Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í...

48
17. tölublað 2013 O Fimmtudagur 5. september O Blað nr. 402 O 19. árg. O Upplag 30.000 Kúabúið Brúarreykir í Borgarfirði hefur fengið leyfi til að senda frá sér afurðir, mjólk og kjöt, á nýjan leik. Leyfið er hins vegar skilyrt, þar eð taka þarf sýni úr öllum afurðum áður en þær blandast afurðum frá öðrum framleiðendum. Þetta þýðir að taka á sýni úr allri mjólk áður en hún blandast við mjólk frá öðrum bæjum. Þá er sláturleyfis- höfum skylt að hafa samband við Matvælastofnun (MAST) þegar sláturgripir frá Brúarreykjum koma til þeirra og skal eftirlitsdýralæknir með sýnatöku ganga úr skugga um að afurðir séu hæfar til manneldis. Ekki búið að útfæra tilhögun sýnatöku Flora-Josephine H. Liste er héraðsdýralæknir Vesturumdæmis. Hún segir að MAST hafi ekki útfært tilhögun sýnatöku á mjólk. „Við sendum MS tilkynningu um að taka þurfi sýni úr þeirri mjólk sem tekin verður á Brúarreykjum en það hefur ekki verið ákveðið hver skuli sjá um þá sýnatöku. Okkar mat var að það væri hagkvæmast að MS sæi um sýnatökuna. Það er hægt að gera þetta með tveimur leiðum. Annars vegar með því að taka sýni úr mjólkinni á bænum áður en hún er tekin þaðan. Slík sýnataka tekur á bilinu 10 til 15 mínútur. Hins vegar væri hægt að setja mjólk frá Brúarreykjum í eitt hólf í mjólkurbílnum eða senda sérbíl eftir henni. Það hefur ekki verið útilokað að starfsmenn MAST sinni þessari sýnatöku en slíkt gæti þó orðið erfitt í framkvæmd.“ Kostnaður sem af sýnatöku af þessu tagi kann að hljótast yrði bóndinn á Brúarreykjum að bera. Matvælastofnun hefur ekki áður veitt sambærilegt leyfi, í það minnsta hvað mjólk varðar. Ekki eru dagsett endurskoðunarákvæði á leyfi Brúarreykja til að senda frá sér afurðir heldur verður málið metið eftir því sem á líður. MS tekur ekki við mjólkinni undir skilyrtu framleiðsluleyfi Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkur- samsölunnar (MS) segir að þrátt fyrir þetta hafi MS ekki tekið við mjólk frá Brúarreykjum og það verði ekki gert fyrr en búið sé komið með leyfi til að senda frá sér mjólk án skilyrða. „MS hefur tekið þá afstöðu að kaupa ekki mjólk af framleiðendum sem framleidd er með skilyrðum af þessu tagi. Það er augljóst að Matvælastofnun treystir ekki umræddum framleiðenda og við höfum því afþakkað að versla við viðkomandi aðila.“ Eru að verja neytendur „Við höfum hins vegar gert MAST og viðkomandi bónda grein fyrir því hvað til þurfi að koma til að Mjólkursamsalan endurskoði þessa afstöðu. Við þessi skilyrði verður hins vegar ekki búið af hálfu MS, ekki síst vegna þess hversu alvarlegt það er að uppi séu efasemdir um lyfjanotkun. Mjólk er sérlega viðkvæm dagvara og við erum með þessu að verja neytendur okkar, sem og stöðu annarra framleiðenda sem eiga þetta fyrirtæki. Þeir eiga allt sitt undir því að framleiðsluvörur MS njóti fyllsta trausts á markaði. Þeirri stöðu væri ógnað ef við myndum taka við mjólk með þessum skilyrðum.“ /fr Brúarreykir fá skilyrt framleiðsluleyfi – MS hyggst ekki taka við mjólkinni Helga Magnúsdóttir í Bryðjuholti, skammt fyrir ofan Flúðir í Hrunamannahreppi, er ein fjögurra mikilla hagleikssystkina sem sjaldnast fellur verk úr hendi. Auk þessa að tálga, skera út, sauma og mála er hún mikil ræktunarmanneskja. Hér er hún í litla gróðurhúsinu sínu, þar sem hún ræktar sítrónur, vínber, rósir og margvíslegt annað með góðum árangri. Mynd/HKr. Sjá umfjöllun um Helgu og systkini hennar á bls. 24 og 25 Bændur hafa alla tíð verið hrifnir af krossbandainniskóm 22 26-27 Kvartar ekki yfir einsemdinni en segist ekki ætla að verða ellidauð í dalnum Bærinn okkar Háholt 42

Transcript of Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í...

Page 1: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

17. tölublað 2013 Fimmtudagur 5. september Blað nr. 402 19. árg. Upplag 30.000

Kúabúið Brúarreykir í Borgarfirði hefur fengið leyfi til að senda frá sér afurðir, mjólk og kjöt, á nýjan leik. Leyfið er hins vegar skilyrt, þar eð taka þarf sýni úr öllum afurðum áður en þær blandast afurðum frá öðrum framleiðendum.

Þetta þýðir að taka á sýni úr allri mjólk áður en hún blandast við mjólk frá öðrum bæjum. Þá er sláturleyfis-höfum skylt að hafa samband við Matvæla stofnun (MAST) þegar slátur gripir frá Brúar reykjum koma til þeirra og skal eftirlits dýralæknir með sýnatöku ganga úr skugga um að afurðir séu hæfar til mann eldis.

Ekki búið að útfæra tilhögun sýnatöku

Flora-Josephine H. Liste er

héraðsdýralæknir Vesturumdæmis. Hún segir að MAST hafi ekki útfært tilhögun sýnatöku á mjólk.

„Við sendum MS tilkynningu um að taka þurfi sýni úr þeirri mjólk sem tekin verður á Brúarreykjum en það hefur ekki verið ákveðið hver skuli sjá um þá sýnatöku.

Okkar mat var að það væri hagkvæmast að MS sæi um sýnatökuna. Það er hægt að gera þetta með tveimur leiðum. Annars vegar með því að taka sýni úr mjólkinni á bænum áður en hún er tekin þaðan. Slík sýnataka tekur á bilinu 10 til 15 mínútur. Hins vegar væri hægt að setja mjólk frá Brúarreykjum í eitt hólf í mjólkurbílnum eða senda sérbíl eftir henni.

Það hefur ekki verið útilokað að starfsmenn MAST sinni þessari

sýnatöku en slíkt gæti þó orðið erfitt í framkvæmd.“

Kostnaður sem af sýnatöku af þessu tagi kann að hljótast yrði bóndinn á Brúarreykjum að bera.

Matvælastofnun hefur ekki áður veitt sambærilegt leyfi, í það minnsta hvað mjólk varðar. Ekki eru dagsett endurskoðunarákvæði á leyfi Brúarreykja til að senda frá sér afurðir heldur verður málið metið eftir því sem á líður.

MS tekur ekki við mjólkinni undir skilyrtu framleiðsluleyfi

Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkur-samsölunnar (MS) segir að þrátt fyrir þetta hafi MS ekki tekið við mjólk frá Brúarreykjum og það verði ekki gert fyrr en búið sé komið

með leyfi til að senda frá sér mjólk án skilyrða.

„MS hefur tekið þá afstöðu að kaupa ekki mjólk af framleiðendum sem framleidd er með skilyrðum af þessu tagi. Það er augljóst að Matvælastofnun treystir ekki umræddum framleiðenda og við höfum því afþakkað að versla við viðkomandi aðila.“

Eru að verja neytendur

„Við höfum hins vegar gert MAST og viðkomandi bónda grein fyrir því hvað til þurfi að koma til að Mjólkursamsalan endurskoði þessa afstöðu. Við þessi skilyrði verður hins vegar ekki búið af hálfu MS, ekki síst vegna þess hversu alvarlegt það er að uppi séu efasemdir um lyfjanotkun.

Mjólk er sérlega viðkvæm dagvara og við erum með þessu að verja neytendur okkar, sem og stöðu annarra framleiðenda sem eiga þetta fyrirtæki. Þeir eiga allt sitt undir því að framleiðsluvörur MS njóti fyllsta trausts á markaði. Þeirri stöðu væri ógnað ef við myndum taka við mjólk með þessum skilyrðum.“ /fr

Brúarreykir fá skilyrt framleiðsluleyfi – MS hyggst ekki taka við mjólkinni

Helga Magnúsdóttir í Bryðjuholti, skammt fyrir ofan Flúðir í Hrunamannahreppi, er ein fjögurra mikilla hagleikssystkina sem sjaldnast fellur verk úr hendi. Auk þessa að tálga, skera út, sauma og mála er hún mikil ræktunarmanneskja. Hér er hún í litla gróðurhúsinu sínu, þar sem hún ræktar sítrónur, vínber, rósir og margvíslegt annað með góðum árangri. Mynd/HKr. – Sjá umfjöllun um Helgu og systkini hennar á bls. 24 og 25

Bændur hafa alla tíð verið hrifnir af krossbandainniskóm

22 26-27Kvartar ekki yfir einsemdinni en segist ekki ætla að verða ellidauð í dalnum

Bærinn okkarHáholt

42

Page 2: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 20132

Fréttir

Hross í oss á beinu brautinniKvikmyndin Hross í oss var frumsýnd fyrir tæpum hálfum mánuði, en hún hefur hlotið góða aðsókn og lof gagnrýnenda. Tímaritið Iceland Review gaf myndinni fimm stjörnur og bæði gagnrýnandi Morgunblaðsins og Rásar II hlaða myndina fjórum stjörnum.

Eins og nafnið gefur til kynna er íslenski hesturinn í aðalhlutverki, en í kynningu á myndinni segir að hún sé grimm sveitarómantík um manninn í hrossinu og hrossið í manninum.

Benedikt Erlingsson leikstýrir myndinni og er jafnframt handrits-höfundur. „Þetta eru ævintýralegar viðtökur sem Hross í oss hefur fengið og við getum ekki beðið um meira. Ég er ánægður þegar fólk skemmtir sér og það er fyrir öllu. Við fengum mikla aðstoð frá hestamönnum og bændum þegar tökur fóru fram og nutum blessunar allan tímann. Steinn Ármann lifði að minnsta kosti tökurnar af þrátt fyrir vosbúð og sundreið!“ segir Benedikt.

Hross í oss verður sýnd á kvikmynda hátíðinni í San Sebastian á Spáni seinna í mánuðinum og búast má við því að hróður íslenska hestsins berist víða í kjölfarið. „Við verðum á faraldsfæti næsta árið en ég er þó með mörg járn í eldinum hér heima. Maður er svona eins og kúabóndi, kemst ekkert frá nema stutt í einu!“ segir Benedikt.

Í bíóhúsum um allt land

Aðalleikarar myndarinnar eru auk þeirra Jarps, Skjóna og Yrju þau Ingvar E. Sigurðsson, Steinn Ármann Magnússon, Charlotte Böving, Helgi Björnsson og Kristbjörn Kjeld ásamt fleirum. Hross í oss er sýnd þessa dagana í bíóhúsum um allt land, meðal annars í Reykjavík, á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík.

Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja tunnu kerfi til flokkunar á heimilissorpi samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þriggja tunna flokkunarkerfi er uppsett þannig að boðið er upp á endurvinnslutunnu, tunnu fyrir lífrænan úrgang og tunnu fyrir blandaðan úrgang við heimili. Ríflega 40 prósent sveitarfélaga á landinu, 30 talsins, bjóða eingöngu upp á sorptunnu fyrir blandaðan úrgang. Það þýðir að umrædd sveitarfélög bjóða ekki upp á endurvinnslutunnur af neinu tagi við heimili fólks, þótt vitaskuld bjóði mörg þeirra upp á grenndarstöðvar þar sem hægt er að skila sorpi flokkuðu til endurvinnslu.

80 manna sveitarfélag býður upp á flokkun

Í engu af tíu stærstu sveitarfélögum landsins er boðið upp á þriggja tunnu flokkunarkerfi. Fjölmennasta sveitarfélagið sem býður upp á þriggja tunna flokkunarkerfi er Vestmannaeyjabær, en 1. desember 2012 bjuggu 4.219 manns í sveitarfélaginu. Fámennasta sveitarfélagið sem býður upp á þriggja tunna flokkunarkerfi er Fljótsdalshreppur, en þar bjuggu á sama tíma 80 manns. Önnur sveitarfélög sem bjóða íbúum sínum þessa þjónustu eru

Hvalfjarðarsveit, Grundarfjarðarbær, Stykkishólmsbær, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Langanesbyggð, Fljótsdalshérað, Skaftárhreppur, Hveragerðisbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Flóahreppur. Alls njóta ríflega 17.000 Íslendingar þeirrar þjónustu að geta flokkað allt sorp heima hjá sér sem sveitarfélögin

sjá um að hirða. Það eru tæplega 11 prósent allra landsmanna.

Skagafjörður stærst af þeim sem draga lappirnar

Ekki þarf að koma á óvart að þau sveitarfélög sem eingöngu bjóða upp á eina tunnu, þ.e. eingöngu sorptunnu fyrir blandaðan úrgang, eru í flestum tilfellum fámennari sveitarfélögin þó það sé ekki algilt. Fjölmennasta sveitarfélagið sem eingöngu býður upp á einnar tunnu kerfi er Sveitarfélagið Skagafjörður, en íbúar þar voru ríflega 4.000 í fyrra.

Mismunandi útfærslur

Mismunandi er hvaða þjónustu sveitarfélög sem bjóða upp á tveggja tunnukerfi eru að veita. Í Reykjavík geta íbúar til að mynda flokkað pappír sér í bláar tunnur auk þess sem boðið er upp á hefðbundna tunnu fyrir blandaðan úrgang. Á Akureyri er sér hólf í ruslatunnunni þar sem hægt er að setja lífrænan úrgang en ekki er boðið upp á flokkun á öðru endurvinnanlegu sorpi heim við hús heldur þarf að koma pappír, plasti, málmum og öðru slíku á grenndarstöðvar.

Ýmsar lausnir í boði

Rétt er að taka fram að fjöldi fólks flokkar sitt sorp og skilar

því á endurvinnslustöðvar í þeim sveitarfélögum sem ekki bjóða upp á fjöltunnukerfi. Þá eru einkafyrirtæki starfandi á markaði sem bjóða einstaklingum upp á flokkunarþjónustu. Það er þó mismunandi eftir sveitarfélögum hvaða þjónusta er í boði.

Nálega allt sorp urðað

Allt sorp sem ekki er flokkað til endurvinnslu á Íslandi er urðað með tilheyrandi kostnaði, mengun og þörf fyrir landrými. Undantekningarnar frá þessu eru sorp sem til fellur í sveitarfélögunum á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum en það er brennt í Kölku, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. /fr

Aðeins 13 sveitarfélög bjóða upp á þriggja tunna sorpflokkunarkerfi40 prósent sveitarfélaga útvega íbúum sínum eingöngu tunnu undir venjulegt heimilissorp

Endurvinnsla sparar fjármuni og er umhverfisvæn

Um þriðjungur heimilissorps er lífrænn úrgangur sem hægt er að endurvinna

Endurvinnsla á áli þarfnast aðeins 5% af þeirri orku sem þarf við frumframleiðslu.

Fyrir hvert tonn af endurunnum pappír má sleppa því að fella 17 tré.

Hvað er þriggja tunna kerfi?1. Tunna fyrir lífrænan úrgang.

2. Endurvinnslutunna fyrir pappír, pappa, bylgjupappa, plast, málm og annað.

3. Tunna fyrir óendurvinnanlegan úrgang.

„Við fórum í það fyrir síðustu helgi að skera korn, gerðum það aðallega vegna þess að veðurspáin var svo slæm,“ segir Þórir Níelsson á Torfum í Eyjafjarðarsveit. Hann er formaður félagsins Fjarðarkorn, sem á og rekur tæki til kornskurðar, og segir að fram til þessa hafi hann einugis farið á einn bæ, Kálfagerði, og einhverjir séu í startholunum. „Menn bíða átekta og byrja almennt ekki fyrr en um miðjan september,“ segir hann.

Uppskera um 4 tonn á hektara

Um 8,5 hektarar lands eru nýttir til kornræktar á Torfum og segir Þórir að þegar sé búið að slá af um helmingi þess. Uppskeran var um það bil fjögur tonn á hektara, sem hann segir fremur slakt.

„Ég er ekki alveg nógu ánægður með uppskeruna, við höfum verið að fá allt upp í sex tonn á hektara hér í góðu ári. Reyndar höfum við um árin lagt áherslu á að þurrka kornið en nú var tekin ákvörðun um að sýra það sem skorið var fyrir helgi,“ segir hann, en þurrefni í því korni sem skorið var í liðinni viku var um 65%, heldur lakara en í meðalári þegar það fer yfir 70%.

Þórir segir að þeir akrar sem bíði líti vel út og lofi góðu um ágætis uppskeru. Hann gerir ráð fyrir að hefjast handa af krafti við kornskurð um miðjan september.

„Mér sýnist að kornakrar hér í nágrenni við mig í Grundarplássinu líti vel út, þeir eru víðast hvar orðnir gulir og fallegir, en reyndar eru grænar skellur enn víða sýnist mér,“ segir Þórir.

Ekki eins gott á Suðurlandi

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum sagðist samgleðjast kollegum sínum fyrir norðan yfir góðu útliti. Þó að þeir hefðu sáð seint hefðu þeir fengið góðan hita, sem skipti kornræktina miklu máli. Ástandið væri því miður ekki eins á Suðurlandi.

„Það er búið að ganga hér yfir

með lemjandi slagveðri hvað eftir annað. Ég man ekki eftir því áður að það hafi ekki komið tveir samliggjandi þurrir dagar með sól í í svo langan tíma. Það er ekki einu sinni hægt að slá hána.“

Ólafur segir að í venjulegu árferði sé hann að byrja kornskurð í endaðan ágúst og byrjun september en nú sé allt rennandi blautt og bið á því að sú vinna hefjist. Þá sé alltaf yfirvofandi

sú hætta að það geri rok svo að kornið leggist á ökrunum.

Hann segist þó síður en svo farinn að örvænta þrátt fyrir að vera með 45 hektara undir. Ef það þornaði og kornið næði að þroskast væri vel hægt að eiga við kornskurð jafnvel fram í nóvember. Ef ekki væri hins vegar hætt við miklu tjóni hjá kornbændum á Suðurlandi.

Sagði hann yrkin misvel á veg komin. Kornyrkið Kría væri orðið gult og þokkalega þroskað á meðan önnur afbrigði væru græn og greinilega enn í vexti. Ef þetta næði allt að þroskast vel mætti búast við góðri uppskeru. Þá gæti þetta sumar líka orðið gott innlegg í reynslubankann og sýndi að hægt væri að rækta korn á Íslandi flest ár þrátt fyrir misjafna veðráttu. /MÞÞ/HKr.

Kornskurður hafinn í Kálfagerði í Eyjafirði en korn aðeins lakara en í meðalári:

Kornakrar líta vel út fyrir norðan en slæmt ástand vegna bleytu syðra– Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segist þó enn ekki farinn að örvænta

Teitur fór og skoðaði einn og leist bara vel á. Þar er blanda af byggi og vetrarrepju sem sett verður í stæðu og hefur þetta reynst úrvalsfóður fyrir kýr. Mynd / Hulda Jónsdóttir

fjögur tonn á hektara, sem er heldur minna en í meðalári. Menn bíða átekta og byrja almennt ekki fyrr en um miðjan september.

Steinn Ármann Magnússon sund-ríður.

Arla selur vörur undir heitinu „Skyr“Mjólkurrisinn Arla hefur sett á markað nokkrar vörur þar sem notast er við heitið „Skyr“ á umbúðunum en íslenskur mjólkur-iðnaður kemur þar hvergi nærri.

Vörurnar eru auglýstar sem hápróteinríkar og mjög fitusnauðar. Í boði er meðal annars drykkjarskyr og dósir sem eru ekki ólíkar skyr.is með fjölbreyttu bragði. Í Danmörku ber mikið á markaðssetningu á vörunum, en þær eru einkum miðaðar á neytendur sem hugsa um heilsuna og vilja hollan morgunmat.

Íslendingar eiga ekki einkarétt á heitinu „Skyr“ og hefur ekki tekist að fá upprunavernd á orðinu. Mjólkursamsalan er í samstarfi við nokkur mjólkursamlög á Norðurlöndunum þar sem íslenskar uppskriftir koma við sögu en svo er ekki í tilviki Arla. Þeir eru með sínar eigin uppskriftir og frábrugðnar vörur en MS býður upp á þó að íslenska heitið sé notað á umbúðirnar.

Danskt drykkjarskyr.

Page 3: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013 3

www.fodur.isNý heimasíða!

Við vinnum með þér

ÚTSÖLUSTAÐIRFB Verslun Selfossi Austurvegi 64a 570 9840FB Verslun Hvolsvelli Hlíðarvegi 2-4 570 9850FB Verslun Egilsstöðum Kaupvangi 11 570 9860

Fóðurráðgjöf : [email protected]

Hafðu samband 570 9800

Fagleg ráðgjöfog gott sambandFóðurráðgjöf er gríðarlega mikilvæg þegar niðurstöður heysýna liggja fyrir. Fóðurfræðingur FB ráðleggur bændum um val á fóðurblöndum.

„Með réttu vali á fóðurblöndum má ná hámarks árangri“

Veljum íslensktÍslensk hráefni til fóðurgerðar eru í hávegum höfð hjá Fóðurblöndunni.

Við tökum á móti íslenskt ræktuðu byggi og höfrum og nýtum í kjarnfóðurframleiðslu.Einnig nýtum við afurðir úr íslensku sjávarfangi sem tryggja hámarksnyt mjólkurkúa.

Góður árangurEigum fyrirliggjandi mikið úrval af sérhönnuðum kjarnfóðurblöndum.

Þróunarvinna Fóðurblöndunnar byggir á nýjustu upplýsingum um afurðir íslensks búfjár.

Sérblandað Hitameðhöndlað100% kögglagæði Gæða hráefni

ÖryggiNÝ

PREN

T eh

f.

Page 4: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 20134

Fréttir

Bændur frá Vesturlandi og austur í Vopnafjörð héldu í göngur í síðustu viku, margir hverjir mun fyrr en áætlað var. Ástæðan var sú að aftakaveðri var spáð um landið, einkum norðanlands, í byrjun vikunnar. Útlitið miðað við spána var ekki ósvipað því sem gerðist fyrir ári þegar óþverraveður gekk yfir landið norðanvert og mikill fjárskaði varð. Þegar spár sem bentu til illviðris fóru að hrannast upp ákváðu bændur því að taka enga áhættu og smala því fé sem hægt væri af fjalli.

Fyrstu spár bentu til þess að mjög slæmt veður yrði á norðan- og austanverðu landinu um síðustu helgi. Búist var við aftakaveðri með mikilli úrkomu, rigningu á láglendi en slyddu og snjókomu til fjalla. Þá var spáð vindhraða allt upp í 23 m/s. Eftir því sem leið á vikuna bentu spár til að veðrið myndi færast til vesturs og verða hvað verst á Ströndum og Norðurlandi vestra.

Veðrið var skaplegt

Þegar til kom varð veðrið ekkert í líkingu við það sem búist var við. Skipti þar verulegu máli að ekki varð jafn kalt og spár gerðu ráð fyrir auk þess sem ekki varð eins mikil úrkoma. Hins vegar voru bændur þá þegar búnir að smala og rétta mjög víða.

Stór svæði smöluð

Bændur á því svæði sem verst fór út úr illviðrinu sem gekk yfir í fyrra, einkum í Þingeyjarsýslum, voru ekki í rónni og má segja að víðast hvar á því svæði hafi verið smalað eins og hægt var, með tilliti til þess mann-skaps sem fékkst og þess tíma sem gafst. Slíkt hið sama á við um stóran hluta Húnavatnssýslna, Skagafjörð og Eyjafjörð. Borgfirðingar hugðust smala Holtavörðuheiði en með skán-andi veðurspá var ákveðið að hverfa frá þeirri fyrirætlan.

Mikill einhugur

Misvel gekk að manna göngur,

enda farið af stað í miðri viku og áður en ætlað var. Dæmi voru um að sveitarfélög sendu út beiðni um aðstoð til almennings og var slíkum beiðnum almennt mjög vel tekið. Þá aðstoðuðu björgunarsveitir við leitir í einhverjum tilvikum. Atvinnurekendur sýndu mikinn skilning og hliðruðu til fyrir sína starfsmenn svo þeir hefðu tök á að aðstoða við smölun. Sömu sögu er að segja af skólum sem gáfu nemendum frí til að halda í smalamennsku.

Reynslan frá í fyrra nýtt

Það er almenn skoðun manna að öll skipulagning hafi verið til fyrirmyndar vegna yfirvofandi náttúruvár. Almannavarnarnefndir komu saman víðs vegar um landið og Almannavarnardeild ríkis-

lögreglustjóra aðstoðaði við að veita upplýsingar og samhæfa verkefni. Fjallskilanefndir og sveitarstjórnir gengu fumlaust til verka og bændur sömuleiðis. Er það mál manna að reynsla síðasta árs hafi skilað sér mjög vel nú þar sem þeir annmarkar sem þá voru á aðgerðum voru sniðnir af.

Eftir því sem Bændablaðið hefur fregnað gekk smalamennska víðast hvar vel. Helsta umkvörtunarefni gangnamanna var að fé hefði verið mjög hátt og algjörlega áhugalaust um að koma til byggða og því seinrækt. Veður var enda víðast hvar með miklum ágætum og gróður á afrétti með eindæmum mikill og góður. Fé þykir enda koma vel af fjalli þrátt fyrir að vera talsvert fyrr á ferðinni en venja er til, í það minnsta sum staðar. /fr

Smalað snemma vegna ill-viðrisspár sem ekki rættist

Sigurður Páll Tryggvason bóndi á Þverá í Brúnagöngum með þreyttan „sumrung“ á bakinu. Mynd / Atli Vigfússon

Sumrungurinn seig íÞað var heitt í veðri þegar farið var í Brúnagöngur í Reykjaheiði og sögðu bændur að göngurnar hefðu verið erfiðar. Féð sótti í að leggjast og leita í aðrar áttir í stað þess að renna heimfúst niður í átt að réttinni. Greinilega ekki á því að veðrið væri að versna.

Sigurður Páll Tryggvason bóndi á Þverá sagði að þetta hefðu verið einhverjar þær erfiðustu göngur sem hann hefði farið í. Í göngunum fannst

„sumrungur“ sem ekki gat fylgt rekstrinum alveg til Skógaréttar og tók Sigurður Páll á það ráð að bera sumrunginn, sem líklega er fæddur í byrjun ágúst. Þó að sumrungar séu ekki þungir að hausti getur verið fyrirhafnarsamt að halda á þeim mjög lengi. Þessi seig í en Siggi Palli lét ekki sitt eftir liggja og til Skógaréttar kom hann lambinu sem auðvitað var ómarkað, en glöggir menn fundu út eigandann. /Atli Vigfússon

Sigurður Einar Þorkelsson í Höfða I, Grýtubakkahreppi. Hann er sonur Ástu Flosadóttur, skólastjóra Grenivíkurskóla

eftir réttir í Grýtubakkahreppi síðastliðinn laugardag. Mynd / Sigríður Björg Haraldsdóttir

Mynd / Aðalsteinn Á. Baldursson á Húsavík

Réttað var í Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit í úrhellisrigningu 30. ágúst, en komið var með féð að réttinni skömmu fyrir myrkur kvöldið áður. Ríflega 1.800 vetrarfóðraðar kindur eru í þeim hluta sveitarinnar, gamla Öngulsstaðahreppnum sem Þverárrétt tilheyrir.

Orri Óttarsson fjallskilastjóri segir að hluti þeirra, allt að 400 kindur, komi niður í aðrar réttir í Eyjafjarðarsveit og eins sé algengt að fé fari yfir í Fnjóskadal.

„Það gekk allt saman vel, við vorum mun fyrr á ferðinni en áætlað var, einum níu dögum, en fyrstu göngur áttu að vera um aðra helgi. Við líkt og aðrir Norðlendingar fórum fyrr af stað vegna slæmrar veðurspár og eiginlega þykir mér kraftaverki líkast að tekist hafi að fullmanna göngur á virkum degi með tveggja daga fyrirvara,“ sagði Orri.

Fyrirhugað var að fara í fyrstu göngur laugardaginn 7. september næstkomandi. Vanalega er réttað í Þverárrétt á sunnudegi og jafnan er

þar margt um manninn, en þar sem réttardag bar upp á virkan dag og að auki rigndi vel og duglega var hinn almenni réttargestur víðsfjarri góðu gamni að þessu sinni.

Orri segir að vel hafi smalast, en féð var ekki heimfúst enda miklir góðviðrisdagar meðan á göngum stóð.

„Það gekk fremur hægt en hafðist allt á endanum. Það háttar þannig til hjá okkur að hér eru ótal litlir þverdalir sem fara þarf inni í og það er mjög tímafrekt. Það væsti ekki um kindurnar og því hefur þeim eflaust ekki þótt liggja mjög á að koma til byggða,“ segir Orri.

Best þykir honum að fara í göngur eftir að eitt kuldakast hefur gengið yfir og eilítið gránað í fjöll, féð er þá komið dálítið neðar og nær byggð og ekki eins seinlegt og raunin varð nú að smala því. „Miðað við aðstæður myndi ég segja að vel hafi smalast, en eitthvað af kindum héðan af svæðinu mun skila sér í aðrar réttir, það er vaninn.“ /MÞÞ

Réttað í úrhellisrigninguí Þverárrétt

Smalað á Jórunnarstaðaafrétti í Fjörðum. Mynd / Björn Ingólfsson

Fagurbleikur regngallinn virðist hafa dugað vel.

Page 5: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013 5

Íslenskt fóður í öll málÍslenskir kúa bændur þekkja gildi þess að velja inn lenda fram leiðslu. Kjarn fóðrið frá Líf landi byggir á þróun sem hófst með fóðurfram leiðslu Mjólkurfjelags Reykjavíkur sem var stofnað árið 1917. Reynslan og þekkingin nær bráðum öld aftur í tímann.

Í nýrri fóður verksmiðju Líflands er stöðugt unnið að því að bæta og þróa kjarn fóður fyrir íslenska mjólkur framleiðslu í samvinnu við færustu sérfræðinga. Bændur geta fengið ráðgjafa Líflands til að taka heysýni og greina þau til að auðvelda val á kjarnfóðri.

Kjarnfóðrið frá Líflandi er íslensk framleiðsla

Lífland | 540 1100 | www.lifland.is | [email protected] Hafðu samband við sölumenn og ráðgjafa í síma 540 1100 eða gegnum tölvupóst [email protected]

Page 6: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 20136

Málgagn bænda og landsbyggðarBændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði.

Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450.

Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279

Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) [email protected] – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason [email protected] Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir [email protected] – Freyr Rögnvaldsson [email protected] – Sigurður M. Harðarson [email protected]

Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir [email protected] – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf.Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er [email protected] Netfang auglýsinga er [email protected] Vefsíða blaðsins er www.bbl.is

Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621

Að framleiða sig út úr kreppu

LEIÐARINN

Þegar ekið er um sveitir landsins vekur athygli sú drift og kraftur sem víða er að finna ásamt óbilandi trú á bjarta framtíð. Líklega er það einmitt trúin á framtíðina sem er þess valdandi að hér er enn víða að finna blómlega byggð á landsbyggðinni, þar sem menn nenna að hafa fyrir því að fara á fætur á morgnana.

Það er ekkert sjálfgefið að hvar sem farið er um landið séu bændur og búalið brosandi út að eyrum, tilbúin að gera nánast hvað sem er fyrir þá gesti sem streyma um hlaðið. Víða hefur búrekstur verið erfiður og óáran í veðrinu hefur þar ekki hjálpað til. Veðurhvellurinn um daginn minnti bændur norðanlands óþyrmilega á hörmungarnar í fyrra en allt fór þetta betur nú en á horfðist.

Auðvitað getur enginn unnið endalaust undir óheyrilegu álagi og það skynjaði fólk vel í áfallinu í fyrrahaust með tilheyrandi missi á þúsundum fjár. Í pistli í blaðinu í dag segir Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur að meðal þeirra einkenna sem komi fram hjá þeim sem vinni mánuð eftir mánuð og ár eftir ár langa vinnudaga án reglubundinna hléa sé kulnun í starfi. Leiði, depurð, auknar áhyggjur, verri samskipti, ánægjumissir, streita og hætta á slysum og sjúkdómum, til dæmis þunglyndi og kvíða.

„Jafnvel þótt við séum hörku fólk þolir geðheilsan ekki endalaust álag án hlés frekar en líkaminn, það endar með því að það klárast af batteríinu,“ segir Kristín, sem gjörþekkir störf bænda enda sjálf fyrrverandi kúabóndi. Kristín vill að menn hugi að sálartetrinu og gefi sér tækifæri til að hlaða batteríin annað slagið.

Orð Kristínar eru sannarlega í tíma töluð. Þó að menn komist ansi langt á kröftunum einum saman getur það verið harla lítils virði ef því fylgir engin lífshamingja. Það hefur því vakið athygli mína á ferðum um landið hversu víða skín lífsgleði og hamingja úr augum fólks þrátt fyrir allt. Þessi gleði hefur örugglega meiri áhrif en marga grunar. Hún blæs öllum öðrum sem umgangast þetta hressa fólk kjark í brjóst.

Lífsgleðin getur nefnilega verið smitandi ekki síður en uppdráttarsýki, depurð og endalaust tal um vonlausa framtíð. Vert er því að skoða hversu víða í sveitum er verið að gera stórkostlega hluti. Þar er síaukin áhersla á vöruvöndun í matvælaframleiðslu svo eftir er tekið víða um lönd. Aukinn ferðamannastraumur um landið hefur líka kallað á nýja hugsun í sveitum landsins. Ef ef rétt er haldið á þeim spöðum verður framtíðin örugglega björt. /HKr

Það er alltaf ánægjulegt að upplifa að allt virðist ganga upp. Í síðustu viku sendi Veðurstofa Íslands út viðvaranir um yfirvofandi illviðri sem minntu um margt á aðdraganda óveðursins sem gekk yfir norðanvert landið í byrjun september í fyrra. Viðbrögð bænda létu ekki á sér standa. Minnugir afleiðinga veðursins frá því í fyrra voru allir á einu máli um að koma í veg fyrir mögulegan fjárskaða.

Frá Borgarfirði, vestur um firði og allt austur að Vopnafirði tóku menn stefnu til fjalla og komu sauðfé í skjól, ýmist með því að smala þau landsvæði sem hæst standa yfir sjávarmáli eða reka til byggða og rétta. Frumkvæði og viðbrögð heimamanna á hverju svæði voru til fyrirmyndar og virðist sem skipulag og framkvæmd þessara aðgerða hafi allt gengið upp. Ástæða er til að þakka Almannavörnum fyrir þeirra þátt í þessum aðgerðum auk björgunarsveitafólks og síðast en ekki síst öllum þeim sem af velvilja gengu til liðs við bændur með mjög skömmum fyrirvara.

Þekkt er að óveðrið í september 2012 olli mörgum bændum verulegu fjárhagstjóni og fjölmargir lögðu þá fram ómetanlegan stuðning bæði í formi vinnu og fjármuna. Þó svo að veðrið nú hafi ekki orðið eins vont og spáð var var engu að síður mikilvægt að hafa varann á og bregðast við og fyrirbyggja hugsanlegt tjón. Engin ástæða er til að sjá eftir þeirri fyrirhöfn, enda eiga menn ekki tefla bústofninum og þar með afkomunni í tvísýnu.

Það er eðlilegt að menn geri allt til að verja afkomu sína. Allir sem stunda landbúnað eru fyllilega meðvitaðir um að afkoma þeirra byggist á því að framleiða verðmæti með hóflegri nýtingu náttúrugæða landsins.

Til að setja þetta í víðara samhengi má benda á umræðu í þjóðfélaginu um hvaða leiðir séu heppilegastar til að styrkja íslenskt efnahagslíf í sessi. Frá bankahruninu 2008 hefur helst verið rætt um aukna skattlagningu og niðurskurð í ríkisrekstri en ekki verið lögð eins mikil áhersla á

aukna verðmætasköpun. Báðir þessir þættir þurfa að spilast saman en þar má ekki allt leggjast á aðra vogarskálina.

Þörf á að auka og styrkja innlenda framleiðslu

Við myndun nýrrar ríkisstjórnar á vormánuðum mátti skynja stefnubreytingu í þessum efnum og sagt var að eitt af leiðarljósum hennar væri aukin verðmætasköpun. Mikilvægt er fyrir ríkisstjórnina að fara að sýna þetta í verki og tapa ekki þeirri sýn sem kom sterkt fram hjá stjórnarflokkunum í aðdraganda kosninganna, að aukin verðmætasköpun skipti miklu til að vinna á vandanum. Fyrirsjáanlegt er að mikil þörf er á að afla gjaldeyris á næstu árum til að standa undir skuldbindingum þjóðarbúsins og það þarf bæði að gera með því að að auka útflutning og styrkja innlenda framleiðslu í sessi hér heima.

Mannauður og gnægð náttúruauðlinda

Ísland býr yfir gnægð náttúruauðlinda; vistvænni orku, hreinu vatni í miklu magn, gjöfulum fiskimiðum og nægu landrými sem skila okkur ótal tækifærum, á meðan við gætum þess að nýta þau með sjálfbærum hætti. Síðast en ekki síst búum við yfir miklum mannauði – sem er lykillinn að öllu saman.

Uppbygging verður ekki nema til sé nægilega mikið af fólki sem hefur þekkingu, áhuga og möguleika á að nýta þá kosti sem bjóðast. Við höfum víða ónýtta framleiðslugetu og eigum sóknarfæri til að auka útflutning og fullvinnslu ýmiss konar.

Það er þekkt í stjórnmálasögu að ríkisstjórnir hafi tekið þá stefnu á erfiðum tímum að leggja áherslu á að framleiða, skapa verðmæti og flytja meira út. Stjórnmálamenn þurfa að hafa þor til að taka slíkar langtímaákvarðanir sem styrkja innviði samfélagsins og skapa miklar tekjur til lengri tíma litið. Það þarf að huga að starfsumhverfi

þeirra fyrirtækja sem eiga vaxtarmöguleika. Þess hefur ekki alltaf verið gætt, sem stundum hefur orðið til þess að mörg störf og þekking þeim tengd hefur tapast varanlega.

Nýjar búgreinar og fjölbreyttar áskoranir krefjast aukinnar þekkingar

En hver eru helstu sóknarfærin í aukinni verðmætasköpun hvað landbúnaðinn varðar? Það er verkefni bænda að framleiða búvörur og veita margs konar þjónustu. Þekking, reynsla, sérhæfing og fagmennska eru búmannshættir 21. aldarinnar. Framþróun menntunar í landbúnaði er bændum því grunnur að því að byggja atvinnugreinina upp til framtíðar. Nýjar búgreinar og fjölbreyttar áskoranir krefjast aukinnar þekkingar, rannsókna og þróunar. Orkuvinnsla á bújörðum, stóraukin kornrækt, heimaframleiðsla fóðurs, bætt nýting framleiðsluþátta og stöðugar tækniframfarir eru meðal viðfangsefna morgundagsins.

Tölur sýna að notkun sýklalyfja gegn sjúkdómum sem herja á dýr er mun minni hér á landi en í mörgum nágrannalöndum. Íslenskur landbúnaður sér landsmönnum fyrir góðum og hollum mat allt árið um kring. Mikil tækifæri leynast innan landbúnaðarins og hlutverk hans mun vaxa á komandi árum.

Við eigum sem fyrr segir mikið land, hreint vatn, duglega bændur og öflug fyrirtæki. Leggja þarf áherslu á að fjölga störfum í landbúnaði og að virðisauki framleiðslunnar komi sveitunum til góða.

Hefjumst handa

Íslenskir bændur vilja stuðla að fjölbreytni og nýsköpun í landbúnaði og nýta auðlindir landsins með sjálfbærni að leiðarljósi. Landbúnaðurinn á framtíðina fyrir sér. Mikil verkefni eru fyrirliggjandi – tökum skrefið og hefjumst handa.

/SSS

Trú á framtíðina

Á dögunum buðu félagar í Félagi afréttareigenda á Almenningum fulltrúum frá Bændasamtökunum og Landgræðslunni til að skoða svæðið Almenninga sem skrifað hefur verið mikið um í Bændablaðinu á undanförnum misserum.

