Tryggingarbæklingur ELKO

8
Aukið öryggi með viðbótartryggingu ELKO Njóttu lífsins

description

Upplýsingar og skilmálar fyrir viðbótartryggingu ELKO. Umboðsaðili hennar er TMI.is Tryggingarmiðlun Íslands.

Transcript of Tryggingarbæklingur ELKO

Page 1: Tryggingarbæklingur ELKO

Aukið öryggi með viðbótartryggingu ELKONjóttu lífsins

Page 2: Tryggingarbæklingur ELKO

Fullur bótaréttur Takmarkaður bótaréttur Enginn bótaréttur

Taflan veitir góða yfirsýn yfir það hvenær viðbótartryggingin kemur að góðum notum. Upplýsingar um almenna skilmála eru á bls. 5. Munur er á heimilis- og ferðatryggingum á milli tryggingarfélaga.* Viðbótartryggingin bætir skemmdir sem hafa áhrif á virkni tækis af völdum óhappa og vegna skyndilegra óvæntra ytri atburða, sjá lið 5 í skilmálunum.

** Viðbótartryggingin bætir tjón sem verður vegna innbrota á heimili þitt, í sumarbústað eða á skrifstofuna þína, sjá lið 7 í skilmálunum. Ferðatryggingar bæta hins vegar þjófnað á ferðalögum.

*** Viðbótartryggingin bætir skemmdir sem verður af völdum vökva. Hefðbundin heimilistrygging bætir eingöngu skemmdir í tengslum við leka á heimilinu en ekki vegna rigningar eða ef vökvi hellist á tækið.

**** Viðbótartryggingin bætir bilanir og framleiðslugalla sem verða innan tryggingartíma eftir að verksmiðjuábyrgð rennur út og lengir í þeim tilfellum ábyrgð

100% bætur – Með viðbótartryggingunni færð þú alltaf sams konar eða tæknilega sambærilega vöru þegar tjón er bætt með nýju tæki. Hefðbundnar heimilis- og ferðatryggingar skerða hins vegar yfirleitt bæturnar ef varan er eldri en 1 árs. Þegar um er að ræða tölvu- eða símaútbúnað er skerðingin veruleg.

Óhöpp*

Þjófnaður**

EldingarYfirspenna

Raki***

Eldsvoði

Bilanir****

Gott að vita

?Tryggingin gildir í tilvikum sem lög ná ekki yfir og bætir upp þar sem aðrar tryggingar eru ófullnægjandi.

Hefðbundin heimilistrygging bætir bruna, vatnstjón, innbrot og árásir. Ítarlegri heimilistryggingar bæta einnig tjón sem verða á heimilinu við fall eða byltur.

Skv. neytendalögum (lög nr. 48/2003 um neytendakaup) þarf neytandi að leggja inn kvörtun um galla innan 2 – 5 ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku.Tímamörk velta á því um hvaða vöru er að ræða og áætlaðan endingartíma.

Ferðatryggingin gildir aðallega á ferðalögum og bætir aðeins tjón sem aðrir valda. Bæturnar eru oft bundnar við fasta hámarksupphæð – til dæmis 150.000 kr.

ELKO viðbótartrygging Heimilistryggingar NeytendalögFerðatryggingar

VIÐBÓTARTRYGGING – ÞÍN TRYGGING EF ÓHAPP VERÐURViðbótartryggingin er stundum góð viðbót eða eini möguleiki þinn á fullnægjandi tryggingu.

VIÐBÓTARTRYGGING

Page 3: Tryggingarbæklingur ELKO

Taflan veitir góða yfirsýn yfir það hvenær viðbótartryggingin kemur að góðum notum. Upplýsingar um almenna skilmála eru á bls. 5. Munur er á heimilis- og ferðatryggingum á milli tryggingarfélaga.* Viðbótartryggingin bætir skemmdir sem hafa áhrif á virkni tækis af völdum óhappa og vegna skyndilegra óvæntra ytri atburða, sjá lið 5 í skilmálunum.

** Viðbótartryggingin bætir tjón sem verður vegna innbrota á heimili þitt, í sumarbústað eða á skrifstofuna þína, sjá lið 7 í skilmálunum. Ferðatryggingar bæta hins vegar þjófnað á ferðalögum.

