Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

32
Vetrarfrí 2013 / 2014 Tenerife | Kanarí | Úrvalsfólk | Borgir | Skíði | Siglingar | Sérferðir | Golf

description

Glænýr vetrarbæklingur frá Úrval Útsýn með frábærum og spennandi ferðum í allan vetur!

Transcript of Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

Page 1: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

Vetrarfrí2013 / 2014

Tenerife | Kanarí | Úrvalsfólk | Borgir | Skíði | Siglingar | Sérferðir | Golf

Page 2: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

Ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn þarf vart að kynna fyrir þeim sem eitthvað hafa fylgst með íslenskum ferðamarkaði. Saga skrifstofunnar er samofin ferðalögum Íslendinga allt frá fyrri hluta síðustu aldar. Í dag

byggir ferðaskrifstofan svo sannarlega á þeirri reynslu og hefð sem safnast hefur saman í gegnum árin. Starfsfólk ferðaskrifstofunnar hefur dýrmæta reynslu í skipulagningu ferða um allan heim en skrifstofan hefur á að skipa

einvalaliði sem tekur vel á móti þér. Það er keppikefli okkar að bjóða upp á fjölbreyttni og faglega þjónustu á öllum sviðum, því ferðin þín skiptir okkur miklu máli.

ÚRVAL ÚTSÝNFERÐIN ÞÍN Í ÖRUGGUM HÖNDUM

VERIÐ VELKOMIN!

SÖLUSVIÐ

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDADEILD

VIÐSKIPTAFERÐIR ÚÚ

Ásdís Pétursdó[email protected]

Ingibergur Jó[email protected]

Dagný [email protected]

Gígja Gylfadó[email protected]

Guðbjörg Auð[email protected]

Hanna Alfreð[email protected]

Kristín Kristjá[email protected]

Olga Sigurðardó[email protected]

Lilja [email protected]

Luka [email protected]

Sigurður [email protected]

Sesselja Jö[email protected]

Erla Valsdó[email protected]

Valdís Jónsdó[email protected]

Þjónustusvið Úrvals Útsýnar

FRAMLEIÐSLU- OG HÓPADEILD

Ingibjörg [email protected]

Lára Birgisó[email protected]

Ása María Valdimarsdó[email protected]

Jenný Ólafsdó[email protected]

Viktorija Janciuté[email protected]

Steinunn Tryggvadó[email protected]

Úrval ÚtsýnLágmúla 4Sími: 585 4000 www.urvalutsyn.is

Allar upplýsingar í bæklingnum eru birtar með fyrirvara um prent- eða myndvillur. Umbrot og hönnun: Birgir Örn Breiðfjörð // Prentun: Ísafold

Page 3: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

Ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn þarf vart að kynna fyrir þeim sem eitthvað hafa fylgst með íslenskum ferðamarkaði. Saga skrifstofunnar er samofin ferðalögum Íslendinga allt frá fyrri hluta síðustu aldar. Í dag byggir ferðaskrifstofan svo sannarlega á þeirri reynslu og hefð sem safnast hefur saman í gegnum árin. Starfsfólk ferðaskrifstofunnar hefur dýrmæta reynslu í skipulagningu ferða um allan heim og það er keppikefli okkar að bjóða upp á fjölbreytta og faglega þjónustu á öllum sviðum.

Útkoma ferðabæklinga hefur verið fastur liður í starfsemi félagsins og eru bæklingarnir orðnir ansi margir í gegnum árin. Í þessum ferðabækling kynnir Úrval Útsýn glæsilegt úrval af haust- og vetrarferðum árið 2013-14. Vð bjóðum upp á spennandi nýjungar í bland við staði sem notið hafa vinsælda í gegnum árin. Ef þig langar í sólina þá bjóðum við upp á vikulegt flug til blómaeyjunnar Tenerife sem er sannkölluð paradís fyrir vandláta ferðalanga. Einnig eru í boði ferðir til Gran Canaria, en eyjan hefur verið einn

vinsælasti vetraráfangastaður Íslendinga undanfarna áratugi.Skipulagðar ferðir Úrvalsfólks í haust og vetur til Kanaríeyja, Tenerife og Benidorm eru á sínum stað og alltaf jafn vinsælar. Skipulagðar golfferðir til Tenerife yfir vetrartímann njóta sífellt meiri vinsælda og í vetur verður boðið upp á 3 skipulagðar golfferðir í febrúar. Skemmtisiglingar eru ávallt vinsælar og úrvalið í ár afar glæsilegt. Borgarferðirnar eru á sínum stað þar sem skoða má menningu og sögu borganna ásamt því að versla og borða góðan mat. Við erum stolt af að kynna nýjar ferðir undir yfirskriftinni “Ung á öllum aldri”. Í þeim ferðum er lögð áhersla á náttúrulegar leiðir til að viðhalda orku og þreki til að öðlast betri lífsgæði.

Við kynnum spennandi nýjungar í skíðaferðum til Austurríkis og Þýskalands. Nýjasti áfangastaðurinn er Abtenau í Dachstein West en þar eru fjölbreyttar brekkur við allra hæfi. Þá bjóðum við skíðaferðir til Zell am See, Innbruck og Garmisch-Partenkirchen. Það ættu því allir

að finna eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að skíðaferðinni í vetur. Íþróttadeildin sér um að koma þér á enska boltann ásamt því að skipuleggja hvers konar íþróttaferðir fyrir hópa og einstaklinga. Ef ferðahugur þinn leitar á önnur mið kemur áætlana- og viðskiptadeildin okkar sterk inn. Þar munu þaulvanir starfsmenn okkar sjá um að koma þér þangað sem ferðinni er heitið.

Allar frekari upplýsingar um fjölbreytta haust- og vetraráætlun Úrvals Útsýnar má finna á heimasíðu okkar www. uu.is . Þá eru starfsmenn okkar ávallt reiðubúnir að veita þér aðstoð við val á ferðinni sem hentar þér annað hvort í síma eða á söluskrifstofu okkar.

Hlökkum til að sjá þig í ferð með Úrvali Útsýn.

Ferðakveðja,Margrét HelgadóttirForstjóri Úrvals Útsýnar

ÁRALÖNG REYNSLA OG ÞEKKING

4-9 10-12 13 14

15 16 17 18

19 20 21 21

22 22 23 26

27 29 30 31

Tenerife

Dublin

New York

Kanarí Úrvalsfólk Borgir

Liverpool Berlín München

Skíði Zell am See Dachstein WestAbtenau

SérferðirGarmischPartenkirchen Innsbruck Siglingar

GolfUng á öllum aldriGönguferðir& sýningar

Viðskipta-ferðir

Ása María Valdimarsdó[email protected]

Page 4: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

4

Tenerife„Einstök veðursæld allt árið um kring!“

VEÐRIÐ

Meðfylgjandi tafla sýnir meðalhita en hiti getur verið breytilegur frá ári til árs.

AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLIAkstur frá Tenerife flugvelli að hótelum tekur um 30 mínútur, eftir hótelum.

Akstur til og frá flugvelli erlendis er valkvæð þjónusta. Þeir sem vilja nýta sér aksturinn bóka og fullgreiða þjónustuna hérna heima.

Hitatafla okt nóv des jan feb mars apríl

24 22 21 21 22 22 22

18 16 15 15 16 16 16

19 20 20 19 19 19 19

Page 5: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

www.uu.is

5

Um Tenerife Úrval Útsýn býður upp á vinsælustu ferðamanna–bæina á suðurhluta Tenerife; Playa de las Américas og Costa Adeje. Þaðan er stutt niður að strandlengjunni, t.d. hinni frægu dekurströnd Playa del Duque. Hægt er að fara í golf, go-kart, köfun og enginn, sem er ungur í anda, má láta vatnsrennibrautagarðinn Siam Park fram hjá sér fara, en hann er einn sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu. Tenerife er paradísareyja sem býður upp á öll hugsanleg þægindi undir stöðugri sól.

