VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN...

100
Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35 Page 1

Transcript of VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN...

Page 1: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi

VÍN BLAÐIÐ3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35 Page 1

Page 2: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

FRÁ FORSTJÓRA 3Allt fram streymir

FRÉTTIR 4Forstjóraskipti 1. septemberÁfengissala yfir verslunarmannahelginaVínsýning 2005Nýjar innkaupareglurÁnægja með sumarvínin

UMBÆTUR VIÐ GULLFOSS OG DETTIFOSS 5

UM VÍN OG GÆÐAVÍN 6

MIKIÐ ÚRVAL GÆÐAVÍNA Í VÍNBÚÐUM ÁTVR 8

HOLL RÁÐ FYRIR BOÐIÐ 9

ÁFENGI OG SYKURSÝKI 10

LJÚFFENGT Á INNAN VIÐ 30 MÍNÚTUM 12

MOLAR ÚR ÝMSUM ÁTTUM 15

VISKÍ 16

VÍN MEÐ LAXI 20

CABERNET SAUVIGNON 22

BERJALÍKJÖRAR 23

NÝJAR VÖRUR Í KRINGLUNNI OG HEIÐRÚNU 24

MATARTÁKNIN CELEAYHDB 29

VÖRUSKRÁ 30Rauðvín 30Lífrænt ræktuð vín 51Hvítvín 52Rósavín 63Freyðivín 64Styrkt vín: Sérrí, Madeira, 65Portvín, Síder, Ávaxtavín 66Kryddvín , Aperitíf ,Bitter 67Líkjör 68Brandí 70Viskí 71Romm 72Tekíla 73Vodka 73Gin 73Sénever 74Akvavit 74Anís 74Snafs 74Gosblöndur 75Aðrar tegundir 75Bjór 77Óáfengt 76Sake 80Gjafavara 80Kassavín 81

VÖRUR Í STAFRÓFSRÖÐ 82

AFGREIÐSLUTÍMI VÍNBÚÐA 99

VVíínnbbllaaððiiðð, 3.tbl. 3. árg. september/nóvember 2005Útgefandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR

Ábyrgðarmaður: Höskuldur Jónsson � Ritstjóri: Þórdís Yngvadóttir

Ritstjórn: Einar Snorri Einarsson, Páll Sigurðsson, Þórdís YngvadóttirGreinarhöfundar: Ágúst Hafberg, Christina Heina Liman, Höskuldur Jónsson,Jórunn Frímannsdóttir (www.doktor.is), Magnús Traustason og Páll Sigurðsson, Samantekt á vöruskrá: Skúli Þ. Magnússon � Myndir: Andreas Bennwik,www.corbis.com, www.cephas.com, GS, www.NordicPhotos.is, SigrúnKristjánsdóttir, Vigfús Birgisson � Hönnun: Fíton ehf. � Umbrot: ÁTVRPrentun: Ísafoldarprentsmiðja.

Öll verð og verðbreytingar birtast í vörulista á heimasíðu ÁTVR, www.vinbud.isÖll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur. Áskilinn er réttur til leiðréttinga.

E F N I S Y F I R L I T

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:36 Page 2

Page 3: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

3

F R Á F O R S T J Ó R A

Ég læt af störfum sem forstjóri ÁTVR 31. ágúst

n.k. Ég þakka viðskiptavinum og birgjum löng og

góð samskipti. Í þeim samskiptum hefur gagnrýni

og hrós blandast hæfilega saman til hvatningar til

að gera gott fyrirtæki betra.

Óháð því, hvaða skoðanir einstaklingar hafa á

rekstrarformi verslunar með áfengi og tóbak, eru

flestir sammála um að til verka við þá verslun skuli

vanda. Starfsmenn ÁTVR hafa svarað kalli tímans,

virt skoðanir viðskiptavina og ábendingar birgja.

Afleiðing þess hefur orðið kraftmikil, nútímaleg

verslun með dreifingarkerfi um allt land. Í vissu um

að stjórnendur og starfsmenn ÁTVR marki ekki

„lokaáfanga“ eða „leiðarenda“ í þróun verslunar-

innar, stend ég upp úr stólnum og held sæll mína

leið.

Höskuldur Jónsson

ALLT FRAM STREYMIR

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:36 Page 3

Page 4: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

4

Ívar J. Arndal tók við embætti forstjóra Áfengis- ogtóbaksverslunar ríkisins ÁTVR af Höskuldi Jónssyni1. september.

Ívar hefur gegnt starfi aðstoðarforstjóra ÁTVRfrá árinu 2000 og var settur forstjóri í eitt ár 2003– 2004. Hann er vélaverkfræðingur að mennt, enhefur einnig meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu,auk náms í viðskipta- og rekstrarfræðiHöskuldur Jónsson hefur verið forstjóri ÁTVR í

tæplega 20 ár, eða frá 1. apríl 1986. Þar áður varhann ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu um 11ára skeið.

F O R S T J Ó R A S K I P T I 1 . S E P T E M B E R

V Í N S Ý N I N G 2 0 0 5

Á F E N G I S S A L A Y F I RV E R S L U N A R -

M A N N A H E L G I N A

F R É T T I R

Ákveðið hefur verið að halda Vínsýninguna 2005 íVetrargarðinum í Smáralind, dagana 19.-20. nóvember,þar sem áhersla verður m.a. lögð á vín með hátíðamat,auk þess verður ýmislegt fleira á boðstólnum. Nánariupplýsingar um sýninguna verða kynntar þegar nær dreg-ur, meðal annars á vinbud.is. Sumarvínin voru kynnt 21. júní til 13. ágúst og var bæk-

lingi með völdum vínum dreift í vínbúðum auk þess semviðskiptavinir gátu fengið uppskriftir að sumarlegum rétt-um. Sumar vörur á kynningunni lækkuðu í verði og létuviðskiptavinir sér það vel líka. Í október verður bjórinn ádagskrá í vínbúðunum, enda er bjór ekki bara bjór helurskiptist hann í margs konar flokka t.d. lager, porter, stát,öl eða hveitibjór.

Sala áfengis vikuna fyrir (og um) verslunarmannahelginavar rúmlega 489 milljónir, sem er um 10% aukning frá þvíá sama tíma árið áður. Viðskiptavinum vínbúðanna fjölg-aði einnig og voru þessa tilteknu viku um 106 þúsund,sem er 7,5% aukning frá árinu 2004.

Nýjar innkaupareglur tóku gildi 1. ágúst sl. og er helstabreytingin fólgin í uppskiptingu á vöruflokkum og lág-marksúrvali innan þeirra. Hægt er að nálgast nýjuinnkaupareglurnar í heild sinni á vinbud.is.

Á N Æ G J A MEÐ S U M A R V Í N I N

N Ý J A R I N N K A U P A R E G L U R

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:36 Page 4

Page 5: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

5

F R É T T I R

U M B Æ T U R V I Ð G U L L F O S S O G D E T T I F O S S

NNÝÝRR SSTTIIGGII UUPPPP ÚÚRR ÁÁSSBBYYRRGGII OOGG BBÆÆTTTTAAÐÐSSTTAAÐÐAA FFYYRRIIRR FFEERRÐÐAAMMEENNNN VVIIÐÐDDEETTTTIIFFOOSSSS..Föstudaginn 19. ágúst var formlega tekinn til notkunar nýrstigi upp úr Tófugjá í Ásbyrgi. Þessi framkvæmd bætiraðstöðu allra náttúruunnenda, innlendra sem erlendra, ávinsælli gönguleið milli Vesturdals og Ásbyrgis. Áður vorumargir sem treystu sér ekki til að fara um Tófugjá ogþurftu að fara um lengri veg í Ásbyrgi.

Pokasjóður styrkti stigagerðina í ÞjóðgarðinumJökulsárgljúfrum með 1,1 m kr.

Á sama tíma var opnuð ný og gjörbreytt snyrtiaðstaðafyrir ferðamenn við Dettifoss að austan. Um er að ræðavatnssalerni sem kemur í stað þurrsalernis. Hér er umverulega framkvæmd að ræða þar sem bora þurftisérstaklega fyrir vatni til að geta boðið gestum þjóð-garðsins upp á viðunandi hreinlætisaðstöðu á þessum vin-sæla ferðamannastað.

Með kaupum á pokum í vínbúðunum gerðu viðskipta-vinir ÁTVR fyrirtækinu kleift að styrkja nýja snyrti-aðstöðu í gegnum Pokasjóð að upphæð 4,0 m kr.Ferðamálaráð Íslands styrkti einnig framkvæmdina um 3,0m kr.

NNÝÝRR GGÖÖNNGGUUSSTTÍÍGGUURR VVIIÐÐ GGUULLLLFFOOSSSS TTEEKKIINNNN ÍÍNNOOTTKKUUNN

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra opnaðinýjan göngustíginn við Gullfoss miðvikudaginn, 6. júlí sl.Með kaupum á pokum í vínbúðunum lögðu viðskiptavinirhönd á plóg við lagningu nýju göngustíganna við Gullfoss.Framlag þeirra gerir þessa helstu náttúruperlu landsins,aðgengilegri öllum náttúruunnendum, innlendum semerlendum. Styrkur vínbúða í gegnum Pokasjóð nam 4milljónum króna. Göngustígurinn er 200 fermetraplankastétt á efra plani við Gullfoss sem bætir aðgengiferðamanna að útsýnispalli fyrir ofan fossinn. Gangstéttintekur við ofan tröppunnar sem tengir efri og neðri að-komu og liggur að útsýnispalli fyrir ofan fossinn. Eldrigangstígurinn var tekinn að bila og orðinn illfær að hluta.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:36 Page 5

Page 6: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

6

Höfundur þessa pistils hefur starfað hjá ÁTVR í tæp 20 áren á sér mun lengri sögu afskipta af versluninni. Hann áttihlut að samningum fyrstu verðlagningarreglanna og fyrstureglum um innkaup fyrirtækisins og framboð vöru í vín-búðum og hefur jafnan komið að endurskoðun þeirrasíðan.

Megin einkenni reglna um verðlagningu áfengis er aðskattur er lagður á magn hreins vínanda í hverjum lítraáfengis. Skatturinn er föst krónutala. Frá þessari reglu erusmáfrávik. Til þess að flækja málið ekki um of er hér látiðnægja að greina frá því að áfengisjald af 8% hvítvínsflösku(75cl) er 218 krónur og áfengisgjald af 13,5% rauðvíns-flösku er 436 krónur. Gjaldið er innheimt við tollaafgreiðs-lu og ofan á það leggst verslunarálagning heildsala ogsmásala auk virðisaukaskatts. Þessar reglur hafa haldist ánteljandi breytinga í rúm 20 ár.

Innkaupareglur áfengis voru fyrst birtar í byrjun árs 1994.Í upphafi var megintilgangur reglanna að tryggja jafnræði ísamskiptum við birgja. Fljótlega kom í ljós að innan jafn-ræðisreglu yrði að setja reglur um vöruval í viðleitni til aðtryggja viðunandi fjölbreytni vöru fyrir viðskiptavini ÁTVR.Hafa þar margar leiðir verið reyndar. Hafa verður í huga aðÁTVR kaupir allt vín frá birgjum. Vínheildsalar starfasamkvæmt lögmálum frjálsra viðskipta. Þeir þekkja reglurÁTVR um verðlagningu og bjóða fram vörur, sem þeirhalda að seljist og haga verði sínu með tilliti til væntanlegssmásöluverðs ÁTVR.

Fyrir þremur árum var inntak innkaupreglnanna ÁTVRað tryggja fjölbreytni í vöruvali eftir löndum oglandsvæðum. Í reglunum voru tiltínd lönd og landsvæðisem voru þekkt fyrir framleiðslu vína. Þannig var gert ráðfyrir að rauðvín fengist frá rúmlega 30 mismunandisvæðum. Kassavínum var haldið utan þessarar upptaln-ingar. Þetta virkaði ágætlega. Í desember s.l. var til vín fráöllum svæðum utan tveimur. Hvítvín frá Oregon ogPotrúgal vantaði í safnið. Gallinn var þó sá að mati vín-áhugamanna, að nú réði meðalmennskan um of.Innkaupareglurnar voru hagstæðari seldu magni en arði afhinu selda þar sem magn en ekki arðsemi réðu veruvörunnar í kjarna – aðalsöluflokki ÁTVR.

Enn var innkaupareglunum breytt. Aðalviðmið nýrrareglna varð framlegð vörunnar þ.e. hver miklum arði varanskilaði til ÁTVR. Var þess vænst að staða dýrra gæðavínastyrktist við þetta þar sem hver dýr flaska skilaði meiriframlegð en ódýr flaska og færri seldar flöskur þyrfti tilframhaldsveru í hillum ÁTVR en áður hafði verið. Hér varhaldin leið sem flestir telja eðlilega og sanngjarna í viðskipt-um. Venjulegur kaupmaður hampar þeirri vöru sem mestgefur af sér.

Þrátt fyrir þessa réttlætingu kerfisins dugði það skammt.Á hinum endanum var neytandinn sem greiðir atkvæðimeð peningum sínum og biður þannig um vöru eða hafnarhenni. Ókostirnir voru þeir að mati áhugamanna um vín aðval meirihluta neytenda reyndist ljós bjór og kassavín ogþær tegundir lögðu undir sig efstu sæti á framlegðarskránnisem aldrei fyrr. Við það varð vöruval vínbúða, er selja 100-300 tegundir, einsleitara en nokkru sinni fyrr, þótt úrvalkassavína og bjórs yrði meira en áður hafði verið. Þráttfyrir viðleitni til að bæta viðskiptavinum minni vínbúðannaupp fátæklegt vöruval með öflugri sérpöntunarþjónstustufrá Heiðrúnu, varð ljóst að úrbóta var þörf. Nýjar reglurtóku gildi 1. ágúst s.l. og munu í náinni framtíð hafa verulegáhrif til fjölbreytni í vöruvali 100-300 tegunda vínbúða.Nýjar reglur eru enginn lokaáfangi. Innkaupareglur verða aðvera í takt við þær breytingar sem verða á neysluvenjumviðskiptavina ÁTVR og í sátt við birgja , sem eiga rétt á, að súvara sem þeir bjóða, komist í dreifingu í vínbúðum.

ÁTVR nýtur velvildar hjá almenningi og birgjum ef markamá mörg ummæli, sem fallið hafa undanfarnar vikur. Ég heffarið víða um lönd m.a. til mestu vínlanda heims svo semFrakkland, Spánar og Ítalíu og hvergi séð dreifingarkerfivöru til fámennrar landsbyggðar, sem er jafnt öflugt og áÍslandi. Í áranna rás hefur margur vínframleiðandinn og vín-heildsalinn heimsótt ÁTVR og undrast það vöruúrval semfinna má í Heiðrúnu og Kringlunni. Er þá helst til Svíþjóðareða Finnlands vitnað, hafi gestirnir þangað komið. Ólíku erþar saman að jafna t.d. eru Svíar um 9 milljónir enÍslendingar 300 þúsund.

Mér hefur verið sagt að í heiminum sé boðið upp á 3milljónir tegunda af vínum. Sé þetta nærri sanni, verður

U M V Í N O G G Æ Ð A V Í NH Ö S K U L D U R J Ó N S S O N

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:36 Page 6

Page 7: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

7

vart við því búist að allir fái það sem eftir er leitað í vín-búðunum. Gæði víns eru mjög huglæg jafnvel svo að vín,sem talið er gott í einu landinu, er talið næsta ódrekkandií öðru. Ég tel þá víngagnrýnendur hrokagikki sem telja neysluÍslendinga á kassavínum bera vott um lélegan vínsmekk. Íflestum tilvikum hafa viðskiptavinir ÁTVR haft kynni af þeirrivöru sem þeir kaupa og það er reynsla og verð sem ræður valiþeirra.

Í upphafi þessara skrifa vék ég að verðlagningarreglumáfengis. Flaska af vinsælasta rauðvíninu, sem vínbúðirnarselja og er 13,5% að vínandastyrk kostar 990 kr. Í því verðier 540 kr. áfengisgjald til ríkissjóðs ásamt virðisaukaskattiaf því. Þessir þættir eru 55% verðsins. Sé keypt vín af samastyrk fyrir 3000 kr er upphæð áfengisgjaldsins sú sama ener aðeins 18% verðsins. Megi ráða gæði vína af verði, ætti3000 kr flaskan að geyma rúmlega 5 föld gæði á við vin-sælasta vínið sem kostaði 990 krónur.

AALLLLTT VVÍÍNN SSEEMM BBÝÝÐÐSSTT KKEEMMSSTT ÍÍ VVÍÍNNBBÚÚÐÐIIRRNNAARRNýlega birtist grein í Tímariti Morgunblaðsins um vöruvalvínbúða. Komst greinarhöfundur að þeirra niðurstöðu aðvínbúðirnar væru að sigla í átt að jafn óspennandi einsleitnií vínúrvali og fyrirtækinu hafi tekist að yfirgefa á sínum tíma.„Vandmálið er ekki að góð vín séu ekki lengur flutt inn tillandsins” segir greinarhöfundur. „Vandinn er hins vegar sáað það er að verða nær ómögulgt að koma þessum vínumfyrir í hillum vínbúðanna þannig að þau standi neytendumtil boða”.

Hér gætir nokkurs misskilnings. Birgjum stendur til boðaað koma þeim vínum í sölu sem þeir óska. Allar vörur áreynslulista ÁTVR geta verið minnst 12 mánuði í hillumÁTVR óháð því hvernig þær seljast. Eftir árið er staðanmetin. Hafi rauðvín ekki selst í magni, sem svarar til 1-2flaskna dag hvern á sölutímabilinu, hverfur hún úr hillumÁTVR. Heildsalar hafa engan áhuga á viðskiptum, sembyggjast á svo lítilli sölu.

Í Morgunblaðinu birtust viðtöl við tvo áfengisheildsala,sem tóku undir kvartanir greinarhöfundar blaðsins umframmistöðu ÁTVR um hversu slæmt aðgengi vara ætti aðvínbúðunum. Að sjálfsögðu hef ég kannað stöðu þessaraheildsala hjá ÁTVR. Annar heildsalinn á tvær umsóknir sembárust 18. október 2004. Sýnishorn sem fylgja áttuumsóknunum hafa ekki enn borist þrátt fyrir að eftir hafiverið leitað. Hinn heildsalinn á 6 umsóknir, sem bárustsíðustu daga júlí s.l. og munu þær vörur sem fram eruboðnar allar birtast í Heiðrúnu og Vínbúðinni Kringlunni1. október n.k. Þótt vörur í reynslusölu séu aðeins í hillumHeiðrúnar og Kringlunnar, er það viðunandi dreifing. Um30% allrar léttvínssölu er í þessum vínbúðum auk þess semöflug sendingarþjónsuta er frá Heiðrúnu í allar hinar 44 vín-búðirnar, hafi þar verið um vöruna beðið. Sérlisti ÁTVR ereinnig í fullu fjöri. Á honum eru 60 tegundir samtímis ensíbreytilegar og gagngert ætlaðar vínáhugamönnum.

GGÆÆÐÐII MMÆÆLLDD ÍÍ PPEENNIINNGGUUMMÉg gef því víni, sem flestum neytendum fellur, gæða-stuðulinn 1. Það kostar 990 kr. og hluti af verðinu er flaturskattur 540 kr, sem er inni í verði allra vína af samastyrkleika. Sú almenna regla að verð og gæði haldist í hend-ur á því ekki við um vín hjá ÁTVR.

Sé verð víns án áfengisgjalds mælikvarði á gæði, ætti rauðvínsem kostar 1.440 kr. að vera helmingi betra en 990 kr. vín.

Þar aukast gæði hraðar en verð. Vínflaska sem kostar900 kr. án áfengisgjalds ætti samkvæmt þessu að hafagæðastuðulinn 2 og kosta 1440 kr. í vínbúðinni.

Vínáhugamaðurinn hefur það sem af er þessu ári áttsvofellt val rauðvína á flöskum er hafa gæðastuðulinn 2 eðahærri:

Verðbil kr. Fjöldi tegunda Gæðastuðull1440 - 1490 29 2,00 - 2,111500 - 1990 83 2,13 - 3,222000 - 2990 40 3,24 - 5,443000 - 3990 13 5,47 - 7,674000 og hærra 29 7,69 - <

Framboð rauðvínstegunda, sem samkvæmt ofangreind-um forsendum eru a.m.k. helmingi betri en flestir drekkaog vel það, svarar til þess að vínáhugamaðurinn hafi getaðvalið sér nýja gæðategund í vínbúðunum nánast á hverjumdegi sem af er árinu. Þyki þetta lélegt úrval, getur vínáhuga-maðurinn óskað að ÁTVR sérpanti vín úr því safni semheildsalar halda fyrir veitingahúsin. Venjulega tekur það vín-búðirnar einn dag að afgreiða slíka pöntun til viðskiptavinaá höfuðborgarsvæðinu. Hugsanlega hefur vínáhuga-maðurinn því getað drukkið tvær nýjar tegundir gæðavínsá dag.

Hve margir viðskiptavina vínbúðanna telja, að nú sé ekkinóg að gert?

Höskuldur Jónsson

U M V Í N O G G Æ Ð A V Í N

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:36 Page 7

Page 8: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

8

Í Viðskiptablaðinu 19. ágúst birtist grein um vöruval ÁTVR.Í greininni er meðal annars fjallað um vörufátækt í vín-búðunum og lítið úrval af spænsku víni. Sérstaklega er vínifrá frá héraðinu Ribera del Duero gerð skil og segir þarorðrétt:

„Mikill uppgangur er í víngerð í héraðinu og flestar betri vín-búðir erlendis eiga eitthvað til af Ribera del Duero-vínum. Hinsvegar getur maður ekki átt von á því að rekast á þær í versl-unum ÁTVR í bráð ef einsleit framlegðarþróun ræður þarríkjum“. Lokaorð greinarinnar eru svo: „Ætli maður verðiekki að ferðast suður í lönd til þess að sækja Ribera del Duero-vín sem og Lomo-skinkuna til að maula með því.“

Þessar fullyrðingar þóttu mér næsta ótrúlegar enda reynd-ust þær rangar að athuguðu máli. Í vínbúðum ÁTVR eru áskrá 115 spænsk rauðvín sem skiptast þannig:

Rioja, 46 vín á verðbilinu 990 - 12.090 kr.Ribera del Duero 11 vín á verðibilinu 1.570 - 18.680 kr. Katalónía 23 vín á verðbilinu 790 - 3.290 krÖnnur svæði 35 vín á verðbilinu 990 - 4.890 kr.

Strax við þessa samantekt sést að vínúrvalið er afbragðsgott.

En berum okkur þá saman við hinar margrómuðu sérversl-anir erlendis. Ég fletti upp þremur sérverslunum íBretlandi. Ég hef heimsótt þær allar og þær eru meðalþeirra bestu í London. Eru með margar búðir í dýrumhverfum London. Allar þessar búðir eru með vel menntaðasérfræðinga og telja sig allar mæta öllum kröfum um metn-að, þjónustu við vínáhugamanninn o.s.frv. Búðirnar eruMajestic Wine Warehouse sem sérhæfir sig gagnvartvínáhugamönnum og þeim sem kaupa vín af áhuga og í kjall-arann, Oddbins sem er keðja af vínbúðum sem hafa mikla

dreifingu og Roberson Wine Merchant sem leggur mikiðupp úr úrvali og því að sinna hinum „sönnu“ vínáhuga-mönnum.

Hjá Majestic eru á skrá 28 spænsk rauðvín á verðbilinu 2.99GBP - 50 GBP. Flest eru frá Rioja, ég fann 1 vín frá Riberadel Duero

Í Oddbins eru á skrá 35 spænsk rauðvín á verðbilinu 3.99GBP - 99 GBP. Þar af eru 20 frá Rioja og 2 frá Ribera delDuero

Hjá Roberson eru á skrá 33 spænsk rauðvín á verðbilinu3,95 GBP - 150 GBP. Þar af eru 15 frá Rioja og 12 fráRibera del Duero. Dýrasta vínið er Vega Sicilia Unico semkostar GBP 150 eða um 17.250 kr. Það vín er til hjá ÁTVRog kostar 18.680 kr.

Hjá goðsögninni Berry Bros & Rudd keyrði ég leit aðRibera del Duero og fann 4 rauðvín. Systembolaget íSvíþjóð býður 8 tegundir. Vinmonopolet í Noregi á 2tegundir af rauðvíni frá umræddu svæði og í Finnlandi máfá 10 tegundir af Ribera vínum í verslunum ALKO.

Af þessu má sjá að höfundur greinarinnar hefur ekki kynntsér það það mál, sem um er fjallað, sem skyldi. Ef hannætlar eitthvert suður á bóginn til að ná sér í þessi vín þávona ég hans vegna að hann búi norðan við Miklubrautinaog geti þá bara skellt sér í Heiðrúnu eða Kringluna því þarfær hann besta úrvalið sem ég finn.

Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri vörusviðs ÁTVR

M I K I Ð Ú R V A L S P Æ N S K R A V Í N AÍ V Í N B Ú Ð U M Á T V RM I K I Ð Ú R V A L S P Æ N S K R A V Í N AÍ V Í N B Ú Ð U M Á T V R

Á G Ú S T H A F B E R G

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:36 Page 8

Page 9: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

9

Vín er best í hófi - það vita flestir. En við ákveðnaraðstæður er ekki sjálfgefið að fólk átti sig á því hvar hófiðer. Fólk getur verið mis upplagt og stundum áttar það sigekki á hvað það hefur drukkið í raun mikið né á lúmskumáhrifum áfengis. Því getur fylgt veruleg óþægindi. Gott er aðhafa fáein ráð í huga þegar boðið er upp á áfenga drykki íboðum.

Fyrsta reglan er að bjóða alltaf upp á nóg af óáfengumdrykkjum. Sérstaklega er brýnt að hafa vatn á áberandi staðþar sem auðvelt er fyrir gestina að fá sér. Annars getur fólkgleymt því að drekka vatn á móti áfengi og oftast er þaðástæðan fyrir því að fólki fari að líða illa. Óáfengir kokteilarog gos er einnig gott að hafa til að auka fjölbreytnina. Þaðeykur einnig á ánægju þeirra sem ekki drekka áfengi.

Bjóðið upp á smárétti eða snarl svo gestirnir drekki ekki áfastandi maga - það getur haft lúmsk áhrif. Brauð, ostur,ídýfur og grænmeti eru góðir kostir, en salthnetur, snakkog annað sem eykur þorstan eru ekki jafnæskileg.

Opnir barir þar sem gestirnir skammta sér sjálfir geta veriðviðsjárverðir. Fólk sem er þegar farið að finna á sér á áhættu að skammta sér fullmikið. Betra er að hafa einhvernsem sér um að skammta drykkina. Það er einnig upplagt aðhafa sjússamæla við flöskurnar svo fólk geti áttað sig ámagninu sem það drekkur.

Það er brýnt að fylgjast með hvort gestirnir hyggist keyraheim eftir drykkju og grípa inn í ef þörf er á. Til dæmis aðhvetja gestina að taka leigubíl eða jafnvel bjóða viðkomandiað gista. Athugið að það er aldrei réttlætanlegt að setjastupp í bíl hjá þeim sem hefur verið að drekka og rétt að takafram að tryggingar bæta ekki skaða sem drukkinn öku-maður verður fyrir né farþega hans.

Þegar líða fer að lokum boðsins, er ráð að hætta að bjóðaupp á áfenga drykki og leggja áherslu á þá óáfengu. Munduað þó að kaffi geti verið hressandi þá rennur ekkert fljótaraf fólki við kaffidrykkju.

Varist að drekka mikið sjálf. Gestgjafinn þarf að sýna dóm-greind í eigin boði og takar réttar ákvarðanir og jafnvelbregðast við óvæntum atvikum.

F Y R I R B O Ð I Ð

H O L L RÁÐ

© CORBIS.com

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:36 Page 9

Page 10: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

10

Sykursýki er sjúkdómur, sem gerir það að verkum aðsykurmagnið (þrúgusykur/glúkósi) í blóðinu verður ofmikið.

Sykur er brennsluefni líkamans. Blóðsykurstjórnun erflókið ferli þar sem margir þættir hafa áhrif, s.s líkams-áreynsla, fæði, geta lifrar til að brjóta niður sykur og fram-leiða blóðsykur og ýmis önnur hormón auk insúlíns. Til aðblóðsykurinn nýtist sem orkugjafi þarf hann að fara úrblóðinu inn í frumur líkamans fyrir tilstuðlan insúlíns, semer framleitt í briskirtlinum. Blóðsykurinn hækkar: � vegna insúlínsskorts, þ.e. ef briskirtillinn framleiðir ekkiinsúlín (insúlínháð sykursýki) � þegar briskirtillinn framleiðir nóg insúlín en það nýtistekki frumum líkamans (insúlínóháð sykursýki).

TTIILL EERRUU TTVVÖÖ AAFFBBRRIIGGÐÐII AAFF SSYYKKUURRSSÝÝKKII ::� Insúlínháð sykursýki, eða týpa 1, sem er algengari hjáungu fólki og börnum � Insúlínóháð sykursýki eða týpa 2, sem er algengari hjáeldra fólki Sykursýki mætti kalla velferðarsjúkdóm, því stærstiáhættuþátturinn er offita, hár blóðþrýstingur og reyk-ingar. Lífsstíll sykursjúkra ætti í raun að vera ákjósan-legasti lífsstíllinn fyrir alla. Hollast væri fyrir okkur öll aðtakmarka fituneyslu, láta vera að reykja og umfram allthreyfa okkur reglulega. Auk þess ættum við að verameðvituð um hvernig áfengi virkar á okkur og neyta þessí hófi.

HHVVEERRNNIIGG VVIIRRKKAARR ÁÁFFEENNGGII??Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvernig áfengivirkar, en áfengi berst mjög fljótt út í blóðrásina, í raun ánþess að hafa verið melt. Aðeins nokkrum mínútum eftirað áfengisins hefur verið neytt má mæla það í blóðinu.

Lifrin brýtur áfengið niður og það tekur lifrina ímeðalþungri mannesku um það bil tvær klukkustundir aðbrjóta niður áfengið úr einum bjór. Sé áfengi drukkiðhraðar en lifrin nær að brjóta það niður, fer umfram-magnið um líkamann og nær til allra vefja. Þegar menntala um að finna á sér hefur áfengið náð til heilafrumn-anna.

SSYYKKUURRFFAALLLL VVIIÐÐ ÁÁFFEENNGGIISSNNEEYYSSLLUUFólk með sykursýki sem eru háð insúlínsprautum er hættvið sykurfalli við neyslu áfengis. Ástæðan er í einföldumáli sú að undir eðlilegum kringumstæðum umbreytirlifrin kolvetnabirgðum okkar í glúkósa og sendir út íblóðrásina til að viðhalda réttu magni blóðsykurs í líkam-anum. Við neyslu áfengis hefur lifrin nóg með að brjótaniður áfengið og sykurinn verður þá útundan. Því geturorðið blóðsykursfall. Hættan á því er sérstaklega mikil hjáþeim sem taka inn blóðsykurslækkandi lyf til lengri tíma.Nokkur ráð til að forðast of lágan blóðsykur við áfengis-neyslu:� Ekki drekka á fastandi maga� Drekktu í hófi� Mældu blóðsykur áður en þú ferð að sofa� Fáðu þér eitthvað að borða áður en þú ferð að sofa tilað forðast blóðsykursfall í svefni. Eftir áfengisneysluverður að stjórna blóðsykri með því að neyta kolvetna.

AAÐÐ MMÖÖRRGGUU BBEERR AAÐÐ HHYYGGGGJJAAAllir þeir sem vita að einhvert ójafnvægi er á blóðsykriþeirra þurfa að fara varlega við neyslu áfengis. Þeir þurfaað þekkja sjúkdóm sinn vel og þekkja einkenni og hegðunhans við neyslu áfengis. Þeir þurfa líka að kynna sér velhvaða drykkir eru slæmir og hverjir eru skárri. Jafnframter nauðsynlegt að vita hvað er verið að drekka. Það eruum 4700 manns með greinda sykursýki á Íslandi. Þar aferu 4200 með insúlínóháða sykursýki. Sá hópur þarf þóekki síður en hinn að passa vel mataræðið og því mikil-vægt að vita hvað er borðað og drukkið. Sem dæmi mátaka að tveir lítrar af bjór, jafngilda 20 sykurmolum, tveirljósir bjórar jafngilda 200 hitaeiningum og í einu rauðvíns-glasi eru að jafnaði u.þ.b. 78 kaloríur. Þannig er nauðsyn-legt að velja vel drykkina, sumir eru skárri en aðrir fyrirsykursjúka. Betra er að velja drykki með lægra alkóhól-magni og lágu sykurinnihaldi. Ef notað er bland út í sterkvín skal velja sykursnauða drykki s.s. diet gos

Á F E N G I O G S Y K U R S Ý K I

Höfundur greinarinnar:Jórunn Frímannsdóttir,hjúkrunarfræðingur ogritstjóri vefsinswww.doktor.is

Á F E N G I O G S Y K U R S Ý K I

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:36 Page 10

Page 11: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

11

HHVVEENNÆÆRR ÁÁ EEKKKKII AAÐÐ NNEEYYTTAA ÁÁFFEENNGGIISS?? � Þeir sem hafa hlotið taugaskemmdir af völdum sykur-sýki ættu ekki drekka. Áfengi getur haft eituráhrif á tauga-enda og aukið á verki, doða, náladofa og önnur einkennitaugaskaða.� Augnskaði af völdum sykursýki. Mikil neysla áfengis,(þrjú glös eða meira á dag) getur valdið því að augnskaðiversni.� Hár blóðþrýstingur. Áfengi hefur áhrif á háanblóðþrýsting til hins verra. � Hátt hlutfall blóðfitu. Áfengi hefur áhrif á getu lifrar-innar til að hreinsa fitu úr blóðinu og því ættu þeir semeru með hátt hlutfall blóðfitu (þríglýseriíð) ekki að neytaáfengis. Jafnvel lítil drykkja (tvö vínglös á viku) geturhækkað hlutfall blóðfitu.

HHEELLSSTTUU EEIINNKKEENNNNII SSYYKKUURRSSÝÝKKIIÞrátt fyrir að sykursýki sé vel þekkt eru margir sem vitaekki af því að þeir hafi sjúkdóminn. Það er jafnvel sagtað annað hvert tilfelli af insúlínóháðri sykursýki, þ.e. týpu2 sé ógreint. Helstu einkenni eru:

� Þorsti� Tíð þvaglát� Þreyta� Lystarleysi og þyngdartap� Kláði umhverfis kynfæri� Sýkingar í húð og slímhúðum

D O K T O R . I S

Inn á www.doktor.is er að finna mikið af upplýsingum um sykursýki og tengt efni. Þessi grein er unnin upp úr ýmsum greinum af vefwww.Doktor.is, grein um Alcohol af vef amerísku sykursýkissamtakanna American Diabetes Assosiation og úr grein sem birtist í sænskatímaritinu Bolaget í maí 2004.

© NordicPhotos.is

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:36 Page 11

Page 12: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

NNÚÚÐÐLLUUSSAALLAATT MMEEÐÐ SSTTÖÖKKKKUU TTÓÓFFÚÚ

150 g hrísgrjónanúðlur1/4 bolli matarolía375 g tófú, skorið í fína strimla2 gulrætur, skornar í fína strimla1/2 bolli ristaðar hnetur, saxaðar1/2 bolli fersk kóríanderlauf1 agúrka, sneidd langsum í mjög þunnar sneiðar

ssóóssaa::1 msk sesamolía3 msk sojasósa1 msk sítrónusafi1 msk sæt sojasósa

Hellið sjóðandi vatni yfir núðlurnar og látið standa í 5mínútur. Látið renna vel af þeim. Hitið olíu á pönnu ogsteikið tófúið þar til það fær á sig gullinn lit. Látið olíunarenna af því á eldhúsbréfi. Ristið söxuðu hneturnar ápönnu. Hrærið saman hráefnið í sósuna. Hrærið tófúiðsaman við núðlurnar ásamt gulrótum, hnetum, kóríander-laufum og sósunni. Setjið agúrkusneiðar á disk og salatiðofan á. (fyrir 4)

Vín með: Riesling Kabinett, Sauvignon Blanc, Chenin Blanc

KKJJÚÚKKLLIINNGGUURR ÍÍ KKAARRRRÍÍ

4-5 kjúklingabringur, skornar í sneiðar3 msk matarolía2 litlir laukar, saxaðir1 1/2 msk gott karrý4 hvítlauksrif, söxuð1 1/2 cm ferskt engifer, rifið1 kjúklingateningur1 1/2 dl gulrótarsafi1 1/2 dl eplasafi250 g kókosrjómi, má vera mjólk1 tsk salt 1 tsk sykur2 tómatar, skornir í teninga1 msk ferskt kóríander, saxað100 g hrein jógúrt

Hitið olíuna á pönnu, mýkið laukinn og hrærið karrýið saman við.Látið malla þar til kryddið angar. Setjið kjúkling, hvítlauk, engiferog tening út í laukblönduna, steikið í 2 mínútur. Hellið gulrótar-og eplasafa yfir, þá kókosrjómanum. Saltið og sykrið. Látið malla í15 mínútur. Setjið þá tómatana saman við, kóríander og jógúrt,hrærið. Berið fram með hrísgrjónum. (fyrir 4).

Vín með: Belgískur úrvalsbjór, Festbock bjórar, Alsace Gewürztraminer

L J Ú F F E N G T Á I N N A N V I Ð 3 0 M Í N Ú T U ML J Ú F F E N G T Á I N N A N V I Ð 3 0 M Í N Ú T U MU P P S K R I F T I R

Umsjón: HGB / Myndir: GS

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:36 Page 12

Page 13: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

PPEERRUUPPÖÖNNNNUUKKÖÖKKUURR

2 bollar hveiti1 1/2 tsk lyftiduft1/2 tsk salt1/4 b flórsykur3 egg3 bollar nýmjólk eða matreiðslurjómi60 g brætt smjör2 perur, afhýddar50 g brætt smjörflórsykur

Setjið þurrefnin í skál og hrærið egg, smjör og mjólksaman við svo úr verði kekkjalaust deig. Mjög mikilvægter að afhýða perurnar (svo deigið loði við þær) ogskera þær síðan í þunnar sneiðar. Smyrjið báðar hliðarmeð bræddu smjöri og sáldrið flórsykri yfir. Setjiðhverja perusneið á miðlungsheita pönnu, pönnu-kökupönnu eða pönnu sem festist ekki við, steikiðaðeins á hvorri hlið. Hellið 1/3–1/2 b af deigi yfirperuna, 2–3 litlar ausur, og steikið í 1–2 mínútur áhvorri hlið eða þar til pönnukakan fær á sig gullinn lit.Berið fram með smjöri og pönnukökusýrópi en einnigómótstæðilegt að bera fram með Sundae-sýrópi, enskrikaramellu frá Heath sem fæst í helstu matvöruversl-unum. (fyrir 4-6).

Vín með: Riesling Spätlese eða Auslese Vin Santo

FFYYLLLLTT LLÚÚÐÐAA VVAAFFIINN HHRRÁÁSSKKIINNKKUU

2–3 smálúðuflök1/2 sítróna1 bréf hráskinka, a.m.k. 12 sneiðar2 msk olía100 g sólþurrkaðir tómatar í olíu1 dl furuhnetur, ristaðar1 dl ferskur parmesanostur2 msk fersk steinselja1 1/2 dl kaperssalt og svartur pipar2 dl rjómi eða sýrður rjómi

Skerið lúðuflökin í það stóra bita að hægt sé að rúlla þeimupp. Kreistið safann úr sítrónunni yfir. Ristið furuhneturnar ápönnu þar til þær verða gullnar. Maukið í matvinnsluvél olíu,1 dl af kapers, sólþurrkaða tómata, furuhnetur, parmesanostog steinselju, saltið og piprið. Berið blönduna á lúðustykkin,ekki spara maukið, og vefjið hráskinku utan um, 1–2 sneiðarfara utan um rúlluna. Gott er að festa skinkuna meðtannstönglum. Setjið í eldfast mót, stráið 1/2 dl af kapers yfir(einnig gott að hafa ólífur með) og bakið í 220 gráðu heitumofni í 10 mínútur, takið þá út og hellið rjóma eða sýrðumrjóma yfir. Bakið í 5–7 mínútur. Berið fram með hrísgrjónumeða kartöflum. (fyrir 4)

Vín með: Chianti, Sauvignon Blanc

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:36 Page 13

Page 14: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

TTAAÍÍSSAALLAATT MMEEÐÐ KKAARRAAMMEELLLLSSÉÉRRAAÐÐRRII SSVVÍÍNNAALLUUNNDD

1/4 b sojasósa1/2 b sykur1/2 ferskt rautt chillí, hreinsað og smátt skorið1 cm ferskt engifer, rifið2 msk fiskisósa2 msk limesafi1 msk anís600 g svínalund, skorin í þunnar sneiðar100 g salat4 vorlaukar, fínt skornir2 msk fersk basilíka, fínt skorin2 msk ferskt kóríanderlauf, tekin af stilkum2 msk fersk minta, fínt skorin

Hrærið á miðlungs hita í potti sojasósu, chillí, engifer, fiskisósu,limesafa og anís þar til blandan tekur að þykkna aðeins, 2–3mínútur. Bætið kjötinu út í og steikið á báðum hliðum í 4–5mínútur eða þar til kjötið er eldað í gegn. Blandið saman salati,vorlauk og ferskum kryddjurtum. Berið svínakjötið fram meðsalatinu og sáldrið sósunni yfir. Að sjálfsögðu gott með hrísgr-jónum. (fyrir 4).

Vín með: Ástralskur Cabernet Sauvignon, Cotes de Rousillon

GGRRÆÆNNTT SSPPAAGGEETTTTÍÍ MMEEÐÐ BBEEIIKKOONNII

500 g spagettí, soðið „al dente“10-15 sneiðar beikon, stökkt4 msk ólífuolía2 cm ferskt chillí, rautt eða grænt2 hvítlauksrif2 lúkur klettasalat eða spínat2 msk fersk steinselja2 msk fersk basilíkasalt og svartur pipar4 msk ferskur parmesanostur

Sjóðið spagettíið. Steikið beikonið (þægilegast að setja þaðá smjörpappír og undir sjóðheitt grill í ofni – þá fer ekki alltút um allt). Hafið það stökkt. Setjið beikonið og allthráefnið í matvinnsluvél og maukið. Hrærið smá smjörklípusaman við soðið spagettíið og loks blönduna. Sáldriðostinum yfir og hrærið. (fyrir 4).

Vín með: Nýja heims Chardonnay, Lambrusco

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:36 Page 14

Page 15: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

Lofttæmir og tappar í VínbúðinniHeiðrúnu og Kringlunni

Uppúr miðjum september hefst sala á lofttæmingar-

pumpu og töppum í vínbúðunum Heiðrúnu og

Kringlunni. Pumpan sogar loft úr flöskunni og kemur

þannig í veg fyrir oxun og hægt er að geyma opnaða

léttvínsflöku í allt að viku án þess að vínið skemmist.

Pumpunni fylgir tappi með ventli sem sýnir þegar

flaskan er lofttæmd og vel lokuð. Hægt er að kaupa

aukatappa.

Lofttæmirinn kostar 2.500 kr (vr. 09915) og tappar

(3 stk í pakka) kosta 1.400 kr (vr: 09916)

Vissir þú?

Að vínrækt er ein útbreiddusta búgrein í heimi, en

það eru u.þ.b. 20 milljón ekra í heiminum lagðar

undir vínræktun.

Ú R Ý M S U M Á T T U M

M O L A R

Endurvinnslan.isEndurvinnslan og Sorpa borga 9 krónur fyrir allar ein-

nota drykkjarumbúðir. Það á jafnt við um allar vínflöskur

og bjórflöskur sem gosflöskur og dósir. Móttökustaðir

eru víða og hægt er að leita nánari upplýsinga um

staðsetningu þeirra úti um allt land á heimasíðu

Endurvinnslunnar: www.endurvinnslan.is.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:36 Page 15

Page 16: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

16

Upphaf viskígerðar er nokkuð umdeild. Írar segjast hafa verið

byrjaðir að eima um það leyti sem við Íslendingar vorum að

taka kristni og aðferðin hafi borist til Skotlands þaðan. Aðra

sögu segja Skotarnir auðvitað, en eitt vitum við fyrir víst, að

elsta varðveitta heimild, um viskígerð er skosk, frá 1494. Þar

leggur munkurinn John Cor fram pöntun á malt til að gera

aquavitae, en það er ekki fyrr en árið 1618 sem orðið uiskie

kemur fyrst fram í skriflegum heimildum. Það orð, sem síðar

verður að whisky, er dregið af orðunum uisge beatha, úr

skosk-gelísku, en það þýðir vatn lífsins, rétt eins og aquavitae.

Hver svo sem sannleikurinn er um uppruna vískís, þá er

Skotland ávallt haft til viðmiðunar, enda býr það yfir mestri

fjölbreytni í framleiðslu. Nafnið er ekki alltaf skrifað eins, en

í Skotlandi og Kanada er drykkurinn kallaður whisky, meðan

Írar og Bandaríkjamenn kalla hann yfirleitt whiskey.

DDRRYYKKKKUURR ÚÚRR KKOORRNNIIViskí, er í grunnatriðum eimaður drykkur gerður úr korni, en

það er víðast hvar ekki nógu nákvæm skilgreining. Í Skotlandi

má ekki kalla drykkinn whisky fyrr en eftir þriggja ára legu í

tunnu. Hvert land, og hérað hefur svo sínar reglur um

hvernig á að framleiða drykkinn. Eitt skýrasta dæmið er að í

Bourbon verður að lagera í nýjum tunnum, en í Skotlandi má

alls ekki nota nýjar tunnur. Þarna er komin góð ástæða fyrir

samvinnu á milli svæðanna, en hefðin í Skotlandi var að nota

gamlar sérrí eða portvínstunnur.

Algengt er að tala um blandað viskí eða maltviskí, en ekki

eru allir með það á hreinu hvað það þýðir. Þegar talað er um

blandað viskí, er það blanda sem samanstendur af 60 - 80%

kornviskíi, sem er mjög milt, og maltviskíi frá mörgum eiming-

arstöðvum. Blöndunarmeistarar eru mikils metnir enda þurfa

þeir að blanda saman tugum mismunandi viskía, í hverja

blöndu, til að viðhalda sömu blæbrigðum frá ári til árs.

Munurinn á potteimingu og samfelldri eimingu, er að í pott-

eimingu er einn skammtur settur í eimketilinn og hann

eimaður. Að eimingunni lokinni er ketillinn tæmdur og næsti

skammtur tekur við. Í samfelldri eimingu er stöðugt rennsli í

gegnum eimingartækin, og auðvelt, eða jafnvel nauðsynlegt er

að tölvustýra þeim, fyrir vikið er aðferðin bæði fljótvirkari og

mun ódýrari. Þeim mun oftar sem viskíið er eimað, því mild-

ara verður það. Í Skotlandi verður viskí að vera eimað

minnst tvisvar, en á Írlandi verður það að vera þríeimað.

Önnur svæði geta leyft að eima einungis einu sinni.

HHEELLSSTTUU TTEEGGUUNNDDIIRR VVIISSKKÍÍSSKKoorrnnvviisskkíí, eða grain whisky er hægt að gera úr öllu öðru

korni en möltuðu byggi. Ómaltað bygg, rúgur, maís og hveiti

M A G N Ú S T R A U S T A S O N

V Í S K Í

© CEPHAS.com

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:37 Page 16

Page 17: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

17

er allt gott og gilt. Kornviskí er gert með samfelldri eimingu,

sem er mun ódýrari en potteiming. Samfelld eiming gefur

jafnframt af sér bragðminni drykki en potteimingin og oft eru

þeir hreinlega karakterlausir. Eitthvað er selt af kornviskíi, en

megnið er notað í blöndun.

SSiinnggllee mmaalltt er maltviskí frá einni eimingarstöð, en er

blanda af nokkrum misgömlum viskíum. Þetta er gert til að

viskíið sýni rétt einkenni eimingarstöðvarinnar, en þónokkur

munur getur verið á árgöngum, og jafnvel tunnum úr sömu

eimingu.

PPuurree mmaalltt er blanda af maltviskíum frá mörgum eimingar-

stöðvum, en oft halda menn sig innan sama svæðis og má þá

tilgreina svæðið á flöskunni. Einnig kallað vatted malt.

SSiinnggllee CCaasskk eða single barrel er maltviskí frá einni eiming-

arstöð, úr einungis einni tunnu. Oft er númer tunnunnar,

dagsetning eimingar, dagsetning átöppunar, fjöldi flaskna og

númer flöskunnar gefið upp á miðanum. Allar flöskurnar úr

sömu tunnunni eru eins, en næsta tunna getur gefið af sér

önnur blæbrigði.

Aldur viskísins er oftast gefinn upp á flöskunni, en ef sagt er

að viskíið sé t.d. 12 ára, þýðir það að yngsta viskíið í blönd-

unni er 12 ára. Að sjálfsögðu má framleiðandinn nota mjög

gömul viskí í blönduna, svo fremi sem hann gefur upp aldurinn

á því yngsta. Einnig er til í dæminu að árgangur sé gefinn upp,

en hann er helst að finna á single cask viskíi.

Stærstu viskíframleiðslulönd eru Skotland, Írland, Kanada

og Bandaríkin, en það er einnig framleitt á Indlandi og Japan í

þónokkru magni, en lönd eins og Tékkland, Nýja Sjáland og

Tyrkland eiga einnig sína fulltrúa. Nokkur munur er á

einkennum viskís á milli landa, enda eru áherslur og hefðir

misjafnar.

BBAANNDDAARRÍÍKKIINNBandarískt viskí er að mestu leiti framleitt í Kentucky, og

fylkjunum í næsta nágrenni, eins og Tennessee, Indiana, Ohio,

Virginíu og Pennsylvaníu, en til að sanna regluna er viskí líka

framleitt í Kaliforníu.

Bourbon er kennt við samnefnda sýslu í Kentucky, en er

samt leyfilegt að gera hvar sem er í Bandaríkjunum. Það

verður að innihalda minnst 51% maís og vera þroskað í

nýjum, sviðnum eikartunnum í minnst tvö ár, án nokkurra

aukaefna, svo sem bragð-, litar- eða sætuefna. Eikartónarnir

eru oft áberandi í bourbon, með reyk, vanillu og kryddi.

Önnur bandarísk viskí geta verið mjög áþekk, enda aðferð-

in yfirleitt svipuð, þó aðrar korntegundir séu notaðar, eða

önnur hlutföll. Algengt er að láta nýeimaðan spírann renna

gegnum kolafilter, til að milda bragðið. Sú aðferð er oft kennd

við Lincoln sýslu, þó að það nafn birtist ekki á flöskunni, líkt

og bourbon gerir.

Rye, eða straight rye, þarf að innihalda a.m.k. 51% rúg.

Áður fyrr var notaður maltaður rúgur, en sökum þess að

rúgur er dýrari en t.d. maís, og maltaður enn dýrari, gera fáar

eimingarstöðvar rúgviskí og þær sem gera það nota ómaltað-

an rúg. Til að bæta gráu ofan á svart er einnig erfiðara að

meðhöndla hann og verður drykkurinn því dýrari en önnur

ameríkuviskí. Þriðja ástæðan fyrir minnkandi vinsældum

rúgviskís er að rúgur er bragðmeiri en maís og hefur af þeim

völdum vikið fyrir bragðmildari maísviskíum.

Sour mash er nafnið á aðferð sem notuð er til að tryggja

betri nýtingu kornsins, en þýðir ekki að viskíið sé súrt. Þessa

aðferð nota langflestar eimingarstöðvarnar, jafnvel þó það

ekki sé tilgreint á flöskunni.

KKAANNAADDAAMargir halda að allt kanadískt viskí sé rúgviskí, og þó svo að

sumar kanadísku eimingarstöðvanna setji það á flöskumiðann,

er það í raun rangnefni. Líkt og mörg bandarísk viskí, eru

kanadísk viskí oft blanda af mismunandi viskíum, og þar

kemur rúgur auðvitað oft fyrir, en ekki á sama hátt og hið

bandaríska straight rye. Blöndurnar geta líkt og bandarísk

viskí einnig innihaldið hreinan spíra, til að gefa mildari fyllingu.

Kanadísk viskí eru mild en bragðþétt, og geta haft nokkurn

kryddaðan tón.

ÍÍRRLLAANNDDÍrskt whiskey hefur gegnum aldirnar verið mun nær þeim

skosku í karakter, en síðan Írar fóru að flytja það út, hafa

mildari, þríeimuðu og óreyktu viskíin tekið yfir. Þessi fínlegu

viskí voru auðveldari í sölu en kröftugir og reyktir Skotarnir,

þar sem þau kepptu um markaðshlutdeild við cognac, sem á

að vera allt annað en harkalegur drykkur. Einnig ber að nefna

að það var Íri sem fann upp samfellda eimingu, en hún er nú

orðin mjög algeng, þar sem hún gefur af sér mildara viskí en

potteiming. Írland framleiðir mikið af blönduðu viskíi, en

einnig nokkuð af single malt viskíi. Í dag eru þrjú atriði sem

skilgreina írskt viskí, í fyrsta lagi þarf það að vera framleitt á

V I S K Í

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:37 Page 17

Page 18: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

18

Írlandi, það verður að vera þríeimað og að lokum að maltið

má ekki vera þurrkað við móreyk. Með þessu móti ná menn

að viðhalda þessum einkennandi fínleika, sem skapaði írsku

viskíi vinsældir.

SSKKOOTTLLAANNDDSkotland framleiðir mikið af blönduðu viskíi, en mestrar

virðingar njóta þó maltviskíin. Þegar kemur að maltviskíi er

Skotlandi almennt skipt í fimm svæði: Hálönd, Láglönd,

Speyside, Eyjar og Islay. Campbelltown var til langs tíma sér

svæði, en er nú talið með hálöndunum.

Hálöndunum hefur svo í seinni tíð verið skipt í norður-,

vestur-, austur- og miðhálönd, hvert með sín blæbrigði. Þar

sem allir þekkja hálandaviskí, er svæðið það þekktasta, þó að

Speyside sé trúlega vinsælast meðal áhugamanna um

maltviskí.

Láglöndin gefa af sér blómleg og mild viskí, með fíngerða

korntóna. Sumar eimingarstöðvarnar þrí-eima og nota minni

eða jafnvel engan mó. Frábært fyrir þá sem vilja eitthvað

fínna en blandað viskí, án þess að fá of mikinn kraft.

Speyside tilheyrir í raun hálöndunum, en er nú orðið sjálf-

stætt svæði. Viskíin þaðan hafa löngum þótt sérstök, og

einkenni þeirra öðruvísi en annarra hálandaviskía. Fínleg með

nokkuð áberandi viðartóna og nettan blómlegan blæ.

Eyjarnar eru náttúrulega samansafn ólíkra eimingarstöðva á

eyjunum vestur og norður af Skotlandi. Nokkur munur er á

þeim, en oft má finna af þeim grösuga og nokkuð reykta tóna.

Fjölbreyttur flokkur, sem nær frá mildu og fínlegu viskíi, upp

í fremur bragðmikil.

Frekar sunnarlega undan vesturströndinni er Islay, sem er

sjaldan talin með hinum eyjunum, sökum séreinkenna, en þar

er áberandi reykur, tjara og olía. Það er í raun hinn kröftugi

og grófi karakter, sem laðar áhugasama að þessum drykkjum,

en mörgum óvönum er brugðið þegar áhugamaðurinn fer að

tala um fínlegan sætutóninn í viskíinu. Þetta eru líklega

harkalegustu viskí sem hægt er að nálgast.

AAÐÐFFEERRÐÐIIRRHráefnin sem notuð eru í viskí, eru korn, vatn og ger. Vatnið

er auðvitað mikilvægt, en Skotar eru einna duglegastir að

benda á það, enda má oft sjá aftan á flöskunum langar

lofræður um vatnið sem þessi ákveðna eimingarstöð notar.

Af korntegundunum er maltað bygg virtast, enda eina kornið

sem má nota í maltviskí. Aðrar tegundir korns eru t.d. maís,

sem er stærsti hluti kornsins í bourbon og rúgur, notaður í

rye viskí. Byggið er lagt í bleyti, látið spíra og síðan þurrkað

og þá má kalla það malt.

Til að kynda þurrkklefana, sem maltið er þurrkað í, er

gjarna notaður mór. Þetta er hið hefðbundna eldsneyti

Skotlands, en notkun þess hefur þó minnkað í seinni tíð. Mór

myndast í votlendi þegar jurtaleifar brotna hægt og rólega

niður. Maltið er einnig hægt að þurrka með heitu lofti, en í

Skotlandi er maltið yfirleitt þurrkað við móeld til að byrja

með og síðan með heitu lofti. Tíminn sem maltið er haft í

móreyknum er mjög mismunandi eftir því hvaða einkenni

eimingarstöðin vill ná fram, en sumar þurrka maltið sitt

eingöngu með heitu lofti, til að fá fram minni reykta tóna.

Þessar hefðir hafa mótast eftir svæðum, því sum svæðin

höfðu við til að brenna, meðan t.d. eyjarnar höfðu eingöngu

mó, og eru viskíin þaðan enn þann dag í dag mun reyktari en

annarsstaðar.

M A G N Ú S T R A U S T A S O N

© CEPHAS.com

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:37 Page 18

Page 19: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

19

Gerjunarferlið er mjög líkt bjórgerð, en það byrjar á því að

maltið er malað, sett í bleyti og hitað upp. Þá vakna ensím í

korninu til lífsins, en þau brjóta niður sterkjuna sem er að

finna í maltinu og breyta henni í gerjanlegan sykur. Hitinn er

aukinn í þrepum frá um 65°C upp í ca 90°C. Þegar þessu ferli

er lokið, er vökvanum dælt á annan tank og hann kældur

niður. Á þessu stigi er sætur vökvinn orðinn gerjanlegur, en

nú er geri bætt útí og það sér um að breyta sykrinum í vín-

anda. Vínandastyrkurinn nær upp í 7-8%, þegar vökvinn er

fullgerjaður.

Næsta skref er sjálf eimingin. Vökvanum er dælt á eimketil

og hitaður uns vínandinn gufar upp. Vínandinn svífur upp í

topp ketilsins og rennur niður í gegnum kælispíralinn. Passað

er upp á að skilja fyrstu og síðustu löggina frá, þar sem þær

innihalda meiri óhreinindi, sem gæfu drykknum annars

óbragð. Þá er vökvinn orðinn rétt rúmlega 20%, en til að ná

honum hærra er hann eimaður aftur og sumar eimingar-

stöðvarnar eima hann jafnvel þrisvar. Aftur er þess gætt að

fyrsti og seinasti skammtur fylgi ekki með. Nú er vínandainni-

haldið rétt undir 70%.

Samkvæmt skoskum lögum má eimaður spírinn ekki heita

viskí fyrr en eftir þriggja ára þroskun á tunnu, en flestir geyma

viskíið mun lengur. Þegar viskí er geymt á tunnum í langan

tíma mýkist það og grófleikinn jafnast út. Harka minnkar og

kryddbragð mildast. Fyrir þá sem kunna best við mjúk og mild

viskí, er náttúrulega best að þau hafi hlotið nægan þroska, en

þeir sem vilja fá grófleika og kraft, ættu síður að velja gömul

viskí. Einnig fer það eftir eimingarstöðvum hversu fljótt þau

þroskast, og er það þekkt fyrirbæri að tvær eimingarstöðvar,

báðar í sama bænum, með sömu hráefni, og sams konar

eimkatla, geta gefið af sér viskí sem annars vegar er orðið

mjúkt um 8 ára aldur, meðan hitt er ennþá nokkuð grófara 12

ára.

Starf blöndunarmeistara er mjög virt, en þeir sanka að sér

viskítunnum frá eimingarstöðvum allsstaðar að úr Skotlandi

(eða Írlandi ef þeir eru írskir). Þeirra verk er að sjá til þess

að blanda fyrirtækisins haldi sömu einkennum frá ári til árs.

Það getur verið mjög vandasamt verk, þar sem hver tunna er

í raun einstök. Tunnan hefur auðvitað einkenni sinnar

eimingarstöðvar, en getur samt verið nokkuð frábrugðin

þeirri næstu. Blandan þeirra getur innihaldið, ásamt korn-

viskíi, fjöldamörg maltviskí, en algengast er að eitthvað

ákveðið maltviskí leiki aðalhlutverkið.

MMEEÐÐHHÖÖNNDDLLUUNNViskí þroskast ekkert eftir að það er komið á flöskuna, því

allur þroskinn gerist á tunnunni. Eftir nokkur ár getur viskí í

hálffullri flösku hinsvegar farið að skemmast af völdum súrefn-

is, en einnig er varasamt að geyma drykkinn á stað þar sem

hiti er ójafn, eða sól skín á flöskuna.

Glösin eru stór þáttur í upplifuninni, en hið klassíska viskí-

glas (tumbler) er litið hornauga af mörgum viskíáhuga-

mönnum. Ástæðan er sú að það glas gerir ekkert fyrir

drykkinn, ilmurinn helst ekki í því og erfitt er að þyrla inni-

haldinu svo eitthvert gagn sé að. Þess í stað nota menn

svokallaðan snifter, sem er mjög líkur sérríglasi. Snifterinn

heldur ilminum vel og er ekki of stór, en nett vínglas virkar

einnig vel. Sumir vilja klaka útí viskíið sitt, meðan aðrir kalla

þá guðlastara fyrir að gera drykknum þetta, enn aðrir bæta

nokkrum dropum af vatni útí, til að „sprengja“ ilminn. Einnig

er hægt að fá sér viskí-steina, þetta eru steinteningar sem

settir eru í frystinn og kæla drykkinn án þess að þynna hann,

þá má auðvitað nota aftur og aftur. Eins og alltaf ræður

smekkur hvers og eins og best er að láta eigin bragðlauka

ráða.

-- SS llaa iinnttee mmhhaatthh!!

Magnús Traustason

V I S K Í

© CEPHAS.com

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:37 Page 19

Page 20: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

20

Ég var að fletta í gegnum nokkur blöð um daginn og opnaði

varla svo blað að ekki væri minnst á lax á einn eða annan hátt.

Þetta varð til þess að ég ákvað að hafa lax í matinn. Steiktur

lax með sítrónusósu varð fyrir valinu, og var þá ekkert annað

eftir en að ákveða hvað ætti að drekka með laxinum. Þar

sem ég var ekki viss um hvað ég vildi, ákvað ég að taka

nokkrar tegundir af víni, svona til að skoða hvaða áhrif

maturinn hefur á vínið.

Það eru svo sem til reglur um hvaða vín á að hafa með

hvaða mat, en til allrar blessunar má sveigja framhjá þeim og

jafnvel þverbrjóta. Þetta frjálsræði lífgar sannarlega upp á

tilveruna og er oft uppspretta nýrra hugmynda að samsetn-

ingu víns og matar, þegar vel tekst til, en á hinn bóginn lærir

maður hvað á að varast.

Fyrir valinu urðu hvítvín, rósavín og rauðvín á verðbilinu

1090 til 1590. Allt eru þetta góð vín, en hér verður ekki farið

út í að meta gæði þeirra sem slíkra heldur aðeins skoða

hvernig vínið passar með steiktum lax.

Að sjálfsögðu sat ég ekki einn til borðs heldur fékk ég

nokkra góða smakkara með mér í þessa tilraun. Við skipt-

umst svo á skoðunum og voru ekki allir alltaf sammála, en

niðurstöðurnar, sem hér eru ritaðar eru mínar eigin. Það

skal tekið fram að þó eitthvert vínið hafi ekki passað vel með

laxinum, þýðir það ekki að vínið sé ekki gott, það bara pas-

saði ekki við þennan rétt, en á fullan tilverurétt og getur

virkað ljómandi með einhverju öðru. Það er nú bara þannig

að matur hefur mismunandi áhrif á vín.

P Á L L S I G U R Ð S S O N

VÍN MEÐ LAXI

© NordicPhotos.is

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:37 Page 20

Page 21: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

21

FFyyrrssttaa vvíínniiðð eerr RRiieesslliinngg ffrráá AAllssaaccee

Vínið er frekar létt og þurrt, með ferskum sítrusávexti og

votti af steinefnum, eða olíukeim sem einkennir Riesling. Ég

er yfirhöfuð mikill aðdáandi Alsace vína en laxinn var víninu

ofviða, það hvarf í skuggann af laxinum, hins vegar eru til

Riesling frá þessu héraði sem ráða vel við lax og jafnvel fleira.

Vínið varð svo sem ekki vont með matnum og fyrir þá sem

vilja ekki finna mikið bragð af víninu, þá er þetta ágætis kost-

ur.

AAnnnnaaðð vvíínniiðð eerr ííttaallsskktt úúrr þþrrúúgguunnnnii VVeerrddiicccchhiioo

Vínið er með meðalfyllingu, þurrt og mjúkt með fínlegan

ávaxtakeim eins og af ferskju og epli. Vínið hefur fengið að

kynnast örlitlu af eik sem þó er ekki of áberandi.

Flestum ber saman um að með smjörsteiktum lax þurfi

eikað hvítvín, svo er bara spurningin hversu mikil hún á að

vera. Þetta vín hefur vissulega eik en hún er mjög hófstillt og

fær vínið til að halda utan um matinn og styðja við hann án

þess þó að hefja þennan rétt upp til skýjanna, mjög ásættan-

legt. Þetta var það vín sem kom best út með laxinum.

ÞÞrriiððjjaa vvíínniiðð vvaarr ssvvoo CChhaarrddoonnnnaayy ffrráá CChhiillee

Vínið er þurrt, bragðmikið mjúkt með suðrænum smjör-

kenndum ávexti og mikilli eik, það var gerjað og látið

þroskast í franskri eik í eitt ár. Vínið er gott en var of mikið

fyrir laxinn það hreinlega valtaði yfir hann, eikin var þung og

tók öll völd. Þetta vín og önnur vín af þessari gerðinni henta

betur með ljósu kjöti og gætu einnig verið góður valkostur

með rauðu kjöti fyrir þá sem kjósa frekar hvítt en rautt vín.

Rósavín hefur því miður það orð á sér að geta ekki ákveðið

hvort það á að vera rautt eða hvítt, og svona álíka þunnt og

Alþýðublaðið sáluga var.

Ég tel nú samt að rósavín eigi fullan rétt á sér bæði með

eða án matar, og þá sérstaklega yfir sumartímann. Því er rétt

að láta eitt fljóta með.

FFjjóórrððaa vvíínniiðð eerr þþáá rróóssaavvíínn ffrráá SSppáánnii

Þetta rósavín sem er gert úr þrúgunni Garnacha, er þurrt

ferskt og ávaxtaríkt.

Góður sumarsvali. Ekki voru allir á sama máli hér, en fyrir

mína parta fannst mér vínið nokkuð gott með laxinum, það

rann þægilega niður og var ekkert að reyna að sýnast eitt né

neitt, enginn stórsmellur en í góðu lagi.

Ég er alveg tilbúinn að prufa lax og rósavín aftur.

FFiimmmmttaa vvíínniiðð eerr rraauuððvvíínn ffrráá ÍÍttaallííuu ggeerrtt úúrr þþrrúúgguunnuumm

SSaannggiioovveessee oogg CCaabbeerrnneett SSaauuvviiggnnoonn..

Vínið er frekar létt, þurrt og létttannískt með fersku berja-

bragði.

Þetta vín stóð sig svona þokkalega, það yfirgnæfði matinn

ekki, en ávöxturinn var full áberandi fyrir minn smekk. Þetta

gekk en frekar gleðisnautt.

SSjjööttttaa vvíínniiðð oogg þþaaðð ssííððaassttaa íí þþeessssaarrii lloottuu eerr SShhiirraazz ffrráá

KKaallííffoorrnnuu..

Vínið er með ferskan ávöxt, dökk ber, plómur, krydd og smá

eik.

Ég hef áður prufað Shiraz með fiski og varð fyrir von-

brigðum þá og það sama gerist hér. Laxinn kallaði fram

málmbragð í víninu sem er frekar hvimleitt. Þetta er nokkuð

sem má gera ráð fyrir þegar valið er rauðvín með fiskmeti.

Að þessu loknu þá vil ég benda á, að þó svo að sum vínanna

hafi ekki fallið eins og flís við rass, þá urðu engin stórslys.

Hvað rauðvínin varðar, þá er til fullt af rauðvínum sem passa

vel með lax, t.d. Pinot Noir, en það hef ég prófað og var full-

komlega sáttur.

Fyrir þá sem vilja gott vín með matnum, án þess að fara út

í tilraunir, er gott að snúa sér til starfsmanna vínbúðanna og

leit ráða.

Páll Sigurðsson

V Í N M E Ð L A X I

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:37 Page 21

Page 22: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

22

Texti: Christina Heinä Liman. Myndskreyting: Andreas Bennwik

Lauslega þýtt: Páll Sigurðsson

Áður birt í Bolaget, janúar 2005, Fréttariti Systembolaget.

Birt með góðfúslegu leyfi Systembolaget í Svíþjóð

Það er hreint ótrúlegt að maður getur farið til hvaða landssem er og alltaf rekist á yður!

- Tja, h, hm, ég hef gert það að mínu hlutskipti að kannaheiminn. Allir njóta góðs og gleðjast yfir heimsóknum mínu.

Hvernig má það vera?

- Ég kem með siðmenninguna í víngarðana, svo einfalt erþað. Þrúgurnar geta verið þar, hver innan um aðra, með sínóskiljanlegu nöfn og orðið að vínum sem eru óseljanleg. Ensetjið mitt nafn á flöskumiðann og mark my words! Um leið erfarið að borga sig að búa til vín.

Þér lítið út fyrir að vera enskur, en eruð samt sem áðurfranskur?

- Oh dear, bordeauxvín eru þau vín sem ég hef hvað mestaástæðu til að hreykja mér af. Heimsins mestu eðalvín er aðfinna á malarbornum vinstribakka árinnar Gironde. En þessivín, clarets, eru án efa breskt uppátæki. Hvergi annars staðaren í the good old England, var að finna þessi ljómandi vín, semvoru í miklum mæli flutt út til London og fleiri staða í landinu.Frakkarnir kusu sjálfir auðdrekkanlegri vín.

En foreldrar yðar eru jú franskir: Sauvignion-Blanc ogCabernet Franc.

