Upp í vindinn 2016

72
1

description

Blað Umhverfis- og byggingarverkfræðinema 35. Árgangur

Transcript of Upp í vindinn 2016

Page 1: Upp í vindinn 2016

1

Page 2: Upp í vindinn 2016

2

Þetta er engin spurning

Viðbótarlífeyrirer nauðsyn

Lágmarksframfærsla

Lífeyrisréttindi

Viðb

ótar

lífey

rir

Allianz Ísland hf. | Digranesvegi 1 | 200 Kópavogi | 595 3400 | [email protected] | allianz.is

Page 3: Upp í vindinn 2016

3

Þetta er engin spurning

Viðbótarlífeyrirer nauðsyn

Lágmarksframfærsla

Lífeyrisréttindi

Viðb

ótar

lífey

rir

Allianz Ísland hf. | Digranesvegi 1 | 200 Kópavogi | 595 3400 | [email protected] | allianz.is

Þá ertu á réttri hillu í umhverfis- og byggingarverkfræði

Umhverfis- og byggingarverkfræðingar þróa og hanna hagkvæmar lausnir sem tryggja öryggi og stuðla að jákvæðum áhrifum á heilsu og umhverfi.

Þú hannar mannvirki, til dæmis hús, brýr, vegi, hafnir, stíflur og orkuver. Þú reiknar burðarþol og tryggir að mannvirki standist óblíð náttúruöfl. Þú greinir umhverfishættur eins og jarðskjálfta og snjóflóð til þess að efla öryggi. Þú tryggir hrein vatnsból og hannar vatnsveitur og fráveitur. Þú hannar umferðarkerfi og þróar umferðarspár. Þú stjórnar framkvæmdum og metur umhverfisáhrif þeirra. Þú starfar í þverfræðilegum hópum við hönnun og skipulag umhverfis og byggðar með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Þú rannsakar áður óþekkt viðfangsefni og þróar tækni sem hentar íslenskum aðstæðum.

Námið veitir þér traustan grunn til framhaldsnáms og verkfræðingsstarfa.

Kynntu þér nám í umhverfis- og byggingarverkfræði á vefnum von.hi.is/ub

Vilt þú hanna og móta umhverfi þitt?

Page 4: Upp í vindinn 2016

4

LeiðariKæri lesandi,þegar við fengum það verkefni upp í hendurnar að gefa út 35. árgang ...upp í vindinn einsettum við okkur að hafa fjölbreytileika í fyrirrúmi. Við vildum endurspegla alla þá frábæru starfsemi sem finna má innan umhverfis-og byggingarverkfræðinnar og sýna ykkur hve fjölbreyttur hópur

einstaklinga starfar innan fagsviðsins. Við vonum innilega að boðskapurinn skili sér og að þú njótir lestursins.

Blaðið hefur verið gefið út árlega af útskriftarárgangi umhverfis- og byggingarverkfræðinema frá árinu 1981. Því er ætlað að vera vettvangur fræðimanna, kennara, nemenda og annarra til að koma á framfæri nýjungum og áhugaverðum niðurstöðum rannsókna eða reynslu á faglegum grundvelli.

Blaðið gegnir einnig því mikilvæga hlutverki að víkka sjóndeildarhring útskriftarnema þar sem það er helsti liður í fjáröflun náms- og útskriftarferðar sem farin verður í maí. Í ár mun Guðmundur Freyr, deildarstjóri Umhverfis-og byggingarverkfræðideildar, fylgja okkur um Suður-Kóreu og þar á eftir verður ferðinni heitið til Víetnam og Tælands. Ferðin og blaðið eru mikilvægt uppgjör nemenda sem hafa stritað í þrjú ár innan sjónsteyptra veggja VR-II. Við tökum frelsinu með komandi útskrift fagnandi en erum þó meyrar þegar komið er að því að kveðja. Hér höfum við kynnst yndislegum vinum, sigrast á áskorunum og lært að ekkert er óyfirstíganlegt.

Fyrir hönd útskriftarárgangs umhverfis- og byggingarverkfræðinema við Háskóla Íslands 2016 vill ritstjórnin þakka greinahöfundum, auglýsendum, hönnuðum, prentsmiðjunni Prentmet og öllum öðrum sem komu að blaðinu fyrir gott samstarf. Við hefðum ekki getað þetta án ykkar aðstoðar.

Neðst frá vinstri: Sunna Mjöll Sverrisdóttir, Auður Eva Jónsdóttir, Elín Inga Knútsdóttir, Helga Magnadóttir, Tanja Rut Bjarnadóttir, Sigrún Soffia Sævarsdóttir, Elín Áslaug Helgadóttir, Karlotta Þórhallsdóttir, Ragnheiður Björnsdóttir, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir.Efst frá vinstri: Ægir Þorsteinsson, Kristrún Helga Árnadóttir, Hlöðver Stefán Þorgeirsson, Olgeir Guðbergur Valdimarsson, Halldór Bogason, Ingvar Gylfason, Davíð Steinar Ásgrímsson, Ingvar Hjartarson, Þórunn Vala Jónasdóttir. Á mynd vantar Láru Kristínu Þorvaldsdóttur.

Ritstjórn: Tanja Rut Bjarnadóttir, Auður Eva Jónsdóttir, Elín Inga Knútsdóttir, Sunna Mjöll Sverrisdóttir og Elín Áslaug Helgadóttir.

Page 5: Upp í vindinn 2016

5

EfnisyfirlitUmhverfis- og byggingarverkfræðideild ........................6

Útskriftarferð 2015 ..................................................................10

Nuclear Energy, Air Pollution andClimate Change .....................................................................14

Kísilverksmiðja í Helguvík .................................................18

Skiptinám í Kaupmannahöfn ..............................................22

Sumarnám á Indlandi .............................................................23

Umferðarspár höfuðborgarsvæðisins .............................25

Vindorka - Tækifæri og áskoranir ....................................28

Skólaárið 2015-2016 ..............................................................33

Blágrænar ofanvatnslausnir ................................................39

Þróunaráætlun/ Master plan Keflavíkurflugvallar 2015-2040 ....................................42

Viðtöl við verkfræðinga ........................................................45

Upplýst og sveigjanleg rafmagnsnotkun ......................49

Verkfræðingafélag Íslands- Siðareglur ..............................................................................51

Öskugos og flug í Evrópu ....................................................53

Viðtal við Kristínu Soffíu .....................................................58

Brýr yfir breiða firði ................................................................62

... upp í vindinn35. árgangur

Útgefendur og ábyrgðarmennÚtskriftarárgangur Umhverfis- og

byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands

RitstjórnAuður Eva Jónsdóttir

Elín Áslaug HelgadóttirElín Inga Knútsdóttir

Sunna Mjöll SverrisdóttirTanja Rut Bjarnadóttir

Hönnun og umbrotElín Inga Knútsdóttir

Hönnun forsíðuMagnús Ingvar Ágústsson

LjósmyndirDavíð Steinar Ásgrímsson

PrófarkarlesturKnútur Hafsteinsson

Ritstjórn

PrentunPrentmet

Upplag4000

Við þökkum eftirtöldum aðilum veittan stuðning

Blaðinu er dreift til félaga í Verkfræðingafélagi Íslands,

Tæknifræðingafélagi Íslands, Arkitektafélagi Íslands auk

viðeigandi fagaðila innan Samtaka iðnaðarins.

Blaðinu er einnig dreift til nemenda við Umhverfis- og

byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands og bókasafna

framhaldsskóla landsins.

Happdrætti Háskóla Íslands

Arkitektafélag Íslands

Prentmet

Verkfræðistofa Suðurnesja

Raf félagið ehf

Apparat Arkitektastofa

Carbon Recycling International

Vaki

Tækniþjónusta SÁ

Page 6: Upp í vindinn 2016

6

Umhverfis- ogbyggingarverkfræðideildYfirlit ársins 2015

Guðmundur Freyr Úlfarsson Prófessor og deildarforseti

Guðmundur Freyr Úlfarsson lauk BS prófi í eðlisfræði árið 1994 og tölvunarfræði árið 1996 frá Háskóla Íslands. Hann lauk meistaragráðu 1997 og doktorsprófi 2001 í samgönguverkfræði frá University of Washington. Hann starfaði sem sérfræðingur hjá University of Washington árin 2001–2003, sem Assistant Professor við Washington University in St. Louis, í Missouri árin 2003–2007. Guðmundur hóf störf hjá Háskóla Íslands sem prófessor árið 2007 við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild. Hann gegndi stöðu varadeildarforseta árin 2008–2014, var formaður Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands 2012–2015 og varð deildarforseti árið 2014.

DoktorsnámÁ árinu 2015 útskrifaðist einn einstaklingur með doktorspróf frá deildinni. Miðvikudaginn 23. september 2015 flutti Eeva-Sofia Säynäjoki fyrirlestur um doktorsverkefni sitt í umhverfisfræði. Verkefnið bar heitið Vannýttir möguleikar í borgarskipulagi: Að ná meiri árangri í umhverfissjálfbærni (The Untapped Potential of Urban Planning: Achieving Greater Success in Environmental Sustainability). Um var að ræða sameiginlega prófgráðu frá Háskóla Íslands og Aalto University og fór doktorsvörnin fram í Helsinki 4. september sl. Andmælandi við doktorsvörnina var dr. Jyri Seppälä, prófessor við Finnish Environment Institute. Leiðbeinandi Eevu í verkefninu var dr. Jukka Heinonen, dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, auk hans sátu í doktorsnefnd dr. Seppo Junnila, prófessor við Department of Real Estate, Planning and Geoinformatics, Aalto University, Finnlandi, og dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.

Um 18 doktorsnemendur stunda nú nám við deildina. Doktorsverkefnin eru fjölbreytt og eru mikilvægur liður í rannsóknum og rannsóknasamstarfi deildarinnar. Doktorsverkefnin eru iðulega unnin í samstarfi við aðila frá erlendum stofnunum og háskólum. Doktorsverkefni og greinar sem birtar hafa verið úr doktorsrannsóknunum má finna á heimasíðu deildarinnar (http://www.hi.is/umhverfis_og_byggingarverkfraedideild/doktorsnemar).

BS námÁ árinu 2015 útskrifuðust 22 (11 konur og 11 karlar) með BS próf í umhverfis- og byggingarverkfræði. Nokkur hluti heldur áfram og lýkur MS gráðu í verkfræði við deildina og öðlast þar með rétt til að fá starfsheitið verkfræðingur. Námið er fjölbreytt og tekur á helstu sameiginlegu fagsviðum umhverfis- og byggingarverkfræði. Deildin hefur unnið að því að styrkja og auka verklega þátt námsins. BS námið býður upp á fyrstu skref í átt til sérhæfingar en það er í meistaranáminu sem nemendur sérhæfa sig á tilteknu sviði

Page 7: Upp í vindinn 2016

7

umhverfisverkfræði eða byggingarverkfræði.

BS nemendur standa að öflugu nemendafélagi sem heitir Naglarnir. Skólaárið 2015-2016 er Olgeir Guðbergur Valdimarsson formaður félagsins. Deildin hefur ávallt átt gott samstarf við Naglana en fræðast má um starfsemi félagsins á heimasíðu þess, www.naglar.hi.is.

MeistaranámÁ árinu vörðu 17 MS nemendur ritgerðir sínar við deildina og útskrifuðust með MS próf. Meistaranám við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild er öflugt, alþjóðlegt nám og fjöldi nemenda í MS námi er um 60. Samstarf er við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir um verkefni og koma margir starfsmenn þaðan að meistaraverkefnum sem leiðbeinendur eða prófdómarar. Þannig viðheldur deildin meðal annars nánum tengslum sínum við atvinnulífið og útskrifaðir verkfræðingar frá deildinni hafa verið eftirsóttir í störf að námi loknu.

Meistaranemendurnir eru: Ágúst Elí Ágústsson, Græn þök á Íslandi:

Greining á vatnsheldni grænna þaka miðað við íslenska veðráttu, unnið í samstarfi við Eflu verkfræðistofu; Ásbjörn Egilsson, Frumathugun á virkjun Múlaár í Gilsfirði, unnið í samstarfi við Landsvirkjun; Ástgeir Rúnar Sigmarsson, Skúfstyrkur sendinna jarðefna - samanburður CPT mælinga og tilraunastofuprófanna; Bjarki Ómarsson, Dýpi og sandburður á Grynnslunum við Hornafjarðarós, unnið í samstarfi við Vegagerðina; Darri Eyþórsson, Þróun margvíðs afkomuspálíkans fyrir Brúarjökul, unnið í samstarfi við Landsvirkjun; Grétar Már Pálsson, Áhrif á heimili og mikilvæga innviði vegna rafmagnsleysis - Tvær tilviksrannsóknir og könnun á undirbúningi almennings, unnið í samstarfi við Eflu verkfræðistofu; Guðbjörg Brá Gísladóttir, Léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu Forhönnun lestarleiðar; Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir, Umferðarslysasaga ökumanna með heilabilun, unnið í samstarfi við University of Missouri – St. Louis og Washington University in St. Louis, Medical School; Hildur Sigurðardóttir, Hagkvæmnisathugun sporbundinna samgangna á höfuðborgarsvæðinu; Jose Wilon Anover, Vistferilskostnaður, orkuþörf

byggingar og innivist: Vættaskóli-Engi, tilvikarannsókn á mismunandi lausnum hjúpflata, unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg; Jónas Páll Viðarsson, Straumlínustjórnun í byggingariðnaði - Innleiðing á The Last Planner System við byggingu Hverahlíðarlagnar, unnið í samstarfi við LNS Saga; Kristján Andrésson, Frostþol ferskrar steypu; Reynir Óli Þorsteinsson, Útreikningar vorbráðnunar á yfirborðsrennsli í Efri Þjórsá endurbættir með hjálp snjómælinga, unnið í samstarfi við Landsvirkjun; Robert Pajdak, Orkugeymsla milli árstíða; Varmageymsla á Ísafirði, unnið í samstarfi við Raunvísindadeild Háskóla Íslands; Seyedeh Masoumeh Safavi, Könnun á áhrifum formeðhöndlunar með rafsegulpúlsum á metanmyndun lífrænna efna, unnið í samstarfi við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands og ReSource International; Sigurbjörn Bárðarson, Kerfisauðkenning á burðarvirkjum með óhefðbundna dempun, unnið í samstarfi við NTNU, Noregi; Steinar Berg Bjarnason, Hagnýting upplýsingalíkana mannvirkja við áætlanagerð og verkefnastýringu mannvirkjaverkefna, unnið í samstarfi við VSÓ Ráðgjöf.

Nánari upplýsingar um verkefnin, leiðbeinendur og samstarfsaðila er að finna á vefsíðu deildarinnar og þar má einnig finna tengil á ritgerðirnar (http://www.hi.is/umhverfis_og_byggingarverkfraedideild/meistaranemar).

Verkleg kennslaVerkleg kennsla er hluti margra námskeiða deildarinnar. Verkleg kennsla er allt frá tilraunum gerðum í tilraunastofum, keppni nemanda í smíði brúa sem geta Mynd 1. Frá vinstri, Sigurður Magnús Garðarsson, varadeildarforseti; Eeva-Sofia Säynäjoki,

Jukka Heinonen, leiðbeinandi.

Page 8: Upp í vindinn 2016

8

tekið upp mikið álag miðað við þyngd, mælingar í mörkinni á t.d. rennsli og vatnsgæðum og kennslu á umfangsmikil forrit eins AutoCAD, Revit, og landfræðilega upplýsingakerfið ArcGIS.

Deildin rekur tilraunastofur í VR-III, tilraunahúsi verkfræðinnar. Gera nemendur þar tilraunir m.a. í straumfræði, burðarþolsfræði, jarðtækni og umhverfisverkfræði. Síðustu ár hafa tæki verið endurnýjuð og ný keypt til að efla enn frekar kennslu í verklegu námi deildarinnar.

Fyrir tilraunir í straumfræði hafa m.a. vindgöng (þar sem mæla má vindmótstöðu hluta), pípubekkur (þar sem mæla má viðnám pípuveggja við rennsli) og Reynoldstæki (þar sem lagstreymi og iðustreymi verða sýnileg) frá Armfield verið endurnýjuð í samstarfi við námsbraut í vélaverkfræði í Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild.

Í jarðtækni hefur nýlega verið keyptur sjálfvirkur sigprófsmælir (ödometer), sem notaður er til að kanna sigeiginleika jarðvegs, og er hann sá fullkomnasti á landinu. Á næsta ári verður keypt skúfbox sem notað er til að kanna broteiginleika jarðvegs.

Í VR-III er viðamikil aðstaða til burðarþolsrannsókna og kennslu. Á árinu var þessi búnaður uppfærður og endurnýjaður. Búnaðurinn er frá breska fyrirtækinu Instron og samanstendur af færanlegum 100 kN tjakki og stóru brotþolstæki sem er 500 kN tjakkur í sérstökum ramma. Báðir tjakkarnir eru samtengdir við öfluga vökvadælu sem staðsett er í útihúsi við VR-III til að einangra hávaða og titring frá dælunni. Báðum tjökkum er stýrt af sömu stýrieiningunni sem er tengd við tölvu með sérhæfðum hugbúnaði sem heldur utan um gagnaskráningu. Einnig á deildin

hristiborð þar sem hægt er að herma jarðskjálftahreyfingar og kanna þannig áhrif á mannvirki.

Deildin er einnig að nýta mælitæki og búnað sem deildin fékk að gjöf frá Hveragerðisbæ. Búnaðurinn ákvarðar líffræðilega súrefnisþörf. BOD mælingar og svifagnatilraunir gefa til kynna mengun í skólpi og möguleg neikvæð áhrif þess á vatnavistkerfi. Með þessari gjöf hefur deildin getað styrkt aðstöðu til að þjálfa nemendur í mælitækni á sviði skólphreinsunar, sem er eitt af undirstöðufagsviðum umhverfisverkfræði. Háskóli Íslands þakkar Hveragerðisbæ kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem er að efla nám í umhverfis- og byggingarverkfræði. Deildin hefur einnig fest kaup á tæki til að meta vatnsgæði í mörkinni sem notað verður í verkefnavinnu nemanda.

RannsóknirRannsóknir deildarfólks snerta fjölmörg svið innan greinarinnar og eru unnar í samstarfi við innlenda og erlenda fræðimenn, fyrirtæki og stofnanir. Rannsóknirnar eru styrktar af samkeppnissjóðum og tekur deildarfólk þátt í fjölda alþjóðlegra rannsóknarverkefna og leggja doktorsnemar fram drjúgan skerf af rannsóknarvinnunni. Sem dæmi um alþjóðleg rannsóknarverkefni má nefna að deildin tekur þátt í Norræna öndvegissetrinu NORDRESS (nordress.hi.is, Nordic Centre of Excellence on Resilience and Societal Security) styrkt af NordForsk; Evrópuverkefnunum ENHANCE (Enhancing risk management partnerships for catastrophic natural disasters in Europe, enhanceproject.eu); AQUAVALENS (Protecting the

Mynd 2. Frá keppni BS nemenda í umhverfis- og byggingarverkfræði í brúarsmíði.

Mynd 3. Vindgöng til að mæla vindmótstöðu hluta í tilraunaaðstöðu Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar.

Page 9: Upp í vindinn 2016

9

health of Europeans by improving methods for the detection of pathogens in drinking water and water used in food preparation, aquavalens.org); Aquaponics (The EU Aquaponics Hub: Realising Sustainable Integrated Fish and Vegetable Production for the EU,

www.aquaponics.is); Norræna netverksverkefninu VIWAF (Viable Water Management and Governance for Futures); og alþjóðlega verkefninu GEORG (GEOtermal Research Group, georg.hi.is). Niðurstöður rannsóknanna eru birtar í alþjóðlegum vísindatímaritum og á innlendum

vettvangi og má finna lista af greinum á vefsíðu deildarinnar (www.hi.is/ub) og á vefsíðum einstakra starfsmanna.

Nánari upplýsingarNánari upplýsingar um rannsóknir í Umhverfis- og byggingarverkfræði er að finna á heimasíðu deildarinnar, www.von.hi.is/ub. Þar er einnig að finna upplýsingar um kennd námskeið í grunnnámi og framhaldsnámi sem og meistaraverkefni og doktorsverkefni sem hafa verið unnin síðustu ár við deildina.

Page 10: Upp í vindinn 2016

10

Útskriftarferð 2015

Hrefna JónsdóttirMeistaranemi í Samgöngu-verkfræði við DTU

Náms- og útskriftarferð nema í Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands árið 2015 var með öðru sniði en síðustu ár. Lítill hópur útskriftarnema sýndi ferðinni áhuga þetta árið og fór svo að einungis 5 nemendur, þéttur hópur stelpna, hóaði sig saman og byrjaði að skipuleggja utanlandsferð.

Tekin var ákvörðun um að skipuleggja ferðina frá grunni án aðstoðar ferðaskrifstofa. Í upphafi var talið að slíkt væri ekki mikið mál. Að loknum miklum vangaveltum voru valdir áfangastaðir, San Francisco, Mexico City, Playa del Carmen og loks Puerto Rico. Námsferðin sjálf var til San Francisco en mun erfiðara var að skipuleggja vísindaferðir fyrir ferðina en búist var við í upphafi. Það gekk þó upp að lokum.

Þann 10. maí hófst frábært ferðalag með flugi til San Francisco en með í för voru tveir makar og Hörn Hrafnsdóttir kennari. Við lentum seint um kvöld og var því strax lagst til hvílu við komu. Daginn eftir fórum við í fyrstu eiginlegu vísindaferðina, það var

vínsmökkunarferð um vínekrur Sonoma-sýslu sem var frábær byrjun á ferðalaginu. Í þeirri ferð smökkuðum við ekki einungis vín heldur skoðuðum við einnig flóðvarnargarða í Guerneville, Johnson’s Beach, sem ætlaðir eru til þess að stöðva krapa sem myndast hátt í fjöllunum fyrir ofan.

Daginn eftir var frjáls dagur og var hann nýttur í vapp um borgina ásamt því að skoða hinar ýmsu verslanir. Vísindaferðirnar héldu svo áfram þann 13. maí þegar við heimsóttum Department of Building Inspection (DBI) og fræddumst um starfsemi sviðsins en þeir hafa meðal annars eftirlit með byggingum sem er mikilvægt verk í svo stórri og fjölmennri borg. Frá DBI lá leið okkar í háskólann í Stanford þar sem Kyle Scott Douglas, dósent við jarðskjálftadeildina, tók á móti okkur og sýndi okkur aðstöðuna sem þeir hafa (það má segja að hún sé örlítið stærri en sú sem við höfum í Háskóla Íslands). Þar hittum við einnig Royal Kopperud sem starfar við Umhverfis- og byggingarverkfræðideildina í Stanford og sýndi hann okkur stórar ölduvélar og „laserherbergi“ sem nýtt

er við rannsóknir í straumfræði. Það var mjög áhugavert að skoða skóla á þessum mælikvarða og hugsa ég að við höfum allar velt því fyrir okkur að sækja um.

SPUR hafði boðið okkur á opnunarkvöld á sýningunni „Design for Resilience“ að kvöldi 14. maí en SPUR er leiðandi stofnun í borgarskipulagi sem stuðlar að góðri hönnun og stjórnsýslu á San Francisco svæðinu og fleiri svæðum í Bandaríkjunum. Þar voru til sýnist plaköt af bestu hugmyndunum sem bárust samkeppni á vegum SPUR. Samkeppnin snerist um að koma með hugmyndir um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir eyðileggingu af völdum fellibylja í New York og New Jersey. Kveikjan að þessari samkeppni var einmitt fellibylurinn Sandy sem reið yfir það svæði árið 2012.

Á síðasta degi námsferðarinnar, þann 15. maí, hjóluðum við yfir Golden Gate brúna sem talin er vera ein fallegasta brú veraldar og virtum við fyrir okkur þetta magnaða mannvirki. Golden Gate er hengibrú sem nær yfir San Francisco flóa í Californiu fylki í Bandaríkjunum en hún var opnuð árið

Page 11: Upp í vindinn 2016

11

1937 og var þá lengsta hengibrú heims allt til ársins 1964. Brúin er gerð úr stáli og er tæplega 1,3 km löng, 230 m há og hún hönnuð af Joseph Strauss, Irving Morrow og Charles Ellis.

Þann 16. maí flugum við til Mexíkóborgar en Hörn kennari flaug heim til Íslands. Mexíkóborg er mjög óhrein borg. Fyrir utan íbúðina okkar var rosalega stór og falleg verönd með brunni (reyndar vatnslausum) í miðjunni. Veröndin var lokuð frá götunni með risastóru hliði svo skíturinn fyrir utan truflaði okkur ekki. Einn daginn var mesta rigning sem ég hef upplifað. Var skemmtilegt að finna muninn á loftinu í borginni eftir regnið en loftið batnaði verulega. Í Mexikóborg skoðuðum við meðal annars Mannfræðisafnið í Mexikó þar sem hægt að berja augum upprunalega sólarsteininn og fræðast um uppruna indjána þar í landi svo eitthvað sé nefnt.

Fimmtudaginn 21. maí lá leið okkar til strandbæjarins Playa del Carmen þar sem við sleiktum sólina og fórum í vatnagarðinn Xel-Há þar sem við snorkluðum, stungum okkar af

stökkpöllum og lágum í hengirúmum. Tel ég að það hafi verið hápunktur ferðarinnar. Ég mæli eindregið með þessum garði fyrir þá sem ferðast til Playa del Carmen eða nágrennis. Einnig fórum við í ferð til Chichen Itza þar sem skoða má rústir borga Maya indjána.

Þann 27. maí var svo komið að lokaáfangastað ferðarinnar, Púertó Ríkó. Þar byrjuðum við á því að gista inni í miðjum frumskógi. Þar heimsóttu okkur meðal annars stærstu kakkalakkar sem ég hef séð ásamt litlum krúttlegum eðlum. Við lærðum að opna kókoshnetur með stein einan að vopni og fórum á kajökum í Bio Bay en þar lifa lítil svifdýr sem lýsa upp sjóinn þegar hann er hreyfður, ólýsanleg upplifun það! Seinni hluta ferðar okkar í Púertó Ríkó var dvalið í höfuðborginni San Juan áður en ferðinni lauk þann 2. júní. Þaðan héldu 5 ferðalangar til Íslands en tveir héldu áfram til New York.

Ferðinni er vart hægt að lýsa í orðum en við lentum í ýmsum ævintýrum, þar á meðal týndust tveir farsímar en þeir fundust sem betur fer báðir stuttu

síðar. Hluti hópsins var stoppaður af spilltum lögreglumönnum í Mexíkóborg, ég var bitin af könguló og endaði á 5 daga lyfjameðferð, við sungum úr okkur lungun í Karióki og margt, margt fleira.

