Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess...

36
Miklar umræður hafa orðið um frumvarp sem Einar K. Guð- finnsson landbúnaðarráðherra hefur lagt fram um að leiða evr- ópska matvælalöggjöf í íslensk lög. Með lögfestingu hennar verður afnumið rótgróið bann sem verið hefur við innflutningi á hráu kjöti og öðrum óunnum búfjárafurðum. Óttast margir að það kunni að hafa ófyrirséð áhrif á hollustu þeirra matvæla sem verslanir hafa á boðstólum, auk þess sem íslenskir búfjárstofnar verði berskjaldaðir fyrir dýra- sjúkdómum af ýmsu tagi. Við þetta bætast áhyggjur sem margir bændur hafa af því að nýtt kerfi heilbrigðis- og matvælaeftirlits hafi í för með sér aukinn kostnað, skriffinnsku og aðra fyrirhöfn. Það eru ekki síst breytingar á starfsum- hverfi dýralækna sem menn staldra við í þeim efnum en samkvæmt frumvarpinu verður skrefið stigið til fulls í átt til aðskilnaðar þjónustu- og eftirlitshlutverka dýralækna. Óttast menn að erfitt verði að manna dýralæknisstöður í strjálbýlli byggð- arlögum og að kostnaður bænda við að fá til sín dýralækna hækki af þeim sökum. Kostnaður bænda á ekki að aukast Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneyt- isstjóri sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytisins telur ekki ástæðu til að óttast mikinn kostnaðarauka hjá bændum við innleiðingu evr- ópsku matvælalöggjafarinnar. Hins vegar væri erfitt að fullyrða þar um fyrr en reynsla fæst af nýja kerfinu. „Frumvarpið gerir ráð fyrir því að öll búfjárrækt verði starfsleyf- isskyld. Það er nýtt fyrir sauðfjár- og hrossabændur en kallar þó ekki á nýtt eftirlit því þeir sem standast hefðbundnar kröfur búfjáreftirlits eiga að fá starfsleyfi sjálfkrafa. Þetta á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu. Til dæmis verða gerð- ar hliðstæðar kröfur um skráningu á fóðri og lyfjum og nú er gert í gæða- stýringu í sauðfjárrækt. Hvað varðar eftirlit með sláturhúsum þá verður það á vegum Matvælastofnunar en sláturhúsin standa sjálf undir kostnaði af því eins og verið hefur. Ráðherra setur gjaldskrá um eftirlitið og á hún að takmarkast við raun- kostnað, en með tilkomu nýju lag- anna verður ráðherra skylt að hafa samráð við sláturleyfishafa áður en hann breytir gjaldskránni. Þau slát- urhús sem hafa haft Evrópuvottun þurfa ekki að uppfylla nýjar kröfur.“ Dýrara fyrir ríkið Þegar talið barst að þjónustu dýra- lækna sagði Sigurgeir að erfitt væri að fullyrða hvernig hún þróast. „Það er áhyggjuefni hvernig geng- ur að manna öll störfin eftir breyt- inguna. Hins vegar fær ráðherra heimild til þess að fela eftirlitsdýra- læknum að sinna þjónustu þar sem almenn þjónusta dýralækna er ekki fyrir hendi. Það er ákvæði í frum- varpinu, sem gengur mun lengra en gildandi lög, þar sem ráðherra ber að setja reglugerð um greiðslu stað- aruppbóta og/eða ferðakostnaðar til að tryggja þjónustu í dreifbýl- um héruðum. Það er ljóst að ríkið ber talsvert hærri kostnað af þessu nýja kerfi en núverandi kerfi. Það bendir hins vegar fátt til þess að dýralæknaþjónustan verði dýrari fyrir bændur. Það á þó eftir að skýr- ast, ekki síst þegar fyrirkomulag vaktþjónustu dýralækna tekur á sig mynd,“ sagði Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri. Á bls. 10 er gerð grein fyrir frumvarpi ráðherra um nýja mat- vælalöggjöf og á bls. 4 eru viðtöl við tvo sláturleyfishafa á Akureyri um áhrif hennar á starfsumhverfi sláturhúsa. –ÞH 14 Krabbameinið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti 18 Eftir Mýrarelda fjölsótt og vel heppnuð 7. tölublað 2008 Þriðjudagur 15. apríl Blað nr. 280 Upplag 17.000 7, 13 Aðalfundir kúabænda og sauðfjárbænda Deutz D-30 S Hollvinir Grímsness og Fergu- sonfélagið opnuðu aðstöðu sína að Kirkjusandi í Reykjavík (fyrr- um dekkjaverkstæði Strætó) sl. fimmtudag með heimboði. Þar hafa félagsmenn hreiðrað um sig og sinna ástríðu sinni af kappi, sem er m.a. fólgið í að gera upp gamlar dráttarvélar. Hin síðustu misseri virðist vísir að nýjum félagsskap vera í fæð- ingu í þessari aðstöðu. Markús Sigurðsson frá Svartagili í Þing- vallasveit hefur nefnilega verið að gera þar upp nokkra Deutza. Á myndinni er hann ásamt Sigurbjörgu Ólafsdóttir frá Kirkju- læk III í Fljótshlíð. Standa þau við hlið Deutz D-30 S – en hann er í eigu Sigurbjargar og Markús hefur gert upp. Markús segir að það hafi verið dálítið sniðugt hvernig þau kynntust. „Ég var á leið úr Reykjavík akandi á Deutz D-15 sem ég hafði nýlega klárað að gera upp. Traktorinn var að koma úr sprautun og ég var á leið með hann til mín í Hafnarfjörðinn. Mér skilst að Sigurbjörg hafi þá rekið rekið augun í mig og elti mig uppi. Hún var þá að falast eftir því að ég gerði upp fyrir hana Deutz D-30 S árgerð 1961 sem hún hafði eignast. Um var að ræða eintak sem faðir hennar, Ólafur Steinsson, bóndi á Kirkjulæk, hafði átt. Hún fann hann aftur í Landeyjum í nið- urníðslu og hafi ákveðið að hún yrði að koma því til bjargar.“ Markúsi leist vel á verkefnið og ákvað að taka það að sér en þetta var árið 2004. Um vorið 2007 var svo Deutzinn tilbúinn og Sigurbjörg gat ekið á honum á kjörstað á Seltjarnarnesi. Eins og fyrr segir er Deutzfélag jafnvel í bígerð, og þá að sjálfsögðu með Markús innanborðs, enda hefur hann verið forfallinn aðdáandi þess- ara dráttarvéla alla tíð – eða alveg frá því að hann sá slíkan grip í fyrsta sinn á Brúsastöðum í hans sveit aðeins átta ára að aldri. smh Umboðsmaður alþingis hefur gefið út álit um kvörtun sauðfjár- bænda sem vísuðu til hans máli sem varðar niðurskurð á sauðfé vegna riðuveiki. Kvörtun þeirra snerist um fjölmörg atriði í starfs- háttum landbúnaðarráðuneytis og Landbúnaðarstofnunar sem þá hét svo við samningsgerð og uppgjör á bótagreiðslum vegna niðurskurðarins, rekstrartaps og hreinsunar fjárhúsa. Í sem stystu máli féllst umboðsmaður á öll umkvörtunarefni bændanna. Í úrskurði umboðsmanns er fundið að því við ráðuneytið að afgreiðsla þess á málinu hafi ekki verið í samræmi við vandaða stjórn- sýsluhætti og að verklagi og vinnu- brögðum Landbúnaðarstofnunar hafi einnig verið ábótavant, afgreiðsla starfsmanna hafi mátt ganga hraðar fyrir sig og vera markvissari. Er því beint til ráðu- neytisins að taka bæði reglur og verklag til endurskoðunar. Umboðsmaður beinir því einn- ig til ráðuneytisins að það taki afgreiðslu ýmissa umkvörtunar- efna bændanna til endurskoðunar, svo sem að synja þeim um 3% álag á afurðaverð sem sláturleyfishaf- inn, sem þau skiptu að jafnaði við, hafði greitt ofan á viðmiðunarverð. Einnig er ráðuneytinu bent á að efniskostnað og vinnuframlag við hreinsun fjárhúsa beri ekki að skoða sem bótagreiðslur heldur endurgreiðslu á útlögðum kostnaði. Loks er þeim tilmælum beint til ráðuneytisins að vaxtagreiðslur í samningnum við bændurna verði endurmetnar í ljósi þess hversu mikill dráttur varð á afgreiðslu bótanna. Umboðsmaður tekur ekki afstöðu til þess hvort ráðuneytið eigi að endurskoða aðra samninga og ákvarðanir í sambærilegum málum en minnir þó á að ráðu- neytinu beri að starfa í samræmi við lög. - Hafi raunin orðið sú að frávik hafi orðið þar á er eðlilegt að stjórnvöld sjálf hafi frumkvæði að því að leita leiða til að bæta úr þeim annmörkum sem orðið hafa og færa mál til réttra laga, segir í áliti umboðsmanns alþingis. Bændurnir sem hér um ræðir eru hjónin Sigríður Jónsdóttir og Sævar Bjarnhéðinsson í Arnarholti í Biskupstungum. Sigríður var að vonum ánægð með úrskurð umboðsmanns og hafði eftir honum að þetta væri í raun útfar- ardómur þeirrar stjórnsýslu sem viðhöfð hefur verið í riðumálum. „Umboðsmaður tók undir öll okkar umkvörtunarefni og tók meira að segja upp hjá sjálfum sér að skoða ýmislegt fleira í starfsháttum og regluverkinu. Það sem mér finnst mikilvægast er að hann kveður upp úr um að ráðuneytið verði að kveða upp stjórnvaldsúrskurð um nið- urskurðinn. Þar með er bótaréttur bænda tryggður. Ráðuneytið hefur hins vegar valið þá leið að fela Landbúnaðarstofnun að gera samn- ing um niðurskurðinn við bændur sem hafa í raun enga samningsstöðu. Með slíkum samningi afsala bænd- ur sér réttinum til að leggja fram stjórnvaldskæru, séu þeir óánægðir með bótagreiðslurnar. Það sem mestu skiptir er að tekið verði til í þessari stofnun (sem nú heitir Matvælastofnun) og að stjórn- völd sjái sóma sinn í því að athuga hvað er þar á seyði. Þessi vonda stjórnsýsla hefur verið viðloðandi í langan tíma,“ sagði Sigríður að lokum. –ÞH Umboðsmaður átelur stjórnsýslu í riðumálum harðlega Á ekki að auka kostnað hjá bændum matvælalöggjafarinnar í íslensk lög Dýralæknar vara við aðskiln- aði þjónustu og eftirlits Aðalfundur Dýralæknafélags Íslands ályktaði um breyting- ar á dýralæknaþjónustu í kjölfar innleiðingar mat- vælalöggjafar Evrópu. Varar fundurinn við því að erfitt geti reynst að manna dýra- læknastöður í strjálbýlli hér- uðum landsins, verði eftirlit hins opinbera og almenn þjónusta dýralækna aðskilin. Telja dýralæknar hættu á því að dýraeigendur lógi dýrum sínum frekar en að kalla til dýralækni um langan veg.

Transcript of Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess...

Page 1: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Miklar umræður hafa orðið um frumvarp sem Einar K. Guð-finnsson landbúnaðarráðherra hefur lagt fram um að leiða evr-ópska matvælalöggjöf í íslensk lög. Með lögfestingu hennar verður afnumið rótgróið bann sem verið hefur við innflutningi á hráu kjöti og öðrum óunnum búfjárafurðum. Óttast margir að það kunni að hafa ófyrirséð áhrif á hollustu þeirra matvæla sem verslanir hafa á boðstólum, auk þess sem íslenskir búfjárstofnar verði berskjaldaðir fyrir dýra-sjúkdómum af ýmsu tagi.

Við þetta bætast áhyggjur sem margir bændur hafa af því að nýtt kerfi heilbrigðis- og matvælaeftirlits hafi í för með sér aukinn kostnað, skriffinnsku og aðra fyrirhöfn. Það eru ekki síst breytingar á starfsum-hverfi dýralækna sem menn staldra við í þeim efnum en samkvæmt frumvarpinu verður skrefið stigið til fulls í átt til aðskilnaðar þjónustu- og eftirlitshlutverka dýralækna. Óttast menn að erfitt verði að manna dýralæknisstöður í strjálbýlli byggð-arlögum og að kostnaður bænda við að fá til sín dýralækna hækki af þeim sökum.

Kostnaður bænda á ekki að aukast

Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneyt-isstjóri sjávarútvegs- og landbún-aðarráðuneytisins telur ekki ástæðu til að óttast mikinn kostnaðarauka hjá bændum við innleiðingu evr-ópsku matvælalöggjafarinnar. Hins vegar væri erfitt að fullyrða þar um fyrr en reynsla fæst af nýja kerfinu.

„Frumvarpið gerir ráð fyrir því að öll búfjárrækt verði starfsleyf-isskyld. Það er nýtt fyrir sauðfjár- og hrossabændur en kallar þó ekki á nýtt eftirlit því þeir sem standast

hefðbundnar kröfur búfjáreftirlits eiga að fá starfsleyfi sjálfkrafa. Þetta á því ekki að auka kostnað bænda.

Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu. Til dæmis verða gerð-ar hliðstæðar kröfur um skráningu á fóðri og lyfjum og nú er gert í gæða-stýringu í sauðfjárrækt. Hvað varðar eftirlit með sláturhúsum þá verður það á vegum Matvælastofnunar en sláturhúsin standa sjálf undir kostnaði af því eins og verið hefur. Ráðherra setur gjaldskrá um eftirlitið og á hún að takmarkast við raun-kostnað, en með tilkomu nýju lag-anna verður ráðherra skylt að hafa samráð við sláturleyfishafa áður en

hann breytir gjaldskránni. Þau slát-urhús sem hafa haft Evrópuvottun þurfa ekki að uppfylla nýjar kröfur.“

Dýrara fyrir ríkiðÞegar talið barst að þjónustu dýra-lækna sagði Sigurgeir að erfitt væri að fullyrða hvernig hún þróast. „Það er áhyggjuefni hvernig geng-ur að manna öll störfin eftir breyt-inguna. Hins vegar fær ráðherra heimild til þess að fela eftirlitsdýra-læknum að sinna þjónustu þar sem almenn þjónusta dýralækna er ekki fyrir hendi. Það er ákvæði í frum-varpinu, sem gengur mun lengra en gildandi lög, þar sem ráðherra ber að setja reglugerð um greiðslu stað-

aruppbóta og/eða ferðakostnaðar til að tryggja þjónustu í dreifbýl-um héruðum. Það er ljóst að ríkið ber talsvert hærri kostnað af þessu nýja kerfi en núverandi kerfi. Það bendir hins vegar fátt til þess að dýralæknaþjónustan verði dýrari fyrir bændur. Það á þó eftir að skýr-ast, ekki síst þegar fyrirkomulag vaktþjónustu dýralækna tekur á sig mynd,“ sagði Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri.

Á bls. 10 er gerð grein fyrir frumvarpi ráðherra um nýja mat-vælalöggjöf og á bls. 4 eru viðtöl við tvo sláturleyfishafa á Akureyri um áhrif hennar á starfsumhverfi sláturhúsa. –ÞH

14Krabbameinið kom eins og þruma úrheiðskíru lofti

18Eftir Mýrarelda fjölsótt og vel heppnuð

7. tölublað 2008 Þriðjudagur 15. apríl Blað nr. 280 Upplag 17.000

7, 13Aðalfundir kúabænda og sauðfjárbænda

Deutz D-30 S Hollvinir Grímsness og Fergu-sonfélagið opnuðu aðstöðu sína að Kirkjusandi í Reykjavík (fyrr-um dekkjaverkstæði Strætó) sl. fimmtudag með heimboði. Þar hafa félagsmenn hreiðrað um sig og sinna ástríðu sinni af kappi, sem er m.a. fólgið í að gera upp gamlar dráttarvélar.

Hin síðustu misseri virðist vísir að nýjum félagsskap vera í fæð-ingu í þessari aðstöðu. Markús Sigurðsson frá Svartagili í Þing-vallasveit hefur nefnilega verið að gera þar upp nokkra Deutza.

Á myndinni er hann ásamt Sigurbjörgu Ólafsdóttir frá Kirkju-læk III í Fljótshlíð. Standa þau við hlið Deutz D-30 S – en hann er í eigu Sigurbjargar og Markús hefur gert upp.

Markús segir að það hafi verið dálítið sniðugt hvernig þau kynntust. „Ég var á leið úr Reykjavík akandi á Deutz D-15 sem ég hafði nýlega klárað að gera upp. Traktorinn var að koma úr sprautun og ég var á leið með hann til mín í Hafnarfjörðinn. Mér skilst að Sigurbjörg hafi þá rekið rekið augun í mig og elti mig uppi. Hún var þá að falast eftir því að ég gerði upp fyrir hana Deutz D-30 S árgerð 1961 sem hún hafði eignast. Um var að ræða eintak sem faðir hennar, Ólafur Steinsson, bóndi á Kirkjulæk, hafði átt. Hún fann hann aftur í Landeyjum í nið-urníðslu og hafi ákveðið að hún yrði að koma því til bjargar.“

Markúsi leist vel á verkefnið og ákvað að taka það að sér en þetta var árið 2004. Um vorið 2007 var svo Deutzinn tilbúinn og Sigurbjörg gat ekið á honum á kjörstað á Seltjarnarnesi.

Eins og fyrr segir er Deutzfélag jafnvel í bígerð, og þá að sjálfsögðu með Markús innanborðs, enda hefur hann verið forfallinn aðdáandi þess-ara dráttarvéla alla tíð – eða alveg frá því að hann sá slíkan grip í fyrsta sinn á Brúsastöðum í hans sveit aðeins átta ára að aldri. smh

Umboðsmaður alþingis hefur gefið út álit um kvörtun sauðfjár-bænda sem vísuðu til hans máli sem varðar niðurskurð á sauðfé vegna riðuveiki. Kvörtun þeirra snerist um fjölmörg atriði í starfs-háttum landbúnaðarráðuneytis og Landbúnaðarstofnunar sem þá hét svo við samningsgerð og uppgjör á bótagreiðslum vegna niðurskurðarins, rekstrartaps og hreinsunar fjárhúsa. Í sem stystu máli féllst umboðsmaður á öll umkvörtunarefni bændanna.

Í úrskurði umboðsmanns er fundið að því við ráðuneytið að afgreiðsla þess á málinu hafi ekki verið í samræmi við vandaða stjórn-sýsluhætti og að verklagi og vinnu-brögðum Landbúnaðarstofnunar hafi einnig verið ábótavant, afgreiðsla starfsmanna hafi mátt ganga hraðar fyrir sig og vera

markvissari. Er því beint til ráðu-neytisins að taka bæði reglur og verklag til endurskoðunar.

Umboðsmaður beinir því einn-ig til ráðuneytisins að það taki afgreiðslu ýmissa umkvörtunar-efna bændanna til endurskoðunar, svo sem að synja þeim um 3% álag á afurðaverð sem sláturleyfishaf-inn, sem þau skiptu að jafnaði við, hafði greitt ofan á viðmiðunarverð. Einnig er ráðuneytinu bent á að efniskostnað og vinnuframlag við hreinsun fjárhúsa beri ekki að skoða sem bótagreiðslur heldur endurgreiðslu á útlögðum kostnaði.

Loks er þeim tilmælum beint til ráðuneytisins að vaxtagreiðslur í samningnum við bændurna verði endurmetnar í ljósi þess hversu mikill dráttur varð á afgreiðslu bótanna. Umboðsmaður tekur ekki afstöðu til þess hvort ráðuneytið

eigi að endurskoða aðra samninga og ákvarðanir í sambærilegum málum en minnir þó á að ráðu-neytinu beri að starfa í samræmi við lög. - Hafi raunin orðið sú að frávik hafi orðið þar á er eðlilegt að stjórnvöld sjálf hafi frumkvæði að því að leita leiða til að bæta úr þeim annmörkum sem orðið hafa og færa mál til réttra laga, segir í áliti umboðsmanns alþingis.

Bændurnir sem hér um ræðir eru hjónin Sigríður Jónsdóttir og Sævar Bjarnhéðinsson í Arnarholti í Biskupstungum. Sigríður var að vonum ánægð með úrskurð umboðsmanns og hafði eftir honum að þetta væri í raun útfar-ardómur þeirrar stjórnsýslu sem viðhöfð hefur verið í riðumálum.

„Umboðsmaður tók undir öll okkar umkvörtunarefni og tók meira að segja upp hjá sjálfum sér að

skoða ýmislegt fleira í starfsháttum og regluverkinu. Það sem mér finnst mikilvægast er að hann kveður upp úr um að ráðuneytið verði að kveða upp stjórnvaldsúrskurð um nið-urskurðinn. Þar með er bótaréttur bænda tryggður. Ráðuneytið hefur hins vegar valið þá leið að fela Landbúnaðarstofnun að gera samn-ing um niðurskurðinn við bændur sem hafa í raun enga samningsstöðu. Með slíkum samningi afsala bænd-ur sér réttinum til að leggja fram stjórnvaldskæru, séu þeir óánægðir með bótagreiðslurnar.

Það sem mestu skiptir er að tekið verði til í þessari stofnun (sem nú heitir Matvælastofnun) og að stjórn-völd sjái sóma sinn í því að athuga hvað er þar á seyði. Þessi vonda stjórnsýsla hefur verið viðloðandi í langan tíma,“ sagði Sigríður að lokum. –ÞH

Umboðsmaður átelur stjórnsýslu í riðumálum harðlega

Á ekki að auka kostnað hjá bændummatvælalöggjafarinnar í íslensk lög

Dýralæknarvara við aðskiln-aði þjónustu og

eftirlitsAðalfundur Dýralæknafélags Íslands ályktaði um breyting-ar á dýralæknaþjónustu í kjölfar innleiðingar mat-vælalöggjafar Evrópu. Varar fundurinn við því að erfitt geti reynst að manna dýra-læknastöður í strjálbýlli hér-uðum landsins, verði eftirlit hins opinbera og almenn þjónusta dýralækna aðskilin.

Telja dýralæknar hættu á því að dýraeigendur lógi dýrum sínum frekar en að kalla til dýralækni um langan veg.

Page 2: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

2

Sýningin Sumar 2008 var haldin dagana 4.-6. apríl sl. Það er tíma-ritið Sumarhúsið og garðurinn

sem stendur að þessari sýningu og hefur gert undanfarin 7 ár.

Markmiðið með henni er að

kynna vörur og þjónustu sem tengjast atvinnulífinu, sumarhúsinu, garðin-um, heimilinu, afþreyingu og ferða-þjónustu. Það er því óhætt að segja að sýningin boði á vissan hátt sumar-komuna fyrir fólk í þessum geira.

Sýning er afar fjölbreytt og eru sýnendur af öllum stærðum og gerð-um; m.a. garðyrkjufyrirtæki, útivist-arbúðir byggingarfyrirtæki, fast-eignasölur og fyrirtæki í ferðaþjón-ustu og afþreyingu.

Fyrstu tvær sýningarnar voru haldnar undir merki tímaritsins í Mosfellsbæ, sú þriðja í Laugar-dalshöll undir nafninu Sumar 2003 og var þá vægi ferðageirans aukið til muna. Síðustu tvö árin hefur sýning-in verið haldin í Fífunni í Kópavogi.

Fréttir

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 2008

Landgræðslan notar mjög mikið af áburði árlega og því er sú gíf-urlega verðhækkun, sem varð á áburði í vetur, mikill kostnaðar-auki. Til stóð að kaupa rúmlega 1.300 tonn í ár, en útkoman verð-ur rúm 1000 tonn. Þar fyrir utan kaupa allmörg landgræðslufé-lög umtalsvert magn af áburði árlega.

Guðmundur Stefánsson hjá Landgræðslunni segir það ekki liggja alveg ljóst fyrir hver kostnað-araukinn verði, því Landgræðslan kaupi áburðinn í erlendri mynt og sé búin að fastsetja verðið. Gengið hreyfist og verðið því bara á kaup-gengi dagsins. En þó sé ljóst að kostnaðaraukinn skipti tugum milljóna króna.

Það eru Ríkiskaup sem bjóða áburðarkaupin út fyrir ríkisstofnanir og er Landgræðslan langstærsti aðil-inn í þeim innkaupum. Einnig eru í útboðinu Landsvirkjun, Skógrækt ríkisins og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.

Guðmundur segir áburðarnotk-un t.a.m. ekki verða skorna niður í

verkefninu Bændur græða landið, en þeir sem óskað hafi eftir meiri áburði fái hann ekki, heldur fái menn í besta falli sama magn og í fyrra. Þegar hefur verið samið við nýja aðila, sem geta í besta falli fengið 1.800 kíló í ár.

Síðan er það Landbótasjóður, sem hefur sömu fjárhæð til áburð-arkaupa og í fyrra, eða 25 millj-ónir. Stærsti hluti Landbótasjóðs rennur til upprekstrarfélaga eða slíkra aðila, alls 18 milljónir króna. Guðmundur segir, að þótt Landbótasjóður fengi 30 milljónir í ár myndi það ekki duga til að halda sjó í áburðarkaupum eftir allar hækkanirnar. Sjóðurinn þyrfti 45 milljónir króna til að standa jafnt að vígi og í fyrra. Þess vegna hefur verið sótt um aukaframlag með fjár-aukalögum í haust. Því máli verður að sinna fljótt, því menn bera ekki áburð á seinna en í júní og því ekki hægt að bíða fram á haustið, þegar fjáraukalög verða samþykkt. Guðmundur segist vona, að þessum óskum verði tekið af velvilja meðal alþingismanna. S.dór

Landgræðslan

Gríðarlegur kostnaðarauki vegna áburðarverðshækkana

Förgun ehf. framleiðir á annað þúsund tonna af kjötmjöli á ári, eða „gróanda“ eins og áburð-urinn heitir í bókum aðfanga-eftirlitsins. Guðmundur Tryggvi Ólafsson, stjórnarformaður Förgunar, segir það við hæfi nú á tímum hækkandi áburðarverðs að vekja athygli á þessum val-kosti, sem lítið hefur farið fyrir. Reynsla af notkun kjötmjöls við landgræðslu og skógrækt hefur sýnt að mjölið er mjög góður áburður með langtíma áhrif. Landgræðslan hefur nokkurra ára reynslu af notkun efnisins og eins hefur GFF, Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs, notað mjölið við ýmis uppgræðslu- og skóg-ræktarverkefni undanfarin 3 ár. Mjölið er afgreitt í stórsekkjum á 18 krónur kílóið án virðisauka-skatts og verður væntanlega einnig selt í 20 lítra fötum þegar líður á vorið.

Sé kjötmjöl notað sem áburður á beitiland má ekki hleypa skepnum á landið í 21 dag eftir að borið er á. Fyrir nokkrum árum var notk-un kjötmjöls alveg bönnuð, þegar gin- og klaufaveikin var sem mest á Bretlandseyjum.

Guðmundur Tryggvi segir, að nú sé hitameðhöndlun við mjölgerðina 133 gráður í 20 mínútur við 3ja bara

þrýsting. Allt sé drepið, sem mögu-lega geti borist með sláturúrgang-inum, eftir verði bara dauðhreinsað efni og því engin sjúkdómahætta í sambandi við þetta. Sláturúrgangur er nú þannig flokkaður, að allt sem talið er geta haft einhverja áhættu í för með sér er sett í annan farveg og fer ekki í mjölgerðina.

Það var ekki fyrr en í haust er leið að reglugerðarbreyting varð-andi kjötmjölið átti sér stað og þess vegna hafa bændur ekki keypt kjöt-mjölið í stað tilbúins áburðar. Fyrr á árum notuðu bændur kjötmjöl sem áburð en síðar var það bann-að. Guðmundur Tryggvi bendir á að nú sé verð á kjötmjöli til muna lægra en á tilbúnum áburði, sem hefur hækkað um tugi prósenta. Kjötmjölið er því mjög áhuga-verður kostur fyrir þá, sem leita að nýjum leiðum í áburði. Það er engum efnum bætt í kjötmjölið, þannig að hér er um hreina hringrás náttúrunnar að ræða.

S.dór

Kjötmjöl heppilegur áburðurmeð langtíma áhrifum

Ásta S. Helgadóttir, forstöðumað-ur Ráðgjafarstofu heimilanna, segir að stofan sé opin öllum og að fólk úr flestum stéttum þjóð-félagsins sæki þangað ráðgjöf um fjármál sín. Hún segir bændur leita til þeirra ekkert síður en aðra.

Ásta bendir á að fólki af lands-byggðinni, þar á meðal bændum, bjóðist sá möguleiki að senda inn umsóknir. Hún spyr, hvort ekki sé ráð að ráðunautar Bænda-samtakanna, sem starfa víða um landið, leiti sér upplýsinga á Ráð-gjafarstofunni um hvernig reynt sé að leysa úr fjárhagsvanda fólks. Þeir gætu þá reynt að aðstoða sjálfir eða bent fólki á að leita til ráðgjaf-arstofunnar um aðstoð. Hún stingur einnig upp á að Bændasamtökin bætist í hóp þeirra 16 aðila, sem standa að Ráðgjafarstofu heim-ilanna.

„Á umsókn um aðstoð tilgreina viðskiptavinir helstu ástæður greiðsluerfiðleika.

Flestir gefa upp fleiri en eina ástæðu, en líkt og undanfarin ár eru veikindi langalgengasta ástæða greiðsluerfiðleika. Athygli vekur að viðskiptavinir eru í æ ríkari mæli farnir að benda á vankunnáttu í fjármálum, eða í 16,4% tilfella. Það gæti verið vísbending um að efla þurfi fræðslu til almennings varð-andi fjármál fjölskyldunnar, gildi sparnaðar og fyrirhyggju í fjár-málum. Það er mikið hagsmunamál fyrir samfélagið að aðstoða þá ein-staklinga og fjölskyldur sem eiga í greiðsluerfiðleikum fljótt og vel. Eins og fyrr var greint frá eru marg-feldisáhrifin mikil og mikilvægt að úrræði séu til að leysa greiðsluerf-iðleika.

Mikilvægt er, að sá sem er í greiðsluerfiðleikum eygi von og fái tækifæri til að sanna sig. Það er nauðsynlegt að fara yfir þau úrræði sem eru tiltæk og hefur ítrekað verið bent á að hér á landi skorti löggjöf um greiðsluaðlögun, sem er á öðrum Norðurlöndum. Fræðsla í fjármálum fjölskyldunnar er atriði sem þarf að styrkja enn frekar og

mikilvægt að finna henni farveg þannig að sem flestir landsmenn losni undan þeirri áþján að lenda í greiðsluerfiðleikum.“

16 aðilar koma að rekstri ráðgjaf-arstofunnar en það eru ASÍ, BHM, BSRB, Félagsmálaráðuneytið, Íbúðalánasjóður, Glitnir hf., Kaup-þing banki hf., Landsbanki Íslandshf., Landssamtök lífeyrissjóða,Rauði kross Íslands, Reykjavík-urborg, Kópavogsbær, Samband íslenskra sparisjóða, Samband ís-lenskra sveitarfélaga, Þjóðkirkjan og Kreditkort hf. Ásta segir að þjónusta ráðgjafastofunnar kosti fólk ekki neitt og sé hún ætluð öllum landsmönnum.

Aðalskrifstofan er í Reykjavík, en ráðgjafi frá Ráðgjafarstofu er til viðtals á Akureyri tvisvar í mánuði og tekur viðtöl á skrifstofu fjöl-skyldudeildar Akureyrarbæjar að Glerárgötu 26. Tímapantanir eru í síma 460-1420.

Íbúum landsbyggðarinnar stend-ur til boða að senda umsóknir um ráðgjöf í pósti og fá sendar tillögur til úrbóta.

Hægt er að komast í beint sam-band við ráðgjafa í gegnum net-spjall Ráðgjafarstofu: http://svarbox.teljari.is/?c=54,á opnunartíma Ráðgjafarstofunnar.

S.dór

Ráðgjafarstofa heimilanna

Fólk úr flestum stéttum þjóðfélagsins leitar til stofunnar

Miklar breytingar hafa átt sér stað í íslenskum landbúnaði á undangengnum áratug, búin hafa stækkað og þeim fækkað. Þessu hafa fylgt umtalsverð-ar fjárfestingar hjá bændum. Undanfarin misseri hafa rekstr-arskilyrði hins vegar breyst mjög á verri veg.

Bændur hafa ekki farið var-hluta af versnandi kjörum á láns-fé. Fjármagnskostnaður hefur vaxið sem hlutfall af rekstr-arkostnaði búanna og er nú svo komið að þessi liður er stærsti einstaki kostnaðarliður kúabú-anna, samkvæmt Hagþjónustu landbúnaðarins. Miklar hækkanir á aðföngum hafa orðið á erlend-um mörkuðum á undanförnum mánuðum og sérstaklega á áburði og kjarnfóðri. Til að bæta gráu ofan á svart hefur gengi krónunn-ar fallið mikið með tilheyrandi hækkun innfluttra aðfanga sem síðan leiðir til almennra verð-

hækkana. Samanlögð áhrif alls þessa á rekstur búanna eru afar neikvæð.

Bændasamtök Íslands vilja bregðast við þessum aðstæðum og reyna að aðstoða bændur með leiðbeiningum og ráðgjöf. Í því sambandi hefur vaknað sú hug-mynd að Bændasamtökin bjóði bændum í erfiðri rekstrarstöðu sérstaka ráðgjöf sem miðar að því að hjálpa þeim að takast á við þann vanda sem að þeim steðjar til skemmri tíma. Fyrirmyndin að slíkri þjónustu er ekki síst sótt til Ráðgjafarstofu heimilanna í fjár-málum. Ljóst er að slík þjónusta er ekki ódýr. Því hefur verið ákveð-ið að bjóða bændum að segja hug sinn til hugmyndarinnar á vef Bændasamtakanna. Í framhald-inu verður metið hvort raunhæft sé að bjóða upp á þjónustuna. Könnunin verður aðgengileg á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is frá 14. til 23. apríl.

Er þörf á aukinni fjár-málaráðgjöf til bænda?

Páll Lýðsson sagnfræðingur og bóndi lést af slysförum á Eyrarbakkavegi að morgni 8. apríl sl. á 72. aldursári. Hann var fæddur í Litlu-Sandvík 7. október 1936, sonur hjónanna Lýðs Guðmundssonar, bónda þar, og konu hans, Aldísar Pálsdóttur.

Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1956 og BA-prófi í íslensk-um fræðum frá Háskóla Íslands 1959. Hann var bóndi á föð-urleifð sinni, Litlu-Sandvík, en þar hefur föðurætt hans búið frá 1793. Páll sinnti ýmsum störfum um ævina, hann var m.a. hrepp-stjóri, oddviti, sýslunefndarmað-ur og héraðsnefndarmaður fyrir sveit sína, Sandvíkurhrepp, allt þar til að hreppurinn var lagð-ur af og sameinaður Árborg. Á árunum 1960 til 1966 sinnti Páll stundakennslu í sögu og íslensku við Gagnfræðaskólann á Selfossi og aftur árin 1970-1973. Einnig var hann stundakennari við iðn-skólana á Selfossi á árunum 1964 til 1972.

Páll sat um árabil í stjórn Sláturfélags Suðurlands en hann var kosinn stjórnarformaður á

miklum umbrotatímum í sögu félagsins árið 1987. Hann sat einnig í stjórn Mjólkurbús Flóa-manna, var formaður Afréttar-málafélags Flóa og Skeiða og Flóaáveitunnar, ásamt því að sitja í stjórn Veiðifélags Árnesingaog stjórn Rjómabúsins á Baugs-stöðum.

Páll var afkastamikill sagn-fræðingur og safnaði ógrynni heimilda um sögu Árnesinga en ritaði einnig fjölmargar bækur. Eftirlifandi eiginkona Páls er Elínborg Guðmundsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.

Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík látinn

Sumar 2008

Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn hefur um árabil haft veg og vanda af þessari sýningu. Á myndinni má sjá blaðamann tímaritsins Hildi Örnu Gunnarsdóttur og áhugasaman gest. Ljósm. smh

Næsta Bændablað

kemur út

29. apríl

Page 3: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.
Page 4: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 20084

Kúabúskap hætt í Laugardælum

Kúabúskap hefur verið hætt í Laugardælum í Flóahreppi, en þar var eitt stærsta og glæsileg-asta fjósið hér á árum áður. Á bænum hefur verið stundaður kúabúskapur í rúmlega 70 ár, eða frá 1937 þegar Kaupfélag Árnesinga byggði fjósið og hóf rekstur á búinu.

