grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web...

61
Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness Efnisyfirlit Efnisyfirlit.......................................................... 1 I Grunnskóli Seltjarnarness..........................................5 1.1. Saga, aðstaða og umhverfi.....................................5 1.2. Starfshættir og kennsluaðferðir...............................5 II Hagnýtar upplýsingar...............................................6 2.1. Skrifstofur og símanúmer.....................................6 2.2. Viðtalstímar.................................................6 2.3. Forföll og leyfi.............................................6 2.4. Forföll starfsfólks..........................................6 2.5. Opnun á morgnana.............................................7 2.6. Aðkoma að skólanum...........................................7 2.7. Hjólreiðar...................................................7 2.8. Skólanámskrá og skóladagatal.................................7 2.9. Kennsluáætlanir..............................................8 2.10. Heimanám.....................................................8 2.11. Námsbækur....................................................8 2.12. Námsmat / samræmd próf.......................................8 2.13. Frímínútur...................................................9 2.14. Klæðnaður....................................................9 2.15. Starfsdagar og vetrarleyfi...................................9 2.16. Óveður / hamfarir............................................9 2.17. Áföll.......................................................10 2.18. Tryggingar skólabarna.......................................10 2.18.1. Hvað er tryggt..........................................10 2.18.2. Hvað er ekki tryggt.....................................11 2.19. Svefn.......................................................11 2.20. Reglur um útivist...........................................11 2.21. Að bjóða í afmæli...........................................11 2.22. Myndataka...................................................11 2.23. Óskilamunir.................................................12 2.24. Rýmingaráætlun..............................................12 2.25. Heimasíða skólans...........................................12 III Starfsfólk....................................................... 13 3.1. Stjórnendur.................................................13 3.2. Náms- og starfsráðgjafar...................................13 3.3. Starfsfólk og viðtalstímar.................................13 3.4. Hlutverk umsjónarkennara....................................16 3.5. Símenntun starfsfólks.......................................16 3.6. Þagnarskylda og siðareglur kennara..........................16 IV Mötuneyti og nesti................................................17 4.1. Almennar upplýsingar og áherslur varðandi næringu...........17 4.2. Áskrift og matseðill........................................17 4.3. Morgunnesti - ávaxtastund...................................18 4.4. Skipulag í matsal hjá 1. – 6. bekk..........................18 Skólaárið 2009-2010 1

Transcript of grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web...

Page 1: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

Efnisyfirlit

Efnisyfirlit.....................................................................................................................1I Grunnskóli Seltjarnarness.........................................................................................5

1.1. Saga, aðstaða og umhverfi.............................................................................51.2. Starfshættir og kennsluaðferðir......................................................................5

II Hagnýtar upplýsingar................................................................................................62.1. Skrifstofur og símanúmer..............................................................................62.2. Viðtalstímar...................................................................................................62.3. Forföll og leyfi................................................................................................62.4. Forföll starfsfólks...........................................................................................62.5. Opnun á morgnana........................................................................................72.6. Aðkoma að skólanum....................................................................................72.7. Hjólreiðar.......................................................................................................72.8. Skólanámskrá og skóladagatal......................................................................72.9. Kennsluáætlanir.............................................................................................82.10. Heimanám....................................................................................................82.11. Námsbækur..................................................................................................82.12. Námsmat / samræmd próf............................................................................82.13. Frímínútur.....................................................................................................92.14. Klæðnaður....................................................................................................92.15. Starfsdagar og vetrarleyfi.............................................................................92.16. Óveður / hamfarir.........................................................................................92.17. Áföll............................................................................................................102.18. Tryggingar skólabarna................................................................................10

2.18.1. Hvað er tryggt......................................................................................102.18.2. Hvað er ekki tryggt..............................................................................11

2.19. Svefn..........................................................................................................112.20. Reglur um útivist........................................................................................112.21. Að bjóða í afmæli........................................................................................112.22. Myndataka..................................................................................................112.23. Óskilamunir................................................................................................122.24. Rýmingaráætlun.........................................................................................122.25. Heimasíða skólans......................................................................................12

III Starfsfólk................................................................................................................133.1. Stjórnendur..................................................................................................133.2. Náms- og starfsráðgjafar............................................................................133.3. Starfsfólk og viðtalstímar............................................................................133.4. Hlutverk umsjónarkennara..........................................................................163.5. Símenntun starfsfólks..................................................................................163.6. Þagnarskylda og siðareglur kennara............................................................16

IV Mötuneyti og nesti.................................................................................................174.1. Almennar upplýsingar og áherslur varðandi næringu..................................174.2. Áskrift og matseðill......................................................................................174.3. Morgunnesti - ávaxtastund..........................................................................184.4. Skipulag í matsal hjá 1. – 6. bekk.................................................................184.5. Skipulag í matsal hjá 7. – 10. bekk...............................................................18

V Skólareglur.............................................................................................................195.1. Uppbyggingarstefnan..................................................................................195.2. Skólareglur..................................................................................................195.3. Yngsta stig og miðstig (1. – 6. bekkur).........................................................195.4. Unglingastig (7. – 10. bekkur)......................................................................205.5. Skólasóknareinkunn í 7. – 10. bekk..............................................................215.6. Farsímar og önnur tæki...............................................................................22

Skólaárið 2009-2010 1

Page 2: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

5.7. Til foreldra og nemenda vegna skólareglna.................................................225.8. Viðbrögð skólans við brotum á skólareglum................................................225.9. Viðbrögð við neyslu vímuefna á skólatíma...................................................235.10. Ítrekun vegna alvarlegra brota...................................................................24

VI Skólaskjólið............................................................................................................246.1. Almennt um skólaskjól og innritun...............................................................246.2. Mánaðargjald, viðverutími og hressing........................................................246.3. Starfsemi Skólaskjóls...................................................................................246.4. Frídagar/ veikindi.........................................................................................25

VII Bókasafn...............................................................................................................267.1. Skólasafnið í Mýrarhúsaskóla.......................................................................267.2. Skólasafnið í Valhúsaskóla...........................................................................267.3. Bókasafn Seltjarnarness..............................................................................27

VIII Félags- og tómstundastarf...................................................................................288.1. Almennt félagsstarf í 1. – 6. bekk.................................................................288.2. Íþróttadagur fyrir 1.-6. bekk.........................................................................288.3. Rótarýsundmót fyrir 4. – 10. bekk...............................................................288.4. Skólahlaup fyrir 7.-10. bekk.........................................................................288.5. Nýnemaball fyrir 8.-10. bekk........................................................................288.6. 1. des skemmtun 10. bekkinga....................................................................288.7. Jólaball fyrir 7.-10. bekk...............................................................................298.8. Árshátíð fyrir 7.-10. bekk.............................................................................298.9. Söngkeppni Való og Selsins fyrir 8. -10. bekk..............................................298.10. Valóvisjón fyrir 8.-10. bekk.........................................................................298.11. Útskriftarball fyrir 8.-10. bekk.....................................................................298.12. SAMFÉS, Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi................................................298.13. Samstarf við félög í bænum........................................................................30

IX Ferðalög.................................................................................................................319.1. 1.-6. bekkur.................................................................................................319.2. 7.–10. bekkur...............................................................................................31

9.2.1. Skíðaferðir.........................................................................................31 9.2.2. Þórsmerkurferð.................................................................................31

X Stoðþjónusta...........................................................................................................3210.1. Sérkennsla..................................................................................................3210.2. Þörf fyrir sérkennslu og önnur stuðningsúrræði..........................................3210.3. Lestrargreiningar........................................................................................3310.4. Umsóknir um sérkennslu............................................................................3310.5. Forföll starfsfólks í sérkennslu/stuðningi.....................................................3310.6. Náms- og starfsráðgjöf................................................................................3310.7. Móttaka nýrra nemenda.............................................................................3410.8. Móttaka nýbúa............................................................................................3410.9. Sálfræðiþjónusta.........................................................................................3510.10. Hvernig má nálgast skólasálfræðing?.......................................................3510.11. Hlutverk skólasálfræðings.........................................................................3510.12. Unglingaráðgjafi.......................................................................................3510.13. Talkennsla - Talmeinafræðingur...............................................................36

XI Aðgerðaáætlun gegn einelti og ofbeldi..................................................................3711.1. Eineltisráð...................................................................................................3711.2. Skilgreining á einelti...................................................................................3711.3. Að þekkja einelti.........................................................................................3711.4. Fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við einelti...........................................38

11.4.1. Nemendur........................................................................................38 11.4.2. Foreldrar..........................................................................................38 11.4.3. Starfsfólk..........................................................................................38 11.4.4. Ábyrgð.............................................................................................39

Skólaárið 2009-2010 2

Page 3: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

11.4.5. Skólareglur.......................................................................................39 11.4.6. Kannanir og upplýsingar..................................................................39 11.4.7. Skráning...........................................................................................39 11.4.8. Gæsla...............................................................................................39

11.5. Hvernig tekið er á einelti............................................................................4011.6. Hvernig tekið er á ofbeldi...........................................................................4011.7. Ágreiningur um meðferð eineltis og ofbeldismála.......................................4011.8. Gildistaka og aðild......................................................................................40

XII Skil á milli skólastiga.............................................................................................4112.1. Grunnskólastig............................................................................................4112.2. Framhaldsskólastig.....................................................................................4112.3. Inntökuskilyrði í framhaldsskóla..................................................................41

XIII Þróunarverkefni....................................................................................................43XIV Heilsugæsla.........................................................................................................44

14.1. Almennar upplýsingar.................................................................................4414.2. Markmið skólaheilsugæslu..........................................................................4414.3. Heilbrigðisfræðsla – 6H heilsunnar..............................................................4414.4. Lyfjagjafir....................................................................................................4514.5. Slys og veikindi...........................................................................................4514.6. Lús..............................................................................................................4514.7. Líðan barna.................................................................................................4514.8. Reglubundnar skoðanir og bólusetningar...................................................45

14.8.1. 1. bekkur.........................................................................................45 14.8.2. 4. bekkur.........................................................................................45 14.8.3. 7. bekkur........................................................................................46 14.8.4. 8. bekkur........................................................................................46 14.8.5. 9. bekkur........................................................................................46 14.8.6. 10. bekkur.......................................................................................46

14.9. Frekari upplýsingar um bólusetningar........................................................4614.10. Tannvernd................................................................................................46

XV Samstarfsaðilar.....................................................................................................4715.1. Félagsmiðstöðin Selið.................................................................................47

15.1.1. Dagstarf Selsins..............................................................................47 15.1.2. Kvöldstarf Selsins............................................................................47

15.2. Tónlistarskóli Seltjarnarness.......................................................................4715.3. Íþróttafélagið Grótta...................................................................................4715.4. Félagsþjónustan..........................................................................................4715.5. Kirkjan........................................................................................................4815.6. Vinnuskóli...................................................................................................4815.7. Fræðasetrið í Gróttu...................................................................................48

XVI Samstarf heimila og skóla....................................................................................4916.1. Almennt......................................................................................................4916.2. Foreldraviðtöl..............................................................................................4916.3. Skólaráð og foreldrafélag............................................................................4916.4. Námsefniskynningar...................................................................................4916.5. Skólafærninámskeið fyrir foreldra 6 ára barna............................................4916.6. Skólafærninámskeið fyrir foreldra nemenda í 7. bekk.................................5016.7. Fréttir frá skóla...........................................................................................50

XVII Fræðsluyfirvöld, ráð, félög og nefndir.................................................................5117.1. Fræðslusvið og menningarsvið...................................................................5117.2. Skólanefnd..................................................................................................5117.3. Skólaráð......................................................................................................5117.4. Nemendaráð...............................................................................................5217.5. Foreldrafélag..............................................................................................5217.6. Nemendaverndarráð...................................................................................53

Skólaárið 2009-2010 3

Page 4: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

17.7. Áfallaráð og áfallaáætlun............................................................................53

I Grunnskóli Seltjarnarness

1.1. Saga, aðstaða og umhverfi Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu grunnskólanna á Seltjarnarnesi, Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla, þann 1. ágúst 2004. Mýrarhúsaskóli hafði starfað frá árinu 1875 en Valhúsaskóli var stofnaður árið 1974. Í Grunnskóla Seltjarnarness eru tæplega 600 nemendur á tveimur starfsstöðvum. Við skólann starfa um 120 manns

Skólaárið 2009-2010 4

Page 5: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

Góð íþróttaaðstaða er við skólann en íþróttahús, sundlaug og gervigrasvöllur eru mitt á milli starfsstöðvanna. Tónlistarskólinn er einnig miðsvæðis og er öflugt samstarf á milli skólanna og nemendur geta stundað tónlistarnám á skólatíma. Félagsmiðstöðin Selið ber hitann og þungann af félagslífi nemenda á elsta stigi og starfsmenn þess hafa einnig komið að kennslu í félagsmálafræði. Skólaskjól, sem er lengd viðvera fyrir nemendur 1.-4. bekkjar, er starfrækt við skólann. Í nágrenni skólans eru margar náttúruperlur sem kennarar nýta til að auka fjölbreytni kennslunnar. Í Gróttu er fjölskrúðugt fuglalíf, gífurlegur fjöldi plantna og fjölbreytt lífríki sem vert er að skoða. Þar er fræðasetur sem skólinn hefur aðgang að og góð aðstaða fyrir ýmiss konar kennslu. Aðrir áhugaverðir staðir í nágrenni skólans eru t.d. Seltjörn, Bakkavík, Bakkatjörn og Valhúsahæð.

1.2. Starfshættir og kennsluaðferðirÍ Grunnskóla Seltjarnarness er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Stefnt er að því að nemendur njóti náms í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpun. Með það markmið í huga er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem boðið er upp á sveigjanlega náms- og kennsluhætti svo að hver og einn fái eitthvað við sitt hæfi. Vinnuframlag nemenda er metið og námsmati hagað samkvæmt því. Áhersla er lögð á að gera nemendur ábyrga fyrir námi sínu. Skólinn nýtir upplýsingatækni í námi og kennslu þar sem það hentar.

Áhersla er lögð á að laða að og halda í metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd nemenda þar sem gagnkvæm virðing og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi. Skólinn leggur áherslu á heilbrigðan metnað, alhliða þroska og menntun hvers og eins, jákvæðan aga og virka þátttöku alls skólasamfélagsins.Kennt er á þremur skólastigum og þarfir hvers og eins eru hafðar í huga við undirbúning kennslunnar. Yngsta stig er 1.-3. bekkur, miðstig er 4.-6. bekkur og unglingastig er 7.-10. bekkur.

Skólinn starfar eftir skólastefnu Seltjarnarness sem birt er á vefsíðu skólans.

II Hagnýtar upplýsingar

2.1. Skrifstofur og símanúmer Skrifstofur skólans eru opnar kl. 8-16 alla virka daga en svarað er í síma frá kl. 7:45. Grunnskóli Seltjarnarness.............595-9200 ................................................. ....595-9201 fax í Mýrarhúsaskóla......................................................595-9251 fax í ValhúsaskólaNetfang..........................................grunnskoli@seltjarnarnes.is

Skrifstofa yngsta- og mið[email protected] [email protected]

Skólaskjól beinn sími.................. .....595-9215

Skólaárið 2009-2010 5

Page 6: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

2.2. ViðtalstímarAllir kennarar skólans hafa fasta viðtalstíma sem foreldrar eru hvattir til að nýta. Einnig geta foreldrar sent kennurum tölvupóst eða skilið eftir skilaboð til kennara hjá ritara. Viðkomandi kennari hefur þá samband þegar tími gefst til.

Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að hringja á vinnutíma og virða frítíma kennara. Nánari upplýsingar er að finna í kafla XVII, Samstarf heimila og skóla. Upplýsingar um viðtalstíma er að finna í kafla 3, Starfsfólk, en netföng er að finna á heimasíðu skólans www.grunnskoli.is og í Mentor mentor.is

2.3. Forföll og leyfiForföll nemenda er hægt að tilkynna með því að hringja í skólann eða senda tölvupóst á netföng skólans (sjá hér að ofan). Foreldrar skulu tilkynna veikindi barna sinna daglega nema ef vitað er fyrirfram um lengd veikindatíma. Umsjónarkennari hefur heimild til að gefa leyfi í tvo daga en sé óskað lengra leyfis skal sækja um það skriflega. Leyfið veitir þá skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri. Eyðublað vegna leyfisumsókna er að finna á heimasíðu skólans, www.grunnskoli.is .Þess er farið á leit að óskað sé tímanlega eftir leyfi sé þess nokkur kostur. Foreldrar bera ábyrgð á námi barna sinna þann tíma sem þau eru fjarverandi frá skóla eins og segir í 15. grein laga um grunnskóla:

Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur.