Takk, samferðalangar mínir, fyrir frábæra ferð sem ég mun aldrei gleyma. Vil ég óska þeim nemendum, sem fara í sína ferð núna í vor, innilega góðrar ferðar!

Mynd 1. Horft yfir Golden Gate brúna í San Fransisco.

Page 12: Upp í vindinn 2016

12

VIÐ ERUM GÓÐIR

Í FRÁVEITUHREINSUN

Gra

fika

11

• Þrepasíur• Pressur• Seyrubúnaður• Fituhreinsun• Sandfelling / Hreinsun

Lífræn hreinsun fyrir sveitarfélög með Tröppurist í kassa fyrir sveitarfélög. Vélræn hreinsun

Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Sími 585 1070 [email protected] www.vov.is

viðkvæman viðtakandaHeildarlausn í fráveitumálum. Dæling og hreinsun.

DÆLUR OG LOKAR

HREINSIKERFI

Mannvirkjastofnun fer með yfirumsjón byggingar-, rafmagnsöryggis- og brunamála í landinu. Hún hefur með höndum fjölmörg verkefni á þessum sviðum.

Öll miða að því sama: að vernda líf, heilsu, umhverfi og eignir.

Skúlagötu 21 · 101 Reykjavík · Sími: 591 6000 · mvs.is · [email protected]

Mannvirkjastofnun tryggir samræmingu á byggingareftirliti og eldvarnaeftirliti og starfsemi slökkviliða um allt land. Stofnunin vinnur að samræmingu brunavarna í landinu og stuðlar að samvinnu þeirra sem starfa að brunavörnum. Hún hefur eftirlit með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga í mannvirkjum. Auk þess sér stofnunin um menntun slökkviliðs- og eldvarnareftirlitsmanna, löggildingu iðnmeistara og hönnuða og fjölmörg önnur verkefni.

Til öryggis

Page 13: Upp í vindinn 2016

13

Þjónusta og tæknileg aðstoð.Áratuga reynsla. ...Við mælum með því besta

 Trimble lausnir frá Ísmar fyrir öll verk

ERU FRAMKVÆMDIRFRAMUNDAN?

WWW.ISMAR.IS SÍÐUMÚLA 28 108 REYKJAVÍK SÍMI 5105100

FagmennskaÞekking-Forysta 

Page 14: Upp í vindinn 2016

14

In recent years there has been greatly increased worldwide awareness of the urgency of the human-caused global climate change and air pollution crises. Premature deaths from global outdoor air pollution, for example, are assessed to be of the order of 3 million annually, with the majority occurring in South and East Asia.1

Fossil fuel use is the overwhelming cause of both climate change and air pollution2, and mitigation efforts for both of these problems should be undertaken concurrently in order to maximize effectiveness. Fortunately, such efforts can be accomplished largely with currently available clean (i.e. non-fossil) energy sources like nuclear power and renewables (solar, wind, geothermal, hydropower, etc), along with energy efficiency improvements. However, various barriers to achieving these goals persist, including lack of meaningful action by governments and, in some cases, major misconceptions among the public.

Many governments and environmental groups/individuals consider renewables to be virtually

Nuclear Energy, Climate Change and Air Pollution

problem-free, while nuclear is considered intractably problematic. Both of these views contravene the conclusions of comprehensive, scientific assessments, such as those recently conducted by the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) and the Global Energy Assessment 3. These analyses and many others indicate very clearly that there are no perfect energy sources, and that all clean energy sources (including nuclear) will need to be massively and rapidly expanded in order to achieve climate and air pollution mitigation targets. Thus, the long-standing tendency to disproportionately focus on the drawbacks of nuclear power is highly counterproductive.

Several recent scientific studies have tried to counteract this tendency by taking an objective, big-picture approach. For instance, in March 2013 I published a peer-reviewed scientific paper4 in a major journal (co-authored by world-renowned climate scientist Jim Hansen) that examined one basic question: If nuclear power never existed, what would the human health and climatic implications have been?

Pushker A. Kharecha, PhD Climate ScientistColumbia Earth Institute and NASA Goddard Institute for Space Studies

We addressed this question by first realizing that, for both technological and economic reasons, the replacement energy source would have been almost entirely coal, along with a small contribution from natural gas. We then analyzed historical (1971-2009) and projected (2010-2050) nuclear energy production data for global and regional/national scales. We found that over the last 40 years, nuclear energy use prevented an average of about 2 million air pollution-related deaths globally due to its displacement of fossil fuel use (Figure 1a). This is many thousands of times higher than the number of deaths it caused. Furthermore, we found that nuclear power has prevented over 60 gigatonnes of global carbon dioxide emissions (Figure 2a) – equivalent to the emissions from the past 30+ years of U.S. coal burning, or the emissions from hundreds of large coal-fired power plants. Our analysis also shows that over the next few decades there would be even greater prevented human health and environmental impacts from global expansion of nuclear energy if it displaces future fossil fuel use – on

Page 15: Upp í vindinn 2016

15

Figure 1. Cumulative net deaths prevented assuming nuclear power replaces fossil fuels. Results for (a) the historical period in our study (1971−2009), (b) the high-end and (c) low-end projections of nu-clear power supply by IAEA for the period 2010−2050. Error bars reflect the ranges for the fossil fuel mortality factors listed in Table 1 of our paper. The larger values in panels (b) and (c) reflect a sce-nario in which all of the projected nuclear supplants coal (“all coal”), while the smaller values reflect an “all gas” scenario (the latter are unlabeled because they are all ~10x lower than the corresponding all-coal cases). Countries/regions are arranged in descending order of CO2 emissions in recent years. FSU15=15 countries of the Former Soviet Union and OECD=Organization for Economic Cooperation and Development (13 countries in this case).

Figure 2. Cumulative net greenhouse gas emissions prevented assuming nuclear power replaces fossil fuels. Same panel arrangement as Figure 1, except mean values for both cases (all coal and all gas) are labeled. Error bars reflect the ranges for the fossil fuel emission factors listed in Table 1 of our paper.

average, up to 7 million prevented deaths and 240 gigatonnes of prevented carbon emissions if it replaces coal (Figures 1b and 2b).

Our findings also have important implications for large-scale fuel switching to natural gas from coal or from nuclear – an increasingly common phenomenon. Although natural gas burning emits less fatal pollutants and greenhouse gases than coal burning, it is actually much more harmful than nuclear power, causing about 40 times more deaths per unit electric energy produced5. Furthermore, for reasons discussed in our paper (and subsequent peer-reviewed papers), widespread and unconstrained use of natural gas is likely to actually worsen the climate problem, contrary to popular belief6.

Another recently published, peer-reviewed scientific paper7 examined a similar question by taking a substantially different approach. The authors used a global climate-aerosol model to quantify the air pollution-induced mortality and global climate change that would result if world nuclear power was replaced entirely by coal power. Their findings suggest that an average of 150,000 deaths per year were prevented globally by nuclear power between 2005-2009, with 2/3 of them in Europe. Despite the very different methods used in their study and ours, the two sets of estimates are very similar, thereby enhancing their order-of-magnitude quantitative credibility.

Fundamentally, both of these studies’ findings stem from the fact that coal (and natural gas) cause far more fatalities than nuclear per unit of energy produced. Furthermore, despite widespread public misconceptions, nuclear energy has caused very few actual

Page 16: Upp í vindinn 2016

16

deaths. In summary, there have been only 3 major accidents in the 50+ year history of nuclear energy – Three Mile Island in 1979, Chernobyl in 1986, and Fukushima in 2011. Although these accidents caused major disruptions to local communities that were forced to evacuate, according to comprehensive scientific analyses by the UN Scientific Committee on the Effects of Atomic Radiation (UNSCEAR) as well as independent research groups, only one of them (Chernobyl) has conclusively led to deaths from radiation fallout8. In its most recent report on Chernobyl, UNSCEAR assessed that between 1986-2006, the total number of deaths attributable in a scientifically valid manner to radiation fallout from the accident was 43. The report authors (which included scientists from each of the 3 most-

affected countries) chose not to quantify future radiation-related deaths because of “unacceptable uncertainties in the predictions”9.

In conclusion: As we discuss in our paper and published rebuttals to critiques of it10, although nuclear energy expansion faces serious challenges – including waste disposal, safety, cost, and proliferation – many of these can be largely resolved with advanced reactor designs that are being planned and implemented. An objective, scientific analysis of all relevant issues makes it very clear that in order to achieve climate change and air pollution mitigation targets, it is extremely important to retain and expand the role of nuclear (in addition to renewables) in the world energy mix.

References

1) See http://www.who.int/phe/health_topics/outdoorair/databases/en/ and http://news.ubc.ca/2016/02/12/poor-air-quality-kills- 5-5-million-worldwide-annually/.

2) See sources in footnote 1 and http://www.ipcc.ch/report/ar5/wg1/.

3) See http://www.ipcc.ch/report/ar5/wg3/ and http://www.globalenergyassessment.org/.

4) Freely available at http://pubs.acs.org/doi/full/10.1021/es3051197 or http://pubs.giss.nasa.gov/abs/kh05000e.html.

5) See Table 1 in our paper, based on Table 2 of this paper: http://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736%2807%2961253-7/abstract.

6) See our paper (footnote 4) and http://news.nationalgeographic.com/news/energy/2014/09/140924-natural-gas-impact-on-emissions/.

7) Freely available at http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1002/2015JD024183/full.

8) See sources in our paper (footnote 4) and the 2013 and 2015 UNSCEAR reports on Fukushima: http://www.unscear.org/unscear/en/publications/Fukushima_WP2015.html.

9) Full report available at http://www.unscear.org/docs/reports/2008/11-80076_Report_2008_Annex_D.pdf; see also http://www.unscear.org/unscear/en/chernobyl.html.

10) Freely available at http://pubs.giss.nasa.gov/abs/kh06000s.html and http://pubs.giss.nasa.gov/abs/kh07000q.html.

Heildarlausnirí rafiðnaðiReykjafell · Sími 588 6000 reykjafell.is

Page 17: Upp í vindinn 2016

17

FYRIRTÆKIÐ - ÞG VERK

ÞG Verk var stofnað árið 1998 af Þorvaldi H Gissurarsyni sem er enn þann dag í dag forstjóri og eigandi félagsins. Félagið er byggt upp á traustum grunni og hefur staðið af sér öll áföll í íslensku efnhagslífi sem og íslenskum byggingariðnaði og starfar enn á upprunalegri kennitölu. Markmið félagsins hefur ávallt verið að skila góðu verki til sinna viðskiptavina á íbúðamarkaði sem og útboðsmarkaði, að stunda traust og örugg íbúðamarkaði sem og útboðsmarkaði, að stunda traust og örugg viðskipti og uppfylla væntingar viðskiptavina.

Á annað þúsund fjölskyldna búa í dag í húsnæði frá ÞG Verk og u.þ.b 700 íbúðir eru fyrirhugaðar í byggingu á næstu árum. Gæðakerfi ÞG Verk verndar hagsmuni kaupenda en ávallt er gerð sameiginleg úttekt á hverri fasteign fyrir afhendingu. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina byggt atvinnuhúsnæði sem hýsir margvíslega starfsemi.margvíslega starfsemi.

ÞG Verk hefur yfirgripsmikla reynslu af störfum á útboðsmarkaði og meðal verkefna eru hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen, höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, stærsta prentsmiðja landsins fyrir Morgunblaðið og virkjanir á Hellisheiði og Nesjavöllum. Félagið hefur áunnið sér traust opinberra aðila og stórfyrirtækja með skipulegu vinnulagi, skilum á réttum tíma, vönduðu verki og öruggum viðskiptum.skilum á réttum tíma, vönduðu verki og öruggum viðskiptum.

Hjá fyrirtækinu er starfrækt gæðaráð og starfandi gæðastjóri. Í gegnum allt byggingarferlið eru gerðar reglulegar úttektir á öllum verkþáttum.

Í dag er ÞG Verk í sókn, bæði ef litið er til eigin framkvæmda á íbúðar og atvinnuhúsnæðimarkaði og verkefna á útboðsmarkaði.

Lykillinn að farsælum rekstri er afburða starfsfólk og er fyrirtækið stolt af þeim trausta og hæfa hópi fólks sem starfar fyrir félagið stolt af þeim trausta og hæfa hópi fólks sem starfar fyrir félagið í dag. Fyrirtækið leggur áherslu á góða starfsmanna aðstöðu og aðbúnað til að tryggja öryggi og starfsmannaánægju.

ÞG Verk er sterkt félag sem skilar góðu verki og faglegum vinnubrögðum. Allt frá stofnun hefur það verið meginmarkið félagssins að skila góðu verki, stunda örugg viðskipti og eiga traust og áreiðanleg samskipti við sína viðskiptavini.

Þorvaldur GissurarsonÞorvaldur GissurarsonForstjóri ÞG Verk

ÞG Verk - Þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði

FRAMKVÆMDIRÞG Verk hefur á umliðnum árum byggt

hundruð íbúða fyrir almennan íbúðamarkað, sömuleiðis hefur félagið þróað og byggt

fjölbreytt atvinnuhúsnæði og tekið að sér fjölmörg stórverkefni á útboðsmarkaði.

VIRKJANIRÞG Verk hefur sinnt margvíslegum

framkvæmdir við jarðhitavirkjanir, meðal annars sem aðalverktaki við fyrsta

og annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar og við stækkun Nesjavallarvirkjunar.

ÍBÚÐARHÚSNÆÐIFrá árinu 1998 hefur ÞG Verk byggt mikinn

fjölda heimila fyrir ánægðar fjölskyldur. Áreiðanleiki, gæði og notagildi eru okkar einkunnarorð. Fyrirtækið kappkostar að eiga gott samstarf við sína viðskiptavini.

NÝ HEIMASÍÐA | FASTEIGNAVEFUR ÞG VERK

www.tgverk.is

Page 18: Upp í vindinn 2016

18

Kristján ArinbjarnarFramkvæmdastjóri Tækni- og þróunarsviðs hjá ÍAV

Kísilverksmiðja í Helguvík

ÍAV annast verkefnastjórnun, hönnunarstjórnun, byggingarstjórn og framkvæmdir við byggingar 1. áfanga Kísilverksmiðju Sameinaðs Sílikon í Helguvík. Í fyrsta áfanga verður einn 35 MW ofn keyrður. Fyrirhugað er að hönnun og bygging fjögurra ofna verður lokið innan 10 ára og samtals muni verksmiðjan þá nota 140 MW af rafmagni. Framkvæmdir við verkið eru nú að nálgast hámark. Nú um miðjan febrúar 2016 eru 170 starfsmenn við störf á verkstað.

Framleiðsla og notkun á kísilmálmiKísill finnst finnst víða í formi kvarts (SiO2). Framleiðsla kísilsins fer fram í ljósbogaofnum sem hitar hráefnin upp í um 1900°C. Ofnarnir eru stórir lokaðir tankar með vatnskældri múrsteinsfóðringu. Gegnum þak ofnana ganga þrjú grafit rafskaut og er hráefnið þannig rafgreint.

Rafskautunum eru lyft upp eða þau látin síga með tölvustýrðu vökvakerfi til að stýra rafgreiningunni. Ofninn

stendur á hjólum svo hægt er að snúa ofninum í hringi. Fljótandi kísill (Si) er tekinn úr botni ofnsins og settur í mót, til storknunar og kallast þá grófur kísill

SiO2 + 2C + O2 → Si + 2CO2

Til að framleiða eitt tonn af kísli í ljósbogaofni þarf um 12 MWh raforku. Hráefni sem þarf til að framleiða tonn af kísli eru um 2,6 tonn kvartsgrjót, um 1,5 tonn kol og koks og um 1,3 tonn af tréflís.

Kísilmálmur er fyrst og fremst notaður til íblöndunar í stálframleiðslu og kísill til blöndunar í álframleiðslu. Þá er kísill notaður við framleiðslu á rafeindabúnaði og við framleiðslu á sílikon efnum. Dæmi um vörur sem innihalda

kísil eru bílavarahlutir, skósólar, íþróttafatnaður, tölvur, símar, felgur og sólarsellur. Kísill er líka notaður í sjampó, hárnæringu, smurolíur, sleipiefni og ýmsar snyrtivörur.

Verkefni ÍAV í HelguvíkVerkkaupinn, Sameinað Sílikon, sem byggir verksmiðjuna samdi við ÍAV um að annast verklegar framkvæmdir.

Hönnuðir búnaðar eru Tenova Pyromet, höfuðstöðvar þeirra eru í Mílanó, Ítalíu, en starfsemi og framleiðsla búnaðar fer einnig fram í Suður Afríku og á Indlandi. Tenova Pyromet eru leiðandi á heimsvísu í hönnun á háþróaðri tækni, vörum og þjónustu fyrir málm- og námuvinnslu.

Markstofa Arkitekt, Verkís og Verkfræðistofa Suðurnesja annast alla hönnun á byggingum, lóðahönnun, burðarþoli, raflögnum, lögnum, veitum, brunahönnun og allri annarri hönnun en þeirri sem snýr beint að framleiðsluferlinu sjálfu.

Mynd 1. Þversnið í ljósabogaofn.

Page 19: Upp í vindinn 2016

19

Mynd 3. Afstöðumynd Markstofu, Arkitekt Magnús H Ólafsson.

Mynd 4. Frumhugmynd af skipulagi.

Grunnsamningur við ÍAV er um byggingu á ofnhúsi verksmiðjunnar. Ofnhúsið er að flatarmáli 2.654 m2 og samanlagt 6.600 m2. Ofnhúsið er um 40 metrar á hæð. Umfang verkefnis ÍAV við byggingu verksmiðjunnar hefur vaxið jafnt og þétt eftir því sem undirbúningi miðar áfram. ÍAV annast alla þætti við byggingu verksmiðjunnar, hönnunarstýringu, verkefnastjórnun, samræmingu , öryggismál, umsjón og áætlanagerð.

Verkkaupi, Sameinað Silicon (USi) annast sjálfir umsjón með hönnun og uppsetningu á vélbúnaði, raflögnum til framleiðslu og stýringum. Verksmiðjan samanstendur m.a af eftirtöldum byggingarhlutum:

Ofnhús

Hráefniskerfi (skiptist í 4 hluta)

Hreinsivirki (skiptist í 6 hluta)

Aðveitustöð rafmagns

Starfsmanna- og skrifstofuaðstaða

Dreifistöð raflagna og stýringar

Lóð, girðingar og lagnir

Hönnun og hönnunarstýringÞegar ÍAV kom að verkefninu og framkvæmdir hófust var staðsetning verksmiðjunnar ákveðin og unnið var að nánara skipulagi verksmiðjunnar.

Meðfylgjandi Afstöðumynd Markstofu Arkitekt Magnús H Ólafsson sýnir skipulagið eins og það er í dag.

Við upphaf framkvæmda voru fyrirliggjandi takmarkaðir uppdrættir til að vinna verkið eftir. Meðfylgjandi yfirlitsmynd er fumhugmyndir frá Sameinað Sílikon.

Skipulagið hefur, samhliða framkvæmdum við einstaka hluta verksmiðjunnar, þroskast og þróast í samræmi við fullnaðarhönnun á búnaði og framleiðsluferlinu.

Verkefnastýring og stjórnun verkefnisÍ upphafi voru á vegum ÍAV þrír stjórnendur við verkefnið. ÍAV hefur svo eftir því sem verkinu hefur miðað aukið mannafla á verkinu og fjölgað stjórnendum verksins eftir því sem þörf hefur verið.

Nú um miðja febrúar 2016 eru starfandi um 170 manns á verkstaðnum auk þess sem unnið er að framleiðslu á búnaði og efnisframleiðslu víða utan sem innan lands. Þannig eru yfir 250 manns starfandi við framkvæmdina. Stjórnunarteymi ÍAV á verkstaðnum telur nú um 14 manns, 6 verkstjórar

Page 20: Upp í vindinn 2016

20

Mynd 6. Stjórnskipulag ÍAV á verkstað.

Mynd 5. Verkþáttagreining ÍAV.

og 8 tæknimenn. Auk þess eru ýmsar stoðdeildir hjá ÍAV sem koma tímabundið að verki og að ákveðnum verkefnum við framkvæmdina. Verkið er nú stærsta einstaka framkvæmdin sem ÍAV vinnur að.

Verkefni stjórnenda ná yfir alla þætti verkefnastjórnunar, tímaáætlanagerð, kostnaðaráætlanir, innkaupaáætlanir, innkaup og samninga, framvindu og gæðaeftirlit, hönnunarstýringu, samræmingu verkþátta og daglega stjórnun á vinnustaðnum allt frá mötuneyti til stálframleiðslu, svo

dæmi sé nefnt. Verkkaupi Sameinað Silicon (USi) annast sjálfir umsjón með hönnun og uppsetningu á vélbúnaði og raflögnum til framleiðslu og framleiðslustýringu.

FramkvæmdirFramkvæmdir við kísilver í Helguvík hófust með jarðvegsvinnu á lóð í lok maí 2014 og var þá jafnframt vinna við fullnaðarhönnun verksmiðjunnar sett af stað.

Jarðvinna við 1. áfanga ofnbyggingar hófst svo í janúar 2015 og var fyrsta burðarsteypan steypt þann 24. febrúar 2015 eða fyrir um ári síðan.

Hönnun verksmiðjunar er nú lokið og er unnið hörðum höndum við að ljúka við byggingarnar og framleiðslu á búnaði þannig að meginþungi framkvæmda færist nú yfir á uppsetningu búnaðar, raforkuvirki og frágang.

Alls er gert ráð fyrir að steypa um 8000 m3 af burðarsteypu, leggja 500 tonn af steypustyrktarjárni og 3000 tonn af burðarstáli.

ÍAV hefur með höndum samræmingu, yfirsýn og gerð tímaáætlunar, Master Plans fyrir alla verksmiðjuna. Fyrirhugað er að framleiðsla hefjist á árinu.

Page 21: Upp í vindinn 2016

21

Starfsfólk fyrirtækisins býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á öllu milli himins og jarðar. Það eru hæfileikar þess sem gera fjölbreytileg verkefni um allan heim að veruleika á degi hverjum.

EFLA verkfræðistofa leggur mikla áherslu á að fá til starfa ungt og efnilegt fólk í bland við reynslumikla sérfræðinga með langan starfsaldur og allt þar á milli. Með því tryggir EFLA hringrás þekkingar. Við vitum að unga fólkið í dag getur orðið lykilfólk framtíðarinnar.

Við eflum samfélagið

ÍSLAND • NOREGUR • SVÍÞJÓÐ • FRAKKLAND • PÓLLAND • TYRKLAND • DUBAI

Page 22: Upp í vindinn 2016

22

Skiptinám í Kaupmannahöfn

Ég vissi það strax þegar ég byrjaði í Umhverfis- og byggingarverkfræði í HÍ að mig langaði eitthvert út í heim í skiptinám. Ég sá mig alltaf fyrir mér á einhverjum framandi og heitum stað en eftir mikla leit að rétta staðnum endaði ég á því að sækja um í DTU í Kaupmannahöfn. Mánuði áður en ég lagði af stað, þegar það var snjór og rigning til skiptist á Íslandi, hugsaði ég af hverju ég hefði ekki valið einhvern aðeins heitari stað en Danmörku. Strax og ég lenti í Kaupmannahöfn varð ég hins vegar sannfærð um að ég hafði valið rétt og varð ástfangin af þessari yndislegu borg, hjólamenningunni og skemmtilegu Dönunum, fyrir utan einstaka skammir fyrir að kunna ekki hjólareglurnar

Skólinn fékk fljótt fyrstu einkunn frá mér. Fyrsta vikan var eintóm snilld og góðar móttökur þar sem maður kynntist fólki alls staðar að. Í annarri viku byrjaði svo alvaran. Þar sem ég er enn í BS-námi var erfitt að finna áfanga sem voru á ensku þannig ég skráði mig í einn danskan áfanga sem fjallaði um inngang að vindorku. Mér gekk nú alltaf vel í menntaskóladönskunni

Lára Kristín ÞorvaldsdóttirBS nemi í Umhverfis- og byggingarverkfræði

og þóttist geta rúllað upp einum áfanga á dönsku. Í fyrsta tímanum fékk ég algjört sjokk. Ég kom inn í stofuna þar sem voru bara 12 manns, allt strákar, og kennarinn var alveg himinlifandi að sjá stelpu. Hann kom til mín og spurði mig spjörunum úr á dönsku. Ég náði þó að ráða fram úr samtalinu þrátt fyrir að hafa bara skilið helminginn af því sem maðurinn sagði. Þarna kom í ljós að menntaskóladanskan var alls ekki skotheld!

Í öðrum tímanum fórum við að skoða vindmyllur í Risø í Hróarskeldufirði en þar er sjálfbært orkurannsóknarsetur DTU staðsett. Það var magnað að fá að fara upp í vindmyllu og fá þannig betri skilning á virkni þeirra. Sjálfri finnst mér skrítið að hafa verið í áföngum tengdum jarðhita og vatnsaflsorku á Íslandi en ekki heimsótt slíkar virkjanir í tengslum við áfangana. Við skoðuðum veðurfræðileg mælingatæki í kringum mylluna og klifruðum upp í hana. Þegar við klifruðum upp mylluna klæddumst við öryggisbelti sem var smellt við stiga og dróst með okkur upp í kapli. Ég var svo stressuð á leiðinni

upp að ég ríghélt í stigann og eftir 40 metra klifur voru hendur mínar orðnar stífar og þreyttar. Á toppnum tók maður á móti mér á efsta palli sem bunaði út úr sér ræðu á dönsku. Í stresskasti skildi ég hvorki upp né niður í því sem hann var að segja. Ég spurði hvort hann gæti vinsamlegast talað ensku og þá kom í ljós að öryggisbeltið var vitlaust sett á mig svo ég þurfti að laga það áður en ég krækti mig við öryggislínuna uppi. Stundum borgar sig greinilega ekki að ýkja dönskukunnáttu sína!

Eftir þó nokkra aðlögun hérna í Kaupmannahöfn er danskan öll að koma og ég verð hrifnari af lífinu hérna með hverjum degi. Ég sé svo margt sem Íslendingar ættu að taka sér til fyrirmyndar eins og til dæmis viljann til að nota hjól sem ferðamáta, hollt mataræði og meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þó að yndislega Ísland muni eflaust toga mig til sín á endanum þá held ég að ég sé ekki á leiðinni heim í bráð.

