Skólanámskrá Austurborgar Síða 2³lanámskrá_Austurborgar.pdf · Putaland 2-3 ára börn...

32

Transcript of Skólanámskrá Austurborgar Síða 2³lanámskrá_Austurborgar.pdf · Putaland 2-3 ára börn...

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 2

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 3

    Efnisyfirlit

    SKÓLANÁMSKRÁ AUSTURBORGAR .................................................................................................................. 4

    LEIKSKÓLINN AUSTURBORG ............................................................................................................................. 5

    LEIÐARLJÓS AUSTURBORGAR ........................................................................................................................... 6

    NÁM Í LEIKSKÓLA ............................................................................................................................................. 7

    NÁM OG LEIKUR ...................................................................................................................................................... 7

    NÁM Í DAGLEGU LÍFI ................................................................................................................................................. 8

    NÁMSUMHVERFI ................................................................................................................................................... 11

    GRUNNÞÆTTIR MENNTUNAR ......................................................................................................................... 12

    UPPELDISSTEFNA AUSTURBORGAR ................................................................................................................ 14

    STARF Í ANDA REGGIO EMILIA .................................................................................................................................. 15

    UMHVERFISMENNT ................................................................................................................................................ 16

    BARNASÁTTMÁLI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA ................................................................................................................... 16

    ÚTIKENNSLA ......................................................................................................................................................... 16

    UPPELDISSTEFNA ................................................................................................................................................... 17

    NÁMSSVIÐ LEIKSKÓLA .................................................................................................................................... 18

    LÆSI OG SAMSKIPTI ................................................................................................................................................ 19

    HEILBRIGÐI OG VELLÍÐAN ......................................................................................................................................... 20

    SJÁLFBÆRNI OG VÍSINDI ........................................................................................................................................... 21

    SKÖPUN OG MENNING ............................................................................................................................................ 21

    HEFÐIR OG HÁTÍÐIR ....................................................................................................................................... 23

    TENGSL SKÓLASTIGA ............................................................................................................................................... 26

    SAMSTARFSAÐILAR ................................................................................................................................................. 28

    MAT Á STARFI ................................................................................................................................................ 29

    INNRA MAT ........................................................................................................................................................... 29

    YTRA MAT ............................................................................................................................................................ 29

    STOÐÞJÓNUSTA ............................................................................................................................................. 30

    ÖRYGGISMÁL ................................................................................................................................................. 31

    SLYS .................................................................................................................................................................... 31

    ÖRYGGISHRINGURINN ............................................................................................................................................. 31

    ÖRYGGISTRÚNAÐARMENN. ...................................................................................................................................... 31

    ÁFALLARÁÐ .......................................................................................................................................................... 32

    Í LEIKSKÓLANUM ER ÁFALLARÁÐ SEM SAMAN STENDUR AF LEIKSKÓLASTJÓRA, AÐSTOÐARLEIKSKÓLASTJÓRA, KENNARA OG

    SÓKNARPRESTI. SAMRÁÐ ER HAFT VIÐ AÐSTANDENDUR UM AÐKOMU SÓKNARPRESTS AÐ HVERJU MÁLI FYRIR SIG. HLUTVERK

    RÁÐSINS ER AÐ VERA TIL AÐSTOÐAR VIÐ AÐ MÆTA ÞEIM ÁFÖLLUM SEM NEMENDUR, AÐSTANDENDUR OG/EÐA KENNARAR VERÐA

    FYRIR. .................................................................................................................................................................. 32

    VIÐBRAGÐSÁÆTLUN ............................................................................................................................................... 32

    BRUNAÆFINGAR .................................................................................................................................................... 32

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 4

    1. Skólanámskrá Austurborgar Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla frá 2011 sem gefin er út af menntamálaráðuneytinu, skal

    sérhver leikskóli móta sína eigin skólanámskrá. Námskráin á að vera skrifleg og aðgengileg

    öllum þeim sem málið varðar. Þar skal gera grein fyrir hvernig leikskólinn hyggst vinna að

    þeim markmiðum sem aðalnámskrá leikskóla setur, hvaða leiðir verða farnar og hvernig

    staðið er að mati. Jafnframt skal fjallað um þau gildi sem starf leikskólans byggist á og þær

    hugmyndafræðilegu áherslur sem tekið er mið af. Í skólanámskrá eiga einnig að koma fram

    þær áherslur og leiðir sem leikskólinn hefur ákveðið að fara í samskiptum við börn, starfsfólk,

    foreldra og nærsamfélagið.

    Skólanámskrá á að vera lifandi og í stöðugri endurskoðun. Hún skal taka mið af áhuga barna

    og sjónarmiðum og skal unnin í samvinnu leikskólakennara, annars starfsfólks, barna og

    foreldra. Skólanámskráin er eins konar sáttmáli um uppeldi og nám í leikskólanum.

    Í nýrri aðalnámskrá er birt ný menntastefna sem á við um öll skólastig og hefur það markmið

    að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í

    framtíðinni. Leikskólastarf byggir á lögum um leikskóla þar sem lögð er áhersla á gildi

    leiksins. Leikskólar útfæra sjálfir í skólanámskrá hvernig þeir vinna með hæfnisþætti í

    samræmi við aldur og þroska barna. Miða skal við námssvið leikskóla sem eru: Læsi og

    samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menning.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 5

    2. Leikskólinn Austurborg

    Leikskólinn Austurborg er við Háaleitisbraut 70 og er rekinn af Reykjavíkurborg.

    Reykjavíkurborg er rekstraraðili leikskólans og sér til þess að hann starfi samkvæmt lögum,

    reglugerðum og aðalnámskrá leikskóla.

    Leikskólinn tók til starfa 1. júlí 1974, hann er fjögurra deilda með 100 börn samtímis og

    mælist 873 m2. Fjöldi starfsmanna fer eftir aldri og viðveru barnanna hverju sinni.

    Skólinn er fjögra deilda og skiptast deildarnar:

    Putaland 2-3 ára börn

    Bangsaland 3-4 ára börn

    Ólátagarður 4-5 ára börn

    Kattholt 5-6 ára börn

    Við erum með útisvæði sem nýtist vel fyrir leiki og ýmiskonar útileikföng eins og hjól og

    snjóþotur. Leikskólinn er miðsvæðis, staðsettur nálægt helstu samgönguæðum borgarinnar

    og því auðvelt að ferðast með börnin um borgina.

    Dvalartímar

    Opnunartími leikskólans er frá 7:30-17:00 alla virka

    daga. Dvalartími barnanna er misjafn frá 6-9 tímum

    og sækja foreldrar um viðverutíma barna sinna á

    rafrænni Reykjavík. Einnig fara allar breytingar á

    dvalatíma barnanna þar í gegn og reynir

    leikskólastjóri að koma til móts við þarfir foreldra.

    Lögð er áhersla á að dvalartími barna sé virtur þar

    sem vinnutími starfsmanna fer eftir fjölda barna hverju

    sinni.

    Þjónustumiðstöð Laugardals og Háleiti, Efstaleiti 1 er Ráðgjafar- og Þjónustumiðstöðin okkar

    og þangað sækjum við sérhæfða ráðgjöf og stuðningsþjónustu. Leikskólaráðgjafar starfa á

    Skóla og frístundasviði í Borgartúni 14-16.

    Trúnaður

    Allt starfsfólk Austurborgar er bundið þagnarskyldu um alla þá vitneskju sem það fær í starfi

    um málefni barna og foreldra leikskólans. Þagnarskyldan helst þó að starfsmaður láti af

    störfum. Gagnkvæmur trúnaður er mikilvægur öllum og eykur traust

    innan leikskólans. Myndir sem foreldrar taka á viðburðum skólans á

    ekki að birta á samfélagsmiðlum, heldur vera til einkanota.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 6

    3. Leiðarljós Austurborgar

    Vil, get og kann eru einkunnarorð skólans og höfum við

    þau sem leiðarljós í öllu starfi Austurborgar. Að okkar

    mati eru börn góð, virk, áhugasöm og forvitin og teljum

    að öll börn vilji, geti og kunni ef þau fá tækifæri til. Við

    notum opnar spurningar svo börnin fái tækifæri til að

    uppgötva heiminn sem mest á eigin forsendum. Við

    leggjum einnig áherslu á jákvæða hvatningu til að stuðla

    að auknu sjálfstæði og sjálfsöryggi í gegnum leikinn.

    Börnin eru hvött til að rannsaka umhverfið sitt og nýta

    öll tjáningarform sín. Í öllu starfi okkar er leitast við að

    nota eins mikið val og kostur er því

    það gefur barni

    möguleika á að efla

    skilning á eigin ábyrgð og getu. Við höfum verið í miklum

    tengslum við umhverfi skólans og samfélagið allt til því

    við teljum það auka víðsýni og upplifun barnanna að

    fræðast um nærumhverfi sitt, svo sem heimsóknir á

    elliheimilið, bókasafnið, hin ýmsu söfn og viðburði.

    Umhverfi Austurborgar er sveigjanlegt. Við lítum svo á að umhverfið eigi að mótast af þeim

    börnum sem í skólanum eru hverju sinni og leyfum okkur að horfa á barnið sem er hér og nú.