Fái nemandi leyfi á prófatíma skólans mun hann einungis fá metna vinnu vetrarins. Á einkunnablaði nemandans verða viðkomandi einkunnir stjörnumerktar og það látið koma fram að nemandinn hafi ekki lokið prófi og einkunnin sé mat á vinnu nemandans yfir veturinn.

2.4. Forföll starfsfólks Í forföllum kennara er allt kapp lagt á að sjá nemendum í 1.–5. bekk fyrir forfallakennslu. Tímar falla ekki niður nema engin önnur ráð séu til staðar og á það einnig við um 6.–10. bekk.

2.5. Opnun á morgnanaSkólinn er opnaður kl. 7:50 en skrifstofan opnar kl. 8:00, svarað er í síma frá kl. 7:45. Skólaliðar og stuðningsfulltrúar mæta til starfa kl. 8:00. Stofur í Mýrarhúsaskóla eru opnaðar kl. 8:00 en stofur í Valhúsaskóla eru opnaðar um leið og kennsla hefst kl. 8:10. Mikilvægt er að nemendur temji sér stundvísi, gangi vel um skólann og virði það traust sem þeim er sýnt.

2.6. Aðkoma að skólanum Nemendur eru hvattir til þess að ganga eða hjóla í skólann ef þeir hafa aldur til. Á heimasíðu skólans má nálgast kort sem sýnir vænlegar gönguleiðir til og frá skóla. Mælt er með að foreldrar kenni börnum sínum öruggar leiðir í skólann og fylgi þeim meðan þau eru að læra að rata. Þá minnum við á endurskinsmerkin sem allir eiga að nota í skammdeginu.

Skólaárið 2009-2010 6

Page 7: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

Mýrarhúsaskóli stendur við Nesveg og eru bílastæði starfsfólks við gamla Mýrarhúsa-skóla. Valhúsaskóli stendur við Skólabraut og bílastæði starfsfólks eru fyrir framan skólann. Við biðjum foreldra og aðra sem eiga erindi í skólann vinsamlegast að leggja ekki í stæði starfsfólks og sýna fyllstu varkárni þegar ekið er í nágrenni skólanna. Til að gæta öryggis þeirra barna sem ganga eða hjóla í skólann mælum við með að börn, sem aka þarf í skólann, séu sett úr bílum nokkuð frá skólunum og þau látin ganga síðasta spölinn. Með þessu móti minnkar umferð bíla við skólana og öryggi allra eykst.

2.7. Hjólreiðar Samkvæmt umferðarlögum má barn, yngra en 7 ára, ekki hjóla á akbraut nema undir eftirliti fullorðinna. Samkvæmt ábendingum lögreglunnar ættu börn undir 10 ára aldri ekki að vera ein á ferð í umferðinni vegna þess að þau hafa ekki náð fullkomnu valdi á grófhreyfingum og samhæfingu vantar í hreyfingar. Jafnvægisskyn og hliðarsýn er ekki fullþroskuð. Þau skynja ekki hraða og fjarlægð ökutækja sem nálgast og greina ekki úr hvaða átt hljóð koma. Börn hafa einfaldlega ekki nægilegan þroska til að vera ábyrg í umferðinni. Þau eiga erfitt með að einbeita sér að fleiru en einu atriði í einu og að bregðast rétt við flóknum aðstæðum. Öll börn eiga að nota hjálm og öryggisbúnaður hjólsins þarf að vera í lagi. Hjól, hjólabretti og línuskauta má ekki nota á skólalóðinni. Skólinn tekur ekki ábyrgð á hjólum nemenda eða öðrum farartækjum.

2.8. Skólanámskrá og skóladagatal Skólanámskrá er birt á vefsíðu skólans www.grunnskoli.is. Skólanámskráin er útfærsla Grunnskóla Seltjarnarness á aðalnámskrá grunnskóla. Skólahandbókin Vitinn er hluti af skólanámskrá en á heimasíðu skólans má einnig finna skóladagatal, símenntunaráætlun og ýmsar aðrar upplýsingar.

2.9. KennsluáætlanirKennarar skila kennsluáætlunum í lok ágúst fyrir haustönnina og í byrjun janúar fyrir vorönn. Kennsluáætlanir eru aðgengilegar foreldrum á heimasíðu skólans.

2.10. Heimanám Heimanám undirstrikar ábyrgð nemenda á námi sínu og er þjálfun í því sem verið er að kenna. Nemendur læra að skipuleggja sig og þjálfast í vinnubrögðum sem koma þeim til góða í námi og starfi síðar meir. Lestur er undirstaða alls náms og aldrei er ofmetið mikilvægi þess að nemendur lesi daglega. Ekki er nóg að ná valdi á lestrartækninni heldur þarf stöðuga æfingu í að lesa mismunandi texta til að efla lestrarhraða og lesskilning.Á yngsta stigi og miðstigi er megináhersla lögð á lestur og lesskilning enda byggir allt nám meira eða minna á góðri lestrarfærni. Á Mentor er birt vikuáætlun nemenda yfir heimanám. Nemendur hafa val um hvenær þeir vinna heimanámið en ber að skila því í síðasta lagi 6 dögum eftir birtingu áætlunar. Lögð er áhersla á að það sé stígandi í heimanámi barnanna. Daglegt heimanám ætti ekki að taka lengri tíma en 20 mín á yngsta stigi og 30 mínútur á miðstigi nema ef um að ræða undirbúning fyrir próf. Fari tíminn fram úr hófi er rétt að hafa samband við umsjónarkennara barnsins.

Skólaárið 2009-2010 7

Page 8: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

Einnig ættu foreldrar að hafa samband ef óskað er eftir meiri heimavinnu. Nemendur sem fara úr kennslustundum í Tónlistarskólann eða fá leyfi til lengri tíma gætu þurft að vinna heima til að bæta það upp. Ekkert heimanám er í jóla-, páska- og vetrarfríum.

Á elsta stigi er heimavinna nauðsynlegur hluti af náminu. Það er æskilegt að nemendur fái tækifæri til að vinna í næði úr því sem lagt er inn í kennslustundum því allt nám byggist á þjálfun og endurtekningu. Nemendur þurfa auk þess að venjast því að nám er vinna og heimanám krefst þess að nemendur skipuleggi tíma sinn. Kennarar unglingastigs setja upplýsingar um heimavinnu inn á Mentor.

Foreldrar eru hvattir til að skapa börnum sínum góð skilyrði til heimanáms og brýna fyrir þeim mikilvægi þess að ljúka verkefnum á réttum tíma. Nánari upplýsingar um heimanám er að finna á heimasíðu skólans.

2.11. Námsbækur Bækur eru fengnar að láni hjá skólanum og ber að skila þeim í lok skólaárs. Tapi nemendur bókum þurfa þeir að bæta tjónið. Þetta á jafnt við um bækur til kennslu og bækur af skólasafni. Ef nemandi þarf að fá annað eintak greiðir hann fyrir það. Nemendur í framhaldsskólaáföngum fá einnig bækur til afnota hjá skólanum óski þeir þess.

2.12. Námsmat / samræmd prófÍ Grunnskóla Seltjarnarness er lögð áhersla á fjölbreytt námsmat. Að hausti er ljóst hvernig meta á vinnu nemenda. Nánari upplýsingar um námsmat er að finna í kennsluáætlunum hvers árgangs/hverrar námsgreinar á heimasíðu skólans. Í 4. og 7. bekk eru samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði. Þau eru haldin í september. Öllum nemendum er skylt að þreyta samræmdu könnunarprófin nema þeir njóti undanþágu frá próftöku. Í 10. bekk eru haldin samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku. Þessi próf eru einnig lögð fyrir í september. Upplýsingar um framkvæmd prófanna í 10. bekk er að finna á www.namsmat.is og á heimasíðu skólans um leið og þær berast.

2.13. FrímínúturKennarar og aðrir starfsmenn sjá um gæslu í frímínútum í Mýrarhúsaskóla. Deildarstjórar skipuleggja gæsluna og hafa eftirlit með henni. Skólaárið 2009-2010 eru frímínútur tvískiptar bæði á yngri stigum og á unglingstigi. Þetta skapar meira svigrúm á skólalóð, fækkar árekstrum og börnin njóta sín betur í leik.

2.14. Klæðnaður Mikilvægt er að nemendur séu klæddir í samræmi við veður. Gert er ráð fyrir að nemendur í 1.-6. bekk fari ævinlega út í frímínútum sé þess nokkur kostur. Því er brýnt að foreldrar fylgist með veðurspá og aðstoði börn sín við að velja hentugasta klæðnað hverju sinni. Þegar farið er í ferðir á vegum skólans er nauðsynlegt að huga sérstaklega vel að klæðnaði.Nauðsynlegt er að merkja allan fatnað nemenda sem og bækur þeirra og önnur gögn. Nemendum er heimilt að vera á inniskóm í skólanum.

Skólaárið 2009-2010 8

Page 9: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

2.15. Starfsdagar og vetrarleyfi Á starfsdögum er ekki kennt heldur vinna kennarar að sameiginlegum verkefnum, sitja námskeið, samráðsfundi o.s.frv. Á starfsdögum geta foreldrar nemenda í Skóla-skjóli óskað eftir vistun allan daginn gegn gjaldi. Vetrarleyfi verður í skólanum í lok október (sjá nánar á skóladagatali 2009-2010 á heimasíðu skólans). Þessa daga liggur allt skólastarf niðri og Skólaskjólið er lokað. Foreldrar eru hvattir til að kanna hvort vetrarleyfi skólans geti ekki fallið að fyrirhuguðum ferðalögum eða öðrum samverustundum fjölskyldunnar.

2.16. Óveður / hamfarirSkólinn er opinn og starfar alla daga samkvæmt skóladagatali nema Almannavarnir ríkisins aflýsi skólahaldi vegna aftakaveðurs eða annarra hamfara. Ef forráðamenn telja veður viðsjált er þeim heimilt að halda börnum sínum heima enda hvílir ábyrgðin fyrst og fremst á foreldrum og forráðamönnum. Slíkar fjarvistir skal tilkynna eins og önnur forföll.Ef óveður skellur á meðan nemendur eru í skólanum þurfa foreldrar að sækja börn sín eða tryggja þeim heimför í samráði við skólann. Skólinn sendir börn ekki heim í slíkum tilvikum án samráðs við foreldra.

Þegar óveður geisar getur orðið röskun á skólastarfi vegna erfiðleika starfsfólks við að komast til skóla, en skólinn verður alltaf opnaður og leitast við að sinna eðlilegu skólastarfi.

Reglur sem gilda í óveðri Skólahúsnæðið er opnað um leið og fyrsti starfsmaður mætir. Allar upplýsingar eru settar á heimasíðu skólans eins fljótt og unnt er. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna fjarvistir. Tölvupóstur er sendur til foreldra eins fljótt og auðið er t.d. ef þeir þurfa að ná

í nemendur að loknum skóladegi. Börn sem mæta í skólann eru þar á ábyrgð starfsmanna. Ætlast er til að foreldrar fylgi börnum sínum inn í skólann og sæki þau inn í

skólann í lok skóladags. Nemendur fá ekki leyfi til að hringja í foreldra sína og biðja um að vera sótt. Foreldrum er heimilt að sækja börn sín áður en skólatíma lýkur. Nemendur eru inni í frímínútum á ábyrgð starfsmanna. Skólaskjólið er opið samkvæmt auglýstum opnunartíma.

Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum á leið í og úr skóla. Það er því alfarið mat foreldra á veðri og mat þeirra á tilmælum sem kunna að birtast í fjölmiðlum (t.d. frá lögreglu) sem ræður því hvort þeir senda börn sín í skólann eða halda þeim heima.

Nánari upplýsingar um röskun á skólastarfi vegna óveðurs er að finna á heimasíðu skólans, á slóðinni http://grunnskoli.seltjarnarnes.is/foreldrar/vidbrogd-vid-ovedri/

Skólaárið 2009-2010 9

Page 10: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

2.17. ÁföllÍ skólanum er í gildi áfallaáætlun komi til alvarlegra áfalla í skólastarfinu, meðal nemenda skólans eða aðstandenda þeirra. Foreldrar/forráðamenn, aðrir aðstandendur eða starfsfólk er hvatt til að hafa samband við skólastjórnendur eða skrifstofu skólans þegar áfall dynur yfir. Nánari upplýsingar er að finna í kafla 18.7. þar sem fjallað er um hlutverk áfallaráðs.

2.18. Tryggingar skólabarna 2.18.1. Hvað er tryggt:Seltjarnarnesbær slysatryggir öll grunnskólabörn bæjarins. Tryggingin gildir þann tíma sem skólinn er starfræktur. Það á við um venjulegan skólatíma og annan starfstíma sem ákvarðaður er af stjórnendum.

Bætur vegna slyss sem skólabarn verður fyrir, hvernig sem slysið ber að, hver svo sem á sök á því og hvort það verður við nám eða leik eru greiddar ef slysið leiðir til:

- andláts- varanlegrar læknisfræðilegrar örorku- tannbrots

Tryggingin nær yfir slys sem skólabörn verða fyrir í eða við skóla, á leið milli heimilis og skóla og á ferðalögum innanlands á vegum skólans, hvert og í hvaða skyni sem farið er. Seltjarnarnesbær greiðir allan kostnað sem hlýst af ferð á slysadeild þurfi nemendur að fara þangað vegna slyss sem þeir verða fyrir í skólanum. Bætur vegna tannbrots ná yfir viðgerðir vegna tanna sem brotna eða laskast við slys.

2.18.2. Hvað er ekki tryggt:Skólinn ber ekki ábyrgð á skemmdum og tjóni sem nemendur valda á eigum hvers annars, s.s. fatnaði eða gleraugum.

2.19. SvefnForeldrar og forráðamenn eru minntir á mikilvægi þess að skólabörn fái nægan svefn og hvíld. Þreyta getur komið í veg fyrir að þau nýti kennslu eða sinni því starfi sem fer fram í skólanum.

Hæfilegur svefn er talinn vera: 5–8 ára börn 10–12 klst. á sólarhring 9–12 ára börn 10–11 klst. á sólarhring13–15 ára unglingar 9–10 klst. á sólarhring

Sá sem kemur seint heim fer seint að sofa. Skólinn er vinnustaður barnanna. Syfjaðir og þreyttir nemendur afkasta litlu og námsárangur þeirra verður slakari en ella.

2.20. Reglur um útivistÖll viljum við búa börnin okkar vel undir lífið og því er mikilvægt að þau venjist því frá unga aldri að samfélagið setur þegnum sínum ýmsar reglur. Samræmdar útivistarreglur eru settar til verndar börnum og unglingum.

12 ára og yngri

Skólaárið 2009-2010 10

Page 11: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri nema í fylgd með fullorðnum eftir kl. 20 á veturna og kl. 22 á sumrin.13 - 16 áraUnglingar 13 - 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 á veturna nema þeir séu á heimleið frá skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Útivistartíminn lengist um tvær stundir á sumrin.

Við berum ábyrgð á uppeldi og velferð barna og reynum að haga uppeldi þannig að börnin verði ekki fyrir áföllum. Útivistarreglur, eins og umferðarreglur, þarf að virða .

2.21. Að bjóða í afmæliEf nemendur afhenda boðskort í skólanum verða þeir að bjóða annaðhvort öllum bekknum eða öllum strákum/stelpum. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að einn eða tveir nemendur séu skildir út undan.

2.22. MyndatakaÁ hverju vori eru teknar bekkjarmyndir af nemendum í 1., 6. og 10. bekk og gefst foreldrum kostur á að kaupa myndirnar.

2.23. ÓskilamunirNauðsynlegt er að föt nemenda og skóladót sé merkt.

Óskilamunir eru geymdir hjá húsverði. Smáhluti er farið með til ritara. Nemendur og foreldrar eru hvattir til að hafa samband eða koma ef eitthvað hefur týnst. Auglýsingar um tapað/fundið eru á heimasíðu skólans.

2.24. RýmingaráætlunRýmingaráætlun er á heimasíðu skólans. Rýmingaræfing er haldin í skólanum einu sinni á ári til að þjálfa nemendur og starfsfólk skólans í að bregðast rétt við vá af völdum bruna, jarðskjálfta eða annarra hamfara sem krefjast þess að skólahúsið sé rýmt með skipulögðum hætti á stuttum tíma.

2.25. Heimasíða skólans Það er metnaðarmál skólans að hafa upplýsingar um skólann aðgengilegar foreldrum og öðrum áhugasömum. Góðar ábendingar frá notendum varðandi heimasíðu skólans eru vel þegnar.