Page 23: Upp í vindinn 2016

23

Sumarnám á Indlandi

Sunna Mjöll SverrisdóttirBS nemi í Umhverfis- og byggingarverkfræði

Það var um miðbik minnar fjórðu annar í verkfræði að ég hélt ég myndi gefast upp. Ég var búin að horfa á vini mína ferðast heimshorna á milli á meðan ég var í mínum fjórða stærðfræðigreiningaráfanga. Því virtist sem póstur frá Alþjóðaskrifstofunni um sumarnám á Indlandi hefði verið eyrnamerktur mér. Mig langaði burt og þyrsti í að stíga út fyrir þennan kassa sem allir voru að tala um. Úr varð að ég lagði land undir fót og eyddi mánuði í borginni Bangalore á Suður-Indlandi.

Áfanginn sem ég tók þar hét An Introduction to the Environment

in India. Námið var hluti af auknu samstarfi Norðurlandanna við Indland og ég var ein frá Íslandi. Með mér var fólk frá Danmörku og Finnlandi, til að mynda frá Aalto University og University of Copenhagen. Hópurinn náði strax vel saman og mynduðust vinabönd sem munu seint slitna. Dönsku stelpurnar tóku ekki annað í mál en að ég spreytti mig á dönskunni og síðan töluðu Finnarnir og Indverjarnir með mjög miklum hreim. Samskiptin voru því oft á tíðum ansi skrautleg. Á ferðalögum hópsins var það þó ekki vandamál þar sem tveir indverskir doktorsnemar fylgdu

okkur hvert sem við vildum fara og pössuðu að enginn svindlaði á okkur.

Áfanginn var þverfaglegur og snerist að mestu leyti um þau umhverfisvandamál sem Indland stendur frammi fyrir. Þar lærði ég meðal annars um þau fjölmörgu umhverfisvandamál sem tengjast fólksfjölgun í Indlandi, loftslagsbreytingum og hefðum og trúarbrögðum Indverja.Við fórum í alls konar vettvangsferðir í nágrenni Bangalore og skoðuðum meðal annars hvernig áin hjá háskólasvæðinu var full af rusli og óhreinindum þar sem óhreinsuðu skólpi var hleypt beint í ána. Umsjónarmaður námskeiðsins sagði að sú á hefði verið nógu hrein til að baða sig í fyrir 20 árum. Áin var því miður ekki einsdæmi eins og við fengum að kynnast í fyrirlestri um ástand hinnar heilögu Ganges-ár. Það er gott dæmi um hvernig indverskar hefðir geta beinlínis verið skaðlegar. Áin er þekkt fyrir að þykja hreinsandi og því mikið notuð til baða en einnig er hefð fyrir því að henda í hana líkum svo hinir dánu komist til himna. Vatnið er einnig notað til drykkju á svæðum þar sem skólp er losað.

Page 24: Upp í vindinn 2016

24

Við fórum einnig í vettvangsferðir í þjóðgarða, skoðuðum grænar byggingar, stórar stíflur og silkiframleiðslu.

Dvölin í Indlandi snerist þó ekki einungis um námið sjálft. Við vorum dugleg að ferðast um Karnataka-héraðið sem Bangalore er hluti af. Við fórum mikið út með indversku vinum okkar og fengum okkur ís eða nýpressaðan djús. Þeir kenndu okkur krikket og við spiluðum blak og badminton á háskólasvæðinu. Við fórum í jóga við sólarupprás á morgnana og borðuðum ótrúlega góðan mat og fengum ferska ávexti daglega. Indverskur matur er svo góður að það væri efni í annan pistil, en ég læt nægja að segja að hægt hafi verið að fá framúrskarandi máltíð fyrir 200 kr. Sérstaklega þótti mér gaman að fá að upplifa Indland eins og Indverjarnir gera það en við fórum saman á Bollywood-myndir og gestgjafarnir voru duglegir við

að útskýra alls konar siði og hefðir fyrir okkur. Bangalore er 8,4 milljón manna borg og í hverfinu okkar bjuggu fleiri en á Íslandi svo stundum gat áreitið orðið yfirþyrmandi. Ég lærði fljótt á hinar óskrifuðu reglur samfélagsins, klæddist indverskum fötum til að móðga engan og lærði að ferðast um í umferð þar sem bílbelti, umferðarljós og gangbrautir eru ekki til. Það má því segja að ég hafi lært margt á þessum stutta tíma. Bæði fannst mér áhugavert að kynnast þessum

ÍSLE

NSK

A S

IA.IS

STR

786

77 0

3/16

Kynntu þér málið á strætó.is

fyrir 18 ára og eldri á

46.700 kr.

Nemakortið er árskort fyrir hagsýna námsmenn, 18 ára og eldri, sem vilja geta ferðast um höfuðborgarsvæðið á ódýrari hátt.

Kauptu kortið á strætó.is og fáðu það sent heim.

NEMAKORT ÁRSKORT

risastóru umhverfisvandamálum sem verkfræðingar Indlands þurfa að finna lausnir á og einnig fékk ég einstakt tækifæri til að kynnast þeirri fallegu menningu sem Indland býður uppá. Með því að taka af skarið og drífa mig út tókst mér að víkka sjóndeildarhringinn og læra hluti sem ég hefði aldrei haft tækifæri til hér heima. Ég hugsa hlýlega til Bangalore og mun vonandi heimsækja vini mína þar aftur sem allra fyrst.

Í ÞÍNUM HÖNDUMHreint og ómengað drykkjarvatn er dýrmætasta auðlind jarðarinnar. Við getum verið þakklát fyrir hversu rík við erum af því. Stöndum vörð um þennan lífsbrunn okkar. Þrátt fyrir að við höfum yfir að ráða nægum hreinum orkulindum er loftmengun víða langt yfir viðmiðunarmörkum á Íslandi.

to

n/

A

Page 25: Upp í vindinn 2016

25

Umferðaspár höfuðborgar-svæðisins

Árið 2005 hóf VSÓ Ráðgjöf vinnu við að endurbæta eldra umferðarlíkan sem unnið hafði verið í tengslum við Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Líkan VSÓ gaf betri niðurstöður en áður höfðu sést í umferðarlíkönum hér á landi. Líkanið hefur verið í stöðugri þróun síðan og hefur verið notað við flestar stærri skipulagsáætlanir á höfuðborgarsvæðinu.

Styrkur umferðarlíkana liggur ekki síst í því að geta borið saman áhrif mismunandi skipulagskosta á umferð. Þannig má t.d. meta áhrif mismunandi landnotkunar og þéttleika byggðar á umferðarmagn og heildarakstur, sem getur svo nýst til að meta m.a. orkunotkun, losun gróðurhúsalofttegunda og áhrif á umferðarhávaða og loftgæði.

Grétar Már HreggviðssonByggingaverkfræðingur á samgöngusviði VSÓ Ráðgjafar

Svanhildur JónsdóttirSamgönguverkfræðingur og sviðsstjóri samganga hjá VSÓ Ráðgjöf

Áður fyrr var vinnulagið við skipulagsgerð yfirleitt þannig að flestar stærri ákvarðanir um landnotkun og uppbyggingu voru teknar án þess að horft væri sérstaklega á umferðarspár. Umferðarspáin var gjarnan síðasta skrefið í ferlinu, þegar búið var að móta skipulagið að langmestu leyti. Við gerð Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 var tekin upp ný aðferðafræði þar sem umferðarlíkani var markvisst beitt til að móta skipulagskosti [1]. Auk þess voru gerðar spár sem tóku mið af breytingu á ferðavenjum og er það í fyrsta skipti sem slíkt er gert hér á landi. Sama aðferðarfræði var svo viðhöfð við vinnslu hins nýja Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.

Höfuðborgarsvæðið 2040Í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 kveður við nýjan tón í skipulagsgerð á Íslandi. Þar hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komið sér saman um stefnu um hagkvæman vöxt svæðisins næstu 25 árin. Samkvæmt íbúaspá mun íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um 70 þúsund til ársins 2040. Eitt af lykilatriðum stefnunnar er að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli. Hryggjarstykki stefnunnar er samgöngu- og þróunarás þar sem hágæða almenningssamgöngukerfi (borgarlína) mun tengja saman kjarna sveitarfélaganna.

Page 26: Upp í vindinn 2016

26

Mynd 1. Allar framkvæmdir. Mynd 2. Lágmarksframkvæmdir.

Grunnár 2012

Spátilfelli

Lágmarkframkvæmdir

1. Óbreyttar ferðavenjur

2. Breyttar ferðavenjur

Allar framkvæmdir

3. Óbreyttar ferðavenjur

4. Breyttar ferðavenjur

Heildar aksurstími [klst]

Meðal- ferðatími [km]

Heildar- akstur [km]

Meðallengd ferða[km]

Meðltöf pr. ferð[mín]

Aukning á ferðatíma vegna umferðarálags

[klst]

Tafla 1. Heildartölur úr niðurstöðum allra sviðsmynda umferðarspár.

82.700 4.235.200

143.400

119.700

135.700

115.000

6.535.800

5.823.200

6.524.200

5.813.200

5,82 4,97 0,70

5,62 1,30

5,85 0,90

5,61 0,91

5,84 0,62

7,39

7,21

7,00

6,93

9.900

25.100

14.900

17.600

10.300

Umferðarspá svæðisskipulagsTil grundvallar umferðarspám voru lagðir tveir uppbyggingarkostir samgöngumannvirkja; „lágmarksframkvæmdir“ og „allar framkvæmdir“ (sjá myndir 1 og 2):

Lágmarksframkvæmdir – samgöngubætur sem þegar hafa verið ákveðnar eða ráðgert að ráðast í á næstu árum auk Öskjuhlíðarganga.

Allar framkvæmdir - flestar stærri vega- og gatnaframkvæmdir sem tilgreindar eru í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 og í tillögum sveitarfélaganna til vegaáætlunar árið 2007.

Fyrir nánari útlistun á framkvæmdum er vísað í fylgirit svæðisskipulagsins nr. 9 [2]. Fyrir hvorn uppbyggingarkost voru gerðar umferðarspár með og án tillits til breytinga á ferðavenjum.

Óbreyttar ferðavenjur miðast við:

Núverandi ferðamynstur, að bílferðir pr. íbúa verði jafnmargar árið 2040 og þær voru 2012.

Núverandi hlutdeild ferðamáta (einkabíll, almenningssamgöngur, gangandi/hjólandi) haldist óbreytt

Breyttar ferðavenjur miðast við:

Hlutdeild bílferða pr. íbúa dragist saman úr 77% (2012) í 58% árið 2040

Þreföldun á hlutdeild almenningssamgangna, úr 4% (2012) í 12% árið 2040

Hlutdeild gangandi og hjólandi aukist úr 19% (2012) í 30% árið 2040

Til að styðja við breytingu á ferðavenjum er sú stefna mörkuð í svæðisskipulaginu að 2/3 íbúa höfuðborgarsvæðisins búi innan svokallaðra samgöngumiðaðra svæða, og þannig sé þétt byggð við allar aðalleiðir almenningssamgangna. Með góðu aðgengi íbúa að öflugum almenningssamgöngum er raunhæft að auka hlutdeild þeirra. Jafnframt er miðað við að um 80% verslunar- og skrifstofuhúsnæðis sé innan samgöngumiðaðra svæða.

Page 27: Upp í vindinn 2016

27

Heimildaskrá

[1] Umferðarspár 2030 – Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2010. Unnið af VSÓ Ráðgjöf fyrir Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, nóv. 2012.

[2] Höfuðborgarsvæðið 2040, fylgirit 9 – skipulagstölur og umferðarspá. Unnið af VSÓ Ráðgjöf fyrir Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, júní 2015.

Niðurstöður umferðarspárNiðurstöður umferðarspárinnar til ársins 2040 sýna m.a. að verði ferðavenjur óbreyttar frá því sem er í dag fjölgar bílferðum á höfuðborgarsvæðinu um 37%. Breytist hins vegar ferðavenjur í takt við markmið svæðisskipulagsins fjölgar ferðum um 17%. Af þessu leiðir að miðað við óbreyttar ferðavenjur eykst heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu um 2,3 milljón km á sólarhring frá árinu 2012 eða um 54%. Miðað við forsendur um breyttar ferðavenjur eykst heildarakstur um 1,6 milljón kmeða um 37%.

Í töflu 1 eru teknar saman helstu niðurstöður allra sviðsmynda umferðarspárinnar.

Niðurstöður sýna að að breytingar á ferðavenjum hafa nokkuð meira vægi en auknar framkvæmdir í því að draga úr umferðarálagi. Heildarta-fir í gatnanakerfinu verða minni við lágmarksframkvæmdir og breyttar ferðavenjur (spátilfelli 2) heldur en við allar framkvæmdir og óbreyttar ferðavenjur (spátilfelli 3).

Það tilfelli sem kemur verst út er tilfelli 1, sem er í raun „status quo“ ástand og miðast við óbreyttar ferðavenjur og lágmarksframkvæmdir. Aukning á heildarferðatíma vegna umferðartafa og álags er þar ríflega 250% hærri en fyrir árið 2012 og meðaltöf pr. hverja ferð er 1,30 mínútur í stað 0,7 mínúta árið 2012. Ef ekkert verður að gert má því gera ráð fyrir því að ferðatími þeirra sem ferðast á einkabílum hafi aukist verulega árið 2040 og ástand á mörgum stofnbrautum orðið

STOFNAÐ 1958

www.vso.is

VSÓ RÁÐGJÖF

Þríhnúkagígur, Klettaskóli, Kringsjå skole landslagshönnun, undirgöng undir Vesturlandsveg, verðmat lands, umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins, stækkun flugstöðvar, mat á umhverfisráhifum, staðarval fimleikahúss í Kópavogi, Jessheim kirke framkvæmdaeftirlit, jarðtækni, svæðisskipulag Suðurnesja, hótel Marina,hörðnunarhraði steypu, Børstad idrettsområde, kortlagning gististaða, aðveitustöð á Akranesi, vörugeymslur, hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði, fráveita á Siglufirði, öryggis og neyðaráætlanir, hjúkrunarheimili í Hamar kommune, kortlagning umferðarhávaða, byggingarstjórn Fjölbrautarskóla Mosfellsbæjar, landmælingar, Betri hverfi í Reykjavík, Lygna skisenter öryggis- og heilsuáætlun, Skóli í Úlfarsárdal, Nýr Landspítali,umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar...

Og lengi má áfram telja. VSÓ hefur unnið að fjölbreyttum, krefjandi og skemmtilegum verkefnum undanfarin 58 ár og mun halda því áfram.

óásættanlegt. Ef borin eru saman tilfelli 1 og 3 annars vegar og tilfelli 2 og 4 hins vegar má sjá að breyting ferðavenja virðist mun áhrifaríkari leið til að draga úr mögulegum umferðartöfum, heldur en ef gert er ráð fyrir öllum framkvæmdum. Að lokum er vert að benda á að tilfelli 4 sýnir að til að umferðarálag verði svipað því sem það er í dag þarf bæði að ráðast í allar framkvæmdir og breyta ferðavenjum. Af þessu má sjá að umferðarlíkanið veitir mikilvægar upplýsingar í alla áætlanagerð um þróun þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu.

Page 28: Upp í vindinn 2016

28

Vindorka Tækifæri og áskoranir

Birta HelgadóttirUmhverfis- og orkuverkfræðingur hjá EFLU

Endurnýjanlegir og umhverfisvænir orkugjafar hafa rutt sér til rúms undanfarin ár og er þróun þeirra óhjákvæmileg til að framtíðarsamband manns og umhverfis geti orðið sem best. Ótal tækifæri felast í rannsóknum og þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum, bæði hérlendis og á heimsvísu, og ljóst að slík orkunýting er nú þegar orðin eitt af stóru verkefnunum sem okkar kynslóðir glíma við.

Nýting vindorku hefur aukist gríðarlega á heimsvísu síðastliðin ár og var til að mynda rúmum 63 GW bætt við árið 2015. Uppsett afl í heiminum í lok árs 2015 var því rúm 430 GW, samtals um 17% vöxtur frá árinu áður. Til samanburðar þá var 14 GW bætt við á síðasta ári og því uppsett afl í Evrópu tæp 148 GW í lok árs 2015, samtals um 10% vöxtur frá árinu áður. Hlutur vindorku í raforkunotkun Evrópu er í dag um 11.4% og er markmiðið að auka hlut þess í tæp 16% fyrir 2020. Tæknin er í stöðugri þróun og hafa framleiðendur vindmylla bætt

hönnunina til muna. Sem dæmi eru gírkassalausar vindmyllur að ryðja sér til rúms, en með því að losna við gírkassann er bæði dregið úr sliti, viðhaldskostnaður lágmarkaður, líftími lengdur og dregið úr hljóðmengun.

Nýir tímar

Ísland hefur að geyma ýmsar endurnýjanlegar orkulindir og hefur þróun vatnsaflsvirkjana til að mynda staðið yfir síðan snemma á 1. áratug síðustu aldar. Þá hafa rannsóknir og þróun á raforkuvinnslu með jarðvarma staðið yfir í nær hálfa öld, fyrst á Norðausturlandi seint á 7. áratugnum. Hingað til hafa jarðvarmi og vatnsafl verið grunnstoðir raforkuvinnslu hér á landi og geta Íslendingar stoltir sagt að um 85% af heildarorkunotkun landsins sé fullnægt með orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Vegna hnattrænnar legu landsins eru möguleikar á nýtingu vindorku miklir og hefur áhugi fyrir því farið ört vaxandi undanfarið. Landsvirkjun hefur nú þegar reist vindmyllur við Búrfell í tilraunaskyni og sömuleiðis

hafa tvær vindmyllur verið settar upp í Þykkvabæ. Einnig hefur færst í aukana að bæði innlendir og erlendir aðilar sýni áhuga og nálgist sveitarfélög til að falast eftir landsvæðum fyrir slíka orkuvinnslu.

Þessi orkunýting hefur ýmsa kosti og varanlegu umhverfisáhrifin eru tiltölulega lítil þar sem framkvæmdin er svo gott sem afturkræf, þó að sjónræn áhrif á rekstrartíma séu talsverð. Nú er vatnsorkan undirstaðan í raforkukerfi landsmanna og hefur hún þann kost að hægt er að geyma orku í miðlunarlónum. Ísland er vindasamt land og á veturna þegar minnst rennur í miðlunarlónin þá blæs vindurinn hvað mest. Vatnsaflið og vindorkan fara því einstaklega vel saman í rekstri. Aðstæðum hér á landi svipar um sumt til aðstæðna á hafi úti, landslagið er slétt og fátt sem dregur úr vindstyrknum. Víða er meðalvindur tiltölulega hár, yfirborðshrýfi lítið og því mun meiri orkugeta fyrir sama vindstyrk. Það er því tilvalið að nýta vindauðlindina. En til þess að það gagnist sem skyldi þá þarf að standa rétt að málum.

Page 29: Upp í vindinn 2016

29

Fyrstu skrefinÍ upphafi er mikilvægt að átta sig á umfangi verkefnis og spyrja lykilspurninga. Athuga þarf hvort nægilegur vindur er til staðar, hvernig eigi að velja réttan stað fyrir vindlund með tilliti til vindafars, samfélags og umhverfis, hvaða vindmyllur eigi að velja, hvaða rannsóknir þurfi að fara fram, hvort fjárhagsleg hvatning sé til staðar fyrir verkefnið og hvernig viðhaldi og rekstri verði háttað.

Góðar vindmælingar eru mikilvægar þegar kanna skal hagkvæmni vindorkuverkefna. Vindurinn getur verið síbreytilegur milli ára og góðar langtímamælingar á vindafari, hitastigi, loftþéttleika og vindáttum draga því úr óvissu og tryggja hagstæðari fjármögnun. Til að lágmarka óvissu í mælingunum sjálfum þarf að staðsetja mælitækin rétt og gæta þess að þau uppfylli alþjóðlega staðla. Mælingar ráða miklu um hvar vindmyllur eru staðsettar, hversu háar þær eru, hver stærð þeirra er og lengd spaða, svo eitthvað sé nefnt. Allir þessir þættir hafa áhrif á sýnileika, hljóðvist og fleira og því mikilvægt að vanda til verka.

Í mörg horn er að líta og ekki nóg að sterkur og stöðugur vindur sé til staðar. Einnig er mikilvægt að til sé

viðeigandi lagaumgjörð, staðlar og reglur sem styðjast á við í slíkum verkefnum. Þar þarf til að mynda að tilgreina þau leyfi sem þurfa að liggja fyrir á ýmsum stigum viðkomandi verkefnis og leggja áherslu á vönduð vinnubrögð þar sem hagsmunir samfélagsins og sjálfbærni eru hafðir að leiðarljósi.

Ljóst er að miklar áskoranir fylgja vindorkuverkefnum hér á landi, bæði fyrir stjórnvöld og samfélagið í heild, en að sama skapi má sjá ótal tækifæri í uppbyggingu þessa orkukosts. Það þarf að stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir um nýja tegund orku- og landnýtingar hérlendis. Þá þarf að undirbúa stjórnvöld, sveitarfélög, almenning og aðra sem eiga hlut að máli til að takast á við áskoranirnar sem felast í þessu nýja viðfangsefni. Vinna þarf að þessum málum á landsvísu, með því að móta stefnu og hanna regluverk eða umgjörð sem hægt er að styðjast við ef tiluppbyggingar kemur.

ÁskoranirÞó svo að fyrir liggi stefna stjórnvalda í orkumálum og margvíslegar reglur um undirbúning framkvæmda, liggur hvergi fyrir opinber stefna um nýtingu vindorku á Íslandi né stefna um forsendur fyrir vali á svæðum fyrir slík mannvirki, en slíkt þekkist þó í nágrannalöndum, Skotlandi,

Danmörku, Noregi, Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Mikilvægt er að bæta úr þessu sem fyrst til að tryggja að almannahagsmunir séu hafðir að leiðarljósi og koma í veg fyrir uppbyggingu á óæskilegum svæðum. Vinna þarf að stefnumörkun og setningu laga og reglugerða, sem og að hanna ramma sem stjórnvöld og sveitarfélög geti unnið eftir. Styrkja þarf til muna þekkingu á viðfansgsefninu og miðla henni inn í menntakerfið til að tryggja að þekkingin þróist og aukist. Þannig verða vísindin daglegur hluti af tilvist okkar allra.

Ríki og sveitarfélög vinna í sameiningu að sjálfbærni í orkuöflun hérlendis. Ríkisvaldið þarf að smíða leiðbeinandi regluverk sem tekur tillit til vindafars og hagkvæmni, fjarlægð vindmylla frá þéttri byggð, aðkomu og tengingu við dreifikerfi og flutningskerfi, áhrif á verndarsvæði og aðra umhverfis- og samfélagslega þætti. Slík stefnumörkun getur t.d. nýst sem verkfæri til að eyrnamerkja hentug eða óhentug svæði og er afar mikilvæg til að hægt sé að vinna úr fyrirspurnum frá aðilum sem sýna áhuga, á faglegan hátt.

Að auki þarf að útbúa regluverk um gjaldtöku, leigugjald fyrir land, auðlindagjald og fasteignagjöld svo eitthvað sé nefnt. Ríkið þarf að taka afstöðu til þessara atriða og stuðla að því að sveitarfélög og samfélagið í heild hljóti ávinning af

Page 30: Upp í vindinn 2016

30

uppbyggingu vindorku. Samræma þarf reglur á milli sveitarfélaga, til að koma í veg fyrir undirboð á jörðum og landareignum og umfram allt að tryggja gæði en ekki magn.

TækifæriVerkferlið sjálft er langt, allt frá forskoðun og rannsóknum, frumhönnun og mælingum, mati á umhverfisáhrifum, skipulagsbreytingum og loks til verkhönnunar, framkvæmda og viðhalds. Góðar og gildar ástæður eru fyrir því þar sem mikil verðmæti eru í húfi, hvort sem um ræðir náttúruna og víðernin, samfélagsleg áhrif eða fjárhagslega afkomu. Því er nokkuð ljóst að ríki og sveitarfélög þurfa í sameiningu að leggja nákvæmar línur til að tryggja að samfélagið sé búið undir ásókn frá áhugasömum aðilum sem ráðast vilja í undirbúningsvinnu og framkvæmdir.

Tækifærin liggja ekki síst í að útbúa öflugt regluverk svo að ríki og sveitarfélög geti unnið stefnu um nýtingu vindorku og annarra orkugjafa og innleitt inn í skipulagsáætlanir sínar, t.d. aðalskipulag. Með því móti má vonandi tryggja að vinnan sé unnin út frá réttum upphafspunkti til enda.

Eðlilegt er að fólki sé umhugað um umhverfið sitt og þyki óæskilegt að raska ásýnd landsins. Því er brýnt að ráðast í þá vinnu að leggja grunn að skynsamlegri og ásættanlegri nýtingu vindorku fyrir fjöldann. Skipuleggja þarf vandlega hvar vindmyllur eru æskilegar, með tilliti til orkuframleiðslu og áhrifa á náttúru, lífríki og samfélag. Ein leiðin er að móta stefnu um hvar við viljum ekki hafa vindmyllur og skapa þannig vandaða umgjörð um frekari uppbyggingu á þessu sviði frá upphafi. Skotar hafa valið að fara þessa leið og meðal annars skilgreint svæði þar sem vindmyllur eru ekki taldar fýsilegar út frá margvíslegum þáttum, s.s. svæði á náttúruminjaskrá, víðerni þar sem ásýnd er mikil o.fl.

Stíga þarf varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir um þessa nýju tegund orku- og landnýtingar hérlendis og undirbúa stjórnvöld, sveitarfélög, almenning

og aðra sem eiga hlut að máli til að takast á við áskoranirnar sem felast í þessu nýja viðfangsefni. Hafa skal þó hugfast að ávinningurinn getur einnig verið mikill, bæði fyrir umhverfið og samfélagið.

EFLA og vindorkaEFLA hefur verið brautryðjandi í hönnun vindlunda hér á landi. Undanfarin misseri hefur fyrirtækið komið að þó nokkrum verkefnum í tengslum við vindorku. Má þar nefna frumhönnun og verkhönnun á Búrfellslundi fyrir Landsvirkjun, sem og ýmsar frumathuganir á hugsanlegri vindorkunýtingu víðsvegar um landið. EFLA býður upp á heildarþjónustu við mat á vindorku, allt frá frummati á orkugetu svæða, mati á hagkvæmni og mögulegum umhverfisáhrifum, til útboðs- og lokahönnunar. Auk þess býður fyrirtækið upp á framkvæmdaeftirlit. Þá aðstoðar EFLA einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við stefnumótun og gerð skipulagsáætlana í tengslum við vindorku.

EFLA hefur unnið að því að kynna fyrir sveitarfélögum hvernig þau geti undirbúið sig fyrir framtíðarþróun í vindorku með áherslu á stefnumörkun um landnotkun og hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélagið að leiðarljósi. Ávinningur samfélagsins af slíkri stefnumótun er mikill. Slík skipulagsvinna stuðlar að samræmdri og vandaðri nýtingu allra auðlinda sveitarfélags og samfélagsins í heild.

