Umærður á webct - University of Iceland · Web viewWord play 169 000 000 síður og einungis 1...

40
Kennaraháskóli Íslands Ingvar Sigurgeirsson Vor 2007 Leikir sem kennsluaðferð

Transcript of Umærður á webct - University of Iceland · Web viewWord play 169 000 000 síður og einungis 1...

Umærður á webct

Kennaraháskóli Íslands Guðrún Gunnarsdóttir

Leikir sem kennsluaðferð 140474-3399

Kennaraháskóli Íslands

Ingvar Sigurgeirsson

Vor 2007

Leikir sem kennsluaðferð

Guðrún Gunnarsdóttir

140474-3399

Efnisyfirlit

Umræður á WebCt

Inngangur............................................3

Þáttur 1................................................3

Þáttur 2................................................3

Þáttur 3................................................4

Þáttur 4................................................5

Þáttur 5................................................8

Þáttur 6................................................9

Þáttur 8................................................10

Þáttur 9................................................11

Þáttur 10.............................................11

Þáttur 11.............................................12

Þáttur 12.............................................15

Dagbók...............................................16

Hópverkefni........................................21

Lokaorð...............................................26

Inngangur

Tilgangur leikja er margvíslegur. Allt frá því að hafa gaman, til afþreyingar og til að læra eitthvað með leiknum. Piaget, Vygotsky og fleiri fræðimenn hafa lagt áherslu á leik í þroska barna. Leikir efla félagsþroska, til dæmis að læra að tapa og skiptast á.

Vel skipulagðir leikir eru nauðsynlegir í skólastarfi til að brjóta upp kennsluna og einfaldlega til þess að hafa gaman. Einnig er nauðsynlegt að hafa nokkra stutta og góða leiki við höndina til að grípa í þegar færi gefst.

Umærður á webct

Þáttur 1

Leikur...

Allir leika sér.. bæði börn og fullorðnir. Börn leika sér í frjálsum leik og læra þar heilmikið eins og félagsfærni, eins og að taka tillit til annarra. Sjálfsmynd þeirra mótast og þau læra að hafa stjórn á tilfinningum sínum,. Oft endurspegla þessir leikir reynslu barna og þeirra bakgrunn. Þau koma af ólíkum heimilum og hafa upplifað mismikið. Það fer svo eftir eðli leiksins hvað þjálfast og eflist með barninu hverju sinni til dæmis líkamlegur þroski, er leikurinn að efla fín eða grófhreyfingar, vitsmunalega þætti eð a siðgæði.

Skipulagðir leikir hafa oftast takmark, ástæðu auk þess að vera skemmtilegir. Þeim er ætlað að kenna eitthvað eða efla kunnáttu og færni.

Þáttur 2

Flokkun er nauðsynleg til að halda utan um leiki. Helst þá hvenær og hvar þeir henta og hvað þeim er ætlað að efla og kalla fram hjá nemendum. Eru leikirnir til þess að efla félagsþroska, hljóðkerfisvitund, minni, stærðfræðikunnáttu eða annað.Hlutir sem skipta líka miklu máli er stað og stund og rýmið sem er til staðar.Mér finnst gott að nota rúma flokkun eins og stærðfræðileikir íslenskuleikir, tjáning og svo framvegis og svo væri gott að hafa undirflokka eftir aldri og námsgetu. Ég sé fyrir mér til dæmis aðalflokkinn Íslensku og málþroskaleikir og svo undirflokka eftir aldri og þroska nemenda.

Þáttur 3

Sæl og blessuð.. þeir flokkar sem ég valdi mér að skoða eru:

Söng- og hreyfileikir

- Fram, fram fylking

- Ein ég sit og sauma

- Rútuleikur

Hópstyrkingaleikir

- Appelsínu vangadans

- Númeraröð

- Að leiða blindan

Athyglis- og skynjunarleikir

- Að skoða í huganum

- Bragðfinnur! Hvað er í glasinu?

- Ég fór út í búð og keypti mér...

Tvo fyrstu söngleikina valdi ég af því að ég man svo vel eftir þeim frá því ég var yngri. Ég var einmitt að kenna krakkahóp Fram, fram, fylking um daginn!

Appelsínu vangadansinn er skemmtilegur leikur til hópstyrkingar. Á bekkjarkvöldum þegar ég var í skóla það var parað saman og dansað eitt lag með appelsínuna á milli enna! Svo datt hún auðvitað niður, en hún mátti ekki detta í gólfið.

Bragðfinnur! Mér leist vel á hann til dæmis í vinnu með mannslíkamann, skinfærin.

Ég fór út í búð og keypti mér... ég valdi þennan leik til þess að koma því að að mér leiðist alltaf þegar leikir ganga út á að einn og einn týnist úr leiknum.... er meira fyrir svona leiki sem allir fá að vera með út í gegn;)

Ég fór aðeins og kíkti á krækjurnar inn á aðrar síður.. mér leist mjög vel á gagnvirku landafræðileikina á maps.com/games... og svo room 108 – sem væri frábær fyrir byrjendur í ensku.

Varðandi leikjabankann/leikjavefinn þá dettur mér bara í hug varðandi áframhaldandi þróun hans að gott væri ef hægt væri að velja að skoða einungis leiki sem henta ákveðnu aldursstigi.

Takk fyrir mig. Kveðja Guðrún G

Þáttur 4

Kynningarleikir

Ég fór á Leikjavefinn og skoðaði Nafna- og kynningarleiki. Ég valdi tvo sem leist best á það eru leikirnir:

Nafnspjaldakynning, vegna þess að nemendur læra svo margt um hvert annað í leiðinni. Gaman væri svo að myndskreyta spjöldin, plasta og hafa á borðinu sínu.

