1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að...

109
Kennaraháskóli Íslands. Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson Vor 2007 Leikir

Transcript of 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að...

Page 1: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands. Leikir sem kennsluaðferðKennari: Ingvar SigurgeirssonVor 2007

Leikir

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 141274-4069

Page 2: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

EfnisyfirlitFormáli.................................................................................................................5Gildi leikja í uppeldi og menntun......................................................................6

Hvers konar fyrirbæri er leikur? - Hugleiðingar mínar í upphafi................................6Back-to-basis: Play in Early childhood og Play as curriculum...................................6Myndbönd....................................................................................................................7

The mother of invention......................................................................................................7The heart of the matter........................................................................................................9

Flokkar og tegundir leikja................................................................................11Hugmyndir að flokkun...............................................................................................12Hugmynd að nýjung á leikjavefnum.........................................................................12

Leikjavefurinn – www.leikjavefurinn.is..........................................................13Flokkar leikja.............................................................................................................13

Hreyfileikir og æfingar......................................................................................................13Kynningarleikir.................................................................................................................14Athyglis- og skynjunarleikir..............................................................................................14

Aðrir leikjavefir.........................................................................................................15PE Central - http://www.pecentral.org/............................................................................15Leikir í Vefbanka Valla.....................................................................................................16Maps.com Games..............................................................................................................16

Þróun leikjasafnsins...................................................................................................16Nafna- og kynningarleikir – hópstyrkingarleikir/hópeflileikir.....................17

Kynningarleikir..........................................................................................................17Hópeflileikir...............................................................................................................18Icebreakers.................................................................................................................19

Ávaxtaskálin......................................................................................................................19Slöngur og kóngulær.........................................................................................................20Introduce another..............................................................................................................20Me too................................................................................................................................21Time capsules: A time proven year opener.......................................................................21Ýmsir hópleikir..................................................................................................................21

Hugleiðingar um þátt 4..............................................................................................22Gamlir og góðir íslenskir leikir........................................................................24

Þjóðminjasafn Íslands - vefsvæði..............................................................................24Ýmsir leikir................................................................................................................24

Að reisa horgemling..........................................................................................................24Tyrkjabátur........................................................................................................................24Fuglafit..............................................................................................................................25Aðrar síður........................................................................................................................25

Gildi gamalla leikja...................................................................................................25Leikir sem kveikjur...........................................................................................26

Ýmsir Leikir..............................................................................................................26Puttaleikur.........................................................................................................................26Óskýr mynd:......................................................................................................................27Sólkerfið............................................................................................................................27

Sönghreyfileikir.................................................................................................29Ýmsir punktar um sönghreyfileiki.............................................................................29

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 2/69141274-4069

Page 3: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Leikir frá Kristínu......................................................................................................30Nafnaleikur 1.....................................................................................................................30Nafnaleikur 2.....................................................................................................................30Hvísl og hljóð....................................................................................................................31Klapp-söng leikur..............................................................................................................31Klapphringur.....................................................................................................................31Tveir og tveir saman – klappleikur...................................................................................31Hommhæ-híahía-hommhæhó............................................................................................32

Prófun sönghreyfileikja.............................................................................................32Hugþroskaleikir.................................................................................................34

Skoðun hugþroskaleikja............................................................................................34Hreyfileikir........................................................................................................................34Skoðunarleikir...................................................................................................................35Snertileikir.........................................................................................................................36Hlustunarleikir..................................................................................................................36Rökþroskaleikir.................................................................................................................36

Námspil og flókin töfl........................................................................................38Ýmis spil....................................................................................................................38

Hringvegurinn...................................................................................................................38Hvað er klukkan?..............................................................................................................39

Gátur, þrautir og heilabrjótar.........................................................................41Þrautir í mismunandi námsgreinum...........................................................................41

Mikilvæg atriði..................................................................................................................42Prófun ýmissa þrauta.................................................................................................42

Myndagátur.......................................................................................................................42Rúmfræðiþrautir................................................................................................................43Töfl....................................................................................................................................43Sagnagátur........................................................................................................................43Eldspýtnaþrautir...............................................................................................................44Aðrir flokkar......................................................................................................................44

Orðaleikir...........................................................................................................46Leikjavefurinn - orðaleikir.........................................................................................46

Orðaleit.............................................................................................................................46Scattergories.....................................................................................................................47

Orðaleikir á netinu.....................................................................................................47Mega.is..............................................................................................................................48Leikjanet.is........................................................................................................................48Eastoftheweb.com..............................................................................................................48Vefur BBC.........................................................................................................................48Surfnetkids.com.................................................................................................................48Niðurstöður leikjaleitar.....................................................................................................48

Tölvuleikir..........................................................................................................49Ýmsir leikir af vef Námsgagnastofnunnar.................................................................49

Orðakistur Krillu...............................................................................................................49Minnisleikur......................................................................................................................49Brúsarnir...........................................................................................................................50Þríhyrningarnir.................................................................................................................50Ferhyrningarnir................................................................................................................50Talnaferningurinn.............................................................................................................50

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 3/69141274-4069

Page 4: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Þrír í röð...........................................................................................................................50Lukkuhjólið........................................................................................................................50

Kennsluforritið Álfur.................................................................................................51Námsleikir á netinu....................................................................................................51

Europe map.......................................................................................................................51Geosense...........................................................................................................................52

Framlag til Leikjabankans...............................................................................53Ýmsir leikir................................................................................................................54

Hundafangarar..................................................................................................................54Ole ole...............................................................................................................................55Dýranafnaleikur................................................................................................................56Dagur og nótt....................................................................................................................57Steinn, skæri og blað eltingaleikur....................................................................................58Fella kubbinn....................................................................................................................59Kispus................................................................................................................................61Hlaupa í skarðið/slá í rass................................................................................................63Taka í eyra og nef..............................................................................................................64Refurinn og úlfurinn..........................................................................................................65Landamærastríðsleikur.....................................................................................................66

Lokaorð..............................................................................................................68Heimildaskrá......................................................................................................69

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 4/69141274-4069

Page 5: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

FormáliNámskeiðið Leikir sem kennsluaðferð hefur staðið nemendum Kennaraháskóla Íslands til

boða undanfarin ár. Námskeiðið gefur nemendum tækifæri til að útvíkka sýn sína á gildi

leikja í skólastarfi og um leið viða að sér gögnum sem síðar nýtast í starfi.

Námskeiðið byggist upp á 12. þáttum þar sem hver þáttur hefur afmörkuð markmið þó

þau skarist að sjálfsögðu nokkuð enda ávallt verið að vinna út frá sama hugtakinu, leikir.

Höfuðmarkmið námskeiðsins eru eftirfarandi:

Nemendur hafi skilning á þýðingu og uppeldisgildi góðra leikja.

… þekki og geti skipulagt fjölbreytta leiki.

… hafi fengið þjálfun í að að undirbúa og stjórna margvíslegum leikjum.

• … þekki heimildir um leiki sem nota má í uppeldi og kennslu (handbækur,

hugmyndabankar, efni á Netinu).

• … þekki Leikjavefinn - Leikjabankann, geti nýtt sér hann og hafi lagt af mörkum til

hans.

• … hafi aukið áhuga sinn á notkun leikja í uppeldis- og skólastarfi.

Í þessu verki gefur að líta hugleiðingar mínar, úrlausnir verkefna sem voru oft prófun leikja

og einnig eru fjölmargir tenglar (bláir og undirstrikaðir) á hinar ýmsu síður á veraldarvefnum

sem ég hef skoðað og metið út frá þessum 12. þáttum. Hugleiðingar mínar markast að

sjálfsögðu á reynslu minni af kennslu og þjálfun en ekki síður sem nemanda, föður og

almennum leikmanni.

Í verkinu eru einnig 11 leiklýsingar sem ég vann að út frá námskeiði í hreyfileikjum sem

ég sótti sl. haust. Verkefnið miðaðist við að 3-5 nemendur ynnu það saman en ég fékk leyfi til

að vinna það einn. Leiklýsingarnar eru allar komnar inn á Leikjavefinn.

Ég vona að þú lesandi góður getir nýtt þér þetta verk mitt þér og þínum til góða og öðlist

jafnvel nýja sýn á leiki sem kennsluaðferð og lífsstíl.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 5/69141274-4069

Page 6: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Gildi leikja í uppeldi og menntun

Hvers konar fyrirbæri er leikur? - Hugleiðingar mínar í upphafiLeikur er aðferð sem manneskjan notar til að skemmta sér og læra. Í nútímaþjóðfélagi er

hraðinn mikill og þörf manna til einhvers konar afþreyingar rík. Segja má að yngstu

kynslóðirnar séu enn að venjast þessum hraða og því má greina ákveðið eirðarleysi hjá

mörgum ef afþreying er ekki til staðar. Ein tegund þessarar afþreyingar er leikur, en margar

tegundir flokkast þar undir. Þær vinsælustu í dag tengjast tækninni en tölvu- og

sjónvarpsleikir eru ráðandi, sérstaklega hjá ungu fólki. Einnig hefur úrval ýmissa spila aukist

mikið og eru námsspil hluti af þeim. Hreyfileikir hafa frá örófi alda verið vinsælir og

nauðsynlegir í mótun barna og unglinga. Þeir eru þó á undanhaldi og koma mest við sögu í

skipulagðri dagskrá skóla eða æskulýðsfélaga.

Mér hefur fundist forráðamenn slíkra eininga, t.d. kennarar, stýra þeim leikjum of mikið

og því má segja að við séum að nokkru leyti að drepa niður frumkvæði þeirra yngri. Frjáls

leikur er á undanhaldi þar sem þéttskipuð dagskrá er til staðar fyrir börnin allan daginn hvort

sem er í skólanum eða tómstundum. Frjálsan leik má skilgreina sem svo að barnið fái að móta

sinn eigin leik í völdu umhverfi á þann hátt að frumkvæði þess sé virkjað.

Það er í raun dapurlegt til þess að hugsa að við fullorðnu og jafnvel vel menntað fólk í

uppeldisfræðum leggjum ríka áherslu á að stýra börnum við leik. Hugsanlega er það vegna

þess að okkur finnst börnin frumkvæðislaus og teljum nauðsynlegt að stýra leikjum með

ákveðið þroskagildi í átt að betri og ”réttum” þroska barnanna.

Ég tel að í uppeldis- og skólastarfi eigi að nota leiki mikið, jafnt sem þátt í ákveðnum

námsþáttum mismunandi greina og einnig sem hluta af félags- og sjálfsþroska hvers og eins.

Back-to-basis: Play in Early childhood og Play as curriculumÞetta eru tvær greinar sem við lásum og veltum við eftirfarandi spurningum fyrir okkur:

Hvernig er leikurinn skilgreindur?

Hver er meginþýðing leiks og leikja að dómi höfunda? Hver er þín afstaða?

Hvernig tengist leikurinn þróun hugsunar hjá börnum?

Hvaða þýðingu hafa regluleikir (games with rules)?

Fyrsta skilgreiningin á leik í fyrri greininni er einföld og segir að leikur sé athöfn sem feli í sér

þátttöku einstaklings sem einkennist af ákafa og hömluleysi. Hömluleysið finnst mér

áhugavert en stýrðir leikir geta haft þau áhrif að einstaklingurinn leiti fyrirfram krafinnar

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 6/69141274-4069

Page 7: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

lausnar og því er frumkvæðið minna en ella. Þegar ég tala um stýringu á ég frekar við inngrip

stjórnanda/kennara sem hefur áhrif á þróun leiksins.

Í síðari greininni er lögð áhersla á að skilgreina leik sem frjálst val þátttakanda og frjálsa

þróun auk þess að hans sé notið. Meginvandamálið í dag er sá misskilningur okkar eldri að

leikur þurfi að hafa stýrð markmið og krakkar þurfi einhver verðlaun fyrir þátttöku sína.

Raunin er sú að krakkar leika sér af því að þeim finnst það gaman og njóta þess. Gerum við

það ekki öll? Ég tel að þörfin fyrir verðlaun í leik sé lærð, óþörf og alltof algeng hegðun

barna. Með minnkandi kröfum okkar samkeppnissamfélags þá ætti þessi þróun að snúast við.

Við leik þroskast sjálfsvitund, félagsvitund, talþroski, líkamleg færni, frumkvæði,

ímyndunarafl og hugsun skerpist. Er þá ótalin ýmis önnur nauðsynleg færni sem kemur

barninu til góða í lífinu. Sú færni sem við ætlumst til að barnið nái við ákveðið stýrt atferli

kemur oftast af sjálfu sér í frjálsum leik. Börnin þroskast í gegnum frjálsan leik því þau færast

sjálfkrafa á næsta stig ef leikurinn krefst þess og þeim langar til þess.

Hinir mætu hugsuðir Vygotsky og Piaget höfðu ólíkar en þó líkar hugmyndir um þátt leiks

í þróun hugsunar. Piaget taldi að leikur sýndi mynd þess sem barnið hefði þegar lært og

barnið lærði því ekki nauðsynlega eitthvað nýtt á meðan honum stæði. Vygotsky var honum

sammála þó hann færði rök fyrir því að barnið uppgövtaði oft eitthvað nýtt við leik og

hugsunin þróaðist því áfram.

Í greininni Play as curriculum eru leikir flokkaðir eftir því hvaða þroskandi markmið þeir

hafa. Leikir geta þroskað ímyndunarafl, líkamlega og félagslega færni, verið uppbyggjandi og

kennt börnum að lífið krefst þess að þú fylgir lögum og reglum sem samfélagið byggist á.

Slíkir regluleikir gerir barnið hæft til þess að skilja hlutverk sitt sem manneskja í samfélagi.

MyndböndVið horfðum á tvö myndbönd sem fjalla um gildi leikja.

The mother of inventionÞað er ekki auðvelt að skilgreina leik en eftirfarandi kom fram í myndbandinu:

Leikur er hugarástand.

Leikur tengir okkur við annað fólk og hefur áhrif á tilfinningar okkar, ímyndunarafl,

sköpunarhæfni og afkastagetu.

Það sem er gaman er leikur! Það er þó meira sem felst í skilgreiningu höfunda á leik.

Eftir því sem heili dýra er flóknari því fjölbreyttari verða leikir tegundanna.

Eftir því sem umhverfið er verndaðra því frjálslegri verður leikurinn.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 7/69141274-4069

Page 8: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Hvaða þýðingu hafa leikir:

Við njótum okkar betur og erum ánægðari.

Við fáum tækifæri til að kanna umhverfi okkar á annan hátt.

Við lærum og æfum færniþætti sem eru okkur nauðsynleg sem fullorðnir

einstaklingar, t.d. hvernig á að hegða sér.

Við lærum einnig hugtök eins og liti og tölur frekast í gegnum leik.

Við fáum hvatningu til að kanna og kynna okkur hluti í gegnum leik.

Við tengjumst hvert öðru. Leikur móður og afkvæmis hefur t.d. mikilvægt gildi í

þroska þess. Án þessa leiks verður barnið ekki jafn hæfur einstaklingur síðar meir.

Leikurinn örvar ímyndunaraflið.

Leikurinn eykur sjálfstraust.

Við fáum tækifæri til að upplifa hluti sem eru raunverulegir í gegnum leik með því að

þykjast.

Hægt er að skoða þroska barnsins í gegnum leik.

Leikurinn kennir okkur að leita lausna á okkar eigin forsendum og eftir eigin leiðum.

Leikurinn þróar félagslega færni og eykur sjálfsvitund.

The roof top school

Í myndbandinu var fjallað um skólastarf í einum virtasta skóla Bandaríkjanna. Verkefni okkar

var að velta fyrir okkur sjónarmiðum starfsliðsins og setja einnig fram okkar skoðun.

Einn kennarinn lýsti sjónarmiði sínu: „leikurinn gerir mann frjálsan og lausann við stress.

Í leiknum verða nemendur meira skapandi og hugsa útfyrir ramman. Þar með verða þau

öflugri í starfi“. Það sem vakti mig til umhugsunar voru orð eins nemandans sem sagði

kennarann sinn ”make everything fun” eða gera öll viðfangsefni skemmtileg. Þetta hlýtur að

segja manni að afleiðingar leiksins framkalla ánægju og vellíðan nemenda, þ.e. frelsi og

áhyggjuleysi sem aftur skilar sér í skilvirkara námi. Kennarinn virðist hafa rétt fyrir sér.

Íþróttakennarinn, sem rætt er við, leggur áherslu á að nemendur öðlist sjálfstraust í

gegnum leikinn. Ég er honum hjartanlega sammála en tel þó að mikið af þeim stýrðu leikjum

og regluleikjum geri það að verkum að sumir nemendur eiga lítinn möguleika á að öðlast

sjálfstraust. Keppni er rík í slíkum leikjum og sökum mismunandi hreyfigetu geta einstaka

nemendur upplifað sig vanmáttug og annars flokks. Það er því mikilvægt að börnum séu

kenndir leikir sem krefjast þess síður að einhver standi uppi sem sigurvegari og annar sem

tapari. Allir þurfa að fá tækifæri á eigin forsendum í leik þar sem ólíkir einstaklingar taka þátt.

Slíkir leikir eru til og hef ég góða reynslu af þeim í íþróttakennslu sem og hefðbundinni.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 8/69141274-4069

Page 9: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Að upplifa og uppgövta eitthvað sem er óvænt gerist í gegnum leik. Þetta er

höfuðmarkmið vísindanna og því ánægjulegt að sjá að skólinn leggur áherslu á þetta. Ég er

því sammála að það sem vekur mesta ánægju er það sem maður á ekki von á að gerist og því

hlýtur leikurinn að örva ímyndunarafl okkar og gera okkur færari í því að leita lausna á okkar

eigin forsendum og eftir eigin leiðum.

The heart of the matterÍ þættinum var meðal annars fjallað um gildi hátíða í menntunar- og félagslegum tilgangi og

gildi leiksins skoðað með því að bera saman hegðun mannsins við önnur spendýr. Verkefni

okkar var að ræða það sem vakti athygli okkar og draga meginályktanir af því sem fram kom í

þættinum.

Það sem vakti mig til umhugsunar í byrjun var fólkið sem dansaði um göturnar án þess að

vera í búningum. Þetta fólk var allt svertingjar! Menning hefur gífurleg áhrif á hegðun okkar

og mig grunar að ákveðin samfélög eigi auðveldara með að leyfa barninu í sjálfu sér að njóta

sín. Hömluleysi og frelsi einstaklingsins er í raun ekki mikið hérlendis. Það þykir ekki við

hæfi að leika sér nema við ákveðnar kringumstæður. Þú ert litinn hornauga ef þú virðir ekki

samskipta- og hegðunarreglur samfélagsins. Enginn má vera öðruvísi. Sterkt til orða tekið en

töluverður sannleikur í þessu...er það ekki?

Mér er minnisstæður svertingi sem spilaði með mér körfubolta þegar ég var um tvítugt.

Hann söng og dansaði hvar sem hann var og naut lífsins. Þetta þótti manni öðruvísi og á

köflum óþægilegt. Síðan vandist maður þessu og tók jafnvel þátt með honum því lífsgleðin

skein af honum og smitaði út frá sér.

Í einhverju innleggi samnemanda míns á WebCT las ég að bréfritari hefði ávallt byrjað

með leik þegar ákveðinn hópur hittist. Margir vildu ekki vera með í upphafi og reyndu að

komast hjá því. Allir áttu að taka þátt og að lokum var það svo að enginn vildi hætta í

leiknum. Hver kannast ekki við þessar aðstæður? Við eigum erfitt með að sleppa okkur í leik

nema við treystum öðrum þátttakendum. Margir taka hreinlega út fyrir þá tilhugsun að gera

mistök fyrir framan aðra. Við verðum því að virða hvert samfélag (hvern hóp) og menningu

og samskiptaform hans. Förum varlega ef við ætlum að umbylta skólakerfinu með tíðum

leikjum. Enginn leikur sér ef hann er ekki frjáls eins og oft hefur komið fram hér.

Meitlaðar setningar úr þessum þætti:

„You have to be devoted to it (the game) but the love of it keeps you going“.

Leikurinn eykur ánægju þína (í flestum tilfellum).

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 9/69141274-4069

Page 10: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Leikurinn gefur okkur tækifæri til að tjá okkar dýpstu hugsanir og tilfinningar.

Leikurinn skapar tengsl milli fólks, þar sem fólk deilir tilfinningum sínum og ástríðu,

og styrkir því hvert samfélag. Þegar leikurinn er ekki til staðar einangrumst við.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 10/69141274-4069

Page 11: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Flokkar og tegundir leikjaEngin ein rétt flokkun er til á leikjum. Hins vegar eru þær misgóðar og kristallast það helst í

því að ein flokkun hentar kannski ekki öðrum. Í þeim fræðigreinum sem við höfum lesið

(Back to basis: Play in early childhood og Play as curriculum) eru settar fram einfaldar

flokkanir.