Skólaárið 2009-2010 11

Page 12: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

III Starfsfólk

3.1. Stjórnendur Viðtalstímar eftir samkomulagi.

Skólastjóri Guðlaug Sturlaugsdóttir [email protected]ðstoðarskólastjóri Ólína Elín Thoroddsen [email protected]ðstoðarskólastjóri Helga Kristín Gunnarsdóttir [email protected]órar: Sérkennslu Edda Óskarsdóttir [email protected] og miðstigs Fjóla Höskuldsdóttir [email protected]érstakra verkefnaVerkefnastjóri í tölvu- og upplýsingamálum

Svala BaldursdóttirLaufey Alda SigvaldadóttirMargrét Sigurgeirsdóttir

[email protected] [email protected]@ seltjarnarnes.is

Forstöðukona skólaskjóls

Rut Bjarna [email protected]

3.2 Náms- og starfsráðgjafarViðtalstímar eftir samkomulagi.

Kristín Sverrisdóttir Rannveig Óladóttir

Námsráðgjafi – yngsta og miðstigNámsráðgjafi – unglingastig

3.3 Starfsfólk og viðtalstímar

Yngsta stig umsjónarhópur/námsgreinar viðtalstími: Helena GunnarsdóttirFanney RúnarsdóttirIngibjörg GísladóttirKristín Lárusdóttir

1. A1.-B1.-C2.-A

mið. 12:0012:40mán. 10:10-10:50þri. 10:10-10:50þri. 8:50-9:30

Sigurborg I. Jónsdóttir 2. B mið. 8:50-9:30Margrét Kristín Jónsdóttir 3. A mið. 8:50-9:30Olga Bergljót Þorleifsdóttir 3. B mið. 8:50-9:30Ingibjörg Ó. Þorvaldsdóttir 3. C mið. 8:50-9:30

Miðstig Fríða SigurðardóttirGuðfinna U. GunnarsdóttirHanna Guðný OttósdóttirLára B. Þórðardóttir

4.-A4.-B4.-C5 .A

fim. 12:00-12:40mán.10:40.-11:20mið. 10:40-11:20þri. 10:40-11:20

Soffía Frímannsdóttir 5. B þri. 11:20-12:00Arndís María Erlingsdóttir 5. C mán. 10:40-11:20Edda Rún Knútdóttir 6. A fös. 10:40-11:20Árni Árnason 6. B mán. 9:40-10:20Kristjana Hrafnsdóttir 6. C þri. 9:40-10:20

List-og verkgreinakennarar yngsta- og miðstigs

Skólaárið 2009-2010 12

Page 13: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

Atli Sveinn Jónsson íþróttir þri. 9:50-10:30Ásgeir Sigurvaldason leiklist, enska mán. 12:50-13:30Hjördís I. Ólafsdóttir myndlist mán. 9:30-10:10Inga Björg Stefánsdóttir tónmennt mán. 9:00-9:40Kolfinna M. Ásgeirsdóttir tæknimennt mán. 11:20-12:00Mínerva Alfreðsdóttir íþróttir þri. 12:00-12:40Sigrún L. Baldvinsdóttir textíl mán. 9:30-10:10Ásdís Jóna ArnkelsdóttirRúna Gísladóttir

heimilisfræðimyndlist, lestur

fim. 12:00-12:40þri. 9:30-10:10

Stoðþjónusta yngsta- og miðstigsBorghildur Hertivig stuðningsfulltrúi eftir samkomulagiBrynja Bragadóttir stuðningsfulltrúi eftir samkomulagiEdda Óskarsdóttir deildarstjóri á öllum skólastigum eftir samkomulagiHalldóra Jóhannesdóttir stuðningsfulltrúi eftir samkomulagiHildur Aðalsteinsdóttir leikskólasérkennari eftir samkomulagiHildur Halldórsdóttir sérkennari eftir samkomulagiKristjana Arnardóttir þroskaþjálfi eftir samkomulagiLaufey Hafsteinsdóttir þroskaþjálfi eftir samkomulagiRannveig Thjell stuðningsfulltrúi eftir samkomulagiSjöfn Þráinsdóttir sérkennari eftir samkomulagiSteinunn Sigurþórsdóttir sérkennari eftir samkomulagiValborg BirgisdóttirGuðjón Ingi Eiríksson

sérkennarikennari

eftir samkomulagimánud. 9:40-10:20

Starfsfólk í SkólaskjóliRut Bjarna forstöðumaður eftir samkomulagiRannveig ThjellAlesandra K. LitakerAnna Bergljót Gunnarsdóttir.Aron SteinþórssonBerglind B. Sveinbjörnsdóttir.Elín ÞorvaldsdóttirKristjana Halldórsdóttir.Sigríður Gyða Héðinsdóttir.Sunna María Helgadóttir.Þórunn Guðjónsdóttir.

Annað starfsfólk MýrarhúsaskólaAuður Hjaltadóttir starfsm. eldhússCarla Magnússon starfsm. eldhúss Helga Pálmadóttir starfsm. eldhúss Ingibjörg IngadóttirHafsteinn Jónsson

bókasafnsfræðingurhúsvörður

eftir samkomulagieftir samkomulagi

Ingunn H. Þorláksdóttir ritariJóhannes Már Gunnarsson matreiðslumeistari eftir samkomulagiLaufey Björnsdóttir ritariMariola Zalech starfsm. eldhúss Steinunn Jónsdóttir starfsm. eldhúss

Unglingastig Umsjónarhópur/námsgreinarAnna Birna Jóhannesdóttir 7ABJ íslenska, samfélagsfr.,

trúarbragðafr.mið. 8:50-9:30

Anna Guðrún Júlíusdóttir nýbúakennsla eftir samkomulagiÁsgeir Sigurvaldason framsögn, leiklist mán. 12:50-13:30

Skólaárið 2009-2010 13

Page 14: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

Ásta VilhjálmsdóttirÁstrún Firðbjörnsdóttir

8.ÁV saumar, samfélagsfr.spænska

mán. 8:55-9:35eftir samkomulagi

Brynhildur Ásgeirsdóttir 9.BÁ enska mið. 9:40-10:20Brynja Dagmar Matthíasdóttir 10.BDM stærðfræði fös. 9:40-10:20Einar Þorbergsson enska fös. 9:00-9:40Erla Lárusdóttir 7.EL danska, þýska þri. 10:30-11:10Gunnar Martin Úlfsson tæknimennt, málmsmíði eftir samkomulagiHanna Dóra Birgisdóttir 8.HDB stærðfræði, Helga Kristrún Hjálmarsdóttir 9.HKH náttúrufræði, lífsleikni mán. 10:30-11:10Hulda Biering 10.HB enska, samfélagsfr.,

heimilisfræði.fim. 10:30-11:10

Inga Björg Stefánsdóttir 7. bek tónmennt mán. 9:00-9:40Kirtsten Lybæk VangsgaardKolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir

8.KLV danska,samfélagsfr.tæknimennt

þri. 8:10-8:50mán. 11:20-12:00

Kolbrún Þormóðsdóttir samfélagsfr. þri. 13:15-13:55María S. Gunnarsdóttir franska eftir samkomulagiMetta Helgadóttir íþróttir mán. 9:10-9:50Móeiður Gunnlaugsdóttir myndmennt þri. 13:15-13:55Gunnlaugur V. Guðmundsson félagsmálafræði eftir samkomulagiÓlöf Guðfinna Siemsen 9.ÓGS íslenska þri. 8:55-9:35Rakel María Óskarsdóttir 8.RMÓ íslenska, lestur mið. 8:55-9:35Sigrún Jóhannsdóttir 7.SJ stærðfræði þri. 9:55-10:35Steinunn Pálsdóttir heimilisfræði fim. 12:30-13:10Valgerður Johnsen náttúrufræði þri. 9:35-10:15Þórunn Halldóra MatthíasdóttirÞuríður Þorláksdóttir

10.ÞHM íslenskatæknimennt

mán. 10:35 - 11:15

Örn Arnarson íþróttir mán. 9:10-9:50

Stoðþjónusta unglingastigsÁslaug Ármannsdóttir sérkennari eftir samkomulagiEdda Óskarsdóttir deildarstjóri á öllum skólastigum eftir samkomulagiÓlafur Ólafsson Aron Steinþórsson Ásta SigvaldadóttirKristín Fenger

sérkennari stuðningsfulltrúistuðningsfulltrúistuðningsfulltrúi

eftir samkomulagieftir samkomulagieftir samkomulagieftir samkomulagi

Auk þeirra sem hér eru nefndir sinna greinakennarar einnig sérkennslu. Nánari upplýsingar má nálgast hjá deildarstjóra sérkennslu. Annað starfsfólk ValhúsaskólaElísa Þorsteinsdóttir matráðskona Gígja KarlsdóttirHuyen Thanh Thi Nguyen

skólaliðiskólaliði

J. Dagbjört JónsdóttirKristbjörg Sigurðardóttir

skólaliðiskólaliði

María S. GunnarsdóttirÞorvaldur Hreinn Skaftason

bókasafns- og upplýsingafræðingurhúsvörður

eftir samkomulagieftir samkomulagi

Otti KristinssonMagdalena Axelsdóttir

starfsm. eldhússstarfsm. eldhúss

Sladiana RadinowicYen My Tran

starfsm. eldhúss skólaliði

ÖryggistrúnaðarmennGunnar Martin Úlfsson ValhúsaskólaHafsteinn Jónsson MýrarhúsaskólaKolfinna M. Ásgeirsdóttir MýrarhúsaskólaÞorvaldur Hreinn Skaftason Valhúsaskóla

Trúnaðarmaður starfsfólks

Skólaárið 2009-2010 14

Page 15: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

Halldóra Jóhannesdóttir

Trúnaðarmenn kennaraAtli Sveinn JónssonHanna Dóra Birgisdóttir

Til vara: Kristjana HrafnsdóttirTil vara: Brynja Dagmar Matthíasdóttir

3.4. Hlutverk umsjónarkennaraÍ lögum um grunnskóla (nr. 91/2008) er kveðið á um hlutverk umsjónarkennara í 13. grein. Þar stendur:

Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila.

3.5. Símenntunaráætlun starfsfólks Upplýsingar um símenntunaráætlun starfsfólks er að finna á heimasíðu skólans.

3.6. Þagnarskylda og siðareglur kennaraUm þagnarskyldu starfsfólks í grunnskólum er fjallað í lögum nr. 91/2008 en þar stendur m.a. í 12. grein:

Starfsfólk grunnskóla skal rækja starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi. Það skal gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki. Starfsfólk grunnskóla skal gæta fyllstu þagmælsku um hagi barna og foreldra þeirra, sem það fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna og eðli máls. Þagnarskylda helst þótt viðkomandi láti af störfum. Þagnarskylda starfsfólks grunnskóla nær ekki til atvika sem ber að tilkynna um lögum samkvæmt. Skal skólastjóri brýna skyldur þessar fyrir starfsfólki og sérstaklega tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum.

Kennarasamband Íslands hefur skráð siðareglur kennara. Þær eru settar til að efla fagmennsku kennara og styrkja fagvitund þeirra. Siðareglurnar eru kennurum til leiðbeiningar í starfi.Siðareglurnar er að finna á heimasíðu skólans http://grunnskoli.seltjarnarnes.is/skolinn/sidareglur-kennara/

Skólaárið 2009-2010 15

Page 16: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

IV Mötuneyti og nesti

4.1. Almennar upplýsingar og áherslur varðandi næringuÍ skólanum er boðið upp á heitan mat í hádeginu. Maturinn er eldaður í eldhúsi Mýrarhúsaskóla. Þar er eldað fyrir nemendur og starfsfólk skólanna, leikskólanna og starfsfólk bæjarins. Í mötuneytinu er lögð áhersla á að fara að lögum um grunnskóla svo og ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni. Í 23. grein grunnskólalaga segir:

Í grunnskóla skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinber manneldismarkmið. Sveitarfélögum er heimilt að taka gjald fyrir skólamáltíðir samkvæmt sérstakri gjaldskrá sem þau setja. Gjaldskrárákvarðanir samkvæmt þessari grein eru kæranlegar eftir fyrirmælum 47. gr.

Lögð er áhersla á að fylgja leiðbeiningum Lýðheilsustöðvar sem leggur áherslu á eftirfarandi þætti (manneldismarkmið):

Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldriHöfum fjölbreytnina í fyrirrúmi

grænmeti og ávextir daglega fiskur - helst tvisvar í viku eða oftar gróf brauð og annar kornmatur fituminni mjólkurvörur salt í hófi lýsi eða annar D-vítamíngjafi vatn er besti svaladrykkurinn

Hugum að þyngdinni borðum hæfilega mikið hreyfum okkur rösklega, a.m.k. 30-60 mínútur á dag (http://www.lydheilsustod.is/media/manneldi/utgefid//mataraedi-lowres.pdf)

(http://www.lydheilsustod.is/media/lydheilsa//NM30399_hreyfiradleggingar_baeklingur_lores_net.pdf)

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Lýðheilsustöðvar: www.lydheilsustod.is Í mötuneytinu er lögð áhersla á að nánast allar vörur séu án litarefna, rotvarnarefna og msg. Mjög sjaldan er boðið upp á ,,unnar matvörur" t.d. pylsur. Til upplýsingar viljum við leggja áherslu á að allar bollur, búðingar og buff eru úr hakki en ekki ,,farsi”, eins og er t.d. í pylsum. Stefna mötuneytisins er að hafa hollan og fjölbreyttan mat og úrval af grænmeti og ávöxtum er ávallt í boði. Unglingar eru oft þurftarmiklir, sérstaklega drengir, og því geta nemendur í unglingadeild fengið jógurt með mat. Óski foreldrar frekari upplýsinga eru þeir hvattir til að hafa samband við Jóhannes Má Gunnarsson, matreiðslumeistara.

4.2. Áskrift og matseðill Mataráskrift á haustönn gildir frá skólabyrjun. Ekki er hægt að kaupa einstakar máltíðir. Verð fyrir hverja máltíð er kr. 244 (verð birt með fyrirvara um breytingar). Greitt er með boðgreiðslum Visa/Mastercard eða greiðsluseðli. Mataráskrift er greidd fyrirfram fyrir einn mánuð í senn að því undanskildu að greitt er fyrir ágúst og september í lok ágúst og fyrir júní og maí í byrjun maí eða lok apríl. Segja þarf mataráskrift upp fyrir 15. hvers mánaðarog tekur uppsögn gildi við næstu mánaðamót. Skráning fer fram í gegnum rafrænt Seltjarnarnes á heimasíðu Seltjarnarness, www.seltjarnarnes.is

Skólaárið 2009-2010 16

Page 17: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

Nýir áskrifendur geta aftur á móti bæst við hvenær sem er. Allir nemendur borða í matsal skólans hvort sem þeir kaupa mat í mötuneyti skólans eða koma með nesti að heiman. Matseðill skólans tekur mið af matseðli sem samþykktur hefur verið af Manneldisráði og er hann gefinn út fyrir fjórar vikur í senn. Boðið er upp á mjólk og vatn í hádeginu. Hægt er að nálgast matseðilinn á vefsíðu skólans: http://grunnskoli.seltjarnarnes.is/skolinn/motuneyti-/matsedill/

4.3. Morgunnesti - ávaxtastund Ekki þarf að fjölyrða um gildi hollrar og góðrar næringar fyrir líðan barna og árangur þeirra í skólanum. Staðgóður morgunverður, áður en nemendur koma í skólann, er forsenda þess að þeir geti einbeitt sér og notið skólastarfsins. Nemendur á yngsta stigi og miðstigi snæða morgunnesti í kennslustofum. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að seldja ávexti í áskrift, 60 kr. hver skammtur. Komið er með ávextina í stofurnar til nemenda í nestistíma. Til upplýsingar fyrir foreldra þá stendur m.a. í handbók Lýðheilsustöðvar fyrir skólamötuneyti:

[Það er] eðlilegt að reikna með að börnin borði morgunmat áður en þau koma í skólann. Þá ætti að nægja að börnin fái ávöxt og léttmjólk eða vatn í nestistíma um miðjan morgun. Matarmikið nesti getur minnkað matarlystina í hádeginu eða stuðlað að ofeldi.

http://www.lydheilsustod.is/media/manneldi/fraedsla/Handbok_skolamotuneyti.pdf

Nemendur 7.-10. bekkjar neyta morgunhressingar í matsal. Þar er borinn fram hafragrautur í boði skólans en annars er mælt með því að að nemendur komi með ávexti og grænmeti í nesti. Þeir sem þurfa meiri næringu geta keypt sér brauðmeti, ávaxtasafa, skyr, jógúrt og mjólk.

