Sóknarfæri í sjávarútvegi Febrúar 2015

64
Sóknarfæri Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi Febrúar 2015

description

 

Transcript of Sóknarfæri í sjávarútvegi Febrúar 2015

Page 1: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

Febrúar 2015

Page 2: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

2 | SÓKNARFÆRI

„Einstakir fiskverkendur sýna kröf-um okkar meiri og betri skilning í orði og verki en Samtök atvinnu-lífsins, sem draga einungis upp staðlaða og fyrirséða mynd af óða-verðbólgu og efnahagsþrengingum ef hækka eigi lægstu laun umtals-vert. Já, það er beinlínis sóknarfæri í sjávarútvegi að hækka laun land-verkafólks verulega og fyrir því er innistæða í atvinnugreininni,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formað-ur Framsýnar stéttarfélags. Hann var sviðsstjóri þáverandi matvæla-sviðs Starfsgreinasambandsins, sem fiskvinnslufólk heyrði undir, og hefur lengi látið sig kjaramál þess varða sérstaklega.

Er og hefur verið góðæri í sjávarútvegi

Starfsgreinasambandið birti at-vinnurekendum kjarakröfur sínar núna í janúar og setur sem mark-mið að lágmarkslaun nái 300 þús-und krónum á mánuði í kjara-samningi til þriggja ára. Samtök atvinnulífsins svöruðu því til að bragði að slíkt væri ekki einu sinni umræðuefni, hvað þá samnings-grundvöllur.

„Það er og hefur verið góðæri í sjávarútvegi sem byggist á háu af-urðaverði og hagstæðu gengi en líka á lágum launum í fiskvinnslu. Afkomutölur sjávarútvegsfyrirtækja sýna að þau geta og eiga að veita verkafólki hlutdeild í góðærinu og gera það jafnvel sum að eigin frumkvæði. Samherji borgaði til dæmis landverkafólkinu sínu í fullu starfi allt að hálfri milljón króna í launauppbót árið 2014.

Dæmi eru líka um önnur sjávar-útvegsfyrirtæki sem yfirborga, það er að segja greiða meira en lág-markstaxta og bónus. Einn fisk-verkandi sagði við mig að vandinn væri bara sá að fyrirtækin væru undir hæl Samtaka atvinnulífsins og kæmust ekki upp með að borga eins og þau gætu og vildu.“

Andstaðan þjappar verka-fólkinu saman

Aðalsteinn bætir því við að vissu-lega sé afkoma sjávarútvegsfyrir-tækja misjöfn en slakt gengi sumra þeirra megi frekar skýra með „of-fjárfestingum og ruglfjárfesting-um“ en því að kaup verkafólks hafi sligað þau.

„Ég vil nefna líka fjárfestingar í nýjum vinnslulínum sem hafa skil-að fyrirtækjum ágóða en ekki endi-lega verkafólki. Mun meira fer af fiski í gegnum fiskvinnsluhúsin eftir slíkar breytingar án þess að bónusgreiðslur hækki að sama skapi. Vinnan er einhæfari en áður og vart verður álagseinkenna, því miður.

Lægstu taxtalaun í fiskvinnslu eru 207 þúsund krónur á mánuði, að frátöldum bónusgreiðslum. Það sér hver maður að þjóðfélagið leggst ekki á hliðina við að hækka grunnkaup þessa fólks í 300 þús-und á þremur árum. Því meira sem Samtök atvinnulífsins hamast gegn okkar og þessum kröfum þeim meira þjappa þau verkafólki saman um að ná kröfunum í höfn í kjara-samningum.“

Nú er sóknarfæriÞeir sem fletta þessu tölublaði Sóknarfæris í sjávarúvegi fá áhugaverðan þverskurð af því sem er að gerast í greininni um þessar mund-ir. Hér eru greinar um nýsköpunarverkefni sem fáir hefðu látið sér í hug koma fyrir nokkrum árum að væru framkvæmanleg. Fjallað er um klassíska saltfiskvinnslu byggða á árhundruða hefðum, nýbreytni í útgerð ís-fiskskipa sem nær væri að kalla í þessu tilfelli ferskfiskskip, sagt er frá nýjungum í tækja-búnaði í skipum og fiskvinnslu, verkefnum í þjónustu við sjávarútveg, smíði nýrra fiski-skipa fyrir stærstu útgerðir landsins, fjallað er um loðnuveiðar og þannig er hægt að telja lengi enn. Og hvað segir þessi þverskurður okkur? Jú, það er sannarlega mikið um að vera í íslenskum sjávarútvegi í dag.

Fjárfesting er vaxandi í greininni á nýjan

leik. Hún er nauðsynleg. Útgerðarstjóri Samherja bendir réttilega á í viðtali í blaðinu að óæskilegt sé að endurnýjun sé svo hæg í togveiðum sem raun ber vitni, jafnvel þó það sé staðreynd að skipunum hefur verið vel við haldið. Engu að síður er óæskilegt og í raun óeðlilegt að skipastóllinn eldist með þeim hætti sem hann hefur gert síðustu ár. Sú endurnýjunarstífla sem nú er að bresta í fiskiskipaútgerðinni veldur hins vegar ekki skaða heldur er miklu frekar boðberi nýj-unga, framþróunar og nýrra tíma.

Þó örli á umræðu og átökum á vettvangi stjórnmálanna um sjávarútvegsmálin eru þau til muna fyrirferðarminni en undanfarin ár. Þau þarf hins vegar alltaf að ræða og sjávar-útveginum er hollt að ekki séu allir á einu máli. Umræðan þarf hins vegar að vera upp-

byggjandi, vera raunsönn, skila niðurstöðu og umfram allt árangri til framtíðar. Stjórn-málaumræðan þarf einmitt að byggja á lang-tímahugsun, með nákvæmlega sama hætti og greinin sjálf er alltaf að vinna með langtíma-markmið í sínum daglega rekstri. Þetta á við um allar breytingar í útgerð, vinnslu, sölu af-urða, byggingu skipa eða aðra fjárfestingu. Sem og nýsköpun. Gerjunin sem er sýnileg nánast hvert sem litið er í íslenskum sjávar-útvegi í dag bendir til bjartsýni á framtíðina í greininni. Og þá er vel.

Jóhann Ólafur Halldórssonritstjóri skrifar.

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

Útgefandi: Athygli ehf.

Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.)

Texti: Atli Rúnar Halldórsson, Gunnar E. Kvaran,

Jóhann Ólafur Halldórsson, Óskar Þór Halldórsson,

Sigurður Sverrisson og Sólveig Baldursdóttir.

Aðalmynd á forsíðu: Þormar Vignir Gunnarsson

Umsjón og umbrot: Athygli ehf.

Auglýsingar: Augljós miðlun. Sími 515-5206.

GSM 898-8022, [email protected]

Suðurlandsbraut 30. Reykjavík

Prent un: Landsprent ehf.Dreift með prentaðri útgáfu Morg un blaðsins föstudaginn 27. febrúar 2015.

Aflmiklar og eyðslugrannar 20 - 825 hestöfl

ÁSAFL Hjallahrauni 2 - 220 HafnarfjörðurSími 562 3833 - [email protected] - www.asafl.is

FPT kraftmiklar báta- og skipavélarMargar stærðir - Mismunandi útfærslur - Góð viðgerðarþjónusta um allt land

þjónusta kringum

landið

„Afkomutölur sjávarútvegsfyrirtækja sýna að þau geta og eiga að veita verkafólki hlutdeild í góðærinu og gera það jafnvel sum að eigin frum-kvæði,“ segir Aðalsteinn.

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags.

Verkafólk á inni hlutdeild í góðærinu

Page 3: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 3

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

67

56

2

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávalt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Hallgrímur Magnús Sigurjónsson hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnun fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.

Hallgrímur Magnús er útibússtjóri hjá Íslandsbanka á Ísafirði.

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Þjónusta við fyrirtæki

islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

Page 4: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

4 | SÓKNARFÆRI

Scanmar í Noregi er um þessar mundir að ljúka áralangri þróun á botnstykki fyrir fiskiskip og tilheyrandi hugbúnaði sem metur hávaða og hljóðtíðnir frá fiskiskipum og segir til um áhrif þeirra á þær fiskiteg-undir sem viðkomandi skip er að veiða hverju sinni. Petter Pettersen, markaðsstjóri Scanmar, segir þennan búnað nýjung á heimsvísu og í þróunarferlinu hafi Scanmar átt náið samstarf við m.a. rannsóknaraðila hvað varðar þekkingu á hvernig einstakar fisktegundir skynja hávaða og hljóðbylgjur og hvernig þær bregðast við þeim.

„Í þróun búnaðarins höfum við byggt á rannsóknum um allan heim. Niðurstöður þeirra sýna að fiskar hafa mjög mismunandi skynjun á hljóð og hljóðbylgjur. Sem dæmi þá heyrir síld bæði mjög vel, skynjar hávaða og er líka næm fyrir hljóðbylgjum. Aftur á móti virðist þorskur ekki hafa góða heyrn og því má segja að það sé auðvelt að styggja síldina með hljóðum en síður þorskinn. Þetta eru aðeins tvö dæmi en það má líka nefna t.d. ufsa og sardínur sem dæmi um fisktegundir sem hafa mjög góða heyrn. Allar þessar upplýsingar höfum við sett í búnað-inn,“ segir Petter.

Sagt fyrir um áhrif hljóða á fiskinnÍ stuttu máli má segja að nýja botnstykkið og hugbúnaðurinn frá Scanmar geri tvennt. Annars vegar skynjar búnaðurinn hljóð frá fiskiskipinu; mælir bæði hljóð í desíbelum og metur hljóðbylgjur sem skipið gefur frá sér. Þessar upplýsingar birtast á skjá fyrir búnaðinn sem staðsettur er í stjórnborði skipstjóra og birtast þær þar í rauntíma. Hitt aðalatriði búnaðarins eru innbyggðu upplýsingarnar um áhrif hljóðanna á fiskitegundir og þannig geta skipstjórnar-menn stillt búnaðinn fyrir þá fiskitegund sem þeir eru að veiða hverju sinni og út frá hljóðmælingunni á skipinu segir búnaðurinn til um hvaða áhrif hljóðin hafa á fiskinn út frá skipinu og niður í sjó.

„Þetta eru mjög mikilvægar upplýsingar. Fram að þessu hafa eigendur fiskiskipa einungis getað látið utanaðkomandi aðila framkvæma hljóðmælingar á skipunum en með okkar búnaði er stöðugt fylgst með því hvaða hljóð eru að berast frá skipinu. Sjómenn þekkja vel að hljóð í skipum geta verið mjög mismunandi milli skipa, jafnvel þó þau séu systurskip, og hljóð geta líka breyst verulega ef t.d. skemmdir verða á skrúfubúnaði, skurði skrúfublaða er breytt og þannig má áfram telja. Það er alþekkt í sjómennsku að sum skip virðast hafa meiri veiðihæfni en önnur og líka að stundum breytist veiðihæfnin skyndilega. Þá getur verið um að ræða einhverjar breytingar á búnaði um borð eða bilanir sem hafa áhrif á hljóðin frá skipinu. Þessar breytingar geta skipstjórnarmenn nú vaktað með þessum nýja búnaði frá okkur í Scanmar sem ég er ekki í vafa um að mun verða mörgum eigendum skipa og skipstjórnarmönnum mikill fengur,“ segir Petter.

Dýrmætt framfaraskrefSkynjaranum, eða öllu heldur botnstykkinu, er komið fyrir á botni skipanna með einföldum hætti. Kaupendum býðst að fá sérstaka vasa fyrir botnstykkið sem síðan er festur við skipsskrokkinn.

„Núna standa yfir prófanir á þessum búnaði og lokafrágangur hjá okkur á hugbúnaðarhlutanum. Við erum reyndar

ekki með prófanir á skipum á Íslandi en í prófunarferlinu eru skip í Noregi og víðar í Evrópulöndum. Fyrstu umfjallanir um verkefnið hér í Noregi hafa vakið mikla athygli og áhuga í fiskiskipaútgerð enda þekkja þeir sem stunda sjósókn þetta vandamál af eigin raun. Ég geri ráð fyrir að nú fyrir vorið verði búnaðurinn kominn í

almenna sölu hjá Scanmar en nú þegar getum við afgreitt botnstykkið sjálft til útgerða sem eru með skip sín í slipp og vilja nota tækifærið til að koma því fyrir á skipsskrokknum. Öll þau fiskiskip sem eru í smíðum í Noregi um þessar mundir verða með þessum búnaði þannig að viðbrögðin eru mjög jákvæð nú þegar,“ segir Petter og

að hans mati mun þessi nýjung verða mikið framfaraskref fyrir allar tegundir togveiði-skapar, jafnt flottrollsveiðar, nótaveiðar sem botntrollsveiðar.

„Það skiptir alla miklu máli að hafa upplýsingar um hljóð skipanna og ekki síður að geta fylgst með hvort og hvernig þau breytast. Sá hluti búnaðarins getur t.d. gefið vísbendingar um bilanir sem hægt er þá að bregðast fyrr við og koma í veg fyrir að þær hafi áhrif á veiðihæfni skipanna. Hinn verðmæti þátturinn er svo hvernig þetta verkfæri hjálpar skipstjórnendum að hámarka veiðigetuna hverju sinni, sjá hvernig þeir geta best nálgast fiskitorfurnar og stillt veiðarfærin rétt af miðað við þann áhrifaþátt sem við vitum að hljóð skipanna er. Ég er með öðrum orðum sannfærður um að þessi búnaður Scanmar er dýrmætt framfaraskref fyrir allan veiðiskap,“ segir Petter.

Mikill áhugi hjá íslenskum útgerðumÞórir Matthíasson, framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi, segir að líkt og annars staðar hafi íslenskir skipstjórnarmenn lengi velt fyrir sér hvaða áhrif hljóð skipa hafi á miðunum.

„Við þekkjum íslensk aflaskip í gegnum tíðina sem vafalítið hafa verið vel heppnuð hvað þetta atriði varðar og skilað frá sér litlum hljóðum. Ég þekki líka dæmi um skip sem virðast tvístra fiskitorfunum um leið og þau nálgast þær. Og við höfum nýlega fengið upplýsingar um systurskip með hliðstæðum búnaði, á sama veiðiskap og sömu miðum þar sem á stuttum tíma minnkaði afli á öðru skipinu án þess að nokkurra breytinga yrði vart um borð. Skoðun leiddi síðan í ljós að ástæðan var lítils háttar skemmd á skrúfu-blaði sem orsakaði mikla hljóðmengun frá skipinu. Það er enginn vafi að þetta atriði er áhrifavaldur í veiðum og þess vegna ánægjulegt fyrir fiskveiðiþjóð á borð við Íslendinga að Scanmar komi nú fram með tæknilausn á þessu sviði. Þeir íslensku skipstjórnar- og útgerðarmenn sem hafa komið til okkar og fengið upplýsingar um hvað er í vændum bíða spenntir,“ segir Þórir.

scanmar.is

Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi. „Útgerðar- og skipstjórnarmenn á Íslandi bíða spenntir eftir nýja búnaðinum enda hefur lengi verið beðið tæknilausna sem hjálpa til við að meta áhrif sem hljóð frá skipum hefur á fiskimiðunum.“

Petter Pettersen, markaðsstjóri Scanmar í Noregi, telur nýja botnstykkið verða byltingu fyrir togveiðar um allan heim.

Nýtt botnstykki frá Scanmar fer í almenna sölu nú á fyrri helmingi ársins. Öll ný skip sem eru í smíðum í Noregi verða með þessum búnaði.

Nýr búnaður vaktar hljóð skipa og metur áhrif þeirra á fiskinn

Page 5: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 5

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is

Með grænu leiðinni eykur Eimskip tíðni siglinga milli Norður-Ameríku, Kanada, Nýfundnalands og Evrópu.Með nýju og breyttu siglingakerfi tryggir Eimskip enn frekar áreiðanleika þjónustunnar og kemur til móts við óskir viðskiptavina sinna um óslitna flutningskeðju. Með nýju siglingakerfi eykst tíðni ferða milli Evrópu og Norður-Ameríku um allt að fimm ferðir á ári.

Á GRÆNNI LEIÐ MILLI HEIMSÁLFA

TvøroyriFæreyjar

KlaksvíkFæreyjar

ArgentiaNL, Kanada

BostonMA, Bandaríkin

BergenNoregur

MåloyNoregur

ÅlesundNoregur

SandnessjoenNoregur

HammerfestNoregur

MurmanskRússland

KirkenesNoregur

SortlandNoregur Båts�ord

Noregur

StavangerNoregur

HalmstadSvíþjóð

FredrikstadNoregur

RigaLettland

VigoSpánn

LisbonPortúgal

PortoPortúgal

HelsinkiFinnland

St. PetersburgRússland

SzczecinPólland

GdyniaPólland

KlaipedaLitháen

GrimsbyEngland

ImminghamEngland

ÅrhusDanmörk

VestmannaeyjarÍsland

TÓRSHAVNFæreyjar

HamburgÞýskaland

ROTTERDAMHolland

NuukGrænland

AkureyriÍsland

Ísa�örðurÍsland

GrundartangiÍsland

Reyðar�örðurÍsland

HalifaxNS, Kanada

REYKJAVÍKÍsland

AberdeenSkotland

ScrabsterSkotland

VelsenHolland

PortlandMaine, Bandaríkin

St. AnthonyNL, Kanada

TromsøNoregur

SwinoujsciePólland

Page 6: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

6 | SÓKNARFÆRI

Rafræn spenna er í lofti, uppboð hefst og örfáar sekúndur líða þar til fyrsta stæðan er seld og svo sú næsta. Þorskur fyrst í ýmsum flokkum, næst ýsa og svo aðrar teg-undir fiskjar. Mánudagur 9. febrú-ar og alls 426 tonn í boði, næst-mesti viðskiptadagur frá áramótum í uppsiglingu. Þegar upp var staðið hafði allur fiskurinn skipt um eig-endur og veltan í uppboði dagsins nam 155 milljónum króna.

Við erum flugur á vegg og fylgj-umst með í bækistöð Reiknistofu fiskmarkaða í Reykjanesbæ, hjarta eina uppboðskerfis fiskmarkaða heimsins sem tekur til allra selj-enda og kaupenda í einu landi. Í árdaga uppboðs á fiski, í Hafnar-firði árið 1987, var fiskur færður inn á gólf. Kaupendur mátu hann, lyftu spjöldum á loft og uppboðs-haldarar skráðu hverjir keyptu hvað og á hvaða verði. Nú er þetta löngu orðið rafrænt.

Kaupendur í Kína og Njarðvík við sama borð

Nýtt uppboðs- og upplýsingakerfi fiskmarkaða sætir raunar tíðindum út af fyrir sig og vekur athygli út fyrir landsteinana. Það mælir til dæmis í upphafi uppboðs hraða tölvusamskipta hvers einasta kaup-anda og leiðréttir upp á allt að tí-unda hluta úr sekúndu ef á þarf að halda. Kaupendur í Kína, Banda-ríkjunum eða Njarðvík sitja við sama borð í uppboðinu þrátt fyrir að tölvuboð kunni að vera sek-úndubroti lengur að berast að utan en hér innanlands. Tölvukerfið jafnar þann mun. Fyrstur ýtir (á hnapp á lyklaborðinu!), fyrstur fær. Virk alheimssamkeppni um ís-lenskan fisk, með öðrum orðum. Hraðinn í viðskiptum á þessum markaði er ótrúlegur. Þar eru boð-in upp 300-400 númer á klukku-stund eða eitt boð á innan við tíu sekúndum að jafnaði!

„Draumavefurinn“ rsf.isReiknistofan er hlutafélag í eigu þriggja fiskmarkaða og tengir sam-an alla markaði á 27 stöðum á landinu þar sem útgerðir bjóða fisk til sölu og 200-300 kaupendur eignast fiskinn á fjarskiptauppboði. Öll sala í kerfinu er tryggð með bankaábyrgð og á föstudögum ger-ir Reiknistofan upp við seljendur upp á punkt og prik.

Reiknistofan heldur utan um peningaflæðið á milli kaupenda, útgerða, fiskmarkaða og hins opin-bera. Kerfið er óhemju gjöfull upplýsingabrunnur og öryggi upp-

lýsinga er mikið. Endurskoðandi einn kallar vef Reiknistofunnar „drauma síðu endurskoðenda“. Það segir sína sögu.

Rafræna fiskmarkaðskerfið er öflugt, skilvirkt og tæknilega afar fullkomið. Blikur eru samt á lofti í rekstri þess, merkilegt nokk. Rætur þess verða flestar raktar til Alþing-ishússins og Stjórnarráðsins.

Stjórnvaldsaðgerðir veikja fiskmarkaðskerfið

Miðstýring í sjávarútvegi, þ.e. af-skipti stjórnvalda af því hvaða fisk-ur er veiddur og hvar, og hvernig

og hvar hann er verkaður, hafa þær afleiðingar að minna af fiski berst nú á markað en eðlilegt getur talist til að tryggja framboð og stuðla að sem sem raunhæfastri verðmynd-un.

Úthlutun byggðakvóta er til dæmis stjórnvaldsaðgerð sem veikir stöðu fiskmarkaða vegna þess að skilyrt er að fiskurinn sé unninn í viðkomandi byggðarlagi. Hann er því ekki uppboðsvara og skilyrt er að jafnstór kvóti komi á móti byggðakvóta frá heimamönnum. Þetta þýðir að ef heimamenn í byggðarlagi leggja 100 tonn á móti jafnstórum byggðakvóta hverfa 200 tonn af fiskmarkaði.

Nokkuð hefur borið á því und-anfarna mánuði að þorskur og ýsa skili sér ekki á markað í sama mæli og áður heldur semji seljendur og kaupendur beint um viðskipti og verð. Þetta eru þær tegundir sem mestu máli skipta í rekstri fisk-markaða.

Þetta væri út af fyrir sig í lagi ef allir sætu við sama borð. Fiskmark-aðsmenn telja hins vegar að svo sé ekki. Þeir lýsa eftir því að viðskipti og viðskiptahættir utan fiskmark-aða séu gegnsæir og eðlilegir, rétt eins og á hinum frjálsa markaði uppboðanna.

rsf.is

Fylgst með líflegu uppboði. Standandi frá vinstri: Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða, Páll Ingólfsson, framkvæmda-stjóri Fiskmarkaðs Íslands og Ragnar H. Kristjansson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja. Sitjandi er Rannveig Böðvarsdóttir, starfsmaður Reikni-stofu fiskmarkaða. Páll og Ragnar eru stjórnamenn Reiknistofunnar, stjórnarformaður félagsins er Ellert Eiríksson.

Uppboðið í fullu gangi á tölvuskjánum. Nöfn fyrirtækja sem koma við sögu voru þurrkuð út á myndinni.

Afli á leið í gegnum fiskmarkað og þaðan til kaupenda.

Löndun í höfninni í Sandgerði. Líf færist í uppboðskerfi fiskmarkaðanna þegar líður á daginn og bátar koma til hafna af miðunum.

Alls 13 fyrirtæki reka fiskmarkaði á 27 stöð-um hringinn í kringum landið.

Fiskur er boðinn upp kl. 13 mánudaga til laugardaga að vetri en á virkum dögum að sumri.

Reiknistofa fiskmarkaða í Reykjanesbæ er hjarta rafræns uppboðskerfis sem tengir saman seljendur og kaupendur, hvar í ver-öldinni sem þeir eru staddir á uppboðstíma. Allir sitja við sama borð í samkeppni um fiskinn.

Sala á mörkuðunum er bankatryggð.

Allar upplýsingar um uppboð, viðskipti og samskipti eru skráðar í rafræna uppboðs-kerfinu. Viðskiptavinir geta sótt upplýsing-arnar sjálfir.

Uppboðskerfi af þessu tagi fyrir alla í einu landi er einsdæmi í veröldinni.

Velta fiskmarkaða 2014 var 30,6 milljarðar króna (samanlögð sala fisks og þjónustu að viðbættum virðisaukaskatti).

Fimmti hver bolfiskur, sem á land kemur, er seldur á markaði.

Föst stöðugildi á fiskmörkuðum eru alls um 130. Þar við bætist fjöldi afleiddra starfa vegna margvíslegrar þjónustu sem fyrirtæk-in veita, svo sem við löndun, vigtun, slæg-ingu, ísun, afgreiðslu á bíla til flutnings á landi eða í gáma til útflutnings.

Viðskiptavinir fiskmarkaða greiða þeim samtals 3,67% af aflaverðmæti í söluþókn-un og móttökugjöld. Greitt er sérstaklega fyrir viðbótarþjónustu, samanber það sem talið er upp í liðnum hér á undan.

Púlsinn tekinn á uppboði í eina landskerfi fiskmarkaða í veröldinni

Stiklað á stóru

Page 7: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 7

Landsbankinner öflugursamstarfsaðili

Það er stefna Landsbankans að vera hreyfiafl í íslensku samfélagi. Við tökum virkan þátt í uppbyggingu og nýsköpun í sjávarútvegi og erum þar traustur bakhjarl og samstarfsaðili.

410 4000Landsbankinn landsbankinn.is

Page 8: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

8 | SÓKNARFÆRI

Heimsókn í Íslenska

sjávarklasann

Norðursalt & Co. á Reykhólum er eitt þeirra fyrirtækja sem notið hafa góðs af aðstöðunni í Húsi Sjávarklasans. Fyrirtækið framleiðir saltflögur undir heitinu Norðursalt og segir Garðar Stefánsson, stofnandi og eigandi Norður & Co. að mikilvægt hafi verið á fyrstu stigum fyrirtækisins að eiga Íslenska sjávarklasann að. „Aðstaða þar er til fyrir-myndar og félagsskapurinn frábær,“ segir hann. „Út frá þessum tveimur lykilfor-sendum myndast öflugt tengslanet sem byggir á vináttu og mörgum áhugaverðum samtölum sem hafa átt sér stað við kaffi-vélina í klasanum,“ bætir hann við. Norður-salt hóf sölu á afurðum sínum í október 2013 og hefur fengið frábærar móttökur á Íslandi og nú líka í öðrum löndum. Nú þegar er saltið selt í Danmörku, Noregi, Þýskalandi, Belgíu, Austurríki og Bandaríkj-unum. Og nú eru hafnar tilraunir með fiskiolíu til matargerðar sem kölluð er Garum.

Framleiðsla byggð á aldagömlum hefðum

„Garum verkefnið miðar að því að nota aldagamlar aðferðir við framleiðslu á fiskiolíu úr makríl og saltpækli og skapa verðmæta matvælaafurð sem verður markaðssett bæði innanlands sem erlendis,“ segir Garðar. Hann segir að væntanlegur árangur verk-efnsins sé að auka við flóru útflutningsvara Íslands og auka enn frekar verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu á Íslandi.

„Garum er heiti á fiskiolíu sem var gerð úr aukaafurðum fiska s.s. innyflum og blóði,“ segir Garðar. „Hráefnið er sett í ílát eða tank og blandað með salti. Lögurinn er svo látinn standa í allt að ár þar sem

einskonar sjálfsmelting ensíma og gerjun vinnur á blöndunni áður en olían er skimuð af leginum.“

Um leið og menn fóru að útvíkka saltnotkun í matargerð var þetta, að sögn Garðars, ein fyrsta varan sem var þróuð. „Þessi fiskiolía var mikilvæg munaðarvara á tímum Forn-Grikkja og Rómverja. Ástríðan leyndi sér ekki og var álíka mikið látið með framleiðsluaðferðina og bragðið og t.d. rauðvín og hvítvín í dag. Garum var hvað helst hugsað sem bragðbætiefni með allskonar mat. Aðferðin gleymdist á Vesturlöndum en var „ættleidd“ af asískri matarmenningu og hefur þróast þar og geymst í gegnum aldirnar. Þekktastar eru tælenskar fiskisósur sem eru í annarri hverri uppskrift að tælenskum mat,“ segir Garðar

og bætir við að Norður Garum verði framleitt úr hágæða hráefni með áherslu á að ná fram ákveðnum en ljúfum bragðeigin-leikum fiskiolíunnar. „Á öllum stigum ferilsins er markmiðið að varan verði unnin á sjálfbæran hátt í sátt við íslenska náttúru,“ fullyrðir Garðar.

Enn frekari þróun framundanGarðar segir að samvinna sé nú við Arctic Seafood ehf. sem hafi sérhæft sig í makríl-veiðum undanfarin ár. „Í samvinnu við Whole Seafood ehf. hefur þessum tveimur fyrirtækjum tekist að finna leiðir til þess að auka verðmætasköpun í íslenskum sjávarút-vegi, t.d. vinnslu krabba og annarra lindýra,“ segir Garðar.

Noðursalt og Co. hefur hlotið alþjóðlegar

viðurkenningar fyrir hönnun, markaðs-setningu, fyrirtækjaímynd og umhverfis-stefnu fyrirtækisins. Norðursalt er nú til sölu víðsvegar á Norðurlöndunum, Þýskalandi, Austurríki, Belgíu og víðar og mun Norður Garum olían fara í sömu dreifingu.

„Það er markmið Arctic Seafood, Whole Seafood og Norður & Co. að draga fram það besta úr frábæru hráefni með umhverfis-vænum saltflögum, framleiddum úr eimuðum sjó úr Breiðafirði og þannig skapa aukaafurðir í kröftugu samstarfi þriggja frumkvöðlafyrirtækja á Íslandi,“ segir Garðar Stefánsson að lokum.

nordursalt.com

Saltflögur úr eimuð-um sjó úr

BreiðafirðiGarðar Stefánsson, stofnandi og eigandi Norður & Co á Reykhólum.

