SigÓSig Ljósmyndir

16
LJÓSMYNDIR RAFRÆNT FRÉTTABRÉF UM LJÓSMYNDUN OG MÍN VERKEFNI

description

Fréttablað sigósig ljósmyndara um ljósmyndun og ljósmyndatengt efni, örlítið litað af kynningu hans á sjálfum sér sem ljósmyndara og því sem hann er að fást við hverju sinni..

Transcript of SigÓSig Ljósmyndir

Page 1: SigÓSig Ljósmyndir

Ljó

sm

yn

dir

ra

fræ

nt fr

ét

tab

f um

Ljós

my

nd

un

og

mín

ve

rk

efn

i

Page 2: SigÓSig Ljósmyndir

2

innihaLd

Útgefandi: The Icelandic Photo CompanyÁbyrgðarmaður: Sigurður Ólafur SigurðssonTexti, uppsetning og ljósmyndir: SigÓSig (nema annað sé tekið fram)Dreift til: Allra sem vilja (og sennilegra einhverra sem vilja ekki, sorry :-)

Forsíðumynd: SigÓSig fyrir sveinspróf. Model: Selma Kjartansdóttir. Förðun: Jóhanna Hlín. Canon 5D MII | 70-200 f4L | 1/160, f4.0Síða á móti. SigÓSig fyrir sjálfan sig. Model: Íris Lea Þorsteinsdóttir. Canon 5D MII | 70-200 f4L | 1/125, f22

Hver er ég og hvað er þetta? 4

Um löggildingu og leiðina áfram 6

Greinin: Takmarkað upplag eða takmarkaðir möguleikar 8

Græjur - Clik Elite 11

Myndataka - neyðarkallinn 12

Myndasafn 13

Opnumyndin 14

Vefurinn - Endurnýjun eða andlitslyfting 16

Page 3: SigÓSig Ljósmyndir

3

Page 4: SigÓSig Ljósmyndir

4

hver er ég og hvað er þetta?

www.sigosig.comhttp://lnkd.in/hzsBJK

s:[email protected]

facebook.com/SigoSigLjosmyndari

Ég heiti Sigurður Ólafur Sigurðsson og það sem þú ert að lesa er fréttabréfið mitt.

Ég útskrifaðist í ljósmyndun frá Tækniskólanum og tók sveinspróf haustið 2013 eftir að hafa haft ljósmyndun að áhugamáli og hlutastarfi í meira en 20 ár.

Síðan 1990 hef ég verið á einn eða annan hátt tengdur björgunarstörfum og neyðargeiranum, bæði sem sjálfboðaliði í björgunarsveit og starfsmaður á skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þannig litast stór hluti af mínu myndasafni í dag af annars vegar björgunarstörfum og hins vegar landslagi, fjalla- og ferðamennsku. Á sama tíma vann ég sjálfstætt við umbrot og hönnun og ritstýrði meðal annars um árabil tímaritinu Björgun sem dreift er í yfir 10 þúsund eintökum í fríútgáfu um allt land. Auk ritstjórnar myndaði ég líka fyrir blaðið, skrifaði texta, hannaði útlit og sá um umbrotið.

Haustið 2010 var ég í fullu starfi sem skólastjóri Björgunarskólans til nokkurra ára þegar ég tók ákörðun um að söðla um og hella mér út í drauminn, að læra og lifa af ljósmyndun. Og þess vegna ert þú að lesa þetta...

Í dag er ég að hefja ferilinn sem atvinnuljósmyndari og trúi statt og stöðugt á að ég eigi erindi inn á þann vettvang . Og þar með erindi við þig.