Nafnspjaldakynning

Leikur nr.: 58 Flokkur: Kynningarleikir Markmið leiks: Nemendur kynnist. Gögn: Spjöld, skriffæri, títuprjónar (sjá lýsingu). Aldursmörk: Frá 8 ára Leiklýsing: Nemendur fá auð spjöld í hæfilegri stærð til að geta verið barmmerki (eða spjöld sem hægt er að hengja um hálsinn). Í hornin skrifa nemendur persónulegar upplýsingar um sig eftir fyrirmælum kennara. Sem dæmi má nefna: Fæðingarstað, persónueinkenni, eftirlætis ( -mat, -leik, -dýr, -bók, -kvikmynd, -lit, -lag, -stað), persónu sem viðkomandi vill líkjast, minnisstæðan atburð.

Nemendur festa nafnspjöldin í barminn, mynda hóp á miðju gólfi og fara síðan á milli, kynna sig og leita upplýsinga um aðra. Þessa aðferð er einnig hægt að nota til að kynna sig í umræðu- eða vinnuhópum. Hægt er að leggja ákveðin verkefni fyrir nemendur, eins og t.d. að finna alla sem eiga eitthvað sameiginlegt og skrá það hjá sér. Niðurstöðurnar má ræða að loknum leik. Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson www.leikjavefurinn.is

Nafnaleikur með tilþrifum, vegna þess að hann virkar fjörugur og skemmtilegur.

Nafnaleikur með tilþrifum

Leikur nr.: 223 Flokkur: Kynningarleikir Markmið leiks: Læra nöfn, skapa góða stemningu, söngur, leikræn tjáning. Gögn: Engin. Aldursmörk: Frá 7 ára Leiklýsing:

Þátttakendur mynda hring og haldast í hendur. Sá sem valinn er til að vera fyrstur losar sig og gengur inn í hringinn og syngur nafnið sitt með tilþrifum: „Ég heiti ...“ og framkvæmir um leið leikræna hreyfingu eða býr til dans. Síðan snýr hann sér að einhverjum í hringnum sem ekki hefur kynnt sig og hneigir sem fyrir honum eða gefur með öðrum hætti (með bendingum, togar viðkomandi fram á gólfið, blikkar ...) til kynna að sá eigi að taka við. Nemendur reyna að hafa söng og leikræna tilburði sem fjölbreyttasta og helst að láta kynningarnar ganga svo greiðlega fyrir sig að samfella verði í leiknum.

Útfærsla:

1. Hver nemandi endurtekur leik þess sem var næstur á undan og syngur „Þú heitir ... “ um leið og hann endurtekur hreyfinguna. Síðan bætir hann við „ ... en ég heiti ... “ og bætir við sinni eigin hreyfingu.

2. Um leið og nemandinn hefur kynnt sig svara hinir „Þú heitir ...“ og reyna að syngja það með sama lagi um leið og þeir reyna að endurtaka þá hreyfingu eða leikrænu tilburði sem fylgdu.

Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson www.leikjavefurinn.is

Ég nota mikið einn leik sem heitir Hver er undir teppinu. Einn til þrír nemendur fara undir teppi og aðrir einn til þrír fara út á meðan. Svo er sungið

Hver er undir teppinu, enginn má segja, allir verða að þegja. Svo koma hinir inn og reyna að finna út hver er undir teppinu. Hentar þar sem einn nýr nemandi kemur í bekk til að auðvelda honum að kynnast og læra nöfn hinna.

Tveir leikir - Icebreakers

Who Am I? Riddle Book Have children share facts about themselves by creating a Who Am I? riddle book. Students write four or five statements about themselves. The last line is a question: "Who Am I?" I put this up as a bulletin board and have students guess who each person is. The first person to guess correctly gets to choose who guesses next.      Tina Williams, Livingston Park Elementary School; North Brunswick, New Jersey

http://www.education-world.com/a_lesson/lesson/lesson074.shtml

Þennan má útfæra á margan hátt!

Trust Me! Students needed to sit on the floor in a circle with a large ball of twine (or you could use heavier string). The object is to create a web with the string. One person begins, she or he needs to give a response to the question, "what are small groups good for" or the person can give a piece of advice for working in a small group (the topic could be any -- it was perfect for brainstorming). As he or she makes the comment, she or he tosses the ball of string to the other side of the circle, hanging onto his or her end of the string. The class continues to toss the string across the circle or to the sides, holding unto their strings tightly. When the string is completely used, a large web is formed.

The leader of this exercise then explained how small groups are stronger when held together with a purpose. Initially the string was weak and lacked purpose. Held in a group, it was strong. A student then was asked to go to the middle of the web and lay down. Still holding our ends of the string, on the count of three, we lifted the person, it was quite amazing!

· Communication Concepts:

· Brainstorming

· The topic discussed -- small groups in this case

· Interdependence vs. dependence or independence

· Setting Group Goals http://www.roch.edu/people/lhalverson/icebreakers.htm

þáttur 5

Ég var að skoða gamla leiki á vef Þjóðminjasafnsins. Tvinnakefli má þá nota í ýmislegt .. greinilegt að margt hefur verið fundið upp til þess að nýta það sem búið var að þjóna sínum tilgangi.

Einn sniðugan leik rakst ég á sem ég ætla að leggja fyrir á þorrablótinu hjá okkur í vikunni. Að stökkva yfir sauðalegg heitir hann, sauðaleggur er lagður á gólf og sá sem spreytir sig á að beygja sig niður og setja fingur undir tær.. hoppa svo yfir legginn!

Það er nú einmitt rétti tíminn núna að kenna krökkunum gamla íslenska leiki um leið og við kennum þeim að meta þorramatinn;)

Fuglafit, ég lærði nokkur þegar ég var krakki. Svo fyrir nokkru rakst ég á bók á íslensku um fuglafit. Skjaldborg gaf þessa bók út 1996. Í henni eru myndir og lýsingar á fitjum, rosalega sniðug fyrir byrjendur.