*** Viðbótartryggingin bætir skemmdir sem verður af völdum vökva. Hefðbundin heimilistrygging bætir eingöngu skemmdir í tengslum við leka á heimilinu en ekki vegna rigningar eða ef vökvi hellist á tækið.

**** Viðbótartryggingin bætir bilanir og framleiðslugalla sem verða innan tryggingartíma eftir að verksmiðjuábyrgð rennur út og lengir í þeim tilfellum ábyrgð

100% bætur – Með viðbótartryggingunni færð þú alltaf sams konar eða tæknilega sambærilega vöru þegar tjón er bætt með nýju tæki. Hefðbundnar heimilis- og ferðatryggingar skerða hins vegar yfirleitt bæturnar ef varan er eldri en 1 árs. Þegar um er að ræða tölvu- eða símaútbúnað er skerðingin veruleg.

Af hverju að velja viðbótartrygginguna?

Öryggi fyrir nýju vöruna þína ásamt:

Vörn fyrir óhöppum

Skemmdir sem verða fyrir slysni og hafa áhrif á virkni vörunnar

Vernd fyrir innbrotum

Ef brotist er inn á heimili þitt, sumarbústaðinn þinn eða á skrifstofu þína.

Ný vara

Ef ekki er hægt að gera við vöru færð þú nýja vöru með sömu eða sambærilegum eiginleikum

Engin auka kostnaður

Engin auka kostnaður verður þó að vara sé viðgerð eða þú færð nýja vöru

Engin sjálfsábyrgð né afföll

Ef skemmdir verða sem hafa áhrif á virkni vörunnar þá er varan viðgerð eða henni skipt út fyrir nýja án sjálfsábyrgða og affalla.Hefðbundnar heimilis- og ferðatryggingar takmarka hinsvegar bótaréttinn sé tækið eldra en 1 árs.Þar er venjulega greidd sjálfsábyrgð og getur verðmætarýrnun affalla verið 10% - 30% á ári.

Heimaþjónusta fyrir stærri og þyngri vörur

Ef þú býrð innan 50 km frá verkstæði bjóðum við upp á að sækja tækið heim til þín. Þetta á við um stærri heimilistæki, sjónvörp (32“ og stærri) og öðrum tækjum sem eru þyngri en 20 kg.

Tryggingin gildir um allan heim

Það skiptir ekki máli hvort óhappið gerist heima, eða á ferðalagi – viðbótartryggingin gildir um allan heim.

Sé skemmdin bætt af öðrum tryggingum þínum þá borgar viðbótartryggingin sjálfsábyrgðina

Sjálfsábyrgð heimilistrygginga er há (í flestum tilfellum a.m.k. 18.000 eða 10% af andvirði tækis). Sé tjónið einnig bætt með heimilis- eða ferðatryggingu þinni getur þú tilkynnt tjónið til þíns tryggingafélags. Viðbótartryggingin gildir einnig í þeim tilfellum en greiðir sjálfsábyrgðina að þeirri upphæð sem þú greiddir fyrir vöruna.

AUKIÐ ÖRYGGI FYRIR ÞIG

Page 4: Tryggingarbæklingur ELKO

Þannig ferð þú að þegar þú verður fyrir tjóni

1. Ef varan þín verður fyrir skemmdum fyrir slysni sem hefur áhrif á virkni tækis eða er stolið í kjölfar innbrots á heimili þitt, í sumarbústaðinn þinn eða á skrifstofuna þína, vinsamlegast hafðu þá beint samband við TMÍ. Flest mál eru leyst strax á meðan þú talar við þann sem tekur skýrsluna.

Vinsamlegast hafðu eftirfarandi upplýsingar við höndina:- Kaupnótu sem sýnir númer tryggingar og í hvaða verslun varan var keypt.- Vöruna sjálfa - mögulega þurfum við upplýsingar um gerð og seríal númer.

Þú getur einnig gert tjónaskýrslu hvenær sem er sólahringsins á www.tmi.is.

TMÍ þjónustuverSími: 414-6671/5536688Fax: 414-6672Tölvupóstur: [email protected]ímar: Virka daga frá kl 09-17.

2. Ef ábyrgð er í gildi og varan hættir að virka án nokkurra sjáandi ástæðu og engar skemmdir eru sjáanlegar á vörunni vinsamlegast hafðu samband við ELKO. Þá er væntanlega um bilun að ræða sem fellur þá líklega undir hefðbundna ábyrgð. Ábending: Oft má leysa vandamál með því að líta í leiðbeiningar sem fylgja tækinu.

