Download - Um þjóðsögur

Transcript
Page 1: Um þjóðsögur

Um þjóðsögur

• Höfundalausar frásagnir sem hafa varðveist í munnlegri geymd, oft öldum saman.

• Til eru mörg afbrigði af sumum sagnanna. • Enginn veit hver sagði söguna fyrstur. • Fáar þjóðir eiga jafnstórt safn af þjóðsögum og Íslendingar. • Til íslenskra þjóðsagna teljast:

tröllasögur, útilegumannasögur, sögur af álfum og huldufólki,galdrasögur, sögur af sæbúum og draugasögur.

1Málbjörg / SKS

Page 2: Um þjóðsögur

Um þjóðsögur

• Sagan er sögð í réttri tímaröð.

• Sagan hefur kynningu, flækju (atburðarás), ris og lausn.

• Frásagnarháttur er venjulega einfaldur, málfar einfalt og kjarnmikið.

• Margar þjóðsögur innihalda vísur eða stef.

• Andstæður eru áberandi í persónusköpun; ríkur – fátækur, vondur –góður, lítill – stór, vitur – heimskur.

• Endurtekningar eru algengar.

• Þrítala notuð til að tákna áherslu og skapa stígandi.

• Aðalsöguhetjur eru fáar.

• Tölurnar þrír, fimm og sjö og margfeldi þeirra eru mjög mikið notaðar.

2Málbjörg / SKS