Í fyrri greininni er rætt um inni- og útileiki auk þess að skipta leikjum í fimm flokka eftir

því hvaða félagslegu áhrif þeir hafa. Þeir eru:

Leikir þar sem ákveðnir einstaklingar geta verið nokkuð hlutlausir, fylgst með og lært

(Onlooker behaviour).

Einstaklingsleikir (Solitary independent).

Einstaklingur í hópi (parallel). Einstaklingur leikur sér í hópi með sama dót en er í

eigin heimi.

Tengslaleikir (associative) einstaklingar leika saman og hafa fjölbreytt samskipti.

Samvinnuleikir (cooperative) t.d. hlutverkaleikir.

Í síðari greininni eru leikir flokkaðir á eftirfarandi hátt:

Hreyfi- og líkamsleikir (Motor/physical play).

Samskipta (félagslegir) leikir.

Uppbyggilegir leikir.

Regluleikir.

Ímyndunarleikir.

Báðar flokkanir byggja á aukinni sjálfsvitund og félagslegum þroska þó sú síðari teygi sig

lengra, sbr. hreyfileiki. Þessi flokkun er góð því höfuðmarkmið með leikjum ætti að vera

aukin þroski hvers einstaklings.

Sú flokkun sem gjarnan er notuð er of einföld fyrir mig og þarfnast einhverra undirflokka.

Hún er eftirfarandi:

Venjulegir námsleikir.

Rökleikir og heilabrjótar.

Orða- og málþroskaleikir.

Leikræn tjáning og hlutverkaleikir.

Hreyfi- og skynjunarleikir.

Ýmsir hóp- og samvinnuleikir.

Námspil og hermileikir.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 11/69141274-4069

Page 12: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Hugmyndir að flokkunSem kennari tel ég að mikilvægt sé að aðgengi að leikjum sé gott þar sem maður vill finna

leiki fljótt sem henta ákveðnum kringumstæðum. Flokkun er mismunandi og ein flokkun

hentar ekki öðrum. Því tel ég mikilvægt að flokkunin byggist á mörgum flokkum þar sem

hver leikur fellur undir eins marga flokka og tilefni gefur til. Leitarorð er slegið inn og leikir

við hæfi birtast. Hugsanlega væri hægt að slá inn fleiri en eitt leitarorð. Þetta er sérstaklega

mikilvægt í ljósi þess að notkun leikja í kennslu þarf að auka í íslenskum skólum.

Þar sem ég hef verið að kenna íþróttir hef ég sérstakan áhuga á hreyfileikjum. Ég tel að

slíka leiki þurfi að nota í mun meiri mæli í tengslum við almenna kennslu. Flokkun leikja eftir

leitarorðum gæti verið eftirfarandi (ath. ekki tæmandi listi):

Inni hreyfileikir.

Úti hreyfileikir.

Leikir fyrir alla, yngsta stig, miðstig o.s.frv.

Leikir fyrir 1, 2-4, 5-10, 10-20, 20+.

Keppnisleikir.

Leikir óháðir keppni.

Kveikjuleikir.

Hópeflisleikir.

Námsleikir:

o Leikir fyrir stærðfræði, íslensku o.s.frv.

Leikir sem krefjast áhalda/tækja/merktra svæða:

o Boltar.

o Skólagögn.

o Keypt sett.

Leikir sem krefjast ekki áhalda/tækja/merktra svæða.

Hugmynd að nýjung á leikjavefnum.Gott væri að hafa stjörnugjöf (notenda) sem möguleika á leikjavefnum. Hægt væri að gefa 1-5

stjörnur fyrir mismunandi þætti, t.d. skemmtanagildi, námsgildi og einfaldleika. Meðaltalið

væri svo sýnilegt hverjum þeim sem skoðaði leik á vefnum.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 12/69141274-4069

Page 13: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Leikjavefurinn – www.leikjavefurinn.isÞessi vefur er samvinnu- og þróunarverkefni kennara og kennaranema í KHÍ. Vefurinn er í

umsjón Ingvars Sigurgeirssonar, prófessors við KHÍ, sem hefur jafnframt verið

umsjónarmaður námskeiðsins Leikir í skólastarfi sem þetta verkefni er unnið í.

Vefurinn er nýorðinn 10 ára gamall og er í stöðugri þróun. Notendum og öðrum gefst

kostur á að senda inn leiki í safn bankans og er markmiðið að búa til öflugan banka sem nýtist

í skólastarfi og víðar.

Á vefsíðunni segir Ingvar: „Leikir líkjast að því leyti skrýtlum, að yfirleitt man fólk ekki

nema fáa í einu. Það er því brýn þörf á aðgengilegu leikjasafni, sem sérstaklega er sniðið fyrir

skóla, þar sem auðvelt og fljótlegt er að finna góða leiki. Leikjabankanum og Leikjavefnum er

ætlað að bæta úr þessu.“ Sem leiðbeinandi í grunnskóla til 5 ára tek ég heilshugar undir þessi

orð. Leikirnir eru nú um 300 og fer ört fjölgandi. Því ber að gæta í viðmóti vefsins að hægt sé

að leita á aðgengilegan hátt að hentugum leikjum hverju sinni. Flokkun leikja hefur þróast í

tímans rás og má segja að hún sé ágæt til síns brúks sem stendur.

Til stendur að gefa notendum kost á að gefa hverjum leik umsögn og stjörnugjöf hefur

einnig verið í umræðunni. Þetta tel ég nauðsynlegt í komandi framtíð og væri hjálplegt

notendum í dag.

Á vefnum eru líka tenglar á aðrar síður, flestar erlendar, sem eru margar hverjar stórgóðar.

Að mínu mati ætti leikjavefurinn sjálfur að verða sá vefur sem kennarar hérlendis hlúa að og

nýta í starfi sínu. Hér höfum við sérstakt umhverfi og ákveðna menningu sem margir af

þessum leikjum tengjast beint eða óbeint og hana viljum við flest ef ekki öll varðveita.

Vefurinn er sameiginlegur gagnabanki allra sem starfa í íslensku skólakerfi og með

áðurnefndri stjörnugjöf eða umsögnum getum við aukið notkun vefsins og þar með hlut

leiksins í íslensku skólastarfi.

Eitt vantar á vefinn en það er tengill í efstu valrönd sem gefur notanda færi á að komast á

forsíðu vefsins og einnig á síðuna „áhugaverðir vefir“.

Flokkar leikja

Hreyfileikir og æfingarFyrsti flokkurinn sem ég valdi á Leikjavefnum er hreyfileikir og æfingar. Vil ég byrja á að

gagnrýna titilinn en orðið æfingar er víðtækt og mætti sleppa hér að mínu mati.

Sá leikur sem mér fannst einna mest spennandi er Gríptu í halann á drekanum. Þennan

leik lærði ég á síðasta ári og hef notað í kennslu til að brjóta hana upp auk þess að efla og

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 13/69141274-4069

Page 14: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

bæta óeðlilegt samskiptamunstur nemenda. Leikurinn hentar að mínu mati helst úti á

grasbletti.

Leiklýsingin er ekki nógu skýr og ítarleg að mínu mati. Ekki kemur fram hvort fremsti

maður sé fastur í röðinni eða laus. Ef við gefum okkur að hann sé laus finnst mér lýsingin

ófullnægjandi. Fremsti maður drekans má halda höndum útréttum og varna höfði drekans

(þeim sem er hann og er ekki fastur í röðinni) því að komast að halanum. Hann má samt ekki

grípa í þann sem „er hann“. Höfuðið má grípa í alla þá sem eru í röðinni til að vinna sig að

aftasta manni. Nauðsynlegt er að einhver stjórnandi sé til staðar og grípi inn í ef einhverjum

gengur erfiðlega að ná halanum. Hann má ekki upplifa sig minni máttar.

Annar leikur sem er mér kær er Sparkó. Þennan leik nota ég mikið í íþróttakennslu sem

ég hef verið í samhliða almennri kennslu. Krökkum finnst þessi leikur virkilega skemmtilegur

enda hefur hann lifað í mörg ár. Hver og einn fær að taka ákvarðanir út frá eigin getu og

enginn ætti að finna til vanmáttar.

Aðrar útfærslur á þessum leik gætu falist í að láta nemendur hlaupa afturábak, gefa

ákveðnum einstaklingum liðsins fleiri stig nái þeir að grípa boltann, nota mismunandi gerðir

bolta o.s.frv. Möguleikarnir eru margir og best að leyfa krökkunum að þróa þær áfram í

hverjum bekk fyrir sig. Reglurnar eru a.m.k. mismunandi eftir bekkjum hjá mér og þykir mér

það jákvætt.

KynningarleikirNæsti flokkur sem ég skoðaði er kynningarleikir. Gott er að kunna a.m.k. einn svona leik

þegar maður tekur við nýjum hópi eða til að hrista nýjan hóp saman.

Ég hef notað einn svona leik en hann nefnist nafnaruna og reynist ávallt vel. Krökkunum

þykir ávallt mikið til þess koma að ég muni langflest nöfnin þar sem ég er síðastur sem gefur

mér ákveðið traust.

Gaman þótti mér að lesa um ýmis afbrigði leiksins og sérstaklega notkun hans við kennslu

lýsingarorða. Datt mér þá í hug að hægt væri að láta nemendur fara í ca. 10 manna hópa og

loka augum. Þau fá að vita að allir búa til hljóð og lýsa því í einu orði. Þau loka síðan

augunum og leikurinn hefst. Þau æfa þar með ákveðna einbeitingu auk þess að kynnast

lýsingarorðum. Mér hefur ekki gefist tækifæri til að prófa þessa útgáfu en geri það við fyrsta

tækifæri.

Athyglis- og skynjunarleikirÞessir leikir eru ávallt skemmtilegir en mér fannst þeir óvenju fáir á vefnum. Að þjálfa minnið

finnst flestum skemmtilegt og ef maður er nógu frakkur tekst manni oft að smíða einhvern

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 14/69141274-4069

Page 15: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

leik á staðnum. Hlustunarleikurinn fannst mér góður og sé fyrir mér að nota hann þegar ró

þarf að koma á bekkinn. Nafnið er helst til of viðtækt og segir manni að vel skal vanda til

verka í upphafi. Erfitt getur verið að breyta nafni leikja eftir á þegar notendur vefsins eru

margir. Ég held að nemendur ættu líka að fá tilfinningu fyrir tímanum með því að hlusta á

sekúnduvísinn.

Mér datt í hug einn leikur sem þjálfar og reynir á tímaskynið. Kennarinn biður alla

nemendur að fjarlægja úr og aðra hluti með klukku. Nemendur leggjast fram á borðin sín og

eiga að rétta upp hönd þegar þeir telja að ákveðinn tími sé liðinn. Kennarinn stillir klukku sem

allir sjá og getur sett mörkin við 1-3 mínútur. Þegar allir hafa rétt upp hönd eru úrslitin rædd

og sá sem átti bestu ágiskunina fær að velja næstu tímamörk.

Einnig er hægt að nota þetta til að lífga ákveðinn nemanda við og gefa honum sjálfstraust.

Þá er kennarinn með klukkuna og enginn annar veit hvað tímanum líður. Tímamörk eru mjög

stutt. Ef viðkomandi nemandi er ekki of langt frá tímamörkum er hægt að útnefna hann sem

sigurvegara. Hagræðing sannleikans, en í góðum tilgangi!

Aðrir leikjavefirÁ vefnum er tenglasíða sem gefur hugmynd um ákveðna tegund leikja. Ég valdi þrjá þeirra til

að skoða.

PE Central - http://www.pecentral.org/Þessi vefur miðar að íþróttakennslu og almennum leikjum sem auka hreyfigetu. Hann er

ágætur en viðmótið full flókið við fyrstu komu á síðuna. Mér fannst fínt að fara inn á tengilinn

http://www.pecentral.org/climate/index.html en þar voru tveir góðir tenglar

http://www.pecentral.org/climate/disciplinelis.asp og

http://www.pecentral.org/climate/teachingtips.html. Á þeim fyrsta voru engir leikir en ýmsar

gagnlegar ábendingar sem nýtast öllum kennurum.

Efsti linkurinn (http://www.pecentral.org/lessonideas/pelessonplans.html) leiddi mann í

leikjasafn sem er nokkuð gott og margar góðar hugmyndir. Er flokkun byggð að mestu á aldri

til að byrja með en einnig gefst tækifæri til að slá inn leitarorð sem auðveldar manni mikið

leitina. Einnig eru gefin leitarorð, t.d. eftir íþróttagreinum og eru margar góðar hugmyndir,

sérstaklega fyrir íþróttakennara. Ljóst er að vefurinn tekur á fleiri atriðum kennslu en

leikjahugmyndum.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 15/69141274-4069

Page 16: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Leikir í Vefbanka VallaÞennan vef skoðaði ég þar sem hann er á íslensku og einnig hef ég notað hann í kennslu,

sérstaklega í kringum jólin. Vefurinn er tenglasafn og er einn flokkurinn leikir. Sú síða er

samansafn af mörgum íslenskum síðum, t.d. fyrirtækja, sem bjóða upp á leiki af einhverju

tagi. Leikirnir eru flestir gagnvirkir og lítið um síður sem bjóða upp á leikjahugmyndir fyrir

kennara. Þó er tengill á Leikjavefinn (www.leikjavefurinn.is). Ég tel að þetta sé góð veita til

að beina börnum inn á í leit að afþreyingu. Líklega leynast þarna leikjahugmyndir eða leikir

sem hægt er að nýta við kennslu ákveðins viðfangsefnis, t.d. síðan Heimurinn minn og

leikjabanki Bókasafns Garðabæjar, en þá þarf maður að gefa sér góðan tíma til að skoða

viðkomandi síður.

Maps.com GamesÉg er á landafræðikjörsviði og hef haft mikinn áhuga á að auka námsefni þar í leikjaformi.

Upphaflega átti lokaverkefni mitt að vera framleiðsla á gagnvirkum vef fyrir íslenska

landafræði en þar sem hluti námsefnisins á grunnskólastigi er ekki áhugaverður í augum

margra nemenda tel ég að ýmsir leikir geti hjálpað til.

Þessi síða er með frábært viðmót og einfaldir en góðir leikir til staðar. Hún er þó

greinilega miðuð að amerískum skólum en getur nýst okkur hér að einhverju leyti. T.d. er

tengill á frítt efni Maps.com en þar eru t.d. góð kort sem hægt er að prenta út og nota í

kennslu. Einnig er hægt að kaupa vörur til að nota í kennslu, t.d. kort og spil.

Þróun leikjasafnsinsVefurinn sem slíkur er á réttri leið. Ég hef áður nefnt það að mér finnist vanta einhverja

einkunnagjöf með hverjum og einum leik og er slíkt í bígerð skv. upplýsingum á vefnum.

Hefði ég þá helst viljað sjá stjörnugjöf þar sem ég tel að eftir ákveðinn tíma gæti sú

einkunnagjöf orðið raunsæ og hjálpað notendum vefsins að auka líkur á að velja leiki sem

hitta í mark.

Flokkun leikja er umhugsunarefni eins og fram kom í síðasta kennsluþætti. Ég stend þó

enn á þeirri skoðun að að eitt eða fleiri leitarorð ætti að nota til að einangra leiki sem leitað er

eftir hverju sinni. Sé ég fyrir mér kerfi eins og er notað í kennaraumhverfi á Mentor þar sem

heimavinna nemenda er skráð. Fyrst er valinn yfirflokkur, þá birtast misjafnlega margir

undirflokkar hans og velur maður einn þeirra. Enn birtast undirflokkar og er möguleiki á að

setja upp eins marga og flokkunarkerfið krefst.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 16/69141274-4069

Page 17: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Nafna- og kynningarleikir – hópstyrkingarleikir/hópeflileikir

Kynningarleikir eru nauðsynlegir hverjum kennara. Reglulega tekur kennari við nýjum hópi

og á það sérstaklega við um sérgreinakennara. Því er það gott að geta leitað í safn góðra leikja

til að nota í upphafi svo kynnast megi nemendum á eðlilegum forsendum og læra nöfn þeirra.

Nafnaleikir eru nokkrir og má t.d. finna þá á leikjavefnum. Ég hef þegar rætt um einn

þeirra, Nafnaruna í 3. kennslubréfi, en hann hefur reynst mér vel í gegnum tíðina. Leikirnir

eru margir hverjir góðir og allir nothæfir við tilteknar aðstæður.

Leikir í þessum flokkum hafa það einnig að markmiði að bæta eða auka samskipti

nemenda og henta því mjög vel þegar kennari er að kljást við ákveðin vandamál innan

bekkjar, t.d. einelti. Krakkarnir sjá þá hugsanlega nýjar hliðar á ákveðnum einstaklingum og

fá í raun tækifæri til að kynnast þeim. Dettur mér helst í hug orð samkennara míns fyrrverandi

sem notaði leiki til að berja krakka í 8. bekk saman, en fleiri en eitt eineltismál hafði verið í

gangi í bekknum í nokkur ár. Hann sagði „krakkarnir töluðu um að þau væru í raun að

kynnast sumum í fyrsta skipti“. Það tók þau fjögur ár!

KynningarleikirEinn leikur sem ég rakst á heitir Spottakynning og fannst mér hann athyglisverður. Leikurinn

reynir á hluta nemenda þannig að þeir geti sagt frá sjálfum á tilteknum tíma. Ég hef ekki tök á

því að prufa hann fyrr en seinna en tel að nemendum ætti að finnast hann skemmtilegur. Þó er

einn galli á gjöf Njarðar því nemendur eru misjafnir og alltaf stöku nemendur sem eiga í

töluverðum erfiðleikum með að tjá sig fyrir framan bekkjarfélaga sína. Því þarf kennari að

vera viðbúinn því og sjá til þess að viðhorf nemenda og hans sjálfs til leiksins sé á léttu

nótunum. Gott væri að gefa nemendum hugmyndir með því að kennari leiki leikinn í upphafi

eða setji ákveðna punkta á töflu. Þessi leikur ætti samt sem áður að þjálfa þessa nemendur í

framsögn og hentar því að mínu mati vel þegar slíkt nám fer fram. Dettur mér helst í hug að

ég myndi nota hann þegar ég undirbý nemendur mína fyrir svokallaða upplestrarkeppni sem

fer fram í 7. bekk. Einnig tel ég að leikinn væri hægt að nota fyrir yngri nemendur þó mælt sé

með notkun hans með nemendum eldri en 10 ára.

Annar leikur sem mér fannst áhugaverður heitir Þekkirðu nágranna þinn?. Þessi leikur

hefur það fyrst og fremst að markmiði að skemmta sér auk þess að skerpa athyglisgáfu og

hugmyndaflug. Ég sé ekki í fljótu bragði hvernig nemendur eiga að læra fullt nafn annarra í

hópnum eins og segir í markmiðslýsingu. Nemendur hljóta að þurfa að þekkjast vel og hafa

áður á einhvern hátt kynnst föðurnafni bekkjarfélaga.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 17/69141274-4069

Page 18: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Leikurinn er nokkurs konar stólaleikur sem virkar alltaf vel, t.d. í afmælum. Hann ætti því

að vera fjörugur og góður til að brjóta upp kennslu og t.d. þegar sérnöfn eru lærð. Eins og í

hinum leiknum tel ég nauðsynlegt að kennari taki þátt og byrji leikinn.

HópeflileikirHeftið hans Helga er gríðarlega gott og er líklega núna til í mörgum skólum sem eins konar

leikjahandbók. Þarna eru margir leikir sem ég hef aldrei heyrt af áður og það sem mér þótti

best er hve einfaldir flestir þeirra eru í lýsingu. Lýsingar virðast vera hnitmiðaðar og góðar.

Þar sem ég er nýbúinn að taka við golfþjálfun í golfklúbbnum mínum ákvað ég að reyna á

tvo leiki. Krakkarnir þekkjast allir vel og því ákvað ég að prufa fyrsta leikinn sem nefndur er

„Barningur“ og láta reyna á sjálfan mig. Lýsing leiksins er eftirfarandi:

„Þátttakendur sitja í hring. Einn „er hann” og fær svamplengju í hendur. Sá sem

er fyrstur nefnir nafn á einhverjum í hópnum. Sá sem er hann á að reyna að slá

þann í höfuðið með svamplengjunni áður en sá hinn sami nær að nefna nafn á

öðrum í hópnum“.

