Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta...

22
2012 Útgefið: Febrúar 2013 Umhverfis- og öryggisráð Strætó Umsjón: Bergdís I. Eggertsdóttir og Ásgeir Þ. Ásgeirsson Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála

Transcript of Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta...

Page 1: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

2012

Útgefið: Febrúar 2013

Umhverfis- og öryggisráð Strætó

Umsjón: Bergdís I. Eggertsdóttir

og Ásgeir Þ. Ásgeirsson

Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála

Page 2: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 1

Efnisyfirlit Efnisyfirlit ................................................................................................................................................. 1

1. Inngangur ........................................................................................................................................ 2

1.1. Ávarp framkvæmdastjóra ........................................................................................................ 2

1.2. Starfsemi Strætó bs. ................................................................................................................ 3

1.3. Starfsemi Rekstrarsviðs Strætó bs. .......................................................................................... 4

2. Umhverfismál .................................................................................................................................. 5

2.1. Umhverfisstefna .................................................................................................................. 5

2.2. Þýðingarmiklir umhverfisþættir .......................................................................................... 6

2.2.1. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda (GHL) /brennsla jarðefnaeldsneytis ......................... 6

2.2.2. Úrgangur .......................................................................................................................... 7

2.2.3. Hættuleg og varasöm efni ............................................................................................... 8

2.2.4. Staða vagnaflotans .......................................................................................................... 9

2.3. Aðrir umhverfisþættir .......................................................................................................... 9

2.3.1. Orku- og vatnsnotkun ...................................................................................................... 9

2.3.2. Pappírsnotkun ............................................................................................................... 10

2.3.3. Hávaði ............................................................................................................................ 10

3. Öryggismál ..................................................................................................................................... 11

3.1. Öryggis-, heilsu- og vinnuumhverfisstefna ............................................................................ 11

3.2. Slysa- og atvikaskráning ......................................................................................................... 12

3.2.1. Aksturstjón .................................................................................................................... 12

3.2.2. Slys á farþegum ............................................................................................................. 12

3.2.3. Vinnuslys starfsmanna ................................................................................................... 13

3.2.4. Næstum því slys ............................................................................................................. 13

3.2.5. Forvarnarstarf Umbótahóps vagnstjóra ....................................................................... 13

3.3. Áhættumat ............................................................................................................................ 14

3.4. Neyðarskipulag og viðbragðsáætlanir ................................................................................... 14

3.5. Brunavarnir ............................................................................................................................ 15

3.6. Heilsuefling stafsmanna ........................................................................................................ 15

4. Fræðsla, þjálfun og hvatning ......................................................................................................... 17

4.1. Fræðsla, þjálfun og hvatning til starfsmanna ........................................................................ 17

4.2. Hvatning til samfélagslegrar ábyrgðar................................................................................... 18

4.2.1. Samgöngukort ............................................................................................................... 19

5. Lokaorð .......................................................................................................................................... 20

6. Töflu- og myndaskrá ...................................................................................................................... 21

Page 3: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 2

1. Inngangur

1.1. Ávarp framkvæmdastjóra

Árið 2012 var viðburðaríkt ár í starfsemi Strætó bs. Snemma á árinu hlaut fyrirtækið

forvarnaverðlaun VÍS fyrir framúrskarandi forvarnir, þjónustusvæðið stækkaði verulega með

aukinni samvinnnu við sveitarfélögin á landsbyggðinni, þjónustan var aukin á

höfuðborgarsvæðinu með lengdum þjónustutíma og aukinni tíðni, rauntímakort var tekið í

notkun á netinu, heimasíðan endurbætt og Strætó „appið“ fór í loftið undir árslok.

Allt eru þetta mjög jákvæðir þættir sem bæta ímynd fyrirtækisins. Áhersla er lögð á

öryggismenningu, hærra þjónustustig, framþróun og tækninýjungar. Um 10.000 manns

hlóðu niður appinu á fyrstu dögunum eftir að það fór í loftið, sem gefur til kynna mikinn

áhuga og eftirspurn. Verðlaun eru auðvitað alltaf jákvæð og hvetja starfsfólk og stjórnendur

til enn frekari dáða og styrkja fyrirtækið í trúnni á þá vegferð sem hafin hefur verið.

Með bættri þjónustu fjölgaði farþegum verulega. Á höfuðborgarsvæðinu mældust innstig

um 40.000 að meðaltali á virkum dögum og síðustu tvö ár hefur farþegum fjölgað árlega um

u.þ.b. 12%. Á síðustu tveimur árum hefur aukningin því orðið um 25% og í fyrsta skipti frá

stofnun Strætó fór farþegafjöldinn yfir 10 milljónir á einu ári.

Á Rekstrarsviði Strætó var áfram unnið að innleiðingu virkra stjórnkerfa i umhverfis- og

öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og

gefin út og innri úttektir hófust síðla árs. Við árslok 2012 var lokið 2/3 allra innri úttekta og

höfðu þær strax skilað umtalsverðum árangri. Undirbúningur fyrir vottunarferli er hafinn og

er stefnt að því að klára þá vinnu í febrúar 2013.

Skýrsla þessi sýnir árangur Rekstrarsviðs Strætó á árinu 2012 í umhverfis- og öryggismálum.

Það er von mín að skýrslan veiti bæði áhugaverða og gagnlega innsýn í áherslur Strætó bs. í

umhverfis- og öryggismálum.

Reynir Jónsson

Framkvæmdastjóri Strætó bs.

Page 4: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 3

1.2. Starfsemi Strætó bs.

Strætó bs. er byggðasamlag í eigu sveitafélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Meginhlutverk

byggðasamlagsins er að veita almenna þjónustu á sviði almenningssamgangna, innan þess

fjárhagsramma sem samlaginu er settur og nýta það fjármagn sem best til að koma til móts

við óskir og væntingar viðskiptavina sinna. Stefna byggðasamlagsins er að auka þjónustu og

gæði, efla almenningssamgöngur og auka hagkvæmni þeirra. Þessu verður aðeins náð með

því að byggja upp og reka víðtækt en þéttriðið leiðakerfi og beina auðlindum fyrirtækisins að

því að mæta eftirspurn þar sem hennar er mest þörf.