1 km

Duque ströndin

Fanabe ströndin

Troya ströndin

Las Vistas ströndin

Los Cristianos

GOLFVÖLLUR

AQUALAND

SIAM PARK

LAUG

AVEG

UR

COSTA ADEJE

Playa de las Americas

www.uu.is/sol/tenerife/

KÖFUN Í UNDURFÖGRUM DJÚPUM TENERIFE

Í vor ætlum við að bjóða uppá stórkostlegar köfunarferðir til paradísareyjunnar Tenerife. Í boði verða tvær ferðir, önnur fyrir reynda kafara og hin fyrir byrjendur í köfun.

Tenerife hefur uppá að bjóða einn af bestu köfunarstöðum í heiminum, þar sem undraheimur Atlantshafsins er skoðaður í köfun með meistara undirdjúpa Tenerife, Tim Culloty, ásamt fyrsta flokks leiðsögn fararstjórans og kafarans Fjalars Ólafssonar.

KÖFUN FYRIR BYRJENDUR 13.-20. FEBKöfunarferðin fyrir byrjendur er fyrir þá sem hafa aldrei kafað, eða hafa litla reynslu, og munu þátttakendur fá Open Water diver réttindi. M.a. heimsækjum við risa skjaldbökurnar í El Puertito ásamt öðrum spennandi köfunar stöðum á suðurhluta Tenerife.

KÖFUN FYRIR REYNDA KAFARA 20.-27. FEBÍ köfunarferðinni fyrir reynda kafara verður farið í 10 kafanir víðsvegar um eyjunna, þar sem meðal annars verður skoðað skipsflak sem liggur á 30 metra dýpi, djúpköfun, risa skjaldbökurnar heimsóttar til El Puertito ásamt köfun frá báti og svæði þar sem risaskötur halda sig allan ársins hring.

Skoðunarferðir

FERÐ TIL EYJUNNAR LA GOMERA

Komið er til hafnar við San Sebastian, höfuðborgar LaGomera, eftir 35 mínútna siglingu frá Los Cristianos á Tenerife, með flugbátum Fred Olsen. Þaðan er keyrt upp að Garajonay þjóðgarðinum sem hefur að geyma allsérstakan regnskóg, einann sinnar tegundar í heiminum, en stoppað fyrir myndatökur á leiðinni, þar sem landslagið er stórbrotið og engu líkt. Þá er keyrt í áttina að La Palmelita og stoppað í bænum “Rosas”. Þar er snæddur hádegisverður að hætti Gomera búa og kynnt er til sögunnar hið einstaka flaututungumál La Gomera.

Eftir hádegisverðinn er svo keyrt áfram til Hermigua á norður eyjunni og svo til höfuðborgarinnar San Sebastian, þar sem gestir fá frjálsan tíma til að ganga um borgina og jafnvel kynna sér sögu Kristófers Kólumbusar, en hann sigldi þaðan yfir til Suður Ameríku árið 1492.

Í eftirmiðdaginn er svo siglt aftur yfir til Tenerife oggestum skilað heim á hótel. ENSK FARARSTJÓRN!

LORO PARQUEGarðurinn er einstök veröld dýra og náttúru. Hvergi í heiminum er að finna eins margar tegundir páfagauka og þar er ein magnaðasta mörgæsanýlenda utan Suðurskautsins. Í Loro Parque er einnig að finna tígrisdýr, górillur, höfrunga, skjaldbökur, hákarla og margt fleira.

SIAM PARKEftirsóttasti vatnagarður í Evrópu er Siam Park. Garðurinn var opnaður árið 2007 og nær hann yfir 18.5 hektara svæði. Vatnsrennibrautirnar eru fyrir alla aldurshópa og því tilvalið fyrir alla fjölskylduna að gefa sér góðan tíma og njóta þessa einstaklega fallega vatnagarðs.

Page 6: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

6

Best TenerifeGott 4 stjörnu hótel, frábærlega vel staðsett í hjarta Playa de las Americas þar sem örstutt er í verslanir og þjónustu. Fallegur og gróðursæll sundlaugagarður. Gott hótel fyrir alla fjölskylduna.

Svæði:Playa de las Americas

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

250m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Hotel GalaGott 4 stjörnu hótel, vel staðsett á Playa de las Americas svæðinu og aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Hótelið er rómað fyrir góðan mat og stutt er í verslanir og fjölda skemmtistaða í næsta nágrenni.

Svæði:Playa de las Americas

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

300m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Parque SantiagoFrábær íbúðagisting rétt við ströndina og eitt eftirsóttasta hótel á Tenerife. Aðeins 80 m frá glæsilegri strönd og staðsett á „Laugaveginum”. Tilvalið fyrir fjölskyldufólk.

Svæði:Playa de las Americas

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Viftur

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Nei

Nei

Svæði:Playa de las Americas

Hotel La SiestaLa Siesta er fjögurra stjörnu hótel staðsett fyrir miðju á Playa de las Americas ströndinni, aðeins 300 m frá sjónum. Þetta er U-laga, þriggja hæða bygging með garði og sundlaugum.

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

250m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

TENERIFE

www.uu.is/sol/tenerife/

Page 7: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

www.uu.is

7

Hovima Santa MariaSanta Maria er 3 stjörnu íbúðagisting staðsett rétt fyrir ofan Fanabe ströndina og Puerto Colon höfnina, á Costa Adeje. Líflegt umhverfi með mikið af verslunum, veitingastöðum, börum og stutt í alla þjónustu.

Svæði:Playa de las Americas

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

50m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Marylanza Apart HotelMarylanza er nýlegt og stórglæsilegt 4 stjörnu íbúðahótel á Playa de las Americas svæðinu. Staðsett við Golf Las Americas golfvöllinn og í léttu göngufæri við ströndina og miðbæinn.

Svæði:Playa de las Americas

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

1,5km

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Costa Adeje Gran HotelFallegt og fjölskylduvænt hótel með glæsilegu útsýni yfir bæði Duque og Fanabé strendurnar. Öll helstu þægindi sem völ er á og glæsilegur garður með góðum sundlaugum.

Svæði:Costa Adeje

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

300m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Hotel Sheraton La CaletaHotel Sheraton La Caleta er glæsilegt 5 stjörnu hótel staðsett á Adeje svæðinu. Aðstaða til fyrirmyndar, fullbúin heilsurækt og glæsilegur sundlaugagarður.

Svæði:Costa Adeje

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

400m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

www.uu.is/sol/tenerife/

Page 8: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

8

TENERIFE

Tropical Playa3 stjörnu hótel á góðum kjörum. Hótelið er staðsett í rólegum hluta Troya hverfisins. Góður sundlaugagarður með sérstakri barnalaug og eru laugarnar upphitaðar yfir vetrarmánuðina.

Svæði:Playa de las Americas

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

600m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Parque De Las AmericasEinfalt íbúðahótel á frábærum kjörum. Vel staðsett í jaðri Costa Adeje hlutans og steinsnar frá iðandi mannlífi Playa de las Americas. Stutt er í alla þjónustu og aðeins 100 metrar á Bobo ströndina.

Svæði:Playa de las Americas

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Viftur

230m

Nei

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Nei

Nei

Hotel Troya4 stjörnu hótel á Troya ströndinni. Góð aðstaða í garðinum en einnig er mjög stutt á ströndina. Mjög gott leiksvæði er fyrir börnin og stutt er í verslanir og fjölda skemmtistaða í næsta nágrenni.