Page 31: Upp í vindinn 2016

31

Með því að ljúka meistaranámi frá HR öðlast þú sérhæfingu og nærð forskoti á vinnumarkaði. Nám við HR er í sífelldri þróun og ávallt í takt við þarfir atvinnulífsins.

MEISTARANÁM VIÐ HR

VILTU NÁ FORSKOTI?

„Markmið rannsóknar minnar var að kortleggja taugabrautir í heila og prenta þær út í þrívídd en læknar nota líkönin svo til að undirbúa sig fyrir skurðaðgerðir. Verkfræði er skemmtileg grein en mjög krefjandi og þess vegna er gott að hafa framúrskarandi kennara sem auðvelt er að leita til.”

Íris Dröfn ÁrnadóttirMeistaranemi í heilbrigðisverkfræði

Námsleiðir:• Byggingarverkfræði• Fjármálaverkfræði• Heilbrigðisverkfræði• Heilsuþjálfun og kennsla• Íþróttavísindi og þjálfun• MPM (Master of Project Management)• Orkuverkfræði - Iceland School of Energy• Rafmagnsverkfræði• Rekstrarverkfræði• Sjálfbær orkuvísindi - Iceland School of Energy• Vélaverkfræði

Tækni- og verkfræðideildHR er öflugasti tækniháskóli landsins og útskrifar 60% þeirra sem ljúka háskólanámi í tæknigreinum. Nám við deildina veitir sterka fræðilega undirstöðu í bland við sérhæfða, hagnýta fagþekkingu og nemendur eru hvattir til að sýna frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

Page 32: Upp í vindinn 2016

32

Síðustu áratugi hefur hinn hefðbundni steypti útveggur verið einangraður að innan og múraður. Tæknilega er aðferðin röng því veggurinn er alsettur kuldabrúm þar sem engin einangrun hylur plötu- og veggjaskil. Sé einangrun staðsett innan á útvegg streymir orkan út um kuldabrýrnar og nemur orkutap vegna kuldabrúa við samskeyti í burðarvirki tugum prósenta af heildarorkutapi húss. Einfaldasta og �jótvirkasta aðferðin til að losna við þessar kuldabrýr er að einangra húsið að utanverðu. Ókostir kuldabrúa felast ekki eingöngu í orkutapi því einnig fylgir mikil hætta á steypuskemmdum og tæringu járnbendingar auk þess sem hætta er á myndun myglusvepps þar sem y�rborðshiti veggja og lofta getur farið niður fyrir viðunandi mörk. Sé útveggur einangraður að utanverðu er veggurinn jafnheitur allt árið og nær ekkert álag verður á burðarvirki vegna veðurfarslegrar áraunar í formi síendurtekinna hitabreytinga og slagregns. Rétt staðsett og rétt valin einangrun sparar orku og rekstrarkostnað til lengri tíma litið auk þess sem hægt er að uppfylla kröfur um orkunýtingu með mun þynnri einangrun.

Samkvæmt byggingarreglugerð skulu fylgja hönnunargögnum útreikningar sem sýna að heildarleiðnitap byggingar að teknu tilliti til kuldabrúa og allra U-gilda uppfylli kröfur reglugerðarinnar

KULDABRÚ GETUR VERIÐ GREINILEG VIÐ VISSAR AÐSTÆÐUR

DÆMIGERÐ SKIPTING LEIÐNITAPS EF EINANGRAÐ ER AÐ INNAN

DÆMI UM MYGLUSVEPP VEGNA RAKAMYNDUNAR

7%7%

37%

13%

36%

KULDABRÚ

ÞAK GÓLF GLUGGAR OG HURÐIR VEGGIR

ÚTVEGGUR KULDABRÚ MILLIPLATA

Page 33: Upp í vindinn 2016

33

Olgeir Guðbergur Valdimarsson Formaður Naglanna, nemendafélags umhverfis- og byggingarverkfræðinema

UmbyggUmbygg er stytting á því óþjála nafni: Umhverfis- og byggingarverkfræði. Á mínum fyrsta skóladegi stóðu stjórnarmeðlimir Naglanna með skilti fyrir framan VR-I sem á stóð Umbygg og smöluðu saman fyrsta árs nemum. Þetta voru fyrstu kynni mín af vinum sem ég mun eiga allt mitt líf. Já, það er virkilega svona góður andi í deildinni okkar. Mikil og góð vinna hefur verið sett í að skapa þennan góða anda og vil ég þakka öllum þeim sem að því hafa komið fyrir

frábær störf. Vellíðan í vinnuumhverfi er eitthvað sem við áttum okkur betur á með hverjum degi hvað skiptir miklu máli. Umbygg er kannski ekki flottasta nafnið en það venst og nú finnst mér alltaf jafn gaman að sjá svipinn á fólki sem hefur aldrei heyrt það áður.

Naglar eru montnirNemendafélagið okkar heitir Naglar. Naglarnir vita það í hjarta sínu að þeir eru meðlimir í besta nemendafélagi háskólans. Það sýnir sig ár eftir ár að Naglarnir halda flesta og besta viðburði af öllum nemendafélögum háskólans og þar sem við erum Íslendingar þá verð ég að minnast á höfðatöluna. Við erum nefnilega bara rúmlega 60 í félaginu og því er þátttaka nemenda mikil miðað við höfðatölu.

Að vera fámennt félag hefur marga kosti en ég tel að það hjálpi til við að þjappa hópnum saman. Naglar kynnast með eindæmum vel og eru vinabönd þeirra sterk. Auðvelt er fyrir nemendur að nálgast þá sem reyndari eru, bæði þá sem eru á efri árum grunnnámsins og meistaranemendur. Góð tenging er við nemendafélag meistaranema á Verkfræði- og náttúruvísindasviði (VoN), Heron, en Naglar bjóða þeim iðulega með sér í vísindaferðir.

Skráning nemenda í félagið er einnig með eindæmum góð en aðeins í undantekningartilvikum eru nemendur ekki skráðir í félagið. Að fara í vísindaferðir er mikið fjör en ekki má gleyma mikilvægasta þættinum, það er tengingunni sem nemendur fá beint við atvinnulífið. Lærdómurinn sem tilvonandi verkfræðingar fá í ferðunum verður seint metinn til fjár en án hans væru nemendur án efa verr upplýstir um gang mála í atvinnugreininni sem þeir koma til með að starfa við.

„Naglarnir halda flesta og besta viðburði af öllum nemendafjöldum háskólans og þar sem við erum Íslendingar verð ég að minnast á höfðatöluna.“

Skólaárið 2015-2016

Síðustu áratugi hefur hinn hefðbundni steypti útveggur verið einangraður að innan og múraður. Tæknilega er aðferðin röng því veggurinn er alsettur kuldabrúm þar sem engin einangrun hylur plötu- og veggjaskil. Sé einangrun staðsett innan á útvegg streymir orkan út um kuldabrýrnar og nemur orkutap vegna kuldabrúa við samskeyti í burðarvirki tugum prósenta af heildarorkutapi húss. Einfaldasta og �jótvirkasta aðferðin til að losna við þessar kuldabrýr er að einangra húsið að utanverðu. Ókostir kuldabrúa felast ekki eingöngu í orkutapi því einnig fylgir mikil hætta á steypuskemmdum og tæringu járnbendingar auk þess sem hætta er á myndun myglusvepps þar sem y�rborðshiti veggja og lofta getur farið niður fyrir viðunandi mörk. Sé útveggur einangraður að utanverðu er veggurinn jafnheitur allt árið og nær ekkert álag verður á burðarvirki vegna veðurfarslegrar áraunar í formi síendurtekinna hitabreytinga og slagregns. Rétt staðsett og rétt valin einangrun sparar orku og rekstrarkostnað til lengri tíma litið auk þess sem hægt er að uppfylla kröfur um orkunýtingu með mun þynnri einangrun.

Samkvæmt byggingarreglugerð skulu fylgja hönnunargögnum útreikningar sem sýna að heildarleiðnitap byggingar að teknu tilliti til kuldabrúa og allra U-gilda uppfylli kröfur reglugerðarinnar

KULDABRÚ GETUR VERIÐ GREINILEG VIÐ VISSAR AÐSTÆÐUR

DÆMIGERÐ SKIPTING LEIÐNITAPS EF EINANGRAÐ ER AÐ INNAN

DÆMI UM MYGLUSVEPP VEGNA RAKAMYNDUNAR

7%7%

37%

13%

36%

KULDABRÚ

ÞAK GÓLF GLUGGAR OG HURÐIR VEGGIR

ÚTVEGGUR KULDABRÚ MILLIPLATA

Page 34: Upp í vindinn 2016

34

SkvísóEin skemmtilegasta nýjungin sem stjórn Naglanna innleiddi þetta skólaár er Skvísó. Skvísó er heimsókn til fyrirtækja eða stofnana sem hafa ekki endilega þann kost að bjóða vínveitingar en hafa samt áhuga á því að kynna Nöglunum starf sitt. Að sjálfsögðu vilja Naglar fá sopann sinn á föstudögum og því var ákveðið að bjóða upp á fimmtudagsferð á skrifstofutíma þar sem Naglar fá sér kaffi og kleinur og hlusta á áhugaverðar kynningar. Haustið 2015 heimsóttu Naglarnir Reykjavíkurborg þar sem meðal annars var kynnt hjólreiðaáætlun aðalskipulagsins og BREEAM vottun. Einnig bauð Umhverfisráðuneytið Nöglunum í kynningu á starfsemi sinni og þar lærðum við um ofanflóðavarnaráætlun ráðuneytisins. Vörumerkjastjóri Icelandair tók vel á móti okkur á hótel Natura þar sem rætt var um markaðsmál. Dagskráin gerir einnig ráð fyrir heimsókn á Siglingasvið Vegagerðarinnar í apríl.

SkiptinemarSkiptinemar sem stunda nám við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands eru margir og þeim finnst mörgum óheyrilega gaman að skemmta sér. Ef ég hefði gert eitthvað öðruvísi þá væri það að beita mér í auknum mæli fyrir því að kynna skiptinemum þann möguleika að skrá sig í Naglana, eða það nemendafélag sem flestir þeirra samnemendur eru skráðir í.

Þó tókst að lokka fimm Svía og einn Finna í nemendafélagið. Að þeirra eigin sögn var þetta eitt það skemmtilegasta sem þau upplifðu á Íslandi. Því miður virðist sú skoðun ríkja meðal margra að skiptinemar vilji bara kynnast öðrum skiptinemum. Reynslan af Norðurlandabúunum sem gengu í Naglana sýnir að það gildir alla vega ekki um alla skiptinema.

Ég mun reyna að hjálpa nýrri stjórn að finna og bjóða skiptinemum í félagið. Þetta hefur ekki einungis jákvæð áhrif á erlendu nemana heldur skapar fjölbreytileika innan nemendafélagsins og vinatengsl milli landa sem geta komið sér mjög vel í framtíðinni.

„Þó tókst að lokka fimm Svía og einn Finna í nemendafélagið. Af þeirra eigin sögn var þetta eitt það skemmtilegasta sem þau upplifðu á Íslandi.“

Page 35: Upp í vindinn 2016

35

Samstarf við önnur nemendafélögÍ stjórn FV sitja allir fimm stjórnarmeðlimir hvers nemendafélags verkfræðideildanna og því koma 20 manns að ákvarðanatöku félagsins. Fljótt mynduðust sterk tengsl meðal þeirra, Naglar, Nörd, VÍR og Vélin unnu vel saman og skipulögðu iðulega sameiginlega viðburði í og eftir vísindaferðir.

Útilega FV sumarið 2015 heppnaðist með ágætum en hún var haldin við Hamragarða í Landeyjum, nálægt Seljalandsfossi, í júlí. Gott veður lék við gesti tjaldsvæðisins og sumarið angaði af ferskum verkfræðinemum í fríi. Í útilegunni kepptu nemendafélögin í mörgum þrautum, svo sem flunky bolta, en enginn man hvernig leikar fóru (Naglar unnu ekki). Að lokum var grillað, borðað, drukkið og sungið fram á nótt.

Útilegan var ekki notuð sem fjáröflun eins og Hallgeirsey forðum en horft meira á hag allra nemenda sem tóku þátt í ferðinni óháð nemendafélagi og að lágmarka kostnað þeirra. Stefnan er sett á að halda útilegu Náttverks sumarið 2016 en einskær vilji um styrkingu tengsla nemenda við VoN ríkir meðal sitjandi stjórnar Náttverks.

Náttverk, hagsmunafélag nemenda á Verkfræði- og náttúruvísindasviði var öflugt bæði í stefnumótun, þátttöku í nefndum sviðsins og skipulagningu. Ég sat fyrir hönd Náttverks í stjórn VoN og það hefur verið ein besta og mesta reynsla sem ég hef fengið í öllu náminu. Það er virkilega gefandi að fylgjast með og hafa áhrif á þróun mála á sviðinu og vil ég því þakka stjórninni sérstaklega fyrir að sýna nemendum skilning og útskýra fyrir okkur mál sem við vitum lítið um.

Einnig má taka fram að fyrstu drykkjuleikar Náttverks voru haldnir hátíðlegir en þeir hafa verið í pípunum um árabil. Nemendafélög VoN kepptu þar um farandbikar.

SkólaáriðViðburðaríkur vetur er að baki. Naglar fóru að vana í skemmtiferðir um víðan völl og heimsóttu fjölbreytta flóru fyrirtækja og stofnana. Það sem stendur upp úr eftir hvert ár eru lengri ferðirnar og þá sérstaklega skíðaferðin. Skíðaferðin á sér stað djúpt inni í hjarta hvers Nagla en í henni heimsækjum við Akureyrarbæ með hálfsystkinum okkar í VÍR. Gist er í bústöðum við Ytri-Vík og keyrt inn á Akureyri á laugardeginum þegar haldið er í fjallið, sund og svo í vísindaferð. Ekki er hægt að minnast á skíðaferðina án þess að tala um heimsóknina í brugghús Kalda á Árskógssandi. Þar er tekið vel á móti Nöglum og líður mörgum eins og þeir séu að koma heim eftir langa fjarveru. Um bjórdrykkju nemendafélaga hefur lengi verið sú regla í gildi að magn sé mikilvægara en gæði. Lærdómurinn úr Kalda er

sá að gæðin geta verið lykilþáttur séu þau nægilega mikil.

Lengi hafa verkfræðinemar einungis drukkið úr dönskum grænum bjórdósum en aukinn fjölbreytileiki í vínafurðum einkenndi námsárið að þessu sinni. Það kom meðal annars til vegna tregðu söluaðila í samningaviðræðum. Útkoman úr þeirri tilraun var í raun jákvæð og virðist stefna á það langtímamarkmið, sem íslensk bjórmenning þokast í átt að, gæði fram yfir magn og mögulega

Page 36: Upp í vindinn 2016

36

Útilega FVNýnemaferðVerkfræðingafélagiðMannvitAlvogenFrisbí golf og

Stanley bikarinnEflaLífverkReykjavíkurborgHringrásNOVAHaustferð - LandsvirkjunÍAVLandsnetUmhverfisráðuneytið

GoMobileVSBVSÓ ráðgjöfArion bankiHnitÍstakSkíðaferð FV - NorðurorkaHR IcelandairAdvania og

drykkjuleikar NáttverkVífilfellVerkísVegagerðin og kennarafögnuðurAðalfundurÁrshátíð

LNS Saga ehf. | Hlíðasmári 4 | 201 Kópavogur | Sími +354 511 7040 | www.lns.is

LNS Saga er byggt upp af miklum eldmóð, fagmennsku og metnaði. Fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin misseri og verkefnum stöðugt verið að fjölga, þá sérstaklega á Íslandi. LNS Saga leggur mikla áherslu á gæði og áreiðanleika í verkum sínum.

Markmið LNS Saga er að vera leiðandi verktakafyrirtæki á Íslandi.

LNS Saga var stofnað í október 2013 og er dótturfélag norska félagsins Leonhard Nilsen & Sønner AS, sem er meðal stærstu verktakafyrirtækja Noregs.

LNS Saga

Viðburðir á skólaárinu:verður þetta viðurkennt sjónarmið meðal háskólanema einn daginn.

Að lokum vil ég þakka öllum þeim frábæru fyrirtækjum og stofnunum, sem tóku á móti okkur, fyrir að leggja þessa vinnu á sig. Ég er sannfærður um að hún borgar sig á endanum.

Page 37: Upp í vindinn 2016

37

LNS Saga ehf. | Hlíðasmári 4 | 201 Kópavogur | Sími +354 511 7040 | www.lns.is

LNS Saga er byggt upp af miklum eldmóð, fagmennsku og metnaði. Fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin misseri og verkefnum stöðugt verið að fjölga, þá sérstaklega á Íslandi. LNS Saga leggur mikla áherslu á gæði og áreiðanleika í verkum sínum.

Markmið LNS Saga er að vera leiðandi verktakafyrirtæki á Íslandi.

LNS Saga var stofnað í október 2013 og er dótturfélag norska félagsins Leonhard Nilsen & Sønner AS, sem er meðal stærstu verktakafyrirtækja Noregs.

LNS Saga

Hnit_lógó.FH11 Thu Feb 14 15:32:00 2013 Page 1

Composite

C M Y CM MY CY CMY K

������������������

Lota ehf er nýtt nafn á öflugu fyrirtæki á sviði verkfræðiþjónustu og ráðgjafar. Fyrirtækið varð til í lok árs 2015 þegar Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar og VSI Öryggisþjónusta runnu saman í eitt fyrirtæki. Þessi fyrirtæki hafa starfað samfellt í yfir 50 ár, bæði á innlendum markaði og í alþjóðlegum verkefnum.

Hjá fyrirtækinu starfa um 50 manns með víðtæka þekkingu og reynslu. Við látum okkur varða allt sem lýtur að tækni, mannvirkjum, öryggi og rekstri fyrirtækja. Við getum veitt viðskiptavinum okkar víðtæka aðstoð, allt frá því

að viðskiptahugmynd þeirra verður til og þar til hugmyndinni hefur verið hrint í framkvæmd og rekstur hafinn. Innan vébanda Lotu ehf má finna fjölbreytta flóru verk-fræðinga af mörgum sviðum, suma með breiða þekkingu og aðra með mikla sérþekkingu. Hjá Lotu má auk hefðbundinna verkfræðiþekkingar m.a. finna öryggis- og bruna-hönnunarsérfræðinga, verkefnastjóra, viðskiptafræðinga og hagfræðinga með sérþekkingu á umhverfis- og orkumálum. Við veitum viðskiptavinum okkar persónulega og sveigjanlega þjónustu með vandaða og góða lausn að leiðarljósi. Starfsfólk Lotu hefur áfram sem hingað til að

leiðarljósi, að góð lausn verkefna skilar sér best þar sem samfélagsvitund jafnt sem gæðamál eru tekin alvarlega og ekki síst þar sem jafnrétti ríkir. Góðum starfsanda fylgja hugmyndarík og góð vinnubrögð.

Fyrirtækið hefur komið sér fyrir í nýju húsnæði í Grafarholti með góðri aðstöðu til að taka á móti viðskiptavinum sínum. Þú ert ávallt velkomin í heimsókn – við finnum lausnina fyrir þig.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.lota.is

Allt í einni lotu...

Page 38: Upp í vindinn 2016

38

SKÚTUVOGUR 1 C • 104 REYKJAVÍK • Sími: 550 8500 • FAX 5508510 • www.vv.is

PAXTON AÐGANGSKERFI

Paxton er leiðandi framleiðandi aðgangskerfa fyrir allar stærðir fasteigna með áherslu á einfaldleika í uppsetningu og notkun. Fyrirtækið var stofnað árið 1985 og hefur náð miklum árangri í sölu víða um heim. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Bretlandi.

Með Net2 tölvutengda aðgangskerfinu frá Paxton er hægt að stjórna hundruðum eða þúsundum hurða fyrir allt að 50.000 notendur. Hægt er að stjórna hurðum með fyrirliggjandi nettengingum TCP/IP og þar af leiðandi fjölda bygginga á mismunandi stöðum. Net2 er byggt fyrir framtíðina þar sem auðvelt er að bæta við hurðum á hagkvæman hátt (sérstaklega með þráðlausum lesurum (on-line) sbr. Paxton PaxLock og Assa Abloy aperio). Uppfærslur á hugbúnaði eru fríar. Hægt er að nota nándarlesara (hands free eða Mifare), kortalesara (segul), takkalása og flestar gerðir af lesurum frá öðrum framleiðendum sbr. HID iClass, Assa Abloy aperio iClass o.s.frv. Alhliða lausn á sanngjörnu verði.

Allar upplýsingar um aðgangskerfin eru fúslega veittar af ráðgjöfum Véla og verkfæra.

Paxtonwww.paxton.co.uk

SNJALLA AÐGANGSSTÝRINGIN SEM VEX MEÐ FYRIRTÆKINU

Vandaðir og handhægir kortaprentarar, hagkvæmir í rekstri.Verð frá: 122.140 kr.

Page 39: Upp í vindinn 2016

39

Ofanvatn er samheiti yfir allt það regnvatn og leysingavatn sem rennur á yfirborðinu. Í náttúrunni sogast 95% af þessu vatni ofan í jarðveginn nálægt þeim stað þar sem það kemur niður. Eftir því sem byggð verður þéttari minnkar hlutfall gegndræps yfirborðs og sífellt minna af ofanvatni kemst því ofan í jarðveginn. Við þetta eykst rennsli ofanvatns ofanjarðar (Alta, 2016). Hin hefðbundna leið til að losna við ofanvatnið er að veita því ofan í fráveitukerfi neðanjarðar og flytja það burt. Þessi meðhöndlun á ofanvatninu getur hins vegar skapað ýmis vandamál. Grunnvatnsborð og vatnsborð í ám og vötnum nærri byggð á t.a.m. á hættu að lækka með tilheyrandi áhrifum á vistkerfi og vatnsbúskap. Í miklum rigningum geta kerfin átt erfitt með að anna aukinni eftirspurn sem getur leitt til flóða. Þétting byggðar og hækkandi sjávaryfirborð vegna hlýnunar jarðar (bráðnun jökla) (Anna Heiður Eydísardóttir, 2015) eykur svo enn meir álag á þessi hefðbundnu kerfi (Vistbyggðarráð, 2014).

Góð og sannreynd lausn á þessum vandamáli er blágrænar ofanvatnslausnir. Blágrænar

ofanvatnslausnir meðhöndla ofanvatn líkt og hefðbundnu kerfin, en á mun sveigjanlegri máta og eiga því auðveldara með að takast á við aukið vatnsmagn. Innleiðing þeirra myndi því minnka álagið á hefðbundnu kerfin (Ballard o.fl., 2015). Blágrænar ofanvatnslausnir herma eftir hinu náttúrulega vatnsferli og stuðla þ.a.l. að heilbrigðum og sjálfbærum vatnsbúskap. Þetta er gert með því að leyfa eins mikilli ofankomu og hægt er að síast ofan í jörðina á þeim stað eða nálægt þeim stað þar sem hún kemur niður. Lausnir sem eru notaðar við þetta eru t.d. græn þök, síunarræmur, regngarðar og almennt gropinn jarðvegur. Því ofanvatni, sem ekki kemst niður í jarðveginn nálægt uppkomustað, er beint inn á keðju af blágrænum ofanvatnslausnum, n.k. lagnakerfi ofanjarðar. Hér heldur ofanvatnið áfram að síast ofan í jörðina. Blágrænar ofanvatnslausnir, sem notaðar eru við þetta, eru t.d. svelgir, tjarnir, lækir og sýki. Neðst í ferlinu er síðan því ofanvatni, sem enn er eftir ofanjarðar, safnað saman í t.a.m. settjörnum eða votlendi. Þaðan er því síðan hleypt út í næsta viðtaka á sama hraða og myndi eiga sér stað í náttúrunni (Essex county council, 2014).

Blágrænar ofanvatnslausnir hafa auk þess marga aðra kosti fram yfir hefðbundnar ofanvatnslausnir. Þær stuðla að náttúrulegri hreinsun vatns og sumar gerðir geta jafnvel verið hannaðar sérstaklega til að fjarlægja ákveðnar gerðir mengunarefna úr vatninu (Mayer of London, 2015). Með auknu aðgengi að vatni ofanjarðar auka þær og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika í borgarumhverfinu en vatn er eitt af undirstöðuatriðum þess að plöntur og dýr geti þroskast og vaxið (Graham, A., Day, J., Bray, B., and Mackenzie, S., 2012). Einnig skapa þær og viðhalda fjölskrúðugu umhverfi og stuðla þannig að betri lýðheilsu og auka gæði svæða. Blágrænar ofanvatnslausnir geta auk þess aukið loftgæðin, dregið úr hávaða og aukið fegurðar- og notagildi almenningsrýma fyrir almenning að upplifa og njóta. Byggingar- og rekstrarkostnaður blágrænna ofanvatnslausna er einnig minni en kostnaður við hefðbundnar ofanvatnslausnir (Ballard o.fl., 2015).

Blágrænar ofanvatnslausnir eru ekki alveg nýjar af nálinni hér á landi. Þær hafa verið innleiddar í kringum

Blágrænarofanvatnslausnir

Eyrún PétursdóttirMeistaranemi í Umhverfis-verkfræði við Háskóla Íslands

Page 40: Upp í vindinn 2016

40

nokkrar byggingar hér og þar og Urriðaholt, nýtt hverfi í Garðabæ, hefur verið hannað með tilliti til blágrænna ofanvatnslausna allt frá upphafi. Fyrir neðan Urriðaholt er Urriðavatn. Urriðaholt er stór hluti af vatnasviði Urriðavatns. Þegar hönnun hófst á hverfinu áttuðu hönnuðirnir sig fljótlega á því að ef hefðbundnar ofanvatnslausnir yrðu notaðar í hverfinu væri hætta á að vatnsborð Urriðavatns myndi lækka og það jafnvel hverfa. Það var því ákveðið að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir. Með því að veita vatninu ekki burt af svæðinu, heldur leyfa því að síast ofan í jarðveginn og hreinsast á leið þess niður í Urriðavatn, tryggja blágrænar ofanvatnslausnir heilbrigðan vatnsbúskap Urriðavatns (Garðabær, 2006).

Blágrænar ofanvatnslausnir eru sjálfbærar og sveigjanlegar leiðir til að meðhöndla ofanvatn og hafa marga kosti umfram hefðbundnar ofanvatnslausnir. Aukin innleiðing þeirra í borgarumhverfið er því bæði til hagsbóta fyrir okkur sem og náttúruna.