Saga almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu nær aftur til 31. október árið 1931. Það

ár var fyrirtækið Strætisvagnar Reykjavíkur hf. stofnað. Fyrstu árin var reksturinn í höndum

hlutafélagsins, en árið 1944 keyptu bæjaryfirvöld í Reykjavík reksturinn. Strætó bs. hóf

starfsemi þann 1. júlí 2001 og tók við verkefnum SVR og AV. Þessi tvö fyrirtæki sinntu áður

almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu; SVR í Reykjavík, Seltjarnarnesi og

Mosfellsbæ, en AV í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Bessastaðahreppi.

Þjónustusvæði Strætó bs. er fyrst og fremst höfuðborgarsvæðið. Fyrirtækið annast sjálft

akstur á um 57% svæðisins en restin er boðin út. Á landsbyggðinni eru

almenningssamgöngur á ábyrgð landshlutasamtaka sveitarfélaga. Allur strætóakstur á

landsbyggðinni er boðinn út samkvæmt hefðbundnu fyrirkomulagi en akstursaðilar aka undir

merkjum Strætó, sem annast alla umsjón þjónustu og samþættingu leiða. Dekkun

strætóþjónustu á landsbyggðinni nær yfir Suðurland, Vesturland, Norðurland og

Norðausturland.

Mynd 1. Akstursleiðir Strætó á landsbyggðinni

Page 5: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 4

1.3. Starfsemi Rekstrarsviðs Strætó bs.

Rekstrarsvið Strætó er langstærsta starfseiningin innan Strætó bs. Þar undir eru flestir

starfsmennirnir og stærsti hluti þjónustunnar. Meðfylgjandi mynd gefur nokkuð góða mynd

af stjórnskipulaginu og umfangi eininganna.

Mynd 2. Rekstrarsvið Strætó innan stjórnskipulagsins

Stjórn Strætó bs.

Framkvæmdastjóri

Farþega-þjónustusvið

Rekstrarsvið

Skipulags- og þróunarsvið

Fjármálasvið

Verkefnastjóri

Markaðs- og almannatengsl

Akstursdeild

Verkstæði

Þvottastöð

Birgðahald / lager

Starfsemi Rekstrarsviðsins er mjög víðtæk og þjónustutíminn nær yfir allan sólarhringinn.

Þegar akstri lýkur seint að kvöldi tekur þvottastöðin við og þrífur vagnana og þjónustar á

nóttunni svo þeir séu tilbúnir í akstur aftur snemma næsta morgun. Starfsemi verkstæðis fer

að mestu leyti fram á dagvinnutíma en þó eru þar einnig til staðar vaktir sem sinna þjónustu

við vagnaflotann eldsnemma á morgnana, fram eftir á kvöldin og um helgar.

Strætó á og rekur 76 strætisvagna. Á árinu 2012 sá Rekstrarsvið Strætó um alla þjónustu við

þá vagna og ók um 57% alls aksturs á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi ekinna kílómetra á

höfuðborgarsvæðinu árið 2012 var um 7,4 milljónir km. og þar af ók Rekstrarsviðið um 4,5

milljón km. Fjöldi starfsmanna Rekstrarsviðsins við árslok árið 2012 var 204.

Page 6: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 5

2. Umhverfismál

2.1. Umhverfisstefna

Framtíðarsýn Strætó bs. byggist á að viðskiptavinir okkar kjósi að komast leiðar sinnar með

strætó vegna þess að það sé mun hagkvæmari, umhverfisvænni og fljótlegri kostur en að

nota einkabíl. Strætó bs. stýrir og vaktar umhverfisþætti sem taldir eru hafa umtalsverð áhrif

á umhverfið og leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum vegna þeirra. Megin áhrif af

rekstri strætisvagna er losun gróðurhúsaloftegunda sem tengist eldneytisnotkun

þeirra. Markmið Strætó er að draga úr þessum áhrifum, beint sem óbeint, með því að auka

notkun vistvænna orkugjafa samhliða því að rekstraröryggi vagnakerfisins sé tryggt.

Til þess að fylgja þessari stefnu skulu stjórnendur Strætó bs. leggja áherslu á eftirtalin atriði í

rekstrinum:

Að umhverfismál skuli alltaf höfð að leiðarljósi í öllum rekstri fyrirtækisins.

Að náttúruauðlindirnar séu nýttar skynsamlega.

Að aukinn verði hlutur úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar.

Að draga úr losun og áhrifum af losun gróðurhúsalofttegunda.

Að innleiða notkun á vistvænum orkugjöfum.

Að auka hlutdeild almenningssamgangna.

Að meta umhverfisáhrif vegna breytinga á leiðakerfinu.

Að taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup á vörum og þjónustu og að innleiða

vistvæn innkaup.

Að tryggja þjálfun og menntun starfsmanna þannig að þeir öðlist tilskilda þekkingu

og þjálfun til að sinna starfi sínu á umhverfisvænan og öruggan hátt.

Að sömu kröfur verði gerðar til verktaka/akstursaðila sem sjá um rekstur

strætisvagna.

Að upplýsa almenning um ávinning almenningssamganga.

Að öll starfsemin skuli vera í samræmi við gildandi lög og reglugerðir og uppfylli

kröfur ÍST ISO 14001.

Stjórnendur Strætó setja sér árlega mælanleg markmið í umhverfismálum. Allir starfsmenn

Strætó bs. skulu kynna sér stefnuna og hafa hana að leiðarljósi við störf sín. Árlega er tekið

saman yfirlit yfir stöðu umhverfismála og skal samantektin vera aðgengileg almenningi.