Bændur ákváðu vorið 2012 að sleppa fé lausu til beitar á afréttinum sem verið hafði friðaður og í uppgræðslu í 22 ár en nokkur styr hefur verið vegna ákvarðana bændanna í þessu máli. Hér má sjá Önnu Birnu Þráinsdóttur, bónda í Varmahlíð og sýslumann í Vík, Birki Snæ Fannarsson, lögfræðing Landgræðslunnar, Eirík Blöndal, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, Guðmund Viðarsson, bónda í Skálakoti og formann stjórnar Félags afréttareigenda á Almenningum, Sindra Sigurgeirsson, formann Bændasamtakanna, Oddnýju Steinu Valsdóttur, varaformann Landssamtaka sauðfjárbænda, og Baldur Björnsson bónda á Fitjamýri virða svæðið fyrir sér. /ehg

Fulltrúar Bændasamtakanna og Landgræðslunnar skoða Almenninga

LOKAORÐIN

Page 7: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013 7

Veðrið sem gekk yfir landið fyrir síðustu helgi hefur varla farið framhjá neinum og allra síst bændum sem áttu fé á fjalli. Strax á sunnudeginum tæpri viku fyrir óveðrið byrjuðu veðurfræðingar að vara við slæmri veðurspá. Á mánudag virtist stefna í að veðrið yrði svipað og óveðrið sem skall yfir norðanvert landið 10. septem-ber 2012 og olli miklum fjárskaða. Má segja að á öllu norðanverðu landinu frá austri til vesturs hafi því verið sett upp áætlun til að bregðast við og sækja sem mest af fé áður en veðrið skylli á.

Eins og víðar ákváðu bændur í Vatnsdal í Húnavallahreppi að smala eins mikið og hægt væri fyrir óveður. Það er þó ekkert hlaupið að því að smala allan afrétt sem tilheyrir Vatnsdal og heimalönd líka því nánast allt þurfti að smala þar sem megnið að sumarhaga Vatnsdælinga er fyrir ofan 2-300 metra hæðarlínuna þar sem versta veðrinu var spáð. Á þriðjudagsmorgun fóru svo tíu menn af stað aftur til að fínkemba svæðið. Var þá farið inn undir Langjökul, á svæði sem heimamenn kalla Fljótsdrög, með dráttarvélar og kerrur og sækja það fé sem þar varð eftir.

Sjö daga réttir

Venjulegar göngur hjá Vatns-dælingum eru þannig að á þriðju-degi er smalað næst Langjökli (Fljótsdrög). Á miðvikudegi er smalað norður fyrir Stórasand, á fimmtudegi er Grímstunguheiði kláruð og Haukadalsheiðin er kláruð á föstudegi á meðan féð af Grímstunguheiði er dregið út á Undirfellsrétt. Á laugardegi er féð sem kom af Haukadalsheiðinni dreg-ið í sundur. Á sunnudögum eru flestir bændur með heimalandssmölun og á mánudögum er Sauðadalur smalaður, samtals 7 langa vinnudaga.

Óveðursspá riðlaði hefðinni

Í ár var hefðinni gjörsamlega splundr-að. Fyrsta dag voru nokkrir sendir til að smala heimalöndin, á meðan voru fremst á heiðinni að reyna að stugga við fénu til að koma rennsli á það til norðurs. Snemma á öðrum degi var farið fram á Grímstunguheiði með nánast allan þann mannskap sem hægt hafði verið að ná saman

til smalamennsku. Tæplega fimm-tíu smalar röðuðu sér á heiðina og héldu með féð til norðurs og undir kvöld var hætt. Á þriðja degi voru Haukadalsheiði og Grímstunguheiði kláraðar með aðeins færri mann-skap og daginn áður og auka mann-skapurinn smalaði Sauðadal á meðan. Síðan var réttað á fjórða degi allt sem smalast hafði dagana á undan.

Luku við að draga allt safnið á einum degi

Undirfellsrétt er ein af stærstu réttum landsins. Venjulega er klárað að draga í í þeirri rétt á tveim dögum og þá oftast á milli 15 og 18 þúsund fjár. Álíka margt fé hefur verið hingað til af hvorri heiði Grímstunguheiði

og Haukagilsheiði. Í rokinu og rigningunni síðasta föstudag var klárað að draga allt féð á einum degi og hefur ekki verið gert áður.

Skólabörn fengu frí til að smala

Sem dæmi um samstöðu og samhug í að smalamennskan gengi sem best gaf skólastjórinn í Húnavallaskóla, Sigríður Aadnegaard, öllum skólabörnum frí. Hjálpsamir vinir og kunningjar komu alls staðar að til að hjálpa til þegar kallið kom um að aðstoða.

Yngsti gangnamaðurinn á Haukadalsheiði var Lara Margrét Jónsdóttir frá Hofi að fara í sínar fyrstu heilsdagsgöngur á hesti, en hún verður 12 ára í haust.

Ekki dæmi um göngur svo snemma

Elstu menn minnast þess ekki að smalamennsku í Vatnsdal hafi áður verið flýtt fram í ágúst en oft hafi komið vond veður og nokkrum sinnum hafi smalamennska dreg-ist vegna þoku. Eftirminnilegasta veður elstu manna í Vatnsdal er óveður sem gekk yfir gangnamenn í göngum 1934 en þá varð einn gangnamaður úti. /HLJ

vissan hátt má nefna þennan þátt tímamótaþátt. Að því leyti að yrkisefnið er

aðeins eitt afmarkað fyrirbæri, því nú er þátturinn alfarið helgaður afmælisdegi Einars Kolbeinssonar í Bólstaðarhlíð, sem í dag, 5. september 2013, fagnar 40 árum.

Í röðum hagyrðinga er Einar oftast bara nefndur „ungskáldið“, og fer því vel að þeir hagyrðingar er hvað oftast hafa setið hagyrðingamót ásamt Einari fagni þessum áfanga í þroskasögu hans.

Fyrstur til að heiðra Einar er Pétur Pétursson, læknir og fyrrum sýslungi hans:

Orðstír glæstan enn þú styrkir,íþrótt skáldsins hylla vil.Klám og níð þú aldrei yrkir,enda þótt þig langi til.

Ötull beittu Braga sveðjum,en búðu þínum grönnum frið.Á merkisdegi kærum kveðjum,kvæðajöfur, taktu við!

Einar stýrir byggingarfyrirtækinu Stíganda á Blönduósi og byggir landsmönnum hús. Meðal viðskiptamanna hans erum við hjón hér í Kotabyggð. Hjálmar Freysteinsson læknir á Akureyri þekkir vel til athafna Einars:

Ekkert milli mála ferá mannfundum og þingum,ævinlega Einar beraf öðrum Húnvetningum.Víst er Einar verkafús,vaknar um óttubilið.Byggir yfir ýmsa hússem eiga það varla skilið.

Og Sigrún Haraldsdóttir, fyrrum granni Einars, færir honum huggunarblandin varnaðarorð:

Gráttu ekki guggnaðurþótt gaman fari að kárna.Vertu hress og vonglaður,– en vara þig á Árna.

Björn Ingólfsson á Grenivík færir afmælisbarninu þessa kveðju:

Kæri vinur, vertu glaður,veröldin þó bylti sér,og ekki sértu ungur maðureftir 5. september.

Upp frá þessu á þig, drengur,ýmsar leggjast hrellingar.Ungfrúr þrá þig ekki lengur,aðeins rosknar kellingar.

Kveðja Reynis Hjartarsonar kennara á Akureyri er í styttra lagi, en kveðja þó:

Ég býst að verði á bögum töf,og bregst þar öllum vonum.Mér hlotnaðist sú góða gjöfað gleyma alveg honum. (Afmælisdeginum held ég)

Og síðastur til að fagna afmæli með Einari er Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit.

Ellin grimm þér Einar minnekkert virðist þoka,aðrir bera aldur sinneins og tað í poka.

Ekki hár er aldur þinn,af því máttu guma,að stutt er síðan strákurinnvar státin sæðisfruma.

Einar minn! Einlægar afmælis-óskir fylgja héðan úr Kotabyggð.

Umsjón:Árni Geirhjörtur Jónsson

[email protected]

Líf og starf

MÆLT AF MUNNI FRAM

Á

„Óveðurssmölun“ í VatnsdalGangnamenn á hestum að koma af Haukadalsheiði. Myndir/Hjörtur Leonard Jónsson

Page 8: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 20138

Fréttir

Vigdís Finnbogadóttir, fyrr-verandi forseti Íslands, gróður-setti 20. milljónustu trjáplöntuna í Landgræðsluskógaverkefninu í Smalaholti í Garðabæ laugar-daginn 24. ágúst. Fyrir valinu varð myndarlegur askur. Vigdís gróður setti einnig fyrstu plönt-una í átakinu sem hófst á sama stað vorið 1990 og er þar nú kom-inn myndarlegur skógur. Hefur verkefnið staðið óslitið allar götur síðan. Gróðursetningin var jafnframt liður í dagskrá aðal fundar Skógræktarfélags Íslands sem fram fór í Garðabæ um þarsíðustu helgi.

Landgræðsluskógar eru umfangs mesta skógræktar- og uppgræðsluverkefni skógræktar-félaganna. Á vegum verkefnisins hafa skógræktar félögin séð um gróðursetningu á hátt í einni milljón trjáplantna árlega allt frá árinu 1990. Lætur nærri að gróðursett hafi verið í um 400-500 hektarar lands árlega. Ræktunarsvæði Landgræðsluskóga eru víðs vegar á landinu og eru nú um 120 samnings bundin svæði.

Fjölbreytni svæðanna er mikil

og eru sum þeirra þar sem skilyrði eru hvað best til skógræktar í land-inu, á meðan önnur eru þar sem skilyrði eru mjög erfið, til dæmis úti við ströndina. Öll svæðin eiga það þó sameiginlegt að þar er stefnt að því að græða land og auðga.

Samstarfsaðilar skógræktar-félaganna í Landgræðsluskógum eru Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og Atvinnuvega- og nýsköpunar ráðuneytið.

Landgræðsluskógaverkefni Skógræktarfélags Íslands:

Tuttugu milljónir trjáplanta hafa verið gróðursettar í átakinu

Vigdís Finnbogadóttir gróður-setur 20. milljónustu trjáplöntuna í Landgræðsluskóga verkefni Skóg-ræktarfélags Íslands ásamt Barböru Stanzeit, gjaldkera Skógræktarfélags Garðabæjar.

Trausti Þórisson á Hofsá í Svarfaðardal skimar hér eftir fé í Hofsárdal, sem er lítill dalur sem gengur inn um miðbik austanverðs Svarfaðardals. Um miðja síðustu viku var enn mjög mikill snjór á svæðinu frá síðasta vetri og meiri en menn hafa jafnan séð á þessum slóðum á þessum árstíma. Mynd / Jóhann Ólafur Halldórsson

Kýrin Lýsa í Villingadal bar fjórum kálfum af öðrum burði– líklegast einsdæmi í sögu kúabúskapar hér á landi„Það þýðir lítið að gráta en vissu-lega er þetta svekkjandi,“ segir Árni Sigurlaugsson í Villingadal í Eyjafjarðarsveit. Þar á bæ bar kýrin Lýsa tveimur kálfum á fimmtudagskvöld og öðrum tveim-ur á föstudagsmorgun í liðinni viku. Þeir voru allir dauðir. Árni rekur kúabú í Villingadal ásamt konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur.

Guðmundur Steindórsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir þetta alveg með ólíkindum, en á starfsferli hans sem spannar 40 ár hefur kýr aldrei áður borið fjórum kálfum.

„Að jafnaði ber ein kýr á ári þremum kálfum en fjórir kálfar eru algjört einsdæmi,“ segir hann.

Samtals 87 kíló

Atburðarásin hófst laust fyrir miðnætti hinn 29. ágúst sl. þegar kýrin Lýsa 264 í Villingadal í Eyjafjarðarsveit bar tveimur kálfum

af öðrum burði. Það er reyndar ekki í frásögur færandi þótt kýr sé tvíkelfd, en snemma morguninn eftir komu aðrir tveir kálfar úr kúnni. Því miður voru allir kálfarnir dauðir, en full-skapaðir. Kúna vantaði hálfan mánuð upp á tal. Um var að ræða eitt naut og þrjár kvígur. Nautið var nokkru þyngst, eða 27 kg, en kvígurnar 19, 20 og 21 kg. Samtals gekk því Lýsa með 87 kg, en meðal nýfæddur kálfur er um 35 kg.

Guðmundur segir að í rannsókn sem gerð var í kringum síðustu alda-

mót á gögnum úr skýrsluhaldi naut-griparæktarinnar yfir 8 ára tímabil hafi komið í ljós að þríburafæðingar í stofninum voru nálægt því að vera að meðaltali ein á ári og hlutfall tví-kelfinga nálægt 1%. Engar sögur fara fyrr en nú af fæðingu fjórkelfinga í íslenska kúastofninum að sögn Guðmundar.

Ekki á allt kosið

„Þetta er ekki skemmtilegt og mig langar ekki að lenda í þessu aftur,“ segir Árni. Burðurinn gekk þó vel að hans sögn, en gremjulegt að kálfarnir reyndust allir dauðir. Hann segir að menn viti ekki ástæður þess að kálfarnir voru dauðir, „það bara gerðist, svona er lífið, það er ekki alltaf á allt kosið,“ segir Árni.

Ekki tókst áður en blaðið fór í prentun að finna neinar upplýsinga um að slík fjórkálfafæðing hefði átt sér stað. /MÞÞ

„Þetta er svekkjandi en það þýðir lítið að gráta,“ segir Árni Sigurlaugsson í Villingadal, en fjórir kálfar Lýsu reyndust allir dauðir.

Kýrin Lýsa 264 viku fyrir burð. Myndir / Guðmundur Steindórsson

Beikonhátíðin Reykjavík Bacon Festival, matar hátíð fjöl-skyldunnar, verður haldin í þriðja sinn á laugar daginn kemur. Hátíðin er systur hátíð stærstu beikon-hátíðar í heimi, Blue Ribbon Bacon Festival í Des Moines í Iowa. Herlegheitin fara fram á Skólavörðustígnum og hefjast hátíðarhöldin klukkan 14.00.

Hátíðin hefur vaxið mikið að burðum frá árinu 2011 þegar nokkrir félagar buðu, með þriggja tíma fyrirvara og í léttu gríni, upp á 40 kg af beikoni fyrir gesti og gangandi á Skólavörðustígnum. Það sem byrjaði sem grín hefur undið nokkuð upp á sig. Leikurinn var svo endurtekinn í fyrra með öllu meiri skipulagningu. Árni Georgsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir að viðtökurnar í fyrra hafi orðið þeim hvatning til að bjóða upp á enn stærri og betri hátíð í ár, en á síðasta ári lögðu ríflega tíu þúsund manns leið sína á Skólavörðustíginn til að taka þátt í hátíðinni. Nú verður því öllu tjaldað til, með meira beikoni og enn meira fjöri.

Svínaræktarfélagið bætist í hópinn

Í ár hefur Svínaræktarfélag Íslands bæst í hóp þeirra sem koma að hátíðinni og segir Árni að mikill akkur sé í aðkomu félagsins að hátíðinni. Árni segist sannarlega vonast eftir frekara samstarfi í framtíðinni. Aðrir helstu styrktaraðilar hátíðarinnar

eru Ali, Vífilfell, Sæmark og Reykjavíkurborg. Allur ágóði af hátíðinni rennur til Hjartadeildar Landspítalans.

Átta veitingastaðir verða með bása á hátíðinni og munu selja beikon-innblásna rétti. Veitingastaðirnir sem um ræðir eru Hótel Holt, Sakebarinn, Þrír frakkar, Snaps, Kolabrautin, Sjávargrillið, Roadhouse og Domino´s. Auk þess mun Ali bjóða upp á ókeypis beikonsmakk á nokkrum básum og drykkir frá Vífilfelli munu slökkva þorsta hátíðargesta. Tvö tonn af beikoni eru tiltæk auk 600 kg af þorskhnökkum frá Sæmarki.

Helstu breytingar frá hátíðinni í fyrra eru þær að nú verður Skólavörðu-stígurinn þakinn veitingasölubásum svo að fólk mun ekki þurfa að bíða í löngum röðum eftir beikonréttum eins og í fyrra. Miðasölukerfi verður tekið í notkun og kostar skammturinn 300 krónur. Þremur miðasölubásum verður dreift um Skólavörðustíginn auk sölubáss fyrir boli, derhúfur og annan varning. Einnig verður sérstakur beikonbás fyrir börnin og leiktæki.

Hljómsveitin Klaufar mun spila beikoninnblásna tónlist á hátíðarsviðinu og skemmti-kraftar munu koma fram. Beikon-fræðingurinn Marshall Porter heldur beikonfyrirlestra og einnig verður Þórir Gunnarsson með beikonmálverkasýningu í Ostabúðinni.

Beikonhátíð á Skólavörðustíg– tvö tonn af beikoni munu seðja hungur gesta

Frá beikonhátíðinni í fyrra.

Málþing á Hvanneyri um hrossarækt:

Hvernig náum við meiri árangri?Fagráð í hrossarækt og Landbúnaðar háskóli Íslands boða til málþings um kynbótakerfið í hrossa rækt á morgun, föstu daginn 6. september, kl. 13.00–18.00. Málþingið verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri.

Dagskrá samanstendur af

nokkrum inngangserindum um ýmsar hliðar kerfisins þar á meðal dómkerfið, dómstörf og sýningar, dómara, kynbótamat og fleira en síðan taka við opnar umræður og markviss hópavinna með þátttöku málþingsgesta.

Allt áhugafólk um kynbætur

íslenska hestsins er hvatt til að mæta og taka þátt.

Þátttökugjald er 1.000 krónur, greitt á staðnum. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir fram hjá Endurmenntun LbhÍ – www.lbhi.is/namskeid eða í síma 433 5000 og netfangið [email protected].

Page 9: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

9Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 480 0400

Verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

inns

látt

arvi

llur.

Sími 480 0400 [email protected]

Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.isJötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610

TÍMAMÓTATILBOÐ Á

VERÐTILBOÐ:

Yfirburðir McHale Fusion rúllu samstæðnanna eru í dag vel þekktir en áreiðan leiki, ending og vinnslu hraði vélanna er ein stakur. Það kemur því ekki á óvart að langflestir land búnaðarverktakar velji McHale Fusion.

Verðlistaverð 2014 árgerðarinnar er kr: 11,390,000,- + vsk. m.v. EUR 158.

Til næstkomandi áramóta bjóðum við viðskiptavinum sem staðfesta kaup á nýrri McHale Fusion 3 eftirfarandi afslætti frá verðlistaverði:

*Þeir viðskiptavinir sem staðfesta kaup á nýrri McHale Fusion 3 fyrir lok september fá auk þess 1 ókeypis miða í fræðsluferð til Írlands í mars/apríl þar sem verksmiðja McHale verður meðal annars heimsótt og sérfræðingar McHale halda fyrirlestra um viðhald og notkun vélanna auk heimsókna til írskra bænda.

Greiðsla og afhending vélanna er næsta vor eða samkvæmt nánara samkomulagi.

TIL AÐ MÆTA MIKILLI EFTIRSPURN EFTIR MCHALE RÚLLUSAMSTÆÐUM HAFA JÖTUNN VÉLAR GERT SAMNING UM KAUP Á FUSION 3 RÚLLUSAMSTÆÐUM AF ÁRGERÐ 2014 OG BJÓÐA ÞEIM VIÐSKIPTAVINUM SEM ERU TILBÚNIR AÐ STAÐFESTA KAUP STRAX MJÖG HAGSTÆTT TILBOÐ

ÖÖ ÉÉ

Fyrir lok september 8% afsláttur kr: 911,200+vsk*Fyrir lok október 7% afsláttur kr: 797,300+vskFyrir lok nóvember 6% afsláttur kr: 683,400+vskFyrir lok desember 5% afsláttur kr: 569,500+vsk

Kr: 14,294,450,- með vsk.

Page 10: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 201310

Fréttir

Sigurgeir Hreinsson, fram-kvæmda stjóri Búnaðar-sambands Eyjafjarðar segir varðandi heyfeng í Eyjafirði að nokkuð skiptist í tvö horn, víða sé uppskera mjög góð og yfir meðallagi en á öðrum svæðum sé hún lakari. Það eigi einkum við um þau svæði sem verst hafi orðið úti vegna kals á liðnu vori, meðal annars Hörgárdal og Öxnadal.

„Það virðist sem endurrækt túna hafi því miður of víða misfarist,“ segir Sigurgeir. Veðurfar síðastliðið vor var með þeim hætti að bændur voru margir seint á ferð varðandi endurrækt og snjór eða svell voru yfir túnum langt fram eftir vori.

„Það var því víða sem menn á verstu kalsvæðunum gátu ekki byrjað fyrr en um mánaðamót maí

og júní og það er heldur seint. Júní var síðan mjög hlýr en þurr og yfirborð í flögum því mjög þurrt. Það hefur síðan áhrif á að spretta náði sér ekki á strik,“ segir Sigurgeir.

Á öðrum svæðum, svo sem í Eyjafjarðarsveit, sé hins vegar langvíðast mjög góð uppskera eftir sumarið. /MÞÞ

„Það er brjálað að gera í vatnssölunni enda er verslunin að selja útlendingum um 1 tonn af íslensku vatni í hverri viku. Ég hef aldrei vitað aðra eins sölu á vatni eins og í sumar,“ sagði Pálmi Kristjánsson, verslunarstjóri Kjarvals í Vík í Mýrdal.

Hann segir um 80% viðskiptavina Kjarvals í Vík vera útlendinga yfir sumartímann, þeir versli mjög mikið.

„Þeir virðast ekki treysta íslenska

vatninu úr krönum eða lækjum þrátt fyrir að ég segi þeim að þetta sé fyrsta flokks vatn og ekkert að óttast, þeir velja frekar að kaupa vatnið í flöskum,“ bætti Pálmi við.

Hægt er að kaupa íslenskt vatn undir merkjum Pure Icelandic, fram-leitt af Vífilfell, Iceland Spring frá Ölgerðinni og Icelandic Glacial frá Jóni Ólafssyni, vatnsbónda á Hlíðarenda í Ölfusi.

/MHH

Útlendingar treysta ekki íslensku kranavatni:

Kaupa eitt tonn af í vatni í flöskum í Vík í hverri viku

Pálmi hefur ástæðu til að brosa vegna góðrar vatnssölu í verslun Kjarvals í Vík í sumar.

Ferðaþjónusta Bænda mun bjóða upp á sérstaka fagferð 24.–31. október sem er ekki hvað síst hugsuð fyrir ferðaþjónustubændur. Um er að ræða skemmtiferð í Ölpunum með áhugaverðri blöndu menningar, ferðaþjónusturýni og smökkun heimagerðra landbúnaðarafurða.

Farið verður um hið einstæða hérað Allgäu í Bæjaralandi við rætur Alpafjalla í syðsta hluta Þýskalands. Þetta er eitt af vinsælustu ferðamannasvæðum landsins, en hér hefur ferðaþjónustan áralanga reynslu í fjölbreyttri afþreyingu og möguleikum fyrir ferðamenn til þess að njóta jafnt hvíldar og náttúrufegurðar.

Heimsóttir verða skemmtilegir

ferðamannastaði og notið lífsins í fallegu umhverfi. Auk þess verða ferðaþjónustubændur heimsóttir sem margir hverjir eru með heimaslátrun og vinna sjálfir úr afurðum sínum. Þar munu ferðalangar geta kynnt sér úrval vörumerkja þeirra. Þar hefur hópur bænda héraðsins tekið sig saman við kaupmenn á svæðinu og þróað vörumerki sín og markaðssett á einstaklega skemmtilegan hátt.

Dvalið verður í Kempten, einni af elstu borgum Þýskalands, sem er höfuð borg Allgäu. Hótelið er í miðborginni, sérlega notalegt og í göngufæri við allt sem hugurinn girnist. Síðustu tvo dagana verður dvalið í menningarborginni München þar sem hjarta Bæjaralands slær. Fararstjóri verður Inga Ragnarsdóttir.

Ferðaþjónusta bænda:

Áhugaverð bændaferð til Bæjaralands

Hótel í Nemendagörðum á Hvanneyri næsta sumarNemendagarðar á Hvanneyri, sem eru sjálfseignarstofnun, hafa gert samning um leigu á hluta af húsnæði garðanna yfir sumartímann. Leigutaki er Kristján Karl Kristjánsson, sem rekur Ferstikluskálann í Hvalfirði.

Hótelið verður með 24 herbergi

og verður opnað síðari hluta maí næsta vor og verður opið fram í miðjan ágúst.

Kristján Karl er byrjaður að skipuleggja reksturinn og leggur mikla áherslu á gott samstarf við heimaaðila, enda er ljóst að reksturinn mun skapa nokkur störf

á Hvanneyri yfir sumarið. Kristján Karl hefur ákveðið að boða til fundar með áhugasömum heimamönnum í haust.

Hótelið hefur ekki fengið nafn. Kristján Karl er með netfangið [email protected] og er opinn fyrir tillögum hvað það varðar.

Frá undirritun samnings, talið frá vinstri: Þorvaldur T. Jónsson, stjórnarformaður Nemendagarða, Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, og Kristján Karl Kristjánsson framkvæmdastjóri. Mynd / ÁÞ

Búnaðarsamband Eyjafjarðar:

Skiptist í tvö horn með heyfeng

Heyfengur er misjafn í Eyjafirði, víða mjög góður en endurrækt túna á kalsvæðum hefur sums staðar misfarist. Mynd / MÞÞ

Page 11: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013 11

Page 12: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 201312

Fréttir

Öflug refaskytta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi:

Eftir sumarið liggur 41 tófa í valnumBergur Þór Björnsson frá Skriðufelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, refaskytta sveitarfélagsins, hefur skotið 41 tófu í sumar. Mörgum þeirra hefur hann náð við sveitabæi enda er tófan farinn að færa sig nærri byggð í leit að æti.

„Já, það er mjög mikið af tófu á svæðinu en ég reyni að halda henni í skefjum. Bændum er að sjálfsögðu mjög illa við dýrin, ekki síst sauðfjárbændum, og þá stendur fólki alls ekki á saman þegar hún er komin mjög nærri heimilunum. Ég finn um tvö greni í heimalöndum bænda á

hverju ári,“ sagði Bergur þegar hann var spurður um stöðu tófunnar á svæðinu. Hann er augljóslega með refaskyttuna í genunum því langafi hans, Ólafur Bergsson frá Skriðufelli, var mögnuð refaskytta

og ömmubróðir hans líka, Sigurgeir Runólfsson frá Skáldabúðum.

„Lærifaðir minn í faginu var þó Sigurgeir Þorgeirsson heitinn frá Túnsbergi í Hrunamannahreppi, eða Tófu-Geiri eins og hann var alltaf

kallaður. Við sáum um svæðið frá Þjórsá að Hvítá í þrjú ár og þar lærði ég mjög mikið af honum, maðurinn var snilldarskytta,“ sagði Bergur. /MHH

Öll vitum við að þeir sem eru sjálfstætt starfandi, eins og til dæmis bændur og margir sem starfa í ýmiss konar verktöku eða hjá litlum einkafyrirtækjum, geta unnið endalaust. Það er að segja, vinnutímanum lýkur aldrei formlega, það er engin stimpilklukka til að stimpla sig út og þegar einu verki lýkur bíða nokkur önnur starfandi handa, já, það er alltaf alveg brjálað að gera.

En í raun og veru getur auðvitað engin unnið endalaust. Meðal þeirra einkenna sem koma fram hjá þeim sem vinna mánuð eftir mánuð og ár eftir ár langa vinnudaga án reglubundinna hléa eru kulnun í starfi, leiði, depurð, auknar áhyggjur, verri samskipti, ánægjumissir, streita og hætta á slysum og sjúkdómum, til dæmis þunglyndi og kvíða. Jafnvel þótt við séum hörkufólk þolir geðheilsan ekki endalaust álag án hlés frekar en líkaminn, það endar með því að það klárast af batteríinu.

Við höldum samt oft að það sé ekkert mál að halda sleitulaust áfram að vinna enda höfum við gert það áður en prófaðu að taka mjólkurfernu og halda á henni með beinan handlegg út frá líkamanum. Já, einmitt, það er ekkert mál, en hvernig væri að halda á fernunni samfellt án hvíldar í mánuði eða ár?

Sífelld og endalaus vinna er slítandi á lúmskan hátt, við áttum okkur ekki á því hvernig líðan okkar og ástand versnar smátt og smátt. Það sem áður gladdi verður grátt og tilgangslaust og við hættum því smá saman. Við drögum okkur úr samskiptum, forðumst að koma inn og ræða við fólkið okkar eða hitta gesti. Ef makinn vil fara eitt-hvert forðumst við málið og leitum leiða til að þurfa ekki að fara. Við segjum svo sem allt fínt en fjörið, framtakið og félagsfærnin er ekki upp á marga fiska.

Án þess að við gerum okkur það ljóst verðum við verkasmærri, afköstin minnka og við höfum okkur ekki í smáverk. Það þarf að gera við hliðið uppi á túni og

ganga frá reikningum í möppu, ekkert stórmál en það dregst. Einbeiting, viðbragðsflýti og minni dalar, sjóndeildarhringurinn þrengist og okkur gengur verr að finna lausnir, heilinn er þeyttur.

Hvaða vit er í þessu? Að vera alltaf að en afkasta sífellt minna dagsverki, missa tengsl við fólk og verða leiður, verkasmár og einbeitingarlaus? Þetta gengur ekki, alveg sama þótt það sé brjálað að gera, einhverju þarf að breyta. Lausnin er að ákveða að taka sér pásur og frí, til að halda andlegri og líkamlegri heilsu, vinnugetu og lífsgæðum. Vittu til, verkin munu samt vinnast. Þú skalt:

1. Taka pásu reglulega, hætta í verkinu, breyta um stöðu og stað og hvíla huga og líkama og bara vera í 5 mínútur.

2. Taka hlé í 20-60 mínútur á 2-3 klukkustunda fresti, til dæmis hádegis- og kaffihlé; ekki vinna frá sjö til eitt og taka þá fyrst hlé til hádegisverðar.

3. Frídagur. Jafnvel Guð almáttugur tók sér frí einn dag í viku þegar hann var að skapa heiminn, má þó ætla að hann hafi haft brjálað að gera ekki síður en bændur! Taktu einn frídag fast í viku. Ef þarf að gefa eða mjólka á að vera frí það sem eftir lifir dags, úr vinnufötunum takk!

4. Í sumarfrí, lengra frí að sumri á öðrum tíma er nauðsynlegt. Lengri frí hvíla hugann og gefa okkur möguleika á að koma til baka endurnærð og full af eldmóði, áhuga og gleði.

Það er hægt að breyta um lífsstíl, listin er að vilja það og ákveða að gera það strax. Virtu sjálfa(n) þig og gefðu þér tækifæri til að hlaða batteríið og lífið verður árangursríkara, léttara og skemmtilegar.

Heimild: Dr. Tal Ben-Shahar

Listin að lifa – geðheilsaKristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur

Straumlaus?

Forystufé er eitt af því einstaka sem við Íslendingar eigum, en forystukindur finnast hvergi annars staðar í heiminum. Um hæfileika þeirra eru til margar sögur sem sumar hverjar hafa verið skráðar, en aðrar lifa manna á meðal.

Hinn 10. september 2012 skall á aftakaveður á Norður- og Norðausturlandi með skelfilegum afleiðingum fyrir bændur og búfénað á svæðinu. Talið er að um tíu þúsund fjár hafi orðið úti. Ætla má að einhverjar kindur, jafnvel heilu hóparnir, hafi bjargast fyrir vit og dugnað forystufjár.

Til að minnast þessa og varðveita sögur af forystufé, efnir verkefnisstjórn söfnunar-innar „Gengið til fjár“ til ritgerðasamkeppni í samvinnu við Bændablaðið og Landssamtök sauðfjárbænda. Skila má inn stuttum ritgerðum, sögum eða öðrum texta, að hámarki 1.000 orð að lengd.

Þema keppninnar er forystufé og einstakir hæfileikar þess. Túlkun á viðfangsefninu er að öðru leyti

í höndum þátttakenda. Dómnefnd mun meta innsenda texta og veitt verða þrenn verðlaun.

1. 100.000 kr. í peningum, haustlamb af forystukyni og gisting og máltíð fyrir tvo frá Ferðaþjónustu bænda.

2. Gistingu og máltíð fyrir tvo á Hótel Sögu.

3. Gisting og máltíð fyrir tvo á Hótel Geysi í Haukadal.

4. Verðlaunaafhending fer fram fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. október 2013.

Textum skal skilað til Lands-samtaka sauðfjárbænda (merkt „Forystufé“) Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík, fyrir 1. október 2013. Merkja ber hvern texta með dulnefni, en nafn, heimilisfang og símanúmer skal jafnframt fylgja í lokuðu umslagi auðkenndu dulnefninu.

Öllum er heimil þátttaka. Áskilinn er réttur til að birta þau framlög sem hljóta verðlaun í Bændablaðinu.

Ritgerðasamkeppni um forystufé

Skinnin af tófunum sem Bergur Þór Björnsson frá Skriðufelli fellir fara ekki öll til spillis. Hér er hann með nokkur ansi myndarleg í þurrkun. Mynd / MHH

Bergur með fjölda tófuskotta af dýrum sem hann hefur fellt.

Kjötmatsmenn í sauðfjársláturhúsum á námskeiði:

Frampartur fái aukið vægi í matiSamræmingarnámskeið fyrir kjöt-matsmenn í sauðfjár sláturhúsum var haldið á Hvamms tanga 26. ágúst síðastliðinn í slátur húsi SKVH og lauk með fræðslu-fundi og umræðum í kaffihúsinu Hlöðunni. Þátt takendur voru 22 og leiðbeinendur frá Matvælastofnun voru Stefán Vilhjálmsson og Páll Hjálmarsson.

Samhugur var á námskeiðinu, sem var án efa gagnlegt. Flestir þátttakendur eru reyndir kjötmatsmenn en nokkrir eru nýliðar sem fá frekari leiðbeiningu

hjá yfirkjötmatsmönnum í upphafi sláturtíðar og starfsþjálfun hjá kjötmatsmönnum viðkomandi sláturhúsa.

Frampartur fái aukið vægi í mati

Sú áherslubreyting var kynnt á námskeiðinu að frampartur fengi sama vægi í holdfyllingarmati og læri og hryggur, en undanfarið hefur minna tillit verið tekið til framparts við mat í holdfyllingarflokka.

Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar umræðu, meðal annars í nýstofnuðum

samráðshópi Matvælastofnunar um kindakjötsmat, Kjötmatsráði kindakjöts. Þar eiga fulltrúa, ásamt Matvælastofnun, Bændasamtökin, Landssamtök sauðfjárbænda, Landssamtök sláturleyfishafa og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.

Yfirkjötmatsmenn Matvæla-stofnunar sinna eftirliti með kjötmatinu í sláturtíðinni með tíðum heimsóknum í sláturhúsin. Þar er gerð úttekt á kjötmatinu og kjötmatsmönnum og leiðbeint til að tryggja sem best samræmi á landsvísu.

Page 13: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013 13

Nánari upplýsingar: [email protected], sími 515-4040.

-30°C * Aukahlutur

ER KOMINN TÍMI Á AÐ ENDURNÝJA BÍLSKÚRSHURÐINA?

Nánari upplýsingar í síma 515 4000 eða á [email protected]

Bílskúrshurðirnar okkar eru ekki aðeins glæsilegar í útliti heldur hafa þær einnig sannað sig við íslenskar aðstæður og reynst endingargóðar. Þær eru úr galvanís eruðu stáli og með þykkri einangrun, sem þýðir að þær þola verulegt vind álag og mikinn kulda. Veldu hurð sem endist vel.

26,6m2

2.166.000kr.Verð frá:

- Tvö byggingarstig - Koma í efnispökkum - Forsniðin að hluta

FORSNIÐIN RAMMAHÚS

HEPPILEG HÚS FYRIR FERÐAÞJÓNUSTU

EFTIR

FYRIR

www.BYKO.is

LAGNAVERSLUN

facebook.com/BYKO.isf

Page 14: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

14

Fyrir sauðfjárbændur er kostur að vera í góðu formi og ekki síst þegar líður að hausti og smalamennskur eru fram undan. Ekki nota þó allir sauðfjárbændur sumarið jafn rækilega til að tryggja formið fyrir komandi haust eins og Hafliði Sævarsson bóndi í Fossárdal í Berufirði. Í sumar sigraði Hafliði í einstaklingskeppninni í þríþrautarkeppni sem á sér fáa eða enga líka.

Blaðamaður tók hús á Hafliða í Fossárdal á dögunum. Margt kom til umræðu í þeirri heimsókn og meðal annars aðkoma hans að Öxi þríþraut, en ásamt því að keppa í þrautinni er Hafliði einn hvatamanna hennar og skipuleggjenda.

„Þegar við fórum að ræða þetta, nokkir áhugamenn, sáum við strax að hér eru aðstæður gjörólíkar því sem er annars staðar. Þar af leiðandi er þessi þraut, og verður alltaf, ævintýraþraut sem ekki er hægt að líkja við neitt annað. Við höfum ekki þessa löngu, flötu kafla og við höfum ekki langa sundlaug. Við höfum hins vegar ýmislegt annað og því var bara að laga sig að þeim aðstæðum,“ segir Hafliði.

Synt yfir Berufjörðinn

„Hún er í fjórum hlutum, þessi þríþraut,“ segir Hafliði glottandi. „Þar með er hún strax orðin frábrugðin öðrum þrautum. Við vildum líka hafa þetta hring en við höfum ekki marga möguleika á því á vegum hér í sveitinni. Til þess að ná hring höfðum við hana sem sagt í fjórum hlutum. Fyrst er synt suður yfir Berufjörðinn, þar sem styst er. Sundið sjálft er langminnsti hlutinn af þrautinni en ekki minnsta ævintýrið. Það er ekki nema rétt um 600 metrar stystu leið en af því þetta er sjósund fara nú fæstir stystu leið. Menn lenda iðulega eitthvað út af sporinu, ýmist út af öldum, smávægilegum straumum eða eigin stefnuleysi. Þetta er fyrsta ævintýrið.“

Að sundi loknu er farið beint upp á reiðhjól, hjólað inn Berufjarðardal og upp á hæsta punkt milli Berufjarðar og Héraðs, sem heitir Merkjahryggur á Öxi. Þar eru hjólin skilin eftir og þau svo ferjuð á bíl niður í byggð þegar keppendur eru hlaupnir í burtu.

„Við hlaupum nokkur hundruð metra eftir jeppaslóð upp Merkjahrygg og síðan af honum suður yfir Fossárfell, niður að á í Fossárdal og eftir vegslóða út með ánni. Hjólreiðarnar sem ég nefndi fyrst eru rúmir 13 kílómetrar og hækkunin þar er 500 metrar. Hlaupið er síðan rúmir 18 kílómetrar og af því eru 6 kílómetrar algjörlega utan slóða eða leiða. Við merkjum hins vegar leiðina með því að leggja út blátt baggaband á jörðina og þeim vegvísi fylgja þátttakendur sáttir. Þetta er auðvitað hluti af ævintýrinu, að ég tali ekki um ef svartaþoka er og maður sér ekki handa sinna skil. Þegar komið er svo að ferðaþjónustunni á Eyjólfsstöðum hér í Fossárdal

fara keppendur aftur upp á hjólin og hjóla um 18 kílómetra út að ráðhúsi Djúpavogs og loka þar með hringnum. Á leiðinni eru brekkur upp og niður, þó að undanhaldið sé heldur meira“, segir Hafliði.

Helgina sem keppnin fer fram er skipulögð heilmikil dagskrá á Djúpavogi sem kölluð er Göngu- og hlaupahelgi fjölskyldunnar. Þar eru skipulagðar bæði gönguferðir með leiðsögn, ganga á Búlandstind

og önnur hlaup. Svo er svokallað Tásutölt sem fer fram í fjörunum við Djúpavog þar sem fólk hleypur á tánum.

Vaxandi áhugi á þrautinni

Öxi þríþraut var haldin í annað sinn í endaðan júní á þessu ári í miklu blíðskaparveðri og má segja að ekki hefði mátt vera hlýrra fyrir keppendur. Gauti segir að þrautin

hafi tekist afar vel í bæði skiptin og ljóst sé að framhald verði á.