Vinsamlegast hafðu samband við ELKO í S:544-4000 ef einhverjar spurningar vakna varðandi viðbótartrygginguna.

3. TMÍ tekur ákvörðun um hvort gera eigi við vöru eða að skipta henni út fyrir nýja. Ef það er ekki hægt eða það borgar sig ekki að gera við vöruna þá færð þú nýja vöru með sömu eiginleikum.

Vinsamlegast athugið: Þegar þú færð nýja vöru fellur gamla tryggingin úr gildi, við mælum með að þú kaupir þá tryggingu á nýju vöruna.

4. Viðgerða eða nýja varan þín er send heim til þín, eða sótt í næstu ELKO verslun.

Hafðu samband við ELKO varðandi ábyrgð og almennar spurningar

Ef tækið hættir að virka án sýnilegrar ástæðu og það hefur ekki orðið fyrir tjóni svo vitað sé, getur verið um bilun í tækjabúnaði eða ranga meðhöndlun að ræða. Þegar um er að ræða bilun í tækjabúnaði sjást engar ytri skemmdir á tækinu og í slíkum tilfellum gildir ábyrgðin yfirleitt ef hún er enn í gildi. Að öðrum kosti bætir viðbótartryggingin bilanir eftir að verksmiðjuábyrgð lýkur.

Hafðu samband við ELKO í síma 544 4000 ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi viðbótartrygginguna.

Tryggingaskilmálar og krafa um aðgætni

Til þess að tryggja að réttur þinn til bóta sé ekki felldur niður eða skertur, þarf að meðhöndla tækið af varúð til að koma í veg fyrir skemmdir. Tækið má til dæmis ekki nota í umhverfi þar sem augljós hætta er á tjóni eða flytja það án viðeigandi um-búða. Fylgja verður leiðbeiningum framleiðandans um samsetningu, uppsetningu, notkun, verndun og viðhald. Til þess að tjón í innbroti sé bætt þurfa að vera skýr merki um innbrot og lögregluskýrsla þarf að vera því til staðfestingar.

Einnig verða allar dyr og opnanlegir gluggar, staðsettir minna en 4 metra frá gólfi/jörðu,

VIÐBÓTARTRYGGING

Page 5: Tryggingarbæklingur ELKO

Um tryggingasala

Moderna Försäkringar eru leiðandi á markaði fyrir vörutryggingar. Löng reynsla af tryggingasölu og þjónustu ásamt góðum þjónustuaðilum, gerir okkur kleift að hjálpa þér.

Moderna FörsäkringarBox 7830, SE 103 98 Stockholm (516403-8662), útibú frá Tryg Forsikring A/S, CVR númer 24260666

að vera tryggilega lokaðir og læstir. Lykla má aldrei skilja eftir í skrám.

Komi í ljós, að kröfum um aðgætni hafi ekki verið fylgt, skerðast bætur strax um 50%. Við alvarlega vanrækslu geta bætur fallið alfarið niður.

Algengustu ástæður synjunar eða skerðingar á bótakröfu eru:

• Tjón vegna skorts á aðgætni.• Tjón vegna meiriháttar óvarkárni.• Tjón vegna þess að öryggisreglum skv. notendahandbók var ekki fylgt.

Gættu þess ávallt að tækið sé meðhöndlað skv. forskrift notendahandbókar.

AUKIÐ ÖRYGGI FYRIR ÞIG

Page 6: Tryggingarbæklingur ELKO

1. Hvað er tryggt?Það er aðeins hægt að kaupa tryggingu um leið og vörur eru keyptar í verslunum ELKO. Tryggingin gildir aðeins yfir þau tæki sem eru skráð fyrir tryggingu, í samræmi við kvittun vegna vörukaupa (staðfesting á tryggingu). Tryggingin gildir einnig fyrir fylgihluti sem eru hluti af upprunalega tækinu. Hið tryggða tæki er aðeins ætlað til einkanota. Með einkanotum, er átt við að varan sé ekki notuð í atvinnu- eða rekstrarskyni.