Í stað þess að nota svamplengju notaði ég svampbolta og leyfði mér að kasta honum í

viðkomandi. Þátttakendur voru 12 og vakti þetta lukku þar sem ég var nánast sá eini sem

þurfti að kasta og hlaupa. Ég þurfti smá tíma til að átta mig en lærði nokkur nöfn fljótt og

siðan önnur með því að fylgjast með hinum. Eftir tæpar 10 mínútur ákvað ég að bæta

föðurnöfnum í leikinn og virkaði það stórvel. Þá reyndi á krakkana og úr varð skemmtileg

stund.

„Hönd í hönd í bak og fyrir“ er paraleikur sem vakti áhuga minn. Ég prufaði hann líka á

krökkunum í golfskólanum með það að markmiði að brjóta upp æfinguna. Leikurinn reynir

einnig á líkamsgetu þeirra og því fannst mér hann vel við hæfi. Þar sem þetta eru

afrekskrakkar bætti ég smá keppni í þetta og lét þá sem voru síðastir um að velja næstu þraut

fyrir pörin. Hugmyndaflugið var nú ekki mikið til að byrja með en góðar hugmyndir eins og

að leggjast á magann þannig að höfuð snertust allan tímann og að gera armbeygjur á annarri

með því að halda utan um hvort annað tókust vel og vöktu kátínu.

Ég kann einnig nokkra hreyfileiki þar sem pör vinna saman og bætti þeim við. Einn þeirra

er þannig að pörin krækja saman höndum bak í bak og eiga að ýta hvort öðru yfir ákveðna

línu. Þar þarf að gæta þess að líkamsstærð sé svipuð. Einnig geta þau staðið á móti hvort öðru

þannig að fjarlægðin er einungis armlengdin og reyna að ýta hvort öðru með flötum lófa. Þar

má einungis ýta í lófa andstæðings. Ef annar hreyfir aðra löppina úr stað tapar hann. Úr þessu

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 18/69141274-4069

Page 19: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

varð mikil keppni þó tveir einstaklingar hafi ekki fundið sig í þessu. Þessi leikur er útfærsla á

leikjunum Víkingaleikar I-III í hefti Helga og tel ég að ”mín” útgáfa virki einna best.

IcebreakersÉg fór á netið og leitaði að leikjum sem nýst geta umsjónarmanni ýmissa hópa í þeim tilgangi

bæta andrúmsloftið eða að brjóta skelina utan af þátttakendum sem eru að hittast í fyrsta sinn.

Notaði ég t.d. leitarorðið kynningarleikir og icebreakers. Eftirfarandi leikir vöktu athygli

mína og set ég fram lýsinguna eins og hún kemur fyrir á viðkomandi vef:

ÁvaxtaskálinÞessi klassíski barnaleikur er kjörinn til þess að byrja leiklistartíma / æfingu með hóp sem

þekkist lítið eða hóp sem hefur lítið gert saman á þessum nótum áður, börnum sem

fullorðnum. Athyglin er á einum og einum, en bara í stutta stund í einu, og þátttakendur deila

persónulegum upplýsingum með hver öðrum en ekki meira en þeir kjósa sjálfir.

Setið á stólum í hring. Einn þátttakandi (A) stendur í miðjunni. Það er ekki stóll fyrir

hana/hann. Stjórnandi skiptir hópnum niður í epli, perur og banana. Markmið (A) er að ná

stól. Ef (A) kallar epli, eiga öll eplin að skipta um stóla við hin ,,eplin", en (A) á að reyna að

ná stól líka. Á sama hátt getur hún/hann kallað upp hinar ávaxtategundirnar.(A) má líka

segja: ávaxtaskál. Þá eiga allir að skipta um sæti. Sá sem ekki nær stól stendur í miðjunni

næst.

Takmark (A) er alltaf að ná í sæti.

Tilbrigði: Nú má sá/sú sem stendur í miðjunni biðja t.d. alla sem eru í svörtum sokkum að

standa upp - en bara ef hún/hann er sjálf/ur í svörtum sokkum.

Dæmi um fleiri óskir:

,,Allir sem fengu sér safa í morgun"

,,Allir sem eiga systur"

,,Allir sem horfðu á sjónvarp í gærkvöldi"

,,Allir sem eiga hjól"

,,Allir sem vöknuðu fyrir klukkan níu"

o.s.frv. o.s.frv.

Heimild: Fræðsludeild Þjóðleikshússins. 2007, 12. febrúar. „Kynningaleikir og hópaleikir.“ Vefslóð: http://fd.leikhusid.is/Forsida/Leiklistiskolum/Leiklistaraefingarogleikir/Kynningarleikiroghopleikir/%20-

Athugasemd: Þessi leikur er einnig á Leikjavefnum undir nafninu Ávaxtakarfa, en þar er

ekki getið heimildar. Leikur settur inn árið 1994.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 19/69141274-4069

Page 20: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Slöngur og kóngulærHér er í raun um flóknari útgáfu af stórfiskaleik að ræða, en hér er fyrir öllu að hafa

hlustunina í lagi. Stjórnandinn getur leikið sér fram og tilbaka með köllinn, og þess vegna

skipt á miðri leið.

Hentugur leikur fyrir stóra hópa. Þarf nokkuð rými. Vinnur með einbeitingu, mikla líkamlega

orku og hlustun.

Þátttakendum skipt í tvo hópa, sem standa í beinni röð hvor á móti öðrum í miðju rýmisins.

Þeir setja annan fótinn fram, og hann er látinn snerta fót þess sem á móti stendur. Önnur

röðin er slöngur, og hin er kóngulær. Stjórnandi kallar ýmist ,,kóngulær!", ,,slöngur!"

eða ,,sniglar!". Ef hann kallar á kóngulærnar, verða þær að hlaupa í skjól upp við vegginn

sín megin í salnum. Slöngurnar elta þær og reyna að klukka þær. Ef kónguló næst, þarf hún

að fara í lið með slöngunum (sbr. stórfiskaleikur). Ef kallað er ,,slöngur" snýst leikurinn við.

Ef hins vegar kennarinn kallar ,,sniglar", eiga allir að beygja sig niður og bíða eftir næsta

kalli.

Eltingaleikur á einum fæti.

Reynir á aðra vöðva en við notum venjulega, og áherslan í eltingaleiknum verður

ekki eingöngu á hver hleypur hraðast - sem er gott.

Skríðandi eltingaleikur Eltingaleikur á hælunum!

Hvetjið þátttakendur til þess að horfa á aðra í hópnum!

Eltingaleikur með hnén saman. Mjög fyndið!

Heimild: Fræðsludeild Þjóðleikshússins. 2007, 12. febrúar. „Kynningaleikir og hópaleikir.“ Vefslóð: http://fd.leikhusid.is/Forsida/Leiklistiskolum/Leiklistaraefingarogleikir/Kynningarleikiroghopleikir/%20-

Athugasemd: Þessi leikur er einnig til undir nafninu Dagur og nótt. Auk þeirra afbrigða sem

að ofan eru nefnd má láta hugmyndaflugið ráða. T.d. í upphafi leiks þar sem þátttakendur

standa andspænis hver öðrum má láta þá liggja eða byrja í misjafnlega erfiðum stöðum.

Introduce anotherDivide the class into pairs. Each person talks about him/herself to the other, sometimes with

specific instructions to share a certain piece of information. For example, "The one thing I

am particularly proud of is..." After five minutes, the participants introduce the other person

to the rest of the class.

Heimild: Honolulu community college. 2007, 12. febrúar. „Break the ice.“ Vefslóð: http://honolulu.hawaii.edu/intranet/committees/FacDevCom/guidebk/teachtip/breakice.htm.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 20/69141274-4069

Page 21: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Me tooThis also works best for small groups or foe each small group sitting together as a team (4-6

learners). Everyone in the group gest 10 pennies/toothpicks/scrap of papers, etc. The first

student states something he/she has done (e.g. water skiing). Everyone else who has done the

same thing admits it and puts one penny in the middle of the table. Then the second person

states something (e.g. I have eaten frogs' legs). Everyone who has done it puts another penny

in the center. Continue until someone has run out of pennies.

Heimild: Honolulu community college. 2007, 12. febrúar. „Break the ice.“ Vefslóð: http://honolulu.hawaii.edu/intranet/committees/FacDevCom/guidebk/teachtip/breakice.htm.

Time capsules: A time proven year opener Annette Bright teaches fourth grade at Our Lady of Unity School in Kansas City, Kansas.

Like many other teachers, she starts her year with a time capsule activity. "I give each student

a sheet with questions such as

What's your favorite TV show?

What's your favorite song?

What's your favorite book? on it.

There's a space for students to answer the questions at the beginning of the year and another

space for them to answer the same questions at the end of the year.

"After students put their answers in the first blank, I tie all the sheets together and put

them in my file cabinet," Bright told Education World. "It's always funny at the end of the

year to hear them laughing and screeching over their answers from the beginning of the year.

They always change their minds by the end of the year!"

Heimild: Hopkins, Gary. 1999, 16. ágúst. Icebreakers volume 4. Vefslóð: http://www.education-world.com/a_lesson/lesson/lesson131.shtml.

Ýmsir hópleikirÁ leikjavefnum er einn flokkur sem heitir ýmsir hópleiki. Þessir leikir nýtast margir hverjir

þegar nýr hópur kemur saman og hann þarf að hrista saman. Ég ætla að fjalla hér um nokkra

þeirra sem eru mér ýmist kunnugir eða áhugaverðir.

Leikurinn Morðingi 1 er vinsæll leikur í mínum skóla og virðist mjög lífsseigur. Einn

nemendahópur minn á miðstigi stakk ávallt upp á honum ef ég ákvað að brjóta upp kennslu

og leyfði þeim að koma með hugmyndir. Leikurinn gætir jafnræðis og skerpir athyglisgáfu

nemenda. Ég hef kennt svolítið á unglingastigi, sér í lagi í forföllum annarra kennara og

virðist þessi leikur líka vera vinsæll þar. Kannski er það vegna þess að fáir leikir hafa verið

notaðir í skólanum en ég held að svona spennuleikir virki ávallt best. Að láta nemendur

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 21/69141274-4069

Page 22: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

ganga um stofuna finnst mér alltaf skemmtilegra en ef ég vill koma ró yfir bekkinn hef ég

látið þau sitja.

Ísjakaleikurinn er örugglega skemmtilegur fyrir yngstu krakkana en ég velti fyrir mér

hvort ekki sé eðlilegt að ”bátarnir” fái að sjá uppstillinguna áður en trefillinn er settur á.

Samkvæmisleikinn Fólk segir að ég sé... þekki ég vel en hef ekki notað hann með

börnum. Þetta finnst mér stórsniðugur leikur þegar þjálfa skal orðflokka. Tel ég það skilyrði

að nemendur búi til eigin miða en sýni kennara svo allir séu með réttan orðflokk. Þannig

getur kennari séð ef einhverjir nemendur fara villu vegar og notað tækifærið til að kenna

þeim. Kennari getur þrengt orðaval nemenda með ákveðnum reglum en fara þarf varlega í

það til að upplesturinn verði fjölbreyttur og skemmtilegur.

Já og nei leikurinn er skemmtilegur en ég set spurningarmerki við aldursmörk. Ég myndi

fyrst og fremst nota hann á unglingastigi. Annar svipaður leikur sem mér dettur í hug er

talnaleikur þar sem bannað er að segja t.d. tölur sem innhalda tölustafinn 7 eða tölur sem 7

gengur upp í. Fyrsti maður byrjar á einum, næsti segir tveir og sá þriðji þrír. Sá sem á að

segja t.d. 7, 14 eða 17 segir búmm og næsti á eftir þá 8, 15 eða 18. Ef hann segir töluna í stað

búmm þarf hann að byrja aftur á 1. Kennari getur skipt hópnum upp eftir getu og haft

einfaldari tölu fyrir þá sem eru styttra komnir í margföldun.

Hugleiðingar um þátt 4Eftir að hafa farið í gegnum þennan þátt er mér efst í huga hve gríðarlega mikið magn leikja

er á vefnum en maður hefur ekki haft þekkingu eða vit til þess að leita þeirra fyrr en nú.

Auðvitað hefur maður notað leiki eitthvað í kennslu en nú fyrst sér maður hve möguleikarnir

eru fjölbreyttir.

Ég fór á námskeið þar sem við prufuðum nokkra leiki sem ég hafði aldrei heyrt um í

flestum tilfellum og taldi það eðlilegt þar sem þeir áttu að vera ættaðir frá Danmörku eða

öðrum Evrópulöndum. Nokkrir þessara leikja hafa samt skotið upp kollinum við leit mína á

vefnum og ekki síst í heftinu hans Helga.

Leikirnir hafa samt mismunandi nöfn og ýmsar útfærslur eru á þeim. Minnir þetta mig

helst á eðli kjaftasagna þar sem hver leikur virðist þróast og breytast mjög ört með tímanum.

Ég rakst einnig á tvær útgáfur af einum leiknum á Leikjavefnum og voru lýsingarnar mjög

mismunandi. Önnur var ítarleg og góð sem sýndi manni hve hin var léleg. Þetta er því góð

áminning um að vanda sig við leiklýsingu, hafa hana frekar ítarlegri en samt ekki of flókna.

Annað sem vakti upp spurningar við leitina á vefnum var höfundaréttur einstaklinga. Ég

skoðaði síðu Þjóðleikhússins,

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 22/69141274-4069

Page 23: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

http://fd.leikhusid.is/Forsida/Leiklistiskolum/Leiklistaraefingarogleikir/

Kynningarleikiroghopleikir/%20- þar sem nokkir góðir leikir eru kynntir.

Það sem stakk mig var yfirlýsing um höfundarétt neðst á síðunni. Af því má ætla að

viðkomandi "höfundur" (Vigdís Jakobsdóttir) hafi búið þessa leiki til og áskilji sér þar með

ákveðinn rétt, væntanlega til frekari útgáfu. Einn leikurinn er nú þegar til á Leikjavefnum og

var settur þar inn árið 1994. Vigdís setur sína lýsingu inn árið 2003. Einnig hef ég í höndum

danska heimild þar sem þessi leikur ber annað nafn en byggir á sama grunni. Sú heimild

byggir á ýmsum gömlum góðum evrópskum leikjum. Á leikjavefnum fjallar Ingvar lítillega

um höfundarétt og bendir á að í mörgum heimildum sem notaðar hafa verið þegar leikir eru

skráðir inn hafi viðkomandi ekki sjálfur getið heimildar. Tel ég svo vera í þessu tilfelli og að

Vigdís hafi ekki höfundarétt á leikjunum sem slíkum. Leikir hljóta að verða almannaeign með

tímanum þar sem þeir þróast og afbrigði verða mörg.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 23/69141274-4069

Page 24: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Gamlir og góðir íslenskir leikir

Þjóðminjasafn Íslands - vefsvæðiVefur Þjóðminjasafnsins er góð heimild um leiki og gefur manni færi á að skoða gamla

íslenska leiki sem margir hverjir eru dottnir út úr menningu okkar. Talað er um að leikir hafi

ákveðna lífdaga þó sumir verði klassískir og aðrir þróist samhliða breyttri menningu. Þessir

leikir eru sumir klassískir, eins og Fuglafit, og aðrir hafa þróast eða bera önnur nöfn eins og

Kóngsstólaleikur sem ég þekki undir nafninu Ein króna. Flestir leikirnir eru lítið notaðir í dag

af mínu viti.

Ýmsir leikir

Að reisa horgemlingÉg prufaði leikinn Að reisa horgemling sem er einfaldur og ótrúlega skemmtilegur. Ég reyndi

þetta fyrst á sjálfum mér og gekk það engan veginn. Hló ég samt mikið þó ég væri bara einn.

Ég fékk síðan 6 ára son minn með mér og fannst honum þetta magnað. Fyrst missti hann alltaf

takið á eyranu en að lokum náði hann góðri tækni við þetta og leysir þetta núna eins og að

drekka vatn.Hér er lýsing á leiknum:

„Setjist flötum beinum á gólfið. Takið síðan með hægri hendi undir hægra hné og um

eyrnasnepilinn á hægra eyra. Með vinstri hendi á að halda í buxnastrenginn að aftanverðu.

Standið síðan upp í þessum stellingum.“

Heimild: Þjóðminjasafn Íslands. 2003, 22. október. „Að reisa horgemling.“ Vefslóð: http://natmus.is/fraedsla/skemmtimenntun/reisahorgemling.

TyrkjabáturEinnig vakti athygli mína leikurinn Tyrkjabátur, en ég er kennari í Vestmannaeyjum og er

námsefnið um Tyrkjaránið mér hugleikið. Tel ég þennan leik góða viðbót við þá kennslu og

mun án vafa prófa hann við fyrsta tækifæri. Hér er lýsing á leiknum:

„Þegar "Tyrkir" komu hingað til lands og rændu árið 1627 er sagt

að þeir hafi tekið íslenska fanga og dregið þá á eftir skipinu í

smábáti. Einum fanganum tókst að leysa bátinn frá skipinu og

tókst íslendingunum þannig að flýja.Tyrkjabátur er sagaður út úr

spýtu og bandi brugðið um þófturnar, eins og myndin sýnir.

Bindið lausa endann á bandinu við borðfót eða annað fast. Reynið

svo að leysa bátinn, án þess þó að leysa hann frá borðfætinum.

Ef þið gefist upp, er lausnin svona:

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 24/69141274-4069

Page 25: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Losið vel um hestahnútana (þ.e. hnútana um miðþóftuna). Síðan er lykkjan á kappmellunni

(þ.e. lykkjan um fremstu þóftuna) þrædd í gegn um báða hnútana þannig að þeir verða

tvöfaldir. Þegar lykkjan er komin fram fyrir fremri hnútinn er henni brugðið fram fyrir stefni

bátsins og síðan losuð úr hnútunum aftur. Þá er auðvelt að leysa hestahnútana.“

Heimild: Þjóðminjasafn Íslands. 2003, 22. október. „Tyrkjabátur.“ Vefslóð: http://www.natmus.is/fraedsla/skemmtimenntun/tyrkjabatur/nr/122.

FuglafitÞessi leikur hefur haldið velli í langan tíma enda alþjóðlegur og fjölbreyttur. Margar síður

innihalda nothæfar og jafnframt myndrænar leiðbeiningar og gæti ég hugsað mér að láta

krakkana sjálfa afla sér nauðsynlegra upplýsinga ef áhugi er fyrir hendi. Ég persónulega hef

litla þolinmæði í slíka leiki og hef ekki lagt mig eftir því að læra þetta, hvorki í dag né sem

krakki. Eftirfarandi síður gætu nýst krökkunum hvað best:

http://www.alysion.org/string.htm

http://www.darsie.net/string/

Aðrar síðurÉg rakst á síðu sem ber heitið Party game central og inniheldur yfir 100 leiki. Margir af þeim

sem ég skoðaði eru stórskemmtilegir og má sjá afbrigði og blöndu af venjulegum leikjum eins

og körfubolta og bowling. Mæli með þessari síðu sem er mjög notendavæn.

Gildi gamalla leikjaEf leikur virkar skiptir engu hvort hann er gamall eða nýr, maður notar hann að sjálfsögðu.

Spurningin er því hvert sé gildi leikja sem vekja ekki sérstakan áhuga barna og annarra.

Auðvelt er að segja að þeir leikir sem eru úr sér gengnir megi fara sinn veg. Ef þeir eru ekki

nothæfir og skemmtilegir í augum fólks þá er engin ástæða lengur til að nota þá. Þessu er ég

ekki sammála því sagan sem slík gefur okkur betri sýn á framtíðina ef það er hægt að orða

þetta svona einfalt. Á síðustu öld hafa orðið gífurlegar tækniframfarir og mannlegar athafnir

breyst mikið. Að skilja fortíðina og átta sig á menningu fyrri kynslóða gerir hverja manneskju

víðsýnni og umburðarlyndari. Gömlu leikirnir segja meira en þúsund orð um menningu

síðustu kynslóða og því tel ég það skyldu okkar að kenna komandi kynslóðum þessa leiki í

áðurnefndum tilgangi.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 25/69141274-4069

Page 26: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Leikir sem kveikjurÍ kennslu minni til 5 ára hef ég notað kveikjur töluvert þegar farið er í nýtt námsefni. Ég er

hins vegar að átta mig á því núna að leiki hef ég líklegast ekki notað sem kveikjur. Oftast hafa

þetta verið litlar sögur, lítil verkefni eða umræður um afmarkað viðfangsefni.

Leikir sem hæfa viðfangsefni og hitta í mark hljóta að festa ákveðna þekkingu í huga

nemenda, auka skilning þeirra á því sem koma skal og síðast en ekki síst að vekja upp

spurningar um efnið. Val á leikjum sem kveikjum ætti að mínu mati að byggja á þessu fyrst

og fremst og því ber að vanda sig.

Þegar við notum leiki sem kveikjur þarf að passa sig á því að nemendur græði lítillega á

kveikjunni og að hún leiði huga þeirra markvisst að námsefninu. Ég held að það sé auðvelt að

missa marks þegar maður notar leiki og því ætti maður ávallt að leiða umræðuna í réttan

farveg að leik loknum.