Fiskiolía komin á flöskum. Í þessari fram-leiðslu er stuðst við aldgamlar vinnsluað-ferðir.

Norðursalti frá Reykhólum hefur verið vel tekið á neytendamarkaði.

Norður og Co. á í samstarfi við önnur frum-kvöðlafyrirtæki um þróun afurða úr makríl.

Eva Rún Michelsen, framkvæmdastjóri Húss Sjávarklasans, flutti til höfuðborgarinnar 16 ára gömul og stundaði hin og þessi störf lengi vel, m.a. fyrir Ferðaþjónustu bænda í rúmlega þrjú ár. Á þeim tíma ákvað hún að fara í BS í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík. Eftir nokkurn tíma langaði hana að bæta við sig námi og ákvað þá að fara í MSc nám í Háskóla Íslands í stjórnun og stefnumótun sem hún lauk á 12 mánuðum. Leiðbeinandi Evu í háskólanum aðstoðaði hana við að fá aðstöðu í doktorsherbergi til afnota yfir sumartímann meðan á ritgerðar-skrifunum stóð. „Þar hitti ég Þór Sigfússon fyrst en hann er stofnandi og framkvæmda-stjóri Íslenska sjávarklasans. Það varð til þess að Þór bað mig að koma í „smá verkefni“ með honum nokkru síðar. Það verkefni var Íslenski sjávarklasinn og hér erum við í dag,“ segir Eva Rún.

Fyrirtækin að nálgast fimmta tuginn„Úr varð að við fluttum síðan í Hús Sjávarklasans hér á Granda haustið 2012. Þá voru hér 11 skrifstofurými og pláss fyrir 15-20 fyrirtæki. Svo vatt þessi starfsemi upp á sig og við héldum áfram að vinna þetta með Faxaflóahöfnum sem eiga húsnæðið og stóðu straum af stækkuninni sem varð örari en við þorðum að vona. Í janúar 2014 opnuðum við „fasa 2“ og bættust þá við 17 skrifstofurými til viðbótar og fyrirtækin

orðin um 40 talsins. Um þessar mundir eru að bætast við 10 fyrirtæki til viðbótar í „fasa 3“ og nú, árið 2015 eru 50 fyrirtæki starfandi í Húsi Sjávarklasans,“ að sögn Evu.

Þessu til viðbótar er að bætast við kaffihús í enda hæðarinnar sem gestir og gangandi geta sótt, auk starfsmanna fyrirtækjanna í Sjávarklasanum sem eiga greiðan aðgang innanhúss.

Tengslin eru dýrmæt„Okkar helsta markmið er að tengja fyrirtæki og fólk og þetta veitingahús verður mikil-vægur hlekkur í því markmiði. Tengslin sem hafa myndast hér í þessum klasa eru gríðarlega mikilvæg. Við höfum rekið frumkvöðlasetur þar sem nokkur fyrirtæki hafa stigið sín fyrstu skref og nú höfum við opnað annað frumkvöðlasetur þar sem frumkvöðlum býðst að fá frábæra vinnuað-stöðu fyrir lítinn pening sem reynist þeim vel í startholunum. Þá geta frumkvöðlarnir leitað til okkar og svo til allra í húsinu og öllum er umhugað um að nýjum frum-kvöðlum gangi vel og eru tilbúnir að aðstoða. Það myndast oft ómetanleg tengsl sem fylgja sprotum svo út í lífið. Styrktarað-ilar frumkvöðlasetranna eru Brim, Eimskip, Icelander Cargo og Mannvit og aðkoma þeirra er ómetanleg,“ segir Eva.

sjavarklasinn.is

Eva Rún Michaelsen, framkvæmdastjóri Húss Sjávarklasans. Mynd: Þorri.

Við tengjum fólk og fyrirtæki- segir Eva Rún Michaelsen, framkvæmdastjóri

Húss Sjávarklasans

Page 9: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 9

Fossaleyni 16 - 112 Reykjavík - Sími 533 3838 - Fax 533 3839 - www.marport.com

Nýtt frá MarportNýr og endurbættur aflanemi frá Marport (V7)

• Hraðhleðsla – 70% hleðsla á 1 klst

• Stóraukið sendiafl

• ±180° pitch&roll mæling í stað ±90 í eldri gerðum

• Einnig er hægt að uppfæra eldri aflanema upp í V7

Page 10: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

10 | SÓKNARFÆRIFyrirtækið Blámar flutti inn í Hús Sjávar-klasans nú í janúar en það pakkar fiskaf-urðum fyrir innanlandsmarkað. Blámar selur vörur til veitingahúsa, mötuneyta og annarra stóreldhúsa. Einnig selur það á smásölu-markaði og til verslana um land allt.

Kristín Örlygsdóttir, stofnandi og eigandi, segir ómetanlegt fyrir sprotafyrir-tæki að fá að taka þátt í ólgandi lífinu sem kraumi í Sjávarklasanum á Granda. Þar fái margskonar fyrirtæki tengd sjávarútvegi tækifæri til að vaxa og dafna. „Möguleikinn að byggja upp tengslanet meðal þeirra sem koma að Sjávarklasanum er okkur dýrmætur. Mikill eldmóður og drifkraftur einkennir starfsemina þar inni og erum við mjög spennt fyrir framhaldinu,“ segir Kristín.

Pálmi Jónsson og Valdís Fjölnisdóttir gerðust nýverið meðeigendur Kristínar. Aðkoma þeirra gefur Blámar tækifæri til að útfæra og fullvinna margar skemmtilegar hugmyndir. „Við stefnum að því að fara ótroðnar slóðir með vöruna og inn á nýja markaði,“ segir Kristín.

Heimsókn í Íslenska

sjávarklasannKristín Örlygsdóttir og Valdís Fjölnisdóttir eru eigendur Blámars auk Pálma Jónssonar, sem var fjarverandi myndatökuna. Mynd:Þorri.

Blámar – lífið er fiskur

Í einni af skrifstofunum í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16 er búið að koma upp lítilli fiskeldisstöð, líklega þeirri minnstu á landinu. Þar er þó ræktaður matfiskur, svonefndur Nílartilapia (oreochromis niloticus) sem og salat, kryddjurtir, okra og tómataplöntur í lokuðu hringrásarkerfi; svonefndu „aquaponics“ eða samrækt. Kerfið var sett af stað fyrir rúmu einu ári á grund-velli nýsköpunarverkefnis sem styrkt er af Evrópusambandinu en það byggir á samstarfi Háskóla Íslands og þriggja sprotafyrirtækja; Svinna-verkfræði ehf. á Íslandi, IGFF í Danmörku og Breen á Spán.

Dr. Ragnheiður Þórarinsdóttir fram-kvæmdastjóri Svinna-verkfræði ehf. og gesta dósent við umhverfis- og byggingar-verkfræðideild Háskóla Íslands leiðir verkefnið. „Markmiðið er að þróa aðferða-fræðina og lausnir sem geta verið sam-keppnishæfar í framleiðslu á umhverfis-vænum og heilnæmum afurðum,“ segir Ragnheiður.

Hugað að stærri kerfumVerkefnið hefur gengið vel að sögn Ragn-heiðar og síðastliðið sumar hófust frekari rannsóknir með þátttöku nemenda frá Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands og með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Rannís. Prófaðar voru ýmsar

plöntutegundir, fylgst var náið með vatns-gæðunum og vaxtarhraða plantna og fiska. „Í ljós kom að unnt er að rækta ýmsar plöntur með þessari aðferð, þó reyndist erfitt að fá jarðarberjaplöntur til að bera ávöxt og klettasalat og sumar kryddjurtir, svo sem dill

og koriander, gáfu ekki góða uppskeru. Hins vegar var góð uppskera af basiliku, myntu, ýmiss konar blaðsalati, sem og af tómötum, papriku og chilipipar,“ segir Ragnheiður.

Nú segir hún að unnið sé að frekari tilraunum með mælingum á massajafnvægi

og orkunotkun í kerfunum. Niðurstöðurnar sem þegar eru komnar fram hafa verið það jákvæðar bæði hérlendis sem og hjá er-lendum samstarfsaðilum að markmiðið er að byggja upp stærri kerfi, bæði framleiðslukerfi sem og minni heimsóknareiningu fyrir gesti. Því verða næstu skref byggð á þremur stoðum; þ.e. í fyrsta lagi framleiðslu heilnæmra afurða, í öðru lagi heimsóknar-einingu sem byggir á upplifun og fræðslu, sem markaðssett verður fyrir ferðamenn og fjölskyldufólk og í þriðja lagi á áframhald-andi þróun og nýsköpun í alþjóðlegu samstarfi.

Matvælaframleiðsla inni í borgum„Á undanförnum árum hefur áhugi á samrækt (aquaponics) vaxið mjög, ekki síst í Evrópu og er verið að byggja fjölmörg kerfi um allan heim af mismunandi stærðum og gerðum. Ljóst er að sú þróun mun halda áfram á komandi árum. Fyrir fáum árum síðan voru þetta nær eingöngu lítil einföld heimasmíðuð kerfi byggð af áhugafólki, en nú er svo komið að fjöldi vísindamanna sem og eigendur sprotafyrirtækja eru að horfa til þessarar hugmyndafræði. Nú er verið að byggja stærri framleiðslukerfi sem byggja ekki síður á því að sameina þá þróun sem orðið hefur á tækjabúnaði fyrir hringrásar-kerfi í fiskeldi og í vatnsræktun í hátækni-gróðurhúsum. Það er kannski ekki síst vegna þeirrar þróunar að áhuginn hefur farið vaxandi innan fiskeldisfyrirtækja, hjá garðyrkjufólki og hjá framleiðendum tækjabúnaðar fyrir þessar greinar. Að auki er áhugi fyrir því að koma upp matvælafram-leiðslu inni í borgum og gjarnan tengja hana beint við veitingarekstur. Á Íslandi er líka einstaklega spennandi að tengja samrækt við beina nýtingu jarðvarmans til matvælafram-leiðslu,“ segir Ragnheiður en ljóst er að framundan eru óþrjótandi tækifæri og spennandi tímar í minnstu fiskeldisstöð landsins.

aquaponics.is/ecoponics

Minnsta fiskeldisstöð Íslands

Dr. Ragnheiður Þórarinsdóttir ásamt nemendum frá Háskóla Íslands við tilraunaverkefnið þar sem fiskur og grænmeti er ræktað í lokuðu hringrásarkerfi í Húsi Sjávarklasans.

Matfiskurinn Nílartilapia er ræktaður í sam-ræktarkerfinu. Myndir:Þorri.

DUGGUVOGI 23 · 104 REYKJAVÍK · SÍMI 588 4600 · FAX 588 4601 · NETFANG vokva@simnet .is

v e r s l u n & v e r k s t æ ð i

FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA

... tengi

... rör

... mæla

... festingar

... vélaþurrkur

... háþrýstislöngur

Seljum ...

... dælustöðvar

... rör og spissarör

... tjakka

Smíðum ...

... einstaklingum

... fyrirtækjum

... útgerðum

Þjónum ...

... hluti í hverskynsvökva- og glussakerfi

Sérpöntum ...

Page 11: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 11

NÝSKÖPUN OG VÖRUÞRÓUN SÍÐAN 1980INNOVATION AND EVOLUTION SINCE 1980

RAF ehf. / Óseyri 6, 603 Akureyri / +354 462 6400 / [email protected] / www.rafehf.is

Lofthreinsun

vatnshreinsun

frÁveitur

sunDLauGar

+4 GEYMSLUÞOLMatvæLa

NÁTTÚRULEG OG ÖFLUG HREINSITÆKNI

Ávinningur:

100% náttúrulegt

Búið til úr andrúmsloftinu

Mun öflugra en klór

Sótthreinsar

Eyðir lykt

Eykur geymsluþol

ÓSONTÆKI

GEtUR AUKIÐ GEYMSLUÞOL Á FISKaFURÐUM UM 30-80%

NÁKVÆM STJÓRNUNMEIRI ARÐSEMI

Sprautuvélarkerfið Raf-S900 samhæfir kosti sprautuvélar, pækilblöndunar, pækilfram-leiðslu og skráningu á vinnsluþáttum.

SPRAUTUVÉLARHEILDSTÆÐ

LAUSN SEM

BORGAR SIG

• Lo

ftp

ress

a

• Lo

ftþ

urr

kari

• Lo

ftsí

ur

• K

ole

fnis

sía

• Lo

ftkú

tur

• PS

A S

úre

fnis

ram

leið

slu

tæki

• Sú

refn

is f

orð

atan

kur

• B

akte

ríu

filt

er (

f. s

terí

lt s

úre

fni)

• Á

fylli

ng

arek

ki /

Var

abyr

ir

• Háþrýstipressa

• Þr

ýsti

jöfn

unar

búna

ður

SÚREFNIS- & KöfNUNAR EfNISTÆKISÚREFNISFRAmLEIÐSLULÍNA FyRIR FISKELDI

AUKIN

HAGRÆÐING

MEÐ EIGIN

fRAMLEIÐSLU

FRÁBÆRAR LAUSNIR TIL HAGRÆÐINGAR FyRIR ÞIG

Ekki sóa olíu eða rafmagni í að framleiða meiri

orku en þú notar

Yfir áratugs rEYnsla ElCorrECt trYggir

• Alltað3-6%olíusparnað• Lengrilíftímaallsrafbúnaðar• Minnibilanatíðniumborð• Aukiðrekstraröryggi

ElCorrECt fYrir landsvinnslu trYggir

• Hagkvæmariorkunýtingu• Lægribilanatíðni• Munfærrivinnustöðvanir• Lengrilíftímaallsbúnaðar• Vörnfyrirutanaðkomandi sveiflumoghöggum• Lægriorkureikning

fáðu tæknideild okkar til að gera

úttekt á rafmagns-málum um borð

RAFSÍA

Skútahraun 2 - Póstbox 415220 Hafnarfjörður - Sími: 462 6400

Netfang: [email protected] - Gsm: 892 5057

Page 12: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

„Nýsköpun skiptir miklu máli í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og almennt má segja að við viljum alltaf gera betur í dag en í gær. Hins vegar er það ekkert launungarmál að við höfum ekki endurnýjað fiskiskipaflotann í jafn miklum mæli eins og við hefðum þurft. Stór hluti af íslenska flotanum er orðinn of gamall og endurnýjun hans hefði þurft að eiga sér stað mun jafnar en raunin hefur verið,“ segir Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja.

Hann segir að þetta eigi við um fiski-skipaflota Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa eins og margra annarra fyrirtækja en skref í rétta átt hafi verið tekið á síðasta ári þegar skrifað var undir samninga um smíði fjögurra ísfisktogara í skipasmíða-stöðinni Cemre Shipyard í útjaðri Istanbul í Tyrklandi. Samherji mun gera út tvo þeirra, Útgerðarfélag Akureyringa einn og FISK Seafood á Sauðárkróki einn.

Þrjú af elstu skipum Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa eru Snæfellið (gamli Sléttbakur), Björgúlfur og Kaldbakur. Snæfellið var smíðað 1968, Kaldbakur kom til landsins 1974 og Björgúlfur var smíðaður árið 1977. Þessi skip eru því komin vel til ára sinna og segir Kristján því tímabært að endurnýja þau. Þrátt fyrir háan aldur segir Kristján að þessi skip séu enn í ágætu standi og hann minnir á að þrátt fyrir að skrokkar

skipanna séu komnir til ára sinna hafi búnaður þeirra verið mikið endurnýjaður í gegnum tíðina. Björgúlfur og Kaldbakur hafa alla tíð verið ísfisktogarar en Snæfellið hefur bæði verið gert út á ísfisk og frystingu. „Við höfum notað Snæfellið vertíðarbundið í frystingu – t.d. í úthafskarfann á sumrin og eins þegar við þurfum að sækja þorskinn Rússamegin í Barentshafi. Þangað er 5-6 sólarhringa sigling og þar sem við höfum stóra og góða lest í Snæfellinu höfum við náð kvótanum í einni ferð. En almennt má segja um þessi skip að þau hafa enst mun lengur en menn héldu í upphafi. Ég man að menn sögðu að þessi skip myndu örugglega endast í tólf ár eða svo en nú er Snæfellið að nálgast fimmtíu árin. Síðasta nýsmíði okkar var Vilhelm Þorsteinsson og hann er orðinn fjórtán ára gamall. Það má ekki gleyma því að það reynir mikið á skipin. Þau eru úti í öllum veðrum og eru í mikilli notkun, meira en þrjú hundruð daga á ári og því þarf að huga vel að viðhaldi á því sem slitnar. Meðferð á skipunum skiptir að sjálfsögðu gríðarlega miklu máli. Ef vel er farið með endast skipin mun lengur. Vitanlega hefur tækjabúnaður um borð í þessum skipum verið endurnýjaður í gegnum tíðina í takti við þá framþróun sem hefur orðið á þessu sviði. Ég nefni sem dæmi öll fiskileitartæki og dýptarmæla. Í nýjum fiskiskipum hafa

skrokkarnir tekið breytingum og sömuleiðis skilar nýr framdrifsbúnaður minni olíu-notkun og hagkvæmari rekstri.“

Nýsmíði í TyrklandiÞau fjögur skip sem nú er verið að smíða í Tyrklandi eru eins og í því felst mikil hagkvæmni, til dæmis hvað varðar alla hönnunarvinnu. Og þegar síðan kemur að sjálfri smíðinni er hagkvæmt að hafa skipin eins. Kristján segir að öll skipin séu ísfisktog-arar og þau séu ívið stærri en t.d. Björgvin EA, eitt af skipum Samherja. „Heildarlengd skipanna er 62 metrar, 13,5 metra breið og þau geta tekið um 220 tonn af fiski í lest. Við gerðum samninga um smíði skipanna í endaðan júlí á síðasta ári en síðan hefur verið unnið í tæknimálum, teikningum og hönnun og innkaupum á búnaði en smíðin sjálf er að hefjast þessa dagana. Afhending á fyrsta skipinu, sem Útgerðarfélag Akur-eyringa fær, á að vera í júní 2016, skip númer tvö, sem Samherji Ísland fær, á að afhendast þremur mánuðum síðar og síðan verður samkvæmt samningi hálfur annar mánuður á milli afhendingar síðustu tveggja skipanna. Þriðja skipið á FISK Seafood og Samherji Ísland það síðasta. Það má auðvitað lítið út af bregða til þess að afhending síðasta skipsins dragist fram á árið 2017 en við sjáum til með það. Með komu þessara nýju

skipa tökum við elstu skipin úr rekstri,“ segir Kristján. Hann segir mikla hagræðingu felast í því að fá nýju skipin. „Með þessum nýju skipum ætlum við okkur að sækja fiskinn með minni olíunotkun og almennt meiri hagkvæmni og það segir sig sjálft að fyrstu árin verður kostnaður vegna viðhalds á skipunum mun minni en hann er í dag. Lestarnar í skipunum eru líka stærri og því getum við komið með stærri farma að landi úr hverri veiðarferð,“ segir Kristján.

Í ljósi mikils olíukostnaðar við útgerð fiskiskipaflotans hefur í mörg undanfarin ár markvisst verið unnið að því að leita lausna til þess að lækka kostnaðinn með breyttri tækni og nýrri hönnun á skipsskrokkunum. Kristján segir að vel getið verið að í fjarlægri framtíð verði ný skref stigin í þessu og aðrir og vistvænni orkugjafar komi í stað olíunnar. „Ég held að sé nokkuð ljóst að ég muni ekki lifa þá breytingu,“ bætir hann við.

Kristján segist ekki gera athugasemdir við þær kröfur að fiskiskipaflotinn mengi sem allra minnst. „Þær kröfur fara saman við okkar hagsmuni, því minni olía sem við notum á skipin, því minni mengun.“

Með bættri tölvutækni hefur við hönnun skipanna náðst umtalsverður árangur í að bæta skipsskrokkana til þess að minnka olíueyðslu. „Í því verkefni sem við erum núna að vinna að í Tyrklandi lögðum við

Þurfum að vera einbeittir í því að sækja fram

12 | SÓKNARFÆRI

Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja:

Mynd: Auðunn Níelsson

Page 13: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 13

Vökvakerfislausnir farartækja einnig búnaður fyrir skipStjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað.Danfoss hefur háþróaðan gæða vökvabúnað og kerfissérþekkingu til að mæta kröfuhörðum viðskiptavinum um allan heim. Vörulína Danfoss inniheldur m.a.:• Háþróaða PVG álagsstýrða proportional stjórnloka og HIC/patronuloka.• Öflugar H1 stimpildælur og mótorar fyrir aukinn áreiðanleika og nýtni• Þýðgengar Series 45 stimpildælur fyrir opin kerfi • Hágæða vökvamótorar á færibönd og spil • State-of-the-art PLUS+1™ stjórnbúnaður, örtölvur og hugbúnaður.Með Danfoss búnaði nærð þú stjórninni um borð.

Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100, www.danfoss.is

Page 14: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | [email protected] | www.valka.is

FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendurSamvals- og pökkunarflokkari

» Fyrir flök eða bita » Allt að 80 stk á mínútu » Lágmarks yfirvigt

» Sjálfvirk kassamötun » Möguleiki á millileggi » Frábær hráefnismeðhöndlun

upp með að vanda til verka við hönnunina og var hún unnin í samráði við fyrirtæki í Gdansk í Póllandi sem hefur mikla reynslu á þessu sviði. Gert var módel af nýsmíðinni og síðan farið með það í tíu metra og fjögur hundruð metra langan tank. Módelið var dregið fram og til baka í tankinum og mælt viðnám á skrokknum. Tilraunirnar leiddu í ljós hvernig mótstaðan væri sem minnst. Til þess að vera enn vissari með hönnunina leituðum við til fyrirtækis í Danmörku sem yfirfór hana. Þar fengum við staðfestingu á því að hönnunin væri mjög góð. Danska fyrirtækið fann þó út að í einu atriði væri hægt að gera betur og það var að sjálfsögðu lagað. Við teljum því að þegar upp er staðið sé skrokkur skipanna mjög góður.“

Einn af þeim þáttum sem íslensk tæknifyrirtæki hafa verið að þróa er kæling á fiskinum. Nú er í gangi tilraun á svokallaðri undirkælingu um borð í Málmey SK, skipi FISK Seafood, sem nýlega var breytt úr frystingu í ísfiskveiðar. Í þessu felst þriggja þrepa sjókælikerfi sem kælir fiskinn kerfis-bundið á um einni klukkustund. Í grunninn er þetta ekki ósvipað því sem gert er í stóru uppsjávarskipunum þar sem síld, makríll, kolmunni og loðna eru kæld niður í mínus eina gráðu. Kristján segir þessar tilraunir mjög áhugaverðar og fylgst sé náið með hvað út úr þeim kemur.

Kristján segist ekki neita því að fyrir sig sé gaman að vinna að smíði nýrra skipa. „Jú, þetta er mjög skemmtilegt. Að þessu kemur fjöldi manna og fyrirtækja á ýmsan hátt, bæði að hönnunarvinnunni og tæknibúnaði sem þarf um borð í skipin.“

Sókn landvinnslunnarÁ undanförnum árum hefur aukin áhersla verið lögð á landvinnsluna en jafnframt hefur dregið úr sjófrystingunni. Nægir þar

að nefna öflugu landvinnslu á vegum Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa á Dalvík og Akureyri.

„Það er rétt að landvinnslan hefur aukist umtalsvert sem þýðir að skipin hafa verið í auknum mæli að veiða ísfisk til vinnslu í landi. Hins vegar sé ég ekki að sjófrystingin muni leggjast af, þetta er gott í bland. Í sumum tegundum, eins og þorskinum, er hægt að gera betur í landvinnslunni og því vinnum við hann að öllu leyti í landi. Ég sé hins vegar ekki fyrir mér að við munum gera betur í vinnslu á t.d. karfa og grálúðu í landi en úti á sjó.“

Kristján segist fúslega viðurkenna að hann hafi ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum árum að landvinnslan yrði jafn sterk og raun ber vitni í dag. „Það hefur margt breyst á undanförnum árum. Við höfum stytt veiðiferðir skipanna umtalsvert sem þýðir að við erum að vinna fiskinn mun ferskari en áður. Lengd veiðiferða hjá okkur er yfirleitt ekki meiri en fjórir dagar. Hér á árum áður voru heldur ekki jafn tíðar ferðir frá landinu og því minni möguleikar á því að koma fiskinum ferskum á erlenda markaði. Við flytjum mest af okkar ferska fiski á markað í Frakklandi en Bretland er líka stór markaður og þá er Þýskalandsmarkaður vaxandi.“

Almennt má segja að aflabrögð hafi verið góð síðustu misseri. „Það hefur verið auðveldara og þar með ódýrara að ná í fiskinn. Við notum mun minni olíu núna pr. kíló af veiddum fiski en áður. Ef við förum 20 ár til baka sýnist mér að aflinn pr. veiðidag sé núna þrisvar sinnum meiri en þá. Ástandið í hafinu er betra og við erum að veiða á hagkvæmari hátt með betri veiðar-færum. Með betri búnaði sjáum við til dæmis betur en áður hvað er að gerast niður við botninn.“

Tækninni hefur ekki síður fleygt fram í

landvinnslunni. „Við Íslendingar erum óhræddir að prófa nýja tækni og við höfum hér leiðandi fyrirtæki í heiminum á þessu sviði. Á hverju einasta ári tökum við skref fram á við í tækninni í landvinnslunni og fjárfestingin á þessu sviði er umtalsverð, sem er nauðsynlegt því aukin tækni þýðir hagkvæmari vinnslu. Í framtíðinni verður landvinnslan ekki eins mannaflsfrek og hún hefur verið. Róbótar eru smám saman að koma inn í vinnsluna til þess að létta störfin. Það er því vissulega verið að vinna að ýmsum lausnum sem leysa mannshöndina af en þetta er flókinn og dýr búnaður og hann verður ekki til á skömmum tíma.“

Erfið veðrátta í veturLengi hefur verið mjög gott samstarf milli hérlendra tæknifyrirtækja og sjávarútvegs-fyrirtækja um þróun á ýmsum tæknilausnum sem hefur verið beggja hagur og leitt til þess að Íslendingar eru í fremstu röð í heiminum í tækni á mörgum sviðum sjávarútvegsins. „Það þýðir hins vegar ekki að ofmetnast og halda að við séum bestir í heiminum. Við þurfum að vera stöðugt að í tækniþróuninni og vera einbeittir í því að sækja fram.“

Og ekki má gleyma markaðsmálunum. Þau eru að sjálfsögðu lykilatriði. „Síðustu tvo mánuði hefur veðrið gert okkur sem vinnum að því að koma ferskri vöru á erlenda markaði lífið leitt. Við flytjum okkar ferskfisk bæði með flugi í gegnum Kefla-víkurflugvöll og einnig með skipum frá Reyðarfirði og Seyðisfirði. Við höfum oft verið í erfiðleikum með að koma fiskinum til Keflavíkur eða austur á land vegna þess að vegir hafa oft lokast. Einnig hefur slæmt veður gert það að verkum að áætlun skipafélaganna hefur riðlast. Okkur hefur því oft reynst erfitt að koma vörunni til kaupenda ytra á réttum tíma,“ segir Kristján

og svarar því játandi að það myndi hjálpa til að hafa reglulegt beint flug frá Akureyri til Evrópu. „Já, það er ekki spurning, það myndi hjálpa mikið. En að sjálfsögðu myndi slíkt flug hafa þau takmörk að það yrði bundið við einn stað en engu að síður myndi slíkt beint flug hjálpa til.“

Skynsamlegt að fresta fisk veiði stjórn ar frum varpinu

Nýverið upplýsti sjávarútvegsráðherra að hann hafi hætt við að leggja fram nýtt fiskveiðistjórnunarfrumvarp vegna þess að stjórnarflokkarnir væru ekki samstíga í málinu. Kristján segir að almennt sé það slæmt fyrir sjávarútveginn að búa við óvissu ár eftir ár því það hamli langtímasýninni.

„Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að til þess að greinin skili afgangi þurfa menn að gera mjög vel og vera vel vakandi. Oft finnst mér menn, bæði stjórnmálamenn og aðrir, tala óvarlega og óskynsamlega um sjávarút-veginn. Það er ekki nóg að hafa kvóta. Það þarf að sækja fiskinn, vinna hann, koma honum á markað og fá til baka peninga fyrir hann. Þá fyrst verða til verðmæti. Ég hygg að þá staðreynd, að íslenski fiskiskipastóllinn er of gamall, megi að stórum hluta rekja til þeirrar pólitísku óvissu sem greinin hefur búið við árum saman. En ég vona að mönnum beri gæfa til þess að finna skyn-samlega lendingu í málinu og mér sýnist nú reyndar að ástæða þess að sjávarútvegsráð-herra fór ekki lengra með frumvarpið sé sú að skynsemin hafi ráðið.“

Snæfell EA 310 er eitt af eldri skipum flotans, hét áður Sléttbakur og var í flota Útgerðarfélagas Akureyringa. Skipið var smíðað árið 1968. Kristján Vilhelmsson segir að þrátt fyrir að Snæfellið, líkt og mörg gömul fiskiskip hér á landi, hafi fengið gott viðhald og umhirðu sé löngu tímabært að endurnýjun eigi sér stað í fiskiskipaflotanum.

14 | SÓKNARFÆRI

Page 15: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 15

Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is

PÖKKUNARLAUSNIRALLT Á EINUM STAÐ FYRIR ATVINNUMENN OG HEIMILI

• Kassar og öskjur• Arkir og pokar• bakkar og filmur

• Pökkunarvélar• Hnífar og brýni• Einnota vörur o.fl.