Þetta rafræna rit er hluti af áætlun minni um að láta umheiminn vita að ég er hér, sýna honum hvað ég get og kann. Hvað ég hef gert og hvað mig langar til að gera. En þetta er ekki bara um mig heldur vil ég líka koma hér inn allskonar fróðleik tengdum

ljósmyndun og þannig á að vera a.m.k. ein þokkalega ýtarleg grein um eitthvað málefni í hverju riti. Ég hef ákveðið að hafa allt opið. Ég segi hvað ég er að gera í ljósmyndun hverju sinni. Hvað mér finnst vel heppnað og hvað ég vildi gera betur. Ég segi frá því hvernig ég geri hlutina og hvað ég hefði átt að gera öðruvísi. Engin leyndarmál enda trúi ég statt og stöðugt á hina nýju öldu samstöðu og samhjálpar í ört vaxandi samkeppni. Ef allir hjálpast að og deila sínu þá verða allir betri í því sem þeir eru að gera og það er til hagsbóta fyrir alla og fagið sjálft, hvort sem um er að ræða ljósmyndun eða hvað annað.

Þannig vona ég að áhugafólk um ljósmyndun og ljósmyndir og aðrar tengdar greinar geti alltaf fundið eitthvað í þessum pistlum mínum sem þeim finnst áhugavert. Ég ætla að hafa fasta liði eins og “greinin” og “græjurnar” sem fjalla ekki endileg beinlínis um mig eða það sem ég er að gera, í bland við greinar og myndir sem auðvitað er ætlað að kynna mig og það sem ég er að fást við. Því að öll þurfum við jú að hafa vinnu.

En hvers vegna fréttarit? Góð spurning. Ég er auðvitað líka með vef þar sem meðal annars má finna þetta fréttarit, porfolio albúm, myndagrunn og margt fleira. Svo er ég auðvitað á facebook, linkedin, Google plus, vimeo og allt þetta. En þar eru allir hinir líka. Með sprengingu í notkun lesbretta og spjaldtölva finnst mörgum, þar á meðal mér, voða kósý að setjast upp í sófa með ipadinn og fletta blöðum og tímaritum, eins og þessu. Hægt er að skoða fréttaritið á www.issuu.com eða sækja það á vefinn minn í pdf formi.

En ef til vill er ég bara svona gamaldags. Þá er það bara þannig sem ég rúlla.

Hlakka til að vinna með ykkur!Baráttukveðjur

Sigurður Ólafur Sigurðsson Blomsterberg - Ljósmyndari

Page 5: SigÓSig Ljósmyndir

5

SigÓ

Sig

fyrir

Sly

sava

rnaf

élag

ið L

ands

björ

g. M

odel

: Vik

toría

Ósk

Jóha

nnes

dótti

r og

Bryn

ja Jó

nsdó

ttir.

Cano

n 5D

MII

| 2

4-10

5 f4

L |

1/10

0, f1

1

Page 6: SigÓSig Ljósmyndir

6

um LöggiLdingu og Leiðina áfram

Ég lauk sveinsprófi nú í haust eftir að hafa beðið eftir því í hartnær 20 ár að geta skrifað starfsheitið ljósmyndari í símaskrána með góðri samvisku. Sama kvöld og ég fékk niðurstöðuna úr prófinu var sagt frá því í kvöldfréttunum að nefnd um lögverndun starfsheita leggði til að lögverndun á þessu sama starfsheiti yrði lögð niður...

Ég ætla samt að setja þetta í símaskrána. Öruggur með þá vissu mína að ljósmyndanámið og sveinsprófið séu gott veganesti fyrir feril í ljósmyndun. Staðfesting á því að ég veit hvað ég er að gera, bæði fyrir mig og væntanlega viðskiptavini. Námið borgaði sig. Hvort sem litið er á námið sjálft, fornámið og ekki síst námssamninginn sem ég tók hjá Kristjáni Maack. Endapunkturinn, sveinsprófið og góð einkunn úr því er svo góður mælikvarði á getu mína þar sem hvort tveggja er tekið tillit til vinnubragða og fagmennsku ásamt ýmissa annarra þátta. Takið bara þessa helv... lögverndun af. Ég verð ekkert sár...

Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta ekki um löggildingar. Menn geta deilt um það hvort hún eigi rétt á sér eða ekki. Til eru góð rök með hvoru sem er. En það

SigÓSig fyrir sveinspróf. Model: Sigurður Jónsson. Canon 5D MII | 24-105 f4L | 1/80, f5,6 | ISO 500 | Polaraised filter

þarf ekki að deila um það að löggildingin er ekki ávísun á vinnu í ljósmyndun frekar en í öðrum greinum. Og eftir vandlega yfirlegu hef ég greint að það sem skilur á milli feigs og ófeigs er fyrst og fremst þrennt. Kunnátta, karakter og tími. Og ekki endilega í jöfnum hlutföllum.

1. Kunnátta: Getan til að skila góðum myndum af því sem um er beðið þegar um það er beðið. Að hafa listræna sýn og tæknilega getu til að koma henni í framkvæmd.

2. Karakter: Viðskiptavit, mannleg samskipti, dugnaður, hagsýni, kjarkur (fífldirfska), skipulagshæfileikar, heiðarleiki og þrjóska, svo að fátt eitt sé nefnt.

3. Tími: Hversu miklum tíma getur þú eitt í að láta drauminn rætast og hversu vel nýtir þú hann.

Hvort ég hafi allt sem hér var talið verður að koma í ljós.

Af ástæðum sem of langt er að telja upp hér hef ég þrisvar um æfina, í bókstaflegri merkingu, komið undir mig fótunum og lært að ganga. Hversu erfitt getur það verið að koma undir sig fótunum sem ljósmyndari? ;-) e

Page 7: SigÓSig Ljósmyndir

7

SigÓ

Sig

fyrir

sve

insp

róf.

Cano

n 5D

MII

| 5

0 f1

,4 |

1/1

00, f

11

Page 8: SigÓSig Ljósmyndir

8

takmarkað uppLag eða takmarkaðir möguLeikar

greinin

Upprunavottorð og upplagEitt af því sem gerir ljósmynd sem listaverk eftirsóknarvert er að vita að það geta ekki allir átt sama verkið og það mun ekki birtast sem auglýsing í dagblaði eða einhvers staðar annars staðar. Það er því einn þáttur í að skapa verkunum sess og gefa þeim verðgildi að myndirnar séu númeraðar og jafnvel í takmörkuðu upplagi og að með þeim fylgi upprunavottorð sem staðfestir með undirskrift ljósmyndarans/gallerís, að verkið sé upprunalegt og eftir tilgreindan ljósmyndara. Slíkt hefur lengi tíðkast í listaheiminum og er að aukast í ljósmyndaheiminum einnig. Hér á landi hefur ríkt nokkur óreiða í þessum málum meðal ljósmyndara og engin stöðluð viðmið fyrir hendi. Nokkrir ljósmyndarar eru þó farnir að númera og selja myndir með upprunavottorðum og meðhöndla myndir sínar sem listaverk.

UpplagNúmerað upplag er í raun markaðstæki. Aðferð til að skapa meiri verðmæti og hækka verð mynda og um leið tryggja kaupandann gegn því að myndin verði fjöldaframleidd í miklu magni, seld í auglýsingaherferð eða álíka. Margar aðferðir og útfærslur eru til af númeringu mynda. Hér eru taldar upp nokkrar þeirra:1. Takmarkað upplag númerað sem t.d. mynd eitt af

fimmtíu (1/50). Þetta er hin viðtekna og almenna leið til að númera takmarkað upplag mynda. Yfirleitt er hvert eintak númerað í neðra vinstra horni myndarinnar og/eða aftan á henni. Fjöldi eintaka í upplagi er mjög mismunandi og fann ég dæmi um upplög frá 10 og upp í 1000. Í fine art landslagi virðist algeng tala vera á bilinu 20 til 50.

2. Takmarkað upplag af stærð (limited by size). Þessi aðferð er afbrigði af hefðbundnu aðferðinni þar sem upplagið af ákveðinni stærð myndarinnar er takmarkað. Þetta heldur möguleikanum opnum fyrir ljósmyndarann að búa til nýja stærð af myndinni þegar upplagið er búið og gera þannig nýtt upplag.