Í fyrri kennslubréfum höfum við rætt um flokkun leikja og er þetta gott dæmi um nauðsyn

þess að geta leitað að leikjum eftir námsgreinum og jafnvel einstaka viðfangsefni.

Mér finnst það einnig áhugavert að sjá í kennslubréfinu að hönnun ættartrés í tengslum við

Kjalnesingasögu skuli flokkað sem leikur. Skv. mínum skilningi er hugtakið ekki svo vítt þó

hugmyndin sé góð sem kveikja.

Ýmsir LeikirVerkefni okkar var að setja niður á blað a.m.k. þrjá leiki sem hægt er að nota sem kveikju í

kennslu. Þar sem ég hef lítið notað leiki sem kveikju þá reynir á ímyndunaraflið.

PuttaleikurÞessi leikur er víst þekktur undir öðrum nöfnum eins og Borgin sefur. Hann fer þannig fram

að 3-5 nemendur eru valdir og koma þeir upp að töflu/vegg. Aðrir nemendur leggjast fram á

borðið með lokuð augun og setja þumalputta upp í loft. Þeir sem eru hann ganga í þögninni

um stofuna og velja sér einn putta til að klípa í. Þegar allir hafa klipið í einn putta koma þeir

aftur upp að töflu/vegg. Eigendur puttanna standa á fætur og hver og einn fær að giska einu

sinni á það hver kleip í hann. Þeir sem giska á réttan aðila skipta við hann en hinir halda

sínum stöðum.

Mín hugmynd er að útfæra þennan leik og nota sem kveikju/kennslutæki þegar krakkar

læra heiti fingranna. Tvær hugmyndir skjóta upp kollinum:

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 26/69141274-4069

Page 27: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Kennari ákveður að allir eigi að setja ákveðinn putta, t.d. vísifingur, á ákveðinni hendi

upp í loft. Þeir sem eru hann mega einungis klípa í þá sem eru með rétta putta upp í

loft.

Nemendur setja alla putta upp í loft. Hver og einn (sem er hann) klípur í putta að eigin

vali. Eigandi puttans þarf að giska á réttan aðila auk þess að nefna hvaða putta hann

kleip í. Hugsanlega mætti hann fá hjálp hjá sessunaut sínum.

Óskýr mynd: „Náttúrugripir, lífverur, líkön og myndir (ljósmyndir, myndir á glærum eða litskyggnum)

henta oft vel sem kveikjur. Stutt fræðslumynd eða hluti af fræðslumynd getur einnig dugað

vel til að vekja áhuga nemenda. Dæmi um einfalda en skemmtilega hugmynd er að sýna

nemendum litskyggnu sem tengist því viðfangsefni sem er á dagskrá. Í byrjun er myndin höfð

mjög óskýr (úr fókus) og nemendur spurðir hvað þeir haldi að myndin sýni. Smám saman er

myndin gerð skýrari og nemendur áfram beðnir um hugmyndir þangað til rétt lausn finnst.

Umræðan sem skapast er síðan tengd viðfangsefninu.“

Heimild: Ingvar Sigurgeirsson. 2004. Litróf kennsluaðferðanna. Æskan ehf, Reykjavík. (bls. 19)

Mér dettur helst í hug að nýta þessa aðferð þegar ég kenni um Norðurlöndin. Þá má smám

saman birta mynd frá einhverju landi, eitthvað mjög einkennandi, ásamt fána landsins.

Nemendur eru í 4-6 manna hópum og allir hópar fá að giska tvisvar á rétt land. Nemendur fá

að vita að þetta séu myndir frá Evrópu. Öll Norðurlöndin eru tekin fyrir á þennan hátt, jafnvel

oftar en einu sinni (mismuandi myndir), og nemendur fá stig fyrir rétt svar. Einnig væri

skemmtilegt að gefa stig fyrir að giska á nágrannaland.

Í lokin má benda nemendum á að löndin sem skoðuð voru teljast öll til Norðurlandanna.

Þá má leiða umræðu um helstu einkenni hvers lands og skrá það á töflu. Dæmi um góðar

myndir: Danmörk: Hafmeyjan, Legoland, flatt landslag, danska landsliðið í íþróttum, fræg

persóna, konungshöll, eitthvað matarkyns o.s.frv.

Sólkerfið„Sem dæmi um athyglis- og skynjunarleik sem kveikju má nefna að bregða upp mynd sem

tengist viðfangsefninu (ljósmynd, glæra, litskyggna). Myndin er höfð til sýnis stutta stund, t.d.

í hálfa mínútu. Nemendur eru síðan spurðir um myndina, látnir teikna hana upp eftir minni,

eða rifja upp einstök atriði af nákvæmni.

Dæmi um þetta er þegar kennari byrjar kennslu um sólkerfið á að sýna skýringarmynd af

sólkerfinu stutta stund og biður nemendur að einbeita sér. Þeir eiga síðan , einir, í pörum eða

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 27/69141274-4069

Page 28: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

litlum hópum, að endurgera myndina eða nefna pláneturnar eftir röð frá sólu eða í

stærðarröð.“

Heimild: Ingvar Sigurgeirsson. 2004. Litróf kennsluaðferðanna. Æskan ehf, Reykjavík. (bls. 20).

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 28/69141274-4069

Page 29: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

SönghreyfileikirSönghreyfileikir samþætta tónlist, söng og hreyfingu. Þetta eru klappleikir, hringleikir,

söngleikir, rytmaleikir, nafnaleikir o.fl. Sönghreyfileikir er form sem ég hef aldrei verið

hrifinn af fyrr en í seinni tíð. Sem nemandi óttaðist ég ávallt slíka leiki og söng sjaldnast með,

því miður. Menning bekkjarins var einfaldlega sú að þetta væri kjánalegt og ef færi gafst þá

urðu menn fyrir stríðni. Í seinni tíð hef ég kynnst söng og þessum leikjum í gegnum menningu

þess staðar sem ég hef búið á sl. ár. Þessi breytta menning og aukinn þroski minn hafa leitt til

þess að ég hef fundið nautn í þessu formi þó sönghreyfileikirnir hafi ekki verið stundaðir stíft.

Ég tel mikilvægt að kennari grípi í taumanna ef vart verður við stríðni innan bekkjar í leikjum

sem þessum. Besta forvörnin er þó að byrja að kenna börnum þessa leiki sem allra fyrst og

helst í leikskóla. Þar með verður þetta þeim eðlilegt leik- og tjáningarform.

Í þessum þætti fylgdist ég með upptökum úr tíma í staðlotunni þar sem Kristín og Ingvar

stjórnuðu leikjum af þessu tagi. Hafði ég gaman af og skrifaði niður lýsingu á mörgum þeirra

sem sjá má hér að neðan. Aðrir leikir á myndböndunum krefjast að mínu mati hæfileika til að

spila á hljóðfæri og einnig eru þarna leikir sem byggjast á sönglögum sem ég þekki ekki og

treysti mér ekki í sem stjórnandi.

Einnig má finna marga góða leiki á Leikjavefnum en sumir þeirra krefjast söngs og getur

reynst erfitt fyrir jafn laglausan mann og mig að átta mig á tónunum sem lögin byggjast á.

Leikina lærir maður því helst með því að prufa þá sjálfur eða af spólum með hreyfimynd

og/eða hljóði.

Ýmsir punktar um sönghreyfileiki Í upphafi er gott að búa til hring. Þá þarf helst að kenna nemendum að búa til mismunandi

hringi. Þetta er einnig góð leið til að efla hópkenndina og losa stress. Hugmyndir af

hringlögun:

Sítróna – fara nær inn í hring

Pera

VAtnsmelóna

Rúsína

Vínber

Appelsína

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 29/69141274-4069

Page 30: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Ef einhverjir vilja ekki taka þátt er mikilvægt að stoppa ekki flæðið heldur syngja t.d. það

sem viðkomandi segir til að afsaka sig. T.d. “ég veit ekki” þá syngur maður það. Þetta á

við í öllum leikjum.

Sönghreyfileikir hafa margþættan tilgang. Þetta er t.d. góð líkamsrækt, samhæfir

hreyfingar, notast sem hópefli, styrkir minni, æfir hlustun, æfir takt, einbeitingu og að

lokum er svo auðvelt að hafa gaman af þessu og því fá tilfinningar þátttakenda að flæða.

Tónlist er vitrænt ferli, þ.e. lærum texta og form eða notum hugsunina, hún er einnig

félagslegt fyrirbæri, t.d. samkennd og að lokum tilfinningalegt fyrirbæri, t.d. að hafa

gaman.

Alltaf á að láta alla setja sig í stöðu sem er eðlileg fyrir leikinn. Ekki láta þau standa með

hangandi haus.

Leyfa sér að láta eins og fífl og börnunum líka! Ekki taka frjálsa leikinn frá þeim.

Leikir frá Kristínu

Nafnaleikur 1Einn nemandi kynnir sig og býr til tákn samhliða því. Allir endurtaka í kór og gera tákn.

Þegar allir eru búnir er hringurinn endurtekinn og stjórnandi klappar á meðan í takti. Athugað

hvernig gekk að muna. Ef hópurinn er stór þá má endurtaka, 3-5 í einu.

Að lokum er hringurinn endurtekinn, einungis hreyfing gerð og allir reyna að gera með

hinum. Nokkrar hreyfingar eru svo valdar og gerðar í beit með takti undir. Tónlist er sett í

gang og hreyfingarnar æfðar með tillliti til taktsins. Síðan eru allar hreyfingar settar saman í

takt og þar með er dans orðinn til. Dansinn er svo dansaður í hringi.

Nafnaleikur 2Söngur:

„Og nú skulum við segja hvað við heitum….og nú skulum við segja hvað við

heitum….hvað heitir þú?....“

„Ég heiti Addi“ (viðkomandi býr til hreyfingu)

„Addi…Addi…jejeje….Addi…Addi…jejeje“ (allir endurtaka hreyfinguna)

„Og hvað heitir þú?...“ o.s.frv.

(Nokkrir teknir fyrir í einni beit og svo byrjað aftur á „…og nú skulum við segja hvað við

heitum“)

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 30/69141274-4069

Page 31: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Hvísl og hljóðAllir sitja á stólum í hring og allir loka augunum (að slökkva ljós virkar oft)Syngja hljóð (t.d.

„dubbdúbbídú…dúbídúbídú“ og halla sér að næsta manni í síðari setningunni og byrjar hann

að syngja með. Svo hallar sá næsti sér að næsta og fleiri bætast í kórinn.

Þegar hringurinn er kominn, velur stjórnandinn nýtt hljóð en allir halda sínu hljóði þar til

lagst hefur verið upp að þeim. Stjórnandi gæti einnig haldið áfram með sama hljóðið og þá

magnast það.

Hægt að setja hluta af hópnum í miðjan hringinn til að heyra hvaðan/hvernig hljóðið berst.

Þetta er hægt að gera með öllum aldri og getur enst í tugi mínútna með ákveðnum hópum.

Klapp-söng leikur„Malenamallela-mallela Malenamallela-mallela Malenamallela Malenamallela Malenamallela

–mallela“ o.s.frv.

Þetta er sungið og klappað í takt á læri á meðan. Svo er heyfingu breytt og jafnvel tónhæð.

Næsti í röðinni velur svo nýja hreyfingu o.s.frv.

Vinsælasta hreyfingin er að klappa með báðum á eigin læri svo fer önnur á læri næsta

manns (allir fara til hægri) en hin á öfugt læri manns sjálfs. Svo aftur á eigin læri og síðan til

vinstri á sama hátt.

KlapphringurÞetta er einbeitingarleikur og oft notaður af leikurum sem eru að hita upp. Klappið er sent

hringinn. Stjórnandi byrjar á því að klappa saman höndum og snýr sér að næsta manni og

síðan gerir næsti það sama (einn). Markmiðið er að búa til heilbrigt hjarta, þ.e. að slá

reglulega.

Nokkrir hringir farnir. Síðan er stappi með fætinum bætt við undir sem púls. Þá gera allir í

kór með löppunum. Síðan er einnig hægt að syngja lag og klappa með. Því næst má hugsa

lagið (í hljóði) og láta klappið ganga.

Hringnum er einnig hægt að snúa en þá þarf sá sem breytir að klappa tvisvar og snýr sér

þá ekki við heldur klappar í átt að sömu manneskju og klappaði til hans/hennar. Að lokum má

“rétta” klappið og auka hraðann jafnt og þétt.

Tveir og tveir saman – klappleikurMarkmið: einbeiting, hlustun, samhæfing, fá tilfinningu fyrir takti

Söngur: „Úllendúllendoffkikkelanekoffkoffelanebikkebaneúllendúllendoff.“

Taktur: 3-3-4-3

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 31/69141274-4069

Page 32: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Nemendur snúa á móti hvor öðrum. Þeir syngja úllendúllendoff… og klappa með. Fyrst

klappa þeir báðum höndum á læri. Síðan er þeim klappað saman (eigin höndum) fyrir framan

andlit og að lokum slá báðir þátttakendur saman höndum í sömu hæð. Þegar fjórtakturinn

kemur er því bætt við að slá saman eigin höndum í fjórða takti. Svo má skipta um félaga með

því að taka í hendurnar á þeim sem maður var með og færa sig í áttina að næsta.

Afbrigði: Pörin búa til sitt eigið klapp. Fleiri en tveir saman.

Hommhæ-híahía-hommhæhóTaktur: 2-2-3

Hér halda tveir á tveimur spýtum sín á milli. Þeir hreyfa spýturnar til hliðanna eftir taktinum.

Söngur: „Homm (út) hía (saman) hía (út) hía (út!) homm (saman) homm (út) hó (saman).“

Söngurinn er endurtekinn og tónninn hækkaður og síðan lækkaður (ca. 3-4 runur?).

Eftir að þetta hefur verið æft eru spýturnar færðar mjög nálægt gólfi og einn er fenginn til

að hoppa inn á milli. Hann byrjar með fætur utan um spýtur og hoppar inn við fyrsta homm.

Við „hía (út) hía (út!)“ hoppar hann tvisvar inn á milli í einu.

Prófun sönghreyfileikjaÉg prófaði nokkra af þessum leikjum og hafði gaman af. Þó var ég nokkuð stressaður. Ég

safnaði saman nokkrum fjölskyldumeðlimum og var stemmningin góð þó þar væru saman

komnir aldnir sem ungir.

Ég byrjaði á að kenna þeim mismunandi lögun hringja eins og Kristín gerði á

námskeiðinu. Tókst það vel þrátt fyrir að við værum bara sjö talsins. Því næst fórum við í

klapphringinn (sjá að ofan) og fannst öllum það gaman. Ég tel samt að skemmtilegra sé að

fara í hann í stærri hóp. Klappleikurinn þar sem tveir voru saman gekk mjög vel þó sumir

væru lengi að ná þessu. Ýmis klappafbrigði komu í ljós og var mikið hlegið. Nota þennan leik

klárlega í kennslu!

Að þessu loknu var komin smá stemmning í hópinn og því farið í einn söngleik. Ég valdi

að halda áfram í klappleikjunum og fór í leikinn þar sem sungið er eitthvað á þessa leið

„ Malenamallela-mallela“. Þarna stóð ég mig líklega verst en gott að geta æft sig á

fjölskyldunni sem dæmir mann síst. Ég er frekar laglaus en lét bara vaða við mikla kátínu

sumra. Að lokum prófaði ég hoppleikinn (yfir spýturnar) og sló hann í gegn. Var gaman að sjá

6 ára son minn æfa sig en eftir nokkur skipti var hann orðinn nokkuð góður og ánægður með

sig.

Ég tel að þessir leikir eins og aðrir henti fólki á flestum aldri. Ég hef hug á því að fara í

svona leiki á foreldradögum því ég tel að stuðla þurfi að því í dag með beinum hætti að

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 32/69141274-4069

Page 33: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

foreldrar leiki við börnin sín. Auðvitað vilja ekki allir syngja og eru með hjartað í brókunum

allan tímann eða draga sig út úr hópnum og fara á myndavélina. Það er því mikilvægt að

þjálfa börn frá unga aldri til að þetta sé þeim eðlilegt og þau geti tekið þátt í leikjum með

sínum eigin börnum.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 33/69141274-4069

Page 34: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

HugþroskaleikirÞessi tegund leikja er sérstök að því leyti að erfitt getur verið að tengja það ákveðnu

námsefni. Leikirnir örva hugsun þess sem tekur þátt, eins og heitið gefur til kynna, og eru að

mínu mati líkari hverri annarri afþreyingu. Sumir þeirra geta þó tekið verulega á þegar ekki

tekst að leysa þá, sbr. skoðunarleiki.

Meginhlutverk leikjanna er að þroska almenna greind eða hæfni barna til athafna og

hugsunnar frekar en að stuðla að ákveðnu námi. Nám og þroski eru þó samofin hugtök en líta

má á greindarþroskann sem alhliða undirbúning að margþættu námi. Í heftinu

Hugþroskaleikir, eftir Ingvar Sigurgeirsson, eru nokkur markmið sett fram:

stuðla að samhæfingu hreyfingar og skynjunar.

auka næmi nemenda með því að þjálfa þá til að skynja umhverfi sitt með því að snerta,

hlusta og skoða af athygli.

örva hugmyndaflug nemenda og stuðla þannig að sveigjanleika í hugsun.

þjálfa nemendur í samvinnu.

þjálfa nemendur í að glíma við rökleg viðfangsefni, s.s. að flokka, raða hlutum og

fyrirbærum og að sjá hluti frá ólíkum sjónarhornum.

Í kennslubréfinu segir að leikirnir henti einkum ungum börnum en eftir að hafa lesið heftið

Hugþroskaleikir, sem má finna hér, tel ég að margir þeirra henti eldri krökkum og jafnvel

fullorðnum. Flestir hafa gaman af því að glíma við ýmsar gerðir þrauta og hefur maður oft

rekist á slíka gerð leikja í ýmsum námsheftum/bókum sem notaðar eru á eldri stigum

grunnskólans. Einnig ganga ýmsar tegundir skoðunarleikja í tölvupóstum á milli manna. Það

verður þó að viðurkennast að flestir hugþroskaleikja henti frekar sem afþreying fyrir þá eldri

og þroskun hugsunar verði ekki jafn mikil og hjá börnum.

Ég tel að marga þessa leiki geti maður notað til að brjóta upp kennslu ef þess þarf.

Krakkar hafa gaman af slíkum leikjum í flestum tilfellum og sérstaklega ef kennarinn er

þátttakandi.

Skoðun hugþroskaleikjaÉg skoðaði nokkra leiki í heftinu með syni mínum og fannst mér það mjög áhugavert. Það

væri vel við hæfi að leika svona leiki reglulega við börnin á námstímanum þegar maður hefur

minni tíma fyrir þau.

HreyfileikirNr. 5. Hvar snerti ég þig?

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 34/69141274-4069

Page 35: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Þennan leik lékum við með blað fyrir framan okkur í stað töflunnar. Sonur minn fékk að

teikna á blaðið og byrjuðum við á einföldum punktum og staðsetti hann það á blað með mynd

af bakinu á sér. Einfalt en ekki fullkomlega nákvæmt. Síðan einbeittum við okkur að formum.

Gekk það ágætlega en hann virtist ekki átta sig á því að um sérstök form væri að ræða þó

hringurinn og ferhyrningurinn hafi tekist vel. Hann þekkti reyndar þríhyrninginn sem átti að

vera tígull. Næst prófuðum við bókstafi og gekk það ekki fyrr en ég sagði honum að þetta

væru bókstafir og hann fékk að giska í stað þess að teikna. Þá náði hann stöku staf en átti

auðveldara með þetta þegar ég strauk fastar á bakið. A, O, og T gengu vel en hann ruglaði F,

H, E og K saman.

Það sem ég lærði samt mest af þessum leik var að börnin vilja líka stjórna og fannst

mínum það mun skemmtilegra.

Nr. 7. Þetta er nefið á mér!

Þennan leik prófuðum við líka. Sonurinn (6 ára) þekkti hann úr skólanum og hafði lært hann

þar af eldri nemanda. Hann var spenntur og vel gekk þegar við vorum með einn líkamshluta

til að benda á. Þegar við bættum öðrum við gekk honum mjög erfiðlega en náði þó einu og

einu rétt.

Ég sé fyrir mér að útfæra þennan leik á þann hátt að nota landakort, t.d. Evrópukort, þegar

lært er um ákveðin lönd og láta nemendur benda á eitt land og nefna annað. Þannig reynir á

hinn að finna landið sem var nefnt og nefna það sem var bent á. Auðveldara gæti verið að hafa

nöfn landanna skráð á kortið ef ástæða þykir til. Annars er hægt að notast viðkortabók til að

sannreyna svörin.