Heimildaskrá

Alta. (2016). Blágrænar ofanvatnslausnir. Sótt frá: http://www.alta.is/thjonusta/blagraenar-ofanvatnslausnir

Anna Heiður Eydísardóttir (2015). Flóðavarnir fyrir Kvosina. Reykjavík: Efla verkrfæðistofa.

Ballard, W., Wilson, B., Udale-Clarke, H., Illman,S., Scott, T., Ashley, R., Kellagher, R. (2015) The Suds Manual. London. Ciria.

Essex county council. (2014). Sustainable drain-age systems Design Guide. Essex. Essex county council.

Garðabær. (2006). Rammaskipulag fyrir Urriðar-holt í Garðabæ. Garðabær.

Graham, A., Day, J., Bray, B., and Mackenzie, S. (2012) Sustainable drainage systems. The RSPB and the Wildflowl & Wetland trust (WWT).

Mayor of London. (2015). London sustainable drainage action plan. London .Greater London Authority

Vistbyggðarráð. (2014). Vistvænt skipulag þétt-býlis. Reykjavík.

Myndir

Essex county council. (2014). Sustainable drain-age systems Design Guide. Essex. Essex county council.

Garðabær. (2006). Rammaskipulag fyrir Urriðar-holt í Garðabæ. Garðabær.

Page 41: Upp í vindinn 2016

41

Ný kynslóð varmaskipta fyrir upphitun og kælingu frá Danfoss

Við erumeini framleiðandinn í heiminum sem fram-leiðir tengigrindur og vamaskipta ásamt sjálf- virkum stjórnbúnaði fyrir hitakerfi.

Veldu hagkvæmustu lausnina, varmaskipta með nýju MICRO PLATETM plötunum sem gefa 10% betri hitaleiðni en aðrar plötur. Við bjóðum upp á fjölda lausna, til upphitunar, fyrir heitt neyslu-vatn og til kælinga. Varmaskiptarnir eru fáanlegir í tveimur grunngerðum. Soðnir og boltaðir og í mismunandi stærðum fyrir hagkvæmustu lausn-ina fyrir þínar þarfir.

Page 42: Upp í vindinn 2016

42

Þróunaráætlun/Masterplan Keflavíkurflugvallar 2015-2040Keflavíkurflugvöllur var byggður af bandaríska hernum á Miðnesheiði í 2. heimsstyrjöldinni. Hann var opnaður 24. mars 1943 sem áningarstaður í millilandaflugi og hefur verið það síðan. Í hugum Íslendinga hét flugvöllurinn alltaf Keflavíkurflugvöllur en skv. hefðum bandaríska hersins fékk hann nafnið Meeks Field eftir ungum bandarískum orrustuflugmanni sem fórst í flugslysi á Reykjavíkurflugvelli árið 1941. Flugstöð Leifs Eiríkssonar var opnuð norðan við flugvöllinn í apríl 1987 þegar farþegaflug var orðið það umfangsmikið að flugstöðin á svokölluðu Háaleitishlaði

(Austurhlaði) annaði ekki lengur eftirspurn.

Flugvöllurinn er vel búinn tveimur flugbrautum, taxikerfi (flugvélaaksturskerfi) og flughlöðum sem bandaríski herinn lagði að megninu til á herárunum. Flugstöðin hefur annað sínu hlutverki vel þó með þörfum fyrir stækkanir og úrbætur með tilkomu aukins farþegafjölda á undanförnum árum. Þegar flugstöðin var byggð mátti heyra ýmsar úrtöluraddir vegna stærðar hennar og íburðar sem talið var að Íslendingar myndu aldrei fá not fyrir. Annað hefur komið á daginn og er flugstöðin í dag oft yfirfull á háannatímum og þörfin fyrir meira rými orðin knýjandi. Flugvélahreyfingar á flugvellinum eru að sama skapi orðnar það margar að huga þarf að aukinni afkastagetu fyrir flugtök og lendingar innan ófárra ára til þess að hægt verði að anna fyrirætlunum flugfélaga sem nota völlinn.

Til þess að þróun flugvallarins til framtíðar geti átt sér stað með hagsmuni flugvallarins að leiðarljósi og til þess að nærsamfélagið og aðrir hagsmunaaðilar séu samstíga og samstaða sé um uppbygginguna var farið í vinnu við mótun Masterplans flugvallarins. Masterplan er framtíðarsýn flugvallarins í

skipulagsmálum. Sem lögformleg skipulög hefur Keflavíkurflugvöllur bæði aðalskipulags- og deiliskipulagsáætlanir. Masterplan er aftur á móti leiðarljós flugvallarins og sýnir þá landnotkun sem best hentar flugvellinum til þess að vaxa til framtíðar. Við mótun Masterplans 2015-2040 var mikið samráð haft við hagsmunaaðila flugvallarins. Sveitarfélög á Reykjanesi voru dregin að borðinu, hagsmunaaðilar með rekstur á flugvellinum, ráðuneyti og aðrir sem hafa hagsmuna að gæta til framtíðar. Flugumferðarstjórn, öryggisnefnd flugmála, starfsfólk Isavia og aðrir með sérhæfða þekkingu voru sömuleiðis með í ráðum til þess að niðurstaða áætlunargerðarinnar yrði raunhæf og með hagsmuni notenda og samfélagsins að leiðarljósi.

FlugvöllurMasterplan Keflavíkurflugvallar leggur til landnotkunaráætlun fyrir flugvöllinn, áætlun um úrbætur í umhverfismálum og uppbyggingaráætlun nærumhverfis flugvallarins, svokallað Airport City. Landnotkunaráætlunin snýr að flugvellinum sjálfum svo sem, flugbrautum, taxikerfi og flughlöðum, uppbyggingu Háaleitishlaðs og þróun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Eins

Pálmi Freyr RandverssonVerkefnastjóri uppbyggingar og þróunarmála hjá Isavia

Page 43: Upp í vindinn 2016

43

og áður segir er flugvöllurinn búinn tveimur flugbrautum; asustur/vestur-flugbraut og norður/suður. Brautirnar nýtast við nánast öll veðurfarsleg skilyrði og eru nógu langar og breiðar til að geta tekið á móti öllum tegundum flugvéla. Norður/suður-brautin er notuð í u.þ.b. 65% tilfella og er lagt til í Masterplani að gera ráð fyrir flugbraut samsíða henni til þess að auka afkastagetu flugbrautakerfisins.

Með tilkomu nýrrar flugbrautar í sömu stefnu verður hægt að taka á loft og lenda á tveimur brautum án þess að þær hafi áhrif hvor á aðra. Ný flugbraut er staðsett norð/vestan megin við flugstöð og í nálægð við flughlað til þess að stytta akstursvegalengdir flugvéla og draga þannig úr umhverfisáhrifum. Flugbrautin er 2,5 km löng og 45 m breið en núverandi brautir eru 3 km og 60 m og er því hægt að taka á móti öllum stærðum og gerðum af flugvélum á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að þörf verði fyrir nýja flugbraut þegar hreyfingar á flugvellinum verða orðnar 40-50 á klst. Í dag eru á háannatímum um 22 hreyfingar á klst. en mest hafa 29 hreyfingar átt sér stað á sama klukkutíma á Keflavíkurflugvelli. Ný flugbraut er afar kostnaðarsamt

mannvirki og verður ýmsum leiðum beitt samkvæmt Masterplani til þess að fresta þeirri framkvæmd eins lengi mögulegt er.

Aðferðir í flugumferðarstjórn er hægt að bæta til þess að afgreiða fleiri flugvélar við flugtök og lendingar en sömuleiðis er hægt að fara í aðgerðir til þess að auka flæði um flugvöllinn áður en til nýrrar flugbrautar kæmi. Svokallaðar Rapid Exit Taxiways (RET) eru afreinar af flugbrautum sem bjóða upp á að flugvélum sé ekið út af flugbraut í stað þess að aka brautina á enda. Gert er ráð fyrir fjórum RET, tveimur á hvorri braut, sem liðum í því að seinka framkvæmd við nýja flugbraut.

FlugstöðUmferð um Keflavíkurflugvöll hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Rúmar 2 milljónir farþega fóru um flugvöllinn árið 2010 og tæpar 5 milljónir 2015. Gert er ráð fyrir að um 6,7 milljónir farþega muni fara um flugvöllinn árið 2016. Aukning af þessari stærðargráðu veldur miklu álagi á alla innviði flugvallarins.

Flugstöðin er þar engin undantekning og líklega það mannvirki sem verður fyrir mestum áhrifum af aukningunni. Mögulegir flöskuhálsar í flugstöð eru margir, enda um mjög flókna og tæknilega byggingu að ræða. Masterplan Keflavíkurflugvallar tekur frá svæði fyrir ákjósanlegustu þróun flugstöðvarinnar með lágmarks

tilliti til nærliggjandi mannvirkja. Til þess að þróun flugstöðvarinnar og flugvallarins verði með hag starfseminnar að leiðarljósi þarf að nálgast viðfangsefnið með því sjónarmiði. Uppbygging flugstöðvarinnar mun miða að því að halda gönguvegalengdum stuttum fyrir farþegann og að halda þjónustustigi í hámarki. Mikilvægt er að viðhalda nálægð við verslunarsvæði og huga að öllu aðgengi vegna framkvæmdarinnar sjálfrar á uppbyggingartíma.

Mörg verkefni eru í gangi á Keflavíkurflugvelli þessa stundina og mörgum hefur verið lokið nýlega til þess að bæta þjónustu og auka flæði um flugvöllinn. Framundan eru risastór, spennandi verkefni við stækkunarframkvæmdir flugstöðvarinnar og nýjar byggingar til þess að anna farþegafjölgun til framtíðar. Ferðaþjónustan er sívaxandi atvinnugrein á Íslandi og til þess að geta haldið áfram á þeirri vegferð að fjölga ferðamönnum til Íslands og efla millilandaflug um Keflavíkurflugvöll verður að bæta innviði. Stækkun Keflavíkurflugvallar er þar lykilatriði og verður mikil þörf fyrir hönnuði til þess að koma að þessari uppbyggingu næsta áratuginn.

www.isavia.is/masterplan

Hönnuðir masterplans Keflavíkurflugvallar voru Nordic Office of Architecture frá Noregi. Þeim til aðstoðar voru Cowi A/S frá Danmörku og Alta ráðgjöf (ÍS).

Page 44: Upp í vindinn 2016

44

UMHVERFISMÆLARSúrefnismælar • hitamælar • pH mælar o.m.fl.

FAS

TUS

EH

F

Veit á vandaða lausnVerið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16

Opið mán - fös 8:30 - 17:00Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is

Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir á 31 árs reynslu á íslenskum byggingamarkaði.

R E Y N S L A • F A G M E N N S K A • M E T N A Ð U R Sími 562 4250www.fjarfesting.is

Borgartúni 31

FJÁRFESTINGFASTEIGNASALA EHF

Garðatorgi 5 – 210 Garðabæ

Sími 520 9586

Naustavör 8-12

Vindakór 10-12Lundur 17-23

Langalína 28-32

bygg.is

FRÁBÆRAR EIGNIRmeð góða staðsetningu

Glæsilegar íbúðir í 3ja hæða fjölbýlishúsi við Naustavör 8-12 í Kópavogi. Íbúðirnar eru 2ja til 4ra herbergja. Íbúðirnar eru með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og vönduðum AEG eldhústækjum. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða stórri timburverönd. Stæði í bílskýli fylgja öllum íbúðum.

Glæsilegar 4ra og 5 herbergja íbúðir í 5 hæða fjölbýlishúsi við Vindakór í Kópavogi. Íbúðirnar eru með vönduðum HTH innréttingum og AEG eldhústækjum. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða sólpalli á móti suðri. Sérinngangur er inn í íbúðir og stæði í bílskýli fylgja þeim flestum. Innveggir eru hlaðnir og múraðir.

Glæsilegar 98-183 fm íbúðir í álklæddum fjölbýlishúsum í Lundi í Kópavogi. Stæði fylgja öllum íbúðum. Lundur er án vafa ein glæsilegasta staðsetning íbúðabyggðar á höfuðborgarsvæðinu enda skapa Fossvogurinn, Öskjuhlíðin og rómaðar gönguleiðir gott jafnvægi milli byggðar og náttúru. Stutt er í margvíslega þjónustu, afþreyingu og menningu, s.s. Smáralind, Kringluna, Salinn og Gerðasafn.

Glæsilegar íbúðir í 3ja hæða fjölbýlishúsi við Löngulínu 28-32 í Sjálandi í Garðabæ. Íbúðirnar eru 3ja-5 herb. og 104-188 fm. Íbúðirnar eru með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og vönduðum AEG eldhústækjum. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða stórri timburverönd. Stæði í bílageymslu fylgja öllum íbúðum.

Bryggjuhverfinu í Kópavogi

Útivistarparadísinni í KórahverfiFossvogsdalnum í Kópavogi

Sjálandi í Garðabæ

Skoðið teikningar á bygg.is

NÝTT NÝTT

NÝTTNÝTTAfhending við kaupsamning Afhending við kaupsamning

Afhending við kaupsamning

Page 45: Upp í vindinn 2016

45

Viðtöl við verkfræðinga

Hvaða grunngráðu kláraðir þú og hvenær?

Ég tók Master of Science in Engineering frá Johns Hopkins University, Baltimore, USA, 1991, í sveiflugreiningu (jarðskjálfta- og vindverkfræði, með áherslu á jarðskjálftaverkfræði). Meistaraverkefnið heitir: Evaluation of a Loss Estimation Model for Earthquakes.

Eg er með doktorspróf frá HÍ sem ég varði 26. febrúar 2016. Doktorsverkefnið heitir: Towards a theoretical foundation for disaster-related management systems, a system dynamics approach.

Við hvað starfar þú í dag?

Ég var að ljúka doktorsprófi svo að síðustu ár hefi ég verið nemandi. En á sama tíma hefi ég verið sjálfsstætt starfandi ráðgjafaverkfræðingur og rek lítið ráðgjafafyrirtæki sem heitir Rainrace ehf., sem ég stofnaði 2003. Rainrace sinnir alls konar ráðgjöf í sambandi við áhrif náttúruhamfara á byggð. Ég er einnig með hlutastöðu á Rannsóknarmiðstöð HÍ í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi þar

sem ég sinni rannsóknaverkefnum. Auk þess starfa ég í neyðarteymum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Ég fór í fá útköll á meðan ég var í náminu en ætla að fara að sinna þessum teymum betur. Ég starfa einnig með íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni en það er launalaust.

Er mikil fjölbreytni í starfinu?

Mitt áhugasvið er áhrif náttúruhamfara á byggð og hef valið mér störf og verkefni sem tengjast því. Það eru margs konar verkefni sem þarf að sinna eins og greiningar á náttúruvá og hversu hætt mannvirki og byggðaveitur eru gagnvart skemmdum, forvarnaverkefnum til draga úr líkum á skemmdum, margs konar viðbúnaði til að vera undirbúinn að takast á við náttúruhamfarir í byggð og afleiðingar þeirra, og svo kerfisbundnu lærdómsferli í kjölfar náttúruhamfara í byggð. Viðskiptavinir eru afar mismunandi (t.d., ráðuneyti, ríkisstofnanir, sveitarfélög, alþjóðastofnanir, rannsóknarstofnanir) og því þurfa verkefni að vera leyst með þarfir

hvers og eins í huga. Fjölbreytnin er því mikil. Flest verkefni eru erlendis, sem krefst ferðalaga, en hægt er að vinna hluta verkefnanna heima og í gegnum Skype sem hjálpar til við að draga úr ferðalögum og kostnaði.

Hvert er eftirminnilegasta/skemmtilegasta verkefni sem þú hefur unnið að síðan þú laukst námi?

Það eru nú bara 2 vikur síðan ég lauk PhD svo ég er enn að njóta þess að það sé yfirstaðið. Eftir grunnnám vann ég hjá ÍSTAK í tvö ár. Eftirminnilegasta verkefnið hjá ÍSTAK var að dýpka innsiglinguna í Sandgerði. Leigður var prammi frá Noregi og boraðar holur með 1m millibili sem voru fylltar með dýnamíti og sprengdar um 20 holur í einu. Eftir meistaraverkefnið vann ég í Kaliforniu í tvö ár. Í Kaliforníu var ég að greina mynstur í húsaskemmdum og studdist við gagnagrunn með upplýsingum frá 120.000 skemmdum húsum eftir Northridge jarðskjálftann í Kaliforníu 1994. Á árunum1996-2003 var ég framkvæmdarstjóri Almannavarna ríkisins.

Sólveig ÞorvaldsdóttirJarðskjálftaverkfræðingur

Page 46: Upp í vindinn 2016

46

Sigurður Pétur MagnússonStraumfræðiverkfræðingur

Hvaða grunngráðu kláraðir þú og hvenær?

Ég kláraði BS frá Umhverfis- og byggingaverkfræðideild HÍ vorið 2008.Eftir útskrift vann ég í eitt ár hjá Eflu verkfræðistofu við hönnun á Búðarhálsvirkjun.

Hvert fórstu í framhaldsnám og um hvað fjallaði meistara- og/eða doktorsverkefnið þitt?

Ég fluttist síðan til Bandaríkjanna haustið 2009 til að hefja doktorsnám við MIT háskólann í Boston. Þar var mesta áhersla mín á

straumfræði og doktorsverkefnið fjallaði í stuttu máli um dreifingu á mengunarefnum innan stórborga og hvernig varmaflæði hefur áhrif á dreifni þeirra. Ég nálgaðist viðfangsefnið bæði með því að þróa reiknileg straumfræðilíkön sem og að framkvæma mælingar á drefingu mengunarefna í Singapore. Ég varði doktorsverkefnið vorið 2014 og starfaði í eitt ár við MIT sem rannsóknarfulltrúi prófessors. Á þessum árum sem ég var í MIT gafst mér tækifæri að ferðast mikið bæði innan Bandaríkjanna sem og utan þeirra á ráðstefnur og fundi sem var ekki síður lærdómsríkt.

Við hvað starfar þú í dag?

Vorið 2015 ákvað ég síðan að flytja heim til Íslands og starfa ég í efnahagsáhættudeild Arion banka. Sú deild sér um líkanagerð og hina ýmsu útreikninga fyrir bankann. Ég hef aðallega verið að þróa líkön sem spá fyrir um hvort að lán, sem bankinn veitir, fari í vanskil á næstu 12 mánuðum (PD líkön). Þá hef ég einnig fengist við gerð álagsprófa hjá bankanum.

Stærsta verkefnið hjá Almannavörum var að endurskipuleggja þær og vinna að breytingum, og sérstaklega að breyta viðhorfi fólks til almannavarna, að almannavarnir væri málaflokkur sem skipti máli. Þar á eftir stofnaði ég Rainrace. Eftirminnilegast verkefnið hjá Rainrace er verkefni í Palestínu, sem ég hef verið að vinna að samhliða doktorsnáminu síðan 2011, við að þróa nýtt kerfi til að takast á við náttúruhamfarir þar í landi.

Hvernig hefur þróunin á þínu sérsviði verið?

Já, það hefur verið þróun en hún er ekki hröð. Vandamálið felst m.a. í þrennu: þetta er ekki vel skilgreint sérsvið, það eru margir fagaðilar

sem tengjast því og það er skortur á verkfræðingum sem sinna þessu sérsviði. Ég sé framtíðina fyrir mér þannig að verkfræðingar sinni þessum málaflokki mun betur en hingað til og veiti meiri ráðgjöf til stjórnvalda, sveitarfélaga og fyrirtækja um aðgerðir til að áætla og draga úr líkum á skemmdum og afleiðingum náttúruhamfara, og hvernig bregðast megi við og læra af reynslunni. Verkfræðingar þekkja vel hvernig hið byggða er hannað og byggt og eru best til þess fallnir að veita ráðgjöf um skemmdir og afleiðingar hamfara. En til þess að það gerist þarf að bjóða verkfræðingum upp á nám um algengar skemmdir og

aðgerðir þeim tengdum, og ræða hvernig verkfræðileg þekking nýtist almennt varðandi áhrif náttúruhamfara á byggð. Umhverfis og byggingarverkfræðideildin býður upp á kúrs á þessu sviði sem heitir Náttúruhamfarir. Það er góð byrjun en við þurfum að gera meira til að styrkja verkfræðinga til að starfa sem sérfræðingar um áhrif náttúruhamfara í byggð.

Page 47: Upp í vindinn 2016

47

Hvaða grunngráðu kláraðirþú og hvenær?

B.Sc. í umhverfis- og byggingar-verkfræði frá Háskóla Íslands 2004.

Hvert fórstu í framhaldsnám og um hvað fjallaði meistara- og/eða doktorsverkefnið þitt?

Ég útskrifaðist með M.Sc. gráðu í umferðarverkfræði frá TU Delft í Hollandi árið 2008. Lokaverkefnið fjallaði um hermun umferðar út frá GPS gögnum í rauntíma.

Við hvað starfar þú í dag?

Ég starfa sem umferðarverkfræðingur á verkfræðistofunni Eflu á Akureyri.

Er mikil fjölbreytni í starfinu?

Verkefnin eru mjög fjölbreytt og skemmtileg. Kosturinn við að vinna í litlum bæ eins og Akureyri er einmitt að þar þarf maður að geta stokkið í alls konar ólík verkefni meðan á stærri stöðum er sérhæfingin kannski meiri en verkefnin einsleitari.

Hvert er eftirminnilegasta/skemmtilegasta verkefni sem þú hefur unnið að síðan þú laukst námi?

Mér finnst öll verkefni sem tengjast umferðaröryggi og skipulagsmálum skemmtileg og áhugaverð. Síðan ég flutti til Akureyrar árið 2011 hef ég komið að ýmsu hér í mínum heimabæ tengt umferðar- og skipulagsmálum sem mér finnst sérstaklega skemmtilegt.

Hvernig hefur þróunin á þínu sérsviði verið?

Mikilvæg þróun í mínu starfi undanfarin ár er aukin umhverfisvitund almennings. Síðastliðin ár hafa t.d. orðið mjög miklar framfarir á sviði umhverfisvænna orkugjafa, sem er að mínu mati spennandi málefni. Einnig hefur færst gríðarlega í aukana að fólk noti hjólreiðar sem samgöngumáta og áhersla á uppbyggingu slíkra innviða hefur aukist mikið. Þá er heimabær minn, Akureyri, í örum vexti með fókus á umhverfismál. Það verður því gaman að fá að taka þátt í uppbyggingu og skipulagi hans í framtíðinni.

Rúna ÁsmundsdóttirUmferðarverkfræðingur

Er mikil fjölbreytni í starfinu?

Verkefni efnahagsáhættudeildar eru mjög fjölbreytt og krefjandi en deildin sér um alla helstu útreikninga og líkanagerð bankans. Ekki er um regluleg ferðalög að ræða en starfsmenn deildarinnar sækja þó námskeið og ráðstefnur erlendis þegar við á, enda mikið af verkefnum deildarinnar sambærileg því sem bankar um allan heim eru að gera.

Hvert er eftirminnilegasta/skemmtilegasta verkefni sem þú hefur unnið að síðan þú laukst námi?

Það skemmtilegasta við starfið er fjölbreytt verkefni og það hversu mikið nýtt maður lærir í hverri viku. Líkanagerðin er eitthvað sem heillar mig mjög mikið þar sem hlutirnir eru oft settir í stærra samhengi.

Hvernig hefur þróunin á þínu sérsviði verið?

Mikil þróun hefur átt sér stað í sambærilegum deildum eftir bankahrunið 2008 og mikið af kröfum sem bankinn þarf að uppfylla hafa orðið til vegna nýrra reglugerða hjá Evrópusambandinu.

Page 48: Upp í vindinn 2016

48 Íslenskir aðalverktakar hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | iav.is

UPPBYGGING Í 60 ÁR

Við breytum vilja í verk

Certi�cate of Registration

OCCUPATIONAL HEALTH & SAFETY MANAGEMENT SYSTEM

This is to certify that:

IAV Holding ehfalso trading as Íslenskir Aðalverktakar

hf. (ÍAV Construction)also trading as ÍAV Fasteignaþjónusta

ehf. (ÍAV Real Estate Services)

also trading as ÍAV (ÍAV Quarries)

110 Reykjavik, Höfðabakka 9

IcelandHolds Certi�cate No:

OHS 606809

and operates an Occupational Health and Safety Management System which complies with the requirements of BS

OHSAS 18001:2007 for the following scope:The provision of design, development, construction, and project management services

(including buildings, roads, harbours, tunnels and industry). The provision of real estate

management services. The provision of quarrying and processing of aggregate material for use

in construction.

For and on behalf of BSI:

Gary Fenton, Global Assurance Director

Originally registered: 03/04/2014Latest Issue: 03/04/2014

Expiry Date: 03/04/2017

Page: 1 of 1

This certi�cate was issued electronically and remains the property of BSI and is bound by the conditions of contract.

An electronic certi�cate can be authenticated online.

Printed copies can be validated at www.bsi-global.com/ClientDirectory or telephone +971 (4) 3364917.

Information and Contact: BSI, Kitemark Court, Davy Avenue, Knowlhill, Milton Keynes MK5 8PP. Tel: + 44 845 080 9000

BSI Assurance UK Limited, registered in England under number 7805321 at 389 Chiswick High Road, London W4 4AL, UK.

OHSAS18001OccupationalHealth and SafetyManagement

OHS 606809

ISO9001QualityManagement

FM 512106

Certificate of Registration

QUALITY MANAGEMENT SYSTEM - ISO 9001:2008

This is to certify that:

Íslenskir Aðalverktakar hf.

(ÍAV Construction)

Höfðabakka 9

110 Reykjavik

Iceland

Holds Certificate No:

FM 512106

and operates a Quality Management System which complies with the requirements of ISO 9001:2008 for the

following scope:

The provision of design, development, construction, and project management services

(including buildings, roads, harbours, tunnels and industry). The provision of quarrying and

processing of aggregate material for use in construction.

For and on behalf of BSI: Frank Lee, EMEA Compliance & Risk Director

Original Registration Date: 20/07/2009

Effective Date: 20/07/2015

Latest Revision Date: 25/06/2015

Expiry Date: 19/07/2018

Page: 1 of 1

This certificate was issued electronically and remains the property of BSI and is bound by the conditions of contract.

An electronic certificate can be authenticated online.

Printed copies can be validated at www.bsi-global.com/ClientDirectory or telephone +971 (4) 3364917.

Information and Contact: BSI, Kitemark Court, Davy Avenue, Knowlhill, Milton Keynes MK5 8PP. Tel: + 44 845 080 9000

BSI Assurance UK Limited, registered in England under number 7805321 at 389 Chiswick High Road, London W4 4AL, UK.

ÍAV er eina verktakafyrirtækið sem er bæði ISO 9001 gæðavottað og OHSAS 18001 öryggisvottað.