Page 7: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 6

2.2. Þýðingarmiklir umhverfisþættir

Rekstrarsvið Strætó bs. stýrir og vaktar þýðingarmikla umhverfisþætti eins og kostur er og

leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra á umhverfið. Eftirtaldir þættir hafa verið

metnir þýðingarmiklir:

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda/brennsla jarðefnaeldsneytis

Fastur úrgangur

Hættuleg og varasöm efni

Spilliefni

Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum

2.2.1. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda (GHL) /brennsla jarðefnaeldsneytis

Síðustu áratugi hefur styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu vaxið mikið. Þessa

aukningu má að miklu leiti rekja til bruna jarðefnaeldsneytis og annarra athafna manna sem

trufla náttúrulegt jafnvægi þessara lofttegunda. Gróðurhúsalofttegundirnar koldíoxíð (CO2),

metan (CH4) og tvíköfnunarefnisoxíð (N2O) eru lofttegundir sem tengjast rekstri og starfsemi

Strætó bs. Jarðefnaeldsneyti er óendurnýjanleg auðlind og brennsla jarðefnaeldsneytis

veldur útstreymi á gróðurhúsalofttegundum (CO2, CH4, N2O). Einnig getur notkun dísilvagna

aukið á svifryksmengun í umhverfinu og á myndun kolmónoxíð (CO) sem er hættulegt heilsu

fólks. Öll olíu og eldsneytisnotkun vegna reksturs ökutækja Rekstrarsviðs Strætó bs. er skráð

í rekstrarbókhald. Viðhald á vögnum miðast við að útblástur sé innan leyfilegra marka og er

„Ad blue“ sprautað í hvarfakúta pústkerfa vagnanna til að draga úr útblæstri og til að

uppfylla Evrópska staðla (Euro 1-5).

Tafla 1. Eldsneytisnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda

Eldsneyti 2011

Heildarnotkun Fjöldi Notkun (á vagn)

Eknir km Notkun (á 100 km)

Losun ígildi CO2

(tonn)

Díesel lítrar 1.793.346 70 25.619 3.916.127 46 4.824

Metan m3 87.657 2 43.828 142.081 62 164*

Eldsneyti 2012

Heildarnotkun Fjöldi Notkun (á vagn)

Eknir km Notkun (á 100 km)

Losun ígildi CO2

(tonn) Díesel lítrar 2.021.063 76 26.593 4.409.176 45 5.592

Metan m3 73.982 2 36.991 113.588 65 138*

Bens** m3 3.268 1 3.268 5.379 60 6*

Losun fyrir dísel reiknuð samkvæmt stuðlum í reglugerð 244/2009 og fyrir metan skv.IPCC

*Hafa ber í huga að mengun frá metangasi hefur mun minna vægi þar sem losunin ætti sér stað samt sem áður

**Metangasvagn frá Bens var fenginn að láni í prufuakstur í júní 2012

Page 8: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 7

2.2.2. Úrgangur

Allur fastur úrgangur er flokkaður og stefnt er að því að lágmarka úrgang eins og kostur er.

Árlega eru sett fram markmið í samræmi við umhverfisstefnu fyrirtækisins um að auka

hlutdeild endurvinnanlegs úrgangs á kostnað úrgangs til urðunar. Einnig eru sett fram

markmið um hvernig draga megi úr magni einstakra úrgangsflokka, s.s. spilliefna. Úrgangi er

skipt í þrjá flokka eftir tegund förgunar:

Blandaður úrgangur til urðunar

Úrgangur sem fer í endurvinnslu

Spilliefni

Tafla 2. Heildarmagn úrgangs

Úrgangur til urðunar Heildarlosun 2011

*Losun ígildi CO2 (tonn)

Heildarlosun 2012

*Losun ígildi CO2 (tonn)

Blandaður úrgangur kg 17.892 46.077

Til urðunar samtals kg 17.892 8,9 46.077 22,92

Úrgangur til endurvinnslu

Garðaúrgangur kg 127 0

Málmar/brotajárn kg 9.750 16.130

Timbur kg 900 850

Annað (plastumbúðir, bylgjupappi, skrifstofupappír, sléttur pappi, dagblöð/tímarit)

kg 2.582 3.390

Hjólbarðar kg 3.410 3.670

Til endurvinnslu samtals kg 16.769 24.040

Spilliefni

Olía og olíumengað í fljótandi formi

lítrar 36.102 31.293

Olía og olíumengað í föstu formi

kg 572 885

Rafgeymar og rafhlöður kg 3.122 4.405

Prenthylki kg 11 8

Málning kg 356 49

Spilliefni samtals: lítrar 36.102 31.293

Spilliefni samtals: kg 4.061 5.347

Losun reiknuð samkvæmt upplýsingum í Skýrslu Umhverfisráðuneytis (2009): Möguleikar til að draga úr nettóstreymi

gróðurhúsalofttegund á Íslandi.

Það vekur furðu hve mikið tölur yfir blandaðan úrgang hafa hækkað á milli ára. Búið er að

rýna tölurnar og er líklegasta skýringin talin að skráningu magntalna hafi verið töluvert

Page 9: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 8

ábótavant árið 2011. Það var fyrsta heila árið sem Rekstrarsvið Strætó safnaði markvisst

upplýsingum/tölum og því ekki ólíklegt að byrjunarörðugleikar hafið valdið ónákvæmni.

Magn úrgangs til endurvinnslu eykst verulega mikið og er það sérstaklega jákvætt. Sér gámur

var fenginn á Hesthálsinn fyrir plast og merkingar bættar og hefur það trúlega átt sinn þátt í

aukningunni. Við nákvæmari greiningu á tölum yfir úrgang og endurvinnslu komu í ljós

sérstaklega áhugaverðar tölur á Hlemmi. Þar hefur blandaður úrgangur til urðunar minnkað

um 13,39% og magn endurvinnanlegs úrgangs aukist um 67,71%! Þetta verður að teljast

einstaklega góður árangur.