4.4. Skipulag í matsal hjá 1. – 6. bekkNemendum í 1.–6. bekk er úthlutað föstu sæti í matsal í byrjun skólaárs. Umsjónarkennarar í 1.-3. bekk eru í matsal og bera ábyrgð á sínum bekk á meðan matast er. Þeir sjá til þess að nemendur fari út í frímínútur að matartíma loknum. Gert er ráð fyrir að 2-3 kennarar séu til aðstoðar í matsal með nemendum af miðstigi, en einnig eru valdir 2 umsjónarmenn úr hópi nemenda í mötuneyti í eina til tvær vikur í senn. Í hverjum bekk eru tveir umsjónarmenn samtímis. Annar umsjónarmaðurinn (þ.e. einn úr hverjum bekk) fer í matsalinn 5-10 mínútum áður en matartími hefst og leggur á borð en hinn þurrkar af borðum að máltíð lokinni. Kennari skipuleggur hvernig umsjónarmenn skipta með sér verkum. Starfsfólk mötuneytis leiðbeinir umsjónarmönnum.

4.5. Skipulag í matsal hjá 7. – 10. bekkÁ unglingastigi aðstoða nemendur við frágang í matsal í hádegi. Nemendur fá laun fyrir þessa vinnu en launin safnast í einn sjóð sem notaður er sem greiðsla upp í vorferð árgangsins (Þórsmerkurferð). Nemendur 10. bekkjar koma að skipulagi vinnunnar.

V Skólareglur

Skólaárið 2009-2010 17

Page 18: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

5.1. Uppbyggingarstefnan Í skólanum er unnið í anda Uppbyggingar (Restitution), sem einnig gengur undir nafninu Uppeldi til ábyrgðar. Um er að ræða mannúðarstefnu sem leggur áherslu á að kenna sjálfstjórn og ýtir undir hæfni til að bera ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Mikilvægur þáttur í uppbyggingu er að öllum sé ljóst hvert sé hlutverk þeirra og lífsgildi. Virðing er leiðarljós í samskiptum. Í tengslum við innleiðingu stefnunnar hafa skólareglur verið endurskoðaðar.

5.2. SkólareglurSkólareglur og viðurlög við brotum á þeim eru samin með hliðsjón af lögum um grunnskóla nr. 91/2008 en þar segir í upphafi 14. greinar.

Nemendur bera ábyrgð á eigin námi og á framkomu sinni og samskiptum með hliðsjón af aldri og þroska. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunn-skóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.

Skólareglurnar byggja á því grundvallarsjónarmiði að nemendur séu komnir í skólann til þess að læra í friði, sátt og samlyndi við aðra. Skólareglur Grunnskóla Seltjarnarness gilda hvar sem nemendur eru á vegum skólans.

5.3. Yngsta stig og miðstig (1. – 6. bekkur)Almennar reglur

Tölum af kurteisi Berum ábyrgð á eigum okkar og skóladóti Sinnum hlutverki okkar

Skýr mörkSkýr mörk eru grundvallarreglur um óásættanlega hegðun.Þegar nemandi fer yfir skýru mörkin er brugðist við. Oftast er nemandi fjarlægður úr hópnum og í kjölfarið er rætt við hann. Nemandinn er aðstoðaður við að gera áætlun um hvernig hann geti mætt þörfum sínum án þess að ógna öryggi sínu eða annarra og hvernig læra megi af mistökum og byggja upp innri styrk.

Í skólanum eigum við aldrei að: beita andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi beita ógnunum, ögrunum eða hótunum mismuna á nokkurn hátt (t.d. vegna uppruna, litarháttar eða trúar)

Húsreglur Mýrarhúsaskóla

Vinnusemi, virðing og vinsemd skapar vellíðan í skólanum okkar.

Í skólanum okkar stundum við námið af samviskusemi og mætum stundvíslega

Skólaárið 2009-2010 18

Page 19: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

sýnum við hvert öðru kurteisi og virðum vinnufrið í kennslustundum förum við vel með eigur okkar og annarra

Í skólanum okkar geymum við yfirhafnir á snögum og útiskó í skóhillum virðum við reglur um notkun farsíma, I-poda, hjóla og annarra tækja á

skólatíma komum við með hollt nesti förum við út í frímínútur og leikum okkur á skólalóð göngum við vel um húsnæði, búnað og tæki

5.4. Unglingastig (7. – 10. bekkur)

Við komum fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

Almennar reglur Við sinnum náminu. Við erum kurteis og berum virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Við berum ábyrgð á sjálfum okkur, eigum okkar og skólans.

Skýr mörkSkýr mörk eru grundvallarreglur um óásættanlega hegðun.Þegar nemandi fer yfir skýru mörkin er brugðist við. Oftast er nemandi fjarlægður úr hópnum og í kjölfarið er rætt við hann. Nemandinn er aðstoðaður við að gera áætlun um hvernig hann geti mætt þörfum sínum án þess að ógna öryggi sínu eða annarra og hvernig læra megi af mistökum og byggja upp innri styrk.

Í skólanum eigum við aldrei að ögra eða sýna andlegt- og/eða likamlegt ofbeldi koma með eða beita bareflum/vopnum eða eldfærum neyta tóbaks, áfengis eða fíkniefna

Húsreglur Valhúsaskóla

Vinnusemi, virðing og vinsemd skapar vellíðan í Valhúsaskóla.

Í skólanum okkar stundum við námið af samviskusemi og mætum stundvíslega með öll gögn og

áhöld sem til er ætlast virðum við vinnufrið í kennslustundum og sýnum hvert öðru kurteisi og

hjálpsemi

Í skólanum okkar göngum við vel um húsnæði, búnað og tæki geymum við yfirhafnir og útiskó í fatageymslu eða skápum virðum við að notkun farsíma og annarra tækja er bönnuð í kennslustundum borðum við og drekkum, eingöngu í mötuneyti

Athugið að skólinn ber ekki ábyrgð á verðmætum nemenda.

Skólaárið 2009-2010 19

Page 20: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

5.5. Skólasóknareinkunn í 7. – 10. bekkSamkvæmt eftirfarandi reglum er gefin skólasóknareinkunn. Hún er birt á vitnisburðarblaði nemenda eins og aðrar einkunnir.Of seint í 1. kennslustund að morgni 1 stig Of seint í aðrar kennslustundir 2 stig Fjarvist án leyfis í 1. kennslustund 2 stig Fjarvist úr öðrum kennslustundum án leyfis 4 stig Stig Einkunn Stig Einkunn0 10 31 54 9,5 34 4,57 9 37 410 8,5 40 3,513 8 43 316 7,5 46 2,519 7 49 222 6,5 52 1,525 6 54 128 5,5

Á tveggja vikna fresti birta umsjónarkennarar nemendum sínum stöðu þeirra þannig að hver og einn geti fylgst nákvæmlega með skólasóknareinkunn sinni.

Þegar nemandi hefur fengið 10 punkta hefur umsjónarkennari samband við forráðamann viðkomandi.

Þegar nemandi hefur fengið 30 punkta vísar umsjónarkennari málum hans til skólastjórnar Valhúsaskóla, samanber ferilblað.

Afleit skólasókn getur kostað nemanda tímabundna brottvísun úr skóla enda verður málum viðkomandi vísað til skólanefndar Seltjarnarness.

Nemandi getur sótt um hækkun skólasóknareinkunnar einu sinni á önn, fjórar vikur í senn. Skólasóknareinkunn hækkar þá um 0,5 fyrir hverja viku sem skólasókn er óaðfinnanleg en um leið og nemandi fær punkt, á þessu fjögurra vikna afskriftartímabili, er afskriftum lokið fyrir fullt og allt.

Tímabil afskrifta á haustönn: 7. nóv.- 2. des. Tímabil afskrifta á vorönn: 20. mars - 28. apríl Nemandi sem fær 10 í skólasóknareinkunn, án afskrifta, á hvorri önn þ.e.

haustönn og vorönn fær viðurkenningarskjal frá skólayfirvöldum við annarlok.

5.6. Farsímar og önnur tæki Öll notkun farsíma í kennslustundum er bönnuð. Valdi farsími nemanda truflun

í kennslustund er síminn tekinn og geymdur á skrifstofu skólans. Sömu reglur gilda um I-pod, geislaspilara eða sambærileg tæki.

Skólinn áskilur sér rétt til að geyma ofangreind tæki hjá skólastjórnendum þar til skóladegi lýkur. Við endurtekin brot eru þau eingöngu afhent foreldrum.Foreldrar eru beðnir um að koma skilaboðum til nemenda á skólatíma í gegnum skrifstofu skólans.

Skólaárið 2009-2010 20

Page 21: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

5.7. Til foreldra og nemenda vegna skólareglna Umsjónarkennarar kynna skólareglur fyrir nemendum og forráðamönnum þeirra. Foreldrar eru beðnir um að ræða reglurnar við börn sín svo og mikilvægi þess að þeim sé fylgt.Minnt skal á að skólinn ber ekki ábyrgð á verðmætum nemenda.

5.8. Viðbrögð skólans við brotum á skólareglum Viðbrögð skólans ef hegðun nemenda reynist verulega áfátt eru byggð á 14. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008.

Kennari leitar orsaka fyrir hegðun nemandans og reynir að leita leiða til úrbóta með viðtölum við nemandann og foreldra hans.

Verði ekki breyting til batnaðar, þrátt fyrir viðtöl, skal kennari leita til skólastjóra og sérfróðra ráðgjafa skólans, s.s. deildarstjóra sérkennslu eða sálfræðings, sem leita leiða til úrbóta eftir atvikum að teknu tilliti til hlutverks barnaverndaryfirvalda.

Meðan mál er óútkljáð getur skólastjóri vísað nemanda úr skóla um stundarsakir eða ótímabundið, enda tilkynni hann foreldrum nemanda og skólanefnd þá ákvörðun tafarlaust.

5.9. Viðbrögð við neyslu vímuefna á skólatíma Verði nemandi uppvís af því að reykja á lóð skólans eru foreldrar látnir vita. Verði nemandi uppvís að því að neyta áfengis eða annarra vímuefna á

skólatíma er umsvifalaust haft samband við foreldra og þeir fengnir til að sækja nemandann í skólann. Góð samvinna er milli skólans og félagsmálayfirvalda og ef þurfa þykir vísar skólinn slíkum málum til unglingafulltrúa og/eða forvarnarfulltrúa bæjarins.

Verði nemandi uppvís að vímuefnaneyslu í ferð á vegum skólans er hann umsvifalaust sendur heim á kostnað foreldra eða foreldrar fengnir til að sækja barn sitt.

Verði nemandi uppvís að vímuefnaneyslu á skólaskemmtun er haft samband við foreldra og þeir fengnir til að sækja barn sitt. Slíkt brot getur haft áhrif á rétt viðkomandi einstaklings til að sækja skólaskemmtanir .

5.10. Ítrekun vegna alvarlegra brota Ef nemandi gerist sekur um alvarleg eða endurtekin brot á skólareglum er heimilt að vísa honum tímabundið úr skóla meðan leitað er úrlausna á málum hans enda verði foreldrum / forráðamönnum og fræðsluyfirvöldum tilkynnt tafarlaust um ákvörðun skólayfirvalda.Starfsmönnum skóla er óheimilt að neyta aflsmunar nema nauðsyn krefji til að stöðva ofbeldi eða til að koma í veg fyrir að nemandi valdi sjálfum sér eða öðrum skaða eða eignatjóni. Í tilvikum sem þessum skal ávallt greina forráðamönnum tafarlaust frá málavöxtum.Nemendur eru ábyrgir fyrir því tjóni sem þeir kunna að valda á eigum skóla, starfsfólks eða skólafélaga sinna.

Skólaárið 2009-2010 21

Page 22: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

VI Skólaskjólið

6.1. Almennt um skólaskjól og innritun

Skólaskjól er dagvist fyrir nemendur í 1.-4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Skólaskjólið opnar kl. 13:20 daglega á starfstíma skóla og lokar kl 17:15.Forráðmenn innrita börn sín í síðasta lagi í maímánuði fyrir komandi skólaár. Innritun er rafræn og fer fram á vef Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.isVelja þarf upphafstíma og lokatíma fyrir alla daga. Allar breytingar sem gerðar eru eftir innritun skal tilkynna til forstöðumanns Skólaskjóls. Breytingar þarf að gera fyrir 10. dag mánaðar og taka þær gildi frá næstu mánaðamótum. Staðfesting á innritun berst foreldrum í ágúst.

6.2. Mánaðargjald, viðverutími og hressingÞrír flokkar mánaðargjalds eru í boði: Fyrir allt að 20 tíma á mánuði eru greiddar kr. 5.814, fyrir allt að 40 tíma á mánuði eru greiddar kr. 8.934 og fyrir meira en 40 stundir á mánuði eru greiddar kr. 13.094. Ef nýtt er þjónusta kl. 8:00–13:30 á foreldradögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það kr. 988 á dag. Á ofangreindum dögum geta börnin eftir sem áður dvalið í skólaskjólinu frá kl. 13:20-17.15. Skólaskjólið er lokað í sumar- og vetrarleyfum og einnig á einum starfsdegi á haustönn og einum á vorönn. Hægt er að kaupa síðdegishressingu í Skólaskjóli fyrir kr.936 á mánuði vegna 20 tíma, kr.1.560 á mánuði fyrir 40 tíma og kr. 2.800 á mánuði fyrir meira en 40 stundir. Sæki nemandi tómstundir utan Skólaskjóls á dvalartíma, þ.e. ef nemandi fer og kemur aftur er rukkað fyrir þann tíma sem nemandi er fjarverandi. Gjaldskrá þessi er óbreytt frá 1. ágúst 2008. Ef breyting verður á gjaldskrá verður það tilkynnt greiðanda með minnst mánaðar fyrirvara. Umsókn gildir eitt skólaár í senn (ágúst-júní). Ef þjónustu er sagt upp skal það gert fyrir 10. hvers mánaðar og tekur uppsögnin gildi um næstu mánaðamót. Þjónustu er sagt upp hjá forstöðumanni.

6.3. Starfsemi SkólaskjólsÍ Skólaskjólinu er leitast við að skapa heimilislegt andrúmsloft þar sem börnin fást við ýmiss konar þroskandi störf, taka þátt í leikjum úti og inni og fá aðstoð við heimanám. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna heimilisfræði, handmennt, myndlist og skákkennslu. Hópar nemenda úr Skólaskjólinu fara einnig vikulega í kirkjustarf.Í Skólaskjóli býðs nemendum að taka þátt í fjölbreyttu tómstundastarfi, s.s. hreyfingu, gönguferðum, lestri bóka, tölvuleikjum, sögustundum og föndri.Áhersla er lögð á að börnin fari í útivist á hverjum degi undir eftirliti starfsmanna. Mikilvægt er að börnin séu ávallt klædd með tilliti til veðurs svo þeim líði vel og njóti þess að vera úti. Nauðsynlegt er að barn komi með skrifleg skilaboð ef það hefur verið veikt og má ekki fara út. Það getur þó aldrei orðið meira en einn dagur. Starfsemi Skólaskjóls byggir á eftirfarandi markmiðum:

Skólaárið 2009-2010 22

Page 23: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

að skapa börnunum hlýlegt, öruggt og notalegt umhverfi að börnin geti notið sín í leik og starfi að börnin rækti margvíslega hæfileika sína í tómstundunum að börnin læri að bera virðingu fyrir félögum sínum og sýni hvert öðru kurteisi

og tillitssemi í hvívetna að börnin læri að ganga vel um þá hluti sem þau hafa aðgang að

Í Skólaskjóli gilda sömu umgengnisreglur og í skólanum. Lögð er áhersla á að vinnufriður ríki þannig að hver og einn fái notið næðis við leik og störf. Starfsfólk Skólaskjóls leggur áherslu á góð samskipti við heimilin. Foreldrar eru ávallt velkomnir í heimsókn. Ef upp koma vandamál er varða líðan barnanna eða framkomu er haft samband við foreldra.

6.4. Frídagar/ veikindi Ef barn er veikt eða á frídag er nauðsynlegt að foreldrar tilkynni það til

forstöðumanns Skólaskjóls eða til ritara skólans. Það er ekki nóg að senda tölvupóst samdægurs.

Ef barn skilar sér ekki í Skólaskjólið er haft samband heim. Mikilvægt er að foreldrar séu búnir að skipuleggja fyrirkomulag dagsins með börnunum áður en lagt er af stað í skólann og tilkynna ef heimferðartími er annar en vanalega.

Áríðandi er að foreldrar virði dvalartíma barna sinna, það stuðlar að betra skipulagi á uppeldisstarfi og vinnutíma starfsfólks.

Skólaárið 2009-2010 23

Page 24: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

VII Bókasafn Við Grunnskóla Seltjarnarness eru starfrækt tvö skólasöfn sem eru í samvinnu við Bókasafn Seltjarnarness á Eiðistorgi.