- Þau eru hreykin af því að afkvæmi þeirra er stærra, meiraog þekktara en þau, sorry mom, en þrátt fyrir að vera affrönskum ættum rennur viktorískur safi um greinar mínar ogblöð.

Þar fyrir utan eruð þér afkastmikill, auðræktaður og gefurgóða og heilbrigða uppskeru.

- H,hm. Sem forystuþrúga heimsins bregst ég ekki skylduminni. Það þýðir ekki að vera veikur eða með einhvern veimil-títluhátt í tíma og ótíma. Helst kýs ég mátulega svalt loftslag,með reglubundnum regnúða, as in Kent. Og því hægar sem ég

vex, og því seinnasem ég er uppskor-inn, fæ ég meiri lit, ilmog bragð.

Og verðið einkum og sér ílagihrjúfur eða stamur.

-Yes of course! Ég hef mikinn kjarna innvortis. Hann gefurstemmu og hörku, nokkuð sem sá er ætlar að uppgötva nýsvæði í veröldinni þarf að hafa. Hm, hm.

Og stemman gerir það að verkum að þér eruð gjarnan látinneldast á eikartunnum?

-Right, nýrri eik! Franskri eik. Við margra ára þroskun verðég bara betri, eins og landar mínir vilja hafa mig. Ég er núorðinn 104 ára, en hver gæti trúað því?

Ábyggilega ekki fröken Merlot, sem þér hafið átt samneytivið…

- A good french country girl, I must admit! En hún kemst núaldrei með tærnar þar sem ég hef hælana, vissulega hressir húnupp á mig, en allt jafnréttistal, gleymdu því.

Cabernet Sauvignon í stuttu máliLitur: Frá rauðum til dimmfjólurauðs.

Ilmur: Sólber, haustlauf og sedrusviður

Bragð: Oft frekar stamt, því yngra því stamara. Getur verið ávaxtaríktsérstaklega í nýja heiminum. Þar má oft greina mintutóna.

RRæækkttuunn:: Allsstaðar. Frá Suður-Ameríku til Austur-Evrópu og Asíu. Þekkt-ust í Bordeaux, Kaliforní og Ástralíu. Þrúgan er gjarnan blönduð meðstaðbundnum þrúgum.

Passar með: Steiktu og grilluðu kjöti. Er einnig gott með villibráð.

Geymsla: Vín af miklum gæðum geta geymst í áratugi.

CABERNETSAUVIGNONMEÐ HEIMINN AÐ RÓTUM SÉR

Hver er þekktastur?

Hvern má finna allsstaðar?

Hver er vínheimsins mesti landnemi?

Þ R Ú G U P O R T R E T T

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:37 Page 22

Page 23: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

23

Nú er berjatíminn í hámarki og margir búa sér til berja-líkjöra þá oftast bláberjalíkjör.

Aðferðin er einföld og yfirleitt sú að notast er viðhreinan vodka.

Hér er ein útgáfan:

BBLLÁÁBBEERRJJAALLÍÍKKJJÖÖRRKrukka er fyllt af bláberjum sem síðan er fyllt upp meðsykri og að lokum er fyllt upp með vodka. Sé þetta gertum berjatímann á líkjörinn að vera tilbúinn í desember,en þá er hratið síað frá og líkjörinn settur á flösku.

En hér er önnur mjög áhugaverð uppskrift af krækiberja-líkjör, en hana fékk ég hjá Hrafnhildi, konu sem ég gafmig á tal við, til að forvitnast um þennan drykk, semvakti áhuga minn. Það tekur langan tíma að laga þennanlíkjör en það er einmitt það sem vakti áhuga minn, þvíþegar nostrað er við hlutina þá hljóta þeir að verðagóðir. Það má drekka líkjörinn eftir eins árs geymslu, enhann verður betri eftir tvö ár, segir Hrafnhildur, þá hefurbrennivínið samlagast krækiberjasafanum, sem það á ein-staklega vel við.

KKRRÆÆKKIIBBEERRJJAALLÍÍKKJJÖÖRR HHRRAAFFNNHHIILLDDAARR700 ml. brennivín1.000 ml. krækiberSykurKrækiberin eru látin liggja í brennivíninu í lokaðri krukkuí sex mánuði. Þá er hratið sigtað frá .Á móti hverjum lítra af safa á að bæta við 1 kg sykur.Þetta er svo sett á flöskur og geymt í tvö ár þar tiltilbúið.

Páll Sigurðsson.

B E R J A T Í M I N N Í H Á M A R K I

BERJALÍKJÖRAR

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:37 Page 23

Page 24: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

24

N Ý J A R V Ö R U R Í R E Y N S L UN Ý J A R V Ö R U R Í R E Y N S L U

AAllttaa VViissttaa MMaallbbeecc PPrreemmiiuummDDJJMMXX

Vnr.: 05926 750ml 13,5%

EEiinnkkeennnnii:: Rúbínrautt. Mjúk fylling, þurrt ogferskt með lítil tannín og sultuðum berja-bláma.UUpppprruunnii:: 2002, Argentína, MendozaFFrraammlleeiiððaannddii:: Alta VistaLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.510 kr.

TTrriivveennttoo CCaabbeerrnneett--MMeerrlloott EEFFJJXX

Vnr.: 08362 750ml 13,5%

EEiinnkkeennnnii:: Múrsteinsrautt. Meðalfylling,þurrt, ferskt, mjúk tannín. Með sæt-krydduðum berja- og jarðartónum.UUpppprruunnii:: 2004, Argentína, MendozaFFrraammlleeiiððaannddii:: Trivento BodegasLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 990 kr.

SSaannttaa AAnnaa CCaabbeerrnneett SSaauuvviiggnnoonn CCeeppaassPPrriivvaaddaass EELLZZ

Vnr.: 07562 750ml 13,5%

EEiinnkkeennnnii:: Dökkrautt. Meðalfylling, þurrt oghöfugt með krydduðum eikar- og berjakeim.UUpppprruunnii:: 2001, Argentína, MendozaFFrraammlleeiiððaannddii:: Bodegas y Vinedos Santa AnaLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.380 kr.

R A U Ð V Í N

Hér eru kynntar nokkrar af þeim nýju vörum sem komu í vínbúðirnar Heiðrúnu og Kringluna í júní, júlí og ágúst. Þær fást aðeins ívínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni. Þær eru einnig hægt að panta. Verð eru leiðbeinandi og gilda út september 2005.5

SSaannttaa AAnnaa MMaallbbeecc CCeeppaass PPrriivvaaddaassDDEEMMXX

Vnr.: 07675 750ml 13,5%

EEiinnkkeennnnii:: Fjólurautt. Bragðmikið, mjúkt,ávaxtaríkt með berjakeim.UUpppprruunnii:: 2002, ArgentínaFFrraammlleeiiððaannddii:: Bodegas y Vinedos Santa AnaLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.360 kr.

TTeerrrraa NNoovvaa MMeerrlloott DDMMXX

Vnr.: 09371 750ml 13%

EEiinnkkeennnnii:: Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt,mild sýra og létt stemma með sætum keimaf papriku og jarðarberjum.UUpppprruunnii:: 2002, Chile, Curico ValleyFFrraammlleeiiððaannddii:: Freixenet SALLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.190 kr.

TTeerrrraa NNoovvaa CCaabbeerrnneett SSaauuvviiggnnoonnDDMMXX

Vnr.: 09369 750ml 13%

EEiinnkkeennnnii:: Kirsuberjarautt. Meðalfylling,þurrt og ferskt með léttu tanníni, jarðar-berja- og ávaxtakeim.UUpppprruunnii:: 2002. Chile, Curico ValleyFFrraammlleeiiððaannddii:: Freixenet SALLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.190 kr.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:37 Page 24

Page 25: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

25

R A U Ð V Í N

BBaaddggeerrss CCrreeeekk SShhiirraazz CCaabbeerrnneettDDEELLXX

Vnr.: 08087 750ml 14%

EEiinnkkeennnnii:: Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt,mjög ferskt með mild tannín. Margslunginnkryddaður ávaxta- og sveitakeimur.UUpppprruunnii:: 2002, Ástralía, S-Eastern AustraliaFFrraammlleeiiððaannddii:: Les Grandes Chais de FranceLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.260 kr.

TTrriioo MMeerrlloott CCaarrmmeenneerree CCaabbeerrnneettSSaauuvviiggnnoonn DDEEFFLLXX

Vnr.: 09650 750ml 14,5%

EEiinnkkeennnnii:: Dökkrúbínrautt. Góð fylling,þurrt, ferskt, mjúk tannín, ávaxtaríkt, meðgrösugum kryddtónum.UUpppprruunnii:: 2002, Chile, Rapel ValleyFFrraammlleeiiððaannddii:: Concha y ToroLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.390 kr.

PPeennffoollddss RRaawwssoonn’’ss RReettrreeaatt SShhiirraazzCCaabbeerrnneett EEJJXX

Vnr.: 08025 750ml 14%

EEiinnkkeennnnii:: Dökkrúbínrautt. Góð, mjúk fylling,með sætuvotti, mild sýra og mjúk tannín.Þéttur berjaávöxtur, lakkrís og kryddtónar.UUpppprruunnii:: 2003, Ástralía, S-Eastern AustraliaFFrraammlleeiiððaannddii:: Penfolds WinesLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.290 kr.

GGrraanntt BBuurrggee BBaarroossssaa SShhiirraazzEEFFJJXX

Vnr.: 08556 750ml 14,5%

EEiinnkkeennnnii:: Dökkrúbínrautt. Góð meðalfylling,þurrt, ferskt, með mjúkum berja-, mintu ogvanillutónum.UUpppprruunnii:: 2003, Ástralía, Barossa ValleyFFrraammlleeiiððaannddii:: Grant BurgeLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.290 kr.

WWoommbbaatt HHiillll MMeerrlloott DDJJMMXX

Vnr.: 09688 750ml 14%

EEiinnkkeennnnii:: Kirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt,ferskt, ung tannín. Berjaríkt með sætum kryddkeim.UUpppprruunnii:: 2003, Ástralía, S- Eastern AustraliaFFrraammlleeiiððaannddii:: Global WineLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.190 kr.

WWoommbbaatt HHiillll SShhiirraazz DDMMXX

Vnr.: 09687 750ml 14%

EEiinnkkeennnnii:: Dökkfjólurautt. Meðalfylling, þurrt,ferskt, ung tannín með sætum grösugumávexti.UUpppprruunnii:: 2003, Ástralía, S-Eastern AustraliaFFrraammlleeiiððaannddii:: Global WineLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.190 kr.

OOyysstteerr BBaayy PPiinnoott NNooiirr CCDDEEXX

Vnr.: 09740 750ml 13,5%

EEiinnkkeennnnii:: Ljósrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt,ferskt, mild tannín, með grösugum ogsætum berjakeim.UUpppprruunnii:: 2004, Nýja Sjáland, MarlboroughFFrraammlleeiiððaannddii:: Oyster Bay WinesLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.650 kr.

PPooddeerrii MMoorriinnii BBeeccccaaffiiccoo DDMMXX

Vnr.: 09721 750ml 13,5%

EEiinnkkeennnnii:: Ljóskirsuberjarautt. Meðalfylling,þurrt, ferskt, nokkuð tannískt með létt-krydduðum lyng og berjakeim.UUpppprruunnii:: 2003, Ítalía, RomagnaFFrraammlleeiiððaannddii:: Morini AlessandroLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.400 kr.

PPooddeerrii MMoorriinnii AAuugguussttoo EEHHYY

Vnr.: 09716 750ml 14%

EEiinnkkeennnnii:: Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling,mjög þurrt, mild sýra, mjög tannískt meðjarðbundnum eikartónum og krydduðumkeim.UUpppprruunnii:: 2001, Ítalía, RavennaFFrraammlleeiiððaannddii:: Morini AlessandroLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 2.420 kr.

QQuuaaddrriioo NNiinnoo NNeeggrriiDDEEIILLXX

Vnr.: 09696 750ml 13%

EEiinnkkeennnnii:: Ljósmúrsteinsrautt.Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín,kryddaður ávöxtur og léttur sveitablærUUpppprruunnii:: 2001, Ítalía, ValtellinaFFrraammlleeiiððaannddii:: Negri S.C.AR.LLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.690 kr.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:37 Page 25

Page 26: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

26

R A U Ð V Í N / H V Í T V Í N

CCeeppaa GGaavviillaann EEFFHHJJYY

Vnr.: 09813 750ml 13%

EEiinnkkeennnnii:: Kirsuberjarautt. Meðalfylling,þurrt, ferskt með mild tannín ogmargslunginn berjakeim, eik og jurtakrydd.UUpppprruunnii:: 2002, Spánn, Ribera del DueroFFrraammlleeiiððaannddii:: Bodegas Hnos. PerezPascuas SLLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.570 kr.

IIll FFaallccoonnee RRiivveerraa EEFFLLYY

Vnr.: 01676 750ml 13,5%

EEiinnkkeennnnii:: Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling,þurrt, ferskt, nokkur tannín. Mildur eikar ogávaxtakeimur.UUpppprruunnii:: 2001, Ítalía, Castel del MonteFFrraammlleeiiððaannddii:: Azienda Vinicola Rivera S.p.ALLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.790 kr.

RRoonnddaann RReesseerrvvaa DDFFYY

Vnr.: 09776 750ml 13%

EEiinnkkeennnnii:: Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt,ferskt með mild tannín, og þéttan fínleganávöxt.UUpppprruunnii:: 1998, Spánn, RiojaFFrraammlleeiiððaannddii:: Bodegas Saenz de SantamariaLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.590 kr.

CCaassttiilllloo PPeerreellaaddaa RReesseerrvvaa EEFFHHLLYY

Vnr.: 09747 750ml 14,5%

EEiinnkkeennnnii:: Kirsuberjarautt. Góð meðalfylling,þurrt, ferskt, miðlungs tannín með krydd-uðum, þroskuðum berja- og eikarkeim.UUpppprruunnii:: 2001, SpánnFFrraammlleeiiððaannddii:: Castillo PereladaLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.670 kr.

QQuuaarrggeennttaann VViinnoo ddaa TTaavvoollaa RRoossssooDDMMXX

Vnr.: 09698 1.000ml 11%

EEiinnkkeennnnii:: Rúbínrautt. Frekar létt, þurrt,ferskt með hýðiskenndri stemmu og ávaxta-keim.UUpppprruunnii:: ÍtalíaFFrraammlleeiiððaannddii:: QuargentanLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 990 kr.

PPllaacciiddoo PPrriimmaavveerraa SSaannggiioovveesseeEEFFMMXX

Vnr.: 02517 1.500ml 12%

EEiinnkkeennnnii:: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt,sýruríkt, nokkuð tannískt, með hratkenndristemmu og þroskuðum skógarkeim.UUpppprruunnii:: Ítalía, DauniaFFrraammlleeiiððaannddii:: PlacidoLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.990 kr.

FFaarrnneessee SSaannggiioovveessee DDMMXX

Vnr.: 09822 3.000ml 12,5%

EEiinnkkeennnnii:: Dökkrúbínrautt. Meðalfylling,þurrt og ferskt með mild tannín, léttanrauðan ávöxt og kryddkeim.UUpppprruunnii:: ÍtalíaFFrraammlleeiiððaannddii:: Farnese Vini s.r.l.LLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 3.250 kr.

PPaassqquuaa PPrriimmiittiivvoo DDMMXX

Vnr.: 09744 3.000ml 13,5%

EEiinnkkeennnnii:: Kirsuberjarautt. Meðalfylling,þurrt og milt með létt tannín og grösugankrydd- og ávaxtakeim.UUpppprruunnii:: Ítalía, SalentoFFrraammlleeiiððaannddii:: Pasqua Vigneti e Cantine SpaLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 3.490 kr.

WWoommbbaatt HHiillll CChhaarrddoonnnnaayy DDOOXX

Vnr.: 09689 750ml 14%

EEiinnkkeennnnii:: Ljóssítrónugult. Mjúk fylling, sætu-vottur, milt og höfugt með léttum ávexti,hunangs, hnetutónum og eikarremmu.UUpppprruunnii:: 2004, Ástralía, South EasternAustraliaFFrraammlleeiiððaannddii:: Global Wine:LLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.190 kr.

MMoonnttaannaa MMaarrllbboorroouugghh SSaauuvviiggnnoonnBBllaanncc AABBCCXX

Vnr.: 02659 750ml 12,5%

EEiinnkkeennnnii:: Ljósgrængullið. Meðalfylling,þurrt, ferskt, með laufkenndan rifs-, sól-berja- og asparskeim.UUpppprruunnii:: 2002, Nýja Sjáland, MarlboroughFFrraammlleeiiððaannddii:: Montana Wines Ltd.LLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.390 kr.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:37 Page 26

Page 27: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

27

H V Í T V Í N

JJeeaann--MMaarrcc BBrrooccaarrdd SSaaiinntt BBrriiss SSaauuvviiggnnoonnAABBCCIILLYY Vnr.: 09686 750ml 12,5%

EEiinnkkeennnnii:: Ljóssítrónugult. Frekar létt, þurrt,sýruríkt með sterkum púðurkeim ogsítrónu- og rifsberjatón.UUpppprruunnii:: 2004, Frakkland, Sauvignon deSaint-BrisFFrraammlleeiiððaannddii:: SARL Jean-Marc BrocardLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.290 kr.

OOyysstteerr BBaayy SSaauuvviiggnnoonn BBllaanncc AABBCCIIXX

Vnr.: 09692 750ml 12,5%

EEiinnkkeennnnii:: Ljósgulgrænt. Meðalfylling, þurrt,sýruríkt, með hreinum grösugum sólberja-laufskeim og sætum sítrónu og jarðartónum.UUpppprruunnii:: 2004, Nýja Sjáland, MarlboroughFFrraammlleeiiððaannddii:: Oyster Bay WinesLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.590 kr.

FFaalleessccoo VViittiiaannoo AABBCCXX

Vnr.: 09674 750ml 13%

EEiinnkkeennnnii:: Ljósstrágult. Meðalfylling, þurrt,ferskt, með sítrus, ananas og perubrjóst-sykurskeim.UUpppprruunnii:: 2004, Ítalía, UmbriaFFrraammlleeiiððaannddii:: Vinicola FalescoLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.390 kr.

FFeerreennttaannoo FFaalleessccoo BBDDXX

Vnr.: 09752 750ml 13,5%

EEiinnkkeennnnii:: Grængullið. Meðalfylling, þurrt ogferskt með sítrus-, peru og apríkósutónum íbland við öflugan eikarkeim.UUpppprruunnii:: 2003, Ítalía, LazioFFrraammlleeiiððaannddii:: Vinicola FalescoLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.890 kr.

PPlleenniioo VVeerrddiicccchhiioo ddeeii CCaasstteellllii ddii JJeessiiAACCDDXX

Vnr.: 09708 750ml 13,5%

EEiinnkkeennnnii:: Sítrónugult. Mjúk meðalfylling, ferskt með sætuvotti, suðrænum ávaxtakeimog léttri eikarremmu.UUpppprruunnii:: 2001, Ítalía, Castelli di JesiFFrraammlleeiiððaannddii:: Umani RonchiLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.690 kr.

PPooddeerrii MMoorriinnii BBrriivviiddoo CCDDXX

Vnr.: 09720 750ml 13%

EEiinnkkeennnnii:: Ljóssítrónugult. Tæp meðalfylling,þurrt með höfugri sýru og létt grösugumávaxtakeim.UUpppprruunnii:: 2003, Ítalía, RomagnaFFrraammlleeiiððaannddii:: Morini AlessandroLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.300 kr.

DDee MMuulllleerr CChhaarrddoonnnnaayy DDJJXX

Vnr.: 03501 750ml 12,5%

EEiinnkkeennnnii:: Ljósgullið. Góð fylling, þurrt,ferskt með smjörkenndum ávexti ogristuðum eikartónum.UUpppprruunnii:: 2002, Spánn, TarragonaFFrraammlleeiiððaannddii:: De MullerLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.390 kr.

TToorrrreess FFrraannssoollaa AABBCCDDXX

Vnr.: 02212 750ml 12,5%

EEiinnkkeennnnii:: Ljósgullið. Meðalfylling, þurrt ogferskt með margslunginn suðrænan ávöxtog blómlegan eikar- og dillkeim.UUpppprruunnii:: 2003, Spánn, PenedesFFrraammlleeiiððaannddii:: Miguel Torres S.A:LLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.790 kr.

MMoosseellllaanndd AAmmpphhoorruumm EEllbblliinngg AABBOOXX

Vnr.: 07492 750ml 11%

EEiinnkkeennnnii:: Fölgult. létt perlandi. Létt fylling,þurrt með sætuvott, ferskt með léttleikandi grösugum ávaxtakeim.UUpppprruunnii:: 2004, Þýskaland, Mosel-Saar-RuwerFFrraammlleeiiððaannddii:: MosellandLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.090 kr.

PPaallttss RRiivvaanneerr BBCCIIOOXX

Vnr.: 09769 750ml 13%

EEiinnkkeennnnii:: Fölgult. Meðalfylling, þurrt,sýruríkt, með léttum ávaxtakeim.UUpppprruunnii:: 2004, Þýskaland, PfalzFFrraammlleeiiððaannddii:: Weincontor MittelhaardtGmbHLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.280 kr.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:37 Page 27

Page 28: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

28

LLaa BBeellllee OOrraannggeeVnr.: 09710 700ml 40%

EEiinnkkeennnnii:: Kopargullinn. þéttur, sætur, meðbeisku sítrusbarkarbragði og sterkumsprittkeim.UUpppprruunnii:: FrakklandFFrraammlleeiiððaannddii:: Jules BremantLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 3.690 kr.

PPaallttss WWeeiissssbbuurrgguunnddeerr BBCCIIOOXX

Vnr.: 09771 750ml 12%

EEiinnkkeennnnii:: Fölgult. Frekar létt, þurrt, sýruríktmeð léttum ávexti.UUpppprruunnii:: 2004, Þýskaland, PfalzFFrraammlleeiiððaannddii:: Weincontor MittelhaardtGmbHLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.290 kr.

3355 SSoouutthh CChhaarrddoonnnnaayy CCDDXX

Vnr.: 06172 3.000ml 13,5%

EEiinnkkeennnnii:: Ljósstrágult. Meðalfylling, þurrt,ferskt með blómlegum hunangskeim og léttum ávaxta og eikartónum.UUpppprruunnii:: 2004, Chile, Valle CentralFFrraammlleeiiððaannddii:: Vina San PedroLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 3.750 kr.

DDeevviill’’ss RRoocckk RRiieesslliinngg AABBCCIIXX

Vnr.: 09789 3.000ml 12,5%

EEiinnkkeennnnii:: Fölgulgrænt. Frekar létt, þurrt ogsýruríkt með frískum ávexti, peru, melónu,ananas og sítrónu.UUpppprruunnii:: Þýskaland, PfalzFFrraammlleeiiððaannddii:: Binderer St. UrsulaLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 3.290 kr.

JJeeaann--MMaarrcc BBrrooccaarrdd JJuurraassssiiqquueeCChhaarrddoonnnnaayy eenn SSoollVnr.: 09679 3.000ml 13%

EEiinnkkeennnnii:: Ljósgullið. Meðalfylling, þurrt ogferskt með þroskuðum ávexti, sítrus- ogsteinefnakeim.UUpppprruunnii:: Frakkland, BourgogneFFrraammlleeiiððaannddii:: SARL Jean-Marc BrocardLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 3.630 kr.

NNiiccoollaass FFeeuuiillllaattttee RReesseerrvvee PPaarrttiiccuulliieerreeBBrruutt AABBCCYY

Vnr.: 08643 750ml 12%

EEiinnkkeennnnii:: Ljósstrágult með frekar léttafyllingu. Þurrt og ferskt með sítrónu- ogeplakeim, gertónum og fínlegum ávexti.UUpppprruunnii:: Frakkland, ChampagneFFrraammlleeiiððaannddii:: Nicolas FeuillatteLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 2.590 kr.

CCaasstteellll ddee VViillaarrnnaauu BBrruutt AAXX

Vnr.: 01747 750ml 11,5%

EEiinnkkeennnnii:: Fölgrænt. Létt, þurrt, sýruríkt meðfínlegum epla, sítrus og grösugum jurtakeim.UUpppprruunnii:: Spánn, CavaFFrraammlleeiiððaannddii:: Gonzalez Byass S.A.LLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 1.090 kr.

FFrraaggoolliinnoo FFiioorreellllii BBiiaannccooVnr.: 09758 750ml 7%

EEiinnkkeennnnii:: Fölgrængult. Meðalfylling, sætt,milt með sælgætiskenndum ávaxtakeim.UUpppprruunnii:: ÍtalíaFFrraammlleeiiððaannddii:: Toso S.P.A.LLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 890 kr.

BBrraaaassttaadd FFiinnee CChhaammppaaggnnee XXOOVnr.: 07134 700ml 40%

EEiinnkkeennnnii:: Gullið. Meðalfylling, þurrt, meðþurrkuðum ávaxta og eikarkeim.UUpppprruunnii:: Frakkland, CognacFFrraammlleeiiððaannddii:: BraastadLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 4.890 kr.

OOuuzzoo PPlloommaarriiVnr.: 09690 700ml 40%

EEiinnkkeennnnii:: Tært og litlaust. Meðalfylling,hálfþurr, með kröftugu anísbragði og mild-um sprittkeim.UUpppprruunnii:: GrikklandFFrraammlleeiiððaannddii:: Issidoros Arvanitis S.A.LLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 3.060 kr.

H V Í T V Í N / F R E Y Ð I V Í N / S N A F S

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:38 Page 28

Page 29: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

VVKK KKiicckk CChheerrrryyVnr.: 09834 275ml 4%

EEiinnkkeennnnii:: Skærbleikur. Léttkolsýrður,sætur og ferskur með kirsuberjabragði.UUpppprruunnii:: Stóra BretlandFFrraammlleeiiððaannddii:: GBL InternationalLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 197 kr.

BBiittbbuurrggeerr PPrreemmiiuumm DD

Vnr.: 05048 330ml 4,8%

EEiinnkkeennnnii:: Ljósgullinn. Meðalfylling, þurr,ferskur, lítil beiskja með mjúkan maltkeimog létta humla.UUpppprruunnii:: ÞýskalandFFrraammlleeiiððaannddii:: Bitburger PrivatbrauereiLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 163 kr.

SSaammuueell AAddaammss EEFFJJ

Vnr.: 06972 355ml 4,8%

EEiinnkkeennnnii:: Roðagullinn. Mjúk fylling, þurr ogferskur með nokkurri beiskju. Höfugur,með humluðu malt- og karamellubragði.UUpppprruunnii:: BandaríkinFFrraammlleeiiððaannddii:: Boston Beer Co.LLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 198 kr.

MMoorrllaanndd ““HHeenn’’ss TTooootthh””Vnr.: 09764 500ml 6,5%

EEiinnkkeennnnii:: Kopargullinn, þétt fylling, hálfsæt-ur, mildur með karamellu- og ávaxtakeim,og löngu léttbeisku eftirbragði.UUpppprruunnii:: Stóra BretlandFFrraammlleeiiððaannddii:: Morland BrewingLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 385 kr.

DDuuvveell CCDD

Vnr.: 08114 330ml 8,5%

EEiinnkkeennnnii:: Ljósgullin með gerbotnfalli. þéttfylling, þurr og ferskur með lítilli beiskju oghöfugum, sætum malt- og kryddkeim.UUpppprruunnii:: BelgíaFFrraammlleeiiððaannddii:: Duvel Moortgat N.V.LLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 348 kr.

HHooeeggaaaarrddeenn WWhhiitteeVnr.: 06634 330ml 4,9%

EEiinnkkeennnnii:: Ljósgulskýjaður. Léttur og ferskurmeð sætuvotti, góða freyðingu og krydd-aðan, ávaxtakenndan kornkeim.UUpppprruunnii:: BelgíaFFrraammlleeiiððaannddii:: S.A Interbrew Belgium N.VLLeeiiððbbeeiinnaannddii vveerrðð:: 194 kr.

Á F E N G T G O S / B J Ó R

Matartáknin í VínblaðinuNotuð eru tákn sem gefa til kynna hvaða matur geti passað við tiltekin vín.

aa Fordrykkir, smáréttir

cc Fiskur

bb Skelfiskur

ii Grænmetisréttir

dd Ljóst kjöt/svínakjöt

ee Nautakjöt

ff Lambakjöt

hh Villibráð

jj Grillað kjöt

kk Austurlenskur matur

ll Ostar

mm Pasta/Pítsa

nn Ábætisréttir

oo Sólpallavín

xx Tilbúið til að drekka

yy Tilbúið að drekka, en má geyma

ææ Batnar við geymslu

Notað með leyfi AS Vinmonopolet Noregi

l c n o K M A T A R T Á K N I N b d e f h

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:38 Page 29

Page 30: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

30

05093 Alamos Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1.2902002 Rúbínrautt. þétt fylling, þurrt, ferskt og mjúkt með sólbökuðum ávexti, ristaðri eik og grösugum tóbaks og sveitakeim. EEFFHHXX

R 09623 Casa Miriam Reserva Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.3902003 Maipu: Dökkfjólurautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með mjúk tannín og frískum berja-, og eikarkeim. DDFFMMXXZZ

R 05088 Catena Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1.5902001 Dökkfjólurautt. Bragðmikið, með löngu eikarbragði, fínlegt. EEFFLLYY

R 09297 Kaiken Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1.1902002 Dökkfjólurautt. Bragðmikið, með krydduðum ávaxtakeim og þéttu tanníni. EEFFJJLLYY

09454 Norton Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 9502004 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með miðlungs tannín og stömu berjabragði. EEFFLLXX

R 09461 Norton Cabernet Sauvignon Reserve 750 ml 14% 1.3902002 Rúbínrautt. þétt tannísk fylling, þurrt með ferskri sýru. Ávaxta-, eikar- og kryddkeim. EELLYY

�R 07562 Santa Ana Cabernet Sauvignon Cepas Privadas 750 ml 13,5% 1.3802001 Dökkrautt. Meðalfylling, þurrt og höfugt með krydduðum eikar- og berjakeim. EELLZZ

05409 Trapice Astica Cabernet Sauvignonkassavín 3.000 ml 13,5% 3.390Rautt. Höfugt, berjaríkt. MMXX

R 07996 Trapiche Cabernet Sauvignon Oak Cask 750 ml 13,5% 1.190

05095 Alamos Malbec 750 ml 13,5% 1.1902002 Fjólurautt. Bragðmikið, þétt, með krydduðum berja-kaffi- og eikarkeim. DDEEFFJJXX

R 05507 Alta Vista Grande Reserve Malbec 750 ml 13,5% 1.9802000 Dökkrautt. Meðalfylling, höfugt og mjúkt með þéttri

eik og ávaxtakeim. EEFFLLYY

�R 05926 Alta Vista Malbec Premium 750 ml 13,5% 1.5102002 Rúbínrautt. Mjúk fylling, þurrt og ferskt með lítil tannín og sultuðum berjabláma. DDJJMMXX

05358 Argento Malbec 750 ml 13% 1.1902003 Dökkfjólurautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með nokkur tannín og rauðan ávöxt í bland við létta eik og krydd. DDFFMMXX

R 09624 Casa Miriam Reserva Malbec 750 ml 13,5% 1.4002002 Tupungato: Dökkfjólublátt. Meðalfylling, þurrt og sýruríkt með miðlungs tannín. Heitur grösugur keimur með sætbökuðum ávexti. EEFFLLXX

05087 Catena Malbec 750 ml 14% 1.5902002 Dökkfjólublátt. Bragðmikið, þurrt með eik og þéttu ávaxtabragði. Nokkuð tannískt. EEXX

05378 Graffigna Malbec 750 ml 13,5% 9702002 Dökkrautt. Höfugt, með krydduðum ávexti.DDEEFFMMYY

09652 Graffigna Malbec kassavín 3.000 ml 13,5% 3.4902004 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, ung tannín. Sætur ávöxtur með kakó og vanillukeim. DDMMXX

R 09296 Kaiken Malbec 750 ml 14% 1.1902002 Dökkfjólublátt. Bragðmikiið með krydduðu eikarbragði.Nokkuð tannískt. EEHHLLYY

09486 Norton Malbec 750 ml 13,5% 9502004 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, með miðlungs sýru, mild tannín og léttan ávaxta- og kryddkeim. DDMMXX

R 09497 Norton Malbec Reserve 750 ml 14% 1.3902002 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt með mildri sýru og léttum tannínum. Fínlega kryddaður ávöxtur. AADDFFLLYY

�R 07675 Santa Ana Malbec Cepas Privadas 750 ml 13,5% 1.3602002 Dökkfjólurautt. þungt og sýruríkt, ávaxtaríkt með jarðar- og eikarkeim. DDEEMMXX

R 09544 Santa Lucia Malbec 750 ml 13,5% 1.200Dökkkirsuberjarautt. þétt fylling, þurrt, ferskt og nokkuð

tannískt með heitum bökuðum ávexti og lakkrískeim. EEFFJJLLXX

V Ö R U S K R Á G I L D I R T I L 3 0 . S E P T E M B E RV Ö R U S K R Á G I L D I R T I L 3 0 . S E P T E M B E RR A U Ð V Í N

Argentína

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Tegundir sem eru merktar R eru í reynslusölu og fást aðeins í Heiðrúnu og Kringlunni. �R eru nýjar vörur í reynslusölu. Vörur sem merktar eru Seru í sérflokki og fást aðeins í Vínbúðinni Heiðrúnu og Kringlunni. Verð eru leiðbeinandi og gilda til 30. september. Birt með fyrirvara um prentvillur.

Argentína er eitt mesta vínframleiðsluland heims. Útflutn-ingur hefur verið að aukast undanfarin ár og er mestur ívínum gerðum úr rauðu þrúgunum malbec og cabernetsauvignon.

Cabernet SauvignonArgentínumenn rækta gríðarlegt magn af þessari þrúgu-tegund. Garðarnir eru gjarnan í mikilli hæð yfir sjávarmálisem tryggir ferskara sýrustig vínanna. Þetta eru gjarnan„evrópskari“ vín en mörg önnur vín Nýja-Heimsins.

Mendoza

MalbecSérstaða argentínskra vínframleiðenda, í harðri samkeppniá heimsmarkaði, hefur verið fólgin í vínum úr þessariþrúgutegund. Vínin eru yfirleitt kjarnmikil og góð matarvín.

Mendoza

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:38 Page 30

Page 31: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

31

03955 Trapiche Pinot Noir Oak Cask 750 ml 13,5% 1.1902002 Rautt. Rífleg meðalfylling, ávaxta- og steinefnaríkt með grösugum sveitakeim. DDIIYY

�R 07678 Santa Ana Syrah Cepas Privadas 750 ml 13,5% 1.4002001 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt og milt með lítil tannín og léttan krydd- og berjakeim. DDMMXX

07036 Trivento Syrah 750 ml 14% 9902002 Fjólurautt. Meðalfylling, með rauðum berja- og ávaxtakeim. DDFFMMXX

R 07349 Alta Vista Alto 750 ml 13,9% 4.7901998 Dimmrautt. Kröftugt, með þéttum berja- og eikarkeim og löngu margslungnu eftirbragði. Tannískt. EEHHLLYY

R 07795 Alta Vista Cosecha Malbec Tempranillo 750 ml 13,5% 1.1502001 Dökkrautt. Meðalfylling með sætsultuðum ávaxtakeim.FFJJXX

R 08366 Angaro Cabernet Sauvignon Tempranillo 750 ml 13,5% 9902003 Dökkfjólurautt. Meðalfylling, berjaríkt með léttri stemmu. DDFFMMXX

R 08365 Angaro Malbec Syrah 750 ml 13,5% 1.0402003 Dökkfjólurautt. Frekar bragðmikið, með sætum ávaxtakeim og léttri stemmu. DDEEFFJJXX

R 09141 B Crux 750 ml 14% 2.5802001 Valle de Uco: Dökkfjólurautt. Kröftugt, með fínlegum eikar og ávaxtakeim. Nokkuð stamt. EEFFLLYY

R 09626 Casa Miriam Malbec - Merlot 750 ml 13% 1.2902003 Tupungato: Dökkfjólublátt. Létt, þurrt og ferskt með lítil tannín og frísklegan ávaxtakeim. AADDIIMMXX

R 09629 Casa Miriam Reserva Malbec - Syrah 750 ml 13% 1.4002003 Tupungato: Dökkfjólublátt. Mjúk fylling, þurrt og milt með miðlungs tannín. Léttur ávaxta- og kryddkeimur.EEFFLLXX

R 09518 Ramon Varez 750 ml 13% 990Ljósmúrsteinsrautt. Tæp meðalfylling, ferskt með léttri stemmu og jarðarberjakeim.

08201 Terralis Shiraz - Malbec kassavín 3.000 ml 13% 2.9302003 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt og sýruríkt, nokkuð tannískt með léttum krydd- og kirsuberjatónum. DDEEXX

�R 08362 Trivento Cabernet-Merlot 750 ml 13,5% 9902004 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mjúk tannín. Með sætkrydduðum berja- og jarðartónum. EEFFJJXX

07033 Trivento Reserve Cabernet Malbec 750 ml 13,5% 1.1902003 Dökkfjólurautt. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt með ung tannín, létta eik og berjaávöxt. DDMMXX

�R 04260 Trivento Shiraz-Malbec 750 ml 13,5% 9902004 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mjúkt með sætkenndum, krydduðum berja-, lyng- og jarðartónum.EEFFJJXX

09203 Jindalee Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1.0402002 Murray Darling: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt og milt með mild tannín. Blómlegur jarðarberjakeimur og léttkrydduð eik. DDJJMMXX

09185 Kangaroo Ridge Cabernet Sauvingnonkassavín 3.000 ml 14% 3.720Kirsuberjarautt. Frekar létt, þurrt og sýruríkt með berjakeim

og eikartónum. DDMMXX

06488 Lindemans Bin 45 Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.2702003 Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt, mild sýra og miðlungs tannín. Sætur, bakaður ávöxtur og lakkrískeim.DDEEJJMMXX

03496 Rosemount Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.2902001 Dimmfjólurautt. Bragðmikið, ferskt, ávaxtaríkt, með berja og kryddkeim. Nokkur stemma. EEFFJJLLYY

07561 Salisbury Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 9902003 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt og milt með mild tannín, léttan berjabláma og kryddaða eikartóna. DDMMXX

05128 Yellow Tail Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.2902004 Dökkfjólublátt. Góð fylling, mjúkt með sætkrydduðumávexti. DDJJKKMMXX

Suður Ástralía02065 Wolf Blass Presidents Selection

Cabernet Sauvignon 750 ml 14,5% 1.9902001 Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, ferskt með sætuvotti og mjúkri áferð. Heitur ávöxtur með áberandi mintu, létt krydd. DDJJLLMMXX

02057 Wolf Blass Yellow Label Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.4902002 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mjúk tannín með grösugum, heitum berja og lyngkeim. EEFFJJXX

Barossa07769 Peter Lehmann Cabernet Sauvignon 750 ml 14,5% 1.560

2001 Dökkrautt. Bragðmikið, þétt með krydduðum eikarkeim. Létt stemma. EEFFJJLLYY

VictoriaR 07544 Brown Brothers Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1.390

2000

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Ástralía

Verð í vöruskrá gilda út september 2005

Pinot NoirFramleiðendur í Argentínu eru að byrja að þreifa sig áframmeð framleiðslu á vínum úr þessari frægu rauðvínsþrúgufrá Búrgundarheraðinu í Frakklandi.

SyrahHér er á ferðinni þrúgutegund sem upprunalega kemurfrá Rónardal í austurhluta Frakklands. Einkenni þessararþrúgutegundar er oftast góð blanda af sætum ávexti ogkryddum eins og t.d. pipar.

BlöndurHér er allrar athygli vert að þrúgunni tempranillo er hérblandað við bæði cabernet sauvignon og malbec.

Áströlsk vín eru oft mjúk og ávaxtarík. Helstu þrúgurnareru Shiraz og Cabernet Sauvignon. Sökum stærðarlandsins eru ræktunarskilyrði mjög mismunandi ogborðvín álfunnar því heillandi og fjölbreytileg.

Nýja Suður-WalesFrá þessu svæði koma að öllu jöfnu vín sem eru frekaröflug, fyllt af sólríkum sultukenndum ávexti.

Suður ÁstralíaHér spilar hátt hitastig inn í víngerðina með því aðþrúgurnar ná fullum sultukenndum þroska, en jafnframtnjóta víngarðarnir kælingar frá hafinu, sem tryggir aðvínin hafa gott sýrustig til jafnvægis við sólríkann ávöxt-inn.

VictoriaÁ þessu svæði er að finna svölustu ræktunarsvæðin semgefa af sér vín sem hafa hvað ferskustu sýruna í blandvið sætkenndan ávöxt þrúganna.

Vestur ÁstralíaÞessi hluti Ástralíu er sá sem er að þróast hvað hraðast ídag. Frá svæðinu koma fersk og kraftmikil vín meðeilítið evrópska tóna.

Cabernet SauvignonÞrúgan er einkennisþrúga öflugra rauðra vína. Cabernetsauvignon gefur af sér vín sem einkennast af kröftugriuppbyggingu, krydd-, jurta-, sólberja- og kúrenutónum.Í Ástralíu má gjarnan finna ilm af eucalyptus í þessumvínum.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 31

Page 32: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

32

R A U Ð V Í N

05031 Deakin Estate Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1.2902002 Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt og stamt með blómlegum keim af frostþurrkuðum jarðarberjum.DDMMXX

05693 Jacob’s Creek Merlot 750 ml 14% 1.1902002 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt ferskt með mild

tannín og léttan frískan ávöxt- og mintukeim. DDLLMMXX

09202 Jindalee Merlot 750 ml 14% 1.0402002 Murray Darling: Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með mjúk tannín. Berjaríkt með grösugan lyngkeim og létta eik. DDJJMMXX

R 05865 McGuigan Black Label Merlot 750 ml 13,5% 1.2902002 Rautt. Meðalfylling, með mjúkum ávexti. DDJJMMXX

07122 Rosemount Merlot 750 ml 13,5% 1.2902002 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með nokkurt tannín. Mjúkt berjabragð, með dökkum jarðartónum og léttri eik. DDJJXX

�R 09688 Wombat Hill Merlot 750 ml 14% 1.1902003 Kirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt, ferskt, ung tannín. Berjaríkt með sætum kryddkeim. DDJJMMXX

05130 Yellow Tail Merlot 750 ml 13,5% 1.2902003 Dökkfjólurautt. Mjúkt og höfugt með sætum ávexti.

EEFFJJLLXX

R 07503 Yalumba Oxford Landing Merlot 750 ml 14,5% 1.3502000 Ryðrautt. Meðalfylling, sætbakað, með krydduðum sveskju og ávaxtakeim. FFJJXX

R 05247 Peter Lehmann Merlot 750 ml 13,5% 1.5902001 Dökkrautt. Kröftugt, mjúkt, þétt, með krydduðum ávaxtakeim. EEFFJJLLYY

R 07543 Brown Brothers Merlot 750 ml 13,5% 1.3902000

04962 Deakin Estate Merlot 750 ml 14% 1.2902002 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín með eikar- kryddkeim og heitum ávexti. DDFFJJXX

R 07087 Hardys Nottage Hill Shiraz 750 ml 14% 1.3902001 Dökkfjólurautt. Höfugt og mjúkt með krydduðu berjabragði. EEFFJJLLXX

R 09205 Jindalee Shiraz 750 ml 14% 1.1902003 Murray Darling: Rautt. Meðalfylling með sætum, krydduðum ávexti. DDFFLLMMXX

01222 Lindemans Bin 50 Shiraz 750 ml 13,5% 1.3802003 Dökkfjólurautt. Góð fylling, þurrt, sýruríkt, nokkurt tannín, með krydduðum berjakeim og mildri eik. DDFFJJXX

R 05922 Lisa McGuigan Tempus Two Shiraz 750 ml 13,5% 1.2502002 Rautt. Meðalfylling með krydduðum ávaxtakeim.EEFFHHJJYY

R 05927 McGuigan Black Label Shiraz 750 ml 13,5% 1.2902003 Rautt. Bragðmikið með mjúkum og krydduðum ávaxtakeim. Létt stemma. EEFFJJXX

07945 Peter Lehmann Weighbridge Shiraz 750 ml 14,5% 1.2602002 Rautt. Höfugt, með sætum berjakeim. DDEEFFMMXX

03495 Rosemount Shiraz 750 ml 14% 1.2902003 Dökkfjólurautt. Góð fylling, þurrt, ferskt með lítið tannín. Sætur, kryddaður ávöxtur með heitum grösugum keim.

EEFFJJLLXX

R 09182 Tyrrell’s Shiraz 750 ml 14,5% 1.3602002 Dökkfjólurautt. Bragðmikið, þétt, berjaríkt og höfugt í endanum, með léttum sveitatónum.

05439 Wilderness Estate Shiraz kassavín 3.000 ml 13,5% 3.590Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með mild tannín

og léttkryddaðan eikarkeim. DDFFJJXX

�R 09687 Wombat Hill Shiraz 750 ml 14% 1.1902003 Dökkfjólurautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, ung tannín með sætum grösugum ávexti. DDMMXX

R 08785 Wyndham Bin 555 Shiraz 750 ml 14,5% 1.4902000

05131 Yellow Tail Shiraz 750 ml 13,5% 1.2902003 Rúbínrautt. Mjúkt fylling, hálfþurrt með milda sýru og lítil tannín, með sætsultuðum ávexti og lakkrís- og mintukeim.

DDJJXX

04379 Angove’s Bear Crossing Shiraz 750 ml 14% 1.0902003 Rúbínrautt. þétt fylling, þurrt og ferskt með mild tannín og blómlegum berja- og jarðarkeim. FFMMXX

07851 Angove’s Long Row Shiraz 750 ml 14% 1.1902002 Rautt. Kröftugt, ferskt, sýruríkt, með grösugum berjakeim. EEHHXX

R 05260 Jacob’s Creek Reserve Shiraz 750 ml 15% 1.5901999 Dökkrautt. Kröftugt, berjaríkt og kryddað, með nokkuri stemmu. EEFFHHJJLLYY

08291 Lindemans Reserve Shiraz 750 ml 14% 1.3902002 Dimmrúbínrautt. Mikil fylling, þurrt, sýruríkt, miðlungs tannín, keimur af mintu, berjum, lyngi og eik. Höfugt.EEFFHHLLYY

R 02951 Penfolds Bin 28 Kalimna Shiraz 750 ml 13,5% 1.9001999 Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt, ferskt með

mjúk tannín og kryddaðan ávaxta- og eikarkeim. EEHHLLYY

05249 Peter Lehmann Wildcard Shiraz 750 ml 14% 1.1902002 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, nokkurt

tannín. Grösugur keimur, með mintu, litsí og berjatónum.DDFFJJXX

02060 Wolf Blass Presidents Selection Shiraz 750 ml 13,5% 1.9902002 Dimmrúbínrautt. Bragðmikið, þurrt, margslungið með miklu eikar- krydd og ávaxtbragði. EEHHLLYY

03770 Wolf Blass Yellow Label Shiraz 750 ml 14% 1.3902002 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mjúk tannín með sætu berjabragði og létt krydduðum grösugum skógarkeim.DDFFMMXX

05010 Yalumba Shiraz 750 ml 13,5% 1.2902002 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, nokkuð

stamt með sterkum lakkrís, anís, mintu og sætum berjakeim.DDJJXX

Barossa�R 08556 Grant Burge Barossa Shiraz 750 ml 14,5% 1.290

2003 Dökkrúbínrautt. Góð meðalfylling, þurrt, ferskt, með mjúkum berja, myntu og vanillutónum. EEFFJJXX

02683 Grant Burge Filsell 750 ml 15% 2.0202002 Dökkrúbínrautt. Góð fylling, þurrt, ferskt, nokkuð tannín með sætum ávexti, mikilli eik og kólatón. Góð ending.

EEFFHHLLYY

07360 Peter Lehmann Shiraz 750 ml 14,5% 1.4902002 Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling. þurrt og ferskt með sætuvotti. Mjúk tannín. Ávöxtur með lakkrís- og mintukeim.DDJJXX

R 08793 Peter Lehmann Stonewell Shiraz 750 ml 14% 3.3901995 Dökkrautt. Kröftugt, kryddað með eikar, kakó og ávaxtakeim. Langt. EEFFHHLLYYZZ

05248 Peter Lehmann The Futures Shiraz 750 ml 14,5% 1.6902002 Dimmkirsuberjarautt. þétt fylling, sætuvottur, ferskt, tannískt með þéttan eikartón. Barkarkrydd og eukalyptuskeimur EEFFHHLLYY

Vestur ÁstralíaR 09440 Palandri Estate Shiraz 750 ml 13% 1.390

2001 Dökkfjólurautt. Kröftugt, þétt og sýruríkt með góðum berjaávexti. EEJJLLXX

VictoriaR 07549 Brown Brothers Shiraz 750 ml 14% 1.490

2001

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

MerlotMýkt, ávöxtur og jarðvegstónar eru einkenni merlot þrúg-unnar. Í Ástralíu þar sem þrúgan nær yfirleitt miklum þros-ka, verða þessi vín gjarnan sultukennd og silkimjúk.

ShirazÞessa þrúgu fluttu Ástralir með sér frá Rónardalnum íFrakklandi. Einkenni þrúgunnar er sætur ávöxtur í blandvið krydd og þá sérstaklega pipar.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 32

Page 33: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

33

R A U Ð V Í N

08088 Deakin Estate Shiraz 750 ml 14,5% 1.2902002 Dökkfjólurautt. Mjúk fylling, þurrt, ferskt með léttu tanníni og sætum ávaxta- og eikarkeim. DDIIJJXX

09707 Angove’s Bear Crossing Cabernet Merlot kassavín 3.000 ml 14% 3.7902003 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín.Ávaxtaríkt með vanillu og lakkrískeim. DDMMXX

�R 08087 Badgers Creek Shiraz Cabernet 750 ml 14% 1.2602002 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, mjög ferskt með

mild tannín. Margslunginn kryddaður ávaxta og sveitakeimur.DDEELLXX

R 06458 Banrock Station Shiraz Mataro 750 ml 13% 1.0902000 Ljósrautt. Meðalfylling, milt með fínlega krydduðum

skógarkeim. FFJJLLXX

08471 Barramundi Cabernet Merlot kassavín 3.000 ml 13,5% 3.590Rautt. Meðalfylling mjúkt og ávaxtaríkt. EEFFJJMMOOXX

�R 08347 Benchmark Cabernet Shiraz 750 ml 13% 1.0902003 Rúbínrautt. Meðlfylling, þurrt, ferskt, mjúk tannín með keim af dökkum berjum , myntu og eik. EEFFJJXX

02064 Black Opal Cabernet Merlot 750 ml 12,5% 1.2902001 Fjólurautt, meðalfylling, mjúkt og berjaríkt með léttri stemmu. EEFFJJMMXX

R 09534 Carrington Shiraz Cabernet kassavín 3.000 ml 14% 3.590Múrstseinsrauður. Meðalfylling, höfugt, þurt og sýruríkt.

Léttur ávaxta- og jurtakryddskeimur. JJMMXX

06460 Hardys Stamps Shiraz Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.0902002 Rautt. Höfugt, mjúkt og ávxtaríkt, með sólberjakeim.DDFFJJXX

R 09658 J.J. McWilliam’s Shiraz Cabernet 750 ml 13,5% 9902003 Rúbínrautt. Meðalfylling, sætuvottur, ferskt með léttan opinn ávöxt og frískandi kolsýrubit. DDJJMMOOXX

R 07352 Jacob’s Creek Grenache Shiraz 750 ml 14% 1.1902001 Ryðrautt. Bragðmikið, með sultuðum kryddkeim.FFJJKKLLYY

03412 Jacob’s Creek Shiraz Cabernet 750 ml 14% 1.1902002 Kirsuberjarautt. Rífleg meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungs tannín með jarðarberja og skógarkeim, grösugum og kryddað DDFFJJXX

00183 Lindemans Cawarra Shiraz Cabernet 750 ml 13% 9902004 Dökkfjólublátt, mjúk fylling, þurrt og milt, með lítið

tannín og sætkrydduðum berjakeim. DDJJMMXX

09563 Lindemans Shiraz Cabernet kassavín 3.000 ml 12,5% 3.4902004 Dökkfjólublátt. þétt fylling, þurrt með sætuvotti og ferskri sýru. Mjúkt með krydduðum berjakeim. DDJJXX

R 05866 McGuigan Black Label 750 ml 13% 1.1902002 Rautt. Meðalfylling, með mjúkum, sætum ávaxta og

kryddkeim. DDFFMMXX

�R 08025 Penfolds Rawson’s Retreat Shiraz Cabernet 750 ml 14% 1.2902003 Dökkrúbínrautt. Góð, mjúk fylling, með sætuvotti, mild sýra og mjúk tannín. þéttur berjaávöxtur, lakkrís og kryddtónar.EEJJXX

07117 Rosemount Cabernet Merlot 750 ml 13,5% 1.2902003 Dökkrúbínrautt. Góð fylling. þurrt, ferskt með lítið tannín. Sætur berjakeimur. DDJJXX

09222 Rosemount Shiraz Cabernet kassavín 3.000 ml 13,5% 3.7002004 Dökkfjólurautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með miðlungs tannín og berjakeim. DDMMXX

01620 Rosemount Shiraz Cabernet 750 ml 13,5% 1.1902003 Dökkfjólurautt. Bragðmikið, berjaríkt, létt stemma.DDIIJJXX

06775 Sacred Hill Shiraz Cabernet 750 ml 13,5% 1.1902001 Ljósmúrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, lítið tannín. Sætur, blómlegur ávaxtakeimur. DDJJXX

R 09183 Tyrrell’s Cabernet Merlot 750 ml 14% 1.3602002 Dökkrautt. Bragðmikið og höfugt, nokkuð hrátt með þéttum berjakjarna.

R 09572 Yellow Tail Shiraz - Cabernet 750 ml 13,5% 1.2902004 Dökkfjólurautt. Rífleg meðalfylling, þurrt, ferskt með létt tannín. Sætur berjakeimur, karamella, vanilla og negull.DDJJXX

04409 Angove’s Bear Crossing Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 14% 1.090

2002 Fjólurautt. Meðalfylling, ferskt berjabragð. DDMMXX

09484 Angove’s Bear Crossing Cabernet Shiraz 750 ml 14% 1.0902003 Kirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt með sæturvotti, ferskt, hrjúft tannín. Dökkur ávöxtur með sveitalegum keim.FFMMXX

07848 Angove’s Stonegate Cabernet Shiraz 750 ml 14% 8902002 Rautt. Höfugt, þétt, með berja- og ávaxtakeim. Nokkuð stamt. DDFFJJMMXX

04732 Boomerang Bay Cabernet Shiraz 750 ml 13,5% 9902001 Rautt. Meðalfylling, mjúkt, með sætum ávexti.DDFFJJOOXX

00185 Penfolds Koonunga Hill Shiraz Cabernet 750 ml 14% 1.4802001 Dökkrautt. Höfugt, með krydduðum og grösugum ávaxtakeim. EEFFLLYY

07760 Peter Lehmann Clancy’s 750 ml 14% 1.5902002 Dökkmúrsteinsrautt. Góð fylling, þurrt, sýruríkt, nokkurt tannín með sultuðum ávexti og krydduðum keim.

EEFFHHJJYY

07893 Rosemount GSM 750 ml 14,5% 1.9902000 McLaren Vale: Dökkmúrsteinsrautt. þurrt og ferskt með þétta fyllingu og lítið tannín. Mikill berjaávöxtur, eik og krydd með mintukeim. EEHHJJYY

07938 Rosemount Traditional 750 ml 13,5% 1.8902000 McLaren Vale: Dökkkirsuberjarautt. þurrt og ferskt með þétta og góða fyllingu og mjúkt tannín. þróttmikið með þroskaðan ávöxt. EEFFHHLLYY

01973 Wolf Blass Red Label Shiraz Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.2902002 Dökkrautt. Höfugt, mjúkt, með eikar- og ávaxtakeim.EEFFLLXX

07359 Peter Lehmann GSM 750 ml 14,5% 1.3902002 Kirsuberjarautt. Mjúk fylling, þurrt og ferskt, með létt tannín, eukalyptus og beittan berjakjarna. EEFFJJXX

08788 Peter Lehmann Mentor 750 ml 14% 2.8901999 Dökkmúrsteinsrautt. Mjúk fylling, þurrt með milda sýru og þroskuð tannín, með fínlegum krydd og skógarkeim.EEFFJJLLYY

R 09535 Torbreck Cuvée Juveniles 750 ml 14% 2.3902003 Ljósrautt. Meðalfylling. Höfugt, mjúkt með margslungnum, krydduðum og blómlegum ávaxtakeim.DDFFJJLLYY

R 09557 Torbreck The Steading 750 ml 14,5% 2.9002002 Dökkmúrsteinsrautt. þétt og mjúk fylling, þurrt með sætuvotti, mildri sýru og léttu tanníni. Heitt, langt eftirbragð.EEHHJJLLYY

Vestur ÁstralíaR 09441 Palandri Estate Cabernet Merlot 750 ml 14% 1.390

2001 Dökkfjólurautt. Bragðmikið og höfugt. Berjaríkt og nokkuð tannískt. DDEEXX

VictoriaR 07548 Brown Brothers Everton 750 ml 14% 1.190

1999

08093 Deakin Estate Shiraz Cabernet 750 ml 14% 1.0902002 Rúbínrautt. Góð fylling, þurrt og ferskt með mild tannín, mintu, krydd, lakkrís og heitan jarðarkeim. DDEEJJXX

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Verð í vöruskrá gilda út september 2005

BlöndurÁstralir framleiða margskonar vín sem eru blöndur átveimur eða fleiri þrúgutegundum. Eftirtektarverðust ogalgengust af þessum blöndum er svokölluð GSM, eðablanda úr þrúgunum Grenache, Mourvedre og Shiraz.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 33

Page 34: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

34

07587 Cypress Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.2902001 Dökkkirsuberjarautt. Frekar létt, þurrt og sýruríkt

með lítil tannín, keimur af rauðum berjum. DDFFJJXX

00153 Beringer Napa Valley Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.9901999 Napa Valley: Dökkkisuberjarautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt, nokkuð tannískt. Fínlegir eikar, berja og kryddtónar.EEHHLLYY

R 05770 Firestone Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 9902001 Rautt. Kröftugt, með ferkum ávaxtaríkum krydd og

jarðarkeim. EEFFLLYY

R 08720 J. Lohr Hilltop Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 3.3901997 Paso Robles

08023 J. Lohr Seven Oaks Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.4902000 Paso Robles: Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt, ferskt og tannískt með mikilli eik, vanillu og kryddtónum í bland. EEFFLLYY

05238 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Cabernet Sauv. kassavín 3.000 ml 14% 3.4902001 Dökkrautt. Höfugt og mjúkt með sætum bökuðum ávexti og römmu eftirbragði. DDJJOOXX

05032 Stone Cellars Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1.2902001 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með létt tannín og fínlegan ávaxta-, vanillu-, og karamellukeim. DDEEFFJJXX

06405 Stonehedge Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.1902001 Rautt. Bragðmikið, mjúkt, með létt krydduðum hratkeim.DDEEFFXX

07734 Sutter Home Cabernet Sauvignon 187 ml 13% 3502001 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með lítil tannín og rauðan berjakeim. DDJJXX

07931 Turning Leaf Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.1902002 Dökkrúbínrautt. þétt fylling, þurrt og milt með mjúk tannín og kryddaðan eikarkeim. EEFFJJLLXX

03828 Woodbridge Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.2902001 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt með milda sýru

og lítil tannín. Léttur eikarkryddaður ávöxtur. DDEEJJXX

07006 Beringer Merlot 750 ml 13,5% 1.5902000 Rautt. Ilmríkt. Bragðmikið, mjúkt, kryddað með eikar og ávaxtakeim. EEFFJJLLXX

03619 Cypress Merlot 750 ml 13% 1.3902001 Dökkrautt. Bragðmikið, mjúkt með sætum berjakeim.

EEFFJJLLMMXX

05881 Delicato Merlot 187 ml 13,5% 3192003 Rúbínrautt. Létt fylling, þurrt, ferskt með lítil tannín

og léttan berjakeim. DDMMOOXX

06400 Delicato Merlot 750 ml 13,5% 1.2202003 Fjólublátt. Meðalfylling, þurrt með sætuvotti, ferskt,

miðlungstannín og nokkur stemma. Með grösugum ávexti og lyngkeim. DDJJMMXX

01818 Fetzer Eagle Peak Merlot 750 ml 13,5% 1.1902001 Rautt. Höfugt, mjúkt, ávaxtaríkt með léttum eikarkeim. FFJJMMNNXX

05033 Stone Cellars Merlot 750 ml 13% 1.2302001 Rúbínrautt. Mjúk fylling, þurrt, mild sýra, lítið tannín

með frísklegan og fínlegan ávaxta- eikar og skógarkeim.DDEEFFJJXX

07345 Turning Leaf Merlot 750 ml 14% 1.1902002 Kirsuberjarautt. Meðalfylling. þurrt, ferskt, ung tannín með eikar og vanillutónum. FFJJXX

R 05769 Firestone Merlot 750 ml 13,5% 9902002 Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt með ferska sýru og nokkurt tannín. Pipar og dökkur ávöxtur. DDEEFFLLXX

Washington

R 04872 Snoqualmie Cabernet Merlot 750 ml 13% 1.5901999 Dökkmúrsteinsrautt. þétt fylling, þurrt og ferskt með miðlungs tannín og sætan, þroskaðan ávaxta- og eikarkeim.EEFFJJXX

S 09417 2001 Marimar Pinot Noir 750 ml 14% 2.9902001 Russian River Valley: Dökkrautt. Góð fylling, mjúkt með sætkrydduðum ávexti og mildri eik. DDEEFFYY

05545 Clay Station Shiraz 750 ml 13,5% 1.6902002 Lodi: Fjólurautt. Meðalfylling, þurrt, mild sýra, mild græn tannín með blómlegum krydduðum ávexti og sætkenndan eikartón. DDFFJJXX

�R 09751 Cypress Shiraz 750 ml 13,5% 1.3902002 Dökkrúbínrautt. Mikil fylling, þurrt með milda sýru,

mjög tannískt. Keimur af dökkum berjum, tóbaki, lakkrís og eik. EEFFHHLLYY

06401 Delicato Shiraz 750 ml 13,5% 1.2202003 Dökkfjólublátt. Meðalfylling, mjúkt með sætkrydduðum ávaxta og eikarkeim. FFJJMMXX

R 09663 Ernest & Julio Gallo Coastal Vineyards Syrah 750 ml 14% 1.3902001 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með mild og þurr tannín. Margslunginn keimur af ávöxtum, jörð, kryddi og eik EEFFHHYY

R 09662 Ernest & Julio Gallo Turning Leaf Syrah 750 ml 13,5% 1.1902003 Dökkfjólublátt. Góð fylling, þurrt og milt með létt og ung tannín og þéttu berja-, krydd og lakkrís bragði. DDJJMMXX

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

BandaríkinÁ nokkrum áratugum hafa bandarískir vínframleiðendurnáð ótrúlegum árangri í framleiðslu hágæða borðvína.Rauðvín Kaliforníu, Washington og Oregon fylkja hafa boriðhróður Bandaríkjanna, sem hágæða vínframleiðanda, umallan heim.

KaliforníaÍ Kaliforníu er að finna gríðarlega margvíslega framleiðslu. Ífyrsta lagi liggur fylkið frá suðri til norðurs á mismunandihitasvæðum, við sjó og upp til fjalla, frá austri til vesturs ogjarðvegstegundir eru þarna mjög mismunandi. Frá fylkinukoma því rauð og hvít vín af öllum mögulegum tegundumog í mismunandi gæðaflokkum.

Cabernet sauvignonMeð þessa öflugu rauðu þrúgu að vopni, hafa bandarískirvíngerðarmenn í Kaliforníu og Washington náð að framleiðavín sem eru fyllilega samkeppnisfær við þau bestuannarsstaðar frá í heiminum.

MerlotÞessi þrúgutegund hefur undanfarin ár verið sú allra vin-sælasta meðal neytenda í Bandaríkjunum. Fjöldi þeirravína og gæði hafa því verið að aukast mjög. Þessi víneru yfirleitt silkimjúk og ávaxtarík.

Pinot noirÞessi vandmeðfarna rauðvínsþrúga hefur orðið áskorun tilvíngerðarmanna í Bandaríkjunum um að reyna að búa til úrhenni hágæða vín. Það hefur tekist, með sérstaklegagóðum árangri á svalari svæðum eins og meðframströndinni í Kaliforníu, í Carneros og í Oregon fylki.

Syrah/ShirazSyrah er þrúgutegund sem er mjög að ryðja sér til rúms íBandaríkjunum. Bandaríkjamenn framleiða að eigin sögntvo ólíka stíla vína úr þrúgunni. Þau sem eru líkari vínumÁstralíu hafa stafsetninguna shiraz, á meðan þau semeru evrópskari bera stafsetninguna syrah.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 34

Page 35: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

35

WashingtonR 03360 Snoqualmie Syrah 750 ml 13% 1.590

2000 Dökkmúrsteinsrautt. Góð, mjúk fylling með sætum, krydduðum ávexti og léttum eikarkeim. þurrt. EEFFHHXX

01777 Beringer Zinfandel 750 ml 13,5% 1.5901999 Múrsteinsrautt. Góð fylling, ávaxtaríkt með fínlega krydduðum keim. EEFFHHLLYY

07924 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Zinfandel 750 ml 14% 1.0902002 Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, ung tannín með mildum sveita og vanillukeim. DDJJMMXX

R 04307 Painter Bridge Zinfandel 750 ml 13% 1.1902002 Dökkrautt. Meðalfylling, mjúkt með sætum ávaxta- og vanillukeim. DDFFJJXX

03966 Stone Cellars Zinfandel 750 ml 13,5% 1.2902001 Dökkrautt. Bragðmikið með kydduðum og sætum berjakeim. EEFFJJLLXX

06472 Stonehedge Zinfandel 750 ml 13% 1.1902001 Rautt. Kröftugt, berjaríkt með kryddkeim. Nokkur stemma. EEFFJJXX

04197 Turning Leaf Zinfandel 750 ml 14% 1.0902002 Fjólurautt. Meðalfylling, þurrt með sætuvotti, ferskt, ung tannín. Byrjandi þroski, með keim af ristuðum hnetum og lyngi DDJJMMXX

R 02889 Woodbridge Zinfandel 750 ml 14% 1.3902001 Rautt. Meðalfylling, höfugt með sætkrydduðum keim. MMXX

07876 Carlo Rossi California Red 1.500 ml 12% 1.590Rúbínrautt. Meðalfylling, hálfþurrt, ferskt og ávaxtaríkt.AADDJJOOXX

00125 Ernest & Julio Gallo Ruby Cabernet 750 ml 13% 9902002 Fjólurautt. Meðalfylling, ferskt og ávaxtaríkt með léttri stemmu. DDJJMMXX

07939 Carlo Rossi California Red 750 ml 12% 890Létt, hálfþurrt, ferskt og berjaríkt. AADDIIMMOOXX

07969 Landiras Californian Red kassavín 3.000 ml 12,5% 3.570Dökkrautt. Meðalfylling, mjúkt með sultuðum keim.DDEEMMXX

R 00190 Paul Masson Burgundy 1.500 ml 12,5% 1.790Rautt. Frekar létt og milt með jarðarberjakeim.DDIIJJMMXX

R 09215 Sierra Valley California Red 750 ml 13% 8902003 Fjólurautt. Ilmríkt. Meðalfylling, mjúkt með sætum og ferskum berjakeim. DDFFLLMMXX

R 08687 Tcherga 750 ml 13% 1.1902002 Dökkfjólurautt. Bragðmikið, þétt og mjúkt með safaríku berjabragði. Nokkuð stamt. DDEEFFLLXX

R 09092 Sophia Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 1.0902002 Dökkrautt. Bragðmikið með berja, lakkrís og gúmmíkeim. Stamt. EEFFXX

06174 35 South Cabernet Sauvignon kassavín 3.000 ml 13,5% 3.5802004 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt og milt með lítil

tannín og léttan eikar- og jarðarberjakeim. JJXX

R 09642 Armador Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1.5302001 Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt og ferskt með lítil tannín og útihúsakeim, með sólberja-, eikar og jarðartónum. EEFFXX

09547 Canepa Cabernet Sauvignon kassavín 3.000 ml 12,5% 3.190Fjólurautt. Rífleg meðalfylling, þurrt og ferskt með léttum

tannínum. Berjaríkt bragð. JJXX

04091 Canepa Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 9902003 Colchagua: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með miðlungs tannín. Fínlega kryddað með vanillu, jarðar- ogberjatónum. DDFFMMXX

R 09285 Canepa Classico Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 8902004 Dökkfjólublátt. Meðalfylling, ungt og berjaríkt með

léttri stemmu. DDJJMMXX

�R 09288 Canepa Classico Cabernet Sauvignon 187 ml 13,5% 2992003 Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt og milt með

stöm tannín og soðinn ávaxtakeim. MMXX

00154 Canepa Private Reserve Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.2902000 Curico: Dökkmúrsteinsrautt. Góð fylling, þurrt og ferskt með mild þroskuð tannín. Fínlegur ávöxtur með eikar- og jarðartónum. EEFFHHLLYY

06342 Carmen Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.0902002 Dökkrautt. Bragðmikið, berjaríkt og grösugt. Nokkur stemma. EEFFLLXX

06343 Carmen Cabernet Sauvignon Reserve 750 ml 14% 1.4902001 Maipo: Rautt. Höfugt, með sultuðum krydd og grösugum sólberjakeim. EEFFHHLL

08255 Casa Lapostolle Cabernet Sauvignon Cuvée Alexandre 750 ml 14% 1.8001999 Colchagua: Dimm múrsteinsrautt. Kröftugt, þurrt með mildri sýru, þéttri kryddaðri eik en lokuðum ávaxtakeimEEHHOOYY

06997 Casillero del Diablo Cabernet Sauv. 750 ml 13,5% 1.1902003 Maipo: Dökkrúbínrautt. Góða fylling, þurrt og ferskt með þurrkandi tannín. Sólberja-, eikar- og heytónar í ilmi.EEFFJJXX

05939 Castillo de Molina Reserva Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1.2502003 Lontue: Dökkrúbínrautt. Góð, mjúk fylling, þurrt,

ferskt og tannískt með berjarauða og vanillukeim. DDEEFFXX

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð

Verð í vöruskrá gilda út september 2005

Búlgaría

Chile

ZinfandelEf hægt er að tala um þrúgu sem Bandaríkjamenn getaeignað sér þá er það þessi. Allt frá upphafi víngerðar íBandaríkjunum hefur hún verið til staðar og úr henniframleidd kröftug, dimm, berjarík vín, oft með eilítið stáleða járnkenndan keim.

