Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin...

20
Yngsta stig 1.-2. bekkur 1. bekkur Íslenska: Kennarar: Hólmfríður Lúðvíksdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A og 1B Ítarefni: Ýmis verkefni af 123.is, Skólavefnum ásamt verkefnum kennara. Einnig Orð af orði verkefni og PALS. Nemendur fá 15 mínútna yndislestur daglega og lesa daglega heima í samstarfi við foreldra. Í lok skólaárs eru eftirfarandi viðmið í lestri: 80< atkvæði eða meira á mínútu telst mjög góður árangur 50-80 atkvæði á mínútu telst góður árangur 30-50 atkvæði á mínútu telst nokkuð góður árangur 0-30 atkvæði á mínútu þarfnast nemandi aðstoðar Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn - geti lýst atburðum, hlut og fyrirbæri, endursagt efni sem hann hefur hlustað eða horft á og geti tjáð eigin skoðanir um það - geti lesið ýmis textaform, d. sögur og ljóð, umskráð hljóð og stafi lipurt og skýrmælt lesið úr myndrænu efni, valið sér bók eða annað lesefni til yndislesturs - geti dregið rétt til stafs, skrifað skýrt og læsilega, samið fjölbreyttan texta frá eigin brjósti, lesið upp eða sýnt öðrum eigin skrif, vandi skrift, uppsetningu og frágang texta - kunni stafrófið og þekki bókstafi, hljóð, samsett orð og málsgrein, og geti greint á milli samnafna og sérnafna, leikið sér með orð og merkingu, t.d. rími og orðaleikjum, samið góðar málsgreinar, þ.e. með stórum staf í upphafi, góðu bili á milli orða og enda á punkti Stærðfræði: Kennarar: Jóna Björg Sveinsdóttir og Hólmfríður Lúðvíksdóttir Kennslubækur: Sproti 1a og 1b bæði nemenda- og æfingahefti. Ítarefni: Viltu reyna. Eining 1 og 2. Námefni af vef. Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn - geti þekkt mismunandi form og mynsturgerðir - þekki tölutáknin og gildi þeirra - geti notað mismunandi hjálpargögn - geti parað saman hluti úr umhverfinu, flokkað og borið saman fjölda - þekki reikniaðgerðirnar samlagningu og frádrátt

Transcript of Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin...

Page 1: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

Yngsta stig 1.-2. bekkur

1. bekkur Íslenska: Kennarar: Hólmfríður Lúðvíksdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A og 1B Ítarefni: Ýmis verkefni af 123.is, Skólavefnum ásamt verkefnum kennara. Einnig Orð af orði verkefni og PALS. Nemendur fá 15 mínútna yndislestur daglega og lesa daglega heima í samstarfi við foreldra. Í lok skólaárs eru eftirfarandi viðmið í lestri: 80< atkvæði eða meira á mínútu telst mjög góður árangur 50-80 atkvæði á mínútu telst góður árangur 30-50 atkvæði á mínútu telst nokkuð góður árangur 0-30 atkvæði á mínútu þarfnast nemandi aðstoðar Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- geti lýst atburðum, hlut og fyrirbæri, endursagt efni sem hann hefur hlustað eða horft á og geti tjáð eigin skoðanir um það

- geti lesið ýmis textaform, d. sögur og ljóð, umskráð hljóð og stafi lipurt og skýrmælt lesið úr myndrænu efni, valið sér bók eða annað lesefni til yndislesturs

- geti dregið rétt til stafs, skrifað skýrt og læsilega, samið fjölbreyttan texta frá eigin brjósti, lesið upp eða sýnt öðrum eigin skrif, vandi skrift, uppsetningu og frágang texta

- kunni stafrófið og þekki bókstafi, hljóð, samsett orð og málsgrein, og geti greint á milli samnafna og sérnafna, leikið sér með orð og merkingu, t.d. rími og orðaleikjum, samið góðar málsgreinar, þ.e. með stórum staf í upphafi, góðu bili á milli orða og enda á punkti

Stærðfræði: Kennarar: Jóna Björg Sveinsdóttir og Hólmfríður Lúðvíksdóttir Kennslubækur: Sproti 1a og 1b bæði nemenda- og æfingahefti. Ítarefni: Viltu reyna. Eining 1 og 2. Námefni af vef. Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- geti þekkt mismunandi form og mynsturgerðir

- þekki tölutáknin og gildi þeirra

- geti notað mismunandi hjálpargögn

- geti parað saman hluti úr umhverfinu, flokkað og borið saman

fjölda

- þekki reikniaðgerðirnar samlagningu og frádrátt

Page 2: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

- geti fylgt einföldum röksemdafærslum

- geti skráð og lesið úr einföldum töflum eða súluritum

- geti leyst þrautir þar sem beita þarf útreikningum

Samfélags- og náttúrufræði: Kennarar: Jóna Björg Sveinsdóttir , Bryndís Snjólfsdóttir og Hólmfríður Lúðvíksdóttir Kennslubækur: Komdu og skoðaðu: -eldgos, -hafið, -fjöllin, -hvað gera dýrin, -bílinn, -

líkamann, -land og þjóð, -umhverfið. Ítarefni: Námsefni af vef og ýmsar aðrar eldri námsbækur. Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn:

- þjálfi skoðun, eftirtekt, að kanna aðstæður og fyrirbæri, hlustun á leiðsögn og að fara eftir henni