SkoðunarleikirNr. 3. Hverju hefur verið breytt?

Þessi leikur virkar alltaf þegar brjóta þarf upp kennslustund. Ég prófaði leikinn á syni mínum

og hafði hann mikið gaman af. Við lékum leikinn í vinnuherberginu mínu og prufuðum lítið

svæði fyrst, gluggakistuna. Um 10 hlutir voru í henni og sá hann alltaf við mér þegar ég

fjarlægði einhvern þeirra. Svo tókum við einn vegginn og tvær hillur sem voru áfastar og

voru þar á annað hundrað hlutir. Fyrst fjarlægði ég litlausan hlut og náði hann því ekki réttu.

Síðan fjarlægði ég fagurblátt og stórt glas og náði hann því. Að lokum Fjarlægði ég

tölvumúsina og tókst honum að leysa það. Það sem vakti athygli mína var að þegar erfiðlega

gekk fór hann í það að giska á hluti. Það ber því að vanda val á hlutum og taka mið af aldri og

getu.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 35/69141274-4069

Page 36: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Ég sé fyrir mér að nota þennan leik í tengslum við kennslu. Skynsamlegt væri að kynna

krökkunum hann á þann hátt sem lýst er í kverinu en nýta svo aðferðina við kennslu

ákveðinna námsþátta. T.d. mætti nota þetta í stærðfræðinni á þann hátt að setja upp

reikningsdæmi og fjarlægja svo formerki eða tölustafi. Nemendur þyrftu þá að reikna dæmin

upp á nýtt og geta í eyður. Einnig mætti setja upp nokkur form og fjarlægja eitt af þeim sem

lögð er áhersla á að læra í það skiptið. Í tæknimennt mætti fjarlægja verkfæri úr einhverri

hrúgu. Möguleikarnir eru endalausir.

SnertileikirNr. 2. Hvað ertu með í hendinni?

Þennan leik prófaði ég með fjölskyldunni. Syni mínum fannst hann ágætur og lærði nokkuð á

honum. Við byrjuðum með nokkra hluti úr herberginu hans sem hann þekkti vel. Honum gekk

ágætlega og þekkti þá hluti sem hann leikur sér gjarnan með mjög vel. Myndaramma og

sparibauk þekkti hann ekki en lýsingin sýndi manni orðaforða hans og skilning á hugtökum

ágætlega. Sé ég fyrir mér að maður geti lært margt um nemendur sína með því að fylgjast

með. Hann hafði mest gaman af því að mamma hans gat ekki greint sumt af dótinu hans.

Virtist það hvetja hann töluvert.

Ég tel þennan leik nýtast í kennslu forma og jafnvel í kennslu um bertgegundir og steina á

unglingastigi.

HlustunarleikirNr. 1. Hvaða hljóð er þetta?

Til að ná meiru út úr þessum leik væri hægt að bæta inn í hugtökum sem börnin eru að læra.

T.d. þyrftu þau að greina hvaðan hljóðið komi og nefna áttir, sbr. landakort, eða hægri/vinstri,

ofan, framan/aftan o.s.frv.

Leikurinn er einfaldur og skemmtilegur. Ég prófaði hann einungis á syni mínum og því er

alls óvíst hvernig mér gengi að stjórna honum í stærri hópi. Ég notaði fyrst kunnugleg hljóð

eins og að smella í gómnum og núa saman höndunum og var það auðvelt fyrir soninn. Því

næst bað ég hann að staðsetja hljóðin og komst ég að því að hann á enn í erfiðleikum með

hægri/vinstri. Leikurinn gefur því góða möguleika á að kanna ýmis hugtök. Ég prufaði líka

erfiðari hljóð og þurfti hann þá að lýsa þeim og nota flóknari hugtök. Gekk það erfiðlega en er

samt lærdómsríkt fyrir nemanda og einnig okkur kennara. Er auðvelt að leiða börn áfram og

hjálpa þeim en þó veit ég ekki hvernig þetta myndi virka í hópi.

RökþroskaleikirNr. 6. Tilgátur byggðar á líkum?

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 36/69141274-4069

Page 37: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Svona leikir minna mikið á spurningaleiki.Tilgátur eru settar fram, bæði sem ágiskun út í

loftið og einnig byggðar á ákveðinni reynslu. Auðvelt er að búa til keppni úr svona leikjum ef

hópurinn býður upp á það. Ég hef leikið mikið svona við drenginn minn frá því hann fór að

tala, líklegast út af því að við erum báðir miklir keppnismenn. Einnig ólst ég upp við það að

leika svona leiki á ferðalögum og nota einn leik sjálfur mikið í löngum bílferðum. Þann leik

köllum við feðgarnir litaleikinn og felst hann í því að annar hugsar lit og hinn fær þrjár

tilraunir til að giska rétt. Fyrir rétta ágiskun í fyrstu tilraun fást 3 stig, 2 stig fyrir aðra o.s.frv.

Síðan er skipt um hlutverk og keppt upp í ákveðna tölu. Þarna lærist honum margt, t.d. nöfn

lita, tölur, reikning, að leikir hafa ákveðnar reglur, traust o.s.frv.

Einnig höfum við leikið þann leik að giska á lit næsta bíls og minnist ég þess að hann var

fljótur að læra suma litina í fyrsta skiptið. Þessi leikur er sívinsæll.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 37/69141274-4069

Page 38: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Námspil og flókin töflÍ þessum þætti er fyrst og fremst fjallað um námspil. Námspil hafa ólíkt öðrum spilum það

aðalmarkmið að nemendur í skólum læri um ákveðna námsþætti á öðruvísi og jafnvel

skemmtilegri hátt. Spil er bara ein tegund leikja og oft á tíðum virðast leikir henta nemendum

betur þegar þeir læra. Þeir eru þá frjálsari, opnari, einbeittari og jákvæðari gagnvart náminu.

Námspil eru mjög eins misjöfn og þau eru mörg. Sum þeirra spila sem ég skoðaði eru

einfaldlega það flókin að drjúgan tíma tekur að kynnast reglum þess og sum er lengi verið að

spila. Þar sem viðhorf kennara til leikja og þar með spila er neikvætt út frá námslegum

sjónarmiðum má leiða líkum að því að þeir gefi nemendum ekki nægan tíma til að spila og

þar með missi leikurinn marks. Flest spil eru hins vegar gríðarlega góð séu þessar forsendur

hafðar til hliðsjónar.

Það sem kom mér mest á óvart þegar ég var að leita mér að spilum, var hve mikið var af

erlendum spilum. Þau íslensku voru ekki mörg og vantaði töluvert af þeim spilum sem nefnd

eru í kennslubréfinu. Einnig virtist illa gengið um spilin og hef ég þá reynslu að maður treystir

oftast nemendum sínum fyrir því að ganga frá spilunum sjálfir á ásættanlegan hátt á

bókasafnið þar sem þau eru geymd. Þetta er atriði sem ég þarf að hafa þriðja augað með.

Ég hef prufað að láta nemendur búa til spil í tengslum við Norðurlöndin og var það

valkvætt verkefni. Þeir nemendur sem völdu sér það lögðu sig vel fram og úr varð ágætisspil

sem þau voru stolt af. Höfðum við það til sýnis og notkunnar á svokölluðum Skóladegi þar

sem foreldrar og aðrir nemendur gátu prufað það. Margir nemdendur prufuðu spilið en

höfundarnir sátu þó mest við og skemmtu sér. Það segir manni að nemendur hljóta að draga

lærdóm af því að búa til slíkt spil. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvar spilið er

niðurkomið og hugmynd þeirra er orðin óljós í minningunni. Það ætti samt ekki að vera

neikvætt þar sem framtíðarnemendur mínir læra mest af því að búa til spil á eigin forsendum.

Ýmis spil

HringvegurinnÉg prófaði eitt spil sem hafði mjög einfaldar reglur og undirbúningstími var því nánast

enginn. Þetta spil heitir Hringvegurinn – umferðarspil og er eftir Snorra Rútsson, grunnskóla-

og ökukennara. Markmið spilsins er fyrst og fremst að festa í minni þýðingu hinna ýmsu

umferðamerkja á Íslandi en flest ef ekki öll umferðamerki koma við sögu í spilinu. Ýmis

fróðleikur er settur fram á svokölluðum spurningaspilum og byggja spurningarnar á

kennslubók sem verðandi ökumenn læra í námi sínu í ökuskólum.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 38/69141274-4069

Page 39: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Það kom mér á óvart að ein fimm slík spil voru til staðar í grunnskólanum sem ég sótti

þau í. Spilið er varla við hæfi grunnskólanemenda þó allir geti lært eitthvað af því og haft

gaman af. Ég spilaði spilið við son minn sem er 6 ára og hentaði leikfyrirkomulag honum vel.

Mjög einfaldar reglur og spjaldið áhugavert. Hann var áhugasamur en spurningarnar voru

þess eðlis að ég þurfti að breyta þeim og einfalda til að hann hefði gaman af. Það tókst í mjög

mörgum tilfellum en slíkt gengur vitanlega ekki upp þegar spilað er með fleiri en einu barni á

þessum aldri þar sem rétt skal vera rétt í þeirra huga og reglum því fylgt.

Mjög góðar bækur sem sýna umferðamerki fylgja með spilinu. Auðvelt og fljótlegt er að

leita í þeim til að fá úr skorið rétt svar og tel ég það mjög mikilvægt í svona spili. Annars

væri hætt við að leikurinn tefðist töluvert og það drægi úr áhuga þeirra sem spila.

Ég átti sjálfur í stökustu vandræðum með mörg umferðarmerki og lærði því mikið af

spilinu þær 30 mínútur sem við entumst við það. Spurningar eru áhugaverðar en þó eru svör

oft mjög ítarleg og sé ég fyrir mér ágreining koma upp á meðal unglinganna sem spila saman

ef svör eru ekki nákvæm en að mínu mati nokkuð rétt.

Spilið festir í minni umferðarmerkin en hætt er við að sú þekking glatist með tímanum þar

sem lítið er tengt við þau í spilinu sem er áhuga- og minnisvert. Ég tel samt að tilgangur

spilsins sé mjög góður og nýtist vel við kennslu verðandi ökumanna. Ég man ekki eftir neinu

öðru en bókum sem nemendur hafa til að læra merkingu þessarra fjölmörgu merkja

Ég hefði viljað sjá meðfylgjandi einfaldari útgáfu af spilinu, þ.e. léttari spurningar, svo

grunnskólanemendur hefðu meira með spilið að gera. Öll börn þurfa jú að læra helstu

umferðamerkin og ákveðnir þættir í umferðinni þurfa að lærast á grunnskólaaldri. Það ætti

samt að vera einfalt að bæta slíkum spurningapakka við spilið.

Hvað er klukkan?Annað spil sem ég prófaði er þýskt að uppruna frá Ravensburger útgáfunni. Íslenskar reglur

fylgja spilinu og eru spilin sjálf og önnur gögn þess eðlis að ekki þarf að þýða þau sérstaklega.

Þau smellpassa að íslenskum aðstæðum.

Reglur spilsins eru frekar einfaldar og því fljótlegt að komast af stað. Þær eru þó settar

fram á einu litlu blaði sem inniheldur mikinn texta á litlu svæði, stafastærð er lítil, og engar

myndir eða skraut sem gera það áhugavert að skoða.

Tilgangur spilsins er fyrst og fremst að þjálfa nemendur í að lesa út hvað tímanum líður

af hefðbundinni klukku. Til þess eru notuð nokkur spjöld með klukkum og vísum sem er

auðvelt að færa til. Klukkurnar eru misjafnar að gerð og hafa sumar tölustafi, aðrar

rómverskar tölur og einnig eru teknar út nokkrar tölur á einhverjum spjaldanna. Þetta gerir

það að verkum að nemendur geta spilað saman með nokkurs konar forgjöf ef ástaða þykir til.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 39/69141274-4069

Page 40: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Í spilareglum eru gefnar hugmyndir um aðrar útfærslur af spilinu og eru þær virkilega

góðar og auka gildi spilsins.

Ég lék mér við son minn (6 ára) enn og aftur og hentaði spilið honum mjög vel. Við

byrjuðum á því að nota einungis spjöld með heilum stundum á að hans ósk. Gekk það vel og

skildi hann reglurnar eftir að við höfðum spilað nokkrar umferðir. Spilið á að hafa stjórnanda

sem ekki er þátttakandi og tel ég það af hinu góða fyrir þennan aldur þar sem ávallt koma upp

einhver ágreiningsefni. Hann getur þá skorið úr um þau. Ég rak mig á þetta þar sem ég var

stjórnandi en ég þurfti ávallt að gefa eftir ef við vorum ekki sammála þar sem réttlætiskenndin

er svo rík á þessum aldri.

Spilið er ætlað börnum sem eru 6-9 ára og get ég ímyndað mér að flestir krakkar á þessum

aldri hafi gaman af því að spila þetta spil. A.m.k. talaði minn drengur um að hann ætlaði spila

þetta við fyrsta tækifæri í skólanum og hlakkaði til að sýna það félögum sínum. Þeir krakkar

sem hræðast það að etja kappi við aðra hafa möguleika á því að spila þetta einir, keppa við

tímann eða fikta bara í þessu. Frábært spil að mínu mati!

Einnig mætti nota spilið þegar nemendur á unglingastigi læra um tímabeltin. Þeir gætu þá

haft tímabeltið til hliðsjónar, fengið uppgefinn tíma í einhverju landi en stillt á íslenskan tíma.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 40/69141274-4069

Page 41: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Gátur, þrautir og heilabrjótar Gátur, þrautir og heilabrjótar er ein tegund leikja sem á sér langa sögu. Amma mín tók sig

reglulega til og lagði fyrir mig gátur, amma eiginkonu minnar kunni ógrynni af tvíræðum

vísum í spurnarformi, tengdamamma kaupir sér reglulega þrautabækur og svo mætti telja

áfram. Ég minnist þess að hafa átt gátubækur og oft var maður að fást við einhvers konar

þrautir í bókum eða blöðum. Töluvert var af þessu í grunnskólanum mínum og oft notað sem

umbun. Ég minnist þess þó ekki að við krakkarnir höfum verið látin búa til gátur eða þrautir á

grunnskólaárunum eins og lagt er til í greininni Make puzzles part of your game plan.

Ég hef sjálfur lítið notað gátur og kann fáar. Mig grunar að í dag sé minna um slíkt á

meðal fólks og þá sérstaklega krakka, meira er um grófa brandara. Ég verð a.m.k. ekki var við

þetta á meðal krakkanna. Hvort ástæðan fyrir þessu sé breytt menning innan eða utan skólans

skal ósagt látið. Ég leiði þó hugann að því, sem mikið hefur verið í umræðunni á þessum

námsárum mínum í KHÍ, að skólastarf er orðið mjög skipulagt og miklar kröfur gerðar um

það að komast yfir námsefni. Eitthvað þarf þá undan að láta og gæti það eins verið leikir og

þá gjarnan ákveðin tegund leikja.

Það skal þó hafa í huga að þrautaleikir eru áberandi á vefnum og krakkarnir hafa greiðan

aðgang að þeim og þekkja flestir vinsælustu síðurnar. Oft umbunar maður börnum og leyfir

þeim að fara í leiki á vefnum. Hvort það séu helst afþreyingarleikir eða þrautaleikir get ég

ekki sagt til um með vissu.

Flokkun leikja af þessu tagi er flókin og ber ekki öllum saman um hvernig best sé að haga

henni. Bent er á einfalda flokkun í kennslubréfinu þar sem flokkarnir eru einungis tveir:

Þar sem eitt svar/lausn er rétt.

Þar sem fleiri en eitt svar/lausnir eru réttar.

Þrautir í mismunandi námsgreinumÞrautir í stærðfræði er þekktar og er talsvert magn af þeim í kennslubókum. Þrautir er víðtækt

hugtak og má segja að mörg verkefni sem nemendur fást við í námi séu þrautir. En ef við

höldum okkur við þrengri skilgreiningu á hugtakinu þá man ég ekki eftir því að hafa notað

þrautir markvisst í öðrum námsgreinum að íþróttum undanskildum. Oft höfum við sett upp

þrautabrautir í íþróttasalnum sem nemendur búa til sjálfir. Þrautin felst þá yfirleitt í því að

komast einhverja leið á sem skemmstum tíma. Einnig er Tarzanleikurinn (Jakahlaup) þekktur

en þar þurfa nemendur að finna leiðir til að sleppa undan þeim sem er hann og má einungis

snerta ákveðin tæki, dýnur, línur eða kaðla. Slíkir leikir þjálfa ekki síður rökhugsun og

samvinnu en hreyfigetu.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 41/69141274-4069

Page 42: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Þrautir og einnig gátur er þó hægt að nota til að auka skilning nemenda á ýmsum atriðum

tengdum námsgreinum eins og samfélagsfræði, náttúrufræði og jafnvel tungumálum séu

þrautirnar erlendar.

Mikilvæg atriði„Þegar þrautir eða gátur eru lagðar fyrir nemendur er mikilvægt að hafa eftirfarandi atriðið

í huga:

Útskýrið þrautin vel og notið góðar spurningar. Sniðugt er að setja þrautina í

leikrænan búning og/eða nota myndir.

Leifið nemendum að spreyta sig sjálf á þrautinni og gefið þeim góðan tíma til þess.

Varist að gefa þeim upp svör.

Gott er að láta nemendur vinna í hópum við að komast að sameiginlegri

niðurstöðu

Hver hópur fær tækifæri til að gera grein fyrir sinni niðurstöðu

Niðurstöðurnar eru svo bornar skipulega saman. Reynt er að laða fram sem

flestar úrlausnir

Reynt að fá fram umræður um lausnirnar“

Heimild: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/Skjamyndir/Þrautir%20og%20-%20lausnir.ppt

Prófun ýmissa þrauta

MyndagáturMér fannst myndagáturnar hans Gunnars Halldórssonar ansi skemmtilegar en nokkuð erfiðar

margar. T.d. var gátan „Hversu langt er að fjallinu?“ erfið en sýndi mér að krakkarnir geta

lært heilmikið af lausnunum þó þeir séu fjarri réttu svari. Lærdómurinn felst ekki eingöngu í

að brjóta heilann og rökræða heldur felast oft gagnlegar staðreyndir í svörunum sem geta leitt

af sér frekari umræður. Má þar nefna „Kapall í gegnum ræsi“ þar sem minkurinn er látinn

synda í gegn. Umræðan gæti því snúist um getu landdýra til að kafa og eins því hvort ræsi séu

ávallt full af vökva.

Leikurinn „Hvers konar mál“ sýnir nemendum einnig hve svarið er oft einfalt en þó fjarri

hugsun manns. Slíkir leikir vekja einnig kátínu meðal fólks.

Skynvillumyndir má finna hér. Mér þótti myndin „Turning the table“ stórmerkileg og

þurfti að mæla þetta til að trúa þessu! Fleiri skynvillumyndir með góðum lýsingum má finna

hér. Þessi sýning er mjög góð og gæti hjálpað við að útskýra á jákvæðan hátt fyrir nemendum

af hverju þeir lesblindu þurfi að nota litaglærur við lestur.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 42/69141274-4069

Page 43: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

RúmfræðiþrautirGríðarlegt magn gagnvirkra leikja. Hér þarf samt að borga eitthvað til að fá lausnir en

vefurinn virkar mjög áhugaverður og gagnlegur í kennslu.

TöflLeikurinn Hex er gríðarlega skemmtilegur og er vefútgáfan algjör snilld þó það væri góð

viðbót að geta keppt við félaga sinn þar. Krossar og hringir (mylla) er einnig klassískur og

reynir eins og önnur töfl á ályktunarhæfni þátttakenda. Í flestum töflunum eru það margir

möguleikar að keppandi þarf að álykta nokkra leiki fram í tímann og erfitt er að finna einn

”réttan” leik þó sumar byrjanir séu öflugri en aðrar. Þetta ætti því að þroska hugsun

þátttakenda og gera þá hæfari í lausnarmiðaðri hugsun þar sem ákvörðun þarf að taka fljótt.

Yfirsýn einstaklingsins á ýmis vandamál og verkefni sem hann verður fyrir í daglegu lífi

verður breiðari og sjálfsöryggi eykst að einhverju leyti.

Sagnagátur Gátur af þessu tagi eru sögur þar sem sá er leysir gátuna þarf að velta fyrir sér ýmsum

möguleikum af niðurlagi sagnanna. Slíkar gátur fær viðkomandi til að setja sig í spor

ákveðinnar persónu. Tilfinningar og aðstæður geta skipt höfuðmáli og því er alls óvíst hvort

eðlileg rök séu á bak við niðurlagið/svarið. Þó eru lausnir yfirleitt byggðar á rökum og krefja

því nemandann um fulla athygli og einbeitingu við hlustun. Einnig geta sögur ef þessu tagi

þjálfað nemendur í framsögn fái þeir það verkefni að leggja gátu fyrir aðra nemendur (Ingvar

2007).