2. Fyrir hvern gildir tryggingin?Tryggingin gildir fyrir kaupanda vörunnar, sem er einnig eigandi hennar. Ef um eigandaskipti er að ræða, gildir tryggingin fyrir nýjan eiganda ef kaupin eru gerð á löglegan hátt og tilkynning umeigandaskipti er send til tryggingarfélagsins innan fjórtán (14) daga. Ef tilkynning um eigandaskipti er ekki send, fellur tryggingin úr gildi fjórtán (14) dögum eftir eigandaskiptin.

3. Hvar gildir tryggingin?Þessi trygging gildir um allan heim. Meðhöndlun tjóns fer fram á Íslandi.

4. Hvenær tekur tryggingin gildi?Þessi trygging tekur gildi um leið og varan er keypt og um leið og vátryggingartaki hefur greitt iðgjaldið og móttekið vöruna.

5. Hvað er bætt með tryggingunni?Tryggingin bætir bilun í tækjum sem og þjófnað vegna innbrots í samræmi við atriðin sem talin eru upp hér fyrir neðan, með undantekningum í lið 6 (hér fyrir neðan).

Tryggingin bætir bilanir í virkni vegna:• Skyndilegra og óvæntra innri galla sem hvorki framleiðsluábyrgð né neytendalög ná yfir. • Skyndilegs og óvænts ytra tjóns sem hvorki framleiðsluábyrgð né neytendalög ná yfir.

Til þess að fá tryggingabætur, þarf að skila hinu bilaða tæki inn til ELKO, eða viðgerðarverkstæðis sem tryggingafyrirtækið mælir með. Vara sem týnist er ekki bætt af tryggingarfélaginu nema henni sé stolið við innbrot. Sjá nánari skýringar hér fyrir neðan.• Þjófnaður vegna innbrots á þitt lögheimili, í sumarbústað eða á skrifstofu tryggingataka. Sjá lið 7. • Tjón vegna innihalds ísskáps eða frystikistu, þvottavélar og þurrkara sem hlýst vegna bilun hins tryggða tækis og gerist innan eins árs frá kaupdegi. Hámarksbætur eru ISK 30.000 í hverju tjóni.

6. UndantekningarEngar bætur eru greiddar vegna eftirfarandi:• Bilunar vegna slits, notkunar (utilization), óeðlilegrar notkunar, tæringar, aldursbreytinga, breyting á lögun, litabreytingar eða vanrækslu.• Skemmdir sem ekki hafa áhrif á notkun tækis og eru í eðli sínu smávægilegar, svo sem rispur eða álíka tjón.• Rekstrarvörur, svo sem rafhlöður, ljósaperur, filmur, prenthausar eða blekhylki. • Tjóns sem hið tryggða tæki veldur (afleitt tjón/fylgitjón), hinsvegar eru bætur greiddar vegna tjóns á innihaldi ísskáps eða frystikistu og einnig á þvottavélum og þurrkurum, sem upp kemur innan eins árs frá kaupdegi. • Kostnaður vegna uppsetningar tækis eða taka það niður sem tengist tjóni.• Tjón sem er afleiðing vírusa, bilunar í hugbúnaði eða rangrar uppsetningar • Galli á Plasma eða LCD skjá þar sem lítið magn pixla hverfa og það gerist innan ábyrgðartíma framleiðanda og er innan viðmiðunarreglna eða vegna innbrenndrar myndar/mynda á skjáinn.• Í þeim tilvikum sem vara týnist og er ekki vegna innbrots inná heimili þitt, í sumarbústað eða á skrifstofu. Sjá lið 7.• Kostnaður vegna eðlilegs viðhalds, stillinga eða þjónustu eða tjóns sem orsakast vegna ofangreinds. • Tjón sem bætast eiga vegna ábyrgðar framleiðanda, annarra trygginga eða loforða af hálfu framleiðanda, birgja, smásala, viðgerðarmanns eða öðrum og er innifalið í kaupum og/eða þjónustu vegna hins tryggða tækis eða sem er skilyrt samkvæmt lögum, reglum eða með afhendingarskilmálum.

Tryggjandi er ekki ábyrgur vegna tjóns sem gæti komið upp vegna tafa á rannsókn hins tryggða tækis sem orsakast beinlínis eða óbeint vegna geisla frá kjarnorku, stríðs, fjandsamlegs verknaðar framandi valds, borgarastríðs, styrjaldar, byltingar, hryðjuverka, óeirða, uppreisna, borgarastyrjöld, eignaupptöku eða eyðileggingar af hálfu stjórnvalda eða yfirvalda.