2.2.3. Hættuleg og varasöm efni

Rekstrarsviðið stýrir og vaktar notkun á eiturefnum og hættulegum efnum. Haldin er

efnaskrá yfir öll efni og öryggisblöð eru aðgengileg starfsmönnum. Lagerstarfsmenn uppfæra

efnaskrá þegar ný efni bætast við eða breytingar verða. Markvisst er dregið úr notkun

hættulegra og varasamra efna og reynt í hverju tilfelli að finna efni sem koma að

sambærilegum notum, en eru skaðminni og umhverfisvænni. Engin efni í hættulegasta

eiturefnaflokknum eru notað á Rekstrarsviði Strætó.

Eldsneytisnotkun er skráð í rafrænt viðhaldskerfi Rekstrarsviðs. Birgðavörður tekur saman

lista yfir notkunina fyrir umhverfis- og öryggisskýrslu hvers árs.

Tafla 3. Efnanotkun

Eining 2011 Per vagn 2012 Per vagn

Samanburðar forsendur :

Vagnafjöldi 72 76 Eknir km: 4.062.629 4.522.764 Smurolía Verkstæði Lítrar 5.177 71,90 4.475 58,88 Þvöttastöð ábætt

Lítrar 2.942 40,86 3.729 49,07

Samtals: 8.119 112,76 8.204 107,95 Lítrar per 100 km 0,1998 0,1813 Önnur efni: Tjöruleysir Lítrar 7.600 106 7.362 97 Þvottaefni Lítrar 2.688 37 2.414 32 Frostlögur Lítrar 2.119 29 4.410 58 2011 2012 Sólaðir 2012 Nýir 2012 Hjólbarðar Notkun 432 463 321 142 Fj. per 100 km 0,0106 0,0102

Page 10: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 9

Samkvæmt tölunum eykst akstur og vagnafjöldi en nýting á smurolíu, tjöruleysi og þvottaefni

minnkar. Töluverð aukning er þó í notkun á frostlegi og þarfnast það frekari skoðunar.

2.2.4. Staða vagnaflotans

Við árslok árið 2012 taldi vagnafloti Rekstrarsviðs Strætó alls 76 vagna og tekur skýrslan mið

af þeirri tölu. Þar af eru tveir metangasvagnar en aðrir vagnar eru knúnir með díselolíu. Elstu

vagnarnir eru af árgerð 1998 en þeir yngstu af árgerð 2007, fyrir utan einn vagn sem var

keyptur notaður árið 2012 og er af árgerð 2010. Sá vagn er eini vagn flotans sem uppfyllir

Euro staðal 5.

Tafla 4. Euro staðlar vagnaflotans

Euro staðlar

Fjöldi vagna 2011

Fjöldi vagna 2012

5 0 1

4 8 8

3 30 34

2 28 28

1 0 0

0 6 5

Samtals: 72 76

Tæplega helmingi vagnaflotans hefur verið ekið u.þ.b. 800.000 - 900.000 km og nokkrum

vögnum allt að 1,6 milljón km. Ellefu notaðir vagnar hafa bæst við vagnaflotann síðustu ár

en enginn nýr vagn verið keyptur frá árinu 2007 og er endurnýjunarþörfin orðin verulega

knýjandi.

2.3. Aðrir umhverfisþættir

2.3.1. Orku- og vatnsnotkun

Hjá Rekstrarsviði Strætó bs. er rafmagnsnotkun aðallega vegna starfsemi verkstæðis,

þvottastöðvar, spenakerfis vagna, lýsingar í húsnæði og við notkun rafmagnsbúnaðar. Allt

húsnæðið er hitað upp með heitu vatni. Kalt vatn er notað í mötuneyti, til drykkjar, á

snyrtingum og í baðaðstöðu starfsmanna.

Ávallt er mælt með ábyrgri notkun auðlindanna og að bæði rafmagn og vatn sé nýtt

skynsamlega. Markmiðið er að stýra notkun eins og kostur er og áhersla lögð á að vatn sé

ekki látið renna að óþörfu.

Page 11: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 10

Tafla 5. Orku- og vatnsnotkun

Árið 2011 Árið 2012

Heildar-notkun

Á vagn á ári

Heildar- notkun

Á vagn á ári

Þvottastöð

Rafmagn Kwh 3.256 45 3.897 51

Heitt vatn m3 13.076 182 11.883 156

Kalt vatn m3 9.157 127 10.675 140

Aðalhús

Rafmagn Kwh 808.441 11.228 806.031 10.605

Heitt vatn m3 48.848 678 50.974 670

Kalt vatn m3 1.067 15 879 11

Samtals Rafmagn Kwh 811.697 11.274 809.928 10.656

Heitt vatn m3 61.924 860 62.857 827

Kalt vatn m3 10.224 142 11.554 152

Hafa ber í huga þegar tölurnar eru bornar saman að eknir kílómetrar hafa aukist töluvert,

vagnafjöldinn er meiri og þjónustutíminn lengri.

2.3.2. Pappírsnotkun

Pappírsnotkun er stýrt á umhverfisvænan hátt, eftir fremsta megni. Notkun á pappír er til

almennrar útprentunar og skýrslugerðar. Það er markmið Rekstrarsviðsins að draga úr

pappírsnotkun eins og kostur er og hvetja til aukinna rafrænna samskipta. Ef ekki er hægt að

komast hjá prentun er hvatt til prentunar á báðar hliðar pappírs. Við innkaup er ávallt stefnt

að kaupum á umhverfismerktum eða vottuðum pappír.

2.3.3. Hávaði

Hávaðamengun í þéttbýli er að langmestu leyti tilkomin vegna umferðar bíla og annarra

vélknúinna ökutækja. Með réttu viðhaldi á strætisvögnum er hávaða haldið innan marka og

við endurnýjun vagnakosts er m.a. tekið mið af umhverfislegum áhrifum. Sett eru mörk um

hávaða þegar útboð á akstri fer fram.