- læri og þjálfi hægri og vinstri, upp og niður og beri saman mismunandi form - skoði og rannsaki með því að telja, mæla og þekkja muninn á manngerðu umhverfi og

náttúrulegu - átti sig á breytingum á nánasta umhverfi eftir veðri og árstíðum og finni áhrif

umhverfis á veður - kynnist hlutverki veðurfræðinga og Veðurstofunnar og átti sig á mikilvægi hennar,

einnig læri að skoða veðurkort og átta sig á helstu veðurtáknum - skilji að allar lífverur verða að taka tillit til veðurs og það mótar lífshætti þeirra - læri að loftið er ósýnilegt efni sem umlykur okkur og er okkur lífsnauðsynlegt - skoði vatnið í umhverfinu, mismunandi form þess, heyri um gildi þess og skynji áhrif

sólarljóssins á okkur sjálf og umhverfi okkar - þekki líkama sinn, helstu líffæri og hlutverk þeirra - geri sér grein fyrir því að við erum ekki öll eins og að fjölbreytileiki og mismunur er

eðlilegur - geri sér grein fyrir mikilvægi þess að neyta hollrar fæðu, hreyfa sig, gæta hreinlætis

og beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum - geri sér grein fyrir því hvað felst í því að Ísland er eyja og að aðstæður og lífríkið í

sjónum og við ströndina eru mjög margbreytilegar - þekki nokkra flokka og tegundir sjávarlífvera - átti sig á samspili manns og náttúru, einkum þegar litið er til íbúa sjávarþorps og

þáttum sem hafa áhrif á myndun þéttbýlis við strönd - þekki til sögu sjávarútvegs á Íslandi í stórum dráttum, læri um ólík störf í

sjávarútvegi og átti sig á mikilvægi sjávarútvegs og nauðsyn inn- og útflutnings - geri sér grein fyrir auðlindum hafsins og mikilvægi þess að hugsa vel um hafið - læri um loftslag, landslag, byggð, eldvirkni, jarðhita, menningu, sögu Íslands - fræðist um tengsl Íslands og Íslendinga við önnur lönd og þjóðir, uppruna Íslendinga

og stöðu Íslands á hnattrænt - læri um náttúrulega ferla og landnýtingu

Umhverfismennt:

Page 3: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

Kennarar: Jóna Björg Sveinsdóttir Kennslubækur: Verum græn – ferðalag í átt að sjálfbærni, Umhverfið skiptir það máli, græni bakpokinn, myndbönd og vefir. Viðfangsefni okkar í umhverfismennt eru umhverfi okkar, verndun náttúrunnar og sjálfbærni. Fjallað verður um mikilvægi þess að varðveita hreinleika umhverfisins og hvernig draga má úr mengun. Lofthjúpurinn, orka og orkunýting verða líka til umfjöllunar. Rætt verður um auðlindir jarðar, nýtingu þeirra og jafnvægi í lífríkinu. Skoðað verður hvernig draga má úr magni sorps, og hve mikill hluti sorps er í raun verðmætt hráefni til endurvinnslu. Áhersla verður lögð á að upplifa fegurð náttúrunnar og að efla virðingu nemenda fyrir henni. Athyglinni verður einkum beint að nánasta umhverfi okkar, og unnið utan dyra í nágrenni skólans. Einnig eru þessir tímar vettvangur til að vinna að grænfánaverkefnum og öðru því tengdu. Markmið/hæfniviðmið: Að nemendur

- þroski með sér alþjóðavitund og ábyrgðarkennd gagnvart komandi kynslóðum vegna nýtingar á sameiginlegum auðlindum

- skilji hvaða gagnvirku náttúru- og samfélagslegu öfl það eru sem stýra umgengni okkar við náttúruna og auðlindir jarðar

- öðlist færni og finni hjá sér vilja og þor til að leggja sitt af mörkum til að fyrirbyggja og takast á við aðsteðjandi vandamál

- eflist í trúnni um að þeirra framlag sé einhvers virði, að þeir fái sjálfir miklu áorkað í baráttunni fyrir bættum heimi

- upplifi náttúruna og beri virðingu fyrir því sem hún gefur okkur. Íþróttir: Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko og Bryndís Snjólfsdóttir Ásgrímur Ingi Arngrímsson, sundkennari Kennslubækur: Ýmsir leikir og æfingar upp úr bókunum. Íþróttir og heilsurækt. Leikir og Íþróttir og heilsurækt æfingar með litlum áhöldum. Ítarefni: Ýmsir hefðbundnir útileikir, Ratleikur beinverndar. Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- geti gert ýmsar æfingar sem reyna á þol, stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi, d. hlaup, fjallganga, ganga í snjó og á sandi, ýmsar jógastöður

- ráði við einfaldar hreyfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu, t.d. kollhnís, sippa, kasta bolta í vegg og grípa, binda hnúta á sippuband, ýmsar jógastöður

- taki þátt í ýmsum boltaleikjum og öðlist færni í þeim, d. fótbolta og körfubolta - geti kafað og haldið niðri í sér andanum - tekið þátt í leikjum í vatni - læri tökin í bringusundi við bakka - læri að bregðast á viðeigandi hátt við ósigrum og óhöppum - æfist í að ná árangri í hópstarfi.

Lífsleikni:

Page 4: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko og Hólmfríður Lúðvíksdóttir Kennslubækur: Spor 2. Ýmsar smábækur eins og Þekkir þú afbrýðisemi, Stundum verðum við reið, Leikurinn, Afmælisveislan, Ýma tröllastelpa. Verkefnahefti frá kennara. Markmið/hæfniviðmið Að nemandinn

- læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum - læri að efla með sér samkennd og setja sig í spor annarra - bæti félagsfærni - þjálfist í að hlusta á aðra - sé kurteis og tillitssamur - efli tilfinningaþroska og tjáningu - læri að vinna með öðrum

Verkgreinar Heimilisfræði: Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Gott og gaman, Heimilisfræði 2 Ítarefni: Verkefni af mms.is Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- þjálfist í einfaldri matreiðslu - þekki gerð fæðuhringsins - þekki heiti helstu eldhúsáhalda - fræðist um hollar og óhollar fæðutegundir - geti tjáð sig á einfaldan hátt um heilbrigðan lífshætti - tileinki sér borðsiði - geti nýtt ýmsa miðla til að afla upplýsinga um einfaldar uppskriftir - læri undirbúning, hvernig á að bera sig að í eldhúsi og frágang - fari eftir fyrirmælum kennara, geti unnið í hóp og gengið vel um