7. SkilgreiningarMeð heimili, er átt við staðinn sem vátryggingartaki er skráður á samkvæmt Hagstofu Íslands.

Með sumarbústað, er átt við fastan dvalarstað, annan en heimili, en þó ekki hótel, gistiheimili eða sambærilegt. Með skrifstofu, er átt við vinnustað, skrifstofu, eða fastan íverustað þar sem vátryggingartaki vinnur hefðbundna vinnu.Með föstum dvalarstað er átt við hús eða sumarbústað byggðum á föstum, varanlegum grunni; sem dæmi eru engar tegundir bifreiða, tjaldvagna, vinnuskúra eða skýli, innifalin, né neinar tegundir báta, pramma né fleka.

Með innbroti er átt við að einhver, sem án leyfis, brýtur sér leið með afli inn í varanlegan dvalarstað eða skrifstofu. Ekki telst það bótaskyldur þjófnaður ef farið er inn í ólæsta fasteign og munum stolið. Læsingar skulu vera viðurkenndar útihurðalæsingar. Forsenda þess að tjón fáist bætt vegna innbrots, er að fyrir liggi lögregluskýrsla því til staðfestingar.

8. Krafa um aðgætniFylgja verður leiðbeiningum framleiðanda varðandi notkun, sam-setningu, uppsetningu, notkun, vernd og viðhald. Þegar þú skilur tækið eftir á heimili þínu, í sumarbústað eða á skrifstofu, verður þú að vera viss um að allar útihurðir og allir opnanlegir gluggar sem eru staðsettir lægra en fjórum metrum yfir jörðu, séu tryggilega lokaðir og læstir. Hurðir verða að vera tryggilega læstar með viðurkenndum útihurðalæsingum. Ekki má undir neinum kringumstæðum skilja lykil eftir í skráargati.

Hið tryggða tæki skal meðhöndlast af skynsamlegri aðgætni, til þess að forðast tjón eins og kostur er. Sem dæmi, ef tæki má ekki nota á svæðum þar sem augljós hætta er á tjóni, eða flytja tæki án viðeigandi umbúða.Skerðing eða niðurfelling bótaEf tryggingaskilmálar og skilyrði eða kröfu um aðgætni er ekki fylgt, skerðast bætur með sérstökum frádrætti, yfirleitt 50%, en bætur gætu fallið alfarið niður (100%).

9. BæturTryggingin greiðir fyrir eðlilegan viðgerðarkostnað sem framkvæmdur er af viðgerðaraðila viðurkenndum af ELKO, eða útskipti af varahlutum eða tækinu í heild með nýjum eða uppgerðum hlut sömu tegundar eða merkis eða, ef samskonar hlutir er ekki til, með samskonar hlut með sömu mögulegum tæknilegu eiginleikum. Tryggjandinn áskilur sér þann rétt að ákveða hvað sambærilegt tæki er. Tryggjandinn hefur einnig rétt til þess að ákveða hvenær skal gera við eða endurnýja með nýju tæki. Vátryggingartaki á ekki rétt á bótum í formi peningagreiðslu.

Miðað við núgildandi skilmála, á vátryggingataki ekki rétt á neinu bráðabirgðatæki á meðan viðgerð stendur.

Ekki eru reiknaðar neinar fyrningar eða afskriftir við uppgjör tjóns.Vátryggingatakinn ber ábyrgð á því að flytja eða greiða fyrir flutning á hinu skemmda tæki í næstu ELKO verslun. Sjá undantekningar fyrir heimaþjónustu hér fyrir neðan.

Heimaviðgerðir geta komið til greina fyrir tryggingatakann, ef stærð hins tryggða tækis er slík, að ósanngjarnt er að ætlast til þess af vátryggingartakinn flytji hið tryggða tæki til ELKO. Heimaviðgerðir þykja sanngjarnar, ef tækið vegur yfir 20 kg eða sjónvörp sem eru með skjá stærri en 32” og að næsta þjónustuverkstæði er lengra í burtu en 50 km. Tryggingarfélagið áskilur sér rétt til þess að ákveða hvenær fallist er á heimaviðgerð.

TRYGGINGASKILMÁLAR OG KRÖFUR – Skilmálar og kröfur vegna viðbótartryggingar, ICHC2010:1. Gildir frá og með 1. maí, 2015.