Page 12: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 11

3. Öryggismál Vinnueftirlitið hefur tekið út rekstur Strætó bs. með tilliti til vinnuverndarstarfs og sett

fyrirtækið í fyrsta flokk og aðlagað eftirlit. Í umsögn Vinnueftirlitsins segir m.a.: „Skipulag og

virkni innra vinnuverndarstarfs hjá fyrirtækinu er í samræmi við gildandi lög og reglur og

framar þeim lágmarkskröfum sem kveðið er á um. Með hliðsjón af framangreindu er ljóst að

fyrirtækið leggur ríka áherslu á kerfisbundið vinnuverndarstarf og forvarnir“.

3.1. Öryggis-, heilsu- og vinnuumhverfisstefna

Strætó bs. leggur áherslu á að starfsumhverfi sé öruggt og heilsusamlegt og að tryggt sé að

enginn starfsmaður skaðist af vinnu sinni. Öll starfsemin skal vera í samræmi við gildandi lög

og reglugerðir og stefnt er að innleiðingu öryggisstjórnkerfis í reksturinn.

Til þess að fylgja þessari stefnu skulu stjórnendur Strætó bs. leggja áherslu á eftirtalin atriði í

rekstrinum:

Að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir starfmenn og þjónustuaðila

Strætó bs.

Að tryggja að allur búnaður sem notaður er við rekstur fyrirtækisins sé í samræmi við

gildandi öryggiskröfur og sé skoðaður og tekinn út reglulega.

Að framkvæma áhættumat reglulega og eftirfylgni með niðurstöðum áhættumats

skal tryggð.

Að skrá öll slys og óhöpp sem verða bæði hjá starfsmönnum og viðskiptavinum.

Að koma upp skráningu og eftirliti með notkun eiturefna og varasamra efna í

fyrirtækinu.

Að tryggja að starfsmenn fái nauðsynlega þjálfun til þess að geta sinnt viðkomandi

starfi og að til séu verklagslýsingar sem auðveldi starfsmönnum störf sín.

Að sömu kröfur séu gerðar til verktaka sem sjá um rekstur strætisvagna og þurfa þeir

að skila árlega yfirliti um frammistöðu sína til Strætó.

Að skrá öryggisreglur Strætó og tryggja að starfsmenn fylgi þeim í öllum störfum.

Stjórnendur Strætó skulu setja sér árlega mælanleg markmið til þess að fylgjast með

ávinningi í öryggismálum. Allir starfsmenn Strætó bs. skulu kynna sér stefnuna og hafa hana

að leiðarljósi við störf sín. Árlega skal taka saman yfirlit yfir stöðu öryggismála og skal

samantektin vera aðgengileg almenningi.

Page 13: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 12

3.2. Slysa- og atvikaskráning

3.2.1. Aksturstjón

Umtalsverður árangur hefur náðst við fækkun aksturstjóna hjá Rekstrarsviði Strætó

undanfarin ár. Haldnir hafa verið sérstakir öryggisdagar þar sem áhersla hefur verið lögð á

vitundarvakningu og virka þátttöku starfsfólks, verktaka og almennings. Eins og tölurnar bera

með sér hefur tjónum fækkað og kostnaður minnkað verulega.

Tafla 6. Fjöldi og kostnaður aksturstjóna

Ár Fjöldi tjóna Heildaupphæð Bótaskyld tjón, greidd til Strætó

Kostnaður v/eigin tjóna

2006 304 44.736.235 kr. 16.166.343 kr. 28.569.892 kr.

2007 297 37.284.403 kr. 13.274.693 kr. 24.009.710 kr.

2008 268 40.887.714 kr. 15.182.582 kr. 23.287.151 kr.

2009 197 23.518.511 kr. 7.641.862 kr. 15.876.649 kr.

2010 157 20.538.922 kr. 8.616.544 kr. 11.922.378 kr.

2011 82 10.816.042 kr. 6.426.484 kr. 4.389.558 kr.

2012 73 16.986.096 kr. 7.029.375 kr. 9.956.721 kr.

Á sama tíma og tjónum fækkar hefur aksturshlutfallið hjá Rekstrarsviði Strætó aukist töluvert

og vögnunum fjölgað. Með það í huga verður árangurinn að teljast enn eftirtektarverðari. Og

jafnvel þó kostnaðartölurnar hækki árið 2012 þýðir það ekki endilega lélegan árangur. Það

staðfestir miklu frekar þá skoðun að árangurinn árið 2011 hafi verið ótrúlega góður og farið

fram úr raunhæfum væntingum.

3.2.2. Slys á farþegum

Öll slys á farþegum eru skráð í rafrænt ábendingakerfi Farþegaþjónustusviðs, hverju tilfelli

úthlutað ábyrgðarmanni og markvisst haldið utan um vinnslu hvers máls til loka þess.

Tafla 7. Fjöldi farþegaslysa og slysagreining

Heildar fjöldi

Fall úr sæti

Árekstur Í og úr vagni

Aksturs- lag

Hurða- slys

Annað

Allur akstur:

2011 39 4 5 6 16 4 4

2012 61 3 3 8 36 9 2

Rekstrarsvið Strætó 2012

46 2 3 6 26 7 2

Farþegaslysum fjölgar um 56,4% milli ára sem er auðvitað engan vegin ásættanlegt fyrir

Page 14: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 13

fyrirtækið. Ástæður aukningarinnar eru vafalaust nokkrar, s.s. veruleg farþegaaukning (10

milljón farþegar á árinu 2012 sem er hrein aukning um milljón farþega), lengri þjónustutími,

fleiri eknir kílómetrar og aukin vitundarvakning meðal almennings um slysaréttindi sín.

Á árinu 2013 er ætlunin að leggja áhersla á fyrirbyggjandi slysaaðgerðir og sérstaklega verður

unnið í að bæta aksturslag vagnstjóra.