Handmennt/textílmennt: Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko og Freyja Jónsdóttir Kennslubækur/gögn: Garn, efnisbútar, flísófix, skæri, nálar, títuprjónar, verkefni af mms.is og frá kennara Markmið/ hæfniviðmið: Að nemandinn

- geti unnið eftir einföldum leiðbeiningum - geti tjáð sig um mismunandi klæðnað fólks eftir veðri og tilefnum - geti unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar - þjálfist í að klippa út mynstur í efni

Page 5: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

- öðlist grunnþjálfun í vélsaum - læri krosssaum eða annan útsaum - fái þjálfun í að prjóna og/eða hekla - læri að þæfa - læri grunnorðaforða sem tengist handmennt og textílmennt - geti lagt mat á eigin verk - læri að ganga vel um, nýta efnin vel og ganga frá að loknum tíma

Hönnun og smíði: Kennarar: Bryndís Snjólfsdóttir Kennslubækur: Verkefni af verkefnablöðum og- bókum. Nemendur komi fram með sínar eigin hugmyndir. Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn:

- geti dregið einfalda skissu til að útskýra hugmyndir sínar - læri að vinna verkefni frá hugmynd að veruleika - læri sjálfstæð vinnubrögð og að vinna saman í hóp - læri einfaldar samsetningar - þekki nokkur smíðaáhöld og kunni að nota þau - geti bent á smíði og hönnun sem tengist hans daglega lífi - geti greint í hóp einfaldar þarfir í umhverfi sínu og rætt lausnir - læri að velja efni út frá umhverfissjónarmiðum og geti lýst kostum þess að nota efni

úr nærumhverfinu - geti beitt líkamanum rétt við vinnu og noti viðeigandi hlífðarbúnað.

Listgreinar

Tónmennt: Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko og Hólmfríður Lúðvíksdóttir Kennslubækur: Verkefni frá kennara Markmið/ hæfniviðmið: Að nemandinn

- læri um háa tóna, djúpa tóna, hratt og hægt, bjart og dimmt, langt og stutt, púls og hrynjanda, sterkt og veikt, hljóð og þögn, einn tón eða fleiri

- þekki nokkrar nótur - kynnist þjóðlögum eftir árstíðum, d. þorraþræl á þorra, jólalög fyrir jólin - kynnist mismunandi tegundum tónlistar, d. klassíska, suður-ameríska, indverska

o.s.frv. - slái takt með öðrum og spili ýmist í spuna með öðrum eða slái takt við lag sem er

sungið - þekki helstu hljóðfærin, viti hvernig er spilað á þau og hvernig hljóð þau framkalla - geti unnið í hóp og spilað með öðrum - taki tillit til annarra og hlusti á kennarann

Page 6: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

Myndmennt: Kennarar: Bryndís Snjólfsdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- þekki muninn á myndmennt og textílmennt - læri ýmsar aðferðir í listsköpun og geti beitt tilheyrandi áhöldum - vinni úr ýmsum gerðum textíl- og myndlistarefna, d. pappír, bómull, filt, java, garn - geti unnið sjálfstætt eða í hóp eftir einföldum leiðbeiningum - geti miðlað hugmyndum með skissu - geti skreytt verkefni á einfaldan hátt - þekki mismunandi tegundir handverks og geti lýst þeim með tilheyrandi hugtökum - læri um uppruna hráefna, vinnslu þeirra og mismunandi tegundir mynd- og textílefna - læri hvernig á að meðhöndla efni, vel um og ganga frá eftir sig - sýni öðrum tillit og gangi vel um.

Leiklist: Kennarar: Hólmfríður Lúðvíksdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn:

- geti tjáð sig öruggur fyrir hóp - geti tekið virkan þátt í leikrænu ferli í hóp - læri ýmsar geiflur og grettur, geti með látbragði tjáð mismunandi tilfinningaform - læra að nota búninga og leikmuni til að styðja við leiklistina sem og umgangast þá - geti sýnt viðeigandi hegðun sem áhorfandi - læri að taka leiðsögn.

Dans: Kennarar: Bryndís Snjólfsdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Einfaldir dansar af geisladisknum Barnadansar. Markmið/ hæfniviðmið:

- að efla dansáhuga barna - að þau geti samið sinn eigin dans - að þau geti framkallað spunadans með eigin túlkun út frá tónlistinni - að þau geti dansað auðvelda dansa s.s. tangó, vals, jenka, skottís og sömbu - að nemendur fái að spreyta sig í að semja dans - að nemendur læri ýmsa dansleiki

Page 7: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

2. bekkur Íslenska: Kennarar: Hólmfríður Lúðvíksdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Ritrún 1 og 2. Lesum saman, lestrar- og vinnubækur B og C. Ítalíuskrift 2A og 2B. Ítarefni: Góður-betri-bestur 2B, Leikur að orðum 1, ýmis verkefni frá 123.is, Skólavefnum og kennara. Nemendur fá 15 mínútna yndislestur daglega og lesa daglega heima í samstarfi við foreldra. Í lok skólaárs eru eftirfarandi viðmið í lestri: 110< atkvæði eða meira á mínútu telst mjög góður árangur 80-110 atkvæði á mínútu telst góður árangur 50-80 atkvæði á mínútu telst nokkuð góður árangur 0-50 atkvæði á mínútu þarfnast nemandi aðstoðar Markmið/ hæfniviðmið: Að nemandinn

- auki lestrarhraða og orðaforða - geti lýst atburðum, hlut og fyrirbæri, endursagt efni sem hann hefur hlustað eða horft