„Í þessa keppni komu ævintýramenn í fyrra sem höfðu keppt víða í þríþraut áður og voru þeir afar ánægðir með þrautina. Þeir hinir sömu komust ekki í ár vegna þess að annað rakst á tímasetninguna. Hins vegar kom meðal annars manneskja sem hefur mikla reynslu af svona keppnum utan úr heimi, sem meðal annars hefur tekið þátt í Iron Man, og lauk hún lofsorði á keppnina. Svo var nokkur fjöldi þátttakenda héðan af Austurlandi og allir voru afar ánægðir með þetta. Það er vaxandi áhugi á keppninni og þetta er komið til að vera. Við heyrum það á þátttakendum.“

Vann liðakeppninaeinn síns liðs

Öxi þríþraut er bæði liða- og einstaklingskeppni. Í ár varði Hafliði titil sinn í einstaklingskeppninni sem hann vann einig í fyrra. Í fyrra gerði hann sér hins vegar lítið fyrir og varð fyrstur í mark, á undan liðinu sem vann liðakeppnina. Það er ekki svo lítill árangur. /fr

Hafliði Sævarsson bóndi í Fossárdal í Berufirði:

Fylgja baggabandi í þríþrautarkeppniÚrgangur er ekki rusl nema óflokkað sé. Þessi gullvægu setningu er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Flestar af þeim neysluvörum sem við notum daglega má endur-vinna og endurnýta þegar við höfum ekki lengur not fyrir þær. Flokkun og endurvinnsla á úrgangi er þannig umhverfis-væn og ódýrari en frumvinnsla. Allir ættu að flokka úrgang.

Hins vegar er ekki hægt að segja að þorri sveitarfélaga á landinu auðveldi íbúum sínum flokkunina. Eins og kemur fram hér í blaðinu bjóða eingöngu 13 af 74 sveitarfélögum á landinu íbúum sínum upp á þá þjónustu að sækja heim meginhluta alls sorps sem flokkað hefur verið til endur-vinnslu. Ekki er nóg með það, heldur bjóða 30 sveitarfélög íbúum sínum eingöngu upp á lágmarks-þjónustu í þessum efnum, þ.e. sækja eingöngu blandað heimilis-sorp. Það er auðvitað hneisa.

Reykjavíkurborg er langsam-lega stærsta sveitarfélag landsins. Þar býr ríflega þriðjungur lands-manna, um 120.000 manns. Í ljósi þess að það er umhverfisvænna fyrir samfélagið að flokka sorp, fjármunir sparast og minna landrými fer undir urðunarstaði skyldi maður ætla að Reykjavík væri í farar broddi varðandi flokkun sorps. Öll rök hljóta að hníga að því. En nei, ó nei.

Reykjavíkurborg hefur dregið lappirnar í sorpmálum svo eftir er tekið. Íbúum borgarinnar býðst einungis að fá hina svokölluðu bláu tunnu heim til sín, auk tunnu fyrir blandað heimilissorp. Í bláu tunnuna má setja pappír af öllu tagi. Flokki íbúar Reykjavíkur annað, til dæmis plast, málma og lífrænt, þurfa þeir að beita öðrum leiðum til að losna við þann úrgang.

Og vissulega eru margir Reykvíkingar duglegir að flokka sorpið sitt. Þeir þurfa þá að rölta eða setjast upp í bíl með það og skila því á endurvinnslustöðvar eða á grenndarstöðvar, sem eru reyndar allt of fáar. Það er ekki beinlínis hvetjandi til flokkunar og endurvinnslu. Engar haldbærar áætlanir eru um að bæta þessa þjónustu, þó að í fimm ára áætlun borgarinnar sem gildir til 2017 sé reyndar nefnt að unnið verð að aukinni endurvinnslu.

Einkafyrirtæki á markaði hafa boðið upp á lausnir í þessum efnum. Hægt er að fá endurvinnslutunnu heim sem setja má flestar tegundir flokkaðs úrgangs í. Í einhverjum sveitar félögum er jafnframt hægt að panta tunnu undir lífrænan úrgang.

Það skýtur því skökku við að nefndarmenn í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar hafi synjað fyrirtæki um leyfi til að safna lífrænum úrgangi frá heimilum fólks í borginni. Það er sannarlega kúnstugt að hið opinbera standi gegn því að þegnarnir hafi tækifæri til að lifa umhverfisvænna lífi. Ekki síst í ljósi þess að Reykjavíkurborg hefur verið með allt niður um sig í þessum efnum svo árum skiptir.

Í Fljótsdalshreppi búa 80 manns. Hreppurinn er 1.516 km2 að flatarmáli og um það bil 30 km eru frá innsta bæ til hins fremsta í hreppnum. Þar á bæ tekst yfirvöldum hreppsins að bjóða sínum íbúum upp á þriggja tunna kerfi svo að megnið af því sorpi sem fellur til er flokkað og því skilað til endurvinnslu. Reykjavíkurborg með sína 120.000 íbúa á 274 km2 tekst þetta ekki og stendur í vegi fyrir því að viðlíka þjónusta sé veitt. Það er drasl frammistaða. /fr

STEKKUR Í rusli

Ákveðið hefur verið að breyta keppnisfyrirkomulagi spurningakeppni sveitar félaganna, Útsvars, sem Ríkis útvarpið hefur staðið fyrir undan farin ár. Í vetur gefst fámennari sveitarfélögum í fyrsta skipti tækifæri til að taka þátt í keppninni, en fram til þessa hafa einungis 24 fjölmennustu sveitar félögin fengið að taka þátt.

Keppnisfyrirkomulagið í vetur verður með þeim hætti að liðin sem komust í aðra umferð keppninnar í fyrra eiga víst sæti í ár. Í ár verða þau 15 talsins þar eð Garðabær og Álftanes hafa sameinast. Þá verða

valin sex sveitarfélög af þeim ellefu sem féllu úr leik eftir fyrstu umferð í fyrra eða hafa fleiri en 1.500 íbúa. Í ár bætast síðan við tvö lið frá þeim 22 sveitarfélögum þar sem íbúafjöldi er á bilinu 500-1.500 íbúar og eitt lið frá þeim 25 sveitarfélögum þar sem íbúafjöldi er undir 500 manns.

Þegar hefur verið dregið út hvaða sveitarfélög verða fulltrúar fámennustu sveitarfélaganna. Upp úr hattinum komu Seyðis-fjörður og Hvalfjarðarsveit af sveitarfélögum þar sem íbúafjöldi er á bilinu 500-1.500 íbúar og Tálknafjarðarhreppur verður fulltrúi

minnstu sveitar félaganna. Um síðustu áramót bjuggu 293 íbúar í Tálknafjarðarhreppi.

Mikil stemming á Tálknafirði

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknarfjarðarhrepps, segir að mikill spenningur sé fyrir keppninni á Tálknafirði. „Hér er mikil stemming og við erum mjög kát með þetta. Það var ekkert verið að tvínóna við að velja í liðið, við gengum í það að fá valinkunna Tálknfirðinga til þess og komust færri að en vildu. Það verður þó að

segjast eins og er að það varð að ganga aðeins meira á eftir konunum en við fengum verðugan fulltrúa okkar kvenna til að taka sæti í liðinu.“

Eyrún segir að hún vilji helst komast sjálf í sjónvarpssal þegar fyrsta viðureign Tálknfirðinga fer fram. „Ef ég hef tök á því já, alla vega sækir yngsti fjölskyldumeðlimurinn það mjög stíft. Það væri svo alveg frábært ef heimamenn myndu hittast og gera sér glaðan dag þegar að viðureignin fer fram. Ég er bjartsýn og hef fulla trú á mínu fólki.“ /fr

Tálknafjarðarhreppur keppir í Útsvari– breytingar á keppninni gefa minni sveitarfélögum færi á þátttöku

Page 15: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013 15

Verðlækkun á traktorsdekkjum

Dekkin í verkin - fyrir jeppann, fj órhjólið og mótorhjólið

590 2045

Söluaðilar um land allt

BorgarnesStykkishólmurÓlafsvíkBúðardalur Ísafj örður Patreksfj örðurHvammstangiBlönduósSauðárkrókurSauðárkrókurAkureyriÓlafsfj örðurSiglufj örður

HúsavíkEgilsstaðirReyðarfj örðurNorðfj örðurBreiðdalsvíkHornafj örðurKirkjubæjarklausturVíkHveragerðiSelfossHvolsvöllurHella

Söluaðilar um land allt:

Page 16: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

16 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Hlaupin eru lífsstíll– bóndasonur úr Bitru lengir lífið með langhlaupum og sigrum„Heima í Gröf var oft talað um þá sem voru léttir á fæti og þrekmiklir. Þeir voru hetjur og nutu mikillar virðingar í umræðunni við eldhúsborðið. Held þó að hlaup sem íþrótt hafi ekki verið mikið til umræðu,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur og stofnandi og eigandi UMÍS ehf. Environice með meiru.

Stefán segist hafa fengið hlaupaáhugann fyrst og fremst frá föður sínum, Gísla Gíslasyni bónda í Gröf.

„Pabbi ólst upp áður en byrjað var að keppa í hlaupum að ein-hverju ráði, en sem krakki heyrði ég margar sögur af óvenjulegri getu hans á þessu sviði, bæði úr smalamennskum og af ótrúlegum ferðum hans þegar hann vann hvað mest við smíðar og fór á tveimur jafnfljótum á milli héraða með tól og tæki á bakinu. Hann hljóp líka meira og minna við fót þegar hann var að fara á milli staða og mér fannst hann rosalega fljótur! Ég held að ég hafi verið tólf ára þegar ég náði því fyrst að hlaupa hraðar en pabbi einhvern spotta. Þá var hann rúmlega sextugur. Einhvern tímann í seinni tíð heyrði ég það haft eftir pabba að það væri enginn vandi að hlaupa uppi rollur. Þær gæfust yfirleitt upp eftir einn eða tvo tíma. Eitthvað fannst mönnum fjarstæðukennt að hlaupa svo lengi samfellt en fyrir pabba var þetta bara hið sjálfsagðasta mál.

Nákvæmni og mishæðótt braut

Bræðurnir Stefán og Rögnvaldur, nú bóndi í Gröf, fóru ungir að halda sín eigin „frjálsíþróttamót“ heima.

„Til að byrja með var aðallega keppt í langstökki og þrístökki. Við útbjuggum stökkgryfjur og sóttum sand í þær á dráttarvélinni, enda var Valdi orðinn flinkur vélamaður á þessum tíma. Svo útbjuggum við sérstaka mælistiku og mældum út mismunandi vegalengdir á vegunum gegnum túnin heima. Þá var hægt að fara að keppa í hlaupum. Reyndar minnir mig að ég hafi verið orðinn fjórtán ára þegar hlaupakeppnir voru farnar að tíðkast að ráði hjá okkur bræðrunum. Þá fékk ég líka úr með sekúnduvísi í fermingar-gjöf, sem gerði það mögulegt að taka tímann. Maður lagði bara af stað á heilu mínútunni og gat þá gert þetta nokkurn veginn með einnar sekúndu nákvæmni. Vorið 1972 þegar ég var 15 ára var ég farinn að hlaupa 800 m á um það bil 2:40 mín. 800 metra brautin var svolítið

mishæðótt, en hún lá eftir veginum frá Grafargilinu út að Folaldslaut, nákvæmlega útmæld með mælistiku okkar bræðranna.

Í tvídbuxum á hlaupabrautinni

Stefán taldi sig vel undirbúinn eftir æfingarnar heima og mætti á sitt fyrsta héraðsmót þetta sumar 1972 og sigraði örugglega í 800 metra hlaupi á grasvellinum við Sævang.

„Ég var íklæddur hlírabol sem mér hafði áskotnast á Reykjaskóla veturinn áður og tweedbuxum sem mamma hefur sjálfsagt verið nýbúin að kaupa á mig sem sparibuxur. Skótauinu er ég búinn að gleyma, en ég hafði ekki heyrt um ASICS þegar þetta var og gaddaskór komu ekki

við sögu fyrr en ári síðar. Hins vegar átti ég örugglega ágæta strigaskó, því að svoleiðis skóbúnaður var ómissandi í sveitinni þegar unnið var í þurrheyi í góðu veðri eða hlaupið sér til skemmtunar.“

Stefán hóf nám í Mennta-skólanum við Hamrahlíð haustið 1973 og byrjaði þá að æfa frjálsar íþróttir með ÍR.

„Ég entist að vísu ekki lengi í því og var aldrei meira en efnilegur. En hlaupin voru komin til að vera. Ég hef hlaupið eitthvað af og til síðan og aldrei misst heilt ár úr. Sumarið 1985 fór ég í mitt fyrsta almennings-hlaup og síðan hefur þeim fjölgað smátt og smátt og vegalengdirnar aukist.“ /AG

Smaladagur í Gröf. Myndin er tekin í síðasta skipti sem Gísli Gíslason, faðir Stefáns, tók þátt í smalamennsku, en

Mynd / Hallgrímur Gíslason.

Mynd / Arnheiður Guðlaugsdóttir

Hönnunarsamkeppni til heiðurs íslensku sauðkindinniVerkefnastjórn söfnunarinnar „Gengið til fjár“ efnir nú til hönnunar samkeppni í samvinnu við Ístex og Landssamtök sauðfjár-bænda um gerð peysu úr íslenskri ull þar sem þema samkeppninnar er óblíð veðrátta.

Þann 10. september 2012 skall á aftakaveður á Norður- og Norðausturlandi með skelfilegum afleiðingum fyrir bændur og búfénað á svæðinu. Talið er að um tíu þúsund fjár hafi orðið úti.

Eftir veðuráhlaupið sannaðist þó hið fornkveðna hversu íslenska ullin er einstök; hlý og einangrandi, því langt fram á haust fannst sauðfé á lífi sem grafist hafði í fönn.

Í kjölfar óveðursins hrintu Landssamtök sauðfjárbænda af stað söfnunarátaki „Gengið til fjár“ vegna þess tjóns sem sauðfjárbændur á Norðurlandi urðu fyrir í óveðrinu. Fljótlega komu upp þær hugmyndir að efna til ritgerðasamkeppni um vitsmuni íslensku forystukindarinnar og hönnunarsamkeppni um peysu úr íslensku ullinni.

Hönnun peysunnar skal endurspegla þema samkeppninnar um óblíða veðráttu og skilyrði er sett að að peysan sé úr íslenskri ull, sama hvort notað er band eða lopi, sauðalitir eða aðrir litir.

Vegleg verðlaun í boði

Fyrstu verðlaun eru 100 þús. kr., flugmiði fyrir tvo með Flugfélagi Íslands sem gildir á áfangastaði félagsins innanlands og gisting og kvöldverður á Icelandair hóteli.

Önnur verðlaun eru 70 þús. kr og værðarvoð frá Ístex.

Þriðju verðlaun eru 30 þús. kr og værðarvoð frá Ístex. Í dómnefnd sitja:Gísli Einarsson, ritstjóri Landans,Hulda Hákonardóttir, Markaðs- og kynningarstjóri Ístex ogJóhanna E. Pálmadóttir, bóndi og framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands.

Peysunum skal skilað til Ístex, Völuteigi 6, 270 Mosfellsbæ, fyrir 1. október 2013 merktum með dulnefni en nafn, heimilisfang og símanúmer látið fylgja með í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. Peysunum verður skilað að lokinni keppni.

Verðlaunaafhending verður fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. október 2013. Til stendur að efna til sýningar á öllum peysum sem sendar verða í keppnina.

Markmiðið með þessari sam-keppni er að heiðra íslensku sauð-kindina og íslenska prjónahefð og stuðla að listiðnaði og hönnun.

Uppskeruhátíð á Flúðum 7. september:

Uppsveitahringurinn hlaupinn og hjólaður í annað sinnUppskeruhátíð á Flúðum og nágrenni er orðin árviss viðburður og verður að þessu sinni haldin laugardaginn 7. september. Sama dag er íþróttaviðburðurinn „Uppsveitahringurinn“ haldinn í annað sinn þar sem hlaupið og hjólað verður um uppsveitir Árnessýslu.

Vegalengdirnar eru 10 km hlaup, 46 km hjólreiðar og 10 km hjólreiðar, sem eru ný grein í Uppsveitahringnum í ár, skráning á www.hlaup.is. Nánar um dagskrá uppskeruhátíðar á www.sveitir.is og Facebook. Lagt verður af stað frá Flúðum og hjólað í gegnum

Skeiða- og Gnúpverjahrepp, þaðan yfir í Bláskógabyggð, í gegnum Laugarás og Reykholt, yfir brúna við Bræðratungu og inn á Flúðir

í Hrunamannahreppi þar sem endamarkið verður staðsett.

Hrunamannahreppur er mikil matarkista og á þessum degi kynna heima-menn og selja alls kyns

framleiðslu og afurðir úr heimabyggð. Víða eru opin

hús, margt að skoða og handverks-fólk og listamenn sýna verk og selja. Þakkargjörðarmessa er fastur liður í dagskránni enda mikilvægt að þakka fyrir það sem við erum svo heppin að fá að njóta. /MHH

rinn “

ar

í Hren

fhe

h

KAUPI BERÍslensk hollusta ehf [email protected]

Sími 864-4755

Page 17: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

17Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 201

BændablaðiðKemur næst út

19. sept. Smáauglýsingar

56-30-300

Nocria Arctic 14Öfl ug varmadæla - japönsk gæði!Loft í loft - Loft í vatn!

Heldur jöfnum hita við allar íslenskar aðstæður sSjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun

Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan

Fujitsu er mun ódýrarií rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla

Söluaðili á Íslandi með sjö ára reynslu:Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu!

S í m a r : 6 9 5 2 0 9 1 / 8 9 4 4 3 0 2

V a r m a d æ l u r f r á F u j i t s u , P a n a s o n i c , M i t s u b i s h i o g T o s h i b aB j ó ð u m u p p á V I S A o g M a s t e r c a r d r a ð g r e i ð s l u r

Au

gl.

Sta

pa

pre

nt

8 ára ábyrgð!

Vélarnar frá Vélfangi

FRU

M -

ww

w.f

rum

.is

Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Óseyri 2 600 Akureyri

VERKIN TALA

Bændur! Haustið er oft besti tíminn til að huga að endurnýjun véla og

tækja. Við bjóðum heildarlausnir í vélvæðingu búsins, hafið samband

við sölumenn okkar og kynnið ykkur frábærar vélar á góðu verði.

Dráttarvélar og heyvinnu-

tæki

DráttarvélarJarð- og heyvinnutækiVélar í öll verk

Liðléttingar Haughrærur og dælur Áburðardreifarar

Heyvinnutæki Mykjutankar og dælur

Hitatúpur með veðurstýringu jafnar innihita sem skilar sér í minni orkuþörf.

Termo Blok Hitatúpa

Tilbúin til að tengja beint við hitakerfi hringrásadæla, þenslukar ofl. Innbyggt og tekur lítið pláss.

Termo Blok 6kW - 249.900.-Termo Blok 9kW - 259.900.-Termo Blok 12kW - 269.900.-Termo Blok 16kW - 279.900.-

Í boði eru fleiri stærðir og útfærslur, hafið samband fyrir séróskir.

Framleiddar í Evrópu fyrir Norðurlöndin

GLER OG SPEGLAR

SÍ A 1969

ALLT

80%

Page 18: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

18 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Glóðafeykir er svipmikið fjall í Skagafirði og eitt af kennileitum fjarðarins. Fjallið er burstamyndað séð úr vestri en mörgum þykir það tilkomumest séð úr norðri þar sem það rís eins og pýramídi í Blönduhlíð. Hæð fjallsins er nokkuð á reiki, enda er það í raun tvítoppa, en samkvæmt Atlaskorti Landmælinga Íslands telst fjallið vera 853 metrar. Alltaf er talsvert um að fólk gangi á fjallið og hefur það smám saman aukist hin síðari ár. Hins vegar hefur vantað upp á að hægt sé að skrá komur sínar á fjallið þegar upp er komið enda engin verið gestabókin. Þar til fyrir skemmstu.

Sindri Rögnvaldsson frá Flugumýrarhvammi í Blönduhlíð, sem er næsti bær norður undan fjallinu, réðst í það á dögunum að koma fyrir aðstöðu fyrir gestabók og smá brjóstbirtu á Glóðafeyki. „Hugmyndin kviknaði fyrir um fjórum árum, þegar ég gekk fyrst á Feykinn. Mér fannst frekar leiðinlegt að ekki skyldi vera nein gestabók eða annað sem hægt væri að kvitta á fyrir fólk sem færi þarna upp, því ég veit að það er talsverð umferð á fjallið. Ég fór að spyrjast fyrir og komst að því að þegar reist var varða þarna uppi var skilin eftir glerflaska í henni og þar í nöfn þeirra sem hlóðu vörðuna. Sú flaska er hins vegar glötuð. Þegar ég kom þarna í fyrsta skipti varð ég ekki var við neina slíka og ekki heldur eftir það.“

Sindri fór í framhaldinu að velta fyrir sér leiðum til að koma fyrir varanlegri geymslu fyrir gestabók á toppi fjallsins. „Ég spurðist fyrir hjá Vélaverkstæði KS um hvort hægt væri að smíða kassa undir

svona en við enduðum með að fá rafmagnskassa sem notaður er úti við, með þéttingum sem eiga að gera hann alveg vatnsþéttan. Svo útbjuggu þeir vélaverkstæðismenn festingar á kassann ásamt aukahespum.“

Sindri fór síðan á stúfana og fékk lánuð verkfæri hjá byggingaverktökunum Friðriki Jónssyni ehf. á Sauðárkróki, en kraftmikla rafhlöðuborvél þurfti til að bora festingar fyrir kassann í stein á fjallinu. Tvær ferðir þurfti á fjallið til að koma kassa og tækjum upp og fór Sindri 10. ágúst síðastliðinn ásamt föður sínum, Rögnvaldi Ólafssyni, til að koma kassanum fyrir. Myndirnar sem fylgja hér með eru úr þeirri ferð. Nú er því hægt að kvitta fyrir komuna á Glóðafeyki ásamt því að fá sér smá hressingu á toppnum. /fr

Gestabók komið fyrir á Glóðafeyki í Skagafirði

gestabókina á Glóðafeyki. Mynd / RÓ

Glóðafeykir séður úr norðri.

Í byrjun maímánuðar síðastliðins opnaði Snæfell kjötvinnsla kjöt- og fiskbúð á Egilsstöðum undir nafni sínu. Voru það talsverð tíðindi og aukin þjónusta við Héraðsbúa og aðra Austfirðinga þar eð ekki hafði verið starfsrækt kjöt- eða fiskbúð á svæðinu um nokkurt skeið, frá því að kjöt- og fiskborði var lokað í versluninni Samkaupum fyrir um þremur árum.

Viðtökur heimamanna hafa verið afar góðar og ferðamenn hafa einnig nýtt sér þjónustuna í sumar. Þá er góður gangur í kjötvinnslunni sjálfri, en auk þess að selja vörur sínar í versluninni þjónustar Snæfell fjölda veitingastaða, hótela og fyrirtækja á Austurlandi.

Sláturfélag Austurlands er eigandi kjötvinnslunnar Snæfells og verslunarinnar einnig. Sláturfélagið er samvinnu félag bænda á Austurlandi og var það stofnað árið 2001. Upphaf-lega voru hugmyndir um að félagið endurvekti slátrun í slátur húsinu á Breiðdalsvík og á félagið þá húseign. Ekki hefur enn orðið af því að slík starfsemi hefjist þar en árið 2010 var tekin ákvörðun um að félagið hæfi rekstur kjötvinnslu á Egilsstöðum og varð það úr árið eftir.

Snæfell kjötvinnsla þjónustar meðal annars Austurlamb, sem er sölu kerfi þar sem neytendur geta keypt lambakjöt beint af bændum á Austurlandi. Hjá Snæfelli vinna þrír starfsmenn yfir vetrartímann og eru þá tveir í vinnslunni en einn í verslun. Yfir sumartímann fjölgar þeim og eru um 5-6 manns starfandi þá.

Á ferð blaðamanns um Austurland á dögunum kom hann við í Snæfelli kjötvinnslu og í versluninni. Ólafur Kristinn Kristínarson framkvæmda-stjóri tók á móti blaðamanni og ræddi við hann um vinnsluna, verslunina og þá skrýtnu stöðu að austfirsku kjöti sé ekið fram og til baka um landið vegna vöntunar á sláturhúsum fyrir austan.

Ekkert svínabú á Austurlandi

Ólafur segir að mikil áhersla sé lögð á að nýta austfirskt hráefni í vinnslunni og í versluninni hjá Snæfelli kjötvinnslu.

„Nauta- og lambakjötið sem við fáum er allt héðan að austan en þar sem ekkert svínabú er rekið á Austur-landi kemur svínakjöt annars staðar frá. Fiskur í versluninni kemur ýmist frá Borgarfirði eystri eða neðan af Eskifirði. Þetta er því nokkuð sér-austfirskt hjá okkur og við leggjum áherslu á að sýna fram á sérstöðu okkar enda er rekinn blómlegur land búnaður á Austurlandi og mikil útgerð á fjörðunum.“

Fleiri sláturhús vantar

Snæfell er eins og áður segir ekki sláturhús heldur kjötvinnsla og því

þarf að fá kjöt úr sláturhúsum annars staðar frá til vinnslu.

„Lambakjöt fáum við allt ofan af Vopnafirði en þar er slátrað fé frá Djúpavogi í suðri og að Vopnafirði í norðri. Svo veltur þetta dálítið á því hvort við kaupum nautakjötið beint af bændum eða kaupum það frá Vopnafirði. Þegar við höfum keypt nautakjöt beint frá bændum hefur því yfirleitt verið slátrað hjá Norðlenska á Akureyri. Okkur vantar augljóslega annað stórgripasláturhús hér á Austurlandi og raunar væri til mikilla bóta að hér væri sett á fót annað sauðfjársláturhús. Næsta slíkt fyrir utan Vopnafjörð er á Höfn í Hornafirði. Það er hálf kjánalegt að þurfa að flytja gripi til slátrunar á Akureyri til þess eins að þurfa að flytja þá aftur hingað austur,“ segir Ólafur.

Gríðarlega góðar viðtökur

Kjötvinnslan Snæfell þjónustar meðal annars fyrirtæki í ferðaþjónustu, hótel og veitingastaði á Austurlandi með kjötvöru, auk þess að selja sínar vörur í versluninni. Verslunin var opnuð 11. maí síðastliðinn og Ólafur segir viðtökur heimamanna hafa verið gríðarlega góðar.

„Þegar sem mest var af ferðafólki hér í júlí fundum við líka mjög fyrir því í versluninni en annars hefur nú ekki verið mikil ásókn til okkar af ferðamönnum, hún mætti að ósekju vera meiri. Við gerðum ráð fyrir hærra hlutfalli ferðafólks í versluninni, satt að segja. Það er hins vegar töluvert margt fólk neðan af Fjörðum sem kemur og verslar við okkur.“

Aftur hægt að fá ferskan fisk og kjöt

Ekki hefur verið rekin fisk- eða kjötbúð á Egilsstöðum frá því að kjöt- og fiskborði var lokað í versluninni Samkaupum fyrir þremur árum.

„Á Austurlandi hefur hreinlega ekki verið í boði að kaupa ferskan fisk eða kjöt í verslunum þar til við opnuðum hér í vor. Það var síðan opnuð fiskbúð á Norðfirði í sumar í kjölfarið á okkur þegar ljóst var orðið að það væri grundvöllur fyrir svona rekstri.“

Ólafur segir að rekstur Snæfells gangi vel og ljóst sé að Austfirðingar séu ánægðir með að geta keypt kjöt og fisk úr heimabyggð, í heimabyggð. „Ég á ekki von á öðru en að framtíðin sé björt, viðtökurnar benda ekki til annars.“ /fr

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari og skógarbóndi:

Afhenti ráðherra fyrsta eintakið af nýrri skógarbókÁ 16. aðalfundi Landssambands skógareigenda sem fram fór á Hótel Örk í Hveragerði um síðustu helgi var formlega sett af stað átaksverkefnið „Kraftmeiri skógur“. Af því tilefni afhenti Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari og skógarbóndi í Svíþjóð, Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra fyrsta eintak af nýrri íslenskri skógarbók, „Skógarauðlindin – ræktun, umhirða og nýting“.

Verkefnið Kraftmeiri skógur er fræðsluverkefni sem leggur áherslu á að fjalla um skógrækt sem fjölskyldu-fyrirtæki og nauðsyn þess að hlúa vel að til að ná árangri. Þessu nýja verkefni er ætlað að ná til sem flestra skógareigenda á Íslandi með almennri fræðslu, persónulegum heimsóknum, útgáfu á kennsluefni, virkri heimasíðu og ýmiskonar endurmenntun.

Grunnhugmynd að Kraftmeiri skógi kemur frá verkefninu

Kraftsamling skog í Svíþjóð. Þar hefur verkefnið verið í gangi í þrjú ár og gengið vel. Lars Lagerbäck var einn af þátttakendum í verkefninu þar í landi sem skógareigandi, en hann

rækar skóg á 300 hekturum á sveitabæ sínum í Svíþjóð. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.skogarbondi.is. /MHH

Kjötvinnslan Snæfell á Egilsstöðum:

Kjánalegt að þurfa að flytja kjöt fram og til baka– leggur áherslu á hráefni úr heimabyggð

Myndir / fr

Page 19: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

19Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Mickey Thompson dekkin hafa sannað sig á Íslandi !Hið heimsþekkta merki Mickey Thompson hefur verið selt á íslandi í áratugi en dekkin hafa verið framleidd síðan árið 1963, Mickey Thompson er þekkt um allan heim sem hágæða jeppadekk og felgur.

á Mickey Thompson jeppadekkjum í völdum stærðumLAGERSALA

Nánari upplýsingar: www.mtdekk.is [email protected]ími: 773 4334

ALL BAJA MTZ RADIALS FEATURES

Með því að nota límtré í burðargrindur landbúnaðarbygginga eins og fjósa, hesthúsa, reiðhalla, fjárhúsa og fleiri gerða, og klæða grindurnar með Yleiningum fást mjög hlýleg og falleg hús sem eru fljótuppsett, endingargóð og brunaþolin. Ekki skemmir fyrir að þessi hús eru hagkvæm í viðhaldi og rekstri.

Ráðgjöf til viðskiptavinaStarfsmenn okkar búa yfir áratuga reynslu við hönnun og framleiðslu húsanna.

limtrevirnet.is

Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 BorgarnesSöluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur

Netfang - [email protected]

Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350

Við framleiðum landbúnaðarbyggingar

Fjós Vélaskemma Hesthús

Bílkranar

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is

F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð

JIB20˚ yfirhalli

Gálgi12˚ yfirhalli

Fjölbreytt úrval kranatil margvíslegra notaásamt sértækumaukabúnaði

Lyftigeta 2,5 - 80 tonn

Leitið nánari upplýsinga

Vinnuþjarkar í bústörf in

HiSun 500 - 1.049.000,- kr.HiSun 700 - 1.199.000,- kr. HiSun 800 - 1.249.000,- kr.

Skráð tveggja manna, 4x4, hátt og lágt drif, götuskráð

með spili og sætisbaki.

Fjórhjól frá Kawasaki með torfæruskráningu. Þriggja

vikna afgreiðslufrestur. Sjá nánar www.kawasaki.eu

Við útvegum CF-Moto (Sandstorm) varahluti.

Kirkjulundi 17 - 210 Garðabæ - Sími 557 4848 - www.nitro.is

KVF300 - 1.059.000,- kr. KVF360 - 1.675.000,- kr.KVF650 - 1.910.000,- kr. KVF750 - 2.459.000,- kr.

Vinnuþjarkar í bústörf in

Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 19. september

ishusid.is566 6000

Varmadælur

íshúsið

∑ Góð varmanýting∑ Japönsk gæði∑ Sjálfvirk enduræsing

Mjög öflugar varmadælur

loft í loft

Page 20: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

20 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Réttað í Hraunsrétt mun fyrr en vani er tilRéttað var í Hraunsrétt í Aðaldal laugardaginn 31. ágúst og er það nokkuð óvanalegur tími. Líklega er það ekki oft sem réttað hefur verið í Hraunsrétt í ágúst og var Hraunsréttardagurinn einu sinni alltaf 14. september. Seinna var svo farið að rétta fyrstu til aðra helgi í september og hefur verið svo um árabil.

Veðurspáin síðustu daga varð til þess að tekin var ákvörðun um að ganga fyrr, enda bændafólk ekki búið að gleyma óveðrinu í fyrra og afleiðingum þess fyrir bændur og búfénað.

Hraunsréttardagurinn er alltaf hátíðisdagur í Aðaldal og þá koma margir burtfluttir Aðaldælingar á heimaslóðir sínar til þess að hjálpa til, gleðjast með ættingjum og vinum og sjá féð sem komið er af fjalli.

Réttin gerð upp

Framkvæmdum í Hraunsrétt lauk í fyrra og hefur réttin öll verið gerð upp, en ekki í nákæmlega sömu mynd. Hún hefur verið minnkuð frá fyrri tíð enda var hún á sínum tíma önnur stærsta skilarétt á Norðurlandi. Mun færri bændur eru með sauðfé sé miðað við síðustu öld og því er þörfin fyrir dilka ekki sú sama og áður var.

Vel lá á fólki í réttinni og söng Gangnamanna kórinn við mjög góðar undirtektir réttargesta. Einn bóndi hafði á orði að erfitt hefði verið að smala því féð hefði ekki verið tilbúið að fara heim og fundið á sér að tíðarfar yrði hagstætt næstu viku. /MÞÞ/AV Myndir / Atli Vigfússon

Page 21: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

21Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100

Hafðu samband!568 0100

Gámurinner þarfaþing!Gistigámar � Geymslugámar � Salernishús

» Til sölu og/eða leigu» Margir möguleikar í stærðum og útfærslum» Hagkvæm og ódýr lausn » Stuttur afhendingartími

www.stolpiehf.is

ATH

YGLI

EH

F.-0

1-13

BændablaðiðKemur næst út

19.september

Meira í leiðinni WWW.N1.IS

DEKKDRÁTTARVÉLADEKK - RADIAL STÆRÐ VERÐ FRÁ

DRÁTTARVÉLADEKK - NYLON STÆRÐ VERÐ FRÁ

DRÁTTARVÉLA FRAMDEKK STÆRÐ VERÐ FRÁ

VAGNADEKK STÆRÐ VERÐ FRÁ

SMÁDEKK - GRASMUNSTUR STÆRÐ VERÐ FRÁ

KAMBDEKK - 3RIB STÆRÐ VERÐ FRÁ

FÍNMUNSTRUÐ DEKK STÆRÐ VERÐ FRÁ

TJALDVAGNA OG FELLIHÝSA DEKK STÆRÐ VERÐ FRÁ

ÚTSÖLUSTAÐIR

320/70 R 24 82,900 320/85 R 24 99,990 380/70 R 24 119,900 420/70 R 24 149,900 440/65 R 24 155,900 480/65 R 24 159,900 540/65 R 24 204,900 340/85 R 28 122,900 380/85 R 28 126,000 420/70 R 28 153,900 420/85 R 28 149,900 440/65 R 28 169,900 480/65 R 28 199,900 540/65 R 28 250,000 600/65 R 28 259,900 420/85 R 30 177,900 480/70 R 30 179,900 420/85 R 34 189,900 460/85 R 34 219,900 480/70 R 34 189,900 480/70 R 38 234,900 520/70 R 38 259,900 540/65 R 38 252,500 600/65 R 38 346,900 650/65 R 38 379,900 8.3 - 24 49,900 9.5 - 24 46,900 11.2 - 24 59,900 12.4 - 24 64,900 14.9 - 24 70,900 16.9 - 24 99,900 11.2 - 28 58,900 12.4 - 28 77,900 13.6 - 28 89,900 14.9 - 28 109,900 16.9 - 28 119,900 16.9 - 30 119,990 16.9 - 34 149,900 18.4 - 34 143,000 4.00 - 12 14,900 4.00 - 15 25,900 5.00 - 15 22,900 6.00 - 16 18,900 6.50 - 16 20,900 7.50 - 16 21,900 1000 - 16 49,900 1100 - 16 56,900 4.00 - 19 16,900 7.50 - 20 25,900 7.50 - 10 28,500 10.0/80 - 12 25,900 10.0/75 - 15.3 29,900 11.5/80 - 15.3 45,900 12.5/80 - 15.3 51,900 400/60 - 15.5 59,900 15.0/55 - 17 52,500 19.0/45 - 17 87,900 500/50 - 17 110,900 500/60 - 22.5 149,900 550/60 - 22.5 169,900 600/40 - 22.5 219,900 600/50 - 22.5 209,900 13x5.00 - 6 5,900 15x6.00 - 6 9,800 16x6.50 - 8 8,900 18x6.50 - 8 13,900 18x8.50 - 8 13,900 20x8.00 - 8 15,900 20x10.00 - 8 18,900 20x8.00 - 10 13,500 20x10.00 - 10 18,500 23x8.50 - 12 24,900 23x10.50 - 12 38,900 24x8.50 - 12 21,700 24x13.00 - 12 32,900 26x12.00 - 12 36,900 26.5x14.00 - 12 49,900

4.00 - 4 4,900 3.50 - 6 6,500 4.00 - 8 7,900 3.00 - 4 1,990 4.00 - 4 3,400 3.50 - 6 4,500 4.00 - 6 3,700 13x5.00 - 6 5,300 15x6.00 - 6 6,900 3.50 - 8 3,900 4.80/4.00 - 8 2,900 16x6.50 - 8 8,900 18x8.50 - 8 11,300 4.80/4.00 - 8 8,400 5.00 - 8 12,900 16.5x6.50 - 8 13,900 18.5x8.50 - 8 13,900 20.5x8.00 - 10 23,900 20.5x10.00 - 10 26,900 145/80 R 10 13,900 195/55 R 10 36,500 145/80 R 12 16,900 155/70 R 12 22,900 155/80 R 12 11,900 185/60 R 12 26,900 155/80 R 13 17,900 175/80 R 13 18,500 195/50 R 13 35,900

Vesturland/VestfirðirN1 Akranesi 440 1394Bílabær Borgarnesi 437 1300Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi 437 1192KM. Þjónustan Búardal 434 1611G. Hansen Dekkjaþ. Snæfellsbæ 436 1111KB Bílaverkstæði Grundarfirði 438 6933Dekk og smur Stykkishólmi 438 1385Vélaverkst. Sveins Borðeyri 451 1145Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456 3501Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði 456 3033Græðir sf. Varmadal, Flateyri 456 7652

AusturlandBifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík 475 6616Vélsmiðja Hornafjarðar 478 1340Bíley Reyðarfirði 474 1453Réttingav. Sveins Neskaupsstað 477 1169Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík 475 6616

NorðurlandVélav. Hjartar Eiríkss. Hvammst. 451 2514N1 píparinn Blönduósi 452 4545Bílaverkstæði Óla Blönduósi 452 2887Vélav. Skagastrandar Skagaströnd 452 2689Pardus Hofsósi 453 7380Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki 453 6474Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki 455 4570B.H.S. Árskógsströnd 466 1810Bílaþjónustan Húsavík 464 1122Múlatindur Ólafsfirði 466 2194

SuðurlandBifreiðav. Gunnars Klaustri 487 4630Framrás Vík 487 1330Gunnar Vilmundar Laugarvatni 486 1250Vélaverkstæðið Iðu 486 8840Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi 482 2151Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði 483 4299Bílaþjónustan Hellu 487 5353Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási ,Hellu 487 5906Hvolsdekk Hvolsvelli 487 8005

HöfuðborgarsvæðiðN1 Mosfellsbæ 440 1378N1 Réttarhálsi 440 1326N1 Fellsmúla 440 1322N1 Reykjavíkurvegi 440 1374N1 Ægissíðu 440 1320N1 Bíldshöfða 440 1318

SuðurnesN1 Vesturbraut Vallarheiði 440 1372

Verð geta breyst án fyrirvara

FA

STU

S_E

_17.

08.1

3

Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00

Hakkavélin frá Sirman er alvöru tæki sem afkastar 25kg/10mín.Úrbeiningahnífarnir frá Granton eru heldur ekkert lamb að leika sér við.

Harðjaxlar í eldhúsið

DÚNÞVOTTUREr gamla dúnsængin þín orðin slitin? Þarf hún að fá upplyftingu?

Við þvoum æðardún og skiptum um ver á gömlum dúnsængum. Setjum æðardún í sængurver.Geymið auglýsinguna.

Morgunroði ehf. – Sími 893-2928

Page 22: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

22 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Kristinn Bergsson skóhönnuður á Akureyri verður áttræður nú í haust en aldurinn hefur lítið dregið úr vinnugleðinni. Hann hefur óslitið verið að í skóbransanum frá því hann hóf störf 13 ára gamall hjá skóverksmiðjunni Iðunni á Gleráreyrum árið 1947. Tímamót urðu á starfsferlinum í vor þegar Kristinn seldi fyrirtæki sitt, KB-skósmiðju, en kveðst engu að síður munu grípa eitt og eitt verk hjá nýjum eigenda, Hólmfríði Högnadóttur skósmið sem keypti fyrirtækið og mun starfrækja það í húsnæði við heimili Kristins og eiginkonu hans, Konnýjar Kristjánsdóttur, við Lönguhlíð 20 á Akureyri.