Svæði:Playa de las Americas

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

20m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Nei

Nei

Hotel Fanabe Costa SurHótelið kemur fólki skemmtilega á óvart, fjölbreytt sameiginleg aðstaða, góð þjónusta og þægilegt viðmót gerir dvöl á Hótel Fanabe vel þess virði að eyða sumarleyfinu.

Svæði:Costa Adeje

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

600m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

www.uu.is/sol/tenerife/

Page 9: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

www.uu.is

9

Parque CristobalÍbúðagisting í hjarta Las Americas strandarinnar. Aðeins 100 m að ströndinni og fjöldi veitangastaða og verslana aðeins steinsnar í burtu. Glæsilegar íbúðir í rólegu og fjölskylduvænu umhverfi.

Svæði:Playa de las Americas

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Vifta

200m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Hotel BitacoraFrábærlega staðsett og gott 4 stjörnu hótel á Playa de las Americas ströndinni. Stutt í alla þjónustu og verslanir.

Svæði:Playa de las Americas

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

200m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Nei

COMPOSTELA BEACH GOLF CLUBGóð íbúðargisting skammt frá golfvelli á Playa de las Américas. Við hótelið er afslappandi sundlaugagarður með bar, sólarverönd, barnalaug og sundlaug. Fallegar vel við haldnar íbúðir í einföldum stíl.

Svæði:Playa de las Americas

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

50m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Nei

Hotel Villa CortesRúmgóð og glæsileg herbergi með fullbúnum lúxusbaðherbegjum. Hótelið er frábærlega staðsett á Playa de las Americas ströndinni þar sem allt er í fyrsta flokki!

Svæði:Playa de las Americas

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

10m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Nei

www.uu.is/sol/tenerife/

Page 10: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

10

KANARÍ

Kanarí„Sælustaður fyrir vetrarfrí!“

Page 11: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

www.uu.is

11

Um Kanarí Loftslag Kanaríeyja hentar Íslendingum vel, það er ekki of heitt og ekki of kalt, heldur stöðugur og þægilegur andvari. Fallegir strandbæir liggja meðfram sjónum sem kafarar, brimbrettafólk og baðgestir sækja í.

Á kvöldin kviknar næturlíf þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, allt frá diskótekum til rólegra og huggulegra kráa. Á Kanaríeyjum er líflegt að vera. Á daginn má rölta niður á strönd eða kíkja í einhverja af þeim fjölmörgu verslunarmiðstöðvum, börum og kaffihúsum sem eru á eyjunni. Einnig má spila golf á afbragðs golfvöllum.

Maspalomas

Enska ströndi nPuerto Rico

Gran Canaria

Las Palmas

Galdar

Agaete

Santa Maria de Gui aArucas

Puerto de Mogán

Ifa BuenaventuraMjög þægilegt og gott hótel á góðum stað á ensku ströndinni. Tveir sundlaugagarðar og mikil skemmtidagskrá. Stór og rúmgóð herbergi.

Svæði:Enska ströndin

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

400m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Nei

Nei

Barbacán SolEinn vinsælasti gististaður íslenskra ferðalanga til margra ára. Gisting eins og hún gerist best á Kanaríeyjum, á góðum stað á Ensku ströndinni, með mjög góðri aðstöðu og þjónustu.

Svæði:Enska ströndin

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

1,5km

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Gott að vitaVEÐRIÐ

GOLF

LANDIÐAKSTUR FRÁLAS PALMAS Meðfylgjandi tafla sýnir

meðalhita en hiti getur verið breytilegur frá ári til árs.

Tilvalið er að taka með sér golfsettið til Kanarí. Nokkrir golfvellir eru í nágrenni Ensku strandarinnar, t.d. Campo de Golf Maspalomas.

Kanaríeyjar eru 7 talsins og eru samtals um 7.300 km2. Gran Canaria er þriðja stærsta eyjan,

1.532 km2 og þar búa 825.000 manns. Á Kanaríeyjum eru samtals 2,1 milljón íbúar.

Á Kanarí blandast saman afrísk og spænsk menning svo úr verður skemmtilegt samspil. Margar gamlar byggingar í nýlendustíl má finna í borgunum.

Akstur frá Las Palmas flugvelli að hótelum tekur frá 30 mín. upp í klukkustund eftir hótelum. Hitatafla okt nóv des jan feb mars apríl

24 22 21 21 22 22 22

18 16 15 15 16 16 16

19 20 20 19 19 19 19

www.uu.is/sol/kanari/

Page 12: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

12

KANARÍ

Roque NubloVel staðsett íbúðagisting við Avenida de Tirajana með einföldum og björtum íbúðum og góðum sundlaugagarði. Í byggingunni er góður veitingastaður, Las Brasas.

Svæði:Enska ströndin

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

1km

Nei

Nei

Nei

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Nei

Nei

MontemarVel staðsett íbúðahótel á Ensku ströndinni. Fjölmargar verslanir, veitingastaðir og barir eru í næsta nágrenni. Staðsett við íbúðagötu á einum eftirsóttasta stað Ensku strandarinnar.

Svæði:Enska ströndin

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

100m

Nei

Nei

Nei

Nei

Nei

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Nei

Nei

Costa MelonerasEinstaklega glæsilegt hótel í fallegu umhverfi við Maspalomas ströndina sem gerir fríið ógleymanlegt. Við hótelið er gróðursæll garður með fimm sundlaugum og sumar þeirra eru upphitaðar.

Svæði:Meloneras

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

100m

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Nei

Dunas MiradorHótelið er á friðsælum stað ofarlega á Maspalomas svæðinu við Sonnenland. Stór og góður garður með sundlaug, barnalaug og leiksvæði fyrir börnin. Frábær kostur fyrir fjölskyldur.

Svæði:Sonnenland

Aðstaða

Strönd

Bar

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

2km

Fæði

Án fæðis

Morgunmatur

Hálft fæði

Fullt fæði

Allt innifalið

Nei

Nei

Nei

www.uu.is/sol/kanari/ Athugaðu fleiri gistimöguleika á Kanarí á heimasíðu okkar urvalutsyn.is

Page 13: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

www.uu.is

13www.uu.is/urvalsfolk/

VOR 2014BENIDORM

Skemmtanastjóri:Jenný Ólafsdóttir

Gran Hotel Bali

Hinar vinsælu heldri borgaraferðir á Gran Hotel Bali hafa svo sannarlega slegið í gegn. Þar njóta menn samvista við jafnaldra, vini og kunningja. Skemmtanastjóri skipuleggur fjölbreytta dagskrá við allra hæfi. Betra er að tryggja sér sæti í tíma þegar ferðin verður sett í sölu því síðasta ferð seldist fljótt upp!

Ferð kynnt á næstunni - fylgist með!

Úrvalsfólki fjölgar stöðugt og er fjöldi ferðafélaga yfir 10 þúsund. Í ferð með

Úrvalsfólki er hópurinn samstæður og þú nýtur samvista við jafnaldra, vini

og kunningja. Skemmtanastjóri er með í ferðum og skipuleggur fjölbreytta

dægradvöl, t.d. leikfimi, spilavist og skemmtikvöld. Farið er saman út að borða, í

dans og danskennslu, golf og mínígolf ásamt fjölmörgum öðrum skemmtilegum

uppákomum. Að ógleymdum frábærum skoðunarferðum í fylgd reyndra fararstjóra.

ÚRVALSFÓLK (60+)

Úrvalsfólk„Ferðalög og frábær

félagsskapur“

Roque Nublo

Fararstjórar: Kristín Tryggvadóttir og Svandís Guðmundsdóttir

Gist verður á Roque Nublo, sem er frábært hótel staðsett á Ensku stöndinni en aðrir gistimöguleikar eru í boði á sama tíma. Fjölbreytt afþreying, kvöldvökur og mikil skemmtun!