Búnaðarsamband Suðurlands tók við rekstrinum 1952 og sá um hann til ársins 1987 eða þar til bræðurnir Haraldur og Ólafur Þór Þórarinssynir tóku við búinu. Þegar mest var voru um 100 mjólkandi kýr í Laugardælum, en síðust ár hafa verið þar um 25-30 kýr.

„Ástæða þess að við hættum er fyrst og fremst húsakosturinn, fjósið er orðið lélegt og því stóðum við bræður frammi fyrir því hvort við ættum að taka fjósið í gegn og gera það að nútíma fjósi eða bregða búi og við völdum síðari kostinn,“ sagði Haraldur, aðspurð-ur af hverju engar kýr væru leng-ur í Laugardælum. Kýrnar voru

seldar á fjóra bæi í Árnessýslu og fengu færri en vildu. „Það varð gríðarleg eftirspurn eftir gripunum eftir að fréttist að við værum að hætta, það er greinilega mikil eft-irspurn eftir góðum kúm,“ sagði Haraldur ennfremur.

MHH

Hér er Haraldur bóndi að kveðja Þoku, síðasta gripinn í Laugar-dælum, sem fór í fjósið á Hæli hjá Sigurði Steinþórssyni í Skeiða-og Gnúpverjahreppi.

Sigurður keypti síðustu kýrnar í Laugardælum, tvær úrvalskýr sem eiga vonandi eftir að skila honum góðum afurðum. Hér þakkar Sig-urður Haraldi fyrir kaupin.

„Þetta er gríðarleg opnun á markaði og það gefst ekki lang-ur tími til undirbúnings,“ segir Sigmundur Ófeigsson, fram-kvæmdastjóri Norðlenska, um hugmyndir Einars Kr. Guðfinnssonar landbúnaðarráð-herra þess efnis að leyfa frjáls-an innflutning á kjöti. Honum líst ekki á blikuna og bendir á að hvergi á landinu sé jafn öflug starfsemi tengd úrvinnslu land-búnaðarafurða og á Norður- og Austurlandi. Gera megi ráð fyrir að um 3.200 störf tengist fram-leiðslu af því tagi og þau séu í hættu, verði innflutningur á kjöti gefinn frjáls.

Sigmundur segir strangar reglur gilda á Íslandi um kjötframleiðslu og að lagt hafi verið út í kostnaðar-samar breytingar til að uppfylla öll skilyrði. Eins bendir hann á að hér á landi hafi mönnum tekist að útrýma sjúkdómum eins og t.a.m. kamfýló-bakter. Hið sama gildi ekki um öll nágrannalanda okkar. „Ef fram fer sem horfir munum við keppa við slíkar afurðir í nánustu framtíð,“ segir Sigmundur og líst ekki alls kostar á. Hann nefnir að um 30% af veltu Norðlenska sé vegna fram-leiðslu á svínakjöti.

Sigmundur bendir á að versl-unin hafi skilarétt á kjötvörum, því kjöt sem ekki seljist í verslununum sé skilað til kjötvinnslnanna aftur. Hann segir mega gera ráð fyrir að verslunin muni sjálf flytja inn kjöt, verði innflutningur gefinn frjáls, „og þá gerum við okkur ekki neinar vonir um að okkar vörur verði sett-ar í öndvegi, þeim verður ekki stillt upp á áberandi stöðum, því auðvit-að vill verslunin selja sína vöru og þá, sem hún hefur ekki skilarétt á.“

Sigmundur segir hugmyndir ráðherra um frjálsan innflutning á kjöti váleg tíðindi fyrir afurða-stöðvar og framleiðendur. „Þetta

er í raun ekki annað en aðför að okkur, afurðastöðvunum, bændum og einnig samfélaginu á Norður- og Austurlandi í heild sinni,“ segir hann. Akureyri sé eitt stærsta sveitarfélag landsins og byggi að stórum hluta á matvælavinnslu. Þar séu tvö af stærstu fyrirtækjum landsins í úrvinnslu landbúnaðar-afurða staðsett. „Við erum hvergi höfð með í ráðum, þessu er bara slengt framan í okkur, mér líst satt best að segja ekki á blikuna.“

Krampakenndar ákvarðanir stjórnvalda

Sigmundur bendir á að um 200 manns starfi hjá Norðlenska og þá séu innleggjendur ríflega 700 tals-ins. Þá séu ótalin störf sem teng-ist starfsemi Kjarnafæðis, svo og afleidd störf. Áætla megi að yfir 3000 störf á Norður- og Austurlandi tengist beint úrvinnslu landbúnaðar-afurða og matvælaframleiðslu og að 500 til 1000 störf séu í afleidd-um greinum. „Það er óskaplega erf-itt við það að eiga þegar stjórnvöld taka krampakenndar ákvarðanir af þessu tagi, ákvarðanir sem hafa í för með sér að allt fer á annan end-ann. Ef þessar hugmyndir ráðherra ná fram að ganga munu þær hafa gríðarleg áhrif hér í bænum,“ segir Sigmundur.

Hann bendir á söguna; eitt sinn hafi Akureyri verið einn helsti iðn-aðarbær landsins, en í kjölfar þess að tollar hafi verið felldir niður,

m.a. af skóm, fatnaði og húsgögn-um sem framleidd hafi verið í bænum, hafi allt farið niður á við, framleiðslunni verið hætt og við tekið innflutttur varningur. „Við hættum að búa til skó og fatnað hér á Akureyri, nú eru þessar vörur fluttar inn og kosta tugum prósenta

meira en í Evrópu,“ segir hann. Þá hafi Akureyri eitt sinn verið öfl-ugasti útgerðarbær landsins. Svo sé vart lengur, en aðgerðir vegna nið-urskurðar í kvóta hafi komið hart niður á bæjarfélaginu. Nú sé spjót-um beint að landbúnaði. „Það er ekkert bæjarfélag í landinu jafn öfl-

ugt í úrvinnslu landbúnaðarafurða og Akureyri og því líst mér engan veginn á stöðuna. Nái hugmynd-irnar fram að ganga verður ástandið skelfilegt. Ég held að það sé engin ástæða til bjartsýni.“

Þá segir Sigmundur það afar einkennilegt að ráðamenn þjóð-arinnar leggi svo mikla áherslu á að opna landamæri landsins fyrir innflutningi á meðan aðrar þjóðir beiti öllum tiltækum ráðum til að takmarka eða hefta innflutning til sinna landa og beiti óhikað til þess aðgangshindrunum af ýmsu tagi, þó svo að í orði eigi að heita að inn-flutningur sé frjáls.

MÞÞ

Váleg tíðindi sem geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir dreifðari byggðir landsins

Sú hætta er vissulega fyrir hendi að óheftur innflutningur á kjöti muni leiða til samdrátt-ar í landbúnaði sem aftur leiðir af sér fækkun starfa hjá þeim sem sinna úrvinnslu á land-búnaðarafurðum. Þetta er mat Gunnlaugs Eiðssonar aðstoð-arframkvæmdastjóra Kjarna-fæðis á Akureyri. Hann segir að hugmyndir landbúnaðarráð-herra um frjálsan innflutning á kjöti séu það nýlega fram komn-ar að menn hafi ekki náð að gaumgæfa til fulls hver áhrifin af breytingunni kunna að vera.

Gunnlaugur segir að gróflega áætlað starfi um 700 manns við úrvinnslu á kjöti og mjólkurafurð-um á svæðinu frá Hvammstanga til Hafnar í Hornafirði, auk þeirra bænda sem hafa lifibrauð sitt af landbúnaði. Það sé því alls ekki lítið sem er í húfi.

Hann nefnir einnig að verð-þróun á erlendum mörkuðum hafi að undanförnu verið hækk-andi og erfitt að gera sér grein fyrir því hvert hið raunverulega

útilokað að mynda sér skoðun á áhrifunum.“

Eina jákvæða að umræður um hátt matvælaverð gæti hljóðnað

Gunnlaugur segir að staðan sé nú þannig að á Íslandi sé til mikið magn af kjöti. Mikil samkeppni hefur verið í gangi „og raunveru-lega hefur enginn, sem starfar í þessu, riðið feitum hesti frá starf-seminni,“ segir hann. Kveðst hann hafa það á tilfinningunni að breyt-ingar sem óhjákvæmilega verða af frjálsum innflutningi á kjöti muni fyrst um sinn koma verst niður á þeim sem framleiða nautakjöt, því sá innflutningur sé auðveld-astur. Að auki muni breytingar koma niður á mjólkurframleiðslu og úrvinnslu mjólkur og leiða til samdráttar í þeim greinum.

Hann bendir á að það hafi verið lenska hér á landi mörg undanfar-in ár að þegar illa árar í þjóðfélag-inu beinist umræðan oftast að háu matvælaverði á Íslandi, einkum og sér í lagi að innlendum landbún-aðarvörum. „Það eina jákvæða við þessar fyrirhuguðu breytingar gæti verið að þessi umræða hljóðni,“ segir Gunnlaugur. MÞÞ

landbúnaði og úrvinnslugreinum hans

Kemur fyrst og verst niður á þeim sem framleiða nautakjöt

Dreifbýlis- og hálendisnefnd Fljótsdalshéraðs fundar um þess-ar mundir um skipulagsmál í sveitarfélaginu. Nokkur hefð er fyrir að halda fundi úti í dreif-býli sveitarfélagsins til að kynna afmörkuð mál, eins og skipulags-vinnuna sem nú er í ferli. Áður hafa verið haldnir slíkir fundir um þau mál sem helst brenna á íbúunum og hafa þeir mælst vel fyrir.

Í þessari lotu verða haldnir fundir á Eiðum, Iðavöllum og í Brúarási, þar sem kynnt verður starf sveitarfélagsins í skipulags-málum. Fyrirtækið Alta vinnur að skipulagi með sveitarfélaginu.

Á fundinn sem haldinn var að Iðavöllum mættu nær 50 manns og flutti Jónína Rós Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs, ávarp og setti fundinn í fjarveru forseta bæj-arstjórnar. Jónína kynnti stefnur og strauma í sveitarfélaginu ásamt stefnumótun í skipulagsmál-um. Fundarstjóri var Aðalsteinn Jónsson. Salvör Jónsdóttir, skipu-lagsfræðingur hjá Alta, fór yfir undirbúning og stöðu skipulags-vinnunnar.

Halldór Gíslason, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands,

hafði framsögu um landbúnaðar-mál. Hann lagði áherslu á að rækt-unarland væri auðlind sem ekki mætti taka undir aðra starfsemi, þar með talda skógrækt, og sagði að í Noregi, þar sem hann þekkti vel til, væri ræktun álíka mikilvæg og fornminjar. Steinunn Ingimarsdóttir afhenti Jónínu Rós undirskriftir 400 íbúa sveitarfélagsins, sem mótmæla því að taka eigi hluta af túnum Egilsstaðabýlisins undir verslunar- og þjónustustarfsemi.

Í almennum umræðum eftir framsögur litaðist umræðan mjög af þessu máli, sem menn nefndu gjarn-an „mál málanna“, þ.e. breytingar á landnotkun Egilsstaðabýlisins.

Lítillega var rætt um reiðvegi í hinu nýja skipulagi og slóðir í óbyggðum, en sýndir voru fyrstu uppdrættir af fjallaslóðum í sveitar-félaginu. Einnig voru fjarskiptamál hugleikin íbúum, svo sem netteng-ingar og gsm-samband.

Þau Þráinn Lárusson og Jónína Rós voru til andsvara af hálfu sveitarfélagsins, ásamt Salvöru Jónsdóttur frá Alta, sem þakkaði ábendingar og sagði að reynt yrði að hafa það að leiðarljósi í skipu-lagsvinnunni að taka tillit til land-eigenda. SigAð

Fljótsdalshérað

Dreifbýlis- og hálendisnefnd fundar um skipulagsmál

Nærri 50 manns mættu til fund-ar á Iðavöllum á Héraði, þar sem sveitarstjórnin kynnti skipulags-mál og í hvaða farvegi vinna við þau væri. Myndir SigAð.

Jónína Rós Guðmundsdóttir, formaður bæj-arráðs, tók við undirskrift-um 400 íbúa Fljótsdalshéraðs,sem mótmæltu breyttri land-notkun á túnum Egilsstaðabýlisins,úr hendi Steinunnar Ingimarsdóttur.

Page 5: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 20085

Page 6: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 20086

Málgagn bænda og landsbyggðar

LEIÐARINN

LOKAORÐIN

Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði.Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.

Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400.Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.

Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. [email protected] – Sími: 563 0375

Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir [email protected] – Margrét Þóra Þórsdóttir [email protected] – Sigurdór Sigurdórsson [email protected]ýsingastjóri: Eiríkur Helgason [email protected] – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf.

Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er [email protected] Netfang auglýsinga er [email protected] Vefsíða blaðsins er www.bbl.isPrentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621

Er hér kreppaeða er allt í lagi? Stundum getur verið gaman að reyna að setja sig í spor útlend-inga og horfa á atburði í íslensku þjóðlífi utanfrá. Þetta flaug mér í hug fyrir helgi þegar Seðlabankinn boðaði enn eina hækkun stýri-vaxta.

Ég velti því sem sé fyrir mér hvernig fjölmiðlar í útlöndum hefðu túlkað atburði fimmtudags-ins var. Hvernig hefðu blöð á borð við Süddeutsche Zeitung eða Svenska Dagbladet tekið því ef seðlabankastjóri Evrópu eða Svíþjóðar hefði öllum að óvörum tilkynnt um stýrivaxtahækkun sem þýddi að heimsmetið væri slegið, hvergi í heiminum væru hærri stýrivextir en í heimalandi þessara fjölmiðla?

Og ekki nóg með það. Seðla-bankastjórinn bætti því við eins og í framhjáhlaupi að allar líkur bentu til þess að fasteignaverð myndi lækka um 30% á næstunni.

Við þessi ummæli kæmu svo hörð viðbrögð atvinnulífsins. For-maður samtaka atvinnurekenda lýsti yfir stríði á hendur gjaldmiðl-inum sem væri hvort eð er orðinn gjörónýtur.

Skyldi ekki hafa hvinið í tálkn-unum á stöku blaðamanni á vand-aðri fjölmiðlum í Evrópu út af þessum atburðum? Jú, sennilega.

En hvað gerist hér? Það er rétt svo að tilkynning Seðlabankastjóra og viðbrögð atvinnulífsins kom-ist í fréttirnar. Viðbrögðin í sam-félaginu eru sáralítil og nú á mánudagsmorgni er þetta horfið úr öllum fréttatímum. Gleymt.

Ein ástæðan fyrir þessum litlu viðbrögðum er eflaust sú að við höfum svo oft horft upp á svona atburði. Við höfum ekki tölu á því hversu oft við höfum séð Davíð tilkynna um stýrivaxtahækkun um leið og hann notar tækifærið til að senda einhverjum tóninn í leiðinni.

Önnur ástæða er sú að það virð-ist vera alveg sama hvað gerist í efnahagsmálum þessarar þjóðar, það heyrist ekki múkk í forystu-mönnum ríkisstjórnarinnar. Hvorki forsætisráðherra, fjármálaráðherra né formaður Samfylkingarinnar sjá ástæðu til að tjá sig um vandann. Það eina sem togast upp úr forsæt-isráðherranum er að ríkisstjórnin ætli sér ekki að gera nokkurn skapaðan hlut.

Það hafa því eflaust margir kink-að kolli yfir Kastljósinu á föstudag-inn þar sem einn ágætur framsókn-armaður sagði að það væri eins og blessuðum forsætisráðherranum fyndist hann enn vera varaformaður seðlabankastjórans.

En almenningur í gjánni hlýtur að vera orðinn dálítið þreyttur og ringlaður á þeirri stöðu sem nú er uppi í samfélaginu. Úr öllum hornum er æpt um það að allt sé að fara á hausinn, menn eru byrjaðir að mæla út jarðarparta á Jótlandsheiðum og búa sig undir að loka sjoppunni hér norðurfrá.

Almenningur lítur í spurn til forystumanna sinna: Er þetta rétt, Geir, erum við að fara á hausinn? Eigum við á hættu að húsið okkar verði verð- og veðlaust á næst-unni? Við þessu fást engin svör. Þá hljóta menn að velta því fyrir sér hvort Geir viti betur, hér sé allt í himnalagi, en hann vilji bara ekki segja það til að styggja ekki seðla-bankastjóri. Nógu geðstirður er hann þótt ekki sé beinlínis verið að espa hann upp. Getur verið að sú sé ástæða þagnarinnar? –ÞH

Innleiðing á matvælalöggjöf EB og gildistaka 1. kafla Viðauka I við EES-samninginn er mikil breyting á starfsum-hverfi íslenskra bænda. Búvöruframleiðsla okkar verður í raun innan múra ESB og lýtur sömu kröfum og allur landbúnaður og matvælaframleiðsla þar. Einu takmark-anir sem eftir verða eru tollar og innflutn-ingskvótar sem bundnir eru magni.

Bændur verða hér eftir skilgreindir sem matvælafyrirtæki og vafalaust megum við reikna með strangara eftirliti og kröfum um skráningar á framleiðsluferlum eins og fóðurframleiðslu. Óljóst er hvað það þýðir umfram t.d. gæðastýringu í sauð-fjárbúskap. Reyndar er það veikleiki á frumvarpi landbúnaðarráðherra að ekki hefur verið nægjanlega hugað að ýmsum „praktískum“ málum. Þau atriði skipta miklu um stöðu bænda og hvernig starf þeirra þróast á næstu árum.

Við megum þó ekki falla í þá gryfju að telja eftirlit og reglur vera settar okkur til höfuðs. Þvert á móti eigum við að líta á þær sem leiðakort að markaði, bæði hér heima og annars staðar. Löggjöfin inn-leiðir hins vegar þær breytingar að hing-að gæti komið í meira mæli en áður hrátt kjöt, egg og mjólkurvara. Með því er verið að leika sér að eldi. Eldur getur verið lúmskur og það á einnig við um það sem með kjötinu getur borist. Við þekkjum mikinn kostnað alifugla- og svínabænda við að berjast gegn kampfýlóbakter og salmonellu í kjöti. Enda er mikill árang-

ur þessara bænda nú mælanlegur. Er verið að ógna þeim árangri?

Löggjafinn hlýtur í starfi sínu að þurfa að velta fyrir sér ýmsum ásæknum spurn-ingum. Fyrir nokkrum dögum var stað-fest að tveir Spánverjar hefðu látist úr Creuzfeld-Jakobs-sjúkdómnum. Hefði verið búið að opna fyrir innflutning á hráu kjöti er ekkert því til fyrirstöðu að slíkt kjöt hefði borist hingað til lands. Eða hvað? Þarf ekki að gera úttekt á slíkum

ferlum og þeirri áhættu sem af þeim leið-ir? Gera „áhættugreiningu“? Það er eðli-legt að ræða slíka áhættu og taka undir með Haraldi Briem sóttvarnarlækni sem hefur lýst áhyggjum vegna breytingana.

Þessu samhengi verðum við öll að átta okkur á, sé það ætlunin með þessum breyt-ingum að veita íslenskum landbúnaði verð-aðhald. Þá megum við eiga von á auknum innflutning búvara frá þeim löndum þar

sem verðið er lægst og áhættan mest. Verð og gæði fara alltaf saman. Því eru hags-munir okkar sem bænda og neytenda þeir sömu. Þess vegna leggja Bændasamtökin ríka áherslu á að lögin innifeli allar þær heimildir og undanþágur sem mögulegt er að fá til að verjast búfjársjúkdómum. Við verðum að gæta þess að vera ekki kaþólskari en páfinn þegar við innleiðum Evrópureglur. Sérstaða okkar sem eyríkis verður að njóta viðurkenningar.

Verði frumvarpið að lögum í vor líða 18 mánuðir þar til evrópska matvælalöggjöf-in tekur gildi að fullu. Þann tíma þarf að nota vel til þess að laga hana að íslensk-um aðstæðum. Markmiðið hlýtur að vera að koma á eftirlitskerfi sem ekki íþyng-ir bændum en tryggir neytendum heil-brigða og örugga gæðamatvöru. Afstaða Bændasamtakana til frumvarpsins mótast af niðurstöðu þeirrar vinnu sem vinna þarf við að yfirfara frumvarpið. Við getum ekki leyft okkur að taka neina áhættu heldur gefa okkur þann tíma sem þarf. Tæplega er raunhæft að þeir dagar sem eftir lifa af yfirstandandi þingi dugi til. Stjórnvöld hafa haft rúman tíma til undirbúnings og við megum ekki rasa um ráð fram. Meðal þess sem eftir er að ræða er hver áhrif laga-setningarinnar verða að öðru leyti á land-búnað, afkomu bænda og úrvinnslugreinar hans. Þar eru verulegar líkur á að talsverð-ur fjöldi fólks missi vinnuna en lítið hefur verið hugað að því hvernig á að bæta því upp þann missi. HB

Fórnum ekki gæðum og heilbrigðri

búvöru

Fjármálaráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á vestanverðu Norður-landi og kallar nefndin nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Í Suður-Þingeyjarsýslu er gerð krafa til hluta Bleiksmýrardals vestan Fnjóskár og sunnan Skarðsár, vestur að sýslumörk-um Eyjafjarðarsýslu, og suður til öræfa.

Í Eyjafjarðarsýslu er m.a. gerð krafa til svokallaðs Almennings sunnan Gönguskarðs, Tungnafjalla, afréttarsvæða Fram-Eyfirðinga fram af Sölvadal, til Núpufells- og Þormóðsstaðadals og Æsustaða-tungna, hálendisins sunnan Klaufár í botni Eyjafjarðar, afréttarsvæð-anna Sneisar, Strúgstungu og Hvassafellsdals, til hálendisins milli Eyjafjarðardals og Öxnadals, þ.m.t. við Glerárdalshnjúk, Súlur, Vindheimajökul, Tröllafjall, Bægis-árjökul, til afréttar á Þverárdal,

Almennings á Öxnadal, Seldalsfjalls og hluta Nýjabæjarafréttar allt suður til öræfa að mörkun kröfulýsingar-svæða á miðhálendinu.

Í Skagafjarðarsýslu nær þjóð-lendukrafa til hluta svokallaðrar Silfrastaðaafréttar í Norðurárdal, sunnan Krókárgerðis og í Kinnafjalli, Nýjabæjarafréttar, Hofsafréttar og Eyvindarstaðaheiðar, allt suður til

öræfa suður um Hofs-jökul, að mörkum kröfu-lýsingarsvæða á miðhá-lendinu.

Hermann Jón Tómas-son formaður bæjarráðs Akureyrar segir að vissu-lega sé með kröfunum verið að seilast í land sem tilheyri sveitarfélag-inu. Akureyrarbær er nú að hefja undirbúning þess að grípa til varna, en kröfurnar voru lagðar fram í lok marsmánaðar. Hermann segir ljóst að ríkið ætli sér töluverða

sneið af landi Akureyrarbæjar. Svo virðist sem miðað sé við 800 metra hæðarlínu yfir sjó, þannig að til að mynda efsti hluti Strýtu og Súlna falli inn í þjóðlendukröfu ráðherra. „Við munum grípa til varna og verja okkar rétt, það er alveg klárt mál,“ segir Hermann, en málið er að hans sögn enn á undirbúningsstigi.

Fram kemur á vef Eyjafjarðar-

sveitar að lýst sé kröfum til skil-greindra afréttarsvæða frá háfjöll-um niður í dali og þannig að þó svo almennt sé miðað við 800 metra hæðarlínuna sé það ekki svo í öllum tilvikum. Þannig er gerð krafa um Eyjafjarðardal allann frá Hólsgerði og undir kröfugerðina fellur einnig miðhálendishluti Eyjafjarðarsveitar suður að Hofsjökli.

Fjallað verður um þjóðlendu-kröfurnar á tveimur fundum í Eyja-fjarðarsveit 17. apríl þar sem Ólafur Björnsson lögfræðingur fjallar um kröfugerðina og skýrir hvern-ig henni má mæta. Hermann segir að fyrirhugað sé að fá Ólaf einnig á fund með Akureyringum, en hann hefur mikla reynslu á þessu sviði og hefur rekið fjölda mála fyrir hönd landeigenda á þessum vettvangi.

Þeir sem telja til eignarétt-inda á þjóðlendukröfusvæði rík-isins þurfa að lýsa sínum kröfum fyrir óbyggðanefnd fyrir 30. júní í sumar, en hún er sjálfstæður úr-skurðaraðili. MÞÞ

Fjármálaráðherra afhendir þjóðlendukröfur á svæði á vestanverðu Norðurlandi

Verið að seilast í land sem tilheyrir okkur– segir Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs Akureyrar

Kröfugerð ríkisins er að bláa svæðið innan rauðu línanna teljist til þjóðlenda.

Page 7: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Það er tími aðalfundanna. Lands-samband kúabænda stefndi sínu liði austur á Selfoss þar sem boðað var til aðalfund-ar dagana 4. og 5. apríl. Allt var þar með hefðbundnu sniði, setningarathöfn með ræðu for-manns og ávörpum gesta, þeirra Einars K. Guðfinnssonar land-búnaðarráðherra og Haraldar Benediktssonar formanns Bænda-samtaka Íslands. Svo komu full-trúar Framleiðnisjóðs og Land-búnaðarháskóla Íslands, þeir Bjarni Guðmundsson og Snorri Sigurðsson. Loks var röðin komin að Halldóri Runólfssyni yfirdýra-lækni og fulltrúa Matvælastofn-unar.

Í þessum ávörpum var sleg-inn svipaður tónn að mörgu leyti. Ræða Þórólfs Sveinssonar for-manns LK fjallaði að verulegu leyti um verðhækkun á mjólk, sem þá var nýgengin í gildi, og forsendur hennar. Verðhækkunin gekk eins og rauður þráður í gegnum ræður hans og gestanna og sama máli gegndi um almennu umræðurnar sem hóf-ust að loknum ávörpum gestanna. Kúabændur voru greinilega frekar ánægðir með verðhækkunina þótt sumir teldu þörf á að ganga lengra. Var þeirri spurningu varpað fram hversu lengi þessi hækkun dygði.

Nokkuð var rætt um fyrir-komulag verðlagningar á mjólk og Þórólfur varpaði því fram hvort ekki væri tímabært að opinber ákvörðun um verð til framleiðenda væri lögð af. Fyrir því væru ýmsar ástæður, svo sem að forsendur hefðu breyst verulega vegna þró-unar í mjólkurframleiðslu. Vitnaði hann þar í könnun sem gerð var á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands á þróun fjósgerða en hún leiddi í ljós að helmingur íslenskrar mjólk-ur kemur úr fjósum sem hafa verið endurnýjuð og tæknivædd. Við það bættist að rekstrarniðurstöður mjólkuriðnaðarins væru neikvæðar svo það væri enginn afgangur til þess að takast á um.

Viðsjár í EvrópuAnnað atriði sem nokkrir ræðu-manna minntust á var innleiðing matvælalöggjafar Evrópusam-bandsins sem ráðherra hafði mælt fyrir á alþingi daginn áður. Þórólfur benti á að þessi lagasetning gerði tollverndina sem landbúnaður nyti sýnilegri og gæti því orðið til að auka þrýsting á að úr henni verði dregið. Þetta gæti einnig orðið til þess að ýta undir áhuga fólks á að Ísland sæki um aðild að ESB.

Landbúnaðarráðherra bar fund-inum þau tíðindi að hann hefði ákveðið að fella niður það sem eftir var af kjarnfóðurgjaldinu frá og með 1. maí til áramóta. Framhaldið réðist hins vegar af samningum við ESB um tollamál. Þar sagði hann líka að tíðinda gæti verið að vænta því nú væru Svisslendingar

að semja við ESB um niðurfell-ingu tolla, þeir hefðu ákveðið að bíða ekki eftir úrslitum í viðræðum á vettvangi WTO. Þetta væru tölu-verð tíðindi sem gætu boðað það að þróunin í átt til tollalækkunar yrði hraðari en menn hefðu talið.

Halldór Runólfsson fjallaði nokk uð um búfjársjúkdóma sem herja á íslenskar kýr og rannsókn-ir sem í gangi eru á þeim. Hann sagði einnig að nefnd sem er að athuga hvort ástæða sé til að breyta sóttverndarsvæðum hafi starf-

að vel og muni skila áliti um mitt þetta ár. Þá kom fram í máli hans að Matvælastofnun hefur gripið til mótvægisaðgerða vegna inn-leiðingar matvælalöggjafar ESB. Eru þær fólgnar í að taka sýni úr íslenskum nautgripum og leita að nokkrum sjúkdómum sem algengir eru í Evrópu. Niðurstöðurnar eru þær að öll sýnin eru neikvæð fyrir öllum þeim sjúkdómum sem leitað var að.

Einn gestur er ónefndur en það var Hendrike Burchardi, þýskur starfsmaður rannsóknarstofunn-ar IFCN sem 70 hagsmunaaðil-ar í mjólkjuriðnaði í 77 löndum starfrækja í sameiningu í Kiel í Þýskalandi. Fjallaði erindi hennar um stöðu og horfur í alþjóðlegum mjólkuriðnaði.

Áhyggjur af dýralæknaþjónustuÍ umræðum og ályktunum aðal-fundarins varð þess vart að ýmis-legt liggur á kúabændum þessi misserin. Vaxtaokur og vandi við nýliðun í greininni var meðal þess sem bar á góma í ræðustól. Einnig var rætt um matvælalöggjöfina þótt sú umræða bæri þess nokkur merki að hún var nýhafin og upplýsingar af skornum skammti um það sem framundan er.

Fundurinn ályktaði hins vegar gegn því að lækka tolla á innflutt-um búvörum, enda gengi það þvert á gefin fyrirheit stjórnvalda und-anfarin ár. Það væri líka slæm tíma-setning að lækka tolla „nú þegar hillir undir nýjan WTO-samning, sem ráða mun þróun heimsvið-skipta með búvörur í framtíðinni og þar með um þróun tollverndar land-búnaðarafurða“.

Fundurinn ályktaði einnig um boðaðar breytingar á skipulagi dýralæknaþjónustu og varaði „við því að gerðar verði einhverjar þær breytingar á störfum héraðsdýra-lækna sem ætla má að leiði til lak-ari dýralæknaþjónustu í strjálbýlli héruðum“. Í greinargerð með þess-ari ályktun segir meðal annars:

„Verði alger aðskilnaður eftir-lits og almennrar dýralæknaþjón-ustu í samræmi við reglur ESB að veruleika er vandséð að nokkrir dýralæknar muni starfa í fámenn-ustu héruðunum. Því mun fylgja verulegur kostnaður fyrir bændur og jafnframt er sú staða algerlega óásættanleg út frá dýraverndunar-sjónarmiðum. Eðlilegt er að vegna strjálbýlis fáist hér undanþága frá fyrrnefndum aðskilnaði, líkt og tíðkast í strjálbýlli landshlutum Noregs og Svíþjóðar.“

ÞH

Þegar þær fréttir bárust til lands-ins á dögunum, að Danir hefðu lagt Helvíti niður, orti Hákon Aðalsteinsson, skáld og skóg-arbóndi:

Margt er það sem lífsgæðin lagar,loksins gefst nú syndugum friður.Bíða okkar dýrðlegir dagarþví Danir lögðu Helvíti niður.

Hákon hitti séra Baldur í Vatns-firði á dögunum, en Baldur hafði verið að láta laga í sér augun og skipta um augasteina. Hákon spurði hvernig gengi og var Baldur ánægður með aðgerðina og sagði hana hafa gengið vel. Þá orti Hákon:

Læknisfræðin loksins geturlagað augun hans.Séra Baldur sér nú betursyndir náungans.

Ljót er staðanHjálmar Freysteinsson orti limru um ástand efnahagsmálanna hjá okkur:

Ljót er nú staða landans;umfang efnahagsvandans,

það eina sem hértil huggunar er:

það fer aldrei lengra en til Fjandans.

Þeir, sem aldrei eru í vafaÉg veit ekki eftir hvern þessi vísa er, en hún er góð:

Undrun bæði og öfund hafaaukið hjá mér jafnt og þéttþeir, sem aldrei eru í vafaog alltaf vita hvað er rétt.

Þvílík höggÖrn Snorrason orti að morgni eftir gleðskap liðinnar nætur:

Þvílík högg og hamarskak,af hjarta yrði ég glaðuref þú hvíldist andartak,elsku timburmaður.

Lesti berÞessa vísu kallar Kristján Bersi „ómerkilega“ skáhendu:

Lesti ber í brjósti mérbæði stærri og smærri.Einatt vóru afglöp stóreðli mínu nærri.

Þeir fullkomnuÞessa frómu bæn bar Pétur Stef-ánsson fram við Drottinn sinn:

Úr glerhúsi fúkyrðum fleygjafast í ólánsgarm.Ljúfur Guð, láttu þá þegjaog líta í eigin barm.

Í hógværðSéra Hjálmar Jónsson fékk fálka-orðuna á sínum tíma og sagði svo frá:„Í hógværð minni á Bessastöðum flutti ég viðstöddum eftirfarandi:

Hæstvirtur forseti heiðra kausog hrósa okkur, mikið.Ég er því ekki orðulaus

Forseti sagði að vísu frá því eftir

kvatt sér hljóðs. Það er semsagt ekki liðin tíð að leirlistamenn skandaliseri.“

Illar vísurÞað er mikill sannleikur í seinni parti þessarar vísu, sem er eftir Kristján Bersa:

Illar vísur yrki ég,hef ærunni með því fórnað.Hagmælskan er hættulegsé henni ekki stjórnað.

Umsjón:Sigurdór Sigurdórsson

[email protected]

Í umræðunni

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 20087

MÆLT AFMUNNI FRAM

Sú hefð hefur skapast á aðalfundum LK að veita viðurkenningu kúabændum sem standa sig vel í búrekstri sínum. Hér er 2008-hópurinn samankominn á Hótel Selfossi. F.v. Hans Pétur Diðriksson, Karítas Þórný Hreinsdóttir, Ágústa Ólöf Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Diðriksson, þau búa öll á Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði. Þá koma hjónin Ólafur Eggertsson og Guðný J. Valberg á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Loks eru það Páll Lýðsson og Elínborg Guðmundsdóttir í Litlu-Sandvík í Flóa en Páll lést af slysförum örfáum dögum síðar. Á myndina vantar hjónin á Skálpastöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði, Guðmund Þorsteinsson og Helgu Bjarnadóttur.

Sigurgeir Hreinsson á Hríshóli í Eyjafirði tók þátt í almennum umræðum. Til hægri er Runólfur Sigursveinsson fundarritari.

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK, ásamt þýska gestinum, Hendrike Burchardi í hádegisverði fyrri fundardaginn.

Að kvöldi fyrri fundardags var boðið til veislu og þar tóku þau Anna Eiríks-dóttir og Magnús Sigurðsson á Hnjúki til matar síns og leiddist greinilegaekki.

Þórólfur Sveinsson formaður LK flytur setningarræðu sína.

Aðalfundur Landssambands kúabænda

Hversu lengi dugir verðhækkunin?

Page 8: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 20088

Þessa dagana auglýsa símafyr-irtækin mikið. Þau keppa einkum um hylli farsímanotenda og þeirra, sem vilja geta notað símann sinn um allt land; jafnt í byggð, óbyggðum, þjóðvegakerfinu og á fiskimiðunum við strendur lands-ins. Þau segjast sum vera með „stærsta dreifikerfið“ og ánægða viðskiptavini. Þetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi fyrir notend-ur fjarskiptanna og ég vona að ánægja viðskiptavinanna fari vax-andi, bæði með útbreiðsluna og verðið. En hvað er hér á ferðinni?