Að stökkva yfir sauðalegg

Leggur er lagður á gólf. Sá sem ætlar að stökkva yfir hann tekur með höndunum undir tærnar á sér og reynir síðan að stökkva jafnfætis yfir legginn. Þetta er ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera.

Þáttur 6

Kveikja 1

Allir nemendur sitja í hring á stólum. Stólarnir eru einum færri en nemendurnir og sá sem ekki fær sæti í byrjun stendur í miðjunni og “er hann”. Nemendum er skipt í hópa eftir heitum á til dæmis heimsálfum. Sá sem stendur í miðjunni á að nefna nafn á heimsálfu og þeir sem eru í þeim hópi skipta um sæti, einhver einn fær ekki sæti og er hann næst. Svo getur sá sem er hann líka sagt heimsálfur og þá skipta allir um sæti.

Þetta er hægt að nota um hvað sem er. Upphaflega þegar ég lærði leikinn var aðalorðið ávextir og heiti nokkra ávaxta voru heiti hópanna. Einnig er hægt að nota höfuðáttirnar, heiti fjalla, tjáa og hvað sem ykkur dettur í hug.

Kveikja 2

Að fela hluti undir ábreiðu, eða ofan í kassa. Taka til hluti sem tilheyra einhverju sem verið er að byrja á. Tildæmis þema um hafið, hafa hluti eins og skeljar, kuðunga, steina, myndir af fuglum og fiskum og fl... skoða hlutina og nefna þá á nafn, hylja þá svo og nemendur reyna að muna hvað það er sem falið var.

Hægt að nota við hvaða vinnu sem er, sniðugur leikur þegar verið er að læra heiti hluta sem verið er að fara að vinna með.

Kveikja 3

Stafarugl og krossgátur er skemmtilegt að leysa. Hægt að fela og reyna að finna út hvaða sem er. Til dæmis til að læra um Ísland, jöklanna, fjöllin, þorp og kaupstaði eða heiti fugla og blóma.

Þáttur 8

Hvaða þýðingu hafa hugþroskaleikir?

Þegar stórt er spurt...

Það sem dettur fyrst í hug er að þeir efla rökhugsun, hreyfingu, samvinnu, hugmyndaflug svo eitthvað sé nefnt. Leikir hafa oft skemmtanagildi sem er nauðsynlegt í kennslu og fyrir félagsþroska barna. Þessi flokkur leikja er byggðir á kenningum Jean Piaget og eiga það sameiginlegt að örva hugann og þroska hvern einstakling svo hann verði tilbúinn til að taka þá því sem fyrir höndum ber.

Ég valdi fimm leiki, einn úr hverjum flokki. Ég mun reyna að prófa þá í vikunni. Tók reyndar einn þeirra í morgunn, bara stutt...

Það var Með... á bakinu. Ég “bjó til” smá braut í skólastofunni. Einn hring í stofunni, undir borð og upp á stól. Nemendur fóru í röð og ég setti penna á bakið á þeim. Sumir fóru mjög rólega og komust hringinn, aðrir ætluðu sér of mikið og misstu hann strax. Það er svo mikið kapp í sumum nemendum að það skipti mestu máli hjá þeim að vera nú ekki lengi að þessu...

Kveðja Guðrún Gunnarsd.

Þáttur 9

Námsspil eru eins og heitið gefur til kynna að læra með því að spila. . . og nemendur læra oft mjög mikið af námsspilum bæði þekkingu sem spilinu er ætlaða að kenna og svo þessar almennu reglur til dæmis að bíða þar til röðin kemur að viðkomandi, vera sanngjarn..þ.e. ekki svindla!

Það eru til alls konar námsspil eins og ég sé að margir hafa talið upp hér. Ég nota svolítið slönguspil, yatzy og spil úr Einingu stærðfræði bókunum um tölur og hugtök stærðfræðinnar. Einnig er mjög gaman að búa til spil í kringum þemaverkefni sem verið er að vinna með eða hugtök úr íslensku og stærðfræði. Samstæðuspil er auðvelt að búa til í power point á glærum, spilin verða öll jafnstór ;) plöntur, fuglar, heimsálfur, tugir eða hvað sem er.

Þáttur 10

Heilabrjótar

Sudoku.. keypti mér bók síðast liðið sumar og varð alveg sjúk. Núna ef ég byrja á einni þá get ég ekki hætt fyrr en hún gengur upp. Sudoku er ekki beint stærðfræði þó algengast sé að nota tölur frá 0 – 9, en ég hef líka séð sudoku fyrir börn með táknum, það má í raun nota hvað sem er. Ég mundi halda að þessi þraut þjálfi fyrst og fremst rökhugsun og ÞOLINMÆÐI. Ég verð að passa mig á svona rökhugsunargátum, fyrir stuttu kom samstarfskona mín með 9 kubba þraut á kaffistofuna í vinnunni. Það voru fjórar hálfar kindur á hverjum kubb í mismunandi sauðalitum og ýmist frampartur eða afturpartur, þrautin var að raða þeim saman rétt. Ég sökkti mér í þetta...mjög skemmtilegt!

Ég var að skoða greinina í kennslubréfi 10. og verð að leika mér síðar... þegar ég hef góðan tíma! Það eru mjög skemmtilegar landafræði þrautir inn á www.maps.com/games þær snúast um að raða löndum á rétta staði, þarna eru allar heimsálfurnar og eitthvað fleira. Mér finnst alltaf gaman að sjá krakka leika sér í svona leikjum sem þau læra eitthvað af, ekki bara skjóta eitthvað niður í tilgangsleysi eins og mentos leikurinn sem margir eru fastir í þessa dagana.. það eru svo góð verðlaun ef þú nennir að sóa nokkrum klukkutímum í leikinn.