    Í umhverfinu innan veggja leikskólans birtist menning hans og fyrir hvað hann stendur.

    Austurborg er leikskóli í stöðugri þróun, þar sem börn og fullorðnir eru í góðu sambandi

    hvert við annað þar sem rík áhersla er lögð á samvinnu milli foreldra, kennara og barna.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 7

    4. Nám í leikskóla

    4.1 Nám og leikur

    Leikur er órjúfanlegur þáttur bernskuáranna og þungamiðja leikskólastarfsins. Leikur er

    sjálfsprottinn, börnum eðlislægur og er meginnámsleið barna (Aðalnámskrá leikskóla 2011).

    Í bernsku afla börnin sér þekkingar í gegnum leik.

    Gegnum hann læra börnin að umgangast önnur

    börn, vinna saman, sýna tillitssemi og umhyggju. Þar

    taka börn þátt í lýðræðislegum athöfnum þegar þau

    setja fram eigin hugmyndir og virða sjónarmið

    annarra. Í frjálsum leik lærir barnið að skapa með

    eigin hugarheimi, það tekur ákvarðanir á eigin

    forsendum og lærir að leita lausna. Leikurinn er

    mikilvægasta tjáningarform barnsins og ýtir undir sköpunarþörf og þroskar athyglisgáfu þess.

    Í Austurborg leggjum við áherslu á að vinna með óhefðbundinn og opinn efnivið. Örva áhuga

    barnsins með því að hvetja það til að gera tilraunir og finna lausnir. Leikurinn er tæki

    barnsins til að takast á við áföll og gleði lífsins um leið og hann losar um orku. Hann er

    grunnur fyrir allt frekara nám og flettast því inn í allt leikskólastarfið.

    Hlutverk kennarans er að taka þátt í leik barnanna, vera til staðar og grípa inn í og leiðbeina.

    Hlutverk leikskólans er að styðja við nám barna í gegnum leik á sem fjölbreyttastan hátt, ætla

    leiknum tíma og rými í samfellu við aðra þætti leikskólastarfsins. Leikurinn er hornsteinn

    leikskólastarfsins og kennsluaðferð kennarans. Hann kallar á félagsleg samskipti, notkun

    tungumálsins, tilfinningatengsl, áræðni, hreyfingu og hugmyndaflug.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 8

    Könnunarleikurinn er hluti af námsumhverfi yngstu barnanna. Þar leika börnin sér með

    óhefðbundin efnivið, rannsaka og gera tilraunir með t.d. hljóð, lögun, áferð og eiginleika

    hluta. Könnunarleikurinn getur staðið í allt að 45 mínútur en þriðjungur af tímanum felst í því

    að taka saman. Tíminn sem fer í tiltektina ,er jafn mikilvægur og leikurinn sjálfur og er hluti af

    leiknum. Markmið með könnunarleiknum er að gefa börnunum tækifæri til að auka reynslu

    sína og virkja áhugahvöt með efnivið sem hvetur þau til að skoða, prófa og kanna eiginleika

    þeirra.

    Könnunaraðferðin er að dýpka skilning og þekkingu

    barnanna á ákveðnu efni á þeirra forsendum.

    Fyrst er kannað og skráð niður hvað börnin vita

    um efnið og hvar áhugasvið þeirra liggur.

    Verkefnið er unnið á þann hátt að það getur

    tekið á sig ýmsar myndir og aldrei að vita hvert

    við stefnum fyrirfram í hverju verkefni.

    Verkefnin vara í mislangan tíma eftir áhuga

    barnanna. Könnunaraðferðin er góð leið til að styrkja

    félagslega færni þar sem unnið er í hópavinnu með

    samræðum, deila upplýsingum og reynslu og komast að samkomulagi. Kennarar gera síðan

    viðfangsefnið sýnilegt fyrir foreldum og börnum.

    4.2 Nám í daglegu lífi

    Allt starf skólans felur í sér viðamikið og samþætt nám, hvort sem það eru matartímar,

    salernisferðir eða markviss þekkingaröflun í gegnum leik og með leiðbeiningu kennara. Börn

    uppgötva og læra af öllu sem þau gera og taka sér fyrir hendur í leik og námi.

    Heilmikið nám á sér stað í daglegu lífi leikskólans. Þegar

    talað er um daglegt líf, þá eru það stundir þegar börnin

    eru að mæta í leikskólann, matartíma, hreinlætisvenjur,

    að klæða sig í og úr fyrir útiveru, hvíldartími,

    samverustundir og kveðjan í lok dags. Allar þessar

    venjur eru fastir liðir í skipulaginu. Í Austurborg leggjum

    við áherslu á að efla sjálfshjálp og sjálfstæði barna í

    daglegu lífi og hvetjum þau áfram til sjálfshjálpar eins

    og þroski þeirra leyfir. Að líkamleg og andleg umönnun sé veitt af hlýhug og af

    ábyrgðarkennd svo það leiði til trúnaðartrausts og tilfinningatengsla. Hlutverk kennarans er

    að veita umönnun, vera til staðar, leiðbeina, hvetja, setja orð á athafnir og vera góð

    fyrirmynd.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 9

    Að taka á móti börnum og foreldrum

    Að byrja í leikskóla er stórt skref fyrir barn og foreldra þess og því mikilvægt að vel takist til

    með alla aðlögun. Hér er lagður hornsteinn að öryggi barnsins og samstarfi heimilis og skóla.

    Lykilatriði í aðlögun barns er því góð samvinna milli foreldra og starfsfólks. Þar verða báðir

    aðilar að átta sig á þeirri breytingu sem það hefur í för með sér fyrir barn að aðlagast nýjum

    aðstæðum og hversu mikilvægt það er að vel takist til ? Í Austurborg leggjum við áherslu á

    að taka vel á móti börnunum og foreldum þegar þau koma í leikskólann og viljum að börnin

    finni fyrir öryggi og að nærvera þeirra skipti(r) máli. Á sama hátt sköpum við skemmtilega

    stund í lok dagsins svo börnin fari sátt heim og hlakki til að koma aftur í leikskólann.

    Aðlögun

    Áður en barn byrjar í leikskólanum er foreldrum boðið á fund

    þar sem farið er yfir dvalarsamninginn og aðrar upplýsingar

    sem varða leikskóladvöl barnsins. Foreldrar hitta síðan

    leikskólastjóra/aðstoðarleikskólastjóra í salnum í hádeginu á

    öðrum eða þriðja degi aðlögunar. Þar verður leikskólastarfið

    kynnt nánar og spurningum svarað. Deildarstjóri boðar

    foreldra í viðtali á meðan á aðlögun barnsins stendur til að

    fá ítarlegri upplýsingar um barnið.

    Þátttökuaðlögun er notuð og byggist hún m.a. á þeirri trú að

    foreldrar yfirfæri eigin öryggiskennd og forvitni í þessum nýju

    aðstæðum á börnin sín. Með því að foreldrar séu

    þátttakendur frá fyrsta degi aðlögunar öðlist þeir öryggi um daglegt líf í leikskólanum og það

    nám sem þar fer fram. Foreldrar kynnast kennurunum, öðrum börnum og foreldrum.

    Hugmyndafræðin á bak við þátttökuaðlögun er Öruggir foreldrar = örugg börn

    Hreinlæti

    Lögð er áhersla á að börnin tileinki sér almennar hreinlætisvenjur og þroski með sér heilbrigt

    og jákvætt viðhorf til líkamans. Salernisferðir eru reglulegar þar til börnin ná sjálf tökum á

    þeim. Rík áhersla er lögð á að börnin þvoi hendur og þurrki eftir

    bæði salernisferðir og fyrir matmálstíma. Við ræðum

    einnig við börnin um hreinlæti, líkamann og klæðnað og

    hvetjum þau til að hjálpa sér sjálf og hvert öðru.

    Kennarar leggja sig fram um að sinna þörfum barnanna

    af hlýju og nærgætni og vera í góðu sambandi við

    foreldra um hreinlætisþjálfun þeirra. Unnið er

    samkvæmt hreinlætisáætlun leikskólasviðs.

    https://www.yumpu.com/is/document/view/27093649/hreinlaetisaaetlun-leikskola-reykjavik

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 10

    Matartímar

    Í Austurborg er lögð áhersla á ánægjulega

    samveru barna og kennara um leið og mikið nám

    fer fram. Málörvun á sér stað þegar börn og

    kennarar spjalla saman og hlusta hvert á annað.

    Börnin æfa fínhreyfingar um leið og þau læra að

    nota hnífapör og áhöld við að skammta sér sjálf á

    diskinn. Þau taka þátt í undirbúningi máltíða og

    ganga frá eftir sig. Börnin læra að smakka allan

    mat auk þess að læra almenna borðsiði. Í

    leikskólanum er boðið upp á þrjár máltíðir á dag

    þ.e. morgunmat, hádegismat, og síðdegishressingu.