Samkeppnin á fjarskiptamarkaði er að aukast

Það sem er að gerast er mjög ör tækniþróun og aukin samkeppni á fjarskiptamarkaði. Með ákvæð-um í fjarskiptalögum og aðgerðum Fjarskiptasjóðs hefur tekist að efla samkeppni milli símafyrirtækj-anna, sem kemur neytendum til góða. Samkeppnin nær ekki ein-ungis til þeirra sem eru á þéttbýlis-svæðunum, heldur keppast síma-fyrirtækin nú um að veita þjón-ustu um landið allt og einnig við sjófarendur. Þessi staða sýnir að ákvæði fjarskiptalaga, samþykkt fjarskiptaáætlunar og stofnun Fjarskiptasjóðs, voru þær aðgerð-ir sem tryggt hafa best hagsmuni neytenda um allt land. Raunveruleg samkeppni er besta tryggingin fyrir notendur fjarskiptaþjónustunnar. Það eru fjarskiptafyrirtækin nú að

sýna með aukinni og bættri þjón-ustu. En allt hefur sinn tíma.

Ríkisrekstur í fjarskiptum er liðin tíð

Til eru stjórnmálamenn sem enn tala um nauðsyn þess að end-urreisa ríkisrekstur í fjarskiptum. Það er mikill misskilningur að ríkisrekstur í fjarskiptaþjónustu tryggi best hagsmuni neytenda, eins og þingmenn Vinstri grænna hafa haldið fram og þingmenn Samfylkingarinnar héldu fram til skamms tíma. Þeir sem halda því fram eiga að vita, að ríkisstuðning-ur í samkeppnisumhverfi á sviði fjarskiptanna er ekki heimill á hinu Evrópska efnahagssvæði. Ég leyfi mér að óska símafyrirtækj-unum til hamingju með hagfellda þróun. Símafyrirtækið Vodafone er að ná ótrúlega góðum árangri við að byggja upp sín GSM-kerfi í dreifbýlinu í harðri samkeppni við Símann, sem hefur auðvitað verið

að gera góða hluti, enda bygg-ir hann á gömlum merg og nýtur þess forskots sem hann hafði. Þá er ástæða til þess að minna á, að fleiri símafyrirtæki eru að veita ágæta þjónustu í samkeppni við stóru fyrirtækin og hafa náð ótrúlega góðum árangri, en starfa einkum í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins.

Útboð háhraðakerfa í dreifbýliNú hefur Fjarskiptasjóður boðið út uppbyggingu háhraðakerfa í dreifbýlinu, þar sem þjónusta verð-ur ekki byggð upp á viðskiptaleg-um forsendum. Það verkefni fer af stað vonum síðar. Vonandi tekst símafyrirtækjunum að halda áfram uppbyggingu um landið allt, ekki síst á sviði háhraðaþjónustu en eft-irspurn eftir henni er mikil og mik-ilvægt, að stjórnvöldum takist að láta vinna að þeirri uppbyggingu í samræmi við Fjarskiptaáætlunina sem var samþykkt á Alþingi árið 2005. Forsendur þeirrar áætlunar eru að fjarskiptafyrirtækin standi sig við að byggja upp þjónustuna og að Fjarskiptasjóður nýti þá fjár-muni, sem teknir voru frá vegna sölu Símans. Uppbygging GSM-kerfanna lofar góðu með þjónustu símafyrirtækjanna við háhraðakerfi í dreifbýlinu, þar sem beðið er eftir að komast í viðunandi samband. Þar reynir ekki einungis á fjármuni Fjarskiptasjóðs heldur ekki síður vilja símafyrirtækjanna til þess að veita góða þjónustu um landið allt.

Góð tíðindi á fjarskiptamarkaðiSturla Böðvarsson

forseti Alþingis og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis

Fjarskipti

Framboð æðardúns er náttúrulega takmarkað, ending dúnvara sömu-leiðis og erlend samkeppni í hráefni er ekki til. Því ætti verð að vera stöðugt, en hefur ætíð sveiflast. Fiskimenn og minkabændur komu sínum afurðum á uppboð, sem aftur gaf þeim verðhvata til að bæta gæði, en æðardúnn er seldur eins og á tímum Danaveldis; heildsalar komu í stað grávörukaupmanna. Milliliður í ferli dúns frá bónda til erlends kaupanda hefur hagsmuni andstæða báðum. Hann kostar engu til, er ábyrgðar- og áhættulaus í öflun og vinnslu en situr að tekjum fyrir að skrifa reikning á ensku, máli sem allir kunna, til kaupanda sem sendiráðin hjálpa hverjum sem vill að finna. Á síðasta aðalfundi ÆÍ kynntu heildsalar framlag sitt til greinarinnar: plastpoka merktan dúni. Ég hef hannað hreinsivélar og lagt milljónir af sjálfsaflafé í smíði þeirra, einnig leiðbeint bændum í tínslu og meðferð dúns.

Bóndinn kýs jafnar tekjur, legg-ur enda kostnað í æðarræktina og greiðir hreinsun. Erlendur kaup-andi vill einnig jafna verðþróun til að geta til lengri tíma selt dúninn áfram, þveginn í sængum, sem eru stöðugar í verði. Hagsmunir beggja fara saman. Milliliðurinn hoppar inn í greinina í góðæri. Þegar pant-anir rúlla fyrirhafnarlaust inn og án kröfu bónda keyrir milliliðurinn verðið upp til að hámarka eigin skammtímagróða, allt þar til mark-aðnum er ofboðið, en missir síðan áhugann strax þegar leggja þarf vinnu í söluna og skilur dúnbónda eftir án tekna.

Megnið af framleiðslunni held-ur ekki máli, stöðnun ríkir. Ræða heildsala á síðasta aðalfundi ÆÍ um stöðugar kvartanir kaupenda vegna útflutts dúns er staðfesting þess. Samkeppni í gæðum er ekki til, bændur fá jafnt gert upp fyrir allt. Hvati til framfara er enginn, en það heldur við röngu verklagi við tínslu og geymslu hráefnis hjá bændum, sem aftur leiðir til fúa, sbr. með-fylgjandi dúnmyndir, sem teknar voru í rafeindasmásjá. Víða kemur til vanþekking og ófullnægjandi vélakostur við hreinsun. Frítt hef ég miðlað viðskiptasamböndum og tækniþekkingu til einstakra stærri bænda, sem hafa árætt að hreinsa og flytja út sjálfir. Þessi þróun til milliliðalausra viðskipta eflir verðmætasköpun, sjálfstæði og gæðavitund æðarbænda og styrkir dúngreinina.

Næsta skref væri sumarupp-boð alls vélhreinsaðs dúns á fastri,

lágri prósentu utanaðkomandi, óháðs uppboðshaldara, sem hér með óskast; skilvirk leið sem fella myndi út dýran millilið, skapa jafn-vægi og stöðugleika á markaði. Bændur fengju heimsmarkaðsverð, kaupendur kepptu innbyrðis og yrði ekki ofboðið. Tilkoma upp-boðs myndi laða að nýja kaup-endur, efla söluna. Gegnsær mark-aður skapaði samkeppni í gæðum, skussar dyttu út. Nú ríkir sam-keppni aðeins um óséð hráefni, rétt á meðan bændur eru að tína dún og afhenda til hreinsara, sem hver er síðan háður ákveðnum heildsala um sölu. Hreinsun tekur það lang-an tíma að markaðsaðstæður hafa breyst þegar dúnninn er tilbúinn og aldrei er vitað hvað fæst á end-anum. Vandinn er heimatilbúinn og lögverndaður fyrir tilstilli heild-salanna. Þeir hafa ráðandi ítök í félagi æðarbænda, ÆÍ, sem beitti sér 2005 fyrir endurnýjun og herð-ingu dúnmatslaganna frá 1970. Lögin krefjast þess nú að dúnn sé handunninn hérlendis, sem útilokar bændur frá hagræði alþjóðavæð-ingar og festir stöðu heildsala sem milliliða til frambúðar. Lögin voru bragð gegn keppinauti, er ég áformaði að útvista handvinnslu dúns, en hún er slíkur flöskuháls að flestir hreinsarar eru fram á vetur að vinna dúninn.

Uppboð vélhreinsaðs dúns myndi engin áhrif hafa á verð, þar sem hinir erlendu kaupendur eiga aðgang að ódýru vinnuafli. Það kostar hálfa evru að fjaðratína kg æðardúns í Kína, en þúsundir króna á Íslandi. Dúnmatslögin eru í stríði við EES-samninginn, sem kveður á um frjálst flæði vöru milli aðild-arlandanna, en æðardúnn er vara í almennum skilningi samningsins og því ekki háður þeim undanþág-um sem gilda um þær ákveðnu landbúnaðarvörur, sem upphaflega var samið um. Samkvæmt ESA er tollflokkur dúns það rúmt skil-greindur, að jafnvel óunnið hráefni fellur innan hans og þar með undir samninginn. Dómafordæmi þess eru til innan ESB að ríki hafi orðið að afnema vottunarskyldu ákveð-innar vöru við útflutning, þar sem lagasetning þess hafi talist við-skiptahindrandi í skilningi ESB-laga. Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að ekki megi takmarka sölu dúns við einn gæðaflokk, eins og lögin gera samt. Dúnmatslögin verður með góðu eða lögsókn að afnema, eigi æðarrækt að lifa.

Jón Sveinsson

Uppboðsleið í æðardúniHér sést munurinn á gæðadún (efri mynd) og dúni sem hefur fúnað.

Eins og fram hefur komið hefur fjarskiptasjóður auglýst eftir til-boðum í uppbyggingu á háhraða-nettenginum til allra landsmanna. Í dag eru um 1500 bæir víðsvegar á landinu sem skortir enn við-unandi tengingar og stendur það til bóta með þessu nýja verkefni.

Fyrir skemmstu kynnti Síminn verkefni í uppbyggingu á lang-drægu 3G farsímakerfis sem þjóna á landsbyggðinni og miðunum í kringum strandlengjuna. Er verk-efnið kynnt undir yfirskriftinni „Síminn í forystu í 3G“.

Kerfinu, sem byggir á nýrri tækni og eykur langdrægni send-anna, er ætlað að koma í stað NMT-kerfisins. Hraði gagnaflutn-ings verður sambærilegur við það sem gengur og gerist með ADSL-tengingar. Gert er ráð fyrir að þessi þjónusta verði aðgengileg alls stað-

ar á landinu í lok árs 2010 ásamt því svæði á miðunum í kringum landið sem NMT-kerfið nær nú til.

Samkvæmt Lindu Björk Waage, upplýsingafulltrúa Símans, gerir 3G-áætlun fyrirtækisins ráð fyrir að ná til margra af þeim bæjum sem nú eru án háhraða netteng-inga. Nákvæmar tölur um fjölda bæja eða gagnaflutningsgetu liggja ekki fyrir að svo stöddu. Segir hún að ekki standi til að skilja nein svæði eftir en hafa beri í huga að dauð svæði geti myndast vegna aðstæðna í landslagi. Reynt verði að takmarka það eins vel og unnt er en nákvæm áætlun þessa kerfis sé enn á vinnslustigi.

Linda segir 3G-áætlunina nýtast vel í tilboðsgerðinni sem er fram-undan í tengslum við áðurnefnt útboð Fjarskiptasjóðs. „Augljóslega er Síminn með sterka stöðu til að

bjóða góða heildarlausn, með því að nýta þegar ákveðin áform um 3G kerfi, sem nær til landsins alls og hefur í dag gagnaflutningsgetu allt að 7Mb/s. Viðbótarfjárfesting til að geta boðið mjög gott inter-netsamband, þ.e. meira en 2 Mb/s þjónustu til allt að 1200 bæja, ætti að gefa Símanum gott samkeppn-isforskot í útboði Fjarskiptasjóðs.“

Linda segir ennfremur að verð-lagning fyrir samtöl í gegnum 3G-kerfið verði á engan hátt dýr-ari en með núverandi 2G-kerfi. Breytingin á kerfunum hafi það í för með sér að með 3G-kerfinu sé hægt að nota internetið í gegnum farsímana og/eða fartölvu. Fyrir þá viðbótarþjónustu sé greitt sér-staklega samkvæmt verðskrá sem nálgast má á www.siminn.is.

smh

Háhraðatenging í gegnum SímannÆtlunin að ná til margra þeirra bæja sem eru án háhraða nettengingar

Þessi lýsandi mynd er birt í þriðja ársriti samtakanna Landsbyggðin lifi, sem nýlega kom út, með erindi Jóns Baldurs Lorange um mikilvægi háhraðanets og upplýsingatækni fyrir allar byggðir sem hann flutti á ráðstefnu sem samtökin héldu sl. sumar. Myndatextinn: „Ef munur á íslenskri vegagerð í þéttbýli og dreifbýli væri á sama stigi og nettenging gæti þessi mynd lýst því ástandi“. Teiknari: Þorsteinn Davíðsson.

Page 9: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 20089

VER‹SKRÁ Ver› án vsk. - kr. á tonnTegund feb'08 feb '08 jún '08 EFNAINNIHALD

Afsláttur frá júníver›i 3% stgr. afsl. 10% 0% N P K Ca Mg S B Cu Mn Mo Fe Zn Na Se

OPTI-KAS™ (N 27) 37.345 38.500 42.778 27 5

OPTI-NS™ 24-6 41.710 43.000 47.778 24 8 0,9 6

Kalksaltpétur (N 15,5) 33.950 35.000 38.889 15,5 18,8

Bórkalksaltpétur (N15,4)1) 41.419 42.700 47.444 15,4 18,5 0,3

CalciNit™ (f.gró›urhús)3) 65.184 67.200 74.667 15,5 19

NP 26-6 54.320 56.000 62.222 26 6,1 0,9 1,4 2

NPK 24-4-7 50.925 52.500 58.333 24 3,9 6,6 2 2

NPK 21-3-8 +Se 54.417 56.100 62.333 21 2,6 8,3 1,3 1 3,6 0,02 2,4 0,001

NPK 21-4-101) 51.895 53.500 59.444 20,6 3,6 9,6 1,8 1,2 2,7 0,02

NPK 17-5-131) 54.029 55.700 61.889 17,2 4,6 13 2,3 1,2 2,2 0,02

NPK 11-5-18*1) 59.946 61.800 68.667 11 4,6 17,6 2,3 1,6 9,5 0,03 0,3 0,002 0,03

OPTI VEKST 6-5-20*1) 75.369 77.700 86.333 6 5 20 3 3 10,2 0,05 0,1 0,3 0,1

OPTI START™ NP 12-232) 74.690 77.000 85.556 12 23

OPTI-P™ 81) 45.590 47.000 52.222 8 22 11

Mg-kalk - 0,2-2 mm 15.156 15.625 17.361 23,2 12

Mg-kalk - korna›1) 32.216 33.212 36.902 20,5 12

1) Einnig fáanlegur í 40 kg plastpokum á 8% hærra ver›i en í ver›töflu2) Í 40 kg pokum 3) Í 25 kg pokum, 1.225 kg á hverju bretti *Klórsnau›ur, fl.e. Inniheldur <2%ClÁbur›urinn er í 600 kg sekkjum nema annars sé geti›.

Yara ábur›urEinkorna gæ›aábur›ur

3% sta›grei›sluafsláttur til 15. febrúar 2008Ábur›arkaup eru vaxtalaus til 15.maí 2008Grei›sludreifing sni›in a› flörfum kaupanda

Sölufulltrúar

Page 10: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200810

Allmiklar umræður hafa orðið um lagafrumvörp sem Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráð-herra hefur lagt fram á þingi og snerta matvælalöggjöfina. Merkustu nýmæli frumvarpsins er að heimilt verður frá haustinu 2009 að flytja inn hrátt kjöt og önnur óunnin matvæli. Jafnframt því verða gerðar róttækar breyt-ingar á öllu eftirliti með hrein-læti og heilbrigði í matvælafram-leiðslu. Slíkt snertir að sjálfsögðu landbúnaðinn allra mest.

Að baki frumvarpanna eru í raun tveir lagabálkar sem eru hluti af regluverki Evrópusambandsins. Annars vegar er það svonefnd-ur 1. kafli Viðauka I við EES-samninginn en við gildistöku samn-ingsins árið 1994 fengu Íslendingar undanþágu frá ákvæðum hans hvað varðar búfjárafurðir og lifandi dýr. Ákvæði kaflans um sjávarafurðir hafa hins vegar verið í gildi og eru í raun forsenda útflutnings á þeim til Evrópulanda. Nú er ætlunin að þessi kafli taki til búfjárafurða hér á landi, að því frátöldu að við verð-um áfram undanþegin ákvæðum um dýraheilbrigði og flutning líf-dýra og erfðaefnis.

Hins vegar er svo matvælalög-gjöf Evrópusambandsins sem er lagabálkur um framleiðslu matvæla og dýrafóðurs og opinbert eftirlit með slíkri framleiðslu. Þar eru líka reglur um innflutning dýraafurða frá ríkjum utan EES-svæðisins og samkvæmt þeim mun Ísland þurfa að koma upp landamærastöðvum þar sem slíkar afurðir verða skoð-aðar. Eftir þá skoðun er hægt að flytja þær hvert sem er innan EES-landanna. Slíkar stöðvar eru til og hafa eftirlit með fiskafurðum en nú bætast við búfjárafurðir og fóður.

Munurinn á þessum tveimur lagabálkum er fyrst og fremst sá að Viðauki I er hluti af fjórfrels-inu svonefnda sem á að tryggja frjálst vöruflæði á innri markaði EES. Matvælalöggjöfin er hins vegar nýleg smíð og mótast mjög af reynslu Evrópuríkja af barátt-unni við kúariðu, gin- og klaufa-veiki og aðra heilbrigðisvá á und-anförnum árum. Henni er fyrst og fremst ætlað að vernda neytandann og tryggja honum góð og heilbrigð matvæli.

Viðbótartrygging gagnvart salmonellu

Afnám banns á innflutningi á hráu kjöti og öðrum óunnum búvörum snertir fyrst og fremst framleiðend-ur lamba-, svína- og kjúklingakjöts. Eftir gildistöku laganna verður ekki lengur hægt að banna innflutning kjöts á grundvelli heilbrigðisreglna. Kjöt sem hlotið hefur heilbrigð-isvottun í einu landi EES á að geta ferðast frjálst um allt svæðið.

Á þessu er sú undantekning að íslensk stjórnvöld geta farið fram á svonefnda viðbótartryggingu gagnvart kjöti sem gæti innihaldið salmonellu. Sú regla er til komin vegna baráttu Dana og Svía sem hafa komist að því að stór hluti þess alifuglakjöts sem þeir flytja inn frá löndum sunnar í álfunni er sýktur af salmonellu. Stjórnvöld í Danmörku og Svíþjóð gátu vísað til mun betra ástands og eftirlits með salmonellu í kjúklingaframleiðslu en virðist viðhaft sunnar í álfunni. Það gildir vissulega um Íslands

því hér er salmonella að heita má óþekkt í kjúklingaframleiðslu.

Annað eftirlit með innflutningi á hráu kjöti, mjólk og eggjum fell-ur niður. Áfram verður hins vegar haldið uppi hefðbundnu markaðs-eftirliti á vegum heilbrigðisnefnda sveitarfélaga. Matvælastofnun mun einnig annast eftirlit með innfluttum matvælum sem koma frá löndum utan Evrópu. Ef við hugsum okkur að íslenskt fyrirtæki vilji flytja inn nýsjálenskt lambakjöt eða argent-ínskt nautakjöt verður að skoða það sérstaklega, svo fremi það hafi ekki haft viðkomu í öðru EES-ríki og verið skoðað þar.

Það eru einnig nýmæli að í þess-um lögum er eftirlit með matvæl-um og fóðri samræmt og sinnt á sama stað. Því má bæta við að eftir gildistöku laganna munu gilda regl-ur ESB um innflutning á matvæl-um úr erfðabreyttum lífverum og þar sem vaxtarhormónar hafa verið notaðir við framleiðsluna.

Svo til allir starfsleyfisskyldirLögin hafa einnig þau áhrif að íslensk sláturhús þurfa ekki leng-ur að sækja um sérstaka vottun til þess að fá að flytja út kjöt til Evrópu. Á móti kemur að öll mat-vælafyrirtæki verða að sækja um starfsleyfi (að grænmetisfram-leiðendum frátöldum, þeim nægir að tilkynna Matvælastofnun um starfsemi sína). Samkvæmt gild-andi lögum þurfa þeir sem stunda nautgripa-, svína- og alifuglarækt að hafa starfsleyfi en sauðfjár- og hrossaræktendur ekki. Nú verður því breytt og þeir sem stunda sauð-fjár- og hrossarækt í atvinnuskyni til matvælaframleiðslu skulu vera starfsleyfisskyldir.

Frá þessu er hægt að veita und-anþágu þegar í hlut eiga tómstunda-bændur sem ekki halda sauðfé, geitfé og hross í ágóðaskyni heldur sér til ánægju. Þeir verða þó eftir sem áður skyldir til að vera með sín dýr á skrá hjá viðkomandi búfjár-eftirliti og lúta öllum öðrum lögum og stjórnvaldsfyrirmælum, svo sem um einstaklingsmerkingar og fleiri atriði sem varða dýraheilbrigði og dýravernd og heilbrigði sláturdýra,

kjósi þeir að senda dýr til slátrunar.

Eftirlit og þjónusta dýralækna aðskilin

Þessir lagabálkar verða væntanlega að lögum í vor og taka gildi í áföng-um fram til haustsins 2009. Tíminn fram að því verður notaður til að breyta íslensku laga-, regluverðar- og stofnanaverki og laga það að Evrópureglum. Þar verður veruleg breyting á, ekki síst hvað varðar starfsemi dýralækna.

Samkvæmt frumvarpinu verð-ur dýralæknaumdæmum fækkað úr 16 í 6 og vaktumdæmum úr 15 í 10. Þarna er í raun verið að stíga til fulls skrefið sem hafið var með breytingum á lögum um dýralækna-

þjónustu frá 1998. Markmiðið er að aðskilja eftirlits- og þjónustuhlut-verk dýralækna. Störf þeirra sem gegna báðum þessum hlutverkum verða lögð niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir um þetta:

„Ólíklegt er að dýralæknar fáist til starfa þar sem dýrafjöldi er takmarkaður og verkefni við lækningu dýra fremur fá. Til að ná markmiðum greinarinnar um að tryggja dreifðum byggðum reglubundna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu verður að stuðla að því að fyrir hendi verði nauðsynleg starfsaðstaða fyrir sjálfstætt starf-andi dýralækna á Snæfellsnesi, í Dalasýslu, á Vestfjörðum, í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum, í Suður-og Norður-Þingeyjarsýslum, í Norður- og Suður-Múlasýslum og í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum. Jafnframt þarf hið opinbera að greiða einhverja staðaruppbót og/eða kostnað við ferðir dýralækna á þessum stöðum. Að öðrum kosti er ekki tryggt að dýralæknaþjónustan verði nægileg til að tryggja heilbrigði og velferð dýra.“

Margt óljóstÞað sem hér er skráð er einkum haft eftir þeim Baldri Erlingssyni lög-fræðingi sjávarútvegs- og landbún-aðarráðuneytis og Jóni Gíslasyni forstjóra Matvælastofnunar en þeir héldu kynningarfund um frumvörpin fyrir starfsmenn Bændasamtakanna á dögunum.

Þegar starfsmenn spurðu út í nánari framkvæmda- og útfærslu-atriði kom í ljós að mikið verk ef óunnið við að hrinda þessu nýja kerfi í framkvæmd. Baldur tók það skýrt fram að laga þurfi fram-kvæmdina að íslenskum aðstæð-um og að ekki stæði til að íþyngja bændum og öðrum sem starfa að matvælaframleiðslu með óþarflega ströngu eftirliti og skriffinnsku. Hann sagði að í raun væri þessi evrópska löggjöf mjög praktísk í eðli sínu og miðaðist við að hægt sé að halda uppi virku en áreynslulitlu eftirliti, neytendum og framleið-endum til hagsbóta.

Það kom einnig fram í máli þeirra að mörgum spurningum er ósvarað um kostnaðinn sem af þess-um breytingum hlýst. Áætlað er að kostnaður við innleiðingu regln-anna aukist í rúmlega 100 milljónir króna á ári fram til 2010 en verði á því rólinu eftir það. Ljóst er að á endanum verða það neytendur og skattgreiðendur sem standa undir kostnaðinum, en hvernig honum verður deilt út er stjórnmálamanna að ákveða.

–ÞH

Helstu breytingarÍ greinargerð með lagafrumvarpi um innleiðingu matvælalöggjaf-ar ESB eru helstu breytingar sem af henni leiðir taldar upp:A. Frelsi til innflutnings búfjárafurða mun aukast. Búfjárafurðir fá

sömu lagalegu stöðu hvað heilbrigðisreglur varðar og fiskur og fiskafurðir hafa haft. Hluti þeirra vörutegunda sem áður hefur verið óheimilt að flytja til landsins eða einungis er heimilt að flytja inn með sérstakri heimild mun verða heimilaður á grundvelli heilbrigð-iskrafna EES-löggjafar. Samkvæmt hinni nýju löggjöf verður Ísland hluti af innri markaði ESB hvað matvæli varðar, en ekki þriðja ríki eins og hingað til hefur verið og settar verða upp landamærastöðvar vegna kjöt- og mjólkurvara eins og gert hefur verið með fisk.

B. Á Íslandi verður áfram heimilt að fóðra jórturdýr með fiskimjöli þrátt fyrir gildandi bann þess efnis innan ESB.

C. Ekki verður þörf á að fjarlægja áhættuvefi við slátrun þar sem Ísland er laust við kúariðu.

D. Ísland getur áfram bannað innflutning á beina-, blóð- og kjötmjöli. E. Ísland þarf að innleiða sérstakar reglur sem varða líflömb á bæi þar

sem skorið hefur verið niður vegna riðu. F. Ekki er gert ráð fyrir að reglur um dýravernd verði teknar yfir, nema

hvað varðar aðbúnað og aðferðir við slátrun dýra. G. Ekki er vikið frá banni Íslands á innflutningi lifandi dýra þar sem

enn eru talin standa rök til slíks banns á grundvelli heilbrigðisá-stæðna.

H. Breytingin hefur engin áhrif á það fyrirkomulag sem er við lýði á innflutningi búfjárafurða að því er varðar tolla.

Sex dýralæknaembættiEins og fram kemur verður dýralæknaembættum fækkað úr 16 í 6 og verða þau sem hér segir: 1. Suðvesturumdæmi. Óbreytt umdæmi frá núgildandi fyrirkomulagi. 2. Vesturumdæmi. Þar eru fjögur umdæmi felld saman í eitt. Land-

fræðileg mörk eru eðlileg og samgöngur góðar nema á Vestfjörðum. Í umdæminu er ekkert sláturhús, talsverður kúabúskapur og sauð-fjárrækt, sæðingastöð, einangrunarstöð fyrir frjóegg, bólusett er við garnaveiki í sumum hlutum umdæmisins. Á Vestfjörðum er búskapur frekar dreifður. Þar er sjúkdómastaða góð (ekki riða og ekki garnaveiki) svo að eftirlitsverkefni eru ekki mikil. Verkefni eru fyrir héraðsdýralækni og eftirlitsdýralækna í umdæminu.

3. Norðvesturumdæmi. Felld eru saman tvö umdæmi miðað við núgildandi fyrirkomulag. Landfræðilega er skiptingin eðlileg, sam-göngur góðar. Skilin gagnvart Norðurlandsumdæmi eystra ættu að ráðast af því hvernig samgöngur eru bestar. Í umdæminu eru þrjú stór sauðfjársláturhús þar sem einnig er slátrað stórgripum. Sláturhúsin eru öll með útflutningsleyfi og krefjast stöðugrar við-veru eftirlitsdýralæknis í sauðfjársláturtíð og þegar stórgripum er slátrað til útflutnings. Kúabúskapur er allnokkur og mikill sauð-fjár- og hrossabúskapur. Riðu- og garnaveikisvæði. Þörf er á hér-aðsdýralækni og eftirlitsdýralæknum.

4. Norðausturumdæmi. Tvö umdæmi eru felld saman í eitt miðað við núgildandi kerfi. Fjögur sláturhús, mikill kúabúskapur, sauð-fjárrækt, svínarækt og alifuglarækt. Verkefni fyrir héraðsdýralækni og eftirlitsdýralækna. Landfræðileg skipting er eðlileg, umdæmið er stórt en samgöngur frekar góðar.

5. Austurumdæmi. Þrjú umdæmi felld saman í eitt. Landfræðilega er þetta stórt umdæmi, samgöngur allgóðar, tvö sláturhús, hrein-dýrakjötpökkunarstöð, ferjuhöfn, riðu- og garnaveikibólusetning. Verkefni fyrir héraðsdýralækni og eftirlitsdýralækna.

6. Suðurumdæmi. Óbreytt nema Skaftárhreppur fellur undir það. Landfræðilega fellur hann betur að Suðurumdæmi en að Austurum-dæmi.

Matvælalöggjöf ESB leidd í íslensk lög

Innflutningur á hráu kjöti heimilaðuren margt óljóst í framkvæmdinni

Baldur Erlingsson lögfræðingur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og Jón Gíslason forstjóri Matvæla-stofnunar kynntu nýju matvælalöggjöfina fyrir starfsmönnum Bændasamtaka Íslands. Ljósm. tb

Page 11: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200811

Reykjalundur er rótgróið fyrirtæki og á sér langa sögu í framleiðslu á plast-vörum. Fyrirtækið hefur nú í seinni tíð aukið þjónustu á öðrum sviðum t.d. í plastfittings, dælubúnaði hverskonar, gólfhitakerfum svo fátt eitt sé talið.

Reykjalundur framleiðir hina kunnu Búreks girðingastaura sem hafa notið mikilla vinsælda og reynst vel í margbreytileika íslensks veðurfars og landslags. Einnig býður Reykjalundur paströr, allt frá hefðbundnum vatnsrörur til röra, sem henta vel til ræsagerðar.

Starfsmenn söludeildanna í Mosfellsbæ og á Akureyri veita ráðgjöf við efnisval ásamt frekari upplýsingar um vörur og þjónustu Reykjalundar.

Aukin þjónustaReykjalundarum allt land

PLASTRÖR, DÆLUR, FITTINGS, RAFGIRÐINGAR

Þórsstíg 4, 600 Akureyri, sími 460 1760, 270 Mosfellsbær, sími 530 1700, [email protected]

Starfsmenntanám· Blómaskreytingar

· Búfræði

· Garðyrkjuframleiðsla

· Skógur og umhverfi

· Skrúðgarðyrkjubraut

www.lbhi.is

Háskólilífs og lands

Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní

Deutz FahrLauskjarna samstæðaÁrgerð 2004

Krone 1500 Vario PackÁrgerð 2000

Krone 1500 Comby PackÁrgerð 2002

Nýjar og notaðar

Vélar

Velgerdobble action rúllusamstæðaÁrgerð 2004

McCormick CX 105Árgerð 2006340 tímar

McCormick MTX 140Árgerð 2005Ekin 1425 tímaStoll F51 ámoksturstæki

McCormick MC 115Árgerð 2005 takkaskipt,ekin 1376 tímaStoll Róbust 30 tæki.

McHale Fusion rúllusamstæðaÁrgerð 2004

FramfarafélagDalvíkurbyggðar

Málþing um ræktarland og nýtingu þess

Framfarafélag Dalvíkurbyggðar mun standa fyrir málþingi um ræktarland og nýtingu þess, að Rimum í Svarfaðardal laug-ardaginn 26. apríl nk.

Mikil umræða hefur verið um ræktarland og nýtingu þess á und-arförnum árum. Alls er talið að um 6% af flatarmáli Íslands sé gott ræktunarland. Ónotað ræktunar-land hefur ekkert sérstakt verðgildi í samfélaginu, þótt það geti orðið mikils virði í framtíðinni. Nýting lands er að breytast mjög hratt. Sumarbústaðaland er í háu verði einkum þó í nágrenni þéttbýlis. Landeigendur sækjast eðlilega eftir því að selja land undir sumarbú-staði. Land sem bútað er niður í sumarbústaðalóðir verður aldrei akur eða tún eftir það.

Í kjölfar þess að jarðir víða um land fara úr ábúð og komast í hendur aðila sem ekki ætla sér að nýta túnin til hefðbundinna nytja, hafa vaknað spurningar um hvaða aðrir nýtingarmöguleika en til fóð-urframleiðslu séu fyrir hendi. Íbúar í Dalvíkurbyggð hafa ekki farið varhluta af þessari þróun í byggða- og atvinnumálum, og mörg tún sem flokkast undir góð ræktarlönd standa í sinu og eru ónýtt.

Nú er vinna við aðalskipulag fyrir Dalvíkurbyggð á lokastigi og þar er verið að skilgreina landbún-aðarland og flokkun ræktarlands eftir gæðum, með það fyrir augum að setja ákvæði um gott ræktar-land.

Um þessi mál á málþingið að snúast og munu frummælendur sem hafa sérþekkingu á þessu sviði koma og velta upp möguleikum og tækifærum sem eru í stöðunni og vonandi svara eftir bestu getu eft-irfarandi spurningum:

Hvernig á að nytja tún sem standa ónýtt í dag? Eru fleiri möguleikar en að rækta gras og korn? Hvar er æskilegt að rækta skóg og hvar ekki? Þarf ekki að huga að flokk-un ræktarlands og tryggja að góðir akrar verði ekki teknir undir óafturkræf önnur not, s.s. frístundabyggð eða stórfellda skógrækt?

Frummælendur á fundinum verða þau Ingvar Björnsson, jarð-ræktarráðunautur á Búgarði, Krist-ín Þóra Kjartansdóttir, sagnfræð-ingur og starfsmaður Sólskóga í Kjarna og Hrefna Jóhannsdóttir skógfræðingur á Norðurlandi og starfsmaður á rannsóknarsviði hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá.

Page 12: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200812

Til stendur að hefja tilrauna-ræktun á hampi í Eyjafirði í vor og er þess nú beðið að fræ ber-ist til landsins. Sveinn Jónsson, kenndur við Kálfsskinn, er einn eigenda fyrirtækisins Hamp Tech Global Warming, sem stendur að tilrauninni, en með honum eru þeir Haraldur Ólafsson og Valgeir Rögnvaldsson. Sveinn óttast mest að kalt vor norðan heiða setji strik í reikninginn og segir að þeir félagar séu því um þessar mundir að skima eftir heppilegum svæðum til hamp-ræktar á Suðurlandi. „Veðráttan skiptir öllu máli í þessu og það er mikilvægt að koma fræinu snemma niður,“ segir hann.

Sveinn segir ætlunina að vera með tilraunareit við Möðruvelli í Hörgárdal, en þar séu aðstæður ákjósanlegar; sumrin hvað heitust hér á landi og þó svo að stundum

frysti snemma hausts þá geri það ekki mikið til, plantan sé mjög frostþolin.

Sveinn segir Valgeir félaga sinn hafa fylgst með hampræktun í Norður-Svíþjóð um tveggja áratuga skeið og hafi kynnt hugmyndina, hann hafi langað að prófa hvort unnt væri að rækta hamp hér á landi. „Hér er til þess að gera langt sumar og birtan mikil, það gerir minna til þó ekki sé mjög hlýtt,“ segir Sveinn. Hann nefnir að hamp-ur sé mjög orkurík planta og til séu af henni margir stofnar. Nái hún að þroskast yfir sumarið megi vinna úr fræjum hennar olíu og þá sé plant-an sjálf nýtt til margra hluta, til iðn-aðar af ýmsu tagi og fóðrunar, svo dæmi séu tekin.

„Því er algjörlega ósvarað hvort plantan þrífst yfirhöfuð hér á landi, en það langar okkur að vita og ýtum þessu verkefni því úr vör,“ segir

Sveinn. Þá viti menn heldur ekki hversu miklar afurðir hennar komi til með að verða, þrífist hún á annað borð. „Við erum að þessu fyrst og fremst til að kanna hvort hún þrífst hér og þá líka til að fá vitneskju um, hversu mikla olíu megi vinna úr fræjum hennar,“ segir hann.

Alls verða sett niður 6 afbrigði að Möðruvöllum í tilraunaskyni en eins ætla menn, að sögn Sveins, að prófa ræktun á nokkrum hekturum lands í Eyjafirði; við Kálfsskinn, í Svarfaðardal og Eyjafjarðarsveit. „Við erum í startholunum, bíðum eftir fræinu og því að hlýni, þá förum við af stað,“ segir Sveinn galvaskur en til vara, láti vorið bíða eftir sér, horfa menn til þess að hefja ræktun á Suðurlandi. „Við erum að skima eftir heppilegu svæði þar,“ segir hann.

