaxy S II

6.490 kr. í 18 mán.

99.990 kr. stgr.

1.000 kr. notkuná mán. í 12 mán. fylgir

þessum síma!

HTC Desire S

4.490 kr. í 18 mán.

69.990 kr. stgr.

Símnotkun fylgir með 0 kr. Nova í Nova og Eitt verð í alla, áskrift og frelsi. Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Það er ódýrara að staðgreiða og þá þarf ekki kreditkort.

Page 4: 17. febrúar 2012

Alveg mátulegur

HeimilisGRJÓNAGRAUTUR

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

Fyrrum undirmálsfiskur í návígi

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Breytingar, él eða snjókoma víða um landið framan af degi, en kólnar síðan og

léttir til um sunnanvert landið.

HöfuðBorgarsvæðið: Éljagangur, en snýst í n-átt og lÉttir til með harðandi frosti.

nokkurt frost um land allt og víða Bjartviðri, en sums staðar vindBelg-

ingur.

HöfuðBorgarsvæðið: lÉttskýjað og frost um og yfir 5 stig.

dregur úr frostinu og Hlánar vestast um kvöld-ið. smá él eða mugga annars staðar en austan- og

suðaustanlands.

HöfuðBorgarsvæðið: Él eða lítilsháttar snjókoma annað slagið. hiti um eða rÉtt undir frostmarki.

Skammvinnt kuldakastKuldapollur úr norðri nær suður yfir Ísland um helgina og gerir dálítið frost um land allt. stendur ekki lengi, því á sunnudag hækkar hitinn. í dag verða víða él eða snjómugga. hríðarveður og færð gæti spillst norðan- og norðaustanlands í kvöld. á morgun verður að mestu úrkomulaust,

en strekkingsvindur víða og með skafrenningi þar sem nýr snjór liggur yfir. Á sunnudag nálgast heldur mildara loft úr suðvestri

og má gera ráð fyrir éljum vestantil og austur með

norðurströndinni.

-1

-2 -3 -1

0 -6

-9 -7-7

-70

-1 -2-5

-2

Einar Sveinbjörnsson

[email protected]

Michelsen_255x50_C_0511.indd 1 05.05.11 14:25

árangurslítil barátta gegn bílakirkjugarðilítil breyting hefur orðið á fjölda bíla að garðstöðum í Ögurvík við ísafjarðardjúp, segir Bæjarins besta. á fundi heilbrigðis-nefndar Vestfjarða var greint frá talningu bíla, í haust og um miðjan janúar. í haust voru taldir 423 bílar en þeir voru 422 bílar í janúar. Þar segir jafnframt: „mikið magn brotajárns og flokkaðs úrgangs hefur verið flutt frá Garðstöðum á þeim tíma sem samningar við súðavíkurhrepp hafa verið gildi. Þess sér þó engin merki í umfangi brotajárns á svæðinu og því má álykta að álíka magn sé flutt inn á svæðið og fer út af því.“ árið 2006 var gert samkomulag um að fjölda bíla skyldi fækkað í 60. - jh

guðrún sviðsstjóri á sviði sem lagt var niðursamkvæmt ráðningasamningi er upp-sagnafrestur guðrúnar Pálsdóttur, sem steig úr bæjarstjórastólnum í kópavogi fyrr í vikunni, tólf mánuðir. guðrún hefur unnið hjá kópavogsbæ frá ársbyrjun 1986 og tekur aftur við starfi sviðsstjóra tóm-stunda- og menningarmála; stöðu sem hafði verið lögð niður í hagræðingarskyni, en er nú endurvakin að nýju. samkvæmt upplýsingum hefur ekki verið gengið frá starfslokasamningi við guðrúnu eða nýjum kjörum, svo ekki er ljóst hvort hún verði árið á bæjarstjóralaunum eins og ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðisflokki sem er tekinn við stjórnartaumunum í bænum. - gag

suðureyri og ísafjarðarbær eru meðal þeirra sem lagt er til að fái styrk úr framkvæmdasjóði ferðamanna til bætts aðgengis ferðamanna að lóninu svokallaða við suðueyri. styrkurinn nemur 1.500.000 krónum og er ætlaður til að standa undir hönnun og efnis-kostnaði við bryggju, grjótvarnar-garði, uppfyllingu og stíg við lónið. Undirmálsfiski var sleppt í lónið fyrir um 15 árum og hann fóðraður til að byrja með. fiskurinn kemst í æti í sjó í gegn um rör sem liggur undir þjóðveginn, en hefur alltaf kosið að snúa heim aftur í hlýjan faðm lónsins þar sem ferðamenn geta virt hann fyrir sér í návígi. Fiskarnir eru það gæfir að þeir éta úr lófum gesta. Sá hængur hefur þó verið á frá upphafi að aðgengi að lóninu hefur ekki verið á allra færi. áætluð verklok eru í ágúst. -jh/Tölvumynd Tæknideild Ísafjarðarbæjar

H runið hefur ekki komið í veg fyrir að virði bresku matvöru-verslanakeðjunnar Iceland hefur

aukist um sextíu og sjö milljónir punda eða þrettán milljarða frá því að síðustu

viðskipti með bréf í félaginu fóru fram fyrir þremur og hálfu ári – nokkr-um mánuðum fyrir hrun. Ef gengis-munur er tekinn með í reikninginn þá nemur hækk-unin sjötíu og fimm milljörðum króna. Í ágúst 2008 seldi Fons, í eigu Pálma Haralds-sonar, tuttugu og níu prósenta hlut í Iceland fyrir fjögur hundruð og þrjátíu milljónir punda eða sextíu og fimm milljarða miðað við gengi þess tíma.

Slitastjórnir Landsbankans og Glitnis hafa náð samkomulagi við Malcolm Walker, forstjóra Iceland,

um að hann kaupi sjötíu og sjö prósenta hlut þeirra í Iceland-matvöruversl-anakeðjunni á 1,2 milljarð punda eða rétt um 231 milljarð íslenskra króna. Heilarverðmæti Iceland í samningnum er 1,55 milljarður punda eða rétt um þrjú hundruð milljarða íslenskra króna. Sam-kvæmt frétt í breska blaðinu Daily Te-legraph fjármagnar Walker kaupin með

lánum frá Deutsche Bank, fjárfestinga-sjóðum og Landsbankanum. Slitastjórn Landsbankans á sextíu og sjö prósent í verslunarkeðjunni en slitastjórn Glitnis um tíu prósent hlut. Fyrir áttu Walker og samstarfsfélagar hans tuttugu og þrjú í verslanakeðjunni.

Þetta hljóta að teljast góðar fréttir fyrir slitastjórnina og íslensku þjóðina því hluturinn í Iceland hefur verið talinn verðmætasta eign hennar og mikil-vægur hluti af endurgreiðslu Icesave. Íslenskir fjárfestar keyptu félagið undir lok árs 2004. Þá hét það Big Food Group og samanstóð af Iceland og Booker. Stærstu fjárfestarnir í því verkefni voru Baugur og Fons.

Eins og fram hefur komið í fréttum seldu Baugur og Fons hluti sína í Iceland á árinu 2008 til bæði Landsbankans og Glitnis. Margar fréttir hafa verið fluttar af því yfirverði sem talið var að bank-arnir hefðu borgað fyrir bréfin í Iceland á þeim tíma. Baugur seldi átta prósent hlut til Landsbankans í mars 2008 fyrir sextíu milljónir punda. Miðað við það verð var heildarverðmæti Iceland þá 750 milljónir punda – helmingurinn af kaupverði Malcolms Walker nú. Mánuði seinna seldi Baugur Landsbankanum og Glitni hvorum um sig 7,5 prósent hlut og greiddi hvor banki 100 milljónir punda. Miðað við það verð var heildarverðmæt-ið 1,33 milljarðar punda eða sextán pró-sent lægra en það er í dag. Ekki má síð-an gleyma að slitastjórn Landsbankans fékk níutíu milljónir punda í arðgreiðslu á síðasta ári frá Iceland eða rétt rúmlega sautján milljarða íslenskra króna.

Óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

viðskipti iceland Foods í Bretlandi

Virði Iceland aukist um 13 milljarða frá hrunitilboð malcolms Walker í verslunarkeðjuna iceland foods sýnir að virði keðjunnar er töluvert meira en það var í síðustu viðskiptum með hluti í því fyrir hrun. Þá seldi fons, félag Pálma har-aldssonar, 29 prósent hlut til styttu, tveimur mánuðum áður en allt hrundi haustið 2008.

Það er óhætt að segja að kaup Baugs, Fons og fleiri aðila á Big food group árið 2004 fyrir þrjú hundruð milljónir punda hafi verið ein bestu viðskipti íslandssögunnar. innan Big food group voru

iceland foods og Booker. Fyrirtækjunum var fljótlega skipt upp í tvö félög og hafa þau vaxið og dafnað. eins og áður segir miðar nýsamþykkt tilboð malcolms Walker við að verðmæti iceland-keðjunnar

sé 1,55 milljarður punda. Booker, sem er skráð í kaup-höllina í london, er metið þar á 1,1 milljarð punda. ef tekið er með í reikninginn sex hundruð milljóna punda arðgreiðslur til eigenda félaganna á þessum

tíma sem og sölu á fasteignum út úr Big food group í byrjun fyrir 100 milljónir punda má sjá að fjárfestingin hefur rúmlega tífaldast að verðmæti – úr þrjú hundruð milljónum punda í 3,3 milljarða. -óhþ

Tíföldun á verðmæti á sjö árum

malcolm Walker eignaðist tuttugu og þrjú prósent í iceland án þess að leggja út krónu. hlutinn fékk hann fyrir vinnu-framlag. Ljósmynd/Myndasafn Morgun-blaðsins

4 fréttir helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 5: 17. febrúar 2012

Tilb

in g

ilda

til o

g m

eð 1

5.04

.201

2. V

SK e

r in

nifa

linn

í ver

ði.

Fyri

rvar

ar e

ru g

erð

ir v

egna

gul

egra

pre

ntvi

llna.

© 2012 LFL

Tilb

in g

ilda

til o

g m

eð 1

5.04

.201

2. V

SK e

r in

nifa

linn

í ver

ði.

Fyri

rvar

ar e

ru g

erð

ir v

egna

gul

egra

pre

ntvi

llna.

Tilb

in g

ilda

til o

g m

eð 1

5.04

.201

2. V

SK e

r in

nifa

linn

í ver

ði.

Fyri

rvar

ar e

ru g

erð

ir v

egna

gul

egra

pre

ntvi

llna.

6.999SPARIÐ 3.000

154877

LEGO STAR WARS 9495 Y-VÆNGJA ORRUSTUFLAUG8-14 ára.Venjulegt verð 9.999

IT DOESN’T GET BIGGER THAN THIS!

4.999SPARIÐ 1.000

523187

STAR WARS DARTH MAUL GEISLASVERÐVenjulegt verð 5.999

4.999SPARIÐ 2.000

523195

STAR WARS GRÍMA MEÐ RAFMAGNI

Notar 1 C-rafhlöðu.Venjulegt verð 6.999

AKUREYRI: Glerártorg, sími 461 4500 GRAFARVOGUR: Blikastaðavegur, sími 585 0600KÓPAVOGUR: Smáratorg, sími 550 0800

Komið á Star Wars-daga

í TOYS"R"US.

Frekari upplýsingar á

www.toysrus.is/starwars

523002

STAR WARS FARARTÆKI MEÐ FÍGÚRUVenjulegt verð 4.999

1.499SPARIÐ 3.500

RUGLVERÐ

Page 6: 17. febrúar 2012

landsbankinn.is 410 4040Landsbankinn

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S •

jl.

is •

SÍA

*Nafnávöxtun 30.12.2010–30.12.2011. Nánari upplýsingar um ávöxtun sjóðsins er að fi nna á landsvaki.is.Fyrirvari: Sparibréf verðtryggð er verðbréfasjóður sam-kvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur e� irliti Fjármála-e� irlitsins. Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt � árfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði

hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vís-bendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má fi nna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsvaki. is eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsinguna áður en � árfest er í sjóðnum, en þar er meðal annars ítarleg um� öllun um � árfestingar-stefnu sjóðsins og áhættu sem felst í � árfestingu í honum.

Landsbankinn býður upp á � öl-breytt úrval ríkis skulda bréfa sjóða. Sparibréf verðtryggð er sjóður sem � árfestir í verðtryggðum skuldabréf-um íslenska ríkisins og hefur það markmið að endurspegla ávöxtun verðtryggðra ríkisskuldabréfa.

Reglubundinn sparnaður

Með reglubundnum sparnaði í sjóðum getur þú byggt upp eigna-safn með áskri� frá 5.000 kr. á mánuði. Enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskri� . Sparnað í sjóðum má alltaf innleysa.

Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst á � [email protected].

Framúrskarandi ávöxtun Sparibréfa verðtryggðra á árinu 2011

16,3%Ársávöxtun

2011*

RÚV EuRoVison

Æ tla að láta tékka á því við lögfræðing hvort ég geti komist hjá því að segja þér þetta – til að forða nefndarmönn-

um frá aðkasti. Læt þig vita um niðurstöðuna strax og hún liggur fyrir.“ Þetta var svar Páls Magnússonar útvarpsstjóra á mánudag við beiðni Fréttatímans um nöfn og ferilskrá allra

meðlima dómnefndar fyrir Söngva-keppni sjónvarpsins árið 2012 á grundvelli 3. greinar II. kafla Upp-lýsingalaga nr. 50/1996. Á mið-vikudag klukkan eina mínútu yfir eitt barst síðan svar frá honum þar sem hann nafngreindi dómnefndar-meðlimi. Þeir eru í þeirri röð sem Páll tilgreinir þá: Magnús Kjartans-son, tónlistarmaður, Kristín Björg Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu, Kristjana Stefáns-dóttir, söngkona og -kennari, Davíð Olgeirsson, tónlistarmaður og markaðs- og vefritstjóri á Bifröst, Þórdís Schram, dansari og dans-höfundur, Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari í Retro Stefson og Álf-heiður Erla Guðmundsdóttir, nemi í MH og söngkona. Í kjölfar svarsins

til Fréttatímans birtust fréttir um dómnefnd-ina á öðrum miðlum. Áður hafði Páll neitað að veita upplýsingar um nefndina en nokkur styrr hefur staðið um störf hennar og áhrif í tengslum við val á framlagi Íslands til Euro-vison þetta árið.

Óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

Páll Magnússon gaf eftir, að höfðu samráði við lögfræðing og svipti leyndarhjúpnum af dómnefndinni.

Leynidómnefnd RÚV afhjúpuð

Magnús Kjartansson vonast eftir því að fá frið frá æstum Eurovision-aðdáendum.

Útvarpsstjóri reyndi hvað hann gat til að halda nöfnum meðlima dómnefndar leyndum, meðal annars með því að leita til lögmanns en virti í kjölfar þess lög um upplýsingaskyldu opinberra stofnana.

nýsköpunaRVERðlaun ÁhÆttuREikniR lÆknanEma

Tól til aðstoðar við mat á áhættu á hjartaáföllumVilhjálmur Steingrímsson lækna-nemi fékk á þriðjudaginn nýsköp-unarverðlaun forseta Íslands fyrir áhættureikni fyrir hjarta- og æða-sjúkdóma hjá öldruðum. Verðlaun-in eru veitt námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úr-lausn verkefnis sem styrkt var af Ný-sköpunarsjóði námsmanna. Rann-sókn Vilhjálms lýtur að því að útbúa tól sem aðstoðar við mat á áhættu á hjartaáföllum til skamms tíma hjá öldruðum og gefur þannig tækifæri til markvissra forvarna fyrir þann aldurshóp. Slík tól eru ekki aðgengi-

leg í Evrópu í dag. Kransæðasjúkdómar eru ein

helsta orsök alvarlegs heilsubrests hjá öldruðum og kostnaður við lyf og þjónustu sem fylgir hjartaáföll-um er mikill. Með því að seinka eða koma í veg fyrir alvarlegar afleið-ingar kransæðasjúkdóms má bæta lífsgæði aldraðra og einnig létta af heilbrigðiskerfinu. Í verkefninu er leitast við að finna þætti með for-spárgildi sem einstaklingar geta sjálfir haft áhrif á, eins og reykingar, hreyfingu, blóðfitu og blóðþrýsting, með bættu mataræði, sem og að búa

til tæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að styðjast við í fyrirbyggjandi starfi hvað varðar hjarta- og kransæða-sjúkdóma meðal aldraðra.

Sex öndvegisverkefni voru til-nefnd til verðlaunanna í ár, eins og fram kom í Fréttatímanum síðastlið-inn föstudag; bætt nýtni í grænmet-isrækt, eyðibýli á Íslandi, greining prentgripa, jarðsegulsviðshermir og þróun við mat og viðgerðir á landi vegna utanvegaaksturs.

Jónas Haraldsson

[email protected] Vilhjálmur Steingrímsson hlaut nýsköpunarverðlaun forseta Íslands. Ljósmynd Br.G

6 fréttir Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 7: 17. febrúar 2012

smaralind.is Opnunartímar: Virka daga 11-19 Fimmtudaga 11-21 Laugardaga 11-18 Sunnudaga 13-18

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

50

177

17.-19. febrúar

Kynntu þér tilboðin og dagskrána á smaralind.is

Komdu í Smáralind og sjáðu hvað veturinn hefur upp á margt skemmtilegt að bjóða.

Alls konar vetrargræjur og kynningar á vetrarsporti. Á laugardag og sunnudag bjóðum við upp á leikhópinn Lottu, Sirkus Ísland, Svalaís handa öllum börnum á meðan birgðir endast og fría andlitsmálningu og blöðrur í Skemmtigarðinum.

Blár ópal laugardag kl. 17

Leikhópurinn Lottalaugardag kl. 13 og 15sunnudag kl. 14 og 16

Greta Salóme og Jónsisunnudag kl. 16

Page 8: 17. febrúar 2012

Hjúkrunafræðingar og læknar á bráðamóttöku gera endurlífgunaraðgerð á sjúklingi á bráðamóttöku spítalans við Hringbraut fyrir nokkrum árum. Mynd/Inger Helene Bóasson

Miðborgin ÁrÁs við skeMMtistað

Hrottaleg líkamsárás tattúeraðs ofbeldismannsSkemmtanahald langt undir morgun endar á slysadeild þar sem starfsmenn taka á móti úrvinda fólki eftir ofskammt af skemmtunum. Hrottaleg árás fyrir utan Faktorý um síðustu helgi sker sig ekki úr öðrum í miðbænum um helgina.

s kemmtistaðirnir eru opnir alla nótt-ina um helgar og við sjáum merki þess að það er ekki hollt,“ segir Elísa-

bet Benedikz, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala, spurð um hvort læknar merki

meiri hörku í mið-bænum. Hún segir erfitt að meta slíkt, en álagið á bráða-móttökuna vegna skemmtanahalds sem fari úr bönd-unum, sé mikið og hafi verið í langan tíma. Mest sé það upp úr miðnætti og svo aftur í morg-unsárið.

„Við sjáum tölu-vert af ungu fólki sem kemur und-ir morgun ef t ir að hafa verið að skemmta sér allt kvöldið og alla nótt ina. Það er dauðadrukkið og úrvinda eftir of-

skammt af skemmtun,“ segir hún. Oft er fólk svo drukkið að það kemst ekki heim til sín af bráðamóttökunni: „Þá er töluvert um örvandi fíkniefni. Fólk er því oft mjög hátt uppi, æst og jafnvel ofbeldisfullt á bráða-móttökunni.“

Um þrjátíu manns urðu vitni að hrotta-

legri líkamsárás fyrir framan skemmti-staðinn Faktorý á Smiðjustíg aðfararnótt sunnudags. Tattúeraður karlmaður, ber að ofan, barði ungan mann og skildi eftir í blóð-polli fyrir framan staðinn. Vitni sáu þar sem hann braut glas framan í honum, kýldi hann í höfuðið þar til hann lá í götunni og spark-aði í það. Klukkan var hálf fimm að morgni. Verið var að loka staðnum.

Vitni lýsir því hvernig þetta hafi allt gerst á um tíu sekúndum. Enginn hafi treyst sér eða fengið ráðrúm til að stöðva manninn á þessum stutta tíma. Árásarmað- ur-inn hélt upp á Laugaveg eftir að hafa klæðst rauðum stutterma-bol. Eftir lá fórnar-lambið alblóðugt; nefbrotið. Stuttu síðar hafi lög-reglan komið á staðinn og f lutt slasaða manninn á spítala.

Samkvæmt upplýsing-um lögreglu hefur árásin ekki verið kærð. Ekkert í skýrslum lögreglunnar bendi til þess að árásin hafi verið alvarlegri en aðrar í miðbænum um helgar. Glös virðist oft vopn ofbeldismanna á skemmtistöðum borgar-innar. Þrátt fyrir óhugnanlegar lýsingar virðist ekki sem ofbeldið sé að aukast.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

[email protected]

Nefbrotinn. Læknar á bráðamóttöku takast á við erfið eftirmál skemmtana-halds þegar líða fer á nóttina. Myndin er úr safni. Mynd/gettyimages

Toyota Land Cruiser 4x4

árg. 2008, ekinn 82 þús. km.2982cc, sjálfsk. dísil

Subaru Forester 4x4

árg. 2009, ekinn 31 þús. km.2000cc, beinsk. bensín

Ford F150 4x4

árg. 2006, ekinn 70 þús. km.5409cc, sjálfsk. bensín

Toyota Land Cruiser 35” 4x4

árg. 2004, ekinn 141 þús. km.2982cc, beinsk. dísil

Nissan Patrol 4x4

árg. 2007, ekinn 79 þús. km.2953cc, sjálfsk. dísil

Ford Expedition 4x4

árg. 2007, ekinn 98 þús. km.5400cc, sjálfsk. bensín

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og KIA á Íslandi.

Verð áður: 6.490.000 kr.

Verð nú: 2.190.000 kr.

Verð nú: 5.790.000 kr.

Verð nú: 2.950.000 kr.

Verð áður: 3.390.000 kr.

Verð nú: 3.190.000 kr.

Verð áður: 3.790.000 kr.

Verð áður: 2.990.000 kr.

Verð nú: 3.890.000 kr.

Verð áður: 4.590.000 kr.

Verð nú: 3.890.000 kr.

Verð áður: 5.490.000 kr.

Kia Sorento

Eigum úrval Kia Sorentobifreiða, dísil, sjálfsk.

Hyundai i10

árg. 2011, ekinn 25 þús. km.1086cc, beinsk. bensín

Verð frá 1.990.000 kr.

Kia cee’d

Eigum úrval Kia cee’d bifreiðabensín, beinsk. 1.4

Verð frá 1.950.000 kr.

Tilboðsverð: 1.590.000 kr.

TILBOÐSBÍLARá verði sem lætur engan ósnortinn

40 sóttu um flugmanns-stöðu hjá GæslunniUm fjörutíu manns sóttu um tvö laus flugmanns-störf hjá Landhelgisgæslunni sem auglýst voru til umsóknar. Um er ræða stöður fyrir Dass 8 300 vél Gæslunnar. Svanhildur Sverrisdóttir, starfsmannastjóri Land-helgisgæslunnar, segir í samtali við Frétta-tímann að auðsýnilega sé mikill áhugi fyrir starfinu. Umsóknarfrestur rann út 7. febrúar og segir Svanhildur að unnið sé að því að flokka umsóknirnar. Gert er ráð fyrir því að þeir flugmenn sem ráðnir verða hefji störf í byrjun næsta mánaðar. -óhþ

Fiskikóngur vill dýpka kjallaraFiskikóngurinn ehf, sem rekur samnefnda fiskbúð á Sogavegi, hefur sótt um leyfi til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til að dýpka kjallara um 25 rúmmetra og breyta innrétt-ingum. Hyggur fiskikóngurinn á að innrétta starfs-mannaaðstöðu og byggja útitröppur í norðvestur-horni lóðarinnar. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi í síðustu viku og vísað til athugasemda á blaði eins og stendur í fundargerð. -óhþ

Arabískt félag á meðal eigenda 365Það kennir ýmissa grasa í hluthafahópi fjölmiðlarisans 365. Ingibjörg Pálmadóttir er þar langfyrirferðarmest en einnig á

félagið Fjölmiðill ehf rétt tæplega fjögur prósent hlut. Það hét áður Eignarhalds-félagið SHH og var í eigu Stefáns Hilmars Hilmarssonar, fram-kvæmdastjóra 365, sem úrskurðaður hefur verið gjaldþrota. Í dag

er það í eigu félagsins Fjolmidill Holding Limited sem er með heimilisfestar í Sam-einuðu arabísku furstadæmunum. -óhþ

8 fréttir Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 9: 17. febrúar 2012

ÁVÍSUN Á ÁNÆGJU

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

1-1

76

9

Sjóvá er hluti af Ólympíufjölskyldu ÍSÍ

Þessa dagana færð þú ásamt 19.872 öðrum tjónlausum og skilvísum viðskiptavinum í Stofni hluta af iðgjöldum síðasta árs endurgreidd

ÞÚ INNLEYSIR ENDURGREIÐSLUNA ÞÍNA Á SJOVA.IS

ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ

Vantar þig aðstoð?

Hringdu og við aðstoðum þig

við að innleysa ávísunina.

440 2000

Page 10: 17. febrúar 2012

S tjórn Veiðifélags Laxár á Ásum undrast „gegndar-lausan“ kostnað þriggja

manna stjórnskipaðrar nefndar við arðskrármat árinnar. Kostnaðurinn nam 9.228.852 krónum en félagið hafnar réttmæti reikninga umfram 4.362.881 krónu. Mat er lagt á hversu mikið hver jörð leggur til arðsins af ánni, meðal annars búsvæði, þ.e. klak hrogna, og landlengd. Í lögum um lax- og silungsveiði er kveðið á um að landeigendur geti farið fram á nýtt arðskrármat á átta ára fresti.

Það sem einkum vekur undrun stjórnar veiðifélagsins, að því er fram kemur í samantekt sem Páll Jónsson formaður undirritar fyrir hönd stjórnar, er að Laxá á Ásum er tiltölulega stutt á, um 15 kílómetra löng, og ekki með neinum þverám. Bendir stjórnin á að nýlegt mat Víði-dalsár, með þverám og Hópinu, sem ætla mætti að væri mun flóknara verkefni kostaði rúmlega 6.3 millj-ónir króna. Arðskrá vegna Langár kostaði 3,5 milljónir króna, fyrir Hafralónsá 3,6 milljónir, Flóku 3,7 milljónir, Búðardalsá 2,3 milljónir, Haukadalsá 2 milljónir og Krossá 1,2 milljónir. Þessar ár voru metnar á árabilinu frá 2009 til 2011.

Gegndarlaus kostnaðurVeiðifélagsstjórnin bendir á að mest-ur tími matsmanna hafi farið í kostn-að við mat á sameiginlegu ósasvæði Laxár á Ásum og Vatnsdalsár. Því væri eðlilegt að bera saman kostnað við mat Víðidalsár við samanlagðan kostnað við mat á Laxá á Ásum og Vatnsdalsá en greiðslur til mats-mannanna vegna beggja ánna námu 17,76 milljónum króna.

Stjórn veiðifélagsins segir vinnu-brögð matsnefndarinnar ekki sam-ræmast góðu verklagi við matsstörf og skýringar formanns nefndarinn-ar, sem bárust sjávarútvegs- og land-búnaðarráðuneytinu í bréfi, rýrar og þær einar að Laxá sé með sameigin-

legt ósasvæði og Vatnsdalsá. Önnur úrlausnarefni séu þau sömu og unnin hafi verið í fyrri mötum og „gefi ekki tilefni til þess gegndarlausa kostn-aðar sem farið er fram á.“

Stjórn veiðifélagsins segir að með-al annars hafi reynst nauðsynlegt að endurvinna mælingu á landlengd vegna mistaka hjá matsnefnd. Kraf-ist er endurgreiðslu vegna þessa. Þá bendir hún á að allir matsnefndar-menn hafi verið viðstaddir mælingu á landlengd á sameiginlegu ósasvæði Laxár á Ásum og Vatnsdalsár. Vinna matsnefndarinnar hefði að megin hluta falist í að kynna fyrir viðstödd-um hvernig staðið yrði að mælingu á lengd ósasvæðisins. Mat stjórnar veiðifélagsins er að einn nefndar-maður hefði getað unnið þessa vinnu og að hún hefði átt að fara fram um leið og vettvangsskoðun fór fram við Laxá á Ásum. Þannig hefði mátt lækka vinnuframlag matsnefndar um að minnsta kosti 2/3 vegnar þessarar tilgreindu vinnu og eknum

kílómetrum matsmanna hefði fækk-að töluvert en veruleg athugasemd er gerð við mikinn akstur við mat árinnar. Nefndarmennirnir þrír óku alls 9.753 kílómetra við matsstörfin en þeir búa bæði norðan og sunnan heiða.

Matsnefndarmenn hafi enn frem-ur setið inni í bifreið sinni megin hluta þess tíma sem mæling átti sér stað. Með betra skipulagi hefði ver-ið auðvelt að mæla landlengd þeg-ar fyrsta vettvangsskoðun fór fram og þannig hægt að fækka eknum kílómetrum, lækka fæðiskostnað og fækka fjölda vinnustunda mats-nefndarmanna. Skipulag og undir-búningur matsnefndarinnar hafi ver-ið afar bágborinn og sá tími sem fór í lúkningu á matinu dæmalaus. Ósk um nýtt arðskrármat barst í október árið 2007 en matsnefndin lauk störf-um með úrskurði í nóvember síðast-liðnum. Stjórn veiðifélagsins telur að slitrótt vinna matsnefndarinnar yfir fjögurra ára tímabil, lélegur undir-

búningur og skipulagsleysi nefndar-innar hafi valdið því að kostnaður við matsstörf hafi aukist verulega umfram það sem eðlilegt er við sam-bærileg möt.

Veiðifélagsstjórnin bendir líka á að nútíma fjarskiptatækni geri mönn-um kleift að skiptast á skoðunum án þess að aka marga hringi kringum landið til að fá úrlausn þeirra matsl-iða sem hún hafði til úrskurðar.

Flókið úrskurðarefniSjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-neytið óskaði skýringa á „óvenjulega háum kostnaði“ við arðskrármatið og í skýringum Örlygs Hnefils Jóns-sonar, formanns matsnefndarinnar, segir að umfang vegna arðskrárgerð-ar fyrir veiðifélög Laxár á Ásum og Vatnsdalsár hafi verið óvenju mikið í báðum tilvikum. Vatnasvæði ánna, sem hafa sameiginlegt ósasvæði, sé að mörgu leyti sérstakt. Ágrein-ingur hafi verið uppi um hvort og með hvaða hætti ósasvæðið skyldi

tekið til mats í báðum ánum. Það hafi reynst f lókið úrskurðarefni sem matsnefndin hafi þó lagt mikla áherslu á að ljúka með málefnalegri niðurstöðu fyrir þá sem áttu í hlut. Framkvæma hafi þurft nýjar bakka-lengdarmælingar og við báðar árnar hafi ýmis ágreiningsefni verið upp sem leysa hafi þurft úr með tilliti til arðsúthlutunar. Vegna eðlis ágrein-ingsefnanna hafi oftar verið farið á vettvang til skoðunar staðhátta en tíðkast hefur við aðrar ár. Ljóst sé því að matskostnaður í tilviki beggja veiðifélaganna sé því hærri en í öðr-um matsmálum en þau séu þau um-fangsmestu sem matsmennirnir hafi komið að.

Eðlilegur akstur? Stjórn Veiðifélags Laxár á Ásum kannast við þau ágreiningsefni sem Örlygur Hnefill nefnir en gerir mikl-ar athugasemdir við það að það taki nefndina sem samsvarar 21 vinnu-viku að komast að niðurstöðu. Gera verði þá kröfu til aðila sem hafi það að aðalstarfi að fjalla um dómsmál að þeir geti metið þau gögn sem þeir fá í hendur án þess að þurfa að takast á hendur um 10 þúsund kílómetra akstur.

Þá komi ekkert fram um umfjöll-unarefni nefndarinnar á hverjum tíma, aðeins hvar þeir hafi hist, með-al annars á Egilsstöðum og í Gríms-nesi. Spurt er hvort það séu heppileg-ustu fundarstaðirnir. Fram komi að í seinni hluta matsins hafi formaður matsnefndarinnar ekið 4143 kíló-metra vegna mats Laxár á Ásum en í bréfi stjórnar Vatnsdalsár komi fram að formaðurinn ók á sama tíma 5953 kílómetra vegna mats á þeirri á. Það er á ellefta þúsund kílómetrar á rétt rúmlega ári. Er það eðlilegt?, spyr stjórn Veiðifélags Laxár á Ásum.