• Aðgöngumiðar• Límmiðar • Plastkort

Skoðaðu vörulistan okkar á www.samhentir.is

LÍMMIÐAR • PLASTKORTAÐGÖNGUMIÐAR OGMARGT FLEIRRA....

PR

EN

TU

N.IS

Page 16: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

16 | SÓKNARFÆRI

„Ég hef meðvitað látið lítið fyrir okkur fara síðustu ár á meðan við höfum verið að vinna að vöruþró-um og framleiðslu á okkar vélum. Kynning á Íslensku sjávarútvegs-sýningunni í september var síðan vendipunktur þar sem við kynnt-um það sem við höfum að bjóða og er óhætt að segja að sýningin hafi skilað okkur góðum árangri, bæði hérlendis og erlendis. Eins og staðan er í dag erum við að selja um 80% af okkar vélbúnaði er-lendis og eigum fullt í fangi með að mæta eftirspurninni,“ segir Elliði Hreinsson, framkvæmda-stjóri Curio ehf. í Hafnarfirði. Fyr-irtækið sérhæfir sig í framleiðslu á

vélbúnaði fyrir bolfiskvinnslu, þ.e. flökunarvélum, hausurum og roð-flettivélum.

Áherslan á gæði í flökun og nýtingu

Elliði hefur lengi starfað við þróun vélbúnaðar fyrir fiskvinnslu, áður hjá Fiskvélum en frá árinu 2008 hefur hann byggt fyrirtækið Curio ehf. upp á þessu sviði. Í dag er fyr-irtækið með höfuðstöðvar í Hafn-arfirði, starfsstöð í Skotlandi og nokkra starfsmenn í þjónustu í Bretlandi og á Írlandi, auk þess sem þriggja manna starfsstöð er á Húsavík þaðan sem veitt er þjón-usta við notendur véla frá Curio

ehf. á Norðurlandi og Austurlandi. Ennfremur framleiðir Húsavíkur-starfsstöðin íhluti fyrir vélasam-setninguna sem öll fer fram í Hafnarfirði. Að jafnaði starfa um 35 manns hjá fyrirtækinu og líkur til að þeim fjölgi enn frekar í ár.

Auk áðurnefndra véla framleiðir Curio ehf. brýningarvél fyrir hnífa í flökunarvélum sínum og ýmsan annan minni og sérhæfðari búnað fyrir fiskvinnslur, t.d. pækilblönd-unarkerfi fyrir saltfiskvinnslu og fleira.

„Áhersla okkar er á að framleiða bolfiskvinnsluvélar sem skila gæð-um í vinnslu, nýta fiskinn vel og eru traustar og áreiðanlegar. Mark-miðið er að vélarnar skili fyrsta flokks fiskflökum. Samhliða því sem almennt er aukin áhersla á framleiðslu á ferskum fiski fyrir neytendur skiptir enn meira máli að flökunin sé fyrsta flokks og að fiskurinn líti vel út þegar hann kemur fyrir sjónir viðskiptavinar-ins. Annað og ekki síður mikilvægt atriði er nýtingin,“ segir Elliði.

Fyritækið vex með útflutningnum

Vöxtur fyrirtækisins er fyrst og fremst erlendis en fjöldi véla frá Curio er einnig í notkun hér á landi og segir Elliði að raunar sé innanlandsmarkaðurinn nokkuð líflegur um þessar mundir.

„Grundvöllur að vexti okkar síðustu mánuði og ár er erlendi markaðurinn. Samt sem áður má segja að bein markaðssetning hafi verið í algjöru lágmarki en við höf-um alfarið byggt vöxtinn á orð-sporinu sem fer af búnaðinum. Ég hef mörg dæmi um fyrirspurnir sem koma í kjölfarið á sölu vélum á eitthvert svæði en það má segja að okkar markaður sé bæði megin-land Evrópu, Bretlandseyjar, Kan-ada, Ameríka og Noregur. Það er okkur alltaf mikið ánægjuefni þeg-ar aðilar sem hafa keypt af okkur vélar hafa samband á ný og vilja fleiri vélar eða bæta við öðrum vél-

um frá okkur. Slíkt gerist oft og er ákveðin viðurkenning á því að við-skiptavinirnir finna að vélarnar skila þeim beinum ávinningi. Sem er auðvitað okkar markmið. Við erum í samkeppni á þessu sviði við Baader og markmiðið er ekki að framleiða sem ódýrastar vélar held-ur miklu frekar gæðavélar sem hjálpa viðskiptavinum okkar að ná betri árangri í sínum rekstri,“ segir Elliði.

Norðmenn stórir viðskiptavinir

Norsk sjávarútvegsfyrirtæki eru stórir kaupendur vélbúnaðar frá Curio og segir Elliði að þar í landi séu merki um þróun og breytingar í fiskvinnslu. „Mér sýnist vera vakning í fiskvinnslunni í Noregi þó vissulega flytji Norðmenn mjög mikið út af óunnum fiski. Engu að síður er fjöldinn allur af grónum og öflugum fiskvinnslum í Noregi en í kjölfar falls norsku krónunnar virðist meiri áhugi í bolfiskvinnsl-unni. Við munum því áfram horfa til sölu á okkar vélum til Noregs líkt og annarra markaða. Það hefur sýnt sig að það er mikill kostur fyr-ir fyrirtæki á borð við Curio ehf. að selja á marga markaði í einu og oftar en ekki eru uppsveiflur á ein-um markaði þó niðursveifla sé á öðrum. Ég er bjartsýnn á komandi ár,“ segir Elliði.

curio.is

Vél frá Curio að taka á sig mynd á gólfi fyrirtækisins í Hafnarfirði.

Áhersla Curio er á smíði bolfiskvinnsluvéla. Hér er unnið við flökunarvél frá fyrirtækinu.

Unnið við hausara frá Curio.

Óskum FISK Seafood til hamingju með nýtt vinnslu- og kælikerfi í togaranum Málmey SK-1

Lágmúla 5 - 108 ReykjavíkSími 540 0510 - GSM 660 0522Tölvupóstur [email protected]

Smiðjuvegi 66 • 200 KópavogiSími 580 5800 • www.landvelar.is

Sjóþolnir olíukælar og varmaskiptar

Fiskvinnsluvélaframleiðandinn Curio í Hafnarfirði:

Hraður vöxtur í takti við erlenda eftirspurn

Page 17: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 17

FLÖKUNARVÉL

BRýNiNgAVÉL

C-2011

HAUSARi

ROÐFLÉTTiVÉL

HÁÞRÓUÐ, SKiLViRK Og gLÆSiLEg

FiSKViNNSLUTÆKi

C-2030

Curio ehf. / Eyrartröð 4 / 220 Hafnarfirði / Sími: 587 4040 / Netfang: [email protected]

C-3027

Vélarnar frá Curio eru vinnuþjarkar sem sjá um hausningu, flökun, roðflettingu og brýningu og að sjálfsögðu er hægt að stilla vélarnar þannig að þær passi fyrir ólíkar fisktegundir.Einn viðskiptavinur getur verið að vinna ýsu, sá næsti er að vinna keilu og steinbít.

Curio aðlagar hverja vél að þeirri tegund sem viðskiptavinur óskar eftir og þörfum.

Hafðu samband við sölumenn eða kíktu á heimasíðu okkar, við svörum öllum spurningum fljótt og vel og með mikilli ánægju.

www.curio.is

Hjá Curio kraumar ástríða fyrir handverki, tækni og óheftri hugmyndaauðgi. Við leiðum saman alúðina sem felst í hand-smíðuðum vélarhlutum, tækninýjungar og íslenskt hugvit og setjum saman öflug fiskvinnslutæki með sterkan karakter og mikla vinnslugetu.

Við erum stolt af vélunum okkar. Þær bera þess merki og við sýnum það í verki með góðri þjónustu þar sem allir slithlutir eru til á lager þegar þörfin kallar.

C-2015Lengd: 900 mmBreidd: 740 mm

Hæð: 800 mmÞyngd: 100 kg

Lengd: 4.060mBreidd: 1.880m

Hæð: 2.25 - 2.35m

Lengd: 2.9mBreidd: 1.9m

Hæð: 2.23 - 2.33m

Lengd: 200 mmBreidd: 170 mm

Hæð: 150 mm

Page 18: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

18 | SÓKNARFÆRI

Einn afkomanda Binna í Gröf opnaði nýverið veitingahús á Grandagarði í Reykjavík en þar er nú að verða eitt skemmtilegasta hverfið í höfuðborginni. Tengslin við höfnina eru mikilvæg og þar þrífast mörg og merkileg fyrirtæki sem flest tengjast sjávarútveginum á einhvern hátt. Þar fyrir utan hafa hönnuðir og listamenn komið sér fyrir í gömlu verbúðunum. Nokkrir veitingastaðir hafa opnað á svæðinu og nú síðast veitingastaðurinn Matur og drykkur við Grandagarð 2. Það er Gísli Matthías Auðunsson sem opnaði þann stað en hann á ekki langt að sækja sjávartenginguna en Gísli er afkomandi Binna í Gröf eða Benónýs Friðrikssonar frá Vestmannaeyjum. Benóný varð lands-frægur aflakóngur á skipi sínu Gullborg-inni upp úr miðri síðustu öld en skipið er nú staðsett við Sjóminjasafnið, steinsnar frá veitingastað barnabarns Binna.

Áhrifavaldurinn Helga Sigurðardóttir

Nafnið á veitingastaðnum vísar til mat-reiðslubókar Helgu Sigurðardóttur en hún hafði mikil áhrif á íslenska matarhefð með útgáfu bókar sinnar, Matur og drykkur, um miðja 20. öldina. Og áhrif Helgu vara enn. „Hún var langt á undan sinni samtíð og innleiddi fjölmargar nýjungar í matargerð jafnframt því sem henni var umhugað um að varðveita þekkingu um gamla íslenska

matinn,“ segir Gísli. Eftir miklar pælingar og lestur bóka hennar segist hann vera viss um að væri Helga uppi í dag og opnaði veitingahús yrði það veitingastaður eins eins og Matur og drykkur.

Vill halda íslenska matarhefð í heiðri

Gísli vill kenna Íslendingum að meta íslenska hefðbundna rétti og sýna fram á hversu mikið sælkerafæði þeir eru í allri sinni mynd. „Ég er ekki að tala um súrsað eða kæst heldur rétti sem hafa verið borðaðir á íslenskum heimilum um mjög langa hríð,“ segir hann.

„Ég og systir mín Indíana og foreldrar okkar, Katrín og Auðunn, rekum líka veitingastað í Vestmannaeyjum sem heitir Slippurinn og er opinn á sumrin. Þar notum við fyrst og femst ferskan fisk sem við náum í daglega niður á höfn og flökum sjálf,“ segir Gísli en á báðum veitingahús-unum er mesta áherslan lögð á fiskrétti þó finna megi kjötrétti á matseðlum beggja staðanna.

„Fiskurinn hjá okkur er fullkomlega ferskur alla daga. Annars er hann ekki í boði. Markmiðið er að vera alltaf skapandi en nota íslenskt hráefni og virða hefðirnar,“ segir Gísli og telur greinlega aukinn áhuga á fiski meðal gesta sinna. Sem beri að fagna.

Sveinn Kjartansson, veitingamaður á AALTO Bistro í Norræna húsinu, hefur meðal annars haft það hlutverk að kenna Íslendingum að fara með fiskmeti í matar-gerð. Hann var t.d. einn af þeim sem stóðu að sjónvarpsþáttum þar sem ungu fólki var kennd listin að elda fisk. „Ég held að misskilningur varðandi meðhöndlun á fiski hafi flust á milli kynslóða,“ segir Sveinn. „Kynslóðin á undan okkur matreiddi fiskinn mest í fiskibollum, plokkfiski eða sauð hann með kartöflum. Ætli sú kynslóð hafi ekki bara misst kjarkinn þegar átti að fara að útbúa sælkerarétti úr þessu hversdagshrá-efni,“ segir Sveinn.

Ekki nógu aðlaðandi hráefni„Kynslóðin sem nú er að stofna heimili og þarf að matbúa fyrir börnin sín er alin upp af fólki sem vandist því að sjá foreldra sína elda fiskinn upp á gamla mátann en það fólk hefur farið að prófa sig áfram og þróunin gengur hægt. Það hefur sýnt sig að græn-metisstaðir í dag bjóða t.d. mjög oft upp á kjúklingarétti og grænmetisrétti en treysta því ekki að bjóða upp á fisk- og grænmetis-rétti.“ Sveinn segir að það sé í raun mjög mótsagnakennt að fiskneysla fari minnkandi því aðgengi að fiski sé mun meira en að kjöti.

„Við sjáum glæsilegar fiskbúðir í öllum hverfum en ekki kjötbúðir eða ostabúðir eins algengt er að sjá víða erlendis. Ég hef velt þessu mikið fyrir mér og komist að því að fiskur er líklega ekki nógu aðlaðandi hráefni til að yngra fólk prófi að elda hann í miklum mæli. Matreiðsla á fiski hefur þótt vera mikill galdur og það væri bara auðveldara að eyðileggja hann en ekki. Fiskur er viðkvæmt

hráefni og lyktin af fiski sem hefur verið geymdur of lengi er ekki góð. Kjöt er að því leyti auðveldara í meðhöndlun þar sem það verður oft bara betra við hæfilega geymslu. Svo verður sushi tískumatur og þá borða allt í einu allir hráan fisk.“

Hræðsla við hráefniðSveinn segir að nú sé framboðið á fiski

kannski orðið svo mikið að fólk missi kjarkinn. „Snillingar eins og Rúnar Marvins-son og Úlfar á Þremur frökkum fóru nýjar leiðir með fiskinn á sínum tíma og því var vel tekið. Svo gripum við boltann að kynna nýjungar í matreiðslu á sjávarfangi á öðrum vettvangi en ég held að það taki okkur bara svona langan tíma að breyta hugsunarhætti fólks. Það er ekki svo langt síðan óhugsandi

þótti að borða humar eða krækling. Nú vita allir að réttir með þessu eðalhráefni eru óviðjafnanlegir ef rétt er að farið. Það tekur alltaf langan tíma að breyta hugsunarhætti margra í einu en ég fullyrði að það muni takast. En það verður ekki auðvelt því það þurfa margir að koma að.“

Sveinn Kjartansson, veitingamaður á AALTO Bistro, hefur trú á að viðhorf til fisks muni breytast þótt hægt gangi. Mynd: Þorri.

Gísli Matthías Auðunsson, veitingamaður á hinum nýja veitingastað Matur og drykkur á Granda, trúir á matarhefðina. Hér heldur hann t.d. á „barsnakkinu“ sem er harðfiskur og hann býður gestum á börum veitingastaða sinna. Og hann mælist mjög vel fyrir. Mynd: Þorri.

Fiskneysla

Gísli Matthías Auðunsson hefur opnað veitingastað á Grandagarði:

Fiskurinn í heiðri hafður

Sveinn Kjartansson á AALTO Bistro:

Breyta þarf hugsunar-hættinum um hráefnið fisk

Page 19: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 19

www.scanmar.no

Scanmar ehf. • Grandagarði 1A • Sími: 551 3300 / 691 4005 • Fax: 551 3345 • Netfang: [email protected]

Sýnir samtímis dýpi frá yfirborði og fjarlægð frá botni

Sökk- og hæðarnemi

Þegar nótinni er kastað skipta nákvæmar upplýsingar um staðsetningu miklu máli. Þessi nýji sökk- og hæðarnemi frá Scanmar er gríðarlega sterkbyggður og sérstaklega hannaður fyrir veiðar með nót.

Hann sýnir samtímis bæði dýpi frá yfirborði og fjarlægð nemans frá botni, þannig er hægt að fylgjast vel með hvar nótin er hverju sinni og draga úr hættu á að hún lendi í botni og skemmist.

Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lága bilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu.

Page 20: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

20 | SÓKNARFÆRI

Snemma árs 2010 stóðu Promens Dalvík ehf. og sjávarútvegsfyrirtæki í Noregi að stofnun fyrirtækisins iTUB AS í Noregi um útleigu á fiskikerum til útgerðarfyrirtækja og fiskvinnslna þar í landi. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt og er það í dag með um 16.000 ker í útleigu, að stærstum hluta í Nor-egi en einnig vítt um Evrópu. Fyr-irtækið er í meirihlutaeigu Pro-mens Dalvík og er því stýrt frá Dalvík en framkvæmdastjóri iTUB er Hilmar Guðmundsson. Þessa dagana hann er ýta úr vör starfsemi fyrirtækis hér á landi undir sama merki og hliðstærri þjónustu. Hilmar segir að víða séu tækifæri til vaxtar í útleigu á kerum, bæði í Noregi, á meginlandi Evrópu og á Íslandi. Fyrstu kerin í útleigu frá iTUB hér á landi eru í ísfisktogar-anum Málmey SK á Sauðárkróki

sem er nú að hefja veiðar eftir gjör-byltingu á vinnslu- og kælifyrir-komulagi um borð.

Starfsstöðvar iTUB AS eru í Álasundi í Noregi og á Dalvík en Hilmar segir stofnun fyrirtækisins í Noregi hafa verið rökrétt framhald framleiðslu og markaðssetningar Promens á fiskikerum fyrir norskar útgerðir. Keraleiga af þessum toga hafði ekki þekkst þar í landi fyrr en iTUB var stofnað.

„Með stofnun iTUB AS var fyrst og fremst horft til þjónustu við útgerðir í Noregi, sér í lagi til togskipaútgerða. Smám saman hef-ur viðskiptavinum okkar fjölgað, bæði í Noregi og öðrum löndum og að sama skapi einnig bæst við fjölbreyttari fyrirtæki, bæði útgerð-ir og landvinnslufyrirtæki. Þjón-usta við útgerð Norway Seafood er stór þáttur í starfseminni en það

fyrirtæki er mjög stórt og með út-gerð víða í Norður-Noregi. Til viðbótar við útleigu á kerunum

sjálfum er flutningskerfið mjög mikilvægur þáttur í okkar starf-semi. Við sjáum þannig um að taka kerin hjá kaupanda á fiskinum erlendis, þau eru þrifin og síðan flytjum við þau til baka til Noregs á nýjan leik, til sama viðskiptavinar eða annarra notenda,“ segir Hilm-ar en þungamiðja í þessu kerfi eru afgreiðslu- og þvottastöðvar á veg-um iTUB í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku, auk lagerafgreiðslna á kerum vítt um Noreg. Náið sam-starf er einnig við flutningsaðila en alfarið er byggt á landflutningum á kerum í þessari þjónustu. Hilmar segir það þjónustunet sem fyrir-tækið hafi nú þegar byggt upp skapa iTUB mikla möguleika til þjónustu fyrir sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu.

„Viðskiptavinum okkar bjóðast tveir möguleikar í leigufyrirkomu-lagi á kerum. Annars vegar að leigja kerin án þjónustu og þá er um að ræða að gerður er samning-ur um útleigu á ákveðnum kera-fjölda sem leigutaki hefur til um-ráða á samningstíma og skilar síðan að honum loknum. Hins vegar er leiga með þjónustu þar sem við-skiptavinir leigja ker af iTUB sam-kvæmt rammasamningi um fjölda kera en iTUB stýrir síðan tómu kerunum eins og áður er lýst og sér til þess að umsaminn fjöldi kera sé alltaf til ráðstöfunar fyrir viðskipta-vin á fyrirfram skilgreinum lager-um okkar. Þetta er fyrirkomulag sem hefur reynst viðskiptavinum okkar vel,“ segir Hilmar.

Gæði keranna og öryggið mikilvægir þættir

iTUB byggir sitt útleigukerfi að mestu leyti á 460 lítra kerum frá Promens með PE fyllingu í veggj-um en þau eru bæði sterkbyggð, draga ekki í sig vökva þó skemmd verði á kerunum og eru því góður valkostur gagnvart hreinlætiskröf-um. Að auki eru PE fylltu kerin endurvinnanleg og þannig um-hverfislega hagkvæmur valkostur.

„Þetta eru ker sem við þekkjum af reynslunni að henta mjög vel fyrir flutning á ferskum fiski. En samhliða leggjum við mjög mikið upp úr öryggi hvað varðar stöflun og hífingar, hagkvæmni í rekstri þeirra og aðra þætti sem snúa að áreiðanleika. Við erum líka með Mind rekjanleikakerfi á kerunum sem er mikilvægt gagnvart því um-hverfi sem seljendur á fiski starfa í. Rekjanleikakerfið býður einnig upp á möguleika á mælingum á umhverfishitastigi keranna og í því er fólgið ákveðið öryggi fyrir not-endurna.“

Inn á íslenska markaðinnHilmar segir að í kjölfar stofnunar iTUB í Noregi hafi margar fyrir-spurnir borist frá íslenskum sjávar-útvegsfyrirtækjum um hvort vænta megi hliðstæðrar starfsemi hér á landi. Nú sé komið að þeim tíma-punkti.

„Við komum til með að byggja okkar þjónustu hér á landi á sama grunni og iTUB gerir í Noregi, þ.e. fastri leigu á kerum til fyrir-tækja og hins vegar útleigu með þjónustu þar sem við önnumst flutning á kerum frá fiskaupendum til notenda. Við höfum þegar sam-ið við flutningsaðila og útfært aðra þætti í þjónustunni hér á landi sem við komum til með að kynna okk-ar viðskiptavinum á komandi miss-erum. Líkt og í Noregi munum við alfarið nota PE ker hér á Íslandi og leggja mikið upp úr áðurnefndum þáttum sem snúa að öryggi, styrk keranna, hreinlætisþættinum og rekjanleikakerfinu. Allt eru þetta atriði sem við finnum að eru ofar-lega í huga viðskiptavina,“ segir Hilmar.

itub.is

Hilmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri iTUB sem byggt hefur upp kera-leigu í Noregi síðustu ár og mun nú hefja starfsemi sína hér á landi.

Norskur lax ísaður í ker frá iTUB.

iTUB AS í Noregi leigir nú út um 16.000 ker þar í landi, að stærstum hluta í Norður-Noregi.

Skipulag flutninga er stór þáttur í kerfi iTUB en fyrir-tækið tekur við kerum hjá fiskkaupendum erlendis, sér um að þau séu þvegin og síðan flutt á ný til notenda.

Keraleiga iTUB á Íslandi að taka til starfa

Page 21: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 21

Page 22: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

22 | SÓKNARFÆRI

Eitt af öflugustu fyrirtækjunum á Íslandi ber nafn vörunnar sem þar er framleidd eða Lýsi hf. Þetta er fjölskyldufyrirtæki en stofnand-inn og frumkvöðullinn, Tryggvi Ólafsson, er afi núverandi framkvæmdastjóra, Katrínar Pétursdóttur. Nafn fyrirtækisins ber heiti olíunnar sem unnin er úr fljótandi fitu fisks en sú olía er aðallega búin til úr lifur fisktegunda eins og þorsks, ufsa og hákarls en áður var hún líka unnin úr lifur hvals og sels. Nú fara 95% af framleiðslu Lýsis til útflutnings. „Heimamarkaðurinn er gríðarlega mikilvægur þótt hann sé lítill en markaðssetning okkar erlendis hefur heppnast mjög vel,“ segir Katrín.

Lýsið gaf næringu, yl og birtuÁ tímum þegar lífsbaráttan var verulega hörð fundu menn leiðir til að lifa af vosbúð og kulda og þá var lýsið sannarlega bjargvættur. Áður en menn fóru til róðra eldsnemma að morgni var þeim gefið lýsi að drekka á fastandi maga og það entist þeim langt fram eftir degi. Lýsinu var líka smurt á sjóstakkana til að gera þá vatnshelda og ef sjórinn var úfinn var lýsi hellt í kringum bátinn sem róaði öldurnar. Þegar landi var náð í myrkri og kulda að kvöldi sá fólkið í landi um að í gluggum bæjanna væru lampar og var ljósgjafinn lýsi sem lýsti sjóhröktum mönnunum heim á bæ. Lýsið gaf því næringu, yl og birtu og það var allt sem forfeður okkar þurftu til að lifa af. Þeir vissu

ekki hvað það var í lýsinu sem gerði öll þessi kraftaverk en reynslan hafði bara kennt þeim hvað dugði í lífsbaráttunni.

Katrín segir að afi hennar hafi alltaf talað um „the unknown factor“ í lýsinu. Í þá daga höfðu menn ekki vísindalegar rannsóknir til að styðjast við heldur fóru þeir langt á hyggjuvitinu. Tryggvi var þess alltaf fullviss að miklir leyndardómar lýsisins ættu eftir að koma í ljós og nú er búið að sanna marg-þætta vísindalega hollustu lýsis. Tryggvi varð sjálfur 99 ára gamall og þegar hann var spurður hverju hann þakkaði háan aldur sinn nefndi hann auðvitað lýsið sem hann tók á hverjum morgni á fastandi maga. Tryggvi hafði góða kímnigáfu og gantaðist með að drykkurinn sem hann tæki á hverju

kvöldi hefði kannski sitt að segja líka.

Eitt mest selda fæðubótarefnið í

heiminum„Ómega 3 er eitt mest rannsakaða fæðubótarefnið í heiminum en efnið hefur áhrif á allan líkamann, ekki síst þroska heila og miðtaugakerfisins,“ segir Katrín um hollustu lýsisins.

„Þess vegna er efnið svo mikilvægt fyrir verðandi mæður og börn allt frá fæðingu. Með minnkandi fiskneyslu í

heiminum er þörfin fyrir ómega 3 orðin mun meiri en

áður. Lýsi er eitt mest rannsakaða

fæðubótarefnið í heimi og í ljós hefur komið að ómega 3 hefur gríðarlega víðtæk jákvæð áhrif á allan líkamann. Þar fyrir utan styrkir það ónæmiskerfið okkar mjög mikið og getgátur eru uppi um það að athyglisbrestur stafi af skorti á ómega 3 olíum,“ segir Katrín.

Lýsi í matargerð Katrín þakkar geysilega öflugum hreinsunar-tækjum fyrirtækisins hversu lýsið er bragð-laust í dag. Hún hefur um árabil gert tilraunir með lýsi í matargerð, nokkrar mislukkaðar en aðrar mjög vel heppnaðar segir hún. Hún segir að það hafi til dæmis ekki verið mjög vinsælt þegar hún prófaði að poppa upp úr fiskiolíunni. „Við þurftum að þrífa húsið hátt og lágt eftir þá tilraun,“ segir

hún hlæjandi. Nú býr hún til mæjónes, salat-olíu og ídýfur sem hún fullyrðir að sé mjög bragðgott og vonast til að þær tilraunir leiði til enn meiri vöruþróunar. Katrín segir að þar sem sjórinn sé ekki alltaf tandurhreinn sé nauðsynlegt að hreinsa fiskiolíuna mjög vel.

„Við getum ekki hreinsað fiskinn sjálfan en við getum hreinsað lýsið. Neytandinn fær vöruna því eins hreina og mögulegt er. Gríðarleg þekking á hreinsuninni hefur byggst upp hjá okkur í langan tíma og sem dæmi má nefna að við erum að hreinsa lýsi sem er sent til okkar frá Ástralíu og svo sendum við það til baka,“ segir Katrín.

lysi.is

Katrín Pétursdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Lýsis hf. við málverk af afa hennar, Tryggva Ólafssyni, stofnanda fyrirtækisins.

Lýsi er olía, unnin úr fljótandi fitu fisks og sjávarspendýra. Lýsi er einkum búið til úr lifur fisktegunda eins og þorsks, ufsa og hákarls. Það er auðugt af A, D og E vítam-ínum. D vítamín gegnir mikilvægu hlutverki við verndun og viðhald tanna og beina. Lýsi inniheldur fremur lítið af mettuðum fitusýrum en mikið af fjölómettuðum ómega-3 fitusýrum, EPA og DHA sem eru manninum lífsnauðsynlegar. Heilsusamleg áhrif sjávarfangs eru augljós í dag og hafa þau nær eingöngu verið þökkuð ómega-3 fjölómettuðu fitusýrunum. Ómega-3 fitusýrur getur líkaminn ekki framleitt sjálfur og þarf því að fá þær úr fæðunni. Mest fáum við af ómega-3 fitusýrunum EPA og DHA með neyslu lýsis og fiskmetis.

Ker Umbúðamiðlunar eru eingöngu ætluð til leigu undir matvæli.

Lýsið í sigurför um heiminn

Hvað er lýsi?

Page 23: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 23

Page 24: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

24 | SÓKNARFÆRI

„Flestar tegundir skíðishvala eru svokölluð fardýr sem stunda fæðu-nám á tiltölulega köldum hafsvæð-um á sumrin en færa sig í hlýrri sjó áður en burðar- og fengitími hefst um miðjan vetur,“ segir Gísli A. Víkingsson, hvalasérfræðingur á nytjastofnasviði Hafrannsókna-stofnunar. „Allgóð vitneskja er fyr-irliggjandi um sumarútbreiðslu og þéttleika skíðishvala en farmynstur og vetrarútbreiðsla flestra tegunda er lítt þekkt. Þessi „árstíðabundna slagsíða“ á þekkingu manna á hvöl-um stafar af því að hvalarannsóknir í heiminum hafa lengst af tak-markast af rannsóknum tengdum hvalveiðum, sem einkum fara fram á sumrin,“ segir Gísli.