    Hvíld

    Nægjanlegur og reglulegur svefn og góð hvíld er öllum

    börnum nauðsynleg, ekki síst fyrstu ár ævinnar þegar

    vöxtur og þroski er hvað örastur. Svefn- og hvíldartímar eru

    því nauðsynlegir í leikskólanum til að tryggja andlega og

    líkamlega vellíðan barnanna. Eftir hádegismat er hvíld á

    Ólátagarði, Bangsalandi og Putalandi. Ólátagarður skiptir

    hvíldinni í tvennt. Annars vegar börn sem þurfa að sofa og hins vegar

    þau börn sem hvílast við tónlist eða hlusta á sögu. Á Bangsalandi og Putalandi sofa börnin

    mismikið eða í samráði við foreldra. Börnin eiga sinn fasta hvíldarstað (sérstaklega yngstu

    börnin) og haft er í huga að sum börn þurfa meiri nálægð við fullorðna en önnur. Lögð er

    áhersla á að eiga rólega og notalega stund saman.

    Fataherbergi

    Lögð er áhersla á sjálfshjálp. Börnin læra

    smám saman að klæða sig úr og í og að ganga

    snyrtilega frá fatnaði sínum ásamt því að

    hjálpa hvert öðru. Mikil umræða fer þar fram

    um fatnað, líkamann, heilsuna, veðrið og

    hvernig á að ganga frá. Í fataherberginu fer

    fram mikið nám um hugtök, fjölda, liti o.fl.

    Við gefum börnunum góðan tíma til að klæða

    sig úr og í.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 11

    Útivera

    Við leggjum áherslu á að börnin fari út a.m.k. einu sinni á dag. Ef veður er slæmt þá klæðum

    við okkur vel og erum bara styttra úti þann daginn. Í útiverunni er allt leiksvæðið í boði og

    ímyndunarafl barnsins fær að njóta sín. Kennarar af öllum deildum eru úti með börnunum

    og taka þátt í að örva og hvetja þau til leikja, bæði sjálfsprottinna og skipulagðra.

    Umgengni

    Hæfni til samskipta er grundvöllur þess að lifa, starfa og leika sér með öðrum í sátt og

    samlyndi. Hún er nauðsynleg svo að öll börn fái að njóta sín í samskiptum og læra að taka

    tillit til annarra. Mikilvægur þáttur í daglegu lífi barna er umgengni og frágangur og tengist

    það því að bera virðingu fyrir eigin eigum og annarra. Í Austurborg er lögð árhersla á að börn

    taki þátt í að ganga frá leikefni og efniviði með aðstoð kennara og er það stór þáttur í

    sjálfbærni þeirra

    Samverustundir

    Samverustundir eru á öllum deildum á hverjum degi

    en tímasetning þeirra getur verið misjöfn á milli

    deilda. Þar eru lesnar sögur, sungið, farið í ýmsa leiki

    og spjallað saman. Áhersla er lögð á að allir taki þátt

    og njóti samverunar en skipulag hennar tekur mið af

    þroska og þörfum barna s.s hópaskiptinar og

    viðfangsefni.

    4.3 Námsumhverfi

    Námsumhverfi leikskólans byggir á aðstöðu hans bæði inni og úti. Við lítum svo á að

    umhverfið sé þriðji kennarinn og því mikilvægt að virkja umhverfið sem best til að mæta

    námsþörfum barna og fullorðinna. Leitast er við að skipta svæðum deilda/ leikskólans þannig

    að það mæti þörfum barna og að svigrúm skapist fyrir leik í stærri og smærri hópum.

    Mikilvægt er að leikskilyrði hæfi þroska hvers og eins.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 12

    Deildir og sameiginleg svæði leikskólans eru skipulögð þannig að hver deild gengur að sínu

    svæði ákveðna daga og skipuleggur starfið út frá því. Skipulagt hópastarf er í skólanum og

    þá er hver hópur með sínum hópstjóra í leik og starfi. Valstundir ramma inn frjálsa leikinn og

    með valinu nýtist leikumhverfi deildar betur. Í valinu er búið að ákveða hversu mörg börn

    geta verið á ákveðnum svæðum en leik- og efniviður tekur mið af áhuga og getu barnanna.

    Skólalóðin okkar er stór og býður uppá fjölbreytni með hæðóttu landslagi og góðum

    leiktækjum. Leikskólinn er staðsettur miðsvæðis í borginni og er í alfaraleið þannig að gott

    aðgengi er að ferðast um alla borg. Námsumhverfi skólans nær út fyrir leikskólalóðina þar

    sem fullt er af tækifærum til upplifunar og leiks.

    Í nær umhverfi skólans er; Háaleitisskóli, Kringlubókasafn, Öskjuhlíð, Svartiskógur í Fossvogi,

    Nauthólsvík.

    Fyrir framan skólann er gróið tún með trjáþyrpingu sem við notum allt árið til að fræðast um

    náttúruna s.s. veðráttuna, trén, blóm, fugla o.fl. Útinám er mikilvægt ferli í námi skólans sem

    við erum að tileinka okkur til að fræða og kenna.

    5. Grunnþættir menntunar

    Grunnþættirnir snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn

    og ungmenni læri að byggja upp andlega og líkamlega færni til að bjarga sér í því samfélagi

    sem við búum í og vinna með öðrum. Grunnþættirnir snúast einnig um þá framtíðarsýn,

    getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og

    þróa það. (Mennta og menningarmálaráðuneytið; Aðalnámskrá leikskóla 2011)

    Grunnþáttum menntunar er ætlað að endurspeglast í öllu námi , sem fer fram í skólum.

    Í leikskólanum ber að flétta áherslur þeirra inn í daglegt starf, leik og nám barna þannig að

    það taki mið af barninu sjálfu, þroska þess og getu.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 13

    Grunnþættir menntunar eru;

    læsi - talað mál og ritað, samræður, málörvun, læsi í umhverfi og samskipti

    sjálfbærni -umgengni, virðing fyrir umhverfinu, skilja samhengi hluta, bera ábyrð á

    eigin lífi og heilbrigði

    lýðræði og mannréttindi - tryggja jafnan rétt, hafa áhrif og val, rökræður/gagnrýni,

    taka afstöðu, virkni og þátttaka, félagsleg hæfni / umburðarlyndi / samkennd

    jafnrétti - allir fái að njóta sín, jafna aðstöðumun, viðfangsefni /nálgun strákar/stelpur

    heilbrigði og velferð - andleg og líkamleg heilsa barna, hvíld, næring, umhyggja,

    vellíðan, hreinlæti, útivera, hreyfing, jákvæð sjálfsmynd

    sköpun - listsköpun, prófa fjölbreyttan efnivið, fá útrás og prófa eitthvað nýtt,

    leikurinn, leikræn tjáning, söngur, tónlist, dans

    Þegar skólastarf er metið á að skoða hvernig grunnþættirnir setja mark sitt á kennslu, leik og

    nám og skólastarfið í heild.

    Lestur Sjálfbærni Lýðræði og mannréttindi

    Heilbrigði og

    velferð Sköpun Jafnrétti

    Skólabragur, gildi og

    viðhorf

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 14

    6. Uppeldisstefna Austurborgar

    Leikskólinn Austurborg starfar i anda Reggio–Emilia uppeldisstarfsins sem kennd er við

    borgina Reggio Emilia á Norður- Ítalíu. Hugsuðurinn að baki hennar er uppeldisfræðingurinn

    Loris Malaguzzi . Hugmyndir hans byggjast t.d. á kenningum John Dewey, Vygotsky og Jean

    Piaget . Ein af aðal ástæðum þess að við viljum vinna í anda Reggio er sýn stefnunnar á nám

    barna og sú áhersla sem lögð er á lýðræði og áhugahvöt þeirra.

    Í Austurborg er lögð áhersla á að börn geti skoðað

    einn hlut eða málefni út frá mörgum hliðum og

    hvers kyns rannsóknir eru í hávegum hafðar. Við

    notum opnar spurningar “hvað, hvernig og hvers

    vegna“ og höfum þær að leiðarljósi í öllu starfi því

    að þær gefa börnum tækifæri til að skoða og

    kanna svör sín. Skynjun og sköpun er börnum

    mikilvæg til að geta tengt hluti og atburði fyrri

    reynslu sinni og því gefum við börnum færi á að

    gera sem mest sjálf. Til að efla sjálfstæði

    barnanna örvum við þau til að tjá reynslu sína og

    upplifanir. Við leggjum áherslu á að virkja

    áhugahvöt og efla sjálfstæði og frumkvæði

    barnanna með því að gefa þeim tækifæri á að

    takast á við fjölbreytt viðfangsefni sem veitir þeim

    gleði og vellíðan en um leið áskoranir. Börnin eru

    hvött í lausnaleit með því að leita svara, þora að prófa og læra að það sé í lagi að þurfa að

    endurtaka sig – það má gera mistök.