Sveinn segir nauðsynlegt að kanna hvaða plöntur sé hægt að rækta hér á landi; hlýnandi veðurfar geri að verkum að tegundum hafi fjölgað. Hann segir mikinn áhuga meðal bænda á t.d. kornrækt, en á tímum þegar aðföng kosti mikla fjármuni leiti menn leiða til að styrkja búskap sinn og finna hag-kvæmar lausnir við búreksturinn.

MÞÞ

Bolvíkingar eru með stórátak í gangi í ferðamannaþjónustu. Við úthlutun styrkja vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórn-arinnar á sviði ferðaþjónustu fékk Bolungarvíkurkaupstaður 5 milljóna króna styrk til annars-vegar móttöku ferðamanna og hins vegar vistvænnar ferðaþjón-ustu. Þá fékk Vestursigling ehf. í Bolungarvík 1,5 milljónir króna til uppbyggingar ferðaþjónustu-klasa á staðnum.

Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir í samtali við Bændablaðið að Bolvíkingar stefni að Green Globe vottun, enda hafi þeir til þess góð tækifæri. Þetta sé samt langt verkefni, þar sem stefnt sé að Green Globe vottun á öllu sem Bolvíkingar geri á þessu sviði.

Vilja ná sérstöðu„Við erum líka að sækja í það að ná einhverri sérstöðu og munum m.a. ráða ferðamálafulltrúa til að vinna að þessu með okkur í sumar. En varðandi móttöku ferðamanna ætlum við að koma upp tjaldsvæði hér og í Skálavík. Við höfum verið að byggja þetta upp hægt og rólega, en ekki haft efni á að ljúka við það og því koma þessir styrkir sér vel,“ segir Grímur.

Fjölgun ferðamannaHann segir komu ferðamanna til Bolungarvíkur hafa aukist mjög hin síðari ár. Sjóminjasafnið Ósvör dregur mikið að, eins og sjá má

af því að í fyrra komu um 10 þús-und manns að skoða Ósvörina. Þá hefur náttúrugripasafnið verið tekið í gegn og margir komið til að skoða það. Vatnsrennibrautin við sundlaugina er sú eina á öllum Vestfjörðum og hún dregur að. Margir koma til að skoða Bolafjall og Skálavík, sem er einstök perla að sögn Gríms. Miðstöð fyrir siglingu til Jökulfjarðanna er í Bolungarvík og um 3 þúsund manns fara árlega í þessar siglingaferðir. Þá er verið að byggja upp veitingahús og gisti-rými hefur verið aukið.

„Við erum því að vinna að því að geta tekið sómasamlega á móti þeim fjölda, sem kemur hingað í heimsókn,“ segir Grímur Atlason bæjarstjóri. S.dór

Grímur Atlason, bæjarstjóri

Bolvíkingar með átakí ferðamannaþjónustu

„Viljum vita hvort hamp-ur þrífst hér á landi“

Skil á búreikningum til Hag-þjónustu landbúnaðarins er hluti af árlegri hagtölusöfn-un í landbúnaði. Uppgjör bú-reikninga er m.a. notað við gerð samninga á milli ríkis og bænda, við gerð rekstraráætlana, bún-aðarkennslu og margt fleira. Búreikningar vegna ársins 2007 eru þegar teknir að berast til Hagþjónustunnar, en einstakling-ar í rekstri geta skilað framtölum í síðasta lagi 31. maí n.k. Með hliðsjón af því er ákjósanlegt að búreikningar berist Hagþjónustu landbúnaðarins um svipað leyti, eða eigi síðar en 20. júní.

Þegar senda á búreikning úr dkBúbót til Hagþjónustunnar, er valið Verkfæri í valröndinni (sem kemur upp á skjáinn) og síðan Gagnaflutningar-dkBúbót-Hag-þjónusta landbúnaðarins. Þá er valið bókhaldstímabil (2007) og ákveðið hvernig ganga á frá gögn-unum. Best er að senda gögnin sem viðhengi í tölvupósti á netfangið [email protected] en einnig er hægt að vista gögnin á disk eða diskettu og

senda á Hagþjónustuna. Mikilvægt er að slá inn viðbót-

arupplýsingar sem ekki koma fram í bókhaldinu. Hér er um að ræða: Rekstrarform búsins, ársverk, tún-stærð, stærð grænfóður- og korn-akra, aldur bænda, lömb til nytja, greiðslumark og heyuppskeru í fóðureiningum. Í þeim tilvikum sem forritið hefur ekki verið notað til að gera skattframtal en nota á forritið til að skila búreikning til Hagþjónustunnar, er mikilvægt að fylltar séu út bústofnsupplýsingar sem sjá má á bls. 4.08r2 (bústofns-blaði) í framtali.

Við þennan gagnaflutning birt-ir forritið á skjánum, samanlagðar niðurstöðutölur nokkurra tekju-lykla og því magni og þeim fjölda sem tengjast þeim. Til þess að hægt sé að senda reikninginn áfram þarf að staðfesta (haka við) að upplýs-ingar séu réttar.

Nánari upplýsingar veitir Ingi-björg Sigurðardóttir hjá Hag-þjónustu landbúnaðarins í síma 433-7084. Netfang: [email protected].

Skil á búreikningum vegna ársins 2007 til Hagþjónustu landbúnaðarins

Nýr starfsmaður hjá út-gáfu- og kynningarsviði BÍ Sigurður Már Harðarson hóf störf hjá útgáfu- og kynningar-sviði Bændasamtakanna um síð-ustu mánaðamót en Erla Hjördís Gunnarsdóttir blaðamaður er í árslöngu fæðingarorlofi. Sigurður hefur m.a. starfað við umbrot og blaðamennsku ásamt því að stunda ýmis ritstörf. Hann er með BA-próf í heimspeki og bókmenntafræði frá HÍ og framhaldsnám í hag-nýtri fjölmiðlun frá sama skóla. Viðfangsefni Sigurðar verða eink-um umsjón með vefjunum bondi.isog bbl.is auk þess sem hann skrifar í Bændablaðið og sinnir umbroti. Netfang Sigurðar er [email protected]. Bændasamtökin bjóða Sigurð Má velkominn til starfa.

Nýr starfsmaður á ráðgjafarsviði BÍ

Berglind Ósk Óðinsdóttir hóf störf hjá Bændasamtökunum í mars sl. Hún verður í hlutastarfi fyrst um sinn og viðfang hennar verður inn-leiðing nýja norræna fóðurmats-

Berglind stundar jafnhliða meistaranám í fóðurfræði við LbhÍ sem hún stefnir að því að ljúka síðar á árinu. Síðastliðið ár stund-aði hún nám við Norska landbún-aðarháskólann UMB á Ási í Nor-egi.

Við bjóðum hana velkomna til starfa.

Sveinn Jónsson bóndi og athafna-maður í Kálfsskinni á Árskógs-strönd.

Sparisjóður Þórshafnar og ná-grennis hefur í hyggju að loka af-greiðslu sinni á Bakkafirði frá og með næstu mánaðamótum. Ástæð-ur þess eru að sögn þær, að viðskipti hafi ekki þróast í takt við væntingar og að sá starfsmaður, sem sinnt hafi afgreiðslunni á Bakkafirði, muni láta af stöfum í lok þessa mánaðar.

Hreppsnefnd Langanesbyggðar

hvetur forráðamenn sparisjóðsins til að skoða þann möguleika til hlít-ar að halda áfram opinni afgreiðslu á Bakkafirði og hefur nefnt að það mætti til dæmis gera með mönnun frá Þórshöfn. „Því er hins vegar sýndur skilningur að eitthvað kunni að þurfa að draga úr þjónustunni frá því sem nú er,“ segir í bókun hreppsnefndar.

Fyrstu helgi sumars, dagana 24. til 27. apríl nk. verður mikið um dýrðir í Skagafirði fyrir hesta-menn því þá verða haldnir hinir árvissu alþjóðlegu hestadag-ar, Tekið til kostanna. Verður dagskráin vönduð og fjölbreytt alla dagana. Á sjálfum hesta-sýningunum er lögð áhersla á nýbreytni og fagmennsku hvað varðar reiðmennsku og sýn-ingahald.

Þá verður þetta árið boðið upp á reiðkennslusýningar frá Háskól-anum á Hólum, kynbótasýningar, opið hús á hrossaræktarbúum og kvöldsýningar sem eru hápunktur dagskrárinnar. Einnig munu nem-endur allra grunnskóla í Skaga-firði opna myndlistasýningu um þarfasta þjóninn í Reiðhöllinni Svaðastöðum, Sauðárkróki.

Alla dagana verður opið kaffi-hús í Reiðhöllinni í anda Matar-kistu Skagafjarðar.

Á dagssýningunum, fimmtudag-inn 24. apríl og laugardaginn 26. apríl, stendur Hólaskóli fyrir eft-irfarandi kennslusýningum og er aðgangur á þær ókeypis.

Leiðrétting reiðhestsins: Kennarar og nemendur Háskól-ans á Hólum taka við hestum sem þarfnast leiðréttingar og sýna áhorfendum hvaða aðferðum má beita til að takast á við mismun-andi vandamál hverju sinni.

Kennslusýning reiðkennara-brautar Háskólans á Hólum: Á sýningunni kynna nemendur og kennarar fagleg vinnubrögð við tamningar og þjálfun.

Kvöldsýningarnar föstudags-kvöldið 25. og laugardagskvöldið 27. apríl eru hápunktur hátíðarinn-ar. Í undirbúningi eru margskonar sýningaratriði með bestu hestum og knöpum landsins. Auk þeirra verða settir upp nokkrir leikþætt-ir sem fjalla um æviferil manns og samneyti hans við þarfasta þjóninn. Að gerð og uppsetningu leikþáttanna koma Arna Björg Bjarnadóttir sem skrifar handritið, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, leikstjóri og Stefán Gíslason söng-stjóri. Þátttakendur í sýningunni eru sr. Hannes Örn Blandon, söng-

menn og fjölmargir leikendur. Sama sýning er bæði kvöldin.

Sala aðgöngumiða fer fram í

forsölu. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á www.horse.is/ttk.

Tekið til kostanna í Skagafirði

Æfingar fyrir hátíðina eru í fullum gangi. Háskólinn á Hólum stendur fyrir kennslusýningum yfir daginn en á kvöldin verða stórsýningar með fjölbreyttum dagskráratriðum þar sem fram koma bestu hestar og knap-ar landsins. Hesturinn á myndinni heitir Vindur og knapi er Christina. Ljósmynd: Herdís Reynisdóttir.

Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis

Fyrirhugað að loka afgreiðslu á Bakkafirði

Page 13: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200813

Það fyrsta sem mætti fundar-mönnum á aðalfundi Lands-samtaka sauðfjárbænda var sú ákvörðun stjórnar að hækka við-miðunarverð á dilkakjöti um 98 krónur að lágmarki. Þessi hækk-un kom bændum þægilega á óvart þótt flestir hefðu átt von á því að allnokkur hækkun yrði á verðinu í ljósi þeirra mikla verðhækkana á aðföngum, ekki síst áburði, sem orðið hafa að undanförnu.

Samkvæmt samþykktinni á við-miðunarverðið að fela í sér að verð á dilkakjöti til sauðfjárbænda hækki að lágmarki um 98 krónur á kíló miðað við vegið meðalverð árs-ins 2007. Það þýðir að vegið með-alverð á dilkakjöti innanlands þarf að fara upp í 461 kr. á kíló. Þetta jafngildir 27% hækkun viðmið-unarverðsins. Verð fyrir dilkakjöt til útflutnings þarf að sama skapi að fara upp í 335 kr. á kíló.

Útflutningsskyldan framlengd?Jóhannes Sigfússon formaður LS setti aðalfundinn með ræðu þar sem hann fór yfir sviðið í sauðfjárrækt-inni á liðnu ári. Reksturinn hefur að sjálfsögðu dregið dám af ástand-inu í íslensku efnahagslífi þar sem verðbólga er á uppleið, „vaxtakjör sem bjóðast með þeim hætti að hreint okur má kallast og hækkanir á innfluttum rekstrarvörum til land-búnaðar stórfelldari en við höfum trúlega nokkru sinni staðið frammi fyrir“.

Í þessari stöðu taldi Jóhannes einsýnt að fresta bæri niðurfellingu útflutningsskyldu af dilkakjöti og fara ekki í frekari tollalækkanir á innfluttu kjöti eða mjólkurvörum. „Frestun á niðurfellingu útflutn-ingsskyldunnar er að flestra dómi sjálfsögð aðgerð nú, miðað við gjörbreyttar forsendur frá því síð-asti sauðfjársamningur var undirrit-aður,“ sagði Jóhannes.

Einar K. Guðfinnsson landbún-aðarráðherra var meðal þeirra gesta sem ávörpuðu aðalfund LS og hann ræddi einnig um útflutningsskyld-una en taldi ýmis tormerki á því að rífa upp sauðfjársamning sem tók gildi um síðustu áramót.

Hnípin þjóð í vandaJóhannes formaður gerðist hins vegar nokkuð heimspekilegur í ræðu sinni. Í miðri ræðu baðst hann

afsökunar á því að tala „eins og hvert annað markaðshyggjudýr“ sem væri honum alls ekki tamt. Síðan sagði hann:

„Þegar glæsihallir nýríkra útrás-arburgeisa hrynja eins og spilaborg-ir ein af annarri og herkostnaðurinn í formi erlendrar skuldasöfnunar verður að drápsklyfjum í einu vet-fangi stendur „hnípin þjóð í vanda“. Er þá ekki nærtækt að spyrja hver séu hin raunverulegu verðmæti þjóðarinnar sem mölur og ryð fá ekki grandað? Eru það ekki einmitt þær stórkostlegu auðlindir sem við eigum, bæði til sjávar og sveita, til að brauðfæða okkur sem allra mest af eigin rammleik. Sá sem þarf sér brauðs að biðja heldur aldrei reisn sinni til lengdar. Það er alla vega keppikefli okkar sauðfjárbænda og sameiginleg hugsjón að nýta gæði landsins sem best, en þó á sjálf-bæran hátt, til að framleiða holl og ómenguð matvæli sem þjóðin getur verið stolt og ánægð með að hafa nægan aðgang að.“

Opið fjós að Mýrum 3Fimmtudaginn 17. apríl n.k. verður fjósið að Mýrum 3, Heggstaðanesi, 531 Hvammstanga, opið milli kl. 13-17.

Fjósið er hannað fyrir 70 mjólkurkýr auk geldneyta. Það var tekið í notkun 19. ágúst sl. og byggt við eldra fjós frá 1988. Framkvæmdir hófust sumarið 2006. Húsið er stálgrindahús á steyptum mykjukjallara. Stálgrind og klæðning er frá Stálbæ.

Þann 6. des var DeLaval mjaltaþjónn frá Vélaver gangsettur. Gólfbitar, innréttingar og básadýnur eru frá Líflandi. Fóður kemur einnig frá Líflandi en er með heilfóður-vagni. Síðar er stefnt á að fá fóð-urkerfi. Gluggar, loftræsting, lýs-ing og básadýnur fyrir geld kýr eru frá Landstólpa. Fulltrúar frá Vélaveri, Líflandi og Landstólpa verða á opnu fjósi að Mýrum á fimmtudaginn nk.

H ö n n u ð u r fjóssins var Ívar Ragnarsson.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda

Viðmiðunarverð hækkað um 98 kr.

Myndirnar tók TB á aðalfundinum og í hátíðarkvöldverðinum að fundi loknum. Fundurinn var haldinn í Bændahöllinni.

Flóaskóli er nýbúinn að end-urnýja um helminginn af hús-gögnunum í skólanum. Þegar skólastjórnendur voru að velta því fyrir sér hvað ætti að gera við gömlu húsgögnin, borðin og stólana, datt Guðmundi Jóni Sigurðssyni, umsjón-armanni fasteigna hjá Flóahreppi, í hug að gefa þau til Rauða krossins.

Það gekk eftir; Örn Ragnarsson, verkefna-stjóri hjá Rauða kross-inum, mætti í skólann á flutningabíl og tók öll húsgögnin sem skólinn þurfti að losa sig við.

„Við erum mjög ánægð með þessa gjöf frá Flóaskóla, hús-gögnin eiga eftir að koma sér vel í barnaskóla í Malavíu í Afríku sem er verið að byggja upp. Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja aðra skóla sem þurfa að losa sig við hús-

gögn að láta okkur vita, þau koma sér alltaf vel á þeim svæðum þar sem við erum að störfum. Þá vant-ar skólana í Afríku oft liti, papp-ír, blýanta og önnur námsgögn,“ sagði Örn í samtali við blaðið. MHH

Flóaskóli gaf stóla og borð til skóla í Afríku

Í Flóaskóla eru 58 börn í 1.-7. bekk.

Nemendurnir hjálp-uðust að við að bera

húsgögnin, 40 borð og 30 stóla, út í flutninga-

bíl Rauða krossins.

Page 14: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200814

Sverrir Heiðar Júlíusson, sem er búsettur á Hvanneyri og starfs-maður Landbúnaðarháskóla Íslands, er líklegast yngsti karl-maður á Íslandi sem greinst hefur með blöðruhálskirtilskrabba-mein. Krabbameinið greindist síð-asta sumar og hefur Sverrir verið í meðferð síðan. Sverrir Heiðar samþykkti að segja sögu sína í til-efni af átaki Krabbameinsfélags Íslands, Karlmenn og krabba-mein, því honum finnst nauðsyn-legt að koma skilaboðum til kyn-bræðra sína þegar krabbamein er annars vegar.

Alltaf haft gaman af því að kennaSverrir Heiðar er fæddur í Skógum á Þelamörk í Hörgárdal þann 1. maí 1967 og var þar fyrstu æviárin, en er að mestu grunnskólagenginn í Hafnarfirði. Hann var þó öll sumur hjá ömmu sinni og afa í Skógum og eftir að hann lauk grunnskólanámi dreif hann sig norður í heimahag-ana og fór í MA. Strax eftir stúd-entspróf fór Sverrir í Bændaskólann á Hvanneyri, enda ætlaði hann að verða næsti bóndi í Skógum. Eftir búfræðiprófið ákvað hann að læra ögn meira um búskapinn og tók þriggja ára háskólanám við Búvísindadeildina á Hvanneyri. Á því tímabili eignaðist hann konu og sitt fyrra barn, þannig að aðstæður breyttust og framtíðaráformin með. Eftir kandídatspróf var honum boðin staða við skólann, sem hann tók. „Það var mikið stökk að setjast hinum megin við kennaraborðið og mikil vinna, ekki síst fyrstu árin. Með kennslu tók ég svo próf frá Kennaraháskólanum og náði mér þannig í kennararéttindi í grunn- og framhaldsskóla. Ég hef lengst af verið í stjórnunarstöðu við búfræði-brautina á Hvanneyri og einna helst kennt búfjárrækt, fóðurverk-un og nautgriparækt, en núna er ég námsbrautarstjóri búfræðibrautar. Það er mikill heiður og spennandi að eiga samskipti við það unga fólk á Íslandi, sem vill mennta sig í landbúnaði. Þetta er allt saman fólk með brennandi áhuga á sömu hlutum og ég, þannig að ég hef allt-af haft gaman af því að kenna, en þetta er 18. árið sem ég kenni hér á Hvanneyri,“ segir Sverrir Heiðar þegar hann er beðinn að segja frá uppruna sínum, menntun og því, hvað hann hefur verið að fást við um dagana. Eiginkona Sverris er Emma Heiðrún Birgisdóttir og eiga þau tvö börn, Álfheiði, fædda 1989, sem er nemi við FVA á Akranesi og Birgi Þór, fæddan 1993, sem er í 9. bekk á Kleppjárnsreykjum.

Krabbamein í blöðruhálskirtli„Krabbameinið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég hafði verið með einhverja „kjallaraverki“, eins og konurnar hefðu líklega orðað það, og var farinn að þurfa að vakna á nóttunni til að kasta þvagi, sem-sagt, pláss fyrir þvagblöðruna var minna og það gekk líka illa að tæma hana alveg. Ég er bara eins og aðrir karlmenn, það er aldrei neitt að mér og ég dró að fara til læknis þar til þetta var orðið eiginlega óbærilegt. Greiningin gekk fljótt og úrskurð-urinn var skelfilegur; krabbamein í blöðruhálskirtli sem hafði dreift sér út fyrir kirtilinn í nærliggjandi eitla. Læknirinn sagði þetta mjög alvar-legt og ólæknandi, þannig að maður var nú ekkert sérlega bjartsýnn á þessum tíma. Ég var settur í svæsna hormónameðferð strax í júní sl. til

að reyna að svelta meinið og má segja að hún hafi vegið verulega að karlmennsku minni, svo ekki sé nú meira sagt. Sem dæmi um það má nefna, að einn sunnudagsmorgun í desember vaknaði ég snemma og bjó til tvær ostakökur um leið og ég hlustaði á nýja diskinn með James Blunt.

Hormónameðferðin virkaði ágætlega í hálft ár, en þá fór meinið að fá mátt eftir öðrum leiðum en frá karlkynshormónum. Í janúar byrj-aði ég svo í lyfjameðferð, fyrst á þriggja vikna fresti, en undanfarið hef ég verið í lyfjagjöf á viku fresti og því miður virðist ekki ganga nógu vel að svæfa þennan fjanda, en það á eftir að breytast, ég trúi því, enda er ég bjartsýnn að eðl-isfari! Það er nefnilega talsvert óþolandi að láta dæla í sig baneitr-uðum lyfjum svo mánuðum skiptir, sem gera kannski fátt annað en að eyðileggja það sem heilt er í manni á meðan helv. krabbinn heldur áfram að skríða um beinin,“ segir Sverrir Heiðar þegar hann rifjar upp ferlið í kringum krabbameinið.

Íþróttir og heilbrigt líferniSverrir Heiðar er því næst spurð-ur hvernig það hafi verið að fá þær fréttir að hann væri með krabba-mein.

„Þetta var auðvitað mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Það eiga flestir í kringum mann bágt í þessu ástandi, en líklegast hef ég það einna best af okkur fjórum í fjölskyldunni. Ég er þó í ákveðnu ferli, en það sama verður ekki sagt um konuna og börnin. Ég sakna þess mikið að hafa ekki fulla starfsorku og geta gert þá hluti sem ég gerði; verið með allar mínar námsgreinar, þjálfað fótbolta hjá Skallagrími, klippt trén í garðinum og djöflast eitthvað með krökkunum. Það er auðvitað meira ólánið á manni að vera að fá þennan krabba svona ungur, eitthvað hefur maður verið að gera rangt í gegnum tíðina, það er alveg ljóst. Ég hef þó alltaf reynt að lifa heilbrigðu lífi, hef aldrei reykt og áfengi hef ég lítið brúkað. Þá hef ég alltaf stund-að íþróttir og reynt að passa hvað ég læt ofan í mig af mat og aldrei hef ég orðið of þungur.

Ég veit samt að margir hafa það miklu verra en ég, það þekki ég vel í gegnum mömmu, Önnu Soffíu Sverrisdóttur, en hún hefur unnið sem sjúkraliði á Barnaspítala Hringsins um árabil og mikið með krabbameinsveikum börnum. Þar er á ferðinni átakanleg ósanngirni lífsins, en svona er þetta bara og við sem lendum í þessari stöðu verð-um að taka á málum með léttleika og bjartsýni að vopni, það hef ég allavega reynt að gera og það hjálp-ar mikið.“

Mikill og góður stuðningur„Ég hef verið í um það bil hálfu starfi á þessari önn og það hefur sloppið til. Ég er oft mjög þreyttur í nokkra daga eftir lyfjagjöf og af því að krabbinn er kominn í beinin valda beinverkirnir því, að ég hvílist oft ekki nægjanlega vel. Sá stuðningur og skilningur, sem við höfum fengið hjá yfirstjórn Landbúnaðarháskólans og samstarfsfólki, hefur verið okkur ómetanlegur. Þá hafa nemendur mínir verið mér afar skilningsríkir, svo ekki sé nú meira sagt. Einnig á ég sterka fjölskyldu og yndislega vini hér á Hvanneyri sem styðja okkur alla daga, en án þeirra væri þetta tífalt erfiðara, alltsaman.“

Með gítarinn í höndSverrir Heiðar segir að sér hafi aldrei verið lagið að tala um tilfinn-ingar sínar, hvorki sálrænar né lík-amlegar. Hann er þó viss um að það sé öllum nauðsynlegt að geta tjáð sig við aðra um sína líðan, þar geti hann ennþá bætt sig.

„Eftir á að hyggja hef ég kannski ekki verið nógu góður í því að slappa af og taka það rólega. Til dæmis horfi ég mjög sjaldan á heilar bíómyndir í sjónvarpi, mér hefur fundist það of langur tími aðgerðaleysis í einu. Eðlileg sum-arfrí hef ég aldrei tekið, fyrir utan tvær sólarlandaferðir, enda hef ég notað sumrin til knattspyrnu-þjálfunar meðfram hefðbundnum verkum. Þar átti ég því láni að fagna að fylgja árgangi 1993 hjá Skallagrími um árabil, en það er gríðarlega efnilegur hópur sem varð m.a. Faxaflóameistari 2005, algjörir snilldarkrakkar. Þessar vikurnar reyni ég að nota í það minnsta hálftíma á dag með gít-arinn í hönd, en mig hefur alltaf langað til að geta spilað á hann. Ég hef stundum verið veislustjóri, einnig flutt rugl eftir sjálfan mig á þorrablótum og söng bragina mína á seinasta blóti í Brún í Bæjarsveit án undirleiks, en á næsta blóti væri nú ekki leiðinlegt að geta gutlað með sjálfur á gítarinn.

Framhaldið verður að legg-jast vel í mig og það gerir það. Ég veit að þetta er brekka, en ég hef margar brekkurnar labbað eftir Skógakúnum og á inni þrek og þol í fleiri brekkur. Ég skal sigra þenn-an fjanda og vænti þess að lækn-irinn minn finni þær bestu leiðir sem völ er á, því ég er svo ungur

og á eftir að gera svo ótal margt í lífinu.“

Karlmenn og krabbamein„Það er verst hvað rannsóknir á blöðruhálskirtilskrabbameini eru skammt á veg komnar, í raun skemmra en rannsóknir á öðrum tegundum krabbameins. Líklegast er um að kenna lítilli athygli sem þetta krabbamein hefur fengið, þetta hefur verið feimniskrabbamein til þessa, en átakinu Karlmenn og krabbamein er að takast að breyta því, það finnst mér a.m.k., og átakið er aldeilis frá-bært. Þá hef ég notið starfsins sem unnið er í Ljósinu, en þar er verið að hjálpa fólki eins og mér að takast á við daglegt líf í skugga krabbameins, aldeilis frábært starf.

Að meðaltali greinast árlega um 630 íslenskir karlar með krabba-mein, þar af 190 með krabbamein í blöðruhálskirtli, 64 með lungna-krabbamein og 51 með ristilkrabba-mein. Horfur þeirra sem greinast með krabbamein á Íslandi eru almennt góðar, en þegar menn eru komnir yfir fertugt aukast líkurnar á því að fá krabbamein. Slóðin inn á átak Krabbameinsfélagsins er www.karlmennogkrabbamein.is og hjáLjósinu er slóðin www.ljosid.org.

Tilhlökkunarefni að fara í lyfjagjöfÞegar talið berst að heilbrigðiskerf-inu og hvernig það hafi reynst Sverri Heiðari í baráttu hans lifnar vel yfir honum, enda gefur hann kerfinu góða einkunn:

„Ég trúi því að læknarnir séu að gera allt sem þeir geta fyrir mig. Ég veit hins vegar að það er hægt að gera betur, t.d. með samspili hefð-bundinna læknavísinda og þeirra

óhefðbundnu. Það væri óskandi, að meiri samhljómur næðist milli slíkra aðila hérlendis í framtíðinni, því það er svo margt sem getur hjálpað og það þarf að nýta allt sem gagnast getur.

Í raun má segja að síðan ég fékk minn krabbameinslækni hafi allt staðið, sem um hefur verið rætt, og það er hreinlega stórkostlegt starfsfólk á krabbameinsdeild 11B á Landspítalanum. Það er tilhlökk-unarefni að fara þangað í lyfjagjöf-ina, svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma. Þar hittir maður fólk í svipaðri stöðu og maður er sjálfur, finnur til samkenndar og svo eru hjúkkurnar svo áhugasamar um velferð manns að manni líður bara strax betur þegar maður gengur í salinn og sest í stólinn með útréttan arminn, tilbúinn að veita aðgengi að æðakerfinu. Ég trúi því að hver dropi sem ég fæ sé skref í átt til sig-urs gegn þessum fjandans andstæð-ingi, sem krabbameinið er í mínum huga.“

Leitið aðstoðar„Ég hef mjög einföld skilaboð til kynbræðra minna. Ef þið kennið ykkur meins, sem varir nokkurn tíma, segjum tvær til þrjár vikur, hvort sem það er í óbyggðum lík-amans eða á „jaðarsvæðum“, leitið þá aðstoðar heilsugæslunnar. Það kostar lítið að ganga úr skugga um að ekkert alvarlegt sé á ferðinni, en því fyrr sem upp kemst um eitthvert rugl í kroppnum, sem krabbamein vissulega er, því meiri líkur eru á því að hægt sé að halda því í skefj-um, jafnvel hrinda því á braut,“ segir Sverrir Heiðar að lokum.

Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Krabbameinið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“

Sverrir hefur stundað skotveiðar nokkra dagparta á hverju ári. Þessa tófu felldi hann um árið til heiðurs Snorra frænda sínum á Augastöðum í Hálsasveit.

Page 15: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200815Fr

um

Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is [email protected]

VERKIN TALA

Rétta áburðarmagnið með Kverneland Accord

700 – 1400 lítra rúmmál.Vökvaopnun á dreifidiskum.Getur tengst Exacta Remot IIog Speed II stjórnbúnaði.

10-28 m vinnslubreidd.1100 – 2050 lítra rúmmál.Vökvaopnun á dreifidiskum.Getur tengst Exacta Remot II og Speed II stjórnbúnaði.

Áburðarsíló hvílir á vigtarsellum aðskiliðfrá ramma.Fáanlegur dragtengdur á vagni.Focus II eða Tellus stjórnbúnaður.ISOBUS tengingar.Móttaka gögn af minniskortum eða með tengingu við PC tölvur.

Úrval aukabúnaðar í boði fyrir allar gerðir Accord Exacta áburðardreifara

– ACCORD – Nákvæmni er staðalbúnaður

Sjá ítarefni um Accord valkosti á

www.velfang.is

Page 16: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200816

Ester Rut Unnsteinsdóttir líf-fræðingur vinnur að því ásamt fleirum að koma upp Melrakka-setri Íslands ehf. á Súðavík. Ester sagði í samtali við Bændablaðið

að fyrirtækið hafi verið stofnað síðastliðið haust og væri hug-myndin enn að þróast. Hafist hefur verið handa um að gera upp gamalt hús og er það Súða-víkurhreppur sem sér um það. Sýnilegur hluti setursins verður í þessu húsi en það verður ekki opnað fyrr en árið 2010. Einnig er gert ráð fyrir rannsóknavinnu í tengslum við setrið.

Í húsinu verður sögusýning þar sem saga refsins verður rakin, líffræði, lífshættir og útbreiðsla hans en eins og flestir vita er ref-urinn fyrsti landnemi Íslands. Ester Rut segir að unnið hafi verið að því að safna gögnum um samspil manns og refs sem er afar viðamik-il í gegnum tíðina enda hafa þessir aðilar keppt um sömu auðlindirnar alla tíð frá því menn settust hér að.

Gagnasöfnun„Komið er í gang söfnunarverkefni þar sem safnað verður hverskonar gögnum frá gömlum grenjaskyttum. Beðið er um lýsingu á því hvernig það var að liggja út á greni dögum saman hér áður fyrr. Við ætlum að sýna ferðamönnum hvernig aðbún-aður þessara manna var og hvernig vopn þeir notuðu, sögur og myndir og annað því um líkt. Okkur lang-ar til að geta sagt alla þessa sögu,“ sagði Ester Rut.

Hún segir að það vanti afþrey-ingu fyrir ferðamenn á Súðavík og einnig vanti þar vinnu og er þetta

Melrakkasetur hugsað til þess að bæta eitthvað úr hvorutveggja.

Því má bæta við að um alla Vestfirði er í gangi mikil vinna við að efla ferðamannaþjónustu á

mörgum sviðum. Alls fengu aðilar á Vestfjörum 21 styrk vegna mót-vægisaðgerða ríkisstjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu fyrir árin 2008 og 2009. S.dór

Nám í mjólkurfræðum er ávís-un á fjölbreytt framtíðarstarf við krefjandi verkefni. Um er að ræða þriggja ára nám, sem bæði er verklegt og bóklegt. Verklegi þátturinn fer fram hérlend-is, en sá bóklegi í Óðinsvéum í Danmörku.

Strax að loknu grunnskólaprófi getur unglingur farið á námssamn-ing í mjólkurfræði, en algengara er, að nemarnir hafi unnið við almenn störf í einhvern tíma áður en þeir hefja námið. Nám mjólkurfræðinga er að fullu lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, auk þess sem vinnuveitandi greiðir að mestu allan kostnað vegna ferða og uppi-halds í Danmörku.

Mjólkurfræði er þriggja ára iðnnám. Nemar gera námssamning við meistara í mjólkursamlagi hér á landi og læra verklega hlutann undir hans eftirliti. Bóklega námið sækir neminn til Óðinsvéa í Danmörku. Á liðlega tveggja ára tímabili fer neminn í alls fimm námsferðir til skólans og situr á skólabekk í 4 til 14 vikur í senn, eða í alls 50 vikur.

Áður en hið eiginlega nám hefst fer neminn eina ferð til Danmerkur og starfar þá í dönsku mjólkursam-lagi í þrjá mánuði. Þetta er gert til þess að neminn kynnist dönsku samfélagi og nái tökum á málinu, en kennsla í skólanum fer öll fram á dönsku.

Á þessum þremur árum, sem námið tekur, fer neminn því sex sinnum til Danmerkur. Eftirfarandi tafla sýnir framvindu námsins hjá þeim þremur nemum, sem hófu nám í fyrra:

Nýverið fóru þeir sína fyrstu ferð til Danmerkur og dvelja í þrjá mán-uði við vinnu í dönsku samlagi. Þar kynnast þeir danska samfélaginu

og tungumálinu. Í haust fara nem-arnir á undirbúningsnámskeið, sem varir fram að jólum. Þar kynnast þeir þeim vinnureglum og starfs-háttum, sem viðhafðir eru í sam-lögum, auk þeirra kennslugreina, sem farið verður nánar í á næstu námskeiðum. Þær eru t.d. stærð-fræði, efnafræði, eðlisfræði, tungu-mál og samfélagsfræði, auk greina sem lúta að framleiðslu á mjólk-urvörum, svo sem sýrðum vörum, smjöri, osti, ís og mjólkurdufti og einnig verður farið í mjólkurpökk-un, stjórnun véla og hreinlæti og umgengni á vinnustað.

Bóklega námið fer fram í gamal-grónum skóla, Dalum Uddannelses Center í Óðinsvéum. Þar eru um 1.000 nemendur og kenndar ýmsar greinar er lúta að jarðrækt og garð-yrkju, framleiðslu matvæla og

framreiðslu, auk mjólkurfræðinn-ar. Þar nema matsveinar, þjónar og smurbrauðsdömur, garðahönnuðir, blómaræktendur og bakarar, svo

dæmi séu nefnd. Skólinn er afar vel tækjum búinn og á síðasta ári var tekið í notkun nýtt og glæsilegt mjólkursamlag með öllum algeng-ustu tækjum sem notuð eru í sam-lögum um heim allan.

Einn neminn fer til starfa í Thise-mjólkursamlaginu á Mið-Jótlandi, sem meðal annars framleiðir og selur skyr.is í Danmörku með sér-stöku leyfi frá Mjólkursamsölunni. Annar fer til samlagsins Åbybro, nyrst á Jótlandi, sem er þekkt fyrir framleiðslu á ís og smjöri í hæsta gæðaflokki. Þriðji neminn fer til Naturmælk, syðst á Jótlandi. Þar er framleiddur ostur, smjör og sýrðar mjólkurvörur og mikil áhersla lögð á vistfræðilegan uppruna hráefn-isins. Öll hafa þessi samlög tekið á móti íslenskum nemum áður og þar ríkir mikill velvilji gagnvart íslenskum nemum almennt.