Blöndur og aðrar þrúgurBandaríkjamenn framleiða flestar blöndur sínar úr hinumþekktu frönsku þrúgum, cabernet sauvignonog merlot.Það er þó alls ekki einhlítt, þar sem að þeir geta í raunblandað saman hverju sem er. Þrúgur sem þeir notameira en nokkur önnur þjóð eru Zinfandel og Petit Sirah.

Víngerð hefur verið stunduð í landinu um aldir. Síðustu árinhefur víngerðartækni og ræktun farið verulega fram í land-inu með hjálp fjárfesta og víngerðarmanna frá þekktari, rót-grónum víngerðarlöndum.

Mjúk þróttmikil og ávaxtarík vín, einkum úr cabernetsauvignon, merlot og carmenére. Víngerð í Chile ermest stunduð í næsta nágrenni við höfuðborginaSantiago. Þar eru öll skilyrði til ræktunar vínviðar eins ogbest verðu á kosið.

Cabernet sauvignonAðall þrúgunnar er franskir græðlingar í upphafi ogsjúkdómalaus vínviður frá því að ræktun hófst í Chile.Heitur, mjúkur ávöxtur þessara vína frá Chile er það semhefur heillað alla heimsbyggðina síðustu áratugi.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 35

Page 36: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

36

04105 Concha y Toro Frontera Cabernet Sauvignon kassavín 3.000 ml 13% 3.4902004 Rúbínrautt. Góð fylling, milt með sætuvotti, miðlungs tannín og léttan berja- og eikarkeim. DDMMXX

02994 Concha y Toro Sunrise Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 9902003 Dimmfjólurautt. Góð fylling, þurrt með mildri sýru,

þéttum ávexti og mildri eik. Mjúk áferð. DDEEFFMMXX

R 09541 Cornellana Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.3702003 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, ferskt með léttkrydduðum ávaxtkeim. DDFFIIXX

R 06747 Don Melchor Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 3.2901999 Puente Alto: Dimmmúrsteinsrautt. þétt og mikið, þurrt, með mjúk tannín, kröftugan sólberjakeim og kryddaða eik. EEFFHHYY

05216 Frontera Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 9502003 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt með mildri sýru,

berjabragði og léttri stemmu. JJMMXX

R 08378 Fuente del Fuego CabernetSauvignon kassavín 3.000 ml 12,5% 3.190Dökkrautt. Meðalfylling með berjakeim. Nokkuð stamt.

DDMMXX

R 08424 Fuente del Fuego Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 9902003 Dökkrautt. Bragðmikið. Stamt og berjaríkt. DDMMXX

04778 Gato Negro Cabernet Sauvignon kassavín 3.000 ml 12% 3.440Rautt. Meðalfylling, mjúkt, með grösugum kryddkeim.DDJJMMXX

03252 Gato Negro Cabernet Sauvignon 750 ml 12% 9802004 Fjólurautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með ung tannín, með berjahrats- og steinefnakeim. DDMMXX

04284 La Joya Cabernet Sauvignon Reserve 750 ml 13% 1.2602001 Colchagua: Dökkrautt. Ilmríkt. Bragðmikið, með grösugum kryddkeim. EEFFJJLLXX

R 09085 La Misión Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1.3902002 Maipo: Rautt. Frekar bragðmikið, með mildum ávaxta-og eikarkeim. EEFFJJLLXX

07211 Le Cep Chilean Cabernet Sauvignonkassavín 3.000 ml 12,5% 2.990Ryðrautt. Meðalfylling, sultað með berjakeim. FFMMXX

R 06825 Maipo Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 9902003

08451 Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 750 ml 14,5% 1.6502002 Puente Alto: Dökkfjólurautt. Höfugt, með ferskum ávexti og djúpum kryddkeim. Stemma. EEFFMMYY

01216 Miguel Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.3902002 Curico: Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, nokkuð tannískt með léttum krydd-, berja- og jarðarkeim. DDJJMMXX

07199 Miguel Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon 375 ml 14% 6902001 Curico: Höfugt, með krydduðu berjabragði. Létt stemma. FFJJLLXX

00213 Montes Alpha Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1.5902002 Santa Cruz: Dökkrautt. Ilmríkt. Bragðmikið, með mjúkum ristuðum eikarkeim. EEFFJJLLXX

06941 Montes Cabernet Sauvignon 750 ml 14,5% 1.1902003 Curico: Dökkrúbínrautt. þétt fylling, þurrt, ferskt með þurrkandi tannín. þéttur berjakeimur með krydduðum eikartónum. EEFFHHLLYY

00212 Montes Villa Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 9902003 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, milt með þurr tannín og léttan keim af rauðum berjum. DDJJMMXX

05548 Morandé Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1.1902003 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt og ávaxtaríkt með léttri stemmu. DDJJMMXX

09171 Santa Alvara Cabernet Sauvignon 750 ml 14,5% 1.0902003 Rapel: Dökkfjólurautt. þétt fylling, þurrt, ferskt og stamt, með sætum berjahratskeim og krydduðum leður- og járntónum. EEJJXX

00211 Santa Carolina Cabernet Sauvignon Reservado 750 ml 13,5% 1.1502002 Colchagua: Dökkrautt. Meðalfylling, ávaxtaríkt með léttri eik og kryddbragði. Nokkuð stamt. DDMMXX

08061 Santa Ema Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1.0802002 Maipo: Dökkrautt. Bragðmkið, mjúkt með léttkrydduðum ávexti. EEFFIIJJLLXX

R 09584 Santa Ema Cabernet Sauvignon 188 ml 12,8% 3202002 Dökkrúbínrautt. þétt og stöm fylling, þurrt og ferskt, með grösugum krydd-, eikar- og sólberjakeim. EEFFJJLLXX

07124 Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1.0902003 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungstannín með grösugum sveitakeim og léttum ávaxta- og jarðartónum. EEFFJJXX

05568 Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon 187 ml 13,5% 3502002 Dimmkirsuberjarautt. Góð, þétt fylling, þurrt og milt með miðlungs tannín. Sultaður sólberjakeimur með súkkulaðitónum.

01224 Santa Rita Cabernet Sauvignon Reserva 750 ml 14% 1.3902002 Maipo: Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt og milt með miðlungs tannín. Sólberja-, lyng-, mintu- ogjarðarkeimur. EEFFLLXX

R 01621 Santa Rita Medalla Real Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1.6902000 Maipo

05411 Siete Soles Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 8902002 Dökkrautt. Meðalfylling, kryddað með eikar og berjakeim. FFJJLLXX

09340 Sunrise Cabernet Sauvignon kassavín 3.000 ml 13,5% 3.4902004 Dimmfjólublátt. Meðalfylling, þurrt, mild sýra og létt

tannín með léttkrydduðum ávexti. DDJJMMXX

�R 09369 Terra Nova Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1.1902002 Curico: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með léttu tanníni, jarðarberja- og ávaxtakeim. DDMMXX

R 09471 Valdevieso Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1.3501999 Dumbrautt. Meðalfylling, mjúkt og ávaxtaríkt. DDJJMMXX

07259 Vina Maipo Cabernet Sauvignon kassavín 3.000 ml 13% 3.4902003 Dökkrúbínrautt. Frekar létt, þurrt, ferskt með léttri

stemmu, fíngerðri ávaxtasætu og léttum eikar og jarðartónum.AADDMMXX

R 09112 William Fevre Gran Cuvée Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.8902002 Maipo: Dimmrautt. Kröftugt, þéttofið, með eik, krydd og ávöxt. Nokkuð stamt. EEFFLLYY

R 09644 Armador Carmenere 750 ml 13,6% 1.7902003 Dimmfjólurautt. þétt fylling, þurrt og tannískt með miðlungs sýru, berja-, hrat- og steinakeim. EEFFYY

08823 Carmen Carmenere 750 ml 13,5% 1.0902002 Rapel: Dökkkirstuberjarautt. Góð fylling, þurrt og milt með miðlungs tannín. Sætur sólberjakeimur með mildum eikar- og lyngtónum EEFFJJXX

R 09527 La Palma Dorada Carmenére 750 ml 13,5% 1.3902003 Dimmfjólurautt. Rífleg meðalfylling, mjúkt, með

grösugum krydd og ávaxtakeim. EEFFXX

05314 Santa Ema Carmenere 750 ml 13,5% 1.0802003 Maipo: Dökkfjólurautt. Góð fylling, þurrt og milt með mjúk tannín, kryddaðan berja-, lyng- og jarðarkeim. DDJJXX

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

CarmenéreÞessi þrúgutegund hefur frá upphafi í Chile verið í felum,vegna þess að framleiðendur töldu að hér væri um aðræða merlot þrúguna. Á síðustu árum hafa þessi vínverið að koma á markað undir réttu heiti. Einkenni þeirraer mjúkur ávöxtur í ætt við merlot, en einnig ákveðinnkraftur og skerpa í ætt við cabernet sauvignon.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 36

Page 37: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

37

R 04276 Montes Malbec Reserve Oak Aged 750 ml 13,5% 1.1902000 Colchagua: Dökkfjólurautt. Höfugt, fínlegt eikað, berjaríkt. EEFFHHLLYY

R 09643 Armador Merlot 750 ml 14% 1.7902002 Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt, mild sýra, ung tannín með grösugum og jarðkenndum ávexti. EEJJMMXX

04283 Caliterra Merlot 750 ml 14% 1.0902001 þungt, með krydd- og útihúsakeim. Létt stemma. EEXX

03322 Canepa Private Reserve Merlot 750 ml 13,5% 1.2902000 San Fernando: Dökkrautt. Höfugt, grösugt, kryddað

með sólberjakeim. EEFFHHYY

06346 Carmen Merlot 750 ml 14% 1.0902002 Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt og milt með

létt og þroskuð tannín og kryddaðan berjaávöxt og kakókeim.DDEEMMXX

06347 Carmen Merlot Reserve 750 ml 13,5% 1.3902000 Rapel: Múrsteinsrautt. Góð fylling, þurrt og milt, með miðlungs tannín. þroskaður ávöxtur með grösugumjarðar- og kryddkeim. EEFFJJXX

04672 Casa Lapostolle Merlot Cuvée Alexandre 750 ml 14,5% 1.9902000 Colchagua: Dimmfjólurautt. Kröftugt, þétt ávaxtaríkt, eikað, tannískt. Margslugnið. EEHHYYZZ

05938 Casillero del Diablo Merlot 750 ml 13,5% 1.1902001 Rapel: Dökkfjólurautt. Frekar bragðmikið, ávaxtaríkt

með sólberja- og eikarkeim og léttri stemmu. EEJJLL

03251 Castillo de Molina Merlot Reserva 750 ml 14% 1.2502003 Lontue: Rúbínrautt. Mjúk fylling, þurrt og milt með

mjúk tannín. Fínlegur ávöxtur, með vanillutónum og krydduðum lyngkeim. EEFFJJXX

07001 Concha y Toro Sunrise Merlot 750 ml 13,5% 9902003 Dökkfjólurautt. Bragðmikið, mjúkt með sætum eikar- og berjakeim. EEFFJJMMXX

R 09542 Cornellana Merlot 750 ml 13,5% 1.3702003 Dimmfjólurautt. Góð fylling, þétt, með grösugum ávexti.DDFFLLMMXX

08346 Falernia Merlot 750 ml 13% 1.3202000 Elqui: Dökkmúrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt og mjúkt með kröftugum krydd og paprikukeim. Létt tannín. EEFFHHLLXX

R 09491 Fuego Austral Cabernet Merlot kassavín 3.000 ml 13% 3.4902003 Dökkmúrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt og sýruríkt með keim af heitum ávöxtum. MMXX

04285 Gato Negro Merlot 750 ml 13% 9802004 Fjólurautt. Meðalfylling, þurrt og milt með lítil tannín og léttum grösugum ávaxtakeim. DDMMXX

R 09616 Gato Negro Merlot 187 ml 13% 2892003 Ljósrúbínrautt. Létt, þurrt, ferskt með lítil tannín og

keim af rauðum berjum. DDMMOOXX

R 09100 La Misión Merlot Reserva 750 ml 13,5% 1.5902003 Maipo: Dökkfjólurautt. Kröftugt, nokkuð stamt með

krydduðu eikar og berjahratsbragði. EEHHLLYY

04031 Montes Merlot 750 ml 14% 1.1902003 Curico: Dökkrúbínrautt. Góð fylling, þurrt, ferskt, með mild tannín. Berjaríkt með lyng- og mintukeim. EEFFXX

R 09217 Morande Grand Reserve Vitisterra Merlot 750 ml 14% 1.6902002 Maipo: Dimmfjólurautt. Kröftugt, þétt, berjaríkt með mjúk tannín. EEFFHHLLYY

08101 Santa Carolina Merlot 750 ml 13,5% 9902002 Rapel: Dökkrautt. Höfugt, kryddað með grösugum

ávaxta- og berjakeim. EEFFJJYY

�R 08391 Santa Ines Legado de Armida Reserva Merlot 750 ml 14% 1.2602000 Dökkmúrsteinsrautt. Mikil fylling, þurrt, ferskt og vel tannískt, með krydduðum eikar- og ávaxtakeim EEFFHHLLYY

07125 Santa Rita 120 Merlot 750 ml 14% 1.0902002 Rapel: Dökkfjólurautt. Bragðmikið, mjúkt með bökuðum sólberjakeim. Létt stemma. EEFFJJLLXX

�R 09371 Terra Nova Merlot 750 ml 13% 1.1902002 Curico: Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, mild sýra og

létt stemma með sætumkeim af papriku og jarðarberjum.DDMMXX

R 09496 Ventisquero Clasico Merlot 750 ml 13,5% 1.0902003 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt með snarpa sýru og dökkan ávaxtakeim. Höfugt. EEFFMMXX

R 07606 Vina Maipo Merlot 750 ml 13% 9902003

R 05268 Montes Pinot Noir Oak Aged 750 ml 14% 1.2902002 Casablanca: Rautt. Ilmríkt. þungt, kryddað, grösugt,

með mjúkum berjakeim. EEHHLLYY

06173 35 South Shiraz kassavín 3.000 ml 13,5% 3.780Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með léttum

tannínum. Sólberja- og basiltónum. DDEEFFLLXX

05547 Morandé Syrah 750 ml 14% 1.1902003 Dökkfjólurautt. Góð fylling, þurrt og milt með ung

tannín og ungæðislegan grösugan lyngkendan berjakeim.EEJJXX

R 09494 Ventisquero Clasico Syrah 188 ml 13,5% 2932003 Tært. Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með

heitkrydduðum ávexti. Höfugt eftirbragð. DDFFXX

R 09129 Aliwen Cabernet Sauvignon Merlot Reserva 750 ml 13% 1.2902003 Fjólurautt. Meðalfylling, mjúkt og berjaríkt.FFJJLLMMXX

R 09128 Aliwen Cabernet Sauvignon Syrah Reserva 750 ml 13,5% 1.2902002 Dökkrautt. Bragðmikið, ferskt, þétt með sætkrydduðum ávexti og nokkru tanníni. EEFFLLXX

R 09284 Canepa Private Reserve Sirah 750 ml 13% 1.3902001 Dökkrúbínrautt. þétt fylling, þurrt, ferskt og miðlungi tannískt með mintu-, eikarkeim og kröftugum beiskum berjatónum. EEFFHHLLYY

04859 Carmen Reserve Carmenere-Cabernet 750 ml 14% 1.4902002 Maipo: Dökkkirsuberjarautt. þétt og góð fylling, þurrt, milt, með mjúk tannín, þroskaður ávöxtur, eikar-, jarðar- ogkryddtónar EEFFHHXX

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Verð í vöruskrá gilda út september 2005

MalbecÞessi þrúgutegund kemur upprunalega frá Suðvestur-Frakklandi, þar sem framleidd eru úr henni öflug rauðvín,líkt og í Chile og Argentínu. Síðustu áratugina hafaþessar tvær þjóðir í Suður – Ameríku verið einu löndinsem hafa lagt áherslu á gæðavín úr malbec þrúgunni.

MerlotMikil mýkt og keimur af rauðum berjum er það sem ersvo heillandi við merlot vín Chile. Þetta eru yfirleittsilkimjúk vín vegna hitans á ræktunarsvæðinu, sem einn-ig orsakar að sýra í víninu verður ekki afgerandi.

Pinot NoirPinot noir vín hafa til að bera ákveðinn fíngerðan, fágaðanstíl. Yfirleitt eru pinot noir vín ljósari að lit heldur en önnurklassísk rauðvín. Í Chile eru allar aðstæður til ræktunarþrúgunnar eins og best verður á kosið, þrátt fyrir að ekkisé um mikla ræktun á henni að ræða.

Syrah/ShirazSyrah þrúgutegundin á uppruna sinn að rekja tilRónardalsins í Frakklandi. Í Chile hefur tekist að fram-leiða öflug sultukennd vín, með ákveðnum kryddkeim úrþessari þrúgu sem þekkt er fyrir að gefa af sér kröftug ogheit rauðvín.

Blöndur

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 37

Page 38: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

38

R 07823 Escudo Rojo 750 ml 13% 1.3901999 Dökkmúrsteinsrautt. þétt fylling, þurrt og ferskt, miðlungs tannín, kryddað og berjaríkt með sólberja- og lyngkeim. EEFFHHLLYY

R 09493 Fuego Austral Cabernet Merlot 750 ml 13% 9902003 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt með mildri sýru og berjakeim. Létt stemma. DDJJMMXX

R 09564 Hoppe Guelbenzu 750 ml 14% 1.5902003 Colchagua: Dökkrúbínrautt. þétt og mjúkt, þurrt með sætuvotti, mildri sýru og léttum tannínum. Kryddað með berja- og eikarkeim. EEFFJJYY

R 09110 Isla Negra Cabernet Sauvignon Merlot kassavín 3.000 ml 12,5% 3.3902003 Dökkrautt. Meðalfylling, ferskt, þétt og berjaríkt. Nokkuð stamt. DDEEFFJJXX

R 09646 La Joya Reserve Cabernet Sauvignon Shiraz kassavín 3.000 ml 13% 3.9902003 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferst og stamt með léttgrösugum og blómlegum keim og þurru eftirbragði. JJXX

R 09526 La Palma Dorada Cab/Sauv Carmenére 750 ml 13,5% 1.3902003 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ávaxtaríkt. Nokkuð stamt. FFLLMMXX

05269 Montes Cabernet Sauvignon Carmenere Limited Sel. 750 ml 14,5% 1.1902003 Colchagua: Dimmfjólublátt. þurrt, bragðmikið með keim af eik, kryddi, sólberjum og ávöxtum. Mjúk tannín.EEFFHHYY

09543 Santa Rita 120 Merlot - Syrah 750 ml 14,5% 1.1902003 Rapel: Dökkfjólurautt. Mikil fylling, þurrt og ferskt með hrjúf tannín, berjakeim, lyng og jarðartónum. EELLXX

�R 09650 Trio Merlot Carmenere Cabernet Sauvignon 750 ml 14,5% 1.3902002 Rapel: Dökkrúbínrautt. Góð fylling, þurrt, ferskt, mjúk tannín, ávaxtaríkt, með grösugum kryddtónum. DDEEFFLLXX

R 07251 Vina Maipo Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 12,5% 8902003

00091 Cavalier de France 750 ml 11% 790Kirsuberjarautt. Tæp meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín

með léttan keim af skógarberjum. DDMMXX

R 09218 Cuvée Louis Max 187 ml 12% 290Ljósrautt. Meðalfylling, ferskt með sætum berjakeim. DDMMXX

R 09530 Fortant Cabernet - Shiraz kassavín 3.000 ml 12% 3.3902003 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, grösugt, nokkuð stamt.DDMMXX

R 09531 Fortant de France Merlot kassavín 3.000 ml 12,5% 3.3902003 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt með léttgrösugum berjakeim. Tannískt. DDFFMMXX

02498 Moreau Rouge 750 ml 12% 830Meðalfylling, ferskt með léttum ávexti. DDMMXX

R 05426 Baron de Lestac Bordeaux 750 ml 12,5% 1.3202001 Dökkrautt. Meðalfylling, þétt með eikarkeim og léttum ávexti. DDEELLXX

07074 Barton & Guestier 1725 750 ml 12,5% 1.2202003 Dökkrúbínrautt. þétt meðalfylling, þurrt, ferskt, nokkurt tannín með beiskan ávöxt, bittersúkkulaði og skógartóna. DDFFXX

R 08123 Blason Timberlay 750 ml 12% 1.2902001 Rautt. Meðalfylling, ferskt með margslungnum skógar- og jarðarkeim. FFLLXX

R 09315 Chateau Romefort 750 ml 12% 1.1902003 Fjólurautt. Meðalfylling, ungt og berjaríkt með nokkuri stemmu. DDFFMMXX

R 09476 Chateau Bellevue Lugagnac 750 ml 12% 1.3901998 Ryðrautt. Meðalfylling með þroskuðum keim. Stamt.

FFXX

06910 Chateau Bonnet 750 ml 12,5% 1.1902001 Kirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt með ferska sýru og létt tannín. Mildur eikar-, vanillu-, ávaxta- og skógarkeimur.FFLLYY

07599 Chateau de Rions Special Reserve 750 ml 12,5% 1.4801994 Premieres Cotes du Bordeaux: Ryðrautt. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt með hrjúf tannín og þroskaðan keim. XX

�R 05947 Chateau Jonqueyres 750 ml 12,5% 1.6102000 Dökkmúrsteinsrautt. Stöm meðalfylling, þurrt, milt og tannískt með bökuðum jarðartónum. DDFFXX

R 04996 Chateau Timberlay Cuvée Prestige 750 ml 12,5% 1.9901999 Kirsuberjarautt. þétt fylling, þurrt, ferskt með léttu

tanníni og þroskuðum eikar- og jarðarkeim. EEFFLLXX

08827 Höfðingi 750 ml 12% 1.0902001 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt, nokkuð tannískt með léttum plómu, epla og skógarkeim. DDFFXX

00043 Malesan 750 ml 12,5% 1.0902002 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt og milt með ung

tannín. Græn paprika með unga krydd og eikartóna. DDXX

R 09559 Mouton Cadet 375 ml 12,5% 6702002 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt og sýruríkt, með

léttu tanníni og beiskkrydduðum jarðar-, eikar- og ávaxtakeim.DDFFXX

00039 Mouton Cadet 750 ml 12,5% 1.1902002 Kirsuberjarautt. Tæp meðalfylling, þurrt, sýruríkt, nokkurt tannín. Steinefnaríkt og jarðbundið með keim af rauðum eplum DDFFXX

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Frakkland

Frakkland framleiðir meira magn af borðvínum en nokkurtannað land og jafnframt meira magn af hágæðaborðvínum, bæði hvítum og rauðum, Aðrar þjóðir hafasótt fyrirmyndir sínar í franska víngerð öldum saman.

BordeauxUpprunastaður cabernet sauvignon og merlot. Héraðið erþekkt fyrir framleiðslu bæði rauðra og hvítra vína og þásérstaklega fyrir hin frægu rauðu Chateau vín frá Medoc,Graves og Libourne að ógleymdum hinum virtusætvínum frá Sauternes og Barsac.

Cabernet SauvignonÞessi útbreiddasta rauðvínsþrúga veraldar er upprunnin íBordeaux í Frakklandi. Bestu cabernet sauvignonráðandi vínin þaðan, eru þau vín sem alla víngerðarmenní heiminum dreymir um að ná að framleiða. Cabernetsauvignon er einnig ræktað í miklu magni í Languedoc –Roussillon heraðinu.

MerlotÞetta er mest ræktaða þrúgan í Bordeaux, en hana ereinnig að finna í miklu magni í Languedoc – Roussillonhéraðinu í Suður – Frakklandi. Hún gefur af sér öflugmjúk rauðvín, sem einkennast af rauðum berjum,margskonar jarðarkeim og kryddum.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 38

Page 39: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

39

00046 Chateau Coucheroy 750 ml 12,5% 1.3902000 Pessac-Leognan: Dökkrautt. Góð fylling, mjúkt með sætum ávexti og keim af kryddi og skógarbotni. Nokkuð tannískt. EEFFLLXX

S 07509 Chateau Petrus 750 ml 13,5% 74.0801996 Pomerol

S 03507 Chateau Petit-Village 750 ml 13% 7.5902000 Pomerol

S 03537 Chateau Villemaurine 750 ml 12,5% 4.6902000 Saint-Emilion: Rúbínrautt. Tæp meðalfylling, þurrt með milda sýru og miðlungs tannín. Mildur eikarkeimur með léttum ávaxta tónum. EEFFLLYY

00006 Bichot Saint-Emilion 750 ml 12% 1.4002003 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungs

tannín með krydduðum ávexti og sveitatónum. DDFFXX

R 04974 Chateau Cotes de Rol 750 ml 12,5% 2.7902001 Saint-Emilion: Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt,

ferskt með miklum eikarkeim, kryddum, jarðarkeim og dökkum ávöxtum. Nokkuð tannísk. EEFFLLYY

R 05169 Chateau des Pélerins 750 ml 12,5% 2.5902001 Pomerol: Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, stamt, þurrt og ferskt með beisku krydd og eikarbragði og reyktum kjötkeim.EEFFLLYY

07207 Chateau Pichon 750 ml 12,5% 1.4402000 Lussac-Saint-Emilion: Dökkrautt. Bragðmikið, mjúkt

með krydduðu ávaxta- og eikarkeim. EEFFLLYY

R 09537 Chateau Roc de Bernon 750 ml 12,5% 1.6902001 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt og tannískt með þroskaðri eik og jarðakeim í bland við jarðarber og fjólur. EEFFLLXX

S 07551 1996 Chateau Merville 750 ml 12,5% 2.2901996 Saint-Estephe: Dökkryðrautt. Meðaflylling. Ilmríkt með þroskaðan léttkryddaðan og eikarblandinn ávöxt. Mild tannín. EEFFLLYY

S 06370 1999 Chateau Meyney 750 ml 12,5% 2.5901999 Saint-Estephe: Dökkrautt. Bragðmikið og þétt með

þroskuðum krydd og ávaxtakeim og góða endingu. Nokkuð tannískt. EEFFHHLLZZ

S 09387 2000 Chateau Léoville Las Cases 750 ml 13% 28.5902000 Saint-Julien

S 09852 2000 Chateau Mouton-Rothschild 750 ml 12,5% 48.8002000 Pauillac

S 07275 2001 Chateau Latour 750 ml 13% 19.1102001 Pauillac: Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt og milt með mjúk tannín og þróttmikinn ávöxt og fínlegan eikarkeim. YY

S 09410 2001 Chateau Léoville-Poyferré 750 ml 13% 4.4302001 Saint-Julien: Dökkfjólublátt. Bragðmikið og mjúkt með þéttan kryddaðan ávöxt, mild eik. Tannískt. EEFFHHLLYY

S 07285 2001 Chateau Pichon-Longueville-Baron 750 ml 13% 5.9902001 Pauillac

S 08778 2001 Les Tourelles de Longueville 750 ml 13% 2.7902001 Pauillac: Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, milt með miðlungstannín. Fínlega krydduð eik, með kirsuberja- og skógartónum. EEFFYY

R 02231 Chateau Beau Site 750 ml 12,5% 2.3901996 Saint-Estephe

06356 Chateau Cantemerle 750 ml 12,5% 2.9901998 Haut-Medoc: Dökkmúrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með létt tannín og sætan þéttan ávöxt í bland við krydd og tóbak. FFHHLLYY

03411 Chateau Cantenac Brown 750 ml 13% 3.6902000 Margaux: Dimmrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, mild sýra, tannískt. Kröftugur eikarkeimur, krydd og jörð. Ungt EEFFHHLLZZ

R 09538 Chateau Caroline 750 ml 13% 1.9901997 Ryðrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungs tannín. þroskaður grösugur sveitakeimur með beiskum krydd og eikartónum. EEFFLLXX

R 03835 Chateau du Cartillon 750 ml 12,5% 1.9202002 Haut-Medoc: Fjólurautt. Meðalfylling, tannískt með

fíngerðum ávaxta og eikarkeim. ZZ

�R 09706 Chateau Fonpiqueyre 750 ml 12,5% 1.4902002 Haut-Medoc: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungs tannín með grösugum sveita, skógar og leðurkeim.DDEEFFLLXX

R 09539 Chateau Moulin de Bel-Air 750 ml 12,5% 1.6902000 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt og létt tannískt. þroskaður, grösugur sveitakeimur með krydduðu ávaxtaívafi. EEFFLLXX

R 02548 Mouton Cadet Reserve 750 ml 12,5% 1.6902000 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt og miðlungs tannín. þéttur ávaxtakjarni með skógar- og jarðartónum.DDFFLLXX

R 09313 Francois d’Allaines Bourgogne Pinot Noir 750 ml 12,5% 1.4902002 Ljósrúbínrautt. Meðalfylling, ferskt með kröftugum berjaávexti og blómlegum kryddkeim. AADDIIMMXX

00121 Laforet Bourgogne Pinot Noir 750 ml 12,5% 1.4902002 Ljóskirsuberjarautt. Létt fylling, þurrt og sýruríkt með létt tannín og léttan blómlegan berjakeim. DDMMXX

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Verð í vöruskrá gilda út september 2005

Bordeaux – GravesÁ þessu svæði eru hágæða framleiðendur sem þekktir erufyrir vönduð rauð og hvít vín. Hér eru vínin yfirleitt blönd-ur af þrúgutegundum. Rauðu vínin eru yfirleitt meðcabernet sauvignon ráðandi í blöndunni, en til íblöndunarer merlot þrúgan ásamt cabernet franc.

Bordeaux – LibournaisRauðu vínin frá Libournais eiga það sameiginlegt að þaueru með merlot þrúguna sem ríkjandi tegund, í blöndu viðcabernet franc og stundum smávegis af cabernet sau-vignon. Þar af leiðandi þroskast þau fyrr og eru yfirleitttalin mjúku rauðvínin í Bordeaux.

Bordeaux – MedocMedoc svæðið státar af einhverjum stærstu vínbúgörðumFrakklands. Þar er að finna meiri fjölda hágæða rauðvíns-búgarða en á nokkrum öðrum sambærilega stórum stað áhnettinum. Þessi vín eru nær undantekningarlaust meðcabernet sauvignon ríkjandi, í blöndu við merlot ogcabernet franc.

BourgogneÍ Búrgundarhéraði er framleitt mikið magn af hágæðarauðum og hvítum vínum. Í rauðu vínunum er þrúganpinot noir alsráðandi. Þetta eru vín sem ná yfir allanskala rauðvína, þ.e. frá léttum hversdagsvínum og upp íeinhver glæsilegustu, eftirsóttustu og dýrustu rauðvínveraldar.

Pinot NoirÞessi einkennisþrúga Búrgundar rauðvína er ákaflegadyntótt í ræktun. Í Frakklandi er þessi þrúga ræktuð ímestu magni í Búrgund og Champagne. Í Búrgundgetur hún gefið af sér einhver glæsilegustu rauðvín semvöl er á.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 39

Page 40: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

40

S 09374 1998 Chanson Beaune Clos des Feves 750 ml 13% 4.2201998 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með lítil tannín. Kirsuberjakeimur með þroskaðan ávöxt og villisveppatón. EEHHLLXX

S 07299 1998 Joseph Drouhin Corton 750 ml 13% 5.7901998 Ljóskirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild

tannín, létt remma, mildur ávaxta, kryddkeimur og jarðartónar. DDEEFFYY

S 03173 1998 Louis Jadot Chambolle-Musigny 750 ml 13,5% 4.2201998 Ljósryðrautt. Meðaflylling með þroskaðan ávaxtakeim. Tannískt. EELLYY

S 09418 1999 Louis Jadot Volnay Santenots 750 ml 13,5% 4.2301999 Rautt. Meðalfylling, með þroskuðum ávexti og skógarkeim. Létt tannín. DDEEHHLLYY

S 09395 2001 Faiveley Beaune 1er Cru Les Cent Vignes 750 ml 13% 2.6902001 Ljósrauttt. Meðalfylling, ferskt með margslungnum ogfínlegum krydduðum keim. Létt stemma. DDEEFFZZ

S 09877 Pierre Guillemot Savigny Les Beaune Grands Picotins 750 ml 13% 2.1902001 Ljósmúrsteinsrautt. Frekar létt, þurrt og ferskt með

lítil tannín og fínlegan þroskaðan grösugan berjarauða. CCDDXX

S 09385 1997 Faiveley Chambertin Clos de Beze 750 ml 13% 8.5901997 Ljósmúrsteinsrautt. Mjúk fylling, þurrt og ferskt meðfjaðrandi ávexti og grösugum krydduðum skógarkeim.

S 07302 1999 Joseph Drouhin Romanée-Saint-Vivant 750 ml 13% 8.9901999 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með miðlungstanníni, með fínlegum berja, skógar-, eikarkeim og lyngtónum.

S 09403 1999 Louis Jadot Bonnes Mares 750 ml 13,5% 10.4301999 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með mild

tannín. þroskað, grösugt með kryddaðri eik og fínlegum ávexti. EEYY

S 07301 2000 Joseph Drouhin Musigny 750 ml 13% 9.4701994 Ljósryðrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt og nokkuð tannískt með þroskuðum berja- blóma og skógarkeim.

S 07297 2001 Joseph Drouhin Vosne-Romanee 750 ml 13% 4.4102001 Ljósmúrsteinsrautt. Mjúk meðalfylling, þurrt, sýruríkt og stamt með þróttmiklum berja- og blómakeim og góðri endingu. EEFFLLYY

04029 Terra Vecchia kassavín 3.000 ml 12,5% 3.390La Ile de Beaute: Rautt. Frekar létt með léttri stemmu og

ávaxta og jarðkeim. DDFFXX

R 07934 Abbotts Cumulus 750 ml 13% 1.8002000 Minervois: Dökkrautt. Meðalfylling, kryddað og grösugt með krækiberjakeim. DDEEFFLLXX

04359 Barton & Guestier Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 9902003 Kirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt, mild sýra, tannískt, með keim af lyngi, ávöxtum, kanil og negul. EEFFLLYY

R 09434 Barton & Guestier Merlot 750 ml 13% 9902002 Ljósrautt. Frekar létt bragð og höfugt með léttum ávexti. DDMMXX

R 09437 Barton & Guestier Syrah 750 ml 13% 9902002 Rautt. Létt og ferskt með léttum krydd og ávaxtakeim.DDIIXX

�R 09738 Domaine de Nizas Mas Salleles 750 ml 13,5% 1.2202001 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, tannískt með grösugum sveita- og berjakeim. Létt eik. FFJJNNYY

04107 Drink & Eat Naut kassavín 2.000 ml 13% 2.490Rúbínrautt. Létt fylling, þurrt, ferskt, mild tannín með

léttum ferskum ávexti. DDMMXX

08563 J.P. Chenet Cabernet Syrah kassavín 3.000 ml 12,5% 3.440Ljósrautt. Létt. DDMMXX

05503 J.P. Chenet Cabernet Syrah 250 ml 12,5% 3972003 Rúbínrautt. Frekar létt, þurrt og ferskt með lítil tannín og léttan ávöxt. DDMMXX

07974 J.P. Chenet Cabernet Syrah 750 ml 12,5% 1.0702003 Kirsuberjarautt. Frekar létt stöm fylling, þurrt og ferskt, lítil tannín, með léttkrydduðum jarðarberja- og fennelkeim.DDMMXX

04754 J.P. Chenet Merlot kassavín 3.000 ml 13% 3.570Dökkrautt. Meðalfylling, berjaríkt og grösugt. DDFFJJMMXX

07975 J.P. Chenet Merlot 750 ml 12,5% 1.0802002 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með létt, ung tannín. Grösugur keimur með rauðum berja- og kólatónum. XX

04997 J.P. Chenet Merlot Cabernet 750 ml 13% 1.1902003 Kirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt og ferskt með

miðlungs tannín og kröftugan eikar og vanillukeim. EEFFXX

00096 Jean-Claude Pepin Herault kassavín 3.000 ml 11,5% 2.890Ljósfjólurautt. Létt, sýruríkt með krydd og

jarðarkeim. DDMMXX

00097 Jean-Claude Pepin Herault kassavín 5.000 ml 11,5% 4.790Fjólurautt. Frekar létt, með bökuðum ávaxta- og kryddkeim.

DDMMXX

05133 JeanJean Syrah kassavín 3.000 ml 12% 3.140Rúbínrautt. Frekar létt, þurrt og ferskt með lítil tannín.

Hratkenndir krydd- og berjatónar.

04863 JeanJean Merlot kassavín 3.000 ml 12,5% 3.190Ljósrautt. Meðalfylling, milt með léttum jarðarberjakeim.

DDIIMMXX

09025 JeanJean Merlot 750 ml 13% 9902003 Rúbínrautt. Létt fylling, þurrt, ferskt, nokkurt tannín

með léttum ávexti. DDMMXX

R 09155 La Roche Mazet Cabernet Sauvignonkassavín 3.000 ml 12,5% 4.050Dökkfjólurautt. Meðalfylling, mjúkt og berjaríkt, nokkuð

stamt. DDFFMMXX

00098 Le Cep Merlot kassavín 3.000 ml 12,5% 3.090Rautt. Meðalfylling með bökuðum ávexti. DDMMXX

04122 Le Cep Or Syrah Rouge kassavín 3.000 ml 12,5% 3.190Rautt. Meðalfylling, grösugt, sýruríkt. Nokkur stemma. MMXX

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Bourgogne – Cote de BeauneÍ Cote de Beaune er að finna fjöldann allan af hágæðavínum úr pinot noir. Öflug gæðaflokkun héraðsins gerirokkur fært að velja mismunandi gæði, þar semmerkingarnar premier cru og grand cru merkjabragðmeiri og öflugri vín.

Bourgogne – Cote de NuitsPinot noir þrúgan er alsráðandi í rauðvínum þessasvæðis. Þessi vín eru, oftar en ekki, talin heldur hrárri ogkraftmeiri heldur en vínin frá nágrannasvæðinu Cote deBeaune.

KorsíkaÁ þessari Miðjarðarhafseyju er að finna margar tegundiraf bæði rauðu og hvítu víni. Oftast eru vínin framleidd úrþrúgutegundum sem koma annað hvort frá Ítalíu eðaFrakklandi. Rósavínsframleiðsla er nokkuð mikil áKorsíku

Languedoc – RoussillonÞetta stóra svæði er gríðarlega vel fallið til vínræktar.Þarna er sólríkt og þurrt veður og svæðið nýtur kælingarfrá Miðjarðarhafinu, sem temprar heita geisla sólarinnarog heldur uppi rakastigi í víngörðunum. Frá svæðinukemur fjöldinn allur af rauðvínum, en þekktast er svæðiðsem magnframleiðandi og framleiðandi kassavína.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 40

Page 41: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

41

00103 Le Piat d’Or 750 ml 12% 990Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með mild tannín,

með léttkryddaðan, þroskaðan, ávöxt. DDJJMMXX

�R 09712 Le Vigneron Catalan kassavín 3.000 ml 12,5% 3.190Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með ung og mild

tannín og grösugan skógarberjakeim. DDMMOOXX

R 06486 Les 7 Soeurs Syrah 750 ml 12,5% 1.1702001

R 09063 Louis Eschenauer Cabernet Sauvignon kassavín 3.000 ml 12,5% 3.480Rúbínrautt. Góð fylling. þétt og stamt. þurrt með góða

sýru. Kröftugur rauður ávöxtur, með góðri eik DDIIMMXX

05365 Oc Cuvée 178 Merlot kassavín 3.000 ml 13% 3.9802002 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt með keim af jarðarberjum, dökkum ávöxtum og steinefnum DDMMXX

04120 Stowells Vin de Pays du Gard kassavín 3.000 ml 12% 3.290Ljósrautt. Frekar létt með bökuðum ávaxtakeim. DDMMXX

02965 Wild Pig Red 750 ml 12,5% 9502002 Kirsuberjarautt. Frekar létt, þurrt, ferskt með miðlungs tannín og léttan kryddaðan berjakeim. DDMMXX

�R 09709 Pujol Cotes du Roussillon Misteri 750 ml 13,5% 2.7902001 Dökkrúbínrautt. Góð fylling, þurrt, ferskt, nokkur annín. Margslungið með sveitalegan lyng og krækiberjakeim.EEFFHHYY

R 05748 Art de Vivre Cotes du Roussillon 250 ml 13% 5332003 Rúbínrautt. Frekar létt, þurrt, sýruríkt með miðlungs tannín og grösugan laufkenndan og kryddaðan ávöxt. DDXX

R 09479 Collioure Cuvée de la Colline Matisse 750 ml 13,5% 1.7902002 Collioure: Dumbfjólurautt. Bragðmikið og höfugt með krydduðum blómakeim. HHLLXX

R 06801 Mas Amiel Notre Terre 750 ml 14,5% 1.9902002

05416 Pujol Cotes du Roussillon Domaine de la Rourede 750 ml 12,7% 1.1902002 Dökkrautt. Bragðmikið og höfugt, með keim af sultuðum rauðum ávöxtum og pipar. Nokkuð stamt. EELLXX

03858 Pujol Cotes du Roussillon Futs de Chene 750 ml 13% 1.4902001 Dökkfjólurautt. Bragðmikið, með krydduðum jarðarkeim. Tannískt. EEFFHHLLYY

S 09376 1997 Delas Hermitage Cuvée Marquise de la Tourette 750 ml 13% 4.5501997 Hermitage: Dökkmúrsteinsrautt. Góð fylling, þurrt og milt með létt tannín. Dökkir jarðbundnir krydd og ólífutónar. Langt eftirbragð EEFFHHLLYY

S 02748 1999 Delas Crozes-Hermitage Tour d’Albon 750 ml 12,5% 2.1801999 Crozes-Hermitage: Dökkmúrsteinsrautt. Góð fylling, þurrt, ferskt, þroskuð tannín. Lyng, jarðar og steinefnatónar með dökksultuðum ávexti. FFHHXX

05747 Art de Vivre 750 ml 13% 1.2902000 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með miðlungs tannín. Léttur ávöxtur með jarðar-, krydd og lyng tónum. DDXX

R 05242 Domaine des Coccinelles 750 ml 13% 1.2902002 Rautt. Meðalfylling, með léttum ávexti. DDMMXX

06423 Guigal Cotes-du-Rhone 750 ml 13% 1.3902001 Kirsuberjarautt. þétt fylling, þurrt, með milda sýru

og nokkurt tannín. þéttkrydddaður berja- og lyngilmur.FFJJXX

08607 Louis Bernard Cotes du Rhone-Villages 750 ml 13% 1.1902002 Ljósrautt. Meðalfylling, ferskt með ávaxta og jarðaberjakeim. Létt stemma. DDIIMMXX

07491 Vaucher Cotes du Rhone 750 ml 12,5% 9902002 Ljósrautt. Meðalfylling með fínlegum, grösugum jarðarkeim. DDFFLLMMXX

00107 Vin de Pays de Vaucluse kassavín 5.000 ml 12% 4.980Ljósrautt. Frekar létt, með mildkrydduðum ávexti. DDMMXX

S 06420 2001 E. Guigal Chateauneuf-du-Pape 750 ml 13,5% 3.5902001 Dökkrautt. Bragðmikið með grösugum eikar-, krydd- og ávaxtakeim. Tannískt. EEHHLLYY

04810 Clos de L’Oratoire des Papes 750 ml 13,5% 1.9902002 Ryðrutt. Góð fylling, með mildum krydduðum og bökuðum ávexti. Stamt eftirbragð. DDEEFFXX

R 07632 Louis Max Chateauneuf du Pape 750 ml 13% 2.1902001

R 06649 Biso Il Vino del Lunedí 750 ml 11% 1.040Ljósrautt. Frekar létt, milt og ferskt með sætum

ávaxtakeim. AAMMOOXX

R 09576 Cielo Cabernet Sauvignon 750 ml 11,5% 1.0302003 Venezie: Jarðarberjarautt. Létt, þurrt með milda sýru og létt tannín. Sætbeiskur ávaxtakeimur. DDIIMMXX

08747 Cielo Merlot 750 ml 11,5% 9502003 Ljóskirsuberjarautt. Lítil fylling, þurrt og milt með léttum ávaxtakeim. AADDMMXX

R 09114 Don Bargello Vino Rosso kassavín 3.000 ml 11,5% 2.890Ljósfjólurautt. Létt með krydduðum berjailm.

�R 09822 Farnese Sangiovese kassavín 3.000 ml 12,5% 3.250Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með mild tannín, léttan rauðan ávöxt og kryddkeim. DDMMXX

�R 09821 Farnese Sangiovese 750 ml 13% 9902003 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með mild tannín og grösuga lyng-, berja- og eikartóna. DDMMXX

�R 09699 Italian Job kassavín 3.000 ml 11% 3.190Fjólublár. Létt, þurrt, milt með léttum ávaxta og skógarberjakeim. AADDMMOOXX

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Verð í vöruskrá gilda út september 2005

Languedoc – Roussillon – RoussillonÞetta svæði sem er við Miðjarðarhafsströndina á landa-mærum Spánar og Frakklands, framleiðir sólbökuð ogkraftmikil rauðvín. Þau eru yfirleitt blöndur úr þrúgum einsog Carignan, Mourvedre, Grenache og Syrah.

RhoneRónardalurinn er eitt af þekktustu víngerðarsvæðumheims. Dalurinn liggur frá norðri til suðurs í austur hlutaFrakklands. Syrah þrúgan er uppistaðan í frábærumrauðum vínum eins og Cote Rótie, Hermitage, Crozes-Hermitage og Chateauneuf du Pape.

SyrahÞessi þrúgutegund er ráðandi í Rónardalnum og Suðaustur- Frakklandi. Hún gefur af sér kraftmikilrauðvín, sem einkennast af sætum ávexti í bland viðkrydd og þá sérstaklega svartan pipar.

Rhone – Chateauneuf-du-PapeÞessi vín eru einstök að því leyti að í vínið má fram-leiðandinn nota allt að 13 tegundir af vínþrúgum. Vínineru yfirleitt blanda en geta þó í sumum tifellum veriðeinnar þrúgu vín. Fjölbreytni þessara vína er gríðarleg,en þau eru yfirleitt kraftmikil með sultuðum ávexti.

Landið er nánast einn stór víngarður frá norðri til suðurs.Piemonte, Toscana og Veneto eru héruðin sem virtusturauðvín landsins koma frá.

Ítalía

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 41

Page 42: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

42

07866 Maestro Merlot Cabernet 750 ml 13% 1.2702003 Rúbínrautt. Frekar létt, þurrt og ferskt með létt og ung tannín. Frískur berjakeimur með lyng, jarðar og kryddtónum. DDMMXX

R 04587 Maestro Tiepolo Merlot Cabernet 3.000 ml 12,5% 4.6902000 Rautt. Meðalfylling, ferskt með sætkrydduðum berja

og sveitakeim. DDMMXX

07995 Masi Modello delle Venezie 750 ml 12% 1.1902003 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín. Með léttkrydduðum grösugum ávexti og fínlegri eik.AADDFFMMXX

R 09634 Maturo Primitivo kassavín 3.000 ml 13% 3.390Ljóskirsuberjarautt. Frekar létt, þurrt, ferskt með létt tannín og kryddaðan og blómlegan ávaxta og sveitakeim.DDMMXX

07154 Pasqua Cabernet Merlot Venezie kassavín 3.000 ml 12% 3.1902003 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín. Grösugt með léttan ávöxt og jarðarberjakeim. AADDMMXX

01868 Pasqua Cabernet-Merlot delle Venezie 750 ml 12% 9902003 Kirsuberjarautt. Frekar létt fylling, þurrt, sýruríkt með léttan ávöxt og jarðartóna. AADDXX

00162 Pasqua Merlot delle Venezie 1.500 ml 11,5% 1.5502003 Ljósrúbínrautt. Létt fylling, þurrt og ferskt með lítil

tannín og léttan keim af rauðum berjum og jarðartónum.IIMMXX

R 09556 Placido Primavera Montepulciano d’Abruzzo 1.500 ml 13% 2.1902003 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt og nokkuð

tannískt. Jarðkenndur, sólbakaður ávöxtur með léttum eikarkeim. DDFFMMXX

�R 02517 Placido Primavera Sangiovese 1.500 ml 12% 1.990Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt, nokkuð

tannískt, með hratkenndri stemmu og þroskuðum skógarkeim.EEFFMMXX

08440 Primaverina kassavín 3.000 ml 11,5% 2.990Ljósrautt. Frekar létt, með jarðarberjakeim. MMXX

R 09608 Promessa Rosso Salento kassavín 3.000 ml 13,5% 3.5902003 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt og nokkuð tannískt með grösugum krydduðum tekeim og blómlegum tónum. DDFFHHYY

�R 09698 Quargentan Vino da Tavola Rosso ferna 1.000 ml 11% 990Rúbínrautt. Frekar létt, þurrt, ferskt með hýðiskenndristemmu og ávaxtakeim. DDMMXX

05150 Canaletto Montepulciano 750 ml 13% 1.1902001 Dökkrautt. Bragðmikið, mjúkt og kryddað með sætu berjabragði. Létt stemma í endan. DDEEFFJJXX

R 09505 Elitaio Montepulciano D´Abruzzo 750 ml 12% 1.0902002 Rúbínrautt. Meðafylling, þurrt og ferskt, með heitkrydduðum og grösugum ávaxtakeim. Létt stemma.DDMMXX

R 09195 Era Montepulciano d’Abruzzo 750 ml 12,5% 1.0902003 Rautt. Meðalfylling, þétt og ávaxtaríkt með krydduðum keim. DDFFJJXX

R 08916 Giordano Montepulciano d’Abruzzo 750 ml 12,5% 1.2002003 Fjólurautt. Meðalfylling, með saftkenndu berjabragði.

DDMMXX

R 06584 Jorio Montepulciano d’Abruzzo 750 ml 13,5% 1.4902001 Dökkfjólublátt. Bragðmikið með eikar- og

jarðartónum. Nokkuð tannískt. EEFFLLYY

08514 Pasqua Montepulciano d’Abruzzo 1.500 ml 12% 1.5502003 Dökkfjólublátt. Meðalfylling með hratkenndu berjabragði. Nokkuð stamt DDMMXX

R 09062 Umani Ronchi Cumaro Rosso Conero 750 ml 13,5% 2.1901999 Rosso Conero: Dökkrautt. Kröftugt, þétt og tannískt með grösugum jarðar-, sveita- og eikarkeim. EEFFHHLLYY

R 09060 Umani Ronchi San Lorenzo 750 ml 13,5% 1.4902001 Rosso Conero: Dökkrautt. Bragðmikið, ávaxtaríkt með eikarkeim. Nokkuð stamt. DDFFMMYY

�R 09823 Vesevo Beneventano Aglianico 750 ml 13,5% 1.1902003 Dökkrúbínrautt, með góða fyllingu. þurrt, milt og

tannískt með dökkkrydduðum ávexti og hratkenndum jarðar- og olíutónum. EEFFJJ

03194 Bolla Sangiovese di Romagna 750 ml 12,5% 1.1902001 Meðalfylling, léttur ávöxtur. DDIIMMOO

�R 09714 Nadél 750 ml 14,5% 2.9902001 Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, mjög þurrt, ferskt,

tannískt með krydduðum kanil og eikarkeim og saftkenndum ávexti. EEYY

�R 09716 Poderi Morini Augusto 750 ml 14% 2.4202001 Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, mjög þurrt, mild sýra, mjög tannískt með jarðbundnum eikartónum og krydduðum keim. EEHHYY

�R 09721 Poderi Morini Beccafico 750 ml 13,5% 1.4002003 Ljóskirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, nokkuð tannískt með léttkrydduðum lyng og berjakeim. DDMMXX

�R 09715 Poderi Morini Nonno Rico Riserva 750 ml 13,5% 2.4402000 Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt, mild sýra,

nokkuð tannískt, með jarðkenndum eikar og tóbakskeim.EEFFHHXX

�R 09719 Poderi Morini Rubacuori 500 ml 14% 2.790Dimmkirsuberjarautt. Mjúk fylling, sætt, ferskt, nokkuð

tannískt með heitum ávexti og grösugum hýðistónum. LLNNYY

�R 09717 Poderi Morini Traicolli 750 ml 15% 2.7302003 Dimmrúbínrautt. Mikil fylling, höfugt, þurrt, ferskt,

tannískt með heitum grösugum ávexti. HHLLYY

00165 Riunite Lambrusco 1.500 ml 8% 1.390Rúbínrautt. Meðalfylling, hálfsætt, ferskt með sælgætiskenndu

berjabragði. AAMMOOXX

00164 Riunite Lambrusco 750 ml 8% 790Rúbínrautt. Meðalfylling, hálfsætt, ferskt með

sælgætiskenndu berjabragði. AAMMOOXX

�R 06891 Ronco Sangiovese Rubicone 750 ml 11% 970

S 04767 2001 Falesco Montiano 750 ml 13,5% 3.2902001 Dimmfjólublátt. þurrt og bragðmikið með þróttmiklum berja- og sveitakeim í bland við eik. Tannískt. EEHHLLYY

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

AbruzzoÚrvalið af rauðvíni frá þessu svæði hefur sífellt verið aðaukast hér á landi. Ekki má rugla þrúgunniMontepulciano d´Abruzzo við rauðvín það í Toscana sember sama nafn, enda algerlega óskildir hlutir.

Emilia – RomagnaÞetta er það svæði á Ítalíu sem framleiðir mest magn afódýru víni til hversdagslegrar neyslu. Vínin sem héraðiðer hvað frægast fyrir er Lambrusco.

LazioLazio svæðið er héraðið þar sem höfuðborg Ítalíu sjálfRóm er staðsett. Í héraðinu er framleitt mikið afborðvínum og stutt til helsta markaðar framleiðenda fyrirafurðina, sem er höfuðborgin sjálf.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 42

Page 43: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

43

03792 Cumera Sangiovese kassavín 3.000 ml 12,5% 3.3502003 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, ung tannín, með léttkryddaðan ávaxta og eplakeim. DDMMXX

S 03143 1997 Gaja Sito Moresco 750 ml 13,5% 4.4401997 Langhe: Dökkrautt. Bragðmikið, með þroskuðum ávaxta- og jarðakeim. Nokkuð tannískt. EEHHLLYY

�R 09696 Quadrio Nino Negri 750 ml 13% 1.6902001 Valtellina: Ljósmúrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín, kryddaður ávöxtur og léttur sveitablær.DDEEIILLXX

R 09519 Sandrone Dolcetto d’Alba 750 ml 13% 1.7902003 Dimmrúbínrautt. þurrt, ferskt og tannískt með góða

fyllingu. Léttur krydd og skógarberjakeimur. EEZZ

�R 07187 Toso Piemonte Bonarda 750 ml 12% 1.1602002 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín með blómlegum hunangs-, villisveppakeim og heitum ávaxtatónum. DDLLXX

S 02975 1998 Michele Chiarlo Barolo Cerequio 750 ml 13,5% 6.2301998

07307 A Mano Primitivo 750 ml 14% 1.0902002 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín, mildur ávöxtur og laufkenndur kryddkeimur. EEFFMMXX

05149 Canaletto Primitivo 750 ml 13% 1.2402001 Dökkrautt. Höfugt, mjúkt með krydduðum berja og

eikarkeim. DDEEFFJJXX

04209 Casa Milani 750 ml 11,5% 7902002 Múrsteinsrautt. Góð fylling, þurrt, sýruríkt og tannístk með nokkuð þroskuðum, krydduðum grösugum keim. EEFFXX

R 09503 Castellani Primitivo IGT. 750 ml 13% 1.0902003 Dökkrúbínrautt. Góð fylling, þurrt, með góðri sýru.

Blómlegt í bland við dökkan ávöxt og kryddkeim. DDEEIIMMYY

R 09198 Era Primitivo 750 ml 12,5% 1.0902003 Rautt. Meðalfylling. þétt, mjúkt og beraríkt með krydduðum tekeim. DDFFJJXX

�R 01676 Il Falcone Rivera 750 ml 13,5% 1.7902001 Casel del Monte: Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling,

þurrt, ferskt, nokkur tannín. Mildur eikar og ávaxtakeimur.EEFFLLYY

�R 09744 Pasqua Primitivo kassavín 3.000 ml 13,5% 3.490Salento: Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungs

tannín með keim af skógarberjum og eikartónum. DDFFJJXX

�R 09743 Pasqua Sangiovese 1.500 ml 11,5% 1.5502003 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín með grösugum lyng og berjatónum. FFJJXX

R 07305 Promessa Negroamaro 750 ml 13,5% 1.0902002

05886 Promessa Rosso Salento 750 ml 13,5% 9902003 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, nokkur tannín. Ávaxtaríkt með blómlegum kryddkeim. EEFFXX

07811 Rocca Rosso Salento 750 ml 13% 8902000 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, þroskuð

tannín, ilmríkt, með sultaðan og kryddaðan ávaxtakeim. DDEEYY

�R 01840 Rupicolo Rivera 750 ml 12,5% 1.0902003 Casel del Monte: Dökkrúbínrautt. Frekar létt, þurrt,

ferskt, ung tannín með hratkenndum berjabláma. DDMMXX

R 07781 Tormaresca Negroamaro - Cabernet 750 ml 13% 1.1902001 Dökkmúrsteinsrautt. þétt og stöm fylling, þurrt með milda sýru og tannískt, þroskaður, kryddaður jarðarkeimur.EEFFLLXX

R 08588 Canaletto Nero d’Avola Merlot 750 ml 13% 1.2902002 Rautt. Meðalfylling, höfugt með sætkrydduðum

berjakeim. DDJJMMXX

R 09504 Castellani Nero D´Avola 750 ml 13% 1.0902003 Dökkmúrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með mjúkum ávexti og lakkrískeim. Létt tannín. DDMMXX

R 09560 Chiaramonte Nero d’Avola 750 ml 14% 1.3202002 Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt og

tannískt með krydduðum sólbökuðum ávexti og jarðbundnumeikarkeim. EEFFLLYY

�R 01221 Corvo 750 ml 12,5% 1.2902003 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, með milda sýru og tannín, ásamt mildum keim af ávöxtum-, laufkryddi og jarðartónum. DDMMXX

08971 Era Nero d’Avola 750 ml 12,5% 1.0402003 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, nokkur tannín, kryddaður ávöxtur og eilítil remma. DDMMXX

05173 Feudo Arancio Nero d’Avola 750 ml 13,5% 1.1502002 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín. Fínlegur ávöxtur og mildir kryddtónar. DDMMXX

R 09249 Fourplay 750 ml 13% 1.9802001 Ljósrautt. Meðalfylling, með létt krydduðum lyng og

berjakeim. DDMMXX

R 05457 Kylix 750 ml 12% 9902002 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með léttri beiskju og sultuðum ávexti. DDIIMMXX

R 05456 Kylix Rosso 750 ml 12% 900Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með nokkurri

stemmu. Létt óþroskað berjabragð með grösugum gerjunartónum. DDIIMMXX

07311 Mezzogiorno Nero d’Avola 750 ml 13% 1.0502002 Dökkmúrsteinsrautt. Mjúk meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín, léttur þroskaður ávöxtur og mjúkir kryddtónar.DDMMXX

06168 Montalto Nero d’Avola Sangiovese kassavín 3.000 ml 13% 3.690

08210 Morgante Nero d’Avola 750 ml 13,5% 1.3902003 Dökkrúbínrautt. Tæp meðalfylling, þurrt, ferskt, lítil tannín með léttan ávaxta og kryddkeim. AADDMMXX

R 09248 Pinocchio 750 ml 13% 1.5902003 Ljósrautt. Meðalfylling, mjúkt með sætkrydduðum ávaxtakeim. AADDLLMMXX

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Verð í vöruskrá gilda út september 2005

MarcheHéraðið liggur á austur strönd Ítalíuskagans og framleiðirmikið magn rauðvína á sanngjörnu verði. Þetta eru yfir-leitt vín sem einkennast af heitum sultukenndum ávexti.

PiemonteÞetta svæði er eitt það virtasta í ítalskri víngerð.Þaðan koma öflug vín gerð úr Nebbiolo þrúgunni ogþeirra þekktust eru Barolo og Barbaresco.

Piemonte – BaroloBarolo vínin eru talin einhver bestu vín veraldar. Gerðúr Nebbiolo þrúgunni og hafa nægan kraft og styrk tilþess að notast með öflugum kjötréttum og villibráð.

PugliaPuglia héraðið er syðst á Ítalíuskaganum úti viðAdríahafið. Vinsældir rauðvína héraðsins á Íslandi hafabyggst á hinum heitu og suðrænu vínum úr Primitivoþrúgunni.

SikileyÁ síðustu arum hafa vínin frá Sikiley verið að vinnamarkað á vesturlöndum sökum aukinna gæða. Í rauðuvínum eyjarinnar er einkennisþrúgan Nero d´Avola.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 43

Page 44: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

44

07667 Planeta La Segreta 750 ml 14% 1.2902003 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín með mjúkan ávaxta og kryddkeim, létt beiskja. DDMMXX

R 04150 Planeta Merlot 750 ml 14,5% 2.5902000 Dökkmúrsteinsrautt. Mikil fylling, þurrt, ferskt og tannískt með miklum eikarkeim og jarðbundnum krydduðum ávexti. Langt EEFFHHJJYY

R 07668 Planeta Santa Cecilia 750 ml 14,5% 2.5902000 Dökkkirsuberjarautt. þétt og góð fylling, þurrt, sýruríkt með nokkurt tannín. Með sultuðum berjaávexti og krydduðumeik. EEFFHHLLYY

R 05833 Planeta Syrah 750 ml 14,5% 2.5902001 Dökkrúbínrautt. Góð fylling, þurrt, ferskt með nokkrum tannínum og fínlegum eikar, ávaxta og karamellutónum. EEFFJJYY

R 09188 Regaleali Nero d’Avola 750 ml 13% 1.3802002 Dökkfjólurautt. Meðalfylling, mjúkt og berjaríkt með

kryddkeim. Nokkuð stamt. EEFFJJLLXX

R 09191 Rosso del Conte 750 ml 14% 2.4902001 Dimmfjólurautt. Kröftugt, þétt, berjaríkt og margslungið.Nokkuð stamt. EEFFHHYY

04770 Santagostino Baglio Soria 750 ml 14,5% 1.6902002 Fjólurautt. Bragðmikið og höfugt,þétt með krydduðum ávaxtakeim. Nokkuð stamt. EEFFHHLLYY

�R 08003 Terre di Ginestra Nero d’Avola 750 ml 14% 9902003 Rúbínrautt. Góð fylling, þurrt, ferskt, nokkur tannín.

Kryddkenndir eikar- og ávaxtatónar. EEFFLLYY

S 09391 2000 Antinori Guado Al Tasso 750 ml 14% 4.9902000 Bolgheri: Dökkrautt. Bragðmikið og þurrt með kröftugum ávexti, kirsuberja- og jarðarkeim. Tannískt.EEFFHHLLYY

04735 Badiola 750 ml 13% 1.3902002 Rúbínrautt. Tæp meðalfylling, þurrt og sýruríkt, með léttum tannínum, léttum berja-, krydd og jarðarkeim. DDMMXX

02506 Banfi Col di Sasso 750 ml 12,5% 1.1402002 Fjólublátt. Frekar létt, þurrt, ferskt og létttannískt með fersku berjabragði. DDIIMMXX

R 02223 Casalferro 750 ml 13,5% 2.9901998

05518 Dievole Rinascimento 750 ml 12,5% 1.4902002 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín, mildur þroskaður ávöxtur og létt krydd. DDEEFFXX

00157 Santa Cristina 375 ml 12,5% 5902003 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín. þroskaður ávöxtur og fínlegt krydd. DDEEFFXX

00156 Santa Cristina 750 ml 12,5% 1.0902003 Rúbínrautt. Mjúk fylling, þurrt, mild sýra og tannín. Dökkur ávöxtur, lakkrís og kryddkeimur. EEFFXX

03406 Villa Antinori 750 ml 13% 1.5902001 Dökkmúrsteinsrautt. Góð fylling, þurrt og milt með

þroskuð tannín. Bakaður ávöxtur, krydd og jarðartónar.EEFFXX

R 09507 Villa Lucia Toscana IGT 750 ml 12,5% 1.1902000 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með mildum ávexti og léttri stemmu. DDIIMMXX

R 04199 Villa Puccini Oak Aged kassavín 3.000 ml 12,5% 3.990Dökkrautt. Meðalfylling með léttkrydduðum ávaxta og

sveitakeim. Létt stemma.

08441 Villa Puccini Toscana 750 ml 12,5% 1.0901999 Rautt. Meðalfylling, með mildum ávexti og eikarkeim.DDEEMMXX

05073 Banfi Chianti 750 ml 12% 1.2902003 Rúbínrautt. Tæp meðalfylling, þurrt, sýruríkt, ung tannín með keim af rauðum berjum. DDMMXX

R 05074 Banfi Chianti Classico 750 ml 13% 1.5402001

00172 Brolio Chianti Classico 750 ml 13,5% 1.7902002 Chianti Classico: Dimmrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, nokkur tannín. Ferskur dökkur ávöxtur og kryddaðir eikartónar. EEFFLLXX

04733 Castello di Fonterutoli Chianti Classico 750 ml 13,5% 2.9502000 Chianti Classico: Dimmrautt. Kröftugt, þétt, tannískt, með krydduðum eikarkeim. EEFFHHYYZZ

R 09566 Castello Di Querceto Chianti Classico 750 ml 12,5% 1.6902003 Chianti Classico: Dimmrúbínrautt. þétt og mikil fylling. þurrt, sýruríkt og tannískt með rauðkryddduðum jarðbundnum sveita- og eikarkeim. EEFFHHLLZZ

R 09565 Castello Di Querceto Chianti Classico Riserva 750 ml 13% 2.1902000 Chianti Classico: Dökkkirsuberjarautt. þétt fylling, þurrt, sýruríkt og tannískt. Kryddaður ávöxtur með keim af tjöru, kakó, kaffi og eik. EEHHLLYY

R 09508 Chianti Classico Campomaggio DOCG 750 ml 12,5% 1.4902000 Chianti Classico: Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt

og ferskt, með þroskuðum og grösugum ávexti og léttri stemmu. DDEEFFXX

04731 Fonterutoli Chianti Classico 750 ml 13,5% 1.7502002 Chianti Classico: Dökkrúbínrautt. þétt fylling, þurrt,

ferskt, ung tannín, með þéttan bakaðan ávöxt og græna kryddtóna. EEFFLLXX

R 09598 Fontodi Chianti Classico 750 ml 13,5% 1.7902002 Chianti Classico: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungs tannín, með grösugum brómberja og hnetukeim, góð ending. EEHHLLXX

R 09599 Fontodi Vigna del Sorbo Chianti Classico Riserva 750 ml 14% 3.4902001 Chianti Classico: Dökkfjólurautt. Meðalfylling, þurrt,

ferskt og tannískt, með grösugm kókos og barkarkeim, þéttur berjaávöxtur. EEHHLLZZ

08873 Frescobaldi Castiglioni 750 ml 12,5% 1.3902002 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt með léttum ávexti.

DDMMXX

03334 Gabbiano Chianti Classico 750 ml 12,5% 1.5902002 Chianti Classico: Rautt. Meðalfylling, ferskt með léttri eik og keim af rauðum berjum. DDIIMMXX

R 09656 Leonardo Chianti 750 ml 12,5% 1.1902003 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, tannískt. Dökk ber, jarðar og lyngkeimur. EEFFHHYY

R 09657 Leonardo Chianti Riserva 750 ml 13% 1.5902002 Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, stamt, þurrt, ferskt, mjúk tannín með lyng, skógarber og blómakeim. EEFFYY

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

ToscanaFrá þessu héraði koma einhver frægustu rauðvín verald-ar. Frægust eru vínin frá Chianti svæðinu.Þau skiptast í þrjá gæðaflokka, Chianti, Chianti Classicoog Chianti Classico Riserva.

SangioveseSangiovese þrúgan er uppistaðan í hinum þekkturauðvínum frá Toscana. Þar er helst að nefna Chianti,Brunello di Montalchino og Vino Nobile diMontepulciano.

Toscana ChiantiGæðaflokkun þessa svæðist byggist á því hversu lengivínið er látið þroskast á eikartunnum áður en því erátappað á flöskurnar. Léttustu vínin þola ekki eins langageymslu á tunnum eins og þau þyngri og þéttari.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 44

Page 45: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

45

03385 Piccini Chianti 750 ml 12,5% 9902003 Ljóskirsuberjarautt. Létt fylling, þurrt, ferskt með miðlungs tannín og sólbakaðan ávaxta-, jarðar- og leðurkeim.CCDDXX

R 09554 Placido Chianti 750 ml 12,5% 1.3402003 Dökkfjólurrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt og tannískt með frísklegum ávaxtakeim. DDFFXX

R 09510 Poggio al Casone Chianti Superiore DOCG 750 ml 12,5% 1.2902001 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt, með grösugum ávaxtakeim og léttri stemmu. DDEEIIMMXX

R 06310 Rocca Guicciarda Riserva 750 ml 13,5% 1.8902000 Chianti Classico: Dimmrautt. Kröftugt og þurrt með dökkkrydduðum eikar- og ávaxtatónum. Tannískt.EEFFHHLLYY

00167 Ruffino Chianti Classico Riserva Ducale 750 ml 13% 1.7902001 Chianti Classico: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt og tannískt með þroskuðum rauðum ávexti, léttum krydd-, tunnu- og jarðarkeim DDEEXX

R 05612 Villa Cafaggio Chianti Classico 750 ml 13% 1.9902002 Chianti Classico: Dökkrúbínrautt. Góð fylling, þurrt,

ferskt og tannískt með grösugum sveitakeim í bland við jörð, ávöxt og gráfíkjur. EEFFLLYY

S 02503 1999 Banfi Brunello di Montalcino 750 ml 13% 4.1901999 Dökkrúbínrautt. Góð fylling, þurrt, sýruríkt með þétt tannín og kryddaðan ávaxta- og berjakeim. EEFFHHLLYY

S 09392 1999 Pian delle Vigne Brunello di Montalcino 750 ml 14% 3.7901999 Dimmrúbínrautt. þurrt og sýruríkt með þétta fyllingu og mikið tannín. Dökkur kryddaður ávöxtur. Ungt EEHHZZ

R 09509 Brunello Di Montalcino DOCG 750 ml 14% 3.2901999 Dökkmúrsteinsrautt. Góð fylling, þurrt, ferskt og tannískt. þétt eik með kókoskeim, þétt áferð. EEFFHHLLYY

05958 Mezzacorona Trentino Merlot 750 ml 13% 9902002 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með mild tannín, léttur rauður berjaávöxtur og mild eik. DDMMXX

04774 Falesco Vitiano 750 ml 13% 1.3902003 Dimmfjólurautt. Kröftugt og tannískt með góðri eik

og ungum ávexti. EEFFHHLLYY

R 09115 Montefalco Rosso 750 ml 13% 1.8902001 Dökkfjólurautt. Kröftugt, kryddað og berjaríkt með

grösugum tónum. EELLYY

�R 09675 Poggio Belvedere 750 ml 13% 1.5902003 Fjólurautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, ung tannín léttir ávaxta- og kryddtónar. DDMMXX

R 09216 Vipra Rossa 750 ml 13% 1.0902002 Rautt. Bragðmikið með ferkum eikar og ávaxtakeim.