3. Númerað án þess að takmarka upplag. Hver mynd er

númeruð en upplag er ekki takmarkað. Haldin er skrá yfir fjölda mynda sem hafa verið framleiddar til að viðskiptavinir geti alltaf séð hversu margar myndir hafa verið seldar hverju sinni. Heldur opnum möguleikanum fyrir ljósmyndarann að gera betri eintök af myndinni þegar betri tækni kemur fram á sjónarsviðið. Fer ef til vill ágætlega saman með gæðum og hárri verðlagningu sem í eðli sínu heldur niðri fjölda seldra eintaka án þess að takmarka upplag við ákveðinn fjölda, stærð eða útfærslu.

4. Takmarkað upplag á verðbilum. Þannig kosta ef til vill fyrstu 20 eða 50 myndirnar sem seldar eru minna en næstu 20 eða 50 og svo framvegis. Þannig er farið bil beggja. Myndirnar verða “einstakar” þar sem erfiðara er að kaupa nýtt eintak en listamaðurinn á áfram möguleika á að gera fleiri eintök, t.d. ef ný tækni kemur fram sem gerir honum kleift að gera enn betri eintök af myndinni en áður var hægt .

Alan Briot skrifar grein á www.beautiful-landscape.com sem hann kallar “The numbering affair” . Þar færir hann rök fyrir því að það að númera ljósmyndir sé andstætt eðli miðilsins sem er að geta framleitt óendanlega mörg eintök af sömu myndinni í sömu gæðum og jafnvel meiri eftir því sem tækni batnar og gæði aukast. Eðli lista, hvort sem er ljósmyndunar eða annarra lista, sé að upplag sé sjálfkrafa takmarkað ef vandað er til verka. Það sé dýrt og tímafrekt að framleiða myndir í meiri gæðum og þannig verði upplagið takmarkað í sjálfu sér og þörfin fyrir að númera upplagið sé ekki lengur fyrir hendi. Hann bendir því til stuðnings á að markaðurinn sé ekki að biðja um að upplag sé takmarkað, fólk kaupi myndir vegna þess að því finnst þær fallegar, vegna þess að gæðin séu mikil eða vegna þess að listamaðurinn er þekktur en ekki vegna þess að það eru lítil númer á þeim sem sanna að það sé til takmarkað upplag af myndunum. Ansel Adams og Edward Weston númeruðu ekki sínar myndir og myndir þeirra seljast ekki ódýrt í dag. Þeirra upplag er reyndar takmarkað sjálfkrafa

Page 9: SigÓSig Ljósmyndir

9

SigÓ

Sig

af S

yðri

Súlu

við

Eyj

afjör

ð. N

yrðr

i Súl

a í f

orgr

unni

og

í fjar

ska

sjá

Grj

órsk

álah

njúk

og

Blám

anns

hatt

. Can

on 5

D M

II |

24-

105

f4L

| 1/

250,

f6,3

| I

SO10

0

Page 10: SigÓSig Ljósmyndir

10

af þeirri staðreynd að þeir eru látnir og myndirnar verða þar af leiðandi ekki fleiri. Briot bendir á að tækniframfarir í vinnslu og prentun á stafrænum myndum séu enn svo miklar og ekki sjái fyrir endann á þeim. Þar af leiðandi séu takmörkuð upplög í raun hamlandi gæðalega séð. Það er að segja að þegar tæknin býður upp á að búa til betri eintök af myndinni þá getur þú það ekki vegna þess að upplagið er búið. Þannig séu markaðsöflin, það er það markaðstæki að búa til takmarkað upplag, farið að ráða meiru en listin, það er að gera betur og stefna að fullkomnun.