Jónas Haraldsson

[email protected]

Undrast „gegndarlausan“ kostnað við arðskrármat Laxár á ÁsumKostnaður við arðskrármat Laxár á Ásum nam rúmlega 9,2 milljónum króna, langt umfram kostnað við mat annarra veiðiáa. Stjórn veiðifélags árinnar hafnar rétt-mæti reikninga umfram rúmlega 4,3 milljónir. Sérstök athugasemd er gerð við nær 10 þúsund kílómetra akstur vegna matsins og að matsnefndin hafi ekki nýtt sér ekki nútíma fjarskiptatækni. Formaður matsnefndarinnar segir „óvenju háan kostnað“ skýrast af umfangi arðskrárgerðarinnar, sérstöku ósasvæði og að úr-skurðarefni hafi verið óvenju flókin. Jónas Haraldsson kynnti sér deilumálið.

Laxá á Ásum. Stjórn Veiðifélags árinnar blöskrar kostnaður við arðskrármat hennar. Formaður matsnefndarinnar segir óvenjulega háan matskostnað helgast af flóknu úrskurðarefni. Ljósmynd Hanna Kristín Gunnarsdóttir

Mats-nefndinMatsnefndar-mennirnir eru þrír; Örlygur Hnefill Jónsson formaður, Ásgeir Magnússon og Þorgils Torfi Jónsson. Örlygur Hnefill fer fram á 3.962.661 krónu vegna arðskrár-mats Laxár á Ásum, Ásgeir 2.906.551 krónu og Þorgils Torfi 2.253121 krónu. Annar tilfallandi kostnaður er 106.520 krónur.

Nútíma fjarskipta-tækni gerir mönnum kleift að skiptast á skoðunum án þess að aka marga hringi kringum landið.

10 fréttaskýring Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 11: 17. febrúar 2012

iPad 2 iPod touchiPhone 4

SmáralindOpnunartímarVirka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1300 | www.epli.is

Laugavegi 182OpnunartímarVirka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16Sími 512 1300 | www.epli.is

Verð frá: 189.990.-

Verð frá: 89.990.- Verð frá: 44.990.- Verð frá: 99.990.-

MacBook AirNý endurhönnuð MacBook AirSkjár með hárri upplausn og hröðu flash-minni í stað harðs disks. Thunderbolt tengi

* B

irt

með

fyri

rvar

a u

m p

ren

tvill

ur o

g v

erð

bre

ytin

gar

.

Græja ársins 2011 að mati Frjálsrar verslunar

Page 12: 17. febrúar 2012

Í slensku konurnar sem munu láta fjarlægja fölsuðu iðn-aðarsílikon-púðana sofna með löguleg brjóst en vakna án þeirra. Púðarnir verða fjarlægðir og engir settir í

staðinn. Í mörgum tilfellum væri ekki hægt að setja nýja vegna bólgu, roða og þrota í brjóstum kvennanna. Í öðrum tilfellum er það ekki gert, því Landspítalinn „tekur almennt ekki þátt í fegrunaraðgerðum,“ eins og landlæknir segir.

„Talað var um það að púðarnir yrðu teknir en svo velti ég því fyrir mér hversu mörg okkar hafa hugsað málið til enda. Hvað svo? Hvernig er að vakna og brjóstin eru næstum því farin og aflöguð. Það er mikið áfall,“ segir Anna Valdimars-dóttir, sálfræðingur og rithöfundur.

„Skilaboð yfirvalda til kvennanna eru kaldranaleg. Þau eru: Nú erum við búin að gera okkar. Þau vita samt að mál-inu er engan veginn lokið,“ segir hún.

Yfir fjögur hundruð íslenskar konur eru með fölsuðu sílikon-púðana innra með sér. Ómskoðun íslenskra yfirvalda hefur sýnt að meirihluti þeirra sem hingað til hefur verið skoðaður er rofinn og lekur. Í rannsókn vísindanefndar Evrópusambandsins segir frá dæmi þess að iðnaðarsílikonið hafi fundist í nára, hálsi og milli lungna konu.

Kusu ekki iðnaðarsílikonPIP-sílikon-konurnar tóku ákvörðun um að láta stækka á sér brjóstin með vottuðu sílikoni til lækninga. Þær fengu púða fyllta af iðnaðarsílikoni. Eftir aðgerðirnar þar sem fölsuðu púðarnir verða fjarlægðir verður búið að skera tvisvar í hvort brjóst, jafnvel fjarlægja meiri vef úr öðru þeirra en hinu, þau verða hugs-an-

lega misstór, eins og Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður tuga kvenna, segir en hún hefur lýst áhyggjum þeirra.

„Þetta er áfall sem kemur ofan á það áfall að verða fyrir því að grætt er í mann eitthvað sem aldrei var hugsað þannig að það ætti að fara inn í mannslíkamann,“ segir Anna. „Það er skelfileg tilhugsun að hugsa til þess að búið sé að græða eitthvað í líkama manns sem á ekkert erindi inn í hann: Að maður sé varnarlaus og geti ekki treyst því að ítrustu varúðar sé gætt þegar hlutir eru græddir í líkama manns og því að gerðar séu hámarks kröfur um gæði og að efnið sé öruggt.“

Þegar Anna segir að málinu sé engan veginn lokið er konan gengur út af Landspítalanum eftir aðgerðina og á hún meðal annars við að breytingin blasi við hverjum þeim sem þekki þær. „Það sem átti hugsanlega að vera einkamál er orðið opinbert. Þetta er viðkvæmt því það lýtur að líkam-anum sjálfum sem er svo sýnilegur og áberandi. Almennt ef eitthvað er að manni þá er það ekki sýnilegt öðrum. Það blasir ekki við ef maður er verri í baki. Það er því áfall, já og erfitt að þurfa að útskýra eitthvað sem manneskja ætlaði að hafa fyrir sig sjálfa. Ég get ímyndað mér að í sumum tilvik-um upplifi þær sorg og eftirsjá þar sem líkaminn breytist, því við viljum halda í það sem við höfum.“

Kaldar kveðjur til kvennannaAnna segir að eftir standi sú spurning í kolli kvennanna; hvort líkami þeirra sé í lagi eftir iðnaðarsílikonið. „Í veik-indum gerist það oft að fólk fær stuðning og skilning. Fjöl-skyldan stendur saman, jafnvel er efnt til safnana, sýnd er samúð og skilningur,“ segir hún.

„En í svona stöðu getur kona hugsað að hún muni ekki fá þennan skilning eða njóti ekki samúðar. Hún geti ekki

talað um vandann, því hún beri ábyrgð á þessu sjálf. En jafnvel þótt fegrunaraðgerðir væru flokkaðar til við-

skipta í stað læknavísinda eru ákveðnar kröfur gerð-ar. Þú átt að fá það sem þú borgar fyrir. Þær konur

sem þurftu að borga fyrir sína aðgerð stóðu í þeirri trú að þetta væru allt saman ábyrgir aðilar

sem stæðu þarna á bakvið. Nú er vandi. Hver á að borga brúsann og höggið? Ég

hef ekki svör við því en mér finnast kaldar kveðjur að segja að þær hafi valið sér þetta.

Þetta

sé þeirra mál og að engum komi það við. Það getur aukið á andlega vanlíðan þeirra, því þær geti sjálfri sér um kennt,” segir Anna og telur málið rista dýpra en svo.

„Skoða þarf þetta í víðara samhengi. Það er talað um að þetta séu viðskipti sem þær hafi kosið sjálfar en í okkar samfélagi er mikil pressa á að selja og auka efnahagsábata. Ein leiðin til þess er að gera manneskjur óánægðar með eigið útlit og láta þeim finnast að þær þurfi að betrumbæta sig. Það er ekki mikil umræða í samfélaginu um önnur gildi. Þær raddir heyrast ekki mikið lengur sem gagnrýna að konur þurfi að líta svona og svona út og að þær þurfi að vera íturvaxnar og girnilegar fyrir augað. Horfum á sjónvarpið. Hversu margar venjulegar, miðaldra og reynslumiklar kon-ur sjást á skjánum,“ spyr Anna og bendir á að konurnar hafi því margar ekki farið í brjóstastækkun til þess að líta betur út, heldur til að uppfylla þær staðalímyndir sem samfélagið setji þeim.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

[email protected]

Sofnað með brjóst en vakna án þeirraHvernig lít ég út þegar ég vakna? Það gæti flogið um huga þeirra fjölmörgu kvenna sem frá mánudegi leggjast á skurðarborð lýtalækna á Landspítalanum til þess að láta fjarlægja falsaða, franska sílikonpúða. PIP-púðarnir eru fylltir iðnaðarsílikoni. Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur og rithöfundur, fer yfir tilfinningarnar sem gætu bærst meðal þeirra og málið í heild með Gunn-hildi Örnu Gunnardóttur.

Anna Valdimars-dóttir, sálfræðing-ur og rithöfundur, skoðar líðan kvenna sem þurfa að láta fjarlægja fölsuðu sílikonpúðana úr brjóstum sínum.

Skurðaðgerð undirbúin. Á mánudag verða fyrstu

aðgerðirnar á Landspítalan-um við að fjarlægja fölsuðu

iðnaðarsílikonpúðana úr íslenskum konum. Konurnar

fara heim án þess að hafa sílíkonpúða í barmi sínum.

Mynd/gettyimages

12 fréttaskýring Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 13: 17. febrúar 2012

Lífeyrissjóðakerfið bognaði en brotnaði ekki í bylnum stóra

Íslenska lífeyriskerfið er öflugt og traust þrátt fyrir

hrunið haustið 2008. Hrein eign lífeyrissjóða til greiðslu

lífeyris náði því strax árið 2009 að verða meiri en hún

var mest fyrir hrun og var í lok árs 2011 orðin tæplega

2.100 milljarðar króna.

Hrein eign íslenskra lífeyrissjóða nam tæplega 124%

af landsframleiðslu árið 2010. Einungis í Hollandi var

hlutfallið hærra innan OECD.

Lífeyrissjóðir verða að ávaxta eignir sínar svo þær svari

til skuldbindinga gagnvart sjóðfélögum þegar þeir

þurfa á lífeyri að halda. Fjárfestingar þurfa að vera eins

öruggar og kostur er.

Stjórnir og stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa yfirfarið

og endurmetið á sjálfsgagnrýninn hátt vinnubrögð

og vinnureglur við mat og eftirlit af margvíslegu tagi í

starfseminni, ekki síst varðandi fjárfestingar og siðferði.

Fjárfestingakostir lífeyrissjóðanna nú eru því miður

of fáir og einsleitir til að teljist viðunandi. Það gengur

of hægt að koma efnahagslífinu hérlendis á skrið og

gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir geti

ávaxtað sitt pund erlendis á þann hátt sem ákjósanlegt

er til að dreifa áhættu og nýta álitlega kosti til fjár-

festinga.

Skýrsla nefndar um starfsemi lífeyrissjóða í aðdraganda

efnahagshrunsins er tilefni líflegra umræðna í samfélag-

inu um lífeyrissjóðakerfið, tilgang þess, stöðu og framtíð.

Málefnið varðar landsmenn alla og skýrslan skerpir sýn á

þá staðreynd að íslenska lífeyrissjóðakerfið í heild stóð

af sér hrunið þrátt fyrir að eignir lífeyrissjóða hafi rýrnað

mikið.

Tjón íslenskra lífeyrissjóða nam tæplega meðaltalstapi

lífeyrissjóða í OECD-ríkjum. Rétt er að minna á, hvorki

til að afsaka né réttlæta að neinu leyti að svo fór sem

fór, að Ísland er ekki eyland i efnahagslegum skilningi.

Sumir íslenskir lífeyrissjóðir urðu að bregðast við með

því að skerða lífeyrisréttindi og það ber að harma. Þessir

sjóðir höfðu reyndar áður aukið réttindi umfram vísitölu

neysluverðs í krafti góðrar ávöxtunar.

Einnig ber að nefna að verðtryggður lífeyrir úr líf-

eyrissjóðum hefur verið greiddur út frá upphafi efnahags-

kreppunnar og kjör lífeyrisþega verið varin sem því nemur.

„Varðandi stöðugleika kerfisins má líta til þess að þrátt fyrir að mikið áfall hafi riðið

yfir þá hlaut lífeyriskerfið þó ekki verri útreið en raun ber vitni og telja verður líklegt að

lífeyriskerfið geti staðið undir sér í framtíðinni.“

Katrín Ólafsdóttir lektor: Íslenska lífeyriskerfið og íslenskur þjóðarbúskapur. Viðauki II í 1. hefti úttektarskýrslu um lífeyrissjóðina bls. 159.

Landssamtök lífeyrissjóða • • Sætún 1 • • 105 Reykjavík • • Sími 563 6450 www.ll.is

Heimildir: Seðlabanki Íslands vegna 2011 (áætluð heildareign). Fjármálaeftirlitið vegna 1997-2010.

Meðaltal hreinnar raunávöxtunar lífeyrissjóða 1997-2011 er 3,3%.Hrein raunávöxtun er ávöxtun umfram verðbólgu að frádregnum rekstrarkostnaði sjóðanna. Heimild: Fjármálaeftirlitið og Landssamtök lífeyrissjóða.

Allar tölur eru í milljörðum króna, á verðlagi hvers árs.

Page 14: 17. febrúar 2012

Barnadagar

Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is

Skoppa og Skrítlaskemmta börnunum

25% afsláttur af öllum barnavörum

laugardag kl 13.30allir krakkar fá rúmföt

fyrir bangsann sinn

föstudag & laugardag

meðan birgðir endast

Lækningatækjaeftirlitið, sem var hjá Landlæknis-embættinu fram í maí á síðasta ári, taldi sig ekki hafa nægar heimildir til þess að ganga eftir því hvort Jens Kjartansson lýtalæknir hefði upplýst konurnar 400 sem ganga með iðnaðarsílikon í brjóstum um rann-sóknin franskra yfirvalda á púðunum og niðurstöðu þeirra á efnisinnihaldinu. Þetta segir Haukur Egg-ertsson, sérfræðingur hjá

Lyfjastofnun, sem fylgdi eftirlitinu frá Landlæknis-embættinu til stofnunar-innar.

Eftirlitið sem og land-læknisembættið – sem fylgist með læknum – var fyrst upplýst um málið 2. apríl 2010 þegar frönsk yfirvöld sögðu að þau hefðu tekið CE-merking-arnar af púðunum. Þá aftur í lok mánaðarins, þegar þau greindu frá því að sílikon til lækninga hefði ekki verið notað. Í

lok september sama ár voru fyrstu niðurstöður rannsókna birtar og Jens í kjölfarið boðaður á fund landlæknisembættisins.

Haukur segir að eins og þekkt sé hafi verið ákveðið á fundi með Jens þann 18. október 2010 að hann tæki að sér að hafa samband við allar konurnar. „Á þeim fundi var niðurstaðan að ekki væri það nær-gætnasta sem hægt er að gera fyrir konu að auglýsa málið í blöðum.“ - gag

Hvenær hætti Jens Kjartansson lýta-læknir að nota sílikonpúða frá PIP?

„Apríl 2010.“Átti hann birgðir þegar málið

komst upp?„Það sem hann átti var ekki

notað.“ Veistu hversu margar fengu púða

árið 2010?„Það eru upplýsingar sem við

höfum ekki fengið. Við bíðum ró-leg og reiknum með að niðurstaða liggi fyrir um aðgang að gögnum um mánaðamótin.“

Hver er staða kvenna sem hafa fengið PIP-púða fyrir meira en tíu árum?

„Varðandi heilbrigðismál er staða þeirra ekkert önnur en staða þeirra kvenna sem hafa fengið PIP púða frá 2001. Það er frá því ári sem hefur legið fyrir að varan sé fölsuð.“

Af hverju er talið að PIP fyll-ingar rofni frekar hér en annars staðar í Evrópu?

„Ég get ekki svarað því með neinni vissu. Ég get aðeins sagt að það hefur enginn gert

svipaða athugun með óm-skoðun og við erum að

gera núna. Við verðum þó að horfa á heildina áður en við tölum um heildarlekatíðni. Síðan skoðuðum við elstu púðana í fyrstu at-rennu, sem gæti haft áhrif á hlutfallið.“

Getur verið að þeir springi frekar þar sem þeir voru settir undir vöðva?

„Spyrja verður lýtalækna að því en það á ekki að skipta neinu máli samkvæmt mínum kokkabókum.“

Hafið þið fengið upplýsingar um fjölda sílikon-aðgerða það sem af er ári?

„Nei, engar upplýsingar.“Hefur umræðan nú haft áhrif

á það hvort konur kjósi að fara í sílikon-aðgerðir?

„Ég held að umræðan hafi verið svo umfangsmikil að mér finnst ekki ólíklegt að það hafi haft ein-hver áhrif. En ég hef engin gögn í höndunum til þess að styðja það. Það verður ársyfirlitið að segja okkur. Jafnvel þótt þeim hafi fækk-að núna getur það verið seinkun á ákvörðun. Það verður að skoða í lok árs.“

En ráðleggur landlæknisembættið konum frá því að fá sílikon-fyll-ingar?

„Ég hvet allar konur sem eru að íhuga þetta að gera það mjög vel og taka ákvörðun í samráði við lýtalækni sinn. Það er augljóst að þessar aðgerðir eru ekki frekar en margar aðrar án aukaverkana.“

Allar aðgerðir eru hættulegar. En eru sílikon-púðar hættulegir?

„Ekki samkvæmt því sem verið hefur nema þessar þekktu aukaverkanir þegar þeir leka og að leki geti farið út í nærliggjandi vefi og jafnvel eitlakerfi. En það hefur ekki verið sýnt fram á að það hafi sérstök áhrif önnur. Sílikon er not-að víða. Því er dreift í umhverfinu; er í varalitum og er efni sem víða er notað og í margs konar vörum. Að hafa þetta sem ígræddan hlut er ákvörðun sem hver kona verður

IðnaðarsílIkonpúðarnIr

Ekki forsvaranlegt að setja síli-kon í bólgin og þrútin brjóstLandlæknir segir að íslensk yfirvöld muni örugglega skoða hvort sótt verði á Frakka með að bæta þann skaða sem orðið hefur af slöku eftirliti þeirra sem varð til þess að iðnaðarsílikon var sett í barm rúmlega 400 íslenskra kvenna. Hann hvetur konur til að íhuga vel hvort þær vilji sílikon í kropp sinn. Aukaverkanir af rifnum púðum eru þekktar.

Töldu engar heimildir til að ganga á eftir Jens

að gera upp við sjálfa sig í samráði við sinn lækni.“

Hvergi hefur komið fram að PIP-púðar hafi verið bannaðir hér á landi eftir að boð komu frá frönsku eftirlitsstofnuninni. Var það gert?

„Púðarnir voru teknir af mark-aði. Þeir voru ekki lengur í umferð. Haft var samband við Jens og rætt við hann.“

Hefur embættið áhyggjur af sál-rænum vanda kvennanna sem láta taka púðana og koma út með enga. Þær tóku hugsanlega ákvörðun um að stækka brjóst sín – voru kannski ósáttar – en fara núna út, jafnvel með annað brjóstið minna en hitt, teygð brjóst og kannski mun síðri en áður en þær fóru í fyrstu aðgerðina?

„Að sjálfsögðu hef ég fullan skilning á því að konum líði illa yfir umræðunni. Þeim líði illa yfir því að gangast undir aðgerð sem þær höfðu ekki reiknað með. Þeim líði illa yfir því að ímynd þeirra skaðist þegar brjóstafyllingin er tekin brott. Ég hef fulla samúð með þeim hvað það varðar. Þetta er samt ákvörðun hvers og eins einstaklings að taka í samráði við sinn lækni. Við höfum sagt að lekir púðar hafi áhrif á nærliggjandi vefi, þeir valda bólgum og ertingu. Það er því læknisfræðilegt mat að brjóstapúðar verði ekki settir inn í aðgerðum á Landspítalanum. Síðan verður hver kona að gera upp við sig hvernig hún vill bregð-ast við því.“

Lýtalæknar hafa sjálfir sett púða í stað þeirra sem teknir eru. Hafa þeir þá ekki borið hag sjúklinga fyrir brjósti?

„Ég myndi aldrei segja að það hafi þeir ekki gert. Því má ekki gleyma að það er verið að tala um PIP-púða þar sem helsti munurinn er þessi bólgusvörun. Þegar settir eru brjóstapúðar í þrútin brjóst, þar sem er bullandi bólga, þá getur myndast poki þegar bólgan hjaðnar. Þá þarf að fara í aðra að-gerð og strekkja. Þetta eru flókin læknisfræðileg mál sem verður að taka á grunni hverrar og einnar konu. Bólga þýðir roði. Bólga þýðir bjúgur. Þegar bólga hjaðnar skapast rými, umfangið minnkar. Spítalinn tekur almennt ekki þátt í fegrunaraðgerðum. Það er því allt önnur spurning að fá nýja púða.“

Telur þú sem landlæknir að ís-lensk yfirvöld hafi brugðist kon-unum þar sem eftirlitið var lagt í hendurnar á frönskum yfirvöldum sem sást yfir fölsunina í fjölda ára?

„Nei. Við búum við alþjóðlegt eftirlitskerfi. Ég tel að embætti landlæknis hafi ekki brugðist á neinn hátt. Þetta er samevrópskt eftirlit. Púðarnir voru gæðamerkt-ir og hér er frjálst flæði vara.“

Ætlar landlæknisembættið að beita sér fyrir því að Frakkar bæti þennan skaða?

„Það er mál sem stjórnvöld munu örugglega skoða.“

Verður það gert í samstarfi við önnur lönd?

„Vafalítið. Við fylgjumst með því sem er að gerast og hvernig löndin bregðast við. Viðbrögðin eru fjölbreytt. Það má ekki gleyma því að þetta mál fór í gang af fullum þunga rétt fyrir jólin. Á þessum sex vikum sem liðnar eru höfum við staðið vörð um heilsu kvennanna og reynt að byggja ákvarðanir á þeim gögnum sem liggja fyrir og verið virkilega á tánum varðandi það að sinna þessum konum eins vel og mögulegt er.“

Anna Lóa Aradóttir sagði frá því í síðasta Fréttatíma að hún gæti ekki fengið að sjá sjúkraskýrslu sína frá aðgerðinni þegar að hún fékk PIP-fylling-ar, tölva læknisins hafi hrunið. Vitið þið um það?

„Þetta eru upplýsingar sem við höfum tekið eftir og verður klárlega eitt af þeim málum sem við skoðum í fram-haldi af þeim upplýsingum sem við fáum núna. Okkur hefur ekki verið tilkynnt um þetta. Allir læknar eiga að halda sjúkraskrár. Þær geta verið í pappírsformi eða rafrænu formi. Ég hef ekki hug-mynd um það hvernig sú blanda hefur verið hjá Jens Kjartans-syni. En það er skylda að færa sjúkraskrár og þær eru iðulega bæði í pappírsformi og rafrænu.“

Góðir læknar en engir töframennNú hillir í að fyrsta stefnan í máli kvennanna með iðnaðarsílikonið á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni og ríkinu til þrautavara líti dagsins ljós. Þetta segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna, sem stefnir á að taka fyrst mál kvennanna með elstu púðana fyrir, því mál þeirra séu við það að fyrnast.

Saga segir að konurnar sem sjái fram á að þurfa að láta fjarlægja fölsuðu PIP sílikon-púðana úr brjóstum sínum á Land-spítalanum óttist útkomuna, þar sem engar brjóstafyllingar koma í stað þeirra fölsuðu.

„Hvað eiga læknarnir að gera þegar taka þarf mismunandi mikinn vef úr brjóstum kvennanna þegar þeir geta ekki fyllt upp í rýmið með til dæmis mismun-andi stærð af sílikonpúðum,“ spyr hún og segir að konurnar velti því fyrir sér.

„Þótt mjög færir læknar séu á spítal-anum þá eru þeir ekki töframenn.“ Hún undrast að meðal raka yfirvalda í upphafi hafi verið að fjarlægja ekki heila púða því aðgerðin sjálf væri hættulegri en púð-arnir. Þegar ljóst hafi verið að fjarlægja þyrfti alla finnist þeim í lagi að konurnar fari í tvær. Fyrri til að fjarlægja púðana en seinni til að setja aðra, heila púða í. - gag

14 fréttaskýring Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 15: 17. febrúar 2012

HÁSKÓLADAGURINN

Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands verða í HR. Í HÍ kynnir Háskóli Íslands starfsemi sína. Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Listaháskólinn, Keilir og danskir og sænskir háskólar verða í Háskólabíói og Bifröst í Norræna húsinu.

Jóhanna Björk Sveinsdóttir• Stúdent frá FSU 2008• Viðskiptadeild, 1. ár• Áhersla í námi: Markaðsrannsóknir• Áhugamál: Íþróttir, sérstaklega körfubolti

Haukur Freyr Gylfason• Aðjúnkt við viðskiptadeild• MSc í heilsuhagfræði og MA í sálfræði• Sérsvið: Rannsóknaraðferðir og tölfræði

Skoðaðu dagskrá Háskóladagsins á www.hr.is

Saman látum við hjólin snúast

Háskóladagurinn 18. febrúar

Velkomin í HR

Sérðu fyrir þér að vinnulagið breytist eitthvað í kjölfar þessa máls?

„Við erum alltaf að vinna í því að bæta verkferla og vinnu. Auð-vitað vekur þetta mál athygli fleiri en okkar á vandamálum sem embættið hefur verið að kljást við – erfiðleika við að fá upplýsingar frá einkareknum starfsstöðvum lækna. Nú bíðum við eftir áliti Persónuverndar áður en næstu skref verða stigin. Okkar einu markmið eru jú að gera góða þjón-ustu betri.“

Gunnhildur Arna Gunnardóttir

[email protected]

Geir Gunnlaugsson landlæknir.

Page 16: 17. febrúar 2012

Dularfull veikindi settu strik í reikninginn

Hún missti nærri af bankahruninu vegna veikinda sem hún glímdi við á þeim tíma. Hún sigraðist á þeim með hjálp sjúkraþjálfara, er full jákvæðni og orku og lætur lífið koma sér á óvart. Þó ekkert kæruleysislega á óvart, því Hugrún Halldórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, er skynsöm. Ljósmynd/Hari

Hugrún Halldórsdóttir hrífst ekki auðveldlega, hefur ekki lent í ástarsorg og segist vera svona hálfgerður Chandler í Friends – ætli það

þýði þá að hún breiði yfir óöryggi með háði, spotti og kaldhæðni? Nei, sjálf segir hún að skjöldinn setji hún upp svo hún verði ekki stungin í hjartastað; svona eins og háðfugl-inn Chandler ver sig.

Velta má því fyrir sér hvort Hugrún sé þó ekki frekar Grace úr Will & Grace, því hún stólar á besta vin sinn Ragnar. Þau Ragnar & Hugrún hafa síðustu þrjú árin leigt saman á Laugavegi og hafa fylgst að frá því í fyrsta bekk í barnaskóla. Þau eru ekki par. „Hann er svo skilningsríkur og svo rólegur þegar ég er „tense“.“

Fram að því var hún rígbundin vesturbæ Kópavogs. Hún bjó á Borgarholtsbrautinni alla æsku sína og fram á miðjan þrítugs-aldur. Ákvað að sækja framhaldsnám í MH, en saknaði þá svo vina sinna úr Kópavogi að hún mætti næstu önn í MK. Hún hleypti þó heimdraganum og fór í spænskunám í Salamanca á Spáni fyrir tíu árum síðan, þá nýorðin átján ára. Og hún var Au Pair í Lúxemborg eftir menntaskólanám.

Hugrún hefur lífgað upp á sjónvarpsfrétt-irnar. „Enda fellur mér vel að vinna jákvæð-ar fréttir,“ segir hún þar sem hún kemur sér fyrir á Kaffitári í Borgartúni, vippar af sér jakkanum og bíður eftir beyglu og gosi sem hún pantaði í afgreiðslunni.

Í skuldafeni eftir veikindi„Ég var lengi heima hjá mömmu og pabba. Og draumurinn er að kaupa af þeim húsið einn daginn,“ segir hún og brosir svo skín í skjannahvítar tennur og spékoppur myndast í kinn hennar. Hún er miðjubarn foreldra sinna, á eldri systur „sem er alveg eins og ég, bara þremur árum eldri“ og yngri bróður. Hún lýsir því að það hafi ekki komið til af góðu að hún flutti ekki fyrr að heiman.

„Ég lenti í skuldafeni. Ég varð veik á há-skólaárunum og fékk yfir mig bylgjur af námslánum sem fóru á yfirdrátt. Ég ákvað því að spara á meðan ég ynni mig út úr því.“

Það var því ekki vegna óráðsíu, kaup-gleði og bílalána sem skuldirnar hlóðust upp. Hún lá rúmföst í nærri eitt ár, sem er ástæða þess að hún var ekki með hugann við hrunið heldur heilsu sína. „Sársaukinn stafaði af hálsliðunum. Árið 2002 byrjaði ég að fá hausverkjaköst sem ágerðust þar til ég árið 2007 til 2008 að ég lá rúmföst. Ég man rosalega lítið eftir þessum tíma. Ég var

Framhald á næstu opnu

16 viðtal Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 17: 17. febrúar 2012

Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf , það breytist ekki!

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

– Afslátt eða gott verð?

GÆÐAMÁLNING

Reykjavík Klettháls 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Suðurnes Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18

Akureyri Furuvellir 15. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Húsavík Garðarsbraut 50. Opið virka daga kl. 8-18

Vestmannaeyjar Flatir 29. Opið virka daga kl. 8-18

Framlengingarskaft fyrir rúllur

295

Áltrappa 4 þrep

4.990Ath. margar stærðir

25cm Málningar-rúlla og grind

595

Deka Pro 4. Loft og veggjamálning. 10 lítrar

5.390Deka Pro 10Innimálning. 10 lítrar

5.995

Deka MeistaragrunnurHvítur. 1 líter

1.395Deka MeistaragrunnurDeka MeistaragrunnurDeka MeistaragrunnurDeka MeistaragrunnurDeka MeistaragrunnurDeka MeistaragrunnurDeka MeistaragrunnurDeka MeistaragrunnurDeka MeistaragrunnurHvítur. 1 líterHvítur. 1 líterHvítur. 1 líterHvítur. 1 líterHvítur. 1 líterHvítur. 1 líter

1.3951.3951.3951.3951.395

Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter

1.595

Scala PanellakkGlær. 3 lítrar

3.195

LF Veggspartl 0,5 litrar

675

DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar

5.490

Framlengingarskaft Framlengingarskaft Framlengingarskaft Framlengingarskaft Framlengingarskaft Framlengingarskaft Framlengingarskaft Framlengingarskaft Framlengingarskaft Framlengingarskaft Framlengingarskaft Framlengingarskaft Framlengingarskaft Framlengingarskaft fyrir rúllurfyrir rúllurfyrir rúllurfyrir rúllurfyrir rúllurfyrir rúllurfyrir rúllurfyrir rúllurfyrir rúllurfyrir rúllurfyrir rúllurfyrir rúllurfyrir rúllur

295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295295

Scala málarakýtti

390

Mako ofnarúlla

315

Mako pensill 50mm

195Málningarlímband 24mmx50m

275

20m2 málningar-yfirbreiðsla

175

Málningargalli

695Deka Olíulakk 30

1.495Deka Gólfmálning grá 3 lítrar

3.795Bakki, grind og 2 stk 12cm málningarrúllur

358

Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30 Deka Olíulakk 30

Hagmans 2 þátta Vatnsþ / epoxy 4kg

9.195

Deka Project grunnur. 10 lítrar

5.590

3.1953.1953.1953.1953.1953.1953.1953.1953.195

Hágæða sænsk málning 10% gljástig, verð 10L

4.590 allir ljósir litir

Aqua 25 innimálning á böð4 lítrar

3.795

Deka Spartl LH. 3lítrar

1.595

Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf , það breytist ekki!

GÆÐAMÁLNING

Hágæða sænsk málning 10% gljástig, verð 10L

Málningarbakki 31x35cm

385

Deka Hammer 1 líter

1.895 (margir litir)

Deka terpentína1 líter

598

Deka menja 1 líter

795

Deka Olíugrunnur 1 líter

1.295

25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-25cm Málningar-rúlla og grindrúlla og grindrúlla og grindrúlla og grindrúlla og grindrúlla og grindrúlla og grindrúlla og grindrúlla og grindrúlla og grindrúlla og grindrúlla og grindrúlla og grindrúlla og grindrúlla og grindrúlla og grind

595595595595595595595595595595595595595595595595595

Page 18: 17. febrúar 2012

sushisamba • Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavíksími 568 6600 • sushisamba.isCorona 590 kr.

