September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið...

32
Heimili og skóli 1 Landssamtök foreldra í 15 ár September 2007 Heimili og skóli Meðal efnis: Samtökin 15 ára Foreldrar eru auðlind í skólastarfi Samfelldur skóli og íþróttir Fjölmenningarsamfélagið Er skemmtilegra í vinnunni en heima? Sölumennska í framhaldsskólum Fleiri foreldrar setja reglur um tölvunotkun

Transcript of September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið...

Page 1: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 1

Landssamtök foreldra í 15 ár

September 2007

Heimili og skóli

Meðal efnis:Samtökin 15 áraForeldrar eru auðlind í skólastarfiSamfelldur skóli og íþróttirFjölmenningarsamfélagiðEr skemmtilegra í vinnunni en heima?Sölumennska í framhaldsskólumFleiri foreldrar setja reglur um tölvunotkun

Page 2: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

2 Heimili og skóli

Efnisyfirlit

Stjórn og starfsfólk Heimilis og skóla ...................................................... 2Ávarp formanns ...................................................................................... 3Ávarp menntamálaráðherra .................................................................... 3STIKLAÐ á STÓRU í 15 ára sögu samtakanna .................................. 4-5Heimili og skóli lengi lifi .......................................................................... 6 Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2007 ............................................... 7Samfelldur skóli og íþróttir - Draumsýn eða veruleiki? ........................... 8Fleiri foreldrar setja reglur um tölvunotkun ............................................. 9Farsælt skólastarf sem byggir á virku foreldrasamstarfi ....................... 10 Jákvætt hugarfar ...................................................................................11 Foreldrastarf til fyrirmyndar ...................................................................11Afi og amma í skólanum ....................................................................... 12Foreldrabanki fyrir bekkjarfulltrúa ......................................................... 12Foreldraherbergi ................................................................................... 13Lífsleikni í leikskólanum Jörfa .......................................................... 14-15Foreldrar eru auðlind í skólastarfi .................................................... 16-18 Erum við að draga úr sköpunarmætti barnanna? ............................ 20-21 Fjölskyldulíf og atvinna ......................................................................... 22 Sölumennska í framhaldsskólum ......................................................... 23 Rannsóknastofa í fjölmenningarfræðum í KHÍ ................................ 24-25Ákvarðanir sveitastjórna skipta sköpum fyrir skólastarfið ................ 26-28Að aðlagast í nýju landi ........................................................................ 28 Nýbúadeild við Hjallaskóla í Kópavogi ................................................. 29Útgáfa Heimilis og skóla ....................................................................... 30 Börn í fjölskyldu framtíðarinnar ............................................................. 31 Útgefandi: Heimili og skóli,

Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík Veffang: www.heimiliogskoli.is Netfang: [email protected]óri: Ólöf Dagný ÓskarsdóttirÁbyrgðarmaður: María Kristín Gylfadóttir Prentun: Gutenberg Upplag: 12.000

Forsíðumynd:Hulda Sif Hermannsdóttir og Berþóra Lísa Björnsdóttir sem var að byrja í 1. bekk í Síðuskóla á Akureyri

Stjórn Heimilis og skóla 2007

María Kristín GylfadóttirFormaður. Verkefnastjóri hjá Landsskrifstofu Leonardo.Býr í Hafnarfirði.

Anna KristinsdóttirStjórnmálafræðingurBýr í Reykjavík

Jón Ólafur HalldórssonFramkvæmdastjóri sölusviðs OlísBýr í Kópavogi

Rögnvaldur SímonarsonUmboðsmaður starfsd. Verkmenntaskólans á AkureyriBýr í Eyjafirði

Sigurgrímur SkúlasonSviðsstjóri prófadeildar námsmatsstofnunarBýr í Hafnarfirði

Sjöfn ÞórðardóttirVerkefnastjóriBýr á Seltjarnarnesi

Björk EinisdóttirFramkvæmdastjóri

Guðberg K. JónssonVerkefnastjóri

Helga Margrét GuðmundsdóttirVerkefnastjóri

Ólöf Dagný ÓskarsdóttirVerkefnastjóri

Starfsfólk Heimilis og skóla

Bryndís Haraldsdóttir Markaðfræðingur Býr í Mosfellsbæ

Guðrún ElíasdóttirHúsmóðirBýr í Súðavík

Brynhildur PétursdóttirStarfsmaður Neytenda-samtakannaBýr á Akureyri

Eva Dís PálmadóttirHéraðsdómslögmaður Býr á Egilsstöðum

Guttormur B. ÞórarinsonHúsasmíðameistariBýr í Reykjavík

Ljósmynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Page 3: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 3

Heimili og skóli – landssamtök foreldra fagnar 15 ára starfsafmæli í dag. Það þótti vel við hæfi að tímarit samtakanna sem er nánast jafngamalt samtökunum kæmi út á sjálfan afmælisdaginn.

Á tímamótum er gjarnan grúskað í gömlum gögnum og gamlar minningar rifjaðar upp. Eitt af því sem ég fann við grúsk í tengslum við þessi tímamót var tímaritsblað frá árinu 1979. Nafn þess vakti strax sérstaka athygli mína. Heimili og skóli hét það. Við nánari athugun kom í ljós að tímaritið hafði verið gefið út allt frá árinu 1942 óslitið til ársins 1977 og að útgáfunni stóð Kennarafélag Eyjafjarðar.

Á þeim tímum sem útgáfan hófst var mikil þörf á að almenningur í landinu skildi nauðsyn þess að efla og bæta skólastarfið. Tilgangur blaðsins var því að vera vettvangur umræðna og tillagna um uppeldis- og skólamál. Einnig átti ritið að vera eins konar tengiliður milli hinna tveggja uppeldisstofnana – heimilanna og skólanna.

Þeir voru líka framsýnir og stórhuga foreldrarnir sem sátu stofnfund Landssamtaka foreldra í grunnskólum í Gerðubergi þann 17. september 1992. Hugmyndir um samtök foreldra á landsvísu hafði verið í umræðu allt frá 1989 en tók nýja stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar skráðu sig í samtökin strax á fyrsta starfsári.

Samtökin nutu strax mikillar velvildar í samfélaginu og á meðal skólafólks ríkti mikil jákvæðni. Allt frá stofnun hefur verið leitast við að reka samtökin sem miðstöð foreldrastarfs í landinu og samtökin þjóna og starfa með öllum sem til þeirra leita burtséð frá formlegri aðild.Samtökin eru grasrót sem starfar í takti við þarfir foreldra og samfélagsins á hverjum tíma.

Á fáum 15 árum hefur mikið breyst í samstarfi heimila og skóla. Skólarnir hafa opnað dyr sínar foreldrum og forráðamönnum, fært starf sitt út fyrir skólahúsið og virkjað sem flesta í því uppeldisstarfi sem skólinn vinnur. Þeir hafa líka áttað sig á að foreldrar eru hluti af mannauði skólans. Gott skólafólk tryggir þátttöku foreldra í námi barna sinna.

Það kom í hlut framsýnna skólamanna fyrir 65 árum að hefja baráttu í riti fyrir aukinni þekkingu og samstarfi heimila og skóla. Það er mér sérstakt ánægjuefni að Heimili og skóli er enn sá vettvangur umræðu og skoðanaskipta um uppeldis- og skólamál, sem því var í upphafi ætlað að verða.

Njótið vel! María Kristín Gylfadóttir formaður Heimilis og skóla

Haustið er tími breytinga í lífi okkar jafnt sem náttúrunnar. Hjá flestum fjölskyldum felst einhver mesta breytingin í því að skólarnir opna dyr sínar á ný að loknu sumarleyfi. Barnanna okkar bíða ný viðfangsefni til að takast á við.

Skólaárin eru gífurlega mikilvæg. Þar mótast einstaklingurinn að miklu leyti og nemur fyrir framtíðina, jafnt í gegnum námið sjálft sem þau félagslegu samskipti er eiga sér stað í skólastofunni og á skólalóðinni. Fátt skiptir því meira máli fyrir samfélag okkar en að skólakerfið sé öflugt og að þar sé vel að málum staðið.

Við Íslendingar höfum sem betur fer borið gæfu til þess að byggja upp menntakerfi sem við getum verið stolt af, allt frá leikskóla upp í háskóla. Sú bylting sem orðið hefur á síðustu öld, þar sem Ísland hefur þróast frá því að vera eitt fátækasta ríki Evrópu yfir í eitt fremsta velmegunar- og velferðarríki veraldar, er ekki síst aukinni menntun þjóðarinnar að þakka.

Í framtíðinni mun menntun gegna mikilvægara hlutverki en nokkru sinni. Hagur og velmegun þjóða mun ráðast af menntunarstigi þeirra. Eftir því sem samfélagið verður flóknara verða einstaklingarnir að vera í stakk búnir til að takast á við æ fjölþættari og margslungnari verkefni og geta brugðist við hinum margvíslegustu aðstæðum.

Það eru því ekki lítil verkefni sem bíða litlu einstaklinganna þegar við kveðjum þá á morgnana og sendum út í skammdegismyrkrið með skólatöskurnar sínar.

Því getur það verið hollt, nú þegar skólarnir byrja á ný, að staldra aðeins við og velta fyrir okkur því mikla starfi sem fram fer innan veggja skólans. Það er mikilvægt að við séum öll þátttakendur í því starfi og að heimilin og skólarnir myndi eðlilega samfellu í lífi barnanna. Að ekki sé um tvo ólíka heima að ræða er komi hvor öðrum ekki við.

Gott skólastarf og góður námsárangur byggist ekki einungis á skipulagi og reglum heldur ekki síður virkni okkar allra. Með virkri þátttöku í skólagöngu barnanna léttum við þeim vegferðina í gegnum lífið og myndum um leið dýpri og betri tengsl við börnin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

menntamálaráðherra

Page 4: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

4 Heimili og skóli

Stofnfundurinn Eftir gaumgæfilega athugun var ákveðið að boða til stofnfundar Landssamtaka forelda nemenda í grunnskólum í Gerðubergi 17. september 1992. Til stofnfundarins mættu rúmlega 30 manns og var samtökunum gefið nafnið Heimili og skóli – landssamtök foreldra. Ákveðið var að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga líkt og Neytendasamtökin. Þetta var m.a. gert í ljósi þess að ekki voru starfandi á þeim tíma foreldrafélög við alla skóla landsins og slík félög höfðu enga tekjustofna til að halda uppi starfsmanni.

GrasrótarsamtökAllt frá stofnun hefur verið leitast við að reka samtökin sem miðstöð foreldrastarfs í landinu, sem veiti upplýsingar og ráðgjöf og þjóni og starfi með öllum sem til samtakanna leita burtséð frá formlegri aðild. Samtökin eru rekin sem grasrótarsamtök með einfalda yfirbyggingu sem hefur þótt þjóna tilgangi og markmiðum samtakanna best með hliðsjón af smæð íslensks samfélags og fyrirkomulagi foreldrastarfs í landinu.

STIKLAÐ á STÓRU í 15 ára sögu samtakanna

FjármögnunFyrstu árin var starfsemin að mestu fjármögnuð með félagsgjöldum félagsmanna en sl. 10 ár hefur áhersla verið lögð á tryggja samtökunum sterkari fjárhagslegar stoðir. Samtökin hafa þjónustusamning um menntamálaráðuneytið og í ár komust samtökin í fyrsta sinn á fjárlög. Árið 2006 skrifuðu samtökin undir bakhjarlasamninga við þrjú fyrirtæki, Sparisjóðabankann Eymundsson og VÍS, sem þannig skuldbundu sig til að styðja við starfsemi samtakanna næstu þrjú ár.

Helstu baráttumálin Baráttumál samtakanna hafa verið mörg á umliðnum árum. Í árdaga samtakanna var hugmyndin um einsetinn skóla ofarlega á baugi en samtökin gerðu kröfuna um einsetinn skóla að sérstöku baráttumáli

sínu á Ári fjölskyldunnar árið 1994. Foreldrar hafa einnig barist ötullega fyrir skólamáltíðum og víða um land hefur

það verið fyrir tilstuðlan foreldra að skólamáltíðir hafa komist á. Bætt starfskjör kennara hafa einnig í gegnum öll starfsárin verið samtökunum hugleikin

Megin baráttumál samtakanna hefur ávallt verið að tryggja beina aðkomu foreldra að skólastarfi barna. Með lögum um grunnskóla frá 1995 var aðkoma foreldra að skólastarfinu lögfest með nýjum lögum um foreldraráð og síðastliðin ár hefur áhersla verið lögð á að tryggja aðkomu foreldra í leik- og framhaldsskólum.

Rödd foreldraRödd landssamtaka foreldra í undirbúningsvinnu að grunnskólaögum árið 1995 var mikilvæg og með árunum hefur verið leitað eftir áliti Heimilis og skóla við frumvarps-

María Kristín Gylfadóttir

Aðdragandann að stofnun landssamtakanna má rekja til óformlegra funda áhugamanna um foreldrasamvinnu sumarið1992. Þessir aðilar höfðu allir reynslu af starfi í svæðasamtökum foreldra víða um land. Umræðan um samtök foreldra á landsvísu var ekki ný en tók nýja stefnu á málþingi í april 1992 þar sem formenn foreldrasamtaka á Norðurlöndum voru staddir.

Grasrótarfundur

Við undirskrift bakhjarlasamninga

Jónína Bjartmaz, Björn Bjarnason, Hildur Hafstað og Guðrún E. Björgvinsdóttir

Page 5: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 5

gerð um menntun og ýmis önnur hagsmunamál sem varða börn og fjölskyldur þeirra. Fulltrúar samtakanna eiga einnig sæti í fjölmörgum nefndum og starfshópum um fjölskyldu- og skólamál.

Upplýsinga- og ráðgjafarþjónustaSamtökin hafa rekið símaþjónustu allt frá stofnun. Þessi þáttur starfseminnar hefur stöðugt aukist að umfangi og vegur þar þungt ráðgjöf af ýmsu tagi. Foreldrar sem starfa í foreldraráðum eða stjórnum foreldrafélaga leita til samtakanna til að fá gögn og upplýsingar og skólafólk hefur samband vegna ýmissa mála sem snerta samstarf heimila og skóla. Fréttamenn sem vilja fá sjónarmið foreldra vegna margvíslegra mála sem eru í umræðunni hverju sinni leita einnig reglulega til samtakanna.

Fulltrúaráð Heimilis og skólaInnan samtakana starfar fulltrúaráð sem er skipað fulltrúum frá svæðasamtökum foreldra. Tilgangurinn með þessu fyrirkomulagi er að tryggja öflugt samstarf við foreldra um land allt, koma á framfæri upplýsingum og fróðleik um vinnu samtakanna á hverjum tíma og styðja starf foreldraráða- og félaga hvar á landinu sem er. Meðlimir fulltrúaráðsins eru “erindrekar” samtakanna á sínu landsvæði og sinna fræðslu og þjálfun fyrir foreldra sem eru virkir þar í foreldrastarfi.

ForeldraverðlauninEitt af elstu þáttum í starfsemi samtakanna eru Foreldraverðlaunin en þau voru veitt í fyrsta sinn á Foreldraþingi árið 1996. Aðalmarkmiðið með Foreldraverðlaununum er að vekja jákvæða eftirtekt á grunnskólanum og því gróskumikla starfi sem þar fer fram og stuðlar að öflugra samstarfi heimila og skóla.

Erlent samstarfHeimili og skóli hafa frá upphafi verið aðilar að "Nordisk Komité" norrænu samstarfi landssamtaka foreldra,

og gerðust aðilar að "European Parents Association," Evrópusamtökum landssamtaka foreldra árið 1998.

Fræðsla til foreldra – á þremur skólastigumGrunnstarfsemi samtakanna hefur ávallt snúið að fræðslu og ráðgjöf til foreldrafélaga og foreldraráða og bekkjarfullrúa og mun gera um ókomna tíð. Starfsmenn og stjórnarmenn aðstoða við stofnun og starfsemi foreldrafélaga og foreldraráða foreldra barna í leik,- grunn- og framhaldsskólum með upplýsingagjöf, dreifingu efnis og þátttöku og/eða framsögu á fundum.

Forvarnarstarf – foreldrar eru besta forvörnin Því hefur löngum verið haldið fram að viðhorf foreldra til uppeldis barna sinna sé virkasta forvörn til er. Heimili og skóli hafa ávallt látið sig forvarnir varða og samtökin taka þátt í fjölmörgum samstarfshópum um forvarnir. Þau hafa einnig staðið að margvíslegri útgáfu og fræðslu til foreldra um forvarnir, s.s. með Foreldrasamningunum, Foreldraröltinu og SAFT verkefninu um örugga netnotkun.

ÚtgáfaStrax í upphafi lögðu samtökin metnað sinn í að gefa út veglegt tímarit til félagsmanna. Útgáfan gekk vel fyrstu árin en vegna aukins útgáfukostnaðar var ákveðið að minnka útgáfuna og gefa út fréttabréf í staðinn. Í dag kemur tímarit samtakanna Heimili og skóli út einu sinni á ári en auk þess gefa samtökin mánaðarlega út rafrænt fréttabréf sem ber nafnið Samstíga. Í dag er virkasta upplýsingaveita samtakanna heimasíðan www.heimiliogskóli.is

Ábyrgð til 18 ára aldurs

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson ásamt verðlaunahöfum í smásagna-samkeppni á vegum SAFT

Mótmæli á Austurvelli vegna kennaraverkfalls

Foreldraverðlaunin 2004

Page 6: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

6 Heimili og skóli

Ég man glöggt eftir vorinu 1992 þegar forystumenn í SAMFOK í Reykjavík, SAMKÓP í Kópavogi og fulltrúar frá Foreldraráði Hafnarfjarðar hittust reglulega til að ræða stofnun landssamtaka foreldra í grunnskólum. Einkum eru minnisstæðir fundir uppi á hanabjálka í veitingahúsinu A. Hansen í Hafnarfirði, þar sem samstaða náðist um stofnun Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra. Ég minnist þeirrar miklu samstöðu sem náðist um stofnun samtakanna og hversu sannfærðir allir í undirbúningshópnum voru um gildi slíkra samtaka fyrir foreldra.

Draumurinn um regnhlífarsamtök foreldra varð að veruleika á ótrúlega skömmum tíma og þúsundir foreldra gengu í samtökin tilbúnir að greiða árgjald til að halda rekstrinum gangandi svo rödd foreldra mætti heyrast. Upphafsárin voru viðburðarrík og bæði stjórnvöld og foreldrar almennt höfðu strax miklar væntingar til Heimilis og skóla. Á þessum árum stóðu samtökin fyrir öflugri blaðaútgáfu, fræðslufundum og ráðgjafarþjónustu við foreldra. Einnig sýndu samtökin strax stjórnvöldum aðhald og börðust fyrir hönd foreldra fyrir ýmsum úrbótum, t.d. lengingu skóladagsins, samfelldum skóladegi, einsetningu grunnskóla, skólamáltíðum, bættum aðbúnaði skóla almennt og aukinni áherslu á velferðarmál, s.s. baráttu gegn einelti í skólum. Síðast en ekki síst börðust samtökin einnig fyrir auknum áhrifum foreldra, bæði innan skóla og á sveitarfélaga- og landsvísu. Þótti ýmsum samtökin stundum helst til kröfuhörð í þeim efnum.