En þrátt allt þá hefur takmarkað og númerað upplag ákveðna stöðu og merkingu í huga gallería og kaupenda og hvort sem okkur líkar betur eða verr þá eru markaðsöflin ráðandi þáttur ef við viljum gera sölu ljósmynda að lífsviðurværi okkar. Ekki má gleyma að takmarkað upplag getur líka virkað sem hvati á sköpunargleði ljósmyndarans þar sem hann festist þá ekki í sama fari í vel heppnuðum myndum heldur verður hann að halda áfram að leita nýrra leiða, búa til nýjar myndir og koma þeim á framfæri. Þannig þjónar hið takmarkaða upplag ekki lengur eingöngu markaðslögmálinu og kaupandanum heldur einnig ljósmyndaranum. Báðar leiðir eru góðar og gildar og hvor um sig studd ágætis rökum. Hvaða leið er farin velur hver fyrir sig, á sínum eigin forsendum og eftir bestu sannfæringu.

UpprunavottorðÁ síðustu árum hefur orðið algengara að gefin séu út upprunavottorð með listaverkum. Ljósmyndarar hafa tekið upp þessa aðferð í nokkru mæli þegar um fine art myndir er að ræða. Upprunavottorð auka öryggi kaupandans og gera vöruna söluvænlegri. Nær öruggt má telja að ef kaupanda byðust tvær sambærilegar myndir á sama verði með og án upprunavottorðs þá myndi hann velja mynd með vottorði. Upprunavottorð (certificate of authenticity) getur verið í ýmsu formi. Dæmigert vottorð inniheldur yfirlýsingu um

að myndin sé eftir þann höfund sem á hana kvittar, þar er dagsetning prentunar, ef til vill nokkur orð um vinnslu myndarinnar og myndefnið, pappírinn sem prentað er á, blek og meðhöndlun, númer myndar og upplag ef það á við og svo undirskrift listamannsins. Algengt er að vottorðið sé prentað sér og fylgi með og að aftan á myndinni sé einnig límmiði með helstu upplýsingum. Stundum er límmiðinn látinn duga og er hann þá heldur stærri.

ÁritunAuk upprunavottorðs og límmiða kjósa margir að árita myndirnar sjálfar eða kartonið þar sem það á við. Algengt er þá að undirskrift ljósmyndarans og jafnvel ártal sé í neðra hægra horni myndarinnar eða þar við á kartoni og stundum er númer myndar og upplag í neðra vinstra horni. Stundum er undirskriftin og númerið aftan á.

UtanumhaldMikilvægt er að halda vel utan um fjölda seldra/útgefinna eintaka af hverri mynd hvort sem um er að ræða takmarkað upplag eða ekki. Þannig er tryggt að ekki sé farið fram yfir lofaðan fjölda í takmörkuðu upplagi og að hægt sé að gefa upplýsingar um númeraröð og fjölda seldra mynda í ótakmörkuðu upplagi.

Vönduð varaTil að ljósmynd sé góð söluvara sem listaverk þá þarf að huga að mörgum og mismunandi þáttum. Að því gefnu að myndin sem slík, þ.e. myndefni, myndbygging o.s.frv. sé frambærileg þá þarf vinnsla, prentun, frágangur og famsetning líka að vera faglega og rétt unnin til að varan sem slík sé frambærileg og ljósmyndaranum til sóma. Þannig lyftum við gæðastalinum fyrir þá sem vilja selja sína sköpun fyrir sæmilegt verð og um leið skera sig úr þeim gífurlega stóra og ört stækkandi hópi fólks sem á góða myndavél og tekur fínar myndir. e

SigÓSig í Þríhnjúkagíg. Samsett úr þremur lóðréttum skotum til að fá víðari ramma og meiri upplausn. Canon 5D MII | 17-40 f4L | 15, f11 | ISO100