KANARÍ HAUST 2013

UPPSELT

Ferð í janúar kynnt á næstunni

Hotel La Siesta

Kjartan Trausti reynir að yngja sig og aðra upp í þessari spennandi ferð fyrir Úrvalsfólk. Þjóðgarðurinn El Teide heillar og enginn sleppir verslunar- og menningarferð til höfuðborgarinnar Santa Cruz de Tenerife.

TENERIFE HAUST 2013

Skemmtanastjóri:Kjartan TraustiSigurðsson

UPPSELT

Ferð í mars kynnt á næstunni

Page 14: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

14

„Hver borg er heimur út af fyrir sig“

Borgir

Page 15: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

www.uu.is

15www.uu.is/borgir/

Fleiri gistimöguleikar í boði - skoðaðu úrvalið á heimasíðu okkar urvalutsyn.is

CAMDEN COURT

Mjög gott 3 stjörnu hótel staðsett í „betri” hverfum Dyflinnar. Mikið af góðum veitingastöðum og pöbbum eru í kringum hótelið.

Gott að vita

DUBLINÍRLAND

VERSLAÐU!Nóg er af verslunum í Dublin og hægt er að gera góð kaup. Borgin er þægileg yfirferðar

og stutt er á milli helstu verslunargatnanna sem eru sitt hvoru megin við ána Liffey.

ÍRSKU KRÁRNARKrár og tónlist skipa vissulega stóran sess í borgarlífi Dublin en eru þó aðeins brot af því sem borgin býður upp á en fjölbreytileikinn er þar í fyrirrúmi.

EINSTAKT TÓNLISTARLÍFEinstakt tónlistarlíf Íra setur svip sinn á daglegt líf í Dublin. Unnendur þjóðlaga og sígildrar tónlistar verða ekki í vandræðum með að finna tónleika við sitt hæfi.

Um ferðina:Dublin, höfuðborg Írlands er með líflegri borgum Evrópu. Veitingahúsin, krárnar og nýtísku hótelin hafa lífgað uppá miðbæ Dublinar svo um munar. Menning, listir, hefðir og saga laða til sín fólk á öllum aldri auk þess sem tápmikið og fjörugt mannlífið heillar. Borgin iðar af fjöri fyrir jafnt unga sem aldna og allir finna skemmtun og stemningu við sitt hæfi. Nóg er af verslunum í Dublin. Borgin er þægileg yfirferðar og stutt er á milli helstu verslunargatnanna sem eru sitt hvoru megin við ána Liffey. Verslunarmiðstöðin Dundrum Town Centre er gríðarlega flott og býður uppá óendanlega verslunarmöguleika. Dundrum var betrumbætt árið 2005 og þykir hin glæsilegasta.

Haust 2013:

3. - 6. október - Uppselt

10. - 13. október - Uppselt

24. - 27. október - Uppselt

Vor 2014:

24. - 27. apríl

Page 16: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

16 www.uu.is/borgir/

Um ferðina:Helgarferð til Liverpool í Englandi sem býður upp á margt meira og annað en fótbolta. Liverpool hefur verið þekkt fyrir að vera Bítlaborgin, þar sem John Lennon og Paul McCartney ólust upp og byrjuðu tónlistarferilinn. Liverpool stendur við ánna Mersey og er ein mikilvægasta hafnarborg Bretlands. Státar Liverpool einnig af miklum fjölda safna og leikhúsmenningu, þeirri mestu fyrir utan London, þannig að enginn þarf að láta sér leiðast í borginni.

Fleiri gistimöguleikar í boði - skoðaðu úrvalið á heimasíðu okkar urvalutsyn.is

DAYS INN

Days inn er 3ja stjörnu fallegt hótel í miðborginni, á hótelinu er veitingastaður og bar. Staðsett nálægt Liverpool One verslunarmiðstöðinni og aðra merka staði.

Gott að vita

LIVERPOOLENGLAND

VERSLANIRMikið er um skemmtilegar verslanir í Liverpool. Þar eru bæði verslunarmiðstöðar, skemmtilegar sérverslanir

og markaðir. Liverpool One er stór verslunarmiðstöð í miðborginni með um 160 verslanir.

BORGINDómkirkjan í Liverpool er 189 m löng og er næst lengsta

kirkjubygging í heimi og stærsta kirkja Bretlands að flatarmáli. Royal Liver Building er risastór bygging í miðborginni reist 1911 og var hæsta hús Bretlands til 1961.

TÓNLISTBoðið er upp á að

fara hinn svokallaða Bítlahring. Þá eru heimsótt æskuheimili Johns Lennon og Pauls McCartney sem eru opin almenningi og einnig farið um Penny Lane, Strawberry Field og á Cavern Club, þar sem Bítlarnir spiluðu á fyrstu árum tónlistarferils síns.

Haust 2013: Vor 2014:

18. - 21. október 7. - 10. mars

21. - 24. mars

Page 17: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

www.uu.is

17www.uu.is/borgir/

Gott að vita

BERLÍNÞÝSKALAND

SKIPTING BERLÍNAREftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar var Berlín sem einangruð eyja inni í miðju Austur-Þýskalandi. Í hartnær 30 ár var borginni skipt í tvennt með múr milli Austur- og Vestur -Berlínar. Eftir fall múrsins og sameiningu Þýskalands hefur átt sér stað ævintýraleg uppbygging sem er enn í fullum gangi.

SAMGÖNGURSamgöngur í Berlín eru einstaklega auðveldar og góðar. Neðanjarðar-lestarkerfið eða U-Bahn sem nær um alla borgina, er mjög þétt og hraðvirkasti mátinn til að komast leiðar sinnar.

VERSLANIRKurfürstendamm eða “Kudamm”

er frægasta verslunargatan í gömlu Vestur-Berlin en nú spretta sífellt fleiri verslanir upp út um alla borg eins og við Alexanderplatz, Friedrichstraße eða Potsdamer Platz.

Um ferðina:Það er óhætt að segja að engin borg í Evrópu, og þótt víðar væri leitað, sé eins mörkuð af sögu tuttugustu aldarinnar og Berlín. Borgin, eins og hún er nú og hið sérstæða andrúmsloft sem þar ríkir, hefur óhjákvæmilega mótast af skiptingu hennar í tvo gjörólíka heima um þrjátíu ára skeið. En Berlín hefur alltaf verið sérstök og haft mikla sérstöðu í hugum Þjóðverja, jafnt jákvæða sem neikvæða.

WINTERS HOTEL

Winters Hótel við Check Point Charlie er mjög gott 4 stjörnu hótel. Hótelið er aðeins 100 metrum frá Friedrichstraße verslunagötunni og 600 metrum frá Check Point Charlie.

Fleiri gistimöguleikar í boði - skoðaðu úrvalið á heimasíðu okkar urvalutsyn.is

Haust 2013:

17. - 20. okt. - Uppselt

7. - 10. nóv.

21. - 24. nóv.

Vor 2014:

27. - 30. mars.

3. - 6. apríl.

24. - 27. apríl.

1. - 4. maí.

Aðventuferð

5. - 8. des.

Page 18: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

18 www.uu.is/borgir/

Gott að vita

MÜNCHENÞÝSKALAND

MIÐBÆRINNMargir líkja München

frekar við stórt þorp en stórborg, enda er þar góður andi og yfirsýn. Marienplatz með Nýja Ráðhúsinu er miðja borgarinnar og þaðan er stutt í alls konar verslanir, veitingastaði og áhugaverða staði að skoða. Undir torginu er ein aðal skiptistöð neðanjarðarlestanna.

VERSLANIRMjög gott telst að versla í München og út frá Marienplatz eru helstu verslunargötur miðborgarinnar með verslunum af öllu tagi. Verslunarmiðstöðvar og jólamarkaðir víða um borg.