Heimili og skóli komu með ýmsum hætti að flutningi grunnskólans til sveitarfélaga árið 1996 og setningu grunnskólalaga árið áður. Forystumenn samtakanna lögðu mikla áherslu á að með aukinni ábyrgð og sjálfstæði sveitarfélaga fengju foreldrar lögbundinn rétt til áhrifa í grunnskólum. Niðurstaðan var ákvæði um stofnun foreldraráða við alla grunnskóla sem hefðu umsagnarrétt um skólanámskrána og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið og fylgdust með að áætlanir væru kynntar foreldrum, svo og með framkvæmd þeirra. Óhætt er að fullyrða að þetta lagaákvæði hefur haft veruleg áhrif til aukinnar beinnar þátttöku foreldra í skólum barna sinna. Strax árið eftir setningu grunnskólalaga var búið að stofna foreldraráð í flestum grunnskólum og hafa þau alla tíð síðan verið virkur vettvangur fyrir foreldra til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um hvaðeina sem lýtur að starfi og stefnu skóla. Almennt má því segja að ákvæði um foreldraráð í grunnskólalögum hafi skipt verulegu máli um þróun foreldrastarfs í skólum og aukin áhrif foreldra. Á hverju ári taka a.m.k. 500 foreldrar þátt í starfi foreldraráða og leggja sitt af mörkum í þágu allra grunnskólanemenda.

Þegar horft er til baka er ótrúlegt hversu miklu Heimili og skóli hefur komið í verk á einungis 15 árum. Samtökin hafa haft öfluga forystumenn í sínum röðum frá upphafi sem hafa náð að virkja afl samstarfsmanna sinna og rutt brautina, þannig að í dag eru samtökin mjög virt, bæði meðal foreldra almennt og ekki síður meðal samstarfsaðila í menntakerfinu. Samtökin hafa tekið þátt í ótrúlega fjölbreyttum verkefnum á þessum tíma og þróast yfir í það að veita félagsmönnum og foreldrum góða þjónustu og ráðgjöf og veita einnig stjórnvöldum aðhald og taka virkan þátt í stefnumótun í menntamálum hér á landi.

Það er ómetanlegt fyrir stjórnvöld að geta leitað álits samtaka eins og Heimilis og skóla þegar unnið er að stefnumótun, en foreldrar eru mikilvægustu hagsmunaaðilar barna og ungmenna og eiga að vera talsmenn þeirra. Einnig er mikilvægt að foreldrar geti snúið sér til samtaka eins og Heimilis og skóla til að leita ráða, bæði að hugmyndum um foreldrastarf, samstarfsverkefni með skólum og ekki síst þegar eitthvað fer úrskeiðis í samskiptum við skóla. Þá þurfa foreldrar að geta átt stuðning vísan og ráðgjöf.

Að lokum vil ég óska Heimili og skóla hjartanlega til hamingju með 15 ára afmælið með árnaðaróskum um áframhaldandi öflugt starf í þágu æsku þessa lands.

Guðni Olgeirsson menntamálaráðuneyti og foreldri grunnskólabarna frá árinu 1988, sat í stjórn SAMFOKS í undirbúningshópi að stofnun Heimilis og skóla árið 1992.

Kópavogur Seltjarnarnes

Eftirtaldir aðilar óska Heimili og skóla heilla í tilefni 15 ára afmælis samtakanna:

Heimili og skóli lengi lifi

Page 7: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 7

Björk Einisdóttir

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2007

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu 15. maí síðastliðinn. Að þessu sinni bárust tuttugu og fjórar tilnefningar. Við athöfnina fluttu Kári H. Einarsson, Ari Bragi Kárason og nemendur úr Tónlistarskóla Seltjarnarness tónlist.

Aðalmarkmið með Foreldraverðlaunum Heimilis og skóla er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem unnið er á fjölmörgum sviðum í grunnskólum landsins. Við veitingu verðlaunanna er sérstaklega litið til verkefna sem hafa eflt samstarf foreldra og skólastarfsmanna og komið á uppbyggjandi hefðum í samstarfi þessara aðila.

Það er mat okkar að brýnt sé að halda á lofti því sem vel er gert og unnið af áhuga, elju og hugsjón í þágu barnanna okkar, framúrskarandi verkefnum sem fáir vita um en margir njóta afraksturs af. Þannig horfum við til framtíðar, í henni búa tækifærin. Æska landsins má ekki fara á mis við það besta sem í boði er hvað varðar menntun, félags-, íþrótta- og æskulýðsstarf.

Í ár var sérstaklega horft til sveitarfélaga og félagasamtaka sem styðja markvisst við foreldrasamtök og foreldra í sínu sveitarfélagi. Það er í fyrsta sinn sem það er gert. Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2007 hlaut Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi fyrir samræmingu skóladags og æfingatíma í samvinnu við bæjaryfirvöld, foreldra og grunnskóla Seltjarnarness.

Í umsókn dómnefndar segir m.a. að verkefnið miði að því að gera skóladag barnanna samfelldan með því að æfingatímar eru skipulagðir í beinu framhaldi af skólanum. Það eru ekki bara börnin sem hafa ávinning af verkefninu vegna þess að með vel skipulögðum, samfelldum skóladegi fer minna fyrir því sem kalla má foreldrastrætó. Verkefnið er til fyrirmyndar að því leyti að það hjálpar til við að stytta vinnudag barnanna. Skóli, foreldrar, íþróttahreyfing og sveitarfélag sem að þessu verkefni koma eiga hrós skilið. Auk Foreldraverðlaunanna voru veitt dugnaðar forka verð-laun sem eru sérstök þakklætisverðlaun til einstaklings sem hefur sýnt sérstakan dugnað og ósérhlífni í starfi, og tvenn hvatningarverðlaun til verkefna sem talin eru líkleg til að skila árangri til framtíðar.

Hlynur Snorrason hlaut dugnaðarforkaverðlaunin fyrir forvarnaverkefni grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Dómnefndin bendir á að Hlynur Snorrason sé dugnaðarforkur í foreldrastarfi sem hafi hreinsað til í sínu bæjarfélagi. Hann hafi lengi tekið þátt í foreldrastarfi en eigi einnig að baki starf sem lögreglumaður og hafi nýtt þekkingu sína og reynslu þaðan inn í foreldrastarfið. Hlynur hafi einkum beitt sér í forvörnum og náð miklum árangri með aðferðum sínum.

Að þessu sinni voru veitt tvenn hvatningarverðlaun. Guðlaug Snorradóttir, deildarstjóri nýbúadeildar Hjallaskóla, ásamt starfsfólki deildarinnar, hlaut hvatningarverðlaun. Í umsögn dómnefndar segir að í Nýbúadeild við Hjallaskóla í Kópavogi sé unnið gott starf við að taka á móti nýbúum í skólasamfélagið og stuðlað að því að gera nemendur færa um að takast á við íslenskt skólasamfélag sem og íslenskt menningarsamfélag. Deildin taki með markvissum og skipulegum hætti á móti nemendum og foreldrum þeirra, og nemendum er fylgt vel eftir í skólastarfinu.

Reykjanesbær fékk hvatningarverðlaun fyrir að styðja vel við foreldrastarfið í bæjarfélaginu. Dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu að þarna væri á ferð verkefni sem sýnir framsýni sveitarfélags í skólamálum. Með því að leggja foreldrastarfi til starfsmann skapast samfella í foreldrastarfinu, og þegar nýir foreldrar mæta til þátttöku hafa þeir bakhjarl með reynslu og yfirsýn. Með því að styrkja foreldrastarf með þessum hætti sýnir Reykjanesbær breytt viðhorf til menntamála og er fyrirmynd annarra sveitarfélaga.

Það er ástæða til að fagna þeirri miklu fjölbreytni og grósku sem endurspeglast í verkefnum þeirra sem hlotið hafa tilnefningar til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2007. Verkefnin eru birtingarmynd þess frjóa starfs sem unnið er í mennta-, félags- og æskulýðsmálum víða um land.

Bjarni Torfi Álfþórsson, þáverandi formaður Gróttu, veitti Foreldraverðlaununum viðtöku. Heimili og skóli fór þess á leit við Bjarna að hann segði frá samstarfi Gróttu og skólanna og hvaða þýðingu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla hefðu fyrir Gróttu og íbúana á Seltjarnarnesi.

Verðlaunahafar 2007. Bjarni Torfi Álfþórsson f.h. Gróttu, Eiríkur Hermannsson f.h. Reykjanesbæjar, Guðlaug Snorradóttir og Hlynur Snorrason

Page 8: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

8 Heimili og skóli

Tilnefningar til Foreldraverðlauna 2007

Skólahljómsveit Seltjarnarness – Kári Húnfjörð Einarsson Málþing Heiðarskóla – HeiðarskóliSamræming skóladags og æfingatíma - Íþróttafélagið GróttaStarfsemi Foreldraráðs Kópavogsskóla - Foreldraráð KópavogskólaUnnið að lýðræði í skólastarfi – Helga K. Hjálmarsdóttir og Nilsina Larsen Alþjóðadagur Fellaskóla - Foreldrafélag FellaskólaFjölmenningarhátíð Flataskóla – Ingibjörg Baldursdóttir og Kári HaraldssonBækur og móðurmál - Emilia MlynskaSamstarf heimila og skóla – Oddeyrarskóli og Ingibjörg AuðunsdóttirBarna- og unglingastarf í Seltjarnarneskirkju – Sigurður G. Helgason og Arna GrétarsdóttirTravel Buddy – Jenný B. Rúnarsdóttir„Engill úr Paradís“ – Hrönn Ríkharðsdóttir og Sigurður Arnar Sig-urðssonHjólarí Snælandsskóla – Unnur Sólrún BragadóttirForvarnarverkefni Grunnskóla Ísafjarðarbæjar – Hlynur SnorrasonStuðningur bæjaryfirvalda við foreldrasamfélagið – ReykjanesbærBekkjarfulltrúinn öflugi – Helga Bryndís JónsdóttirHeimanámskerfi NemaNet – Ásta Kristrún RagnarsdóttirHeimasíða Hofsstaðaskóla – Elísabet BenónýsdóttirMorgunstund Áslandsskóla – ÁslandsskóliTíu ráð handa foreldrum – FlataskóliForvarnarleiðtogi Kópavogs – Anna Elísabet ÓlafsdóttirNýbúadeild við Hjallaskóla, Kópavogi – Guðlaug Snorradóttir

Samfelldur skóli og íþróttir - Draumsýn eða veruleiki?Það hefur af mörgum verið talið æskilegt markmið að tómstundastarf barna, þá einkum yngstu barnanna í grunnskólum, rúmist innan vébanda heilsdagsskólans og er þar bæði átt við íþróttaiðkun og listnám, svo sem tónlist og myndlist. Þessum markmiðum hefur verið náð í samstarfi íþróttafélagsins Gróttu við leik-, grunn- og tónlistarskóla Seltjarnarness. Íþróttafélagið varð 40 ára í apríl á þessu ári og hefur reynt ýmislegt á þeim tíma. Í dag býður félagið upp á handknattleik, knattspyrnu og fimleika, en fyrr var einnig boðið upp á badminton, borðtennis og körfuknattleik. Félagið hefur lengi átt afreksflokka í efstu deild í handknattleik og fimleikastjörnur félagsins hafa náð frábærum árangri bæði hér heima sem og erlendis. Unglingastarf hefur lengi verið mjög til fyrirmyndar og samstarf félagsins og skóla bæjarins verið lykillinn að því.

Samstarf þessara aðila hefur lengi verið öflugt og gott og miðar að því að skóladagur yngstu barnanna sé skipulagður þannig að þau eigi kost á að fara beint til íþróttaæfinga að lokinni kennslu í skólanum. Í Grunnskóla Seltjarnarness eru um 700 nemendur og lætur nærri að um fjórir af hverjum fimm stundi íþróttir undir merkjum Gróttu. Tímatafla íþróttafélagsins tekur mið af stundaskrám grunnskólans þar sem reynt er að tryggja að æfingar yngri barnanna hefjist strax og skóla lýkur á daginn og að þeim ljúki fyrir klukkan fimm alla daga. Samstarf við tónlistarskólann er einnig nokkuð en framkvæmdastjóri íþróttafélagsins er tengiliður við skólana og reynir að tryggja að þessi markmið náist. Íþróttafélagið mun innan fárra vikna ráða til sín íþróttafulltrúa sem styrkir enn frekar samstarf íþróttafélagsins og skólanna.

Félagið hefur ávallt lagt metnað sinn í að ráða til sín vel menntaða þjálfara og reynt að skapa sem besta umgjörð um starfið allt. Félagið hlaut viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag árið 2005, en með því var það m.a. viðurkennt að félagið gerir drengjum og stúlkum jafnt hátt undir höfði, tryggir fjárhagslegt sjálfstæði barna-og unglingastarfs og stuðlar að góðu samstarfi milli félagsins og foreldra. Nú í vor fékk félagið Foreldraverðlaun Heimilis og skóla. Þessi verðlaun er félaginu og skólasamfélaginu á Seltjarnarnesi mikil hvatning og styrkir þá sem að þessum málum koma til að gera enn betur en hingað til.

Íþróttafélagið hefur síðustu tvö ár boðið elstu börnum leikskólanna að koma á æfingar einu sinni í viku. Þá koma börnin að morgni og æfa og leika sér í þeim greinum sem Grótta býður upp á. Með þessu er verið að kynna starfsemi félagsins um leið og þetta er kærkomin viðbót við gott starf leikskólanna.

Okkur er vel ljóst að sú aðstaða sem stjórnendur bæjarins síðustu áratugi hafa búið okkur er forsenda þess að samstarf sem þetta geti átt sér stað. Nálægð skólanna við íþróttamiðstöð bæjarins er mikill kostur og það er góð tilfinning fyrir foreldra að geta ekið barni sínu að skólanum að morgni og sótt það aftur á sama stað í lok vinnudags. Þá er barnið búið að ljúka sínum vinnudegi í grunn- og tónlistarskólanum og hefur einnig sótt æfingar hjá íþróttafélginu og allt án þess að fara nokkurn tíma út fyrir verndað umhverfi, þ.e. hefur ekki þurft að fara langan veg eða yfir neina umferðargötu.

Sú draumsýn að börn geti farið beint til íþróttaæfinga að loknum skóla og lokið vinnudegi sínum um leið og foreldrar hefur verið veruleiki okkar Seltirninga um nokkurt skeið. Þökk sé góðu samstarfi skóla, íþróttafélagsins og bæjaryfirvalda.

Bjarni Torfi ÁlfþórssonFormaður Gróttu

1992–1995 & 2002–2007

Ágrip úr sögu Heimilis og skóla

Útgáfa

Samtökin hafa lagt sig eftir því að gefa út, ein sér og í samstarfi við aðra, ýmsa bæklinga með leiðbeiningum og fræðsluefni um uppeldi og foreldrastarf. Foreldrabankinn er verkfæri fyrir bekkjarfulltrúa og 2005 kom út Handbók Mararskóla fyrir foreldra barna í grunnskóla. Árið 2006 kom út Handbók Mararskóla fyrir foreldra barna í leikskóla. Nú er unnið að handbók foreldra í framhaldsskólum. Samtökin hafa einnig lagt ríka áherslu á útgáfu fræðsluefnis til foreldra um stuðning í námi, s.s.lestri og heimanámi.

Page 9: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 9

Guðberg K. Jónsson

Á vegum SAFT var gerð yfirgripsmikil könnun árið 2003 á Netnotkun íslenskra barna og unglinga á aldrinum 9–16 ára þar sem lagðar voru spurningar fyrir bæði börn og foreldra. Sama könnun var einnig gerð á sama tíma í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og á Írlandi.

Ráðist var í endurgerð könnunar í byrjun árs 2007 þar sem megináherslur voru áfram á Netnotkun íslenskra barna og unglinga á aldrinum 9–16 ára, að viðbættum sérstökum köflum um farsíma- og tölvuleikjanotkun. Líkt og áður voru lagðar spurningar fyrir bæði börn og foreldra.

Drengirnir sitja oftar og lengur við tölvunaNiðurstöður SAFT-könnunar 2007 benda til þess að börn séu, að meðaltali, 7,7 ára þegar þau noti Internetið í fyrsta sinn. Mest eru þátttakendur í tölvuleikjum á Netinu og eru drengir marktækt oftar og lengur en stelpur við þá iðju.

Fleiri hafa aðgang að tölvu og nettenginguAðgangur að tölvu og Internettengingu eykst lítillega frá könnun í febrúar 2003 og eru börn frekar að nota heima hjá sér í fyrsta sinn, eða 78% þátttakenda miðað við 63% árið 2003. Aukning virðist vera á því að börn leggi áherslu á gagnrýna hugsun þegar kemur að upplýsingum á Netinu. Þátttakendur leggja nú meira á sig en áður til að sannreyna upplýsingarnar, eða um 41% samanborið við 33% árið 2003.

Fleiri nota nú Netið við skólaverkefni, eða 80% nú en rúm 70% árið 2003, og fleiri telja verkefnin verða betri með hjálp Netsins, 59% nú en voru 48% árið 2003. Fleiri foreldrar setja reglur um tölvunotkunÁhrif foreldra hafa líka aukist á þessu tímabili. Um 45% þátttakenda talar nú mjög eða nokkuð mikið við foreldra sína um það sem þeir gera á Internetinu en það gerðu einungis um 24% árið 2003, og breytir litlu um hvort það er móðir eða faðir sem rætt er við. Einnig hefur orðið 10% aukning á því að foreldrar noti einhvern búnað sem hindrar opnun vefsíðna sem þau kjósa að börnin sjái ekki og 13% fleiri en áður segjast búa við reglur um Internetnotkun heima. Þegar spurt er hvaða reglur séu heima fyrir varðandi

Internetnotkun er aukning milli kannana á öllum liðum sem snúa að öryggi þátttakanda en þó mest í því að ekki megi segja eitthvað særandi á Netinu, eða úr 11% í 50%.

Þegar börnin eru spurð hvort foreldrar sitji hjá þeim þegar þau vafra á Netinu svara um 28% þeirra „oft eða stundum“ en þegar foreldrar eru spurðir hvort þeir sitji hjá börnum sínum svara um 89% því „oft eða stundum“. Þessi munur skýrist líklega að hluta af því að 80% barna segja að foreldrar þeirra líti inn til þeirra þegar þau eru á Internetinu og 60% segja að þau geti notað Internetið án þess að foreldrarnir komist að því.