Page 11: SigÓSig Ljósmyndir

11

græjur

kíktu á pokana á vefnum mínum eða á vef framLeiðandans

Alla

r ljó

smyn

dir á

síð

unni

eru

frá

Clik

Elit

e

Það er rétt að taka fram að ég er alveg bullandi hlutdrægur í þessum pistli. En þetta eru bara svo frábærar vörur! Frá því að ég fór fyrst að ganga á fjöll með myndavélina mína fyrir sennilega um það bil 20 árum hef ég verið í vandræðum með það hvar ég á að hafa hana þannig að hún sé bæði aðgengileg en um leið ekki alltaf fyrir mér. Ég er búinn að reyna mittistöskur, belti með myndavélar- og linsutöskum, svona og hinsegin bakpoka og ég veit ekki hvað og hvað. Ég tel mig því orðinn þokkalega sjóaðan í þessum töskumálum og hef ekki skilið í því undanfarin ár að stóru töskuframleiðendurnir væru ekki komnir með lausnina fyrir mig. Mig vantaði bakpoka sem væri gott að bera, gangandi eða á hjóli, ég gæti bæði haft myndavélagírinn með vel varinn og líka tekið með það sem þarf til að lifa af í íslensku fjalllendi um miðjan vetur. Síðast en ekki síst vildi ég hafa vélina þar sem ég næði í hana án þess að taka af mér bakpokann. Eftir nokkra leit á veraldarvefnum og í verslunum hérlendis og erlendis komst ég að því að Clik Elite vörurnar voru nákvæmlega það sem ég hafði verið að leita að. Til að gera langa sögu stutta þá setti ég mig í samband við framleiðandann og þar sem uppáhalds ljósmyndavöruverslunin mín gat ekki flutt þetta inn fyrir mig þá ákvað ég bara að gera það sjálfur. Og nú hef ég til sölu það besta úr Clik Elite línunni vegna þess að ég veit að ég er ekki eini íslenski ljósmyndarinn sem gengur á fjöll.

Clik Elite framleiðir allar stærðir af myndavélabakpokum og töskum en að öðrum algjörlega ólöstuðum ætla ég að fjalla hér sérstaklega um Contrejour pokana sem eru til í bæði 35 og 40 l útfærslum. Frekari uppýsingar um það sem ég er með á lager frá Clik Elite má finna á vefnum mínum www.sigosig.com.

Contrejour er eini bakpokinn sem ég hef fundið sem sameinar fullkomlega, að mínu mati,

kosti alvöru fjallabakpoka þar sem þú kemur fyrir öllu sem þú þarft að hafa með þér til fjalla við flestar

aðstæður og kosti alvöru myndavélabakpoka þar sem þú getur tekið alvöru búnað með þér, það fer vel um hann og það er fljótlegt að grípa vélina þegar tækifærið býðst. Myndavélarhólfið opnast á baki pokans þar sem þú getur komið fyrir a.m.k. þremur linsum, pro body slr myndavél með langri linsu, flassi og aukahlutum. Allt er vel fóðrað og varið næst bakinu og það besta er að myndavélin sjálf

er aðgengileg í gegnum hlið bakpokans með því að taka pokann af annarri öxlinni og láta

hann hanga á hinni. Framan á pokanum lítur hann einfaldlega út eins og nýtískulegur bakpoki sem ætlaður er í fjallamennsku með tilheyrandi ólum og

festingum. Nægt pláss er í honum fyrir hlífðargallann, stakk og buxur, auka peysu, nesti, húfu

og vettlinga, snjóflóðastöng og skóflu og jafnvel klifurbeltið og smá auka búnað. Burðarkerfið er verklegt með góðri öndun. Gott topphólf fyrir smáhluti með innbyggðu kortaveski. Gert er ráð fyrir vatnspoka og svo mætti lengi telja. Frábær poki í alla staði fyrir alla sem ferðast með myndavélina. e

Page 12: SigÓSig Ljósmyndir

12

neyðarkaLLinnSala neyðarkallsins gekk að venju mjög vel enda landsmenn alltaf duglegir að styðja við starf björgunarsveitanna. Ég sá að þessu sinni um ljósmyndun fyrir átakið, myndaði neyðarkallinn sjálfan sem var kona að þessu sinni, fyrirmynd hennar fyrir heilsíðu auglýsingar í upphafi átaksins og sölu fyrstu eintakanna í Smáralindinni. Þar stóð Sigmundur Davíð forsætisráðherra vaktina fyrir okkur fyrir neðan rúllustigann við Hagkaup og hleypti engum framhjá án þeaa að kaupa neyðarkall.