Kristinn hóf ungur að árum að vinna fyrir sér, var á fermingaraldri þegar hann fyrst mætti til vinnu í skóverksmiðjunni sem var hluti af umfangsmikilli iðnaðarstarfsemi gömlu Sambandsverksmiðjanna svonefndu. „Við vorum mörg systkinin og í þá daga var það sjónarmið allsráðandi að drífa alla í vinnu strax. Pabbi þekkti Þorstein Davíðsson, sem stjórnaði verksmiðjunum á þeim tíma, og hann féllst á að taka strákinn í vinnu. Ég var í ýmsum léttum verkum til að byrja með, að naglbinda sóla, taka leista og annað því um líkt,“ segir Kristinn. Hugur hans stóð þó í fyrstu til sjómennsku og helst vildi hann verða kokkur, en af því varð aldrei ef frá er talinn skammur tími sem hann réri með Kristjáni Sigurjónssyni, Stjána í Bót. „Ég var einhvern tíma látinn fjúka líkt og margir aðrir á samdráttartíma, en það leið hins vegar ekki á löngu áður en þeir höfðu aftur

samband við mig frá verksmiðjunum og föluðust eftir mér á ný. Ég lét til leiðast og hef verið að fást við skó allt mitt líf upp frá því,“ segir hann.

Handverkið í öndvegi

Kristinn fór til náms í skóhönnun í Danmörk árið 1956, en konu sinni Konný hafði hann kynnst nokkru áður þegar hún starfaði hjá Eyþóri í Lindu um skeið. Konný er frá Danmörku og var sjálf á leið í hjúkrunarnám. Kristinn nam og starfaði hjá skóverksmiðju þar ytra, en þar á bæ var handverkið í öndvegi, allt ferlið við skógerðina var gert í höndunum.

„Þarna voru framleiddir vandaðir

skór sem seldir voru í Illum á Strikinu í Kaupmannahöfn og þóttu afskaplega góðir. Ég lærði heilmikið af veru minni hjá þeim, handbragð og vönduð vinnubrögð sem maður svo tileiknaði sér síðar meir í starfi sínu,“ segir hann. Árið 1958 fór Kristinn til náms hjá Skofagskolan í Örebro í Svíþjóð og kom heim ári síðar en árið 1960 giftu þau Kristinn og Konný sig og hafa búið á Akureyri allar götur síðan.

Um 100 starfsmenn þegarmest var

Kristinn stafaði lengst af hjá Iðunni, en skóverksmiðjan var afar öflug um skeið og þar störfuðu um 100

Kristinn Bergsson skóhönnuður á Akureyri:

Bændur hafa alla tíð verið hrifnir af krossbandainniskónum

„Ég hef alla tíð lagt metnað minn í að framleiða vandaða skó sem endast og það kunna viðskiptavinir mínir vel að meta,“ segir Kristinn Bergsson skóhönnuður á Akureyri. Myndir / MÞÞ

Eitt af eftirminnilegri verk-efnum Kristins var þegar hann smíðaði skó á Jóhann Svarf dæling (Jóhann Kristin Pétursson), en hann var á ferð á heimaslóðum og setti sig í samband við verksmiðju-stjórann hjá Iðunni.

Kristinn fór að heimili systur Jóhanns á Oddeyri þar sem hann dvaldi, tók málin og smíðaði síðan tvenna góða gönguskó á Jóhann. Tveimur árum síðar var hann aftur á ferðinni og vanhagaði á ný um skófatnað. Fyrst hafði hann skrifað bréf til Richard Þórólfssonar sem var yfir skóverksmiðjunni og sagði að tími væri kominn til

að fá sér nýja skó. Í lok bréfsins spurði hann Rikka hvort hann gæti ekki sent strákinn. Og átti við Kristin. Löngu síðar og að Jóhanni látnum smíðaði Kristinn skó fyrir Byggðasafnið á Hvoli, en þeir eru til sýnis á safninu.

Smíðaði skó á Jóa risa

Mótin af fæti Jóhanns risa eru enn til í fórum Kristins.

Kristinn með skó af sömu stærð og Jóhann risi notaði. Til samanburðar er hann með skó númer 40 í vinstri hendi.

Page 23: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

23Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

manns þegar mest var, unnið á tveimur vöktum og vélarnar keyrðar frá 7 á morgnana til 10 á kvöldin. Þá voru framleidd um 90 þúsund skópör á ári og allt selt á markaði innanlands. Kristinn gerði öll módel og var þá sama hvort um var að ræða ungbarnaskó, skó af öllu tagi á konur og karla; spariskó jafnt sem gönguskó og eins líka skíðaskó og skautaskó.

„Margir kollegar mínir ytra voru undrandi á því að ég væri í þessu öllu, þar var sá háttur hafður á að hver var í sinni deild og var ekki að vasast í öllum gerðum,“ segir Kristinn.

Hann kveðst hafa reynt að fylgjast með straumum og stefnum í skóheiminum af fremsta megni, las kynstrin öll af blöðum og fór iðulega tvisvar á ári á stóra skósýningu í Düsseldorf í Þýskalandi. „Auðvitað þurfti maður að fylgjast vel með öllum tískustraumum, hvaða litir yrðu allsráðandi og þess háttar, því það þurfti að kaupa inn með fyrirvara,“ segir Kristinn. Hann segist hafa starfað með miklu afbragðsfólki, meðal annars mjög góðum saumakonum.

Sambandið, Strikið og Skrefið

Þegar opnað var fyrir innflutning á varningi af öllu tagi, þar á meðal

skófatnaði, fór að halla undan fæti í rekstri Sambandsverksmiðjanna. Framleiðslu var svo hætt á vegum Sambandsins en nokkrir einstaklingar keyptu reksturinn og ráku um nokkurra ára skeið skóverksmiðjuna Strikið. Þegar fjaraði undan þeim rekstri voru vélar seldar til Skagastrandar þar sem stofnuð var lítil skóverksmiðja, Skrefið, og var hún starfrækt þar í nokkur ár.

„Þeir vildu fá mig með og ég féllst á það,“ segir Kristinn, sem í tæp tvö ár starfaði fyrir Skrefið á Skagaströnd, dvaldi þar á virku dögunum en var heima um helgar. „Svo kom að því að þeir þurftu ekki á mér að halda lengur,“ segir hann. „En ég átti eitthvað af vélum og tækjum heima og stofnaði þá fyrirtækið KB-skósmiðju. Það var á árinu 1994 þannig að fyrirtækið verður 19 ára á þessu ári.“

Kristinn einbeitti sér að því að framleiða inniskó, svonefna heilsuskó, sem notið hafa mikilla vinsælda. Krossbandainniskórnir sem hann hannaði fyrir margt löngu voru einnig vinsælir. „Bændur voru sérstaklega hrifnir af þessum skóm, þeim þótti svo þægilegt að smeygja sér beint í þá í forstofunni þegar komið var inn frá verkum,“ segir Kristinn.

Hann minnist þess að þegar hann hóf störf lögðu hann og Konný upp í hringferð um landið, kynntu skóna í verslunum vítt og breitt og buðu til kaups. „Okkur var undantekningalaust vel tekið,“ segir hann. „Ég hef alla tíð lagt metnað minn í að framleiða vandaða skó sem endast og það kunna viðskiptavinir mínir vel að meta.“

Bætti alltaf við einu og einu ári

Nú er komið að tímamótum. Kristinn seldi reksturinn á liðnu vori en ung Akureyrarstúlka, Hólmfríður Högnadóttir, hefur tekið við og verður áfram með fyrirtækið á hlaðinu heima hjá Kristni og Konný við Lönguhlíð.

„Ég hef lengi ætlað að hætta en svo hefur það alltaf dregist. Ég hef verið að bæta einu og einu ári við undanfarin ár en nú er þetta orðið gott. Samt seldi ég reksturinn auðvitað með því skilyrði að ég fengi að líta inn af og til og grípa í eitt og eitt verk. Það var auðsótt mál,“ segir Kristinn, sem þakkar velgengni sína undanfarin ár ekki síst konu sinni, „sem eiginlega hefur séð um allt nema skóframleiðsluna, hún er fjármálastjóri, lagerstjóri, markaðsstjóri og bara nefndu það, hún hefur séð um að þetta hefur gengið.“ /MÞÞ

Kristinn átti vélar og tæki heima og stofnaði eigið fyrirtæki árið 1994 en hefur nú selt reksturinn og að mestu dregið sig í hlé.

NÚ MÁRIGNA!VANDAÐUR REGN- OG ÚTIVISTARFATNAÐURKÍKTU Á ÚRVALIÐ!

Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is

BændablaðiðSmáauglýsingar 56-30-300

Nýliðun í mjólkurframleiðsluBændasamtökin auglýsa eftir umsóknum um stuðn-ing vegna nýliðunar í mjólkurframleiðslu, samkvæmt verklagsreglum sem kynntar voru með auglýsingu nr. 776/2013 í Stjórnartíðindum.

Hægt er að nálgast verklagsreglurnar og umsókn-areyðublað á vefsíðunni bondi.is. Umsóknarfrestur er til 15. október 2013.

Nánari upplýsingar gefur Guðrún S. Sigurjónsdóttir á netfangið [email protected] eða í síma 563-0300.

Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík

Þróunarverkefni í sauðfjárræktUmsóknarfrestur til 1. októberHér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunar-verkefna í sauðfjárrækt Styrkir eru veittir til að "styðja kennslu, rannsóknir, leið-beiningar og þróun í greininni.

bondi.is. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar

Umsóknarfrestur er til 1. október næstkomandi.

Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík

Page 24: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

24 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Oft er sagt að ýmis verk liggi misjafn lega vel fyrir mönnum og listfengi, hagleikur og vandvirkni liggi gjarnan í ættum. Hvert vísinda-legt sannleiksgildi slíkra fullyrðinga er skal ósagt látið, en víst er að systkinin fjögur sem tíðinda maður Bændablaðsins heimsótti fyrir nokkru í upp sveitum á Suðurlandi skortir ekkert af þessu.

Við vaxandi straum ferðamanna hefur skapast þörf fyrir minjagripi og margvíslegan annan varning. Smám saman hefur verið að koma fram á sjónarsviðið fólk sem ýmislegt er til lista lagt við framleiðslu á slíkum vörum. Oftar en ekki er þetta fólk lítt að trana sér fram og þá er það oftast ekki annað en orðsporið um gott verk sem kemur því hægt og bítandi á framfæri. Svo er einnig um systkinin fjögur frá Bryðjuholti í Hreppum, þau Helgu, Ragnhildi, Önnu og Guðmund Magnúsarbörn. Öll kunna þau að tálga og smíða af mikilli list, en Anna hefur þó meira snúið sér að málverkinu en tálguhnífnum. Hafa systkinin hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín í gegnum tíðina.

Fjögur og hvert öðru snjallara

Þegar Bændablaðinu barst um það ábending að í Hreppunum mætti finna tvö systkini sem tálguðu og smíðuðu af miklu listfengi var sú ábending látin duga til að leggja upp í ferð á svæðið. Í Samkaupum Strax á Flúðum var farið að spyrjast fyrir og þá kom strax í ljós að systkinin voru vel þekkt þar á bæ. Þá væru þau ekki bara tvö heldur fjögur og hvert öðru snjallara.

Helga í Bryðjuholti

Byrjað var á því að aka sem leið lá upp í Bryðjuholt, nokkru fyrir ofan Flúðir. Þar býr Helga Magnúsdóttir sem segir skrokkinn frekar vera farinn að gefa sig og rifinn liðþófi hjálpi þar ekki til. Þó að sonur Helgu, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, og tengdadóttirin Þórunn Andrésdóttir hafi tekið við kúabúskapnum hefur hún haldið áfram að sinna sínum áhugamálum. Hefur hún m.a. ræktað upp myndarlegan garð við gamla húsið sitt og er þar með lítið gróðurhús þar sem hún sinnir margvíslegri tilraunaræktun.

Ræktar sítrónur, vínber og gerir tilraun með eplarækt

„Þetta er gamli garðurinn hér en pabbi setti niður tré hér fyrir um sextíu árum. Þegar við fengum heita vatnið gátum við farið að gera meira og stækkuðum þá garðinn. Hér er ég núna með vínber og sítrónutré sem sprottið hefur upp af steini sem barnabarn mitt setti niður.“

Sítrónurnar voru sannarlega ekk-ert plat og voru hinar myndarlegustu. „Þær verða líklega fullþroskaðar fyrir jólin,“ sagði Helga.

Tréð óx og óx og þegar komin voru fimm ár og engir ávextir létu sjá sig þá var ég farinn að halda að ekkert yrði úr þessu. Í febrúar það ár fóru að springa út blóm á trénu og í framhaldinu fóru að vaxa sítrónur. Þetta er þriðja árið núna sem tréð gefur ávöxt. Síðan er ég með eplatré hér úti en ég veit ekki hvort eitthvað gerist með það. Þá verða vínberin hérna verða þroskuð síðast í ágúst eða í byrjun september. Þá er gjarnan uppskerudagur hér í sveitinni og ég hef farið þangað með vínber í poka til að selja og þau hafa runnið út.“

Helga segir að smá ylur sé frá hitaveitu í gróðurhúsinu. „Ég held því þannig að það frjósi ekki.“

Auk ávaxtaræktunar er Helga með rósir og margvísleg önnur blóm í gróðurhúsinu og garðinum auk myndarlegs rifsberjarunna.

„Mér finnst rosalega gaman að eiga við þetta og um daginn var mér gefin stikilsberjaplanta, en þær geta víst borið geysilega mikinn ávöxt. Þær eru þó með mikla þyrna og því erfitt að tína berin.

Ég er líka með dalíur en þær þola ekki neitt frost. Ég tek laukana upp á haustin og þurrka þá inni í gróður-húsi. Ég set þá síðan í mold í miðjan mars og er að fara með þá út og inn til að styrkja þá, en verð að passa að þeir frjósi ekki.“

Auk garðyrkju Helgu hefur fjöl-skyldan verið að planta trjám í ás skammt frá bænum. Ekki skortir svo sem landið til ræktar í Bryðjuholti, en það er um 250 hektarar og liggur að Hvítá.

Listfengið í fjölskyldunni

Það var heldur ekki komið að tómum kofanum inni á heimili Helgu. Þar voru útskurðarverk, málverk og glermunir eftir hana upp um alla veggi og líka útskorin húsgögn í stofunni. Helga segist ekki geta neitað því að hagleikurinn hafi verið lengi í fjölskyldunni. Á einum veggnum mátti líka sjá viðurkenningarskjal um Afrekshorn Búnaðarsambands Suðurlands, sem móðir hennar, Sigríður Guðmundsdóttir, hafði fengið árið 1985, fyrir einstakan dugnað og vandvirkni við hannyrðir.

Er þetta í fjölskyldunni langt aftur?

„Mamma var mjög flink og pabbi reyndar líka, en þau fluttu hingað í Bryðjuholt 1939 þegar ég var þriggja ára. Guðmundur bróðir kenndi mér að tálga. Hann er smiður og hafði verið kennari í mörg ár. Hann fór síðan í frí og endurhæfingu til Norðurlandanna og lærði þá að tálga. Við Ragnhildur fórum svo á fyrsta námskeiðið sem hann hélt eftir að hann kom heim.

Svo hef ég verið að tálga fólk, fyrirmyndin er stundum fólk héðan úr sveitinni. Þá geri ég útskornar gestabækur sem ég bind svo inn og sauma. Ætli ég sé svo ekki búin að skera út einar 50 klukkur í gegnum tíðina.“

Helga hefur líka sótt mörg önnur námskeið til að auka hæfni sína og fór m.a. eftir eitt slíkt námskeið hjá Þuríði Gísladóttur á Selfossi að smíða fagurlega útskornar hillur.

„Ég hef líka farið á námskeið hjá Siggu á Grund og einnig haldið námskeið sjálf, en er nú hætt því.“

Hún segist mest skera út í linditré en tálga í birki.

„Birkið er þá enn hráblautt. Ég gróftálga efnið og til að koma í veg fyrir að það spryngi síðar, set ég það inn í örbylgjuofn til að þurrka það áður en ég klára að fínvinna hlutina.“

Helga stundar líka útsaum og smíðar þá rammana sjálf. Lampa smíðar hún af mikilli list, tálgar og málar, en segir Önnu systur sína þó miklu meiri málara.

Með orðspor út fyrir landsteinana

Eitt verk í glugganum hjá Helgu vakti athygli, en það eru tálgaðar endur á tjörn sem er úr gleri. Það verk hefur greinilega spurst út fyrir landsteinana því Helgu barst pöntun á slíku verki í sumar frá Grænlandi.

„Það er verið að biðja mig um ýmislegt, meðal annars umhverfisverðlaunaplatta fyrir sveitarfélagið. Ég hef líka verið að mála á postulín, en það brotnaði svolítið af því í jarðskjálftunum um árið,“ segir Helga. Hún gat þó aðeins sýnt brot af því sem hún hafði unnið í gegnum tíðina. Mikinn fjölda muna hefur hún ýmist gefið frá sér eða selt.

Fjögur hagleikssystkini í uppsveitum Árnessýslu eru þekkt fyrir allt annað en að sitja auðum höndum:

Tálga, skera út, smíða og mála

Helga Magnúsdóttir í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi er mikil ræktunarmanneskja eins og systkini hennar, auk áhuga síns á tréskurði og margvíslegum Myndir /HKr.

Hér er helga með forláta ask sem hún skar út en Guðmundur bróðir hennar renndi fyrir hana.

Anna Magnúsdóttir og Helgi Guðmundsson í verðlaunagarðinum sínum á Flúðum.

Anna hefur sérhæft sig í málun og þá ekki bara á striga, heldur líka á tré, steina, postulín og margvísleg önnur efni.

Page 25: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

25Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Ranka í Kotinu

Þegar búið var að skoða íbúðina hjá Helgu, sem eina helst líkist listasafni, þá var kvatt og haldið sem leið lá að heimsækja systur hennar Ragnhildi sem býr í Gýgjarhólskoti, eða Rönku í Kotinu eins og hún kallar sig. Gýgjarhólskot er aðeins ofar í sveitinni og reyndar er þar farið úr Hrunamannahreppnum yfir Hvítá og yfir í Bláskógabyggð.

Þar skortir ekki húmorinn

Ragnhildur Magnúsdóttir er mikil hagleikskona en segir að hún hafi aldrei snert á því að tálga fyrr en á námskeiðinu hjá bróður sínum Guðmundi. „Þá vissu menn eiginlega ekki hvernig haga ætti námskeiðinu svo að við systurnar fórnuðum okkur í þetta.“

Námskeiðið hefur greinilega borið mikinn árangur því munirnir sem Ranka hefur tálgað út eru hreint með ólíkindum. Þá fékk hún m.a. viðurkenningu sem Handverksmaður ársins 2006 frá félaginu Handverki.

Hún tálgar oft persónur og hefur stundum að fyrirmynd fólkið í sveitinni. Þá tálgar hún skemmti-legar myndir sem lýsa málsháttum og atburðum sem átt hafa sér stað m.a. við smölun. Út úr þessum myndum skín húmorinn í gegn sem gerir þær enn meira lifandi en ella.

Ranka hefur komið sér upp vinnu-stofu í litlu húsi við Gýgjarhólskot sem er líka hagleiksverk í sjálfu sér. Það hús smíðaði Guðmundur bróðir hennar. Ranka hafði því miður ekki tíma til að fara í gegnum verk sína þar sem verið var að fara í jarðarför. Hún gat þó gefið blaðamanni smá innsýn í það sem hún hefur verið að fást við og með henni var sonarsonurinn Skírnir Eiríksson. Hann var að skera út og tálga myndarlega ketti. Án efa á nafn Skírnis eftir að heyrast í framtíðinni þegar minnst verður á hagleiksfjöl-skylduna á Suðurlandi.

Systirin Anna málar af mikilli list

Þriðja systirin, Anna Magnúsdóttir, býr í Bjarkarhlíð á Flúðum og er gift Helga Guðmundssyni. Hennar sérgrein er málverkið. Hún málar ekki aðeins á striga, heldur einnig á stein, tré og önnur efni. Þau hjón eru greinilega með græna fingur eins og kallað er og ber garðurinn við hús þeirra þess glöggt vitni. Fengu þau hjón t.d. viðurkenningu frá minningar sjóði Rögnu Sigurðardóttur frá Kjarri árið 2010 fyrir fallegan, vel skipulagðan og vel hirtan heimilisgarð í þéttbýli. Sagði Helgi að Anna væri eins og systkini hennar og gæti aldrei setið auðum höndum.

Kreppan varð líka til góðs

„Ég held að kóngaeðlið í okkur Íslendingum hafi gert það að verkum að í kreppunni spratt fólk upp til að gera ótrúlegustu hluti. Ég er viss um að einmitt út af þessum hremm-ingum verður til hellings afrakstur. Við svona áföll fara menn nefnilega að líta sér nær,“ sagði Helgi.

Hann var þó sammála komumanni um að einstaklingseðlið geti verið tvíbent. Þar sem margir kóngar komi saman á sama blettinum og standi

allir fast á sínu, geti stundum orðið vandræði. Sérstaklega þegar peninga-hyggjan væri með í spilinu.

Listfengið býr í öllum

Anna sagði vissulega gaman að vita af slíku listfengi í sinni fjölskyldu.

„Ég held þó að slíkt búi í öllum. Það þar bara að ná því upp á yfir-borðið. Þegar ég var að byrja að mála hafði ég ekki mikla trú á sjálfri mér. Svo fór fólk að koma og vildi fá mynd og mynd og þá efldist sjálfstraustið. Æfingin skiptir líka miklu máli.“

Anna segir að þær systur hafi sóst talsvert í að læra aðferðafræðina við það sem þær voru að fást við. Því hafi þær m.a. sett upp einskonar skóla í bílskúrnum hjá henni fyrir nokkrar konur þar sem fengin var fagmenneskja til leiðsagnar. Í dag segist Anna alltaf hafa nóg að gera og sé með opna sýningu í skúrnum þegar hún er heimavið.

„Það er ekki verra að geta selt eitthvað upp í kostnað og ég þarf ekki að kvarta yfir því.“

Flúðir – paradís á jörð

Anna er vel í sveit sett á Flúðum að koma sinni list á framfæri. Þar fer um hlaðið aragrúi ferðamanna allt árið um kring og fer stöðugt vaxandi. Þá segir hún að veðurfarslega séu Flúðir paradís á jörð.

„Við Helgi erum búin að búa allan okkar búskap hér á Flúðum og fluttum inn í þetta hús rétt fyrir jólin 1969. Ég þekki svo sem lítið annað, hér er gott samfélag og notalegt að búa. Mér finnst gott að vera hér í þessu litla landbúnaðarsamfélagi enda var maður alinn upp í nánum tengslum við náttúruna. Með bættum samgöngum og nýrri brú yfir Hvítá er maður svo ekki nema tíu mínútur að skreppa yfir í Reykholt.“

Tálgunarkunnáttan frá Guðmundi

Anna segir að Guðmundur bróðir þeirra systra sé ekki síðri hagleiksmaður en þær. Þaðan sé

kunnátta systra hennar í tálgun komin. Hann er húsasmiður og alltaf að vinna og segir Anna að sér finnist að hann gefi sér allt of lítinn tíma í að sinna listinni. Það lá því beinast við að skreppa yfir til Guðmundar, sem býr í næsta nágrenni við Önnu.

Lærði tálgun í Svíþjóð

Guðmundur Magnússon býr ásamt konu sinni Önnu Björk Matthíasdóttur í Steinahlíð á Flúðum. Tóku þau komufólki vel, en Guðmundur er mikill athafnamaður og ekki heiglum hent að hitta á hann heima við og allra síst verklausan. Hann sagðist hafa lært tálgun í Svíþjóð. Guðmundur var lengi smíðakennari á Flúðum. Veturinn 1997–98 fór hann til Svíþjóðar og Danmerkur í námsleyfi frá smíðakennarastarfinu í Flúðaskóla og kynnti sér ferskar viðarnytjar og tálgutækni.

„Ég var mest á námskeiðum í Danmörku og var að koma af einu námskeiði í Grænlandi og átti pantað á öðru námskeiði í Svíþjóð. Þá var vika á milli námskeiðanna og velti ég

fyrir mér hvað ég gæti gert á meðan. Því hringdi ég í skólann í Svíþjóð og var tjáð að þar væri að fara í gang vikunámskeið sem hét „Tálgað með hníf og exi“ og ég skellti mér á það.

Mér fannst þetta spennandi. Þetta byggist mikið á tækni og að maður beri sig þannig að maður geti ekki skorið sig. Maður þarf að aga sig svolítið til að ná tökum á þessu til að byrja með, en þetta hefur gengið vel hjá fólki. Svo er það bara þannig að ef þú hlýðir ekki aðferðinni, þá refsar hnífurinn þér.“

Guðmundur segir mjög gott að tálga úr hráu birki. Ýmsar aðferðir séu síðan til við að þurrka það án þess að það springi og þar á meðal er að nota örbylgjuofn. Þó að sólarhringurinn sé sennilega oftast of stuttur fyrir Guðmund gefur hann sér þó einstaka sinnum tíma til að tálga. Afraksturinn af því gat m.a. að líta á trésmíðaverkstæðinu við heimili hans.

Í samstarfi með Ólafi Oddssyni

Segir Guðmundur að Ólafur Oddsson frá Hálsi í Kjós hafi mikið verið með honum í námskeiðahaldinu. Þeir kynntust á skógardeginum í Haukadalsskógi og hófu upp úr því samstarf um námskeiðin Lesið í skóginn – tálgað í tré. Byrjað var með tveggja daga námskeið sem Skógrækt ríkisins stóð fyrir í Haukadalsskógi í janúar 1999. Þátttakendur voru 15 manns úr uppsveitum Árnessýslu. Ólafur hélt utan um dagskrá og sá um skógarhlutann í námskeiðinu en mestur tími fór í ferskar viðarnytjar og tálgun. Guðmundur hóf að kenna tálgutækni í smíðakennslu Flúðaskóla haustið 1998 og var því

kominn með nokkra reynslu þegar námskeiðið var haldið. Í framhaldinu hefur Guðmundur komið að fjölda námskeiða og verkefna sem tengjast skógrækt og skógarnytjum víða um land. Má þar nefna Hallormsstað, Hrafnagil í Eyjafirði, Reykjavík og Flúðir.

„Fyrir utan námskeiðin Lesið í skóginn með skólum, sem nú eru í gangi um allt land, er ég búinn að vera með um 90 námskeið.“

Hafsjór af fróðleik

Guðmundur er hafsjór fróðleiks um tré og mismunandi eiginleika trjá tegunda. Hann bendir m.a. á að grisjunarviður sem nú fæst úr íslenskum skóg, sérstaklega lerki, sé tilvalinn til að nýta í tréskífur sem síðan megi nota í vegg- og þess vegna þakklæðningar. Segir hann mikinn misskilning að tréskífur séu lélegt efni til utanhússklæðningar á Íslandi. Því sé það sóun á góðu efni að selja þetta allt sem brennsluefni fyrir málmblendiverksmiðjuna á Grundartanga. „Ég er sjóðandi illur að við skulum brenna allan þennan grisjunarvið.“

Guðmundur á sjálfur vél til að framleiða slíkar tréskífur og segir hann galdurinn ekki síst liggja í því að hafa skífurnar ekki of þykkar. Það komi í veg fyrir að sveppagróður nái að dafna í viðnum og valda því að hann fúni. Benti hann á dæmi um þakskífur úr tré á Íslandi sem hefðu verið á annað hundrað ára. Þær væru enn heilar og hefðu bara verið teknar niður vegna þess að naglarnir ryðguðu í burtu. Fúinn myndaðist einfaldlega ef loftun skorti á viðnum, það væri t.d. ástæða fyrir saggamyndun og sveppagróðri í nýlegum húsum sem mikið hefði verið fjallað um í fréttum m.a. á Austurlandi.

Ekki alltaf í sama farinu og aðrir

Guðmundur var líka einn af frumkvöðlum stofnunar fyrirtækisins Límtrés á Flúðum árið 1982. Vélbúnaður var keyptur úr verksmiðju sem var hætt starfsemi í Danmörku. Samdi Guðmundur þá við danskan framleiðslustjóra þeirrar verksmiðju að hjálpa við að koma starfseminni í gang á Flúðum. Framleiðsla hófst síðan fyrir 30 árum, 18. júní 1983.

Eftir sameingar og uppstokkun á félaginu sem þá hét Límtré Vírnet ehf. og í kjölfar gjaldþrots BM Vallár sem var orðið eigandi fyrirtækisins, yfirtóku Hömlur ehf. eignarhaldsfélag Landsbankansfélagið félagið. Það var síðan selt aftur nýjum eigendum að hluta árið 2010 og er Guðmundur nú í hópi fjölmargra hluthafa. Þar nýtur hann sín m.a. við þróun nýrra byggingaaðferða. „Maður er alltaf að leita að einhverju til að vera ekki í alveg sama farinu,“ segir Guðmundur. /HKr.Guðmundur Magnússon er smiður og fyrrverandi kennari og á heiðurinn af því að hafa kennt systrum sínum að tálga.

Ragnheiður, eða Ranka í Kotinu eins og hún kallar sig, hefur ekki slegið slöku við eftir að bróðir hennar kenndi henni réttu handtökin við að tálga.

Skírni Eiríkssyni, sonarsyni Ragnheiðar, gengur vel að læra handbrögðin við tálgunina hjá ömmu sinni.

Það er mikill húmor í verkunum hjá Ragnheiði og skemmtilegar sögur á bak við hlutina eins og þennan gangnamann sem sofnaði út frá bokkunni.

Page 26: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

26 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Elísabet Pétursdóttir, eða Bettý eins og hún er jafnan kölluð, er fjárbóndi á Sæbóli II á Ingjaldsandi. Þar er grösugur dalur með sendinni fjöru milli Barða og Hrafnaskálanúps yst við vestanverðan Önundarfjörð. Dalurinn er þó opinn fyrir norðanáttinni, sem oft getur verið ansi nöpur á þessum slóðum. Bettý hefur verið eini ábúandinn á Ingjaldssandi frá 2001 ásamt syni sínum Þór, sem verður 15 ára nú í haust. Fyrr á síðustu öld bjó hins vegar fjöldi fólks á nokkrum bæjum á Ingjaldssandi. Sem dæmi voru 502 íbúar í Mýrarhreppi sem Ingjaldssandur tilheyrði árið 1901, en aðeins 77 íbúar árið 1990. Það var ekki síst útræðið og hversu stutt var á góð fiskimið sem laðaði fólk að Ingjaldssandi, en breytingar á þjóðfélagsmynstrinu ollu að sama skapi hraðri fólksfækkun á seinni hluta síðustu aldar.

Heiðin oft lokuð

Vegur liggur til Ingjaldssands út með Dýrafirði hjá Núpi framhjá Gerðhamradal og um Sandheiði. Frá Núpi að bænum Sæbóli á Ingjaldssandi eru 23 km. Sú leið verður oft ófær vegna snjóa og þá verður Bettý að reiða sig á bát frá Flateyri ef mikið liggur við, eins og ef komast þarf á þorrablót. Þrátt fyrir að vera ein í dalnum þegar sonurinn er í skóla og innilokuð vegna snjóa langtímum saman og án tölvusambands segir hún einveruna ekki plaga sig. Hún reyni að njóta samvista eins og kostur er við fólk úr næstu fjörðum, Dýrafirði og Önundarfirði, og mikil samskipti séu þar á milli þó að um fjallveg þyrfti að fara og ófærð sé oft mikil.

Helst segist hún óánægð með hvað póstþjónustan sé orðin döpur og snjómokstrinum og viðhaldi vega mætti líka vera betur sinnt. Póstþjónustan sé reyndar til háborinnar skammar og hún verði að sækja allan póst til dóttur sinnar á Flateyri ef hún fái ekki einhvern sem eigi leið til að grípa hann með sér. Vegna þessar skertu þjónustu ætti að greiða henni kílómetragjald en það dygði þó engan veginn fyrir eldsneyti til að sækja póstinn á Flateyri. Engin leið sé að fá gjaldið hækkað. Svo sé í þokkabót búið að leggja niður póstþjónustuna á Flateyri.

Ábyrgðarpóstur með bréfdúfu?

„Þeim tókst þó að senda mér ábyrgðarbréf hingað fyrir síðustu jól og sögðust verða að leggja þessa þjónustu niður þar sem hingað væri ómögulegt að komast þar sem óreglulega væri mokað á vetrum. Ég skrifaði þeim til baka og þakkaði þeim fyrir bréfdúfuna sem kom með ábyrgðarbréfið og sagði að það væri spurning hvort dúfan þeirra réði þá ekki við að kom með pakka til mín líka.“

Dapurt veðurfar í sumar

Bændablaðið tók hús á Bettý í júlímánuði, en þá var dumbungsveður, um fjögurra stiga hiti og þoka niður fyrir miðjar hlíðar. Bettý lætur veðrið þó ekki svifta sig lífsgleðinni, en saknar þess að fá ekki meiri sól og þurrk fyrir heyskapinn. Sumarið hafi verið frekar dapurt hvað það varðar.

„Það er búið að vera skítaveður.

Það var nær ekkert hægt að láta fé út í sauðburði. Maður neyddist þó til þess á endanum að láta féð út þó að snjór væri yfir öllu. Sauðburður

gekk svo sem ágætlega en ég er ansi smeyk um að tófan hafi tekið eitthvað af lömbum sem hurfu stuttu eftir að ég setti út.“

Mikil tófuplága

– Er mikið af tófu hér í dalnum?„Já, alveg svakalega. Maður þarf

ekki að vera lengi úti til að heyra í tófu. Þá var tófa með yrðlinga hér við girðingarnar um daginn og ég sendi strákinn til að athuga hvort hann fyndi einhver merki um lömb í urðinni þar fyrir ofan, því þá hafði heimalningur týnst.

Það er orðið þannig að maður mætir tófu í annarri hverri ferð sem maður fer hér inn á heiði. Ef maður mætir þeim ekki þar, þá eru þær gargandi einhvers staðar í kringum mann þegar maður kemur út úr bílnum hér á hlaðinu. Ég var með gesti hér sem voru að mæta tófu á heiðinni og úti um allt. Í Önundarfirði lagðist tófan bara niður við vegkantinn þegar þeir óku hjá.“

Meira viðloðandi Ingjaldssand frá níu mánaða aldri

Það lá beinast við að spyrja Bettý

að því hvort hún væri búin að vera búsett lengi á Ingjaldssandi.

„Ég var hér mikið á yngri árum og var að hluta alinn hér upp hjá ömmu minni á Sæbóli III. Ég var níu mánaða þegar ég kom hérna fyrst, en þá var mamma veik. Amma tók mig að sér og ég var hér mikið og var m..a í skóla hér í dalnum í tvo vetur. Svo fór ég inn á Flateyri í skóla, en þar búa mamma og pabbi. Ég er því búin að vera hér meira og minna með annan fótinn alla tíð. Maður fór að vísu í skóla og að vinna fyrir sér og bjó annars staðar um tíma. Ég kom þó alltaf heim í sauðburð, heyskap og göngur þegar ég gat því við komið.

Í gamla daga var það útræðið sem var ein helsta ástæðan fyrir byggðinni hér. Ég þekki það vel, því bróðir hennar mömmu lagði t.d. mikið rauðmaganet á vorin. Eftir sauðburð var síðan stundaður sjórinn fram undir heyskap. Á haustin var svo veiddur meiri fiskur og saltaður. Eftir að rafmagnið kom hér um 1967 setti bóndinn á Hrauni upp frysti hjá sér þar sem allir gátu fengið að stinga inn einhverjum mat. Smám saman fór svo fólk að fá sér frystikistur og þá var aflað matar í þær.“

Áður nýttu bændur sér mikið fjörubeit

Á bakkanum við fjöruna neðan við bæ Bettýar má sjá tóftir og eitt hús uppistandandi sem ætla mætti að hafi verið verbúð. Hún segir svo ekki vera heldur sé þetta hús sauðahús afa hennar sem nýtt hafi verið fyrir fjörubeit. Fleiri sauðahús hafi verið utar, sem sjórinn hafi á endanum skolað að mestu í burtu. Hún segir að í verbúðir hafi menn einkum farið úr Dýrafirði út á Fjallaskaga. Þar hafi verið betra að gera út og meira skjól fyrir norðanbriminu.

Keypi jörðina á uppgangstíma í dalnum 1989

„Ég flutti hingað alkomin og keypti þetta árið 1989. Þá var allt að byggjast upp í dalnum, mikill hugur í bændum og verið að byggja upp refa- og minkarækt. Þá voru tveir bræður að byrja í loðdýraeldi uppi í Hrauni [Hraun fór í eyði 1995, insk. blm.] og ég reyndi að hefja loðdýrarækt hér en komst aldrei nema hálfa leið og varla það. Ég bjó þá með dönskum manni sem kom hingað sem loðdýraráðunautur. Síðan fór fljótlega að halla undan fæti í dalnum á ný og nú nota ég húsið fyrir vélageymslu og hænurnar mínar."

Bettý segir að öll byggð hafi lagst af á Ingjaldssandi fyrir utan Sæból þegar móðurbræður hennar dóu sumarið 2001. Síðan hefur hún verið að mestu ein í dalnum ásamt syni sínum.

Kvartar ekki undan einverunni

– Er ekkert erfitt að vera hérna ein á veturna í dalnum?

„Nei, en það er þó auðvitað mis-jafnt eftir vetrum. Hér er sólarlaust í tvo mánuði yfir veturinn og það koma hér tímabil sem ekkert er hægt að fara hér yfir heiðina vegna snjóa. Síðasti vetur var mjög erfiður á þann hátt að það voru aldrei stillur og erfitt að eiga við mokstur þar sem það skóf jafn óðum í slóðina. Það var því erfitt að fara á milli og ekkert hægt að stoppa þar sem það fyllti strax förin. Það snjóaði líka á frekar óvenjulegum stöðum.

Það var t.d. gríðarlegur skafl í fyrstu beygjunni á Gerðhamradalnum áður en farið er á heiðina að vestanverðu, en síðan var auður vegur þar til komið var aftur í snjó ofar, sem samt var ekkert á við

Elísabet Pétursdóttir hefur verið eini bóndinn á Ingjaldssandi síðan 2001:

Kvartar ekki yfir einsemdinni en segist ekki ætla að verða ellidauð í dalnum

Það var þoka niður í miðjar hlíðar á Ingjaldssandi og kaldur vindur blés úr norðri með 5 gráðu hita þó að hásumar væri samkvæmt almanakinu.

Elísabet Pétursdóttir kallar ekki

óþægilegt að vera ein í dalnum

tímann. Meðan sonurinn er í skóla eru ekki aðrir til staðar á heimilinu með Bettý en hundarnir og heimilis kötturinn. Myndir / HKr.

Page 27: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

27Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

þennan stóra skafl. Eftir því sem leið á veturinn bætti þó auðvitað stöðugt á háheiðina. Í restina voru því komin dálítið djúp göng þar sem það hlánaði aldrei. Heiðin teppist t.d. hér síðustu helgina í maí.

Ingjaldssandsmegin í heiðinni var aftur á móti minni snjór en þeim mun meiri svell og klakabunkar sem ég hafði verið laus við tvö árin á undan.“

– Hver sér um snjómoksturinn til þín?

„Ísafjarðarbær á að sjá um þetta en Vegagerðin er með fyrstu mokstrana á haustin og síðan á vorin. Bærinn á að sjá um mokstur alveg fram á vor þegar skóla lýkur til að strákurinn komist heim eins mikið um helgar og hægt er. Hann á að vísu rétt á því að komast heim á hverjum degi, sem er auðvitað ekki raunhæft. Því finnst mér lágmark að reynt sé að koma honum yfir þegar skóla lýkur á föstudögum og síðan til baka á sunnudagskvöldi eða mánudagsmorgni.“

Spurning hvað gerist í samgöngumálunum

„Strákurinn fer í tíunda bekk á næsta ári og maður spyr sig hvað gerist eftir þann vetur. Verður heiðin þá bara lokuð strax eftir fyrsta snjó á haustin? Það er alltaf verið að draga úr þjónustunni og það hefur ekki einu sinni verið lappað upp á veginn þar sem bleytublettir hafa verið.

Hingað út eftir er heldur ekki komið með veghefil. Ég veit svo sem að suma kafla er erfitt að hefla, en mér finnst lágmark að laga hér lágdalinn. Hér er allt í skorningum fram sandinn og ekkert gert. Sennilega eru menn að bíða eftir að maður gefist upp. Ætli það endi ekki á því að maður fái sér hross og fari á því fram og til baka og hverfi þannig aftur til fortíðar,“ segir Bettý og hlær.