3.2.3. Vinnuslys starfsmanna

Öryggisnefnd Strætó heldur utan um öll vinnuslys starfsmanna og vinnur öflugt

forvarnastarf. M.a. eru orsakir hvers tilfellis greindar og kannaðar mögulegar úrbætur við

hverju tilfelli. Engin dauðaslys hafa átt sér stað og engin mjög alvarleg vinnuslys.

Tafla 8. Fjöldi og tegundir vinnuslysa

Ár Fjöldi alls

Átök Hálkufall Misfellufall Árekstur Annað

2010 8 2 2 1 1 2

2011 9 1 3 3 1 1

2012 7 0 3 2 1 1

3.2.4. Næstum því slys

Um mitt ár 2011 var tekin upp virk skráning og greining „næstum því slysa“ hjá Strætó.

Verkefnið fór hægt af stað en við árslok 2011 höfðu verið skráð 6 tilfelli. Í öllum tilfellunum

voru atvikin greind og gripið til fyrirbyggjandi aðgerða þar sem við átti.

Engin ný „næstum því slys“ voru tilkynnt á árinu 2012, þrátt fyrir nokkrar áminningar um

mikilvægi þessa atriðis. Líklegasta skýringin er talin sú að tilfellin hafi verið tilkynnt beint til

Umbótahóps vagnstjóra, en töluverð skörun er á starfsemi hans og Öryggisnefndarinnar, sem

sér um „næstum því slysin“. Nánar er fjallað um Umbótahópinn í næsta kafla hér á eftir.

3.2.5. Forvarnarstarf Umbótahóps vagnstjóra

Hjá Strætó er starfandi umbótahópur á sviði umferðar- og gatnamála. Hópurinn fundar bæði

innbyrðis og með framkvæmdasviðum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og reynir eftir

megni að hafa jákvæð áhrif á forgangsröðun og þróun valinna verkefna. Áhersla er lögð á

verkefni sem koma í veg fyrir slys og lágmarka tjónakostnað.

Umbótahópurinn hefur lagt fram margvíslegar úrbótatillögur undafarin 5 ár til

sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð góður árangur hefur náðst yfir heildina en

misgóður innan hvers sveitarfélags. Áfram verður unnið að eftirfylgni úrbótatilagna.

Page 15: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 14

Tafla 9. Ábendingar Umbótahóps ásamt viðbrögðum sveitarfélaga

Sveitafélag Fjöldi ábendinga

Viðbrögð

Garðabær 19 Úrbótum lokið á 17 atriðum, u.þ.b. 90% úrbótahlutfall

Reykjavík* 70 Úrbótum lokið á 50 atriðum, um 70% úrbótahlutfall

Hafnarfjörður 31 Úrbótum lokið á 13 atriðum, um 30% úrbótahlutfall

Kópavogur 27 Úrbótum lokið á 4 atriðum, um 15% úrbótahlutfall

Mosfellsbær 6 Samráðsfundur haustið 2012, undirbúningur úrbóta hafinn

Alls: 153 Úrbótum lokið á 84 atriðum, um 55% úrbótahlutfall (heild)

*Seltjarnarnes hefur verið tekið út samhliða Reykjavík en úrbótaþörfin verið mjög lítil.

3.3. Áhættumat

Öryggisnefnd Strætó bs. vann áhættumat í annað skipti fyrir allt fyrirtækið á árinu 2011. Á

árinu 2012 var áfram unnið að eftirfylgni úrbóta og mældist úrbótahlutfallið á milli 80 og

90%.

3.4. Neyðarskipulag og viðbragðsáætlanir

Neyðarskipulag hefur verið mótað hjá Strætó bs. þar sem m.a. hafa verið tilgreind þau tilfelli

sem krefjast viðbragðsáætlana. Á árinu 2012 bættust tvær viðbragðsáætlanir við og eru þær

nú alls 14 talsins. Viðbragðsáætlanirnar eru eftirtaldar:

Árekstur án slysa

Árekstur og slys á fólki

Eldur í strætisvagni - NÝTT

Farþegi slasast í strætisvagni

Farþegi veikist í strætisvagni

Ógnandi hegðun farþega

Vinnuslys og næstum því slys

Efnaslys

Mengunarslys

Jarðskjálftar

Eldsvoði og rýming húsnæðis

Farsóttir

Lánsvagn fyrir aðhlynningu fólks - NÝTT

Yfirtaka vagnaflotans - Almannavarnir

Page 16: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 15

Við gerð áætlananna var m.a. haft víðtækt samstarf við lögreglu, slökkvilið, Almannavarnir,

Securitas, o.fl. aðila. Allar áætlanirnar hafa verið kynntar fyrir starfsmönnum, verktökum og

helstu samstarfsaðilum.

3.5. Brunavarnir

Rýmingaráætlanir stærri starfseininga voru æfðar með dyggri aðstoð slökkviliðsins vorið

2012 og allir sjúkrakassar og slökkvitæki yfirfarin og uppfærð yfir sumarmánuðina.

3.6. Heilsuefling stafsmanna

Helstu aðgerðir til heilsueflingar starfsmanna á árinu 2012 voru eftirtaldar:

Áfram var hvatt til notkunar starfsmannakorts sem veitir ókeypis aðgang í allar helstu

sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi nýttra sundferða var eftirtalinn:

Árið 2010 – alls 1620 sundferðir

Árið 2011 – alls 2603 sundferðir

Árið 2012 – alls 2646 sundferðir

Fyrirtækið mótaði sér samgöngustefnu á árinu, innleiddi stefnuna og kynnti fyrir

starfsfólki, samstarfsaðilum og almenningi. Einnig var framkvæmd ferðavenjukönnun

á meðal starfsmanna og voru niðurstöðurnar kynntar og nýttar til úrbóta. Ætlunin er

að framkvæma slíka könnun árlega hér eftir.

Áfram var hvatt til notkunar starfsmannakorts sem veitir ókeypis aðgang í strætó. Um

leið voru starfsmenn hvattir til að ganga og hjóla meira.