Neyðarkallinn er nú orðin ein stærsta fjáröflun flestra björgunarsveita ásamt flugeldasölunni og heldur björgunarstarfi í landinu gangandi. Auk þess að mynda átakið þá stóð ég að sjálfsögðu líka vaktina sem sjálfboðaliði í minni sveit og seldi.

Ég hef mikið myndað fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg í gegnum tíðina, hvort sem er í útköllum, á æfingum eða í efni fyrir kynningar- og markaðsstarf félagsins. e

Page 13: SigÓSig Ljósmyndir

13

Á ferðalögum mínum um landið í gegnum tíðina hafa oft gefist góð tækifæri til ljósmyndunar. Auk þess að ferðast mikið í eigin tíma rek ég einnig fyrirtæki sem hannar og selur póstkort sem ég dreifi á landsvísu og fæ þannig enn fleiri tækifæri til að mynda í ljósmyndabankann sem og fyrir viðskiptavini á reglulegum ferðum mínum um landið. Á vefnum mínum www.sigosig.com má finna nokkuð yfirgripsmikið safn mynda frá öllu landinu sem og af dýralífi og gróðurfari. Auk safnsins á vefnum er mun meira til sem ekki hefur komist inn á vefinn enn. Vantar þig til dæmis mynd af tilteknum ferðamannastað eða þekktu náttúrufyrirbæri, íslensku sauðkindinni eða þjóðvegum landsins. Prófaðu að leita og ef þú finnur það ekki þá er ekki útilokað ég ég eigi það á lagernum.

myndasafn

náttúran

Page 14: SigÓSig Ljósmyndir

14

opnumyndin

Page 15: SigÓSig Ljósmyndir

15

SigÓSig fyrir Sveinspróf. Model: Selma Kjartansdóttir og Jón Hjörtur Sigurðarson. Förðun: Jóhanna Hlín Kolbeinsdóttir. Canon 5D MII | 70-200 f4L | 1/160, f4 | ISO 400

Opnumyndin að þessu sinni er lífstíls/tískumynd úr sveinsprófinu í ljósmyndun. Myndin er tekin í skógræktinni í Elliðaárdalnum og er lýst með einu millistóru softboxi vinstra megin við myndavél og með einu hörðu ljósi úr nokkurra metra hæð hægra megin fyrir aftan Selmu til að líkja eftir sólarbirtu sem brýst í gegnum skógarþykknið.

Page 16: SigÓSig Ljósmyndir

16

Síðan í júní 2002 hef ég haldið úti vefnum www.sigosig.com. Á þeim tíma hefur vefurinn fengið nokkrar andlitslyftingar og þá síðustu núna á síðustu vikum. Ég veit að ég er ekki einn um það að vinna sjálfur í þessum vefmálum þá ákvað ég að segja lítillega frá því hvaða valmöguleika ég skoðaði fyrir þessa endurskoðun og hvers vegna ég komst að þeirri niðurstöðu að halda mig við WordPress og Photoshelter.

Í rétt um tvö ár hef ég notað Photoshelter til að halda utan um myndasafn og afhenda myndir til viðskiptavina. Photoshelter er frábær lausn til síns brúks en fyrir þá sem vilja halda úti alvöru vefsíðu með öðru en eingöngu ljósmyndum t.d. bloggi og síðum sem byggja á texta í meginhlutverki, en hvort tveggja er nauðsynlegt til að ná góðum árangri á leitarvélum, þá þarf eitthvað meira. Það hef ég leyst með því að setja upp WordPress á síðuna mína og samkeyra útlit wordpress síðunnar og Photoshelter með sniðmáti frá GraphPaperPress. Þannig verður notandinn aldrei var við það að hann sé að skipta yfir á Photoshelter eða öfugt nema að hann sé að horfa á slóðina.