Sjálf er hún ekki með hross en í frammi í dalnum mátti sjá nokkur hross sem Bettý segir að séu í eigu fólks úr Bolungarvík sem á Hraun með öðrum og nýtir minkahúsin þar fyrir hestana. Segir hún að þetta fólk hugsi vel um hestana og komi reglulega á vélsleðum yfir heiðina til að annast um þá ef ekki er mokað. Hún segir að síðastliðinn vetur hafi reyndar engar girðingar haldið hrossunum því rafmagnsgirðingar hafi ýmist farið á kaf eða slitnað í óveðrum. Hrossin hafi því haldið sig í austanverðum dalnum og þar hafi verið nægur gróður fyrir þau að bíta. Svo sé landslagið þannig að þau komist alltaf í skjól fyrir öllum áttum og hafi það gott.

Með um 200 fjár á fóðrum

– Nú ert þú með sauðfé, hvað varst þú með margt á fóðrum síðastliðinn vetur?

„Það var í kringum tvö hundruð þegar ég tel með féð sem kom úr Barðanum.“

Hún segist hafa verið blessunar-lega laus við kal á túnum í vor. Eftir áramótaveðrið hafi gert gríðarlegar rigningar og í rigningunum í febrúar hafi heilmikinn snjó tekið upp á láglendi.

„Sem betur fer snjóaði þó yfir það áður en það fraus aftur svo það var eins og teppi hér yfir öllum túnum. Það kól ekkert. Það sem kom síðast undan snjóum í vor var bara grænt. Þá er þetta í fyrsta skiptið núna í mörg ár sem maður sér Sandstykkin græn, því þau hafa yfirleitt verið brunnin af þurrki.“

Svo þú kvartar ekkert yfir verunni hérna?

„Auðvitað er þetta kaflaskipt eftir árstímum. Það er t.d. gífurlega mikil vinna að klára að smala hér. Maður fer kannski upp í einn dalinn og þar er engin rolla og ekki heldur í næsta dal. Svo eru kannski komnar rollur á morgun í dalinn sem þú smalaðir í gær. Svo þarf að fara út í Barða og þetta er svo mikil yfirferð og erfitt að hitta á hvar féð heldur sig hverju sinni. Það verður því alltaf eitthvað eftir.“

Vel gengur að manna smölun

– Hvernig gengur að fá mannskap til að smala með þér?

„Þegar aðalsmölun er hér í heima-dalnum hef ég fengið krakka sem eru við nám í strandsvæðastjórnun í Háskólasetrinu Vestfjarða á Ísafirði. Það byrjuðu að koma krakkar úr fyrsta

hópnum þar fyrir fimm árum. Síðan hafa alltaf einhverjir verið lengur við nám og hafa þá dregið nemendur úr næsta hópi með sér. Ég læt þau ganga hér undir klettum og Steini á

Kirkjubóli kemur í Hrafnaskálanúpinn því fé frá honum er þar líka. Hann fer svo þar sem enginn annar fer því hann er algjör fjallageit.

Í fyrstu leit næst megnið af fénu og síðan vel ég þá úr hópnum sem hægt er að treysta vel í erfiða göngu til að fara með mér út í Nesdal. Svo eru alltaf einhverjir Íslendingar sem koma til að hjálpa mér og ég treysti til að fara upp á Barðann. Steini kom í þetta í fyrra og strákur sem heitir Óli kom frá Ísafirði og var með lið með sér sem ég treysti. Það er fólk sem veit hvað það er að gera. Ég var líka með nokkra útlendinga með mér auk þess sem strákur úr Súgandafirði sem heitir Valur hefur komið hér af og til og hjálpað mér heilmikið, m.a. við að sækja óþekkar rollur út í Barða.

Í Barðanum er stór skál sem kölluð er Púrka með góðum grasbala. Þarna getur fé hafst við allan veturinn án þess að vera í snjóflóðahættu og ef

veður versnar fer það niður og þar eru gríðarstórir steinar sem veita skjól. Þá hefur það fjörubeit ef allt annað bregst.“

Fullyrðir ekkert um áframhaldandi búsetu

– Þú ert sem sagt ekkert að gefast upp á verunni hér?

„Ég ætla ekkert að segja um það ef mér tekst að heyja í sumar, þá verð ég hér næsta vetur. Og ef ég kem vel undan vetri sé ég til hvort ég geti heyjað næsta sumar. Ég ætla ekkert að vera hér ellidauð, það fer bara eftir því hvernig landið liggur. Maður getur ekkert sagt um það hvað morgun dagurinn ber í skauti sér og best að vera ekki með neinar fullyrðingar,“ sagði þessi eldhressa kjarnakona sem verður líklegast síðasti ábúandinn á Ingjaldssandi. /HKr.

Úr

ljóði

nu F

jallg

anga

eft

ir Tó

mas

Guð

mun

dsso

n

URÐ OG GRJÓT UPP Í MÓT

Elísabet var með um 200 fjár á fóðrum síðastliðinn vetur í húsunum sem sjást í bakgrunni skammt frá íbúðarhúsinu.

Page 28: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

28 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Eins og kunnugt er var spáð illviðri um landið norðanvert í síðustu viku. Veðurspá var nokkuð á reiki og eftir því sem leið á vikuna færðist illviðrisspáin vestar. Bændur tóku því enga áhættu og héldu í smalamennsku, allt frá Vesturlandi og austur í Vopnafjörð. Réttarlistinn sem birtist í þessu blaði ber þess nokkur merki en víða var réttum flýtt.

Ólafur Dýrmundsson ráðunautur hjá Bændasamtökunum hefur síðustu daga haft samband við fjallskilastjóra og fengið

upplýsingar um breytingar á tilhögun rétta í þessu tilliti. Rétt er að gera þann fyrirvara á að þrátt fyrir mikla vinnu við að afla upplýsinga geta villur verið í listanum, ekki síst vegna þeirra tilfæringa sem orðnar eru. Því er fólk hvatt til þess að hafa samband við heimamenn til að tryggja að ekki verði farin fýluferð.

Hér að neðan má sjá fjárréttir haustsins í stafrófsröð. Þá hefur Ólafur tekið saman sérstakan lista yfir réttir í Landnámi Ingólfs

sem stutt er að fara í fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Listi yfir stóðréttir haustsins er síðan tekin saman eftir tímasetningum.

Enn eru tímasetningar nokkurra rétta á reiki og eru þær til-teknar í listanum. Eru fjallskilastjórar beðnir um að hafa sam-band til að bæta þar úr og sömuleiðis ef rangt er farið með dagsetningar á réttum. Viðkomandi eru beðnir um að hafa samband við Bændasamtökin í síma 563-0300 eða í tölvupóst-fangið [email protected].

Fjár- og stóðréttir haustið 2013

Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardag 7. sept.

Arnarhólsrétt í Helgafellssveit sunnudag 22. sept.

Árhólarétt í Unadal, Skag. laugardag 14. sept.

Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf. laugardag 14. sept.

Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudag 15. sept.

Brekkurétt í Saurbæ, Dal. sunnudag 15. sept.

Broddanesrétt í Strandabyggð sunnudag 15. sept.

Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. sunnudag 22. sept.

Dálksstaðarétt á Svalbarðsströnd, S.-Þing

laugardag 7. sept.

Deildardalsrétt í Skagafirði laugardag 14. sept.

Fellsendarétt í Miðdölum sunnudag 15. sept.

Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardag 14. sept.

Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. mánudag 16. sept. og sunnudag

22. sept.

Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardag 14. sept.

Flókadalsrétt í Fljótum, Skag. sunnudag 15. sept.

Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. föstudag 6. sept.

Fossárrétt í A-Hún. laugardag. 7. sept.

Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp) sunnudag 22. sept.

Garðsrétt í Þistilfirði sunnudag 8. sept.

Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudag 15. sept.

Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing. laugardag 7. sept.

Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft. laugardag 14. sept.

Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þriðjudag 17. sept.

Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. sunnudag 22. sept.

Hallgilsstaðarétt á Langanesi Ekki ljóst

Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. laugardag 14. sept.

Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardag 21. sept.

Héðinsfjarðarrétt í Héðinsfirði föstudagur 20. sept

Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudag 16. sept.

Hlíðarrétt í Skagafirði sunnudag 15. sept.

Hofsrétt í Skagafirði laugardag 14. sept.

Holtsrétt í Fljótum, Skag. laugardag 14. sept.

Hornsrétt í Skorradal, Borg. sunnudag 15. sept.

Hólmarétt í Hörðudal sunnudag 15. sept.

Hraðastaðarétt í Mosfellsdal sunnudag 22. sept.

Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. föstudag 13. sept.

Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. laugardag 21. sept.

Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand. laugardag 14. sept.

Innri-Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð. sunnudag 29. sept.

Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappadalssýslu

sunnudag 8. sept.

Katastaðarétt í Núpasveit, N-þing. Ekki ljóst

Kinnarstaðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. sunnudag 22. sept.

Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand. Ekki ljóst

Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. laugardag 14. sept.

Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 21. sept.

Kjósarrétt í Kjós. sunnudag 22. sept.

Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. miðvikudag 18. sept

Kleifnarétt í Fljótum, Skag. laugardag 14. sept.

Kollafjarðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. laugardag 14. sept.

Krísuvíkurrétt, Gullbringusýslu laugardag 14. sept.

Króksfjarðarnesrétt í Reykhólasv., A-Barð.

laugardag 21. sept.

Landréttir við Áfangagil, Rang. fimmtudag 26. sept.

Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði sunnudag 15. sept.

Leirhafnarrétt í Núpasveit, N-Þing Ekki ljóst

Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. Ekki ljóst

Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing. sunnudag 15. sept.

Melarétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 14. sept.

Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl. laugardagur 21. sept.

Mýrarrétt í Bárðardal laugardag 7. sept.

Mýrdalsrétt í Hnappadal þriðjudag 24. sept.

Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit sunnudag 8. sept.

Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardag 7. sept.

Núparétt á Melasveit, Borg. sunnudag 15. sept.

Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudag 18. sept.

Ósbrekkurétt í Ólafsfirði laugardag 14. sept.

Ósrétt á Langanesi Ekki ljóst

Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudag 22. sept.

Reistarárrétt í Hörgársveit, Eyf. laugardag 14. sept.

Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardag 21. sept.

Reykjarétt í Ólafsfirði fimmtudag 12. sept.

Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. fimmtudag 12. sept.

Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. laugardag 21. sept.

Sandfellshagarétt í Öxarfirði, N.-Þing. sunnudag 8. sept.

Selflatarrétt í Grafningi, Árn. mánudag 23. sept.

Selárrétt á Skaga, Skag. laugardag 7. sept.

Selvogsrétt í Selvogi sunnudag 22. sept.

Siglufjarðarrétt í Siglufirði laugardag 21. sept.

Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. mánudag 16. sept.

Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. laugardag 7. sept.

Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstudag 13. sept.

Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. laugardag 14. sept.

Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. laugardag 21. sept.

Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand. laugardag 14. sept.

Skógarétt í Reykjahverfi, S-Þing. laugardag 7. sept.

Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. sunnudag 15. sept.

Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf. föstudag 13. sept.

Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudag 15. sept.

Stíflurétt í Fljótum, Skag. föstudag 13. sept.

Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. sunnudag 15. sept.

Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. mánudag 16. sept.

Teigsrétt, Vopnafirði mánudag 9. sept.

Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, S-Þing. Ekki ljóst

Tungnaréttir í Biskupstungum laugardag 14. sept.

Tungurétt á Fellsströnd, Dal. laugardag 7. sept.

Tungurétt í Svarfaðardal sunnudag 8. sept.

Tunguselsrétt á Langanesi Ekki ljóst

Víkingavatnsrétt í Kelduhverfi, S-Þing. Ekki ljóst

Þorvaldsdalsrétt í Hörgársveit, Eyf. laugardag 14. sept.

Þóristunguréttir, Holtamannaafr., Rang Ekki ljóst

Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardag 21. sept.

Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf. laugardag 14. sept.

Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit, Eyf. sunnudag 1. sept.

Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf. sunnudag 22. sept.

Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 14. sept.

Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudag 16. sept.

Þverárrétt í Öxnadal, Eyf. mánudag 16. sept.

Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. mánudag 23. sept.

Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, S-Þing. Ekki ljóst

Tungnaréttir í Biskupstungum laugardag 14. sept.

Tungurétt á Fellsströnd, Dal. Ekki ljóst

Tungurétt í Öxarfirði, N.-Þing. Ekki ljóst

Tungurétt í Svarfaðardal sunnudag 8. sept.

Tunguselsrétt á Langanesi Ekki ljóst

Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún.föstudag 6. sept. og

laugardag 7. sept.

Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún. föstudag 6. sept.

Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 7. sept.

Víkingavatnsrétt í Kelduhverfi, S-Þing. Ekki ljóst

Þorvaldsdalsrétt í Hörgársveit, Eyf. laugardag 14. sept.

Þóristunguréttir, Holtamannaafr., Rang Ekki ljóst

Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardag 21. sept.

Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf. laugardag 14. sept.

Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf. sunnudag 15. sept.

Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 14. sept.

Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudag 16. sept.

Þverárrétt í Öxnadal, Eyf. mánudag 16. sept.

Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. mánudag 23. sept.

Fjárréttir haustið 2013

Helstu réttir í Landnámi Ingólfs Arnarsonar haustið 2013

laugardag 14. sept. kl. 13.00Krýsuvíkurrétt

v. Suðurstrandarveg, Gullbr.

laugardag 21. sept. kl. 14.00 Þórkötlustaðarétt í Grindavík

laugardag 21. sept. kl. 14.00 Húsmúlarétt við Kolviðarhól

laugardag 21. sept. kl. 15.00 Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit

sunnudag 22. sept. kl. 11.00 Fossvallarétt við Lækjarbotna

sunnudag 22. sept. um hádegi Hraðastaðarétt í Mosfellsdal

sunnudag 22. sept. um kl. 15.00 Kjósarrétt í Kjós

sunnudag 22. sept. kl. 17.00 Brúsastaðarétt í Þingvallasveit

mánudag 23. sept. kl. 10.00 Selflatarrétt í Grafningi

mánudag 23. sept. kl. 14.00 Ölfusréttir í Ölfusi

sunnudag 22. sept. kl. 9.00 Selvogsrétt í Selvogi, Árn.

Seinni réttir verða tveim vikum síðar á sömu vikudögum, þ.e. dagana 5.-7. október. Til að auðvelda hreinsun afrétta og draga úr hættu á ákeyrslum á þjóðvegum í haustmyrkrinu er lögð áhersla á að fé verði haft í haldi eftir réttir. Samkvæmt 5. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr. 733/2012 er óheimilt að sleppa aftur fé úr haustréttum á afrétti.

Stóðréttir haustið 2013

Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardag 7. sept. kl. 9

Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 14. sept.

Staðarrétt í Skagafirði. laugardag 14. sept.

Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudag 15. sept.

Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudag 15. sept. kl. 9

Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudag 15. sept.

Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. sunnudag 15. sept.

Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardag 21. sept

Árhólarétt í Unadal, Skag. föstudag 27. sept. kl. 13

Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 28. sept.

Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 28. sept. Kl. 13.

Deildardalsrétt í Skagafirði laugardagur 5. okt.

Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardag 5. okt.

Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardag 5. okt

Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 5. okt. kl. 10

Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardag 12. okt. kl. 10

Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 12. okt. kl. 13

Page 29: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

29Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.Kemi • Tunguhálsi 10 110 Reykjavík

ODORITEÖRVERUHREINSIR

MILDEX-QMYGLUEYÐIR

WIPE OUTOFNA OG GRILLHREINSIR

NOVADANKLÓRTÖFLUR- Í POTTINN

SEPT-O-AIDÖRVERUR FYRIR ROTÞRÆR

HÁÞRÝSTIDÆLUR

ÚRVALS VÖRUR FYRIR VIÐHALDIÐ OG VERKIN Í BÚSTAÐNUM.KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!

ERTU Á LEIÐ Í BÚSTAÐINNERTU Á LEIÐ Í BÚSTAÐINN

JÖRÐINFOSSHÓLAR Í HOLTUM

Til sölu er jörðin Fosshólar í Rangárþingi ytra, staðsett skammt neðan Laugalands í Holtum. Landstærð er um 42 ha, þar af er ræktun um 15 ha. Jörðinni fylgir veiðiréttur í Veiðivötnum og upprekstrarréttur á Landmannaafrétt. Á jörðinni eru eftirtaldar byggingar: Íbúðarhús 174 fm, fjós 444 fm, hlaða 228 fm, 2 bogaskemmur 121 fm og véla-geymsla 53 fm. Jörðin er án greiðslumarks. Hér er um að ræða snyrtilegt býli, sem er vel í sveit sett. Verð kr. 80 milljónir. Nánari upplýsingar og myndir á www.fannberg.is og á skrifstofu.

FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. Sími: 487-5028Guðmundur Einarsson lögg. fasteignasaliJón Bergþór Hrafnsson viðskiptafræðingur

Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element),hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunarog flest annað til rafhitunar.

Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem viðkemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tækisem hafa sannað sig með áralangri reynslu.

íslenskframleiðsla

í 20 ár

Rafhitarar fyrir heita pottaAbbey haugsugur og taðdreifararEigum úrval af haugsugum og taðdreifurum til afgreiðslu strax.Sérlega hagstæð verð.

Dalvegur 6-8201 KópavogurSími 535 [email protected]

Est’d. 1947

Verkstæðishús í Örlygshöfn

Til sölu er verkstæðishús Hafnar ehf í Örlygshöfn, Vesturbyggð; fastanr. 212 3618.

Húsið var reist árið 1977 og þarfnast allmikils viðhalds. Það er 150 m2 að stærð og stendur á eignarlóð sem er 5.000 m2. Fasteignamat eignarinnar er kr. 4.425.000.

Óskað er tilboða í eignina og er réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Einnig kemur til greina að selja einkahlutafélagið ásamt öllum eignum þess.

Upplýsingar veitir Jóhann Ólafsson í s. 894 3899 eða [email protected] og skal tilboðum skilað til hans fyrir 21. september nk.

MAXIMA ML-4030hágæða, kapallausar stólpalyftur. Lyftigeta: 4 x 7,5 tonn.

CE og ISO 9001 vottaðar. Gott verð.

Gott ÁR ehf sími: 6983144

Viltu læra um lífrænan landbúnað? Endurmenntun LbhÍ býður nú námskeið um lífrænan landbúnað sem gefur tvær námseiningar á framhaldsskólastigi.

Námskeiðið hefst 20. september og lýkur 10. desember og fer fram með fjarnámi og vettvangsferð. Er það ætlað öllum sem áhuga hafa á að kynna sér lífrænar framleiðslu-aðferðir og lífræna vottun.

Nánari upplýsingar eru á heima-síðu Endurmenntunar LbhÍ – www.lbhi.is/namskeid. Þar fara skráningar fram og upplýsingar eru um fjölmörg fleiri námskeið sem í boði eru hjá LbhÍ.

Áfangarnir eru opnir öllum áhugasömum.

Page 30: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

30 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

„Það hefur gengið vel hjá okkur og nóg verið að gera fram til þessa. Seinni hluti sumarsins lítur líka vel út,“ segir Helgi Sigurðsson, sem ásamt Auði Völu Gunnarsdóttur konu sinni rekur gistiheimilið Blábjörg á Borgarfirði eystri sem er innan vébanda Ferðaþjónustu bænda. Á gistiheimilinu er glæsileg heilsulind sem Helgi segir að hafi fengið góðar viðtökur og ferðafólk á Borgarfirði eystri, bæði gestir Blábjarga sem og almennir gestir á svæðinu, hafi verið duglegir að sækja hana enda sé hún öllum opin.

Húsið gegndi mikilvægu hlutverki í atvinnulífi þorpsins

Helgi og Auður keyptu gamla frystihúsið á staðnum árið 2006 og breyttu því í glæsilegt gistiheimili, sem opnað var formlega um miðjan júní árið 2011. „Við hófumst strax handa við endurbætur á húsinu og gerðum á því miklar breytingar,“ segir Helgi, en húsið sem var byggt árið 1946 var áður frystihús og hófst vinnsla þar tveimur árum síðar. „Þetta hús gegndi mikilvægu hlut-verki í atvinnulífi íbúa þorpsins,“ segir hann, en það var einnig að hluta til sláturhús. Vinnslunni var lokað síðla árs 1991 og stóð húsið autt um árabil þar til Helgi og Auður keyptu það og breyttu í gistiheimili.

Húsið er á tveimur hæðum og er gistiheimilið á efri hæðinni, þar sem áður voru skrifstofur og kaffistofur. Þar eru nú 11 vel útbúin herbergi, þrjú baðherbergi, fullbúið eldhús og setustofa. Gengið er inn í húsið yfir göngubrú eða nokkurs konar landgang, „Við reyndum að hanna brúna í þeim anda og nýttum gamla símastaura í það verk,“ segir Helgi.

Heilsulind og gallerí á neðri hæðinni

Á neðri hæð gamla frystihússins er gallerí og heilsulind. Galleríið heitir Rétt-inn, en það var í þann hluta

hússins sem fé var smalað inn þegar það var sláturhús. Nú er búið að færa galleríið til innanhúss og endurbæta aðstöðuna. Galleríið er rekið af mæðgunum Ástu Sigfúsdóttur og Esther Kjartansdóttur. Þær selja handverk og fatnað eftir sjálfar sig og einnig frá öðrum hönnuðum.

Heilsulindin heitir Musterið Baðstofa. Þau fengu Hallgrím Friðgeirsson innanhússarkitekt til liðs við sig við hönnun á

heilsulindinni og tókst vel til, en íslenskar basaltflísar eru á gólfum, líparít umhverfis pottinn og lerki úr Hallormsstaðaskógi notað í milliveggi. Innrauður sánaklefi er í heilsulindinni og stór heitur pottur.

Nú í vor og byrjun sumars var útisvæði stækkað og heitur pottur settur upp við sjóvarnargarðinn, sem og útisánaklefi. Þá er að sögn Helga á stefnuskránni að bæta við aðstöðu fyrir fólk sem stundar sjósund.

Návígi við náttúruna

Á Borgarfirði eystri þarf ekki að fara langt til að komast í návígi við náttúruna og þar er margt áhuga-vert að skoða fyrir ferðafólk. Helgi bendir á að á vorin og yfir sumarið sé mikið og blómlegt fuglalíf og hafi heimamenn lagt mikið kapp á að byggja upp aðstöðu fyrir áhuga-menn um fuglalíf og náttúru. Hvergi er jafngott og öruggt aðgengi að

lunda og við Hafnarhólma utan við þorpið í Bakkagerði. Göngupallur hefur verið byggður í hólmanum og liggur hann um lundavarpið. Aðrar fuglategundir eru einnig áberandi í hólmanum og er hann eitt helsta aðdráttarafl staðarins. „Við leggjum mikla áherslu á fuglalífið og fjör-una,“ segir Helgi, en einnig nefnir hann að góð og áhugaverð göngu-svæði séu allt um kring og muni Blábjörg bjóða upp á fjórar mismun-andi gönguferðir um Víknaslóðir við Borgarfjörð eystri í sumar. Íslendingar eru áberandi fleiri í skipulögðu gönguferðunum, segir Helgi, en almennt eru útlendingar bróðurpartur gesta gisti heimilisins Blábjarga. /MÞÞ

Gistiheimilið Blábjörg á Borgarfirði eystri:

Frysti- og sláturhúsi breytt í glæsilegt gistiheimili

Myndir / Hafþór Snjólfur Helgason

Jarðböðin í Mývatnssveit verða sífellt vinsælli:

Um 30% fleiri baðgestir á fyrri helmingi ársinsBaðgestum í Jarðböðunum í Mývatns sveit hefur fjölgað umtals-vert á árinu; þeir eru tæplega 30% fleiri nú á fyrstu 6 mánuðum þessa árs en á sama tíma á liðnu ári. Munar þar mestu um að erlendum gestum hefur fjölgað mikið, „aukningin liggur öll þar, það eru skemmtilegir hlutir að gerast,“ segir Stefán Gunnars son, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna.

Stefán segir að fyrri helmingur þessa árs hafi verið mjög góður og baðgestir aldrei verið jafnmargir og nú í ár. Vissulega séu flestir á ferðinni yfir hásumarið, en það skemmtilega sé að komur dreifist nú líka vel yfir árið. Þannig komi jaðartímar eins og maí á vorin og svo aftur á haustin, í september og október, vel út núorðið og sífellt fleiri erlendir ferðamenn

séu á ferðinni á þeim árstíma. „Það hefur líka komið okkur skemmtilega á óvart að ferðalangar eru á ferðinni á öllum árstímum. Sem dæmi má nefna að hingað komu 45% fleiri erlendir baðgestir í janúar í ár en í janúar í fyrra. Eins voru fleiri gestir hjá okkur aðra vetrarmánuði ársins en áður,“ segir hann. Hlutfall útlendinga meðal baðgesta er um 60%.

„Skýring á aukningu baðgesta í Jarðböðunum liggur í því fyrst og fremst að erlendum ferðamönnum sem leggja leið sína til Íslands hefur fjölgað umtalsvert og við fáum þó nokkuð af þeim til okkar,“ segir Stefán. Varðandi vetrartímann segir hann að skipulagðar Norðurljósaferðir beint inn á Norðurland hafi sitt að

segja; þeir ferðamenn komi iðulega við í Mývatnssveit og bregði sér í Jarðböðin í leiðinni. Einnig hafi þeim ferðamönnum sem ferðist á eigin vegum fjölgað mikið. „Við verðum alltaf jafn hissa þegar hér birtast svo dæmi sé tekið tveir Ítalir á litlum bílaleigubíl í skít og skafrenningi og skella sér í bað hjá okkur, það er stundum eins og ferðalangar detti ofan af himnum,“ segir Stefán.

Hann segir að fólk hagi ferðalögum sínum með öðrum hætti en áður var, þegar allir voru í skipulögðum ferðum á rútum með leiðsögn og óku á milli fjölsóttra ferðamannastaða. Nú skoði menn sjálfir á Netinu hvaða kostir eru í boði og skipuleggi ferðalög sín í auknum mæli sjálfir.

„Það eru margir samverkandi þættir sem ráða því að ferðamanna-straumur hingað hefur aukist svo sem raun ber vitni,“ segir Stefán. Ein sé sú að kaupmáttur erlendra ferðamann sé enn töluverður hér á landi, krónan sé enn fremur veik gagnvart öðrum gjaldmiðlum og það hafi sitt að segja.

Varðandi uppástungu Lonely Planet á dögunum, þar sem bent var sérstaklega á Norðurland sem ákjósanlegan stað að heimsækja, segir Stefán að menn hafi enn ekki orðið varir við aukinn straum vegna þeirrar ábendingar. „En hann mun eflaust skila sér á næstu misserum, þessi ábending mun örugglega vekja áhuga margra þó svo að þeir leggi ekki af stað í sitt ferðalag strax,“ segir hann.

1.200 manns á stærstu dögunum

Stefán segir að Jarðböðin séu vel í stakk búin að taka við sífellt stækkandi hópi baðgesta, að jafnaði sæki 6-800 manns á dag böðin heim og fari upp í um 1.200 manns á stærstu dögunum. Mikil uppbygging hafi átt sér stað undanfarin ár og Jarðböðin anni vel slíkum fjölda gesta. Alltaf sé eitthvað verið að laga og endurbæta þó að stækkun sé ekki á döfinni í bráð. „Það skiptir verulegu máli fyrir sveitarfélag eins og okkar að hafa starfsemi af þessu tagi, samfélagsleg áhrif eru mkil, en sem dæmi má nefna að starfsmenn eru sautján talsins yfir sumarið og hér eru sjö heilsársstörf,“ segir Stefán. /MÞÞ

Page 31: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

31Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Mest seldu jarðvarmadælurnar á Íslandi

Á R A

Thermia varmadælur loft í vatn og vatn í vatn (jarðvarmadælur).

Hafðu samband og kynntu þér mögulegan orkusparnað með varmadælu. Bjóðum fría ráðgjöf og útreikninga um mögulegan orkusparnað.

Vertu velkominn í hóp ánægðra viðskipta-vina, við bjóðum þér að hafa samband við okkar viðskiptavini til þess að kynna þér gæði og þjónustu okkar.

Thermia fagnar 90 ára afmælií ár og er í eigu Danfoss.

TRAKTORSDRIFNAR RAFSTÖÐVAR

AGRO – WATTwww.sogaenergyteam.com

Rafalarnir eru 10,8 kw – 72 kw, með eða án AVR ( automatic volt regulator )

AVR tryggir örugga keyrslu á viðkvæm-um rafbúnaði, td. mjólkurþjónum, tölvu-búnaði ofl.

Hákonarson ehf. s. 892-4163, netfang: [email protected] vefslóð: www.hak.is

INNRÉTTINGAR

www.ssbyggir.is

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLASérsmíðum eldhúsinnréttingar,

baðinnréttingar, fataskápa og innihurðir.

Ókeypis ráðgjöf og þrívíddarteikningar fylgja

öllum tilboðum.

Nánari uppl. á www.ssbyggir.is

og í síma 460-6100

Page 32: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

32 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

FróðleiksbásinnVilmundur Hansen garðyrkjufræðingur

Hér er þráðurinn tekin upp þar sem frá var horfið í síðasta blaði og haldið áfram að fjalla um ættkvíslir barrtrjáa og tegundir innan þeirra sem hafa reynst vel hér á landi eða lofa góðu.

Fura (Pinus)

Ættkvísl sem telur ríflega 100 teg-undir sem vaxa á öllu norðurhveli, niður með vesturströnd Norður-Ameríku, allt að Panamaskurði og austurströnd Kína, til Malasíu og í Himalaja-fjöllum. Hávaxin tré eða runnar og margar tegundir með djúpa stólparót og þola því illa flutning eftir að þær hafa komið sér fyrir. Langlífar plöntur og er P. longaeva, sem vex í Colorado í Norður-Ameríku, líklega með elstu lífverum jarðar tæplega 5.000 ára. Margar furur dafna vel hér á landi, bæði sem skógar- og garðplöntur.

Furur eru að mestu lausar við sjúkdóma og meindýr. Furulús leggst eingöngu á tveggja nála furur og lýsir sér sem litlir hvítir vaxhnoðrar á berkinum. Greinaþurrksveppur veldur því að barrið verður brúnt og barrfestan visnar.

Bergfura (P. uncinata). Ýmsir telja hana undirtegund fjallafuru og að hún eigi að vera P. mugo uncinata. Upprunnin í fjöllum Pýreneaskagans í Suðvestur-Evrópu. Einstofna tré sem getur náð 25 metra hæð. Börkurinn grófur og gráleitur. Krónan breið og ávöl. Greinarnar langar, sverar og uppsveigðar á endunum. Tveggja nála. Barrið dökk- eða grágrænt, breitt, þéttstætt og fínsagtennt. Könglarnir dökkbrúnir og glansandi, egg- eða keilulaga. Myndar frjó fræ hérlendis. Harðgert tré sem dafnar í margs konar jarðvegi en kýs hann sendinn og meðalþurran. Vindþolin og sólelsk tegund.

Broddfura (P. aristata). Heimkynni í Norður-Ameríku, hátt til fjalla í Colorado, Nýju-Mexíkó og Arizona. Einstofna tré sem nær um 25 metra hæð. Börkurinn rauðbrúnn og grófur. Greinarnar þéttstæðar með fáum hliðargreinum og uppsveigðar. Fimm nála. Barrið þétt, hart við-komu og með áberandi hvítum har-pix-ögnum. Könglar bláleitir, stilk-lausir og egglaga. Sólelsk en þolir hálfskugga. Þrífst best í sendnum og sæmilega frjósömum jarðvegi. Nokkuð saltþolin og brennur sjaldan í vorsól.

Fjallafura (P. mugo). Vex villt hátt til fjalla í Mið- og Suður-Evrópu. Breytileg í vextinum en yfirleitt margstofna runni sem getur orðið 6 metrar á hæð og 300 ára. Stofninn dökkgrár eða grábrúnn. Greinarnar hlykkjóttar og uppsveigðar. Tveggja nála. Barrið sveigt eða snúið, krans-stætt, stinnt og oddmjótt. Könglar egglaga. Gerir ekki miklar kröfur til jarðvegs en dafnar best í þurrum og frjósömum jarðvegi.

Dvergfura (P. mugo var pumilio). Jarðlægt afbrigði. Til að halda dvergfuru þéttri og fallegri er gott að klípa helminginn af ársprotanum eftir að hann er fullsprottinn en áður er barrið fer að vaxa út frá honum.

Klettafura (P. albicaulis). Upprunnin á vesturströnd Norður-Ameríku og nær þar allt að 30 metra hæð og yfir 1.000 ára aldri.

Oft margstofna með brúnan börk sem flagnar með aldrinum. Greinar útstæðar. Fimm nála. Barrið dökk-grænt. Könglar egg- eða hnattlaga. Þrífst ágætlega í rýrum og grýttum jarðvegi. Fræ klettafuru eru stór, án vængja og sæt á bragðið.

Lindifura (P. sibirica). Mikil útbreiðsla frá Úralfjöllum til Síberíu, Lapplands og Norður-Asíu. Nær 40 metra hæð og 500 ára aldri. Stofninn mjúkur og grá-grænn í fyrstu en verður gráleitur og langsprunginn með aldrinum. Beinvaxinn með keilu- eða súlu-laga krónu. Greinarnar kransstæðar, láréttar, stuttar og með margar smá-greinar. Fimm nála. Barrið þrístrent, dökkgrænt á einni hlið en ljóst á tveimur, stinnt og fíntennt. Myndar ekki köngla fyrr en á 60. til 80. aldursári og það tekur þá þrjú ár að þroskast. Hefur myndað frjó fræ hér. Fallegt tré í stórum garði þar sem það fær nóg pláss. Sólelskt en þrífst ágætlega í hálfskugga. Þrífst best í rakaheldum og frjósömum jarðvegi.

Sembrafura (P. cembra). Evrópsk tegund sem vex villt í Alpa- og Karpata-fjöllum. Krækluvaxinn smárunni við gróðurmörk en getur náð 25 metra hæð. Börkurinn grá-leitur og sléttur í fyrstu en verður grábrúnn og hrjúfur með aldrinum. Greinar gulbrúnar en dökkna. Fimm nála. Barrið beint og stinnt og fellur af á 3. til 6. ári. Könglar egglaga. Fræin stór og vel æt. Skugga- og vindþolin.

Skógarfura (P. sylvestris). Tegund með mikla útbreiðslu um stóran hluta Evrasíu. Getur orðið 40 metra há og 600 ára. Vöxturinn marg-breytilegur, stofninn yfirleitt bein-

vaxinn og grannur en getur einnig verið kræklóttur og boginn. Krónan aflöng og hvelfd en breytileg eftir vaxtarstað. Börkurinn grárauður eða rauðbrúnn. Greinarnar krans-stæðar í fyrstu en síðan óreglulegar. Tveggja nála. Barrið ljós- eða grá-grænt, sagtennt og hvassydd. Gulnar yfir veturinn og endist á trjánum í 2 til 3 ár. Könglarnir stakir eða 2 til 3 saman hangandi á stuttum stilkum. Gulbrúnir eða grámattir og egg- eða keilulaga. Harðgerð tegund sem dafnar vel, hvort sem er í djúpum og lausum eða grunnum og sendnum jarðvegi. Sólelsk og þrífst illa í skugga.

Fundist hafa steingervingar í Breiðavíkurlögunum á Tjörnesi sem sýna að skógarfura hefur vaxið á Íslandi á seinni hluta tertíer-tíma-bilsins.

Stafafura (P. contorta). Heimkynni í Norður-Ameríku þar sem plantan nær 40 metra hæð og 600 ára aldri. Uppmjó með keilulaga krónu. Börkurinn rauð- eða gulbrúnn. Tveggja nála. Barrið dökk- eða gul-grænt, útstætt, þétt, undið og hvasst í oddinn. Endist á trénu í 2 til 5 ár. Könglar egglaga og eru á trénu í 2 til 3 ár. Harðgerð og nægjusöm tegund sem hefur reynst vel hér. Þrífst best í frjósömum jarðvegi og

sól en þolir hálfskugga. Vinsælt og barrheldið jólatré.

Sveigfura (P. flexilis). Upprunnin í fjalllendi í vestanverðri Norður-Ameríku. Nær 25 metra hæð og mörg hundruð ára aldri. Stofninn beinn eða kræklóttur eftir vaxtar-skilyrðum. Krónan keilulaga í fyrstu en flatvaxin með tímanum. Börkurinn sléttur og ljósgrár í fyrstu en verður síðar svarbrúnn og hrjúf-ur. Greinarnar stuttar og sveigjan-legar, uppbrettar til endanna. Fimm nála. Barrið dökkgrænt, þétt og hvassydd, beint eða eilítið sveigt. Könglar langir og breiðir, egglaga, grænir í fyrstu eða verða brúnir við þroska. Nægjusöm og þolir hálf-skugga en þrífst best í sól, rökum og leirblendnum jarðvegi. Vind- og þokkalega sandþolin.

Barrið gefur græna og rauða tóna sé það notað til litunar. Fræin þykja bragðgóð og nýttu indíánar það í súpur og til brauðgerðar.

Lerki (Larix)

Ættkvísl með 10 tegundum á norðurhveli, í Síberíu, til fjalla í norðvestan- og norðaustan-verðri Norður-Ameríku, Alpa- og Himalajafjöllum. Stofninn grannur og greinarnar óreglulegar. Barrið mjúkt og ólíkt flestum barrviðum fellir lerki barrið á haustin. Flestar tegundir eru sólelskar og dafna vel í sendnum jarðvegi en þola illa sjávarloft.

Helstu skaðvaldar á lerki eru sveppir. Lerkiáta leggst á leiðsluvef barkarins þannig að greinar eða tré fölna og drepast. Lerkibarrfellir veldur því að endar barrsins visna svo það verður brúnt og fellur af að lokum. Barrviðaráta veldur því að einstakar greinar visna á miðju sumri en í öðrum tilfellum leggst sveppurinn á stofn trésins og drepur þann hluta þess sem er fyrir ofan sýkinguna.

Dáríulerki (L. gmelini). Uppruni í austanverðri Síberíu þar sem það nær 35 metra hæð. Stofninn beinn eða kræklóttur. Börkurinn grábrúnn eða grár með rauðum tóni, verður hrjúfur með aldrinum. Barrið ljós-grænt en gulnar á haustin. Könglar egglaga. Hefur reynst misjafnlega.

Evrópulerki (L. decidua). Heimkynni til fjalla í Mið-Evrópu þar sem það nær 45 metra hæð og 700 ára aldri. Börkurinn rauðbrúnn eða ljósgrár og hrjúfur viðkomu. Barrið ljósgrænt og flatt, 30 til 40 saman í knippi, og gulnar á haustin. Könglar ljósbrúnir og egglaga. Fallegt garðtré í stórum görðum. Þrífst best á sólríkum stað og í sendnum eða meðalrökum jarðvegi.

Grasafræðingar skipta Evrópulerki í tvær deildir sem síðan er skipt í nokkur afbrigði.

Fjallalerki (L. lyalli). Upprunnið í Klettafjöllum Norður-Ameríku þar sem það nær tæplega 30 metra hæð og allt að 1.200 ára aldri. Krónan mjó og greinarnar láréttar og óreglu-legar á stofninum. Börkurinn sléttur og grár í fyrstu en verður brúnn og hrjúfur með aldrinum. Barrið blá-grænt og stinnt, 30 til 40 í knippi. Verður gulllitað á haustin og er kall-að gulllerki í heimkynnum sínum. Könglar egglaga, dökkfjólubrúnir og með áberandi broddum. Þrífst ágætlega hér en er hægvaxta.

Japanslerki (L. kaempferi). Vex villt í fjalllendi í Norður-Japan og nær ríflega 30 metra hæð. Stofninn beinvaxinn og krónan breið. Börkurinn grár með rauðum tóni, verður grófur og hrjúfur með tímanum. Greinarnar láréttar en uppsveigðar í endann. Barrið grá-grænt, 20 til 35 í knippi. Könglar breiðir og egglaga, fjólubláir í fyrstu en verða brúnir þegar þeir þroskast. Sólelskt tré og dafnar best í léttum og þurrum jarðvegi. Sjaldgæft hér og lítið reynt.

Í Japan er vinsælt að búa til bonsai-tré úr Japanslerki og er tréð stundum kallað peningalerki þar í landi.