Þeim þátttakendum fækkar um 8% milli kannana sem hafa hitt einhvern ókunnugan á Netinu sem beðið hefur um mynd eða símanúmer.

Helmingi fleiri skilaboðÞað er tvöföldun á notkun skyndiskilaboða eins og msn milli kannana og um 6% aukning er á fjölda þeirra sem hefur sett inn texta á Internetið sem var andstyggilegur í garð annarrar persónu eða hóps af fólki. Á þessu tímabili tvöfaldast einnig fjöldi þeirra sem villir ekki á sér heimildir á Netinu.

SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga og jákvæða Netnotkun barna og unglinga á Íslandi og er rekið á vegum Heimilis og skóla og er unnið innan aðgerðaráætlunar Evrópusambandsins um aukið öryggi á Netinu.

Fleiri foreldrar setja reglur um tölvunotkun

Niðurstöður nýjustu könnunarinnar og samanburður við SAFT-könnun 2003 verður kynntur almenningi í október 2007 og upplýsingarnar gerðar aðgengilegar m.a. á heimasíðu SAFT – www.saft.is.

Hvað gerir þú á netinu?

Hverjar af eftirfarandi reglum um Internetið gilda heima hjá þér?

Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að SAFT verkefnið er að skila góðum árangri. Marktæk aukning er á því að foreldrar staðsetji tölvurnar í opnum rýmum. Foreldrar telja sig nú frekar hæfari notendur og eru mun líklegri til þess að ræða við börn sín um Netið og ábyrga notkun þess. Þá bendir margt til þess að börnin sjálf séu að tileinka sér ábyrga umgengnishætti á Netinu. Nýleg könnun gaf einnig til kynna að yfir 53% landsmanna þekkja til SAFT verkefnisins og af þeim töldu um 90% verkefnið vera mjög jákvætt og þarft framtak.

Page 10: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

10 Heimili og skóli

Farsælt skólastarf sem byggir á virku foreldrasamstarfi

Hofsstaðaskóli í Garðabæ er víða þekktur fyrir öflugt skólastarf sem og foreldrasamstarf en skólinn er fyrir nemendur á aldrinum 6–13 ára. Í skólanum er rík hefð fyrir foreldrasamstarfi þar sem allt frá stofnun hans fyrir 30 árum hafa skólastjórnendur lagt mikla áherslu á þátttöku foreldra í skólastarfinu. Sem dæmi má nefna að

á þessu 30 ára tímabili hafa foreldrar tvisvar tekið að sér kennslu í skólanum í nokkra daga til að kennarar og starfsfólk gæti sótt endurmenntun erlendis.

Skólastjórinn leggur línurnar um stefnu skólans í foreldrasamstarfi sem hann kynnir á ýmsum fundum, í fréttabréfum og á heimasíðu skólans. Kennarar sjá síðan um að framfylgja stefnu skólans í sínu daglega starfi. Foreldrar fá ítrekað skilaboð um að þeir séu ávallt velkomnir í skólann og að þátttaka þeirra í skólastarfinu sé mikilvæg. Tækifæri til samskipta eru margvísleg. Kennarar hafa auglýsta viðtalstíma og alla morgna eru næðistímar sem foreldrar eru hvattir til að nýta til samstarfs. Kennarar nýta Mentor til upplýsingagjafar en þar setja þeir inn heimanám og aðrar hagnýtar upplýsingar. Einnig eru flestir kennarar duglegir að senda tölvupóst á foreldra, t.d. í vikulokin. Allir kennarar hafa sína fartölvu og ef foreldri sendir tölvupóst á kennara er líklegt að hann fái svar um hæl. Heimasíða skólans er uppfærð nær daglega og eru reglulega settar inn myndir úr skólastarfinu. Heimasíðan gefur góða mynd af daglegu starfi í skólanum því þar má fylgjast með uppákomum í skólanum og ýmsu sem börnin taka sér fyrir hendur. Einnig hvetja fræðsluyfirvöld til samstarfs, m.a. með því að taka samstarf markvisst inn í skólastefnuna, styðja við starfsemi foreldraráða með greiðslu fyrir fundi auk þess að vera með virkt samstarf við foreldrafélög, foreldraráð og svæðaráð foreldra í Garðabæ.

Starfsemi foreldrafélags og foreldraráðs hefur verið í nokkuð föstum skorðum í allmörg ár þótt sífellt sé bryddað upp á nýjungum. Til að halda úti öflugu foreldrastarfi er mikilvægt að hafa sýnileg og öflug samtök foreldra við skólann. Kosið er í stjórn og ráð á vorin sem gerir það að verkum að skipulagt starf hefst strax í ágúst. Hægt er að kynna sér skipulagið á heimasíðu skólans; www.hofsstadaskoli.is.

Eitt meginhlutverk foreldrafélagsins er að halda utan um starf bekkjarfulltrúa enda er litið svo á að öflugt bekkjarstarf sé hornsteinn foreldrasamstarfsins. Í hverjum bekk eru 2–3 bekkjarfulltrúar sem eru kosnir á vorin. Í byrjun september heldur foreldrafélagið fund með öllum bekkjarfulltrúum, svokallaðan fulltrúaráðsfund. Þar er farið yfir hlutverk bekkjarfulltrúa og þeim leiðbeint með skipulag og vetrardagskrá sem þeir eiga síðan að ræða í sínum bekkjum á námsefniskynningarfundi um miðjan september. Markmiðið er að foreldrar í hverjum bekk ákveði dagskrá fyrir bekkjarskemmtanir í samráði við umsjónarkennara og að sem flestir foreldrar séu virkjaðir til þátttöku með því að taka að sér ákveðna viðburði. Algengt er að skemmtanir séu haldnar á 1–2 mánaða fresti yfir veturinn. Umsjónarkennarar fá greitt fyrir þátttöku í félagsstarfi bekkjarins, mismörg skipti eftir árgöngum. Umsjónarkennari skipuleggur eina bekkjarskemmtun og undirbýr þá nemendur t.d. með því að æfa með þeim leikrit sem þeir sýna foreldrum og skólafélögum á sal. Virkni foreldra skiptir meginmáli í að gera bekkjarstarfið skemmtilegt og þar sem vel tekst til skapast góð samkennd meðal foreldra og krakkarnir bíða spenntir eftir næstu samverustund.

Foreldrafélagið heldur þrjá fulltrúaráðsfundi á ári með bekkjarfulltrúum. Þar er foreldrastarfið rætt og kallað eftir viðhorfum foreldra á skólastarfinu og ýmsum verkefnum sem foreldrafélagið og foreldraráðið vinnur að. Á þessa fundi mæta fulltrúi foreldraráðs og skólans og hafa þeir mikið upplýsingagildi. Bekkjarfulltrúar eru hvattir til að hlusta eftir röddum foreldra og koma ábendingum um það sem vel er gert eða betur má fara til foreldrafélags eða foreldraráðs. Foreldrafélagið sér síðan einnig um ýmsa stærri viðburði, s.s. laufabrauðsbakstur, leikhúsferðir og vorhátíð auk þess að selja skólafatnað.

Foreldraráðið fundar reglulega og er boðað til funda með dagskrá. Þrír aðalmenn og þrír varamenn sitja fundina og er fundað með skólastjórnendum nokkrum sinnum á vetri. Fundargerðir, ályktanir og erindi eru birt á heimasíðu skólans auk þess sem ráðið kynnir starf sitt í fréttabréfi sem skólinn, foreldrafélag og foreldraráð standa sameiginlega að. Á aðalfundi á vorin skilar ráðið inn ársskýrslu líkt og foreldrafélagið. Foreldraráð og foreldrafélag tilnefna fulltrúa sinn í svæðaráð foreldra sem m.a. tilnefnir fulltrúa foreldra í skólanefnd sem og varamann.

Það hve skólastjórnendur og kennarar Hofsstaðaskóla eru meðvitaðir um gildi foreldrasamstarfs er að mínu mati grundvöllur þessa farsæla samstarfs í gegnum árin. Regluleg umræða skólastjórnenda um að vellíðan og árangur nemenda eigi mikið undir því að foreldrar styðji við þá í námi, taki þátt í skólastarfinu og tali jákvætt um námið og skólann skilar sér í meðvitaðri og virkari foreldrum.Skólastarf sem einkennist af trausti og virðingu allra aðila skilar sér í ánægðum og lífsglöðum börnum og ég sem foreldri barns í Hofsstaðaskóla get ekki annað en þakkað starfsfólki hans fyrir að mitt barn hefur farið glatt og fullt tilhlökkunar í skólann nær daglega í 6 ár og mun eflaust kveðja hann með söknuði næsta vor.

Elín Thorarensen

Page 11: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 11

Jákvætt hugarfarNú þegar dætur mínar hafa yfirgefið öryggi leikskólans og hafið grunnskólagönguna velti ég því óneitanlega fyrir mér hvað sé framundan. Þetta er svo stórt skref.

Ef mér væri sagt einn góðan veðurdag að nú hefði ég náð ákveðnum aldri og tími væri til kominn að fara til starfa í ákveðnu húsi og vera þar næstu sjö árin, þá held ég að mér yrði um og ó. Ef þar við bættist að ég vissi ósköp lítið um hvað biði mín og í þokkabót væri gerð sú krafa til mín að ég bætti mig verulega með hverju árinu þá held ég að mér myndu fallast hendur.

Hið eina sem ég held að geti bjargað fólki við þessar aðstæður, hvort sem það er stórt eða smátt, foreldrar eða börn, er jákvætt hugarfar. Allir fullorðnir þekkja hversu mikilvægt það er að eiga góða vinnufélaga og hvernig góður vinnumórall skiptir sköpum. Hið sama á við um skólana og þar geta foreldrar ráðið miklu.

Ég hef heyrt foreldra gagnrýna skóla barna sinna harkalega í þeirra eyru og jafnvel gera lítið úr kennurum þeirra. Ég verð alltaf jafn undrandi og velti því fyrir mér hvort foreldrarnir yrðu sáttir talaði einhver á þann hátt um vinnustað þeirra sjálfra og nánasta samstarfsfólk. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft og ónærgætnar athugasemdir sá óöryggi og vanlíðan í huga þeirra. Ef börnin heyra nógu oft neikvæðar athugasemdir um skólann sinn þá er ljóst að þau fara að efast um ágæti hans. Þau missa trú á skólanum. Og það hlýtur að vera óskaplega vont að vera á vinnustað sé manni það þvert um geð.

Nú er ég ekki að halda því fram að foreldrar eigi að horfa fram hjá því sem hugsanlega bregður út af í skólastarfinu. Kannski getur skólinn leyst eitthvert atriði betur og hugsanlega ætti kennarinn stundum að taka öðruvísi á málum. Það er hins vegar á ábyrgð foreldra að leysa úr slíkum málum í sátt við nánasta samstarfsfólk barnanna í skólunum; kennarana og skólastjórnendur. Versta leiðin er að grafa undan ánægju barnanna með skólann sinn. Þarna eru þau og þarna verða þau og við foreldrar verðum að hjálpa þeim að fara brosandi um menntaveginn. Allt annað er svo ósanngjarnt og slítandi.

Foreldrastarf til fyrirmyndarForeldrar barna í 5. bekk í Hvassaleitisskóla hafa verið til fyrirmyndar í foreldrastarfi sínu allt frá því að börnin hófu skólagöngu. Strax í fyrsta bekk var tekin sú ákvörðun að fyrsta sunnudag í hverjum mánuði myndi bekkurinn og fjölskyldur þeirra gera eitthvað saman.

Foreldrarnir hittast haustin og skipta dögunum á milli sín en skipuleggja svo sín á milli hvað eigi að gera út veturinn. Sannast sagna þá verð ég að viðurkenna að sem fjögurra barna móður þá fannst mér þetta fullmikið af því góða. Reynslan sýnir hins vegar að þetta var alveg frábært framtak sem hefur heppnast í alla staði afskaplega vel og ekki fallið niður eitt einasta skipti í þessi fjögur ár.

Við höfum farið í göngur í Heiðmörk, ratleik í Öskjuhlíðinni, sund, Keramík fyrir alla, Fræðasetrið í Sandgerði, Náttúrugripasafnið, Sögusafnið í Perlunni, púðagryfjuna hjá fimleikafélaginu Björk og margt fleira.

Snilldin við þessa hugmynd er sú að þarna er alltaf sami tíminn, fyrsti sunnudagurinn í hverjum mánuði kl. 11, og þú mætir ef þú getur. Vissulega hefur mætingin verið mismunandi en alltaf er einhver dágóður hópur. Kosturinn er að sjálfsögðu sá að þarna kynnast foreldrarnir hverjir öðrum og geta spjallað saman. Ef einhver vandamál koma upp í bekknum þá hefur verið hægt að taka á því strax því mikil samkennd ríkir í hópnum. Einnig er mun auðveldara fyrir okkur foreldrana að standa saman hvað varðar reglur um frítíma.

Ekki spillir fyrir að við fullorðna fólkið höfum einnig náð vel saman og í lok síðasta skólaárs hittumst við án barnanna og áttum saman afskaplega ánægjulega kvöldstund yfir rauðvíni og ostum. Ég hlakka til væntanlegra samverustunda bekkjarins í vetur.

Ólöf Dagný Óskarsdóttir

Ragnhildur Sverrisdóttir

Page 12: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

12 Heimili og skóli

Foreldrabanki fyrir bekkjarfulltrúaHugmyndin að baki Foreldrabankans er sú að þar séu upplýsingar fyrir bekkjarfulltrúa um ýmislegt sem varðar foreldrasamstarfið og skipulag þess. Einnig er hægt að nota möppuna sem hugmyndabanka og skýrslu um hvað hefur verið gert með bekknum og hvað hægt er að gera. Foreldrabankinn á einnig að vera minningamappa bekkjarins. Þar sem á hverju ári eru settar inn upplýsingar um bekkinn, hvað var gert og settar eru inn myndir frá bekkjarskemmtunum. Nýkjörnir bekkjarfulltrúar sem fá möppuna í hendur geta kynnt sér hvað hefur verið gert áður með bekknum, þeir safna síðan áfram upplýsingum inn í möppuna um vetrarstarfið og afhenda svo eftirmönnum sínum. Þannig fylgir mappan börnunum út grunnskólann. Eftir útskrift bekkjarins er mappan svo höfð í öruggri vörslu í skólanum, annaðhvort hjá skólaritara eða á bókasafni skólans. Þá er hægt að grípa til hennar þegar þarf – jafnvel eftir 10 eða 20 ár þegar bekkurinn ákveður að hittast og gera sér glaðan dag.

Það kemur sennilegast engum á óvart að hugmyndin um bekkjarafa og -ömmur sé komin frá Svíþjóð. Fyrir nokkrum árum stóðu menn þar frammi fyrir samdrætti í rekstri skólanna sem varð þess valdandi að stuðningsstörfum innan þeirra fækkaði auk þess sem nemendum í umsjón hvers kennara fjölgaði. Aukinn hraði og miklar kröfur þjóðfélagsins sem og breyttir fjölskylduhagir stuðluðu að því að dró úr samverustundum barna og fullorðinna og þá sérstaklega samveru við karlmenn. Til halds og traustÞá kviknaði sú hugmynd að slá tvær flugur í einu höggi og styrkja nærveru fullorðinna og barna í skólunum með því að ráða virka og trausta menn af atvinnuleysisskrá sem voru eldri en 50 ára til að taka að sér það hlutverk að styðja við nám og leik barnanna í skólanum. Nokkrum árum seinna var einnig farið að ráða konur til þessara starfa.Markmiðið var að koma með góðar fyrirmyndir og gefa börnum færi á að skapa tengsl við fullorðna einstaklinga með gagnkvæma virðingu að leiðarljósi. Fólk með lífsreynslu sem gæfi sér tíma til að tala við börnin og sinna þörfum þeirra. Bekkjarafi eða -amma getur miðlað af reynslu sinni, hjálpað til í frímínútum, verið til skrafs og ráðagerða eða einfaldlega til halds og trausts.

16 vikna þjálfunarnámskeiðReynslan af þessu í Svíþjóð er mjög góð og nú er Klassmorfar (Bekkjarafi) orðin virk löggild samtök og atvinnumiðlun og fer fólk á 16 vikna þjálfunarnámskeið áður en það tekur til starfa í skólunum. Einnig starfa margir innan skólanna sem sjálfboðaliðar og koma þá einu sinni til þrisvar í viku inn í ákveðna bekki.

Norðmenn hafa tekið þessa hugmynd upp á sína arma og kalla Skolebesteforeldre. Hugmyndafræðin er sú sama en þar er eingöngu um eldri borgara að

ræða og starfið gengur að mestu út á sjálfboðavinnu. Í Finnlandi hefur þetta verkefni verið tekið upp að frumkvæði heilsugæslunnar sem hvetur eldri borgara til að brúa bilið á milli kynslóðanna í skólaumhverfi. Afarnir og ömmurnar mæta þá t.d. einu sinni í viku og hlutverk

þeirra er viðvera í tímum, að lesa með yngri börnunum, hjálpa þeim að komast í útifötin, vera til staðar í frímínútum og á matartímum en einnig að umgangast kennarana í kennarastofunni. Í Finnlandi er þetta sjálfboðaverkefni og kallast Farfar i skolan en sjálfboðaliðarnir fá í staðinn mat í skólunum.

Afi og amma í skólanumHugmyndabankinn

Dæmi um hlutverk Bekkjarafa í Svíþjóð

- Hjálpa til við námið - Vera úti í frímínútum - Sjá um að lána spil í frímínútum - Skipuleggja vettvangsferðir eða vinnustaða- heimsóknir - Hjálpa til í matsal - Taka á móti skólabílum - Kenna gamla leiki - Kenna góða siði og hegðun - Eftirlit með tölvukosti - Hjálpa kennaranum að merkja viðveru - Aðstoða/kenna í smíði eða saum - Kynna mikilvægi umhverfisverndar - Koma í veg fyrir átök og deilur - Fylgjast vel með svo hægt sé að koma í veg fyrir einelti eða grípa fljótt inn í - Miðla af sinni sérþekkingu

Page 13: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 13

Hugmyndin um foreldraherbergi er sú að foreldrar, forráðamenn, ömmur og afar hafi ákveðið afdrep í skólunum þar sem þau geta litið við og hitt aðra umráðamenn barna og rætt lífsins gang og nauðsynjar auk málefna er varða skólann. Þar gætu þau fengið sér kaffi og spjallað saman eftir að komið er með börnin í skólann eða áður en skóladegi lýkur. Þar ættu líka að liggja frammi allar helstu upplýsingar er varða skólann. Þá væri líka sniðugt að í herberginu væri tölva þar sem foreldrar sem eru ekki mjög vanir tölvunotkun gætu fengið aðstoð annarra foreldra og umræða væri um t.d. örugga netnotkun barnanna.