ÁHUGAVERT AÐ SKOÐAHofbräuhaus er eitt frægasta bjórhús veraldar, Deutsches Museum er eitt virtasta tæknisafn í heimi, Allianz Arena, heimavöllur Bayern München, er einn glæsilegasti íþróttaleikvangur Evrópu. Í borginni eru mörg listasöfn og byggingar á heimsmælikvarða.

Um ferðina:Aðventan í München er einstakur tími. Jólamarkaðir eru út um alla borg, þar má finna jólaskraut, gjafavöru, handverk og góðgæti af ýmsu tagi og ilmurinn af steiktum pylsum, grilluðum hnetum, hunangskökum og jólaglögg fyllir vitin. Elsti og stærsti jólamarkaðurinn er á Marienplatz í miðborginni. Jólaskreytingar, ljósadýrð, tónleikar og eitthvað spennandi fyrir unga sem aldna er viðbót við allt annað sem München hefur uppá á bjóða. Þess vegna er aðventan einstakur tími.

ANGELO HOTEL MUNICH

Hótelið er það sjötta og nýjasta í Angelo design hótelkeðjunni þar sem nýtískuleg hönnun, tækni, list og notagildi sameinast í einkar flottan stíl.

Fleiri gistimöguleikar í boði - skoðaðu úrvalið á heimasíðu okkar urvalutsyn.is

AÐVENTU

FERÐ

Aðventuferðir 2013:

28. nóv. - 1. des.

5. - 8. des.

Page 19: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

www.uu.is

19www.uu.is/borgir/

Gott að vita

NEW YORKUSA

AFÞREYINGFjölbreyttar skoðunarferðir,

frábærir veitingastaðir, leikhús og söngleikir, kaffihús, ölstofur og heimsfræg vöruhús. Allt þetta er að finna í New York og nágrenni.

SAMGÖNGURFrá íbúðagistingunni eru samgöngur yfir á Manhattan fljótlegar og þægilegar. Path lestarstöðin er staðsett í u.þ.b 3 mínútna göngufjarlægð frá íbúðabyggingunni en næsta stopp er World Trade Center þar sem tvíburaturnarnir stóðu.

VERSLANIRÞað er einstaklega hagstætt að versla í New Jersey. Þar er

enginn söluskattur á fatnaði og verðið almennt lægra en í New York.

Um ferðina:Stórbrotin menningarborg, fjölbreyttar skoðunarferðir, leikhús, frábærir veitingastaðir og allt sem hugurinn girnist í verslun og þjónustu. Með beinu flugi til New York býður Úrval-Útsýn nú upp á helgarferðir fyrir hópa og einstaklinga í vor. Fjölbreyttar skoðunarferðir, frábærir veitingastaðir, leikhús og söngleikir, kaffihús, ölstofur og heimsfræg vöruhús.

NYC-JC APARTMENTS

NYC-JC á 70 Green Street eru glæsilegar íbúðir sem standa í hárri íbúðabyggingu við Hudson ána í Jersey City. Stórbrotið útsýni er yfir Manhattan og svæðið þar í kring. Frábær kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig í gistingu á sanngjörnu verði og skoða hina stórbrotnu og litskrúðu New York borg.

Vor 2014:

3. - 7. mars.

13. - 17. mars.

Page 20: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

20

„Ævintýrin gerast í Ölpunum“

Skíðaferðir

Page 21: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

www.uu.is

21

DER WALDHOFAfar gott hótel með fallegum innréttingum og vingjarnlegri þjónustu. Heilsulind og lítil upphituð útilaug. Hótelið er á rólegum stað en þó nálægt öllu. Hægt að renna sér niður að CityXpress kláfnum frá bakgarði hótels eða fara í skíðarútuna sem stoppar í 60 m fjarlægð. Um 500 m frá miðbæ.

EINN VINSÆLASTI SKÍÐABÆR AUSTURRÍKISÚrval Útsýn býður í vetur upp á skíðaferðir til Zell

am See, eins vinsælasta skíðabæjar Austurríkis, sem

er í 100 km fjarlægð frá Salzburg. Bærinn er í 757

m yfir sjávarmáli, liggur við fallegt vatn og þar búa

tæplega 10 þúsund manns. En ferðamenn og gestir

sem koma til að njóta fegurðarinnar og alls þess

sem náttúran hefur uppá að bjóða vetur sem sumar,

setja óneitanlega svip á bæinn.

ZELL AM SEE

Austurríki

HOTEL ZUM HIRSCHENMjög gott fjölskyldurekið hótel í miðbæ Zell am See á horni aðalgötu og göngugötunnar. Örstutt niður að vatninu og í alla þjónustu og CityXpress kláfurinn upp á Schmittenhöhe er í 300 m fjarlægð. Heilsulind, veitingastaður og vinsæll bar í húsinu.

PENSION KALTENBRUNNVinalegt reyklaust gistihús þar sem gestir njóta þjónustu fjögurra stjörnu hótelsins við hliðina. Hótelið er í um 700 m fjarlægð frá Schmittenhöhe lyftunum og við skíðabrekkurnar, þannig að hægt er að skíða heim. Skíðarútan stoppar rétt við hótel. Miðbærinn er í 1.5 km fjarlægð.

DER ABTENAUERNotalegt hótel í þremur samtengdum byggingum í miðbæ Abtenau. Heilsulind, veitingastður og vinsæll bar í hótelnu, sem er við markaðstorgið og skíðarútan stoppar í 50 m fjarlægð.

www.uu.is/skidi/

ÍBÚÐIR „ÁN NAFNS“Úrval Útsýn getur útvegað gestum sínum íbúðagistingu fyrir 2-6 á svæðinu Abtenau /Lammertal /Dachstein West. Um er að ræða íbúðir í einkaeign, vel útbúnar og á mjög hagstæðu verði, þar sem nafn og staðsetning er ekki staðfest fyrr en eftir bókun.

NÝR VALKOSTUR - FJÖLBREYTT SKÍÐASVÆÐI - GOTT VERÐLAGÚrval Útsýn býður upp á nýjan valkost í skíðafríið

til Austurríkis. Abtenau í jaðri Dachstein West

fjalla er einstaklega fallegur smábær aðeins

um 50 km frá Salzburg. Bærinn er einn af

fáum ferðamannastöðum þar sem gamli góði

þorpsandinn ríkir enn og hefðir og einstök gestrisni

er í fyrirrúmi. Hérna er fjölbreytt og góð þjónusta,

gott verðlag og draumasvæði útivistarmannsins.

DACHSTEIN WEST - ABTENAU

Austurríki

HOTEL POSTMjög fallegt fjölskyldurekið hótel í miðbæ Abtenau, þar sem alla þjónustu og verslanir er að finna. Rúmgóð og falleg herbergi, veitingasalir, innisundlaug, sauna og fl. Örstutt í skíðarútuna.

Page 22: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

22 Kannið fleiri gisti valmöguleika á heimasíðu okkar urvalutsyn.iswww.uu.is/skidi/

ATLAS POSTHOTEL - ÍBÚÐIR

Fallegar og vel búnar íbúðir fyrir 2-4 gesti í hjarta Garmisch-Partenkirchen. Íbúðirnar eru í sér húsi rétt við hótelbygginguna, en þar er gestamóttakan, matsalur, sauna og fl. Vel búin eldhús, en morgunverður er innifalinn í verði. Með skíðarútunni sem stoppar rétt við hótel tekur um 5 mínútur að komast í næstu skíðalyftu.