Stórfjölgun skíðishvalaHnúfubakur er alfriðuð hvalateg-und og var mjög sjaldgæf langt fram eftir síðustu öld. Að sögn Gísla fór hnúfubak að fjölga veru-lega upp úr 1970 og fjölgaði þá mjög skart. „Fyrsta stóra hvalataln-

ingin fór fram um 1987 og þá mátu vísindamenn stofnstærðina við Ísland í kringum 2000 dýr og í talningu sem fór fram 2007 var stofninn kominn í 14.000 dýr.“

Gísli segir að næsta talning standi fyrir dyrum á komandi sumri og þá verði spennandi að sjá hvort fjölgunin sé jafn mikil og verið hefur. „Þessar talningar eru gerðar í samvinnu við Grænlend-inga, Færeyinga og Norðmenn en þessir stóru skíðishvalir eru hér við land yfir sumartímann í fæðunámi og byrgja sig upp fyrir veturinn,“ segir Gísli. „Þá halda þeir suður í höf þar sem þeir æxlast, öfugt við farfuglana sem æxlast á sumrin hér hjá okkur en fara suður á bóginn yfir vetrartímann. Við stöndum langt að baki fuglafræðingum í þekkingu á ferðum hvala af því það er svo erfitt er að merkja hvalina þar sem þeir eru 98% neðansjávar. Og ef við náum að skjóta merki á réttan stað í hvalinn nemur gervi-tunglið það ekki nema í 2-3 sek-

úndur þegar hvalurinn kemur upp á yfirborðið til að anda og áður en hann kafar aftur. Við merktum fimm hvali í haust en það er ekki nema eitt dýr sem er enn að senda merki.“

Úr Eyjafirðinum í KaríbahafUm svipað leyti og hnúfubaknum tók að fjölga segir Gísli að borist hafi fregnir af loðnumiðunum þess efnis að hnúfubakur lenti mjög oft í nótunum hjá loðnuskipunum. Loðnusjómenn hafa oft kvartað undan tjóni sem þeir verða fyrir er hnúfubakar rífa sig lausa úr nót-inni eða að skipin neyðast til að sleppa aflanum til að losa hvalina úr prísundinni. Gísli segir ljóst að sum dýranna fari ekki suður yfir vetrartímann heldur haldi sig hér norðurfrá og fylgi loðnugöngun-um. Ekki er þó vitað hve stór hluti stofnsins hafi hér vetursetu því talning dýranna fari fram að sum-arlagi.

Gísli segir að þótt gervitungla-merkingarnar, sem þeir hafi náð að

gera á undanförnum árum, hafi verið takmarkaðar hafi þær varpað nokkru ljósi á ferðir hnúfubaks við landið. Dýr sem var merkt í byrjun nóvember sl. í Eyjafirði, og er enn með virkan sendi, var úti fyrir Norðausturlandi fram í byrjun janúar. „Þá tók hvalurinn strikið suður á bóginn og virðist stefna í Karabíska hafið þar sem æxlunar-stöðvar hnúfubaks eru. Við erum að vonast til að ná að fylgjast með dýrinu í fyrsta sinn alla leið en það er vandamál með þessar merkingar að hvalirnir losa sig við senditækin, oft eftir aðeins viku til tíu daga. Megintilgangurinn með merking-unum er að auka þekkingu okkar á líffræði og atferli hnúfubaks í Norður Atlantshafi. Þar sem ferðir hnúfubaka hér við land að vetrar-lagi virðast tengjast loðnugöngum er hugsanlega hægt að nýta slíkar upplýsingar við loðnuleit, en þá þyrfti meira rannsóknarátak en unnt hefur verið að gera á undan-förnum árum.“

Meiri vitneskja en langt í land

„Tilgangur Hafrannsóknastofnun-unar með merkingum hvala hefur verið fyrst og fremst verið að þekkja betur lífsferil dýranna og hvernig þau hegða sér. Merkin eru mjög dýr og þess vegna er ekki hægt að merkja eins mörg dýr og við þyrftum til að fá áreiðanlegar niðurstöður,“ segir Gísli og bætir við að mjög mikilvægt sé að auka rannsóknir á fari og vetrarút-breiðslu hvala.

Auk fræðilegs gildis slíkra rann-sókna hefur þekkingarskortur á þessu sviði lengi verið einn stærsti óvissuþátturinn í vísindalegri ráð-gjöf um ástand hvalastofna. Á síð-ustu áratugum hafa komið fram nýjar rannsóknaraðferðir sem hafa gefið mikilsverðar upplýsingar um far skíðishvala en þekkingin er þó enn mjög brotakennd, ekki síst í Norður-Atlantshafi. Með ljós-myndum hefur verið sýnt fram á samgang milli hnúfubaka við Ís-land (sumar) og Karíbahafsins (vetur), en að öðru leyti eru vetrar-stöðvar íslenskra hvala enn nánast alveg óþekktar. Undanfarinn aldar-fjórðung hafa menn bundið miklar vonir við notkun gervitunglasenda til að fylgjast með ferðum hvala og náð nokkrum árangri, en hann hefur þó oftast takmarkast mjög af stuttum endingartíma sendibúnað-ar.“

hafro.is

Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar.

Merkjunum er skotið í hvalinn með sérsmíðaðri loftbyssu. Hér er Tryggvi Sveinsson, skipstjóri á Einari í Nesi, rannsóknabát Hafrannsóknastofnunar, við merkingar.

Ferðir hnúfubaks 21. október 2009 til 20. janúar 2010.

Þannig eru merkin í hvölunum sem senda upplýsingar um þá þegar þeir fara upp í yfirborðið.

Hnúfubakar í langferðalögum

Varahlutir fyrir Perkins.Til sjós og lands

Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 [email protected] www.jotunn.is

Þensluboltar og þanboltar fyrir stýrisgang og liði

Þensluboltar er ódýr lausn á sliti í stýrisliðum þar sem um er að ræða liðbolta t.d. í stýristjökkum.

Þanbolti er tilvalin lausn við slit í liðum þar sem um er að ræða slit í festi-eyrum lið/tjakkbolta og ekki nægjanlegt að skipta um fóðringar.

Maxigrip ísnaglar fyrir skó, vélar og tæki

Viðurkennt af flokkunarfélögun til notkunar í skipum.

MÆLARFyrir báta og önnur tæki,flestar gerðir til á lager

Borgartún 36 | 105 Reykjavík | Sími 588 9747 | www.vdo.is

Sérpöntum og sendum

Page 25: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 25

Skaginn hf - Bakkatún 26 - 300 Akranes - S. +354 430 2000 - [email protected]

3X TECHNOLOGY - Sindragata 5 - 400 Ísafjörður - +354 450 5000 - [email protected]

Óskum FISK Seafood til hamingju með nýtt vinnslu- og kælikerfií togaranum Málmey SK-1

Page 26: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

26 | SÓKNARFÆRI

Togarinn Málmey SK 1, sem er í eigu FISK Seafood hf. á Sauðár-króki, hefur lokið fyrstu veiðiferð-um eftir að skipinu var breytt úr frystitogara í ísfiskskip. Í þessu til-felli þarf þó að gera fyrirvara við hugtakið ísfiskskip því Málmey er fyrsti togarinn í flotanum útbúinn þannig að ekki þarf að nota ís til kælingar aflans, líkt og almennt hefur verið gert hingað til. Togar-inn er búinn nýju vinnslu- og kæli-kerfi frá systurfyrirtækjunum Skag-anum hf. á Akranesi og 3x Technology á Ísafirði en afli skips-ins er kældur í mínus eina gráðu áður en hann fer í lest. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skag-ans og 3X, segir komið að tækni-framförum í bolfiskvinnslu hér á

landi á borð við þá sem gengið hafi yfir í uppsjávarvinnslunni á liðnum árum. Ofurkæling úti á sjó skapi tækifæri á öllum sviðum land-vinnslunnar.

Þriggja þrepa kæliferliSegja má að fyrirtækin leggi í þessu verkefni saman tvær af sínum lausnum; annars vegar ofurkæling-artæknina sem Skaginn hf. hefur unnið með í flakavinnslu á undan-förnum árum og hins vegar Rotex blóðgunar- og kælitanka fyrir fiski-skip sem 3X Technology á Ísafirði hefur þróað.

Ferillinn um borð í Málmey SK1 er þannig að eftir að afli kem-ur úr móttöku er hann slægður á hefðbundinn hátt, að því frátöldu

að öll lifur fer í sérstakan kæliferil og þaðan í lest. Sama á við um hrogn á meðan á hrygningartíma stendur. Að lokinni slægingu fer hver fiskur í sérstaka þvottameð-höndlun og þaðan inn á færiband þar sem myndgreiningarbúnaður tekur mynd af hverjum fiski fyrir sig og greinir bæði tegund og þyngd. Á vinnsluþilfarinu eru þrír Rotex-tankar, hver um sig 14 metrar að lengd. Í hverjum tanki er stór snigill, eða skrúfa, sem snýst rólega og myndar hvert bil á snigl-inum hólf sem í fara 300 kg. af fiski. Í tönkunum er blanda af sjó og saltupplausn og er hverjum tank skipt í þrjá hluta þannig að fyrsti hlutinn, sem tekur við aflan-um eftir myndgreiningu, er blóðg-unarhólf og í gegnum það fer afl-inn á 15 mínútum. Þaðan færist fiskurinn áfram með skrúfunni yfir í kælingarhólf þar sem aflinn er kældur niður í 30 mínútur og í síð-asta hluta tanksins fer aflinn í gegnum upplausn sem er mínus 4 gráður. Það er hin eiginlega ofur-kæling sem tekur 15 mínútur en

að henni lokinni er fiskurinn kom-inn í mínus 1-1,2 gráður. Þessi fer-ill aflans í gegnum hvern tank tek-ur því eina klukkustund og á enda tanksins er færiband sem tekur við fiskinum og skilar á rennur niður í lest þar sem lestarmenn taka við honum og raða í kör.

Hver einasti fiskur myndaður!

Kæling lestarinnar miðar að því að halda hráefninu stöðugu allt til loka veiðiferðar í því hitastigi sem það er í þegar fiskurinn kemur úr ofurkælingunni. Eins og áður segir er magnið 300 kg. í hverjum

skammti sem á þennan hátt fer í gegnum allan ferilinn og er þetta hæfilegur skammtur fyrir 460 lítra körin sem notuð eru í lestinni.

Myndgreiningarbúnaður sem áður er nefndur er einn af lykil-þáttum í kerfinu. Hann greinir hvern fisk, bæði tegund og þyngd og út frá þeim upplýsingum eru gefnar skipanir í stjórnbúnaði kerf-isins sem stýrir því inn á hvaða tank hver fiskur á að fara og í hvaða hólf. Tegundir veljast þann-ig saman, sem og stærðir og loks stýrir þessi búnaður því að í hvert hólf veljist alltaf rétt magn, þ.e. 300 kg.

„Fyrstu veiðiferðirnar lofa mjög góðu. Við erum búnir að fá góða keyrslu úti á sjó og í öllum aðalat-riðum er kerfið og kælingin að virka eins og lagt var upp með,“ segir Sæmundur Hafsteinsson, stýri-maður á Málmey en strax í fyrsta heila túrnum fisk-aði skipið um 170 tonn. Sæmundur segir vissulega mikla breytingu fyrir áhöfnina þegar túrarnir verði nú um 5-6 sólarhringar í stað tæplega mánaðar áð-ur. Talsvert færri eru í áhöfn en áður og vinnulagið allt annað en á frystingunni. Og raunar allt annað en í nokkrum ísfisktogara því til að mynda er auð-vitað enginn ísmokstur í lestinni.

„Já, vinnan í lestinni er allt önnur þegar ekki þarf að moka ís í körin, bara raða fiskinum vel þeg-ar hann kemur kældur af vinnsluþilfarinu. Í þessum fyrstu túrum erum við að fá reynsluna og læra á kerfið og vinnulagið en við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa nokkra túra til að fá allt til að virka rétt og þjálfa mannskapinn. Í raun gengur það hraðar en ég hafði átt von á,“ segir Sæmundur og er ánægður með að útgerðin hafi valið þessa leið útfærslu sinni á Málmey. „Við í áhöfninni erum spenntir fyrir þessu. Hér förum við alla leið í tækninni að því

marki að geta skilað ferskum fiski í bestum gæðum í land. Og það sem ég hef séð hingað til er að fisk-urinn er algjörlega fyrsta flokks þegar hann er kom-inn í land. Þetta er eins og besti línufiskur,“ segir Sæmundur.

Fallegur fyrsta flokks fiskur- segir Sæmundur Hafsteinsson, stýrimaður á Málmey

Sæmundur Hafsteinsson, stýrimaður á Málmey SK.

Ofurkældur afli en enginn ís!

Togarinn Málmey SK 1 var byggður sem frystiskip árið 1987 og hét í fyrstu Sjóli HF 1 en var síðan seldur til Fiskiðjunnar Skagfirðings árið 1995 og fékk nafnið Málmey SK 1. Hugtakið ísfisktogari á í raun ekki við eftir nýj-ustu breytinguna á skipinu. Nær væri að tala um ferskfisktogara.

Í Rotex-tönkunum er blanda af sjó og saltpækli og bún-aður stýrir kælingunni á vökvanum. 300 kg. skammtur af fiski er á milli blaða í sniglinum í tanknum. Fyrsta hólfið í tönkunum er blóðgun, síðan tekur við kæl-ingarhluti tanksins og loks ofurkælingin þar sem vökv-inn er mínus 4 gráður. Í gegnum þann hluta fer aflinn á 15 mínútum.

Hér hefst kælingarferlið. Fiskurinn er flokkaður í hólf í hverjum tanki eftir að hann hefur farið í gegnum myndgreiningarbúnað sem skynjar tegund og stærð. Ferðalag aflans í gegnum tankana tekur eina klukku-stund.

Þrír 14 metra langir tankar eru á vinnsluþilfari Málmeyjar. Í gegnum þá fer aflinn og er smátt og smátt kældur niður í mínus 1-1,2 gráður. Í þessum enda tankanna er svokölluð ofurkæling og úr henni fer fiskurinn í 300 kg. skömmtum í rennuna fyrir miðri mynd og niður í lest.

Page 27: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 27

Í lestinni eru tvö snúningsbönd frá Vélaverkstæðinu Þór í Vestmanna-eyjum. Í lestinni eru rúmlega 600 460 lítra fiskiker frá iTUB á Dalvík.

Breytt úr frysti-skipi

FISK Seafood hf. á Sauðárkróki keypti frystiskipið Málmey SK sumarið 1995 en það hét þá Sjóli HF 1. Togarinn var smíðaður sem frystitogari í Noregi árið 1987. Hann hefur því alla tíð verið gerð-ur út á frystingu en í september síðastliðnum var hafist handa við að taka allan búnað af vinnsluþil-fari og því næst var skipinu siglt til Póllands þar sem vinnsluþilfarið var allt endurnýjað og klætt upp á nýtt, lestarlúga færð og lagfæringar gerðar í lest, eldhús og borðsalur endurnýjað og skipt um stóran hluta togþilfars. Skipið var sand-blásið hátt og lágt, málað og því næst siglt til Akraness og kom þangað í desember. Þar var vinnslu- og kælingarbúnaður frá Skaganum hf. og 3X Technology settur um borð. Lokafrágangur fór síðan fram á Sauðárkróki nú undir lok janúarmánaðar.

Auk áðurnefndra fyrirtækja komu komu að breytingum Kæl-ismiðjan Frost, sem hefur með höndum allan kælibúnað í skipinu, Nautic skipahönnun, iTUB kera-leiga á Dalvík sem leigir rösklega 600 fiskiker í lest og Vélaverkstæð-ið Þór í Vestmannaeyjum sem framleiddi tvö snúningsbönd fyrir lest skipsins.

Auk áðurnefndra breytinga á skipinu var toggálgi hækkaður og færður aftar, ísgálgar voru fjarlægð-ir og síður hækkaðar að aftan til að fá meira skjól á vinnusvæði við skutrennu.

„Við erum með í höndum ýmsar upplýsingar um fiskinn úr fyrstu túrunum á Málmey og stóra myndin er sú að kælingin virkar mjög vel og skilar hráefninu í því hitastigi og þar með gæðum sem við lögðum upp með. Fiskurinn kemur mjög vel út úr t.d. mæling-um á losi í holdi, lítur mjög vel út og heldur gæðum vel í geymslu. Ég get því ekki annað en verið mjög ánægður með verkefnið það sem af er. Áhöfnin á Málmey er líka mjög samstilltur hópur og allir áhuga-samir um að sem allra best takist til,“ segir Albert Högnason, vöru-þróunarstjóri 3X Technology og Skagans en hann fór í fyrstu veiði-ferðir Málmeyjar til að fylgja nýja tækjabúnaðinum eftir.

„Eins og við reiknuðum með tekur tíma í byrjun að fínstilla ákveðna þætti og laga aðra lítillega en í heild er kerfið að ganga jafnvel

enn betur strax í byrjun en búast hefði mátt við. Við sjáum kæling-una strax virka eins og hún á að gera, bæði í vinnslunni og í lest og eftir löndun heldur fiskurinn vel þessum kulda í flutningi til vinnslu. Eitt atriði vakti sérstaka athygli okkar úti á sjó í fullri keyrslu sem er að fiskurinn stífnar ekki eins mikið og reynsluverkefn-in höfðu sýnt okkur sem líka er kostur því hann raðast þá enn bet-ur í kerin þegar niður í lest er komið,“ segir Albert.

skaginn.is

3X.is

Kælingin virkaði strax eins og lagt var upp með- segir Albert Högnason, vöruþróunarstjóri Skagans og 3X Technology

Albert Högnason, vöruþróunarstjóri Skagans og 3X Technology og Gylfi Guðjónsson, útgerðarstjóri FISK Seafood, á vinnsluþilfari Málmeyjar skömmu áður en skipið lagði í sína fyrstu veiðiferð eftir breytingar.

Hjartað í kerfinu er myndgreiningarbúnaður sem bæði greinir tegundir og metur þyngd á hverjum einasta fiski sem fer í vinnsluna. Þessar upplýsingar eru síðan nýttar til að stýra aflanum rétta leið, velja saman teg-undir, stærðir og skammtastærðir í kerfinu.

Allt fyrir kælingu og frystingu og meira til

Kæli- & frystiklefar, hurðir & öryggisbúnaður

Bitzer kæli- & frystivélar ofl.

Kælivélaolíur North Star ísvélar

Plaststrimlahurðir

Eimar & eimsvalar Ísvélar

Tilbúin kæli- & frystikerfi Mycom kæli- & frystivélar & varahlutir

Hraðopnandi iðnaðarhurðir fyrir kæli & frystiklefa ofl.

Iðnaðareiningar fyrir stærri kæli- & frystigeymslur

Kælimiðlar R507, R404, R134 ofl.

Kælitækni Rauðagerði 25 • 108 Reykjavík • Sími 440 1800 • Fax 440 1801 • [email protected]

www.kælitækni.is og/eða www.kaelitaekni.is

Okkar þekking nýtist þér ...

Page 28: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

28 | SÓKNARFÆRI

Mælingar Hafrannsóknastofnunar á veiðistofni loðnu nú í janúar-mánuði leiddu til tillögu hennar til

sjávarútvegsráðherra um aukningu á áður leyfðum heildarafla um 320 þúsund tonn. Lagt er til að heildar-

aflinn verði 580.000 tonn á vertíð-inni, að meðtöldum þeim afla sem búið var að landa áður en janúar-mælingarnar voru gerðar. Eins og oft áður hefur loðnan verið sjó-mönnum mikil ráðgáta það sem af er vertíðinni, veiddist í fyrstu aðal-lega á afmörkuðu svæði fyrir norð-an land en síðan hófst veiði á hefð-bundnum slóðum við suðaustur-ströndina. Hefðbundið kapphlaup verður nú um að ná kvótanum áð-ur en loðnan hrygnir.

Með stærstu vertíðum síðasta áratugar

Mikill viðsnúningur er í loðnu-veiðunum frá síðasta ári þegar veidd voru 142 þúsund tonn. Gangi veiðar eftir í takti við ráð-gjöfina mun aflinn verða lítið eitt meiri en fiskveiðiárið 2012/13 en minni en fiskveiðiárið 2011/12. Síðan þarf að leita allt aftur til fisk-veiðiársins 2004/05 til að finna stærra ár í loðnuveiðum hér á landi. Í sögulegu samhengi síðasta áratugar stefnir því í eitt af stærri árunum í loðnuveiðum. Langt er þó í land að ná stærstu loðnuveiði-árunum en frá árinu 1984 hefur aflinn 10 sinnum náð yfir milljón tonn á fiskveiðiári. Hið stærsta þeirra var 1996/97 þegar aflinn nam hátt í 1.600 þúsund tonnum.

Loðna mæld á stóru svæðiLíkt og áður er byggt á aðferð í loðnumælingum sem tekin var upp árið 1980, þ.e. að bergmálsmæl-ingar eru notaðar til að kanna út-breiðslu og magn loðnu. Í leiðangri að hausti er mælingum beint að ungloðnu og niðurstöður þeirra leggja grunn að upphafsaflamarki næstu vertíðar. Eftir áramót eru síðan gerðar bergmálsmælingar á fullorðinni loðnu, þ.e. veiðistofn-inum, og endanleg ráðgjöf um aflamark gefin út, líkt og nú var gert.

Í ástandsskýrslu fiskistofna, sem Hafrannsóknastofnun gaf út í júní síðastliðnum, segir að veiðin á yfir-

standandi vertíð byggi að mestu á árgöngunum frá 2011 og 2012 og samkvæmt upplýsingum stofnun-arinnar mældist loðna á öllu mæl-ingasvæðinu fyrir Norður- og Austurlandi en hún var víða mjög dreifð. Mest reyndist magnið fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi á þessum tíma en í heild er veiði-stofninn metinn 969 þúsund tonn. Að viðhafðri þeirri reglu að 400 þúsund tonn séu skilin eftir til hrygningar gáfu útreikningarnir niðurstöðu um 580 þúsund tonna aflamark. Af þessu aflamarki koma um 400 þúsund tonn í hlut ís-lenskra útgerða.

Verði afli í samræmi við aflamark á vertíðinni stefnir í að hún verði sú næst-stærsta frá loðnuvertíðinni 2004/05. Mestu hefur hingað til verið landað á Austfjarðahöfnum, t.d. á Fáskrúðsfirði þar sem þessi mynd er tekin.

Eins og sjá má mældist loðna á stóru hafsvæði við landið norðan- og austanvert nú í janúar.

Loðnuvertíðin gæti orðið með þeim stærri síðustu ár

Skemmtiferðaskip koma óvenju snemma fyrir sjónir landsmanna þetta árið. Von er á fjórum slíkum til landsins nú í marsmánuði en í kynningum ferðanna er mikið lagt upp úr bæði norðurljósaskoðunum og sólkmyrkva, þann 20. mars. Þá verður mesti myrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá almyrkvanum 30. júní 1954.

Samkvæmt yfirliti heimsókna skemmtiferðaskipa á upplýsinga-síðu Faxaflóahafna kemur fyrsta skipið, Azores, þann 18. mars en það hefur einnig viðdvöl á Orkn-eyjum, Hjaltlandseyjum og í Fær-eyjum. Sunnudaginn 22. mars verða síðan tvö skemmtiferðaskip í Reykjavík. Annars vegar skipið Marco Polo sem leggur upp frá London og hefur meðal annars viðdvöl í Skotlandi og Færeyjum á leið sinni til landsins. Þennan dag

kemur einnig skemmtiferðaskipið Magellan sem er sínu stærst þessara fjögurra skipa sem heimsækja land-ið á einni viku. Skipið heimsækir Skotland, Hjaltland, Færeyjar og Ísland í ferðinni en áhersla er lögð á norðurljósaskoðun og sólmyrkv-ann í kynningu ferðarinnar.

Fjórða skipið er Voyager. Það kemur hingað til lands frá Færeyj-um en hefur fyrstu viðkomu á Húsavík þann 21. mars, fer þaðan til Akureyrar og stoppar þar dag-langt. Síðan fer skipið til Grundar-fjarðar og hefur þar viðdvöl og verður síðan í Reykjavík þann 24. mars.

Að þessum heimsóknum lokn-um er ekki von á skemmtiferða-skipum til landsins fyrr en síðla maímánaðar en þá hefst tími skemmtiferðaskipaþjónustunnar af fullum krafti.

Skemmtiferðaskipið Voyager mun hafa viðdvöl á fjórum stöðum á landinu nú í mars.

Fjögur skemmtiferðaskip væntanleg í mars

Smiðjuvegi 66 • 200 KópavogiSími 580 5800 • www.landvelar.is

Kamasa verkfæri – þessi sterku

Page 29: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 29

Óskum FISK Seafood til hamingju með nýtt vinnslu- og kælikerfi í togaranum Málmey SK-1

Page 30: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

30 | SÓKNARFÆRI

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. www.matis.is

Að sjá verðmæti…þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim

sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma

hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Að sjá ver ðmæti ...… þar sem a ðrir sjá þau ekki er einn d ýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er a ð auðvelda þeim

sem hafa þennan hæfileika a ð þroska og framkvæma

hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Að sjá ver ðmæti ...… þar sem a ðrir sjá þau ekki er einn d ýrmætasti hæfileiki

Að sjá ver ðmæti ...… þar sem a ðrir sjá þau ekki er einn d ýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er a ð auðvelda þeim

sem hafa þennan hæfileika a ð þroska og framkvæma

hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir �ölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi. www.matis.isMatís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir �ölbreyttu rannsókna-, þjónustu og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. www.matis.is

Að sjá verðmæti…þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim

sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma

hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Að sjá ver ðmæti ...… þar sem a ðrir sjá þau ekki er einn d ýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er a ð auðvelda þeim

sem hafa þennan hæfileika a ð þroska og framkvæma

hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Að sjá ver ðmæti ...… þar sem a ðrir sjá þau ekki er einn d ýrmætasti hæfileiki

Að sjá ver ðmæti ...… þar sem a ðrir sjá þau ekki er einn d ýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er a ð auðvelda þeim

sem hafa þennan hæfileika a ð þroska og framkvæma

hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir �ölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi. www.matis.isMatís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir �ölbreyttu rannsókna-, þjónustu og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. www.matis.is

Að sjá verðmæti…þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim

sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma

hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Að sjá ver ðmæti ...… þar sem a ðrir sjá þau ekki er einn d ýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er a ð auðvelda þeim

sem hafa þennan hæfileika a ð þroska og framkvæma

hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Að sjá ver ðmæti ...… þar sem a ðrir sjá þau ekki er einn d ýrmætasti hæfileiki

Að sjá ver ðmæti ...… þar sem a ðrir sjá þau ekki er einn d ýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er a ð auðvelda þeim

sem hafa þennan hæfileika a ð þroska og framkvæma

hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir �ölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi. www.matis.isMatís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir �ölbreyttu rannsókna-, þjónustu og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. www.matis.is

Að sjá verðmæti…þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim

sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma

hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Mikil þróun hefur orðið í fjölgeisla dýptarmælum undanfarin ár og sí-fellt fleiri skipstjórar og útgerðar-stjórar gera sér grein fyrir því hvað fjölgeisla dýptarmælar eru öflug tæki við fiskileit. Fjölgeisla dýptar-mælar (multibeam sonars) nefnast þeir mælar sem sýna allt að 120° svið í rauntíma undir skipinu. Þessi tækni var fyrst notuð í rann-sóknarskyni við kortlagningu sjáv-arbotns en WASSP var fyrsta fyrir-tækið til að þróa þá tækni til fiski-leitar. Sónar ehf. er eina fyrirtæki landsins sem er með umboð fyrir fjölgeisla dýptarmæla en þeir eru WASSP og SeapiX, að sögn Guð-mundar Bragasonar sölustjóra Són-ar.

Nýverið kom á markað ný út-gáfa WASSP sem er fáanleg í tveimur tíðnum, 80 kHz og 160 kHz. „WASSP hefur verið leiðandi fyrirtæki í fjölgeisla dýptarmælum og í þessari nýju útgáfu eru fjöl-margar nýjungar. WASSP sýnir 120 gráðu þversniðsmynd undir skipinu hverju sinni en að auki er þriggja geisla dýptarmælir þar sem hægt er að stilla geislabreidd og halla hliðargeislanna. WASSP safn-ar upp dýpisupplýsingum á fljót-virkan hátt og geymir í þrívíddar-grunni. Ef skip er á 100 faðma dýpi er safnað upp 200 fm breiðri rönd af sjávarbotni. WASSP sýnir botnhörku í mismunandi lit sem hefur nýst línu- og dragnótarbát-um afar vel. Kominn er stærðar- og þéttnigreining fiskitorfa í nýju út-gáfunni af WASSP og einnig getur

WASSP sýnt fiskyfirlag í tvívíddar og þrívíddargrunni,“ segir Guð-mundur en 160 kHz útgáfan hefur verið vinsælust hingað til hjá línu-, snurvoða- og uppsjávarskipum

enda með mikilli upplausn og makríll sést afar vel á þeirri tíðni. 80 kHz útgáfan hefur komið sterkt inn á togurum sem veiða á meira dýpi.

SeaPix fjölgeisla þrívíddarmæl-inn segir Guðmundur vera þann eina á markaðnum sem hafi fjöl-geisla sendingu bæði langsum og þversum undir skipinu. SeapiX getur því sýnt 120° x 120° undir skipinu en það er svæði sem skip-stjórnendur hafa verið í vandræð-um með að skoða með hefðbundn-um leitarsónurum. SeapiX gefur skipstjórnendum rauntímaupplýs-ingar um þetta svæði kringum

skipið, bæði botninn og þann fisk sem er við botn og uppi í sjó. Sea-pix safnar þessum upplýsingum saman og getur sýnt fiskyfirlag í tví- og þrívídd, ásamt því að stærð-ar- og dreifigreina fisktorfur.