Foreldraherbergið ætti einnig að geta verið vettvangur fyrir foreldra af erlendum uppruna til að kynnast öðrum foreldrum. Félagasamtök í hverfinu gætu látið liggja frammi þá dagskrá sem í boði er fyrir fjölskyldur. Þarna gæti einnig skapast kjörinn vettvangur fyrir námsráðgjafa skólans að fylgjast með hugmyndum og áliti foreldranna varðandi skólann.

Bekkjarfulltrúar geta hist og borið saman bækur sínar og skipst á hugmyndum og haft aðstöðu við vinnu tengda bekkjarstarfinu.

Ef ekki reynist mögulegt fyrir skólann að útvega herbergi fyrir foreldra er einnig sá möguleiki fyrir hendi að útfæra hugmyndina um foreldraherbergi á þann hátt að í boði sé rafrænn vettvangur fyrir foreldra að spjalla saman, t.d. á innri vef skólans.

Foreldraherbergi

Dæmi um mögulega notkun foreldraherbergis

• Foreldrar veita hver öðrum aðstoð við útskýringar á ýmsu sem börnin fást við, svo sem msn, lana eða myspace.

• Foreldrar fái aðstoð við að rifja upp stök fög, svo sem stærðfræði svo þeir séu betur í stakk búnir til að aðstoða við heimanám

• Hugmyndabanki þar sem foreldrar geta lagt í púkk• Íslenskukennsla fyrir nýbúa• Kynning á námskeiðum og fyrirlestrum í boði

Page 14: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

14 Heimili og skóli

Lífsleikni miðar að því að efla alhliða þroska barnsins og byggist á færni þess til samskipta, rökrænnar tjáningar og virðingu þess fyrir umhverfi sínu. Í leikskólanum Jörfa hefur verið í gangi þróunarverkefni frá árinu 2004 sem kennir notkun tilfinningatjáningar til að öðlast aukna lífsleikni og félagsfærni. Tilgangurinn er að hjálpa börnunum að koma orði á líðan sína, setja sig í spor annarra, leggja skýr mörk, finna reiði og öðrum tilfinningum farsælan farveg og með því hjálpa þeim að byggja traustan grunn að framtíðinni. Að setja orð á líðan sínaKennsluefnið sem stuðst er við er m.a. Taming the dragon, Stig af stigi og Du og jeg og vi to. Hlutverk starfsfólksins er að samþætta efnið vinnu með börnunum og flétta tilfinningatjáningu inn í allt starf á leikskólanum en einnig þróa með sér nýjar hugmyndir sem stuðla að betri lífsleikni barnanna. Skipulag er sett fram á hugmyndalista og söngvar, tónverk, bækur og ævintýri flokkuð til að auðvelda markvissa vinnu í samverustundum og söngstundum en auk þess eru útbúnir sérstakir hugmyndalistar fyrir listsköpun og leiki.

Lífsleiknikennslan fer fram á öllum svæðum hússins og reynt er að flétta hana inn í öll samskipti og samveru. Kennarar reyna að nýta öll tækifæri til að hjálpa börnunum að setja orð á líðan sína eins og t.d. þegar reiði vaknar ef einhver ryðst fram fyrir í röðinni. Markmiðið er að börnin öðlist betri færni í að skilja og skilgreina eigin tilfinningar og geti tjáð sig um þær og að þau eigi auðveldara með að setja sig í spor annarra. Þetta kennir þeim að hafa stjórn á reiði sinni, eykur samskiptafærni og geðheilbrigði sem ætti að draga úr ofbeldi eins og t.d. einelti í barnahópnum. Börnin læra að skilja og skilgreina tilfinningar með íhugun um einkenni og ástæður hverrar tilfinningar. Börnum er kennt það hvaða félagslega hegðun er æskileg og hver ekki.

Frjósöm ávaxtatréBörnin eru æfð í að setja sig í spor annarra og með því þróa með sér samkennd. Þegar farið var af stað með verkefnið var áhersla lögð á að kynna foreldrum það, m.a. með því að hafa vinnuna sýnilega á leikskólanum svo foreldrar gætu fylgt starfinu eftir með virkri umræðu heima fyrir. Meðal þess sem var gert var að setja upp jákvæðnitré. Tilgangur þess er að styrkja jákvæða hegðun barnanna með því að skrifa um hana á pappírsávöxt merktan barninu sem hengdur er á jákvæðnitréð. Öll börn sýna jákvæða hegðun og það er kennaranna að taka eftir því og skrá svo allir fái ávöxt á tréð. Vissulega eiga börn misjafnlega erfitt með að sýna góða hegðun en öll hafa þau möguleika til framfara og fá umbun samkvæmt því. Stundum þarf bara að hjálpa örlítið til og ýta undir jákvæðu hegðunina. NiðurstöðurMjög góður árangur hefur verið af þessu verkefni. Deildarstjórar meta það svo að áberandi sé hversu vel þau börn sem hafa verið lengst í skólanum hafi náð að tileinka sér ilfinningatjáningu. Starfsfólk leikskólans telur sig hafa náð að vinna markvisst að því að umbuna fyrir jákvæða hegðun. Við það hafi það öðlast meira sjálfstraust.og getað litið á sig sem góða fyrirmynd fyrir börnin. Það telur sig einnig vera hæfara til að styðja börnin við að leysa ágreining sjálf. Foreldrar voru mjög jákvæðir gagnvart verkefninu þó vonir höfðu reyndar verið bundnar við meiri þátttöku þeirra t.d. í foreldrakönnuninni, en raun varð á. Foreldrarnir telja vinnuna í leikskólanum skila sér í aukinni getu barnsins til að tjá sig en rík áhersla er lögð á tjáningar- og sköpunarmátt í markmiðum aðalnámskrár leikskóla.

Ólöf Dagný Óskarsdóttir

Lífsleikni í leikskólanum Jörfa

Page 15: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 15

Úr aðalnámskrá leikskóla

Í leikskóla skal rækta alhliða þroska barnsins sem felst m.a. í líkams- og hreyfiþroska, tilfinningþroska, vitsmunaþroska, málþorska, félagsþroska og félagsvitun, fagurþroska og sköpunarhæfni, siðgæðisþroska og siðgæðisvitund. Í leikskóla ber að hlúa að öllum þessum þroskaþáttum, efla þá og örva samspil þeirra. Lífsleikni og námsgengi barnsins byggist á jafnvægi milli þessara þroskaþátta

)

Hvað segir starfsfólkiðKennararnir hafa vaxið með verkefninu. Þeir hafa öðlast meira sjálfstraust sem kemur fram í aukinni starfsgleði. Kennararnir eru betur í stakk búnir til að leysa/takast á við hin ýmsu mál sem upp koma.

Sæunn (Leikskólastjóri) Mér fannst mjög skemmtilegt að taka þátt í þróunarverkefninu. Við lærðum mikið af því og það ýtti undir að við kæmum hlutum í verk sem við ætluðum okkur að gera.

Dís (Aðstoðarleikskólastjóri)

Það er gaman að sjá hvernig andrúmsloftið breytist þegar allir leggja áherslu á allt það jákvæða.

Erna (Verkefnisstjóri)

Mér finnst börnin vera orðin áberandi góð í að setja sig í spor annarra og geta sýnt hluttekningu.

Magga (Deildarstjóri)

Jákvæða tréð virkar ef það er notað rétt. Börnunum finnst það eftirsóknarvert að fá epli. Það er hægt að beina hegðuninni í jákvæðan farveg á jákvæðan hátt. Jákvæðnitréð virkar mjög hvetjandi.

Lísa (Deilarstjóri)

Mér finnst börnin sem tóku þátt allan tímann hafa sýnt miklar framfarir á þessum tíma. Þau börn sem komu eldri inn í leikskólann sýndu hins vegar mismiklar framfarir.

Hildur (Deildarstjóri

Hvað segja foreldrarnir

Mér finnst mjög gott fyrir börn almennt að læra að tala um tilfinningar og skoða sig sjálf inn á við, það mun áreiðanlega leysa

mörg mál seinna meir þegar samskipti verða flóknari

oooooo

Finnst gott þegar lögð er áhersla á það sem gleðilegt er og vel gert. Fannst þess vegna eplin á kærleikstrénu ykkar mjög sniðug.

oooooo

Ekkert nema gott um þessa vinnu að segja og skilar örugglega árangri að vinna með tilfinningar og tjáningu með börnum.

Skýrslan um þróunarverkefnið i Jörfa verður gefin út í október 2007. Heimasíða leikskólans Jörfa er á mentor.is

Page 16: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

16 Heimili og skóli

Konurnar þrjár sem um ræðir eru þær Unnur Halldórsdóttir, Jónína Bjartmarz og María Kristín Gylfadóttir.

Unnur var fyrsti formaður og framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Áður hafði hún setið nokkur ár í stjórn SAMFOKS (Samtök foreldra og kennara í Reykjavík) og sinnti þar formennsku þegar umræða hófst um stofnun sambærilegra samtaka á landsvísu.„Opinberir aðilar leituðu gjarnan til okkar í SAMFOK til að veita umsagnir um ýmis mál. Okkur fannst hins vegar að foreldrar á öllu landinu ættu að koma að slíku og svo höfðum við líka nóg á okkar könnu við að ýta við borgaryfirvöldum. Við höfðum því séð þörfina á stærri samtökum, en ætli það hafi ekki verið Svavar Gestsson, þáverandi menntamálaráðherra, sem kvað upp úr með það. Í sinni ráðherratíð fór hann út í að móta heildstæða menntastefnu og sendi meðal annars erindi á öll foreldrafélög í landinu þar sem fólk var beðið um að nefna forgangsmál í skólamálum. Þessu var svo safnað saman og út úr því kom plagg um framtíðarstefnu í menntamálum sem rædd var á fjölmennu málþingi árið 1990. Svavar taldi mikilvægt að koma grunnskólamálum ofar á forgangslista þjóðarinnar og besta leiðin til þess væri að fá foreldrana, kjósendurna í landinu, til að leggjast á sveifina og ýta á stjórnmálamenn. Í kjölfarið skipulagði ráðuneytið fundarherferð um landið þar sem rætt var um samstarf heimila og skóla og meðal annars hvort stofna ætti landssamtök foreldra. Niðurstaðan var sú að hefðbundið fulltrúaskipulag yrði of þungt í vöfum og foreldrar hefðu nóg að gera í sínum foreldrafélögum. Þetta var því sett í salt – en ekki lengi.“ Þetta var árið 1991, en um haustið varð Unnur fyrst Íslendinga til að sitja Norðurlandaþing foreldrahreyfinga

og í kjölfarið fór boltinn að rúlla: „Þar kynnti ég aðstæður í foreldra- og skólastarfi á Íslandi og þá staðreynd að Ísland, eitt Norðurlanda, ætti sér ekki landssamtök foreldra og

Þeim liggur mikið á hjarta konunum þremur sem hittu Rósu Björk Brynjólfsdóttur dag einn á einu af kaffihúsum borgarinnar. Enda ekki að undra; þær eru skeleggar með eindæmum og eiga það sameiginlegt að hafa gegnt formennsku Heimilis og skóla. Þegar líður á samtal okkar er líka alveg ljóst að málefni foreldra, barna og skóla er þeim öllum hjartans mál.

okkur var óðara boðin aðstoð til að stofna samtök. Norrænu formennirnir komu hingað til lands árið 1992 og við fórum að vinna af alvöru að stofnun samtakanna Heimili og skóli sem voru stofnuð í september 1992.“

Tólf þúsund manns gengu í samtök sem tæplega var búið að stofna!Aðspurð um viðmót skólafólks við stofnun foreldrasamtaka segir Unnur það almennt hafa verið gott, enda kveðið á

um foreldrastarf og fulltrúa foreldra í skólanefndum í eldri grunnskólalögum sem nú hafa verið betrumbætt. „En svo var það allt annar handleggur hvernig átti að reka batteríið!“ bætir hún við. „Bein og almenn félagsaðild var lykillinn að því. Við hringdum í alla foreldra grunnskólabarna og spurðum hreinlega um afstöðu fólks til skólamála og buðum svo aðild að Heimili og skóla. Við fengum afar góð viðbrögð því tólf þúsund manns gengu í samtökin sem tæplega var búið að stofna!“Hver voru fyrstu áherslumál og markmið Heimilis og skóla? „Einsetinn skóli,“ svarar Unnur án þess að hika. „Ég fer ekkert ofan af því að ég held að Heimili og skóli hafi hreinlega átt stærstan þátt í því að það er einsetinn skóli á Íslandi í dag. Við komum því inn í umræðuna á mannamáli. Það var búið að tala um einsetinn skóla á Íslandi í áratugi, en það hafði ekkert gerst. Í dag man enginn þá tíma hvernig það var að vera með 6 ára gamalt barn og vita ekki 25. ágúst hvort barnið ætti að vera fyrir eða eftir hádegi í skólanum. Það eru ekki nema 15 ár síðan börn voru í vaktavinnu í skólum, byrjuðu sinn vinnudag klukkan eitt og deildu skólastofum með yngri og eldri bekkjum. Við höfðum líka jafningjafræðsluna í öndvegi í því augnmiði að foreldrar gætu nýtt sér þennan vettvang til að styrkja sig í uppeldishlutverkinu. Við lögðum líka strax áherslu á forvarnarstarf og á samráð innan bekkjanna, til dæmis um

Unnur Halldórsdóttir, Jónína Bjartmarz og María Kristín Gylfadóttir

Foreldrar eru auðlind í skólastarfi

Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Foreldrastarf snerist ekki um að skiptast á umsjón með diskóum, heldur líka að hafa áhrif á hluti eins og námskrá grunnskóla

„Það eru ekki nema 15 ár frá því börn voru í vaktavinnu í skólum“

Page 17: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 17

oft í fólk; að það væri ekki spurning um magn samvista heldur gæði þeirra. Við sögðum alltaf á móti; foreldrar verða að fá tíma til að vera með börnunum sínum.“Jónína segist líka vera mjög ánægð með foreldrasamningana svokölluðu: „Ég hef óbilandi trú á foreldrasamningunum sem við komum fyrst á fót fyrir foreldra og unglinga, og síðan fyrir foreldra yngri barna. Mér finnst þeir vera lykillinn að því að læra að vinna saman, setja tilteknar reglur og skapa ákveðið gildismat í árgöngum.“

Gríðarleg vinna að láta rödd foreldra heyrast Jónína lét af formennsku Heimilis og skóla árið 2004 og við tók María Kristín Gylfadóttir sem er núverandi formaður samtakanna. María segir að enn sé verið að vinna að sömu grundvallarverkefnum og áður, en hún hafi viljað leggja áherslu á innra starf. „Við upplifðum það að við værum allt og ekkert og gætum ekki náð að dekka allt sviðið og þegar ég tók við

formennsku fórum við sem vorum í nýrri stjórn í stefnumótun hjá félaginu. Þá voru 11 ár liðin frá stofnun Heimilis og skóla og umhverfið var svolítið breytt. Jú, foreldrar voru virkari í skólum barnanna sinna og það var jákvæðara viðhorf gagnvart okkur á flestum stöðum. Á hinn bóginn höfðu verkefni samtakanna aukist töluvert og skoða þurfti hvernig hægt væri að treysta enn frekar fjárhagsgrundvöll samtakanna. Einungis þjónustusamningur var í höfn en verkefni okkar í nýrri stjórn var að ná til Alþingis og hækka þjónustusamninginn. Við veltum líka fyrir okkur hvort bein félagsaðild virki í umhverfi þar sem komin eru fram fleiri félagasamtök á þessu sviði. Við höfum alltaf haldið úti ákaflega

góðri ráðgjöf öll þessi ár fyrir alla foreldra, ekki bara félagsmenn, og fólk hefur tekið því sem sjálfgefnum hlut. Við höfum lagt áherslu á að efla foreldrafélögin og nú eru um 150 skólar sem eru félagar í samtökunum og um 50 foreldrafélög. Við hækkuðum félagsgjöldin til skólanna og foreldrafélögin og í gegnum foreldrafélag eiga nú foreldrar aðild að samtökunum. Við höfum þjónustusamning við menntamálaráðuneytið og á þessu ári vorum við í fyrsta sinn á fjárlögum og með því vonumst við til að geta haldið úti þriggja manna skrifstofu.“María Kristín segir að líka hafi verið ákveðið að halda sig við upphaflegu markmiðin, sem er að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og efla jafningjafræðslu foreldra sín á milli. „Jafningjafræðslan býr til tækifæri fyrir foreldra að tala saman í gegnum skólavettvanginn og þar erum við með ákveðin forvarnarverkefni. Síðan höfum við lagt ríka áherslu á að rödd foreldra heyrist í stefnumótun um málefni barna og fjölskyldna og síðastliðin ár höfum við átt fulltrúa í nefndum þar sem verið er að ræða þau málefni, sérstaklega í ráðuneyti menntamála. Við erum ákaflega ánægð með þann árangur, en það er líka gríðarleg vinna að tryggja að sjónarhorn foreldra

hluti eins og foreldrarölt og útivistartíma, sem skilaði strax árangri. Einnig að foreldrar felldu niður kröfuna um að eingöngu skólarnir ættu að sjá um málefni skólabarna. Okkur fannst líklegra að fólk tæki við svona boðskap ef það kæmi úr þessari átt.“ Unnur segir líka að drjúgur

árangur sem náðist fyrir tilstuðlan Heimilis og skóla megi þakka góðu fólki í menntamálaráðuneyti og nefnir þar helsta Hrólf Kjartansson og Guðna Olgeirsson. „Það var nefnilega mikil vinna fólgin í því að þjálfa fólk á öllum sviðum í annarri hugsun um foreldrastarf í skólum. Það snerist ekki bara um að skiptast á að hafa umsjón með diskóum, heldur líka að hafa áhrif á hluti eins og námskrá í grunnskólum og fleira. Starfsemi samtaka á borð við Heimili og skóla snertir svo marga fleti samfélagsins. Þá skipti máli að eiga hauka í horni sem horfðu yfir hið breiða svið og hvöttu til dáða og studdu framfarir.“