Ég man þegar ég var barn heyrði ég oft gamlar íslenskar gátur í vísnaformi. Þetta hefur bara ekki hvarlað að mér fyrr en núna, verð að athuga þetta!!

Þáttur 11

Ég valdi mér tvo leiki í orðaleikjapakkanum. Sá fyrri heitir Að fylla inn í töflu og gengur úr að finna heiti hluta sem byrja á ákveðnum staf og raða í flokka.

Sá seinni heitir keðjuorð hann byggir á því að finna orð sem eru samsett. Sá sem gerir fyrst segir til dæmis fiskamatur þá getur sá næsti sagt annað hvort fiskifæla eða matardiskur.. eitthvað með fisk eða mat. Ég fer svo oft í svipaða útgáfu á þessum leik með dætrum mínum þegar við erum að ferðast langt í bíl. Þá er að finna orð sem byrjar á staf sem síðasta orð endaði á. Til dæmis ef ég segi fíll á er að finna orð sem byrjar á l og svo koll af kolli.

Það eru margar sniðugar hugmyndir af stafaleikjum í kennslubréfinu. Ég bið nemendur mína stundum um að fara í röð eftir stafrófsröð, ýmist rétt eða aftur á bak. Oftast í röð við sitt borð og þá eru 4 -6 nemendur í hverri röð. Stundum steypum við svo röðunum saman. Reyndum um daginn að gera þetta án þess að tala, það gekk ekki alveg nógu vel í það skiptið. Það eru alltaf einhverjir sem vilja stjórna þessu, svo allt gangi nú hratt fyrir sig. Ætla að reyna aftur fljótlega og þá á hver og einn að finna sinn stað hljóðlega, má nota bendingar.

Ég fór inn á Google.is og sló inn leitarorðið orðaleikir ég fékk 11 000 síður upp. Þarna eru leikjasíður eins og leikanet.is, mega.is og nams.is áberandi.

Þegar ég sló inn Word games fékk ég 144 000 000 síður, hvorki meira né minna!

Word play 169 000 000 síður og einungis 1 770 000 þegar ég sló inn word puzzles.

Margar af þessum síðum eru auglýsingar, en einn og einn sniðugur með gagnvirka leiki.

Þrjár sniðugar síður og þá kannski helst fyrir byrjendur í ensku. Á þessum neðsta er einn leikur fyrir hvern dag vikunnar, mjög sniðugt.

http://www.eastoftheweb.com/games/

http://www.vocabulary.co.il/

http://www.agameaday.com/

Að fylla inn í töflu

Leikur nr.: 104

Flokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Hugmyndaflug, ritun. Gögn: Blöð og skriffæri. Aldursmörk: Frá 9 ára Leiklýsing: Nemendur útbúa töflu og skrifa lóðrétt eitthvert orð sem þeir ákveða. Á lárétta ásinn skrifa þeir t.d. land - borg - dýr - matur. Fyllt er inn í töfluna þannig að ef fyrsti stafurinn í lóðrétta orðinu er s eru fundin orð yfir land, borg, dýr og fæðu sem byrja á s. Síðan er næsti stafur tekinn og gert eins við hann o.s.frv. Nemendur keppast við að fylla sem mest inn í sína töflu. Sá vinnur sem getur fært flest orð inn í töfluna. Dæmi um töflu:

 

land

borg

dýr

fæða

S

Svíþjóð

-

selur

slátur

K

Kína

Kaupm.höfn

kind

kál

I

Indland

Istanbúl

-

-

P

Pólland

París

páfugl

pizza

Útfærsla: Þennan leik má nota í tungumálakennslu þar sem nemendur finna erlend orð. Skráður: 1994 Heimild: Sendandi: Guðrún Dröfn Ragnarsdóttir og Auður Stefánsdóttir Leikur nr.: 108

Flokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Efla orðaforða og ímyndunarafl. Gögn: Aldursmörk: Frá 8 ára Leiklýsing: Af þessum leik eru ótal afbrigði. Hann byggist á því að byrjað er á samsettu orði, t. d. lögregla. Síðan á að búa til annað samsett orð þannig að seinni hluti orðsins lögregla verður að fyrri hluta (eða fyrsta hluta) næsta samsetta orðs. Það gæti t.d. verið orðið reglubróðir. Næsta orð gæti verið bróðurkærleikur, þarnæsta leikmaður, næst mannabústaður, þá Bústaðavegur, loks vegleysa og þannig koll af kolli. Ekki má nota sama orðið tvisvar.

Leikinn má leika þannig að gengið er á nemendur eftir röð eins og þeir sitja eða að setið er í hring.

Eins má keppa í hópum þannig að nemendur fá fyrsta orðið á miða og eiga síðan að skrá eins langa keðju og hægt er. Hafa má ákveðin tímamörk.

Enn má nefna að keppa í tveimur eða fleiri liðum og skrá orðin á töflu. Má þá gjarnan skrá þau í "snigla" eða "slöngur". Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson og Halla Skúladóttir 1992 - Elísabet Steingrímsdóttir

Þáttur 12

Mér finnst alltaf gaman þegar krakkar nenna að leika sér í svona leikjum þar sem eitthvað situr eftir... ekki bara að hoppa eitthvað... og ná einhverjum peningum eða keyra mótorhjóli upp á byggirnar og fleira.

www.maps.com/games .. landafræði, að læra heiti heimsálfa, landa í Evrópu eða annarsstaðar í heiminum. Setja upp keppni hver skorar hæst;) klikkar ekki!