Hér á landi eru starfandi um 120 mjólkurfræðingar, en þrátt fyrir að starfið henti báðum kynj-um eru karlar í miklum meiri-hluta. Verkefni mjólkurfræðings-ins eru nokkuð mismunandi frá samlagi til samlags, allt eftir því hvað framleitt er á hverjum stað. Meðal verkefna mjólkurfræðinga er að meðhöndla mjólkina eftir því í hvaða vöru hún á að fara, hún er aðskilin, gerilsneydd og fitu-sprengd. Mjólkurfræðingar vinna síðan við að framleiða vöru eins og ost, smjör, jógúrt, súrmjólk og skyr, svo dæmi séu tekin. Þeir taka þátt í framleiðslustýringu, sinna gæða-eftirliti og eftirliti með öllu fram-leiðsluferlinu. Mjólkurfræðingar eru eftirsóttir starfsmenn utan mjólkurvinnslunnar, gjarnan þar sem mikils hreinlætis og agaðra og skipulagðra vinnubragða er krafist. Nefna má sem dæmi lyfjafram-leiðslu, ölgerð og eftirlits- og rann-sóknastörf af ýmsu tagi.

Nánari upplýsingar um námið má fá hjá samlagsstjórum um allt land, Mjólkurfræðingafélagi Íslands og greinarhöfundi gegnum netfangið [email protected].

Höfundur er formaður Fræðslu-nefndar mjólkuriðnaðarins.

Mótvægisaðgerðir

ríkisstjórnarinnar á

sviði ferðaþjónustu

Sigurður Mikaelsson.

Um nám í mjólkurfræði

Háskóli Íslands og Háskólinn á Hólum bjóða nú sameiginlegt nám til BS-gráðu í sjávar- og vatnalíffræði. Markmið náms-ins er að mennta líffræðinga með yfirgripsmikla þekkingu á líf-fræði sjávar og ferskvatns.

Sérstaða námsins felst í því, að nemendur stunda námið bæði í Reykjavík og í Skagafirði og nýta sér meðal annars fullkomna aðstöðu Háskólans á Hólum á Sauðárkróki til rannsókna á lífríki ferskvatns og sjávar. Nemendur nýta breið-an grunn námskeiða og kennslu í líffræði við Háskóla Íslands. Við Háskólann á Hólum verða í boði margvísleg sérnámskeið, einkum á sviði fiskalíffræði, umhverfismála og vísindalegra aðferða.

Í samningi milli Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands um sam-eiginlega námið er gert ráð fyrir að komið verði á fót kennslusamstarfi, nemendaskiptum, sameiginlegum námsleiðum og prófgráðum. Leitast verður við að veita góða menntun og stuðla að öflugum rannsóknum í tengslum við alþjóðlegt fræða-samfélag. Öllum ætti að vera ljóst að mikilvægt er að efla rannsóknir á auðlindum úr sjó, eins og umræð-an í þjóðfélaginu gefur sterklega til kynna. Rannsóknir á auðlind-

um ferskvatns eru ekki síður mik-ilvægar, en þær eru nýttar í sífellt vaxandi mæli s.s. við raforkufram-leiðslu, stangveiði, útivist og annan hlunnindabúskap. Til að stuðla að skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu auðlindanna er mikilvægt að efla rannsóknir og auka þekkingu stærri hóps sérfræðinga. Það er einmitt markmið sameiginlega námsins í sjávar- og vatnalíffræði.

Námið er samsett úr almennum kjarnagreinum í líffræði, efnafræði og stærðfræði og sérhæfðum nám-skeiðum um líffræði sjávar og ferskvatns. Fyrstu tvö ár námsins eru kennd við Háskóla Íslands og síðasta árið á Hólum.

Úr náminu munu brautskrást líffræðingar með yfirgripsmikla þekkingu á líffræði ferskvatns og sjávar, með sérstakri áherslu á fiska. Námið mun gefa fólki góða undirstöðu til þess að spyrja og svara mikilvægum spurningum um lífríki ferskvatns og sjávar. Þá er lögð áhersla á að nemendur geti miðlað þekkingu sinni á þessu sviði á skilvirkan hátt og starfað við atvinnugreinar tengdar auðlind-um sjávar og ferskvatns. BS-nám í sjávar- og vatnalíffræði er góður undirbúningur fyrir áframhaldandi nám á meistara- eða doktorsstigi.

Sjávar- og vatnalíffræðiNýr kostur fyrir þá sem vilja setjast á skólabekk

Vinna á dönsku samlagi 13 vikur 31. mars 2008 til 27. júní 2008

Skóli grunnnámskeið 10 vikur 13. október 2008 til 19. desember 2008

Skóli fagnám 1 11 vikur 5. janúar 2009 til 20. mars 2009

Skóli fagnám 2 11 vikur 3. ágúst 2009 til 16. október 2009

Skóli fagnám 3 14 vikur 4. janúar 2010 til 16. apríl 2010

Skóli sveinspróf 4 vikur 2. ágúst 2010 til 27. ágúst 2010

Hjónin Anne Thomsen og Sæmundur Jón Jónsson, bænd-ur í Árbæ í Hornafirði, eru að hefja rjómaísgerð heima hjá sér, en þau eru með um 250 þúsund lítra kúabú. Sæmundur telur að ísgerðin muni taka u.þ.b. 10% af mjólkurfram-leiðslunni til sín.

Ísinn munu þau markaðs-setja undir nafninu Jöklaís í ríki Vatnajökuls. Sæmundur sagði, þegar rætt var við hann í byrjun síðustu viku, að ísgerðarvélarn-ar væru komnar og væntanlegir væru menn að utan til að kenna þeim hjónum á þessar vélar. Um verður að ræða svipaða ísgerð og þá í Holtaseli í Eyjafirði, sem hefur gengið vel.

Ísinn verður seldur í boxum inn á veitingastaði og í betri verslanir og einnig ætla hjónin að selja hann beint frá býli. Sæmundur sagðist vera mjög bjartsýnn á að svona ísgerð myndi ganga vel, enda hefðu þau trauðla farið út í þetta fyrirtæki ef svo hefði ekki verið.

Ríkið hefur gengið frá mót-vægisaðgerðum sínum á sviði ferðaþjónustu fyrir árin 2008-2009. Styrkirnir voru auglýstir í byrj-un þessa árs og voru veittar 160 milljónir króna til úthlutunar. Umsóknarfrestur rann út 5. febrú-ar og bárust alls 303 umsóknir, en 77 verkefni hlutu styrk. Jöklaís í ríki Vatnajökuls var eitt af þeim fyrirtækjum, sem hlutu styrk að þessu sinni. S.dór

Ný ísgerð að hefja starfsemi

Jöklaís í ríki Vatnajökulsfrá Árbæ í Hornafirði

Háskóli Íslands og Háskólinn á Hólum

Einn af þeim aðilum sem fengið hafa styrk vegna mótvægisað-gerða ríkisstjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu er Byggðasafn Vestfjarða. Björn Baldursson safnvörður sagði í samtali við Bændablaðið að Byggðasafnið væri að gera upp þrjá gamla báta, þar á meðal björgunarskip-ið Maríu Júlíu, og væri viðgerð á einu skipanna lokið. Væri það notað til að bjóða ferðamönnum í hálftíma siglingu um Pollinn og þegar viðgerð á hinum bátunum lýkur verða þeir notaðir til hins sama.

Auk þessa verður sett upp harm-onikusýning í Byggðasafninu í sumar þar sem sýndar verða harm-onikkur Ásgeirs Sigurðssonar, að vísu ekki allar því harmonikkur

hans eru svo margar að þær komast ekki allar fyrir í því plássi sem sýn-ingin verður í. Þá er verið að bæta ýmsa aðstöðu og þá sérstaklega fyrir börn.

Björn sagði að unnið væri mark-visst að því að auka ferðamanna-strauminn vestur en uppistaðan í ferðamannafjöldanum á Ísafirði eru erlendir ferðamenn. Þeir koma margir landveg á eigin vegum og svo koma skemmtiferðaskip til Ísafjarðar á hverju sumri. Í fyrra-sumar voru þau 25 og stoppar hvert skip í einn dag. Flestir farþeganna fara í skipulagðar ferðir og er ekinn ákveðinn hringur á Ísafirði með þá. Meðal þeirra staða sem stoppað er á er Byggðasafnið og nýtur það mikilla vinsælda.

S.dór

Byggðasafn Vestfjarða

Býður ferðamönnum í siglingu um Pollinn

Melrakkasetur Íslands verður sett upp í Súðavík

Page 17: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200817

áburðardreifarar

Tvær dreifiskífur úr ryðfríu stáli, vökvastýring úr ökumannssæti,

kögglasigti, hárnákvæm dreifing, vandaður og endingargóður

drifbúnaður, auðveld og þægileg notkun.Allt þetta og fleira til einkennir

áburðardreifarana frá AMAZONE.

ÞÓR HF | Ármúla 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is

Nýtt frá AMAZONE:Vökvastýrður jaðarbúnaður sem tryggir að áburðurinn fari ekki út í skurði eða yfir girðingar (aukabúnaður).

FB Selfossi sími 482 3767FB Hvolsvelli sími 487 8413FB Egilsstöðum sími 570 9860

í þremur tegundum

15% afsláttur út apríl

FB - Korngörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 570 9800 - Fax: 570 9801 - [email protected] - www.fodur.is

KB, búrekstrardeild - sími 430 5500Bústólpi - sími: 460 3350KS sími - 455 4626

Kálfamjólkurduft

Elitekalv innihaldur öll næringarefni sem kálfum eru nauðsynleg til að þeir dafni vel. Náttúrulegt E-vítamín. Allar tegundirnar eru drjúgar í notkun og leysast vel upp í 40-50 stiga heitu vatni. Fást í hentugum 25 kg pokum.

Elitekalv NR 1: Þrautreynd vara með 60% undanrennudufti.

Elitekalv XTRA: Ný tegund, hlutfall undanrenndufts 35% auk mysudufts. Ódýrari kostur, hentar jafnt smákálfum sem eldri.

Elitekalv PROF: Mysuduft eingöngu, ætlað kálfum frá 6 vikna aldri.

Samsetning kálfamjólkurdufts frá Elitekalv

Viltu gerast stofnfélagi ?

Sækja kynningarfundi eða námskeiðum framleiðslu og sölu heimaunninna afurða ?

Skráðu þig inni á www.beintfrabyli.is !

Beint frá býli, Félag heimavinnsluaðila

Til sölu 10 hjóla Scania vörubíll með 19,5 tm. krana

og sturtupalli. Verð 1100 þús + vsk.

Nánari uppl. í síma 8445428.

Page 18: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200818

Hátíðin Eftir Mýraelda stóð yfir 3. til 5. apríl sl. í Lyngbrekku á Mýrum. Hún hófst á fimmtu-dagskvöldi með fjölmennum bændafundi þar sem landbúnað-arráðherra og formaður Bænda-samtakanna fluttu framsöguer-indi.

Hátíðinni var síðan fram hald-ið á laugardag með opnu húsi í Lyngbrekku þar sem til sýnis voru landbúnaðartæki og búnaður, auk handverks, mjólkur- og kjötvara og ýmislegs fleira. Þá voru flutt skemmtiatriði og vel rekin bú fengu viðurkenningar. Opið fjós var í Þverholtum og mætti mikill fjöldi fólks þangað sem og á aðra viðburði hátíðarinnar. Það var mál manna sem hátíðina sóttu að vel hafi tekist til en mörg hundr-uð manns lögðu leið sína vestur á Mýrar þegar heimamenn minnt-ust náttúruhamfaranna þegar yfir 70 hektarar lands brunnu fyrir réttum tveimur árum. Miðað við umfang eldanna var við hæfi að minnast þess hversu giftusamlega tókst til við að forða fólki, fénaði og mannvirkjum frá því að verða eldinum að bráð. Þar unnu bænd-ur, slökkviliðsmenn og ýmsir fleiri stórvirki.

Það er Búnaðarfélag Mýra-manna sem stóð fyrir hátíðinni sem nú er stefnt að verði fastur liður annað hvert ár. Guðbrandur Guðbrandsson á Staðarhrauni er formaður félagsins. Hann var að vonum ánægður síðdegis á laugardeginum með viðtökurn-ar og þann mikla fjölda sem sótti Mýramenn heim. „Við getum ekki annað en verið ánægð. Þetta tókst ágætlega til og hingað komu mun fleiri en búist var við bæði á bændafund og hátíðardagskrána. Það er samhentur hópur fólks hér á svæðinu sem stóð að þessu og

það voru allir boðnir og búnir til að rétta hjálparhönd. Upphaflega var það Halldór Gunnlaugsson á Hundastapa sem átti hugmyndina að hátíðinni,“ sagði Guðrandur. Aðspurður segir hann að búnaðar-félagið hafi verið sameinað úr þremur félögum fyrir nokkru og sé ágætlega virkt félag sem vinni að ýmsum hagsmunamálum fyrir bændur á svæðinu.

Sjötíu manna bændafundurUm sjötíu manns sótti bændafund-inn í Lyngbrekku. Framsöguerindi fluttu landbúnaðarráðherra og formaður Bændasamtaka Íslands. Eftir ræður þeirra kvöddu margir bændur sér hljóðs og ræddu stöðu bænda, einstakra búgreina, félags-kerfið og nauðsyn þess að bænd-ur og almenningur stæðu vörð um landbúnaðinn.

Stórbúið í ÞverholtumÓhætt er að segja að heimamenn á Mýrum hafi tekið höfðinglega á móti gestum. Á opnu fjósi í Þverholtum var t.d. drekkhlað-ið borð veitinga og drykkja fyrir gesti, svo jafnaðist á við vegleg-ustu fermingarveislu. Voru margir sem þáðu veitingar og skoðuðu um leið eitt tæknivæddasta fjós lands-ins í dag. Fjósið í Þverholtum var

tekið í notkun 4. október síðastlið-inn og rúmar 130 mjólkandi kýr en í allt eru á Þverholtabúinu um 400 nautgripir enda er um stærsta kúabú á Vesturlandi að ræða. Uppbyggingu þar er þó hvergi nærri lokið því áætlað er að hefja fljótlega byggingu annars fjóss sem tekur enn fleiri mjólkurkýr. Í nýja fjósinu eru tveir mjaltaþjónar (róbótar), burðarstíur, sjúkrastí-

Þau voru verðlaunuð af Búnaðarfélaginu fyrir bú sín. Frá vinstri eru Þuríður og Unnsteinn í Laxárholti, Reynir og Edda í Leirulækjarseli og Guðbrandur og Snjólaug á Brúarlandi.

Fjölmenni sótti hátíðina Eftir MýraeldaEfnilegustu fyrsta kálfs kvíguna á búinu keypti Hilmar frá Brúsholti í Flókadal snemma árs 2006, eftir að mæðgurnar þar auglýstu kálfinn til sölu í smáauglýsingum Skessuhorns. Hér er kýrin Anna-Bella ásamt Mána Hilmarssyni.

Page 19: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200819

ur og aðstaða fyrir kálfa. Þá er til þess tekið hversu vel er búiðað allri aðstöðu fyrir starfsfólk. Að sögn Hilmars Sigurðssonar bústjóra í Þverholtum er jörðin í eigu Jóhannesar Kristinssonar athafnamanns en Hilmar og eig-inkona hans, Þóra Þorgeirsdóttir, ásamt Helga Baldurssyni, reka búið í félagi við Jóhannes. „Þettahefur verið snörp en afar skemmti-leg uppbygging. Hér var engu til sparað við fjósbygginguna og hér líður kúnum vel. Við ætlum okkur að stækka búið enn meira og bæta aðstöðuna fyrir þann hluta kúnnaog geldneyta sem komast ekki fyrir í nýja fjósinu,“ sagði Hilmar.

Gestir sem blaðamaður rædduvið voru á einu máli um að sjaldaneða aldrei hafi þeir upplifað heim-sókn í fjós þar sem gripum líður augsýnilega jafn vel. Þar heyrist tildæmis ekki baul eða óánægjutónní kúm eða kálfum sem flatmög-uðu í rúmgóðum stíum undir ljúfritónlist sem spiluð er fyrir grip-ina. Kýrnar eru greinilega afar velfóðraðar og sælar með hlutskiptisitt enda eru þær allar þurrar oghreinar á rúmgóðum legubásummeð gúmmídýnum og spæni semburðarlag. Mjaltaþjónarnir vorubáðir að störfum allan tímann semgestir stöldruðu við og biðraðir kúnna voru í að komast í mjaltir ogfá um leið kjarnfóðrið sitt. Fjósið íÞverholtum er eins og flest ný fjósí dag frá Landstólpa, sem kynntiinnréttingar og byggingar við þettatækifæri.

Viðurkenningar fyrir úrvalsbýliÍ og við félagsheimilið Lyngbrekku

g fy ý

var sýning á landbúnaðartækjum, handverki og landbúnaðarafurðum ýmiss konar. Söngur og skemmi-atriði voru í boði og góðbændur voru heiðraðir af búnaðarfélag-inu fyrir bú sín. Það voru hjón-in Reynir Gunnarsson og Edda Hauksdóttir í Leirulækjarseli semfengu viðurkenningu fyrir afburða kúabú en kýrnar í Seli hafa um árabil verið með afurðahæstu kúmlandsins. Guðrandur Brynjúlfsson og Snjólaug Guðmundsdóttir á Brúarlandi fengu viðurkenningu fyrir gott svínabú auk snyrti-mennsku á jörð sinni og ekki síst viðamikillar skjólbeltaræktunar og skógræktar. Loks fengu þau Unnsteinn Jóhannsson og Þuríður Gísladóttir í Laxárholti viðurkenn-ingu fyrir afurðaháar kýr og dugn-að við kornrækt og fóðuröflun.

Ástæða er til að óska Mýrag

-mönnum til hamingju með vel heppnaða hátíð í liðinni viku. Þar sýndu bændur og búalið gestristni

að sönnum íslenskum sveitasiðog er ástæða til að láta sig straxhlakka til sambærilegrar hátíðar aðtveimur árum liðnum. mm

Kálfarnir í Þverholtum voru lítið að kippa sér upp við gestafjöldann en tóku fagnandi á móti krökkunum.

Á bændafundinum í Lyngbrekku kynnti Sigurður Óli á Lambastöðum nýj-ustu afurð Mjólku, súrmjólk í brúsum sem nú er komin í verslanir. Hér er hann lengst til hægri ásamt Einari K Guðfinnssyni landbúnaðarráðherra og Snorra Jóhannessyni á Augastöðum.

Vélar og tæki af öllum gerðum; fjórhjól, dráttarvélar, heyvinnuvélar, jarð-vinnuvélar, gjafagrindur, slökkvibílar og fleira var til sýnis á hlaðinu í Lyngbrekku.

Hlekkjaherfi með 10 mm ferkönt-

uðum hlekkjum. Henta vel til að

slóðadraga tún og haga - jafna út

húsdýraáburði, rífa mosa, slétta

minni ójöfnur ofl. - Hagstætt verð.

Reykjavík: 568-1500 | Akureyri: 461-1070

Ávinnsluherfi

3ára

ábyrgð

Sparaðu með TYM 603tym is s 6973217

CATERPILLAR motor

Page 20: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200820

Íslenski torfbærinn er órjúfanleg-ur hluti menningararfsins og ekki sá ómerkasti. Nú er unnið að því að koma á fót kennslu- og menn-ingarmiðstöð með sýningarskála, sem helguð verður torfbænum og raunar íslenskri byggingarlist frá upphafi vega. Miðstöðin verður í Austur-Meðalholtum í hinum gamla Gaulverjabæjarhreppi í Flóa og stendur til að opna hana almenningi árið 2009.

„Íslenski bærinn“ heitir þetta framtak og í forsvari fyrir því er Hannes Lárusson myndlistarmaður. Meginviðfangsefni Íslenska bæj-arins verður íslensk byggingarlist á landsvísu og er ætlunin að skoða hana bæði í norðurevrópsku og hnattrænu ljósi. Verður þar litið til ýmissa þátta, svo sem verkmenn-ingar, fornleifa, sögu og listgildis, en auk þess að vera stór hluti af lífs-skilyrðum Íslendinga er torfbærinn einstakur hlekkur í menningarsögu Evrópu.

Samt sem áður hefur torfbænum lítið verið sinnt af fræðimönnum og takmarkaður áhugi verið á því að viðhalda og þróa þann hugsunar-

hátt og verklag sem liggja þessum byggingum til grundvallar. Þarna liggja ýmis tækifæri, ekki síst á sviði menningartengdrar ferðaþjón-ustu. Auk þess er hægt að sækja tækniþekkingu til torfbæjarins, sem nýst gæti í umhverfismótun og hús-byggingum nútímans.

Hannes Lárusson bendir á, að nú sé enn á besta aldri nokk-ur hópur fólks sem hafi haft bein kynni af torfbæjum og afkomend-um þeirra, hinum einföldu timb-urhúsum. Hann segir það hluta af undirbúningi Íslenska bæjarins að safna heimildum og upplýsingum um útlit og skipulag bæja, sem enn voru í notkun á tuttugustu öld.

„Allar upplýsingar um verkfæri og verklag tengt hleðslu, torfskurði og byggingu þessara húsa eru afar mikilvægar heimildir í þessu sam-bandi,“ segir Hannes og hvetur þá sem búa yfir upplýsingum í formi frásagna og myndefnis, sem teng-jast íslenska torfbæjararfinum, að hafa samband við sig. Hann svarar í síma 694-8108 eða á netfanginu [email protected].

ÞH

Íslenski bærinn rís í Flóanum

Fjósavélar eða liðléttingar, eins og þær vélar eru gjarnan kall-aðar, eru skráðar hjá Vinnu-eftirlitinu í svokallaðan IM flokk. Fyrir bragðið eru þær skoðunarskyldar einu sinni á ári og til að mega stjórna liðléttingi þarf að sækja svokallað frum-námskeið hjá Vinnueftirlitinu. Verði bændur eða aðrir, sem nota þessar vélar, fyrir slysi við vinnu á þeim en hafi ekki tekið frumnámskeið hafa þeir engan tryggingarétt, að sögn Snæfríðar Einarsdóttur hjá Vinnuvéladeild Norðurlandsumdæmis.

Dráttarvélar hér á landi eru skráðar sem ökutæki og sér Umferðarstofa um þá skráningu. Ekki þarf þó að koma með drátt-arvélarnar til skoðunar eins og

önnur ökutæki. Vinnueftirlit rík-isins heimsækir bændabýli lands-ins á 4ra til 5 ára fresti og skoð-ar þá dráttarvélar eins og annan búnað, sem tilheyrir býlunum. Því er hægt að aka dráttarvélum eftir þjóðvegum landsins án þess að þær séu skoðaðar einu sinni á ári eins og bifreiðar.

Litla námskeiðið og hið stóraSé dráttarvél hins vegar í útseldri vinnu er skylda að skrá hana sem vinnuvél og þá er hún skoðuð einu sinni á ári af Vinnueftirlitinu. Til þess að stjórna dráttarvél í útseldri vinnu þarf stjórnandinn að hafa farið á frumnámskeið, en Vinnueftirlitið heldur slík námskeið.

Snæfríður Einarsdóttir segir í samtali við Bændablaðið að hjá

Vinnueftirlitinu sé frumnámskeið-ið kallað litla námskeiðið. Það námskeið sem kallað sé stóra nám-skeiðið gefi réttindi á allar vinnu-vélar, en frumnámskeið veiti rétt-indi á dráttarvélar, liðléttinga og minni jarðvinnslutæki. Snæfríður segir bændur yfirleitt ekki vita að fara þurfi á frumnámskeið til að hljóta tryggingahæf réttindi á vél-arnar. Talað hafi verið um að halda sérnámskeið fyrir bændur, sem væri þá bara fyrir þann flokk sem veitir réttindi á liðléttingana, en annars sé frumnámskeið þriggja daga námskeið.

„Hér er um stórmál að ræða sem menn virðast almennt ekki vita um, en er nauðsynlegt að allir, sem vinna við þessar vélar, viti af,“ segir Snæfríður. S.dór

Bændur þurfa vinnuvélaréttindi á fjósavélar

Um 170 manns sóttu fagráð-stefnu skógargeirans, sem haldin var á Hvolsvelli 3. og 4. apríl sl. af landshlutabundu skógrækt-arverkefnunum. Um 25 manns fluttu erindi um ýmis mál tengd skógrækt. Fjallað var um bind-ingu kolefnis, líffræðilegan fjöl-breytileika, líforku úr skógum og ræktunarland í framtíðinni, ásamt öðru skógartengdu, í mörgum áhugaverðum erindum á ráðstefnunni.

„Ég var ánægðastur með hvað allt gekk upp í sambandi við und-irbúning og framkvæmd ráð-stefnunnar. Það er ekki einfalt að skipuleggja ráðstefnu af þessari stærðargráðu úti á landi, en starfs-fólk Hótel Hvolsvallar á hrós skilið fyrir allan viðurgerning á staðnum og að sjálfsögðu líka starfsfólk Suðurlandsskóga og aðrir, sem unnu við ráðstefnuna,“ sagði Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, sem fór fyrir ráð-stefnunni með sínu fólki.

„Mörg erindi á ráðstefnunni ýttu við mér, en það kom mér mest á óvart hvað rannsóknir og þróun í sambandi við frystingu trjá-plantna, sem Suðurlandsskógar og LbhÍ hafa haft forgöngu um síð-ustu árin, hafa skilað miklu. Það

er ljóst að þessi þáttur í skógrækt á Íslandi er að skila meiri framförum en flest annað í dag. Auknar kröf-ur eru gerðar til gæða trjáplantna, sem skilar sér í betri lifun og síðar í betri skógrækt. Það má segja að öll erindin hafði verið áhugaverð, en fyrirlestrarnir um kolefnismál, líf-massaiðnað og nytjaland höfðuðu mjög til mín. Það kom mér líka á óvart að sjá hvað mikið var af ungu fólki á ráðstefnunni, sem segir okkur það eitt að við þurfum ekki að kvíða framtíðinni,“ sagði Björn ennfremur um ráðstefnuna.

Eftir að ráðstefnunni lauk var aðalfundur Landssambands skóg-areigenda haldinn á Hvolsvelli. Mörg mál lágu fyrir á fundinum, en brunatryggingar og brunavarn-ir í skógi voru eitt af stóru málum fundarins, auk margra annarra mála sem brenna á skógarbændum um þessar mundir. Nær 1000 bændur stunda skógrækt og skjólbeltarækt á Íslandi í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson og Agnes Geirdal tóku meðfylgjandi myndir á ráðstefn-unni. MHH

Um 170 manns sóttu fagráðstefnu skógargeirans á Hvolsvelli

Sjaldan eða aldrei hafa eins margir mætt á fagráðstefnu skógargeirans, eða um 170 manns.

Edda Björnsdóttir í Miðhúsum að fara að smella kossi á Guðjón Magnússon hjá Landgræðslunni, en þau voru svo ánægð að sjá hvort annað á ráð-stefnunni.

Jón Loftsson skógræktarstjóri mætti að sjálfsögðu á Hvolsvöll.

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir var meðal ráðstefnustjóranna. Hér er greinilega mjög gaman hjá henni.

Slegið var á létta strengi á kvöldvökunni. Hér eru þau Valgerður Erlings-dóttir, Bjarni Diðrik, Hreinn Óskarsson og sr. Guðbjörg Arnardóttir í Odda.

Björn B. Jónsson á ráðstefnunni á Hvolsvelli. Í pontunni er Björgvin Eggertsson, einn af ráðstefnustjór-unum.

Page 21: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200821

Bændablaðið hitti á dögunum stjórn nýstofnaðs félags Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila en það var stofnað 29. febrúar sl. á Möðrudal á Fjöllum. Nokkur aðdragandi er búinn að vera að stofnun félagsins en landbún-aðarráðherra skipaði árið 2004 nefnd til að skoða þessa mögu-leika bænda og í framhaldi af því starfaði vinnuhópur frá vor-dögum 2005 til 2007. Stýrihópur skipaður af Bændasamtökunum og Félagi ferðaþjónustubænda undirbjó svo stofnun félagsins á haustdögum 2007.

Nokkuð margir hafa komið að verkefnum Beint frá býli fram að þessu og má þar nefna Bændasamtök Íslands, Ferða-þjón ustu bænda, Lifandi landbún-að, IMPRA nýsköpunarmiðstöð, Landbúnaðarháskóla Íslands, Hóla-skóli, Háskólinn á Hólum, Matís og nokkur búnaðarsamtök.

Tilgangur hins nýja félags er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hvers-konar framleiðslu og sölu á heima-unnum afurðum. Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekj-anleiki vöru er í fyrirrúmi.

Félagið skal einnig hvetja til varðveislu hefðbundinna fram-leiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefð-um í matargerð.

Rétt til aðildar að félaginu hafa

þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunda eða hyggjast stunda fram-leiðslu og sölu á heimaunnum afurð-um á lögbýlum og er árgjaldið kr. 5.000. Hægt er að skrá sig sem stofn-félaga fram til 1. maí og er skráning-

arform á heimasíðunni www.beintfra-byli.is en einnig er hægt að hringja í stjórn félagsins eða senda þeim tölvupóst. Jóhanna B. Þorvaldsdóttir er formaður stjórnar (s. 845 2331, netfang: [email protected]).

Nánari upplýsingar eru á heima-síðu félagsins er þar er einnig að finna dagskrá fyrirhugaðra kynn-ingarfunda og námskeiða er varða Beint frá býli.

Uppl. í síma [email protected]

Nýtt á Íslandi, smátraktorinn FÁKUR. 20- 40 hö.

Gehl smágröfur

Hagþjónusta landbúnaðarins hvetur bændur til að skila búreikningum vegna rekstrarárs 2007 til stofnunarinnar.

Búreikningar eru mikilvægir í kjarabaráttu bænda og t.d. undir-staða við gerð búvörusamninga.

Búreikningar eru for-senda við gerð rekstr-aráætlana.

Hagþjónustan greiðir fyrir þitt framlag!

Fullur trúnaður ríkir í meðferð gagna.

Til þeirra sem færa

bókhald í DK-Búbót!

Búreikningar eru þegar farnir að berast til Hagþjónustunnar en æskilegt er að þeir berist eigi síðar en 20 júní n.k.

Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Sigurðardóttir í síma 433-7084. Tölvupóstfang: [email protected]

Hagþjónusta landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Sími 433-7080.

Búreikningar

Árið 2007

Háskólanám· Búvísindi

· Hestafræði

· Náttúru- og umhverfisfræði

· Skógfræði og landgræðsla

· Umhverfisskipulag

www.lbhi.is

Háskólilífs og lands

Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní

Gerist stofnfélagar Beint frá býli fyrir 1. maí!

LeiðréttingÍ síðasta blaði misritaðist kunn-uglegt bæjarnafn í tilvísunarfrétt um lambadauða á forsíðu svo úr varð enn kunnuglegra bæjarnafn. Þar er átt við bæina Möðrudal á Efra-Fjalli og Möðruvelli í Hörgár-dal. Það var á Möðrudal sem eng-inn köttur var en okkur er ókunn-ugt um kattareign þeirra Möðru-vellinga. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ritstj.

Page 22: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200822

Á veitingastaðnum Gló í Reykja-vík var farið heldur óhefðbundn-ar og náttúrulegar leiðir í innan-húshönnun staðarins, þar sem viðarbútar úr íslensku lerki úr Hallormsstaðaskógi voru notaðir sem veggklæðning og gefa staðn-um einstaklega hlýlegan og fal-legan svip.

Hugmyndin sem útfærð var á veitingastaðnum er kjörin fyrir íslenska skógarbændur, sem geta framleitt slíkar veggklæðningar jafnt fyrir fyrirtæki sem heim-ili, enda má stöðugt bæta við hugmyndum varðandi notagildi íslenskra skógarafurða.

„Hugmyndin kom upprunalega frá Guðlaugu Jónsdóttur arkitekt,

sem býr í Los Angeles, en hún hannaði fyrir okkur staðinn. Við vildum búa til rými sem væri rosa-lega notalegt og hlýlegt og þar sem notað væri sem minnst af unnum efnum; við vildum hafa þetta eins náttúrulegt og hægt væri, í takt við staðinn. Hönnun Guðlaugar bygg-ist á að nota sem minnst af unnum efnum, svo þetta rímaði vel saman,“ segir Guðlaug Pétursdóttir, annar eigandi Gló, en þar er aðaláhersla lögð á lífræna næringu fyrir við-skiptavini.

Viðarklæðningin er ólökkuð og því eins náttúruleg og hægt er. Fætur á barborði staðarins eru einn-ig úr lerki, en þeir eru sprautulakk-aðir að utan.

„Það var alveg makalaust, þegar öll klæðningin var komin upp á veggina, að þá gjörbreytti það til-finningunni hérna inni miðað við það sem áður var. Viðurinn er hlý-legur og honum fylgir ró og friður, svo ég tali nú ekki um hvað þetta er rosalega kósí. Þeir sem ganga hér inn segja bara „vá“, og eru alveg heillaðir. Það er gott fyrir okkur að huga að endurvinnslu á því sem við framleiðum og sú hugsun mætti gjarnan vera meira ríkjandi,“ segir Guðlaug. ehg

Íslenskt lerki sómir sér vel sem veggklæðning

Íslenska lerkið úr Hallormsstaðaskógi kemur einstaklega vel út sem vegg-klæðning á veitingastaðnum Gló í Reykjavík. Ljósm.: Snæfríður Ingadóttir

Fyrirtækið Frjó var stofnað árið 1991 af starfsmönnum Sölufélags garðyrkjumanna og hefur fyrst og fremst einbeitt sér að því að sinna garðyrkjubændum með rekstrarvörur og verið leiðandi í þeim geira. Vöruflóran í garð-yrkjunni er fjölþætt og má m.a. nefna gróðurhús, mold, fræ, áburð, lífrænar varnir, áburð-arkerfi, veðurstöðvar, lýsingu o.fl. Oft á ári koma erlendir sér-fræðingar til landsins á vegum Frjó til að heimsækja bændur og bæta árangur þeirra enn frekar, en þekking á ræktun grænmetis í gróðurhúsum hér á landi er með því besta sem gerist í heiminum.

Erlendur Pálsson, framkvæmda-stjóri Frjó, segir fyrirtækið lengst af hafa einbeitt sér að því að sinna garðyrkjubændum, sem fyrr segir. En nú hin síðari ár hafi starfsemin aukist mjög og fyrirtækið þá komið nokkuð að skógræktinni, eins að ýmiss konar útirækt, t.d. rófum og fleiru.

Lífrænar varnirErlendur segir nánast allt, sem yl-

ræktin þarfnast, vera í boði hjá Frjó. Hann nefnir mold, áburð og lífræn-ar varnir gegn flugum, maurum og pöddum, sem notaðar eru í stað eit-urefna. Einnig áburðarblöndun, lýs-ingu og raunar allt sem þarf, alveg upp í gróðurhús.

Á síðustu árum hefur umfang Frjó í sölu á umbúðum til bænda aukist umtalsvert, allt frá stórpakkningum til neytendapakkn-inga og er stefnt að því að útvega bændum pökkunarvélar fyrir kjöt og grænmeti.

Vaxandi umfangAðspurður, hvort mikill uppgang-ur sé í ylræktinni, segir Erlendur svo vera og að eins hafi Frjó lagt í meira; bætt við mannskap og fært sig út í umbúðasölu og annað, sem hafi aukið starfsemina. Hann segir alltaf þurfa að endurnýja tvö eða þrjú gróðurhús á ári, eða þá að byggja ný. Þá sé ýmis ný tækni komin til, eins og sjálfvirk áburðarblöndun og sjálfvirkar veð-urstöðvar, sem mæli raka, hita og annað. Þessar veðurstöðvar opna og loka gluggum sjálfvirkt og ljós

eru kveikt og slökkt sjálfvirkt.Annar stór vaxtarbroddur Frjó

felst í því að sinna almennum bændum enn frekar og stefnir fyr-irtækið á hægan en öruggan vöxt í þjónustu við þennan hóp á næstu árum. Síðastliðin ár hefur Frjó boðið bændum rúllubaggaplast með góðum árangri. Verkun fóðurs í útistæður og flatgryfjur var okkur bændum hugleikin og tók fyrirtæk-ið af skarið og kynnti aðferðina bændum og sérstaklega verktökum, bæði með kynningarfundum víða um land og vel heppnaðri heim-sókn verktaka til kollega þeirra í Danmörku.