Okkur var alltaf sagt að foreldrar hefðu ekkert að segjaUnnur lét af formennsku Heimilis og skóla árið 1997 en hélt áfram störfum sem framkvæmdastjóri samtakanna í tvö ár þar á eftir. Jónína Bjartmarz tók við formennskunni en hún hafði áður unnið mikið að leikskólamálum. Hún segist að mörgu leyti hafa haldið sömu áherslum á lofti og gert var í tíð Unnar. „Stór hluti af því var að efla félagatalið og ná í nýja foreldra,“ segir Jónína. „Mér fannst skipta svo miklu máli að vera málsvari samtaka með mjög virka félagaskrá á bak við sig, því þannig gátu skólayfirvöld aldrei efast um umboð mitt. Og 25% foreldra barna í grunnskólum landsins voru í samtökunum. Í minni tíð útvíkkuðum við starfsemi samtakanna og gerðum Heimili og skóla líka að samtökum foreldra barna í framhaldsskólum. Það hafði komið fram mjög sterk krafa frá foreldrum barna í framhaldsskólum því þar eru líka ósjálfráða börn. En það sem er svo sérstakt við samtök á borð við Heimili og skóla er að það þarf í rauninni alltaf að byrja upp á nýtt. Það er alltaf nýr foreldrahópur sem þarf að ná til.“ En er ekkert erfitt að starfa í samtökum sem leggja svo mikla vinnu í að fá nýja foreldra til liðs við sig?„Nei, það er líka bjart yfir þeirri vinnu, því í gegnum það finnur maður svo vel breytingar á viðhorfi fólks. Í minni formannstíð fann ég fyrir mikilli viðhorfsbreytingu í rétta átt. Ég held að Heimili og skóli eigi mjög stóran þátt í breytingum á gildismati í samfélaginu, á viðhorfum til foreldrahlutverksins, til skólans, til samstarfs heimilis og skóla, ábyrgðar foreldra gagnvart forvarnarstarfi og gildi samvista barna og foreldra. Okkur var alltaf sagt að foreldrar hefðu ekkert að segja, það væri félagahópurinn sem réði öllu. Svo komu kannanir fram á sjónarsviðið sem sýndu ótvírætt fram á gildi samvista barna og foreldra í tengslum við forvarnarstarf og til að byggja upp sjálfstraust og sterka sjálfsmynd einstaklinga. Þessu héldum við á lofti og notuðum sem svar við því sem atvinnulífið innprentaði

Það sem er svo sérstakt við samtök á borð við Heimili og skóla er að það þarf í rauninni alltaf að byrja upp á nýtt

„Mín skoðun er sú að skólinn beri

ábyrgð á því að stofna til samstarfs heimilis og skóla“

„Samtök sem hafa starfað í fimmtán ár hafa haft mikil áhrif á gildismat í

samfélaginu “

Page 18: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

18 Heimili og skóli

heyrist í þeirri umræðu. Í dag eru um sjö þúsund foreldrar félagar í samtökunum en til að geta sagt að við séum rödd foreldra alls staðar að á landinu höfum við síðastliðin tvö ár verið að byggja upp svæðasamtök og þjálfað foreldra til að starfa sem erindrekar Heimilis og skóla á sínu landsvæði. Við áttuðum okkur á því þegar við fórum í þá vinnu að á sama tíma og foreldrastarf hefur vaxið, og áhrif foreldra aukist ár frá ári á mörgum stöðum á landinu, er ekki einu sinni búið að stofna foreldraráð í sumum skólum. Í því samhengi má benda á að það er lagaskylda að stofna foreldraráð í skólum.“En nú vitum við að svona samtök ná ekki til allra, sumir foreldrar eru virkir og áhugasamir og aðrir foreldrar hafa mun minni áhuga, hvernig hafa samtökin náð að virkja fleiri foreldra inn í skólastarfið?„Lykilatriðið er að ná foreldrum strax inn í starfið þegar börnin eru að hefja sína skólagöngu, áður en það verða árekstrar og misskilningur,“ svarar Jónína. Þarf þá ekki að byrja fyrr, á leikskólastiginu?María Kristín segir Heimili og skóla hafa nú þegar teygt sig inn á það skólastig. „Fyrir tveimur árum voru stofnuð fyrstu svæðasamtök foreldra barna í leikskólum í Hafnarfirði og við höfum verið með fræðslufundi víða um land fyrir foreldra barna á leikskólaaldri og finnum fyrir miklum áhuga þeirra.“

Mikilvægt að skólarnir setji sér stefnu um foreldrasamstarf Aðspurðar um umræður sem blossa iðulega upp í samfélaginu um ábyrgðarlausa foreldra og hvernig þeir varpi ábyrgðinni um of yfir á skólana segist Jónína vel muna eftir einni fyrirferðarmikilli umfjöllun af þeim toga. Þá hafi hún sem formaður Heimilis og skóla náð lendingu við Kennarasambandið um að það vandaði sinn málflutning um foreldra, líkt og forsvarsmenn samtakanna hafa ávallt gert um kennarastéttina.

„Neikvæð umræða um foreldra kemur alltaf upp aftur og aftur,“ bætir María Kristín við og bendir á aukið álag á kennara. „Bekkirnir eru að stækka og skólinn þarf að sinna öllum nemendum. Hins vegar höfum við farið í þá umræðu að kennarar þurfi beinlínis á foreldrum að

halda. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi. Með því að virkja foreldra til þátttöku í skólastarfi barna sinna er skólinn að nýta mjög mikilvæga, en um margt ónýtta, auðlind. Það má benda á nýlega rannsókn þar sem kemur fram að þar sem er virkasta foreldrastarfið í reykvískum skólum, er besti aginn. Mín skoðun er sú að skólinn beri ábyrgð á því að stofna til samstarfs heimilis og skóla. Það er ekki bara á ábyrgð foreldra að stofna til þessa samstarfs og halda því svo gangandi og byggja það upp. Það er ekki síður mikilvægt að skólinn setji sér stefnu um foreldrasamstarfið. Enn hafa fáir skólar markað sér stefnu um samstarf heimilis og skóla og unnið eftir henni. Sem dæmi er afar mikilvægt að skólasamfélagið semji skólareglur og viðurlög við brotum á þeim í samráði við foreldra og nemendurna sjálfa.“Unnur bætir við að á upphafsárum Heimilis og skóla hafi hreinlega ekkert námsefni verið til fyrir kennaranema um foreldrastarf og samskipti við foreldra. „Kennarar eru líka

kvíðnir fyrir samstarfi við foreldra og sjá fyrir sér brjálaðan hóp fólks. Kennarar voru mjög fegnir því að fá hugmyndir

að foreldrasamstarfi og fundu hversu auðveldara var að starfa í bekkjum þegar foreldrar voru með í starfinu.“

Í skólasamfélagi eru líka nemendur og foreldrarEn hverju áorka samtök á borð við Heimili og skóla?„Þú getur spurt sjálfa þig; án Heimilis og skóla, hvað þá?“ svarar Jónína strax. „Samtök sem hafa starfað í fimmtán ár hafa haft mikil áhrif á gildismat í samfélaginu og lyft allri umræðu um skólamál á allt annað plan en áður og náð í gegn breytingum eins og einsetnum skóla og haft áhrif á forvarnir og hugmyndir í uppeldismálum. Hefði Heimili og skóli ekki orðið til, við hvað byggjum við í dag? Við í Heimili og skóla innleiddum líka nýja skilgreiningu á skólasamfélaginu; það samanstendur ekki bara af kennurum og skólastjórum, í því eru líka nemendur og foreldrar.“María Kristín bætir við að almenn vitund fólks um áhrif og mikilvægi þátttöku foreldra í skólastarfi barna sé mun meiri nú en fyrir 15 árum. „Þátttaka foreldra eykur vellíðan nemanda í skólanum, bætir námsárangur, styður við barnið í heild sinni og um leið sem einstakling, og það styður við foreldrið í sínu hlutverki. Heimili og skóli munu ávallt hafa það hlutverk að uppfræða foreldra um hlutverk sitt og hjálpa þeim að taka virkan þátt í starfi barnsins síns í skólanum og að hafa áhrif á stjórnvöld til að skapa jákvætt samfélag og góð uppeldisskilyrði fyrir börnin. Ég held líka að í hröðu samfélagi eins og okkar sé brýnna fyrir foreldra en nokkru sinni fyrr að hafa aðgang að mikilvægu starfi og stuðningi samtaka á borð við Heimili og skóla.“

„Þátttaka foreldra eykur vellíðan

nemanda í skólanum, bætir námsárangur,“

Stjórn samtakanna hefur líka í gegnum tíðina ályktað um málefni líðandi stundar sem dæmi:

- samtökin mótmæltu harðlega óbreyttu tímamagni í list- og verkgreinum við

endurskoðun aðalnámskrár 1998. - Samtökin settu sér snemma þá stefnu að

kennsla og umsjón með einum bekk ætti að vera fullt starf.

- Samtökin tóku jákvæða afstöðu til þess að bjóða út rekstur hverfisskóla í Áslandi í Hafnarfirði

- Niðurfellingu samræmdra prófa í 10. bekk grunnskóla

Ágrip úr sögu Heimilis og skóla

Page 19: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 19

MenntamálaráðuneytiðReykjavíkurborgVelferðarsvið ReykjavíkurFræðslumiðstöð ReykjavíkurSkólaskrifstofa HafnarfjarðarVR stéttarfélagFljótsdalshéraðBolungarvíkurkaupstaðurGarðabærGrunnskóli SiglufjarðarForeldrafélag Grunnskólans á SeltjarnarnesiForeldra- og kennarafélag HvassaleitisskólaÍþróttafélagið GróttaHönnunNeytendasamtökinBiskupsstofaCubus Design ehf

Forvarnarstarf - foreldrar eru besta forvornin

Árið 1997 kom verkefnið Fyrirmyndarforeldrar út og var framlag samtakanna í áætluninni “Ísland án eiturlyfja árið 2002.” Ári seinna kom fyrsta útgáfa

Foreldrasamningsins út og árið 2002 var gefinn út nýr Foreldrasamningur ætlaður foreldrum barna í fyrstu sex bekkjum grunnskólans. Í haust kemur út endurskoðuð

og stytt útgáfa foreldrasamninganna undir heitinu Foreldrasáttmáli. Foreldrasáttmálinn leggur grunn að jafningjafræðslu og umræðum á milli foreldra um þau

atriði sem skipta máli fyrir farsælt uppeldi. Með því að skapa vettvang fyrir foreldra til að ræða mikilvæg uppeldisleg atriði aukast líkur á viðhorfsbreytingu og minna umburðarlyndi foreldra, sem og samfélagsins í

heild, gagnvart neikvæðum lífsstíl barna. Samtökin hafa einnig stutt uppbyggingu og framkvæmd Foreldrarölts víða um land allt frá árinu 1995 þegar bæklingurinn “Allir hinir mega...eða er það? kom út.

Ágrip úr sögu Heimilis og skóla

Eftirtaldir aðilar óska Heimili og skóla heilla í tilefni 15 ára afmælis samtakanna:

Page 20: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

20 Heimili og skóli

Kannastu við að vera á stöðugum þeytingi og reka á eftir börnunum af því þið eruð orðin of sein hingað eða þangað? Stórauknar kröfur samfélagsins hafa leitt til aukinna væntinga til okkar sjálfra. Við eigum að ná langt í vinnunni, vera klædd eftir nýjustu tísku, eiga fullkomin hús og vera fullkomnir foreldrar. Það er ekki nóg að við gerum miklar kröfur til okkar sjálfra, við gerum líka miklar kröfur til barnanna okkar og skipuleggjum þeirra tíma í þaula. Að sjálfsögðu viljum við þeim allt það besta og skráum þau í ýmsar íþróttir, félagsstarf og tómstundir, bæði til að þau hafi eitthvað að gera á meðan við foreldrarnir erum í vinnunni en líka til þess að búa þau sem best undir þær miklu kröfur sem lífsgæðakapphlaupið gerir. Við viljum að börnin okkar skari fram úr. Vissulega eru til börn sem þola þetta álag en það eru líka mörg sem gera það ekki og byrja ung að sýna einkenni streitu, kvíða og jafnvel þunglyndis.

Msn, sms, þráðlaust net og heitir reitirUndanfarna tvo áratugi hafa orðið stórstígar framfarir í tækni sem flestar hafa orðið til að létta líf okkar en þær hafa gerst svo hratt að við höfum ekki náð að skoða almennilega þau áhrif sem breytingarnar hafa haft á börnin okkar. Allt þarf að gerast á hraða ljóssins og árangur skal nást strax eða ekki. Msn, sms, þráðlaust net og heitir reitir. Óendanlegt úrval afþreyingarefnis sem hægt er að nálgast með einum takka á fjarstýringunni eða í gegnum tölvuna.

Rannsóknir beggja vegna Atlantshafsins sýna að við gætum verið á rangri leið. Við þurfum aðeins að staldra við og velta því fyrir okkur hvað börnin þurfa til að ná góðum þroska.

Grunnþarfir barna eru þær sömu og þær hafa alltaf verið:• hollur og góður matur (ekki skyndibiti) • leikur (ekki í sýndarveruleika eða með hlutlausu

áhorfi) • möguleikinn til að kynnast

heiminum sem þau lifa í með snertingu og upplifun (þó þau geti rekið sig á eða hlotið skrámur)

• samskipti við fullorðið fólk sem eru mikilvægir aðilar í lífi þeirra

Frjáls leikur er nauðsynlegurBörn þurfa einnig tíma. Þau þurfa að geta tekið því rólega og hafa tækifæri til að velta fyrir sér lífsins gagni og nauðsynjum. Þau þurfa möguleikann á að hugsa um það sem þau hafa lært og draga sínar eigin ályktanir án þess að þurfa að flýta sér. Sá tími sem t.d. notaður er í að sitja fyrir framan skjáinn sem hlutlaus áhorfandi getur komið niður á þeim tíma sem annars væri

nýttur í leik. Börn þurfa að leika sér því leikurinn hjálpar börnum að nota sköpunarkraftinn og ímyndunaraflið, eykur skilning og styrkir líkamlegan og andlegan styrk þeirra. Með því að skipuleggja tíma barnsins frá því að það vaknar og þangað til það leggst á koddann um kvöldið erum við að deyfa sköpunarmátt þeirra og hindra að þau þroskist á sinn einstaka máta. Leikurinn er mikilvægur fyrir þroska heilbrigðs heila. Við foreldrarnir getum einnig fengið nýja sýn á hugsun barnsins og samskipti þess við önnur börn með því að fylgjast með þeim í frjálsum leik. Bestu samskiptin á milli barna og foreldra eru oft bara í rólegheitunum, t.d. þegar verið er að spjalla saman, föndra eða bara undirbúa matinn.

Bannað að byggja kofaBreytt heimsmynd, aukið ofbeldi og meiri skilningur á hættunum sem leynast víða gerir það að verkum að við óttumst um börnin okkar. Við verðum samt að passa okkur á að ofvernda þau ekki þannig að það komi niður á möguleikum þeirra til að upplifa heiminn í gegnum eigin reynslu. Í sumar var til að mynda mikil umræða í Svíþjóð vegna þess að kofi sem börn byggðu með hjálp kennara síns var rifinn niður af bæjaryfirvöldum því hann stóðst ekki reglur um öryggi. Er það málið? Mega börnin ekki klambra saman nokkrum spýtum því þau gætu meitt sig, barið hamrinum í putta eða fengið spýtu í höfuðið? Hvað með allt sem þau læra á meðan á framkvæmdunum stendur; verkfræðin, arkitektúrinn, smíðavinnan og svo ég tali nú ekki um þá einlægu gleði og stolt sem felst í því að geta skapað og búið til? Við þurfum ekki annað en fara á smíðavellina hjá okkur á sumrin til að fylgjast með dugnaðinum, kappseminni og ánægjunni með eigin afrakstur til að sannfærast um að ofverndun er ekki sú leið sem við viljum fara.

Erum við að draga úr sköpunarmætti barnanna?

Ólöf Dagný Óskarsdóttir

Page 21: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 21

Að meðaltali 537 leikföng Neyslan stelur frá okkur tíma því við þurfum að vinna til að hafa ráð á að kaupa stöðugt nýja hluti. Leikfangaframleiðsla hefur aukist um rúmlega helming frá árinu 1994 og í sænskri rannsókn kom í ljós að hvert barn á að meðaltali 537 leikföng. Mér segir svo hugur að fjöldinn sé jafnvel enn meiri hérna hjá okkur á Íslandi. En reynslan hefur sýnt að

þessi 537 leikföng eru ekki nóg og mikið vill meira. Því eldri sem börnin verða því dýrari verða hlutirnir sem þau verða að eignast. Það kallar á meiri vinnu, meira stress og meiri fjarveru frá börnunum sem sumir reyna að bæta upp með undanlátssemi og fleiri gjöfum til barnanna. Þarna erum við komin í ákveðið þrátefli. Hvaða lærdóm draga börnin af því að fá alla skapaða hluti upp í hendurnar án þess að þurfa að gera annað en biðja um þá? Hvernig einstaklinga

erum við að móta? Er afleiðingin kannski einfaldlega meiri heimtufrekja og vanþakklæti og rænum við í leiðinni börnin hæfileikanum til að gleðjast yfir litlu? Erum við foreldrarnir e.t.v. að kaupa okkur frið eða jafnvel ímynd og stöðu í þjóðfélaginu? Verða börnin okkar kannski fyrir aðkasti í skólanum ef þau eru ekki í Van´s-skóm heldur eftirlíkingu úr Hagkaup? Erum við góðar fyrirmyndir eða erum við of upptekin af dýrum fatnaði og merkjavöru?

Hvernig væri að við tækjum okkur smá tíma í að líta í eigin barm og velta fyrir okkur hvort öll þessi neysla sé í raun þörf. Í staðinn fyrir að leggja áherslu á að tíminn sé peningar þá getum við reynt að græða tíma með því að spara peninga.

Hvað er hægt að gera til að

draga úr neysluæðinu

• Taka upp umræðu um merkjavörur, farsíma og fleira þess háttar á foreldrafundum• Skýra út fyrir börnunum tengslin á milli tíma og peninga – foreldrar þurfa að vinna til að hafa efni á hlutum• Bjóða börnunum að velja hvað gera á með tíma og peninga sem verða afgangs• Sýna gott fordæmi• Brýna fyrir börnunum mikilvægi endurvinnslu

Page 22: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Fyrir nokkrum árum birtist rannsókn á vegum bandarísks félagsfræðings, Arlie Russell Hochschild (1988) að nafni, sem sýndi að starfsfólk vildi mun frekar vera í vinnunni en heima hjá sér. Hún sýndi fram á að starfsmenn reyndu, oft á tíðum, af fremsta megni að vera eins lengi í vinnunni og þeim var unnt. Ástæðurnar voru fyrst og fremst að í vinnunni fékkst fólk við mun fjölbreyttari verkefni og margir fengu meiri hvatningu þar heldur en heima. Ég hef stundum hugsað um þessa rannsókn þegar þriggja ára dóttir mín telur nauðsynlegt að koma með mér á salernið, í hvert einasta skipti! Í vinnunni er enginn sem heimtar með látum að ég eigi að standa og sitja að óskum annarra. Rannsóknir Hochschild ýttu við fólki, bæði fræðilega og persónulega. Ýmsar áleitnar spurningar koma upp eins og: Getur verið að vinnustaðurinn sé að taka við af fjölskyldunni? Eru félagsþarfir fólks uppfylltar í vinnunni en ekki heima? Erum við að úthýsa öllu sem snýr að heimilinu með því að ráða fólk til að sjá um það sem við höfum ekki tíma fyrir, s.s. þrif, barnauppeldi, matseld o.s.frv.? Er að myndast ný stétt þeirra sem koma frá þriðja heiminum og yfirgefa sín eigin börn til að sjá um börn á Vesturlöndunum? Enn erum við að spyrja en hins vegar vitum við hvaða áhrif það hefur á fólk ef það upplifir togstreitu milli þess tíma sem það hefur til barnauppeldis og vinnu. Fólki finnst það vanta tíma, það hefur litla orku og finnur fyrir streitu og hefur á tilfinningunni að það „geti ekki gert allt“, finnst það ekki hafa stjórn á lífi sínu og leitar gjarnan leiða til að auka lífsgleði sína með skammtímalausnum. Fyrir stjórnendur er mikilvægt að starfsmenn þeirra séu í nokkuð góðu jafnvægi til að sinna verkefnum sínum. Fyrir fjölskylduna er það ekki

bara mikilvægt heldur nauðsynlegt. Afleiðingar þess að vera í slæmu jafnvægi á heimili koma mun harðar niður á öllum fjölskyldumeðlimum. Hver þekkir ekki að hafa misst stjórn á skapi sínu og sagt eitthvað í hita leiksins sem ekki er hægt að taka aftur, og séð eftir því síðar?

Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Fjölskyldulíf og atvinna Er skemmtilegra í vinnunni en heima?

Rannsóknir á lífshamingju fólks sýna að náin tengsl við fjölskyldumeðlimi er ein af þeim breytum sem hafa mest að segja um hamingju okkar. Náin tengsl myndast ekki nema að verja tíma með viðkomandi; maka, vinum og börnum. Náin tengsl auka líkurnar á að við vitum hvað er að gerast í lífi hvers annars og fyllumst þar með öryggiskennd sem lýsir sér þannig að það er sama hvað er að gerast í lífi okkar; það er alltaf einhver sem stendur með okkur og þykir vænt um okkur eins og við erum. Það eru ekki bara fullorðnir sem vinna mikið, börn okkar „vinna“ líka of mikið. Ábyrgð þess að börnunum okkar líði vel í skólanum hvílir að sjálfsögðu á herðum foreldra og forráðamanna. Leiðin til að vinna vel saman byggir á gagnkvæmu trausti milli heimilis og skóla. Til að börnin okkar geti varið tíma með fullorðnum verður til dæmis tómstundastarf þeirra að fara fram á vinnutíma og helst sem næst skólanum. Draga verður úr starfsdögum þar sem börn hafa engan stað að hverfa að og foreldrar þeirra eru í vinnunni. Skipuleggja á skólastarf með fullan vinnudag foreldra í huga. Við verðum að virða vinnudag barna okkar og passa að ekki sé unnið of mikið. Tómstundastarf er gott en þegar það keyrir úr hófi dregur úr samskiptum við fjölskylduna. Unglingar eiga ekki að vinna með skólanum, það er vanvirðing við skólastarf þeirra. Við forráðamenn barna og unglinga eigum að sýna gott fordæmi og draga úr vinnu þannig að jafnvægi geti skapast á heimilum okkar. Við eigum skilið að auka hamingju okkar með raunverulegri nánd hvert við annað. Gleymum því ekki að þótt viðskiptavinir eða samstarfsaðilar okkar geti verið þakklátir og ánægðir með störf okkar þá kemur það ekki í stað væntumþykju.

Page 23: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 23

auglýsingar með sms-skeytum.

Neytendasamtökin gerðu könnun meðal skólastjórnenda allra framhaldsskóla á landinu haustið 2003 og aftur 2006. Töldu samtökin að umrædd markaðssetning væri á gráu svæði en samtökunum höfðu einnig borist athugasemdir frá foreldrum og kennurum. Í ljós kom að flestir skólar höfðu mótað einhverja stefnu varðandi markaðssetningu og sölumennsku í skólum. Þegar betur var að gáð var stefnumörkunin oftar en ekki nokkuð losaraleg. Þannig virtist sölumennska gjarnan leyfð ef hún gagnaðist nemendum (bankar, tryggingafélög!). Þá virtust skólarnir í langfæstum tilfellum skipta sér af samningum sem nemendafélög gerðu við fyrirtæki jafnvel þótt markaðssetningin beindist að öllum nemendum skólans.

Síðast þegar Neytendasamtökin skoðuðu málið virtist sem bankarnir væru að draga sig út úr þessum samningum. Það vekur athygli að það voru ekki skólastjórnendur sem ákváðu að nú væri mál að linni og ekki var það krafa frá foreldrum.

Það má eflaust lengi deila um hvað sé eðlilegt í þessum efnum en þegar unglingar koma heim úr skólanum búnir að skrifa undir samning um lífeyrissparnað er að mínu mati fokið í flest skjól. Skólarnir eru vinnustaðir barnanna okkar og ég efast um að sölumennska af því tagi sem stunduð hefur verið í mörgum framhaldsskólum hefði viðgengist á öðrum vinnustöðum landsins.

Fyrirtæki gera sér æ betur grein fyrir mikilvægi þess að ná til barna og unglinga við markaðssetningu á vöru og þjónustu ýmiss konar. Rannsóknir hafa

sýnt að börn hafa hreint ótrúleg áhrif á það hvað keypt er fyrir heimilið og þá hafa börn og unglingar í dag meiri peninga á milli handanna en áður tíðkaðist. Þau eru með öðrum orðum fullgildir neytendur.

Það þarf því engan að undra að seljendur sæki í skólana í leit að framtíðarviðskiptavinum. Þar er samankominn stór hópur væntanlegra viðskiptavina og engir foreldrar að skipta sér af. Reyndar hefur ekki heyrst mikið af sölumennsku í grunnskólum landsins en mörg fyrirtæki hafa haft nokkuð góðan aðgang að framhaldsskólunum. Eflaust má rekja upphafið til „fartölvuvæðingarinnar“ í framhaldsskólum þegar ákveðið var að það þjónaði hagsmunum nemenda að þeir hefðu afnot af fartölvu á framhaldsskólastigi. Seljendur fartölva fengu þannig aðgang að skólum landsins til að kynna vörur sínar auk bankanna því margir nemendur verða að fjármagna kaupin með lánum. Tryggingafélögin voru jafnvel með í þessum selskap því fartölvur eru dýrar og vissara getur verið að tryggja þær.

Fyrirtækin voru nú komin með annan fótinn inn í framhaldsskólana og næsta skref var samningar við nemendafélög. Markaðssetningin gekk t.d. út á að banki, sem hafði gert samning við tiltekið nemendafélag, keypti miða á busaball og síðan fengu nemendur sem gengu í viðskipti við bankann frítt á ballið. Ekki var þar með sagt að það þjónaði hagsmunum viðkomandi að skipta um banka en að því var ekki spurt.Fjarskiptafyrirtækin sáu sér einnig leik á borði og eru dæmi um að stjórn nemendafélags hafi fengið ókeypis síma og áskrift og á móti fékk fyrirtækið nemendalista og sendi út

Brynhildur Pétursdóttir

Sölumennska í framhaldsskólum

Page 24: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

24 Heimili og skóli

Rannsóknastofa í fjölmenningarfræðum í KHÍViðtal við Hönnu Ragnarsdóttur

Helga Margrét Guðmundsdóttir

Við fengum Hönnu til að svara nokkrum spurningum í tengslum við doktorsritgerðina og rannsóknina sem hún er byggð á.

Hvað er það helst sem þú leggur til til eflingar innflytjenda- og minnihlutahópum á Íslandi?Varðandi samfélagið í heild tel ég mjög mikilvægt að virkja einstaklinga sem mest til þátttöku í samfélaginu, um leið þarf að veita þeim rými til þátttöku. Með þessu á ég við að ég tel að ekki nægi að segja fólki að taka þátt heldur þarf að taka vel á móti því þegar það býður fram krafta sína. Ég held að dálítið hafi skort á viljann til að hleypa einstaklingum, sem áhuga hafa haft, að á ýmsum sviðum samfélagsins, það hefur ríkt nokkuð vantraust gagnvart innflytjendum á sumum sviðum. Varðandi skólana má segja að í megindráttum þurfi betra upplýsingaflæði milli skóla og heimila, þar sem frumkvæðið þarf að koma frá skólunum. Þeir þurfa að gefa foreldrum upplýsingar um til hvers er ætlast af þeim og hvert þeirra hlutverk er gagnvart skólunum, hver réttindi þeirra og barna þeirra eru, ásamt skyldum og ábyrgð. Það er ekki hægt að ætlast til að fólk viti þetta þegar það flytur til nýs lands því hlutverk foreldra gagnvart skólum eru ekki alls staðar þau sömu. Ég tel einnig að laga þurfi nám á Íslandi almennt að nýjum veruleika, þróun náms og fyrirkomulag þarf að fylgja samfélagsþróuninni. Innihald sem þótti gott og gilt fyrir nokkrum áratugum hentar ekki í samfélagi nútímans. Það þarf að huga að hinum ýmsu þáttum skólastarfs með nýja samfélagsgerð í huga.

Nú kemur fram í rannsókn þinni að aðstæður margra barnanna í skólum séu ófullnægjandi. Hverju er helst ábótavant?Helst finnst mér skorta þekk-ingu og skilning á aðstæðum barna, menningu þeirra, trúarbrögðum og tungumáli, svo og markvissari kennslu-aðferðir og námsefni er hentar hinum fjölbreyttu barnahópum. Svo finnst mér aðgreining barnanna frá íslenskum jafnöldrum í sumum skólunum áhyggjuefni. Almennt má segja að mjög mikilvægt sé að byggja á

styrkleikum barnanna og mæta þeim þar sem þau eru stödd. Segja má að víða sé

byrjað á röngum enda, ef svo má að orði komast – almennt sé gengið út frá því sem barnið skortir, þ.e. íslenskukunnáttu, en ekki því sem barnið hefur til brunns að bera. Ég er ekki að segja að þetta eigi við um skólana í rannsókninni. En hafa verður í huga að börn flytja ekki sem óskrifað blað, ómótuð og mállaus, til Íslands, en þannig er þeim stundum lýst og segja má að þetta sé útgangspunktur í sumum skólum. Það er alvarleg hugsanavilla að mínu mati að tala um málleysi þegar börn tala eitt eða fleiri tungumál, en skortir íslensku. Í versta falli lýsir þetta hroka. Öll börn flytja með sér tungumál, tiltekna menningu, fjölskyldusögu og -reynslu. Auk þess tilheyra þau mörg hver tilteknum trúfélögum. Hvert leiðir það ef skólinn lítur fram hjá þessu og beinir athyglinni að skortinum á íslenskukunnáttu, fyrst og fremst? Hvar er þá verið að staðsetja barnið og fjölskyldu þess? Og hvernig er hægt að ætlast til að barn komist út úr þessum aðstæðum upp á eigin spýtur og eigi farsæla skólagöngu? Auk þeirrar niðurlægingar sem getur falist í því að staðsetja barnið út frá skorti, er aðgreining barna frá daglegu skólastarfi í hópum eða bekkjum varasöm,

Í maí síðastliðnum varði Hanna Ragnarsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, doktorsritgerð við Háskólann í Osló. Ritgerðin nefnist „Tíu innflytjendafjölskyldur og börn þeirra í íslensku samfélagi og skólum“ og byggist á eigindlegri langsniðsrannsókn á reynslu tíu fjölskyldna innflytjenda hér á landi. Í rannsókninni, sem fram fór árin 2002–2005, var sérstök áhersla lögð á að athuga skólagöngu barnanna í leik-, grunn- og framhaldsskólum með viðtölum við foreldra, börn, skólastjóra og kennara. Reynt var að greina sérstaklega reynslu hverrar fjölskyldu í ferli aðlögunar að nýju samfélagi og skólakerfi. Meginmarkmið rannsóknarinnar voru eftirfarandi: Að rannsaka aðlögun tíu fjölskyldna innflytjenda að samfélagi og skólakerfi; að rannsaka hugsanleg áhrif uppruna og trúarbragða á skólagöngu barnanna; og að rannsaka á hvaða hátt samskipti heimila og skóla, svo og félagslegar aðstæður fjölskyldnanna, hafa áhrif á velgengni barnanna fyrstu skólaárin og tækifæri þeirra til framfara, félagslega og námslega. Helstu niðurstöður rannsóknar Hönnu benda til að aðstæður margra barnanna í skólunum séu ófullnægjandi og nokkur átök eigi sér stað milli heimila og skóla. Foreldrarnir leggja allir mikla áherslu á að styðja við menntun barna sinna og að aðlögun barnanna að samfélagi og skóla gangi hratt og vel. Foreldrarnir eru hins vegar margir hverjir einangraðir félagslega. Skólarnir hafa nokkra tilhneigingu til að flokka innflytjendabörn út frá skorti (þ.e. að kunna ekki íslensku) frekar en hæfni þeirra eða styrkleikum. Námskrár eru mótaðar á grunni meirihlutamenningar og sniðnar að þörfum meirihlutans, þ.e. Íslendinga.

Frá stofnun rannsóknastofu í fjölmenningarfræðum við KHÍ. Einar Skúlason, Hanna Ragnarsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir.

Page 25: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 25

nema í algjöru lágmarki. Börnin þurfa á samskiptum við jafnaldra að halda, þó auðvitað þurfi þau mörg stuðning við íslenskuna. Þau þurfa að finna að það sem þau hafa til brunns að bera sé metið að verðleikum og að þau séu mikilvæg eins og önnur börn, mikilvægir þátttakendur í skólasamfélaginu. Bæta þarf samstarf kennara og upplýsingaflæði innan skóla og milli skóla, auk þess sem nýta mætti mun betur þekkingu sem hefur skapast í gegnum tíðina á kennslu í fjölbreyttum nemendahópum.

Fram kemur í rannsókninni að nokkur átök eigi sér stað milli heimila og skóla. Hvernig lýsir það sér og getur þú gefið okkur dæmi um slíkt?Átök eru kannski ekki besta hugtakið til að lýsa þessu, heldur frekar ólíkar hugmyndir sem ríkja eða eru viðteknar, annars vegar í skólum og hins vegar á heimilum, t.d. um ábyrgð, hlutverk og reglur. Skólarnir ætlast gjarnan til að fjölskyldurnar lagi sig sem fyrst að nýju samfélagi og skólum, og er þá gjarnan reiknað með einhliða aðlögun. Foreldrarnir í rannsókninni leggja sig mjög fram við þetta og hafa í raun lítið um málið að segja þar sem þeir vilja börnunum sínum það besta og treysta því að þeir séu að gera rétt með því að flýta þessari aðlögun sem mest þeir mega. Foreldrarnir fá hins vegar ekki mikinn stuðning til þess frá skólum eða samfélagi. Þeir taka vissa áhættu, ýmis gildi og hefðir víkja fyrir nýjum kröfum og aðstæðum og í kjölfarið kemur nokkurt los á fjölskyldurnar. Að loknum þeim þrem árum sem rannsóknin tók mátti sjá merki um þetta los, m.a. í samskiptum barna og foreldra. Til dæmis glímdu sumir foreldrar við erfiðleika í samskiptum við börnin sín sem þeir höfðu aldrei upplifað áður og upplifðu jafnframt sýnileg brot á reglum samfélagsins, svo sem um útivistartíma barna, en allir foreldrarnir sem ræddu þetta voru sammála um að það væru alvarleg brot. Einnig var grafið undan því sem þeim fannst eðlileg hlutverk og ábyrgð hjá börnum og unglingum sem kom m.a. fram í því að börnin neituðu að sinna þeim hlutverkum sem þau höfðu haft áður og höfðu þótt eðlileg. Slík breyting á hlutverkaskipan er e.t.v. eðlileg þegar flutt er til nýs lands og við blasir ný samfélagsgerð, en hún þarf að hafa sinn aðlögunartíma og ég tel að varasamt sé að ætla að breyta hlutverkaskipan innan fjölskyldunnar með hraði. Þegar slíkar breytingar gerast svo hratt kemur fram visst vantraust á foreldrana og hætta er á að þeir missi tökin á foreldrahlutverkinu.

Hvað telur þú að foreldrafélögin við skólana geti gert til að leggja sitt af mörkum til gagnkvæmrar aðlögunar?Foreldrafélögin geta virkjað foreldra til þátttöku, hlustað á ólík sjónarmið og reynt að auka gagnkvæman skilning og samstöðu meðal allra foreldra. Þar er líka nauðsynlegt að skapa rými, eins og ég nefndi áður, og ekki nægilegt að segja foreldrum að koma og taka þátt heldur þarf að gefa þeim raunveruleg tækifæri, hlusta á skoðanir þeirra og sjónarmið. Foreldrar eiga margt sameiginlegt þó menning og tungumál séu ólík, ekki síst það sem snýr að velferð barna þeirra. Þetta upplifði ég mjög sterkt í viðtölunum við foreldrana í rannsókninni. Þegar samtölin voru komin af stað var upplifunin yfirleitt fyrst og fremst sú að við værum öll foreldrar að ræða sameiginleg áhugamál okkar, þ.e. börn og skólagöngu.

Hverjar telur þú helstu hindranir í veginum fyrir því að foreldrar sem hingað flytjast taki þátt í foreldrastarfi innan skólanna?Ég tel að þá vanti oft hvatningu og skýr skilaboð um að

raunverulega sé óskað eftir þátttöku þeirra. Einnig er vinnutími oft hindrun, margir vinna vaktavinnu og vinnuálag er mikið. Svo getur skortur á sameiginlegu tungumáli verið hindrun.

Er eitthvað sérstakt varðandi samskipti kennara og foreldra sem þú sérð að hægt væri að bæta m.t.t. innflytjenda?Eins og áður sagði mætti almennt

auka þekkingu og skilning meðal kennara á því hvað fjölmenningarsamfélag felur í sér, hvað það þýðir að saman búi fjölskyldur með svo ólíkan bakgrunn, tungumál, trúarbrögð og menningu, sem eigi það þó sameiginlegt að innan þeirra eru foreldrar og börn. Það er áríðandi að einblína ekki um of á það sem er ólíkt og gera það að hindrun í samskiptum. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir þessum mismun, viðurkenna hann og virða, en leggja um leið áherslu á það sem er sameiginlegt, þ.e. umhyggjuna fyrir börnunum og velferð þeirra. Það þarf einnig að finna leiðir til að auka frumkvæði kennara til samskipta við foreldrana. Skilaboð til foreldra þurfa að vera skýr, þeir þurfa að vita til hvers er ætlast af þeim og hvaða ábyrgð þeir bera, en um leið þurfa þeir að þekkja réttindi sín og barna sinna. Loks má ekki líta fram hjá því að kennarar eru mikilvægur tengiliður við samfélagið, stundum megintengiliður fjölskyldna við samfélagið, ríkjandi tungumál og menningu.