Ég skoðaði þær gátur sem lagðar voru fyrir í kennslubréfinu:

Fyrsta gátan sem ég skoðaði er saga sem hægt er að yfirfæra á aðstæður sem allir geta lent í.

Margar lausnir gætu skotið upp kollinum og því tilefni til umræðna um þess konar aðstæður.

Mín fyrsta hugmynd var sú að stúlkan myndi draga báðar steinvölurnar í einu og koma þannig

upp um okrarann. Ég lagði gátuna fyrir konuna mína og vinnufélaga hennar og var konan ekki

lengi að sjá lausn stúlkunnar úr vandræðunum. Stakk hún upp á því að stúlkan myndi fá

okrarann til að draga fyrst og hún myndi svo taka þá síðari sem myndi ráða örlögum hennar.

Þar með kæmist upp um okrarann. Samsinntu menn þessu. Rétta lausnin er hins vegar sú að

stúlkan dró upp aðra völina og þóttist missa hana ... ekki vandamál því auðvelt var að sjá hvor

datt af þeirri sem eftir var!

Gátuna er hægt að nota í ýmsum kennslufræðilegum tilgangi. Til að mynda eru ýmis

gömul eða sjaldséð hugtök/orð sem nemendur geta rætt um og lært af. Einnig er sagan góð til

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 43/69141274-4069

Page 44: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

að efla lesskilning nemenda. Söguna mætti útfæra og tengja inn í ákveðið námsefni. T.d.

Sturlungasögu þar sem aðstæður eru svipaðar og í gátunni.

Önnur gátan er ein af þeim sem gæti nokkurn veginn átt sér stað í raunveruleikanum og því

auðvelt fyrir nemendur að setja sig í hlutverk persóna í gátunni. Sá hópur fullorðinna

einstaklinga sem ég lagði gátuna fyrir velti henni lengi fyrir sér en komst ekki að neinni

niðurstöðu. Hugmyndir voru um að ganga meðfram ströndinni og skvetta sjó á eldinn til að

komast fram hjá honum á sviðna jörð. Annars voru menn vissir um að lausnin væri einföld en

þó „kjánaleg“. Lausnin er þó ekki kjánaleg. Þau kveiktu bara sjálf eld sunnarlega á eyjunni!

Þriðja gátan reynir á eftirtekt þegar hlustað er á gátuna. Ef viðkomandi áttar sig ekki á því að

hann keyrði framhjá stöðuvatni og kirkjugarði við komuna en framhjá hlöðu á bakaleiðinni er

hætt við að hann sjái ekki lausnina. Gátan ætti því að kenna nemendum að taka vel eftir

smáatriðum.

EldspýtnaþrautirEldspýtur má, eins og marga aðra hluti, nota til ýmissa leikja. Í dag hafa krakkar oft á tíðum

mikið af afþreyingarefni , t.d. dóti, til að stytta sér stundir. Ég hef ávallt haft miklar áhyggjur

af þessu mynstri okkar Íslendinga, þ.e. að kaupa okkur ávallt nýja hluti til að næra hugann eða

drepa tímann. Frumkvæði barna er drepið niður á þennan hátt og því tel ég það ekki vitlausa

hugmynd að láta börn fá t.d. eldspýtustokk í hendur og segja leiktu þér með þetta næsta

klukkutímann. Hvað myndi gerast? Mig grunar að þetta yrði ekki spennandi í fyrstu en

kannast ekki allir við það að finna sér eitthvað að gera í löngum bílferðum, á flugvellinum

þegar seinkun verður o.s.frv.? Við þurfum að kenna börnunum að finna tækifæri til að gera

lífið skemmtilegra og vera færari í að búa sér til afþreyingu. Ef við segðum nemendum okkar

að búa til leik með eldspýtustokknum ættu einhverjir að ráða við það. Með slíkum æfingum

getum við að mínum mati gert alla færari í að búa sér til afþreyingu.

Þrautin sem lögð er fyrir í kennslubréfinu hefur komið fyrir í stærðfræðinámskeiði í KHÍ

þar sem hún var að vísu huglæg. Þetta er því góð viðbót að geta haft jafn einfaldan hlut og

eldspýtur til að gera leikinn hlutlægan og auðveldan að spila.

Þrautirnar á þessum vef eru margar hverjar frábærar og góðar í kennslu rökhugsunnar. Þær

mætti sýna nemendum eftir að þeir hafa búið til sínar eigin þrautir og leiki.

Aðrir flokkarAðrir flokkar gátna og þrauta sem við skoðuðum þjálfa eins og elspýtnaþrautirnar einbeitingu

og þolinmæði, efla sköpunargáfu, auka útsjónarsemi og tilfinningu fyrir formum og lögun.

Þær er því auðvelt að nota samhliða stærðfræðikennslu en ætti að nota reglulega til að efla

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 44/69141274-4069

Page 45: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

almenna hugsun nemenda, t.d. þegar kennsla er brotin upp. Þessir flokkar eru rökleitargátur

og raðþrautir.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 45/69141274-4069

Page 46: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

OrðaleikirOrðaleikir er ein tegund leikja sem sem hentar hvoru tveggja vel sem afþreying eða

námsaðferð. Leikirnir byggjast á því að leika sér með bókstafi eða orð og reynir jafnt á

orðaforða sem bókstafaþekkingu. Leikina er hægt að nota við ýmis tækifæri, svo sem í

samkvæmum, en við kennslu henta þeir gríðarlega vel.

Markmið þeirra er ekki einvörðungu að efla þekkingu á stafrófinu og byggja upp

orðaforða hinna ýmsu tungumála, heldur líka að efla hugmyndaflug og rökhugsun og leggja

nýjar minnisbrautir í heilabúinu.

Leikjavefurinn - orðaleikirÁ leikjavefnum má finna fjölmarga leiki í þessum flokki og kannast maður við marga þeirra.

Leikir eins og Að búa til orð, Gálgaleikurinn (hangman) og Töflubingó hef ég alla notað í

kennslu og eru þeir margir hverjir settir upp í námsbókum. Sérstaklega finnst mér höfundar

bóka sem notaðar eru í íslenskukennslu vera meðvitaðir um gildi leikja í náminu og eru

reglulega skemmtilegir leikir settir í námsefnið.

OrðaleitEinn leikur sem ég rakst á heitir Orðaleit og kannast ég við hann í annarri útfærslu. Lýsing á

honum á leikjavefnum er eftirfarandi:

„Gögn: U.þ.b. 40 pappabútar (t.d. er hægt að skera pappakassa niður). Á hvern bút

er skrifaður stafur. Athugið að skrifa greinilega svo ekki fari á milli mála um hvaða

staf er að ræða.

Leiklýsing: Gott er áður en byrjað er að hafa í huga hvaða orð þessir nemendur

hafa verið að læra undanfarið og nota þau í leiknum. Bekknum er skipt í fámenn lið

(3-4 í liði) og börnin látin standa í röð við ákveðinn stað í stofunni, (eða á ákveðnu

striki ef í íþróttasal), öll jafnlangt frá miðsvæðinu. Pappabútarnir eru settir í haug í

miðri stofunni/salnum. Nú skrifar stjórnandinn eitthvert orð á töfluna eða blað þar

sem allir sjá það greinilega.

Útfærsla: Við merki frá stjórnandanum hlaupa fyrstu börn í hverju liði af stað og

snúa við einum pappabút. Ef hægt er að nota stafinn, sem skrifaður er á hann, í

orðið sem á að mynda taka þau bútinn með til baka og leggja hann á gólfið hjá sínu

liði. Ef ekki er hægt að nota hann er bútinum snúið við aftur og hann settur aftur í

hauginn. Strax og fyrsti hlaupari kemur til baka slær hann á höndina á næsta

manni og hann hleypur af stað. Svona gengur leikurinn þangað til eitthvert liðið

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 46/69141274-4069

Page 47: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

hefur náð að mynda umbeðna orðið. Við að ná að mynda orð fæst eitt stig. Leiknum

er lokið þegar ákveðnum stigafjölda er náð. Afbrigði: Til að gera leikinn léttari er

hægt að taka út þá pappabúta sem ekki er hægt að nota í orðið, þegar búið er að

snúa þeim við einu sinni. Hægt er að láta börnin sjálf velja orð (t.d. liðið sem

tapar). Hægt er að nota mismunandi hreyfingar, t.d. hopp, kóngulóargang,

bjarnargang o.s.frv. Einnig er hægt að leika þennan leik ofan í sundlaug eða úti.

Gott er að breyta liðunum eftir nokkur skipti.“

Ég hef notað þennan leik í íþróttakennslu og þá með hefðbundin handspil. Nemendur eiga

þá að safna ákveðinni sort spila og hlaupa mislangar vegalengdir eftir aldri og aðstæðum.

Tilgangurinn er í raun einungis að auka þol og snerpu nemenda en ég sé fyrir mér að breyta

leiknum og nota útfærslu á orðaleitinni frekar. Þar með er samþætting námsgreina til staðar

og nemendur fá nýtt og ferskt viðfangsefni í hvert skipti og því síður leið á leiknum.

ScattergoriesÖll orð byrja á sama staf (Scattergories) er leikur sem er virkilega skemmtilegur og getur nýst

í ýmsum kennslufræðilegum tilgangi. Leikurinn byggir á því að finna orð fyrir mismunandi

flokka og þurfa þau öll að byrja á sama staf. Ég hef notað þennan leik þegar við á og ávallt

tengt hann námsefninu sem unnið er með. Þá hefur reynst vel að hafa flokkana úr mismunandi

námsgreinum og vinna út frá því efni sem farið var í þá vikuna eða mánuðinn. Nemendum

finnst þetta mjög áhugavert en oft vill það verða þannig að einstaka nemendur koma með allar

hugmyndir af orðum fyrir sinn hóp. Því hef ég reynt að hafa hópana frekar litla (2-3) og hvatt

nemendur til að skipta með sér flokkunum í upphafi. Þannig fá allir tækifæri til að láta reyna á

hugsun sína.

Orðaleikir á netinuÉg notaði leitarforritið Google og sló inn ýmis leitarorð og fékk eftirfarandi niðurstöður:

Orðaleikir: 11.100 niðurstöður.

Word games: 160.000.000 niðurstöður.

Word play: 183.000.000 niðurstöður.

Word puzzles: 2.220.000 niðurstöður.

Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær

séu eflaust misgóðar. Mikið af síðunum innihalda samt engar leikjahugmyndir sem ætti að

vera öllum kunnugt er þekkja leitarvélar. Ég fann þó nokkrar síður sem mér finnst vera

áhugaverðar og mun nýta mér í starfi.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 47/69141274-4069

Page 48: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Mega.isÞessi síða er íslensk og inniheldur ýmsar tegundir gagnvirkra leikja, en þó þarf að borga fyrir

aðgang að henni. Hægt erað fá prufuaðgang að öllum leikjum en mér tókst það samt ekki þar

sem vírusvarnarforritið í minni tölvu leyfði mér það ekki. Sumir þeirra eru þó ókeypis og

prufaði ég þá orðaleiki sem í boði voru. Orðaleikirnir eru 10 talsins og hægt að prufa 4 þeirra.

Einn þeirra er Scrabble og er það mjög skemmtileg útgáfa af honum. Hins vegar er hann, eins

og hinir, á ensku og því aðeins fyrir þá sem hafa einhverja lágmarkskunnáttu í málinu.

Leikjanet.isÞessi síða er flestum börnum kunn og um 800 leikir á henni. Orðaleikirnir eru 9 talsins en eins

og á Mega.is eru þeir allir nema einn á ensku. Sá leikur heitir Stafaspil og er ágætur til síns

brúks. Leikurinn reynir á minnið en alltaf eru tveir reitir skoðaðir í einu og markmiðið er að

finna pör stafa. Því þarf að leggja á minnið hvar stafirnir eru því þeir hverfa ef ekki tekst að

para saman í einni tilraun.

Eastoftheweb.comÁ þessum vef eru nokkir leikir sem hægt er að nota í enskukennslu.

Vefur BBCÁ þessum vef má finna efni fyrir grunnskóla og þar á meðal þennan orðaleik.

Surfnetkids.comÞessi vefur er gríðarlega góður og mikið af krossgátum á honum sem henta vel í

enskukennslu á unglingastigi. Einnig skemmtilegar útgáfur af gagnvirkum hengingarleik. Hér

er grafíkin og allt viðmót einstaklega gott.

Niðurstöður leikjaleitarMest af því efni sem fannst við yfirferðina voru gagnvirkir leikir. Hugmyndir af leikjum voru

ekki margar en þó má nýta gagnvirku leikina á ýmsan hátt. Mér varð ljóst að uppistaða

orðaleikjahugmynda á þessum vefjum eru þær sömu. Mismunandi útgáfur af þeim gætu þó

gefið ýmsa möguleika en takmörkunin virðist liggja í tungumálinu. Lítið er af íslenskum

gagnvirkum leikjum en útfæra má hugmyndir af ensku útgáfunum og nýta þær án þess að nota

tölvu.

Ýmsar íslenskar útgáfur má finna af orðaleikjum sem hannaðar eru fyrir PC tölvur. Má

þar nefna Stafakarlana og Glóa geimveru en hvoru tveggja hef ég látið drenginn minn nota.

Eru þeir virkilega góðir og væntanlega til í mörgum skólum.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 48/69141274-4069

Page 49: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

TölvuleikirÍ fyrri kennslubréfum hef ég komið inn á þá staðreynd að gríðarlegt magn gagnvirkra leikja er

til staðar á netinu. Erlendar síður innihalda jafnt gagnvirka leiki sem og leiki til að hala niður

og eru þeir ýmist hugsaðir til afþreyingar eða í námslegum tilgangi. Íslenskar síður sem

innihalda gagnvirka leiki eru fáar og er það helst Námsgagnastofnun sem býður upp á slíka

leiki sem þjóna námsmarkmiðum skólanna. Þessa leiki má finna hér. Flestir leikirnir eru þó

hugsaðir fyrir yngstu kynslóðina og markast það örugglega af því að forritunin og

hugmyndafræðin á bakvið þá er einfaldari eftir því sem markhópurinn er yngri.

Námsgagnastofnun gefur einnig út ýmsa námsleiki á tölvutæku formi sem almenningur og

skólar geta keypt. Má þar nefna leiki fyrir yngstu nemendur grunnskólans eins og Boga

blýant, sem er stærðfræðiforrit, og Glóa geimveru, sem er lestrarforrit. Forrit annarra

framleiðenda sem ég þekki eru Stafakarlarnir og Talnapúkinn og má finna upplýsingar um

þessa leiki hér.

Ýmsir leikir af vef NámsgagnastofnunnarVerkefni mitt í þessum þætti er að skoða eftirfarandi leiki og leggja faglegt mat á þá:

Orðakistur KrilluÞessi leikur er einfaldur, viðmót mjög gott og hljóð skemmtileg og hvetjandi. Leikurinn er

greinilega ætlaður yngstu nemendunum sem eru komnir með einhverja lestrarhæfni. Hann er

góður að því leyti að íslensk orð eru lesin á viðeigandi stöðum og reynir á nemandann að

finna sama orðið í orðalista. Nokkrar útgáfur eru af leikjum sem þjálfa þekkingu á stafrófinu

auk þess að þjálfa almennan lestur. Lesblindir nemendur geta einnig lært töluvert af því að

spila leikinn, t.d. í útgáfunni Sama orðið.

Þessi leikur er einn sá besti að mínu mati, enda er hann fjölbreyttur og hægt að spila aftur

og aftur. Hljóðin sem honum fylgja er einnig mikill plús.

MinnisleikurÞennan stærðfræðileik er hægt að finna víða á netinu. Nemendur þjálfa ekki eingöngu minnið

við spilun, heldur koma einnig ýmis form í ljós. Lítið sem ekkert reynir þó á hugtakaþekkingu

í leiknum en þetta er samt góð æfing fyrir nemendur áður en hugtök formanna eru lögð inn í

stærðfræðikennslu á yngsta stigi. Þó leikurinn sé einfaldur og stuðli ekki að mörgum

námsmarkmiðum þá er hann þeim kostum gæddur að vera skipt upp í tvö þyngdarstig. Allir

nemendur í viðkomandi bekk ættu að geta spilað hann.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 49/69141274-4069

Page 50: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

BrúsarnirÞessi stærðfræðileikur er ágætur að mínu mati. Grafíkin er ekkert sérstaklega skemmtileg og

gætu margir lent í vandræðum við að átta sig á reglum leiksins. Þær eru þó settar fram á

aðgengilegum stað. Leikurinn er þyngdarskiptur og hentar því ýmsum aldri sem er mjög gott.

Á þyngsta stiginu þarf nemandi að beita rökhugsun og færa ákveðið magn lítra á milli íláta.

Þessi leikur ætti því ekki eingöngu að þjálfa rúmfræðihugsun heldur einnig að kynna hugtakið

líter fyrir þeim yngstu.

ÞríhyrningarnirÞessi leikur er gríðarlega skemmtilegur og kannast maður við hugmyndafræðina á bakvið

hann úr námskeiðinu Stærðfræðinemandinn í KHÍ. Leikurinn hefur mikið námsgildi þar sem

reynir á rökhugsun, samlagningu sem og frádrátt. Leikurinn minnir um margt á

Sudokuþrautirnar en er þó einfaldað form af þeim.

Ég gæti hugsað mér að nota þennan leik í kennslu nemenda á ýmsum skólastigum en þar

sem hann er takmarkaður við fjórar umferðir geta nemendur ekki nýtt sér hann nema í örfá

skipti. Eftir það hafa þau áttað sig á aðferðafræðinni á bakvið lausnirnar. Ég tel að nemendum

á eldri stigunum sem gengur illa í stærðfræði gæti þótt þessi leikur áhugaverður. Ég prufaði

leikinn á einum 14 ára nemanda sem á í erfiðleikum og fannst honum þetta áhugavert þó illa

gengi í fyrstu. Hafa ber í huga að aðstæður voru óvenjulegar enda vorum við ekki í skólanum

og fannst honum spennandi að aðstoða mig við mitt nám.

FerhyrningarnirSama hugmyndafræði á bakvið þennan leik og Leikinn Þríhyrningarnir. Sjá hér að ofan.

TalnaferningurinnÞessi leikur er einnig af sama meiði og Þríhyrningarnir og Ferhyrningarnir. Sjá hér að ofan.

Hins vegar reynir þessi leikur á aðeins flóknari hugsun og hentar því frekar eldri nemendum.

Hann er þyngdarstigskiptur en það er í raun óþarft því aðferðafræðin við lausnaleit er sú sama

á öllum stigum. Það mætti útfæra þyngsta stigið betur.

Þrír í röðÞennan leik gat ég ekki prufað vegna einhverrar villu.

LukkuhjóliðÞessi leikur er gríðarlega vel útfærður, skemmtilegur og sá besti að mínu mati. Flestir

nemendur grunnskólans ættu að hafa gaman af honum.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 50/69141274-4069

Page 51: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Leikurinn þjálfar hugsun nemenda og eykur færni í tugakerfinu og samlagningu og

frádrætti stærri talna. Hann byggist að einhverju leyti á heppni sem er jákvætt því það eykur

skemmtanagildi hans þar sem tveir keppa. Keppendur geta því haft misgóða færni í

stærðfræði og sá sem er verr staddur á ágæta möguleika á sigri.

Stillingar eru nokkrar sem gefur kennara færi á að þjálfa nemendur frá grunni, þ.e. frá

tugasæti. Ég myndi til dæmis leggja inn fyrsta hluta sætakerfisins og láta nemendur síðan

spila gegn hver öðrum í nokkurn tíma. Ég myndi einnig láta nemendur keppa við sem flesta

svo þeir slakari eigi möguleika á að keppa við þá bestu. Einnig tel ég að tveggja manna teymi

gætu keppt svo umræður skapist og þar með lærdómur.

Auðvelt er að færa sig á milli og fylgjast með og sjá hvort nemendur skilja

hugmyndafræðina. Leikinn er síðan hægt að nýta áfram þegar kennsla á sætakerfinu er

útvíkkuð.

Kennsluforritið ÁlfurÞetta kennsluforrit er leikur að mínu mati. Leik er erfitt að skilgreina en sú sem ég setti fram í

fyrsta þætti er á þessa leið: „Leikur er aðferð sem manneskjan notar til að skemmta sér og

læra“. Í greininni Play in Early childhood sem lesin var fyrsta þætti er sett fram skilgreiningin

„leikur er athöfn sem felur í sér þátttöku einstaklings sem einkennist af ákafa og hömluleysi“.