„Að sjá fisk og botnupplýsingar á svo stóru svæði undir skipinu er mjög mikilvægt og gerir allar veið-ar markvissari, eykur afköst og sparar eldsneyti. Bæði WASSP og SeapiX hafa rækilega sannað sig á makrílveiðum svo fátt eitt sé nefnt

og skipstjórnendur með þennan magnaða búnað geta ekki hugsað sér að vera án hans. Við höfum skynjað mikinn áhuga á þessum fjölgeisla dýptarmælum hjá skip-stjórum, allir vilja hafa fiskileit markvissa og stytta með því veiði-ferðir enda hver dagur á sjó kostn-aðarsamur,“ segir Guðmundur að lokum.

sonar.is

Guðmundur Bragason með viðurkenningu Sónar ehf. sem fyrirmyndar-fyrirtæki 2014.

Fjölgeisla dýptarmælar – framtíðin í fiskileit

SeapiX sónarmyndin sýnir lóðningar bakborðsmegin við skipið sem hefðu ekki sést í hefðbundnum dýptar-mæli.

WASSP sýnir í rauntíma þversniðsmynd undir skipinu, hefðbundna dýptarmælismynd og lóðningar í tví- og þrívíddargrunni.

SeapiX sýnir 120°x 120° „píramída“ svæði undir skipinu.

Page 31: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 31

Eins og undanfarin ár var mestum uppsjávarafla landað í Neskaupstað á liðnu ári, eða 179.827 tonnum. Næstmestum afla var landað í Vestmannaeyjum, eða 106.154 tonnum, og því næst kemur Vopnafjörður með 86.474 tonn. Heildarafli sem landað var í upp-sjávartegundum í íslenskum höfn-um á síðsta ári nam 723 þúsund tonnum sem er umtalsverður sam-dráttur miðað við árið 2013 en þá komu 924 þúsund tonn á land.

Hlutur Austfjarðahafna vexÞegar rýnt er í gögn Fiskistofu þá sést að samdráttur varð í löndun í Neskaupstað árið 2014 miðað við 2013 um 30 þúsund tonn eða sem nemur 14,4%. Uppistaðan í upp-sjávaraflanum sem landað var í Neskaupstað í fyrra var kolmunni 61.736 tonn (34,3%), síldaraflinn var 43.477 tonn (24%) og loðnu-aflinn var 36.054 tonn (20%). Ár-ið 2003 var kolmunni 43,6% af öllum uppsjávarafla sem landað var í Neskaupstað og árið 2006 var hlutur kolmunna 30,5%.

Landanir á uppsjávarafla hafa

undanfarin ár færst í auknum mæli til Austfjarða. Árið 1993 var 42% af öllum uppsjávarafla landað á

Austurlandi en hlutfallið hefur síð-an vaxið nokkuð jafnt og þétt og í fyrra var það 61% sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Suðurland er í öðru sæti með 15% af lönduðum afla og kom hann á land nærfellt eingöngu í Vestmannaeyjahöfn.

Fimmtu hverrri loðnu landað í Neskaupstað

Þegar horft er til löndunar á helstu

tegundum uppsjávarfisks þá var mestu landað af loðnu í Neskaup-stað eða rúmlega 36 þúsund tonn-um. Þetta svarar til 22,8% af þeim uppsjávarafla sem þar kom á land og 20,1% af allri landaðri loðnu hér á landi á síðasta ári. Neskaup-staður er einnig með stærstan hluta af þeirri síld sem lönduð var hér á landi eða 27,5% (43.477 tonn) en Vestmannaeyjar koma næst með

16,4% og Hornafjörður með 14%. Líka sögu er að segja um makrílafl-ann; Neskaupstaður er þar á toppnum með 38.542 tonn í fyrra eða 18,8% af öllum makríl sem landað var í íslenskum höfnum. Skammt á eftir koma Reykjavíkur-höfn með 32.404 tonn (15,8%) og Vestmannaeyjar með 32.185 (15,7%).

Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Neskaupstaður stærstur í uppsjávarfiskinum

Þorskaflinn var 11,5% minni í janúar en í sama mánuði í fyrra.

Tíðarfarið í janúarmánuði hefur vafalítið haft sín áhrif á aflabrögð fiskveiðiflotans en í samanburði aflatalna janúar í ár og í fyrra sést að minna veiddist af flestum botn-fisktegundum. Aftur á móti er allt annað uppi á teningnum hvað uppsjávaraflann varðar en hann er í heild meira en tvöfaldur á við janúar 2014.

Tæp 18 þúsund tonn veiddust af þorski í janúar í ár en samdrátt-ur nam 11,5% miðað við janúar í fyrra. Af ýsu veiddist nú 9,4% minna, eða 4000 tonn. Svipaða sögu er að segja um karfann en nú veiddust af honum rösklega 3.200 tonn í janúar. Það var samdráttur upp á 10,3% miðað við janúar í fyrra. Aftur á móti jókst ufsaaflinn um þriðjung frá janúar í fyrra og veiddust 4000 tonn af ufsa nú í janúar.

Loðnuaflinn skýrir að stórum hluta sveiflu uppsjávaraflans milli ára. Aukning í loðnuafla varð 237% en 46 tonn veiddust í janúar á móti 19.500 tonnum í janúar í fyrra. Af síld veiddust 3.200 tonn í janúar sem var aukning um 200% frá í fyrra og 50% aukning varð einnig á kolmunnaaflanum.

Minna af botn-fiski í janúar

Óskum FISK Seafood til hamingju með

nýju snúnings- böndin í lest

Málmeyjar SK-1.

Fjölbreyttar lausnir

fyrir sjávarúteginn

Page 32: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

32 | SÓKNARFÆRI

Metið hvort þú átt erindi í raun-

færnimat. Þín reynsla, starfs- og

lífaldur.

Þú fyllir út með aðstoð ráðgjafa

yfirlit yfir störf, nám og aðra

reynslu sem nýtist þér

Þú metur með aðstoð fagmanna

hvar þú stendur og móti

viðmiðum úr námsskrá

Þú hittir matsaðila og þeir

leggja mat á færni og þekkingu

þína. Oftast samtal en gætir

líka þurft að sýna hana

Upplýsingar hvað þú hefur

staðist, hvað ekki og ráðgjöf

um hvernig þú gætir lokið námi.

Minningarsjóður Bjarna Þorsteins-sonar og Markúsar Ívarssonar, stofnenda Héðins hf. í Garðabæ, afhenti á dögunum Véltækniskól-anum alla inneign sjóðsins, rúmar sjö milljónir króna. Féð mun allt renna til kaupa á tækjabúnaði til kennslu í skólanum.

Frá gjöfinni er sagt á heimasíðu Héðins hf. og kemur þar fram að að þeir Bjarni og Markús hafi árið 1922 stofnað „Vjelsmiðjuna Hjeð-in“, eins og hún hét í upphafi og var þá staðsett í Reykjavík. Árið 1938 féll Bjarni frá og Markús fimm árum síðar, eða 1943. Þá söfnuðu starfs-menn Héðins og aðrir velunnarar í sjóð sem síðan var til minningar um þá báða en þeir útskrifuðust úr fyrstu árgöngum Véladeildar Stýri-mannaskólans, sem þá hét.

Gjöf sem nýtist velEgill Guðmundsson, skólastjóri Véltækniskólans, segir af þessu til-

efni í frétt Héðins að hin höfðing-lega gjöf minningarsjóðsins sé skól-anum afar kærkomin.

„Það er ör þróun á mörgum sviðum véltækni, ekki síst í rafstýr-ingum, og það kallar á kennslu á nýjan tæknibúnað. Með þessari gjöf getum við keypt tæki sem koma að miklu gagni við þjálfun verðandi vélvirkja, vélstjóra og vél-fræðinga. Ekki sakar heldur að miklu meira verður úr fjármunun-um en upphæðin ein segir til um, því fyrirtækin sem selja þennan búnað hafa sýnt okkur höfðings-skap með margvíslegum af-sláttum.“

Að sögn Egils er mikill áhugi á véltækninámi hér á landi. Rúmlega 200 nemar eru í Véltækniskóla Tækniskólans og þar af útskrifast 35 í vor sem vélfræðingar. „Vél-tækninám á Íslandi fagnar því einnig á þessu ári að 100 ár eru lið-in frá því að sett voru lög um

stofnun fyrsta sérskólans fyrir vél-stjóra. Áður var vélstjórn kennd í Stýrimannaskólanum, en með lagasetningu 1915 fengum við Vél-stjóraskólann í Reykjavík,“ segir Egill.

hedinn.is

Sverrir Sveinsson, stjórnarformaður Héðins hf. afhendir Agli Guðmundssyni (th), skólastjóra Véltækniskólans gjöf-ina en Markús Ívarsson, annar stofnenda Héðins hf. var afi Sverris. Í gjafabréfinu er þess vænst að fjárframlagið nýtist til eflingar véltækni, íslensku samfélagi til hagsbóta. Mynd: hedinn.is

Smíðavinna hjá Héðni.

Véltækniskólinn:

Veglega gjöf til minningar um

stofnendur Héðins

Sjósókn - Tækifæri og áskoranir til mennta í sjávarútvegiSJÓSÓKN er ætlað sjómönnum sem hafa ekki lokið framhaldsskóla. Boðið verður upp á raunfærnimat í ýmsum greinum sem tengjast sjávarútvegi, námskeið í fiskvinnslu og einnig Menntastoðir í fjarnámi.

Markmiðið með verkefninu er að starfandi sjómenn fái reynslu og þekkingu metna inn í nám geti stundað nám samhliða vinnu fái upplýsingar um hvaða leiðir eru færar og aðstoð við leiðarval verði hæfari og öflugri starfsmenn

Um verkefnið

Hvernig fer raunfærnimat fram?

Skimun Færnimappa Sjálfsmat Matssamtal Niðurstaða

M E N N T U N Á V I N N U M A R K A Ð I

Samstarfsaðilar eru Sjómennt, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar,

IÐAN - fræðslusetur, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum,

Mímir - símenntun, Viska - fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja

Fræðslumiðstöð atvinnnulífsins

Page 33: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 33

Fyrirtækið Raf ehf. hefur á undan-förnum árum kynnt athyglisverðar nýjungar og tæki sem það hefur þróað og markaðssett. Meðal lausna má nefna sprautuvélar og ósonkerfi sem nýtir óson til þess meðal annars að hreinsa lykt, drykkjarvatn, matvæli og frá-rennsli. Ennfremur súrefniskerfi til notkunar í fiskeldi og rafsíur sem bæta orkunýtingu og leiðrétta truflanir sem geta verið á rafkerf-um.

Raf ehf. var stofnað á Akureyri árið 1980. Það var fyrst rekið sem almennt rafverktakafyrirtæki en fór fljótlega að þróa rafstýringar og tæki þar sem nýjasta tækni er not-uð til að leysi bæði einföld og flók-in viðfangsefni. Í dag sér fyrirtækið sjálft um alla hönnun og þróun tækja sinna ásamt uppsetningu þeirra og viðhaldi en undirverktak-ar annast hins vegar smíði stærri tækja sem framleidd eru undir merkjum Raf.

50 ára leit lokið„Við höfum unnið með óson hreinsilausnir í meira en 10 ár en ósongas er sterkasta náttúrulega hreinsiefnið sem völ er á og að minnsta kosti 10 sinnum öflugri gerlaeyðir en til dæmis klór,“ segir Sigurjón Arthur Friðjónsson, sölu-og markaðsstjóri hjá Raf ehf. Óson verður til þegar súrefni, O2 er breytt í O3. Vegna þess eiginleika

ósons að hvarfast á tiltölulega skömmum tíma aftur í súrefni þá er þetta að sögn Sigurjóns 100% um-hverfisvænt ferli sem skilur ekki eft-ir nein hættuleg efni þegar því er lokið. „Galdurinn er að stýra ferl-inu þannig að magn ósons sé hæfi-legt, hvorki of mikið né of lítið.“ Hann segir að ósontæknin frá Raf hafi meðal annars verið nýtt til að eyða lykt við moltuframleiðslu í Eyjafirði og við hreinsun á frá-rennsli frá rotþróm. Þá hafi stál-verksmiðjan Héðinn sett þennan búnað upp í mjölbræðslu hjá sér á

síðasta ári og telji sig nú eftir 50 ára leit vera búnir að finna alvöru lausn til að eyða „peningalyktinni“ sem hefur fylgt starfsemi fiskimjölsverk-smiðja í gegnum tíðina. „Það hefur verið jöfn en stöðug aukning í sölu á þessum kerfum frá okkur á und-anförnum árum. RAF ehf undirbýr nú uppsetningu á Óson búnaði hjá Staðarþurrkun í Grindavík og er jafnframt að ljúka við hönnun á fyrsta sérhannaða óson búnaði til sótthreinsunar í ferskfiskvinnslu hér á landi,“ segir Sigurjón Arthur.

Minni truflanir – meiri veiðiRafsía er búnaður sem var hannað-ur af RAF í samstarfi við verk-fræðistofuna Mannvit til að bæta orkunýtingu og minnka truflanir í rafkerfum. Rafsían var upphaflega hönnuð til notkunar um borð í skipum, m.a. til að minnka álag á rafala. Þar sparar hún að meðaltali 3-6% í olíunotkun og dæmi eru um allt að 10% olíusparnað. Síðan hefur tæknin verið þróuð áfram til að nýtast hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í landi. ElCorrect, dótturfyrirtæki Raf sér um þróun og markaðssetningu rafsíunnar en stærsti markaðurinn fyrir hana hef-ur verið erlendis. „Rafsían stuðlar að hagkvæmari orkunýtingu með því að eyða truflunum og svoköll-uðu launafli, sem veldur umfram orkunotkun. Þetta eru truflanir sem leggjast á tæki og rafbúnað og valda útslætti og bilunum sem stytta líftíma tækjanna,“ segir Ey-þór Eðvarðsson, sölu-og markaðs-stjóri ElCorrect. Hann segir að um

borð í skipum hafi truflanir og launafl í rafkerfum verið hvimleitt vandamál. Sumir gangi svo langt að segja að með tilkomu rafsíunnar veiðist hreinlega betur því þá gefi siglingatæki og skynjarar mun ná-kvæmari mælingu.

Mörg framleiðslufyrirtæki hafa sett upp rafsíur til að auka rekstrar-öryggi og segir Eyþór þjóðhagslega hagkvæmt að koma slíkum tækjum sem víðast fyrir því talsvert launafl sé í íslenska raforkukerfinu. Tækni-búnaður í fyrirtækjum verði sífellt flóknari og viðkvæmari fyrir hvers kyns truflunum og minnsta högg í rafkerfinu geti valdið því að tölvu-búnaður sem reksturinn treysti á gefi sig. Hann segir tæknina vera í notkun víða um heim, t.d. hjá Coca Cola sem og í þremur af stærstu útgerðarfyrirtækjum Banda-ríkjanna sem sum starfi við erfiðar aðstæður á Alaska svæðinu.

rafehf.is

RaunfærnimatHvað er raunfærnimat? Þó þú hafir ekki lokið framhaldsskóla þá hefur þú verið að safnað þekkingu í gegnum vinnu og einkalíf. Raunfærni er samanlögð færni sem þú hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Markmið raunfærnimats er að gera þessa þekkingu og færni sýnilega með því að meta hana á móti námsskrám. Í þessu verkefni er lögð áhersla á raunfærnimat sem tengist námi þar sem reynsla af sjómennsku getur nýst.

Nú hafa um 2500 einstaklingar lokið raunfærnimati og meðalaldur þeirra sem fara þessa leið er um 40 ár. Meirihluti þeirra fer í nám að loknu raunfærnimati og flestum gengur vel í námi.

Við skipulagningu verður reynt að taka tillit til aðstæðna, þannig að þátttakendur geti stundað sjóinn meðan á ferlinu stendur. Raunfærnimat er þér að kostnaðarlausu.

Að loknu raunfærnimati getur þú notað einingar sem þú færð metnar til að fara í frekara nám. Til þess færðu aðstoð

ráðgjafa, það þarf að finna þá leið sem hentar þér.

Raunfærnimat í iðngreinumBoðið er upp á raunfærnimat í iðngreinum. Þær greinar sem helst eru til skoðunar í þessu verkefni eru vélstjórn, netagerð, vélvirkjun og matreiðsla. Inntökuskilyrði í raunfærnimat í iðngreinum: Vélstjórn, vélvirkjun, matreiðsla og netagerð, 25 ára aldur og a.m.k. 5 ára starfsreynsla úr greininni.

Raunfærnimat í starfsnámiBoðið er upp á raunfærnimat í starfsnámi. Þær greinar sem helst eru til skoðunar í þessu verkefni eru matartækni og matsveinn. Inntökuskilyrði í raunfærnimat í starfsnámi: Matartækni og matsveinn, 25 ára aldur og a.m.k. 3. ára starfsreynsla úr greininni.

Raunfærnimat í skipsstjórnRaunfærnimat í skipsstjórn miðar að því að meta þá færni sem einstaklingur býr yfir inn í skólakerfið, óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Metið er upp í skipstjórn á B stigi (45 m. skip). Þátttakendur fara í kjölfarið í skóla og ljúka því námi sem eftir

stendur. Áhugasamir verða að hafa starfað á sjó í a.m.k. fimm ár og hafa náð 25 ára aldri.

Raunfærnimat í Fisktækni - fiskveiðar og fiskvinnslaEf þú er orðin/n 23 ára og hefur unnið við fiskveiðar/fiskvinnslu í þrjú ár eða lengur og vilt styrkja stöðu þína á vinnumarkaði og auka við þig menntun þá er raunfærnimat fyrir þig. Í þessu mati er verið að meta á móti námi í Fisktækniskóla Íslands.

Raunfærnimat í almennum bóklegum greinumRaunfærnimat í almennum bóklegum greinum; íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði. Ætlað þeim sem hafa náð 23 ára aldri.

Menntastoðir Menntastoðir er námsleið frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem meta má til 29 eininga inn í framhaldsskólann og sem 50 einingar inn á Háskólabrú Keilis.Námið í Menntastoðum tekur mið af starfsumhverfi sjómanna. Kennslan er byggð á upptökum og kennslumyndböndum

sem eru þátttakendum opin í ákveðinn tíma. Verkefni eru unnin á netinu í fjarnámsumhverfinu Moodle. Helstu námsgreinar eru: stærðfræði 102, 122 og 202, íslenska 103 og 203, upplýsingatækni 103, enska 103 og 203, danska 102 og námstækni. Þeir sem hafa lokið Menntastoðum eiga kost á því að sækja nám í frumgreinadeildir.

Grunnnámskeið í fiskvinnsluMarkmið námskeiðsins er að auka þekkingu starfsmanna á vinnslu sjávarafurða, efla sjálfstraust og styrkja faglega hæfni þeirra. Það er ætlað 18 ára og eldri sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafurða þ.e. í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun og rækju– og skelvinnslu á sjó og í landi.

Náms- og starfsráðgjöfÞátttakendum býðst náms- og starfsráðgjöf þegar þeim hentar.Í henni felst m.a. upplýsingagjöf varðandi nám og námsval, að takast á við hindranir og finna leiðir, námstækni, skipulag og margt fleira.

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðarwww.simey.is sími 460-5720 eða [email protected], [email protected]

MSS-Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjumwww.mss.issími 421-7500 eða [email protected], [email protected]

MÍMIR-símenntunwww.mimir.issími 580-1800 eða [email protected]

VISKA - Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmwannaeyja www.viskave.is sími 481-1950 eða [email protected]

IÐAN fræðsluseturwww.idan.is sími 590-6400 [email protected]

Hafðu samband

Óson hreinsibúnaðurinn frá Raf hefur m.a. reynst vel við að eyða lykt við moltuframleiðslu í Eyjafirði.

Athyglisverðar lausnir hjá Raf ehf.

Eyþór Eðvarðsson, sölu- og markaðsstjóri hjá dótturfyrirtækinu ElCorrect og Sigurjón Arthur Friðjónsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Raf.

Page 34: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

34 | SÓKNARFÆRI

„Ég hef ekki áður framleitt fyrir Ítalíumarkað en við erum að sjá þessar vikurnar hvernig viðtökur fyrsta prufusendingin fær sem við framleiddum fyrir áramót. Á margan hátt virðist mér sem Ítalíumarkaður sé jafnvel sterkari markaður fyrir saltfiskafurðir en Spánn og Portúgal. Hagkerfið er sterkara á Ítalíu en í þeim löndum og þess utan á saltfiskneysla sér langa hefð á Ítalíu. Íslenskir saltfiskframleiðendur þekkja í gegnum tíðina að ítalskir kaupendur hafa gjarnan sóst eftir dýrasta og besta saltfiskinum,“ segir Elvar Reykjalín, eigandi Ektafisks á Hauganesi aðspurður um ganginn í saltfiskvinnslu og -sölu þessa mánuðina. Auk þess að selja frosinn saltfisk í neytendaumbúðum til útflutnings selur fyrirtækið þessa afurð í verslunum hér á landi, sem og fleiri afurðir úr sinni framleiðslu.

Elfar segist leggja áherslu á framleiðslu á gæðavöru í háum gæðaflokki fyrir Ítalíu-markað sem jafnframt er hátt verðlögð. „Markmiðið er ekki magnið heldur miklu frekar að byggja upp markað fyrir hágæða-vöru. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir skref fyrir skref en ef horft er til þessara stærstu markaða fyrir íslenskar saltfiskafurðir í sunnanverðri Evrópu þá er ítalski markað-urinn sá sem borgar hæsta verðið. Síðan koma Spánverjar og loks Portúgal,“ segir Elvar.

Traustur innlendur markaðurEktafiskur hóf árið 1991 að selja saltfisk í neytendaumbúðum í verslunum á Íslandi en fyrirtækið hefur nú aukið markvisst sókn sína á Íslandi og aukið vöruúrval í verslunum, en afurðir Ektafisks er að finna í nærfellt öllum matvöruverslunum, að Bónusverslununum frátöldum. „Auk saltfisksins erum við að selja saltfiskbollur og einnig hefðbundnar fiskibollur, þorsk, ýsu, bleikju, hákarl og fleiri vörutegundir, allt frosnar og pakkaðar afurðir. Íslenski neytendamarkaðurinn er nokkuð stöðugur en við höfum bætt við okkur markaðsmanni sem meðal annars hefur lagt áherslu á að efla vöruframboð okkar og sýnileika í íslenskum verslunum. Sú vinna hefur skilað ágætum árangri,“ segir Elvar.

Veitingasalur opinn í sumar Um áraraðir hefur Elvar í Ektafiski tekið á móti ferðamönnum og hópum, frætt þá um vinnsluna, sögu fyrirtækisins og afurðirnar og gefið smakk af framleiðslunni. Góð samvinna hefur verið við hvalaskoðunarfyrirtækið Níels Jónsson ehf. á Hauganesi um þjónustu við ferðahópa en nú er Ektafiskur að útvíkka þennan þátt starfseminnar enn frekar.

„Það hefur alltaf verið mikil spurn frá hópum um að koma í vinnsluna til okkar en nú erum við að taka í notkun veitingaað-stöðu fyrir 50-60 manns sem ég reikna með að hafa opna í sumar fyrir bæði þá sem eru að koma í hvalaskoðun og sjóstöng frá Hauganesi og aðra ferðamenn sem leggja leið sína til okkar. Á síðasta ári var mikið að gera hjá mér í móttöku á hópum í vinnslunni en þar er ég með svolítið uppistand fyrir gestina og gef þeim að smakka á vel kæstum hákarli

og tári af landa. Það mælist alltaf vel fyrir,“ segir Elvar.

Ektafiskur í bandarísku sjónvarpiMeðal þeirra sem heimsóttu Elvar og fyrirtæki hans í haust var hópur þáttagerðar-manna frá Bandaríkjunum sem var hér á landi að gera Íslandsþátt í sjónvarpsþátta-seríunni Booze Traveller. Þennan þátt sáu milljónir manna þegar hann var sýndur á Þorláksmessu.

„Þeir voru hér hjá okkur heilan dag, fóru í sjóstöng í blíðskaparveðri, smökkuðu á hákarli og landa. Þetta var heilmikið fjör og hluti af þessum ágæta Íslandsþætti þar sem ýmsu er gerð skil. Við höfum verið að fá til okkar hópa erlendra ferðamanna og einnig íslenska hópa í fyrirtækja- eða óvissuferðum en með tilkomu veitingasalarins getum við eflt þennan þjónustuþátt okkar enn frekar. Áhugi á að koma inn í fiskvinnslu, sjá og heyra hvað við erum að gera í fiskvinnslunni er mikill, bæði hjá innlendum sem erlendum gestum,“ segir Elvar.

ektafiskur.is

Árhundruða hefð í saltfiskverkun

Saltaðir þorskhnakkar. Þessi framleiðsluvara Ektafisks fer til veitingahúsa á Spáni og Ítalíu. Og þykir herramannsmatur.

Elvar við skemmtilegan myndavegg í anddyri vinnslunnar. Þar má sjá að nú er fimmti ættliður-inn í fjölskyldufyrirtækinu byrjaður að hjálpa til í vinnslunni.

Elvar Reykjalín með fullverkað saltfiskflak. „Hér byggjum við á handverkinu og gömlum hefðum í verkun á saltfiski eins og hann gerist bestur,“ segir hann.

Saltfiskbollur framleiðir Ektafiskur fyrst og fremst fyrir innlendan markað.

Saltfiskurinn skorinn í bita.

Page 35: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 35

AFGREIÐUM SJÓFRYSTA BEITU SAMDÆGURSVoot beita hefur áreiðanlega og persónulega þjónustu í forgrunni sem viðskiptavinir okkar kunna vel að meta. Við flytjum inn mest af saury, smokkfisk og makríl sem eru þær beitutegundir sem hafa reynst einna best á íslenskum fiskimiðum. Við erum einnig endursöluaðilar fyrir pokabeitu.

Okkar markmið er að bjóða gæðabeitu og skilvirka þjónustu fyrir íslenskar línuútgerðir. Við afgreiðum sjófrysta beitu samdægurs og sendum pöntunina hvert á land sem er. Erummeð afgreiðslustaði á fjórum stöðum hringinn í kringum landið. Vinsamlegast hafðu samband við söluskrifstofu - við tökum vel á móti þér.

Grindvík

Djúpivogur

HúsavíkÞingeyri

Afgreiðslustaðir

VOOT BEITA aðalskrifstofa Miðgarði 3 • 240 GrindavíkSími 581 2222 • Fax 5812223Gsm: 841 1222 • [email protected]

Page 36: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

36 | SÓKNARFÆRI

Egils sjávarafurðir ehf. á Siglufirði er eitt af elstu starfandi fiskvinnslu-fyrirtækjum hér á landi, státar af tæplega 95 ára samfelldri sögu. Vörumerki fyrirtækisins er 60-70 ára gamalt og reykta síldin frá Egils sjávarafurðum hefur verið seld í verslunum á Íslandi í óbreyttum neytendapakkingum í áratugi. Í dag starfa sjö manns að jafnaði í Egils sjávarafurðum og er fram-leiðsla á reyktum laxi fyrir markaði í Norður-Ameríku stærsta verkefni þess og vaxandi. Gústaf Daníelsson er framkvæmdastjóri og aðaleig-andi Egils sjávarafurða ehf. Hann segir að þrátt fyrir að reyktar afurð-ir hafi alla tíð verið rauður þráður í framleiðslunni hafi fyrirtækið á þessari tæpu öld í starfsemi sinni komið víðar við.

Lengstum bar fyrirtækið nafnið Egilssíld en stofnandi þess var Egill Stefánsson sem hóf að reykja síld á Siglufirði árið 1921. Þá var blóma-skeið Siglufjarðar hafið með upp-gangi í síldveiðum fyrir Norður-landi. Uppsveiflan í síldinni og bæjarbragnum á Siglufirði varði allt fram yfir miðja öldina þegar að því kom að síldin hvarf en á gull-aldarárum síldveiðanna óx Siglu-fjörður úr fámennu þorpi í yfir 3000 manna bæ. Egill byggði á þessum tíma upp fyrirtæki sitt og vann við það allt til dauðadags árið 1978. Þá tók sonur hans, Jóhannes Egilsson, við rekstrinum og stýrði fyrirtækinu þar til hann féll frá árið 2011. Nýir eigendur komu þá að fyrirtækinu og fékk það nafnið Egils sjávaraf-urðir ehf. en áfram er haldið á sömu braut í rekstrin-um, þ.e. í fram-leiðslu á afurðum úr laxi og síld, að stærstum hluta reyktum afurðum.

90% framleiðslunnar til útflutnings

„Á ákveðnu tímaskeiði var mikið framleitt hér af niðursoðnum vörum, allt frá rauðrófum yfir í þorsklifur, samhliða reykingunni á síld,“ segir Gústaf. „Við framleið-um enn þann dag í dag reyktu síld-ina fyrir innanlandsmarkað en sá þáttur er lítill hluti heildarstarf-

Gústaf Daníelsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Egils sjávarafurða ehf. Hér stendur yfir pökkun á reyktum laxi í neytendapakkningar fyrir Kanada-markað en framleiðslan er undir merkjum High Liner Foods sem er það stærsta í sölu sjávarafurða þar í landi. Logó hefur fylgt fyrirtækinu í 60-70 ár og er líkast til meðal elstu framleiðslumerkja í fiskvinnslu hér á landi.

Fyrirtækið Egils sjávarafurðir ehf. á Siglufirði á að baki tæplega 100 ára sögu í fiskvinnslu:

Reykti siglfirski laxinn heillar vestan hafs

Reykt siglfirsk síld frá Egils hefur verið í verslunum hér á landi í tugi ára og þykir góð. Enda hefur fyrirtækið að baki sér tæplega 100 ára reynslu í reykingu á síld.