Boðið var upp á flensusprautu í október og nýttu 64 starfsmenn sér boðið.

Áfram var unnið að heilsueflingu í mötuneyti Strætó. Salatbarinn var efldur enn

frekar og tekin upp sala á heilsusamlegum smámálum og millibitum, s.s. skyri, o.þ.h.

Allir starfsmenn höfðu áfram ókeypis aðgang að vefsvæðinu www.doktor.is. Vefurinn

veitir upplýsingar og fræðslu varðandi heilsueflingu.

Á milli áranna 2010 og 2011 náðist nokkuð góður árangur við fækkun tapaðra vinnudaga af

heildarvinnudagafjölda á Rekstrarsviði Strætó. Sami árangur náðist því miður ekki á milli

áranna 2011 og 2012. Hlutfallið var eftirfarandi:

Árið 2010 – 6,3%

Árið 2011 – 5,8%

Árið 2012 – 7,9%

Page 17: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 16

Þegar rýnt var nánar í tölurnar kom í ljós eðlileg skýring á aukningunni. Hana má í heild sinni

rekja til langtíma, samfelldra veikinda hjá mjög fáum starfsmönnum. Þar sem bæði

starfsaldur og lífaldur er mjög hár hjá fyrirtækinu eru slík veikindi mögulega óhjákvæmileg.

Ætlunin er að rýna enn frekar heilsufarslegt ástand starfsfólksins og kanna hvort hægt er

með einhverjum hætti að bæta heilsufarið og koma í veg fyrir frekari aukningu á fjarvistum.

Page 18: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 17

4. Fræðsla, þjálfun og hvatning Snemma árs árið 2012 hlaut Strætó bs. forvarnaverðlaun VÍS fyrir framúrskarandi forvarnir.

Verðlaunin styrktu bæði starfsfólk og stjórnendur í þeirri trú að fyrirtækið væri á réttri

vegferð og hvöttu verðlaunin einnig til enn frekari dáða.

Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Árangur Strætó í öryggismálum undanfarin þrjú ár er

til sannkallaðrar eftirbreytni. [...] Tekist hefur að mynda öfluga öryggismenningu og

öryggisvitund á meðal starfsmanna. Með ítarlegri skráningu allra atvika og tjóna, rannsókna

á þeim, miðlun upplýsinga til starfsmanna og öflugu forvarnarstarfi hefur tekist vel til. Þá

hefur vinnuverndarstarf hjá Strætó eflst mjög á sama tíma þar sem umgengni og skipulag

vinnuumhverfis er líkt og best getur orðið.“

4.1. Fræðsla, þjálfun og hvatning til starfsmanna

Markvisst var unnið að starfsmannaþjálfun og fræðslu á árinu og áhersla lögð á hvatningu í

umhverfis- og öryggismálum. M.a. má nefna eftirtalda þætti:

Ársskýrsla ársins 2011 í umhverfis- og öryggismálum var gefin út snemma árs 2012 og

kynnt fyrir starfsfólki og öðrum hagsmunaaðilum.

Umhverfis- og öryggishandbók var gefin út fyrir starfsfólk Strætó og eintaki dreift til

allra starfsmanna. Einnig var handbókin kynnt fyrir öðrum hagsmunaaðilum.

Viðbragðsáætlanir Strætó voru kynntar fyrir starfsfólki og öðrum hagsmunaaðilum.

Stefnur Strætó voru gerðar sýnilegar innan fyrirtækisins og á heimasíðunni

www.straeto.is Um er að ræða umhverfisstefnu, öryggis-, heilsu- og

vinnuverndarstefnu, jafnréttisstefnu, eineltisstefnu, innkaupastefnu og

samgöngustefnu.

Aðild Strætó að Stjórnvísi var kynnt fyrir starfsfólki og starfsfólk hvatt til að nýta sér

þá fræðslu og þekkingu sem Stjórnvísi býður upp á.

Öryggisfyrirtækið Servio framkvæmdi öryggisúttekt á starfsemi Rekstrarsviðsins á

Hesthálsi 14. Úttektin gekk m.a. út á að greina áhættuþætti í núverandi fyrirkomulagi,

meta verklagið, virkja og hagræða þjónustu og búnað betur.

Kynningarveggspjaldi var dreift um fyrirtækið sem hvetur starfsmenn til vistvænna

samgangna (hjóla, ganga og nota strætó).

Umhverfishópurinn kannaði gæði sorpflokkunar og verðlaunaði aðra kaffistofuna á

Hemmi, sem stóð sig áberandi vel í málaflokknum.

Page 19: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 18

Plakati frá VÍS sem minnir á „næstum því slys“ var dreift á valda staði innan

fyrirtækisins. Einnig var minnt á mikilvægi þess að tilkynna öll „næstum því slys“.

Nýr meðlimur öryggisnefndar sat námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn hjá

Vinnueftirlitinu.

Meðlimir öryggisnefndar sóttu námskeið í gerð áhættumats hjá Vinnueftirlitinu.

Skyndihjálparnámskeið var haldið haustið 2012.

Nýliðaþjálfun var haldin tvívegis vorið 2012 og endurtekin um haustið.

Starfsmenn verkstæðis sátu tveggja daga námskeið í viðgerð á nýjum Volvo vögnum.

Hópur vagnstjóra sat samskiptanámskeið hjá Þekkingarmiðlun, þar sem áhersla var

lögð á viðmót og framkomu við samstarfsfólk og farþega.

Starfsmenn sátu ráðstefnu um forvarnir í öryggismálum hjá VÍS.

Starfsmenn sóttu námskeið hjá Endurmenntun HÍ og BSI á Íslandi í framkvæmd innri

úttekta.

Rýmingaráætlanir voru æfðar bæði á Hesthálsi og í Mjódd. Aðstoð var fengin frá

Slökkviliðinu við æfinguna í Mjódd þar sem nokkrir starfsmenn eru bundir hjólastól.