Stamt. EELLMMYY

R 07959 Allegrini La Grola 750 ml 13,5% 2.1902000 Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, stamt þurrt, ferskt, með nokkur tannín, með jarðbundnum skógarberja og lyngkeim. EEFFYY

R 07922 Allegrini Palazzo Della Torre 750 ml 13% 1.9501998 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með mildtannín, sveitakeim og dökkkryddaða blóma og berjatóna.

EEFFXX

R 06243 Biso Merlot 750 ml 11% 1.2002003 Rautt. Frekar létt, berjaríkt. DDMMXX

00177 Masi Campofiorin 750 ml 13% 1.4902001 Veronese: Múrsteinsrautt. Meðalfylling, kjarnmikið, þurrt, með milda sýru og þroskað tannín. þroskaður ávöxtur.EEFFLLYY

R 08085 Moletto Franconia 750 ml 13% 1.4702002 Fjólurautt. Bragðmikið með léttum ávexti. Nokkuð

tannískt. DDEEFFYY

R 03230 Moletto Merlot 750 ml 13,5% 1.4502001 Piave: Dökkrautt. Bragðmikið og höfugt, þétt og nokkuð tannískt. EEFFLLXX

R 03192 Moletto Raboso 750 ml 13% 1.6001998 Piave: Dökkfjólurautt. Bragðmikið mðe soðnum ávexti og súkkulaðikeim. Mjög tannískt og sýruríkt. EELLYY

08967 Pasqua Korae 750 ml 12,5% 9902002 Veronese: Dökkfjólurautt. Meðalfylling, heitur og kryddaður ávaxtakeimur. EEFFHHLL

R 05500 Stival Cabernet 1.500 ml 12% 2.0202002 Rautt. Meðalfylling, milt og ávaxtaríkt. AADDMMOOXX

R 06171 Stival Merlot 1.500 ml 12% 2.020Rautt. Meðalfylling með léttkrydduðum ávexti. DDMMXX

R 08863 Tommasi Crearo 750 ml 13,5% 1.7902000 Veronese: Dökkrautt. Ilmríkt með mikilli eik. Kröftugt, þétt ávaxtabragð. EEFFHHLLYY

04146 Tommasi Le Prunée Merlot 750 ml 12,5% 1.2902002 Garda: Dökkkirsuberjarautt. þétt fylling, höfugt, þurrt með sætuvotti, mild sýra og mjúk tannín. Mjúkur eikarkeimur.

EEFFJJXX

R 09138 Villa Sandi Cabernet Franc 750 ml 12% 1.3902001 Dökkrautt. Meðalfylling, mjúkt með tóbaks- jarðar- og ávaxtakeim og léttri stemmu. FFJJXX

R 09139 Villa Sandi Cabernet Sauvignon 750 ml 12% 1.2902002 Dökkrautt. Bragðmikið, með grösugum sætkrydduðum ávexti og þurru eftirbragði. DDMMXX

R 07923 Allegrini Valpolicella Classico 750 ml 12,5% 1.4502002 Valpolicella Classico: Kirsuberjarautt. Tæp meðalfylling, þurrt og sýruríkt með miðlungs tannín léttan barkarkryddaðan hnetu og jarðarkeim. DDMMXX

�R 09695 Amarone - Santi 750 ml 14,5% 2.6902001 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, sætuvottur, ferskt, mild tannín, kryddaður og grösugur ávöxtur. DDJJXX

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

R A U Ð V Í N

Toscana– MontalcinoFrá þessu svæði í Toscana koma einhver öflugusturauðvín landsins, Brunello di Montalcino. Þau eru talinmeðal bestu rauðvína veraldar.

Trentino – Alto AdigeSvæðið er staðsett á landamærum Ítalíu og Austurríkis íAlpahéruðunum. Þaðan koma frekar létt fjöldaframleiddvín í þokkalegum gæðum.

UmbriaÞrátt fyrir nálægðina við Toscana og svipuð skilyrði til vín-ræktar, hefur Umbria ekki verið að vekja athygli fyrirgæða víngerð fyrr en á seinni árum.

VenetoVeneto er eitt af þekktari víngerðarsvæðum Ítalíu, þarsem Valpolicella og Amarone eru þekktustu nöfnin írauðvínum. Recioto, sem framleitt er í Veneto, er heiti ávirtustu eftirréttavínum á Ítalíu.

CorvinaÞessi þrúgutegund er grunnhráefnið í Valpolicella vínumVeneto. Þessi vín hafa í gegnum tíðina verið frekar léttog ávaxtarík. Corvina þrúgan er einnig hengd upp tilþurrkunar eftir uppskeru, til notkunar í hin virtu Amaroneog Recioto vín.

Veneto – ValpolicellaValpolicella er heiti á vínræktarsvæði innan Veneto þarsem framleidd eru létt til miðlungs öflug rauðvín úr þrúg-unni Corvina.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 45

Page 46: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

46

R 02221 Bolla Amarone della Valpolicella 750 ml 14,5% 3.2201997 Valpolicella Classico: Ryðrautt. Höfugt og þroskað með sætum og grösugum ávaxtakeim. EEHHLLXX

R 09365 Bolla Recioto della Valpolicella Classico 500 ml 13% 2.5501999 Dökkrautt. Sætt og mjúkt með þéttum og fínlegum ávexti og léttu eikarbragði. LLNNYY

02220 Bolla Valpolicella Classico Le Poiane 750 ml 13,5% 1.4902000 Valpolicella Classico: Múrsteinsrautt. Létt fylling, þurrt og milt en nokkuð tannískt með reyktan þroskaðan keim.FFLLXX

R 03340 Lamberti Valpolicella Classico Santepietre 750 ml 12,5% 1.1902002 Valpolicella Classico

06969 Masi Valpolicella Classico 750 ml 12% 1.1902003 Ljóskirsuberjarautt. Létt með sætuvott og milda sýru. Lítið tannín og léttan ávöxt. DDMMXX

R 05661 Mastino Amarone 750 ml 15% 2.4902001 Valpolicella Classico: Dökkrautt. Kröftugt. þétt og

mjúkt með bökuðum ávaxtakeim. EEHHLLYY

05660 Mastino Ripasso 750 ml 12,5% 1.4902001 Ryðrautt. Meðalfylling, með þroskuðum keim. DDFFXX

05659 Mastino Valpolicella Classico Superiore 750 ml 12% 1.1902001 Valpolicella Classico: Rautt. Meðalfylling með ávaxtakeim. DDFFMMXX

R 09179 Sartori Amarone 750 ml 14% 2.5902000 Valpolicella Classico: Dökkrautt. Bragðmikð, þétt og ferskt með krydduðum jarðar-, eikar- og ávaxtakeim. Nokkuð tannískt. EEHHLLYY

R 02522 Sartori Valpolicella Classico 750 ml 12% 1.2902002 Valpolicella Classico: Rautt. Meðalfylling, sýruríkt með krydd-, jarðarkeim og léttri stemmu. DDIIMMXX

R 09196 Tenuta Sant’Antonio Amarone 750 ml 15,5% 3.3201999 Dimmrautt. Kröftugt, þétt og mjúkt, með bökuðum

ávexti, kryddaðri eik og höfugu eftirbragði. EEHHLL

R 09193 Tenuta Sant’Antonio Valpolicella 750 ml 12,5% 1.2402003 Fjólurautt. Frekar létt, með ferskum berjakeim. þétt

með léttri stemmu. AADDIIMMXX

02401 Tommasi Amarone della Valpolicella Classico 750 ml 15% 2.9502000 Valpolicella Classico: Kirsuberjarautt. Góð fylling, höfugt, hálfþurrt, mild sýra, mikil mjúk tannín. þéttur ávöxtur og létt reyktur kryddkeim. EEFFJJXX

04148 Tommasi Ripasso 750 ml 13% 1.6902001 Valpolicella Classico: Rautt. bragðmikið, með kryddaðan ávöxt og góða stemmu. EEHHYY

02404 Tommasi Valpolicella Rafael 750 ml 12,5% 1.2902001 Valpolicella Classico: Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt og milt með lítil tannín, með heitan grösugan og kryddaðan ávöxt.EEJJMMXX

R 09619 Pelee Island Baco Noir 750 ml 13,5% 1.3602003 Fjólurautt. frekar létt, þurrt með milda sýru og lítil

tannín. Ferskur berjakeimur og ilmur af rótarávöxtum.AAIIMMXX

R 09552 Pelee Island Eco Trail 750 ml 12,5% 1.2802002 Ljóskirsuberjarautt. Frekar létt, þurrt, sýruríkt með

frískum berjakeim. Miðlungsstemma. DDFFXX

�R 09694 Oyster Bay Merlot 750 ml 12,5% 1.5902003 Hawkes Bay: Kirsuberjarautt. Létt, þurrt, milt léttkryddaður mildur ávöxtur. DDMMXX

�R 09740 Oyster Bay Pinot Noir 750 ml 13,5% 1.6502004 Marlborough: Ljósrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín, með grösugum og sætum berjakeim. CCDDEEXX

R 09177 Cortes de Cima 750 ml 13,5% 1.8902001 Dökkmúrsteinsrauður. þétt fylling, þurrt, sýruríkt og nokkuð tannískt með kryddaðri eik, bökuðum ávexti og jarðarkeim. EEFFHHLLYY

R 09176 Courela 750 ml 13% 1.2902003 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt og nokkuð tannískt með súru rauðu berjabragði og sítruskeim.EEFFJJLLYY

R 09145 Conde de Serpa 750 ml 14% 1.7002001 Dökkrautt. Meðalfylling, höfugt með þéttu berjabragði. Nokkuð stamt. DDFFJJXX

04201 Primavera Bairrada Reserva 750 ml 12,5% 9902001 Ljósmúrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með mild tannín. þroskað með grösugan ávaxta- og jarðarkeim.EEFFXX

R 09610 Artazuri 750 ml 13% 1.1902003 Rúbínrautt. Frekar létt, þurrt og ferskt með létta stemmu og sultaðan margslunginn ávaxtakeim. AADDOOXX

R 04163 Chivite Coleccion 125 Reserva 750 ml 13,5% 2.3601999 Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, tannískt, með léttreyktum lyng og berjatónum. EEFFYY

R 08593 Hécula 750 ml 14% 1.2702001 Dökkkirsuberjarauður. þétt fylling, þurrt og ferskt með miðlungstannínum, krydduðum ávaxta- og steinefnakeim.

EEJJLL

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

R A U Ð V Í N

Undanfarna áratugi hafa Kanadamenn vakið athygli fyrirframleiðslu á rauðvínum og þá sérstaklega á vínum úrþrúgunni pinot noir. Einnig er blanda nokkurra rauðraþrúgutegunda svokallað Méritage þekkt.

OntarioEr annað af tveimur helstu framleiðslusvæðum borðvína íKanada. Niagara svæðið, sem liggur á landamærumKanada og Bandaríkjanna þykir gefa af sér bestu vínin.

Spánn

Kanada

Portúgal

Nýja Sjáland

Merlot

Pinot Noir

Hefð fyrir víngerð í Portúgal á sér margra alda gamlasögu. Þekktasta vín framleitt í Portúgal er án nokkursvafa Portvín. Framleiðsla á borðvínum á sér þó ríka hefðog mörg úrvalsvín eru nú framleidd í landinu.

Víngerð hefur verið stunduð á Spáni í aldaraðir. Þekktust,á alþjóðlegum mörkuðum eru rauðvínin frá Rioja.Einkennisþrúga rauðra vína á Spáni er Tempranillo.

TempranilloÞetta er heiti á öflugustu rauðu þrúgutegund Spánar.Helstu framleiðslusvæðin eru, Rioja, Ribera del Duero,Pénedes og Castilla La Mancha. Á þessum svæðumgengur þrúgan undir nöfnunum, Tempranillo, Tinto Fino,Ull de Llebre og Cencibel.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 46

Page 47: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

04109 Los Llanos kassavín 3.000 ml 13% 3.390Meðalfylling, berjaríkt. DDMMXX

R 09660 Maximo Syrah Cabernet 750 ml 13% 9902002 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með ung tannín, rauð ber, lyng og léttristuð eik. EEFFYY

R 06515 Monasterio de Tentudia 750 ml 12,5% 1.2902000 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, höfugt, þurrt, ferskt, mild tannín með þroskaðan lyng og sveitailm. Ungur ávöxtur.EEFFYY

R 09647 Monasterio de Tentudia Seleccion Roble Tempranillo 750 ml 12,5% 1.0902002 Kirsuberjarautt. Mjúk meðalfylling, þurrt, ferskt. Mjúk tannín með grösugum og léttkrydduðum ávexti. DDFFXX

07325 Vinas del Vero Somontano Gran Vos Reser 750 ml 14% 1.8901999 Somontano: Dökkrautt. Kröftugt, með súkkulaði og tóbakskeim. Stammt. EEFFXX

04967 Altozano Crianza 750 ml 13,5% 9902001 Kirsuberjarautt. þétt fylling, þurrt og milt, með létt tannín. Kryddað, grösugt og jarðbundið með þurru eftirbragði. DDJJMMXX

R 09118 Ash Tree Shiraz - Monastrell 750 ml 13% 9902003 Fjólurautt. Bragðmikið, þétt og tannískt með krydduðum ávexti. EEFFLLXX

07842 Castillo de Almansa Reserva 750 ml 13,5% 9902000 Almansa: Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Höfugt, berjaríkt, þétt áferð, nokkuð tannískt. EEFFLLXXYY

R 05235 Maximo Tempranillo Cabernet Sauvignon kassavín 3.000 ml 13,5% 3.690

2001 Fjólurautt. Höfugt, létt með berja- ávexti. DDMMXX

R 08434 Monte Don Lucio Reserva 750 ml 12% 9901999 La Mancha: Rautt. Meðalfylling með mildum ávexti og vaxborinni eik. DDEEFFMMXX

R 09061 Ovidio 750 ml 14% 1.8802002 La Mancha: Fjólurautt. Meðalfylling og höfugt, með krydduðum berja- og eikarkeim. EEFFJJMMYY

R 09159 Santana Tempranillo 750 ml 12,5% 8901999 Manchuela: Rautt. Bragðmikð, ferskt, eikað með bökuðum ávexti.

05690 Solaz kassavín 3.000 ml 13,5% 3.3902001 Rautt. Höfugt, ilmríkt, kryddað, með eikar- og sveitakeim. Stamt. EEFFLLMMXX

08052 Solaz 750 ml 13,5% 9902003 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungs tannín með grösugum berjabláma og eikartónum. DDFFJJXX

04119 Stowells Tempranillo kassavín 3.000 ml 12% 3.290La Mancha: Rúbínrautt. Frekar létt, þurrt, ávaxtaríkt með

grösugum kryddkeim. DDMMXX

R 09149 Don Aurelio Crianza 750 ml 12,5% 1.2602000 Fjólurautt. Meðalfylling, milt með mjúku ávaxta- og eikarbragði. Létt stemma. DDJJMMYY

R 09152 Don Aurelio Reserva 750 ml 12,5% 1.3201998 Rautt. Meðalfylling. Eikað, léttkryddað með þroskuðum ávaxtakeim. Nokkuð stamt. DDEEFFLLYY

R 09150 Don Aurelio Tempranillo 750 ml 13,5% 1.1902003 Fjólurautt. Meðalfylling, höfugt, ungt og berjaríkt.DDIIMMOOXX

R 09851 Los Llanos Valdepenas Crianza 750 ml 12,5% 8902001 Ljósryðrautt. Frekar létt, þurrt með mildri sýru og

mildum bökuðum ávexti. DDMMXX

05979 Los Llanos Valdepenas Gran Reserva 750 ml 12,5% 1.1401998 Ljóskirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, milt, mjúk tannín með mildan þroskaðan ávöxt og jurtakryddkeim.DDFFJJXX

05980 Los Llanos Valdepenas Reserva 750 ml 12,5% 9901999 Ljósrautt. léttur ilmur, mild eik og mildur bakaður

ávöxtur, sultað. DDFFLLOOXX

07321 Pata Negra Valdapenas Gran Reserva 750 ml 12,5% 1.1901997 Kirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt, ferskt og tannískt með vanillu og eikarkeim og þéttum rauðum berjaávexti. Höfugt. DDEEFFJJYY

03041 Bodegas Hijos de Alberto Gutierrezkassavín 5.000 ml 12,5% 4.890Kirsuberjarautt. þétt fylling, þurrt og ferskt með létta

stemmu. Sveskjaður ávöxtur með lakkrís og súkkulaðitónumDDFFJJLLXX

�R 09704 Durius Tempranillo 750 ml 13,5% 1.1902003 Rúbínrautt. Meðalfyllig, þurrt, sýruríkt, tannínskt, steinefni og mildur ávöxtur. EEFFXX

03035 Pucela 750 ml 12,5% 8902002 Rúbínrautt. Tæp meðalfylling, þurrt, ferskt, lítil tannín með léttkrydduðum skógarberjakeim. DDJJMMXX

S 06755 Vega Sicilia Unico 750 ml 13,5% 18.6801990

S 08524 Valduero Gran Reserva 750 ml 12,5% 4.4901995 Ryðrautt. Meðalfylling, með margslunginn kryddaðan og þroskaðan ávöxt. EEFFHHLLYY

R 09143 Blason Crianza 750 ml 13,5% 2.1202000 Dökkfjólurautt. Bragðmikið, stamt og höfugt með sinukeim. FFLLMMXX

�R 09813 Cepa Gavilan 750 ml 13% 1.5702002 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með mild

tannín og margslunginn berjakeim, eik og jurtakrydd.EEFFHHJJYY

R 07739 Pesquera Crianza 750 ml 13,5% 2.5201998

R 07740 Pesquera Gran Reserva 750 ml 13% 5.9201995 Dökkrautt. Kröftugt, sýruríkt og tannískt, með þéttum og krydduðum ávaxta- og eikarkeim. EEFFHHYY

R A U Ð V Í N

47

AragonÞetta er stórt hérað sem staðsett er í Norð-Austur hlutaSpánar. Innan héraðsins er að finna víngerðarsvæðinSomontano, Campo de Borja, Calatayud og Carinena.

Castilla y Leon – Ribera del DueroRibera del Duero er svæði þar sem mörg virtusturauðvín Spánar eru framleidd. Frægast þeirra er VegaSicilia, sem er eftirsótt af sælkerum um allan heim, semeitt af bestu rauðvínum veraldar.

Castilla La ManchaÞetta er heitið á stærsta samfellda vínræktarsvæðiSpánar. Þar fer fram framleiðsla á borðvínum, sem tilskamms tíma hafa aðallega farið í sölu á innanlands-markaði.

Castilla La Mancha – ValdepenasAð öðrum vínræktarsvæðum í Castilla La Mancha ólös-tuðum, þá er Valdepenas það svæði sem hefur vakiðmesta athygli utan Spánar, fyrir gæða rauðvín.

Castilla y Leon

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 47

Page 48: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

48

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

R 03970 Val Sotillo Crianza 750 ml 12,5% 2.2701999 Dökkrautt. Bragðmikið með þéttu tanníni. Ilmríkt,

með keim af hestum og krydduðum ávexti. EEFFLLYY

R 07517 Vina Pedrosa Crianza 750 ml 13% 2.2701998 Ryðrautt. Meðalfylling, ferskt og fínlegt með hreinum ávaxta- og sveitakeim. EEFFLLYY

R 07518 Vina Pedrosa Gran Reserva 1.500 ml 13% 12.7701994 Dökkryðrautt. Bragðmikið og þroskað með grösugum ávexti og þéttri eik. Tannískt og sýruríkt. EEFFLLYY

R 08711 Vina Pedrosa Gran Reserva 750 ml 13% 5.5701995 Dökkryðrautt. Bragðmikið og ferskt. Ilmríkt með fínlegum eikarblöndnum ávexti. þétt og mild tannín. EEFFLLYY

R 09839 Nerola Syrah Monastrell 750 ml 13,5% 1.2902002 Dökkfjólublátt. Kröftugt, með fínlegum og berjaríkum eikarkeim. Nokkuð tannískt. EEHHLLYY

07802 Nuviana Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13% 9902003 Múrsteinsrautt. Góð fylling, þurrt, ferskt og nokkuð

tannískt. Nokkuð þroskaður og grösugur keimur. FFLLXX

06642 Torres Coronas 750 ml 13% 1.1902002 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungs

tannín með dökkum berja og skógartónum. EEFFJJXX

02229 Torres Gran Sangre de Toro 750 ml 13,5% 1.2902000 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín með sultaðan, kryddaðan ávöxt. DDFFJJXX

05623 Torres Sangre de Toro 750 ml 12% 1.0902002 Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt með léttri eik og

krydduðum ávexti. DDFFJJXX

R 09525 Castillo Perelada Crianza 750 ml 13,5% 1.2902001 Múrsteinsrautt. þurrt, sýruríkt. Margslunginn kryddaður ávaxta og skógarkeimur með léttum eikartónum EEFFHHLLYY

�R 09747 Castillo Perelada Reserva 750 ml 14,5% 1.6702001 Kirsuberjarautt. Góð meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungs tannín með krydduðum, þroskuðum berja- og eikarkeim. EEFFHHLLYY

�R 06724 Raimat Abadia 750 ml 13% 1.1902000 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt ferskt, nokkuð

tannískt með þroskuðum berja- og sveitakeim. FFNNXX

R 05003 Raimat Cabernet Sauvignon El Moli 750 ml 14% 2.9501995 Ryðbrúnt. Meðalfylling, mjúkt, þroskað með jarðar,

eikar og öskutónum. FFHHLLXX

02998 Bach Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1.0902000 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, létt stemma með blómlegum og grösugum kryddkeim. DDFFLLXX

07052 Rene Barbier Tinto Anejo kassavín 3.000 ml 13,5% 3.290Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þétt og þurrt, ferskt, létt

tannín, með vaxkendan keim af sultuðum ávöxtum. DDMMXX

00116 Torres Gran Coronas Reserva 750 ml 13,5% 1.4902000 Rúbínrautt. Góð fylling, þurrt, ferskt, mjúk tannín, með kryddaðan sólberja-, eikar- og vanillukeim. EEFFLLXX

R 02912 Vallformosa Crianza Tempranillo 750 ml 12,5% 1.2502001 Dökkkirsuberjarautt. Frekar létt, þurrt, ferskt með nokkurt tannín. Eikar, jarðar- og tóbakskeimur með blómlegum berjail CCDDFFMMXX

R 02910 Vallformosa Gran Reserva Tempranillo Cab/Sov 750 ml 13% 1.8201998 Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt og nokkuð tannískt, með léttum eikar og berjailm. DDFFMMXX

R 02911 Vallformosa Reserva Tempranillo Cab/Sauv. 750 ml 13% 1.5801999 Dökkkirsuberjarautt. Stöm fylling, þurrt og ferskt,

miðlungs tannín með léttum keim af eik og dökkum ávöxtum.DDMMXX

R 09223 Onix Classic 750 ml 14% 1.2902003 Ljósrautt. Meðalfylling, grösugt með léttu berjakryddi og sýrustemmu. DDMMXX

R 09224 Onix Evolucio 750 ml 14% 1.8802001 Fjólurautt. Kröftugt, með rúsínu- ávaxtakeim.EEFFHHLLYY

R 09225 Onix Selecció 750 ml 14% 2.4502000 Dökkfjólurautt. Kröftugt, ávaxtaríkt, eikað og margslungið með þéttu bragði. EEFFLLYY

R 09124 Rotllan Torra Reserva 750 ml 13,5% 1.8701998 Fjólurautt. Höfugt með þéttum ávexti, berjaríkt.EEFFLLYY

R 09123 Rotllan Torra Selección Especial 750 ml 13,5% 1.7701999 Dökkfjólurautt. Höfugt, þétt og ávaxtaríkt. (með tekeim). EEFFLLYY

�R 05975 De Muller Merlot 750 ml 13% 1.3801999 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt. Miðlungstannín. Með grösugum lyng, jarðar og sveitatónum. EEFFLLYY

�R 09814 Casa de La Ermita Crianza 750 ml 13,5% 1.6902001 Dökkkirsuberjarautt með góða fyllingu. þurrt, ferskt, með mild tannin og sólbakaðan ávaxta og kryddkeim.EEHHJJLLXX

R 09083 Casa de La Ermita Petit Verdot 750 ml 13,5% 2.3902001 Dimmfjólublátt. Kröftugt, þétt og tannískt með krydduðum ávexti. EEFFYY

05593 Condestable Reserva 750 ml 13% 9701999 Kirsuberjarautt. meðalfylling, þurrt, ferskt, mjúkt

tannín, með sólbökuðum ávaxtakeim. DDEEMMXX

KatalóníaEr heitið á víngerðarhéraðinu sem staðsett er umhverfisborgina Barcelona á austur-strönd Spánar. Frægast erhéraðið fyrir framleiðslu á stærstum hluta freyðivínaSpánar, er ganga undir samheitinu Cava.

Katlónía – Costa Brava – Ampurda

Katalónía – Tarragona

Katlónía – Costers del Segre

Katalónía – PenedesPenedes er þekktast fyrir freyðivíns eða Cava fram-leiðslu. Þar fara fremst í flokki tvö stærstu fyrirtækinCodorniu og Freixenet. Einnig er hið heimsþekktafyrirtæki Torres með höfuðstöðvar sínar í Penedes.

Murcia – JumillaJumilla er eitt af þessum lítt þekktu svæðum á Spánisem hafa verið að ná athygli á alþjóða vettvangi. Þaðsem er áhugavert við svæðið er að þar er verið að notaaðrar þrúgutegundir en Tempranillo eða Garnacha.

Katalónía – PrioratPriorat svæðið er langt inni í landi í fjalllendi upp fráströndinni við Tarragona. Þaðan hafa komið á síðustuáratugum hvert snilldar vínið á fætur öðru gert úreinkennisþrúgu svæðisins sem er Garnacha.

R A U Ð V Í N

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 48

Page 49: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

49

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Verð í vöruskrá gilda út september 2005

09086 Gran Feudo Crianza 750 ml 12,5% 1.0902000 Ljósrúbínrautt. meðalfylling, ferskt og þurrt, með fínlegum blómlegum ávaxta- og eikarkeim. DDLLMMYY

00136 Las Campanas Crianza 750 ml 12,5% 1.0902000 Rautt. Meðalfylling, með léttum ávaxtakeim. Stamt.DDMMXX

S 09389 2001 Cirsion 750 ml 14,5% 12.0902001

S 09412 2001 Roda I Reserva 750 ml 14% 3.6902001 Dökkrúbínrautt. Góð fylling, þurrt, ferskt, mild tannín með bakaðan sultukenndan ferskan ávöxt og kryddaða eikartóna.

R 09611 Artadi Vinas de Gain 750 ml 13% 1.8902002 Dökkfjólurautt. þétt fylling, þurrt með milda sýru og

nokkur tannín. þétt kryddað berjabragð með léttri eik.EEFFLLXX

05254 Baron de Ley Reserva 750 ml 13% 1.4901999 Múrsteinsrautt. Meðalfylling,þurrt,sýruríkt og nokkuð tannískt. þroskað og grösugt með sítrusávexti. EEFFLLYY

07731 Beronia Crianza 750 ml 13% 1.0901999 Jarðarberjarautt. Frekar létt, þurrt og ferskt með létt tannín, þroskuðum berjakeim og fínlegri skógarangan.DDEEFFXX

00148 Beronia Reserva 750 ml 13% 1.3901999 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, lítið tannín með þróttmiklum ávexti og mikilli eik. EEFFLLYY

09184 Beronia Tempranillo 750 ml 13,5% 1.3902001 Múrsteinsrautt. Mjúk fylling, þurrt með ferska sýru og þroskuð tannín. þéttur og kryddaður ávöxtur. EEFFJJLLXX

07624 Campo Viejo Gran Reserva 750 ml 13% 1.5901997 Ljósryðrautt. Ilmríkt. Meðalfylling, með ferskum og fínlegum eikar- og ávaxtakeim. EEFFLLYY

00135 Campo Viejo Reserva 750 ml 13% 1.3501999 Múrsteinsrautt. Góð fylling, þurrt, ferskt, miðlungstannín, með kröftugum ávexti, grösugu kryddi og eikartónum.

EEFFLLYY

07113 Conde de Valdemar Reserva 750 ml 13,5% 1.4701999 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ferskt, þurrt, nokkuð

tannískt með léttum, ferskum ávexti og eikartónum. FFLLYY

08258 Conde de Valdimar Crianza 750 ml 13% 1.2902001 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín með létt grösugum ávaxta og eikarkeim. CCFFMMXX

05802 Coto de Imaz Gran Reserva 750 ml 13% 1.8501995 Ryðrautt. Ilmríkt. Meðalfylling, með þroskuðum krydd og eikarkeim. DDEEFFYY

05978 Coto de Imaz Reserva 750 ml 13% 1.3901999 Kirsuberjarutt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungs tannín með eikaðan , kryddaðan ávöxt og jarðartónum.EEFFLLXX

05977 El Coto Crianza 750 ml 12,5% 1.0902001 Ljósrúbínrautt. Frekar létt, þurrt, ferskt með léttum

grösugum ávexti og lyngkeim. FFIIMMXX

00122 Faustino I Gran Reserva 750 ml 13% 1.9901995 Ryðrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mild tannín.

Þroskað með keim af heyi, sveppum, þurrkuðum blómum og heitum ávexti EEFFLLXX

04175 Faustino V Reserva 750 ml 13% 1.4901999 Múrsteinsrautt. Meðalfylling. þurrt og ferskt, nokkur

tannín. þroskaður grösugur jarðar og tunnu keimur.EEFFLLYY

06437 Faustino VII 750 ml 12,5% 1.0902002 Ljósmúrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með

sultuðum ávexti og eikarkeim. CCDDFFLLXX

R 09156 Faustino VII 375 ml 12,5% 5942002 Rautt. Meðalfylling, með krydduðu og sultuðu

ávaxtabragði. Létt tannín. EEFFLLXX

R 08349 Herencia Remondo La Montesa 750 ml 13,5% 1.4702002 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með

öflugum ávaxtakeim. DDMMOOXX

R 08352 La Vendimia 750 ml 13% 1.3802002 Rúbínrautt. Meðafylling, þurrt og ferskt með lítil tannín. Milt berjabragð með ávaxta-, leður- og karamellutónum.DDEEFFIIXX

08604 Lagunilla Crianza 750 ml 13% 1.0902000 Ljósrautt. Frekar létt með eikarkeim. Nokkuð stamt.DDMMYY

08594 Lagunilla Gran Reserva 750 ml 13% 1.6901997 Ryðrautt. Meðalfylling, með þroskuðum ávexti, jarðar- og eikarkeim. FFLLXX

08597 Lagunilla Reserva 750 ml 13% 1.3901999 Ljósryðrautt. Meðalfylling, fínlegt með ávaxtablöndum eikarkeim. FFLLYY

R 03753 Lan Crianza 750 ml 13% 1.2501998 Ryðrautt. Meðalfylling, kryddað, mjúkt, með þroskuðum ávexti. DDFFJJXX

06331 Lorinon Crianza 750 ml 12,5% 1.0901999 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt og sýruríkt með mild tannín. Frísklegur eikarkryddaður ávaxtakeimur.EEFFLLYY

R 02935 Marques de Arienzo Crianza 750 ml 13% 1.1201998 Ryðrautt. Meðalfylling, ferskt með létt krydduðum

ávaxta og sveitakeim. EEFFJJLLMMYY

00124 Marques de Arienzo Gran Reserva 750 ml 13% 1.7501995 Ryðrautt. Bragðmikið, með þroskuðum jarðar, eikar og ávaxtakeim. Nokkuð stammt. EEFFLLYY

00123 Marques de Arienzo Reserva 750 ml 13% 1.3901997 Ryðrautt. Meðalfylling, þurrt, mild og fersk sýra, miðlungstannín með þroskuðum skógarkeim og heitum ristuðum ávexti. JJLLXX

04179 Marques de Caceres Crianza Vendimia Seleccionada 750 ml 13% 1.2902000 Rautt. Frekar létt, ferskt með mildu berjabragði.Létt stemma. DDIIMMXX

R 03931 Marques de Caceres Gran Reserva 750 ml 13,5% 2.3301994 Dökkrautt. Kröftugt, þétt og fínlegt með margslungnum ávaxta og eikarkeim. EEFFHHLLYY

R 03932 Marques de Caceres Reserva 750 ml 13% 2.0901995 Múrsteinsrautt. Góð fylling, þurrt , ferskt, þroskuð tannín með bökuðum ávexti og sveitakeim. EEFFHHYY

00118 Marques de Riscal Reserva 750 ml 13% 1.6902000 Múrsteinsrautt. Góð fylling, þurrt, ferskt og tannískt. þroskaður ilmur, berjaríkt , blómlegt og grösugt. EEFFLLYY

�R 09705 Marqués de la Concordia Crianza 750 ml 13% 1.7902001 Kirsuberjarautt. Tæp meðalfylling, þurrt, ferskt, mild

tannín með léttgrösugum sveitakeim. DDFFXX

00133 Montecillo Crianza 750 ml 13% 1.0902000 Múrsteinsrautt. Tæp meðalfylling, þurrt og ferskt.

Miðlungs tannín með grösugum sveitakeim. DDEEFFYY

00137 Montecillo Gran Reserva 750 ml 13% 1.7901995 Ryðrautt. Meðalfylling, grösugt, með þroskuðum

ávaxtakeim. Nokkuð stammt. EEFFYY

NavarraÞetta er svæði sem liggur að Rioja við rætur Píreneafjallaá Norður-Spáni. Garnacha er mest ræktaða þrúgan ogúr henni gera framleiðendur svæðisins aðallega rósavínog rauðvín.

RiojaRioja er án nokkurs vafa frægasta víngerðarsvæðiSpánverja. Vínin þar eru flokkuð í þrjá gæða eðastyrkleikaflokka, crianza, reserva og gran reserve.Flokkunin felst í tímalengd vínsins á eikartunnu fyrirátöppun.

R A U Ð V Í N

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 49

Page 50: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

50

08111 Montecillo Reserva 750 ml 12,5% 1.3901997 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með miðlungstannín. Eikar-, hey- og sveitakeimur með ferskum berjaávexti. FFLLYY

R 02226 Muga Reserva 750 ml 13,5% 1.8902000 Rautt. Bragðmikið, grösugt með eikarkeim. Nokkuð

stamt og tannískt. Ungt. EEFFLLYY

R 08351 Propiedad H. Remondo 750 ml 13,5% 2.2402001 Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt,létt tannín með létt eikuðum berja og lyngkeim. DDEEFFYY

05390 Rioja Vega Crianza 750 ml 13,5% 1.1502000 Rautt. Meðalfylling, kryddað ávaxtabragð með eikarkeim. FFMMYY

�R 09775 Rondan Crianza 750 ml 13% 1.1901998 Ljósmúrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með létt tannín. Keimur af rauðum berjum, eik og jurtakryddi. DDFFYY

�R 09776 Rondan Reserva 750 ml 13% 1.5901998 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með mild tannín, og þéttan fínlegan ávöxt. DDFFYY

�R 09777 Senorio de Rondan Gran Reserva 750 ml 13% 2.5901994 Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með mild tannín. Kröftugur ávaxtakeimur með þroskuðum og grösugum tón. DDFFYY

R 05626 Valdemar Cosecha 750 ml 13% 1.0502003 Rúbínrautt. Meðalfylling, höfugt, þurrt, milt með blómlegan skógarberjakeim. DDMMXX

07841 Castillo Montroy Valencia Reserva 750 ml 13% 8902000 Ljóskirsuberjarautt. Tæp meðalfylling, ferskt, lítið

tannín með heitum sultuðum ávexti og grösugum tónum.DDFFXX

08859 Bon Courage Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.2502000 Robertson: Dökkrautt. Ilmríkt. Bragðmikið, með

grösugum, jarðar og ávaxtakeim. Margslungið. EEFFLLYY

06414 Drostdy-Hof Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.0902001 Dökkrautt. Bragðmikið, kryddað, með sveit og

jarðarkeim. EEFFHHJJLLXX

R 09357 Eikendal Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1.8902000 Stellenbosch: Dökkrautt. Kröftugt, þétt og sýruríkt

með krydduðum jarðbundnum ávexti. Nokkuð tannískt.EEHHLLYY

06316 Fleur du Cap Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.2601999 Coastal Region: Dökkryðrautt. Ilmríkt. Bragðmikið,

kryddað með þroskuðum berjakeim. EEFFLLXX

R 06730 Klein Constantia Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1.4602000 Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt, sýruríkt og

tannískt með bökuðum jarðar- ávaxta- og kryddkeim.EEFFHHYY

00176 Nederburg Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.1402001 Paarl: Dökkmúrsteinsrautt. Bragðmikið og höfugt.

Ávaxtaríkt og kryddað með jarðartónum. DDEEJJXX

R 09513 Robertson Prospect Hill Cabernet Sauvignon 750 ml 14,5% 1.6902002 Robertson: Dökkmúrsteinsrautt. Bragðmikið, mjúkt

með þéttu margslungnu krydd og ávaxtabragði. EEFFHHLLXX

07607 Robertson Winery Cabernet Sauvignon kassavín 3.000 ml 13% 3.6902003 Rautt. Meðalfylling með mildum ávaxta og jarðarberjatón og léttu kryddi DDFFMMXX

R 05707 Robertson Winery Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1.1902003 Robertson

08552 Zonnebloem Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1.1901998 Stellenbosch: Dökkrauðbrúnt. Kröftugt, grösugt með þroskuðum keim. Létt stemma. EEFFLLXX

06416 Drostdy-Hof Merlot 750 ml 13,5% 1.0902000 Ryðrautt. Höfugt, með grösugum jarðarkeim. Létt stemma. EEFFXX

R 09356 Eikendal Merlot 750 ml 13% 1.7802002 Stellenbosch: Dökkrautt. Meðalfylling, með grösugum berja og jarðartónum. EEFFJJYY

06318 Fleur du Cap Merlot 750 ml 13,5% 1.2602002 Coastal Region: Dökkrautt. Höfugt, berjaríkt með jarðar- og tóbakskeim. EEFFHHXX

R 08072 KWV Merlot 750 ml 14,5% 1.2902002 Rautt. Höfugt, með jarðbundnum ávaxtakeim.EEFFJJXX

R 05799 Rocco Bay Pinotage 750 ml 14% 1.2802003 Rautt. Bragðmikið, með krydduðum ávaxta- og jarðarkeim. EEHHXX

08860 Bon Courage Shiraz 750 ml 13,5% 1.1902002 Robertson: Dökkrautt. Ilmríkt. Bragðmikið, ferskt, með mjúkum berjakeim. EEFFJJLLXX

08217 Nederburg Shiraz 750 ml 14% 1.1402001 Paarl: Dökkkirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt, sýruríkt, og nokkuð tannískt, með reyktum jarðarkeim og bökuðum ávexti. EEFFJJXX

09038 Tabiso Shiraz kassavín 3.000 ml 14% 3.4902003 Dökkrautt. Meðalfylling, með ferskum kryddkeim.FFJJLLXX

05237 Two Oceans Shiraz kassavín 3.000 ml 13,5% 3.3902003 Fjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið, með hratkeim.DDFFJJMMXX

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

ValenciaÞetta víngerðarsvæði liggur inni í landi í fjalllendi upp afstærstu hafnarborg Spánar Valencia. Á svæðinu ermeira framleitt af hvítu borðvíni en rauðu. Rauðu vínsvæðisins eru aðallega framleidd úr þrúgunumMonastrell og Garnacha.

MerlotMerlot þrúgan hefur bæði verið notuð til íblöndunar ogsvo ein og sér í rauðvínsgerð í Ástralíu. Það er mýkt ogávöxtur sem verið er að sækjast eftir.

PinotageÞetta er þrúgutegund sem engin önnur vínframleiðsluþjóðhefur verið að nota til að framleiða rauðvín. Þrúgan erafkvæmi blöndunar á pinot noir og cinsault þrúgunum.Pinotage gefur af sér öflug rauðvín með ákveðnumjarðar- og kryddkeim.

Syrah/ShirazHinn sæti ávöxtur shiraz er aðall þeirra vína sem gerðeru úr þrúgunni. Einnig er shiraz þekkt fyrir hinn ein-staka piparkeim sem gjarnan er í vínum úr þrúgunni.

Eftir að viðskiptabanni var létt af landinu hafa vínin þaðanunnið sér sess á heimsmarkaði. Rauðu vínin frá Suður –Afríku eru mjög samkeppnisfær og flest þeirra eru gerðúr cabernet sauvignon, merlot, syrah og pinotage.

Cabernet SauvignonÞessi klassíska þrúgutegund hefur skilað af sér mörgumgóðum vínum í Suður – Afríku. Aðall vínanna er heiturávöxtur og kryddkeimur.

Suður Afríka

R A U Ð V Í N

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:40 Page 50

Page 51: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

51

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Verð í vöruskrá gilda út september 2005

08836 Two Oceans Shiraz 750 ml 13,5% 9902002 Dökkfjólurautt. Rífleg meðalfylling, mjúkt með keim af kirsuberjum, jörð, leðri, eik og tjöru. EEFFJJLLXX

09343 Goiya Shiraz Pinotage kassavín 3.000 ml 13,5% 3.490Kirsuberjarautt. Góð fylling, þurrt, ferskt með mild tannín.

Kryddaður og sultaður ávöxtur með jarðartónum. DDJJXX

04817 Goiya Shiraz Pinotage 750 ml 14% 1.1402002 Olifants River: Rautt. Höfugt með bökuðum keim.DDMMXX

09653 Nederburg Shiraz Pinotage 750 ml 13,5% 1.0902004 Fjólublátt. Góð fylling, þurrt og sýruríkt með mild tannín. þróttmikill berjakeimur, með jarðar- og steinefnatónum. DDEEFFYY

R 05764 Arniston Bay Ruby Cabernet Merlot 750 ml 13,5% 1.1902003 Rautt. Meðalfylling með mjúkum berja- og eikarkeim.DDFFMMXX

R 05765 Arniston Bay Shiraz Merlot 750 ml 14% 1.1902002 Rautt. Meðalfylling með mjúkum ávexti og léttri stemmu. DDFFMMXX

07756 Bon Courage Cabernet Sauvignon Shiraz 750 ml 14% 1.0902001 Robertson: Dökkrautt. Höfugt, með margslungnum

eikar- og jarðarkeim. Nokkuð tannískt. EEHHLLXX

R 09545 Cape Spring Merlot-Cabernet 750 ml 14% 1.2702003 Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt og ferkst með mildum tannínum og sætum jarbundnum ávaxtakeim. DDFFXX

08769 Drostdy Hof Cape Red 750 ml 13,5% 9902003 Fjólurautt Höfugt, mjúkt, kryddað, grösugt, með sultuðum berjakeim. DDFFJJXX

04861 Drostdy-Hof Cape Red kassavín 3.000 ml 13% 3.2902002 Dökkrautt. Höfugt, mjúkt krydd, dökkur ávöxtur, létt stemma. EEFFJJXX

R 09355 Eikendal Rossini Merlot/Cabernet/Shiraz 750 ml 13,5% 1.5202001 Stellenbosch: Dökkrautt. Meðalfylling, þétt og stamt

með krydduðum ávexti og jarðbundinni eik. EEFFHHLLYY

07719 Kumala Cabernet Sauvignon Shiraz 750 ml 13,5% 1.0502003 Dökkfjólurautt. Höfugt, mjúkt, með sætum ávaxtakeim og léttri stemmu. DDMMXX

00219 KWV Roodeberg 750 ml 14% 1.2902001 Rautt. þungt, berjaríkt, með krydd og eikarbragði.EEFFHHJJLLXX

06179 Namaqua kassavín 3.000 ml 13,5% 3.190Rautt. Meðalfylling, létt kryddað, með berja- og

jarðarkeim. DDMMOOXX

07590 Nederburg Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13,5% 1.1402001 Rautt. Bragðmikið, ferskt með mjúkum og sætum ávaxtakeim. EEFFJJLLXX

08677 Pearly Bay Dry Red kassavín 3.000 ml 13% 3.090Fjólurautt. Meðalfylling, höfugt með grösugum og heitum

ávexti. DDFFMMXX

08064 Robert’s Rock Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13,5% 9902002 Rautt. Höfugt, þétt og snarpt, berjaríkt, með eikar- og jarðarkeim. DDFFHHLLYY

R 05737 Rocco Bay Cinsaut Pinotage 750 ml 14% 1.1902003 Rautt. Kröftugt með berja- og jarðarkeim. Létt stemma.

05413 Table Mountain Cabernet Sauvignon / Merlot 750 ml 13,5% 9902000 Rautt. Meðalfylling, mjúkt með jarðbundnum ávaxtakeim. DDFFJJMMXX

R 06655 Tribal African Red kassavín 3.000 ml 13,5% 3.490Dökkrautt. Bragðmikið, þétt, með sólbökuðum jarðar- og

jarðarberjakeim.

06411 Two Oceans Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13,5% 9902003 Dökkfjólurautt. Bragðmikið, kryddað með grösugum jarðarkeim. FFJJXX

04261 Familia Simonetti Syrah 750 ml 13,5% 1.0902001 Dumbrautt. Góð fylling með grösugum, krydduðum

og bökuðum ávexti. Létt stemma. EEXX

R 06155 Lellei Cabernet Sauvignon 750 ml 12% 9902001

09067 Moselland Avantgarde Rotwein 750 ml 11,5% 1.3902003 Fjólublátt. Meðalfylling, hálfþurrt, mild sýra og lítið

tannín með bómlegum skógarberja- og perubrjóstsykurskeim.DDJJXX

�R 09772 Palts Spätburgunder 750 ml 13% 1.3902003 Ljósrúbínrautt. Tæp meðalfylling, þurrt og milt með lítil tannín. MMOOXX

03001 Era Inzolia ACX 750 ml 12,5% 1.090

09455 Sander Riesling ABCY 750 ml 12,5% 2.110

09458 Sander Riesling Spätlese NY 750 ml 12% 2.240

09457 Sander Sauvignon Blanc CDX 750 ml 14% 2.370

09456 Sander Weissburgunder DY 750 ml 14,5% 2.240

09814 Casa de La Ermita Crianza EHJLX 750 ml 13,5% 1.690

03792 Cumera Sangiovese DMX 3 ltr 12,5% 3.350

05242 Domaine des Coccinelles DMX 750 ml 13% 1.290

09195 Era Montepulciano d’Abruzzo DFJX 750 ml 12,5% 1.090

08971 Era Nero d’Avola DMX 750 ml 12,5% 1.040

09198 Era Primitivo DFJX 750 ml 12,5% 1.090

05416 Pujol Cotes du Roussillon Domaine dela Rourede ELX 750 ml 12,7% 1.190

03858 Pujol Cotes du Roussillon Futs de Chene EFHLY 750 ml 13% 1.490

09713 Pujol Cotes Catalanes CDOX 750 ml 12,5% 1.240

BlöndurÍ Suður – Afríku er verið að framleiða mikið af vínum þarsem þrúgutegundum er blandað saman. Flestar þessarblöndur byggja á þeim klassísku frá Bordeaux, en ein-nig eru aðrar blöndur þaðan þekktar.

Víngerð í Norður – Afríku hefur hefur verið verið þónokkursíðan á síðustu öld. Helsta framleiðsla Túnis er írauðvínum og rósavínum.

Á tímum kommúnistastjórnar voru vín Ungverjalandsekki hátt skrifuð, né útbreidd, í hinum vestræna heimi.

Þjóðverjar hafa alla tíð verið þekktari fyrir framleiðslu áhvítum borðvínum, heldur en rauðum. Engu að síðurframleiða þeir þónokkuð magn af rauðvínum sem mest erselt af í heimalandinu.

Ungverjaland

Þýskaland

LÍFRÆNT RÆKTUÐ VÍNHvítvín

Túnis

R A U Ð V Í N

Rauðvín

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:41 Page 51

Page 52: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

52

v.nr. heiti ml, % verð

05094 Alamos Chardonnay 750 ml 13,5% 1.2902003 Grængult. Höfugt og mjúkt, með ristuðum eikar og ávaxtakeim. AACCDDMMXX

R 04334 Alta Vista Chardonnay Premium 750 ml 14,5% 1.5002002 Gulgrænt. þungt og höfugt, sýururíkt með þéttum ávexti og eikarremmu í endann. CCDDXX

R 08364 Angaro Chardonnay 750 ml 13% 9902003 Ljósgult. Meðalfylling, ferskt með grösugum ávaxtakeim. AABBCCXX

R 09628 Casa Miriam Reserva Chardonnay 750 ml 13,5% 1.3902003 Ljóssítrónugult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með heitum ávexti og léttristuðum eikarkeim. CCDDXX

R 09498 Norton Chardonnay 750 ml 13,5% 9902004 Ljóssítrónugult. Rúm meðalfylling, mjúkt, þurrt og sýruríkt, með ristaðri eik og sítruskeim. AABBCCXX

�R 07674 Santa Ana Chardonnay Cepas Privadas 750 ml 13,5% 1.3602001 Ljósgullið. Meðalfylling, þurrt með milda sýru og þroskaðan ávaxta- og eikarkeim með krydduðum steinefnatón. CCDDXX

07031 Trivento Chardonnay 750 ml 13,5% 9902002 Ljósgult. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt, ávaxtaríkt með

eikarkeim. AABBCCDDXX

R 08488 Alta Vista Torrontes Premium 750 ml 13% 1.4002002 Ljósgult. Ilmríkt. Meðalfylling, höfugt og þurrt með sterkum blómlegum keim. DDKKXX

R 07854 Alta Vista Cosecha Chardonnay Torrontés 750 ml 13,5% 1.2502001 Strágult. Rífleg meðalfylling, mjúkt og ferskt, þurrt með sætum suðrænum ávaxtakeim. CCDDXX

�R 08358 Trivento Chardonnay-Chenin 750 ml 11,5% 9902004 Ljóssítrónugult. Meðalfylling, sætuvottur, ferskt, mildur grösugur ávöxtur. AACCIIXX

�R 08356 Trivento Chardonnay-Torrontés 750 ml 12,5% 9902004 Ljóssítrónugult. Tæp meðalfylling, þurrt með sætuvotti, ferskt með léttkrydduðum suðrænum sítruskeim. AABBCCXX

�R 07563 Santa Ana Chardonnay - Chenin Blanc 750 ml 13,5% 1.2802003 Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með ferskum, smjörkenndum sítrus og peruávexti. CCDDXX

�R 09651 Graffigna Chardonnay Sauvignon 750 ml 13,5% 9902004 Ljósstrágult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með sítrus, epla og melónukeim. AABBCCXX

00374 Storch Spätlese 750 ml 11,5% 1.0002003 Fölgult. Mjúk meðalfylling, hálfsætt, ferskt með hunangskenndum steinefna og ávaxtakeim. AAOOXX

�R 08348 Benchmark Chardonnay 750 ml 13% 1.0902004 Ljósgulgrænt. Frekar létt, þurrt, ferskt með mildri eik og léttum ávexti. AABBCCXX

05771 Jacob’s Creek Chardonnay 750 ml 12,5% 1.0902004 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með grösugan og

mjúkan ávaxtakeim. AACCDDXX

R 09201 Jindalee Chardonnay 750 ml 13,5% 1.0902003 Murray Darling: Ljósgult. Bragðmikið með sætum ávaxtakeim og léttri eik. BBCCXX

09562 Lindemans Chardonnay kassavín 3.000 ml 13% 3.4902004 Ljósananasgult. Mjúk fylling, þurrt og ferskt, með léttkrydduðum eikar- og hnetutónum og sítrus, peru og melónukeim. CCDDXX

00363 Lindemans Chardonnay Bin 65 750 ml 13,5% 1.2702004 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með suðrænan ávöxt og ristaða eikartóna. AACCDDXX

R 08857 Penfolds Rawson’s Retreat Chardonnay 750 ml 13,5% 1.3502001 Sítrónugult. Góð fylling, þurrt og milt með kröftugum eikarkeim og sítrus- og smjörtónum. CCDDXX

04142 Rosemount Chardonnay 750 ml 13% 1.3802004 Ljósgult. Rífleg meðalfylling, þurrt, ferskt, með þéttan ávöxt og sítrustóna. AACCDDXX

�R 09689 Wombat Hill Chardonnay 750 ml 14% 1.1902004 Ljóssítrónugult. Mjúk fylling, sætuvottur, milt og höfugt með léttum ávexti, hunagns, hnetutónum og eikarremmu.DDOOXX

05129 Yellow Tail Chardonnay 750 ml 13,5% 1.1402004 Ljósgrænt. Rífleg meðalfylling, þurrt, mjúkt og ávaxtaríkt með blómlegum keim og léttri eik. CCDDIIMMXX

Argentína

Ástralía

Þetta mikla framleiðsluland hefur hingað til ekki veriðþekkt á heimsmarkaði fyrir hvítvínsframleiðslu.Klassískar þrúgur eins og chardonnay hafa gefið góðaraun, en torrontés er þrúga sem vert er að veita athygli.

ChardonnayVel hefur gengið að framleiða gæðavín úr þessari þrúgu áhinum svölu víngörðum Andes fjallgarðsins. Ferskurávöxtur er einkenni þessara vína

Í Ástralíu er framleitt gríðarlegt magn af hvítum vínum.Mest ræktaða hvíta þrúgutegundin er Chardonnay, enríkust er hefð þeirra í framleiðslu á þurrum hvítum vínumúr Riesling þrúgunni.

ChardonnayÞrúgan, sem upprunnin er frá Búrgund í Frakklandi, ernú sú mest ræktaða í Ástralíu. Þessi vín eru flest mjúkog þægileg með góðan ávöxt.

Vínframleiðsla í Austurríki byggist á aldagamalli hefð íframleiðslu vína. Sérgrein austurrískra víngerðarmannaeru hvítvín og þá ekki síst sæt eftirréttavín.

TorrontesÞrúgan er talin eiga uppruna sinn á Spáni. Í Argentínuhefur hún sannað ágæti sitt, með því að gefa af sér léttog sýrurík sérlega ávaxtarík vín.

BlöndurÍ Argentínu, eins og víðar í Nýja- Heiminum í víngerð, erekki óalgengt að sjá blöndur á hinum klassísku frönskuþrúgutegundum, sem þætti dauðasynd að blanda samaní upprunalandinu.

Austurríki

H V Í T V Í N

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:41 Page 52

Page 53: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

53

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

H V Í T V Í NVerð í vöruskrá gilda út september 2005

R 08803 Rosemount Hill of Gold Chardonnay 750 ml 13% 1.6502001 Mudgee: Gult, bragðmikið og höfugt með krydduðum eikarkeim. Nokkuð rammt. DDMMYY

R 09181 Tyrrell’s Chardonnay 750 ml 13,5% 1.3602003 Ljósgult. Meðafylling, þétt og sýruríkt með peru- og eikarkeim.

Suður Ástralía

04391 Angove’s Bear Crossing Chardonnay 750 ml 14% 1.0902002 Gulgrænt. þurrt og höfugt, sýruríkt með þroskuðum ávexti. CCDDIIXX

�R 04704 Lindemans Reserve Chardonnay 750 ml 13,5% 1.3902002 Ljósgullið. Meðalfylling, þurrt og milt með eikar- og

vanillukeim og léttum ávaxtatónum. CCDDXX

07409 Peter Lehmann Chardonnay 750 ml 13,5% 1.3902003 Barossa Valley: Ljóssítrónugrænt. Meðalfylling, þurrt

með góða sýru og keim af grösugum ávexti og léttreyktri eik.CCDDLLXX

05245 Peter Lehmann Wildcard Chardonnay 750 ml 13% 1.0902002 Ljósgrængult. Meðaflylling, þurrt með mjúkum og grösugum ávexti. AAIIXX

01974 Wolf Blass Chardonnay 750 ml 13% 1.3602003 Gult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með áberandi eikarkeim, peru og kryddtónum. CCDDXX

R 02068 Wolf Blass Presidents Selection Chardonnay 750 ml 13% 1.7902000 Gult. Kröftugt, með ,mikilli eik og keim af þurrkuðum ávöxtum. CCDDFFXX

06727 Yalumba Unwooded Chardonnay 750 ml 13,5% 1.2902003 Ljóssítrónugult. Tæp meðalfylling, þurrt ferskt með

blómlegum sítruskeim. AACCXX

Vestur ÁstralíaR 09439 Palandri Estate Chardonnay 750 ml 13,5% 1.390

2002 Ljósgult. Kröftugt, þurrt og þétt með ristaðri eik og frískum ávexti. CCDDLLYY

Victoria04973 Deakin Estate Chardonnay 750 ml 14,5% 1.090

2004 Ljósstrágult. Mjúk fylling, þurrt, ferskt með blómlegum sítrus, peru og vanillukeim. AACCDDXX

R 09607 Peter Lehmann Barossa Riesling 750 ml 12% 1.1902004 Barossa Valley: Fölgrænt. Tæp meðalfylling, þurrt ogsýruríkt með keim af grænum eplum, grösugt, blómlegt og

steinefnaríkt. AACCIIXX

R 08121 Oxford Landing Sauvignon Blanc 750 ml 11% 1.2902004 Fölgrænt. Frekar létt, þurrt og ferskt með grösugum ávaxtakeim. AABBCCXX

�R 05030 Deakin Estate Sauvignon Blanc 750 ml 12% 1.1902004 Ljósgrængullið. Meðalfylling, þurrt og ferskt með grösugum grænjaxla- og steinefnakeim. AABBCCXX

07406 Peter Lehmann Barossa Semillon 750 ml 12% 1.2902003 Barossa Valley: Ljóssítrónugult. Meðalfylling, þurrt, milt með olíukenndum, grösugum og laufkenndum tónum. CCDDXX

R 09536 Torbreck Woodcutter’s Semillon 750 ml 14% 1.9802003 Ljóssítrónugult. Góð fylling, mjúkt, hálfþurrt með mildri sýru. Létt eik, krydd, hnetur og ávöxtur. CCKKXX

R 04510 Badgers Creek Semillon Chardonnay 750 ml 12% 1.2102002 Ljósgult. Meðalfylling með grösugum keim. CCMMXX

R 06457 Banrock Station Colombard Chardonnay 750 ml 12% 1.0902000 Fölgrænt, höfugt með léttri eik og grösugum ávexti.

CCMMXX

07712 Barramundi Semillon Chardonnaykassavín 3.000 ml 12,5% 3.500Ljósgult. Meðalfylling, mjúkt og ávaxtaríkt með sætuvotti.

CCIIKKXX

R 06459 Hardys Stamps Chardonnay Semillon 750 ml 13% 1.1902002 Ljósgult, höfugt með eikarblöndnum ávexti. CCDDXX

R 09659 J.J. McWilliam’s Semillon Sauvignon Blanc 750 ml 10,5% 9902004 Fölgrænt. Létt, þurrt og snarpt með léttum og hreinum grösugum ávexti. AABBIIOOXX

05692 Jacob’s Creek Semillon Chardonnay 750 ml 10,5% 9902003 Fölgrænt. Létt, þurrt, sýruríkt með grösugum anískeim. AACCIIXX

00368 Lindemans Cawarra Colombard Chardonnay 750 ml 13% 9902003 Ljósgult. Meðalfylling, mjúkt og ávaxtaríkt með sætum eikarkeim. AACCJJKKXX

R 07204 Penfolds Rawson’s Retreat Semillon Chardonnay 750 ml 13% 1.1802003 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og milt með daufum sítruskeim. AACCIIXX

07118 Rosemount GTR 750 ml 11% 1.0402002 Ljósgult. Létt, hálfsætt með ávaxtakeim og léttu biti.KKOOXX

01629 Rosemount Semillon Chardonnay 750 ml 12,5% 1.1602004 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með hunangs-, blóma- og sítrustóna. AACCDDXX

R 09573 Sacred Hill Semillon Chardonnay 750 ml 12,5% 1.0902002 Ljósgulgrænt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með frískum ávexti og grösugum jarðefnakeim. AABBCCXX

Suður Ástralía

�R 03649 Grant Burge Barossa Semillon Sauvignon Blanc 750 ml 11,5% 1.1502004 Barossa Valley: Ljósgulgrænt. Frekar létt, þurrt, sýruríkt með grösugum sítrus og eplakeim. BBCCIIXX

RieslingRiesling þrúgan er sú fyrsta af klassískum evrópsk-um hvítum þrúgutegundum sem berst til Ástralíu.Þessi vín eru nær undantekningarlaust þurr, meðferskan ávöxt og sýru.

BlöndurÁstralir eru ekkert feimnir við að blanda saman hinum ólík-legustu þrúgum í vín sín. Það er eitt af þeim atriðum semgera þá að spennandi vínframleiðendum og hefur tryggtþeim mikla athygli neytenda um allan heim.

Sauvignon BlancÞessi þrúgutegund á sífellt meiru fylgi að fagna, vegnaferskleika og grösugra sítrustóna, sem gera vínið létt-ara og ferskara en önnur.

SemillonSemillon er fræg fyrir að vera önnur af tveimur þrúgu-tegundum í hvítum vínum Bordeaux í Frakklandi. ÍÁstralíu er hún gjarnan óblönduð og skilar þábragðmiklum og öflugum vínum.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:41 Page 53

Page 54: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

54

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

H V Í T V Í N

00384 Beringer Napa Valley Chardonnay 750 ml 14% 1.6901999 Napa Valley: Gult. Bragðmikið, þétt, ferskt með ávaxta og eikarkeim. BBCCDDXX

06399 Delicato Chardonnay 750 ml 13,5% 1.2202002 Fölgult. Rífleg meðalfylling, þurrt og mjúkt með mildri eik og léttum ávexti. AACCIIXX

R 05876 Delicato Chardonnay 187 ml 13,5% 3202002

05239 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chardonnay kassavín 3.000 ml 13,5% 3.4902001 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt með karamellukeim.AACCIIXX

08721 Painter Bridge Chardonnay 750 ml 13% 1.0902003 Fölgrænt. Meðalfylling, mjúkt og ferskt, með ristuðum eikar- og ávaxtakeim. AABBCCXX

R 05034 Stone Cellars Chardonnay 750 ml 13,5% 1.2702001 Ljósgulgrænt. Bragðmikið, mjúkt og höfugt með ristuðum eikarkeim. BBCCDDXX

07735 Sutter Home Chardonnay 187 ml 13% 3502003 Fölgult. Meðalfylling, með sætuvotti, mild sýra , höfugt með léttum eikarblöndnum ávexti og kemískum tónum. DDOOXX

04196 Turning Leaf Chardonnay 750 ml 13,5% 1.1902003 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með perubrjóstsykurs-, ananas- og smjörkennda eikartóna. AACCDDXX

R 05768 Firestone Riesling 750 ml 12% 9902003 Ljósgult. Hálfsætt, meðalfylling með frískum ávaxta-,

jarðar- og hunangskeim. DDKKOOXX

01783 Beringer Napa Valley Fume Blanc 750 ml 13,5% 1.4902002 Napa Valley: Sítrónugult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með smjörkenndan ávöxt og eikarkeim. AACCXX

00419 Beringer Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 1.3902001 Fölgrænt. Ilmríkt. Bragðmikið, eikað með smjörkenndum ávaxtakeim. CCDDFFXX

R 04557 Turning Leaf Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 1.1902001 Fölgult. þurrt, milt mðe krydduðum keim.AABBCCDDIIXX

R 02888 Woodbridge Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 1.2902002 Ljósgulgrænt. Bragðmikið, feitt og þurrt með léttum

eikarkeim. AABBIIXX

05546 Clay Station Viognier 750 ml 13,5% 1.6902003 Lodi: Ljóssítrónugult. Mjúkt fylling, hálfþurrt, ferskt með þróttmiklum sætkrydduðum ávexti. CCDDKKXX

03569 Ernest & Julio Gallo Colombard 750 ml 11,5% 9602003 Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með grösugan sítrus og ávaxtakeim. AABBXX

06708 Carlo Rossi California White 1.500 ml 10,5% 1.590Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt og milt með léttum ávexti.

AACCOOXX

07940 Carlo Rossi California White 750 ml 10,5% 890Ljósgulgrænt. Tæp meðalfylling, þurrt, milt með grösugan

sítrus og ávaxtakeim. AAOOXX

R 09214 Sierra Valley California White 750 ml 11,5% 8902003 Ljósgulgrænn. Frekar létt, ferskt með mildum vanillukeim. AABBCCXX

�R 06172 35 South Chardonnay kassavín 3.000 ml 13,5% 3.7502004 Ljósstrágult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með blómlegum hunangskeim og léttum ávaxta og eikartónum.CCDDXX

R 09286 Canepa Classico Chardonnay 750 ml 13% 8902004 Fölgult. Fekar létt, þurrt og ferskt, með mildum eikar og berjatónum. AABBIIKKXX

�R 09287 Canepa Classico Chardonnay 187 ml 13% 2992003 Ljósgult. Frekar létt, þurrt og ferskt með létt-olíukenndum ananaskeim. AACCXX

�R 00385 Canepa Private Reserve Chardonnay 750 ml 13% 1.3602001 Rapel: Gullið. Meðalfylling, þurrt, ferskt með þroskuðum, smjörkenndum sítrus- og eikarkeim. BBDDXX

06344 Carmen Chardonnay 750 ml 13,5% 1.0902003 Ljósgult. Höfugt, þurrt, grösugur ávöxtur. BBCCDDIIXX

05107 Casa Lapostolle Chardonnay 750 ml 14,5% 1.3002003 Casablanca: Ljóssítrónugult. Bragðmikið, höfugt, þurrt, mjúkt og sýruríkt með mikilli eik, og þróttmiklum ávexti CCDDXX

Chile

BandaríkinÁ örfáum áratugum hefur Bandaríkjamönnum tekist aðkomast í femstu röð vínframleiðenda. Það er ekki sístvegna góðs árangurs í framleiðslu á öflugum hvítumvínum þar sem chardonnay þrúgan er algengust.

KaliforníaKalifornía er það fylki Bandaríkjanna sem framleiðirlangmest af borðvínum. Í hvítum vínum eru þeir sér-fræðingar í voldugum, gjarnan eikuðum chardonnayvínum.

ChardonnayÞessi klassíska þrúga, upprunnin í Búrgund íFrakklandi, hefur náð gríðarlegum vinsældum íBandaríkjunum. Það er í beinu framhaldi af ótrúlegumtökum sem bandarískir víngerðarmenn hafa náð á þess-ari drottningu hvítra þrúgutegunda.

RieslingBandaríkjamenn hafa alltaf haft ákveðinn áhuga fyrirriesling þrúgunni. Vín gerð úr riesling má finna í öllumfylkjunum á vestur ströndinni.

Sauvignon blancVíngerðarmaðurinn Robert Mondavi kom sauvignonblanc þrúgunni á kortið í Bandaríkjunum þegar hannkom fram með sitt fræga Napa Valley Fumé blanc.

ViognierÞessi franska þrúga með sinn heillandi ávaxta- ogblómakeim er að ná gríðarlegum vinsældum í Kaliforníu,enda þrífst hún best á mjög heitum og þurrum svæðum.

ColombardColombard þrúgan er upprunnin í koníakshéraðinu íFrakklandi. Þaðan barst hún til Kaliforníu og er gjarnannotuð sem uppistaða í ódýrari blöndur hvítra vína semframleidd eru í miklu magni í Central Valley.

Blöndur

Framleiðslu á hvítum vínum hefur farið gríðarlega fram ílandinu á síðustu áratugum. Sérstaklega þykir árangur-inn góður á svalari svæðum eins og Casablanca.