ÞEKKTASTI SKÍÐABÆR ÞÝSKALANDSGarmisch-Partenkirchen liggur í 700 m hæð syðst í Bæjaralandi rétt við landamæri Austurríkis og við rætur hæsta fjalls Þýskalands, Zugspitze (2962 m). Í bænum búa tæplega 30 þúsund manns en um 350 þús ferðamenn koma þangað árlega til að njóta náttúrunnar, dekurs, heilsuræktar, íþrótta, menningar og matar í þessum sjarmerandi og vinalega bæ og nágrenni hans. Í Garmisch-Partenkirchen hafa verið haldnir Ólympíuleikar og heimsmeistarakeppnir á skíðum, síðast 2011. Flogið verður með ICELANDAIR til München á sunnudögum frá 26. janúar – 9. febrúar. Um 135 km eru frá flugvelli til Garmisch.

GARMISCH-PARTENKIRCHEN

SKÍÐI OG BORG – frábært verðViltu sameina skíða- og borgarferð í vetur? Þá er

lausnin hér; Sérstök pakkaferð með Úrval Útsýn til

hinnar undurfögru Innsbruck, höfuðborgar Tírol í

Austurríki. Þú gistir í borginni og á daginn skellir þú

þér með skíðarútunni á eitthvert af 9 skíðasvæðunum

sem eru umhverfis borgina, nýtt svæði á hverjum

degi ef þú vilt, því rútan og skíðapassinn sem er

innifalinn gildir á þau öll. Á kvöldin bíður matur á

hóteli, heilsurækt og borgarlífið. Flogið verður með

ICELANDAIR til München á sunnudögum frá 26. janúar

– 9. febrúar. Um 200 km eru frá flugvelli til Innsbruck.

INNSBRUCK – AUSTURRÍKI

ÓMISSANDIEinstaklega gaman er að

rölta um gamla bæinn

Altstadt og sjá m.a. hið fræga Goldenes Dachl

með sínum 2657 gylltu þakskífum.

Gott að vita

VERSLANIRLjómandi gott er að versla í

Innsbruck, bæði í miðborginni og í hinum

mörgu verslunarmiðstöðvum í úthverfunum.

Þýskaland

Austurríki

ZUGSPITZENú gefst tækifæri að fara með

kláfnum upp á hæsta tind

Þýskalands, horfa til fjögurra

landa ef skyggni er gott og skíða svo niður.

Gott að vita

GISTINGBoðið er upp á gistingu í mjög fallegum og vel búnum íbúðum fyrir 2-4 í miðbæ

Garmisch-Partenkirchen og stutt er á skíðasvæðið.

BEST WESTERN PLUSHOTEL LEIPZIGER HOFNotalegt fjölskyldurekið 4* hóteli miðsvæðis í Innsbruck, um 500 m frá járnbrautastöðinni og skammt frá mörgum helstu stöðum. Veitingastaður, bar og heilsurækt í hóteli og stutt í skíðarútuna. Hálft fæði innifalið í verði.

Page 23: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

www.uu.is

23

„Fljótandi lúxus hótel“

Siglingar

Page 24: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

24 www.uu.is/serferdir/luxus-siglingar/

Ft. Lauderdale – Bahamas – St. Thomas – St. Maarten – Ft. Lauderdale

Í þessari ferð verður siglt um

Austur - Karíbahaf og komið

við í hinni frægu borg Nassau á

Bahamaeyjum, síðan er komið

við á St. Thomas og St. Maarten

áður en haldið er aftur til

Ft.Lauderdale. Dvalið er í tvær

8. - 19. NÓV. 2013

AUSTUR KARÍBAHAF

OG FLÓRÍDA

„Glæsileg 11 daga ferð

um Karíbahaf“

ALLURE OF THE SEAS

nætur í Orlando fyrir siglingu og 2

nætur eftir siglingu. Karíbahafið

er dásamlegur leikvöllur fyrir

köfun og sund, sólböð, afslöppun,

verslunarferðir og golf. Við verðum

umkringd drifhvítum ströndum,

blágrænu hafi og fegurstu eyjum

heims.Skipafélagið Royal Caribbean

Cruiseline kynnir til leiks stærsta

skemmtiferðaskip í heimi Allure of

the seas í Oasis klassa og eru þau

tvö skip af þessari stærð, fljótandi

5 stjörnu hótel sem undirstrikar að

skemmtisiglingar eru ævintýri og

upplifun sem seint gleymist.

Ft. Lauderdale – St. Maarten – St. Kitts – Puerto Rico – Labadee, Haiti - Ft. Lauderdale

Úrval Útsýn býður upp á þessa frábæru 8 nátta siglingu með Indipendence of the Seas, einu stærsta skemmtiferðaskipi heims. Um borð er fjöldi veitingastaða, bara og skemmtistaða. Þar er golfhermir, 9-holu golfvöllur, heilsulind, skautasvell, körfuboltavöllur og línuskautabraut. Herbergin eru glæsileg og öll sameiginleg aðstaða um borð er í hæsta gæðaflokki. Val um

25. FEB. - 11. MARS. 2014

AUSTUR KARÍBAHAF

OG FLÓRÍDA

„Frábær 8 nátta sigling með einu

stærsta skemmtiferðaskipi heims“

INDEPENDENCE OF THE SEAS

dvöl í innri-klefa, ytri-klefa eða ytri klefa með svölum. Fljótandi 5 stjörnu hótel sem undirstrikar að skemmtisiglingar eru ævintýri og upplifun sem seint gleymist. Í þessari ferð verður siglt um Austur – Karíbahaf, siglt er frá Ft. Lauderdale og fyrstu 2 dagarnir eru á sjó, frábær tími til að skoða og átta sig á því sem í boði er. Fyrsta stopp er á hinni Frönsk – Hollensku eyju St .Marteen og þaðan er siglt til St. Kitts, og Puerto Rico og endað á Labadee sem er yndislegur tangi á Haiti sem skipafélagið á og þar eru haldin skemmtileg

strandpartí og markaðir frá innfæddum. Við verðum umkringd drifhvítum ströndum, blágrænu hafi og fegurstu eyjum heims

Page 25: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

www.uu.is

25www.uu.is/serferdir/luxus-siglingar/

FERÐIR ÚRVALS ÚTSÝNAR: STAÐIR: DAGSETNING: STAÐA Á FERÐ:

FREEDOM OF THE SEAS V. Karíbahaf & Flórída 25. okt. - 5. nóv. 2013 UPPSELT

ALLURE OF THE SEAS A. Karíbahaf & Flórída 8. - 19. nóv. 2013 ÖRFÁ SÆTI LAUS

INDEPENDENCE OG THE SEAS A. Karíbahaf & Flórída 25. feb. - 11. mars 2014 LAUST

FREEDOM OF THE SEAS V. Karíbahaf & Flórída 14. - 26. mars 2014 LAUST

Úrval Útsýn er með samning við Royal

Caribbean Cruises, eitt stærsta skipafélag

í heimi, og dótturfyrirtæki þess sem eru

Celebrity Cruises og Azamara Club Cruises.

Við bjóðum upp á skipulagðar ferðir en

einnig sjáum við um að bóka í sérferðir fyrir

einstaklinga eða hópa.

Skipafélagið Celebrity Cruises var stofnað 1989 með það í huga að bjóða siglingar í hæsta gæðaflokki á sanngjörnu verði. „Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli“ er kjörorð skipafélagsins enda hugsað út í hvert smáatriði til að gera ferðina sem ánægjulegasta. Dekrað er við farþegana og gert er mikið úr hágæða mat og topp þjónustu. Celebrity siglingarnar eru á sér staðli og gera ferðina þína ógleymanlega.

Azamara skipafélagið var stofnað 2007 og býður upp á Lúxus ferðir á öðruvísi staði en kjörorð þeirra er einmitt „þú munt elska það hvert við förum með þig“. Stoppin eru oft lengri í hverri höfn og einnig stoppað yfir nótt á einhvejum af stöðunum eða jafnvel ekki lagt úr höfn fyrr en að kvöldi til. Ferðirnar eru með öllu sem hugurinn girnist, framandi áfangastaðir og allt fæði og drykkir eru innifaldir í verði.