Upplifðu Carnival á Carnival dögumSushisamba 20. til 24. febrúar.

Frábær matur, tilboð á Coronaog sjóðheit stemning.

Þriggja rétta Carnival-matseðill ásamt fordrykk

3.990 kr.

C arnivalKomdu á

bólgin, með mígreni og fór til þús-und lækna. Enginn áttaði sig á ein-kennum mínum. Einu sinni skrifaði læknir upp á þunglyndistöflur! En pabbi sendi mig til sjúkraþjálfarans síns og sagði að það sakaði ekki að reyna,“ segir hún í þann mund sem veitingarnar koma á borðið.

Bjargað af sjúkraþjálfara„Verkurinn lá yfir öllu höfðinu og andlitinu. Ég átti erfitt með að halda augunum opnum. Sjúkraþjálf-arinn tók mig í gegn. Ég fór heim og vaknaði eftir hálfan sólarhring endurnærð. Hann náði að rétta hálsliðina af og leysa um þá. Þegar liðirnir festast svona saman verður allt svo bólgið og taugarnar næmar. Ég skynjaði því kulda, hita og snertingu sem sársauka. Það mátti ekkert gerast svo ég fyndi til.“

Hugrún gat ekki verið á fótum heilan dag. „Ég þurfti alltaf að leggja mig. Þess vegna finnst mér svo gaman að geta unnið í tíu tíma, komið heim en vera samt ekki örmagna og geta farið á kaffihús eftir vinnu. Það var ekki í boði áður. Ég tók lyf svo ég kæmist í tíma. Svo fékk ég hausverkjaköst. Það kom fyrir að ég hafði lesið vel undir próf, fékk svo kast og gat ekki tekið prófið,“ segir hún og nefndir að í háskólanámi sé lítill sveigjanleiki fyrir fólk sem glímir við veikindi.

„Sjúkrapróf vorannar eru kannski á þremur dögum að hausti. Þá tekur maður ekki fimm próf heldur verður að velja og hafna,“ segir hún. Veikindin seinkuðu út-skrift Hugrúnar um hálft ár. „En ég skrifaði ritgerðina með starfinu á Mogganum; sem var einmitt á þeim tíma þegar lífið var að verða betra.

Og nú finnst mér lífið yndislegt,“ segir Hugrún og bítur í beygluna og heldur áfram þegar við á.

„Ég hugsa ekki um að þetta hafi verið veikindi heldur eitthvað sem gerðist. Ég held að ég sé bjartsýnni og ánægðri en áður. Ég læt litla hluti ekki á mig fá. Ég held þetta tímabil hafi verið til góðs.“

Á fjöllum með 20 kg á bakinuHugrún vill lítið gera úr þessari reynslu sinni og viðurkennir að hún hafi ekki sagt öðrum en foreldrum sínum á þessum tíma frá raunum sínum. „Ég sagðist alltaf vera ótrú-lega upptekin. Ég sagði fólki ekki frá því að ég væri sofandi heima.“ Hugrún varð ekki laus allra mála eftir þennan eina tíma hjá sjúkra-þjálfaranum. Hún fer einu sinni til tvisvar í viku til sjúkraþjálfara.

„Ég held mér við. Stundum er ég ótrúlega góð, en stundum fæ ég köst. Ef sjúkraþjálfarinn er veikur verð ég einnig veik,“ segir hún og brosir. „Það er því eins gott að hann haldi áfram að starfa.“

Það fer Hugrúnu Halldórsdóttur vart vel að vera rúmföst. Hún ber hraustleikann með sér. „Útivera. Ef úti væri ekki til myndi ég örugg-lega ekkert hreyfa mig,“ segir hún og hlær, enda alin upp af foreldrum sem elska fjöll og firnindi. Hún fór um tíma örsjaldan með þeim en svo kviknaði áhuginn. Hún gekk bæði Fimmvörðuháls og Laugaveginn í fyrrasumar og fór tíu til tuttugu sinnum upp Esjuna. „Mér fannst allt í einu svo yndislegt að ganga með góðu fólki. Á göngu gleymi ég þreytu og því að vera með 20 kíló á bakinu.“

Hún finnur ekki allar týpur í fjall-

göngum en þær hittir hún í starfi sínu sem sjónvarpsfréttamaður. „Það kom mér ánægjulega á óvart hversu opið fólk er, tilbúið að koma fram í sjónvarpi og kemur vel fyrir. Fjölbreytnin í starfinu eru helstu kostur þess og maður hittir svo margt fólk. Mér var strax tekið opnum örmum á Stöð 2,“ segir Hug-rún, sem kom þangað frá Morgun-blaðinu fyrir rétt rúmu ári, þar sem hún hóf störf sem ritari við sameig-inlegar sjónvarpsfréttir mbl.is og Skjásins, en vann sem blaðamaður við menningu og innlendar fréttir þegar samvinnunni lauk.

Lætur lífið teyma sig áframÞótt hún slæi ekki hendinni á móti aukinni ábyrgð á fréttastofu Stöðv-ar 2 bærist leyndur draumur innra með henni: „Þetta er Hugrún Hall-dórsdóttir, sem talar frá Madríd.“ Hún hlær og segist gjarna vilja leysa hinn kyngimagnaða Kristin R. Ólafsson af, sem er vel enda var hún Spánverji í fyrra lífi...

„Ég hef svo mikla tengingu til Spánar, svo það hlýtur að vera. Ég elska spænska tónlist, spænskar fréttir og er alltaf inni á vefjum El Pais og El Mundo,“ segir hún. En þrátt fyrir skynsemi – eða kannski vegna hennar – hefur hún ekki skipulagt lífshlaupið í þaula. „Ég horfi sjaldan til framtíðar, læt hlut-ina gerast og plana lítið. Mjög lítið,“ segir hún og hlakkar til að lifa líf-inu. Hún vefur bláa treflinum um hálsinn og teygir sig eftir kápunni og kveður. Hún er rokin út í mánu-dagsrigninguna.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

[email protected]

Hugrún Halldórsdóttir hefur lífgað upp á fréttir Stöðvar 2 síðasta árið. Mynd/Hari

12-36 mánaða binditímiEngin útborgunÁbyrgðar- og kaskótryggingBifreiðagjöld20.000 km á áriSumar- og vetrardekkÞjónustuskoðanir og smáviðhald

Leigð´ann

Eigð´annNýlegir bílarAllir í toppástandiFara í gegnum gæðaskoðun AVISÞriggja daga reynsluakstur

www.avisbilar.isS. 591 4000

... og krækja sér í bíl á frábæru verði!

til þess að fara inn á avisbilar.is11 ástæður

Nýr opnunartími í Vínbúðunum Skeifunni, Dalvegi og Skútuvogi.

Opnum kl. 10 alla virka daga

Þú sérð opnunartíma annarra Vínbúða á vinbudin.is

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

4995

2

18 viðtal Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 19: 17. febrúar 2012

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

F

ÚR FISKBORÐIÚR FISKBORÐI

FERSKIRÍ FISKI

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

Við gerum meira fyrir þig

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni

ÚR KJÖTBORÐI

BLÁBERÍ BOXI

KR./PK.

259FRÓN MARÍASÚKKULAÐIKEX

KR./BOXIÐ

349

KR./STK.

99

KR./PK.

198HOMEBLEST KEX,300 G

EGILS PILSNERÍ DÓS

30%afsláttur

KALKÚNABRINGURFRÁ ÍSFUGLI

KR./KG

2973ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

SALTKJÖTVALIÐ

KR./KG2298

KR./KG

BLEIKJUFLÖK

1998

KR./KG

FYLLTUR LAMBAHRYGGUR M/ VILLISVEPPUM

2248KR./KG

LAMBAFILLEMEÐ FITURÖND

3778

KR./KG

SALTKJÖTBLANDAÐ

1198

HOLTATANDOORI KJÚKLINGUR

KR./KG799

Nýtt kortatímabil

FYRIRSPRENGI-

DAGINN

NÝTTKORTATÍMABIL

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

Page 20: 17. febrúar 2012

Hann er sigurvegari. Hann þolir ekki að tapa og stígur stundum yfir línuna vegna þess.“ Svona lýsir Rob Jans úrúgvæska framherjanum Luis Suarez en Jans er maðurinn sem ber ábyrgð á því að Suarez kom til Evrópu á sínum tíma. Jans þjálfaði Groningen árið 2006 þegar Suarez var keyptur frá Nacional í heimalandinu. Og eins og Jans bendir rétti-lega á þá stígur Suarez „stundum“ yfir línunni í viðleitni sinni til að vinna fótboltaleiki.

Hann er þekktur fyrir detta við minnstu snertingu andstæðingana. Hann varði boltann á línu með hendi á lokasekúndum í leik Úrúgvæ og Gana í 8 liða úrslitum HM í Suður Afríku árið 2010, fékk rautt spjald og fagnaði síðan eins og heimsmeistari þegar Asamoah Gyan brenndi af í vítaspyrnunni. Nokkrum mánuðum síðar fékk hann, sem leikmaður Ajax, sjö leikja bann í Hollandi fyrir að klína kanínutönn-unum í axlarblað Otmans Bakkal leikmanns PSV. Viðurnefnið „Mannætan í Ajax“ fæddist á forsíðu stærsta dagblaðs Hollands.

Æskan enginn dans á rósumHann var fundinn sekur um kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra í leik Liverpool og Manchester United síðastliðið haust og uppskar átta leikja bann fyrir vikið. Í fyrsta leiknum eftir bannið steig hann, að því að virtist viljandi, á Scott Parker, leikmann Tottenham, eftir að hafa reynt að ná vinstra auganu úr augnstæði hans. Lokakaflinn var síðan skrifaður um síðustu helgi þegar hann neitaði að taka í höndina á áðurnefndum Evra fyrir leik Manchester United og Liverpool.

Fyrir það uppskar hann reiði allra. Afsökunarbeiðni daginn eftir lægði aðeins öldurnar en ein-hvern veginn er það svo að menn bíða eftir næsta útspili hans. Þegar Suarez er annars vegar

er orðið umdeildur vægt til orða tekið. Hjá honum eru engin mörk – þorstinn virðist bera alla skynsemi ofurliði.

Æska Suarez var ekki dans á rósum. Hann er fæddur í bænum Salto við landamæri Úrúgvæ og Argentínu en flutti með foreldrum sínum til höfuðborgarinnar Montevideo þegar hann var sex ára. Þremur árum síðar var hann byrjaður að æfa með stærsta félagsliði landsins, Nacional. Maðurinn sem fann hann, njósnarinn Wilson Pirez, var aldrei í vafa um að Suarez yrði góður. „Hann var með ótrúlega hæfileika miðað við aldur. Hann var yndislegur, vel uppalinn drengur. Það mátti sjá strax þá að hann yrði frábær leikmaður,“ segir Pirez í samtali við Daily Mail.

Elti ástina til EvrópuEn draumurinn í Nacional var fljótur að breytast í martröð. Faðir hans yfirgaf fjöl-

Sigurviljinn ber skynsemina ofurliði

NÝTT DOVE MEN+CAREDOVE MEN+CARE inniheldur rakaeindir (micromoisture) sem hjálpa húðinni að viðhalda eðlilegu rakastigi.

Í rakaeindunum eru olíur sem virka um leið og DOVE MEN+CARE kemst í snertingu við húðina. Húðin verður ekki fitug viðkomu heldur náttúrulega rök og mjúk.

LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Í EIGIN SKINNI

20 fótbolti Helgin 17.-19. febrúar 2012

Úrúgvæinn Lúis Suarez er umdeildasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Sá stimpill er ekki nýr fyrir hann en allur hans ferill litast af atvikum sem ættu vart að vera vera á færi venjulegs manns að framkvæma. Fréttatíminn skoðaði sögu þessa frábæra leikmanns sem gerir allt til sigra – allt.

Nafn: Luis Suarez

Fæðingarstaður: Salto í Úrúgvæ

Aldur: 25 ára

Hæð: 1,81 m

Félag: Liverpool

Ferill – leikir/mörk: Nacional (Úrúgvæ) 27/10 (2005-2006)Groningen (Hollandi) 29/10 (2006-2007)Ajax (Hollandi) 110/81 (2007-2011)Liverpool (Englandi) 33/10 (2011-)

Landsleikir/mörk: 52/26

skylduna og í kjölfarið hætti Suarez að æfa fótbolta. Að lokum byrjaði hann aftur að æfa og þegar hann var fimmtán ára kynntist hann hinni þrettán ára gömlu Sofiu Balbi. Hann varð fyrir sig ástfanginn og safnaði meðal annars smápeningum til að eiga fyrir mat fyrir þau tvö. Það var mikið áfall fyrir hann þegar hún flutti með fjölskyldu sinni til Barcelona ári seinna. „Þegar Sofia fór til Spánar þá hætti ég aftur í fótbolta. Það sem skiptir máli er að ég uppgötvaði, áður en það var of seint, að ég varð að helga mig þessari yndislegu íþrótt,“ sagði Suarez í viðtali. Og nú hafði hann mark-mið. Spila nógu vel til að komast til Evrópu og þar með nær Sofiu. Suarez varð óstöðvandi og þótt tilviljun ein réði því að Groningen keypti hann, þeir voru skoða annan leikmann. komst hann til Evrópu. Og sameinaðist Sofiu sinni. Þau giftu sig árið 2009 og eiga eina dóttur. Þeir sem þekkja til fjölskyldunnar segja að hún sé sú eina sem geti talaði hann til þegar á þarf að halda.

Eftir eins árs dvöl hjá Groningen fór hann til Ajax þar sem hann fetaði í fótspor manna eins og Marco Van Basten, Patrick Kluivert og Zlatan Ibrahimovic – í hinni goðsagnakenndu treyju númer níu. Áttatíu og átta mörk í hundrð og tíu leikjum segja sína sögu og hann varð einn af eftir-sóttustu framherjum heims. Eftir heimsmeistarakeppnina í Suður-Afríku vissu allir hver hann var og í janúar á síðasta ári borgaði Liverpool tæpa fimm milljarða fyrir hann. Hæfileikarnir eru ótvíræðir en brestirnir líka. Tíminn á eftir að leiða í ljós fyrir hvað hans verður minnst: Mörk og titla eða blindan sigurþorsta og óheiðarleika.

Luis Suarez stendur á krossgöt-um. Hann þarf að endurbyggja

ónýtt mannorð. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images

Slangur og svartir menn í ÚrúgvæSamkvæmt Tim Vickery, sérfræðingi BBC í suður-amerísku knattspyrnunni, geta Úrúgvæar ekki talist til kynþáttahatara og segir hann að fáir í landinu skilji lætin vegna þessa að Suarez kallaði Evra „Negrito“ eða „litla svertingjann. Hann bendir á að fá lið hafi tekið svört-

um mönnum jafn opnum örmum og Úrúgvæ. Þrátt fyrir mótmæli andstæð-inganna þá var svartur leikmaður í liði Úrúgvæ í fyrstu Copa America árið 1916. Obdulio Varela, fyrirliði heimsmeistara Úrúgvæ árið 1950, gekk undir viðurnefninu „El Negro Jefe“ eða „svarti

stjórinn“. Maxi Pereira, félagi Suarez í úrúgvæska landsliðinu, er kallaður „El Mono“ eða „apinn“. Það er viðurnefni sem hann fékk án þess að nein móðgun taldist fylgja. Það er því kannski ekki nema von að Úrúgvæar skilji lítið í látunum vegna orða Suarez.

Óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

Page 21: 17. febrúar 2012
Page 22: 17. febrúar 2012

Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.isVerslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur

HjartastuðtækiðEinfalt í notkun – Íslenskt tal

Verð: 275.000 kr.

Viktoríufossar Viktoríufossar á landamærum Zimbabwe og Zambíu eru magnaðir, 1700 metra breiðir og nær 100 metra háir. Hávaðinn við fossana er gríðarlegur. Viktoríufossar eru stærstu fossar Afríku og mikið að-dráttarafl. Þeir eru á lista UNESCO og heita eftir Viktoríu Bretadrottningu en landkönnuðurinn David Livingstone gaf þeim nafnið.

Gullfoss í hópi tíu fegurstu fossa heims

Fossar eru meðal stórkost-legustu náttúruundra og að-dráttarafl fyrir þá sem í senn vilja njóta krafta náttúrunnar og fegurðar. Hið heimskunna

ferðabókaforlag Lonely Planet hefur tilnefnt tíu fegurstu fossa í heiminum, magnþrungin undur eins og Niagarafossa og Viktoríufossa en meðal þessara ger-sema er Gullfoss, helsta náttúru- og ferða-mannaperla Íslands. Þorri ferðamanna sem hingað kemur skoðar Gullfoss en Ís-land er annars ríkt af slíkum djásnum og má meðal þeirra helstu nefna Dettifoss, sem raunar er talinn meðal 10 mögnuð-ustu fossa heims, auk Gullfoss, á síðunni World of Waterfalls, Goðafoss, Skógafoss, Aldeyjarfoss, Háafoss og Dynjanda. En lítum á tíu fegurstu fossa heims, að mati Lonely Planet. Farið var vítt um álfur í leit að þeim. - jh

Angel Hæsti foss í heimi er Angel í Venesúela en fallhæð hans er hvorki meiri né minni en 979 metrar. Foss-inn heitir eftir Jimmie Angel, sem uppgötvaði fossinn, en nafn heima-manna er ljóðrænna: Kerepakupai.

Kaieteur Fallhæð Kaieteur í Potaroánni í Guyana er 226 metrar og fossinn er meðal hinna öflugustu í heiminum. Mikil fallhæð og vatnsmagn gera hann sér-stakan. Fossinn var uppgötvaður árið 1870.

Jim Jim Í hinum fræga ástralska þjóðgarði Kakadu er Jim Jim, 215 metra hár foss. Auðveldara er að komast að fossinum þegar þurrt er, þótt síðustu 11 kílómetrarnir séu aðeins fyrir jeppa. Gallinn er hins vegar sá að þá þornar áin mjög. Fossinn er stórfenglegastur þegar úrkoman er mest en þá er erfitt að komast um svæðið.

Reichenbach Foss í Sviss sem fjöldi ferðamanna heimsækir og kannski ekki síst vegna þess að þar endaði ein frægasta sögupersóna heims-bókmenntanna líf sitt er Sherlock Holmes hrapaði þar til dauða með erkifjanda sínum, Moriarty prófessor.

Gullfoss Varla þarf að lýsa Gullfossi sérstaklega fyrir Íslendingum en náttúra Íslands er sögð stórkostleg í frásögn Lonely Planet og þar er Gull-foss nefndur meðal þess sem helst skal skoða. Hæð fossins er 32 metrar í tveimur fossum. Gullfoss er í um 100 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík, í Hvítá, einu helsta vatnsfalli Íslands sem upptök sín á í Langjökli.

Niagarafossar Tveir vatnsmiklir og stórfenglegir fossar á mótum landamæra Bandaríkjanna og Kanada. Ferðamenn þyrpast að fossunum enda komast menn í návígi við hið mikla vatnsfall, eink-um Kanadamegin. Þá er mikil upplifun að sigla að fossunum en betra að vera í góðum regnklæðum í þéttum úðanum. Siglt er með ferðamenn frá apríl til október.

Détian Skammt frá landamærum Víetnam er stolt kínverskra fossa, Détian. Náttúrufegurð fossanna og alls umhverfis er einstök. Best er að heimsækja svæðið að sumri til þegar þeir eru fossarnir eru vatnsmestir.

Sutherland Það er úrkomusamt á Nýja Sjálandi og því vissara að taka með sér regnjakka fari menn þangað. En það þýðir um leið fagrar ár og fossa þar sem Sut-herlandfoss fellur niður um 580 metra. Afbragð þykir að skoða hann á siglingu á Milford Sound.

Iguaçu Á mótum Brasilíu og Argentínu er náttúruundur, einstakt í sinni röð þar sem um 300 fossar eru á um 2,7 kílómetra kafla. Hávaðinn er ærandi. Best er fyrir ferðamenn að njóta útsýnisins og finna fyrir náttúru-krafti Iguaçu á „Hálsi djöfulsins“, útsýnisstað þar sem komast má í návígi við fossana.

22 fossar Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 23: 17. febrúar 2012

998kr.kg

Bautabúrs blandað nauta- og grísahakk989kr.

pk.

GLK ýsubitar, roð- og beinlausir, 800 g

1198kr.stk.

Grillaður heill kjúklingur

799kr.kg

Lamba súpukjöt, 1. flokkur

998kr.kg

Krónu lasagna

Krónan Bíldsöfðaalla daga 10-20

Krónan Grandaalla daga 10-20

Krónan Mosfellsbæ alla daga 10-20

Krónan Akranesialla daga 10-20

Krónan Selfossivirka daga 10-20

helgar 10-19

Krónan Lindumalla daga 10-20

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

ÖsKudaGs- BúninGar

1699 kr.stk.

Hárkollur og fylgihlutir 349 kr.

stk.

Takmarkað magn!fæst aðeins í Krónunni á akranesi, Bíldshöfða, Granda, Lindum, Mosfellsbæ og selfossi

999 kr.stk.Öskudagsbúningar

– aðeins 2 verð!

Búningar á fullorðna!

kortatímabil!nýtt

Page 24: 17. febrúar 2012

Ríkidæmi og velsæld að hafa gaman af vinnunni

Ragnhildur býr ásamt manni sínum, Birki Krist-inssyni, í risíbúð í gömlu

húsi í miðbænum.

24 viðtal Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 25: 17. febrúar 2012

Fyrir eftirlætis manneskjuna í þínu lífi

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA -

12-

0246

Glæný og ljúffeng konudagsostakakabíður þín í næstu verslun

Ragnhildur Gísladóttir er í hópi ástsælustu listamanna þjóðarinnar. Hún sækir nám í Listaháskólanum, segist vera forvitin um lífið og kallar atburði undanfarinna ára ekki hrun heldur endur-skipulagningu. Ljósmyndir/Hari

Ég er örlítið seinn fyrir þegar ég hitti Ragn-hildi Gísladóttur, en þegar ég kem á stað-inn bíður hún salla-

róleg við gluggann og horfir yfir austurbæ Reykjavíkur. Kannski til marks um þá innri ró sem einkennir okkar konu, enda hefur hún ýmis-legt reynt um dagana. Hún fær sér blöndu af kaffi og kakói og lýsir yfir mikilli ánægju með útkomuna þegar við tyllum okkur niður til að hefja spjallið. Ragnhildur er löngu orðin þjóðþekkt, enda meira en 35 ár frá því að hún söng inn á sína fyrstu plötu í samstarfi við Gunnar Þórðarson – Lummurnar. Bruna-liðið, Brimkló, Grýlurnar og Stuð-menn fylgdu í kjölfarið og mörg þeirra laga sem hún hefur sungið í gegnum tíðina eru fyrir löngu orðin negld í þjóðarsála. Ekki má gleyma öllum barnaplötunum, smábarna-plötunni Baby, Ragga & The Jack Magic Orchestra og öllum kvik-myndunum sem hún hefur verið í aðalhlutverki og einnig samið tón-list við. Flottur ferill Ragnhildar varð til þess að hún fékk fálkaorð-una margfrægu. Það kom henni í opna skjöldu.

„Ég varð mjög hissa, enda hafði ég alltaf verið með þá hugmynd að þetta væri sérsniðið fyrir gamla karla og þeir gætu nánast gengið að sem vísu að loknu ævistarfi sínu. En núna er komin ný nefnd sem vel-ur og með henni hafa komið nýir straumar, þannig að fólkið sem fær fálkaorðuna er ennþá virkt á sínu sviði. Þetta kom á óvart, skemmti-leg stemning og bara mjög kósý partý!”

Ragnhildur er í meistaranámi í Listaháskólanum í tónsmíðum. Hún lauk B.A. gráðu frá sama skóla árið 2008 og tók sér svo tveggja ára hlé frá skóla áður en hún hóf meistara-námið, sem er fremur nýtt af nál-inni.

Frábært að fara aftur í skóla„Í tveggja ára skólapásunni var ég meðal annars svo heppin að fá að semja tónlist við tvö leikrit og tvö massíf dansverk fyrir svið. Það var frábær reynsla. Ég ákvað samt að halda áfram og dýpka B.A.-ritgerð-ina og settist aftur á skólabekk. Það er spennandi og skemmtilegt að vera í námi. Svo er ég líka dálítið forvitin,” segir Ragnhildur brosandi þegar ég spyr hana um námið.

„Þetta víkkar sjóndeildarhring-inn rosalega, forvitnilegar kveikjur á nýjum sviðum listanna og svo er skólinn bara mjög skemmtilegur og fólkið frábært. Maður er alltaf að bæta við sig og það er nokkuð ljóst að því meira sem maður lærir, því minna finnst manni maður vita. Þetta er auðvitað bara forvitni um lífið og allt sem heldur í manni bull-andi orku.”

Alþekkt er að listamenn á Íslandi vaða ekki í peningum og það hefur löngum þótt aðdáunarvert að geta hreinlega lifað af listinni einni sam-an. Ragnhildur segir að þó að fólk verði kannski ekki ríkt af listinni sé hún ekki mikið fyrir strögglumræð-ur því að þú eigir að hafa gaman af

Sölvi Tryggvason

[email protected]

Það eru hópar í samfélaginu sem nota ástandið sem nú ríkir til að dæma og jafnvel afsaka alla mögulega og ómögulega hluti. Það eru kannski einmitt þeir sem átta sig ekki á því að hver og einn verður að bera ábyrgð á því sem hann segir og gerir.

því sem þú vinnur við. Það er ríki-dæmi og velsæld í sjálfu sér.

Vinnan á ekki að vera ströggl„Ef þetta er stöðugt ströggl og ein-tóm leiðindi ætti maður kannski að hugsa sinn gang og fara að gera eitthvað annað. Það er sjálfsagt að hafa fyrir hlutunum og ef vinnan er skemmtileg er hún ekki hark. Það er frábært hvað íslenskt tónlistar-fólk er hugað og duglegt í að kynna sína tónlist utan Íslands. Við lifum líka á skemmtilegum tímum þar sem internetið gerir það að verk-um að maður getur unnið við tón-list hvar sem er í heiminum. Vissu-lega er lífsstílinn á Íslandi yfirleitt ekki hár ef þú ætlar að lifa af tón-

listinni. Við búum ekki í milljóna manna samfélagi, en margir fá lista-mannalaun og ná þannig að vinna að sinni ástríðu. Það er nauðsyn-legt að bera virðingu fyrir þeirri list sem maður vinnur að og gera sér grein fyrir því að listin er mjög, mjög stór hluti menningarinnar og algerlega ómissandi í samfélaginu okkar. Stundum er eins og hvorki tónlistarfólk né fólk almennt geri sér almennilega grein fyrir þessu fyrr en það berst kannski í tal hvort við ættum að sleppa allri tónlist í samfélaginu. Ég held að flestum þætti það óhugsandi. Svo er oft far-ið fram á að tónlistarfólk gefi sína

Framhald á næstu opnu

viðtal 25 Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 26: 17. febrúar 2012

vinnu eins og til dæmis í sjónvarpi á þeim forsendum að það þurfi að koma sér og sinni tónlist á framfæri og þurfi ekki aðra greiðslu en að fá slík tæki-færi. Það er að sjálfsögðu undir okkur tónlistarfólkinu komið að standa saman og koma þessum málum í lag.

Ragnhildi þykir heldur mikið af hinu góða hvað varðar keppnir í öllum list-greinunum.

„Það er alveg fínt að fólk keppi í hverju sem það vill en að það sé svo til eingöngu í því formi sem listamenn veki athygli á sínum störfum og sýn-ingum er nett fáránlegt. Ég sé fyrir mér eins konar uppskeruhátíðir þar sem all-ir fái að koma sínu efni að og fjölmiðlar, blöð, útvarp og sjónvarp fjalli um það á alla kanta, hátíðirnar séu svo sýndar í nokkrum hlutum í sjónvarpinu og það fari ekki fram hjá neinum hvað sé um að vera í allri flóru íslenskra lista og menn-ingar. Þannig kæmust allir listamenn að, hvatningin og fjölbreytnin yrði svo miklu meiri. Íslendingar eru nefnilega svo menningarlega þenkjandi og taka

mikinn þátt í listageiranum, sækja leik-hús, kvikmyndir og tónleika í stórum stíl.

Þjóðin er dómhörðFjármálahrunið hefur ekki farið framhjá tónlistarmönnum á Íslandi frekar en öðrum. Sumir hafa talað um að íslenskir menningarviðburðir hafi blómstrað eftir hrun, enda sæki fólk síð-ur langt yfir skammt núorðið. Ragnhild-ur tekur ekki afstöðu til þess, en hún segir mikil tækifæri geti falist í hruni.

„Ég lít á hrun sem möguleika á upp-byggilegri og nýrri hugsun og ég vil frekar kalla þetta endurskipulagningu en hrun. Í fámennu samfélagi er ekki svo auðvelt að vera prívat með eitt eða neitt og því eðlileg krafa að hlutirnir í rekstri þjóðarinnar séu á hreinu og uppi á borði. Það eru hópar í samfélaginu sem nota ástandið sem nú ríkir til að dæma og jafnvel afsaka alla mögulega og ómögulega hluti. Það eru kannski einmitt þeir sem átta sig ekki á því að hver og einn verður að bera ábyrgð á því

sem hann segir og gerir. Það vill gjarn-an gleymast hjá okkur Íslendingum um þessar mundir. En það má ekki gleyma því heldur að Íslendingar eru í hópi fárra „hrunþjóða“ sem sýna burði til að taka til hjá sér. Svo erum við dálítið ýkt í eðli okkar og það skapast ákveðin hætta á að við förum of geyst á skrúbbn-um og skröpum okkur til blóðs með of mikilli tortryggni og dómhörku að óat-huguðu máli. Að skoða hlutina ofan í kjölinn sýnir bara styrk og á það við um flest í lífinu. Það er veikleikamerki að dæma án ábyrgðar og athugunar. Það getur verið erfitt að muna þetta í dag-lega lífinu og við stöndum okkur að því að dæma hvert annað fram og til baka, í öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum. Við lifum í veröld þar sem við stöndum okkur stöðugt að því að meta hvað sé rétt og hvað rangt, eitt-hvað sem hverju okkar þykir liggja beint við. Ef hver og einn legði sig fram við að finna hvar hans ástríða liggur og fylgdi henni svo í sannleika, yrði við-fangsefnið spennandi, skemmtilegt og

Gagntekin af tónlistarskynjun heyrnarlausra„Ég er alveg gagntekin af rannsóknarritgerðinni minni, en hún fjallar um það hvernig heyrnarlausir skynja tónlist. Þar er ég að fara aðeins dýpra í málið en ég gerði í B.A. ritgerð-inni. Heyrnarlausir hlusta með hjartanu og eru einstak-lega tilfinninganæmir. Þegar þeir hlusta sjá þeir stundum myndir, liti og alls konar sögur. Ég segi „hlusta” því að þeir átta sig á því að við hlustum ekki bara með eyrunum heldur öllum líkamanum. Meðvitund okkar er í öllum líkamanum og hún kveikir á undirmeðvitundinni og við finnum til, grátum, fáum gæsahúð, verðum reið eða glöð og svo fram-vegis. Heyrnarlausir upplifa orkuna frá tónlistinni á mjög svipaðan hátt og þeir sem heyra og eru með opinn huga og hjarta. Við sem höfum heyrn erum „menguð“ af lærdómi, okkur er kennt að upplifa og meta tónlist. Heyrnarlausir kenna okkur að vera ekki með fyrirfram gefnar skoðanir þegar við hlustum á tónlist heldur hlusta bara á sannleik-ann í sjálfum okkur,“ segir þessi litríka listakona.

Ragnhildur lítur sátt yfir farinn veg. „Það virkar kanski eins og forréttindi að vinna við eitthvað sem manni finnst svona skemmtilegt en eins og ég segi þá gæti það verið þannig hjá öllum.“

26 viðtal Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 27: 17. febrúar 2012

www.kexsmidjan.is

Uppskrift að góðum degi: Taktu Íslandskex upp úr pakkanum, smyrðu með íslensku smjöri og leggðu ofan á ljú�engan íslenskan ost, ekki skemmir að setja dreitil af sultu á toppinn. Einnig er íslenskt grænmeti góður kostur, sem gerir það ögn ferskara í skammdeginu. Íslandskex er bragðgott kex sem hentar í öll mál fyrir þig.