Mýralerki (L. laricina). Heimkynni í mýrlendi Norður-Ameríku, frá Labrador til Alaska. Einstofna og nær 35 metra hæð og 300 ára aldri. Börkurinn silfur-grár en dökknar og flagnar með aldrinum. Ræturnar liggja grunnt. Greinarnar stuttar og láréttar út frá stofninum. Barrið fölblágrænt og fíntennt, 12 til 30 saman í knippi. Könglar litlir og egglaga, uppréttir á stuttum stilk. Dafnar best inn til landsins, sólelskt og kýs rakan jarðveg.

Indíánar smíðuðu snjóþrúgur úr greinunum en örvar og kanóa úr viðnum. Ræturnar voru not-aðar í vefnað. Úr berkinum var gert smyrsli sem borið var á kal, brunasár og gyllinæð. Smyrslið þótti einnig gott gegn þunglyndi. Barrið notuðu þeir í dýnur, kodda og yfirbreiðslur.

Sifjalerki (L. × marchinsii). Kynblendingur milli Evrópu- og Japanslerkis sem uppgötvaðist í Skotlandi árið 1910. Hefur náð tæplega 50 metra hæð og 800 ára aldri. Beinvaxið tré sem sýnir ein-kenni beggja foreldra en vex hraðar en þeir. Dafnar ágætlega hér en er krækluvaxið.

Síberíulerki (L. sibirica). Uppruni í Síberíu og Rússlandi austan Úralfjalla, þar sem það þrífst jafn-vel í sífrera, og nær 45 metra hæð. Krónan keilulaga og ljós yfirlitum. Börkurinn rauðbrúnn og hrjúfur. Greinarnar langar og útréttar. Barrið áberandi mjúkt, 15 til 30 í knippi, og gulnar á haustin. Könglar stilkstuttir og egglaga. Harðgerð og fljótvaxin tegund sem hefur náð tæplega 20 metra hæð hér. Fallegt tré í stórum görðum þar sem það fær að njóta sín. Sólelskt og þolir illa sjávarloft. Gerir ekki miklar kröfur en dafnar best í sendnum og kalkríkum jarðvegi, pH 5,5 til 6,0, og í sambýli við rótarsvepp sem kallast lerkisúlungur (Suillus grevillei). Þolir vel klippingu.

Innfæddir í Síberíu þurrkuðu og muldu börk Síberíulerkis og blönduðu honum saman við deig til að fá í það lyftingu. Í Rússlandi eru framleiddir hanskar úr lerkiberki sem þykja mýkri en mýkstu leður-hanskar.

Rússalerki (L. sukaczewi). Heimkynni í Rússlandi vestan Úralfjalla. Líkist Síberíulerki og telja margir grasafræðingar að um sömu tegund sé að ræða. Könglar og fræ Rússalerkis eru stærri en Síberíulerkis en börkur þess síðar-nefnda er mun grófari á gömlum trjám. Dafnar við sömu skilyrði og Síberíulerki hér á landi.

Garðyrkja & ræktunGrænt í garðinum allt árið Barrtré – annar hluti

Skógarfura er með mikla útbreiðslu um stóran hluta Evrasíu. Getur orðið 40 metra há og 600 ára.

Síberíulerki.

Page 33: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

33Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Hraðahindrun 017122x30x5cm 7.960 + vsk

Aflvélar ehf, Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ. Sími 480-0000, Fax 480-0001Tölvupóstur: [email protected] Vefsíða: www.aflvelar.is

UMFERÐARVÖRUR

Hraðahindrun “mjúk” 090Miðja 50x43x5cm 4.142 + vsk

Endi 22x43x5cm 1.586 + vsk

Hjóla-stoppari 006178x14x10cm

6.367 + vsk Hraðahindrun 150 “mjúk” Miðja 50x90x5cm 9.554 + vsk

Endi 27x90x5cm 3.179 + vsk

Keilur PE og gúmmí 201 h:50 b:30 cm 1.554, h:75 b:38 cm 1.990, h:100 b: 53 cm 2.382 + vsk

Hraðahindrun 022 færanleg 300x22x4cm 44.614 + vsk

Kapalrenna 200 f/3 svera kapla 90x60x6cm 15.777 + vsk (endar og beygjur fáanlegar)

Umferðarhlið 011 útdraganlegt 250x96cm (24cm saman) 7.960 + vsk

Umferðarhlið 012 (hvítt)

200x100cm 9.554 + vsk

Skiltakerra með sólarsellu og fjarstýringu 659.338 + vsk

Ljós f/2 rafhl. 2.382, f/1 1.586 + vsk

Blikkljós 2.382 + vsk

með segulstáli 7.163 + vsk

Led ljósabar með stjórnkerfi og

kösturum 127.094 + vsk

BændablaðiðSmáauglýsingar 56-30-300

DekkjainnflutningurViltu spara

Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði.Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur.

Vorum að fá sendingu af vörubíladekkjum, 22.5"Verðdæmi:Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr. 116.000 m/vskTraktorsdekk 380/70 R24 kr. 109.000 m/vskTraktorsdekk crossply 16,9-34 kr. 122.000 m/vskVerð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land.

Jason ehfHafnarstræti 88

Akureyri

Vinsamlegast hafið samband viðÁrmann Sverrisson 896-8462 - e-mail [email protected]

Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124

Viðskiptajöfnuður batnar en útflutningur landbúnaðarafurða dregst lítillega samanSamkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru fyrstu sjö mánuði ársin fluttar út vörur fyrir 349,6 milljarða króna en inn fyrir 321,5 milljarða króna fob (346,8 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 28,1 milljarði króna, reiknað á fob verðmæti, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 26,4 milljarða á gengi hvors árs¹. Vöruskipta jöfnuðurinn var því tæpum 1,8 milljörðum króna hag-stæðari en á sama tíma árið áður.

Þetta er þrátt fyrir minni verðmæti útflutnings milli ára, en fyrstu sjö

mánuði ársins 2013 var verðmæti vöruútflutnings 12,1 milljarði eða 3,3% minna á gengi hvors árs en á sama tíma árið áður.

Fram kemur að verðmæti útflutnings á landbúnaðarafurðum hefur dregist saman um 2% frá janúar til júlí, úr rúmum 6,2 milljörðum í rúman 6,1 milljarð. Eigi að síður var um 200 milljóna króna aukinn útflutningur landbúnaðarafurða í júlí 2013, miðað við 2012.

Iðnaðarvörur voru 52,6% alls útflutnings og var útflutningur þeirra 3,9% minni en á sama tíma árið áður.

Sjávarafurðir voru 43,6% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 1,4% minna en á sama tíma árið áður. Samdráttur í útflutningi á iðnaðarvörum og sjávarafurðum er að hluta til vegna verðlækkana á afurðaverði.

Fyrstu sjö mánuði ársins 2013 var verðmæti vöruinnflutnings 13,9 milljörðum, eða 4,1% minna á gengi hvors árs¹ en á sama tíma árið áður, aðallega vegna minni innflutnings á skipum og flugvélum. Einnig minnkaði innflutningur á eldsneyti en á móti kom aukinn innflutningur fjárfestingarvara.

Page 34: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

34 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Utan úr heimi

Belgíska landbúnaðarsýningin Libramont var haldin dagana 26.-29. júlí síðastliðinn, en hún er hefðbundin sumarsýning þar sem saman koma bæði sýnendur á landbúnaðartækjum og -tólum, söluaðilar á ýmsum smávörum og mat, en einnig bændur sem sýna búfénað sinn.

Aldrei áður hafa jafn margir sótt sýninguna heim en í ár nam gestafjöldinn 248.334 enda margt að sjá þar sem fjöldi sýnenda var um 700 auk þess sem að á búfjársýningunni voru sýndar hátt í fjögur þúsund skepnur. Á sýningunni í ár var rúmlega 30 manna hópur frá Íslandi í tengslum við fagferð í landbúnaði um Þýskaland, Holland og Belgíu, en nánar verður greint frá þeirri ferð síðar í Bændablaðinu.

Stöðugar sýningar

Libramont-sýningin er þekkt fyrir mikinn fjölbreytileika og eru meðal annars mörg sérstök sýningarsvæði þar sem hægt er að sjá kynningu á ýmsum tækjum og tólum. Aðal sýningarsvæðið var til dæmis bæði notað fyrir uppákomur, svo sem hestasýningar og leikrit en einnig sýningar á helstu nýjungum frá vélaframleiðendum.

Á öðru svæði voru kynningar á gröfum og jeppum en svo var stórt svæði tekið undir búfjársýningar. Þar kepptu bændur með gripi sína og öttu þar kappi bæði svína-, sauðfjár- og nautgripabændur. Mikill metnaður liggur að baki þátttöku á sýningu sem þessari og áhugavert var að sjá hve mikið bændurnir lögðu á sig til þess að gera grip sinn eins glæsilegan í útliti og mögulegt var. Þannig lögðu til dæmis sauðfjársýnendurnir mikið upp úr fótstöðu við dóm og ýttu sí og æ við hrútum sínum svo þeir stæðu nú rétt! Auk þess var einkar áhugavert að sjá keppnisklæðnað bændanna sem sýndu asna, en þar var greinilega öllu til skartað.

Mikið úrval tækja

Eins og fyrri ár var lögð mikil

áhersla á hestaíþróttir og margskonar tengdar vörur en auk þess vó þungt á sýningunni búnaður í tengslum við sjálfbærni í orkuframleiðslu í landbúnaði. Þá var stórt svæði tekið undir að sýna tæki sem nýtast skógarbændum.

Líkt og á öðrum sýningum var mikið úrval af hefðbundnum landbúnaðartækjum enda voru allir helstu framleiðendur dráttarvéla með vélar á sýningunni. Það sem vakti þó töluverða athygli Íslendinganna sem komu á þessa sýningu var hve óvenju

Áhersla á heimavinnslu

Þessi sýning er nokkuð óhefðbundin hvað snertir kynningar og sýningar á heimaunnum afurðum en bæði var eitt sýningarhúsið mikið til fyllt af kynningarbásum með matvörum frá smávinnslum, en einnig var töluvert um það að vélafyrirtæki væru með búnað fyrir þá sem vinna afurðir heima.

Snorri Sigurðsson

Libramont í Belgíu:

Skemmtileg og fjölbreytt landbúnaðarsýning

Sýningarsvæðið á Libramont í Belgíu var glæsilegt á að líta. Myndir / Snorri Sigurðsson

Belgian Blue naut, sannkallað vöðvafjall, fær rakstur í tilefni dagsins.

Mjaltatækjakerra fyrir kýr.

Suffolk-kindur ásamt fjárhirðum.

Hér er alvöru boli á ferð.

Skordýraeitur undir grunEftirlitsstofnunin EFSA er stofnun sem heyrir undir ESB og hefur eftirlit með matvæla-framleiðslu og heilbrigðis málum í sambandinu. Hún telur að efnið neonikotinoder, sem er að finna í skordýraeitri, valdi hinum uggvænlega býflugnadauða sem gengur nú yfir Evrópu.

ESB hefur nú hraðað ákvörðunum um að banna notkun á þessu efni í

löndum sambandsins, að sögn blaðs-ins Land Lantbruk & Skogsland. Ástæða þess hvernig þessum málum er komið er sú að vaxandi maísrækt í Evrópu hefur í för með sér aukna notkun varnarefna, sem innihalda áðurnefnt efni og fleiri varhugaverð. Þessi efni eru m.a. notuð í Svíþjóð.

Árið 2008 var eitrað fyrir 12.500 býflugnager í Þýskalandi við maís-ræktun.

Christian Anton Smedshaug er starfsmaður Agri Analyse, sem er stofnun á vegum landbúnaðarráðuneytisins í Noregi. Hann fjallar þar um alþjóðleg viðskipti með búvörur, einkum á vegum samtakanna WTO og OECD. Þá hefur hann gefið út bókina Getur landbúnaðurinn brauðfætt heiminn? (2012).

Um árabil giltu lög í Noregi sem kváðu á um það að á hverjum tíma skyldu vera til birgðir af matkorni í landinu sem næmu ársneyslu þjóðar-innar. Nokkur ár eru síðan þessi lög voru felld úr gildi.

Smedshaug segir að að baki þessa

liggi aukin óvissa í stöðu alþjóða-mála. Þegar Noregur lagði niður árs-birgðahald sitt á matkorni var eigin kornframleiðsla þjóðarinnar mun meiri en nú er raunin. Á þeim tíma var kornverð einnig lágt. Það réð þá ákvörðun stjórnvalda. Frá þeim tíma hefur staðan breyst, verð á korni hefur hækkað verulega og framboð þess er nú óstöðugra, einnig vegna breytinga á veðurfari.

„Já, hún er það í Noregi, en á hinn bóginn berst nú verulega meira af fiski á markaðinn vegna vaxandi fiskeldis. Fiskur hefur aftur ekki eins mikið geymsluþol og korn og getur ekki komið í stað kjöts eða mjólkurvara.“

„Við vitum það ekki á þessari stundu. Spurningin er hvort okkur tekst að lesa rétt í stöðuna nógu snemma eða látum taka okkur í bólinu. Í versta falli verður matar skortur og hungur í kjölfar þess.“

-

„Það er turn þar sem korn er geymt til lengri tíma.“

„Vegna þess að það er mikilvægt

fyrir hið opinbera að vita um birgða-stöðu þess á hverjum tíma. Auk þess þykir ekki hagkvæmt að einstakir bændur geymi korn sem er grunn-fæða fjölda fólks. Mikilvæg verkefni samfélagsins verða að vera í forsjá stjórnvalda til að tryggja öryggi ef upp kemur kreppa eða átök.“

„Heimurinn er á hverfanda hveli.

Áður fyrr, þegar þjóðin átti ársbirgðir af korni, var mikil kornframleiðsla í landinu. Verð á matvælum lækkaði á heimsmarkaði frá því í lok heims-styrjaldarinnar síðari að undanskildum nokkrum árum á áttunda áratugnum. Kornverð var afar lágt á þessum tíma. Stjórnvöld ákváðu þá að hætta þessu mikla birgðahaldi. Við þær aðstæður var þessi ákvörðun tekin. Þau töldu nýja tíma upprunna og það var út af fyrir sig rétt. En svo komu aðrir tímar og það sem var rétt árið 1990 var það ekki árið 2013.

Forsendurnar frá 1990 höfðu snúist 20 árum síðar. Heimaöflun korns hafði dregist saman, verðið var óstöðugt og á uppleið. Framboð korns á heims-markaði var þá afar breytilegt og stundum nærri skorti. Þá juku veður-farsbreytingar á óvissuna.“

„Við höfum ekki svar við því. Það getur verið að við verðum komin með kornbirgðir fyrir alla þjóðina áður en við þurfum á þeim að halda. Það sem skiptir máli er hins vegar það að við lesum í stöðuna og bregðumst við eftir bestu vitund.“

?„Ég sé fyrir mér að dreifa stórum

hluta af geymslunum á bændabýlin. Með því móti dreifist áhættan og kornræktin eflist.

Korn er sú afurð landbúnaðarins sem hefur fjölbreyttast notkunarsvið. Það nýtist beint til neyslu og óbeint sem kjarnfóður. Það endurnýjar sig sjálft í ræktun. Korn var víðast hvar forsenda þróunar mannlegs samfélags. Fyrstu menningarsamfélög mannsins á Jörðinni uxu upp kringum kornrækt á flatlendinu kringum árnar Efrat og Tígris í Mesópótamíu og síðar Níl í Egyptalandi. Kornið var þar uppistaða bæði í fæðu fólks og fóðri búfjárins.

Ég tel brýnt að aftur verði ráðist í að koma upp verulegum kornbirgð-um í Noregi,“ sagði Christian Anton Smedshaug.

Norðmenn hyggja að auknum kornbirgðum í landinu

Christian Anton Smedshaug

Page 35: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

35Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

„Bændur verða stöðugt að leita leiða til þess að bæta framleiðsluna og gera sér starfið auðveldara. Það gera þeir meðal annars með því að tala við aðra bændur og deila þekk-ingu sín á milli,“ sagði Åke Hantoft við forystumenn norrænna bænda á dögunum.

Åke er kúabóndi í Svíþjóð og stjórnarformaður hjá Arla Foods, eins stærsta matvælafyrirtækis í Norður-Evrópu, sem er í eigu um 8.000 bænda í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi. Hann hélt erindi á fundi norrænna bænda á dögunum um sjálfbærni í landbúnaði og stefnu Arla í þeim efnum. Åke sagði að bændur innan Arla, sem eru frá 6 löndum og eru um 20 þúsund talsins, væru stöðugt að leita að leiðum til þess að bæta sig og sína framleiðslu.

Neytendur kalla á aukna sjálfbærni

„Umhverfisstefna Arla gengur meðal annars út á sjálfbærni í framleiðslunni, að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda, fara vel með vatn og lágmarka orkunotkun auk þess að minnka sóun og úrgang frá landbúnaðinum. Neytendur eru kröfuharðir og þeir vilja að bændur standi sig í stykkinu, til dæmis varðandi dýravelferð, líffræðilega fjölbreytni og sjálfbærni í framleiðslunni.“ Åke sagði að það væri alltaf tækifæri hjá bændum til þess að bæta sig. „Bændur geta bætt notkun sinna aðfanga og

hagað framleiðsluferlum þannig að það gagnist umhverfinu. Með því skapast ýmis tækifæri, til dæmis að auka framleiðsluna, spara fjármuni, minnka umhverfisálag og bæta markaðsaðgang og samkeppnishæfni framleiðsluvörunnar.“

Lærum hver af öðrum

Til þess að vekja bændur til umhugsu-nar um sjálfbærni í framleiðslunni he-fur Arla hvatt þá til þess að halda litla fundi inni á kúabúunum þar sem um-ræðuefnin eru margvísleg. „Bændur

hafa meðal annars rætt saman um fóðrun, orkunotkun og aðferðir til þess að standa betur að búrekstrinum. Þeir skiptast á skoðunum og mark-miðið er að læra hver af öðrum,“ segir Åke. Í Bretlandi hafa verið haldnir 185 fundir síðastliðna mánuði og um 80 í Svíþjóð og Danmörku. „Fyrir Arla þýða betri framleiðsluhættir á kúabúunum bætt orðspor og meira traust markaðarins. Það skilar sér á endanum þegar við semjum um verðið við stórmarkaðina,“ segir Åke Hantoft, stjórnarformaður hjá Arla Foods. /TB

Norrænir bændur þinguðu í Danmörku:

Þjóðir gætu þurft að minnka útflutning á mat og sinna heimamarkaðnum beturNauðsyn þess að framleiða mat fyrir heimsbyggðina skapar tækifæri til vaxtar fyrir norrænan landbúnað og Norðurlöndin geta verið í forystu þeirra landa sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu búvara. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi bænda í Samtökum norrænna bænda (NBC) sem haldinn var í Danmörku dagana 28.-30. ágúst síðastliðinn. Þema fundarins var sjálfbærni og aukin framleiðni í landbúnaði. Eftir fundinn var send ályktun til norrænna landbúnaðar-ráðherra þar sem hvatt var til þess að ríkisstjórnir settu málefni landbúnaðar og matvælaiðnaðar á oddinn. Fulltrúar íslenskra bænda sátu fundinn ásamt fólki frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð.

Sú staðreynd að Matvælastofnun SÞ (FAO) telur að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 60% fram að árinu 2050 kallar á nýjar lausnir í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Til þess að ræða þessi mál var boðið til fundarins gestafyrirlesara frá framkvæmdastjórn ESB, dr. Leonard Mizzi. Hann hélt erindi þar sem hann velti upp þeirri spurningu hvernig alþjóðlegur landbúnaður gæti brugðist við aukinni eftirspurn eftir matvælum. Í máli hans kom fram að engin augljós lausn væri í sjónmáli en mikilvægt væri að þjóðir heims snéru bökum saman til að takast á við viðfangsefnið. Það væri ekki síður mikilvægt að neytendur tækju til sinna ráða og höguðu neyslu sinni með ábyrgari hætti en nú tíðkast. Nefndi Mizzi sóun á mat og einnig að heilsusamlegt val réði miklu um hvernig matur yrði framleiddur í

framtíðinni. Þá ræddi hann um landakaup stórþjóða og samkeppni um land sem nú þegar bæri töluvert á. Nefndi hann dæmi um kaup Kínverja á landi í Afríku og víðar. Eftirspurn eftir ræktunarlandi ásamt vatnsskorti víða um heim væru flókin viðfangsefni sem þyrfti að leysa. Athyglisvert var að Mizzi velti því

upp að ef til vill þyrftu þjóðir í hinum vestræna heimi að endurskipuleggja sína landbúnaðarstefnu á komandi árum. Þær gætu þurft að minnka áherslu á útflutning á mat og sinna heimamarkaðnum betur.

Ólíkar áherslur

Í erindum fulltrúa bænda frá Norðurlöndunum og í umræðum á

eftir kom ýmislegt fram sem telja má jákvætt fyrir norrænan landbúnað. Johan Aaberg frá Finnlandi benti á það að víðast á Norðurlöndum væri til nóg af hreinu vatni. Endurnýjanlega orku væri víða að finna og ör tækniþróun gerði það að verkum að norrænu þjóðirnar gætu átt samkeppnisforskot á önnur lönd. Það væri þó veikleiki að eftir því sem norðar drægi treystu bændur um of á innflutt próteinfóður.

Kari Redse Håskjold frá Norsk landbrukssamvirke ræddi um mikil-vægi stefnu í landbúnaði og hver markmið matvælaframleiðslunnar ættu að vera. Nefndi hún að þar hefðu Norðmenn lagt áherslu á fjöl-skyldubú og að framleiða eins mikið og hægt er fyrir innanlandsmarkað.

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ, hélt erindi fyrir hönd Íslands en þar rakti hún meðal annars þá möguleika sem íslenskur land-búnaður hefði með sínu hreina vatni, nægu landrými og aðgangi að endurnýjanlegri orku. Þá gerði hún að umtalsefni gæðastjórnun í búvöruframleiðslu, uppgræðslu lands og þau verðmæti sem felast í bættri þekkingu bænda og annarra sem starfa við matvælaframleiðslu.

Ólíkar áherslur Norðurlandanna voru þó greinilegar þegar fulltrúi Dana tók til máls, Søren Gade, framkvæmdastjóri Landbrug og fødevarer. Honum var tíðrætt um þau tækifæri sem fælust í því að flytja búvörur út til landa eins og

Kína og Indlands þar sem mikill vöxtur væri fyrirsjáanlegur. Þessi boðskapur rímar ágætlega við það sem Danir hafa lagt áherslu á undan-farin ár en það er meðal annars að greiða fyrir viðskiptum með búvörur og framleiða mikið magn fyrir stærri markaði en innanlandsmarkað.

Efnahagslegur stöðugleiki og

skilningur stjórnvalda

Að fundi loknum var eins og áður sagði send út áskorun til ráðamanna á Norðurlöndum. Þar var meðal annars hvatt til þess að efla land-búnað og leggja áherslu á lausnir sem draga úr umhverfisáhrifum og efla skilvirkni í gegnum alla fæðu-keðjuna. Bændur í þessum löndum ættu mikil tækifæri ef stefnan væri skýr og stöðugleiki fyrir hendi í efnahagsumhverfinu. Það væri því afar mikilvægt að stjórnmálamenn sköpuðu þær aðstæður að það væri eftirsóknarvert fyrir fjárfesta að koma að landbúnaði og nýjum lausnum í orkumálum. Noregur leiðir starfið næstu tvö ár

Í lok NBC-fundarins lét Martin Merrild, formaður Landbrug og fødevarer, af störfum sem for-seti NBC en við keflinu tók Nils T. Björke sem er formaður Norsk bondelag. Noregur mun fara með for-mennsku í samtökunum næstu tvö árin. /TB

Maltverjinn dr. Leonard Mizzi.

Fulltrúar norrænna bænda. Martti Asunta, forseti samvinnufélagsins Pellervo í Finnlandi, Nils T. Björke, formaður Norges bondelag, Helena Jonsson, for-maður sænsku bændasamtakanna LRF, Martin Merrild, formaður Landbrug og fødevarer, Juha Marttila, formaður MTK í Finnlandi, og Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, gat því miður ekki sótt fundinn þar sem hann var heima við smalamennsku vegna óveðursspár.

Stjórnarformaður Arla:

„Allir bændur geta bætt sig“– kúabændur sem leggja inn hjá Arla halda fundi inni á búunum

Åke Hantoft, stjórnarformaður Arla, segir að aukin sjálfbærni í mjólkur-framleiðslu og meiri þekking bænda skili sér í bættu orðspori og auknu trausti á vörunni. Mynd / TB

Húsgagnagerð úr skógarefni Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og Ólafur G. E. Sæmundsen skógtæknir

Jólatrjáaræktun Böðvar Guðmundsson áætlunarfulltrúi Suðurlandsskóga og Hallur Björgvins-son svæðisstjóri Suðurlandsskóga

Grunnur að blómaskreytingum Brynja Bárðardóttir brautarstjóri blómaskreytingarbrautar LbhÍ

Mengun - Vatnsmengun Cornelis Aart Meijles umhverfisverkfræðingur í Hollandi

Á stubbnum Ýmsir sérfræðingar

Tálgunarnámskeið - ferskar viðarnytjar Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins

Aðventuskreytingar Brynja Bárðardóttir brautarstjóri blómaskreytingarbrautar LbhÍ

Endurmenntun LbhÍ Kynbótakerfið í hrossarækt Í samstarfi við Fagráð í hrossarækt Ýmsir sérfræðingar

Sveppir og sveppatínsla Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor við LbhÍ

Mengun - meðhöndlun úrgangs Cornelis Aart Meijles umhverfisverkfræðingur í Hollandi

Trjáfellingar og grisjun Í samstarfi við Skjólskóga, Skógræktina og Héraðs og Austurlandsskóga Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur við LbhÍ

Lífrænn landbúnaður Ragnhildur Helga Jónsdóttir umhverfis-fræðingur og kennari við LbhÍ

Ostagerð - heimavinnsla afurða Í samstarfi við IÐAN fræðslusetur Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur

Torf og grjóthleðsla Guðjón Kristinsson torf og grjót-hleðslumeistari og kennari LbhÍ

Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid

Skráning fer fram á [email protected] eða í síma 433 5000

Við erum líka á Facebook - facebook.com/namskeid

Page 36: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

36 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Vinnslu kynbótamats í sauðfjárrækt lauk nú í byrjun ágúst. Sú breyting var gerð á vinnslunni frá fyrri árum, að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi byggt á gögnum frá vorinu 2013. Tekin voru með öll gögn frá bændum sem höfðu skilað inn vorgögnum í byrjun ágúst. Af þeim sökum var beðið með að senda út haustbækur svo nýjustu ætternisupplýsingar um kynbótamat lambanna kæmu fram í bókunum.

Vonandi eru flestir sauðfjár bændur búnir að fá bækur í hendur núna en vegna tafa í prentsmiðju dróst að senda bækurnar út þar til í lok ágúst. RML biðst velvirðingar á þeim töfum sem urðu og mun kappkosta að slíkt endurtaki sig ekki að ári.

Almennt um kynbótamat

Kynbótamatið er unnið annars vegar fyrir afurðaeiginleika ánna (frjósemi og mjólkurlagni) og kjötgæða-eiginleika (fitu og gerð) hins vegar. Á grunni þessa kynbótamats er reiknað ætternismat fyrir öll lömb sem birtist í haustbókunum. Við val ásetningslamba geta þessar upplýsingar komið að góðum notum. Í hverri fjárbók er reiknað meðal ætternismat hvers eiginleika hjá hjörðinni og prentað neðst á hverja blaðsíðu. Gripir sem hafa hærra ætternismat en meðaltal bókarinnar eru þannig vænlegri til kynbóta en þeir sem hafa ætternismat lægra en meðaltalið. Það er svo hvers og eins bónda að meta hvaða áherslur hann vill leggja á einstaka eiginleika á sínu búi.

Kynbótamat sæðingastöðvahrúta

Í meðfylgjandi töflu er að finna kynbótamat þeirra sæðingastöðva-hrúta sem voru í notkun síðasta vetur og eiga lömb í tuga og hundraða tali um allt land nú í haust. Heildar einkunn er reiknuð með sama hætti hér og í hrútaskrá síðasta árs, þ.e. jafnt vægi á kynbótamat fyrir kjötgæði, frjósemi og mjólkurlagni.

Almennt tekur kynbótamat sæðingastöðvahrúta talsverðum breytingum eftir eitt ár í notkun á sæðingastöð enda yfirleitt gríðarlega mikið magn nýrra upplýsinga sem bætist við eftir fyrsta ár í notkun. Á heimasíðu RML má finna ítarlega samantekt um kynbótamatið þar sem gefin er lýsing á hverjum hrút fyrir sig og það því ekki rakið nánar hér í þessari grein. Bændur eru hvattir til að kynna sér þessar upplýsingar og þá sérstaklega hvort miklar breytingar hafi orðið á kynbótamati þeirra hrúta sem þeir notuðu síðasta vetur.

Vinnsla kynbótamatsá komandi hausti

Á aðalfundi LS fyrr á þessu ári var samþykkt ályktun þess efnis að bændur ættu möguleika á að fá uppreiknað kynbótamat fyrir fengitíð ef haustgögnum yrði skilað tímanlega. RML ætlar að framkvæma aukakeyrslu á kynbótamati um mánaðamótin nóvember/desember til að koma til móts við þessa beiðni. Þeir sem skila bókum inn til skráningar verða þá að skila þeim fyrir 15. nóvember. Líkt og með vorbækur verður veittur 25% afsláttur af skráningargjöldum á bókum sem koma fyrir þennan tíma en þeir sem eru í netskilum hafa frest til 30. nóvember svo að tryggt sé að gögnin nái inn í útreikning kynbótamats. Rétt er að ítreka að dagsetningar þessar hafa ekkert með þátttöku í gæðastýringu að gera en einhvers misskilnings gætti með það hjá skýrsluhöldurum fyrr í sumar varðandi skil vorgagna.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Kynbótamat í sauðfjárrækt

Hyrndir hrútar:Nafn Númer Fita Gerð Kjötgæði Mjólkurlagni Frjósemi HeildPúki 06-807 121 106 115 106 113 111Stáli 06-831 136 115 128 108 103 113Grábotni 06-833 123 125 124 110 113 116Prófastur 06-864 119 107 114 107 105 109Jökull 07-844 120 129 124 98 102 108Blakkur 07-865 119 114 117 110 109 112Kvistur 07-866 117 117 117 102 106 108Snær 07-867 137 111 127 108 99 111Knapi 07-868 147 116 135 105 114 118Borði 08-838 115 134 123 105 92 107Kjarkur 08-840 121 110 117 116 112 115Guffi 08-869 124 120 122 103 110 112Hergill 08-870 110 132 119 101 101 107Þróttur 08-871 121 130 125 100 103 109Þristur 08-872 118 104 112 105 116 111Tenór 08-873 140 109 128 103 116 116Seiður 09-874 131 110 123 101 99 108Ás 09-877 119 129 123 107 96 109Bassi 09-878 120 128 123 95 113 110Gaur 09-879 130 120 126 118 107 117Gumi 09-880 117 100 110 118 118 115Rafall 09-881 115 117 116 105 108 110Snævar 10-875 115 113 114 105 100 106Stakkur 10-883 144 115 132 111 107 117Grámann 10-884 121 121 121 111 104 112Soffi 10-885 117 112 115 105 94 105Birkir 10-893 124 134 128 110 93 110Drífandi 11-895 105 125 113 103 115 110Prúður 11-896 110 135 120 103 112 112

Kollóttir hrútar:Nafn Númer Fita Gerð Kjötgæði Mjólkurlagni Frjósemi HeildSteri 07-855 103 125 112 114 100 109Brjánn 08-856 119 111 116 96 108 107Forði 08-858 130 100 118 105 114 112Ljúfur 08-859 130 100 118 110 107 112Sigurfari 09-860 116 114 115 101 106 107Dalur 09-861 142 95 123 110 106 113Höttur 09-887 110 127 117 101 111 110Glæsir 09-888 126 121 124 111 104 113Strengur 09-891 121 114 118 117 101 112Dolli 09-892 138 99 122 113 135 123Svali 10-862 121 122 121 104 114 113Baugur 10-889 137 114 128 105 98 110Kroppur 10-890 111 136 121 104 100 108

Kynbótamat sæðingastöðvahrúta 2013

Út er kominn geisladiskurinn Fögur er jörðin, þar sem Óskar Guðnason hefur tekist það verk á hendur að semja lög við ljóð skáldkonunnar Kristínar Jónsdóttur frá Hlíð í Lóni.

Seinni hluta árs 2009 gaf Félag ljóðaunnenda á Austurlandi út ljóðabókina Bréf til næturinnar, sem var fyrsta heildarútgáfa með ljóðum Kristínar. Sú bók hefur notið óvenjumikilla vinsælda af ljóðabók að vera og hlaut hún einnig lofsamlega gagnrýni.

Lagahöfundurinn Óskar er frá Höfn í Hornafirði og dvaldi ungur í sveit í Lóninu.

Eftir að hafa lesið um útgáfu bókar Kristínar og síðar bókina

sjálfa hóf hann að semja lög við ljóðin og er

afraksturinn fimmtán laga platan Fögur er jörðin. Mikið einvalalið kemur að gerð plötunnar ásamt Óskari og má þar nefna að stórsöngkonan Ragnheiður Gröndal syngur á plötunni, sem og leik- og söngkonan þekkta Arnbjörg Hlíf Valsdóttir.

Diskinn má fá í ýmsum plötubúðum en einnig má kaupa hann beint hjá

Óskari á netfanginu [email protected] eða í síma 663 8603.

Fögur er jörðin

f di r,

eð ur af ún

frá gur

áfu sjálfa hóf hann

afraklagaereinvgerÓskgg

aðRasysesöAV

ý

Óoskargold@hotm

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna

í nautgriparæktBændasamtök Íslands auglýsa hér með eftir umsóknum um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt samkvæmt verklagsreglum Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár til rannsókna og þróunarverkefna í naut-griparækt, sbr. augl. nr. 316/2012.Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:

Tímaáætlun verkefnisins Fjárhagsáætlun verkefnisins. Hvernig verkefnið nýtist nautgriparæktinni. Hvar og hvernig niðurstöður verða kynntar Nánari upplýsingar veitir Guðný Helga Björnsdóttir, for-maður fagráðs í nautgriparækt. [email protected] Umsóknum skal skilað fyrir 1. október nk. til Bændasam-taka Íslands, Bændahöllinni v/ Hagatorg, 107 Reykjavík, merktum: Umsókn um þróunarfé)

Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík

Page 37: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

37Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Bækur

Hlýir og fallegir vettlingar fyrir veturinn

Vestfirska forlagið:

Við skorum glæpa-sögurnar á hólm!

Vettlingar frá Vorsabæ er aðgengileg bók sem geymir yfir 50 fjölbreyttar vettlingaupp-skriftir eftir mæðgurnar Emelíu Kristbjörnsdóttur og Valgerði Jónsdóttur.

Í bókinni eru upp-skriftir að b e l g v e t t -l i n g u m , f i n g r a -vettlingum, reiðvett-lingum og þversum prjónuð-

um vettlingum, og bæði er lýst hefðbundnum aðferðum og ýmsum tilbrigðum þegar kemur að þumli, stroffi og úrtöku. Víða eru fleiri en ein útfærsla á hverri uppskrift, auk þess sem gefinn er fjöldi ábendinga um hvernig megi útfæra vettlingana eftir smekk þess sem prjónar. Flestar uppskriftirnar í bókinni eru fyrir lopa og léttlopa en einnig má þar finna vettlinga sem prjónaðir eru úr kambgarni og ullargarni. Suma vettlingana hafa mæðgurnar prjónað á ættingja og vini á öllum aldri áratugum saman en aðrir eru glæný hönnun.

Báðar miðla mæðgurnar af mikilli reynslu þegar kemur að prjónaskap: Emelía er húsmóðir í sveit og hefur verið síprjónandi í 70 ár og Valgerður er textílkennari með áratuga reynslu af kennslu í grunn- og framhalds-

skólum. Í Vettlingum frá Vorsabæ finna bæði byrjendur og þaul vant prjónafólk eitthvað við sitt hæfi og einföldustu uppskriftirnar er upp-lagt að nota til kennslu í skólum.

Greinargóðar leiðbeiningar eru gefnar um helstu kúnstirnar á bak við vettlingaprjón auk þess sem skýrar og skemmtilegar ljósmyndir fylgja öllum uppskriftunum.

Markmiðið með bókinni er að kveikja prjónaáhuga og hvetja fólk til að prjóna og hanna sína eigin vett-linga.

Bókin er 64 bls., gormbundin.

ISBN: 978-9935-9099-7-8Nánari upplýsingar eru veittar

hjá Bókaútgáfunni Sæmundi og aðal höfundi bókarinnar, Valgerði Jónsdóttur, í síma 692 9047.

Akralind 4 201 Kópavogur Sími 544 4656 Fax 544 4657

STEINSAGIR, KJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR. , J ,

DM 230

K750

K2500

K3600K3600

FS 400

Steinsagablöð og kjarnaborar

K750sögunardýpt 12,5 cm

K3600sögunardýpt 26 cm.

HP 40bensín glussadæla

DM 230

FS 400

Steinsagarblöð og kjarnaborar

www.mhg.is

K2500 sögunardýpt 14,5 cm

Husqvarna Construction Products

É

Husqvarna Construction Products

STEINSAGIR, KJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR

STEINSAGIR, KJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR. , J ,

DM 230

K750

K2500

K3600K3600

FS 400

Steinsagablöð og kjarnaborar

K750sögunardýpt 12,5 cm

K3600sögunardýpt 26 cm.

HP 40bensín glussadæla

DM 230

FS 400

Steinsagarblöð og kjarnaborar

K2500 sögunardýpt 14,5 cm

k760

Jónsdóttur. Í

eruskrb el if ivereliþp

um vettlin

Þó að glæpasögur séu margar góðar sem slíkar er hæpið að láta þær verða aðallesmál þjóðarinnar. Það er svipað og með melrakkann. Hann var fyrir í landinu þegar mannskepnan kom og á sinn þegnrétt. En rebbi má ekki vaxa okkur yfir höfuð. Þá er voðinn vís.

Í vestfirskum sagnaarfi er bæði spenna og dramatík, að ekki sé nú talað um húmorinn. Fólk hugsar oft ekki út í þetta. Það talar um þjóðlegan f róðleik með nei-kvæðum teiknum o g j a f n v e l l í t i l s -virðingu. V i l l frekar lesa einhverjar spennusögur sem kallaðar eru. En það er ekki síður spenna í því sem gerðist í raun og veru, eða átti að hafa gerst og stundum miklu meiri.

Fyrsta framlag Vestfirska forlagsins í glæpasögubardaganum er Hornstrandir og Jökulfirðir, 2. bók. Hún er bæði spennandi og skemmtileg og það sem meira er: Skilur heilmikið eftir til umhugsunar fyrir lesandann. En glæpasögurnar gleypa menn bara í sig með húð og hári og búið á punktinum!

Glæpa- og spennusögum er hampað í fjömiðlum árið út og árið inn. Það er auðvitað bara ágætt finnst sjálfsagt mörgum. En væri ekki gott að hafa svolítið meira af öðru efni í bland? Mætti ekki vera meira jafnvægi í þeirri umfjöllun?

Glæpasögubardaginn er hafinn!

Vestfirska forlagið

n.ar í

ð m nk

Page 38: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

38 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Ríksstjórnin nýja var augljóslega ekki tilbúin með aðgerðir eða lausnir á skuldavanda heimilanna, þegar hún tók við og hefur nú skipað nefnd til þess að leita að tillögum að slíkum. Það þarf auðvitað mjög að leiðrétta hag þeirra tugþúsunda Íslendinga, sem hafa og sem enn þjást vegna byrða verðtryggingarinnar og því má ekkert hik verða í því að fara í hraðvirkar aðgerðir til hjálpar. Mig grunar samt, að a.m.k forsætisráðherra þekki lausnina, en þyki nauðsynlegt af einhverjum pólitískum ástæðum að fara þessa leið.