Á haustmánuðum var komið að reglulegri endurskoðun í vefmálum hjá mér og í tilefni af því skoðaði ég það nýjasta sem ég fann í þeim málum. Ég leit yfir það helsta sem ég hef áður skoðað, Zenfolio.com, 4ormat.com, SmugMug og fleira. Allt ágætar lausnir en bjóða ekki upp á þá fjölbreytni sem mér fannst ég þurfa. En tvær lausnir skoðaði ég betur sem ekki höfðu lent inn á radarnum hjá mér og þær voru Squarespace.com og koken.me.

Squerespace 6 hefur marga kosti sem mér fannst vega nokkuð þungt þegar ég skoðaði málin nánar. Einfalt “drag and drop” vefumsjónarkerfi sem hægt er að sníða að þörfum flestra, ekki eingöngu ljósmyndara eða listamanna heldur líka fyrirtækja í ýmis konar rekstri, jafnvel með vefverslun og fleira. Einn

ert þú Ljósmyndari með eigin vef?mín Leið í gegnum vefskóginn

ZenfoLio eða 4ormat eða smugmug eða jomLa eða photosheLter eða ko-ken eða squerespace eða wordpress eða htmL eða hvað og Listinn heLdur áfram...

www.sigosig.com

stærsti kosturinn er möguleikinn á að flytja inn eldri síður úr öðrum kerfum eins og Tumblr, Wordpress og Blogger ásamt góðum tengimöguleikum við samfélagsmiðla, dropbox og fleiri þjónustur á netinu.Squerespace er ekki frítt en verðinu er stillt í hóf. Fyrir þá sem vilja fjölbreytta og flotta vefsíðu, hvort sem er ljósmyndarar eða aðrir, en vilja ekkert þurfa að hugsa um uppsetningar á léni, html, css, ftp eða aðrar skammstafanir en vilja sitt eigið lén með flottri vefsíðu og mjög einföldu vefumsjónarkerfi þá er Squerespace klárlega meðetta.

Koken.me er frítt vefumsjónarkerfi (CMS- Content Management System) sem hannað er og smíðað af þremur ljósmyndurum fyrir ljósmyndara sem portfoliu kerfi á vefnum. Kerfið þarf að setja upp (líkt og wordpress) hjá hýsingaraðila eins og fatcow, godaddy eða einhverri íslenskri þjónustu en það er mjög einfalt (fyrst að ég gat það) og fljótlegt. Eftir það er varla þörf á nokkurri annarri kunnáttu í einföldu og flottu vefumsjónarkerfinu. Boðið er upp á sex mismunandi útlit sem svo er hægt að sníða til á ýmsa vegu. Mjög gott er að vinna með myndefni inni í kerfinu og auðvelt að búa til nýjar síður sem innihalda bæði texta og myndir, hafa myndir “public” og “private” og margt fleira. Ég var ansi nálægt því að skipta yfir í koken.

En á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að gefa Wordpress/Photoshelter vefnum mínum hressilega andlitslyftingu með uppfærðu sniðmáti frá GraphPaperPress. Sú lausn gefur mér mestan sveigjanleika með lágmarks vinnu og kunnáttu. Þannig er ég bæði með mjög fullkomið kerfi fyrir umsýslu og utanumhald mynda og einnig vefumsjónarkerfi þar sem ég get búið til venjulegar síður með texta og myndum auk þess að hafa blogg sem leitarvélum líkar afar vel við. Þar með sannaðist enn einu sinni að ef það er ekki bilað þá þarf ekki að laga það. En það er ekki verra að taka smá ”make-over” ;-) e

ef þú ert ekki að búa tiL vef eða hefur engan áhuga á því skaLtu hætta að Lesa. prófarkarLesarinn minn og eignkona mygLaði þegar hún Las þetta...