á og geti tjáð eigin skoðanir um það - geti lesið ýmis textaform, d. sögur og ljóð, og beitt umskráningu hljóða og stafa svo

að það sé lipurt og skýrmælt - geti unnið með texta og frásagnir á fjölbreyttan hátt - lesið úr myndrænu efni, valið sér bók eða annað lesefni til yndislesturs - geti dregið rétt til stafs, skrifað skýrt og læsilega, samið fjölbreyttan texta frá eigin

brjósti, lesið upp eða sýnt öðrum eigin skrif, vandi skrift, uppsetningu og frágang texta

- þjálfist í að hlusta á upplestur á sögum og vinni hlustunarverkefni - þekki einkenni ólíkra textaforma, svo sem ævintýri, þjóðsögur og ljóð - kynnist rími, hrynjanda og einföldum bragarhætti - semji eigin ljóð og flytji fyrir bekknum - kunni stafrófið og þekki bókstafi, hljóð, samsett orð og málsgrein, og geti greint á

milli samnafna og sérnafna, leikið sér með orð og merkingu, t.d. rími og orðaleikjum, samið góðar málsgreinar, þ.e. með stórum staf í upphafi, góðu bili á milli orða og enda á punkti

Stærðfræði: Kennarar: Jóna Björg Sveinsdóttir og Hólmfríður Lúðvíksdóttir Kennslubækur: Sproti 2a og 2b nemenda- og æfingahefti. Ítarefni: Viltu reyna. Eining 3 og 4. Námsefni af vef. Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- þekki tölutáknin og gildi þeirra - skrái upplýsingar þar sem háar tölur koma fyrir - þekki sléttar tölur og oddatölur

Page 8: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

- læri að þekkja peninga - þekki tímatal, vikur, mánuði, ár - geti lagt saman og dregið frá - kynnist margföldun og deilingu - þjálfast í notkun margvíslegra hjálpargagna - þjálfist í hugarreikningi - þekki speglunarás - geti gert töflur og einföld súlurit - þekki helstu mælieiningar - þekki grunnformin

Samfélags- og náttúrufræði: Kennarar: Jóna Björg Sveinsdóttir, Bryndís Snjólfsdóttir og Hólmfríður Lúðvíksdóttir Kennslubækur: Komdu og skoðaðu: -umhverfið, -líkamann, -hafið, -land og þjóð. Ítarefni: Námsefni af vef og ýmsar aðrar eldri námsbækur. Markmið/hæfniviðmið: Að nemendur

- þjálfi skoðun, eftirtekt, að kanna aðstæður og fyrirbæri, hlustun á leiðsögn og að fara eftir henni

- læri og þjálfi hægri og vinstri, upp og niður og beri saman mismunandi form - skoði og rannsaki með því að telja, mæla og þekkja muninn á manngerðu umhverfi og

náttúrulegu - átti sig á breytingum á nánasta umhverfi eftir veðri og árstíðum og finni áhrif

umhverfis á veður - kynnist hlutverki veðurfræðinga og Veðurstofunnar og átti sig á mikilvægi hennar,

einnig læri að skoða veðurkort og átta sig á helstu veðurtáknum - skilji að allar lífverur verða að taka tillit til veðurs og það mótar lífshætti þeirra - læri að loftið er ósýnilegt efni sem umlykur okkur og er okkur lífsnauðsynlegt - skoði vatnið í umhverfinu, mismunandi form þess, heyri um gildi þess og skynji áhrif

sólarljóssins á okkur sjálf og umhverfi okkar - þekki líkama sinn, helstu líffæri og hlutverk þeirra - geri sér grein fyrir því að við erum ekki öll eins og að fjölbreytileiki og mismunur er

eðlilegur - geri sér grein fyrir mikilvægi þess að neyta hollrar fæðu, hreyfa sig, gæta hreinlætis

og beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum - geri sér grein fyrir því hvað felst í því að Ísland er eyja og að aðstæður og lífríkið í

sjónum og við ströndina eru mjög margbreytilegar - þekki nokkra flokka og tegundir sjávarlífvera - átti sig á samspili manns og náttúru, einkum þegar litið er til íbúa sjávarþorps og

þáttum sem hafa áhrif á myndun þéttbýlis við strönd - þekki til sögu sjávarútvegs á Íslandi í stórum dráttum, læri um ólík störf í

sjávarútvegi og átti sig á mikilvægi sjávarútvegs og nauðsyn inn- og útflutnings - geri sér grein fyrir auðlindum hafsins og mikilvægi þess að hugsa vel um hafið - læri um loftslag, landslag, byggð, eldvirkni, jarðhita, menningu, sögu Íslands

Page 9: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

- fræðist um tengsl Íslands og Íslendinga við önnur lönd og þjóðir, uppruna Íslendinga og stöðu Íslands á hnattrænt

- læri um náttúrulega ferla og landnýtingu. Umhverfismennt: Kennarar: Jóna Björg Sveinsdóttir Kennslubækur: Verum græn – ferðalag í átt að sjálfbærni, Umhverfið skiptir það máli, græni bakpokinn, myndbönd og vefir. Viðfangsefni okkar í umhverfismennt eru umhverfi okkar, verndun náttúrunnar og sjálfbærni. Fjallað verður um mikilvægi þess að varðveita hreinleika umhverfisins og hvernig draga má úr mengun. Lofthjúpurinn, orka og orkunýting verða líka til umfjöllunar. Rætt verður um auðlindir jarðar, nýtingu þeirra og jafnvægi í lífríkinu. Skoðað verður hvernig draga má úr magni sorps, og hve mikill hluti sorps er í raun verðmætt hráefni til endurvinnslu. Áhersla verður lögð á að upplifa fegurð náttúrunnar og að efla virðingu nemenda fyrir henni. Athyglinni verður einkum beint að nánasta umhverfi okkar, og unnið utan dyra í nágrenni skólans. Einnig eru þessir tímar vettvangur til að vinna að grænfánaverkefnum og öðru því tengdu. Markmið/hæfniviðmið: Að nemendur

- þroski með sér alþjóðavitund og ábyrgðarkennd gagnvart komandi kynslóðum vegna nýtingar á sameiginlegum auðlindum