Afnám verðtryggingarinnar staðfest

Það er með öllum ólíkindum, svo vægt sé til orða kveðið, að ekki einu sinni ríkisstjórnir Íslands hafi farið eftir lögum landsins eins og t.d. um ólögmæti gjaldeyris-tengdra lána, sem svo hafa verðið dæmd í Hæstarétti Íslands. Nú á ég t.a.m. við lög nr. 108/2007, sem tóku gildi hinn 1. nóvember, 2007, þegar MiFID (Markets in Financial Instruments Directive) tilskipun Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins ESB/EES, m.a. um afleiður vegna venjulegra neyt-endalána, var samþykkt á Alþingi. Þetta er þrátt fyrir það, að kunn-áttufólk á borð við hina elskulegu dr. Maríu Elviru Pinedo PhD, sér-fræðing í Evrópurétti og prófessor við Háskóla Íslands, telji augljóst og auðvitað, að ákvæðið sé í fullu gildi hér. Hún sagði mér síðast frá því í nýlegu samtali, að dómar hafi þegar fallið á Spáni byggðum á sömu ákvæðum og að þar með væru komin dómafordæmi fyrir þeim innan svæð-isins Í þessum lögum felst m.a. bann við sölu á flóknum fjármálaafurðum til almennings eins og afleiðum, en þær eru fjármálagerningar, þar sem ýmislegt utanaðkomandi getur haft áhrif á verðgildi þeirra eins t.d. verð á appelsínum á Florida o.s.frv. eða þá gengi eða vísitölur og enginn veit því hvað verðgildi gjörningsins er fyrr en upp er staðið. Það er eins í tilfelli vísitölutengdra eða verð-tryggðra húsnæðislána, þegar ekki einu sinni er vitað hver greiðsla næsta mánaðar verður eins og allir þekkja. Því virðist þurfa að setja á sérstök lög, sem endurstaðfesta lögin frá 2007 um afnám afleiðutengingar á húsnæðis, neyslu og námslánum almennings, enda skemmdarvargur og ekki verður heldur hægt að ráða við verðbólguna á meðan þetta er í gildi og allt sjálfvirkt.

Lausnin og leiðréttingin

Það er einlæg von mín, að ríkisstjórn-in beri gæfu til þess að fara leið magn-bundinnar íhlutunar (Quantitative easing), sem hefur áður verið kynnt, með stofnun leiðréttingarsjóðs innan Seðlabanka Íslands, enda er það lang-

fljótvirkasta og ódýrasta aðferðin og eina færa leiðin, sem ég hef séð yfir-höfuð. Til að mynda munu óútfærðar og fyrir mig kolrangar hugmyndir um að hjálpa skuldugum heimilum með einhverjum skattaívilnunum ekki duga, enda tæki það langan tíma fyrir lágtekjufólk að það gengi upp, ekki hvað síst á meðan að verðtrygg-ingin er í gildi eins og viðkomandi

hugmyndasmiðir vilja og aðferðin mun svo einnig lenda á ríkissjóði, sem magnbundin íhlutun gerir alls ekki. Og hvað með það fólk, sem er á götunni? Á ekki að hjálpa því líka? Þetta hvoru tveggja hljóta allir að sjá og skilja þ.a.m. ráðgjafanefndin. Eða hvert er markmiðið með aðgerðunum yfir höfuð?

Upphafspunktur leiðréttingarninnar

Það hlýtur að vera og annað órök-rænt, að leiðréttingin miðist við frá og með 01.11.2007, enda eru öll vís-tölubundin lán ólögleg frá þeim tíma eins og áður sagði. Nýju lánin, sem seðlabankinn gæfi út, yrðu þá færð niður í nýjan höfuðstól eða eins og lánin hefðu verið án verðtryggingar-innar hinn 1.11.2007 eða síðar og lánastofnunum gert að endurgreiða ólöglegu ofgreiðsluna þeim, sem gerðu upp lán sín eftir þann dag til þess að gæta heiðarlegs jafnræðis, en það mætti einnig hugsa sér að leið-réttingarsjóðurinn beri þá byrði og kæmist þá seinna í jafnvægi, sem því næmi. Miðað við þessa dagsetningu þá yrði lækkun núverandi lána e.t.v. um 50% og fer það eftir því hvenær leiðréttingin fer fram og svo hlutfalls-lega lægri fyrir yngri lán.

Samhliða aðgerðir

Samhliða þessu fara þarf í aðrar mjög mikilvægar aðgerðir eins og að koma á nýjum íslenskum gjaldmiðli, ríkisdalnum, enda er hann lykillinn að því að hægt sé með einhverju viti að taka á vogunarsjóðunum og ná stórfé bæði í krónum og gjaldeyri til ríkissjóðs. Því er afar brýnt að hafna öllum smáauratilboðum upp á eitt hundrað og eitthvað milljarða eða svo frá nýjum hrægömmum í eignir föllnu bankanna. Mikið er þar í húfi. Aflandskrónurnar eru á bilinu 800-1.200 milljarðar fyrir utan um þrjú þúsund milljarða í erlendum gjaldeyri, en með réttum aðferðum mætti ná þessu fé að langstærstum hluta til íslenska ríkisins. Eru menn orðnir galnir eina ferðina enn?

Það liggur á

Fólk er eðlilega afar óþreyjufullt. Það má alls ekki gleyma öllum hörmungunum, þegar þúsundir fjölskyldna hafa verið bornar út á Guð og gaddinn og tugir þúsunda manns hafa þjást og þjást enn. Það er alveg óþolandi að þetta sé svona, þegar það þarf ekki að vera svona og auðvitað á að stoppa þegar í stað öll uppboð hjá sýslumönnum, enda eru aðgerðir á leiðinni. Með því af ráðvísi og drengskap að hjálpa fólki eiginlega án nokkurs tilkostnaðar, fólki sem getur hreinlega ekki staðið við lán sín, er verið að koma því aftur til lífs, sem aukreitis hefði svo mjög jákvæð áhrif á hagkerfið ef að út í það er farið.

Ríkisstjórnin var kosin til þess að leiðrétta hagi þessa fólks og hefur ekki bara fullt umboð til þess að grípa til aðgerða, heldur er þess eðlilega beinlínis krafist af henni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ef stjórnin klárar þetta fljótt og vel mun hún uppskera gleði, þakklæti og virðingu allra. Ef ekki, þá má Guð einn vita hvað skeður. Og eins og ég hef áður sagt, þá er stutt þar á milli.

Þar fyrir utan, en líka mikilvægt

Auk þess legg ég til að kvótakerfið verði aflagt í núverandi mynd og nýtt og frjálst veiðidagakerfi komi í staðinn og skapa aftur hundruðum eða þúsundum manns vinnu um allt land. Það er eitt af mikilvægum heiðarlegum skynsemdar- og hagvaxtaraukandi aðgerðum, sem verður að grípa til. Það er ekki hægt að vaða sífellt áfram í villunni. 30 ára misheppnaðri tilraunastarfsemi verður að létta. Albert Einstein skilgreindi einu sinni geðveiki, sem það að gera það sama aftur og aftur og búast alltaf við nýjum niðurstöðum.

Kjartan Örn KjartanssonHöfundur er fyrrverandi forstjóri. Blogg: framavid.com

Lesendabás

Leiðréttingin – það skiptir miklu frá hvaða tíma

Það er alveg óþolandi að þetta sé svona,

þegar það þarf ekki að vera svona...

Kjartan Örn Kjartansson

Ákveðið er að boða til ráðstefnu um tækifæri og ógnanir í fiskeldi við strendur Íslands. Ráðstefnan fer fram í Félagsheimili Patreksfjarðar dagana 3. og 4. október nk.

Það er þekkt að á Vestfjörðum eru mikil tækifæri á fiskeldi í sjó.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur ákveðið í samvinnu við Fiskeldisklasa Vestfjarða að efna til ráðstefnunnar.

Það er von okkar sem stöndum að þessari ráðstefnu að hún verði til að efla samstarf stjórnsýslu, rannsóknastofnana og fyrirtækja, svo að þróun fiskeldis geti orðið farsæl hér, eins og hjá nágranna-þjóðum okkar.

Margir þekktir fyrirlesarar munu sækja okkur heim og má nefna Per Gunnar Kvenseth sem hefur víðtæka reynslu af rannsóknum og ráðgjafastörfum innan Norsks fiskeldis. Per Gunnar er yfirmaður heilbrigðismála hjá fyrir tækinu Villa Organic, sem framleiðir vottaðan lax, bæði í Suður Noregi og í Austur Finnmörku.

Þá verður einnig Cyr Couturier sem starfar sem sérfræðingur við sjávarútvegsstofnun við háskólann í St. Johns, Memorial University. Cyr Couturier hefur jafnframt unnið náið með samtökum fiskeldismanna í Nýfundnalandi sem og innan fiskeldis og skelræktar þar sem hann hefur m.a. verið formaður þeirra samtaka.

Fjöldi Íslendinga munu flytja fyrirlestra á ráðstefn-unni og má í því sambandi nefna Héðin Valdimarsson og Hafstein Guðfinnsson frá Hafrannsóknastofnun, Helga Jensson frá Umhverfisstofnun,

Gunnar Eydal frá Teiknistofunni Eik, Jón Örn Pálsson og Jónatan Þórðarson frá Fjarðalax og Shiran Þórisson, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

Stjórnandi og ráðstefnustjóri verður Þorgeir Pálsson

Ætlunin er að gefa aðilum kost á, þ.e. þeim sem þjónusta fiskeldis-fyrirtæki, að kynna starfssemi sína á ráðstefnunni í sérstökum sýn-ingarsal.

Ráðstefnan er öllum opin en staðfesta þarf þátttöku í síðasta lagi fyrir fimmtudaginn 19. september nk. í síma 456 5006 eða á netfangið http://westfjordsadventures.com sem veitir jafnframt allar upp-lýsingar um gistiaðstöðu og annan kostnað samfara ráðstefnunni.

Magnús Ólafs Hanssonverkefnastjóri Atvest

Fiskeldi í köldum strandsjó Íslands

Magnús Ólafs Hansson

Smáauglýsingar

56-30-300

Hafa áhrifum land allt!

BændablaðiðSmáauglýsingar 56-30-300

Styrkir til jarðræktar og

hreinsunar affallsskurða

Bændasamtök Íslands auglýsa eftir umsóknum um styrki til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða samkvæmt reglum nr. 707/2013. Reglurnar eru aðgengilegar á www.bondi.is.

Styrkhæf er ræktun grass, korntegunda til dýrafóðurs og manneldis, ræktunar olíujurta, þar með talin til lífdíselolíu-framleiðslu enda sé hratið nýtt til fóðurs, ræktun grænfóðurs til beitar og uppskeru á því ári sem uppskorið er. Upp-skera er kvöð, sjá nánar í reglum. Samkvæmt ákvæði til bráðabrigða er uppskera ekki kvöð þegar um er að ræða endurræktun vegna kals vorið 2013.

Einnig eru veittir styrkir til hreinsunar stórra affallsskurða sem taka við vatni af stóru vatnasvæði.

Umsóknarfrestur er til 10. september n.k. Sótt er um á

sem nálgast má á sömu heimasíðu.

Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík

Page 39: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

39Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Kaffihúsið Uglan í gamla barnaskólanum að Skógum í Fnjóskadal:

Útlendingar hrifnir af heimabökuðu og þjóðlegu brauðiKaffihúsið Uglan var starfrækt í gamla barnaskólanum að Skógum í Fnjóskadal í sumar. Markmiðið var að bjóða góðar veitingar, heimabakað brauð og tertur á sanngjörnu verði. Einkunnarorðin voru norðlenskt og heimafengið og féll það gestum Uglunnar greinilega vel í geð, því fjölmargir stöldruðu við og áttu góða stund yfir veitingum auk þess sem gestum gafst kostur á að skoða listsýningar fyrir eða eftir að veitinga var notið.

„Við höfum reynt að skapa hér einstaka sambúð menningar og list-sýninga þar sem áður var svefnsalur nemenda skólans, þar eru líka bækur til að glugga í og eða til að kaupa á vægu verði,“ sagði Agnes Þórunn Guðbergsdóttir þegar blaðamaður Bændablaðsins heimsótti hana í sumar en hún hefur séð um rekstur á Kaffihúsinu Uglunni.

Gestafjöldinn eykst jafnt og þétt

„Það hefur gengið vel í sumar, gestafjöldinn hefur aukist jafnt og þétt eftir því sem liðið hefur á sumarið og við erum bara mjög ánægð,“ segir Agnes Þórunn. Hún segir að íbúar í Fnjóskadal og nærsveitum séu duglegir að heimsækja kaffihúsið, fjöldi sumarhúsa er á þessum slóðum, orlofsbyggðin að Illugastöðum er á næsta leyti og þá leggur á hverju sumri fjöldi gesta leið sína í Vaglaskóg. Akureyringar fara gjarnan í bíltúra yfir heiðina og eins segir hún að það sama gildi um íbúa í Mývatnssveit og Húsavík, sem hafa verið duglegir að fá sér kaffisopa á Uglunni í sumar. „Þannig að það er margt fólk á ferðinni hér um slóðir og margir koma við hjá okkur,“ segir hún.

Heimilislegt andrúmsloft

Skilti sem komið hefur verið fyrir við Þjóðveg 1 skammt norðan við Skóga hefur líka laðað fjölda útlendinga sem um hann fara. „Það hefur fjöldi erlendra ferðamanna komið við hjá okkur í sumar, þeir leggja örlitla lykkju á leið sína og ég heyri ekki annað en þeim líki vel í afslöppuðu og heimilislegu andrúmslofi sem hér hefur skapast,“ segir Agnes Þórunn. „Útlendingar eru mjög hrifnir af því að smakka á heimabökuðu og þjóðlegu brauði og kökum.“ Nefna má að í boði er

silungur frá Svartárkoti í Bárðardal, norðlenskt hangikjöt og gestir geta dreypt á jurtatei úr jurtum sem tíndar eru í Vaðlaheiði.

Hún bætir við að lausaumferð, t.d. fólks af höfuðborgarsvæðinu, sé meiri í sumar en var í fyrrasumar.

Þar spili veðurfar einkum inn í, þegar veðrið sé leiðinlegt syðra leggi fleiri land undir fót í leit að sólskini og blíðu. „Svo er þeim alltaf að fjölga sem hafa frétt af staðnum og koma sjálfir í heimsókn til okkar vegna þess, það er ánægjulegt.“

Agnes þakkar fyrir viðskiptin á fésbókarsíðu Uglunnar og segir:

„Nú er spennandi sumri lokið og Uglan búin að pakka saman og loka. Ég þakka öllum kærlega fyrir er sóttu staðinn heim í sumar og eða studdu við bakið á Uglunni

á Fésbókinni. Þá vil ég ekki siður þakka því frábæra fólki sem vann á Uglunni í sumar, en það hefði ekki verið hægt að fá betra fólk til starfa. Óska ykkur öllum góðrar framtíðar og við erum öll reynslunni ríkari.“ /MÞÞ

Kaffihúsið Uglan er í Gamla barnaskólanum að Skógum í Fnjóskadal þar sem gamli Vaðlaheiðarvegurinn kemur niður, rétt ofan við gömlu brúna yfir í Vaglaskóg.

Í húsnæði Gamla barna-skólans er nú setur um sögu hans en þar hafði ekki aðeins barnaskóli s v e i t a r i n n a r aðsetur frá árinu 1 9 1 6 – 1 9 7 2 , þar var einnig lengi símstöð s v e i t a r i n n a r , póstafgreiðsla , ferju staður áður en gamla bogabrúin var byggð yfir Fnjóská, áningar-staður, þingstaður, samkomustaður og fundarstaður allt fram á þennan dag.

Þröngt um nemendur

Hálshreppur keypti jörðina Skóga árið

1916. Þá var þar ófullgert timburhús sem var lagfært og gert íbúðarhæft. Þarna var útbúin skólastofa með þremur langborðum sem tóku 18

nemendur í sæti. Fram að þeim tíma hefði verið rekinn farskóli í Fnjóskadal sem fluttist frá einu heimili til annars. Þröngt var um nemendur að Skógum og þurfti að t v í s k i p t a k e n n s l u fyrsta árið, ungl ingum var kennt í þrjá mánuði og börnum í þrjá mánuði. Fyrri heims-styrjöldin truflaði þó k e n n s l u m e ð a l a n n a r s s ö k u m

skorts á eldsneyti til upphitunnar. Að henni lokinni var kennsla stopul,

erfiðlega gekk að finna varanlega kennara og mikil fátækt var meðal bænda.

Árið 1932 var tekinn upp fastur sex mánaða heimavistarskóli að Skógum í Fnjóskadal, sem skiptist á milli eldri og yngri nemenda sem fyrr. Um 1960 lengdist skólaskyldan og kennt var í átta mánuði á ári allt til ársins 1972 með tilkomu Stórutjarnaskóla.

Sami kennari í 40 ár

Frá árinu 1932 starfaði sami kennari allt til ársins 1972, þegar skólahaldi var hætt að Skógum. Þetta var Jón Kr. Kristjánsson frá Víðivöllum. Á þessum fjörutíu árum hafði hann kennt þremur kynslóðum í Fnjóskadal en einnig dvaldi hann með nemendum sínum allan

sólarhringinn og var til staðar þegar á þurfti að halda.

Í skólasal er kominn vísir að fastri sýningu um sögu staðarins og skólastarfið, er samanstendur af munum, myndum og veggspjöldum. Þá er einnig sögð saga póstflutninga og pósthússins að Skógum og hvernig símamálum var háttað í dalnum.

Í gamla barnaskólanum að Skógum

ömlu brúna yfir í

n ii r u

2 , ig öðr , a ,en

úin yfir gar-ður,r og allt

ag.

nemenFramtímarekiní Fsem einutil Þröumaðogt vk efyunvaþoþFs

Page 40: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

40 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

[email protected]

VélabásinnHjörtur L. Jónssonson

Í lok ágúst fengu bræðurnir Guðmundur og Ómar Björgvins-synir á Lambhagabúinu afhenta nýja New Holland dráttarvél með moksturstækjum af Dagbjarti Ketilssyni, sölumanni landbúnaðartækja hjá Kraftvélum. Áður en vélin var afhent bauð Dagbjartur mér að keyra hana áleiðis til þeirra bræðra.

Gott útsýni fram og upp

Þrátt fyrir að hafa ekið á Selfoss get ég ekki kallað þetta neinn prufuakstur, en mætti frekar kalla „montrúnt“. Á þessari leið sá ég ýmislegt sem segja má frá.

Allur aksturinn var á malbiki fyrir utan smá malarkafla á móts við Litlu Kaffistofuna, um tveggja kílómetra kafla á gamla malarveginum. Það fyrsta sem ég tók eftir var gott útsýni fram fyrir vélina og er greinilegt að þessi vél er hönnuð til þess að vinna með moksturstækjum. Á mörgum vélum hverfur skóflan þegar lyft er í efstu stöðu en á New Holland T5 er svo gott útsýni fram og upp að moksturstækin eru alltaf sýnileg án þess að maður þurfi að halla sér fram. Hávaði inni í vélinni er sáralítill og fyrir vikið nýtur gott útvarpið sín vel.

Miðstöðin fljót að hitna

Ég hef aldrei komið inn í dráttarvél með miðstöð sem er svona fljót að hitna, en það var kominn góður hiti inni í húsinu eftir um 500 metra akstur (svo heitt að ég varð að fara út í kant og stoppa til að finna út úr því hvar ætti að slökkva á miðstöðinni þar sem ég í fljótfærni kynnti mér það ekki fyrir brottför). Þegar ég var kominn á Þjóðveg 1 var vélin sett í efsta gír (4. gír, vélin er með fjóra tveggja þrepa gíra) og samkvæmt hraðamælinum var ég á 41 km hraða en GPS staðsetningartækið mitt sagði að ég væri á 43,5 oftast nær. Upp Lögbergsbrekkuna töpuðust ekki nema tveir km á klukkustund.

Öryggisnemi í sætinu

Þegar komið var upp að Bolaöldum beygði ég út af veginum og ók gamla

veginn upp að Litlu Kaffistofunni til að finna hvernig vélin væri á malar-vegi. Í ökumannssætinu er öryggis-nemi sem hver og einn ökumaður stillir fyrir sig og sem dæmi þá er ég um 90 kg. Ef sætið er stillt fyrir mig á 90 kg kemst 40-50 kg maður ekki af stað fyrr en hann hefur stillt sætið upp á nýtt. Þetta er visst öryggi í að ef börn koma vélinni í gang komast þau ekki af stað ef sætið er stillt fyrir þyngri manneskju. Vegurinn frá malarnámunum að Kaffistofunni er oftast holóttur og í fyrstu holuna kom ég fullhratt og hoppaði í sætinu þannig að neminn sem í sætinu fór í gang og flautaði á mig. Ég stoppaði og bakkaði til baka töluvert lengra en holan. Þar setti ég á mig öryggis-beltið og reyndi aftur á sama hraða. Ekkert hopp og ekkert flaut, beltið hélt mér stöðugum. Fyrir nokkru las ég grein um að þeir sem keyrðu dráttarvélar með öryggisbeltið alltaf spennt spöruðu orku og líkamlegt erfiði um 10%.

Þægilegt farþegasæti

Við hliðina á ökumanni er oft „platti“ fyrir farþega sem er oftast lítill og harður og á að kallast farþegasæti en á New Holland T5 er þetta fína

bólstraða sæti með öryggisbelti sem er glettilega stórt og mjúkt að sitja á. Hliðarspeglarnir á dráttarvélinni eru mjög góðir og sýna mjög vel aftur

fyrir vélina, einnig er góður spegill aftan á vélinni til að nota þegar verið er að bakka að einhverju sem tengja á aftan í vélina. Frágangur á flestum

dráttarvélum á hraðtengjum fyrir vökvaúrtakið að aftan er að verða betri og betri og í þessari vél er þetta einhver besti frágangur sem ég hef séð.

Aðeins 0,4 lítrar á hverja rúllu

New Holland T5 eins og bræðurnir Guðmundur og Ómar fengu er 114 hestöfl og kostar 9.270.000 + vsk. Þegar ég skoðaði kynningar-bæklinginn um vélina sá ég að mjög gott er að komast að vélinni til að þrífa og sem dæmi safnast oft gras og hey á vatnskassann, en þetta er mjög einfalt og þægilegt að fjarlægja. 114 hestafla vélin er mjög sparneytin og samkvæmt útreikningum frá fram-leiðanda á vélin ekki að eyða nema 0,4 lítrum af dísilolíu á hverja pakk-aða heyrúllu. Það væri hægt að telja upp margt í viðbót sem er í þessari vél og fyrir áhugasama vil ég benda á heimasíðuna hjá Kraftvélum www.kraftvelar.is eða á sölumenn fyrir-tækisins sem eru mun fróðari en ég um New Holland dráttarvélar.

New Holland T5:

Með hundrað og fjórtán hestöfl undir húddinu

New Holland T5. Myndir / HLJ

Guðmundur og Ómar Björgvinssynir á Lambhagabúinu stoltir við nýju New Holland moksturstækjadráttarvélina sína.

Það fyrsta sem ég tók eftir var gott útsýni fram fyrir vélina og greinilegt er að þessi vél er hönnuð til þess að vinna með moksturstækjum.

Farþegasætið er óvenju stórt og gott.

Stórir og afbragðsgóðir hliðar-speglar.

Grindarlausar dráttarvélar eru hættulegarVinnueftirlitið sendi frá sér til-kynningu í vikunni sem leið þar sem ítrekað var að dráttarvélar skyldu vera með öryggishúsi, öryggisgrind eða að lágmarki með veltiboga. Tilefnið var frétt í Ríkissjónvarpinu af bónda í hey-skap á grindarlausri vél.

Alvarlegum slysum í landbúnaði hefur fækkað á undanförnum ára-tugum. Þar kemur ýmislegt til en eitt af því sem skýrir fækkunina er að tekið var á notkun grindarlausra dráttarvéla. Grindarlausar dráttar-vélar voru á sínum tíma algeng sjón til sveita en sjást nú aðeins í undan-tekningartilvikum. Það gerist þó ein-staka sinnum og gefur þá tilefni til að ítreka að dráttarvélar skulu vera með öryggishúsi, öryggisgrind eða veltiboga.

Undanþága ef nota þarf vélarnar innanhúss

Eina undanþágan frá því er ef nota

þarf vélarnar innanhúss og lofthæð er það takmörkuð að ekki er hægt að koma því við. Þá er leyfilegt að nota vélarnar án þessa öryggisbúnaðar en þá skal líka setja húsið, grindina eða veltibogann á strax að verki loknu.

Það er reglugerð nr.153/1986 um dráttarvélar og hlífabúnað við aflflutning frá þeim sem fjallar um þetta. Þar eru skýr ákvæði um öryggishús, öryggisgrind og veltiboga og jafnframt segir í reglugerðinni:

„Þurfi að nota dráttarvélar til vinnu innanhúss, þar sem rými leyfir ekki notkun öryggishúss eða öryggisgrindar, er heimilt að nota þær án þessa búnaðar. Þegar dráttarvélar eru notaðar við þessar aðstæður, skal eigandi eða umráðamaður dráttarvélar sjá svo um að ekki stafi hætta af við slíka vinnu. Skal hann brýna fyrir starfsmönnum að viðhafa sérstaka aðgát við áðurgreindar aðstæður og sjá svo um að öryggishús eða öryggis grind sé

sett strax á dráttarvélina að störfum loknum.“

Verum meðvituð um eigið öryggi

Bent er á að hægt er að fá ýmsar minni vélar með veltibogum sem eru á löm og er því handhægt að leggja niður og reisa upp aftur, en allt krefst þetta þess að þeir sem nota tækin séu meðvitaðir um eigið öryggi og annarra og hegði sér samkvæmt því.

Notendur dráttarvélahaldi vöku sinni

Vinnueftirlitið ítrekar að öryggishús, öryggisgrindur og veltibogar eru nauðsynleg öryggistæki sem hafa löngu sannað gildi sitt. Mikilvægt er að þeir sem nota dráttarvélar slaki ekki á hvað öryggi varðar heldur haldi vöku sinni og noti eigin skynsemi til að koma í veg fyrir slys, segir í tilkynningu Vinnueftirlitsins.

FG Wilson er nú stærsti og virtasti framleiðandi

rafstöðva í Evrópu

Dísilvélin er frá Perkins og rafallinn frá Leroy Somer.Nær 200 rafstöðvar hafa verið seldar hér á landi og um 30 frá miðju ári 2011.Eigum á lager eða útvegum allar útfærslur og stærðir raf-stöðva. Massey Generators frá 3,5 kw.

Ráðgjöf, sala og uppsetning rafstöðva er okkar fag.

Impex ehf.Smiðjuvegur 28 - 200 Kópavogur - S. 534-5300 - www.impex.is

Page 41: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

41Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Lopi og band er prjónablað með íslenskri hönnun eftir Ásdísi Birgisdóttur og Margréti Lindu Gunnlaugsdóttur textílhönnuði sem sjá má á www.lopiogband.is

Hér birtist uppskrift að áhuga-verðum vettlingum og húfu þar sem notaðir eru allir gráu sauðalitirnir og flíkurnar þæfðar eftir prjón.

EFNIPlötulopi frá Ístex. 0001 hvítur, 1026 fölgrár, 1027 ljósgrár, 9102 grár, 9103 dökkgrár, 0005 hærusvartur, 0059 svartur;

Það fara um 35 g af hverjum lit í bæði húfu og vettlinga. Tilvalið að nota afganga af plötulopa.

Stuttur hringprjónn og sokka-prjónar nr. 4½.

PRJÓNFESTA16 L og 22 umf. gera 10x10 cm reit í sl. prjóni óþæft en 18 L og 26 umf. þæft.

AÐFERÐVettlingarnir og húfan eru prj. í hring, 6 umf. í hverjum lit í vettlingum og 4 umf. í hverjum lit í húfu. Þæft er í þvottavél. Stillið þvottavél á 40° hita en ef flíkurnar þurfa að þæfast meira að prófa heitari stillingu.

Vindið upp hnykla með tveimur þráðum í eftirfarandi litum:

1. 00012. 0001 og 10263. 10264. 1026 og 10275. 10276. 1027 og 91027. 91028. 9102 og 91039. 910310. 9103 og 000511. 000512. 0005 og 005913. 0059

VETTLINGARFitjjið upp 44 L með lit 1 á sokka-prjóna. Merkið upphaf umf.

Prj. 6 umf. br. Prj. sl 6 umf. með lit 2 og 6 umf. með lit 3.Úrtaka: Prj. með lit 4 og takið úr í 1. umf. 8 L jafnt yfir umf. = 36 L.Prj. alls 6 umf.Útaukning: Prj. með lit 5 og aukið út í 1. umf. 8 L jafnt yfir umf. = 44 L. Prj. alls 6 umf.Prj. 6 umf. lit 6.Prj. 3 umf. lit 7. Þumall: Prj. 8 L með öðrum lit, flytjið þessar 8 L tilbaka á vinstri prjóninn og prj. 3 umf. af lit 7.Prj. 6 umf. af litum 8-12.Úrtaka: prj. með lit 13:

1. umferð: *Prj. 2 L sl, úrtH*, endur-takið * - * út umf.

2. umferð: Prj. sl.3. umferð: *ÚrtH*, endurtakið * - *

út umf.4. umferð: Prj. sl.5. umferð: *ÚrtH*, endurtakið * - *

út umf.6. umferð: *ÚrtH*, endurtakið * - *

út umf.7. Dragið bandið í gegnum L sem

eftir eru.

Þumall: Dragið út bandið í þeim 8 L sem voru prj. mislitar. Takið upp 16 L á sokkaprjóna og prj. með lit 7, 18 umf.Úrtaka: *ÚrtH*, endurtakið * - *. Endurtakið * - * í næstu umf.

Slítið frá og dragið bandið í gegn-um síðustu L.

HÚFAFitjjið upp 96 L með lit 1 á hring-prjón. Merkið upphaf umf.

Prj. 4 umf. br. Prj. sl 4 umf. af hverjum lit 2 til 8.Úrtaka: Prj. með lit 9, *prj. 14 L sl, úrtH*, endurtakið * - * út umf.Prj. 1 umf. sl.Prj. *13 L sl, úrtH*, endurtakið * - * út umf.Prj. 1 umf. sl.Endurtakið til skiptis umf. með

úrtökum og 1 umf. sl, (fækkið um 1 L milli úrtaka), gerið úrtökur alls 8 sinnum. = 36 L.

Takið úr í hverri umf. á sama hátt þar til 6 L eru eftir.

Slítið frá og dragið bandið í gegn-um síðustu L.

BLÓMBlómin eru prj. með 1-2 litum og úr einföldum plötulopa.

Stór.Fitjið upp 80 L með lit 8 og tengið í hring. 1. umf: prj. sl.2. umf *úrtH*, allan hringinn = 40 L.3. umf prj. sl.4. umf með lit 5, *úrtH*, allan hringinn = 20 L.5.-6. umf prj. sl.7.-8. umf *úrtH* = 5 L. Slítið frá og dragið bandið í gegnum L.

Miðstærð.Fitjið upp 60 L með lit 6. 1. umf: prj. sl.2. umf. *úrtH*, allan hringinn = 30 L.3. umf. prj. sl.4. umf. með lit 4, *úrtH*, allan hringinn = 15 L.5. umf. prj. sl.6. umf. með lit 1, *úrtH*, allan hringinn = 8 L. 7. umf. *úrtH*, allan hringinn = 4 L.Slítið frá og dragið bandið í

gegnum L.

Lítil.Fitjið upp 40 L með lit 3. 1. umf: prj. sl.2. umf *úrtH*, allan hringinn = 20 L.3. umf *úrtH*, allan hringinn = 10 L.4. umf *úrtH*, allan hringinn = 5 L.Slítið frá og dragið bandið í

gegnum L.

FRÁGANGURGangið frá endum á húfu og vett-lingum og þæfið í þvottavél.

Þræðið með miðlitnum í blóminu frá röngu í miðju, saumið yfir brúnina

og komið aftur upp í miðju, herðið vel að.

Endurtakið og gerið alls 5 sinnum. Gangið frá enda á röngu en klippið ekki frá. Bleytið blómið og togið blöðin vel út. Saumið með endanum sem var skilinn eftir við húfu og vett-linga eftir þæfingu.

© Hönnun: Margrét Linda Gunnlaugsdóttir fyrir Lopa og band.

Þokuhúfa og vettlingar

Tómstundir

Bókin sem heklarar

fyrir reynda sem óreynda

Barnapeysur · Leikföng · Teppi · Hárskraut · Skartgripir · Húfur · · Sjöl ·

Töskur · Herraslaufur · Dúkar · Svuntur · Jólakúlur · Jólaljós

Þóra heklbók

Hér er á ferðinni einhver bestavarmadæla sem komið hefur fyrirallt venjulegt húsnæði.Þessi verðlaunaða varmadæla hitar t.d.ofnakerfi, gólfhita og neysluvatn.Getur notað vatn, jörð og sjó tilorkuöflunar.Allur búnaður innandyra.NIBE F1245 eyðir litlu og sparar mikið.NIBE frá Svíþjóð.Stærstir í Evrópu í 60 ár.

WWWWWWWW

NIBE™

F1245 |

Jarðvarmadæla

Ný kynslóð af varmadælum

Nýtt

Með NIBE F1245 getur þú lækkað húshitunarkostnað um allt að 85%Er rafmagnsreikningurinn of hár?

Er þá ekki kominn tími til að við tölum saman?

FFriorka www.friorka.is 571 4774

NIBE™ F1245 Jarðvarmadæla

ælaNIBE F1245-10kW COP 5.15

Til sölu

Til sölu frábær fasteign í FlóanumTvær hæðir, kjallari og ris, 365.7 fm og 55.7 fm sér húsi á baklóð

Er í dag heimili og gistihús. Sjón er sögu ríkari, alltaf velkomið að kíkja við.

Upplýsingar í síma 896 6719 eða 865 212 - [email protected]

Page 42: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

42 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Líf og lystBÆRINN OKKAR

Nú hallar sumri og uppskeran er komin í hús. Við framlengjum sumarið með léttu tómatsalati en bjóðum haustið velkomið með ylvolgri tómatsúpu.

Tómatsalat með íslenskri hráskinku

Gott salat með parmesanosti, hráskinku og radísum

Innihald:

› Nokkur salatblöð eða salatblanda

› 2 stk. radísur

› 2 stk. tómatur

› 3 sneiðar hráskinka

› 30 g parmesanostur

› ½ skalottlaukur

› 2 msk. hunang

› 2 msk. ólífuolía

› 2 msk. límónusafi

› salt og pipar

Aðferð:Tómaturinn er skorinn í netta bita, radísurnar í sneiðar og hráskinkan rifin niður. Þetta er allt sett ofan á salatbeð. Hunangi, ólífuolíu og límónusafa hrært saman og svo smátt söxuðum skalottlauk bætt út í. Saltið og piprið.

Tómatbætt kjúklinga- og grænmetissúpa

Innihald:

› 1 stk. rauðlaukur

› 1 stk. gulrót, meðalstór

› ½ stk. seljurót

› 8 stk. hvítlauksrif

› 2 stk. paprika

› ½ dl ólífuolía til steikingar

› 4 msk. tómatmauk (puré)

› 400 g tómatar, niðursoðnir

› 4 msk. fennikkufræ

› 1 msk. timjan (garðablóðberg)

› 1 dl klettasalatpestó (klettasalat, olía og hvítlaukur, má setja hnetur og allt unnið saman í matvinnsluvél).

› 1 l vatn

› 400 g kjúklingabringur

› 4 msk. ólífuolía til steikingar á kjúklingi

Aðferð:Skerið grænmetið í teninga, léttbrúnið á pönnu eða í potti (í skömmtum ef þarf), bragð-b æ t i ð með salti og pipar. Snöggs t e ik ið kjúklingakjötið og bragðbætið með salti og pipar. Skerið það svo í teninga

og bætið út í súpuna ásamt öðrum efnum. Sjóðið við

hæga suðu í 30 mínútur. Fleytið ofan af súpunni

meðan á suðunni stendur og látið

hana svo standa í 5-10 mín. áður en hún er borin

fram.Berið gjarnan fram með

grófu brauði eða stökkum brauðstöngum og klettasalatpestói.

Kraftmikið íslenskt grænmeti í bland við úrvalskjöt

MATARKRÓKURINN BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI

Árið 2003 kom Bjarni Másson inn í búreksturinn í Háholti með foreldrum sínum, Má Haraldssyni og Margréti Steinþórsdóttur. Árið 2007 tók Bjarni alfarið við búrekstrinum ásamt Bryndísi Evu Óskarsdóttur. Síðan þá hafa þau fjölgað fénu um helming. Þau reka einnig verktakafyrirtækið Búið & gert ehf. samhliða búrekstrinum.

Býli? Háholt.

Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Ábúendur? Bjarni Másson og Bryndís Eva Óskarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Eigum einn son, Má Óskar 2 ára. Þrír smalahundar, Askur, Neró og Milos – og veiðikötturinn Branda.

Stærð jarðar? Um 160 ha og leigjum einnig 15 ha af túnum á nágrannajörð.

Gerð bús? Sauðfjár- og hrossa-ræktarbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 450 vetrarfóðraðar kindur, 40 hross og 10 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagarnir eru mjög mismunandi milli árstíða. Yfir vetrartímann er byrjað og endað á gegningum, þess á milli eru almenn bústörf. Á sumrin eru dagarnir marg-breytilegir en fara mikið eftir verkefnastöðunni hjá Búið & gert.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er sauðburður, heyskapur og smala-mennskur. Leiðinlegast er að glíma við njólann.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sjáum fyrir okkur að rækta meira, fjölga búfé og bæta húsakost.

Hvaða skoðun hafið þið á félags-málum bænda? Við teljum að þau mál séu á góðu róli þó að alltaf megi gera betur.

Hvernig mun íslenskum land-búnaði vegna í fram tíðinni? Við teljum að hann eigi bjarta framtíð fyrir sér ef menn standa vörð um að ganga ekki í ESB og að það verði auðveldara fyrir ungt fólk að hefja búskap.

Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin eru víða, við teljum að það sé hægt að flytja meira út af bæði kjöti og mjólkurvörum. Og

nýta okkur hreinleika afurðanna í markaðssetningunni.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Súrmjólk, mjólk, smjör, ostur og kæfa.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Folaldakjöt og íslensk kjötsúpa.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fjallferðin haustið 2007 rennur seint úr minni, en hún var mjög erfið vegna mikilla rigninga og vatnavaxta. Það var einnig eftirminnilegt þegar við keyptum 40 ær frá Sandlæk og settum þær inn í nýbreytt fjárhús.

metið í brúnið potti

m ef -

i ð tið og

með salti og að svo í teninga

og bætið út öðrum ef

hæga suFleytið

meðs

fram.Berið gj

grófu brauðbrauðstöngum o

Háholt

Már Óskar.Bryndís og Bjarni.

Page 43: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

43Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

1 3 6 94 8 7

7

3 96 4 3

7 1

9 1 5

1 34 1

3 5

1 7 25 4

6 7 8 3

1 9 5 2

2 8 34 6

5

SudokuGaldurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.

Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli.

Nafn: Ásta Júlía Grímsdóttir.Aldur: 12 ára.Stjörnumerki: Fiskarnir.Búseta: Reykjavík.Skóli: Hagaskóli.

skólanum? Smíði.Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Skjaldbaka.Uppáhaldsmatur: Tacos. Uppáhaldshljómsveit: Retro Stef-son.Uppáhaldskvikmynd: Blekhjarta.Fyrsta minningin þín? Þegar ég fór á leikritið um Línu Langsokk

með mömmu og Arnaldi litla bróður mínum.

hljóðfæri?KR og spila á píanó.Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikkona.Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fara í mjög stóran rússí-bana í Kanada.Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að fara til tannlæknis.Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ég fór til Kanada og í útilegu.

PRJÓNAHORNIÐ

Stærð:

2-3 ára, (4-5 ára)

Yfirvídd 70 (78) cm

Ermalengd 31 (34) cm

Sídd á bol 32 (35) cm

Efni:

Kartopu Gipsy

Blátt nr. 535- 3 (4) dokkur

Svart nr. 940- 1 dokka

Hvítt nr. 010- 1 dokka

Rennilás ca 45 (48) cm

Prjónar:

Hringprjónn nr. 7 og 8, 40 cm og 60 cm

Sokkaprjónar nr. 7 og 8

Heklunál nr. 5

Prjónafesta:

10 x 10 cm = 12 L og 17 umf slétt prjón. Notið hálfu nr. stærri eða minni prjón eftir því sem við á, ef prjónafestan passar ekki hjá ykkur.

Aðferð:

Peysan er prjónuð í hring á hringprjón. Við handveg eru bolur og ermar sam-einaðar á einn prjón.

Bolur:

Fitjið upp 65 (71) L á prjóna nr. 7 með svarta Gipsy.

Prjónið 6 umferð perluprjón. Færið yfir á prjón nr. 8.

Tengið saman í hring og bætið 1L við. Sú L er alltaf prjónuð br. og telst ekki með

í lykkjufjölda en er notuð til að sauma í þegar peysan er klippt í sundur.

Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 8 (10) L, jafnt yfir umferð.

Prjónið Mynstur 1.

Prjónið 8 (10) umferðir slétt.

Nú er komið að vasanum, prj. 5 (6) L sl, 8 (9) L perluprjón, 47 (51) L sl. 8 (9) L perluprjón, 5 (6) L slétt. Endurtakið þrisvar enn.