7.1. Skólasafnið í MýrarhúsaskólaSkólasafnið er upplýsingamiðstöð skólans bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Starfsemi safnsins fer að mestu leyti fram í samstarfi við kennara. Unnið er í stórum sem smáum hópum að verkefnum sem bókasafnsfræðingur og kennarar skipuleggja í sameiningu. Eldri nemendur koma ýmist í heimildaleit eða verkefnavinnu. Reynt er að gera nemendur færa um að afla sér upplýsinga á sjálfstæðan og fjölbreyttan hátt. Samhliða læra þeir að meta upplýsingarnar og vinna úr þeim. Yngri nemendur koma fyrst og fremst til þess að kynnast safninu og læra að umgangast það. Einnig koma allir reglulega til að fá lánaðar bækur til aflestrar í stofum eða heima. Opið er fyrir útlán á skólatíma. Bókasafns- og upplýsingafræðingur er Ingibjörg Ingadóttir [email protected]

7.2. Skólasafnið í ValhúsaskólaSkólasafnið er vinnustaður og upplýsingamiðstöð. Vinna á safninu miðar að því að þjálfa upplýsingalæsi nemenda, þ.e. bók- og tölvulæsi, og leggja grunn að sjálf-stæðum vinnubrögðum í námi.Skólasafn Valhúsaskóla er á miðri efri hæð skólans, bjart og glæsilegt. Sæti eru fyrir 64 nemendur við borð og í lesbásum. Hluti búnaðar er á hjólum svo hægt er að breyta uppröðun og nýtingu, m.a. má breyta safninu í fyrirlestrarsal. Í samliggjandi tölvuveri bókasafns hafa nemendur aðgang að 14 tölvum til ýmiss konar upplýsingaöflunar og heimildarvinnu. SafnkosturSafnkostur er um 7000 eintök, bækur og nýsigögn, s.s. hljóðbækur, geisladiskar o.fl.StarfsemiStarfsemi skólasafns tekur mið af skólanámskrá og mótast af óskum kennara um samstarf og kennsluhætti. Náin samvinna kennara og bókasafnsfræðings um vinnu nemenda er forsenda þess að safnið nýtist. Dæmi um notkun skólasafns:

Heilir bekkir í fylgd kennara í ýmiss konar verkefnavinnu. Hluti bekkjar vinnur verkefni á safni meðan aðrir eru í stofu hjá kennara. Nemendur koma af sjálfsdáðum þegar þeir eru ekki í tíma. Nemendur í fjarnámi, t.d. í erlendum tungumálum eða framhaldsskólaáfanga. Nemendur taka stöðupróf. Nemendur nýta sér aðbúnað skólasafnsins við heimanám.

Oft eru margir þessara þátta í gangi í einu á safninu en nemendur með verkefni hafa alltaf forgang.

Vinnutími í hádegiHádegistími er einungis ætlaður til að vinna skólaverkefni eða heimavinnu.

Skólaárið 2009-2010 24

Page 25: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

Bókasafns- og upplýsingafræðingur er María S. Gunnarsdóttir [email protected]

7.3. Bókasafn SeltjarnarnessEins og kom fram hér að framan er mjög góð samvinna við Bókasafn Seltjarnarness. Bókasafnið er menningar-, mennta- og upplýsingastofnun Seltjarnarness og starfar samkvæmt gildandi lögum um almenningsbókasöfn. Bókasafnið er á Eiðistorgi 11, 2. hæð og er opið: mánudaga - föstudaga kl. 10-19,laugardaga kl. 11- 4 (lokað á laugardögum maí-september)Upplýsingar um almenningsbókasafnið er að finna á heimasíðu http://www.seltjarnarnes.is/bokasafn

Forstöðumaður er Pálína Magnúsdóttir, [email protected]

Skólaárið 2009-2010 25

Page 26: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

VIII Félags- og tómstundastarf

8.1. Almennt félagsstarf í 1. – 6. bekkStefnt skal að bekkjarkvöldum eða sambærilegum samverustundum einu sinni til tvisvar á vetri hjá 1.–6. bekk. Þá hittast nemendur, foreldrar/forráðamenn og bekkjarkennari. Skipulagning dagskrár er ýmist í höndum bekkjarkennara eða foreldra. Bekkjarfulltrúar taka virkan þátt eða skipuleggja alfarið bekkjarskemmtanir. Ef foreldrar/forráðamenn taka systkini með á samkomur eru þau alfarið á ábyrgð foreldra sinna. Þau eiga ekki að trufla skemmtidagskrá og eiga ekki að vera eftirlitslaus á göngum skólans.

8.2. Íþróttadagur fyrir 1. - 6. bekkÁ vordögum er haldinn íþróttadagur fyrir nemendur í 1.–6. bekk. Nemendur taka þátt í ýmsum íþróttagreinum. Keppnin fer fram á gervigrasvellinum. Nemendur á miðstigi hjálpa til þegar yngsta stigið keppir og nemendur á elsta stigi aðstoða við dómgæslu þegar miðstigið keppir.

8.3. Rótarýsundmót fyrir 4. – 10. bekkFlest undanfarin skólaár hefur Rótarýsundmót verið haldið meðal nemenda á mið- og elsta stigi skólans. Keppnin fer þannig fram að sundkennarar velja 4-6 stráka og stelpur úr hverjum árgangi til að keppa til úrslita í baksundi, bringusundi og skriðsundi. Sigurvegurum, strák og stelpu, úr hverjum árgangi, eru veitt verðlaun.

8.4. Skólahlaup fyrir 7. - 10. bekkFyrsta föstudag í október fara allir Valhýsingar saman út og hlaupa. Í lok fyrstu kennslustundar fá nemendum tíma til að fara í hlaupagalla. Hlaupið hefst kl.9:00. Hlaupið er frá Suðurströnd að Golfvelli, tæplega fjögurra kílómetra leið. Allir nemendur taka þátt í hlaupinu og kennarar og annað starfsfólk aðstoðar íþróttakennara við framkvæmd hlaupsins. Kennsla hefst að nýju kl.10:35. Í hádegishléi fer fram verðlaunaafhending í Miðgarði.

8.5. Nýnemaball fyrir 8. - 10. bekkNýnemaball er haldið að hausti ár hvert sem liður í því að eldri nemendur bjóði nemendur 8.bekkja velkomna til þátttöku í félagslíf unglinganna. Hefð hefur verið fyrir því að 9.bekkingar komi með veitingar á ballið og sjá 10.bekkingar um að hver bekkur nýnema undirbúi stutt skemmtiatriði fyrir kvöldið.

8.6. 1. des skemmtun 10. bekkinga1.des. skemmtun skólans á sér langa hefð, en allt frá árinu 1968 hafa nemendur í 10.bekk boðið foreldrum sínum og kennurum á 1.des. skemmtun. Skemmtunin er ýmist haldin 1. desember eða einhvern daginn þar í kring eftir því hvernig dagatalið stendur af sér. Vikurnar fyrir skemmtunina er danskennsla í íþróttatímum. Á skemmtuninni er boðið er upp á skemmtiatriði, dans og kaffiveitingar. Vikurnar á undan verða kennarar varir við undirbúning nemenda en ekki er ætlast til að nemendur taki sér frí úr tímum nema í undantekningartilfellum. Kennsla í 10. bekk fellur niður á hádegi á degi skemmtunar. Nemendur 10.bekkjar fá frí í þremur fyrstu

Skólaárið 2009-2010 26

Page 27: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

tímum daginn eftir skemmtunina. Þeir nemendur sem sjá um frágang fá lengra frí ef þurfa þykir.

8.7. Jólaball fyrir 7. - 10. bekkJólaball unglingastigs og Selsins er haldið í Félagsheimili Seltjarnarness í byrjun desember. Þá er hefð fyrir því að endursýna 1. des. leikrit 10.bekkinga en síðan er dansað í kringum jólatré og tjúttað fram eftir kvöldi. Nemendum 7.bekkjar er boðið á ballið en þeir þurfa að yfirgefa samkomuna eilítið fyrr en aðrir nemendur vegna laga um útivistartíma.

8.8. Árshátíð fyrir 7. - 10. bekkÁrshátíð nemenda er haldin í lok febrúar eða byrjun mars. Árshátíð er fyrir nemendur í 7.-10. bekk. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur fái frí úr tímum vegna undirbúnings. Nemendur setja upp leikrit og undirbúa önnur skemmtiatriði undir handleiðslu starfsmanna Selsins. Á árshátíðardaginn mæta nemendur í skólann kl. 8:10 og einhverjir nemendur verja morgninum við undirbúning í Félagsheimili Seltjarnarness. Daginn eftir árshátíð er gefið frí í fyrstu tveimur kennslustundum.

8.9. Söngkeppni Való og Selsins fyrir 8. - 10. bekkSöngkeppni Való og Selsins er haldin í félagsheimilinu á haustönn. Þar keppa nemendur í söng og framkomu. Sigurvegari fer áfram í landshlutakeppni og ef hann kemst áfram tekur hann þátt í Söngkeppni SAMFÉS sem útvarpað er á Rás 2.

8.10. Valóvisjón fyrir 8. - 10. bekkValóvisjón er hæfileikakeppni nemenda í unglingadeild sem haldin er í byrjun vorannar. Þá spreyta nemendur sig í söng og ýmsum uppákomum á sviði. Vinningsatriði frá Valóvisjón eru yfirleitt sýnd á árshátíð skólans.

8.11. Útskriftarball fyrir 8. - 10. bekkEftir útskriftarathöfn 10.bekkjar í Seltjarnarneskirkju býður foreldrafélagið útskriftarnemum til kvöldverðar í Félagsheimili Seltjarnarness. Að loknum kvöldverði er húsið opnað fyrir öðrum árgöngum skólans og stiginn dans fram eftir kvöldi. Foreldrafélagið hefur umsjón með þessu í samstarfi við Selið.

8.12. SAMFÉS, Samtök félagsmiðstöðva á ÍslandiNemendur 8.–10. bekkja taka þátt í ýmsum viðburðum sem haldnir eru af SAMFÉS, Samtökum félagsmiðstöðva á Íslandi, en starfsmenn Selsins fylgja unglingunum og halda utan um hópana á þeim viðburðum. Má þar telja: Söngkeppni, SAMFÉS hátíð, ýmiss konar smiðjur, mót o.m.fl. Nánari upplýsingar um SAMFÉS má finna á síðu samtakanna, www.samfes.is

8.13. Samstarf við félög í bænumFélagsmálastarfið hefur tengst ýmsum félögum og stofnunum í bænum. Hér má nefna árlegt sundmót á vegum Rótarýklúbbs Seltjarnarness, árlega ferð

Skólaárið 2009-2010 27

Page 28: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

fermingarbarna á vegum kirkjunnar og bókaverðlaun, sem ýmis félög og samtök hafa fært útskriftarnemendum. Skólinn hefur átt gott samstarf við æskulýðs- og íþróttaráð Seltjarnarness og björgunarsveitina Ársæl. Hluti Náttúrugripasafns Seltjarnarness er til sýnis á göngum skólans mörgum til gagns og gleði.

Skólaárið 2009-2010 28

Page 29: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

IX Ferðalög

9.1. 1. - 6. bekkurMargar námsferðir eru farnar hjá öllum árgöngum yfir skólaárið en nokkrar hafa þó náð að festast í sessi og eru farnar á hverju ári.1. bekkur: Sveitaferð, Árbæjarsafnið.2. bekkur: Réttarferð, Þingvellir.3. bekkur: Þjóðminjasafnið, Húsdýragarðurinn.4. bekkur: Mjólkursamsalan, gróðursetning, kirkjuferð.5. bekkur: Þingvellir, Þjóðminjasafnið, Rafheimar, gróðursetning.6. bekkur: Húsdýragarðurinn (vinnumorgunn).Á vordögum bætast oft fleiri ferðir við og er það ákveðið hverju sinni.

9.2. 7. - 10. bekkur9.2.1. SkíðaferðirFrá upphafi hafa nemendur í 9. og 10.bekk farið í þriggja daga skíðaferð, annaðhvort í febrúar eða í mars. Nemendur 7. og 8.bekkja hafa farið í dagsferð á skíði og hefur veðurspá ráðið vali á degi.

9.2.2. ÞórsmerkurferðÍ lok hvers skólaárs fara 10.bekkingar í Þórsmerkurferð. Þessi ferð er fjármögnuð af nemendum, þ.e. þeir safna fyrir ferðinni yfir veturinn með því að halda skemmtanir og vinna í mötuneyti skólans. Þetta er sannkölluð útivistar- og gönguferð.

Skólaárið 2009-2010 29

Page 30: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

X Stoðþjónusta

10.1. Sérkennsla Skóli án aðgreiningar er leiðarljós við skipulagningu og framkvæmd sérkennslu í Grunnskóla Seltjarnarness. Í því felst að skólinn sé fyrir öll börn á skólaskyldualdri sem búa á Seltjarnarnesi.

Sérkennslan er annars vegar almenn sérkennsla fyrir nemendur með almenna og sértæka námsörðugleika, í lestri, íslensku og stærðfræði og nemendur með hegðunarerfiðleika, röskun á hreyfifærni og máli– eða tali. Hins vegar er um að ræða sértæka sérkennslu og stuðning fyrir nemendur með alvarleg frávik sem hafa veruleg áhrif á möguleika þeirra til að nýta sér nám í almennum skilningi. Þetta eru fjölfatlaðir nemendur, nemendur með alvarlega samskipta– og hegðunarörðugleika eða geðraskanir og eru greiningar á vanda þeirra komnar frá viðurkenndum greiningaraðilum.

Almenn sérkennsla fer að mestu fram í litlum hópum til lengri eða skemmri tíma, allt eftir þörfum nemanda, ýmist í sérkennslustofu eða inni í bekk. Í námshópunum eru nemendur úr sama árgangi sem hafa líkar námslegar þarfir og sjá sérkennarar um kennsluna. Þegar margir nemendur með námsörðugleika eru í sama bekk koma stuðningsfulltrúar inn í bekk til aðstoða.

Sértæk sérkennsla er skipulögð fyrir nemendur sem fá úthlutað fjármagni miðað við greiningu og þörf fyrir stuðning. Þroskaþjálfar, sérkennarar og stuðningsfulltrúar sinna þessum nemendum og vinna samkvæmt einstaklingsnámskrám. Í kringum hvern nemanda er teymi sem annast kennslu og umönnun nemandans og skiptir skóladeginum á milli sín. Í teyminu eru í flestum tilvikum tveir eða þrír starfsmenn sérkennslu. Teymisfundir eru haldnir reglulega og einu sinni í mánuði eru fundir með foreldrum og umsjónarkennara. Einstaklingsnámskrár eru unnar af teyminu og umsjónarkennari er í sumum tilfellum þátttakandi í þeirri vinnu. Nemendur sem falla undir þessa skilgreiningu geta þurft stuðningsaðila allan skóladaginn, í kennslustundum, frímínútum og á matmálstímum.

10.2. Þörf fyrir sérkennslu og önnur stuðningsúrræðiSamkvæmt 2. gr. í reglugerð um sérfræðiþjónustu skulu skólar kanna á fyrstu árum skólagöngu hverjir eiga í erfiðleikum með lestrarnám eða lestur, bregðast við því með kerfisbundnum hætti og sjá til þess að öll börn fái nauðsynlega aðstoð til að ná viðunandi lestrarfærni. Fylgst skal reglulega með framförum í lestri og brugðist við vanda sem upp kemur jafnóðum, allt til loka grunnskólans.

Í skólanum eru árlega lagðar fyrir skimanir á stöðu nemenda, auk annars námsmats. Niðurstöður skimana eru notaðar til að meta þörf fyrir sérkennslu eða annan stuðning og gerður er samanburður á milli ára, bæði innan árgangs og milli árganga.

10.3. LestrargreiningarSérkennari, sem sér um sérkennslu í lestri, skoðar stöðu nemenda sinna og notar þær athuganir til að skipuleggja kennsluna. Nemendum er yfirleitt vísað í lestrargreiningu

Skólaárið 2009-2010 30

Page 31: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

við lok 3.bekkjar ef það er mat sérkennara og umsjónarkennara að þörf sé á að skoða lestrarerfiðleika nemanda frekar.

10.4. Umsóknir um sérkennsluÁ hverju vori fylla umsjónarkennarar út beiðnir um sérkennslu fyrir næsta skólaár. Auk þess berast beiðnir um sérkennslu yfir skólaárið, flestar í kjölfar skimana og miðannaprófa. Stefnt er að því að koma til móts við allar beiðnir um stuðning, annaðhvort með því að nemandi fái sérkennslu utan bekkjar eða með því að veita stuðning inni í bekk. Foreldrar og forráðamenn eru eindregið hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara eða deildarstjóra sérkennslu hafi þeir áhyggjur af námsframvindu barna sinna.