Frjó hefur stækkað hratt á und-anförnum fjórum árum og hefur fjórfaldað veltu sína á þessu tíma-bili. Hjá fyrirtækinu starfa átta starfsmenn. S.dór

Frjó

Fyrirtæki sem sinnir bæðibændum og garðyrkjubændum

Ólafur R. Dýrmundsson, lands-ráðunautur í lífrænum búskap og landnýtingu, sem sæti á í Markanefnd, segir að í haust hafi komið upp í einu sláturhúsinu slæmt mál þar sem eyrnamörk-um hafði verið breytt, lömb-in mörkuð upp og plötumerki klippt til þannig að bæjarnúmer voru óþekkjanleg. Ólafur segir það kapítula út af fyrir sig hvort þarna var um sauðaþjófnað að ræða eða eitthvert misferli en á þriðja tug lamba var um að ræða. Málið er nú í lögreglurannsókn.

Vegna þessa var ályktað á fundi Markanefndar í mars sl. um þetta mál og spurt hvernig það gat gerst að uppmörkuð lömb, sum einnig með klippt plötumerki, gátu runn-ið athugasemdarlaust í gegnum slátrun. Nefndin samþykkti að fela þeim Ólafi og Sigurði Sigurðarsyni dýralækni að ræða við fulltrúa Landssamtaka sauðfjárbænda og Landssamtaka sláturleyfishafa um þær verklagsreglur sláturhúsa er varða markaskoðun í sláturhúsi og öryggi við móttöku og innskrán-ingu sláturfjár eftir plötumerkjum og örmerkjum.

Á ársfundi Landssamtaka sauð-fjárbænda kom fram ályktun frá sauðfjárbændum í Dalasýslu þar sem lýst er áhyggjum yfir því að lömb virðast í auknum mæli vera lögð inná ranga innleggjendur og beinir því til afurðastöðva að það sé lágmarksþjónusta að menn geti treyst því að lömb rati á rétta inn-leggjendur. Í greinargerð er m.a. bent á að vegna fækkunar slát-urhúsa er oft um langan veg að fara

og því hafi margir ekki séð sér fært að fylgja fé sínu til slátrunar. Það sé krafa sauðfjárbænda að fækkun og stækkun sláturhúsa bitni ekki á mönnum með þessum hætti.

Ólafur R. Dýrmundsson sagði að alltaf öðru hvoru fréttist af því að fé fari í gegnum sláturlínu án þess að vera frá réttum eiganda. Hugsanlega sé þetta oftast vegna mistaka en líka eru menn ef til vill að bæta við lambahóp sinn og auka við afurðirnar með ólöglegum hætti.

„Þess vegna telur Markanefnd ákaflega mikilvægt að það sé vand-að eftirlit í sláturhúsunum. Þetta byrjar í raun þegar féð er sett upp á bíla sem síðan losa það í sláturhús-réttina. Þá er það komið á ábyrgð sláturhússins. Þar þarf að vera eins og áður tíðkaðist, og er sums staðar enn, góð markaskoðun. Sé fé ekki með glögg eyrnamörk og ekki held-ur plötumerki ber að lóga því sem óskilafé. Í gæðastýringunni er það skilyrði að lömbin séu eyrnamerkt viðkomandi gæðastýringarhafa. Aukið eftirlit er meira áríðandi en áður var þegar bændur fylgdu fé sínu til slátrunar. Nú er oftast orðið um svo langan veg að fara vegna fækkunar sláturhúsa að þeir gera þetta ekki lengur. Og vegna þess að við erum með öruggasta merk-ingakerfi sauðfjár í heimi þarf þetta ekki að koma fyrir ef eftirlitið er nóg í sláturhúsunum,“ segir Ólafur R. Dýrmundsson. S.dór

Lömb virðast í auknum mælilögð inn á ranga innleggjendur

Ég get, ég þori, ég vil!Dagana 26. og 27. apríl nk. munu þær mæðgur Sigrún Sigurðardóttir reiðkennari og Sigrún Erlingsdóttir sálfræð-ingur halda námskeið fyrir knapa sem takast þurfa á við ótta tengdan hestamennsku, s.s. algerir byrjendur eða fólk sem af einhverjum orsökum hefur misst kjarkinn.

Eingöngu 12 manns kom-ast að, en námskeiðið verður blanda af fræðslu er lýtur að sál-ræna þættinum og reiðkennslu í litlum hópum. Meðal annars verður unnið með slökun, önd-uræfingar, hugsanir og hegðun, hvernig takast má á við kvíða og fleira er lýtur að því mark-miði að sigrast á ótta og kvíða. Í reiðkennslunni verður knöp-um kennt að vinna úr efninu á hestbaki og takast á við hræðsl-una. Kennslan verður einstak-lingsmiðuð og lagt upp úr því að hjálpa hverjum og einum og kenna fólki aðferðir sem hjálpa þegar heim er komið.

Þar sem takmarkaður fjöldi kemst að eru áhugasamir hvatt-ir til að hafa samband við nám-skeiðshaldara sem fyrst vilji þeir kynna sér námskeiðið frek-ar og taka frá pláss.

Þær mæðgur hafa mikla reynslu á þessum vettvangi. Sigrún Sigurðardóttir er einn afkastamesti reiðkennari lands-ins og hefur m.a. um árabil sérhæft sig í svokölluðum „Hræðslupúkanámskeiðum“ sem hjálpað hafa fjölda manns. Sigrún Erlingsdóttir er sálfræð-ingur að mennt og búsett í Dan-mörku og hefur hún boðið upp á vinsæl námskeið um þetta málefni og kennt hestafólki víðs vegar að, bæði knöpum á íslenskum hestum sem og öðrum hestakynjum.

Þær munu nú sameina krafta sína á þessu einstaka námskeiði og verður staðsetning þess og nánara fyrirkomulag kynnt þegar nær dregur, en áhuga-samir eru hvattir til að hafa samband sem fyrst á netfanginu [email protected] eða í síma 496 0664 (SE) fyrir kl. 20.30.

www.bondi.is

Rafstöðvar1kva - 3000 kvavaraaflsstöðvar

Ráðgjöf /// Sala /// Þjónusta

Óli Ársæls 893 3016Gunnar 864 6799

Dalvegi 6-8 /// 201 Kópavogi

Page 23: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200823

„Ég er mjög ánægður með þessaniðurstöðu og fagna henni mjög,“segir Hörður Snorrason, bóndií Hvammi í Eyjafjarðarsveit,en Héraðsdómur Norðurlandseystra hefur fellt úr gildi fjárnám,sem sýslumaðurinn á Akureyrigerði að kröfu Eyjafjarðarsveitar í fyrrahaust, í eignarhlutaHarðar í fasteigninni Hvammi í Eyjafjarðarsveit. Þá var sveitar-félaginu gert að greiða Herði 500þúsund krónur í málskostnað.

Málið snýst um nýtingu afréttar,en Hörður stundar kúabúskap ogkveðst því ekki nýta afrétt sveit-arinnar. Sveitarfélagið krafðist þessað hann skilaði dagsverkum í smöl-un afréttarins eða greiddi ella svo-kallað fjallskilagjald. Hörður hefur neitað að greiða gjaldið frá árinu2003, enda telur hann ekki lagastoðfyrir innheimtu þess hjá sér. Ummiðjan október í fyrra var, að kröfu

sveitarfélagsins, gert fjárnám í fast-eign Harðar vegna fjallskilagjaldsfyrir árin 2003 til 2006 og nemur upphæðin um 100 þúsund krónum.

„Ég er leystur undan því aðp þ

greiða þessi gjöld en nú liggur fyrir sveitarfélaginu að ákveða fram-haldið, hvort fjallskilasamþykkt

verði breytt á þann hátt, að heimilt verði að innheimta fjallskilagjald,og þá mun ég hlíta því.“ Hörður segir baráttuna hafa tekið langantíma, frá árinu 2003, og er feginnað málinu sé nú lokið, „en það er svo annarra að ákveða hvort fariðverði með það lengra.“ MÞÞ

N1 Akranesi 431-1379 KM. Þjónustan Búardal 434-1611Dekk og smur Stykkishólmi 438-1385Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi 437-1192Vélaverkst. Sveins Borðeyri 451-1145Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456-3501

Bifreiðav. Gunnars Klaustri 487-4630Framrás Vík 487-1330Gunnar Vilmundar Laugarvatni 486-1250Vélaverkstæðið Iðu 486-8840Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi 482-2151Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði 483-4299Bílaþjónustan Hellu 487-5353Hvolsdekk Hvolsvelli 487-8005

Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík 475-6616Vélsmiðja Hornafjarðar 478-1340Bíley Reyðarfirði 474-1453Réttingav. Sveins Neskaupsstað 477-1169

N1 Mosfellsbæ 440 1378N1 Réttarhálsi 440 1326N1 Fellsmúla 440 1322N1 Reykjavíkurvegi 440 1374N1 Ægissíðu 440 1320

Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði 456-3033Græðir sf. Varmadal, Flateyri 456-7652

Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammstanga 451-2514Kjalfell Blönduósi 452-4545Bílaverkstæði Óla Blönduósi 452-2887Vélav. Skagastrandar Skagaströnd 452-2689Pardus Hofsósi 453-7380Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki 453-6474Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki 455-4570B.H.S. Árskógsströnd 466-1810Bílaþjónustan Húsavík 464-1122

N1 Vesturbraut 552 Vallarheiði 440 1372

Kraftvélar ehf. ///// Dalvegi 6-8 ///// 201 KópavogiSími 535 3500 ///// Fax 535 3501 ///// www.kraftvelar.is

Gestahús til sölu:Er að byggja 25 fm heilsárshús tvö herb/ forst /bað, mjög vand-

að og hentar vel íslenskum aðstæðum. Húsið er fullbúið að utan

og tilbúið til afhendingar. Panilklætt að innan, með raflögnum

en án gólfefna og baðinnréttingar. Hægt er að fá það fullbú-

ið sem tveggja herbergja eða eitt herbergi og eldhús allt eftir

þörfum hvers og eins.

Tilvalið fyrir þann sem vantar gistihús eða stækka sumarhúsið sitt.

Húsið er til sýnis að Cuxhavengötu 1, HafnarfirðiUpplýsingar í síma 8200051.

Til söluMAPA pökkunarvél ásamt mötunar snigli, silói,

rykviftu og loftpressu.Verð 1250 þús,+vsk.

Uppl. í síma 8930564.Sáning ehf. Kríuási 45c,

221 Hafnarfirði

Allt frá því ég las fyrir nokkuðmörgum árum bókina The FirstHorseman hefi ég einhverrahluta vegna haft mikinn áhugaá hestum og meðferð hesta.Finnst mér oft í samanburðivið hvernig hugsað er um hestaerlendis, ill meðferð á hestumhér á okkar kalda landi.

Eitt sinn átti ég viðræður viðbónda norður í landi sem lokiðhafði skólagöngu frá Hólaskólaog fræddist ég mikið af sam-tali okkar. Bóndinn sagði mér að jarðvegur okkar væri ákaf-fflega snauður af mörgum vítam-ínum sem búfénaður þarfnaðist.Sumarið okkar væri stutt og fáar sólskinsstundir miðað við mörgönnur lönd. Þess vegna væri til-finnanlegur skortur á bætiefnum.Hestar í heimahögum að haust-og vetrarlagi fá enga næringuúr því sem þeir kroppa, aðeinsmagafylli og vætu.

Ekki er mér kunnugt um hvelangt er síðan farið var að fram-leiða fóðurbæti hér á landi fyrir búfé, en það hefur engin áhrif áþann innflutning sem fyrirtækiðHamraberg ehf. hefur nú snúið sér að. Í byrjun er um að ræða fóð

g-

urbæti sem eingöngu er ætlaður hest-um. Fram-leiðslufyrir-tækið er í Norður-Jór-víkurskíri á kkEnglandi og hefur starfað ffþar í 108 ár. Það er enn í

eigu sömu fjölskyldu, stjórnað af fjórða ættlið. Heildarsala fyrir-tækisins árið 2006 var rúmlega80 þúsund tonn.

Framleiðsla þessi er viður-kennd og notuð víðsvegar um ver-öldina, í mörgum Evrópulöndumog auk þess Bandaríkjunum, Kan-ada, Kína og Suður-Afríku, svonokkur lönd séu nefnd. Fyrirtæk-ið fékk nýverið fengið einkaleyfiá framleiðsluaðferðinni.

Tegundin af fóðurbæti semHamraberg er farið að selja heitir Speedi-Beet og er bæklingur umefnið fáanlegur á íslensku.Hamraberg ehf.Þverholti 2, 270 MosfellsbæSími 566 7450. Fax 566 7172Netfang: [email protected]

Fæðubótarefni fyrir hesta

Valdimar Tryggvason

Héraðsdómur fellir úr gildi fjárnám í Hvamm í Eyjafjarðarsveit

„Fagna niðurstöðunni mjög“

Ný stífla á DjúpadalsvirkjunVerið er að byggja yfirfallsstíflu viðDjúpadalsvirkjun í Eyjafjarðarsveit og er stefnt að því að verkinuljúki nú í sumar, að sögn FranzÁrnasonar, forstjóra Norðurorku.j , gj

Stíflan skemmdist mikið í gríð-arlegu flóði í Djúpadalsá þann 20.desember árið 2006. „Það fer eftir veðri og aðstæðum hvenær verkinulýkur, en við vonum að gangi velog búið verði að byggja stífluna ísumar,“ segir Franz.

www.bondi.is

Page 24: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200824Utan úr heimi

Heimsbyggðin almennt, og þar er Evrópa engin undantekning, hefur staðið og fallið með aðgangi að mat. Frá því maðurinn fór að stunda jarðrækt fyrir um 10 þús-und árum hefur framboð matar einungis fullnægt eftirspurn síð-ustu 140 árin.

Í Evrópu geisaði hungursneyð jafnt og þétt fram á miðja 19. öld. Ein hin síðasta lagðist á Írland á árunum 1844-´46 og kostaði yfir milljón manns lífið; kartöflumygla eyðilagði uppskeruna og 10% þjóð-arinnar urðu hungrinu að bráð. Á árunum 1867-´68 reið hungursneyð yfir Finnland og Norður-Svíþjóð, þegar mikil úrkoma og kuldi eyði-lagði korn- og heyuppskeruna og dóu 10% íbúanna í kjölfarið.

Eftir þetta hefur verið nóg fram-boð á mat í iðnríkjum heims á frið-artímum og á alþjóðamörkuðum hefur einkum verið spurt um rétt-láta dreifingu matarins. Ástæður þess að framleiðslan jókst eru fleir-þættar en nefna má nokkrar hinar helstu.

Hestarnir þurftu að étaÍ fyrsta lagi fóru evrópskir land-nemar í Ameríku að senda mat í stórum stíl til föðurlanda sinna, einkum ódýrt korn. Með opnun sléttanna eftir lok borgarastyrjald-arinnar 1865 urðu vatnaskil. Mikið af landi var þá lagt undir plóg og járnbrautir lagðar. Gufuskip tóku við þar sem járnbrautirnar enduðu og fluttu kornið til Vestur-Evrópu. Flutningskostnaður minnkaði og framleiðslan jókst. Korn og síðar kjöt flæddi inn á evrópska mark-aði.

Í öðru lagi fundu Birkeland og Eyde, jafnhliða Haber og Bosch, upp aðferð til að vinna köfnunar-efni úr andrúmsloftinu og fram-leiða tilbúinn áburð nokkru fyrir fyrri heimstyrjöld. Tilbúinn áburður var afgerandi forsenda fyrir hinni miklu framleiðsluaukningu, sem einkenndi 20. öldina og er jafn-framt ein af forsendum aukinnar framleiðslu nú á tímum. Með bind-ingu köfnunarefnis er mikilvægasti

hemillinn á frjósemi gróðurmoldar leystur.

Í þriðja lagi leysti dráttarvél-in hestinn og önnur dráttardýr af hólmi. Það gerðist frá því á milli-stríðsárunum á síðustu öld og fram á 8. áratug aldarinnar. Umskiptin frá höfrum og heyi yfir í bensín og olíu sem orkugjafa í landbúnaði og til flutninga losaði um fimmtung af ræktunarlandi, sem til ráðstöfunar var, úr hlutverki orkugjafa drátt-ardýra í það að nýtast til matvæla-framleiðslu. Að auki hafa framfarir í landbúnaði skilað betri stofnum búfjár og nytjajurta, framræslu lands og vökvunarkerfum, sem og vörnum gegn sjúkdómum, en einn-ig auknum afköstum á hvern hekt-ara lands og hvern grip.

Í fjórða lagi gekk „græna bylt-ingin“ yfir stóran hluta Asíu á 7. og 8. áratugum 20. aldar, sem leiddi til þess að framleiðsla matvæla stór-jókst. Að baki þess lágu afkasta-meiri stofnar nytjajurta, fjárfesting-ar í vökvunarkerfum, þurrkun lands og notkun tilbúins áburðar.

Nú eru aðrir tímarÞessir meginþættir hafa leitt til þess að þrátt fyrir aukna eftirspurn hefur matarverð lækkað, að mestu jafnt og þétt frá 1865, að heims-styrjaldarárunum undanteknum. Að vísu hækkaði verðið í upp-hafi 8. áratugarins, í kjölfar þess að kornuppskera í Sovétríkjunum brást og Sovétmenn neyddust til að flytja inn korn. Á sama tíma varð að nokkru leyti uppskerubrestur í stórum löndum Asíu, sem olli tíma-bundinni verðhækkun á korni, en uppskeran jókst fljótlega aftur og verðið hélt áfram að lækka.

Staðan í upphafi 21. aldar er önnur. Nú hækkar verðið þrátt fyrir aukna uppskeru. Sú aukning vegur ekki upp á móti vaxandi eftirspurn. Svissneski bankinn Credit Suisse hefur lagt fram spá um það að eft-irspurnin muni aukast um 3,3% á ári næstu árin, en að framleiðslan muni aðeins vaxa um 2,5% á ári. Þrjú undanfarin ár hefur neyslan farið fram úr framleiðslunni og birgðir eru því í lágmarki. Nú eru til um tveggja mánaða birgðir af korni í heiminum og í Bandaríkjunum hafa kornturnarnir ekki verið jafn tómir frá því á tímum síðari heimsstyrj-aldarinnar. Korn er þar undirstaða landbúnaðarins, bæði sem hráefni í matvæli og sem fóður búfjár.

Ástæða þess, hve birgðirnar eru litlar, er aukin eftirspurn í Mið-Austurlöndum og Asíu. Ekki aðeins neytir þar hver maður meira korns, heldur neytir hann meiri búfjár-afurða. Þá er þess að geta að jarð-arbúum fjölgar um 70-80 milljónir á ári.

Líforka og þurrkarÍ og með því að líforka er aftur orðin valkostur sem búvöruafurð, eftir að farið var að tengja olíunotkun við hlýnum lofthjúpsins og hugsanlega minna aðgengi að jarðolíu, þá eykst samkeppni um notkun á hráefnum frá landbúnaði til matvælafram-leiðslu annars vegar og sem orku-gjafa hins vegar. Þá er það stefna sumra landa að auka kornbirgðir sínar, en það dregur einnig úr fram-boði korns á mörkuðum.

Hvað kornframleiðslu varð-ar hefur uppskera dregist saman í sumum löndum. Þar eru mest áberandi Ástralía og Marokkó, þar sem samdrátturinn er veruleg-ur. Uppskeran hefur einnig dregist saman í Vestur-Evrópu, Úkraínu og Kanada, en þar eru uppskerusveifl-ur þó innan eðlilegra marka.

Á hinn bóginn er unnt að taka meira land undir ræktun í ýmsum fyrrum Austantjaldslöndum og í Suður-Ameríku. Nýting þess lands krefst fjárfestinga í innviðum þess-ara landa og uppstokkunar á eign-araðild að landinu, sem og að koma þarf þar á nýjum stjórnarháttum. Taka mun tíma að koma því öllu í kring.

VeðurfarslottóEf við ætlum að brauðfæða 10 milljarða jarðarbúa á 22. öldinni, jafnframt því sem veðurfarsbreyt-ingar munu taka sinn toll, þá er brýnt að gefa landbúnaði aukið svigrúm. Nýta verður möguleika hvers lands til matvælaframleiðslu með markvissri stefnumörkum sem hentar hverju landi. Framleiðsla hvers lands, ásamt viðskiptum og birgðahaldi þess, eru þeir þættir sem halda þarf utan um. Til þess að það geti tekist þarf sérhvert land rétt til að framleiða mat til eigin þarfa, eins og það er fært um.

Á árabilinu 1865 til 2005 fór verð á korni lækkandi, í stórum dráttum. Þetta tímabil er nú liðið hjá. Heimurinn verður að reikna með því að verð á matvörum muni hækka í framtíðinni miðað við hið lága verð, sem við nutum fram til 2005. Það þýðir á hinn bóg-inn ekki endilega að stórhækkun verði á matvælaverði í framtíðinni. Hins vegar eru allir möguleikar opnir næstu árin. Meðan verið er að byggja aftur upp viðunandi birgðastöðu verður uppskeran að aukast ár frá ári til að komast hjá miklum verðhækkunum. Eins og sakir standa spilar heimurinn í veð-urfars-„lottói“ með því að veðja á metuppskeru, án þess að hafa lágmarksbirgðir upp á að hlaupa ef uppskeran skyldi bregðast.

Bondebladet/Chr. Anton Smedshaug

Lækkandi kornverð í 140 ár

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur lýst því yfir að hann vilji endurskoða landbún-aðarstefnu ESB og efla búfjár-rækt í löndum sambandsins. Leiðin til þess sé að draga úr styrkjum út á landrými um 15% og flytja þá fjármuni, sem þar sparist, yfir á styrki til búfjárræktar sem og til lífræns landbúnaðar, einkum á strjál-býlum svæðum.

Frakkland tekur við for-mennsku í ESB næstkomandi haust og þá er Frakklandsforseti í góðri stöðu til að vinna stefnu sinni brautargengi. Rökin fyrir breyttri stefnu eru þau, að þyngst hafi fyrir fæti í evrópskri búfjár-rækt með hækkuðu verði á korni og öðru fóðri. Bændur, sem stundi kornrækt, hafi hins vegar hagnast

á þeirri verðhækkun.Auk þess vill franska rík-

isstjórnin stofna kreppulánasjóð, sem grípa mætti til ef upp kæmu búfjársjúkdómar eða áföll vegna breytinga á veðurfari.

Nationen

Sarkozy vill efla búfjárrækt í Evrópu

Brennsla orkugjafa úr jörðu; kola, olíu og gass, hefur um ára-bil verið álitin eiga verulegan þátt í hlýnun lofthjúpsins. Þótt margt hafi verið gert til að draga úr þessum áhrifum hefur gengið illa að leysa olíuna af hólmi sem orkugjafa fyrir farartæki, þ.e. bíla, flugvélar og skip.

Vonir manna í því efni glædd-ust, þegar fram komu hugmyndir um að framleiða orku á farartæki úr jarðargróða, svo sem maís, jurta-olíu, sykurreyr og korni. Slík fram-leiðsla hefur síðan náð verulegu umfangi sums staðar í heiminum, t.d. úr maís í Norður-Ameríku, syk-urreyr í Suður-Ameríku og jurta-olíu í Evrópu.

Í bakseglin sló fyrir þessari framleiðslu, þegar í ljós kom að matvælaframleiðsla og -öryggi var farið að líða fyrir hana, en einnig að í framleiðslu eldsneytisins fór svo mikil orka, að hagurinn af þessari orkuvinnslu fyrir lofthjúpinn var minni en stefnt var að í upphafi.

Sú hugmynd hefur komið upp, sem mótleikur gegn notkun hrá-efnis í matvæli og fóðurs sem orkugjafa fyrir farartæki, að nota í þessa framleiðslu tréni og annað lífrænt hráefni, sem nýtist ekki sem matvæli eða fóður. Sú aðferð hefur verið kölluð annarrar kynslóðar framleiðsla líforku.

Tækni við þessa framleiðslu hefur verið í þróun en nú er svo komið að fyrsta verksmiðjan, sem náð hefur valdi á þessari tækni, hóf rekstur í apríl á þessu ári og framleiðir lífdí-selolíu. Það er fyrirtækið Choren Industries í Þýskalandi sem hér er á ferð, en það er staðsett í Freiberg. Hráefnis til framleiðslunnar verður aflað með ræktun fljótvaxinna trjá-kenndra jurta, svo sem viðju.

Fyrirtækjasamsteypa Choren vinnur að verkefninu með fyrir-tækjunum Shell, Daimler og Volks-wagen, en nýja díselolían hefur fengið vöruheitið SunDiesel og hentar vel til blöndunar í hefð-bundna díselolíu.

Við framleiðslu á SunDiesel er lífmassi orkugróðursins notaður allur eins og hann kemur fyrir. Á fyrsta stigi framleiðslunnar er brennanlegum lofttegundum breytt í fljótandi eldsneyti. Framleiðslan fer fram undir miklum þrýstingi með aðferð sem nefnd er Carbo-V. Í efnaferlinu verður til gas, sem er hreinsað með efnahvötum, m.a. af brennisteini, og breytt í fljót-andi díselolíu. Nýja fyrirtækið á að vinna úr 67.500 tonnum hráefna á ári, m.a. gömlu timbri, auk fljót-vaxinna viðjutegunda.

Hraðvaxta gróður hagkvæmasturFyrirtækið telur fljótvaxinn gróð-ur skila mestum hagnaði þegar til lengdar láti og stefnir að því að

rækta hann nálægt verksmiðjunni, segir Michael Deutmayer, sem ber ábyrgð á öflun hráefnis til verk-smiðjunnar.

Landbúnaðarrannsóknastofnun í sambandsríkinu Sachsen hóf einn-ig fyrir þremur árum tilraunarækt-un á ýmsum undirtegundum víðis og aspar í Freiberg. Þessi tré hafa náð 5-6 m hæð á þremur árum. Vöxturinn bendir til þess að orku-skógur geti orðið hagkvæm ræktun fyrir landbúnað á þessu svæði.

Áætlað er að uppskera orku-skógaakrana þriðja hvert ár og nota til þess sláttutætara, en nýjar plöntur vaxa svo upp af rótum hinna fyrri. Reiknað er með að hver uppskera dugi til framleiðslu á 2.000 - 5.000 lítrum af SunDiesel á hektara.

Choren-samsteypan býður áhugasömum bændum langtíma-samning um ræktun á orkuskógi á góðum kjörum. Þá býður sam-bandsríkið Sachsen bændunum styrk, sem nemur 30% af stofn-kostnaði við ræktunina.

Sænska fyrirtækið Lantmännen Agroenergi hefur gert samning við Choren um ræktun á græðlingum til plöntunar í orkuskóga.

Choren stefnir nú þegar að því að stofna fimm verksmiðjur til dísel-olíuframleiðslu, sem framleiði árlega 250 milljón lítra af olíu. Til þess þarf um eina milljón tonna af lífmassa.

Afurðin er ekki talin auka kol-tvísýring í andrúmsloftinu, þar sem losun koltvísýrings við notkun orkunnar á farartæki og koltvísýr-ingsnám jurtanna stenst á.

Landsbygdens Folk

Líforka unnin úr tréni

Hungur í Norður-KóreuFregnir berast nú af því, að mikill matarskortur sé um þessar mundir í Norður-Kóreu. Það eru hjálp-arsamtökin Good Friends sem hafa komið þessum fréttum á framfæri.

Úthlutun matvæla hefur verið stöðvuð í höfuðborginni Pyongyang, þar sem efnaðasti hluti landsmanna býr. Það bendir til þess að ástandið sé mjög alvarlegt ann-ars staðar í landinu. Nationen

Matarverð hækkar í USAVerð á matvælum í Bandaríkjunum hækkaði um 8% á fyrsta ársfjórð-ungi þessa árs. Það er niðurstaða könnunar bandarísku bændasam-takanna, American Farmers Bureau, en kannað var verð á 16 algengum vörutegundum. Mest var hækkunin á matvælum úr korni en þar á eftir komu ostur, egg og epli. Verð á beikoni stóð í stað en meðal vara, sem lækkað höfðu í verði, voru drykkjarmjólk og svínakóti-lettur. Nationen

Page 25: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200825

www.bbl.is

SJÁLFVIRK6v / 12v / 24v 0,8A - 25A

HLEÐSLUTÆKI

Snilldartæki sem mega vera í sambandi allt áriðog geta hlaðið allar gerðir rafgeyma.

fást í Sólningu Kópavogi, Njarðvík og Selfossiog Barðanum Skútuvogi

rafgeymar

FB Selfossi sími 482 3767FB Hvolsvelli sími 487 8413FB Egilsstöðum sími 570 9860

Nú er rétti tíminn til að huga að sáðvörum

FB - Korngörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 570 9800 - Fax: 570 9801 - [email protected] - www.fodur.is

KB, búrekstrardeild - sími 430 5500Bústólpi - sími: 460 3350KS sími - 455 4626

Sáðvörulistinn kominn

GrasfræSáðmagnkg/ha

Magní sekk

*Grasfræblanda I 25 25**Grasfræblanda II 25 25Vallarfoxgras Vega 25 25Vallarfoxgras Jonatan 25 25Vallarfoxgras Grindstad 25 25Vallarfoxgras Engmo 25 25Vallarsveifgras Adda 25 25Vallarsveifgras Sobra 18 25Vallarsveifgras Balin 18 25Fjölært rýgresi Tetramax (4n) 35 25Fjölært rýgresi Svea (2n) 35 25Túnvingull Gondolin 25 15Hvítsmári Undrom 5-6 10Rauðsmári Bjursele (2n) 5-6 10*Grasfræblanda I, gefur góðan endurvöxt, tilvalin þar sem slegið er tvisvar.**Grasfræblanda II, hentar vel til beitar og þar sem slegið er einu sinni. Vetrarþol meira en í Grasfræblöndu I.

GrænfóðurfræSáðmagnkg/ha

Magní sekk Vaxtad***

Sumarrýgresi Barspectra 35 25 50-60

Sumarrýgresi Clipper (4n) 35 25 50-60

Vetrarrýgresi Barmultra (4n) 35 25 70-100

Vetrarrýgresi Danergo (4n) 35 25 70-100

Sumarhafrar Belinda 180-200 25/600 75-110

Sumarrepja Pluto 15 25 90-120

Vetrarrepja Barcoli 10 25 90-120

Vetrarrepja Akela 10 25 90-120

Vetrarrepja Delta 10 25 90-120

Vetrarrepja Hobson 10 25 90-120

Vetrarrepja Samson 1,5 1 120-130

Fóðurmergkál Grüner Angeliter 9 1 120-150

*** Vaxtadagar - eða nýtingartími frá sáningu. Oftast miðað við daga frá 31. maí.

Bygg til þroskaSáðmagnkg/ha

Magní sekk

2ja raða Filippa 180-200 50/7006 raða Tiril 180-200 406 raða Olsok 180-200 406 raða Lavrens 180-200 406 raða Ven 180-200 50Hafrar til þroska Cilla 180-200 50/600Sé óskað eftir tegundum sem ekki eru á listanum reynum við að útvega þær.

Rót vandans - Umönnun trjáaKennarar: Jens Thejsen kennari við DCJ Beder garðyrkjuskólann í Danmörku, Hreinn Óskarsson

Verð kr. 24.900

Fóðrun og uppeldi kvígna - Stóra ÁrmótKennarar: Grétar Hrafn Harðarson og Jóhannes Sveinbjörnsson, LbhÍ

Verð kr. 15.500

Trjáklippingar – SkrautrunnarKennari: Þorkell Gunnarsson,

Verð kr. 18.000

Kennarar: Jón Baldur Lorange,forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtaka Íslands, og Steinunn Anna Halldórsdóttir

Verð kr. 14.000

Fjölbreyttari og betri plöntur til íbóta í skógrækt?Kennarar: Samson Bjarnar Harðarson,

og lektor í landslagsarkitektúr við LbhÍ

Verð kr.

10.000.

Leiðrétting reiðhests III (áheyrn)Kennari: Reynir Aðalsteinsson

Verð kr. 8.000

Rötun og GPS - SuðurlandKennari: Sigurður Ólafur Sigurðsson,

Verð kr. 15.900

Grunnur að útstillingumKennari: Hjördís Reykdal Jónsdóttir,stundakennari við blómaskreytingar

Verð kr. 13.900

Umhirða opinna svæðaKennarar: Guðríður Helgadóttir,forstöðumaður starfs og endurmenntunardeildar LbhÍ, Gunnþór

og Siggeir Ingólfsson

Verð kr. 9.900

eða í síma 843 5308Aðalsími LbhÍ er

Námskeið sem koma að notum!

ostur.isí nýjum og hentugri umbúðumí nýjum

20%meiramagn - sam

averð

„Viltu hjálpa mér að drepa þessa hænu?“ spurði Marjorie frá Suður Afríku. Hún hafði þá verið vinnu-kona hjá fjölskyldunni um nokk-urn tíma. Ég hikaði aðeins enda hafði bóndinn á heimilinu yfirleitt séð um að slátra dýrum á bænum en svaraði svo játandi. Ekki gat ég látið fréttast að ég þyrði ekki að drepa eina hænu.

„Þetta er frekar lítið mál, við höggvum bara hausinn af henni, þrífum hana og reytum af henni fjaðrir og svo getum við skellt henni í pott,” sagði Marjorie.

Einhvern veginn þannig fór það, nema Marjorie gleymdi alveg að segja mér frá ósjálfráðum tauga-kippum og hreyfiafli hænunnar þrátt fyrir að hafa misst höfuðið.

Rangur litur á plastinuNinu frá Þýskalandi brá heldur betur í brún þegar bóndinn skellti sex kindaskrokkum í svörtum plast-pokum á eldhúsgólfið. „Jæja, við verðum að drífa okkur í að vinna þetta og koma þessu í frysti,” sagði húsmóðirin.

„Ha, hvað áttu við?” sagði Nina. „Nú það þarf að búta þetta niður, hakka, og svo vil ég gjarnan taka nokkur læri niður í sneiðar.” Nina hryllti sig og þverneitaði algjörlega að koma nálægt skrokkunum. Svona

-ið úr búðunum snyrtilega pakkað í glærar plastumbúðir, en ekki í heilum skrokkum í svörtum ruslapokum.

Ekki hafa margir starfsmenn verið eins og Marjorie og mun algengara er að sláturtíðin reyn-ist erlendum starfsmönnum erfið. Sömu einstaklingana og heillast af íslensku sveitinni vegna áhuga á að umgangast dýr og að vera úti í náttúrunni hryllir jafnvel við þeim hluta sem snýr að kjötframleiðsl-unni sjálfri. Allt frá slátruninni til vinnslu afurðanna.

„Bóndinn er búinn að biðja mig um að aðstoða við slátrunina og ég bara get það ekki,“ sagði Kim frá Belgíu á milli ekkasoganna í síma-num. „Ég vil virkilega gera mitt besta hérna á bænum, en ég bara get þetta ekki.”

Við ráðleggjum bændum yfir-leitt að fara ekki fram á það við starfsfólk sitt að það aðstoði við slátrun, allavega ekki eftir á. Sumir hafa alveg treyst sér til að aðstoða við að vinna kjötið, en það getur líka verið mjög einstaklingsbundið.

Best er því að spyrja hvort starfs-maðurinn treysti sér í að aðstoða og virða svarið.

Ekki bara útlendingarnir„Hvaðan kemur mjólkin?“ spurði ég sjö ára gamla dóttur mína. „Úr búðinni,“ svaraði hún og horfði eilítið hissa á mig, „þú veist alveg, við kaupum hana í svona bláum og gulum fernum.“ Fjarlægð barna og fullorðinna í þéttbýlinu frá sveitinni er alltaf að aukast. Fæstir hugsa út í ferlið við að koma landbúnaðar-afurðum í þægilegar fernur og í kjötborðin í Nóatúni. Varan er bara þarna, maður setur hana i körfuna og borgar á kassanum.

Dýrin í Húsdýragarðinum hafa þannig lítil tengsl við pylsurnar og ísinn í huga gestanna. Þetta hafa sumir bændur nýtt sér til að þróa nýja tegund af afþreyingu, ferða-mannafjósin. Í ferðamannafjósun-um fá ferðamenn tækifæri til að kynnast mjólkurframleiðslunni og smakka á afurðinni fyrir smá gjald.