Foreldrafélög þurfa að bjóða foreldra nýrra nemenda sérstaklega velkomna

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur falið innflytjendaráði að hefja vinnu við gerð heildstæðrar framkvæmdaáætlunar í málefnum innflytjenda, sem á að vera tilbúin snemma árs 2008, í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí 2007. Hér er verið að bregðast við aðstæðum sem við Íslendingar stöndum frammi fyrir við aðlögun að nýju og breyttu samfélagi. Einnig hefur verið stofnuð rannsóknastofa í fjölmenningarfræðum við Kennaraháskóla Íslands sem Hanna Ragnarsdóttir veitir forstöðu.Nauðsynlegt er að gera umbætur á öllum skólastigum á Íslandi til að bregðast við hinum nýja fjölmenningarlega veruleika. Innan skólanna þarf að hvetja foreldrasamfélagið til að leggja sitt af mörkum til að bjóða foreldra af erlendum uppruna velkomna og vinna gegn frekari aðskilnaði innflytjendabarna í skólum. Leggja þarf aukna áherslu á gagnkvæma aðlögun að hinu fjölmenningarlega samfélagi með því að styðja íslensk börn og foreldra þeirra við að aðlaga sig þessum breyttu aðstæðum, ekki síður en innflytjendurna. Foreldrafélög hafa verið hvött til að setja sér stefnu eða gera mótttökuáætlanir varðandi nýja nemendur og foreldra þeirra. Foreldraráð ættu líka að ræða á sínum vettvangi með hvaða hætti hver skóli fyrir sig getur brugðist við þeirri hreyfingu sem er almennt á fólki og ljóst að margir nýir foreldrar mæta á hverju hausti í skólann aðrir en foreldrar nýnema í 1. bekk. Við þurfum almennt að vera meira meðvituð um þátttöku okkar og ábyrgð á félagslegri aðlögun nýbúa, þ.e. innflytjenda og þeirra sem eru nýir í okkar hverfi. Upp hafa komið hugmyndir um að innflytjendum verði fengnir svokallaðir mentorar þar sem mæður styðja mæður. Það er líka fagnaðarefni að skólar á Akureyri vilji sérhæfa sig í mannréttindum og lýðræði. Á starfsdegi kennara þar nú á haustdögum tóku 400 kennarar þátt í að ræða kennslu þar í mannréttindum og lýðræði. Þar var einnig kynnt verkefnið Mannréttindaskólar á Akureyri.

„..þróun náms og fyrirkomulag

þarf að fylgja samfélagsþróuninni“

Page 26: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

26 Heimili og skóli

Framtíðarsýn og stefnumörkun í skólamálum er aðalaðandi fyrir foreldraGarður er fjölskylduvænn bær sem leggur áherslu á vellíðan og þroska barna og þar er vilji til að skapa íbúum góð skilyrði til búsetu. Bæjarstórinn í Garði er Oddný Harðardóttir. Í stefnumótun í skólamálum segir að gera skuli nemendur færa um að taka á ábyrgan og skapandi hátt þátt í síbreytilegum heimi utan skólans. Í leikskólanum skuli stefnt að því að elsti árgangurinn fái 6 klst. gjaldfrjálsa vistun á dag. Íbúar í Garði eru nú um 1.500 og eru 13% þeirra af erlendum uppruna og þá aðallega Pólverjar en þeir hafa talið 10% íbúa frá árinu 2002. Auk þeirra eru

íbúar af erlendum uppruna af 14 þjóðernum. Í apríl sl. var haldið metnaðarfullt

skólaþing í Garðinum þar sem þinggestir tóku m.a. þátt í

hugstormi um hvaða áherslur þyrftu að vera í skólamálum bæjarins. Þátttaka var góð og var starfað í fjórum hópum sem fjölluðu

nánar um stefnu fyrir grunnskólann, leikskólann,

tónlistarskólann og stefnu varðandi samstarf skólanna og

annarrar æskulýðsstarfsemi. Hóparnir hittust svo aftur viku síðar þar sem bæjarbúum var gefinn kostur á að

leggja sitt til málanna. Skólarnir hafa síðan útfært stefnuna í starfsáætlunum sínum. Meta á starf skólanna í kjölfarið og í framhaldinu verður unnið að umbótaáætlunum.

Það skiptir máli fyrir foreldra hvernig búið er að skólunum. Grunnskólinn á staðnum, Gerðaskóli, er einn elsti skóli hér á landi en hann var stofnaður árið 1872 af séra Sigurði Sívertsen. Fjölgun nemenda undanfarin ár hefur verið 4–5% á ári og eru nemendur við skólann nú 242. Í haust hófu 26 sex ára börn nám í 1. bekk og eru 10 þeirra, eða 38%, af erlendu bergi brotin eða hafa annað móðurmál en íslensku. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar sem felur í sér viðurkenningu á einstaklingsmun og rétti hvers nemanda til að stunda nám innan félagsheildar bekkjarins. Náið samstarf er milli

Nokkur sveitarfélög hafa gengið lengra en önnur í að koma til móts við þarfir fjölskyldufólks og sum lagt áherslu á að samræma og auka þjónustu tengda skólagöngu barna og tómstundum fyrir alla aldurshópa.Eftir að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólans af ríkinu hefur starfsfólki almennt fjölgað í grunnskólum og nærþjónusta víða aukist. Grunnskólinn ásamt leikskólum og tónlistarskóla eru því orðnir mikilvægir vinnuveitendur í hverju byggðarlagi. Það dylst engum hugur um það að íslenskt samfélag hefur breyst bæði hvað búsetu og menningu varðar sem hefur áhrif á mannlífið og þar með talið skólasamfélagið. Fleiri útlendingar flytja til landsins en áður og Íslendingar flytja líka meira en áður, bæði innanlands og milli landa. Sveitarfélögin hafa lagað sig að þessari þróun með ýmsum hætti í hinum dreifðu byggðum, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Atvinnuumhverfið hefur verið að breytast hér á landi og fólk er ekki eins bundið við að hafa búsetu á þeim stað sem það starfar á. Tilfellum fjölgar þar sem annað foreldrið ef ekki bæði sækja vinnu utan sveitarfélagsins sem fjölskyldan býr í sem kallar á nýjar óskir um þjónustu, t.d. lengda dagvistun yngstu barnanna, samþættingu skóla og tómstundastarfs hjá börnum og lengda viðveru nemenda í grunnskólum. Fjölskyldufólk sem hefur ýmsar sérþarfir kynnir sér oft betur en aðrir hvað stendur þeim til boða í þessu sambandi. Foreldrar vilja vera öruggir um börnin sín á meðan þeir stunda vinnu. Samgöngur og uppbygging atvinnustarfsemi hafa haft mikil áhrif á búsetuval en foreldrar leita í auknu mæli eftir gæðaþjónustu sveitarfélaga hvað varðar leik- og grunnskóla auk tómstundatilboða fyrir börnin. Með aukinni menntun foreldra gera þeir meiri kröfur til skólanna um gæði og aukinn námsárangur. Gæði skólastarfsins á hverjum stað geta því vissulega tengst byggðamálum og byggðastefnu í landinu. Stjórnendur sveitarfélaga vita að góð þjónusta sveitarfélagsins laðar að fólk og ekki hvað síst góðir skólar.

Ákvarðanir sveitastjórna skipta sköpum fyrir skólastarfið

Fjölmenning og málefni nýbúa hafa verið í deiglunni og eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar sl.vorvar að samþykkja aðgerðaráætlun um málefni barna og ungmenna. Í áætluninni er sérstakur kafli um aðgerðir, bæði almennar og sértækar, til þess að tryggja fólki af erlendum uppruna sem flytur hingað til lands góðar móttökur og auðvelda því að taka þátt í íslensku samfélagi um leið og það ræktar sína eigin menningu. Þá er gert ráð fyrir að menntakerfið verði skipulagt þannig að það styrki stöðu barna innflytjenda og að tekið verði heildstætt á þörfum hvers og eins. Nú á haustdögum fengum við þær fréttir að fyrsti nýbúinn myndi setjast á Alþingi á næsta ári svo vænta má aukinnar virkni og þátttöku fólks af erlendum uppruna í stjórnsýslunni. Sumir skólar hafa sérstaka móttökuáætlun varðandi nýbúa og nýja nemendur en mikilvægt er fyrir aðlögun barnanna og foreldra þeirra að vera í góðu sambandi við skólann. Þeir þurfa að fá að fylgjast með skólastarfinu, geta tekið þátt í umræðum um stöðu barna sinna og stutt þau í náminu. Í aðgerðaráætluninni er einnig gert ráð fyrir að á samráðsvettvangi ríkis, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga verði mótaðar tillögur um aðgerðir til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð og þjónustu við barnafjölskyldur.

Erna skólastjóri Gerðaskóla ásamt nemendum

Helga Margrét Guðmundsdóttir

Page 27: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 27

Gerðaskóla og leikskólans Gefnarborgar. Einnig hefur grunnskólinn náið og gott samstarf við Tónlistarskóla Garðs.„Ég sá strax að skólinn starfaði samkvæmt hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar þó ekki væri búið að skilgreina hann þannig,“ segir Erna M. Sveinbjarnardóttir flutti í Garðinn fyrir 7 árum og tók við starfi skólastjóra. Hún segir ennfremur að þörfin hafi verið fyrir hendi og brugðist hafi verið við með einstökum hætti og alveg til fyrirmyndar hvernig komið hafi verið til móts við þarfir fatlaðra og margbreytileika nemenda. Slíka þjónustu eru sveitarfélög nú farin að auglýsa og markaðssetja en í Garðinum virðist fólki hafa fundist þetta svo sjálfsögð þróun að það velti því ekki mikið fyrir sér. Sú þekking og reynsla sem hér um ræðir skapar m.a. sérstöðu sveitarfélagsins og er góður grunnur til að byggja á til framtíðar. Á teikniborðinu er viðbygging við skólann svo hægt verði að bregðast við fjölgun íbúa og nú standa yfir breytingar á íþróttasalnum sem breytt verður í verkgreinastofur með aðbúnaði sem hentar kennslu samkvæmt markmiðum aðalnámskrár. „Varðandi foreldrasamstarf þá er það hornsteinn að skólastarfinu hér sem annars staðar. Von okkar og stefna er að það aukist og eflist ár frá ári. Í niðurstöðum sjálfsmats skólans kemur fram að gagnkvæmt traust ríkir á milli starfsmanna skólans og foreldra en það er ekki nóg, við verðum að hittast og vinna saman. Í erli dagsins vill verða erfitt hjá foreldrum að finna tíma til að mæta á námskeið, fyrirlestra og annað sem skólinn stendur fyrir. Við vonumst til að þetta breytist á komandi árum og foreldrar eru alltaf velkomnir. Á hefðbundnu foreldradögunum er nánast 100% mæting hjá öllum bekkjum. Það sýnir mikla jákvæðni og samstarfsvilja,“ segir Erna.

Fjölþætt mannlíf og góð félagsþjónustaÍ tengslum við skólann er starfræktur Frístundaskóli fyrri börn í 1.–3. bekk og öflugt tómstundastarf er undir stjórn Agnars Júlíussonar. Boðið er upp á heitan mat í skólanum og bærinn niðurgreiðir matinn um 50% sem er meira en nokkuð annað sveitarfélag gerir. Samstarf er við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um forvarnir í fjölskyldumálum til að skapa samfellu milli greiningarvinnu, aðgerðaráætlunar og úrræða í kjölfar hennar. Í þjónustunni felst ráðgjöf, meðferð og eftirfylgni með börnum 0–10 ára og fjölskyldum þeirra sem eiga við sálfélagslegan vanda að stríða. Garður rekur einnig félagsþjónustu í samstarfi við tvö önnur sveitarfélög, Sandgerði og Voga á Vatnsleysuströnd. Í Garði er góður tónlistarskóli og kórastarf, nýleg íþróttamiðstöð með útisundlaug og félagsmiðstöð fyrir unglinga sem ber nafnið „Trufluð tilvera“.

Góð stoðþjónusta og foreldrasamstarf skipti sköpum fyrir okkurÁshildur Björnsdóttir og Bjarni Kristmundsson eiga 5 syni og höfðu búið um árabil í Haukadal í Dalasýslu. Þrír drengjanna höfðu greiningar um þörf fyrir stoðþjónustu og sérkennslu. Einn sonurinn er málhamlaður með einhverfurof, annar er lesblindur og ofvirkur og sá þriðji

lesblindur. Þau kynntu sér vel starfsemi skóla í nokkrum sveitarfélögum og völdu Garðinn þar sem þeim fannst vel búið að nemendum og að sá mikli margbreytileiki fólks sem er í mannflóru bæjarfélagsins væri ávinningur fyrir alla fjölskylduna. Það sem réði mestu við staðarval

var að drengirnir fengju kennslu við hæfi, s.s. sérkennslu og ýmsa stoðþjónustu. og að þeir hefðu aðgang að góðum sérfræðingum. Einnig fannst þeim Gerðaskóli hæfilega stór. Drengirnir höfðu sótt nám í fámennum skóla í Búðardal þar sem eru fá börn í hverjum árgangi, 76 nemendur í skólanum öllum, og erfitt um vik hvað sérþjónustu varðar. Ása tók strax virkan þátt í foreldrasamstarfinu í Garðinum og er nú formaður foreldraráðs í grunnskólanum. Bjarni stofnaði fyrirtæki í byggingariðnaði árið 2004 og er nú með um 30 manns í vinnu. Flestir þeirra eru af erlendum uppruna

og nokkrir búsettir í Garðinum. Áshildur hefur stutt við þá sem vinna hjá þeim vegna skólagöngu barnanna og hjálpað þeim í félagslegri aðlögun.

Við spurðum Bjarna og Áshildi hverju þau hefðu helst leitað eftir við búsetuvalið.„Það er mjög gott að búa í nærsamfélagi eins og er hér í Garðinum og stutt í allt. Hér skipar grunnskólinn stóran sess í bænum og þar fer fram fjölþætt starf sem bæði starfsmenn skólans og foreldrar taka þátt í. Hér er fjölmenning í orðsins víðustu merkingu þar sem lögð er alúð við að tryggja félagslega stöðu bæði fatlaðra og fólks af erlendum uppruna. Mikið er lagt í félagsstarfið í skólanum. Árlega er haldin vegleg árshátíð með leiksýningu og ýmsum uppákomum með virkri þátttöku nemenda sem fá að spreyta sig í ýmsum hlutverkum sem tengjast uppsetningu slíks viðburðar. Mannlífið er líka mjög gott, margt ólíkt fólk og hér fá allir að njóta sín. Mikil uppbygging hefur verið hér í Garðinum. Mikið af ungu fólki að byggja hús eða kaupa og margir brottfluttir að flytja aftur í Garðinn Okkur finnst við örugg um börnin hér. Þau hafa mikið frelsi, geta leikið sér við vini sína eftir skóla og hér eru ekki umferðarteppur eða höfuðborgarstemning. Hér er ágætt millistig sveitar og borgar.

Maður kemst ekki hjá því að þekkja vini barna sinnaSigrún Halldórsdóttir, formaður foreldrafélagsins, er líka 5 barna móðir og hefur tekið virkan þátt í foreldrastarfi um áratuga skeið, allt frá árinu 1984 þegar elsta dóttir hennar byrjaði í skóla. Hún hefur verið bekkjarfulltrúi í bekkjum barna sinna í flestum árgöngum. Hún heldur fundi í stjórn foreldrafélagsins yfirleitt á heimili sínu og segir samstarfið við skólann almennt gott. Skólastjórinn sé nágranni hennar og hægt að ræða málin yfir limgerðið. Henni finnst stjórnsýslan opnari og nú fá íbúar fjölrit heim til sín eða fréttabréf frá bæjarstjóranum með öllum nauðsynlegum upplýsingum um hvað sé á döfinni og hvað sé búið að gera eða samþykkja. Einnig er mikið af upplýsingum á heimasíðu bæjarins. Hún er ánægð með lækkun dagvistargjalda hjá einstæðum foreldrum á leikskólum og að nú sé meira komið til móts við hin mjúku gildi. Helsti

Ari Páll og Unnur Knútsdóttir

Page 28: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

28 Heimili og skóli

kosturinn við að búa í Garðinum er að sögn Sigrúnar að þar alast börnin upp með sömu börnunum allt frá leikskóla og uppúr. „Þetta eru alltaf sömu börnin og þau eignast gjarnan góða vini fyrir lífstíð og svo eru hér mikil tengsl við stórfjölskylduna. Maður kemst því eiginlega ekki hjá því að þekkja vini barna sinna,“ segir Sigrún.Þær stöllur Áshildur og Sigrún eru sammála um að samstarf heimila og skóla sé gott í Garðinum þó alltaf megi gott bæta. Þær munu vinna að áframhaldandi eflingu foreldrastarfsins og þá jafnvel í samstarfi við önnur foreldrafélög á Suðurnesjum. Þær telja þörf á námskeiðum fyrir bekkjarfulltrúa og stjórnir foreldrafélaga og foreldraráða þar sem farið er yfir hlutverk hvers og eins. Einnig sé mikilvægt að kalla eftir stefnu skólans um samstarfið við heimilin og að þar komi skýrar fram til hvers skólinn ætlast af foreldrum. Þær eru ánægðar með þá nýbreytni, sem Gerðaskóli tók upp fyrir nokkrum árum og fleiri skólar eru að taka upp núna, að skólarnir sjái um innkaup á skólavörum fyrir nemendur. Nú sér skólinn um innkaup fyrir 1.–5. bekk. Foreldrar greiða á bilinu frá 2.000 til 3.700 kr. í skólabyrjun og þurfa svo ekki að hafa meiri áhyggjur af því. Þetta er mikill hægðarauki fyrir foreldra og getur hugsanlega tryggt meira jafnræði með nemendum. Einnig erum við ánægðar með að nemendur í 10. bekk hafa skipt með sér að sjá um gæslu í frímínútum ásamt starfsmönnum skólans. Ýmsir atburðir sem haldnir eru í skólanum með þátttöku foreldra eða sem foreldrar hafa séð um hafa fest sig í sessi, eins og námsefniskynningar og jólaföndur. Einnig

stendur foreldrafélagið fyrir fyrirlestrum. Á sl. skólaári stóð foreldrafélagið fyrir fyrirlestrum um einelti bæði fyrir nemendur á skólatíma í samvinnu við skólann og svo foreldra um kvöldið með góðri þátttöku foreldra. Tengsl við tómstundastarfið er eins og best verður á kosið en í íþróttum eru krakkarnir aðallega í fótbolta. Stutt er að fara til að sækja annað íþróttastarf í nágrannabyggðalögin. Tónlistarskólinn

er vinsæll og mikilvægt að börn hafi einnig völ á kórastarfi. Sigrún segir sama vandamálið í Garði og annars staðar að erfitt er að fá foreldra til virkrar þátttöku í foreldrastarfinu og að fleiri foreldrar mættu taka þátt. Sigrún vildi sjá fleiri uppákomur þar sem foreldrarnir hittast með börnum sínum á vettvangi skólans. Foreldrar þurfi að gefa sér meiri tíma til samstarfsins. Sigrúnu finnst t.d.

mjög gefandi að vera bekkjarfulltrúi því þá kynnist maður skólafélögum barna sinna betur og foreldrunum. Á heimasíðu

Gerðaskóla er hægt að finna „Foreldrahandbók“ með upplýsingum um foreldrasamstarfið og samstarf heimila og skóla. Haldin eru bekkjarkvöld eða önnur samvera einu sinni til tvisvar á skólaárinu eftir því hvað fólk er duglegt. Þegar börnin eru eldri fá þau að ráða meiru um hvað er gert, t.d. að fara í Keilu eða lengri eða styttri skemmtiferðir. Þá sjá foreldrar um að fara með börnunum, koma þeim á staðinn og sjá um fararstjórnina.Á næsta ári verður haldið upp á 100 ára afmæli byggðarlagsins í Garði og gaman væri að státa af öflugra foreldrastarfi í svo rótgrónu samfélagi.