Upplýsingum af námskeiðum og ráðstefnum um umhverfis- og öryggismál var markvisst

miðlað til starfsmanna þegar við átti. Veggspjöldum var dreift á viðeigandi starfsstöðvar.

4.2. Hvatning til samfélagslegrar ábyrgðar

Strætó bs. sýnir samfélagslega ábyrgð í verki og hvetur almenning til umhverfisvænni

ferðamáta en notkunar einkabíla. Margs konar afsláttarkjör eru í boði fyrir þá sem nýta sér

almenningsvagna, s.s. tímabilskort og farmiðaspjöld. Nemakortin hafa verið í boði um árabil

fyrir framhalds- og háskólanema og nýlega hófst sala grunnskólakorta. Bæði þessi kort eru

seld með töluverðum afslætti. Ýmsir hópar hafa einnig átt kost á ókeypis ferðum utan

annatíma, s.s. leikskólabörn, grunnskólanemar og börn og unglingar á leikjanámskeiðum.

Til marks um góðan árangur má nefna að farþegum fjölgaði um tæp 12% á árinu og í fyrsta

skipti frá upphafi flutti fyrirtækið yfir 10 milljón farþega. Aukin þjónusta á vafalaust stóran

þátt í aukningunni en þjónustan var efld verulega á annatímum, tíðnin aukin og

þjónustutíminn lengdur.

Page 20: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 19

4.2.1. Samgöngukort

Sérstakur söluráðgjafi Strætó bs. sinnir markaðssetningu Samgöngukorta til stærri fyrirtækja.

Fyrirtækin Skýrr, Landspítalinn og Skipti riðu á vaðið síðla árs 2011 en á árinu 2012 var unnið

markvisst að fjölgun slíkra samninga á milli Strætó og stórfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrirtæki hafa í æ ríkari mæli lagt áherslu á umhverfismál og umhverfisvernd sem lið í

samfélagslegri ábyrgð. Færst hefur í vöxt að fyrirtæki móti sér samgöngustefnu þar sem

starfsfólk er hvatt til að tileinka sér vistvænar samgöngur með það að leiðarljósi að efla

lýðheilsu starfsmanna, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, draga úr kostnaði vegna

bílastæða og stuðla að bættri landnýtingu. Strætó bs. vill sýna ábyrgð í verki með því að

styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem tileinka sér slíka samgöngustefnu og eru

Samgöngukortin þess vegna seld á hagkvæmum afsláttarkjörum.

Til þess að geta gert samgöngusamning við Strætó bs. þurfa fyrirtæki að hafa markað sér

ábyrga samgöngustefnu og viðhalda henni yfir lengri tíma. Samkvæmt samgöngustefnunni

skal starfsfólk fyrirtækisins hvatt til að tileinka sér vistvænar samgöngur, eða aðra

samgöngumáta en þann að ferðast með einkabílum, t.d. að ganga, hjóla eða nota

almenningssamgöngur. Með því að kaupa Samgöngukort fyrir starfsmenn sína stuðla

fyrirtækin að vistvænni samgöngum, léttari umferð og auknu umferðaröryggi.

Við árslok árið 2012 höfðu 44 fyrirtæki markað sér ábyrga samgöngustefnu og undirritað

samgöngusamning við Strætó bs.

Page 21: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 20

5. Lokaorð Ársskýrsla þessi í umhverfis- og öryggismálum kemur út núna í annað skipti og er ætlunin að

vinna sambærilega samantekt við upphaf hvers árs hér eftir. Að gerð skýrslunnar komu fyrst

og fremst undirritaðir starfsmenn Strætó bs. en stakir efnisþættir og ýmsar upplýsingar voru

m.a. sóttar til eftirtalinna aðila og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó

Jóhannes Jóhannesson, sviðsstjóri Rekstrarsviðs Strætó

Anna Lára Guðfinnsdóttir, deildarstjóri Akstursdeildar

Guðmundur Sigurjónsson, launafulltrúi Strætó

Steindór Steinþórsson, fulltrúi í Akstursdeild

Guðfinna Ingjaldsdóttir, starfsmannastjóri Rekstrarsviðs

Áslaug Kristinsdóttir, fulltrúi á skrifstofu Strætó

Skýrslan verður gerð aðgengileg almenningi á heimasíðu fyrirtækisins og verður efni hennar

kynnt sérstaklega fyrir stjórnendum, starfsfólki og eigendum fyrirtækisins á næstu misserum.

Reykjavík, febrúar 2013,

Bergdís I. Eggertsdóttir verkefnastjóri

Ásgeir Þ. Ásgeirsson birgðavörður

Page 22: Ársskýrsla umhverfis- og öryggismála...öryggismálum. Ársskýrsla var gefin út í fyrsta skipti, síðustu skjölin voru kláruð, samþykkt og gefin út og innri úttektir

S t r æ t ó b s . / w w w . s t r a e t o . i s / s í m i 5 4 0 2 7 0 0

Bls. 21

6. Töflu- og myndaskrá Tafla 1. Eldsneytisnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda....................................................................6

Tafla 2. Heildarmagn úrgangs .................................................................................................................7

Tafla 3. Efnanotkun ..................... ...........................................................................................................8

Tafla 4. Euro staðlar vagnaflotans ..........................................................................................................9

Tafla 5. Orku- og vatnsnotkun...............................................................................................................10

Tafla 6. Fjöldi og kostnaður aksturstjóna ..............................................................................................12

Tafla 7. Fjöldi farþegaslysa og slysagreining .........................................................................................12

Tafla 8. Fjöldi og tegundir vinnuslysa ....................................................................................................13

Tafla 9. Ábendingar Umbótahóps ásamt viðbrögðum sveitarfélaga.....................................................14

Mynd 1. Akstursleiðir Strætó á landsbyggðinni.......................................................................................3

Mynd 2. Rekstrarsvið Strætó innan stjórnskipulagsins............................................................................4