Page 37: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 37

Traust geymsla – og öruggur flutningur alla leið!

Frystigámartil sölu eða leigu

ATH

YGLI

- F

eb.2

015

Eigum á lager 10, 20 og 40 ft. frystigáma.

Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum.

Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar.

www.stolpigamar.is Hafðu samband

568 0100

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100

Page 38: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

38 | SÓKNARFÆRI

seminnar því okkar aðal verkefni er framleiðsla á reyktum laxi fyrir markaði í Bandaríkjunum og Kan-ada. Um 90% af framleiðslu okkar er útflutningur og hann hefur farið vaxandi frá því við tókum við rekstrinum. Við erum fyrst og fremst að framleiða reyktan lax í heilum flökum fyrir hótel og veit-ingahús. Á Bandaríkjamarkaði selj-um við undir merkjum Icelandic en undir merkjum stórfyrirtækisins High Liner Foods í Kanada en það fyrirtæki tók árið 2012 yfir rekstur Icelandic í Bandaríkjunum. Í raun er því High Liner Foods kaupandi allra okkar afurða fyrir Norður-Ameríkumarkað þó svo að við framleiðum undir þessum tveimur vörumerkjum. Við framleiddum áður fyrir Icelandic í Bandaríkjun-um en eftir að High Liner Foods tók það fyrirtæki yfir þá fórum við að framleiða líka fyrir þá á Kanada-markað. Þetta hefur reynst okkur mjög gott og traust viðskiptasam-band enda er fyrirtækið það lang-stærsta í sölu sjávarafurða í bæði verslunum og hótelum í Kanada og einnig mjög stórt og þekkt á Bandaríkjamarkaði,“ segir Gústaf.

Lof borið á framleiðsluna„Við höfum einnig verið að selja reyktan lax undir eigin vörumerki til hótela og veitingahúsa á Íslandi og þar er um hliðstæða framleiðslu að ræða og við seljum til Banda-ríkjanna og Kanada. Við höfum fengið mikið lof og viðurkenningar fyrir þessa afurð. Reykti fiskurinn okkar þykir bæði bragðgóður og reykbragðið milt og fyrir hótelin og veitingahúsin hentar hann mjög vel því útlendingar eru síður hrifn-ir af þessari miklu reykingu og salt-bragði sem við hér á Íslandi aðhyll-umst. En eins og ég segi þá er þessi framleiðsla okkar fyrir innanlands-markað nánast aukaverkefni við

hliðina á útflutningnum,“ segir Gústaf.

Allt frá heilum fiskum til fullunninnar vöru

Frá því Gústaf tók við fyrirtækinu

síðla árs 2011 hefur útflutningur þess á reyktum laxi tvöfaldast og hann segir markaðina trausta. Ástæða sé til að ætla að hægt verði að auka útflutninginn enn frekar.

Öll framleiðslan fyrir Ameríku-

markað er fryst og þannig fara sendingar að jafnaði mánaðarlega frá Siglufirði vestur um haf. Gústaf segir fyrirtækið vel búið tækjum, bæði til reykingar og pökkunar, sem og vinnslu á laxinum en hann kemur beint úr slátrun frá Fjarða-laxi á Patreksfirði.

„Við fáum ferskan og heilan lax hingað í hús tvisvar í viku, flökum, reykjum, pökkum og frystum. Það er mjög mikilvægt að vera með gott hráefni og hafa á einni hendi allan vinnsluferilinn. Fyrir nokkr-um árum áttu vinnslufyrirtæki á reyktum laxi í vandræðum með að fá góðan fisk en á því er orðin mjög mikil breyting allra síðustu ár. Fiskeldi á Íslandi er á uppleið og mikil gæði á fiskinum sem hjálpar okkur að framleiða góðar afurðir fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Gústaf.

egils-seafood.is

Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður

Sími 422 2442 - GSM 899 7807 - Fax 467 1203

„Við fengum 1300 tonn í þremur köstum þannig að það er mokveiði þegar viðrar. Tíðarfarið hefur hins vegar verið mjög erfitt, miklar brælur og nánast reglan að það gengur yfir ein óveðurslægð á dag,“ segir Stefán Geir Jónsson, stýri-

maður á loðnuskipinu Lundey NS sem landaði á Vopnafirði á mið-vikudaginn. Loðnan var á hraðri leið vestur með Suðurlandinu í vikubyrjun og var komin talsvert vestur fyrir Vestmanneyjar þegar Lundey lauk sinni veiðiferð. Líkt

og Lundey fylltu mörg skip lestar sínar á stuttum tíma á miðunum.

Stefán Geir segir að þeir hafi orðið varir við nokkrar lóðningar við suðausturlandið bæði á leið sinni í síðasta túr og aftur á þriðju-dag til löndunar. „Já, við urðum varir við torfur á stöku stað þannig að hún er dreifð hér sunnan við landið. Aðalmálið er að fá frið fyrir veðrinu,“ segir hann.

Landað hefur verið um 180 þúsund tonnum af loðnu það sem af er vertíðinni eða rétt um helm-ingi af útgefnum kvóta sem ís-lensku skipin hafa yfir að ráða. Hver einasti dagur skiptir miklu máli í því kapphlaupi að ná kvót-anum en stóri áhrifavaldurinn, líkt og oft áður, er veðrið.

Loðnuskipið Sighvatur Bjarnason VE í innsiglingunni í Vestmanneyjahöfn á dögunum með góðan farm. Mynd: Óskar Pétur Friðriksson.

Mokveiði á loðnunni þegar viðrar

Auður snyrtir flökin áður en þau eru sneidd.

Að morgni eru reyktu laxaflökin roðdregin og hér taka þær Auður Sigur-geirsdóttir, Guðbjörg Jóhannsdóttir og Irina Lucaci við þeim í pökkunar-salnum þar sem þau eru snyrt, sneidd, viktuð í 1 kg einingar og loks pakkað í lofttæmdar umbúðir. Ferlinu er síðan lokað með frystingu í heilum kössum.

Vinnudagarnir í Egils sjávarafurðum hefjast á því að laxfiskarnir eru handflakaðir, flökin beinhreinsuð og síðan lögð í saltpækil. Síðar á morgninum tekur reykingin við en hér eru þeir Gústaf og Steinar Svavarsson að raða flök-unum í grindurnar sem síðan fara í reykofninn. Reykingu lýkur samdægurs og bíða flökin í kæli til næsta dags og pökkunar.

Page 39: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 39

Fiskað fyrir 6,2 milljarða hjá

Þorbirni í Grindavík

Skip Þorbjarnar hf. í Grindavík fiskuðu fyrir tæplega 6,2 milljarða króna á síðasta ári, samanborið við rúma 7 milljarða árið áður. Heild-araflinn nam tæplega 25 þúsund tonnum í fyrra en rúmlega 28 þús-und tonnum árið áður. Munar milli ára mestu um að togarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 var ekki nema fjóra mánuði sam-tals á veiðum en hann fór í leng-ingu og viðamiklar breytingar á vormánuðum.

Auk Hrafns Sveinbjarnarsonar hefur Þorbjörn hf. í flota sínum togarana Gnúp GK-11 og Hrafn GK-111 og fjögur línuskip, þ.e. Sturlu GK-12, Ágúst GK-95, Valdimar GK-195 og Tómas Þor-valdsson GK-10.

Afli togaranna var á árinu 2014 samtals 13.885 tonn, samanborið við 18.435 tonn árið áður. Verð-mæti togaraaflans nam tæplega 3,8 milljörðum króna (FOB) í fyrra en 5,1 milljarði króna (FOB) árið 2013.

Línuskipin fjögur fiskuðu sam-tals 10.827 tonn árið 2014 og námu verðmæti þess afla um 2,3 milljörðum króna. Árið 2013 var afli línuskipa Þorbjarnar 9.684 tonn og verðmætin um 2 milljarð-ar króna.

Saltfiskvinnsla í fullum gangi hjá Þorbirni í Grindavík.

„Bygging frystigeymslu Eimskips er hvalreki fyrir Hafnarfjarðarhöfn og skiptir okkur verulegu máli. Hún mun bæði laða til okkar fiski-skip til löndunar og farmskip sem sækja fiskinn og flytja áfram. Ég er ekki í vafa um að tilkoma frysti-geymslunnar á eftir að styrkja okk-ur,“ segir Már Sveinbjörnsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar. Eimskip kynnti í lok síðasta árs áform um byggingu 10 þúsund tonna frystigeymslu við Hafnar-fjarðarhöfn og eru byggingarfram-kvæmdir rétt í þann mund að hefj-ast.

Umrædd lóð er Óseyrarbraut 22 og er á því svæði sem í daglegu tali nefnist Hvaleyrarhöfn. Már segir áætlanir miðast við að frysti-geymslan rísi á þessu ári og í tveimur áföngum. Sá fyrri verði tekinn í notkun í ágúst og síðari áfanginn í nóvember. Lóðin sjálf er um 33 þúsund fermetrar og tengist annarri lóð sem Eimskip er með og er 22 þúsund fermetrar. Það eru því miklir stækkunarmöguleikar fyrir hendi í framtíðinni.

„Staðsetningin frystigeymslunn-ar er mjög góð, mitt á milli Suður-bakka og Hvaleyrarbakka, í raun í hjarta hafnarinnar. Þessi fram-

kvæmd hefur átt sér nokkurn að-draganda í umræðunni og eftir því sem árin hafa liðið hefur þörf á þjónustu sem þessari farið vaxandi. Því var það mikið ánægjuefni þegar stjórn Eimskips ákvað í nóvember að ráðast í framkvæmdir. Við höf-um verið mjög sterk í þjónustu við sjávarútveginn og frystigeymsla eflir okkur enn frekar á því sviði. Ekki aðeins í þjónustu við innlend útgerðarfyrirtæki heldur einnig er-lendar útgerðir sem stunda veiðar

hér í nágrenni við okkur og þurfa á þjónustu að halda. Þess utan opnar hún líka á fleiri tækifæri í innflutn-ingi á frystum afla sem fyrirtæki hér á svæðinu gætu nýtt sér til vinnslu og sölu áfram á erlenda

markaði. Það er vaxandi umræða um möguleika á slíkum vinnslum hér á landi og þær gætu verið mjög vel staðsettar hér við hafnarsvæðið. Þessu til viðbótar tengjast Íslend-ingar í auknum mæli veiðum við

Austur-Grænland og gagnvart þeim eru frystigeymsla hér í Hafn-arfirði mjög vel staðsett,“ segir Már.

hafnarfjardarhofn.is

Byggingarframkvæmdir eru í þann mund að hefjast á lóð Eimskips við Hvaleyrarhöfn. Þar verður fyrir árslok komin í gagnið 10 þúsund tonna frystigeymsla. Mynd: Þorri

Eimskip byggir frystigeymslu við

Hafnarfjarðarhöfn

Page 40: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

40 | SÓKNARFÆRI

Ferskir vindar frá Íslandi var yfir-skrift kynningarfundar sem hald-inn var í Casa Llotja de Mar, glæsi-legum húsakynnum viðskiptaráðs-ins í Barcelona í síðustu viku. Fundurinn var hluti af viðamikilli Íslandskynningu, sem fram fór í borginni dagana 18. og 19. febrúar sl. á vegum Íslandsstofu og sam-starfsaðila.

Aðalræðumaður á fundinum í Casa Llotja de Mar var forseti Ís-lands en auk hans ávörpuðu fund-inn formaður viðskiptaráðs Barce-lona og formaður Spænsk-íslenska viðskiptaráðsins. Í móttöku að fundinum loknum var boðið upp á ljúffengar veitingar úr íslensku hrá-efni. Í heimsókninni til Barcelona var lögð höfuðáhersla á að kynna ferðaþjónustu, saltfiskafurðir, ný-sköpun og bókmenntir.

Á Spáni er lífið saltfiskurSjávarafurðir hafa lengstum verið langstærsti hluti vöruútflutnings Íslendinga til Spánar og var verð-mæti útfluttra sjávarafurða um 22 milljarðar króna árið 2014. Spánn er nú annar verðmætasti markaður fyrir sjávarafurðir frá Íslandi og

Forsetinn heimsótti eina af verslunum La Sirena fyrstivörukeðjunnar í heimsókninni. Hann er hér á spjalli við forstjóra fyrirtækisins en á milli þeirra er frú Dorrit Moussaieff.

Ferskir Íslandsvindar blésu um Barcelonaborg

Friðrik A. Jónsson ehfMiðhrauni 13 - 210 GarðabæS: 552 2111 - www.faj.is

Siglinga, fiskileitar og rafeindatæki

Fagleg ráðgjöf, sala og þjónustaBjóðum aðeins viðurkenndan búnað

SU90 Lágtíðnisónar

Langdrægni og góð aðgreining360°hringleit, 60° sneiðmyndLóðréttur og láréttur geisliVeltistýring á geisla Xenon Ískastarar og LED flóðljós

Page 41: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 41

Forseti Íslands heiðursfélagi í katalónska

saltfiskfélaginu

Ólafur Ragnar Grímsson með orðu sem fylgir nafnbótinni Heiðurs-félagi katalónska saltfiskfélagsins.

Í ferð sinni til Barcelona var forseti Íslands gerður að heiðursfélaga í katalónska saltfiskfélaginu. Forsetinn heimsótti Santa Caterina markaðinn þar sem þrír aðilar selja íslenskar saltfiskafurðir og fór at-höfnin fram þar.

Íslenski fiskurinn hefur sterka stöðu í Katalóníu og jókst útflutn-ingur þorskafurða til Spánar milli áranna 2013 og 2014. Einnig hækkaði verð eftir nokkurt samdráttarskeið. Íslenskir framleiðendur voru einnig með í för en þeir nýttu tækifærið til að heimsækja um leið viðskiptavini á Spáni.

Í ræðu sinni í Casa Llotja de Mar, húsakynnum viðskiptaráðsins í Barcelona, ræddi forsetinn um sterk tengsl Íslands og Spánar í gegnum saltfiskviðskipti. Um 250 manns sóttu kynningarfundinn og móttöku að honum loknum.

vega saltaðar þorskafurðir þar þyngst. La Sirena frystivörukeðjan sem selur hágæðaafurðir er með sérstakt kynningarátak á þorskaf-urðum nú í aðdraganda páskanna og kynnti forseti Íslands sér það úrval sem verslunin býður upp á.

Reynslan af hruninu rakinÍ ferðinni hélt forsetinn einnig fyrirlestur í IESE viðskiptaháskól-anum þar sem hann sagði frá reynslu Íslendinga af endurreisn efnahagslífsins eftir hrun og var ákaft fagnað að erindinu loknu. Hann ávarpaði einnig bókmennta-viðburð, þar sem íslenskir höfund-ar og þýðendur kynntu íslenskar bókmenntir en mikið af íslenskum ritverkum hefur verið þýtt yfir á spænsku.

Íslandskynningin var samstarfs-verkefni Íslandsstofu, sendiráðs Ís-lands í París, sem er jafnframt sendiráð gagnvart Spáni, aðalræðis-skrifstofunnar í Barcelona og Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins. Unnið var í góðu samstarfi við Viðskiptaráðið í Barcelona, Ferða-málaráð Barcelona (Barcelona To-urist Board) og bókaútgefendur á Spáni.

islandsstofa.is

Fjölmenni sótti kynningarfundinn í húsakynnum viðskiptaráðsins í Barce-lona.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fylgist áhugasamur með kynningu á saltfiskafurðum á Santa Caterina markaðnum.

Marás ehf.Miðhraun 13 - 210 GarðabærSími: 555 6444 - Fax: 565 7230www.maras.is

Fagleg ráðgjöf, sala og þjónustaBjóðum aðeins viðurkenndan búnað

Allt fyrir sjávarútveginn

Allt fyrir nýsmíðina

Stærð allt að 6200hö

Stjórntæki og GírarRafstöðvar og ljósavélar

Hliðarskrúfur

Kraftur

Ending

Sparneytni

Áreiðanleiki

Kúlulegur - Keflalegur

Vökvakranar fyrir skip og báta

Page 42: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

42 | SÓKNARFÆRI

Strandgötu 1 Neskaupstað Sími:4700 800 Fax:4700 801• Veiðarfæraþjónusta• Gúmmíbátaþjónusta• Fiskeldisþjónusta

Stöðug þróun veiðarfæra í samvinnu við sjómenn og útgerðir.

Fjarðanet er aðili að Hampidjan Group

Neskaupstaður / Fjáskrúðsfjörður / Akureyri / Ísafjörður

www.fjardanet.is [email protected]

Víðtæk þekking og reynsla í uppsetningu og gerð veiðarfæra

Alhliða veiðarfæraþjónusta í höndum fagmanna

„Rekstrarumhverfi okkar hefur ver-ið jákvætt undanfarið. Þar skiptir miklu að olíuverð hefur lækkaði talsvert og fiskmarkaðir hafa verið nokkuð líflegir,“ segir Hjörtur Gíslason, framkvæmdastjóri Ögur-víkur hf. sem gerir út frystitogar-ann Vigra RE-71. Síðustu sumur hefur Vigri tekið þátt í makrílveið-um við landið af miklum krafti og landaði skipið um 2000 tonnum af makríl á síðasta ári. Hjörtur segir

vissulega blikur á lofti varðandi makrílmarkaði vegna ástandsins í Rússlandi og Úkraínu sem hafa verið stærstu markaðirnir fyrir makríl undanfarin ár. Hjá Ögurvík annast menn sjálfir sölu- og mark-aðsstarf og eru fyrir vikið með góða tilfinningu fyrir því sem er að ger-ast á mörkuðunum hverju sinni.

„Í upphafi makrílvertíðarinnar í fyrra töldum við okkur með pálm-ann í báðum höndum þegar Ís-

lendingar áttu að sitja einir að makrílmarkaðnum í Rússlandi ásamt Færeyingum og Grænlend-ingum. Þetta hefur hins vegar spi-last nokkuð öðruvísi því stríðs-ástandið í Úkraínu hefur magnast samhliða gengisfalli rúblunnar og verðfalli á olíu. Þetta hefur dregið máttinn úr Rússum sem eru orðnir mun varfærnari í viðskiptum en áður.“ Hjörtur segir að Ögurvík hafi verið með sterka kaupendur að

makrílnum sem gátu staðið í skil-um. „Við einsettum okkur að reyna að afsetja þessar birgðir sem allra fyrst og það hefur tekist.“

Varanlegir makrílkvótarHann segir miklu skipta að ná samningum við aðrar þjóðir um nýtingu makrílstofnsins. Þar hafi frændur okkar Norðmenn verið hvað erfiðastir og tafið samninga við Íslendinga í trausti þess að makrílgöngurnar til Íslands muni skila sér til baka til Noregs í aukn-um mæli. Hjörtur bendir líka á að mikilvægt sé að hefja úthlutun á varanlegum makrílkvótum til að ná fram hagræðingu. „Það eru

mjög margir að göslast í þessu í dag til að verða sér út um veiði-reynslu á meðan aðrir leggja kapp á að stunda veiðarnar af hagkvæmni. Með varanlegum kvóta skapast að-stæður til að hagræða í veiðunum og auka þannig verðmæti.“

Hjörtur segir að nú þurfi menn að bretta upp ermar og finna fleiri markaði fyrir makrílinn því varlegt sé að treysta á Rússland og Úkra-ínu. Hann segir það starf þegar hafið og beinist sjónir manna með-al annars að Afríku þar sem eru þekktir makrílmarkaðir. „Þetta verður strembið en skemmtilegt verkefni fram á sumar.“

Hjörtur Gíslason framkvæmdastjóri Ögurvíkur segir hærri launakostnað í sjófrystingu en landvinnslu og meiri auðlindaskatt á sjófrystar vörur aðalástæðu þess útgerðir hafa verið að færa vinnsluna aftur í land.

Fleiri makrílmarkaðiþarf að finna

Makrílveiðar um borð í Vigra á síðustu vertíð. Mynd: Árni Sæberg.

Page 43: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 43

Aflaheimildir sameinaðarÍ dag gerir Ögurvík út einn frysti-togara, Vigra RE-71, eftir að togar-inn Freri var tekinn úr rekstri árið 2013 og aflaheimildir hans sam-einaðar þeim sem fyrir voru á Vigra. „Það að selja Frera og sam-eina aflaheimildirnar á einu skipi er ein stærsta breytingin sem gerð hefur verið hjá okkur í seinni tíð. Þótt þetta hafi verið erfið ákvörð-un þá var hún tvímælalaust rétt því veiðiheimildirnar eru alltaf að minnka.“ Hjörtur segir að með því að sameina veiðiheimildirnar á eitt skip með tveimur áhöfnum hafi verið hægt að fjölga úthaldsdögum um 30 á ári. Sú hagræðing hafi aukið aflaverðmæti og nýtingu skips og búnaðar.

Síðustu misseri hefur minni út-gerðum fækkað með sameiningum við stærri útgerðarfélög. Aðspurður hvort einhver slík áform séu uppi varðandi Ögurvík segir Gísli svo ekki vera.

Þegar spurt er um hagkvæmni sjófrystingar samanborið við land-vinnslu segir Hjörtur hana fara eft-ir aðstæðum hverju sinni. Hann segir að flest þeirra fyrirtækja sem undanfarið hafa fært sjófrystinguna í land séu líka með landvinnslu. Hjá þeim sé þetta fyrst og fremst áherslubreyting sem kalli ekki á stórar fjárfestingar. „Það er nokkuð ljóst að stærsti munurinn á sjó-frystingu og landvinnslu liggur í launakostnaði sem er hærri úti á sjó. En það er fleira sem kemur til því mönnum tókst að útfæra auð-lindaskattinn þannig að hann mið-ast við aflaverðmæti sem er mun meira þegar sjófrystum vörum er skipað á land en þegar komið er með óunninn ísfisk. Þetta er mun óhagstæðara fyrir okkur sem erum með sjóvinnslu og er ein af ástæð-um þess að menn hafa verið að flytja vinnsluna í land á nýjan leik.“

Kostaði blóð, svita og tárÞegar Hjörtur er spurður um fram-tíðarhorfur íslensks sjávarútvegs segist hann nokkuð bjartsýnn. Veiðar hafi gengið vel, fiskgengd sé að styrkjast og stofnarnir að byggj-ast upp. Það hafi hins vegar ekki gerst af sjálfu sér. „Það kostaði blóð, svita og tár að byggja stofn-ana upp og nú þegar árangurinn er að byrja að skila sér vilja stjórn-málamennirnir hirða afraksturinn og finnst ekkert sjálfsagðara en að öll aukning fari beint í pottana hjá þeim. Við tókum hins vegar á okk-ur þessar skerðingar á sínum tíma án þess að það kæmi nokkur stuðningur frá ríkinu á móti eins og gerist sums staðar annars staðar. Nú er að auki búið að leggja á okk-ur nýja skatta og þá hefði maður haldið að það dygði til að sætta menn og við gætum andað rólega, en svo virðist ekki vera.“ Hjörtur segir mikið talað um að sátt þurfi að ríkja um sjávarútveginn en sér virðist sem ákveðinn hópur vilji alls ekki sættast. „Það er alveg sama hvað menn beygja sig og teygja í sáttaátt, það líðast sjaldnast nema örfáir klukkutímar frá því skrifað er undir sátt að upp sprettur krafa um nýja sátt.“

Ríkið þriðji stærsti kvótaeigandinn

Hann segir að þótt spennustigið í samskiptunum við stjórnmála-mennina hafi aðeins minnkað eftir að „norræna velferðarstjórnin“ fór frá völdum séu enn á floti mjög undarlegar hugmyndir í pólitíkinni sem ekki séu til þess fallnar að gera greininni kleift að borga meira auðlindargjald. Þar á meðal vísar hann til tilfærslu aflaheimilda í allskyns potta sem síðan er úthlut-að eftir mjög ógagnsæjum reglum.

„Ríkið er nú þegar orðið þriðji stærsti eigandi aflaheimilda í land-inu með yfir 20 þúsund tonna þorskígildiskvóta. Með sama áframhaldi verður allur veiðiréttur á endanum í höndum ríkisins. Það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Hjörtur Gíslason.

Frystitogarinn Vigri RE-71 heldur til veiða. Með því að færa veiðiheimildir útgerðarinnar yfir á eitt skip og gera það út með tveimur áhöfnum hefur tekist að auka úthaldið á Vigra um 30 daga á ári. Mynd: Jón Sigurðsson.

FJARÐABYGGÐ

HAFNARÞJÓNUSTAEINS OG HÚNGERIST BEST!

Hafnarsjóður Fjarðabyggðar

Löndunarþjónusta

Ísverksmiðja

Kæligeymsla

Frystigeymsla

Vélaverkstæði

Veiðarfæraþjónusta

Rafeindaþjónusta

Olíuafgreiðsla

Flutningar

Afþreying

Verslanir

Bankaþjónusta

Læknisþjónusta

Sími 470 9000 - Bréfasími 477 1771Netfang [email protected] www.fjardabyggd.is

FJARÐABYGGÐ

Eskifjörður

Reyðarfjörður

Fáskrúðsfjörður

Stöðvarfjörður

Mjóifjörður

Norðfjörður

Þegar lagst er að bryggju er ómetanlegt að eiga í vændum hafnarþjónustu sem

mætir öllum þörfum skips og áhafnar. Njótið stunda milli stríða á höfnunum í

Fjarðabyggð. Við tökum vel á móti ykkur.

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/F

JA 4

9297

02/

10

Page 44: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

44 | SÓKNARFÆRI

Samningar hafa verið undirritaðir á milli HB Granda og Skagans hf. á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði um nýjan og byltingar-kenndan vinnslu- og lestarbúnað í Engey RE, Akurey AK og Viðey RE, nýja ísfisk-togara HB Granda sem verða smíðaðir á næstu árum. Samningarnir byggja á þróunar-samstarfi HB Granda við fyrirtækin. Samningarnir eru tveir, annars vegar um búnað á vinnsludekki og hins vegar um sjálfvirkt flutningakerfi á körum í lest skipanna. Verðmæti samninganna er um 1.190 milljónir króna, samkvæmt upplýsing-um frá HB Granda.

Vinnslubúnaðurinn byggir í grunninn á hliðstæðri tækni og nú er verið að taka í notkun í togaranum Málmey SK. Mark-miðið er að auka verulega nýtingu og gæði fisks, lágmarka kostnað og bæta vinnuað-stöðu sjómanna en í togurum HB Granda verður allt slóg hirt, sem og lifur og hrogn.

Slægingar- og kælikerfi

á vinnsluþilfariBúnaður á vinnsludekki er byggður á nýsköpun og þróun Skagans á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði í samstarfi við iðnaðinn og rannsóknaraðila s.s. Matís og Iceprotein á Sauðárkróki.

Meðal helstu atriða í kerfinu má nefna:Afkastamikil blóðgunar- og slægingarlína

sem tryggir bætta meðhöndlun fisks.Myndgreiningartækni sem tegundagreinir

og stærðarflokkar fisk með sjálfvirkum hætti.Tveggja þrepa Rotex blæðingarferli sem

tryggir rétta blæðingu og eykur gæði.Tveggja þrepa Rotex kæliferli hægir á

dauðastirðnun sem tryggir betri og lengri ferskleika.

Sjálfvirk stærðarflokkun og Rotex kæliferli fyrir karfa.

Meðhöndlun og kæling á hrognum, lifur og slógi verður framkvæmd í Rotex kælif-erlinu.

Röðun og frágangur fisksins í kör mun fara fram á vinnsluþilfari.

Mannshöndin óþörf í lestumLestin verður byltingarkennd í nýju skipunum hjá HB Granda hvað það varðar að mannshöndin kemur hvergi nærri vinnu á því svæði skipsins. Þetta kerfi hafa Skaginn og 3X Technology þróað með tæknimönn-um HB Granda og Nautic, hönnuða nýju skipanna þriggja. Hugmyndin er að fiskikerin komi sjálfvirkt úr lestinni upp á vinnsluþilfar þar sem fiski er raðað í þau.

Þaðan fara körin síðan sjálfvirkt niður í lest á nýjan leik og staflast þar. Þetta sjálfvirka kerfi er einnig notað þegar skipið er losað og lestað í höfn.

Smíði frumgerðar lestarkerfisins mun nú hefjast hjá Skaganum á Akranesi þar sem það verður að fullu útfært áður en því verður komið fyrir í fyrsta togaranum, Engey RE, sem áætlað er að komi til landsins sumarið 2016.

„Að HB Grandi velji okkar metnaðarfullu og um margt byltingarkenndu lausnir í ný skip sín er mikil viðurkenning á nýsköpun og þróunarstarfi okkar á síðustu misserum. Við höfum í gegnum tíðina átt farsæl samskipti við starfsfólk HB Granda, m.a. í okkar þróunarvinnu. Það farsæla samstarf er staðfest með þessum samningi. Við erum að gera eitthvað rétt,“ segir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans og 3X Techno-logy, um samninginn.

skaginn.is

3x.is

Handsal samningsins. Frá vinstri: Ingólfur Árnason, framkvæmdstjóri Skagans og 3X Techno-logy, Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda og Albert M. Högnason, þróunarstjóri Skag-ans og 3X Technology. Verðmæti samnings nemur um 1,1 milljarði króna. Fyrsti togarinn af þremur kemur til landsins frá Tyrklandi sumarið 2016. Mynd: Heimasiða HB Granda.

Skýringarmynd sem gefur hugmynd um vinnufyrirkomulagið í nýjum togurum HB Granda eftir að fiskur er kominn í gegnum vinnslulínuna og kælingu. Raðað er í fiskikerin á vinnsluþilfari og þaðan fara þau sjálfvirkt í lest. Mannshöndin er þar með óþörf í lestinni sjálfri.