Royal Caribbean Cruises er með 22 skip í sínum flota og er þeim skipt í 6 flokka eftir stærðum. Gert er út á fjölbreytta afþreyingu og að fólk á öllum aldri geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjöldi veitingastaða og bara er um borð, sem bjóða upp á dýrindis gómgæti. Þjónustan um borð í skipum Royal Caribbean er 5 stjörnu þjónusta og einnig alltaf líf og fjör alls staðar.

UM SKIPAFÉLÖGIN

ROYAL CARIBBEAN CRUISES CELEBRITY CRUISES AZAMARA CLUB CRUISES

Orlando - Port Canaveral - Laberdee - Jamaika – Grand Cayman - Cozumel - Orlando

Úrval Útsýn kynnir enn eina frábæra siglingu um hið yndisfagra Karíbahaf, Freedom of the Seas, eitt stærsta skemmtiferðaskip heims. Um borð er fjöldi veitingastaða, bara og skemmtistaða. Þar er golfhermir, 9-holu golfvöllur, heilsulind, skautasvell, körfuboltavöllur og línuskautabraut. Herbergin eru

14. - 26. MARS. 2014

VESTUR KARÍBAHAF

OG FLÓRÍDA

„Stórkostlegt 12 daga ævintýri á

framandi slóðum!“

FREEDOM OF THE SEAS

glæsileg og öll sameiginleg aðstaða um borð er í hæsta gæðaflokki. Val um dvöl í innri-klefa, ytri-klefa eða ytri klefa með svölum. Flogið verður til Orlando seinnipartinn þann 14. mars og gist í tvær nætur á The Florida Mall Hotel sem staðsett er við stærstu verslunarmiðstöð Florida. 16. mars verður haldið áleiðis með rútu til Port Canaveral þaðan sem skipið heldur úr höfn kl. 16:30. Aksturinn tekur rúmlega klukkustund. Siglingin stendur yfir 16. -23.mars.

Snemma morguns 23.mars er komið aftur í höfn á Port Canaveral og ekið til Orlando þar sem gist er í 3 nætur á The Florida Mall Hotel 26. mars kl. 19:00 er síðan flogið heim til Íslands með Icelandair.

Page 27: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

www.uu.is

27Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar, urvalutsyn.is

SÉRFERÐIR

Taíland er ævintýralegt land. Stórt, fjölbreytt og framandi en umfram allt spennandi. Sögurnar af gestrisnum heimamönnum, framandi siðum og venjum, einstöku landslagi, fallegum ströndum, líflegum borgum og góðum mat hljóma vel og sífellt fleiri vilja kynna sér þetta einstaka land. Úrval Útsýn mun bjóða upp á frábæra tveggja vikna ferð í febrúar þar sem gestir munu kynnast stórum hluta landsins frá ýmsum sjónarhornum undir leiðsögn íslensks fararstjóra sem hefur dvalið mikið í landinu.

Flogið verður til Bangkok og gist í 2 nætur í höfuðborginni. Flogið verður áfram til Chinag Mai og ferðast í fimm daga um hinn fjalllenda og fagra norðurhluta. Í lokin verður gist í suðrinu við Hua Hin ströndina í sex nætur, en þar má velja um að njóta sólar eða fara í spennandi kynnisferðir því úrvalið er nóg! Gist verður á góðum hótelum og ferðin er skemmtileg blanda af skipulagðri dagskrá og frelsi, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þessu dásamlega landi.

ÆVINTÝRALANDIÐ TAÍLAND13. - 27. febrúar 2014 // Fararstjóri: Halla Frímannsdóttir

Hvern langar ekki í sólina og sumarið á Florida þegar snjór og frost dynur á landanum. Úrval Útsýn býður nú upp á 8 og 9 nátta ferðir til hins sólríka fylkis Florida. Gistingar eru í glæsilegur húsum Alamo í Kissimee se er rétt við hina frægu skemmtigarða eins og Disney, Epcot Center og Universal Studios svo örfáir séu nefndir. Alamo Vacation Homes eru íbúðir og hús á Kissimmee svæðinu sem staðsett er u.þ.b 20 km frá Orlando. Um er að ræða íbúðir með 2 eða 3 svefnherbergjum og hús með 3 svefnherbergjum. Einnig hægt að fá stærri hús. Stærri húsin eru með einkasundlaug. Fjöldi veitingahúsa og verslana er í nágrenninu en svæðið er stórt og því mælum við með bílaleigubíl á meðan á dvöl stendur.

28. jan. - 5. feb. 8 nætur3. feb. - 11. feb. 8 nætur3. feb. - 12. feb. 9 nætur

ORLANDO - EINSTÖK UPPLIFUN

17. feb. - 26. feb. 9 nætur3. mars - 11.mars 8 nætur3. mar - 12.mars 9 nætur

TENERIFE

Madeira er gjarnan kölluð eyja hins eilífa vors eða garðurinn fljótandi, sem segir margt um veðurfarið og gróðursældina á þessari eldfjallaeyju. Lega eyjunnar í Atlantshafinu, miðja vegu milli Marokkó og Tenerife, þýðir að veðurfarið er þægilegt, milt og stöðugt árið um kring. Landslagið er ægifagurt og upp úr fjölskrúðugum gróðrinum rísa tignarleg fjöll og klettar.

Höfuðborgin Funchal er heillandi bær í nýlendustíl, með ríka menningarsögu. Gamli bærinn er einstaklega fallegur. Þar eru ódýr og góð portúgölsk veitingahús, fjölbreyttir markaðir, glæsilegar handverksbúðir og fjöldi kaffihúsa.

Í boði eru 4 og 5 stjörnu hótel sem staðsett eru í Lido/Ajuda svæðinu sem er eitt vinsælasta svæðið á meðal Skandinavíubúa.

SÉRFERÐ TIL MADEIRA22. - 30. apríl 2014 // Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir

Page 28: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

28

SÉRFERÐIR

Dubai er algjör ævintýrastaður, tilbúin glæsiborg í eyðimörkinni. Úrval Útsýn býður nú upp á einstaka vikuferð til Dubai í janúar, burt úr kulda og vetri í sól og sumar þar sem allt milli himins og jarðar er í boði. 16. Janúar er flogið með Icelandair í morgunflugi til London og síðan seinni partinn áfram til Dubai með glæsilegum vélum Emirates flugfélagsins. Heimferð er 23. Janúar sömu leið um London að morgni frá Dubai og seinniparts flugi til Íslands.

Dubai er borg í Arabísku furstadæmunum, í furstadæmi með sama nafni á suðaustur strönd Persafólanns. Af 7 furstadæmum sem eru í landinu er Dubai fjölmennast með rúmar 2 milljónir íbúa og næst stærst á eftir Abu Dabi. Í þessari ferð er boðið upp á skoðunarferðir til Abu Dabi og einnig kvöldferð með grillveislu og mörgu fleiru í eyðimörkinni.

DUBAI - VIKUFERÐ16. - 23. janúar 2014 // Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir

Úrval Útsýn býður nú upp á endurnærandi viku í sólinni þar sem Guðrún Bergmann leiðir okkur í gegnum okkar líf, okkar líkama og hvernig við viljum lifa. Vika í yndislegu umhverfi og loftslagi í dans, jóga, hugleiðslu, hlátri og hamingju.

Létt dagskrá fyrri part dagsins í bland við að njóta sólar og þessarar yndislegu eyju.Gönguferðir, jóga, hugleiðsla, fyrirlestrar og dans.