ChardonnayVel hefur tekist til með vín úr þessari þrúgu í Chile.Flest eru þau vel bragðfyllt, með ferskan ávöxt ogeikarkeim.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:41 Page 54

Page 55: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

55

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

H V Í T V Í N

03248 Castillo de Molina Reserva Chardonnay 750 ml 14% 1.2302002 Lontue: Ljósgult. Höfugt, þurrt og ferskt. Ávaxtaríkt

með eikarkeim. CCDDYY

05996 Concha y Toro Casillero del Diablo Chardonnay 750 ml 13,5% 1.1902001 Aconcagua: Gulgrænt. Kröftugt, þétt með snarpri sýru og eikar- og ávaxtakeim. BBCCDDIIXX

05875 Concha y Toro Frontera Chardonnaykassavín 3.000 ml 13% 3.2902004 Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt með léttgrösugum keim.AACCXX

06987 Concha y Toro Sunrise Chardonnay 750 ml 13% 9902004 Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með mjúkan ávöxt og sítrustóna. AACCXX

R 09540 Cornellana Chardonnay 750 ml 13,5% 1.3602003 Fölstrágulur. Meðaflylling, þurrt og ferskt með suðrænum ávaxtakeim. AACCXX

R 08343 Falernia Chardonnay 750 ml 14% 1.3202001 Elqui: Grængullið. Rífleg meðalfylling, þurrt og ferskt, með þéttum eikarkeim, frísklegum sætsúrum ávextI.AACCKKMMXX

R 05217 Frontera Chardonnay 750 ml 13% 9502003 Fölgult. Meðalafylling, þurrt, ferskt, með léttum ávaxtakeim. BBCCXX

R 09490 Fuego Austral Chardonnay kassavín 3.000 ml 13% 3.4902003 Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt með mildri sýru og léttum og blómlegum kryddkeim. Múskatkarakter. CCKKXX

R 09492 Fuego Austral Chardonnay 750 ml 13% 9902003 Fölgrænt. Góð fylling, þurrt, ferskt með mildum múskatkeim og léttri remmu í eftirbragði. IIKKXX

05773 Gato Blanco Chardonnay kassavín 3.000 ml 13% 3.190Ljósstrágult. Tæp meðalfylling, þurrt, ferskt með mildum epla og sítruskeim. CCDDXX

R 09084 La Misión Chardonnay 750 ml 13,5% 1.3902002 Maipo: Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með léttum eikar- og ávaxtakeim. AABBCCXX

06520 Montes Alpha Chardonnay 750 ml 14% 1.5902001 Casablanca: þungt, þurrt og ferskt með þéttri eik og

löngu bragði. DDIIJJMM

00390 Montes Chardonnay Reserve 750 ml 14% 1.1602004 Curico: Sítrónugult. Rífleg meðalfylling, þurrt, ferskt,

með suðrænan ávöxt og ristaða eik. AACCDDXX

R 05270 Montes Villa Chardonnay 750 ml 13,5% 9902002 Curico: Gult. Höfugt með krydduðum ávaxtakeim.CCDDXX

R 05221 Morande Chardonnay 750 ml 13,5% 1.1902003 Maipo: Ljósgult. Meðalfylling, snarpt með léttum ávexti.AACCXX

R 05220 Morande Grand Reserve Vitisterra Chardonnay 750 ml 13,5% 1.6902002 Casablanca: Gult. Bragðmikið með ristaðri eik og grösugum ávaxtakeim. Sýruríkt. CCDDXX

R 09585 Santa Ema Chardonnay 188 ml 13% 3202002 Ljósgulgrænt. þétt fylling, þurrt og ferskt með grösugum grænjaxla og aspargus keim. AACCIIXX

04465 Santa Rita 120 Chardonnay 750 ml 14% 1.0902003 Fölgult. Höfugt. þurrt, ferskt og sýruríkt með grösugum keim. AABBCCIIXX

05410 Siete Soles Chardonnay 750 ml 13,5% 9302002 Ljósgulgrænt. Tæp meðalfylling, með léttum keim af

eik, vanillu og ananas. AABBCCXX

05415 Terra Andina Chardonnay 750 ml 13,5% 8902002 Ljósgulgrænt. Meðalfylling, ferskt, með léttri eik og snörpum ávexti. AACCDDFFXX

�R 09372 Terra Nova Chardonnay 750 ml 13% 1.1902003 Curico: Fölgullið. Létt, þurrt og ferskt með daufum

hnetukeim. AACCXX

R 09495 Ventisquero Clasico Chardonnay 188 ml 13,5% 2932003 Fölstrágult. Góð fylling, þurrt og sýruríkt, með fersku ávaxtabragði. CCIIMMXX

06839 Vina Maipo Chardonnay kassavín 3.000 ml 13% 3.4902004 Fölstrágult. Létt, mjúk fylling, þurrt og ferskt með léttgrösugan ávaxtakeim. AABBCCIIXX

R 06836 Vina Maipo Chardonnay 750 ml 13% 9902003

R 09137 William Fevre Gran Cuvée Chardonnay 750 ml 13,5% 1.9902003 Maipo: Ljósgulgrænt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með stílhreinum ávexti og ristaðri eik. BBCCDDYY

04084 Canepa Sauvignon Blanc 750 ml 13% 9902004 Cachapoal: Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með grösugum sítrus og ávaxtatónum. AABBCCXX

05774 Gato Blanco Sauvignon Blanc kassavín 3.000 ml 13% 3.2902004 Fölgult. Létt, þurrt og milt með léttum, grösugum tónum. CCXX

�R 03250 Gato Blanco Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 9102003 Fölstrágult. Frekar létt, þurrt og ferskt. AACCXX

R 09645 La Joya Reserve Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1.2902004 Rapel: Fölgulgrænt. Frekar létt, þurrt, ferskt með grösugan ávaxta og sítruskeim. AACCDDOOXX

R 09528 La Palma Dorada Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1.2902004 Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með keim af grænum eplum. Sítrus og stikkilsberjum. AABBCCXX

04458 Montes Sauvignon Blanc Reserve 750 ml 13,5% 1.0902004 Curico: Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með grösugum laufkenndum aspars og jarðefnatónum. AABBCCXX

05618 Morandé Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1.1902004 Fölgrænt. Tæp meðalfylling, þurrt og ferskt með miklum grösugum og suðrænum ávexti. AABBCCIIXX

09165 Santa Alvara Sauvignon Blanc 750 ml 14,5% 1.0902003 Rapel: Ljósgulgrænt. Meðalfylling, hálfþurrt, lítil sýra,

höfugt með römmu eikarbragði og jarðefnatónum. CCIIXX

R 04471 Santa Ema Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1.0902003 Fölgult. Tæp meðalfylling, hálfþurrt, sýruríkt með grösugan ávöxt og hunangskenndan blómakeim. AACCXX

R 08344 Falernia Semillon 750 ml 13,5% 1.3202002 Elqui: Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt, með ferskum grösugum ávexti, rifs, sítrónu og grænum eplum.AABBCCIIXX

R 09548 Canepa Semillion Chardonnay kassavín 3.000 ml 12,5% 3.390Ljósstrágult. Frekar létt, þurrt með mildri sýru og léttum blómlegum eplakeim. AACCXX

R 06824 Vina Maipo Sauvignon Blanc Chardonnay 750 ml 13% 8902003 Fölgult. Frekar létt, þurrt og ferskt. AACCXX

Sauvignon blancFerskur og grösugur keimur sauvignon blanc þrúgunnarer sífellt að skila sér betur í vínunum frá Chile. Það semhelst hefur haldið aftur af þessum vínum í Chile erruglingur við aðra þrúgu Sauvignonasse.

SemillonÞessi öfluga þrúga er ekki algeng í Chile, en skilar afsér vínum með sérstakan ávaxtakeim í þyngri kantinum

Blöndur

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:41 Page 55

Page 56: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

56

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

H V Í T V Í N

R 09219 Cuvée Louis Max 187 ml 11,5% 290Fölgrænt. Létt, þurrt og sýruríkt. IIXX

04753 J.P. Chenet Blanc de Blancs kassavín 3.000 ml 11,5% 3.120Strágult. Létt, með frískri sýru og ávaxtakeim. BBCCXX

R 07966 J.P. Chenet Blanc de Blancs 750 ml 11,5% 1.0702002

00302 Le Piat d’Or 750 ml 11% 920Fölgult. Frekar létt, þurrt, ferskt með þroskaðan sítrus og

perukeim. AACCOOXX

00299 Lion d’Or 1.500 ml 11% 1.610Ljósgult. Létt fylling, þurrt, milt með léttan sítrus og

perukeim. AAOOXX

S 07110 Hugel Riesling Vendange Tardive 750 ml 14% 3.9901989 Dökkgullið. Meðalfylling, hálfsætt, ferskt og höfugt með hunangskenndum jarðefna og ávaxtatónum. Fínlegt, löng ending. DDOOYY

S 07112 Hugel Tokay Pinot Gris Vendange Tardive 750 ml 13,5% 3.8401990 Sítrónugult. Góð fylling, sætt, ferskt með olíukenndum hunangstónum, apríkósu og steinefnakeim og þroskuðum ilm.AANNYY

03038 Dietrich Riesling Reserve 750 ml 12% 9902002 Ljósgult. Meðalfylling, ferskt, með blómlegum ávaxtakeim. BBCCDDIIXXYY

07844 Dietrich Tokay Pinot Gris Reserve 750 ml 13% 1.2902003 Ferskjugult. Meðalfylling, hálfþurrt, sýrulítið með grösuga apríkósutóna. AACCKKXX

06196 Dopff & Irion Gewurztraminer 750 ml 13,5% 1.5502004 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, með sætuvott, milt með olíukenndum ávaxtatónum. AAKKXX

R 06924 Dopff & Irion Riesling 750 ml 12% 1.2902003 Ljósgulgrænt. Frekar létt, þurrt og ferst, ávaxtaríkt með léttum steinefnakeim. AABBCCXX

R 03198 Dopff & Iron Tokay Pinot Gris 750 ml 13,5% 1.3902003 AABBCCXX

R 01625 Gentil Hugel 750 ml 12% 1.2602002 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt og blómlegt.BBCCXX

00290 Hugel Gewurztraminer 750 ml 13% 1.5902001 Ljósgulgrænt. Bragðmikið, þurrt, kryddað og blómlegt. CCDDFFKKYY

00287 Hugel Riesling 750 ml 12% 1.4402003 Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með ferskum epla- og ávaxtakeim og blómlegum grösugum jarðartónum.AACCIIYY

03067 Pfaffenheim Gewurztraminer 750 ml 13,5% 1.3502002 Sítrónugult. Góð fylling, sætuvottur, mild sýra, þéttur suðrænn ávöxtur og blómakeimur. AACCDDKKXX

03066 Pfaffenheim Tokay Pinot Gris 750 ml 13,5% 1.3902002 Gult. þurrt og bragðmikið. Ilmríkt með sætum ávaxtakeim. Sýruríkt. AADDLLXX

03555 Pfaffenheim Tokay Pinot Gris Reserve 750 ml 13,5% 1.5902003 Strágult. Meðalfylling, hálfþurrt, milt með daufum hunangs og ananastónum. OOXX

00410 Rene Mure Pinot Gris Cote de Rouffach 750 ml 12% 1.5902001 Gult. Ilmríkt. þurrt og bragðmikið með blómlegum ávaxtakeim. BBCCDDIIXX

R 06583 Trimbach Riesling Reserve 750 ml 12,5% 1.6902000 Sítrónugræt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með sítrus

og steinefnakeim. AABBCCYY

R 04966 Weinbach Gewurztraminer Cuvée Laurence 750 ml 13,5% 3.6902000 Gullið, með mjúka fyllingu, hálfsætt, mild sýra með fínlegum keim af rósum, ananas og hunangi. DDKKLLYY

R 04965 Weinbach Riesling Cuvée Ste. Catherine 750 ml 14% 3.6902001 Grængult. þétt fylling, þurrt og sýruríkt með kröftugum epla, sítrus og hunangskeim með snert af olíu. CCDDYY

R 04964 Weinbach Tokay Pinot Gris Cuvée Ste. Catherine 750 ml 14% 3.6902001 Ljósgullið, góð fylling, hálfsætt með milda sýru. Keimur af mangó og passjónávöxtum. Höfugt. DDXX

02528 Willm Gewurztraminer 750 ml 13% 1.3902001 Ljósgult. Bragðmikið, hálfþurrt. Ilmríkt með blómlegum kryddkeim. KKLLOOYY

07039 Willm Pinot Gris 750 ml 13% 1.4002002 Fölgult. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt, grösugt og ávaxtaríkt. Mjúkt. CCDDIIYY

R 08430 Blason Timberlay Sauvignon Blanc 750 ml 12% 1.1902003 Fölgult. Frekar létt, þurrt með daufum ávexti.BBCCIIXX

00257 Chateau Bonnet 750 ml 12% 1.1902001 Entre Deux Mers: Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, milt með grösugum sítrustónum. AABBCCXX

R 03831 Chateau Timberlay Cuvée Prestige 750 ml 12% 1.6902000 Sítrónugult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með léttum eikartannínum. Jarðkenndur eikarkeimur og sultaður ávöxtur.CCDDYY

R 00252 Mouton Cadet 375 ml 12% 6402003 Ljósgult. Frekar létt, þurrt, ferskt með blómlegum keim.AACCXX

00251 Mouton Cadet 750 ml 12% 1.1902003 Sítrónugult. Meðalfylling, þurrt, milt, með heitan grösugan ávöxt og hunangstóna. AACCOOXX

R 08254 Mouton Cadet Reserve 750 ml 12,5% 1.4902002 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt með fínlega krydduðum vanillu-, kanil-, eikar og sítrus keim. AACCDDMMYY

FrakklandFrakkar framleiða gríðarlegt magn hágæða hvítra vína.Fremst í flokki eru vínin frá Búrgund. Einnig er mikilgæði að finna í hvítum vínum frá Alsace, Bordeaux ogLanguedoc.

AlsaceFrá þessu héraði koma gríðarlega glæsileg hvítvín.Alsace er nær eingöngu framleiðandi hvítra vína ogfreyðivína, en rauð borðvín eru í minnihluta.

RieslingÍ Alsace eru framleidd einhver öflugustu Riesling vínveraldar. Þetta eru sannkölluð matarvín, sem hafa kraftog ferskleika sem hentar ákaflega vel með margskonarmat.

Pinot GrisÞessi þrúga skilar hvergi jafn góðum vínum og í Alsace.Einkenni þeirra er margslunginn suðrænn ávaxtakokteillí bland við hunangskennda tóna.

GewürztraminerÞessi þrúga er einstök fyrir þann sterka ilm sem safihennar gefur frá sér. Þessi ilmur er ákaflega heillandiog er blanda af blómailmi og suðrænum ávöxtum.

BordeauxFrá Bordeaux koma hvítvín sem oftast eru blöndur afþremur þrúgum, Semillon, Sauvignon Blanc ogMucadelle. Á síðustu árum hefur þó vægi SauvignonBlanc aukist mest.

SemillonSemillon þrúgan er þessi bragðmikla þrúga sem skilarsuðrænum ávextinum í blönduna í Bordeaux.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:41 Page 56

Page 57: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

57

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

H V Í T V Í N

S 08765 2001 Chateau Suduiraut 750 ml 14% 5.9402001 Sauternes: Gullið. þétt og mjúk fylling, sætt, með milda sýru. Léttir vanillutónar með ferskan sítrus, ananas, hunangs og vaxkeim. NNYY

�R 06015 Chateau Haut-Bergeron 750 ml 14% 3.5801998 Sauternes: Gullið. Góð fylling, sætt og milt. Með léttum ferskjutónum og hunangs- og vanillukeim. NNYY

�R 09679 Jean-Marc Brocard Jurassique Chardonnay en Sol kassavín 3.000 ml 13% 3.630

R 09435 Barton & Guestier Chablis 750 ml 12,5% 1.5902003 Fölgrænt. Meðaflylling, þurrt með mildri sýru og léttum ávaxta-, steinefna- og mjólkurkeim. BBCCXX

02337 Domaine Laroche Chablis Saint-Martin Vieilles Vig. 750 ml 12,5% 1.7902002 Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með mildum og fínlegum ávaxtakeim. BBCCYY

R 09172 Jean-Marc Brocard Chablis Domaine Sainte Claire 750 ml 12,5% 1.5902003 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með léttgrösugum ávexti. BBCC

�R 09686 Jean-Marc Brocard Saint Bris Sauvignon 750 ml 12,5% 1.2902004 Ljóssítrónugult. Frekar létt, þurrt, sýruríkt með sterkum púðurkeim og sítrónu- og rifsberjatón AABBCCIILLYY

R 05609 Joseph Drouhin Chablis 750 ml 12,5% 1.8902002 Ljósgulgrænt. Frekar létt, þurrt og sýruríkt með léttum rabarbarakeim og smjörkenndu eftirbragði. AABBCCIIXX

00412 La Chablisienne Chablis LC 750 ml 12,5% 1.4902002 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með grösugum sítrus - og steinefnakeim. AABBCCXX

06927 La Chablisienne Petit Chablis 750 ml 12,5% 1.3602002 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt. AABBCC

03161 Laroche Chablis 750 ml 12,5% 1.4902002 Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt og ávaxtaríkt.BBCCYY

00268 Laroche Chablis Vaudevey 750 ml 13% 2.0902002 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og sýruríkt með frískum

sítrus- og eplatónum og smjörkeim. BBCCYY

R 05756 Francois d’ Allaines Bourgogne Cote Chalonnaise 750 ml 12,5% 1.490

2001 Ljóssítrónugult. Meðalfylling, þurrt og sýruríkt með ferskum sítrónukeim, mildri eik og smjörtón. AABBCCXX

S 09377 Chanson Pernand-Vergelesses Les Caradeux 750 ml 13% 3.4901999 Ljósgrængult. þurrt, bragðmikið og ferskt með fínlegum grösugum ávexti og léttri eik. AABBCCYY

S 07381 Faiveley Puligny-Montrachet 750 ml 13% 3.9901999 Gult. Bragðmikið, þurrt og ferskt með kröftugu eikarbragði og fínlegum ávaxtakeim. CCDDFFYY

S 09402 Louis Jadot Montrachet 750 ml 13,5% 24.4601999

S 05493 2001 Francois d’Allaines Chassagne-Montrachet Chaumées 750 ml 12,5% 4.1902001 Ljósgullið. Góð fylling, þurrt og ferskt með ristuðum eikarkeim, epla, greip og appelsínutónum. Langt eftirbragð.AABBCCDDXX

S 01612 Joseph Drouhin Beaune Clos des Mouches 750 ml 13,5% 4.9902002 Fölsítrónugrænt. Góð fylling, þurrt og sýruríkt, með

fínlegum ávexti, eikar og vanillukeim. BBCCDDIIYY

S 05494 Francois d’Allaines Saint-Aubin En Remilly 750 ml 12,5% 2.9902003 Gullið. þétt fylling, þurrt með milda sýru, þéttan ávöxt og létta eik og vanillu. CCDDXX

R 03158 Francois d’Allaines Meursault “Les Crotots” 750 ml 13% 3.4902000 Ljóssítrónugult. Meðalfylling, þurrt og ferskt, með mildan fínlegan ávöxt, léttristaða eik og smjörkenndum eftirkeim. BBCCDDOO

00265 Bouchard Aine Pouilly-Fuissé 750 ml 13% 1.7902002 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, grösugt með ávaxta og smjörkeim. BBCCYY

05644 Barton & Guestier Chardonnay 750 ml 13% 9902003 Fölgult. Höfugt, meðalfylling, þurrt með mildri sýru og léttum ávexti. AACCIIXX

�R 09737 Domaine de Nizas Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1.0702004 Fölstrágult. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt með ferskum grösugum peru og ananaskeim. AACCDDXX

R 05923 J.P. Chenet Chardonnay Elevé en Barrique 750 ml 12,5% 1.2702001

R 05505 J.P. Chenet Medium Sweet 250 ml 11% 4132003 Fölgult, létt og hálfsætt. KKXX

00301 JCP Herault Blanc kassavín 3.000 ml 11,5% 2.890Fölgrænt. Frekar létt og þurrt með mildum ávaxtakeim.

AACCXX

04077 JCP Herault Blanc kassavín 5.000 ml 11,5% 4.790

09024 Jeanjean Chardonnay kassavín 3.000 ml 12,5% 3.290Ljósgult. Bragðmikið með léttum ávexti. CCDDIIXX

07208 Le Cep Chardonnay kassavín 3.000 ml 12,5% 3.290Ljósgult. Létt og þurrt. AAXX

Bordeaux – SauternesSauternes svæðið er heimsfrægt fyrir hin glæsilegu sætuhvítvín sem þar eru framleidd. Frægust eru þau fyrirframleiðsluaðferðina þar sem myglusveppurinn BotrytisCinerea er í aðalhlutverki.

Bourgogne ChardonnayChardonnay þrúgan er á heimavelli í Búrgund. Þar eruennþá framleidd bestu hvítvín veraldar úr þrúgunni. Þaueru með mikla bragðfyllingu og ferskan ávöxt.

Bourgogne – ChablisFrá Chablis koma einhver bestu matarvín veraldar.

Bourgogne – Cote de BeuneFrá þessu svæði koma einhver bestu hvítvín veraldar.Frægust eru vín eins og Montrachet, CortonCharlemagne, Meursault og svona mætti lengi telja. Ölleru þessi vín fyrirmynd annarra Chardonnay vína.

Bourgogne – MaconFrá Macon koma frábær vín unnin úr Chardonnay.Þekktust þeirra eru án efa Pouilly – Fuisse og SaintVéran.

Languedoc – RoussillonÞetta er svæði í Suður – Frakklandi sem frægt er fyrirmikla magnframleiðslu. Þaðan koma mörg hinna frægukassavína, sem oft eru ágætis kaup í gæðum miðað viðverð.

Bourgogne – Cote ChalonnaiseChalonnaise svæðið er þekkt fyrir chardonnay vín íódýrari kantinum. Vínin hafa ekki sömu fyllingu í bragðiog Cote d´Or vínin og endast ekki jafn lengi á flöskunni.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:41 Page 57

Page 58: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

58

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

�R 09711 Le Vigneron Catalan 750 ml 12,5% 960Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt með milda sýru. Ilmríkt, með

múskatkeim, koríander og kúmentónum. CCDDKKXX

R 09635 Ormarine Picpoul de Pinet 750 ml 12,5% 1.1402003 Ljósstrágult. Frekar létt. þurrt, sýruríkt með grösugum og sýruríkum ávexti. AABBCCIIXX

R 09478 Collioure Padreils 750 ml 13,5% 1.7902003 Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt og fínlegt með olíu- og rabarbarakeim, og léttri eik. AABBCCXX

00405 Franck Millet Sancerre 750 ml 12,5% 1.5902003 Fölgrænt. Góð fylling, þurrt og snarpt með fínlegum

grænum ávexti. AABBCCXX

R 05912 Louis Latour Grand Ardeche Chardonnay 750 ml 13,7% 1.2902000 Gult. Bragðmikið, þétt og þurrt, með mildum ávexti og smjörkenndri eik. CCDDXX

R 06665 Biso Bianco Il Vino del Lunedí 750 ml 11% 1.040Fölgult. Létt og þurrt með léttum ávexti og steinkenndum

sápukeim. CCXX

02207 Bolla Pinot Grigio 750 ml 12% 1.0902003 Ljósgult. Frekar létt þurrt og ferskt, með léttum ávaxtakeim. BBCCXX

�R 08746 Cielo Chardonnay 750 ml 11,5% 9902003 Ljósstrágult. Tæp meðalfylling, þurrt, ferskt með grösugum og jarðkenndum ávexti. BBCCXX

R 09577 Cielo Pinot Bianco Pinot Grigio 750 ml 11,5% 9902003 Fölgulgrænt. Frekar létt, þurrt og mild sýra. Steinefnaríkt með mildum sítruskeim. AACCXX

R 09113 Don Bargello Vino Bianco kassavín 3.000 ml 11% 2.890Ljósgult, þurrt og létt. AAIIXX

R 03511 Frattina DiGale 750 ml 12,5% 1.9902002 Gulgrænt. Meðalfylling, þurrt og snarpt með mildum

ávexti og ristaðri eik. AABBCCDDXX

00305 Le Cep Italian Chardonnay kassavín 3.000 ml 11,5% 2.990Fölgult. Létt og þurrt. AAXX

07865 Maestro Chardonnay Pinot Grigio 750 ml 13% 1.1902000 Ljósgult. Létt og þurrt. AAOOXX

R 04593 Maestro Tiepolo Chardonnay Pinot Grigio 3.000 ml 12% 4.6902000 Fölgult. Meðalfylling, með ferskum grösugum tón og

léttum ávexti. AACCXX

07155 Pasqua Chardonnay Venezie kassavín 3.000 ml 12% 3.290Ljósgult. Frekar létt og þurrt. AABBCCXX

00358 Pasqua Pinot Grigio delle Venezie La Rovere 1.500 ml 11,5% 1.6902002 Fölgult. Létt og þurrt. AABBCCOOXX

R 09555 Placido Pinot Grigio 750 ml 12% 1.2902003 Fölgrænt. Frekar létt, þurrt og ferskt með ávaxta- og steinefnakeim. AACCXX

R 08532 Primaverina kassavín 3.000 ml 11,5% 2.990Gult. Frekar létt, þurrt, sýruríkt með léttum ávexti.

AABBCCXX

�R 09697 Quargentan Vino da Tavola Bianco ferna 1.000 ml 10,5% 990Ljósstrágult. Létt fylling, þurrt og ferskt með blómlegum

steinefnakeim. AACCIIXX

00422 Riunite Bianco 750 ml 8% 790Fölgult. Létt fylling, hálfþurrt, ferskt, með ferskan epla og

bananakeim. AAOOXX

R 09506 Villa Lucia Pinot Grigio IGT 750 ml 12% 1.1902003 Ljósstrágult. Frekar létt, þurrt og sýrurlítið. AABBIIXX

�R 09824 Vesevo Sannio Falanghina 750 ml 13% 1.1902004 Ljósgulgrænt. Meðalfylling,þurrt, milt með peru, aprikósu, léttum sítrus, banana- og hnetutón í endann.AACCIIXX

�R 09720 Poderi Morini Brivido 750 ml 13% 1.3002003 Ljóssítrónugult. Tæp meðalfylling, þurrt með höfugri

sýru og létt grösugum ávaxtakeim. CCDDXX

�R 09718 Poderi Morini Innamorato 500 ml 14% 2.7902001 Kopargullið. Meðalfylling, mjúkt, sætt og ferskt með

rúsínukenndum ávexti, eik og blómlegum hunangstónum. NNYY

�R 09752 Ferentano Falesco 750 ml 13,5% 1.8902003 Grængullið. Meðalfylling, þurrt og ferskt með sítrus-, peru og apríkósutónum í bland við öflugan eikarkeim. BBDDXX

R 01233 Fontana Candida Frascati 750 ml 12% 9902002 Frascati: Fölgrænt. þurrt, létt og snarpt með léttum

ávaxtakeim. AABBIIXX

LoireHvítu vínin frá Loire dalnum eru eftirsótt út um allanheim. Þekktust eru muscadet vínin Muscadet de Sévreet Maine ásamt, sauvignon blanc vínunum frá Sancerreog Pouilly Fumé.

Sauvignon blancEinhver virtustu og öflugustu hvítvín veraldar eru fram-leidd í hreppunum Sancerre og Pouilly Fumé í Loiredalnum. Þessi vín eru ákaflega bragðmikil og einkenn-ast gjarnan af grösugum steinefnakenndum ávexti ogsítrustónum.

Emilia RomagnaÁ þessu svæði er rík hefð fyrir framleiðslu á ódýrumhversdagsvínum, enda um að ræða heimavöllLambrusco.

LazioFrá þessu héraði kemur hið fræga vín Frascati. Það áfrægð sína að þakka nálægðinni við höfuðborgina Róm,en ekki gæðum vínsins. Þetta er blanda af Malvasia ogTrebbiano þrúgunum og er oftast létt og ferskt vín.

Ítalir eru mun þekktari fyrir framleiðslu sína á rauðumvínum heldur en hvítum. Þó hefur átt sér stað ákveðinbylting í framleiðslu á hvítvínum á undanförnum árum.Helstu svæðin eru, Trentino Alto – Adige, Friuli –Venezia Giulia og Veneto.

TrebbianoÁ sínum tíma var þetta aðal hvítvínsþrúga Ítalíu. Gallinnvið hana var bara sá að vínin vildu vera römm ogsýrurík. Með nútíma tækni hefur þetta lagast mjög.

Pinot GrigioÞetta er þrúga sem rekur uppruna sinn til Alsace íFrakklandi, þar sem hún nefnist tokay pinot gris . ÁÍtalíu hafa sífellt fleiri framleiðendur verið að hefja fram-leiðslu úr þrúgunni með sífellt betri árangri.

BlöndurBlöndur hvítra borðvína eru margskonar. Mikið er um aðnotaðar séu saman hefðbundnar ítalskar þrúgur eins ogtrebbiano og svo hinar klassísku, en algengastar í þeimflokki eru pinot gris og chardonnay

Ítalía

H V Í T V Í N

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:41 Page 58

Page 59: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

59

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Verð í vöruskrá gilda út september 2005

04661 Casal di Serra Verdicchio dei Castelli di Jesi 750 ml 14% 1.4302002 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, milt með fínlegum keim.BBCCDDXX

�R 09708 Plenio Verdicchio dei Castelli di Jesi 750 ml 13,5% 1.6902001 Sítrónugult. Mjúk meðalfylling, ferskt með sætuvotti,

suðrænum ávaxtakeim og léttri eikarremmu. AACCDDXX

R 07780 Tormaresca Chardonnay 750 ml 12,5% 1.1902003 Ljóssítrónugult, meðalfylling, mjúkt, þurrt, með mildumperukeim og nokkurri eik. CCDDXX

R 09561 Chiaramonte Catarratto 750 ml 13% 1.3902003 Ljósanansgult. Meðalfylling, þétt, þurrt og sýruríkt með grösugum ávexti. Höfugt. BBCCXX

�R 03001 Era Inzolia 750 ml 12,5% 1.0902004 Ljósgult. Létt, þurrt og ferskt með blómlegum sápu- og anískeim. AACCXX

R 05458 Kylix Bianco 750 ml 12% 900Fölsítrónugult. Tæp meðalfylling, þurrt, ferskt, með léttum

grösugum keim. CCXX

R 09189 Nozze d’Oro 750 ml 13% 1.6702002 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt með eikar- og ávaxtakeim.BBCCDDXX

R 07666 Planeta Chardonnay 750 ml 14,5% 2.5902002 Grængullið. Góð mjúk fylling, þurrt og ferskt, með miklum eikarkeim og grösugum og blómlegum ávexti. Snarpt eftirbragð. DDXX

04707 Planeta La Segreta Bianco 750 ml 13% 1.2902003 Gult. Ilmríkt, bragðmikið og mjúkt með hnetu og ferskjukeim. CCDDXX

R 09186 Regaleali 750 ml 12% 1.2902003 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt. AACCIIXX

02510 Banfi Le Rime Chardonnay & Pinot Grigo 750 ml 12,5% 1.2402003 Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt og snarpt með viðkvæmum ávaxtakeim. AABBCCIIXX

R 09600 Fontodi Vinsanto Del Chianti Classico 375 ml 14% 3.0501997 Kopargullið. þung og mikil fylling, dísætt, ferskt með

rúsínu-, hunangs- og blómlegum tunnutónum. NNYY

00361 Villa Antinori 750 ml 12,5% 1.0902004 Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með grösugum sítruskeim. AABBIIXX

R 09511 Vin Santo Sommavite 500 ml 16% 990Ljósbrúngullið. Góð fylling, hálfsætt og milt með karamellu

og hnetukeim. AANNYY

R 06953 Anger Pinot Grigio 750 ml 13,5% 1.7902003 Sudtiroler-Alto Adige: Fölt. Frekar létt, þurrt og fínlegt. AABBCCXX

R 06925 Lahn Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1.7902003 Sudtiroler-Alto Adige: Fölt. þurrt, ferskt og frekar létt með grösugum ávaxtakeim. AACCIIXX

06021 Mezzacorona Trentino Chardonnay 750 ml 12,5% 9902002 Ljósgulgrænt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með ávaxtakeim. AABBCCOOXX

R 07238 Sanct Valentin Gewurztraminer 750 ml 14% 2.6902002 Sudtiroler-Alto Adige: Ljósgult. þungur keimur, höfugt með nokkurri remmu og sítruskeim. AAKKXX

R 06991 Sanct Valentin Sauvignon 750 ml 13,5% 2.6902002 Sudtiroler-Alto Adige: Ljósgult. Meðalfylling, ferskt og ávaxtaríkt með margslungnum kryddkeim. BBCCDDIIXX

08953 Tommasi La Rosse Pinot Grigio 750 ml 12% 1.2902003 Valdadige: Fölgult. Ilmríkt og fínlegt. Frekar létt, þurrt með fínlegum ávexti. AABBCCXX

�R 09674 Falesco Vitiano 750 ml 13% 1.3902004 Ljósstrágult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með sítrus, ananas og perubrjóstsykurskeim. AABBCCXX

R 06495 Biso Chardonnay 750 ml 11% 1.2002003 Fölgrænt. Létt og þurrt með léttum ávexti. AACCIIXX

R 06621 Biso Il Vino del Lunedí Pinot Grigio 750 ml 11% 1.2602003 Ljósgult. Létt og þurrt. CCXX

R 07227 Moletto Chardonnay 750 ml 13% 1.4102003 Lison-Pramaggiore: Fölgult. Frekar létt, þurrt með mildueika- og ávaxtabragði. AACCIIXX

R 03157 Moletto Pinot Bianco 750 ml 13% 1.4102003 Lison-Pramaggiore: Ljósgult. Meðalfylling, þurrt með

grösugum ávexti. CCIIXX

R 03125 Moletto Pinot Grigio 750 ml 13% 1.4502003 Piave: Fölgult. Meðalfylling, þurrt með ávaxtakeim.AACCXX

R 03116 Moletto Sauvignon 750 ml 12% 1.3702003 Ljósgult. Frekar létt, ferskt og grösugt. AACCIIXX

R 03099 Moletto Tocai Italico 750 ml 13,5% 1.4502003 Lison-Pramaggiore: Ljósgult. Meðalfylling, höfugt og mjúkt með léttkrydduðum keim. DDKKXX

MarcheFrægasta afurð héraðsins í hvítum vínum er hiðsvokallaða Verdicchio. Helstu einkenni þeirra, er léttursítruskenndur ávöxtur með smá möndlukeim.

Trentino – Alto – AdigeHvítu vín héraðsins eru mörg gerð úr hinum klassískuþrúgutegundum eins og riesling, pinot gris, sauvignonblanc, gewürztraminer og chardonnay. Þessi vín erualmennt talin meðal bestu hvítra vína Ítalíu.

PugliaÞetta svæði hefur undanfarna áratugi verið að vinna sérsess sem eitt af öflugri vínræktarhéruðum. Nú eru fram-leiðendur á svæðinu að þróa sig áfram með ræktun áklassískum þrúgutegundum eins og chardonnay.

SikileySikiley er vettvangur gríðarlegra framfara í víngerð.Þaðan hafa komið nýtískulega framleidd vín í mjög háumgæðaflokki, bæði gerð úr gömlum rótgrónumþrúgutegundum, sem og klassískum tegundum.

UmbriaUmbria hefur á síðustu áratugum verið að stimpla sig innsem eitt af öflugu vínræktarhéruðum Ítalíu. Frægvíngerðarhús úr nágrannahéraðinu Toscana hafa verið aðkaupa land til víngerðar og aukið gæði héraðsins.

VenetoVeneto er eitt af hinum virtu framleiðslusvæðum Ítalíu.Frægust eru þó örugglega vínin frá Soave. Einnig erhéraðið frægt fyrir Recioto sætvínin, sem framleidd erubæði hvít og rauð.

ToscanaToscana héraðið er þekktast fyrir rauðvínsframleiðslu, enþar er einnig að finna þónokkra hvítvínsframleiðslu.Mest áberandi er framleiðsla á hvítvíni gert úr pinot grigio og klassísku tegundinni chardonnay.

H V Í T V Í N

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:41 Page 59

Page 60: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

60

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

�R 09742 Pasqua Soave 1.500 ml 11,5% 1.5502004 Fölgult. Létt, þurrt með milda sýru og mildan óþroskaðan ávöxt. AACCOOXX

�R 02516 Placido Primavera Trebbiano 1.500 ml 11,5% 1.990Fölgulur. Tæp meðalfylling, þurrt, ferskt með léttgrösugumávaxtakeim. AACCIIXX

R 06842 Stival Chardonnay 750 ml 11% 1.2002003 Ljósgult. Létt, þurrt og einfalt. CCXX

R 06843 Stival Pinot Grigio 750 ml 11% 1.2302003 Ljósgult. Létt, þurrt með léttum ávaxtakeim. AACCIIXX

R 09364 Bolla Recioto Di Soave Classico 500 ml 13% 2.5502001 Gullið. Meðalfylling, sætt, ferskt og fínlegt. Keimur af hunangi, ávöxtum og kakói. Langt. NNXX

07394 Masi Soave Levarie 750 ml 12% 1.0502003 Soave Classico: Fölgrænt. Létt, þurrt og ferskt með

daufum ávexti og steinefnakeim. CCXX

R 02525 Sartori Soave Classico 750 ml 12% 1.1902003 Soave Classico: Ljósgult. Frekarl létt, þurrt með fínlegum ávaxtakeim. AABBCCXX

R 09192 Tenuta Sant’Antonio Soave 750 ml 12,5% 1.1702003 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með léttum ávexti. AABBCCXX

02403 Tommasi Soave Le Volpare 750 ml 12% 1.1902002 Soave Classico: Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með léttum en mjúkum ávaxtakeim. AABBCCXX

R 09012 Jackson-Triggs Cabernet Franc Icewine 375 ml 10% 6.2902002 Niagara Peninsula: Fölrautt. Sætt og ferskt með fínlega krydduðum jarðaberjakeim. NNYY

R 09620 Pelee Island Blanc de Blanc 750 ml 12% 1.3202003 Fölgænt. Frekar létt, þurrt og sýruríkt, með sítruskeim, steinefna- og hveratónum. AABBCCXX

R 09551 Pelee Island Eco Trail 750 ml 12,5% 1.2002002 Fölstrágult. Létt, hálfþurrt, ferskt með sætkenndum suðrænum ávexti. CCXX

�R 09693 Oyster Bay Chardonnay 750 ml 13,5% 1.5902003 Ljósgrængult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með mildri eik og hreinum sítrus, ananas og smjörkenndri vanillu. BBCCDDXX

�R 02659 Montana Marlborough Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 1.3902002 Ljósgrængullið. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með laufkenndan rifs-, sólberja- og asparskeim. AABBCCXX

�R 09692 Oyster Bay Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 1.5902004 Ljósgulgrænt. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt, með hreinum grösugum sólberjalaufskeim og sætum sítrónu og jarðartónum. AABBCCIIXX

R 05621 Wairau River Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1.5702002 Ljósgrænt. Meðalfylling, ferskt og sýruríkt, með grösugum ávaxtakeim. AABBCCXX

R 06626 Blanc Pescador 750 ml 11,5% 970Fölgult. Létt, þurrt, ferskt og snarpt. AABBCCXX

03030 Bodegas Alberto Gutierrez kassavín 5.000 ml 12,5% 4.890Ljósgult. Miðlungs fylling, þurrt, ferskt með þroskaðan

ávöxt og möndlukeim. AAXX

R 09151 Don Aurelio Macabeo 750 ml 12% 1.1902003 Valdepenas: Fölgult. Létt og þurrt með léttum aldinkeim. CCIIXX

R 09850 Los Llanos Valdepenas Blanco 750 ml 11,5% 7902003 Valdepenas: Fölgult. Létt, þurrt og ferskt með daufum hnetukeim. CCIIXX

R 09661 Maximo Sauvignon blanc 750 ml 12,5% 9902004 Strágult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með létt

grösugum ávaxtakeim. CCIIXX

R 09158 Santana Viura 750 ml 11,5% 8902000 Gult. þurrt með meðalfyllingu. Rabarbara- og olíukeimur.CCXX

Veneto – SoaveÞessi hvítu vín eru einhver best þekktu hvítvín Ítalíu.Það er þrúgan garganega sem er aðal uppistaðan í þess-um vínum. Síðustu ár hefur ræktun á klassískumþrúgutegundum verið umtalsverð, mest þó chardonnay.

Nýja – Sjáland er í dag búið að vinna sér sess á heims-markaði sem hágæða framleiðandi borðvína.Sérstaklega á þetta þó við um hvítvín. Bestum árangriog mestri athyggli hafa þeir náð með þrúgunni sau-vignon blanc.

Chardonnay

Hvítvínsframleiðsla í Kanada er þónokkur. Helst hafaþað verið hvít freyðivín og sæt eftirréttavín, svokallaðIcewine, sem sést hafa á alþjóðlegum markaði.

OntarioÞað er á þessu svæði þar sem mest af framleiðslunni ásæta hvítvíninu, Icewine, fer fram. Einnig er verið aðgera tilraunir með klassískar tegundir eins og Rieslingog chardonnay.

Frægð spánskra vína byggist á rauðu vínunum ogSérríinu. Það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem þaðhefur verið að breytast. Besti árangurinn hefur náðst íPenedés, Rias-Baixas og Somontano.

Castilla La ManchaÞetta svæði er stærst í framleiðslu á ódýrum hvers-dagsvínum á spáni. Þaðan koma gjarnan ódýr flösku-og kassavín.

Kanada

Spánn

Nýja Sjáland

Sauvignon Blanc

H V Í T V Í N

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:41 Page 60

Page 61: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

61

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Verð í vöruskrá gilda út september 2005

03044 Pucela Viura Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 8902002 Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt og ferskt. AABBCCXX

R 05835 Conde de Caralt Blanc De Blancs 750 ml 11,5% 690Ljóssítrónugult. Tæp meðalfylling, þurrt, ferskt með

grösugan og jarðkenndum ávöxt. Nokkur stemma. BBCCXX

�R 03501 De Muller Chardonnay 750 ml 12,5% 1.3902002 Ljósgullið. Góð fylling, þurrt, ferskt með smjörkenndum ávexti og ristuðum eikartónum. DDJJXX

R 09460 Nerola Xarello Garnacha 750 ml 12,5% 1.2902002 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt, mjúkt með frísklegum ávexti og eikarkeim. BBCCXX

07759 Nuviana Chardonnay 750 ml 12,5% 9902004 Fölgrænt. Létt, þurrt, ferskt með frískri sítrónu og suðrænum ávaxtatónum og léttum berjakeim. AACCIIXX

07053 Rene Barbier kassavín 3.000 ml 11,5% 2.890Penedes: Fölgrænt. Létt og þurrt með ferskri sýru og

léttum ávaxtakeim. AABBCCXX

�R 02212 Torres Fransola 750 ml 12,5% 1.7902003 Penedes: Ljósgullið. Meðalfylling, þurrt og ferskt með margslunginn suðrænan ávöxt og blómlegan eikar- og dillkeim. AABBCCDDXX

00348 Torres Gran Vina Sol Chardonnay 750 ml 13% 1.2902004 Penedes: Ljósgult. Mjúk meðalfylling, þurrt, ferskt meðsmjörkennda eik og suðræna ávexti. AABBCCDDXX

00346 Torres San Valentin 375 ml 10,5% 5602004 Fölgult. Létt fylling, hálfþurrt, milt með fínlegan epla og sítruskeim . AAOOXX

00349 Torres Vina Esmeralda 750 ml 11% 1.1902004 Penedes: Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferst með blómlegan sítrus og múskatkeim. AABBKKXX

R 05904 Torres Vina Sol 187 ml 11,5% 2932003 Penedes: Fölgrænt, þurrt, létt og ferskt með ávaxtakeim. AABBCCIIXX

06848 Torres Vina Sol 750 ml 11,5% 9902003 Penedes: Ljósstrágult. Létt, þurrt með góða sýru og frískan grösugan ávöxt. AACCIIXX

R 09549 Vallformosa Claudia Parellada Muscat 750 ml 11,5% 1.1602003 Ljóssítrónugult. Létt, þurrt með milda sýru og blómlegan hunangs- og melónukeim. AAKKXX

09088 Gran Feudo Chardonnay 750 ml 12,5% 1.0902003 Ljóssítrónugult. Tæp meðalfylling, þurrt og ferskt með léttum ávexti og hnetutónum. BBCCIIXX

R 09669 Conde De Valdemar Barrica 750 ml 13% 1.3502002 Ananasgult. Góð fylling, þurrt og snarpt með vanillu- og eikarkeim og margslungnum krydd-, epla- og rabarbaratónum. AACCDDYY

06032 El Coto Rioja 750 ml 12% 8902004 Ljósgulgrænt. Létt, þurrt, ferskt með léttum, súrum ávexti. AAIIXX

00351 Montecillo 750 ml 12,5% 8902004 Strágult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með grösugum jarðartónum. AACCDDXX

R 07831 Satinela Semi-Dulce 750 ml 12% 1.0902003 Ljósgult. Meðalfylling, með sætum ávaxtakeim. AAKKOOXX

R 08463 Valdemar Esencia 750 ml 12% 8902003 Ljósstrágult. Meðalfylling, þurrt og snarpt með ferskum og grösugum eplakeim og léttum rabarbaratónum. AACCIIXX

07799 Bon Courage Chardonnay 750 ml 12,5% 9902002 Robertson: Gult. Kröftugt, þurrt, með ávaxta og eikarkeim. BBCCDDXX

06415 Drostdy-Hof Chardonnay 750 ml 12,5% 9902003 Ljósgult. Létt fylling, þurrt og sýruríkt með mildri eik, grösugum blómleika og smjörtónuðu eftirbragði. AABBCCXX

06317 Fleur du Cap Chardonnay 750 ml 13,5% 1.1902003 Coastal Region: Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með afgerandi eikarkeim og fínlegan ávöxt. CCDDXX

03405 Long Mountain Chardonnay 750 ml 13,5% 1.0902004 Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með grösugum sítrustón. AACCXX

00355 Nederburg Chardonnay 750 ml 13,5% 1.0902002 Ljósgult. Bragðmikið, ferskt, eikað með mjúku ávaxtabragði. DDFFYY

07608 Robertson Winery Chardonnay kassavín 3.000 ml 13% 3.4902004 Ljósgrængult. Tæp meðalfylling, þurrt, sýruríkt með

léttum ávexti og blómlegum keim. AACCXX

R 05761 Rocco Bay Chardonnay 750 ml 14% 1.2802003 Ljósgult. Meðalfylling, höfugt með mildum ávexti og

ristaðri eik. AACCXX

05122 Tabiso Chardonnay kassavín 3.000 ml 14,5% 3.5902004 Ljósstrágult. Meðalfylling, höfugt og þurrt með ferskri ávaxtasýru. IIXX

R 06412 Two Oceans Chardonnay 750 ml 13,5% 9502002 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með grösugum sítruskeim . BBDDJJMMXX

R 08548 Zonnebloem Chardonnay 750 ml 14% 1.1902002 Stellenbosch

Castilla y LeonSvæðið er þekkt fyrir frábær rauðvín, en er einnig aðbæta í magn og gæði í framleiðslu hvítra vína.

KatalóníaÞetta er það svæði sem hefur framleitt mest af hvítu víni.Aðal framleiðslan hefur verið bundin við freyðivín, eneinnig hefur Torres fyrirtækið vakið athygli á héraðinumeð framleiðslu á hágæða hvítvínum.

RiojaÍ héraðinu hefur Viura þrúgan verið alsráðandi í hvítuvínunum. Þessi vín eru af klassíska gamla skólanummeð sítruskenndan nokkuð þungan og eilítið rammanávöxt.

Borðvín frá Suður Afríku verða sífellt meira áberandi áheimsmarkaði og þá hvítvín ekki síður en rauðvín.Eftirtektarverðast í hvítum vínum eru vín úr þrúgunnichenin blanc.

ChardonnayÞessi klassíska þrúgutegund er áberandi í hvítumvínum Suður Afríku. Vínin eru þekkt fyrir ákveðinnferskleika og góðan ávöxt.

Suður Afríka

H V Í T V Í N

NavarraLikt og nágrannahéraðið Rioja hefur Navarra verið þekkt-ara fyrir framleiðslu rauðra borðvína. Í héraðinu er veriðað gera tilraunir með klassískar þrúgutegundir í hvítvíns-framleiðslu.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 61

Page 62: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

62

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

R 09546 Cape Spring Chenin Blanc 750 ml 12,5% 1.0702004 Fölgrænt. Létt, þurrt, ferskt og ilmríkt með blómailmi. AACCXX

04860 Drostdy-Hof Steen kassavín 3.000 ml 12,5% 3.0902003 Fölgrænt. Hálfþurrt. AABBCCIIOOXX

05870 Stowells Chenin Blanc kassavín 3.000 ml 13% 3.390Meðalfylling, þurrt, mjúkt með melónu- og perukeim.BBCCXX

07757 Bon Courage Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1.0902002 Robertson: Fölgult. Milt, frískt með léttum rifs- og mintukeim. AABBCCIIXX

R 09353 Eikendal Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1.3602003 Stellenbosch: Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt og snarpt

með ferskum grösugum ávexti. AACCIIXX

R 06728 Klein Constantia Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 1.3902003 Ljósgulgrænt. Góð fylling, þurrt og sýruríkt með ananas og litsíkeim og áberandi grænjaxlatónum. AABBCCIIXX

R 09512 Robertson Retreat Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1.6902004 Robertson: Fölgulgrænt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með grösugum ávexti og grænum berjakeim. AABBCCIIXX

05236 Two Oceans Sauvignon Blanc kassavín 3.000 ml 11% 3.0902003 Fölgult. Frekar létt, þurrt og ferskt með grösugum ávexti. AABBCCXX

06413 Two Oceans Sauvignon Blanc 750 ml 12% 8902004 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með grösugum sítruskeim. AABBCCIIXX

R 05766 Arniston Bay Chenin Blanc Chardonnay 750 ml 13,5% 1.1902003 Ljósgult. Ilmríkt. Bragðmikið, með mjúkum og grösugum ávexti. BBCCXX

R 09352 Eikendal Verdi Sauvignon Blanc Chardonnay 750 ml 13% 1.2802003 Stellenbosch: Ljósgulgrænt. þurrt, frekar bragðmikið, sýruríkt með fínlegum grösugum ávaxta- og hnetukeim.AACCDDIIXX

R 09344 Goiya Chardonnay Sauvignon Blanckassavín 3.000 ml 13% 3.190Ljósgrágult. þurrt, meðalfylling með daufum ávexti.

CCDDIIXX

R 09345 Namaqua Dry White kassavín 3.000 ml 13% 3.190Fölstrágult. þurrt, létt og höfugt með ávaxtailm.

CCDDIIXX

05868 Pearly Bay Dry White kassavín 3.000 ml 12,5% 2.990Ljósgulgrænt. Tæp meðalfylling, þurrt, ferskt með

blómlegum ávaxta og sítruskeim. AABBOOXX

04489 Robert’s Rock Chenin Blanc Chardonnay 750 ml 13% 9902004 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með ferskan sítrus og perukeim. AABBCCIIXX

R 05738 Rocco Bay Chardonnay Chenin Blanc 750 ml 13,5% 1.1902003 Ljósgult. Bragðmikið, með ferskum, grösugum ávexti. AABBCCXX

R 08926 Tribal African White kassavín 3.000 ml 12,5% 3.290Fölgrænt. Frekar létt og þurrt, með daufum ávaxta- og hnetukeim. AABBXX

R 08335 Hétszóló Tokaji Furmint 750 ml 14% 1.2602002 Fölgult. Tæp meðalfylling, hálf þurrt, ferskt með vaxkendum mjólkur-, hunangs og jarðarkeim. AAXX

S 09347 1999 Oremus Tokaji Aszú 5 Puttonyos 500 ml 11,5% 3.2601999 Gullið. Sætt og ferskt með mjúka og þétta fyllingu.

Vanilla og blómlegur ávöxtur með vaxkenndum tón. NNYY

R 07801 Chateau Dereszla Tokaji Aszu 5 Puttonyos 500 ml 12,5% 2.1301997 þungt, sætt og sýruríkt, með kandís- og hnetukeim.NNYY

03059 Deinhard Pinot Gris 750 ml 13% 9502002 Fölgult. Frekar létt, þurrt með léttum ávaxtakeim.CCIIXX

07836 Ars Vitis Riesling 750 ml 8,5% 1.1902004 Fölgult. Meðalfylling, hálfþurrt, ferskt með grösugan epla og sítruskeim. AADDOOXX

03872 Dr. Loosen Riesling 750 ml 8,5% 8902002 Fölgult. Létt, hálfsætt með ferskum ávaxtakeim.AAKKOOYY

00311 Ellerer Engelströpfchen 750 ml 9,5% 8902001 Ljósgrængult. Létt, hálfsætt með ferskum ávexti.AAKKOOXX

08098 Green Gold kassavín 3.000 ml 9% 2.990Fölgrænt. Létt, hálfsætt, með grösugum ávaxta- og kryddkeim. AAOOXX

R 00312 Landenberg Graacher Himmelreich Riesling Spätlese 750 ml 8,5% 1.1902002 Fölgulgrænt, frekar létt, hálfsætt, ferskt, með léttum

sítrus, epla og blómakeim. KKOOYY

06619 Mosel Gold Riesling kassavín 3.000 ml 8,5% 2.8902002 Fölgrænt. Hálfsætt, létt. KKOOXX

�R 07492 Moselland Amphorum Elbling 750 ml 11% 1.0902004 Fölgult. létt perlandi. Létt fylling, þurrt með sætuvott, ferskt með léttleikandi grösugum ávaxtakeim. AABBOOXX

R 09676 Moselland Amphorum Riesling 750 ml 12% 1.1402003 Fölgrænt. Meðalfylling, hálfsætt, milt með blómlegum sápukeim. KKOOXX

04854 Moselland Avantgarde Riesling Lieblich 750 ml 9,5% 1.2902002 Fölgult. Létt, hálfsætt, ferskt með eplakeim. AAOOXX

07487 Moselland Riesling Kabinett kassavín 3.000 ml 8% 2.6902002 Fölgrænt. Létt, hálfsætt, með krydduðum ávexti.AAKKOOXX

Chenin BlancÞrúgan er mikið notuð í hvítvínsgerð í Suður Afríku. Vínineinkennast af samspili af ferskum sítrusávexi og ljúfumblómailimi.

Sauvignon BlancFerskur sítrusávöxtur er einkennandi fyrir sauvignonblanc vín Suður Afríku.

Frægustu hvítvín landsins eru á nokkurs vafa sætvíninsem kennd eru við héraðið Tokaji.

BlöndurLíkt og annarsstaðar í Nýja-Heiminum, blandavíngerðarmenn þrúgutegundum saman, algerlega eftireigin höfði. Þessar blöndur geta verið þvert á viðteknarvenjur Gamla-Heimsins.

Ungverjaland

Þýsk vínframleiðsla hefur í gegnum aldirnar risið hæst íhvítum vínum gerðum úr þrúgunni riesling. Þessi vín eruþekkt fyrir ávaxtabragðið, ferska sýruna og allt frá eilítillisætu upp í að vera dísæt.

RieslingÞessi þrúgutegund er ein sú allra besta til hvítvíns-gerðar. Hátt sýrustig hennar gerir það að verkum að sætvín úr henni virka mjög fersk.

Þýskaland

H V Í T V Í N

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 62

Page 63: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

63

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

H V Í T V Í N / R O Ð A V Í N / R Ó S A V Í N

Verð í vöruskrá gilda út september 2005

Pfalz

�R 09789 Devil’s Rock Riesling kassavín 3.000 ml 12,5% 3.290Fölgulgrænt. Frekar létt, þurrt og sýruríkt með frískum ávexti, peru, melónu, ananas og sítrónu. AABBCCIIXX

�R 09788 Devil’s Rock Riesling 750 ml 12% 8902004 Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt og sýruríkt með ávaxta- og steinefnakeim og ferskum sítrónu- og eplatónum.AABBCCIIYY

R 09462 Lingenfelder Riesling 750 ml 13% 2.6302002 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með fínlegum og margslungnum ávexti. AABBCCYY

R 09459 Lingenfelder Scheurebe 750 ml 13,5% 2.4002003 Ljósgult. Höfugt, þurrt með grösugum keim. DDXX

�R 09770 Palts Riesling 750 ml 13% 1.2902004 Ljósgullið. Meðalfylling, þurrt, ferskt með létt blómlegum steinefna og ávaxtakeim. BBCCIIOOXX

�R 09769 Palts Rivaner 750 ml 13% 1.2802004 Fölgult. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt, með léttum ávaxtakeim. BBCCIIOOXX

�R 09771 Palts Weissburgunder 750 ml 12% 1.2902004 Fölgult. Frekar létt, þurrt, sýruríkt með léttum ávexti. BBCCIIOOXX

ReingauR 05392 Domdechant Werner Hochheim Riesling Classic 750 ml 12% 1.490

2002 Ljósgult. Frekar létt, hálfþurrt og ferskt með grösugum ávaxtakeim. AAOOXX

00334 Frankhof Hochheimer Daubhaus Riesling Kabinett 750 ml 10% 8902002 Fölgrænt. Létt, hálfsætt, ferskt. AAOOXX

Reinhessen

�R 09787 Devil’s Rock Pinot Grigio 750 ml 12,5% 9402004 Ljósgult. Frekar létt, þurrt, ferskt með fínlegum ávaxta- og kartöflukeim. AABBCCXX

05869 Guntrum Riesling kassavín 3.000 ml 8,5% 2.590Fölgult. Frekar létt, hálfsætt. AADDKKXX

00414 Guntrum Riesling Royal Blue 750 ml 9,5% 7902002 Fölgrænt. Létt, hálfsætt. KKOOXX

R 09515 Oppenheimer Krötenbrunnen Kabinett 750 ml 9% 6902003 Ljóssítrónugult. Tæp meðalfylling, mjúkt, hálfsætt og

ferskt. AAKKXX

R 09516 Rheinhessen Eiswein 375 ml 8,5% 1.6902003 Ljóssítrónugult. þétt fylling, sætt og ferskt með lychee-, peru- og melónukeim. NNXX

R 09455 Sander Riesling 750 ml 12,5% 2.1102003 Ljósgulgrænt. Meðaflylling, þurrt, ferskt og snarpt með fínlegum ávaxtakeim. AABBCCYY

R 09458 Sander Riesling Spätlese 750 ml 12% 2.2402003 Fölgrænt. Frekar létt, sætt og ferskt með þéttum ávaxtakeim. NNYY

R 09457 Sander Sauvignon Blanc 750 ml 14% 2.3702003 Ljósgulur. Höfugt, þurrt með grösugum ávexti. CCDDXX

R 09456 Sander Weissburgunder 750 ml 14,5% 2.2402003 Ljósgrængult. Höfugt, þurrt með léttum ávexti. DDYY

�R 09760 Beringer Stone Cellars Zinfandel Blush 750 ml 11% 1.0902003 Bandaríkin: Laxableikt. Létt, hálfsætt og milt með saftkenndum hýðis og berjakeim og mjólkursoðnum möndlutónum. KKOOXX

06707 Carlo Rossi California Rose 1.500 ml 9,5% 1.190Bandaríkin: Ferskjubleikur. Tæp meðalfylling, hálfsætt, ferskt

með mjúkum suðrænum ávexti og karamellukeim. AAOOXX

06706 Carlo Rossi California Rose 750 ml 9,5% 740Bandaríkin: Ljósgulbleikt. Hálfsætt, með léttum ávaxtakeim. OO

08723 Cypress White Zinfandel 750 ml 10,5% 9902002 Bandaríkin: Ljósbleikt. Hálfsætt með ávaxta og brjóstsykurskeim. OO

06402 Delicato White Zinfandel 750 ml 10% 990Bandaríkin: Följarðarberjarautt. Létt fylling, hálfsætt, með

saftkenndum ávaxtakeim. AAKKOOXX

06970 Riunite Blush Bianco 1.500 ml 7% 1.290Ítalía: Ljósbleikt. Hálfsætt, snarpt og léttfreyðandi. OO

00470 Riunite Blush Bianco 750 ml 7% 740Ítalía: Ljósgulbleikt. Hálfsætt, snarpt og léttfreyðandi með

blómlegum ilmi. OO

R 09436 Barton & Guestier Cabernet Sauvignon Rosé 750 ml 12,5% 9902003 Frakkland: Ljósryðrautt. þurrt og höfugt með nokkurri remmu í eftirbragði. MMXX

�R 09754 Domaine Tempier Bandol 750 ml 13,5% 2.1902004 Frakkland: Laxableikt. Meðalfylling, þurrt með milda

sýru og fínlegan berjakeim og höfugt eftirbragð. AACCDDXX

R 09517 Eagle Ridge Zinfandel Rose 750 ml 10% 8902003 Bandaríkin: Fölryðbleikt. Létt, hálfsætt, með milda sýru og sultuðum kirsuberjum og risalamand. AAOOXX

09621 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley White Grenache kassavín 3.000 ml 10% 2.8902004 Bandaríkin: Laxableikt. Létt, hálfsætt milt með léttum og frískum ávaxtatónum. KKOOXX

R 09089 Gran Feudo Rosé 750 ml 13% 1.0902003 Spánn: Ljósrautt. Frekar létt, ferskt og berjaríkt bragð. AACCDDIIXX

R 05506 J.P. Chenet Cinsault Grenache 250 ml 12% 4332003 Frakkland: Fölryðrautt. Frekar létt og þurrt. IIXX

00444 Jean-Claude Pepin Rosé kassavín 3.000 ml 11,5% 2.980Frakkland: Fölryðrautt. Létt og þurrt, með mildum

ávexti. AAXX

R 09632 Jeanjean Syrah Rosé 750 ml 12% 9902003 Frakkland: Jarðarberjarautt. Létt, þurrt með sætuvotti og milda sýru og léttan ávöxt. CCDDIIMMXX

00456 Mateus 1.500 ml 11% 1.690Portúgal: Létt, hálfþurrt, milt. IIXX

00454 Mateus 750 ml 11% 990Portúgal: Létt, hálfþurrt, milt. IIXX

ROÐAVÍN

Þessi vín eru gerð úr rauðum berjum sem skila bleiklit-uðum safa þegar berin eru pressuð vegna litarefna úrhýði berjanna sem berast í safann. Dekkri blush víneru síðan gerð með því að láta hýði og safa liggja samaní einhverjar klukkustundir.

RÓSAVÍN

Algengast er að þessi vín séu blanda af fullgerjuðumhvítum og rauðum vínum. Einnig geta þessi vín veriðgerð með því að hafa hýði rauðra berja í skamman tíma ísnertingu við safa berjanna.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 63

Page 64: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

64

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

�R 09713 Pujol Cotes Catalanes 750 ml 12,5% 1.2402003 Frakkland: Fölryðrautt. Létt fylling, þurrt og ferskt með léttum ávexti og karamellukeim. CCDDOOXX

07051 Rene Barbier Rosado kassavín 3.000 ml 12% 3.090Spánn: Ljósjarðarberjarautt. Frekar létt, þurrt og ferskt

með berjaruða og eplatónar.

R 07165 Burti La Rose Célébration Dolce 750 ml 9,5% 950Ítalía: Fölgult. Létt, allsætt, með léttum ávexti. NNOOXX

00510 Henkell Trocken 750 ml 11,5% 990Þýskaland: Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með grösugan eplakeim og fínlega eikartóna. AAOOXX

R 07605 J.P. Chenet Brut 750 ml 11% 1.070Frakkland: Fölgrænt. Létt og þurrt með frísku bragði.AACCOOXX

R 09082 J.P. Chenet Brut 200 ml 11% 372Frakkland: Fölgrænt. Létt og þurrt með frísku bragði.

AACCOOXX

R 07604 J.P. Chenet Medium Dry 750 ml 11% 1.070Frakkland: Fölgult. Létt, hálfsætt með smjörkenndu ávaxtabragði. AAKKOOXX

R 09081 J.P. Chenet Medium Dry 200 ml 11% 372Frakkland: Ljósgult. Hálfsætt, létt með smjörkenndu bragði.

AAKKOOXX

04037 Jacob’s Creek Chardonnay Pinot Noir Brut 750 ml 11,5% 1.130¡stralÌa: Fölgrænt. Frekar létt, ferskt, með fínlegum ávexti og

léttristuðum tónum. AABBCCDDYY

R 09314 Lambrusco 1915 750 ml 9% 890Ítalía: Dökkfjólublátt, létt, freyðandi, hálfsætt með berjakeim. AADDJJXX

00538 Maschio Prosecco di Coneglioni 750 ml 11% 1.090Ítalía: Daufgrængult. Tæp meðalfylling, þurrt, ferskt með

frísklegan sítrus og ljósan ávaxtakeim. AAOOXX

R 07909 Moletto Brut 750 ml 13% 1.9802001 Ítalía: Ljósgult. Meðalfylling, þurrt með ristuðum eikarkeim. CCDDXX

R 06231 Moletto Demi-Sec 750 ml 13% 1.980Ítalía: Fölgult. Hálfsætt. Meðalfylling með beiskum eftirtónum. KKNNXX

R 05656 Petalo Il Vino dell’Amore 750 ml 6,5% 900Ítalía: Fölgrænt. Létt og sætt með blómlegum þrúgukeim.

AANNOO

R 09341 Ronar Seco 750 ml 11,5% 880Spánn: Fölgult. Létt og ferskt, hálfþurrt með feitum

ávexti. AABBCCDDXX

00526 Santero Moscato Spumante 750 ml 6,5% 570Ítalía: Fölgrænt. Létt, sætt og milt með daufum ávexti.

R 08585 Sergio 750 ml 11% 1.390Ítalía: Fölgrænt. Frekar létt, hálfþurrt og ferskt með fínlegum

ávexti. AAOOXX

R 05043 Tosti Moscato 750 ml 6,5% 760Ítalía: Fölgult. Sætt, létt og blómlegt. AAXX

R 05151 Tosti Prosecco 750 ml 11,5% 1.190Ítalía: Fölgrænt. þurrt, létt og fínlegt. AACCXX

�R 00493 Kriter Demi Sec 750 ml 11,5% 1.290Fölgult. Góð fylling, hálfsætt, ferskt, með krydduðum

ávaxtatónum. AAKKOOXX

00528 Bollinger Brut Special Cuvée 750 ml 12% 3.390

R 02743 Bollinger Special Cuvée Brut 1.500 ml 12% 7.490

R 06513 Dom Pérignon 750 ml 12,5% 9.8001996 Ljósgrængult. þurrt, ferskt með góða fyllingu, fílegan

ávöxt og eikarkeim. Margslungið eftirbragð

�R 09781 Duval-Leroy Brut Paris 750 ml 12% 2.990Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt með fínlega kryddaðan

sítrus og ávaxtakeim. AABBCCYY

�R 00508 Duval-Leroy Brut Premier Cru 750 ml 12% 2.790Ljósgult. Góð fylling, þurrt, sýruríkt, fersk epli, ger og

kakókeimur. AABBCCYY

�R 09779 Duval-Leroy Brut Rosé de Saignée 750 ml 12% 3.190Ljóslaxableikt. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt, mildur létt kryddaður eplakeimur. AABBCCDDYY

�R 09780 Duval-Leroy Brut Vintage 750 ml 12% 3.190Ljósgult. þétt fylling, þurrt, sýruríkt, þroskaður keimur af

eplum og sætabrauði. AABBCCDDYY

�R 09778 Duval-Leroy Demi-Sec 750 ml 12% 2.690Ljósgult. Meðalfylling, hálfþurrt, sýruríkt, með sætkenndum

eplakeim og fínlegt krydd. AABBCCXX

R 09453 Grand Vin Signature 1995 750 ml 12% 7.8701995 Ljósgult, með frísklegum loftbólum. Meðaflylling, þurrt, sýruríkt með ferskum og fínlegum keim. AAYY

04781 Jacquesson Cuvée 728 Brut 750 ml 12% 2.980Ljósgult. Meðalfylling, ferskt, með þroskuðum ávaxtakeim.

AACCDDFFYY

S 02203 Krug Grande Cuvée 750 ml 12% 9.440

R 09336 Laurent Perrier Brut 750 ml 12% 3.150Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með fínlegum ávexti og

löngu fersku eftirbragði. AABBCCYY

R 09335 Laurent Perrier Cuvée Rose Brut 750 ml 12% 4.430Fölryðrautt. Góð fylling, ferskt, þurrt með fínlegum ávexti

og fersku eftirbragði. AACCDDYY

00477 Moet & Chandon Brut Imperial 750 ml 12% 2.790

R 04345 Moet & Chandon Brut Imperial 375 ml 12% 1.690Ljósstrágult. þurrt og ferskt með góðri fyllingu og léttri eik.AABBCCXX

00476 Mumm Cordon Rouge Brut 750 ml 12% 2.850

00475 Mumm Demi-Sec 750 ml 12% 2.850Ljósroðagult. Bragðmikið. Hálfsætt, ferskt með

hunangskendum ávaxtakeim. AACCDDFFYY

�R 09816 Nicolas Feuillatte Premier Cru Brut 375 ml 12% 1.290Ljósstrágult með frekar létta fyllingu. þurrt, ferskt, með fínlegum þroskuðum gerkeim og margslungnum ávexti.AABBCCOOYY

�R 08643 Nicolas Feuillatte Reserve Particuliere Brut 750 ml 12% 2.590Ljósstrágult með frekar létta fyllingu. þurrt og ferskt með

sítrónu- og eplakeim, gertónum og fínlegum ávexti. AABBCCYY

00479 Veuve Clicquot Ponsardin Brut 750 ml 12% 2.890

�R 04039 Maestro Prosecco Chardonnay 750 ml 11,5% 1.250Fölgult. Létt, þurrt og milt með léttum eplakeim. AAOOXX

00498 Gancia Asti 750 ml 7,5% 760Fölgult. Létt, sætt og milt með daufum ávexti.

00502 Martini Asti 750 ml 7,5% 790Fölgrænt. Létt, sætt og milt með hunangs- og eplatónum.

R Ó S A V Í N / F R E Y Ð I V Í N

FREYÐIVÍN

Undir heitið freyðivín falla öll þau borðvín, hvít eða rauðsem innihalda kolsýru, eða eru freyðandi. Sætari ogávaxtaríkari freyðivín innihalda oftast minna alkahól.

Frakkland – ChampagneKampavín er konungur freyðivína. Öll kampavín eruframleidd með tvöfaldri gerjun, þar sem seinni gerjunvínsins fer fram á flöskunni sjálfri. Kampavín erfyrirmynd annarra freyðivína.

Ítalía – AstiVínin eru kennd við svæði á Norður – Ítalíu þar semaldagömul hefð er fyrir framleiðslu á sætum, ávaxta-ríkum freyðivínum.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 64

Page 65: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

65

F R E Y Ð V Í N / S É R R Í / M A D E I R A / M A R S A L A

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

00501 Riccadonna Asti 750 ml 7% 880Fölgrænt. Létt, sætt og milt með frískum ávaxta- og

kryddtónum.