Við erum með 3 tölvur í skólastofunni þar sem ég vinn og við notum alla þessa leiki inni á náms.is mjög mikið. Einu sinni í viku erum við með hringeku þar sem nemendur fara skipulega á milli stöðva og vinna bæði í sjálfstæðri vinnu og þar sem þeir þurfa meiri aðstoð. Við erum með fjölbreyttan hóp og þarna eru leikir fyrir öll aldurstig og flestir með mismunandi þyngdarstig.

Allir þessi leikir hafa námsgildi að mínu mati, sumir kenna ákveðin þekkingaratriði og aðrir leggja áherslu á rökhugsun nemenda svo eitthvað sé nefnt.

Stafaleikur Bínu

Ég valdi Stafaleik Bínu sem “besta” leikinn. Þessi leikur er mjög góður fyrir byrjendakennslu í 1. bekk og jafnvel fyrir yngri börn.

Hægt er að velja um að vinna með stafi, táknin sjálf og hljóð þeirra, lítil orð, tengingu hljóða og svo lesa létt orð.

Það er mjög sniðugt að hafa þennan leik í byrjendakennslu í einskonar stöðvavinnu þar sem allir komast í tölvu.

Álfur

Spurt er hvort þetta forrit sé leikur, já ég er á þeirri skoðun! Leikur er eitthvað sem nemendum finnst skemmtilegt og það finnst nemendum í 1. og 2. bekk flestum.

Markmið þessa lífsleiknivefsins er að efla samskipafærni nemenda og tilfinningaþroska þeirra og tengja þessa hluti við íslenskukennslu og mér finnst þau markmið ganga vel upp.

Dagbók

22. janúar 2007

Nú er ég að byrja á námskeiðinu leikir sem kennsluaðferð og mér sýnist við eiga að halda dagbók um vinnu okkar í námskeiðinu. Ég er að kenna á yngsta stigi og ég lendi oft í því að hafa nokkrar mínútur upp á að hlaupa og þá er ég að verða uppiskroppa með hugmyndir. Ég vonast til þess að læra hér sitt hvað sem nýtist mér beint í kennslunni.

Ég var að skoða fyrsta þáttinn og setja inn á umræðuvefinn. Ég ætla nú ekki að fara neitt að endurtaka mig hér í dagbókinni um það, en ég talaði svolítið um frjálsan leik barna. Mér finnst alveg yndislegt að vera nálægt börnum sem eru í frjálsum leik, það kemur svo margt skondið og skemmtilegt upp úr þeim sem endurspeglar reynslu þeirra og bakgrunn.

24. janúar

Ég var að vinna annan þátt í námskeiðinu um flokkun og tegundir leikja. Ég skoðaði Leikjavefinn þar sem flokkarnir eru um tuttugu talsins. Þar er svo gríðarlegt magn af leikjum þannig að margir flokkar eru nauðsynlegir. Mér finnst vanta flokkun eftir aldri. Ég kenni til dæmis bara á yngsta stigi og leita þar að leiðandi bara að leikjum sem henta þeim aldurshópi. Reynar kemur alltaf snemma í leiklýsingu hvaða aldur hentar fyrir hvern leik.

30. janúar

Ég setti inn á umræðurnar í gær um þennan þátt. Leikjavefurinn er alger snilld. Ég vissi alveg af honum og hef nokkrum sinnum farið þarna inn en aldrei svona djúpt. Veit að ég mun nota hann miklu meira í framtíðinni. Mér fannst einnig fróðlegt og skemmtilegt að vita hvernig hann varð til og er enn í þróun.

Ég valdi leikinn Fram, fram fylking. Ég man að við fórum oft í hann þegar ég var krakki, svo í haust kenndi ég nemendum mínum hann. Þau höfðu fæst heyrt lagið áður, ótrúlegt hvað margt verður útundan. Nú er krakkarnir í tölvunni og að horfa á sjónvarp í stað þess að vera úti og leika sér, þetta er sjálfsagt ein af ástæðunum fyrir þessari afturför/breytingu!

Bragðfinnur fannst mér líka svolítið skemmtilegur, við erum að fara að vinna þemaverkefni undir vorið um líkamann.. verð að muna eftir þessu í sambandi við skynfærin.

Svo var þarna leikur, ég man ekki hvað hann heitir í augnablikinu en hann var úr flokknum athyglis og skynjunarleikir. Hann er með fyrirkomulagi sem mér finnst alltaf svo leiðinlegt, einn og einn týnist úr.. verður úr leik! Mér finnst hreinlega ekki að leikir fyrir unga krakka eigi að ganga út á það. Auðvitað þurfa þau að læra að tapa og allt það en samt. Vera fyrstur úr leik og horfa á hina leika sér.

4. febrúar

Ég hef í morgun verið að skoða 4. þátt í námskeiðinu, um nafna- og kynningaleiki. Ég er búin að setja inn á umræðurnar og nefna þá tvo sem mér leist best á en það voru Nafnaleikur með tilþrifum og leikur með nafnspjöldum þar sem nemendur skrifa upplýsingar um sig. Einnig setti ég inn einn leik sem ég nota í mínum bekk, hver er undir teppinu.

Svo skoðaði ég á Google.com nokkra icebreakers.. nóg af þeim! Valdi tvo sem ég setti í möppuna mína. Ég valdi þá út frá mínum forsendum þ.e. að þeir mundu henta í minni kennslustofu.

Sniðugir leikir í heftinu hans Helga Grímssonar, ég ætla að prenta það út og hafa í stofunni, reyni að prófa einhverja á næstunni. Hef trúlega ekki mikinn tíma vegna þorrablótsins á fimmtudag.

4. febrúar

Ég er í stuði svo það þýðir ekkert annað en að halda áfram ég kíkti líka á 5. þátt í dag. Gaman að sjá þetta með fitjarnar.. mér fannst þetta alltaf svo gaman, ég er búin að vera að reyna að rifja upp hver kenndi mér þetta en get bara engan veginn munað það.