· Endurnærandi vika í sólinni· Náttúrulegar leiðir til að viðhalda orku og þreki· Lærðu að njóta betri lífsgæða - lengur· Dans - Jóga - Hugleiðsla - Hamingja - Hlátur· Ný stefna í lífinu - og svo auðvitað nóg af sól og sælu

Guðrún Bergmann hefur starfað sem leiðsögumaður erlendis og hér á landi frá árinu 1999. Hún hefur óþrjótandi áhuga á náttúrulegum leiðum til að viðhalda góðri heilsu og lífsgæðum sem lengst og best og gaf í fyrra út bókina UNG Á ÖLLUM ALDRI. Hún er lærður jógakennari, hefur haldið sjálfsræktarnámskeið af ýmsum gerðum frá árinu 1990 og stundað samhliða því heilun og veitt fólki lífsstílsráðgjöf. Hennar mottó er að LIFA LÍFINU LIFANDI OG NJÓTA HVERS AUGNABLIKS!

UNG Á ÖLLUM ALDRITenerife - 13. - 20. & 20. - 27. mars 2014 // Fararstjóri: Guðrún Bergmann

Gisti er á Troya Hotel **** með hálfu fæði .

Page 29: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

www.uu.is

29

SÝNING

TENERIFE GÖNGUFERÐ Frábær gönguferð á Tenerife. Að ganga þar við bestu aðstæður er algjört ævintýri, landslagið margbrotið og útsýnið frábært. Hinn vinsæli leiðsögumaður Ludo fer með ykkur í fjölbreyttar gönguferðir um króka og kima þessarar fallegu eyju. Hann þekkir eyjuna eins og lófann á sér og hefur sérvalið gönguferðirnar.Gist er á vel staðsettum, góðum hótelum, bæði á norður og suðurströndinni. Innifalið í ferðinni: Flug, skattar, akstur erlendis, fullt fæði, drykkir með mat og fararstjórn. Að auki fá allir ókeypis

geisladisk með myndum úr ferðinni.

27. MARS - 3. APRÍL 2014

GÖNGUFERÐIR

Úrval Útsýn og Nýherji verða með ferð á þessa áhugaverðu skólasýningu. Vinsælasta og stærsta sýning sinnar tegundar í Bretlandi. Þar er hægt að tvinna saman fræðslu og skemmtun á hnitmiðaðan hátt. Gist er á Thistle Marple Arch, glæsilegu hóteli í miðborg London. Hótelið er við Oxford street á besta stað gagnvart matsölustöðum, verslunum, samgöngum og leikhúsum.Innifalið í ferðinni: Flug, skattar, akstur til og frá flugvelli erlendis, akstur til og frá sýningu í 2 daga, gisting með enskum morgunmat í 4 nætur og kokteill á fimmtudagskvöldið.

BETT 2014 22.-26. JANÚAR

GÖNGUFERÐIR

Hjónin Snorri Guðmundsson og Inga Geirs-dóttir hafa búið í Skotlandi síðan 2003.Þau reka ferðaþjónustufyrirtækið Scot Walks Ltd (SKOTGANGA) Undanfarin ár hafa þau skipulagt og leitt fjölmargar gönguferðir í Skotlandi og Englandi. Þau hafa einnig starfað við fararstjórn og skipulagningu alls kyns sérferða í Bretlandi auk þess sem Inga var um tíma fararstjóri Úrvals Útsýnar á Tenerife. Þau verða fararstjórar í gönguferðunum okkar.

YORK GÖNGUFERÐ (ný og spennandi)

Nánar á uu.is

30. JÚLÍ - 6. ÁGÚST 2014 - NÝTT

FARARSTJÓRAR

WINDERMERE WAY GÖNGUFERÐ 30. JÚNÍ - 6. JÚLÍ 2014 (73 KM) GENGNIR Á 4 DÖGUM

Nánar á uu.is

„Enn sem fyrr býður Úrval Útsýn upp á heillandi og fjölbreyttar gönguferðir erlendis “

Gönguferðir og sýningarDUBAI - VIKUFERÐ16. - 23. janúar 2014 // Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir

Page 30: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

30

SKIPULAGÐAR FERÐIR

VERÐDÆMI

GOLFIÐLas Americas völlurinn er mörgum íslenskum kylfingum vel kunnugur enda verið einn vinsælasti golfvöllurinn á Tenerife.

Völlurinn er staðsettur í u.þ.b. 5 mín. fjarlægð frá hótelum á Las Americas ströndinni sem kemur sér einstaklega vel þar sem farþegar sjá sjálfir um ferðir milli gististaðar og golfvallar.

Las Americas golfvöllurinn er 18 holu með mikla fjölbreytni í brautum. Hann býður betri kylfingum að reyna hæfnina en er um leið hæfilega mikil áskorun fyrir kylfinga með hærri forgjöf.

Á EIGIN VEGUMEf þú getur ekki beðið eftir næstu golfferð þá þarftu ekki

að örvænta því við fljúgum til Tenerife allt árið um kring. Við bókum fyrir þig flug og hótel og fararstjórar okkar geta verið þér innan handar um allar þær upplýsingar sem þig kann að vanta. Las Americas golfvöllurinn er opinn allt árið ásamt öðrum fyrirtaks golfvöllum og veðurblíðan á Tenerife svíkur engan.

Úrval Útsýn býður upp á spennandi golfferðir fyrir kylfinga til

Tenerife í febrúar 2014. Í boði eru eins, tveggja og þriggja vikna

skipulagðar golfferðir með íslenskum golffararstjóra. Brottfarir

eru 30. janúar, 6. febrúar og 13 febrúar.

Síðasta heimflug í golfferðunum er 20 febrúar.

HÓTEL AÐ EIGIN VALI

Ef farþegar hafa óskir um að dvelja á öðru hóteli en Gala þá reynum við að sjálfsögðu að verða við því, enda úr fjölmörgum hótelum að velja. Hægt er að skoða úrvalið inni á uu.isTil að bóka eða fá nánari upplýsingar má senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 585-4000

HOTEL GALA

Gott 4 stjörnu hótel, vel staðsett á Playa de las Americas svæðinu við Troya ströndina. Hótelið er rómað fyrir góðan mat. Stutt er í verslanir og fjölda skemmtistaða í næsta nágrenni.

» Flug með sköttum og flutningur á golfsetti

» 5 golfhringir í hverri viku á Las Americas

» Morgun- og kvöldmatur

» Golf á Las Americas

» Íslensk fararstjórn

INNIFALIÐ:

m.v 2 fullorðna í tvíbýli með hálfu fæði

VERÐ FRÁ:

223.900*,-1 VIKA

VERÐ FRÁ:

354.900*,-2 VIKUR

www.uu.is/golf/tenerife

VERÐ FRÁ:

479.900*,-3 VIKUR

„Spilaðu betur í vetur“

Golf á Tenerife

Page 31: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

www.uu.is

31

VIÐSKIPTAFERÐIR ÚÚ

Kröfur viðskiptavina okkar eru einfaldar, hvort sem

þeir eru einstaklingar eða fyrirtæki. Þeir vilja þægindi,

áreiðanleika og fljótustu leiðina héðan og þangað. Það

er það sem við gerum. Fljótt, áreiðanlega og með sem

minnstum tilkostnaði.

Viðskiptaferðir ÚÚ

24/7Lágmúla 4 // TEL +354 585 4400 // FAX +354 585 4065 www.vuu.is

Við finnum alltaf besta flugið

Page 32: Úrval Útsýn - Vetrarfrí 2013-2014

32Landsbankinn 410 4000landsbankinn.is

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

„Ég ferðast fyrirmínar Aukakrónur“

Á vefsíðu Úrvals Útsýnar geturðu greitt ferðina þína að hluta eða

öllu leyti með Aukakrónum. Rúmlega 30 þúsund manns nota Auka-

krónur til að greiða fyrir vörur hjá um 300 fyrirtækjum um allt land.