Goðafoss er meðal stærstu fossa á Íslandi og þykir jafnframt einn sá fallegasti. Hann er formfagur og einkar myndrænn, 12 metra hár og og skartar sínu fegursta allan ársins hring. Klettar á skeifulaga foss- brúninni greina Goðafoss í tvo meginfossa sem steypast fram af hraunhellunni skáhalt á móti hvor öðrum. Auk þeirra eru nokkrir smærri fossar eftir vatnsmagni �jótsins. Einn þeirra þrengir sér á milli meginfossanna tveggja og gefur fossinum sinn sterka svip.

Íslensk náttúruperlaí alfaraleið á Norðurlandi.

fullt af orku, ekki ásökun á hendur öðrum um bága stöðu. Þetta hljóm-ar kanski of einfalt og létt en sann-leikurinn og ábyrgð á okkur sjálfum er nákvæmlega málið.

Forréttindi að vinna við áhugamáliðRagnhildur er afar sátt þegar hún horfir yfir farinn veg og segist þakklát fyrir að hafa fengið að vinna að sinni ástríðu alla tíð.

„Það virkar kanski eins og for-réttindi að vinna við eitthvað sem manni finnst svona skemmtilegt en eins og ég segi þá gæti það verið þannig hjá öllum. Ég hef fengið að kynnast fjölbreytileika lífsins sem er óendanlega frábært. Hver tími hefur sinn sjarma og auðvitað óþægindi með en ég hef líka verið farsæl og þakka fyrir alla reynslu. Mér finnst mjög skemmtilegt að vinna við kvikmyndagerð af öllum toga og hef stundum fengið að njóta mín þar eins og með Stuðmönnum, og Guðnýju Halldórs sem er ennþá toppurinn en til dæmis tíminn með Stuðmönnum var alveg ótrúlega skemmtilegur og hraður. Sú orka sem skapast þegar sá hópur kemur saman er engu lík og það er heiður að hafa fengið að vinna með þessu fólki. Þvílíkir hugmyndasmiðir og gáfnaljós! Við hittumst um daginn út af afmæli Valgeirs Guðjónsson-ar, eftir nokkurra ára hlé, og það var eins og við hefðum síðast hist í gær.“

Þó að Ragnhildur sé fjölhæf og liðtæk á ýmsum sviðum er tónlistin alltaf í forgangi og hún sér fyrir sér að þannig verði það áfram.

Tíminn með Stuð-mönnum var alveg ótrúlega skemmtilegur og hraður. Sú orka sem skapast þegar sá hópur kemur saman er engu lík og það er heiður að hafa fengið að vinna með þessu fólki. Því-líkir hugmyndasmiðir og gáfnaljós! Við hittumst um daginn út af afmæli Valgeirs Guðjónssonar, eftir nokkurra ára hlé, og það var eins og við hefðum síðast hist í gær.

Page 28: 17. febrúar 2012

28 fréttir vikunnar Helgin 17.-19. febrúar 2012

Slæm vika

Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins

Góð vika

Gretu Salóme Stefánsdóttur, lagahöfund og söngkonu

19mörk hefur Argent-ínumaðurinn Lionel

Messi skorað í útsláttar-

keppni meistara-

deildar Evrópu, flest allra leik-manna.

Myllusteinn um hálsinnVafningsmálið svokallaða virðist ætla að vefjast fyrir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifaði undir, í umboði föður síns og föðurbróður, tíu milljarða lánasamning á milli Glitnis og Vafnings þremur dögum eftir dagsetningu lánasamnings-

ins og eftir að milljarðarnir tíu höfðu verið greiddir út. Þessir peningar töpuðust

allir. DV hefur fjallað mikið um þetta mál frá árinu 2009 en það er ekki fyrr en nú þegar búið er að kæra tvo menn, Lárus Welding og Guðmund Hjaltason, af sérstökum saksóknara sem

almennileg pressa myndast á Bjarna. Til að bæta gráu ofan á svart seldi Bjarni

hlut sinn í Glitni á svipuðum tíma snemma árs 2008. Sem vekur upp spurningar um Bjarna – spurningar sem eru óþægilegar og erfiðar fyrir formann stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi.

2,6vikan í tölum

Hæstiréttur togar í belti og axlaböndGengislánadómur hæstaréttar skók samfélagið á miðviku-daginn. Fólk sem skuldar lán í erlendum myntum fagnaði en því verðtryggða var síður skemmt.

Guðmundur Andri ThorssonSamgleðst þeim sem sjá fram á betri tíð með dómi Hæstaréttar.

Sveinn Andri SveinssonÉg sem hélt að ég hefði verið heppinn að taka ekki lán í erlendri mynt - FML

Eva HauksdottirÉg trúi því varla að fólk sé að öfundast út í þá sem fá leiðréttingu á ólöglegum vöxtum. Enn erfiðara finnst mér að trúa því að fólk sé að vorkenna „kerfinu“ .

Andrés MagnússonSíðasti naglinn í kistu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur? Hverju ætti það svo sem

HeituStu kolin á

Reikna þarf út á nýjan leik stöðu ríflega 70 þúsund gengis-tryggðra lána einstaklinga eftir dóm Hæstaréttar á miðvikudag, sem dæmdi að ekki hafi mátt reikna vexti af lánunum aftur-virkt miðað við íslenska óverð-tryggða vexti Seðlabankans eins og lög gerðu ráð fyrir. Umræða um málið var á Alþingi í gær. Í ræðustól er Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra en við hlið hans er Árni Páll Árnason, for-veri hans í embætti. Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra er í bakgrunni. Ljósmynd Hari

milljónir barna deyja árlega af völdum van-næringar samkvæmt skýrslu Barnaheilla sem birt var í vikunni.

Vann í fyrstu tilraunFiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir brosir sjálfsagt út að eyrum í dag eftir að lag hennar Mundu eftir mér bar sigur úr

býtum í Söngva-keppni sjónvarpsins

um síðsutu helgi. Lagið söng hún sjálf með

Jónsa úr Svörtum fötum og verður

það framlag Íslands í Eurovision-

keppninni í maí í Aserbaídsjan. Nokkur umræða hefur verið eftir

keppnina þar sem lagið Stattu upp með Bláum ópal vann símakosninguna

en sjö manna dómnefnd valdi lag Gretu. Þessi bráðefnilega tuttugu og fimm

ára gamla stúlka lætur sér þó fátt um finnast. Hún vann í fyrstu tilraun og

átti tvo lög á úrslitakvöldinu. Geri aðrir betur.

Sjúkrabílar hálfgerðar druslur?Stjórnendur Rauða krossins íhuga að hætta rekstri sjúkrabíla náist ekki fram kröfur um nauðsynlega endurnýjun tækjabúnaðar. Sífellt minni kröfur eru gerðar til ástands bílanna.

Ávarpaði ekki ViðskiptaþingJóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ávarpaði ekki Viðskiptaþing. For-sætisráðherrar síðustu tvo áratugi hafa ávarpað þingið og það hefur Jóhanna gert síðastliðin þrjú ár. Fráfarandi formaður Viðskiptaþings sagði fjarveru ráðherrans vonbrigði.

Vilja hækka stöðumælagjaldHækka á gjald í stöðumæla í miðborginni og lengja þann tíma sem greiða þarf í mæl-ana, gangi samþykkt umhverfis- og sam-gönguráðs borgarinnar eftir. Hækkuninni er ætlað að auka flæði bíla um stæðin.

Victoria‘s Secret opnar verslun í FríhöfninniFríhöfnin mun 29. febrúar opna fyrstu Victoria‘s Secret verslunina á Íslandi í brottfararverslun Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.

Þrjátíu þúsund vilja Ólaf Ragnar áframUm þrjátíu þúsund manns skráðu sig undirskriftalista þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands. Þegar söfnunin hófst var talað um að markmiðið væri fjörutíu þúsund undirskriftir.

Nær milljarðs tap á HS OrkuTap var á rekstri HS Orku á síðasta ári nam 937 milljónum króna. Fyrirtækið hagnaðist um 865 milljónir króna árið 2010. Sveiflan nemur 1,8 milljarði króna. Tapið stafar einkum af gengissveiflum.

Sofnar ekki í nefndFormaður stjórnskipunar- og eftirlits-nefndar Alþingis segir ljóst að tillaga um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde muni ekki daga uppi í nefndinni.

Hættulegustu gatnamót ReykjavíkurHættulegustu gatnamót Reykjavíkur eru mót Miklubrautar og Grensásvegar. Þar urðu nítján umferðarslys á árunum 2008-2011. Átján slys urðu á mótum Bústaða-vegar og Reykjanesbrautar.

Allir velkomnir - ókeypis aðgangur.

Fundarstjóri: Laura Sch. Thorsteinsson verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu.

Krabbameinsfélagið

Eru lögbundin réttindi krabbameinssjúklinga virt?

Örráðstefna 23. febrúarkl. 16:30-18:00

16:30-16:35 Ráðstefnan sett. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.

16:35-16:40 Ráðgjöf.Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi segir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

16:40-16:55 Framkvæmd laga um réttindi sjúklinga.Guðríður Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri Velferðarráðuneytinu.

16:55-17:25 Reynslusögur.Tveir einstaklingar deila reynslu sinni af samskiptum við heilbrigðiskerfið.

17:25-17:40 Getur heilbrigðisþjónustan staðið sig betur?Vilhelmína Haraldsdóttir framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Landspítalans.

17:40-18:00 Spurningar og kaffi.

Krabbameinsfélag Íslands, Skógarhlíð 8, 105 Rvk, 540 1900, www.krabb.is

að breyta, stjórnin hefur frá öndverðu verið eins Zombíar í C-klassa mynd: Lifandi dautt lið, rænulausir þrælar reflexa sinna, sem mega hafa sig alla við til þess að týna útlimunum ekki, en neita að halda kyrru fyrir í gröf sinni.

Kristján B JónassonMun einkaneysla ekki rjúka upp núna þegar 20-40 milljarðar rúlla aftur inn í hagkerfið? Er ekki kominn tími á tjaldvagn og sækött?

Snorri tryllir lýðinnPredikarinn bókstafstrúaði Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, gerði allt brjálað bæði í mann- og netheimum með bloggi sínu um að samkyn-hneigð sé dauðasynd. Hann skoraði ekki mörg stig og var settur í leyfi.

Gunnar Larus HjalmarssonEr að spá í að skella spurningu á Snorra í Betal á DV-tjattinu: Ertu til í að hoppa upp í rassgatið á þér og koma ekki aftur? en ég nenni því bara ekki.

Bergsteinn Sigurðsson„Við eigum ekki að elta hinn nýju öfl víða um heim sem krefjast sérreglna fyrir sig og annarra fyrir aðra,“ segir Árni Johnsen, sem lengi hefur látið eins og aðrar reglur gildi um hann en aðra.

vafningur fær vængi og Bjarna fatast flugiðDV hefur í nokkur misseri fjallað um vafningsvið-skipti Bjarna Benediktssonar og skyldfólks hans. RÚV gaf málinu allt í einu gaum og með hverri

hreyfingu flækist Bjarni verr í vafningi. Kastljóssviðtal Helga Seljan við formann Sjálfstæðisflokksins litaði umræðuna á Facebook í vikunni.

Þorfinnur Ómarssonnú jæja, gott að vita að Bjarni notaði gróðan af hinni heppilegu sölu hlutabréfa í Glitni, á svona heppilegum tíma, í að byggja sér hús. Þá getur maður farið áhyggjulaus að sofa...

Sólrún Lilja RagnarsdóttirOk, eins og Bjarni getur nú verið sexý þegar hann er reiður. Þá er hann mjög ósexý í Kastljósinu núna. Ég vona að vælubíllinn bíði fyrir utan Efstaleitið.

Þráinn BertelssonEfnispiltur úr viðskiptalífi og pólitík með bæði siðferði og dómgreind í lagi. (Að eigin sögn).

Eva HauksdottirEymingja Bjarni Ben. Er ekki hægt að finna pláss fyrir hann í Kvennaathvarfinu?

Lára Hanna EinarsdóttirHvaða PR-gúrú Bjarna Ben ætli hafi tekið hann í gegn og sagt honum að svara aldrei spurningum?

Heiða B HeiðarsÞetta er allt DV að kenna

Gunnar GrímssonEr þessa stundina afskaplega feginn að vera hættur að horfa á sjónvarp. Vona bara að þið hin hafið ekki beðið of mikinn skaða af.

Björn Ingi HrafnssonMér fannst Bjarni Benediktsson standa sig vel í Kastljósi kvöldsins

334milljarðar er verðið sem Kellogg s borgaði Procter & Gamble s fyrir framleiðslu á Pringles kartöfluflögum.

6er fjöldi Grammy-verðlauna sem breska söngstirnið Adele fékk á sunnudaginn.

7,5prósent er hlutfallið sem kaupmáttur laun hefur rýrnað frá árinu 2007 sam-kvæmt tölum frá Hilmari Ögmundssyni hagfræðingi BSRB.

Page 29: 17. febrúar 2012

FermingUmfjöllun um fermingartískuna Helgin 17. - 19. febrúar 2012

bls. 4

Undir-bún-ingur-inn hefur

verið voðalega ró-legur,“ segir Hugrún Britta Kjartansdóttir um fermingardag-inn sinn sem verður haldin hátíðlegur 19. apríl næstkomandi. „Veislan mun verða haldin í Álftamýrar-skóla þar sem rúm-lega hundrað manns eru boðnir. Litaþema veislunnar eru allir litirnir þar sem blóm og skreytingar verða í allri litaflór-unni. Sjálf mun ég þó ekki klæða mig eins skrautlega á fermingardaginn, ég valdi kjól sem mamma mín átti. Þetta er rauð-köflótt-ur Laura Ashley-kjóll sem nær alveg niður í gólf, er þröngur að ofan en púffaður að neðan. Mamma mun svo halda í hefðina og greiða mér fyrir fermingardaginn eins og hún hefur gert við allar systur mínar. Svo mun ég fara í fermingar-myndartöku eins og tíðkast og mun stjúp-pabbi minn, sem er ljósmyndari, taka myndirnar.“ -kp

Klæðist kjól frá mömmu á ferm-ingar-daginn

HUgrún Britta Kjartansdóttir

Vinsælt hálstau fermingarstráka

Page 30: 17. febrúar 2012

2 ferming Helgin 17.-19. febrúar 2012

F ermingarstelpur hafa alltaf verið duglegar að leita eftir innblástri til stjarnanna í Hollywood

þegar hárgreiðslan fyrir stóra dag-inn er annars vegar,“ segir Ásgeir Hjartason, hárgreiðslumeistari hjá MOJO/SENTER. „Hollywood-glamúrinn er sérstaklega áberandi í ár og er leikkonan Charlize The-ron ein af þeim stjörnum litið er til til í sambandi við flottar og spari-legar greiðslur. Á Golden Globe-verðlaunahátíðinni, sem haldin var í síðasta mánuði, skipti hún hárinu djúpt í miðju sem var svo tekið saman í fallegan hliðarsnúð. Mjúk-ir liðir fengu að njóta sín og toppaði hún greiðsluna með fallegri spöng. Einnig er vinsælt að bæta flottum fléttum við greiðsluna sem mætast í hliðarsnúðnum. Hægt er að leika sér mikið með fléttugreiðslur og margt fjölbreytilegt er hægt að gera með þær.

Bohemian-stíllinn vinsællSumar stelpur sækjast þó meira í hefðbundnari hárgreiðslu og vilja hafa það slegið. Bohemian-stílinn er mjög vinsæll núna þar

sem krumpur eru settar í slétt hárið sem er náttúruleg og einföld greiðsla. Flott og sparilegt hár-band passar vel við þessa greiðslu og er tískudrósin Nicole Richie mikill frumkvöðull í þeim málum. Fléttukrullurnar tengjast þessu „bohemian-lúkki“ og taka þær við af vinsælu bylgjukrullunum sem hafa verið svo áberandi undanfarin ár. Gott er að flétta sig deginum áður, með rakt hárið, og þá mynd-ast flottar krullur sem hægt er að meðhöndla á hárgreiðslustofum.

Manndómsklippingin Stelpur búa yfir afar misjöfnum persónuleika á þessum árum. Sum-ar eru hræddar að fara sínar eigin leiðir og fylgja hjörðinni á meðan aðrar eru ófeimnar að prófa sig áfram. Það er gaman að sjá þegar stelpur vilja mikla breytingu á fermingardaginn. Ennistoppurinn er að koma virkilega sterkur inn í vetur og ég gæti þessvegna kallað þetta manndómsklippinguna þegar þær klippa á sig ennistopp fyrir fermingu. Þetta er flott greiðsla, fullorðinsleg og gerir mikla breyt-ingu á útlitið.” -kp

fERMINGARHÁRGREIÐSLAN TRENDIN

Ásgeir Hjartason hárgreiðslumeistari.

Hollywood-glamúrinn vinsæll innblástur

Leikkonan Charlize Theron. Tískudrósin Nicole Richie.

Helstu trendin á fermingar-daginn: Hollywood-glamúr

Rómantísk hárgreiðsla

Bohemian-stíll

Einfalt

Sætt

Hælaskórnir vinsælir

Í ár virðist vera eftir-sóttara að klæðast skóm með hæl fremur en lágbotna. Litill hæll eða fylltir hælar eru vinsæl-astir en litlu sætu ballerínuskórnir með skrauti á eru einnig áberandi.

„Fermingarstelpur eru að sækja mest í kjóla fyrir fermingardaginn, bæði einlita og með blúndu eða blóma-mynstri. Fyrir þær sem ekki vilja vera í kjólum eru stuttbuxur úr siffon-efni mjög vinsælar, bæði uppháar og lágar, við flottar skyrtur eða toppa. Skartið við fermingarfötin velja þær bæði í silfruðu og gylltu og eru krossarnir alltaf vinsælastir. Sokkabuxur eru vinsæll og nauðsynlegur fylgihlutur, með fallegu mynstri eða einlitar,“ segir Hildur Ragnarsdóttir, starfsmaður í Gallerí Sautján.

Kjólarnir vinsælastir á fermingardaginn

Page 31: 17. febrúar 2012

Kringlan | Smáralind

Skoðið úrvalið, verð og fleiri myndir á facebook síðu galleri sautján og á www.ntc.is

Ferming 2012

Kjóll: 7.995 kr.Sokkabuxur: 2.990 kr.

Skór: Focus

Jakkaföt: 22.990 kr. Vesti: 6.990 kr.Skyrta: 7.990 kr. Slaufa: 2.990 kr.

Vasaklútur: 990 kr.skór: 15.990 kr.

Jakkaföt: 22.990 kr. Vesti: 6.990 kr.Skyrta: 7.990 kr. Bindi: 2.990 kr.

Vasaklútur: 990 kr.Skór: 24.990 kr.

Jakkaföt: 22.990 kr. Skyrta: 7.990 kr.Bindi: 2.990 kr. Vasaklútur: 990 kr.

skór: 13.990 kr.

Topppur: 7.995 kr.Stuttbuxur: 7.990 kr.Hálsmen: 4.990 kr.

Skór: Focus

Kjóll: 7.995 kr.Hálsmen: 4.995 kr.

Sokkabuxur: 2.990 kr.Skór: Focus

Jakkaföt: 32.990 kr. Vesti: 8.990 kr.Skyrta: 7.990 kr. Bindi: 6.990 kr.

Vasaklútur: 990 kr. Skór: 14.990 kr.

Kragi: 4.995 kr.Skyrta: 4.995 kr.

Stuttbuxur: 5.995 kr.Skór: Focus

Kjóll: 9.995 kr.Belti: 2.990 kr.

Sokkabuxur: 1.990 kr.Skór: Focus

Kjóll: 7.995 kr.Sokkabuxur: 2.990 kr.

Hálsmen: 1.990 kr.Skór: Focus

Jakkaföt: 22.990 kr. Vesti: 6.990 kr.Skyrta: 7.990 kr.Slaufa: 2.990 kr. Skór: 13.990 kr.

Kjóll: 8.995 kr.Sokkabuxur: 2.990 kr.

Skór: Focus

Page 32: 17. febrúar 2012

SENDU SMS SKEYTIÐESL WAR

Á NÚMERIÐ 1900OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!

VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.

WWW.SENA.IS/THISMEANSWAR

HEIMSFRUMSÝND Í DAG!

VILTUVINNA MIÐA?

FULLT AF VINNINGUM:

BÍÓMIÐARTÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA!

4 ferming Helgin 17.-19. febrúar 2012

fERMINGARUPPRIfJUN FYRIR 30 ÁRUM

Ég fermdist 4. apríl fyrir akkúrat 30 árum í Bústaðarkirkju hjá séra Ólafi Skúlassyni,“ segir Laufey Arna Johansen flugfreyja og mynd-listakona. „Þetta var mjög stór dagur fyrir mig. Mér fannst þetta allt mjög hátíðlegt. Ég man mjög vel eftir því þegar séra Ólafur talaði um að við værum að staðfesta trú okkar og skírnina og ég tók

þessu mjög alvarlega. Ég var mjög meðvituð um að þetta var dagurinn minn og fyrsta stórveislan sem var haldin bara fyrir mig, fyrir utan afmæli auðvitað. Mér var sagt að nú væri ég komin í fullorðinna manna tölu og mér fannst ég hafa orðið fullorðin á einum degi. Það var mikið mál að finna rétta kjólinn og endaði á að kaupa hvítan, útvíðan blúndulkjól sem við mamma fundum í verslun í Hafnarfirði. Ég leit út eins og algjör prinsessa, með hvíta hanska í stíl og flotta slöngulokka sem setti punktinn yfir i-ið. Eins og flest börn fór ég í fermingar-myndartöku sem mér fannst á þeim tíma heppnast mjög vel. Í dag finnst mér myndirnar ekkert sérstakar. Ég skipti um föt í tökunni og var meðal annars í gulum samfesting sem í dag finnst mér þó skárri en hvíti kjóllinn. En þetta var tískan á þessum tíma.

Deginum eyddi ég svo með stórfjölskyldu minni sem ég bauð heim í kaffi og kökur. Það sem er mér minnistæðast, fyrir utan athöfninna í kirkjunni, var þegar ég sat í herberginu mínu, umkringd frænkum og vinkonum, og tók upp gjafirnar. Ég fékk margt falleg í fermingargjöf; svefnpoka, kasettutæki sem ég var æðislega ánægð með, skartgripi og fullt af peningum sem ég eyddi seinna til að komast í tungumálaskóla í Bretlandi. Þetta var táknrænn dagur og ég man vel hversu ánægð ég var með hann.“ -kp

Laufey Arna Johansen fermdist fyrir 30 árum.

Varð fullorðin á einum degi

Ég leit út eins og algjör prins-essa, með hvíta hanska í stíl og flotta slöngu-lokka sem setti punktinn yfir i-ið.

„Í ár eru fermingar-strákarnir mjög spenntir fyrir slaufum í allskonar litum. Mjóa bindið, sem hefur verið svo vinsælt undanfarin ár heldur þó vinsældum sínum og hika strákarnir ekkert við að velja sér áberandi og skæran lit. Strákarnir sækja svo talsvert í að fá vasaklút í stíl við slauf-una eða bindið sem er skemmtileg nýbreytni,“ segir Sindri Snær versl-unarstjóri Gallerí Sautj-án Kringlunni.

Vin-sælt háls-tau ferm-ingar-stráka

Fáir strákar kjósa að klæð-ast gallabuxum í fermingunni í ár. Þeir virðast vilja vera fínir og herralegir og velja sér jakkaföt sem eru með að-sniðnum jakka og niðurþröng-um buxum. Vesti í stíl, undir jakkafötin, í anda Board walk Empire, eru mjög vinsæl og sumir kjósa jafnvel að sleppa jakkanum og velja sér aðeins vestið í stíl við buxurnar. V

ilja

vera

fíni

r og

her

rale

gir

Page 33: 17. febrúar 2012
Page 34: 17. febrúar 2012

6 ferming Helgin 17.-19. febrúar 2012

www.belladonna.is

FULL BÚÐaf flottum

fötum fyrirflottar konur

Stærðir 40-60

Allt að verða tilbúið,“ segir Kristófer Breki Jó-

hannesson um undir-búning fermingardags-ins sem haldinn verður hátíðlegur 1. apríl næst-komandi. „Fermingarföt-in eru klár fyrir daginn, ég fékk svört jakka-föt lánuð hjá frænda mínum. Við þau mun ég klæðast rauðri skyrtu og bindi í stíl sem ég keypti í Sautján og verð í svörtum leðurskóm við það sem ég fékk í Next. Fermingarmyndartakan verður rúmum mánuði áður en fermingardagur-inn rennur upp í þeim tilgangi að ég get sýnt myndirnar í veislunni. Ég fer á morgun, 18. febrúar, í myndatökuna hjá vinkonu mömmu, í ljósmyndaveri Hörpu Hrundar, þar sem ég mun bæði klæða mig upp í fermingarfötin og breikdansfötin mín.

Ég hef ekki enn sett upp neinn óskalista fyrir ferminguna en sjónvarp og Play Station þrjú verður þar ofarlega á lista.“ -kp

Í breik-dansfötum í ferming-armynda-

tökunni

Krióstfer BreKi JóhAnnesson

FermingarFöstudaginn 24. febrúar fylgir Fréttatímanum sérblað um fermingar; þar segir af fermingarbörnunum, aðstandendum þeirra og öllu því sem þessum tímamótum fylgir í máli og myndum.

Fartölvur verða í brennidepli þann 9. mars í sérkafla og 16. mars fylgir viðamikil umfjöllun um fermingargjafir blaðinu.

67% ... kvenna, 25 til 80 ára, á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann.

*Capacent okt-des 2011

Nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeil-dar í síma 531 3310 eða á [email protected]

Page 35: 17. febrúar 2012
Page 36: 17. febrúar 2012

Rkpáþííhé:

www

Míáh

Iá:H á é ýj, á

Iváí:Hö á óý á kk á ö

B:I ý RC ó

G ö ö ök k á 100% ö

Page 37: 17. febrúar 2012

Með aldri og þroska, og heim-sóknum í borgir heimsins, hef ég auðvitað séð að virkar almenn-ingssamgöngur eru ein af grunn-stoðum nútíma borgarsamfélags og það þykir sjálfsagt og eðlilegt að nýta sér þær á degi hverjum.

É g sat í strætis-vagni í vik-unni. Tilefnið

var skemmtilegt; nemendahópur var að skila verkefni sem tengdist starfsemi Strætó og þau voru svo uppátækjasöm að fá lánaðan vagn og bílstjóra og kynna verkefni sitt á rúnt-inum í 101 Reykjavík.

Ég rifjaði upp að það eru líklega kom-in fjögur ár síðan ég tók strætó. Strætó tók ég síðast að staðaldri þegar ég sótti tónlistar-skóla úr Árbænum í Þingholtin á unglingsárunum. Þetta þótti óhentugur ferðamáti og allt ann-að en svalur. Strætó var síðasta örþrifaráðið á þessum árum og eftir að félagarnir fengu bílpróf höfðum við enga þörf lengur fyrir að nota þá stóru grænu – þeir voru grænir í þá daga en ekki gulir.

FordómarAuðvitað voru þetta fordómar. Þeir virðast ganga kynslóð fram af kynslóð og sjálfur var ég oft í bílstjórahlutverki fyrir son minn á unglingsárum hans því hann og hans vinir höfðu sömu við-horf til strætó og ég hafði á hans aldri.

Til varnar vil ég segja að mér þótti ekki sérlega praktískt að taka strætó. Ferðir voru strjálar og ekki alltaf áreiðanlegar. Það var ekkert gaman að norpa í kulda og trekki úti á stoppu-stöð og bíða. Það var hundfúlt að skrölta með vagninum milli bæjarhluta, þurfa að skipta einu sinni eða tvisvar og ná áfanga-stað á klukkutíma.

Með aldri og þroska, og heimsóknum í borgir heimsins, hef ég auðvitað séð að virkar al-menningssamgöngur eru ein af grunnstoðum nútíma borgar-samfélags og það þykir sjálfsagt og eðlilegt að nýta sér þær á degi hverjum. Samanburður stórborgarsamfélaga við okkar er ekki alveg sanngjarn. Ég held samt að það sé nauðsynlegt að auka verulega hlut almenn-ingssamgangna á höfuðborgar-svæðinu og draga úr notkun einkabíla. Fyrir þessu liggja meðal annars umhverfisástæður og hrein þjóðhagsleg hag-kvæmni. Jafnljóst þykir mér að þessi breyting mun taka langan tíma og færa verður töluverðar fórnir til að hún megi eiga sér stað. Það er full seint að breyta hegðun og neyslumynstri þeirra sem þegar hafa vanist þeim lúxus að aka um á einkabíl. Það er hins vegar tækifæri til að móta hegðun og venjur þeirra sem erfa munu landið.

Viðhorfsbreyting tímafrekFyrsta skrefið er að viðurkenna að viðhorfsbreytingin mun taka mörg ár. Næsta skref er að horfast í augu við að á þeim tíma þarf að lækka fargjöld og bæta þjónustuna á sama tíma. Ég held að Strætó sé svo sannarlega að reyna að bæta þjónustuna. Það er frábært fram-tak að taka tæknina í sína þjónustu, til

dæmis með GPS kerfinu sem gerir okkur notendum mögulegt að fylgjast með vagninum okkar á korti í netvafra á tölvunni og sjá nákvæmlega hvenær ganga þarf út á stoppustöð til að ná vagninum. Ég held samt að það þurfi að gera svo miklu meira. Það þarf að fjölga ferðum og gera endurbætur á leiðum til að stytta ferðatíma. Þetta kallar á fleiri vagna og vagnstjóra. Engar tekjur munu koma á móti kostnaði við þetta fyrst um sinn. Nokkur ár munu því líða í stórfelldum taprekstri Strætó og ekki mun tjóa að fara á líming-unum út af því. Þessi herkostn-aður mun skila þeim árangri að smátt og smátt mun unga fólkið læra að meta Strætó, vegna þess að það er öruggur, skjótur og ódýr ferðamáti. Þeir sem eldri eru munu einnig átta sig á þessu með tíð og tíma. Þannig mun farþegum með Strætó fjölga jafnt og þétt og ég held jafn-vel að á fimm árum tækist að gera strætó að sjálfsögðum og eðlilegum samgöngukosti á höfuðborgarsvæðinu og stilla reksturinn af þannig að ásætt-anlegur þætti. Og við megum ekki horfa á rekstrarreikning Strætó sem einangrað fyrirbæri og gera til hans arðsemikröfur. Það sem mestu skiptir er hin þjóðhagslega hagkvæmni sem liggur meðal annars í því að draga úr innflutningi jarðefna-eldsneytis og spara gjaldeyri því vitaskuld knýjum við Strætó með metangasi úr Álfsnesi eða með rafmagni. Umhverf-isáhrifin eru víðtæk því með þessu drögum við mjög úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig liggur veruleg hagræðing í því að hætta að hugsa um að auka flutningsgetu umferðarmann-virkja á höfuðborgarsvæðinu. Reynslan og rannsóknir sýna að slíkar aðgerðir skila litlu. Með þess háttar framkvæmdum er nefnilega oftast verið að takast á við einkenni vandamálsins en horfa framhjá sjálfu vanda-málinu, sumsé neysluvenjum okkar og hugsanahætti.

Almenningssamgöngur

Ég tók strætó í vikunni

Helgi Þór Ingason dósent við tækni- og verk-fræðideild HR

Laaaaaaaaaangbestar?

Mörgum finnst Superfries vera laaaangbestu frönskurnar og þær eru nú betri en nokkru sinni áður. Sérvaldar kartöflur, steiktar í repjuolíu og kryddaðar með sjávarsalti. Prófaðu núna!

Nóatúni 4 · Sími 520 3000www.sminor.is

Gæðum tilverunagóðu ljósiGlæsilegir lampar á tilboðiog eldri gerðir lampa árýmingarverði.

TILBOÐS- &RÝMINGARVERÐí febrúar.

Rombi ljósakrónaRýmingarverð: 8.900 kr.(Fullt verð: 15.900 kr.)

Cars loftljósTilboðsverð: 7.900 kr.(Fullt verð: 11.500 kr.)

Helgin 17.-19. febrúar 2012 viðhorf 29

Page 38: 17. febrúar 2012

F yrir viku sló Fréttatíminn upp launahækkunum forsætisráðherra og þingmanna. Tilefnið virtist

vera ákvörðun kjararáðs snemma vetrar um að fella úr gildi þá launalækkun sem gilt hafði frá því þremur mánuðum eftir bankahrunið haustið 2008.