Við erum stolt af því að huga vel að bæði starfsmönnum og viðskiptavinum.

Kísilverksmiðja Sameinaðs Sílikon í Helguvík

• Hagstæð sjóðfélagalán

• Jákvæð tryggingafræðileg staða

• Séreign sem erfist

• Góð réttindaávinnsla

• Persónuleg þjónusta

LÍFSVERK lífeyrissjóður, Engjateigi 9, 105 Reykjavík, www.lifsverk.is

Page 49: Upp í vindinn 2016

49Íslenskir aðalverktakar hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | iav.is

UPPBYGGING Í 60 ÁR

Við breytum vilja í verk

Certi�cate of Registration

OCCUPATIONAL HEALTH & SAFETY MANAGEMENT SYSTEM

This is to certify that:

IAV Holding ehfalso trading as Íslenskir Aðalverktakar

hf. (ÍAV Construction)also trading as ÍAV Fasteignaþjónusta

ehf. (ÍAV Real Estate Services)

also trading as ÍAV (ÍAV Quarries)

110 Reykjavik, Höfðabakka 9

IcelandHolds Certi�cate No:

OHS 606809

and operates an Occupational Health and Safety Management System which complies with the requirements of BS

OHSAS 18001:2007 for the following scope:The provision of design, development, construction, and project management services

(including buildings, roads, harbours, tunnels and industry). The provision of real estate

management services. The provision of quarrying and processing of aggregate material for use

in construction.

For and on behalf of BSI:

Gary Fenton, Global Assurance Director

Originally registered: 03/04/2014Latest Issue: 03/04/2014

Expiry Date: 03/04/2017

Page: 1 of 1

This certi�cate was issued electronically and remains the property of BSI and is bound by the conditions of contract.

An electronic certi�cate can be authenticated online.

Printed copies can be validated at www.bsi-global.com/ClientDirectory or telephone +971 (4) 3364917.

Information and Contact: BSI, Kitemark Court, Davy Avenue, Knowlhill, Milton Keynes MK5 8PP. Tel: + 44 845 080 9000

BSI Assurance UK Limited, registered in England under number 7805321 at 389 Chiswick High Road, London W4 4AL, UK.

OHSAS18001OccupationalHealth and SafetyManagement

OHS 606809

ISO9001QualityManagement

FM 512106

Certificate of Registration

QUALITY MANAGEMENT SYSTEM - ISO 9001:2008

This is to certify that:

Íslenskir Aðalverktakar hf.

(ÍAV Construction)

Höfðabakka 9

110 Reykjavik

Iceland

Holds Certificate No:

FM 512106

and operates a Quality Management System which complies with the requirements of ISO 9001:2008 for the

following scope:

The provision of design, development, construction, and project management services

(including buildings, roads, harbours, tunnels and industry). The provision of quarrying and

processing of aggregate material for use in construction.

For and on behalf of BSI: Frank Lee, EMEA Compliance & Risk Director

Original Registration Date: 20/07/2009

Effective Date: 20/07/2015

Latest Revision Date: 25/06/2015

Expiry Date: 19/07/2018

Page: 1 of 1

This certificate was issued electronically and remains the property of BSI and is bound by the conditions of contract.

An electronic certificate can be authenticated online.

Printed copies can be validated at www.bsi-global.com/ClientDirectory or telephone +971 (4) 3364917.

Information and Contact: BSI, Kitemark Court, Davy Avenue, Knowlhill, Milton Keynes MK5 8PP. Tel: + 44 845 080 9000

BSI Assurance UK Limited, registered in England under number 7805321 at 389 Chiswick High Road, London W4 4AL, UK.

ÍAV er eina verktakafyrirtækið sem er bæði ISO 9001 gæðavottað og OHSAS 18001 öryggisvottað.

Við erum stolt af því að huga vel að bæði starfsmönnum og viðskiptavinum.

Kísilverksmiðja Sameinaðs Sílikon í Helguvík

• Hagstæð sjóðfélagalán

• Jákvæð tryggingafræðileg staða

• Séreign sem erfist

• Góð réttindaávinnsla

• Persónuleg þjónusta

LÍFSVERK lífeyrissjóður, Engjateigi 9, 105 Reykjavík, www.lifsverk.is

Upplýst og sveigjanleg rafmagnsnotkunFyrir næstum fimm árum útskrifaðist ég úr umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og tveimur árum seinna sem orkuverkfræðingur frá ETH í Zurich. Þá hafði ég eytt tveimur árum í að kynnast orkukerfum Evrópu, mörkuðum og vandamálum.

Rétt fyrir útskrift sátum við nokkrir skólafélagar og ræddum um rafvæðinguna sem fer nú fram á Indlandi og hversu mikið tækifæri það er að hafa milljónir nýrra rafmagnsnotenda. Einstaklinga sem hafa enga fyrri reynslu af rafmagni. Hvernig myndum við kynna rafmagn fyrir fólki í fyrsta skiptið? Hvernig myndum við byggja upp orkukerfið ef við gætum byrjað frá grunni?

Við urðum ásáttir um að einn mikilvægur þáttur, og þáttur sem verður mikilvægari með degi hverjum, er sveigjanleiki notenda. Nú þegar við reiðum okkur meira og meira á endurnýjanlegar en sveiflukenndar orkulindir, svo sem sól og vind, þá væri hjálplegt ef notkun myndi elta náttúrulegar sveiflur orkuuppsprettanna. Álag á

Fyrstu skref Shared ElectricSmám saman tóku þessar samræður á sig mynd og í byrjun árs 2014 var fyrirtækið Shared Electric stofnað um þá hugmynd að hafa orkukerfi þar sem áhersla er lögð á upplýsingagjöf og þátttöku (sveigjanleika) notenda. Til þess að þróa og prófa þessa aðferð fengum við styrk frá Climate-KIC sem er hluti af Horizon 2020, evrópsku verkefni gegn losun gróðurhúsalofttegunda.

Í maí 2014 fórum við til Indlands og settum upp lítið rafvæðingarverkefni í Balangir í Odisha. Lítið þorp var rafvætt með búnaði sem upplýsti á einfaldan hátt notendur um hversu

Framtíð sólarorku á IndlandiÍ lok árs 2014 gaf nýr forsetisráðherra Indlands, Narendra Modi, út metnaðarfullt loforð um að setja upp 100 GW af sólarorkuverum fyrir 2022. Stór hluti þeirra sólarorkuvera myndi vera í formi sólarrafhlaðna á þökum venjulegra húseigna sem yrðu tengdar við orkukerfið. Húseigendur fengju svo greiðslu fyrir orkuframleiðslu sína.

Þarna sáum við tækifæri. Í stað þess að fara gegnum orkufyrirtækin og sannfæra þau um nýjar aðferðir þá myndum við upplýsa þessa áhugasömu húseigendur um orkuframleiðslu sólarrafhlaðna þeirra og orkunotkun húsa þeirra í rauntíma. Þetta myndi vera skref í

kerfið myndi jafnast út og þörf fyrir orkugeymslu og hefðbundin orkuver myndi minnka. Annar mikilvægur þáttur er að upplýsa notendur í rauntíma um hvernig orkukerfið virkar og hvaðan rafmagnið kemur. Notendur sem hafa meiri upplýsingar um orkukerfið nota minni orku, þeir geta einnig fært orkunotkun sína að þeim klukkustundum þegar orkuframleiðsla er grænni.

gott væri að nota rafmagn á hverri stundu, þ.e. um álagið á kerfinu. Við settum upp samvinnuverkefni með háskólum á svæðinu og tryggðum okkur samstarfssamning við stórt orkufyrirtæki. Fljótlega breyttist þó eignarhald þess orkufyrirtækis og við urðum að snúa okkur annað.

Karl NjálssonFramkvæmdastjóri og stofnandi Shared Electric

Page 50: Upp í vindinn 2016

50

áttina að upplýstum notendum sem haga notkun sinni eftir framleiðslu sveiflukenndra orkulinda.

Við þróuðum mjög ódýra rafmagnsmæla og „app“ fyrir snjallsíma þar sem húseigandi getur á einfaldan hátt skilið framleiðslu sólarrafhlöðunnar í rauntíma og fengið skilaboð þegar eitthvað er að. Einnig eru upplýsingar um hvernig haga skuli orkunotkun hússins til að fá sem mestan ágóða af sólarrafhlöðunni. Þessi samskipti við notendur (og nú framleiðendur) á rafmagni gafst vel og höfum við marga ánægða notendur á Suður-Indlandi.

Á árinu 2015 hefur Shared Electric nær eingöngu starfað á Indlandi. Við höfum sett upp gott teymi forritara og verkfræðinga í Bangalore á Indlandi. Það er frábær staður til vaxtar, nálægð við alla helstu framleiðslugeira, fært starfsfólk og kostnaður lágur.

Sveigjanleiki hjá evrópskum notendumNæstu skref fyrir Shared Electric verða þó í Evrópu. Á meðan á öllu þessu stóð hefur Shared Electric þróað vöru fyrir Evrópumarkað. Þessi hugbúnaður mun gera orkufyrirtækjum kleift að auka sveigjanleika notenda sinna; að byggja upp hóp upplýstra notenda sem vinna með orkufyrirtækjunum. Það mun hjálpa fyrirtækjunum að jafna álag á orkukerfinu, lækka orkukostnað og auka tryggð viðskiptavina. Viðskiptavinir fá upplýsingar um hvaðan orkan kemur, um gróðurhúsaáhrif hennar en einnig tækfæri til að minnka

gróðurhúsaáhrifin með því að breyta notkunarmynstri sínu.

Okkur hefur verið boðið að prófa tæknina okkar. Í sumar mun eitt stærsta orkufyrirtæki Danmerkur nýta hugbúnaðarlausn okkar og

taka sín fyrstu skref í að þróa hóp sveigjanlegra og upplýstra orkunotenda. Það er okkar von að þarna verði til þeir fyrstu af mörgum slíkum notendum.

Page 51: Upp í vindinn 2016

51

Verkfræðingafélag Íslands Siðareglur

Verkfræðingafélag Íslands vinnur að faglegum og kjaralegum hagsmunum allra verkfræðinga.

Ert þú ungfélagi? Nemendur í verkfræði geta orðið ungfélagar

í Verkfræðingafélagi Íslands. Ungfélagaaðild er ókeypis en hún veitir aðgang að þjónustu félagsins.

Umsóknareyðublöð eru á vfi.is

• Virðing og jafnrétti • Fagleg ábyrgð og ráðvendni

• Samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni

Upplýsingar um starfsemi félagsins

eru á www.vfi.is www.facebook.com/vfi.1912

Virðing og jafnréttiFélagar VFÍ sýna fólki tillitssemi og virðingu, óháð kyni, lífskjörum, þjóðfélagsstöðu, menningu, þjóðerni og kynþætti. Þetta felur í sér að:

Koma fram af tillitssemi, sanngirni, vinsemd og virðingu við annað fólk. Halda ávallt í heiðri góða siði og grundvallargildi samfélagsins.

Hafa í heiðri jafnrétti kynja og kynþátta.

Virða fag- og ábyrgðarsvið annarra og vinnuframlag þeirra.

Stuðla að góðum starfsanda með einlægni, heiðarleika og umburðarlyndi.

Fagleg ábyrgð og ráðvendniFélagar VFÍ gera sér grein fyrir faglegri ábyrgð sinni og vinna í samræmi við viðurkenndar gæðakröfur.

Þetta felur í sér að:

Viðhalda og endurnýja stöðugt þekkingu sína og færni.

Deila þekkingu sinni og færni með samstarfsfólki.

Vinna verk sín af faglegri ábyrgð og eftir bestu samvisku.

Virða lög og reglur samfélagsins og stéttar sinnar.

Gæta hagsmuna viðskiptavina sinna.

Gera grein fyrir þeim tengslum eða hagsmu-num, sem gætu gert starf þeirra tortryggilegt.

Taka ekki við þóknun eða fríðindum frá þriðja aðila í sambandi við verkið eða bjóða fram til þriðja aðila slíka þóknun eða fríðindi.

Samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærniFélagar VFÍ eru meðvitaðir um áhrif verka sinna á samfélag, umhverfi og náttúru. Þetta felur í sér að:

Setja ávallt í öndvegi öryggi, heilsu og velferð almennings.

Gæta þess, að tæknilegar lausnir séu miðaðar við sjálfbærni og ábyrga nýtingu auðlinda.

Vera heiðarlegur og hreinskilinn um margþætt áhrif tæknilegra lausna og annarra verkefna, og greina á viðeigandi vettvangi frá atriðum sem gætu ógnað öryggi almennings eða verið skaðleg umhverfinu.

Taka virkan þátt í upplýstri opinberri umræðu um samfélagsleg málefni þegar hún beinist að fagsviði verkfræðingsins.

Page 52: Upp í vindinn 2016

52

A

D

B

E

C

A

D

B

E

C

1 2 3 4 5 6 7

1 2 3 4 5 6 7

Límtré Vírnet ehf. b‡r yfir mikilli reynslu og

tækniþekkingu í íslenskum byggingari›na›i.

Vi› höfum lausnir vi› flestum þeim þörfum

sem vi›skiptavinir okkar krefjast. Vöruþróun

og vöndu› þjónusta tryggja gó›an árangur.

Kynntu þér þjónustu okkar betur á

www.limtrevirnet.is.

A›alnúmer: 412 5300

A›alskrifstofa: Borgarbraut 74 310 Borgarnesi

Söludeild: 412 5350

Söluskrifstofa: Vesturvör 29 200 Kópavogi [email protected]

Þegar vanda skal til verks • Stallastál

• Galvanhúðun

• Stoðir og leiðarar

• Bogavalsað stál

• Spírórör

• Límtrésbrýr

• Límtré

• Steypuhólkar

• Loftræstivörur

• Rafmagnsverkstæði

• Öll almenn þjónusta

í blikk- og járnsmíði

• Límtréshús

• Stálgrindarhús

• Landbúnaðarbyggingar

• Reiðhallir

• Kæli- og frystiklefar

• Íslensk naglaframleiðsla

• Yleiningar urethan og steinull

• Þakklæðningar stál og ál

• Veggklæðningar stál og ál

Þetta er Límtré Vírnet:

Page 53: Upp í vindinn 2016

53

Límtré Vírnet ehf. b‡r yfir mikilli reynslu og

tækniþekkingu í íslenskum byggingari›na›i.

Vi› höfum lausnir vi› flestum þeim þörfum

sem vi›skiptavinir okkar krefjast. Vöruþróun

og vöndu› þjónusta tryggja gó›an árangur.

Kynntu þér þjónustu okkar betur á

www.limtrevirnet.is.

A›alnúmer: 412 5300

A›alskrifstofa: Borgarbraut 74 310 Borgarnesi

Söludeild: 412 5350

Söluskrifstofa: Vesturvör 29 200 Kópavogi [email protected]

Þegar vanda skal til verks • Stallastál

• Galvanhúðun

• Stoðir og leiðarar

• Bogavalsað stál

• Spírórör

• Límtrésbrýr

• Límtré

• Steypuhólkar

• Loftræstivörur

• Rafmagnsverkstæði

• Öll almenn þjónusta

í blikk- og járnsmíði

• Límtréshús

• Stálgrindarhús

• Landbúnaðarbyggingar

• Reiðhallir

• Kæli- og frystiklefar

• Íslensk naglaframleiðsla

• Yleiningar urethan og steinull

• Þakklæðningar stál og ál

• Veggklæðningar stál og ál

Þetta er Límtré Vírnet:

Öskugos og flug í Evrópu

Guðrún Pétursdóttir Dósent og forstöðumaðurStofnunnar Sæmundar fróða

Uta ReichardtDoktorsnemi í Umhverfis- og auðlindafræði

Guðmundur Freyr Úlfarsson Prófessor og deildarforseti við Umhverfis- og byggingarverk-fræðideild

Greining á samstarfi hagsmunaaðila með sviðsmyndum

Truflun á flugi í einum heimshluta getur haft víðtæk fjárhagsleg og samfélagsleg áhrif víða um heim. Eyjafjallajökulsgosið í apríl 2010 var dæmi um þetta þar sem meira en 100,000 flug voru felld niður og áætlað efnahagstap á heimsvísu var um 5 milljarðar Bandaríkjadollara.¹ Ljóst er að öskugos munu áfram eiga sér stað og því er mikilvægt að vera vel undir þau búinn. Í þessu verkefni var kannað hvernig fluggeirinn er undirbúinn undir annað öskugos.

Í rannsókninni er kannað hvernig áhættustjórnun og áætlanagerð evrópska fluggeirans hefur þróast frá gosinu í Eyjafjallajökli 2010. Rannsóknin er hluti af evrópsku rannsóknarverkefni sem kallast ENHANCE og fjallar um samstarfsnet hagsmunaaðila í náttúruhamförum.² Ýmsum aðferðum er beitt til að greina samstarf og samskipti milli hagsmunaaðilanna. Tekin voru viðtöl við sérfræðinga og einnig var sett upp vinnustofa þar sem hagsmunaaðilar unnu með sviðsmyndir af mismunandi

öskugosum til þess að finna veikleika og styrkleika og stinga upp á leiðum til að bæta undirbúning og framkvæmd viðbragða.

Sviðsmyndir náttúruhamfara

Síðasta gos í Eyjafjallajökli hafði mikil áhrif á flugumferð. Þetta gos var hins vegar ekki sérstaklega stórt miðað við eldgos hér á landi.³ Eldgos á Íslandi geta bæði staðið lengur og styttri gos geta einnig valdið mun meira öskufalli. Taka þarf tillit til slíkra möguleika þegar gerðar eru áætlanir um áhrif öskugosa á flugumferð. Rannsóknarhópurinn notaði söguleg gögn og upplýsingar frá eldfjallafræðingum til að setja fram tvær sviðsmyndir um verulega stærri atburði en Eyjafjallagosið 2010. Sviðsmyndirnar voru notaðar til að rannsaka hvernig samstarf og samskipti hagsmunaaðila í fluggeiranum virka þegar brugðist er við miklu öskugosi.

Eldfjallastöð Veðurstofunnar í Lundúnum (London Volcanic Ash Advisory Center) hefur sett fram líkan um öskudreifingu sem kallað er

NAME og var það notað til að herma dreifingu ösku í sviðsmyndunum.4 Miðað var við veðrið í apríl 2010, en þau veðurskilyrði voru sérstaklega slæm þar sem vindátt olli því að mikil aska barst til Evrópu. Hugbúnaður í Python forritunarmálinu var notaður til að meðhöndla niðurstöðurnar og búa til spákort um öskudreifingu í flughæð 200 (flight level 200, sem þýðir 20,000 fet).

Fyrri sviðsmyndin lýsir nýju Eyjafjallajökulsgosi með miðlungs öskumyndun sem svipar til síðasta goss nema hvað það stendur yfir í 24 vikur, eða fjórum sinnum lengur en gosið 2010. Ekki er gert ráð fyrir að gosið sé samfellt allan þennan tíma, en þó sé öskumyndun á nokkurra daga fresti allan tímann. Það verða því endurteknar truflanir á flugumferð í nokkra daga í senn yfir fimm mánaða tímabil. Þessi sviðsmynd prófar hvernig hagsmunaðilar takast á við langt tímabil þar sem stanslaust þarf að fara fram áhættugreining og viðbragðsáætlun þarf að vera viðvarandi. Mynd 1 sýnir eina hermun á öskudreifingu í fimm daga eftir sólarhrings gos í Eyjafjallajökli.

Page 54: Upp í vindinn 2016

54

Þessi sviðsmynd sýnir að askan er mest neðarlega í lofthjúpnum og truflar því lágar flughæðir, flugtak og lendingu. Fulltrúi frá Rolls Royce mat þetta svo að jafnvel með nýju evrópsku viðbragðsreglunum yrði að takmarka flugumferð strax á öðrum degi og jafnvel drægi úr flugumferð um helming á svæðinu. Áhrifin á flugumferð yrðu óneitanlega veruleg.5

Hin sviðsmyndin sýnir sólarhrings gos í Öræfajökli með gríðarlega mikilli ösku á þeim stutta tíma. Þessi sviðsmynd er byggð á gosinu í Öræfajökli árið 1362.6 Hér eru könnuð viðbrögð við mjög stóru öskugosi sem hefur í för með sér mikla truflun á flugumferð. Mynd 2 sýnir hermun á öskudreifingu frá Öræfajökulsgosi í fimm daga eftir gosið. Svona gos myndi hafa áhrif á allar flughæðir. Fulltrúi frá EUROCONTROL sagði að jafnvel þótt flugsvæðum yrði ekki lokað af flugumferðastjórnum Evrópulanda, myndu nær engar vélar fara á loft. Áhrif á flugumferð yrðu því mjög mikil.7

Vinnustofa hagsmunaaðilaHagsmunaðilum í fluggeiranum var boðið að taka þátt í vinnustofu til að kanna viðbrögð þeirra við þessum sviðsmyndum. Vinnustofan var skipulögð af rannskóknarhópnum við Háskóla Íslands og þátttakendur komu frá EUROCONTROL, IATA, Icelandair, Samgöngustofu, ISAVIA, Veðurstofu Íslands, Innanríkisráðuneytinu og Rolls Royce. Rætt var við fulltrúa London Volcanic Ash Advisory Centre í síma til að sjónarmið þeirra væru einnig með. Vinnustofan þjónaði einnig sem samráðsvettvangur hagsmunaaðilanna um skipulagningu og undirbúning fluggeirans við stóru eða langvarandi öskugosi á Íslandi sem truflaði flugumferð í Evrópu.

Vinnustofan stuðlaði að samskiptum milli hagsmunaaðilanna um hindranir í núverandi ferli og leiðir til að bæta viðbrögð og efla viðnámsþrótt gagnvart svona atburðum.

Í vinnustofunni skiptust á stuttar kynningar frá rannsóknarhópnum og hagsmunaðilunum, pallborðsumræður, og hópavinna í stórum og litlum hópum. Heildarferlið var rætt í pallborðsumræðum sem allur hópurinn tók þátt í, en minni hópar voru notaðir til að ræða nánar sérstök atriði og áherslur. Sviðsmyndirnar voru kynntar sem frásagnir ímyndaðra dagblaða til þess að auðvelda hópnum að lifa sig inn í aðstæðurnar og ræða raunveruleg viðbrögð sín við þessum fréttum og nánari upplýsingum um sviðsmyndirnar.

Í umræðunum var einnig unnið með teikningar af ferlum og samskiptaneti hagsmunaaðilanna. Einnig voru lagðar fram rannsóknarspurningar og áhersluatriði fyrir umræður og hópastarf. Til þess að stuðla að fjölbreyttari umræðu var nokkrum sinnum skipt um umhverfi og staðsetningu hópanna, til þess hjálpa þátttakendum að sjá hlutina í öðru ljósi, kynnast öðrum og ræða við mismunandi fólk.

Skipulag vinnustofunnar virtist stuðla að frjóum samræðum og miðlun upplýsinga. Þátttakendur voru mjög jákvæðir og sýndu verkefninu mikinn áhuga. Viðhorfskönnun eftir vinnustofuna sýndi einnig mjög jákvæð viðbrögð. Meðan á undirbúningi stóð, fréttu hagsmunaaðilar af henni og báðu sumir af fyrra bragði um að fá að vera með.

Könnun á árangri vinnustofunnar sýndi að hún er jákvæð og vel metin viðbót en þar sagði meðal annars:

„Vinnustofan var frábært tækifæri því þetta var í fyrsta sinn sem sérfræðingar sem vinna að öllum þáttum þessa ferlis hittust við eitt borð, hlýddu hver á annan og ræddust við.“

Árangur og niðurstöðurÍ vinnustofunni kom glöggt fram að nýlegar breytingar á reglum og breytt viðbrögð fluggeirans við öskugosi gera honum kleift að ráða við stærri viðburði en gosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Enn má bæta, og meðal annars var farið yfir hindranir í núverandi ferlum sem nauðsynlegt er að taka á til að bæta ferlin enn frekar. Þátttakendur lögðu til dæmis áherslu á að enn skortir þekkingu á þeim skaða sem aska getur valdið á þotuhreyflum og þar er mikið starf óunnið. Einnig þarf að bæta mat á óvissuþáttum, fara yfir ýmsar starfsreglur og mat á starfsgetu. Þannig leiddi rannsóknin í ljós tækifæri til að bæta ferli á sviðum samskipta, rannsókna og þróunar, undirbúnings starfsfólks og viðbragðsáætlana.

Rannsóknin staðfestir að formlega eru innviðir og ferli vel til reiðu. Það eru vel skilgreindar einingar hjá öllum hagsmunaaðilunum sem eru virkjaðar þegar þörf krefur, eins og Crisis Management Unit hjá EUROCONTROL.8 Einnig eru haldnar alþjóðlegar æfingar, eins og VOLCEX, þar sem viðbrögðeru æfð árlega.9

Hins vegar þá sýndi rannsóknin að aðgerðaáætlanir byggja að mestu á undirbúningi undir „síðasta atburð“ en ekki nægilega mikið á þeim atburði sem kann að vera í vændum. Aðgerðaráætlanirnar mega sem sagt vera framskyggnari. Áhættustjórnun sem byggir of náið á Eyjafjallajökulsgosinu 2010 getur gefið falska öryggistilfinningu, því

Page 55: Upp í vindinn 2016

55

Í hermunum sem sýndar eru þá er miðað við ösku sem kemur upp í 24 stunda gosi. Askan er sýnd sem skýrt afmarkað svæði þar sem þéttleiki ösku er nægur til að hamla flugumferð.

Notast er við gos sem stendur í 24 klst til að skoða hvað gerist í upphafi öskugoss, en endurtekin gos eru möguleg svo vikum skiptir. Þegar þrýstingur gossins minnkar þá lækkar öskustrókurinn og líkanið þarf að taka það með í reikninginn (viðtal við fulltrúa Veðurstofu Íslands, 2015). Kortin sýna mismunandi þéttleika ösku þar sem lítill þéttleiki er blár (200 – 2000 µg/m³), miðgildi eru grá (2000 – 4000 µg/m³), há gildi eru rauð (4000+ µg/m³).

Mynd 1. Sviðsmynd fyrir gos í Eyjafjallajökli. Eftir 24 klst er spáð miklum öskuþéttleika yfir Stóra Bretland þ.m.t. London, en einnig í hlutum Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Á næstu dögum fer öskumassinn lengra í suður og spannar Evrópu frá vestri til austurs. Það dregur úr þéttleika öskunnar en enn er nokkuð breitt svæði þar sem spáð er þéttleika á bilinu 200 – 2000 µg/m³ upp að flughæð 200 fimm dögum eftir gosið.

ekki er víst að hún dugi í stærra eða langvinnara gosi.