Hægt er að lesa nánar um fjölmenningarsamfélagið á vefsíðunni:heimiliogskoli.is

Ásthildur Björnsdóttir formaður foreldraráðs og Sigrún Halldórsdóttir formaður foreldrafélagsins

Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 29. gr., segir að menntun allra barna skuli miða að því að „móta virðingu fyrir foreldrum barnsins, menningararfleifð þess, tungu og gildismati, þjóðernislegum gildum þess lands sem það býr í og þess er það kann að vera upprunnið frá og fyrir öðrum menningarþáttum sem frábrugðnir eru menningu þess sjálfs“.

Á undanförnum árum hafa Íslendingar komið með ýmsum hætti til móts við breytt samfélag þar sem fólki af erlendum uppruna hefur fjölgað mjög í landinu á síðustu misserum og árum. Ein af þeim stofnunum samfélagsins sem hefur þurft að gera sérstakar ráðstafanir eru grunnskólarnir. Í sumum sveitarfélögum þar sem eru fleiri en einn skóli hafa verið starfræktar svokallaðar móttökudeildir í ákveðnum skólum en á þessu hausti hefur orðið stefnubreyting hjá sumum stærri sveitarfélaganna, t.d. Reykjavík og Hafnarfirði.Guðlaug Teitsdóttir, kennslufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að sú breyting hafi verið gerð að nú eru ekki reknar formlegar móttökudeildir í einstaka skólum. Síðustu árin voru slíkar deildir í Austurbæjarskóla, Háteigsskóla og Breiðholtsskóla. Í þessum skólum, ásamt Fellaskóla, er mestur fjöldi nemenda sem kemur erlendis frá. Nú eiga heimaskólar að taka við nemendum hvort sem þeir tala íslensku eða ekki og sömu reglur gilda um sérstakt fjármagn til kennslu tvítyngdra nemenda hvort sem þeir fara í heimaskóla eða einhvern annan skóla. Stefnan er sú að börnin aðlagist strax jafnöldrum í heimahverfi.

Breytingarnar á móttöku nýbúabarna í Hafnarfirði, þar sem eru 8 grunnskólar með um 3.700 nemendur, miða nú einnig að því að nemendur tengist meira sínu heimahverfi. Nú munu nýbúar sem hefja nám í 1.–3. bekk stunda nám í sínum hverfisskóla en nemendur í 4.–10. bekk fara í móttökudeildina í Lækjarskóla sem starfrækt hefur verið frá árinu 2002. Kristrún Sigurjónsdóttir veitir deildinni forstöðu og segir að þessar breytingar komi til vegna mikillar aukningar nemenda af erlendum uppruna á síðustu misserum. Móttökudeildin annar ekki lengur nemendafjöldanum og því var ákveðið að yngstu nemendurnir færu beint út í bekki. Yngri nemendurnir hafa betri forsendur til að aðlagast fyrr og auk þess er námsefnið einfaldara og myndrænna en á eldri stigum. Kristrún og starfsfólk móttökudeildarinnar í Lækjarskóla munu áfram veita ráðgjöf og handleiðslu við móttöku nemenda af erlendum uppruna í grunnskólum í Hafnarfirði.

Að aðlagast í nýju landi

Page 29: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 29

huga og virða ólíka menningu annarra landa. Eins mætti hugsa sér að foreldrafélagið nýtti sér krafta umræddra foreldra og legði sig fram við að virkja kunnáttu og hæfileika þeirra í þágu félagsins. Fá nemendur að tjá sig á sínu móðurmáli og fá þeir kennslu í sínu móðurmáli?Nemendur fá allir kennslu á sínu móðurmáli sem merkir að þau fá að tjá sig frjálst á því tungumáli sem þau þekkja best. Það er stór þáttur í starfsemi deildarinnar að hafa kennara sem geta komið skilaboðum rétt og örugglega til skila, s.s. um allt skólastarfið, sem skiptir öllu máli þegar um skólagöngu barna er að ræða.

Á heimasíðu Hjallaskóla er hægt að sjá krækju í vefinn: Nýbúinn http://www.hjallaskoli.kopavogur.is/nybuinn

Guðlaug, í hverju er starf þitt fólgið sem deildarstjóri móttökudeildar?Að hafa yfirumsjón með deildinni og sjá um bæði innra og ytra skipulag svo og að vinna í samstarfi með öðrum fagaðilum sem koma að málefnum innflytjenda hér í Kópavogi. Ég legg ríka áherslu á að vinna með öllum kennurum sem hafa með nýbúa að gera, hvort sem það er innan eða utan bekkjar. T.d. þarf að vinna stundatöflur fyrir hvern einstakan nemanda,samræma stundatöflurnar almennu innra skólastarfi og semja einstaklingsmiðaðar námskrár, svo dæmi sé tekið.

Hverjar eru helstu breytingar í móttöku nýbúa eftir að deildin var stofnuð?Árið 2001 var deildin formlega viðurkennd af hálfu Kópavogsbæjar og þá breyttist ýmislegt í kjölfarið, t.d. ráðnir túlkar til starfa og ákveðnir kennarar voru ráðnir til kennslu.

Hvernig hefur ykkur tekist að fá foreldra nýbúa til að taka virkan þátt í foreldrastarfinu? Það hefur gengið misjafnlega og fer það að mínu mati eftir því hvort foreldrar nýbúa eru ákveðnir í að setjast að í íslensku samfélagi eða eru hér á landi aðeins tímabundið, s.s. í atvinnuleit.

Hvað sérðu sem helstu hindrunina varðandi aðlögun nemendanna og foreldra þeirra?Það er oft tímafrek og mikil vinna að ná til foreldra sem tala eingöngu sitt eigið tungumál, s.s. kínversku, tælensku eða arabísku og er þá nauðsynlegt að hafa túlk til aðstoðar. Hvernig vinnið þið að því að tryggja félagslega stöðu nemenda í nýbúadeildinni?Við boðum foreldra 4–5 sinnum á ári í skólann; á foreldrafundi og á ákveðið menningarkvöld sem er orðinn fastur liður í starfsemi deildarinnar. Hvað telur þú að foreldrafélögin geti gert til að laða foreldra nýbúa að foreldrasamstarfi í skólum?Sýna foreldrum af erlendu bergi brotnu og börnum þeirra áhuga og taka á móti þeim í okkar samfélagi með opnum

Nýbúadeild við Hjallaskóla í KópavogiViðtal við Guðlaugu Snorradóttur

Helga Margrét Guðmundsdóttir

Í Kópavogi eru tíu grunnskólar og þar hafa stjórnvöld ákveðið að halda sig við núverandi fyrirkomulag og hafa áfram sérstaka móttökudeild sem er í Hjallaskóla. Markmið deildarinnar er að gera nemendur sem færasta um að takast á við íslenskt skólasamfélag sem og íslenskt menningarsamfélag. Því betur sem að því er staðið þess betur tekst nýbúum að fóta sig í nýja landinu og takast á við þá siði og venjur sem þar eru fyrir ásamt því að samþætta það sem best sinni eigin menningu. Guðlaug Snorradóttir og starfsfólk Nýbúadeildar við Hjallaskóla í Kópavogi fengu hvatningarverðlaun Heimilis og skóla vorið 2007 fyrir óeigingjarnt starf í þágu nýbúa. Hjallaskóli hefur verið móttökuskóli fyrir nýbúa í Kópavogi frá árinu 1999 en Nýbúadeildin var formlega stofnuð haustið 2001. Um er að ræða tímabundið skólaúrræði fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þar fer fram nýbúafræðsla sem er öll sú fræðsla og stuðningur sem nemandi þarf til að geta stundað nám og aflað sér upplýsinga á íslensku og orðið þannig menningarfær í nýja landinu. Miðað er við að nemendur séu í deildinni í 2 ár eða lengur. Móttökudeildin er stjórnunarlega hluti af Hjallaskóla og lýtur yfirstjórn skólastjóra. Dagleg umsjón er í höndum Guðlaugar sem er þar deildarstjóri en Tómas Jónsson, sérkennslufulltrúi grunnskóla Kópavogsbæjar, er tengiliður bæjarins við deildina. Guðlaug og starfsfólk deildarinnar hafa lagt metnað sinn í að efla tengsl foreldra við deildina og skólann.

Guðlaug Snorradóttir

Virkir foreldrar – Betri skóliNýr bæklingur sem er ætlað að auðvelda foreldrum af erlendum uppruna þátttöku í skólastarfi barna sinna. Þar er m.a. fjallað um ávinninginn af samstarfi heimilis og skóla, hvernig foreldrar geta stutt börnin sín í náminu og mikilvægi heimanáms svo fátt eitt sé nefnt. Bæklingurinn er aðgengilegur á fimm tungumálum. Hann er hægt að nálgast á skrifstofu Heimilis og skóla.

Page 30: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

30 Heimili og skóli

Útgáfustarfsemi Heimilis og skóla

Ég og bekkurinn minnVerkefnið Ég og bekkurinn minn er ætlað nemendum á yngsta stigi grunnskólans, einnig má nota efnið með elstu börnum leikskóla. Markmiðið með verkefninu er m.a. að veita foreldrum og börnum upplýsingar um hvert og eitt barn í bekknum sem og bakgrunn þess til að stuðla að

gagnkvæmum skilningi og virðingu og að skapa góðan grundvöll fyrir öflugt samstarf fjölskyldna og skólans. Í grunnskólanum mætast ólíkir menningarheimar og það er mikilvægt fyrir nemendur og skólastarfið að skólinn skilji og vinni markvisst að því að færa ólíka menningarheima nær hver öðrum. Á skrifstofu Heimilis og skóla má nálgast veggspjaldið og kennsluleiðbeiningar en þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu samtakanna heimiliogskoli.is

Virkir foreldrar – Betri skóliNýr bæklingur sem er ætlað að auðvelda foreldrum af erlendum uppruna þátttöku í skólastarfi barna sinna. Þar er m.a. fjallað um ávinninginn af samstarfi heimilis og skóla, hvernig foreldrar geta stutt börnin sín í náminu og mikilvægi heimanáms svo fátt eitt sé nefnt. Bæklingurinn er aðgengilegur á fimm tungumálum. Hann er hægt að nálgast á skrifstofu Heimilis og skóla.

ForeldasáttmálinnForeldrasamningurinn hefur verið endurútgefinn og heitir nú foreldrasáttmálinn. Foreldrasáttmálinn. hefur verið lagður fyrir í fjölmörgum skólum um allt land og í þeim samfélögum þar sem góð samstaða hefur náðst um samninginn er fólk sammála um jákvæð áhrif hans á unglingamenninguna sem og samstöðu foreldra um að virða útivistarreglurnar svo fátt eitt sé nefnt. Samningurinn er annars vegar fyrir 1.-6. bekk og hins vegar fyrir 7.-10. bekk. Í þessu forvarnarverkefni er m.a. bent á að foreldrar sem senda barn útsofið í skólann eru að leggja sitt af mörkum til að barnið nái æskilegum námsárangri. Einnig tekur samningurinn til eineltis, samábyrgðar og reglna um notkun á tækni eins og tölvuleikjum og aðgengi að Netinu og farsímum en í þeim málum hafa foreldrar ekki fyrirmynd og því mikilvægt að geta haft samráð um slíkt. Sáttmálinn er fáanlegur á skrifstofu Heimilis og skóla.

SAFT– Samfélag, fjölskylda og tækni-www.saft.isÁ vefsíðu SAFT geta börn, foreldrar, kennarar og aðrir áhugasamir náð sér í upplýsingar um örugga netnotkun. Þar er að finna kennsluefni fyrir börn, heilræði fyrir foreldra og ýmislegt fleira. Auk þess að vera á vefsíðunni hefur kennsluefni SAFT verið dreift í grunnskóla landsins ásamt kennsluleiðbeiningum fyrir kennara. Einnig hefur verið gefinn út bæklingur með SAFT netheilræðum fyrir foreldra auk einblöðungs með fimm mikilvægum netheilræðum fyrir heimili og skóla.

Page 31: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

Heimili og skóli 31

Börn í fjölskyldu framtíðarinnarFlestar þjóðir heims hafa undanfarna áratugi gengið í gegnum hraðari breytingar en nokkru sinni fyrr. Breytingarnar hafa haft mikil áhrif á samfélagsgerðina og líf okkar frá degi til dags. Eitt af því sem gerir starf stjórnmálamannsins eftirsóknarvert og krefjandi er að takast á við breytingar og meta að hve miklu leyti rétt sé að bregðast við þeim á vettvangi stjórnmálanna og opinberrar þjónustu.

Málefni barna og ungmenna eru forgangsmálÍ stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eru málefni barna og ungmenna forgangsmál. Rík samstaða náðist á Alþingi um sérstaka aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna hér á landi en slíkar áætlanir hafa lengi verið í gildi í nágrannalöndum okkar og verkefni hafa verið unnin á grundvelli þeirra. Þegar er hafin uppbygging á aukinni þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og BUGL sem meðal annars mun gera grunnskólum kleift að taka markvissar á málum nemenda sem eiga við erfiðleika að stríða. En verkefnin eru margþætt og mörg þeirra varða eðli málsins samkvæmt skóla og starfsmenn þeirra. Þau byggja á auknum forvörnum og fræðslu bæði til foreldra og þeirra sem annast börn víða í samfélaginu. Þau byggja meðal annars á þeirri forsendu að foreldrar fái aukinn stuðning í uppeldishlutverki sínu og að stuðningur þar sem erfiðleikar koma upp sé veittur innan fjölskyldunnar og í hennar nánasta umhverfi. Þá er lögð áhersla á aðgerðir í þágu langveikra barna og barna og ungmenna með geðraskanir og þroskafrávik. Sérstök áhersla er einnig lögð á aðgerðir gegn kynferðisofbeldi og að auka fjölbreytni í meðferðarúrræðum fyrir börn og ungmenni í vímuefnavanda. Þá er unnið að framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda og í aðgerðaáætluninni er sérstök áhersla lögð á aðgerðir í þágu barna innflytjenda.

Breytt fjölskyldumynsturMargt í íslensku þjóðfélagi er til mikillar fyrirmyndar. Íslenskar konur mennta sig nú til jafns við karlmenn og atvinnuþátttaka þeirra er hæst meðal OECD-ríkja. Þær njóta því þeirra sjálfsögðu mannréttinda að læra það sem þeim hugnast og að vinna við það sem þær hafa menntað sig til. Framlag kvenna á vinnumarkaði er mikilvægur þáttur í hagvexti Íslendinga og í fámennu samfélagi þar sem atvinnuleysi er nánast ekkert er það nauðsynlegt. Á sama tíma eru að verða miklar breytingar á fjölskyldumynstrinu. Við því verðum við að bregðast. Ég vil skoða heildstætt málefni einstæðra og forsjárlausra foreldra og stjúpfjölskyldna. Við hljótum að taka tillit til þessara miklu breytinga og byggja upp þjónustu við fjölskyldu framtíðarinnar. Við vitum að fjölskyldugerðirnar eru fjölbreyttari og flóknari en nokkru sinni fyrr og við verðum að nýta okkur þá kosti sem í því felast og styrkja börnin og fjölskyldur þeirra, heimilin og skólana í því að takast á við nýja hluti. Við hljótum að geta gert það í okkar fámenna og upplýsta samfélagi. Við vitum að því miður búa

börn við mismunandi aðstæður, fjárhagslegar og félagslegar, og mér finnst sárt að vita til þess að börn búi við misjöfn tækifæri til að þroskast og eiga gott líf. Ég vil leita allra leiða, meðal annars með skólunum og sveitarfélögunum, til þess að uppeldisskilyrði barna verði sem jöfnust. Það er sárt til þess að vita að kjör og aðbúnaður barna sé svo misjafn að sum börn í okkar allsnægtaþjóðfélagi nái ekki að þroskast eða dafna. Ég vil að sérstaklega sé horft til fátækra og félagslega veikra hópa í samfélaginu og að markvisst sé tekið á málefnum þeirra. Það hefur alltaf verið mikilvægt en þó aldrei eins og í dag þegar merki allsnægta og velmegunar blasa við hvert sem litið er. Við slíkar aðstæður verður hvers kyns mismunun enn meira sláandi en nokkru sinni fyrr og hlýtur að kalla á viðbrögð okkar sem getum haft áhrif. Foreldrar, skólafólk, uppeldisstéttir og stjórnmálamenn hafa mikil áhrif á samfélagið dag hvern.

Við berum ábyrgð á nútíðinni og framtíðinni og við skulum axla þá ábyrgð saman.

Jóhanna Sigurðardóttir

Virkir foreldrar – betri skóliHeimili og skóli – landssamtök foreldra eru frjáls féla-gasamtök sem hafa það að meginmarkmiði að efla foreldra og fjölskyldur í uppeldishlutverki þeirra og veita þeim stuðning og hvatningu til virkrar þátttöku í skólasamfélaginu.

Landssamtökin starfa fyrir foreldra í leik-, grunn- og framhaldsskólum, foreldra í trúnaðarstörfum í stjór-num foreldraráða og foreldrafélaga, bekkjarfulltrúa, foreldra í fræðslunefndum sveitarfélaga, kennara, skólastjórnendur, sveitarfélög og ráðuneyti.

Við minnum á heimasíðuna okkar heimiliogskoli.is

Framtíðarpósturinn

Page 32: September 2007 Heimili og skóli · stefnu í upphafi árs 1992. Strax í upphafði var ákveðið að byggja samtökin á beinni félagsaðild einstaklinga og 12 þúsund foreldrar

32 Heimili og skóli