- skilji hvaða gagnvirku náttúru- og samfélagslegu öfl það eru sem stýra umgengni okkar við náttúruna og auðlindir jarðar

- öðlist færni og finni hjá sér vilja og þor til að leggja sitt af mörkum til að fyrirbyggja og takast á við aðsteðjandi vandamál

- eflist í trúnni um að þeirra framlag sé einhvers virði, að þeir fái sjálfir miklu áorkað í baráttunni fyrir bættum heimi

- upplifi náttúruna og beri virðingu fyrir því sem hún gefur okkur. Enska: Kennarar: Hólmfríður Lúðvíksdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Orðasjóður: Adventure island of English words af mms.is, Skólavefurinn, verkefni frá kennara. Mr. Matt á youtube. Right on ásamt vinnubók. Markmið/hæfniviðmð: Að nemandinn

- læri að orða, lesa og skrifa kveðjur og kynningar, liti, tölur, dýr, fjölskyldu, veður, umhverfi og fatnað

- þjálfist í að hlusta á ensku, horfa á enskt efni og endursegja atburðarásina. - geti tekið þátt í einföldum samræðum - læri ýmis einföld sönglög

Page 10: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

Íþróttir: Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko og Bryndís Snjólfsdóttir Ásgrímur Ingi Arngrímsson, sundkennari Kennsluefni: Ýmsir leikir og æfingar upp úr bókunum: Íþróttir og heilsurækt- Leikir og Íþróttir og heilsurækt æfingar með litlum áhöldum. Ýmsir gamlir útileikir Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- geti gert ýmsar æfingar sem reyna á þol, stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi, t d. hlaup, fjallganga, ganga í snjó og á sandi, ýmsar jógastöður

- ráði við einfaldar hreyfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu, t.d. kollhnís, sippa, kasta bolta í vegg og grípa, binda hnúta á sippuband, ýmsar jógastöður

- taki þátt í ýmsum boltaíþróttum og öðlist færni í þeim, d. fótbolta og körfubolta - geti kafað og haldið niðri í sér andanum - geti hoppað af bakka í grunna laug - geti spyrnt frá bakka og rennt með andlit í kafi - tekið þátt í leikjum í vatni - geti synt 10 metra bringusund og 10 metra skólabaksund með eða án hjálpartækja - geti synt 8 metra skriðsundsfótatök með eða án hjálpartækja - læri að bregðast á viðeigandi hátt við ósigrum og óhöppum - æfist í að ná árangri í hópstarfi.

Lífsleikni: Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko og Hólmfríður Lúðvíksdóttir Kennslubækur: Spor 2. Ýmsar smábækur eins og Þekkir þú afbrýðisemi, Stundum verðum við reið, Leikurinn, Afmælisveislan, Ýma tröllastelpa. Verkefnahefti frá kennara. Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum - læri að efla með sér samkennd og setja sig í spor annarra - bæti félagsfærni - þjálfist í að hlusta á aðra - sé kurteis og tillitssamur - efli tilfinningaþroska og tjáningu - læri að vinna með öðrum

Verkgreinar

Heimilisfræði: Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Gott og gaman, Heimilisfræði 2 Ítarefni: Verkefni af mms.is, vefmiðlar, efni frá kennara Markmið/hæfniviðmið:

Page 11: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

Að nemandinn - þjálfist í einfaldri matreiðslu - þekki gerð fæðuhringsins - þekki heiti helstu eldhúsáhalda - læri mælieiningarnar desilíter, millilíter, gramm og bolli - geti tjáð sig á einfaldan hátt um heilbrigðan lífshætti - geti útbúið með aðstoð einfaldar máltíðir - nýtt ýmsa miðla til að afla upplýsinga um einfaldar uppskriftir - læri undirbúning, hvernig á að bera sig að í eldhúsi og frágang - fari eftir fyrirmælum kennara, geti unnið í hóp og gengið vel um - geti sagt frá helstu hættum í eldhúsinu

Handmennt/textílmennt: Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko og Freyja Jónsdóttir Kennslubækur/gögn: Garn, efnisbútar, flísófix, skæri, nálar, títuprjónar, verkefni af mms.is og frá kennara Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- geti unnið eftir einföldum leiðbeiningum - geti tjáð sig um mismunandi klæðnað fólks eftir veðri og tilefnum - geti unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar - þjálfist í að klippa út mynstur í efni - öðlist grunnþjálfun í vélsaum - læri krosssaum eða annan útsaum - fái þjálfun í að prjóna og/eða hekla - læri að þæfa - læri grunnorðaforða sem tengist handmennt og textílmennt - geti lagt mat á eigin verk - læri að ganga vel um, nýta efnin vel og ganga frá að loknum tíma

Hönnun og smíði: Kennarar: Bryndís Snjólfsdóttir Kennslubækur: Verkefni af verkefnablöðum og- bókum. Nemendur komi fram með sínar eigin hugmyndir. Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- geti dregið einfalda skissu til að útskýra hugmyndir sínar - læri að vinna verkefni frá hugmynd að veruleika - læri sjálfstæð vinnubrögð og að vinna saman í hóp - læri einfaldar samsetningar - þekki nokkur smíðaáhöld og kunni að nota þau - geti bent á smíði og hönnun sem tengist hans daglega lífi - geti greint í hóp einfaldar þarfir í umhverfi sínu og rætt lausnir

Page 12: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

- læri að velja efni út frá umhverfissjónarmiðum og geti lýst kostum þess að nota efni úr nærumhverfinu

- geti beitt líkamanum rétt við vinnu og noti viðeigandi hlífðarbúnað.