VIÐBÓTARTRYGGING

Page 7: Tryggingarbæklingur ELKO

Vátryggingatakinn skal alltaf biðja um leyfi frá tryggingafélaginu áður en þjónusta eða viðgerð er ákveðin.

10. TryggingatímiTryggingatími hefst á kaupdegi og lýkur við eyðileggingu tækis eða vegna þjófnaðar við innbrot, þó ekki í neinum tilvikum seinna en við lok gildistíma samkvæmt tryggingaskírteininu. Tryggingin fellur úr gildi þegar tryggingartíma þess lýkur.

Tryggingatímabilið eru tólf (12) mánuðir og heildar tryggingatíminn getur ekki orðið lengri en fimm (5) ár.Samkvæmt tryggingaskilmálunum, er tryggingatímabilið fyrir farsíma sex (6) eða tólf (12) mánuðir.

Tryggingunni má segja upp hvenær sem er innan þrjátíu (30) daga frá kaupdegi, þá skal iðgjaldið endurgreitt að fullu. Uppsögn skal alltaf eiga sér stað innan mánaðar frá kaupdegi og skal alltaf fara fram í sömu verslun og tryggingin var keypt.

11. IðgjöldIðgjöld skulu greidd fyrirfram, og ekki síðar en þegar vörurnar eru afhentar. Tryggingaupphæðin kemur fram á kaupnótunni.

12. TjónEf um er að ræða tjón eða innbrot, vinsamlegast hafið samband við þjónustuver Tryggingamiðlunar Íslands í síma 414 6671. Utan skrif-stofutíma, vinsamlegast fyllið út skýrslu á www.elko.is eða www.tmi.is.Við innbrot, skal tilkynna þjófnað til lögreglu á því svæði sem tjónið varð og lögregluskýrsla þarf að fylgja ásamt tilkynningu um tjónið.

13. Almenn ákvæðiEf vátryggingataki hefur aðra tryggingu sem bætir sams konar áhættu, getur hann valið hvaða tryggingar hann notar til að sækja bætur, þar til vátryggingataki hefur fengið þær heildarbætur sem hann á rétt á. Þetta takmarkast að því leyti sem er útskýrt í lið 9 hér fyrir ofan umfram það sem nemur fullu andvirði hins tryggða hlutar. Vátryggingataki á ekki rétt á bótum fyrir sama tækið frá fleiru en einu tryggingafyrirtæki

Verði vátryggingataki uppvís að því við uppgjör tjóns að gefa rangar eða ónákvæmar upplýsingar sem gætu valdið því að hann fær bætur sem hann ætti annars ekki að fá, eða hann hefur ekki uppfyllt kröfur samkvæmt 8. og 12. grein, missir vátryggingataki bótarétt sinn og fyrirgerir rétti sínum til bóta vegna annarra trygginga vegna sama máls, sbr. lög um vátryggingasamninga § 47. (samkvæmt íslenskum vátryggingasamningum nr. 30/2004).

Ef bætur eru greiddir í formi nýs tækis, mun tryggingin falla niður með gamla tækinu. Iðgjaldið mun ekki vera endurgreitt né neinn hluti þess. Ekki er hægt að færa gömlu trygginguna yfir á nýja tækið. Ef bætur eru greiddar í formi nýrrar vöru, verður hið tjónaða tæki eign vátryggjandans. Engar bætur eru greiddar fyrir tjón sem hægt er að rekja til kjarnorku, stríðs, ófriðar, borgarastyrjaldar, byltingar, hryðju-verka, uppreisnar, eignaupptöku eða eyðileggingu á eignum hins tryggða vegna aðgerða stjórnvalda. Tryggjandinn ber ekki ábyrgð á tjóni sem verður vegna seinkunar á tjóns-uppgjöri sökum þess sem nefnt er hér að framan eða vegna vinnudeilna.Þegar tryggjandinn bætir tjón, afsalar vátryggingatakinn réttinum til tryggjandans til að krefjast bóta frá þeim er olli tjóninu. Ef vátryggingataki afsalar sér, eftir að tjón verður, rétti til að krefjast bóta frá öðrum samkvæmt samningi, ábyrgð eða fellur frá endurkröfurétti, takmarkast bótaskylda tryggingarsala að sama skapi. Þá skal endurgreiða tryggingasala það sem bætt var vegna tryggingarinnar.