    Markmið Austurborgar er:

    að sérhvert barn fái að blómstra á sínum eigin forsendum

    að hvetja börn til að hafa trú á eigin getu

    að börnin séu lífsglöð og þeim líði vel

    að börn beri virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu

    að börn, kennarar og foreldrar efli með sér jákvæða samvinnu

    að börn séu sjálfsörugg, skapandi og sjálfstæð við lok leikskólagöngu sinnar

    Leiðir til að ná fram settum markmiðum eru í gegnum allt sem fram fer í leikskólanum og

    með því að tileinka okkur:

    hrós og hvatningu til handa öllum í leikskólanum

    virða getu allra og hæfileika, áhugamál og hugmyndir

    að kennarar séu góð fyrirmynd

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 15

    læra virðingu fyrir eigum sjálf síns og annarra

    að leyfa sér að bulla og skemmta sér

    kanna umhverfið og læra á það

    læra að hlusta á aðra

    leggja áherslu á samvinnu/hópvinnu

    læra um menningu okkar og annarra

    vinna að því að börnin finni til öryggis, andlega sem

    líkamlega

    6.1 Starf í anda Reggio Emilia

    Undanfarin ár hafa leikskólarnir Hulduheimar, Engjaborg,

    Brekkuborg og Austurborg átt með sér samstarf. Þessir

    skólar kalla sig HEBA-leikskóla, eftir upphafsstaf hvers

    skóla. Í anda Reggio Emilia er litið á barnið sem megnugt og skapandi. Börnin eru hvött til

    að hugsa og tjá sig með öllum málum sínum eftir kenningum Malaguzzi um að börn hefðu

    hundrað mál en tekin væru frá þeim 99. Börnin fái aðeins að halda eftir einu þ.e. hinu talaða

    máli. Með því að fá að nota málin sín hundrað getur barnið reynt, skynjað og upplifað sama

    hlutinn á hundrað vegu.

    Umhverfi leikskóla sem starfa í anda Reggio Emilia þarf að vera skapandi svo að barnið upplifi

    lýðræði í leikskólanum, að hlustað sé á það og að það hafi áhrif á umhverfi sitt beint eða

    óbeint. Gæði náms er háð umhverfinu að hluta til og því þurfa kennarar að skapa umhverfið

    þannig að þar sé fjölbreyttur, opinn efniviður, að borin sé virðing fyrir verkefnum barnanna

    og gengið frá þeim á fallegan hátt. Fegurð og fjölbreytileiki kallar fram sköpunarmátt fólks.

    Efniviður þarf að vera staðsettur í augnhæð barnanna þannig að þau geti sjálf nálgast hann

    og unnið með hann út frá eigin áhuga.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 16

    6.2 Umhverfismennt

    Markmið okkar er að vekja áhuga barns á náttúru og umhverfi og kenna því að umgangast

    hana af ábyrgð og virðingu. Leikskólinn tekur þátt í verkefni á vegum Reykjavíkurborgar sem

    nefnist Græn skref og snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og minnka

    umhverfisáhrif.

    Við flokkum pappír og plast með börnunum og þau taka sem dæmi þátt í því að losa pappír

    sem ekki er endurnýttur í gám fyrir utan skólann. Eldhúsið flokkar svo plast, ál og gler að

    auki. Þá leggjum við áherslu um að fræða þau um hvaðan

    efniviðurinn kemur og kenna þeim að nýta betur efnivið

    s.s. pappír, plast og annað sem til fellur á leikskólanum.

    Heimurinn minn er fræðsluefni um umhverfismennt

    ætlað börnum sem hægt er að nýta í umhverfismennt.

    Barnið kynnist þannig endurvinnslu og endurnýtingu

    hluta sem er byrjun á aukinni vitund og ábyrgari afstöðu

    til umhverfissins. Við höfum einnig verið dugleg að fara í

    vettvangsferðir með börnin þar sem gefast ótal tækifæri til þess

    að kynnast dýrum, plöntum, veðri og áhrifum árstíða á lífríki og umhverfi. Einnig förum við út

    og týnum rusl í okkar nánasta umhverfi með börnunum.

    6.3 Barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna

    Í leikskólanum vinnum við með Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með elstu börnum

    skólans. Markmið okkar er að kynna barnasáttmálann fyrir börnunum til þess að þau þekki

    réttindi sín í samfélaginu. Unnið er með barnasáttmálann í gegnum leik og skemmtileg

    verkefni. Inn í verkefnin fléttum við inn hugtök eins og jafnrétti, lýðræði og samfélag og

    útskýrum í einfaldari mynd hvað það felur í sér. Við vinnum með sjálfsöryggi, framsögn,

    sjálfsmynd og sjálfsþekkingu allt eftir því hvar þau eru stödd í þroska hverju sinni.

    6.4 Útikennsla

    Austurborg er miðsvæðis í borginni og í nærumhverfi skólans er ýmsilegt sem hægt er að

    nýta til útikennslu. Sem dæmi er Fossvogsdalurinn í

    göngufæri sem og Laugardalurinn. Við erum dugleg

    að nýta Grasagarðinn í Laugardalnum og

    Svartaskóg sem er grenndarskógur Háaleitisskóla í

    Fossvoginum til þess að breyta til. Við höfum verið

    að prófa okkur áfram í útikennslu og eru þrír

    starfsmenn skólans í útikennsluteymi á vegum

    Náttúruskóla Íslands sem mun vonandi nýtast

    okkur vel áfram. Við stefnum að því að gera

    útikennslu stærri þátt af daglegu starfi.

    http://graenskref.reykjavik.is/http://vefir.nams.is/heimurinn/heimurinn/http://www.barnasattmali.is/

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 17

    Útisvæði skólans er einnig stórt og bíður upp á mikla möguleika. Markmið okkar í útiveru er

    að stuðla að fjölbreyttum leikaðferðum bæði með hefðbundnum og óhefðbundnum efnivið.

    Á sumrin tökum við oft efnivið sem

    oftast er nýttur inni og færum út til þess

    að fá nýja vídd í verkefnin og heppnast

    það alltaf mjög vel. Við nýtum okkur það

    sem náttúran hefur upp á að bjóða í

    bland við annað. Einnig höfum við lagt

    áherslu að kenna börnunum leiki í

    samræmi við aldur eins og til dæmis

    „Stórfiskaleik“, „köttur og mús“ og „Rebbi hver er liturinn?“. Slíkir leikir stuðla bæði að

    samvinnu, eftirtekt og ýta undir félagsfærni.

    6.5 Uppeldisstefna

    Við höfum skýrar, jákvæðar og einfaldar reglur, sem allir geta framfylgt. Fyrir reglum þurfa

    að vera ákveðin rök og tilgangur sem börn skilja og mikilvægt er að hægt sé að standa við

    þær reglur sem settar eru. Reglur eru settar til að bæta samvinnu og auka virðingu á milli

    barna og kennara. Agi er ekki eingöngu notaður til að takast á við hegðunarerfiðleika, heldur

    verkfæri í uppeldi sem felur í sér að skapa börnum öryggi og vellíðan.

    Leikskólinn nýtir sér Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar við agastjórnun sem er verkefni

    á vegum Heilsugæslunnar. Námskeiðið er byggt á gagnreyndum, viðurkenndum

    atferlisfræðum og miðast sérstaklega við börn undir 6 ára aldri. Mikil áhersla er á að laða

    fram æskilega hegðun barns með því að setja meiri athygli í æskilega hegðun en óæskilega.

    Með því að nýta okkur Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar verður samræmi milli deilda

    sem skapar öryggi hjá börnum og starfsfólki og ýtir undir vellíðan. Við teljum mikilvægt að

    starfsfólk sé samstíga og sýni börnunum virðingu sem skapar góð skilyrði fyrir barnið til þess

    að læra góð samskipti.

    Markmiðið er að með þessu öðlist þau færni í samskiptum sem nýtist þeim til frambúðar. Ef

    upp koma hegðunarerfiðleikar, sem er hegðun sem víkur það mikið frá viðurkenndum og

    aldurstengdum viðmiðum að það gangi á rétt annarra er unnið eftir fyrirfram ákveðnum

    verkferlum sem byggja einnig á Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar og má nálgast á

    heimasíðu skólans. Einnig höfum við aðgang að hegðunarráðgjöf frá Þjónustumiðstöð

    Laugardals og Háaleitis.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 18

    7. Námssvið leikskóla

    Börn læra í gegnum leik og daglegt starf innan dyra sem utan. Þau læra í samvinnu við önnur

    börn og þegar þau fá stuðning og hvatningu frá hinum fullorðnu. Námssviðin eru samþætt

    og samofin öllu í starfi leikskólans. Þau byggjast á skapandi og gangrýninni hugsun og

    tengjast leik og daglegum athöfnum í leikskólanum. Við skipulagningu leikskólastarfs skal

    jafnframt taka mið af leiðarljósum leikskóla, grunnþáttum menntunar og námssviðum

    leikskóla.

    Námssvið leikskólans samkvæmt Aðalnámskrá Menntamálaráðuneytisins eru: Læsi og

    samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menning

    Leikskólarnir Hulduheimar, Engjaborg, Brekkuborg og Austurborg, HEBA- leikskólar, hafa

    verið í samstarfi undanfarin ár og haft samráð um áhersluþætti á hverju námssviði.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 19

    7.1 Læsi og samskipti

    Í leikskóla teljum við að nýta eigi þau tækifæri sem gefast í daglegum samskiptum til að efla

    málvitund barna þar sem börn læra ný orð og hugtök og þrói (a) áfram tungumálið.