Þannig getur þróun samfélagsins orðið tækifæri fyrir nýja tegund af atvinnustarfsemi í landbúnaðinum.

Dauðar hænur og bláar mjólkurfernur

Eygló Harðardóttir

Ráðningaþjónustunni Ní[email protected] – www.ninukot.is

Erlendir starfsmenn í sveit

Page 26: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 2008

Á markaði26

Árið 2007 jukust tekjur á starfs-mann í landbúnaði í flestum lönd-um ESB, og að meðaltali um 5,4% frá árinu 2006. Aðalástæðurnar eru sambland af auknum raun-tekjum og minnkun vinnuafls. Árið 2007 hækkaði framleiðendaverð á korni (46%) og olíufræjum (22%). Á móti lækkaði verð á ólífuolíu (-19,4%) og svínakjöti (-12,4%) á sama tíma. Kostnaður hækkaði á sama tíma um 6% að meðaltali og þar vó þungt hækkun á fóðurverði um 14%. Tekjur á starfsmann hækkuðu mest í Litháen, Eistlandi, Tékklandi og Svíþjóð. Hins vegar ollu þurrkar í Austur-Evrópu því að tekjurnar lækkuðu mikið í Rúmeníu og Búlgaríu.

EB, þýtt úr Internationella Perspektive

Breyting á tekjum á starfsmann í landbúnaði inna ESB 2006/2007, %

ESB-27 5,4 Lettland 9,3 Grikkland -0,3

Litháen 39,3 Írland 9,2 Kýpur -0,5

Eistland 22,5 Slóvakía 9,2 Ungverjaland -1,0

Tékkland 20,9 Austurríki 8,8 Malta -1,7

Svíþjóð 16,5 Slóvenía 8,5 Ítalía -2,0

Finnland 14,4 Frakkland 7,5 Portúgal -5,0

Luxemborg 14,3 Stóra-Bretland 6,0 Búlgaría -8,5

Pólland 13,7 Holland 4,9 Rúmenía -16,7

Þýskaland 12,5 Danmörk 4,9

Spánn 10,3 Belgía 1,7

Auknar tekjur í landbúnaði í ESB 2007

Innflutningur á kjöti í janúar og febrúar

kg Cif verðmæti kr.

Nautakjöt 30.630 32.545.536

Alifuglakjöt 112.607 56.613.949

Svínakjöt 68.362 31.011.530

Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 1.540 976.662

Samtals 213.139 121.147.677

Æ fleiri ríki í heiminum grípa nú til þess ráðs að setja á útflutningstolla á matvæli til að halda niðri verði til neytenda innanlands. Síðustu tvær vikur hafa Kambódía, Indonesía, Kazakstan, Rússland, Argentína, Úkraína og Taíland tekið skrefið og innleitt útflunt-ingstolla eða aðrar útflutn-ingstakmarkanir s.s. kvóta fyrir fjölmargar landbúnaðar-afurðir til að bæta birgðastöðu innanlands og halda aftur af verðhækkunum gagnvart neyt-endum. Einnig má nefna Kína, Indland og Pakistan. Þessar aðgerðir verða hins vegar til þess að halda niðri verði til bænda og spurningin er því sú hvort afleiðingar aðgerða af þessu tagi til lengri tíma verða þær að bændur auka ekki fram-leiðslu sína og endirinn verði sá að þegar upp er staðið fáist minna af því sem maður vill fá meira af, þ.e.a.s. matvælum.

Mótmæli við hækkandi mat-vælaverði hafa blossað upp víða um heim nú síðast bárust fréttir um það frá hinu bláfátæka Haiti. Af öðrum löndum má nefna Mexíkó, Indonesíu og Burkína Faso.

Á sama tíma og útflutningslönd leggja tolla og aðrar takmarkanir

á útflutning matvæla leitast þjóðir sem eru háðar innflutningi, við að byggja upp birgðir af matvælum. Dæmi um það eru Kína, Tyrkland og Íran. Báðar þessar aðgerðir eru síðan fallnar til þess að ýta undir hækkanir á heimsmarkaðsverði búvara.

Sem dæmi má nefna að verð á hrísgrjónum í Asíu náði methæð-um í lok mars. Í janúar var verð á tonni af hrísgrjónum $380 en í lok mars var það $760/tonnið. Þrjátíu og fjögur ár eru síðan verð á hrís-grjónum var síðast sambærilega hátt. Meðalverð á hrísgrjónum árið 2007 var $334/tonn.

Í nýrri samantekt frá Alþjóða-gjaldeyrissjóðnum „Riding a wave“ sem nálgast má á www.imf.org, er fjallað um hækkað heimsmarkaðsverð á ýmsum hrá-efnum s.s. olíu og málmum, og matvælum. Ljóst er að hátt olíu-verð hefur áhrif á matvælaverð þar sem allt að 20-50% af upp-skeru maís og repjufræja er breytt í lífeldsneyti í sumum löndum. Þetta hefur hins vegar engin áhrif á bensínmarkaðinn því lífelds-neyti er aðeins um 1,5% af elds-neyti sem notað er á farartæki í sömu löndum.

EB, þýtt og endursagt úr Internationella Perspektiv o.fl.

Ríki heims leggja á útflutnings-tolla í stað innflutningshindrana

Beingreiðslur í garðyrkju 2007 og áætlun beingreiðslna fyrir árið 2008

skv. 3. gr. rg. nr. 12/2008

Magn og beingreiðslur á kg árið 2007 voru sem hér segir:

Tonn kr./kg Markaðsverð

Gúrkur 1343,0 59,56 142,01

Paprika 146,7 218,07 280,86

Tómatar 1602,8 66,75 247,51

Handhafar beingreiðslna voru 43, þar af voru gúrkubændur 24, papriku -bændur 11 og tómatabændur 22.

Framleiðsluspá framleiðenda 2008 er:Tonn Aukning (%)

Gúrkur 1550,5 15,4

Paprika 157,2 7,2

Tómatar 1774,3 10,7

Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur gert áætlun um beingreiðslur í garðyrkju á árinu 2008 á grundvelli áætlana framleiðenda um framleiðslu. Til ráðstöfunar eru 217 m.kr. sem skiptast milli afurða sbr. eftirfarandi:

Beingr. (m.kr.) Magn tonn Beingr. kr./kg 80% kr./kg

Gúrkur 79,0 1500 52,67 42,13

Paprika 32,0 150 213,33 170,67

Tómatar 106,0 1700 62,35 49,88

Evrur/100 l

Breytingar á mjólkurverði í

nágrannalöndumSamkvæmt „International milk price review“ (http://milkprices.nl/) hækkaði mjólkurverð til bænda í átta löndum Vestur-Evrópu um 35,4% frá janúar 2007 til janúar 2008. Upplýsingarnar taka til 15 fyrirtækja sem starfa í Belgíu (BE), Danmörku (DK), Þýskalandi (DE), Frakklandi (FR), Finnlandi (FI), Bretlandi (GB), Írlandi (IE) og Hollandi (NL). Meðalverð í janúar 2008 var 38,62 evrur/100 kg mjólk-ur og meðalverð sl. 12 mánuði var 32,99 evrur/100 kg. Miðgengi evru í Seðlabanka Íslands var 115,64 kr. þann 13. apríl. EB

Tekjuaukning í bandarískum landbúnaðiHorfur eru á að tekjur í bandarískum landbúnaði verði 51% meiri árið 2008 en að meðaltali síðustu 10 ár. Verð á korni og olíufræjum heldur áfram að hækka eftir stökkið sem það tók í haust og sama á við verð á akurlendi. Internationella Perspektive

Meðalverð á mjólk til bænda í átta Evrópulöndum. Meðalverð samsvarar tæplega 45 ísl. kr. á lítra.

Hækkun mjólkurverðs í átta Evrópuríkjum frá janúar 2007 til janúar 2008.

Mjólkurverðmun haldast

hátt, spáir IDFÍ ársskýrslu alþjóðasambands mjólkuriðnaðarins, IDF, fyrir árið 2007 er fjallað um heims-markað fyrir mjólkurvörur. Þar segir að hann einkenn-ist fyrst og fremst af óstöð-ugleika, allt það sem ein-kenndi greinina fyrir örfáum árum er nú gerbreytt.

Sagt er frá því að eftirspurn eftir mjólk hafi fyrir alllöngu farið fram úr framboðinu en fram til ársins 2007 var hægt að mæta því með því að ganga á mikl-ar birgðir sem til voru í Evrópu og Bandaríkjunum. Nú eru þær búnar og þá er ekkert lengur hægt að gera til að halda verðinu niðri. Þegar við þetta bætist að heldur dregur úr mjólkurframleiðslu í Evrópu og Ástralíu verður nið-urstaðan mikil verðhækkun eins og raunin hefur orðið síðustu mánuði þar sem verð á mjólk-urdufti og smjöri hefur náð meiri hæðum á alþjóðamarkaði en dæmi eru um.

Í skýrslunni er því spáð að eftirspurninu muni aukast sem nemur 12-14 milljónum tonna af mjólk ár hvert á næstunni en framboðið eykst ekki nema um 9 milljónir tonna. Til lengri tíma litið er því spáð að þetta bil muni heldur minnka en ekki nóg til að tryggja verðlækkun á mjólk. Verðið mun haldast hátt, ekki bara til framleiðenda, held-ur fá neytendur að finna fyrir því líka.

Fyrstu tvo mánuði ársins 2008 voru flutt inn rúmlega 213 tonn af kjöti, rúmlega helmingur þess var alifuglakjöt.

Page 27: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200827

Nánari upplýsingar hjá sölumanni Sturlaugs í

síma 898 5455.Sturlaugur & co ehf.

Fiskislóð 14 101 Reykjavík

Til sölu

Landini Ghibli 90 2000

Landini Powemaster 220 2008

Landini Powerfarm R 9592 hö. árgerð 2008

Landini Vision 105 2008

Landinin Legend 125

Upplýsingar í síma 868-7951

og [email protected]

Höfum til sölu ávinnsluherfi (slóða)

Sterkir og skil-virkir slóðar

ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is

Flagheflar

Page 28: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200828Líf og starf

Að gefnu tilefni fannst undirrituðum ekki annað fært en fjalla lítillega um frumutölu í mjólk og annað, sem henni viðkemur. Ljóst er, að bændum gengur misvel að hafa bönd á frumu-tölu mjólkur sem þeir framleiða og eru fyrir því margar ástæður.

Ekki síst verða tilraunir til lækk-unar frumutölu misvel heppnaðar ef bændum finnst það óskoruð regla að jafnaðarmerki sé milli meira magns og lakari gæða, þ.e.a.s. að til að fullnægja eftirspurn samlagsins eftir mjólk verði að láta allt flakka í tankinn.

Á svæði MS Akureyrar og Egils-staða eru bændur hvattir til að fara leið „magns og gæða“, þ.e. að efla forvarnir og vinna að bættu júg-urheilbrigði. Ein leiðin að auknu magni er að bæta júgurheilbrigði, enda hefur verið sannað að beint samband er milli nythæðar og frumutölu, þ.e.a.s. júgurheilbrigðis.

Kýr með króníska, dulda júg-urbólgu og háa frumutölu mjólka á bilinu 15 - 25% minna en þær gætu gert heilbrigðar. (Heimild: Ólafur Oddgeirsson og Ólafur Jónsson.)

Þessum aðgerðum lýkur ekki á einum degi, þ.e., það þarf að taka

til í hjörðinni. Að einu til tveimur árum liðnum ætti að hafa náðst sá árangur að hámarka nyt og arðsemi kúa á viðkomandi búum, svo að ekki standi lengur í fjósi og taki básapláss þekktar júgurbólgukýr, margmeðhöndlaðar, með misrýra júgurhluta eða stigna spena.

Það er synd að horfa upp á vandræðagripi valda smiti um allt fjós, bara vegna þess að viðkom-andi gripur mjólkar svo og svo mikið. Þetta á sérstaklega við um lausagöngufjós, þar sem kýr geta lekið sig á ótal bása.

Boðskapur þessa greinarkorns er í stuttu máli sá, að líta til forvarna og efla júgurheilbrigði, en með því má auka nyt þeirra kúa sem standa í fjósum bænda í dag, svo ekki

þurfi alltaf að koma til bein fjölgun mjólkandi gripa.

Eðlileg endurnýjun þarf að eiga sér stað og smitberum verður að lóga, læknist þeir ekki við lyfjameðferð eða með öðrum tiltækum aðferð-um, bæta þarf smitgá mjaltafólks og mjaltatækni og að síðustu, bæta þarf aðstæður í fjósum á þann veg, að takmarka nýsmit sem mest má.

Hvar á að byrja? Ja, því ekki að byrja á smákálfauppeldinu, sogat-ferlinu, uppeldisaðstæðum eldri kvígukálfa, viðurgerningi ungviðis-ins og samhliða því, að lóga von-lausum smitberum.

Að tryggja kvígurnar óskemmd-ar inn á fyrsta mjaltaskeið er stórt og gott byrjunarskref.

Kristján Gunnarssonmjólkureftirlitsmaður

HEYRT Í SVEITINNI

Með reglugerð um merkingar búfjár er að komast á miklu betra samræmi í merkingum sauðfjár en áður var. Skýrsluhaldsgrunnur sauðfjárræktarinnar, www.fjar-vis.is, er hannaður með hliðsjón af reglugerðinni. Hér á eftir verð-ur vikið að örfáum atriðum er varða mismunandi númerakerfi.

Merkingar fullorðins fjárGott lag er á merkingum á fullorðn-um ám. Langflestir nota samfelldar númeraraðir, sem auðvelt er fyrir hvern og einn að aðlaga að eigin þörfum.

Fyrir hrútana höfum við mælt með því, að viðhaldið verði sam-ræmdu númerakerfi innan fjár-ræktarfélaganna. Þá eru aldrei tveir hrútar innan félags í sama árgangi með sama númer. Vafalaust er, að slíku númerakerfi er einfaldast að viðhalda þegar hvert bú innan félags hefur sína föstu númeraröð.

Hver eigandi númerar síðan sinn hrútakost með númerum úr þess-ari röð. Slík kerfi hafa í sumum héruðum verið í notkun lengi og gefið mjög góða raun. Í nokkrum tilfellum hafa búnaðarsambönd haft frumkvæði að frágangi þessara númerakerfa.

Örfá bú hafa í vetur skilað skýrslum, þar sem bæði ásetn-ingshrútar og ásetningsgimbrar frá haustinu 2007 hafa fengið sama númer. Þetta er ekki mögulegt lengur, þar sem tveir einstaklingar í sama árgangi á sama búi mega ekki bera sama númer. Í þeim tilfellum, sem hrútanúmeraröð búsins lendir inni í númeraröð ásetningsgimbra, verður að sleppa þeirri númeraröð úr gimbraröðinni og bæta þeim númerum aftan við.

Merkingar lambaÞegar kemur að lambanúmerum er fjölbreytni í númerakerfum enn ákaflega mikil. Algengasta, einfald-asta og að mörgu leyti besta kerf-ið er, þegar notuð er samfelld og hlaupandi númeraröð fyrir lömbin á hverju ári. Með því kerfi ber hik-laust að mæla. Sumir nota kerfið á þann veg að merkja t.d. einlemb-inga og/eða lömb undan veturgöml-

um ám frá einhverju tilteknu núm-eri og sjá þannig beint af númerinu hvaða hópi lambið tilheyrir.

Gagnagrunnur sauðfjárrækt-arinnar gerir ráð fyrir að númer lambanna geti verið allt að fjórum stöfum. Bókstafi er leyfilegt að nota í merkjunum, en eindregið er mælt með því að þau séu mynduð eingöngu af tölustöfum. Það auð-veldar alla skráningu upplýsinga. Sláturhúsin eru t.d. almennt farin að skrá númer lambanna þegar þau fara á sláturlínu.

Hin fjölbreytilegu númerakerfi, sem verið er að nota, munu mörg sett upp með það í huga að auð-

velda tengingu lambs við móður sína út frá númeri þess. Rétt er að benda á nokkur atriði varðandi þetta. Til aðgreiningar á tvílemb-ingum eru ýmist notaðir bókstafir eða tölustafir, annað hvort fyrst eða síðast í lambsnúmerinu. Við mælum eindregið með, að aðgrein-ingarlykillinn sé settur sem síðasti stafur í númerinu. Dæmi: Lömb undan ánni 03-467 fái númer 4671 og 4672, en ekki 1467 og 2467. Með þessu móti fylgjast sammæðra lömb að í haustbók, sem hlýtur að vera flestum til hagræðis.

Þegar notaðar eru svona merk-ingar á lömbin er einnig athugandi að hafa endingarlykil, einnig fyrir einlembinga, þannig að lömbin birtist í bókinni í númeraröð ánna. Ef þessi kerfi eru notuð í þeim til-fellum, sem sama númeraröð end-urtekur sig hjá ánum, er hægt að aðgreina lömbin undan þeim með því að nota t.d. 1 og 2 sem end-ingarlykil hjá lömbum elstu ánna, 3 og 4 hjá næsta árgangi á sömu númerum og þannig áfram ef þörf krefur.

Á nokkrum stöðum á landinu hefur tíðkast aðgreiningarkerfi í lambanúmerum sem byggir á því, að setja tölustafinn 0 fyrir framan númer annars tvílembingsins. Þetta kerfi gengur því miður ekki leng-ur. Í nýjum gagnagrunnum verð-ur þetta merkingarlaus stafur, líkt og 0 er yfirleitt þegar það stendur fremst í tölustafaröð. Á síðasta ári varð að leysa mál þessara búa eftir nokkrum leiðum. Í gögnum, sem okkur bárust úr gömlu Fjárvísi, var þetta leyst með því að setja bók-stafinn o fyrir framan númer, þar sem tölustafurinn 0 hafði verið notaður. Þetta er því miður ekki aðferð sem hægt er að mæla með, af tveimur ástæðum. Annars vegar er mikil hætta á mislestri þessara einkenna og hins vegar er á þenn-an hátt blandað saman bókstöfum og tölustöfum í lambsnúmeri, sem við hvetjum bændur til að forðast ef mögulegt er.

Við vitum vel að breytingar á númerakerfum eru talsvert mál fyrir suma. Verið er að hrófla við hefð-bundnum vinnubrögðum í búskapn-um. Í mörgum tilvikum eru þetta hins vegar venjur, sem ástæða kann að vera til að einfalda, leiði það til hagræðingar í öðrum efnum.

Við hvetjum því bændur sem panta lambamerkin þessa dagana til að hugleiða ofangreinda hluti og jafnvel að endurskoða framkvæmd-ina. Einnig er vert að minna á, að lambanúmerin eiga að bera viðeig-andi lit og hafa bæjarnúmerið for-prentað.

Númerakerfi sauðfjár Örfáar ábendingar

Jón Viðar Jónmundsson

landsráðunautur í búfjárræktBændasamtökum Í[email protected]

Skýrsluhald

Nú nýlega voru haldnir fund-ir í Hlíðarbæ í Hörgárbyggð og á Narfastöðum í Reykjadal, þar sem m.a. var skýrt frá nið-urstöðum kúadóma í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu og við-urkenningar veittar. Um nokk-urt árabil hafa flestar fyrsta kálfs kvígur á þessu svæði verið útlitsdæmdar. Einn aðaltilgang-ur kvíguskoðunarinnar er að fá afkvæmadóma á ungnautin, en jafnframt að styrkja dóm eldri nauta. Þegar jafnframt liggur fyrir kynbótamat kúnna hefur hver árgangur verið tekinn til uppgjörs og var nú komið að kúm fæddum árið 2003.

Alls samanstóð fyrrgreind-ur árgangur af 1603 kúm, 1200 í Eyjafirði og 403 í Suður-Þing. Kýrnar voru á alls 161 búi, mjög mismargar á hverju, eða allt frá 1 upp í 60. Meðaleinkunn fyrir skrokkbyggingu reyndist vera 28,1 stig, 16,7 fyrir júgur, 16,3 fyrir spena, 17,6 fyrir mjaltir og 4,7 fyrir skap. Í dómseinkunn gerir þetta að meðaltali 83,3 stig. Einkunnin sveiflaðist frá 71 stigi upp í 90 stig.

Alls hlutu 45 kýr 88 stig eða hærra í dómseinkunn og voru eigendum þeirra færðar við-urkenningar; stækkaðar myndir af umræddum kúm, en búnaðarsam-

bönd á viðkomandi svæði gáfu myndirnar. Reiknuð var út heildar-einkunn fyrir kýrnar, þar sem bæði var tekið tillit til kynbótamats og dómseinkunnar. Hæstu kýr á Eyjafjarðarsvæðinu voru Björk frá Hríshóli í Eyjafjarðarsveit með 90 stig, Branda frá Bakka í Öxnadal með 87 stig og Gribba frá Steinstöðum II í Öxnadal. Í Suður-Þingeyjarsýslu fékk Blóma frá Baldursheimi í Mývatnssveit hæstu einkunn, 84 stig, Sokka frá sama bæ hlaut einnig 84 stig og það sama gildir um Brún í Reykjadal. Búnaðarsamböndin veittu eigendum þriggja stigahæstu kúnna á hverju svæði verðlauna-styttur, gull- silfur- og bronskýr, auk stækkaðra mynda af kúnum.

Guðmundur Steindórsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, segir fleiri kýr hafa orðið stigaháar nú í ár en verið hefur. „Þetta virðist almennt vera góður árgangur,“ segir hann. „Það má segja að þetta sé topp-urinn, fleiri kýr dæmdust nú hærri en til að mynda í árgangnum á undan.“ Hann segir að yfirleitt beinist kynbætur bænda að afurð-um, ekki útliti, en þess ber að geta að 60% af heildareinkunn er samansett af júgrum, spenum og mjöltum.

MÞÞ

Niðurstöður kúadóma kynntar nyrðra

Fleiri kýr með hærri dóma

Verðlaunahafar í Eyjafirði: F.v. Ármann á Skáldsstöðum, Guðmundur í Holtsseli, Kolbrún á Skáldsstöðum, Guðrún í Holtsseli, Guðrún og Árni í Villingadal, Guðmundur í Stærra-Árskógi, Kristján á Tréstöðum, Sólveig á Svertingsstöðum II, Gunnlaugur og Dómhildur í Klaufabrekknakoti, Ásrún á Steinsstöðum II, Sara á Möðruvöllum II, Trausti á Hofsá, Aðal-steinn í Garði, Sigurgeir á Hríshóli, Stefán á Syðri-Grund, Þórður í Þrí-hyrningi, Bernharð í Auðbrekku, Haukur í Þríhyrningi, Gunnsteinn á Sökku, Helgi á Syðri-Bægisá, Stefán í Fagraskógi, Kristín á Merkigili, Helgi á Bakka og Róbert í Litla-Dunhaga. Á myndina vantar nokkra verðlaunahafa.

Verðlaunahafar í S.-Þing.: Gunnar í Baldursheimi I, Flosi á Hrafnsstöð-um, Atli á Laxamýri, Sveinbjörn á Búvöllum, Ingibjörg á Skútustöðum II og Sigurlaug á Brún. Á myndina vantar nokkra verðlaunahafa.

Brún 351, Reykjadal. Björk 512, Hríshóli.

Blóma 139, Baldursheimi. Branda 441, Bakka.

Borgar Páll Bragason

ráðunautur í jarðrækt og landupplýs-ingum, Bændasamtökum Í[email protected]

Page 29: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200829

Sturtuvagnarog stálgrinda-

hús frá WECKMAN

Sturtuvagnar

H. Hauksson ehfSuðurlandsbraut 48Sími: 588 1130Fax: 588 1131

Stálgrindahús.Margar gerðir, hagstætt verð.

Einnig þak-og veggstál á góðu verði

Frá Búsæld ehf.Búsæld ehf minnir á aðalfund félagsins sem haldinn verður Á hreindýraslóðum,

Skjöldólfsstöðum á Jökuldal 19. apríl næst-komandi og hefst kl. 13.30. Einnig er minnt á

að hægt er að senda umboð til fundarins.

Stjórn Búsældar ehf.

Heilbrigðari og mýkri spenar

Sólin stóð hátt á himni þennan fallega vetrardag þegar ég heim-sótti ábúendur á Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum, þau Hlyn Snæ Theódórsson og Guðlaugu Björk Guðlaugsdóttur. Kýrnar nutu lífsins í fjósinu og er greini-legt að þar er hugsað vel um dýrin. Áberandi er, hversu and-rúmsloftið er rólegt og afslappað í nýlegu fjósinu.

Hlynur og Guðlaug tóku við búinu af foreldrum Guðlaugar 1. janúar 1997. Árið 2002 réðust þau í byggingu á nýju lausagöngufjósi og settu upp fullkominn mjaltabás fyrir 12 kýr. Vinnuaðstaða í básn-um er að sögn Hlyns mjög góð, m.a. er hægt að lyfta gólfinu í básnum, allt eftir þörfum hvers og eins. Á búinu eru nú um 40 mjólk-andi kýr og er á stefnuskránni að fjölga þeim á næstu árum.

VIRI FOAM prófuðu þau fyrst árið 2003 í kjölfar kynningar, sem haldin var á Voðmúlastöðum. Áður höfðu þau aðeins notað vatn og klúta til að þvo spenana fyrir mjalt-ir. Þeim fannst það ekki nógu gott, því erfitt var að ná óhreinindum af spenunum. „Eftir að við fórum að nota VIRI FOAM hafa mjaltirnar gengið mun hraðar fyrir sig, kýrn-ar eru áberandi rólegri, spenarnir heilbrigðari og húðin mýkri. VIRI FOAM hjálpar til við að halda líf-tölunni í skefjum og eykur þar með líkur á að ná framleiðslu á úrvals-mjólk,“ segja þau, en eins og allir vita er það kjarabót í rekstri kúa-búa á Íslandi í dag.

Með þetta kveð ég heimafólkið eftir góðan dag á íslenskum bónda-bæ og í baksýnisspeglinum skartar Eyjafjallajökull sínu fegursta.

Óskar S. Harðarson

Page 30: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200830

Kæru lesendur.Vinsældir berjarunnar eru nú aftur að aukast. Fólk er farið að sækj-ast eftir því að fá rifsberjarunna í garðana, eins og algengt var hér áður fyrr. En einnig fjölgar öðrum tegundum berjarunna í görðum landsmanna og má þá nefna sólber og stikilsber. Svo eru það auðvitað jarðarberin sem þroskast ágætlega utanhúss við íslensk skilyrði. Öllu sjaldgæfari eru þó hindberjarunnar.

Hindberjaplöntur eru fjölærar. Þær vaxa í hálfrunna og verða um 1-2 metrar á hæð. Sprotarnir 2ja ára með dökkrauðum þornnálum og deyja eftir að þeir hafa borið aldin seinna árið. Blöðin eru fjað-urskipt, smáblöð 5-7, sporbaugótt, tennt, hvítleit að neðan. Blómin eru í löngum klasa, 9-11mm, lútandi í litlum skúfi. Krónan hvít, styttri en bikarblöðin, sem eru langydd og grágræn á lit. Berin sjálf eru yfirleitt rauð, dökkrauðbleik, oft smáhærð og mjúkhærð og eru æt. Blómgun á sér stað í maí-ágúst á annars árs sprotum, hér á landi í lok júlí. Blómin eru sjálffrævandi.

Hindberjarunnar tilheyra rósaætt Rosaceae -

urt og flestar rósir. Latneska ætt-kvíslarheitið Rubus eða hrútaberja-ættkvísl er dregið af latneska orð-inu ruber sem þýðir rauður og vísar til rauðra berja hindberjarunnans. Latneska heitið idaeus þýðir „frá Idu“ sem er fjall á Krít í Grikklandi. Talið er að jurtin hafi borist þaðan til Rómverja. Á sænsku heitir hind-ber hinsvegar hallon, Himbeere á þýsku, famboise á frönsku, á ensku raspberry, malina á pólsku, hind-bær á dönsku, en þaðan kemur jú líklega íslenska orðið hindber, sem

merkir eiginlega „ber hindarinnar“.Heimkynni hindberja eru í Evr-

ópu og Asíu. Hindber hafa verið í ræktun hér á landi síðan 1882 og eru ræktuð víða en teljast ekki mjög algengar garðplöntur og þurfa mjög góð skilyrði til þess að skila af sér ávöxtum utanhúss hér á Íslandi. En hver veit nema að skil-yrðin hér á landi eigi eftir að batna með hlýnandi loftslagi og að betur

fari þá um hindberjaplönturnar. Á meginlandi Evrópu vaxa hindberj-arunnar villtir. Kjörvaxtarskilyrði hindberja eru gisnir skógar, heiðar, móar, almenningar, uppfyllingar undir járnbrautir, óræktarsvæði, allt upp í 2300m hæð.

GróðursetningHér á landi sérlega þarf að velja tegundinni sérlega skjólgóðan og sólríkan stað í garðinum og gefa ríkulega áburð, svo að berin nái sem bestum þroska. Hindber kjósa frekar sendinn, lausan jarðveg, þó nokkuð rakaheldinn. Þegar gróð-ursett er, þarf að stinga upp 90sm breitt beð og útbúa varanlegan stuðning, þannig að eins konar lim-gerði myndist. Hæfilegt bil á milli plantna er 40-45 sm og um 1,5m milli raða er settar eru niður plöntur í fleiri enn eina röð. Gróðursett er snemma sumars, strax og frost er farið úr jörðu. Gömlu greinarnar, sem höfðu þegar vaxið upp áður enn plantan var gróðursett, eru

klipptar í um 30 sm hæð seinna um sumarið þegar nýjar greinar hafa vaxið upp.

UmhirðaNokkuð þarf að vanda til umhirðu á hindberjum. Passa þarf vel upp á að fjarlægja allt illgresi og að fugl-ar komist ekki í berin þegar þau eru farin að þroskast. Einnig sækja sniglar í berin og grámygla getur reynst erfið og stöku veirusjúkdóm-ar láta á sér kræla. Vökva þarf hind-berjaplöntur í langvarandi þurrki. Þegar líður á sumarið er nauðsyn-legt að veita plöntunum hæfilegan stuðning, með því að binda þær upp. Einnig þarf að koma nýjum sprotum fyrir svo að þeir njóti sem best sólar. Síðla hausts eru gömlu greinarnar, sem hafa blómstrað, klipptar niður við rót, og næsta vor er hinum greinunum fækkað svo, að eftir verði aðeins 3 þeirra. Eldri plöntur en 8 ára gefa yfirleitt lítið af berjum af sér til ætti ekki að hafa þar sem fá á ríkulega uppskeru, þar

sem hæfileiki tegundarinnar til að blómgast fer þverrandi með aldr-inum. Hindberjum er fjölgað með með rótarsprotum og með brum-sveiggræðslu.

Berin sælgæti í munniBer og lauf hindberjaplöntunn-ar eru notuð til manneldis. Berin eru borðuð fersk, en einnig notuð í saft og sultur. Þau eru talin rík af vítamínum, steinefnum, meðal annars hinni eftirsóttu fólínsýru. Laufblöðin eru notuð í te. Gamalt ráð í fæðingarhjálp er að konur drekki daglega te af hindberjalauf-um á síðustu mánuðum meðgöngu og fyrstu vikum eftir fæðingu. Er það talið styrkja legið þannig að samdrættir verði kröftugri, fæð-ingin gangi betur og konan verði fljótari að jafna sig eftir fæðinguna. Ekki síst fyrir þær sakir er mjög spennandi að prófa ræktun á hind-berjaplöntum meira enn gert hefur verið hérlendis.

Kristín Þóra Kjartansdóttir

sagnfræðingur og garð[email protected]

Gróður og garðmenning

Nú er góður tími til að leggja kartöfluútsæði í kassa til spírunar. Kartöflunum er þá raðað í grunna kassa og þær látnar spíra í friði og ró í um 10 til 15 gráðum í 4-6 vikur. Þegar frost er farið úr jörðu eru þær svo settar niður. Kartöflur vaxa við fjölbreytt skilyrði og þurfa ekki mikla umhirðu en ágætt er að kynna sér ræktun þeirra örlít-ið. Bókin Matjurtir sem Auður I. Ottesen ritstýrði er réttnefnd-ur handhægur leiðarvísir fyrir heimaræktendur grænmetis og gott að kíkja í hana. Eða bara að spyrja ömmu og afa!

Hindberjaplöntur eru ekki auðveldar í ræktun en vel þess virði að láta á það reyna, því að hindber eru sannarlega ljúffeng.

HindberRubus idaeus

Hjónin Ágúst Rúnarsson og Ragnheiður Jónsdóttir í Vestra-Fíflholti í Landeyjum hafa ræktað nautgripi í mörg ár, en undir lok síðasta árs fóru þau af stað með nautakjötssölu á net-inu undir merkinu Njálunaut. Þar getur fólk pantað sér úrvals nautakjöt beint frá bónda og milliliðalaust.

„Þetta byrjaði með því að ég fór á námskeið hjá Vaxtarsprotum á síðasta ári, því ég var kominn með þessa viðskiptahugmynd. Hún geng-ur einfaldlega út á það að auka fram-leiðni með því að fækka milliliðum og munar þar mest um verslunina, sem hefur verið að taka til sín meira en það sem bóndinn hefur fengið. Þetta er vel gegnsætt í nautakjötinu, því það hefur verið utan við opin-beran stuðning. Einnig geta kjöt-vinnslur sláturhúsanna boðið upp á lægri vinnslukostnað en kjötvinnslur í höfuðborginni. Þessum ágóða deilum við síðan með neytendum, en viðskiptin fara fram í gegnum heimasíðu,“ segir Ágúst. Slóð á síðu þeirra er: www.njalunaut.is.

Vilja versla beint við bóndannÞau Ágúst og Ragnheiður slátra um tíu nautum á mánuði, en heildar-framleiðslan á ári er allt að 35 tonn.

„Heimasíðan okkar opnaði form-lega þann 2. nóvember og fór hægt af stað, en um mánaðamótin nóv-ember/desember setti ég auglýsingu í Morgunblaðið og þá jókst umferð

inn á síðuna til muna. Við seldum allt kjöt sem við settum fram fyrir jólin og fór það í sölu alveg austur á Neskaupsstað, en mest seldum við þó til Reykjavíkur,“ útskýrir Ágúst.

Viðskiptavinir geta valið að kaupa sér heilan eða hálfan skrokk eða fjórðung úr skrokki og fá þá ákveðið hlutfall af hakki, steik-um og gúllasi. Kjötið er úrbeinað, vacuum-pakkað og merkt í kjöt-vinnslu sláturhúss.

„Verð á kíló er 1500 krónur. Það miðast við hakkverð úr kjöt-borði stórmarkaða. Neytandinn fær því steikur á hakkverði. Við bjóðum upp á heimakstur á kjöt-inu á stór-höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Það er mjög þægilegt að þetta fari í gegnum heimasíðu, því þannig losnar maður við tíma-frekar útskýringar í síma. Fólk sér inni á síðunni að hverju það geng-ur, svo það eru fáir sem hringja,“ segir Ágúst og bætir við:

„Ég hef fengið fyrirspurnir frá mörgum um það, hvort búið væri að blanda saltvatni við kjötið, en svo er ekki. Fólk er orðið hvekkt og tortryggið af að kaupa kjöt úr verslunum. Það vill því frekar versla beint við bóndann og hafa þannig tryggingu fyrir því, að það sé að kaupa betri vöru. Við bænd-ur erum orðnir ofurseldir stóru og fáu verslunarrisunum og þessum fáu afurðastöðvum, sem bera ekki alltaf hag bóndans fyrir brjósti. Kjötverðstríðið sem geisaði árið 2002 var nærri búið að gera út af við þessa grein. Með ýktu offramboði og ímynduðum biðlist-um nauta, sem biðu slátrunar, var verðið pressað svo niður til fram-leiðenda að það leiddi að lokum til skorts árið 2004. Sú lækkun skilaði sér ekki til neytenda.“

Válegir tímar framundan,,Ég veit ekki hvaða afleiðingar það hefur að velta 80% áburðarhækkun út í verðlagið ásamt öllum öðrum hækkunum, til dæmis á fóðri, plasti, og olíu. Nautakjöt er ekki aðeins í samkeppni við aðrar kjöt-greinar, heldur hefur verið liðkað fyrir innflutningi svo um munar. Það þarf ekki annað en að ganga um frystirekka stórmarkaða til að sjá það. Nautakjötsframleiðslan er berskjaldaðri en aðrar búgrein-ar frammi fyrir þessum ógnunum. Ekki bara að hún ,,gangi óstudd“, heldur er framleiðsluferlið bæði dýrt og langt. Ég held að við séum verr í stakk búin nú en áður. Því má líta á þessa tilraun okkar með Njálunaut sem einhvers konar varn-arútspil,“ segir Ágúst að lokum.

ehg

Á heimasíðunni www.njalunaut.is er hægt að kaupa nautakjöt beint af bændunum Ágústi Rúnarssyni og Ragnheiði Jónsdóttur á Vestra-Fíflholtií Landeyjum.