Vert er að halda nokkrum staðreyndum til haga í þessu sambandi. Með lagabreyt-ingum í árslok 2008, sem meðal annars Jó-hanna Sigurðardóttir stóð að, lækkaði kjar-aráð laun ráðherra og þingmanna um allt að 15 prósent. Þetta þótti eðlilegt og sjálfsagt eins og á stóð eftir bankahrunið, enda tóku allir landsmenn á sig kjaraskerðingu. Í ljósi þróunar á vinnumarkaði og fjárhagsvanda ríkissjóðs vildi ríkisstjórnin taka á sig hluta byrðanna af hruninu enda rétt og skylt að hátt launaðir hópar hjá ríkinu tækju á sig launalækkun líkt og sambærilegir hópar hjá einkafyrirtækjum höfðu gert.

Tilmælum var beint til kjararáðs strax í nóvember 2008 um lækkun launanna. Niðurstaðan varð þó að Al-þingi samþykkti lagabreytingu að tillögu ríkisstjórnar-innar til að ná fram launalækkuninni og skyldi hún vara til ársloka 2009. Þessi launalækkun ráðherra og þing-manna var síðar framlengd að tilhlutan ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og var látin ná til fleiri hópa svo sem forstöðumanna ríkisfyrirtækja og ríkisstofnana. Lækkunin var loks afturkölluð 1. október 2011 með

nýrri ákvörðun kjararáðs. Þegar allt tímabilið frá 1. janúar 2009

til 30. september 2011 er skoðað nemur launalækkun forsætisráðherra samtals kr. 5.176.940 á 33 mánuðum. Nær allt tímabilið nam mánaðarleg skerðing kr. 163.209 eins og rétt var farið með í úttekt Fréttatímans.

Í tvö ár og og fjóra mánuði voru mánað-arlaun forsætisráðherra kr. 935.000 eftir lækkunina sem samþykkt var. Ef lækkun-in hefði hins vegar aldrei tekið gildi hefðu mánaðarlaunin verið kr. 1.098.209 allan þann tíma eða frá 1. febrúar 2009 þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráð-herra. Með afnámi lækkunarinnar 1. októ-ber síðastliðinn og þeim kjarabreytingum sem orðið hafa í samræmi við aðra kjara-samninga eru laun hennar í reynd liðlega

53 þúsund krónum hærri en þau laun sem hún hefði fengið án lækkunarinnar. Hækkunin nemur því um 5 prósentum frá þeirri upphæð.

Ástæða er einnig til að minna á að lögbundin for-réttindi alþingismanna og ráðherra til lífeyrisréttinda hafa verið afnumin að undirlagi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Með sanngirni verður því varla annað sagt en að nú-verandi forsætisráðherra hafi lagt sitt af mörkum til þess að deila áfalli hrunsins á herðar sem flestra. Það er enda í anda jöfnuðar sem er sérstakt leiðarljós nú-verandi ríkisstjórnar.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jón Kaldal [email protected] Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson [email protected] Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson [email protected] Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson [email protected]. Auglýsinga-stjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Eftir standa hinir varfærnari, sem tóku lán í íslenskum krónum

og sitja uppi með verðtryggingarbólginn höfuðstól.

Veitingahús

Karma Keflavík ehf

Krúska ehfSuðurlandsbraut 12

Grófinni 8

6 ummæli

18 ummæli

11 ummæli

12 ummæli

19 ummæli

Saffran

SuZushii StjörnutorgiKringlunni 4-12

1

2

3

4

5

Efstu 5 - Vika 7

Topplistinn

Sjávargrillið ehfSkólavörðustíg 14

Kjaramál

Laun forsætisráðherra skert um 5,2 milljónir króna frá hruni

Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkis-stjórnarinnar

JJón Sigurðsson forstjóri Össurar vandaði krónunni ekki kveðjurnar á Viðskiptaþingi á miðvikudag, en þar var hann aðalræðumaður. Sagði Jón að með hina tvískiptu krónu sem gjaldmiðil, verðtryggða og óverð-tryggða, hefði þjóðin aldrei fast land undir fótum. Enda sýnir margra ára-

tuga reynsla svo ekki verður um villst að óstöðugleikinn er það eina sem er stöðugt við íslensku krónuna.

Benti Jón á að besta leiðin til að auðgast á Íslandi sé sú að vera á réttum stað þegar fjármagnsflutningar verða í þessu umhverfi.

Þegar Jón lét þau orð falla hefur hann væntanlega ekki gert ráð fyrir hversu hratt ný

og afgerandi sönnun yrði færð fyrir þeim. Aðeins liðu nokkrar klukku-stundir frá því hann lauk máli sínu þar til Hæstiréttur kvað upp dóm um lögmæti endurútreikninga gengisl-ána. Dómurinn var skuldurum í hag. Uppi stóðu sem sigurvegarar þeir sem kusu að taka lán í erlendri mynt – og losna þar með við verðtryggingu og háa vexti krónulána – jafnvel þó þeir hefðu ekki tekjur á móti í erlend-um gjaldmiðlum og tóku því meðvit-aða og upplýsta áhættu.

Allt bendir til þess að dómur Hæstaréttar færi þessum skuldurum tugmilljarða ávinning þar sem áhrif tveggja stafa verðbólga undanfar-inna ára á höfuðstól lána þeirra eru þurrkuð út.

Eftir sitja hinir varfærnari, sem

tóku lán í íslenskum krónum og sitja uppi með verðtryggingarbólg-inn höfuðstól. Þeir voru ekki á rétta staðnum, sem Jóni ræddi um í ræðu sinni, og njóta því ekki þessarar tröll-vöxnu tilfærslu. Þegar er hins vegar hafin umræða hvort, og þá hvernig, sé hægt að rétta hlut verðtryggðu skuldaranna.

Þetta er í hnotskurn geggjaður heimur íslensku krónunnar. Skal engan undra að margir vilji losna úr þeirri hörmungarvist. Þeirra á meðal er Jón, sem í brýningu sinni til Við-skiptaþings sagði óstöðugleikann í boði krónunnar ekki ganga lengur og óskaði eftir því að þeir sem vilja ekki að Íslandi gangi í ESB og taki upp Evru skuldi að benda á aðrar lausnir.

Því miður er ekki líklegt að sú ósk Jóns rætist í nánustu framtíð sé eitt-hvað að marka umræður á Alþingi í gær. Þar spóluðu aðdáendur krón-unnar í sömu förum og áður. Er engu líkara en fall krónunnar, verðbólga og neikvæð áhrifin á bókhald heim-ila landsins, hafi alveg farið fram hjá þeim.

Ómældum tíma og orku verður því varið áfram um ófyrirséða tíð í glím-una við efnahagsumhverfi þar sem ómögulegt er að gera raunhæfar áætl-anir fram í tímann. Jafnvel á bak við gjaldeyrishöftin er krónan ekki stöð-ug, eins og HS orka komst að þegar félagið sat uppi með tæplega milljarðs króna tap, þar sem félagið hafði ekki reiknað með veikingu í skjóli hafta.

Það vekur undrun að einhverjum finnist þetta ganga lengur.

Íslenska krónan

Geggjun í boði gjaldmiðils

Jón Kaldal [email protected]

www.noatun.is

Fermingar-veislur

Veisluþjónusta Nóatúns býður upp á úrval af hlaðborðum

fyrir fermingarveisluna!

pantaðu veisluna þína á

2100á mann

Verð frá

30 viðhorf Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 39: 17. febrúar 2012

Fært til bókar

„Boddýbílar“ næst hjá Strætó?Hópaferðafyrirtæki sem sinnt hafa strætis-vagnaakstri fyrir Strætó bs. milli höfuð-borgarsvæðisins og nálægra þéttbýlis-staða, til dæmis Selfoss, Akraness og Borgarness, hafa fram til þessa sinnt akstr-inum á hópferðabílum þar sem sæti eru fyrir alla farþega. Fyrir stuttu bauð Strætó þessa akstursþjónustu út þar sem gert var ráð fyrir að farþegar gætu staðið í vögn-unum. Jafnframt var leiðakerfið útvíkkað svo nú er hægt að fara standandi í strætó frá Reykjavík allt til Hafnar í Hornafirði. Margir hafa lýst áhyggjum vegna þessa, meðal annars Umferðarstofa. Öryggisbelti eru ekki í strætisvögnum eins og er í rútum en áhyggjurnar beinast einkum að öryggi standandi farþega á langleiðum þar sem hraði er mun meiri en í strætisvögnum sem aka innanbæjar en í þeim getur fólk staðið, eins og kunnugt er. Talsmaður rútufyrir-tækisins Allrahanda sagði á fésbókarsíðu sinni, að því er Félag íslenskra bifreiða-eigenda greinir frá, að að sérkennilegt sé að sveitarfélögunum, sem eru að taka yfir almenningssamgöngur af sérleyfis-höfum, eigi að leyfast að ofurselja farþega sína minna ferðaöryggi en þeir nutu hjá sérleyfishöfunum, með því að leyfa að far-þegar standi á utanbæjarleiðum þar sem hámarkshraði er 90 km og umferð á móti. Ríkisútvarpið hafði eftir Einari Magnúsi Magnússyni hjá Umferðarstofu að með því að hafa standandi farþega í strætisvagni á fullri ferð úti á þjóðvegum sé verið að fara út fyrir þau öryggismörk sem menn vilji draga og þetta sé einfaldlega ekki í lagi. Menn bíða nú eftir næsta leik Strætó sem væntanlega verður að endurvekja „boddý-bílana“ svokölluðu sem þjónuðu sem fólks-

flutningabílar á fyrstu árum bílaumferðar hér á landi. Þá var einfaldlega smíðað hús á vörubílspalla og fólki hrúgað í þau, líkt og sláturfénaði, og síðan ekið af stað.

Umhverfisvæn sala í Kolaportinu„Umhverfisvæn Tobba flýr Kópavog“. Svo sagði í fyrirsögn Fréttablaðsins á þriðjudaginn um brottflutning Þorbjargar Marínósdóttur frá heimabæ sínum til Reykjavíkur. Fram kom að hún hefði keypt sína fyrstu íbúð með unnusta sínum, Karli Sigurðssyni borgarfulltrúa, við Ránargötu. Þetta er eins og gengur í lífi ungs fólks sem stofnar heimili. Hingað til hafa það ekki þótt sérstök tíðindi þótt fólk flytji sig yfir bæjarmörk Reykjavíkur og Kópavogs enda liggja þau saman á löngum köflum. Tobba tók hins vegar fram að mikil tímamót væru að kveðja Kópavog en bætti því við að hún prísaði sig eiginlega sæla að vera að fara því sama dag og hún hefði skrifað undir kaupsamninginn hefði Gunnar Birgisson komist aftur til valda. Tobba telur sinn sveitarstjórnarmann vistvænni en gamla Kópavogsharðjaxlinn og verður að fylgja þeirri línu, fórna hælaskónum og kaupa flatbotna í staðinn. Huggun er þó harmi gegn að hún getur splæst í hvítvínsglas í hópi vinkvenna án þess að hafa áhyggjur af leigubílnum heim. Í lok viðtalsins kom hins vegar í ljós að raunveruleg ástæða viðtalsins var hvorki valdataka Gunnars né vistvænn borgarfulltrúi nágrannasveitar-félagsins heldur viðvera Tobbu í Kolaport-inu síðar í þessum mánuði. Þar ætlar hún að selja úr fataskápum sínum og losa um. „Ekki veitir heldur af fjármagninu,“ segir hún, „þegar maður er búinn að steypa sér í skuldir.“

Laugardagur til listaLaugardaginn 18. febrúar kl. 13.30 heldur Guðni Tómasson listsagnfræðingur fyrirlestur í ráðstefnusal Arion banka, Borgartúni 19. Fyrirlesturinn ber heitið Óróleikinn nær til Íslands. Guðni mun fjalla um umbrot í þjóðlífi og myndlist um miðja 20. öld.

Sýnd verða verk úr safneign Arion banka.

Laugardagur til lista. Allir velkomnir.

Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 40: 17. febrúar 2012

Stökkbreyting írskra gena

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

M

Teikning/Hari

Mikið hefur verið fjallað um meintan fríðleika Íslend-inga, að minnsta kosti íslenskra kvenna. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um glæsileika íslenskra karla. Hver íslensk fegurðardrottingin á fætur annarri hefur skotið keppinautum sínum ref fyrir rass og hampað nafnbót-inni „fegursta kona heims“ eða eitthvað í þá veru.

Erfitt er þó að leggja mat á fegurð fólks, að minnsta kosti þegar saman koma einstaklingar víða að úr heim-inum, hvar andlitsfall og litaraft er með ýmsu móti. Ekki er gefið að smekkur manna sé eins í kulda norð-ursins og hita suðursins, þótt hjartalagið sé svipað, samanber fleyg orð Tómasar Guðmundssonar: „Mér dvaldist við hennar dökku fegurð. Samt dáðist ég enn meir að hinu, hve hjörtum mannanna svipar saman, í Súdan og Grímsnesinu.“

Orð þjóðskáldsins styrkja þá kenningu að fegurðin komi að innan en það breytir því ekki að sífellt er lagt mat á útlit fólks, hæð eða smæð, vaxtarlag svo ekki sé minnst á augnaumgjörð, stöðu kinnbeina og tanngarð-inn sjálfan. Brosið töfrar sem og augun og allra helst þegar brosið nær til augnanna.

En það er ekki fegurðin ein sem dæmd er. Líka er lagt mat á ljótleika fólks þótt formleg keppni fara ekki fram í þeim efnum. Ljótustu karlar í heimi eru Írar, ef marka má úrskurð útlendrar stefnumótasíðu sem sérhæfir sig í fallegu fólki, eins og nafnið bendir til, beautifulpeople.com. Þessir nágrannar okkar þykja svo ófrýnilegir að einungis 5 prósent þeirra sem vilja skrá sig á síðuna hljóta náð fyrir augum valnefndar hennar.

Sænskir karla þykja aftur á móti fegurstir allra en í frétt um ljótleikann var ekki nefnt hvar íslenskir karlar stæðu í þeirri röð. Brasilískir folar þykja bærilegir en 45 prósent þeirra fengu skráningu og 40 prósent danskra karla. Verr gekk Indverjum en aðeins 15 prósent þeirra náðu í gegnum hið gullna hlið fallega fólksins. Sama gilti um þá þýsku og Bretar áttu heldur ekki upp á pall-borðið. Einungis 12 prósent þeirra skriðu í gegn.

Íslensku konurnar skoruðu hins vegar hátt, eins og venjulega, en almennt ná norrænar konur langt þegar kemur að vali fyrrgreindrar síðu fallega fólksins. Alls hafa 76 prósent norskra kvenna fengið aðgang, 68 pró-sent sænskra og 66 prósent íslenskra.

Fallegu íslensku konurnar gera það því ekki enda-sleppt og vel er það viðunandi að íslenskir karlar hafi ekki verið nefndir sérstaklega. Þeir hafa kannski ekki vakið athygli fyrir sérstaka fegurð en heldur ekki þótt áberandi ljótir, að minnsta kosti ekki meinuð aðganga í stórum stíl á síðu fallega fólksins úti í heimi.

Aumingja írsku karlarnir, hugsaði ég með mér í stærilæti hins íslenska, ósköp eru þeir ólögulegir og ófríðir – og það mann fram af manni. Írsku genin voru greinilega ekki að gera sig. Um leið og ég hallaði mér aftur í stólnum skaut þó óþægilegri hugsun í kollinn á mér. Ef rétt er munað er uppruni okkar Íslendinga ekki alfarið norrænn og undurfagur – heldur einnig írskur. Getur verið að írska blóðið í íslenskum körlum hafi þau áhrif að þeir komist ekki með tærnar þar sem íðilfagrir sænskir og danskir folar eru með hælana? Um leið vaknaði önnur spurning. Hvernig má það vera að ís-lenskar konur þykja svona ógurlega sætar en karlarnir ekki? Er minna írskt blóð í kven- en karlleggnum?

Ég lagðist því í rannsóknir, tímafrekar að vísu en nauðsynlegar. Það er ekki viðunandi að annað kynið komi svona miklu betur úr í útlitslegum samanburðar-rannsóknum en hitt. Hverjir draga okkur niður, spurði ég sjálfan mig um leið og mér varð hugsað til helstu frægðarkarla samtíðarinnar – þeirra sem leiða ríki og borg, Steingríms J. og Jóns Gnarr. Óneitanlega er tals-verður Íri í þeim þótt ólíklegt verði að telja að þeir hafi leitað inngöngu á títtnefnda fegurðar- og stefnumóta-síðu.

Alls er talið að á landnámstíma hafi flutt 10 -20.000 manns til Íslands en í Landnámu er aðeins getið lítils hluta þessa fólks, það er að segja hinnar ráðandi yfir-stéttar norrænna stórbænda. Sagan var því ekki öll sögð um ætterni forfeðra okkar, það hafa rannsóknir á erfðaþáttum núlifandi Íslendinga sýnt. Þar kemur fram að um 60 prósent erfðaefnis Íslendinga er norrænt en um 40 prósent frá Bretlandseyjum. Hið skrýtna er samt að sömu mælingar segja okkur að um 80 prósent erfðaefnis íslenskra karla megi rekja til Noregs og annarra Norðurlanda en um 20 prósent til Bretlands-eyja. Kannski má fallast á að þessi 20 prósent dugi til að halda íslenskum körlum neðar á fegurðarskalanum en þeim sænsku og dönsku en málið vandast hins vegar þegar kemur að fallegu íslensku konunum. Aðeins 37 prósent þeirra eru með norrænt erfðaefni í sér en um 62 prósent þeirra hafa í sér erfðaefni sem rekja má til Bret-landseyja.

Þegar þetta liggur fyrir hættir maður að skilja. Ís-lenskar skvísur, fegurðarviðmið víða um heim, eru meira eða minna írskar, upprunalega dætur ljótustu karla í heimi. Írskar konur þykja heldur skárri en írsku karlarnir í útliti en samt fá aðeins 15% þeirra inngöngu á síðu fallega fólksins, samanborið við 66 prósent ís-lenskra kvenna.

Hvað gerðist? Hvernig stökkbreyttust ljótu írsku genin annars vegar í Hófí, Lindu Pé og Unni Birnu – og hins vegar í Steingrím J. og Jón Gnarr?

Vill ekki einhver rannsaka það?

ÍMARK DAGURINN

8.30 Skráning og morgunverður

9.00 Ráðstefna sett

9.10 ÍMARK erindi

9.20 Henry Mason 12 Crucial Consumer Trends for 2012

10.20 Hlé - Tengslanetið eflt

10.40 Diana Derval Delivering the right sensory mix regarding your consumers´ needs and product preferences

11.40 Guðni Rafn GunnarssonSviðsstjóri, fjölmiðlarannsóknir og markaðsgreining Capacent

12.00 Hádegishlé - Léttur hádegisverður

13.00 Jessica Butcher A magical new way for your brands to deliver exciting new messages, offers and experiences to customers

13.45 Simon Collisson A More Meaningful Web

14.30 Hlé - Tengslanetið eflt enn frekar

15.00 Jose Miguel Sokoloff How changing the lives of people can change the world, marketing towards guerillas in Colombia

Ráðstefnustjóri: Ragna Árnadóttir Skrifstofustjóri Landsvirkjunar

Ráðstefna í Hörpu / Silfurbergiföstudaginn 24. febrúar kl. 8.30 – 16.00Kynntu þér fyrirlesarana og skráðu þig á www.imark.is

Dag

skrá

Fyrirlesarar í fremstu röð fjalla um allt sem er nýjast og heitast í markaðsmálum og spá í framtíðina.

Konudagurinn er á sunnudagGefðu elskunni skartgrip í tilefni dagsinsKíktu til gullsmiðsins - Hann tekur vel á móti þér

www.gullsmidir.is

Anna María Design, Skólavörðustíg 3 RvkAurum, Bankastræti 4 RvkCarat, SmáralindFjóla gullsmiður, Hafnargötu 21 KefFríða skartgripahönnuður, Strandgötu 43 Hfj G Þ Skartgripir og úr, Bankastræti 12 RvkGeorg V. Hannah, Hafnargötu 49 KefGull og Silfur, Laugavegi 52 RvkGull og silfursmiðjan Erna, Skipholti 3 RvkGullkistan, Frakkastíg 10 RvkGullkúnst Helgu, Laugavegi 11 RvkMeba, Kringlunni og SmáralindMetal Design, Stefán Bogi gullsmiður, Skólavörðustíg 2 RvkÓfeigur gullsmiðja og listmunahús,Skólavörðustíg 5 RvkOrr Gullsmiðir, Bankastræti 11 RvkSign Gullsmíði og skartgripahönnun, við höfnina í Hafnarfirði Tímadjásn, Grímsbæ Rvk

32 viðhorf Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 41: 17. febrúar 2012

NámskyNNiNg í Háskóla íslaNdsLaugardaginn 18. febrúar frá 12–16

Hið landsfræga Sprengju gengi Háskóla Íslands verður með litríkar sýningar og Vísinda­smiðja Háskóla Íslands verður opnuð með formlegum hætti.

boðið verður upp á Vísindabíó kl. 12.30 og 14.30 í Sal 2 í Háskólabíói og margt fleira!

gestir geta kynnt sér fjölbreytt námsframboð háskólans, starf semi og þjónustu, skoðað rannsóknastofur, tæki, búnað og húsakynni.

Verið VelkomiN á opið Hús í Háskóla íslaNds

PIPAR\TBW

A • SÍA

• 120539

Page 42: 17. febrúar 2012

34 bækur Helgin 17.-19. febrúar 2012

RitdómiR ViðbRögð úR Víðsjá

Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins er mest

selda bókin í flokki barnabóka Eymunds-sonar þessa vikuna;

framtíðarsaga sem fjallar um keppni upp á líf og

dauða. Passar fyrir eldri börn en líka fullorðna.

FyRiR böRn og FulloRðna

RitdómuR dauðinn í dumbshaFi eFtiR magnús ÞóR haFsteinsson

m agnús Þór Hafsteinsson segir í formála sinnar stóru bókar um Íshafssiglingar stríðsáranna að

hann hafi ekki menntun sagnfræðings heldur sé hann áhugamaður um þennan þátt seinna stríðsins. Ritaskráin sem hann birtir í lok bókarinnar sem er þéttprentuð og yfir 500 síður staðfestir einlægan áhuga hans á efninu. Víst sækir hann heimildir að stærstum hluta í prentaðar heimildir, sagnfræðingur hefði lagst yfir afmörkuð svið og kannað þau, en Magnús birtir okkur heildarmynd af þessum mikil-væga þætti í stríðinu á fyrstu árum þess og staðhæfir og staðfestir að vígbúnaður Rússa í vörnum gegn Þjóðverjum var ein meginforsenda þess að hér var komið upp flotastöð, vari í Hvalfirði fyrir skipalest-irnar sem héldu norðaustur og komu að austan.

Ókunnugum má segja þetta: Hval-firði var lokað með kafbátagirðingu, þar var þorp í Hvítárnesi og aðstaða undir Þyrlinum fyrir olíugeymslur sem stendur sumapart enn, víðar um fjörðinn voru kampar: Þar lágu reglulega við festar tugir skipa af ýmsum stærðum, allt upp í næst stærstu herskip sem flutu á þessum árum. Á tímabili fyrir innrásina í Normandy voru hér staðsettir fimmtíu þúsund hermenn. Það er raunar merkilegt hvað okkur hefur gengið vel að draga dulu yfir þennan þátt í sögunni: Rit Magnúsar er fyrsta heild-stæða ritið um þennan þátt, þó Friðþór Eydal, Þór Whitehead og Ásgeir Guð-mundsson hafi allir lagt til sitt við að skýra þennan tíma og greina hann á þrengri sviðum..

Héðan sigldu sem sagt stórar skipalestir vor, sumar og haust austur til Murmansk og Arkangelsk. Fragtskip hlaðin vopnum og skotfærum sigldu undir vernd herskipa og kafbáta yfir hafsvæði sem var veðravíti og lífshættulegt vegna kulda. Á lestirnar réðust kafbátar og flugvélar og hættu-legasti hluti leiðarinnar var skamman flugtíma frá norðurströnd Noregs. Skips-töp voru reiknaður hluti af leiðangrinum, manntap var vitað og í sumum tilvikum fór allt úr böndum, ýmist vegna dómgreindar-leysis herstjórnar Breta eða vegna annarra hagsmuna í stríðsrekstrinum. Sjö Íslend-ingar koma við sögu í þessum hildarleik, fimm eru nafngreindir, tveir ókunnugir. Fyrir utan að landið var höfn, bæði fyrir

austan og vestan, sjúkrahús á Akureyri og í Reykjavík tóku við limlestum mönnum, en að öðru leyti hvíldi yfir þessum skipa-lestum þögn.

Viljaleysi undangenginna kynslóða til að kanna stríðið og hlut okkar í því er merkileg; fyrir nokkrum áratugum lögðu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram á þingi tillögu um að minjum um stríðið væri skipulega eytt. Hernámsliðin bæði unnu markvisst að því að eyðileggja mann-virki sem hér voru og komust upp með það átölulaust. Heimildaskráning um stríðið hefur verið takmörkuð, leita verður í marga staði til að týna saman gögn um sambýli hers og þjóðar. Þannig er nýlega búið að aflétta banni á gögnum um frelsis-sviptingu ungra kvenna í Reykjavík á fyrstu árum hernámsins og gæsluheimilið á Kleppjárnsreykjum.

Greining á þöggunarvilja okkar hefur ekki verið unnin. Rit Magnúsar er stað-reyndaþrungið rit, þungt í lestri en mikil-vægt framlag til rannsókna á mikilvægum tíma í sögu okkar. Staðir í því kallast á við önnur verk svo sem í viðtalsbók Studs Ter-kel um stríðið segir sjóliði frá hermanni sem komst skaðbrunninn til Murmansk, sat eftir sólarhringa volk í klakabrynju og reykti. Hér kom sú frásögn fram frá öðr-um votti. Í sama riti var vikið að frammi-stöðu sovéskra kvenna bæði í áhöfnum og affermingu. Svipaða vitnisburði er að finna hér eftir öðrum heimildum, þótt ekki sé hér vikið að hóruhúsum yfirmanna sem störfuðu í Murmansk né örlögum þeirra menntakvenna sem þar voru læstar inni þegar stríðinu lauk.

Kann að vera að viljaleysi til að horfast í augu við stríðsgróða þjóðarinnar, vilja-leysið hennar að viðurkenna samábyrgð í hernaðarkerfum stórvelda síðan, ráði öllu um að við viljum ekki þekkjast þennan part af sögu okkar og hvaða fórnir voru færðar hér við landsteinana og á miðum okkar?

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson

[email protected]

Stríðssaga úr þagnargildi

Davíð Þorsteinsson hefur um áratugaskeið sést fara um miðborgina, Kvos og Þingholtin, með ljósmyndatæki sín. Hann hefur leitað uppi við-fangsefni í miðborgarlífinu, á götum, í görðum og á kaffihúsum og börum. Nú hefur hann takið saman úrval mynda sinna og gefið út á bók: Óður heitir safnið og sannkölluð hylling til borgarlífs-ins. Myndirnar eru teknar á árunum 1983 til 1997 og gefur Davíð bókina út sjálfur. Myndirnar eru prentaðar í þrítón hjá Amilcare Pizzi í Mílanó á Ítalíu en bókin er í stærðinni 26,7 x 27 sentí-metrar og er 192 blaðsíður. Davíð hefur myndað fjölda nafnkunnra borgarbúa á þessum tíma, bæði þekkt fólk og óþekkt. Bókin er því merkileg heimild um mannlífið í Reykjavík og hið manngerða landslag þessa tímabils sem þegar er breytt. Þá er að auki talsvert mynda í safninu sem er teknar eru utan borgarmarka víðs-vegar um landið. Bókin fæst í öllum betri bókaverslunum. -pbb

Ný ljósmyndabók að koma út

Í tengslum við sýningu Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar í Listasafni Íslands er komin út vegleg sýningarskrá sem kynnir efni sýningarinnar. Þar er að finna mikið myndefni um sýninguna sem var framlag Íslands á tvíæringnum í Feneyjum í fyrra, greinar um sýningarefnið og erindi myndlistarmannanna. Meðal höfunda eru Hanna Styrmisdóttir, Antonia Majaca, Ive Stevenheydens, Emanuele Guidi, Hafþór Yngvarsson, Adam Budak, Lucy Gotter, Jón Proppé, Halldór Björn Runólfsson og fleiri.

Handbók um samtímalist á Íslandi – Listgildi samtímans eftir Jón B. K. Ransu er komin út. Höfundurinn gerir þar í sex köflum grein fyrir stöðu samtímalistar í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi útfrá fagur-fræði, heimspekilegu ljósi, áhrifum hugmynda- og markaðsfræði. Ritið er brýn tilraun að hefja samtal á íslensku um samtímalist og stöðu hennar. Jón gefur bókina út sjálfur með styrk Listasafns Háskóla Ís-lands og Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. -pbb

Tvö rit um myndlist

Viðbrögð úr Víðsjá Gauti Kristmannsson

Úrval ritdóma frá upphafi

21. Aldar.

Háskólaútgáfan - Stofnun

Vigdísar Finnbogadóttur:

308 síður, 2012.

Útgáfa ritdóma í söfnum er sjaldgæf: Ólafur Jónsson, Bjarni frá Hofteigi... telja má þá fingrum annarrar handar. Stafræn vinnsla prentgagna og almennt aðgengi gegnum timarit.is hefur enda gerbreytt aðkomu áhugasamra að skrif-um af þessu tagi. Bækur sem geyma úrval gamalla ritdóma blaða og tímarita eru úrelt fyrirbæri. Öðru máli gegnir um umfjöllun bókmennta á ljósvakanum, úr útvarpi og sjónvarpi. Þar er varsla öll í skötulíki. Ég efast um að leik-dómar mínir úr útvarpi frá ársbyrjun 1984 fyrirfinnist, hvað þá leikdómar mínir frá 1987 úr sjónvarpi. Varsla á öllu efni af vettvangi sjónvarps og hljóðvarps er hrakfallasaga

sem ábyrgðarmenn menningarmála kjósa að þegja í hel af skömm. Líkast til er botninn á þeirri hrak-smán útþurrkun á upptökum Halldórs Laxness hjá Ríkisútvarpinu þar sem hann talaði um tónlist Jóhanns Sebastian Bach. Úpps.

Gauti Kristmannsson hefur tekið saman úrval ritdóma sinna úr Víðsjá Ríkisútvarpsins. Þetta er snotur bók og læsileg þar sem stokkið er á völdum stiklum frá tíu ára tímabili, ekki er birtur heildar-listi ritdóma Gauta þannig að við sjáum hvar hann hefur borið niður, hvað honum úthlutað. Gauti er sanngjarn í dómum sínum og öfgalaus, setur verk gjarna í stærra heimsbókalegt samhengi, einkum við eldri texta en síður við kviku bókmenntanna nú. Reyndar þarf sá sem vill vinna á þeim nótum að hafa yfirburða aðstæður og vera fær á nokkur tungumál svo gagn sé að. Nokkrir höfundar fá meira rými en aðrir: Hér er Stefán Máni ræddur í fimmgang, Steinar Bragi er skoðaður vel og Sjón, en margir aðrir eru kallaðir. Viðbrögð úr Víðsjá gef-ur snotran svip af akademískri aðkomu bókmennta-fræðings í þröngu en læsilegu formi þótt tiðindi séu þar fá utan sú kenning að þýðingar á Vonnegut hafi haft áhrif á íslenska höfunda. Löngu fyrir útgáfu þeirra var Vonnegut-æðið gengið yfir og hann les-inn til agna af kynslóð þýðandans sem seinna kom að verkinu, Sveinbirni Baldvinssyni. -pbb

Snotur svipur

dauðinn í dumbshafiMagnús Þór Hafsteinsson

Hólar, 510 bls. 2011.

Handbók um sam-tímalist á Íslandi – Listgildi sam-tímans.

Magnús Þór Haf-steinsson Bók

hans er stað-reyndaþrungið rit,

þungt í lestri en mikilvægt framlag

til rannsókna á mikilvægum tíma í

sögu okkar.

Gauti Kristmannsson.

Viljaleysi undangeng-inna kynslóða til að kanna stríðið og hlut okkar í því er merkileg; ... Hernámsliðin bæði unnu markvisst að því að eyðileggja mannvirki sem hér voru og komust upp með það átölulaust.

Page 43: 17. febrúar 2012

4ra rétta tilboðsseðill og A la Carte í Perlunni

Veitingahúsið Perlan Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207

Netfang: [email protected] Vefur: www.perlan.is

LÉTTREYKTUR LAX OG LAXATARTAR

með agúrkusalati, vatnakarsa og piparrótarkremi

RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA

með Madeira og grilluðum humarhölum

FISKUR DAGSINS

ferskasti fiskurinn hverju sinni,

útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar

eða

NAUTAFILLE

með kartöflu- og sellerýrótarköku,

blönduðum skógarsveppum og bearnaisesósu

eða

LAMBASKANKAR

með kartöflumauki, rjómasoðnu

rótargrænmeti og rósmarínsósu

VOLG SÚKKULAÐIKAKA

með sólberjasósu og vanilluís

VELDU ÞÉR AÐALRÉTT

1

2

3

4

Þú velur aðalréttinn. Verð á matseðli 5.960 kr.