Þessir gömlu leikir eru margir hverjir mjög sniðugir og gaman væri að geta kennt krökkunum einhverja gamla og góða. Ég ætla að fara með sauðalegginn á þorrablótið í skólanum á fimmtudaginn. Segi síðar hvernig gekk.

5. febrúar

Ég prófaði leikinn – að hoppa yfir sauðalegginn í vinnunni í dag. Ætlunin var að gera þetta á þorrablótinu en ég græddi nokkrar mínútur svo við skelltum okkur í hann. Ég var nú ekki með sauðalegg við höndina svo við notuðumst bara við reglustiku í staðinn. Þetta er ótrúlega erfitt;( Hefði aldrei trúað því. Enginn gat þetta alveg 100% en margar góðar tilraunir voru gerðar.

9. febrúar

Þorrablót elsta stigs var haldið í gærkvöldi og ég notaði tækifærið og prófaði leikinn, að hoppa yfir sauðalegg... Fyrst fékk ég nokkra sjálfboðaliða en þetta var svo skemmtilegt að helmingur nemenda prófuðu og nokkrir starfsmenn. Þetta er ótrúlega erfitt.. ég held að þrír nemendur hafi getað hoppað rétt, þ.e. án þess að sleppa tánum á meðan hoppað var.

10. febrúar

Er að skoða 6. þátt sem er um kveikjur í skólastarfinu. Ég prufaði að nota þessa fyrstu sem ég skrifaði núna í þar síðustu viku. Við erum að vinna þemaverkefnið komdu og skoðaðu land og þjóð. Þar er umfjöllun um Ísland, jörðina, fólkið og heimsálfurnar. Við fórum í leik þar sem ég nefndi þá sem sitja saman eftir heimsálfunum. Borðin hétu Norður Ameríka, Suður Ameríka, Asía, Ástralía og Evrópa. Síðan unnum við meira með heimsálfurnar, legu þeirra og fleira. Svo datt mér í hug tvær aðrar sem ég setti með.

23. febrúar

Prófaði tvo leiki í skólanum í dag. Tíndi til hluti í kassa og tíndi þá svo upp og lagði á borð fyrir framan krakkana.. þau eru 22 talsins og þau gátu í sameiningu munað 17 hluti. Gettu hvaða hlutur þetta er... breytti bara eldhúsáhöldum í skólastofu dót. Og Svo fórum við í skemmtilegan leik sem heitir Hver á stafinn?

25. febrúar – 30. mars

Var að byrja að skoða hugþroskaleiki í 8. hluta. Ég er búin að velja fimm leiki til að prufa í vinnunni eftir helgi. Set þá hér inn og bæti svo við jafn óðum og ég fæ tækifæri til að prófa.

Mánudagur 26. febrúar.

Hreyfileikjaflokkur. Með...á bakinu.

Ég prufaði þennan leik í dag. Notaði yfirstrikunarpenna, þeir eru svo flatir, gott að nota þá. Við erum með há borð í stofunni hjá okkur og ég “bjó til” braut um stofuna og fór einn sýnishring. Svo fóru nemendur í röð og ég setti tússpenna á bakið á þeim og þau af stað. Margir fóru hringinn í fyrstu tilraun, en kappið kom upp í sumum þó að ég sagði að ekki væri tekinn tími og ekki skipti máli að vera fljótastur. Þeim fannst mjög gaman.

Miðvikudagur 28. febrúar

Skoðunarleikir. Að skoða í huganum. Ég átti nokkrar mínútur í dag og prufaði þennan leik. Mér fannst þau ótrúlega dugleg að þekkja umhverfið í stofunni, liti á gluggatjöldunum og fleira. En þegar ég spurði um skólalóðina vissu þau ótrúlega lítið! Hversu mörg tré eru ofan við skólavöllinn, er malbik alveg að vellinum og svona spurningar. Þau voru mjög ósammála um margt.

Snertileikir. Látið hlutina ganga.

Sleppti þessum leik;(

Föstudagur 2. mars

Hlustunarleikir. Hvaða hljóð er þetta?

Þetta var nú ekkert mál fyrir þau, það var alltaf einhver sem þekkti hljóðin mín. Nuddaði saman höndum, hringlaði í lyklum, smellti í góm og fleira.

Föstudagur 2. mars.

Rökþroskaleikir. Palli og lyftan.

Byrjaði á því að lesa söguna fyrir 22 nemendur í stofunni. Þau hlustuðu einbeitt og ekki laust við að sumir yrðu fúlir þegar ég spurði, hvað gerist svo! Þau vildu fá framhald. Margar hugmyndir litu dagsins ljós, allt frá því að lyftan hafi bilað og að Palli vildi bara hafa leikinn jafnan og farið út í þeim tilgangi. Mjög skemmtilegt og þau voru svo virk í að koma með hugmyndir. Svo þegar ég var búin að setja allar hugmyndirnar á töfluna, fékk ég aftur spurninguna....... en hvað var það sem gerðist?

Föstudagur 9. mars

Ég er í innilotu í kennó og ákvað að vera dugleg á bókasafninu á milli tíma. Nú er ég búin að skoða bæði 10. og 11. þátt að mestu leiti, á reyndar eftir að prufa leiki sem Ingvar bendir á í 10. þætti, geri það um helgina.

Föstudagur 30. mars

Setti inn á umræður um 12. þátt, um tölvuleikinna og Álf.

Sunnudagurinn 1. apríl

Ég auglýsti eftir vinnufélaga fyrir hópverkefnið í fyrradag. Búin að fá einn hópfélaga!

Ég var að leika mér áðan í leikunum inni á nams.is, við notum þessa leiki í skólanum, erum með 3 tölvur í stofunni. En ég hef nú samt aldrei farið í gegnum þá alveg svona og er miklu nær.