Listgreinar

Tónmennt: Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko og Hólmfríður Lúðvíksdóttir Kennslubækur: Ýmis verkefni frá kennara Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- læri um háa tóna, djúpa tóna, hratt og hægt, bjart og dimmt, langt og stutt, púls og hrynjanda, sterkt og veikt, hljóð og þögn, einn tón eða fleiri

- Læri að lesa nokkrar nótur - kynnist þjóðlögum eftir árstíðum, d. þorraþræl á þorra, jólalög fyrir jólin - kynnist mismunandi tegundum tónlistar, d. klassíska, suður-ameríska, indverska

o.s.frv. - slái takt með öðrum og spili ýmist í spuna með öðrum eða slái takt við lag sem er

sungið - þekki helstu hljóðfærin, viti hvernig er spilað á þau og hvernig hljóð þau framkalla - geti unnið í hóp og spilað með öðrum - læri að taka tillit til annarra og hlusta á kennarann

Myndmennt: Kennarar: Bryndís Snjólfsdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Markmið/ hæfniviðmið: Að nemandinn

- þekki muninn á myndmennt og textílmennt - læri ýmsar aðferðir í listsköpun og geti beitt tilheyrandi áhöldum - vinni úr ýmsum gerðum textíl- og myndlistarefna, d. pappír, bómull, filt, java, garn - geti unnið sjálfstætt eða í hóp eftir einföldum leiðbeiningum - geti miðlað hugmyndum með skissu - geti skreytt verkefni á einfaldan hátt - þekki mismunandi tegundir handverks og geti lýst þeim með tilheyrandi hugtökum - læri um uppruna hráefna, vinnslu þeirra og mismunandi tegundir - mynd- og textílefna - læri hvernig á að meðhöndla efni, vel um og ganga frá eftir sig - sýni öðrum tillit og gangi vel um

Leiklist:

Page 13: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

Kennarar: Hólmfríður Lúðvíksdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Ítarefni: Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- geti tjáð sig öruggur fyrir hóp - geti tekið virkan þátt í leikrænu ferli í hóp - læri ýmsar geiflur og grettur, geti með látbragði tjáð mismunandi tilfinningaform - læra að nota búninga og leikmuni til að styðja við leiklistina sem og umgangast þá - geti sýnt viðeigandi hegðun sem áhorfandi - læri að taka leiðsögn

Dans: Kennarar: Bryndís Snjólfsdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Einfaldir dansar af geisladisknum Barnadansar Auðveldir dansar við lög af ýmsum diskum Markmið/hæfniviðmið:

- að efla dansáhuga barna - að þau geti samið sinn eigin dans - geti framkallað spunadans með eigin túlkun út frá tónlistinni - geti dansað auðvelda dansa s.s. tangó, vals, jenka, skottís og sömbu - að nemendur fái að spreita sig í að semja dans

Page 14: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

4. bekkur Íslenska: Kennarar: Hólmfríður Lúðvíksdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Ritrún 3, Lesrún, Skinna, Skrift 3 og Skrift 4 Ítarefni: Námsspil, bækur tengdar byrjendalæsi Nemendur fá 15 mínútna yndislestur daglega og lesa daglega heima í samstarfi við foreldra. Í lok skólaárs eru eftirfarandi viðmið í lestri: 200< atkvæði eða meira á mínútu telst mjög góður árangur 170-200 atkvæði á mínútu telst góður árangur 140-170 atkvæði á mínútu telst nokkuð góður árangur 0-140 atkvæði á mínútu þarfnast nemandi aðstoðar Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- tali skýrt og vel - hlusti og horfi af athygli á upplestur eða álíka og tjáð upplifun sína - geti endursagt efni sem hann hefur hlustað á, lýst fyrirbæri og sagt frá atburði - efli orðaforða sinn og nýti hann á ýmsa vegu - beiti hugtökum, t.d. söguþráður, boðskapur o.s.frv. - velji sér sjálfur bækur við hæfi til gagns og gamans - geti beitt algengustu hugtökum í bragfræði, d. rím, kvæði, vísa, erindi - geti aflað sér viðurkenndra heimilda úr bókum og af neti - geti lesið úr myndrænu efni, d. kort, myndrit, skýringarmyndir - skrifi skýrt og læsilega og sýnir öðrum eða les upphátt - geti samið texta og notað grind til þess, upphaf, meginmál og niðurlag - geti samið ljóð og ýmis önnur textaform - geti beitt einföldum stafsetningarreglum - kunni að nota hjálpargögn eins og orðabók - kunni einföldustu aðgerðir í ritvinnsluforriti

Stærðfræði: Kennarar: Jóna Björg Sveinsdóttir og Hólmfríður Lúðvíksdóttir Kennslubækur: Grunnefni: Sproti 4a og 4b, nemenda- og æfingahefti.

Ítarefni: Viltu reyna. Við stefnum á margföldun. Við stefnum á deilingu. Eining 7 og 8. Markmið/ hæfniviðmið: Að nemandinn:

- þekki mælieiningarnar m og cm, l og dl og g og kg - þekki speglunarás, geta notað speglun til að búa til samhverfar myndir, hliðrað og

snúið flatarmyndum - geti notað vasareikni til að leggja saman safn af háum tölum ásamt því að draga frá

og margfalda - skilji reikniaðgerðina margföldun, þar sem margfaldaðar eru tveggja stafa tölur - skilji reikniaðgerðina deilingu, þar sem einni tölu er deilt í tveggja stafa tölu - geti fundið summu þriggja og fjögurra stafa talna

Page 15: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

- kunni einföld almenn brot og geta búið til einn heilan úr ólíkum brotabútum - geti merkt hnit heilla talna inn á hnitakerfi og teiknað flatarmyndir inn á rúðunet. - þekki hugtakið líkur - geti beitt mismunandi aðferðum við frádrátt þar sem allt að þriggja stafa tölur

dregnar frá tveggja stafa tölum - geti sett upplýsingar upp í súlurit og lesið úr þeim - geti námundað að tug og hundraði - þekki hugtakið tugabrot, notkun og skráningu - geti flokkað horn út frá því hvort þau eru rétt, gleið eða hvöss - skilji grundvallaratriði tímatalsins (ár, vikur, dagar), kunni á klukku - geti fundið út flatarmál og ummál.