Almennt vinnuálag í stofnunum og fyrirtækjum getur orðið til þess að starfsfólki vinnist ekki tími til að líta til framtíðar og gera ráð fyrir mun alvarlegri atburðum en síðasta gosi. Þrátt fyrir gosið 2010 fer því fjarri að áhætta tengd öskugosum á Íslandi sé að fullu metin og viðurkennd í Evrópu. Það má að hluta rekja til þess að samskipti milli fræða- og fagsviða eru takmörkuð. Þótt þekkingu hafi fleygt fram á vissum sviðum, s.s. á eðli öskugosa og líkum á þeim, og þó líkön um öskudreifingu séu í sífelldri framþróun, þá skortir enn rannsóknir á mikilvægum sviðum, t.d. á áhrifum ösku á þotuhreyfla. Sú staðreynd að enn ríkir mikil óvissa um áhrif ösku á hreyfla virðist ekki öllum ljós. Svör þátttakenda í vinnustofunni bentu til þess að þeir hefðu lært ýmislegt nýtt um þá óvissu.

Enn þarf að bæta samskiptaferli og samstarf milli hagsmunaaðila til að draga úr fjárhagslegum og samfélagslegum skaða af miklu eða langvarandi öskugosi. Einnig þarf að taka með fleiri geira sem tengjast flugi eða verða fyrir áhrifum af öskugosi, t.d. þá sem annast land- og sjávarflutninga, en þeir þurfa að vera með í að þróa víðtækar viðbragðsáætlanir til að geta tryggt nauðsynlega flutninga á vörum og fólki ef flug stöðvast um langan tíma. Flutningageirinn almennt þarf að vera með í gerð nýrra viðbragðsáætlana svo flutningar með bifreiðum, járnbrautum, prömmum og skipum séu með í ráðum við að draga úr þeim skaða sem stöðvun flugumferðar getur valdið. Því er nauðsynlegt að kalla eftir víðtæku samráði margra geira þjóðlífsins við þróun aðgerðaráætlana fyrir mikil eða langvarandi öskugos sem geta haft alvarleg áhrif á flugumferð.

Page 56: Upp í vindinn 2016

56

Mynd 2. Sviðsmyndir fyrir gos í Öræfajökli. Eftir 24 klst er spáð þéttri ösku á stóru svæði yfir norðurhluta Evrópu. Dagana þar á eftir sýnir spáin þétta ösku yfir Evrópu frá Atlantshafi austur til Rússlands. Mikill þéttleiki, yfir 4000 µg/m³, er viðvarandi á spátímabilinu.

Hemildaskrá

1) Mazzocchi, Mario, Francesca Hansstein, and Maddalena Ragona. “The 2010 volcanic ash cloud and its financial impact on the European airline industry.” CESifo Forum. Vol. 11. No. 2. Ifo Institute for Economic Research at the University of Munich, 2010.

2) Til að lesa meira um ENHANCE verkefnið smelltu á http://www.enhanceproject.eu/.

3) Gudmundsson, M. T., Larsen, G., Höskulds-son, Á. and Gylfason, Á. G., (2008). Volcanic hazards in Iceland. Jökull, 58, 251-268.

4) Til að lesa meira um NAME líkanið og London Volcanic Ash Advisory Centre smelltu á http://www.metoffice.gov.uk/aviation/vaac/.

5) Viðtal við fulltrúa Rolls Royce, Derby, Maí 2015.

6) Gudmundsson, M. T., Larsen, G., Höskulds-son, Á. and Gylfason, Á. G., (2008). Volcanic hazards in Iceland. Jökull, 58, 251-268.

7) Athugasemd fulltrúa EUROCONTROL á vin-nustofu hagsmunaaðila, Reykjavik, Júlí 2015.

8) Til að lesa meira um crisis management hjá EUROCONTROL smelltu á http://www.eurocontrol.int/articles/disruptions-and-crisis-management/.

9) Til að lesa meira um VOLCEX æfingar smelltu á http://www.eurocontrol.int/articles/volcanic-ash-crisis-exercise-aviation-europe-13-14-april-2011/.

heimilisfang

Sundagarðar 6104 Reykjavík,Iceland

sími.

Gunnar Eggertsson hf.

+354 525 3800fax +354 525 3810

netfang

[email protected] www.ge.is

Rekstrarvörur fyrir hönnuði- Teiknipappír á rúllum og í örkum

- Rúllupappír fyrir blekspautuprentara - Fjölritunarpappír A4, A3 & yfirstærðir

- Blek- og dufthylki fyrir stórformat

- Plötur til að líma á og til kynninga

- Fjölbreitt efni til módelsmíði

Page 57: Upp í vindinn 2016

57Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | [email protected]

Ekki hendaverðmætum

Brand

enburg

Nema þú treystir þér til þess að setja þau í réttan gám. Pappírinn í pappírsgáminn,

plastið í plastgáminn — þú þekkir þetta. Flokkið! Skilið?

Page 58: Upp í vindinn 2016

58

Það er ekki algengt að verkfræðingar kjósi að starfa í pólitík en Kristín Soffía Jónsdóttir er einn þeirra. Kristín stundaði meistaranám í samgönguverkfræði við Háskóla Íslands þegar hún tók sæti í borgarstjórn þar sem hún situr enn fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Við settumst niður með Kristínu sem sagði okkur frá starfi sínu í borgarstjórn, draumnum um græna borg án flugvallar og hvernig nikotínþörf og verðtryggingin varð til þess að hún slysaðist út í pólitík. Kristín telur að miklu fleiri verkfræðingar mættu fara í pólitík og hún vill að fleiri Íslendingar fái tækifæri til að sleppa einkabílnum.

NámiðKristín Soffía hóf nám í umhverfis- og byggingarverkfræði árið 2007 en það voru helst grunnvatnsrannsóknir og sorp sem heilluðu hana inn í námið. „Ég hafði alltaf mjög mikinn áhuga á rusli og úrgangsmálum, ég hafði hvorki áhuga á samgöngum né burðarþoli þegar ég byrjaði en það breyttist fljótt. Ég átti alls ekki von

á því að mér þættu samgöngurnar skemmtilegastar og hvað þá biðraðafræði í kringum bílastæði.” Kristín segir deildina hafa verið ákaflega lifandi og skemmtilega. Það segir hún megi rekja til þess að ákveðin kynslóðaskipti voru að eiga sér stað í deildinni.

Hún segir Sigurð Magnús, Hrund og Guðmund öll hafa verið tiltölulega nýbyrjuð og að skemmtilegur andi hafi verið í deildinni. ,,Þau voru svo spennt að kynna sitt og mér fannst ég umkringd áhugaverðu fólki sem var allt brjálæðislega fært á sínu sviði og tilbúið að deila þessu öllu með okkur nemendunum. Þau voru alltaf að hvetja okkur til að fara út í einhver sérverkefni.“

PólitíkinAðspurð hvernig hún endaði í pólitík segir Kristín það eiga sér langa sögu. „Ég var alltaf pólitískt barn með mjög sterkar skoðanir. Síðan þegar R-listinn var að bjóða fram lista 1994 þá fékk vinkona mömmu mig til að bera út mikið af blöðum fyrir R-listann. Ég átti að fá 8 bíómiða og ætlaði að bjóða öllum stelpunum í bekknum í bíó og var ógeðslega spennt fyrir því. Ég bar þetta blað út í allar Hlíðarnar en fékk aldrei neitt greitt fyrir.“ Eftir þetta atvik lauk afskiptum Kristínar af pólitík í næstum 20 ár. „Ég sagði bara skilið við pólitík þar sem ég fékk ekki þessa bíómiða, þetta fólk var bara svikarar og tækifærissinnar,“ segir Kristín og brosir út í annað. Þetta breyttist ekki fyrr en haustið 2008 þegar Ísland hrundi og Kristín hætti að reykja. „Ég var nýhætt að reykja, alltaf ótrúlega pirruð og til að vinna úr þeirri gremju fór ég mikið út að hlaupa með vinkonu minni. Við hlupum meðfram Sæbrautinni, framhjá bönkunum og fjármálaturnunum og öskruðum svo á friðarsúluna í Viðey til að fá útrás. Við vorum reiðar út í allt.“ Kristín segist hafa verið sérstaklega reið yfir verðtryggingunni þar sem hún keypti sér íbúð á 100% lánum árið 2004. Á þessum tíma kenndi hún dæmatíma

Viðtal við Kristínu Soffíu Jónsdóttur

Sunna Mjöll SverrisdóttirBS nemi í Umhverfis- og byggingarverkfræði

„Ég hafði alltaf mjög mikinn áhuga á rusli og úrgangsmálum, ég hafði hvorki áhuga á samgöngum né burðarþoli þegar ég byrjaði en það breyttist fljótt.“

Page 59: Upp í vindinn 2016

59

í stærðfræði samhliða náminu. „Ég lét krakkana í dæmatímanum mínum reikna út hvað yrði um lánin og sýndi þeim að allt væri að fara til fjandans.

Einhvern daginn var ég í vondu skapi yfir þessu öllu og geng framhjá Kaffibarnum og langaði ótrúlega mikið að kíkja inn og fá mér bjór og sígó sem ég gat auðvitað ekki. Þá ákveð ég að hringja í pabba í staðinn og ranta við hann í símann. Hann segir mér að það sé fundur hjá Samfylkingingarfélaginu í Reykjavík um verðtryggðu lánin. Ég fer því á þennan fund, strunsa inn og held eldræðu um hvað verðtryggðu lánin séu að fara að fokka öllu upp.“ Eftir fundinn hafði Dagur samband við Kristínu sem leiddi til þess að hún tók sæti á lista í borgarstjórnarkosingum 2010.

Finnst þér námið nýtast þér vel í starfi?

Kristín segir verkfræðinámið nýtast á hverjum degi í störfum hennar í borgarstjórn og hinum

ýmsu nefndum. Kristín er meðal annars varaformaður Strætó bs., stjórnarformaður í Faxaflóahöfnum og situr í Bílastæðanefnd og Heilbrigðisnefnd. Hún finnur fyrir miklu trausti í starfi þar sem hún er verkfræðimenntuð. „Þú getur farið til læknis og „google-að“ allt sem hann segir. En þegar einhver kemur og segir þér að beygjuradíusinn á einhverri götu eigi að vera svona þá treystir fólk því bara, það efast fáir um það sem verkfræðingar segja.“ Því segir Kristín það vera mikilvægt að hafa fólk í borgarstjórn sem getur metið þær lausnir sem berast. Hún segir að þær lausnir sem berist séu langt frá því að vera alltaf hagkvæmustu og bestu lausnirnar og því mikilvægt að hafa þróað með sér gagnrýna hugsun. „Við erum að taka stórar ákvarðanir um að byggja gasgerðarstöð í Sorpu eða gera stórar breytingar í gatnakerfinu; á að byggja mislæg gatnamót eða ekki? Við erum stærstu eigendur Orkuveitunnar og Faxaflóahafna og rekum Strætó. Þetta eru allt saman mjög tæknileg verkefni og mín menntun nýtist mér endalaust í starfi. Ég mundi ekki bjóða í það að vera í þeim hlutverkum sem ég er í í pólitíkinni og eiga að geta myndað mér skoðun á öllu þessu og tekið upplýstar ákvarðanir fyrir hönd borgarbúa þegar kemur að stórum fjárhæðum

ef ég hefði ekki þessa menntun og þennan tæknigrunn.“ Kristín segir að miklu fleiri verkfræðingar mættu fara í pólitík þar sem verkefnin séu mjög tengd verkfræðináminu.

Pólitískur ágreiningurAðspurð um hvort að það geti verið þreytandi að góðar hugmyndir fái ekki að líta dagsins ljós vegna pólitísks ágreinings segir hún það að sjálfsögðu vera. „Stundum líður mér eins ég sé að berjast við vindmyllur og er farin að skrifa undir pósta: kveðja, Tuða Tuðadóttir.“ Hún segir það þó ótrúlegt hve fljótt er hægt að aðlagast því umhverfi sem maður vinnur í.

Henni finnst gott að vinna eftir kínversku spakmæli sem er í miklu uppáhaldi hjá henni; „Besti tíminn til að gróðursetja tré var fyrir 20 árum síðan. Næstbesti tíminn er núna.“ Kristín segir að þetta sé mantran sín þegar hún verður önug yfir því að eitthvað hafi ekki verið gert fyrir löngu síðan. Hún segir þann hugsunarhátt oft standa í vegi fyrir eðlilegri þróun í pólitík og að fólk sé oft fast í þeirri hugsun að það þurfi sjálft að klippa á borðann.

„Ég er alveg búin að henda burt þeim hugsunarhætti að það taki því ekki að gera eitthvað því það taki svo langan tíma að verða að veruleika.

„Ég lét krakkana í dæmatímanum mínum reikna út hvað yrði um lánin og sýndi þeim að allt væri að fara til fjandans.“

„Stundum líður mér eins ég sé að berjast við vindmyllur og er farin að skrifa undir pósta: kveðja, Tuða Tuðadóttir.“

„Besti tíminn til að gróðursetja tré var fyrir 20 árum síðan. Næstbesti tíminn er núna.“

Page 60: Upp í vindinn 2016

60

Hefðum við átt að gera þetta fyrir 20 árum síðan? Já. En gerum þetta í dag í staðinn og eftir 20 ár verður það frábært!“

Aðalskipulag ReykjavíkurborgarKristín átti sæti í stýrihóp fyrir nýtt aðalskipulag Reykjavíkur á síðasta kjörtímabili og sat samtímis í Umhverfis- og samgöngunefnd Reykjavíkurborgar. „Ég leiddi umhverfis- og auðlindastefnuna, sem er hluti af aðalskipulaginu. Það var ótrúlega skemmtileg vinna sem byggir mikið á okkar námi; að leggja áherslu á blágrænar ofanvatnslausnir, endurheimt votlendis og stefnumótun í samgöngum. Við tókum einnig saman markmið okkar í loftslagsmálum og settum þetta allt saman í umhverfis- auðlindastefnu um hvernig við sæjum borgina þróast á sjálfbæran hátt í framtíðinni.“

Er eitthvað í aðalskipulaginu sem þú hefðir viljað sjá gert öðruvísi?

„Það er auðvitað hellingur sem ég hefði viljað sjá gerðan á annan hátt, aðalskipulagið er ein stór málamiðlun. Ég hefði viljað vera miklu róttækari og taka betur á samgöngumálum og setja stífari forgangsröðunarkröfur á

uppbyggingu svæða.“

Hún telur þó að núna skipti mestu máli að það sé unnið eftir aðalskipulaginu. „Það sem hefur eyðilagt allar aðalskipulagsáætlanir síðustu ára er í raun skortur á eftirfylgni.“ Sem dæmi um það segir hún að þétting byggðar hafi verið hluti af síðustu áætlunum en að á sama tíma hafi borgin byggt Norðlingaholt og Úlfarsárdal. „Nú fórum við að minnsta kosti mjög langt í því að draga „Urban growth boundary“.“ Kristín segir að stærsta áskorunin í innleiðingu á aðalskipulaginu verði Reykjavíkurflugvöllurinn. „Þetta aðalskipulag hangir á því að flugvöllurinn fari. Það er ekki til neitt sem heitir að styðja aðalskipulagið en vilja samt að flugvöllurinn standi. Þá þarf að búa til nýja áætlun því þessi áætlun gengur ekki upp sem heildarmynd ef flugvöllurinn fer ekki.“ Hún segir að flugvöllurinn verði að víkja ef borgin ætli að halda áfram að þétta byggð. Þétt

byggð sé undirstaða þess að góðar almenningssamgöngur verði raunveruleiki margra sem búa hérna því ekki sé hægt að halda uppi háu þjónustustigi eins og staðan er í dag.

Er einhver borg sem þið notið til samanburðar við Reykjavík?

Kristín segir að þau beri Reykjavík saman við margar borgir af svipaðri stærðargráðu og breiddargráðu, eins og Þrándheim og Álaborg. En við undirbúning aðalskipulagsins hafi meðal annars verið horft til Portland í Oregon-fylki Bandaríkjanna. „Það var mjög spennandi fyrir okkur vegna þess að við getum litið til spennandi borga í Evrópu eins og Stokkhólms og Kaupmannahafnar en vandamálið er að þau „fokkuðu“ aldrei upp. Við lentum í því sama og margar bandarískar borgir að við byggjumst upp eftir að einkabíllinn er orðinn sjálfsagður hlutur á hverju heimili, svo hugsanarhátturinn var allt annar. Það sá enginn neitt neikvætt við einkabílinn, hann var frelsið og það var frábært.“

Kristín segir að þar sem Reykjavík hafi byggst að stórum hluta upp eftir 1970, þegar Breiðholtið er að verða til og uppbyggingin í kjölfarið miðaðist við einkabílinn. „Þess vegna er gott að horfa til borga eins og Portland sem missti skipulagið svolítið úr höndunum. Í borginni var mjög dreifð byggð og einu samgöngurnar voru einkabíllinn. Stjórnvöld í borginni hafa snúið blaðinu við og verið leiðandi í þessari breytingu borga í Bandaríkjunum. Margir líta til þeirra og hvernig þau breyttu

„Það sem hefur eyðilagt allar aðalskipulags-áætlanir síðustu ára er í raun skortur á eftirfylgni.“

„Það sá enginn neitt neikvætt við einkabílinn, hann var frelsið og það var frábært.“

Page 61: Upp í vindinn 2016

61

samgöngum og bönnuðu alla dreifða byggð. Þau náðu að breyta allri ímynd borgarinnar og það var algjört „success“.“

Telur þú að breyta verði hugsunar- hætti Íslendinga til að breyta áherslum í samgöngumálum?

Kristín segir að það þurfi vissulega að breyta hugsunarhætti fólks en að borgin þurfi einnig að koma til móts við almenning með þjónustu. „Ég sé til dæmis að um leið og við erum búin að stoppa útþenslu byggðarinnar þá fer fjárfestingin að leita inn á við. Kaffihús og veitingastaðir vilja núna leita inn í litlu hverfin. Nú þegar við í Reykjavík erum ekki að eyða öllum peningunum okkar í ný gatnakerfi í nýjum úthverfum þá er farið að endurgera götur og torg inn í hverfunum.“

Hún segir það vera mjög mikilvægt að öll nauðsynleg þjónusta sé til staðar innan hverfa og að það auðveldi fjölskyldum að tileinka sér bíllausan lífstíl. „Það er fullt af fólki sem þarf að fá sér bíl vegna þess að það fær ekki leikskólapláss í hverfinu sínu og þarf að keyra á einkarekinn leikskóla eða til dagmömmu sem er langt í burtu. Þetta eru hlutir sem skemma fyrir þér í að reyna að lifa af án bíls. Það þarf allt að vinna saman og við þurfum til dæmis að fara í átak til að tryggja það að börnin fái þjónustu í sínu hverfi.“ Kristínu finnst nauðsynlegt að bjóða almenningi þann kost að sleppa einkabílnum til að auka lífsgæði. Henni þykir lífsgæði ekki fólgin

í því að þurfa að keyra langar vegalengdir til að sækja börn í skóla og tómstundir eða að versla í matinn, því sé bíllaus lífstíll ekki síður mikilvæg geðrækt en líkamsrækt og umhverfismál.

„Allur heimurinn verður ósjálfrátt á herðum þér. Ég lít ekki á þetta þannig að verið sé að pína alla í að sleppa bílnum, þetta eru lífsgæði sem við þurfum að gera fleirum kleift að velja og upplifa.“

Næstu skref Eftir umræður um framtíð Reykjavíkurborgar spurðum við Kristínu um framtíð hennar í pólitík. Hún segist vera óviss með næstu skref. „Ég er á tímamótum. Ég er að fara að eignast mitt fyrsta barn núna í sumar og er á leiðinni í fæðingarorlof. Ég fer inn í það með opnum hug.“ Hún segist hafa mjög gaman að því að vinna í pólitík en að það sé einnig mjög lýjandi og að stundum sé gott að breyta til. „Mér finnst skipabransinn mjög spennandi og ég væri líka til í að vinna hjá Bílastæðasjóði, Strætó bs., Eimskip og fleiru í þeim dúr.

„Ég lít ekki á þetta þannig að verið sé að pína alla í að sleppa bílnum, þetta eru lífsgæði sem við þurfum að gera fleirum kleift að velja og upplifa.“

„Ég væri til í að fá að vera með í því að móta framtíðina í samgöngumálum, mér finnst það mjög mikilvægt.“

„Ég er bara með eitt ráð. Ef þú prófar eitthvað og þér finnst það leiðinlegt, hættu og farðu að gera eitthvað annað!“

Ég væri til í að fá að vera með í því að móta framtíðina í samgöngumálum, mér finnst það mjög mikilvægt.“

Við báðum Kristínu að gefa verkfræðinemum nokkur ráð fyrir framtíðina

„Ég er bara með eitt ráð. Ef þú prófar eitthvað og þér finnst það leiðinlegt, hættu og farðu að gera eitthvað annað! Ég held að það sé engin ástæða til þess að vera í vinnu sem þú hefur ekki áhuga á eða kveikir ekki eld í brjósti þér því það eru svo margir möguleikar. Þú getur alltaf fundið þína ástríðu einhvers staðar.“ Kristín telur enn fremur að það sé óþarfi að efast um að hafa valið rangt nám. „Þú getur alltaf gert eitthvað annað með nákvæmlega þetta nám. Ekki vera einhvers staðar þar sem þér leiðist!“

„Ég sé til dæmis að um leið og við erum búin að stoppa útþenslu byggðarinnar þá fer fjárfestingin að leita inn á við.“

Page 62: Upp í vindinn 2016

62

Jónas Þór SnæbjörnssonPrófessor á byggingasviði við Háskólann í Reykjavík

Brýr yfir breiða firði

Noregur er fjörðum skorið land og vegakerfið þar hefur því víða verið háð ferjusamgöngum. Norska vegagerðin byrjaði árið 2010 að rannsaka möguleikana á að koma á ferjulausum vegi milli Kristiansand í suðri til Þrándheims. Þar á milli eru önnur tvö stór þéttbýlissvæði, Stafangur og Björgvin, ásamt ýmsum minni bæjum svo sem Haugasund, Álasund, Molde og Kristiansund. Vegurinn sem tengir þessi þéttbýlissvæði saman er Evrópuvegurinn E39, sem nær frá Þrándheimi í Noregi til Álaborgar í Danmörku þar sem hann tengist E45 sem liggur suður til Þýskalands. Þannig tengir E39 vegakerfi Noregs við vegakerfi Evrópu með ferju sem gengur á milli Hirsthals í Danmörku og Kristiansand í Noregi.

Vegalengdin frá Kristinsand til Þrándheims er um 1060 km. Á þeirri leið eru nú átta ferjur sem er það mesta sem þekkist á nokkrum vegi í Evrópu. Í dag tekur u.þ.b. 20 tíma að keyra þessa leið. Þar af eyða vegfarendur að minnsta kosti þremur klst. samtals í ferjusiglingar, ef þeir eru svo heppnir að hitta á að vera við

ferjulægin á réttum tíma. Kostnaður vegfarenda við að keyra þessa leið í dag er um 150 ÍSK/km [1, 2].

Í norsku samgönguáætluninni fyrir tímabilið 2014 til 2023, staðfesti norska stórþingið það markmið að Evrópuvegurinn E39 yrði ferjulaus fyrir árið 2030. Síðan þá hefur Norska vegagerðin unnið markvisst að því að gera það markmið að veruleika.Með ferjufríum vegi ásamt öðrum endurbótum á veglínum og öryggi vegarins þannig að hægt verði að hækka hámarkshraða í 90-100 km/klst., þá er áætlað að heildar ferðatíminn verði rúmlega 11 klst. Kostnaðurinn við umræddar framkvæmdir er í heild áætlaður 130 milljarðar norskra króna eða u.þ.b. 2000 milljarðar íslenskra króna [1, 2]. Verkefninu Ferjufrír E39 er skipt í fjögur undirverkefni:

Samfélag (Samfunn), sem á að kanna hvaða áhrif verkefnið mun hafa á búsetuskilyrði og fyrirtækjarekstur á þeim svæðum sem tengjast E39.

Þverun fjarða (Fjordkryssing), sem á að leita tæknilegra lausna við þverun á breiðum og djúpum fjörðum.

Orka (Energi), sem á að kanna möguleikana á að tengja verkefnið við orkuöflun frá vindi, sjávarstraumum

og öldum, m.a. til að afla orku fyrir rafmagnsbíla og rekstur mannvirkjanna.

Framkvæmd og samningar (Gjennomføringsstrategier og kontraktsform), sem á að kanna hvernig best er að standa að samningagerð og framkvæmdastjórnun stórra verkefna af þessu tagi.

Mynd 1. Evrópuvegurinn E39, eftir vesturströnd Noregs milli Kristiansand í suðri og Þránd-heims ínorðri. Heildarvegalengd 1100 km; átta ferjuleiðir í dag, þverunarkostnaður 25 billjón USD næstu 20 ár (2014-2033) (Olav Ellevset, 2014 [3]).

Page 63: Upp í vindinn 2016

63

Nú þegar fjármagnar Norska vegagerðin fjölmörg rannsóknarverkefni í tengslum við undirbúning þessara stórframkvæmda, auk þess sem fleiri verkefni eru í undirbúningi. Þeir háskólar sem hafa aðallega komið að verkefnum á sviði verkfræði eru NTNU í Þrándheimi, Chalmers í Gautaborg og Háskólinn í Stavanger. En einnig er Háskólinn í Bergen að vinna að verkefnum sem tengjast samfélagslegum áhrifum verkefnisins.

Þverun fjarðaStærsta viðfangsefnið og forsenda annarra undirverkefna er augljóslega að það þarf að brúa með einum eða öðrum hætti átta breiða og djúpa firði. Eins og tafla 1 sýnir, þá er verkefnið á mörkum hins mögulega, þar sem umræddir firðir eru ekki bara breiðir heldur einnig mjög djúpir.

Lengsta hengibrú sem byggð hefur verið er Akashi-Kaikyo brúin í Japan (opnuð 1998). Hún er með 1991 m langt haf á milli 297 m hárra turna, sem standa á 60 m dýpi. Upphaflega átti haflengdin að vera 1990 m en í Kobe jarðskjálftanum 1995 þá færðust undirstöður turnanna til, en þeir voru þá í byggingu, þannig að haflengdin jókst um 1 m. Lengsta hengibrú sem byggð hefur verið í Noregi er brúin yfir Harðangursfjörðinn, þ.e. Hardangerbrua, sem tekin var í notkun sumarið 2013. Hún er áttunda lengsta hengibrú í heiminum í dag, með 1310 m langt haf á milli turna.

Skástagsbrýr (cable-stayed bridges) hafa mestu haflengd í kringum 1000 m. Af þeim er Russky brúin í Vladivostok í Rússlandi (opnuð 2012) með lengsta haf milli turna, eða 1104 m.

