Útifundur á Valhúsahæð 9. júní...

6
1 Útifundur á Valhúsahæð 9. júní 2016 Fundurinn byrjaði í listaskála þar sem Grænfáninn okkar var lagður yfir fundarborðið. Rætt var um af hverju við megum nota Grænfánann og um verkefnið; „Grænu lögguna“. Eftir umræður fóru allir í útifötin og var fyrsta verkefnið að draga Grænfánann að húni, það var örlítil gola svo að fáninn blakti lítillega. Næst var staldrað við skjöldinn góða við húsvegginn en hann kemur í stað fánans sem slitnar illa vegna veðurs og vinda, þess vegna er fáninn aðeins notaður við einstök tækifæri. Þá var arkað af stað sem leið lá upp að Valhúsahæð og byrjað á að tylla sér á bekk við kirkjuna og spjalla saman um næsta verkefni ferðarinnar, sem var að taka myndir. Gústaf Adólf, Martin Lúkas, Alexander Rúnar, Soffía Helen, Elín Svava og Alexander Rafn

Transcript of Útifundur á Valhúsahæð 9. júní...

Page 1: Útifundur á Valhúsahæð 9. júní 2016leikskoli.seltjarnarnes.is/media/leikskolar/09.06.2016.pdf · Snillingarnir fóru síðan hvert á sína deild, vonandi örlítið fróðari

1

Útifundur á Valhúsahæð 9. júní 2016

Fundurinn byrjaði í listaskála þar sem Grænfáninn okkar var lagður yfir fundarborðið. Rætt

var um af hverju við megum nota Grænfánann og um verkefnið; „Grænu lögguna“.

Eftir umræður fóru allir í útifötin og var

fyrsta verkefnið að draga Grænfánann

að húni, það var örlítil gola svo að

fáninn blakti lítillega. Næst var

staldrað við skjöldinn góða við

húsvegginn en hann kemur í stað

fánans sem slitnar illa vegna veðurs og

vinda, þess vegna er fáninn aðeins

notaður við einstök tækifæri.

Þá var arkað af stað sem leið lá upp að Valhúsahæð og byrjað á að tylla sér á bekk við

kirkjuna og spjalla saman um næsta verkefni ferðarinnar, sem var að taka myndir.

Gústaf Adólf, Martin Lúkas, Alexander Rúnar, Soffía Helen, Elín Svava og Alexander Rafn

Page 2: Útifundur á Valhúsahæð 9. júní 2016leikskoli.seltjarnarnes.is/media/leikskolar/09.06.2016.pdf · Snillingarnir fóru síðan hvert á sína deild, vonandi örlítið fróðari

2

Börnin fengu það verkefni að taka myndir af því sem tilheyrir náttúrunni og einnig af því

sem ekki á þar heima. Það var mjög mikill spenningur að fá að taka myndir alveg sjálf og

heilmikil umræða um hvað væri náttúra og hvað ekki. Sjá má afraksturinn á næstu síðum.

Engin vafi var á því hvað

tilheyrir náttúrunni

Efnilegir ljósmyndarar þarna á

ferð

............og áhugasamir

Page 3: Útifundur á Valhúsahæð 9. júní 2016leikskoli.seltjarnarnes.is/media/leikskolar/09.06.2016.pdf · Snillingarnir fóru síðan hvert á sína deild, vonandi örlítið fróðari

3

............flugurnar vöktu eftirtekt, reynt

var að ná fiðrildi á filmu en því miður

flögraði það of ört á milli blómana að ekki

tókst ætlunarverkið.........

Þessi járnstöng var

pikkföst í jörðinni og

þótti mikilvægt

myndaefni.........

Page 4: Útifundur á Valhúsahæð 9. júní 2016leikskoli.seltjarnarnes.is/media/leikskolar/09.06.2016.pdf · Snillingarnir fóru síðan hvert á sína deild, vonandi örlítið fróðari

4

....einnig listaverkið,

Trúarbrögðin, eftir Ásmund

Sveinsson, sem er víst búið

til úr ýmsum efnum sem

finnast í jörðinni........

Nokkuð er um moldargjótur á

hæðinni og þótti upplagt að taka

mynd af einni slíkri, sem er svo

sannarlega náttúran sjálf...

.......hundasúruna þekktu

flestir, en engin hafði

áhuga á að bragða á henni.

Page 5: Útifundur á Valhúsahæð 9. júní 2016leikskoli.seltjarnarnes.is/media/leikskolar/09.06.2016.pdf · Snillingarnir fóru síðan hvert á sína deild, vonandi örlítið fróðari

5

Við ræddum um hve

slæmt það væri t.d.

fyrir fuglana að henda

plasti og gleri í

náttúruna, hvað ef

þau myndu éta það?

Nokkur dæmi um það sem

fannst á víðavangi sem telst

vera rusl, en það fer

minnkandi enda hafa hópar

sem á undan hafa farið á

vettvang náð að snyrta til.

Page 6: Útifundur á Valhúsahæð 9. júní 2016leikskoli.seltjarnarnes.is/media/leikskolar/09.06.2016.pdf · Snillingarnir fóru síðan hvert á sína deild, vonandi örlítið fróðari

6

Næsta verkefni var AÐ NJÓTA

Eftir næringu sem var heilsusafi í fernu, bananabiti og/eða nokkrar rúsínur, settumst við

saman. Sátum og spjölluðum um ýmislegt eins og t.d. hvað það er að njóta?

Allir fundu sér góða stöðu, lokuðu augunum og hlustuðu. Við heyrðum ýmis hljóð s.s. köll

í krökkum sem voru að spila fótbolta, hljóðið í vindinum, vélarhljóð í bíl, flugvélagný,

högg (sennilega frá nýbyggingunni) og síðast en ekki síst ýmis fuglahljóð.

Heyrst hafði af sandhrúgu sem er rétt við fótboltavöllinn og var eindregin ósk um að

staldra þar við. Börnin léku sér flest dágóða stund í mjúka sandinum sem gaf tækifæri á að

njóta þess að vera á „tásunum“. Aðrir léku sér með grjóthnullunga og/eða sátu og

spjölluðu um lífið og tilveruna.

Eftir viðkomu á leiksvæðinu við Mýrarhúsaskóla, þar sem allir reyndu við nýstárleg og

krefjandi leiktæki, var stefnan tekin á leikskólann, þar sem síðasta verkefni ferðarinnar

lauk með því að skila tómum drykkjarfernum, plaströrum og bananahýðum í þar til gerð

ílát til endurvinnslu.

Síðustu fyrirmæli dagsins voru að allir ættu að þvo sér rækilega um hendurnar sem og þau

gerðu.

Snillingarnir fóru síðan hvert á sína deild, vonandi örlítið fróðari um mikilvægi þess að

ganga vel um landið okkar.

Skráð af Önnu H.