Í greininni Play as curriculum er lögð áhersla á að skilgreina leik sem frjálst val þátttakanda

og frjálsa þróun auk þess að hans sé notið. Samkvæmt síðustu skilgreiningunni er

kennsluforritið Álfur ekki leikur þar sem þróun leiksins er ekki frjáls nema að takmörkuðu

leyti. Ég stend hins vegar fastur á því að leikur þarf ekki að vera frjáls í öllum tilvikum.

Hugsanlega má þó segja að kennsluforritið sé að hluta leikur þar sem nemendum er stýrt að

töluverðu leyti í gegnum ferlið.

Innleggið, þ.e. sagan sem lesin er í upphafi, er það sem lagt er upp með í þessum leik og

er markmiðið að nemendur átti sig á líðan og séreinkennum hverrar persónu. Að henni lokinni

geta nemendur leikið sér á ýmsan hátt, t.d. búið til ýmis andlit sem lýsa hegðun, líðan og

séreinkennum hvers og eins, jafnvel þeirra sjálfra. Námsmarkmiðum ætti hver og einn að ná á

sínum forsendum og að töluverðu leyti eftir eigin leiðum.

Námsleikir á netinu

Europe mapMikið er til af ýmis konar leikjum á netinu. Færa má rök fyrir því að flestir ef ekki allir leikir

hafi eitthvert námsgildi þó þeir uppfylli ekki skráð markmið Aðalnámskrár. Nægir þar að

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 51/69141274-4069

Page 52: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

nefna aukna færni nemenda í tölvum. Flestir netleikir hafa það að markmiði að ná ákveðnum

fjölda stiga eða sigra einhvern mótherja.

Eitthvað er til af leikjum sem stuðla beint eða óbeint að því að uppfylla námsmarkmið

skólanna og byggjast margir þeirra upp á keppni.Á vefnum Leikjanet.is fann ég nokkuð góðan

leik sem heitir Europe Map. Þessi leikur gengur út á að staðsetja evrópulönd á korti og er því

góð aðferð til að ná einu markmiði Aðalnámskrár. Í þrepamarkmiðum 7. bekkjar í

samfélagsfræði handbók segir: „nemandi þekki á Evrópukorti nöfn og legu ríkja í Evrópu....“.

Leikurinn er mjög einfaldur og ekki gallalaus. Lengd hans er ekki hægt að stilla og þarf sá

er spilar að fara í gegnum allan leikinn, þ.e. staðsetja 36 lönd Evrópu. Kortið fyllir ekki út í

skjámyndina þannig að erfitt reynist að draga lönd sem eru syðst í Evrópu á réttan stað án

þess að fá vitlaust fyrir. Fjarlægðir frá réttum stað eru gefnar upp í km og hefur það námslegt

gildi.

GeosenseAnnar landafræðileikur sem ég kannast við og hef spilað töluvert er á vefsíðunni Geosense.

Þessi leikur er sá besti sem ég hef komist í á netinu og getur reynst ávanabindandi. Skora á

alla að prófa þennan leik. Leikurinn gengur út á að staðsetja borgir á korti og fást stig miðað

við hraða og mjög nákvæma staðsetningu. Hægt er að spila leikinn á nokkrum kortum, t.d. N-

Ameríku, Evrópu eða heiminn allan. Notandi getur spilað einn eða valið sér andstæðing sem

skráður er inn og koma þeir úr öllum heimshornum. Hugmynd mín var að útbúa slíkan leik

fyrir Ísland sem lokaverkefni en ekkert varð úr því þar sem forritunarvinna er mjög mikil og

kostnaðarsöm.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 52/69141274-4069

Page 53: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Framlag til LeikjabankansÞeir leikir sem ég hef ákveðið að leggja í Leikjabankann flokkast flestir undir hreyfileiki og

æfingar, hópstyrkingarleiki og sumir athyglis- og skynjunarleiki. Þeir henta öllum aldri, jafnt

fullorðnum sem börnum. Hver og einn finnur sinn sess og þeir sem minna mega sín er

einfaldlega hjálpað. Leikina lærði ég á námskeiðinu „Viltu læra nýja leiki?“ í september 2006

í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Kennari á námskeiðinu var Britt Reymann Jepsen,

kennari við Gerlev legepark í Danmörku.

Leikirnir eru sumir í bókunum Gamle idrætslege i Danmark bind 1,2,3 og 4 sem hægt er

að kaupa á vefnum

http://www.ihv.dk/dk/materialer/beskrivelse_af_legeboeger/beskrivelse_af_legeboeger.htm.

Bækurnar innihalda 400 leiki sem safnað hefur verið saman frá ýmsum evrópulöndum,

aðallega Danmörku. Aðrir leikir eru úr bókinni Euroleg – 121 gamle idrætslege og spil fra

idrætshistorisk Værksteds internationale legepark.

Markmiðið leikjanna er í flestum tilfellum:

Allir taka þátt á jafnréttisgrundvelli og á eigin forsendum

Engum líður illa

Enginn tapar – allir vinna

Helst engir hlutir/tæki

Hægt að fara í á flestum stöðum

Ástæða þess að ég vel þessa leiki grundvallast á áhuga mínum á íþróttum, en ég hef mikið

komið að kennslu og þjálfun á því sviði. Brottfall íþróttaiðkenda á unglingsárum er vandamál

sem við eigum við í dag og er nærtækast að kenna um breyttu samfélagi þar sem

afþreyingarmöguleikar hafa aukist til muna. Ég tel að breyttar áherslur í íþróttakennslu og

aukið vægi afreksmiðaðrar þjálfunnar hjá íþróttafélögum eigi sinn þátt í brottfallinu.

Afreksþjálfun er ekki fyrir alla og má t.d. nefna að einungis um 40% barna eru taldir hafa

líkamlega getu til að ná langt í boltaíþróttum (Jepsen 2006). Töluverð áhersla virðist vera lögð

á boltagreinar í íþróttakennslu þar sem ég þekki til og margar skólalóðir eru að stórum hluta

merktar fyrir slíka iðkun. Mörg börn upplifa því einhæfa hreyfingu og oft er hún neikvæð því

getan er ekki til staðar en nærsamfélag þeirra gerir miklar kröfur til þeirra að vera með.

Það er nauðsynlegt að börn fái að kynnast fjölbreyttri hreyfingu á jákvæðan hátt svo líkur

verði meiri á einhverri líkamsþjálfun á unglings- og fullorðinsárum. Það er að mínu mati ekki

síður ábyrgð hins almenna kennara, fremur en íþróttakennara og þjálfara, að stuðla að slíkri

hreyfingu og eru leikir af því tagi sem ég set hér fram vel til fallnir.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 53/69141274-4069

Page 54: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Leikina má alla leika utandyra og eru þeir góðir til að brjóta upp hvers konar útikennslu.

Leikirnir henta einnig vel sem hópeflitæki og þar með vel í því forvarnarstarfi gegn einelti

sem á sér stað innan skólakerfisins. Allir kennarar ættu því að leggja sig fram við að þekkja

nokkra leiki af þessu tagi og nota reglulega. Einnig má benda á að leikirnir henta vel á

foreldradögum þar sem börn og fullorðnir geta leikið sér saman. Slíkur leikur er nauðsynlegur

en á undanhaldi í okkar samfélagi.

Ýmsir leikir

HundafangararFlokkur: Hreyfileikir og æfingar

Aldur: Allir

Markmið: Hreyfing, tilbreyting, styrkjandi æfing, þjálfa samvinnu og útsjónarsemi,

félagsandi.

Gögn: Engin

Leiklýsing: Tveir byrja sem hundaveiðarar í New York. Stjórnandi lýsir ímynduðu

umhverfinu og húsum í kring til að afmarka svæði sem enginn kemst útfyrir (háhýsi, ár,

breiðstræti o.fl.).

Hinir hlaupa um og búa til eyru með puttunum og gelta ef þeir vilja. Hundaveiðarar fara af

stað og ef leikmaður er klukkaður þarf hann að fara á fjóra fætur og hundaveiðararnir þurfa að

lyfta honum öllum frá jörðinni til að veiða hann. Hundurinn má þó snúa sér og haga eins og

hundar gera (eru t.d. með loppur en ekki fingur). Þegar hundur hefur verið veiddur þá verður

hann að hundaveiðara og hjálpar hinum.

Markmiðið er að veiða alla hundana. Auðveldast að byrja á þeim minnstu fyrst ef veiðarar

eru í smærri kantinum.

Heimild: Leikur lærður á námskeiðinu „Viltu læra nýja leiki“, haldið í Íþróttaakademíunni í

Reykjanesbæ haustið 2006. Kennari Britt Reymann Jepsen.

Leikurinn nefnist Let hund á dönsku og má einnig finna í:

Möller, Jan. 2003. Gamle idrætslege i Danmark – Bind 2. Bavnebanke, Danmörku.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 54/69141274-4069

Page 55: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Ole oleFlokkur: Hreyfileikir og æfingar

Aldur: Allir

Markmið: Hreyfing, tilbreyting, athygli og skarpskyggni,, þjálfa samvinnu og útsjónarsemi,

félagsandi.

Gögn: Engin

Leiklýsing: Jafnstórir þátttakendur para sig saman. Þeir ákveða númer, annar númer 1 og

hinn númer 2. Allir þátttakendur númer 1 mynda innri hring og snúa andliti út úr honum. Allir

haldast í hendur. Númer 2 fer í ytri hring sem snýr inn að hring númer 1, allir haldast í hendur.

Bil milli hópa um það bil hálfur til einn meter.

Stjórnandi/kennari stýrir söngnum Ole Ole, hringirnir byrja hvor um sig að labba til vinstri

og allir syngja með. Í miðju lagi flautar (öskrar) stjórnandi og þá eiga þátttakendur að para sig

saman eins og í upphafi (finna félaga sinn). Þeir fá að vita af tilteknu verkefni áður en söngur

hefst og þurfa að uppfylla það til að vera öryggir. Slík verkefni geta falist í að standa samtals

á einni löpp, báðir á annarri löppinni, engar lappir á jörðu, snúa bökum saman á annarri löpp

o.s.frv. Stjórnandi segir hverjir voru fyrstir og hverjir síðastir og er það “hlutlægt” mat hans.

Vænlegt er að benda ekki alltaf á þá sömu. Hlutirnir gerast hratt erfitt fyrir þátttakendur að

meta hverjir voru síðastir þar sem þeir eru mjög uppteknir af verkefni sínu. Ef eitthvert par er

áberandi lengi aftur og aftur ber stjórnanda að skipta hópnum í ný pör.

Allir fara aftur í hringinn og leikurinn er endurtekinn.

Útfærsla: Þeir sem eru síðastir (eða tvö síðust pörin til að leysa verkefnið) af mati

stjórnandans þurfa að labba hring á milli hringraðanna sem eru þéttar. Þeir eru uppi með

hendur og eru kitlaðir lauslega. Pör geta ekki tapað tvisvar!!!

Þessi útfærsla er varhugaverð á unglingastigi og þar sem einelti á sér stað.

Heimild: Leikur lærður á námskeiðinu „Viltu læra nýja leiki“, haldið í Íþróttaakademíunni í

Reykjanesbæ haustið 2006. Kennari Britt Reymann Jepsen.

Leikurinn nefnist Ole ole á dönsku og má einnig finna í: Euroleg – 121 gamle idrætslege og

spil fra idrætshistorisk Værksteds internationale legepark.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 55/69141274-4069

Page 56: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

DýranafnaleikurFlokkur: Hreyfileikir og æfingar

Aldur: Allir

Markmið:Hreyfing, tilbreyting, athygli og skarpskyggni, félagsandi.

Gögn: Engin

Leiklýsing: Völlurinn er ferkantaður ca. 25-30 m langur með miðlínu en getur verið eins

breiður og þarf (fer eftir fjölda þátttakenda).

Fjöldi þátttakenda getur verið ótakmarkaður en þó eru litlir hópar óhentugir og ekki jafn

skemmtilegir.

Þátttakendur para sig saman og stilla sér upp andspænis hvor öðrum, sitthvorum megin

við miðlínuna. Öðru megin við línuna verður til eitt lið og annað hinumegin.

Liðin fara til baka á sína endalínu og annað liðið byrjar að velja sér dýr. Einn nemandi er

útnefndur fyrirliði af stjórnanda. Hann fer á endann á röðinni og ákveður dýr. Hann hleypur

síðan meðfram hópnum og segir hvert dýrið er. Til að hitt liðið heyri ekki þá kalla allir

„veeeiiiiii“ um leið og þeir hafa heyrt hvert dýr hópsins er og búa til bylgju með höndunum.

Að þessu loknu takast allir í hendur og labba yfir til hins hópsins. Þar stilla þeir sér ca. 1m

frá hinu liðinu og byrja að leika dýrið án hljóða. Allir í hinu liðinu giska, hver í kapp við

annan, og þegar rétt ágiskun kemur hleypur liðið til baka en hinir eiga að reyna að klukka sem

flesta. Þeir sem eru klukkaðir færast yfir í hitt liðið. Hitt liðið fær svo að velja dýr næst.

Leiknum er lokið þegar allir eru komnir í annað liðið og þar með eru allir sigurvegarar!

Útfærsla: Þegar hópurinn labbar yfir til hins er hægt að syngja eitthvað á leiðinni. T.d. „hér

komum við...“

Sjá einnig leikinn Skordýrin og vindurinn í flokknum hreyfileikir og æfingar.

Sjá einnig leikinn Dýraleikur í flokknum ýmsir hópaleikir.

Heimild: Leikur lærður á námskeiðinu „Viltu læra nýja leiki“, haldið í Íþróttaakademíunni í

Reykjanesbæ haustið 2006. Kennari Britt Reymann Jepsen.

Leikurinn nefnist Mimetagfat á dönsku og má einnig finna í: Möller, Jan. 2003. Gamle

idrætslege i Danmark – Bind 2. Bavnebanke, Danmörku.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 56/69141274-4069

Page 57: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Dagur og nóttFlokkur: Hreyfileikir og æfingar

Aldur: Allir

Markmið: Hreyfing, tilbreyting, athygli og skarpskyggni, félagsandi.

Gögn: Hlutur með tveimur hliðum, önnur dökk og hin ljós. Hægt að sleppa.

Leiklýsing: Völlurinn er ferkantaður ca. 25-30 m langur með miðlínu en getur verið eins

breiður og þarf (fer eftir fjölda þátttakenda).

Fjöldi þátttakenda getur verið ótakmarkaður en þó eru litlir hópar óhentugir og ekki jafn

skemmtilegir.

Þátttakendur para sig saman og stilla sér sitthvoru megin við línuna. Öðru megin við

línuna er eitt lið og annað hinumegin. Liðin kallast Dagur og Nótt Liðin eru með lítið bil á

milli sín.

Stjórnandi hendir upp hlut (ef enginn hlutur er til taks ákveður stjórnandi hvort skal kalla

dagur eða nótt) með tveimur hliðum, dökkri sem táknar nótt og ljósri sem táknar dagur. Ef

hvíta hliðin (dagur) kemur upp kallar hann strax dagur og þá elta þeir sem eru dagur hina sem

reyna að sleppa yfir endalínuna sín megin. Þeir sem eru klukkaðir breytast í dag og færast þar

með yfir í hitt liðið. Stjórnandi getur líka breytt og kallað nótt þegar liðin hlaupa aðra áttina.

Þá snýst leikurinn við og nóttin reynir að ná deginum. Þeir sem þegar hafa verið klukkaðir

fyrir breytingu eru sjálfkrafa orðnir meðlimir hins liðsins og elta því daginn í þessu tilfelli.

Liðin mætast aftur á miðlínu en stjórnandi ræður hvernig byrjunar uppstilling allra er.

Hægt er að láta bæði liðin standa á hnjánum, liggja á baki með hausa saman, hafa 1cm á milli

vísifingra o.s.frv. Markmiðið er að láta þátttakendur liggja eða byrja í misjafnlega erfiðum

stöðum.

Leik lýkur þegar allir eru komnir í annað liðið eða þegar leikur stendur sem hæst.

Útfærsla: Sjá vef Þjóðleikhússins, leikurinn Slöngur og köngulær:

http://fd.leikhusid.is/Forsida/Leiklistiskolum/Leiklistaraefingarogleikir/

Kynningarleikiroghopleikir/%20-

Heimild: Leikur lærður á námskeiðinu „Viltu læra nýja leiki“, haldið í Íþróttaakademíunni í

Reykjanesbæ haustið 2006. Kennari Britt Reymann Jepsen.

Leikurinn nefnist Dag og nat á dönsku og má einnig finna í: Möller, Jan. 2003. Gamle

idrætslege i Danmar – Bind 2k. Bavnebanke, Danmörku.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 57/69141274-4069

Page 58: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Steinn, skæri og blað eltingaleikurFlokkur: Hreyfileikir og æfingar

Aldur: Allir

Markmið: Hreyfing, tilbreyting, athygli og skarpskyggni, félagsandi.

Gögn: Engin

Leiklýsing: Völlurinn er ferkantaður ca. 25-30 m langur með miðlínu en getur verið eins

breiður og þarf (fer eftir fjölda þátttakenda).

Þátttakendur para sig saman. Stilla sér sitthvoru megin við línuna. Öðru megin við línuna

er eitt lið og annað hinumegin. Um það bil 1 meter er á milli liða.

Liðin fara að endalínu og fá 10 sek. til að ákveða hvort þau eru steinn, skæri eða blað (allir

eru það sama í liðinu). Liðin mætast svo á miðlínu. Stjórnandi kallar 1, 2 og NÚ. Liðsmenn

fylgja taktinum með kreppta hnefa og sína rétta vopnið á NÚ. Liðið sem er með sterkara vopn

eltir hitt liðið og reynir að klukka eins marga og hægt er áður en þeir komast yfir endalínuna.

Þeir sem eru klukkaðir færast yfir í hitt liðið. Liðin fara aftur að endalínu og velja vopn

o.s.frv.

Heimild: Leikur lærður á námskeiðinu „Viltu læra nýja leiki“, haldið í Íþróttaakademíunni í

Reykjanesbæ haustið 2006. Kennari Britt Reymann Jepsen.

Leikurinn nefnist Huggetagfat á dönsku og má einnig finna í: Möller, Jan. 2003. Gamle

idrætslege i Danmark – Bind 2. Bavnebanke, Danmörku.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 58/69141274-4069

Page 59: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Fella kubbinnFlokkur: Hreyfileikir og æfingar

Aldur: 8 ára og eldri

Markmið: Hreyfing, tilbreyting, athygli og skarpskyggni, þjálfa útsjónarsemi félagsandi.

Gögn: Eitt viðarprik á hvern þátttakanda. Prikið er um það bil 3 cm í þvermál, 30 cm langt,

sívalningslaga og með mislitaða endana. Hvert prik er einstakt að lit, t.d. eitt svart á báðum

endum og annað gult og svart. Ferhyrndur viðarkubbur, 30-40 cm á lengd og um það bil 8 cm

á aðra kanta. Um að gera að láta nemendur smíða þetta í tæknimennt.

Leiklýsing: Völlurinn er tæplega hálfur hringur (hring skipt í tvennt), um það bil helminugr

af miðjuhring á fótboltavelli en má vera minni. Fer eftir fjölda. Völlurinn þarf að vera nokkuð

sléttur en ekki of sléttur (t.d. gólf í íþróttahúsi) því þá rúlla prikin of langt í burtu.

Hæfilegur fjöldi þátttakenda er 15-40.

Keppendur fá allir eitt prik með tvílituðum endum. Enginn er með eins lituð prik.

Þátttakendur þurfa að þekkja prikið sitt. Þeir stilla sér upp á afmarkaða línu (á hringnum) og

eiga að reyna að fella kubbinn sem stendur á miðri línunni á milli enda hálfhringsins (t.d.

miðjupunkti á fótboltavelli) með því að kasta prikinu.

Einn þátttakandi er hann. Hann er án priks og stillir sér upp á annan enda hálfhringsins,

tilbúinn að hlaupa. Sá sem er næstur honum kastar fyrstur og reynir að fella kubbinn. Ef það

tekst ekki kastar sá næsti í röðinni. Þegar einhverjum tekst að fella kubbinn þurfa allir sem

hafa kastað prikinu sínu að hlaupa, ná í prikið sitt og komast til baka yfir línuna á sama stað

og þeir voru á.

Sá sem er að ná hinum (án priks), fer af stað um leið og kubburinn fellur og þarf að byrja

á að reisa kubbinn við. Síðan má hann:

Ná einhverju priki sá sem á prikið skiptir þá um hlutverk við hann og má gera það

sama (ná einhverju priki) eða gera skv. b-lið hér að neðan. Hann má hins vegar ekki ná

þeim sem tók prikið hans!