Allt í steik!

���

���������

�������

�����

MARLAN D FISKUR ER OK KAR FAG

Gjafabréf PerlunnarGóð gjöf við öll tækifæri!

Verð aðeins 5.960 kr.Næg bílastæði

S: 510 0000 www.servida.is

Matreiðslumeistarinn Philippe Girardon er gestur Perlunnar á Food&Fun í ár. Hann vann Michelin stjörnu árið 1993 og fékk titilinn Meilleur Ouvrier de France árið 1997. Hann er mikill Íslandsvinur og hefur tekið þátt í að þjálfa flest alla íslenska matreiðslumeistara sem hafa tekið þátt í hinni heimsþekktu Paul Bocuse keppni.

Vissir þú?

Bjóðum upp á

frítt freyðivínssmakk

fyrir matargesti

Perlunnar í tilefni

og konudags

19. febrúar.

Page 44: 17. febrúar 2012

67%... kvenna á höfuðborgar-svæðinu lesa Fréttatímann*

*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

36 ferðalög Helgin 17.-19. febrúar 2012

Á hugi minn á Indlandi kviknaði fyrir tilviljun. Vorið 2001 var ég að flækjast um á bakpokaferðalagi um

Mið-Austurlönd og norður Afríku. Í Egypta-landi eignaðist ég félaga sem var á leiðinni til Indlands, en þar ætlaði hann að ferðast um á mótorhjóli og honum tókst að plata mig með. Við keyptum okkur Royal Enfield

mótorhjól, sem upprunalega komu frá Eng-landi en hafa verið framleidd í Indlandi frá sjötta áratugnum.“

Ragnar og félagi hans óku hjólunum vítt og breitt um Indland mánuðum saman og lentu í allskonar ævintýrum. Ragnar segir að ferðin hafi breytt lífi hans og landið hefur átt hug og hjarta síðan.

Sérhver dagur á Indlandi er veisla fyrir skynfærin og að ferðast um Indland er ei-lífðarverkefni.

Þegar Ragnar Ólafsson, rokkari í hljómsveitinni Árstíðum með meiru, kynntist Indlandi fyrir tilviljun breyttist líf hans algjörlega. Ragnar segir okkur hér frá upplifuninni sem var því samfara að ferðast um landið þvert og endilangt á mótorhjóli og hvað það er sem heillar hann helst við Indland.

Fjölbreytnin í náttúru Indlands, menningu og mannlífi er óendanleg.

Ragnar Ólafsson Að aka um Indland á mótorhjóli gefur manni ótakmarkað frelsi.

Frumskógar og eyðimerkur í uppáhaldi„Ég hef heimsótt Indland fjórum sinnum, ferðast um landið þvert og endilangt á Royal Enfield hjólum, og ekið samanlagt meira en 25 þúsund kílómetra. Frumskógarnir í Suður-Indlandi og eyðmerkurnar í Rajastan fylkinu eru í miklu upp-áhaldi hjá mér. En ég hef líka ekið tvisvar um Himalaya fjallagarðinn, og meðal annars farið hæsta veg í heimi, í gegnum Khardung La skarðið, sem liggur 5359 metra yfir sjávarmáli.“

Að aka um Indland á mótorhjóli gefur manni ótakmarkað frelsi, að sögn Ragnars: “Að fara hvert sem maður vill þegar það hentar manni. Maður kemst frá túrista-stöðunum og í nánd við „alvöru Indland“ og alla þá fegurð sem þar er að finna. En að aka um á mótor-hjóli er ekki alveg áhættulaust og maður þarf að fara varlega. Sjálfur hef ég nokkrum sinnum komist í krappan dans við náttúruöflin, langt utan alfaraleiða, og lent í ýmsu í umferðinni.“

Veisla fyrir skynfærinIndland er í senn sérstakasta og magnaðasta land sem Ragnar hef-ur heimsótt og hefur hann komið víða. Þetta er næst fjölmennasta land í heimi, með 1,2 milljarða íbúa, þar koma saman öll helstu trúarbrögð heimsins, og menning-inn er svo mikil og margbrotin að ómögulegt er að ná utan um þetta allt saman. Fjölbreytnin í náttúru, menningu og mannlífi er óendan-leg, og engir tveir staðir eru eins. „Sérhver dagur á Indlandi er veisla fyrir skynfærin og að ferðast um Indland er eilífðarverkefni. Fólk spyr mig oft hvort það sé ekki mikil fátækt á Indlandi, og hvort það sé óþægilegt að horfa upp á hana. Fátækt að mínu mati er afstæð og hún er ekki alltaf það sama og örvænting. Til að mynda getur fátækt skorið meira í augun í Bandaríkjunum þar sem viðmið

lífskjara eru önnur.“

Indland eins og spegill sálarinnarAð sögn Ragnars eru samgöngur á Indlandi almennt þokkalega góðar; almenningssamgöngur (lestir, flugvélar, rútur) eru aðgengilegar og flestir tala eða skilja einhverja ensku. „Indverjar eru mjög gestristnir, kurteisir og forvitnir. Allt er frekar ódýrt á ís-lenskan mælikvarða, maturinn er ljúffengur og það er allstaðar hægt að finna gistingu við hæfi, þannig að það er í raun frekar auðvelt að ferðast um. En maður þarf að hafa þolinmæði. Ferðamenn sem koma til Indlands þurfa að taka við öllu með opnum huga. Helst ættu þeir að gefa sér tíma og vera þar í nokkrar vikur til að upplifunin nái að síast inn. En sama hvert er farið, og hversu lengi er dvalið, þá virðast allir sem heimsækja landið vera sammála um að Indland sé „sterk” upplifun. Ég held að dvöl á Indlandi geti kennt manni ýmis-legt um sjálfan sig. Indland er eins og spegill sálarinnar.“

Töfrarnir gerast þegar fólk villistFyrir áhugafólk um Indland má nefna að leiðsögubækur Lonely Planet um það eru mjög góðar og afar hjálplegar, einkum fyrir þá sem eru að sækja Indland heim í fyrsta skipti. Í þeim er að finna mjög gagnlegar upplýsingar og ábendingar, og hugmyndir um at-hyglisverða og óvenjulega áfanga-staði. „Ég get líka mælt með að menn leggi leiðsögubækurnar frá sér annað slagið og villist í nokkra daga - þá fyrst gerast töfrarnir. Ef ég á að nefna fjögur orð sem lýsa töfrum Indlands þá eru þau: iðandi mannlíf, kryddilmur, margbrotin náttúra og ótrúlega fjölbreytt menning,“ segir Ragnar – ekki samur eftir að hafa farið um þetta víðfeðma, magnaða og fjölmenna land. -akm

Indland er spegill sálarinnar

Page 45: 17. febrúar 2012
Page 46: 17. febrúar 2012

38 heilsa Helgin 17.-19. febrúar 2012

Forvarnir mikið óunnið verk

Á sama tíma eru Íslendingar á góðri leið með að verða ein þyngsta þjóð í heimi sem borðar hvorki meira né minna en 52 kíló af

hreinum sykri á mann ári sem er með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Ein af birtingarmyndum þessa er að við borðum um 6000 tonn af sælgæti á ári hverju. Ef sælgætinu er jafnað á mann-skapinn þessar 320 þúsund hræður, líka á gamalmenni og ungbörn sem ekki komast út í búð að versla þá sam-svarar það 118 grömmum á mann eða sem nemur rúmlega tveimur stykkjum af Snickers-súkkulaði á hverja einustu manneskju hvern einasta dag ársins!

2,7 milljónir lyfjaávísana á 320 þúsund hræður á áriÁ síðasta ári voru skrifaðir út 2,7 millj-ónir lyfjaávísanna á einstaklinga sam-kvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun. Sala lausasölulyfja er utan við þessa tölu. Þetta þýðir á mannamáli að ef þessu er jafnað út á þjóðina þá fær hver einasti Ís-lendingur ávísað rúmlega 12 lyfseðlum á ári, eða einu sinni í hverjum mánuði allt árið um kring. Læknanám virðist ennþá fyrst og fremst ganga út á að skrifa út lyf og takast á við afleiðingar sjúkdóma frekar en að reyna að koma í veg fyrir þá. Hvatinn til að skrifa út lyf er mikill

því tilvist starfsins byggist á því að stærstum hluta.

Ofneysla á sykri er mikið þjóðarböl þar sem æ fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl milli offitu, sykurneyslu og lífs-stílssjúkdóma. Þetta hefur aftur þær afleiðingar að lyfjanotkun verður alltof mikil. Það er því ekki ráðist að rótum vandans heldur er um sannkallaðan vítahring að ræða þar sem kostnaður samfélagsins eykst og eykst. Og hver á að borga? Er nokkuð ofsagt að segja að einhvers staðar höfum við farið út af sporinu?

Er yfirleitt einhverju fjármagni veitt í forvarnir?Þegar haft er samband við Landlæknis-embættið sem hefur tekið yfir starfsemi Lýðheilsustofnunar þá veit fólk þar á bæ ekki hversu miklu er varið af fjármunum ríkisins í forvarnir og fræðslu um mikil-vægi góðs mataræðis og hreyfingar! Það er ekki vitað er svarið! Málaflokkurinn virðist því ekki vera til sem slíkur sem gefur okkur góða innsýn í áherslur stjórn-valda á þessu sviði. Á sama tíma erum við að fara að byggja sjúkrahús uppá 100 milljarða af því að einhver stjórnmála-maður taldi það rétt eftir að hann lagðist inn og fannst aðstaðan ekki uppá nógu marga fiska.

Það er ekki hægt að fljóta áfram

sofandi að feigðarósi. Ráðast þarf í sam-bærilegt átak og ráðist var í hér á landi til að draga úr reykingum. Þetta snýst um fræðslu og aðgerðir af hálfu stjórn-valda.

Bandaríkjamenn taka forystuna kannski ekki að ástæðulausuBandarísk stjórnvöld hafa vaknað til lífs-ins og fer þar Michelle Obama fremst í flokki. Í New York telja ráðamenn að ráð-ast þurfi að rótum vandans. Í þessu skyni hefur verið hrundið af stað herferð gegn neyslu sykraða drykkja í New York. Birtar eru auglýsingar sem hafa það markmið að hreyfa alvarlega við fólki – þær eru sjokkerandi og er ætlað að sýna fram á afleiðingar þess að drekka of mikið af sætum eða sykruðum gos-drykkjum. Hér gefur að líta eina slíka auglýsingu. Drengurinn á auglýsing-unni missti annan fótinn vegna þess að hann fékk áunna sykursýki. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð en það er ein-mitt markmiðið. Fá umræðu um hlutina til að vekja almenning til umhugsunar um hvað við erum að gera börnunum og okkur sjálfum. Margir munu ekki láta þetta á sig fá en þannig er það líka - sumum er ekki viðbjargandi. Ný kyn-slóð mun hins vegar vaxa úr grasi og hún á betra skilið en vera alin upp á sykruðum morgunmat, gosdrykkjum og sælgæti.

Ráðumst að rótum vandans og breytum nálguninniÞað er því ekki einkamál fólks að taka ákvörðun um að raða í sig fæðu sem inniheldur mikinn sykur því reikningur-inn endar oftar en ekki hjá almennum skattborgurum. Hvernig væri ef íslensk stjórnvöld myndu setja af stað herferð af svipuðu tagi og gert var gegn reyk-ingum á sínum tíma og bar einstaklega góðan árangur.

Það er dapurt ef stjórnmálamenn treysta sér til að verja 100 milljörðum króna til að byggja nýtt sjúkrahús en láta lítið ef nokkuð renna til fræðslu og for-varna á þessu sviði. Ein besta leiðin til að koma í veg fyrir að þjóðfélagið muni sligast undan velferðarkostnaði sem fylgir lífsstílssjúkdómum er að beita fræðslu og forvörnum.

Hver Íslendingur innbyrðir 52 kíló af sykri á ári að meðaltaliÞjóðin gengur fyrir sykrum og lyfjum. Hver landsmaður fékk að jafnaði ávísað lyfseðli á mánaðarfresti.

Kristján Vigfússon

kennari í Háskólanum í Reykjavík

Þórdís Sigurðardóttir

félagsfræðingur og heilsuráðgjafi hjá IIN

... æ fleiri rann-sóknir sýna fram á tengsl milli offitu, sykur-neyslu og lífs-stílssjúk-dóma.

Page 47: 17. febrúar 2012

Helgin 17.-19. febrúar 2012 heilsa 39

ÍSLENSK

A S

IA.IS

MS

A 5

7821

01/

12

100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN

MS.ISPRÓTEINDRYKKURINN

SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF

Sími: 552 6500

Græn tækniTil háralitunar með

alþjóðlega vottuðumog sérvöldum

náttúrulegum oglífrænum efnum

til litunar!

Fæst í Heilsuhúsinu og apótekum

Einnig sjampó, hárnæring o.fl.

Aðeins það besta í hárið mitt!

NATURTINT hárvörurnar eru alveg lausar við óæskileg eitur- og aukaefni sem finna má í

mörgum hárvörum og háraliturnarefnum

– Lifið heil

www.lyfja.is

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/L

YF

581

78 0

1/12

Fyrir þig í LyfjuD-3 vítamín er

nauðsynlegt fyrir alla– börn, konur og karla.

Úr herferð New York ríkis gegn offitu og óheilbrigðum lífsháttum. Tröllvaxnir skammtar af skyndbita og ýmsu nasli hafa haft afleit áhrif á holdarfar og heilsu bandarísku þjóðarinnar.

Page 48: 17. febrúar 2012

Ásgeir Pétur Þorvaldsson,

læknanemi.

1. 12. janúar.

2. Reykjavíkur.

3. Bobbi Kristina Brown. 4. Stefánsdóttir. 5. N1?

6. Nei. 7. Pass.

8. Chicago?

9. Houston, we’ve had a problem. 10. Anjelica Huston. 11. Houston Rockets. 12. Skúlagötu?

13. Brekkuskóla á Akureyri. 14. Sex. 15. Freud og Jung. 9 rétt.

Svör: 1. Laugardaginn 11/2, 2. Til Akureyrar (munar sex kílómetrum), 3. Bobbi Kristina Brown, 4. Stefánsdóttir, 5. Orkuveitunni, 6. Nei, 7. Whitney Houston, 8. Houston, 9. Houston, we’ve had a problem, 10. Anjelica Huston, 11. Houston Rockets, 12. Í Sóltúni, 13. Brekkuskóla á Akureyri, 14. Sex, 15. Sigmund Freud og Carl Jung.

Spurningakeppni fólksins

Erna Dís, dagskrárgerðarkona í morgunþættinum Magasín á FM957.1. Síðasta laugardag. 2. Til Akureyrar. 3. Bobbi Kristina Brown. 4. Ég var að taka viðtal við hana um daginn en það er

alveg stolið úr mér.

5. Pass.

6. Nei. 7. Whitney Houston. 8. Chicago?

9. Pass.

10. Kathleen Turner.

11. Chicago Bulls?

12. Sóltún. 13. Einhverjum grunnskóla.

14. Sex. 15. Carl Jung og Sigmund Freud. 8 rétt

OFBRÚKA

VERKUR

TRÉ-SPÍRITUS

LAUT

PLANTA

GORTARKJARR

VÆNLEGUR

STOFN

FRÍÐUR

SMÁMJAKA

SÆGURSPAUG

BLÓMI

SLAGÆÐ

BLÓÐVATN AÐGEFA EFTIR

RÁS

ÓKYRRÐ

AFLI

STRIT

ÞYKKNA

SKRAPA

FANATÍK

YFIRHÖFN

FJÖL

AÐALS-MANNS Á FÆTI

ÞVO

HÆRRA

KAUP-STAÐUR

SMÁTOTA

FLYTJA

AÐALS-TITILL

DRULLA

FÆÐA

SVARAÐI

KJÁNI

GLÆPA-FÉLAG

ERFÐAVÍSA

LYFTIDUFT

NAGDÝRGRÁTUR

TALA

RENTA

ENGI

PIRRA

BRÉFBERA

VEFNAÐAR-VARA

LEYSIR

SKÁL

ÁLÚTUR

KJÖKURHANDFANG

KUNNA

FORM

AFBROT

MJÓLKUR-AFURÐ

GJALD-MIÐILL

SKADDAST

SKÍNANDI

LEIFTRA

ÍÞRÓTTA-FÉLAG

ATLÖGU

SLANGA FESTA

SAMSINNA

SMYRSLGRUNNUR

UMRÓTSÖNGHÚS

SEYTLARÞEFA

EKKI

FISKUR

KÚLU-ELDING

VERKFÆRI

ÆÐA

GOLF ÁHALD

STÖÐUG HREYFINGSVILKONA

MÁLHELTI FLÝTIRHÁRS

FUGL

MEINLÆTA-MAÐUR FLÝTIR

my

nd

: m

ich

ael

do

lan

(c

c B

y 2

.0)

73

STÍGUR

TÆKI

FÆRI

8 4 3

3 5

6 1 7

6 9

5 2

4 9 2

9 4 7 2 5

3 8 4 1

8 1 3 7

5 6

7 5

5 3

1

6 4 1 8

8 4 2

9 1 3 8

4 6 9

40 heilabrot Helgin 17.-19. febrúar 2012

Sudoku

Sudoku fyrir lengra komna

kroSSgátan ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.

erna Dís skorar á Þórhall Þórhallsson á FM957.

Spurningar1. Hvenær var 112 dagurinn haldinn hátíðlegur?

2. Hvort er lengra til Akureyrar eða Reykjavíkur frá

Hvammstanga?

3. Hvað heitir dóttir Whitney Houston?

4. Hvers dóttir er Greta Salóme Eurovision-fari?

5. Hvaða fyrirtæki stýrir Bjarni Bjarnason?

6. Er hitaveita á Hólmavík?

7. Hvaða tónlistarmaður sló í gegn með laginu

Saving All my Love for you?

8. Hver er fjórða stærsta borg Bandaríkjanna?

9. Hver eru frægustu orð James Lovell?

10. Hvaða leikkona fékk Óskarsverðlaun fyrir leik

í aukahlutverki í myndinni Prizzi’s Honor árið

1985?

11. Hvaða félag vann NBA-titilinn í körfubolta árin

1994 og 1995?

12. Hvar var umdeild nuddstofa sem búið er að loka

til húsa?

13. Við hvaða skóla kenndi Snorri Óskarsson, kennd-

ur við Betel, þar til hann var sendur í leyfi?

14. Hversu mörg Grammy-verðlaun hlaut söngkonan

Adele?

15. Hvaða tveir þekktu sálkönnuðir eru í forgrunni

bíómyndarinnar A Dangerous Method eftir David

Cronenberg?

– fyrst og fremstódýr!

verðKonudagurinn

er á sunnudaginn!Blómvöndur

og Trumpf konfekt

1698kr. saman

67%... kvenna á höfuðborgar-svæðinu lesa Fréttatímann*

*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

Page 49: 17. febrúar 2012

BláberjalyngKertastjaki kr. 3.500,-

S K Ó L A V Ö R ‹ U S T Í G 1 2 • S Í M I 5 7 8 6 0 9 0 • w w w . m i n j a . i s

HaniSnagi / 4 litir

kr. 4.400,-

KrummiSnagi / 4 litir

kr. 4.400,-

HundurSnagi / 4 litir

kr. 4.400,-

SvínSnagi /4 litir

kr. 4.400,-

Servietturlopamynstur svart /hvítt

kr. 790,-

Fi›rildiVeggskraut (3 saman)

Kr. 3.590,-

Lyngkola(2 saman) kr. 2.860,-

Kertilopamynstur

kr. 1.899,-

ServietturKind, krummi o.fl.

kr. 790,-

HumlarSeglar (3 saman)kr. 1.650,-

ÍslandSjalflímandi veggskraut

kr. 2.200,-

Kvöldbæn Sjalflímandi veggskraut kr. 3.700,-

Hani, krummi, hundur, svínVeggskraut með 4 snögum. kr. 11.900,-

Kertikr. 1.899,-

Servietturkr. 790,-

Fjallkonukerti(3 litir) kr. 3.200,-

Hestur, mús,tittlingur

Veggskrautmeð 3 snögum

kr. 10.900,- Kríur Sjalflímandi veggskraut

(3 saman) kr. 3.500,-

Cuisine veisla(Bókamerki 4 saman) kr. 2.860,-

Í Minju finnur þú fallega hönnun, skrautmuni og gjafvörur fyrir öll tækifæri!

Lóa snagiHandmálað kr. 23.900,-

Lóa snagiKróm kr. 16.900,-

Page 50: 17. febrúar 2012

Föstudagur 17. febrúar Laugardagur 18. febrúar Sunnudagur

42 sjónvarp Helgin 17.-19. febrúar 2012

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

22:45 Jonathan Ross (13:19) Kjaftfori séntilmað-urinn Jonathan Ross er ókrýndur konungur spjall-þáttanna í Bretlandi.

20:10 Spurningabomban Önnur þáttaröðin af spurningaþætti í umsjá Loga Bergmanns Eiðs-sonar.

RUV15.55 Leiðarljós e17.20 Leó (17:52)17.23 Músahús Mikka (68:78)17.50 Óskabarnið (5:13)18.15 Táknmálsfréttir18.25 Framandi og freistandi e.19.00 Fréttir19.30 Veðurfréttir19.35 Kastljós20.10 Útsvar Reykjavík - Snæfells-bær21.20 Kelerí og kjánalæti23.00 Wallander – Vitnið Kurt Wallander rannsóknarlögreglu-maður í Ystad á Skáni glímir við erfitt sakamál. Leikstjóri er Kathrine Windfeld og meðal leikenda eru Krister Henriksson, Lena Endre, Sverrir Guðnason, Nina Zanjani og Stina Ekblad. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Sænsk sakamála-mynd frá 2009.00.35 Játningar leigumorðingja e.02.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist07:30 Game Tíví (4:12) e08:00 Dr. Phil e08:45 Dynasty (1:22) e09:30 Pepsi MAX tónlist12:00 Solsidan (2:10) e12:25 Game Tíví (4:12) e12:55 Pepsi MAX tónlist16:00 7th Heaven (9:22) e16:45 America's Next Top Model e17:35 Dr. Phil18:20 Hawaii Five-0 (2:22) e19:10 America's Funniest ... e19:35 Live To Dance (7:8)20:25 Minute To Win It21:10 Minute To Win It21:55 HA? (21:31)22:45 Jonathan Ross (13:19)23:35 Once Upon A Time (6:22) e00:25 Flashpoint (7:13) e01:15 Saturday Night Live (8:22) e02:05 Jimmy Kimmel e02:50 Jimmy Kimmel e03:35 Whose Line is it Anyway? e04:00 Smash Cuts (22:52) e04:25 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

06:05 The Golden Compass 08:00 Time Traveler’s Wife 10:00 The House Bunny 12:00 Open Season 2 14:00 Time Traveler’s Wife 16:00 The House Bunny 18:00 Open Season 220:00 The Golden Compass 22:00 The Invention Of Lying00:00 Temple Grandin 02:00 The Abyss04:45 The Invention Of Lying

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:15 Oprah 08:55 Í fínu formi 09:10 Bold and the Beautiful09:30 Doctors (39/175) 10:15 Hell’s Kitchen (1/15) 11:00 Human Target (2/12)11:50 Covert Affairs (3/11)12:35 Nágrannar13:00 Crazy on the Outside14:45 Friends (20/24) 15:10 Sorry I’ve Got No Head15:40 Tricky TV (7/23) 16:05 Barnatími Stöðvar 217:05 Bold and the Beautiful17:30 Nágrannar 17:55 The Simpsons (2/22) (2:22)18:23 Veður18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag19:11 Veður 19:20 The Simpsons (20/23) 19:45 Týnda kynslóðin (23/40) 20:10 Spurningabomban (4/10) 20:55 American Idol (10/39) 22:20 Fired Up23:50 Ripley Under Ground01:30 Crazy on the Outside03:05 Bug04:45 Spurningabomban (4/10) 05:30 Fréttir og Ísland í dag

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 Ajax - Man. Utd. 17:25 Porto - Man. Cit19:10 Evrópudeildarmörkin 20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar20:30 La Liga Report21:00 FA Cup - Preview Show 21:30 UFC Live Events 124

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

15:30 Sunnudagsmessan 16:50 Sunderland - Arsenal18:40 Everton - Chelsea20:30 Football League Show21:00 Tottenham - Liverpool, 1993 21:30 Premier League World22:00 Blackburn - QPR23:50 Tottenham - Newcastle

SkjárGolf 06:00 ESPN America08:10 Northern Trust Open 2012 (1:4)11:10 Golfing World12:00 Northern Trust Open 2012 (1:4)15:00 Inside the PGA Tour (7:45)15:25 Champions Tour - Highlights16:20 Northern Trust Open 2012 (1:4)19:05 PGA TOUR Year-in-Review 201120:00 Northern Trust Open 2012 (2:4)23:00 PGA Tour - Highlights (6:45)23:55 ESPN America

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Strumparnir07:25 Lalli07:35 Brunabílarnir08:00 Algjör Sveppi09:35 Lukku láki 10:00 Histeria! 10:25 Ofuröndin 10:50 Ofurhetjusérsveitin 11:15 The Glee Project (7/11) 12:00 Bold and the Beautiful13:45 American Idol (11/39) 14:30 The Block (7/9) 15:15 Sjálfstætt fólk (18/38) 16:00 Týnda kynslóðin (23/40) 16:40 ET Weekend17:30 Íslenski listinn17:55 Sjáðu18:30 Fréttir Stöðvar 2 / 18:49 Lottó 18:57 Íþróttir 19:04 Ísland í dag - helgarúrval19:29 Veður 19:35 Spaugstofan 20:00 Eddan 2012 Beint21:40 Gran Torino23:35 Fighting01:20 The Day the Earth Stood Still03:00 Five Fingers 04:25 ET Weekend 05:05 Spaugstofan05:30 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:15 Meistaradeild Evrópu e10:00 Meistaradeildin - meistaramörk10:25 Golfskóli Birgis Leifs (5/12) 10:50 Fréttaþáttur Meistaradeildar11:20 La Liga Report11:50 FA Cup - Preview Show12:20 Chelsea - Birmingham Beint14:45 Everton - Blackpool Beint17:00 Sunderland - Arsenal Beint19:10 Real Madrid - Rac. Sant. Beint21:00 Chelsea - Birmingham22:45 Everton - Blackpool00:30 Sunderland - Arsenal

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

14:00 Season Highlights 2001/200214:55 Premier League World15:25 Premier League Review 2011/1216:25 Aston Villa - Man. City18:15 Man. Utd. - Liverpool20:05 Pep Guardiola20:30 Season Highlights 2002/200321:25 Blackburn - Swansea23:15 Liverpool - Newcastle

SkjárGolf 06:00 ESPN America07:45 Inside the PGA Tour (7:45)08:10 Northern Trust Open 2012 (2:4)11:10 THE PLAYERS Official Film 201112:00 Northern Trust Open 2012 (2:4)15:00 Dubai Desert Classic (3:4)18:00 Northern Trust Open 2012 (3:4)23:00 Golfing World23:50 ESPN America

RUV08.00 Morgunstundin okkar08.01 Poppý kisukló / Teitur / Paddi og Steinn / Friðþjófur forvitni / Paddi og Steinn / Töfrahnötturinn09.00 Disneystundin09.01 Finnbogi og Felix (49:59)09.22 Sígildar teiknimyndir (20:42)09.30 Gló magnaða (46:52)09.52 Enyo (17:26)10.16 Hérastöð (6:26)10.35 Melissa og Joey (6:30) e11.00 Landinn e11.30 Djöflaeyjan e12.10 Meistaradeild í hestaíþróttum e12.30 Silfur Egils13.50 Mannslíkaminn (3:4) e14.40 El Sistema e16.25 Spilaðu lag fyrir mig (1:2) e17.20 Táknmálsfréttir17.30 Skellibær (45:52)17.40 Teitur (22:52)17.50 Veröld dýranna (44:52)18.00 Stundin okkar18.25 Við bakaraofninn (6:6)19.00 Fréttir19.30 Veðurfréttir19.40 Landinn20.10 Höllin (4:20)21.15 Höllin22.10 Sunnudagsbíó - Hefndin00.10 Silfur Egils01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:20 Dr. Phil e14:25 90210 (5:22) e15:15 America's Next Top Model e16:05 Once Upon A Time (7:22) e16:55 HA? (21:31) e17:45 The Office (18:27) e18:10 Matarklúbburinn (1:8) e18:35 Survivor (11:16) e19:25 Survivor (12:16)20:10 Top Gear Australia - NÝTT (1:5)21:00 L&O: Special Victims Unit21:50 The Walking Dead (3:13)22:40 Blue Bloods (1:22) e23:30 Prime Suspect (4:13) e00:20 The Walking Dead (3:13) e01:10 Whose Line is it Anyway? e01:35 Smash Cuts (24:52) e02:00 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:15 Night at the Museum10:10 Kingpin 12:00 Knight and Day 14:00 Night at the Museum16:00 Kingpin18:00 Knight and Day20:00 Angels & Demons 22:15 Platoon 00:10 Quarantine02:00 Turistas04:00 Platoon06:00 Das Leben der Anderen

19:15 Hollráð Hugos (1/2) Vandaðir og skemmtilegir þættir með einum besta fyrirlesara landsins. Hugo Þórissyni sálfræðingi.

22:05 Saturday Night Live (9:22) Stórskemmti-legur grínþáttur sem hefur kitlað hláturtaugar áhorfenda í meira en þrjá áratugi.

RUV08.00 Morgunstundin okkar08.02 Kóala bræður (7:13)08.15 Sæfarar (35:52)08.29 Músahús Mikka (71:78)08.54 Skotta skrímsli (1:26)09.00 Spurt og sprellað (16:26)09.07 Engilbert ræður (49:78)09.14 Teiknum dýrin (20:52)09.19 Lóa (52:52)09.33 Uppfinningar Valda og Grímsa10.04 Grettir (21:52)10.15 Geimverurnar (16:52)10.40 Kastljós e11.10 Kiljan e12.00 Útsvar e13.10 Bikarkeppnin í körfubolta Beint15.10 360 gráður e15.40 Bikarkeppnin í körfubolta Beint17.45 Táknmálsfréttir17.55 Bombubyrgið (18:26) e18.25 Úrval úr Kastljósi18.54 Lottó19.00 Fréttir19.30 Veðurfréttir19.40 Ævintýri Merlíns (6:13)20.30 Spilaðu lag fyrir mig (1:2)21.25 Hr. Bean fer í fríið22.55 Garðyrkjuunnandinn01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist10:10 Rachael Ray e11:35 Dr. Phil e13:00 Dynasty (1:22) e13:45 Live To Dance (7:8) e14:35 Pan Am (13:14) e15:25 Grammy Awards 2012 e17:55 Innlit/útlit (1:8) e18:25 The Jonathan Ross Show (13:19)19:15 Minute To Win It (e)20:00 America's Funniest ... (10:48)20:25 Eureka (7:20)21:15 Once Upon A Time (7:22)22:05 Saturday Night Live (9:22)22:55 Rocky Balboa e00:40 HA? (21:31) e01:30 Jimmy Kimmel e03:00 Whose Line is it Anyway? e03:25 Real Hustle (3:20) e03:50 Smash Cuts (23:52) e04:15 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

06:25 Pride and Prejudice08:30 The Last Song10:15 When In Rome12:00 Pétur og kötturinn Brandur14:00 The Last Song16:00 When In Rome18:00 Pétur og kötturinn Brandur20:00 Pride and Prejudice22:05 Three Amigos 00:00 The Last House on the Left02:00 Shoot ‘Em Up 04:00 Three Amigos06:00 Angels & Demons

20.10 Höllin (4:20) (Borgen)Danskur myndaflokkur um valdataflið í dönskum stjórn málum. Helstu persónur eru Birgitte Nyborg, fyrsta konan á forsætisráðherrastól.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20:00 Eddan 2012 Bein útsending frá hinum árlegu Eddu verðlaunum í Gamla bíó.

LAGERsALAN

húsGöGN oG smávARA fRá

tEkk-compANy

hAbitAt o.fL.