Þriðjudagur 17. apríl

Það gekk rosalega vel að vinna þetta hópaverkefni með Tinnu Rún og Skúla. Við settum öll inn leiki í póstinn og vorum ekki lengi að þessu. Frábært að vinna með svona fólki. Ég setti leikina sem ég kom með inn áðan á Leikjavefinn og ætla að skella þessu öllu saman í eitt skjal á eftir, þ.e. umræðunum, dagbókinni og leikjunum okkar í hópaverkefninu og þá er þessi skemmtilegi áfangi á enda.

HópaverkefniLeikjavefurinn

· Guðrún Gunnarsdóttir

· Tinna Rún Eiríksdóttir

· Skúli Þórisson

Domino

Fær nemendur til að hugsa um hvað þeir eiga sameinginlegt og hvað er ólíkt með þeim.

Þessi leikur er fyrir börn á öllum aldri. Æskileg hópastærð 10-20 nemendur.

Markmið

Að efla sjálfsmynd nemenda. Ef börn eru sátt við sjálfan sig eru minni líkur á að þau hafi þörf fyrir að niðurlægja aðra.

Efla meðvitund um fordóma og ólík viðhorf.

Jákvætt viðhorf gagnvart gildismati og sjálfsmynd annarra.

Gögn

Enginn, bara gott gólfpláss.

Leiklýsing

Einn þátttakandi er beðin að hugsa sér tvö atriði sem honum finnst einkenna hann sjálfan sem persónu og segja hópnum. Annað einkennið vinstra megin og hitt hægra megin. T.d. vinstra megin, ég er stelpa og hægra megin, ég á tvo bærður.

Þá er kallað eftir einhverjum sem hefur annað þessara einkenna beggja vegna og þeir leiðast. Svo er farið hringinn og hver nemandi bætir við einu einkenni þar til allir eru með í hringnum. Aðeins einn má tengjast í hvert sinn þó fleiri hafi sömu einkenni. Þannig að hringurinn lokast smátt og smátt út frá þeim sem byrjaði.

Ef einhver nefnir einkenni sem enginn annar getur tengst, er viðkomandi beðinn að finna annað einkenni svo hringurinn geti lokast.

Umræður

Fólk er meira en það ber utan á sér og það sem sést við fyrstu kynni. Samt myndum við okkur skoðanir á fólki eftir því sem við sjáum fyrst. Þegar við kynnumst betur sjáum við hvað við eigum sameiginlegt.

Heimild

Guðrún Pétursdóttir. 2003. Allir geta eitthvað, enginn getur allt. Bls. 91

Að stafa orð með hlutum

Í þessum leik þarf dómara- stjórnanda. Nemendum er skipt í tvo hópa, gott er að skipa fyrirliða í hópunum sem úthluta verkefnum.

Markmið

Hópstyrkingarleikur. Að hafa gaman, saman!

Gögn

Allt í umhverfinu.

Leiklýsing

Leikurinn hefst með því að dómarinn nefnir nafn og gengur leikurinn út á að finna hluti sem byrja á stöfunum sem eru í nafninu. Fyrirliðar úthluta stöfum og svo hefst leitin að hlutunum.

Oft kemur fyrir að nemendur rási um allt í leit að hlutunum svo er nothæfur hlutur rétt innan seilingar. Það gerir leikinn skemmtilegan.

Útfærsla

Þennan leik er einnig hægt að útfæra þannig að allir sitji í hópum og skrifi niður orð sem byrja á orðunum í nafninu sem dómarinn nefnir. Einnig má þyngja hann talsvert með því að takmarka orðin við lönd, ávexti og grænmeti, fuglanöfn, fiska eða annað sem nemendur eru að vinna með í þemaverkefnum.

Heimild

Tómstundabók Iðunnar. 1996.Bls.27.

Baunapokakeppni

Þessi leikur er fyrir börn á aldrinum 6-8 ára. Leikmenn geta verið frá 10 – 30.

Markmið

Markmið þessa leiks er að efla samvinnu og æfa fingrafimi. Ásamt því að styrkja bak með beygju og réttu og teygja á brjóstvöðvum.

Gögn

Baunapokar, borð og stólar.

Leiklýsing

Leikmönnum er skipt í fimm til átta manna hópa og stendur hver hópur í einfaldri röð. Nokkurt bil er á milli og standa þeir með bil á milli fótanna. Sá sem er fremstur heldur á baunapoka.

Leikurinn fer þannig fram að þegar stjórnandi gefur merki, réttir fremsti maður baunapokann milli fóta sér aftur til næsta manns. Hann réttir pokann aftur yfir höfuð sér til þess sem stendur fyrir aftann hann og þannig alltaf til skiptis undir eða yfir til aftasta manns. Leikmenn verða að hafa báðar hendur á pokanum.

Þegar aftasti maður fær pokann segir hann „snú” og öll röðin snýst í hálfhring þannig að aftasti maður verður fremstur í röðinni. Hann réttir nú pokann öfugt við það sem hann fékk hann og endurtekur leikinn þar til sá sem hóf leikinn fær pokann aftur. Þá segir hann „snú” og lyftir pokanum upp.

Sú röð vinnur sem er fyrst að snúa og lyfta poka.

Hafa má fleiri umferðir og er það þá ákveðið í upphafi leikst hve oft pokinn skal ganga aftur og fram.

Útfærsla

Borðum og stólum er raðað í röð og leikmenn sitja við borðin.

Pokinn er nú eingöngu látinn ganga (með báðum höndum) yfir höfuð. Aftasti maður segir „snú” þegar hann fær pokann og allir leikmenn setjast klofvega öfugt á stólana. Pokinn er látinn ganga til baka yfir höfuð þar til sá sem hóf leikinn fær pokann aftur. Þá segir hann „snú” og allir snúa aftur rétt í stólunum.