10.5. Forföll starfsfólks í sérkennslu/stuðningiEf veikindi koma upp hjá starfsfólki sérkennslu eru nemendur, sem þurfa mikinn stuðning, settir í forgang með þjónustu umfram þá sem eru meira sjálfbjarga. Það þýðir að stuðningsfulltrúar, þroskaþjálfar eða sérkennarar eru færðir milli verkefna ef þörf krefur. Ef veikindi eru langvarandi er reynt að ráða starfsfólk í forföll.

10.6. Náms- og starfsráðgjöfVið Grunnskóla Seltjarnarness eru starfandi tveir náms- og starfsráðgjafar í fullu starfi. Hlutverk þeirra er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna í málum sem snerta nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval.

Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður. Allir nemendur og foreldrar/forráðamenn þeirra eiga kost á að snúa sér til námsráðgjafa. Þeir geta komið að eigin frumkvæði og milliliðalaust eða fyrir milligöngu starfsfólks skólans. Fyrrverandi nemendur eru einnig velkomnir. Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er meðal annars að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur að veita nemendum ráðgjöf í einkamálum þannig að þeir eigi auðveldara með

að ná settum markmiðum í námi að veita upplýsingar um nám, framhaldsskóla og atvinnulíf að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja

sér markmið að vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla, að undirbúa nemendur fyrir flutning milli skóla og skólastiga að aðstoða nýja nemendur við aðlögun að sinna fyrirbyggjandi starfi með fræðslu og ráðgjöf að vinna með kennurum og öðru starfsfólki að bættum samskiptum í

skólanum og gegn einelti að taka þátt í að skipuleggja starfsfræðslu.

Kristín Sverrisdóttir, [email protected], er náms- og starfsráðgjafi í 1.–6. bekk. Skrifstofa hennar er í stjórnunarálmu Mýrarhúsaskóla. Sími 595-9200 eða 595-9208. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.

Rannveig Óladóttir, [email protected], er náms- og starfsráðgjafi í 7.–10. bekk. Skrifstofa hennar er í stofu 205a á 2. hæð Valhúsaskóla. Sími 595-9200 eða 595-9265. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.

Skólaárið 2009-2010 31

Page 32: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

10.7. Móttaka nýrra nemenda Byrji nýr nemandi í skólanum á miðju skólaári er reynt að koma því við að hann heimsæki skólann áður en skólagangan hefst. Námsráðgjafi hefur yfirumsjón með móttöku nýrra nemenda og foreldra/forráðamanna þeirra, segir frá skólanum og kynnir þá fyrir starfsfólki. Skólastjóri/aðstoðarskólastjóri kemur nýjum nemanda fyrir í bekk að höfðu samráði við bekkjar-/umsjónarkennara.

Nemandanum er fenginn stuðningsaðili innan bekkjarins sem tekur á móti honum fyrsta skóladaginn og fylgir um skólann og í alla sérgreinatíma fyrstu vikuna. Að þremur vikum liðnum hittir nemandi námsráðgjafa til að fara yfir hvernig gengur, jafnframt sem haft er samband heim.

10.8. Móttaka nýbúa

Þegar erlendir foreldrar óska eftir skólavist fyrir barn sitt fá þeir upplýsingabækling sem til er á mörgum tungumálum. Þar er greint frá starfsemi grunnskólans, innritun, hlutverki foreldra o.s.frv. Nánari upplýsingar er að finna hjá Reykjavíkurborg www.menntasvid.is undir krækjunni nýir Íslendingar.

Við fyrstu komu í skólann fær fjölskyldan afhent innritunarblað og bókaður er tími fyrir móttökuviðtal. Foreldrum er sérstaklega bent á að kynna sér hvað þeir þurfa að taka með í innritunarviðtalið, þ.e. upplýsingar um fyrri skólagöngu, s.s. einkunnir, greiningar, heilbrigðisvottorð og bólusetningarvottorð. Æskilegt er að barnið hafi fengið kennitölu.Frekari upplýsingar um móttöku nýbúa er að finna á heimasíðu skólans en unnið er að gerð heilstæðrar móttökuáætlunar fyrir Seltjarnarnes í samvinnu við Fræðslusvið Seltjarnarness.

Í 16. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir m.a.:Nemendur með annað móðurmál en íslensku eiga rétt á kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Með kennslunni er stefnt að virku tvítyngi þessara nemenda og að þeir geti stundað nám í grunnskólum og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi. Grunnskólum er heimilt að viðurkenna kunnáttu í móðurmáli nemenda með annað móðurmál en íslensku sem hluta af skyldunámi er komi í stað skyldunáms í erlendu tungumáli.

10.9. SálfræðiþjónustaTveir sálfræðingar starfa við skólann, Agnes Huld Hrafnsdóttir og Davíð Vikarsson. Agnes Huld sinnir aðallega unglingastigi og Davíð aðallega yngsta stigi og miðstigi.

10.10. Hvernig má nálgast skólasálfræðing?Æskilegt er að foreldrar hafi samráð við umsjónarkennara þegar þeir hyggjast leita eftir sálfræðiaðstoð fyrir barn sitt. Ákvörðun um sálfræðiathugun er tekin í nemendaverndarráði skólans. Tengiliðir skólans við sálfræðing eru Helga Kr. Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri og Edda Óskarsdóttir, deildarstjóri sérkennslu. Óski foreldrar eftir því að hafa samband beint við sálfræðing án milligöngu skólans hafa þeir samband við Ellen Calmon hjá Seltjarnarnesbæ.

Skólaárið 2009-2010 32

Page 33: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

10.11. Hlutverk skólasálfræðingsHlutverk skólasálfræðings er að veita sálfræðilega ráðgjöf og stuðning til starfsfólks skólans varðandi einstaka nemendur og hópa sem og ráðgjöf til foreldra og nemenda. Sálfræðingur vinnur í samvinnu við skólann með nemendum með fötlun, geðræna-, námslega-, samskiptalega- og/eða hegðunarlega erfiðleika þar sem þessir erfiðleikar hafa áhrif á nám og aðlögun í skóla. Vandamálin geta komið fram á ýmsan hátt, t. d. sem námsörðugleikar, feimni, prófkvíði, stríðni, einelti, lágar einkunnir, leiði, skapvonska eða vímuefnaneysla.

Inngrip sálfræðings getur m.a. falið í sér athugun og mat á þroska, hegðun og líðan nemandans. Matið er gert samkvæmt niðurstöðum úr viðtölum, sálfræðilegum prófum, og atferlisathugunum. Sálfræðingur situr fundi nemendaverndarráðs og gerir tillögur til úrbóta og áætlanir um aðstoð við einstaka nemendur í samvinnu við fulltrúa í nemendaverndarráði, kennara og foreldra. Í einstaka tilfellum getur skammtímameðferð komið til greina.

Sálfræðingur er bundinn þagnarskyldu og má því alls engum segja frá því sem um er rætt í viðtali nema með leyfi viðkomandi. Ef ekki er unnt að nota umsaminn viðtalstíma er þess vænst að sálfræðingur sé látinn vita fyrirfram svo hægt sé að nota tímann fyrir aðra.

10.12. UnglingaráðgjafiÍ Valhúsaskóla er starfandi unglingaráðgjafi.Hlutverk unglingaráðgjafa er meðal annars

að veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf að veita nemendum stuðning að aðstoða unglinga við úrlausn vandamála að vinna að forvörnum, t.d. vörnum gegn vímuefnum og einelti að veita nemendum stuðning vegna vandamála heima fyrir að vera í samstarfi við heimili og forráðamenn að vera í samstarfi við kennara og aðra starfsmenn skólans að finna og þróa úrræði við hæfi í samráði við nemendur og fjölskyldur þeirra

Unglingaráðgjafi er bundinn þagnarskyldu. Hildigunnur Magnúsdóttir [email protected] er unglingaráðgjafi í Valhúsaskóla og er hún með fasta viðveru í skólanum á fimmtudögum kl.12-15. Á öðrum tímum er hægt að ná í hana hjá Félagsþjónustu Seltjarnarness í síma 595-9100 eða senda tölupóst.

10.13. Talkennsla - TalmeinafræðingurHlutverk talmeinafræðings í grunnskóla er að veita greiningu og meðferð þeim nemendum sem eiga við ýmis tal- og/eða málmein að etja, s.s. framburð, málþroska, raddvandamál og stam. Einnig veitir talmeinafræðingur kennurum og foreldrum fræðslu og ráðgjöf. Framburðarpróf er lagt fyrir öll sex ára börn til að sjá hvort þau eigi í erfiðleikum með einstök hljóð. Sé um að ræða framburðargalla fá nemendur meðferð hjá talmeinafræðingi. Foreldrar/forráðamenn barna eru hvattir til að hafa samband við deildarstjóra sérkennslu, hafi þeir grun um tal- og/eða málvanda hjá börnum sínum.

Talmeinafræðingur skólans er Anna María Gunnarsdóttir [email protected].

Skólaárið 2009-2010 33

Page 34: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

Skólaárið 2009-2010 34

Page 35: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

XI Aðgerðaáætlun gegn einelti og ofbeldi

11.1. EineltisráðTil þess að sporna við einelti hafa skólayfirvöld, starfsfólk, nemendaráð og foreldraráð Grunnskóla Seltjarnarness lýst því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi verði liðið í skólanum. Lagt er kapp á að leita ráða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt. Skólinn á Seltjarnarnesi á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af virðingu og umhyggju. Eineltisráð er skólastjóra til fulltingis í þeim málum.

11.2. Skilgreining á eineltiEinelti er endurtekin áreitni eða ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, sem stýrt er af einstaklingi eða hópi og beinist að einstaklingi sem ekki tekst að verja sig. Líkamlegt einelti getur verið barsmíðar, spörk, hrindingar eða meiðingar af öðru tagi. Andlegt einelti felst í stríðni, útilokun, hótunum eða höfnun. Talað er um að einstaklingur sé lagður í einelti þegar honum líður illa vegna þess að hann verður fyrir

stríðni hótunum útilokun endurteknu líkamlegu ofbeldi annarri niðurlægjandi áreitni

Ofbeldi er vísvitandi meiðandi hegðun þar sem einstaklingur eða hópur beitir valdi til að meiða eða niðurlægja aðra. Einstakt ofbeldisatvik getur verið merki um að sá sem fyrir ofbeldinu verður hafi verið lagður í einelti.

11.3. Að þekkja eineltiEinstaklingur sem verður fyrir einelti eða ofbeldi segir oft ekki frá því heldur á það til að skammast sín og kenna sjálfum sér jafnvel um. Þess vegna er mjög áríðandi að allir þekki einkenni eineltis. Hugsanlega er um einelti að ræða ef nemandinn

er hræddur við að ganga einn í skólann eða heim vill ekki fara í skólann kvartar undan vanlíðan á morgnana hættir að sinna náminu, einkunnir lækka fer að koma heim með rifin föt og skemmdar námsbækur byrjar að stama, missir sjálfstraustið leikur sér ekki við önnur börn neitar að segja frá hvað ami að kemur heim með marbletti eða skrámur sem hann getur ekki útskýrt verður árásargjarn og erfiður viðureignar kemur heim í öllum hléum í skólanum vill ekki taka þátt í félagsstörfum

Verði foreldrar eða starfsmenn varir við einhver þessara einkenna eða önnur sem benda til að barninu líði illa er mikilvægt að kanna málið, hafa samband við kennara/foreldra og e.t.v. foreldra bekkjarfélaga barnsins.

Skólaárið 2009-2010 35

Page 36: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

11.4. Fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við einelti11.4.1. Nemendur

Allir nemendur skulu fræddir um stefnu skólans í eineltis og ofbeldismálum: Einelti og ofbeldi leyfist ekki.

Allt frá skólabyrjun skal markvisst kenna nemendum góð samskipti. Lögð er áhersla á að nemendur séu skólasystkini og eigi að koma vel fram hvert við annað og að ekki megi skilja út undan eða stríða.

Rík áhersla er lögð á að þegar ágreiningur kemur upp á milli nemenda sé rétt að ræða málin og reyna að komast að málamiðlun og fá aðstoð til þess hjá fullorðnum ef á þarf að halda.

Nemendur eru hvattir til að láta vita ef þeir eða aðrir verða fyrir einelti eða ofbeldi. Öllum á að geta liðið vel í skólanum og allir eiga að njóta virðingar sem einstaklingar. Gera þarf nemendum grein fyrir því að þeir eru ekki að klaga ef þeir segja frá því að einhverjum líði illa vegna eineltis eða annars ofbeldis.

Nemendur eru hvattir til að taka afstöðu gegn einelti og ofbeldi í verki með því að bregðast við til hjálpar og láta vita. Einnig er mikilvægt að gera nemendum grein fyrir því að það að skilja út undan og hundsa er jafnmikið einelti og að hæðast að eða berja.

11.4.2. ForeldrarForeldrar/forráðamenn fái upplýsingar um stefnu skólans í eineltis- og ofbeldismálum.Foreldrar eru hvattir til

að leggja skólanum lið að láta börn sín vita að þeir styðji stefnu skólans og vilji hvorki að þau séu

lögð í einelti, leggi aðra í einelti, né séu áhorfendur að einelti eða ofbeldi að kenna börnum sínum að bera virðingu fyrir öðru fólki og hvetja þau til

góðra samskipta við skólafélaga sína að hvetja börn sín til að láta vita ef þeim eða öðrum líður illa að vera tilbúnir til að hlusta á börn sín og veita þeim stuðning að hafa samband við umsjónarkennara, námsráðgjafa eða skólastjóra ef þeir

fá grun um einelti eða ofbeldi í skólanum

11.4.3. StarfsfólkSkólastjóri sér um árlega fræðslu og umræðu um stefnu skólans í eineltis- og ofbeldismálum. Fræðslunni er beint til nemenda, foreldra og starfsfólks. Allir starfsmenn eru hvattir til að vera vakandi fyrir því að einelti og ofbeldi geti komið upp í skólanum og að vera tilbúnir til að bregðast strax við ef þeir verða vitni að slíku. Umsjónarkennarar leggja áherslu á góðan bekkjaranda og brýna fyrir nemendum að einelti og ofbeldi leyfist ekki í skólanum. Jafnframt er lögð áhersla á samkennd nemenda og að þeir eigi að láta vita ef þeim eða öðrum líður illa. Unnið skal að því að gera nemendum grein fyrir þeim sáru afleiðingum sem meiðandi framkoma hefur og þeir hvattir til að setja sig í spor annarra.Trúnaður er forsenda þess að nemendur láti vita af einelti og/eða ofbeldi. Þegar foreldrar eða nemendur snúa sér til starfsfólks vegna eineltis- eða ofbeldismála er mikilvægt að starfsfólk taki ábendingar alvarlega og sé tilbúið að hlusta, aðstoða og benda á við hvaða aðila hægt sé að tala.

Skólaárið 2009-2010 36

Page 37: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

11.4.4. ÁbyrgðEf upp kemur einelti eða annað ofbeldi í skólanum vinna umsjónarkennari og skólastjórnendur að lausn málsins og hafa samband við foreldra. Leita er aðstoðar námsráðgjafa, skólasálfræðings og annars fagfólks eftir þörfum. Annað starfsfólk, foreldrar og nemendur geta aðstoðað við lausn mála. Vakni grunur um einelti eða ofbeldi á að láta umsjónarkennara viðkomandi nemenda vita strax. Umsjónarkennari nemanda, sem orðið hefur fyrir einelti, ber ábyrgð á að koma upplýsingum um málið til annarra kennara og fólks sem annast gæslu.

11.4.5. SkólareglurSkólareglur innihalda ákvæði um góð samskipti og að einelti og ofbeldi leyfist ekki. Reglur um góð samskipti eru kynntar í öllum bekkjum og nemendum hrósað þegar vel gengur. Lögð er áhersla á það við nemendur að þeir virði þessar reglur í skólanum, á leið í og úr skóla, í búningsklefum og sturtum í íþróttahúsi og alls staðar utan skóla. Foreldrar eru hvattir til leggja áherslu á sömu viðhorf heima.

11.4.6. Kannanir og upplýsingarLíðan nemenda er könnuð árlega. Þetta er hægt að gera með einföldum könnunum þar sem spurningar hæfa aldri nemenda. Einstaklingsviðtöl og ritunarverkefni, þar sem nemendur eru fengnir til að skrifa um tilfinningar sínar og samskipti í skólanum, koma líka til greina. Aflað er upplýsinga um nýja nemendur frá foreldrum og fyrri skóla svo hægt sé að vinna að því að skólaskipti gangi vel. Foreldrar barna sem verða fyrir einelti eða öðru ofbeldi í skólanum fá upplýsingar um það eins fljótt og verða má ásamt upplýsingum um hvernig skólinn ætlar að bregðast við. Foreldrar gerenda fá einnig upplýsingar um gerðir barns síns og geta þannig tekið virkan þátt í því með skólanum að setja barninu mörk. Foreldrar gerenda eiga kost á aðstoð og leiðbeiningum um hegðunarmótandi aðgerðir.