5080tiL

Kauptúni 3 (við hliðina á Habitat) opið virka daga kl. 13-18, laugardaga og sunnudaga kl. 13-17

UmbRA-vöRUR60%Afsláttur

kLUkkAáðUR: 8500Nú: 3400

kARfAáðUR: 4700Nú:1880sNAGAR

áðUR: 5600Nú: 2240

mEdLEy RAmmiáðUR: 7450Nú: 2980 mULti

RAmmiáðUR: 12400

Nú: 4960

RAmmiáðUR: 1980Nú: 792

Page 51: 17. febrúar 2012

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Áfram Diego, áfram! / Elías / Ofur-hundurinn Krypto / Algjör Sveppi / Skoppa og Skrítla/ Tasmanía / Stuðboltastelpurnar / Kalli kanína og félagar / Hundagengið 10:45 Ultimate Avengers 12:00 Spaugstofan 12:25 Nágrannar14:05 American Dad (7/18) 14:30 The Cleveland Show (10/21) 14:55 American Idol (12/39) 16:20 Kalli Berndsen - Í nýju ljósi16:50 Spurningabomban (4/10) 17:40 60 mínútur18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Hollráð Hugos (1/2) 19:45 Sjálfstætt fólk (19/38) 20:25 The Mentalist (9/24) 21:10 The Kennedys (7/8) 21:55 Boardwalk Empire (2/12) 22:55 60 mínútur23:40 The Glades (7/13) 00:25 V (3/10)01:10 Supernatural (3/22) 01:55 Journey to the End of the Night 03:20 The Mentalist (9/24)04:05 The Kennedys (7/8) 04:50 American Dad (7/18) 05:15 Hollráð Hugos (1/2) 05:40 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:05 Evrópudeildarmörkin 07:55 Real Madrid - Racing Santander09:40 Meistaradeildin - e11:25 Meistaradeildin - meistaramörk11:50 Crawley - Stoke Beint13:50 Stevenage - Tottenham Beint16:20 Liverpool - Birghton Beint18:35 Sunderland - Arsenal20:20 Barcelona - Valencia Beint22:30 Stevenage - Tottenham00:15 Liverpool - Birghton

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

14:00 Newcastle - Man United, 1995 14:30 Liverpool - Chelsea, 1996 15:00 Season Highlights 2003/200415:55 Premier League World16:25 Chelsea - Arsenal18:15 Norwich - Newcastle 20:05 Platini20:35 Season highlights 2004 - 200521:30 Man. Utd - Wimbledon, 1998 22:00 Southampton - Middlesb. 1998 22:30 Stoke - Tottenham

SkjárGolf 06:00 ESPN America07:45 Golfing World08:35 Northern Trust Open 2012 (3:4)11:35 Inside the PGA Tour (7:45)12:00 Northern Trust Open 2012 (3:4)15:00 Dubai Desert Classic (4:4)18:00 Northern Trust Open 2012 (4:4)23:30 Golfing World00:20 ESPN America

19. febrúar

sjónvarp 43Helgin 17.-19. febrúar 2012

Páll Óskar Hjálmtýsson er einn af ástmögum íslensku þjóðarinnar; uppbókaður fram á næsta ár og mokar út þúsundum eintaka af hverjum diski sínum á fætur öðrum. Ég er sjálfur í þeim hópi fólks sem hefur hrifist af honum, dáðst að einlægni hans og umtalsverðum tónlistarhæfi-leikum. Undanfarin ár hefur vart verið hægt að þverfóta fyrir Páli. Hann hefur bulið á okkur í útvarpinu, sjónvarpinu og í auglýsingum. Flest-um til mikillar gleði. En það kemur sá tími í lífi hvers manns að hann þarf að yfirgefa sviðsljósið bæði sjálfum sér og öðrum til heilla. Og sé miðað við frammistöðu Páls Óskars í kynnishlutverk-inu í Söngvakeppni Ríkissjónvarpsins í Hörpu á laugardag þá er sú stund runnin upp í lífi popp-arans Palla. Honum lá alltof hátt rómur í kynn-

ingunum, líkt og hann gerði sér ekki grein fyrir því að kveikt væri á hljóðnemanum sem lá með-fram fagursminkuðum vanga hans, og fas hans og hegðun bar það með sér að enginn átti að velkjast í vafa um að hann væri aðalmaðurinn. Brynja Þorgeirsdóttir, sú góða kona, var hækja Páls Óskars þetta kvöldið. Það var í besta falli ósmekklegt þegar hann auglýsti tónleika sína á Selfossi seinna um kvöldið í miðri kynningu og þá var brogað málfar hans ekki til eftirbreytni. Á tímabili hélt ég að Haffi Haff væri kominn í hlutverk kynnis vegna enskuskotinna setninga sem runnu viðstöðulaust út úr munni Páls Ósk-ars. Í stuttu máli. Þetta var allt vont – dæmi um mann sem er orðinn svo fullur af sjálfum sér að honum stafar nánast hætta af því. Gerðu okkur

öllum greiða og ekki síst þér sjálfum: Taktu þér pásu, Palli!

Óskar Hrafn Þorvaldsson

Taktu þér pásu, Palli! Páll Óskar í söngvakePPni sjÓnvarPsins

Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins

Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli.Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ.

Page 52: 17. febrúar 2012

Fyrsti hluti síðari Stjörnustríðsþrí-leiks George Lucas, The Phantom Menace, birtist aðdáendum eldri geimóperunnar árið 1999, eftir sextán ára bið eftir framhaldi af ævintýrum sem gerðust fyrir langa löngu í vetrarbraut langt, langt í burtu.

Vonbrigðin voru gríðarleg. Töfrum, f jöri og klisjukenndri (en dásamlegri) dramatík gömlu myndanna virtist hafa verið sturt-að beint ofan í botnlaust gímald saarlac á Tatooine, og eftir stend-ur þvæld moðsuða leiðinlega póli-

tískra plotta, óþolandi krakki að leika Anakin Skywalker, tölvugerði viðbjóðurinn Jar Jar Binks og svo var Mátturinn, þetta undarlega afl sem bindur allt líf í vetrarbrautinni saman, orðinn að einhvers konar blóðsjúkdómi. Einhverju sem hægt er að mæla í hverjum og einum með því að telja blóðkorn eða eitthvað álíka gáfulegt.

Sjarmanum hafði semsagt verið skipt út fyrir seigdrepandi loðmullu og steingeldar tölvubrellur; Yoda er eðlilegri sem brúða með lúkuna á Frank Oz upp í rassgatinu á sér en

sú sálarlausa flatneskja sem hús-karlar Lucas hjá ILM tölvugerðu fyrir nýju myndirnar.

Ljósu punktarnir eru fáir. Natalie Portman er undurfögur og heillandi Amidala, Ewan McGregor fann sig vel sem Obi-Wan en fékk ekki úr nógu miklu að moða frekar en Darth Maul sem er frábært og töff illmenni en skammarlega vannýtt-ur í myndinni. Kletturinn í þessum þvælingi öllum saman er svo Liam Neeson sem Jedi-meistarinn Qui-Gon Jinn.

Geislasverðabardagarnir voru

líka flottir sem og kappreiðar í anda Ben-Húr þar sem Anakin litli fær að sýna hvað í honum býr í atriði sem er eins og hannað fyrir tölvu-leik. Þetta nýtur sín svosem ágæt-lega í þrívídd en The Phantom Me-nace lagast samt ekkert við það að þriðju víddinni er bætt við. Jar Jar er þarna ennþá, sagan er jafn þvæld og asnaleg og einhvern veginn hefði maður haldið að Lucas og fólk hans hjá ILM hefði getað gert þrívíddina betur þótt kraftaverk hefði þurft til þess að fela þá staðreynd að Lucas er vonlaus sögumaður.

Samt nauðsynlegt að sjá Star Wars í bíó, þetta er einhvern veg-inn þriðja víddin á þeim heimi öllum sem á bara eftir að batna á næstu árum þegar eldri myndirnar koma í þrívídd hver af annarri.

Þórarinn Þórarinsson

44 bíó Helgin 17.-19. febrúar 2012

Þ rívíðri endurútgáfu The Lion King var mjög vel tekið enda hafði myndin ekki misst neitt af þeim töfrum sem hún

hafði við frumsýningu árið 1994. Aðsóknin á endurútgáfuna var með allra besta móti og Disney er því eðlilega komið á bragðið og fylgir The Lion King nú eftir með The Beauty and the Beast. Myndin var frumsýnd fyrir rúmum tuttugu árum árið 1991 og sló í gegn bæði hjá áhorfendum og gagnrýnend-um. Fríða og Dýrið hefur frá frumsýningu til þessa dags skilað 423 milljónum dollara, rúmum 52 milljörðum íslenskra króna, í miðasölu út um allan heim.

Fríða og Dýrið var fyrsta teiknimyndin í sögunni sem hlaut tilnefningu til Óskars-verðlaunanna sem besta myndin auk þess sem hún var tilnefnd í fimm öðrum flokkum; fyrir bestu tónlistina, besta hljóð, auk þess sem þrjú lög úr myndinni fengu tilnefningu. Myndin hlaut síðan tvenn verðlaun; fyrir bestu tónlist og besta lagið, The Beauty and the Beast. Myndin hlaut Golden Globe-verð-launin sem besta myndin í flokki söngleikja- eða gamanmynda og hirti tvo aðra hnetti fyrir tónlist.

Sagan um Fríðu og Dýrið er sígild ævin-týri sem kom fyrst út í Frakklandi árið 1740 undir titlinum La Belle et la Bête. Þekktasta útgáfan er stytting á sögunni sem kom fyrst á prenti 1756 og ári síðar í enskri þýðingu. Disney-myndin byggir á þessu gamla ævin-týri auk þess sem sótt er í samnefnda kvik-mynd frá árinu 1946.

Eftir að teiknimyndin sló í gegn fyrir tveimur áratugum hefur hún gengið enda-laust í myndbandstækjum og DVD-spil-urum ótal heimila um allan heim þannig að sagan flestum kunn. Myndin segir frá hinni ungu og fögru Belle sem annast roskinn

og ringlaðan föður sinn og reynir að halda aftur af taumlausu áreiti hins hrokafulla og leiðinlega Gaston sem ætlar ekki að hætta fyrr en hann nær að festa sér stúlkuna með hjónabandi. Einhverja óveðursnóttina villist Belle úti í skógi og leitar skjóls í kastala. Þar ræður ríkjum heldur skapstyggt og ófétislegt skrímsli sem gerir öðrum íbúum kastalans, lifandi og talandi húsgögnum og búsáhöldum, lífið leitt með skapofsa sínum.

Belle kemst að því að skrímslið er í raun prins í álögum og það sama gildir um hús-gögnin og eldhússáhöldin sem eru í raun þjónustufólk Dýrsins. Galdranorn sem prins-inn hafði sýnt hroka og dólgslega framkomu hneppti allt heila galleríið í álög til þess að kenna prinsinum mannasiði. Álögunum verð-ur því ekki aflétt fyrr en Dýrið lærir að elska og fá manneskju til þess að elska sig. Útlitið er því síður en svo bjart þegar Belle villist inn í þunglyndislegan heim Dýrsins. Hús-búnaðurinn sér sér þó leik á borði og reynir að tendra ástarneista milli Fríðu og Dýrsins. Dýrið eygir einnig útkomuleið í Belle og heldur henni fanginni í kastalanum í þeirri von um að hún muni heillast af sér. Frekar hæpið. En eftir því sem kynni þeirra verða nánari vakna tilfinningar í hjörtum beggja.

Aðrir miðlar: Imdb: 8.0, Rotten Tomatoes: 92%.

Fríða og Dýrið EnDursýnD í ÞrívíDD

Þótt teiknimyndarisinn Disney sé misvel þokkaður og muni seint fá Bleikan stein frá Femínista-félagi Íslands fyrir ötula baráttu gegn staðalímyndum þá verður ekki af fyrirtækinu tekið að það hefur heillað og skemmt börnum og foreldrum í 75 ár með áferðarfögrum teiknimyndum. Þær eru því ófáar perlurnar sem leynast í safni Disney en fyrirtækið er byrjað að dusta rykið af þeim fallegustu og endursýna á breiðtjaldi í þrívídd. Þannig fékk ný kynslóð að kynnast Konungi ljónanna nýlega og nú er röðin komin að Fríðu og Dýrinu.

Þórarinn Þórarinsson

[email protected]

bíó

Ástir dýrs og stúlku

FrumsýnDar

Einhverja óveðurs-nóttina villist Belle úti í skógi og leitar skjóls í kastala.

BíóDómur star Wars EpisoDE i: thE phantom mEnacE 3D

Extremely Loud and Incredibly CloseÁgætis mannskapur er hér samankominn, Jeffrey Wright, John Goodman, Max von Sydow, Sandra Bullock og Tom Hanks, í mynd um hinn unga og uppátektasama Óskar. Þegar faðir hans lætur lífið í árásunum á Tvíburaturnana í New York er Óskar þess fullviss að á bak við missi hans leynist sérstök ástæða sem hann verði að finna út úr hver er. Dular-fullur lykill sem faðir hans hafði átt leiðir Óskar síðan áfram í leit sinni að skránni sem lykillinn gengur að enda sannfærður um að þar sé svörin sem hann leitar að finna.

Í ástum og stríði...Tveir ungir og upprennandi töffarar, Chris Pine og Tom Hardy, leiða saman hesta sína í This Means War þar sem þeir takast harkalega á um ástir Reese Witherspoon. Hún leikur unga konu sem bregður á það varhugaverða ráð að reyna að finna hinn eina sanna á Netinu. Hún er fljótt komin með tvo álitlega í sigtið sem báðir hafa mikinn áhuga á því að kynnast henni betur. Svo illa vill til að vonbiðlarnir eru nánir vinir og þrautþjálf-aðir leyniþjónustumenn sem eru mun sterkari á svellinu í átökum við alþjóðlegt glæpahyski en ástarbasl. Þegar þeir félagar átta sig á því að þeir eru á eftir einu og sömu konunni fer allt í rugl og þessir vopnabræður berjast með öllum til-tækum ráðum við að hafa hinn undir í baráttunni um stúlkuna. Chris Pine gerði það gott fyrir örfáum árum í hlutverki skipstjórans goðsagnakennda Kirk á geimskipinu Enterprise í nýju Star Trek myndinni og Hardy hefur verið á fleygiferð undanfarið; var frábær senuþjófur í Inception, grjótharður í Warrior og fáir efast um annað en að hann verði magnaður sem aðalillmennið Bane í The Dark Knight Rises í sumar.

Seigdrepandi loðmulla

A Few Best Men Félagarnir David, Graham, Tom og Luke taka lífið ekkert of alvarlega og sjá enga ástæðu til þess. Þegar David tilkynnir félögunum að hann hafi fundið þá einu réttu og ætli að ganga í hjónaband renna því eðlilega tvær grímur á hina félagana. Þeir láta sig þó hafa það að dröslast alla leið til Ástralíu í brúðkaupið og þá fyrst byrjar vitleysan fyrir alvöru. Sú gamla stjarna, sem skein hvað skærast í Grease og Xanadu fyrir margt löngu, Olivia Newton-John, er á meðal leikara í myndinni.

Fríða lendir í klóm Dýrsins en eftir brösótta byrjun kvikna tilfinningar á milli þeirra.

Tveir ungir á uppleið, Hardy og Pine.

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

–0

9-1

48

5

Page 53: 17. febrúar 2012

Opið hús laugardaginn 18. febrúar frá 14:00 – 16:00

www.fashionacademy.is facebook.com/fashionacademyreykjavik Ármúla 21, 108 Reykjavík Sími 571 51 51

snyr t i fræði – naglafræði – förðunar fræði – t ískuljósmyndun – st í l is tanámskeið – módelnámskeið

N Á M Í S N Y R T I F R Æ Ð I

O P I Ð H Ú S Á M O R G U N

Fashion Academy Reykjavík er miðstöð náms í greinum tengdum tísku, heilsu og fegurð. Skólinn býður upp á nám í snyrtifræði til undirbúnings fyrir sveinspróf. Nám í snyrtifræði er kjörið fyrir þá

sem vilja framtíðarstarf sem er bæði fjölbreytt og skapandi. Námið tekur eitt ár og hentar öllum aldurshópum.

Skólinn býður upp á glæsilega aðstöðu og er áhersla lögð á fagmennsku og framsýni kennara.

N Á M Í F Ö R Ð U NN Á M Í N A G L A F R Æ Ð I

M A G N E T I C N A I L S

í samvinnu viðí samvinnu viðNÁM Í T ÍSKU OG

AUGLÝS INGAL JÓSMYNDUN

Page 54: 17. febrúar 2012

Helgin 17.-19. febrúar 201246 tíska

Skrítið fyrirkomu-lag tískunnar

Nú er ný afstaðin tískuvikan í New York þar sem sýndar voru línur fyrir haustið og veturinn 2012. Mörgum finnst þetta eflaust skrítið fyrirkomulag þar sem næsti vetur er ekki efst í okkar huga. En hvað er tíska, hver er það sem ákveður það sem er í tísku? Við munum líklegast flestar eftir því hvernig Meryl Streep útskýrði þetta fyrir Anne Hathaway í myndinni Devil Wears Prada. Þar sagði hún að það væri yfirvaldið í tísku-heiminum sem ákvað að bláa peysan hennar Önnu væri flott. Einmitt svona er þetta. Tískuhúsin eru líklega búin að sýna Önnu Wintour ritstjóra Vogue-línurnar sínar. Hún hefur samþykkt þær, svo sér almenningur þær í einhverjum af fjórum tískuvikunum og þá geta fyrirtæki eins og Zara og H&M byrjað að hanna sínar eigin línur. Þannig hafa Anna Wintour og kollegar hennar ekki bara ákveðið hvernig Karl Lagerfeld á að hanna heldur líka hvaða flíkur enda í okkar fataskápum – allavega mínum. Hver er þá niðurstaðan við spurningunni? Hlustið bara á Meryl Streep, hún fékk nú eftir allt saman Óskarstilnefningu fyrir hlutverkið!

Gestapistla-höfundur vikunnar er

Erna Hrund Hermanns-dóttir

5dagardress

Ofurfyrirsætan Kate Moss virðist vera einn eftirsótt-asti plötusnúðurinn hjá tískuhúsunum um þessar mundir. Allt síðan að hún þeytti skífum í samkvæmi tískufyrirtækisins Prada í síðasta mánuði hefur síminn ekki stoppað og til-boðum rignt inn. Hún hafnar ekki góðum tilboðum, tekur að sér góð verkefni og rukkar fyrir vinnu sína rúmar 45 milljónir króna fyrir hálftímann.

Fyrirsæta þeytir skífum

ÞriðjudagurSkór: Gs skórLeggings: H&MSkyrta: SpútnikKragi: Vintage markaður

Innblásturinn frá 17. og 18. öldRakel Unnur Thorlacius er 22 ára og vinnur sem versl-unarstjóri í Spútnik. Rakel útskrifaðist í fyrra en hún lagði stund á fatahönnun við Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og stefnir á stílistanám seinna meir í Englandi.

MánudagurSkór: Gs SkórPils: SpútnikPeysa: BerskaSkyrta: Gina TricotJakki: SpútnikSlaufa: SpútnikHattur: H&M

„Ég er ekki með neinn sérstakan stíl,“ segir Rakel Unnur. „Ég blanda bara því sem mér finnst flott saman og þannig skapa ég minn eigin stíl. Fötin kaupi ég mest í Spútnik, Rokk og rósum og auð-vitað H&M, Topshop og Zöru. Ég pæli rosalega lítið í hönnuðum og horfi meira á heildina og tek eftir fallegum flíkum. Ég skoða mikið

af tískubloggum, þá sér-staklega sænskum, og fletti gegnum tískublöð þegar ég kemst í. Innblástur tísku fæ ég mikið frá 17. og 18. öld þar sem blúndur og kragar eru áberandi. Útskriftarlínan mín byggðist einmitt á tísku frá þessum tíma.“

Fékk heila skólínu gefinsSkóhönnuðurinn Christian Louboutin fer hvergi leynt með dálæti sitt á Gossip Girl stjörnuna Blake Lively. Fyrr í vikunni brá leikkonunni heldur betur í brún þeg-ar hún kom heim úr vinnunni þar sem öll nýjasta skólína hönnuðarins, sem varla hefur verið kynnt ennþá hvað þá meira, beið hennar í anddyrinu. „Þetta er fallegasta skólína sem

ég hef séð. Ótrúlega frumleg, skemmtileg og sniðug,“ segir leikkonan á samskiptavefnum Twitter, alsæl með sendinguna.

MiðvikudagurSkór: FókusSokkar: American ApperalBuxur: Gamlar af mömmunrnarBolur: ZaraHálsmen: SpútnikSlaufa: Primark

Föstudagur:Skór: Jeffrey CampbellSokkabuxur: kopraPils: SpútnikKorselett: Rokk og rósirHálsmen: Spútnik

FimmtudagurSkór: Vintage markaður í LondonSokkabuxur: PrimarkKjóll: Saumaður af mérSlaufa: Spútnik

Fyrir tíu árum mætti söngkonan Jennifer Lopez með sinn fyrsta ilm á markað undir nafninu Glow. Ilmurinn var seldur fyrir meira en þrettán milljarða króna á fyrsta árinu og hefur þetta verið einn vinsælasti ilmur síðari ára. Nú, tíu árum seinna, mun söngkonan koma með nýjan ilm á markað sem verður settur á markað undir nafninu Glowing. Söngkonan segir hann vera framhald af fyrri ilminum en hreinni og kynþokkafyllri með keim af viðarlykt. Ilmurinn mun koma á markað rétt fyrir sumarið og en boðað er að þetta verði björt sumar-lykt sem frískar upp á andrúmsloftið.

Nýr ilmur frá J.Lo

Page 55: 17. febrúar 2012

Chix ballerínur4.995.-

Spot on hælaskór11.995.-

Chix hælaskór7.995-

Chix Ökklaskór8.995.-

Spot on hælaskór7.995.-

Spot on satinskór7.995.-

Spot on ballerínur7.995.-

Ný sendinggóð verð

s.512 1733 - s.512 7733

Kringlan - Smáralind

www.ntc.is | erum á www.belladonna.is

FULL BÚÐaf flottum

fötum fyrirflottar konur

Stærðir 40-60

L eikkonan Michelle Williams verður andlit nýjustu sumarlínu tískuhússins Band of

Outsiders sem gengur undir nafninu Boy. Margir Holly-woodleik-arar komu til greina sem andlit tískuhúss-ins en stjórn fyrirtækis-ins komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Michelle væri sú besta í starf-ið. Auglýs-ingaherferð línunnar var tekin á Polaroid-myndavél og var það aðal-hönnuður línunnar, Schott Sternberg, sem skipulagði ljósmyndatökur. Línan er væntanleg í sumar og verður hún kynnt á pöllum tískuvikunnar seinna í mánuðnum.

Michelle andlit Boy-fatalínunnar

Page 56: 17. febrúar 2012

Helgin 17.-19. febrúar 201248 tíska

H ælasíðir kjólar er vinsæl flík á rauða dreglinum um þessar mundir; níðþröngir kjólarnir sem eru einfaldir í sniðinu og hylja þeir næstum allan

líkamann. Öllum helstu aukahlutunum er sleppt og er hönnunin eins stílhrein og hægt er að hafa hana.

Whitney flytur til BretlandsRaunveruleikastjarnan og fatahönnuður-inn Whitney Port er að flytja til Bretlands á næstu vikum þar sem hún mun verða dómari í sjónvarpsþættinum Britain & Ireland’s Next Top Model. Á síðustu mánuðum hefur Whitney unnið sig hratt upp í tískuheiminum og er nú orðin virtur fatahönnuður sem stjórnar sínu eigin tísku-húsi. Hún segir þetta mikinn stökkpall og gott tækifæri en þau eru ekki á hverju strái. Hún er spennt að fá að vinna með þeim stórum nöfnum innan tískubransans sem koma að gerð þáttarins.

Rapparinn og nú fatahönnuðurinn Kanye West langar til að hanna fatalínu fyrir konur á vegum

breska tískuhússinhs Topshop. Hann hefur fundað oft með helsta hönnuði fyrir-tækisins, Sir Philip Green, upp á síðkastið og virðist sem niðurstöðu sé að vænta. Að-stoðarmaður Green segir að Kanye muni ekki hanna fatnað í líkingu við þann sem hann sýndi á tískupöllunum í haust heldur mun

hann taka nýja stefnu með öðrum áherslum – gera kvenlegri og fágaðri fatnað.

Árið 2009 varð draumur fyrirsætunnar Kylie Bisutti að veruleika þegar hún vann fyrirsætukeppni sem kom henni á tískupall undirfatafyrirtækisins Victoria’s Secret. Alls voru tíu þúsund stelpur sem tóku þátt í keppninni en Kylie stóð uppi sem sigur-vegari. Hún hefur verið andlit fyrirtækisins ásamt fleiri þekktum fyrirsætum í þrjú

ár en ákvað að segja upp draumastarfinu nú í vikunni. Kom það mörgum í opna skjöldu. „Þetta starf stangast á við trú mína. Ég er strangtrúaður kaþólikki og trúi því að líkaminn minn sé aðeins ætlaður eiginmanninum mínum,“ sagði hin 21 árs fyrirsætan í viðtali við tískutímaritið Vogue. Hún gifti sig árið 2009. „Ég vill vera betri fyrirmynd fyrir ungar stelpur og því hef ég ákveðið að leggja starfið á hilluna.“

Sérhannar kjóla fyrir ÓskarinnFyrrum kryddpían Victoria Beckham leggur nú dag við nótt til að

uppfylla beiðnir frá frægum leikkonum um sem vilja að hún hanni fyrir sig kjóla í tæka tíð fyrir Óskars-verðlaunahátíðina. Charlize Theron, Gwyneth Paltrow og Carmeron Diaz hafa allar beðið um sérhannaðan kjól frá kryddpíunni og reynir hún eftir fremsta megni að uppfylla kröfur þeirra. „Þetta er eitt af mínum stærstu verkefnum sem

hönnuður,“ segir kryddpían í viðtali við tímaritið Vogue. „Tískuhúsið er enn lítið og fáir starfs-menn koma að starfseminni. Það er því meiri álag á okkur en stóru tískuhúsunum sem hafa ómælt fjármagn og nóg að starfsmönnum til að sérhanna kjóla á stjörnurnar. Yfirleitt láta stjörnurnar nokkur tískuhús hanna á sig kjóla sérstaklega fyrir svona stóra viðburði og ákveða svo ekki fyrr en á hátíðardaginn hverju þær vilja klæðast. Því er bara að vonast til að vinnan okkar hér verða ekki til einskis og þær klæðist hönnun frá okkur án mikilla athugasemda.“

Einfaldir og stílhreinir kjólar vinsælir

Leikkonan Amber Heard Hótelerfinginn Paris Hilton Leikkonan Olivia Munn Leikkonan Jessiva Biel

Allra augu beindust að söngkonunni Rihönnu á Grammy verðlaunahátíð-inni sem haldin var síðast-liðna helgi. Söngkonan mætti gullfalleg sem aldrei fyrr, í svörtum, vel flegnum kjól með hárri klauf og beru baki. Það sem vakti helst athygli var að sjálf hannaði hún kjólinn með aðstoð hönnuða tískurisans Armani. Sönkonan hefur unnið að mörgum verkefnum í samstarfi við fyrirtækið og segja tískuspekúlantar að þessi kjóll mun koma henni á kortið sem fatahönnuður. Við kjólinn klæddist hún Bis Un Bout skóm frá hönnuðnum Christian Louboutin og gylltri handtösku sem án efa hefur kostað sitt.

Hannaði Grammy- kjólinn sjálf

Stefnir á að hanna fyrir Topshop

Kylie hættir vegna trúar sinnar

Page 57: 17. febrúar 2012

NÚ FER ÚTSÖLUNNI

SENN AÐ LJÚKA...

Opið laugardag 11-17og sunnudag 13-17

DKNY | BY M ALENE BIRGER | GERARD DAREL | BRUUNS BAZAAR | KRISTENSEN DU NORD | FRENCH CONNECTION | VENT COUVERT | UGG | BILLI BI | STRATEGIA |FREE LANCE

Laugavegi 26 | s.512 1715 | www.ntc.is | erum á

50-60%afslátturaf öllum útsöluvörum

rýmum fyrir vorvörunum okkar

Page 58: 17. febrúar 2012

Þ egar litli stubbur, svona um fjögurra ára gamall, sem sat á bekk fyrir aftan mig, nánast í eyra mínu á 3.

sýningu Góa og baunagrassins á Litla sviði Borgarleikhússins síðast liðinn sunnudag, hóf upp bjarta og háa rödd sína og endurtók úr upphafsávarpi Góa: „Leikhústöfrasýn­ing, mamma!“ – leist mér strax vel á. En, sá stutti færðist í aukana, á milli annarrar hverrar replikku klukkustundar langrar sýningar gall við þessi bjarta háa rödd með spurningu: „Akkuru, akkuru, akkuru, mamma?“ Og móðirin útskýrði þolinmóð fyrir syni sínum svona það helsta sem fyrir augu bar.

Gói og baunagrasið byggir á ævintýri H.C. Andersen: Gói fer til markaðar að selja belju heimilisins sem er komið á heljarþröm en hittir hrapp á leiðinni sem kaupir af honum kusu fyrir 3 baunir. Heim kominn, eftir skammir og vonbrigði móðurinnar, hendir Gói baununum í túnfótinn, sprettur upp baunagras og nær alla leið upp til skýja. Upp grasið prílar Gói og hafnar á heimili risa, stelur öllu verðmætu sem risinn á; peningum, gullhænu og töfrahörpu. Og allt endar vel, eða fyrir Góa og mömmu hans – ekki fyrir risann. Vitaskuld algjör skítamórall en smellpassar einhvern veginn inn í hið íslenska viðhorf, allt í lagi að spila rassinn úr buxunum því það má þá alltaf fara og stela frá einhverjum ljótum risum og redda málunum. En sennilega er það nú svo að ævintýri H.C. Andersen lifa góðu lífi einmitt af því að þau nærast ekki á móral­iseringum eða pólitískri rétthugsun.

Gói, leikur Jóa en Þröstur Leó allt hitt; mömmuna, risann og allar fígúrur sem á vegi Góa verða. Þeir brillera þessir flinku leikarar báðir tveir. Gói er helsta stjarnan meðal ungu kynslóðarinnar, ég hef eftir áreiðanlegum heimildum að hann sé á toppnum þar ef frá er talinn Sveppi. Og ótvíræða hæfileika Þrastar þekkja allir sem fylgst hafa með íslensku leikhúsi; hann bregður upp skýrum persónueinkennum á

svipstundu með hjálp leikgerva. Sýningin er lögð upp þannig að Þröstur skiptir um búninga ýmist á sviðinu eða baksviðs en það verður aldrei sjúskað því uppleggið og jafnvægið milli þess að vera frjálslegt í frásögn og svo vel stíliseruðum atriðum var fínt – atriðin eru meðal annars brotin upp með því að Gói ávarpar salinn áreynslu­laust, þeir bresta í söng og stíga við dans – ef eitthvað er mættu þeir skerpa á kóreó­grafíunni, þetta eru þakklát uppbrot, þá er hækkað í sendimækum og stubbur áður­nefndur og móðir hans ekki eins afger­andi í sýningunni. Hugsanlega mætti hafa sendimækana opna einnig í leiknum, ekki vegna lélegrar framsagnar heldur vegna ... litla gæjans. Ekki var annað að sjá en yngri áhorfendur skemmtu sér hið besta og skot­ið er inn hnyttnum skírskotunum í heim þeirra fullorðnu svo engum þarf að leiðast.

Þeir Þröstur og Gói eru skráðir fyrir leik­stjórn, Gói leikgerð og þó aðeins séu tveir leikarar er þetta síður en svo fátækleg eða nískuleg sýning; hún einkennist af hug­kvæmni og snjöllum leikhúslausnum. Mega allir sem að koma að málum vera ánægðir með sig og ekki er hægt annað en gefa þessari sýningu bestu meðmæli. Svo vill í það minnsta förunautur minn, sem er tíu ára og sérfróð á sviði barnaleiksýninga, gera og gefur sýningunni fjórar stjörnur. Ég hlýði því þó það megi kannski heita vel í lagt.

Jakob Bjarnar Grétarsson

Niðurstaða: Snjöll og fjörug útfærsla á sígildu ævintýri og ætti enginn að þurfa að láta sér leiðast.

Gói og baunagrasiðLeikgerð byggð á ævintýri H.C.Andersen eftir Guðjón Davíð Karlsson

Leikstjórn: Guðjón Davíð Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson

Borgarleikhúsið

Þetta al-gjör skíta-mórall en smell-passar einhvern veginn inn í hið íslenska viðhorf, allt í lagi að spila rassinn úr buxunum því það má þá alltaf fara og stela frá ein-hverjum ljótum risum og redda málunum.