Staðarheitir

Halsafjorden

Moldefjorden, lengri leið Moldefjorden, styttri leið

Boknafjorden, lengri leið

Boknafjorden, styttri leið

Storfjorden / Sulafjorden

Voldafjorden

Nordfjorden

Sognefjorden

Bjørnafjorden

Breidd (km) Dýpi (m) Hugmyndir að þverun

2

13

1,6

3 - 5

2,5

1,7

3,7

4 - 5

26,7

7,5

5 - 600330

5 - 600450

600

3 - 5001250

5 - 600390

350

Hengibrú með einu hafi

Göng undir sjó

Hengibrú með einu hafi

Fljótandi hengibrú með þremur höfum

Rörabrú, flotbrú, fljótandi hengibrú

Rörabrú, flotbrú, fljótandi hengibrú

Göng undir sjó

Flotbrú

Tafla 1. Lykiltölur fyrir helstu þverunarstaði [1, 2]

Mynd 2. Dæmi um nokkrar lausnir sem sem notaðar eru fyrir olíuborpalla í dag (Statens vegvesen).

Lengsta flotbrú sem byggð hefur verið er Evergreen brúin (opnuð 1963) yfir Lake Washington í Washington fylki í Bandaríkjunum, sem tengir saman Seattle og Medina. Sjálf flotbrúin er 2310 m, en brúin í heild er 4750 m. Í Washington fylki eru nokkrar aðrar langar flotbrýr (1500-2000 m), þar af tvær í Washington vatni, en þar er um að ræða innsjó þar sem ölduhæð eru allajafna óveruleg. Í norska skerjagarðinum er hins vegar víðast hvar umtalsverð ölduhæð

og oft einnig verulegir straumar sem tengjast áhrifum flóðs og fjöru. Lengsta flotbrú í Noregi er Nordhordland brúin (1245 m löng, opnuð 1994) nálægt Bergen.

Þegar lengstu brýr heimsins eru bornar eru saman við upplýsingar um breidd og dýpt á þeim fjörðum sem þvera þarf á E39, sbr. töflu 1, þá er ljóst að ekki verður hægt að leysa þær þveranir með hefðbundnum lausnum, heldur þarf til nýjar hugmyndir og útfærslur.

Page 64: Upp í vindinn 2016

64

Stóra hugmyndin er að blanda saman þekktum lausnum sem notaðar hafa verið við hönnun og frágang á olíuborpöllum í Norðursjónum og hefðbundnum lausnum við brúargerð. Þar er til dæmis horft til þess möguleika að byggja hengibrýr eða skástagsbrýr á fljótandi undirstöðum, sem taka mið af þeim lausnum sem notaðar hafa verið fyrir olíuborpalla síðustu áratugi (sjá mynd 2).

Hugmyndavinnan er hafin og eru ráðgjafar og rannsakendur að skoða ýmsar nýstárlegar lausnir, svo sem:

Hengibrýr með eitt ofurlangt haf.

Hengibrýr með tveimur til þremur höfum á fljótandi undirstöðum.

Skástagsbrýr með tveimur til þremur höfum á fljótandi undirstöðum.

Flotbrýr með mismunandi útfærslum varðandi flotholt, stögun og form.

Rörbrýr sem marra í hálfu kafi, með mismunandi útfærslum varðandi flotholt, stögun og form.

Sambland af ofangreindum lausnum.

Meðfylgjandi myndir 3, 4, og 5 sýna nokkrar hugmyndir sem verið hafa til skoðunar. Þessar lausnir eru metnar sem tæknilega mögulegar en frekari vinna við útfærslu þeirra miðast að því að auka þekkingu á styrkleikum og veikleikum viðkomandi lausna, þar með talið kostnað og áreiðanleika. Áhugasamir geta kynnt sér þær tillögur sem fram hafa komið á vef Norsku vegagerðarinnar (http://www.vegvesen.no/fag/Teknologi/Bruer/Brukonferanser).

Meðal þess sem þarf að rannsaka sérstaklega fyrir hvern stað er:

Náttúruáraun: Mælingar á vindi, straumum og öldum. Æskilegt er að slíkar mælingar fari fram yfir a.m.k. fimm ára tímabil þannig að hægt sé að gera sér grein fyrir helstu hönnunarforsendum vegna vind- og ölduálags.

Grundunaraðstæður: Það þurfa að fara fram rannsóknir á eiginleikum jarðlaga, bæði lausra og fastra, þar sem staðsetja á undirstöður eða festur fyrir mannvirki.

Skipaumferð: Það þarf að safna gögnum um umferð skipa á svæðunum sem á að brúa. Meðal annars vegna þess að óhappaáraun vegna ákeyrslu skipa á brúarmannvirki getur verið ráðandi fyrir hönnun mannvirkisins og/eða haft áhrif á útfærslu og val lausna.

Í tengslum við mælingar á vindi, straumum og öldu er einnig þörf á að þróa frekar aðferðir til að herma vind, öldur og strauma á viðkomandi þverunarstöðum. Vinna við mælingar á vind- og ölduaðstæðum er nú þegar hafin á nokkrum stöðum og verið er að bjóða út frekari verkefni á því sviði.

Mynd 4.Rörabrú, annars vegar má staga rörin við botninn eða festa þau við flotholt á yfirborðinu (Statens vegvesen).

Mynd 5. Flotbrú tengd fljótandi skástagsbrú í miðjunni til að tryggja siglingaleið (Statens vegvesen).

Mynd 3. Hengibrú með þremur höfum þar sem tveir af fjórum turnum standa á fljótandi undirstöðum. Ýmsir möguleikar eru varðandi útfærslu á hinum fljótandi undirstöðum (Statens vegvesen).

Page 65: Upp í vindinn 2016

65

Hengibrúin yfir Lysefjörðinn

Síðustu tvö ár hafa farið fram umfangsmiklar vindmælingar og hröðunarmælingar á brúnni yfir Lysefjörðinn í Noregi [4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11]. Markmiðið er meðal annars að þróa mæliaðferðir og auka skilning á hegðun hengibrúa í norskum fjörðum. Verkefnið er fjármagnað af Norsku vegagerðinni og flokkast undir undirbúningsrannsóknir fyrir ferjufrían E39 veg.

Brúin yfir Lysefjörðinn tengir sveitarfélagið Forsand í Rogaland við nærliggjandi byggðir við þjóðveg 13 (sjá mynd 6). Brúin var byggð á árunum 1995 til 1997 og kostaði 150 milljónir norskra króna. Brúin er allt í allt 649 m löng en megin hafið á milli turna er 446 m. Dekkið er 2,7 m að dýpt og 12,3 m að breidd. Turnarnir eru 102 m að háir. Brúardekkið stendur u.þ.b. 50 m yfir sjó, þannig að ferjur og önnur skipaumferð kemst óhindrað inn Lysefjörðinn.

Undirbúningur að mælingum á brúnni hófst 2011, en fyrstu mælitækin voru sett upp í nóvember 2013. Síðan þá hefur mælikerfið verið aukið og endurbætt nokkrum sinnum, síðast sumarið 2015. Mynd 7 gefur yfirlit yfir þá nema sem eru á brúnni og staðsetningu þeirra.

Á brúnni eru 6 sónískir vindhraðanemar (sonic anemometer) festir í hengikapla eða ofan á aðalkapla, sem mæla vind eftir þremur hornréttum ásum, þ.e. í meðalvindstefnu og þvert á meðalvindstefnu annars vegar lárétt og hins vegar lóðrétt. Einnig er veðurstöð í H-10, sem mælir vindstefnu, vindhraða, hita, rakastig, loftþrýsting og úrkomu. Vindhraðanemarnir eru festir í u.þ.b. 6 m hæð yfir dekkinu nema í staðsetningu H-08, þar sem vindnemar eru bæði í 6 m hæð og 10 m hæð.

Inni í brúardekkinu eru átta þríása hröðunarnemar staðsettir í fjórum sniðum, tveir og tveir saman,

sitthvoru megin í brúardekkinu. Að auki eru tveir hröðunarnemar efst í norðurturninum, einn í hvorri kassalaga spíru. Að auki er færslan á miðju hafi sunnan megin, mæld með GNSS mælitækni, þar sem mæld er mismunastaðsetning á „fast punkti“ norðan megin (mynd 7, grænn punktur) og „Hreyfanlegum punkti“ á miðju hafi (mynd 7, blár punktur).

Nemarnir eru tengdir með Cat5 köplum við fjórar safnstöðvar sem staðsettar eru inni í brúardekkinu og eina sem er staðsett efst í turninum. Hver safnstöð er einnig tengd við GPS nema sem gefur samræmt tímamerki fyrir mælingarnar. Safnstöðvarnar eru tengdar inn á staðarnet (LAN) í brúnni. Við staðarnetið er einnig tengd söfnunartölva sem safnar merkjum frá safnstöðvunum fimm og skráir allar rásir í gagnaskrár sem innihalda 10 mínútna gagnasafn. Gagnaskrárnar eru svo sendar í gegnum 3G-módem í gagnaþjón Háskólans í Stavanger.

Meðfylgjandi myndir sýna nokkur dæmi um úrvinnslu mældra gagna í brúnni. Mynd 8 sýnir tvö dæmi um algengar vindaðstæður við Lysefjarðarbrúna. Yfirleitt er vindstefnan mjög mótuð af landslaginu í kringum brúna og stefnir vindurinn annað hvort inn eða út fjörðinn, eins og sjá má með samanburði við mynd 6. Einnig er áberandi meiri hviðustyrkur í streyminu þegar vindurinn stefnir út fjörðinn frá norðaustri. Það tengist mikilli nálægð fjalla sem valda verulegum breytileika í loftstreyminu.

Eins og mynd 8 sýnir, þá er brúin aðeins skástæð á ríkjandi vindstefnur, því er vindstefnan nánast aldrei þvert á brúna. Þar með myndast sjaldan eða aldrei þær aðstæður sem

Mynd 6. Brúin yfir Lysefjörðinn, myndin er tekin frá norðvestur enda brúarinnar. Innfellt kort sýnir staðsetningu brúarinnar (gul lína) og landslagið umhverfis brúna, athuga ber að norðurstefnan er samkvæmt venju upp á kortinu [6].

Page 66: Upp í vindinn 2016

66

almennt eru hermaðar í vindgöngum þar sem loftaflfræðilegir eiginleikar brúarinnar eru kannaðar fyrir vind þvert á brúardekkið. Jafnframt, þá eru þversnið hengibrúa yfirleitt alltaf prófuð við mun minni hviðustyrk en umræddar mælingar gefa til kynna. Þetta er eitt af því sem gerir mælingar í fullum kvarða mikilvægar, það er að geta lagt mat á áreiðanleika þeirra nálgana og einfaldana sem almennt eru gerðar við hermanir, hvort sem um er að ræða tilraunir eða tölulega útreikninga á örvun og svörun mannvirkja.

Mynd 9 sýnir hröðunarnema inni í brúardekkinu og mynd 10 sýnir dæmi um úrvinnslu á hröðunarmælingum þar sem staðalfrávik færslu sem hlutfall af hviðustyrk er teiknað sem fall af meðalvindhraða, annars vegar fyrir NNA vindstefnu og hins vegar fyrir SSV vindstefnu. Færslan

er reiknuð útfrá mældri hröðun með tegrun í tíðnirúmi. Sýnd er hreyfing þvert á brúna (x-þáttur), hreyfing upp og niður (z-þáttur) og vinda um langás (t-þáttur). Eins og sjá má, þá er sveiflufræðileg svörun brúardekksins mun meiri í NNA lægum vindi, sem tengist aðallega mun hærri hviðustyrk fyrir vind úr þeirri átt. Einnig sést að hefðbundin reiknilíkön vanmeta hreyfingar brúarinnar þegar hviðustyrkurinn er mikill, þ.e. fyrir NNA lægar vindstefnur.

Mynd 11 sýnir dæmi um samanburð á lóðréttri og láréttri færslu á miðju dekki, annars vegar frá hröðunarnema og hins vegar frá GNSS mælingu. Eins og sjá má þá er samanburðurinn nokkuð góður, sem gefur bæði staðfestingu á þeirri aðferð sem notuð er til reikna færslu útfrá hröðun, sem og möguleikum GNSS tækninnar til

að mæla formbreytingar á mannvirki af þessu tagi. Það sést þó á mynd 11, að GNSS mælingin ofmetur lóðréttu hreyfinguna í samanburði við hröðunarmælinguna. Þar sem nákvæmi GNSS mælitækninnar er almennt á bilinu frá nokkrum millimetrum til sentimeters, þá þarf sveiflufræðileg færsla í mannvirkinu að vera nokkrir sentimetrar til að tæknin gefi nothæfar niðurstöður. Upplausnin í lóðrétta stefnu er líka allajafna a.m.k. helmingi lakari en fyrir láréttar stefnur, sem skýrir væntanlega að einhverju leyti af hverju GNSS mælingin gefur heldur meiri lóðrétta færslu en hröðunarneminn.

Til viðbótar vöktunar með hinu fasta mælikerfi brúarinnar, þá hafa verið gerðar tilraunir með nýja áhugaverða tækni við vindmælingar. Um er að ræða notkun á Lidar (light detecting and ranging) mælitækjum. Þau tæki eru ýmist hönnuð til að mæla yfir langar fjarlægðir (long range) og styttri fjarlægðir (short range). Gerðar hafa verið tímabundnar tilraunir með báðar tegundir þessara tækja [6, 9, 10, 11]. Sett var upp lidar tæki (long range lidar) u.þ.b. 1,5 km frá brúnni sem skannaði vindhraðann umhverfis brúna [10]. Einnig var gerð tilraun með að staðsetja tvö lidar mælitæki (short range) á brúnni (sjá mynd 12) sem mældu vindhraðann á ákveðnum línum og/eða plönum næst brúnni. Notkun þessara tækja, stýring þeirra og mæliaðferðir hafa verið í þróun við Vindorkudeild Tækniháskólans í Danmörku, DTU (sjá http://www.windscanner.dk/). Markmiðið með því að nota tvö lidar tæki saman er að gera það mögulegt að mæla tvo þætti vindhraðans. Mynd 13 sýnir skematiskt hvernig mælitækin standa í u.þ.b. 100 m fjarlægð hvort frá öðru á brúnni og mæla eftir misvísandi mæligeislum. Þar sem geislarnir krossast er hægt að leysa út tvo þætti

Mynd 7. Yfirlit yfir staðsetningu og tegundir nema sem eru á brúni. Vindhraðanemar eru merktir með stórum hvítum hringjum, hröðunarnemar með rauðum kössum og GNSS nemar með grænum og bláum punkti [7].

Mynd 8. Tvö dæmi um algengar vindaðstæður við Lysefjarðarbrúna. Annars vegar vindur frá suðvestri þann 07/10/2014 (hægra megin), hins vegar vindur frá norðaustri þann 26/10/2014 (vinstra meginn). Langás brúarinnar er táknaður með þykkri svartri línu. Myndin sýnir meðal vindstefnu og meðal vindhraða yfir 10 mínútna tímabil ásamt hviðustyrk sama tímabils (litakvarði) [8].

Page 67: Upp í vindinn 2016

67

vindhraða, í x-stefnu og y-stefnu. Hægt er að mæla ýmist á láréttum línum eða eftir lóðréttum línum utan við brúnna í ákveðinni fjarlægð frá dekkinu. Dæmi um slíka mælingu má sjá á mynd 14 sem sýnir meðal annars hæðarferil meðalvindhraða hlémegin við brúardekkið. Eins og myndin sýnir þá hefur brúardekkið, sem er í 50 m hæð, talsverð áhrif á vindhraðann. Segja má að hægt sé að sjá vökina sem myndast hlémegin brúardekksins.

LokaorðHér hefur lausleg verið gerð grein fyrir metnaðarfullum áformum Norðmanna í brúargerð ásamt því að fjalla um mælingar á áhrifum vinda á hengibrú yfir Lysefjörðinn.

Mælingar á náttúruáraun og svörun raunverulegra mannvirkja eru mikilvægar í mörgu tilliti. Þær gefa nýjar upplýsingar um eðli og eiginleika þeirrar áraunar sem mannvirkið verður fyrir auk þess að gefa upplýsingar um eiginleika mannvirkisins sjálfs. Hvort tveggja má nýta til að staðfesta og/eða

endurbæta tilraunir og reiknilíkön sem notuð eru við hönnun nýrra mannvirkja, bæði varðandi atriði sem tengjast lýsingu eða hermun áraunar sem og hermun svörunar mannvirkisins við þeirri áraun. Hvort tveggja skapar aukið öryggi í mannvirkjagerð og gefur bæði hönnuðum og verkkaupum vissu um að þær hönnunaraðferðir sem notaðar eru skili vel útfærðu mannvirki sem getur þjónað því hlutverki sem því er ætlað. Auk þess nýtast langtíma mælingar á hegðun mannvirkis við öryggisvöktun og rekstur mannvirkisins.

Mynd 9. Þríása hröðunarnemi festur utarlega á þvervegg í brúardekkinu.

Mynd 10. Staðalfrávik færslu sem hlutfall af hviðustyrk sem fall af meðalvindhraða, annars vegar fyrir NNA vindstefnu (vinstra megin) og hins vegar fyrir SSV vindstefnu (hægra megin). Sýnd er hreyfing þvert á brúna (xþáttur, efst), hreyfing upp og niður (z-þáttur, miðja) og vinda um langás (t-þáttur, neðst). Sýndar eru bæði mældar (grænir punktar) og hermaðar niðurstöður (rauðir punktar) [8].

Mynd 11. Samanburður á lóðréttri færslu (efst) og hliðarfærslu (neðst) á miðju dekki, annars vegar mæld með GNSS mælitækni og hins vegar með því að tegra upp mælda hröðunartímaröð, meðalvindhraðinn á þessum tíma var 12 m/s [7].

Einnig er mikilvægt að geta sannreynt gagnsemi nýrrar tækni við mælingar á áraun og svörun. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið með mælingar á vindhraða með lidar mælitækjum í kringum Lysefjarðarbrúna hafa verið sannreyndar með samanburði við hefðbundnar mælingar með sónískum vindhraðanemum. Meðal annars í ljósi þeirra niðurstaðna er verið að undirbúa vindmælingar með Lidar mælitækjum í Bjarnarfirðinum sunnan við Björgvin og víðar þar sem þveranir eru áætlaðar. Markmiðið er að safna gögnum sem geta nýst við hönnun fyrirhugaðra mannvirkja.

Page 68: Upp í vindinn 2016

68

Heimildir

[1] Statens vegvesen (2012), Ferjefri E39, Hovedrapport, desember 2012.

[2] Statens vegvesen (2015), Statusrapport - Ferjefri E39, Vegdirektoratet, mai 2015.

[3] Statens vegvesen (2015), Brukonferensen 2015 http://www.vegvesen.no/sok?query=Brukonferansen+2015 (skoðað 30/3 2016).

[4] Etienne Cheynet, Jasna Bogunović Jakobsen, Jónas Þór Snaebjörnsson (2015) Buffeting response of a bridge at the inlet of a fjord. ICWE14: 14th International Conference on Wind Engineering, Porto Alegre, Brazil, ISBN: 978-85-66094-07-7.

[5] Etienne Cheynet, Jasna Bogunović Jakobsen, Jónas þór Snæbjörnsson (2015) Full scale monitoring of wind and traffic induced response of a suspension bridge. MATEC Web of Conferences 10/2015; 24:04003. DOI:10.1051/matecconf/20152404003.

[6] J. Bogunovic Jakobsen, E. Cheynet, J. Snæbjörnsson, T. Mikkelsen, M. Sjöholm, N. Angelou, P. Hansen, J. Mann, B. Svardal, V. Kumer, J. Reuder (2015) Assessment of Wind Conditions at a Fjord Inlet by Complementary Use of Sonic Anemometers and Lidars. Energy Procedia, 80:411-421. DOI:10.1016/j.egypro.2015.11.445.

[7] Etienne Cheynet, Jasna Bogunović Jakobsen, Jonas Snæbjörnsson (2016) Wind-induced vibrations monitoring with satellite navigation, Challenges in Design and Construction of an Innovative and Sustainable Built Environment, 19th IABSE Congress Stockholm, 21-23 Sept.

[8] Etienne Cheynet, Jasna Bogunovic Jakobsen, Jonas Snæbjörnsson (2015) Buffeting response of a suspension bridge in complex terrain, submitted to Engineering Structures.

[9] Jasna Bogunović Jakobsen, Etienne Cheynet, Jonas Snaebjörnsson, Torben Mikkelsen, Mikael Sjöholm, Nikolas Angelou, Per Hansen, Jakob Mann, Benny Svardal, Valerie Kumer, Joachim Reuder (2015) Application of lidars for assessment of wind conditions on a bridge site. ICWE14: 14th International Conference on Wind Engineering, Porto Alegre, Brazil.

[10] Etienne Cheynet, Jasna Bogunovic Jakobsen, Jonas Snæbjörnsson, Torben Mikkelsen, Mikael Sjöholm, Jakob Mann, Per Hansen, Nikolas Angelou, Benny Svardal (2015) Application of short-range dual-Doppler lidars to measure wind turbulence, submitted to Journal of Wind Engineering & Industrial Aerodynamics.

[11] E. Cheynet, J. Bogunovic Jakobsen, J. Snæbjörnsson, T. Mikkelsen, M. Sjöholm, J. Mann, P. Hansen, N. Angelou, B. Svardal (2016) Full-scale measurement of the wake of a suspension bridge, Proc. 8th International Colloquium on Bluff Body Aerodynamics and Applications, Northeastern University, Boston, Massachusetts, USA, 7 – 11 June.

Mynd 13. Skematísk lýsing á uppsetningu tveggja lidar mælitækja, R2D1 og R2D3 (short range idars)á brúardekkinu sitthvoru megin við upphengju nr. 18 á miðri brú [11].

Mynd 14. Myndin sýnir mælingu á vindhraða í lóðréttu plani hlémegin við brúardekkið, vinstra meginsést mæld tímaröð vindhraða en hægra megin sést meðalvindhraða ferill sem fall af hæð [11].

Mynd 12. Vindskanni R2D1 sem miðar í suðaustur út fyrir brúna

Page 69: Upp í vindinn 2016

69ÞÓR HF

ÞÓR HFReykjavík:Krókháls 16110 ReykjavíkSími 568-1500

Akureyri:Lónsbakka601 AkureyriSími 568-1555

Vefsíða: www.thor.is

Wacker Neuson býður upp á réttu tækin í alla almenna jarðvegsvinnu

og garðaumhirðu

Beltavagnar upp í 3 tonn og hjólavagnar (dumperar) upp í 10 tonn.

Allt sem viðkemur jarðvegsvinnu.

Þjöppur, víbratorar, brotvélar, steinsagir, glattarar. Allt sem viðkemur steypuvinnu og þjöppun.

Smágröfur og beltagröfur frá 800 kg upp í 15 tonn.

Hjólagröfur upp í 10 tonn.

Fjórhjólastýrðar hjólaskóflur. Lágbyggðar og stöðugar vélar. Fáanlegar með lyftigetu allt að 4,3 tonnum. Möguleiki á 40 km aksturshraða. Tilvaldar í snjómokstur og alla alhliða vinnu.

KUBOTA atvinnutæki - áratugareynsla við íslenskar

aðstæður

KUBOTA BX2350 - Einn vinsælasti smátraktorinn enda hefur hann margsannað sig við við margvísleg

not, hann er með 23,5 ha 3ja cyl KUBOTA dieselmótor, 4WD, 2ja þrepa vökvaskipting, aflstýri, útbúin með mið og aftur aflúrtökum. Mikið úrval tengibúnaðar

og tækja fáanlegt, s.s.: sláttuvélar, grassafnarar, ámoksturstæki, tætarar, dreifarar og fl og fl.

KUBOTA Smátraktorar - Bjóðum úrval annarra gerða KUBOTA smátraktora í stærðum að 40 hö.

KUBOTA smátraktorar hafa margsannað sig á Íslandi enda líklega vinsælasti smátraktorinn og er í notkun hjá

einstaklingum, bæjarfélögum, verktökum, stofnunum og þeim sem gera miklar kröfur um gæði og endingu . Mikið

úrval tengibúnaðar og tengitækja fáanlegt.

KUBOTA Smágröfur - KUBOTA er stærsti framleiðandi á smágröfum í heiminum, stærðir 850 kg – 8.000 kg. KUBOTA smágröfurnar eru

afkastamilklar gæðavélar með lága bilanatíðni og mikil afköst, við bjóðum úrval KUBOTA smágrafa

með stuttum afgreiðslutíma frá framleiðanda.

KUBOTA GZD21 HD - Öflug „Zero-Turn“ ásetusláttuvél með 21 ha, 3ja cyl KUBOTA

diesel mótor, með drifskaftsknúinni 1219 mm (48“) vökvalyftri sláttuvél og 500 L vökvalyftum

grasssafnara. Alvöru „Zero-Turn“ vél.

KUBOTA GR2120 - Sá fjórhjóladrifni. Öflugur sláttutraktor með 21 ha 3ja cyl KUBOTA

dieselmótor, með drifskaftsknúinni 1219 mm (48“) vökvalyftri sláttuvél og 450 L grassafnara

Útbúinn „Glide Steer“ sem gerir krappa snúninga leik einn og auðveldar slátt

KUBOTA G23LD & G23HD - Þessi er afkastamikil. Öflugri sláttutraktor með 23 ha 3ja cyl KUBOTA

dieselmótor, með drifskaftsknúinni 1219 mm (48“) drifskaftsknúinni vökvalyftri sláttuvél og 560 L

grassafnara (G23LD) eða 640 L vökvalyftum grassafnara (G23HD).

Page 70: Upp í vindinn 2016

70

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100hedinn.is

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100hedinn.is

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100hedinn.is

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100hedinn.is1a + 1b

5 x2 cm

2a + 2b5x35 cm

38x2 cm

410x2 cm

56.5 cm

68.5 cm

78 cm

910 cm

1010 cm

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is

Page 71: Upp í vindinn 2016

71

Page 72: Upp í vindinn 2016

72

Eyrarvegi 65 - 800 Selfossi - Símar 587 3344 / 693 2040 - [email protected]

www.sghus.is

Smíðumoghönnum

SG Hús hannar flestar gerðir af þaksperrum í fullkomnu hönnunarforriti og skilar fullbúnum teikningum til byggingaryfirvalda.

Allar sperrur eru samsettar með GTN – 100S gaddaplötum sem pressaðar eru á samskeyti með vökvapressu.

Smíðum auk þess ýmsar gerðir af timbur veggeiningum og timburhúsum.

- flestar gerðir þaksperra