11.4.7. SkráningSkólastjóri sér um að upplýsingar um öll eineltis- og ofbeldismál, sem upp koma, séu skráð í gagnagrunn skólans. Þar komi fram lýsing á því hvernig tekið var á málinu, hvernig það leystist og hverjir eiga að fylgja málinu eftir. Kennarar halda skrá um eineltis- og ofbeldismál sem upp koma hjá þeim og lýsa því hvernig mál þróast og hvernig unnið er úr þeim.

11.4.8. GæslaSkólayfirvöld bera ábyrgð á að gæslu í frímínútum, á göngum, á skólalóð, í búningsklefum og sturtum og í íþróttahúsi. Varðandi gæslu í íþróttahúsi ber skólayfirvöldum að hafa samvinnu við æskulýðs- og íþróttafulltrúa bæjarins. Skólaleikvellinum er skipt í umsjónarsvæði og tveir starfsmenn eru á hverju svæði.Til að rjúfa skil á milli kennslustunda og frímínútna er starf kennara, skólaliða, gangavarða og umsjónarmanna búningsklefa samræmt til að koma í veg fyrir ofbeldi innan skólans og stuðla að bættri hegðun.

11.5. Hvernig tekið er á eineltiEineltismál eru mjög ólík innbyrðis og það sama má segja um ofbeldi sem upp getur komið í skólum. Þess vegna er ekki hægt að setja fram reglur um eitt ákveðið vinnuferli sem alltaf eigi að fara eftir. Þeir sem taka á málum,oftast umsjónarkennari,

Skólaárið 2009-2010 37

Page 38: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

námsráðgjafi og skólastjórnendur, verða að vega og meta hverju sinni hvaða leið er líklegust til árangurs. Nokkrar meginreglur eiga þó alltaf við:

Ef grunur um einelti eða annað ofbeldi kemur upp á að láta umsjónarkennara nemanda vita, hann á að kanna málið og hafa samráð við skólastjórnanda eða námsráðgjafa.

Tryggja þarf öryggi þolanda og afla góðra upplýsinga um málið eins fljótt og hægt er. Ekki á að spyrja þolanda í viðurvist annarra barna og varast skal að gefa gerendum kost á að hópa sig saman í varnarstöðu.

Þolandi og foreldrar hans eiga að fá stuðning. Þolandinn á að fá að vita að eineltið sé ekki honum að kenna.

Árangursríkast er að tala við gerendur einn og einn í senn. Þegar talað er við gerendur á að gera þeim ljóst að þeir verði að hætta

eineltinu. Sá sem ræðir við gerendur á að sýna þeim kurteisi, varast skammir en ganga út frá því að þeir bæti ráð sitt.

Þegar foreldrar gerenda eru kallaðir til á að leggja áherslu á að ná góðu samstarfi við þá. Gera skal ráð fyrir að foreldrarnir vilji ekki að barn þeirra leggi aðra í einelti. Foreldrar eiga oft erfitt með að trúa að barn þeirra hagi sér þannig.

Þegar nemandi leitar hjálpar vegna eineltis eða ofbeldis verður að koma í veg fyrir að hann verði fyrir hefndaraðgerðum frá gerendum.

Fylgjast þarf með málsaðilum eftir að unnið hefur verið að lausn eineltismála til þess að sama sagan endurtaki sig ekki.

Ef einelti er illviðráðanlegt getur þurft að láta geranda skipta um umhverfi. Hafi einelti staðið lengi getur verið réttlætanlegt að þolandi skipti um umhverfi til þess að auðvelda honum að skipta um hlutverk. Ef ekkert annað dugar er einelti kært til barnaverndaryfirvalda og lögreglu. Skólastjóri tekur ákvörðun um slíkt ef eineltið er á alvarlegu stigi.

11.6. Hvernig tekið er á ofbeldiOfbeldismál, þar sem börn verða fyrir líkamlegum áverkum eða öðru ólöglegu athæfi í skólanum, skulu alltaf tilkynnt viðkomandi foreldrum. Jafnframt áskilur skólinn sér allan rétt til að grípa til viðeigandi aðgerða gagnvart gerendum. Skólinn mun einnig tilkynna þau mál er geta varðað við hegningarlög til viðkomandi yfirvalda, lögreglu og barnaverndarnefndar.

11.7. Ágreiningur um meðferð eineltis og ofbeldismálaVerði ágreiningur milli skólastjórnenda og forráðamanna barna um meðferð mála sem ekki tekst að leysa getur hvor aðili um sig vísað málinu til skólanefndar.

11.8. Gildistaka og aðildFramangreind stefna og vinnubrögð í aðgerðum gegn einelti og öðru formi ofbeldis í Grunnskóla Seltjarnarness er samþykkt af hálfu skólanefndar, skólastjórnenda, starfsfólks, nemendaráðs og foreldraráðs Grunnskóla Seltjarnarness. Seltjarnarnesi 2004 (endurskoðað með hliðsjón af sameiningu skólanna.)

XII Skil á milli skólastiga

Skólaárið 2009-2010 38

Page 39: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

12.1. GrunnskólastigSamstarf Grunnskóla Seltjarnarness og leikskólanna, Mánabrekku og Sólbrekku, er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Markmið samstarfs á milli leikskóla og grunnskóla er að búa elstu börn leikskólans undir skólagönguna með því að skapa samfellu á milli skólastiganna. Deildarstjóri yngsta stigs heldur utan um samstarfið ásamt deildarstjórum elstu deilda leikskólanna. Haldinn er fundur að hausti, fyrir skólabyrjun, og á vorin eru skilafundir eftir þörfum. Samstarfið er í sífelldri endurskoðun en breytingar verða tilkynntar foreldrum. Nánari upplýsingar um samstarfið er að finna á heimasíðu skólans http://grunnskoli.seltjarnarnes.is/skolinn/samstarf-leik-og-grunnskola/

12.2. Framhaldsskólastig Í 10. bekk er mikilvægt að nemendur átti sig á því að árangur og ástundun vetrarins skiptir sköpum þegar kemur að innritun í framhaldsskóla. Námsráðgjafi sér um að nemendur og foreldrar fái upplýsingar um framhaldsskólakerfið og innritunarkröfur. Kvöldfundur er haldinn í skólanum fyrir nemendur og foreldra þar sem fulltrúar framhaldsskóla á höfðuðborgarsvæðinu kynna námsframboð skóla sinna. Nemendum gefst auk þess kostur á að heimsækja nokkra framhaldsskóla.

12.3. Inntökuskilyrði í framhaldsskólaInntökuskilyrði framhaldsskóla fela í sér að nemandi þarf að hafa náð tilteknum lágmarksárangri í vissum greinum til að geta innritast á námsbrautir framhaldsskóla, aðrar en almenna braut. Skólaeinkunn við lok 10.bekkjar er lokaeinkunn nemenda frá grunnskóla og sú einkunn sem miðað er við þegar metið er hvort nemandi uppfyllir inntökuskilyrði einstakra brauta. Inntökuskilyrði eru sem hér segir:

Allir sem lokið hafa námi í grunnskóla eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla. Grunnskólanemendur geta óskað eftir að ljúka grunnskóla á skemmri tíma en tíu árum ef þeir búa yfir námsgetu sem til þess þarf. Einnig skal þeim grunnskólanemendum, sem þess óska og hafa til þess námsgetu, auðveldað að stunda nám á báðum skólastigum samtímis.

Nemendur sem lokið hafa námi í grunnskóla en uppfylla ekki inntökuskilyrði annarra brauta eiga kost á að hefja nám á starfsbraut eða á almennri braut. Á almennri námsbraut geta nemendur m.a. valið stutt, hagnýtt nám sem veitir undirbúning til skilgreindra starfa eða nám sem gefur þeim kost á að bæta fyrri námsárangur í bóklegum greinum. Að slíku undirbúningsnámi loknu geta nemendur hafið nám á námsbrautum sem gera kröfur um góðan undirbúning í einstökum námsgreinum svo og nám sem nemendur skilgreina sjálfir í samræmi við áhugamál sín í samstarfi við námsráðgjafa og foreldra/forráðamenn.

Skólameistari getur heimilað nemanda, sem uppfyllir ekki inntökuskilyrði brautar, að hefja nám á viðkomandi námsbraut ef hann telur líkur á því að nemandinn standist þær kröfur sem gerðar eru um námsárangur á brautinni enda hafi nemendum, sem uppfylla inntökuskilyrðin, ekki verið hafnað. Auk þess er skólameistara heimilt að veita nemanda, sem orðinn er 18 ára gamall, inngöngu á einstakar brautir framhaldsskóla þótt hann uppfylli ekki lágmarkskröfur um námsárangur við lok grunnskóla.

Skólaárið 2009-2010 39

Page 40: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

Ofangreindur texti er samkvæmt þeim upplýsingum sem skólinn hefur aðgang að haustið 2009 en von er á nýrri reglugerð um innritun í framhaldsskóla. Nýjar upplýsingar verða birtar nemendum og foreldrum um leið og þær berast skólanum.

Skólaárið 2009-2010 40

Page 41: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

XIII ÞróunarverkefniHelstu þróunarverkefni sem unnið er að:

Innleiðing uppbyggingarstefnu. Klæðskerasaumuð símenntun fyrir kennara. Skóli á grænni grein/Grænfáninn. ASP-verkefni. Net skóla sem stuðlar að því að standa vörð um náttúru- og

menningarverðmæti. Moodle í skólastarfi/þróun á námsvef fyrir nemendur Verkefni styrkt af Nordplus Junior. Samstarfsverkefni danskra og íslenskra

nemenda um heilbrigði og hollustu. Þrjú Comeniusar-verkefni:

- Unnið er að tveimur samstarfsverkefnum í lífsleikni við skóla í Austur- Evrópu (kynningu á ólíkri menningu nemenda).

- Samstarfsverkefni í náttúrufræði við skóla í Danmörku og á Spáni (um orku og umhverfismál).

Nánari upplýsingar um þróunarverkefnin er að finna á heimasíðu skólans. Þar er einnig að finna upplýsingar um eldri þróunarverkefni.

Skólaárið 2009-2010 41

Page 42: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

XIV Heilsugæsla

14.1. Almennar upplýsingarHeilsugæsla Seltjarnarness sinnir heilsugæslu í Grunnskóla Seltjarnarness. Sólveig Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sinnir skólaheislugæslu á yngsta stigi og miðstigi (í Mýrarhúsaskóla) og er viðverutími í skóla eftirfarandi: mánudaga 8:10 – 12:10þriðjudaga 9:00 – 12:10fimmtudaga 8:10 – 12:10föstudaga 8:10 – 12:10Netfang Sólveigar er [email protected] Skólalæknir yngsta stigs og miðstigs er Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. Helga Matthildur Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sinnir skólaheislugæslu á unglingastigi og er viðverutími í Valhúsaskóla eftirfarandi: mánudaga 9:00 – 11:30þriðjudaga 9:00 – 11:30miðvikudaga 9:00 – 11:30fimmtudaga 9:00 – 11:30föstudaga 9:00 – 11:30Netfang Helgu Matthildar er [email protected]ólalæknir unglingastigs er Stefán B. Matthíasson.Ef foreldrar eða forráðamenn nemenda vilja hafa samband við hjúkrunarfræðing er hægt að hringja í skólann á viðverutíma eða senda tölvupóst. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Foreldrar eru hvattir til að varðveita vel ónæmisskírteini barna sinna og koma alltaf með skírteinin þegar börnin eru bólusett í skólanum.

14.2. Markmið skólaheilsugæsluSkólaheilsugæsla er hluti almennrar heilsugæslu og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmið skólaheilsugæslu er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Starfsemi skólaheilsugæslunnar er skv. lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda. Í henni felast skoðanir, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

14.3. Heilbrigðisfræðsla – 6H heilsunnarSkólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Byggt er á hugmyndafræði um 6-H heilsunnar sem er samstarfsverkefni skólaheilsugæslunnar og Lýðheilsustöðvar. Áherslur fræðslunnar eru Hollusta – Hvíld – Hreyfing – Hreinlæti – Hamingja - Hugrekki og kynheilbrigði. Eftir fræðslu fær barnið

Skólaárið 2009-2010 42

Page 43: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

fréttabréf með sér heim. Þannig gefst foreldrum kostur á að ræða við börnin um það sem þau lærðu og hvernig þau geti nýtt sér það í daglegu lífi.

14.4. LyfjagjafirSkólaheilsugæslan hefur umsjón með lyfjagjöfum skólabarna í samráði við foreldra. Einungis eru gefin lyf sem ávísuð eru af lækni. Hafa ber í huga að barn getur ekki í neinu tilviki borið ábyrgð á lyfjatöku, ábyrgðin er foreldranna. Börn skulu ekki hafa lyf undir höndum í skólanum nema í undantekningartilvikum. Slíkar lyfjagjafir geta t.d. verið insúlíngjafir sem barnið sér sjálft um.

14.5. Slys og veikindiMikilvægt er að skólaheilsugæslan viti af börnum sem eru með langvinnan og/eða alvarlegan sjúkdóm, s.s. sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma. Ef óhapp eða slys verður á skólatíma sér starfsfólk skólans um fyrstu hjálp. Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild skulu foreldrar/forrráðamenn fara með barninu. Mikilvægt er að skólinn hafi öll símanúmer foreldra þannig að hægt sé að ná í þá á skólatíma barnsins. Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt af skólaheilsugæslu.

14.6. LúsMikilvægt er að foreldrar kembi og/eða leiti lúsa í hári barna sinna reglulega, t.d. vikulega. Ef upp kemur lús í skólanum er send tilkynning um það heim ásamt leiðbeiningum um meðferð. Kembing og meðferð er á ábyrgð foreldra.

14.7. Líðan barnaBarni þarf að líða vel í skóla svo það njóti sín í námi. Skólaheilsugæslan hvetur foreldra til að vaka yfir líðan barna sinna og spyrja þau reglulega hvernig þeim líði. Einnig ber að hafa það hugfast að hrós og hvatning styrkir jákvæða hegðun og eykur vellíðan. Foreldrar geta ávallt leitað ráðgjafar hjá skólaheilsugæslunni varðandi andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barnsins.

14.8. Reglubundnar skoðanir og bólusetningar14.8.1. 1. bekkur

Sjónpróf, heyrnarpróf, hæðar- og þyngdarmæling.

14.8.2. 4. bekkur Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling.

Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til. Skólaheilsugæsla fylgist einnig með því að börn hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli landlæknis segja til um. Ef börn hafa ekki fengið fullnægjandi bólusetningar verður haft samband við foreldra/forráðamenn og þeir hvattir til að bæta úr því.

Skólaárið 2009-2010 43

Page 44: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

14.8.3. 7. bekkur Nemendur fá eyðublað frá heilsugæslu þar sem foreldrar eru beðnir um að

svara nokkrum spurningum um heilsufar barnsins t.d. varðandi lyfjagjafir og eins ef það er eitthvað sérstakt sem foreldrar vilja koma á framfæri viðvíkjandi heilsufari og vellíðan barnsins.

Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling og athugun á litaskyni. Bólusetningar við mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Fræðsla um kynþroska, félagsleg tengsl, bæði við vini og heimilisfólk, sjálfs-

mynd og forvarnarfræðsla sem lýtur að því að koma í veg fyrir reykingar og neyslu áfengis.

14.8.4. 8. bekkur Í 8.bekk er aðeins rætt við þá nemendur sem sérstakt eftirlit þurfa og þá sem

leita til skólahjúkrunarfræðings af eigin frumkvæði.

14.8.5. 9. bekkur Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling. Bólusetningar við mænusótt, barnaveiki, stífkrampa og kíghósta. Fræðsla um kynsjúkdóma, ábyrgt kynlíf, getnaðarvarnir og ótímabæran

getnað. Bæklingum frá Krabbameinsfélaginu um brjóstakrabbamein, húð-krabbamein og ofnotkun ljósabekkja er dreift til nemenda.

14.8.6. 10. bekkur 10.bekkingum er boðið upp á skoðun og viðtöl eftir þörfum.

14.9. Frekari upplýsingar um bólusetningar Ef líkur eru á að barnið sé ekki að fullu bólusett þá eru foreldrar hvattir til að

hafa samband við skólaheilsugæsluna. Bólusetningar barna eru ávallt á ábyrgð foreldra. Mikilvægt er að barnið komi með bólusetningarskírteinið þegar bólusetning fer

fram. Það er alltaf send tilkynning til foreldra áður en bólusetning er framkvæmd.

14.10. TannverndBörnum í 1., 7. og 10. bekk býðst flúorskolun tanna hálfsmánaðarlega yfir skólaárið. Reglulegt eftirlit með tönnum er mikilvægt og er það á ábyrgð foreldra.