Nautakjöt beint frá bónda

Úrvalshrútar verð-launaðir á aðalfundi

Á aðalfundi Félags sauðfjárbænda í Skagafirði, sem haldinn var á dögunum, voru kynntar nið-urstöður um þá hrúta sem best komu út í héraðinu á síðasta ári. Undanfarin ár hafa verið veittar við-urkenningar fyrir þá sem efstir standa og hafa þær verið afhentar á aðalfundinum, en fallegir farandgripir hafa verið í gangi í nokkur ár.

Hæst dæmdi lambhrúturinn var frá Syðra-Skörðu-gili og hlaut 86 stig í haust. Þetta var sæðingur undan Hvelli frá Borgarfelli Í Skaftártungu, en synir hans voru einnig í næstu tveimur sætum. Efsti veturgamli hrúturinn var Kaldalóns, heimaalinn frá sama bæ. Við val á honum vegur einstaklingsdómur 40% og afkvæmadómur 60%. Hann hlaut 86,5 stig. Fyrir gerð var einkunnin 11,4 og fyrir fitu 7,3.

Efstur fullorðinna hrúta var Blakkur, þriggja vetra frá Flatartungu, með heildareinkunn 118. Blakkur er undan Gára frá Hesti. Við val á fullorðna hrútnum

vegur kynbótamat fyrir gerð 70%, en dætraeinkunn hefur 30% vægi.

Á fundinum var Halldóra Björnsdóttir á Ketu endurkjörin formaður félagsins. Ein breyting varð á stjórn; Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum kom í stjórnina í stað Elvars Einarssonar. Aðrir í stjórn félagsins eru Atli Traustason í Syðri-Hofdölum, Bjarni Bragason á Halldórsstöðum og Björn Ófeigs-son í Reykjaborg.

Fundurinn var allvel sóttur. Gestur fundarins var Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssam-taka sauðfjárbænda.

Elvar Einarsson á Syðra-Skörðugili og Íris Olga Lúð-víksdóttir í Flatartungu, með farandgripi fyrir verð-launahrútana. Ljósm. ÖÞ

BændablaðiðSmáauglýsingar.

5630300

Page 31: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200831

Á síðustu árum hefur borið talsvert á vörtusmiti í sauðfé, þó sérstaklega í sauðburðinum og á haustin þegar féð kemur í hús. Hefur þetta byrjað sem ein og ein varta í munnvikum og á spenum á nýbornum ám. Síðan hefur þetta breiðst út og þakið báða spena og júgrið og hafa svo lömbin fengið þetta í munnvik-in og á snoppuna. Getur þetta myndað vörtuhellur sem þekja spenana og harðna og springa. Þá vill blæða úr þessu og ærnar reyna að verjast því að lömbin fái að sjúga. Í slæmum tilfell-um getur þetta endað með júg-urbólgu og er þá ekki að sökum að spyrja.

Svo virðist sem hingað til sé ekkert lyf sem virkar á þetta og hafa einhverjir bændur setið uppi með nokkra tugi af sýktum ám.

Undanfarin tvö vor hefur á nokkrum bæjum í Þingeyjarsýslu og við Eyjafjörð verið gerð til-raun með olíu og smyrsli unnin úr jurtum frá Urtasmiðjunni á Svalbarðsströnd. Hefur þetta gefið mjög góða raun sé brugðist við um leið og vart verður við vört-urnar. Þær hafa þá eftir nokkurra daga meðferð hjaðnað og visnað og ekki náð að breiðast meira út. Lömbin hafa svo, þegar þau sjúga, fengið olíuna og smyrslið uppí sig og vörturnar á þeim líka horfið.

Mikilvægt er, ef góður árangur á að nást, að fylgjast vel með og grípa strax inn í áður en vörturnar hafa náð að breiðast út sem getur gerst á nokkrum dögum. Ef það gerist tekur meðferðin langan tíma og er mikið þolinmæðisverk. Það er því algjört lykilatriði að fylgjast vel með og bregðast strax við.

Meðferðin felst í því að fyrst er sýkta svæðið hreinsað með sótt-hreinsivökva sem ekki svíður undan (t.d.vetnisperoxíði, fæst án lyfseð-ils), jurtaolían borin vel á og síðan er smyrslið sett yfir og hlífir þá um leið fyrir utanaðkomandi áhrifum. Þetta verður að gera tvisvar á dag og er nauðsynlegt að nota gúmmí-hanska til að verja hendurnar við smiti, því þetta er bráðsmitandi.

Nú líður að sauðburði og vilj-um við láta þá sauðfjárbændur vita af þessum möguleika sem e.t.v. þyrftu á þessu að halda. Olían og smyrslið er hægt að fá hjá undirrit-aðri.

F. h. UrtasmiðjunnarGígja KjartansdóttirSími: 462 4769Netfang: [email protected]

Varnir við vörtusmitiÁvinnsluherfi

4 og 6 metra vinnslubreidd,

takmarkað magn.

Sími 4651332 & 4651333

Minnum á heima-síðu okkar

www.buvis.is

Page 32: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200832

Í austurlenskri matargerð eru ótelj-andi möguleikar á að blanda saman spennandi hráefnum og án undan-tekningar verður útkoman að sann-kölluðum sælkeramat. Hér kemur hugmynd að fljótlegum og góðum kvöldmat sem mætti jafnvel bjóða vel völdum gestum í til smökkunar og álitsgjafar.

Svínakjöt með engifer og sveppumfyrir 4

10 þurrkaðir sveppir4 hvítlauksrif8 cm engiferrót1 lítill laukur800 g svínavöðvi (má nota kjúkling eða nautakjöt)4 msk. olía2 msk. ljós sojasósa2 msk. dökk sojasósa1 msk. sykur1 msk. pálmasykur (fæst í aust-urlenskum sérverslunum)½ dl kjötsoð eða vatn½ tsk. salt2 tsk. svartbaunasósa1 vorlaukur, græni hlutinnhvítur pipar

Aðferð:Leggið sveppi í vatn í 10 mínútur. Látið vatnið renna vel af þeim, gróf-saxið og setjið til hliðar. Fínsaxið hvítlauk og leggið til hliðar. Skerið engiferið í örþunnar sneiðar ásamt lauk og kjötinu og geymið. Skerið vorlaukinn í bita.

Hitið olíu á wok-pönnu eða steikarpönnu og steikið hvítlaukinn þar til hann verður gullinn. Setjið kjötið saman við, hrærið og steik-ið í tvær mínútur. Látið sveppi og engifer á pönnuna og hrærið vel. Bætið sojasósum, sykri, pálma-sykri, svartbaunasósu, kjötsoði og lauk saman við. Hrærið í á milli eða um leið og nýtt hráefni fer á pönnuna, eldið í nokkrar sekúndur. Setjið réttinn á fat og skreytið með vorlauknum, sáldrið hvítum pipar yfir. Berið fram með rjúkandi heit-um hrísgrjónum og léttu salati.

Mangó með sætum grjónum2 dl sæt hrísgrjón

4 dl kókosmjólk2 msk. sykur½ tsk. salt3 vel þroskaðir mangóávextir

Aðferð:Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leið-beiningum á umbúðum. Setjið 3 dl kókosmjólk, sykur og salt saman í skál og hrærið þar til er uppleyst. Setjið 1 dl af kókosmjólk í pott og sjóðið niður þar til hún þykknar, hrærið stöðugt í á meðan og leggið til hliðar. Hellið kókosmjólkur-syk-urblöndunni yfir volg hrísgrjón-in og látið standa í 30 mínútur. Afhýðið mangóávextina, skerið í tvennt langsum og eins nálægt steininum í miðjunni og hægt er. Fjarlægið steininn og skerið helm-ingana í fjóra bita langsum. Setjið hrísgrjónablönduna í miðjuna á fati eða notið stóra skál og raðið mangósneiðunum í kringum grjón-in. Hellið loks þykktu kókosmjólk-inni yfir mangósneiðarnar og berið fram.(Uppskriftir fengnar úr bókinni lærum að elda taílenskt úr bókaklúbbi Eddu – Lærum að elda).

ehg

MATUR

Framandi og dágott

3

8 5

4 1 7 9

2 5 6

9 3

7 1 8

6 3 9 1

8 2

7

8

1 3 2 8

4 7

3 5 6

1 6 8 7

5 2 4

2 5

9 7 1 2

6

1 9

2 5 1

7 6

2 4 7

4 1

8 9 3

4 8

3 8 5

9 7

SudokuGaldurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn-ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum.

Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli.

Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn-ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

Líf og lyst

Svínakjöt með engifer og sveppum er ekta taílenskur réttur sem er einfald-ur og fljótlegur í matreiðslu. (Mynd: Kristján Maack).

Öllum íbúum Stokkseyrar og Eyrar-bakka var nýlega boðið í glæsilegan morgunverð í íþróttahúsi Stokksey-rar í tilefni af 100 ára afmæli ung-mennafélagsins á staðnum, en það var stofnað 15. mars 1908. Fjöl-margir nýttu sér boðið og fögnuðu tímamótunum með félaginu, sem telur í dag um 200 félagsmenn.

og fjölbreytt, en það sér t.d. um rekstur íþróttahússins á Stokkseyri samkvæmt sérstöku samkomulagi við Árborg. Í tilefni af afmælinu verður dagskrá út allt árið, m.a. verður fótboltakeppni á milli gatna á Stokkseyri á bryggjuhátíðinni í sumar. 34 formenn hafa verið í fé-

-nason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Árborgar, mætti í morgunverðinn

-henti félaginu 50.000 króna gjöf frá sveitarfélaginu. Þá kom Bolli Gun-narsson, stjórnarmaður í HSK og

MHH

Ungmennafélag Stokkseyrar 100 ára

Stjórn Ungmennafélags Stokkseyrar, talið frá vinstri; Gylfi Pétursson, Ingibjörg Birgisdóttir, Ingibjörg Ársælsdóttir, formaður, Helga Björg Magnúsdóttir og Vernharður R. Sigurðsson.

Á sumardaginn fyrsta eru 100 ár liðin síðan Ungmennafélag Reykdæla var stofnað í Borgarfirði. Þrátt fyrir að félagið sé þannig eitt elsta starfandi ungmennafélag landsins er félags-starf á vegum þess í miklum blóma. Nýverið lauk t.d. sýningum á leikrit-inu Þið munið hann Jörund og fékk sýningin góða aðsókn og dóma.

Í tilefni aldarafmælis félagsins hefur verið gefið út ritið UMFR – Í hundrað ár. Jóhanna G Harðardóttir blaðamaður ritstýrði verkinu sem er 120 síður og ríkulega myndskreytt. Í formála afmælisritsins segir m.a. að í tilefni tímamótanna hafi þótt við hæfi að rifja upp sögu félagsins og ákveðið að gefa út rit þar sem saga þess yrði rakin í máli og myndum. Ritið skyldi vera í léttum stíl og sett fram á þann hátt að sem flestir fyndu eitthvað sem vekti áhuga.

Ásamt því að rekja sögu félags-ins frá upphafi stofnunar þess í Deildartungu vorið 1908 er rætt við nokkra gamla ungmennafélaga um starfið í áranna rás. Meðal efn-isþátta er ítarleg frásögn af starfsemi í kringum ungmennafélagshúsið Logaland og byggingarsaga þess rakin. Þá er m.a. leikstarfi lýst í máli og myndum, sagt frá skógrækt við félagsheimilið, dansleikjahaldi, bókasafni, íþróttum og æskulýðs-starfi er gerð góð skil.

Afmælisrit Ungmennafélags Reykdæla er til sölu í verslun N1 í Reykholti og kostar krónur 3.500. Burtfluttir íbúar og aðrir áhuga-samir um starfsemi UMFR geta pantað afmælisritið á opnunartíma verslunarinnar í síma 435-1153 eða 662-5189.

(fréttatilkynning)

Aldar afmælisrit UMFR komið út

Page 33: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200833

Haukur Hreinsson er búsettur ásamt fjölskyldu sinni í Stykkishólmi og verður 11 ára gamall í ágúst. Draumur hans er að verða atvinnumaður í körfu-bolta, en einnig er hann mikill hestaáhugamaður og ætlar meðal annars í nokkrar hestaferðir með pabba sínum í sumar.

Nafn: Haukur Hreinsson.Aldur: 11 ára í ágúst.Stjörnumerki: Ljón.Búseta: Stykkishólmur.Skóli: Grunnskólinn í Stykkishólmi.

Íþróttir.Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestar.Uppáhaldsmatur: Hamborgari.Uppáhaldshljómsveit: Eminem.Uppáhaldskvikmynd: Blades of Glory.

Fyrsta minningin þín? Þegar ég fór í fyrsta skipti í heimsókn til Arnars á Urriðafossi.

og körfubolta og er að læra á trommur.Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Spilakörfuboltaleikinn NBA2K8.Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnu-maður í körfubolta.Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég beit einu sinni í rassinn á Hlyni bróður mínum.Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Taka til í herberginu mínu.Hvað ætlar þú að gera í sumar? Spila fótbolta, keppa á Ungmennalandsmótinu í Þorlákshöfn og fara í hestaferðir með pabba mínum.

ehg

Fólkið sem erfir landið

Haukur Hreinsson er hress og kátur snáði í 5. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi og stundar íþróttir af kappi. Hér er hann með tveimur frænkum sínum, systrunum Hörpu Rósey (t.v.), sem er kínversk, og Auði Tiya, sem er frá Indlandi.

Leiðinlegast að taka til í herberginu!

Styrkveitingará vegum erfðanefndar

landbúnaðarinsMeginhlutverk erfðanefndar landbúnaðarins er að vinna að varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í land-búnaði. Í því skyni hefur nefndin ákveðið að verja fjár-munum í að styrkja einstök afmörkuð verkefni sem falla að þessu hlutverki. Lögð er áhersla á að styrkja verk-efni á eftirfarandi sviðum:

erfðaauðlindum í landbúnaði.

varðveislu og/eða nýtingu á erfðaauðlindum í landbúnaði.

og/eða nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði.-

auðlindir í landbúnaði og gildi þeirra.

Um styrki þessa geta sótt bæði einstaklingar eða félaga-samtök sem hafa það að markmiði að stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu innlendra erfðaauðlinda í íslenskum landbúnaði.Að jafnaði verða veittir styrkir á bilinu kr. 200-700 þús.

Umsóknum skal skilað til formanns erfðanefndar, Áslaugar Helgadóttur Landbúnaðarháskóla Íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavík ([email protected]) fyrir 30. apríl n.k.

„Mér finnst þetta unga fólk sem hér hefur komið fram í kvöld í raun allt vera sigurvegarar. Það er ekki sjálfgefið þegar maður er 12 ára að hafa kjark til að standa frammi fyrir fullum sal af fólki og lesa upp. En það hafa þessir krakkar gert og með þeim hætti að starf dómnefndarinnar var vandasamt. En að lokum urðum við sammála um hverjir stæðu efstir.

Þetta hefur verið frábært kvöld og öll umgjörð keppninnar ykkur til sóma, jafnt keppendum sem

þeim sem fluttu tónlist og kynntu það sem fram fór,“ sagði Þórður Helgason formaður dómnefndar þegar hann kynnti úrslit lokahátíð-ar Stóru upplestrarkeppninnar í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki á dögunum þar sem 12 krakkar úr Skagafirði og Siglufirði kepptu til úrslita.

Skáld keppninnar að þessu sinni voru Jón Sveinsson, Nonni, og Steinn Steinarr, en auk þess að flytja efni eftir þessa höf-unda fluttu krakkarnir eitt ljóð að eigin vali. Sigurvegari í ár

varð Helga Þórsdóttir úr Árskóla á Sauðárkróki. Í öðru sæti varð Katarína Ingimarsdóttir úr Varma-hlíðarskóla og þriðji varð Arnór Þórðarson úr Árskóla. Þessi þrjú hlutu peningaverðlaun sem Sparisjóður Skagafjarðar gaf.

Það eru Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn sem standa að Stóru upplestr-arkeppninni í samvinnu við skóla-skrifstofur, skóla og kennara um land allt.

ÖÞ

Þrjú efstu í Upplestrarkeppninni, sigurvegarinn lengst til hægri. Ljósm. ÖÞ.

Vandasamt að velja sigurvegara

Page 34: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Til afgreiðslu á vetrarverði diskasláttu-vélar 2,6 m - 3,05 m, stjörnumúgavélar 3,4 m, 6,8 m, heytætlur 7,2 m, hjól-rakstrarvélar 6 m. Uppl. í s: 587-6065 og 892-0016.

Eigum til vatnskassa í flestar gerðir bifreiða og dráttarvéla. Bílaþjónninn ehf Smiðjuveg 4A 200 Kópavogi. Símar: 567-0660 og 699-3737.

Rúlluvélar, rúlluplast sturtuvagnar, afrúllarar, rúlluklær, talía, ávinnsluherfi, gólfefni, loftbólueinangrun og háþrýsti-dælur. Búvís ehf. sími 465-1332 & 465-1333.

Snjókeðjur. Mikið úrval snjókeðja fyrir allar stærðir dekkja. Betri verð til bænda! SKM ehf. Bíldshöfða 16, s: 517-8400 eða www.snjokedjur.is

Fáeinum jarðtæturum á tilboðs-verði óráðstafað: Hnífatætarar 2,35-2,60-2,85 m. Pinnatætarar 3 m. Jarðvegstennur 2,65 m. Uppl. í s. 587-6065 og 892-0016.

Til á lager á hagstæðu verði. Ávinnsluherfi (slóðar) 4,0 m. Flagjöfnur 3,0 m. Vatnsfylltir flagvaltar. 2,9 m. Tveggja hjóla fóðurhjólbörur. Uppl. í síma 587-6065 og 892-0016.

Birkikrossviður BB/CP 9 og 12 mm. 1.250 x 2.500 mm. Verð kr. 3.950 og kr. 4.950. Verð pr. ferm. kr. 1.264 og kr. 1.584. Uppl. í síma 895-6594. Íslensk-Rússneska ehf.

Til sölu Toyota Landcruiser VX 90 dísel, skráður 12/98, ekinn 198.000 km. Mjög vel með farinn og reglulegt eftirlit. Hvítur og silfurlitaður, sjálfskiptur með topplúgu og ýmsum aukabúnaði. Verð kr. 1.550.000, áhvílandi um 1.050.000. Skoðaður 09/04 án athugasemda. Uppl. í síma 821-2032, Hilmar.

Frystiklefi og kæliklefi. Til sölu 50 fm frystiklefi með vélakerfi. Er í gangi. Stærð (utanmál=: H 2,65, L 10,6 , B 5,0 m. Er með tveimur hurðum. Einnig 20 fm kælir með vélakerfi. Er í gangi. Stærð (innanmál): H 2,45, L 6,0, B 3,30 m, með einni hurð. Einingar 8 cm þykkar. 1 stk. sambyggð kælivél með kondens og rafmagni. Uppl. í síma 663-0522.

Til sölu Röka mjólkurtankur, árg. ´04. Rúmar 3.300 lítra. Er með þvottavél og vatnskældri kælivél. Verð kr. 1.000.000 án vsk. Sími.894-1342 eða 861-1782.

Til sölu Case 580 traktorsgrafa árg. ´98. Uppl. í síma 892-5642.

Lynhai 300 fjórhjól til sölu, árg. ´07, m. kraftpústi og spili. Keyrt 1.100 km, 100 % lán í boði. Uppl. í síma 517-2859 eða 693-7842.

Til sölu DeLaval skádæla, tveggja ára, mjög lítið notuð og góð græja. Uppl. í síma 863-4577.

Til sölu Mc Hale pökkunarvél, árg. ´95. Verð kr. 300.000 án vsk. og Claas Rolant-46 rúlluvél árg. ´91. Þarfnast lagfæringa. Verð: Tilboð. Uppl. í síma 487-8502 eða 898-1400.

Örflóra fyrir haughús, rotþrær, niðurföll, fituskiljur, úti- og innisalerni. Framtak-Blossi sími 535-5850 eða 535-5863.

Til sölu hitakerfi: OSO hotwater hita-túpa, eins fasa, 15kW, OSO hotwater hitakútur, 2kW, 200 ltr., vatnsdæla, Flexcon þensluker 12 ltr. og tengigrind. Uppl.í síma 867-4166.

Hey til sölu. Gott kúahey. Uppl. í síma 894-8986.

Til sölu Scania 92M, árg. ́ 86, með Fassi krana. Krani og karfa fylgja. Góð dekk. Skoðaður ´09. Verð kr. 800.000 án vsk. eða tilboð. Uppl. í síma 891-9800.

Til sölu Toyota Avensis diesel árg. ´00. Nýtt hedd og kúpling og fl. Algjör sparibaukur. Skoðaður ´09. Ásett verð kr. 670.000. Tilboð kr. 490.000. Uppl. í síma 891-9800.

Dekkjavél og loftpressa til sölu. Selst saman á kr. 190.000. Uppl. í síma 699-2993.

Til sölu Rovero gróðurhús 1.100 ferm til flutnings og með öllum búnaði. Byggt árið 2000. Tilboð óskast. Sími 661-7117.

Fyrir sauðburðinn. Til sölu múlar á kindur, hentugir ef þarf að með-höndla fé, t.d. venja undir. Verð: kr. 2.405 m. vsk. Póstsendi um allt land. Söðlasmíðaverkstæðið Rauðalæk. Sími: 566-6693, www.hnakkur.com

Til sölu 300 ltr. OSO neysluvatnskútur, 4 ára. Einnig til sölu jafngömul hitatúpa með öllu meðfylgjandi. Tilboð óskast. Sími 461-4036 eða [email protected]

Til sölu NC haugsuga 5.000 ltr. Pöttinger A-540 heytætla, árg. ´07, tvö stk. Kverneland pökkunarvélar, 50 cm, filma. Einnig Landcrusier 60, árg. ´87 á 38" dekkjum. Uppl. í síma 434-7848.

Til sölu fimm hesta kerra. Tveggja ára gömul. Uppl. í síma 866-4954. Magnús.

Til sölu sex 20 feta gámar. Fimm þaklausir en einn er með þaki. Seljast saman eða í sitt í hvoru lagi. Uppl. í síma 893-4526.

Til sölu Cat 4 jarðýta, árg. ´74, í mjög góðu standi. Verð kr.1.500.000 án vsk. Uppl. í síma 893-4526.

Hey til sölu – mjög gott þurrhey í rúll-um. Uppl. í síma 893-4526.

Til sölu frystir. Kælir niður í - 18 °C. Uppl. í síma 587-5414.

Vandað-Vandað-Vandað. Til sölu. Tilsagað sumarhús eða sem heils-árs einbýlishús tilbúið til uppsetningar. U.þ.b. 100 fm á 10.000.000 kr. sem sumarhús en lítilsháttar meira sem einbýlishús vegna aukinna krafna . Hef flutningabíl til flutninga hvert á land sem er. Aðeins er um eitt hús að ræða að þessu sinni á þessu verði. Uppsetning sjálfsögð ef um er beðið, enda skemmtilegt í uppsetningu. Hugmyndasmiðjan ehf. Sími 845-0454.

Til sölu er Honda xr 600r, ágætt hjól í nokkuð góðu ástandi. Á sama stað er Yamaha Mountain max 700 í mjög góðu ástandi. Verð á kr. 150.000 og sleðinn á kr. 300.000. Einnig krakka-krossari fyrir 7-12 ára, Rieju Mx 50 á kr. 125.000. Stálfelgur undir Bens, dekk á þeim fást fyrir lítið, Chevrolet Lumina, árg ´95, V6 3,1 með beinni innspýt-ingu, 220 hö. Rússajeppi frambyggður í lagi á kr. 50.000. Sendið póst á [email protected] eða sími 869-3100 e. kl. 20.

Til sölu Kawasaki KEF 300 fjórhjól í ágætis standi. Verðhugmynd kr. 150-200.000. Uppl. í síma 858-8833 eða 848-1860.

OSB krossviður. Til sölu 12 mm OSB krossviður. Tilvalinn til að klæða skemmur undir klæðningu og fl. og fl. Uppl. í síma 692-7674.

Til sölu 122.600 lítra greiðslumark í mjólk, þar af 40% til nota á yfirstand-andi verðlagsári. Einnig eru til sölu 18 kýr. Tilboð sendist í Búgarð, Óseyri 2, 603 Akureyri, merkt „Greiðslumark/kýr“, eða í netfangið [email protected] eigi síðar en 25. apríl nk. Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Bátur til sölu (Færeyingur). Vel útbúinn. Vél Volvo Penta sem þarfnast við-gerðar. Báturinn selst í því ástandi sem hann er í. Fallegur bátur sem vel hefur verið hugsað um. Uppl. í síma 869-8478.

Til afgreiðslu á hagstæðu verði gal-vanhúðaðar haugsugur með eða án sograna, flotdekk. Einnig mykjuhrær-ur í þremur stærðum. Uppl. í síma 587-6065 og 892-0016.

Til sölu mótor í Zetor 7245, 4. cyl, nýuppgerður. Passar í fleiri gerðir af Zetor. Uppl. í síma 453-7380 eða 894-2881.

Skeifur til sölu. Framleiðum og seljum Helluskeifur og rúlluskera. Sendum um allt land, leigjum einnig út tjaldvagna. Sjá verð og fl. á www.helluskeifur.is og www.tjaldvagn.is. Einnig í síma 893-7050.

Vönduð brynningartæki fyrir allan búfénað. Galvaniseraðar flotskál-ar, brynningarnipplar og aukahlutir, tunguskálar o.fl. Sendum samdæg-urs. Kynnið ykkur málið á ÍsBú.is. Sölumenn: Ásmundur, s. 896-1231. Helgi, s. 865-1717. Daði, s. 894-4215.

Þanvír. Verð kr. 2.900 rl. með vsk. H. Hauksson ehf. S-588-1130.

Sturtuvagn, 6 tonna, á einni hásingu. Verð kr. 600.000,- með vsk. H. Hauksson ehf. S-588-1130.

Flagheflar 2,5 m, verð kr. 295.000,- með vsk. 3,0 m, verð kr. 510.000,- með vsk. H.Hauksson ehf. S: 588-1130.

Til sölu Krone 1500 Varopack rúlluvél árg. ´00. NHK pökkunarvél, árg. ´99, ætluð aftan í rúlluvélina. Springmaster múgavél, árg. ´97. Ford 7600, árg. '77, góð vél. Zetor 7011, árg. ´84. Hnífaherfi, Kultidan, vinnslubr. 3 m, árg. ´98. Vélboða snekkjudæludreifari 6.000 ltr., árg. ´95. Á sama stað er til sölu hey, u.þ.b. 50 rúllur. Uppl. í síma 451-2564 eða 892-9593.

Til sölu Dunmax olíu- og rafmagns-ketill. Ketillinn nýtist bæði fyrir ofna og neysluvatn. Uppl. í síma 862-1529.

Höfum til sölu hey á fínu verði. Búfjárveikifrítt svæði - má flytja hvert sem er! Flutningur til Reykjavíkur inni-falinn í verði. Uppl. í síma 848-9872 (Björn).

Til sölu 2ja hesta kerra, bremsulaus. Mikið uppgerð í góðu standi. Ný dekk. Verð kr. 250.000. Uppl. í síma 895-0834.

Til sölu DeLaval skádæla, árg. ´06, lítið notuð. Einnig MF-135, árg. 78, með tækjum og skóflutjakk. Vélin getur verið á tvöföldum dekkjum. Uppl. í síma 863-4577.

Til sölu MF-575, árg. ´77, með nýju húsi en biluðum milligír, þó vel nothæf. Verð kr. 380.000 án vsk. Uppl. í síma 865-6047.

Border Collie. Vantar þig ungan heim-ilishund, fjárhund eða leitarhund til þjálfunar? Hafðu þá samband í síma 435-1190.

Gróðurhúsabogar: Hæð húss 2 m + (fer eftir sökkulhæð), breidd 4 m, 50 bogar, 3/4 rör galv. með festingum f. mænisás og sökkulfestingum, 2 gaflar með tilh. stífum og festingum f. gönguhurð. Verð er röraverð úr Húsasmiðjunni. Síminn er 898-1503.

Til sölu tví- eða þrískera plógar. 4.500 ltr. BSA-haugsuga á Tenden hásingu, Kemper sjálfhleðsluvagn 27 rúmm. Velger bindivél og PZ-135 sláttuvél. Uppl. í síma 892-7482. Jón

Til sölu, kjötvinnsluvélar og tæki, borð, hjólakör, vigtar, bakkar og fl. Uppl. í síma 663 0522.

Til sölu Deutz 6507, 4x4, árg. ´84, með tvívirkum tækjum. Þarfnast lagfæring-ar. Einnig David Brown 880, árg. ´68, notuð 3800 vst. með tækjum. Uppl. í síma 848-1619.

Til sölu 4 stk. jeppadekk til sölu, Bridgestone Dueller, sumardekk, 275/65, R17. Mjög lítið notuð. Verð kr. 80.000-. Uppl. í síma 862-1035 eða 425-5975, Guðmundur.

Óska eftir Maletti tætara, 88 tommur, í varahluti í kringum ´88 árg. Einnig óskast Case 585-785 til niðurrifs. Uppl. í síma 891-7945 eða 471-1499.

Barnastólar. Óskum eftir að kaupa tvo barnastóla (helst úr tré). Uppl. í síma 473-1458 eða 473-1466. vefpóstur: [email protected]

Óska eftir að kaupa tveggja tromlu sláttuþyrlu. Uppl. í síma 424-6540 eða 895-6540.

Óska eftir að kaupa Farmal-A drátt-arvél árg. ´46 eða ´47. Uppl. í síma 487-8597.

Óska eftir að kaupa eftirfarandi eintök af Búnaðarritinu: Árgangur 1904, 3. hefti., árg. 1908, 4. hefti og öll hefti árs-ins 1949. Uppl. í síma 896-3471 eða á netfangið [email protected]

Óska eftir að kaupa dráttarvél með tækjum. Þarf að vera í góðu lagi. Verðhugmynd kr. 500.000 - 1.000.000. Uppl. í síma 862-7900.

Óska eftir að kaupa gamla dráttarvél til gagns og gamans. Góðri meðferð heitið. Má vera með tækjum en þó ekki skilyrði. Verðhugmynd kr. 50-200.000. Einnig óskast rekaviðardrumbar til kollasmíða. Er á Suðurlandi. Uppl. í síma 868-8754.

Óska eftir að kaupa NH 945 bindivél í nothæfu eða ónothæfu ástandi. Eldri gerðir koma einnig til álita. Uppl. í síma 893-6989.

Óska eftir að kaupa notaðan drifbún-að í Deutz-Fahr heyhleðsluvagn F 550 eða F 570, ef einhver á í fórum sínum. Uppl. í síma 453-8189 og 866-3604.

Óska eftir að skipta á 11 kílóvatta vatnsaflstúrbínu og góðu fjórhjóli eða traktor með tækjum. Verðhugmynd milli ein og tvær millj. Uppl.hjá Birgi í síma 849-1112.

Til sölu Bröt-XB grafa eða í skiptum fyrir dráttarvél, 4x4, eða sturtuvagn ekki minni en 10 t. Milligjöf fyrir góð tæki. Uppl. í síma 487-6655 eða 894-9249.

Strákur á 16 ári óskar eftir að komast í sveit á Norðurlandi frá 20. júní til 20. ágúst. Er svolítið vanur sveitarstörf-um og dýrum. Kann svolítið fyrir mér í viðgerðum. Uppl. í síma: 462-7572, 891-7572 eða 846-7573 og í netfangið [email protected]

Sextugur karlmaður óskar eftir starfi í sveit. Laus fljótlega. Uppl. í síma 431-2604.

Óska eftir að ráða vana manneskju í sauðburð í tvær til þrjár vikur eða leng-ur. Uppl. í síma 452-4288.

Vinnukraftur óskast á blandað bú, 230 km frá Reykjavík. Vinnutími skv. sam-komulagi. Uppl. í s. 844-7795 e. kl. 20.

Íslensk tík fæst gefins á gott heimili. Vegna breyttra aðstæðna, óskar 4 ára hreinræktuð íslensk tík eftir nýju heim-ili. Hún er mjög geðgóð og blíð og með ættbók frá HRFÍ. Uppl. í s. 664-3381 og [email protected]

Viltu þyngjast, léttast eða styrkja þig? Þá gæti Herbalife verið svarið fyrir þig. Ókeypis prufupakkar í boði. Sendi hvert á land sem er. Eva Marín Hlynsdóttir. Sjálfstæður dreifingaraðili Herbalife. Sími 892-6728.

Er lesblinda vandamál? Eru framfarir hægar? Allir aldursflokkar, 7 -70 ára. Einkanámskeið og viðtalsgreiningar. Kem til ykkar sé þess óskað. Áslaug Ásgeirsdóttir B.ed., Davis® ráðgjafi, sími 861-2537.

Óska eftir að taka á leigu akur og eða tún til gæsaveiða. Góðri umgengni heit-ið. Uppl. í síma 699-2502.

Bændur og aðrir notendur vélbúnaðar: Ekki vanrækja viðhald á mikilvægum tækjum. Endurnýjum gamla traktor-inn fyrir gott verð. Við sandblásum allt. Zinkgrunnum og málum. Sækjum og sendum, ykkur að kostnaðarlausu á vöruflutningastöðvar í Reykjavík. Getum útvegað varahluti í gömlu trak-torana. Reynsla til margra ára. Vönduð vinnubrögð. Hafið samband: Blástur.is, Helluhrauni 6, 220 Hafnarfirði. Sími 555-6005 www.blastur.is

Fyrir bókafólk. Sífellt bætast nýir titlar við á bokmenntir.netserv.is Vefur þar sem höndlað er með gömlu bækurnar.

Framleiðnisjóðurlandbúnaðarins styður:

atvinnuuppbyggingunýsköpunþróunrannsóknirendurmenntun

í þágu landbúnaðar.Kynntu þér málið:Veffang: www.fl.isNetpóstfang: [email protected] Sími: 430-4300Aðsetur: Hvanneyri311 BorgarnesTil sölu

Óska eftir

SmáSími 563 0300 Fax 552 3855

Netfang [email protected]

auglýsingar

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200834

Veiði

Námskeið

Heilsa

Skipti

Þjónusta

Atvinna

Gefins

Page 35: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200835

Vélfang – Notaðar vélarNánari upplýsingar veita sölumenn okkar

Fru

m

Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is [email protected]

VERKIN TALA

Ford 6640 SLÁrg: 1994Notkun: 5.600 vst.Stærð: 85 höBúnaður: Ámoksturst, 1vökva-milligír og vendigír.

Iveco Euro 120E23 R/FP VörubíllNotkun: 250.000 km.Árgerð: 1997

KvernelandÁrg: 1995Búnaður: Barkastýrð

John Deer samstæðaÁrg: 2006Notkun: 6.700 rúllur

Ford 350 Árg: 2003Notkun: 130.000 km.

Case MXU 110 ProÁrg: 2006 Notkun: 900 vst.Stærð: 110-137 höHelsti Búnaður: Ámoksturtæki

Valtra N141Árg: 2007Notkun: 490 vst.Búnaður: Ámoksturtæki, 3 vökva-milligírar

Case 4240 XL Árg: 1995Notkun: 2.706 vst.Stærð: 82 höHelsti Búnaður: Vetö FX-16

Landini Gibli 100Árg: 2001Notkun: 1.100 vst.Stærð: 100höBúnaður: Trima

Fella TS 800 Árg: 2003Notkun: 1.100 vst.Stærð: 6,8-7,6 metrar

Page 36: Á ekki að auka kostnað hjá bændum - bondi.is · á því ekki að auka kostnað bænda. Þess er að vænta að skýrsluhald og skriffinnska aukist eitthvað með nýja kerfinu.