Klukka einhvern. Sá sem var klukkaður þarf þá að láta hinn fá prikið sitt og má þá og

aðeins þá ná einhverjum öðrum. Ef hann gerir það endurtekur þetta sig þar til einn er

eftir. Hann má hins vegar ekki ná þeim sem tók prikið hans!

Í næstu umferð er byrjað að kasta á þeim stað sem endað var á síðast.

Kubburinn dettur stundum aftur eftir að hafa verið reistur upp. Það er hins vegar í lagi að

láta það liggja.

Útfærsla: Ef einhver er seinn og er hann í annað sinn, t.d. nær engum eða engu priki, þurfa

þeir sem hafa prik á hendi að standa á báðum hnjám eftir að hafa kastað (ekki hitt kubbinn).

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 59/69141274-4069

Page 60: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Þá er erfiðara fyrir þá að standa upp sem auðveldar þeim sem er hann að losna úr prísundinni.

Leikmönnum er síðan gert þetta enn erfiðara sé sami hlauparinn ennþá fastur í hlutverki þess

sem reisir kubbinn við.

Heimild: Leikur lærður á námskeiðinu „Viltu læra nýja leiki“, haldið í Íþróttaakademíunni í

Reykjanesbæ haustið 2006. Kennari Britt Reymann Jepsen.

Leikurinn nefnist Slå Munk á dönsku og má einnig finna í: Euroleg – 121 gamle idrætslege

og spil fra idrætshistorisk Værksteds internationale legepark.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 60/69141274-4069

Page 61: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

KispusFlokkur: Hreyfileikir og æfingar

Aldur: Allir

Markmið: Hreyfing, tilbreyting, athygli og skarpskyggni, þjálfa samvinnu og útsjónarsemi

félagsandi.

Gögn: Engin

Leiklýsing: Myndaður er hringur þar sem allir haldast í hendur og snúa inn í hringinn.

Einn þátttakandi er í miðju hringsins og þarf að ná einhverjum til að komast út úr honum.

Aðrir þátttakendur hafa það markmið að ná sambandi við einhvern annan í hringnum og

skipta um stað við hann með því að hlaupa. Þeir þurfa þá að ná að taka í hendurnar á

nágrönnum sínum á nýja staðnum til að vera öruggir. Hægt er að ná sambandi við annan í

hringnum með þvi ná augnsambandi og blikka hann og þarf hinn þá að blikka á móti áður en

þeir mega hlaupa. Enginn má nota röddina til að gefa merki.

Útfærsla: Í stað þess að blikka má breyta leiknum og láta:

Kallast á eða búa til sama hljóðið. T.d. má kalla „þú í rauðu buxunum“ eða bara nafn

viðkomandi.

Gera sömu hreyfingu. T.d. veifa annarri hendi, dilla sér eða dansa skringilega. Engin

hljóð eru leyfð hér.

Hægt að hafa tvo þátttakendur í miðju hringsins. Gjarnan gert þegar einhverjum gengur illa og

er það gjarnan stjórnandinn sem fer sjálfur í hringinn.

Ef einhverjir eru óvirkir, jafnvel smeykir við að hlaupa, má benda þeim á að ná sambandi

við þann sem er við hliðina á þeim og skipta um stað við hann. Þar með verða þau virkari,

ánægðari og líklegri til að reyna sig frekar.

Hægt er að útfæra leikinn á þann hátt að 1-4 þátttakendur mynda keðju með því að haldast

í hendur. Þá skipta heilu liðin um pláss eftir sömu reglum, nema það þarf ekki að taka í

hendur á næstu liðum til að komast í örugga höfn. Í miðjunni er einnig eitt lið. Keðjan má

ekki slitna og er refsingin að taka stöðuna í miðju hringsins. Ath. Hringurinn þarf að stækka

töluvert við þessa útfærslu.

Góð regla er að mynda keðjur eftir fjölda þátttakenda:

1 og 1 ef þátttakendur eru færri en 15

2 og 2 ef þátttakendur eru 15-20

4 og 4 ef þátttakendur eru allt að 40

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 61/69141274-4069

Page 62: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Heimild: Leikur lærður á námskeiðinu „Viltu læra nýja leiki“, haldið í Íþróttaakademíunni í

Reykjanesbæ haustið 2006. Kennari Britt Reymann Jepsen.

Leikurinn nefnist Kispus á dönsku og má einnig finna í: Euroleg – 121 gamle idrætslege og

spil fra idrætshistorisk Værksteds internationale legepark.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 62/69141274-4069

Page 63: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Hlaupa í skarðið/slá í rassFlokkur: Hreyfileikir og æfingar

Aldur: Allir

Markmið: Hreyfing, tilbreyting, athygli og skarpskyggni, félagsandi.

Gögn: Engin

Leiklýsing: Myndaður er hringur þar sem allir haldast í hendur og snúa inn. Einn er fyrir utan

hringinn og hleypur syngjandi „tikki-tikki-tí“ þar til hann velur einhvern, slær létt á rass hans

og hleypur áfram eins hratt og hann getur. Sá aðili hleypur öfugan hring og keppast þeir um

að komast í lausa plássið sem myndaðist. Sá sem vinnur snýr nú út úr hringnum og má ekki

slá í hann aftur. Sá sem tapar hleypur og endurtekur leikinn.

Útfærsla: Hægt er að láta þá sem hlaupa/keppa takast í báðar hendur þegar þeir mætast á

miðri leið, snúa sér í hringi á meðan þeir syngja hægt „góðan daginn, góða kvöldið, góða

nótt“. Þeir sleppa svo og klára hringinn.

Oft vill það verða svo að sami aðilinn lendir í því að hlaupa oft í röð. Til þess að forðast

það má breyta leiknum lítillega. Í stað þess að haldist sé í hendur má sleppa og hafa ca meter á

milli þátttakenda. Sá sem er hann hleypur á sama hátt og sagt er frá hér að ofan en í stað þess

að slá, stekkur hann á milli tveggja í hringnum og þurfa þeir tveir að hlaupa í sitthvora áttina.

Sá sem stökk á milli færir sig lítillega til hliðar og skapar laust stæði fyrir þann sem kemur á

undan. Sá sem vinnur snýr áfram inn. Sá sem tapar endurtekur leikinn, hleypur syngjandi og

stekkur inn á milli einhverra tveggja.

Heimild: Leikur lærður á námskeiðinu „Viltu læra nýja leiki“, haldið í Íþróttaakademíunni í

Reykjanesbæ haustið 2006. Kennari Britt Reymann Jepsen.

Leikurinn nefnist Banke böf á dönsku og má einnig finna í: Euroleg – 121 gamle idrætslege

og spil fra idrætshistorisk Værksteds internationale legepark.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 63/69141274-4069

Page 64: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Taka í eyra og nefFlokkur: Athyglis- og skynjunarleikir

Aldur: Allir

Markmið: Ísbrjótur, athygli og skarpskyggni, félagsandi.

Gögn: Engin

Leiklýsing: Þátttakendur mynda hring og snúa inn. Stjórnandi lætur alla halla sér fram og

beygja hnén lítillega. Hann stjórnar takti og fer hægt í byrjun.

Slegið er með báðum höndum á lærin, þá er tekið með vinstri hönd um nefið og síðan

þeirri hægri um vinstra eyra. Seinni höndin verður að fara yfir þá fyrri. Stjórnandi má tala

með, t.d. klappa, vinstri nef, hægri eyra, klappa o.s.frv. Síðan er klappað aftur á lærin og nú

gripið um nefið með hægri og vinstri á gagnstætt eyra, það hægra. Þetta er síðan endurtekið

og hraðinn aukinn jafnt og þétt þar til einn stendur eftir. Þeir detta út sem grípa vitlaust, t.d.

um bæði eyru eða vitlaust eyra.

Leikurinn byggist á tækni og má stunda þetta eða paraútfærsluna í 5-10 mínútur þar til

margir hafa náð góðum tökum á þessu.

Útfærsla: Paravinna: Þátttakendur snúa hver á móti öðrum, tveir og tveir saman. Annar

stjórnar og hinn reynir að fylgja.

Stjórnandi getur svo keppt við þá sem telja sig mjög góða og tekið sér stöðu í miðjum

hring.

Heimild: Leikur lærður á námskeiðinu „Viltu læra nýja leiki“, haldið í Íþróttaakademíunni í

Reykjanesbæ haustið 2006. Kennari Britt Reymann Jepsen.

Leikurinn nefnist Tage Öre og næse á dönsku og má einnig finna í: Euroleg – 121 gamle

idrætslege og spil fra idrætshistorisk Værksteds internationale legepark.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 64/69141274-4069

Page 65: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Refurinn og úlfurinnFlokkur: Hópstyrkingarleikir

Aldur: 6 ára og eldri

Markmið: Hreyfing, tilbreyting, þjálfa samvinnu og útsjónarsemi, athygli og skarpskyggni,

félagsandi.

Gögn: Handklæði eða álíka stærð af efni, þó mjög létt.

3 ljósir litir – refir

2 dökkir litir - úlfar

Leiklýsing: Afmarkaður er völlur, ferningslaga og 15x15 metrar og kallast þetta hænsnabú.

Þátttakendur geta verið allt að 35 á þessum velli en stækka skal völl og haga fjölda refa og

úlfa eftir þátttöku.

Best er að hafa bara refi fyrst meðan leikurinn lærist. Síðan má bæta úlfum við í miðjum

leik þegar allir þekkja reglurnar.

Refir og úlfar hlaupa um og sveifla handklæðinu svo það sé sjáanlegt. Refir sveifla fyrir

neðan haus en úlfar fyrir ofan haus. Markmið þeirra er að slá í búk eða lappir hinna sem leika

hænur. Ekki má slá fast og bannað er að rúlla handklæðum upp. Skal lögð áhersla á það í

upphafi leiks. Ef refir eða úlfar hitta hænu skipta þeir um hlutverk við hana.

Hænurnar hlaupa um völlinn og geta fríað sig (orðið stikk) á tvo vegu:

Tvær hænur snúa bökum saman, standa á annarri löpp og mynda gogg með annarri

hönd og gagga. Refurinn verður þá að snúa sér eitthvað annað og hænurnar að skiljast

að.

Þrjár hænur krækja höndum saman um axlir, mynda hring, dilla sér og syngja „na-na-

na-nana“.Refurinn verður þá að snúa sér eitthvað annað og hænurnar að skiljast að.

Heimild: Leikur lærður á námskeiðinu „Viltu læra nýja leiki“, haldið í Íþróttaakademíunni í

Reykjanesbæ haustið 2006. Kennari Britt Reymann Jepsen.

Leikurinn nefnist Ræv og ulf á dönsku og má einnig finna í: Euroleg – 121 gamle idrætslege

og spil fra idrætshistorisk Værksteds internationale legepark.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 65/69141274-4069

Page 66: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Landamærastríðsleikur Flokkur: Hreyfileikir og æfingar

Aldur: Allir

Markmið: Hreyfing, styrkjandi æfing, tilbreyting, athygli og skarpskyggni, þjálfa samvinnu

og útsjónarsemi, félagsandi.

Gögn: Engin

Leiklýsing: Afmarkaður er völlur og fer stærð hans eftir fjölda þátttakenda. Gefum okkur að

þátttakendur séu 20. Völlurinn er þá ca. 10 metrar á breidd og 5 metrar á lengd. 5 metrunum

er skipt í tvo jafna helminga með landamæralínu.

Þátttakendur para sig saman eftir svipaðri stærð. Annar aðilinn fer á annan helminginn en

hinn fer hinum megin og eru þeir því andstæðingar. Þeir stilla sér upp á móti hvor öðrum við

miðlínuna.

Upphitun og foræfingar:

Nauðsynlegt er að kenna þátttakendum þau tök sem leyfð eru í slagsmálunum. Leyfilegt er að

grípa um úlnlið andstæðings, um fót hans og taka utan um hann. Bannað er þó að grípa í

fatnað, höfuð eða báðar lappir í einu. Til að kynna þetta má láta pörin æfa þetta með því til

dæmis að taka um úlnliði hvors annars með báðum höndum, setjast á hækjur sér og halla sér

aftur. Þannig finna þeir einnig hvernig þyngdarlögmálið virkar. Einnig skal taka fram að

þegar búið er að ná taki á andstæðing og samherji hans hefur líka gott tak þá skal

andstæðingurinn sleppa ef sá í miðjunni kallar (er að meiða sig). Það er reyndar algild regla

að engan má meiða.

Leikurinn:

Markmiðið er að ná sem flestum andstæðingum yfir miðlínuna með því að nota leyfileg

brögð. Ávallt verður að gæta þess að önnur löppin sé á eigin landi þegar seilst er eftir

andstæðing til að draga yfir. Brjóti einhver þessa reglu fer hann sjálfkrafa í hitt liðið. Sá sem

dreginn er yfir landamærin verður meðlimur í hinu liðinu.

Til þess að geta náð þeim sem halda sig aftast á sínu landi þá má búa til keðjur. Hámark 4

mega mynda keðjuna með því að halda í hvern annan og er reglan sú að sá aftasti verður að

hafa eina löpp á eigin landi. Ef hann er tekinn yfir og hinir í keðjunni eru á landi óvinar þá

færast þeir allir yfir í hitt liðið. Bannað er að hlaupa á keðju andstæðings til að slíta hana en

hana má samt reyna að slíta með réttum brögðum. Mynda má fleira en eina keðju í hverju liði.

Þeir sem vilja síður taka þátt er bent á að taka sér stöðu aftast á vellinum og vera aftasti

maður í keðju. Þar með verða þeir virkari smátt og smátt.

Ekki skal hefja þennan leik ef nemendur hafa ekki hitað upp eða hreyft sig á undan.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 66/69141274-4069

Page 67: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

Heimild: Leikur lærður á námskeiðinu „Viltu læra nýja leiki“, haldið í Íþróttaakademíunni í

Reykjanesbæ haustið 2006. Kennari Britt Reymann Jepsen.

Leikurinn nefnist Grænsekamp á dönsku og má einnig finna í: Euroleg – 121 gamle

idrætslege og spil fra idrætshistorisk Værksteds internationale legepark.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 67/69141274-4069

Page 68: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

LokaorðÉg ákvað að sækja þetta námskeið á síðustu önn minni í grunnskólakennaranámi mínu við

Kennaraháskólann. Væntingar mínar voru nokkrar og taldi ég mig fyrst og fremst vera að

sækja gögn sem kæmu að góðum notum í starfi mínu sem kennari og þjálfari í hinum ýmsu

íþróttagreinum. Þjálfun mín hefur alla tíð byggst mikið upp á leikjum en í kennarastarfinu

hefur mér þótt vanta aðgengi að gagnabönkum og því ekki notað leiki sem kennsluaðferð að

nokkru marki. Í raun má segja að ég hafi ekki áttað mig að fullu á gildi leikjanna sem

kennsluaðferð í hinum ýmsu námsgreinum heldur fyrst og fremst notað þá til að brjóta upp

erfiðar kennslustundir og umbuna nemendum.

Að námskeiði loknu er mér það fullljóst að gríðarlegur lærdómur felst í öllum leik.

Hugmyndafræðin á bakvið leiki sem kennsluaðferð er eingöngu sú að velja leiki sem hæfa

námsmarkmiðum, aldri, þroska, áhuga og menningu viðkomandi hóps. Leikur er einnig

undirstaða frekara náms, þ.e. með leik lærist ákveðin færni sem er undirstaða þroska er á sér

stað á öðrum tíma við aðrar aðstæður.

Gögn um leiki eru víða. Handbækur með ýmsum tegundum leikja hafa verið gefin út til

margra tuga ára og kom það mér á óvart þegar ég leitaði fanga á bókasöfnum hve mikið var

til. Mér hefði heldur aldrei dottið í hug hve mikið af nýtum námstengdum leikjum er á netinu.

Netið hefur ekki bara auðveldað aðgengi að leikjum í formi gagnabanka eins og

Leikjavefurinn.is, heldur hefur orðið til ný tegund leikja í gríðarlegu magni. Margir eru þeir

hugsaðir til afþreyingar en þeir gefa einnig möguleika á auknum þroska á fjölmarga vegu.

Hugmyndir sem fást við skoðun slíkra leikja má síðan oft útfæra og nýta við kennslu ákveðins

efnis. Margir gamlir góðir leikir hafa einnig tekið á sig nýja mynd á netinu og auðvelda

kennurum og nemendum aðgengi að þeim og spara þar með dýrmætan tíma.

Vandamál við flokkun leikja var tíðrætt á námskeiðinu og ljóst að hugmyndirnar eru

margar og ólíkar. Þær byggjast fyrst og fremst á þeim aðstæðum og þeirri reynslu sem hver og

einn býr við. Engin ein aðferð er því rétt en flestir kennararnemar vilja þó sjá flokkun eftir

aldri og jafnvel námsgreinum. Á ég von á því að slíku kerfi verði komið á á Leikjavefurinn.is

á komandi árum ef einhverjir dugmiklir einstaklingar aðstoða frekar við uppbyggingu hans.

Lærdómur minn af þessu námskeiði er mikill en viðhorf mitt til leikja almennt er breytt að

einhverju leyti og á ég von á því að ég verði duglegur að nýta mér þau gögn sem ég hef viðað

að mér og þá færni sem mér hefur hlotnast við að útfæra leiki og sjá tækifæri til leiks í

kennslu.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 68/69141274-4069

Page 69: 1 (2... · Web viewWord puzzles: 2.220.000 niðurstöður. Af þessu má ljóst vera að gríðarlega mikið magn leikjahugmynda er að finna á netinu þó þær séu eflaust misgóðar.

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007 Nr. 13.03.81

HeimildaskráAðalnámskrá grunnskóla. Samfélagsgreinar. 1999. Menntamálaráðuneytið, Reykjavík.

Britt Reymann Jepsen. 2006. „Viltu læra nýja leiki“. Námskeið á vegum Íþróttaakademíunnar. Reykjanesbær, 9. september.

Cromwell, Sharon. 2007, 15. febrúar. „Make puzzles part of your game plan.“ Vefslóð: http://www.education-world.com/a_curr/curr067.shtml.

Fox, Jill Englebright. 2007, 7. febrúar. „ Back-to-Basics: Play in Early Childhood.“ Vefslóð: http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=240.

Fræðsludeild Þjóðleikshússins. 2007, 12. febrúar. „Kynningaleikir og hópaleikir.“ Vefslóð: http://fd.leikhusid.is/Forsida/Leiklistiskolum/Leiklistaraefingarogleikir/Kynningarleikiroghopleikir/%20-

Helgi Grímsson. [Án árs]. Hópeflileikir. Ljósriti dreift í námskeiðinu Leikir sem kennsluaðferð í febrúar 2007. Óútgefið efni.

Honolulu community college. 2007, 12. febrúar. „Break the ice.“ Vefslóð: http://honolulu.hawaii.edu/intranet/committees/FacDevCom/guidebk/teachtip/breakice.htm

Hopkins, Gary. 1999, 16. ágúst. Icebreakers volume 4. Vefslóð: http://www.education-world.com/a_lesson/lesson/lesson131.shtml.

Ingvar Sigurgeirsson. [Án árs]. „Þrautir, gátur og þrautalausnir.“ Vefslóð: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/Skjamyndir/Þrautir%20og%20-%20lausnir.ppt

Ingvar Sigurgeirsson. 2004. Litróf kennsluaðferðanna. Æskan ehf, Reykjavík. (bls. 19)

Ingvar Sigurgeirsson. 2005. Hugþroskaleikir. Ljósritað sem handrit í Kennaraháskóla Íslands.

Ingvar Sigurgeirsson. 2007. „Leikjabankinn.“ Vefslóð: http://www.leikjavefurinn.is.

Möller, Jan. 2003. Gamle idrætslege i Danmark – Bind 2. Bavnebanke, Danmörku.

Námsgagnastofnun. 2007, 24. febrúar. „Krakkasíður.“ Vefslóð: http://www.nams.is/krakkasidur/.

Valgeir Gestsson. 2007, 6. febrúar. „Leikir.“ Vefslóð: http://www.vefbankivalla.is/leikir.html.

Wardle ,Francis. 2007. 7. febrúar. „Play as Curriculum.“ Vefslóð: http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=127.

Þjóðminjasafn Íslands. 2003a, 22. október. „Að reisa horgemling.“ Vefslóð: http://natmus.is/fraedsla/skemmtimenntun/reisahorgemling.

Þjóðminjasafn Íslands. 2003b, 22. október. „Tyrkjabátur.“ Vefslóð: http://www.natmus.is/fraedsla/skemmtimenntun/tyrkjabatur/nr/122.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson 69/69141274-4069