Bótaréttur fellur niður hafi bótakrafan ekki verið send innan eins árs eftir að vátryggingataki hefur fengið vitneskju um ástæður að baki kröfunni, samanber lög um vátryggingasamninga (nr. 30/2004).Kröfur tryggingataka á hendur tryggjanda fyrnast eftir fjögur ár sbr § 52. grein laga um vátryggingasamninga nr. 30/2004.

Fresturinn hefst við lok þess almanaksárs sem vátryggingataki fékk eða hefði átt að útvega sér nauðsynlegra upplýsinga um þau atvik sem hann byggir kröfu sína á. Krafan fyrnist í síðasta lagi tíu (10) árum eftir lok þess almanaksárs sem tjónstilfellið kom upp, sbr. lög um vátryggingasamninga.Hafni tryggingafélagið bótakröfunni alveg eða að hluta til, missir vátryggingartaki bótarétt sinn nema hann höfði mál gegn tryggjanda, sbr. Lög um vátryggingarsamninga, innan eins árs eftir að vátryggingartaki fékk skriflega tilkynningu um höfnun bótakröfu.Nánari upplýsingar fást gegnum tjónadeild Tryggingamiðlunar Íslands, Síðumúla 21, 108 Reykjavík.

14. Lög um persónuvernd Tryggingamiðlun Íslands ehf. meðhöndlar persónuupplýsingar samkvæmt lögum nr. 77/2000 og tilheyrandi reglugerðum. Utanumhald varðandi persónuupplýsingar hjá Moderna Försäkringar og aðrar upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að koma á tryggingu m.a. til að afgreiða hugsanleg tjón eru skráðar og meðhöndlaðar af fyrirtækinu.

Persónuupplýsingarnar mynda auk þess grunn fyrir markaðs- og við-skiptagreiningu, þróun viðskipta og aðferða, tölfræði og áhættumeðferð, markaðssetningu og þjónustu tryggjandans að öðru leyti.Áskilinn er réttur til að láta yfirvöldum í té persónuupplýsingar í þar tilgreindum tilgangi, en einnig ef þau óska þess.

Vátryggingataki á rétt á að fá upplýsingar um það hvaða persónu-upplýsingar tryggjandinn hefur undir höndum. Ósk um það skal vera skrifleg og sendast til: Moderna Försäkringar v.t. Tryggingamiðlun Íslands ehf. Fyrirspurnir varðandi meðferð persónuupplýsinga má senda til hins ábyrga aðila.

15. Lög um tryggingasamningaAð öðru leyti gilda um þessa tryggingu lög nr. 30/2004, um vátryggingasamninga. Íslensk lög gilda um vátryggingasamninginn og er varnaþing í Reykjavík. Standi tryggingasali ekki við skuldbindingar sínar samkvæmt samningum, getur vátryggingataki sent formlega kröfu til Tryggingamiðlunar Íslands ehf., Síðumúla 21, 108 Reykjavík, þar sem gert er grein fyrir málinu og farið fram á álit. Einnig má skjóta ágreiningsmálum til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, sem hýst er hjá FME, Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík.

Vátryggingataki getur einnig sótt rétt sinn með því að höfða mál gegn tryggjanda fyrir almennum dómstóli.

Tryggjandi er:Moderna Försäkringar(516403-8662) Box 7830, Birger Jarlsgatan 43, 103 98 Stockholm, SverigeModerna Försäkringar útibú frá Tryg Forsikring A/S Erhvervs og Selskabsstyrelsen, CVR-númer. 24260666, Klausdalsbrovej 601, 2750 Ballerup, Danmark

Milligöngu um trygginguna annast:Tryggingamiðlun Íslands ehf.Síðumúli 21108 Reykjavík.

Ef tjón verður, vinsamlegast hringið í síma 414 6671. Afgreiðslutími: Alla virka daga frá mánudegi-föstudags frá kl. 9-17

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.elko.is eða www.tmi.is þar sem einnig er hægt að skrá tjónstilkynningar allan sólarhringinn alla daga vikunnar.

AUKIÐ ÖRYGGI FYRIR ÞIG

Page 8: Tryggingarbæklingur ELKO

Verði tjón hringið í síma

414 6671Opið virka daga 09.00-17.00

Einnig er hægt að lesa meira um trygginguna og tilkynna um tjón á www.tmi.is og elko.is