Samfélags- og náttúrufræði Kennarar: Jóna Björg Sveinsdóttir, Bryndís Snjólfsdóttir og Hólmfríður Lúðvíksdóttir Kennslubækur: Komdu og skoðaðu: -íslenska þjóðhætti, -sögu mannkyns, -landnámið,

-eldhúsið, -himingeiminn, -tæknina, -hringrásir. Ítarefni: Verkefni og námsefni af vef. Eldra námsefni. Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- þekki til landafræði og einkenni Íslands, sögu og menningu Íslendinga og tengsl við umheiminn

- beri saman eigin heimabyggð við önnur svæði á Íslandi - læri um landakort og notagildi - átti sig á mikilvægi fjölskyldu, fjölbreytni fjölskyldugerða og að hann sé hluti af stærra

samfélagi - læri að afla sér upplýsinga og vinna úr þeim, læri að gera greinarmun á áreiðanleika

þeirra - geti tjáð sig um samfélagið og notað viðeigandi hugtök - geti sagt frá hvernig gróðurfar og loftslag hefur áhrif á lífsviðurværi fólks, t.d. nefnt

dæmi úr sögunni - geri sér grein fyrir gildum náttúru, umhverfis og góðrar umgengni - skoði söguna úr frá munum og minningum fólks - geti bent á tengsl milli samfélags, náttúru, trúar og lífsviðhorfi - þekki gildi virðingar fyrir sjálfum sér og öðrum, umhyggju, umburðarlyndi og sáttfýsi - geti lýst samhengi orða, athafna og afleiðinga.

Umhverfismennt: Kennarar: Jóna Björg Sveinsdóttir Kennslubækur: Verum græn – ferðalag í átt að sjálfbærni, Umhverfið skiptir það máli, græni bakpokinn, myndbönd og vefir. Viðfangsefni okkar í umhverfismennt eru umhverfi okkar, verndun náttúrunnar og sjálfbærni. Fjallað verður um mikilvægi þess að varðveita hreinleika umhverfisins og hvernig

Page 16: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

draga má úr mengun. Lofthjúpurinn, orka og orkunýting verða líka til umfjöllunar. Rætt verður um auðlindir jarðar, nýtingu þeirra og jafnvægi í lífríkinu. Skoðað verður hvernig draga má úr magni sorps, og hve mikill hluti sorps er í raun verðmætt hráefni til endurvinnslu. Áhersla verður lögð á að upplifa fegurð náttúrunnar og að efla virðingu nemenda fyrir henni. Athyglinni verður einkum beint að nánasta umhverfi okkar, og unnið utan dyra í nágrenni skólans. Einnig eru þessir tímar vettvangur til að vinna að grænfánaverkefnum og öðru því tengdu. Markmið/hæfniviðmið: Að nemendur

- þroski með sér alþjóðavitund og ábyrgðarkennd gagnvart komandi kynslóðum vegna nýtingar á sameiginlegum auðlindum

- skilji hvaða gagnvirku náttúru- og samfélagslegu öfl það eru sem stýra umgengni okkar við náttúruna og auðlindir jarðar

- öðlist færni og finni hjá sér vilja og þor til að leggja sitt af mörkum til að fyrirbyggja og takast á við aðsteðjandi vandamál

- eflist í trúnni um að þeirra framlag sé einhvers virði, að þeir fái sjálfir miklu áorkað í baráttunni fyrir bættum heimi

- upplifi náttúruna og beri virðingu fyrir því sem hún gefur okkur Enska: Kennarar: Hólmfríður Lúðvíksdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Speak out og Portfolio Work out. Mister Matt á youtube, Ítarefni: Ýmis verkefni af 123skoli.is og Skólavefnum, ásamt verkefnum frá kennara Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- skilji einfaldar samræður, kennarinn og geti tekið þátt í samræðum í tímum - skilji hlustunarefni ætlað byrjendum - geti hlustað eftir upplýsingum og svarað verkefnum í tengslum við þær - kunni algeng orð og orðasambönd - geti lýst sjálfum sér og öðrum, sagt frá einfaldri atburðarás, lýst hlut eða mynd - geti skrifað texta um viðeigandi skólaverkefni og orð sem koma fyrir - geti sungið og lesið einfaldan texta á ensku

Íþróttir: Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko og Bryndís Snjólfsdóttir Ásgrímur Ingi Arngrímsson, sundkennari Kennsluefni: Ýmsir leikir og æfingar upp úr bókunum: Íþróttir og heilsurækt- Leikir og Íþróttir og heilsurækt æfingar með litlum áhöldum. Ýmsir gamlir útileikir Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn: - læri að taka ábyrgð á eigin heilsu og heilbrigði

Page 17: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

- geti gert ýmsar æfingar sem reyna á þol, stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi,t. d. hlaup, fjallganga, ganga í snjó og á sandi, ýmsar jógastöður

- ráði við einfaldar hreyfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu,t. d. kollhnís, sippa, kasta bolta í vegg og grípa, binda hnúta á sippuband

- taki þátt í ýmsum boltaíþróttum og öðlist færni í þeim,t. d. fótbolta og körfubolta - geti stungið sér í kropstöðu - geti synt 25 metra bringusund, 12,5 metra skólabaksund og skriðsund í tímatöku - þekki helstu atriði björgunar úr vatni - geti notið bæði sigra og ósigra - æfist í að ná árangri í hópstarfi. Lífsleikni: Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko og Hólmfríður Lúðvíksdóttir Kennslubækur: Ertu? Ýmsar smábækur eins og Þekkir þú afbrýðisemi, Stundum verðum við reið, Hrekklaus fer á netið, Leikurinn, Afmælisveislan, Réttindi mín, ofl. Verkefnahefti frá kennara. Markmið/hæfniviðmið Að nemandinn

- læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum - læri að efla með sér samkennd og setja sig í spor annarra - bæti félagsfærni - þjálfist í að hlusta á aðra - sé kurteis og tillitssamur - efli tilfinningaþroska og tjáningu - læri að vinna með öðrum

Verkgreinar

Heimilisfræði: Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Hollt og gott, Heimilisfræði 4 Ítarefni: Myndabandið Heimilisfræðikennarinn. Næringargildi matvæla, verkefni af www.mms.is, vefmiðlar, efni frá kennara Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- þjálfist í einfaldri matreiðslu - þekki gerð fæðuhringsins - þekki heiti helstu eldhúsáhalda - læri mælieiningarnar desilíter, millilíter, gramm og bolli - geti tjáð sig á einfaldan hátt um heilbrigðan lífshætti - geti útbúið með aðstoð einfaldar máltíðir - nýtt ýmsa miðla til að afla upplýsinga um einfaldar uppskriftir - læri undirbúning, hvernig á að bera sig að í eldhúsi og frágang - fari eftir fyrirmælum kennara, geti unnið í hóp og gengið vel um.

Page 18: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

Handmennt/textílmennt: Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko og Freyja Jónsdóttir Kennslubækur: Hannyrðir í 3.-6. bekk. Ýmis verkefni frá kennara Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- geti unnið eftir einföldum leiðbeiningum - geti tjáð sig um mismunandi klæðnað fólks eftir veðri og tilefnum - geti unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar - þjálfist í að klippa út mynstur í efni - öðlist nokkra þjálfun í vélsaum - öðlist færni í krosssaum eða öðrum útsaum - öðlist færni í að prjóna og/eða hekla - læri þæfingu - læri grunnorðaforða sem tengist handmennt og textílmennt - geti lagt mat á eigin verk - læri að ganga vel um, nýta efnin vel og ganga frá að loknum tíma - fari eftir fyrirmælum kennara, geti unnið í hóp og gengið vel um.

Hönnun og smíði: Kennarar: Bryndís Snjólfsdóttir Kennslubækur: Verkefni af verkefnablöðum og- bókum. Nemendur komi fram með sínar eigin hugmyndir. Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- geti dregið einfalda skissu til að útskýra hugmyndir sínar - læri að vinna verkefni frá hugmynd að veruleika - læri sjálfstæð vinnubrögð og að vinna saman í hóp - læri einfaldar samsetningar, t. d - þekki nokkur smíðaáhöld og kunni að nota þau - geti bent á smíði og hönnun sem tengist hans daglega lífi - geti greint í hóp einfaldar þarfir í umhverfi sínu og rætt lausnir - læri að velja efni út frá umhverfissjónarmiðum og geti lýst kostum þess að nota efni

úr nærumhverfinu - geti beitt líkamanum rétt við vinnu og noti viðeigandi hlífðarbúnað.

Listgreinar

Tónmennt: Kennarar: María Ásmundsdóttir Shanko og Hólmfríður Lúðvíksdóttir

Page 19: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

Kennslubækur: Ýmis gögn og verkefni frá kennara Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- læri um háa tóna, djúpa tóna, hratt og hægt, bjart og dimmt, langt og stutt, púls og hrynjanda, sterkt og veikt, endurtekningu og andstæður, hljóð og þögn, einn tón eða fleiri

- Læri um helstu nótur, einfaldan nótnalestur og geti sungið eftir honum - kynnist þjóðlögum eftir árstíðum - kynnist mismunandi tegundum tónlistar, d. klassíska, suður-ameríska, indverska

o.s.frv. - slái takt með öðrum og spili ýmist í spuna með öðrum eða slái takt við lag sem er

sungið - læri um helstu hljóðfærin og hljóðfæraflokka - geti unnið í hóp og spilað með öðrum - læri að taka tillit til annarra og hlusta á kennarann

Myndmennt: Kennarar: Bryndís Snjólfsdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Markmið/hæfniviðmið: Að nemandinn

- öðlist færni í meðferð lita- og formfræði, og myndbyggingar - læri ýmsar aðferðir í listsköpun og geti beitt tilheyrandi áhöldum - geti unnið sjálfstætt eða í hóp eftir einföldum leiðbeiningum - geti tjáð tilfinningar, skoðanir og hugmyndir í verki - geti útskýrt vinnuferli listsköpun sinnar frá hugmynd að verki - þekki mismunandi tegundir handverks og geti lýst þeim með tilheyrandi hugtökum - læri um uppruna hráefna, vinnslu þeirra og mismunandi tegundir mynd- og textílefna - læri hvernig á að meðhöndla efni, vel um og ganga frá eftir sig - sýni öðrum tillit og gangi vel um.

Leiklist: Kennarar: Hólmfríður Lúðvíksdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Markmið/Hæfniviðmið: Að nemandinn

- geti tjáð sig öruggur fyrir hóp um allt mögulegt - geti tekið virkan þátt í leikrænu ferli í hóp - geti tekið þátt í spuna - læra að nota búninga og leikmuni til að styðja við leiklistina sem og umgangast þá - geti sýnt viðeigandi hegðun sem áhorfandi - læri að taka leiðsögn.

Page 20: Yngsta stig 1.-2. bekkur · Kennslubækur: Lestrarlandið, lesbók og vinnubækur 1 og 2, Listin að lesa og skrifa 1, 2 og 3, Lesum saman A, les- og vinnubók. Ítalíuskrift 1A

Dans: Kennarar: Bryndís Snjólfsdóttir og María Ásmundsdóttir Shanko Kennslubækur: Einfaldir dansar af geisladisknum Barnadansar Auðveldir dansar við lög af ýmsum diskum Markmið:

- að efla dansáhuga barna - að þau geti samið sinn eigin dans - geti framkallað spunadans með eigin túlkun út frá tónlistinni - geti dansað auðvelda dansa s.s. tangó, vals, jenka, skottís og sömbu - að nemendur fái að spreita sig í að semja dans