07496 Santero Asti 750 ml 7,5% 690Fölgrænt. Létt, sætt og milt með léttum eplatónum.

R 05096 Tosti Asti 750 ml 7,5% 870Fölgrænt. Sætt og létt, með ferskum létt krydduðum

ávaxtakeim. KKNNXX

R 05218 Tosti Asti 200 ml 7,5% 330Fölt, mjög sætt, sýruríkt. AAXX

�R 01747 Castell de Vilarnau Brut 750 ml 11,5% 1.090Fölgrænt. Létt, þurrt, sýruríkt með fínlegum epla, sítrus og

grösugum jurtakeim. AAXX

00527 Castell de Vilarnau Demi-Sec 750 ml 11,5% 1.020Ljósgult. Meðalfylling, hálfþurrt, ferskt með blómlegan

ávaxta og möndlukeim, ásamt ristuðum eikartónum. AAOOXX

05970 Castillo Perelada Brut Reserva 750 ml 11,5% 990Ljósgulgrænt. Létt, þurrt og ferskt með mildum epla-,

sítrus- og gertónum. AACCOOXX

06624 Castillo Perelada Seco 750 ml 11,5% 990Ljósgult. Frekar létt, þurrt og ferskt með fínlegum ávexti

og reykjartónum. AACCXX

00514 Codorniu Clasico Semi-Seco 750 ml 11,5% 990Ljósgult. Meðalfylling, hálfþurrt, ferskt með mjúkan ávöxt

og léttristaðan steinefnakeim. AAOOXX

02991 Codorniu Cuvée Reserva Raventos Brut 750 ml 11,5% 1.320Ljósgult. þurrt, létt, með fínlegum ávexti. AABBCCKKXX

08043 Faustino Martinez Semi-Seco 750 ml 11,5% 1.090Ljósgrænt. Meðalfylling, hálfsætt með mildum ávexti og

steinefna keim. AAKKXX

05028 Freixenet Brut Nature 750 ml 11,5% 1.0902001 Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með léttkryddaðan sítrus - og eplakeim. AABBXX

07593 Freixenet Brut Rosé 750 ml 12% 990Fölryðrautt. Frekar létt, þurrt og ferskt með mildum

ávaxtakeim. AACCDDXX

00517 Freixenet Carta Nevada Semi-Seco 750 ml 11,5% 970Ljósgult. Meðalfylling, hálfsætt, ferskt með sítrusolíu og þroskaðan eplakeim. AANNOOXX

08678 Freixenet Cordon Negro Brut 750 ml 11,5% 990Fölgrænt. Létt, ferskt og þurrt með eplakeim. AABBCCXX

00516 Freixenet Cordon Negro Seco 750 ml 11,5% 990Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með þroskaðan epla og

steinefnakeim. AAOOXX

R 08125 Freixenet Mini Nevada Semi Seco 200 ml 11,5% 332Fölgulgrænt. Meðalfylling, hálfsætt, sýruríkt með gerofnum

eplakeim. AAOOXX

04635 Marques de Monistrol Reserva Semi Seco 750 ml 11,5% 890Gult. Frekar létt, hálfsætt, milt og fínlegt. AAOOXX

�R 09767 Paltsecco Rosé 750 ml 11,5% 1.290Ljóslaxableikt. Létt, þurrt og ferskt með daufum

jarðarberjatónum. AAXX

�R 09768 Paltsecco Weiss 750 ml 11% 1.290Fölgrænt. Létt, hálfþurrt og ferskt með léttum

ávaxtatónum. OOXX

00601 Gonzalez Byass Elegante Cream 750 ml 17% 1.790

00577 Harveys Bristol Cream 750 ml 17,5% 1.990Koparbrúnt. Sætt, þétt og mjúkt með oxuðum rúsínu- og karamellukeim og sýrópstón í eftirbragði.

�R 07021 Noe Very Old Pedro Ximénez 375 ml 15,5% 1.840Dökkbrúnt. þétt fylling, dísætt, með rúsínu, sveskju, lakkrís og púðursykurskeim.

00597 Osborne Rich Golden 750 ml 15% 1.590

00591 Croft Pale Cream 750 ml 17,5% 2.080

00570 Gonzalez Byass Tio Pepe Fino 750 ml 15% 1.850

08044 Dry Sack Medium Dry 750 ml 15% 1.590Hálfsætt, frekar létt með karamellukeim.

R 08110 Gonzalez Byass Elegante Medium Amontillado 750 ml 17% 1.880Ljóskopargullið. Meðalfylling, hálfþurrt með milda sýru og margslungnum keim af púðursykri, hnetum og brúnum eplum.

00580 Harveys Amontillado Medium Dry 750 ml 17,5% 1.890Ljósbrúngullið. Hálfsætt, með meðalfyllingu og oxuðum keim af karamellum, hnetum og eplum.

00600 Osborne Medium 750 ml 15% 1.590

S 09639 Henriques & Henriques Malmsey 10 ára 500 ml 20% 2.390

S 09638 Henriques & Henriques Rainwater 3 ára 750 ml 19% 2.190

R 03477 Marsala Cucina 750 ml 17% 1.980Ítalía: Ljósbrúnt. Hálfsætt með reyktum keim.

Spánn – CavaCava er samheiti yfir freyðivín á Spáni. Þessi vín erugjarnan gerð með sömu aðferðum og kampavín, með gerjuná flöskunni. Þetta eru vönduð freyðivín á sérlega hagstæðuverði, miðað við gæði.

LjóstLjóst sérrí getur verið bæði mjög sætt og svo algerlegaþurrt. Í augum sælkera er Fino, sem er algerlega þurrt, sútegund af sérríi sem er í hæstum gæðaflokki og einstökvara á heimsmarkaðinum.

MiðlungsÞau sérrí sem teljast miðlungs í lit, eru þau sem oftast erumeð brúnleitan lit, allt frá ljósbrúnu upp í næstum dökkt.Þetta eru oftast sérrí sem liggja einhversstaðar í míðju hvaðsætleika varðar.

Madeira telst til flokks styrktra vína. Grunnurinn er sættborðvín sem brandíi er bætt út í. Vínin fá sítt einkennandibragð við það að á vinnsluferlinu er vínið hitað upp og kælt tilskiptis.

Marsala er frægasta styrkta vín Ítalíu. Það er framleitt áeyjunni Sikiley. Marsala er gjarnan notað sem bragðgjafi ívinsæla Ítalska rétti, eins og Sabaglione.

Kolsýrð freyðivín

SÉRRÍ

Er svokallað styrkt vín. Styrkt vín er borðvín sem styrkthefur verið með því að blanda í það brandíi. Sérrí erframleitt í mörgum útgáfum, allt frá algerlega þurru Finoupp í dísætt Cream.

DökktDökkt sérrí er það sem oftast er merkt sem Cream. áer algengast að nafn framleiðandans komi næst áundan orðinu Cream, sem gefur svo til kynna sætleikavínsins.

MADEIRA

MARSALA

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 65

Page 66: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

66

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

P O R T V Í N / Á V A X T A V Í N / S Í D E R

R 06144 Dobbe Pineau des Charentes Lily 750 ml 17% 2.7102003 Frakkland: Dökkfjólurautt. Bragðmikið, kryddað með grösugum jarðarkeim.

00547 Hunt’s Exquisite Old White 750 ml 19,5% 2.290

S 09388 2000 Graham’s Vintage Port 750 ml 20% 6.9902000

00550 Cockburn’s Special Reserve 750 ml 20% 2.290

R 04450 Fonseca Bin 27 375 ml 20% 1.590Dökkfjólurautt. Sætt með þéttum berjakeim. LLNN

00557 Graham’s LBV 750 ml 20% 2.6901995

R 08798 Grahams Six Grapes 750 ml 20% 2.800Dökkmúrsteinsrautt. Góð fylling, sætt með mildri sýru og

grösugum , laufkendum ávexti. Nokkuð hvasst

R 07015 Guimaraens 750 ml 20,5% 4.3901984 Ryðrautt. Mjúkt, sætt og fínlegt með þroskuðum

reykjarkeim og heitum ávexti. LLNN

00546 Hunt’s Ruby 750 ml 19,5% 2.290

00568 Osborne LBV 750 ml 19,5% 2.4901997

06198 Osborne Ruby 750 ml 19,5% 2.190Sætt, mjúkt, berjaríkt.

00553 Sandeman’s Old Invalid 750 ml 19,5% 2.250

R 06576 Taylor’s LBV 750 ml 20% 2.8701996 Dökkkirsuberjarautt. Mjúk fylling, sætt og ferskt, nokkuð tannískt með brenndum ávaxta og lakkrískeim.

03077 Cruz Tawny 750 ml 19% 2.280

R 04634 Fonseca 40 ára 750 ml 20% 8.990Brúngullið. Sætt og mjúkt með sýrópskeim og löngu

eftirbragði. LLNN

00556 Graham’s Tawny 10 ára 750 ml 20% 3.090

03567 Sandeman’s Fine Tawny 1.000 ml 19,5% 3.190

R 09637 Banyuls 6 ans d’Age Tuilé 500 ml 16,5% 1.990Banyuls: Ryðrautt. þétt fylling, nokkuð sætt með ferska

sýru og ákveðinn vínanda. Reyktur keimur af þurrkuðumávöxtum.

R 09636 Mas Amiel Cuvée Spéciale 10 ans d’Age 750 ml 16,5% 2.790Banyuls: Dökkryðbrúnt. þétt og stöm fylling, sætt og

sýruríkt, nokkuð tannískt. þungur bakaður skógarkeimur með vott af kakó.

R 06799 Mas Amiel Vintage 750 ml 16% 2.6302002 Maury

05492 Pujol Rivesaltes Vintage 750 ml 15,5% 1.9901999 Rivesaltes: Dökkryðbrúnt. Kröftugt, sætt og þétt með margslungnu, krydduðu og sultuðu ávaxtabragði. LLNNYY

R 09553 Blue Angel Wild Bluberry 375 ml 10,5% 1.130Kanada: Dökkfjólurautt. þétt meðalfylling, ferkar sætt,

sýruríkt með létta stemmu og lauf, lyng og jarðarkeim. XX

01133 Kirsberry 750 ml 14,8% 1.590Danmörk: Ryðrautt. Sætt og milt með kirsuberja-, möndlu-

og sveskjukeim.

08010 Kvöldsól 750 ml 12% 1.6002003 Ísland: Ljósrautt. Frekar létt, milt með berjakeim.

DDMMXX

03711 Kopparberg Apple 330 ml 4,5% 199Svíþjóð

06940 Kopparbergs Pear dós 500 ml 4,5% 264Svíþjóð

R 09569 Kopparbergs Strawberry Cider dós 500 ml 4,5% 279Svíþjóð: Ljósjarðarberjarauður. Meðalfylling, léttkolsýrt,

sætt með jarðarberjabragði.

08015 Kopperberg Apple dós 500 ml 4,5% 264Svíþjóð: Frískur, hálfsætur.

R 09467 Krusbärscider dós 500 ml 4,5% 256Svíþjóð: Tær, næstum litlaus. Létt, sætt og ferskt með

berjabragði, Léttkolsýrt.

R 09464 Päroncider dós 500 ml 4,5% 256Svíþjóð: Tært, fölgult. Létt, sætt og ferskt með perukeim.

Léttkolsýrt.

R 09466 Passionscider dós 500 ml 4,5% 256Svíþjóð: Tært, næstum litlaust. Létt, sætt og ferskt með léttkrydduðu ávaxtabragði. Léttkolsýrt.

R 09670 Rekorderlig Pear Cider 330 ml 4,5% 199Svíþjóð: Fölperugrænt. Létt, sætt, ferskt og freyðandi með

frískum perukeim.

Þetta er styrkt vín frá héraðinu Charentes.

Styrktu vínin frá Douro svæðinu í Portúgal eru án efaþekktastu vín landsins. Þessi vín eru framleidd bæðiljós og rauð. Aðrar útgáfur en standard rautt eða hvíttportvín eru, Late Bottled Vintage, Vintage og Tawny.Vínin draga nafn sitt af hafnarborginni Oporto þaðansem þeim hefur verið skipað út í gegnum aldirnar.

HvíttHvítt portvín er í raun hvítvín þar sem gerjun vínsins erstöðvuð á ákveðnu augnabliki, með því að bæta út í þaðbrandíi. Magn ógerjaðs sykurs í víninu, á þessuaugnabliki, ræður sætleika vínsins.

RauttRautt portvín er rauðvín sem hefur verið styrkt meðbrandíviðbót áður en gerjun rauða vínsins lýkur.Sykurmagn í safanum ræðst af því hver still viðkomandiframleiðanda er.

TunnuþroskaðÞetta er venjulegt rautt portvín sem er látið liggja átunnu eftir gerjun, jafnvel í allt að 20 til 30 ár. Súrefnisem kemst að víninu gegnum tunnustafina, svo oguppgufun hluta vínsins úr tunnunni, hafa áhrif á endan-legt bragð og útlit vínsins.

PINEAU DES CHARENTES

Orðrétt þýðir þetta náttúrulega sætt vín. En það erkannski ekki algerlega rétt. Þetta er vín sem fær sætu-na frá náttúrulegum sykri í vínsafanum, en til þess aðþessi sætleiki náist er bætt brandíi út í hálfgerjaðan safavenjulegs borðvíns.

VIN DOUX NATUREL

Samkvæmt skilgreiningunni eru ávaxtavín, hreinn gerj-aður safi viðkomandi ávaxta.

Síder er gerjaður ávaxtasafi. Algengast er að notuð séuepli í framleiðsluna, en aðrir ávextir eru þó einnig notaðirþó að í mun minna magni sé.

ÁVAXTAVÍN

SÍDER

PORTVÍN

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 66

Page 67: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

67

V Í N B L Ö N D U R / K R Y D D V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Verð í vöruskrá gilda út september 2005

R 09671 Rekorderlig Wild Berries Cider 330 ml 4,5% 199Svíþjóð: Fjólubleikt. Létt, sætt, milt og freyðandi með

sætum berjakeim.

R 09465 Skogsbärscider dós 500 ml 4,5% 256Svíþjóð: Fölbleikt. Létt, sætt og ferskt með hindberja- og

jarðarberjabragði. Léttkolsýrt.

�R 04195 Beautiful Fruit Fragola 200 ml 5% 250Ítalía: Ljósgult. Létt, sætt með sætkenndum ávexti.

�R 04259 Beautiful Fruit Sangria 200 ml 7% 279Ítalía: Ljósrúbínrautt. Létt, sætt með krydduðum sætum ávaxtakeim.

04036 Fresita 750 ml 7,9% 8902000 Chile: Fölrautt með jarðarberjatæjum. Hálfsætt, ferskt með jarðarberjakeim. AAOO

08786 Fresita 187 ml 7,9% 239Chile: Fölrautt. Hálfsætt með jarðarberjabragði. AAOOXX

R 08804 Fresita 375 ml 7,9% 490Chile: Fölrautt með jarðarberjatæjum. Hálfsætt, ferskt með

jarðarberjakeim. AAOO

�R 09702 Pierlant Peche 750 ml 6% 800Frakkland: Fölgult. Létt, hálfsætt, milt með apríkósubragði.

DDXX

01200 Lejay-Lagoute Kir Royal 750 ml 12% 1.590Frakkland

R 07171 Dona Carmen Sangria 1.500 ml 7% 1.540Ítalía: Ljósrautt. Létt, hálfsætt með léttri kolsýru og ávaxta-,

negul og sítrusbragði.

01211 Campari Soda 5x98 ml 490 ml 10% 880Ítalía

R 07160 Beautiful Fruit Frutti di Bosco 750 ml 7% 940Ítalía: Ljósrautt. Létt og sætt með kröftugum

skógarberjakeim. OOXX

�R 09759 Fragolino Fiorelli Rosso 750 ml 7% 890Ítalía: Ljósrúbínrautt. Létt, sætt, ferskt og freyðandi með

jarðarberja- sælgætisbragði. OOXX

�R 09758 Fragolino Fiorelli Bianco 750 ml 7% 890Ítalía: Fölgrængult. Meðalfylling, sætt, milt með

sælgætiskenndum ávaxtakeim.

R 09278 Lambrini Cherry 750 ml 5,5% 390Stóra-Bretland: Ljósbleikt. Frekar létt með sætu

kirsuberjabragði. Létt freyðandi.

R 09279 Lambrini Original 750 ml 7,5% 590Stóra-Bretland: Fölgult. Frekar létt, hálfsætt, ferskt.

Létt freyðandi.

�R 09701 Pierlant Framboise 750 ml 6% 800Frakkland: Fölbleikt. Létt, hálfsætt, með skógarberjabragði.

OOXX

09046 Salute di Fragola 750 ml 5,9% 590Þýskaland: Roðagullið, freyðandi. Létt fylling, hálfsætt og ferskt með snarpa sýru og grösugan jarðarberja- og sveitakeim.

R 09575 Tinto de Verano Clasico 1.500 ml 4,5% 790Spánn: Ljóskirsuberjarautt. Létt, hálfsætt, létt kolsýrt með

berja og sítruskeim. OOXX

R 09574 Tinto de Verano Limon 1.500 ml 4,5% 790Spánn: Jarðarberjarautt. Létt, kolsýrt, ferskt og hálfsætt með

sítrus og blóðappelsínubragði.

R 04845 Gibo Vermouth Bianco 1.000 ml 15% 1.790Ítalía: Ljósfölgrænt. Sætt og mjúkt með mildum kryddkeim.

R 04853 Gibo Vermouth Extra Dry 1.000 ml 15% 1.790Ítalía: Ljósfölgrænt. þurrt, með margslungnum kryddkeim.

R 04846 Gibo Vermouth Rosso 1.000 ml 15% 1.790Ítalía: Brúngullinn. Sætt og beiskt bragð, með sterkkrydduðum keim.

00628 Martini Bianco 1.000 ml 15% 1.720Ítalía: Fölt. Mjög sætur og mjúkur með léttkrydduðum

vanillukeim. Nokkur beiskja.

00631 Martini Bianco 500 ml 15% 890Ítalía: Fölt. Mjög sætur og mjúkur með léttkrydduðum

vanillukeim. Nokkur beiskja.

00624 Martini Extra Dry 1.000 ml 15% 1.720Ítalía: Ljósgulur. Hálfþurrt, kryddað með hnetukeim og fínlegt eftirbragð.

00633 Martini Rose 1.000 ml 15% 1.720Ítalía: Ljósrauður. Sætur með lettum ávexti. Nokkur beiskja.

00621 Martini Rosso 1.000 ml 15% 1.720Ítalía: Koparbrúnn. Ilmríkt. Sætt, ferskt og beiskt með

mjúkri fyllingu. Kryddað með barkar og pizzasósukeim

01118 Campari Bitter 1.000 ml 21% 3.250Ítalía

01119 Campari Bitter 700 ml 21% 2.330Ítalía

08021 Martini Bitter 1.000 ml 21% 2.390Ítalía

S 06218 Angostura 200 ml 44,7% 1.270Trinidad & Tobago

R 06139 Averna Amaro Siciliano 700 ml 32% 3.690Ítalía: Dökkbrúnn. Kryddaður með sætm lakkrístónum.

Bragðmikill og beiskur.

R 06829 Fernet Branca 500 ml 40% 3.260Ítalía

01112 Gammel Dansk 700 ml 38% 3.390Danmörk

01113 Gammel Dansk 350 ml 38% 1.840Danmörk

Vínblöndur geta verið af mörgum toga spunnar. Oftaster þetta þó blanda af borðvíni eða freyðivíni og ávaxtasafa.

VÍNBLÖNDURKryddvín eru léttvín sem hafa verið krydduð upp meðýmsum jurtum, ávöxtum, barkartegundum eða einhverjubragðsterku til þess að gefa eitthvað afgerandi ogsérstakt bragð.

VermútVermút er algerlega evrópskt fyrirbrigði. Upphaf þessaradrykkja var að búa til elixír til lækninga. Því voru þessirdrykkir kryddaðir til með lækningajurtum.

Krydd bitterBitterar eru gerðir á sama hátt og vermútar, nema hvaðgrunn hráefnið er annað. Í Bitterum er bragðið úr krydd-inu leyst upp í spíra í stað léttvíns.

BITTER (STERKT ÁFENGI)

KRYDDVÍN

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 67

Page 68: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

68

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

L Í K J Ö R

01114 Gammel Dansk 1.000 ml 38% 4.770Danmörk

01109 Jagermeister 700 ml 35% 3.370Þýskaland

01110 Jagermeister 350 ml 35% 1.810Þýskaland

07256 Jagermeister 1.000 ml 35% 4.700Þýskaland: Brúnn. Nokkuð sætur, létt beiskja, með margslungnum krydduðum keim.

R 03130 Nordsö Bitter 700 ml 36% 3.090Danmörk: Dökkgullinbrúnn, mjúkur með sætuvotti og

kröftugu hrálakkrísbragði. Nokkuð beiskt eftirbragð.

R 09481 Underberg 12x20 ml 240 ml 44% 2.320Þýskaland: Ljóskaffibrúnn. þurr, með kröftugu og beisku kryddbragði og sterkum negulkeim. Sterkt sprittbragð.

03712 Passoa 1.000 ml 20% 3.290Frakkland

05776 Passoa 500 ml 20% 1.660Frakkland

01037 Southern Comfort 700 ml 35% 3.390Bandaríkin: Gullinbrúnn. Kryddaður með appelsínukeim.

Skarpur, ekki svo sætur.

R 01043 Bols Creme de Bananes 500 ml 17% 1.850Holland

09841 Bols Pisang Ambon 500 ml 20% 1.890Holland: Skærgrænn. Mjög sætt með perubrjóstsykursbragði.

R 01701 Joseph Cartron Banane 500 ml 25% 1.940Frakkland: Ljósgulur. Mjúkur og sætur með bananakeim.

R 09664 Wenneker Creme de Bananes 500 ml 20% 1.830Holland: Skærgulur. þung fylling, dísætt með léttum

banana- og perubrjóstsykurskeim. Milt sprittbragð.

R 03127 Bols Kibowi Kiwi 500 ml 24% 1.990Holland: Ljósskærgrænn. Kívílíkjör með eplakeim.

R 02816 Bardinet Creme de Cassis 700 ml 16% 2.120Frakkland: Sveskjubrúnn. Sætur og ferskur með sólberjabragði.

�R 09722 Wenneker Creme De Cassis 500 ml 15% 1.360Holland: Ljósryðbrúnn. þungur, dísætur, með sætu

sólberjabragði.

R 09308 Berentzen Wildkirsch 700 ml 16% 1.990Þýskaland: Ljósmúrsteinsrauður. Sætur með kirsuberja-, sveskju- og möndlukeim. Snörp sýra.

R 05715 Bols Maraschino 500 ml 30% 1.990Holland: Glær. þéttur og sætur kirsuberjalíkjör með

sterkum krydd- og blómakeim.

R 01032 Heering Cherry 500 ml 25% 1.790Danmörk: Sveskjubrúnn. þykkur, sætur og sýruríkur

með sveskjuðum kirsuberja og döðlukeim. Nokkuð hvass.

R 09368 Heering Cherry 1.000 ml 21,8% 3.650Danmörk: Sveskjurauður. þéttur og mjög sætur með

sultuðum kirsuberja- og möndlukeim.

R 03400 Stock Maraschino 700 ml 32% 3.280Ítalía: Tær, litlaus. Mjög sætur og þykkur, með sterku

sprittbragði og margslungnum keim. Heitt eftirbragð.

R 09667 Wenneker Strawberry 500 ml 15% 1.340Holland: Skærrauður. þung fylling, dísætt með sykruðu

jarðarberjabragði. Milt sprittbragð.

01147 Berentzen Apfel Korn 700 ml 20% 2.190Þýskaland

08696 Berentzen Apfel Korn 1.000 ml 20% 2.990Þýskaland: Gulur. Sætur með fersku eplabragði.

R 09533 Joseph Cartron Pomme Verte 700 ml 20% 2.190Frakkland: Tær og litlaus. Létt mjúk fylling, sætur og ferskur með margslungnum epla-,ávaxta- og kryddkeim. Milt sprittbragð.

�R 01148 Berentzen Peach Schnapps 700 ml 20% 2.310Þýskaland: Tær, litlaus. Meðalfylling, dísætur, sýruríkur og

höfugur með ferskjubragði. Langt eftirbragð.

01061 De Kuyper Peachtree 700 ml 20% 2.090Holland

R 06237 Nannerl Marillen Apricot 500 ml 20% 1.970Austurríki Gullinn. Sætur og þéttur með fersku apríkósu

bragði.

R 08465 Xanté 500 ml 38% 2.820Frakkland: Gullinn. Sætur og kröftugur með perubragði.

R 03557 Bardinet Orange Imperial 700 ml 40% 3.580Frakkland: Gullinn. þéttur og sætur með appelsínubragði

og léttum eikar- og koníakskeim.

01055 Bols Blue Curacao 500 ml 21% 1.780Holland

R 09840 Bols Parfait Amour 500 ml 24% 1.780Holland: Skærfjólublár. Mjög sætur, þykkur með léttu

sprittbragði, vanillu og sítruskeim.

Líkjörar eru framleiddir úr hreinum spíra, eða brandíi,bragðefnum og lit. Algengast er að notaðar séu jurtir ogávextir til þess að gefa hið endanlega bragð.

ÁvaxtalíkjörÞessir líkjörar eru allir gerðir með einhvern ávöxt sembragðgjafa.

LÍKJÖR

Ávaxtalíkjör – Banana

Ávaxtalíkjör – Kirsuber

Ávaxtalíkjör – Jarðarber

Ávaxtalíkjör – Epli

Ávaxtalíkjör – Ferskjur og aprikósur

Ávaxtalíkjör – Perur

Ávaxtalíkjör – Sítrus

Ávaxtalíkjör – Kiwi

Ávaxtalíkjör – Sólber

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 68

Page 69: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

69

L Í K J Ö R

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

01007 Cointreau 500 ml 40% 2.850Frakkland

04894 Cointreau 1.000 ml 40% 5.360Frakkland: Appelsínulíkjör. Tær.

00999 Grand Marnier Cordon Rouge 500 ml 40% 3.070Frakkland

04895 Grand Marnier Cordon Rouge 700 ml 40% 4.110Frakkland: Sætt, þykkt, mjúkt, fínlegt með hunangskenndum

appelsínukeim.

04897 Grand Marnier Cordon Rouge 1.000 ml 40% 5.590Frakkland: Brúngullið. þung fylling, hunangssætt, með heitu

sprittbragði og margslungnum keim af sítrus, blómum eik og kryddi.

�R 09710 La Belle Orange 700 ml 40% 3.690Frakkland: Kopargullinn. þéttur, sætur, með beisku sítrusbarkarbragði og sterkum sprittkeim.

R 09126 La Grande Josiane 500 ml 36% 2.990Frakkland: Brúngullinn. Mildur með armaníak- og appelsínubragði.

R 05655 Lemonel 500 ml 32% 2.380Ítalía: Grængult. þykkur og sætur með sítrónubragði og vanillutónum.

R 03417 Lemonello Averna 700 ml 27% 3.090Ítalía: Grængult. þykkur og sætur með fersku sítrónubragði.

R 09153 Limoncello di Capri 700 ml 32% 3.590Ítalía: Gulur. Sítrónulíkjör.

R 06629 Nannerl Papagena Curacao Blue Öskubuskuskór 350 ml 15% 1.880Austurríki Blár. Léttur, sætur og ferskur með

sítrusbarkarkeim.

R 09666 Wenneker Blue Curacao 500 ml 20% 1.830Holland: Skærblátt. Mjúk fylling, sætt með sítruskeim og léttu sprittbragði.

R 05664 Eclisse Caffé Espresso 500 ml 21% 1.850Ítalía: Dökkbrúnt. Milt og sætt með sterku kaffibragði.

06241 Johann Strauss Mocca 500 ml 15% 1.760Austurríki Ljóskaffibrúnn. Mjúk fylling, sætt með

mokkabragði.

02979 Kahlua 500 ml 20% 1.890Mexíkó: Dökkbrúnn kaffilíkjör. þykkur og sætur með kaffi

og vanillukeim.

08657 Tia Maria 500 ml 20% 1.890Jamaíka: Kaffilíkjör.

R 06203 Toussaint 700 ml 26,5% 2.660Haítí: Dökkbrúnt. þéttur kröftugur og sætur með steku

kaffibragði.

01015 Malibu 500 ml 21% 1.690Bretland

01016 Malibu 1.000 ml 21% 3.090Bretland

01067 Amaretto Disaronno 500 ml 28% 2.100Ítalía

R 05657 Gozio Amaretto 700 ml 24% 2.760Ítalía: Brúngullinn, með möndlubragði. Mjúkur og sætur.

R 09665 Wenneker Amaretto 500 ml 20% 2.050Holland: Brúngullið. Mjúk fylling, sætt með megnu

möndlubragði. Nokkuð sprittbragð.

R 02005 Chartreuse Verte 500 ml 55% 3.990Frakkland: Ljósólívugrænn. Sætur og þykkur, með

mjög sterku sprittbragði. Margslunginn.

00993 D.O.M. Bénédictine 500 ml 40% 2.650Frakkland

01018 Drambuie 500 ml 40% 2.720Bretland

01020 Irish Mist 500 ml 35% 2.420Írland

01064 Romana Sambuca 700 ml 40% 3.690Ítalía

R 03402 Stock Sambuca 700 ml 40% 3.420Ítalía: Tær, litlaus. Mjög sætur og þykkur, með sterku

sprittbragði og kröftugum anískeim.

R 09294 Meukow VS Vanilla 500 ml 30% 2.580Frakkland: Ljósgulbrúnn. Ferkar léttur koníaks- og

vanillulíkjör með karamellukeim.

03017 Amarula Cream 700 ml 17% 2.190Suður-Afríka

06224 Amarula Cream 350 ml 17% 1.150Suður-Afríka

06599 Amarula Cream 1.000 ml 17% 3.090Suður-Afríka

R 05085 Baileys 500 ml 17% 1.620Bretland: Ljósbrúnn. Sætur viskí og rjómalíkjör með

karamellu- og hnetukeim.

01024 Bailey’s 700 ml 17% 2.200Írland

06986 Bailey’s 1.000 ml 17% 3.130Írland

R 09157 Bailey’s 350 ml 17% 1.170Írland: Ljósbrúnn. þykkur, sætur með kakó og

kókostónum.

01021 Carolans Irish Cream 500 ml 17% 1.490Írland: Ljósrjómabrúnn. Sætur, þéttur og þykkur, með

rjómakenndu vanillu, karamellu og súkkulaðikeim.

R 05662 Eclisse Cappuccino 500 ml 17% 1.760Ítalía: Ljósbrúnt. þykkur og sætur með rjóma- og kaffibragði.

R 05658 Eclisse Cioccolato 500 ml 17% 1.760Ítalía: Brúnn, þykkur og sætur með rjóma- og súkkulaðibragði.

R 09162 Jago’s Vodka Cream Liqueur 700 ml 17% 2.440Bretland: Hvítur. þykkur, sætur með rjómaískeim.

07603 La Belle Cream 700 ml 17% 1.990Frakkland: Ljósrjómabrúnt. þykkur og sætur með möndlu

og karamellukeim.

�R 09746 Merrys Cappuccino 750 ml 15% 2.150Írland: Ljósrjómabrúnn. þéttur og sætur með súkkulaði og

rjómakeim.

�R 09745 Merrys White Chocolate 750 ml 15% 2.150Írland: Mjólkurhvítur. þéttur og sætur með vanillukeim.

Kaffilíkjör

Kókoslíkjör

Möndlulíkjör

Jurtalíkjör

Aníslíkjör

Vanillulíkjör

Rjómalíkjör

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 69

Page 70: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

70

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

R 01022 Saint Brendan’s 700 ml 17% 2.190Írland: Ljósbrúnn. Sætur viskí og rjómalíkjör með

karamellubragði.

R 06651 Saint Brendan’s 1.000 ml 17% 2.830Írland: Ljósbrúnn. Sætur viskí og rjómalíkjör með

karamellubragði.

R 07229 Saint Brendan’s 500 ml 17% 1.540Írland: Ljósbrúnn. Sætur viskí og rjómalíkjör með karamellubragði.

08284 Tia Lusso 700 ml 17% 2.150Bretland: Ljósbrúnn. Sætur og mjúkur, með kaffikeim.

08562 Wild Africa Cream 750 ml 17% 2.330Suður-Afríka: Rjómabrúnt. Sætt með súkkulaðikeim.

R 09289 Tequila Rose 700 ml 17% 2.590Bandaríkin: Bleikur tekíla og rjómalíkjör með jarðarber.

R 09601 Bushmills Irish Cream 700 ml 17% 2.190Írland: Ljósrjómabrúnn, mjúk fylling, með karamellu og

kakóbragði, létt sprittstunga.

R 09299 Dooley’s 1.000 ml 17% 3.190Þýskaland: Ljósbrúnn sætur vodka og rjómalíkjör með karamellubragði.

R 09305 Dooley’s 500 ml 17% 1.690Þýskaland: Ljósbrúnn sætur vodka og rjómalíkjör með karamellubragði.

R 09306 Dooley’s 12x50 ml 600 ml 17% 2.390Þýskaland: Ljósbrúnn sætur vodka og rjómalíkjör með karamellubragði.

07753 Dooley’s Toffee 700 ml 17% 2.190Þýskaland: Rjóma- karamellulíkjör.

R 09524 Skildpadde Rum Shot 700 ml 17% 2.390Danmörk: Ljósrjómabrúnn. þykkur og sætur með romm-

og kakóbragði. Létt sprittbragði.

R 05654 Whiskream 700 ml 17% 2.460Ítalía: Ljósbrúnn rjómalitur. Sætur og feitur, með kaffi og vanillukeim og léttri sprittstungu.

00712 Cortel Napoleon VSOP 700 ml 40% 2.930Frakkland

R 02011 Gonzalez Byass Soberano Solera 700 ml 36% 2.890Spánn: Ljóskopargullið. Meðalfylling, þurrt með hrat og

steinefnakeim. Nokkuð sprittað.

00724 Major Brandy 700 ml 40% 3.290Frakkland: Brúngullið. þurrt, með léttri fyllingu og

krydduðum keim. Skarpt í endann.

06643 Nannerl Weinbrand Hestur 350 ml 36% 1.990Austurríki Gullið. Frekar létt fylling, þurrt með

sprittkenndri remmu og ávaxtablönduðu eikar- og vanillubragði.

04082 St. Remy Napoleon 500 ml 40% 2.440Frakkland: Gulbrúnt, mjúkt með sætum tón og grösugum

karamellukeim.

R 09579 1945 Baron De Sigognac 500 ml 40% 19.990

R 09582 1955 Baron De Sigognac 500 ml 40% 12.990

R 09581 1965 Baron De Sigognac 500 ml 40% 9.990

R 09580 1975 Baron De Sigognac 500 ml 40% 7.990

�R 07134 Braastad Fine Champagne XO 700 ml 40% 4.890Gullið. Meðalfylling, þurrt, með þurrkuðum ávaxta og eikarkeim.

�R 09732 Braastad VSOP 700 ml 40% 3.960Gullið. Meðalfylling, þurrt með sætuvotti. Með mildum leður, vanillu og þurrkuðum sítrusbarkarkeim.

00662 Camus VS 700 ml 40% 3.890

00663 Camus VS 350 ml 40% 2.090

00664 Camus VS 500 ml 40% 2.890

00659 Camus VSOP 700 ml 40% 4.690

00660 Camus VSOP 350 ml 40% 2.390

07644 Camus VSOP 500 ml 40% 3.290

00657 Camus XO 700 ml 40% 8.690

03357 Courvoisier VSOP Exclusif 700 ml 40% 4.590Brúngullið. Meðalfylling, fínlegt, sætuvottur, þurrt.

R 09175 Courvoisier VSOP Exclusif 350 ml 40% 2.320Roðagullið. Bragðmikið, þétt með krydduðum þurrkuðum ávexti.

�R 01662 Davidoff Classic 700 ml 40% 5.160Ljósbrúnt. Meðalfylling, þurrt og mjúkt með sætuvotti,

leður- og tunnukeim og dökkum tónum. Langt eftirbragð.

00691 Frapin Grande Champagne VIP XO 700 ml 40% 8.990Grande Champagne: Gullinbrúnt. þétt mjúkt og bragðmikið.

00685 Frapin Grande Champagne VSOP 500 ml 40% 3.190Grande Champagne: Brúngullið, þétt, mjúkt.

00680 Frapin VS 500 ml 40% 2.790Gullið, mjúkt og fínlegt með grösugum keim.

05187 Frapin VS Luxe 700 ml 40% 3.990Grande Champagne: Gullið. þétt og mjúkt með sætuvotti.

Grösugt með keim af telaufi og þurrkuðum ávöxtum.

00686 Frapin VSOP Cuvée Rare 700 ml 40% 4.590Grande Champagne: Gulbrúnt. þétt, eikar og karamellubragð.

09097 Hardy VSOP 700 ml 40% 4.290Brúngullið. Meðaflylling, þurrt, með ilm af sítrusávöxtum,

þurrkuðum ávöxtum og kryddaðri eik. Langt

R 03765 Hardy VSOP 500 ml 40% 3.190Brúngullið. Mjúkt með sætum karamellu-, hnetu- og

eikarkeim.

R 09099 Hardy XO 700 ml 40% 5.490Fine Champagne: Brúngullið. Mjúkt með þéttum sætkrydduðum keim.

R 01952 Hardy XO karafla 700 ml 40% 7.990Fine Champagne: Brúngullið. þétt og kröftugt með löngu og margslungnu eftirbragði.

L Í K J Ö R / B R A N D Í

Rjómalíkjör – Jarðarber

Rjómalíkjör – Karamella

Allt brandí er eimaður, eða brenndur drykkur. Grunnhráefnið er alltaf einhverskonar borðvín sem síðan ereimað, til þess að fá fram hinn endanlega drykk.

ArmanacArmagnac er heiti á brandíum sem framleidd eru í suðurhluta Frakklands. Mismunur á þeim og koníaki er sá aðArmagnac er eimað í einni samfelldri eimingu, en koníakí tveimur aðskildum.

BRANDÍ

CognacKoníak er brandí sem kennt er við samnefnt hérað. Þaðer almennt viðurkennt að koníak sé vandaðasta brandíveraldar. Gæði koníaks ráðast á vinnsluferlinu sem erflókið. Merkingar koníaks með bókstöfum, tákna hversulengi það hefur verið á eikarámum eftir að eimingar-ferlinu lýkur.

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 70

Page 71: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

71

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

R 03741 Hennessy VS 700 ml 40% 3.990Ljóskopargullinn. Frekar létt, með sætuvotti, grösugan

vanillu- og karamellukeim, milt sprittbragð og eikarkeim.

00672 Hennessy VSOP 700 ml 40% 4.870

R 02983 Hennessy XO 700 ml 40% 9.500Brúngullið. Brgðmikið og þétt. Margslunginn keimur af ristuðum hnetum og ávöxtum.

00697 Larsen VS 700 ml 40% 3.890Gullið. Meðalfylling, þétt með sætum ávaxta og vanillukeim.

R 04722 Larsen VSOP 700 ml 40% 4.300Ljóskopargullið. Meðalfylling, sætuvottur, með grösugum te og sítruskeim, leðurtónar. Létt sprittbragð.

R 09488 Louis Royer Cognac Force 53 500 ml 53% 4.200Ljósbrúngullið. Meðalfylling með sætuvotti, Kröftugur

keimur af kandís, hnetum, vanillu og sítrus.

R 01664 Louis Royer Cognac V.S.O.P 700 ml 40% 4.440Gullið. Meðalfylling, mjúkt með léttristuðum karamellu- og

ávaxtakeim.

R 09487 Louis Royer Cognac XO 700 ml 40% 8.970Brúngullið. Meðalfylling, mjúkt með ristaðri eik og blómlegum keim.

R 09290 Maxime Trijol Supérieur VSOP 700 ml 40% 4.100Ljósgullið. Frekar létt, mjúkt með hnetu og ávaxtakeim.

R 00710 Maxime Trijol VS 700 ml 40% 3.560Ljósgullið. Frekar létt með fínlegan epla og blómakeim.

R 00711 Maxime Trijol VSOP 700 ml 40% 3.900Ljósgullið. Frekar létt, með keim af þurrkuðum ávöxtum og kryddi.

R 09291 Maxime Trijol VSOP Grande Champagne 700 ml 40% 4.510Grande Champagne: Gullið. Meðalfyllig, mjúkt, með fínlegan

ávaxta, hnetu og súkkulaðikeim.

R 03973 Maxime Trijol XO 700 ml 40% 5.950Brúngullið. Bragðmikið, mjúkt með krydduðum eikar og

ávaxtakeim.

R 09293 Meukow VS 500 ml 40% 2.890Ljósgullið. Létt, léttkryddað með sætutónum.

00706 Meukow VSOP 700 ml 40% 4.580

07538 Meukow VSOP 500 ml 40% 2.890Kopargullið. Meðalfylling, þurrt með grösugum hnetukeim,

miðlungsspritti og karamellu eikartónum í eftirbragði.

�R 06192 Meukow XO 700 ml 40% 7.980Brúngullið. þétt og bragðmikið með margslungnu krydduðu

eikarbragði og löngu eftirbragði.

R 08617 Moyet Fine Champagne 700 ml 40% 6.890Fine Champagne: Gulbrúnt. Milt og þétt bragð með

vanillu- og karamellutónum.

R 08592 Moyet Fins Bois 700 ml 40% 4.690Fins Bois: Gult. Milt með sætuvotti og margslungnum

ávaxta- og kryddblöndum ilmi.

R 08612 Moyet Petite Champagne 700 ml 40% 5.590Petite Champagne: Gult. Meðalfylling með hunangskendum

ávaxtakeim.

R 08618 Moyet XO 700 ml 43% 9.890Borderies: Brúngullið. Bragðmikið, þétt og ilmríkt með karamellu- og eikarkeim.

00693 Otard VSOP 700 ml 40% 4.690

00694 Otard VSOP 350 ml 40% 2.400Brúngullið. Meðalfylling, með keim af þurrkuðum blómum,

ávöxtum og súkkulaði.

�R 08995 Otard VSOP 500 ml 40% 3.290Kopargullið. Meðalfylling, sætuvottur, með grösugum

ávaxtakeim, miðlungsspritti og hnetu og vanillutónum í endann.

R 09570 Park XO 200 ml 40% 1.990Kopargullinn. þurrt og frekar létt, með grösugum keim, karamellu og perutónum. Sterkt sprittbragð, góð lengd.

04857 Polignac VSOP 500 ml 40% 2.890Brúngullið. Kröftugt með dökkum þroskuðum keim, eikar

og vanillutónum. Sætuvottur.

07956 Polignac VSOP 700 ml 40% 4.150Meðalfylling, fínlegur ávaxtakeimur.

00677 Remy Martin Fine Champagne VSOP 700 ml 40% 4.990Fine Champagne

04663 Remy Martin VSOP 1.000 ml 40% 6.950Gulgrænt. Fínlegt með sætum tunnu og ávaxtakeim.

00679 Remy Martin XO 700 ml 40% 9.090

S 02268 Dopff & Irion Framboise Reserve 700 ml 45% 4.390Frakkland

S 03486 Nardini Aquavite Bassano Ruta 700 ml 43% 4.320Ítalía

R 09064 Rietine Grappa Tiziano 500 ml 42% 4.200Ítalía: Tært. Ilmríkt með sveskju- og leðurkeim. Langt, mjúkt og margslungið.

R 09673 Sarpa di Poli 700 ml 40% 4.320Ítalía: Tært og litlaust. Ilmríkt með keim af ávaxtasteinum,

rótum og jarðhúsi. þung fylling, hálfþurrt sprittað.

05793 Jack Daniels 350 ml 40% 1.920

09005 Jack Daniel’s 700 ml 40% 3.750Gullið. Ilmríkt með tunnu og vanillukeim.

00795 Jim Beam Bourbon 700 ml 40% 3.590

00800 Seagram’s 7 Crown 750 ml 40% 3.560

00779 Jameson 700 ml 40% 3.460

00780 Jameson 350 ml 40% 1.830

04437 Jameson 1.000 ml 40% 4.740Ilmríkt með vanillu og leðri. Milt.

05884 Jameson 500 ml 40% 2.490Milt með létt sætum vanillukeim.

00791 Tullamore Dew 700 ml 40% 3.390

B R A N D Í / V I S K Í

Viskí er brennt vín sem unnið er með því að eimaléttgerjaðan safa úr einhverri korntegund.

BandaríkinBandaríkjamenn eru frægir fyrir framleiðslu á viskíi semgengur undir nöfnunum Bourbon, Rye og Sour Mash.Öll eru þau gerð á svipaðan hátt og annað viskí,munurinn liggur í korntegundum sem notaðar eru tilframleiðslunnar, svo og framleiðsluferlinu.

ÍrlandFramleiðslan byggir á kornrækt í landinu og gamallihefð við eiminguna. Á síðustu árum hefur eimingarfyrirtækjum fækkað gríðarlega og framleiðslalandsins á viskíi dregist verulega saman.

Eau-de-VieEau-de Vie er spíri sem eimaður er upp af hrati úrléttvínsgerð. Í þennan spíra er einnig oft bætt einhverskonar bragðefnum.

HratbrandíHratbrandí er spíri sem eimaður er upp af hrati.

VISKÍ

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 71

Page 72: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

72

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

V I S K Í / R O M M

00748 Ballantine’s 12 ára 700 ml 40% 4.150

00749 Ballantine’s 12 ára 375 ml 40% 2.290Frekar létt, milt.

05170 Ballantines Finest 1.000 ml 40% 4.950

00745 Ballantine’s Finest 700 ml 40% 3.490

00746 Ballantine’s Finest 350 ml 40% 1.850

00741 Bell’s 700 ml 40% 3.400

00770 Chivas Regal 12 ára 700 ml 40% 4.190

02258 Chivas Regal 12 ára 1.000 ml 40% 5.790

08844 Chivas Regal 12 ára 500 ml 40% 3.090Gullið, með leður, malti, kakó og jarðarkeim.

07249 Grant’s 500 ml 43% 2.550

R 00753 Grant’s 350 ml 40% 1.890Ljósgullið. þurrt, frekar létt með leður- og karamellukeim.

00752 Grant’s Family Reserve 700 ml 40% 3.490

R 05366 Grant’s Heritage Reserve 15 ára 700 ml 40% 5.490Gullið. Létt fylling, þurrt með leður, malt, mosakeim og

léttpipruðu bragði.

00737 Haig’s Dimple 15 ára 700 ml 40% 4.450

R 09220 Highland Reserve 700 ml 40% 3.290Ljósgullið, með grösugum kornkeim og þurrum sætuvotti.

R 03684 Highland Way 500 ml 40% 2.230Ljósgullið. Milt með sætum keim af korni, leðri og vanillu.

R 03755 Highland Way 1.000 ml 40% 4.260Ljósgullið. Milt með sætum keim af korni, leðri og vanillu.

R 03804 Highland Way 700 ml 40% 3.060Ljósgullið. Milt með sætum keim af korni, leðri og vanillu.

�R 07435 Isle of Skye 8 ára 700 ml 40% 3.900Brúngullið. Létt fylling, þurrt með sætuvotti og grösugum

leðurtónum og léttum kornkeim. Milt.

R 00732 Johnnie Walker Black Label 12 ára 700 ml 40% 4.050Gullið. Meðalfylling, þétt og mjúkt með leður og karamellukeim.

07261 Johnnie Walker Red Label 500 ml 40% 2.470

R 06636 Nannerl Scotch Whisky 500 ml 40% 2.880Austurríki Gult, milt með sætum keim.

05634 Old Smuggler 700 ml 40% 3.190Gullið. Meðalfylling með sætuvotti og mildum grösugum vanillu- og eikarkeim.

00772 Scottish Leader 700 ml 40% 3.330

00773 Scottish Leader 350 ml 40% 1.790

04440 Scottish Leader 500 ml 40% 2.440Ljósgult. Milt og mjúkt með sætum vanillukeim.

04441 Scottish Leader 1.000 ml 40% 4.670Ljósgullið, með þurrum leðurkeim.

�R 09762 Scottish Leader Supreme Old 4.500 ml 40% 21.990

R 09433 The Antiquary 12 ára 700 ml 40% 3.980Ljósgullið. Frekar létt með mildum reyktum keim og sætuvotti.

00763 The Famous Grouse 700 ml 40% 3.590

00764 The Famous Grouse 350 ml 40% 1.950

02263 The Famous Grouse 1.000 ml 40% 5.050þétt og milt með vanillutónum, korn og leðurkeim.

R 09432 The Talisman 700 ml 40% 3.190Ljósgullið. Frekar létt, þurrt með mildum kornkeim.

�R 03368 William Grant’s Family Reserve 4.500 ml 43% 23.500

R 09207 Auchentoshan Three Wood 700 ml 43% 5.740Lowland: Gullið. þurrt, meðalþungt, með blómlegum keim

af þurrkuðum ávöxtum.

R 01690 Balvenie Single Barrel 15 ára 700 ml 47,8% 6.990Highland: Ljósgult. Fínlegt með eikar- og vanillukeim. Kröftugt.

R 01632 Dalmore 12 ára 700 ml 40% 3.990Highland: Gullið, mjúkt með sætum eikar-, leður- og maltkeim.

00755 Glenfiddich 700 ml 40% 4.390Highland

R 06177 Glenfiddich 12 ára Special Reserve 1.000 ml 43% 5.990Highland

R 09213 Glenfiddich 18 ára Ancient Reserve 700 ml 40% 6.990Highland: Gullið. Kröftugt, þétt, mjúkt og langt.

R 09209 Glenfiddich 21 árs Havana Reserve 700 ml 40% 9.990Highland: Brúngullið. þétt og mjúkt, fínlegt og margslungið.

Langt eftirbragð.

R 09210 Glenfiddich Caoran Reserve 1.000 ml 40% 6.990Highland: Gullið. Mjúkt með sætuvotti og mókeim.

08725 Glenfiddich Single Malt Special Reserve 500 ml 43% 3.290Highland: Mjúgt, létt, með grösugum vanillukeim.

R 09373 Highland Park 18 ára 700 ml 43% 6.390Islay: Gullið. Bragðmikið, með möltuðum mó og sjávarkeim.

R 05925 Isle Of Jura 10 ára 700 ml 40% 4.190Jura: Ljósgullið, grösugt, kryddað og margslungið.

00744 The Glenlivet 12 ára 700 ml 40% 4.490Highland

R 05259 Vintners Choice Island Pure Malt 10 ára 700 ml 40% 4.390Highland : Gullið, mjúkt með kröftugum mó- og leðurkeim.

R 05295 Vintners Choice Lowland Pure Malt 10 ára 700 ml 40% 4.390Lowland: Gult. Sætuvottur með kornkeim.

R 08713 Vintners Choice Speyside Pure Malt 10 ára 700 ml 40% 4.390Highland: Gult. Sætuvottur, með grösugum keim.

R 02822 Bardinet Negrita Rhum Old Reserve 700 ml 37,5% 3.460Frakkland: Ljósgulur. þurrt og bragðmikið með eikar- og

karamellukeim og grösugum tónum.

02096 Havana Club Anejo 7 ára 700 ml 40% 3.590Kúba

00969 Bacardi Carta Blanca 700 ml 37,5% 3.250Púertoríko

00970 Bacardi Carta Blanca 350 ml 37,5% 1.670Púertoríko

SkotlandSkotar eru án nokkurs vafa öðrum löndum fremri í framleiðslu og markaðssetningu á viskíi. Skosku viskíin skiptast í blöndur og maltviskí.

Skotland – MaltviskíMaltviskí er viskí sem unnið er með sérstakri eimingar-aðferð, í ákveðinni tegund eimingartækja, úr byggieingöngu.

Til framleiðslunnar er notaður sykurreyr. Þegar sykur erunninn úr honum, verður eftir sætur vökvi sem kallastmólassi, sem nýttur er í framleiðslu á rommi.

DökktDökka rommið fær litinn af því að liggja á eikartunnumsvo árum skiptir, áður en að því er átappað. Einnig er umað ræða að liturinn sé hreinlega karamella, sem bætt er ítil litunar og sem bragðgjafi.

LjóstLjóst romm er framleiðsla sem ekki hefur verið sett á tunnur til þroskunar, né nokkur litun eða bragðefni veriðsett í það.

ROMM

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 72

Page 73: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

73

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

R O M M / T E K Í L A / V O D K A / G I N

05617 Havana Club Anejo Blanco 500 ml 37,5% 2.290Kúba: Tært, með gulri slikju. Létt fylling, þurrt með frísku

sprittbragði og tunnu- og leðurkeim.

02094 Havana Club Anejo Blanco 700 ml 37,5% 3.190Kúba: Létt, milt.

00973 Bacardi Oro 700 ml 37,5% 3.370Barbados

04315 Sierra Silver 700 ml 38% 3.460

00901 Absolut 700 ml 40% 3.190Svíþjóð

04532 Absolut 1.000 ml 40% 4.550Svíþjóð

R 09161 Blackwood’s Vodka 700 ml 40% 3.770Bretland: Tært. Hreint og milt.

R 05794 Boru Vodka 500 ml 37,5% 2.490Írland: Tært. Hreint og milt bragð með sætuvotti.

00893 Borzoi 500 ml 40% 2.180Bretland

R 09477 Cuba Pure Vodka 700 ml 37,5% 3.100Danmörk: Tært, með mildkrydduðum vanillu- og karamellukeim.

R 00910 Danzka Vodka 1.000 ml 40% 4.140Danmörk: Tært, þurrt með mildu sprittbragði.

06579 Eldurís 1.000 ml 37,5% 4.050Ísland: Tært, léttkryddað.

06580 Eldurís 750 ml 37,5% 3.060Ísland: Tært, milt með léttum kryddkeim.

06610 Eldurís 500 ml 37,5% 2.190Ísland: Tært, léttkryddað.

00877 Finlandia 1.000 ml 37,5% 4.140Finnland

00881 Finlandia 700 ml 37,5% 2.990Finnland

00885 Finlandia 500 ml 40% 2.290Finnland

00874 Koskenkorva 700 ml 37,5% 2.860Finnland

00875 Koskenkorva 350 ml 37,5% 1.490Finnland

08030 Koskenkorva 500 ml 40% 2.190Finnland

R 04856 Perfect Vodka 700 ml 40% 3.040Bretland: Tært. Hreint bragð, ósætt.

00887 Smirnoff 500 ml 40% 2.290Bandaríkin: Tært og hreint.

05084 Smirnoff 350 ml 40% 1.680Bretland: Glært, mjúkt með rúgkeim. YY

06194 Smirnoff 1.000 ml 37,5% 4.140Bretland

06195 Smirnoff 700 ml 37,5% 2.990Bretland

03690 Stolichnaya 700 ml 37,5% 2.990Rússland

00865 Tindavodka 700 ml 37,5% 2.750Ísland

00867 Tindavodka 1.000 ml 37,5% 3.810Ísland

�R 06109 Znaps Vodka 700 ml 37,5% 2.760Svíþjóð: Glært. Meðalfylling, þurrt, með mildum spritt keim,

létt remma í lokin.

00929 Beefeater 350 ml 40% 1.690Bretland: Tært, litlaust. Meðalfylling, þurrt með mildan og

fínlegan einiberja og sítrónukeim og grösuga kryddtóna.

00930 Beefeater 700 ml 40% 3.180Bretland: Tært, litlaust. Meðalfylling, þurrt með mildan og

fínlegan einiberja og sítrónukeim og grösuga kryddtóna.

04027 Beefeater 1.000 ml 40% 4.470Bretland: Tært, litlaust. Meðalfylling, þurrt með mildan og

fínlegan einiberja og sítrónukeim og grösuga kryddtóna.

04527 Beefeater 500 ml 40% 2.390Bretland: Tært, litlaust. Meðalfylling, þurrt með mildan og

fínlegan einiberja og sítrónukeim og grösuga kryddtóna.

R 09160 Blackwood’s Dry Gin 700 ml 40% 3.770Bretland: Tært með grænni slikju. Meðalfylling, þurrt með

grösugum einiberja- og mintukeim og löngu heitu eftirbragði.

00945 Bombay Sapphire 700 ml 40% 3.790Bretland: Tært, litlaust. Meðalfylling, þurrt með kryddaðan

lakkrís og kóríanderkeim , kóla og einiberjum. Heitt eftirbragð.

09761 Bombay Sapphire 1.000 ml 40% 5.350Bretland: Tært, litlaust. Meðalfylling, þurrt með kryddaðan

lakkrís og kóríanderkeim , kóla og einiberjum. Heitt eftirbragð.

R 08531 Dillon’s 500 ml 37,5% 2.280Ísland: Tært og litlaust. Ilmríkt með grösugum einiberjailm. þurrt, meðalfylling með veikum einiberjakeim.

06611 Dillon’s Gin 1.000 ml 37,5% 4.130Ísland: Tært og litlaust. Létt og þurrt með einiberja ogappelsínukeim. Sprittað eftirbragð.

00921 Gordon’s 700 ml 37,5% 3.140Bretland: Tært og litlaust. meðalfylling, þurrt með einiberja

og sítruskeim og löngu mildu eftirbragði.

00922 Gordon’s 350 ml 37,5% 1.670Bretland: Tært og litlaust. meðalfylling, þurrt með einiberja

og sítruskeim og löngu mildu eftirbragði.

07260 Gordon’s 1.000 ml 37,5% 4.390Bretland: Tært og litlaust. meðalfylling, þurrt með einiberja

og sítruskeim og löngu mildu eftirbragði.

08449 Gordon’s Gin 500 ml 40% 2.340Bretland: Frísklegt sítrus og einiberjabragð.

R 04645 Henry’s No. 1 London Special Dry 700 ml 37,5% 2.910Bretland: Tært og litlaust. Meðalfylling, þurrt með krydduðum keim. Hvasst eftirbragð.

R 04898 James English 700 ml 40% 3.130Bretland: Tært og litlaust. Góð fylling, margslungin

kryddaður keimur með kúmen- og einiberatónum. Snarpt eftirbragð.

R 07700 London Hill 500 ml 40% 2.370Bretland: Tært og litlaust. Frekar létt og þurrt með sítrusbarkar - og einiberjakeim. Hvasst eftirbragð.

R 08340 London Hill 1.000 ml 40% 5.040Bretland: Tært og litlaust. Frekar létt og þurrt með

sítrusbarkar - og einiberjakeim. Hvasst eftirbragð.

R 08564 Plymouth Gin 1.000 ml 41,2% 5.390Bretland: Tært og litlaust. Létt og þurrt með einiberja- og sítrónukeim og gúrkutónum. Milt, heitt eftirbragð.

Tekíla er heiti á brenndu víni sem unnið er úr kaktus-ávexti Jalisco héraðsins og kennt við þorpið þar semmest af framleiðslunni fer fram.

TEKÍLA

Er brenndur, eða eimaður drykkur sem unninn er úrkorni, kartöflum eða einhverju öðru grænmeti.

VODKA

Gin er brennt, eða eimað vín unnið úr korni. Aðal bragð-gjafinn í gini eru einiber.

GIN

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 73

Page 74: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

74

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

G I N / S É N E V E R / A N Í S / A K V A V I T / S N A F S / K R Y D D R O M M

04689 Seagram’s Extra Dry 700 ml 40% 3.190Bandaríkin: Tært og litlaust. Meðalfylling, þurrt með opnum

sætum einiberjakeim og snörpu sprittbragði.

00927 Tanqueray 700 ml 47,3% 3.800Bretland: Tært og litlaust. þétt meðalfylling, þurrt með léttum einiberja- og sítruskeim og grösugum tónum. Hvasst eftirbragð.

05788 Tanqueray 1.000 ml 47,3% 5.600Bretland: Tært og litlaust. þétt meðalfylling, þurrt með léttum einiberja- og sítruskeim og grösugum tónum. Hvasst eftirbragð.

R 00957 Bokma Frische 1.000 ml 38% 4.660Holland

02037 Bols Zeer Oude Genever 1.000 ml 35% 4.220Holland: Fölgrænt. Korn og einiberjakeimur.

S 03129 12 Ouzo 700 ml 38% 3.390Grikkland

R 09226 Absinth Tabu 500 ml 73% 6.770Þýskaland: Ólívugrænt. þurrt, mjög heitt og sterkt sprittbragð. Anís- og grasakeimur. Drekkist ekki óblandað!

�R 09690 Ouzo Plomari 700 ml 40% 3.060Grikkland: Tært og litlaust. Meðalfylling, hálfþurr, með kröftugu anísbragði og mildum sprittkeim.

S 04711 Pernod 700 ml 40% 3.490Frakkland: Skærgult, með sterku anísbragði.

00840 Aalborg Akvavit Jubilæums 700 ml 42% 3.590Danmörk

00841 Aalborg Akvavit Jubilæums 350 ml 42% 1.950Danmörk

R 00838 Aalborg Akvavit Taffel 700 ml 42% 3.390Danmörk: Tært og litlaust. Mjúkt með sætuvotti og kúmenbragði.

00902 Absolut Citron 700 ml 40% 3.390Svíþjóð

R 08712 Absolut Mandrin 700 ml 40% 3.490Svíþjóð: Tært, ósætt, mjúkt með keim af appelsínuberki.

04250 Bacardi Limón 700 ml 35% 3.190Bandaríkin

09855 Bacardi Limón 700 ml 32% 2.990Bandaríkin

09856 Bacardi Limón 350 ml 32% 1.650Bandaríkin

R 00843 Blár Aalborg 700 ml 38% 3.190Danmörk: Tært og litlaust. þurrt, með evkalyptus og

sítrónukeim.

00829 Brennivín 700 ml 40% 3.180Ísland

06567 Brennivín 1.000 ml 37,5% 4.030Ísland: Tært, milt með sætum kúmenkeim.

06569 Brennivín 500 ml 37,5% 2.110Ísland: Tært, milt með sætum kúmenkeim.

R 03705 Danzka Citron 1.000 ml 40% 4.140Danmörk: Tært, með sítrónukeim.

R 05108 Danzka Citron 700 ml 40% 3.090Danmörk: Tært, með sítrónukeim.

00825 Eldurís Citrus 1.000 ml 40% 4.420Ísland

07656 Finlandia Vodka Cranberry 700 ml 40% 3.190Finnland: Trönuberjasnafs.

07657 Finlandia Vodka Lime 700 ml 40% 3.190Finnland: Frísklegt læmbragð.

R 04524 Koskenkorva Vodka 1.000 ml 37,5% 3.990Finnland: Tært, litlaust. þurrt og hreint með mildum sprittkeim.

R 02647 Smirnoff Citrus Twist 700 ml 37,5% 3.070Bretland: Tært og litlaust. Mjúk fylling, sætuvottur með

sítrónubarkarkeim. Nokkuð sprittað.

R 08522 Smirnoff Orange Twist 700 ml 37,5% 3.070Bretland: Tært með appelsínukeim.

R 09079 Smirnoff Raspberry Twist 700 ml 37,5% 3.070Bretland: Tært, með sterkum hindberjakeim og sætuvotti.

R 09550 Three Sixty Vodka 700 ml 37,5% 2.990Þýskaland: Tært og litlaust. Frekar létt, þurrt með sætuvottiog mildum steinefnakeim og mildu sprittbragði.

R 07751 Cuba Caramel 700 ml 30% 3.350Danmörk: Rafrautt með grænumtón. Sætt og þykkt með karamellubragið.

01161 Captain Morgan Spiced Rum 750 ml 35% 3.290Púertóríko

01162 Captain Morgan Spiced Rum 375 ml 35% 1.690Bandaríkin

04519 Captain Morgan Spiced Rum 1.000 ml 35% 4.330Púertóríko: Brúngullið, með vanillu- romm og tunnukeim.

R 09668 Sailor Jerry Spiced Rum 700 ml 40% 3.290Kopargullið. Ilmríkt með margslungnum kryddkeim. Mjúk fylling, sætt og kryddað, vel sprittað með krydduðu eftirbragði.

Þetta er hið upprunalega gin. Nafnið breyttist í meðförumBreta, þegar drykkurinn varð vinsæll þar. Upphaflegavar sénever (genever) framleitt sem lækningalyf.

SÉNEVER

Er samheiti yfir drykki sem eru gerðir úr hlutlausumeimuðum spíra, en hafa síðan verið bragðbættir með kryddum eða ávöxtum.

SNAFS

Anís er samheiti yfir drykki sem gerðir eru úr eimuðumhlutlausum spíra sem tekur bragð sitt úr anis.

ANÍS

Ákavíti er hreinn eimaður eða brenndur drykkur, búið tilúr korni kartöflum eða einhverju öðru grænmeti eðarótarávexti. Á seinni stigum er drykkurinn bragðbætturer með einhverjum kryddum.

AKVAVIT

KRYDDROMM

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 74

Page 75: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

75

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

S K O T / Á F E N G I U N D I R / Y F I R 1 5 % / G O S B L Ö N D U R

R 09593 Corky’s Vodka Shots Apple Sour 700 ml 20% 2.590Bretland: Skærgrænn. Góð fylling, sætur með súru

eplabragði og keim af óþroskuðum grænum eplum.

R 09595 Corky’s Vodka Shots Bubblegum 700 ml 20% 2.590Bretland: Skærblátt. þung fylling, sætt með perubrjóstsykurs

og kúlutyggjótónum.

R 09591 Corky’s Vodka Shots Butterscotch 700 ml 20% 2.590Bretland: Dökkgullið. þung fylling, sætt, með karamellu og

smjörlíkiskeim, blandað vanillu og trénuðum tónum.

R 09589 Corky’s Vodka Shots Captain 700 ml 20% 2.590Bretland: Ljóskoparbrúnt. Mjúk fylling, sætt með salmíak-,

menthol og lakkrísbragði.

R 09596 Corky’s Vodka Shots Cherry 700 ml 20% 2.590Bretland: Skærfjólubleikt. Mjúk fylling, sætt með keim af blómum og kirsuberjasteinum.

R 09588 Corky’s Vodka Shots Choc Mint 700 ml 20% 2.590Bretland: Brúngullið. Góð fylling, sætt með mintu- og

súkkulaðibragði.

R 09654 Corky’s Vodka Shots Cola Cube 700 ml 20% 2.590Bretland: Skærappelsínugulur. Mjúk fylling, sætt með

krydduðum kólakeim og vanillutónum.

R 09594 Corky’s Vodka Shots Cream Egg 700 ml 17% 2.590Bretland: Rjómagulur. þétt fylling, sætur með mjólkur-,

eggja- og vanillubragði.

R 09592 Corky’s Vodka Shots Lime & Chilli 700 ml 20% 2.590Bretland: Skær ólívugrænt. Góð fylling, dísætt, með grösugum laufkeim og heitu piparbragði.

R 09590 Corky’s Vodka Shots Toffee 700 ml 20% 2.590Bretland: Ljósgullinn. Meðalfylling, sætur með karamellukeim

og vanillu- kókos ívafi.

R 09597 Corky’s Vodka Shots White Chocolate 700 ml 17% 2.590Bretland: Rjómahvítur. Góð þétt fylling, sætt og ferskt

með mildum mjólkurkenndum kakó og vanillukeim.

R 07752 Cuba Strawberry 700 ml 30% 3.290Danmörk: Tært, litlaust. Mjúkt og sætt með

perubrjóstsykurskeim og sprittbragði.

09108 Fisherman Vodka Shot 700 ml 30% 3.290Danmörk: Ljósbrúnn. Meðaflylling, hálfsætt með frísklegu

mentol- og lakkrísbragði.

09522 Gajol Blue Vodka Shot 700 ml 30% 3.290Danmörk: Dökkbrúngruggugt. Mjúk fylling, sætt með lakkrís-

og salmíakbragði. Langt, kælandi eftirbragð.

R 09523 Gajol Gul Vodka Shot 700 ml 30% 3.290Danmörk: Dökkgullinbrúnn. þung fylling, sætt með sterku

salt lakkrísbragði og léttu sprittbragði.

01175 Hot n’Sweet 700 ml 32% 3.290Danmörk

03972 Hot n’Sweet 500 ml 32% 2.390Danmörk

R 04904 Mickey Finn’s Sour Apple & Moonshine 500 ml 15% 1.750Írland

09107 Nordcap Fishermint Extra Hot 700 ml 30% 3.190Danmörk: Lakkrísbrúnn. Mjúk fylling, frekar sætur, með kröftugu lakkrís og mentolbragði.

�R 09724 Opal Vodkaskot 700 ml 27% 3.190Ísland: Brúnt, skýjað. Mjúk fylling, sætt, með opalbragði.

09443 Seaman’s Shot 500 ml 30% 2.290Þýskaland: Ljósbrúnt. Hálfsætt með kröftugu lakkrís- og mentólbragði.

R 09442 Seaman’s Shot 700 ml 30% 3.290Þýskaland: Ljósbrúnn, hálfsætt með kröftugu lakkrís og mentólbragði.

R 09447 Stray Bullet Cool Apple 700 ml 40% 3.560Bretland: Skærgrænt. Mjög sætt og þykkt með eplakeim.

Sterkt sprittbragð.

R 09445 Stray Bullet Cool Citrus 700 ml 40% 3.560Bretland: Skærblátt. Dísætt og þykkt með sítrónu-, lime-

og sápukeim. Sterkt sprittbragð.

R 09446 Stray Bullet Iced Peach 700 ml 40% 3.560Bretland: Appelsínugult. Mjög sætt og þykkt með

mentólbragði og ferskjukeim. Sterkt sprittbragð.

R 09444 Stray Bullet Red Hot 700 ml 40% 3.560Bretland: Skærbleikt. Mjög sætt og þykkt með kanilbragði.

Sterkt sprittbragð.

�R 09723 Tópas Vodkaskot 700 ml 27% 3.190Ísland: Brúnt, skýjað. Mjúk fylling, sætt með tópasbragði.

�R 06147 Znaps Black Jack 700 ml 25% 2.330Svíþjóð: Grásvart. Mjúk fylling, sætt, með lakkrís og anísbragði.

05495 Hot Irishman Superior Irish Coffee 700 ml 22% 3.290Írland: Grunnur fyrir Irish Coffee. Blandist með sjóðandi vatni og rjóma.

01152 Jöklakrap 1.000 ml 32% 3.590Ísland

R 08273 Mickey Finn’s Butterscotch & Vanilla 500 ml 20% 1.750Írland: Ljósgulbrúnn. Sætur með vanillu- og

smjörkaramellubragði.

R 04518 Stroh “40” 1.000 ml 40% 5.050AusturrÌki

S 02243 Stroh 60% 500 ml 60% 3.790Austurríki Kröftugt og kryddað. Ósætt.

R 08517 Archers Aqua Cranberry 275 ml 5% 283Bretland: Tært, hálfsætt með ávaxtabragði.

R 07230 Archers Aqua Raspberry 275 ml 5% 283Bretland: Tært, hálfsætt, frísklegt með ávaxta- og mintubragði.

04688 Bacardi Breezer Lemon 275 ml 5% 297Bandaríkin

04684 Bacardi Breezer Lime 275 ml 5% 297Bandaríkin: Létt, hálfsætt með limekeim.

04686 Bacardi Breezer Orange 275 ml 5% 297Bretland: Létt, hálfsætt með appelsínubragði.

04685 Bacardi Breezer Pineapple 275 ml 5% 297Bandaríkin: Léttur ananasdrykkur. Hálfsætt.

05369 Bacardi Breezer Watermelon 275 ml 5% 297Bretland: Hálfsætt, ferskt með melónu og ávaxtakeim.

R 09358 Blizzard Lemon með rommi 275 ml 5,9% 308Þýskaland: Grænn. Sætur, léttkolsýrður með sítrónubragði.