Samið um vinnslubúnað og lestarkerfi í ný skip HB Granda

- snjallar lausnir

Gold Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

Borgartún 26, 105 Reykjavík & Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri » sími: 545 3200 » [email protected] » www.wise.is * gildir til 30. 06. 2017

Fullbúin viðskiptalausn í áskrift- Microsoft Dynamics NAV

Wise býður eitt mest selda bókhaldskerfi landsins í mánaðarlegri áskrift - NAV í áskrift.

Lágmarkaðu kostnaðinn og kynntu þér málið á

www.navaskrift.is

Aðgangur að O�ce 365 fylgir með Microsoft Dynamics NAV í áskrift.*

Hýsing og afritun innifalin

Azure skýjaþjónusta Microsoft er eitt öruggasta og ö�ugasta

gagnaver í heimi.

MicrosoftAzure

pr. mán.án vsk9.900kr.

FjárhagsbókhaldViðskiptavina- og lánardrottnaker�Innkaupaker�Sölu- og birgðaker�Eignaker�Verkbókhald

Wise sérlausnir:Rafræn VSK skilRafræn sending reikningaÞjóðskrártenging

Ótakmarkaður �öldi fyrirtækjaReglulegar uppfærslurEnginn stofnkostnaður

Hýsing og afritun í Microsoft AzureO�ce 365 fylgir með NAV í áskrift*

Page 45: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 45

Talning bend-ir til verulegr-ar fækkunar

landselaHelstu niðurstöður talningar á landsel á tímabilinu júlí-september sl. á Vesturlandi, Vestfjörðum, og Norðurlandi vestra benda til veru-legrar fækkunar sela samanborið við niðurstöður talninga árið 2011 þegar stofnstærðarmat var gert. Talningin á sl. ári var styrkt af At-vinnuvega- og nýsköpunarráðu-neytinu og unnin í samstarfi Veiði-málastofnunar, Selaseturs Íslands, Varar sjávarrannsóknarseturs og Svarma ehf.

Í samantekt sem Selasetur Ís-lands hefur birt segir að þrátt fyrir síminnkandi veiðar landsela á þeim svæðum þar sem talið var, sem og öðrum svæðum landsins, bendi niðurstöðurnar til að landselsstofn-inn hafi minnkað um 30% árlega á tímabilnu 2011-2014 en stofninn var árið 2011 metinn 11-12.000 dýr.

„Gæta skal að því að til þess að hægt verði að segja til um ástand landselsstofnsins í heild á Íslandi verður að telja oftar en einu sinni í hverju látri og fara yfir alla strönd-ina eða svo gott sem. Í ár var þessi kostur hins vegar ekki inni í mynd-inni vegna skorts á fjármagni. Þar sem vísbendingar eru um það að landselsstofninn hafi minnkað mikið og sé nú langt undir viðmið-unarmörkum sem miða við stofn-stærð ársins 2006 er mikilvægt að meta stofnstærð hans árið 2015, en þá eru liðin 4 ár frá síðustu sam-bærilegu talningu,“ segir í saman-tektinni.

selasetur.is

Selastofninn var metinn 11-12.000 dýr árið 2011. Talið er mikilvægt gera nýtt stofnmat í ár.

Hampiðjan er þessa dagana að opna sölufyrirtæki í Brisbane í Ástralíu. Því er ætlað að mæta þörfum markaðarins fyrir net, kaðla og ofurtóg sem fyrirtækið framleiðir en um árabil hefur Hampiðjan rekið fyrirtækið Hampidjan New Zealand á tveim-ur stöðum á Nýja Sjálandi sem annast hefur ástralska markaðinn. Því fyrirtæki er eftirleiðis ætlað að einbeita sér að sínum heimamark-aði.

Samhliða því að selja vörur Hampiðjunnar mun Hampidjan Australia selja vörur til útgerðar frá öðrum framleiðendum. Fyrir utan

sölu til sjávarútvegs undanfarin ár hefur Hampiðjan selt töluvert af ofurtógi á skútumarkaðinn í Ástr-alíu og í olíuiðnaðinn sem er vest-antil við Ástralíu.

hampidjan.is

Hampiðjan áætlar að selja vörur sínar til sjávarútvegs, olíuiðnaðar og á skútumarkaðinn í Ástralíu.

Hampiðjan opnar í Ástralíu

Page 46: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

46 | SÓKNARFÆRI

Simrad kynnti nýlega nýja gerð af sónar, SIMRAD SN90, sem er er stefnuvirkur „hyperbolic“ tíðnimót-aður (chirp) hátíðnisónar sem vinn-ur á sviðinu 70 til 120Khz sem gef-ur mikinn sveigjanleika við grein-ingu mismunandi stærðar fiska. Sónarinn er fáanlegur, líkt og önnur tæki fyrir sjávarútveginn frá Simrad, hjá Friðrik A. Jónssyni í Garðabæ.

SN90 er með fast botnstykki og er því engin hætta á því að veiðar-færi festist í þó það sé í notkun við veiðar. Hægt er að setja botnstykkið í kjöl á þann hátt að það vísi fram

eða til hliðar og getur því hentað fyrir togara eða við nótaveiðar.

Torfur í kringum skipin greindar

SN90 hefur afburðar góða stærðar-greiningu. Lárétti geislinn spannar allt að 160° og er hægt að halla hon-um frá 0 til 90°. Lóðrétti geislinn getur verið allt að 80° á hæð og 6°á breidd. SN90 er einnig með „split-beam“ greiningargeisla sem er 5°x 5° á 120khz tíðni. Þetta þýðir að hægt er að horfa inn í torfu með þessum mjóa geisla og gera mjög

nákvæma stærðargreiningu ásamt því að geta skoðað hegðun fisks og lífmassa.

Með hliðargeisla er hægt að greina fýsilega torfu án þess að sigla

yfir hana eins og annars þyrfti að gera ef greining ætti að fara fram með dýptarmæli. Með geisla sem vísar fram er hins vegar hægt að greina torfur og dýpt með nokkrum

fyrirvara. Með SN90 er hægt að koma í veg fyrir að styggja fisktorfur og þar með ná fram árangursríkari veiðum.

Búnaðurinn er búinn sjálfvirkri velti- og stampleiðréttingu upp á +/-20° sem hjálpar mikið hvað varðar áreiðanleika og nákvæmni. Skjá-myndir bjóða upp dagsýn eða næt-ursýn sem auðveldar mjög aflestur við mismunandi birtuskilyrði.

faj.is

Hér má sjá hvernig geislar tíðnisónarsins vinna fram fyrir skipið.

Dæmi um hvernig botnstykkinu er komið fyrir á skipsskrokki.

Auðvelt er að lesa af skjámyndum við hvaða birtuskil-yrði sem er.

Geta tíðnisónarsins nýtist vel á nótaveiðum.

Yanmar hefur verið í fararbroddi í nýjungum við hönnun á dísilvél-um fyrir skip og báta í yfir 100 ár og er flestum útgerðarmönnum á Íslandi vel kunnar. Marás ehf. í Garðabæ er innflutnings- og þjón-ustuaðili fyrir Yamnar vélar á Ís-landi. Fjögur af þeim togskipum sem eru í smíðum fyrir Íslendinga í Tyrklandi eru búnar vélum frá Yanmar, þ.e. búin aðalvélum og ljósavélum. Yanmar hefur um ára-bil verið með mest seldu vélum fyrir skip og báta á Íslandi og segir Hallgrímur Hallgrímsson hjá Marás það ekki af ástæðulausu.

Ný vél og minni eyðslaEin af þeim nýungum sem eru að koma hjá Yanmar er tveggja þrepa túrbínu vélar sem eru að koma mjög vel út í eyðslu eða allt niður í 178 g / kwh við 75% álag sem Hallgrímur segir vera með því besta sem gerist í skipavélum í dag. „Um er að ræða 10% sparnað í olíu eyðslu miðað við sambærilegar

vélar frá öðrum framleiðendum sem skiptir auðvitað miklu máli varðandi útgerðarkostnað skipa. Og þessu til viðbótar er smurolíu-brennsla einnig mjög lítil sem skil-

ar sér í hreinni bruna og minni rekstrarkostnaði,“ segir Hallgrím-ur.

maras.is

Mikill metnaður er hjá Yanmar vélaframleiðandanum að vera ávallt í fremstu röð í hönnun dísilvéla og búnaði þeim tengdum. Mikið er lagt upp úr hönnunarvinnu vegna mengunarkrafna framtíðarinnar en fyrirtækið framleiðir díselvélar frá 6 til 6200 hestöfl að stærð. Á myndritinu má sjá samanburð nýju tveggja þrepa túrbínuvélanna frá Yanmar (rauða línan) og hefðbundinna túrbínuvéla hvað eyðslu varðar.

Tveggja þrepa túrbínuvél væntanleg frá Yanmar

Nýjung frá Simrad:

Sónar með fast botnstykki nýtist togurum og við nótaveiðar

www.isfell.is

SjófatnaðurStarfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

íshúsiðAllt í kælikerfið á einum stað

Kælimiðlar

Gæðamiðlar frá Evrópu!

Leitaðutilboða

það borgarsig

Page 47: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 47

Page 48: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

48 | SÓKNARFÆRI

„Með þessari nýju hvítfiskvinnslu-línu erum við að bjóða fiskvinnslu-fyrirtækjunum aukna sjálfvirkni, aukna nýtingu og meiri möguleika í vöruframboði samhliða góðum afköstum. Lykiltækið í línunni er FleXicut vatnsskurðarvélin sem við kynntum fyrst á sjávarútvegssýn-ingunni í Brussel fyrir tæpu ári en við erum núna langt komin í þró-un á bæði nýrri flæðilínu og pökk-unarlínu, þ.e. nýjungum í vinnslu-ferlinu beggja vegna FleXicut vél-arinnar. Sá hátæknibúnaður og sjálfvirkni sem við nýtum okkur í þessari þróun breytir verulega fisk-vinnslum frá því sem við þekkjum í dag,“ segir Guðbjörg Heiða Guð-mundsdóttir, verkefnastjóri í vöru-þróun fiskvinnslubúnaðar hjá Mar-el hf.

Tæknin breytir allri vinnslunni

Í FleXicut vélinni er beitt röntgen-tækni sem m.a. greinir beingarð í flökunum og stýrir síðan hvernig vatnsskurðarbúnaður vélarinnar sker beingarðinn úr flakinu af mik-illi nákvæmni og hlutar það síðan

niður eins og hver og einn fram-leiðandi þarf á að halda miðað við óskir sinna kaupenda. Til marks um nákvæmnina í þessum búnaði þá skynjar röntgentæknin bein allt niður í 0,2 millimetra að þykkt.

Guðbjörg Heiða segir þennan nákvæma skurð skila meiri nýtingu en mannshöndin geti gert í sam-felldri vinnslu og meiri nákvæmni fáist í bitastærðir. „Hinar hefð-bundnu flæðilínur sem við höfum þekkt munu breytast með tilkomu FleXicut vélarinnar og vinnan á snyrtistöðvunum verður með öðr-um hætti en þekkst hefur í áratugi. Við erum að færa hátæknibúnað inn í hjarta fiskvinnsluhúsanna og hann hefur áhrif á alla heildar-myndina í vinnslunni. Þetta er eitt af stærri skrefum í sjálfvirknivæð-ingu sem við höfum séð lengi í fiskvinnslunni,“ segir Guðbjörg Heiða.

Fjölbreyttari bitaskurður Hnakkastykkið er dýrmætasti hluti hvers fiskflaks en fjölbreyttir möguleikar eru til að skera aðra hluta flaksins. FleXicut vélin ræður

einnig við að skera flök með roði. „Þetta er einn af þeim möguleikum sem FleXicut hefur uppá að bjóða en síðan eru mismunandi valkostir í niðurhlutun á flökum eftir því um hvaða fisktegund er að ræða í vinnslunni hverju sinni. Fjölbreyti-leiki í skurði er einn af stærstu eig-inleikum vélarinnar og það skiptir miklu máli að vinnslurnar geti há-markað virði hráefnis og mætt pantanaþörf hverju sinni, hvort sem flökin eru stór eða lítil. Í þró-unarstarfi okkar höfum við séð hversu vel vélbúnaðurinn nýtir flökin, burtséð frá stærð, og þegar við erum að tala um hús þar sem jafnvel fara tugir tonna í gegn á hverjum degi þá safnast þetta sam-an í verulega aukningu í nýtingu. Það eru miklir fjármunir og hags-munir fyrir vinnsluna.

Síðan sjáum við að nákvæmni í röntgentækninni sem við notum er orðin slík að það er raunhæft að greina öll bein sem mögulega kunna að sleppa í gegnum snyrti-línurnar. Þar sem við höldum full-um rekjanleika í gegnum kerfið þá er fullkomlega beinlaus fiskur orð-inn raunhæfur möguleiki. Þetta eru þættir sem snerta þróun okkar á næstu árum og þá förum líka enn lengra í að nýta Innova hugbúnað Marel við þessa nýju línu. Þá opn-ast enn fleiri möguleikar,“ segir Guðbjörg Heiða.

Ferðalag með fiskvinnsl-unum inn í framtíðina

Líkt og áður segir er FleXicut bún-aðurinn hjartað í næstu kynslóð framleiðslulína fyrir hvítfisk og þróun heildarlínunnar tekur veru-

lega mið af þeirri tækni sem vatns-skurðarvélin býður uppá. Guð-björg Heiða segir þróun á nýrri flæðilínu og pökkunarlínu vel á veg komna og væntir hún þess að sá búnaður líti dagsins ljós fyrir árslok.

„Við höfum nú þegar þróað búnað sem tekur við niðurskorn-um flökum úr FleXicut vélinni og aðgreinir flakahlutana á mismun-andi pökkunarlínur. Endastöðin er síðan pökkunarbúnaður sem lýtur sömu lögmálum og annað í þessari þróun okkar, þ.e. nákvæmni, vöru-vöndun, afköstum og sjálfvirkni,“ segir Guðbjörg Heiða og ber lof á náið samstarf með íslenskum fisk-vinnslufyrirtækjum.

„Við lítum á þetta sem ferðalag með þessum fyrirtækjum inn í framtíðina, það er lykilatriði fyrir okkur að vinna náið með þeim og þróa þannig áfram þá tæknimögu-leika sem bjóðast til betri nýtingar, aukinnar fjölbreytni og gæða í framleiðslu. Marel hefur stórt teymi í þessu verkefni sem mun fylgja verkefninu eftir, fyrst fyrir ís-lenskan markað og síðan stærstu markaði í hvítfiski í kringum okk-ur, t.d. Noreg og Kanada. Gott samstarf með viðskiptavinum okk-ar er grunnurinn að þessari nýju kynslóð í fiskvinnslutækni.“

marel.com/fish

marel.com/flexicut

Niðurhlutað þorskflak með roði.

FleXicut vatnsskurðarvélin er hjartað í nýrri hvítfiskvinnslulínu Marel. Með vatnsskurði og röntgentækni næst mikil nákæmni í flakaskurðinn og um leið fjölbreyti-legir möguleikar í niðurskurði.

Marel færir hátækni inn í fiskvinnsluhúsin

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í vöruþróun fiskvinnslubúnaðar hjá Marel hf.

Page 49: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 49

HAFNARFJARÐARHÖFNtengir flutninga um allan heim

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur verið valin Menntasproti atvinnu-lífsins 2015. Að viðurkenningunni standa Samtök atvinnlífsins ásamt aðildarfélögum sínum; Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök-um verslunar og þjónustu, Sam-tökum fjármálafyrirtækja, Samtök-um iðnaðarins, Samorku og Sam-tökum aðila í ferðaþjónustu.

Síldarvinnslan stofnaði árið 2013 sjávarútvegsskóla þar sem 14 ára grunnskólanemendum er gef-inn kostur á að fræðast á launum um fiskveiðar og fiskvinnslu yfir sumartímann. Fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem standa að skólan-um, m.a. Eskja og Loðnuvinnslan og nú nær Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar til allra svæða innan sveitarfélagsins og hafa 85% ung-menna í byggðinni, sem fædd eru árið 2000, lokið námi við skólann.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin á menntadegi atvinnu-lífsins 2015 sem haldinn var á Hil-ton Reykjavík Nordica. Gunnþór

Ingvason, forstjóri Síldarvinnsl-unnar tók við verðlaununum og sagði þau skipta fyrirtækið miklu máli. Hann sagði það sláandi sem fram hefði komið á menntadegin-um að 55% ungmenna í fram-haldsskóla sjái ferðaþjónustu og sjávarútveg sem helstu vaxtargrein-ar íslensks atvinnulífs en aðeins 8,5% hugsi sér að vinna við þær. Mikil tækifæri blasi við í að fá ungt fólk til beina kröftum sínum í þessar greinar til að geta búið til meiri verðmæti og bætt lífskjör Ís-lendinga.

Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, tekur við viðurkenning-unni úr hendi Hildar Elínar Vignir, formanns dómnefndar, að viðstöddum Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra. Mynd: Vefur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Síldarvinnslan valin Menntasproti atvinnulífsins

Hafrann-sókna-

stofnunin fékk 12% hækkun

Útgjaldarammi Hafrannsókna-stofnunar hækkaði um liðlega 12% milli áranna 2014 og 2015, sam-kvæmt tilkynningu sem Atvinnu-vegaráðuneytið hefur birt í ljósi umæðu um framlög ríkisins til stofnunarinnar. Nemur hækkun framlaga til hennar 327 milljónum króna í ár.

„Í fjárlögum ársins 2014 fékk Hafrannsóknastofnun í sinn hlut alls 1.409 m.kr. Við það bættust 50 m.kr. í fjárauka. Alls fékk stofn-unin 1.459 m.kr. frá ríkinu á árinu 2014. Sértekjur voru 1.301 m.kr. og útgjaldarammi stofnunarinnar árið 2014 var því alls 2.760 m.kr.

Á þessu ári er gert ráð fyrir að útgjaldarammi Hafrannsókna-stofnunar nemi alls 3.087 m.kr. sem er liðlega 12% hækkun frá fyrra ári. Í fjárlögum fær stofnunin 1.749 m.kr. (20% hækkun) og sér-tekjurnar eru upp á 1.338 m.kr. (3% hækkun).

Rétt er að taka fram að 150 m.kr. af ríkisframlaginu er eyrna-merkt hvalatalningum en þær fara fram á nokkurra ára fresti. Ef þessi upphæð er dregin frá nemur hækk-un á útgjaldaramma Hafrann-sóknastofnunar 6,5%. Þess má jafnframt geta að í skýringum í frumvarpi til fjárlaga kemur fram að hluti hækkaðs framlags sé ætlað til loðnurannsókna,“ segir í til-kynningu atvinnuvegaráðuneytis-ins.

Skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, lætur úr höfn á Siglu-firði.

Page 50: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

50 | SÓKNARFÆRI

Hjá Promens Tempru í Hafnar-firði eru framleiddar um fimm milljónir frauðplastkassa á ári sem fyrirtæki í sjávarútvegi nota fyrir útflutning á ferskum fiski. Stöðug aukning hefur verið í framleiðslu frauðplastkassanna mörg undanfar-in ár í takti við stöðuga aukningu í ferskfiskútflutningnum. Þrjár al-gengustu stærðir kassanna hafa nú verið endurhannaðar og skila breytingarnar betri einangrun.

Betri einangrun og betri stöflun á bretti

Halldór Jónsson, sölustjóri Pro-mens Tempru segir fyrirtækið framleiða um 15 gerðir af kössum fyrir útflutning á ferskum fiski þó ákveðnar stærðir séu algengastar.

„Við breyttum kössunum af stærðunum 10, 13 og 15 kíló þannig að innri horn kassans eru nú rúnnuð og þykkari en áður. Þessar breytingar skila lægri há-markshita í kassanum og þar að leiðandi einsleitari hitadreifingu og afurðagæðum, Þetta skiptir veru-legu máli fyrir útflutninginn og fersksleika vörunnar þegar hún kemst á leiðarenda til erlendra kaupenda,“ segir Halldór. Auk þessara breytinga á innra formi kassana hefur ummáli þeirra verið breytt þannig að þeir staflast betur á vörubretti en þeir eru 60x40 cm að flatarmáli.

Segja má að útflytjendur fái allt á einum stað því Promens Tempra selur bæði kassana sjálfa með loki, fölskum botni fyrir þá sem hann vilja, bleiur í botn á kössunum til að þurrka upp raka frá fiskinum

og/eða bráðnuðum ís og kælimott-ur. Einnig vörubretti, poka og strekkifilmur.

„Hér fá fyrirtækin einfaldlega allt í þennan útflutning nema fisk-inn sjálfan og auðvitað er til mikils hægðarauka fyrir þessa aðila að geta fengið allt á einum stað,“ segir Halldór.

Endurvinnanlegt efni og umhverfisvænt

Frauðplastkassarnir frá Promens Tempru eru að fullu endurvinnan-legir. Halldór segir misjafnt eftir löndum hvernig endurvinnslukerfi séu byggð upp en yfirgnæfandi meirihluti kassana frá Íslandi fari áfram í endurvinnslufarveg að fisk-flutningnum loknum.

„Frauðplast er mjög rúmmáls-frekt en sem dæmi verður umfang-ið á 300 kössum ekki meira en svo að þegar búið er að mylja þá niður og pressa, rúmast þeir í einum ruslapoka. Það eru dæmi um að þetta efni sé notað í arinkubba, sem einangrun og í landfyllingar og svo má áfram telja. Svo má ekki gleyma því að vegna þess hve vel

einangrandi kassarnir eru þá fer minna af matvöru til spillis. Þetta er því mjög góður valkostur út frá umhverfislegum sjónarmiðum,“ segir Halldór en frauðplastkassarn-ir hafa lækkað í verði að undan-förnu í kjölfar olíuverðslækkana.

„Mest af okkar framleiðslu fyrir sjávarútveginn er fyrir útflutning á heilum fiski, flökum eða flaka-stykkjum en svo eru alltaf einhverj-ir að spreyta sig á nýjungum í út-flutningi. Almennt virðist sú þró-un að neytendur sækjast eftir að kaupa matvælin fersk fremur en frosin og í því liggja tækifæri fyrir okkur,“ segir Halldór.

promens.com/tempra

Halldór Jónsson, sölustjóri Promens Temrpu. Myndir: Þorri

Frauðplastkassarnir streyma úr vélunum. Promens Tempra býður viðskiptavinum upp á að prenta fyrirtækjamerki eða annað á kassana. Þessa þjónustu nýta sér sífellt fleiri úr þeim hópi.

Promens Tempra í Hafnarfirði:

Jafnari gæði í nýjum flakakössum

Saltkaup hf. • Cuxhavengata 1 • 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 • www.saltkaup.is

Page 51: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 51

Aðal- og hjálparvélar í miklu úrvali ásamt öllu tilheyrandi Sérhæfð ráðgjöf, viðhalds- og varahlutaþjónustaÁratuga reynsla og þekking

... í þjónustu við útgerðina

TIL DÆMIS:SOLE SM-105 Skrúfuvél 95 Hö við 2500 sn/mín.Rúmtak: 4,996 ltr.

Eigum úrval af viðurkenndum þenslutengjum fyrir röralagnir á lager

TIL DÆMIS:Gerð: S8U-MPTK

1343 kW við 1060 sn/mín.Borvídd x slaglengd: 240 x 260

Rúmtak: 94,10 ltr.Mengunarvottun : IMO2

TIL DÆMIS:MAS 1350-S Skipsrafstöð Vél: S12R-MPTAW.1351 kW við 1500 sn/min 50HzMengunarvottun : IMO2

MD VÉLAR | Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 | Fax 567 2806 | [email protected] | www.mdvelar.is

Tæknifyrirtækin Skaginn og Þor-geir & Ellert á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði hafa stofnað nýtt fyrirtæki sem taka mun yfir markaðs-, sölu- og þjónustustarf félaganna hérlendis og erlendis og mun það taka til starfa á næstu vik-um. Félagið verður á áðurnefndum stöðum sem og í Sjávarútvegsklas-anum í Reykjavík en áætlað er að starfsmenn verði brátt um 20 tals-ins.

Fyrirtækin eru þekkt fyrir tækni- og vinnslulausnir í matvæla-iðnaði og ekki síst á sjávarútvegs-sviðinu. Eitt nýjasta dæmið er búnaður í ferskfisktogaranum Málmey SK þar sem afli er ofur-kældur og ís óþarfur til lestarkæl-ingar. Fjallað er um þessa nýjung á öðrum stað í blaðinu. Nefna má einnig uppsjávarfiskvinnslur, bæði hérlendis og erlendis, með búnaði Skagans og nýjan samning fyrir-tækisins um sölu á lausfrystum til Brasilíu.

Brugðist við sívaxandi eftirspurn

Ingólfur Árnason framkvæmda-stjóri segir að með stofnun nýs sölu- og þ jónustufélags sé verið að bregast við sívaxandi spurn eftir framleiðsluvörum fyrirtækjanna og nýta tækifæri til vaxtar. „Með stofnun þessa nýja fyrirtækis tryggjum við samhæfingu mark-aðs- og sölustarfs félaganna. Þá verða á einum stað kynntar allar framleiðsluvörur fyrirtækjanna auk þess sem þjónusta eflist samfara

auknum vexti. Þannig viljum við tryggja að þjónustan verði efld í hlutfalli við vöxt félaganna.“

3X Technology hefur rekið þjónustustöð fyrir viðskiptavini í

Reykjavík en framvegis verður allri þjónustu fyrirtækjanna stýrt frá Akranesi.

„Þegar þessi starfsemi fyrirtækj-anna færist í sérstakt fyrirtæki

skapast auknir möguleikar til ný-sköpunar, bæði á Akranesi og Ísa-firði. Með því viljum við tryggja að sá frumkraftur sem býr í starfs-mönnum þróist áfram og verði

einblínt á frjóa og kröftuga vöru-þróun,“ segir Ingólfur.

skaginn.is

3x.is

Tvær nýjar uppsjávarfiskvinnslur í Færeyjum byggja á tæknilausnum Skagans.

Stofna nýtt markaðs- og sölufyrirtæki

Page 52: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

52 | SÓKNARFÆRI

Sigurbjörn ehf.Grímsey

Farmanna og fiskimannasamband

Íslands

Félagskipstjórnar-manna

Hvalur hf.Reykjavíkurvegi 48

220 Hafnarfjörður

GULLBERGSEYÐISFIRÐI

Page 53: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

Sækjum fram með öflugum sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 53

SEAFOOD ehfSEAFOOD

Viðarhöfða 6 - Reykjavík VIGNIR G. JÓNSSON HF.

Page 54: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

54 | SÓKNARFÆRI

Hjalti Sigfússon, eigandi sölu- og þjónustufyrirtækisins MD Véla á Vagnhöfða í Reykjavík hefur ára-tuga reynslu í þjónustu við ljósa- og aðalvélar skipa og báta hér á landi. Hann segir gjörbreytingu hafa átt sér stað á umhirðu útgerða hvað vélbúnað skipanna varðar. Yf-

irgnæfandi meirihluti útgerða sinni reglubundnu fyrirbyggjandi við-haldi og eftirliti með búnaðinum sem hafi skilað sér í því að alvarleg-ar vélarbilanir og óvæntar frátafir skipa frá veiðum séu fátíðar. Hjalti segir mikinn áhuga hjá útgerðum á sparneytnari vélum en hann telur

að ná megi enn betri árangri við hönnun nýrra skipa í nýtingu ork-unnar um borð.

„Ég var í bílunum á sínum tíma, byrjaði að læra bifvélavirkjun á Þórshamri á Akureyri fyrir 52 ár-um en síðustu þrjá áratugina hef ég alfarið helgað mig vinnu við vél-

búnað skipa og báta,“ segir Hjalti en hann stofnaði ásamt fleirum fyrirtækið MD Vélar árið 1990 um þjónustu, sölu og ráðgjöf tengdri Mitsubishi díselvélum. Í framhald-inu keypti hann meðeigendur sína út úr fyrirtækinu og hefur rekið það einn síðustu 12 árin en auk

áðurnefndrar þjónustu við Mitsu-bishi vélar hefur fyrirtækið einnig selt og þjónustað búnað frá PJ Diesel í Kaupmannahöfn, m.a. varahluti og túrbínur. Á verkstæði fyrirtækisins eru m.a. í boði sér-hæfðar viðgerðir og stillingar á túrbínum fyrir skip og báta og

Hjalti Sigfússon í MD Vélum hefur yfir 30 ára reynslu í þjónustu við vélbúnað skipa og báta:

Fyrirbyggjandi viðhald er reglan í dag og stórar vélabilarnir sjaldgæfar

Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands voru skráð fiskiskip á Ís-landi 1685 talsins í lok ársins 2014. Þeim hafði þá fækkað um 11 á árinu, þar af fækkaði vélskip-um um tíu, togurum um tvo en opnum fiskibátum fjölgaði um einn.

Vélskip voru í árslok 773 og samanlögð stærð þeirra um 85.653 brúttótonn. Í brúttótonnum talið minnkaði flotinn um 3.825 tonn vegna fækkunar vélskipanna. Tog-arar voru alls 49 í árslok 2014 og mældist sá floti 57.444 brúttó-tonn. Hafði hann minnkað um 2.717 brúttótonn frá árslokum 2013. Opnir fiskibátar voru 863 og 4.239 brúttótonn að stærð. Í þessum flokki fjölgaði um einn, líkt og áður segir, og jókst heildar-stærð flotans við það um 69 brúttótonn.