    Starfshættir leikskóla eiga að stuðla að því að börn læri að bera virðingu og umhyggju fyrir

    öðru fólki og þrói með sér samkennd, tillitsemi og vináttu. Við vinnum samkvæmt læsistefnu

    Reykjavíkurborgar. https://issuu.com/skola_og_fristundasvid/docs/l__sisstefna_tilbu__i__2

    Í Austurborg er málrækt og málörvun rauður þráður gegnum allt nám barna sem fléttast inn í

    flesta þætti leikskólastarfsins eins og með samtölum, opnum spurningum, lestri bóka og

    söngstundum. Við leggjum áherslu á að auka orðaforða og málskilning barna með því að

    setja orð á athafnir og eru ótal stundir í dagsins önn vel til þess fallnar eins og við matarborð,

    í fataherbergi, hópastarfi og lestrar- og samverustundum.

    Bókstafir eru gerðir sýnilegir í skólanum, hólf og persónuskúffur barnanna merktar ásamt því

    að unnið er með bókstafi við nám og leik. Við leggjum áherslu á að nota hvert tækifæri sem

    gefst til að benda á bókstafi og orð í texta þegar lesið er, tengja saman hljóð við bókstafi og

    leiða börn áfram í þekkingarleit sinni. Einnig leggjum við áherslu á að ræða við börnin um öll

    heimsins mál og hvetjum þau til að taka virkan þátt, segja sína skoðun og virða skoðanir

    annarra.

    Læsi birtist í leikskólastarfi Austurborgar í eftirtöldum áherslum:

    Málvitund/málörvun

    Lestur, söngur, þulur, vísur, rím, tónlist, daglegar athafnir,

    samverustundir, opnar spurningar, umræður, hlustun, barn

    vikunnar, ferilmappa, skráningar, útikennsla, veðurfræðingur,

    loðtöflusögur, leikhús.

    Leikur og nám

    Hlutverkaleikur, frjáls leikur, leikræn tjáning

    Þjálfa samskipti, reglur, félagsfærnisögur, barn vikunnar,

    brunaverðir, tjáning, fjölmenning, foreldrasamstarf, sjálfræði,

    Tölvur og Ipadar

    Lífsleikni

    /tilfinningatjáning

    Bókin mín, Lúlli bangsi, Stiga af stigi, Númi og höfuðin sjö,

    Innipúkinn, Mínir einkastaðir. Ræða skoðanir sýnar og tilfinningar.

    Umhverfi/vettvangsferðir

    Umferðarfræðsla, náttúran, samskipti við nær samfélag, skóli á

    grænni grein, útikennsla, virðing fyrir náttúrunni,

    umhverfismennt, endurnýtanlegur og náttúrulegur efniviður.

    Hvetjandi umhverfi sem stuðlar að læsi í víðum skilningi svo og

    jákvæðum samskiptum

    Samskipti

    Virðing, tilfinningar, tjáning, hlusta á barnið, sjálfræði, lýðræði,

    val.

    Samvinna heimilis og

    skóla

    Gefa foreldrum tíma, gæði í daglegum samskiptum, fundir/viðtöl

    með foreldrum. Þátttaka foreldra í leikskólastarfi.

    https://issuu.com/skola_og_fristundasvid/docs/l__sisstefna_tilbu__i__

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 20

    7.2 Heilbrigði og vellíðan

    Í leikskóla eiga börn að fá tækifæri til að fást við viðfangsefni sem taka mið af áhuga þeirra,

    styrkleikum og þroska þannig að trú þeirra á eigin getu aukist og hneigð þeirra til náms eflist.

    Hreyfing og vellíðan hafa jákvæð áhrif á samskipti barna, umgengni

    þeirra við umhverfið sitt og hæfni þeirra til að takast á við daglegt líf

    og nýjar aðstæður. Hreyfing leggur grunn að heilbrigðu líferni,

    lífsstíl og vellíðan. Í Austurborg er lögð áhersla á að öllum börnum

    líði vel og finni fyrir öryggi og hlýju. Mikilvægt er að börn og

    kennarar upplifi sig sem getumikla og einstaka einstaklinga innan

    hópsins.

    Í Austurborg fá börn tækifæri til að hreyfa sig frjáls og óhindrað

    bæði úti sem inni. Nægjanlegur og reglulegur svefn og góð hvíld

    er öllum börnum nauðsynleg til að tryggja andlega og

    líkamlega vellíðan. Lögð er áhersla á að öll börn tileinki sér

    almennar hreinlætisvenjur og þroski með sér heilbrigt og

    jákvætt viðhorf til líkamans.

    Allt starf í Austurborg miðar að því að efla lífsleikni barnanna.

    Lífsleikni er geta til að laga sig að mismunandi aðstæðum og breyta á jákvæðan hátt. Með

    lífsleikni fá börnin tækifæri til að ræða skoðanir sínar og tilfinningar og koma þeim á

    framfæri. Börnin læra samskipti og siðgæði og að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.

    Heilbrigði og vellíðan birtist í leikskólastarfinu í Austurborg með eftirtöldum áherslum:

    Hreyfing Fjölbreytt hreyfing og leikir inni sem úti, dans, skipulagðar

    leikfimisstundir vikulega, afnot af íþróttasal í Háaleitisskóla og Fram

    Útivera

    Dagleg útivera og frjáls leikur, útinám og vettvangsferðir.

    Hreinlæti / umhirða

    Hreinlætisvenjur, umræður við börnin um mikilvægi heilbrigðis og

    jákvæðs viðhorfs til líkamans.

    Mataræði

    Reynt er að bjóða uppá fjölbreytt og hollt mataræði, ávextir og

    grænmeti daglega, hvetja börnin til að smakka allan mat ásamt því

    að börnin komi með tillögur að matseðli.

    Hvíld/slökun

    Hvíld yngstu barna og sögustund eldri barna.

    Lífsleikni

    Efla sjálfsmynd barna, að börnin fái tækifæri til ræða skoðanir sínar

    og tilfinningar með aðstoð námsgagna eins og stig af stigi, Númi,

    líkaminn minn og mínir einkastaðir.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 21

    7.2 Sjálfbærni og vísindi

    Í leikskóla á að leggja áherslu á sjálfstæði og frumkvæði og hvetja á hvert barn til að taka ábyrgð á sjálfu sér. Starfshættir leikskóla eiga að stuðla að virðingu barna fyrir náttúru og umhverfi sínu. Í Austurborg sköpum við börnum möguleika á að uppgötva og upplifa umhverfið og taka þátt í félagslegum samskiptum. Vettvangsferðir eru farnar um borgina og börnin fá tækifæri til að læra um heiti trjáa, blóma, fugla og skordýra. Þau læra jafnframt um hringrás árstíða og umgengni um umhverfi og náttúru. Þau læra að bera virðingu fyrir öllu lífi í náttúrunni. Hvert barn nýtir reynslu sína til að læra og búa til nýja þekkingu um leið. Í Austurborg fylgjum við Grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Börnin taka þátt í að flokka og við leggjum áherslu á að fræða þau um hvaðan efniviðurinn kemur og kennum þeim að endurnýta hann betur s.s. pappír, plast og annað sem til fellur á leikskólanum. Í umhverfismennt nýtum við okkur ýmis verkefni og er Heimurinn minn fræðsluefni ætlað börnum til að vekja áhuga þeirra á náttúru og umhverfi. Vísindanám er mikilvæg leið í þroska og námi barna og grípum við þau tækifæri sem gefast í leik og starfi til að styðja við það. Börnin kynnast möguleikum á notkun tækninnar eins og tölva, myndavéla, myndvarpa, ljósaborða og spjaldtölva. Börn og kennarar hafa aðgang að fjölbreyttum efnivið til að skoða, hlusta, bragða, handleika, flokka og bera saman. Við notum vatn, jarðveg, jarðleir og ýmis tæki til rannsókna. Sjálfbærni og Vísindi birtast í leikskólastarfinu í Austurborg með eftirtöldum áherslum:

    Virðing fyrir umhverfi og náttúru

    Við leyfum börnunum að horfa, hlusta, snerta og upplifa umhverfi sitt með því að nota útikennslu og útinám í starfinu.

    Rannsaka, uppgötva og njóta Við ýtum undir forvitni, ígrundun og vangaveltur barna til að spyrja spurninga og leita mismunandi lausna. Við hvetjum þau til að setja sig í spor ólíkra aðstæðna. Til að auka skilning þeirra og væntumþykju fyrir náttúrunni.

    Opinn efniviður Við förum í vettvangsferðir, skoðum og söfnum efnivið. Við ræðum við börnin um fjölbreyttan efnivið í náttúrunni og kennum þeim að umgangast hann.

    Víðsýni og umhverfislæsi Rými, fjarlægðir, áttir, hvað er viðeigandi í náttúrunni.

    Samspil náttúru og samfélags Við hvetjum börnin til að ganga vel um náttúruna og tölum um jákvæð samskipti og samspil fólks og náttúru. Við þurfum að passa jörðina fyrir komandi kynslóðir. Gerum börnin ábyrgt fyrir gerðum sínum.

    Umhverfi, aðstæður og námsgögn

    Kennarinn skapar heilbrigt umhverfi, aðstæður og námsgögn sem vekja forvitni barna sem aftur leiðir til náms út frá eigin áhuga.

    http://vefir.nams.is/heimurinn/heimurinn/

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 22

    7.3 Sköpun og menning

    Í leikskóla á að hvetja börn til að túlka og tjá sig á fjölbreyttan

    hátt, m.a. í gegnum leik, hreyfingu, myndmál, tónlist,

    tungumál, tölur og tákn. Starfshættir leikskólans eiga að taka

    mið af umhverfi leikskólans og af því samfélagi sem hann er í.