R 09360 Blizzard Mango með Gini 275 ml 5,9% 308Þýskaland: Gulur. Sætur, léttkolsýrður mangódrykkur.

R 09361 Blizzard Orange með vodka 275 ml 5,9% 308Þýskaland: Gulur. Sætur með keim af sítrus og suðrænum ávöxtum.

R 09359 Blizzard Red Berry með rommi 275 ml 5,9% 308Þýskaland: Rautt. Sætt, léttkolsýrt með berjabragði.

09014 Campari Mixx 275 ml 5% 311Ítalía: Rauðbleikt. Létt, sætt með nokkurri beiskju og

greipbragði.

04633 Caribbean Twist Pina Colada 700 ml 5,4% 750Bretland: Jökulárhvítt. Ferskt og sætt með kókos- og

ananaskeim.

08760 Caribbean Twist Pina Colada 275 ml 5,4% 290Bretland: Gráleitt. Sætt með kókosbragði.

R 09292 Caribbean Twist Squeezed Pineapple 700 ml 5,4% 790Bretland: Skærgulur. Sætur, ferskur með þungum ananastón.

08761 Caribbean Twist Tropical Watermelon 275 ml 5,4% 290Bretland: Rauðbleikt. Sætt ávaxtabragð, blómlegt.

GOSBLÖNDUR

SKOT

ANNAÐ STERKT ÁFENGI YFIR 15%

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 75

Page 76: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

76

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

G O S B L Ö N D U R / Ó Á F E N G T

R 09272 Caribbian Twist Mixed up Mango, Orange & Passion 700 ml 5,4% 790Bretland: Appelsínurauður. Sætur, ferskur með suðrænu ávaxtabragði.

R 09273 Caribbian Twist Tropical Pinapple 275 ml 5,4% 290Bretland: Ljósgulur, ferskur og sætur með suðrænu ananasbragði.

R 06795 Cruiser Cool Lime 275 ml 5% 308Bretland: Skærgrænn. Sætur, límónudrykkur.

R 08574 Cruiser Passionfruit 275 ml 5% 308Bretland: Gult. Hálfsætt með suðrænum ávaxtakeim.

08406 Jack Daniel’s Tennessee Gold 275 ml 4,7% 325Bandaríkin: Ljósgullin. Létt, ferskt og sætt, með ávaxta-, tunnu og viskíbragði.

R 04632 Red Sqare White Ice 700 ml 5,1% 695Bretland

R 09106 Red Square Pink Ice 275 ml 5,1% 290Bretland: Bleikur. Hálfsætt með léttum ávexti.

R 03628 Salitos Ginger Ale 330 ml 2,5% 140Þýskaland: Fölgullinn. Engiferkryddaður bjór.

R 03578 Salitos Ice 330 ml 5,2% 273Þýskaland: Grátt, hálfsætt með fersku sítrónubragði.

R 03638 Salitos Tequila 330 ml 5,9% 215Þýskaland: Ljósgullinn. Hálfþurr. Bjórblandað teqila.

R 05792 Sex on the Beach 275 ml 4,6% 332Þýskaland: Rauður, hálfsætur með trönuberjabragði.

03714 Smirnoff Black Ice 275 ml 5% 298Bretland: Glært, ferskt hálfsætt með sítrónukeim.

04445 Smirnoff Ice 275 ml 5% 298Bretland: Hálfsætt, ferskt með sítrónubragði.

R 09613 Smirnoff Twisted Apple 275 ml 5% 299Bretland: Tært, litlaust, hálfþurrt, ferskt og léttkolsýrt

með eplabragði.

R 09614 Smirnoff Twisted Berry 275 ml 5% 299Bretland: Tært, litlaust, hálfþurrt, ferskt og léttkolsýrt með berjabragði.

R 09612 Smirnoff Twisted Tropical 275 ml 5% 299Bretland: Tært, litlaust, hálfþurrt, ferskt og léttkolsýrt með

mangó og passjónbragði.

R 03683 Three Sixty 275 ml 4,5% 247Þýskaland: Tært, litlaust. Hálfsætt með sítrónukeim.

R 03302 Verdi Spumante 750 ml 5% 500Ítalía: Litlaust, sætt, ferskt og freyðandi.

�R 09199 VK Kick Apple 275 ml 4% 197Bretland: Ljósgulur. Léttur, kolsýrður, sætur og ferskur meðeplabragði.

�R 08357 VK Kick Blue 275 ml 4% 197Bretland: Ljósbrúngullinn. léttkolsýrður, hálfsætur og ferskur

með kokteilávaxta- og karamellutónum.

�R 09834 VK Kick Cherry 275 ml 4% 197Bretland: Skærbleikur. Léttkolsýrður, sætur og ferskur með

kirsuberjabragði.

�R 03553 VK Kick Ice 275 ml 4% 197Bretland: Ljósgráskýjaður. Léttkolsýrður, sætur og ferskur

með sítrónu-, ávaxtahlaups og malttónum.

�R 08037 VK Kick Orange 275 ml 4% 197Bretland: Ljósappelsínugulskýjaður. Frekar léttur, kolsýrður,

sætur með vel þroskuðu appelsínubragði.

R 06780 Vodka Ice Black Label 275 ml 5% 308Bretland: Tært, litlaust, hálfsætt með léttum anís- og

sítrónukeim.

09252 WKD Original Vodka Ice 275 ml 5% 269Bretland: Fölgrár. Ferskur og sætur með sítrónubragði.

09622 WKD Original Vodka Red 275 ml 5% 288Bretland: Skærrauðbleikt. Létt, kolsýrt, sætt og ferskt með

frísku berja- og ávaxtabragði.

R 09630 WKD Original Vodka Red 700 ml 5% 690Bretland: Ljósskærfjólubleikt. Létt, sætt og léttkolsýrt með

sveittum ferskju- og berjakeim.

09065 WKD Vodka Blue 275 ml 5% 269Bretland

R 09431 WKD Vodka Blue 700 ml 5% 690Bretland: Tær, ljósblár. Sætur með léttri kolsýru og ávaxtakeim.

R 04915 Woody’s Ice Orange 330 ml 5,5% 293Bretland: Gulur. Sætur og ferskur með sítrus- og

appelsínukeim.

09631 Woody’s Ice Passionfruit 330 ml 5,5% 288Bretland: Ljósskærlillablátt. Létt fylling, sætt, ferskt og léttkolsýrt með eplakeim.

08553 Woody’s Ice Raspberry 330 ml 5,5% 298Bretland: Rauðappelsínugult. Létt, freyðandi, sætt með áköfu

hindberjabragði.

05092 Woody’s Mexican Lime 330 ml 5,3% 290Bretland: Ljósgrænn. Sætur og ferskur, með límónukeim.

06142 Woody’s Pink Grapefruit 330 ml 5,3% 290Írland: Fölrauður. Hálfsætur, ferskur með greipbragði.

R 09298 De Kuyper Butterscotch Cream 700 ml 14,5% 1.890Holland: Ljósbrúnn. þéttur og sætur rjómalíkjör með karamellubragði.

�R 09700 Donovans Irish Cream 700 ml 14,5% 1.690Bretland: Rjómabrúnn. Mjúk fylling, sætur og ferskur með

kakóbragði og vínandaremmu í endan.

09274 Irish Meadow 700 ml 14,5% 1.890Ljósmjólkurbrúnn. Sætur og þéttur, með karamellu og ávaxtaívafi. Mjög létt sprittbragð.

R 06697 Kiss Me Cream Dream Flavour pakki 720 ml 14,5% 4.990Holland: Rjómakaffibrúnt. Sætur og þykkur með kakóbragði

og sprittkeim.

R 06695 Kiss me Passion Cocktail pakki 720 ml 14,5% 4.990Holland: Skærfjólublátt. Höfugt, hálfsætt, mjúkt með

suðrænum ávaxtakeim.

R 06701 Kiss Me Tequila & Lime Falvour pakki 720 ml 14,5% 4.990Holland: Fölgrænn. Hálfgegnsær. Frekar sætur með limebragði.

09255 Best de Pol Vignan Peche 750 ml 580Frakkland: Fölgrænt, létt, þurrt og ferskt með ferskjubragði.

08249 Ebony Vale Cabernet Sauvignon 750 ml 680Þýskaland: Rautt með léttri sýru og berjabragði.

08287 Ebony Vale Chardonnay 750 ml 680Þýskaland: Fölgrænt. Létt með mildum hnetu- og ávaxtakeim.

08234 Blue Nun 0,5% 750 ml 680Þýskaland: Fölgrænt. Létt og sýruríkt.

ÓÁFENGT

ANNAÐ ÁFENGI UNDIR 15%

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 76

Page 77: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

77

B J Ó R

02033 Faxe Amber dós 500 ml 4,6% 169Danmörk: Gulbrúnn, meðalfylling, nokkur beiskja.

01512 Heineken Special Dark 355 ml 5% 190Holland

08142 Thor Classic dós 330 ml 4,6% 99Danmörk: Gulbrúnn. Frekar léttur með léttbrendum maltkeim.Nokkur beiskja.

R 09200 Bavaria Crown 330 ml 4,3% 119Holland: Gulllinn. Frekar léttur, mildur með sætuvotti og

léttri beiskju.

07819 Bavaria Crown dós 500 ml 4,3% 149Holland: Gullinn. Meðalfylling, mjúkur með sætum kornkeim.

04015 Egils Lite dós 500 ml 4,4% 161Ísland: Ljósgullinn, frekar léttur, þurr með léttum maltkeim og léttri beiskju.

09105 Faxe Red dós 500 ml 5% 189Danmörk: Ljósmúrsteinsrauður. Frekar léttur, þurr, mildur með litla beiskju og léttan berjakeim. OO

01531 Pilsner Urquell dós 500 ml 4,4% 197Tékkland: Gullinn. Bragðmikill með ristuðum maltkeim. Beiskur.

01530 Pilsner Urquell 330 ml 4,4% 160Tékkland: Gullinn. þéttur og bragðmikill, með ristuðum maltkeim. Beiskur.

R 04092 Pilsner Urquell 660 ml 4,4% 279Tékkland: Dökkgullinn. Góð fylling, ferskur með mildri sætu.

Keimur af humlum og malti. Beiskt eftirbragð.

07960 Víking Lite dós 500 ml 4,4% 161Ísland

01514 Amstel dós 500 ml 5% 198Holland

05333 Bavaria 330 ml 5% 149Holland: Gullinn. Tæp meðalfylling, þurr og ferskur með

léttum humla og kornkeim. Lítil beiskja.

04185 Bavaria dós 330 ml 5% 129Holland: Gullinn. Létt fylling, þurr, ferskur, lítil beiskja meðgrænum humla- og bananakeim. CCDD

06696 Bavaria dós 500 ml 5% 179Holland: Ljósgullinn. Meðalfylling, þétt og langt bragð.

Lítil beiskja.

03600 Beck’s 330 ml 5% 169Þýskaland

�R 05049 Beck’s 500 ml 5% 219Þýskaland: Ljósgullinn. Tæp meðalfylling, þurrt, meðalbeiskja með malt, korn og ferskum ávaxtatónum og beisku eftirbragði.CCMM

01545 Beck’s dós 330 ml 5% 159Þýskaland

01547 Beck’s dós 500 ml 5% 218Þýskaland

09015 Beck’s Gold 330 ml 4,9% 165Þýskaland: Gulur. Frekar léttur, mjúkur og ferskur.

R 05058 Birra Moretti 330 ml 4,6% 157Ítalía: Ljósgullinn. Frekar léttur, með léttristuðum maltkeim.

Nokkur beiskja.

05047 Bitburger dós 500 ml 4,8% 198Þýskaland: Gulur. Ferskur með nokkuri beiskju.

�R 05048 Bitburger Premium 330 ml 4,8% 163Þýskaland: Ljósgullinn. Meðalfylling, þurr og mildur með meðalbeiskju, með korn og maltkeim og léttum humla- og sveppatónum. DD

09727 Brauperle Pils dós 500 ml 4,8% 155Þýskaland: Ljósgullinn. Meðalfylling, þurr, ferskur, lítil beiskja, með malt, humla og karamellukeim. CCMM

01433 Budweiser dós 473 ml 4,8% 189Bandaríkin

03584 Budweiser Budvar 330 ml 5% 162Tékkland

05541 Budweiser Budvar 500 ml 5% 2152001 Tékkland: Ljósgult. Meðalfylling, ferskt, með léttum eikarkeim og frískum ávexti.

07709 Budweiser Budvar dós 500 ml 5% 205Tékkland

03598 Carlsberg 330 ml 4,6% 164Ísland

04875 Carlsberg 500 ml 4,6% 218Ísland: Léttur og frískur. Lítil beiskja.

01543 Carlsberg dós 500 ml 4,5% 189Ísland

06952 Carlsberg dós 330 ml 4,5% 135Ísland

04951 Ceres Royal dós 330 ml 5,8% 139Danmörk: Gulur. Meðalfylling, mjúkur.

07250 Ceres Royal dós 500 ml 5,6% 199Danmörk: Gullinn. Meðalfylling, mjúkur með nokkurri remmu.

R 08885 Cobra Premium 330 ml 5% 197Indland: Gullinn. Meðalfylling, þétt malt með blómlegum

ávaxtakeim, og sætuvotti. Nokkur beiskja.

R 09245 Cobra Premium 660 ml 5% 359Indland: Gullinn. Meðalfylling, þétt malt með blómlegum ávaxtakeim, og sætuvotti. Nokkur beiskja.

03625 Corona 330 ml 4,5% 170Mexíkó

01561 DAB dós 500 ml 5% 198Þýskaland

03603 DAB Original 330 ml 5% 148Þýskaland: Gullinn. Meðalfylling, með þéttum malt- og karamellukeim. Frekar lítil beiskja.

09725 Egils Gull 500 ml 5% 199Ísland: Ljósgullinn. Kremuð meðalfylling, þurr og ferskur með frískum maltkeim og léttri beiskju.

R 09571 Egils Gull 500 ml 5% 209Ísland: Ljósgullinn. Frekar léttur, þurr og frísklegur með mildum malt og mjölkeim, létt beiskja.

08117 Egils Gull 330 ml 5% 155Ísland: Ljósgullinn. Frekar léttur, þurr og frísklegur með mildum malt og mjölkeim, létt beiskja.

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

LAGER

Ljós lager

Dökkur lager

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 77

Page 78: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

78

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

B J Ó R

01446 Egils Gull dós 330 ml 5% 153Ísland: Ljósgullinn. Frekar léttur, þurr og frísklegur með mildum malt og mjölkeim, létt beiskja.

01448 Egils Gull dós 500 ml 5% 196Ísland: Ljósgullinn. Frekar léttur, þurr og frísklegur með

mildum malt og mjölkeim, létt beiskja.

09606 Egils Pilsner 500 ml 4,5% 179Ísland: Ljósgullinn. Meðalfylling, þurr með létt grösugum kornkeim. Létt beiskja. XX

09037 Egils Pilsner dós 500 ml 4,5% 149Ísland: Gulur. Léttur, ferskur með nokkurri beiskju.

05696 Egils Pilsner 500 ml 4,5% 159Ísland: Ljósgullinn. Meðalfylling, hálfþurr með fínlegum kornkeim. Lítil beiskja. XX

09567 Egils Premium 330 ml 5,7% 159Ísland: Gullinn. þétt fylling, þurr og mildur með milda beiskju og reyktan kjötkenndan maltkeim. DDFF

09568 Egils Premium dós 500 ml 5,7% 216Ísland: Ljósgullinn. Meðalfylling, mildur með sætuvotti og

lítilli beiskju og mjúkum maltkeim. DDFFJJOO

R 05036 Estrella Damm dós 500 ml 5,4% 209Spánn

04943 Faxe Premium 330 ml 5% 129Danmörk: Meðalfylling, maltkeimur, nokkuð beiskur.

07898 Faxe Premium dós 500 ml 4,6% 159Danmörk

08014 Faxe Premium dós 330 ml 4,6% 119Danmörk: Gullinn. Frekar léttur, ferskur með lítilli beiskju.

�R 08533 Faxe Premium dós 1.000 ml 5% 349Danmörk: Gullinn. Meðalfylling, þurr og ferskur með

korn- og maltkeim og krydduðum ávaxtatónum. Nokkur beiskja.

09842 Foster’s dós 500 ml 5% 169Ástralía

�R 09765 Greene King The Beer To Dine For 750 ml 5% 430Bretland: Gullinn. Meðalfylling. Mildur með sætuvotti og ávaxtakenndum blómlegum kornkeim. Nokkur beiskja.

01517 Grolsch 473 ml 5% 266Holland

03593 Grolsch 330 ml 5% 169Holland

05712 Grolsch dós 330 ml 5% 161Holland: Ljósgullinn. Meðalfylling, þurr og ferskur með meðalbeiskju og korn-, sítrus- og pylsukeim. CCFFMM

09731 Grolsch dós 500 ml 5% 194Þýskaland: Gullinn. Kremuð meðalfylling, mildur með sætuvotti, smjör- og kandístónum. Brennt eftirbragð, frekar lítil beiskja.

09077 Hansa Export dós 500 ml 5% 167Þýskaland: Gullinn. Meðalfylling, þurr með sætuvotti, ferskur með litla beiskju og maltaðan humlakeim.

09586 Harboe Premium Lager dós 500 ml 4,4% 148Danmörk: Gullinn. Létt fylling, þurr, með milda sýru og litla beiskju. DD

03592 Heineken 330 ml 5% 180Holland

04944 Heineken 650 ml 5% 287Holland

01510 Heineken dós 500 ml 5% 219Holland

04950 Heineken dós 330 ml 5% 165Holland: Ljósgullinn. Meðalfylling, með ávaxta- og

pylsukeim. Meðalbeiskja.

09633 Hollandia dós 500 ml 4,8% 155Holland: Gullinn. Frekar léttur, þurr og mildur með litla beiskju og sætum korntón í bragði.

01554 Holsten dós 500 ml 5% 199Þýskaland

�R 05052 Jever Pilsener dós 500 ml 4,9% 231Þýskaland: Gullinn. Meðalfylling, þurr með milda sýru, beiskju og kröftugan maltkeim.

R 09587 Kozel dós 500 ml 4% 149Tékkland: Gullinn. Tæp meðalfylling, þurr, mild sýra og frekar lítil beiskja. Mjúkristaður maltkeimur og ávaxtatónar.AADDMM

08116 Kronenbourg 1664 330 ml 5% 179Frakkland: Gullinn. Meðalfylling með léttum korn- og

humlakeim. Frekar lítil beiskja.

08143 Kronenbourg 1664 dós 500 ml 5% 198Frakkland: Gullinn. Meðalfylling með nokkurri beiskju.

05511 Krusovice Imperial dós 500 ml 5% 198Tékkland: Gullinn. Kremuð fylling, þurr og ferskur með malt og humlakeim. Meðalbeiskja.

R 06157 Lapin Kulta 330 ml 4,5% 136Finnland: Ljósgullinn. Frekar léttur. þurr, ferskur, með litla beiskju. Léttur korn og kæfukeimur ásamt brenndum karamellutónum. AADDMM

06666 Lapin Kulta dós 500 ml 4,5% 159Finnland: Ljósgullinn. Frekar léttur. þurr, ferskur, með litla

beiskju. Léttur korn og kæfukeimur ásamt brenndum karamellutónum. AADDMM

09677 Litli-Jón 1.250 ml 4,5% 339Ísland: Gullinn. Léttur, þurr með sætuvotti, ferskur með litla beiskju og frískan kornkeim. AADDMM

01468 Löwenbrau dós 500 ml 5,2% 208Þýskaland: Ljósgulinn. Meðalfylling, þéttur með blómlegum humlakeim og meðalbeiskju.

01471 Löwenbrau Original 330 ml 5,2% 159Þýskaland: Gulur. Meðalfylling, mjúkur, þéttur.

05008 Löwenbrau Original dós 330 ml 5,2% 149Þýskaland: Gulur. Frekar léttur með nokkurri mýkt. Lítil beiskja.

02968 Miller Genuine Draft 330 ml 4,7% 159Bandaríkin

01504 Miller Genuine Draft dós 500 ml 4,7% 189Bandaríkin

01606 Moosehead dós 355 ml 5% 129Kanada: Ljósgullinn. Léttur, þurr með miðlungssýru og litla

beiskju, með daufum maltkeim og blómlegum tónum. KK

03606 Prins Kristian 330 ml 5,8% 159Danmörk: Gullinn. Meðalfylling, ferskur með humlakeim. Lítil beiskja.

06972 Samuel Adams 355 ml 4,8% 198Bandaríkin: Roðagullinn. Mjúk fylling, þurr og ferskur með

nokkurri beiskju. Höfugur, með humluðu malt- og karamellubragði. EEFFJJ

01529 San Miguel 1.000 ml 4,5% 398Spánn: Gulur, feskur, léttur.

�R 02305 San Miguel 330 ml 5,4% 169Spánn: Ljósgullinn. Meðalfylling, sætuvottur, ferskur, meðalbeiskja, með bananakeim og grösugri karamellu. AAOOXX

05156 San Miguel dós 500 ml 4,5% 197Spánn: Gulur, ferskur, léttur.

�R 09818 Slots Classic dós 330 ml 4,6% 99Danmörk: Brúngullinn. Létt fylling, þurr og ferskur með daufum malt- og karamellutón. Lítil beiskja.

09819 Slots Gold dós 330 ml 5,6% 125Danmörk: Gullinn. Meðalfylling, mildur með sætuvotti og nokkurri beiskju. Léttur maltkeimur.

09817 Slots Pilsner dós 330 ml 4,6% 96Danmörk: Gullinn. Létt fylling, þurr og mildur með frískum

malt- og maískeim. Létt beiskja.

03629 Sol 330 ml 4,5% 165Mexíkó: Gullinn. Léttur, þurrt og ferksur með lítilli beiskju.

DD

01851 Stella Artois 330 ml 5,2% 194Belgía

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 78

Page 79: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

79

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

B J Ó R

08036 Stella Artois 660 ml 5,2% 359Belgía: Ljósgullinn. Meðalfylling, ferskur með grösugum

malt- og humlakeim. Frekar lítil beiskja.

06169 Stella Artois dós 500 ml 5,2% 221Belgía: Ljósgullinn. Meðalfylling, léttkryddaður maltkeimur,

nokkur beiskja.

05051 Thor Pilsner dós 330 ml 4,6% 99Danmörk: Gulur. Frekar léttur, lítil beiskja.

05323 Thule 500 ml 5% 210Ísland

05091 Thule 330 ml 5% 155Ísland: Gulur, frekar léttur, ferskur, lítil beiskja.

01499 Thule dós 500 ml 5% 197Ísland

08476 Thule dós 330 ml 5% 139Ísland: Ljósgullinn. Meðalfylling, þurr, með mjúkt, maltbragð og léttan humlakeim. Lítil beiskja. AADDKK

05060 Tiger 330 ml 5% 174Singapúr: Gulur. Mildur og ferskur. Lítil beiskja

06640 Tiger dós 500 ml 5% 222Singapúr: Léttur og mildur, lítil beiskja.

01441 Tuborg dós 500 ml 4,5% 169Ísland

04574 Tuborg Gold 330 ml 5,5% 165Danmörk: Meðalfylling, ferskur, humlaður með nokkurri beiskju.

04573 Tuborg Gold dós 500 ml 5,5% 198Danmörk: Gullinn. Meðalfylling með léttristuðum maltkeim.

Frekar lítil beiskja.

09672 Tuborg Gold dós 330 ml 5,5% 139Danmörk: Ljósgullinn. Mjúk fylling, þurr og ferskur með litla beiskju, með léttum korn og maltkeim og sætum tónum.

DDJJKK

03585 Tuborg Grön 330 ml 4,5% 145Ísland: Léttur, lítil beiskja.

09726 Tuborg Grön 500 ml 4,5% 179Ísland: Ljósgullinn. Frekar léttur, þurr og mildur með léttum kornkeim og lítilli beiskju.

07892 Tuborg Grön 500 ml 4,5% 199Ísland: Gulur. Meðalfylling, létt beiskja.

01442 Tuborg Grön dós 330 ml 4,5% 129Ísland: Ljósgullinn. Meðalfylling, með fínlegum kornkeim. Lítil beiskja.

03588 Víking 330 ml 5,6% 166Ísland

01484 Víking dós 500 ml 5,6% 216Ísland

01485 Víking dós 330 ml 5,6% 159Ísland

04028 Víking Lager 330 ml 4,5% 139Ísland: Fölgullinn. Léttur, þurr og mildur með grösugan kornkeim og létta beiskju.

01503 Víking Lager dós 500 ml 4,5% 156Ísland

08317 Warsteiner 500 ml 4,8% 228Þýskaland: Fölgullinn. Frekar léttur og ferskur með miðlungsbeiskju.

06202 Warsteiner dós 500 ml 4,8% 215Þýskaland: Gullinn. Meðalfylling, þéttur, þurr og ferskur, með blómlegum humlum og léttu malti. Lítil beiskja.

R 09250 Zipfer 660 ml 5,4% 329Austurríki Ljósgullinn. Meðalfylling, þétt með korn og pylsukeim. Meðalbeiskja.

05230 Zipfer Original 330 ml 5,4% 177Austurríki Gullinn. Meðalfylling, þurr og ferskur með nokkra

beiskju og léttum maltkeim. CCDD

R 08719 Bavaria Red dós 500 ml 7,9% 329Holland: Roðagullinn. Bragðmikill, sætur og ávaxtaríkur,

með léttri ristun og nokkurri beiskju.

03875 Bear dós 500 ml 7,5% 299Danmörk: Gullinn. Kröftugt, þéttur, hálfsætur. Meðalbeiskja.

01461 Carlsberg Elephant dós 330 ml 7,2% 210Danmörk

01445 Egils Sterkur dós 500 ml 6,2% 249Ísland

�R 09766 Excalibur Strong dós 500 ml 8,5% 415Bretland: Gullinn. Höfug meðalfylling, hálfsætur, þungur með

ávaxtakenndum krydd- og vaxtónum. Lítil beiskja.

07953 Faxe 10% dós 500 ml 10% 399Danmörk: Gullinn. Bragðmikill og höfugur. Ávaxtaríkur,nokkuð beiskur og rammur.

�R 07729 Faxe Extra Strong dós 1.000 ml 10% 849Danmörk: Gullinn. Góð fylling, mjúkur með sætuvotti,

ferskur með nokkra beiskju. Kryddaður kornkeimur.

07902 Faxe Festbock dós 500 ml 7,7% 299Danmörk

04842 Faxe Strong dós 500 ml 8,4% 339Danmörk: Gullinn. þéttur, mjúkur og bragðmikill. Nokkuð beiskur.

01556 Holsten Festbock dós 500 ml 7% 294Þýskaland

08100 Holsten Maibock dós 500 ml 7% 280Þýskaland: þungur, nokkur beiskja.

02026 Víking Sterkur dós 500 ml 7% 269Ísland: Ljósgullinn. þéttur, kröftugur, með lítilli beiskju.

09119 Egils Maltbjór dós 500 ml 5,6% 215Ísland: Brúnn. Meðalfylling, þéttur, ferskur með sætuvotti

og malt og lakkrískeim. Lítil beiskja. DDKK

�R 08114 Duvel 330 ml 8,5% 348Ljósgullin með gerbotnfalli. þétt fylling, þurr og ferskur með lítilli beiskju og höfugum, sætum malt- og kryddkeim CCDD

06932 Leffe Blonde 330 ml 6,6% 269

03876 Leffe Brune 330 ml 6,5% 269

R 09164 Greene King IPA 660 ml 3,6% 299England: Roðagullinn. Frekar bragðmikill, þéttur með keim af brenndum sykri. Meðalbeiskja.

�R 09764 Morland “Hen’s Tooth” 500 ml 6,5% 385England: Kopargullinn. þétt fylling, hálfsætur, mildur með karamellu- og ávaxtakeim, og löngu léttbeisku eftirbragði.

03599 Newcastle Brown Ale 330 ml 4,7% 169England

04721 Old Speckled Hen 500 ml 5,2% 295England: Roðagullinn. Góð fylling, með brendum karamellukeim og beisku eftirbragði.

�R 09763 Strong Suffolk Vintage Ale 500 ml 6% 341England: Brúnn. Meðalfylling, þurr, mildur og mjúkur, með

soja-, lakkrís- og kandístónum. Lítil beiskja.

Sterkur lager yfir 6%

ÖL

Belgískt öl

Enskt öl

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 79

Page 80: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

80

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

B J Ó R / S A K E / G J A F A V A R A

04000 Beamish Stout dós 500 ml 4,2% 210Írland

01565 Guinness Draught dós 330 ml 4,2% 189Írland

R 09846 Gaffel Kölsch 330 ml 4,8% 166Ljósgullinn, frekar léttur, þurr, ferskur, með fínlegan grösugan maltkeim og milda beiskju. CCDDMM

R 09847 Gaffel Kölsch dós 500 ml 4,8% 184Ljósgullinn, frekar léttur, þurr, ferskur, með fínlegan grösugan maltkeim og milda beiskju. CCDDMM

R 09848 Gaffel Kölsch kútur 5.000 ml 4,8% 2.100Ljósgullinn, frekar léttur, þurr, ferskur, með fínlegan grösugan maltkeim og milda beiskju.

03613 Erdinger 500 ml 5,3% 305Þýskaland

03614 Erdinger Dunkel 500 ml 5,6% 315Þýskaland

�R 06634 Hoegaarden White 330 ml 4,9% 194Belgía: Ljósgulskýjaður. Léttur og ferskur með sætuvotti,

góða freyðingu , kryddaðan, ávaxtakenndan kornkeim og langa endingu.

01438 Tuborg Grön 25 ltr. kútur 4,5% 10.540Danmörk

01537 Víking Lager 30 ltr. kútur 4,4% 12.050Ísland

01551 Beck’s 30 ltr. kútur 5% 12.820Þýskaland

06188 Thule 30 ltr. kútur 4,8% 13.200Ísland

06650 Carlsberg 30 ltr. kútur 4,5% 12.390Ísland

07483 Egils Gull 25 ltr. kútur 5% 10.990Ísland

S 02079 Gekkeikan Sake 750 ml 14,6% 2.290Japan

S 03281 Hardy Fishermans Kit Brandí 950ml 14.990Ástralía

S 09782 Duval-Leroy Brut Paris Freyðivín 750ml 4.090Þýskaland

S 05579 Bollinger Grande Année 1996 í trékassa Freyðivín 750ml 8.490Frakkland

S 09301 Bollinger Special Cuvée m/2 glösum Freyðivín 750ml 6.990Frakkland

S 05575 Drappier Brut Carte d’Or gjafaaskja Freyðivín 750ml 3.660Frakkland

S 09319 Drappier Grande Sendrée gjafaaskja m/2 glösum Freyðivín 750ml 7.270Frakkland

S 09320 J.P. Chenet Medium Dry gjafaaskja m/2 glösum Freyðivín 750ml 1.800Frakkland

S 09324 Amarula gjafaaskja m/grímu Líkjör 700ml 3.060Frakkland

S 09277 Hot Irishman gjafaaskja m/2 glösum Líkjör 700ml 4.290Suður-Afríka

S 09325 Meukow VS Vanilla gjafaaskja m/glasi Líkjör 700ml 3.870Írland

S 09334 Angove’s Bear Crossing tvistur Rauðvín 1.500ml 2.990Frakkland

S 09331 Accademia del Sole þristur Rauðvín 2.250ml 4.190

S 09328 Castano Syrah m/Screwpull upptakara Rauðvín 750ml 5.970Spánn

S 09323 J.P. Chenet Merlot - Cabernet gjafaaskja m/2 glösu Rauðvín 750ml 2.000Frakkland

S 09326 Maestro gjafaaskja m/rauðvíni & hvítvíni 1.500ml 2.890Ítalía

S 09330 Mouton Cadet gjafaaskja Rauðvín 1.500ml 2.770Frakkland

S 09329 Mouton Cadet Wine & Stuff gjafakassi Rauðvín 750ml 7.270Frakkland

S 09332 Stjernerne fra den Nye Verden Rauðvín 3.000ml 6.890

S 09211 Balvenie Malt Master’s Selection 3x200 ml Viskí 600ml 8.890Stóra Bretland

S 09322 Clontarf Trinity m/3 glösum Viskí 600ml 4.390Írland

S 09212 Glenfiddich Tasting Collection 3x200 ml Viskí 600ml 5.990Stóra Bretland

Stát

Þýskt öl

Hveitibjór

SAKE

GJAFAVARA

BJÓRKÚTAR

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 80

Page 81: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

81

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

K A S S A V Í N

�R 06172 35 South Chardonnay CDX 3 ltr 13,5% 3.750

07712 Barramundi Semillon Chardonnay CIKX 3 ltr 12,5% 3.500

03030 Bodegas Alberto Gutierrez AX 5 ltr 12,5% 4.890

R 09548 Canepa Semillion Chardonnay ACX 3 ltr 12,5% 3.390

05875 Concha y Toro Frontera Chardonnay ACX 3 ltr 13% 3.290

�R 09789 Devil’s Rock Riesling ABCIX 3 ltr 12,5% 3.290

R 09113 Don Bargello Vino Bianco AIX 3 ltr 11% 2.890

04860 Drostdy-Hof Steen ABCIOX 3 ltr 12,5% 3.090

05239 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chardonnay ACIX 3 ltr 13,5% 3.490

R 09490 Fuego Austral Chardonnay CKX 3 ltr 13% 3.490

05773 Gato Blanco Chardonnay CDX 3 ltr 13% 3.190

05774 Gato Blanco Sauvignon Blanc CX 3 ltr 13% 3.290

R 09344 Goiya Chardonnay Sauvignon Blanc CDIX 3 ltr 13% 3.190

08098 Green Gold AOX 3 ltr 9% 2.990

05869 Guntrum Riesling ADKX 3 ltr 8,5% 2.590

04753 J.P. Chenet Blanc de Blancs BCX 3 ltr 11,5% 3.120

00301 JCP Herault Blanc ACX 3 ltr 11,5% 2.890

04077 JCP Herault Blanc 5 ltr 11,5% 4.790

09024 Jeanjean Chardonnay CDIX 3 ltr 12,5% 3.290

�R 09679 Jean-Marc Brocard Jurassique Chardonnay en Sol 3 ltr 13% 3.630

07208 Le Cep Chardonnay AX 3 ltr 12,5% 3.290

00305 Le Cep Italian Chardonnay AX 3 ltr 11,5% 2.990

R 09562 Lindemans Chardonnay CDX 3 ltr 13% 3.600

06619 Mosel Gold Riesling KOX 3 ltr 8,5% 2.890

07487 Moselland Riesling Kabinett AKOX 3 ltr 8% 2.690

R 09345 Namaqua Dry White CDIX 3 ltr 13% 3.190

07155 Pasqua Chardonnay Venezie ABCX 3 ltr 12% 3.290

05868 Pearly Bay Dry White ABOX 3 ltr 12,5% 2.990

R 08532 Primaverina ABCX 3 ltr 11,5% 2.990

07053 Rene Barbier ABCX 3 ltr 11,5% 2.890

07608 Robertson Winery Chardonnay ACX 3 ltr 13% 3.490

05870 Stowells Chenin Blanc BCX 3 ltr 13% 3.390

05122 Tabiso Chardonnay IX 3 ltr 14,5% 3.590

R 08926 Tribal African White ABX 3 ltr 12,5% 3.290

05236 Two Oceans Sauvignon Blanc ABCX 3 ltr 11% 3.090

06839 Vina Maipo Chardonnay ABCIX 3 ltr 13% 3.490

06174 35 South Cabernet Sauvignon JX 3 ltr 13,5% 3.580

06173 35 South Shiraz DEFLX 3 ltr 13,5% 3.780

09707 Angove’s Bear Crossing Cabernet Merlot DMX 3 ltr 14% 3.790

08471 Barramundi Cabernet Merlot EFJMOX 3 ltr 13,5% 3.590

03041 Bodegas Hijos de Alberto Gutierrez DFJLX5 ltr 12,5% 4.890

09547 Canepa Cabernet Sauvignon JX 3 ltr 12,5% 3.190

R 09534 Carrington Shiraz Cabernet JMX 3 ltr 14% 3.590

04105 Concha y Toro Frontera Cabernet Sauvignon DMX3 ltr 13% 3.490

03792 Cumera Sangiovese DMX 3 ltr 12,5% 3.350

R 09114 Don Bargello Vino Rosso 3 ltr 11,5% 2.890

04107 Drink & Eat Naut DMX 2 ltr 13% 2.490

04861 Drostdy-Hof Cape Red EFJX 3 ltr 13% 3.290

05238 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Cabernet Sauv. DJOX 3 ltr 14% 3.490

�R 09822 Farnese Sangiovese DMX 3 ltr 12,5% 3.250

R 09530 Fortant Cabernet - Shiraz DMX 3 ltr 12% 3.390

R 09531 Fortant de France Merlot DFMX 3 ltr 12,5% 3.390

R 09491 Fuego Austral Cabernet Merlot MX 3 ltr 13% 3.490

R 08378 Fuente del Fuego Cabernet Sauvignon DMX 3 ltr 12,5% 3.190

04778 Gato Negro Cabernet Sauvignon DJMX 3 ltr 12% 3.440

09343 Goiya Shiraz Pinotage DJX 3 ltr 13,5% 3.490

09652 Graffigna Malbec DMX 3 ltr 13,5% 3.490

R 09110 Isla Negra Cabernet Sauv. Merlot DEFJX3 ltr 12,5% 3.390

�R 09699 Italian Job ADMOX 3 ltr 11% 3.190

08563 J.P. Chenet Cabernet Syrah DMX 3 ltr 12,5% 3.440

04754 J.P. Chenet Merlot DFJMX 3 ltr 13% 3.570

00096 Jean-Claude Pepin Herault DMX 3 ltr 11,5% 2.890

00097 Jean-Claude Pepin Herault DMX 5 ltr 11,5% 4.790

05133 JeanJean Syrah 3 ltr 12% 3.140

04863 JeanJean Merlot DIMX 3 ltr 12,5% 3.190

09185 Kangaroo Ridge Cabernet Sauvingnon DMX 3 ltr 14% 3.720

R 09646 La Joya Reserve Cabernet Sauvig. Shiraz JX 3 ltr 13% 3.990

R 09155 La Roche Mazet Cabernet Sauvignon DFMX 3 ltr 12,5% 4.050

07969 Landiras Californian Red DEMX 3 ltr 12,5% 3.570

07211 Le Cep Chilean Cabernet Sauvignon FMX 3 ltr 12,5% 2.990

00098 Le Cep Merlot DMX 3 ltr 12,5% 3.090

04122 Le Cep Or Syrah Rouge MX 3 ltr 12,5% 3.190

�R 09712 Le Vigneron Catalan DMOX 3 ltr 12,5% 3.190

09563 Lindemans Shiraz Cabernet DJX 3 ltr 12,5% 3.490

04109 Los Llanos DMX 3 ltr 13% 3.390

R 09063 Louis Eschenauer Cabernet Sauvignon DIMX3 ltr 12,5% 3.480

R 09634 Maturo Primitivo DMX 3 ltr 13% 3.390

R 05235 Maximo Tempranillo Cabernet Sauvig. DMX 3 ltr 13,5% 3.690

06168 Montalto Nero d’Avola Sangiovese 3 ltr 13% 3.690

06179 Namaqua DMOX 3 ltr 13,5% 3.190

05365 Oc Cuvée 178 Merlot DMX 3 ltr 13% 3.980

07154 Pasqua Cabernet Merlot Venezie ADMX 3 ltr 12% 3.190

�R 09744 Pasqua Primitivo DFJX 3 ltr 13,5% 3.490

08677 Pearly Bay Dry Red DFMX 3 ltr 13% 3.090

08440 Primaverina MX 3 ltr 11,5% 2.990

R 09608 Promessa Rosso Salento DFHY 3 ltr 13,5% 3.590

07052 Rene Barbier Tinto Anejo DMX 3 ltr 13,5% 3.290

07607 Robertson Winery Cabernet Sauvignon DFMX3 ltr 13% 3.690

09222 Rosemount Shiraz Cabernet DMX 3 ltr 13,5% 3.700

05690 Solaz EFLMX 3 ltr 13,5% 3.390

04119 Stowells Tempranillo DMX 3 ltr 12% 3.290

04120 Stowells Vin de Pays du Gard DMX 3 ltr 12% 3.290

09340 Sunrise Cabernet Sauvignon DJMX 3 ltr 13,5% 3.490

09038 Tabiso Shiraz FJLX 3 ltr 14% 3.490

04029 Terra Vecchia DFX 3 ltr 12,5% 3.390

08201 Terralis Shiraz - Malbec DEX 3 ltr 13% 2.930

05409 Trapice Astica Cabernet Sauvignon MX 3 ltr 13,5% 3.390

R 06655 Tribal African Red 3 ltr 13,5% 3.490

05237 Two Oceans Shiraz DFJMX 3 ltr 13,5% 3.390

R 04199 Villa Puccini Oak Aged 3 ltr 12,5% 3.990

00107 Vin de Pays de Vaucluse DMX 5 ltr 12% 4.980

07259 Vina Maipo Cabernet Sauvignon ADMX 3 ltr 13% 3.490

05439 Wilderness Estate Shiraz DFJX 3 ltr 13,5% 3.590

09621 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley White Grenache KOX 3 ltr 10% 2.890

00444 Jean-Claude Pepin Rosé AX 3 ltr 11,5% 2.980

07051 Rene Barbier Rosado 3 ltr 12% 3.090

HVÍTVÍN

RAUÐVÍN

RÓSAVÍN

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 81

Page 82: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

82

Hér má finna vörur eftir stafrófsröð. Nánari upplýsingar er að finna í vöruskrá eftir uppgefnu blaðsíðutali.Vörunúmer er á hverri vöru til að einfalda leitina. Uppgefin verð gilda út september 2005.