Hann lyftir þá pokanum upp. Sú röð vinnur sem er fyrst að snúa og lyfta poka.

Heimild

Bókin Innileikir – hreyfileikir frá árinu 1987. Þórey Guðmundsdóttir tók saman.

Gerðu þetta, gerðu svona

Þessi leikur er fyrir börn á aldrinum 6-8 ára. Fjöldi leikmanna eru 4-30.

Markmið

Markmið þessa leiks er að örva ímyndunarafl, eftirtekt og viðbrögð. Styrkja sjálfsmynd og veita hreyfingu.

Gögn

Engin gögn eru notuð í þessum leik.

Leiklýsing

Einn leikmaður er valinn foringi og aðrir leikmenn eiga að snúa að honum.

Foringinn gerir leikfimisæfingu eða einhverja hreyfingu í sífellu um leið og hann segir: „Gerið þetta” og aðrir leikmenn herma eftir. Hann breytir um æfingu annað slagið og endurtekur skipun sína. Foringinn segir einhvern tímann: „Gerið svona” í stað þess að segja „Gerið þetta”.

Þá mega leikmenn ekki skipta yfir í þá æfingu en halda áfram með æfinguna á undan þar til foringinn segir aftur „Gerið þetta”. Þeir sem gegna skipuninni „Gerið svona” eru úr leik og verða að setjast.

Foringinn getur valið um hreyfingar sem flestir þekkja, t.d. hoppa beygja sig, armbeygjur, dansspor o.fl.

Hvetja ætti foringjann til að skipta um æfingar nokkuð ört. Einnig ætti að skipta oft um foringja og enginn foringi má nota aftur sömu æfingar og hinir.

Útfærsla

Heimild

Bókin Innileikir – hreyfileikir frá árinu 1987. Þórey Guðmundsdóttir tók saman.

Tómatur

Þessi leikur er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Fjöldi leikmanna eru 5-15, jafnvel fleiri.

Markmið

Markmið þessa leiks er að auka samhæfingu og liðleika og skemmta sér í hópi.

Gögn

Bolti, má vera brennubolti eða handbolti.

Leiklýsing

Leikendur mynda hring og snúa baki inn í hringinn. Í byrjun spenna allir greipar, standa gleiðir og beygja sig niður þannig að þeir horfa milli fóta sér inn í hringinn. Einn þátttakenda byrjar með boltann og kílir hann með báðum höndum og reynir að hitta milli fóta annars þátttakanda. Þátttakendur reyna svo að varna því að boltinn fari milli fóta þeirra með því að kíla boltann og freista þess um leið að skora milli fóta annarra. Fari boltinn milli fóta einhvers og þannig útúr hringnum sækir sá hinn sami boltann og hefur leik á ný, en nú aðeins með annarri hendi og hin skal höfð fyrir aftan bak. Ef skorað er milli fóta leikmanns sem orðinn er einhentur fellur hann úr leik og þannig fækkar smám saman í hópnum þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.

Útfærsla

Mögulegt er að ákveða að leik ljúki þegar ákveðinn fjöldi þátttakenda er eftir, t.d. fimm.

Oftast er betra að leika þennan leik með stærri bolta ef þátttakendur eru mjög ungir.

Heimild

Þessi leikur kemur frá Frakklandi. Munnleg heimild Audrey de Taeye.

Hænur, refir og snákar

Þessi leikur er fyrir börn á aldrinum 6-14 ára. Heppilegur fjöldi þátttakenda er15-30, jafnvel fleiri.

Markmið

Markmið þessa leiks er að skerpa athygli, veita hreyfingu og útiveru og skemmta sér í hópi.

Gögn

Bönd í þremur mismunandi litum eitt band fyrir hvern þátttakenda til að aðgreina liðin. Stór leikvöllur.

Leiklýsing

Leikendur mynda þrjú lið og fær hvert lið úthlutað böndum í ákveðnum lit, sem þátttakendur bera til að allir geti séð hvaða liði þeir tilheyra. Stjórnandi leiksins tilkynnir svo hvaða lið er snákar hvert þeirra eru refir og hverjir eru hænur. Hvert lið á sér heimili og kemur þar til greina stór steinn tré, fótboltamark, vegasalt, eða annað þvílíkt. Leikurinn gengur út á það að refirnir reyna að ná hænunum, hænurnar reyna að ná snákunum og snákarnir reyna að ná refunum og færa heim til sín, þetta er eltingaleikur. Þeir sem nást verða að fylgja þeim sem náði þeim og dvelja á heimili hans(standa þar og koma við það) þar til einhver úr liðinu þeirra frelsar þá með því að snerta þá. Leikið er þar til búið er að ná öllum í einhverju liðanna, eða þar til stjórnanda sýnist þátttakendur vera að missa áhuga á leiknum. Einnig er hægt að leika í fyrirfram ákveðinn tíma, stöðva leik og telja hvaða lið hefur flesta fanga.

Útfærsla

Heimild

Þessi leikur kemur frá Frakklandi. Munnleg heimild Audrey de Taeye.

Lokaorð

Ég hef lært mikið í þessu námskeiði um leiki. Það sem kom mér mest á óvart var sá fjöldi af góðum og aðgengilegum leikum er að finna á netinu. Slóðirnar í Favorites í tölvunni minni eru orðnar hátt í tuttugu talsins þar sem allskyns leiki er að finna sem gætu nýst mér í kennslunni. Aldrei hef ég haf eins mikið af leikjum í kennslustofunni hjá mér og í vetur. Bæði hef ég haft langa leiki sem þurfa heila kennslustund og einnig finnst mér gott að hafa nokkra til að grípa í þegar tími gefst til.

- 26 -