    Jafnframt á leikskólinn að vera virkur þátttakandi í

    samfélaginu og hafa áhrif á það.

    Sköpun er mikilvægur þáttur í námi og þroska barna.

    Skapandi starf á fyrst og fremst að beinast að ferlinu sjálfu,

    rannsókninni, gleðinni, tjáningunni og því námi sem á sér stað

    þegar hugmyndir, tilfinningar og ímyndun fær að njóta sín.

    Umhverfi barnanna á að örva skynjun og styðja við

    sköpunarkraft þeirra. Gera skal barninu kleift að nálgast viðfangsefni frá mörgum hliðum og

    á eigin forsendum. Hlutverk leikskólakennara felst m.a. í því að velja leiðir sem hvetja til

    skapandi hugsunar og sjálfstæðra vinnubragða hjá börnunum.

    Menning er samofin öllu starfi leikskóla og tengist leik

    barna, lýðræði, skapandi starfi og þjóðmenningu. Í

    Austurborg eru margar hefðir og venjur sem er

    mikilvægur hluti af menningu leikskólans, hvort sem

    það eru viðburðir í sal, gestum boðið í heimsókn, opin

    hús, leiksýningar eða vettvangsferðir. Síðastliðin ár

    höfum við unnið að innleiðingu fjölmenningalegra daga

    þar sem börn og starfsfólk af erlendum uppruna kynna

    þjóð sína, hefðir og menningu.

    Sköpun og menning birtast í Austurborg með eftirtöldum áherslum:

    Listsköpun Fjölbreyttur og sýnilegur efniviður, áhöld og tæki. Frjáls

    aðgangur að efnivið til sköpunar.

    Tónlist Söngur, söngstundir, hljóðfæri, hlustun, dans.

    Leikræn tjáning Dans, hreyfing, leikur, helgileikur elstu barna, tákn með tali

    Hefðir og venjur Ömmu og afa kaffi, foreldrakaffi, dagur íslenskra tungu, bleikur

    dagur, alþjóðlegi bangsdagurinn, fullveldisdagurinn, kaffihúsið

    3 kerti, Pálínukaffi, helgileikur, bolludagur, sprengidagur,

    öskudagur, þorrablót, opið hús, blómadagur, blár dagur,

    páskakanína, þjóðhátíðarvika, tjaldavika, vatnsvika.

    Menninga- og

    vettvangsferðir

    Leiksýningar í leikskólanum, vettvangsferðir á ýmsa

    menningaviðburði og söfn. Elstu börn fara í

    vinnustaðaheimsóknir til foreldra

    Fjölmenning Börn og starfsfólk kynni land sitt og þjóð. Fánar landa barna og

    starfsmanna sett í fataherberi.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 23

    8. Hefðir og hátíðir Við höfum gaman af því að gera okkur dagamun í Austurborg. Í leikskólanum eru ýmsar

    hátíðir og hefðir haldnar og sjálfsagt að börnin kynnist þeim.

    Á 17.júní þjóðhátíðardeginum okkar förum við í

    skrúðgöngu um hverfið með fána, syngjum íslensk lög og

    grillum pylsur. Boðið er upp á andlitsmálningu.

    Afmæli Austurborgar er 1.júlí þá er farið í Skrúðgöngu

    um hverfið og allir drekka saman í salnum og borða

    afmælisköku.

    Afa og ömmudagur er seinnipart dags og bjóðum við upp á veitingar. Skemmtileg stund sem

    tengir kynslóðir saman.

    Opið hús er á hverju vori í samvinnu við foreldrafélagið.

    Skólinn kynnir starfsemi sína og börnin sýna verkin sín. Allir

    velkomnir og nýir foreldrar og börn sérstaklega boðnir

    velkomnir.

    Kaffihúsið 3 kerti er sett upp í salnum á aðventunni. Þá fá

    börnin heitt kakó með rjóma og foreldrafélagið býður upp á

    bakkelsi. Börnunum er skipt niður í nokkra hópa til að skapa rólega og notalega stund.

    Dansað og sungið er í kringum jólatré.

    Helgileikur er sýndur af elstu börnum leikskólans. Öll börn skólans trítla yfir í Grensáskirkju

    til að horfa á og syngja jólalög. Foreldrar útskriftarárgangs velkomnir.

    Jólaball er hátíðardagur í skólanum og þá er dansað í kringum jólatréð og aldrei að vita

    nema jólasveinar komi í heimsókn. Í hádegismat fáum við hangikjöt og hátíðar ís í eftirmat.

    Pálínukaffi höldum við á þrettándanum þann 6. Janúar. Þá gefst börnunum færi á að bjóða

    foreldrum sínum í kaffi eða kakó í skólanum. Pálínukaffi gengur út á að gestirnir komi með

    veitingarnar með sér og því biðlum við til foreldra að koma með smákökuafganga með sér.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 24

    Okkur þykir sérstaklega vænt um þennan dag þar sem svo skemmtilega vill til að fyrsti

    leikskólastjóri Austurborgar var Pálína Árnadóttir.

    Þorrablót er skemmtileg uppákoma þar sem allir borða hefðbundinn þorramat saman í

    salnum. Lögð er áhersla á að skapa þjóðlega stemningu með skotthúfum og víkingahjálmum

    og syngja þjóðlega söngva.

    Bollu – ,sprengi- og öskudagur eru haldnir

    hátíðlegir í leikskólanum með því að bjóða uppá

    bollur, saltkjöt og baunir og á öskudaginn eru allir í

    grímubúningum. Köttur er sleginn úr tunnunni og

    síðan er grímuball í salnum.

    Bóndadags-konudagskaffi börnin eru frædd um

    þjóðlega siði og við gerum okkur dagamun.

    Pöbbum er boðið í bóndadagskaffi og mömmum í

    konudagskaffi. Börnin bjóða uppá góðgæti í tilefni

    þessara daga.

    Myndataka er á hverju ári fyrir útskriftarhóp. Annað hvert ár

    er myndataka á öllum börnum skólans. Foreldrum er boðið

    að kaupa myndirnar.

    Páskaeggjaleit er í samvinnu við foreldrafélagið. Börnin

    mála hænuegg sem eru falin í garðinum og í skiptum fyrir

    eggið fá þau lítið súkkulaðiegg frá Páskakanínunni.

    Á Alþjóðlegum bangsadegi 27. október mæta allir með

    bangsa í tilefni dagsins. Farið yfir ýmsa góða gullmola um

    bangsann þennan dag, bangsalög sungin og bangsasögur

    sagðar. Haldið er náttfataball í tilefni dagsins.

    Vasaljósadagar eru tveir, einn fyrir

    áramót og annar eftir áramót. Allir

    mæta með vasaljós og muna þarf að

    merkja vasaljósin.

    Söngstund í sal er einu sinni í viku og þá

    syngjum við öll saman og eru

    afmælisbörn þá vikuna hyllt með

    afmælissöng. Til tilbreytingar er

    stundum eitthvert atriði frá einni deild í senn. Það geta verið leikþættir, dans eða söngur.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 25

    Barn vikunnar

    Barn vikunnar fer þannig fram að eitt barn er í brennidepli í heila viku. Barnahóparnir á

    deildum leikskóla í dag eru stórir og því er þetta kjörin leið til þess að öll börnin verði

    sýnilegri og njóti sín betur. Barn vikunnar fær að :

    Umsjónarmaður og aðstoðar við ýmislegt, s.s.

    leggja á borð, sækja mat, nýjar bækur, spil og

    púsl. Barnið fær að heimsækja aðrar deildir ef

    það vill, koma með bók eða geisladisk að

    heiman og fær Lúlla bangsa með sér heim. Gerð

    er myndaskráning af barni vikunnar sem fer í

    ferilmöppu barnsins og er sýnileg í fataherbergi.

    Lúlli bangsi

    Ferðabangsinn Lúlli er á öllum deildum og á hann heima í bakpoka og fer heim með hverju

    barni yfir eina helgi. Bangsanum fylgir dagbók þar sem foreldrar og barn skrá saman viðburði

    í heimsókninni, síðan er lesið úr dagbókinni fyrir alla í samverustund og barnið hvatt til að

    segja sjálft frá. Þannig tengir Lúlli bangsi heimilin við leikskólann.

    Rugldagar eru tveir, en þá koma nemendur og kennarar í einhverju öfugu t.d. sitt hvorum

    sokknum, bolur og peysa ranghverf, segjum ,,góða kvöldið” í staðinn fyrir ,,góðan daginn”

    o.s.frv.

    Litadagar eru fjórir – gulur, rauður, grænn og blár dagur. Þá koma nemendur og kennarar í

    fötum með þessum litum.

    Á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember söfnumst við saman í sal skólans þar sem lögð er

    áhersla á íslenskt mál í formi söngs og lesturs.

    Leiksýningar eru ein til tvær á vetri, foreldrafélagið sér um

    aðra sýninguna en leikskólinn hina.

    Sveitaferð/vorferð er fjölskylduferð út fyrir

    borgina á vegum foreldrafélagsins.