Í næstu umferð er perluprjónslykkjurnar felldar af.

Vasi:

Fitjið upp 8 (9) L á sokkaprjón nr 8, prjónið sl. á réttunni og br. á röngunni 10 umferðir. Prjónið annan vasa alveg eins.

Prjónið bolinn að hægri vasanum og prjónið svo vasann inn í. Prjónið að vinstri vasanum og endurtakið.

Prjónið áfram að handvegi ca 24 ( 27) umf.

Geymið bolinn og prjónið ermarnar.

Ermar:

Fitjið upp á prjóna nr 7, 20 (22) L með aðallit og tengið í hring.

Prj. 6 umferð perluprjón.

Prjónið 1 umferð slétt og um leið er skipt yfir á prjóna nr 8 og aukið út um 4L.

Prj. Mynstur 1.

Í annarri umferð eftir mynstur er aukið út um 2 L undir handvegi.

Prjónið 6 (8) umferðir slétt og aukið út um 2 L.

Endurtakið.

Prjónið þar til ermin mælist 31 (34 ) cm,

eða eins löng og óskað er.

Í síðustu umferðinni eru 6 L undir mið-erminni settar á nælu eða hjálparband. Slítið bandið frá en geymið góðan þráð sem síðar er notaður til að lykkja saman undir höndum.

Prjónið hina ermina eins.

Axlarstykki:

Sameinið bol og ermar á hringprjón. Byrjið á að prjóna 15 (17) L á bolnum, setjið 6 L undir handvegi á bolnum á

nælu eða hjálparband. Prjónið ermina upp á hringprjóninn og prjónið 31 (35)L af bol, setjið næstu 6 L á nælu eða hjálparband. Prjónið seinni ermina upp á hringprjóninn og klárið svo umferðina á bolnum.

Prj. 3 (5) umferðir.

Prj. Mynstur 2.

Prj. 6 umferðir perluprjón og 6 umferðir sl prjón. Fellið frekar laust af.

Frágangur:

Lykkið saman undir höndum og gangið frá endum. Saumið niður hálsmálið og vasana. Saumið í vél með beinu þéttu spori, tvisvar hvoru megin við br. L fyrir lista. Klippið á milli saumanna. Heklið listann, ef ykkur þykir hálsmálið vera of vítt er ágætt að hekla nokkuð þétt fastahekl í kantinn.

Saumið rennilásinn í.

Þvoið peysuna og látið þorna liggjandi á handklæði.

Húfa:

Fitjið upp með svörtu 48 (54) L á prjóna nr 7. Prjónið 6 umferðir perluprjón. Skiptið yfir á prjóna nr. 8 og prjónið 1 umf slétta áður en Mynstur 1 er prjónað.

Setjið merki þar sem umferðin byrjar.

Prj. 14 (16) umf áður en kemur að úrtöku.

Úrtaka: Prj. 4 L og prjónið svo tvær saman, endurtakið allan hringinn.

Prjónið 3 (4) umferðir.

Úrtaka: Prj. 3 L og prjónið svo tvær saman, endurakið allan hringinn.

Prjónið 3 umferðir.

Úrtaka: Prj. 2 L og prjónið svo tvær saman, endurtakið allan hringinn.

Prjónið 1 umf.

Klippið góðan spotta og dragið hann í gegnum lykkjurnar sem eftir eru.

Gangið frá endum og þvoið húfuna.

Helena Eiríksdóttir

FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ

Klikkaðast að fara í stóran rússíbana

8 3

Létt

1 28 3

5 4 2 6 8

4 7 8

9 8 6

3 6 7 5 95

1 2

7

ÞungMiðlungs

Í leikskóla er gaman – leikskólapeysa og húfa í stíl

4

Strúktúr ehf er nýtt fyrirtæki

í innflutningi stálgrindar-

og límtréshúsa, yleininga

og klæðninga en að baki

býr áratuga reynsla

fagmanna í greininni.

STYRKUR

TRAUST

REYNSLA

ÚTSJÓNARSEMI

KUNNÁTTA

ÚRRÆÐI

RAUNSÆI

TRYGGÐStrúktúr ehf er rekið með

hámarkshagkvæmni í huga

með hagsmuni viðskiptavina

að leiðarljósi.

Strúktur ehf www.struktur.is [email protected]

Hraðastöðum IV, 271 Mosfellsbæ sími: 860 0264

Mynstur 1 Mynstur 2

Page 44: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

44 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

��������� ������������������� ��������������������

Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr. 1.700 m. vsk (innan við 140 slög) og kr. 4.900 texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 12:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu.

Sími: 563 0300 | Netfang: [email protected] | Veffang: www.bbl.is

ht.is

HAKKAVÉLAR Í ÚRVALI

HAKKA ALLT AÐ 3KG Á MÍNÚTU

www.isfell.is

Tóg

Kornsekkir og plastinnlegg

- Eigum til á lager mismun-andi stærðir kornsekkja sem eru full-opnir að ofan og með eða án losunarops í botni. - Bjóðum einnig upp á sterk plastinnlegg sem henta fyrir kornsekkina.

Legur:- Eigum til

legum á lager – vottuð gæði.

Brettatjakkar:- Mjög gott úrval til af brettatjökkum á lager – málaðir, galvaniseraðir og ryðfríir.

Efnavara:- Höfum einnig mjög breiða línu í efnavörum, smur-

einnig með vottuð smurefni fyrir matvælaiðnað.

Leitið upplýsingar hjá okkur

Tunguháls 10110 ReykjavíkSími: 517 2220

Sveitahótelið Vatnsholt, í Flóahrepp: Gisting, veitingar, ráðstefnur, veislur, hvataferðir. Uppl. í síma 899-7748 eða á [email protected]

Hliðgrindur. Vandaðar stækkanlegar hliðgrindur frá 1,0-6,0 m í tveimur þéttleikum. Einnig fáanlegar í föstum lengdum. Allar lokur og lamir fylgja. Brimco ehf. www.brimco.is Flugumýri 8, Mos. Uppl. í síma 894-5111. Opið kl.13.00-16.30.

Cemtec sænskar skeifur. Frábærar skeifur og verðið gerist ekki betra. Afsláttur ef keypt er í magni. Sendum um land allt. Brimco ehf. Flugumýri 8, 270 Mos. uppl í síma 894-5111, opið 13.00-16.30. www.brimco.is

Seljum vara- og aukahluti í flestar gerðir af kerrum. Sendum um land allt. Brimco ehf. Uppl. í síma 894-5111. www.brimco.is Opið frá kl.13.00-16.30.

VIRKON S. Erum með margar sótt-hreinsilausnir fyrir sauðburðinn. Fáðu ráðgjöf hjá sölufulltrúum okkar. Kemi ehf. Tunguhálsi 10, sími 544-5466, www.kemi.is

Rothvati. Sept O Aid örverurnar í rot-þrær kemur niðurbrotinu í gang og hindrar að ólykt berist frá rotþrónni. Fáðu ráðgjöf hjá okkur fyrir þínar aðstæður. Kemi ehf. Tunguhálsi 10. Uppl. í síma 544-5466, www.kemi.is

Mikið úrval af smurolíu, glussa og koppafeiti ásamt öðrum smurvörum, Fáðu nánari upplýsingar og ráð um val á réttu olíunni hjá söluráðgjöfum okkar. Kemi ehf. Tunguhálsi 10, uppl. í síma 544-5466, www.kemi.is

NOVA X-DRY er sótthreinsandi undirburðarefni með einstaka rakadrægni. Efnið dregur allt að 200% þyngd sína ásamt að sótthreinsa og eyða ammoníak lykt. Prófaðu og finndu muninn. Kemi ehf. Tunguhálsi 10, uppl. í síma 544-5466, www.kemi.is

Álfagallerýið að Teigi Eyjafjarðarsveit. Fjölbreytt úrval af handverki og listmunum. Opið alla daga frá 11–18. Vinsamlega látið vita ef hópar eru á ferð. Samstarfshópurinn. Gerða í síma 894-1323 eða Svana í síma 820-3492.

Patura-spennar í úrvali. P1 er bæði fyrir 12V og 230V. 5 km drægni. Frábært verð, aðeins kr. 29.900. Mikið úrval af rafgirðingarvörum, skoðið Patura-bækling á www.brimco.is Brimco ehf., Flugumýri 8, Mosf. Uppl. í síma 894-5111. Opið kl.13.00-16.30.

Er rafhlaðan dauð? Endurnýjum alla rafhlöðupakka fyrir borvélar og önnur tæki. Rafhlöður, eldvarnir o.fl. Sjá www.fyriralla.is eða í síma 899-1549 eftir kl. 17 og um helgar.

Kerrur á einum og tveimur öxlum, með og án bremsum, ýmsar útfærslur, breiddir og lengdir. Gæðakerrur – Góð reynsla. Íslensk smíði. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími 894-5111. Opið 13.00-16.30 - www.brimco.is

Traktorsdrifnar rafstöðvar 10,8 kW upp í 72 kW. Agrowatt, framleiðandi: Sincro á Ítalíu. Stöðvarnar eru 4 póla (1500 sn/mín) með AVR (automatic volt regulator). AVR tryggir örugga notkun við viðkvæman rafbúnað, t.d. mjaltaþjóna, tölvubúnað ofl. Verðdæmi: (42KWA) 33,6 KW = 566.000,- + vsk. Stöðin þarf 80 hestafla traktor, PTO 430. Hákonarson ehf / Sími: 892-4163 / netfang: [email protected] / vefsíða: www.hak.is

Traktorsdrifnar dælur í mörgum útfærslum og stærðum á lager.Sjálfsogandi fyrir magndælingu eða mjög háþrýstar dælur sem henta vel í vökvun á stórum svæðum.Einnig háþrýstar dælur, frá 2” sem henta mjög vel í að brjóta upp haug.Við sérhæfum okkur í öllu sem viðkemur dælum fyrir landbúnað og annan iðnað.Hákonarson ehf / Sími: 892-4163 / netfang: [email protected] / vefsíða: www.hak.is

Vökvunarbúnaður fyrir ræktunar-svæði í mörgum útfærslum. Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi traktors-drifnar dælur. Bensínknúnar dælur með Honda-mótorum, allt að 4" dísil drifnar dælur í mörgum stærðum. Hákonarson ehf / Sími: 892-4163 / netfang: [email protected] / vefsíða: www.hak.is

Vökvaknúnar vatnsdælur fyrir tank-bíla og dráttarvélar. Sjálfsogandi dælur sem dæla allt að 120 tonnum á klst. Einnig Centrifugal-dælur með mikinn þrýsting, allt að 10 BAR. Stuttur afgreiðslutími, hagstætt verð og örugg þjónusta. Hákonarson ehf / Sími :892-4163 / netfang: [email protected] / vefsíða: www.hak.is

FDX extrem. Háþrýstiþvottadælur fyrir allan iðnað. Öflugar og vand-aðar dælur á frábæru verði frá Comet, www.comet-spa.com Aflgjafar: Rafmagn / Honda bensín / Yanmar dísil / Aflúrtak á traktor. Heitt og kalt vatn, mikið vatnsflæði og þrýstingur allt að 500 bar. Hákonarson ehf / Sími: 892-4163 / netfang: [email protected] / vefsíða: www.hak.is

Næsta Bændablað

kemur út19. september

Smáauglýsinga-síminn er:

563 0300

Eldri blöð má finna hér á PDF:

Page 45: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

45Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Reck mykjuhrærur með 50-60 cm turbo skrúfuspaða fyrir 60-200 hö. traktor pto, 540-1000. Lágmarkar eldneytiseyðslu í hræringu. Uppl. í símum 587-6065 og 892-0016.

Maschio hnífatætarar 235-260-285 cm pinnatætarar 300 cm. Flagjafna 3 m, 9 hjóla rakstrarvélar, 6-stjörnu heytætlur, 3 m sláttuvél. Uppl. í símum 587-6065 og 892-0016.

Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verk-færi við uppsetningu. Brimco ehf. Flugumýri 8, 270 Mos. Opið 13.00-16.30. Sími 894-5111. www.brimco.is

Nýr Belarus 1221.3 Verð kr. 5.145.000 án vsk. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c. 201 Kópavogur. Uppl. í síma 568-6411 www.rafvorur.is

Snjótroðari til sölu, fyrsti snjótroðari á Íslandi. Tegund Hämmerle, árgerð ca. ́ 73. Tilboð óskast. Sími 892-8585.

Til sölu Case Maxxum 5150 pro, 132 hö, árg. ´98, ek. 6.260 tíma, Trima 1890 tæki. Mikið endurnýjaður. Verð 3,6 millj. án vsk. Uppl. í síma 894-9770.

Úrval af girðingarefni til sölu. Túnnet er frá kr. 9.900,- rl. ÍsBú alþjóðaviðskipti – Síðumúla 31, 108 Reykjavík. Sími 562-9018 eða á [email protected] – www.isbutrade.com. Umboð á Austurlandi: Austurvegur 20, Reyðarfjörður. Símar 474-1123 og 894-0559.

Vandaðar, ódýrar hliðgrindur. 4,27 m breiðar, 24.900 kr. en 19.990 kr. ef keyptar eru fleiri en fimm. Gönguhlið 1.50 m. breið, kr. 7.900. Eitt gönguhlið fylgir ókeypis ef keypt eru tvö stór hlið. Verð án vsk. Nánari uppl. hjá [email protected] í síma 899-1776 eða á [email protected] í síma 669-1336. www.aurasel.is

Til sölu JCJ 3 CX árg. ´06, ekin 4.724 vinnust. Góð vél. R.A.G Import&Export. Helluhraun 4, 220 Hafnarfjörður. Símar 565-4900 og 892-7502 eða á netfangið [email protected] og www.rag.is

Til sölu Nissan pickup árg. '03 ekinn 240 þ., með bilaðan mótor. Verð 350 þ. Uppl. í síma 862-8714.

Til sölu Volvo FL 7 árg. ´96 með palfinger 1408 krana. R.A.G Import&Export. Helluhraun 4, 220 Hafnarfjörður. Símar 565-4900 og 892-7502 eða á netfangið [email protected] og www.rag.is

Notuð tveggja hesta MARO kerra. Kerran er hvít að lit og með hörðum toppi. Nýskráð 09.2008. Gúmmí á gólfum, varadekk. Skoðuð. Mjög vel með farin. Einn eigandi. Verð 1,0 m. Uppl. í símum 893-4069 og 894-5111.

Til sölu KTM 250 EXC árg. ́ 08. Hjólið er götuskráð torfæruhjól í góðu standi. Ekið um 140 tíma. Ýmis skipti koma til greina, t.d. á góðum reiðhrossum. Ásett verð 690 þús. Uppl. í símum 899-4845 og 895-4411.

Til sölu Fjórhjól, Polaris sportsman 500cc H.O árg. '07, ekið 1650 km. Uppl. í síma 899-0244 eða á [email protected]

UHF talstöðvar í smalamennskuna. MT-3030 par Dual band stöð 69 rásir á 433MHz 8 rásir á 446MHz Raddstýring Scan. Kemur með: 230V hleðslutæki Rafhlöðum Headsetti. Gengur með gulu Liberty stöðvunum. Parið kostar 28.900 kr. m. vsk. Uppl. í síma 585-0000 eða á www.aukaraf.is

Til sölu International 354 árg 1978-79, boddý er nýuppgert, 350 þús. Vicon rakstrarvél í ágætu standi, var notuð síðasta sumar.- 80 þús Bandvön hryssa 4 vetra, bleik á litin og faxmikil, 150 þús. Moldótt tvístjörnótt merfo-lald, 90þús. Uppl. í síma 867-4256.

Til sölu '75 árg af Landrover. Verð 350 þús. Ýmis skipti koma til greina. Uppl. í síma 899-3481. Karl Víðir eða á [email protected]

M. Benz Vario 614 D 2002. Frábær vinnuflokka- og verkstæðisbíll. Nýskoðaður 2014. Myndir og nánari upplýsingar á www.trukkur.is

Vinnuskúr/sumarhús/skrifstofa með nýju gólfi til sölu. Stærri gerðin, 3,0m x 6,0m x 2,50m. Innfluttir af Merkúr. Verð milljón + vsk. Uppl. í síma 567-5111.

Cobra MT-975 UHF talstöðvar. Drægni allt að12 km. Borðhleðslutæki og hleðslurafhlöður. Tveggja stöðva sett. Kr. 12.741.- án.vsk. Búvís ehf. Uppl. í síma 465-1332.

Palmze kornvagn 12,1 rúmmetri. Heildarburðargeta 12,2 tonn. Búvís. Uppl. í síma 465-1332.

Palmze malarvagn PT1200. Heildarburðargeta 14,6 tonn. Búvís ehf. Uppl. í síma 465-1332.

M Benz 608 D 1972 húsbíll. Vel inn-réttaður og góður bíll, nýskoðaður '15, Trumagasmiðstöð, gashellur og ofn og góð hljómtæki. Ásett verð 1.450, tilboð 800 þ. Engin skipti. Uppl. í síma 822-3650.

Karlslund reiðtygi 20% afsláttur. Búvís. Uppl. í síma 465-1332.

Til sölu Husaber 550. árg. '05. ekið 5.000 km. Hjólið er allt nýyfirfarið og ekkert verið notað síðasta árið, staðið inni í bílskúr. Hjólið er götuskráð. Verð 320 þús., eða tilboð. Einnig original Dodge Ram felgur. Tilboð. Uppl. í síma 869-8908 eða á [email protected]

Til sölu 4 mahóníhurðir, 2 stk. stærð 89x210 með 4 litlum rúðum 1 stk. m/glugga (rúðan brotin) stærð 89x210 og 1 stk. stærð 92x210, karmar fylgja ekki. Tilboð. Uppl. í síma 869-8908 eða á [email protected].

JohnDeere 6140R. Árg. ´12. Ek 500 tíma. Frambúnaður og aflúrtak. 140 Hestöfl. Eigum þessa ásamt fleiri vélum. Búvís, Grímseyjargötu 1, Akureyri, uppl. í síma 465-1332.

Weckman sturtuvagnar 12 og 13 tonna til á lager. H. Hauksson ehf., Sími 588-1130.

Weckman flatvagnar. Verð kr. 1.985.000,- með vsk. H. Hauksson ehf., Sími 588-1130.

Weckman malar-grjótvagn. Gerð M 130. Hardox stál í skúffu. Verð kr. 3.450.000,- með vsk. mínus kr. 300.000,- afsláttur!!! H. Hauksson ehf, sími 588-1130.

Dieci skotbómulyftara af öllum stærð-um og gerðum ásamt varahlutum. Búvís ehf. Uppl. í síma 465-1332.

Multifan viftur og stýringar fyrir gripa-hús. Afkastamiklar og áratuga end-ing. Hafið samband við söluráðgjafa Líflands í síma 540-1100.

Multifan hraðastýring, 6 mismunandi hraðar, sjálfvirk/handvirk. Hafið sam-band við söluráðgjafa Líflands í síma 540-1100.

Multifan stiglaus hraðastýring. Hafið samband við söluráðgjafa Líflands í síma 540-1100.

Multifan hitanemar. Hafið samband við söluráðgjafa Líflands í síma 540-1100.

Hita- og rakamælir fyrir hey með 68 cm nál. Mælir raka í heyi með 10-80% vatnsinnihaldi. Hafið samband við söluráðgjafa Líflands í síma 540-1100.

Þessi eðalbíll er til sölu. LandCruiser VX100 árg. 2002, ekinn 207.000 km. Uppl. í síma 869-1047.

JEEP CJ5 Jeepster. Kemur nýr til landsins 1967, gamla 4 cyl Willys vélin. Verð 1.800.000. Uppl. hjá Bílasala Selfoss í síma 480-4000.

MAN H10 18.430ll 4x2. Árg. '04, ekinn 416 þ. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 3.990.000 án vsk. Uppl. hjá Bílasölu Selfoss í síma 480-4000.

Page 46: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

46 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Kornrakamælir 9v. Mælir raka í korni með 8-35% vatnsinnihaldi (m.v. bygg). Hafið samband við söluráð-gjafa Líflands í síma 540-1100.

Til sölu eða leigu Liebherr R317 beltagrafa 2008 árg 2700 vst. 17,5 tonn. 3 skóflur. Verð 9,9 mkr + vsk m.v gengi á € 160 íkr. Merkúr, sími 660-6051.

Til sölu eða leigu Liebherr R924 compact beltagrafa. 2009 árg. 5.200 vst. 25,5 tonn. 3 skóflur. Verð 11.800.000 + vsk. m.v gengi á € 160 íkr. Merkúr, sími 660-6051.

Til sölu eða leigu Liebherr R934 C beltagrafa. 2010 árg. 4.050 vst. 32 tonn. 1 skófla. Verð 17.900.000 + vsk. m.v gengi á € 160 íkr. Merkúr, sími 660-6051.

Til sölu eða leigu Liebherr L514 P hjólaskófla. 2009 árg. 5.340 vst. 8,5 tonn. 1 skófla og hraðtengi. 40 km keyrsluhraði. Verð 6,6 mkr. + vsk. m.v gengi á € 160 íkr. Merkúr, sími 660-6051.

M.B UNIMOG 1980 árg. 212.000 km. Verð 1,6 mkr + vsk . Sópur 550 þús. + vsk. Uppl. í s. 660-6051.

Til sölu / leigu Liebherr A918 hjóla-grafa. 2013 árg. Mjög vel útbúin vél. Uppl. í síma 660-6051.

Deutz Agrotron K110. Árg. ´07. Frambúnaður, aflúttak og lyfta. 118 hestöfl. 4.200 vinnust. Verð kr. 6.500.000 án vsk. Kraftvélar ehf – Sími 535-3500 – www.kraftvelar.is

Rafmagnspottur til sölu. Kanadískur pottur fyrir 6 manns. Alltaf verið inni og vel með farinn. Kostar um 1.200 þús nýr. Fæst á 600 þús. Uppl. í síma 897-0214.

Massey Ferguson 135, árg ´72. Ámoksturstæki fylgja. Nýmálaður. Verð 700 þús. Uppl í síma 897-0214.

Til sölu 3 ársgamlar ísvélar. Tilvaldar í ferðaþjónustuna. Einnig til sölu LaCimbali alvöru espressó kaffivél. Uppl. í síma 869-1011.

GASGAS EC200, árg. ´06. Götuskráð. Lítið notað og vel með farið. Gott hjól fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Uppl. í síma 899-9880 eða á netfangið [email protected]

Til sölu Ford F250 7,3 lítra dísil. Árg. '01. Ekinn 350 þ.km, skoðaður 2014 í flottu standi. Verðhugmynd 1.090.000. Tilboð óskast. Uppl. í síma 847-1330.

Til sölu Suzuki Grand Vitara, XL7, árg ́ 06, ek.142 þús., skoðaður í maí. Nýlegar tímakeðjur, hjólalegur að aftan, bremsuborðar, bremsuklossar og alternator-viðgerðarkostnaður upp á 400 þús. Tilboð óskast. Uppl. í síma 898-2128.

Til sölu ársgömul ísvél. Ágætt eintak, framleiðir góðan ís vandræðalaust, er að vísu kínversk smíði. Tilvalin fyrir ferðaþjónustu. Ýmis annar búnaður til sölu. Uppl. í síma 869-1011.

Til sölu Volvo F7, árg. 1984, keyrður 370.000 km. Uppl. í síma 893-4560.

Til sölu Musso Sport, árg. ´04, ssk. ek. 84 þús. km. Verð kr. 1.150 þús. Uppl. í síma 862-8551.

Til sölu sjálfskiptur Subaru Forester árgerð 2007. Ekinn 79 þús. km. Í góðu viðhaldi og vel með farinn. Frábær í snjó, góð sumar og vetrardekk fylgja. Verðhugmynd 2,2 m. Möguleg skipti á lítið eknum minni og ódýrari fólksbíl, helst sjálfskiptum. Upplýsingar í síma 694-9968

Olíur og síur - Hausttilboð. 15% afsláttur af olíu, smurfeiti og frostlegi ásamt 15% afslætti af öllum síum út september.

Zetor. Eigum á lager mikið úrval af varahlutum og síum í Zetor drátta-vélar. Einnig sérpantanir. Gerið verð-samanburð.

New Holland. Eigum fyrirliggjandi og útvegum flesta varahluti og síur Í New Holland dráttarvélar.

Case. Varahlutir og síur á lager í flestar gerðir Case dráttavéla. Sérpöntum varahluti í allar gerðir Case dráttar-véla. Jötunn Vélar ehf - Sími 480 0400 - www.jotunn.is. Austurvegi 69 - 800 Selfossi - Lónsbakka - 601 Akureyri

Multi One liðléttingur 3 hjóla, greip og skófla. Árg. ´08. Verð 1.590.000 + vsk. jotunn.is

Bens 1622 vörubíll, árg ´83. Fyrir laghenta. jotunn.is

Claas heyhleðsluvagn. Gamall en góður. Verð samkomulag. Jötunn Akureyri. jotunn.is

TYM 603. Árg 2007. Notkun 1.140 tíma. Verð 2.600.000 + vsk. jotunn.is

Grimme upptökuvél. jotunn.is

Landyni Legend 125. Árg 2005. 2.600 tímar. Verð 4.400.000 + vsk. jotunn.is

MF 6265. Árg. ´99. Notkun 10 þ. tímar. Verð 2.990.000 + vsk. jotunn.is

Claas Rolland 255. Rodo Cut. Árg 2006. Verð 2.490.000 + vsk. jotunn.is

John Deere 6320. Árg. ´04. Notkun 7000 tímar. Verð 4.790.000 + vsk. jotunn.is

MF 5455. Árg. 2004/5. Notkun 5500 tímar. Verð 4.490.000 + vsk. jotunn.is

Claas 657 ATZ. Árg. ́ 07. Notkun 4700 tímar. Verð 6.990.000 + vsk. jotunn.is

NewHolland TL100A. Árg. ´05. Notkun 3900 tímar. (Ný ámoksturs-tæki). Verð 4.890.000 + vsk. jotunn.is

Taarup Bio. Rúllusamstæða. Árg. ́ 06. jotunn.is

Volvo FL10. Árg. ´87. Notkun 690 þ. Ný dekk. Verð 1.980.000 + vsk. jotunn.is

Til sölu Scania 112M 4*2,árg. 84. vél biluð en önnur fylgir með. Uppl. veitir Ingvi í síma 892-4348.

Til sölu sementskúla í ágætu ástandi, hentar ágætlega sem vatnstankur eða fyrir kornflutninga. Verð 800.000 + vsk. Til sýnis og sölu hjá Bíla- og vélasölunni Borgarnesi. Sími 437-1200.

Til söluPlastrimlagólf! ! Eigum á lager plast-prófíl í vinsælu sauðfjárplastrimla-gólfin. Allar nánari upplýsingar í síma 571-3300/4800-400 – Jón bóndi og Jötunn vélar.

Gegnheil plastborð. 3x6x280 cm. 3x10x280 cm. 4x8x280 cm. 6x12x280 cm. 8x23x300 cm. Nótuð 2,8x13 cm. Plötur 2,5x100x100 cm. 2,5x105x205cm. Sívalir girðingarstaurar úr gegnheilu plasti: 4,5x175 cm. 6x175 cm. 7x175 cm. 8x175 cm. 10x175 cm. 10x230 cm.12x225 cm. 15cmx250 cm. Krosslaga 7x7x175 cm Jóhann Helgi & Co. Sími 565-1048. [email protected]

Gegnheilt plast í fjárhúsgólf. Básamottur 1,7x122x182 cm. og 1,8x100x150 cm. Drenmottur 100x100x4,5 cm. Gúmmíhellur 50x50x4,5 cm. Jóhann Helgi & Co ehf. Sími 565-1048. [email protected]

Hágæða gluggar frá Færeyjum, 10 ára ábyrgð. Fáanlegir úr plasti, timbri og álklæddir timburgluggar. Heildarlausnir á leiksvæðum: Útileiktæki, fallvarnarefni, girðingar, bekkir ofl. Jóhann Helgi & Co. Sími 565-1048. [email protected] www.johannhelgi.is.

Til sölu innréttingar og tæki í mjalta-bás, DeLaval tandem 2x3. Afköst um 50 kýr á klukkustund. Tölvustýrður bás með öllu nema hálsböndum: Innréttingar, tvö aflestrarhlið, gal-vanhúðað, alpro láglínu mjaltakerfi, þvottavél, sápuskömmturum og vatnshitara, plötukæli, tvær Vp-76 sogdælur. Dælur og hitari eru 3fasa en 1fasa mótorar fylgja á sogdælur og tíðnibreytir á mjólkurdælu. Uppl. veitir Kristinn í síma 894-7161.

Page 47: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

47Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013

Gólfborð, utanhúspanill, innipanill. Hagstætt verð. Eikin, Kleppsmýrarvegi 8, sími 577-2577.

Til sölu stór kamína, b. 1 m, h. 1 m og dýpt 60 cm. Einnig búðarhillur sem henta vel í geymslu og bílskúra, burðarmiklar. Uppl. í síma 893-2928.

Til sölu kartöfluflokkari, þvottavél og tínsluband. Einnig kartöflupökkunar-vél sjálfvirk og 5 skera jarðvegs-plógur með fjöðrum. Uppl. í síma 892-8782.

Til sölu notuð en nýyfirfarin og í góðu standi gámabrekka til sölu. Uppl. í síma 894-1633.

Til sölu Kuhn 7301 árg. ‚06. Vinnslubr. er 6.7-7.3 m. Vél í topplagi. Vélin hefur alltaf verið geymd inni. Uppl. í síma 862-5992

Til sölu nýyfirfarinn Aquila vatnshitara fyrir háþrýstiþvott. Hann þolir 300 bör og hitar upp í 125 gráður. Nýr svona kostar um 1 milljón, óska eftir tilboði. Uppl. í síma 820- 0820 eða á [email protected]

Ertu með rotþró? Viltu minnka flæði sápuefnanna í rotþróna / út í nátt-úruna? Þvottaboltinn er náttúruleg þvottalausn í þvottavélinni. Hentar þeim vel sem eru með viðkvæma húð eða með óþol gegn efnunum. Kynntu þér málið á www.undraboltinn.is. Við erum með fría heimsendingu út um land allt. Undraboltinn ehf., sími 696-4072.

Til sölu 3 nýir gluggar með opnanleg-um fögum, hvítir og glerjaðir. Tilvalið í bílskúr eða skemmu. Stærð: h 48 x b 158 Verð: 35.000.- stk eða 90.000.- saman. Uppl. í síma 770-7111.

Kornsekkir til sölu. Umbúðasalan Hafnarfirði Tölvupóstur [email protected] eða uppl. í síma 899-7978.

Til sölu lítið notað rimlahlið á kr. 250.000. Líka stjörnumúgavél biluð en tindar í lagi. Uppl. í síma 897-7255.

Er með vagn stærð 5 metrar og 240 á breidd verð 180.000 og rúllugreip sem er aftan á vél verð 40.000 og fullt af varahlutum í Ursus og Zetor. Uppl. í síma 843-9729.

Skoda Oktavia tdi 4 x 4 dísel bein-skiptur. Árg. ‚05 ekinn 218.000 km. Verð kr. 1.640.000,-. Keyrður 90% í langkeyrslu. Ný tímareim. Uppl. í síma 663-7833 hjá Símoni og á [email protected].

Hestakerra til sölu. Ifor Williams DP120G árg. '04 6 hesta kerra til sölu, einn eigandi, lítið notuð. Verð 1100 þús. Uppl. hjá netbilar.is - sími 588-5300.

Smurolíur og glussi fyrir allar vélar og tæki. Gæði á góðu verði. Gott úrval. Koppafeiti, smurefni með teflon , ryðleysir. Allt sem þarf á verkstæðið. Búvís, Grímseyjargötu, 600 Akureyri, buvis.is

Ver tu v iðbúin /n haust inu. Gúmmístígvél, gúmmískór á frábæru verði. Búvís, Grímseyjargötu, 600 Akureyri, buvis.is

Spenadýfur, spenaþvottaefni í miklu úrvali. Gæði í gegn. Hágæðahreinsiefni fyrir öll mjaltakerfi, mikið úrval og gott verð. Búvís, Grímseyjargötu, 600 Akureyri, buvis.is

Undirburðarefni í öll gripahús. Gæðaefni sem sem hefur mikla uppsogs- og sótthreinsieiginleika. Sagewash sótthreinsirinn sem hefur farið sigurför um landið og hefur gríðarlega góða sótthreinsieiginleika. Búvís, Grímseyjargötu, 600 Akureyri, buvis.is

Weckman þak-og veggstál dæmi um verð = 0,5 mm. Galv. kr. 1.250 m2 0,6 mm. Galv. kr. 1.630 m2 0,45 litað. kr. 1.590 m2. Afgreiðslufrestur 4-6 vikur H. Hauksson ehf, sími 588-1130.

Polaris Sportman 800, árg. ́ 05. Einnig tvær 5 vetra hryssur, önnur leirljós blesótt og hin brún. Dráttarvélakeðjur. Fjögur stk. 17‘ tommu álfelgur undir amerískan pallbíl. Uppl. í síma 846-3552.

Allt til veitingareksturs til sölu. Öll tæki, allar innréttingar, þ.á m. borð, stólar, afgreiðsluborð ásamt fleiru. Allt tæplega 2ja ára gamalt. Selst allt saman eða í sitt hvoru lagi. Uppl. á milli kl. 8.00 og 14.30 í síma 899-2729.

Til sölu lítið notuð Thermia uppítöku vatn í vatn varmadæla, 12kW 1fasa með 180L neysluvatns hitakút. Verð kr. 790 þús. + vsk. Uppl. í símum 690-0790 og 571-4774 www.friorka.is

Til sölu notaðir varahlutir í eldri gerð af JCB D3 traktorsgröfu. Einnig góður Galooper. Uppl. í síma 892-5257.

Til sölu Schäfer 2033 ekinn 2000 klst. Uppl. í síma 865-0145.

Til sölu Jeep Liberty, árg. ́ 05, ekinn 120 þús. Vél 3,7. Listaverð 1250 þús en tilboð 950 þús. Uppl. í síma 898-2128.

Er að rífa Volkswagen Transporter, 4x4, árg. ´03, vél 2500, ekinn 170 þús. Einnig Suzuki XL7, árg. ´06, vél 2,7. Ekinn 70 þús. Uppl. í síma 898-2128.

Loftpressa,slyskjur og kassi á Polaris 800. Metabo loftpressa 70 þús. Slyskjur fyrir fjórhjól á 30 þús og kass-inn á 30 þús. Uppl. í síma 897-0214.

Hinar velþekktu og reyndu básamottur frá Cow Comfort koma með haustinu. Vinsamlega staðfestið pantanir í tölvup. [email protected] eða í síma 899-1776.

Fjárflutningakassi sem tekur um 130 lömb er til sölu. Uppl. í síma 894-2595.

Kuhn 7301 árg. ‚06, miðjumúgavél vb.6,7 -7,3. Uppl. í síma 862-5992.

Til sölu Fordson super major árg. '61. Þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma 898-3845.

Kawasaki KFX 450r bein innsp. álstell, ný afturdekk. Verð 500 þ. Uppl. hjá Karli í síma 899-3481. Netfang [email protected]

Dekk 2 stk. 16,9/14-28 + 1 slanga. Uppl. í síma 892-2090.

Heyrúllur, fyrningar staðsetning Borgarfjörður talsvert magn, ódýrt. Uppl. í síma 892-2090.

Til sölu hlutur í jörð í Flóa, 70 km. frá RVK. Hentar til hrossabeitar og úti-göngu. Einnig gamall sumarbústaður. Uppl. í síma 894-2144.

Kerrur og vagnar. Humbaur - Edwards trailers. Hesta-, vinnu-, og bílakerrur. Gripa-, efnis-,og vélavagnar. Skoðið heimasíðuna okkar á www.topp-lausnir.is

Hef til sölu hágæða girðingarefni á sanngjörnu verði. Sendi um allt land. Girðingar ehf. Uppl. í síma 893-7398.

Óska eftirKaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslenskar. Vantar 45 snúninga ís lenskar S taðgre ið i l í ka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma 822-3710 eða á [email protected]

Óska eftir vel með förnu 500-800cc. fjórhjóli til kaups. Verðbil 600-900 þús. staðgreitt. Kínverskt hjól kemur ekki til greina. Uppl. í síma 894-5111.

Mig vantar öfluga hakkavél til notkun-ar í haustverkin. Helst litla iðnaðarvél. Uppl. í síma 895-8318.

Óska eftir að kaupa framhásingu og millikassa sem ég get notað í Ford Econoline 350. Heil hásing eða skærahásing. Má einnig vera gamall bíll sem ég get rifið úr. Uppl. í síma 893-5201.

Er að leita að íbúðarhúsi í sveit til kaups. Má þarfnast lagfæringa og ekki nauðsyn á miklu jarðnæði. Nálægð við höfuðborgarsvæðið er kostur svo og fallegt umhverfi. Uppl. í síma 897-4902 eða í netfang [email protected]. Sanngjarnt verð í boði fyrir góða eign.

Óska eftir suðupotti, þarf að vera í lagi. Uppl. í símum 564-2209 og 822-8230 eða á [email protected]

Óska eftir að kaupa 3-5 Liberty talstöðvar (gular smalatalstöðvar). Uppl. í síma 847-5557.

Óska eftir að kaupa notaðan slóðadraga (ávinnsluherfi). Stærð 3-4 m. Uppl. í síma 892-8924.

AtvinnaUngur maður frá S.-Ameríku leitar að tímabundnu eða framtíðarstarfi í sveit. Vanur útivinnu og léttur í lund. Uppl. í síma 773-8001, Gonzalo.

GistingGisting á Akureyri. Gæludýr leyfð. Sér aðstaða. Uppl. gefur Sigurlína í síma 861-6262.

HestarHestamenn. Heilsársbeit á Kjalarnesi f. 30-40 hesta. Leigist einum aðila. Uppl. í síma 892-2090.

Húsnæði í boðiHveragerði. Íbúð til sölu með þjónustu samning við NLFÍ. Nýlegt, vandað 100 fm. endaraðhús til sölu. Rúmgóðar verandir og lóð með trjágróðri. Lífeyrislán getur fylgt. Uppl. í síma 483-5800.

LeigaTil leigu fyrir skólastúlku, herbergi með húsgögnum. Vesturbær í námunda við skóla. Góðar strætó-samgöngur. Fæði að hluta, ef vill. Reyklaus og reglusöm. Uppl. í síma 866-4612

Ertu að fara í menntask. eða háskóla? Lítið herbergi til leigu í 105 R. Aðgangur að wc, eldh.neti og þvottav. Hreinlæti og reglusemi áskilin. Uppl. í síma 861-2567.

SkiptiHefur einhver sauðfjárbóndi í Borgarfirði, Mýrum eða Vestfjarðahólfi eystra áhuga á að fá 2ja vetra gelding í staðinn fyrir 4 flekkóttar gimbrar, helst kollóttar. Allar frekar uppl. í síma 895-5868 eða á [email protected].

SumarhúsSumarhús?? Rotþrær - Vatnsgeymar. Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300 til 50.000 l. Lindarbrunnar. Sjá á borgarplast.is - Mosfellsbæ. Uppl. í síma 561-2211.

ÞjónustaGB Bókhald. Tek að mér að færa bókhald - skila vsk.skýrslu - geri ársreikninga - geri og skila skatta-skýrslu - er með dk+dkBúbót. .Gerða Bjarnadóttir. Netfang [email protected] s.431-3336 og 861-3336

Get tekið hross í hagagöngu á 100ha beitiland við sveitabæ um 15 mín. frá Selfossi. Verð per hross: 5000 kr. / 8000 kr. með beit. Fyrirframgreiðsla og 1 mánuður í tryggingu. Uppl. í síma 898-4567.

Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager

Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 [email protected]

Varahlutir - Viðgerðir

sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New Holland og Case

VélavitOftast ódýrastir!

JCB

DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS

· Tekur heitt vatn > sparneytin· Stórt op > auðvelt að hlaða· Þvotta og orkuklassi A· Engin kol í mótor

12 kgÞvottavél

Amerískgæðavara

Næsta Bændablað

kemur út19. september

Skelltu inn smáauglýsingu með

farsímanum eða spjaldtölvunni

Page 48: Við vinnum með þér - bondi.is · á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja

Sláturfélag Suðurlands svf. Fosshálsi 1 110 Reykjavík Simi 575 6000 www.ss.is

SS kynnir bætiefnafötur og saltsteina frá

Vitfoss Danmörku

Sláturfélag Suðurlands svf Fosshálsi 1 110 Reykjavík Simi 575 6000 www ss is