Flest fiskiskip voru skráð með heimahöfn á Vestfjörðum í árslok 2014 eða alls 400 skip, sem svarar til 23,7% fiskiskipaflotans. Næst á listanum yfir landsvæði kemur Vesturland með 323 skip eða 19,2%. Fæst skip eru skráð með heimahöfn á Suðurlandi eða 72, þ.e. 4,2% fiskiskipaflotans.

Opnir bátar voru flestir á Vest-fjörðum, 234 og á Vesturlandi voru þeir 181. Fæstir opnir bátar höfðu heimahöfn á Suðurlandi, alls 19. Vélskip voru einnig flest á Vestfjörðum, 160, en fæst á Suður-landi, 45 skip.

Flestir togarar höfðu skráða heimahöfn á höfuðborgarsvæðinu, alls 10, en níu togarar á Norður-landi eystra. Fæstir togarar voru skráðir á Vesturlandi, alls þrír.

Meðalaldurinn yfir 25 árEins og sjá má í meðfylgjandi súlu-riti Hagstofu Íslands er meðalaldur íslenskra þilfarsskipa nú kominn í um 26 ár. Lengi vel var meðalald-urinn um og undir 20 ár en frá ár-inu 2005 hefur hann farið nokkuð ákveðið upp á við, stóð þó nokk-urn veginn í stað á árunum 2010 til 2012.

Fiskiskipum fækkaði lítil-

lega á milli ára

Litlar breytingar eru á fjölda skipa milli ára.

Page 55: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 55annan vélbúnað. Stærsta verkefnið segir Hjalti þó að snúist í dag um fyrirbyggjandi viðhald.

„Ef við berum saman vélbúnað í dag og á þeim tíma þegar ég var að byrja í þessari þjónustu þá er bún-aðurinn allur mun vandaðri nú til dags. Smíðin er til muna nákvæm-ari og betri. Það verður að viður-kennast að ég upplifði á fyrstu ár-unum í þessum báta- og skipavél-um að á markaðinn kom búnaður sem var varla nothæfur, svo óvand-aður og lélegur var hann. En í dag er þetta allt gjörbreytt umhverfi og búnaður mun betri og traustari,“ segir Hjalti.

Öflugri útgerðir og önnur hugsun

Hjalti segir heyra til undantekn-inga að fyrirtæki hans fái beiðnir um verkefni vegna bilana á vélbún-aði skipa og báta. „Yfir 80% af við-haldsþjónustu okkar í dag er þetta svokallaða fyrirbyggjandi viðhald sem útgerðirnar hafa í ákveðnu ferli og nota þá gjarnan forrit sem stýra því hvað þarf að gera og hve-nær. Í mínum huga er ekki vafi að upptaka kvótakerfisins á sínum tíma ýtti undir þessar breytingar, menn horfa til þess að sækja fisk-inn á sem hagkvæmastan hátt og það er dýrkeypt ef bilanir verða þegar síst skyldi. Það sjá allir að t.d. á stuttum vertíðum á borð við loðnu og makríl skiptir öllu máli að hægt sé að treysta á skipin og búnaðinn og það er best gert með skipulögðu fyrirbyggjandi viðhaldi. Síðan má líka nefna að eftir því sem fyrirtækin hafa stækkað í greininni hafa þau betur haldið ut-an um þessi mál í sínum rekstri. Fyrir okkur sem erum í þjónust-unni er þessi þróun mjög ánægju-leg. Í dag er kannski pöntuð upp-tekt á vél í skipi með allt upp í hálfs árs fyrirvara en slíkt var al-gjörlega óþekkt þegar ég var að byrja í þjónustunni við skip og báta,“ segir Hjalti.

Ónýtt orka til spillis í skipunum

Minni olíunotkun og minni út-blástursmengun eru lykilhugtök í þróun vélaframleiðenda í dag og hefur svo verið síðustu ár. „Þetta gerist að stærstum hluta vegna reglugerða hjá Alþjóða siglinga-málastofnuninni. Kröfurnar eru miklar hvað útblásturinn varðar en líka hvað snertir smit á olíu frá skipum út í sjóinn. Þess eru dæmi í Norðursjónum að þyrlur fljúgi yfir skip til að mæla útblástursmengun þannig að það eru allir á tánum í dag hvað þetta varðar,“ segir Hjalti.

Aðspurður segir hann útgerðir áhugasamar um sparneytnar vélar en hann vill sjá enn meiri hugsun í smíði nýrri skipa í þá átt að nýta betur þá orku sem olíubruninn skilar. „Ennþá er stór hluti brun-ans að fara annað en knýja skipin áfram, m.ö.o. of hátt hlutfall ork-unnar og varmans tapast út með útblæstri og kælivatni. Þessa orku má nýta enn betur en gert er í dag til þess m.a. að hita skipin upp og í fleiri þætti. Vissulega er mikilsvert að ná árangri með sparneytnari vél-um en það er að mínu mati hægt að ná enn lengra á þessu sviði og hanna skipin út frá orkunýtingar-markmiðum,“ segir Hjalti Sigfús-son.

mdvelar.is

Hjalti Sigfússon, eigandi MD Véla. „Ef við berum saman vélbúnað í dag og á þeim tíma þegar ég var að byrja í þessari þjónustu þá er búnaðurinn allur mun vandaðri nú til dags. Smíðin er til muna nákvæmari og betri.“ Mynd: Þorri.

Page 56: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

56 | SÓKNARFÆRI

Um síðustu áramót tók Ísfell ehf. í Hafnarfirði við sölu og dreifingu á vörum norska fyrirtækisins Poly-form AS í Álasundi. Polyform er þekktast fyrir framleiðslu á neta-baujum og fríholtum úr mjúku plasti. Hvort tveggja er vel þekkt í fiskiskipum og höfnum hér á landi en jafnframt hjá eigendum tóm-stunda- og skemmtibáta.

Geir A. Gunnlaugsson, stjórn-arformaður og annar eigenda Poly-form AS, segir Ísfell hafa orðið fyr-ir valinu vegna sterkrar markaðs-stöðu sinnar hér á landi og góðra tengsla í íslenskum sjávarútvegi. Eigendur Polyform vænti mikils af samstarfinu og horfi til tækifæra í markaðssetningu á framleiðsluvör-unum, t.d. í fiskeldi.

Polyform AS hefur lengi tengst Íslandi sterkum böndum því um alda-mótin 2000 keypti Sæplast hf. á Dal-vík fyrirtækið og rak það í nokkur ár en hefur síðan annast dreifingu og sölu á vörum þess hér

á landi. Í nokkur ár átti Atorka hf. fyrirtækið en

seldi það síðla árs 2011 núverandi eigendum.

„Nú, þegar samstarfi við Sæ-plast Dalvík ehf.

og Promens lýkur, viljum við þakka

starfsmönnum þeirra fyrir sérstak-lega gott og árangursríkt samstarf á liðnum árum og óska þeim vel-gengni í framtíðinni en þessar breytingar eru gerðar í mjög góðri sátt aðila,“ segir Geir.

Tækifæri í auknu fiskeldiEins og áður segir framleiðir Poly-form bæði netabaujur og fríholt úr

Framleiðsla Polyform er seld um allan heim og eru eigendur skemmtibáta stór kaupendahópur á mjúku vörunum. Polyform er um þessar mundir að kynna ný flot fyrir nótaveiðar, sérstak-lega hönnuð með Norður-Atlantshaf í huga.

Ísfell selur framleiðsluvörur Polyform

Óskum FISK Seafood til hamingju með breytingarnar á togaranum Málmey SK

Útgerð Málmeyjar SK valdi ker frá iTUB í lest skipsins

iTUB · Gunnarsbraut 12 · 620 Dalvík · Sími 460 5044 Netfang [email protected]

www.itub.is

Page 57: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 57

mjúku plasti en auk þess stórar baujur úr hörðu plasti fyrir fiskeld-iskvíar en á því sviði hefur það lyk-ilstöðu á norskum markaði. Þá framleiðir Polyform einnig flot fyr-ir hringnætur og er að hefja mark-aðssetningu á nýjum flotum sem sérstaklega eru hönnuð fyrir veiðar í Norður-Atlantshafi.

„Markaðir okkar eru um allan heim en stærsti markaðurinn fyrir fríholtin og vörur úr mjúku plasti eru skemmtibátarnir, það er alþjóð-legur markaður. Við seljum rúm-lega 40% af heildarframleiðslu Polyform í Noregi og eru það fyrst

og fremst vörur fyrir sjávarútveginn og vörur fyrir fiskeldi, sem er stór atvinnugrein í Noregi. Hér á landi

eru vörur Polyform vel þekktar í sjávarútvegi en við sjáum tækifæri í sölu á vörum til vaxandi fiskeldis

hér heima og einnig í sölu á nýju nótaflotunum okkar,“ segir Geir.

Hátt í helmingur heildarframleiðslu Polyform er seldur í Noregi. Þar á meðal eru stórar baujur úr harðplasti fyrir fiskeldiskvíar.

polyform.no

Norðurlax áformar lax-

eldi í Eyjafirði, Seyðisfirði og

MjóafirðiFiskeldisfyrirtækið Fjarðalax á Tálknafirði hefur fyrir hönd dótt-urfélags síns, Norðurlax ehf. sem stofnað var á síðasta ári, kynnt drög að matsáætlunum vegna áformaðs laxeldis í Eyjafirði, Seyð-isfirði og Mjóafirði. Fyrirtækið áformar að hámarki 8000 tonna heildarframleiðslu á einu ári í hverjum firði og að heildarfram-leiðsla yfir þriggja ára tímabil verði ekki umfram 12.500 tonn.

Í Eyjafirði er eldissvæðið áform-að skammt innan Hjalteyrar og að þar verði þjónustuhöfn þess.

Í Mjóafirði er horft til svæðis sem ber nafnið Eldleysa eftir gömlu bæjarheiti undir hlíðum Tóarfjalls en svæði er utarlega og norðanvert í firðinum. Í Seyðisfirði horfir Norðurlax til þess að rann-saka tvö aðskilin svæði, þ.e. í Sörla-staðavík og Selstaðavík.

Norðurlax ehf. áformar að hefja undirbúning framleiðslu árið 2016, liggi niðurstöður umhverfis-mats í tíma og fáist umbeðin fram-leiðsluleyfi. Fyrsta framleiðsla myndi berast á markað haustið 2018. Gert er ráð fyrir að 20-30 starfsmenn þurfi á hverjum stað.

Fiskeldi er í örum vexti á Íslandi um þessar mundir.

Háupplausnar röntgenskynjari Vatnsskurður

Sporðskurður og aðskilnaður

bita

FleXicut

Sjálfvirk beinaleit og beingarðsskurður fyrir hvítfisk eru nú orðin að veruleika· Minni afskurður - aukið hávirðishlutfall

· Bætt hráefnismeðhöndlun

· Nýjar afurðir: Hnakkar með roði og bakflök

marel.com/flexicut • [email protected]

Næsta skref í átt að nýrri kynslóð vinnslulína

Page 58: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

58 | SÓKNARFÆRI

Marport ehf. er íslenskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir afla-nema, bergmálsdýptarmæla, flæði-mæla og annan búnað fyrir togara og selur um allan heim í samstarfi við samstarfsaðila og útgerðir. Fyr-irtækið var stofnað árið 1997 af Óskari Axelssyni. Í ár er Marport að setja á markað ýmsar nýjungar í nemum sem m.a. tengjast þeim miklu framförum sem orðið hafa í magni upplýsinga sem hægt er að miðla milli veiðarfæra og stjórn-tækja í brú skipa, auk þess sem framsetning gagnanna hefur verið stórlega bætt.

Allt að 10 þráðlausir endur-varpsmælar á trollinu í einuAxel Óskarsson, verkfræðingur hjá Marport, segir að með nýjum við-tækjum og Scala hugbúnaði frá Marport sé nú kleift að tengja allt að 10 endurvarpsmæla, sem oftast eru kallaðir höfðuðlínumælar eða belgstykki meðal sjómanna. „Áður var aðeins hægt að hafa eitt slíkt tæki. Þessar framfarir gera mönn-um kleift að fylgjast með miklu fleiri þáttum í rauntíma. Við sjáum ekki enn fyrir endann á þeim möguleikum sem þetta getur opn-að.“

Önnur nýjung í framleiðslu Marport eru endurvarpsmælar á

toghlera sem notaðir eru við botn-vörpuveiðar og sá búnaður sýnir í rauntíma á skjá í stjórnborði skip-

stjóra hvað gerist undir hlerunum. Þetta segir Axel að geri kleift að nota flothlera á botntrollsveiðum

sem bæði skili eldsneytissparnaði og valdi minni skemmtum á hafs-botninum.

Endurvarpsmælar í afla-nemum eða aflasjá

„Einnig höfum við verið að gera tilraunir með endurvarpsmæla í hefðbundnum aflanemum. Í þeim höfum við séð hvernig pokinn fyll-ist í rauntíma sem er mikil bylting í hraða upplýsinga frá þeirri mek-anísku skynjun sem menn þurfa að treysta á í dag. Þessar upplýsingar gætu skipt sköpum þegar er verið að toga í gegnum lífmassa sem tel-ur hundruð tonna,“ segir Axel.

Marport mun í sumar hefja sölu á sambyggðum straumhraða- og höfuðlínumæli. „Það sem er sér-stakt við þann búnað er að upplýs-ingar um straumhraða verða send-ar mun örar en áður. Þeir straum-hraðamælar sem eru á markaðnum í dag senda upplýsingar á 20 sek-úndna fresti en í þessum nýja bún-aði fer tíminn niður í 2-3 sekúnd-ur. Ávinningurinn er augljóslega mjög mikill og mætti líkja við breytinguna úr morsi yfir í tal-stöðvarsamskipti.“

Fleiri hitamælingar og trolli stýrt eftir hitaskilum

Axel segir alla nema Marport bjóða upp á þann valkost að senda frá sér upplysingar um sjávarhita. „Fiskur-inn heldur sig of í hitaskilum og stór hluti íslenskra togskipa fær hitaupplýsingar úr báðum hlerum. En nýlega höfum við verið að gera tilraunir með að setja hitaskynjun í undirbyrðisnemana og þannig er einnig hægt að mæla lóðréttu skilin til viðbótar við þau láréttu, sem eru þekktari.

Allar þessar nýjungar leggja sitt af mörkum til betri meðhöndlunar á afla en ekki síður eldsneytissparn-aði og minna slits á veiðarfærum. Allt skilar þetta aukinni framleiðni í greininni,“ segir Axel Óskarsson.

marport.com

Axel Óskarsson verkfræðingur hjá Marport.

Meiri hraði og fjölbreyttari upplýsingar eru lykilþættir í þróun veiðarfæranemanna hjá Marport.

Margar nýjungar í ár í framleiðslu Marport

ÖRYGGISVÖRURVERKTAKANS

KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!

– Þekking og þjónusta í 20 ár

Kemi • Tunguhálsi 10 • 110 Reykjavíkwww.kemi.is • Sími: 415 4000Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30.Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

Page 59: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 59

Garmin kynnir

nýja tækni í dýptar-mælum

Tækjaframleiðandinn Garmin kynnti á dögunum nýja gerð af dýptarmælum sem sérstaklega eru áhugaverðir fyrir smábátaflotann. Með búnaðinum er nú hægt að greina fisk fyrir framan bátinn og sjá í rauntíma hvort hann er að færast frá bátnum eða að honum. Notendur geta líka séð í þrívídd hvernig botninn lítur út, annað hvort undir bátnum eða framan við hann.

Ríkarður Sigmundsson hjá Garminbúðinni í Kópavogi, segir að nýju dýptarmælarnir verði fáan-legir í búðinni innan skamms en um er að ræða búnað sem kostar um 270 þúsund krónur með virð-isaukaskatti, þ.e. án skjás en bún-aðurinn tengist við Garmin plot-ter.

Fylgst með hreyfingu fiskitorfanna

„Notendur velja um gerð af botn-stykki, annað hvort til að sjá niður frá bátnum eða fram fyrir hann. Nýjungin felst í því að geta með þessum hætti greint fiskitorfu sem er að nálgast bátinn, hreyfingu hennar og stefnu en búnaðurinn skynjar um 40 metra út frá bátn-um. Síðan geta notendurnir valið að birta lárétta mynd af botninum eða þrívíddarmynd og sá mögu-leiki er nú líka kominn í þetta tæki að hægt er að taka myndirnar upp og skoða þær síðar, líkt og nokkurs konar kvikmynd. Þannig geta smá-bátasjómennirnir skoðað sín gögn betur og byggt upp þekkingu sína á botni og göngu fisksins á tiltekn-um veiðislóðum,“ segir Ríkarður og bætir við að stærstu notkunar-möguleikarnir í þessum búnaði séu fyrir smábáta sem veiða á litlu dýpi á grunnslóðinni. „En í rauninni eru þetta mælar sem líka eru áhugaverðir fyrir stærri bátana, t.d. loðnuskipin þegar þau eru að veið-um með grunnnætur upp við land-ið. En Garmin hefur lagt áherslu á að þróa góða tækjalínu fyrir litlu fiskibátana og þessi nýjung fellur vel að henni,“ bætir hann við.

garminbudin.is

Dæmi um þær skjámyndir sem birtast notandanum í nýja dýptarmælinum frá Garmin.

Page 60: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

60 | SÓKNARFÆRI

„Verkefnið felst í að þróa krapavél fyrir smábáta og má segja að við sé-um þarna aðallega að horfa til minnstu bátanna og handfæra-veiða. Markmiðið er að bæta gæði afla frá smábátum og hámarka skilaverð en mælingar hafa sýnt að á kælingarmálunum er allur gang-ur. Sumir standa mjög vel að kæl-ingunni en þess eru líka dæmi að afli sé að koma í land ókældur,“ segir Sæmundur Elíasson, verk-efnastjóri hjá Matís sem vinnur að verkefni um kælingu afla í smábát-um með ískrapa. Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóð Rannís en ásamt Matís standa að verk-efninu fyrirtækið Thor Ice, sem sérhæft hefur sig í smíði vélbúnað-ar til framleiðslu á ískrapa, Háskóli

Íslands, Landssamband smábáta-eigenda og Valdi ehf.

Tæknin ekki vandamálÞorsteinn Ingi Víglundsson, fram-kvæmdastjóri Thor Ice, segir fyrir-tækið hafa þróað vélbúnað sem

auðvelt sé að nota um borð í smá-bátum. Tæknilega sé því ekki vandkvæðum bundið að stíga þetta skref í smábátaflotanum. „Stóra at-riðið er að smábátasjómenn sjái sér hag í því að fá þennan búnað um borð í bátana. Ávinningurinn þarf

að koma fram í hærra verði fyrir rétt og vel kælt hráefni á mörkuð-unum. Verð á búnaðinum skiptir auðvitað líka máli en ég held að krapanotkun muni almennt aukast í bátaflotanum á næstu árum. Við höfum fengið mikla þekkingu út úr þessu samstarfsverkefni og höf-um áhuga á að bjóða í sumar á nokkrum stöðum upp á ískrapa til prufu fyrir smábátasjómenn og að þeir kynnist því þannig af eigin raun hvernig þessi kæling kemur út,“ segir Þorsteinn.

Nýtt verklag nauðsynlegtSæmundur segir að verkefnið skili meiri þekkingu á áhrifum mis-munandi kælingar á hold og dauðastirðnun fisks en jafnframt meiri þekkingu og skilningi á orkunotkun mismunandi kælingar með ískrapa og flöguís. „Annars vegar er um að ræða hentugan vél-búnað fyrir bátana til að framleiða ískrapann og hins vegar endurbæt-ur á verklagi um borð í bátunum til að árangur verði sem bestur. Það tekur m.a. til blóðgunartímans og fleiri þátta í vinnulagi og með-ferð en það er mjög mikilvægt að auka þekkingu á meðhöndlun á fiski og kælingu hráefnisins í þeim tilgangi að lækka hlutfalls þess afla smábáta sem telst ónýtur vegna lé-legrar eða jafnvel engrar kælingar. Betri kæling mun skila ávinningi bæði fyrir sjómenn og framleið-endur sem vinna úr þessu hráefni,“ segir Sæmundur.

Fyrirferðarlítill búnaðurKrapavélin sem um ræðir er mjög fyrirferðarlítil, að sögn Sæmundar. Sem viðmið nefnir hann umfang á borð við tvær skjalatöskur. Vélina má bæði keyra á rafmagni bátsins og landrafmagni. „Vélin er laus og þannig er hægt að taka hana í land en við sjáum fyrir okkur að fyrir hvern smábátaróður sé búið að framleiða ákveðið magn af ískrapa í ker í lest og sem næst því magni sem þarf í róðurinn. Úti á sjó er síðan bætt við krapann eftir því sem á þarf að halda. Það hráefni sem nær fullri kælingu áður en landað er að kvöldi á að vera kom-ið nálægt mínus einni gráðu. Ís-krapinn hefur mikla kosti í kæl-ingu á fiski og það er líka mikil-vægt að geta viðhaldið krapanum og bætt við með vélinni úti á sjó yfir daginn. Við vonumst til að lausnir úr verkefninu komi til með að gagnast smábátaútgerðum áður en langt um líður,“ segir Sæmund-ur.

matis.is

Lagt úr höfn í róður.

Þorskur í ískrapa. Fullkældur nær fiskurinn mínus einni gráðu.

Ískrapavél fyrir smábáta í sjónmáli

HleðsluljósVinnuljósHandljós

KastararLeitarljós

HöfuðljósVasaljós

Útivistarljós

Hvaða geisli hentar þér ?

Síðumúla 28 - 5105100 - ismar.is

Page 61: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 61

Hafið býr yfir Hundrað Hættum

Öryggistæki sjófarenda eru frá Garmin. Sjón er sögu ríkari.Þú finnur næsta Garmin söluaðila á garmin.is

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

PIPA

R\TB

WA

SÍA

112

444

Page 62: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

62 | SÓKNARFÆRI

Súðarvogur 9 - Sími 553-3599 - 104 Reykjavíkwww.taeknihf.is - [email protected]

Erum með ýmsar gerðiraf hífibúnaði á lager

Brettaklafa Lyftarabúr Brettagálga

Sérsmíðum einnig eftir þörfum

Almenn þjónusta við útgerðirHjá Tækni ehf er starfrækt vélaverkstæði þar sem boðið er uppá fjölbreytta

þjónustu þegar kemur að viðgerðum á vélum og almennri málmsmíði.

Má þar nefna heildarupptektir á smærri vélum, gírum, túrbínum og spíssum.

Hreinsum kæla og vélahluti með Ultrasonic - hátíðni bylgjum.

„Við erum að hefja kynningu á þessum nýja valkosti fyrir sjómenn og næstu vikur munu leiða í ljós hver viðbrögðin verða. En við er-um mjög bjartsýn á að fá góð við-brögð því með þessu verkefni er verið að bjóða sjómönnum upp á nýjan valkost og laga hann að þeirra þörfum, vinnu og aðstæð-um,“ segja þau Hildur Betty Krist-jánsdóttir og Valgeir Magnússon, verkefnastjórar, náms- og starfsráð-gjafar hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, en þau leiða nýtt verk-efni sem ber heitið Sjósókn – tæki-færi og áskoranir til mennta í sjáv-arútvegi. Verkefnið er sniðið að þörfum sjómanna sem ekki hafa lokið framhaldsskóla og býðst þeim raunfærnimat í ýmsum grein-um sem tengjast sjávarútvegi, nám-skeið í fiskvinnslu og fjarnám við Menntastoðir, sem er námsleið frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem hefjast mun á komandi hausti.

Samstarfsaðilar SÍMEY í verk-efninu eru Mímir-símenntun, Miðstöð Símenntunar á Suður-nesjum, VISKA – fræðslu- og sí-menntunarmiðstöð Vestmannaeyja

og IÐAN fræðslusetur auk áður-nefndrar aðkomu Fræðslumið-stöðvar atvinnulífsins en Sjómennt stendur að baki verkefninu með fjárstuðningi ásamt Fræðslusjóði framhaldsfræðslu. Í byrjun er verk-efnið unnið til reynslu með sex út-gerðarfyrirtækjum þ.e. Samherja hf. á Akureyri, Vísi hf. og Þorbirni hf. í Grindavík, Ísfélaginu hf. og Vinnslustöðinni hf. í Vestmanna-eyjum og HB Granda í Reykjavík. Markmiðið er að starfandi sjó-menn þessara fyrirtækja fái reynslu sína og þekkingu metna í svoköll-uðu raunfærnimati inn í frekara nám, að þeim séu kynntir mögu-leikar til frekara náms, að þeir geti stundað nám samhliða vinnu og verði þannig hæfari starfsmenn.

Hvati með raunfærnimatinuValgeir segir góðan árangur af þeirri hugmyndafræði sem raun-færnimat í atvinnulífinu byggi á. „Við höfum á undanförnum árum séð raunfærnimat gera ákveðna galdra í lífi fólks. Það eru ekki allir sem fara gegnum raunfærnimat með þann draum í maganum að

fara í frekara nám en matið stað-festir hins vegar þekkingu fólks sem það hefur aflað sér á löngum tíma í starfi. Með þessari viður-kenningu og mati á hvers virði hún er til náms losnar oft úr læðingi ákveðinn hvati til að að bæta við þekkinguna. Þar er ekkert endilega um að ræða lengra nám heldur get-ur einmitt hentað mörgum að velja Menntastoðir eða styttri námskeið sem þetta verkefni býður uppá. Takmarkið er að bjóða sjómönn-unum leiðir til að efla sig í sínu starfi með meiri þekkingaröflun,“ segir Valgeir en bæði raunfærni-matið og námsefnið verður þannig útfært að sjómenn geta unnið verk-efnin í tölvu á sínum vinnustöðum úti á sjó eða í landi. Á næstu vik-um verða kynningarfundir með áhöfnum skipa áðurnefndra út-gerða þar sem verkefnið verður kynnt en opið verður fyrir skrán-ingar í raunfærnimatið til loka þessa árs.

Námsleiðir að mati loknuÍ verkefninu er sjómönnum boðið upp á raunfærnimat í nokkrum greinum, þ.e. iðngreinum, starfs-námi (t.d. matartækni og starf matsveins), skipstjórn, fiskveiðum og fiskvinnslu og almennum bók-legum greinum (danska, íslenska,

enska og stærðfræði). Hildur Betty mjög mikilvægt að geta boðið námsleiðir að raunfærnimatinu loknu, líkt og gert er í verkefninu.

„Áhuginn hjá þeim útgerðum sem við höfum fengið til samstarfs í verkefnið er mjög mikill, sem líka hvetur sjómenn fyrirtækjanna að grípa tækifærið. Hugmyndin er að sjá í fyrsta áfanga verkefnisins hvaða áhugi er fyrir hendi en til lengri tíma er horft til þess að bjóða síðan öllum starfandi og reynslumiklum sjómönnum líka upp á þennan valkost. Ég hvet þess vegna þá sjómenn sem vinna hjá öðrum fyrirtækjum en eru áhuga-samir að hafa samband við okkur hjá SÍMEY eða samstarfsaðila okk-ar og skrá sig því gangi allt að ósk-um munum við halda þessari vinnu áfram á næstu árum. Von-andi erum við á upphafsreit í ár-angursríkri ferð til aukinnar menntunar sjómanna á Íslandi,“ segir Hildur Betty.

Auk upplýsinga á heimasíðu Sí-menntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar má finna upplýsingar um Sjósókn – tækifæri og áskoranir til mennta í sjávarútvegi á Facebook.

simey.is

Hildur Betty Kristjánsdóttir og Valgeir Magnússon, verkefnastjórar hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar leiða verkefnið Sjósókn.

Sjómönnum hjá sex útgerðarfyrirtækum gefst nú færi á raunfærnimati og í framhaldinu að auka við sína menntun með þeim námsleiðum sem Sjósókn býður upp á.

Sjósókn – nýtt tækifæri til mennta fyrir starfandi sjómenn

Page 63: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

SÓKNARFÆRI | 63H

VÍT

A H

ÚS

IÐ /

SÍA

– 1

5-0

46

2

Stefnan ræðuráfangastaðnum

Vönduð einkabankaþjónusta stjórnast af markmiðum viðskiptavinarins

Einkabankaþjónusta Arion banka veitir einstaklingum, fyrirtækjum, sjóðum og stofnunum víðtæka fjármálaþjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins.

Pantaðu viðtal við viðskiptastjóra í síma 444 7410 eða sendu póst á [email protected] og komdu þínum fjármálum í hagstæðari farveg.

Arion einkabankaþjónusta

Þinn eigin viðskiptastjóri sem sér um þitt eignasafn og fjárfestir samkvæmt fyrirfram ákveðinni fjárfestingarstefnu.Sterk tengsl við viðskiptastjóra með símtölum, tölvupósti og reglulegum fundum sé þess óskað.Ítarleg ársfjórðungsleg yfirlit um stöðu og ávöxtun.Viðskiptavinum Einkabankaþjónustu býðst að nýta sér Vildarþjónustu Arion banka.

Page 64: Sóknarfæri í sjávarútvegi  Febrúar 2015

Frá því að fiskurinn kemur í netið og þar til hann byrjar að snarka á pönnu meistara kokks í París þarf hann að ferðast langa leið.

Fersk og viðkvæm vara eins og íslenskt sjávar fang kallar á nærgætna meðhöndlun og fag mennsku. Við hjá Samskipum bjóðum sjávar útvegs­fyrirtækjum virðis aukandi lausnir og marg þætta þjónustu sem tryggir að varan komist til skila á hag kvæman og öruggan hátt. Við bjóðum þér meðbyr.

Samskip fyrir sjávarútveginn

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

67

52

9

www.samskip.is Saman náum við árangri