    Vinnustaðaheimsóknir

    Vinnustaðaheimsóknir er hluti af starfi elsta

    árgangs. Okkur er boðið á vinnustaði foreldra sem

    eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Þar er tekið vel á

    móti okkur og eru margar ferðir farnar yfir veturinn. Markmið með þessum ferðum er að

    fræða börn um störfin í samfélaginu og gera þau meðvitrari um samfélagið sem við lifum í.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 26

    Útskriftarferð og útskrift elsta árgangs. Elstu börnin fara í dagsferð með kennurum t.d

    Vatnaskóg eða Úlfljótsvatn.

    Útskrift skólahóps er í lok maí en þá eru elstu börnin kvödd með sameiginlegu stund þar

    sem börnin halda sýningu og leggja foreldrar fram veitingar á hlaðborð. Börnin fá rós og

    viðurkenningarskjal frá leikskólanum. Þegar börnin hætta fá þau með sér Ferilmöppu sem

    inniheldur verk og skráningar um nám þess í skólanum.

    9. Tengsl skólastiga Þegar leikskólabörn ljúka leikskóladvöl sinni og fara í grunnskólann verða miklar breytingar í

    lífi þeirra. Reynslan hefur sýnt að góð samvinna og tengsl skólastiga veita börnunum öryggi á

    þessum tímamótum og því er lögð áhersla á að efla samstarf

    skólastiganna tveggja.

    Markmiðið samstarfsins:

    að tengja skólastigin saman

    að stuðla að vellíðan og öryggi barna við að fara

    úr leikskóla í grunnskóla

    að skapa samfellu í námi og kennslu barna á

    þessum tveimur skólastigum

    Að hausti er haldin skipulagsfundur og matsfundur að vori. Þá hittast þeir kennarar sem eru

    í samstarfinu og fara yfir skipulag vetrarins. Í kjölfar grunnskólaheimsóknanna hefjast

    gagnkvæmar heimsóknir elstu barna leikskólans, 1. bekk grunnskólans og börnum sem eru í

    Frístundarheimilinu Krakkakoti. Íþróttahús Háaleitisskóla/Hvassaleiti stendur okkur til boða

    þegar salurinn er ekki í notkun.

    Skilafundir eru í maí en þá er upplýsingum og gögnum um leikskólabörnin skilað til

    grunnskólanna. Þetta eru gögn frá greiningaraðilum, upplýsingar um niðurstöður Hljóm-2

    prófanna og aðrar upplýsingar sem taldar eru mikilvægar út frá velferð barnsins. Foreldrar

    eru upplýstir um hvaða gögn og upplýsingar fylgja börnum þeirra en slík miðlun er gerð með

    það að leiðarljósi að grunnskólinn geti sem best tekið á móti hverju barni.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 27

    9.1 Samstarf við foreldra

    Við leggjum árherslu á góða samvinnu við foreldra strax í upphafi leikskólagöngunnar. Gott

    samstarf heimilis og skóla stuðlar að auknum þroska og styður við nám barna. Foreldrar bera

    frumábyrgð á uppeldi og menntun barna sinna en

    leikskólastarfið er viðbót við það uppeldi. Markmið

    okkar er að eiga gott samstarf og skapa traust milli

    foreldra og starfsfólks. Einnig teljum við það

    mikilvægt að upplýsingaflæði milli heimili og skóla sé í

    góðum farvegi.

    Í upphafi leikskólagöngu barns í Austurborg vinnum

    við með þátttökuaðlögun þar sem foreldrar eru með

    barni sínu þrjá daga í leikskólanum. Þar er lagður

    hornstein að því samstarfi sem koma skal því að þar kynnast þeir starfsfólki, starfi skólans og

    námsumhverfi barnsins.

    Í leikskólanum er starfandi foreldrafélag og foreldraráð. Foreldrafélagið hefur það markmið

    að efla tengsl milli foreldra og starfsmanna, auk þess að efla þátttöku foreldra í starfi

    leikskólans og tryggja velferð barna sem best. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til

    leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr. um skólanámskrá og áætlanir, ásamt öllum meiri

    háttar breytingum á skólastarfinu. Sameiginlegur foreldrafundur er einu sinni á ári og

    foreldraviðtöl tvisvar á vetri. Fyrir þessi viðtöl hafa kennarar gert athugun á barninu, stöðu

    þess og líðan. Foreldrum gefst þar kostur á að og koma á framfæri óskum og hugmyndum

    um starfsemina.

    Upplýsingar um nám og starf barnanna fá foreldrar í skóladagatalinu en þar kemur fram það

    sem efst er á baugi í starfi leikskólans allt árið. Í fataherbergi eru upplýsingatöflur fyrir

    hverja deild, þar sem öll skilaboð eru skrifuð og einnig stuttar skráningar frá starfsemi

    deildanna. Hver deild gerir deildarnámskrá þar sem helstu upplýsingar skólans koma fram

    ásamt mánaðardagatali. Einnig senda deildarstjórar foreldrum fréttabréf í hverri viku um

    starfið. Leikskólinn er með heimasíðu þar sem finna má ýmsar upplýsingar, blogg og myndir

    frá starfsemi leikskólans. www.austurborg.is

    Foreldrar halda úti facebook síðu sem er hugsuð sem upplýsingasíða og til að spyrja

    spurninga, viðrað skoðanir og skipuleggja viðburði. Foreldrar geta óskað eftir viðtali við

    deildarstjóra og leikskólastjóra hvenær sem er og setjum við þá niður tíma sem fyrst.

    Sérstakir foreldradagar eru á hverju ári eins og Pálínukaffi, bóndadagskaffi, konukaffi, vorferð

    og ömmu- og afadagur.

    http://www.austurborg.is/

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 28

    9.2 Samstarfsaðilar

    Leikskólinn hefur samvinnu við ýmsa aðila. Mikilvægt er að þessi samvinna byggi á

    gagnkvæmri virðingu og trausti. Hér er t.d. átt við aðra leikskóla, ráðgjafa- og

    sálfræðiþjónustu og barnaverndaryfirvöld. Þá er

    oft haft samstarf og annars konar tengsl við ýmsar

    stofnanir og aðila í nágrenni leikskólans. Við erum

    í samstarfi við Háskóla Íslands Menntavísindadeild

    um að taka nema í vettfangsnám.

    Samstarf við Hvassaleitisskóla

    Á hverju hausti er haldin fundur með kennara og

    aðstoðarskólastjóra grunnskólans þar sem

    samstarf vetrarins er ákveðið. Íþróttahús Hvassaleitisskóla stendur okkur til boða þegar

    salurinn er laus. Elsti árgangur eignast vináttubekk sem er börn í 3. bekk í Hvassaleitisskóla,

    þau koma í heimsóknir í leikskólann til að mynda tengsl við börnin. Þessir vinir taka síðan á

    móti börnunum og aðstoðar þau í grunnskólaheimsóknum og verða þeir aðsoðarmenn/vinir

    leikskólabarnanna þegar þau hefja nám í grunnskólanum. Markmiðið með samstarfinu er að

    auðvelda börnunum að flytjast á milli skólastiga ásamt því að byggja kennslu á reynslu

    barnanna svo að það skapist samfella í námi þeirra.

    Samstarf við Grensáskirkju er gott. Börnin fara í skoðunarferð um kirkjuna og spjalla og

    syngja fyrir eldriborgara. Elstu börnin setja upp helgileik sem þau sýna í kirkjunni fyrir hádegi

    á virkum degi fyrir leikskólabörn og foreldra.

    Í Samstarfi kennara leggjum við upp með jákvæð og góð samskipti og fagleg vinnubrögð.

    Stuttir fundir í upphafi dags þar sem farið er yfir stöðu deilda.

    Deildastjórafundir eru vikulega, umræða og ákvarðanir um

    fyrirliggjandi efni og miðlun upplýsinga.

    Hver deild er með fundi á hálfsmánaðar fresti,

    umræða um innra starf deilda.

    Starfsviðtöl, leikskólastjóri býður starfsmönnum í

    viðtal einu sinni á ári.

    Sex starfsdagar eru á skólaárinu, ýmist hálfir eða

    heilir og er leikskólinn lokaður þá daga/dagsparta.

    Á haustin er kosið í skemmtinefnd og fjáröflunarnefnd sem

    sér um að skipuleggja ýmsar uppákomur fyrir kennara s.s. vinaviku,

    jólagleði, ferðir og fleira.

    Leiðarljós okkar í samskiptum er: Jákvæðni - virkni – fagmennska

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 29

    10. Mat á starfi Í reglugerð um starfsemi leikskóla á grundvelli laga nr. 78/1994 segir að sérhver leikskóli skuli

    móta aðferðir til að meta uppeldisstarf, stjórnunarhætti og samskipti bæði innan leikskólans

    og utan. Markmiðið er að leggja þar með faglegan grunn að endurbótum í leikskólastarfi,

    auka gæði skólastarfsins og gera það skilvirkara. Mat á að leiða í ljós hvort markmiðum hefur

    verið náð og hvort breytinga er þörf.