Leikdómur Gói oG baunaGrasið borGarLeikhúsinu

Akkuru, akkuru, akkuru?Gói og Þröstur

leika sér að þessu; Gói sem ein helsta

stjarna meðal yngri kynslóðar-innar og enginn

þarf að efast um hæfileika Þrastar.

TónLisT 55 ára afmæLisTónLeikar

Kammermúsíkveisla í HörpuKammerhópurinn Camerarctica og sópransöngkonan Marta Guð­rún Halldórsdóttir koma fram á vegum Kammermúsíkklúbbsins í Norðurljósasal Hörpu á sunnudag­inn. Þetta eru fimmtu og síðustu tónleikar klúbbsins þetta starfsárið og um leið hvorki meira né minna

en 55 ára afmælistónleikar hans. Á efnisskránni er meðal annars bar­okk og Bartók.

Fyrstu tónleikar Kammermúsík­klúbbsins fóru fram 7. febrúar 1957. Síðan þá hefur klúbburinn starfað sleitulaust að því að kynna Íslend­ingum það besta og fallegasta sem

kammertónlistin hefur upp á að bjóða og verið ómissandi vettvang­ur fyrir fremstu hljóðfæraleikara landsins auk fjölmargra erlendra gesta sem heimsótt hafa klúbbinn í áranna rás. Tónleikar klúbbsins fóru fram í samkomusal Melaskól­ans fyrstu árin en á árabilinu 1965 til 86 kom klúbburinn víða við og hélt meðal annars tónleika í Kenn­araskólanum við Stakkahlíð, Há­teigskirkju, Norræna húsinu og á Kjarvalsstöðum. Frá árinu 1986 hefur klúbburinn átt fast tónleika­aðsetur í Bústaðakirkju, en hugsar sér nú til hreyfings og heldur sem sé á sunnudaginn kemur fyrstu tónleika sína í Norðurljósum, en sá salur Hörpur var hannaður sér­staklega með kammertónlist í huga.

Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30.

67%... kvenna á höfuðborgar-svæðinu lesa Fréttatímann*

*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

Galdrakarlinn í Oz –HHHHH KHH. Ftími

Fanný og Alexander (Stóra sviðið)Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Sun 4/3 kl. 20:00 aukas Sun 18/3 kl. 20:00 aukas

Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Fim 8/3 kl. 20:00 Fös 23/3 kl. 20:00Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Fös 9/3 kl. 20:00 Sun 25/3 kl. 20:00 aukas

Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Sun 11/3 kl. 20:00 aukas Lau 31/3 kl. 20:00 lokas

Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Fim 15/3 kl. 20:00 aukas

Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Lau 17/3 kl. 20:00Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars

Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)Lau 18/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00 Sun 18/3 kl. 14:00Sun 19/2 kl. 14:00 Sun 4/3 kl. 14:00 Sun 25/3 kl. 14:00Lau 25/2 kl. 14:00 Sun 11/3 kl. 14:00Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma

NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið og Menningarhúsinu Hofi)Lau 18/2 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 19:00 Fös 16/3 kl. 19:00Lau 3/3 kl. 21:00 Lau 10/3 kl. 22:00 aukas Fös 16/3 kl. 22:00Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Í Borgarleikhúsinu í febrúar og Hofi í mars

Eldhaf (Nýja sviðið)Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Sun 26/2 kl. 20:00 aukas Fim 8/3 kl. 20:00Sun 19/2 kl. 20:00 10.k Mið 29/2 kl. 20:00 13.k Fös 9/3 kl. 20:00Fim 23/2 kl. 20:00 11.k Fim 1/3 kl. 20:00 14.k Sun 11/3 kl. 20:00Fös 24/2 kl. 20:00 12.k Fös 2/3 kl. 20:00 15.k Fim 15/3 kl. 20:00Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Sun 4/3 kl. 20:00 16.k Sun 18/3 kl. 20:00Ath! Snarpur sýningartími. Sýningum lýkur í mars

Axlar - Björn (Litla sviðið)Lau 18/2 kl. 20:00 9.k Sun 26/2 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00Sun 19/2 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00Lau 25/2 kl. 20:00 Fim 8/3 kl. 20:00Nýtt verk úr smiðju Vesturports. Síðustu sýningar

Saga Þjóðar (Litla sviðið)Fös 17/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00Fim 23/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00Fös 24/2 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Á Stóra sviðinu 11/2

Gói og baunagrasið (Litla sviðið)Lau 18/2 kl. 13:00 3.k Lau 25/2 kl. 14:30 aukas Sun 11/3 kl. 14:30Sun 19/2 kl. 13:00 4.k Sun 26/2 kl. 13:00 Sun 18/3 kl. 13:00Sun 19/2 kl. 14:30 aukas Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 25/3 kl. 13:00Lau 25/2 kl. 13:00 5.k Sun 11/3 kl. 13:00Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri

Mínus 16 (Stóra sviðið)Sun 19/2 kl. 20:00 3.k Sun 26/2 kl. 20:00 4.k Lau 10/3 kl. 20:00Mið 22/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00Íslenski Dansflokkurinn - Verk eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin

KirsuberjagarðurinnKirsuberjagarðurinn

Heimsljós (Stóra sviðið)

Lau 18.2. Kl. 19:30 14. sýn.

Sun 19.2. Kl. 19:30 15. sýn.

Lau 25.2. Kl. 19:30 16. sýn.

Sun 26.2. Kl. 19:30 17. sýn.

Fim 8.3. Kl. 19:30 19. sýn.

Mið 14.3. Kl. 15:00 AUKAS.

Sun 19.2. Kl. 13:30 Sun 19.2. Kl. 15:00

Sun 26.2. Kl. 17:00

Sun 4.3. Kl. 13:30 Sun 4.3. Kl. 15:00

Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan)

Ö

Ö Ö

Ö Ö

Ö

Ö U U

Fös 2.3. Kl. 19:30 Fors.

Lau 3.3. Kl. 19:30 Frums.

Fös 9.3. Kl. 19:30 2. sýn.

Lau 10.3. Kl. 19:30 3. sýn. Sun 11.3. Kl. 19:30 4. sýn.

Fös 16.3. Kl. 19:30 5. sýn. Lau 17.3. Kl. 19:30 6. sýn.

Sun 18.3. Kl. 19:30 7. sýn.

Fös 23.3. Kl. 19:30 8. sýn.

Lau 24.3. Kl. 19:30 9. sýn. Sun 25.3. Kl. 19:30 10. sýn.

Mið 28.3. Kl. 19:30 11. sýn.

Fim 29.3. Kl. 19:30 Fös 30.3. Kl. 19:30 12. sýn. Lau 31.3. Kl. 19:30 AUKAS.

Sun 1.4. Kl. 19:30 13. sýn.

Fim 12.4. Kl. 19:30 14. sýn. Fös 13.4. Kl. 19:30 AUKAS. Lau 14.4. Kl. 19:30 AUKAS.

Sun 15.4. Kl. 19:30 15. sýn. Fös 20.4. Kl. 19:30 AUKAS. Lau 21.4. Kl. 19:30 16. sýn.

Sun 22.4. Kl. 19:30 17. sýn.

Les Misérables – Vesalingarnir (Stóra sviðið)

Dagleiðin langa (Kassinn)

Fös 17.2. Kl. 20:00 AUKAS. Fös 17.2. Kl. 23:00 AUKAS.

Ö Ö

Ö

U U U U U

U

U U U U U U U U U

U

U

Fös 24.2. Kl. 19:30 Frums. Mið 29.2. Kl. 19:30 2. sýn.

Fim 1.3. Kl. 19:30 3. sýn. Fös 2.3. Kl. 19:30 4. sýn.

Lau 3.3. Kl. 19:30 5. sýn. Mið 7.3. Kl. 19:30 6. sýn.

Fös 9.3. Kl. 19:30 7. sýn. Lau 10.3. Kl. 19:30 8. sýn.

Sun 11.3. Kl. 19:30 9. sýn. Fös 16.3. Kl. 19:30 10. sýn.

Lau 17.3. Kl. 19:30 11. sýn. Sun 18.3. Kl. 19:30 12. sýn.

U U

U U U

U U U

Ö Ö

Ö Ö

Ég er vindurinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 19.2. Kl. 19:30 6. sýn. Mán 20.2. Kl. 19:30 7. sýn.

Uppistand – Mið-Ísland (Stóra sviðið)

Fim 15.3. Kl. 19:30 Síð.sýn.

.

Sun 19.2. Kl. 17:00

Sun 26.2. Kl. 13:30 Sun 26.2. Kl. 15:00

AUKAS.

U

Sjöundá (Kúlan)Fös 17.2. Kl. 19:30 Frums. Lau 18.2. Kl. 19:30 2. sýn.

Lau 25.2. Kl. 19:30 3. sýn. Sun 4.3. Kl. 19:30 4. sýn.

Fim 8.3. Kl. 19:30 5. sýn.

Mið 14.3. Kl. 19:30 6. sýn.

Fös 27.4. Kl. 19:30 18. sýn.

U

UU

U

Fös 24.2. Kl. 19:30 8. sýn.

50 menning Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 59: 17. febrúar 2012

Trésor Midnight Rose heillandi og kynþokkafullur blómailmurTrésor in Love rómantískur og ljúfur blóma og ávaxtailmur

Gjafaöskjur með 30 ml ilmi, Hypnôse mascara og augnblýanti.Algengt verð 6.990 krónur.

ILMURINN HENNAR

Page 60: 17. febrúar 2012

Plötudómar dr. gunna

Elabórat

GP!

Römmum rústaðGuðmundur Pétursson (GP!) hefur lengi verið einn helsti gítarleikari landsins. Hann stígur nú fram í ann-að skipti með sólóplötu, en sú fyrri, hin þyngslalega Ologies kom út 2008. Enn er tónlistin ósungin og Guðmundur að spila tónlist algjörlega út frá eigin forsendum. Hann gerir það sem honum dettur í hug, lögin eru tilraunakennd, mjög fjölbreytt og fara ítrekað í óvæntar og spennandi áttir þar sem römmum er rústað. Erfitt er því að troða Guðmundi í flokk: Hér gæti sumt hlaupið á djassvellinum, margt er í ætt við góða kvikmyndatónlist, enn annað er stökkbreytt rokk með gítarriffum og fíniríi. Niðurstaðan er spenn-andi músík, vel ígrunduð, feikivel flutt og alveg þræl-skemmtileg.

the Vintage Caravan

The Vintage Caravan

FramtíðarmennHljómsveitin The Vintage Caravan er skipuð strákum sem enn eiga nokkur ár í tvítugt. Þeir hafa samt spilað saman lengi, orðið þéttari í bílskúrnum og sóttu þriðja sætið í Músíktilraunir 2009. Þeir eru allir í gamla góða hipparokkinu og taka meistara eins og Hendrix, Zeppelin og Cream sér til fyrirmyndar. Strákarnir eiga það til að gleyma sér í full löngum riff-endurtekningum og innlifunar-sólóum og þá líður manni dálítið eins og maður sé bundinn ofan í stól í bílskúrnum hjá þeim á endalausri æfingu. Þeir mættu skera djamm-fituna af og skerpa á laglínunum. Margt er samt flott, Wild Child og Going Home eru bestu lögin, töff og hress-andi. Það er fullljóst að þetta eru framtíðarmenn þótt þeir séu að spila for-tíðarmúsík.

distance

Steve Sampling

Tískusýningar-diskóRafútgáfan Möller kennir sig við diskódísina Helgu Möller en hefur samt ekki fengist við diskó til þessa. Sá sem hysjar upp um sig diskóbuxurnar er Steve Sampling (Stefán Ólafsson), en hann hefur áður gert fjórar sólóplötur í hip hop raf-bræðslugír. Distance inniheldur fjögur lög. Titil-lagið er snyrtilega sungið á kynþokkafullan hátt af Braga Eiríki Jóhannssyni, en annars er músíkin ósungin með radd-sömplum. Þetta er ágætis stöff, fágað og áferðarfallegt og vel til þess fallið að spilast í tískubúð eða við tískusýningu. Það er alllangt í grípandi eyrna-tyggjó og meira lagt upp úr fljótandi en þó taktföstum fílingi. Steve kann þetta. Nálgist gripinn rafrænt á www.mollerrecords.com.

ORMSSON · LÁGMÚLA 8 · 2. HÆÐ · REYKJAVÍK · SÍMAR 530 2819 / 530 2821 · www.hth.dkOpið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-15

2. LAGERVARA OG ÓSAMSETT

Láttu Draumaeldhúsið þitt verða að veruleika með HTH1. SÉRPANTAÐ OG SAMSETT

Veldu réttu innréttinguna

fyrir heimilið þitt.

HTH er hágæðadönsk framleiðsla

og þú hefur 2 valkosti!

HTH FRAMLEIÐIRINNRÉTTINGAR Í:· ELDHÚS· BAÐHERBERGI· ÞVOTTAHÚS

OG SKÁPA Í ÖLL HERBERGI

HTH er hágæða

Persónuleg og góð þjónustaORMSSON · LÁGMÚLA 8 · 2. HÆÐ · REYKJAVÍK · SÍMAR 530 2819 / 530 2821 · www.hth.dk

Láttu Draumaeldhúsið þitt verða að veruleika með HTHViltu að við

hönnum sérstaklegafyrir þig nýju eldhús- eða bað- innréttinguna – án greiðslu?

Viltu fá faglegar ráðleggingar við endurnýjun innréttinga og

svo pottþétt verðtilboð?Endilega komdu þá

við endurnýjun innréttinga og pottþétt verðtilboð?

Endilega komdu þáí heimsókn!

5 ára ábyrgðá vöru og virkni

12 mánaða vaxtalausstaðgreiðslulán

Leiksýning fyrir börn frá 4 ára aLdri

höfundur HELGA ARNALDSleikstjórn CHARLOTTE BØVINGtónlist EIVØR PÁLSDÓTTIR

Leikhúsið 10 fingur

Miðapantanir á midi.is og í Norræna húsinu s: 551 7030 Nánari upplýsingar á tiufingur.is

Sýningar í Norræna húsinu Síðustu sýningar 26. febrúar!

BÖRNIN SKAPAEftir sýninguna fá börnin að skapa úr pappírnum úr sýningunni undir handleiðslu myndlistarmanna.

Lau. 18. feb. kl. 12.00 uppselt Lau. 18. feb. kl. 15.00 uppseltSun. 19. feb. kl. 12:00 aukas.Sun. 19. feb. kl. 14.00 uppseltLau. 25. feb. kl. 12.00 aukas.Lau. 25. feb. kl. 15.00Sun. 26. feb. kl. 12.00 aukas.Sun. 26. feb. kl. 15.00

E.B. Fréttablaðið

LA BOHÈMEGIACOMO PUCCINI

Hulda Björk Garðarsdóttir · Gissur Páll Gissurarson / Þóra Einarsdóttir · Garðar tHór CortEsáGúst ólafsson · Hrólfur sæmundsson · jóHann smári sævarsson

HErdís anna jónasdóttir · BErGÞór Pálsson

HljómsvEitarstjóri: daníEl Bjarnason · lEikstjóri: jamiE HayEs lEikmynd: Will BoWEn · BúninGar: filiPPía Elísdóttir · lÝsinG: Björn BErGstEinn Guðmundsson

föstudaGinn 16. mars kl. 20 - frumsÝninGlauGardaGinn 17. mars kl. 20 - 2. sÝninGlauGardaGinn 31. mars kl. 20 - 3. sÝninGsunnudaGinn 1. aPríl kl. 20 - 4. sÝninGlauGardaGinn 14. aPríl kl. 20 - 5. sÝninGföstudaGinn 20. aPríl kl. 20 - lokasÝninG

miðasala í HörPu oG á WWW.HarPa.is

Eyrarrósin VEitt í áttunda sinn á BEssastöðum

Safnasafnið, Sjóræningjahús-ið og Við DjúpiðÞrjú framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni eru tilnefnd úr metfjölda umsókna, alþýðulistasafn, sýning sjórána og tónlistarhátíð. Forsetafrúin er verndari Eyrarrósar-innar og afhendir verðlaunin.

E yrarrósin, sérstök viðurkenn-ing fyrir framúrskarandi menningarverkefni á lands-

byggðinni, verður veitt í áttunda sinn á Bessastöðum á morgun, laugardag-inn 18. febrúar. Þrjú verkefni hafa verið valin úr metfjölda umsókna og hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar í ár: Safnasafnið á Svalbarðsströnd, Sjóræningjahúsið á Vatneyri við Patreksfjörð og tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði.

Handhafi Eyrarrósarinnar hlýtur 1,5 milljón krónur, verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur mynd-höggvara og flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Aðrir tilnefndir hljóta 250 þúsund krónur auk flugferða. Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyr-arrósarinnar, afhendir verðlaunin.

Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggða-stofnunar og Flugfélags Íslands. Markmið verðlaunanna er að efla fagmennsku og færni við skipulagn-ingu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjón-ustu. Í umsögn valnefndar um verk-efnin sem tilnefnd eru segir meðal annars:

Safnasafnið – Alþýðulistasafn Ís-lands stendur við þjóðveg eitt rétt utan við Akureyri, í gamla Þinghús-inu á Svalbarðsströnd. Safnið opnaði árið 1995 og vinnur metnaðarfullt brautryðjendastarf í söfnun og varð-veislu á íslenskri alþýðulist. Safnið tengir saman alþýðulist og nútíma-myndlist af alúð og kímni og vinnur ávallt í nánu samstarfi við samfélagið í kring.

Sjóræningjahúsið á Vatneyri við Patreksfjörð hefur dregið að sér fjölda innlendra og erlendra ferða-manna frá opnun vorið 2008. Í Sjó-ræningjahúsinu er öflugt tónleika-hald, sýning tileinkuð sjóránum við Íslandsstrendur, veitingastaður og sýningaraðstaða fyrir listamenn auk fjölbreyttra menningarviðburða árið um kring.

Við Djúpið á Ísafirði hefur skipað sér fastan sess í tónlistarlífi lands-ins og verður haldin í tíunda sinn á

Dorrit Moussaieff forsetafrú afhendir Eyrarrósina sem veitt verður í áttunda sinn

á Bessastöðum á morgun, laugardag.

sumarsólstöðum. Hátíðin hefur eflt tónlistarlíf og nýsköpun á Vestfjörðum með metnaðar-fullri tónleikadagskrá og einnig er námskeiðahald mikilvægur þáttur í hátíðinni.

Jónas Haraldsson

[email protected]

52 dægurmál Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 61: 17. febrúar 2012

Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær.Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstrihversdagsins.

Page 62: 17. febrúar 2012

Sigurjón SighvatSSon Framleiðir mynd eFtir metSölubók

„Nei, ég verð ekki á laugardaginn,“ segir Bjarnheiður Hannesdóttir aðspurð hvort hún muni mæta á Edduverðlaunin sem afhent verða í Gamla bíó á morgun, laug-ardag. Mörgum er enn í fersku minni innkoma Bjarnheiðar á síðustu hátíð en þá kom hún tók við verðlaunum í flokki heimildarmynda í hlébarðagalla sem hún hannaði sjálf. „Það verður einhver annar að taka sig til og stela senunni að þessu sinni.“

Þegar Bjarnheiður er spurð hvort hún myndi mæta í einhverju flippuðu ef hún væri að fara á Edduna í ár er svarið ein-falt: „Nei. Maður gerir bara svona einu

sinni. Maður þarf ekki að toppa þetta.“Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmda-

stjóri hátíðarinnar, segir í samtali við Fréttatímann að erfitt sé að koma öllum fyrir í salnum í Gamla bíói. „Það er sleg-ist um sætin,“ segir Brynhildur. Aðspurð af hverju Bjarnheiði, sem sannarlega var stjarna hátíðarinnar í fyrra, hafi ekki ver-ið boðið, segist Brynhildur ekki vera með miðamálin á sinni könnu en bætir við að plássleysi hafi eflaust áhrif.

Brynhildur lofar mikilli skemmtun þótt Bjarnheiður sé fjarri góðu gamni. „Það verður nóg af „hlébarðagöllum“ á sviðinu.“ -óhþ/-þþ

verðlaun eddan um helgina

Enginn hlébarðagalli á Eddunni

Hugmyndirnar sem ég er með um amerísku útgáfuna eru allt öðru vísi en það sem við ætlum að gera með sænsku myndina.

Bjarnheiður og hlé-barðagallinn heiðra ekki Gamla bíó með nær-veru sinni á laugardag-inn. Ljósmynd/Hari

Það verður einhver annar að taka sig til og stela senunni að þessu sinni.

Sigurjón segir myndina um Gamlingjann vera stórmynd á sænskan mælikvarða. „Þetta er með því stærra sem Svíar gera enda epísk mynd sem mun kosta í kringum fimmtán millj-ónir dollara í framleiðslu.“ Mynd/Nordic PhotosGetty Images

Lét gamlingjann sem skreið út um gluggann ekki sleppaSænska metsölubókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Jonas Jonasson hefur slegið hressilega í gegn, ekki síst á Íslandi þar sem hún hefur selst í yfir 20.000 eintökum og er enn á sölulistum. Sigurjón Sighvatsson náði ekki að tryggja sér kvikmyndaréttinn á henni í upphafi en er genginn til liðs við sænska framleiðendur myndarinnar. Hann verður yfirfram-leiðandi og er þegar kominn með hugmyndir að endurgerð fyrir Bandaríkjamarkað.

É g er búinn að vera með puttana í þessu í dágóðan tíma þótt það hafi ekki verið fullfrágengið fyrr

en í september. Ég fékk strax áhuga á bókinni en hafði að vísu ekki reynt að kaupa réttinn vegna þess að hann var bara seldur strax,“ segir Sigurjón sem stautaði sig í gegnum bókina á frummál-inu. Eftir að hann sökkti sér ofan í sög-una á íslensku ákvað hann að verkefnið væri of spennandi til þess að sleppa af því hendinni. „Þegar ég var hérna á Ís-landi í fyrrasumar voru allir að tala um þennan Gamlingja eftir Jónas Jónasson og ég tengdi ekki strax. Ég hélt fyrst að þetta væri bara einhver íslensk bók.“

Sigrjón keypti íslensku þýðinguna í Leifsstöð þegar hann var á leið til Bandaríkjanna og las hana í einum rykk í flugvélinni. „Ég átti auðveldara að tengja við hana á íslensku, fannst hún bara frábær og hugsaði með mér að þetta væri bara það gott verkefni að ég vildi endilega fá að vita hver staðan á því væri. Ég vissi að rétturinn var seldur en hafði ekkert heyrt meir þannig ég

að hafði bara samband við framleiðend-urna og kynnti þeim mínar hugmyndir varðandi verkefnið. Hvað ég vildi gera og hugmyndir mínar féllu vel að þeirra. Þetta eru ungir framleiðendur og ekki mjög reyndir en mér finnst þetta vera efnilegt fólk.“

Ráðgert er að tökur hefjist í lok ársins og að myndin verði frumsýnd í desemb-er 2013. Sigurjón segir þá komna með sænskt handrit sem þeir séu nokkuð ánægðir með og nú sé verið að vinna aðeins í því.

Sænski leikstjórinn Felix Herngren hefur tekið að sér að leikstýra mynd-inni. Hann nýtur mikilla vinsælda og virðingar í heimalandinu ekki síst fyrir sjónvarpsþættina Solsidan sem hann skrifar, framleiðir og leikstýrir auk þess að leika í þeim. Sigurjón segir valið á leikstjóra hafa haft mikið um það að segja að hann hafi ákveðið að ganga inn í verkefnið. „Mér finnst mjög mikið til hans koma. Hann er rosalega flinkur. Það er kominn saman hópur, sem mér líst mjög vel á, af mjög reyndu fólki í kringum þetta,“ segir Sigurjón sem gegnir hlutverki yfirframleiðanda og tekur nú virkan þátt í allri ákvarð-anatöku og lokagerð handrits. Þá sér Sigurjón um öll samskipti við aðila utan Svíþjóðar og fékk þýska framleið-endur, sem hann hefur áður unnið með, að verkefninu þannig að fjármögnum myndarinnar er í raun lokið. „Bókin hefur selst rosalega vel í Þýskalandi þannig að hingað til hefur þetta allt gengið eins og í sögu en þyngsta þrautin er eftir, að gera myndina.“

Ef vel gengur er Sigurjón þegar kom-inn með hugmynd að endurgerð fyrir enskumælandi markað.

„Það er ekkert auðvelt að endurgera myndir. Ég er með ákveðnar hugmynd-ir en fyrst verðum við að sjá hvernig sænska myndin kemur út. Bókin hefur gengið vel alls staðar þar sem hún er gefin út en á engu að síður á hún eftir að koma út í Bandaríkjunum og Bret-landi. Hugmyndirnar sem ég er með um amerísku útgáfuna eru allt öðru vísi en það sem við ætlum að gera með sænsku myndina. Þannig að sú ameríska yrði mjög ólík mynd. Auðvitað sama saga en öll efnistök yrðu mjög ólík.“

Þórarinn Þórarinsson

[email protected]

Söngkonan Whitney Houston var mörgum harmdauði en hún féll frá í síðustu viku. Houston á fjölmarga aðdáendur á Íslandi sem margir hverjir ráku upp ramakvein á Facebook þegar andlátsfregnin barst til landsins. Marta María Jónasdóttir, á Smartlandi mbl.is, er á meðal þeirra sem syrgja Houston og á ófáar æskuminningar tengdar lögum Houston sem var upp á sitt besta þegar Marta náði þeim aldri að hún fór að gefa strákum gaum. Hún ætlar sér að efna til erfidrykkju Houston til heiðurs á laugardagskvöld og skála fyrir dívunni heitinni við undirleik þeirrar látnu með vinkonum sínum Ellý Ármanns og Kolbrúnu Pálínu, ritsýrum Lífsins, fréttakon-unum Helgu Arnars og Erlu Hlynsdóttur, tímaritadrottningunum Elínu Arnars, Björku Eiðsdóttur og Halldóru Önnu Hagalín. Tobba Marínós verður hins vegar fjarri góðu gamni þar sem hún á að afhenda Edduverðlaun þetta sama kvöld.

Óléttuklúbbur kjarnakvennaFréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir, stallsystir hennar í erlendum fréttum RÚV, Rún Ingvarsdóttir, Þóra Arnórsdóttir, aðstoðarritstjóri Kastljóss, og Lára Björg Björnsdóttir, rit- og pistlahöfundur, eiga það allar sameiginlegt ásamt Brynhildi Einarsdóttur, sagnfræðingi og konu Illuga Gunnarssonar, alþingismanns, að vera með barni. Á meðgöngunni hafa þær bundist vináttuböndum og þjappað sér saman í glæsilega óléttuklúbb og bralla ýmislegt saman og skiptast á reynslusögum og ráðum.

Útvarpslausi þátturinn vinsællLítil ánægja var á sínum tíma með þá ákvörðun RÚV að slá þáttinn Orð skulu standa á Rás 1 af í sparnaðarskyni fyrir nokkrum misserum. Enn sýta menn þá ákvörðun. Stjórnandi þáttarins Karl Th. Birgisson dó þó ekki ráðalaus og fór með sitt fólk í Borgarleikhúsið þar sem þátturinn var á sviði en ekki í útsendingu vikulega. Orð skulu standa eru nú kominn í Þjóðleikhússkjallarann þar sem hann verður á dagskrá á fimmtudagskvöldum. Karl er enn á sínum stað en nú eru honum til halds og trausts Sólveig Arnarsdóttir, leikkona, og Guð-mundur Steingrímsson, alþingismaður, sem sjá um hvert að leiða sinn gest í gegnum spurningar Karls hverju sinni. Þátturinn hefur farið vel af stað og fengið lof áhorfenda. Þykja nokkur nýmæli fólgin í því að alþingismaður stigi á leiksvið vikulega.

Fjölmiðlakonur syrgja Whitney

54 dægurmál Helgin 17.-19. febrúar 2012

Page 63: 17. febrúar 2012

ALLT AÐ80%AFSLÁTTUR Mikið úrval af skíðafatnaði, útivistarfatnaði, barnafatnaði og mörgu fleiru.

Föstudagur 17. feb kl. 12-20Laugardagur 18. feb kl. 10-18Sunnudagur 19. feb kl. 11-18

OPNUNARTÍMAROPNUNARTÍMAR

Lagersala - Nýbýlavegi 18 (Dalbrekku megin) - Kópavogi

Á VETRARFATNAÐI

STÓR ÚTSALA

Verð áður kr. 39.990Verð nú kr. 22.900

Verð áður kr. 17.990Verð nú kr. 9.900

Verð áður kr. 29.990Verð nú kr. 14.900

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

Page 64: 17. febrúar 2012

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Hrósið ...... fær Steven Lennon sóknarmaður Fram sem fór hamförum í sigri á KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. Það er ekki í hverri viku sem menn skora fimm mörk í leik gegn Íslands-meisturum.

Kynningarfundur RósaklúbbsinsRósaklúbbur Garðyrkjufélags Ís-lands fagnar tíu ára afmæli sínu á þessu ári. Ný rósaafbrigði sem félagar klúbbsins hafa reynt á þessum tíma eru á þriðja hundr-að. Klúbbfélagarnir gangast fyrir opnum kynningarfundi í fundar-sal Arion banka í Borgartúni næstkomandi fimmtudagskvöld, 23. febrúar, klukkan 20.. Sam-son B. Harðarson, formaður klúbbsins, segir frá helstu rósa-yrkjum sem henta byrjendum og Kristleifur Guðbjörnsson segir frá eigin reynslu af rósarækt í Mosfellsbæ. Rósaklúbburinn hefur stofnað tvo rósagarða til að prófa rósaafbrigði og sýna þau, í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn í samvinnu við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og í Laugardal í samvinnu við Reykjavíkurborg og verkefnið Yndisgróður á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands. - jh

Karlakór 100 ára á konudegiKarlakórinn Þrestir fagnar 100 ára afmæli sínu á sunnudag-inn 19. febrúar 2012, á sjálfum konudeginum! Afmælisárið hefst fyrir alvöru með stórtónleikum í Eldborgarsal Hörpu á afmælisdag-inn. Það var Friðrik Bjarnason kennari, organisti og tónskáld sem stofnaði kórinn.Fyrstu tónleikar Þrasta voru haldnir á skírdag, 3. apríl 2012, í Góðtempl-arahúsinu í Hafnarfirði og voru söngmenn ellefu talsins.

Ljós

myn

d/Vi

lhjá

lmur

Lúð

víks

son

ALLT FYRIR SVEFNHERBERGIÐá frábæru verði!

FULLT VERÐ ÁÐUR FRÁ: 4.995

3.995

www.rumfatalagerinn.is

SWEET DREAMS amerísk dýnaVönduð og góð dýna með sterkri

hliðarstyrkingu.Í efra lagi er áföst 10 sm. þykk yfirdýna úr hágæða svampi. Í neðra lagi eru u.þ.b. 140 BONELL

gormar pr. m2. Fætur fylgja með. Stærð: 90 x 200 sm.

3

1

2

AFSLÁTTUR20-25%

PLUS T50 yfirdýna

Virkilega vönduð yfirdýna. Endingar-

gott áklæði úr 100% bómull sem má þvo við 40°C. Dýnan er

3 sm. þykk.90 x 200 sm.

9.995 nú 7.995120 x 200 sm.

12.950 nú 9.950140 x 200 sm.

14.950 nú 12.950160 x 200 sm.

16.950 nú 14.950

7.995FULLT VERÐ ÁÐUR FRÁ: 9.995

FRÁBÆR KAUP

SPARIÐ

2.000

TILBOÐIN GILDA TIL 19.02

yfiRDýnAáföST

90 x 200 FULLT VERÐ: 69.950

39.950

SPARIÐ

30.000

DÚNDURTILBOÐ

FRÁBÆRIR HEILSUKODDAR

WELLPUR heilsukoddarFrábærir heilsukoddar með þrýstijafnandi eiginleika. Styðja vel að hálsi og hnakka. 1. LAKE SUPERIOUR 4.995 nú 3.9952. LAKE TAHOE 4.995 nú 3.995 3. LAKE MICHIGAN 7.995 nú 5.995

AFSLÁTTUR50%

1.495FULLT VERÐ: 2.995

HØiE UniQUE trefjakoddi

Fylltur með 500 gr. af holtrefjum.

Stærð: 50 x 70 sm. Ath. koddinn er

lítilsháttar útlitsgallaður.

5.995FULLT VERÐ: 6.995

HAnDy dýnaFlott dýna sem hægt er að leggja saman. Tekur lítið pláss!

SNIÐUG LAUSN

SPARIÐ

1.000