Skólaárið 2009-2010 44

Page 45: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

XV Samstarfsaðilar

15.1. Félagsmiðstöðin Selið Félagsmiðstöð er staður þar sem unglingar hafa tækifæri til að iðka það sem þeir hafa gaman af. Þar geta þeir hitt jafnaldra sína og skemmt sér með þeim undir handleiðslu sérhæfðra starfsmanna í húsnæði sem hefur upp á margt að bjóða. Vetrardagskrá Selsins hefst í byrjun september. Áhersla er lögð á fjölbreytt tómstundastarf auk þess að bjóða upp á námskeið þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Starfsmenn Selsins eru menntaðir og/eða hafa reynslu af unglingastarfi og sjá þeir, ásamt unglingunum, um skipulagningu og framkvæmd tómstundastarfsins.

15.1.1. Dagstarf SelsinsÍ opnu dagstarfi, kl 13:00-19:00, er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Félagsmiðstöðin býður upp á biljarð, borðtennis, pílukast, leikjatölvu og ýmis önnur spil, auk þess sem hægt er að sinna heimavinnu, horfa á fræðsluefni, lesa, æfa fyrir sýningar og uppákomur eða bara spjalla saman og slappa af.

15.1.2. Kvöldstarf SelsinsÍ kvöldstarfi, er hefst kl. 20:00, er ávallt fjölbreytt dagskrá. Fastir liðir hafa m.a. verið náttfataball, stelpna- og strákakvöld, fræðslu- og kynningakvöld, plötusnúðakeppni, karaokekeppni, skautaferðir, videokvöld, sundlaugarpartý, spurningakeppni, heimsóknir í aðrar félagsmiðstöðvar, böll, diskótek og margt fleira. Aðrar uppákomur eru t.d. ferðalög, útvarp Ebbi, Samfés-tónleikar, ýmis námskeið, upplestrarmaraþon.

15.2. Tónlistarskóli SeltjarnarnessÍ Grunnskóla Seltjarnarness eru nemendur hvattir til tónlistarnáms og mjög gott samstarf er við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Allir nemendur 1.bekkjar njóta forskólanáms tónlistarskólans. Nemendum í hljóðfæranámi gefst kostur á að sækja eina hljóðfærakennslustund á skólatíma að gefnu samþykki foreldra og umsjónar-kennara.

15.3. Íþróttafélagið Grótta Íþróttafélagið Grótta býður upp á fjölbreytta hreyfingu fyrir börn að skóladegi loknum. Regluleg iðkun íþrótta er æskileg þar sem hreyfingarleysi og offita er vaxandi heilbrigðisvandamál.

15.4. FélagsþjónustanHefð er fyrir náinni samvinnu starfsfólks á elsta stigi grunnskólans við unglingafulltrúa Seltjarnarness og forvarnarfulltrúa Seltjarnarness. Samvinna skólans og þessara aðila hefur gefist vel, bæði í málum sem varða ákveðna hópa og einstaklinga innan skólans.

Skólaárið 2009-2010 45

Page 46: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

15.5. KirkjanSkólinn hefur átt gott samstarf við Seltjarnarneskirkju. Fermingarbörn mæta til prests í lok skóladags, einu sinni í viku. Skólaskjólið er einnig í samvinnu við kirkjuna (sjá nánar kafla um Skólaskjól).

15.6. VinnuskóliVinnuskóli er starfræktur hjá bæjarfélaginu á sumrin. Starfsmenn vinnuskólans eru í samstarfi við skólann.

15.7. Fræðasetrið í Gróttu Grunnskóli Seltjarnarnarness hefur nýtt sér aðstöðu Fræðasetursins í Gróttu frá því að það var opnað árið 2000. Markmið með heimsóknum þangað eru m.a. að nemendur kynnist þeirri einstöku náttúruperlu sem eyjan Grótta er, upplifi, skynji og læri að umgangast náttúruna af virðingu og njóti útivistar. Skipulagðar ferðir eru að hausti með 4.-6. bekk og reynt er að fara með 1.-3. bekk að vori. Nemendur í 6.-10. bekk hafa gist í Gróttu en þær ferðir eru ýmist skipulagðar af bekkjarfulltrúum eða kennurum. Að auki nýta kennarar aðstöðuna í Gróttu við ýmis önnur tækifæri.

Skólaárið 2009-2010 46

Page 47: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

XVI Samstarf heimila og skóla

16.1. AlmenntÞrír hópar mynda skólasamfélag hvers skóla, þ.e. nemendur, starfsfólk skólans og foreldrar/forráðamenn. Mikilvægt er að þessir hópar vinni vel saman og að samskiptin byggist á gagnkvæmri virðingu, trausti og upplýsingamiðlun. Umsjónarkennari gegnir lykilhlutverki í því að miðla upplýsingum til foreldra og á námsefniskynningum á haustin kynnir hann hvernig hann hyggst haga samskiptum við foreldra. Foreldrum ber að veita grunnskóla þær upplýsingar um barn sitt, sem nauðsynlegar eru fyrir skólastarfið. Allir kennarar hafa vikulegan viðtalstíma og geta foreldrar hringt í síma 595-9200.

Nánari upplýsingar um foreldrasamstarf, bekkjarfulltrúa, foreldrarölt o.m.fl. er að finna á heimasíðu skólans undir tenglinum foreldrar.

16.2. Foreldraviðtöl Foreldraviðtöl eru tvisvar sinnum á hverju skólaári í október og febrúar. Reynt er að samræma viðtalstíma systkina. Í foreldraviðtölum (10-15 mínútur) ræða kennari, nemandi og foreldrar/forráðamenn saman um námsárangur, heimavinnu, vinnusemi, stundvísi, líðan, hegðun o.fl. Kennarar skrá hjá sér hverjir mæta og punkta niður það sem mikilvægt er að berist til annarra starfsmanna skólans. Mikilvægt er að kennarar og foreldrar virði tímamörk viðtalanna. Kennarar sem ekki eru með umsjón eru í skólanum svo foreldrar geti náð tali af þeim. Umsjónarkennarar geta vísað á þá ef einhverjar athugasemdir eða fyrirspurnir koma fram. Til viðbótar við hefðbundin foreldraviðtöl eru nemendur 1. bekkjar boðaðir til viðtals við umsjónarkennara ásamt foreldrum/forráðamönnum í byrjun skólaárs.

16.3. Skólaráð og foreldrafélagÍ skólaráði (sjá nánar 18.3) sitja tveir fulltrúar foreldra en ráðið er samstarfsvettvangur skólasamfélags og skóla. Eins og fram kemur í 18. kafla er gott samstarf milli foreldrafélags og skóla. Stjórn foreldrafélags skipuleggur samverustundir foreldra og/eða foreldra og barna.

16.4. Námsefniskynningar Foreldrar eru boðaðir á námsefniskynningar í september ár hvert. Þar er kynnt námsáætlun og námsbækur vetrarins svo og ýmis starfsemi skólans. Þá eru kosnir tveir bekkjarfulltrúar sem m.a. skipuleggja viðburði utan skólatíma.

16.5. Skólafærninámskeið fyrir foreldra 6 ára barnaForeldrum barna sem eru að hefja nám í 1. bekk er boðið upp á kvöldnámskeið í september. Þar fá foreldrar tækifæri til að kynnast innbyrðis, fræðast um stefnu skólans, námsefni í byrjendakennslu, stoðkerfi skólans og skoða húsnæðið.

Skólaárið 2009-2010 47

Page 48: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

16.6. Skólafærninámskeið fyrir foreldra nemenda í 7. bekkÁ hverju hausti er haldið foreldranámskeið fyrir foreldra nemenda í 7. bekk. Þessir nemendur eru að stíga fyrstu skrefin í unglingadeild skólans og því mikilvægt að foreldrar kynnist breyttum aðstæðum og nýju umhverfi. Fjallað er um upphaf unglingsáranna og sagt frá breytingum sem verða á námi barnanna. Námsráðgjafi og skólahjúkrunarfræðingur segja frá starfssviði sínu og starfsemi Selsins er kynnt. Þá er farið yfir helstu atriði í sambandi við skipulag í skólanum og spurningum svarað.

16.7. Fréttir frá skólaFréttir af skólastarfinu birtast á heimasíðu skólans en auk þess eru kennarar í reglulegum samskiptum við foreldra.

Skólaárið 2009-2010 48

Page 49: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

XVII Fræðsluyfirvöld, ráð, félög og nefndir

17.1. Fræðslusvið og menningarsviðFræðslu og menningarsvið Seltjarnarness fer með málefni grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla Framkvæmdastjóri sviðsins er Óskar J. Sandholt, [email protected] en frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu bæjarins, www.seltjarnarnes.is

17.2. Skólanefnd Skólanefnd fer með málefni grunnskóla, sbr. lög um grunnskóla nr. 91/2008. Skólanefnd fer jafnframt með leikskólamál, skv. 9. gr. laga nr. 78/1994, og málefni tónlistarskóla samkvæmt lögum nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning bæjarfélaga við tónlistarskóla. Erindisbréf skólanefndar er að finna á heimasíðu bæjarins, www.seltjarnarnes.isSkólanefnd er skipuð fimm aðalmönnum, kjörnum af bæjarstjórn, og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og kjörtímabil bæjarstjórnar.Í skólanefnd sitja: Aðalmenn Varamenn Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir Jón Þórisson Erlendur Magnússon Þórdís Sigurðardóttir Ástríður Jónsdóttir Gunnar Lúðvíksson Guðrún B. Vilhjálmsdóttir Kristján Þorvaldsson Valgerður Janusdóttir

17.3. Skólaráð Með nýjum grunnskólalögum varð sú breyting að skólaráð kom í stað foreldraráðs og kennararáðs sbr.:

„Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.

Ráðherra setur reglugerð um starfsemi skólaráða í samráði við samtök sveitarfélaga, kennara og foreldra."

Reglugerðin sem fylgja á lögunum er ekki enn komin út og því eru ekki til nánari upplýsingar um hvernig kjósa/velja á í ráðið. Í ljósi þessa hefur stjórn skólans í samvinnu við foreldraráð ákveðið að fara eftirfarandi leið við val í skólaráð skólaárin 2008-2010. Í skólaráði Grunnskóla Seltjarnarness sitja í auk skólastjóra og aðstoðarskólastjóra:

Skólaárið 2009-2010 49

Page 50: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

2 fulltrúar kennara kosnir á kennarafundi 1 fulltrúi starfsfólks kosinn/valinn á starfsmannafundi 2 fulltrúar foreldra sem áður sátu í foreldraráði2 fulltrúar nemenda formaður nemendaráðs (varaformaður er stað-

gengill), valinn fulltrúi nemenda úr 1. – 6. bekk 1 fulltrúi grenndarsamfélags sem skólaráðið velur.

Nöfn fulltrúa í skólaráði verða birt á heimasíðu skólans. Skólaráð metur hvort fulltrúi yngri nemenda eða varaformaður nemendaráðs skuli sitja fundi fyrir hönd nemenda. Ráðið setur sér vinnuáætlun fyrir skólaárið, ákveður hve oft verður fundað, á hvað verður lögð áhersla o.s.frv. Fundargerðir skólaráðs birtast á heimasíðu skólans.

17.4. NemendaráðÍ nemendaráð eru kosnir tveir fulltrúar úr hverjum árgangi. Formaður nemendaráðs á sæti í skólaráði. Nemendaráð heldur utan um allt félagsstarf innan skólans og í félagsmiðstöðinni Selinu. Gunnlaugur Víðir Guðmundsson kennir félagsmálafræði og hefur umsjón með nemendaráði Valhúsaskóla. Nilsína Larsen Einarsdóttir er starfandi forstöðukona Selsins.

Formaður nemendaráðs, varaformaður, ritari og gjaldkeri taka allar meginákvarðanir fyrir hönd nemenda en þó í fullu samráði við meðstjórnendur, nemendur í félagsmálafræði og félagsmálakennarann. Nemendaráð og nemendur í félagsmálafræði koma með hugmyndir að viðburðum og skipuleggja dagskrá vetrarins. Þeir þurfa að vera vel meðvitaðir um áhugasvið annarra nemenda í skólanum og bera ábyrgð á upplýsingaflæði milli stjórnar og nemenda. Unglingalýðræði er haft að leiðarljósi í félagsstarfi skólans og félagsmiðstöðvarinnar og er því oft kosið um málefni sem varða nemendur skólans.

Í Valhúsaskóla er lögð áhersla á öflugt og heilbrigt félagslíf nemenda. Gott félagslíf eflir skólastarf og eykur félagsþroska nemenda. Upplýsingar um fulltrúa í nemendaráði er að finna á heimasíðu skólans.

17.5. ForeldrafélagHlutverk foreldrafélagsins er að stuðla að vellíðan og velferð nemenda og vera bæði nemendum og skóla til stuðnings í hvívetna. Félagið rækir hlutverk sitt m.a. á eftirfarandi hátt:

Eflir kynni foreldra og nemenda innbyrðis, stendur að vali bekkjarfulltrúa að hausti, skipuleggur félagsstarf bekkja og stofnun vinahópa í samvinnu við bekkjarfulltrúa og kennara.

Stuðlar að og eflir samskipti skóla og heimilis. Stuðlar að umræðu og fræðslufundum um ýmis mál í samráði við skólann. Stendur fyrir ýmsum uppákomum, s.s. laufabrauðsbakstri, þrettándabrennu,

öskudagsgleði og vorhátíð. Veitir skólanum stuðning eftir þörfum, bæði vegna ákveðinna verkefna og eins

með því að sjá til þess að aðstæður nemenda til náms og félagsstarfa séu eins og best verður á kosið hverju sinni.

Upplýsingar um stjórn foreldrafélags er að finna á heimsíðu skólans svo og nánari upplýsingar um samstarf heimila og skóla.

Skólaárið 2009-2010 50

Page 51: grunnskoli.seltjarnarnes.isgrunnskoli.seltjarnarnes.is/media/grunnskolinn/myndir-09... · Web view1.1. Saga, aðstaða og umhverfi . Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu

Skólahandbók Grunnskóla Seltjarnarness

17.6. NemendaverndarráðVið Grunnskóla Seltjarnarness starfar nemendaverndarráð samkvæmt lögum um grunnskóla. Hlutverk nemendaverndarráðs er að starfa að velferðarmálum nemenda. Umsjónarkennarar vísa málum skriflega til ráðsins til að leita eftir stuðningi, samvinnu eða ráðgjöf vegna vanda nemenda sinna. Á fundum ráðsins er einnig farið yfir mál sem eru í vinnslu innan skólans. Í nemendaverndarráði sitja námsráðgjafar og skólahjúkrunarfræðingar, skólasálfræðingur, deildarstjóri sérkennslu, aðstoðarskólastjórar og skólastjóri. Ráðið fundar tvisvar sinnum í mánuði, annars vegar á yngsta stigi og miðstigi og hins vegar á unglingastigi. Ráðið fundar oftar ef þurfa þykir. Farið er með allar persónulegar upplýsingar sem trúnaðarmál. Aðstoðarskólastjórar eru formenn nemendaverndarráða.

17.7. Áfallaráð og áfallaáætlun Í áfallaráði sitja aðstoðarskólastjóri, skólastjóri, deildarstjóri, skólahjúkrunarfræðingur, skólasálfræðingur, námsráðgjafi og ritari. Sóknarprestur Seltjarnarness kemur að málum þegar þess er óskað. Skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri kallar áfallaráð saman og því skal óskum um afskipti áfallaráðs beint til stjórnenda. Hlutverkverk áfallaráðs felst m.a. í forvörnum og forvinnu. Áfallaráð sér um að móta vinnureglur um hvernig bregðast eigi við áföllum sem skólasamfélagið ræður ekki við að leysa með hefðbundnum hætti. Vinnureglurnar eru endurskoðaðar á fyrsta vinnufundi ráðsins ár hvert. Áfallaráð kynnir áfallaáætlunina árlega fyrir starfsmönnum skólans. Áfallaráð safnar bókum, greinum og öðrum gögnum um áföll og sorgarvinnu barna og er starfsmönnum skólans til leiðbeiningar um notkun þeirra. Ef áföll verða kemur áfallaráð saman og vinnur með skólastjóra að því að skipuleggja viðbrögð skólans. Áfallaráð er kennurum og öðrum starfsmönnum skólans til ráðgjafar um viðbrögð við áföllum og kemur beint að málum þegar þess er óskað.Í skólanum er í gildi áfallaáætlun sem gripið er til komi til alvarlegra áfalla í skólastarfinu eða meðal nemenda skólans og aðstandenda þeirra. Áfallaáætlunin er þó ekki birt hér því hún er vinnuplagg fyrir starfsfólk skólans.

Skólaárið 2009-2010 51