    10.1 Innra mat

    Við notum meðal annars skráningar til að meta leikskólastarfið. Daglega fara fram ýmsar

    skráningar um leik barna og samskipti , bæði í myndrænu og skriflegu formi. Þessar

    skráningar eru skoðar, rifjaðar upp og metnar til áframhaldandi starfs með börnunum.

    Börnin koma einnig að mati með verkefnavinnu um

    leikskólann t.d hvar sé uppáhalds staðurinn þeirra,

    hvað er gaman / ekki gaman o.s.frv. Hluti af

    þessum skráningum fara síðan í Ferilmöppu sem

    fylgja barninu alla leikskólagönguna en í möppuna

    eru settar teikningar og skráningar úr starfinu,

    bæði frá leikskóla og heimili.

    Formlegt innra mat leikskólans fer fram á hverju

    vori þar sem við metum ákveðna þætti starfsins og

    aðbúnað. Þetta mat fer bæði fram í gegnum hópaumræðu og einstaklingslega innan

    starfsmannahópsins. Viðtöl eru tekin við börnin að hausti og vori varðandi viðfangsefni

    vetrarins. Í lok leikskólagöngunnar eru tekin viðtöl við elstu börn leikskólans að vori um

    viðhorf þeirra til leikskólans og upplifanir. Rafrænir spurningalistar eru sendir heim til

    foreldra um innra starf leikskólans.

    Við úrvinnsluna gefst gott tækifæri til að útskýra starfsþætti, ræða um starfsemina og hvað

    betur má/mætti fara. Niðurstöður allra matsgagna eru kynntar fyrir starfsmönnum og nýttar

    við gerð nýrrar starfsáætlunar sem kemur út í september ár hvert. Í henni eru sett fram

    markmið fyrir komandi ár og/ásamt leiðum til að ná þeim/settum markmiðum. Ásamt

    upplýsingum um fjölda barna í hverjum árgangi og kynjaskiptingu.

    10.2 Ytra mat

    Leikskólasvið, Reykjavíkurborg og Menntamálaráðuneytið sér um ytra mat á skólastarfinu.

    Reglulega eru lagðar fyrir starfsmenn og foreldra spurningakannanir. Hver leikskóli fær

    niðurstöður fyrir sinn skóla en niðurstöður eru sýndar fyrir alla leikskóla Reykjavíkur í heild

    sinni opinberlega. http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-2277

    http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-2277

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 30

    Reglubundið ytra mat ráðuneytisins felst í úttektum, könnunum

    og rannsóknum ásamt almennri öflun, greiningu og miðlun

    upplýsinga. Ráðuneytið gerir áætlun til þriggja ára um ytra

    mat, kannanir og úttektir, sem miða að því að veita

    upplýsingar um starfsemi leikskóla. Ytra mat ráðuneytisins

    getur m.a. falist í úttektum á skólastarfi í heild eða

    einstökum þáttum þess, stofnanaúttektum, úttektum á

    ákveðnum þáttum eða innra mati. Einnig getur ytra matið

    falist í greiningu á niðurstöðum mats sveitarfélaga.

    Niðurstöðum ber að fylgja eftir og tekur eftirfylgni

    ráðuneytisins mið af niðurstöðum hverju sinni. Niðurstöður

    allra kannana og úttekta eru birtar á vef ráðuneytisins.

    https://www.menntamalaraduneyti.is/mat-og-uttektir/leikskolar/

    Starfsáætlun

    Leikskólinn vinnur starfsáætlun fyrir hvert starfsár. Skýrslur liðinna ára liggja frammi hjá

    leikskólastjóra og er einnig að finna á vefsíðu skólans.

    Deildarnámskrár

    Deildarnámskrá er leiðarljós um starfið á deildinni og er endurskoðað ár hvert, þannig að hún

    taki sem best mið af aldri barnanna hverju sinni. Deildarnámskrá er endurskoðuð árlega og

    tekur mið af Aðalnámskrá, skólanámskrá og starfsáætlun. Deildarnámskrá segir frá hvaða

    leiðir deildin fer að markmiðum skólans. Deildarnámskrá nýtist einnig sem foreldrahandbók.

    11. Stoðþjónusta Í Austurborg er unnið eftir hugmyndafræði heiltækrar skólastefnu. Felur það í sér samábyrgð

    starfsfólks á barnahópnum, upplýsingastreymi milli starfsfólks og foreldra. Heildtæk

    skólastefna felur í sér að sérhvert barn fái verkefni við hæfi, læri að bera virðingu fyrir

    náunganum óháð atgervi hans, kyni, húðlit, tungu eða trúarbrögum. Lögð er áhersla á

    sterkar hliðar barnsins og unnið út frá þeim í litlum barnahópum þar sem starfið er skipulagt

    með það fyrir augum að öll börn séu virkir þátttakendur.

    Við skólann er 50% staða sérkennslustjóra sem heldur utan um þau börn sem þurfa stuðning

    og skipuleggur fundi með kennurum, foreldrum og sérfræðingum. Hann ásamt

    leikskólakennurum gerir einnig formlegar athuganir á þroska barnsins í skólanum með

    viðeigandi þroskaprófi eða matstæki, en slík vinna fer alltaf fram með samþykki foreldra og í

    samvinnu við þá. Stuðst er við Íslenska þroskalistann sem gerður er til að kanna getu 3-6 ára

    https://www.menntamalaraduneyti.is/mat-og-uttektir/leikskolar/

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 31

    barna á mál-og hreyfisviði og Smábarnalistann sem kannar þroska 15-38 mánaða barna.

    Mat á hverju barni er viðkvæmasta og þýðingarmesta matið sem fram fer í leikskólanum. Í

    því felst kjarni uppeldisstarfsins og hjálpar það starfsfólki til að styðja við áframhaldandi

    þroska barnsins og að skipuleggja verkefni við hæfi hvers og eins. Fyrir foreldraviðtöl er

    gerðar aldurstengdar athuganir sem byggðar eru á bók Brittu Holle, Börns motoriske

    Udvikling og Birgittu Jonasson 1984 og Barnehagens pædagogiske rolle. Birgitta Jonasson og

    Mia Rocstrtröm. 1985

    Við styðjumst við Hljóm - 2 sem eru matstæki fyrir elstu börn leikskólans. Það metur færni

    barna í hljóðkerfis- og málvitund. Megintilgangur próftækisins er að finna börn sem eru í

    áhættuhópi við síðari lestrarerfiðleika. Prófið er lagt fyrir að hausti svo hægt sé að vinna með

    þá þætti sem þurfa þykir yfir veturinn og aftur að vori fyrir þau börn sem komu illa út að

    hausti. Einnig notum við Tras sem er málþroskakönnum og nýtum við hana til að gera

    skráningu á málþroska ungra barna til að fylgjast betur með málþroska þeirra.

    11.1 Öryggismál

    Foreldrar eiga að geta treyst því að öryggi barna sé tryggt af fremsta megni meðan á dvöl

    þeirra í skólanum stendur. Börnin skulu ætíð vera undir eftirliti þannig að þau skaði hvorki

    sjálf sig né aðra meðan á dvöl þeirra stendur. Í starfsmannahandbók fyrir kennara er farið

    ítarlegar í vinnureglur varðandi einstaka þætti.

    Slys

    Ef upp koma óhöpp, veikindi eða slys byrjum við ávallt á því að hringja í foreldra. Í öllum

    slysatilfellum þar sem vafi er á um greiningu, er hringt 112 og leitað ráða. Ávallt er fyllt út

    slysaskráningarblað þegar börn slasast í leikskólanum. Kennarar fara allir á námskeið annað

    hvert ár í tengslum við skyndihjálp barna.

    Öryggishringurinn

    Á hverri deild er hringur með upplýsingum um skyndihjálp auk viðbragðsáætlana vegna slysa

    og eldsvoða. Þar eru einnig helstu upplýsingar um hvert barn á deildinni með símanúmerum

    forráðamanna og mynd af barninu.

    Öryggistrúnaðarmenn. Einn kennari og aðstoðarleikskólastjóri gegna hlutverki

    öryggistrúnaðarmanns og öryggisvarðar. Eftirlitið fer fram hjá utanaðkomandi aðilum en ef

    eitthvað kemur upp á höfum við haft samband við hverfamiðstöðina Miklatún eignir og þeir

    hafa brugðist skjótt við. Stefnt er að því að hafa brunaæfingu að minnsta kosti einu sinni á

    hverju skólaári.

  • Skólanámskrá Austurborgar Síða 32

    Áfallaráð Í leikskólanum er áfallaráð sem saman stendur af leikskólastjóra,

    aðstoðarleikskólastjóra, kennara og sóknarpresti. Samráð er haft við aðstandendur um

    aðkomu sóknarprests að hverju máli fyrir sig. Hlutverk ráðsins er að vera til aðstoðar við að

    mæta þeim áföllum sem nemendur, aðstandendur og/eða kennarar verða fyrir.

    Viðbragðsáætlun er til staðar í Austurborg í samræmi við áætlun Almannavarna nr.

    82/2008 og lög um sóttvarnir nr. 19/1997 um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu.

    Áætlunin er aðgengileg á deildum og heimasíðu leikskólans www.austurborg.is

    Brunaæfingar eru einu sinni á ári og eru á hverri deild áætlun um rýmingu húsnæðis við

    brunaboð.

    http://www.austurborg.is/