12 - A Vnr. verð bls A-B Vnr. verð bls

12 Ouzo 03129 3.390 74

35 South Cabernet Sauvignon kassavín 06174 3.580 35

35 South Chardonnay kassavín 06172 3.750 54

35 South Shiraz kassavín 06173 3.780 37

A Mano Primitivo 07307 1.090 43

Aalborg Akvavit Jubilæums 00840 3.590 74

Aalborg Akvavit Jubilæums 00841 1.950 74

Aalborg Akvavit Taffel 00838 3.390 74

Abbotts Cumulus 07934 1.800 40

Absinth Tabu 09226 6.770 74

Absolut 00901 3.190 73

Absolut 04532 4.550 73

Absolut Citron 00902 3.390 74

Absolut Mandrin 08712 3.490 74

Alamos Cabernet Sauvignon 05093 1.290 30

Alamos Chardonnay 05094 1.290 52

Alamos Malbec 05095 1.190 30

Aliwen Cabernet Sauvignon Merlot Reserva 09129 1.290 37

Aliwen Cabernet Sauvignon Syrah Reserva 09128 1.290 37

Allegrini La Grola 07959 2.190 45

Allegrini Palazzo Della Torre 07922 1.950 45

Allegrini Valpolicella Classico 07923 1.450 45

Alta Vista Alto 07349 4.790 31

Alta Vista Chardonnay Premium 04334 1.500 52

Alta Vista Cosecha Chardonnay Torrontés 07854 1.250 52

Alta Vista Cosecha Malbec Tempranillo 07795 1.150 31

Alta Vista Grande Reserve Malbec 05507 1.980 30

Alta Vista Malbec Premium 05926 1.510 30

Alta Vista Torrontes Premium 08488 1.400 52

Altozano Crianza 04967 990 47

Amaretto Disaronno 01067 2.100 69

Amarone - Santi 09695 2.690 45

Amarula Cream 03017 2.190 69

Amarula Cream 06224 1.150 69

Amarula Cream 06599 3.090 69

Amstel dós 01514 198 77

Angaro Cabernet Sauvignon Tempranillo 08366 990 31

Angaro Chardonnay 08364 990 52

Angaro Malbec Syrah 08365 1.040 31

Anger Pinot Grigio 06953 1.790 59

Angostura 06218 1.270 67

Angove’s Bear Crossing

Cabernet Merlot kassavín 09707 3.790 33

Angove’s Bear Crossing Cabernet

Sauvignon Merlot 04409 1.090 33

Angove’s Bear Crossing Cabernet Shiraz 09484 1.090 33

Angove’s Bear Crossing Chardonnay 04391 1.090 53

Angove’s Bear Crossing Shiraz 04379 1.090 32

Angove’s Long Row Shiraz 07851 1.190 32

Angove’s Stonegate Cabernet Shiraz 07848 890 33

Antinori Guado Al Tasso 09391 4.990 44

Archers Aqua Cranberry 08517 283 75

Archers Aqua Raspberry 07230 283 75

Argento Malbec 05358 1.190 30

Armador Cabernet Sauvignon 09642 1.530 35

Armador Carmenere 09644 1.790 36

Armador Merlot 09643 1.790 37

Arniston Bay Chenin Blanc Chardonnay 05766 1.190 62

Arniston Bay Ruby Cabernet Merlot 05764 1.190 51

Arniston Bay Shiraz Merlot 05765 1.190 51

Ars Vitis Riesling 07836 1.190 62

Art de Vivre 05747 1.290 41

Art de Vivre Cotes du Roussillon 05748 533 41

Artadi Vinas de Gain 09611 1.890 49

Artazuri 09610 1.190 46

Ash Tree Shiraz - Monastrell 09118 990 47

Auchentoshan Three Wood 09207 5.740 72

Averna Amaro Siciliano 06139 3.690 67

B Crux 09141 2.580 31

Bacardi Breezer Lemon 04688 297 75

Bacardi Breezer Lime 04684 297 75

Bacardi Breezer Orange 04686 297 75

Bacardi Breezer Pineapple 04685 297 75

Bacardi Breezer Watermelon 05369 297 75

Bacardi Carta Blanca 00969 3.250 72

Bacardi Carta Blanca 00970 1.670 72

Bacardi Limón 04250 3.190 74

Bacardi Limón 09855 2.990 74

Bacardi Limón 09856 1.650 74

Bacardi Oro 00973 3.370 73

Bach Cabernet Sauvignon 02998 1.090 48

Badgers Creek Semillon Chardonnay 04510 1.210 53

Badgers Creek Shiraz Cabernet 08087 1.260 33

Badiola 04735 1.390 44

Baileys 05085 1.620 69

Bailey’s 01024 2.200 69

Bailey’s 06986 3.130 69

Bailey’s 09157 1.170 69

Ballantine’s 12 ára 00748 4.150 72

Ballantine’s 12 ára 00749 2.290 72

Ballantines Finest 05170 4.950 72

Ballantine’s Finest 00745 3.490 72

V Ö R U R Í S TV Ö R U R Í S T A F R Ó F R Ö ÐA F R Ó F R Ö ÐA - B

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 82

Page 83: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

83

Ballantine’s Finest 00746 1.850 72

Balvenie Single Barrel 15 ára 01690 6.990 72

Banfi Brunello di Montalcino 02503 4.190 45

Banfi Chianti 05073 1.290 44

Banfi Chianti Classico 05074 1.540 44

Banfi Col di Sasso 02506 1.140 44

Banfi Le Rime Chardonnay & Pinot Grigo 02510 1.240 59

Banrock Station Colombard Chardonnay 06457 1.090 53

Banrock Station Shiraz Mataro 06458 1.090 33

Banyuls 6 ans d’Age Tuilé 09637 1.990 66

Bardinet Creme de Cassis 02816 2.120 68

Bardinet Negrita Rhum Old Reserve 02822 3.460 72

Bardinet Orange Imperial 03557 3.580 68

Baron de Lestac Bordeaux 05426 1.320 38

Baron de Ley Reserva 05254 1.490 49

Baron De Sigognac 09579 19.990 70

Baron De Sigognac 09582 12.990 70

Baron De Sigognac 09581 9.990 70

Baron De Sigognac 09580 7.990 70

Barramundi Cabernet Merlot kassavín 08471 3.590 33

Barramundi Semillon Chardonnay kassavín 07712 3.500 53

Barton & Guestier 1725 07074 1.220 38

Barton & Guestier Cabernet Sauvignon 04359 990 40

Barton & Guestier Cabernet

Sauvignon Rosé 09436 990 63

Barton & Guestier Chablis 09435 1.590 57

Barton & Guestier Chardonnay 05644 990 57

Barton & Guestier Merlot 09434 990 40

Barton & Guestier Syrah 09437 990 40

Bavaria 05333 149 77

Bavaria dós 04185 129 77

Bavaria dós 06696 179 77

Bavaria Crown 09200 119 77

Bavaria Crown dós 07819 149 77

Bavaria Red dós 08719 329 79

Beamish Stout dós 04000 210 80

Bear dós 03875 299 79

Beautiful Fruit Fragola 04195 250 67

Beautiful Fruit Frutti di Bosco 07160 940 67

Beautiful Fruit Sangria 04259 279 67

Beck’s 03600 169 77

Beck’s 05049 219 77

Beck’s dós 01545 159 77

Beck’s dós 01547 218 77

Beck’s Gold 09015 165 77

Beefeater 00929 1.690 73

Beefeater 00930 3.180 73

Beefeater 04027 4.470 73

Beefeater 04527 2.390 73

Bell’s 00741 3.400 72

Benchmark Cabernet Shiraz 08347 1.090 33

Benchmark Chardonnay 08348 1.090 52

Berentzen Apfel Korn 01147 2.190 68

Berentzen Apfel Korn 08696 2.990 68

Berentzen Peach Schnapps 01148 2.310 68

Berentzen Wildkirsch 09308 1.990 68

Beringer Merlot 07006 1.590 34

Beringer Napa Valley Cabernet Sauvignon 00153 1.990 34

Beringer Napa Valley Chardonnay 00384 1.690 54

Beringer Napa Valley Fume Blanc 01783 1.490 54

Beringer Sauvignon Blanc 00419 1.390 54

Beringer Stone Cellars Zinfandel Blush 09760 1.090 63

Beringer Zinfandel 01777 1.590 35

Beronia Crianza 07731 1.090 49

Beronia Reserva 00148 1.390 49

Beronia Tempranillo 09184 1.390 49

Bichot Saint-Emilion 00006 1.400 39

Birra Moretti 05058 157 77

Biso Bianco Il Vino del Lunedí 06665 1.040 58

Biso Chardonnay 06495 1.200 59

Biso Il Vino del Lunedí 06649 1.040 41

Biso Il Vino del Lunedí Pinot Grigio 06621 1.260 59

Biso Merlot 06243 1.200 45

Bitburger dós 05047 198 77

Bitburger Premium 05048 163 77

Black Opal Cabernet Merlot 02064 1.290 33

Blackwood’s Dry Gin 09160 3.770 73

Blackwood’s Vodka 09161 3.770 73

Blanc Pescador 06626 970 60

Blason Crianza 09143 2.120 47

Blason Timberlay 08123 1.290 38

Blason Timberlay Sauvignon Blanc 08430 1.190 56

Blár Aalborg 00843 3.190 74

Blizzard Lemon með rommi 09358 308 75

Blizzard Mango með Gini 09360 308 75

Blizzard Orange með vodka 09361 308 75

Blizzard Red Berry með rommi 09359 308 75

Blue Angel Wild Bluberry 09553 1.130 66

Bodegas Alberto Gutierrez kassavín 03030 4.890 60

Bodegas Hijos de Alberto

Gutierrez kassavín 03041 4.890 47

Bokma Frische 00957 4.660 74

Bolla Amarone della Valpolicella 02221 3.220 46

Bolla Pinot Grigio 02207 1.090 58

Bolla Recioto della Valpolicella Classico 09365 2.550 46

Bolla Recioto Di Soave Classico 09364 2.550 60

Bolla Sangiovese di Romagna 03194 1.190 42

Bolla Valpolicella Classico Le Poiane 02220 1.490 46

Bollinger Brut Special Cuvée 00528 3.390 64

Bollinger Special Cuvée Brut 02743 7.490 64

Bols Blue Curacao 01055 1.780 68

Bols Creme de Bananes 01043 1.850 68

Bols Kibowi Kiwi 03127 1.990 68

Bols Maraschino 05715 1.990 68

B

B Vnr. verð bls B Vnr. verð bls

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 83

Page 84: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

84

Bols Parfait Amour 09840 1.780 68

Bols Pisang Ambon 09841 1.890 68

Bols Zeer Oude Genever 02037 4.220 74

Bombay Sapphire 00945 3.790 73

Bombay Sapphire 09761 5.350 73

Bon Courage Cabernet Sauvignon 08859 1.250 50

Bon Courage Cabernet Sauvignon Shiraz 07756 1.090 51

Bon Courage Chardonnay 07799 990 61

Bon Courage Sauvignon Blanc 07757 1.090 62

Bon Courage Shiraz 08860 1.190 50

Boomerang Bay Cabernet Shiraz 04732 990 33

Boru Vodka 05794 2.490 73

Borzoi 00893 2.180 73

Bouchard Aine Pouilly-Fuissé 00265 1.790 57

Braastad Fine Champagne XO 07134 4.890 70

Braastad VSOP 09732 3.960 70

Brauperle Pils dós 09727 155 77

Brennivín 00829 3.180 74

Brennivín 06567 4.030 74

Brennivín 06569 2.110 74

Brolio Chianti Classico 00172 1.790 44

Brown Brothers Cabernet Sauvignon 07544 1.390 31

Brown Brothers Everton 07548 1.190 33

Brown Brothers Merlot 07543 1.390 32

Brown Brothers Shiraz 07549 1.490 32

Brunello Di Montalcino DOCG 09509 3.290 45

Budweiser dós 01433 189 77

Budweiser Budvar 03584 162 77

Budweiser Budvar 05541 215 77

Budweiser Budvar dós 07709 205 77

Burti La Rose Célébration Dolce 07165 950 64

Bushmills Irish Cream 09601 2.190 70

Caliterra Merlot 04283 1.090 37

Campari Bitter 01118 3.250 67

Campari Bitter 01119 2.330 67

Campari Mixx 09014 311 75

Campari Soda 5x98 ml 01211 880 67

Campo Viejo Gran Reserva 07624 1.590 49

Campo Viejo Reserva 00135 1.350 49

Camus VS 00662 3.890 70

Camus VS 00663 2.090 70

Camus VS 00664 2.890 70

Camus VSOP 00659 4.690 70

Camus VSOP 00660 2.390 70

Camus VSOP 07644 3.290 70

Camus XO 00657 8.690 70

Canaletto Montepulciano 05150 1.190 42

Canaletto Nero d’Avola Merlot 08588 1.290 43

Canaletto Primitivo 05149 1.240 43

Canepa Cabernet Sauvignon kassavín 09547 3.190 35

Canepa Cabernet Sauvignon 04091 990 35

Canepa Classico Cabernet Sauvignon 09285 890 35

Canepa Classico Cabernet Sauvignon 09288 299 35

Canepa Classico Chardonnay 09286 890 54

Canepa Classico Chardonnay 09287 299 54

Canepa Private Reserve

Cabernet Sauvignon 00154 1.290 35

Canepa Private Reserve Chardonnay 00385 1.360 54

Canepa Private Reserve Merlot 03322 1.290 37

Canepa Private Reserve Sirah 09284 1.390 37

Canepa Sauvignon Blanc 04084 990 55

Canepa Semillion Chardonnay kassavín 09548 3.390 55

Cape Spring Chenin Blanc 09546 1.070 62

Cape Spring Merlot-Cabernet 09545 1.270 51

Captain Morgan Spiced Rum 01161 3.290 74

Captain Morgan Spiced Rum 01162 1.690 74

Captain Morgan Spiced Rum 04519 4.330 74

Caribbean Twist Pina Colada 04633 750 75

Caribbean Twist Pina Colada 08760 290 75

Caribbean Twist Squeezed Pineapple 09292 790 75

Caribbean Twist Tropical Watermelon 08761 290 75

Caribbian Twist Mixed up Mango,

Orange & Passion 09272 790 75

Caribbian Twist Tropical Pinapple 09273 290 75

Carlo Rossi California Red 07876 1.590 35

Carlo Rossi California Red 07939 890 35

Carlo Rossi California Rose 06707 1.190 63

Carlo Rossi California Rose 06706 740 63

Carlo Rossi California White 06708 1.590 54

Carlo Rossi California White 07940 890 54

Carlsberg 03598 164 77

Carlsberg 04875 218 77

Carlsberg dós 01543 189 77

Carlsberg dós 06952 135 77

Carlsberg Elephant dós 01461 210 79

Carmen Cabernet Sauvignon 06342 1.090 35

Carmen Cabernet Sauvignon Reserve 06343 1.490 35

Carmen Carmenere 08823 1.090 36

Carmen Chardonnay 06344 1.090 54

Carmen Merlot 06346 1.090 37

Carmen Merlot Reserve 06347 1.390 37

Carmen Reserve Carmenere-Cabernet 04859 1.490 37

Carolans Irish Cream 01021 1.490 69

Carrington Shiraz Cabernet kassavín 09534 3.590 33

Casa de La Ermita Crianza 09814 1.690 48

Casa de La Ermita Petit Verdot 09083 2.390 48

Casa Lapostolle Cabernet Sauvignon

Cuvée Alexandre 08255 1.800 35

Casa Lapostolle Chardonnay 05107 1.300 54

Casa Lapostolle Merlot Cuvée Alexandre 04672 1.990 37

Casa Milani 04209 790 43

Casa Miriam Malbec - Merlot 09626 1.290 31

Casa Miriam Reserva Cabernet Sauvignon 09623 1.390 30

Casa Miriam Reserva Chardonnay 09628 1.390 52

B – C

B-C Vnr. verð bls C Vnr. verð bls

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 84

Page 85: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

85

Casa Miriam Reserva Malbec 09624 1.400 30

Casa Miriam Reserva Malbec - Syrah 09629 1.400 31

Casal di Serra Verdicchio dei Castelli di Jesi 04661 1.430 59

Casalferro 02223 2.990 44

Casillero del Diablo Cabernet Sauv. 06997 1.190 35

Casillero del Diablo Merlot 05938 1.190 37

Castell de Vilarnau Brut 01747 1.090 65

Castell de Vilarnau Demi-Sec 00527 1.020 65

Castellani Nero D´Avola 09504 1.090 43

Castellani Primitivo IGT. 09503 1.090 43

Castello di Fonterutoli Chianti Classico 04733 2.950 44

Castello Di Querceto Chianti Classico 09566 1.690 44

Castello Di Querceto Chianti Classico Riserva 09565 2.190 44

Castillo de Almansa Reserva 07842 990 47

Castillo de Molina Merlot Reserva 03251 1.250 37

Castillo de Molina Reserva Cabernet Sauvignon 05939 1.250 35

Castillo de Molina Reserva Chardonnay 03248 1.230 55

Castillo Montroy Valencia Reserva 07841 890 50

Castillo Perelada Brut Reserva 05970 990 65

Castillo Perelada Crianza 09525 1.290 48

Castillo Perelada Reserva 09747 1.670 48

Castillo Perelada Seco 06624 990 65

Catena Cabernet Sauvignon 05088 1.590 30

Catena Malbec 05087 1.590 30

Cavalier de France 00091 790 38

Cepa Gavilan 09813 1.570 47

Ceres Royal dós 04951 139 77

Ceres Royal dós 07250 199 77

Chanson Beaune Clos des Feves 09374 4.220 40

Chanson Pernand-Vergelesses

Les Caradeux 09377 3.490 57

Chartreuse Verte 02005 3.990 69

Chateau Romefort 09315 1.190 38

Chateau Beau Site 02231 2.390 39

Chateau Bellevue Lugagnac 09476 1.390 38

Chateau Bonnet 06910 1.190 38

Chateau Bonnet 00257 1.190 56

Chateau Cantemerle 06356 2.990 39

Chateau Cantenac Brown 03411 3.690 39

Chateau Caroline 09538 1.990 39

Chateau Cotes de Rol 04974 2.790 39

Chateau Coucheroy 00046 1.390 39

Chateau de Rions Special Reserve 07599 1.480 38

Chateau Dereszla Tokaji Aszu

5 Puttonyos 07801 2.130 62

Chateau des Pélerins 05169 2.590 39

Chateau du Cartillon 03835 1.920 39

Chateau Fonpiqueyre 09706 1.490 39

Chateau Haut-Bergeron 06015 3.580 57

Chateau Jonqueyres 05947 1.610 38

Chateau Latour 07275 19.110 39

Chateau Léoville Las Cases 09387 28.590 39

Chateau Léoville-Poyferré 09410 4.430 39

Chateau Merville 07551 2.290 39

Chateau Meyney 06370 2.590 39

Chateau Moulin de Bel-Air 09539 1.690 39

Chateau Mouton-Rothschild 09852 48.800 39

Chateau Petit-Village 03507 7.590 39

Chateau Petrus 07509 74.080 39

Chateau Pichon 07207 1.440 39

Chateau Pichon-Longueville-Baron 07285 5.990 39

Chateau Roc de Bernon 09537 1.690 39

Chateau Suduiraut 08765 5.940 57

Chateau Timberlay Cuvée Prestige 04996 1.990 38

Chateau Timberlay Cuvée Prestige 03831 1.690 56

Chateau Villemaurine 03537 4.690 39

Chianti Classico Campomaggio DOCG 09508 1.490 44

Chiaramonte Catarratto 09561 1.390 59

Chiaramonte Nero d’Avola 09560 1.320 43

Chivas Regal 12 ára 00770 4.190 72

Chivas Regal 12 ára 02258 5.790 72

Chivas Regal 12 ára 08844 3.090 72

Chivite Coleccion 125 Reserva 04163 2.360 46

Cielo Cabernet Sauvignon 09576 1.030 41

Cielo Chardonnay 08746 990 58

Cielo Merlot 08747 950 41

Cielo Pinot Bianco Pinot Grigio 09577 990 58

Cirsion 09389 12.090 49

Clay Station Shiraz 05545 1.690 34

Clay Station Viognier 05546 1.690 54

Clos de L’Oratoire des Papes 04810 1.990 41

Cobra Premium 08885 197 77

Cobra Premium 09245 359 77

Cockburn’s Special Reserve 00550 2.290 66

Codorniu Clasico Semi-Seco 00514 990 65

Codorniu Cuvée Reserva Raventos Brut 02991 1.320 65

Cointreau 01007 2.850 69

Cointreau 04894 5.360 69

Collioure Cuvée de la Colline Matisse 09479 1.790 41

Collioure Padreils 09478 1.790 58

Concha y Toro Casillero del Diablo

Chardonnay 05996 1.190 55

Concha y Toro Frontera

Cabernet Sauvignon kassavín 04105 3.490 36

Concha y Toro Frontera

Chardonnay kassavín 05875 3.290 55

Concha y Toro Sunrise

Cabernet Sauvignon 02994 990 36

Concha y Toro Sunrise Chardonnay 06987 990 55

Concha y Toro Sunrise Merlot 07001 990 37

Conde de Caralt Blanc De Blancs 05835 690 61

Conde de Serpa 09145 1.700 46

Conde De Valdemar Barrica 09669 1.350 61

Conde de Valdemar Reserva 07113 1.470 49

C

C Vnr. verð bls C Vnr. verð bls

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 85

Page 86: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

C – D

86

Conde de Valdimar Crianza 08258 1.290 49

Condestable Reserva 05593 970 48

Corky’s Vodka Shots Apple Sour 09593 2.590 75

Corky’s Vodka Shots Bubblegum 09595 2.590 75

Corky’s Vodka Shots Butterscotch 09591 2.590 75

Corky’s Vodka Shots Captain 09589 2.590 75

Corky’s Vodka Shots Cherry 09596 2.590 75

Corky’s Vodka Shots Choc Mint 09588 2.590 75

Corky’s Vodka Shots Cola Cube 09654 2.590 75

Corky’s Vodka Shots Cream Egg 09594 2.590 75

Corky’s Vodka Shots Lime & Chilli 09592 2.590 75

Corky’s Vodka Shots Toffee 09590 2.590 75

Corky’s Vodka Shots White Chocolate 09597 2.590 75

Cornellana Cabernet Sauvignon 09541 1.370 36

Cornellana Chardonnay 09540 1.360 55

Cornellana Merlot 09542 1.370 37

Corona 03625 170 77

Cortel Napoleon VSOP 00712 2.930 70

Cortes de Cima 09177 1.890 46

Corvo 01221 1.290 43

Coto de Imaz Gran Reserva 05802 1.850 49

Coto de Imaz Reserva 05978 1.390 49

Courela 09176 1.290 46

Courvoisier VSOP Exclusif 03357 4.590 70

Courvoisier VSOP Exclusif 09175 2.320 70

Croft Pale Cream 00591 2.080 65

Cruiser Cool Lime 06795 308 76

Cruiser Passionfruit 08574 308 76

Cruz Tawny 03077 2.280 66

Cuba Caramel 07751 3.350 74

Cuba Pure Vodka 09477 3.100 73

Cuba Strawberry 07752 3.290 75

Cumera Sangiovese kassavín 03792 3.350 43

Cuvée Louis Max 09218 290 38

Cuvée Louis Max 09219 290 56

Cypress Cabernet Sauvignon 07587 1.290 34

Cypress Merlot 03619 1.390 34

Cypress Shiraz 09751 1.390 34

Cypress White Zinfandel 08723 990 63

D.O.M. Bénédictine 00993 2.650 69

DAB dós 01561 198 77

DAB Original 03603 148 77

Dalmore 12 ára 01632 3.990 72

Danzka Citron 03705 4.140 74

Danzka Citron 05108 3.090 74

Danzka Vodka 00910 4.140 73

Davidoff Classic 01662 5.160 70

De Kuyper Butterscotch Cream 09298 1.890 76

De Kuyper Peachtree 01061 2.090 68

De Muller Chardonnay 03501 1.390 61

De Muller Merlot 05975 1.380 48

Deakin Estate Cabernet Sauvignon 05031 1.290 32

Deakin Estate Chardonnay 04973 1.090 53

Deakin Estate Merlot 04962 1.290 32

Deakin Estate Sauvignon Blanc 05030 1.190 53

Deakin Estate Shiraz 08088 1.290 33

Deakin Estate Shiraz Cabernet 08093 1.090 33

Deinhard Pinot Gris 03059 950 62

Delas Crozes-Hermitage Tour d’Albon 02748 2.180 41

Delas Hermitage Cuvée Marquise

de la Tourette 09376 4.550 41

Delicato Chardonnay 06399 1.220 54

Delicato Chardonnay 05876 320 54

Delicato Merlot 05881 319 34

Delicato Merlot 06400 1.220 34

Delicato Shiraz 06401 1.220 34

Delicato White Zinfandel 06402 990 63

Devil’s Rock Pinot Grigio 09787 940 63

Devil’s Rock Riesling kassavín 09789 3.290 63

Devil’s Rock Riesling 09788 890 63

Dietrich Riesling Reserve 03038 990 56

Dietrich Tokay Pinot Gris Reserve 07844 1.290 56

Dievole Rinascimento 05518 1.490 44

Dillon’s 08531 2.280 73

Dillon’s Gin 06611 4.130 73

Dobbe Pineau des Charentes Lily 06144 2.710 66

Dom Pérignon 06513 9.800 64

Domaine de Nizas Mas Salleles 09738 1.220 40

Domaine de Nizas Sauvignon Blanc 09737 1.070 57

Domaine des Coccinelles 05242 1.290 41

Domaine Laroche Chablis Saint-Martin

Vieilles Vig. 02337 1.790 57

Domaine Tempier Bandol 09754 2.190 63

Domdechant Werner Hochheim

Riesling Classic 05392 1.490 63

Don Aurelio Crianza 09149 1.260 47

Don Aurelio Macabeo 09151 1.190 60

Don Aurelio Reserva 09152 1.320 47

Don Aurelio Tempranillo 09150 1.190 47

Don Bargello Vino Bianco kassavín 09113 2.890 58

Don Bargello Vino Rosso kassavín 09114 2.890 41

Don Melchor Cabernet Sauvignon 06747 3.290 36

Dona Carmen Sangria 07171 1.540 67

Donovans Irish Cream 09700 1.690 75

Dooley’s 09299 3.190 70

Dooley’s 09305 1.690 70

Dooley’s 12x50 ml 09306 2.390 70

Dooley’s Toffee 07753 2.190 70

Dopff & Irion Framboise Reserve 02268 4.390 71

Dopff & Irion Gewurztraminer 06196 1.550 56

Dopff & Irion Riesling 06924 1.290 56

Dopff & Iron Tokay Pinot Gris 03198 1.390 56

Dr. Loosen Riesling 03872 890 62

Drambuie 01018 2.720 69

C-D Vnr. verð bls D Vnr. verð bls

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 86

Page 87: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

87

Drink & Eat Naut kassavín 04107 2.490 40

Drostdy Hof Cape Red 08769 990 51

Drostdy-Hof Cabernet Sauvignon 06414 1.090 50

Drostdy-Hof Cape Red kassavín 04861 3.290 51

Drostdy-Hof Chardonnay 06415 990 61

Drostdy-Hof Merlot 06416 1.090 50

Drostdy-Hof Steen kassavín 04860 3.090 62

Dry Sack Medium Dry 08044 1.590 65

Durius Tempranillo 09704 1.190 47

Duval-Leroy Brut Paris 09781 2.990 64

Duval-Leroy Brut Premier Cru 00508 2.790 64

Duval-Leroy Brut Rosé de Saignée 09779 3.190 64

Duval-Leroy Brut Vintage 09780 3.190 64

Duval-Leroy Demi-Sec 09778 2.690 64

Duvel 08114 348 79

E. Guigal Chateauneuf-du-Pape 06420 3.590 41

Eagle Ridge Zinfandel Rose 09517 890 63

Eclisse Caffé Espresso 05664 1.850 69

Eclisse Cappuccino 05662 1.760 69

Eclisse Cioccolato 05658 1.760 69

Egils Gull 09725 199 77

Egils Gull 09571 209 77

Egils Gull 08117 155 77

Egils Gull dós 01446 153 78

Egils Gull dós 01448 196 78

Egils Lite dós 04015 161 77

Egils Maltbjór dós 09119 215 79

Egils Pilsner 09606 179 78

Egils Pilsner dós 09037 149 78

Egils Pilsner 05696 159 78

Egils Premium 09567 159 78

Egils Premium dós 09568 216 78

Egils Sterkur dós 01445 249 79

Eikendal Cabernet Sauvignon 09357 1.890 50

Eikendal Merlot 09356 1.780 50

Eikendal Rossini Merlot/Cabernet/Shiraz 09355 1.520 51

Eikendal Sauvignon Blanc 09353 1.360 62

Eikendal Verdi Sauvignon

Blanc Chardonnay 09352 1.280 62

El Coto Crianza 05977 1.090 49

El Coto Rioja 06032 890 61

Eldurís 06579 4.050 73

Eldurís 06580 3.060 73

Eldurís 06610 2.190 73

Eldurís Citrus 00825 4.420 74

Elitaio Montepulciano D´Abruzzo 09505 1.090 42

Ellerer Engelströpfchen 00311 890 62

Era Inzolia 03001 1.090 59

Era Montepulciano d’Abruzzo 09195 1.090 42

Era Nero d’Avola 08971 1.040 43

Era Primitivo 09198 1.090 43

Erdinger 03613 305 80

Erdinger Dunkel 03614 315 80

Ernest & Julio Gallo Coastal

Vineyards Syrah 09663 1.390 34

Ernest & Julio Gallo Colombard 03569 960 54

Ernest & Julio Gallo Ruby Cabernet 00125 990 34

Ernest & Julio Gallo Sierra Valley

Cabernet Sauv. kassavín 05238 3.490 34

Ernest & Julio Gallo Sierra Valley

Chardonnay kassavín 05239 3.490 54

Ernest & Julio Gallo Sierra Valley White

Grenache kassavín 09621 2.890 63

Ernest & Julio Gallo Sierra

Valley Zinfandel 07924 1.090 35

Ernest & Julio Gallo Turning Leaf Syrah 09662 1.190 34

Escudo Rojo 07823 1.390 38

Estrella Damm dós 05036 209 78

Excalibur Strong dós 09766 415 79

Faiveley Beaune 1er Cru Les Cent Vignes 09395 2.690 40

Faiveley Chambertin Clos de Beze 09385 8.590 40

Faiveley Puligny-Montrachet 07381 3.990 57

Falernia Chardonnay 08343 1.320 55

Falernia Merlot 08346 1.320 37

Falernia Semillon 08344 1.320 55

Falesco Montiano 04767 3.290 42

Falesco Vitiano 04774 1.390 45

Falesco Vitiano 09674 1.390 59

Familia Simonetti Syrah 04261 1.090 51

Farnese Sangiovese kassavín 09822 3.250 41

Farnese Sangiovese 09821 990 41

Faustino I Gran Reserva 00122 1.990 49

Faustino Martinez Semi-Seco 08043 1.090 65

Faustino V Reserva 04175 1.490 49

Faustino VII 06437 1.090 49

Faustino VII 09156 594 49

Faxe 10% dós 07953 399 79

Faxe Amber dós 02033 169 77

Faxe Extra Strong dós 07729 849 79

Faxe Festbock dós 07902 299 79

Faxe Premium 04943 129 78

Faxe Premium dós 07898 159 78

Faxe Premium dós 08014 119 78

Faxe Premium dós 08533 349 78

Faxe Red dós 09105 189 77

Faxe Strong dós 04842 339 79

Ferentano Falesco 09752 1.890 58

Fernet Branca 06829 3.260 67

Fetzer Eagle Peak Merlot 01818 1.190 34

Feudo Arancio Nero d’Avola 05173 1.150 43

Finlandia 00877 4.140 73

Finlandia 00881 2.990 73

Finlandia 00885 2.290 73

Finlandia Vodka Cranberry 07656 3.190 74

D – F

D-E Vnr. verð bls E-F Vnr. verð bls

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 87

Page 88: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

88

F-G Vnr. verð bls

Finlandia Vodka Lime 07657 3.190 74

Firestone Cabernet Sauvignon 05770 990 34

Firestone Merlot 05769 990 34

Firestone Riesling 05768 990 54

Fisherman Vodka Shot 09108 3.290 75

Fleur du Cap Cabernet Sauvignon 06316 1.260 50

Fleur du Cap Chardonnay 06317 1.190 61

Fleur du Cap Merlot 06318 1.260 50

Fonseca 40 ára 04634 8.990 66

Fonseca Bin 27 04450 1.590 66

Fontana Candida Frascati 01233 990 58

Fonterutoli Chianti Classico 04731 1.750 44

Fontodi Chianti Classico 09598 1.790 44

Fontodi Vigna del Sorbo Chianti

Classico Riserva 09599 3.490 44

Fontodi Vinsanto Del Chianti Classico 09600 3.050 59

Fortant Cabernet - Shiraz kassavín 09530 3.390 38

Fortant de France Merlot kassavín 09531 3.390 38

Foster’s dós 09842 169 78

Fourplay 09249 1.980 43

Fragolino Fiorelli Rosso 09759 890 67

Fragolino Fiorelli Bianco 09758 890 67

Franck Millet Sancerre 00405 1.590 58

Francois d’ Allaines Bourgogne Cote

Chalonnaise 05756 1.490 57

Francois d’Allaines Bourgogne Pinot Noir 09313 1.490 39

Francois d’Allaines Chassagne-Montrachet

Chaumées 05493 4.190 57

Francois d’Allaines Meursault “Les Crotots” 03158 3.490

57

Francois d’Allaines Saint-Aubin En Remilly 05494 2.990 57

Frankhof Hochheimer Daubhaus

Riesling Kabinett 00334 890 63

Frapin Grande Champagne VIP XO 00691 8.990 70

Frapin Grande Champagne VSOP 00685 3.190 70

Frapin VS 00680 2.790 70

Frapin VS Luxe 05187 3.990 70

Frapin VSOP Cuvée Rare 00686 4.590 70

Frattina DiGale 03511 1.990 58

Freixenet Brut Nature 05028 1.090 65

Freixenet Brut Rosé 07593 990 65

Freixenet Carta Nevada Semi-Seco 00517 970 65

Freixenet Cordon Negro Brut 08678 990 65

Freixenet Cordon Negro Seco 00516 990 65

Freixenet Mini Nevada Semi Seco 08125 332 65

Frescobaldi Castiglioni 08873 1.390 44

Fresita 04036 890 67

Fresita 08786 239 67

Fresita 08804 490 67

Frontera Cabernet Sauvignon 05216 950 36

Frontera Chardonnay 05217 950 55

Fuego Austral Cabernet Merlot kassavín 09491 3.490 37

Fuego Austral Cabernet Merlot 09493 990 38

Fuego Austral Chardonnay kassavín 09490 3.490 55

Fuego Austral Chardonnay 09492 990 55

Fuente del Fuego Cabernet

Sauvignon kassavín 08378 3.190 36

Fuente del Fuego Cabernet Sauvignon 08424 990 36

Gabbiano Chianti Classico 03334 1.590 44

Gaffel Kölsch 09846 166 80

Gaffel Kölsch dós 09847 184 80

Gaffel Kölsch kútur 09848 2.100 80

Gaja Sito Moresco 03143 4.440 43

Gajol Blue Vodka Shot 09522 3.290 75

Gajol Gul Vodka Shot 09523 3.290 75

Gammel Dansk 01112 3.390 67

Gammel Dansk 01113 1.840 67

Gammel Dansk 01114 4.770 67

Gancia Asti 00498 760 64

Gato Blanco Chardonnay kassavín 05773 3.190 55

Gato Blanco Sauvignon Blanc kassavín 05774 3.290 55

Gato Blanco Sauvignon Blanc 03250 910 55

Gato Negro Cabernet Sauvignon kassavín 04778 3.440 36

Gato Negro Cabernet Sauvignon 03252 980 36

Gato Negro Merlot 04285 980 37

Gato Negro Merlot 09616 289 37

Gekkeikan Sake 02079 2.290 80

Gentil Hugel 01625 1.260 56

Gibo Vermouth Bianco 04845 1.790 67

Gibo Vermouth Extra Dry 04853 1.790 67

Gibo Vermouth Rosso 04846 1.790 67

Giordano Montepulciano d’Abruzzo 08916 1.200 42

Glenfiddich 00755 4.390 72

Glenfiddich 12 ára Special Reserve 06177 5.990 72

Glenfiddich 18 ára Ancient Reserve 09213 6.990 72

Glenfiddich 21 árs Havana Reserve 09209 9.990 72

Glenfiddich Caoran Reserve 09210 6.990 72

Glenfiddich Single Malt Special Reserve 08725 3.290 72

Goiya Chardonnay Sauvignon

Blanc kassavín 09344 3.190 62

Goiya Shiraz Pinotage kassavín 09343 3.490 50

Goiya Shiraz Pinotage 04817 1.140 50

Gonzalez Byass Elegante Cream 00601 1.790 65

Gonzalez Byass Elegante Medium

Amontillado 08110 1.880 65

Gonzalez Byass Soberano Solera 02011 2.890 70

Gonzalez Byass Tio Pepe Fino 00570 1.850 65

Gordon’s 00921 3.140 73

Gordon’s 00922 1.670 73

Gordon’s 07260 4.390 73

Gordon’s Gin 08449 2.340 73

Gozio Amaretto 05657 2.760 69

Graffigna Chardonnay Sauvignon 09651 990 52

Graffigna Malbec 05378 970 30

F – G

F Vnr. verð bls

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 88

Page 89: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

89

G-H Vnr. verð bls H-J Vnr. verð bls

Graffigna Malbec kassavín 09652 3.490 30

Graham’s LBV 00557 2.690 66

Grahams Six Grapes 08798 2.800 66

Graham’s Tawny 10 ára 00556 3.090 66

Graham’s Vintage Port 09388 6.990 66

Gran Feudo Chardonnay 09088 1.090 61

Gran Feudo Crianza 09086 1.090 49

Gran Feudo Rosé 09089 1.090 63

Grand Marnier Cordon Rouge 00999 3.070 69

Grand Marnier Cordon Rouge 04895 4.110 69

Grand Marnier Cordon Rouge 04897 5.590 69

Grand Vin Signature 1995 09453 7.870 64

Grant Burge Barossa Semillon

Sauvignon Blanc 03649 1.150 53

Grant Burge Barossa Shiraz 08556 1.290 32

Grant Burge Filsell 02683 2.020 32

Grant’s 07249 2.550 72

Grant’s 00753 1.890 72

Grant’s Family Reserve 00752 3.490 72

Grant’s Heritage Reserve 15 ára 05366 5.490 72

Green Gold kassavín 08098 2.990 62

Greene King IPA 09164 299 79

Greene King The Beer To Dine For 09765 430 78

Grolsch 01517 266 78

Grolsch 03593 169 78

Grolsch dós 05712 161 78

Grolsch dós 09731 194 78

Guigal Cotes-du-Rhone 06423 1.390 41

Guimaraens 07015 4.390 66

Guinness Draught dós 01565 189 80

Guntrum Riesling kassavín 05869 2.590 63

Guntrum Riesling Royal Blue 00414 790 63

Haig’s Dimple 15 ára 00737 4.450 72

Hansa Export dós 09077 167 78

Harboe Premium Lager dós 09586 148 78

Hardy VSOP 09097 4.290 70

Hardy VSOP 03765 3.190 70

Hardy XO 09099 5.490 70

Hardy XO karafla 01952 7.990 70

Hardys Nottage Hill Shiraz 07087 1.390 32

Hardys Stamps Chardonnay Semillon 06459 1.190 53

Hardys Stamps Shiraz

Cabernet Sauvignon 06460 1.090 33

Harveys Amontillado Medium Dry 00580 1.890 65

Harveys Bristol Cream 00577 1.990 65

Havana Club Anejo 7 ára 02096 3.590 72

Havana Club Anejo Blanco 05617 2.290 73

Havana Club Anejo Blanco 02094 3.190 73

Heering Cherry 01032 1.790 68

Heering Cherry 09368 3.650 68

Heineken 03592 180 78

Heineken 04944 287 78

Heineken dós 01510 219 78

Heineken dós 04950 165 78

Heineken Special Dark 01512 190 77

Henkell Trocken 00510 990 64

Hennessy VS 03741 3.990 71

Hennessy VSOP 00672 4.870 71

Hennessy XO 02983 9.500 71

Henriques & Henriques Malmsey 10 ára 09639 2.390 65

Henriques & Henriques Rainwater 3 ára 09638 2.190 65

Henry’s No. 1 London Special Dry 04645 2.910 73

Herencia Remondo La Montesa 08349 1.470 49

Hécula 08593 1.270 46

Hétszóló Tokaji Furmint 08335 1.260 62

Highland Park 18 ára 09373 6.390 72

Highland Reserve 09220 3.290 72

Highland Way 03684 2.230 72

Highland Way 03755 4.260 72

Highland Way 03804 3.060 72

Hoegaarden White 06634 194 80

Hollandia dós 09633 155 78

Holsten dós 01554 199 78

Holsten Festbock dós 01556 294 79

Holsten Maibock dós 08100 280 79

Hoppe Guelbenzu 09564 1.590 38

Hot Irishman Superior Irish Coffee 05495 3.290 75

Hot n’Sweet 01175 3.290 75

Hot n’Sweet 03972 2.390 75

Hugel Gewurztraminer 00290 1.590 56

Hugel Riesling 00287 1.440 56

Hugel Riesling Vendange Tardive 07110 3.990 56

Hugel Tokay Pinot Gris

Vendange Tardive 07112 3.840 56

Hunt’s Exquisite Old White 00547 2.290 66

Hunt’s Ruby 00546 2.290 66

Höfðingi 08827 1.090 38

Il Falcone Rivera 01676 1.790 43

Irish Meadow 09274 1.890 76

Irish Mist 01020 2.420 69

Isla Negra Cabernet Sauvignon

Merlot kassavín 09110 3.390 38

Isle Of Jura 10 ára 05925 4.190 72

Isle of Skye 8 ára 07435 3.900 72

Italian Job kassavín 09699 3.190 41

J. Lohr Hilltop Cabernet Sauvignon 08720 3.390 34

J. Lohr Seven Oaks Cabernet Sauvignon 08023 1.490 34

J.J. McWilliam’s Semillon Sauvignon Blanc 09659 990 53

J.J. McWilliam’s Shiraz Cabernet 09658 990 33

J.P. Chenet Blanc de Blancs kassavín 04753 3.120 56

J.P. Chenet Blanc de Blancs 07966 1.070 56

J.P. Chenet Brut 07605 1.070 64

J.P. Chenet Brut 09082 372 64

J.P. Chenet Cabernet Syrah kassavín 08563 3.440 40

G – J

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 89

Page 90: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

90

J Vnr. verð bls J-L Vnr. verð bls

J.P. Chenet Cabernet Syrah 05503 397 40

J.P. Chenet Cabernet Syrah 07974 1.070 40

J.P. Chenet Chardonnay Elevé en

Barrique 05923 1.270 57

J.P. Chenet Cinsault Grenache 05506 433 63

J.P. Chenet Medium Dry 07604 1.070 64

J.P. Chenet Medium Dry 09081 372 64

J.P. Chenet Medium Sweet 05505 413 57

J.P. Chenet Merlot kassavín 04754 3.570 40

J.P. Chenet Merlot 07975 1.080 40

J.P. Chenet Merlot Cabernet 04997 1.190 40

Jack Daniels 05793 1.920 71

Jack Daniel’s 09005 3.750 71

Jack Daniel’s Tennessee Gold 08406 325 76

Jackson-Triggs Cabernet Franc Icewine 09012 6.290 60

Jacob’s Creek Chardonnay 05771 1.090 52

Jacob’s Creek Chardonnay

Pinot Noir Brut 04037 1.130 64

Jacob’s Creek Grenache Shiraz 07352 1.190 33

Jacob’s Creek Merlot 05693 1.190 32

Jacob’s Creek Reserve Shiraz 05260 1.590 32

Jacob’s Creek Semillon Chardonnay 05692 990 53

Jacob’s Creek Shiraz Cabernet 03412 1.190 33

Jacquesson Cuvée 728 Brut 04781 2.980 64

Jagermeister 01109 3.370 68

Jagermeister 01110 1.810 68

Jagermeister 07256 4.700 68

Jago’s Vodka Cream Liqueur 09162 2.440 69

James English 04898 3.130 73

Jameson 00779 3.460 71

Jameson 00780 1.830 71

Jameson 04437 4.740 71

Jameson 05884 2.490 71

JCP Herault Blanc kassavín 00301 2.890 57

JCP Herault Blanc kassavín 04077 4.790 57

Jean-Claude Pepin Herault kassavín 00096 2.890 40

Jean-Claude Pepin Herault kassavín 00097 4.790 40

Jean-Claude Pepin Rosé kassavín 00444 2.980 63

JeanJean Syrah kassavín 05133 3.140 40

Jeanjean Chardonnay kassavín 09024 3.290 57

JeanJean Merlot kassavín 04863 3.190 40

JeanJean Merlot 09025 990 40

Jeanjean Syrah Rosé 09632 990 63

Jean-Marc Brocard Chablis Domaine

Sainte Claire 09172 1.590 57

Jean-Marc Brocard Jurassique Chardonnay

en Sol kassavín 09679 3.630 57

Jean-Marc Brocard Saint Bris Sauvignon 09686 1.290 57

Jever Pilsener dós 05052 231 78

Jim Beam Bourbon 00795 3.590 71

Jindalee Cabernet Sauvignon 09203 1.040 31

Jindalee Chardonnay 09201 1.090 52

Jindalee Merlot 09202 1.040 32

Jindalee Shiraz 09205 1.190 32

Johann Strauss Mocca 06241 1.760 69

Johnnie Walker Black Label 12 ára 00732 4.050 72

Johnnie Walker Red Label 07261 2.470 72

Jorio Montepulciano d’Abruzzo 06584 1.490 42

Joseph Cartron Banane 01701 1.940 68

Joseph Cartron Pomme Verte 09533 2.190 68

Joseph Drouhin Beaune

Clos des Mouches 01612 4.990 57

Joseph Drouhin Chablis 05609 1.890 57

Joseph Drouhin Corton 07299 5.790 40

Joseph Drouhin Musigny 07301 9.470 40

Joseph Drouhin Romanée-Saint-Vivant 07302 8.990 40

Joseph Drouhin Vosne-Romanee 07297 4.410 40

Jöklakrap 01152 3.590 75

Kahlua 02979 1.890 69

Kaiken Cabernet Sauvignon 09297 1.190 30

Kaiken Malbec 09296 1.190 30

Kangaroo Ridge Cabernet

Sauvingnon kassavín 09185 3.720 31

Kirsberry 01133 1.590 66

Kiss Me Cream Dream Flavour pakki 06697 4.990 76

Kiss me Passion Cocktail pakki 06695 4.990 76

Kiss Me Tequila & Lime Falvour pakki 06701 4.990 76

Klein Constantia Cabernet Sauvignon 06730 1.460 50

Klein Constantia Sauvignon Blanc 06728 1.390 62

Kopparberg Apple 03711 199 66

Kopparbergs Pear dós 06940 264 66

Kopparbergs Strawberry Cider dós 09569 279 66

Kopperberg Apple dós 08015 264 66

Koskenkorva 00874 2.860 73

Koskenkorva 00875 1.490 73

Koskenkorva 08030 2.190 73

Koskenkorva Vodka 04524 3.990 74

Kozel dós 09587 149 78

Kriter Demi Sec 00493 1.290 64

Kronenbourg 1664 08116 179 78

Kronenbourg 1664 dós 08143 198 78

Krug Grande Cuvée 02203 9.440 64

Krusbärscider dós 09467 256 66

Krusovice Imperial dós 05511 198 78

Kumala Cabernet Sauvignon Shiraz 07719 1.050 51

Kvöldsól 08010 1.600 66

KWV Merlot 08072 1.290 50

KWV Roodeberg 00219 1.290 51

Kylix 05457 990 43

Kylix Bianco 05458 900 59

Kylix Rosso 05456 900 43

La Belle Cream 07603 1.990 69

La Belle Orange 09710 3.690 69

La Chablisienne Chablis LC 00412 1.490 57

J – L

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 90

Page 91: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

91

L Vnr. verð bls L-M Vnr. verð bls

La Chablisienne Petit Chablis 06927 1.360 57

La Grande Josiane 09126 2.990 69

La Joya Cabernet Sauvignon Reserve 04284 1.260 36

La Joya Reserve Cabernet Sauvignon

Shiraz kassavín 09646 3.990 38

La Joya Reserve Sauvignon Blanc 09645 1.290 55

La Misión Cabernet Sauvignon 09085 1.390 36

La Misión Chardonnay 09084 1.390 55

La Misión Merlot Reserva 09100 1.590 37

La Palma Dorada Cab/Sauv Carmenére 09526 1.390 38

La Palma Dorada Carmenére 09527 1.390 36

La Palma Dorada Sauvignon Blanc 09528 1.290 55

La Roche Mazet Cabernet

Sauvignon kassavín 09155 4.050 40

La Vendimia 08352 1.380 49

Laforet Bourgogne Pinot Noir 00121 1.490 39

Lagunilla Crianza 08604 1.090 49

Lagunilla Gran Reserva 08594 1.690 49

Lagunilla Reserva 08597 1.390 49

Lahn Sauvignon Blanc 06925 1.790 59

Lamberti Valpolicella Classico Santepietre 03340 1.190 46

Lambrini Cherry 09278 390 67

Lambrini Original 09279 590 67

Lambrusco 1915 09314 890 64

Lan Crianza 03753 1.250 49

Landenberg Graacher Himmelreich

Riesling Spätlese 00312 1.190 62

Landiras Californian Red kassavín 07969 3.570 35

Lapin Kulta 06157 136 78

Lapin Kulta dós 06666 159 78

Laroche Chablis 03161 1.490 57

Laroche Chablis Vaudevey 00268 2.090 57

Larsen VS 00697 3.890 71

Larsen VSOP 04722 4.300 71

Las Campanas Crianza 00136 1.090 49

Laurent Perrier Brut 09336 3.150 64

Laurent Perrier Cuvée Rose Brut 09335 4.430 64

Le Cep Chardonnay kassavín 07208 3.290 57

Le Cep Chilean Cabernet

Sauvignon kassavín 07211 2.990 36

Le Cep Italian Chardonnay kassavín 00305 2.990 58

Le Cep Merlot kassavín 00098 3.090 40

Le Cep Or Syrah Rouge kassavín 04122 3.190 40

Le Piat d’Or 00103 990 41

Le Piat d’Or 00302 920 56

Le Vigneron Catalan kassavín 09712 3.190 41

Le Vigneron Catalan 09711 960 58

Leffe Blonde 06932 269 79

Leffe Brune 03876 269 79

Lejay-Lagoute Kir Royal 01200 1.590 67

Lellei Cabernet Sauvignon 06155 990 51

Lemonel 05655 2.380 69

Lemonello Averna 03417 3.090 69

Leonardo Chianti 09656 1.190 44

Leonardo Chianti Riserva 09657 1.590 44

Les 7 Soeurs Syrah 06486 1.170 41

Les Tourelles de Longueville 08778 2.790 39

Limoncello di Capri 09153 3.590 69

Lindemans Bin 45 Cabernet Sauvignon 06488 1.270 31

Lindemans Bin 50 Shiraz 01222 1.380 32

Lindemans Cawarra Colombard Chardonnay 00368 990 53

Lindemans Cawarra Shiraz Cabernet 00183 990 33

Lindemans Chardonnay kassavín 09562 3.490 52

Lindemans Chardonnay Bin 65 00363 1.270 52

Lindemans Reserve Chardonnay 04704 1.390 53

Lindemans Reserve Shiraz 08291 1.390 32

Lindemans Shiraz Cabernet kassavín 09563 3.490 33

Lingenfelder Riesling 09462 2.630 63

Lingenfelder Scheurebe 09459 2.400 63

Lion d’Or 00299 1.610 56

Lisa McGuigan Tempus Two Shiraz 05922 1.250 32

Litli-Jón 09677 339 78

London Hill 07700 2.370 73

London Hill 08340 5.040 73

Long Mountain Chardonnay 03405 1.090 61

Lorinon Crianza 06331 1.090 49

Los Llanos kassavín 04109 3.390 47

Los Llanos Valdepenas Blanco 09850 790 60

Los Llanos Valdepenas Crianza 09851 890 47

Los Llanos Valdepenas Gran Reserva 05979 1.140 47

Los Llanos Valdepenas Reserva 05980 990 47

Louis Bernard Cotes du Rhone-Villages 08607 1.190 41

Louis Eschenauer Cabernet Sauvignon kassavín 09063 3.480 41

Louis Jadot Bonnes Mares 09403 10.430 40

Louis Jadot Chambolle-Musigny 03173 4.220 40

Louis Jadot Montrachet 09402 24.460 57

Louis Jadot Volnay Santenots 09418 4.230 40

Louis Latour Grand Ardeche Chardonnay 05912 1.290 58

Louis Max Chateauneuf du Pape 07632 2.190 41

Louis Royer Cognac Force 53 09488 4.200 71

Louis Royer Cognac V.S.O.P 01664 4.440 71

Louis Royer Cognac XO 09487 8.970 71

Löwenbrau dós 01468 208 78

Löwenbrau Original 01471 159 78

Löwenbrau Original dós 05008 149 78

Maestro Chardonnay Pinot Grigio 07865 1.190 58

Maestro Merlot Cabernet 07866 1.270 42

Maestro Prosecco Chardonnay 04039 1.250 64

Maestro Tiepolo Chardonnay Pinot Grigio 04593 4.690 58

Maestro Tiepolo Merlot Cabernet 04587 4.690 42

Maipo Cabernet Sauvignon 06825 990 36

Major Brandy 00724 3.290 70

Malesan 00043 1.090 38

Malibu 01015 1.690 69

L – M

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 91

Page 92: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

92

M Vnr. verð bls M Vnr. verð bls

Malibu 01016 3.090 69

Marimar Pinot Noir 09417 2.990 34

Marques de Arienzo Crianza 02935 1.120 49

Marques de Arienzo Gran Reserva 00124 1.750 49

Marques de Arienzo Reserva 00123 1.390 49

Marques de Caceres Crianza

Vendimia Seleccionada 04179 1.290 49

Marques de Caceres Gran Reserva 03931 2.330 49

Marques de Caceres Reserva 03932 2.090 49

Marques de Casa Concha

Cabernet Sauvignon 08451 1.650 36

Marques de Monistrol Reserva Semi Seco 04635 890 65

Marques de Riscal Reserva 00118 1.690 49

Marqués de la Concordia Crianza 09705 1.790 49

Marsala Cucina 03477 1.980 65

Martini Asti 00502 790 64

Martini Bianco 00628 1.720 67

Martini Bianco 00631 890 67

Martini Bitter 08021 2.390 67

Martini Extra Dry 00624 1.720 67

Martini Rose 00633 1.720 67

Martini Rosso 00621 1.720 67

Mas Amiel Cuvée Spéciale 10 ans d’Age 09636 2.790 66

Mas Amiel Notre Terre 06801 1.990 41

Mas Amiel Vintage 06799 2.630 66

Maschio Prosecco di Coneglioni 00538 1.090 64

Masi Campofiorin 00177 1.490 45

Masi Modello delle Venezie 07995 1.190 42

Masi Soave Levarie 07394 1.050 60

Masi Valpolicella Classico 06969 1.190 46

Mastino Amarone 05661 2.490 46

Mastino Ripasso 05660 1.490 46

Mastino Valpolicella Classico Superiore 05659 1.190 46

Mateus 00456 1.690 63

Mateus 00454 990 63

Maturo Primitivo kassavín 09634 3.390 42

Maxime Trijol Supérieur VSOP 09290 4.100 71

Maxime Trijol VS 00710 3.560 71

Maxime Trijol VSOP 00711 3.900 71

Maxime Trijol VSOP Grande Champagne 09291 4.510 71

Maxime Trijol XO 03973 5.950 71

Maximo Sauvignon blanc 09661 990 60

Maximo Syrah Cabernet 09660 990 47

Maximo Tempranillo Cabernet

Sauvignon kassavín 05235 3.690 47

McGuigan Black Label 05866 1.190 33

McGuigan Black Label Merlot 05865 1.290 32

McGuigan Black Label Shiraz 05927 1.290 32

Merrys Cappuccino 09746 2.150 69

Merrys White Chocolate 09745 2.150 69

Meukow VS 09293 2.890 71

Meukow VS Vanilla 09294 2.580 69

Meukow VSOP 00706 4.580 71

Meukow VSOP 07538 2.890 71

Meukow XO 06192 7.980 71

Mezzacorona Trentino Chardonnay 06021 990 59

Mezzacorona Trentino Merlot 05958 990 45

Mezzogiorno Nero d’Avola 07311 1.050 43

Michele Chiarlo Barolo Cerequio 02975 6.230 43

Mickey Finn’s Butterscotch & Vanilla 08273 1.750 75

Mickey Finn’s Sour Apple & Moonshine 04904 1.750 75

Miguel Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon 01216 1.390 36

Miguel Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon 07199 690 36

Miller Genuine Draft 02968 159 78

Miller Genuine Draft dós 01504 189 78

Moet & Chandon Brut Imperial 00477 2.790 64

Moet & Chandon Brut Imperial 04345 1.690 64

Moletto Brut 07909 1.980 64

Moletto Chardonnay 07227 1.410 59

Moletto Demi-Sec 06231 1.980 64

Moletto Franconia 08085 1.470 45

Moletto Merlot 03230 1.450 45

Moletto Pinot Bianco 03157 1.410 59

Moletto Pinot Grigio 03125 1.450 59

Moletto Raboso 03192 1.600 45

Moletto Sauvignon 03116 1.370 59

Moletto Tocai Italico 03099 1.450 59

Monasterio de Tentudia 06515 1.290 47

Monasterio de Tentudia Seleccion

Roble Tempranillo 09647 1.090 47

Montalto Nero d’Avola Sangiovese kassavín 06168 3.690 43

Montana Marlborough Sauvignon Blanc 02659 1.390 60

Monte Don Lucio Reserva 08434 990 47

Montecillo 00351 890 61

Montecillo Crianza 00133 1.090 49

Montecillo Gran Reserva 00137 1.790 49

Montecillo Reserva 08111 1.390 50

Montefalco Rosso 09115 1.890 45

Montes Alpha Cabernet Sauvignon 00213 1.590 36

Montes Alpha Chardonnay 06520 1.590 55

Montes Cabernet Sauvignon 06941 1.190 36

Montes Cabernet Sauvignon Carmenere

Limited Sel. 05269 1.190 38

Montes Chardonnay Reserve 00390 1.160 55

Montes Malbec Reserve Oak Aged 04276 1.190 37

Montes Merlot 04031 1.190 37

Montes Pinot Noir Oak Aged 05268 1.290 37

Montes Sauvignon Blanc Reserve 04458 1.090 55

Montes Villa Cabernet Sauvignon 00212 990 36

Montes Villa Chardonnay 05270 990 55

Moosehead dós 01606 129 78

Morande Chardonnay 05221 1.190 55

Morande Grand Reserve Vitisterra

Chardonnay 05220 1.690 55

M

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 92

Page 93: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

93

M-N Vnr. verð bls N-P Vnr. verð bls

Morande Grand Reserve Vitisterra Merlot 09217 1.690 37

Morandé Cabernet Sauvignon 05548 1.190 36

Morandé Sauvignon Blanc 05618 1.190 55

Morandé Syrah 05547 1.190 37

Moreau Rouge 02498 830 38

Morgante Nero d’Avola 08210 1.390 43

Morland “Hen’s Tooth” 09764 385 79

Mosel Gold Riesling kassavín 06619 2.890 62

Moselland Amphorum Elbling 07492 1.090 62

Moselland Amphorum Riesling 09676 1.140 62

Moselland Avantgarde Riesling Lieblich 04854 1.290 62

Moselland Avantgarde Rotwein 09067 1.390 51

Moselland Riesling Kabinett kassavín 07487 2.690 62

Mouton Cadet 09559 670 38

Mouton Cadet 00039 1.190 38

Mouton Cadet 00252 640 56

Mouton Cadet 00251 1.190 56

Mouton Cadet Reserve 02548 1.690 39

Mouton Cadet Reserve 08254 1.490 56

Moyet Fine Champagne 08617 6.890 71

Moyet Fins Bois 08592 4.690 71

Moyet Petite Champagne 08612 5.590 71

Moyet XO 08618 9.890 71

Muga Reserva 02226 1.890 50

Mumm Cordon Rouge Brut 00476 2.850 64

Mumm Demi-Sec 00475 2.850 64

Nadél 09714 2.990 42

Namaqua kassavín 06179 3.190 51

Namaqua Dry White kassavín 09345 3.190 62

Nannerl Marillen Apricot 06237 1.970 68

Nannerl Papagena Curacao Blue

Öskubuskuskór 06629 1.880 69

Nannerl Scotch Whisky 06636 2.880 72

Nannerl Weinbrand Hestur 06643 1.990 70

Nardini Aquavite Bassano Ruta 03486 4.320 71

Nederburg Cabernet Sauvignon 00176 1.140 50

Nederburg Cabernet Sauvignon Merlot 07590 1.140 51

Nederburg Chardonnay 00355 1.090 61

Nederburg Shiraz 08217 1.140 50

Nederburg Shiraz Pinotage 09653 1.090 50

Nerola Syrah Monastrell 09839 1.290 48

Nerola Xarello Garnacha 09460 1.290 61

Newcastle Brown Ale 03599 169 79

Nicolas Feuillatte Premier Cru Brut 09816 1.290 64

Nicolas Feuillatte Reserve Particuliere Brut 08643 2.590 64

Noe Very Old Pedro Ximénez 07021 1.840 65

Nordcap Fishermint Extra Hot 09107 3.190 75

Nordsö Bitter 03130 3.090 68

Norton Cabernet Sauvignon 09454 950 30

Norton Cabernet Sauvignon Reserve 09461 1.390 30

Norton Chardonnay 09498 990 52

Norton Malbec 09486 950 30

Norton Malbec Reserve 09497 1.390 30

Nozze d’Oro 09189 1.670 59

Nuviana Cabernet Sauvignon Merlot 07802 990 48

Nuviana Chardonnay 07759 990 61

Oc Cuvée 178 Merlot kassavín 05365 3.980 41

Old Smuggler 05634 3.190 72

Old Speckled Hen 04721 295 79

Onix Classic 09223 1.290 48

Onix Evolucio 09224 1.880 48

Onix Selecció 09225 2.450 48

Opal Vodkaskot 09724 3.190 75

Oppenheimer Krötenbrunnen Kabinett 09515 690 63

Oremus Tokaji Aszú 5 Puttonyos 09347 3.260 62

Ormarine Picpoul de Pinet 09635 1.140 58

Osborne LBV 00568 2.490 66

Osborne Medium 00600 1.590 65

Osborne Rich Golden 00597 1.590 65

Osborne Ruby 06198 2.190 66

Otard VSOP 00693 4.690 71

Otard VSOP 00694 2.400 71

Otard VSOP 08995 3.290 71

Ouzo Plomari 09690 3.060 74

Ovidio 09061 1.880 47

Oxford Landing Sauvignon Blanc 08121 1.290 53

Oyster Bay Chardonnay 09693 1.590 60

Oyster Bay Merlot 09694 1.590 46

Oyster Bay Pinot Noir 09740 1.650 46

Oyster Bay Sauvignon Blanc 09692 1.590 60

Painter Bridge Chardonnay 08721 1.090 54

Painter Bridge Zinfandel 04307 1.190 35

Palandri Estate Cabernet Merlot 09441 1.390 33

Palandri Estate Chardonnay 09439 1.390 53

Palandri Estate Shiraz 09440 1.390 32

Palts Riesling 09770 1.290 63

Palts Rivaner 09769 1.280 63

Palts Spätburgunder 09772 1.390 51

Palts Weissburgunder 09771 1.290 63

Paltsecco Rosé 09767 1.290 65

Paltsecco Weiss 09768 1.290 65

Park XO 09570 1.990 71

Päroncider dós 09464 256 66

Pasqua Cabernet Merlot Venezie kassavín 07154 3.190 42

Pasqua Cabernet-Merlot delle Venezie 01868 990 42

Pasqua Chardonnay Venezie kassavín 07155 3.290 58

Pasqua Korae 08967 990 45

Pasqua Merlot delle Venezie 00162 1.550 42

Pasqua Montepulciano d’Abruzzo 08514 1.550 42

Pasqua Pinot Grigio delle Venezie La Rovere 00358 1.690 58

Pasqua Primitivo kassavín 09744 3.490 43

Pasqua Sangiovese 09743 1.550 43

Pasqua Soave 09742 1.550 60

Passionscider dós 09466 256 66

M – P

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 93

Page 94: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

94

P Vnr. verð bls P-R Vnr. verð bls

Passoa 03712 3.290 68

Passoa 05776 1.660 68

Pata Negra Valdapenas Gran Reserva 07321 1.190 47

Paul Masson Burgundy 00190 1.790 35

Pearly Bay Dry Red kassavín 08677 3.090 51

Pearly Bay Dry White kassavín 05868 2.990 62

Pelee Island Baco Noir 09619 1.360 46

Pelee Island Blanc de Blanc 09620 1.320 60

Pelee Island Eco Trail 09552 1.280 46

Pelee Island Eco Trail 09551 1.200 60

Penfolds Bin 28 Kalimna Shiraz 02951 1.900 32

Penfolds Koonunga Hill Shiraz Cabernet 00185 1.480 33

Penfolds Rawson’s Retreat Chardonnay 08857 1.350 52

Penfolds Rawson’s Retreat Semillon

Chardonnay 07204 1.180 53

Penfolds Rawson’s Retreat Shiraz Cabernet 08025 1.290 33

Perfect Vodka 04856 3.040 73

Pernod 04711 3.490 74

Pesquera Crianza 07739 2.520 47

Pesquera Gran Reserva 07740 5.920 47

Petalo Il Vino dell’Amore 05656 900 64

Peter Lehmann Barossa Riesling 09607 1.190 53

Peter Lehmann Barossa Semillon 07406 1.290 53

Peter Lehmann Cabernet Sauvignon 07769 1.560 31

Peter Lehmann Chardonnay 07409 1.390 53

Peter Lehmann Clancy’s 07760 1.590 33

Peter Lehmann GSM 07359 1.390 33

Peter Lehmann Mentor 08788 2.890 33

Peter Lehmann Merlot 05247 1.590 32

Peter Lehmann Shiraz 07360 1.490 32

Peter Lehmann Stonewell Shiraz 08793 3.390 32

Peter Lehmann The Futures Shiraz 05248 1.690 32

Peter Lehmann Weighbridge Shiraz 07945 1.260 32

Peter Lehmann Wildcard Chardonnay 05245 1.090 53

Peter Lehmann Wildcard Shiraz 05249 1.190 32

Pfaffenheim Gewurztraminer 03067 1.350 56

Pfaffenheim Tokay Pinot Gris 03066 1.390 56

Pfaffenheim Tokay Pinot Gris Reserve 03555 1.590 56

Pian delle Vigne Brunello di Montalcino 09392 3.790 45

Piccini Chianti 03385 990 45

Pierlant Framboise 09701 800 67

Pierlant Peche 09702 800 67

Pierre Guillemot Savigny Les Beaune

Grands Picotins 09877 2.190 40

Pilsner Urquell dós 01531 197 77

Pilsner Urquell 01530 160 77

Pilsner Urquell 04092 279 77

Pinocchio 09248 1.590 43

Placido Chianti 09554 1.340 45

Placido Pinot Grigio 09555 1.290 58

Placido Primavera Montepulciano

d’Abruzzo 09556 2.190 42

Placido Primavera Sangiovese 02517 1.990 42

Placido Primavera Trebbiano 02516 1.990 60

Planeta Chardonnay 07666 2.590 59

Planeta La Segreta 07667 1.290 44

Planeta La Segreta Bianco 04707 1.290 59

Planeta Merlot 04150 2.590 44

Planeta Santa Cecilia 07668 2.590 44

Planeta Syrah 05833 2.590 44

Plenio Verdicchio dei Castelli di Jesi 09708 1.690 59

Plymouth Gin 08564 5.390 73

Poderi Morini Augusto 09716 2.420 42

Poderi Morini Beccafico 09721 1.400 42

Poderi Morini Brivido 09720 1.300 58

Poderi Morini Innamorato 09718 2.790 58

Poderi Morini Nonno Rico Riserva 09715 2.440 42

Poderi Morini Rubacuori 09719 2.790 42

Poderi Morini Traicolli 09717 2.730 42

Poggio al Casone Chianti Superiore DOCG 09510 1.290 45

Poggio Belvedere 09675 1.590 45

Polignac VSOP 04857 2.890 71

Polignac VSOP 07956 4.150 71

Primavera Bairrada Reserva 04201 990 46

Primaverina kassavín 08440 2.990 42

Primaverina kassavín 08532 2.990 58

Prins Kristian 03606 159 78

Promessa Negroamaro 07305 1.090 43

Promessa Rosso Salento kassavín 09608 3.590 42

Promessa Rosso Salento 05886 990 43

Propiedad H. Remondo 08351 2.240 50

Pucela 03035 890 47

Pucela Viura Sauvignon Blanc 03044 890 61

Pujol Cotes Catalanes 09713 1.240 64

Pujol Cotes du Roussillon

Domaine de la Rourede 05416 1.190 41

Pujol Cotes du Roussillon Futs de Chene 03858 1.490 41

Pujol Cotes du Roussillon Misteri 09709 2.790 41

Pujol Rivesaltes Vintage 05492 1.990 66

Quadrio Nino Negri 09696 1.690 43

Quargentan Vino da Tavola Bianco ferna 09697 990 58

Quargentan Vino da Tavola Rosso ferna 09698 990 42

Raimat Abadia 06724 1.190 48

Raimat Cabernet Sauvignon El Moli 05003 2.950 48

Ramon Varez 09518 990 31

Red Sqare White Ice 04632 695 76

Red Square Pink Ice 09106 290 76

Regaleali 09186 1.290 59

Regaleali Nero d’Avola 09188 1.380 44

Rekorderlig Pear Cider 09670 199 66

Rekorderlig Wild Berries Cider 09671 199 67

Remy Martin Fine Champagne VSOP 00677 4.990 71

Remy Martin VSOP 04663 6.950 71

Remy Martin XO 00679 9.090 71

P – R

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 94

Page 95: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

95

R-S Vnr. verð bls M Vnr. verð bls

Rene Barbier kassavín 07053 2.890 61

Rene Barbier Rosado kassavín 07051 3.090 64

Rene Barbier Tinto Anejo kassavín 07052 3.290 48

Rene Mure Pinot Gris Cote de Rouffach 00410 1.590 56

Rheinhessen Eiswein 09516 1.690 63

Riccadonna Asti 00501 880 65

Rietine Grappa Tiziano 09064 4.200 71

Rioja Vega Crianza 05390 1.150 50

Riunite Bianco 00422 790 58

Riunite Blush Bianco 06970 1.290 63

Riunite Blush Bianco 00470 740 63

Riunite Lambrusco 00165 1.390 42

Riunite Lambrusco 00164 790 42

Robert’s Rock Cabernet Sauvignon Merlot 08064 990 51

Robert’s Rock Chenin Blanc Chardonnay 04489 990 62

Robertson Prospect Hill Cabernet Sauvignon 09513 1.690 50

Robertson Retreat Sauvignon Blanc 09512 1.690 62

Robertson Winery Cabernet

Sauvignon kassavín 07607 3.690 50

Robertson Winery Cabernet Sauvignon 05707 1.190 50

Robertson Winery Chardonnay kassavín 07608 3.490 61

Rocca Guicciarda Riserva 06310 1.890 45

Rocca Rosso Salento 07811 890 43

Rocco Bay Chardonnay 05761 1.280 61

Rocco Bay Chardonnay Chenin Blanc 05738 1.190 62

Rocco Bay Cinsaut Pinotage 05737 1.190 51

Rocco Bay Pinotage 05799 1.280 50

Roda I Reserva 09412 3.690 49

Romana Sambuca 01064 3.690 69

Ronar Seco 09341 880 64

Ronco Sangiovese Rubicone 06891 970 42

Rondan Crianza 09775 1.190 50

Rondan Reserva 09776 1.590 50

Rosemount Cabernet Merlot 07117 1.290 33

Rosemount Cabernet Sauvignon 03496 1.290 31

Rosemount Chardonnay 04142 1.380 52

Rosemount GSM 07893 1.990 33

Rosemount GTR 07118 1.040 53

Rosemount Hill of Gold Chardonnay 08803 1.650 53

Rosemount Merlot 07122 1.290 32

Rosemount Semillon Chardonnay 01629 1.160 53

Rosemount Shiraz 03495 1.290 32

Rosemount Shiraz Cabernet kassavín 09222 3.700 33

Rosemount Shiraz Cabernet 01620 1.190 33

Rosemount Traditional 07938 1.890 33

Rosso del Conte 09191 2.490 44

Rotllan Torra Reserva 09124 1.870 48

Rotllan Torra Selección Especial 09123 1.770 48

Ruffino Chianti Classico Riserva Ducale 00167 1.790 45

Rupicolo Rivera 01840 1.090 43

Sacred Hill Semillon Chardonnay 09573 1.090 53

Sacred Hill Shiraz Cabernet 06775 1.190 33

Sailor Jerry Spiced Rum 09668 3.290 74

Saint Brendan’s 01022 2.190 70

Saint Brendan’s 06651 2.830 70

Saint Brendan’s 07229 1.540 70

Salisbury Cabernet Sauvignon 07561 990 31

Salitos Ginger Ale 03628 140 76

Salitos Ice 03578 273 76

Salitos Tequila 03638 215 76

Salute di Fragola 09046 590 67

Samuel Adams 06972 198 78

San Miguel 01529 398 78

San Miguel 02305 169 78

San Miguel dós 05156 197 78

Sanct Valentin Gewurztraminer 07238 2.690 59

Sanct Valentin Sauvignon 06991 2.690 59

Sandeman’s Fine Tawny 03567 3.190 66

Sandeman’s Old Invalid 00553 2.250 66

Sander Riesling 09455 2.110 63

Sander Riesling Spätlese 09458 2.240 63

Sander Sauvignon Blanc 09457 2.370 63

Sander Weissburgunder 09456 2.240 63

Sandrone Dolcetto d’Alba 09519 1.790 43

Santa Alvara Cabernet Sauvignon 09171 1.090 36

Santa Alvara Sauvignon Blanc 09165 1.090 55

Santa Ana Cabernet Sauvignon

Cepas Privadas 07562 1.380 30

Santa Ana Chardonnay - Chenin Blanc 07563 1.280 52

Santa Ana Chardonnay Cepas Privadas 07674 1.360 52

Santa Ana Malbec Cepas Privadas 07675 1.360 30

Santa Ana Syrah Cepas Privadas 07678 1.400 31

Santa Carolina Cabernet Sauvignon

Reservado 00211 1.150 36

Santa Carolina Merlot 08101 990 37

Santa Cristina 00157 590 44

Santa Cristina 00156 1.090 44

Santa Ema Cabernet Sauvignon 08061 1.080 36

Santa Ema Cabernet Sauvignon 09584 320 36

Santa Ema Carmenere 05314 1.080 36

Santa Ema Chardonnay 09585 320 55

Santa Ema Sauvignon Blanc 04471 1.090 55

Santa Ines Legado de Armida

Reserva Merlot 08391 1.260 37

Santa Lucia Malbec 09544 1.200 30

Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon 07124 1.090 36

Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon 05568 350 36

Santa Rita 120 Chardonnay 04465 1.090 55

Santa Rita 120 Merlot 07125 1.090 37

Santa Rita 120 Merlot - Syrah 09543 1.190 38

Santa Rita Cabernet Sauvignon Reserva 01224 1.390 36

Santa Rita Medalla Real Cabernet Sauvignon 01621 1.690 36

Santagostino Baglio Soria 04770 1.690 44

Santana Tempranillo 09159 890 47

R – S

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 95

Page 96: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

96

S Vnr. verð bls S-T Vnr. verð bls

Santana Viura 09158 890 60

Santero Asti 07496 690 65

Santero Moscato Spumante 00526 570 64

Sarpa di Poli 09673 4.320 71

Sartori Amarone 09179 2.590 46

Sartori Soave Classico 02525 1.190 60

Sartori Valpolicella Classico 02522 1.290 46

Satinela Semi-Dulce 07831 1.090 61

Scottish Leader 00772 3.330 72

Scottish Leader 00773 1.790 72

Scottish Leader 04440 2.440 72

Scottish Leader 04441 4.670 72

Scottish Leader Supreme Old 09762 21.990 72

Seagram’s 7 Crown 00800 3.560 71

Seagram’s Extra Dry 04689 3.190 74

Seaman’s Shot 09443 2.290 75

Seaman’s Shot 09442 3.290 75

Senorio de Rondan Gran Reserva 09777 2.590 50

Sergio 08585 1.390 64

Sex on the Beach 05792 332 76

Sierra Silver 04315 3.460 73

Sierra Valley California Red 09215 890 35

Sierra Valley California White 09214 890 54

Siete Soles Cabernet Sauvignon 05411 890 36

Siete Soles Chardonnay 05410 930 55

Skildpadde Rum Shot 09524 2.390 70

Skogsbärscider dós 09465 256 67

Slots Classic dós 09818 99 78

Slots Gold dós 09819 125 78

Slots Pilsner dós 09817 96 78

Smirnoff 00887 2.290 73

Smirnoff 05084 1.680 73

Smirnoff 06194 4.140 73

Smirnoff 06195 2.990 73

Smirnoff Black Ice 03714 298 76

Smirnoff Citrus Twist 02647 3.070 74

Smirnoff Ice 04445 298 76

Smirnoff Orange Twist 08522 3.070 74

Smirnoff Raspberry Twist 09079 3.070 74

Smirnoff Twisted Apple 09613 299 76

Smirnoff Twisted Berry 09614 299 76

Smirnoff Twisted Tropical 09612 299 76

Snoqualmie Cabernet Merlot 04872 1.590 34

Snoqualmie Syrah 03360 1.590 35

Sol 03629 165 78

Solaz kassavín 05690 3.390 47

Solaz 08052 990 47

Sophia Cabernet Sauvignon 09092 1.090 35

Southern Comfort 01037 3.390 68

St. Remy Napoleon 04082 2.440 70

Stella Artois 01851 194 78

Stella Artois 08036 359 79

Stella Artois dós 06169 221 79

Stival Cabernet 05500 2.020 45

Stival Chardonnay 06842 1.200 60

Stival Merlot 06171 2.020 45

Stival Pinot Grigio 06843 1.230 60

Stock Maraschino 03400 3.280 68

Stock Sambuca 03402 3.420 69

Stolichnaya 03690 2.990 73

Stone Cellars Cabernet Sauvignon 05032 1.290 34

Stone Cellars Chardonnay 05034 1.270 54

Stone Cellars Merlot 05033 1.230 34

Stone Cellars Zinfandel 03966 1.290 35

Stonehedge Cabernet Sauvignon 06405 1.190 34

Stonehedge Zinfandel 06472 1.190 35

Storch Spätlese 00374 1.000 52

Stowells Chenin Blanc kassavín 05870 3.390 62

Stowells Tempranillo kassavín 04119 3.290 47

Stowells Vin de Pays du Gard kassavín 04120 3.290 41

Stray Bullet Cool Apple 09447 3.560 75

Stray Bullet Cool Citrus 09445 3.560 75

Stray Bullet Iced Peach 09446 3.560 75

Stray Bullet Red Hot 09444 3.560 75

Stroh “40” 04518 5.050 75

Stroh 60% 02243 3.790 75

Strong Suffolk Vintage Ale 09763 341 79

Sunrise Cabernet Sauvignon kassavín 09340 3.490 36

Sutter Home Cabernet Sauvignon 07734 350 34

Sutter Home Chardonnay 07735 350 54

Tabiso Chardonnay kassavín 05122 3.590 61

Tabiso Shiraz kassavín 09038 3.490 50

Table Mountain Cabernet Sauvignon / Merlot 05413 990 51

Tanqueray 00927 3.800 74

Tanqueray 05788 5.600 74

Taylor’s LBV 06576 2.870 66

Tcherga 08687 1.190 35

Tenuta Sant’Antonio Amarone 09196 3.320 46

Tenuta Sant’Antonio Soave 09192 1.170 60

Tenuta Sant’Antonio Valpolicella 09193 1.240 46

Tequila Rose 09289 2.590 70

Terra Andina Chardonnay 05415 890 55

Terra Nova Cabernet Sauvignon 09369 1.190 36

Terra Nova Chardonnay 09372 1.190 55

Terra Nova Merlot 09371 1.190 37

Terra Vecchia kassavín 04029 3.390 40

Terralis Shiraz - Malbec kassavín 08201 2.930 31

Terre di Ginestra Nero d’Avola 08003 990 44

The Antiquary 12 ára 09433 3.980 72

The Famous Grouse 00763 3.590 72

The Famous Grouse 00764 1.950 72

The Famous Grouse 02263 5.050 72

The Glenlivet 12 ára 00744 4.490 72

The Talisman 09432 3.190 72

S – T

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 96

Page 97: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

97

T Vnr. verð bls T-V Vnr. verð bls

Thor Classic dós 08142 99 77

Thor Pilsner dós 05051 99 79

Three Sixty 03683 247 76

Three Sixty Vodka 09550 2.990 74

Thule 05323 210 79

Thule 05091 155 79

Thule dós 01499 197 79

Thule dós 08476 139 79

Tia Lusso 08284 2.150 70

Tia Maria 08657 1.890 69

Tiger 05060 174 79

Tiger dós 06640 222 79

Tindavodka 00865 2.750 73

Tindavodka 00867 3.810 73

Tinto de Verano Clasico 09575 790 67

Tinto de Verano Limon 09574 790 67

Tommasi Amarone della Valpolicella Classico 02401 2.950 46

Tommasi Crearo 08863 1.790 45

Tommasi La Rosse Pinot Grigio 08953 1.290 59

Tommasi Le Prunée Merlot 04146 1.290 45

Tommasi Ripasso 04148 1.690 46

Tommasi Soave Le Volpare 02403 1.190 60

Tommasi Valpolicella Rafael 02404 1.290 46

Torbreck Cuvée Juveniles 09535 2.390 33

Torbreck The Steading 09557 2.900 33

Torbreck Woodcutter’s Semillon 09536 1.980 53

Tormaresca Chardonnay 07780 1.190 59

Tormaresca Negroamaro - Cabernet 07781 1.190 43

Torres Coronas 06642 1.190 48

Torres Fransola 02212 1.790 61

Torres Gran Coronas Reserva 00116 1.490 48

Torres Gran Sangre de Toro 02229 1.290 48

Torres Gran Vina Sol Chardonnay 00348 1.290 61

Torres San Valentin 00346 560 61

Torres Sangre de Toro 05623 1.090 48

Torres Vina Esmeralda 00349 1.190 61

Torres Vina Sol 05904 293 61

Torres Vina Sol 06848 990 61

Toso Piemonte Bonarda 07187 1.160 43

Tosti Asti 05096 870 65

Tosti Asti 05218 330 65

Tosti Moscato 05043 760 64

Tosti Prosecco 05151 1.190 64

Toussaint 06203 2.660 69

Tópas Vodkaskot 09723 3.190 75

Trapice Astica Cabernet Sauvignon kassavín 05409 3.390 30

Trapiche Cabernet Sauvignon Oak Cask 07996 1.190 30

Trapiche Pinot Noir Oak Cask 03955 1.190 31

Tribal African Red kassavín 06655 3.490 51

Tribal African White kassavín 08926 3.290 62

Trimbach Riesling Reserve 06583 1.690 56

Trio Merlot Carmenere Cabernet Sauvignon 09650 1.390 38

Trivento Cabernet-Merlot 08362 990 31

Trivento Chardonnay 07031 990 52

Trivento Chardonnay-Chenin 08358 990 52

Trivento Chardonnay-Torrontés 08356 990 52

Trivento Reserve Cabernet Malbec 07033 1.190 31

Trivento Shiraz-Malbec 04260 990 31

Trivento Syrah 07036 990 31

Tuborg dós 01441 169 79

Tuborg Gold 04574 165 79

Tuborg Gold dós 04573 198 79

Tuborg Gold dós 09672 139 79

Tuborg Grön 03585 145 79

Tuborg Grön 09726 179 79

Tuborg Grön 07892 199 79

Tuborg Grön dós 01442 129 79

Tullamore Dew 00791 3.390 71

Turning Leaf Cabernet Sauvignon 07931 1.190 34

Turning Leaf Chardonnay 04196 1.190 54

Turning Leaf Merlot 07345 1.190 34

Turning Leaf Sauvignon Blanc 04557 1.190 54

Turning Leaf Zinfandel 04197 1.090 35

Two Oceans Cabernet Sauvignon Merlot 06411 990 51

Two Oceans Chardonnay 06412 950 61

Two Oceans Sauvignon Blanc kassavín 05236 3.090 62

Two Oceans Sauvignon Blanc 06413 890 62

Two Oceans Shiraz kassavín 05237 3.390 50

Two Oceans Shiraz 08836 990 51

Tyrrell’s Cabernet Merlot 09183 1.360 33

Tyrrell’s Chardonnay 09181 1.360 53

Tyrrell’s Shiraz 09182 1.360 32

Umani Ronchi Cumaro Rosso Conero 09062 2.190 42

Umani Ronchi San Lorenzo 09060 1.490 42

Underberg 12x20 ml 09481 2.320 68

Val Sotillo Crianza 03970 2.270 48

Valdemar Cosecha 05626 1.050 50

Valdemar Esencia 08463 890 61

Valdevieso Cabernet Sauvignon 09471 1.350 36

Valduero Gran Reserva 08524 4.490 47

Vallformosa Claudia Parellada Muscat 09549 1.160 61

Vallformosa Crianza Tempranillo 02912 1.250 48

Vallformosa Gran Reserva

Tempranillo Cab/Sov 02910 1.820 48

Vallformosa Reserva

Tempranillo Cab/Sauv. 02911 1.580 48

Vaucher Cotes du Rhone 07491 990 41

Vega Sicilia Unico 06755 18.680 47

Ventisquero Clasico Chardonnay 09495 293 55

Ventisquero Clasico Merlot 09496 1.090 37

Ventisquero Clasico Syrah 09494 293 37

Verdi Spumante 03302 500 76

Vesevo Beneventano Aglianico 09823 1.190 42

Vesevo Sannio Falanghina 09824 1.190 58

T – V

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 97

Page 98: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

98

V-W Vnr. verð bls W-Z Vnr. verð bls

Veuve Clicquot Ponsardin Brut 00479 2.890 64

Villa Antinori 03406 1.590 44

Villa Antinori 00361 1.090 59

Villa Cafaggio Chianti Classico 05612 1.990 45

Villa Lucia Pinot Grigio IGT 09506 1.190 58

Villa Lucia Toscana IGT 09507 1.190 44

Villa Puccini Oak Aged kassavín 04199 3.990 44

Villa Puccini Toscana 08441 1.090 44

Villa Sandi Cabernet Franc 09138 1.390 45

Villa Sandi Cabernet Sauvignon 09139 1.290 45

Vin de Pays de Vaucluse kassavín 00107 4.980 41

Vin Santo Sommavite 09511 990 59

Vina Maipo Cabernet Sauvignon kassavín 07259 3.490 36

Vina Maipo Cabernet Sauvignon Merlot 07251 890 38

Vina Maipo Chardonnay kassavín 06839 3.490 55

Vina Maipo Chardonnay 06836 990 55

Vina Maipo Merlot 07606 990 37

Vina Maipo Sauvignon Blanc Chardonnay 06824 890 55

Vina Pedrosa Crianza 07517 2.270 48

Vina Pedrosa Gran Reserva 07518 12.770 48

Vina Pedrosa Gran Reserva 08711 5.570 48

Vinas del Vero Somontano Gran Vos Reser 07325 1.890 47

Vintners Choice Island Pure Malt 10 ára 05259 4.390 72

Vintners Choice Lowland Pure Malt 10 ára 05295 4.390 72

Vintners Choice Speyside Pure Malt 10 ára 08713 4.390 72

Vipra Rossa 09216 1.090 45

Víking 03588 166 79

Víking dós 01484 216 79

Víking dós 01485 159 79

Víking Lager 04028 139 79

Víking Lager dós 01503 156 79

Víking Lite dós 07960 161 77

Víking Sterkur dós 02026 269 79

VK Kick Apple 09199 197 76

VK Kick Blue 08357 197 76

VK Kick Cherry 09834 197 76

VK Kick Ice 03553 197 76

VK Kick Orange 08037 197 76

Vodka Ice Black Label 06780 308 76

Wairau River Sauvignon Blanc 05621 1.570 60

Warsteiner 08317 228 79

Warsteiner dós 06202 215 79

Weinbach Gewurztraminer Cuvée Laurence 04966 3.690 56

Weinbach Riesling Cuvée Ste. Catherine 04965 3.690 56

Weinbach Tokay Pinot Gris Cuvée

Ste. Catherine 04964 3.690 56

Wenneker Amaretto 09665 2.050 69

Wenneker Blue Curacao 09666 1.830 69

Wenneker Creme de Bananes 09664 1.830 68

Wenneker Creme De Cassis 09722 1.360 68

Wenneker Strawberry 09667 1.340 68

Whiskream 05654 2.460 70

Wild Africa Cream 08562 2.330 70

Wild Pig Red 02965 950 41

Wilderness Estate Shiraz kassavín 05439 3.590 32

William Fevre Gran Cuvée

Cabernet Sauvignon 09112 1.890 36

William Fevre Gran Cuvée Chardonnay 09137 1.990 55

William Grant’s Family Reserve 03368 23.500 72

Willm Gewurztraminer 02528 1.390 56

Willm Pinot Gris 07039 1.400 56

WKD Original Vodka Ice 09252 269 76

WKD Original Vodka Red 09622 288 76

WKD Original Vodka Red 09630 690 76

WKD Vodka Blue 09065 269 76

WKD Vodka Blue 09431 690 76

Wolf Blass Chardonnay 01974 1.360 53

Wolf Blass Presidents Selection

Cabernet Sauvignon 02065 1.990 31

Wolf Blass Presidents Selection

Chardonnay 02068 1.790 53

Wolf Blass Presidents Selection Shiraz 02060 1.990 32

Wolf Blass Red Label Shiraz Cabernet

Sauvignon 01973 1.290 33

Wolf Blass Yellow Label Cabernet

Sauvignon 02057 1.490 31

Wolf Blass Yellow Label Shiraz 03770 1.390 32

Wombat Hill Chardonnay 09689 1.190 52

Wombat Hill Merlot 09688 1.190 32

Wombat Hill Shiraz 09687 1.190 32

Woodbridge Cabernet Sauvignon 03828 1.290 34

Woodbridge Sauvignon Blanc 02888 1.290 54

Woodbridge Zinfandel 02889 1.390 35

Woody’s Ice Orange 04915 293 76

Woody’s Ice Passionfruit 09631 288 76

Woody’s Ice Raspberry 08553 298 76

Woody’s Mexican Lime 05092 290 76

Woody’s Pink Grapefruit 06142 290 76

Wyndham Bin 555 Shiraz 08785 1.490 32

Xanté 08465 2.820 68

Yalumba Oxford Landing Merlot 07503 1.350 32

Yalumba Shiraz 05010 1.290 32

Yalumba Unwooded Chardonnay 06727 1.290 53

Yellow Tail Cabernet Sauvignon 05128 1.290 31

Yellow Tail Chardonnay 05129 1.140 52

Yellow Tail Merlot 05130 1.290 32

Yellow Tail Shiraz 05131 1.290 32

Yellow Tail Shiraz - Cabernet 09572 1.290 33

Zipfer 09250 329 79

Zipfer Original 05230 177 79

Znaps Black Jack 06147 2.330 75

Znaps Vodka 06109 2.760 73

Zonnebloem Cabernet Sauvignon 08552 1.190 50

Zonnebloem Chardonnay 08548 1.190 61

V – Z

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 98

Page 99: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

Vínbúðin Heiðrún mán - fim 9 - 18Stuðlahálsi 2, sími 560 7720 fös 9 - 19

lau 9 - 16

Vínbúðin Kringlunni mán - fim 11 - 18sími 568 9060 fös 11 - 19

lau 11 - 18

Vínbúðin Akureyri mán - fim 11 - 18Hólabraut 16, sími 462 1655 fös 11 - 19

lau 11 - 16

Vínbúðin Dalvegi, Kópavogi mán 13 - 18Dalvegi 2, sími 564 5070 þri - fim 11 - 18

fös 11 - 19lau 11 - 18

Vínbúðin Hafnarfirði mán - fim 11 - 18Fjarðargötu 13-15, sími 565 2222 fös 11 - 19

lau 11 - 16

Vínbúðin Seltjarnarnesi mán - fim 11 - 18Eiðistorgi 11, sími 561 1800 fös 11 - 20

lau 11 - 16

Vínbúðin Smáralind mán - fim 11 - 18sími 544 2112 fös 11 - 19

lau 11 - 18

Vínbúðin Austurstræti mán - fim 11 - 18sími 562 6511 fös 11 - 19

lau 11 - 16

Vínbúðin Garðabæmán - fim 14 - 18Garðatorgi 7, sími 555 6525 fös 12 - 20

lau 12 - 16

Vínbúðin Holtagörðum mán - fim 11 - 18sími 588 9030 fös 11 - 19

lau 11 - 16

Vínbúðin Keflavík mán - fim 11 - 18Hólmgarði 2, sími: 421 5699 fös 11 - 19

lau 11 - 14

Vínbúðin Mjódd mán - fim 11 - 18Álfabakka 14, sími 567 0400 fös 11 - 19

lau 11 - 16

Vínbúðin Mosfellsbæ mán - fim 14 - 19Þverholti 3, sími 586 8150 fös 12 - 20

lau 12 - 16

Vínbúðin Selfossi mán - fim 11 - 18Vallholti 19, sími: 482 2011 fös 11 - 19

lau 11 - 14

Vínbúðin Spönginni mán - fim 11 - 18:30sími 586 1617 fös 11 - 20

lau 11 - 16

Vínbúðin Akranesi, Þjóðbraut 13, sími 431 2933Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14

Vínbúðin Borgarnesi mán - fim 11 - 18Borgarbraut 58-60, sími 430 5525 fös 11 - 19

lau 11 - 14

Vínbúðin Egilsstöðum, Miðvangi 2-4, sími 471 2151Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14

Vínbúðin Ísafirði, Aðalstræti 20, sími 456 3455Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14

Vínbúðin Sauðárkróki, Smáragrund 2, sími 453 5990Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14

Vínbúðin Vestmannaeyjum, Strandvegi 50, sími 481 1301Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14

Vínbúðin Búðardal mán - fim 17 - 18Vesturbraut 15, sími 434 1303 fös 16 - 18

Vínbúðin Djúpavogi mán - fim 17 - 18Búlandi 1, sími 478 8270 fös 16 - 18

Vínbúðin Fáskrúðsfirði mán - fim 17 - 18Búðavegi 35, sími 475 1530 fös 16 - 18

Vínbúðin Grundarfirði mán - fim 17 - 18Hrannarstíg 3, sími 438 6994 fös 16 - 18

Vínbúðin Hólmavík mán - fim 17 - 18Höfðatúni 4, sími 455 3100 fös 16 - 18

Vínbúðin Hvammstanga mán - fim 17 - 18Höfðabraut 6 , sími 455 2321 fös 16 - 18

Vínbúðin Kirkjubæjarklaustri mán - fim 17 - 18Skaftárskála, sími 487 4628 fös 16 - 18

Vínbúðin Seyðisfirði mán - fim 17 - 18Hafnargötu 2, sími 472 1700 fös 16 - 18

Vínbúðin Vík mán - fim 17 - 18Austurvegur 18, sími 487 5730 fös 16 - 19

Vínbúðin Vopnafirði Kolbeinsgötu 35, sími 473 1800mán - fim 17 - 18

fös 16 - 18

Vínbúðin Þorlákshöfn mán - fim 17 - 18Óseyrarbraut 4, sími 483 3650 fös 16 - 18

Vínbúðin Þórshöfn mán - fim 17 - 18Langanesvegi 2, sími 468 1505 fös 16 - 18

Vínbúðin BlönduósiAðalgötu 8, sími 452 4501 mán - fim 14 - 18

fös 14 - 19

Vínbúðin Dalvík, Hafnarbraut 7, sími 466 3430Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 13 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14

Vínbúðin Grindavík mán - fös 14 - 18Víkurbraut 62, sími 426 8787

Vínbúðin Hveragerði mán - fim 14 - 18Breiðamörk 1, sími 483 4242 fös 14 - 19

lau 11 - 16

Vínbúðin Húsavík, Túngötu 1, sími 464 2230Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 13 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14

Vínbúðin Hvolsvelli, Austurvegi 3, sími 487 7797Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maí

mán - fim 11 - 18 mán - mið 16 - 18fös 11 - 19 fim 14 - 18lau 11 - 16 fös 14 - 19

lau 11 - 14

Vínbúðin Höfn, Vesturbraut 1, sími 478 1977 mán - fim 14 - 18

fös 14 - 19

Vínbúðin Neskaupstað mán - fös 14 - 18Hafnarbraut 6, sími 477 1890

Vínbúðin Ólafsvík mán - fös 14 - 18Mýrarholti 12, sími 436 1226

Vínbúðin Patreksfirði mán - fim 13 - 18Þórsgötu 10, sími 456 1177 fös 10 - 18

Vínbúðin Reyðarfirði mán - fim 14 - 18Hafnargötu 2, sími 474 1406 fös 14 - 19

Vínbúðin Siglufirði mán - fim 13 - 18Eyrargötu 25, sími 467 1262 fös 11 - 19

Vínbúðin Stykkishólmi mán - fim 14 - 18Hafnargötu 7, sími 430 1414 fös 14 - 19

A F G R E I Ð S L U T Í M I

RR EE YY NN SS LL UU SS AA LL AA -- AA LL LL AA RR KK JJ AA RR NN AA TT EE GG UU NN DD II RR

AA LL LL AA RR KK JJ AA RR NN AA TT EE GG UU NN DD II RR

55 00 00 TT EE GG UU NN DD II RR

22 00 00 TT EE GG UU NN DD II RR

11 00 00 TT EE GG UU NN DD II RR

33 00 00 TT EE GG UU NN DD II RR

V Í N B Ú Ð I R

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 99

Page 100: VÍN BLAÐIР· Vöruskrá Viskí Áfengi og sykursýki Um vín og gæðavín Vín með laxi VÍN BLAÐIÐ 3. tbl. 3. árg. september - nóvember 2005 ATVR_P061-061 4.1.2006 15:35

ATVR_P061-061 4.1.2006 15:42 Page 100